Hoppa yfir valmynd
17. janúar 2023 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Sænsk-íslenski samstarfssjóðurinn auglýsir ferðastyrki

Sænsk-íslenski samstarfssjóðurinn auglýsir ferðastyrki - myndJohannes Jansson/norden.org

Sænsk-íslenski samstarfssjóðurinn auglýsir nú eftir umsóknum til ferðastyrkja til að styðja íslenska þátttakendur í sænsk-íslenskum samstarfsverkefnum.

Markmið Sænsk-íslenska samstarfssjóðsins er að stuðla að auknu samstarfi Svíþjóðar og Íslands á sviði menningar, menntunar og vísinda.

Umsóknarfrestur er til 28. febrúar n.k., klukkan 23:59 að sænskum tíma (klukkan 22:59 að íslenskum tíma). Tengiliður sjóðsins er Ragnheiður Helga Þórarinsdóttir í netfangi: [email protected].

Um styrkina skal sótt á sérstökum eyðublöðum.

Sjóðurinn var stofnaður í kjölfar gjafar Svía til Íslendinga á 50 ára afmæli íslenska lýðveldisins 1994. Nánari upplýsingar um Sænsk-íslenska samstarfssjóðinn má finna á svenskislandskafonden.se.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum