Hoppa yfir valmynd
Slice 1Created with Sketch.
Sigurður Ingi Jóhannsson - samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra

Sigurður Ingi Jóhannsson

samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra

Þingseta

Alþingismaður Suðurkjördæmis síðan 2009 (Framsóknarflokkur).

Sjávar­útvegs- og landbúnaðarráðherra 2013–2016. Umhverfis- og auðlindaráðherra 2013–2014. Forsætisráðherra 2016–2017. Samgöngu- og sveitarstjórnar­ráðherra og ­ráðherra nor­rænna sam­starfs­mála 2017–.

4. varaforseti Alþingis 2011–2013.

Æviágrip

Fæddur á Selfossi 20. apríl 1962. Foreldrar: Jóhann H. Pálsson (fæddur 7. mars 1936, dáinn 28. nóvember 1987) bóndi í Dalbæ í Hrunamannahreppi og Hróðný Sigurðardóttir (fædd 17. maí 1942, dáin 28. nóvember 1987) húsmóðir og skrifstofumaður. Maki 1: Anna Kr. Ásmundsdóttir (fædd 23. september 1962) kennari. Þau skildu. Foreldrar: Ásmundur Bjarnason og Kristrún Jónía Karlsdóttir. Maki 2: Ingibjörg Elsa Ingjaldsdóttir (fædd 9. maí 1966) framkvæmdastjóri. Foreldrar: Ingjaldur Ásvaldsson og Guðbjörg Elíasdóttir. Börn Sigurðar og Önnu: Nanna Rún (1983), Jóhann Halldór (1990), Bergþór Ingi (1992). Stjúpbörn, börn Ingibjargar Elsu: Sölvi Már Benediktsson (1990), Hildur Guðbjörg Benediktsdóttir (1996).

Stúdentspróf ML 1982. Embættispróf í dýralækningum frá Konunglega dýralækna- og landbúnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn (KVL). Almennt dýralæknaleyfi í Danmörku 1989 og á Íslandi 1990.

Landbúnaðarstörf samhliða námi 1970–1984. Afgreiðslu- og verkamannastörf hjá Mjólkursamsölunni í Reykjavík 1982–1983. Bóndi í Dalbæ í Hrunamannahreppi 1987–1994. Sjálfstætt starfandi dýralæknir í uppsveitum Árnessýslu 1990–1995. Settur héraðsdýralæknir í Hreppa- og Laugarásumdæmi 1992–1994 og um skeið í Vestur-Barðastrandarumdæmi. Dýralæknir hjá Dýralæknaþjónustu Suðurlands ehf. 1996–2009. Oddviti Hrunamannahrepps 2002–2009. Sjávar­útvegs- og landbúnaðarráðherra 23. maí 2013 til 7. apríl 2016. Umhverfis- og auðlindaráðherra 23. maí 2013 til 31. desember 2014. Forsætisráðherra 7. apríl 2016 til 11. janúar 2017. Samgöngu- og sveitarstjórnar­ráðherra og ráðherra norrænna samstarfsmála síðan 30. nóvember 2017.

Í varastjórn Ungmennafélags Hrunamanna (UMFH) og gjaldkeri knattspyrnudeildar 1990–1996. Í sóknarnefnd Hrepphólakirkju 1993–1997. Í sveitarstjórn Hrunamannahrepps 1994–2010, varaoddviti 1994–1998, oddviti 2002–2009. Í stjórn Dýralæknafélags Íslands 1994–1996. Formaður stjórnar Dýralæknaþjónustu Suðurlands ehf. 1996–2011. Í ráðherraskipaðri nefnd sem vann að breytingum á dýralæknalögum 1996–1998. Formaður stjórnar Hótels Flúða hf. 1996–2002 og 2003–2005, formaður byggingarnefndar hótelsins 1998–2000. Ritari stjórnar Framsóknarfélags Árnessýslu 2001–2008. Í skólanefnd Menntaskólans að Laugarvatni 2001–2017, varamaður 1997–2001, formaður stjórnar 2001–2009. Í stjórn Kaupfélags Árnesinga 2002–2003. Í héraðsnefnd Árnesinga 2002–2006. Í stjórn Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands 2002–2007, varaformaður 2006–2007. Í samgöngunefnd Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga 2003–2006. Í heilbrigðisnefnd Suðurlands 2006–2009. Oddviti oddvitanefndar uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps 2006–2009, formaður stjórnar skipulags- og byggingarfulltrúaembættis þar 2008–2009. Formaður skipulags- og byggingarnefndar uppsveita Árnessýslu 2006–2008. Í stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga 2007–2009. Í Þingvallanefnd 2009–2013. Varaformaður Framsóknarflokksins 2013–2016. Formaður Framsóknarflokksins síðan 2016. Í samráðsnefnd um veiðigjöld síðan 2017.

Alþingismaður Suðurkjördæmis síðan 2009 (Framsóknarflokkur).

Sjávar­útvegs- og landbúnaðarráðherra 2013–2016. Umhverfis- og auðlindaráðherra 2013–2014. Forsætisráðherra 2016–2017. Samgöngu- og sveitarstjórnar­ráðherra og ­ráðherra nor­rænna sam­starfs­mála 2017–.

4. varaforseti Alþingis 2011–2013.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd 2009–2011, þingmannanefnd til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis 2009–2010, atvinnuveganefnd 2011–2013 og 2017.

Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins 2009–2013, Íslandsdeild Norðurlandaráðs 2017–.

Af vef Alþingis

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira