Hoppa yfir valmynd

Ræður og greinar Sigurðar Inga Jóhannssonar


Dags.Dags.TitillLeyfa leit
2014-11-14 00:00:0014. nóvember 2014Ávarp umhverfis- og auðlindaráðherra við opnun Surtseyjasýningar í Eldheimum

<p></p> <p><em>Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra flutti eftirfarandi ávarp við opnun Surtseyjarsýningarinnar í Eldheimum 14. nóvember 2014.</em></p> <p></p> <p>&#160;</p> <p><span>Bæjarstjóri, Vestmannaeyingar, góðir gestir</span></p> <p></p> <p>Til hamingju með daginn. Það er ánægjulegt að vera með ykkur hér í dag á 51 árs afmæli Surtseyjar í tilefni af opnun gestastofu Surtseyjar hér í þessari glæsilegu sýningar-aðstöðu Eldheima.</p> <p></p> <p>Ég óska Umhverfisstofnun til hamingju með uppsetningu Surtseyjasýningarinnar hér í Eldheimum og Vestmannaeyingum með þessa samtengingu.</p> <p></p> <p>Surtseyjasýningin sem hér er uppsett var fyrst sett upp af Náttúrufræðistofnun Íslands í Þjóðmenningarhúsinu árið 2007 í tengslum við tilnefningu Surtseyjar á heimsminjalistann og síðan flutt í Surtseyjarstofu hér í Eyjum.&#160;<br /> <span>Flutningur Surtseyjastofu hingað undirstrikar tengslin milli eldsumbrotanna sem mynduðu Surtsey fyrir hálfri öld og eldsumbrotanna í Heimaey fyrir um 40 árum og minnir okkur á sameiginlegan uppruna allra eyjanna, skerjanna og dranganna í Vestmannaeyja-klasanum. Í hugum okkar Íslendinga er Surtsey einstök,</span> <span>ekki síst þeirra sem fylgdust með Surtseyjargosinu, myndun eyjarinnar og þróun. Eftir gosið var Surtsey gerð að lokuðu nátturverndarsvæði, sem gerði vísindaheiminum mögulegt að fylgjast með hvernig nýtt líf og vistkerfi verður til.&#160;</span></p> <p><span>Fjarlægð Surtseyjar frá gestastofunni gerir það enn mikilvægara og áhrifaríkara að tengja náttúru, þróun og myndunarsögu eyjanna saman undir einu þaki.&#160;</span><span>Í raun mætti tengja umfjöllun um náttúru og þróun Surtseyjar betur við náttúru annarra eyja svæðisins og nýta Heimaey og eyjarnar hér í kring til þess að sýna hvert þróun lífríkis og jarðfræði Surtseyjar leiðir og hvernig eyjan mun líta út í framtíðinni.</span></p> <p></p> <p>Surtsey var samþykkt á Heimsminjalista samnings Sameinuðu þjóðanna um verndun menningar- og náttúruminja heimsins árið 2008 vegna friðunar eyjarinnar í upphafi, þróunarsögu lífs og lands og sem náttúrulegri tilraunastofu í landnámi lífvera og þróun náttúru á líflausu landi.&#160; Með því að vera á heimsminjalistanum er staðfest að eyjan er einstök í heiminum að þessu leiti og því er forsenda þess að eyjan verði áfram á heimsminjalistanum að aðgangur að henni verði takmarkaður við vísindarannsóknir.&#160;<span>Takmörkun á aðgangi skuldbindur okkur um leið til þess að gefa almenningi og ferðamönnum sem til Eyja koma greinagóðar upplýsingar og kynningu á þróun Surtseyjar og hvernig lífverur nema land og breiðast út um eyjuna. Vísindamenn hafa sett upp líkan um það hvernig eyjan og lífríkið muni þróast og það verður spennandi fyrir vísindamenn framtíðarinnar að fylgjast með þróuninni og sannreyna hvort þessar spár standist eða hvort þróunin verður með öðrum hætti.</span></p> <p></p> <p>Það hefur verið til umfjöllunar um hríð að friðlýsa úteyjar Vestmannaeyja og hluta af Heimaey. &#160;Góð sátt hefur verið um þessar tillögur og vona ég að innan tíðar verði hægt að tilkynna sameiginlega um fyrirkomulag þess</p> <p></p> <p>Góðir gestir;</p> <p></p> <p>Það er ávallt ánægjulegt að sækja Vestmannaeyjar heim. Hér er öflugt samfélag, sem hefur þróast í nánu sambýli við náttúruna og þeim gæðum sem hún býr yfir.</p> <p>Það fer afar vel á því að Surtseyjarstofa sé nú orðinn hluti af Eldheimum sem lýsir atburðarrás gossins á áhrifamikinn hátt. Hér er orðin mikilvægur vettvangur fyrir vaxandi ferðaþjónustu hér í Vestmannaeyjum og fyrirmyndar vettvangur til kynningar og upplýsinga um náttúru og samfélag hér í Vestmannaeyjum. Ég óska ykkur aftur til hamingju með þetta frumkvæði og framtak.&#160; &#160;</p>

2014-10-31 00:00:0031. október 2014Ávarp umhverfis- og auðlindaráðherra við stofnun Oceana - öndvegisseturs

<em>Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, flutti eftirfarandi ávarp við stofnun Oceana - öndvegisseturs í Hörpunni 31. október 2014.</em> <div> <br /> </div> <div> <br /> Dear guests, ladies and gentlemen, </div> <div> <br /> </div> <div> I intend here to say a few words about the memorandum that has been signed here today, to show the willingness of various partners to create a forum or a center of excellence, on technology in the marine sector. As this is a consortium of Icelandic partners I thought it was appropriate to have my statement in Icelandic - but I also want to say a few words in English, as we are here under the umbrella of the Arctic Circle, an international conference.&#160; </div> <div> <br /> In short, the Icelandic government and the Minister who stands here, are very positive on this idea and want to cooperate with other partners on this projects. Iceland is more dependent on the ocean and its resources than almost any other country. We need our fish stocks plentiful, our ecosystems healthy and our seas clean and free from pollution. We have a thriving fishing industry, and a growing marine technology sector. It is increasingly looking for low-carbon and clean solutions. This is good. We need greener technology for the blue sector.&#160; </div> <div> <br /> The driving force behind this idea and this event comes from the private sector, from innovative companies. They have hooked up with researches, universities and industry associations. The government supports this endeavour, as it fits nicely with policies on environmental protection and sustainable use of resources. We also hope to draw inspiration from the work of this forum - we have made much progress towards a healthier marine environment, but we must do even better. I believe we all share the same goal, and we will get there quicker with cooperation and good communication. So I am most happy to pledge my support and that of the Ministry for the Environment and Natural Resources to this project. I wish us all good luck! </div> <div> <br /> And if you excuse me, I will now turn to Icelandic, </div> <div> <br /> Góðir gestir, </div> <div> <br /> </div> <div> Góðir gestir,Það er mér ánægja að fá að segja hér nokkur orð við þessa athöfn, þar sem skrifað er undir samkomulag um stofnun öndvegisseturs á sviði grænnar tækni sem tengist hafinu, siglingum og sjávarútvegi.&#160;<br /> <br /> Við Íslendingar erum háðir hafinu hvað velferð okkar varðar. Yfirráð yfir fiskimiðunum og nýting lifandi auðlinda hafsins skipti höfuðmáli á vegferð okkar frá fátækt til sjálfstæðis og hagsældar. Við reynum að nýta þessar auðlindir á sjálfbæran hátt með langtímasjónarmið í stafni. Margar þjóðir líta til dæmis til okkar hvað það varðar. Útfærslan á fiskveiðistjórninni er okkur reyndar gjarnan þrætubók, en fáir mæla hér glannalegri nýtingu fiskistofna bót, eins þótt hún kynni að færa okkur stundargróða í erfiðu árferði.&#160;<br /> <br /> Við Íslendingar leggjum einnig mikið upp úr hreinleika hafsins. Hafið er matarkista okkar og getur ekki nýst sem ruslakista að auki. Það var mér sérstök ánægja að veita Tómasi Knútssyni kafara með meiru nýlega náttúruverndarverðlaun Sigríðar í Brattholti fyrir starf varðandi hreinsun á ströndum og af hafsbotni. Sigríður sá verðmætin í fegurð Gullfoss þegar þau voru kannski ekki öllum ljós. Tómas og félagar hans í Bláa hernum sjá fegurð náttúrunnar neðansjávar og þeim ofbauð skeytingarleysi þeirra sem hentu rusli í hafið og hófu því hreinsunarátak á stöðum sem eru alla jafna fjarri sjónum okkar. Umgengni okkar um hafið hefur ekki alltaf verið góð, en hefur sem betur fer skánað nokkuð á sumum sviðum.<br /> <br /> Íslensk stjórnvöld voru í fararbroddi á sínum tíma við að hvetja til alþjóðlegrar samvinnu til að draga úr mengun hafsins. Þar má segja að við höfum haft erindi sem erfiði. Alþjóðlegir samningar hafa verið gerðir til að draga úr mengun hafsins.&#160;<br /> <br /> Stokkhólmssamningurinn tekur á losun þrávirkra lífrænna efna í umhverfið, sem mörg enda í lífkeðju hafsins og finnast í miklu mæli víða á Norðurslóðum, þar á meðal í hvítabjörnum. Minamata-samningurinn, sem er glænýr af nálinni, tekur á kvikasilfri. Washington-áætlunin er heiti á samstarfi ríkja heims um að draga úr mengun hafs frá landi, en þaðan koma um 80% hennar; síðasti undirbúningsfundur hennar var haldinn á sínum tíma hér í Reykjavík.&#160;<br /> <br /> Að sumu leyti má segja að það reynist okkur erfitt að fylgja þessum árangri eftir. Það er mikið starf fyrir fámenna þjóð að taka virkan þátt í blómlegu alþjóðastarfi sem tengist vernd og sjálfbærri nýtingu hafsins og auðlinda þess. Það starf verður ekki auðveldara þegar hart er í búi eins og verið hefur eftir bankahrunið. Að sumu leyti höfum við dregist aftur úr, en þurfum að bæta okkur á ný. Hagsmunir okkar varðandi málefni hafsins eru svo ríkir að ekki dugir að rödd Íslands sé veik eða fjarverandi.&#160;<br /> <br /> Ný viðfangsefni blasa við, varðandi súrnun hafsins, siglingar á norðurslóðum og mengun af völdum rusls og plastagna, svo eitthvað sé nefnt.<br /> <br /> Það gengur heldur ekki upp hjá fámennri þjóð að menn leggi ekki krafta sína saman til góðra verka. Því fagna ég því framtaki sem hér er sýnt og er að frumkvæði fyrirtækja í grænni tækni. Við það að nota minna eldsneyti og grænni tækni á hafi úti vænkast hagur bæði buddunnar og umhverfisins. Hugvit og nýsköpun í umhverfisvænni tækni skapar störf og býr í haginn fyrir komandi kynslóðir. Það er ánægjulegt verk fyrir sveitamann, sem hér stendur, að hlúa að grænum vaxtarbroddum.<br /> <br /> Aflvélin í þessu starfi, sem hlotið hefur heitið Oceana, er hjá einkageiranum í samvinnu við háskóla og rannsóknarstofnanir. Markmiðið er að efla hvers kyns loftslagsvæna og græna tækni sem tengist hafinu. Ég tel rétt og gott að stjórnvöld komi að þessu starfi og sýni því stuðning eftir því sem þarf.&#160;<br /> <br /> Öll viljum við hið sama, hreint haf með heilbrigðu lífríki, sem við getum sótt lífsbjörg og auð í, sem styður við velferð okkar allra. Þeir aðilar sem leggja hér nafn sitt við yfirlýsinguna sinna ólíkum þáttum þess starfs, en sýna hér vilja sinn til að stefna að sama marki og herða róðurinn í þágu góðs málstaðar.&#160;<br /> <br /> Ég vil þakka þeim sem áttu frumkvæði að þessu framtaki og öðrum sem leggja því lið. Ég vonast til að Oceana muni leggja lóð á vogarskálar betra umhverfis og hreinna hafs.&#160; </div> <div> <br /> Takk fyrir, </div>

2014-10-07 00:00:0007. október 2014Ávarp umhverfis- og auðlindaráðherra á ársfundi Úrvinnslusjóðs 2014

<div> <em>Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, flutti eftirfarandi ávarp á ársfundi Úrvinnslusjóðs 7. október 2014.</em><br /> </div> <div> <br /> </div> <br /> <br /> <p>Starfsfólk og stjórn Úrvinnslusjóðs, góðir ársfundargestir,</p> <div> <br /> Það er mér sönn ánægja að fá að ávarpa ykkur hér á ársfundi Úrvinnslusjóðs. </div> <div> <br /> Í ár fer Ísland með formennsku í Norrænu ráðherranefndinni. &#160;Í formennskuáætlun Íslendinga í Norrænu ráðherranefndinni 2014, „Gróska – lífskraftur“, er lögð áhersla á norræna lífhagkerfið þar sem eitt markmiðanna er að draga úr sóun og hámarka nýtingu og ábata af lífrænum afurðum. &#160;Í upphafi ársins var Norræna lífhagkerfið formlega sett af stað. Formennskuverkefnið er þverfaglegt verkefni, sem nær til umhverfismála, fiskveiða, landbúnaðar, matvælamála og skógræktar, &#160;auk menntunar, menningar, byggðastefnu og rannsókna. Í júní sl. var stór norrænn fundur á Selfossi þar sem gerð var grein fyrir verkefninu.&#160; </div> <div> <br /> Í þessu starfi er unnið að verkefnum sem stuðla að sjálfbærri nýtingu lifandi náttúruauðlinda. Má hér nefna verkefni undir forystu Matís um bætta hráefnanýtingu í matvælaframleiðslu. &#160;Þess má geta að á formennskuári Íslands styrkir Norræna ráðherranefndin „Zero Waste“ verkefni sem Kvenfélagasambands Íslands, Vakandi og Landvernd eru aðilar að og hefur það markmið að vinna gegn sóun á mat á Norðurlöndum á öllum stigum framleiðslu og neyslu.&#160;&#160;Á Degi umhverfisins þann 25. apríl sl. stóð umhverfis- og auðlindaráðuneytið fyrir málþingi um matarsóun undir yfirskriftinni „Hættum að henda mat“. Á málþinginu var fjallað um umfang, ástæður og afleiðingar matarsóunar, hvað stýrir neytendum þegar kemur að kaupum á mat, hvernig nýta megi betur hráefni við matvælaframleiðslu, hvernig draga megi úr matarsóun í mötuneytum og þá vitundarvakningu sem hefur orðið hjá almenningi og stjórnvöldum á þessu sviði.&#160; </div> <div> <br /> Að mínu mati er afar mikilvægt að sporna gegn matarsóun. &#160;Í því skyni og til að fylgja framangreindu málþingi eftir hef ég skipað starfshóp sem móta skal tillögur um hvernig draga megi úr sóun matvæla. Hópnum er ætlað að benda á hvetjandi leiðir til að nýta hráefni betur við vinnslu matvara, en einnig til að bæta nýtni matvæla hjá neytendum, verslunum og veitingastöðum. &#160;Þá skal hópurinn leggja fram tillögur um hvernig auka megi fræðslu um matarsóun, m.a. hvað varðar áhrif umbúða og skammtastærða. Loks skal hópurinn meta hvaða stjórntæki geta gagnast við að draga úr matarsóun og hvort þörf sé á breytingum á lögum og reglum. &#160;Gert er ráð fyrir að starfshópurinn skili tillögum sínum fyrir miðjan apríl 2015 og að þær verði kynntar á Degi umhverfisins á næsta ári.<br /> <br /> Þá hef ég einnig ákveðið að í almennri stefnu um úrgangsforvarnir sem ég mun gefa út um næstu áramót verði höfuðáhersla lögð á að draga úr og koma í veg fyrir sóun matvæla. </div> <div> <br /> Eitt af formennskuverkefnum Íslands í Norrænu ráðherranefndinni var ráðstefna um plast í hafi, en hún var haldinn nú í lok september af hálfu Umhverfisstofnunar. Á ráðstefnunni var farið yfir stöðu mála og bent á færar leiðir til að koma í veg fyrir að plastúrgangur lendi í sjónum. &#160; </div> <div> <br /> Plast gegnir stóru hlutverki í daglegu lífi okkar og er til margvíslegs gagns, en einnig þarf að huga að neikvæðum áhrifum sem plast getur valdið á heilsu og umhverfi.&#160;Ekki síst er ástæða til að óttast mengun af völdum plasts og plastagna í hafinu. Plast sem velkist um í hafinu berst auðveldlega í maga dýra, auk þess sem dýr geta flækst í plastinu og drepist. Skaðleg efni úr plastinu berast í lífkeðju hafsins og þar með í fæðukeðju mannsins. &#160;Því er mikilvægt að auka meðvitund fólks um málefnið og grípa til markvissra aðgerða til að draga úr plastúrgangi og áhrifum hans í sjónum. </div> <div> <br /> Til að taka á þessum málum og stuðla að því að plast lendi síður í hafinu og safnist þar upp er mikilvægt að herða á söfnunarkerfum og tryggja úrvinnslu plasts. &#160;Þar hefur Úrvinnslusjóður veigamiklu hlutverki að gegna.&#160;<br /> Þá verður að íhuga hvort rétt sé að setja takmarkanir við notkun plastpoka hér á landi. &#160;Ekki hefur verið tekin opinber afstaða til þessa, en rétt er að skoða dæmi frá öðrum löndum í þessu efni. Þá má geta þess að tvö sveitarfélög hér á landi hafa stigið skref í þessa átt og önnur eru að fikra sig í þá átt.&#160; </div> <div> <br /> Umhverfis- og auðlindaráðuneytið styrkti umhverfishóp Stykkishólms í byrjun þessa árs til að ráðast í tilraunaverkefni sem felur í sér að gera Stykkishólm að burðarplastpokalausu sveitarfélagi og er stefnt að því að vinna að þessu í sátt og samvinnu við íbúa og starfsfólk verslunar og þjónustu. &#160;<br /> <br /> Þá samþykkti umhverfis- og framkvæmdaráð Hafnarfjarðarbæjar í apríl sl. tillögu um að Hafnarfjarðarbær verði leiðandi sveitarfélag á Íslandi í að sporna við notkun innkaupapoka úr plasti. Önnur sveitarfélög eru að skoða leiðir til að taka þetta skref og má nefna þar nefna sveitarfélagið í Árborg sem dæmi.&#160;Sveitarfélögin í landinu hafa einnig sýnt því áhuga að losna við glerumbúðir og er það áskorun fyrir ráðuneytið og Úrvinnslusjóð að finna út hvernig best verði staðið að bættri nýtingu og úrvinnslu glerumbúða. </div> <div> <br /> Meðhöndlun úrgangs hefur verið í brennidepli undanfarin ár, enda snerta úrgangsmál daglegt líf okkar og varðar rekstur heimila og fyrirtækja.&#160;Mikilvægt er að beita svokallaðri lífsferilshugsun í stefnumótun og ákvarðanatöku um úrgangsmál, jafnt á vettvangi ríkis og sveitarfélaga og við framleiðslu vöru.<br /> <br /> </div> <div> Á undanförnum árum hefur margt áunnist í meðhöndlun úrgangs á Íslandi.&#160; </div> <div> <span>Endurvinnsla hefur aukist og dregið hefur úr urðun úrgangs. &#160;Mikilvægt er einnig að huga að úrgangsforvörnum og þar þurfum við að koma inn nýrri hugsun, m.a. varðandi verkefni Úrvinnslusjóðs, sem sinnir söfnun og úrvinnslu úrgangs fremur en forvörnum. &#160;Með breytingu á lögum um meðhöndlun úrgangs sem tóku gildi sl. vor er í fyrsta sinn hér á landi kveðið á um úrgangsforvarnir. &#160;Nú er í lögum um meðhöndlun úrgangs kveðið á um að við meðhöndlun úrgangs og setningu reglna um stjórnun og stefnu í úrgangsmálum skulu forvarnir vera í forgangi, þá sé hugað að endurnotkun, endurvinnslu og annarri endurnýtingu og svo síðast förgun úrgangs.</span><br /> </div> <div> <span><br /> </span> </div> <div> Ráðherra er skylt að gefa út almenna stefnu um úrgangsforvarnir til tólf ára í senn. Markmiðið er að draga markvisst úr myndun úrgangs. Í stefnunni skulu m.a. koma fram markmið um úrgangsforvarnir og mat á gagnsemi tiltekinna ráðstafana. &#160;Eins og ég nefndi áðan þá mun fyrsta stefna um úrgangsforvarnir líta dagsins ljós um næstu áramót. </div> <div> <br /> Við breytingu á lögum um meðhöndlun úrgangs nú í vor voru gerðar breytingar á útfærslu framleiðendaábyrgðar rafhlaðna og rafgeyma í kjölfar athugasemda Úrvinnslusjóðs. Úrvinnslusjóður benti á að skráningarkerfið, sem Úrvinnslusjóður bar ábyrgð á að halda utan um, ætti betur heima hjá Umhverfisstofnun, einkum þar sem Umhverfisstofnun væri nú þegar með skráningarkerfi framleiðenda og innflytjenda raf- og rafeindatækja. Við þessar lagabreytingar tók Umhverfisstofnun því við skráningarkerfinu. Einnig var gerð sú breyting að framleiðendum og innflytjendum rafhlaðna og rafgeyma er nú skylt að skrá sig í kerfið, auk þess sem Umhverfisstofnun er nú heimilt að notast við upplýsingar frá toll- og skattyfirvöldum um greiðendur úrvinnslugjalds. Staðan í dag er því sú að framleiðendur og innflytjendur rafhlaðna og rafgeyma greiða fyrir rekstur á skráningarkerfinu og Umhverfisstofnun hefur eftirlit með skráningum og að seljendur taki við notuðum rafhlöðum á sölu- eða dreifingarstað. </div> <div> <br /> Auk þessa voru gerðar breytingar á framleiðendaábyrgð raf- og rafeindatækja í kjölfar fjölda athugasemda, einkum frá sveitarfélögunum. Breytingarnar lúta einkum að því að úrvinnslugjald er nú lagt á raf- og rafeindatæki og Úrvinnslusjóður sér um að tryggja söfnun og meðhöndlun raf- og rafeindatækjaúrgangs. </div> <div> <br /> Það er ánægjulegt að finna hvað áhugi almennings, sveitarfélaga og atvinnulífsins á úrgangsmálum hefur aukist mikið. Þetta hefur stuðlað að aukinni umhverfisvernd og aukinni verðmætasköpun og beint sjónum að mikilvægi málaflokksins. </div> <div> <br /> Leggja þarf aukna áherslu á nýtingu hráefna úr úrgangi. Það er brýnt að draga úr myndun úrgangs með fræðslu og öðrum forvörnum og tryggja að meðhöndlun á hráefninu sé markviss og hagkvæm. &#160; </div> <div> <br /> Ljóst er að þessi markmið nást ekki í einni svipan. &#160;Stöðugt rekstrar- og lagaumhverfi þarf að vera til staðar á sviði úrgangsmála.&#160;Fyrir hendi þarf að vera langtímastefna með skýrum markmiðum þar sem málaflokkurinn er í mikilli þróun og getur kallað á fjárfestingar til langs tíma. &#160;Móta þarf framtíðarstefnu í úrgangsmálum í samstarfi við Úrvinnslusjóð, sveitarfélög , atvinnulífið og aðra hagsmunaaðila með það sameiginlega markmið að draga úr myndun úrgangs og auka endurnýtingu. Verklagi þarf að breyta við stefnumótunina og að einhverju leyti þurfum við að tileinka okkur nýtt hugarfar og eyða ákveðinni óvissu sem hefur ríkt í málaflokknum. </div> <div> &#160;<br /> Ég hef ákveðið að hefja heildarendurskoðun á lögum um meðhöndlun úrgangs sem hefur það að meginmarkmiði að skerpa á verkaskiptingu þeirra sem koma að meðhöndlun úrgangs. &#160;Stefnt er að því að frumvarp verði lagt fram haustið 2015.&#160; </div> <div> <br /> Ágætu ársfundargestir. </div> <div> <br /> Ég þakka starfsfólki og stjórn Úrvinnslusjóðs fyrir þeirra góða starf á liðnu ári, fyrir ykkar framlag til úrgangsmála og fyrir ánægjulega samvinnu. </div> <div> <br /> Að lokum vil ég óska ykkur öllum góðs ársfundar og vona að þig eigið ánægjulegan dag framundan. </div>

2014-09-26 00:00:0026. september 2014Ávarp umhverfis- og auðlindaráðherra á ársþingi Samtaka evrópskra landmælingamanna

<em>General Assembly of European Council of Geodetic Surveyors in Iceland&#160;26.-27. September 2014<br /> Adress by&#160;Sigurður Ingi Jóhannsson&#160;Minister for The Environment and Natural Resources in Iceland</em><br /> <br /> <br /> <div> Ladies and Gentlemen,<br /> It is with great pleasure that I, on behalf of The Ministry for the Environment and Natural Resources in Iceland and the National Land Survey of Iceland, welcome you to the General Assembly of European Council of Geodetic Surveyors (CLGE), which is now held for the first time here in Iceland.<br /> <br /> It has never been more important than now, to discuss the planning and arrangement of issues regarding geographic information and more and more people are becoming aware of the importance of this field.&#160;The use of geographic information is beginning to change the way in which global challenges such as climate change and disaster recovery situations are predicted, monitored and managed. &#160;One example is where public geographic data is used by emergency teams in rapidly changing environments, such as floods, earthquakes and volcanic eruptions, enabling them to gain better and faster spatial awareness of disaster areas.<br /> <br /> In those situations it is clear that access to geographic data and information still needs to be improved in many ways. The INSPIRE directive, that I believe you all know, is defining general rules aimed at building an infrastructure for spatial information in Europe and in Iceland we are currently working hard on the implementation of this directive.&#160;INSPIRE has already influenced the work of many national institutes that are engaged in geographic information and that also includes geodetic work.&#160;<br /> <br /> As you probably know, surveying in Iceland can be a complicated task. During the current seismic and volcanic activities in the Bárðarbunga area, that have now been going on for more than a month, the GPS-measured horizontal movements are now up to 60 cm in west-east direction close to the rifting zone and the vertical subsidence of the ice surface inside the subglacial caldera already amounts to more than 25 meters. In the area of monitoring nature, Icelanders must make special effort in the geodetic field and to do such monitoring with high accuracy good geodetic reference systems are key issues.&#160;<br /> <br /> Thus far the main focus of surveying in Iceland has been on building up and maintaining our geodetic networks but much less on land registration and cadastre which are the main tasks for many of you elsewhere in Europe. I have however learned from my colleagues at the National Land Survey, that with your support we will start to work towards better regulations and stronger land surveyor profession. &#160;For that we are very thankful.<br /> <br /> Finally, I hope that you'll enjoy your stay in Iceland, get to see some of our ever changing nature and that your work in this General Assembly will be both interesting and effective.&#160;Thank you </div>

2014-09-26 00:00:0026. september 2014Ávarp umhverfis- og auðlindaráðherra á Umhverfismatsdeginum

<div> <em>Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, flutti eftirfarandi ávarp á málþingi sem haldið var í Hörpu 26. september 2014 í tilefni af því að 20 ár eru liðin síðan lög um mat á umhverfisáhrifum komu til framkvæmda.</em> </div> <div> <br /> </div> <div> <br /> Góðir gestir, </div> <div> Það er mér sönn ánægja að ávarpa gesti Umhverfismatsdagsins 2014, en þetta er fyrsta málþingið sem Skipulagsstofnun stendur að undir þeirri yfirskrift og er deginum ætlað að verða árviss atburður héðan í frá.&#160;<br /> <br /> Á þessu ári eru 20 ár liðin síðan lög um mat á umhverfisáhrifum komu til framkvæmda, en með þeirri lagasetningu var stigið mikilvægt skref í umhverfismálum hér á landi.&#160;<br /> <br /> Gildistaka laganna fól í sér breytta nálgun við undirbúning stærri framkvæmda, því auk venjubundins undirbúnings átti samhliða að meta umhverfisáhrif framkvæmdanna á kerfisbundinn hátt. Áhrif framkvæmda voru greind, vægi þeirra metið og lagt til hvernig brugðist skyldi við þeim. &#160;<br /> <br /> Jafnframt var opnað á nýjan vettvang fyrir samræðu á milli aðila úr ólíkum áttum og þeim gefið tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri til að undirbyggja betur ákvarðanir um framkvæmdir. &#160;<br /> <br /> Innleiðing mats á umhverfisáhrifum hefur falið í sér möguleika á margvíslegum árangri í umhverfismálum. Það hefur gefið okkur kost á samráðsvettvangi framkvæmdaraðila og almennings sem er til þess fallið að auka gagnkvæman skilning og sátt um einstakar ákvarðanir um framkvæmdir og &#160;útfærslu þeirra. Í heild sinni má segja að mat á umhverfisáhrifum hafi verið mikilvægt lóð á vogarskálar sjálfbærrar þróunar.<br /> <br /> Þegar lög um mat á umhverfisáhrifum voru sett var Skipulagsstofnun falið að fóstra þetta nýja verkefni.&#160;<br /> <br /> Stofnuninni var ætlað að leiðbeina um framfylgd laganna, fylgja eftir ákvæðum þeirra og sinna afgreiðslu einstakra mála. Ljóst var að um var að ræða töluvert brautryðjenda-starf. Meðal annars að fræða og leiðbeina framkvæmdaraðilum þannig að mat á umhverfisáhrifum yrði smám saman séð sem jafn sjálfsagður og nauðsynlegur hlekkur í undirbúningi framkvæmda og aðrar hönnunarforsendur þeirra. Þá var ekki síður mikilvægt að kynna almenningi það veigamikla hlutverk sem honum var fengið í matsferlinu.<br /> <br /> Eflaust eru skiptar skoðanir um það hvernig hafi til tekist á þessum tuttugu árum. Sumir beina kannski sjónum að umfangsmiklum skýrslum sem ætla megi að fáir lesi, að fámennum kynningarfundum með misgóðu kaffi og að flókinni og tímafrekri stjórnsýslu. Jafnframt telja kannski sumir að framkvæmdaraðilar nálgist matið stundum frekar af skyldurækni en til að nýta afrakstur þess og að umhverfismatsumræðan í heild hafi tilhneigingu til að einkennast fremur af átökum en uppbyggilegu samtali. &#160;<br /> <br /> En er þetta rétt lýsing á ástandinu? Sé horft á heildarmyndina tel ég að mati á umhverfisáhrifum hafi hér verið komið í nokkuð farsælan farveg. &#160;Hins vegar er mikilvægt að menn dragi lærdóm af þeirri reynslu sem safnast hefur á þessum tuttugu árum og séu á hverjum tíma vakandi fyrir því sem betur má fara í löggjöfinni og framkvæmd hennar, með tilliti til þess síbreytilega umhverfis sem við lifum í.<br /> <br /> Lög um mat á umhverfisáhrifum byggja á tilskipun Evrópusambandsins. Síðastliðið vor var samþykkt endurskoðun á tilskipuninni. Sú tilskipun felur í sér nokkrar breytingar, sem felast að stórum hluta í að árétta verklag af ýmsu tagi. Verklag sem nú þegar er að miklum hluta kveðið á um í okkar löggjöf um mat á umhverfisáhrifum. &#160;Það er þó viðbúið að hin nýja tilskipun leiði til þess að ráðast verði í einhverjar breytingar á löggjöfinni.&#160;<br /> <br /> Auk þessa hefur í nýlegri úttekt OECD á umhverfismálum á Íslandi verið bent á þætti sem þörf sé á að bæta við mat á umhverfis-áhrifum og má þar helst nefna þætti sem varða tímafresti og ákveðna óskilvirkni í umsagnarferlinu hér á landi. Einnig hefur Skipulagsstofnun bent á að tilefni sé til þess &#160;að fara heildstætt yfir reynslu af löggjöfinni.&#160;<br /> <br /> Má þá helst nefna hvernig hægt er að einfalda verkferla, bæta skilvirkni og ramma betur inn tímalengd.&#160;<br /> <br /> Því er ljóst að þörf á endurskoðun laga um mat á umhverfisáhrifum er nokkuð sem þarfnast nánari skoðunar af hálfu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Þá ber einnig að nefna að Alþingi hefur nú til meðferðar frumvarp um breytingar á lögunum sem varða fyrst og fremst hvaða framkvæmdir skuli vera tilkynningarskyldar.<br /> <br /> Verði niðurstaðan sú að ráðast í endurskoðun laga um mat á umhverfisáhrifum er mikilvægt að huga að möguleikum á að auka skilvirkni og einfalda regluverkið, en slíkt má þó aldrei leiða til þess að dregið verði úr kröfum um að tillit sé tekið til umhverfissjónarmiða við framkvæmdaundirbúning.&#160;<br /> <br /> Undirbúningur stórframkvæmda krefst margra handtaka og á hverjum tíma rétt að skoða hvar og hvernig má vinna með skilvirkari hætti. Með góðri yfirsýn og skilningi á öllum verkþáttum undirbúningsvinnunnar getur framkvæmdaraðili sjálfur komið auga á hvar vinna má samhliða að hinum ýmsum þáttum hönnunar og umhverfismats og þannig hugsanlega stytt undirbúningstíma framkvæmdarinnar og dregið úr kostnaði. &#160;Jafnframt þarf stjórnsýslan að huga að því með hvaða hætti vinna má enn skilvirkar og samþætta ákveðna þætti innan kerfisins. &#160;<br /> <br /> Eins og ég sagði hér í upphafi þá varð með tilkomu mats á umhverfisáhrifum hér á landi til formlegur vettvangur fyrir aðila úr ólíkum áttum til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri við undirbúning &#160;stærri framkvæmda. &#160;<br /> <br /> Við þekkjum öll hvernig einstakar stórframkvæmdir hafa orðið að deilumálum og umhverfismatið því miður á stundum frekar virst verða vettvangur átaka heldur en slíks samtals. Í þessu tilliti snýst málið ekki síður að okkur sjálfum, sem öll gegnum hlutverki í því lýðræðislega ferli sem mat á umhverfisáhrifum felur í sér; hvort sem það er í hlutverki framkvæmdaraðila, stjórnvalda eða &#160;almennings. Við eigum að stefna að því að geta mæst á þessum vettvangi sem mat á umhverfisáhrifum felur í sér og geta sýnt hvert öðru traust og skilning – svo um verði að ræða málefnalega umræðu sem leiðir af sér ábata fyrir umhverfi og samfélag.<br /> <br /> Ég óska ykkur góðs Umhverfismatsdags 2014 og vænti þess að þessi árlegi viðburður héðan í frá verði okkur vettvangur og hvatning til að þróa og bæta enn frekar það mikilvæga tæki sem mat á umhverfisáhrifum er.<br /> <br /> </div>

2014-09-24 00:00:0024. september 2014Ávarp umhverfis- og auðlindaráðherra á ráðstefnu um plast í hafi

<div> <em>Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra flutti eftirfarandi ávarp á ráðstefnu um plast í hafi sem haldin var í Hörpu 24. september 2014.</em><br /> </div> <div> <br /> </div> <br /> <p>Dear guests – Welcome to this conference on plastic waste in the ocean.&#160;</p> <div> <br /> “Lengi tekur sjórinn við” is a saying in Icelandic that indicates that the custom of throwing waste in the ocean is a way to get rid of it. &#160;Today we know better, and we do not get rid of things that we throw into the ocean. &#160;They may even return to us and end on our own dish with the fish we eat.&#160; </div> <div> <br /> Worldwide, there is a growing knowledge and concern of how plastic waste is negatively influencing our life, our environment, our beaches, the life in the sea, our fishing industry and our economy.&#160; </div> <div> <br /> Plastic is a useful thing that most of us use every day to ease our life but the environmental impacts of the way we use it cannot be ignored. &#160;Reducing, reusing and recycling can however bring us great green economy benefits. We can all make simple changes in our lifestyle and reduce use of plastic. Changing from plastic bags to multiple use grocery bags and to use degradable waste bags are simple acts that can, if we all take part, make big changes.&#160; </div> <div> <br /> Local initiatives as we have seen in two municipalities Stykkishólmur and Árborg where locals are exploring the possibilities of plastic bag free communities and less plastic use are very important.&#160; </div> <div> <br /> Such initiative, with the aim of reduced plastic in everyday life can reduce the amount of plastic that enters into the ocean and to the environment and is the key the success from my point of view.&#160; </div> <div> <br /> To act upon the problem we have had several initiatives in the recent years. The United Nations are supporting a Global Framework for prevention and management of marine debris, the OSPAR convention recently adopted a Regional Action Plan on marine litter that applies for the North east Atlantic ocean, we have several Nordic cooperation projects &#160;and we have numerous national and local projects. All this work is with the aim of handling the problem better and more effectively and to understand it in more depth. &#160; </div> <div> <br /> In spite of that holistic quantification of waste that ends in the ocean are not available today it is obvious that the magnitude of waste in the ocean is huge. It enters into the sea by various means; by littering, from poorly managed landfills and waste sites, from tourist activities and sea based activities. &#160; </div> <div> <br /> Parts of this litter sinks to the ocean floor, while other floats and waste can travel long distances on ocean currents, polluting shorelines, accumulating in massive ocean icelands and spreading invasive species.&#160; </div> <div> <br /> The environmental damage and the economic burden of cleaning up the litter have been confirmed in many reports.&#160;<br /> It can cause mortality or illnesses when sea creatures ingest the litter, entanglement of animals and it can cause damage to important habitats such as corals. &#160;A growing concern is then over the chemical contamination that can occur when plastic deteriorates and enters into the ecosystem chain and affects our life. The key issue is therefore to prevent the litter entering into our waters and ecosystems. </div> <div> <br /> Marine litter is a complex problem and it is good to have here at this venue, lectures and participants from so many countries and organizations that will shed light on the issue and help us to understand it better. &#160;As it is a complex problem caused by various factors it has to be tackled from many angles.&#160; </div> <div> <br /> Therefor I am content to see how this conference has been structured; that is to address the problem from many sides and very importantly, aiming at solutions. </div> <div> <br /> The Nordic countries have had an extensive and successful cooperation on environmental issues for more than forty years. Healthy marine environment and ecosystems are of great importance to life and welfare for all the Nordic countries and worldwide. Iceland has the chairmanship of the Nordic Council of Ministers this year. In our chairmanship programme we put a special focus on the bioeconomy in the Nordic countries. Clean and healthy oceans play a significant role in the bioeconomy and to underline this we have arranged this conference as a part of our chairmanship programme. </div> <div> <br /> The agenda we have in front of us is exciting and the results will hopefully give us some tools and create ways that we can use to fight plastic waste in our oceans.&#160; </div> <div> <br /> On the agenda we have a contribution from plastic producers, from the fishery sector and from the waste management sector. Importantly, all with the view on possible solutions.&#160;&#160;The OSPAR Regional Action Plan on marine litter was adopted at the OSPAR commission meeting this summer, unanimously by all parties. This is a progressive plan and we will have a lecture on it today. This will be very interesting for us here in Iceland, as I am very interested to go along with that plan.&#160; </div> <div> <br /> We will have lectures from the German Federal Environmental Agency that will inform us on the results from conference on prevention and management of marine litter in European Seas and we surely can learn something from that.&#160;<br /> We will also learn about microplastics in the sea and microplastics from consumer goods that will be very interesting to know more about.&#160; </div> <div> <br /> Marine litter is not only about plastic but here today we are focusing on that part because of the excessive us of it in our daily life both by the industry and the general public. &#160; Marine litter is however part of a bigger problem, that is the immense consumption of goods and resources in the modern world, especially here in the western world. &#160;&#160; </div> <div> <br /> Plastic being only one of the items that we are using excessively. &#160;Reduce, reuse and recycling should therefore be the focus of all aspects of our daily life. &#160; We have to live in harmony with nature and taking good care of our own waste is part of the responsibility we should all take.&#160; </div> <div> <br /> You have a heavy agenda in front of you and I hope that this will be a productive day. &#160;I look forward to see the solutions that will result from this conference and I hope, &#160; at the end of the day we have all learnt something that we can bring forward to our homes in order to make our oceans better. </div> <div> <br /> Thank you </div>

2014-09-20 00:00:0020. september 2014Ávarp umhverfis- og auðlindaráðherra við vígslu ofanflóðavarna í Bolungarvík

<em>Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, flutti eftirfarandi ávarp við vígslu ofanflóðavarna í Bolungarvík 20. september 2014.</em><br /> <div> <br /> </div> <div> <br /> </div> <div> Ágætu Bolvíkingar og aðrir gestir, </div> <div> <br /> það er mér sönn ánægja að vera hér með ykkur á þessum tímamótum þegar lokið er frágangi ofanflóðavarna hér í Bolungarvík.<br /> <br /> Ofanflóð og þá einkum snjóflóð hafa valdið meira manntjóni á Íslandi en nokkrar aðrar náttúruhamfarir aðrar en sjóslys. &#160;Frá upphafi 20. aldar hafa 196 manns látist í snjóflóðum og skriðuföllum á Íslandi. &#160;Í kjölfar snjóflóðanna í Súðavík og á Flateyri 1995 þar sem 34 létust ákváðu stjórnvöld að hefja markvissar aðgerðir til þess að slíkir atburðir mundu ekki endurtaka sig hér á landi.&#160;Var löggjöf breytt og sveitarfélögum sem bjuggu við snjóflóðahættu gert skylt að láta fara fram skipulegt áhættumat á byggðum hættusvæðum og hefja á þeim grunni uppbyggingu snjóflóðavarna. Markmiðið með byggingu varnarmannvirkja er að tryggja svo sem kostur er öryggi íbúa á hættusvæðum gagnvart snjóflóðum sem og öðrum ofanflóðum. &#160;Til þessara aðgerða myndu sveitarfélögin njóta fjárhagsaðstoðar Ofanflóðasjóðs í samræmi við reglur sjóðsins og viðurkennt verklag. Var umhverfisráðuneytinu falið að annast umsjón með framkvæmdinni af hálfu ríkisvaldsins og tók það formlega við verkefninu í ársbyrjun árið 1996.&#160;<br /> <br /> Jafnframt var starf Veðurstofu Íslands að snjóflóðavörnum aukið umtalsvert, svo og vinna stofnunarinnar við hættumat og vöktun vegna snjóflóða og annarra ofanflóða.<br /> <br /> Við Íslendingar þekkjum flestum betur hvernig er að búa við náttúruvá. &#160;Hér verða reglulega stórir jarðskjálftar, eldsumbrot verða með nokkurra ára millibili og aftakaveður koma hér af og til. &#160;Landsmenn hafa aðlagað sig þessum aðstæðum og umfangsmikið rannsóknar- og vöktunarstarf er unnið í því skyni að tryggja hér lífvænleg skilyrði til búsetu. &#160;Strax á árinu 1996 ákvað ráðuneytið að efla verulega rannsóknir á eðli snjóflóða og komu á öflugu eftirliti með snjóflóðahættu og gerð rýmingaráætlana, sem styðjast skyldi við þar til lokið yrði gerð varnarvirkja.<br /> <br /> Þá var unnin yfirgripsmikil úttekt á öllum helstu snjóflóðahættusvæðum í byggð og metnir líklegir varnarkostir á hverjum stað. &#160;Í framhaldi af þeirri úttekt var ákveðið í samráði við viðkomandi sveitarfélög að ráðast í byggingu varanlegra snjóflóðavarna og tryggja þannig öryggi fólks í byggð. &#160;Um er að ræða stórt verkefni sem mun enn taka nokkur ár að ljúka að fullu, þó nú hafi verulega miðað í mjög auknu öryggi á flestum þeim þéttbýlisstöðum sem talið var að byggju við snjóflóðahættu. Mörg varnarvirki hafa þegar sannað gildi sitt. &#160;<br /> &#160;<br /> Bolvíkingar hafa um langan aldur lifað í nábýli við snjóflóðahættu í tengslum við umferð undir Óshlíð.&#160;Hættulegir snjóflóðafarvegir voru einnig vel þekktir í dreifbýlinu og í næsta nágrenni í Skálavík þar sem snjóflóð í mars 1910 kostaði fjóra lífið en fimm björguðust naumlega. &#160;Snjóflóðahætta úr Traðarhyrnu varð þó ekki áhyggjuefni fyrr en eftir snjóflóðaslysin í Súðavík og á Flateyri 1995. &#160;Snjóflóð sem féllu á hús við Dísarland árið 1997 færði mönnum svo heim sanninn um að grípa þyrfti til varnaraðgerða til þess að tryggja öryggi íbúa í þéttbýlinu.&#160;<br /> <br /> Hættusvæði vegna ofanflóða ná til nokkuð stórs hluta byggðarinnar hér í Bolungarvík og alls 50 hús með varanlega búsetu voru á hættusvæði C. &#160;Því miður þurftu nokkur þessara húsa að víkja fyrir vörnunum en önnur hafa verið varin. &#160;Ítarlegar upplýsingar um ofanflóðasögu Bolungarvíkur, og þá bæði vegna snjóflóða og skriðufalla, voru lagðar til grundvallar hættumatinu þegar það var unnið. &#160;<br /> <br /> Í dag fögnum við verklokum við gerð og frágang ofanflóðavarna hér í Bolungarvík. &#160;Varnargarðarnir, ný jarðgöng milli Bolungarvíkur og Hnífsdals og yfirstandandi flutningur varaaflstöðvar Orkubús Vestfjarða hafa gerbreytt öryggi samfélagsins og eru þetta því &#160;ánægjuleg tímamót. Varnargarðarnir hafa þegar haft mikil áhrif á líf íbúa. Tíðar rýmingar voru á efstu húsum í Bolungarvík en með tilkomu byggingu garðanna hefur það breyst. Sem dæmi má nefna að um jólaleytið síðastliðna tvo vetur gengu snjóflóðahrinur yfir norðanverða Vestfirði.&#160;Mörg hús voru rýmd og ljóst er að efsti hluti byggðarinnar í Bolungarvík hefði verið þar á meðal ef ekki væri fyrir hinar nýju varnir. Í lok árs 2012 féll snjóflóð á keilurnar og niður á milli þeirra og stöðvaðist skammt ofan við garðinn. Líklega hefði það flóð náð niður á efstu hús eins og byggðin var áður.&#160;<br /> <br /> Varnargarðarnir eru eins og vel sést hluti af bæjarlandslaginu og því var strax í undirbúningi verksins lögð áhersla á útlit mannvirkjanna, uppgræðslu og gerð göngustíga þannig að framkvæmdirnar féllu sem best að umhverfinu og stuðluðu um leið að bættri aðstöðu til útivistar og eru þegar orðnir fastir viðkomustaðir ferðafólks. &#160;Það er því von mín að íbúar Bolungarvíkur og aðrir sem sækja bæinn heim muni njóta vel útivistar á svæðinu.<br /> <br /> Aðkoma ráðuneytisins að þessum framkvæmdum hér í Bolungarvík hefur fyrst og fremst verið í gegnum Ofanflóðasjóð sem styrkir sveitarfélög til framkvæmda á þessu sviði samkvæmt áætlun um uppbyggingu varnarvirkja. &#160;Það er mitt mat að framkvæmd þessi hafi &#160;tekist afar vel og er hún öllum þeim sem að henni koma til mikils sóma. Vil ég sérstaklega þakka ráðgjöfum, verktökum og eftirlitsaðilum þeirra störf.<br /> <br /> Ágætu Bolvíkingar, við erum hér í dag saman komin til þess að fagna því að gerð þessara varnarvirkja sé lokið og mannvirkin tilbúin til þess að takast á við það hlutverk sitt að tryggja íbúum bæjarins aukið öryggi gagnvart ofanflóðum. &#160;<br /> <br /> Ég vil því að lokum óska ykkur öllum til hamingju með þessi mannvirki og vona að þau verði íbúum Bolungarvíkur til farsældar um ókomna tíð. </div>

2014-09-18 00:00:0018. september 2014Grein umhverfis- og auðlindaráðherra í Fréttablaðinu - Hugleiðingar á Degi íslenskrar náttúru

<div> <em>Eftirfarandi grein Sigurðar Inga Jóhannssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra, birtist í Fréttablaðinu á Degi íslenskrar náttúru 16. september 2014.</em><br /> </div> <div> <em><br /> </em> </div> <div> <br /> </div> <h3>Hugleiðingar á Degi íslenskrar náttúru</h3> <div> <br /> </div> <div> Okkur Íslendingum finnst landið okkar fagurt og merkilegt. Vissulega er fegurð afstætt hugtak, en við getum þó með nokkru rökstutt þessa skoðun okkar. Hér er fjölbreytt landslag og stórbrotin náttúra, frá brimsorfnum ströndum til óbyggðra víðerna, þar sem spúandi eldgígar gjósa nú við jökulsporð. Við erum heldur ekki ein um þessa skoðun, því sérstök náttúra Íslands dregur æ fleiri erlenda ferðamenn til sín. Á sama tíma fjölgar stöðugt þeim Íslendingum sem sækjast eftir því að njóta náttúrunnar til útivistar og ferðalaga.&#160; </div> <div> <br /> Um leið hafa menn áhyggjur af því að íslenskir ferðamannastaðir séu ekki í stakk búnir að taka við þeim fjölda ferðamanna sem sækja þá heim. Í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu er unnið að gerð frumvarps sem tekur til þess með hvaða hætti best verði að byggja upp og jafnframt að viðhalda ferðamannastöðum til lengri tíma í formi framkvæmdaáætlunar. &#160;Gert er ráð fyrir að leggja fram þingsályktunartillögu á Alþingi til tólf ára, þar sem fram kemur hvernig uppbygging innviða á ferðamannastöðum verður háttað.&#160; </div> <div> <br /> Þá er unnið að því því í atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu að útfæra leiðir til að fjármagna uppbyggingu og viðhald á ferðamannastöðum. &#160;Mikilvægt er að hafa víðtækt samráð svo ekki myndist gjá á milli ferðaþjónustunnar og almennings í landinu.&#160; </div> <div> <br /> Nauðsynlegt er að tryggja, eins og áður, sanngjarnan rétt almennings til frjálsrar farar svo hann geti notið náttúru landsins, án þess að gengið sé á hagsmuni sem þar kunna að liggja fyrir. Spyrja má hvort ekki þurfi að skilja betur að almannaréttinn, þ.e. rétt einstaklinga til frjálsrar farar um landið og svo þeirra sem taka gjald fyrir að fara með ferðamenn um land í eigu annarra.&#160; </div> <div> <br /> Þá þurfum við að huga að fagurri ásýnd náttúrunnar og skilja ekkert eftir sem ekki á þar heima. Með aukinni umferð um landið eykst hættan á mengun lífríkis og vistkerfis, sem eru í raun undirstaða tilveru okkar. Með samstilltu átaki getum við í sameiningu gætt þess að halda landinu hreinu og umgangast náttúruna af virðingu. Þar þurfum við að byrja á okkur sjálfum og brýna fyrir börnum okkar þá hugsun að henda ekki rusli á almannafæri. </div> <div> <br /> Megi Dagur íslenskrar náttúru verða okkur öllum ánægjulegur.&#160; </div>

2014-09-16 00:00:0016. september 2014Ávarp umhverfis- og auðlindaráðherra á Degi íslenskrar náttúru

<em>Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, flutti eftirfarandi ávarp á hátíðardagskrá umhverfis- og auðlindaráðuneytisins sem haldin var í tilefni Dags íslenskrar náttúru 16. september 2014.</em><br /> <br /> <p>Góðir gestir,<br /> </p> <div> <br /> </div> <div> Náttúra Íslands hefur minnt á sig svo um munar undanfarnar vikur. Daglega höfum við fengið fréttir af skjálfandi jörð og kraumandi kviku neðanjarðar og fylgst úr fjarlægð með þeim magnaða dans sem okkar síkvika náttúra býður upp á þessa dagana í Holuhrauni norðan Dyngjujökuls. Á mörg hundruð metra svæði hefur jarðskorpan rifnað upp, eldur og brennisteinn þeyst tugi metra í loft upp og nýtt hraun numið land á tugferkílómetra svæði. Mannskepnan virðist harla smá andspænis slíkum ógnarkröftum.&#160;<br /> <br /> Við höfum líka fundið fyrir smæð okkar, í óvissunni um hvað gerist næst og hvort eldsumbrotin muni leiða til stærri hamfara sem skaðað geta menn, skepnur og innviði. Íbúar ákveðinna svæða hafa þegar orðið fyrir óþægindum og þurft að grípa til ráðstafanna vegna skertra loftgæða. Í því hafa þeir notið ráðlegginga og spáa okkar færustu sérfræðinga sem hafa staðið vaktina á nóttu sem degi undanfarnar vikur til að tryggja öryggi okkar allra. Í þeim efnum erum við óneitanlega betur sett en Íslendingar fyrri tíða sem tókust á við Móðuharðindi og önnur eldsumbrot fyrirvaralaust í óþéttu húsnæði og án þess að hafa aðgang að hlífðarbúnaði og stöðugum upplýsingum líkt og nú er.&#160;<br /> <br /> En gosið nú hefur ekki einungis verið til óþæginda og kvíða heldur líka aðdáunar. Í gegn um fjölmiðla og internetið höfum við séð myndir af þessu mikla sjónarspili sem hafa vakið athygli um allan heim og minnt enn og aftur á hversu sérstæð og kröftug náttúra Íslands er.&#160;Þetta er ekki í fyrsta sinn sem við höfum séð hvernig eldsumbrot hér á landi eru aðdráttarafl í sjálfu sér – skemmst er að minnast þess hvernig eldgosið á Fimmvörðuhálsi árið 2010 laðaði að sér fjölda gesta, innlendra og erlendra. Sama ár varð umfjöllunin vegna gossins í Eyjafjallajökli til þess að vekja athygli á Íslandi og Íslenskri náttúru svo um munaði.&#160;<br /> <br /> Augu umheimsins hafa opnast æ betur fyrir þeirri sérstöðu sem náttúra Íslands býr yfir. Varla þarf að fara mörgum orðum yfir þann gríðarlega vöxt sem orðið hefur í ferðamennsku hér á landi á undanförnum misserum og hefur íslensk náttúra gegnt lykilhlutverki í endurreisn efnahagslífsins. Þar spilar stórt hlutverk sérstaða okkar á endurnýjanlegri orku og einstök náttúrufegurð sem laðar til sín erlenda ferðamenn.<br /> <br /> Ánægjulegt er að bjóða gesti velkomna til að njóta íslenskrar náttúru en um leið hafa áhyggjur manna vaxið yfir því að íslenskir ferðamannastaðir séu ekki í stakk búnir að taka við þeim mikla fjölda ferðamanna sem sækja þá heim.<br /> <br /> Mikilvægt að huga að innviðum þessara staða og lagði ríkisstjórnin verulega fjármuni í verndaraðgerðir og uppbyggingu á ferðamannastöðum í ár. Á sama tíma hefur verið unnið að því í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu að útfæra leiðir til að fjármagna slíkar aðgerðir til framtíðar. Í þeirri vinnu er mikilvægt að gæta að víðtæku samráði svo ekki myndist gjá á milli ferðaþjónustunnar og almennings í landinu. Þar má almannarétturinn ekki vera settur í uppnám.&#160;<br /> <br /> Í þeirri vinnu sem framundan er við endurskoðun náttúruverndarlaga er brýnt að leiða til lykta ákvæði um almannarétt til umgengni um landið. Almannaréttur tengist lífsgæðum allra Íslendinga og því hvernig þeir upplifa sig í sínu eigin landi. Nauðsynlegt er að tryggja, eins og verið hefur, sanngjarnan rétt almennings til frjálsrar farar svo hann geti notið náttúru landsins, án þess að gengið sé á hagsmuni sem þar kunna að liggja fyrir. Í því sambandi hef ég velt fyrir mér hvort ekki þurfi að skilja betur í sundur almennan rétt einstaklinga til frjálsrar farar um landið og svo þeirra sem taka gjald fyrir að fara með ferðamenn um land í eigu annarra aðila. Með vaxandi áhuga og eftirspurn á að fara um landið í stórum stíl, hefur vaknað sú spurning hvort þeir aðilar, sem nýta eignarland þriðja aðila til ferðaþjónustu, þurfi ekki að leggja sitt af mörkum til að standa straum af vernd náttúru og uppbyggingu innviða og þjónustu á ferðamannasvæðum.&#160;<br /> <br /> Gjaldtaka til að fjármagna uppbyggingu á ferðamannastöðum er þó aðeins ein hlið á peningnum – hin hliðin og ekki síður mikilvægari er að hafa góða yfirsýn yfir þörfina á uppbyggingu og viðhaldi innviða á ferðamannastöðum. Eins og alltaf þegar höndlað er með opinbert fé er nauðsynlegt að forgagnsraða framkvæmdum svo fjármagnið fari þangað sem þörfin er brýnust hverju sinni.&#160;Í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu er unnið að gerð frumvarps sem tekur til þess með hvaða hætti best verði að byggja upp og jafnframt að viðhalda ferðamannastöðum til lengri tíma í formi framkvæmdaáætlunar, sem yrði sambærileg og samgönguáætlun. Gert er ráð fyrir að leggja fram þingsályktunartillögu á Alþingi til tólf ára, þar sem fram kemur hvernig uppbygging innviða á ferðamannastöðum verður háttað.&#160;<br /> <br /> Að fleiru þarf þó að hyggja, ekki síst því að við sýnum íslenskri náttúru tilhlýðilega virðingu í eigin umgengni um hana. Við þurfum að hafa í heiðri einföld atriði á borð við það að fara ekki út fyrir göngustíga á viðkvæmum svæðum og að hafa ekki á brott með okkur náttúrugripi á borð við t.d. fágæta steina. Ekki síður mikilvægt er að skilja ekkert eftir úti í náttúrunni sem ekki á þar heima.<br /> <br /> Hið gamla slagorð „Hreint land – fagurt land“ á hér vissulega við, því fátt spillir fagurri ásýnd náttúrunnar meira en rusl og sóðaskapur. Fleira er þó undir en ásýndin ein því rusl og önnur efni sem eftir verða í náttúrunni geta haft verulega mengandi áhrif á lífríki og vistkerfi, sem eru í raun undirstaða tilveru okkar. Með aukinni umferð um okkar fallegu náttúru eykst til muna hættan á slíkri mengun og því hefur aldrei verið mikilvægara að við höldum vöku okkar í þessum efnum. Með samstilltu átaki getum við í sameiningu passað upp á að halda landinu okkar og náttúru hreinni og fallegri, okkur sjálfum, gestum okkar og afkomendum til yndisauka.<br /> <br /> Dagur íslenskrar náttúru er okkur öllum áminning um mikilvægi þess að gæta vel að þeim gersemum sem okkur hefur verið treyst fyrir. Virðing fyrir einstæðri náttúru landsins þarf að vera rauður þráður í hugsun okkar og athöfnum og við þurfum að ala börn okkar upp í þeirri virðingu. Þar gegna foreldrar að sjálfsögðu lykilhlutverki en einnig er mikilvægt að skólarnir leggi áherslu á þetta í sínu starfi með því að beina sjónum nemenda sinna að náttúrunni og mikilvægi þess að umgangast hana af virðingu, upplifa hana og njóta hennar. </div> <div> <br /> Í því sambandi hefur Grænfánaverkefnið svokallaða, eða skólar á grænni grein, gegnt mikilvægu hlutverki. Verkefnið, sem Landvernd hefur haft umsjón með, miðar að því að styrkja umhverfis- og náttúrumennt í skólum. Yfir helmingur allra grunnskóla, hátt í 40% leikskóla, tíu framhaldsskólar og þrír háskólar taka þátt í verkefninu auk nokkurra tómstundaskóla, vinnuskóla og Náttúruskóla Reykjavíkur og aðsóknin eykst stöðugt. Það er mér því ánægja að geta greint frá því að í morgun, að lokinni afhendingu Grænfánans til Selásskóla, undirritaði ég og framkvæmdastjóri Landverndar samning um viðbótarfjárframlag til verkefnisins í vetur í því skyni að styrkja undirstöður þess og þróun.&#160;<br /> <br /> Fjölmiðlar gegna einnig mikilvægu hlutverki í að beina sjónum almennings að mikilvægi þess að huga að íslenskri náttúru og í dag verða að venju veitt Fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Auk þess verður Náttúruverndarviðurkenning Sigríðar í Brattholti veitt eldhuga, sem unnið hefur markvert starf á sviði náttúruverndar.<br /> <br /> Góðir gestir, </div> <div> <br /> </div> <div> Megi Dagur íslenskrar náttúru verða okkur öllum ánægjulegur og gott tækifæri til að leiða hugann að mikilvægi þess að vernda og virða náttúruna. Njótum þess sem hún hefur upp á að bjóða um leið og við gætum þess að varðveita hana fyrir þá sem landið eiga að erfa. Til hamingju með daginn.&#160;<br /> <br /> </div>

2014-09-05 00:00:0005. september 2014Grein umhverfis- og auðlindaráðherra í Fréttablaðinu - Náttúra og umhverfi undirstaða velferðar

<div> <em>Eftirfarandi grein Sigurðar Inga Jóhannssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra birtist í Fréttablaðinu 5. september 2014.<br /> </em> </div> <div> <br /> </div> <div> <br /> </div> <p>Íslensk náttúra gegnir lykilhlutverki í efnahagsbata landsins, bæði vegna sérstöðu sinnar hvað endurnýjanlega orku varðar og einstakrar náttúrufegurðar sem er helsta aðdráttarafl fyrir erlenda ferðamenn. Lífsgæði Íslendinga felast ekki síst í hreinu umhverfi sem tryggir okkur framúrskarandi vatnsgæði, litla loftmengun og mikið aðgengi að óspilltri náttúru. Þetta eru nokkrar af meginniðurstöðum heildarúttektar Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD) á umhverfismálum á Íslandi árin 2001 - 2013, sem kynnt var í gær.&#160;</p> <div> <br /> </div> <div> Meðal annars er fjallað um hvernig efnahagur og náttúra tengist – hvernig vöxtur og samdráttur hefur bein áhrif á umhverfið og hvernig náttúran hefur lagt grunninn að endurreisn efnahagslífsins. Við getum verið stolt af þeirri eindregnu jákvæðu umsögn sem gefin er en um leið eru settar fram gagnlegar ábendingar um að hverju beri að gæta.&#160; </div> <div> <br /> </div> <div> Svo jákvæð umsögn vekur okkur til umhugsunar um mikilvægi þess að varðveita gæðin sem felast í umhverfinu og náttúrunni. Við nýtingu auðlinda okkar þurfum við að bera virðingu fyrir umhverfi, náttúru og sérkennum landsins svo þau haldist jafn óspillt og raun ber vitni. Slíkt er brýnt fyrir þjóð sem byggir afkomu sína á sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda og hreinni náttúru.&#160; </div> <div> <br /> </div> <div> Þannig er undirstrikað í skýrslunni að náttúrutengd ferðamennska sé mikilvæg auðlind og að ferðaþjónustan hefur átt hvað ríkastan þátt í viðreisn efnahags landsins. Þá er fjallað um mikilvægi þess að formgera langtímaáætlun um byggingu innviða á ferðamannastöðum sem er í takt við frumvarp til laga um framkvæmdaáætlun um uppbyggingu ferðamannastaða sem ég mun leggja fram í haust. Í umfjöllun um orkumál fá Íslendingar rós í hnappagatið fyrir að vera það OECD ríki sem státar af hæsta hlutfalli endurnýjanlegrar orku en bent er á að velja þarf af kostgæfni áframhaldandi nýtingu með hámarks arðsemi og langtímahagsmuni heildarinnar að leiðarljósi. </div> <div> <br /> </div> <div> Niðurstöður OECD skýrslunnar undirstrika einnig að náttúra og umhverfi eru undirstaða velferðar í landinu en þrjá greinar - sjávarútvegur, orkuvinnsla og náttúrutengd ferðaþjónusta - standa undir um 4/5 allra okkar útflutningstekna. Því þarf umhverfis- og náttúruvernd &#160;að vera samofin allri stefnumörkun, opinberri starfsemi og stjórnsýslu, þvert á alla málaflokka.&#160; </div>

2014-08-29 00:00:0029. ágúst 2014Ávarp umhverfis- og auðlindaráðherra á Skipulagsdegi 2014

<em>Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfis- og auðlindaráðherra flutti eftirfarandi ávarp við upphaf Skipulagsdags 2014 sem haldinn var á Grand Hóteli 29. ágúst 2014.</em><br /> <br /> <div> <br /> </div> <div> Það er mér sönn ánægja að fá að ávarpa ykkur, fulltrúa &#160;sveitarfélaga landsins og samherja í skipulagsmálum.&#160; </div> <div> <br /> </div> <div> Nýtt kjörtímabil í sveitarstjórn er hafið og fulltrúar í nefndum og ráðum sveitarfélaga eru að hefja vinnu við mikilvæg verkefni eins og skipulagsmál sem er orðinn einn af grundvallarmálaflokkum &#160;sveitarstjórna landsins. Nýjar áskoranir eru framundan og nýta þarf tækifærið til að hrinda í framkvæmd stefnumálum sem án efa miða að því að bæta lífsgæði íbúa og efla samfélagið þó menn geti greint á um leiðirnar að þeirri framtíðarsýn. &#160; </div> <div> <br /> </div> <div> Í dagskrá Skipulagsdags 2014 er kastljósinu beint sérstaklega að ábyrgð sveitarstjórna og skipulagsnefnda í skipulagsmálum, enda margir að koma nýir inn á þann vettvang.&#160; </div> <div> <br /> </div> <div> Eitt af fyrstu verkefnum nýrrar skipulagsnefndar og sveitarstjórnar er að taka ákvörðun um hvort endurskoða þurfi aðalskipulag sveitarfélagsins. &#160;Aðalskipulagið er helsta stjórntæki sveitarstjórnar til að hrinda í framkvæmd stefnu sinni um byggðarþróun í sveitarfélaginu. Þar setur sveitarstjórn fram leiðarlýsingu fyrir þá vegferð sem hún óskar að þróun samfélagsins sé á og varðar leiðina með markmiðum svo ná megi settu marki.&#160; </div> <div> <br /> </div> <div> Ljóst er að kjörnir fulltrúar í skipulagsnefndum og sveitarstjórnum gegna mikilvægu hlutverki.Þeir bera ábyrgð á stefnumörkun aðalskipulagsins – að stefna aðalskipulags og byggðaþróun taki mið af þörfum íbúa og samfélagsins í heild &#160;– að uppbygging sé í takt við þróun samfélagsins og stuðli um leið að sjálfbærri þróun, eða eins og segir í markmiðum skipulagslaga: „stuðli að skynsamlegri og hagkvæmri nýtingu lands og landgæða, tryggi vernd landslags, náttúru og menningarverðmæta og komi í veg fyrir umhverfisspjöll og ofnýtingu, með sjálfbæra þróun að leiðarljósi.“ </div> <div> <br /> </div> <div> Það er því mikilvægt að fulltrúar sveitarstjórnar sem sinna skipulagsmálum hafi skýra framtíðarsýn og greini þróun mála þannig að ákvarðanir á hverjum tíma styðji við lífsgæði núverandi íbúa jafnt sem komandi kynslóða. Í þessu sambandi er einnig mikilvægt að tryggja framfylgd aðalskipulags við gerð fjárhags- og framkvæmdaáætlana sveitarfélaga. Sveitarstjórn getur þurft að leggja sig fram við að laða til sín íbúa eða fyrirtæki, sem falla vel inn í það púsluspil sem þarf að leggja, til að framtíðarsýn aðalskipulagsins nái fram að ganga. Það þýðir einnig að hafna getur þurft erindum sem ekki styðja við framtíðarstefnu sveitarfélagsins og til þess þarf pólitískan vilja, staðfestu og þor. &#160; </div> <div> <br /> </div> <div> Skipulagsfulltrúar, fagstofnanir og aðrir ráðgjafar eru skipulagsnefnd og sveitarstjórn til ráðgjafar við gerð skipulagsáætlana. Þessir aðilar þurfa að leggja fram greinagóðar upplýsingar og greiningu á erindum, til að auðvelda kjörnum fulltrúum að móta sína afstöðu og til að taka upplýstar ákvarðanir &#160;í skipulagsmálum.&#160; </div> <div> <br /> </div> <div> Góðir áheyrendur,&#160; </div> <div> <br /> </div> <div> Í október síðastliðnum fól ég Skipulagsstofnun að hefja vinna við Landsskipulagsstefnu 2015-2026 í samræmi við ákvæði skipulagslaga, en þar er kveðið á um að ráðherra leggi fram tillögu til þingsályktunar um landsskipulagsstefnu til 12 ára, innan tveggja ára frá alþingiskosningum.&#160; </div> <div> <br /> </div> <div> Í landskipulagsstefnu er sett fram stefna í skipulagsmálum, með það að leiðarljósi, að tryggja heildarhagsmuni við gerð skipulagsáætlana sveitarfélaga og að stuðla að sjálfbærri þróun og skilvirkri áætlanagerð. Landsskipulagsstefnunni er jafnframt ætlað að samþætta áætlanir ríkis og sveitarfélaga um landnotkun. </div> <div> <br /> </div> <div> Ég hef lagt fyrir Skipulagsstofnun að í Landsskipulagsstefnu 2015-2026 verði lögð áhersla á fjögur megin viðfangsefni, en þau eru:&#160; </div> <div> - Búsetumynstur og dreifing byggðar,&#160; </div> <div> - Skipulag landnotkunar í dreifbýli,&#160; </div> <div> - Skipulag haf- og strandsvæða og&#160; </div> <div> - Skipulag á miðhálendi Íslands en þegar landskipulagsstefnan tekur gildi mun hún taka yfir núgildandi svæðisskipulag miðhálendisins.&#160; </div> <div> <br /> </div> <div> Í landsskipulagsstefnu verður sett almenn stefna um framangreind viðfangsefni til leiðbeiningar við skipulagsgerð sveitarfélaga en gert er ráð fyrir að landsskipulagsstefnu sé framfylgt í gegnum skipulagsáætlanir sveitarfélaga. Í skýrslu Skipulagsstofnunar, Skipulagsmál á Íslandi 2014, lykilmælikvarðar og fyrirliggjandi áætlanir, sem gefin var út nú í ágúst, má auk þess finna upplýsingar um stöðu og þróun ýmissa forsenduþátta er varða skipulagsgerð og sem sveitarfélögin geta nýtt sér í forsendugreiningu fyrir endurskoðun á aðalskipulagi sínu.&#160; </div> <div> <br /> </div> <div> Farið verður nánar yfir stöðu vinnu við mótun landsskipulagsstefnunnar í erindi hér á eftir. Ég hvet sveitarfélögin til að setja sig vel inn í þá vinnu sem er í gangi og taka virkan þátt í samráðsvettvanginum sem boðið er upp á í skipulagsferlinu, þannig að sjónarmið þeirra hafi áhrif á mótun landsskipulagsstefnunnar.&#160; </div> <div> <br /> </div> <div> Ágætu fundargestir,&#160; </div> <div> <br /> </div> <div> Það bíða ykkar ýmsar áskoranir sem takast þarf á við í endurskoðun aðalskipulags en þær eru mismunandi eftir aðstæðum í sveitarfélögum landsins. &#160; </div> <div> <br /> </div> <div> Sem dæmi um áskoranir má nefna stefnumörkun og uppbyggingu vegna aukins fjölda ferðamanna, annars vegar fyrir sveitarfélög sem eru undir álagi vegna þessa og hins vegar sveitarfélög sem vilja byggja upp innviði og aðstæður til að laða til sín fleiri ferðamenn. Skipulag dreifbýlis er ein af stóru áskorunum í sumum sveitarfélögum þar sem mikilvægt er að tryggja að verðmætt landbúnaðarland verði ekki skert að óþörfu en um leið möguleika á uppbyggingu án tengsla við landbúnað með sjálfbæra þróun að leiðarljósi. </div> <div> <br /> </div> <div> Annað dæmi er skipulag þéttbýlis sem er þannig úr garði gert að uppbygging og samgöngur styðji hvort við annað og úr verði aðlaðandi bæjarumhverfi sem nýtist öllum í leik og starfi. </div> <div> <br /> </div> <div> Hafa þarf ætíð í huga að skipulag mótar rammann um daglegt líf íbúa og aðstæður fyrir atvinnulífið. Það er því mikilvægt að skipulagsáætlanir séu unnar með virkri þátttöku íbúa og annarra hagsmunaaðila þannig að sem best samstaða og eignarhald skapist um stefnuna. Um þetta og fleira munið þið ræða í dag og skiptast á skoðunum um. Ég óska ykkur góðs samráðsfundar og góðs gengis í skipulagsmálum þegar heim er komið.&#160; </div> <div> <br /> </div> <div> Góðan Skipulagsdag 2014. </div> <div> . </div>

2014-08-27 00:00:0027. ágúst 2014Ávarp umhverfis- og auðlindaráðherra á Nordic Biogas Conference 2014

<em>Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra flutti eftirfarandi ávarp á Nordic Biogas Conference 2014 27. ágúst 2014.<br /> </em><br /> <br /> <div> I would like to welcome you all to the Nordic Biogas Conference. Here we have an opportunity to exchange experiences and knowledge within the biogas area with special attention on green innovation for the future.&#160; </div> <div> <br /> </div> <div> When looking into the future it is important to learn from the past. Since the 1970´s Iceland has made considerable progress in waste management. The main waste treatment option in the 1970´s was open-pit burning, resulting in many small open dumps around the country. In the 1990´s the obvious disadvantage of widely spread uncontrolled open-pit burning had been recognized. In 2000 open-pit burning had gradually been phased out as not being acceptable any longer. Instead, landfill became the most general way of final waste treatment, but also few (small) incineration plants were built. The next big step was increased emphasis on recycling.&#160; </div> <div> <br /> </div> <div> Another trend we can derive from the past is the shift from waste management being almost exclusively carried out by individual municipalities to becoming a blooming business activity.&#160; </div> <div> <br /> </div> <div> We have come very far from open pits where waste was something to get rid of into the future to aiming at zero waste, a future where waste is a valuable commodity to use in the best possible way, a future that will build on green innovation for job creation.&#160; </div> <div> <br /> </div> <div> Recycling and reuse of materials is one of the biggest environmental challenges of the future. It is important to always take into account the life cycle of products. We also need to make better use of financial incentives to change the behavior of companies and the public. We need to make sure that our children will not look at waste as “waste” but as material that is important to use and reuse.&#160; </div> <div> <br /> </div> <div> I think it is important for all the Nordic countries and especially the sparsely populated countries in the north to have a clear vision in the waste management field, a vision that bears in mind that solutions that are perfect for big cities are probably not applicable in a sparsely populated area. &#160;We therefore need to put emphasis on innovation in the waste field and encourage small communities to share best practices between themselves. I am confident that this conference can give both small and larger municipalities inspiration on possible solutions for the future.&#160; </div> <div> <br /> </div> <div> The Nordic bioeconomy initiative, NordBio, is a project initiated as part of the Icelandic chairmanship of the Nordic Council of Ministers in 2014. I would like to take the opportunity to promote the project here since I believe it has clear connection to this conference. &#160;The aim of the project is to promote a more sustainable utilization of natural resources and encourage less waste of resources. </div> <div> <br /> </div> <div> The focus will be on projects that add economic, environmental and educational value. The Nordic countries have good prerequisites for clearing the path for a more biobased economy and also have a very holistic approach to societal change.&#160; </div> <div> <br /> </div> <div> This project falls mainly within three categories: Product development, sustainable food production and increased production of biomass and therefore biogas. It is well in line with both Nordic and European priorities in terms of green growth and sustainable development and reflects the overall priorities of the Nordic Bioeconomy Initiative. One of the aims is to increase biomass production for example; forestry, biomass for biotechnology products, biofuel, biomass for food production, including aquaculture. </div> <div> <br /> Iceland has under its chairmanship put emphasis on the bioeconomy and it is my believe that biogas will be an important part of the energy mix of the Nordic countries in the future. I believe it is important to use landfill gas and other biogas as byproduct but it is also important to look for new ways to make better use of our bioeconomy in the interest of green growth and sustainable development. &#160; </div> <div> &#160;<br /> I wish you all a very fruitful next three days.&#160;<br /> </div>

2014-08-22 00:00:0022. ágúst 2014Ávarp umhverfis- og auðlindaráðherra við afhendingu landgræðsluverðlauna 2014

<em>Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, flutti eftirfarandi ávarp við afhendingu landgræðsluverðlaunanna 22. ágúst 2014.</em><br /> <br /> <p>Góðir gestir,</p> <div> <span>Það er mér mikil ánægja og heiður að fá tækifæri til að vera með ykkur hér í Aratungu við afhendingu landgræðsluverðlaunanna. Það er mér ekki bara ánægja og heiður sem ráðherra umhverfis- og auðlindamála heldur ekki síður persónulega sem heimamanni hér í uppsveitum Árnessýslu. Hér í Biskupstungum er löng hefð fyrir hvers konar landbótastarfi.&#160;</span><br /> </div> <div> <br /> Viðurkenningar eins og landgræðsluverðlaunin eru veitt fyrir starf sem unnið er í þágu landgræðslu og þeir sem hljóta slíkar viðurkenningar eru þeir sem hafa með ósérhlífni, elju og útsjónarsemi unnið að því að bæta og vernda landið okkar. Það fyllir mann síðan aukaskammti af stolti þegar sveitungar manns eru þeir útvöldu, því margir eru til kallaðir en fáir útvaldir. </div> <div> <br /> Náttúran - sem við byggjum afkomu okkar á - tekur breytingum og kannski hraðari breytingum en oft áður. Það getur falið í sér tækifæri fyrir okkur en það getur líka breytt forsendum fyrir okkar samfélag.&#160;Breytingar á náttúrunni sem tengjast loftslagsbreytingum eru háðar mikilli óvissu. Líklegt er að hitastig hækki hér á landi. Eins eru líkur á að vindafar og úrkoma breytist líka. Hugsanlega verða meiri öfgar í veðurfari.&#160; </div> <div> <br /> Það er mikilvægt að við, samhliða því að leggja okkar af mörkum til að draga úr losun skaðlegra gróðurhúsalofttegunda og að binda kolefni í gróðri og jarðvegi, lögum okkur að breyttum aðstæðum. Hluti af slíkri aðlögun er að reyna að sjá fyrir þær breytingar sem eru líklegar í okkar umhverfi. Við getum byggt upp okkar vistkerfi og aukið getu þeirra til að taka við áföllum, það er kallað þanþol vistkerfa. Þannig getur aukinn gróður varið jarðveginn og dregið úr hættu af völdum flóða. Kjarr og skógur getur dregið úr hættu á öskufoki.&#160; </div> <div> <br /> Þetta er svolítið svipað og gildir um okkur sem samfélag. Við þurfum að hafa þanþol til að takast á við hraðar breytingar í tækni þar sem vart má greina á milli hver er húsbóndinn - tæknin eða við. Við þurfum líka að auka og viðhalda þekkingu okkar á landinu og hvernig best er staðið að því að vernda það og bæta. Þar gegna landgræðslufélög og skólar og áhrifamiklar fyrirmyndir afar mikilvægu hlutverki.&#160; </div> <div> <br /> Góðir gestir,&#160; </div> <div> <span>Við erum hér til að heiðra fólk sem hefur lagt á sig mikla vinnu við að vernda og bæta landið. Við höfum hér tvo menn sem hafa í gegnum tíðina unnið að landgræðsluverkefnum af ósérhlífni og hafa dregið vagninn í sínu samfélagi. Þeir eru fyrirmyndir ekki bara okkar sem eldri erum heldur unga fólksins, barnanna sem munu taka við landinu. Eiríkur og Þorfinnur ég óska ykkur báðum innilega til hamingju með landgræðsluverðlaunin.&#160;</span><br /> </div> <div> <span><br /> </span> </div> <div> Við erum líka með fulltrúa fræðslu og þekkingar í röðum verðlaunahafa og það er vel við hæfi að það sé Stóru-Vogaskóli. Þar er löng hefð fyrir fræðslu og margþættu starfi á sviði hvers kyns landverndar í umhverfi sem mótað er af náttúruöflum, eldgosum, jarðskjálftum, veðráttunni og síðast og ekki síst hafinu. Það er áskorun að tengja unga fólkið okkar við landið sitt, að fara um það, snerta það og skilja hvernig með það er best farið. Stóru Vogaskóli hefur fetað þá braut af öryggi og vil ég óska skólanum innilega til hamingju með verðlaunin.&#160; </div> <div> <br /> Ágætu verðlaunahafar, þið eruð verðugir handhafar landgræðsluverðlaunanna og eruð okkur hinum hvatning til að feta sömu braut í þágu landsins okkar og vil ég að lokum enn og aftur óska ykkur innilega til hamingju.&#160; </div> <div> Takk fyrir. </div>

2014-08-15 00:00:0015. ágúst 2014Ávarp umhverfis- og auðlindaráðherra á aðalfundi Skógræktarfélags Íslands 2014

<em>Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, flutti eftirfarandi ávarp á aðalfundi Skógræktarfélags Íslands sem haldinn var á Akranesi 15. ágúst 2014</em> <p>.<br /> <br /> <br /> </p> <div> Ágætu aðalfundarfulltrúar, góðir gestir, </div> <div> <br /> Það er mér sönn ánægja að fá að vera með ykkur við upphaf aðalfundar Skógræktarfélags Íslands hér á Akranesi. Þetta er í annað sinn eftir að ég tók við starfi umhverfis – og auðlindaráðherra sem ég fæ tækifæri að hitta ykkur og kynnast betur ykkar öflugu samtökum.&#160; </div> <div> <br /> Við Íslendingar eigum því láni að fagna að hér á landi eru starfandi mörg og öflug frjáls félagasamtök. Innan þeirra fá margir einstaklingar tækifæri og vettvang til að vinna að góðum málum og að sínum áhugamálum sem eru oftar en ekki í þágu samfélagsins. Félagasamtök gegna einnig því hlutverki að vera vettvangur skoðanaskipta og eru oft á tíðum stór liður í þroskaferli einstaklinga. Starf Skógræktarfélags Íslands sem hefur innan sinna vébanda um 60 félög um allt land með á áttunda þúsund félagsmenn er þannig vettvangur öflugs skógræktarstarfs og skoðanaskipta um allt sem lýtur að skógrækt. </div> <div> <br /> </div> <div> Samstarf Skógræktarfélags Íslands og ríkisins er víðtækt og mikilvægt fyrir gróður og jarðvegsvernd. Þar vil ég sérstaklega nefna verkefnið Landgræðsluskóga-, sem er samstarfsverkefni ríkisins og skógræktarfélaganna - en á vegum þess hefur verið gróðursett og land grætt upp síðan 1990 eða í 24 ár. Ekki er nokkur vafi á því að með þessu samstarfi hefur orðið margþættur ávinningur sem er sífellt að koma betur í ljós. Með landgræðsluskógaverkefninu hafa skógræktarfélögin unnið mikið og gott starf í að bæta rýrt land og í mörgum tilvikum gjörbreytt umhverfi þéttbýlisstaða. Þannig hafa ekki eingöngu náðst umhverfistengd markmið í þágu gróður- og jarðvegsverndar heldur einnig félagsleg og hagræn markmið í formi skjóls og bættri aðstöðu til útivistar. &#160; </div> <div> <br /> </div> <div> Nú fyrir jólin framlengdu stjórnvöld samninginn um Landgræðsluskóga til næstu 5 ára. Markmið samningsins er eins og áður að vinna að endurheimt landgæða með ræktun og gróðursetningu í rýrt og ógróið land. Samningurinn felur það í sér að árlegt framlag ríkisins til verkefnisins eru 35 milljónir króna. Upphæðina skal nota til plöntukaupa en heimilt er að verja allt að 20% af árlegu framlagi til umhirðu, grisjunar og bætts aðgengis. Það er fagnaðarefni að það náðist samstaða um að framlengja samninginn um þetta mikilvæga verkefni.&#160; </div> <div> <br /> </div> <div> Nú er unnið að gerð landsskipulagsstefnu og þessa dagana er verið að kynna greiningu valkosta fyrir einstök viðfangsefni landsskipulagsstefnu og umhverfisáhrifa þeirra. Vinna við landsskipulagsstefnu snertir málefni skógræktar og því er mikilvægt að áhugamenn um skógrækt láti sig það mál varða og láti rödd sína heyrast. Landsskipulagsstefna er ætlað að vera leiðarljós fyrir sveitarfélög. Þar eiga þau að geta leitað leiðbeininga um hvernig best sé að fjalla um einstaka málaflokka í skipulagsvinnu.&#160; </div> <div> <br /> </div> <div> Vinna við landsskipulagsstefnu er tækifæri fyrir sveitarfélögin, hagsmunaaðila og fagfólk til að eiga samræðu um málefni sem brenna á samfélaginu og tækifæri til að horfa sameiginlega fram á veginn. Við stöndum frammi fyrir fjölbreyttum áskorunum nú varðandi skipulag landnotkunar. Landbúnaður á sviði jarðræktar þróast hratt um þessar mundir, ferðamennska og útivist eykst hröðum skrefum og er að mörgu leyti undirstaða mikilvægs atvinnuvegar - ferðaþjónustunnar. Í þessum málaflokkum eru uppi margþætt sjónarmið og við verðum að skoða með hvaða hætti er skynsamlegt að stjórnvöld móti stefnu um skipulag landnotkunar til næstu áratuga.&#160; </div> <div> <br /> </div> <div> Í málaflokki eins og skógrækt skiptir miklu að horft sé til framtíðar, að stefnan sé skýr, að skógrækt sé liður í skipulagi, t.d. viðarframleiðslu, atvinnuþróun í dreifðum byggðum, kolefnisbindingu ásamt skjóls og útivistarmöguleikum. Félagasamtök eins og Skógræktarfélag Íslands og einstök aðildafélög þess þurfa að láta rödd sína heyrast í vinnu af þessu tagi, þar sem mótuð er stefna til framtíðar. </div> <div> <br /> </div> <div> &#160;Á síðasta þingi var samþykkt þingsályktun um eflingu skógræktar, sem er í samræmi við vilja ríkisstjórnarinnar. Þróunin síðustu ár og misseri sýnir okkur að leggja þarf meiri áherslu á úrvinnslu úr skógum landsins sem stuðlar jafnframt að styrkingu byggðar og atvinnuuppbyggingu. Aukin þekking á þeim viðfangsefnum og þróunarstarf er afar brýn þar sem framboð af viði er sífellt að aukast. Að sama skapi er unnið að greiningu á verkefnum stofnana innan umhverfis- og auðlindaráðuneytisins með það í huga að kanna kosti og galla mögulegra breytinga á þeirri uppbyggingu sem við þekkjum í dag.&#160; </div> <div> <br /> </div> <div> Ágætu aðalfundargestir, </div> <div> <br /> </div> <div> Akranes er ekki bæjarfélag sem hefur verið þekkt af skógum eða trjágróðri. Hins vegar blasir við öllum sem hér fara um góður árangur ræktunarstarfs, gróskumiklir garðar og fallegt umhverfi. Það er í raun sama hvar komið er á landinu – góður árangur ræktunarstarfs undanfarinna ára blasir við. Þar hafa kraftar og eljusemi ykkar &#160;- áhugafólks í skógrækt og ykkar félagshreyfingar, skógræktarfélaganna - skipt miklu máli. Til hamingju með það. &#160; </div> <div> <br /> </div> <div> Ég vil að lokum endurtaka þakkir mínar fyrir boðið hingað og árnaðaróskir til Skógræktarfélags Íslands og til Skógræktarfélaga Akraness og Skilmannahrepps. Ég vona að þið eigið árangursríkan aðalfund.&#160;<br /> Bestu þakkir,<br /> </div>

2014-06-02 00:00:0002. júní 2014Grein umhverfis- og auðlindaráðherra í Fréttablaðinu - Raki, mygla - meinsemd, meðul.

<p></p> <p><em>Eftirfarandi grein Sigurðar Inga Jóhannssonar umhverfis- og auðlindaráðherra birtist í Fréttablaðinu 2. júní 2014.</em><br /> </p> <p><strong><br /> </strong></p> <h3><strong>Raki, mygla - meinsemd, meðul</strong></h3> <p></p> <p>Umræðan um vandamál af völdum raka og myglu í húsnæði hefur farið vaxandi á undanförnum árum. Mannkyninu hefur enn ekki auðnast að vinna bug á þessari meinsemd þrátt fyrir miklar rannsóknir sem farið hafa fram á seinni tímum og þrátt fyrir hið flókna og umfangsmikla regluverk mannvirkjagerðar nútímans. Þetta gildir jafnt um Ísland sem og önnur lönd.</p> <p></p> <p>Ég fagna umræðu um þetta mikilvæga málefni. Rannsóknir á myndun myglu, vexti og áhrifum hennar á fólk spannar yfir mörg fræðasvið, s.s. byggingaverkfræði, líffræði og læknisfræði. Skoða þarf málið með heilstæðum hætti og vinnur umhverfis-og auðlindaráðuneytið í því að skipa þverfaglegan starfshóp sem mun fara vandlega yfir málið og skila tillögum að úrbótum&#160; sem miða m.a. að því að koma í veg fyrir raka og myglusveppi í íbúðar- og atvinnuhúsnæði.</p> <p></p> <p>Vöxtur myglu í híbýlum manna getur orsakast af mörgum samverkandi þáttum, svo sem raka, hitastigi, loftskiptum, byggingarefnum, hönnun, framkvæmd og jafnvel lífsstíl fólksins sem býr í húsnæðinu . Til að mynda skiptir loftraki í íbúðarhúsnæði verulegu máli því&#160; kjöraðstæður geta skapast innandyra á stöðum eins og baðherbergjum, þvottaherbergjum, kjöllurum, bílskúrum og víðar. Þá geta léleg loftskipti ýtt undir myndun myglusveppa og því þarf að gæta þess að útloftun eða loftræsting sé góð. Ef sveppurinn nær sér á strik getur hann haft neikvæð áhrif á heilsu fólks, sem er misberskjaldað fyrir áhrifum hans.</p> <p></p> <p>Jafnframt er mikilvægt að auka fræðslu og vitund fólks um þennan óboðna gest og því flókna samspili sem á sér stað í aðdraganda myglumyndunar. Sömuleiðis þarf að hvetja til rannsókna sem og efla gerð leiðbeininga vegna mannvirkjahönnunar og -gerðar. Skoða þarf hvort efla þurfi eftirlit með því að ákvæðum reglugerða á sviði byggingarmála sé framfylgt ásamt því hvort ástæða sé til að skerpa á lögum og reglum á viðkomandi sviði sem og lagaumhverfi vátrygginga og ábyrgðar. Því er brýnt að umræðan sé á þverfaglegum grunni svo heildstæð niðurstaða og lausn fáist til framtíðar .</p> <p></p> <p><strong>&#160;</strong></p> <p></p> <p><strong>&#160;</strong></p> <p><strong>&#160;</strong></p>

2014-06-02 00:00:0002. júní 2014Ávarp umhverfis- og auðlindaráðherra á fundi um Eyðimerkursamning S.þ. (UNCCD)

<em>Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfis- og auðlindaráðherra flutti eftirfarandi opnunarávarp á fundi sem haldinn var um Eyðimerkursamning Sameinuðu þjóðanna í Þjóðminjasafninu 2. júní 2014 í tilefni af heimsókn Monique Barbut framkvæmdasýru samningsins hingað til lands.</em><br /> <div> <br /> </div> <div> <br /> Dear Ms. Monique Barbut, Executive Secretary of the United Nations Convention to Combat Desertification </div> <div> Ladies and gentlemen, </div> <div> <br /> </div> <div> It is a great pleasure for me to address this meeting on the important topic of land degradation, desertification - on its multiple causes and effects on nature and society. It is a great honor to have Ms. Monique Barbut, the Executive Secretary of the United Nations Convention to Combat Desertification here with us and to have the opportunity to learn and discuss with you the important challenge of desertification as a worldwide challenge.&#160; </div> <div> <br /> </div> <div> The Convention to combat desertification – UNCCD is one of the three fundamental international agreements originating from the important Rio Conference in 1992, addressing great challenges to sustainable development. Desertification has destructive effects on ecosystems and poses threat to societies around the world.&#160; </div> <div> <br /> </div> <div> The convention addresses specifically the arid, semi-arid and dry sub-humid areas. This has sparked some discussion about the definition of the term desertification and the scope of the convention. This is of interest of us here in Iceland. The fact is that many ways, the challenges addressed by the Convention reflect the history of Icelandic soils, ecosystems and society.&#160; </div> <div> <br /> </div> <div> The climate in Iceland, strongly influenced by the warm Gulf Stream, is described as cold temperate in the lowlands and sub-arctic in the highlands. The land is humid in most areas with rainfall varying between 600 and 2000 mm pr. year. In large tracts of the north-east the land receives less than 600 mm pr. year.&#160; </div> <div> <br /> </div> <div> Despite these facts a large percentage of Iceland‘s terrestrial ecosystems has been devastated since the settlement. &#160;Eruptions and ash lowered the temperature locally and regionally. The consequence has been the formation of landscapes which are almost totally barren. The Icelandic language has a term for this type of landscapes. The term “auðn” is related to the term “auður” in the meaning empty or deserted. We also have the term “eyðimörk” to describe this phenomenon which can be translated as deserted wilderness or even deserted woods. </div> <div> <br /> </div> <div> In the beginning of the 20th century, land degradation was recorded on most of Icelandic lands and almost all of our forests and woodlands were lost.&#160; </div> <div> <br /> </div> <div> In 1997 the Agriculture Research Institute and the Soil Conservation Service presented the results from the mapping of soil erosion in Iceland. The results show that severe erosion is widespread in our country. </div> <div> <br /> </div> <div> The pioneering legislation from 1907 on Forestry and Protection against Soil Erosion was a major milestone in Icelandic efforts to address land degradation. On the basis of this legislation, the government established specific authorities to work on these issues. One of them gradually developed into the current Soil Conservation Service, which is acknowledged as the first such specific authority worldwide. &#160;The 100 years of organized work to combat soil erosion is a story of great efforts, which we are proud to communicate to others. It is also the basis of the establishment of the international Land Restoration Training Program we run in collaboration with the United Nations University. The effort by a few pioneers to halt marching sand dunes a century ago has gained new relevance for Iceland and for global issues. </div> <div> <br /> </div> <div> We see the potential collaboration between the three UN conventions on biodiversity, climate change and desertification. As a nation we have great opportunities in sequestering carbon in vegetation and soil as mitigation to climate change. We can restore ecosystems and biological diversity by enhancing soil formation through these efforts. And not the least we can halt desertification and the degradation of ecosystems.&#160; </div> <div> <br /> </div> <div> It is our obligation both to manage our land in sustainable manner so we avoid land degradation and desertification to happen, and to halt the erosion where it is depleting ecosystems and preventing ecosystems from recovering. This calls for transfer of knowledge and experience between researchers, policymakers and land users. </div> <div> <br /> </div> <div> Dear guests, </div> <div> <br /> </div> <div> Iceland has experienced land degradation and the loss of valuable ecosystems. As a nation we have fought these degradation processes and are interested to communicate and collaborate with others that are facing similar challenges. The establishment of the international Land Restoration Training Program in cooperation with the United Nations University is an important contribution to that. That program is an important venue for such mutual exchange has partly opened our eyes more widely to the fact that sustainable land management is not only technological exercise, but has to be based on bottom-up approach by encouraging the participation of local people. </div> <div> <br /> </div> <div> We are interested to learn more about the work of the United Nations Convention to Combat Desertification and your visit to Iceland, Ms Barbut, is an outstanding opportunity for that.&#160; </div> <div> <br /> </div> <div> I hope your stay here in Iceland will be interesting and informative for you and I thank you again for using your precious time to visit us.&#160;Thank you. </div>

2014-05-26 00:00:0026. maí 2014Grein umhverfis- og auðlindaráðherra í Fréttablaðinu - Uppbygging og verndun

<p></p> <p><em>Eftirfarandi grein Sigurðar Inga Jóhannssonar umhverfis- og auðlindaráðherra birtist í Fréttablaðinu 26. maí 2014.</em><br /> </p> <p><br /> </p> <h3>Uppbygging og verndun</h3> <p></p> <p><span>Ráðast á í mikla uppbyggingu og verndaraðgerðir á ferðamannastöðum strax í sumar, en ríkisstjórnin samþykkti í síðustu viku að veita ríflega 350 milljónum króna framlagi til brýnna verkefna til verndunar á náttúru landsins og öryggissjónarmiða. Um er að ræða um 90 mismunandi framkvæmdir á gönguleiðum/göngustígum til að vernda okkar helstu náttúruperlur sem eru undir álagi vegna aukins ferðamannastraums. Þessar nauðsynlegu aðgerðir munu skapa fjöldamörg störf um allt land, en meðal annars er um að ræða svæði sem eru á rauðum lista Umhverfisstofnunar. Aðgerðirnar ná til friðlýstra svæða, þjóðgarða og svæða á náttúruminjaskrá, auk annara svæða sem eru vinsæl og undir álagi af ferðamennsku. Fjármunirnir skiptast á milli Þingvallaþjóðgarðs, Vatnajökulsþjóðgarðs, Umhverfisstofnunar, Landgræðslu ríkisins, Skógræktar ríkisins og sveitarfélaga vítt og breitt um landið. Fjölmargir einkaaðilar og samtök munu koma að þessum framkvæmdum sem dreifast víða um landið. Meðal annars er um að ræða endurnýjun á útsýnispalli við Gullfoss, göngu- og útsýnispall við Dettifoss, viðhald á gönguleiðum í Þórsmörk, endurbætur á gönguleiðum í Skaftafelli, við Látrabjarg, Goðafoss, Glym og Hengifoss og svo má lengi telja.</span> <span>Bæta þarf öryggi gesta eins og kostur er með góðum stígum og öryggisgirðingum um leið og verndargildi svæðanna eru uppfyllt.</span></p> <p></p> <p><span>Aðstæður hafa gjörbreyst hér á landi&#160; á skömmum tíma og hefur ekki síst orðið mikil fjölgun ferðamanna yfir vetrartímann sem nauðsynlegt er að bregðast við áður en í óefni er komið.</span> <span>Greinin hefur vaxið hratt og skapar miklar gjaldeyristekjur, væntanlega mest allra atvinnugreina á síðasta ári. Stuðlað hefur verið að vexti og framgangi ferðaþjónustunnar sem hefur skilað sér í auknum tekjum til þeirra sem selja ferðamönnum vörur og þjónustu.</span></p> <p></p> <p>Það felst mikil áskorun í því að taka á móti auknum fjölda ferðamanna og er náttúra landsins helsta aðdráttaraflið. Fyrr í vetur kynnti ég í ríkisstjórn útfærslu á uppbyggingu innviða og vernd náttúru á ferðamannastöðum. Í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu er nú unnið að heildstæðri áætlun sem nær yfir allt landið, en hingað til hefur skort skýra stefnumörkun og yfirlit yfir vandann á ferðamannastöðum. Slík áætlun er mikilvæg forsenda þess að hægt sé að ráðast í verndaraðgerðir og takast á við uppbyggingu innviða með skipulögðum hætti. Útfærslan verður grundvöllur fyrir úthlutun fjármagns sem yrði til við gjaldtöku, en ráðherra ferðamála útfærir leiðir til tekjuöflunar.</p> <p>&#160;</p>

2014-05-21 00:00:0021. maí 2014Grein umhverfis- og auðlindaráðherra í Fréttablaðinu - Vistheimt gegn náttúruvá

<p></p> <p><em>Eftirfarandi grein Sigurðar Inga Jóhannssonar umhverfis- og auðlindaráðherra birtist í Fréttablaðinu 21. maí 2014.</em><br /> </p> <p><strong><br /> </strong></p> <h3><strong>Vistheimt gegn náttúruvá</strong></h3> <p></p> <p>&#160;Í ár gegnir Ísland formennsku í Norrænu ráðherranefndinni. Formennskuáætlun Íslands ber&#160; yfirskriftina „Gróska og lífskraftur“ og eru þessi hugtök grunngildin í stærstu formennskuverkefnum okkar.</p> <p></p> <p>Norræna lífhagkerfið er eitt þessara verkefna en það gengur út á að leita leiða til að nýta betur lífrænar auðlindir okkar og þannig draga úr sóun þeirra hráefna sem þær gefa af sér. Lífrænar auðlindir eru einfaldlega allar lifandi auðlindir sem gefa af sér hráefni á borð við fiskafla, beitilönd, landbúnaðarafurðir og skóga sem nýtt eru til verðmætasköpunar.</p> <p></p> <p>Tryggja þarf heilbrigði vistkerfanna til að þau geti staðið af sér það álag sem fylgir athöfnum jarðarbúa og náttúruhamförum af ýmsu tagi. Eitt þeirra verkefna sem ráðist hefur verið í undir yfirskrift Norræna lífhagkerfisins kallast „Vistheimt gegn náttúruvá“ (ERMOND) en það er leitt af Landgræðslu ríkisins og Veðurstofunni. Markmið þess er að greina á hvern hátt sé hægt að auka þanþol vistkerfa gegn náttúruvá. Þátttakendur í verkefninu eru stofnanir frá öllum Norðurlöndunum sem sinna náttúruvá og endurheimt vistkerfa.</p> <p></p> <p>Þetta verkefni er afar mikilvægt ekki síst í ljósi þess að árlega hafa náttúruhamfarir áhrif á líf og lífsafkomu um 200 milljóna jarðarbúa, tugþúsundir farast og eignatjón er gríðarlegt. Manntjón er mest í fátækari ríkjum heims, en í vestrænum ríkjum er tjón einnig tilfinnanlegt, s.s. vegna snjóflóða, storma, eldgosa og vatnsflóða.</p> <p></p> <p>Vaxandi áhugi er á að nýta betur getu vistkerfa til að draga úr náttúruvá. Vitað er að votlendi og óshólmasvæði draga mjög úr flóðahættu og skóglendi binda eldfjallaösku og hindra þannig að hún valdi spjöllum.</p> <p></p> <p>Skynsamleg nýting og uppbygging á lífauðlindum getur þannig stuðlað að því að draga úr náttúruvá, ef hún er skipulögð með það í huga.&#160; Verkefninu „Vistheimt gegn náttúruvá“ er ætlað að stuðla að því að nýta þau tækifæri sem búa í norrænum vistkerfum til að draga úr náttúruvá.</p> <p></p> <p>Á Norðurlöndum er að finna mikið hugvit og skapandi hugsun og með norrænu samstarfi hafa Norðurlöndin sýnt svo ekki verður um villst að þau hafa allar forsendur til að vera í fararbroddi á mörgum sviðum. Markmiðið með formennskuáætlun Íslands og þeim verkefnum sem unnið er að innan ramma hennar er að styrkja stöðu Norðurlandanna enn frekar á þessu sviði.</p> <p></p> <p>&#160;</p> <p>&#160;</p>

2014-05-20 00:00:0020. maí 2014Ávarp umhverfis- og auðlindaráðherra - stofnun fólkvangs í Bringum í Mosfellsbæ

<p><em>Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfis- og auðlindaráðherra flutti eftirfarandi ávarp við stofnun fólkvangs í Bringum í Mosfellsbæ þann 20. maí 2014.</em><br /> </p> <p><br /> </p> <p>Góðan daginn Mosfellingar og aðrir góðir gestir,</p> <div> <br /> </div> <div> Það er gaman að fá að vera með ykkur hér í dag til að ganga frá stofnun fólkvangs hér á Bringum í Mosfellsbæ. </div> <div> <br /> </div> <div> Í tilefni af 25 ára afmæli Mosfellsbæjar árið 2012 var ákveðið að friðlýsa þrjá fossa í bæjarfélaginu. Í fyrra voru Álafoss í Varmá og Tungufoss í Köldukvísl friðlýstir og nú er komið að því að staðfesta friðlýsingu þriðja fossins - &#160;Helgufoss - ásamt næsta nágrennis sem fólkvangs. Alls er um að ræða 18,6 hektara svæði sem kennt er við eyðibýlið Bringur.&#160;<br /> <br /> </div> <div> Markmið þessarar friðlýsingar er að tryggja vernd svæðisins til útivistar, náttúruskoðunar og fræðslu, en auk náttúruminja eru á svæðinu töluvert af menningarminjum. Mikið er um seljarústir sem er vitnisburður um atvinnuhætti fyrri tíma þegar búfé var haft í seli yfir sumarmánuðina. Örnefni eins og Helgufoss, Helguhvammur, Helgusel og Helguhóll eru talin vera nafn Helgu dóttur Bárðar Snæfellsáss en aðrir tengja nafnið kirkjujörðinni Mosfelli og að upphafleg merking væri hið helga sel. Þá geta þeir, sem glöggir eru, séð að hér í Helguhól er mikil byggð huldufólks.<br /> <br /> </div> <div> Bærinn Bringur, sem stundum var nefndur Gullbringur, var byggður sem nýbýli úr landi Mosfells árið 1856 og mun hafa farið í eyði á sjöunda áratug síðustu aldar. Eins og þið sjáið hafa heimatúnin ekki verið víðfeðm en jörðin þótti ágæt sauðfjárjörð enda stutt í afréttarland á Mosfellsheiði. Til að tryggja heyforða sóttu Bringnabændur stundum í slægjuland á Mosfellsheiði. Frá Bringum er útsýni niður yfir Mosfellsdal niður með Köldukvísl, sem er landamerki jarðarinnar við Hraðastaði, allt til sjávar í Leiruvogi, en þar er friðlandið Varmárósar. Handan Köldukvíslar rís hæsta fjall bæjarfélagisns, Grímansfell og Helgufoss er rétt við túnjaðarinn. </div> <div> <br /> Bringur var efsti bærinn í Mosfellsdal á æskuárum Halldórs Laxness hér í sveitinni. Í endurminningarbók sinni Í túninu heima lýsir hann heimsókn með móður sinni að Bringum, en þar segir:&#160; </div> <div> <br /> </div> <div> „Bringnakotið stóð hátt á bersvæði, berskjaldað fyrir vindum. Kálgarðurinn var steingerði utanum ekki neitt; hann hafði ekki einusinni verið stúnginn upp þegar við komum þangað í miðjum sólmánuði, en lá útafyrir sig, án tengsla við kotið. Smáfuglar bjuggu milli steina í garðhleðslunni, dilluðu stéli og súngu ákaft og fagurlega fyrir aungvu káli. Að því ég best vissi voru þá ekki kýr á bænum. Hér var enn eitt moldargólfið. Við sátum þarna óratíma og baðstofan fylltist af móreyk; kannski vorum við að bíða eftir kaffi? Ég er búinn að gleyma því; auk þess var ég of úngur til að drekka kaffi.” </div> <div> <br /> Í seinni tíð hefur í auknum mæli verið bent á mikilvægi náttúrulegs umhverfis fyrir lýðheilsu manna. Augljóst er að við þurfum að gera átak í að hvetja fólk til útiveru og hreyfingar. Þar væri t.d. hægt að benda á hin fjölmörgu verndarsvæði sem friðlýst hafa verið, ýmist vegna sérstaks verndargildis lífríkis eða jarðmyndana og að þar gefist tækifæri á að fræðast um náttúru viðkomandi svæðisins. Hér í Mosfellsbæ hefur einmitt verið lögð áhersla á útivist almennings undanfarin ár.&#160; </div> <div> <br /> Þetta er stórt heilbrigðismál og þessu tengt eru læknar farnir að gefa sjúklingum „hreyfiseðil“ í staðinn fyrir „lyfseðil“ sem byggir á því að læknir metur einkenni og ástand einstaklings og ávísar síðan hreyfingu sem meðferð eða hluta af meðferð. Það má vel vera að í framtíðinni fái sjúklingar göngukort, líkt því sem Mosfellsbær hefur gefið út yfir gönguleiðir í bæjarfélaginu, í stað lyfseðils.&#160; </div> <div> <br /> Í dag bætum við enn einu svæði í flokk verndarsvæða þar sem áhersla er lögð á útivist í fallegu umhverfi þar sem almenningur getur notið náttúrulegs umhverfis. Svæði sem býr yfir náttúrufegurð, sögu um búsetu fyrri tíma og menningarminjum og er steinsnar fá þéttbýli höfuðborgarsvæðisins. Höfum í huga að friðlýsing er ekki boð og bönn, þvert á móti. Stofnun fólkvangs á einmitt að stuðla að aukinni útivist og bættu aðgengi fólks til að njóta og upplifa fegurð landsins.&#160; </div> <div> <br /> Ég óska Mosfellingum til hamingju með þennan áfanga og okkur öllum til hamingju með friðlýsinguna í dag og treysti því að stofnun fólkvangsins á Bringum verði núverandi kynslóð jafnt sem komandi kynslóðum til ánægju og framdráttar. </div>

2014-04-29 00:00:0029. apríl 2014Ávarp umhverfis- og auðlindaráðherra á hátíðarathöfn á Degi umhverfisins 25. apríl 2014

<p></p> <p><em>Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra flutti eftirfarandi ávarp á hátíðardagskrá umhverfis- og auðlindaráðuneytisins sem haldin var í Víkinni, Sjóminjasafni Íslands, á Degi umhverfisins 25. apríl 2014.</em><br /> </p> <p></p> <p><br /> </p> <p></p> <p>Góðir gestir – gleðilega hátíð!</p> <p></p> <p>Og gleðilegt sumar! Vorið sem nú er í lofti fyllir mann óneitanlega bjartsýni – enda bjartasti og frjósamasti tími ársins framundan. Þá skartar umhverfið sínu fegursta – fuglar fylla loftin, gróðurinn blómstrar og skepnur og menn njóta hlýinda og útivistar í faðmi íslenskrar náttúru. Það er einstaklega vel viðeigandi í upphafi þessarar birtutíðar að leiða hugann að umhverfi okkar og fagna því á sérstökum degi umhverfisins.</p> <p></p> <p>En umhverfismál eru ekki bara til að hugsa um á tyllidögum heldur þurfa þau að vera samtvinnuð öllum athöfnum hversdagslífsins, hvort sem það er í leik og starfi. Í því felst heilmikil áskorun því það getur verið meira en að segja það að takast á við og breyta hversdagslegum venjum sem hafa orðið til yfir langan tíma.</p> <p></p> <p>Hins vegar gæti komið á óvart hversu mikill ávinningurinn er af því að hafa umhverfisvernd í fyrirrúmi – ekki bara fyrir umhverfið sjálft heldur fáum við ótalmargt annað „í kaupbæti“. Þannig er ekki ólíklegt að fjárhagslegur, heilsufarslegur, samfélagslegur og/eða siðferðislegur ávinningur sé af umhverfisvænni lífsháttum.</p> <p></p> <p>Gott dæmi um þetta er matarsóun, sem var meginumræðuefnið á fróðlegum morgunverðarfundi sem umhverfis- og auðlindaráðuneytið stóð fyrir í morgun. Þar var meðal annars rætt um orsakir og afleiðingar matarsóunar, hvað stýrir okkur sem neytendum og ýmsar aðgerðir sem ólíkir aðilar hafa ráðist í með það að markmiði að draga úr sóun matvæla. Í þeim efnum getum við öll lagt okkar lóð á vogarskálarnar.</p> <p></p> <p>Einstaklingar geta lagt sitt að mörkum með því að skipuleggja matarinnkaup betur, athuga dagsetningar og nýta matarafganga í stað þess að fleygja þeim.</p> <p></p> <p>Framleiðendur geta lagt sitt af mörkum með því að nýta hráefni til hins ítrasta og veitingahús og mötuneyti geta lagt sitt af mörkum með því að breyta matseðlum og skammtastærðum svo fátt eitt sé nefnt.</p> <p></p> <p>Samlegðaráhrifin af því að hætta að henda mat eru mikil. Það, að gæta betur að því hvað við kaupum og hverju við hendum leiðir af sér mikilvægan ávinning fyrir umhverfið og auðlindirnar því matvælaframleiðsla og flutningar valda verulegu umhverfisálagi á jörðina sem við byggjum.</p> <p></p> <p>Þar fyrir utan er fjárhagslegur ávinningur fyrir einstaklinga og samfélagið af því að hætta að sóa mat augljós en um leið er siðferðislega og samfélagslega rétt að henda ekki matvælum á sama tíma og fjöldi manna í heiminum sveltur.</p> <p></p> <p>Hjólreiðar eru annað dæmi um hvernig umhverfisvernd, heilsuefling og fjárhagslegur sparnaður fara saman – þegar umhverfisvænn samgöngumáti er notaður til að komast ókeypis á milli staða og rækta líkamann í leiðinni.</p> <p></p> <p>Þriðja atriðið sem vert er að nefna hér er dæmi um það hvernig hægt er að ráðast í aðgerðir sem hafa jákvæð og víðtæk áhrif á ólíkum stigum samfélagsins.</p> <p></p> <p>Í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er rík áhersla lögð á aukna skógrækt, landgræðslu og &#160;aðra eflingu gróðurlenda landsins og er í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu þegar hafinn undirbúningur að því að hrinda þeim áformum í framkvæmd. Þótt meginmarkmið þessara áforma sé að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og binda kolefni er ávinningurinn mun margþættari.</p> <p></p> <p>Þannig stuðlar skógrækt, landgræðsla og endurheimt votlendis ekki einungis að því að draga úr gróðurhúsaáhrifum heldur einnig að endurheimt vistkerfa, bindingu jarðvegs og líffræðilegrar fjölbreytni. Þá eru ótalin ýmis önnur mikilvæg áhrif, allt frá atvinnusköpun í heimahéraði til bættrar ímyndar landsins á alþjóðavettvangi.</p> <p></p> <p>Góðir gestir</p> <p></p> <p>Eins og ég nefndi hér á undan geta allir lagt sitt af mörkum og breytt háttum sínum í því skyni að lífshættir okkar verði betri og umhverfisvænni.</p> <p></p> <p>Þar eru fjölskyldurnar mikilvægir þátttakendur en á þeim vettvangi hefur reynslan sýnt að bestu verkstjórarnir eru ekki endilega þeir sem þar eiga að halda um stjórnartaumana heldur þvert á móti yngstu fjölskyldumeðlimirnir &#160;– „litlu harðstjórarnir“ – börnin, sem gera æ ríkari kröfur á foreldra sína og annað heimilisfólk um að bæta ráð sitt í umhverfismálum .</p> <p></p> <p>Kannski ekki svo undarlegt í ljósi þess að þau munu erfa þessa jörð sem við reiðum okkur öll á til afkomu. &#160;</p> <p></p> <p>Eftir að leik- og grunnskólar hafa aukið til muna umhverfisstarf sitt berast fregnir af því að þessir ungu varðliðar umhverfisins haldi foreldrum sínum stöðugt við efnið að flokka mjólkurfernur, skrúfa fyrir vatn þar sem það rennur að óþörfu og slökkva ljós þegar þess er ekki þörf.</p> <p></p> <p>Hvað ungur nemur gamall temur segir máltækið, og þannig veita krakkarnir foreldrum sínum ákveðna umhverfismenntun sem kannski var ekki eins ríkur þáttur í skólastarfi á árum áður.&#160; Og smám saman verða umhverfisvænni lífshættir vonandi okkur eðlislægir og samtvinnaðir hversdagslegum athöfnum.</p> <p></p> <p>Á eftir veitum við einmitt grunnskólabörnum viðurkenninguna Varðliða umhverfisins, fyrir verkefni sem þau hafa unnið í skóla sínum um umhverfismál&#160; og verður spennandi að heyra um viðfangsefni þeirra krakka sem hljóta viðurkenninguna í ár. Að auki mun fyrirtæki hljóta Kuðunginn fyrir framúrskarandi umhverfisstarf á síðasta ári, en þetta verður í 19. sinn sem viðurkenningin er afhent.</p> <p></p> <p>Það er mikilvægt að hampa því sem vel er gert á þeim vettvangi því fyrirtæki gegna lykilhlutverki í að stuðla að vistvænni framtíð okkar allra.</p> <p></p> <p>Hvort heldur er í framleiðsluháttum, orkusparnaði, framboði á vistvænum vörum eða með því að hafa áhrif á hugarfar og skoðanir fólks þá geta fyrirtæki lyft Grettistaki því umhverfisáhrif þeirra eru margföld á við umhverfisáhrif venjulegrar fjölskyldu.</p> <p></p> <p>Og jafn sjálfsagt og það á að vera fyrir einstaklinga að taka sínar hversdagslegu ákvarðanir með hagsmuni umhverfisins í huga þurfa vistvænir starfshættir sömuleiðis að verða hið eðlilega viðmið hjá fyrirtækjum.</p> <p></p> <p>Góðir gestir.</p> <p></p> <p>Það er skylda okkar allra – einstaklinga, fyrirtækja sem og stjórnvalda – að gera það sem í okkar valdi stendur til að draga úr neikvæðum áhrifum mannsins á umhverfið. Við eigum bara eina jörð og hún þarf að duga, ekki bara okkur sem byggjum hana þessa stundina heldur komandi kynslóðum um ókomna framtíð.</p> <p></p> <p>Dagurinn í dag – Dagur umhverfisins – minnir okkur á um hvaða verðmæti er að tefla og að það er í okkar höndum að varðveita þau. Til þess þarf bæði þor og vilja en með hvorutveggja í farteskinu er okkur ekkert að vanbúnaði.</p> <p>Til hamingju með daginn.&#160;</p>

2014-04-25 00:00:0025. apríl 2014Grein umhverfis- og auðlindaráðherra í Fréttablaðinu - Dagur umhverfisins

<p></p> <p><em>Eftirfarandi grein Sigurðar Inga Jóhannssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra, birtist í Fréttablaðinu á Degi umhverfisins 25. maí 2014.</em><br /> </p> <p><em><br /> </em></p> <h3>Dagur Umhverfisins</h3> <p></p> <p>Dagurinn í dag er helgaður umhverfinu. Umhverfismál þurfa að vera samtvinnuð öllum athöfnum hversdagslífsins, bæði &#160;í leik og starfi. Í því felst heilmikil áskorun því það getur verið meira en að segja það að takast á við og breyta hversdagslegum venjum sem hafa orðið til yfir langan tíma. Einnig er afar líklegt að fjárhagslegur, heilsufarslegur og samfélagslegur ávinningur sé af umhverfisvænni lífsháttum.</p> <p></p> <p>Gott dæmi um þetta er matarsóun sem er siðferðislegt vandamál, ekki síst í hinum vestræna heimi. Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) áætlar að árlega fari 1,3 milljarðar tonna matvæla til spillis í heiminum.</p> <p></p> <p>Sú vitundarvakning sem er að verða um sóun matar er því bæði jákvæð og nauðsynleg. Þannig virðast flestir sammála um að matarsóun sé vandamál sem bregðast þurfi við. Við skiljum öll mikilvægi þess að maturinn sé nýttur í stað þess að honum sé hent.</p> <p></p> <p>Að gæta betur að hvað við kaupum og hverju við hendum leiðir ekki aðeins af sér betri nýtingu matvæla heldur er það mjög mikilvægt fyrir umhverfið.</p> <p></p> <p>Mörg okkar telja að við sóum ekki mat.&#160; Staðreyndin er hins vegar önnur.&#160;</p> <p></p> <p>Matarsóun felst í því að kaupa meira inn en maður hefur í raun þörf fyrir.&#160;</p> <p></p> <p>Matarsóun felst í því að henda slöppum eða blettóttum ávexti í stað þess að skera skemmdina af og borða ávöxtinn beint eða mauka t.d. í drykk.</p> <p></p> <p>Matarsóun felst í því að henda mat bara af því að það var búið að setja hann á borðið og hann kláraðist ekki.</p> <p></p> <p>Matarsóun felst í því að ýta matvörum aftar í skápinn þegar komið er með nýrri vörur úr búðinni og nota þannig yngri vörurnar fyrst og henda hinum.&#160;</p> <p></p> <p>Matarsóun er að henda restinni úr túpunni, dósinni eða flöskunni í stað þess að skera á túpuna eða þynna það sem er í flöskunni og nota.</p> <p></p> <p>Matarsóun felst í því að taka ekki heim með sér afganginn frá veitingastaðnum. &#160;Já, matarsóun er víðtæk.</p> <p></p> <p>Dagur umhverfisins – minnir okkur á um hvaða verðmæti er að tefla og að það er í okkar höndum að varðveita þau. Til þess þarf bæði þor og vilja en með hvorutveggja í farteskinu er okkur ekkert að vanbúnaði.</p> <p></p> <p>Til hamingju með daginn.</p>

2014-04-25 00:00:0025. apríl 2014Ávarp umhverfis- og auðlindaráðherra á morgunverðarfundi um matarsóun - Hættum að henda mat

<p></p> <em>Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra flutti eftirfarandi ávarp á morgunverðarfundi um matarsóun sem haldinn var á Degi umhverfisins 25. apríl 2014.</em> <p></p> <p><br /> </p> <p></p> <p>Góðir gestir.</p> <p></p> <p>Það er mér sönn ánægja að fá að ávarpa ykkur á Degi umhverfisins á morgunverðarfundi þar sem fjalla á um matarsóun undir yfirskriftinni „Hættum að henda mat“.</p> <p></p> <p>Matarsóun er siðferðislegt vandamál, ekki síst í hinum vestræna heimi. Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) áætlar að árlega fari 1,3 milljarðar tonna matvæla til spillis. Þetta er álíka mikill matur og framleiddur er árlega í Afríku sunnan Sahara eyðimerkurinnar.&#160; Á sama tíma fer ein af hverjum sjö manneskjum í heiminum svöng að sofa og yfir 20 þúsund börn deyja daglega úr næringarskorti.</p> <p></p> <p>Þessar staðreyndir endurspegla verulegt ójafnvægi þegar kemur að lífsstíl fólks sem ennfremur hefur stórfelld áhrif á umhverfi og efnahag, m.a. vegna losunar gróðurhúsalofttegunda, land- og vatnsnotkunar og ýmissar mengunar sem hlýst af matarframleiðslu og förgun matar.<span>&#160;</span></p> <p></p> <p>Sú vitundarvakning sem er að verða um sóun matar er því bæði jákvæð og nauðsynleg. Það hefur verið sérstaklega ánægjulegt að fylgjast með því hversu virkan þátt almenningur hefur tekið í umræðu um nauðsyn þess að stemma stigu við sóun matvæla.</p> <p></p> <p>Þannig virðast flestir sammála um að matarsóun sé vandamál sem bregðast þurfi við. Við skiljum öll mikilvægi þess að maturinn sé nýttur í stað þess að honum sé hent og þannig að dregið sé úr úrgangssöfnun. Skoða þarf myndun úrgangs í víðu samhengi, enda hlýst hún – þar með talin matarsóun – af neyslu einstaklinga, heimila og fyrirtækja.</p> <p></p> <p>Þetta kallar á að beitt sé lífsferilshugsun í allri stefnumótun og ákvarðanatöku um úrgangsmál, jafnt á vettvangi stjórnvalda sem og við framleiðslu vara. Matarúrgangur fellur nefnilega til á öllum stigum matarkeðjunnar og ástæðurnar eru af margvíslegum toga. Má áætla að í þróunarlöndunum sé sóunin meiri á framleiðslustiginu á meðan því er öfugt farið í hinum vestrænum ríkjum þar sem sóunin á sér stað frekar á neyslustigi vörunnar.</p> <p></p> <p>Í frumvarpi til laga um breytingu á lögum um meðhöndlun úrgangs sem ég lagði fram á Alþingi í nóvember síðastliðnum er kveðið á um ákveðna forgangsröðun við meðhöndlun úrgangs og setningu reglna um stjórnun og stefnu í úrgangsmálum.&#160;</p> <p></p> <p>Felst hún í fyrsta lagi í forvörnum í því skyni að koma í veg fyrir myndun úrgangs og má segja að umræða á borð við þá sem við munum eiga hér í dag um matarsóun sé einmitt liður í slíkum forvörnum.</p> <p></p> <p>Þá er næst í forgangsröðinni undirbúningur fyrir endurnotkun, þá endurvinnsla, síðan önnur endurnýting, eins og &#160;orkuvinnsla, og loks förgun.</p> <p></p> <p>Í frumvarpi því sem ég hef vísað til eru sett fram viðmið sem útfærð verða í reglugerðum um það hvenær úrgangur hættir að vera úrgangur og telst vera hráefni sem mun stuðla að enn frekari nýtingu.</p> <p></p> <p>Eitt erindana hér á eftir fjallar einmitt um aukna nýtingu hráefna í matvælaframleiðslu, sem dregur úr sóun.</p> <p></p> <p>Matarúrgangur verður til af ýmsum ástæðum, svo sem offramleiðslu, ófullnægjandi geymsluaðferðum, óhentugum skammtastærðum og skorti á aðgæslu neytenda, t.d. þegar matur dagar uppi í ísskápnum.</p> <p></p> <p>Einstaklingar geta lagt sitt að mörkum til að berjast gegn matarsóun, svo sem með því að skipuleggja matarinnkaup betur, athuga dagsetningar og nýta matarafganga í stað þess að fleygja þeim.</p> <p></p> <p>Í því felst heilmikil áskorun því það getur verið meira en að segja það að takast á við og breyta hversdagslegum venjum sem hafa orðið til yfir langan tíma. Hins vegar er þetta gott dæmi um ávinninginn og samlegðaráhrifin af því að huga að umhverfinu í okkar daglega hversdagslífi.</p> <p></p> <p>Því það,&#160; að gæta betur að hvað við kaupum og hverju við hendum leiðir ekki aðeins af sér betri nýtingu matvæla heldur er það mjög mikilvægt fyrir umhverfið – í ljósi þess hversu matvælaframleiðsla og flutningar valda miklu umhverfisálagi á jörðina sem við byggjum.</p> <p></p> <p>Auk þess að nýta matinn okkar betur stuðlum við jafnframt að betri nýtingu auðlinda og drögum úr neikvæðum áhrifum á náttúruna. Þá er verulega fjárhagslegur ávinningur af því fyrir einstaklinga og samfélagið að hætta að sóa mat um leið og það er siðferðislega og samfélagslega rétt að henda ekki matvælum á sama tíma og fjöldi manna í heiminum sveltur.</p> <p></p> <p>Síðastliðið haust hlaut Selina Juul Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs 2013 fyrir baráttu sína gegn matarsóun. Hún hefur af miklum áhuga og eldmóð vakið athygli manna á málefninu og sett málið á dagskrá bæði á Norðurlöndum og á vettvangi Evrópusambandsins og Sameinuðu Þjóðanna.</p> <p></p> <p>Norðurlöndin hafa staðið fyrir auglýsingaherferðum gegn matarsóun og á vegum norrænu ráðherranefndarinnar eru verkefni í gangi til að stuðla að minni matarsóun. Má þar nefna formennskuverkefni Svía á síðasta ári um minnkun matarúrgangs á veitingastöðum, hótelum, mötuneytum og veisluþjónustum.</p> <p></p> <p>Ísland fer með formennsku í Norrænu ráðherranefndinni í ár.&#160; Eitt af formennskuverkefnum Íslands í ár er þverfaglegt verkefni á sviði umhverfismála, fiskveiða, fiskeldis, landbúnaðar, matvæla og skógræktar, atvinnulífs-, orkumála- og byggðastefnu, menntunar, menningar og rannsókna.</p> <p></p> <p>Þar undir má nefna verkefni undir forystu Matís um bætta hráefnanýtinu í matvælaframleiðslu, sem við heyrum meira af hér á eftir. Þá má geta þess að Landvernd hefur fengið fjármagn frá Norrænu ráðherranefndinni í verkefni til að draga úr matarsóun á Norðurlöndunum.</p> <p></p> <p>Einnig mun þetta mikilvæga málefni verða sett á dagskrá í Umhverfisráðuneytinu og vera liður í því að skapa undirlag til að vekja okkur betur til umhugsunar um að hætta að henda mat.</p> <p></p> <p>Hér á eftir verður fjallað nánar um umfang, ástæður og afleiðingar matarsóunar, hvað stýrir okkur sem neytendum þegar kemur að kaupum á mat, hvernig nýta má betur hráefni við matvælaframleiðslu, hvernig draga má úr matarsóun í mötuneytum og þá vitundarvakningu sem hefur orðið meðal almennings og stjórnvalda varðandi þetta málefni.</p> <p></p> <p>Mörg okkar telja að við sóum ekki mat.&#160; Staðreyndin er hins vegar önnur. &#160;</p> <p></p> <p>Matarsóun felst í því að kaupa meira inn en maður hefur í raun þörf fyrir.&#160;</p> <p></p> <p>Matarsóun felst í því að henda slöppum eða blettóttum ávexti í stað þess að skera skemmdina af og borða ávöxtinn beint eða mauka t.d. í drykk.</p> <p></p> <p>Matarsóun felst í því að henda mat bara af því að það var búið að setja hann á borðið og hann kláraðist ekki.</p> <p></p> <p>Matarsóun felst í því að ýta matvörum aftar í skápinn þegar komið er með nýrri vörur úr búðinni og nota þannig yngri vörurnar fyrst og henda hinum.&#160;</p> <p></p> <p>Matarsóun er að henda restinni úr túpunni, dósinni eða flöskunni í stað þess að skera á túpuna eða þynna það sem er í flöskunni og nota.</p> <p></p> <p>Matarsóun felst í því að taka ekki heim með sér afganginn frá veitingastaðnum og&#160;<span>matarsóun felst einnig í því að borða yfir sig…&#160; Já, matarsóun er víðtæk.</span></p> <p></p> <p>Ágætu gestir.</p> <p></p> <p>Tökum höndum saman og hættum að henda mat eins og kostur er. Með aukinni þekkingu og skapandi hugsun við nýtingu matvæla stígum við lítil skref sem munu breyta miklu og á endanum leiða til verulegs sparnaðar.</p> <p>Ég óska ykkur öllum góðs fundar.</p>

2014-04-04 00:00:0004. apríl 2014Grein umhverfis- og auðlindaráðherar í Fréttablaðinu - Bregðumst við loftslagsvánni

<p></p> <p><em>Eftirfarandi grein Sigurðar Inga Jóhannssonar umhverfis- og auðlindaráðherra birtist í Fréttablaðinu 4. apríl 2014.<br /> </em></p> <p><strong><br /> </strong></p> <h3><strong>Bregðumst við loftslagsvánni</strong></h3> <p></p> <p>Vísindanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) birtir nú í áföngum 5. úttekt sína á loftslagsbreytingum og áhrifum þeirra. Kaflar um líkleg áhrif loftslagsbreytinga hafa vakið mikla athygli að undanförnu. Það er ekki nýtt að IPCC dragi upp dökka mynd, en vísindin styrkjast með hverri úttekt og vægi niðurstöðunnar vex.</p> <p></p> <p>Ekki síst valda áhyggjum spár um fæðuöryggi. Til lengri tíma getur hlýnun lofthjúpsins leitt til minni uppskeru nytjajurta á borð við hveiti, maís og hrísgrjón. Áhrif á fiskistofna eru einnig illfyrirsjáanleg, þar sem þeir færa sig eftir breyttu hitastigi og straumum. Þetta er slæm tíðindi á sama tíma og mannkyn vex um tvo milljarða munna eða meira á næstu áratugum.</p> <p></p> <p>Allar þjóðir munu bera skaða af stórfelldum loftslagsbreytingum, líka við Íslendingar. Fyrir okkur er hin svokallaða súrnun sjávar eitt helsta beina áhyggjuefnið tengt loftslagsbreytingum. Aukinn styrkur CO2 breytir efnasamsetningu í sjó, sem getur haft alvarleg áhrif á vistkerfi hafsins. Röskun á náttúrufari og lífsskilyrðum á heimsvísu hefur einnig óbein áhrif á Ísland, vegna aukinnar hættu á upplausn, ófriði og flóttamannavanda.</p> <p></p> <p>Til skemmri tíma geta einstakir þættir orðið Íslendingum og öðrum norðlægum ríkjum hagfelldir. Þannig telja vísindamenn líklegt að hlýnun muni bæta ræktunarskilyrði á Íslandi. Þetta er staðreynd, sem breytir engu um að loftslagsvandinn er hnattræn vá, sem Ísland berst gegn ásamt öðrum. Það er líka rétt að benda á að í öllum vanda felst von um lausn. Hún felst að miklu leyti í loftslagsvænni tækni, sem dregur úr losun og bætir lífsgæði. Mörg íslensk fyrirtæki skara fram úr í slíkri tækni og á sviði endurnýjanlegrar orku. Ég fagna því ef nýsköpun á þessu sviði blómstrar og fyrirtækjum með loftslagslausnir gengur vel.</p> <p>Skýrsla IPCC er ákall til ríkja heims að gera betur. Ísland stendur sig að mörgu leyti vel í loftslagsmálum. Auðvitað getum við þó gert enn betur. Það má efla hlut rafbíla. Það má nýta loftslagsvænar tæknilausnir íslenskra hugvitsfyrirtækja í skipum. Það má efla kolefnisbindingu með skógrækt og landgræðslu. Tökum loftslagsspánum af alvöru og vinnum að lausnum með bjartsýni að vopni.&#160;</p>

2014-04-01 00:00:0001. apríl 2014Ávarp á setningu Grænna daga Háskóla Íslands 2014

<em>Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra flutti eftirfarandi ávarp f.h. umhverfis- og auðlindaráðherra við setningu Grænna daga í Háskóla Íslands 1. apríl 2014.&#160;</em> <div> <br /> </div> <div> <div> <br /> Dear students, teachers and other guests, </div> <div> <br /> It is a pleasure to be here with you today at the opening of the „Green days“ at the University of Iceland, as an acting Minister for the Environment and Natural Resources. This year the focus is on sustainability in cities, which is good as the cities offer many opportunities for a sustainable lifestyle – opportunities we can most certainly make more of than we do today. </div> <div> <br /> Ever since the publishing of the Brundtland report back in 1987 and the Rio Summit in 1992, it has been agreed among the world‘s nations that sustainable development is the right way to ensure prosperity for current and future generations. Sustainable development is based on three pillars – social, economic and environmental – and regards all aspects of human life, from every day activity of ordinary people to political decisions at an international level. Sustainability regards, not least, the city life and all its aspects, including spatial planning, our consumer habits, transport, leisure, lifestyle choices, schooling and food culture just to name a few. </div> <div> <br /> We can take a simple example from the day of a university student. The physical location of the university and how well it is served by public transport and cycle paths can be a key factor in the students‘ choice of transport mode – whether they choose to walk, bicycle, travel by bus or by private car. This little example demonstrates the alternatives cities can offer when it comes to sustainable lifestyle compared to other places where there may be no means of public transport and distances can be to long for walking or cycling. It can even be claimed that cities demand the establishment of sustainable transport, in order to reduce polluting emissions from vehicles – after all we all need to breath and air quality is a key to people's wellbeing.&#160; </div> <div> <br /> The dense population of cities also provides opportunities for co-using and re-using, which may not be as easy in more sparsely populated areas. In connection with the Green days an exchange market for clothes is held here at the university, where students can exchange clothes but markets in cities and towns have proven a great way to re-use clothes. &#160;In Reykjavík the Kolaportið market place down town has proven a great venue for giving new life to old clothes as well as the Salvation Army's markets to name some. Often, not the least among young people, used clothes can become fashionable and sought after. That way fashion direction and movements can directly affect how sustainable the clothes choice of individuals becomes.&#160; </div> <div> <br /> Waste of food has been debated a lot recently and doubtless there is much room for improvement in cities when it comes to reducing the waste of food – whether it is in the cases of restaurants which regularly throw away too much food, the use of raw material in producing food products or other use of food.&#160; </div> <div> <br /> In general more densely populated areas provide more opportunities when it comes to waste management and categorising and recycling of waste through the municipalities' waste collection system.&#160; </div> <div> <br /> Town planning plays a key role in providing the possibility for a sustainable lifestyle and planning is one of the issues that will be discussed during the Green Days this year. Increased density and a system of paths for bicycling have been high on the agenda in Reykjavik and elsewhere in the recent years, but town planning also offers more sustainable possibilities, as I am sure that many will be interested in learning more about in the presentations that will be on offer during the Green Days.&#160; </div> <div> <br /> Dear Guests, </div> <div> <br /> The issues that will be discussed during the Green Days this week are highly relevant to all of us. I must complement Gaia, the Environment and Natural Resources Master's Students Association, for their work on raising awareness of environmental issues within and outside the university community. Knowledge and education are key prerequisites for people to realise the importance of environmental protection. I congratulate you all on the Green Days in 2014 and I am convinced that they are step on our road to a better and more sustainable future, within and outside the city.<br /> Thank you. </div> </div>

2014-03-27 00:00:0027. mars 2014Ávarp umhverfis- og auðlindaráðherra á ársfundi Veðurstofu Íslands 2014

<em>Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis og auðlindaráðherra flutti eftirfarandi á varp á ársfundi Veðurstofu Íslands sem haldinn var 27. mars 2014.</em> <div> <br /> <br /> </div> <div> Góðir gestir, </div> <div> <br /> Það er mér ánægja að fá að ávarpa ykkur hér á ársfundi Veðurstofunnar nú í byrjun einmánaðar, sem er síðasti mánuður vetrar að fornu tímatali. Hann er oft á tíðum umhleypingasamur, en það sama má raunar kannski segja um flesta mánuði á okkar góða landi; það er fáu að treysta í veðrinu og mikil blessun að eiga góða vísindamenn til að spá fyrir um hegðun þess. Veðurstofan þarf að auki að fylgjast með jarðskorpunni, sem er yfirleitt til friðs í okkar nágrannaríkjum, en á stöðugri hreyfingu undir okkur Íslendingum, með tilheyrandi skjálftum, eldgosum og jökulflóðum.&#160; </div> <div> <br /> </div> <div> Það er ekki heiglum hent að taka að sér að spá fyrir um duttlunga höfuðskepnanna á Íslandi, en þess mun ánægjulegra að sjá að Veðurstofan nýtur mikils trausts meðal landsmanna. Í könnun nú í febrúar kom fram að 85,3% svarenda báru fullkomið eða mikið traust til Veðurstofu Íslands. Þetta er umhugsunarefni fyrir okkur sem störfum í stjórnmálum og sýnir mér fram á að e.t.v. eigum við að tala minna um pólitík og meira um veðrið til að fá betri tölur úr könnunum.&#160;<br /> <br /> Að öllu gamni slepptu, þá er það mikilvægt fyrir okkur að stofnanir sem bera ábyrgð á almannaöryggi njóti trausts og standi undir því með góðu starfi og vilja til að gera sífellt betur. Til hamingju með þetta, Veðurstofufólk.<br /> <br /> Það má segja að það hafi verið umhleypingar í þjóðlífinu og stjórnkerfinu á Íslandi á undanförnum árum eins og í veðrinu. Í ofanálag eru frosthörkur í ríkiskassanum. Þetta hefur haft áhrif á rekstur og umhverfi Veðurstofunnar eins og annarra opinberra stofnana. Ég tel þó að Veðurstofan hafi að mörgu leyti náð að sigla vel í gegnum þennan harðindakafla. Ég held að það hafi verið rétt skref að sameina gömlu Veðurstofuna og Vatnamælingar á sínum tíma og góð niðurstaða að geta hýst stærstan hluta starfseminnar á einum stað við Bústaðaveg. Veðurstofan er auðvitað smá í sniðum miðað við systurstofnanir í stærri löndum, en þess heldur þurfum við að gæta þess að stofnun af þessu tagi sé nógu veigamikil til að geta haldið uppi nauðsynlegum innviðum í tækjabúnaði og mannskap til að standa undir innlendum og alþjóðlegum kröfum.&#160; </div> <div> <br /> Nú stendur yfir skoðun á stofnanakerfi ráðuneytisins og raunar Stjórnarráðsins í heild, þar sem horft er til tillagna hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar. Sú vinna er í gangi og ekki tímabært að ræða um líklegar niðurstöður úr henni, en við hljótum þar að líta til fyrri reynslu. Mér sýnist ljóst að ekki sé æskilegt að rannsókna- og vöktunarstofnanir séu margar og litlar, heldur séu þar samlegðaráhrif í tækjum og gagnagrunnum og öðru sem kalli á aukið samstarf eða sameiningar. Sterkar einingar eiga líka auðveldara með að laða að erlenda styrki og samstarfsverkefni. Þar eru víða sóknarfæri, enda er náttúra Íslands einstakt viðfang varðandi til dæmis rannsóknir á eldvirkni, jöklum og loftslagsbreytingum; að ekki sé minnst á öskuskýjaveðurfræði, sem mér er sagt að sé ört vaxandi vísindagrein þótt sértæk sé. </div> <div> <br /> Alþjóðastarf og alþjóðatengsl eru sífellt mikilvægari þáttur í starfi Veðurstofunnar, meðal annars vegna þess að hún hefur mikið hlutverk tengt alþjóðlegri flugumferð og vaktar svæði sem er mun stærra en landið og jafnvel miðin. Veðurstofan hefur eflt þátttöku sína í alþjóðlegu samstarfi og má þar nefna stór rannsóknaverkefni sem ýmist eru í gangi eða í burðarliðnum og ráðuneytið reynir að styðja Veðurstofuna, þar sem aðkomu stjórnvalda er krafist.&#160;<br /> Þar má nefna EPOS-verkefnið, sem miðar að bættri vöktun jarðskorpuhreyfinga og eldgosa. Það var mér líka mikil ánægja að skrifa undir fulla aðild Íslands að Veðurtunglastofnun Evrópu, EUMETSAT, í fyrra. Sú aðild eykur aðgang Íslands að fjarkönnunargögnum og mun verða til þess að bæta enn áreiðanleika veðurspáa og almennt að efla vöktun og skilning á náttúrufari.&#160; </div> <div> <br /> Góðir gestir, </div> <div> <br /> Meginhlutverk Veðurstofu Íslands er skýrt og mun ekki breytast í náinni framtíð. Það eru hins vegar ýmis mikilvæg og spennandi verkefni framundan, sem Veðurstofan hefur hug á að ráðast í og munu gagnast þjóðinni í heild og verða sum þeirra væntanlega reifuð hér í dag á þessum fundi. Þar má til dæmis nefna hættumat vegna flóða af völdum vatnsfalla og sjávar, en þar má byggja á svipaðri vinnu og gerð hefur verið fyrir ofanflóð. Einnig þekki ég að Veðurstofan hefur hug á að gera sig meira gildandi í vinnu tengdri loftslagsbreytingum, sem lýtur að vísindum og aðlögun að líklegum breytingum í framtíðinni. Ég vil styðja Veðurstofuna til góðra verka á þessum sviðum eins og öðrum, en stjórnvöld þurfa þó auðvitað að vinna innan þess svigrúms sem tekjur ríkissjóðs gefa hverju sinni.&#160;<br /> <br /> Ríkisstjórnin leggur mikla áherslu á ábyrga fjármálastjórn til að vinna ríkissjóð og þjóðina út úr þeim þrengingum sem hrun fjármálakerfisins skapaði. Einnig þarf auðvitað að gæta þess vel hverju sinni, jafnvel þegar vel árar, að stofnanir sem reknar eru fyrir skattfé vinni að verkefnum sem eru í almannaþágu og eru vel skilgreind sem slík. Það eru ýmsir vorboðar í efnahagslífinu jafnt sem í náttúrunni nú, en ekki allar viðsjár úti og því rétt að lofa frekar minna en meiru við slíkar aðstæður. </div> <div> <br /> Ég vil þó ítreka að ég tel að Veðurstofan sé á réttri leið og að sá ráðherra sem hér stendur vill styðja við grunnstarfsemi stofnunarinnar, jafnt sem ýmis ný verkefni sem varða öryggi landsmanna og geta eflt skilning okkar á náttúrunni, gæðum jafnt sem ógnum. Veðurstofan á tryggan sess í hugum og hjörtum Íslendinga og býr við velvilja jafnt sem traust. Ég óska ykkur alls góðs á þessum ársfundi og í ykkar störfum og fullvissa ykkur um að umhverfis- og auðlindaráðuneytið mun vinna með ykkur að gera gott starf enn betra. </div> <div> Takk fyrir, </div>

2014-03-14 00:00:0014. mars 2014Ávarp umhverfis- og auðlindaráðherra á málþingi um úrgangsmál

<em>Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfis- og auðlindaráðherra flutti eftirfarandi ávarp á málþingi um úrgangsmál sem haldið var á Hótel KEA föstudaginn 14. mars 2014.</em><br /> <br /> <br /> <p>Góðir gestir,</p> <div> <br /> Það er mér sönn ánægja að fá að ávarpa ykkur hér á þessu málþingi um úrgangsmál. </div> <div> <br /> Umfjöllun um úrgang og hvað verður um hann er málefni sem hefur verið í brennidepli undanfarin ár og snertir daglegt líf okkar, enda verður úrgangur til vegna neyslu einstaklinga og varðar þannig rekstur heimila og fyrirtækja. Mikilvægt er því að beita svokallaðri lífsferilshugsun í stefnumótun og ákvarðanatöku um úrgangsmál, jafnt á vettvangi ríkis og sveitarfélaga og við framleiðslu vöru. <div> <br /> Á undanförnum árum hefur margt áunnist í meðhöndlun úrgangs á Íslandi, endurvinnsla úrgangs hefur aukist og dregið hefur úr urðun úrgangs. Fram til ársins 1970 voru ekki gerðar sérstakar kröfur til förgunarstaða úrgangs og algengt var að úrgangi væri brennt við ófullkominn bruna. Förgunarstaðir voru margir og oft staðsettir nálægt byggð til að ekki þyrfti að flytja úrganginn langar leiðir.&#160; </div> <div> <br /> Eftir 1970 voru byggðar nokkrar brennslustöðvar og urðunarstöðum fjölgaði og flokkun úrgangs var lítil. Í kjölfar gildistöku EES-samningsins í byrjun árs 1994 urðu breytingar á lagaumhverfinu varðandi úrgang. Endurvinnsla á úrgangi hefur aukist verulega og jafnframt hefur dregið úr urðun úrgangs.Það er ánægjulegt að &#160;finna hvað áhugi almennings, sveitarfélaga og fyrirtækja á úrgangsmálum hefur aukist mikið, sem hefur stuðlað að aukinni umhverfisvernd og ekki síst stuðlað að auknu verðmæti í nýtingu úrgangs. Þetta hefur beint sjónum að mikilvægi málaflokksins. </div> <div> <br /> Það er brýnt að meðhöndlun úrgangs sé markviss og hagkvæm og að úrgangur sem til fellur fái viðeigandi meðhöndlun. &#160;Þá þarf að leggja áherslu á að stuðla að sjálfbærri auðlindanotkun með aðgerðum og fræðslu til að draga úr myndun úrgangs og leggja aukna áherslu á nýtingu hráefna úr úrgangi. Með því móti má auka endurnotkun, endurvinnslu og endurnýtingu, s.s. orkuvinnslu. </div> <div> <br /> Ljóst er að þessi markmið nást ekki í einni svipan. Mikilvægt er að efla fræðslu til almennings um nauðsyn þess að flokka úrgang og koma honum til endurvinnslu og endurnotkunar. Leggja þarf áherslu á að einum eða fleiri úrgangsflokkum er haldið aðskildum frá öðrum úrgangi, á einhverjum tímapunkti í söfnun eða flokkun úrgangs, eftir tegund og eðli til að auðvelda tiltekna meðhöndlun.&#160;Stöðugt rekstrar- og lagaumhverfi þarf að vera til staðar á sviði úrgangsmála. Fyrir hendi þarf að vera langtímastefna með skýrum markmiðum þar sem málaflokkurinn er í mikilli þróun og kallar á, í sumum tilvikum á fjárfestingar til lengri tíma.&#160;Móta þarf framtíðarstefnu í úrgangsmálum í samstarfi við Úrvinnslusjóð, sveitarfélög og aðra hagsmunaaðila með sameiginlegt markmið að draga úr úrgangi og auka endurnýtingu. Verklagi þarf að breyta við stefnumótunina og að einhverju leiti þurfum við að tileinka okkur nýtt hugarfar og eyða ákveðinni óvissu sem hefur ríkt í málaflokknum.&#160; </div> <div> <br /> Grundvallarþjónusta fyrir meðhöndlun úrgangs þarf ávallt að vera til staðar og er því mikilvægt að skýra ábyrgðar- og verkaskiptingu þeirra aðila sem koma að málaflokknum til að tryggja stöðugleika til framtíðar. Til að stuðla að þessu þarf að breyta þeirri forgangsröðun sem verið hefur. &#160; </div> <div> <br /> Í frumvarpi til laga um breytingu á lögum um meðhöndlun úrgangs sem ég lagði fram á Alþingi í nóvember síðastliðnum er kveðið á um að við meðhöndlun úrgangs og setningu reglna um stjórnun og stefnu í úrgangsmálum skuli ákveðin forgangsröðun lögð til grundvallar. &#160; </div> <div> <br /> Í fyrsta lagi er lögð áhersla á ráðstafanir sem gerðar eru áður en efni, efniviður eða vara er orðin að úrgangi og að draga úr magni úrgangs.Þá er næst horft til undirbúnings fyrir endurnotkun, endurvinnslu, og svo aðra endurnýtingu, t.d. orkuvinnslu, og loks förgun.&#160;Gert er ráð fyrir að leitast sé við að velja þá kosti sem skila bestri heildarniðurstöðu fyrir umhverfið.&#160;Einnig þarf að setja fram viðmið um það hvenær úrgangur hættir að vera úrgangur og telst vera hráefni sem mun stuðla að enn frekari nýtingu úrgangs.&#160; </div> <div> <br /> Jafnframt er lagt til að aukaafurðir dýra falli ekki undir gildissvið laga um meðhöndlun úrgangs nema í afmörkuðum tilvikum, t.d. þegar skylt er að brenna þær samkvæmt regluverki um aukaafurðir dýra. Líta ber á aukaafurðir dýra sem hráefni, svo sem til fóðurgerðar, áburðarframleiðslu og moltugerðar. &#160;Þá er mikilvægt að hafa regluverkið skýrt og einfalt til að stuðla að nýtingu þessara hráefna og skapa aukin tækifæri á endurnýtingu. </div> <div> &#160;<br /> Í ár fer Ísland með formennsku í norrænu ráðherranefndinni og í febrúar síðastliðnum var Norræna lífhagkerfið (Nordbio) formlega sett af stað. Formennskuverkefnið er þverfaglegt verkefni á sviði umhverfismála, fiskveiða, fiskeldis, landbúnaðar, matvæla og skógræktar, atvinnulífs-, orkumála- og byggðastefnu, menntunar, menningar og rannsókna. Í þessu starfi verður unnið að verkefnum sem stuðla að sjálfbærri nýtingu lifandi náttúruauðlinda. </div> <div> &#160;<br /> Markmið Norræna lífhagkerfisins er m.a. að koma í veg fyrir myndun úrgangs og auka endurnýtingu og hámarka nýtingu lífrænna afurða. Má hér nefna verkefni undir forystu Matís um bætta hráefnanýtingu í matvælaframleiðslu.Framangreind verkefni geta nýst í barráttunni við sóun matvæla. Árlega er um 89 milljónum tonna af mat sóað í Evrópu. Dregið er í efa að nútíma matvælaframleiðsla og –neysla sé sjálfbær þegar til lengri tíma er litið. Ljóst er að grípa þarf til einhverra aðgerða til að draga úr þessari matarsóun. Þess má geta að Landvernd hefur fengið fjármagn frá norrænu ráðherranefndinni í verkefni um að draga úr matarsóun á Norðurlöndum.&#160; </div> <div> <br /> Þá verður einnig boðað til málþings um matarsóun á vegum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins á degi umhverfisins 25. apríl næstkomandi. </div> <div> <br /> Ágætu gestir. </div> <div> <br /> Mikilvægt er að horfa með heildstæðum hætti á úrgangsmál til framtíðar. Lagaumhverfið þarf að vera stöðugt til að fyrirbyggja óvissuþætti. &#160;Með frumvarpi því sem ég hef lagt fram á Alþingi verður stigið fyrsta skrefið í átt að heildstæðari löggjöf um úrgangsmál og verður áfram unnið að því verkefni í ráðuneytinu á næstu misserum. </div> <div> <br /> Að lokum vil ég óska ykkur öllum góðs málþings og vona að þig eigið ánægjulegan dag framundan.<br /> </div> </div>

2014-03-12 00:00:0012. mars 2014Ávarp umhverfis- og auðlindaráðherra á fagráðstefnu skógræktar

<em>Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfis- og auðlindaráðherra flutti eftirfarandi ávarp á árlegri fagráðstefnu skógræktar á Hótel Selfossi 12. mars 2014.<br /> </em><br /> <br /> <p>Kæra skógræktarfólk, skipuleggjendur, ágætu ráðstefnugestir,</p> <div> <br /> Það er mér sönn ánægja að fá að vera með ykkur hér við setningu þessarar árlegu fagráðstefnu skógargeirans. Hér er vettvangur hinna fjölmörgu sem leggja stund á skógrækt í landinu: rannsóknarmannsins, ráðgjafans, skógarbóndans og áhugamannsins.&#160; </div> <div> <br /> Þema ráðstefnu þessa árs er skógur og skipulag og á það svo sannarlega vel við þessi misserin. Á þessum tímapunkti er ýmislegt sem gefur tilefni til að horfa yfir farinn veg og leggja mat á hvernig okkur hefur tekist til. Síðustu ár hefur ríkið staðið með beinum hætti að þremur verkefnum um nýræktun skóga sem öll hafa sannað sig, hvert með sínum hætti.&#160; </div> <div> <br /> Fyrst má nefna landshlutaverkefni í skógrækt. Bændaskógrækt hefur verið stunduð með einhverju sniði í rúma fjóra áratugi allt frá s.k. Fljótsdalsáætlun á Héraði. Þessi stefna, að fjárfesta í skógi með því að styðja bændur og aðra landeigendur í skógrækt á sínu landi, hefur skilað því að nú er að verða hér til skógarauðlind með fjölbreyttum tækifærum . Þar liggja mjög mörg spennandi tækifæri sem ég sé að eru umfjöllunarefni ykkar á þessari ráðstefnu. </div> <div> <br /> Landgræðsluskógar skógræktarfélaganna eru annað mikilvægt verkefni. Þar hefur samstarf ríkisins við Skógræktarfélag Íslands og aðildarfélög þess um Landgræðsluskóga slitið barnsskónum og hefur nú verið starfrækt síðan árið 1990. Með landgræðsluskógaverkefninu hafa skógræktarfélögin unnið mikið og gott starf í að bæta rýrt land og í mörgum tilvikum gjörbreytt umhverfi þéttbýlisstaða. Þannig hafa ekki eingöngu náðst umhverfistengd markmið í þágu jarðvegsverndar heldur einnig félagsleg og hagræn markmið í formi skjóls og bættri aðstöðu til útivistar. &#160;Nú fyrir jólin framlengdu stjórnvöld samninginn um Landgræðsluskóga til næstu 5 ára þannig að það verkefni siglir áfram í fullum gangi. </div> <div> <br /> Hekluskógar eru barnið eða unglingurinn í þessum verkefnahópi. Fyrir eldfjallaeyju eins og Ísland er verkefni eins og Hekluskógar ekki síður mikilvægt í samfélagslegu tilliti en umhverfislegu. Og reynslan af því getur gagnast víðar en bara kringum Heklu. Íbúar í nágrenni Eyjafjallajökuls og Grímsvatna og reyndar miklu víðar hafa síðustu ár upplifað á eigin skinni hvernig askan úr þessum eldgosum er til viðvarandi óþæginda og getur hæglega valdið heilsutjóni. Dæmi úr t.d. Þórsmörk, þar sem birkið hefur dafnað á síðustu tveimur áratugum, sýnir hins vegar mátt gróðursins til að binda ösku. Það er eitthvað sem við getum nýtt okkur sem lærdóm og unnið með í verkefnum næstu ára og áratuga, að byggja upp þol vistkerfa landsins gegn áföllum eins og eldgosum. Til ef efla Hekluskógaverkefnið með aukinni gróðursetningu fékk verkefnið sérstakan 3 milljóna styrk nú fyrir skömmu.&#160; </div> <div> <br /> Hvert þessara verkefna hefur sína sérstöðu en öll eiga þau sameiginlegt að breyta landi. Þannig tengjast þau skipulagi. Skógrækt hefur óneitanlega áhrif á land, landslag, vistkerfi og aðra landnotkun. Skógrækt er líka þess eðlis að eðlilegt er að fjallað sé um hana í skipulagsáætlunum sem eru til langs tíma. Það er hins vegar líka mikilvægt að umfjöllun sveitarfélaga um skógrækt byggi á þekkingu og reynslu. Þess vegna er samtal ykkar skógræktarfólks og sveitarstjórnarmanna mikilvægt.&#160; </div> <div> <br /> Þjóðskógarnir okkar, í vörslu Skógræktar ríkisins, eru mikilvægar fyrirmyndir enda margir áratugum eldri en nýræktarsvæðin. Þeir eru fyrirmyndir þar sem við sjáum tækifærin sem skógrækt felur í sér, til útivistar, til viðarframleiðslu og hvernig land breytist við skógrækt. Við erum t.d. að upplifa að úrvinnsla úr þjóðskógum landsins er farin að skila talsverðum tekjum. Þessi þáttur skógræktar er okkur tækifæri til að læra og við skulum nýta tímann vel því þessi þáttur skógræktarinnar mun bara aukast á næstu árum og áratugum. </div> <div> <br /> Það hefur auðvitað orðið breyting á viðhorfum til skógræktar og það þarf ekki lengur að sannfæra fólk um að hægt sé að rækta skóg á Íslandi. Skógar eru mjög víða farnir að vera sýnilegir og áberandi í landinu. Nú snýst umræðan um hvar á að stunda skógrækt, hvernig og hversvegna. Það er líka skipulagsmál. Það er ekki sama hvernig staðið er að skógrækt, það er ekki sama hvar hún er stunduð og það er skynsamlegt að sett séu markmið í upphafi. Að hverju er stefnt.&#160; </div> <div> <br /> Góðir gestir, </div> <div> <br /> </div> <div> Vinna er nú hafin við gerð landsskipulagsstefnu 2015-2025. Eitt viðfangsefni landsskipulagsstefnunnar er landnotkun í dreifbýli. Með landsskipulagsstefnu eru formgerð leiðarljós fyrir sveitarfélög sem þau geta fylgt í sinni skipulagsvinnu. Ég lít á vinnu við landsskipulagsstefnu sem tækifæri fyrir sveitarfélögin, hagsmunaaðila og fagfólk til að eiga samræðu. Opna samræðu um málefni sem brenna á samfélaginu í dag og tækifæri til að horfa sameiginlega fram á veginn. Hverjar verða áskoranir okkar í framtíðinni? Hvar liggja tækifærin og hvernig eru þau best nýtt? Hvernig getur skipulag hjálpað okkur til þess? Þetta eru viðfangsefnin.&#160; </div> <div> <br /> Land okkar er fjölbreytt auðlind sem við lifum á. Það er jafnframt takmörkuð auðlind. Það er því mikilvæg áskorun að ráðstafa og nýta það á sjálfbæran og skynsamlegan hátt. Mikilvægir atvinnuvegir byggja á nýtingu lands, m.a. landbúnaður og ferðaþjónusta. Íslendingar eiga að þekkja hvernig ósjálfbær landnýting á fyrri árum hefur hins vegar stuðlað að mikilli gróður-og jarðvegseyðingu. &#160;Ástand og starfsemi vistkerfa landsins eru víða lakari en þau gætu verið og mótuð af þessari aldalöngu ósjálfbæru nýtingu í okkar norðlæga landi, með erfiðri veðráttu og eldvirkni.&#160;<br /> Mikil þróun hefur orðið á landnotkun á undanförnum áratugum og eins eru uppi áform um ýmsar nýjungar s.s. kornrækt, olíurepja, skógrækt, endurheimt votlendis, frístundabyggð, náttúruvernd, ferðaþjónusta og landgræðsla svo margt það helsta sé talið. </div> <div> <br /> Það er mikilvægt að stjórnvöld marki stefnu og veiti leiðsögn um ráðstöfun lands, og veiti leiðbeiningar um sjálfbæra landnýtingu ekki síst til að gera sér betur grein fyrir landþörf einstakra kosta og jafnframt til ráðgjafar við aðalskipulagsgerð sveitarfélaga. </div> <div> <br /> Ég hef áður varpað því fram að áhugavert sé að skoða það sérstaklega, í samstarfi við helstu hagsmunaðila, &#160;hvernig hægt væri að standa að gerð leiðbeinandi rammaáætlunar um landnotkun og sjálfbæra landnýtingu, sem væri stórt langtímaverkefni með það að markmiði að efla hverskonar sjálfbæra landnýtingu til verðmætasköpunar og framfara í okkar samfélagi. Í vetur hefur verið að störfum vinnuhópur undir stjórn ráðuneytisins til að undirbúna þetta, sem ég veit að verður umfjöllunarefni hér á ráðstefnunni.&#160; </div> <div> <br /> Góðir gestir, </div> <div> <br /> </div> <div> Ríkisstjórnin vill vinna markvisst að eflingu skógræktar og hverskonar landbótum á Íslandi. Ég hef metnað til að vinna að eflingu skógræktarstarfsins í landinu á vettvangi ráðuneytisins og hef þegar hafið skoðun á því. Það er á ýmsum sviðum - bæði hvað varðar lagalega og skipulagslega umgjörð skógræktarstarfsins - þróun þeirra tækifæra sem liggja í aukinni atvinnu og verðmætasköpun.&#160; </div> <div> <br /> Ráðstefna eins og þessi er vettvangur margra aðila til að eiga skoðanaskipti. Ég trúi því að opin og fagleg umræða um skógrækt og skipulag sé til þess fallin að styrkja grundvöll skógræktar sem landnotkunar. </div> <div> <br /> Ég vil óska ykkur - skipuleggjendum ráðstefnunnar - til hamingju með þessa metnaðarfullu og áhugaverðu dagskrá sem hér liggur fyrir. Ég óska þess að þessi fjölmenna fagráðstefna skógræktar verði árangursrík og óska ykkur farsældar í störfum hér næstu tvo daga.&#160; </div> <div> <br /> </div> <div> Takk fyrir<br /> </div>

2014-02-27 00:00:0027. febrúar 2014Ávarp umhverfis- og auðlindaráðherra við undirritun nýtingaráætlunar Arnarfjarðar

<div> <em>Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfis- og auðlindaráðherra flutti eftirfarandi ávarp við undirritun nýtingaráætlunar Arnarfjarðar sem fram fór á Bíldudal 27. febrúar 2014.<br /> </em> </div> <div> <br /> </div> <p>Ágætu fundargestir</p> <div> <br /> Það er mér einstakur heiður og sönn ánægja að fá að ýta úr vör þessum viðburði sem til er efnt í þeim tilgangi að undirrita nýtingaráætlun fyrir Arnarfjörð. Það er jafnframt ánægjulegt að sjá þann góða og breiða hóp gesta sem hér er mættur sem er til marks um það víðtæka samráð og samstarf sem liggur að baki „Nýtingaráætlun Arnarfjarðar“. Nýtingaráætlunin er sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi og er hugsuð sem yfirlýsing hlutaðeigandi sveitarfélaga um hvernig þau vilja að strandsvæði fjarðarins séu nýtt á sjálfbæran hátt til hagsmuna fyrir samfélagið og er það vel.Afurðir hafsins hafa frá fyrstu tíð verið mikilvægar fyrir lífsviðurværi þjóðarinnar. Strandjarðir, þar sem aðstaða var góð til lendingar og stutt var á miðin, voru eftirsóttar á öldum áður. Slíkar jarðir bjuggu jafnframt yfir margvíslegum hlunnindum og gat aðgengi að slíkum hlunnindum riðið baggamuninn á milli feigs og ófeigs, þegar þröngt var í búi. Til marks um hlunnindi Reykhóla í Reykhólasveit er eftirfarandi vísa eftir Eirík Sveinsson og er hún frá miðri nítjándu öld: </div> <div> <p></p> <p>“Söl, hrognkelsi, kræklingur<br /> <span>hvönn, egg, reyr, dúnn, melur<br /> </span><span>kál, ber, lundi, kolviður.<br /> </span><span>Kofa , rjúpa, selur”.<br /> </span><span>&#160; &#160; &#160; &#160; &#160; &#160; &#160; &#160; &#160; &#160; &#160;Eiríkur Sveinsson 1855&#160;</span></p> </div> <div> <br /> </div> <div> Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því að þessi vísa var ort en sjávarafurðir eru þjóðinni ennþá afar mikilvægar og eiga stóran þátt í þeirri velsæld sem varð til á Íslandi á 20. öldinni. Fiskveiðar er ein af grunnstoðum þjóðarbúsins og er útflutningur sjávarafurða ein verðmætasta útflutningsgreinin. Fiskveiðar og fiskvinnsla hafa auk þess leitt til ýmis konar tækniþróunar og þekkingarsköpunar í atvinnugreininni sem er vaxandi þáttur í útflutningi og verðmætasköpun.&#160; </div> <div> <br /> </div> <div> En umfang atvinnustarfsemi á strandsvæðum hefur farið vaxandi á undanförnum árum. Fjölbreytni athafna og eftirspurn eftir athafnasvæðum hefur aukist og má í því samhengi nefna aukna ásókn í fiskeldi, &#160;aukin umsvif í ferðaþjónustu, &#160;kræklingarækt og kalkþörunganám. &#160;Þá er stöðug þróun í starfsemi sem sækir í að nýta haf- og strandsvæði.&#160; </div> <div> <br /> </div> <div> Sem dæmi eru þegar hafnar prófanir á sjávarfallavirkjunum hér við land og ekki ólíklegt að sókn verði í slíka orkuvinnslu. Vindmillur sem hafa verið reistar í tilraunaskyni á jöðrum hálendisins eru að gefa góða raun. &#160;Frekari þróun vindorkuvera er því í sjónmáli og ekki ólíklegt að staðsetning á strandsvæðum komi til álita líkt og raunin er í nágrannalöndum okkar. Við þurfum að vera viðbúin aukinni eftirspurn eftir hafsvæðum og nýjum möguleikum til verðmætasköpunar. </div> <div> <br /> </div> <div> Með aukinni ásókn í strandsvæði eykst hættan á hagsmunaárekstrum og að vistkerfið skaðist ef ekki er gætt fyllstu varúðar. &#160;Ef auðlindir haf- og strandsvæða eiga áfram að geta stuðlað að velsæld og verðmætasköpun verður að tryggja að vistkerfi hafsins skaðist ekki. Því heilbrigt vistkerfi er grundvöllur þess að vistkerfið geti þjónað þörfum okkar og gefið okkur þær afurðir sem til þarf til að styðja við efnahagslega uppbyggingu.&#160; </div> <div> <br /> </div> <div> Góðir gestir </div> <div> Þetta viðkvæma samspil náttúru og nýtingar er okkur fullljóst og við höfum á undanförnum árum verið að fóta okkur í rétta &#160;átt.&#160; </div> <div> <br /> </div> <div> Í niðurstöðu skýrslu sem unnin var af nefnd sem skipuð var af sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra árið 2010 kom meðal annars fram að heildarsýn vanti yfir starfsemi á hafsvæðum við Ísland og að ekki sé til heildstæð löggjöf um stjórn strandsvæða. Stjórnvöld þurfa að marka sér skýra stefnu um málefni hafsins og setja verður löggjöf um skipulag haf- og strandsvæða. Í löggjöfinni verði ákveðið hver skuli bera ábyrgð á að skipuleggja og samræma nýtingu og vernd á strandsvæðum og jafnframt að aðkoma almennings og hagsmunaaðila verði tryggð í skipulagsferlinu. Landskipulagsstefna samkvæmt skipulagslögum getur verið vettvangur til að setja fram samþætta skipulagsstefnu stjórnvalda fyrir hafsvæði Íslands. </div> <div> <br /> </div> <div> Á síðastliðnu hausti ákvað ég að hefja skyldi vinnu við Landsskipulagsstefnu 2015-2026 og að í henni verði sett fram heildstæð sýn um skipulagsmál hafsins - ásamt því að tilgreina á hvaða svæðum í kringum Ísland sé brýnt að vinna nákvæmara haf- og strandskipulag.&#160; </div> <div> <br /> </div> <div> Skipulagsstofnun hefur nú lokið vinnu við greinargerð til undirbúnings vinnu við gerð lagafrumvarps um stjórnsýslu og skipulag haf- og strandsvæða. Stofnunin skoðaði og greindi löggjöf og reglur hérlendis og einnig í Skotlandi og á Norðurlöndunum í þeim tilgangi að finna fyrirmyndir sem við gætum lært af.&#160; </div> <div> <br /> </div> <div> Í nýrri skýrslu stofnunarinnar er meðal annars gerð grein fyrir þeim tveimur stjórntækjum sem helst eru þekkt í umræðunni, það er strandasvæðastjórnun og hafskipulagi og hvernig þessi tæki hafa verið nánar útfærð í Skotlandi, Svíþjóð og á vettvangi Evrópusambandsins. Fjallað er um hvernig skipulagssvæði hafs og stranda hafa verið afmörkuð í þessum tveimur löndum og hvernig skipulagslegri ábyrgð er fyrir komið. Bæði í Skotlandi og í Svíþjóð er skipulag hafs og stranda á forræði ríkisins en skipulagsgerðin er unnin á svæðisvísu og fer fram með virkri þátttöku hlutaðeigandi sveitarfélaga og annarra hagsmunaaðila. </div> <div> <br /> </div> <div> Í skýrslunni er lagt til að mörkuð verði heildstæð stefna í Landsskipulagsstefnu fyrir alla efnahagslögsöguna. Þá er jafnframt talið skynsamlegt að unnið verði staðbundið skipulag á haf- og strandsvæðum þar sem aðstæður kalla á nánari skipulagsgerð vegna álags og eftirspurnar.&#160; </div> <div> <br /> </div> <div> Í kjölfar þessa hefur ráðuneytið hafið undirbúning að skipun í nefnd sem ætlað er að vinna tillögu að frumvarpi til laga um skipulag hafs og stranda. Gert er ráð fyrir að í hópnum muni sitja fulltrúar þeirra ráðuneyta sem fara með málaflokka hafsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Leitað verður samráðs við breiðan hóp hagsmunaaðila um tillögu að lagafrumvarpinu.&#160; </div> <div> <br /> </div> <div> Af þeim skýrslum sem gerðar hafa verið um stöðu mála á haf- og strandsvæðum má ráða að augljós þörf er á að skapa skýrari ramma um ráðstöfun hafssvæða til nýtingar og verndar og einnig að skapa grundvöll fyrir útgáfu leyfa. Í gerð og mótun skipulagsáætlana, eins við þekkjum þær, felst að ráðstafa svæðum til mismunandi nota eða verndar með hliðsjón af stefnu stjórnvalda og þeim hagsmunum sem kunna að ríkja á viðkomandi svæði. Skipulagsferlið er hugsað sem opið ferli sem á að tryggja aðkomu almennings og hagsmunaaðila að ferlinu áður en ákvörðun er tekin um skipulagstillöguna. Samráð og skipulagsferlið er ekki síður mikilvægur þáttur en sjálf lokaafurðin. Það á við hvort heldur sem er á láði eða legi. Mér skilst að slík nálgun hafi ráðið för við mótun nýtingaráætlunar Arnarfjarðar.&#160; </div> <div> <br /> </div> <div> Lífríki hafsins virðir engin landamæri og hafsvæði falla ekki undir eignarhald einstaklinga né lögaðila. &#160;Leyfisveitingar á hafi og eftirlit með þeim eru á hendi ýmissa opinberra stofnana. Mikilvægt er að að móta verkfæri og stjórnskipulag sem tekur með samræmdum hætti á skipulagi hafs og stranda alls staðar á landinu og að með því fyrirkomulagi verði tryggðir hagsmunir heildarinnar.&#160; </div> <div> <br /> </div> <div> Ágætu fundargestir </div> <div> Það má segja að sveitarfélög á Vestfjörðum hafi þjófstartað með gerð nýtingaráætlunar fyrir Arnarfjörð. Aðstandendur verkefnisins eiga mikið hrós skilið fyrir það framtak og það frumkvæði sem þeir hafa sýnt með því að ráðast í þá frumkvöðlavinnu sem felst í gerð nýtingaráætlunarinnar. Vafalítið verður litið til Nýtingaráætlunar Arnarfjarðar við gerð skipulagsáætlana fyrir haf- og strandsvæði í öðrum fjörðum og á öðrum svæðum við strendur landsins í framtíðinni og þjónar þannig sem fordæmi.&#160; </div> <div> <br /> </div> <div> Það er öllum ljóst og kemur fram í nýtingaráætluninni að hún á sér ekki stoð í lögum né hafa ábyrgðaraðilar hennar lögsögu yfir hlutaðeigandi hafsvæði. Þrátt fyrir að svo sé má gera ráð fyrir að nýtingaráætlunin muni nýtast sem rammi fyrir leyfisveitingar opinberra aðila og þegar ákvarðanir eru teknar um ráðstöfun og nýtingu hafsvæðis í Arnarfirði. Það er styttra en áður í að lögformlegur rammi skapist um skipulag strandsvæða. Þegar þar að kemur verða Vestfirðingar tilbúnir því að með gerð nýtingaráætlunarinnar hefur skapast dýrmæt þekking og reynsla.&#160; </div> <div> <br /> </div> <div> Ég óska ykkur innilega til hamingju með Nýtingaráætlun Arnarfjarðar og megi hún stuðla að heilbrigðu vistkerfi, sjálfbærri nýtingu til hagsbóta fyrir samfélag og efnahag á Vestfjörðum sem og á landinu öllu.&#160;<br /> </div>

2014-01-08 00:00:0008. janúar 2014Grein umhverfis- og auðlindaráðherra í Fréttablaðinu - Mikil stækkun á núverandi friðlandi Þjórsárvera

<p><em>Eftirfarandi grein Sigurðar Inga Jóhannssonar umhverfis- og auðlindaráðherra birtist í Fréttablaðinu 7. janúar 2014.</em></p> <p><br /> </p> <p>Tillaga um ný mörk mikllar stækkunar núverandi friðlands Þjórsárvera, sem Umhverfisstofunun hefur unnið að undanfarna mánuði, var nýverið send tveimur sveitarfélögum.</p> <p>Tillagan er send í kjölfar ábendinga sem fram komu í sumar við lokafrágang friðlýsingarinnar um að fyrirhuguð afmörkun landsvæðisins gengi lengra en nemur Norðlingaölduveitukosti sem var settur í verndarflokk í 2. áfanga rammaáætlunar. Mörkin hefðu þannig útilokað aðra hugsanlega kosti fyrir utan friðlandið sem á eftir að skilgreina, meta og flokka og komu upp álitamál varðandi lögmæti slíks gjörnings. Rétt er að taka fram að friðlandsmörkin eru ekki dregin upp í rammaáætluninni sjálfri heldur útfærð í samvinnu við sveitarfélög utan um þau svæði sem eiga að njóta verndunar samkvæmt rammaáætlun. Er ljóst að stækkað friðland í Þjórsárverum til suðurs samkvæmt nýrri tillögu að friðlýsingarmörkunum útilokar klárlega Norðlingaölduveitu eins og sá virkjunarkostur var skilgreindur í&#160; 2. áfanga rammaáætlunar.</p> <p>Friðlýsingartillagan felur í sér gríðarmikla stækkun á núverandi friðlandi, sem tekur yfir landsvæði sunnan og austan Hofsjökuls, allan Hofsjökul og svæðið mun falla að friðlandinu Guðlaugstungum norðanmegin. Innan friðlandsins verða m.a. Eyvafen og lítt röskuð víðerni vestan Þjórsár, sem hafa hátt verndargildi, m.a. á alþjóðlega vísu enda skilgreind Ramsarsvæði. Má þess einnig geta að unnið er að friðlýsingu landsvæða í Kerlingafjöllum sem liggja vestan við hið nýja friðland Þjórsárvera. Þannig er stefnt að því að vernda til framtíðar stórt svæði á miðhálendinu, sem tekur yfir stórkostleg náttúruverðmæti. Þessi víðerni bjóða upp á einstök tækifæri á sviði ferðaþjónustu innan sveitarfélaga sem hlut eiga að máli.</p> <p>Berist verkefnastjórn rammaáætlunar beiðni um að skoða aðra kosti utan marka friðlandsins neðar í Þjórsá þurfa þeir að fara í gegnum mat faghópa sem verkefnastjórn rammaáætlunar skipar og víðtæk umsagnarferli þar sem öllum gefst tækifæri á að koma að sínum sjónarmiðum. Við mat á slíkum virkjunarkosti þyrfti að taka til skoðunar áhrif lóns við friðlandsmörk, fossa í Þjórsá og það svæði sem talið er rétt að njóti friðunar.</p>

2013-12-05 00:00:0005. desember 2013Ávarp á ársfundi Úrvinnslusjóðs 2013

<em>Ingveldur Sæmundsdóttir, aðstoðarmaður umhverfis- og auðlindaráðherra flutti eftirfarandi ávarp f.h. ráðherra á ársfundi Úrvinnslusjóðs þann 5. desember 2013.<br /> </em><br /> <br /> <p>Stjórn og starfsmenn Úrvinnslusjóðs, aðrir ársfundargestir.</p> <div> <br /> </div> <div> Það er mér sönn ánægja að fá að ávarpa ykkur hér á ársfundi Úrvinnslusjóðs. </div> <div> <br /> Hlutverk Úrvinnslusjóðs er að beita hagrænum hvötum til að stuðla að endurnotkun og endurnýtingu úrgangs í þeim tilgangi að draga úr magni þess úrgangs sem fer til endanlegrar förgunar og tryggja viðeigandi förgun spilliefna. &#160;Það byggist á því að einstaklingar, fyrirtæki og sveitarfélög eru hvött til að endurnýta efni og flokka úrgang. &#160;Stjórnvöld hafa í gegnum tíðina lagt áherslu á að auka endurnýtingu og endurnotkun úrgangs og hefur hlutverk Úrvinnslusjóðs verið að skapa þau skilyrði að þessi markmið náist. </div> <div> <br /> Úrvinnslusjóður hefur að grunni til starfað frá árinu 1996 þegar fyrirrennari hennar Spilliefnanefnd tók til starfa og hefur frá upphafi ríkt góð og breið sátt um starfsemina og hlutverk Spilliefnanefndar og síðan Úrvinnslusjóðs, sem tók til starfa í upphafi árs 2003. </div> <div> <br /> Mikil framþróun hefur verið í úrgangsmálum og meiri áhersla er nú lögð á að koma í veg fyrir að úrgangur myndist en áður var og meira hugað að flokkun úrgangs og endurnýtingu. &#160;Áhugi almennings, sveitarfélaga og fyrirtækja á úrgangsmálum hefur aukist og stuðlar það að aukinni umhverfisvernd og bætir stöðu málaflokksins. &#160;Mikilvægt er að meðhöndlun úrgangs sé markviss og hagkvæm og að úrgangur sem til fellur fái viðeigandi meðhöndlun. &#160;Þá þarf að leggja áherslu á að stuðla að sjálfbærri auðlindanotkun með aðgerðum og fræðslu til að draga úr myndun úrgangs og auka nýtingu hráefna úr úrgangi ásamt því að handhafar úrgangs greiði kostnað við meðhöndlun hans.. &#160;Til að stuðla að þessu þarf að breyta þeirri forgangsröðun sem verið hefur. &#160;Í frumvarpi til laga um breytingu á lögum um meðhöndlun úrgangs sem ráðherra lagði fram á Alþingi í gær er kveðið á um að við meðhöndlun úrgangs og setningu reglna um stjórnun og stefnu í úrgangsmálum skuli ákveðin forgangsröðun lögð til grundvallar. &#160; </div> <div> <br /> Í forgangi skulu vera ráðstafanir sem gerðar eru áður en efni, efniviður eða vara er orðin að úrgangi og draga úr magni úrgangs.Næst í röðinni er undirbúningur fyrir endurnotkun, þá endurvinnsla, síðan önnur endurnýting, t.d. orkuvinnsla, og loks förgun.&#160;Leitast skal við að velja þá kosti sem skila bestri heildarniðurstöðu fyrir umhverfið. Einn liður í frumvarpinu er að undanskilja ákveðin lífræn efni frá frumvarpinu s.s hálm sem tengist landbúnaði eða skógrækt og notaður er við búskap. &#160;Lögin taka enn fremur ekki til aukaafurða úr dýrum að undanteknum þeim sem eiga að fara í brennslu. Þarna skapast aukin tækifæri á endurnýtingu. </div> <div> <br /> </div> <div> Norrænn vinnuhópur um sjálfbæra neyslu og framleiðslu hefur skilað af sér skýrslunni „Bætt stefnumörkun og ákvarðanataka á Norðurlöndum ef goðsagnir um sjálfbæra neyslu eru hraktar“. Vinnuhópurinn er á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar en samhliða útgáfunni kemur út samantekt yfir stefnu Norðurlandanna á þessu sviði, þar sem m.a. er fjallað um tíu goðsagnir eða misskilning sem gætir um sjálfbæra neyslu. Skýrsluna má finna á vef umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. </div> <div> <br /> </div> <div> Í skýrslunni er bent á að markmið Norðurlanda um að vera leiðandi í sjálfbærri þróun séu óraunhæf þegar ákvörðunartaka byggir á misskilningi um sjálfbæra neyslu fremur en niðurstöðum atferlis- og félagsrannsókna. Þetta endurspeglast í þeirri staðreynd að vistspor Norðurlandabúa eru með þeim stærstu í heiminum sé miðað við höfðatölu. </div> <div> <br /> </div> <div> Ein þeirra goðsagna sem fjallað er um í skýrslunni er að græn neysla sé ein af mörgum leiðum til að draga úr auðlindanotkun og umhverfisáhrifum af völdum neyslu. &#160;Staðreyndin er hins vegar sú að græn neysla er mikilvæg en hefur takmörkuð áhrif í þá veru að auka nýtni í framleiðslu, hönnun og sölu á umhverfisvænum og félagslega hollum vörum. Því er mikilvægara að auka nýtni enn frekar en hún dugar ekki ein og sér því „grænar“ vörur hafa einnig áhrif á umhverfið.&#160; </div> <div> <br /> </div> <div> Hátt neyslustig og ósjálfbært neyslumynstur vegur einnig á móti nýtni sem ávinnst við framleiðslu og þróun vöru. Því má segja að græn neysla hjálpi okkur að hægja á umhverfisvandanum en dugir ekki til eins og sér. Sjálfbær neysla og lífshættir verða því að haldast í hendur.Skoða þarf þá möguleika sem eru til að beita í úrgangsforvörnum og um leið endurnýtingu. &#160;Um leið á áhersla að vera á það að einfalda regluverkið sem Úrvinnslusjóður starfar eftir með hagræðingu að leiðarljósi og endurmeta hlutverk hans. &#160;Þá þarf að skoða framtíðarskuldbindingar sjóðsins og taka afstöðu til þess hvað varða uppgjör vöruflokka. </div> <div> <br /> Í október sl. skipaði ég samráðsvettvang um mótun stefnu í úrgangsstjórnun. Vettvanginum er ætlað að efla samstarf á sviði úrgangsstjórnunar og stuðla að virku samráði við hagsmunaaðila við mótun stefnu í úrgangsstjórnun.&#160;Með þessum samramráðsvettvangi gefst tækifæri til að ræða úrgangsstjórnun í víðu samhengi og velta upp hugmyndum og tillögum sem nýtast við frekari stefnumótun af hálfu ráðuneytisins á þessu sviði. </div> <div> <br /> Í landsáætluninni er lögð áhersla á að ævinlega þurfi að skoða úrgangsmál í víðu samhengi, enda ræðst úrgangsmyndunin öðru fremur af neyslu einstaklinga, heimila og fyrirtækja. Þetta kallar á að beitt sé lífsferilshugsun í allri stefnumótun og ákvarðanatöku um úrgangsmál, jafnt á vettvangi ríkis og sveitarfélaga. &#160;Samráðsvettvangurinn er skipaður fulltrúum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Úrvinnslusjóði, Samtökum atvinnulífsins, Samtökum heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi, Neytendasamtökunum, Samtökum verslunar og þjónustu, Fenúr, Umhverfisstofnun, Samtökum iðnaðarins og ráðuneytinu. &#160; </div> <div> <br /> Mikilvægt er að skoða úrgangsmálin í heild sinni til framtíðar. Lagaumhverfið þarf að vera stöðugt til að fyrirbyggja óvissuþætti sem kunna að vera nú í málaflokknum. &#160;Ég bind vonir við að þetta samráð mun stuðla að markvissari og betri stefnu í úrgangsmálum og meiri sátt um málaflokkinn í heild sinni. </div> <div> <br /> Ágætu ársfundargestir. </div> <div> <br /> Ég þakka starfsfólki og stjórn Úrvinnslusjóðs fyrir þeirra góða starf á liðnu ári, fyrir ykkar framlag til úrgangsmála og fyrir ánægjulega samvinnu. </div> <div> <br /> Að lokum vil ég óska ykkur öllum góðs ársfundar og vona að þig eigið ánægjulegan dag framundan.<br /> </div>

2013-11-29 00:00:0029. nóvember 2013Ávarp umhverfis- og auðlindaráðherra við afhendingu landgræðsluverðlauna 2013

<em>Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfis- og auðlindaráðherra sagði eftirtalin orð við afhendingu landgræðsluverðlaunana 29. nóvember 2013.</em><br /> <br /> <br /> <p>Landgræðslustjóri, ágætu handhafar landgræðsluverðlaunanna, góðir gestir,</p> <div> <br /> Það er mér mikið ánægjuefni að fá tækifæri til að vera með ykkur hér í Gunnarsholti við afhendingu landgræðsluverðlaunanna. Ég vil nota tækifærið og óska verðlaunahöfunum til hamingju. Þið eruð sannarlega verðugir fulltrúar þessa glæsilegu verðlauna. &#160;Landgræðsluverðlaunin eru bæði viðurkenning fyrir frábært starf í þágu landgræðslu og hvatning til að halda áfram á sömu braut. Verðlaunin hafa líka hvetjandi áhrif á okkur hin, og þau vekja jafnframt athygli á viðfangsefnum landgræðslustarfsins. Landgræðsla er margþætt verkefni og ýmsar leiðir færar. Landgræðsluverðlaunin eru sannarlega ein leið og góð leið til að hvetja fólk til góðra verka.&#160; </div> <div> <br /> Við erum stödd hér í Sagnagarði &#160;- fræðslumiðstöð landgræðslunnar - sem ber vitni sögu landgræðslu á Íslandi, sögu um ótrúlega elju og eldmóð þeirra sem hafa starfað að vernd jarðvegs og gróðurs á Íslandi í meira en 100 ár. Þetta er saga sem við megum ekki gleyma heldur læra af henni – stór landsvæði voru örfoka melar og hefta þurfti sandfok. Nýta þarf landið á sjálfbæran hátt og að leita leiða til að laga og græða það sem aflaga kann að fara.&#160; </div> <div> <br /> Við mannfólkið erum auðvitað ekki fullkomin og víða sér þess dæmi að við höfum ekki þekkt okkar takmörk í umgengni við landið, og þekkjum kannski enn ekki nægjanlega vel. Aukin þekking og reynsla hefur hins vegar með tímanum gert okkur kleift að takast betur á við þessi mál, að laga land sem hefur skemmst og endurheimta með þolinmæði vistkerfi sem hafa glatast. Þolinmæði er kannski eitt það mikilvægasta sem maður lærir og þarf að læra í landgræðslustarfinu. Vissulega getum við flýtt fyrir bata landsins, en eins og sjúklingur þá tekur bati tíma og oft þarf landið á hvíld að halda til að ná aftur heilsu. Ég hef einmitt heyrt ykkur hér hjá Landgræðslunni kalla ykkur „land-lækna“ sem er ágæt myndlíking yfir það sem þið fáist við! </div> <div> <br /> Góðir gestir; </div> <div> Landgræðslustarfið á Íslandi er með miklum blóma. Mikill fjöldi fólks kemur að því um allt land. Landgræðslan hvetur fólk áfram, miðlar og aflar þekkingar. Samstarf við bændur hefur skilað miklum árangri í uppgræðslu og hvernig það samstarf hefur verið skipulagt í gegnum „Bændur græða landið verkefnið“ er sennilega eitthvert mesta heillaspor sem stigið hefur verið í samskiptum bænda og Landgræðslunnar, eins og þeir bændur á Bíldsfelli eru vitnisburður um. Þau tengsl og það traust sem þetta samstarf hefur skapað er verðmætt og þarf að viðhalda og efla. Reynsla og þekking bænda á landinu og vinnubrögðum við landgræðslu eru ómetanleg og með því að styðja við þeirra uppgræðslustarf hagnast allir.&#160; </div> <div> <br /> Sveitarfélög eins og Hafnarfjarðarbær eru einnig lykilaðili í landgræðslustarfi. Þau geta, ekki síst í gegnum sitt skipulagsvald, sett landgræðslu á dagskrá í sínu sveitarfélagi. Samskipti Landgræðslu ríkisins og sveitarfélaga eru afar mikilvæg. Landgræðslan getur þannig miðlað þekkingu og veitt faglegan stuðning við stefnumótun og framkvæmdir sveitarfélaga á sviði gróður- og jarðvegsverndar.&#160; </div> <div> <br /> Einnig er mikilvægt að fylgjast með nýjum áskorunum. Við megum ekki gleyma því nýting lands breytist með tímanum og í dag stöndum við frammi fyrir nýjum áskorunum á þessu sviði. Stóraukinn straumur ferðamanna um landið skapar nýtt og áður óþekkt álag á landið. Þar þurfum við að bregðast við. Þar er samstarf sveitarfélaga og Landgræðslunnar mikilvægt.&#160; </div> <div> <br /> Góðir gestir,&#160; </div> <div> Ég vil aftur óska verðlaunahöfunum í dag til hamingju. Þið eruð verðugir handhafar landgræðsluverðlaunanna og eruð okkur hinum hvatning til að feta sömu braut í þágu landsins okkar. Megi sem flestir feta ykkar slóð.&#160;<br /> Ég vil jafnframt að endingu þakka Landgræðslu ríkisins gott boð hingað í Gunnarsholt. Hér er góður andi og sóknarhugur, sem gott er að finna. Þið vinnið gott starf, fólkinu og landinu okkar til heilla. Megi það halda áfram að vaxa og dafna, </div> <div> Takk fyrir. </div>

2013-11-26 00:00:0026. nóvember 2013Ávarp umhverfis- og auðlindaráðherra á haustfundi Jarðhitafélags Íslands 2013

<em>Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, flutti eftirfarandi ávarp á haustfundi Jarðhitafélags íslands sem haldinn var 26. nóvember 2013.</em><br /> <h3><br /> </h3> <div> <br /> </div> <h3>Einföldun regluverks vegna jarðhitanýtingar</h3> <br /> <p>Ágæta samkoma og fundargestir hér á haustfundi Jarðhitafélags Íslands.</p> <div> Ég þakka það góða frumkvæði Jarðhitafélags Íslands að tileinka haustfund félagsins umfjöllun um einföldun regluverks á sviði jarðhitanýtingar og stuðla þannig að faglegri umræðu um þá mikilvægu auðlind sem jarðhitinn er og hvernig regluverki á sviði jarðhitanýtingar er háttað og með hvaða hætti megi einfalda það og gera stjórnsýsluna skilvirkari. &#160;Það þarf að tryggja að atvinnustarfsemi, eins og jarðhitanýtingu, búi við skýrt og skilvirkt regluverk. Reglurnar þurfa að vera þannig að markmið með því að vinna eftir þeim sé skýrt, þær þurfa að vera einfaldar í framkvæmd, og fyrirsjáanlegar en jafnframt &#160;þurfa þær að fela í sér fullnægjandi kröfur gagnvart umhverfinu. Grundvallaratriði er að nýting jarðhitaauðlindarinnar sé sjálfbær og stuðli að hagkvæmri nýtingu auðlindarinnar öllum til hagsbóta . </div> <div> <br /> </div> <div> Ísland stendur framarlega í framleiðslu og nýtingu endurnýjanlegrar orku í heiminum í dag, svo eftir sé tekið. Íslendingar hafa aflað sér umfangsmikillar þekkingar sem er nýtt í eigin þágu og er jafnframt miðlað til erlendra landa. Síðast liðið sumar tók ég á móti Nobuteru Ishihara umhverfisráðherra Japans sem hafði óskað sérstaklega eftir að kynna sér uppbyggingu á jarðvarmasviðinu sem orðið hefur hér á landi með eigin augum. Síðan Ishihara tók við völdum sem Umhverfisráðherra hefur hann staðið fyrir því að greiða úr því flókna regluverki sem sett hefur jarðvarmanýtingu sérlega þröngar skorður þar í landi og gert hana nánast ómögulega á svæðum sem japönsk stjórnvöld hafa skilgreint sem þjóðgarða. </div> <div> <br /> </div> <div> Ríkisstjórn Íslands leggur áherslu á einföldun og skilvirkni regluverks en í stefnuyfirlýsingu hennar frá maí sl. kemur fram að hún muni beita sér fyrir endurskoðun regluverks atvinnulífsins með einföldun og aukna skilvirkni þess að leiðarljósi. Markmið er að minnka skrifræði og einfalda samskipti við opinbera aðila um leið og kostnaði er haldið niðri án þess að slegið sé af eðlilegum kröfum. Þá er það sérstakt markmið að engar nýjar íþyngjandi reglur verði innleiddar fyrir atvinnulífið án þess að um leið falli brott jafnveigamiklar kvaðir. Með þeim hætti er ætlunin að heildaráhrif regluverksins þróist í rétta átt. Víða erlendis er nú frekar talað um „bætta reglusetningu“ eða „snjallari reglusetningu“ og er keppikeflið að reglur nýtist sem best sem tæki til að ná fram samfélagslegum markmiðum. </div> <div> <br /> </div> <div> Á grunni stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar samþykkti hún aðgerðaáætlun í maí sl. Áætlunin er þríþætt: einföldun gildandi regluverks, aðgerðir til að stemma stigu við nýjum íþyngjandi reglum og loks eftirfylgni. Hafin er vinna við aðgerðaáætlunina en nýverið lagði forsætisráðherra fram á Alþingi frumvarp til laga um aðgerðir til að draga úr reglubyrði atvinnulífsins og efla samkeppni. Framlagning frumvarpsins er því liður í að hrinda í framkvæmd stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um endurskoðun regluverks atvinnulífsins með einföldun og aukna skilvirkni að leiðarljósi. </div> <div> <br /> </div> <div> Fyrir liggur að gerð verður úttekt á stöðu þess regluverks sem nú gildir. Greina þarf hvað það er í regluumhverfi atvinnulífsins sem er óþarflega flókið og íþyngjandi og meta kostnaðinn sem af hlýst. Síðan er gert ráð fyrir að sett verði &#160;markmið um að draga úr þessum byrðum í áföngum og móta mælikvarða til að fylgjast með árangri. Í ljósi reynslu annarra OECD-ríkja af slíkum verkefnum er rétt að forgangsraða málefnasviðum og nota eftir atvikum dæmigerða hópa fyrirtækja til að fylgjast með árangri. </div> <div> <br /> </div> <div> Einföldun stjórnsýslu er í skoðun í stjórnarráðinu og sem dæmi um slíkt verkefni er nefnd sem ég skipaði í september sl. sem &#160;sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sem ætlað var að gera tillögur um breytingar á löggjöf um fiskeldi.&#160; </div> <div> <br /> </div> <div> Nefndinni var falið að leggja mat á það hvort hægt væri að vinna á greinilegum flöskuhálsum í núgildandi kerfi og hraða og einfalda veitingu starfs- og rekstrarleyfa í fiskeldi í því skyni &#160;að gera kerfið sem skilvirkast. Þá átti nefndin að koma með tillögu um það hvort starfs- og rekstrarleyfi megi afgreiða innan tiltekins hámarkstíma. Einnig átti nefndin að meta hvort núverandi eftirlitskerfi í íslensku fiskeldi séu skilvirk og þjóni tilgangi sínum. Nefndin hefur nú skilað tillögum sínum í formi frumvarps til breytinga á lögum um fiskeldi, þar sem lagðar eru til &#160;breytingar til einföldunar í þessum mikilvæga málaflokki, en ekki síður til að byggja undir starfsemi fiskeldis þannig að greinin verði arðsöm og hagkvæm til framtíðar. Ég mun leggja frumvarpið fram á Alþingi á næstu vikum. </div> <div> <br /> </div> <div> Nýverið skilaði hagræðingarnefnd ríkisstjórnarinnar tillögum sínum en þær taka til allra helstu þátta ríkisrekstrarins og stærri þjónustu- og stjórnsýslukerfa. Markmið þeirra er að auka hagkvæmni og bæta árangur í ríkisrekstri þannig að unnt verði að veita góða og öfluga þjónustu í samræmi við þarfir þjóðarinnar og stuðla að skilvirkari rekstri ríkisins. Hagræðingarnefndin setti fram 111 tillögur. Þær þeirra sem snúa að umhverfis- og auðlindaráðuneytinu fjalla m.a. um sameiningu stjórnsýslustofnana á sviði umhverfismála og samþættingu og einföldun eftirlits á vegum Umhverfisstofnunar annars vegar og heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga og Matvælastofnunar hins vegar.&#160; </div> <div> <br /> </div> <div> Ráðuneytið vinnur að frekari úrvinnslu þeirra. Hér er um umfangsmikið og spennandi verkefni að ræða sem ekki er vafi á að muni nýtast vel til að efla stjórnsýsluna og gera hana hagkvæmari og skilvirkari. </div> <div> <br /> </div> <div> Tækifærin eru sannarlega fyrir hendi en mikilvægt er að fara í þetta verkefni með skýr markmið og vinna að nauðsynlegum umbótum í góðu samstarfi ráðuneyta, stofnana og atvinnulífs. Þannig er best tryggt að árangur náist. </div> <div> <br /> Ágætu fundargestir, </div> <div> Undirbúningur stórframkvæmda eins og jarðhitavirkjana er tímafrekur og því mikilvægt að hafa góða yfirsýn yfir alla verkþætti, hvort sem þeir snúa að hönnun og útfærslu tæknilegra lausna eða að skipulagi, mati á umhverfisáhrifum og leyfisveitingum. Ýmsar myndir hafa verið dregnar upp sem eiga að sýna hve tímafrekir ferlar innan stjórnsýslunnar geta verið við undirbúning jarðhitavirkjana. Slíkar myndir eru góðra gjalda verðar og mikilvægt að fara vel yfir þær í samstarfi framkvæmdaraðila og stjórnsýslunnar. Með góðri &#160;yfirsýn og skilningi á öllum verkþáttum undirbúningsvinnunnar getur framkvæmdaraðili komið auga á hvar vinna má samhliða að hinum ýmsum þáttum og þannig hugsanlega stytt undirbúningstíma virkjunarinnar. Stjórnsýslan þarf jafnframt að huga að því hvort og þá með hvaða hætti vinna má saman að ákveðnum þáttum innan kerfisins. </div> <div> <br /> Að koma jarðhitavirkjun í rekstur krefst margra handtaka og mikilvægt er að skoða hvernig &#160;þeim megi fækka. Á sama hátt er mikilvægt áður en ráðist er í slíka vinnu að greina og þekkja hvaða hlutverki hvert og eitt handtak gegnir í heildarverkinu. Einföldun regluverks má ekki leiða til þess að dregið verði úr kröfum sem koma í veg fyrir umhverfisspjöll, hagkvæmri nýtingu lands og landgæða eða stofni sjálfbærri nýtingu jarðhitauðlindarinnar í hættu.Í lögum um verndar- og nýtingaráætlun sem kölluð er í daglegu tali, Rammaáætlun, er kveðið á um að sveitarstjórnir skuli samræma skipulagsáætlanir við Rammaáætlun innan fjögurra ára frá því að hún er samþykkt á Alþingi. Þó er gert er ráð fyrir að sveitarstjórnir geti frestað ákvörðun um einstaka kosti í allt að tíu ár frá samþykkt Rammaáætlunar. Þannig er gert ráð fyrir því að sveitarfélög taki upp í skipulag sitt i stefnumörkun um jarðhitakosti sem eru í nýtingarflokki Rammaáætlunar. Áætlunin er því mjög mikilvægt stjórntæki við gerð skipulags. Framkvæmdir vegna jarðhitavirkjana verða að byggja á skipulagsáætlunum viðkomandi sveitarfélags og hafa hlotið viðeigandi málsmeðferð skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum. </div> <div> <br /> Þegar framkvæmdaraðili telur sig hafa nægjanlegar upplýsingar á grundvelli rannsókna um svæðið þannig að hann telur raunhæft að reisa þar virkjun með uppsett rafafl með 10 MW eða meira, getur hann hafið vinnu við að meta umhverfisáhrif virkjunarinnar. Mikilvægt er að framkvæmdaraðili leiti samráðs eins snemma og kostur þegar hann vinnur að tillögu að matsáætlun og kynni tillögu sína umsagnaraðilum og almenningi. Það sama á við vegna vinnu sveitarfélagsins í upphafi skipulagsvinnu vegna framkvæmdanna. Reynslan sýnir að því betur sem samráði í upphafi málsins er sinnt, þeim mun betur gengur að vinna mat á umhverfisáhrifum, skipulag og útgáfu leyfa í kjölfarið. </div> <div> <br /> Vinna við að meta umhverfisáhrif nýtist svo bæði þegar lagt er fram mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar og þegar sveitarfélagið metur hvaða umhverfisáhrif viðkomandi skipulagsáætlanir munu hafa í för með sér. </div> <div> <br /> Skipulags- og umhverfismatsferlið þarf ekki að vera línulegt ferli, þvert á móti er skynsamlegt og æskilegt að vinnuferlið sé þannig skipulagt að hægt sé vinna samhliða og gagnvirt, skipulag fyrir jarðhitavirkjun, umhverfismat og mat á umhverfisáhrifum og hönnun mannvirkja. Þannig er betur hægt að bregðast við og draga úr neikvæðum áhrifum við skipulagsgerðina og tryggja að í skilmálum fyrir leyfisveitingar sé bæði tekið mið af hönnun framkvæmdaraðila og einnig að skilyrði um mótvægisaðgerðir séu hluti skilmála fyrir framkvæmdum. Það stuðlar að bættu ferli við undirbúning framkvæmdarinnar og eftirlit með framkvæmdum. Með slíkri nálgun ætti vinna við undirbúning jarðhitavirkjana að vera einfaldari, taka styttri tíma og veita betri upplýsingar og jafnframt myndu þær koma fyrr fram. Það er mikilvægt að framkvæmdaraðilar nýti sér það svigrúm sem er fyrir hendi í dag til að gera undirbúningsferlið markvissara og styttra með því að samþætta verkþætti. Þá er einnig mikilvægt að stofnanir og stjórnvöld vinni vel með framkvæmdaraðila þegar svo háttar til. </div> <div> <br /> Rammaáætlun er helsta lögformlega tæki stjórnvalda til að vinna mat á virkjanakostum og flokka þá í nýtingu eða vernd. Fagleg vinnubrögð þurfa að vera ríkjandi svo að skapa megi sátt á milli sjónarmiða um vernd og nýtingu virkjanakosta. Nú eru 14 jarðvarmakostir í nýtingarflokki. Einnig eru níu jarðvarmakostir til frekari skoðunar í biðflokki.&#160;Orkustofnun hefur nú kallað eftir tillögum að nýjum orkukostum til mats fyrir verkefnisstjórn eins og henni ber að gera skv. lögum um rammaáætlun. Stofnunin hefur sett tímafrest til 1. desember nk. og ætti því væntanlega að fara að skýrast mjög fljótlega hversu marga jarðvarmakosti verkefnisstjórn rammaáætlunar mun vinna með í þessum áfanga vinnunnar, til viðbótar þeim sem þegar eru í skoðun í biðflokki.&#160;Ég óskaði eftir því í vor að verkefnisstjórnin myndi setja í forgang endurskoðun á þeim kostum sem færðir voru, einhverra hluta vegna, úr nýtingarflokki í biðflokk í fyrravetur og myndi ljúka þeirri vinnu fyrir 1. mars 2014. Þar voru tveir jarðvarmakostir, Hágöngur I og II. Á eftir að koma í ljós hvort þeim tekst að meta þá og flokka fyrir þann tíma. </div> <div> <br /> </div> <div> Góðir gestir; </div> <div> <br /> </div> <div> Framkvæmdaraðilar í jarðhitageiranum hafa rekið sig á að vinna við mat á umhverfisáhrifum og skipulag hefur tekið lengri tíma en þeir áætluðu í upphafi, þrátt fyrir að málsmeðferð og tímafrestir sem snúa að stjórnsýslunni séu skilgreindir í lögum og reglugerðum um mat á umhverfisáhrifum og skipulagslögum. Mikilvægt er því að greina hvar í meðferð málsins tafirnar verða helst, skoða þarf hvort það er þegar málin liggja á borðum stjórnsýslunnar eða eru í vinnslu hjá framkvæmdaraðilanum, eða hvort orsökin liggi hjá báðum. Þegar skýrt er hvar tafa er helst að vænta, þarf að greina hvort og með hvaða hætti megi bæta verklag. Er hægt að bæta skipulagsvinnuna, undirbúning umhverfismats, samráð við hagsmunaaðila og fagstofnanir og úrvinnslu úr athugasemdum og umsögnum?&#160;Þetta er eitt af þeim atriðum sem ég tel brýnt að farið sé yfir og skoðuð úrræði til að bæta úr. Geta stofnanir og sveitarfélög unnið betur saman þegar unnið er mat á umhverfisáhrifum og að gerð skipulags? Er hægt að samþætta vinnuna betur, þannig að vinna við ólíka verkþætti á undirbúningstíma framkvæmdar sé unnin á sama tíma? Geta umsagnir sem stofnanir veita, gagnast á öllum stigum undirbúningsvinnu, þannig að ekki þurfa að leita margsinnis til sömu stofnunar? Er hægt að stytta undirbúningstíma? Ég tel að svarið við þessum spurningum sé játandi. </div> <div> <br /> Annað sem mig langar til að velta upp í lokin er samþætting eftirlitsþátta. Í sumum tilvikum koma nokkrir eftirlitsaðilar að sama fyrirtækinu og taka út sinn þáttinn hver. Væri hægt að hugsa sér eina eftirlitsstofnun sem annaðist eftirlit sem nú tilheyrir undir nokkur ráðuneyti? Það skal tekið fram að ekki verði dregið úr efnislegum kröfum til fyrirtækja, heldur þess í stað að dregið verði úr skörun og reynt að ná hægkvæmni eins og kostur er. Það er fyrirtækjunum fyrir bestu að starfa í samræmi við lög og reglur. Við þurfum á því að halda að fólk vilji stofna fyrirtæki og nauðsynlegir hvatar séu til staðar. Mikilvægt er að rekstrarumhverfið sé gott á hverjum tíma og hvatning þeim sem vilja hefja rekstur og taka áhættu með uppbyggingu nýrrar starfsemi. Hátt flækjustig regluverks getur dregið úr vexti fyrirtækja og haldið aftur að stofnun nýrra. Liður í því er að samræma og einfalda. </div> <div> <br /> Við einföldun regluverks þarf að horfa heildstætt á stjórnsýsluna til að ná árangri og samþætta þau verkefni sem fara saman, þvert á stofnanir og ráðuneyti, og er opinbert eftirlit einn þeirra þátta. Skoða þarf hvort ekki sé hagkvæmt að &#160;framkvæmdaraðili vegna jarðhitanýtingar geti snúið sér til einnar opinberrar stofnunar, sem tekur þá umsókn hans til umfjöllunar og afgreiðslu. </div> <div> <br /> Við þá endurskoðun sem nú stendur yfir varðandi stofnanakerfi ríkisins þarf að að spyrja gagnrýnna spurninga og ávalt að hafa í huga hvernig sú þekking sem fyrir hendi er hjá stofnunum okkar og sveitarfélögum geti nýst sem best og að stjórnsýslan verði öflug og skilvirk til hagsbóta fyrir atvinnulífið án þess að hnikað sé frá kröfum sem gera þarf til atvinnustarfsemi vegna umhverfisins. </div> <div> <br /> Góðir fundargestir, ég mun hafa þessi sjónarmið í huga í því starfi sem framundan er við einföldun og hagræðingu í stjórnsýslunni.&#160;Bestu þakkir. </div>

2013-11-14 00:00:0014. nóvember 2013Grein umhverfis- og auðlindaráðherra í Fréttablaðinu - Að loknu Umhverfisþingi

<p><em>Eftirfarandi grein Sigurðar Inga Jóhannssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra, birtist í Fréttablaðinu 14. nóvember 2013.</em></p> <h2>Að loknu Umhverfisþingi</h2> <p>Á nýliðnu Umhverfisþingi var fjallað um skipulag lands og hafs, sjálfbæra þróun og samþættingu verndar og nýtingar. Fjallað var um þessi málefni á breiðum grunni og urðu líflegar og málefnalegar umræður milli ólíkra hópa sem að þessum málaflokkum koma. Slíkar umræður eru mikilvægt veganesti fyrir áframhaldandi vinnu og stefnumótun á þessu sviði. Það er því afar mikilvægt að menn leiði saman hesta sína á vettvangi sem þessum í jafn viðamiklum málum sem umhverfismálin eru – þau snerta okkur öll um ókomna framtíð.</p> <p>Skipulag er mikilvægt stjórntæki til að samræma ólíkar kröfur og sjónarmið, meðal annars um auðlindanýtingu, atvinnuþróun og umhverfisvernd. Það er verkefni okkar, sem nú sitjum í ríkisstjórn að tryggja velferð og hagsæld í landinu með sjálfbæra þróun að leiðarljósi. Áskoranirnar blasa við okkur og því ekki eftir neinu að bíða.</p> <p>Á liðnum áratugum hefur orðið ör þróun í ýmiss konar landnotkun sem knýr okkur til að marka stefnu á heildstæðan hátt til framtíðar og samþætta ólík sjónarmið. Viðfangsefnin í skipulagsmálum eru ólík nú samanborið við fyrri tíma. Þau þarf að nálgast á nýjan hátt því viðfangsefnið krefst viðsnúnings á þeirri þróun sem við höfum stuðlað að á liðnum áratugum. Við þurfum í mörgum tilvikum að hugsa hlutina upp á nýtt.</p> <p>Mikilvægt er að gera sér í hugarlund hverskonar þróun er í gangi og hverskonar breytingar geta orðið á umræddu tímabili. Sjálfbær þróun knýr okkur til að spyrja nýrra spurninga sem leiða hugann að því hvernig skynsamlegasta nýtingin er á hverju landsvæði fyrir sig. Standa þarf vörð um sameiginleg gæði samfélagsins og langtímahugsun þarf að vera leiðarljós í þeirri vinnu sem er framundan.</p> <p>Langtímaákvarðanir um ráðstöfun lands, hvort sem er til nýtingar eða verndar, eru í eðli sínu átakamál. Hagsmunir eru ólíkir og stangast oft á tíðum á. Einnig er lífsýn fólks ólík. Ólík viðmið eru lögð til grundvallar um hvað er hægt, hvað er æskilegt og hvað er gott eða fallegt. Það sem síðan verður ofan á þurfum við öll að lifa við. Því er mikilvægt að eiga góðar og málefnalegar umræður eins og raunin var á Umhverfisþinginu til að ná sátt um sameiginlega framtíð.</p> <p>Við erum svo lánsöm að eiga mikið landrými á hvern einstakling og búum í landi með fjölbreyttum sóknarfærum sem þarf að nýta. Þannig stuðlum við að fjölbreyttu atvinnulífi og fjölbreyttu menntunar- og þjónustustigi.</p> <p>Mikil umræða hefur verið um þéttingu byggðar og samgöngumannvirki. Fyrir um þremur áratugum var bílaeign landsmanna talsvert minni en hún er í dag. Nú er u.þ.b. einn fólksbíll á hvern einstakling í sama aldursflokki. Við höfum valið það frelsi sem einkabíllinn færir okkur og forgangsraðað í hans þágu á kostnað annarra ferðamáta. Mikið land fer undir samgöngumannvirki og því þurfum við að spyrja okkur að því hvernig skipulag við viljum í framtíðinni. Ef bílaeign landsmanna á hvern einstakling verður sú sama eftir þrjá áratugi á bílum eftir að fjölga um 50 þúsund, það krefst enn meira landrýmis. Mótvægi við slíka þróun gæti verið að þétta byggð á völdum stöðum sem gefur möguleika á tíðari samgöngum með styttri vegalengdum.</p> <p>Dreifð byggð á hins vegar jafn mikinn rétt á sér og þétting byggðar. Landrýmið gefur okkur tækifæri til að velja milli kosta, rétt eins og ferðamátinn sem við kjósum okkur. Húsnæði hefur einnig farið stækkandi á sama tíma og fjölskyldustærð fer minnkandi. Mikilvægt er að bjóða upp á fleiri en einn valkost en spyrja sig jafnframt hversu mikið land og hvaða land á að fara undir hús og bíl. Sum svæði henta betur fyrir litlar íbúðir í þéttri byggð með styttri vegalengdum. Önnur svæði eru þess eðlis að geta boðið upp á stærri íbúðir og meira landrými með óþéttari almenningssamgöngum. Blöndun byggðar er forsenda sjálfbærni þar sem hægt er að samþætta ólíka hagsmuni og sjónarmið.</p> <p>Sama má segja um haf- og landnýtingu, þar koma við sögu fiskeldi, ósnortin víðerni, ferðaþjónusta, landbúnaður og raforkuvinnsla svo örfá dæmi séu nefnd. Við höfum fjölmörg tækifæri til að nýta hina ýmsu kosti betur til að skapa verðmæti þar sem eftirspurnin er. En við þurfum einnig að huga að framtíðarþróun því auðlindirnar eru takmarkaðar og gæta þarf að ákveðnu jafnvægi.</p> <p>Það er nánast sama hvar við berum niður - skipulag með sjálfbærni að leiðarljósi snýst á næstu áratugum um aðrar áherslur, aðrar skipulagsaðferðir og annarskonar lausnir en við höfum tamið okkur á undangengnum áratugum. Ákvarðanir sem teknar eru þurfa að taka mið af heildarhagsmunum samfélagsins til lengri framtíðar í samráði við hagsmunaaðila. Mikilvægt er að eiga slíkt undirlag fyrir þá vinnu sem framundan er við Landskipulagsstefnu þar sem m.a. verður lögð áhersla á landnýtingu í víðum skilningi .</p>

2013-11-08 00:00:0008. nóvember 2013Ávarp umhverfis- og auðlindaráðherra á Umhverfisþingi 2013

<p><em>Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfis- og auðlindaráðherra setti 8. Umhverfisþing í Hörpu þann 8. nóvember 2013 með eftirfarandi orðum.</em></p> <p>&#160;</p> <p>Ágætu fundargestir,</p> <p>Áður en ég hef mál mitt hér í dag vil ég skipa sem þingforseta þær Önnu Gunnhildi Sverrisdóttur, ferðamálaráðgjafa og Önnu Kolbrúnu Árnadóttur, menntunarfræðing og bið ég þær um að taka sæti hér við púltið.</p> <p>Það er mér sérstakur heiður og ánægja að bjóða ykkur velkomin til Umhverfisþings, sem nú er haldið í áttunda sinn. Það er afar ánægjulegt&#160; að sjá þennan stóra og fjölbreytta hóp gesta hér í dag, sem sýnir og sannar mikilvægi umhverfismála í samfélagi okkar og þann áhuga sem á þeim er. Sérstaklega vil ég bjóða velkominn glæsilegan hóp nemenda frá Grenivíkurskóla, sem ætla að hafa framsögu hér á eftir, en það er ekki bara fróðlegt fyrir okkur sem fullorðin eru að heyra hvað unga fólkið hefur til málana að leggja í umhverfismálum, heldur nauðsynlegt – það eru jú þau sem eiga að erfa landið.</p> <p>Við getum öll hlakkað til að taka þátt í þeirri metnaðarfullu og efnismiklu dagskrá sem hér liggur fyrir. Til umfjöllunar eru ýmis mikilvæg umhverfis- og auðlindamál, sem eru í deiglunni og miklu skipta fyrir sjálfbæra þróun og aukna hagsæld og velferð í landinu.</p> <p>Umhverfisþing eru haldin til skiptis um málefnin náttúruvernd og sjálfbæra þróun. Þessi þing eru mikilvægur vettvangur og stefnumót fólks úr ýmsum áttum sem lætur sig þessi mál varða, vettvangur umræðu og skoðanaskipta sem jafnframt nýtist stjórnvöldum til stefnumörkunar og ákvarðanatöku til framtíðar.</p> <p>Nú í ár er sjálfbær þróun viðfangsefni Umhverfisþings – það er, hvernig er hægt að samræma umhverfislega, félagslega og efnahagslega þætti þannig að þróun og velferð í samtíma okkar dragi ekki úr möguleikum komandi kynslóða til að mæta sínum eigin þörfum.</p> <p>Leiðin til sjálfbærrar þróunar er ekki auðveld, auðrötuð eða fyrirhafnarlaus, hvorki fyrir okkur né önnur lönd og samfélög. Því er mikilvægt að nota tækifærið á svo fjölmennu Umhverfisþingi til að staldra við mikilvæg viðfangsefni og fara sameiginlega yfir hvað við vitum; hvar við stöndum; hvar tækifæri liggja; hvað ber að varast og treysta þannig grundvöll aukinnar hagsældar samfélags okkar á sjálfbærum grunni.</p> <p>Góðir gestir;</p> <p>Ég vil nýta þetta tækifæri til að kynna metnaðarfullt formennskuverkefni Íslands í Norrænu ráðherranefndinni 2014. Það fellur afar vel að áherslum Umhverfisþingsins í ár og hverfist í raun um sjálfbæra þróun. Meginverkefni Íslands á formennskuárinu fjallar um lífhagkerfið og er það samstarfsverefni þriggja ráðuneyta, umhverfis – og auðlinda, atvinnuvega- og nýsköpunar og mennta og menningarmála.</p> <p>Lífhagkerfið er stórt regnhlífarverkefni, sem mun rúma fjölda afmarkaðra verkefna sem öll eiga að stuðla að sjálfbærri þróun á Norðurlöndum. Í hnotskurn má segja að verkefnið fjalli um hvernig megi bæta nýtingu lífrænna auðlinda á Norðurlöndum, tryggja sjálfbærni nýtingarinnar og þjónustu vistkerfa, draga úr sóun og álagi, minnka og fullnýta lífrænan úrgang, stuðla að orkuskiptum og jafnframt leita leiða til að skapa ný verðmæti. Jafnframt mun mennta og nýsköpunarverkefnið Biophilia sem Björk Guðmundsdóttir tónlistarmaður hefur skapað, verða hluti af þessu samstarfsverkefni. Þetta er mjög spennandi upplegg sem hefur fengið góðar viðtökur í allri kynningu.</p> <p>Ég hef miklar væntingar til þessa verkefnis og þess breiða samstarfs sem það byggir á milli atvinnulífs, stofnana og ráðuneyta. Þarna munu skapast fjölmörg spennandi tækifæri til að stuðla að sjálfbærri þróun, en gert er ráð fyrir að framlagt norrænu ráðherranefndarinnar til verkefnisins verði að lágmarki 10 milljónir danskra króna árlega í þrjú ár.&#160;&#160;&#160;</p> <p>Í þessu sambandi og nátengt efni verkefnisins um lífhagkerfið má einnig nefna að Selina Juul frá dönsku neytendahreyfingunni „Stop Spild Af Mad“ hlaut Náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs í ár. Að mati dómnefndar verðlaunanna hefur hún með sjálfboðastarfi sínu lagt baráttunni gegn sóun á matvælum ómetanlegt lið. Þar er mikið verk að vinna.&#160;</p> <p>Ágætu gestir,</p> <p>Það er auðvelt að rökstyðja að náttúra landsins og auðlindir hennar sé einhver verðmætasta eign okkar og fjöregg.</p> <p>Við búum við það lán að náttúra landsins býr yfir ríkulegum auðlindum, sem við verðum að nýta af skynsemi ef takast á að tryggja velferð og hagsæld í landinu með sjálfbæra þróun að leiðarljósi. Okkur hefur tekist að nýta margar auðlindir okkar á sjálfbæran hátt og búum nú yfir mikilli þekkingu og getu á sviði umhverfisstjórnunar og auðlindanýtingar.</p> <p>Við höfum í aldanna rás stundað fiskveiðar, skotveiðar og gras er hirt af engjum. Allt finnst okkur þetta eðlilegir hlutir, svo fremi að nýtingu á viðkomandi auðlindum sé stýrt á sjálfbæran hátt og ekki sé gengið á viðkomandi stofna eða vistkerfi. Við höfum líka verndað ýmislegt og nú er um fimmtungur landsins friðlýstur.&#160;&#160;</p> <p>Auðlindir og auðlindamál snúast um grundvöll velferðar okkar, enda er staðreyndin sú að um og yfir 80% útflutningstekna okkar koma frá nýtingu sjávarauðlinda, orkuauðlinda eða sérstæðrar náttúru í ferðaþjónustu.</p> <p>Fyrir fámenna þjóð eins og okkur sem svo er háð innflutningi á öllum sköpuðum hlutum, skiptir öllu að eiga öflugar atvinnugreinar sem byggja á sjálfbærni og geta skilað okkur tekjum á móti. Og í því sambandi er hægt að vitna í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar þar sem segir „<em>fyrir okkur Íslendinga skiptir miklu máli að við nýtum náttúruauðlindir okkar á skynsamlegan og sjálfbæran hátt hvort sem það eru hinar lifandi auðlindir sjávar, endurnýjanlegar orkulindir eða sérstæð náttúrufyrirbæri sem laða að ferðamenn“.</em></p> <p>En til að þessir atvinnuvegir geti blómstrað verður að tryggja að auðlindirnar sem þeir nýta séu í lagi, að þjónusta vistkerfanna sé í góðu ástandi og við höfum rannsóknir, vöktun og skipulag til staðar til að undirbyggja ákvarðanatöku.</p> <p>Sjálfbær nýting auðlinda er eitt helsta viðfangsefni þessa Umhverfisþings, sem skipulagt er í kringum tvö viðfangsefni sem tengjast vernd og nýtingu, annars vegar hafs og stranda og hins vegar lands.</p> <p>Jafnframt má segja að skipulagsmál umlyki alla þessa umræðu. Skipulag er mikilvægt stjórntæki til að samræma ólíkar kröfur og sjónarmið, meðal annars um auðlindanýtingu, atvinnuþróun og umhverfisvernd. &#160;Í skipulagsferlum getur almenningur og þeir sem eiga hagsmuna að gæta komið sjónarmiðum sínum á framfæri.</p> <p>Skipulagsmál eru orðin stór málaflokkur og skipta okkur enn meira máli en áður. Því er mikilvægt að vanda til verka þegar skipulagt er til framtíðar og gæta víðtæks samráðs. Skipulagsmál eru unnin í mikilvægu samstarfi ríkis og sveitarfélaga og þarf sífellt að þróa og efla. &#160;Jafnframt er stór hluti lands í einkaeigu og sú staðreynd er grundvallaratriði í allir umræðu um skipulag landnotkunar.</p> <p>Góðir gestir;</p> <p>Í ljóði Jóns Magnússonar segir að <em>Föðurland vort hálft sé hafið</em>.</p> <p>Þetta er ágæt myndlíking fyrir umfjöllunarefni okkar í dag. Því við ætlum hér að beina sjónum að báðum helmingum Föðurlandsins; að málefnum þess helmings sem Jón yrkir um þ.e. hafsins og svo því sem hlýtur þá að vera hinn helmingurinn eða fastlandið sjálft!</p> <p>Því er vel við hæfi að önnur málstofan af tveimur á þessu Umhverfisþingi er helguð málefnum hafs og stranda. Hafið var önnur af tveimur uppsprettum lífsbjargar á Íslandi. Án gjöfulla fiskimiða hefðu hörðustu aldir Íslandssögunnar verið illbærilegar.</p> <p>Á 20. öldinni vann íslenska þjóðin sig frá fátækt til velsældar. Það má að miklu ef ekki mestu leyti þakka sigrum í landhelgisbaráttunni og gullinu sem sótt var í greipar Ægis. Sjávarafurðir lögðu áratugum saman til yfir helming af verðmæti útflutnings okkar og stundum miklum mun meira.</p> <p>Atvinnulíf okkar og efnahagur hvílir nú á fleiri stoðum, en skynsamleg nýting lifandi auðlinda hafsins er enn ein helsta undirstaða velsældar á Íslandi. Deilt er um besta fyrirkomulag fiskveiðistjórnunar, en þó ríkir víðtæk sátt um nauðsyn sjálfbærrar nýtingar fiskistofnanna. Það er ekki sjálfgefið, þegar horft er yfir stöðu fiskveiða á heimsvísu.</p> <p>Víða er horft til Íslendinga og annarra þjóða, sem hafa sett upp kvótakerfi byggt á vísindalegum ráðleggingum. Vísindin eru ekki óskeikul, en eru betra leiðarljós en brjóstvitið eitt eða skammtímasjónarmið.</p> <p>Hafið er í huga okkar Íslendinga nátengt fiskveiðum. Stjórnsýslan tekur mið af því og það er rökrétt þegar horft er til mikilvægis sjávarútvegsins fyrir efnahag og byggð. En við þurfum að líta á hafið og vistkerfi þess frá fjölbreyttara sjónarhorni.</p> <p>Fiskeldi er nú víða í sókn hér á landi eftir misjafnt gengi á liðnum áratugum. Reynsla annarra ríkja sýnir að góð stjórnsýsla og skipulag getur skipt sköpum í því sambandi. Benda má á reynslu Færeyinga, þar sem fiskeldi blómstrar nú undir ströngum reglum um sjúkdóma- og mengunarvarnir, sem settar eru í samráði við greinina.</p> <p>Hvað Ísland varðar þarf að horfa til fleiri þátta, svo sem verndar okkar náttúrulegu laxastofna. Ég tel að við eigum að nálgast það mál með rannsóknum og rökum og sanngirni; reyna að samþætta sjónarmið en ekki mála tilveruna í svörtu og hvítu.</p> <p>Ferðaþjónustan horfir í vaxandi mæli til hafs og stranda. Hér eru vaxtarbroddar í hvala- og selaskoðun, kajakróðri og sjóstangveiði.</p> <p>Kalkþörungaset er numið af hafsbotni og þang slegið við strendur. Ræktun þörunga og beislun orku úr straumum og sjávarföllum kann að bíða handan við hornið. Kaldsjávarkórallar, hverastrýtur og önnur sérstæð fyrirbæri og búsvæði á hafsbotni þarfnast verndar.</p> <p>Hvað skipulag varðar erum við kannski í svipaðri stöðu varðandi hafið nú og varðandi hálendið fyrir um 20 árum. Við þurfum að bæta skipulagið og samþætta ólíkar greinar, sjónarmið og hagsmuni; gæta í senn að vernd og sjálfbærri nýtingu gæða.</p> <p>Hafið virðist okkur fábreytilegra en þurrlendið, en undir yfirborðinu leynist flókinn heimur og lífríki, sem tekur breytingum eins og annað.</p> <p>Sjór hefur hlýnað hér við land. Það kann meðal annars að eiga þátt í stórfelldri gengd makríls í íslenska lögsögu. Hlýnun nyrstu svæða jarðar geymir bæði tækifæri og ógnir fyrir Íslendinga. Um þetta verður fjallað um hér á þinginu.</p> <p>Hopun hafíss opnar aðgang að auðlindum og auðveldar siglingar, en losun koldíoxíðs með bruna olíu og kola veldur líka breytingum í hafinu – þar á meðal súrnun, sem kann að vera ógn við lífríkið til langs tíma.</p> <p>Það er von mín að áhersla á málefni hafsins hér á þinginu verði til að efla umræðu um vernd og nýtingu auðæfa þess á næstunni.</p> <p>Ágætu gestir,</p> <p>Hitt umfjöllunarefni dagsins er helgað málefnum landnotkunar, undir yfirskriftinni skipulag landnotkunar og sjálfbær landnýting.</p> <p>Þó við höfum lengi lifað af landsins gæðum og gróður og jarðvegur séu meðal helstu náttúruauðlinda landsins, sem mikilvægir atvinnuvegir byggja afkomu sína á, þá er það staðreynd að land er takmörkuð auðlind.</p> <p>Þó við búum fá í stóru landi höfum við ekki til ráðstöfunar meira en ca. þá 103 þúsund ferkílómetra sem eyjan okkar er. Því þurfum við að gæta þess að ákvarðanir séu vel ígrundaðar til að draga úr árekstrum milli mismunandi sjónarmiða varðandi landnotkun.</p> <p>Fyrr á öldum gengum við ótæpilega á auðlindir lands þannig að gróður og jarðvegseyðing eru enn alvarleg umhverfisvandamál. Ég tel mikilvægt að nefna það hér að sú ríkisstjórn sem nú situr mun leggja kapp á að takast á við þessi vandamál, þ.e. efla skógrækt og landgræðslu.</p> <p>Mér er því sérstök ánægja af því <span>&#160;</span>að tilkynna að stefnt er að því á næstu dögum að undirrita framlengingu á samstarfssamningi við frjálsu félagasamtökin Skógræktarfélag Íslands um uppgræðsluverkefnið Landgræðsluskóga til næstu fimm ára. Í þessu sambandi vil ég einnig nefna að ég hyggst setja af stað vinnu við að endurskoða lög um skógrækt og landgræðslu og er undirbúningur hafinn í ráðuneytinu. Þessi lög eru bæði orðin um hálfrar aldar gömul.<span>&#160;</span></p> <p>En áfram um landnotkun og skipulag hennar. Vaxandi krafa er að gerð sé grein fyrir landnotkun í skipulagsgerð sveitarfélaga. Brýnt er orðið að hefjast handa við að ná á heildstæðan hátt yfir einstaka þætti landnotkunar og áforma þar að lútandi. Í því sambandi má nefna atriði eins og landgræðslu, ferðaþjónustu og afþreyingu, friðlýst svæði og náttúruvernd, orlofshúsabyggð, sauðfjár- og hrossabeit, túnrækt, kornrækt, repjurækt, skógrækt og endurheimt votlendis svo það helsta sé talið.</p> <p>Erfitt getur verið fyrir einstaka sveitarstjórnir að hafa nauðsynlega yfirsýn yfir öll þessi áform um landnýtingu. Ég þekki það af eigin raun úr sveitarstjórnarmálum þar sem við vorum að fikra okkur áfram með að skilgreina og flokka betur landgæði til að forgangsraða og leiðbeina um vernd og nýtingu. Reynsla mín úr sveitarstjórnarmálum segir mér að aðalskipulag sé öflugt verkfæri sem hvert sveitarfélag hefur til að stjórna þróun innan sinnar lögsögu og koma góðu til leiðar.</p> <p>Því er mikilvægt að stjórnvöld veiti leiðsögn um ráðstöfun lands, landþörf og áform einstakra geira svo og leiðbeiningar um sjálfbæra landnýtingu til ráðgjafar við aðalskipulagsgerð sveitarfélaga.<span>&#160;</span> Miklar framfarir hafa orðið hvað varðar hverskonar landupplýsingar og betri og ítarlegri náttúrufarsgögn en áður <span>&#160;</span>auðvelda þetta.</p> <p>Ég hef því ákveðið að leggja fram tillögu um að ýtt verði úr vör vinnu við leiðbeinandi skipulag landnotkunar, sem hluta af Landsskipulagsstefnu 2015 - 2026 sem ætlunin er að leggja fram á vorþingi 2015. Það kemur til viðbótar stefnumörkun um skipulagsmál á miðhálendinu, um búsetumynstur og dreifingu byggðar og stefnu um skipulag á haf- og strandsvæðum sem búið er að vinna með á fyrri stigum.&#160;</p> <p>Ágætu gestir,</p> <p>Ráðstöfun lands fyrir orkunýtingu er jafnframt einn þáttur þessa. Rammaáætlun er helsta stjórntækið sem nýtt verður til að fjalla um þá miklu hagsmuni sem þar eru undir. Verkefnisstjórn vinnur samkvæmt þeim ramma sem löggjöfin býður. Þetta er sá farvegur sem mótaður hefur verið til að skapa undirlag fyrir ákvarðanatöku um þá miklu hagsmuni sem felast í skynsamlegri og vel ígrundaðri nýtingu orkuauðlinda landsins - vettvangur til að fá niðurstöðu um hvað skal vernda og hvað skal nýta.&#160;&#160;</p> <p>Ferðaþjónusta er ein tegund landnýtingar og þar eru gríðarlega miklar áskoranir framundan. Atvinnugreinin vex hratt með tilheyrandi vaxtarverkjum sem bregðast þarf við og þar þarf að vanda vel til verka.</p> <p>Við þurfum að huga vel að uppbyggingu á ferðamannastöðum sem margir hverjir eru orðnir&#160; lemstraðir eftir ágang og troðning. Einnig þarf setja langtímamarkmið um dreifingu álags um landið. Framundan er mikil þörf á uppbyggingu til að ferðaþjónustan geti vaxið og dafnað og valdi sem minnstum spjöllum á náttúru landsins. Einnig þarf að líta á þetta sem tækifæri og vonandi getur ferðaþjónustan stuðlað að því að aukið fjármagn renni til náttúruverndar.</p> <p>Ríkisstjórnin hefur samþykkt að setja af stað vinnu við að afla tekna og skipuleggja uppbyggingu innviða í þágu ferðaþjónustu. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og umhverfis- og auðlindaráðuneytið vinna sameiginlega að þessu í samráði við helstu hagsmunaðila.&#160;</p> <p>Við höfum byggt upp metnaðarfullt kerfi friðlýstra svæða. Þau þekja nú um fimmtung landsins og eru ýmis frekari áform í pípunum. Þetta eru mikilvæg verkefni.</p> <p>Næsta slíka verkefni sem ég stefni að er að ganga frá friðlýsingu stækkaðs friðlands Þjórsárvera. Þetta er gríðarleg stækkun á friðlandinu og verður það eitt stærsta friðland landsins og tekur meðal annars til alls Hofsjökuls og fellur að Guðlaugstungum að norðan. Ég bind vonir við að þeir tæknilegu hnökrar sem komu upp í þessu máli leysist hið fyrsta.</p> <p>Í þessu sambandi vil ég taka af allan vafa um það að virkjunarkostur er ekki í myndinni inni á hinu væntanlega friðlýsta svæði Þjórsárvera. Komi inn óskir um skoðun á nýjum virkjunarkostum fyrir utan friðlandið munu þeir að sjálfsögðu alltaf þurfa að fara í gegnum nýtt matsferli rammaáætlunar.</p> <p>Þannig er ekki útilokað að virkjunarkostur fyrir utan friðlýsingarmarka verði skoðaður og metinn af verkefnastjórn rammaáætlunar síðar meir. Það ferli hefur engin áhrif á það að hægt sé að ljúka friðlýsingu Þjórsárvera nú.</p> <p>Jafnframt er mikilvægt að skilja að náttúruvernd snýst ekki eingöngu um friðlýst svæði. Stærstur hluti landsins er ekki friðlýstur. Ég tel því mikilvægt að leita leiða til að efla náttúruvernd á hinum hluta landsins í samstarfi við landeigendur og stjórnvöld heima í héraði. &#160;</p> <p>Ég vil einnig nota tækifærið hér og upplýsa um stöðu vinnu við löggjöf um náttúruvernd. Eins og fram hefur komið mun verða lagt fram á Alþingi frumvarp á næstunni, sem fellir niður væntanlega gildistöku laganna, sem samþykkt voru á Alþingi á lokametrum þingsins í vor.&#160; Samþykki Alþingi það, mun strax hefjast vinna í ráðuneytinu við að endurskoða lögin með það einlæga markmið að leita leiða til að skapa betri sátt um þennan mikilvæga málaflokk. Það tókst ekki í vinnunni í vor og er ástæða þess að til þessa ráðs er gripið nú.</p> <p>Endurskoðunin verður unnin í ráðuneytinu í virku samráði meðal annars við sveitarfélög, frjáls félagasamtök og helstu stofnanir ráðuneytisins á þessu sviði. Markmiðið er að hægt verði að leggja fram endurskoðað frumvarp á næstu misserum.</p> <p>Fyrir liggur þekkingargrunnur sem byggt verður á - en það er líka rými fyrir fleiri sjónarmið í þessari vinnu, til að skapa um þetta málefni betri sátt sem ég tel einboðið að verði til að styrkja allan framgang þessarar löggjafar í framtíðinni.</p> <p>Það er mín einlæga ósk að um þessa vinnu geti myndast sátt og stuðningur þannig að vinnan við endurskoðunina geti gengið fljótt og vel og málið geti þannig komist sem fyrst til meðferðar Alþingis.</p> <p>Góðir gestir,</p> <p>Ég vil í lokin ítreka ánægju mína með svo góða þátttöku á þessu Umhverfisþingi sem nú er haldið í áttunda sinn. Ég vil hvetja ykkur til að taka virkan þátt í umræðum hér á þinginu og hlýða á þau áhugaverðu erindi sem hér verða flutt.</p> <p>Ég vil jafnframt nota tækifærið og þakka kærlega öllum þeim sem hafa komið að undirbúningi þingsins fyrir þeirra framlag og segi hér með Umhverfisþing sett.</p> <p>Takk fyrir.</p>

2013-10-11 00:00:0011. október 2013Ávarp umhverfis- og auðlindaráðherra á ráðstefnu um Grænfánaverkefni Landverndar

<div> <em>Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra flutti eftirfrandi ávarp á ráðstefnu þátttakenda í skólum á greinni grein - Grænfánaverkefni Landverndar í Hörpu 11. október 2013.</em><br /> </div> <div> <br /> </div> <p>Góðir ráðstefnugestir.&#160;</p> <div> <br /> </div> <div> Í gegn um tíðina hefur þótt nokkuð eftirsóknarvert að vera á grænni grein. Þegar þetta orðtæki ber á góma er vísað til hagsældar viðkomandi, iðulega í formi veraldlegs auðs og gæða, en oft einnig þegar um andlega hamingju eða velgengni er að ræða. Hvað sem líður beinhörðum fjármálum skólanna sem hér eiga fulltrúa þá vitum við að með því að taka þátt í Grænfánaverkefni Landverndar eru þeir á grænni grein því þeir vinna markvisst að því að auðga vitund nemenda sinna um umhverfismál og náttúruna. Það er aftur líklegt til að skila sér í aukinni hagsæld og velgengni samfélagsins í heild. &#160; </div> <div> <br /> </div> <div> En hvers vegna er umhverfisuppeldi svona mikilvægt? Jú – af því að þannig höfum við áhrif á framtíðina, á viðhorf og lífsstíl þeirra sem eiga að erfa landið. Með umhverfisfræðslu og auknum skilningi á því hvernig samspili manns og náttúru er háttað aukast líkurnar á að umgengni okkar um náttúruauðlindir okkar séu með ábyrgum og sjálfbærum hætti. Þótt fræðslunni sé beint að börnum og ungmennum þá eru áhrifin mun víðtækari; foreldrar grænfánaskólabarna upplifa þannig gjarnan að skyndilega er hafið virkt umhverfisaðhald á heimilið – lágvaxinn eftirlitsaðili sem fylgist grannt með því hvort pappírinn sem flokkaður frá öðru heimilisrusli, hvort ljósin eru látin loga þar sem enginn er að nota þau eða hvort bíllinn sé látinn standa í hægagangi að óþörfu.&#160; </div> <div> <br /> </div> <div> Og þeir eru ófáir umhverfiseftirlitsmennirnir sem runnið hafa undan rifjum skóla á grænni grein. Allt frá því verkefninu var hleypt af stokkunum árið 2001 og fyrstu tólf skólarnir skráðu sig til leiks hefur skólum á grænni grein fjölgað hratt og örugglega. Nú er svo komið að 230 skólar eru þátttakendur í verkefninu. Af þeim flagga tæp 80% Grænfánanum, til vitnis um að skólarnir hafi stigið skrefin sjö til bættrar umhverfisstjórnunar sem eru forsenda viðurkenningarinnar.&#160; </div> <div> <br /> </div> <div> Það væri vissulega fróðlegt að sjá tölfræði yfir fjölda þeirra nemenda sem hafa notið kennslu og uppeldis í skóla á grænni grein en víst er að þeir skipta þúsundum. Það segir sitt um verkefnið að það nær nú til allra skólastiga auk skóla utan hins hefðbundna skólakerfis – skóla á borð við Náttúruskóla Reykjavíkur og Vinnuskólann. Fyrir utan leikskóla og grunnskóla eru tíu framhaldsskólar og þrír skólar á háskólastigi sem taka þátt í verkefninu en eins má nefna að þrír skólar á háskólastigi eru á grænni grein. Grunnskólar og leikskólar sem taka þátt í verkefninu er hins vegar hátt í 200 talsins. &#160;Verkefnið nær því í dag til um helmings leikskóla- og grunnskólanema á landinu auk u.þ.b. þriðjungs framhaldsskólanema.&#160; </div> <div> <br /> </div> <div> Landvernd hefur óskað eftir áframhaldandi fjárhagslegum stuðningi við verkefnið. Í því ljósi er ánægjulegt að geta greint frá því að stefnt er að óbreyttu framlagi á næstu árum til að endurnýja samning umhverfis- og auðlindaráðuneytis og mennta- og menningarmálaráðuneytis við Landvernd um áframhaldandi rekstur verkefnisins. Verður á næstu vikum gengið frá nýjum samningi til þriggja ára um verkefnið. </div> <div> <br /> </div> <div> Góðir gestir.&#160; </div> <div> <br /> </div> <div> Það er gaman að segja frá því að mitt fyrsta opinbera embættisverk, eftir að ég tók við sem umhverfis- og auðlindaráðherra í vor, var að fara í minn gamla skóla, Menntaskólann að Laugarvatni, og afhenda honum Grænfána en nemendur og starfsfólk þar tóku þá við viðurkenningunni í annað sinn. Mér er það því sérstakur heiður að vera beðinn um að koma hingað og ávarpa ráðstefnu Landverndar um Skóla á grænni grein sem hefur yfirskriftina Byggjum á grænum grunni. Það á auðvitað ekki aðeins við um skólana sjálfa heldur verkefnið sjálft. Vil ég hér með nota tækifærið og óska ykkur öllum velfarnaðar í verkefnunum framundan.&#160; </div> <div> <br /> </div> <div> Ég og starfsfólk umhverfis- og auðlindaráðuneytisins hlökkum til að halda áfram því góða samstarfi sem hefur verið um Grænfánaverkefnið.&#160;<br /> <br /> <br /> </div>

2013-09-24 00:00:0024. september 2013Ávarp ráðherra við vígslu ofanflóðavarna í Ólafsfirði 

<em>Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra flutti eftirfarandi ávarp við vígslu ofanflóðavarna í Ólafsfirði þann 24. september 2013.&#160;</em><br /> <br /> <p>Ágætu íbúar Fjallabyggðar og aðrir gestir,</p> <div> <br /> það er mér sönn ánægja að vera hér með ykkur á þessum tímamótum þegar frágangi á ofanflóðavörnum er lokið hér í Ólafsfirði. </div> <div> <br /> Ofanflóð og þá einkum snjóflóð hafa valdið meira manntjóni á Íslandi en nokkrar aðrar náttúruhamfarir. &#160;Frá upphafi 20. aldar hafa 196 manns látist í snjóflóðum og skriðuföllum á Íslandi. &#160;Eftir hin hörmulegu snjóflóð í Súðavík og á Flateyri árið 1995 þar sem 34 létust ákváðu stjórnvöld að grípa til markvissra aðgerða til að draga úr líkum á að slíkir atburðir mundu endurtaka sig hér á landi. Löggjöfinni var breytt og sveitarfélög sem bjuggu við snjóflóðahættu gert skylt að láta fara fram skipulegt áhættumat á byggðum hættusvæðum og á þeim grunni hefja uppbyggingu snjóflóðavarna.&#160; </div> <div> <br /> Markmiðið með byggingu varnarmannvirkja er að tryggja svo sem kostur er öryggi íbúa á hættusvæðum gagnvart snjóflóðum sem og öðrum ofanflóðum. &#160;Til þessara aðgerða myndu sveitarfélögin njóta fjárhagsaðstoðar Ofanflóðasjóðs í samræmi við reglur sjóðsins og viðurkennt verklag.&#160;Var umhverfisráðuneytinu falið að annast umsjón með framkvæmdinni af hálfu ríkisvaldsins og tók það formlega við verkefninu í ársbyrjun árið 1996. Jafnframt var starf Veðurstofu Íslands að snjóflóðavörnum aukið umtalsvert til að aðstoða við hættumat og vöktun vegna snjóflóða.&#160;&#160; </div> <div> <br /> </div> <div> Við Íslendingar þekkjum flestum betur hvernig er að búa við náttúruvá. &#160;Hér verða reglulega stórir jarðskjálftar, eldsumbrot verða með nokkurra ára millibili og aftakaveður koma hér af og til. &#160;Landsmenn hafa aðlagað sig þessum aðstæðum og umfangsmikið rannsóknar- og vöktunarstarf er unnið í því skyni að tryggja hér lífvænleg skilyrði til búsetu. &#160;Strax á árinu 1996 ákvað ráðuneytið að efla verulega rannsóknir á eðli snjóflóða og kom á öflugu eftirliti með snjóflóðahættu og gerð rýmingaráætlana, sem styðjast skyldi við. Jafnframt er hægt nú að kortleggja strax aðstæður á hamfara- og vásvæðum eins og á snjóflóðasvæðum til að meta útbreiðslu snjóflóðs. </div> <div> <br /> Þá var unnin yfirgripsmikil úttekt á öllum helstu snjóflóðahættusvæðum í byggð og metnir líklegir varnarkostir á hverjum stað. &#160;Í framhaldi af þeirri úttekt var ákveðið í samráði við viðkomandi sveitarfélög að ráðast í byggingu varanlegra snjóflóðavarna og tryggja þannig öryggi fólks í byggð. &#160;Um er að ræða stórt verkefni sem mun enn taka nokkur ár að ljúka að fullu, þó nú hafi verulega miðað í mjög auknu öryggi á flestum þeim þéttbýlisstöðum sem talið var að byggju við snjóflóðahættu. Mörg varnarvirki hafa þegar sannað gildi sitt.&#160; </div> <div> &#160;&#160;<br /> Hættusvæði vegna ofanflóða ná til nokkuð stórs hluta byggðarinnar hér í Ólafsfirði en aðeins eitt hús með varanlega búsetu var á hættusvæði C og nú hefur það verið varið. &#160;Ítarlegar upplýsingar um ofanflóðasögu Ólafsfjarðar, og þá bæði vegna snjóflóða og skriðufalla, voru lagðar til grundvallar hættumatinu þegar það var unnið. &#160;Þessi saga nær allt frá 17. öld og fram til okkar daga og eru atburðirnir misalvarlegir.&#160; </div> <div> &#160;<br /> Nefna má að árið 2004 féllu smærri flóð úr Tindaöxl ofan Hornbrekku. &#160;Í mars 2009 féll 150 metra breitt snjóflóð úr Tindaöxl í miðri hlíð rétt innan við þéttbýlið og í lok apríl á þessu ári féllu mjög stór snjóflóð í Skeggjabrekkudal.<br /> Í dag fögnum við verklokum við varnargarð við Hornbrekku. Þar með lítum við svo á að lokið sé gerð og frágangi ofanflóðavarna hér í Ólafsfirði. &#160;Þessar framkvæmdir eru eins og vel sést, hluti af bæjarlandslaginu og því var strax í undirbúningi verksins lögð áhersla á útlit varnanna, uppgræðslu og gerð göngustíga þannig að framkvæmdirnar féllu sem best að umhverfinu og stuðluðu um leið að bættri aðstöðu til útivistar. &#160;Það er því von mín að íbúar Ólafsfjarðar og aðrir sem sækja bæinn heim muni njóta vel útivistar á svæðinu. </div> <div> <br /> Aðkoma ráðuneytisins að þessum framkvæmdum hér í Ólafsfirði hefur fyrst og fremst verið í gegnum Ofanflóðasjóð sem styrkir sveitarfélög til framkvæmda á þessu sviði samkvæmt áætlun um uppbyggingu varnarvirkja. &#160;Það er mitt mat að framkvæmd þessi hafi tekist afar vel og er hún öllum þeim sem að henni koma til mikils sóma. Vil ég sérstaklega þakka ráðgjöfum, verktökum og eftirlitsaðilum þeirra störf. </div> <div> <br /> Ágætu íbúar Fjallabyggðar, við erum hér í dag saman komin til þess að fagna því að gerð þessara varnarvirkja sé lokið og mannvirkin tilbúin til þess að takast á við það hlutverk sitt að tryggja íbúum Ólafsfjarðar aukið öryggi gagnvart ofanflóðum. &#160; </div> <div> <br /> Ég vil því að lokum óska ykkur öllum til hamingju með þessi mannvirki og vona að þau verði Fjallabyggð og íbúum Ólafsfjarðar til farsældar um ókomna tíð. </div>

2013-09-16 00:00:0016. september 2013Ávarp umhverfis- og auðlindaráðherra á Degi íslenskrar náttúru 2013

<p>&#160;</p> <p><em>Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfis- og auðlindaráðherra flutti eftirfarandi ávarp á hátíðardagskrá ráðuneytisins í tilefni Dags íslenskrar náttúru þann 16. september 2013.</em></p> <p>&#160;</p> <p>Góðir gestir,</p> <p>Þýtur í smávængjum grein af grein,<br /> grösin við morguninn tala;<br /> morar af lífi hver moldarrein,<br /> maðkurinn iðar við grátandi stein.<br /> Héraðið roðnar og rís af dvala.<br /> Rýkur við hóla og bala.</p> <p>Svo orti Einar Benediktsson fyrir um hundrað árum. Yrkisefnið er, eins og svo oft hjá þessu ágæta skáldi, íslensk náttúra en virðing fyrir henni var honum í blóð borin. Kannski mótaðist það viðhorf einmitt hér, á og við Elliðavatnsbæinn, þar sem hann fæddist og sleit barnsskónum. Í dag er Elliðavatn og Heiðmörkin ein helsta náttúruperla íbúa höfuðborgarsvæðisins – hér hoppa fuglarnir grein af grein, maðkar undirbúa jarðveginn svo gróðurinn dafnar og vatnið gutlar við steina, líkt og í kvæði Einars.</p> <p>Borgarbúar eru iðnir við að nýta sér svæðið hér í kring til útivistar, jafnt sumar sem vetur, vor og haust. Margir telja haustið reyndar ríkasta og fegursta tímabil íslenskrar náttúru. Þá njótum gjafmildi náttúrunnar í formi uppskeru og annarra afurða sem hún gefur. Fólk í bæjum og sveitum nýtir þennan tíma til að birgja sig upp – safnar í sarpinn berjum, sveppum og jurtum; bændur uppskera matvæli af ökrum og heimta fé af fjalli og veiðimenn stefna á heiðar og hálendi.&#160;</p> <p>Náttúran er einnig grundvöllur allrar okkar atvinnuuppbyggingu og á síðustu árum hefur fjöldi nýrra fyrirtækja sprottið upp sem byggja afkomu sína á afurðum náttúrunnar og ímynd hins hreina Íslands. Þetta eru fyrirtæki sem framleiða lyf og heilsuvörur, snyrtivörur, matvæli og krydd, skógarafurðir ýmiskonar, gæludýrafóður, hönnunarvörur og svo mætti lengi telja. Skýrsla sem Íslandsstofa gaf út á þessu ári endurspeglar þetta vel en þar er fjallað um ríflega tuttugu íslensk útflutningsfyrirtæki sem nýta sér hráefni úr íslenskri náttúru í framleiðslu sína. Í skýrslunni kemur fram að kröfur á erlendum mörkuðum um hreinleika, uppruna, vottanir og gæðastaðla fara vaxandi. Það eru tækifæri fyrir íslenskt atvinnulíf því bent er á að íslenski náttúruvörugeirinn hafi sérstöðu umfram náttúruvörugeira annara landa. Sú sérstaða felst fyrst og fremst í hreinleika - hreinu lofti, vatni og sjó en auk þess styrkir náttúruímynd landsins þá sérstöðu verulega.</p> <p>Raunar vekur einnig athygli í skýrslunni hversu margir leggja áherslu á mikilvægi þess að enginn misstígi sig og eyðileggi þá góðu ímynd sem Ísland hefur á þessu sviði. Þar skiptir lykilmáli að umgangast þá auðlind sem felst í íslenskri náttúru af virðingu og ganga ekki meira á hana en getur talist sjálfbært. Þetta á ekki síður við í ferðaþjónustunni, sem á undanförnum misserum hefur vaxið meir en nokkur óraði fyrir og er í dag orðinn einn stærsti atvinnuvegur þjóðarinnar. Í þeim efnum leikur íslensk náttúra ekki síður lykilhlutverk og þar felast einnig fjölmörg tækifæri. Slík tækifæri þarf að nýta til að skapa meiri fjölbreytni í greininni og byggja upp vörumerkið Ísland á þann hátt að það endurspegli eftirsótta og sérstæða ferðamannastaði, afurðir og afþreyingu. Í þeim efnum er þó grundvallaratriði að uppbyggingin sé ætíð í sátt við náttúruna.</p> <p>Góðir gestir.<br /> Í ár er Dagur íslenskrar náttúru haldinn hátíðlegur í þriðja sinn en upphafið má rekja til 16. september árið 2010 þegar tilkynnt var um það á sjötugsafmæli Ómars Ragnarssonar að hér eftir yrði dagurinn tileinkaður íslenskri náttúru. Vil ég nota þetta tækifæri og óska öllum landsmönnum, sem svo sannarlega hafa tekið þennan dag upp á sína arma, innilega til hamingju með daginn. Á þessum stutta tíma hefur Dagur íslenskrar náttúru áunnið sér fastan sess í hjörtum þjóðarinnar og í öllum landshlutum hafa einstaklingar, félagasamtök, stofnanir, skólar, sveitarfélög og fyrirtæki skipulagt viðburði og uppákomur með íslenska náttúru í forgrunni. Í dag safnast fólk saman í gönguferðir um fjöll og skóga og skoðar náttúruperlur, nýtur náttúruafurða, hlýðir á fyrirlestra um náttúrufyrirbæri af öllum toga, sækir sér fræðslu um náttúruna og svo mætti lengi telja. Þá hafa skólar landsins margir nýtt daginn til að beina sjónum skólabarna og eldri nema að náttúrunni, samspili manns og náttúru og mikilvægi þess að umgangast hana með sjálfbærum hætti. Slíkur boðskapur á raunar ríkt erindi við okkur öll.<br /> Megi dagurinn verða okkur öllum ánægjulegur og góður til að fagna og njóta fegurðar og gæða íslenskrar náttúru. Og hvað er meira viðeigandi en að enda á svipuðum nótum og við byrjuðum, á ljóðlínum „staðarskáldsins“ Einars Benediktssonar sem fangaði öðrum fremur fegurð hinnar stórbrotnu náttúru Íslands með orðum:</p> <p>Fold vorra niðja, við elskum þig öll;<br /> þú átt okkar stríð, þar sem tímarnir mætast,<br /> svo hrein og svo stór þar sem himinn og sjór<br /> slá hringinn um svipmild, blánandi fjöll.<br /> Þú ein átt að lifa og allt að sjá bætast.<br /> Þú átt okkar von. Og þú sér hana rætast.</p> <p>Til hamingju með daginn!</p>

2013-09-05 00:00:0005. september 2013Ávarp umhverfis- og auðlindaráðherra við undirskrift aðildarsamnings Íslands að EUMETSAT

<p><em>Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfis- og auðlindaráðherra flutti eftirfarandi ávarp við undirritun aðildarsamnings Íslands að evrópsku veðurtunglastofnuninni EUMETSAT þann 30. ágúst 2013.</em></p> <p>&#160;</p> <p>Dear friends,</p> <p>I would just like to say a few words about this agreement and about our membership of EUMETSAT. This agreement is about science and satellites, about a partnership of nations to gather quality information about the environment, and to share the results and the data collected. It will be of great use to our Met Office, and to many agencies and scientists here in Iceland. I also know it will be of use to other EUMETSAT partners. It is important for us Icelanders, for our neighbours and to international aviation to monitor closely the weather in and around Iceland.&#160; And not only the weather, but other natural hazards and environmental change in general, where satellite technology plays an important and growing role.<br /> <br /> I hardly need to remind you here about the recent eruption of Eyjafjallajökull, which halted aviation in Europe for weeks, and indeed had a worldwide impact. This eruption showed the need for us to improve knowledge and monitoring of ash clouds, which is a relatively young science. It also showed the general need for good monitoring of volcanoes and the atmosphere, to ensure public safety and minimize economic disruption. Satellites help us to get the big picture – quite literally – on these issues.<br /> <br /> I know our scientists and experts are happy with this agreement, which gives them better tools to monitor and analyse the weather and the natural environment. But despite its technical subject matter, this is an important agreement for the general public, and deserves to be known as such. The weather plays a greater role in the lives of people here than in many other places. It is for many a question of safety and livelihood. The weather plays for example a big role in fisheries and agriculture. At this moment, farmers in North Iceland are working to get their sheep out of harm's way in highland pastures, to save them from a rare August blizzard. A similar early fall storm last year killed thousands of sheep. The lives of Icelanders are framed by the climate and weather, and we need a state-of-the-art system to give us the best available forecasts. Natural disasters of various kinds have dealt us heavy blows in the past, but new technologies are helping us to predict them and prepare for them. EUMETSAT will strengthen us in these tasks.<br /> <br /> Lastly, I should mention that full membership of EUMETSAT, with its fleet of satellites, helps fulfil Iceland's ambition to become an active power in space.<br /> <br /> That last part was perhaps not meant too seriously, but it is a good feeling to own a share in high-tech satellites that watch out from the heavens for storms and other threats. I think Iceland's accession to EUMETSAT benefits all parties. I want to thank those of you who worked on this agreement, and to wish EUMETSAT and the Met Office and other relevant parties good luck in your important work.</p> <p>&#160;<br /> Thank you,</p>

2013-08-31 00:00:0031. ágúst 2013Ávarp Sigurðar Inga Jóhannssonar umhverfis- og auðlindaráðherra
á aðalfundi Landssamtaka skógareigenda

<p><em>Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfis- og auðlindaráðherra flutti eftirfarandi ávarp á aðalfundi Landssamtaka skógareiganda þann 31. ágúst 2013.</em></p> <p><br /> Formaður Landssamtaka skógareigenda,<br /> Skógarbændur, góðir gestir,</p> <p>Það er mér bæði heiður og ánægja að fá tækifæri til að ávarpa ykkur hér á Aðalfundi Landssamtaka skógareigenda. Það er jafnframt mikilvægt fyrir mig sem nýjan ráðherra málaflokksins að fá tækifæri til að hitta ykkur skógarbændur og kynnast ykkar samtökum.&#160; Ég hef skynjað að samtök ykkar hafi eflst mikið á síðustu árum þrátt fyrir ungan aldur. Það er auðvitað rökrétt í samhliða uppbyggingu skógarauðlindar hér á landi.<br /> <br /> Það er jafnframt ánægjulegt og viðeigandi að hitta ykkur hér í þessum gróna bæ Hveragerði, sem er í huga flestra samofinn ímynd um gróanda og gróðursældar.&#160;<br /> <br /> Skógarbændur hafa ríku hlutverki að gegna í skógrækt á Íslandi. Það er mikilvægt að ykkar samtök séu leiðandi í faglegu starfi, taki virkan þátt í að móta áherslur í skógrækt - allt frá skipulagi og undirbúningi skógræktar til nýtingar skóga og úrvinnslu. Sterkt félagslegt afl eins og ykkar skiptir miklu fyrir framgang skógræktar í landinu.<br /> <br /> Ykkar hugsjón byggir á framtíðarsýn um velferð komandi kynslóða. Skógar búa yfir ákveðnum töfrum og hafa sérstök áhrif á þá sem um þá fara. Þetta er enn áhrifaríkara í skóglausu landi eins og Íslandi. Allt breytist, útsýni, hljóð, lykt, og öll skynfæri verða fyrir áhrifum. Skógar eru líka fjölþætt auðlind - orkuauðlind, gróðurhúsalofttegundir bindast í trjávið, hráefni til smíða, skjól, og vistkerfi. Þeir hafa því fjölþættu hlutverki að gegna og geta orðið mikilvæg auðlind fyrir ýmiskonar atvinnusköpun í framtíðinni, ekki fyrir hinar dreifðari byggðir.<br /> <br /> Í samanburði við nágrannalöndin er skógrækt á Íslandi rétt að slíta barnsskónum. Góður árangur frumkvöðla í skógrækt blasir hins vegar við um allt land. Við stöndum frammi fyrir því að sjá að landeigendur geta haft raunverulegan arð af nýtingu skóga hér á landi líkt og annarsstaðar.<br /> <br /> Ríkið hefur á undanförnum árum stuðlað að fjárfestingu í skógrækt á lögbýlum í gegnum Landshlutaverkefni í skógrækt og því þarf að fylgja eftir. Til lengri tíma er það að sjálfsögðu markmið að skógrækt verði sjálfbær atvinnuvegur á ákveðnum svæðum á Íslandi og skógarnir mikilvæg auðlind þjóðarinnar.&#160;</p> <p><br /> Góðir gestir,<br /> <br /> Það eru fjöldamörg mál í deiglunni innan umhverfis- og auðlindaráðuneytisins á vettvangi skógræktar sem ég vil hér tæpa á.<br /> <br /> Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar&#160; er kveðið á um vilja nýrrar ríkisstjórnar um að efla skógrækt og hverskonar landgræðslu á kjörtímabilinu. Að því vil ég vinna - hvenær og hvernig auka megi framkvæmdir við ræktun nýrra skóga og umhirðu þeirra.<br /> <br /> Það er jafnframt mikilvægt að vinna að ýmsum undirstöðum skógræktarstarfsins.<br /> <br /> Innan ráðuneytisins er nú hafin vinna við smíði reglugerðar fyrir Landshlutaverkefni í skógrækt í nánu samstarfi við verkefnin. Eitt meginmarkmiðið með því er að samræma starfshætti þó áherslur geti áfram verið mismunandi innan og milli verkefna. Verður leitað til Landssamtaka skógareigenda vegna þessa verkefnis eftir því sem vinnu við það vindur fram. Einnig er gert ráð fyrir í núgildandi lögum að unnar séu stefnumótandi áætlanir fyrir Landshluta verkefnin í skógrækt og þær lagðar fram í formi þingsályktunar á Alþingi. Þetta er ég að láta skoða í ráðuneytinu.<br /> <br /> Ég er jafnframt að skoða í ráðuneytinu með vinnu við endurskoðun skógræktarlaga sem eru orðin gömul og úrelt og mikið hefur verið kallað eftir að endurnýja að hálfu skógræktaraðila. Þar liggur fyrir ákveðinn grunnur til að byggja á.<br /> <br /> Ég hef jafnframt ákveðið að skipa á ný fagráð í skógrækt og hef óskað eftir tilnefningum í það meðal annars frá ykkur - Landssamtökum skógareigenda. Fagráðinu er ætlað að fjalla um áherslur og stefnumörkun í skógræktarrannsóknum, samræmingu í skógræktarstarfinu, skipulag fræöflunar og stefnumörkun hvað varðar úrvinnslu skógarafurða. Það er von mín að starf fagráðs verði til þess að efla samstarf þeirra aðila sem starfa að skógrækt, stuðla að samþættingu faglegs starfs í skógrækt og verða greininni almennt til framdráttar.<br /> <br /> Einnig hef ég áhuga á að vinna frekar með skipulag landnýtingar til eflingar þeirra greina sem á henni byggja. Land er takmörkuð auðlind með mismunandi eiginleika. Skógrækt er þar mikilvægur þáttur.&#160;&#160;<br /> <br /> Ágætu skógarbændur;<br /> <br /> Ég vil þakka aftur fyrir tækifærið til að ávarpa ykkur hér í dag og fá að kynnast ykkar kraftmiklu samtökum.<br /> <br /> Eins og ég hef rakið er margt að gerast á vettvangi skógræktarmálanna. Ný ríkisstjórn hefur mikinn metnað til eflingar skógræktarstarfsins í landinu og hlakka ég&#160; til að eiga áframhaldandi samstarf við ykkur skógareigendur um það verkefni.&#160;<br /> <br /> Nú blása nýir vindar í samfélaginu með nýrri ríkisstjórn og rými skapast til nýrrar sóknar. Það eru spennandi tímar framundan.&#160;&#160;&#160; Ég óska ykkur alls velfarnaðar í aðalfundarstörfunum hér í Hveragerði.<br /> <br /> Takk fyrir.<br /> </p>

2013-08-31 00:00:0031. ágúst 2013Ávarp umhverfis- og auðlindaráðherra á aðalfundi Landssamtaka skógareigenda 2013

<em>Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra flutti eftirfarandi ávarp á aðalfundi Landssamtaka skógareigenda þann 31. ágúst 2013.</em> <div> <br /> </div> <div> <br /> Formaður Landssamtaka skógareigenda,Skógarbændur, góðir gestir, </div> <div> <br /> Það er mér bæði heiður og ánægja að fá tækifæri til að ávarpa ykkur hér á Aðalfundi Landssamtaka skógareigenda. Það er jafnframt mikilvægt fyrir mig sem nýjan ráðherra málaflokksins að fá tækifæri til að hitta ykkur skógarbændur og kynnast ykkar samtökum. &#160;Ég hef skynjað að samtök ykkar hafi eflst mikið á síðustu árum þrátt fyrir ungan aldur. Það er auðvitað rökrétt í samhliða uppbyggingu skógarauðlindar hér á landi.&#160;<br /> Það er jafnframt ánægjulegt og viðeigandi að hitta ykkur hér í þessum gróna bæ Hveragerði, sem er í huga flestra samofinn ímynd um gróanda og gróðursældar. &#160; </div> <div> <br /> Skógarbændur hafa ríku hlutverki að gegna í skógrækt á Íslandi. Það er mikilvægt að ykkar samtök séu leiðandi í faglegu starfi, taki virkan þátt í að móta áherslur í skógrækt - allt frá skipulagi og undirbúningi skógræktar til nýtingar skóga og úrvinnslu. Sterkt félagslegt afl eins og ykkar skiptir miklu fyrir framgang skógræktar í landinu.&#160;<br /> Ykkar hugsjón byggir á framtíðarsýn um velferð komandi kynslóða. Skógar búa yfir ákveðnum töfrum og hafa sérstök áhrif á þá sem um þá fara. Þetta er enn áhrifaríkara í skóglausu landi eins og Íslandi. Allt breytist, útsýni, hljóð, lykt, og öll skynfæri verða fyrir áhrifum. Skógar eru líka fjölþætt auðlind - orkuauðlind, gróðurhúsalofttegundir bindast í trjávið, hráefni til smíða, skjól, og vistkerfi. Þeir hafa því fjölþættu hlutverki að gegna og geta orðið mikilvæg auðlind fyrir ýmiskonar atvinnusköpun í framtíðinni, ekki fyrir hinar dreifðari byggðir. </div> <div> &#160;<br /> Í samanburði við nágrannalöndin er skógrækt á Íslandi rétt að slíta barnsskónum. Góður árangur frumkvöðla í skógrækt blasir hins vegar við um allt land. Við stöndum frammi fyrir því að sjá að landeigendur geta haft raunverulegan arð af nýtingu skóga hér á landi líkt og annarsstaðar.&#160; </div> <div> <br /> Ríkið hefur á undanförnum árum stuðlað að fjárfestingu í skógrækt á lögbýlum í gegnum Landshlutaverkefni í skógrækt og því þarf að fylgja eftir. Til lengri tíma er það að sjálfsögðu markmið að skógrækt verði sjálfbær atvinnuvegur á ákveðnum svæðum á Íslandi og skógarnir mikilvæg auðlind þjóðarinnar.&#160; </div> <div> &#160;<br /> Góðir gestir,&#160; </div> <div> <br /> Það eru fjöldamörg mál í deiglunni innan umhverfis- og auðlindaráðuneytisins á vettvangi skógræktar sem ég vil hér tæpa á.&#160; </div> <div> <br /> Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar &#160;er kveðið á um vilja nýrrar ríkisstjórnar um að efla skógrækt og hverskonar landgræðslu á kjörtímabilinu. Að því vil ég vinna - hvenær og hvernig auka megi framkvæmdir við ræktun nýrra skóga og umhirðu þeirra. </div> <div> <br /> Það er jafnframt mikilvægt að vinna að ýmsum undirstöðum skógræktarstarfsins </div> <div> .&#160;<br /> Innan ráðuneytisins er nú hafin vinna við smíði reglugerðar fyrir Landshlutaverkefni í skógrækt í nánu samstarfi við verkefnin. Eitt meginmarkmiðið með því er að samræma starfshætti þó áherslur geti áfram verið mismunandi innan og milli verkefna. Verður leitað til Landssamtaka skógareigenda vegna þessa verkefnis eftir því sem vinnu við það vindur fram. Einnig er gert ráð fyrir í núgildandi lögum að unnar séu stefnumótandi áætlanir fyrir Landshluta verkefnin í skógrækt og þær lagðar fram í formi þingsályktunar á Alþingi. Þetta er ég að láta skoða í ráðuneytinu. </div> <div> <br /> Ég er jafnframt að skoða í ráðuneytinu með vinnu við endurskoðun skógræktarlaga sem eru orðin gömul og úrelt og mikið hefur verið kallað eftir að endurnýja að hálfu skógræktaraðila. Þar liggur fyrir ákveðinn grunnur til að byggja á.&#160; </div> <div> <br /> Ég hef jafnframt ákveðið að skipa á ný fagráð í skógrækt og hef óskað eftir tilnefningum í það meðal annars frá ykkur - Landssamtökum skógareigenda. Fagráðinu er ætlað að fjalla um áherslur og stefnumörkun í skógræktarrannsóknum, samræmingu í skógræktarstarfinu, skipulag fræöflunar og stefnumörkun hvað varðar úrvinnslu skógarafurða. Það er von mín að starf fagráðs verði til þess að efla samstarf þeirra aðila sem starfa að skógrækt, stuðla að samþættingu faglegs starfs í skógrækt og verða greininni almennt til framdráttar.&#160; </div> <div> <br /> Einnig hef ég áhuga á að vinna frekar með skipulag landnýtingar til eflingar þeirra greina sem á henni byggja. Land er takmörkuð auðlind með mismunandi eiginleika. Skógrækt er þar mikilvægur þáttur. &#160;&#160; </div> <div> <br /> Ágætu skógarbændur; </div> <div> <br /> Ég vil þakka aftur fyrir tækifærið til að ávarpa ykkur hér í dag og fá að kynnast ykkar kraftmiklu samtökum.&#160;<br /> Eins og ég hef rakið er margt að gerast á vettvangi skógræktarmálanna. Ný ríkisstjórn hefur mikinn metnað til eflingar skógræktarstarfsins í landinu og hlakka ég &#160;til að eiga áframhaldandi samstarf við ykkur skógareigendur um það verkefni. &#160; </div> <div> <br /> Nú blása nýir vindar í samfélaginu með nýrri ríkisstjórn og rými skapast til nýrrar sóknar. Það eru spennandi tímar framundan. &#160; &#160; </div> <div> <br /> </div> <div> Ég óska ykkur alls velfarnaðar í aðalfundarstörfunum hér í Hveragerði.&#160; </div> <div> <br /> Takk fyrir. </div>

2013-08-24 00:00:0024. ágúst 2013Ávarp umhverfis- og auðlindaráðherra á aðalfundi Skógræktarfélags Íslands 2013

<p><em>Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfis- og auðlindaráðherra flutti eftirfarandi ávarp á hátíðarkvöldverði aðalfundar Skógræktarfélags Íslands sem haldinn var í Garðabæ 24. ágúst 2013.</em></p> <p><br /> &#160;</p> <p>Ágætu aðalfundarfulltrúar, góðir gestir,<br /> <br /> Það er mér sönn ánægja að fá að vera með ykkur hér í kvöld í þessari glæsilegu veislu á aðalfundi Skógræktarfélags Íslands hér í Garðabæ. Þetta er jafnframt fyrsta tækifæri sem ég hef, eftir að hafa tekið við starfi umhverfis – og auðlindaráðherra, að hitta ykkur og kynnast ykkar öflugu samtökum. Þetta er upphaf á langri vegferð sem ég veit að á eftir að verða krefjandi en um leið spennandi og ánægjuleg og hlakka ég til samstarfsins.&#160;<br /> <br /> Ég óska ykkur jafnframt til hamingju með þennan fund sem er 78. aðalfundur Skógræktarfélags Íslands og jafnframt óska ég gestgjafa aðalfundarins, Skógræktarfélagi Garðabæjar til hamingju með 25 ára afmælið.&#160;<br /> <br /> Það er mikið lán hversu mörg og öflug frjáls félagasamtök starfa í landinu og hve margir einstaklingar fá þar tækifæri og vettvang til að vinna að góðum málum – hverskonar þjóðþrifamálum - í þágu okkar samfélags. Þar skiptir starf svo fjölmenns og öflugs félagsskapar eins og Skógræktarfélags Íslands miklu máli, en mér skilst að innan ykkar vébanda starfi um 60 félög um allt land með á áttunda þúsund félagsmenn. Stór og öflug samtök eins og ykkar efla sannanlega og bæta íslenskt samfélag.</p> <p>Félagið ykkar varð til á miklum umbrotatíma í íslensku samfélagi, þegar landið var að mestu skóglaust, samofið þeirri miklu vakningu aldamótakynslóðarinnar um mikilvægi ræktunar lands.&#160; Ykkar félag hefur verið boðberi hugsjóna um þau tækifæri sem landið okkar býr yfir og hvaða möguleikar eru í ræktun þess.&#160; Þar skiptir máli af hafa trú á framtíðinni, trú á landinu og gæðum þess, vilja til að bæta samfélagið og byggja upp og jafnframt trú á því að hægt sé að vinna að breytingum til batnaðar með hagsmuni framtíðarinnar að leiðarljósi. Þetta eru mikilvæg gildi sem ekki síður eiga við í samtímanum.<br /> <br /> Kannski hefur enginn sett þessa hugsjón sterkar eða betur fram heldur en Hannes Hafstein í Aldamótaljóðinu fyrir hartnær einni öld:<br /> <br /> Sú kemur tíð, er sárin foldar gróa,<br /> sveitirnar fyllast, akrar hylja móa,<br /> brauð veitir sonum móðurmoldin frjóa,<br /> menningin vex í lundi nýrra skóga.<br /> <br /> Nú hefur auðvitað orðið gjörbreyting á öllum viðhorfum til skógræktar og það auðvitað löngu afgreitt mál að hægt sé að rækta skóg á Íslandi. Nú snýst umræðan um hvar á að gera það, hvernig og hversvegna. Það er mikill árangur enda er það auðvitað ævintýri líkast nú þegar maður ekur um landið að sjá árangur frumkvöðla skógræktarstarfsins – hávaxin tré og vöxtumikla skóga í flestum héruðum.&#160; Framtíðarsýn Aldamótaljóðsins er að verða að veruleika og „menning að vaxa í lundum nýrra skóga“.&#160;<br /> <br /> Það vill svo skemmtilega til að afi minn og nafni var virkur í Skógræktarfélagi Árnesinga og formaður þess félags um hríð. Árangur frumkvöðla þess félags er mikill eins og Snæfoksstaðir í Grímsnesi eru talandi dæmi um. Það er til skemmtileg lýsing á stemmningunni í kringum uppbyggingarstarfið og hversu útsjónarsamt&#160; skógaræktarfélagsfólk var til að&#160; afla stuðnings við málefnið.<br /> <br /> Í Árbók Félagsins, Árskógum, sem kom út fyrir nokkrum árum er mjög skemmtileg lýsing í formi smásögu úr fundargerð á því hvaða brögðum stjórn Skógræktarfélags Árnesinga beitti til að vinna skógræktarmálunum stuðning:&#160;<br /> <br /> „<em>Um 8 leytið 9. júní 1974&#160; kom Stjórn Skógræktarfélags Árnesinga saman við hlið girðingar félagsins að Snæfoksstöðum. Um svipað leyti renndi langferðabifreið að hliðinu og var þar kominn Páll Hallgrímsson sýslumaður Árnesinga og sýslunefndarmenn flestra hreppa í sýslunnar. Hafði þeim verið boðið að Snæfoksstöðum til að líta á trjágróður og jafnframt var ætlunin að leita eftir auknum fjárstyrk sýslunnar við Skógræktarfélagið. Veður var ekki hagstætt til skoðunar, en flestir litu á trjágróðurinn í Skógarhlíð og sýndist mönnum trén vöxtuleg. Sigurður Ingi ávarpaði sýslunefndarmenn og bauð þá velkomna. Boðið var uppá brennivín og Coca cola og brauð. Sátu menn í bílunum og röbbuðu saman. Að loknum fyrsta umgangi tóku hinir lagvissustu í hópnum að syngja. Ekki hafði verið lokið úr glösum annarrar umferðar er allir&#160; sungu við raust. Og nú hafði veður skipast til hins betra og gátu menn nú sungið sig útúr bílnum og notið hins kyrra vorkvölds við nið fljótsins á aðra hlið en Skógarhlíðarinar til hinnar. Nú hafði losnað um málbein flestra og lofaði Gunnar á Seljatungu því í þakkarávarpi sínu að styrkur sýslunnar yrði eins ríflegur og fjárhagur leyfði.“&#160;<br /> </em><br /> Svo mörg voru þau orð – svona fóru skógræktarfélagsmenn að því að fylgja sínum málum áfram og afla stuðnings á þessum tíma.&#160;&#160;&#160;&#160;<br /> <br /> Góðir gestir:<br /> <br /> Það er ríkur vilji nýrrar ríkisstjórnar að vinna markvisst að eflingu skógræktar og hverskonar landgræðslu í landinu. Ég hef metnað til að vinna að eflingu skógræktarstarfsins í landinu á vettvangi ráðuneytisins og hef þegar hafið skoðun á því. Það er á ýmsum sviðum - bæði hvað varðar lagalega og skipulagslega umgjörð skógræktarstarfsins - þróun þeirra tækifæra sem liggja í aukinni atvinnu og verðmætasköpun og hvernig hægt sé að auka skógræktarframkvæmdir á komandi árum. Þar skiptir miklu að eiga gott samstarf við ykkar félagshreyfingu með alla ykkar þekkingu og reynslu, elju og áhuga.&#160; Ég er því&#160; áhugasamur um að heyra betur frá ykkur skógræktarfélagsfólki á næstunni -&#160; hvar hjarta ykkar slær, hver eru ykkar áform og væntingar.<br /> <br /> Góðir veislugestir,<br /> <br /> Land okkar er margbreytileg auðlind sem við lifum á. Land er jafnframt takmarkað – við eigum bara eitt Ísland -&#160; það er það land með sínum kostum og göllum sem við höfum og munum hafa. Það er því mikilvæg áskorun að leitast við að ráðstafa og nýta það á sjálfbæran og skynsamlegan hátt. Mikilvægir atvinnuvegir byggja á landnýtingu, m.a. landbúnaður og ferðaþjónusta. Ósjálfbær landnýting á fyrri árum hefur hins vegar stuðlað að mikilli gróður-og jarðvegseyðingu.&#160; Ástand og afköst vistkerfa landsins eru víða lakari en þau gætu verið og mótuð af þessari aldalöngu ósjálfbæru nýtingu í okkar norðlæga landi, með erfiðri veðráttu og eldvirkni.&#160;<br /> <br /> Það má velta fyrir sér hvort ekki væri hægt að vinna einskonar rammaáætlun um skipulag landnotkunar og sjálfbæra landnýtingu. Það hníga mörg rök að því að það sé orðið tímabært að vinna markvisst útfrá þeirri staðreynd að land er takmörkuð auðlind þar sem mörg sjónarmið eru uppi og sum takast á. Mikil þróun hefur orðið á landnotkun á undanförnum áratugum og eins eru uppi áform um ýmsar nýjungar s.s. kornrækt, olíurepja, skógrækt, endurheimt votlendis, frístundabyggð, náttúruvernd, ferðaþjónusta og landgræðsla svo margt það helsta sé talið.<br /> Það er mikilvægt að stjórnvöld marki stefnu og veiti leiðsögn um ráðstöfun lands, og veiti leiðbeiningar um sjálfbæra landnýtingu ekki síst til að gera sér betur grein fyrir landþörf einstakra kosta og jafnframt til ráðgjafar við aðalskipulagsgerð sveitarfélaga.<br /> <br /> Ég tel því áhugavert að skoða það sérstaklega, í samstarfi við helstu hagsmunaðila,&#160; hvernig hægt væri að standa að gerð slíkrar leiðbeinandi rammaáætlunar um skipulag landnotkunar og sjálfbærrar landnýtingar, sem væntanlega yrði stórt langtímaverkefni með það að markmiðið að efla hverskonar sjálfbæra landnýtingu til verðmætasköpunar og framfara í okkar samfélagi.<br /> <br /> Kæru veislugestir,<br /> <br /> Ég vil að endurtaka þakkir mínar fyrir boðið hingað og árnaðaróskir til Skógræktarfélags Íslands og til Skógræktarfélags Garðabæjar í tilefni afmælisins.<br /> <br /> Ykkar hugsjónir og óeigingjarna starf í skógræktarfélögum um allt land skipta miklu til að fegra og bæta okkar land.&#160;<br /> <br /> Hákon heitinn Aðalsteinsson skáld og skógarbóndi orti snilldarlega um framtíðarsýn skógræktarmannsins.<br /> <br /> Skínandi fagrir skógar<br /> skreytandi hlíð og fjöll.<br /> Blágresis brekkur nógar,<br /> berjalönd þakin öll.<br /> Sæla í sveitum er.<br /> Bændurnir boli saga,<br /> börnin í svangan maga<br /> tína hin bláu ber.</p> <p>Nú er Hákon allur og hægt að gera ráð fyrir að hann sé orðinn „engill í eigin tré“, eins og sagði svo snilldarlega í lokaorðum kvæðisins góða!<br /> <br /> Ég óska ykkur velfarnaðar í í störfum hér á aðalfundinum og veit að þið eruð í góðum höndum hjá gestgjöfunum hér í Garðabæ.<br /> <br /> Bestu þakkir,</p>

2013-06-05 00:00:0005. júní 2013Ávarp umhverfis- og auðlindaráðherra ráðherra við afhjúpun heimsminjaskjaldar um Surtsey

<p>&#160;</p> <p><em>Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfis- og auðlindaráðherra sagði eftirfarandi orð við afhjúpun skjaldar um heimsminjastaðinn Surtesy þann 5. júní 2013.</em></p> <p>&#160;</p> <p>Bæjarstjóri, Vestmanneyingar, aðrir góðir gestir<br /> Það er mér sérstök ánægja og heiður að fá að taka þátt í þessari athöfn hér í Vestmannaeyjum. Við erum hér saman komin til að heiðra eitt merkilegasta fyrirbæri íslenskrar náttúru og þeirra öflugu krafta sem hana móta, og er þar sannanlega af miklu að taka;<br /> Rís úr djúpi Ránar ey,<br /> rjóð í kuldagjósti.<br /> Ber hún eins og yngismey<br /> yl í hvelfdu brjósti.<br /> <br /> Svo var ort um eyjuna sem reis úr hafi hér við Vestmannaeyja fyrir 50 árum eða árið 1963, áður en hún fékk nafn.&#160; Um nafngiftina var hins vegar farið í brunn Völuspár og eyjan nýja kölluð Surtsey eftir jötninum mikla Surti.<br /> <br /> Um Surt sjálfan segir svo í Völuspá:<br /> <br /> Surtur fer sunnan<br /> með sviga lævi,<br /> skín af sverði<br /> sól valtíva,<br /> grjótbjörg gnata,<br /> en gífur rata,<br /> troða halir helveg,<br /> en himinn klofnar.</p> <p>Þessi myndlíking átti vel við um þær hamfarir þegar eyjan reis úr sæ.<br /> Í hugum okkar Íslendinga er Surtsey einstök, ekki síst þeirra sem muna eftir Surtseyjargosinu fyrir 50 árum, fylgdust með því og myndun og þróun eyjarinnar meðan á gosinu stóð.<br /> <br /> En Surtsey er ekki bara einstök í augum okkar Íslendinga.&#160; Vegna sérstöðu eyjarinnar var hafist handa fyrir um átta árum að undirbúa tilnefningu Surtseyjar á heimsminjaskrá Menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna UNESCO.Talið var að myndun Surtseyjar, jarðfræðileg uppbygging og gerð eyjarinnar væri það sérstæð á heimsvísu að hún ætti heima á heimsminjaskránni. Auk þess var talið að rannsóknir og áralöng vöktun á breytingum og landnámi lífvera í Surtsey styddu tilnefninguna.<br /> <br /> Það er hins vegar ekki auðvelt að komast á skrá UNESCO.<br /> Til þess að komast á heimsminjaskrána þurfa staðir sannanlega að vera einstakir á heimsvísu. Það er þó ekki eina skilyrðið, því annar sambærilegur staður má ekki vera fyrir á skránni. Þetta var tilfellið þegar Surtsey kom til umfjöllunar hjá alþjóðlegri heimsminjanefnd UNESCO en jarðfræðilega sambærilegur staður reyndist vera til á svokölluðum Jeju eyjum í Suður-Kóreu sem hafði nýlega verið tekinn inn á heimsminjaskrána.&#160;<br /> <br /> Surtsey komst þannig ekki á listann vegna einstakra jarðminja. Hins vegar var það einangrun eyjarinnar frá upphafi og vöktun á breytingum og landnámi lífvera sem skipti sköpum og var að mati UNESCO talið það einstakt á heimsvísu að Surtsey var tekin inn á heimsminjaskrána í júlí árið 2008. Það má því segja að það sé fyrirhyggju áhrifamanna hér, stjórnmála- og vísindamanna strax í upphafi gossins að þakka að við erum að afhjúpa þennan skjöld hér í Vestmannaeyjum til þess að vísa á og upplýsa gesti um heimsminjastaðinn Surtsey. Það er sameiginleg skylda okkar að standa vörð um Surtsey og sjá til þess að&#160; gildi hennar haldist og spillist ekki í framtíðinni og jafnframt ber okkur að tryggja áfram sambærilegar aðstæður til rannsóknir og vöktun jarðminja og lífríkis í og við eyjuna.<br /> <br /> Það er ekki síður mikilvægt að almenningur og ferðamenn hafi aðgang að gestastofunni um Surtsey þar sem þeir geta kynnst sögu Surtseyjar og fræðst um rannsóknir, vöktun og líklega þróun eyjarinnar og lífríkis hennar næstu áratugina. Sameiginlegt húsnæði með Eldheimum setur sögu Surtseyjar betur í samhengi við sögu Vestmannaeyja og Heimaeyjagossins. Spálíkan um þróun Surtseyjar bendir til þess að hún muni á endanum líkjast öðrum eyjum hér í Vestmannaeyjum að allri gerð, lögun og lífríki. Það er því áhugavert að setja eyjarnar í samhengi hverja við aðra til að skilja betur þessa mótandi krafta náttúrunnar.<br /> <br /> Rannsóknir á Surtsey hafa fengið mikla athygli undanfarin 50 ár og áfram þarf að halda á þeirri braut. Einnig er áhugavert að efla rannsóknir á lífríki og náttúru Vestmannaeyja almennt. Þar skiptir miklu að leita leiða til að efla og styrkja starfsemi hér í eyjunum ss. Náttúrustofu Suðurlands.<br /> <br /> Afar mikilvægt er að góð samvinna sé, og virk þátttaka sveitarfélagsins um heimsminjastaðinn og kynningu hans. Í því sambandi er rétt að minnast þess, að á umsóknatímanum var þáttur sveitarfélagsins mjög mikilvægur og góður stuðningur þess við tilnefninguna skipti miklu að það tækist að koma eynni á listann. Af því tilefni vil ég nota þetta tækifæri til þess að afhenda Vestmannaeyjabæ afrit af skjali UNESCO um að Surtsey hafi verið tekin inn á heimsminjaskrána.<br /> <br /> Auk þess vil ég afhenda Umhverfisstofnun samskonar skjal sem hægt er að setja upp í Surtseyjastofu því til vitnis að eyjan sá á heimsminjaskránni. Mennta- og menningarmálaráðuneytinu er hins vegar vörsluaðili heimsminjasamningsins og ber megin ábyrgð á samningnum og framkvæmd hans hér á landi.<br /> <br /> Góðir gestir,<br /> <br /> Hér í Vestmannaeyjum er einstök náttúra, sem hefur fóstrað öflugt mannlíf og blómlega byggð. Eyjamenn þekkja vel mikilvægi þess að ganga vel um auðlindir og að þær séu nýttar á sjálfbæran hátt með sjónarmið verndunar og nýtingar að leiðarljósi.<br /> <br /> Það er gaman að geta, á sínum fyrstu dögum í starfi umhverfis - og auðlindaráðherra, komið hingað til Vestmannaeyja og tekið þátt í að vekja athygli á friðlandinu í Surtsey og stöðu þess á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna.<br /> <br /> Ég óska okkur öllum til hamingju með þennan merkilega áfanga;</p>

2013-05-29 00:00:0029. maí 2013Ávarp umhverfis- og auðlindaráðherra á ráðstefnunni Soil Carbon Sequestration

<h4>Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfis- og auðlindaráðherra flutti eftirfarandi lokaorð á alþjóðlegri ráðstefnu sem haldin var í Reykjavík dagana 25-29. maí 2013 undir yfirskriftinni Soil Carbon Sequestration, for climate, food security and ecosystem services.</h4> <p><br /> </p> <p>Ladies and gentlemen</p> <p>We have now come to the close of this very successful conference on soil carbon. The wide participation, with more than 30 countries represented here, shows that soil carbon is of global importance.</p> <p>I appreciate greatly that this conference takes place in Iceland, with the presence of so many well-known international scholars in this field. I thank the organizers – especially the Soil Conservation Service - for their great work to realize this event. Our expectations are high towards the outcomes of your work.</p> <p>Dear guests,</p> <p>We can say that soil carbon has been a priority in Iceland since the 19th century – although it was not phrased in that way at that time! The settlers of Iceland began to cut down woodlands 1100 years ago, but did not know how fragile the ecosystem was, with its loose volcanic soil and windy climate. In the beginning of the 20th century, land degradation was recorded on most of Icelandic lands and almost all of our forests and woodlands were lost.</p> <p>The pioneering legislation from 1907 on Forestry and Protection against Soil Erosion was a major milestone in Icelandic efforts to address land degradation. On the basis of this legislation, the government established specific authorities to work on these issues. One of them gradually developed into the current Soil Conservation Service, which is acknowledged as the first such specific authority worldwide.&#160; The 100 years of organized work to combat soil erosion is a great story, that we are proud to communicate to others. It is the basis of the establishment of the international Land Restoration Training Program we run in collaboration with the United Nations University. The effort by a few pioneers to halt marching sand dunes a century ago has gained new relevance for Iceland and for global issues.</p> <p>Ladies and gentlemen,&#160;</p> <p>Earlier this month the level of carbon dioxide in the atmosphere passed 400 parts per million. This is the highest level since three to five million years ago. This is a stark reminder to us all to work on fulfilling the internationally agreed goal to limit the rise in global average temperature to two degrees Celsius.</p> <p>This goal can be reached by reducing greenhouse gas emissions and by soaking up carbon from the atmosphere in soil and vegetation. Iceland has been active in discussions on the land use sector in the international climate negotiations. Revegetation is eligible as an action for mitigation in the Kyoto Protocol, based on a proposal by Iceland. Another Icelandic proposal, on wetland drainage and rewetting, has also been agreed on within the Kyoto Protocol. This has helped to draw attention to wetlands, an important but overlooked pool of soil carbon. Some are sceptical on the role of land use in the Climate Change Convention and in Kyoto, as the science and rules are complex. This is why we need you, the scientific community, to guide us and improve our knowledge. If we put the right policies in place, we can reap multiple gains. Soil carbon is a climate change issue, but also essential to agriculture, food security and biodiversity. These issues are evermore pressing as the world population increases from 7 billion to a projected 9 billion in 2050. The science of soil carbon may seem a specialized field, but it is of utmost policy relevance for the future of the planet.</p> <p>In closing I would like to thank the organizers for their hard work, the presenters for sharing their knowledge, and all of you here for making the conference a success. I wish you all a safe journey home.</p> <p>Thank you</p>

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira