Hoppa yfir valmynd
8. mars 2022 Utanríkisráðuneytið

Norrænir utanríkisráðherrar einhuga í samstöðu með Úkraínu


Utanríkisráðherrar Norðurlandanna komu saman á fjarfundi í dag til að ræða stöðu mála vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Ítrekuðu ráðherrarnir algjöra samstöðu með úkraínsku þjóðinni og lýstu áhyggjum af vaxandi neyð vegna hernaðar Rússa.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra tók þátt í fundinum fyrir Íslands hönd. „Á tímum sem þessum er ómetanlegt fyrir Ísland að geta reitt sig á náið samráð og samvinnu við hin norrænu ríkin, meðal annars á sviði borgaraþjónustu,“ sagði Þórdís Kolbrún.

Ráðherrarnir fóru meðal annars yfir stöðu mannúðarmála og viðbrögð við straumi flóttamanna frá Úkraínu. Einnig var rætt um stöðu tvíhliða samskipta við Rússland, en Norðurlöndin hafa öll verið sett á lista rússneskra stjórnvalda yfir óvinveitt ríki.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum