Hoppa yfir valmynd
30. apríl 2019 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið, Utanríkisráðuneytið

Samstarfsráðherrafundur á Norðurbryggju

Sigurður Ingi Jóhannsson, samstarfsráðherra Norðurlanda - mynd
Aukafundur samstarfsráðherra Norðurlandanna um nýja framtíðarsýn Norrænu ráðherranefndarinnar fór fram á Norðurbryggju (d. Nordatlantens brygge) í Kaupmannahöfn á miðvikudaginn síðastliðinn. Norræna samstarfsnefndin hélt í framhaldi annan fund ársins þar sem fylgt var eftir fundi samstarfsráðherranna og fjallað um málefni tengd norrænu samstarfi. Ísland gegnir formennsku í Norrænu ráðherranefndinni í ár og er yfirskrift formennskuáætlunarinnar „Gagnvegir góðir“. Að fundi loknum var nýr framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar, Paula Lehtomäki, boðin velkominn til starfa í móttöku í sendiráði Íslands í Kaupmannahöfn.
  • Paula Lehtomäki, nýr framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar
  • Aukafundur samstarfsráðherra Norðurlandanna
  • Frá fundi samstarfsráðherra Norðurlandanna

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira