Hoppa yfir valmynd
15. febrúar 2019 Utanríkisráðuneytið

Davíð Þór Jónsson hlýtur Norrænu kvikmyndatónskáldaverðlaunin

Davíð Þór Jónsson hlýtur Norrænu kvikmyndatónskáldaverðlaunin  - myndThomas Kolbein Bjørk Olsen
Í vikunni hlaut Davíð Þór Jónsson, tónskáld, Norrænu kvikmyndatónskáldaverðalaunin fyrir tónlist í kvikmyndinni "Kona fer í stríð", ásamt leikstjóra myndarinnar, Benedikt Elingssyni. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í Norrænu sendiráðsbyggingunni, Felleshus. Davíð Þór Jónsson og Benedikt Erlingsson veittu verðlaununum viðtöku. Dómnefndin var skipuð fulltrúum frá Þýskalandi, Sviss og Grikklandi.

Sjá kynningarmyndband um Davíð Þór Jónsson og gerð tónlistar við "Kona fer í stríð" hér.

Þess má geta að Íslendingum hefur tvisvar sinnum áður hlotnast þessi verðalaun. Tónskáldin Daníel Bjarnason og Atli Örvarsson hlutu verðlaunin fyrir tónlist sína í kvikmyndunum "Undir trénu" og "Hrútum" en auk þess hlaut Jóhann Jóhannsson heiðursverðlaun árið 2016. Verðlaunin voru afhent í níunda sinn í ár, en athöfnin hefur farið fram í Felleshus síðan 2016. Martin Eyjólfsson, sendiherra Íslands í Þýskalandi, opnaði hátíðina.
  • Davíð Þór Jónsson hlýtur Norrænu kvikmyndatónskáldaverðlaunin  - mynd úr myndasafni númer 1
  • Davíð Þór Jónsson hlýtur Norrænu kvikmyndatónskáldaverðlaunin  - mynd úr myndasafni númer 2
  • Davíð Þór Jónsson hlýtur Norrænu kvikmyndatónskáldaverðlaunin  - mynd úr myndasafni númer 3
  • Davíð Þór Jónsson hlýtur Norrænu kvikmyndatónskáldaverðlaunin  - mynd úr myndasafni númer 4
  • Davíð Þór Jónsson hlýtur Norrænu kvikmyndatónskáldaverðlaunin  - mynd úr myndasafni númer 5

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum