Samgönguráðuneyti var stofnað árið 1959 í ríkisstjórn Ólafs Thors sem tók við 20. nóvember. Ingólfur Jónsson var þá skipaður landbúnaðarráðherra og samgönguráðherra. Með Ingólfi hafa 15 ráðherrar gegnt embætti samgönguráðherra. árið 2011 voru samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti og dóms- og mannréttindaráðuneyti sameinuð í innanríkisráðuneyti. Í ársbyrjun 2017 voru þau síðan aðskilin á ný.

Fyrstu árin gegndu samgönguráðherrar einnig embætti landbúnaðarráðherra, menntamálaráðherra, sjávarútvegsráðherra eða öðrum ráðherraembættum meðfram. Með ráðuneyti Þorsteins Pálssonar, sem tók við 8. júlí 1897, gegndi Matthías Á. Mathiesen fyrstur manna eingöngu embætti samgönguráðherra. Í næstu þremur ríkisstjórnum var samgönguráðherra einnig landbúnaðarráðherra en frá og með annarri ríkisstjórn Davíðs Oddssonar, sem tók við 23. apríl 1995, gegndi Halldór Blöndal embætti samgönguráðherra.

Árið 2009 var heiti ráðuneytisins breytt í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti en þá hafði Kristján L. Möller gegnt embætti samgönguráðherra frá í maí 2007 og var sá fyrsti með því embættisheiti. Ögmundur Jónasson tók við af honum 2010 og varð síðan innanríksráðherra frá 1. janúar 2011 þegar ráðuneytið var sameinað dómsmála- og mannréttindaráðuneyti.

 

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn