Efst á baugi

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Drög að byggðaáætlun - umsagnarfrestur til 21. mars

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnir drög að tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2018 til 2024 í samráðsgátt. Frestur til að skila umsögnum til rennur út kl. 16 miðvikudaginn 21. mars 2018. 

Áætlunin er unnin í samræmi við lög um byggðaáætlun og sóknaráætlanir nr. 69/2015 þar sem kveðið er á um að áætlunin lýsi stefnu ríkisins í byggðamálum hverju sinni og samhæfingu við aðra stefnumótun og áætlanagerð hins opinbera. Byggðaáætluninni er ætlað að stuðla að jákvæðri þróun byggða og að efla samkeppnishæfni þeirra sem og landsins alls. 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn