Hoppa yfir valmynd

Ræður og greinar Sigrúnar Magnúsdóttur


Dags.Dags.TitillLeyfa leit
2016-12-15 00:00:0015. desember 2016Ávarp umhverfis- og auðlindaráðherra á ársfundi Úrvinnslusjóðs 2016

Ágæta starfsfólk og stjórn Úrvinnslusjóðs, góðir ársfundargestir. <br /> <br /> Það er mér sönn ánægja að fá að ávarpa ykkur hér á ársfundi Úrvinnslusjóðs.<br /> <br /> Sehr geehrter Herr Schmitz. Herzlich willkommen nach Island. <br /> <br /> Das ist uns eina Ehre Sie hier zu baben – und Ich bin sicher, dass Ihr Beitrag heute die Debatte über Abfallvermeidung und Kreislaufwirtschaft erfolgreich wird.<br /> <br /> Á undanförnum árum hefur margt áunnist í meðhöndlun úrgangs á Íslandi. Endurvinnsla hefur aukist og dregið hefur úr urðun. Mikilvægt er einnig að huga að fræðslu og hvernig við getum nýtt hráefni og auðlindir betur.<br /> <br /> Í raun þurfum við öll að breyta hugsunarhætti okkar og þróa samfélag sem hefur skilvirka auðlindanýtingu í fyrirrúmi og er þar enginn undanskilinn. Hönnuðir, framleiðendur, innflytjendur, smásalar og neytendur – allir þurfa að líta í eigin barm. Sama á við um stjórnvöld, bæði ríki og sveitarfélög.<br /> <br /> Í byrjun þessa árs kom út fyrsta stefna ráðherra um úrgangsforvarnir, „Saman gegn sóun“. Auk þess að fjalla um hvernig við drögum úr myndun úrgangs er tilgangur stefnunnar að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, að draga úr hráefnisnotkun og að minnka dreifingu á efnum sem eru skaðleg heilsu og umhverfi. Lokatakmarkið er að allar vörur sem eru framleiddar séu endurvinnanlegar til að tryggja hringrás auðlinda. Í stefnunni, sem gildir til 12 ára, er sérstök áhersla lögð á níu efnisflokka.<br /> <br /> Í fyrsta lagi matvæli, þá plast frá árinu 2018, textíll frá 2020, raftæki frá 2022, og síðan grænar byggingar og pappír.<br /> <br /> Matvæli og það að draga úr sóun er í forgangi nú til að tryggja eftirfylgni skýrslu starfshóps um matarsóun, sem kom út í apríl í fyrra. Þess má einnig geta að átak til að draga úr matarsóun er hluti af sóknaráætlun Íslands í loftslagsmálum, þar sem það dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda.<br /> <br /> Unnið hefur verið að mörgum verkefnum tengdum matarsóun síðustu misserin; vefgáttin matarsóun.is hefur verið opnuð, unnið er að leiðbeiningum fyrir matvælaframleiðendur, matreiðslunámskeið, þar kennd eru handtök við betri nýtingu matar, hafa vakið lukku, viðhorf Íslendinga til matarsóunar hafa verið könnuð og Umhverfisstofnun hefur nýlega lokið við gerð ítarlegrar rannsóknar um matarsóun.<br /> <br /> Niðurstöður þeirrar rannsóknar voru sláandi. Hver Íslendingur hendir 62 kg af mat á ári, þar af er 23 kg af nýtanlegum mat sóað. Þetta eru ótrúlegar tölur, en ljóst er að mikil tækifæri eru til að bæta úr á þessu sviði.<br /> <br /> Þá eru áskoranir framundan við að draga úr notkun einnota plasts, en að undanförnu hefur staðið yfir vinna innan ráðuneytisins til að draga úr notkun þess. Umræðan um skaðsemi plasts hefur aukist meðal almennings þar sem það getur valdið neikvæðum áhrifum á heilsu og umhverfi. En þó lengi hafi verið vitað um þörf þess að draga úr notkun plastsins í heiminum þá hefur þróunin, því miður verði þveröfug.<br /> <br /> Plastið sem er víðsvegar í hafinu og umlykur okkur öll er alvarleg þróun. Við sem þurfum að varðveita auðlindir hafsins, þá auðlind sem við eigum allt okkar undir. Plastið hefur neikvæð áhrif á okkar helstu útflutningsgreinar, á sjávarútveg og svo á ferðaþjónustu sem nýtir m.a. strandsvæðin.<br /> <br /> Til að vekja fólk til umhugsunar og stuðla að aukinni vernd fyrir umhverfið hefur ráðuneytið komið af stað aðgerðaráætlun til að draga úr notkun plastpoka 2016-2018.<br /> <br /> Kveðið er á um víðtæka samvinnu og öfluga aðkomu verslunarinnar að verkefnum og gert ráð fyrir að þær komi sér saman um samstarf til að draga úr notkun léttra burðarplastpoka. Unnið verður að fræðslu og kynningu fyrir almenning og starfsfólk í verslunum, en verslunin og Umhverfisstofnun munu vinna sameiginlega að raunhæfum leiðum. Til að ná sem bestum árangri er mikilvægt að skapa jákvæða og lausnamiðaða umræðu til að sem flestir tileinki sér notkun á fjölnota burðarpokum.<br /> <br /> Ennfremur þá þarf að auka vitund almennings á því að við flokkun á sorpi þá má finna aðrar leiðir en notkun á plastpokum.<br /> <br /> Til að hægt sé að mæla árangurinn þá var Úrvinnslusjóði falið að undirbúa uppskiptingu tollflokka til að hægt yrði að taka saman tölulegar upplýsingar á burðaplastpokum á Íslandi.<br /> <br /> Loks má nefna að framangreindri vinnu við að draga úr notkun plastpoka verður fylgt eftir með tillögum að frekari aðgerðum til að minnka notkun plasts í umhverfi okkar.<br /> <br /> Næsta áskorun verður innleiðing um hringrænt hagkerfi sem hefur það meginmarkmið að stuðla að bættri nýtingu auðlinda. Í tillögunum er lögð sérstök áhersla á framleiðendaábyrgð og gegnir Úrvinnslusjóður lykilhlutverki þar, t.d. varðandi rafgeyma, rafhlöður og raftæki. Tillögum um framlengda framleiðendaábyrgð er ætlað að lækka kostnað við kerfin, bæta afköst og forðast hindranir á markaði.<br /> <br /> Ágætu ársfundargestir.<br /> <br /> Það er ánægjulegt að finna hvað áhugi og skilningur almennings, sveitarfélaga og atvinnulífsins á úrgangsmálum hefur aukist mikið síðustu misseri. Það hefur stuðlað að aukinni umhverfisvernd og ekki síst að auknu verðmæti.<br /> <br /> Leggja þarf áherslu á sjálfbæra auðlindanotkun með aðgerðum og fræðslu og leggja aukna áherslu á nýtingu hráefna.<br /> <br /> Ég þakka starfsfólki og stjórn Úrvinnslusjóðs fyrir þeirra góða starf á liðnum árum, fyrir ykkar framlag til úrgangsmála og fyrir ánægjulega samvinnu.<br /> <br /> Að lokum vil ég óska ykkur öllum góðs ársfundar og vona að þig eigið ánægjulegan dag framundan.<br /> <br /> Ihnen Herr Schmitz wünsche ich einen angenehmen Aufenthalt hier in Island.

2016-11-16 00:00:0016. nóvember 2016Ávarp umhverfis- og auðlindaráðherra á 22. aðildarríkjaþingi Loftslagssamnings S.þ.

Statement by Iceland<br /> <br /> President, Ladies and Gentlemen,<br /> <br /> It is great to be here in the historic city of Marrakech. Paris gave us a new text to work from and unite our efforts against climate change. Now is the time to fulfil the promise we have given to ourselves - a time of action for national and local governments, business, scientists, everyone.<br /> <br /> Clean energy is key in fighting climate change. The good news is that renewable energy is growing fast, and its cost is coming down. But we need still faster progress and more innovation.<br /> <br /> Iceland has long been a champion for geothermal energy. It brings climate-friendly energy from the internal heat of the Earth. We can now also pump carbon dioxide into the Earth in geothermal plants. An experiment in Iceland shows that dissolved carbon dioxide can be turned into solid minerals in basalt rock, deep underground. This successful experiment, which was presented here in Marrakech, is an example of green innovation, which we urgently need.<br /> <br /> Yes, we can turn carbon dioxide into stone. But we can also store carbon in trees and soil. In Iceland we are turning back centuries of deforestation. We are also making efforts to halt emissions from drained wetlands. Worldwide we need to fight desertification and conserve forests and soils. Action in forestry and land use must be part of our efforts under the Paris Agreement.<br /> <br /> The impacts of climate change on the ocean are clear. I am pleased about the focus on oceans here, including on the Oceans Action Day. Clean ship technology is being developed in Iceland and elsewhere. I am hopeful that a roadmap for greener shipping and fisheries in Iceland will bring progress in this area.<br /> <br /> Ladies and gentlemen,<br /> <br /> We have now with us the spirit of Paris and momentum of Marrakech. But we can not take success for granted. We need all aboard. We need the full involvement of women and men. It is my firm belief that empowering women unlocks new potential. We need changes not just in technology, but in everyday life. To take one example: Food waste is a big climate issue, which we need to address. Gender equality is a question of rights, but it will also help the world become greener.<br /> <br /> Our task is huge, but doable. Iceland will continue its work on a greener economy and low-carbon future. We see that we are in good company here, and I will leave the beautiful city of Marrakech in an optimistic mood.<br /> <br /> Thank you.

2016-09-16 00:00:0016. september 2016Ávarp umhverfis- og auðlindaráðherra á Degi íslenskrar náttúru 2016

<p><i>Sigrún Magnúsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra flutti eftirfarandi ávarp á hátíðarsamkomu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins sem haldin var í Rafveituheimilinu í Elliðaárdal á Degi íslenskrar náttúru 16. september 2016.</i></p> <p>&nbsp;</p> <p>Góðir gestir,</p> <p>Ég býð ykkur öll hjartanlega velkomin hingað í Elliðaárdalinn á degi Íslenskrar náttúru.&nbsp; Verð að segja ykkur að margar unaðsstundir hefur þessi dalur og áin veitt mér. Ein eftirminnilegasta viðureign við lax var í hylnum hérna beint fyrir neðan. Sælustund í minningunni.</p> <p>Það er sennilega fátt sem hefur mótað okkur - íslensku þjóðina meira en náttúran. Náttúran og litbrigði eða fjölbreytileiki hennar hafði bein áhrif á líf og störf fólksins í landinu, hvort sem það voru sjómenn sem börðust við sjávaröflin og veðurguðina til að færa björg í bú eða bændur sem með þrautseigju ræktuðu tún og ólu búfénað við erfiðar aðstæður þar sem eldgos eða frosthörkur gátu auðveldlega sett strik í reikninginn.</p> <p>Íslensk náttúra hefur þó ekki aðeins haft áhrif á slíka grunnatvinnuvegi heldur einnig veitt innblástur fyrir hvers kyns listsköpun og afþreyingu á fjölbreyttan hátt. Við sjáum og heyrum henni bregða fyrir í kvikmyndum, myndlist og tónlist nútímans á meðan forfeður okkar styttu sér stundir við alls kyns frásagnir sem sprottnar voru upp úr náttúrunni sem var allt um kring.</p> <p>Við þekkjum öll frásagnir af huldufólki og tröllum, fossbúum, nykrum, vatnavættum, sjávarverum og öðrum fyrirbærum sem sagt er að búi í íslenskri náttúru.&nbsp;Allt til okkar tíma hefur fólk séð móta fyrir andlitum og furðuverum í stokkum og steinum úfinnar íslenskrar náttúru og sögur af þeim hafa endurómað allt frá baðstofum fyrri tíma til ferðamannahópa nútímans.&nbsp;Fyrir utan skemmtigildi þessara sagna hafa þær gegnt margþættu hlutverki, s.s. að hindra náttúruspjöll og að koma í veg fyrir að börn og fullorðnir færu sér að voða á hættulegum stöðum í náttúrunni.</p> <p>Þema Dags íslenskrar náttúru 2016 eru einmitt vættir sem búa í og vaka yfir náttúrunni okkar. Hugmyndin er að þeir fái okkur til að skoða náttúruna út frá nýju sjónarhorni um leið og þeir eru okkur hvatning til að vaka yfir landinu og vernda það. Þannig getum við lagt okkar lóð á vogarskálarnar svo að landinu og náttúrunni verði skilað til næstu kynslóða í jafn góðu eða betra ástandi en það var þegar við tókum við því.</p> <p>Þessi hugsun hefur sjaldan átt betur við en nú, þegar horft er til þess aragrúa erlendu gesta sem nú kjósa að sækja okkur heim. &nbsp;Eins og góðum gestgjöfum sæmir höfum við tekið á móti þeim með opnum örmum og jafnvel fyllst stolti yfir því hversu náttúran okkar er eftirsóknarverð.&nbsp;En með hverri heimsókninni gerum við okkur betur og betur grein fyrir þeirri ábyrgð sem fylgir því að gæta þess að náttúran beri ekki skaða af. Landvættir nútímans eru því kannski einfaldlega landverðir sem gæta að náttúrunni og leiðbeina gestum um góða umgengni og ferðamáta, eða leiðsögumenn eða þeir fjölmörgu aðrir sem í dag hafa lifibrauð sitt af ferðaþjónustu.</p> <p>Sem betur fer er fólk í ferðaþjónustu ágætlega meðvitað um mikilvægi þessa. Æ fleiri fyrirtæki í ferðaþjónustu leggja sig fram um að sinna náttúruvernd og umhverfismálum af natni og leggja jafnvel mikið á sig til að sækja sér vottanir um vistvæna ferðaþjónustu.&nbsp;Í þeim efnum hefur verið mikilvægt að eiga sterkar og góðar fyrirmyndir en hér á eftir mun ég einmitt heiðra einstaklinga sem hafa sannarlega gengið á undan með góðu fordæmi í að gæta að umhverfinu og náttúrunni um leið og þeir taka á móti og þjónusta ferðafólk.</p> <p>Ferðaþjónustan er þó ekki ein um að bera ábyrgð í þessu sambandi. Stjórnvöld koma einnig að því að skapa góða umgjörð &nbsp;og nauðsynlega innviði á fjölsóttum ferðamannastöðum.&nbsp;Má nefna að í ráðuneytinu er verið að leggja lokahönd á landsáætlun um ferðamannastaði og uppbyggingu þeirra.&nbsp;Þannig er lögð áhersla á langtímahugsun varðandi uppbyggingu á viðkvæmum stöðum, með það markmið að öðlast yfirsýn og hagkvæmni með náttúruvernd og sjálfbærni að leiðarljósi.</p> <p>Verkefni okkar í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu eru af margvíslegum toga og því margslungin.Við höfum verið að kljást við svonefnda rammaáætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Þar er gerð tilraun til að setja niður áratuga langar deilur þjóðarinnar um hvar á að virkja og hvar á að vernda.&nbsp;Í rammaáætlun takast einmitt á ólík sjónarmið um annars vegar náttúruvernd og hins vegar öflun sjálfbærrar orku, sem er algert lykilatriði þegar kemur að því að takast á við eina stærstu áskorun samtímans, loftslagsbreytingar.</p> <p>Í apríl síðastliðnum skrifaði ég fyrir hönd Íslands undir Parísarsáttmálann, sem er metnaðarfyllsta samkomulag sem þjóðir heims hafa gert með sér í loftslagsmálum.&nbsp;Annar stór áfangi náðist á dögunum þegar utanríkisráðherra mælti fyrir fullgildingu sáttmálans á Alþingi. Er því allt útlit fyrir að Ísland verði í hópi fyrstu 55 þjóðanna til að fullgilda samninginn.</p> <p>Loftslagssamningur Sameinuðu þjóðanna – Parísarsáttmálinn – er gott dæmi um hvernig tekist er á við stórar áskoranir í umhverfismálum með lausnum sem allur heimurinn á hlutdeild í.&nbsp;Það er þó ekki síður mikilvægt að takast á við slíkar áskoranir í hinu minna samhengi – inni á heimilunum, í fyrirtækjum og úti í samfélaginu. Einkaneysla og innkaupavenjur spila lykilhlutverk í því hvernig umhverfinu og auðlindum okkar reiðir af.</p> <p>Í mínu starfi sem umhverfis- og auðlindaráðherra hef ég lagt sérstaka áherslu á að finna leiðir til að takast á við matarsóun. Einnig er nauðsynlegt að takast á við plastið – hvernig getum við öll minnkað plastnotkun hjá okkur?&nbsp;Sem fyrrum kaupmaður er ég ánægð að hafa skrifað undir samning við Samtök verslunar og þjónustu með það að markmiði að draga verulega úr notkun burðarpoka úr plasti hér á landi.</p> <p>Ágætu gestir,</p> <p>Það er ljóst að verkefnin í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu eru mörg og fjölbreytt, bæði stór og smá. Hér hef ég aðeins stiklað á örfáum þeirra, en svo sannarlega eru þau miklu mun fleiri. Þau eru allt í kring um okkur og koma við daglegt líf okkar og athafnir ekki síður en samvinna ríkja á alþjóðavísu.</p> <p>Umhverfismálin eru þannig stöðugt að verða meira áberandi á allan hátt. Umfjöllun fjölmiðla á umhverfinu og náttúrunni endurspeglar áhuga á þessum málaflokkum sem og auknu vægi þeirra. Það er enda mikilvægt að fjölmiðlar séu vakandi yfir því sem er að gerast á þessu sviði og upplýsi almenning og vekji athygli á bæði því sem vel er gert en einnig því sem betur má fara.</p> <p>Fjölmiðlaverðlaunum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins hér í dag er einmitt ætlað að hvetja til umfjöllunar um íslenska náttúru, en þau verða hér veitt á eftir í sjötta sinn.</p> <p>Góðir gestir,</p> <p>Í upphafi sagði ég frá laxveiði hér í dalnum en Elliðaárdalurinn býr yfir mörgum sögum um vætti náttúrunnar, enda stundum kallaður <i>Dalur vættana</i>.</p> <p>Megi Dagur íslenskrar náttúru verða okkur öllum gleðiríkur og jákvæð áminning um þann fjölbreytta fjársjóð sem náttúra Íslands er. Um leið vona ég að dagurinn verði okkur hvatning til góðra verka varðandi náttúru landsin og varðveislu fyrir komandi kynslóðir.</p> <p>Innilega til hamingju með daginn.&nbsp;</p>

2016-09-15 00:00:0015. september 2016Ávarp umhverfis- og auðlindaráðherra á Skipulagsdeginum 2016

<p><i>Sigrún Magnúsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra flutti eftirfarandi ávarp við setingu Skipulagsdags 2016 á Grand hóteli.</i><br></p><p>&nbsp;</p><p>Ágætu fundargestir,</p><p>Það er mér sönn ánægja að ávarpa þennan góða hóp sem hér er mættur á Skipulagsdaginn 2016 sem Skipulagsstofnun stendur fyrir í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga.</p><p>Þema dagsins er <i>Gæði byggðar og umhverfis</i> með sérstaka áherslu á hvernig beita megi skipulagi til að tryggja gæði í byggðu umhverfi með sérstaka áherslu á skipulag og ferðamál.</p><p>Við upplifum nú betri tíð og aukin hagsæld hefur fært okkur jákvæð efnahagsleg áhrif. Byggingariðnaðurinn er kominn á fullt og skógur byggingarkrana hefur þést á ný, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. Þrátt fyrir alla þessa byggingastarfsemi svarar hún ekki eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði nema að takmörkuðu leyti.&nbsp;Af þeim rúmlega 2000 íbúðum sem þörf er að byggja á höfuðborgarsvæðinu árlega voru aðeins byggðar um 1200 íbúðir 2015.&nbsp;Það er því veruleg þörf á að auka byggingu íbúðarhúsnæðis samhliða því að hugað sé að þörf um gistirými.</p><p>En „vel skal vanda sem lengi skal standa“ .</p><p>Fyrir tveimur vikum síðan hófst áhugaverð þáttaröð í ríkissjónvarpinu sem kölluð er steinsteypuöldin. Þar er rakin saga byggingarlistar og borgarskipulags í Reykjavík á tuttugustu öld. Þáttaröðin hófst á stórbrunanum 1915 þar sem eyddust fjölmörg timburhús í bænum. Afleiðing þessa voru breyttar kröfur um brunavarnir húsbygginga og með þeim hófst tími steinsteypuhúsanna. Ísland var á leið til sjálfstæðis og ráðamenn voru stórhuga og sáu þörfina á að vanda til verka bæði hvað varðar skipulag bæja og byggingu mannvirkja.</p><p>Skömmu síðar kom út rit Guðmundar Hannessonar læknis <i>Um skipulag bæja</i> þar sem hann vakti athygli á samspili umhverfis og lýðheilsu og að leggja þyrfti áherslu á hreinlæti, fagurfræði, loft og ljós í skipulagi byggða. Það er merkilegt að læknaprófessor skuli vera sá fyrsti til að gefa út rit um skipulagsmál.</p><p>Hugmyndir Guðmundar áttu rætur að rekja til þeirrar gerjunar sem átti sér stað í heilbrigðis- og skipulagsmálum víða um lönd sem var viðbragð við slæmum búsetuskilyrðum almennings og heilsuspillandi borgarumhverfi sem skapast hafði í kjölfar iðnbyltingarinnar. Nokkur af okkar bestu hverfum í Reykjavík eru byggð undir áhrifum þessara hugmynda Guðmundar eins og t.d. verkamannabústaðirnir við Hringbraut. Auk þess lögðu skrif hans grunn að fyrstu löggjöfinni um skipulagsmál sem sett voru árið 1921 hér á landi.</p><p>Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan en þó eiga áherslur Guðmundar um gæði og fagurfræði í byggðu umhverfi ekki síður við nú en þá. Nú á tímum er aftur rætt um samspil skipulags og lýðheilsu þó heilbrigðisvandamálin séu önnur nú en í upphafi 20. aldarinnar. </p><p>Nú eru það lífsstílsvandamál og loftslagsbreytingar sem kalla á að betur sé vandað til skipulags byggðar og að lögð sé áhersla á að skipulag byggðar stuðli að aukinni lýðheilsu og aðgengi almennings að landi og heilnæmum matvælum.&nbsp;</p><p>Sem dæmi má nefna að í heftinu <i>Skipulagsmál á Íslandi 2014</i> sem er hluti af gögnum sem tengjast landsskipulagsstefnu, kemur m.a. fram á þá leið að 19,3% kvenna og 22,7% karla á Íslandi þurfa að huga betur að heilbirgði og þyngd.</p><p>Það leiðir okkur að Landsskipulagsstefnu 2015-2016 sem ég lagði fram á Alþingi síðastliðinn vetur og samþykkt var 16. mars á þessu ári. Í landskipulagsstefnu er í fyrsta sinn sett fram stefna stjórnvalda um skipulagsmál, þar á meðal um byggðamynstur, en þar er dregið fram að að útfærsla gatnakerfis og samgangna, þéttleiki og blöndun byggðar hefur áhrif á ferðamáta.</p><p>Í einum af markmiðum landsskipulagsstefnunnar varðandi <b>Gæði hins byggða umhverfis </b>segir:„Skipulag byggðar og bæjarhönnun stuðli að gæðum í hinu byggða umhverfi og að yfirbragð og mælikvarði nýrrar byggðar falli að bæjarmynd viðkomandi staðar og sögulegri byggð.&nbsp;Jafnframt verði stuðlað að heilnæmu umhverfi sem veiti góð skilyrði til búsetu og möguleika til fjölbreyttrar útiveru.“ Þessi hugsun gæti alveg eins verið komin frá Guðmundi Hannessyni.</p><p>Þema Skipulagsdagsins í ár er Gæði byggðar með sérstaka áherslu á uppbyggingu í ferðaþjónustu. Í landsskipulagsstefnunni er einnig mörkuð stefna um það viðfangsefni.&nbsp;Leiðarstefið þar er að ferðaþjónusta sé í „sátt við náttúru og umhverfi“ og að uppbygging stuðli að góðri aðstöðu fyrir ferðafólk samhliða því að varðveita þau gæði sem felast í náttúrunni, óbyggðunum og í byggðu umhverfi, sem er undirstaða ferðaþjónustunnar.</p><p>Ferðamenn sem hingað koma eru bæði að heimsækja land og þjóð. Það þarf því að gæta vel að því að uppbygging sem nú á sér stað nýtist ekki síður íbúum en ferðamönnum og leggja áherslu á að henni sé ætlað að efla atvinnu og samfélag á staðnum…og <b>gæði hins byggða umhverfis</b>.</p><p>Með landsskipulagsstefnunni er jafnframt í fyrsta sinn sett fram stefna stjórnvalda um skipulag á hafsvæðum með það að markmiði að veita grundvöll fyrir fjölbreyttri nýtingu um leið og viðhaldið verði mikilvægum auðlindum hafsvæða við Ísland.</p><p>Kallað hefur verið eftir slíku skipulagi til að takast á við hagsmunaárekstra um nýtingu á einstaka haf- og strandsvæðum og til að stuðla að sjálfbærri nýtingu. Samskonar þróun á sér stað í löndunum í kringum okkur bæði vestan hafs og austan.</p><p>Starfshópur sem ég skipaði hefur unnið að lagafrumvarpi um skipulag á haf- og standsvæðum á undanförnum misserum og gerir ráð fyrir að skila drögum til mín nú í haust. Samkvæmt drögunum er gert ráð fyrir að í landsskipulagsstefnu verði sett almenn stefna um haf- og strandsvæði og að þar verði tekin ákvörðun um fyrir hvaða svæði skuli vinna nákvæmara skipulag. Þá er gert ráð fyrir að gerð svæðisskipulags verði sameiginlegt verkefni fulltrúa ríkis og sveitarfélaga.</p><p>Vonir mínar standa til þess að frumvarpið verði lagt fram á nýju löggjafarþingi að afloknum alþingiskosningum. Skipulag á haf- og strandsvæðum mun líkt og á landi, geta nýst sem verkfæri til að styðja við ferðaþjónustu og stuðla að gæðum umhverfis.</p><p>Góðir gestir,</p><p>Skipulagsmál hafa ávallt verið mér hugleikin. Í mínu fyrra pólitíska lífi voru þau stór þáttur í starfinu. Samspil bygginga og náttúru eða aðlögun byggðar að umhverfinu. Einnig naut ég þess að vinna í dómnefndum t.d. arðandi skólabyggingar og skólalóðir.&nbsp; Fyrir um aldarfjóðungi var haldin samkeppni um framtíð Viðeyjar, það var mjög fróðlegt og lærdómsríkt að koma að þeim dómstörfum, ekki síst sökum fjölbreytileika tillagnanna. Allt þetta opnaði sýn um mikilvægi hönnunar og skipulags.&nbsp;</p><p>Að lokum langar mig að nefna <i>Græna trefilinn, </i>en það er skógræktar og útivistarsvæði sem umlykur útmörk sjö sveitarfélaga hér á höfuðborgarsvæðinu. Helstu markmið eru að auka lífsgæði og bæta lýðheilsu. Hliðstætt og Guðmundur Hannesson vann að fyrir öld síðan.&nbsp; Græni trefillinn er jafnframt gott dæmi um farsælt verkefni þar sem sveitarfélög og frjáls félagasamtök tóku saman höndum um að bæta umhverfið.</p><p>Gaman að segja frá því hér að ég fór sem fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga á byggðaráðstefnu í Istanbul, Habitat II, og kynnti þar hugmyndir að <i>Græna treflinum</i> – fyrir um 20 árum síðan.</p><p>Kæru fundargestir,</p><p>Ég vona að Skipulagsdagurinn 2016 verði bæði ánægjulegur og árangursríkur.</p><p>Góðar stundir.</p><p>&nbsp;</p>

2016-09-02 00:00:0002. september 2016Ávarp ráðherra á aðalfundi Skógræktarfélags Íslands 2016

<p><i>Sigrún Magnúsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra flutti eftirfarandi ávarp á aðalfundi Skógræktarfélags Íslands á Djúpavogi 2. september 2016.</i></p> <p>&nbsp;</p> <p>Formaður Skógræktarfélags Íslands‚ formaður Skógræktarfélags Djúpavogs,&nbsp;fulltrúar Djúpavogshrepps, ágætu aðalfundarfulltrúar, góðir gestir.</p><p> Það er mér mikil ánægja að fá að vera með ykkur við upphaf aðalfundar Skógræktarfélags Íslands hér á Djúpavogi. Þetta er í þriðja sinn sem ég hitti ykkur af þessu tilefni og ég verð að segja að það er alltaf jafn gaman að finna áhugann og eldmóðinn sem einkennir þennan hóp.&nbsp;</p> <p>Það er vel til fundið að halda aðalfundinn hér í þessum fallega bæ Djúpavogi - sem er eins og hann markaðssetur sig sjálfur opinberlega, bæði vinalegur og vistvænn.</p> <p>Skógræktarfólk hefur sannarlega ástæðu til að horfa bjartsýnt til framtíðar. Árangur ykkar verka frá fyrri árum kemur betur og betur í ljós með hverju árinu. Ég hef farið víða í sumar og sannarlega er trjágróður um land allt vöxtulegur eftir þetta góða sumar. Þið vinnið landinu sannarlega gagn. &nbsp;</p> <p>Maður finnur jafnframt að haustið er að nálgast. Ég kom ofan af Héraði í gær og þar voru gullnir haustlitirnir að byrja að koma fram í lerkiskóginum.&nbsp; Fljótlega verður hægt að taka undir með skáldkonunni Huldu sem orti um haustkomuna;</p> <p><i>Haustið er hnigið á foldu,<br></i><i>hnigið á bliknandi lönd.<br></i><i>Sumarið fagra er flúið<br></i><i>af fjöllum og hafi og strönd.</i></p> <p>Haustið framundan er tími ýmissa breytinga. Boðað hefur verið til þingkosninga í lok október og er verið að ræða og ganga frá ýmsum mikilvægum málum á Alþingi. Ég hyggst ekki gefa kost á mér til áframhaldandi þingsetu heldur hverfa að öðrum störfum að kosningum loknum. Þá opnast aftur tími og rými til að sinna ýmsum áhugamálum, ekki síst skógræktinni norður á Höllustöðum en þar hef ég fundið á eigin skinni hversu gefandi skógræktarstarfið er, og þá góðu tilfinningu að sjá gróður vaxa og dafna.</p> <p>Góðir aðalfundargestir;</p> <p>Verkefni umhverfis – og auðlindaráðherra eru sannarlega fjölbreytt. Sem dæmi um það er ég ný komin úr ferðalagi um Vestfirði og Snæfellsnes þar sem viðfangsefnin voru snjóflóðavarnir, náttúruvernd, steingervingar, gestamiðstöð, ferðamennska, uppbygging innviða og þjóðgarðar. Þetta eru fjölbreytt og spennandi verkefni. &nbsp;&nbsp;</p> <p>Ég hef lagt áherslu á fjöldamörg mál og aðgerðir í minni ráðherratíð. Þar er af ýmsu að taka, en nefna má áherslur á loftslagsmál í tengslum við Parísarsamkomulagið og eftirfylgni þess, afgreiðslu náttúruverndarlaga, draga úr sóun matvæla, bætt nýting, tryggja framgang rammaáætlunar, afgreiða og innleiða landsskipulagsstefnu, setja lög og skipuleggja fyrirkomulag á landsáætlun um uppbygginu innviða á ferðamannastöðum til verndar náttúru, auka framkvæmdir við innviði vegna náttúrverndar og svo eflingu skógræktar og landgræðslu.</p> <p>Ég vil víkja aðeins að loftslagsmálunum, sem eru sannarlega eitt af stóru málum samtímans. Íslendingar tóku virkan þátt í aðildarríkjaþingi loftslagssamningsins í París fyrir nær ári síðan, þeir samingar voru síðan undirritaðir í New York og nú liggur fyrir að fullgilda Parísarsáttmálann á næstu vikum á Alþingi. Við vinnum jafnframt af krafti með fjöldamörgum aðilum, að innleiðingu sóknaráætlunar Íslands í loftslagsmálum þar sem skógrækt og landgræðsla skipta miklu. Skógrækt er sannarlega hentug mótvægisaðgerð og er alltaf að koma betur og betur í ljós hversu mikið kolefni úr andrúmsloftinu skógar landsins geta bundið.</p> <p>Annað mál sem ég vil nefna er sameining Skógræktar ríkisins og landshlutaverkefnanna í skógrækt í eina stofnun og aukinn stuðningur við hana, sem eitt af stóru verkefnunum sem ég hef beitt mér fyrir af krafti. Ég lít á þetta sem mikið framfaraskref sem færir saman krafta þeirra sem starfa að skógrækt á vegum ríkisins í eina öfluga stofnun. Skógræktin, eins og stofnunin nýja heitir með höfuðstöðvar á Egilsstöðum, er þekkingar og þjónustustofnun fyrir land og þjóð. Ég lít svo á að með því að sameina kraftana verði getan til að veita þjónustu meiri og samhæfðari en áður. Einnig verður stofnunin með öfluga starfsemi í öllum landshlutum. Það hefur tekist vel til með þessa sameiningu og vil ég nota tækifærið hér og þakka skógræktarstjóra og öllu hans góða fólki fyrir að hafa unnið að þessu að einurð og samheldni.</p> <p>Jafnframt hefur á þessu kjörtímabili orðið verulegur viðsnúningur í fjárveitingum til skógræktar í landinu. Það - til viðbótar þeim kröftum og hagræði sem vonandi leysist úr læðingi við sameiningu skógræktarstarfsins - mun efla til muna ræktun nýrra skóga í landinu og umhirðu þeirra sem fyrir eru.&nbsp;</p> <p>Ágætur fundargestir;</p> <p>Ég vil nota tækifærið hér og tilkynna um sérstakt verkefni sem hefur verið á teikniborðinu. &nbsp;Ég hef mikinn áhuga á því að stuðla að aukinni skógrækt á skóglausum svæðum með það að markmiði að gera þau vænni til búsetu. Þar má m.a. horfa til svæða eins og Vestur- Húnavatnssýslu í þessu samhengi. Þá segja menn að þetta sé fyrst og fremst sauðfjárræktarhérað. Því er þá til að svara að þetta tvennt getur vel farið saman, með góðu skipulagi. Skógar geta veitt búfé skjól og með tíð og tíma orðið gjöfult beitiland með margfalt meiri framleiðni en núverandi gróðurfar býr yfir.&nbsp; Þetta hef ég ekki bara rætt við skógræktarmenn heldur líka búfjárræktarmenn. Ég hef því falið Skógræktinni að vinna að&nbsp; sérstöku átaksverkefni í skógrækt á þessu svæði þar sem væntanlega má fara í smiðju Skjólskóga á Vestfjörðum um aðferðafræði. &nbsp;</p> <p>Það er jafnframt áhugavert að leita nýrra leiða til að efla og fjármagna skógrækt í landinu. Þar má meðal annars nefna að í þingályktun sem samþykkt var á Alþingi í fyrra um skógræktarmál segir -&nbsp; „Hraða þarf endurreisn skógarauðlindar á Íslandi í þágu lands og þjóðar“.&nbsp; Í samræmi við þá þingsályktun hefur ráðuneytið áhuga á, að í samstarfi við Skógræktarfélag Íslands, verði ráðist í vinnu við að skoða skógrækt betur sem hugsanlegan fjárfestingarkost fyrir aðra en ríkisvaldið. Í því skyni liggja nú fyrir drög að samningi sem felur í sér að Skógræktarfélag Íslands í samstarfi við Skógræktina, skógareigendur og Hagfræðistofnun Háskóla Íslands vinni greinargerð sem taki saman möguleg styrktarform til skógræktar, kosti og galla mismunandi stuðningskerfa, arðsemisútreikninga og greini mögulegar leiðir til að hvetja til fjárfestinga í skógrækt. Með slíka vinnu í höndunum er hægt að gera sér mun betur grein fyrir möguleikum þess að laða að fjármagn til málaflokksins. Þetta á að vera tilbúið strax á næsta ári.</p> <p>Ágætu aðalfundargestir;</p> <p>Það er óneytanlega stórbrotið landslag og fallegt hér í kringum Búlandstind. Og kraftmikið og hugmyndaríkt samfélag hér á Djúpavogi sem miklu skiptir að geti eflst og dafnað á næstu árum. Þið eigið eftir að eiga hér góða daga á Djúpavogi og eins sé ég í dagskrá fundarins, að þið eigið eftir að fara í kynnisferðir hér í nágrenninu. Ég vil auðvitað nota tækifærið og beina sjónum ykkar að góðu samstarfi umhverfisyfirvalda og Djúpavogshrepps hér inn á Teigarhorni, en í kjölfar þess að ríkið keypti jörðina var hún friðlýst sem fólkvangur og eru þar mörg verkefni, sem vinna þarf að í samstarfi á næstu árum. &nbsp;</p> <p>Og aftur koma ljóðmæli þingeysku skáldkonunnar Huldu í hugann sem eiga vel við hér undir Búlandstindi:</p> <p><i>Hér er frítt – þó skorti skóg<br> og skjól sé lítt –&nbsp;<br> kveldskin hlýtt og hugrúm nóg<br> við hafið vítt.</i></p> <p>Ég vil aftur þakka fyrir boðið hingað og árnaðaróskir til Skógræktarfélags Íslands og til Skógræktarfélags Djúpavogshrepps. Og ég vona að þið eigið starfsaman og árangursríkan aðalfund. <br> </p> <p>Takk fyrir.</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p>

2016-08-12 00:00:0012. ágúst 2016Ávarp umhverfis- og auðlindaráðherra við opnun sýningar um Surtarbrandsgil

<p>&nbsp;</p> <p><i>Sigrún Magnúsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra flutti eftirfarandi ávarp við opnun sýningar um Sutrarbrandsgil í prestsbústaðnum á Brjánslæk 12. ágúst 2016.</i></p> <p>&nbsp;</p> <p>Góðir gestir,&nbsp;</p><p>Það er afar ánægjulegt að fá tækifæri til að opna þessa áhugaverðu sýningu um náttúruvættið Surtabrandsgil á fallegum síðsumardegi, þegar haustið er handan hornsins með alla sína litadýrð<br>Það var framsýn ákvörðun árið 1975 að friðlýsa Surtarbrandsgil sem náttúruvætti. Tilgangur friðlýsingarinnar var að vernda stórmerkar náttúruminjar sem hér er að finna, bæði plöntuleifar, laufblöð, aldin, fræ og frjókorn sem hafa sest til í frekar grunnu stöðuvatni og grafist þar í botnsetið fyrir um 12 milljónum ára.</p> <p>Plöntusteingervingar eins og er að finna hér í Surtabrandsgildi leiða okkur í sannleika um hvernig umhorfs var hér áður fyrr. Gróðurfar á Íslandi hefur sannarlega tekið miklum breytingum og stakkaskiptum ef marka má steingervinga og útdauðar plöntutegundir liðinna alda.&nbsp;Í dag er það líkara evrópskri flóru, en fyrir um 15 milljónum ára síðan líktist það austurhluta Norður –Ameríku.&nbsp;</p> <p>Fyrstu rannsóknirnar á Surtabrandsgili eru raktar aftur til ferða þeirra Eggerts Ólafsson og Bjarna Pálssonar sem skráðu náttúrufar hér á landi fyrir meira en 260 árum síðan. Talið er að lýsing þeirra á Surtarbrandsgili sé fyrsta ritaða heimildin um hið forna gróðurfar hér á landi.&nbsp;</p> <p>Surtarbrandsgil telst einn merkasti fundarstaður steingervinga á Íslandi og þar hafa verið greindar um 65 tegundir plantna, aðallega lauftré.&nbsp;</p> <p>Surtarbrandsgil hér við Brjánslæk er jafnframt þekkt víða utan landsteinanna og finna má steingervinga úr gilinu á náttúrugripasöfnum víða í Evrópu, m.a. Þýskalandi, Svíþjóð og Danmörku.</p> <p>Ísland hefur löngum verið áhugaverður og kjörinn vettvangur náttúrurannsókna, en fjölmargir innlendir og erlendir vísindamenn hafa rannsakað steingervingalögin hér í Surtabrandsgili.</p> <p>Það er áhugavert að sjá hér í gestastofunni á Brjánslæk hvernig jarðsaga svæðisins og sérstaklega steingervingaflóran er kynnt á lifandi hátt. Plöntuleifar úr setlögum benda til þess að fyrir 15 milljónum ára hafi loftslag verið mun hlýrra en það er í dag – þ.e. heittemprað, hlýtt og rakt. Síðan hafi tekið við kólnandi loftslag með stuttum og köldum sumrum.&nbsp;</p> <p>Þá er talið að tegundaríkasta flóran hér á landi sé að finna í setlögum sem tilheyra Brjánslækjar-Seljár setlagasyrpunni sem er um 12 milljón ára gömul og er Surtarbrandsgil ein besta opnan í setlagasyrpunni.&nbsp;</p> <p>Fram hefur komið að á liðnum árum hafa gestir svæðisins numið mikið af steingervingum á brott með sér – sjálfsagt af þekkingarleysi og var surtabrandur einnig nýttur árum áður til heimabrúks, en þótti frekar lélegt eldsneyti.&nbsp;Nú hefur tekist að koma í veg fyrir það að mestu með því að auka landvörslu og setja upp hlið og skilti ásamt því að vera með skipulagðar gönguferðir í gilið með landverði.&nbsp;</p> <p>Með sýningunni hér á Brjánslæk er leitast við að fræða almenning um jarðfræði svæðisins, mikilvægi þess að vernda steingervinga og eru skipulagðar gönguferðir í gilið liður í því. &nbsp;</p> <p>Það er trú mín að með aukinni fræðslu og leiðbeiningum takist okkur að vernda betur þær gersemar sem steingervingaflóran er – fyrir okkur og komandi kynslóðir og gefi vísindamönnum í dag og í framtíðinni tækifæri til rannsókna á jarðsögu landsins.&nbsp;</p> <p>Það er einnig von mín að sýningin komi til með að styrkja&nbsp;byggð á svæðinu og stuðli að því að fólk komi gagngert til að skoða þá merku sögu sem surtabrandurinn varðveitir.</p> <p><br>Ágætu gestir,<br>Samhliða því að opna sýninguna, hér með formlega, vil ég óska öllum hlutaðeigandi sem lagt hafa hönd á plóg, til hamingju með þessa sýningu hér í prestsbústaðnum á Brjánslæk.&nbsp;</p> <p>Það er áhugavert og fagnaðarefni að sjá þetta góða samstarf sem hér hefur tekist milli Umhverfisstofnunar og heimaaðila hér á Brjánslæk.</p> <p>&nbsp;Ég hlakka jafnframt til að heyra erindin á eftir, fræðast meira um sýninguna og um áframhaldandi áform hér í prestsbústaðnum</p> <p>Takk fyrir.</p>

2016-08-12 00:00:0012. ágúst 2016Ávarp umhverfis- og auðlindaráðherra á málþinginu „Þjóðgarður á leið til framtíðar“

<p><em>Sigrún Magnúsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra flutti eftirfarandi ávarp á málþingi um þjóðgarðinn Snæfellsjökul sem haldið var á Hellissandi 12. ágúst 2016.</em></p> <p> </p> <p>Ágætu Snæfellingar, góðir gestir;</p> <p>Það er mér sönn ánægja og heiður að fá að ávarpa ykkur hér á þessu málþingi.</p> <p>Það var jafnframt afar ánægjulegt að taka fyrstu skóflustunguna að nýrri þjóðgarðsmiðstöð hér áðan, sem sannarlega á eftir að verða mikil lyftistöng, ekki bara fyrir þjóðgarðinn heldur fyrir allt svæðið hér undir Jökli.</p> <p>Ég var hér á hátíðinni um árið þegar þjóðgarðurinn var stofnaður – kem nú hér til að taka skóflustunguna að þjóðgarðsmiðstöðinni - og hlakka því til að koma hér þegar þjóðgarðsmiðstöðin verður opnuð! </p> <p>Stofnun þjóðgarðs hér á Snæfellsnesi átti sér langan aðdraganda og leiddi Eysteinn Jónsson fyrstur manna umræðuna fyrir meira en 40 árum síðan þegar ályktað var um stofnun þjóðgarðs sem bæri heitið „Þjóðgarður undir Jökli“.</p> <p>Það var svo þann 28. júní árið 2001 sem þjóðgarðurinn Snæfellsjökull var formlega stofnaður á grundvelli náttúruverndarlaga þann 28. júní árið 2001 eftir baráttu margar öflugra aðila. Í því samhengi kemur kannski Skúli heitinn Alexandersson fyrstur uppí hugann.</p> <p>Stofnun þjóðgarðsins var í þeim tilgangi að vernda bæði sérstæða náttúru svæðisins og mjög merkar sögulegar minjar, auk þess að stuðla að og auðvelda fólki að ferðast um svæðið og kynnast því.</p> <p>Á undanförnum árum hefur auðvitað orðið mikil breyting á starfsemi hér vegna mikillar og sívaxandi aukningar ferðamanna. Það er mikilvægt að halda áfram að bæta aðstöðuna í þjóðgarðinum Snæfellsjökli, líkt og á öðrum svæðum í landinu.</p> <p>Bæði til að treysta umsjón og aðstöðu í þjóðgarðinum, en líka til að geta betur tekið á móti og þjónustað hinn sívaxandi fjölda gesta sem heimsækir svæðið allt árið. Það var því ánægjulegt að í vor var landvarsla aukin í landinu til að tryggja betur vernd náttúru, sjálfbæra nýtingu og öryggi ferðamanna.</p> <p>Einnig vil ég nefna það hér, að vinna við innleiðingu nýrra laga um uppbyggingu á ferðaþjónustusvæðum vegna álags til að vernda náttúru- og menningarsögulegar minjar, er komin vel af stað.</p> <p>Það er vel við hæfi að fjalla um það hér þar sem þjóðgarðurinn Snæfellsjökull er sannarlega ríkur af bæði náttúru- og menningarminjum. Hyggst ég leggja fram bráðabirgðaáætlun um slíka uppbyggingu á næsta ári nú í haust, eins og lögin kveða á um.</p> <p>Snæfellsnes er allt mikil náttúruperla og auðvitað er alveg einstök fegurð og saga hér yst á nesinu „þar sem jökulinn ber við loft“ eins og Nóbelsskáldið okkar lýsti svo vel.</p> <p>Þetta stórkostlega svæði býður upp á fjölbreytta möguleika til útivistar og ferðaþjónustu. Það er brýnt að huga tímanlega vel að skipulagi til að dreifa ferðamannastraumnum með spennandi ferðamannaleiðum og byggja upp nauðsynlega innviði til verndar náttúrunni.</p> <p>Mikið og gott starf hefur verið unnið hér á Snæfellsnesi, ferðamannastöðum hefur fjölgað sem stuðlar að bættri þjónustu og dreifir álagi. Hér á Snæfellsnesi er mikil saga sem við þurfum að varðveita og miðla. Ferðamenn sem hingað koma vilja sjá, nema og heyra um okkar sérstöðu.</p> <p>Hér er jafnframt áhugavert að halda áfram að þróa nýjar gönguleiðir um svæðið til kynna náttúru og menningu svæðisins allt í kringum Jökulinn. Ég tel að við höfum mýmörg tækifæri til að koma á framfæri sögunni um leið og fólk upplifir náttúruna. Það er einnig áhugavert að velta fyrir sér hvernig við getum sem best miðlað upplýsingum um alla þá sögu sem hér liggur undir hverjum steini.</p> <p>Ég vil leggja það inní umræðuna hér á málþinginu um þjóðgarðinn til framtíðar – hvernig hægt sé efla miðlun og fræðslu til fólks um hina löngu og miklu sögu sem tengist þessu svæði. </p> <p>Fyrir nokkrum vikum var ég hér við opnun gestastofu þjóðgarðsins á Malarrifi. Þar er góð kynning á náttúru og sögu, búsetu á bæjum og í verbúðum, dulmögnun jökulsins og krafti. Það er afar áhugaverð sýning og hvet ég ykkur til að skoða og njóta sýningarinnar.</p> <p>Það fer vel á því að geta á sama sumrinu opnað sýninguna á Malarrifi og tekið skóflustungu að þjóðgarðsmiðstöðinni hér á Hellissandi.</p> <p>Ágætu gestir;</p> <p>Það er ánægjulegt að finna gott samstarf Umhverfisstofnunar og Snæfellsbæjar um starfsemi þjóðgarðisins og vil ég þakka fyrir það. Það skiptir miklu máli að gott samstarf sé við stjórnvöld heima í héraði um rekstur og umsjón þjóðgarða og friðlýstra svæða. </p> <p>Ég vona að hér eigi eftir að verða líflegar og gagnlegar umræður um þjóðgarðinn og þau miklu tækifæri sem hér eru til framtíðar. Ég óska ykkur alls velfarnaðar og segi þessa málstofu setta.</p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p> </p>

2016-06-27 00:00:0027. júní 2016Ávarp umhverfis- og auðlindaráðherra - friðlýsing Glerárdals

<p></p><p><i>Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, flutti eftirfarandi ávarp við undirritun friðlýsingar Glerárdals á Akureyri sem fólkvangs 6. júní 2016.</i></p><br><p></p><p>Ágætu Akureyringar, góðir gestir,<br></p><p>Það er mér sönn ánægja og heiður að taka þátt í þessum viðburði hér í dag og staðfesta friðlýsingu Glerárdals hér við Akureyri sem fólkvangs.</p><p>Í tilefni 150 ára afmælis Akureyrarbæjar árið 2012 var ákveðið að hefja vinnu við friðlýsingu Glerárdals sem fólkvangs, en á hátíðarfundinum í Hofi samþykkti bæjarstjórn það með 11 samhljóða atkvæðum að stefnt skuli að því að hluti Glerárdals verði skilgreindur sem fólkvangur í samræmi við lög um náttúruvernd. Síðan þá hefur undirbúningur þessa staðið og er afar ánægjulegt að vera komin hingað í dag til þessa viðburðar. Til hamingju með þann metnað ágætu Akureyringar. </p><p>Náttúruverndarmál eru í mikilli deiglu um þessar mundir. Skammt er síðan farsæl niðurstaða náðist í endurskoðun náttúruverndarlaga á Alþingi, en þau tóku gildi í nóvember síðastliðinn. Þessi friðlýsing hér á Akureyri í dag er því fyrsta friðlýsingin eftir gildistöku laganna. </p><p>Það er jafnframt ánægjulegt að sveitarfélög láti til sín taka í náttúruverndarmálaum, líkt og þið Akureyringar gerið hér í dag. Markmið með stofnun fólkvangsins er að vernda Glerárdal og aðliggjandi fjalllendi til útivistar almennings, náttúruskoðunar og fræðslu. Friðlýsingin verndar auk þess land fyrir raski sem er lítt snortið með fjölbreyttum jarðmyndunum og gróðurfari, og er þannig stuðlað að varðveislu hverskonar fjölbreytileika lífs og lands sem þar finnst til framtíðar. </p><p>Talandi um frumkvæði og áhuga sveitarstjórnarmanna á friðlýsingum þá er gaman að segja frá því að friðlýsing í Kerlingarfjöllum er fyrirhuguð nú í júní, en þar skynjaði ég mikinn samhljóm hjá sveitarstjórnarmönnum að slík vinna yrði sett af stað. </p><p>Markmið friðlýsingarinnar er að sjálfbærni sé höfð að leiðarljósi í allri nýtingu, stjórnun, framtíðarskipulagningu og rekstri innan svæðisins og efla sem útivistarsvæði. <br> Innan Kerlingarfjallasvæðisins eru fjögur svæði í verndarflokki rammaáætlunar og verður þetta í fyrsta skipti sem friðlýst er samkvæmt verndaráætlun rammaáætlunar. </p><p>En aftur hingað til Akureyrar..</p><p>Akureyri er sannarlega bæjarfélag sem er vel í sveit sett hvað varðar möguleika fólks til hverskonar útivistar. Þar má nefna Kjarnaskóg og Hlíðarfjall sem dæmi um landsþekkt útivistiarsvæði sem leggja mikið til lífsgæða íbúa hér, en eru jafnframt fjölsótt svæði af landsmönnum öllum. Glerárdalssvæðið, sem er verið að friðlýsa sem fólkvang í dag, er jafnframt magnað útivistarsvæði og náttúrundur með sínu fjölbreytta náttúrufari og háu fjöllum – skilst þar sé að finna sjálfa „Kerlingu“ – sem er hæsta fjall eða tindur Tröllaskagans rúmlega 1500 m hátt og ótal fjöll önnur. </p><p>Með þessum gjörningi hér í dag er verið að treysta það í sessi að þessi mikilfenglega náttúra hér í bakgarði ykkar Akureyringa verði gerð að aðgengilegu útivistarsvæði fyrir bæjarbúa og landsmenn alla.&nbsp; </p><p>Ég óska Akureyringum til hamingju með þennan áfanga og öllum landmönnum til hamingju með stofnun fólkvangs í Glerárdal. Þetta er framfaraskref sem mun verða okkur öllum og komandi kynslóðum til ánægju og framdráttar.&nbsp;</p><p>Takk fyrir.</p>

2016-06-06 00:00:0006. júní 2016Ávarp umhverfis- og auðlindaráðherra á ársfundi ÍSOR 2016

<p><i>Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, flutti eftirfarandi ávarp á ársfundi Íslenskra orkurannsókna þann 2. júní 2016.</i><br></p><p>&nbsp;</p><p>Ágætu fundargestir,</p><p>Það er mér ánægja að fá að ávarpa ykkur hér á ársfundi ÍSOR, í upphafi sumars og í lok þrettánda starfsárs stofnunarinnar. </p><p>ÍSOR er ein af fremstu stofnunum Íslands á sviði jarðvísinda og jarðhitafræða og hefur haslað sér völl sem leiðandi fyrirtæki í hagnýtingu jarðhita á heimsvísu. </p><p>Skemmtilegt dæmi þessa er að fyrr í vikunni átti ég orðastað við skrifstofustjóra í ráðuneyti mínu sem var nýkominn heim úr ferð til Úganda. Þar rakst hann einmitt á starfsmann ÍSOR, Þráin Friðriksson, í grillboði í sendiráði Íslands í Kampala! Þráinn var þar staddur sem sendifulltrúi Alþjóðabankans að kynna sér aðstæður í landinu og víðar í Afríku. ÍSOR hefur lánað Alþjóðabankanum Þráin í eitt ár til að aðstoða við uppbyggingu þekkingar á jarðhitafræðum innan bankans og sýnir það betur en margt annað hve virt stofnun ÍSOR er á sínu sviði. </p><p>Það eru án efa ekki mörg fyrirtæki í heiminum sem veita jafn víðtæka þjónustu og ÍSOR gerir og áunnið sér eins gott orðspor og traust sem jafnframt er mikilvægasta eign hvers fyrirtækis eða stofnunar.</p><p>Góðir gestir, </p><p>Ísland er land jarðvarmans en jarðfræði landsins og jarðhitinn á stóran þátt í mótun sjálfsmyndar okkar. Í kringum 80% þeirra ferðamanna sem flykkjast til landsins koma hingað til að skoða náttúruna og njóta hennar. </p><p>Við heimafólkið höfum lengi notað jarðhitann til að auðvelda okkur lífið og þeir sem muna aðeins lengra en aftur fyrir miðja síðustu öld átta sig á þeim verðmætum sem jarðvarminn hefur skapað.</p><p>– í gamla daga var helst að nefna að hverir væru notaðir til að sjóða mat og baka brauð, en í dag njótum við þess helst að soðna hægt og rólega í heitu pottunum! &nbsp;</p><p>Hins vegar gætu sóknarfæri framtíðarinnar ef til vill legið meira í að nýta jarðhita til heilsu- og vellíðunarferðaþjónustu og samþætta við íslenska náttúru. </p><p>Rekstur heitu pottanna og annarra hlýrra lífsgæða frá jarðhita, svo sem hitaveitu krefst mikillar þekkingar og þrotlausra rannsókna sem margar eiga rætur sínar í starfi ÍSOR . Þar hefur í gegnum tíðina helsta jarðvísindafólk landsins unnið og er á engan hallað þegar ég nefni sérstaklega Rögnu Karlsdóttur, verkfræðing, hér í dag. Ragna er einn mesti reynslubolti Íslands, og þó víðar væri leitað, á sviði jarðhitafræða og jarðhitavinnslu og tilheyrir hópi brautryðjenda í grunnrannsóknum. </p><p>Hún var heiðruð af alþjóðlegum samtökum kvenna í jarðhita fyrir störf sín á alþjóðlegri jarðhitaráðstefnu sem haldin var í Reykjavík í apríl síðastliðnum. </p><p>Ég vil nota þetta tækifæri til að óska Rögnu hjartanlega til hamingju með viðurkenninguna. </p><p>Önnur rós í hnappagat ÍSOR á sl. ári er gríðarlega gott gengi stofnunarinnar í styrkjaumsóknum til rannsóknaáætlunar Evrópusambandsins. Það verður að teljast framúrskarandi árangur að fjórar af fimm umsóknum voru samþykktar. Þetta góða gengi endurspeglar afar mikil gæði þeirra rannsókna sem unnar eru og sterka alþjóðlega stöðu stofnunarinnar, en alls eru þátttakendur í verkefnunum frá 13 Evrópulöndum.</p><p>Það er ómetanlegt að fá slík verkefni sem þessi hingað heim til að efla samkeppnishæfni og viðhalda fjölbreyttri þekkingu innan mannauðs ÍSOR. Án efa munu rannsóknirnar gefa ÍSOR byr undir báða vængi til að styrkja sig enn frekar í alþjóðlegu samkeppnisumhverfi og efla þar með helsta vaxtarbrodd starfseminnar.</p><p>Þekking á náttúruauðlindum landsins er grundvallaþáttur til að tryggja sjálfbæra nýtingu þess. Í ráðuneytinu er verið að leggja lokahönd á spennandi verkefni þar sem upplýsingar um auðlindir, sem eru til hjá stofnunum, eru dregnar saman, en slíkt er gert nú í fyrsta skipti. </p><p>Slík þekking gefur tækifæri á að innleiða bókhald yfir stöðu náttúruauðlinda okkar. </p><p>Til langframa þarf einnig að huga betur að rannsóknum og eflingu á þekkingu jarðrænna auðlinda til að geta tekið ákvarðanir um vernd og nýtingu þeirra og hlúð að þekkingu hér innanlands. </p><p>Langar mig að nefna að eitt af því fyrsta sem ég gerði þegar ég tók við þessu starfi var að taka á móti skýrslu stýrihóps um aukið samstarf stofnana um rannsóknir og vöktun á náttúru Íslands. Framtíðarsýnin í samræmi við stýrihópinn er að leggja áherslu á uppbyggingu gagnasafna og rannsóknainnviða sem nýtist samfélaginu með betri nýtingu fjármuna að leiðarljósi.</p><p>Gott fólk, </p><p>Framundan eru tímar mikilla breytinga og sóknarfæri til nýsköpunar. Undanfarin 200 ár eða svo hefur mannkynið brennt jarðefnaeldsneyti til að knýja áfram mestu framfarir í tækniþróun í gjörvallri mannkynssögunni. Þjóðir heims hafa ákveðið að hverfa af þeirri braut og leita nýrra leiða til að skipta yfir í endurnýjanlega orku. </p><p>Jarðhiti er einn þessara umhverfisvænu orkugjafa, en við nýtingu hans til raforkuvinnslu losnar 19 sinnum minna magn af gróðurhúsalofttegundum en við hefðbundna raforkuvinnslu úr jarðefnaeldsneyti. </p><p>Sóknaráætlun í loftslagsmálum sem er til þriggja ára er ætlað að skerpa á áherslum Íslands í loftslagsmálum til að raunverulegum árangri verði náð til að minnka nettólosun. Verkefnin sem eru 16 talsins eru fjölbreytt, stuðla að samvinnu stjórnvalda og atvinnulífs, ýta undir nýsköpun og loftslagsvænar lausnir. </p><p>Til mikils er að vinna fyrir bæði okkur Íslendinga og þjóðir heims að nýta jarðhitasvæði meira en orðið er, til orkuframleiðslu í framtíðinni. </p><p>Þetta vita fleiri en við og á Parísarfundinum átti ég gott samtal við Madam Segolene Royal, ráðherra vistkerfa, umhverfis og sjálfbærrar þróunar í frönsku ríkisstjórninni, sem er hughrifin af jarðvarmanum og hefur haft forgöngu um samstarf Frakka og Íslendinga á því sviði. </p><p>Skemmst er að minnast heimsóknar ráðherrans til Íslands í júlí í fyrra þar sem samstarf þjóðanna í loftslagsmálum var rætt.</p><p>Sjálfbær orka er lykilþáttur í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og fátækt. Ný heimsmarkmið hafa verið samþykkt og Parísarsamkomulagið undirritað í apríl sl. Hvorutveggja er til marks um það að alþjóðasamfélagið hefur í fyrsta skipti tekið höndum saman um sameiginlega sýn um þróun á næstu áratugum. </p><p>Upplifun mín á viðburðunum var að jarðhitavísindin væru mjög hátt skrifuð í heiminum og mér fannst nánast eins og jarðhitinn væri ein helsta von mannkynsins til að bæta umhverfið og draga úr loftslagsbreytingum af völdum orkuvinnslu. Jarðhiti er samkeppnishæf orka og hefur Ísland þekkingu fram að færa til þess að draga úr losun á heimsvísu.</p><p>Þetta kveikti óneitanlega neista í brjósti mér fyrir hönd þessarar frábæru stofnunar sem ÍSOR er, og stolt yfir því að svo framúrskarandi rannsóknastofnun á alþjóðlega mikilvægu sviði sé að finna hér á Íslandi. </p><p>Ég spái því að ÍSOR muni halda áfram að vaxa og blómstra nú á þessum tímum þegar miklar breytingar eru framundan í orkubúskap heimsins og óska henni alls velfarnaðar á þeirri vegferð.</p><p>Takk fyrir</p>

2016-06-06 00:00:0006. júní 2016Grein umhverfis- og auðlindaráðherra í Fréttablaðinu - Loftslagsvænn landbúnaður

<p><em>Eftirfarandi grein Sigrúnar Magnúsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra, birtist í Fréttablaðinu 23. júní 2016.</em></p> <p><strong> </strong></p> <h2><strong>Loftslagsvænn landbúnaður</strong></h2> <p>Á dögunum skrifaði undirrituð og Björn Þorsteinsson, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands (LBHÍ) á Hvanneyri, undir tvo samninga um verkefni sem eru hluti af sóknaráætlun Íslands í loftslagsmálum. Annar samningurinn snýr að því að fá yfirlit og upplýsingar um losun gróðurhúslofttegunda og bindingu koldíoxíðs í gróðri og jarðvegi. Hinn samningurinn lýtur að útreikningum á kolefnislosun í landbúnaði. Upplýsingar og gögn frá þessum verkefnum munu gagnast við gerð vegvísis, þar sem stefna og markmið um að útfæra minnkun í losun frá landbúnaði er mótuð í samvinnu við Bændasamtökin.</p> <p>Það skiptir miklu máli að bæta tölulegar upplýsingar varðandi þátt landbúnaðar og landnotkunar í kolefnislosun og –bindingu hér á landi. Samningarnir við LBHÍ eru þýðingarmikið skref í því að auka vísindaþekkingu innan skólans á þessu sviði um leið og þeir styrkja þessa mikilvægu stoð í stefnu Íslands í loftslagsmálum.</p> <h3><strong>Samvinna</strong></h3> <p>Sóknaráætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum er til þriggja ára og samanstendur af 16 fjölbreyttum verkefnum sem unnin verða í samstarfi við atvinnulífið og stofnanir. Ekki hefur áður verið lagt jafn mikið fé til sérstakra aðgerða í loftslagsmálum hérlendis. Sóknaráætlunin miðar að því að virkja atvinnulíf og stofnanir því loftslagsmál tengjast nær öllum atvinnugreinum. Því þarf samstillt átak til að takast á við þær áskoranir sem eru samfara þeim auk þess sem loftslagsmál hafa gríðarleg áhrif á efnahagslífið.</p> <p>Mikilvægt er að allir beri ábyrgð í loftlagsmálum, en mikil vakning hefur orðið í samfélaginu um að finna raunhæfar lausnir. Til að vel megi takast og standa undir væntingum þeirra kynslóða sem á eftir okkur koma þarf því að örva og virkja samfélagið, fyrirtæki sem og einstaklinga til þátttöku og aukinnar vitundar. Sóknaráætlunin tekur mið af þess konar samvinnu og má nefna eflingu innviða fyrir rafbíla á landsvísu, átak gegn matarsóun, vegvísi í sjávarútvegi, endurheimt votlendis og loftslagslagsvænan landbúnað.</p> <h3><strong>Kolefnisútreikningar</strong></h3> <p>Landbúnaður og landnotkun hefur vissulega áhrif á losun gróðurhúsalofttegunda en þar eru jafnframt tækifæri til að binda koldíoxíð úr andrúmslofti með skógrækt, landgræðslu og fleiri aðgerðum. Nauðsynlegt er að fá betri kortlagningu og útreikninga á hvernig losunin dreifist innan geirans og hvar tækifæri í bindingu liggja svo markmið og áætlanir um samdrátt í losun nái fram að ganga.</p> <h3><strong>Bestu vörslumenn landsins</strong></h3> <p>Bændur gegna miklu hlutverki varðandi endurheimt landgæða og hafa verið ötulir talsmenn þess að græða landið frá fjöru til fjalla. Ríkisstjórnin hefur veitt auknu fjármagni í skógrækt, landgræðslu og endurheimt votlendis. Fyrr í vor setti ég af stað verkefni um endurheimt votlendis í samræmi við sóknaráætlun í loftslagsmálum og fól Landgræðslu ríkisins framkvæmdina. Verkefnin verða unnin í náinni samvinnu við landeigendur en margir sjá aukna möguleika fyrir svæði sem ekki eru nýtt til búskapar og geta með endurheimt haft aukið útivistargildi, m.a. í fjölbreyttara fuglalífi og fiskgengd.</p> <p>Þá er skógrækt viðurkennd mótvægisaðgerð gegn uppsöfnun gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu. Margir bændur eiga land sem ekki nýtist við búskapinn og gæti hentað vel til skógræktar. Með skógræktaráætlun skapast möguleikar á nýrri skógarauðlind og sjálfbærni í nýtingu lands samhliða bættri ímynd.</p> <h3><strong>Minna kolefnisfótspor</strong></h3> <p>Framundan eru áskoranir í loftslagsmálum sem þarf að mæta með breyttu og jákvæðu hugarfari. Fjöldi þeirra 175 ríkja sem skrifuðu undir Parísarsamkomulagið styrkir okkur í þeirri trú að þjóðir heims hafi tekið ákvörðun um að hefjast handa við að sporna gegn loftslagsbreytingum. Tillaga um fullgildingu samningsins af Íslands hálfu verður lögð fram á Alþingi að loknu sumarfríi - efndir munu fylgja orðum. Markmiðum Ísland verður fylgt eftir, kolefnisfótsporið þarf að minnka og mun stefna Íslands í loftslagsmálum leiða okkur að loftslagsvænum lausnum og nýsköpun.</p>

2016-05-20 00:00:0020. maí 2016Ávarp umhverfis- og auðlindaráðherra á afmælisráðstefnun Landmælinga Íslands

<p><i>Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, flutti eftirfarandi ávarp á 60 ára afmælisráðstefnu Landmælinga Íslands sem haldin var 20. maí 2016</i>.<br></p><p>&nbsp;</p><p><i>Ágætu gestir,</i></p><p>Það er mér sannur heiður að fá að ávarpa afmælisbarnið, Landmælingar Íslands hér á Akranesi, sem fagnar &nbsp;60 ára afmæli sínu á þessu ári. Þetta er góður og ekki síður virðulegur aldur, stofnunin er búin að slíta barnskónum og hefur náð að þroskast og dafna vel.</p><p>Ég heimsótti Landmælingar Íslands fljótlega eftir að ég tók við embætti ráðherra eins og aðrar stofnanir sem heyra undir ráðuneytið. Sá góði andi sem ég varð vör við hjá starfsfólkinu á Akranesi hreif mig strax í heimsókninni og mér varð líka ljóst að hér væri unnið mikið vísinda- og rannsóknastarf.</p><p>Það kom mér á óvart í þessum heimsóknum til stofnana, hve víða var verið að vinna að kortagerð og að grunnurinn í þá vinnu var sóttur til Landmælinga Íslands. Þetta finnst mér sýna hversu mikil grundvallarstofnun Landmælingar Íslands er og án efa enn mikilvægari í dag en áður fyrr.</p><p>Í mínum huga er mikilvægi Landmælinga Íslands af tvennum toga. Annars vegar búum við í þessu landi, sem alltaf er að breytast, það&nbsp; teygist, lækkar og hækkar. Hér eru tíð eldgos sem breyta landi og við verðum vitni að aðstæðum eins og í Höfn í Hornafirði þar sem land er að lyftast. </p><p>Hins vegar upplifum við nú gífurlegan fjölda ferðamanna sem vill sækja landið heim. Af þessum sökum þurfum við að kortleggja landið vandlega og undirbúa okkur betur fyrir það hvernig við miðlum upplýsingum um það.</p><p>Sannarlega hefur hlutverk Landmælinga breyst mjög mikið úr því að vera framleiðslustofnun prentaðra korta yfir í það að byggja upp grunngerð landupplýsinga, traust hnita- og hæðarkerfi og að veita aðgengi að grunnupplýsingum um yfirborð og náttúru Íslands án þess að taka gjald fyrir. Slík gögn eru ekki síst mikilvægur hlekkur við vöktun á náttúruvá og við framkvæmd almannavarna.</p><p>Ennfremur eru kortagögn orðin hluti af daglegu lífi fólks sem hægt er að nýta af margvíslegum toga s.s. vegna öryggisþáttar og í markaðslegum tilgangi. Ég hef lengi gengið með þá hugmynd að búa til svokallaðar ferðamannagönguleiðir sem geta orðið aðdráttarafl fyrir ferðamenn, ekki síst íslenska.</p><p>Markmiðið er fyrst og fremst að fræða og varðveita söguna fyrir þær kynslóðir sem á eftir okkur koma. Í grófum dráttum er hugmyndin að búa til gönguleiðir sem gætu legið saman og tengt sögu, menningu og náttúru. Í ferðalaginu gæti fólk t.d. notið þess að fræðast um sögu liðinna tíma í gegnum snjallsíma út frá stafrænum landakortum.</p><p>Það er ekki annað að sjá en að Landmælingar Íslands blómstri á Akranesi og flutningurinn hingað hafi tekist vel þrátt fyrir talsverðan hamagang á sínum tíma. Ég er alveg sömu skoðunar og þáverandi umhverfisráðherra, Guðmundur Bjarnason, var þegar Landmælingar Íslands voru fluttar til Akraness.</p><p>Ég vil sjá fleiri stofnanir utan höfuðborgarsvæðisins. Rök um stærðarhagkvæmnina eiga ekki alltaf við og vildi ég sjá fleiri stofnanir fluttar frá höfuðborgarsvæðinu en til þess. Það gæti orðið stofnunum til góða eins og reyndin er með Landmælingar Íslands</p><p><i>Góðir gestir,</i></p><p>Mig langar að nefna nokkur verkefni sem ráðuneytið er að vinna að í samstarfi við sínar stofnanir sem án efa snertir starfsemi Landmælinga Íslands.</p><p>Samþykkt Alþingis á landskipulagsstefnu til ársins 2026 markar tímamót í skipulagsmálum þar sem horft er til lengri tíma í samgöngum, byggðamálum, náttúruvernd og orkunýtingu. Skipulagsmál og landupplýsingar eru nátengd og geta ekki án hvors annars verið. Landupplýsingar veita upplýsingar um afmörkun landa og lóða.</p><p>Öllum er ljóst að við sem erum varðliðar umhverfisins stöndum frammi fyrir nánast óþekktum áskorunum, sem er hinn sívaxandi fjöldi ferðamanna. </p><p>Brýnt er að skilgreina betur hvað er ferðamannasvæði enda er náttúran frá fjöru til fjalla á Íslandi, einstök auðlind sem ber að vinna með af virðingu og alúð. Ég bind miklar vonir við ný lög um uppbyggingu innviða á ferðamannastöðum. Ráðuneytið hefur styrkt starfsemi sína til að mæta þessu verkefni til að sinna málefnum tengdum ferðaþjónustu og nýtingar hennar á náttúrunni, áætlanagerð og stefnumótun í tengslum við innleiðingu nýrra laga um innviðauppbyggingu. </p><p>Fulltrúar þriggja ráðuneyta sem og sveitarfélaga sitja í verkefnisstjórninni og gera tillögur um verkefni og forgangsröðun framkvæmda. </p><p><i>Ágæti forstjóri Landmælinga Íslands og starfsfólk,</i></p><p>Hjá Landmælingum Íslands á Akranesi starfar glæsilegur hópur sérfræðinga. Ljóst er að framundan er átak við að takast á við mikla tækniþróun og á sama tíma að samræma vinnubrögð allra sem á þessu sviði starfa. Ekki síst þarf samvinna opinberra aðila að aukast enn frekar til að ná meiri árangri og til að koma í veg fyrir tvíverknað og óþarfa kostnað og þar hafa Landmælingar Íslands mikilvægt forystuhlutverk.</p><p>Mig langar að lokum að óska starfsmönnum Landmælinga Íslands og okkur öllum til hamingju með 60 ára afmæli Landmælinga Íslands á þessu ári með bestu óskum um bjarta og farsæla framtíð.</p><p>Einnig langar mig til að nota tækifærið hér og óska starfsmönnum til hamingju með afar góðan árangur í könnuninni Stofnun ársins 2016, en nú nýlega hlaut stofnunin nafnbótina Fyrirmyndastofnun 2016 og var þar í þriðja sæti í sínum stærðaflokki stofnana. Landmælingum Íslands er þessi nafnbót orðin góðkunn, enda hefur stofnunin verið í fremstu röð Fyrirmyndarstofnana síðustu árin, sem er mikill árangur og sýnir hversu vel stofnunin er starfrækt og hvað starfandi er hér góður. </p><p>Kærar þakkir.</p>

2016-04-29 00:00:0029. apríl 2016Ávarp umhverfis- og auðlindaráðherra á ársfundi Umhverfisstofnunar 2016

<p><i>Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, flutti eftirfarandi ávarp á ársfundi Umhverfisstofnunar sem haldinn var 29. apríl 2016.</i><br></p><p> </p><p>&nbsp;</p><p> </p><p></p><p>Ágætu ársfundargestir.</p><p> </p><p>Það er mér sönn ánægja að ávarpa ykkur hér í dag, þegar vorið og sumarið er framundan sem vekur birtu og bjartsýni og er hvetjandi til góðra verka.</p><p> </p><p>Á þessum ársfundi er kastljósinu beint að því hvaða áskoranir við þurfum að takast á við til að búa til grænt samfélag til framtíðar og þar með græna ferðamannastaði. Þar er af nógu að taka. Spennandi tækifæri eru framundan til að virkja kraft nýsköpunar og til að skapa græn störf. Við viljum hafa framtíðina græna og þurfa fjárfestar í auknum mæli að koma að borðinu til að taka þátt í þeirri þróun svo einstaklingar, ríkið og atvinnulífið geti lagt meira af mörkum til umhverfismála.</p><p> </p><p>Umhverfismál snúast öðru fremur um betri nýtni og umgengni og er ánægjulegt að skynja hvað fólk er farið að hugsa meira um hegðun sína með tilliti til þeirra. Hegðun okkar dagsdaglega skiptir máli hvort sem hún lýtur að vali á fatnaði, matarsóun, orkunotkun eða samgöngum sem allt hefur áhrif á vistsporið. </p><p> </p><p>Þessu tengt var nýverið sett fyrsta almenna stefnan, sem ber heitið <i>Saman gegn sóun.</i> Hún fjallar um hvernig við getum nýtt auðlindir okkar sem best og tengist jafntframt kjörorðum mínum - betri nýtni og góð umgengni. Með réttu hugarfari getum við tileinkað okkur að endurnýta hluti og sporna við sóun svo að sem minnst fari til spillis. Í stefnunni góðu, sem gildir til 12 ára, er sérstök áhersla lögð á níu flokka, en matvæli, plast og textíll verða í forgangi tvö ár í senn.</p><p> </p><p>Sérstök áhersla er á matarsóun nú í ár og næsta ári. Það er einkar ánægjulegt að Umhverfisstofnun sé að undirbúa fyrstu rannsóknina á matarsóun á Íslandi og opnað nýja vefgátt <i>matarsóun.is</i>. </p><p> </p><p>Brýnt er að kortleggja vandamálið og virkja allt samfélagið með festu svo árangur náist. Til mikils er að vinna.</p><p> </p><p>Áhersla á minni plastnotkun verður síðan frá árinu 2018, textíl frá 2020, raftæki frá 2022, og síðan grænar byggingar og pappír. Grænar byggingar finnst mér afar spennandi og myndi gjarnan vilja fræðast meira um þær. Ég kalla því eftir meiri umræðu um þau mál. Vel að merkja – torfbærinn okkar var sannarlega grænn og umhverfisvænn byggingarstíll. Efnið úr umhverfinu.</p><p> </p><p>Ég hef mikinn áhuga á að minnka plastnotkun almennt og bíð með mikilli eftirvæntingu eftir tillögum 1. júní, frá starfshópi, um hvernig hægt sé að minnka notkun plastpoka. Í beinu framhaldi ætla ég að kalla eftir tillögum um hvernig hægt er að minnka plastnotkun almennt. Af nógu er að taka.</p><p> </p><p>Fræðsla um forvarnir gegn sóun þarf að haldast í hendur við sett markmið stefnunnar og hefur t.d. verið útbúið skemmtilegt námsefni fyrir miðstig grunnskóla til að unga fólkið geti strax farið að skapa grænt samfélag.</p><p> </p><p>Það er ánægjulegt að fá að vinna við umhverfismálin sem eru mál málanna hvort sem er hér á landi eða á erlendri grundu. Ég var í New York í síðustu viku og það voru magnaðir dagarnir þegar fundað var um Heimsmarkmiðin og Parísarsamkomulagið. Aldrei hafa fulltrúar fleiri þjóða skrifað undir alþjóðlegan samning og var það sannkölluð hátíðarstund - stund vonar og loforða um breytta hegðun.</p><p> </p><p>Miklu skiptir að fylgja samningum vel og ákveðið eftir. Ríkisstjórnin hefur kynnt og gengið fram með góðu fordæmi og hrint af stað 16 fjölbreyttum verkefnum til þriggja ára. Til að vel megi takast og standa undir væntingum þeirra kynslóða sem á eftir koma, er þó mikilvægast að örva og virkja allt samfélagið, fyrirtæki sem og einstaklinga til þátttöku og aukinnar vitundar.</p><p> </p><p>Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun voru kynnt í New York og munu áherslur Íslands snúa öðru fremur að átaki gegn matarsóun, loftslagsvænni orku (orkuskiptum) landgræðslu og baráttu fyrir jafnrétti kynjanna. </p><p> </p><p>Fyrir mér er það einstaklega ánægjulegt að jafnréttismálin séu sett í forgang, en rétt eins og með umhverfismálin þá varða þau allar ákvarðanatökur. Frá því að ég byrjaði að starfa í pólitík, fyrir tæpri hálfri öld síðan, hef ég þurft að berjast í jafnréttismálunum, innan flokks sem utan. Sú barátta heldur áfram þó margir sigrar séu þegar í höfn.</p><p> </p><p>Góðir gestir,</p><p> </p><p>Ég hef hér nefnt nokkur verkefni sem unnið er að– en mörg fleiri eru í farvatninu. </p><p> </p><p>Við lítum svo á að vorið sé uppskerutími - reyndar á annan hátt en á haustin.<b> </b>Unga fólkið okkar er að útskrifast og uppskera einkunnir frá margvíslegum skólastofnunum og efnt er til skemmtana.&nbsp; </p><p> </p><p>Ráðuneytið og stofnanir þess eru að leggja lokahönd á ýmis verkefni áður en starfsfólkið heldur á vit við sumarið.</p><p> </p><p>Nýlega setti ég af stað undirbúning að friðlýsingu Kerlingarfjalla og stendur sú vinna yfir í fullum gangi, í Umhverfisstofnun, með það að markmiði að friðlýsa þá stórbrotnu náttúru sem þar er að finna með, sjálfbærni að leiðarljósi. Stefnt er að undirskrift friðlýsingar um miðjan júní.&nbsp;Innan Kerlingarfjallasvæðisins eru fjögur svæði í verndarflokki rammaáætlunar en það nýtur vaxandi vinsælda fyrir hvers konar útivist og ferðamennsku.</p><p> </p><p>Af öðrum áföngum í okkar starfi þá náðist góð sátt og niðurstaða þegar ný náttúruverndarlög voru samþykkt eftir mikla vinnu. Með nýju lögum er ykkur, starfsfólki Umhverfisstofnunar, færð rík ábyrgð á mörgum sviðum.</p><p> </p><p>Samþykkt Alþingis á landskipulagsstefnu til ársins 2026 markar tímamót í skipulagsmálum þar sem horft er til lengri tíma í samgöngum, byggðamálum, náttúruvernd og orkunýtingu. <tt></tt></p><p> </p><p></p><p>Þá bind ég miklar vonir við ný lög um uppbyggingu innviða á ferðamannastöðum. Lögin veita okkur svigrúm til þess að setja meiri kraft í framkvæmdir og til að hafa skýrari yfirsýn. Verið er að ráða verkefnisstjóra til verksins. Fulltrúar þriggja ráðuneyta sem og sveitarfélaga sitja í verkefnisstjórninni og gera tillögur um verkefni og forgangsröðun framkvæmda. Þá er brýnt að skilgreina betur hvað er ferðamannasvæði enda er náttúran frá fjöru til fjalla á Íslandi, einstök auðlind sem ber að vinna með af virðingu og alúð.</p><p>Í lok vetrar fékk í hendur ágæta vinnu um hvernig styrkja mætti gott samstarf enn betur á milli Umhverfisstofnunar og Landgræðslunnar . Sameiginlegir snertifletir eru margir og starfsfólk beggja stofnana búa að dýrmætri þekkingu sem mikilvægt er að nýta í þeirri vegferð sem framundan er við að gæta að gæðum landsins. Öllum er ljóst að við sem erum varðliðar umhverfisins stöndum frammi fyrir nánast óþekktum áskorunum, sem er hinn sívaxandi fjöldi ferðamanna. Ég bind því miklar vonir við samþættingu verkefna stofnanna, þannig að við getum gengið hratt og öruggt til verka. Bæði Landgræðslan og Umhverfisstofnun eru með starfsstöðvar víða um land og ef samstarf þeirra getur eflt mátt og getu þeirra vítt og breitt um landið &nbsp;- er það stórkostlegur ávinningur.</p><p>Þessu tengt og að dreifingu ferðamannasvæða víðs vegar um landið þá horfi ég til þjóðgarðsins á Snæfellsnesi sem er í umsjón Umhverfisstofnunar.</p><p>Fyrir meira en 40 árum ályktaði Eysteinn Jónsson um stofnun þjóðgarðs sem bar heitið „Þjóðgarður undir Jökli. Á undanförnum árum hefur starfsemin tekið stakkaskiptum en þjóðgarðurinn Snæfellsjökull var stofnaður fyrir 15 árum síðan til að vernda bæði sérstæða náttúru og mjög merkar sögulegar minjar.<br></p><p>Góðir gestir!</p><p>Ég flyt ykkur gleðitíðindi.<br></p><p>Hin langþráða bygging gestastofu í þjóðgarðinum á Snæfellsnesi - á Hellissandi - er komin inn í fjárhagsáætlun ríkisstjórnar, alls um 300 m.kr. Við hefjumst handa strax. Þetta verður mikil búbót og bylting fyrir þjóðgarðinn og fyrir Snæfellsnes og eykur án efa aðdráttarafl svæðisins til muna.<br></p><p>Landvarsla verður efld víða um land í takt við mikla þörf og er aukning upp á um 20%, sem verður veitt í landvörslu fyrir árið 2016. Verkefnin eru ærin og til að bæta öryggi þeirra sem sækja okkur heim verður landvarsla styrkt enn frekar við Mývatn, að Fjallabaki og á Hornströndum svo fátt eitt sé nefnt.<br></p><p>Góðir ársfundargestir.<br></p><p>Ég vil þakka starfsfólki Umhverfisstofnunar fyrir vel unnin störf á liðnu ári. Ég hef fengið að kynnast því að hjá Umhverfisstofnun starfar fólk sem hefur metnað í sínum störfum og gleði og það er alltaf ánægjulegt og farsælt þegar við höfum gaman í vinnunni.<br></p><p>Ég óska ykkur alls velfarnaðar í störfum ykkar við að efla grænt samfélag til framtíðar og þá umgjörð sem við búum ferðamönnum um land allt, hvort sem um er að ræða okkur Íslendinga sem ferðumst um landið okkar eða þá erlendu gesti sem við bjóðum velkomna til að njóta umhverfisins með okkur.<br></p><p>Kærar þakkir.<br></p><br><p></p><p> </p><p>&nbsp;</p><br><p></p><p> </p><p>&nbsp;</p>

2016-04-25 00:00:0025. apríl 2016Ávarp umhverfis- og auðlindaráðherra á Degi umhverfisins 2016

<p><em>Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, ávarpaði gesti á hátíðarsamkomu á Degi umhverfisins 25. apríl 2016 með eftirfarandi orðum.</em></p> <p><em><br /> </em></p> <p> </p> <p>Góðir gestir – gleðilega hátíð. &nbsp;</p> <p> </p> <p>Vorið er góður tími. Við njótum þess hvernig náttúran vaknar smám saman og líf færist yfir borg og byggðir. Farfuglarnir tínast til landsins, dagurinn lengist og börn og fullorðnir nýta góðviðrisdaga til leikja, útivistar og garðverka. Þá er ekki síðra að bregða sér niður að strönd, anda að sér sjávarilminum og ef til vill fylgjast með sólarlaginu þegar himininn skartar sínu fegursta.</p> <p> </p> <p>Slíkar minningar á ég margar héðan af Laugarnestanganum en ég bjó hér bæði í æsku og síðar á ævinni í Skipasundinu. Fastur liður hjá mér og dætrum mínum var að fara hingað á tangann til að njóta logandi litadýrðarinnar á heiðskýrum sólseturskvöldum. Það var sannkallaður unaður og skemmtun að anda að okkur fegurðinni um stund. Á eftir slíkum stundum fengum við okkur ís. Þannig má segja að þetta svæði hafi verið okkar land elds og ísa, þótt það hafi verið á annan veg en við þekkjum hjá erlendu ferðamönnunum, og þó var aðdráttaraflið sennilega engu síðra!</p> <p> </p> <p>Vorið er líka uppskerutími, þótt okkur sé jafnan tamt að hugsa fremur um haustið á þeim nótum. Út um allt land nýtur fólk afraksturs vetrarins í vinnu, námsfólk útskrifast og uppsker einkunnir, tónlistarnemar bjóða til vortónleika og á vinnustöðum er lögð lokahönd á ýmis verkefni áður en haldið er út í sumarið.</p> <p> </p> <p>Þegar ég horfi á liðinn vetur í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu get ég ekki annað en verið þakklát fyrir góða uppskeru: </p> <p> </p> <p>Efst á blaði er sú góða sátt og niðurstaða sem náðist við samþykkt náttúruverndarlaga á Alþingi í nóvember síðastliðinn eftir mikla vinnu. Það mál hafði verið lengi í vinnslu og var það virkilega stór áfangi.</p> <p> </p> <p>Jafnframt var afar mikils virði að það tækist að skapa sátt milli ólíkra sjónarmiða og ná þverpólítískri samstöðu eftir áralangar deilur.</p> <p> </p> <p>Einnig var mjög stórt skref stigið fyrr í vor þegar Alþingi samþykkti þingsályktun um landsskipulagsstefnu 2015-2026. Samþykkt hennar markar tímamót í skipulagsmálum hér á landi enda er þar í fyrsta sinn sett fram heildstæð stefna um samgöngur, byggðamál, náttúruvernd, orkunýtingu og aðra landnýtingu.&nbsp;</p> <p> </p> <p>Ég nefndi hér áðan erlendu ferðamennina og það mikla aðdráttarafl sem landið okkar og náttúran hefur. Við höfum síðast liðin misseri verið að glíma við fordæmalausar áskoranir tengdar mikilli fjölgun ferðamanna sem veldur álagi á náttúru og innviði landsins. Það er því ánægjulegt að rétt fyrir páska skyldi Alþingi samþykkja ný lög um innviði varðandi uppbyggingu til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum.</p> <p> </p> <p>Við erum að ráða verkefnisstjóra til að fylgja eftir ný samþykktum lögum sem snýr að forgangsröðun og hrinda í framkvæmd verkefnum. Einnig er brýnt að skilgreina ný ferðamannasvæði enda er náttúran frá fjöru til fjalla auðlind sem ber að vernda.</p> <p> </p> <p>Í Hörpu kynnti verkefnisstjórn rammaáætlunar í mars, drög að lokaskýrslu þriðja áfanga verndar- og orkunýtingaráætlunar þar sem gerð er tillaga um flokkun 25 virkjunarkosta og svæða. Unnið er í fyrsta skipti eftir lagarammanum og hef ég lagt mikla áherslu á að þessi vinna gangi fram í þeim anda. Ég bíð spennt eftir 1.september þegar ég fæ tillögurnar í hendur.</p> <p> </p> <p>Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur jafnframt haft verkaskiptingu stofnana sinna til skoðunar í vetur. Á undanförnum árum hefur ráðuneytið eflst og fengið aukin málasvið í hendur, því er rökrétt að endurskoða samsetningu stofnana þess. </p> <p> </p> <p>Nýlega var mér skilað tillögum um aukið samstarf og samþættingu verkefna Umhverfisstofnunar og Landgræðslunnar. Tilgangurinn er meðal annars að samþætta framkvæmdir um innviði og úrbætur á ferðamannstöðum. </p> <p> </p> <p>Starfsfólk beggja stofnana búa að dýrmætri þekkingu sem mikilvægt er að nýta í þeirri áskorun sem framundan er.</p> <p> </p> <p>Góðir gestir.</p> <p> </p> <p>Ég hef hér nefnt nokkur atriði sem standa upp úr í starfi ráðuneytisins innanlands í vetur. Umhverfismálin eru mál málanna á erlendri grundu. Ég var að koma frá New York í gær og voru magnaðir dagarnir um Heimsmarkmiðin og Parísarsamkomulagið. </p> <p> </p> <p>Aldrei hafa fleiri skrifað undir alþjóðlegan samning og var það sannkölluð hátíðarstund –&nbsp;stund vonar og loforða um breytta hegðun.&nbsp;Fyrir mig var það mikill heiður að fá að að undirrita samninginn fyrir hönd Íslands ásamt þjóðarleiðtogum og ráðherrum frá flestum ríkjum heims. Eftirminnilegast var þó sennilegast sendiherrar ungu kynslóðarinnar þegar eitt barn frá hverju landi kom inn í fundarsal Sameinuðu þjóðanna.</p> <p> </p> <p>Við Íslendingar áttum glaðlegan og fallegan fulltrúa, hann Tómas Jónsson.</p> <p> </p> <p>Óhætt er að segja að Parísarsamningurinn, sem náðist þann 12.12., eigi eftir að marka upphaf nýrrar heimsmyndar þar sem sjálfbærni náttúruauðlinda verður leiðarljós mannkyns.&nbsp;Til að fylgja eftir áformum Íslands kynnti ríkisstjórnin sóknaráætlun til þriggja ára, sem er ætlað að skerpa á áherslum Íslands í loftslagsmálum. Sóknaráætlunin samanstendur af 16 verkefnum sem miða að því að draga úr losun, auka bindingu kolefnis úr andrúmslofti, styðja alþjóðleg loftslagsverkefni og efla getu stjórnvalda til að takast á við strangari skuldbindingar í loftslagsmálum.&nbsp;En mikilvægast er að örva og virkja samfélagið, fyrirtæki sem og einstaklinga til þátttöku og aukinnar vitundar.&nbsp;</p> <p> </p> <p>Í síðustu viku undirritaði ég ásamt sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og formanni Bændasamtakanna samkomulag um gerð vegvísis um minnkun losunar gróðurhúsalofttegunda frá landbúnaði.</p> <p> </p> <p>Það er ánægjulegt að skynja hvað fólk er farið að hugsa meira um hegðun sína með tilliti til umhverfismála, enda snúast þau um betri nýtni og góða umgengni allra.&nbsp;Hegðun okkar dagsdaglega skiptir máli hvort sem hún lýtur að vali á fatnaði, matarsóun, orkunotkun eða samgöngum sem allt hefur áhrif á vistsporið.</p> <p> </p> <p>Í þeim efnum er mikilvægt að hafa góðar fyrirmyndir og hér á eftir munum við einmitt heyra af einni slíkri um fyrirtæki, sem hefur verið til fyrirmyndar í umhverfismálum, fær afhenta umhverfisviðurkenninguna Kuðunginn fyrir árið 2015.</p> <p> </p> <p>Þá má aldrei gleyma því hvers vegna við þurfum að vernda umhverfið og náttúruna – það er svo að jörðin haldi áfram að vera lífvænleg fyrir börnin okkar og þær kynslóðir sem á eftir okkur koma, um aldur og ævi.&nbsp;Það er því ánægjulegt að fá tækifæri til að heyra rödd framtíðarfólksins og hampa sýn þess á umhverfismál en á eftir hljóta grunnskólanemendur einmitt viðurkenningu og útnefninguna Varðliðar umhverfisins fyrir verkefni á sviði umhverfismála.</p> <p> </p> <p>Góðir gestir. </p> <p> </p> <p>Þótt verkefnin á sviði umhverfismála virðist á stundum vera ærin má ekki gleymast að víða vinnur gott fólk hörðum höndum að því að finna nýjar lausnir og úrræði til að skapa okkur öllum betri heim til framtíðar. Ég hef hér tæpt á nokkrum þeirra góðu verkefna sem mitt ráðuneyti og samstarfsfólk hefur unnið að á undanförum mánuðum og misserum og við erum hvergi nærri hætt. Ég er sannfærð um að framundan séu bjartir tímar, ekki bara vegna hækkandi sólar, heldur einnig í umhverfismálunum og landsmálunum öllum. Ég geng því léttstíg út í vorið, sólina og sumarið. </p> <p> </p> <p>Takk fyrir. </p> <p> </p> <p>&nbsp;</p>

2016-04-22 00:00:0022. apríl 2016Ávarp umhverfis- og auðlindaráðherra við undirritun Parísarsamkomulagsins í New York

<p><b>Signing ceremony for the Paris Agreement, 22 April 2016</b></p> <p><b>Statement by H.E. Sigrún Magnúsdóttir, Minister for the Environment and Natural Resources of Iceland</b></p> <p>Excellencies, ladies and gentlemen,</p> <p>Iceland is fully commited to implement the Paris Agreement. As many know, electricity and heating in Iceland comes almost 100% by renewables. But this is not enough. We need to cut emissions from other sources. The Icelandic government has increased resources for climate action. We have recently launched new climate projects. Actions must match words.</p> <p>We are supporting infrastructure for electric cars. Emissions from fisheries have going down and we hope to continue this trend. We are working industry and others on a road map to greener shipping and fisheries.</p> <p>I also signed an agreement with the Farmers Association of Iceland this week on a similar road map for agriculture.</p> <p>Carbon sinks are important. We should encourage actions that soak up carbon from the atmosphere. The rules under the Paris Agreement should support this, as is done in the Kyoto Protocol. Iceland will increase efforts in afforestation and land restoration. Fighting desertification worldwide helps climate, as well as food security.</p> <p>Iceland supports capacity building on clean energy and climate in developing countries. The Global Geothermal Alliance was launched in Paris. We hope that this initiative will encourage the use of geothermal energy worldwide.</p> <p>The climate challenge will not be met unless we all work on solutions. Women must be empowered for decision-making and action at all stages. The Icelandic government currently has five women as Ministers, and five men. In this, we try to practice what we preach.</p> <p>Equality is a goal in itself, and will also help us towards a greener and better future. The Paris Agreement will help us to focus political will and resources to fight climate change. Iceland will do its share.</p> <p>Thank you,</p>

2016-04-21 00:00:0021. apríl 2016Ávarp umhverfis- og auðlindaráðherra á ráðherrafundi um heimsmarkmiðin í New York

<p><strong>High Level Tematic Debate on Achieving the Sustainable Development Goals, New York 21 April 2016.</strong></p> <p><strong>Statement by H.E. Sigrún Magnúsdóttir, Minister for the Environment and Natural Resources of Iceland.</strong> </p> <p> </p> <p>Excellencies, ladies and gentlemen,</p> <p>I tnank the President of the General Assembly for convening this timely debate. Agenda 2030 and the Sustainable Development Goals are a great achievement. Now we must implement the goals.</p> <p>Iceland will do its part. We have set up a structure for national implementation. It will be led by the Prime Minister´s Office, in cooperation with other Ministries and civil society.</p> <p>Excellencies. Cutting waste is most important. I have launched a campaign to cut food waste in Iceland, which is part of a general strategy to reduce waste, but also a part of a climate action programme. This contributes to Goal 12, on sustainable consumption and production. I believe this is a good example of what developed countries can do at home to contribute to Agenda 2030.</p> <p>Support for developing countries is also needed. Bapacity building is a key. Iceland runs four United Nations University training programmes for experts from developing countries: On gender equality, fisheries, land restoration and geothermal energy. They have enjoyed good success. All countries should share best practices on sustainable development and learn from others.</p> <p>One of the largest development project Iceland has supported is in geothermal energy in East African. This contributes to Goal 7, on sustainable energy for all, which is a key for solving the climate crisis and to improve living standards.</p> <p>Target 15.3, on Land restoration, also has a positive climate dimension. Iceland has over a 100 year experience in this field, which it shares with developing countries.</p> <p>Excellencies. We need the full participation and leadership of women to reach the Sustainable Development Goals. Women need full enjoyment of human rights, and to be empowered on an equal basis with men. I hope everyone will take a moment to consider that.</p> <p>I thank you.</p>

2016-04-13 00:00:0013. apríl 2016Ávarp umhverfis- og auðlindaráðherra á ársfundi Veðurstofu Íslands 2016

<p><em>Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, flutti eftirfarandi ávarp á ársfundi Veðurstofu Íslands sem haldinn var 12. apríl 2016.</em></p> <p> </p> <p>&nbsp;</p> <p> </p> <p>Góðir gestir,</p> <p> </p> <p>Það er alltaf gaman að koma hingað í Veðurstofuna. Kannski er það þó svo að sjaldan hefur verið jafn góður tími fyrir ráðherra að fá tækifæri til að koma hingað og fá að tala um veðrið.</p> <p> </p> <p>En auðvitað er fátt merkilegra umræðuefni en einmitt veðrið og ekki síst hér á Íslandi. Það er okkur mikil nauðsyn að hafa öfluga og góða Veðurstofu, sem vaktar og upplýsir um hegðun lofthjúpsins og raunar hafs og vatns og jarðskorpunnar líka. </p> <p> </p> <p>Undanfarin ár hafa verið um margt góð fyrir Veðurstofu Íslands. Viðfangsefnin hafa verið fjölbreytt og oft erfið, en stofnunin og starfsmenn hennar hafa vaxið við hverja raun. Þar skiptir hugarfarið ekki síst máli. Starfsmenn og stjórnendur hafa séð tækifæri í áskorunum og gripið þau. Ég vil láta ykkur vita að ég hef tekið eftir þessu - og við í ráðuneytinu - og við metum það við ykkur. </p> <p> </p> <p>Veðurstofa Íslands er vísindastofnun; hún er græjustofnun. Það dugar skammt á 21. öldinni að hlaupa upp á Vífilsfell til að gá hvort viðrar til róðra, eins og á tíma Ingólfs Arnarsonar. Það þarf veðurathugunartæki um allt land og mikinn tölvukost til að vinna úr upplýsingum.</p> <p> </p> <p>Stórt og merkilegt skref var stigið á síðasta ári hvað það varðar, þegar ofurtölva dönsku veðurstofunnar var sett hér upp, sem um verður fjallað hér á eftir. Það kom einhverjum spánskt fyrir sjónir, enda yfir 70 ár frá því að við kvöddum konungdæmið. Við erum þó nærri landfræðilegri miðju danska ríkjasambandsins, enda leggur Grænland til flesta ferkílómetrana þar. Það eru þó fleiri ástæður fyrir þessari ákvörðun og ástæða til að nefna þær, þótt flestir hér inni þekki þær vel.</p> <p> </p> <p>Ein ástæðan sem gefin var upp af Dönum var loftslagssjónarmið. Það veldur minni losun gróðurhúsalofttegunda að staðsetja tölvuna hér en í Danmörku sjálfri. Rafmagn hér er framleitt með endurnýjanlegri orku. Ég tel að þetta merkilega framtak sýni að við eigum fleiri tækifæri til að fá ofurtölvur og gagnaver til landsins út frá þessum forsendum, ekki síst eftir samþykkt Parísarsamkomulagsins um hertar aðgerðir í loftslagsmálum.</p> <p> </p> <p>Ég vil vernda íslenska náttúru og tryggja að við förum eftir settum leikreglum um virkjanir og náttúruvernd. Við munum þó halda áfram að nýta endurnýjanlega orku og það væri ánægjulegt ef hún gæti stutt við nýja og spennandi starfsemi á borð við rekstur ofurtölva og gagnavera, auk þess sem við rafvæðum samgöngur. Verkefnisstjórn rammaáætlunar hefur lagt fram drög að sínum tillögum og kallað eftir athugasemdum. Mikil og góð vinna hefur verið unnin hjá verkefnisstjórninni og stórum áfanga hefur verið náð með þeim tillögum sem hún lagði fram nýverið.</p> <p> </p> <p>Önnur ástæða þess að danska veðurstofan setur upp ofurtölvu hér við Bústaðaveg er einfaldlega sú að Veðurstofu Íslands er treyst. Hún hefur skapað sér nafn og tengsl með þeim hætti í alþjóðlegu samstarfi að erlend stofnun kýs að fara í samrekstur á tölvubúnaði, sem er hýstur hér á landi. Þetta er afar ánægjulegt.</p> <p> </p> <p>Ég hef skipað starfshóp sem falið er það verkefni að vinna frumvarp til laga um að komið verði á fót hamfarasjóði.&nbsp; Lagt verður til að hamfarasjóður fái það hlutverk að sinna forvörnum og samhæfingu verkefna á sviði náttúruvár og verkefni á sviði forvarna verða aukin. Jafnframt að hafa umsjón með greiðslu bóta, í ákveðnum tilvikum, af völdum náttúruhamfara. Ákvörðun um skipan starfshóps er á grundvelli tillögu starfshóps sem skipaður var til að skoða fýsileika þess að stofna hamfarasjóð.</p> <p> </p> <p>Alþjóðlegt samstarf er mikilvægt í starfi Veðurstofu Íslands. Ísland varð nýlega fullur aðili að EUMETSAT, evrópsku veðurtunglastofnuninni, þar sem Veðurstofan tekur þátt fyrir Íslands hönd.</p> <p> </p> <p>Ég heimsótti höfuðstöðvar EUMETSAT í Darmstadt í Þýskalandi í nóvember síðastliðnum, sem var mjög ánægjuleg upplifun fyrir mig. Ég starfaði í Darmstadt á sínum tíma og gat því bæði rifjað upp gamlar minningar og fengið fræðslu um nýjustu geimtækni. Starfsemi EUMETSAT er auðvitað að mestu tæknileg, en hún byggir á alþjóðlegum samningi þjóðríkja og ég tel það mikilvægt að ráðherrar og fulltrúar stjórnvalda kynni sér það góða starf.</p> <p> </p> <p>Við í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu viljum einnig styðja Veðurstofuna annars staðar þar sem þarf, til dæmis varðandi alþjóðlegt samstarf við flugveðurspár og vöktun eldfjalla.</p> <p> </p> <p>Góðir gestir,</p> <p> </p> <p>Ég nefndi hér loftslagsmál og Parísarsamkomulagið fyrr, í tengslum við ofurtölvuna, en loftslagsmálin koma víðar við hjá Veðurstofunni.</p> <p> </p> <p>Ríkisstjórnin samþykkti sóknaráætlun í loftslagsmálum fyrir Parísarfundinn, en hún var einmitt kynnt hér. Sóknaráætlun er fyrsta heildstæða verkefnaáætlun á Íslandi í loftslagsmálum sem fær fjármagn til verka. Þar tengjast nokkur verkefni Veðurstofunni og ég vil aðeins brydda á þeim.</p> <p> </p> <p>Ráðuneytið fól Veðurstofunni að ritstýra vísindaskýrslu um líklegar afleiðingar loftslagsbreytinga á Íslandi, sem von er á fyrir lok þessa árs. Þá er í fyrsta sinn sett upp verkefni um aðlögun að loftslagsbreytingum, sem einnig verður leitt af Veðurstofunni.</p> <p> </p> <p>Einnig er að finna í sóknaráætlun verkefni sem ber yfirskriftina „Jöklar Íslands – lifandi kennslustofa um loftslagsbreytingar“. Þar er ætlunin að tvinna saman vöktun Veðurstofunnar á jöklum og jökulsporðum og miðlun þeirra upplýsinga til ferðamanna og almennings af hálfu Vatnajökulsþjóðgarðs og mögulega fleiri aðila.</p> <p> </p> <p>Ég vænti mikils af öllum þessum verkefnum og tel Veðurstofuna meðal lykilstofnana í margvíslegu starfi stjórnvalda í loftslagsmálum. Ég vil líka þakka Veðurstofunni fyrir ágætt framlag í formi fyrirlesturs um íslenska jökla á Parísarfundinum. Í París var stigið sögulegt skref í loftslagsmálum og Ísland var þar með viðameiri kynningu en nokkru sinni áður og það verður bara að segja eins og er að sú kynning tókst afar vel.</p> <p> </p> <p>Góðir gestir,</p> <p> </p> <p>Það er engin lognmolla í samfélaginu, en nú er vor í lofti og rétt að horfa fram á veginn með bjartsýni og starfsgleði í stafni. </p> <p> </p> <p>Það hefur verið sviptivindasamt á undanförnum árum í íslensku þjóðfélagi og það er mikilvægt á slíkum tímum að sýna festu og standa vörð um mikilvægar stofnanir og starfsemi.</p> <p> </p> <p>Ég vona að Veðurstofan finni fyrir því að ráðuneytið og stjórnvöld vilja styðja hana og efla til góðra og nauðsynlegra verka. Ég mun halda þeim stuðningi áfram sem ráðherra og búa í haginn fyrir Veðurstofuna, svo hún geti áfram tekist á við sín verkefni, jafnt gamalgróin sem ný.</p> <p> </p> <p>Ég óska ykkur góðs ársfundar og bið okkur svo öll að ganga út í vorið til góðra verka.</p> <p> </p> <p>Takk fyrir,</p>

2016-03-21 00:00:0021. mars 2016Ávarp umhverfis- og auðlindaráðherra við setningu ársfundar Eldvarnabandalagsins.

<em>Sigrún Magúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, flutti eftirfarandi ávarp við setningu ársfundar Eldvarnabandalagsins 17. mars 2016. <br /></em> <br /> <br /> <p>Ágætu ársfundargestir, <br />Eldvarnir þjóna þeim mikilvæga og ég leyfi mér að segja göfuga tilgangi að vernda líf, heilsu og eignir fólks. Á hverju ári látast að meðtali næstum tvær manneskjur í eldsvoðum. Fjöldi annarra verður fyrir líkamlegu og andlegu tjóni og veruleg verðmæti fara í súginn ár hvert. Engum skyldi því blandast hugur um mikilvægi þess að vel sé staðið að eldvörnum í landinu. <br />Það er mér því fagnaðarefni að þið sem standið að Eldvarnabandalaginu skulið hafa sameinað eldmóð ykkar, krafta, reynslu og þekkingu í því skyni að auka eldvarnir á heimilum og vinnustöðum. <br />Sú samvinna sem Mannvirkjastofnun vinnur að um fræðslu og eldvarnir er mikilvæg til að stuðla að eflingu eldvarna, ekki síst á heimilunum í landinu. Öflugt samstarf um fræðsluefni fyrir heimili og stofnanir með þeim sem hafa þekkingu, reynslu og vilja er miklu líklegra til að skila árangri en það sem hver baukar í sínu horni. <br />Við höfum mýmörg dæmi um hvernig samvinna í eldvörnum hefur borið ríkulegan ávöxt. Má þar nefna samvinnu Mannvirkjastofnunar, slökkviliða og Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélags Íslands um gerð gagnagrunna. <br />Þá hefur það sýnt sig að rannsóknir eru mikilvægur hlekkur í forvarnastarfi. Þær sýna að mörg heimili búa við góðar eldvarnir, en því miður er engu að síður pottur víða brotinn í þeim efnum. <br />Sérstaklega langar mig að nefna sláandi niðurstöður sem leiða í ljós að tveir hópar standa höllum fæti í eldvörnum og eru því berskjaldaðri fyrir eldsvoðum en aðrir. Hér er um að ræða ungt fólk og þá sem búa í leiguhúsnæði. Það er mikilvægt að draga fram staðreyndir af þessu tagi svo unnt sé að skilgreina áhersluverkefni í forvarnastarfi. <br />Við getum að vissu marki stuðlað að auknu öryggi fólks og eigna gagnvart eldsvoðum með ákvæðum um eldvarnir í lögum og reglugerðum. En þegar kemur að eldvörnum innan veggja heimilanna getur frumkvæði og ábyrgð íbúanna skilið milli feigs og ófeigs. <br />Sú vísa verður aldrei of oft kveðin að miklu skiptir að fyrir hendi sé virkur eldvarnabúnaður á borð við reykskynjara og slökkvitæki. En kannski er ekki síður mikilvægt að gera fólki grein fyrir áhættunni sem vissulega er fyrir hendi á hverju heimili. Áhættu sem hægt er að lágmarka með því að kenna sem flestum að bregðast við og draga úr hættu á að eldur komi upp. Ég er sannfærð um að þrotlaust forvarnastarf á vegum Eldvarnabandalagsins, slökkviliðanna og slökkviliðsmanna um allt land skili árangri hvað þetta snertir. <br />Það gleður hjarta sveitarstjórnarkonu eins og mín að sjá að sveitarfélög ganga nú á undan með góðu fordæmi við innleiðingu eigin eldvarnaeftirlits í samvinnu við Eldvarnabandalagið, eins og fjallað verður um hér á eftir. Vel fer á því enda hafa fáir ef nokkrir jafn ríkar skyldur í eldvörnum og sveitarfélögin sem annast rekstur slökkviliða og eldvarnaeftirlit. <br />Von mín er sú að þau sveitarfélög sem nú veita ákveðna forystu í innleiðingu eigin eldvarnaeftirlits og eldvarnafræðslu fyrir starfsmenn sína verði öðrum sveitarfélögum, fyrirtækjum og stofnunum fyrirmynd þegar fram líða stundir. <br />Góðir fundarmenn.Það er mér sönn ánægja að ávarpa ykkur hér í dag. Ég óska ykkur alls velfarnaðar í störfum ykkar að því að efla eldvarnir og þar með öryggi fólksins í landinu. <br /></p>

2016-03-21 00:00:0021. mars 2016Ávarp umhverfis- og auðlindaráðherra á morgunarverðarfundi Saman gegn sóun

<p>Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, flutti eftirfaradi ávarp á morgunverðarfundi Saman gegn sóun <em> sem haldinn var á Hallveigarstöðum 17. mars 2016.</em></p> <p> <br /> </p> <p>Ágætu gestir,</p> <p>það er mér sönn ánægja að kynna fyrir ykkur fyrstu almennu stefnuna um úrgangsforvarnir, er nefnist <em>Saman gegn sóun</em>, sem sett er fram skv. lögum um meðhöndlun úrgangs. Ég lít svo á að stefna þessi marki ákveðin tímamót. Hún fellur vel að því sem samfélagið hefur verið að kalla eftir og fjallar um hvernig við getum nýtt auðlindir okkar sem best.</p> <p>Með réttu hugarfari getum við breytt notkun, endurnýtt hluti og spornað við sóun á sem flestum vígstöðum. Góð umgengni snýst líka um að nýta hlutina vel, láta þá endast svo að sem minnst fari til spillis. Við sem störfum og lifum á þessari jörð berum mikla ábyrgð og verðum að hyggja að auðlindum okkar og nýta af skynsemi svo engu sé sóað. Aðeins þannig er hægt að tryggja sjálfbærni til lengri tíma fyrir þær kynslóðir sem á eftir okkur koma.</p> <p>Í stefnunni, sem gildir til 12 ára, er sérstök áhersla lögð á níu flokka. Matvæli, plast og textíll verða í forgangi tvö ár í senn. Sérstök áhersla er á matarsóun nú í ár og næsta ári. Áhersla á minni plastnotkun verður síðan frá árinu 2018, textíll frá 2020, raftæki frá 2022, og síðan grænar byggingar og pappír.</p> <p>Spennandi tækifæri eru framundan til að virkja kraft nýsköpunar og til að skapa græn störf. Við viljum hafa framtíðina græna og þurfa fjárfestar í auknum mæli að koma að borðinu til að taka þátt í þeirri þróun svo fyrirtæki og einstaklingar geti lagt meira af mörkum til umhverfismála.</p> <p>Gert er ráð fyrir að verkefni sem heyri undir þessa flokka verði til úti í samfélaginu og á meðan hver flokkur er í forgangi samkvæmt stefnunni er mögulegt að sækja um verkefnastyrki til ráðuneytisins fyrir verkefni, sem stuðla að markmiðum stefnunnar verði náð.</p> <p>Að loknu hverju tveggja ára tímabili verður árangur stefnunnar metinn með hliðsjón af þróun umhverfisvísa viðkomandi flokks. Í stefnunni eru auk þess þrír flokkar sem unnið verður með til lengri tíma, þ.e. aukaafurðir frá vinnslu kjöts og fisks, drykkjarvöruumbúðir og úrgangur frá stóriðju.</p> <p>Við höfum dæmin allt í kring um okkur um það hvernig við getum breytt í okkar daglega lífi til að draga úr sóun. Nýlega höfðum við til umfjöllunar kranavatnið okkar góða sem við getum í auknum mæli notað í stað þess að kaupa og bjóða upp á vatn á plastflöskum. Það eru ekki margir áratugir síðan plastið varð til og einnota umbúðir urðu vinsælli, sem nú valda okkur usla og neikvæðum umhverfisáhrifum.</p> <p>Í ráðuneytinu er verið að móta tillögur um hvernig hægt sé að stuðla að minni plastpokanotkun. Ég ætla einnig að kalla eftir tillögum um hvernig hægt sé að minnka plastnotkun almennt og mun því setja þá vinnu af stað á næstunni með aðkomu þeirra sem málið varðar.</p> <p>Til að stuðla að hugarfarbreytingu hjá okkur öllum er mikilvægt að efla fræðslu um nauðsyn þess hvernig sporna má við þessari sóun, koma í veg fyrir úrgang og nýta hráefni til að auka endurnotkun og endurnýtingu. Nýtni þarf þannig að vera okkur leiðarljós og getur hvert og eitt okkar lagt sitt af mörkum. Sóun matvæla á sér stað til að mynda á öllum stigum í keðjunni, hjá framleiðanda, við flutning, í verslunum, á veitingastöðum og hjá neytendum.</p> <p>Auk fyrrgreindra markmiða er tilgangur stefnunnar að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, að draga úr notkun hráefna og að minnka dreifingu á efnum sem eru skaðleg heilsu og umhverfi.</p> <p>Leiðarljósið að lokatakmarkinu er að enginn úrgangur myndist, hvorki sorp né mengun og að allar vörur sem eru framleiddar séu endurvinnanlegar að öllu leyti. Þannig helst stöðug hringrás efna og orku í náttúrunni sem tryggir hringrás auðlindanna.</p> <p>Fræðsla um forvarnir gegn úrgangi er mikilvæg og því er ánægjulegt að á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar hefur verið unnið, meðal annars í samstarfi við Ísland, námsefni fyrir miðstig grunnskóla um þetta málefni. Námsefnið leggur meðal annars áherslu á komið sé í veg fyrir sóun matvæla og er sett fram á skemmtilegan hátt, til dæmis kemur fram að það þurfi um það bil 175 lítra af vatni til að laga kaffi í einn kaffibolla.</p> <p>Allt þetta tengist kjörorðum mínum sem umhverfis- og auðlindaráðherra sem eru betri nýtni og góð umgegni.</p> <p>Matvælasóun verður í forgangi fyrstu tvö ár stefnunnar, Saman gegn sóun og má segja að þar með sé eftirfylgni með skýrslu starfshóps um matarsóun, sem kom út í apríl í fyrra, tryggð.</p> <p>Það er ánægjulegt að sjá að nokkur verkefni, hjá þeim sem tóku þátt í starfshópnum, eru þegar farin að líta dagsins ljós og hvet ég hin til að halda ótrauð áfram og setja aðgerðir af stað sem sporna gegn matarsóun.</p> <p>Hér á eftir fáum við að heyra af ýmsum aðgerðum sem tilheyra fyrsta áhersluflokknum og eru meðal annars í samræmi við niðurstöður starfshópsins.</p> <p>Nefna má að unnið er að undirbúningi fyrir fyrstu rannsóknina á matarsóun á Íslandi, opnuð verður ný vefgátt um matarsóun og unnið er að minni sóun hjá framleiðendunum og verslunum með nýju kerfi strikamerkja. <br />Matarsóun er einnig hluti af sóknaráætlun Íslands í loftslagsmálum, þar sem það dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda.</p> <p>Baráttan gegn matarsóun hefur verið í brennidepli síðustu misseri, ekki bara á Íslandi heldur einnig á Norðurlöndunum og annars staðar í Evrópu. Öll Norðurlöndin hafa á síðustu árum beitt sér fyrir minni sóun matar og hafa sum þeira náð eftirtektarverðum árangri á þessu sviði.</p> <p>Í Frakklandi taka brátt gildi lög sem skylda alla í virðiskeðjunni til að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir matarsóun. Matvöruverslunum af tiltekinni stærð þar í landi verður bannað að henda mat og þeim gert skylt að semja við góðgerðarfélög til að auðvelda matargjafir.</p> <p>Ég hef verið að íhuga hvaða leiðir við Íslendingar ættum að velja og hvað sé hægt að gera til að stemma stigum enn frekar við matarsóuninni. Hvort við ættum að hafa til hliðsjónar lögin í Frakklandi sem skylda alla í fæðukeðjunni þ.e. frá framleiðanda til matvöruverslana til að grípa til aðgerða.</p> <p>Mér hugnast ekkert síður þær leiðir sem Danir hafa farið, þar eru ýmsar aðgerðir í gangi. <br />Til dæmis hafa verslanir verið settar á laggirnar til að sporna við vandanum sem selja auk matvæla útlitsgallaðar vörur. Hér á landi mætti hugsa sér að Rauði krossinn sem hefur gert stórkostlega hluti gæti gert eitthvað sambærilegt og afraksturinn kæmi þeim til góða og þar með þeim sem við þurfum að huga að, þ.e. því fólki sem líður hungur á meðan við sóum.</p> <p>Ágætu gestir, <br />að lokum vil ég óska ykkur ánægjulegs og uppbyggilegs fundar og hlakka til að heyra erindin ykkar á eftir. Vona sannarlega að hvert og eitt okkar leggi sitt af mörkum í að sporna við sóun og jafnframt að við hvetjum þá sem í kringum okkur eru að gera slíkt hið sama. Vona að lokum að þið eigið ánægjulegan dag framundan um leið og ég óska ykkur góðs gengis.</p> <p>Takk fyrir,</p>

2016-01-19 00:00:0019. janúar 2016Grein umhverfis- og auðlindaráðherra í Bændablaðinu - Upphaf nýrrar heimsmyndar

<p> </p> <p> <em>Eftirfarandi grein Sigrúnar Magnúsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra, birtist í Bændablaðinu 13. janúar 2016.</em> </p> <p> </p> <p> </p> <p>Parísarsamningurinn sem náðist þann 12.12 er metnaðarfullt samkomulag sem á eftir að marka upphaf nýrrar heimsmyndar þar sem sjálfbærni náttúruauðlinda verður leiðarljós mannkyns. Tímamótin eru söguleg enda einstakur atburður í heimssögunni og dagsetninguna er auðvelt að muna.</p> <p> </p> <p>Þetta er fyrsta samkomulagið þar sem öll ríki takast á við þau hættumerki sem við erum þegar farin að sjá um hlýnun jarðar og rammar inn lagalega áætlanir einstakra ríkja til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Nú þurfa öll ríki, stór sem smá, að vinna hratt og taka höndum saman um að ná markmiðinu um að tryggja að hlýnun jarðar verði vel innan við 2°C og stefna að því að halda henni innan við 1,5°C . Til að svo megi verða þarf að hlusta vel á hvað vísindin hafa fram að færa og uppfæra markmiðin á fimm ára fresti.</p> <p> </p> <p>Á síðustu vikum hefur hefur mátt merkja öra þróun varðandi viðhorf stjórnvalda, fyrirtækja og einstaklinga til loftslagsmála og mikilvægi þess að takast á við vandann. Tala má um hugarfarsbreytingu í því sambandi sem leiddi til loforðs um að bæta umgengni og skyldur við móður jörð. Það var magnað að upplifa þann jákvæða anda sem ríkti á ráðstefnunni og heyra að þjóðir heims ætli að fylgja eftir sínum markmiðum.</p> <p> </p> <h3> <strong>Áskorun og tækifæri</strong> </h3> <p> </p> <p>Ástand loftslagsmála er alvarlegt og kallar á nýja hugsun og lausnir. Vendipunktinum hefur verið náð. Framundan eru mörg óunnin verk við að þróa langtíma tæknilausnir sem fela jafnframt í sér tækifæri til hagsbóta fyrir mannkynið. Án efa munu þessi tímamót flýta tækniþróun sem stuðlar að því að nýting auðlinda verði sjálfbær. Fjölbreytt verkefni í sóknaráætlun Íslands í loftslagsmálum voru kynnt í nóvember. Þau eru skref fram á við sem miða að því að efla starf okkar í loftslagsmálum næstu árin til að standa við skuldbindingar sem er kveðið á um í Parísarsamningnum.</p> <p> </p> <p>Ísland hefur margt fram að færa í loftslagsmálum sem önnur ríki horfa gjarnan til. Mikill áhugi var á íslenskum kynningarviðburðum á loftslagsráðstefnunni í liðinni viku þar sem m.a. var fjallað um endurnýjanlega orku, landgræðslu og jökla en á þeim sviðum búum við að mikilli sérfræðiþekkingu og reynslu. Í því ljósi þarf að efla enn frekar samstarf atvinnulífs, vísinda- og rannsóknasamfélags, sveitarfélaga, félagasamtaka og almennings.</p> <p> </p> <p>Þá hefur Ísland lagt áherslu á að tekið sé tillit til kolefnisbindingar jafnt sem losunar í loftslagssamningnum og að tryggja jafnréttissjónarmið. Lítil áhersla var lögð á jafnréttismál í starfi samningsins þangað til Ísland hóf að beita sér fyrir málinu fyrir nokkrum árum. Þar erum við í fararbroddi og berum skyldu til að miðla reynslu okkar til annara þjóða sem tryggir aðkomu beggja kynja að starfi í loftslagsmálum. Jöfn aðkoma að ákvarðanatöku er lykillinn að því að ná tökum á vandanum á heimsvísu og mun flýta fyrir raunhæfum og hvetjandi lausnum í loftslagsverkefnum.</p> <p> </p> <p>Gott skipulag einkenndi loftslagsráðstefnuna undir forystu Frakka sem eiga lof skilið fyrir trausta stjórn viðræðna og annað utanumhald. Þá hefur samninganefnd Ísland staðið í ströngu og unnið mjög gott starf síðustu misserin til að koma að og fylgja eftir áherslum Íslands . Samhugur og metnaður allra hefur átt sinn þátt í því hve vel tókst til. Fyrir það ber að þakka.</p>

2015-11-16 00:00:0016. nóvember 2015Grein umhverfis- og auðlindaráðherra í Fréttablaðinu - Ný náttúruverndarlög í víðtækri samvinnu

<p> <em>Eftirfarandi grein Sigrúnar Magnúsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra, birtist í Fréttablaðinu 14. nóvember 2015.</em> </p> <p> </p> <p>Það eru mikil tímamót að tekist hefur að leiða til lykta vinnu við endurskoðun náttúruverndarlaga og munu nýju lögin taka gildi á morgun, 15. nóvember. Það er jafnframt afar ánægjulegt að þverpólitísk samstaða náðist milli allra stjórnmálaflokka á Alþingi við að ljúka þessu máli í sátt eftir áralangar umræður og deilur.</p> <p>Þau lög sem nú hafa verið samþykkt eru afrakstur mikillar vinnu sem staðið hefur lengi við að endurskoða núgildandi lög frá 1999. Hef ég lagt mikla áherslu á framgang þessa máls frá því ég tók við starfi umhverfis- og auðlindaráðherra og átti ráðuneytið ítarlegt samráð við fjölmarga hagsmunaaðila, stofnanir ráðuneytisins og umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis. Vil ég þakka öllum þeim fjölmörgu aðilum sem að þessu hafa komið og lagt hafa hönd á plóg við endurskoðun laganna.</p> <p>Vinnan við endurskoðun laganna hafði það skýra markmið að efla náttúruvernd í landinu og framkvæmd hennar, skýra betur leikreglur um hverskonar framkvæmdir og nýtingu sem áhrif hafa á náttúruna og ná um þær víðtækri samstöðu. Með samþykkt frumvarpsins og gildistöku nýrra náttúruverndarlaga er því tekið veigamikið skref til að styrkja vernd og bæta umgengni um náttúru landsins og útfæra þær reglur sem lúta að nýtingu hennar til framtíðar.</p> <p>Í framhaldinu verður frekari vinna tengd nýju lögunum sett af stað í umhverfis-og auðlindaráðuneytinu í samstarfi við önnur hlutaðeigandi ráðuneyti vegna bráðarbirgðarákvæðis sem varðar einn mikilvægasta atvinnuveg þjóðarinnar, ferðaþjónustuna. Þar segir til um að vinna skuli frekar að ákvæðum er taki á stýringu ferðaþjónustunnar með hliðsjón af reglum almannaréttar á grundvelli náttúruverndar og nauðsynlegrar auðlindastýringar sem nýting ferðaþjónustunnar á náttúrunni hefur óhjákvæmilega í för með sér.</p> <p>Við búum vel að því að eiga sérstæða og mikilfenglega náttúru, sem er samofin sögu okkar og menningu. Hún er jafnframt gjöful og er vaxandi ásókn í að njóta og nýta hverskonar gæði hennar. Með sanni má segja að íslensk náttúra og gæði hennar séu undirstaða velferðar í landinu, ekki síst núna með sívaxandi ferðamannastraumi. Með nýjum náttúruverndarlögum verða fjöldamargar umbætur til að tryggja verndun og sjálfbæra nýtingu náttúrugæða til framtíðar.</p>

2015-10-08 00:00:0008. október 2015Ávarp umhverfis- og auðlindaráðherra  á Umhverfisþingi 2015

<em>Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, flutti eftirfarandi ávarp á IX. Umhverfisþingi sem haldið var á Grand Hótel Reykjavík, föstudaginn 9. október 2015.</em> <div> <br /> </div> <div> <p>Góðir gestir,</p> <p><span>Það er mér heiður og ánægja að bjóða ykkur velkomin á Umhverfisþing sem haldið er í níunda sinn. Þátttaka á þessu þingi undirstrikar mikinn áhuga á þeim málum sem eru hér til umfjöllunar í dag. Þingið lofar góðu því talan níu er mögnuð, bæði í þjóðtrú og stærðfræði.</span><br /> </p> <p><span>Við stöndum á þröskuldi nýrra tíma í samspili náttúru og ferðamennsku og ég hlakka til að heyra þau fjölmörgu og fjölbreyttu erindi sem flutt verða í dag. Fyrirfram vil ég þakka öllum þeim sem miðla hér af þekkingu sinni á þessum mikilvægu málefnum.</span><br /> </p> <p><span>And now in English –</span><br /> </p> <p>I would especially like to thank our key-note speaker, Susan Davies, Director of Scottish Natural Heritage, for taking the tour all the way from Scotland to Reykjavik to share with us experience and knowledge from Scotland on how nature conservation and nature based tourism can go hand in hand. We are honoured to have you here, Susan, and looking forward to hearing your lecture here today.</p> <p>Og svo vil ég sérstaklega þakka nemendum frá grunnskólunum á Hellu, Hvolsvelli og Þjórsárskóla fyrir að vera með okkur og kynna verkefni sem þau vinna að við endurheimt vistkerfa í sinni heimabyggð. &#160;</p> <p>Staðan og umræðan um umhverfismál minnir mig um margt á baráttuna um jafnréttismál í upphafi stjórnmálaferils míns.</p> <p>Það er ákveðinn skyldleiki með þessum viðfangsefnum.</p> <p>Líkt og jafnréttismálin eru umhverfismálin meðal mikilvægustu mála samtímans. Þau eru ekki einangrað viðfangsefni, heldur varða allar okkar ákvarðanatökur - stórar sem smáar - og þurfa ávallt að vera okkur leiðarljós. Það á jafnt við um ákvarðanir ríkis, sveitarfélaga og atvinnulífs, svo og athafnir hvers og eins í daglegu lífi. Á þessu byggist velferð okkar í framtíðinni. Þannig má segja að lykillinn að framtíðinni sé í okkar eigin höndum.</p> <p>Vitundarvakning hefur orðið um mikilvægi umhverfismála. Gott dæmi um það er jákvætt frumkvæði Samtaka atvinnulífsins á dögunum þegar þau héldu umhverfisdag atvinnulífsins og veittu umhverfisverðlaun í fyrsta sinn.</p> <p>Í störfum mínum hef ég lagt áherslu á nýtni og góða umgengni náttúruauðlinda. Í því felst meðal annars bætt nýting, fullvinnsla hráefna sem einnig dregur úr úrgangi, að þróa nýja orkugjafa til að minnka orkusóun og hverskonar umhverfistengd nýsköpun.</p> <p>Undirstöður nægtarborðsins verða að vera traustar.</p> <p>Ágætu gestir;</p> <p>Það má segja að umhverfismál séu mál málanna á alþjóðavettvangi, enda úrlausnarmálin mörg. Á sama tíma er mikilvægt að horfa til þess sem betur má fara á heimavelli.</p> <p>Ráðuneytið hefur unnið hörðum höndum að því að styrkja stofnanakerfið sitt. Á árinu hafa forstjórar rannsóknarstofnana ráðuneytisins sameinast um að efla faglegt starf og vísindalega þekkingu á sviði gagnaöflunar, rannsókna og vöktunar á náttúru Íslands.</p> <p>Lögð er áhersla á uppbyggingu gagnasafna og rannsóknainnviða til að skapa traustan grunn fyrir markvissa ákvarðanatöku og betri nýtingu fjármuna. Er það í takt við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um að auka skilvirkni stjórnsýslunnar.</p> <p>Afrakstur þessarar vinnu er meðal annars sá að nú er unnið að frumvarpi um sameiningu Náttúrufræðistofununar Íslands og Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn.</p> <p><span>Þá liggur fyrir tillaga um að sameina</span> <span>starf ríkisins á sviði skógræktar; það er að sameina landshlutaverkefni í skógrækt og Skógrækt ríkisins í nýja stofnun.</span></p> <p>Loks er starfshópur að störfum við að meta leiðir til að samþætta stofnanir á sviði náttúruverndar og landgræðslu, ekki síst með það að markmiði að mæta auknu álagi vegna ferðamennsku á viðkvæmum svæðum.</p> <p>Landnotkun hefur breyst á undanförnum áratugum og við blasir fjöldi verkefna varðandi skipulag svo sem í landbúnaði, náttúruvernd, landgræðslu, skógrækt og ferðamennsku. Því er brýnt að unnar verði áætlanir um landnotkun sem fela í sér stefnumótun til langs tíma.</p> <p>Landsskipulagsstefnu, sem ég lagði fram á haustþingi, er einmitt ætlað að setja fram leiðarljós um landnotkun, nýtingu lands og landgæða. Það tryggir öryggi og heildarhagsmuni við gerð skipulagsáætlana.</p> <p>Þá hef ég mælt fyrir lagafrumvarpi á Alþingi um stefnumarkandi áætlun að uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum.</p> <p>Frumvarpið snýr að þeim svæðum sem eru undir álagi vegna mikillar ásóknar ferðamanna og er ætlað að tryggja nauðsynlega innviði og lagfæringar til að koma í veg fyrir náttúruspjöll, draga úr raski og dreifa álagi um leið og öryggi ferðamanna er aukið.</p> <p>Með samþykkt frumvarpsins fáum við betri yfirsýn yfir fjárþörf og forgangsröðun verkefnum. Tryggja þarf sjálfbærni og skipuleggja til lengri tíma þær aðgerðir sem ráðast þarf í til að tryggja vernd náttúrunnar meðal annars gagnvart sívaxandi nýtingu ferðaþjónustunnar.&#160;</p> <p>Ríkisstjórnin hefur sameinast um að taka þennan atvinnuveg föstum tökum og hefur ný ferðamálastefna verið kynnt undir heitinu Vegvísir í ferðaþjónustu. Þar kemur skýrt fram að íslensk náttúra er helsta aðdráttaraflið fyrir gesti sem sækja landið heim.</p> <p><span>Það er m</span><span>ikilvægara nú en nokkru sinni að við sem gætum náttúrunnar höfum þá yfirsýn sem innviðafrumvarpinu er ætlað að veita.</span></p> <p>Það er því ekki tilviljun að áhersla Umhverfisþings að þessu sinni er þessi mikla áskorun sem við stöndum frammi fyrir – Verndun náttúrunnar samfara sívaxandi nýtingu í þágu ferðamennsku.</p> <p>Í því samhengi er rétt að nefna endurskoðun náttúruverndarlaga en frá því að ég tók við starfi umhverfis- og auðlindaráðherra um síðustu áramót hef ég lagt ríka áherslu á að ljúka endurskoðun þeirra.</p> <p>Þau mál hafa verið umdeild, en það var mér sérstakt ánægjuefni nú í upphafi þings að mæla fyrir frumvarpi til breytinga á nátturverndarlögum, sem nú er til meðferðar hjá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis.</p> <p>Bind ég vonir við að með framlagningu frumvarpsins verði hægt að ná sátt um ný náttúruverndarlög sem efla munu náttúruvernd til muna frá því sem nú er og þannig skapa sterka og framsýna umgjörð um verndun íslenskrar náttúru. Er miðað við að ný náttúruverndarlög taki gildi 15. nóvember næstkomandi.&#160;&#160;</p> <p>Íslensk náttúra er þó víðar en á landi. Haf- og strandsvæðin eru einnig mikilvægar náttúruauðlindir og hefur eftirspurn eftir fjölbreyttari nýtingu þeirra farið stöðugt vaxandi. Skort hefur á heildstæða sýn yfir starfsemi á haf- og strandsvæðum við landið og því áforma ég að leggja fram frumvarp á komandi þingi sem mun gera ráð fyrir stefnumótun og gerð skipulags á þessum svæðum.</p> <p>Einnig er mikilvægt að draga úr súrnun sjávar og almennt að draga úr mengun hafsins en talið er að um 80% af mengun þess komi frá landsstöðvum. Ógnvænlegar fréttir berast af plastmengun sjávar.</p> <p>Ágætu þinggestir;</p> <p>Árið 2015 verður vonandi minnst sem tímamótaárs í umhverfismálum á alþjóðlegum vettvangi. Ársins þar sem þjóðir heims sameinuðust um sautján heimsmarkmið um sjálfbæra þróun til framíðar, þar sem umhverfismál eru miðlæg.</p> <p>Við bindum miklar vonir við komandi aðildarríkjaþing loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna sem verður í París í lok árs.</p> <p>Ætlunin er að ganga frá samkomulagi um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda eftir árið 2020, þegar ákvæði Kýótó-bókunarinnar renna út. Það sem er mikilvægast við væntanlegt Parísarsamkomulag er að öll helstu ríki munu þar taka þátt.</p> <p>Ísland er nú í flokki þeirra ríkja sem hafa tekið á sig hvað metnaðarfyllstu skuldbindingar í loftslagsmálum.</p> <p>Ísland ber skuldbindingar til 2020 innan sameiginlegs markmiðs Evrópuríkja og hefur tilkynnt vilja til að halda þessu fyrirkomulagi áfram með því að taka þátt í sameiginlegu markmiði með Noregi og ríkjum ESB um minnkun losunar um 40% til 2030.</p> <p>Ríkin eiga eftir að ganga frá hlutdeildarskiptingu í þessu markmiði, en ljóst er að um metnaðarfullt markmið er að ræða. Með þessu fyrirkomulagi gilda sömu loftslagsreglur hér á landi og í öðrum ríkjum á evrópska efnahagssvæðinu.</p> <p>Við skulum ekki gleyma því að staða Íslands í loftslagsmálum er góð. Það er einstakt á heimsvísu að rafmagn og hitun komi nær öll frá endurnýjanlegum orkulindum.</p> <p>Mörgum ríkjum finnst mikið til þessa koma og þannig getum við orðið fyrirmyndarland í þeim efnum eins og t.d. jafnréttismálum.</p> <p>Loftslagsvandinn er langtímaverkefni og verður ekki leystur í einu skrefi. En lausnir og tækniþróun sem grillir í gefa tilefni til ákveðinnar bjartsýni.</p> <p>Nú er lag að taka næsta skref og nýta endurnýjanlega orku á fleiri sviðum. Þar blasa tækifærin við og við þurfum að hugsa stórt.</p> <p>Minn metnaður stendur til að gera betur og í ráðuneytinu er nú unnið að því að setja raunhæf markmið í loftslagsmálum til lengri tíma.</p> <p>Sem dæmi má nefna að nýta þarf rafmagn á bílaflotann í mun meira mæli en nú er gert. Þar er góð þróun í gangi en henni þarf að hraða með markvissum aðgerðum.</p> <p>Gera þarf átak í að setja upp fleiri hleðslustöðvar og finna leiðir til að fleiri geti eignast rafmagnsbíla. Það er ekki ábyrgt að bíða eftir því að aðrar þjóðir verðir komnar á rafbíla langt á undan okkur.</p> <p>Við eigum að styrkja og stuðla að loftslagsvænni tækni í sjávarútvegi. Íslensk nýsköpunarfyrirtæki hafa þróað framsæknar lausnir og að þeim grænu sprotum viljum við hlúa.</p> <p>Við ætlum að efla skógrækt og landgræðslu, sem græðir landið og bindur kolefni úr andrúmslofti um leið. Ríkisstjórnin hefur þegar lagt aukna fjármuni í slíkar framkvæmdir, svo sem gróðursetningar trjáplantna og hverskonar landgræðslu.</p> <p>Ennfremur eru möguleikar á að endurheimta votlendi á svæðum sem eru ekki nýtt í dag, en slíkar aðgerðir gagnast bæði loftslaginu og lífríkinu.</p> <p>Þá er matarsóun stórt vandamál í þessu samhengi en 30% matvæla heimsins endar í ruslinu. Framleiðsla og flutningur þeirra losar gríðarlegt magn gróðurhúsalofttegunda, fyrir utan annað álag á móður jörð og vatnsbúskap heimsins.</p> <p>Ég hef því lagt áherslu á að unnið sé gegn matarsóun, á öllum stigum, allt frá framleiðenda til neytenda.</p> <p>Sömuleiðis legg ég ríka áherslu á að skógrækt og landgræðsla geti stutt náttúruvernd – við getum endurheimt náttúrulega skóga jafnhliða því að gróðursetja nytjaskóga á bújörðum.</p> <p>Árið 2015 er alþjóðlegt ár jarðvegs. Jarðvegur er afar mikilvægur þáttur í náttúruvernd enda er hann órjúfanlegur hluti vistkerfa. Moldin var og er okkur Íslendingum mikilvæg og lengstum snerist líf og velsæld þjóðarinnar um frjósemi moldarinnar og afrakstur hennar, hvort sem var til beitar eða ræktunar.</p> <p>Hér hefur verið unnið að jarðvegsvernd í hartnær eina öld. Margt hefur sem betur fer áunnist. Heilu sveitirnar stóðu frammi fyrir því að sandstormar og jarðvegseyðing ógnaði þeirra tilvist og allri búsetu.</p> <p>Fyrir frumkvæði, þrautseigju og útsjónarsemi frumkvöðla náðist að bjarga þessum sveitum. Þessu tekst okkur oft að gleyma.</p> <p>Á Degi íslenskrar náttúru í ár ákvað ég því að leggja sérstaka áherslu á jarðveg og jarðvegsvernd.</p> <p>Veitti ég tvennar Náttúruverndarviðurkenningar til einstaklinga sem hafa tekist á við landgræðslu og skógrækt við sorfnar strendur og á hrjóstrugum heiðum og sýnt þannig í verki að þeim er annt um landið.</p> <p>Við lifum sannarlega á tímum spennandi og krefjandi verkefna þar sem það eru forréttindi að gegna starfi umhverfis- og auðlindaráðherra.</p> <p>Náttúra landsins er – ásamt sögu okkar, tungu og menningu - okkar helsta „fjöregg“. Óvíða eru sköpunarkraftar náttúrunnar eins sterkir að verki - óvíða er velferð heillar þjóðar eins háð gæðum náttúrunnar – óvíða eru lífsgæði eins samofin því að vel takist til með sambúð manns og náttúru - og hér á landi. En líkt og illa fór fyrir skessunum tveimur sem léku sér gáleysislega að fjöregginu sínu í ævintýrinu um Hlina kóngsson, þurfum við gæta að „fjöreggjum“ íslenskrar náttúru í hvívetna.&#160;</p> <p>Við lifum af gæðum náttúrunnar og umgengni um hana varðar okkur öll. Það felast miklar áskorandi í því að feta skynsamlega leið milli verndunar og nýtingar.</p> <p>Okkur hefur tekist að stjórna okkar sjávarútvegi. Við verðum að tryggja að Rammaáætlun feti þá jafnvægislist sem lagt var upp með og svari erfiðum spurningum um orkunýtingu og vernd.</p> <p>Hvernig tryggjum við að ferðaþjónustan verði sjálfbær og fyrirbyggjum að átroðningur valdi ekki varanlegu tjóni á náttúrunni?</p> <p>Þetta eru allt grundvallarspurningar sem varða allt okkar samfélag - þar sem vega þarf saman sjónarmið þess að auka velferð og lífsgæði þjóðarinnar samtímis því að vernda náttúrugæði til framtíðar og stjórna nýtingu svo hún verði sjálfbær.</p> <p>Okkur Íslendingum er svo sannarlega haldið við efnið hvað varðar krafta náttúrunnar og sköpun jarðar, hvort sem það eru eldgos, jökulhlaupin eða jarðskjálftarnir. Sköpunarsögu jarðar var lýst á ágætri bók sem verkefni sem lauk á viku – við erum hins vegar ávallt minnt á að því verki lauk alls ekki þá, nýir viðaukar við sköpunarsöguna eru skrifaðir hér á hverju ári!&#160;</p> <p><em>Góðir gestir;</em></p> <p><em>Hver á sér fegra föðurland,<br /> </em><em>með fjöll og dal og bláan sand,<br /> </em><em>með norðurljósa bjarmaband<br /> </em><em>og björk og lind í hlíð?</em></p> <p>Svona orti - og jafnframt spurði - skáldkonan Hulda í ljóði sínu til dýrðar íslenskri náttúru fyrir margt löngu. Auðvitað er ekkert eitt svar við spurningu Huldu enda finnst hverjum sinn fugl fagur.</p> <p>Staðreyndin er hins vegar sú að sérstaða íslenskrar náttúru er orðin okkar helsta tekjulind mæld á kvarða gjaldeyristekna þjóðarbúsins.</p> <p>Þá má ekki gleyma að sérstaða íslenskar náttúru er ekki síst fólgin í fjölbreytninni – það leynist fegurð í íslensku þúfunni ekki síður en mikilfenglegum fjöllum. Við eigum þjóðgarð sem er meðal þeirra stærstu í álfunni en jafnframt friðum við bakkabörð og ása hér innan marka Reykjavíkur.</p> <p>Það eru sameiginlegir hagsmunir náttúrverndar og ferðaþjónustu að okkur takist vel að stíga í takt dans verndar og nýtingar.</p> <p>Og þegar ég segist vilja efla vitund atvinnulífsins um mikilvægi náttúruverndar og umhverfismála almennt á ég ekki síst við ferðaþjónustuna. Þar þurfum að við að stórefla samstarf um verndun og sjálfbæra nýtingu náttúrunnar.&#160;</p> <p>Ég hlakka til að verða margs fróðari um lausnir, hugmyndir, strauma og stefnur í þeim efnum og ber þá von í brjósti að sá fróðleikur hjálpi okkur öllum að taka heillavæn skref, náttúrunni til góða.</p> <p>Úrlausnarefnin eru mörg og brýn og okkur varla til setunnar boðið.</p> <p>Að svo mæltu skipa ég Hildu Jönu Gísladóttur, sjónvarpsstjóra á N4, þingforseta og fel henni fundarstjórn.</p> <p>Ég segi hér með níunda Umhverfisþing sett.&#160;</p> <br /> </div>

2015-10-02 00:00:0002. október 2015Ávarp umhverfis- og auðlindaráðherra  á aðalfundi Landssamtaka skógareigenda

<p></p> <p><em>Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, flutti eftirfarandi ávarp á aðalfundi Landssamtaka skógareigenda sem haldinn var í Stykkishólmi 2. október 2015.</em><br /> </p> <p></p> <p>&#160;</p> <p></p> <p>Fundarstjóri, ágætu skógareigendur og gestir,</p> <p></p> <p>Það gleður mig að fá tækifæri til að ávarpa aðalfund landssamtaka skógareigenda. Samtökin hafa eflst mikið á síðustu árum þrátt fyrir ungan aldur. Það hefur gerst í takt við uppbyggingu skógarauðlindarinnar hér á landi.</p> <p></p> <p>Hlutverk samtaka eins og ykkar er víðtækt. Það snýst um sameiginlega hagsmuni skógareigenda og það snýr að fræðslu og faglegu starfi í skógrækt. Ekki síst er hið félagslega hlutverk samtakanna mikilvægt, að vera vettvangur fyrir félagsmenn til að koma saman og ræða sameiginleg málefni eins og á fundi sem þessum.</p> <p></p> <p>Eins og fram hefur komið þá hefur undanfarna mánuði farið fram starf í ráðuneytinu, í mínu umboði, við greiningu á verkefnum ríkisins á sviði skógræktar, með það að markmiði að skoða ávinninginn af því að sameina starf ríkisins á sviði skógræktar; að sameina landshlutaverkefni í skógrækt og Skógrækt ríkisins.</p> <p></p> <p>Starfshópurinn sem fenginn var til þess að skoða þetta hefur skilað mér skýrslu og er niðurstaða starfshópsins að mæla með sameiningu.</p> <p></p> <p>Nokkrar áherslur koma fram í skýrslu starfshópsins. Meðal þeirra er að:</p> <p></p> <ul> <li><span>Sameining verði eins fljótt og mögulegt er til að takmarka óvissu.</span><br /> </li> <li><span>Nauðsynlegar lagabreytingar vegna heildarendurskoðunar skógræktarlaga og sameiningar skógræktarstarfs ríkisins í eina stofnun verði unnar hratt.</span><br /> </li> <li><span>Ný stofnun vinni að langtíma stefnumótun með vinnslu landsáætlana og landshlutaáætlana í skógrækt.</span><br /> </li> <li><span>Forstöðumaður nýrrar stofnunar ráðinn – sem stýri innri stefnumótun og móti skipurit þessarar nýju stofnunar.</span><br /> </li> <li><span>Í umgjörð stofnunarinnar verði tryggt samráð innan landshluta við félagslegan vettvang skógareigenda.</span><br /> </li> <li><span>Í hverjum landshluta verði ljóst – skýrt hvert viðskipavinir geta leitað eftir þjónustu.</span></li> </ul> <p></p> <p>Það er líka niðurstaða starfshópsins að Landssamtök skógareigenda muni hafa æ ríkara hlutverki að gegna í skógrækt á Íslandi enda hagsmunir skógareigenda sjálfra að skógarnir skapi sem mest verðmæti.</p> <p></p> <p>Að samtökin komi í ríkum mæli að stefnumótun fyrir skógrækt í landinu, hvetji skógareigendur innan sinna raða til að skapa verðmæti með fjölbreyttri nýtingu skóga og séu í forystu um úrvinnslu og markaðsmál á hverjum tíma.</p> <p></p> <p>Sumir hafa nefnt við mig hvers vegna sé ekki ráðist í stærri sameiningu stofnana og meðal annars vísað til þingsályktunar sem samþykkt var á Alþingi árið 2014, þar sem lögð er til sameining Landgræðslu ríkisins og Skógræktar ríkisins.</p> <p></p> <p>Vissulega hefur oft verið rætt um sameiningu landgræðslu og skógræktar en slíkt ekki gengið eftir vegna ýmissa sjónarmiða.</p> <p></p> <p>Ég lít á þessa tillögu sem eitt fyrsta skrefið í að styrkja stofnanakerfi ráðuneytisins, þó það sé ekki stórt skref. Þetta skref sem við hyggjumst taka nú á að vera vel framkvæmanlegt og ef við höldum vel á málum á að vera hægt að stíga það í góðri sátt ykkar og allra sem að því koma.</p> <p></p> <p>Það er minn vilji að sameiningin gangi í gegn á núverandi þingi þó vissulega eigi Alþingi lokaorðið í því. Ég legg áherslu á að hraða þessari vinnu til að skapa ekki langvarandi óvissu um framtíðina, bæði meðal starfsfólks og samstarfsaðila þessara stofnana. &#160;</p> <p></p> <p>Þá langar mig að nefna þessu tengt að heildarendurskoðun á skógræktarlögum stendur einnig yfir núna og verður frumvarp lagt fram á vorþingi. Ég trúi því að í þessari breytingu felist veruleg tækifæri sem muni nýtast skógareigendum vel. Til verður sterk þekkingar- og stjórnsýslustofnun þangað sem má sækja góða þjónustu fyrir alla þætti skógræktar.</p> <p></p> <p>Skógareigendur geta - eiga að veita slíkri stofnun aðhald og láta í sér heyra varðandi það hvaða þjónustu þeir vilja fá.</p> <p></p> <p>Góðir gestir,</p> <p></p> <p>Það þarf ekki að segja ykkur hvert er nytjagildi skóga en það eru ekki allir sem átta sig á þeim margþættu notum sem við höfum af skógum. &#160;Skógrækt er orðin umtalsverð atvinnugrein, sem vonandi gerir sig enn frekar gildandi á næstu árum og styrkir þar með búsetu í landinu.<br /> Skógar voru lengst af ein helsta orkuauðlind okkar og liðu illilega fyrir það. Vissulega geta þeir aftur orðið verðug orkulind ásamt því að skapa hráefni til smíða, jafnvel húsagerðar – veita skjól – auðga vistkerfið með fjölbreyttum gróðri í lífverum. Þá blasa við tækifæri t.d. í aukinni ræktun jólatrjáa og nýsköpunar í úrvinnslu á afurðum skóganna. Fyrir utan allt þetta hjálpar skógrækt Íslands til við að ná settum markmiðum í loftslagsmálum.</p> <p></p> <p>Ríkið hefur stuðlað að fjárfestingu í skógrækt í gegnum landshlutaverkefni í skógrækt. Undanfarin ár hafa verið erfið vegna mikils samdráttar - en tillögur til fjárlaga á næsta ári fela í sér nokkra hækkun til skógræktar, sem við getum vonandi hækkað enn frekar.</p> <p></p> <p>Ég sé þetta þannig fyrir mér að hlutverk ríkisins sé að hvetja til uppbyggingar, þróunar og faglegs starfs og að búa svo um að rammi skógræktarstarfs sé faglegur og traustur. Það er því eðlilegt að í faglegu starfi leggjum við aukna áherslu á úrvinnsluþátt skógræktar sem byggist á sjálfbærni, skipulagi og góðri nýtingu.</p> <p></p> <p>Við þurfum að fylgja virðiskeðjunni til enda, frá skipulagi skógræktar, plöntuframleiðslu, gróðursetningu, umhirðu og til nýtingar. Það er sameiginlegt verkefni skógareigenda, fagaðila í skógrækt og ríkisins að tryggja að sú keðja sé heil og sterk. Hlutverk skógareigenda er að vera í forystuhlutverki um hvernig megi skapa verðmæti úr skóginum og koma með tillögur um hvernig megi styrkja veikustu hlekki keðjunnar.</p> <p></p> <p>Heilbrigðir skógar með fjölbreyttum vistkerfum eru besta jarðvegsverndin og á vel við að huga sérstaklega að þessu nú á árinu 2015 – hinu alþjóðlega ári moldarinnar hjá Sameinuðu þjóðunum.</p> <p></p> <p>Skáldkonan Hulda orti um moldina, sennilega að vorlagi:</p> <p></p> <p>Þú dökka raka, mjúka mold<br /> <span>sem mildi sólar hefur þítt.<br /> </span><span>Hve ann ég þér, hve óska ég mér,<br /> </span><span>að um þig streymi sumar nýtt.</span></p> <p></p> <p>Ég vil ítreka ánægju mína yfir að hitta ykkur hér í Stykkishólmi á aðalfundi ykkar og trúi því að það sé bjart yfir framtíð skógræktar í landinu.</p> <p></p> <p>Megi aðalfundurinn vera árangursríkur og ánægjulegur.</p> <p>&#160;</p>

2015-09-17 00:00:0017. september 2015Ávarp umhverfis- og auðlindaráðherra á Skipulagsdeginum 2015

<em><span>Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra flutti eftirfarandi ávarp á&#160;</span><span>Skipulagsdeginum 2015, &#160;árlegum samráðsfundi Skipulagsstofnunar og sveitarfélaganna, sem haldinn var 17. september 2015.</span></em><br /> <p>&#160;</p> <p>Ágætu gestir,</p> <p>Það er mér sönn ánægja að fá að ávarpa ykkur á skipulagsdeginum.</p> <p>Við sem störfum á sviði skiplagsmála erum meðvituð um þá ábyrgð sem þeim fylgir. Í markmiðum skipulagslaga endurspeglast það sjónarmið að vernd og nýting getur farið saman, sem styður við fjölbreytt atvinnulíf og eðlilega endurnýjun. Stuðla þarf að skynsamlegri og hagkvæmri nýtingu lands, tryggja vernd landslags, náttúru og menningarverðmæta og koma í veg fyrir umhverfisspjöll með sjálfbæra þróun að leiðarljósi.</p> <p>Eins og ykkur er kunnugt um þá er landsskipulagsstefnan eitt af mínum áherslumálum og mun ég mæla fyrir henni á Alþingi í dag.</p> <p>Ég bind miklar vonir við að stefnan, sem felur í sér heildstæða sýn í skipulagsmálum, verði að veruleika á komandi vetri með samþykki Alþingis á tillögu til þingsályktunar um landsskipulagsstefnu.</p> <p>Vil ég hér nota tækifærið og þakka Skipulagsstofnun fyrir góða og mikla vinnu og fyrir virka þátttöku ykkar.</p> <p>Talsverðar breytingar hafa átt sér stað síðustu áratugi á nýtingu lands í dreifbýli. Vaxandi eftirspurn er eftir fjölbreyttari nýtingu lands, svo sem til ræktunar, ferðaþjónustu og útivistar, í sátt við náttúru og landslag.</p> <p>Langtímasýn um nýtingu og vernd er afar mikilvæg þar sem horft er til umhverfis- og menningargæða. Stuðla þarf að möguleikum á fjölbreyttri og hagkvæmri nýtingu í sátt við umhverfið, svo sem að land sem hentar vel til ræktunar verði almennt ekki ráðstafað til annarra nota með óafturkræfum hætti.</p> <p>Þá þarf val á svæðum til skógræktar að taka mið af landslagi og að sjónarmið skógræktar, annars landbúnaðar og útivistar séu samþætt ef mögulegt er.</p> <p>Gaman er að segja frá því að áhugaverðar tilraunir hafa verið í gangi með skógarbeit samhliða sauðfjárrækt þar sem kannað er hvort hægt sé að finna jafnvægi á milli friðunar og beitar og ekki síst til að auka afrakstur af hvorri grein fyrir sig.</p> <p>Ferðaþjónustan er orðinn einn af burðarásum íslensks atvinnulífs á Íslandi. Ferðamenn leggja land undir fót til að njóta íslensku náttúrunnar, menningar og fjölbreyttrar afþreyingar. Allt bendir til þess að stór hluti uppbyggingar í dreifbýli á komandi árum verði í tengslum við ferðaþjónustuna og komi til með að auka fjölbreytni starfa í bæjum sem áður höfðu eingöngu lífsviðurværi sín af landbúnaði og sjávarútvegi.</p> <p>Brýn þörf er fyrir markvissa stefnumörkun og aðgerðir til að tryggja að uppbyggingin og aukinn ferðamannastraumur komi ekki niður á þeim verðmætum sem eru fólgin í landi okkar og að Ísland haldi sérstöðu sinni og aðdráttarafli.</p> <p>Það er hagsmunamál fyrir uppbyggingu atvinnulífs í dreifbýli að sveitarfélögin greini sína sérstöðu og styrkleika þar sem vernd náttúru er lögð til grundvallar. Fjölmörg tækifæri eru til staðar í formi ýmis konar afþreyingar og unnt að auka gæði þjónustunnar til að efla atvinnu og samfélag. Þetta er mikið forgangsmál sem vinna þarf í nánu samstarfi við íbúa.</p> <p>Miðhálendið er eitt af áherslumálum landsskipulagsstefnu þar sem lögð er áhersla á varðveislu víðerna og náttúru. Erlendir gestir sýna óspilltri náttúru mikinn áhuga og hefur það örugglega komið mörgum þeirra á óvart hve auðvelt er að upplifa kyrrð og ró rétt við túnjaðar þéttbýlisins. Ferðamenn þurfa því ekki endilega að sækja vatnið yfir lækinn ef svo má segja til að fá þá upplifun að vera einn í heiminum.</p> <p>Mest um vert er að landnýting á hálendinu sé sjálfbær og að hún valdi ekki gróður- eða jarðvegseyðingu eða hamli gróðurframvindu á illa förnu landi.</p> <p>Vindmyllur eru ný áskorun í skipulagsmálum hér á landi. Ísland á áfram að vera fyrirmynd annarra þjóða sem nýta endurnýjanlega orku. Virkjun vatnsfallorku og jarðhita hafa reynst þjóðinni happadrjúg búbót. Fyrirsjáanlegt er að mikil framþróun verði í rannsóknum og nýsköpun á nýjum grænum orkugjöfum svo sem virkjun sjávar- og ölduorku.</p> <p>Aukinn áhugi er fyrir vindmyllum í dreifbýli og nú er í fyrsta sinn til umfjöllunar verkefnisstjórnar rammaáætlunar tveir slíkir virkjunarkostir á miðhálendinu, þ.e. Búrfellslundur og Blöndulundur. Slíkum mannvirkjum fylgja ákveðin umhverfisáhrif og þarf að gæta að því að þau nýtist sem best, um leið og vandað er til staðarvals og hönnunar út frá landslagi, náttúru og byggingarhefðum.</p> <p>Í tillögu að landsskipulagsstefnu er því beint til sveitarfélaga að taka afstöðu til möguleika á orkuframleiðslu með vindorku, í sátt við náttúru og samfélag.</p> <p>Til að fylgja eftir markmiðum um þróun þéttbýlis í landskipulagsstefnu er gert ráð fyrir ýmsum verkefnum sveitarfélaga og annarra stjórnvalda.</p> <p>Sem dæmi að sveitarfélögin marki stefnu um uppbyggingu íbúða- og atvinnuhúsnæðis sem taki mið af þörfum samfélagsins til framtíðar. Auka þarf fjölbreytni húsnæðis, svo sem húsagerðir og stærðir og hugað verði sérstaklega að framboði á húsnæði fyrir alla tekjuhópa.</p> <p>Í þessu sambandi langar mig að nefna að í tengslum við kjarasamninga á almennum vinnumarkaði sl. vor skipaði ég starfshóp til að fara yfir byggingarreglugerðina sem fékk það hlutverk að finna leiðir til að lækka kostnað vegna byggingar íbúðarhúsnæðis.</p> <p>Taka þarf skrefið lengra og þurfa ríki og sveitarfélög að nálgast verkefnið til að mynda út frá markmiði um hve mikið húsnæði má kosta fyrir tekjuminni hópa. Efnið verður til umfjöllunar á málþingi sem blásið verður til í byrjun október.</p> <p>Ágætu fundargestir,</p> <p>Til að ljúka yfirferð á landskipulagsstefnu þá hefur á undanförnum árum aukist áhugi á framkvæmdum á haf- og strandsvæðum og þar með þörfin á heildrænni sýn og stjórnun hvað varðar vernd og nýtingu þessara svæða. Í dag er að störfum nefnd um gerð frumvarps til laga um skipulag haf- og strandsvæða og bind ég miklar vonir við að geta lagt fram frumvarp á komandi vorþingi.</p> <p>Eins og dagskrá þessa dags ber með sér eru viðfangsefnin mörg sem þarft er að ræða á þessum vettvangi. Er ég því fullviss um að fundurinn í dag verði bæði áhugaverður og gagnlegur.</p> <p>Góðan skipulagsdag. &#160;</p>

2015-09-16 00:00:0016. september 2015Grein umhverfis- og auðlindaráðherra í Fréttablaðinu - Dagur íslenskrar náttúru

<p></p> <em>Eftirfarandi grein Sigrúnar Magnúsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra, birtist í Fréttablaðinu 16. september 2015.</em> <p></p> <p>&#160;</p> <p></p> <p>Flest eigum við uppáhaldsstaði í íslenskri náttúru. Fjölbreytileiki náttúrunnar er margslunginn og landslagið síbreytilegt hvort sem er uppi til fjalla, niður til sjávar eða í fallegum dal.</p> <p></p> <p>Undirstaða alls gróðurs og lífs er að finna í því sem í daglegu tali nefnist mold og Steinn Steinarr nefndi, „Drottningu lífsins, móður og lífgjafa allra lifandi“. Jarðvegur á Íslandi er um margt einstakur og breytilegur. Það má til sanns vegar færa að moldin líkt og maðurinn mótast af umhverfi og atlæti.</p> <p></p> <p>Uppgræðsla hér á landi er saga um ótrúlega elju og eldmóð þeirra sem hafa starfað að vernd jarðvegs og gróðurs í meira en heila öld. Að þessu hafa vísindamenn og bændur unnið af mikilli natni og nákvæmni, leitað leiða til að hefta sandfok, lagað og grætt til að nýta landið á sjálfbæran og vistvænan hátt og skapað verðmæti í þágu samfélagsins alls. Það þekkir enginn betur landið en sá sem yrkir jörðina samkvæmt bestu mögulegu þekkingu og varðveitir auðlindina fyrir komandi kynslóðir. Sá sem hlustar á hjartslátt jarðarinnar, þekkir sitt nánasta umhverfi og vill virkja þann kraft sem býr í náttúrunni, er hinn sanni náttúruverndarsinni.</p> <p></p> <p>Sjálfbær nýting lands felur í sér að ekki sé gengið á auðlind heldur að gróður og náttúra viðhaldist og eflist. Ánægjulegt er að erlendir gestir sýna óspilltri íslenskri náttúru mikinn áhuga en um leið hefur umferð ferðamanna talsverð áhrif. Sé þess gætt að virða og verja má á sama tíma njóta og nýta. Stefna í ferðaþjónustu þarf því að haldast í hendur við náttúruvernd til að nýting lands til ferðamennsku sé sjálfbær. Við markaðssetningu áfangastaða er brýnt að hafa í huga viðkvæma náttúru og stuðla að samfélagslegri ábyrgð til að upplifun verði eins og lagt var af stað með.</p> <span>Ánægður ferðamaður deilir gjarnan sögum og myndum þegar heim er komið. Íslendingar eiga þó ekki síður efni til að deila um íslenska náttúru. Í tilefni dagsins hvet ég sem flesta til að deila með hverjum öðrum hugmyndum sínum, ljóðum og myndum af náttúrunni og nota myllumerkin #stadurinnminn og #DÍN. Til hamingju með daginn.</span>

2015-09-16 00:00:0016. september 2015Ávarp umhverfis- og auðlindaráðherra á Degi íslenskrar náttúru 2015

<p></p> <p><em>Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, flutti eftirfarandi ávarp í hátíðarathöfn sem haldin var í tilefni Dags íslenskrar náttúru þann 16. september 2015.</em><br /> </p> <p></p> <p>&#160;</p> <p></p> <p>Góðir gestir – til hamingju með daginn!</p> <p></p> <p>Þessar fallegu vísur fann ég nýlega á servéttu.</p> <p></p> <p>Tjaldurinn svífur um sólríkan dag<br /> <span>svo sest hann í fjöru hjá nausti og bátum,<br /> </span><span>í töfrandi birtu hann trítlar um vor,<br /> </span><span>hann tístir og skrækir af fagnaðarlátum.</span></p> <p></p> <p>Svo fer hann um túnið, þar hefur hann hátt<br /> <span>en hlustar á daganna lífsglaða skvaldur.<br /> </span><span>Mót sumrinu teygir sinn glóandi gogg<br /> </span><span>minn glaðlegi vinur, hinn draumfagri tjaldur.</span></p> <p></p> <p>Í umræðu um íslenska náttúru er iðulega dregið fram hversu stórbrotin og tignarleg hún er. Við þekkjum öll hvernig þessir eiginleikar hafa dregið til sín erlenda gesti; ferðamenn og kvikmyndagerðafólk sem í æ ríkari mæli nýtir sér leiktjöld íslenskrar náttúru í kvikmyndir, sjónvarpsþætti og auglýsingar.</p> <p></p> <p>Íslensk náttúra er þó svo miklu meira því sennilega er leitun að jafn fjölskrúðugu og margbreytilegu náttúrufari og landslagi og hér er. Tjaldurinn með sinn glóandi gogg, er jafn mikill hluti íslenskrar náttúru og voldug fjöll og klettar. Fossar landsins eru margir hverjir stórbrotnir og kraftmiklir en iðulega safnast litlar lækjarsprænur saman til mynda þetta afl. Á úfnu hrauni sem myndaðist í eldsumbrotum vex viðkvæmur mosi. Og hrikalegir jöklar láta smám saman undan íslenskum hnúkaþey.</p> <p></p> <p>Öll eigum við okkar óskastaði og uppáhaldsfyrirbæri í íslenskri náttúru. Það getur verið tjörn í túnfætinum&#160;heima, fugl á borð við tjaldinn eða lóuna, lundur í íslenskum skógi, fjall sem býður einstakt útsýni, lambagras á heiði eða leynistaður sem geymir ljúfar minningar.</p> <p></p> <p>Sjálf á ég fleiri en einn uppáhalds stað í íslenskri náttúru enda er erfitt að bera saman staði á borð við Arnarfjörð þar sem ægifegurð hrikalegra fjalla umlykur allt og svo hinn gróðursæla og búsældarlega Svarfaðardal þar sem ég dvaldi sem barn, en margir telja hann með fegurstu sveitum landsins.</p> <p></p> <p>Þingvellir eiga sér líka sérstakan stað í hjarta mér – ekki bara vegna sinnar miklu og ríku sögu og náttúrufegurðar sem allir þekkja, heldur ekki síður vegna þess að þar giftist ég honum Páli mínum fyrir um aldarfjórðungi. Síðustu ár hef ég svo notið þess heiðurs að veita Þingvallanefnd formennsku sem mér hefur þótt ákaflega mikils virði.</p> <p></p> <p>Einn er sá staður sem ég sæki þó hvað mest í en það er unaðsreiturinn minn í Blöndudal þar sem ég nota hvert tækifæri til að gróðursetja og rækta upp tré sem og jarðarber.</p> <p></p> <p>Það er sennilega sá staður þar sem ég hef lagt hvað mest af mörkum til náttúrunnar og kannski er það einmitt þess vegna sem staðurinn verður mér æ mikilvægari, því það er eins og maður skilji eftir hluta af sjálfum sér í landinu sem maður ræktar – líkt og maður skjóti rótum með plöntunum sem maður stingur niður.</p> <p></p> <p>Það er fátt betra en að finna fyrir því að maður leggi sitt af mörkum til að hlúa að jörðinni og landinu sem við eigum öll saman. Það er enda siðferðisleg skylda okkar allra að ganga þannig um landið að komandi kynslóðir taki við því í jafngóðu eða betra ásigkomulagi en það var í þegar við fengum það til varðveislu. &#160;</p> <p></p> <p>Undirstaða alls gróðurs og lífs er að finna í því sem í daglegu tali nefnist moldin og Steinn Steinarr nefndi „Drottningu lífsins, móður og lífgjafa allra lifandi“. Jarðvegur á Íslandi er um margt einstakur og breytilegur. Það má til sanns vegar færa að moldin líkt og maðurinn mótast af umhverfi og atlæti.</p> <p></p> <p>Uppgræðsla hér á landi er saga um ótrúlega elju og eldmóð þeirra sem hafa starfað að vernd jarðvegs og gróðurs í meira en heila öld. Að þessu hafa bændur og vísindamenn unnið af mikilli natni og nákvæmni, leitað leiða til að hefta sandfok, lagað og grætt til að nýta landið á sjálfbæran og vistvænan hátt og skapað verðmæti í þágu samfélagsins alls. Það þekkir enginn betur landið en sá sem yrkir jörðina samkvæmt bestu mögulegu þekkingu og varðveitir auðlindina fyrir komandi kynslóðir.</p> <p></p> <p>Hér á eftir mun ég einmitt heiðra einstaklinga sem af mikilli eljusemi og með skýrri framtíðarsýn hafa lagt sig fram um að bæta landið með ræktun, oft á tíðum við ákaflega erfið skilyrði. Þessir einstaklingar hafa tekist á við landgræðslu og skógrækt við sorfnar strendur og á hrjóstrugum heiðum og sýnt þannig í verki að þeim er annt um þetta land – þeir hafa lagt hug og hönd í verkið án þess að berja sér á brjóst. Nú er komið að okkur að þakka fyrir.&#160;</p> <p></p> <p>Í ár er Dagur íslenskrar náttúru haldinn hátíðlegur í fimmta sinn og nú á sjötugasta og fimmta afmælisdegi Ómars Ragnarssonar. Vil ég nota þetta tækifæri og óska afmælisbarninu til hamingju sem og öllum landsmönnum á þessum fallega degi.</p> <p></p> <p>Góðir gestir,</p> <p></p> <p>Íslensk náttúra er sá jarðvegur sem við Íslendingar erum sprottnir af og rétt eins og náttúran á sér ólíkar hliðar höfum við ólíkar hugmyndir um hvað ber af í þessu margbrotna sköpunarverki.</p> <p></p> <p>Dagur íslenskrar náttúru gefur okkur gott tækifæri til að fagna fjölbreytileika landsins og benda á hvað það er sem hvert og eitt okkar kann mest og best að meta í náttúrunni. Þar gegna fjölmiðlar einnig lykilhlutverki og hér á eftir afhendi ég að venju Fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins aðila sem hefur haldið íslenskri náttúru á lofti í umfjöllun sinni.</p> <p></p> <p>Íslensk náttúra hefur reyndar lag á að koma sér í fjölmiðla því reglulega minnir hún á sig með því að ræskja sig hressilega, til dæmis með jarðhræringum, ofsaveðrum, ofanflóðum, skriðuföllum og jökulhlaupum. Þá er ómetanlegt að hafa vaska sveit vaktmanna sem fylgjast dag og nótt með því sem þessi duttlungafulla náttúra tekur upp á hverju sinni.</p> <p></p> <p>Þannig er íslensk náttúra alltumlykjandi í starfi Veðurstofu Íslands og því vel við hæfi að fagna henni hér. Og ekki þykir mér verra að þessi lykilstofnun íslenskrar náttúru sé svo að segja í bakgarðinum hjá sjálfri mér – í öllu falli er traustvekjandi að sjá hana út um stofugluggann þegar Kári geisar eða jörð spúir eldi og brennisteini.</p> <p></p> <p>Að öllu gamni slepptu þá er íslensk náttúra svo sannarlega órjúfanlegur hluti okkar daglega lífs og lætur engan sem býr í þessu landi ósnortinn. Það er mín von að Dagur íslenskrar náttúru verði okkur öllum gleðiríkur og jákvæð áminning um þann fjölbreytta fjársjóð sem náttúra landsins okkar býr yfir. Um leið brýni hann okkur til góðra verka í að vernda hana og varðveita fyrir komandi kynslóðir.&#160;</p> <p>&#160;</p>

2015-09-04 00:00:0004. september 2015Ávarp umhverfis- og auðlindaráðherra á International Grouse Symposium

<p><em>Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, flutti eftirfarandi ávarp á 13<sup>th</sup>&#160;International Grouse Symposium sem haldið var hér á landi 4. september 2015.</em></p> <p>&#160;</p> <p>Ladies and gentlemen,</p> <p>It is a pleasure to welcome you to Iceland for the 13<sup>th</sup> International Grouse Symposium. We are proud to host this important symposium here in Reykjavík and it is pleasing to see this good attendance and participants from all grouse range countries, and as far as Alaska, Japan and China.</p> <p>You are arriving here in Iceland when our grouse – called “rjúpa” in Icelandic - soon changes colour from brown/greyish summer dress to the white winter camouflage. This beautiful bird is found throughout the circumpolar world, earning a place in the art and folklore of the people of the Arctic. And in many languages it is taking the name from snow like the names Snow chicken in English, White grouse in Alaska and Alpenschneehuhn in German.</p> <p>Although Iceland is only native to one species of grouse - the ptarmigan or “rjúpa” – it is our by far the most popular game bird, with some 6.000 hunting card holders registering ptarmigan hunt annually. &#160;&#160;</p> <p>But “rjúpan” - our grouse – is not only a hunting object; it is a symbolic bird, close to the heart of most Icelanders and a frequent subject both in folklore and poetry. It is a beautiful and characteristic bird especially to our extensive heathlands.&#160;&#160;&#160;</p> <p>Ptarmigan hunting is an old tradition here Iceland. For many Icelandic families it is impossible to celebrate Christmas without a dish of this delicious game bird, usually on Christmas Eve that is the main event during the Festive season according to the Icelandic tradition. Historically regarded as the “poor man's meat” during Christmas when only the better off families could afford to slaughter domestic animals for fresh meat during the middle of winter, it is now regarded as a prime delicacy and central feature of the Christmas spirit for many families.&#160;</p> <p>This in a way explains the heated discussions there have been in relation to conservation and management of the ptarmigan population.</p> <p>Iceland has for long been struggling to find the most efficient model for sustainable management of ptarmigan hunting. Once hunted commercially in big scale for export in many locations in rural Iceland, small scale sport hunting is now the rule. &#160;</p> <p>The ptarmigan population has, however, been recorded in a decline the last 2-3 decades, probably due to a combination of land use changes, climate change and other factors. I am told this trend seems to be happening on a larger scale at the northerly latitudes and I guess this will be a topic for your conference here in the coming days.</p> <p>Fortunately, our management efforts, such as total catch for the season, shorter season, disrupted season, a trade ban and campaigning for bag limits of 6-9 birds per hunter seem to have paid off and we have managed to be within the management goals of total catch and continued fluctuation. I believe this has only been possible through the close cooperation, understanding and trust between the main players, hunters, scientists and management authorities and landowners. &#160;</p> <p>Dear guests,</p> <p>I am fortunate to own a wooden cottage in North Iceland, bordering the vast heatlands of the Húnavatnssýsla highlands. There, a pair of “rjúpa” commonly seeks a refugee in the sheltered compound surrounding our cottage. It is simply amazing to following the “rjúpa” pair during courtship and their whole love story that follows. And to follow its adaptation to the harsh winter like burrowing into the snow to seek shelter from the bitter wind and native predators. Dear Grouse experts, your subject is really amazing wonder of nature!&#160; &#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;</p> <p>Let my conclude by saying that in all aspects of nature conservation and sustainable use of natural resources, scientific research, monitoring and management in cooperation with key stakeholders and practitioners is the vital recipe for success. In that manner, international meetings and cooperation such as your International Grouse Symposium are important for sharing experiences and practises as for learning.</p> <p>The agenda for these four days is very intense and interesting and seems to focus on most aspects of grouse populations. I congratulate the host of the conference, the Icelandic Institute of Natural History and the organizing committee The Icelandic Hunting Association, (Skotvís), Verkís engineers, Birdlife Iceland (Fuglavernd) and University of Iceland. Let me especially thank the organizers for their excellent work in preparing this event and the scientific committee for their inputs. &#160;</p> <p>I welcome you again to the 13<sup>th</sup> International Grouse Symposium in Iceland and declare the symposium open.</p> <p>Thank you.</p> <p>&#160;</p>

2015-06-26 00:00:0026. júní 2015Grein umhverfis- og auðlindaráðherra í Morgunblaðinu - Fjögur skref til farsældar

<p></p> <p><em>Eftirfarandi grein Sigrúnar Magnúsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra, birtist í Morgunblaðinu 26. júní 2015.</em></p> <p></p> <p><strong>&#160;</strong></p> <p></p> <p>Íslenska þjóðin varð fyrir stóráfalli haustið 2008. Það viðskiptaumhverfi sem skapaðist með aðild Íslendinga að Evrópska efnahagssvæðinu, þar sem fjármagnsflutningar milli landa voru algjörlega frjálsir, varð meðal annars til þess að íslenska bankakerfið stækkaði mjög ört og efnahagsreikningar bankanna samsvöruðu tífaldri landsframleiðslu. Ljóst var að stjórnvöld gátu ekki bjargað bankakerfinu vegna stærðar þess og þeirrar áhættu sem í því fólst fyrir ríkissjóð Íslands. Aðvaranir, meðal annars seðlabankastjóra, voru hafðar að engu og því fór sem fór og heimilunum í landinu, fyrirtækjunum og ríkissjóði var steypt í botnlausar skuldir. Í framhaldi beitti forsætisráðherra sér fyrir setningu neyðarlaganna sem öðluðust gildi 6. október 2008. Neyðarlögin gerðu ríkinu kleift að ráðast í aðgerðir og gæta hagsmuna íslensku þjóðarinnar.</p> <p></p> <h3><strong>Icesave, skref tvö</strong></h3> <p></p> <p>Bretar skelltu hins vegar á okkur hryðjuverkalögum og ásamt Hollendingum kröfðu okkur um of fjár vegna skuldbindinga sem til var stofnað af einkabönkum. Ef orðið hefði verið við kröfu þeirra hefðu Íslendingum verið bundnar óbærilegar byrðar til framtíðar. Ógæfu Íslands varð þó ekki allt að vopni. Hópur Íslendinga í Bretlandi snerist til varnar og hélt á lofti rétti og hagsmunum Íslands. Ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna reyndi ítrekað að verða við kröfum Breta og Hollendinga og samþykktu lög þar að lútandi, þrátt fyrir eindregna andstöðu framsóknarmanna undir einbeittri forystu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Forseti Íslands vísaði í tvígang lögum um Icesave í þjóðaratkvæðagreiðslu sem þjóðin felldi, í framhaldinu unnu Íslendingar fullan sigur fyrir erlendum dómstól.</p> <p></p> <h3><strong>Skuldalækkun heimilanna, þriðja skrefið</strong></h3> <p></p> <p>Framsóknarmenn gengu til kosninga 2013 með það fyrirheit að vinna á veðskuldum heimila sem stofnað var til vegna fasteignakaupa. Góður sigur vannst og Sigmundur Davíð myndaði ríkisstjórn. Í samstarfi við sjálfstæðismenn voru fasteignaveðskuldir heimilanna færðar niður, umfram 4,8% árlega verðbólgu. Lækkunin er varanleg og árleg greiðslubyrði léttist sem því nemur. Þetta var gert þrátt fyrir hávær mótmæli stjórnarandstöðu, en framsóknarmenn standa við orð sín.</p> <p></p> <h3><strong>Afnám gjaldeyrishafta, fjórða skrefið</strong></h3> <p></p> <p>Fjármagnshöft voru sett á í framhaldi af neyðarlögunum 2008 vegna þess fjármálaútstreymis sem var mögulega í vændum í kjölfar fjármálaáfallsins. Það var fyrirheit framsóknarmanna að leysa þann vanda á þann hátt að hagsmunir íslensku þjóðarinnar yrðu varðir við losun fjármagnshafta. Efst á blaði var að varðveita efnahagslegan stöðugleika. Sigmundur Davíð stóð í lappirnar eins og hann er vanur og í góðri samvinnu við formann samstarfsflokksins, Bjarna Benediktsson, hefur þeim tekist, ásamt hópi snjallra samstarfsmanna, að búa svo um hnútana að allar horfur eru á því að með skipulögðum aðgerðum verði hægt að minnka verulega skuldir þjóðarbúsins og lækka þar með árlega vaxtabyrði um marga tugi milljarða. Afnám fjármagnshafta er mikilvægasta hagsmunamál þjóðarinnar.<br /> <span>Það hagsmunamál er að leysast farsællega.</span></p>

2015-05-27 00:00:0027. maí 2015Grein umhverfis- og auðlindaráðherra í Morgunblaðinu - Verðmæti kortlögð

<p></p> <p><em>Eftirfarandi grein Sigrúnar Magnúsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra, birtist í Morgunblaðinu 27. maí 2015.</em></p> <p></p> <p><br /> </p> <p>Í sumar eins og undanfarin ár verða Íslendingar gestgjafar þúsunda erlendra ferðamanna. Það er ánægjulegt að svo margir óski eftir því að sækja Ísland heim en ljóst er að stöðug auking ferðamanna hingað til lands kallar á auknar framkvæmdir til uppbyggingar og verndar náttúru á fjölsóttum og viðkvæmum stöðum. Íslensk náttúra er undirstaða ferðaþjónustunnar og slík auðlind á hættu á að vera ofnýtt ef átroðningur um einstaka svæði verður of mikill. Ímynd Íslands og orðspor má ekki skaðast. Ábyrgðin er okkar allra og ekki síst þeirra sem njóta.</p> <p></p> <h3><strong>Langtíma stefna í innviðafrumvarpi</strong></h3> <p></p> <p><span>Í gær samþykkti ríkisstjórnin 850 milljóna króna framlag til framkvæmda á ferðamannastöðum strax í sumar</span> <span>sem eru í eigu eða umsjón ríkisins</span><span>. Unnið hefur verið að því</span> <span>í viðkomandi ráðuneytum og stofnunum að kortleggja álagið á landið og forgangsraða bráðaaðgerðum til uppbyggingar á innviðum viðkvæmra ferðamannastaða. Þótt slík átaksverkefni séu góðra gjalda verð er ekki síður mikilvægt að móta stefnu til langtíma. Í frumvarpi sem ég mælti fyrir á Alþingi á mínum fyrstu dögum í embætti er kveðið á um gerð heildstæðrar áætlunar um verndaraðgerðir sem tekur á skipulagi og framtíðarstefnu á ferðamannasvæðum. Afar brýnt er að taka málið föstum tökum en því miður höfum við ekki náð að byggja upp svæði í takt við mikla aukningu ferðamanna á síðustu árum.</span></p> <p></p> <h3><strong>Þörfin er brýn</strong></h3> <p></p> <p><span>Þetta er í fyrsta sinn hér á landi sem unnið er að heildstæðri áætlun sem nær yfir allt landið. Innviðafrumvarpið, sem bíður annarrar umræðu á Alþingi, rammar inn mikilvæga þætti sem stuðla að því að vernda svæðin og búa undir vaxandi álag.</span> <span>Markmið frumvarpsins er að móta stefnu og samræma tillögur um slíka uppbyggingu og viðhaldi ferðamannsvæða með náttúruvernd og sjálfbærni að leiðarljósi.</span> <span>Skýr markmið þarf að setja fyrir einstaka svæði, út frá því hvers konar upplifun þau bjóða, til hvaða markhópa þau höfða og ekki síst hversu viðkvæm þau eru.</span> <span>Náttúra landsins er viðkvæm en f</span><span>orða þarf tjóni með því að lagfæra og fyrirbyggja skemmdir eftir traðk, merkja leiðir, byggja göngustíga, göngubrýr, hreinlætisaðstöðu og fleira. Þá þarf öryggi að vera í fyrirrúmi og hönnun hverskonar að falla vel að landslaginu. Þannig er stuðlað að vernd náttúrunnar ásamt upplifun og öryggi einstaklingsins á ferð um landið.</span></p> <p></p> <p><span>Í frumvarpinu er l</span><span>agt upp með að svæði í eigu hins opinbera eigi sjálfkrafa aðild að áætluninni og sveitarfélög geri jafnframt tillögu um þau svæði sem staðsett eru innan marka þeirra. Landsvæði í einkaeigu munu falla undir áætlunina, óski viðkomandi landeigandi þess.</span></p> <p></p> <h3><strong>Friðlýst svæði&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;</strong></h3> <p></p> <p>Nú þegar er búið að friðlýsa um 20% landsins og hefur hið opinbera ábyrgðarhlutverki að gegna gagnvart umsjón, rekstri og vöktun á viðkomandi svæðum. Ástand friðlýstra svæða er misgott. Umhverfisstofnun hefur tekið saman lista yfir stöðu friðlýstra svæða og þeim sem þarf að sinna sérstaklega að, sk. rauðan og appelsínugulan lista. Mörg friðlýst svæði eru jafnframt áningastaðir undir miklu álagi ferðamanna þar sem bregðast þarf skjótt við með markvissum aðgerðum. Samantekt Umhverfisstofnunar um ástand friðlýstu svæðanna sem hlúa þarf sérstaklega að mun nýtast vel inn í vinnuna við þá forgangsröðun verkefna sem framundan er.</p> <p>Ég bind miklar vonir við innviðafrumvarpið, en við samþykkt þess munu verða tímamót í markvissri uppbyggingu og vernd á ferðamannastöðum með vernd náttúru, sjálfbæra nýtingu og langtímahugsun að leiðarljósi.</p>

2015-05-08 00:00:0008. maí 2015Ávarp umhverfis- og auðlindaráðherra á málþingi VAFRÍ um fráveitulausnir á viðkvæmum svæðum

<p><em>Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra flutti eftirfarandi ávarp á málþingi Vatns- og fráveitufélags Íslands um fráveitulausnir á viðkævmum svæðum, verndun Þingvallavatns sem haldið var 8. maí 2015.</em><br /> </p> <p><br /> </p> <p>Góðir gestir,</p> <p>Ég vil byrja á að þakka Vatns- og fráveitufélagi Íslands fyrir að standa fyrir þessu málþingi. Málið er mér skylt, sem umhverfis- og auðlindaráðherra, en jafnframt sem formaður Þingvallanefndar. Málþingið kemur líka á góðum tíma, því nú stendur yfir heildstæð endurskoðun á fráveitureglugerð á vegum nefndar sem starfar á vegum umhverfis- og auðlindaráðuneytis. Þar er reynt að einfalda og samræma reglur, en jafnframt að gæta þess að vel sé gengið um þá auðlind okkar sem felst í ferskvatninu og margir geta öfundað okkur af.</p> <p>Þingvellir eru eitt helsta djásn okkar Íslendinga, hvort sem horft er til sögunnar eða náttúrufars. Þar var fyrsti þjóðgarður okkar stofnaður árið 1930, á þúsund ára afmæli Alþingis. Stofnun þjóðgarðsins miðaði ekki síst að því að varðveita sögusvið Alþingis, sem þar var stofnað 930 og er elsta þjóðþing sem enn er starfandi. Fegurð og sérstaða náttúrunnar var þó strax í upphafi nefnt til sögunnar sem ástæða til stofnunar þjóðgarðs og síðan hefur æ betur komið í ljós hversu merkileg náttúran er á Þingvallasvæðinu.</p> <p>Þar er auðvitað ekki sísta perlan vatnið sjálft, stærsta stöðuvatn landsins, sem hefur að geyma merkilegt lífríki. Bleikjuafbrigðin fjögur eru nú skólabókardæmi í þróunarfræðum, svo maður tali ekki um ísaldarurriðann, sem betur fer hefur tekist að varðveita. Hið tæra lindarvatn sem streymir í vatnið telst undur í sjálfu sér. Gjáin Silfra er eftirsóttur áfangastaður kafara, en þar er vatnið svo tært og skyggnið svo gott að sumum finnst þeir fljúga frekar en synda þar og finna til lofthræðslu að sögn.</p> <p>Gæta þarf að vatnsvernd við Þingvallavatn, vegna náttúrufræðilegrar sérstöðu þess og vegna þess að hluti þess er friðlýstur, sem þjóðgarður og heimsminjar.&#160; Vatnasvið Þingvallavatns nýtur einnig verndar samkvæmt lögum. Hins vegar sækja Íslendingar jafnt sem útlendingar að vatninu og við viljum tryggja að svo megi verða áfram án þess að vatnið og lífríki þess bíði skaða af. Segja má að Þingvellir hafi þegar orðið fjölsóttur ferðamannastaður árið 930 á þeirra tíma vísu, eftir góða markaðssetningu hjá Grími geitskó.</p> <blockquote> <p>Á goðaveldisöld (930 – 1262) þyrptust menn hvaðanæva á Þingvöll, oft þúsundum saman og á helmingi fleiri þúsundum hrossa. þá tóku Íslendingar sér orlof, fóru í sumarfrí fyrstir þjóða og áttu sér sumarbústaði á Þingvelli, og nefndust þeir <em>búðir</em>*. Þar var miðstöð þjóðlífsins, því að menn sátu þar ekki einungis með sveittan skalla yfir málaflækjum, heldur var þar einnig skemmti- og kaupstefnustaður.&#160; Þangað komu iðnaðarmenn og kaupmenn, innlendir og erlendir, fulltrúar erlendra þjóðhöfðingja til þess að reka erindi þeirra við Íslendinga, einhleypingar í atvinnuleit og beiningamenn í leit að ölmusu.</p> <p>&#160; &#160; Vikurnar tvær á Þingvelli voru Íslendingar ekki sveitamenn, heldur borgarar á völlunum við Öxará. Þar kepptu þeir ekki einungis í lögvísi og málsóknum, heldur einnig í íþróttum, sagnaþulir skemmtu með sögum og kvæðum, ferðalangar sögðu tíðindi allt austan úr Palestínu og Miklagarði og vestur til Marklands á strönd hins tilvonandi Nýja heims, en yngismær og ungur sveinn komu til þess að sýna sig og sjá aðra. (Björn Þorsteinsson, Þingvallabókin, 1986, bls. 19)</p> </blockquote> <p>Síðar varð Snorrabúð stekkur, en nú er aftur þröng á þingi, þegar yfir hálf milljón manna kemur að vatninu á ári hverju. Ljóst má vera að vakta þarf ástand vatnsins og setja þær reglur sem þarf til að tryggja að vatnið spillist ekki af sambúðinni við þjóðina og ferðamenn.</p> <p>Góðir gestir,</p> <p>Ég vil tryggja að reglur séu almennt skynsamlegar, byggi á þekkingu og rökum og gæti meðalhófs. Það gildir um vernd Þingvallavatns eins og annað. Margt er nefnt til sögunnar sem veldur álagi á vatnið og vistkerfi þess. Mengun getur borist í það með aðrennsli og úr lofti – frá fráveitum, frá áburðargjöf í landbúnaði og frá umferð nær og fjær. Fyrsta skrefið í reglusetningu hlýtur að vera að fá góða mynd af vandamálinu, greina álag og ógnir og meta ástand - og grípa svo til ráðstafana í ljósi þess mats, út frá því hvað gagnast best og er hagkvæmast hverju sinni.</p> <p>&#160;</p> <p>Þingvallavatn hefur verið vaktað um nokkurt skeið, þannig að við höfum þokkalega mynd af ástandi þess og þróun mála. Þar hefur komið til samvinna Umhverfisstofnunar, Þjóðgarðsins á Þingvöllum, Orkuveitu Reykjavíkur og Landsvirkjunar, sem hafa leitað til sérfróðra manna og stofnana til að mæla og vakta. og nýlega hafa nokkur sveitarfélög á svæðinu bæst í hópinn. &#160;Ástæða er til að þakka þessum aðilum fyrir, en í niðurstöðum vöktunarinnar er að finna góðar og gagnlegar upplýsingar um ástand mála. Ég tel sérstaka ástæðu til að þakka Dr. Pétri M. Jónassyni, sem hefur unnið ómetanlegt starf við rannsóknir á Þingvallavatni.&#160;Vatnið hefur hlýnað á undanförnum árum, magn þörungasvifs aukist og styrkur næringarefna breyst.</p> <p>Okkur vantar þó kannski fyllri mynd af orsökum allra breytinga og áhrifum þeirra á lífríki vatnsins. Við vitum að veðurfar fer hægt hlýnandi, þegar horft er til lengri tíma, en hvaðan koma til dæmis næringarefni í Þingvallavatn? Hve mikið frá fráveitum og hve mikið eftir öðrum leiðum? Við þekkjum helstu uppsprettur, en vitum ekki nógu vel hve mikið kemur frá hverri þeirra. Ég hef óskað eftir því að teknar verði saman fyrirliggjandi upplýsingar um innstreymi næringarefna í Þingvallavatn – og reyndar Mývatn líka – svo hægt sé að gera líkan af helstu uppsprettum og meta vægi þeirra. Mikið af upplýsingum liggja fyrir, en það þarf að draga þær betur saman og setja fram á skýran og einfaldan hátt, þannig að þær gagnist stjórnvöldum og öðrum sem þurfa að sýsla með málefni þessara tveggja merku stöðuvatna. Ég vonast til að þetta gagnist ekki síst í þeirri vinnu sem nú fer fram við endurskoðun fráveitureglugerðar.</p> <p>Góðir gestir,</p> <p>Það þurfa fleiri en stjórnvöld að koma að verndun vatnsgæða og lausnirnar eru ekki eingöngu fengnar með reglugerðum, þótt þær móti rammann um vernd og ábyrga nýtingu gæða. Þetta málþing er afar gott framtak og ég ítreka þakkir mínar fyrir það. Hér verður gefin mynd af stöðu mála og álagi á Þingvallavatn og fjallað um hlutverk sveitarfélaga, sem eru það stjórnvald sem mesta ábyrgð ber í fráveitumálum. Síðast en ekki síst verða skoðaðar lausnir í fráveitumálum og nýjar hugmyndir í þeim efnum. Við vanmetum líklega þann mikla auð sem liggur í gnótt ferskvatns hér á landi og í fjölbreyttu og verðmætu lífríki vatnsins, en það er kominn tími til að breyta því. Ég óska öllum hér ánægjulegrar og fróðlegrar stundar og tel víst að þetta málþing verði til að efla starf okkar að vatnsvernd og að finna góðar og skynsamlegar lausnir í þeim efnum.</p> <p>Takk fyrir.</p>

2015-04-22 00:00:0022. apríl 2015Ávarp umhverfis- og auðlindaráðherra á hátíðardagskrá Dags umhverfisins 2015

<p>&nbsp;</p> <em>Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra flutti eftirfarandi ávarp á hátíðarsamkomu sem haldin var 22. apríl 2015 í tilefni Dags umhverfisins 2015.</em> <p>&nbsp;</p> <p><strong>&nbsp;</strong></p> <p>&nbsp;</p> <p><span>„Tinda fjalla,&nbsp;<br /> áður alla&nbsp;<br /> undir snjá,&nbsp;<br /> sín til kallar sólin há;<br /> </span><span>leysir hjalla,<br /> </span><span>skín á skalla,<br /> </span><span>skýi sem að brá<br /> </span><span>og sér fleygði frá.“</span></p> <p>&nbsp;</p> <p>Kæru gestir.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Það er vel við hæfi að efna til hátíðarhalda, vegna Dags umhverfisins sem er 25. apríl, á Degi jarðar og síðasta vetrardegi. Í ár er það kannski meira við hæfi en ella þar sem vorið og sumarið framundan vekur von um betri tíð með blóm í haga, eftir óvenju hraustlegan vetur.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Kannski var það slíkur vetur sem Jónas Hallgrímsson kvaddi með Vorvísu sinni sem hefst á þessu ákalli um að sólin vermi fjallatinda og leysi þá undan snjónum. Fjörleg lýsing höfuðskáldsins kallar fram mynd af toppi fjalls sem rekur beran skallann út í loftið, fegið að vera laust undan oki fannarinnar og er svo ákveðið að meira að segja skýin víkja sér undan.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Og smám saman breiðir vorið sig niður eftir fjallinu og á láglendið – „Snjórinn eyðist, gata greiðist, gumar þá – ef þeim leiðist – leggja á;“ og þannig færist vorgleðin yfir manneskjurnar sem nýta sér góðviðrið til útreiðartúra, útivistar og ferðalaga.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Ferðalög – eða öllu heldur ferðalangar – hafa einmitt verið í brennidepli með verulegri fjölgun þeirra hérlendis undanfarin misseri. Auknum fjölda ferðamanna fylgja miklar áskoranir, ekki síst á sviði umhverfis- og náttúruverndar en íslensk náttúra er efst á blaði yfir það sem laðar erlenda ferðamenn hingað til lands.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Vernd náttúrunnar er þó ekki aðeins mikilvæg náttúrunnar vegna.&nbsp; Ferðamenn gera ráð fyrir ákveðnum náttúrugæðum og okkur ber að tryggja að ferðamanna, bæði íslenskra og erlendra, bíði það sem þeir búast við að sjá og upplifa.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Þess vegna er mikilvægt að við látum hendur standa fram úr ermum, og byggjum upp og verndum vinsæl ferðamannasvæði með viðunandi hætti. Því miður hefur okkur ekki auðnast að fylgja eftir þessari miklu fjölgun ferðamanna eftir hvað varðar verndun náttúrunnar og er jafnvel talað um magndrifna ferðamennsku í því sambandi.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Má ef til vill velta því fyrir sér hvort að kominn sé tími til þess að hver og einn ferðamaður skilji meira eftir sig til uppbyggingar og verndunar náttúrunnar, s.s. í formi komugjalda. Brýnt er að kortleggja hvernig við viljum takast á við þetta aukna álag á landið okkar, við getum ekki leyft okkur að bíða lengur.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Ég hef því ákveðið að setja af stað vinnu í ráðuneytinu ásamt viðkomandi stofnunum um að móta stefnu og kortleggja bráðaaðgerðir til verndar náttúru og menningarminjum á vinsælum ferðamannasvæðum ásamt forgangsröðun þeirra.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Slík vinna tónar vel við það frumvarp sem ég hef mælt fyrir og er nú til umfjöllunar Alþingis um landsáætlun um uppbyggingu innviða fyrir ferðamenn í þágu náttúruverndar. Tilgangurinn með áætluninni er einmitt að koma í veg fyrir náttúruspjöll, tryggja nauðsynlegar lagfæringar, draga úr raski og dreifa álagi um leið og öryggi ferðamanna er tryggt.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Þegar grannt er skoðað snúast verndaraðgerðir og uppbygging á ferðamannastöðum í náttúru Íslands öðrum þræði um mál sem hafa verið mér hugleikin og þá sérstaklega eftir að ég settist í stól umhverfis- og auðlindaráðherra – það er að segja umgengni og nýtni.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Það dugar skammt að byggja upp góða palla, göngustíga og fullkomna aðstöðu ef menn ganga ekki um svæðin af virðingu, henda rusli á víðavangi eða traðka á viðkvæmum svæðum. Þar þurfum við öll, hver og eitt, að líta í eigin barm.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Góð umgengni snýst líka um að nýta hlutina vel – láta þá endast svo að sem minnst fari til spillis. Það endurspeglast meðal annars í auðlindum okkar sem þarf að nýta af skynsemi svo engu sé sóað. Aðeins þannig er hægt að tryggja sjálfbærni svo að þær kynslóðir sem á eftir okkur koma geti einnig nýtt sér þær til viðurværis og afkomu.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Nýtni þarf þannig að vera okkur leiðarljós á öllum vígstöðvum og eitt skýrasta dæmið um það er mikilvægi þess að sporna við sóun matvæla. Þar er gríðarstórt umhverfismál á ferð því áætlað er að um þriðjungur alls matar sem framleiddur er í heiminum fari til spillis – um 1,3 milljarður tonna árlega. Á sama tíma svelta milljónir manna heilu hungri.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Þetta ójafnvægi hefur stórfelld áhrif á umhverfið, m.a. vegna aukinnar losunar gróðurhúsalofttegunda, land- og vatnsnotkunar og ýmissar mengunar sem hlýst af matarframleiðslu.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Á Degi umhverfisins í fyrra efndi umhverfis- og auðlindaráðuneytið til málþings um matarsóun og í kjölfar þess var skipaður starfshópur sem fékk það verkefni að móta tillögur um hvernig draga mætti úr sóun matvæla hér á landi.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Starfshópurinn hefur nú lokið störfum og mun formaður hans hér á eftir kynna okkur helstu niðurstöður hópsins áður en ég fæ eintak af skýrslu hans í hendurnar. Það verður spennandi að kynna sér efni hennar og ber ég miklar væntingar til þess að þar sé gott og faglegt leiðarljós að finna varðandi mögulegar úrbætur varðandi þennan vanda hérlendis.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Í þessu ljósi er ekki síst ánægjulegt að þeir sem hljóta umhverfisviðurkenninguna Kuðunginn hér á eftir hafa meðal annars gripið til markvissra aðgerða í sínu starfi í því skyni að draga úr matarsóun, með undraverðum árangri. En eins og flestir kannski vita er Kuðungurinn veittur fyrirtæki eða stofnun sem hefur skarað fram úr í umhverfisstarfi sínu á síðastliðnu ári. Það verður spennandi að sjá hver hlýtur gripinn að þessu sinni.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Góðir gestir.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Við vorum að tala um vorið hér í upphafi og Vorvísu Jónasar sem kunni öðrum mönnum fremur að lýsa samspili náttúru og manna með eftirminnilegum hætti:</p> <p>&nbsp;</p> <p>„Grænkar stekkur,<br /> <span>glöð í brekku<br /> </span><span>ganga kná<br /> </span><span>börnin þekku bóli frá;“</span></p> <p>&nbsp;</p> <p>Jónas vissi sem er að vorið er ekki síst árstíð barna og unglinga, sem í gegn um tíðina hafa notið þess að hlaupa um haga eða veltast í góðri brekku þegar sumarið fer á stjá. Það er ekki ólíklegt að sú hafi einmitt verið raunin hér rétt fyrir ofan, í Öskjuhlíðinni – að á fallegum degi hafi unga fólkið haldið á vit ævintýranna sem þar leyndust – og leynast enn.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Öskjuhlíðin hefur nefnilega verið í gegn um tíðina vettvangur fyrir alls kyns fyrirbæri, sem eru okkur Íslendingum dálítið framandi. Á þeim stað þar sem margir hér hafa eflaust skemmt sér við að kasta kúlum í átt að keilum voru áður stórfelldar sprengingar. Þar var gríðarmikil grjótnáma og var grjótið sprengt þar úr klettum og flutt í burt í stórum stíl til að nýta í hafnargarða við Reykjavíkurhöfn. Þannig nýttu forfeður þessa náttúruauðlind sem grjótið var til uppbyggingar til framtíðar. Og hvernig var það flutt? Jú, með járnbrautalest, annarri af tveimur sem starfræktar hafa verið hér á landi.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Og þótt við Íslendingar séum blessunarlega herlaus þjóð átti heimstyrjöldin síðari sitt aðsetur hér á landi, meðal annars í Öskjuhlíðinni. Hér byggðu breskir og amerískir hermenn margvísleg mannvirki, sem enn má finna leifar af: steypt skotbyrgi, víggrafir, loftvarnabyrgi, geymslur, og braggabústaði. Könnunarleiðangur um hlíðina á góðum degi er því upplagt tækifæri til að njóta náttúrunnar um leið og allar líkur eru á því að&nbsp; maður rekist á spennandi minjar.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Svo má ekki gleyma því að í vestanverðri Öskjuhlíðinni má finna samansafn klettastalla sem skólapiltar í Lærða skólanum notuðu á 19. öld sem samkomustað – eins konar leynistað – þangað sem þeir fóru til að ráða fram úr mikilsverðum málum. Og kannski hafa þeir fengið innblástur eða orku úr náttúrunni þar í kring, hlíðinni og klettunum.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Leynifundir við klettavegg eru þó ekkert skilyrði fyrir því að fá innblástur frá Móður jörð. Um allt land er náttúran og umhverfið uppspretta endalausra uppgötvana grunnskólakrakka, sem endurspeglast í fjölbreytni þeirra umhverfisverkefna sem nemendur í 5. – 10. bekk senda árlega inn í verkefnasamkeppnina Varðliða umhverfisins. Hér á eftir fáum við að heyra hvaða skóli og hvaða nemendur hljóta þá útnefningu í ár.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Góðir gestir.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Þótt vissulega sé það gaman og heiður að fá að ávarpa ykkur hér úr pontu er nauðsynlegt að gera eins og veturinn og sleppa takinu – enda spennandi dagskrá framundan. Að lokum er tilhlýðilegt að láta Jónas vísa okkur leiðina á enda þessa spjalls með því að grípa niður þar sem fer að líða að lokum Vorvísunnar góðu:</p> <p>&nbsp;</p> <p>Ekkert betra<br /> <span>eg í letri<br /> </span><span>inna má –<br /> </span><span>svo er vetri vikið frá;</span><span>&nbsp;</span></p> <p>GLEÐILEGT SUMAR &nbsp;</p>

2015-04-20 00:00:0020. apríl 2015Ávarp umhverfis- og auðlindaráðherra á vorrástefnu FENÚR 2015

<p>&nbsp;</p> <p><em>Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra flutti eftirfarandi á varp á vorráðstefnu FENÚR sem haldin var 20. apríl 2015.</em></p> <p>&nbsp;</p> <p><strong>&nbsp;</strong></p> <p>&nbsp;</p> <p>Ágætu ráðstefnugestir,</p> <p>&nbsp;</p> <p>það er mér sönn ánægja að fá að ávarpa ykkur hér í dag á vorráðstefnu Fenúr.&nbsp; Vorið er kærkomið.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Það léttir alltaf göngu á vetrarvegi<br /> er vorið boðar komu sína á ný.<br /> Og sólargangur lengist dag frá degi<br /> dimman flýr og golan verður hlý.<br /> <span>(úr ljóðinu Vor við Seyðisfjörð eftir Þórunnu Sigurðardóttur)</span></p> <p>&nbsp;</p> <p>Já vorið vekur kraft í huga okkar og vilja til góðra verka.&nbsp; Við viljum sjá hlutinga gerast.&nbsp; Já „vorið er komið víst á ný“, eins og segir í vísunni um spóann og lóuna.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Vorverkin eru merkileg, þau eru oft hvetjandi og fylla okkur von.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Á heimilium landsins er þessi tími oftar en ekki nýttur til að taka til hendinni innan dyra sem utan, laga til og bæta og um leið losa okkur við ýmislegt sem hefur lokið hlutverki sínu hjá okkur en nýtist öðrum. Við förum með þessa hluti og það sem fellur til við vorverkin í garðinum hjá okkur á endurvinnslustöðvar eða í grenndargám í hverfinu. Á þessum stöðum fær hinn almenni borgari smá innsýn í það gríðalega starf sem fylgir meðhöndlun úrgangs. Á gámastöðum eru merkingar og upplýsingar um hvernig eigi að aðgreina sorp og flokka. Það er þarft og gott starf sem FENÚR hefur sinnt á þessu sviði.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Hið almenna hlutverk FENÚR er ekki síðar, sem er að standa fyrir faglegri umræðu og miðlun upplýsinga um sorphirðu, endurvinnslu og málefnum tengdum þeim málaflokki. Vinna FENÚR hefur verið styrkur fyrir stjórnvöld og ber að þakka það starf sem FENÚR hefur innt af hendi. Kærar þakkir.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Þegar ég kom í ráðuneytið ákvað ég að góð umgengni mannsins við náttúruna og nýtni yrði mér leiðarljós í starfi.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Þetta á einnig vel við stjórn málaflokksins sem eiga að snúast um að bæta umgengni, sóa minna ásamt því að ganga betur um auðlindirnar. Lög um meðhöndlun úrgangs var breytt í þessa veru síðastliðið vor, þar sem ýmsar afurðir sem áður voru skilgreindar sem úrgangur teljast nú hráefni og því er hægt að endurvinna sláturúrgang, fiskúrgang, húsdýraskít, seyru, timbur, pappír og pappa.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Með lagabreytingunum voru sett ákvæði um að ráðherra gefi út almenna stefnu í málaflokknum þar sem fram komi stefna til að bæta endurnotkun, endurnýtingu og förgun sem og aðgerðir til að sporna við sóun. Þá er það þannig nú að ráðherra gefur ekki út sérstaka landsáætlun um meðhöndlun úrgangs heldur hafa svæðisáætlanir sveitarfélaga tekið við hlutverki hennar.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Ég tel það afar mikilvægt að sporna við almennri sóun, þar á meðal matarsóun. Ein albesta sparnaðaraðferðin er að henda sem minnstu af mat. Ef afgangar eru borðaðir fljótt eða frystir til síðari nota, fer buddan innan skamms að finna fyrir muninum. Mín kynslóð ólst upp við það að henda ekki neinu, ekki einu sinni brauðskorpu. Hugsið ykkur.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Við höfum verkefni að vinna að innræta komandi kynslóðum þessa miklu samfélagslegu ábyrgð. Þar þurfum við að koma inn nýrri og skapandi hugsun, sem um leið byggir á fortíðinni og reynslu fyrri kynslóða.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Núna á miðvikudaginn mun starfshópur sem er að fjalla um matarsóun skila skýrslu um sína vinnu. Hlutverk hópsins er leggja fram tillögur um hvernig auka megi fræðslu um matarsóun og benda á hvetjandi leiðir til að nýta hráefni betur.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Í skýrslunni er að finna tillögur um rannsóknir á matarsóun á Íslandi, fræðslu til neytenda og vitundarvakningu, geymslu og merkingu matvæla, framleiðslu, dreifingu og sölu matvæla og matarsóun í stóreldhúsum, veitingahúsum og mötuneytum.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Ávinningurinn af því að draga úr matarsóun er margvíslegur. Má þar nefna minni orkunotkun, minni losun gróðurhúsalofttegunda og minni notkun efna sem eru skaðleg heilsu og umhverfi. Ég mun leggja mitt af mörkum til að vinna markvisst áfram að þessu máli og stuðla að því að dregið verði úr sóun matvæla á öllum stigum, enda er um mjög mikilvægt mál að ræða.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Stöðugt rekstrar- og lagaumhverfi þarf að vera til staðar á sviði úrgangsmála. Fyrir hendi þarf að vera langtímastefna með skýrum markmiðum þar sem málaflokkurinn er í mikilli þróun og kallar á, í sumum tilvikum, fjárfestingar til lengri tíma.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Nefnd á vegum ráðuneytisinsvinnur nú að hugmyndum um heildarendurskoðun laga um meðhöndlun úrgangs. Sorpmál er grundvallarþjónusta sem þarf ávallt að vera til staðar. Áhersla er því lögð á að skýra ábyrgð innan málaflokksins, ríkis, sveitarfélaga og atvinnulífs, til að koma í veg fyrir ágreiningsmál og tryggja starfsfrið og stöðugleika til framtíðar.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Ágætu ráðstefnugestir.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Bjartar vonir vakna í vorsins ljúfa blæ segir í ljóðinu.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Ég vona að ráðstefnan verði fræðandi og uppbyggileg og hvatning til okkar allra til góðra verka á þessu sviði með björtum vonum um að eftir nokkur ár verðum við hætt að vinna að úrgangsmálum og að málaflokkurinn sem FENÚR vinni að verði alfarið á sviði auðlindanýtingar.</p> <p>Góðar stundir.</p>

2015-04-17 00:00:0017. apríl 2015Ávarp umhverfis- og auðlindaráðherra á ársfundi UST 2015

<em>Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra flutti eftirfarandi ávarp á ársfundi Umhverfisstofnunar sem haldinn var 17. apríl 2015.</em> <p><br /> </p> <p>Ágætu starfsmenn Umhverfisstofnunar og aðrir gestir,</p> <p>Það er mér sönn ánægja að ávarpa ársfund Umhverfisstofnunar. Á þessum ársfundi er kastljósinu beint að hlutverki stofnunarinnar sem þjónustustofnunar undir yfirskriftinni – Verndum og þjónum.</p> <p>Umhverfisstofnun er ekki bara að þjóna fyrirtækjum og almenningi, heldur og ekki síður er hún að þjóna náttúrunni og ber að stuðla að verndun umhverfisins.</p> <p>Það eru miklar áskoranir fólgnar í því að þjóna þeim mikla fjölda ferðamanna sem sækir okkur heim. Náttúran er það sem helst dregur erlenda ferðamenn hingað til lands.</p> <p>Vernd náttúrunnar er ekki bara mikilvæg náttúrunnar vegna.&#160; Ferðamenn gera ráð fyrir ákveðnum náttúrugæðum og okkur ber að tryggja að ferðamanna, bæði íslenskra og erlendra, bíði það sem þeir búast við að sjá og upplifa. Mikil verðmæti eru fólgin í náttúru- og menningarminjum sem tengjast sögu okkar.</p> <p>Við þurfum að láta hendur standa fram úr ermum, og byggja upp og vernda vinsæl ferðamannasvæði með viðunandi hætti. Því miður höfum við ekki náð að fylgja eftir auknum fjölda ferðamanna hvað varðar verndun náttúrunnar og ganga sumir jafnvel svo langt að tala um ferðamannavá, þróunin er svo ör.</p> <p>Við getum ekki leyft okkur að bíða lengur því brýnt er að kortleggja hvernig við viljum dreifa álagi á okkar ágæta landi.</p> <p>Ég hef því ákveðið að setja af stað vinnu í ráðuneytinu ásamt viðkomandi stofnunum um að móta stefnu og kortleggja bráðaaðgerðir um uppbyggingu til verndar náttúru og menningarminjum á vinsælum ferðamannasvæðum ásamt forgangsröðun þeirra.</p> <p>Sú vinna fellur að frumvarpi um uppbyggingu innviða í náttúru Íslands sem ég mælti fyrir á Alþingi fyrir rúmum tveimur mánuðum síðan.</p> <p>Afar brýnt er að taka málið föstum tökum og bind ég miklar vonir við afgreiðslu frumvarpsins frá Alþingi sem allra fyrst.</p> <p>Við ætlum ekki að sitja með hendur í skauti og bíða eftir að ásættanleg gjaldtökuútfærsla finnist. Verndun náttúrunnar krefst fjármagns, nú þegar.</p> <p><span>Í stefnumótun um uppbyggingu og rekstur svæða er mikilvægt að hugsa</span> <span>til framtíðar. Þegar svæði eru friðlýst þurfum við einnig að hafa langtímahugsun að leiðarljósi, en nú þegar búið er að friðlýsa um 20% af landinu. Friðlýsing er skuldbinding til framtíðar og mér finnst meiri ávinningur af því að vernda ákveðin svæði fremur en mörg og að þau fái þá í framhaldinu fjármagn til vöktunar og eftirlits.</span></p> <p>Í upphafi starfs míns valdi ég mér tvö lykilorð sem leiðarljós í starfi – nýtni og umgengni.</p> <p>Á ársfundinum hér eru lykilorðin tvö, verndum og þjónum.</p> <p><span>Góð umgengni um auðlindir okkar er grundvallarþáttur í að vernda náttúru okkar og umhverfi.</span> <span>Lengi vel var engu hent. Nú er þessi hugsun að einhverju leyti að ryðja sér til rúms aftur. Það er heilmikil áskorun falin í því fyrir allt samfélagið að takast á við og breyta hversdagslegum venjum sem hafa orðið til yfir langan tíma og mikilvægt að sporna við almennri sóun á öllum stigum.</span></p> <p>Matarsóun er einn angi af þessu. Í næstu viku, í tilefni af Degi umhverfisins, mun starfshópur sem er að fjalla um matarsóun skila skýrslu um sína vinnu. Hlutverk hópsins er leggja fram tillögur um hvernig auka megi fræðslu um matarsóun og benda á hvetjandi leiðir til að nýta hráefni betur.</p> <p>Ávinningurinn af því að draga úr matarsóun er margvíslegur. Má þar nefna minni orkunotkun, minni losun gróðurhúsalofttegunda og minni notkun efna sem eru skaðleg heilsu og umhverfi. Ég hef því góðar væntingar til þessarar vinnu og tillagna hópsins.</p> <p>Í þessu sambandi vil ég einnig nefna að afar mikilvægt er að umhverfisvitund sé efld hjá almenningi, hjá ferðamönnum og ferðaþjónustaðilum. Nauðsynlegt er því að öll fræðsla sé aukin um mikilvægi þess að gengið sé vel um landið og að rusl sé ekki skilið eftir á víðavangi.</p> <p>Góðir gestir,</p> <p>ég kom til starfa í ráðuneytinu í upphafi þessa árs. Það er ánægjulegt að segja frá því að mín fyrsta heimsókn var í Umhverfisstofnun. Þar varð ég vör við að þetta er skemmtilegur og litríkur og lifandi vinnustaður. Jafnframt sá ég að þar er vel og markvisst er unnið að bættri umhverfisvitund almennings.</p> <p><span>Sérstaka athygli mína vakti að stofnunin hefur skrifað undir svokallaða</span> <span>„Græna leigu“ sem felst í því að bæði leigusali og leigutaki skuldbinda sig til að starfrækja húsnæði með vistvænum hætti til að stuðla að sjálfbærari rekstri og viðhaldi bygginga ásamt því að skapa heilnæmara umhverfi fyrir starfsfólk.</span></p> <p>Að lokum fæ ég hér það ánægjulega hlutverk að afhenda Umhverfisstofnun viðurkenningarskjal fyrir að stofnunin hefur nú uppfyllt öll grænu skrefin í ríkisrekstri í höfuðstöðvum sínum og er komin áleiðis í sömu átt í fjórum starfstöðvum sínum úti á landi. Umhverfisstofnun er fyrsta stofnunin á Íslandi sem lýkur öllum skrefunum fimm.</p> <p>Um leið og ég óska starfsfólki stofnunarinnar innilega til hamingju með grænu skrefin og þennan glæsilegan árangur í umhverfismálum langar mig að biðja forstjóra Umhverfisstofnunar, Kristínu Lindu Árnadóttur, um að koma hingað til að taka á móti viðurkenningaskjölum um Grænu skrefin.</p> <p>Góðir ársfundagestir,</p> <p>að lokum vil ég þakka starfsfólki Umhverfisstofnunar fyrir vel unnin störf. Ég hlakka til áframhaldandi samstarfs við ykkur í framtíðinni.</p> <p>Kærar þakkir.</p>

2015-04-11 00:00:0011. apríl 2015Viðtal við umhverfis- og auðlindaráðherra í Tímanum - Góðir hundrað dagar

<p></p> <p><em>Eftirfarandi viðtal við Sigrúnu Magnúsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra, birtist í Tímanum 11. apríl 2015.</em></p> <h3><strong><br /> </strong></h3> <h3><strong>Góðir hundrað dagar&#160;</strong></h3> <p><span>-mörg spennandi og fjölbreytt viðfangsefni</span></p> <p></p> <p>Sigrún Magnúsdóttir hefur starfað í pólitík hátt í fimmtíu ár en hún tók við embætti umhverfis- og auðlindaráðherra á gamlársdag. Umhverfisráðuneytið var stofnað 1990 í tíð þáverandi forsætisráðherra og formanns Framsóknarflokksins Steingríms Hermannssonar, en frá stofnun þess hafa 13 ráðherrar gegnt því embætti og er Sigrún 6. umhverfisráðherrann fyrir Framsóknarflokkinn. Það mun vera einstakt hér á landi að hjón hafi gegnt bæði ráðherraembættum en Páll Pétursson eiginmaður Sigrúnar var félagsmálaráðherra í átta ár.</p> <p></p> <p>Það eru um 100 dagar síðan Sigrún Magnúsdóttir tók við ráðuneytinu en hún mun leggja fram umfangsmikil mál nú á vorþingi, endurskoðun náttúruverndarlaga og landskipulagsstefnu. Þá mun Ísland einnig leggja fram loftslagsmarkmið sín á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna í París í árslok.</p> <p></p> <p>“Umhverfismálin skipta okkur sífellt meira máli og eiga að vera samtvinnuð okkar daglega lífi. Menn þurfa að huga vel að umhverfismálum og að viðhalda gæðum auðlinda til að hafa forsendur til að skapa verðmæt störf um leið og stuðlað er að sjálfbærri þróun. Þegar ég kom í ráðuneytið ákvað ég að góð umgengni mannsins &#160;við náttúruna og nýtni yrði mér leiðarljós í starfi” segir Sigrún.</p> <p></p> <p><span>“Nýtni getur birst í svo mörgu, okkar daglega lífi og athöfnum. Áður fyrr var nýtni svo mikil að engum hlut mátti henda sem að gagni gat komið þega</span><span>r hefðbundnu hlutverki hans var lokið. Nú er þessi hugsun að einhverju leyti að ryðja sér til rúms aftur, að nýta vel alla hluti og</span> <span>passa upp á náttúruna og umhverfið.</span><span>Það er heilmikil áskorun því í því felst að takast á við og breyta hversdagslegum venjum sem hafa orðið til yfir langan tíma.“</span></p> <p></p> <h3><strong>Félagslegi þátturinn er mikilvægur</strong></h3> <p></p> <p>„Ég hef alltaf haft þann neista að vilja taka þátt í félagsstarfi, móta tillögur og eiga samtal við fólk úr ólíkum áttum og flokkum. Trúlega hefur sá eiginleiki átt hvað mestan þátt í því hve lengi ég hef verið í pólitísku starfi. Við verðum að hafa þann þroska að hefja okkur upp fyrir dægurþrasið og eiga málefnalegar umræður. Síðan er skilyrði að hafa gaman í vinnunni og er félagslegi þátturinn ekki síst mikilvægur. Menn verða að geta slegið á létta strengi annað slagið þrátt fyrir að stundum sé tekist á.“</p> <p></p> <p>Sigrún segir að stjórnmál hafi breyst mikið frá því hún byrjaði í pólítík, fólk sé upplýstara og taki virkari þátt í samfélagsumræðunni og geri aðrar kröfur nú en áður fyrr.</p> <p></p> <p>„Netsamskiptin breytast hratt svo maður má hafa sig allan við að fylgjast með tækninni. Við stjórnmálamenn þurfum að vera meðvitaðir um breytt umhverfi og vera tilbúnir til að taka þátt í umræðunni á jákvæðan og uppbyggilegan hátt.“</p> <p></p> <h3><strong>Spornað við sóun</strong></h3> <p></p> <p><span>„Ég hef alltaf haft áhuga á umhverfinu og náttúrunni og hef t.d. flokkað sorp árum saman. Umhverfismálin byrja og enda hjá okkur sjálfum svo það er undir okkur komið hvernig til tekst. Ég reyni að leggja mitt af mörkum og kenni barnabörnum mínum það sama.</span> <span>Margt lítið getur gert eitt stórt sem leiðir hugann að því hvernig við getum spornað við hverskonar sóun, eins og matarsóun sem ég tel afar mikilvægt því hún hefur víðtæk áhrif á sóun annarra auðlinda á borð við jarðveg og orku. Matur sem hefur verið fluttur mörg þúsund kílómetra að, eykur á gróðurhúsaáhrifin. Daglegt líf og hegðun hefur því allt að segja um það hvernig til tekst við að draga úr sóun.“</span></p> <p></p> <p>Ísland er ríkt af auðlindum, bæði til sjávar og lands og er náttúran undirstaðan í okkar atvinnugreinum. „Við verðum að hlúa vel að auðlindunum og nýta þær af skynsemi með langtíma hugsun að leiðarljósi. Skynsamleg nýting er áskorun en það felast fjölbreytt sóknarfæri í því að nýta hráefni betur og endurvinna.“</p> <p></p> <h3><strong>Landið kortlagt</strong></h3> <p></p> <p>Aukin ásókn í takmarkaðar auðlindir krefst meiri samræmingar í skipulagsgerð. Mörg stór álitamál hafa verið í umræðunni sem varða skipulagningu og kortlagningu mismunandisvæða. Ráðherra mun mæla fyrir landskipulagsstefnu 2015-2026 nú á vordögum, en henni er ætlað að samræma skipulagsgerð sveitarfélaga.</p> <p></p> <p><span>„Að vissu leyti stöndum við á tímamótum og mörgum spurningum þarf að svara. Það er oft gott að sjá fyrir sér myndrænt hvernig staðan er á hverjum tíma, hve mikið land fer í</span> <span>landgræðslu, ferðaþjónustu, landbúnað, endurheimt votlendis, orkumál og friðlýst svæði</span><span>. Við þurfum að horfa á heildarmyndina og samþætta ýmis sjónarmið. Landskipulagsstefnan á að hjálpa okkur að svara spurningum eins og hvað á að vernda, hvað á að nýta, hvernig á að nýta og hvað telst sjálfbær nýting. Um þetta er tekist á í okkar samfélagi.“</span></p> <p></p> <h3><strong>Ferðamannasvæði í brennidepli</strong></h3> <p></p> <p><span>Eitt fyrsta málið sem Sigrún mælti fyrir á Alþingi sem ráðherra tekur á uppbyggingu og kortlagningu ferðamannastaða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum.</span> <span>Frumvarpið sem um ræðir felur í sér að lögfest verði gerð stefnumarkandi áætlunar til 12 ára vegna uppbyggingar innviða í náttúru Íslands. Er markmiðið að móta stefnu, samræma og forgangsraða tillögum um slíka uppbyggingu og viðhaldi ferðamannsvæða, ferðamannastaða og ferðamannaleiða á Íslandi með náttúruvernd og sjálfbærni að leiðarljósi.</span></p> <p></p> <p>„Það má segja að við höfum verið gripin í bólinu með það hvaða staði við viljum gera betur við og hvernig kortlagning nýrra staða á að vera til að dreifa álaginu á okkar ágæta landi. Því miður höfum við ekki náð að fylgja eftir hraðri aukningu ferðamanna hvað varðar verndun náttúrunnar. Sumir ganga jafnvel svo langt að tala um ferðamannavá, þróunin er svo ör. Ásættanleg gjaldtökuútfærsla verður að finnast sem allra fyrst því verndun náttúrunnar krefst fjármagns.“</p> <p></p> <h3><strong>Vernd og nýting í jafnvægi</strong></h3> <p></p> <p>„Í friðlýsingum þurfum við einnig að hafa langtímahugsun að leiðarljósi, nú þegar búið er að friðlýsa um 20% af landinu. Eins og önnur landnýting er friðlýsing skuldbinding til framtíðar. Ég vil gjarnan friðlýsa, en mér finnst meiri ávinningur af því að vernda stærri svæði fremur en mörg minni og að þau fái þá fjármagn til reksturs í framhaldinu, svo sómi sé að.“</p> <p></p> <p>Í þessu samhengi hafa virkjanamál löngum verið umdeild og hefur rammaáætlun ekki skapað að fullu þá víðtæku sátt sem henni var ætlað.</p> <p></p> <p><span>„Ég vil leita sátta í orkumálum eins og í mörgum öðrum málum. Það eru margir ónýttir möguleikar í orkuöflun sem við þurfum að rannsaka og þróa betur. Þekking er grundvallaratriði, bæði til að geta tekið ákvarðanir um ónýttar náttúruauðlindir, s.s. vindorku, sem þarf að skoða betur út frá umhverfisjónarmiðum, og ekki síst til að beina sjónum okkar frá einhliða umræðu um virkjanir. Við vitum t.d. of lítið um smávirkjanir en þær hafa marga kosti. Ég vil hafa</span> <span>ákveðna samfellu að því leyti að byggja upp atvinnu og byggð í landinu. Nú er verkefnisstjórn rammaáætlunar með til umfjöllunar tæplega þrjátíu kosti sem verða flokkaðir á næstu mánuðum. Nýr ferill er hafinn og raunverulega loksins er komið að því að vinna í samræmi við markmið laganna. Eftir u.þ.b. ár verður komin tillaga að niðurstöðu í þessum áfanga. Ef við segjum að fimm til tíu kostir fari í vernd, svipaður fjöldi í nýtingu og annað eins í bið þá erum við bara nokkuð vel sett í nánustu framtíð og höfum farið bil beggja sjónarmiða. Þegar búið er að setja kosti á ás verndar eða nýtingar er brýnt að virða þá niðurstöðu, á hvorum endanum sem er.“</span></p> <p></p> <h3><strong>Skógrækt og landgræðsla</strong></h3> <p></p> <p><span>Skógrækt er ein af þeim aðgerðum sem unnt er að beita til að ná markmiðum um samdrátt í nettólosun gróðurhúsalofttegunda. Í ráðuneytinu er unnið að endurskoðun laga um landgræðslu og skógrækt og samhliða því þarf að skoða hvort hægt sé að einfalda boðleiðir og verklag í þessum geirum.</span> <span>Verulega hefur dregið úr framkvæmdum síðastliðin ár. Það er slæm þróun og getur meðal annars haft áhrif á skuldbindingar og markmiðssetningu Íslands í loftslagsmálum. Ísland stefnir að því að ná skuldbindingum sínum bæði með minnkun í losun og með kolefnisbindingu. Ef bindingin verður minni en að var stefnt þarf að mæta þeim skuldbindingum á annan hátt, með því að draga meira úr losun eða jafnvel með því að kaupa losunarheimildir erlendis frá.</span></p> <p></p> <p>„Ég hef lengi haft áhuga á skógrækt og átt margar góðar stundir við að pota niður birki og lerki í skógarreit norður í Blöndudal. Ég og samstarfsfólk mitt í ráðuneytinu erum að skoða hvernig við getum aukið framkvæmdir sem landeigendur, skógræktar- og landgræðslufélög, bændur og sveitarlög koma að. Það þarf að vera ákveðinn stígandi í framkvæmdum og fjármagni á næstu árum sem leiðir til nýsköpunar og aukinna landgæða. Skógar eru mikilvægir fyrir vistkerfið og ekki síst samfélagið. Halda þarf áfram að byggja upp skógarauðlindina og nýta afurðir sem geta stuðlað að nýsköpun og fjölbreyttum störfum víða um land. Í því sambandi mætti nefna ræktun jólatrjáa sem er spennandi verkefni og gaman væri að ná betri tökum á“</p> <p></p> <h3><strong>Málefni hafsins mikilvæg</strong></h3> <p></p> <p>Í nóvember sl. kom forveri ráðherra á fót klasasamstarfi sem ber heitið Hafið – öndvegissetur sem hefur sjálfbæra nýtingu og vernd hafsins að leiðarljósi. Markmiðið er að efla samstarf fyrirtækja, háskóla, rannsóknarstofnana og stjórnvalda um rannsóknir og þróun.</p> <p></p> <p>„Ísland er að mörgu leyti eftirbátur annarra ríkja í erlendu samstarfi þegar kemur að hafinu. Klasasamstarf er ágætisform sem leiðir saman fyrirtæki og fræðigreinar fram til sóknar og hafa reynst heilladrjúgir landi og þjóð. Þekking hafsins skiptir okkur það miklu máli að við megum á engan hátt dragast aftur úr í þeim efnum. Mér hlotnaðist sá heiður að stjórna fyrsta stjórnarfundi Hafsins á mínum fyrstu dögum í embætti og bind miklar við að rödd Ísland verði kröftugri erlendis á þessu sviði en verið hefur hingað til.“</p> <p></p> <h3><strong>Umhverfismálin í víðu samhengi</strong></h3> <p>“Það er að mörgu að hyggja í umhverfismálum &#160;og það er &#160;nauðsynlegt að skoða þau í víðu samhengi, en ekki út frá þröngu sjónarhorni ákveðinna málaflokka. Það eru auknar kröfur uppi um umhverfisvernd og fyrir okkur sem byggjum þetta land felst áskorun í því viðhalda gæðum og sjálfbærni auðlindanna. Það eitt og sér hefur óhjákvæmilega áhrif á daglegt líf og hegðun fólks. Afkoma og líf okkar byggist á hreinu hafi, lofti, vatni og frjósamri mold sem nærir undirstöðuatvinnugreinar okkar, matvælaframleiðslu og ferðaþjónustu. Við þurfum að fá betri yfirsýn yfir auðlindir okkar, bæði skilgreiningar á þeim og einnig yfir umgengni um þær. Fyrr getum við ekki svarað spurningum um hvað telst sjálfbær nýting. Að því vil ég vinna svo möguleikar okkar nýtist sem best til framtíðar.</p>

2015-03-27 00:00:0027. mars 2015Ávarp umhverfis- og auðlindaráðherra á ársfundi Náttúrufræðistofnunar Íslands 2015

<p><em>Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, flutti eftirfarandi ávarp á ársfundi Náttúrufræðistofnunar Íslands sem haldinn var 27. mars 2015.</em><br /> </p> <p>&#160;</p> <p>Forstjóri, ágætu starfsmenn Náttúrufræðistofnunar og góðir gestir,</p> <p>Það er mér sönn ánægja að fá að ávarpa ykkur hér á ársfundi Náttúrufræðistofnunar Íslands.</p> <p>Ég vil byrja á því að þakka fyrir góðar móttökur í Urriðaholtinu þegar ég heimsótti ykkur á Náttúrufræðistofnun fyrr í vetur, fljótlega eftir að ég tók við núverandi starfi. &#160;Það var virkilega áhugavert að fá svona góða innsýn í ykkar margþættu og mikilvægu störf í þágu samfélags okkar.</p> <p>Heimsóknin til ykkar veitti mér einnig innblástur í ræður t.d. á þorrablótum ekki síst deild skordýrarannsókna.</p> <p>Það er vel búið að Náttúrufræðistofnun í dag með glæsilegri aðstöðu í Urriðaholti. Sérstaklega er búið að koma safnkostinum vel fyrir með öruggum og aðgengilegum geymslum, sem fyrir fyrrverandi safnakonu var mjög áhugavert. En auðvitað er það ekki umgjörðin ein sem skapar öfluga starfsemi – þar skiptir starfsfólkið auðvitað öllu máli og fann ég vel í heimsókninni hversu öflugt og reynt fólk á sviði náttúruvísinda starfar hjá stofnuninni, af mikilli elju og áhuga.</p> <p>Ágætu gestir;</p> <p>Viðfangsefnin á Náttúrufræðistofnun Íslands er náttúran í sínum mikla fjölbreytileika.&#160;<br /> <span>Málefni náttúrunnar eru um margt mál málanna í Íslandi. &#160;<br /> </span><span>Íslensk náttúra og auðlindir hennar hafa um aldir skipt öllu fyrir líf og velferð í þessu landi, og staðreyndin er að svo er enn.</span></p> <p>Þannig hefur moldin - jarðvegurinn og þar með gróðurinn verið ein helsta undirstaða samfélagsins frá upphafi.</p> <p>Mold. Hvað er svona merkilegt við mold. Sameinuðu þjóðirnar völdu árið 2015 – sem ár moldarinnar eða jarðvegsins og var efnt til fagnaðar í vikunni út af ári moldarinnar.</p> <p>Sjávarauðlindin kom okkur síðan áfram til bjargálna, Nýting orkuauðlinda lagði til hinnar efnahagslegu velsældar og nú er það hin sérstæða og stórbrotna náttúra okkar sem er meginþáttur og undirstaða í stærsta og mest vaxandi atvinnuvegi okkar - ferðaþjónustunni. Í dag er nýting náttúruauðlinda að baki liðlega 80% þeirra tekna sem landið aflar svo einhver mælikvarði sé notaður.</p> <p>Um málefni náttúrunnar – verndun hennar og nýtingu – er stöðugt tekist á í okkar samfélagi. Hvernig á að nýta? - hvað á að vernda? - hvað telst sjálfbær nýting? &#160;Þetta eru allt spurningar sem sífellt er verið að vinna að og fjalla um.</p> <p>Til að komast áfram með slíkar spurningar er þekking á náttúrunni algert grundvallaratriði. Við verðum að þekkja eðli og gangverk náttúrunnar til að geta tekið upplýstar ákvarðanir um vernd og nýtingu hennar. Við þurfum þekkingu á náttúrunni til að geta tryggt að komandi kynslóðir geti notið þeirra sömu gæða og við njótum í dag. &#160;</p> <p>Öflug rannsókna og vöktunarstofnun á íslenskri náttúru, eins og Náttúrufræðistofnun Íslands er - &#160;skiptir miklu máli. Þekking á náttúrunni grundvallast á að stundaðar séu rannsóknir og skipulögð vöktun hennar. Sú besta þekking sem fyrir liggur þarf síðan ávallt að vera undirstaða ákvarðana okkar hvað varðar náttúru landsins. Þekkingaröfluninni líkur aldrei.&#160; &#160;</p> <p>Í heimsókninni til ykkar í vetur fékk ég innsýn í verkefnið umfangsmikla - <em>Natura Ísland</em> – sem væntanlega er umfangsmesta verkefnið í kortlagningu og greiningu á náttúru landsins til þessa. Þar er greinilega að skapast yfirsýn yfir náttúru landsins á nýjan hátt, sem á eftir að verða ómetanlegt í framtíðinni til að meta verndargildi svæða og náttúrufyrirbæra, svo og til stuðnings og leiðsagnar við hverskonar ákvarðanatöku um ráðstöfun lands. &#160;</p> <p>Góðir gestir,</p> <p>Að undanförnu hefur staðið yfir í ráðuneytinu vinna við að skoða starfsemi rannsókna- og vöktunarstofnana þess. Hefur stýrihópur með fulltrúum stofnananna og ráðuneytisins unnið það verk. Stýrihópurinn skilaði skýrslu sinni til mín í vikunni. Ég er viss um það eru mikil tækifæri fólgin í því að efla samstarf og samþætta betur slík verkefni, ekki síst til að nýta megi betur stoðþjónustu, aðstöðu, tæki og sérfræðiþekkingu stofnannanna og efla þar með stefnumótun á sviði náttúruvísinda.</p> <p>Jafnframt er unnið að slíkum verkefnum á vegum Vísinda- og Tækniráðs, þar sem önnur ráðuneyti og stofnanir hafa aðkomu. Það er sérstakt gleðiefni ef vísindasamsstarf eykur samstarf stofnana, með það að markmiði að efla þekkingu okkar á íslenskri náttúru og miðlun upplýsinga um hana.&#160; <strong>&#160;</strong></p> <p>Þá vil ég nefna hér sérstaklega vinnuna við endurskoðun náttúruverndarlaga. Ráðuneytið hefur lagt mikla vinnu í endurskoðunina og haft samráð og samstarf við fjölmarga. &#160;Það er ekki einfalt verk að finna leiðir til að endurskoða þau ákvæði sem mestur ágreiningur hefur ríkt um, en ég bind vonir við að þar takist að finna ásættanlegar lausnir. Þannig að hægt verði sem fyrst að hefjast handa við innleiðingu laganna og vinna að þeim umbótum í náttúruvernd sem þau fela í sér. Ég ætla að leggja mitt af mörkum við það. &#160;&#160;&#160;</p> <p>Ágætu fundarmenn,</p> <p>Náttúrufræðistofnun Íslands fæst við spennandi en um leið krefjandi verkefni. Íslensk náttúra er nátengd sjálfsmynd þjóðarinnar, samofin sögu okkar og menningu. &#160;Hana verðum við að umgangast af virðingu og nærgætni.&#160;&#160;</p> <p>Mér fannst klæðið Þjóta vorvindar eftir&#160; Halldóru Björnsson falla vel að náttúrunni og lýsa hringrás lífsins.</p> <p>Þjóta vorvindar , vötn kætast, &#160;flýgur fugl, &#160;</p> <p>andar ástúð um auðn og dal,&#160; - &#160;<strong>leikur lífs.</strong></p> <p><strong><br /> </strong></p> <p>Kemba haustvindar, &#160;heiðarbrúnir, &#160;fylgja él,</p> <p>fellur snælín&#160; að fræi og rót,&#160; - &#160;<strong>lifir líf</strong>.&#160;&#160;</p> <p>&#160;Ég endurtek þakkir fyrir boðið hingað og hlakka til samstarfsins við ykkur. Megi heill fylgja ykkar í mikilvægum störfum.</p>

2015-03-24 00:00:0024. mars 2015Ávarp umhverfis- og auðlindaráðherra - opnun Árs jarðvegs

<p></p> <p><em>Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, flutti eftirfarandi ávarp við opnun dagskrár árs jarðvegs hér á landi þann 24. mars 2015.&#160;</em><br /> </p> <p></p> <p>&#160;</p> <p></p> <p>Ágætu skipuleggjendur,&#160;<span>góðir gestir;</span></p> <p></p> <p>Ég þakka þann heiður að fá að ávarpa ykkur í dag við upphaf dagskrár vegna Alþjóðlegs árs jarðvegs. Það er mér sérstakt ánægjuefni að finna frumkvæði og gott skipulag þeirra sem standa að þessari dagskrá og það af þessu tilefni. Vil ég óska ykkur öllum til hamingju með það.</p> <p></p> <p>Að sumu leyti vildi ég fremur kalla þetta ár moldarinnar. Það hugtak skírskotar kannski til fleiri Íslendinga en jarðvegur. En kannski hljómar jarðvegsvernd betur en moldarvernd!</p> <p></p> <p>Það vel við hæfi að Sameinuðu þjóðirnar tileinki árið 2015 moldinni, en með því hvetja samtökin aðildarþjóðir sínar til að stuðla að vitundarvakningu á mikilvægi jarðvegsverndar.&#160; Leggja þau áherslu á mikilvæg þess hvað varðar fæðuöryggi og leiðir til að draga úr loftslagsbreytingum og áhrifum þeirra. Þessi áhersla Sameinuðu þjóðanna á jarðveg og margþætt hlutverk hans í heiminum þarf að vera okkur hvatning og því ber sérstaklega að fagna ykkar frumkvæði.</p> <p></p> <p>Góðir gestir;</p> <p></p> <p>Moldin var og er okkur Íslendingum mikilvæg líkt og öðrum. Um aldir snerist líf og velsæld þjóðarinnar um frjósemi moldarinnar og afrakstur hennar, hvort sem var til beitar eða ræktunar. Það er ekki tilviljun að yfir okkur flestum er sagt að leik loknum: <em>af jörðu ertu komin, að jörðu skaltu aftur verða, af jörðu muntu aftur rísa</em>. Málefni jarðvegs og moldarinnar er meira samofin okkar samfélagi og menningu en við kannski gerum okkur grein fyrir. &#160; &#160;</p> <p></p> <p>Upphaf „<em>Íslands minni</em>“ sem Bjarni Thorarensen yrkir fyrir um 200 árum er jú ákall um mikilvægi moldarinar:</p> <p></p> <p><em>Eldgamla Ísafold,<br /> ástkæra <strong>fósturmold</strong>,<br /> Fjallkonan fríð!</em></p> <p></p> <p>Hér á landi hefur verið unnið að jarðvegsvernd í yfir 100 ár, enda ekki vanþörf á. Og á þessum árum hefur margt áunnist. Það er ekki langt síðan að heilu sveitirnar, bæði á Suðurlandi og í Þingeyjarsýslum stóðu frammi fyrir því að sandstormar og jarðvegseyðing ógnaði þeirra tilvist og allri búsetu. Það er hins vegar fyrir frumkvæði, þrautseigju og útsjónarsemi frumkvöðla í jarðvegsvernd hér á landi sem náðist að bjarga þessum sveitum. Það gekk ekki átakalaust en víst er að þar væri öðruvísi umhorfs í dag. Þessu tekst okkur samt oft að gleyma.</p> <p></p> <p>Það er ekkert mjög langt síðan Íslendingar töldu gróður- og jarðvegseyðingu stærsta umhverfisvandamál þjóðarinnar. Ég veit ekki hvort svo er enn í dag en dægurumræðan og þrasið bendir ekki til að svo sé. Hins vegar má ekki gleyma því að nánast öll umræða um umhverfismál snertir jarðvegsvernd. Framkvæmdir eins og virkjanir, vegagerð og verksmiðjur hefur áhrif á jarðveg, þó á afmörkuðu svæði sé. Umræða um náttúruvernd er oft nátengd jarðvegsvernd. Skógrækt getur verið mjög góð jarðvegsvernd. Og síðast en ekki síst er matarsóun nátengd jarðvegsvernd því eftir því sem við nýtum mat betur þá minnkum við álag á akra og beitilönd heimsins.</p> <p></p> <p>Ég held það sé rík ástæða til að vekja athygli íslensku þjóðarinnar á mikilvægi moldarinnar og að mold er ekki endurnýjanleg auðlind. Hún er það nefnilega ekki á mælikvarða mannsævinnar. Við þurfum að koma þeim viðhorfum inn hjá þjóðinni að við eigum að varðveita þann jarðveg sem við eigum og nýta hann af skynsemi. Þar er enginn undanskilinn.</p> <p></p> <p>Ennfremur þurfum við að auka meðvitund þjóðarinnar um mikilvægi þess að byggja upp þau svæði landsins þar sem jarðvegurinn er farinn. Við megum nefnilega aldrei gleyma því að stór hluti af gróðursnauðum auðnum okkar er ekki í sínu eðlilega ástandi. Þar var gróður. Við horfum t.d. á auðnirnar upp með Þjórsá í nágrenni Heklu þar sem vart var að finna stingandi strá fyrir fáum árum. Nú er verið að endurheimta birkiskóga svipaða þeim sem þar voru fyrir ekki svo löngu síðan. Þetta þurfum við að gera víðar. En til þess þurfum við að hafa skilning samfélagsins og með viðburðum eins og ári jarðvegs getum við aukið þann skilning. Í moldinni leynast líka ýmis mikilvæg tækifæri og má þar til dæmis nefna tækifæri í aukinni akuryrkjun sem við erum betur og betur að gera okkur grein fyrir.</p> <p></p> <p>Góðir gestir;</p> <p></p> <p>Við Íslendingar erum að gera marga góða hluti þegar kemur að því að breiða út þekkingu á mikilvægi jarðvegsverndar.</p> <p></p> <p>Landgræðsluskóli Sameinuðu þjóðanna hefur sýnt og sannað að þar er unnið gott starf við þjálfun fólks víða að úr heiminum á þessu sviði. Kennd eru landgræðslufræði við Landbúnaðarháskóla Íslands. Landgræðsla ríkisins vinnur að landgræðslu um allt land með sveitarfélögum, bændum og áhugafólki um allt land. Skógrækt víða um land stuðlar að því að jarðvegur byggist upp og nýtur verndar í skjóli trjánna. Fjölmargt áhugafólk tekur þátt í þeirri vinnu.</p> <p></p> <p>Við getum þó alltaf gert betur í þessu eins og öðru - og þurfum að gera betur - og eigum og nota ár jarðvegs 2015 til að minna okkur á það.</p> <p></p> <p>Ýmislegt er í gangi. Ég vil hér nefna að það stendur yfir vinna við endurskoðun laga um landgræðslu og laga um skógrækt. Við erum að kynna endurskoðuð lög um náttúruvernd. Þetta hefur allt mjög mikil tengsl við málefni jarðvegs, aukinnar jarðvegsverndar og bættrar umgjörðar hverskonar endurheimtar vistkerfa.Einnig er verið að leita leiða til að efla aðgerðir á þessu sviði.</p> <p></p> <p>Það verður áhugavert að fylgjast með þeim viðburðum sem efna á til á ári jarðvegs.&#160;</p> <p></p> <p>Vonandi fer jörðin og moldin að þiðna og vorið og sumarið að koma. Ég held að eftir þennan um margt leiðinlega vetur geti margi hugsað svipað og skáldkonan Hulda orti í ljóðinu ágæta „Mold“.</p> <p></p> <p><em>Þú dökka, raka, mjúka mold,<br /> sem mildi sólar hefur þítt.<br /> Hve ann ég þér, hve óska ég mér,<br /> að um þig streymi sumar nýtt.</em></p> <p></p> <p>Ég óska ykkur velfarnaðar í ykkar störfum og endurtek þakkir &#160;til ykkar vegna þessa frumkvæðis. Megi þessi dagskrá öll takast sem best og verða okkur til leiðsagnar um aukna áherslu og betri skilning á málefnum moldarinar. &#160; &#160;</p> <p>Takk fyrir.</p>

2015-03-20 00:00:0020. mars 2015Ávarp umhverfis- og auðlindaráðherra á ráðstefnu um lífrænan úrgang

<p></p> <em><span>Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, flutti eftirfarandi ávarp á ráðstefnu um lífrænana úrgang sem haldin var í Gunnarsholti 20. mars 2015 undir yfirskriftinni&#160;</span><span>„Sóun minna – nýtum meira“</span></em><br /> <p><span><br /> </span></p> <p><span>Ágætu ráðstefnugestir,</span><br /> </p> <p></p> <p><span>Það er mér sönn ánægja að fá að ávarpa ykkur hér í Gunnarsholti á ráðstefnu um lífrænan úrgang.</span></p> <p></p> <p>Saga Gunnarsholts er merkileg og hefur staðurinn verið miðstöð landgræðslustarfs í 85 ár. Mikil fagþekking er til staðar hjá Landgræðslu ríkisins varðandi uppgræðslu landsins og mikilvægt að eiga gott samstarf við stofnunina þegar kemur að umfjöllun um nýtingu á lífrænum úrgangi. Ég vil einnig sérstaklega þakka Sveini Runólfssyni forstjóra Landgræðslu ríkisins fyrir þetta góða heimboð. Það á einkum vel við að halda ráðstefnu um lífrænan úrgang hér í Gunnarsholti þar sem ötullega er unnið að rannsóknum og þróun á sviði landgræðslu. Kærar þakkir.</p> <p></p> <p><span>Breyting á lögum um meðhöndlun úrgangs sl. vor hafði í för með sér að ýmsar lífbrjótanlegar afurðir teljast nú hráefni, sem hægt er að endurvinna, t.d. sláturúrgangur, fiskúrgangur, húsdýraskítur, seyra, timbur, pappír og pappi.</span></p> <p></p> <p>Við getum öll verið sammála um að það er sóun á auðlindum að nýta ekki lífrænt hráefni sem áburð og nota t.d. til landbóta og ræktunar. Það sparar gjaldeyri til lengri tíma og dregur úr urðun. Sveigjanlegri skilgreining var því orðin tímabær til að auka möguleikana á því að skila næringarefnunum aftur til náttúrunnar og loka hringrás næringarefnanna.</p> <p></p> <p>Fyrir nokkrum árum vakti Leiðbeiningarstöð heimilanna athygli á mikilvægi þess að gera safnhaug í görðum því mikið af því sorpi sem fellur til á heimilum er niðurbrjótanlegt. Húsmæður hafa alltaf þurft að vera hagsýnar og eru því meðvitaðar um mikilvægi auðlinda okkar og einnig ekki síst bændur sem hafa verið ötulir við uppgræðslustarf landinu til hagsbóta.</p> <p></p> <p>Það er ljóst að aukin markmið um notkun lífræns áburðar nást ekki í einni svipan og ýmsa þröskulda að yfirstíga. Má þar nefna óhagkvæman flutning lífræns hráefnis í okkar stóra og dreifbýla landi. Markmiðið er samt alltaf að draga úr sóun á öllum vígstöðvum og þurfum við fyrst og fremst að byrja á okkur sjálfum.</p> <p></p> <p>Einn angi þessa máls er matarsóun. Ég tel það afar mikilvægt að sporna gegn matarsóun. Í því skyni og til að fylgja eftir málþingi sem umhverfis- og auðlindaráðuneytið stóð fyrir í apríl 2014 undir yfirskriftinni „Hættum að henda mat“, skipaði forveri minn starfshóp sem hefur það hlutverk að móta tillögur um hvernig draga megi úr sóun matvæla. Hópnum er ætlað að benda á hvetjandi leiðir til að nýta hráefni betur við vinnslu matvara sem og fullunnar matvörur eftir að þær eru komnar til neytenda, veitingastaða, framleiðenda og söluaðila. Þá skal hópurinn leggja fram tillögur um hvernig auka megi fræðslu um matarsóun, meðal annars um áhrif umbúða og skammtastærða. Gert er ráð fyrir að starfshópurinn skili tillögum sínum nú í apríl.</p> <p></p> <p>Ein albesta sparnaðaraðferðin er að henda sem minnstu af mat. Ef afgangar eru borðaðir fljótt eða frystir til síðari nota, fer buddan innan skamms að finna fyrir muninum. Mín kynslóð ólst upp við það að henda ekki neinu, ekki einu sinni brauðskorpu. Hugsið ykkur.</p> <p></p> <p>Með breytingu á lögunum sl. vor er í fyrsta sinn hér á landi kveðið á um úrgangsforvarnir. Þó að þetta séu nýmæli í löggjöf og jafnvel hugsun og breytni nútímamannsins þá er þetta ekki nýtt af nálinni eins og ég gat um áðan. Aðferðarfræði úrgangsforvarna var svo sjálfsögð hjá kynslóðum afa okkar og ömmu þegar nýtni var höfð að leiðarsljós. Áður fyrr var nýtni og nægjusemi uppspretta að hugmyndum um hvernig hægt væri að nota hluti betur og á annan hátt þegar hefðbundnu hlutverki þeirra var lokið. Ég hef ákveðið að í almennri stefnu um úrgangsforvarnir sem verður gefin út fljótlega verði höfuðáhersla lögð á að draga úr og koma í veg fyrir sóun matvæla.</p> <p></p> <p>Við höfum verkefni að vinna að innræta komandi kynslóðum þessa miklu samfélagslegu ábyrgð. Þar þurfum við að koma inn nýrri og skapandi hugsun, sem um leið byggir á fortíðinni og reynslu fyrri kynslóða. Sóun er siðferðislegt vandamál og í því felst heilmikil áskorun að takast á við og breyta hversdagslegum venjum sem hafa orðið til á löngum tíma.</p> <p></p> <p>Stöðugt rekstrar- og lagaumhverfi þarf að vera til staðar á sviði úrgangsmála. Fyrir hendi þarf að vera langtímastefna með skýrum markmiðum þar sem málaflokkurinn er í mikilli þróun og kallar á, í sumum tilvikum, fjárfestingar til lengri tíma.</p> <p></p> <p>Móta þarf framtíðarstefnu í úrgangsmálum og úrgangsforvörnum í samstarfi við sveitarfélög, atvinnulífið og aðra hagsmunaaðila með það sameiginlega markmið að auka endurvinnslu og endurnýtingu þess úrgangs sem til fellur. Verklagi þarf að breyta við stefnumótunina og að einhverju leyti þurfum við að tileinka okkur nýtt hugarfar og eyða ákveðinni óvissu sem hefur ríkt í málaflokknum.</p> <p></p> <p>Spurt hefur verið hver eigi að draga vagninn í úrgangsmálum.</p> <p></p> <p>Samkvæmt lögum um meðhöndlun úrgangs ákveða sveitarstjórnir fyrirkomulag söfnunar á heimilis- og rekstrarúrgangi í sveitarfélaginu, bera ábyrgð á flutningi heimilisúrgangs og sjá um að starfræktar séu móttöku- og söfnunarstöðvar fyrir úrgang sem til fellur í sveitarfélaginu. Sveitarfélög gegna því lykilhlutverki í stefnumótun hvað úrgangsmál varðar sem endurspeglast meðal annars í svæðisáætlunum um meðhöndlun úrgangs. Atvinnulífið hefur þá lengi haft forgöngu á sviði úrgangsmála. Þar má nefna frumkvæði atvinnulífsins og hugmyndir sem urðu síðan að Úrvinnslusjóði, vinnu að bættri framleiðslutækni og nýtingu hráefnis og nýsköpun á ýmsum sviðum. Ljóst er að gott samstarf atvinnulífs, sveitarfélaga og ríkisins er forsenda þess að góður árangur náist í stjórn úrgangsmála.</p> <p></p> <p>Nefnd á vegum ráðuneytisins, svokallaður samráðsvettvangur um úrgangsmál, vinnur nú að hugmyndum um heildarendurskoðun laga um meðhöndlun úrgangs. Áhersla er lögð á að skýra ábyrgð þeirra aðila sem koma að úrgangsmálum, ríkis, sveitarfélaga og atvinnulífs, til að koma í veg fyrir ágreiningsmál og tryggja starfsfrið innan málaflokksins. Grundvallarþjónusta fyrir meðhöndlun úrgangs þarf ávallt að vera til staðar og er því mikilvægt að skýra ábyrgðar- og verkaskiptingu þeirra aðila sem koma að málaflokknum til að tryggja stöðugleika til framtíðar.</p> <p></p> <p>Svarið við því hver eigi að draga vagninn er því; við öll, saman, enda berum við öll ábyrgð á að skila jörðinni til komandi kynsslóða þannig að sómi sé að.</p> <p></p> <p>Ágætu ráðstefnugestir.</p> <p></p> <p>Heiti þessari ráðstefnu „Sóum minna – nýtum meira“ gefur von um breytt hugarfar og jákvæða tíma í úrgangsmálum, eða væri ekki réttara að segja málefnum auðlindanýtingar.</p> <p>Að lokum vona ég að ráðstefnan verði fræðandi og uppbyggileg og hvatning til okkar allra til góðra verka á þessu sviði.</p>

2015-03-19 00:00:0019. mars 2015Ávarp umhverfis- og auðlindaráðherra á ársfundi Veðurstofu Íslands 2015

<p><span>Ágætu starfsmenn Veðurstofu Íslands og aðrir gestir,</span><br /> </p> <p>Það er mér ánægja að fá að ávarpa þennan ársfund Veðurstofu Íslands. Ég hef gegnt starfi umhverfis- og auðlindaráðherra í aðeins tæpa þrjá mánuði og hafa verkefni Veðurstofunnar verið mjög í sviðsljósinu í þann stutta tíma. Mesta hraungosi á Íslandi í yfir tvær aldir er nýlokið, þótt enginn treysti sér til þess að segja hvort nú taki við hvíld í eldvirkni við Vatnajökul, eða hvort þetta sé bara stutt stund milli stríða. Við vorum að mörgu leyti heppin með þetta eldgos, ef þannig má að orði komast, því það kom upp fjarri byggðum og olli ekki búsifjum með öskufalli og vatnsflóðum, eins og hætt er við þegar gýs í Bárðarbungueldstöðinni.</p> <p>Hins vegar skaut í gosinu upp kollinum vandamál sem við Íslendingar höfum ekki glímt við í manna minnum. Mengunarský lögðust tímabundið yfir byggðir í öllum landshlutum, oft með litlum fyrirvara og vöktu ugg manna.</p> <p>Skemmst er frá því að segja að Veðurstofan brást fljótt og vel við þessum óvænta vanda og á þakkir skildar fyrir það, sem og Umhverfisstofnun. Gerðar voru spár um gasmengun og viðvaranir gefnar ef hún fór yfir þau mörk sem hættuleg mega teljast. Við goslok sendi Veðurstofustjóri starfsfólki verðskuldaðar þakkir fyrir mikil og góð störf og tók ég undir þau orð. Ég vil ítreka hrós mitt til starfsmanna og stjórnenda stofnunarinnar hér, því það er mikið verk fyrir litla stofnun á alþjóðlega vísu að fylgjast með jarðvá, sem hefur ekki einungis áhrif á Íslendinga, heldur getur ógnað alþjóðlegri flugumferð.</p> <p>En verkefni Veðurstofunnar er auðvitað ekki síður að fylgjast með lofthjúpnum en jarðskorpunni. Veðrið hefur ekki verið til friðs þennan vetur hér á Íslandi, frekar en landið sjálft og öflin sem í því búa. Um veðurfarið að undanförnu er best að hafa sem fæst orð, því þau væru ekki endilega öll við hæfi að&#160; á svona fínum fundi. Í endalausum umhleypingum er þó gott að vita af öflugri Veðurstofu. Oftar en einu sinni hefur verið ógn af völdum bylja, vatnavaxta og ofanflóða í vetur. Samgöngur og daglegt líf hafa raskast óvenju oft í ótíðinni. Spár og viðvaranir Veðurstofunnar eru brýn nauðsyn fyrir öryggi okkar Íslendinga og atvinnuvegi. Ég væri hins vegar alveg sátt við að lát verði á lægðaganginum nú, eins og eldgosinu, þótt ekki væri til annars en að starfsfólkið hér gæti örlítið slakað á eftir þennan býsnavetur.</p> <p>Góðir gestir,</p> <p>Ég sótti Veðurstofuna heim fljótlega eftir að ég tók embætti og var ánægð að sjá að hér er öflug stofnun búin góðum tækjakosti. Það er nauðsynlegt fyrir vísinda- og öryggisstofnun eins og Veðurstofuna að hafa öflugt tölvukerfi og mælitæki til að vakta loft, jörð og haf. Það er ánægjulegt að danska veðurstofan hyggst setja upp nýja ofurtölvu hér á landi í samvinnu við Veðurstofu Íslands. Þau nefna sem rök fyrir því m.a. að hér sé tölvan knúin rafmagni frá endurnýjanlegri orku. Einnig að staðsetningin sé nokkuð miðsvæðis fyrir veðureftirlitssvæði Danadrottningar, sem nær yfir Grænland ásamt Danmörku sjálfri. Það er þó ljóst að þessi ákvörðun hefði ekki verið tekin ef ekki hefði verið fyrir hendi mikið traust á Veðurstofunni og starfsfólki hennar. Það er ekki sjálfgefið að lítil stofnun á mælikvarða heimsins njóti svo mikils trausts. Þar kemur meðal annars til löng reynsla Veðurstofunnar af flugveðurþjónustu og góð frammistaða í Eyjafjallajökulsgosinu, þar sem stofnunin lenti allt í einu í miðpunkti ákvörðunartöku sem varðaði öryggi flugs í allri Evrópu.</p> <p>Tölvurnar hér eru öflugar og tækin fín, en það er mannauðurinn sem skiptir mestu máli. Ég skynjaði mjög vel í heimsókn minni til ykkar að hér er öflugt og gott starfsfólk, sem vinnur af samviskusemi, áhuga og elju. Ég tel að Veðurstofan sé sterk stofnun og hún hefur staðist vel margvíslegt álag sem hefur dunið á okkur Íslendingum á undanförnum árum og hefur kallað meðal annars á mikið aðhald í ríkisrekstri. Við þurfum þó alltaf að horfa á tækifæri til að bæta rekstur og efla hagkvæmni í íslensku þjóðfélagi, því hér þurfa fáar hendur oft að vinna stór verk. Ég vil skoða möguleika á að samþætta vöktun og rannsóknir á íslenskri náttúru enn betur en nú er gert, þannig að kraftar sérfræðinga og stofnana nýtist sem best.</p> <p>Það þarf líka að huga að því að miðla þeirri þekkingu sem hér er til staðar enn betur til almennings. Nær allir fylgjast með daglegum veðurspám og með upplýsingum frá stórviðburðum eins og eldgosum og jarðskjálftahrinum. Veðurstofan hefur einnig hlutverk varðandi loftslagsbreytingar og ég vil fela henni að leiða gerð nýrrar skýrslu um líkleg áhrif þeirra á Íslandi, sem myndi byggja á íslenskum rannsóknum og niðurstöðum Vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, IPCC.</p> <p>Góðir gestir,</p> <p>Að lokum vil ég óska ykkur góðs fundar og hlakka til samstarfs við ykkur í framtíðinni.</p> <p>Takk fyrir.</p>

2015-03-19 00:00:0019. mars 2015Grein umhverfis- og auðlindaráðherra í Fréttablaðinu - Framtíðarsýn í skipulagsmálum

<p><em>Eftirfarandi grein Sigrúnar Magnúsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra, birtist í Fréttablaðinu 19. mars 2015</em></p> <p><br /> </p> <p>Landsskipulagsstefna er nýtt og spennandi skipulagsverkfæri sem er ætlað að stuðla að sjálfbærri þróun, skilvirkri áætlanagerð og vera sveitarstjórnum leiðarljós við skipulagsgerð, en felur ekki í sér fyrirmæli um nákvæma útfærslu. Meðal annars er lögð áhersla á samspil ólíkrar landnotkunar og nýtingar lands einkum fyrir landbúnað, ferðaþjónustu og skógrækt.</p> <p><span>Þingsályktunartillaga um landskipulagsstefnu 2015-2026 verður lögð fram nú á vorþingi. U</span><span>mhverfis- og auðlindaráðherra fól Skipulagsstofnun í október 2013 að hefja vinnu við stefnuna og kynnti viðfangsefni og áherslur. Í vinnu sinni hefur Skipulagsstofnun nýtt vel þann tímaramma sem var til umráða og átt náið samráð við almenning, sveitarstjórnir, opinberar stofnanir og félagasamtök víða um land.</span></p> <p><span>Ferlið hefur tekist sérlega vel. Reglulega var leitað</span> <span>eftir ábendingum og hugmyndum og s</span><span>egja má að almennt hafi þ</span><span>átttaka verið góð á fundum.</span> <span>Auk þess hefur sérstök nefnd verið Skipulagsstofnun og ráðherra til ráðgjafar.</span></p> <h3><strong>Landið teiknað</strong></h3> <p>Frá byrjun hefur almenningi gefist kostur á að koma að verkefninu og útfæra hugmyndir sínar myndrænt. Meðal annars var þátttakendum á opnum fundum boðið til vinnusmiðju þar sem einn eða nokkrir saman í hóp teiknuðu upp sína hugmynd að landsskipulagi á Íslandskort í mismunandi litum, allt eftir viðfangsefnum svo úr urðu um 100 kort sem nýttust í vinnunni.</p> <p>Í framhaldinu var nokkrum valkostum stillt upp og þeir ræddir ítarlega á opnum fundum þar sem skipst var á skoðunum og samtímis boðið upp á að koma að skriflegum athugasemdum sem nýttar voru við endanlega tillögu að landsskipulagsstefnu. Loks sendi Skipulagsstofnun bréf á um 180 aðila með beiðni um umsögn og bárust 73 umsagnarbréf. Farið var yfir allar innsendar athugasemdir áður en gengið var frá formlegri tillögu að landsskipulagsstefnu sem skilað hefur verið til umhverfis- og auðlindaráðherra.</p> <p>Ég hvet eindregið til þess að sem flestir kynni sér ferlið og tillöguna á <u>landskipulag.is</u>. <span>Þegar vel tekst til getur</span> skipulagsvinna dregið fram ímynd staða eða svæða og mætt þörf okkar á hverjum tíma, eins og fyrir aukna ferðaþjónustu. Aukin ásókn í takmarkaðar auðlindir getur leitt til aukins álags á umhverfið og óvissu og mun landskipulagsstefna því þurfa að vera í virkri þróun til framtíðar.&#160;</p>

2015-03-12 00:00:0012. mars 2015Ávarp umhverfis- og auðlindaráðherra á ráðstefnu slökkviliðsstjóra 2015

<p>&nbsp;</p> <em>Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, flutti eftirfarandi ávarp á ráðstefnu slökkviliðsstjóra á Hótel Selfossi 12. mars 2015.</em> <p>&nbsp;</p> <p><strong><em>&nbsp;</em></strong></p> <p>&nbsp;</p> <p><strong>&nbsp;</strong><span>Ágætu slökkviliðsstjórar og aðrir góðir gestir</span></p> <p>&nbsp;</p> <p>Það er mér mikil ánægja að fá að vera hér með ykkur í dag til að setja árlega ráðstefnu slökkviliðsstjóra á Íslandi.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Með lögum um mannvirki sem tóku gildi í ársbyrjun 2011 tók til starfa Mannvirkjastofnun, sem var falið að fara með með málefni brunamála, rafmagnsöryggis og byggingarmála og vera umhverfis- og auðlindaráðherra til ráðgjafar í þessum mikilvægu málaflokkum sem varða öryggi fólks og mannvirkja.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Ráðuneytið hefur unnið að ýmsum endurbótum á regluverki&nbsp; sem varðar starfsemi slökkviliðanna sem ég ætla hér að gera betur grein fyrir.&nbsp; Ég tel víst að um þessi mál verði fjallað með einum eða öðrum hætti á þessari ráðstefnu.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Í janúar síðastliðnum mælti ég fyrir frumvarpi á Alþingi til nýrra laga um meðferð elds og varnir gegn gróðureldum.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Markmið þess frumvarps er að tryggja öryggi og heilsu fólks, koma í veg fyrir eignatjón og draga úr mengun og skaða á umhverfinu, en frumvarpið tekur til ýmissa þátta, svo sem öryggis, brunavarna, mengunarmála og náttúruverndar.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Gert er ráð fyrir að sinubrennum verði settar þrengri skorður með frumvarpinu þó svo að niðurstaðan hafi ekki orðið sú að banna þær alfarið.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Einnig verður tekið betur á meðferð elds utandyra til að koma í veg fyrir gróðurelda sem geta valdið tjóni á umhverfinu og eignum. Þá er opnað fyrir möguleika sveitarfélaganna til að banna meðferð opins elds og sinubrennur á tilteknum svæðum með afmörkun í brunavarnaáætlun vegna hættulegra aðstæðna eins og t.d. geta verið í Skorradal og Grímsnesinu þar sem mikil byggð er samofin mikilli skógrækt.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Þá vil ég nefna að unnið hefur verið talsvert að endurbótum á reglum slökkviliðsmanna hvað varðar öryggismál. Gefin var út endurgerð reglugerð um hlífðarbúninga slökkviliðsmanna 2009 og árið 2013 tók svo gildi ný reglugerð um reykköfun sem hefur bein áhrif á starfsumhverfi slökkviliðsmanna.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Þær reglur sem nú gilda um reykköfun endurspegla kröfur nútímans um heilsu starfsmanna og til rekjanleika allra þátta við jafn hættuleg störf og reykköfun er.</p> <p>&nbsp;</p> <p><a id="G11M4" name="G11M4">Einnig hefur verið unnið að því að setja lágmarkskröfur um tækjakost, húsnæði og mannafla slökkviliða</a><span>. Ráðuneytið hefur unnið að að þessu máli í samvinnu við Mannvirkjastofnun, sveitarfélög og slökkviliðsstjóra.&nbsp;</span></p> <p>&nbsp;</p> <p>Í ráðuneytinu er nú verið að &nbsp;fara yfir umsagnir sem bárust við drög að reglugerð um þessar mikilvægu kröfur til slökkviliða.&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <p>Ég hef lengi unnið að sveitarstjórnarmálum og veit um þær skyldur sem hvíla á sveitarfélögunum, en starfsemi slökkviliða er ein af þeim mikilvægu skyldum. Það er von mín að við getum á þessu ári náð að skapa sameiginlega sýn og sátt um um þær reglur sem eiga að gilda um starfsemi slökkviliða. Verkefnum slökkviliða fjölgar stöðugt sem og kröfum sem varða starfsemi þeirra. Þetta er sama þróun og á sér stað alls staðar í löndunum í kringum okkur.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Meðal annarra breytinga sem orðið hafa á undanförnum árum má nefna viðbrögð við mengunarslysum og björgun á fastklemmdu fólki úr mannvirkjum og farartækjum sem nú eru orðin lögbundin hlutverk slökkviliða. &nbsp;Í áratug eða áratugi hafa langflest slökkvilið landsins sinnt þessum verkefnum. Það má því segja að slökkviliðin séu, og hafi verið, allsherjar björgunarþjónusta síns sveitarfélags. Þau eru kölluð út í öll möguleg verkefni þar sem beita þarf margs konar tækjum og verkfærum og krefst menntunar og þjálfunar á ýmsum sviðum.</p> <p>&nbsp;</p> <p><span>Helsta markmið allrar þessarar starfsemi er</span> <span>að standa dyggan vörð um öryggi almennings og jafnframt að tryggja öryggi slökkviliðsmanna við störf sín samtímis sem hagræðis sé gætt. Þar er hlutur brunavarna í byggingum og eldvarnaeftirlits mikill en nefna má sem dæmi að brunatjón eru talin vera tæplega 2 milljarðar króna á ári hverju hér á landi. Því er óhætt að segja að þjóðhagslega hagkvæmt er að stuðla að góðum brunavörnum í mannvirkjum.</span></p> <p>&nbsp;</p> <p>Þegar skoðaðar eru tölur um tjón af völdum eldsvoða á Íslandi og þær bornar saman við það sem gerist og gengur í nágrannalöndum okkar, kemur í ljós að manntjón af völdum eldsvoða eru um helmingi færri á íbúa hér á landi en í nágrannalöndunum. Það sama gildir yfirleitt um fjárhagslegt tjón vegna eldsvoða. Ég tel óhætt að fullyrða að hér eiga slökkviliðin í landinu hlut að máli.&nbsp; Þau eru almennt að standa sig vel og slökkviliðsstjórar að sinna sínu starfi með prýði. Þegnarnir og atvinnulífið njóta góðs af þessum störfum.</p> <p>Ég óska ykkur að lokum ánægjulegra og lærdómsríkra daga á þessari ráðstefnu og jafnframt farsældar í mikilvægum störfum ykkar í þágu öryggis fólksins í landinu.&nbsp;</p>

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira