Efst á baugi

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Mislæg gatnamót tekin í notkun

Klippt á borðann og samgöngumannvirkið formlega opnað. - mynd

Tekin hafa verið í notkun hin nýju mislægu gatnamót á Reykjanesbraut og Krýsuvíkurvegi sem unnið hefur verið að frá liðnu vori. Um 15-20 þúsund bílar fara um mannvirkið á degi hverjum og með mislægum gatnamótum er umferðaröryggi verulega aukið.

Auk sjálfra gatnamótanna fólst verkið í gerð allra tilheyrandi vega og stíga. Til framkvæmdanna teljast einnig breytingar á Krýsuvíkurvegi, gerð tengivegar að Suðurbraut og tengivegar að Selhellu. Einnig er innifalin gerð göngu- og hjólastígs meðfram Suðurbrautartengingu og hraðatakmarkandi aðgerðir á Suðurbraut. Þá er gerð hljóðmana við Reykjanesbraut og í Hellnahverfi í Hafnarfirði hluti verksins auk  breytinga á lagnakerfum veitufyrirtækja og landmótun.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn