Efst á baugi

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Ísland í 1. sæti á heimsvísu í upplýsingatækni og fjarskiptum

Houlin Zhao afhendir Sigurði Inga Jóhannssyni samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra viðurkenninguna.  - myndLjósmynd BIG

„Ríkisstjórnin hefur metnað til að Ísland haldi stöðu sinni sem eitt af forysturíkjum heims í fjarskiptainnviðum og nýtingu þeirra í þágu samfélagsins,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra eftir að hafa veitt viðtöku viðurkenningu frá Alþjóðafjarskiptasambandinu (ITU) þar sem Ísland náði þeim árangri að verða í 1. sæti á heimsvísu á einkunnalista sambandsins árið 2017 í upplýsingatækni og fjarskiptum. Houlin Zhao, aðalritari sambandsins, kom hingað til lands til að afhenda viðurkenninguna 11. apríl.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn