Hoppa yfir valmynd

Skrifstofa samgangna

Skrifstofustjóri: Ólafur Kr. Hjörleifsson
Staðgengill skrifstofustjóra: Valgerður B. Eggertsdóttir

Skrifstofa samgangna hefur yfirumsjón með gerð og eftirfylgni samgönguáætlunar. Í samgönguáætlun er meðal annars mótuð stefnan varðandi  uppbyggingu, rekstur og þróun almenningssamgangna, flutningamála, innanlandsflugs, millilandaflugs og málefna flugvalla, siglinga, hafna og uppbyggingu og rekstur vega. Skrifstofan tekur þátt í alþjóðlegu samstarfi á sviði samgangna og meðal verkefna hennar er að tryggja innleiðingu alþjóðlegra skuldbindinga í íslenskt regluverk. Viðamikill þáttur í því tengist framkvæmd EES-samningsins.

Helstu verkefni

Skrifstofa samgangna hefur yfirumsjón með gerð og eftirfylgni samgönguáætlunar, meðal annars varðandi uppbyggingu, rekstur og þróun almenningssamgangna, flutningamála, innanlandsflugs, millilandaflugs, flugvalla, siglinga, hafnamála og við uppbyggingu og rekstur vega. Núgildandi tólf ára samgönguáætlun  sem er stefnumótandi áætlun fyrir árin 2011-2022 var samþykkt í júní 2012 og fjögurra ára framkvæmdaáætlun áranna 2015-2018 var samþykkt í október 2016. Áætlunin hefur að geyma fjölda verkefna sem stuðla að þróun samgangna í landinu og bættum innviðum á sviði samgangna.

Aukið öryggi flugs, umferðar og siglinga heyrir undir skrifstofuna með þátttöku stofnana ráðuneytisins á málefnasviðinu. Einnig fer skrifstofan með málefni er snúa að flugvernd og siglingavernd.

Skrifstofan vinnur að auknu öryggi flugs, umferðar og siglinga með þátttöku stofnana ráðuneytisins á málefnasviðinu. Skrifstofan vinnur að gerð loftferðasamninga í samvinnu við utanríkisráðuneytið og Samgöngustofu og sinnir verkefnum sem tengjast Rannsóknarnefnd samgönguslysa.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira