Hoppa yfir valmynd

Stefnumótun

 

Það er stefna samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins að samræma stefnur og áætlanir í öllum málaflokkum þess þannig að þær myndi eina samþætta heild til framtíðar. Með samræmingu og samþættingu gefst tækifæri til að bæta nýtingu fjármuna, auka gagnsæi og efla samvinnu innan málaflokka með sameiginlegum aðgerðum.

Ný hugsun í opinberri stefnumótun

Fyrstu skrefin í þessa átt voru stigin með gildistöku laga um samræmingu áætlana á sviði samgöngu-, fjarskipta-, sveitarstjórnar- og byggðamála árið 2018. Með þessum breytingum voru vinnubrögð og aðferðafræði aðlöguð að nýrri hugsun í opinberri stefnumótun og áætlanagerð. Áætlanir verða nú tengdar betur saman með sameiginlegri framtíðarsýn, meginmarkmiðum og leiðarljósum:

Framtíðarsýn

Ísland er í fremstu röð með trausta og örugga innviði, öflug sveitarfélög, verðmætasköpun og framsækna þjónustu. Tækni tengir byggðir og Ísland við umheiminn í jafnvægi við umhverfið.

Meginmarkmið:

1. Þjónusta samgöngu- og fjarskiptakerfa mæti þörfum samfélagsins

    Leiðarljós:

  • Samgöngu- og fjarskiptakerfi mynda samhæfða heild til hagsbóta fyrir einstaklinga og atvinnulíf.
  • Grunnnet samgangna og fjarskipta á landi, í lofti og sjó er skilgreint og byggt upp með hliðsjón m.a. af öryggi, vinnusóknarsvæðum, tengingu landshluta og Íslands við umheiminn.
  • Samgöngur og fjarskipti geri landsmönnum kleift að nálgast opinbera grunnþjónustu á sem stystum tíma og á öruggan hátt.
  • Ávallt er litið til tækniframfara og nýsköpunar.

 

2. Sjálfbærar byggðir um land allt

     Leiðarljós:

  • Við forgangsröðun aðgerða verði tekið tillit til óska sveitarstjórna og sóknaráætlana landshluta.
  • Skipulag og forgangsröðun samgangna og fjarskipta um land allt taki tillit til umhverfisgæða og lýðheilsu.
  • Fjármögnun aðgerða stuðli að sem hagkvæmastri nýtingu opinberra fjármuna.
  • Sjálfstjórn og ábyrgð sveitarfélaga virt og tryggð verði sem jöfnust réttindi og aðgengi íbúa að þjónustu.

+ Sjá nánar um samræmingu áætlana

 

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira