Hoppa yfir valmynd

Ræður og greinar Svandísar Svavarsdóttur


Dags.Dags.TitillLeyfa leit
2013-04-17 00:00:0017. apríl 2013Ávarp umhverfis- og auðlindaráðherra á ársfundi Náttúrufræðistofnunar Íslands árið 2013

<p><em>Svandís Svavarsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra ávarpaði ársfund Náttúrufræðistofnunar Íslands þann 12. apríl 2013 með eftirfarandi orðum:</em></p> <p><br /> Starfsmenn Náttúrufræðistofnunar, góðir fundargestir,</p> <p>Fyrir fjórum árum ávarpaði ég ársfund Náttúrufræðistofnunar Íslands á tíunda degi mínum í stóli umhverfisráðherra. Í dag erum við stödd hinum megin í hringrásinni, rétt rúmar tvær vikur til kosninga. Það fer ekki illa á því að ramma þetta viðburðaríka kjörtímabil inn með því að mæta á fund við þessa lykilstofnun rannsókna og vöktunar á íslenskri náttúru og vil ég þakka boðið að fá að ávarpa ykkur hér í upphafi ársfundar stofnunarinnar.</p> <p>Í lífi stjórnmálamanna eru kosningar mikil tímamót, auk þess sem þær geta haft áhrif á starfsumhverfi ráðuneyta og stofnana. Það er því við hæfi að líta um öxl og rifja upp hvaða sporum við stóðum í þegar ég hitti ykkur vorið 2009, þá nýbakaður umhverfisráðherra. Þjóðin hafði upplifað meira samfélagslegt og efnahagslegt umrót en dæmi voru fyrir. Þann 10. maí varð ég þriðji umhverfisráðherra ársins.</p> <p>Ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingar tók við&#160;gríðarlega erfiðu búi og fyrirséð var að geigvænlegar skuldir myndu sníða opinberum rekstri þröngan stakk. Stofnanir og ráðuneyti bjuggu sig undir niðurskurð með tillögum um sparnað, hagræðingu og forgangsröðun.&#160; Það duldist engum að erfiðir og krefjandi tímar væru framundan, en þar voru ekki síður skapandi tækifæri. Í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er að finna ítarlegan kafla um umhverfi og auðlindir, sem er metnaðarfyllsta stefnumörkun íslenskrar ríkisstjórnar á því sviði. Loksins kom að því að umhverfismálin öðluðust þann sess sem þessum mikilvæga málaflokki ber!</p> <p>Náttúrufræðistofnun hefur líkt og aðrar stofnanir fundið fyrir niðurskurði, en jafnframt verið framarlega í forgangsröðinni þegar auknir fjármunir hafa verið til ráðstöfunar. Ég er gríðarlega stolt af þeim árangri sem náðst hefur á liðnum fjórum árum í umhverfis- og náttúruverndarmálum – og munar þar heldur betur um framlag Náttúrufræðistofnunar til ýmissa stærstu verkefna kjörtímabilsins.</p> <p>Þrátt fyrir að stefna ríkisstjórnarinnar hafi verið óvenju metnaðarfull á óvenjulegum tímum, þá hefur náðst mikill árangur; þau markmið í umhverfis- og auðlindamálum sem rötuðu á blað vorið 2009 hafa meira og minna náðst. Þann mikla árangur má þakka þrotlausri vinnu ótal fólks, starfsmönnum Náttúrufræðistofnunar Íslands færi ég þakkir fyrir ykkar hlut.<br /> Að loknu viðburðarríku kjörtímabili er margt sem mætti nefna, en mig langar hér að tæpa á nokkrum helstu áföngunum sem náðst hafa.</p> <p>Einna hæst ber að endurskoðun laga um náttúruvernd er lokið, lögin voru samþykkt á Alþingi fyrir skömmu og munu taka gildi 1. apríl á næsta ári. Undirbúningur að endurskoðun laganna var ferli sem tekið hefur allt kjörtímabilið heil fjögur ár. Viðamikil Hvítbók var samin með aðkomu fjölda sérfræðinga, fjallað var um tillögurnar á umhverfisþingi, frumvarp samið og sett í opið umsagnarferli og að lokum tók Alþingi málið til rækilegrar skoðunar. Þetta er líklega einhver mesti undirbúningur að lagasmíð sem ráðist hefur verið í hér á landi. Þannig viljum við líka að sé unnið að heildarendurskoðun svo mikilvægra laga sem lög um náttúruvernd, mótunar- og samráðstími sem er nauðsynlegur og ætti kannski frekar að vera reglan en undantekningin.</p> <p>Af sama meiði er vinna við mat á framkvæmd og endurskoðun laga um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum sem lauk í síðustu viku þegar nefndin afhenti mér drög að skýrslu og tillögur sínar upp á 400 blaðsíður þar sem finna má ítarlegar og greinargóðar tillögur um lagaumgjörð villtra dýra hér á landi. Starfsmenn Náttúrufræðistofnunar hafa lagt af mörkum gríðarlega mikla vinnu í báðum þessum málum og vil ég&#160; nota tækifærið og þakka stofnuninni fyrir framlag hennar og starfsmanna í þessum mikilvægu náttúruverndarmálum.</p> <p>Við gildistöku nýju náttúruverndarlaganna verða töluverðar breytingar á verkefnum Náttúrufræðistofnunar. Stofnunin fær veigameira hlutverk við undirbúning náttúruminjaskrár og mun halda skrá yfir ýmis náttúrufyrirbæri sem njóta sérstakrar verndar. Sett verður á fót fagráð sem skal vera stofnuninni til ráðgjafar um gerð tillögu um minjar á náttúruminjaskrá. Markmið laganna er að vernda fjölbreytni náttúrunnar, bæði líffræðilega og jarðfræðilega auk fjölbreytni landslags. Markmiðið er jafnframt að endurheimta röskuð vistkerfi og auka þol vistkerfanna gegn náttúruhamförum og hnattrænum umhverfisbreytingum. Með þessum lögum nást fram mikilvægar breytingar á náttúruverndarlöggjöfinni og staðfestar eru ýmsar forsendur og grundvallarviðmið sem styrkja munu náttúruvernd í framtíðinni, þ.e. megin reglur og sjónarmið við ákvarðanatöku er varða náttúruvernd þ.á m. að ákvarðanir skulu byggjast á vísindalegri þekkingu og varúðarreglan er lögfest.</p> <p>Veigamestu breytingarnar sem varða Náttúrufræðistofnun Íslands tengjast vöktun, mati á ástandi náttúrunnar, og undirbúningi og gerð tillagna um verndun landsvæða, vistkerfa, vistgerða og tegunda. Lögin innihalda ítarlegri ákvæði um friðlýsingar og verndarmarkmið þar sem sérstaklega er tekið á vistgerðum, vistkerfum og tegundum en jafnframt á jarðminjum, vatnasvæðum, landslagi og víðernum. Á því sviði gegnir Náttúrufræðistofnun lykilhlutverki í samvinnu við aðrar rannsókna- og vöktunarstofnanir, s.s. Hafrannsóknarstofnun,Veiðimálastofnun, Veðurstofuna, Landgræðsluna, Skógræktina og náttúrustofurnar. Uppbygging, skipulagning og samræming gagnagrunna og upplýsinga um náttúru landsins er grunnurinn að öflugri framkvæmd náttúruverndar og sjálfbærri nýtingu náttúrunnar. Ég tel mikilvægt að þau mál verði tekin föstum tökum og að gögn um náttúru landsins verði aðgengileg í samræmi við stefnu og framkvæmdaáætlun um líffræðilega fjölbreytni.</p> <p>Kortlagning náttúru Íslands og skilgreining vistgerða á láglendi, í ferskvatni og grunnsævi er nú höfuðverkefni stofnunarinnar fram til 2015. Tímasetning þess fellur vel saman við ákvæði nýju náttúruverndarlaganna, því árið 2015 skal leggja fyrir Alþingi í fyrsta sinn tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun og í kjölfarið gefa í fyrsta sinn út náttúruminjaskrá. Það má því búast við að þessi fyrsta skrá verði byggð á traustum og ítarlegum upplýsingum um náttúru landsins og verði vel studd bestu fáanlegu vísindalegum gögnum og&#160; verði þar með fræðilega vel undirbyggð og standist vísindalega gagnrýni. Í því sambandi er vert að huga að skuldbindingum okkar um líffræðilega fjölbreytni þar sem stefnt er að því að friðlýst svæði sem hafi sérstaka þýðingu fyrir verndun líffræðilegrar fjölbreytni þeki um 17% af þurrlendi og votlendi og um 10% hafsvæða.</p> <p>Stór áfangi náðist í að skapa andrúmsloft sáttar og samvinnu um ráðstöfun landsvæða þegar rammaáætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða var samþykkt í byrjun árs 2013. Rammaáætlun var á annan áratug í undirbúningi með aðkomu fjölda stofnana og ótal sérfræðinga. Framlag sérfræðinga Náttúrufræðistofnunar á öllum stigum vinnunnar var mikilvægur grunnur að því að endanleg tillaga byggði á bestu fáanlegu upplýsingum. Hafin er vinna við friðlýsingu þeirra 20 virkjunarhugmynda sem féllu í verndarflokk rammaáætlunar í samstarfi ráðuneytisins, Umhverfisstofnunar og Náttúrufræðistofnunar. Rammaáætlun er líklega eitt mikilvægasta skrefið í að sætta sjónarmið náttúruverndar og orkunýtingar sem hafa togast á allt frá sjöunda áratug síðustu aldar og undirstrikar hún þýðingu náttúruverndar á Íslandi, núlifandi og komandi kynslóðum til heilla.</p> <p>Að mínu mati er mikilvægt að náttúruverndaráætlun og rammaáætlun spili vel saman og að svæði í verndarflokki rammaáætlunar og verndun þeirra nýtist sem best til verndar náttúru landsins, þ.m.t. líffræðilegri fjölbreytni, jarðfræði, landslagi og víðernum. Huga þarf að samlegðaráhrifum þeirra og hvernig verndarsvæði rammaáætlunar nýtist í uppbyggingu á neti verndarsvæða fyrir líffræðilega fjölbreytni.</p> <p>Góðir gestir,</p> <p>Að undanförnu höfum við verið að uppskera árangur langrar og stundum strangrar vinnu á mörgum sviðum. Fyrst vil ég nefna þrjú ný svæði sem voru tekin á skrá Ramsar-samningsins í síðust viku, þ.e. Guðlaugstungur, Eyjabakka og Snæfellssvæðið og Andakíl. Þetta er fagnaðarefni og hvatning um að huga að tilnefningu fleiri votlendissvæða á skrána.<br /> Eftir áralanga umræðu og vangaveltur um aðild að samkomulagi um votlendisfarfugla Evrópu og Afríku er Ísland nú loksins orðið aðili að AEWA samningnum, mikilvægu samkomulagi um verndun farleiða og viðkomustaða þessara tegunda. Náttúrufræðistofnun hefur verið falin umsjón og framkvæmd samningsins hér á landi og er mikill fengur fyrir stofnunina að taka þátt í framkvæmd þess með formlegum og fullgildum hætti. Ísland hefur boðist til hýsa næsta fund aðildarríkjanna hér á landi árið 2015, en ákvörðun um það verður væntanlega tekin fljótlega.</p> <p>Þriðja atriðið sem ég ætla að nefna er tillaga stofnunarinnar um heildstæða vöktunaráætlun fyrir fugla landsins. Það er mikill fengur að fá samantekt á ástandi og stöðu fuglastofna og tillögur um það hvernig standa skuli að vöktun á landsvísu með samræmdum, skipulegum og reglubundnum hætti. Þetta gefur okkur möguleika á að forgangsraða verkefnum og fjármunum og skipuleggja samvinnu allra þeirra sem stunda vöktun fugla til að ná yfir allt landið og þær tegundir sem mikilvægast er að vakta.<br /> Náttúra landsins er grundvöllur og undirstaða afkomu þjóðarinnar og verndun og nýting hennar því okkar mikilvægasta verkefni. Endurskipulagning stjórnarráðsins, breytt verkaskipting milli ráðuneyta og stofnun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins verður vonandi til þess að okkur takist að efla náttúruvernd og bæta sjálfbæra nýtingu auðlinda.</p> <p>Góðir gestir,</p> <p>Efling ráðuneytisins, skipting í nýjar skrifstofur og breytingar á málaflokkum og verkefnum hafa miðað að því að bæta skilvirkni, vinnulag og árangur í umhverfis- og auðlindamálum. Við þurfum að halda áfram að skoða hvernig við getum bætt árangur í þeim tilgangi að gera kerfið skilvirkara og heildstæðara. Að mínu mati felast mikil tækifæri í þeim breytingum sem búið er að gera á stjórnkerfinu og þeim tillögum sem liggja á borðinu núna s.s. um breytingu á villidýralögunum, lögum um landgræðslu og skógrækt, og svo hugmyndum um umbætur á&#160; stofnanakerfinu. Jafnframt er mikilvægt að skoða og meta þann árangur sem hefur náðst í verndun og sjálfbærri nýtingu auðlinda og meta hvernig best sé að skipa málum til þess að bæta árangur og ástand náttúrunnar.</p> <p>Ágætu starfsmenn Náttúrufræðistofnunar Íslands&#160; og aðrir gestir,</p> <p>Ég vil hér að lokum nota tækifærið til að þakka ykkur fyrir gefandi samstarf undanfarin fjögur ár á ýmsum sviðum, en ekki síst við það mikilvæga verkefni að auka þekkingu okkar og skilning á gangverki náttúrunnar, eðli hennar og þýðingu fyrir samfélagið.&#160; Okkur er falið það tímabundna verkefni að halda utan um náttúruna fyrir komandi kynslóðir og skila henni helst í betra ástandi en þegar við tókum við. Ég tel að sem betur fer sé skilningur á því að aukast og við séum á réttri leið. Grundvöllur þess að við tökum skynsamlegar ákvarðanir um vernd og nýtingu náttúrunnar er að við þekkjum hana. Til þess þarf rannsóknir og vöktun, lykilstofnun okkar á því sviði er sú sem heldur ársfund sinn hér í dag!</p> <p>Góðir starfsmenn Náttúrufræðistofnunar, ég óska ykkur alls heilla í ykkar mikilvægu störfum.&#160; Ykkar störf eru grundvöllur sjálfbærrar framtíðar í landinu,<br /> </p>

2013-04-16 00:00:0016. apríl 2013Ávarp umhverfis- og auðlindaráðherra á málþingi um aðgengismál

<p>&#160;</p> <p><em>Svandís Svavarsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra flutti eftirfarandi ávarp á málþingi um aðgengismál sem haldið var 16. apríl 2013 undir yfirskriftinni “Algild hönnun – raunveruleiki eða tálsýn?”</em></p> <p>&#160;</p> <p>Ágætu málþingsgestir,</p> <p>Það er mér mikil ánægja að fá að vera hér með ykkur í dag til að setja þetta málþing sem fjallar um algilda hönnun – er hún raunveruleiki eða tálsýn? Við mætumst hér úr ólíkum áttum; hér eru fulltrúar frá ráðuneytum, stofnunum, félagasamtökum, atvinnulífinu og fagfélögum. Þessi breiða samsetning þátttakenda sýnir vel mikilvægi málefnisins og hversu víða skírskotun það hefur.</p> <p>En hvað er algild hönnun? Það er mikilvægt að skapa skilning á því hvað hún felur í sér, en við eignuðumst orðabókarskilgreiningu á hugtakinu þegar Alþinig samþykkti lög um mannvirki í lok árs 2010. Þar er algild hönnun skilgreind sem: „Hönnun framleiðsluvara, umhverfis, áætlana og þjónustu sem allir geta nýtt sér, að því marki sem aðstæður leyfa, án þess að koma þurfi til sérstök útfærsla eða hönnun. Algild hönnun útilokar ekki hjálpartæki fyrir fatlaða sé þeirra þörf.“</p> <p>Samþykki Alþingis á mannvirkjalögum var mikilvægur áfangi að mörgu leyti, en ekki síst hvað varðar aðgengismál. Með lögunum má segja að sé festur sá skilningur Alþingis að samfélagið eigi að vera fyrir alla. Eitt markmið laganna er að tryggja skuli aðgengi fyrir alla. Þetta markmið er ekki sett fram sem almenn tilmæli heldur sem skýr lagaskylda – og herti Alþingi frekar á ákvæðinu í meðförum sínum.</p> <p>Í kjölfar gildistöku nýrra mannvirkjalaga var hafist handa við gerð nýrrar byggingarreglugerðar á grundvelli laganna sem unnið var að í víðtæku samráði. Nefnd sem ráðherra skipaði var falið að vinna drög að reglugerðinni en að starfinu komu um 60 aðilar með þátttöku í vinnuhópum. Þessir aðilar voru tilnefndir af fagfélögum og hagsmunasamtökum. Sérstök áhersla var lögð á ákvæði um neytendavernd, vistvæna byggð, hljóðvistarkröfur, byggingar sem ætlaðar eru börnum, aðgengismál og útfærslu á þeim stjórntækjum laganna sem ætlað er að koma í veg fyrir að mannvirki sem ekki uppfylla kröfur verði tekin í notkun.</p> <p>Í nýrri byggingarreglugerð sem gefin var út í febrúar 2012 endurspeglast sérstaklega það markmið mannvirkjalaga að tryggja aðgengi fyrir alla.</p> <p>Samráðshópur ráðuneyta undir forystu innanríkisráðuneytis vinnur þessa dagana að fullgildingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Sú vinna felur m.a. í sér skoðun á þýðingu samningsins auk þess sem öll íslensk lög og reglugerðir sem varða ákvæði samningsins eru yfirfarin og metið hvort þar sé breytinga þörf til að unnt verði að fullgilda samninginn.</p> <p>Markmið samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks kveða m.a. á um að stuðlað skuli að því að fatlað fólk njóti allra mannréttinda og mannfrelsis til fulls og jafns við aðra, jafnframt því að vernda og tryggja slík réttindi og frelsi.</p> <p>Grundvöllur þess að þetta markmið samnings Sameinuðu þjóðanna náist er að tryggja aðgengi fyrir alla eins og markmiðsákvæði laga um mannvirki kveða á um. Aðferðafræði algildrar hönnunar við gerð mannvirkja er leið til að ná þessu marki.</p> <p>Ég tel afar mikilvægt að ríkið móti sér skýra aðgengisstefnu þar sem horft er til framtíðar og allra þeirra þátta sem samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks spannar. Eðlilegt er að slík vinna sé unnin undir forystu þeirra þriggja ráðuneyta sem málaflokkurinn snertir, en önnur ráðuneyti þurfa að koma að málinu vegna þeirra þátta sem undir þau heyra, auk þess sem nauðsynlegt er að hafa samráð við sveitarstjórnir, sérfræðinga – og síðast en ekki alls ekki síst; hagsmunasamtök.</p> <p>Ég vona að málþingið muni reynast gagnlegt og vil óska ykkur farsældar í ykkar störfum við að tryggja aðgengi fyrir alla og framgang algildrar hönnunar á sem flestum sviðum okkar samfélags.</p>

2013-04-10 00:00:0010. apríl 2013Ávarp umhverfis- og auðlindaráðherra á málþingi umvistvæn innkaup

<p><em>Svandís Svavarsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra flutti eftirfarandi ávarp við upphaf málþings um vistvæn innkaup og grænan ríkisrekstur sem haldið var 10. apríl 2013.</em></p> <p>&#160;</p> <p>Fundarstjóri og ágætu ráðstefnugestir,</p> <p>Mér er það ánægja að vera með ykkur hér í dag og fá tækifæri til að fjalla um eitt af áherslumálum undanfarins kjörtímabils,&#160; vistvæn innkaup og sjálfbærni.<br /> Ekki spillir fyrir að geta upplýst ykkur um það að í gær samþykkti ríkisstjórn Íslands endurnýjaða stefnu fyrir næstu fjögur ár um vistvæn innkaup og grænan ríkisrekstur, stefnu sem mun gera ríkið að meðvitaðri og vistvænni neytanda.</p> <p>Á undanförnum árum hefur neysluháttum í sívaxandi mæli verið þokað í grænni átt. Nú er svo komið að allt hagkerfið er undir – og ríkir raunar um það nokkuð þverpólitísk sátt.&#160; Fyrir rétt rúmu ári var til dæmis um það eining meðal allra flokka á Alþingi þegar þingsályktun um eflingu græna hagkerfisins var samþykkt, nokkuð sem síðustu málþófsvikurnar á þingi gera manni erfitt að ímynda sér.</p> <p>Í stuttu máli einkennist grænt hagkerfi af aukinni verðmætasköpun á sama tíma og dregið er úr álagi á náttúruna. Í tillögum Alþingis um eflingu græna hagkerfisins er lögð áhersla á að ríkið verði fyrirmynd og skapi aðstæður fyrir aðra að feta sömu leið. Ein af öflugustu leiðunum að því markmiði eru vistvæn innkaup og grænn ríkisrekstur. Sú stefna sem var samþykkt í gær er í anda þessa. Stefnan segir fyrir um hvernig samþætta á umhverfissjónarmið góðum innkaupaháttum og hvernig opinberir aðilar geta gert rekstur sinn grænni.</p> <p>Fyrir þremur árum stóð ég einmitt hér á Grand hótel á ráðstefnu um vistvæn innkaup. Ánægjulegt er að sjá að á þeim tíma sem liðinn er hefur tekist að sá fræjum sem virðast vera að spíra, eins og má sjá í niðurstöðum könnunar sem gerð var hjá forstöðumönnum stofnana og farið verður yfir hér á eftir.</p> <p>Frá upphafi samstarfs um vistvæn innkaup hafa sveitarfélög átt tryggan sess við borðið, og mun svo verða áfram. Sum þeirra hafa aflað sér góðrar reynslu, eins og við munum heyra um hér á eftir frá Reykjavíkurborg, en árangur borgarinnar hefur hlotið verðskuldaða athygli erlendis. Við erum fámenn þjóð og því mikilvægt að opinberir aðilar starfi saman og samnýti krafta þar sem hægt er. Það er von mín að sveitarfélög muni nýta sér í ríkara mæli fræðslu og hjálpartæki sem þeim standa til boða á heimasíðu vinn.is.</p> <p>Þegar rætt er um aðgerðir í umhverfismálum er oft litið til úrgangsmálanna. Eitt öflugasta verkfæri opinberra aðila er hins vegar í hinum enda virðiskeðjunnar: innkaup. Umfang opinberra innkaupa hér á landi er talið vera um 300 milljarðar króna á ári. Það er upphæð sem munar um! Opinberir aðilar geta þannig sem neytendur haft gríðarleg áhrif á þróun á markaði. Við getum haft áhrif á vöru- og þjónustuframboð, eins og dæmi Reykjavíkurborgar dregur fram hér á eftir, og verið jafnvel drifkraftur nýsköpunar.<br /> Áhersla ríkis og sveitarfélaga á vistvæn innkaup hefur þegar haft veruleg áhrif á markaðinn. Dæmi um það er fjölgun Svansvottaðra fyrirtækja úr 4 í 25 frá samþykkt síðustu stefnu, sem virðist vera bein afleiðing af umhverfiskröfum í útboðum opinberra aðila.</p> <p>Ágætu gestir,</p> <p>Mig langar til að fara hér í stuttu máli yfir helstu áherslur nýsamþykktrar stefnu um vistvæn innkaup og grænan ríkisrekstur.</p> <p>Áfram verður lögð áhersla á fræðslu og innleiðingu í góðu samstarfi við hagsmunaaðila. Með þessu er hægt að tryggja sem bestan árangur við að draga úr umhverfisáhrifum um leið og stuðlað er að aukinni samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja sem bjóða vistvænni valkosti .<br /> Tilgangur stefnunnar að minnka umhverfisáhrif opinberra innkaupa, aðstoða opinberar stofnanir við að gera rekstur sinn umhverfisvænni og stuðla að sjálfbærri neyslu.</p> <p>Sýn okkar fyrir árið 2016 er að ríkið setji skýrar kröfur um vistvænar áherslur við innkaup. Við sjáum líka fyrir okkur að stofnanir hafi greiðan aðgang að skilvirkum hjálpartækjum, svo sem&#160; umhverfisskilyrðum í öllum helstu vöru- og þjónustuflokkum til styðjast við og lykilstarfsmenn opinberra stofnana fái góða fræðslu og þjálfun í vistvænum innkaupum. Vistvænar áherslur verði eðlilegur og sjálfsagður hluti af innkaupaferli, jafnt í almennum innkaupum sem útboðum. Enn fremur sjáum við fyrir okkur að í ríkisrekstrinum verði að finna áhugaverðar og metnaðarfullar fyrirmyndir um grænan rekstur þar sem unnið er eftir umhverfisstefnu og fylgst er með árangri í grænu bókhaldi.</p> <p>Til að undirstrika að stofnanir ríkisins verði til fyrirmyndar er gert ráð fyrir að við val á Stofnun ársins verði tekið mið af frammistöðu stofnana í vistvænum innkaupum og grænum rekstri.</p> <p>En til hvaða aðgerða verður gripið?</p> <p>Til viðbótar við áherslu á að efla almenna þekkingu og færni til að beita þeim verkfærum sem tryggja vistvæn innkaup er lögð áhersla á að í útboðum verði allir rammasamningar með lágmarksumhverfiskröfur. Við leggjum áherslu á góð samskipti við aðila markaðarins og gagnsæ vinnubrögð, að ríkisstofnanir gefi skýr skilaboð til markaðarins, að verklag og verkfæri séu sameiginleg&#160; og að grænn ríkisrekstur sé markviss og í samræmi við bestu aðferðir hverju sinni. Vonir standa til að ríki og birgjar eigi í árangursríku samstarfi um þróun vistvænna innkaupa með skapandi lausnum sem er lögð mikil áhersla á erlendis enda drifkraftur nýsköpunar.</p> <p>Þá er rétt að nefna áherslu núverandi ríkisstjórnar á kynjaða hagstjórn og fjárlagagerð, sem snýst um að sameina þekkingu á gerð fjárlaga og þekkingu á kynjamisrétti með það að leiðarljósi að stuðla að hagkvæmri og réttlátri dreifingu opinberra fjármuna. Stefnan var kyngreind og við áframhaldandi innleiðingu þurfum við að vera meðvituð um mismunandi innkaupaáherslur karla og kvenna.</p> <p>Vistvæn innkaup og grænn ríkisrekstur eru í sjálfu sér einföld vísindi. Í grunninn snýst verkefnið um að fara vel með, staldra við og gera það sem er skynsamlegt til framtíðar. Ávinningurinn er allra og hann er allt í senn fjárhagslegur, umhverfislegur og samfélagslegur eins og við munum heyra dæmi um hér á eftir þegar Landspítalinn, ÁTVR og Reykjavíkurborg munu deila reynslu sinni með ykkur. Þetta snýst ekki um grænþvott til að líta vel út heldur um skynsemi og ábyrgð gagnvart komandi kynslóðum.</p> <p>Góðir gestir, ágætu forstöðumenn,</p> <p>Ég vil hvetja ykkur til að kynna ykkur heimasíðu verkefnisins, vinn.is þar sem er að finna fræðsluefni um vistvæn innkaup, stefnu, grænt bókhald og fréttir. Komið þessu áleiðis til ykkar starfsfólks og virkið. Ég óska ykkur alls hins besta og hlakka til að fylgjast með&#160; áhugaverðum og metnaðarfullum fyrirmyndum um grænan rekstur þar sem unnið er eftir umhverfisstefnu og fylgst er með árangri í grænu bókhaldi.</p>

2013-04-04 00:00:0004. apríl 2013Ávarp umhverfis- og auðlindaráðherra á ársfundi Veðurstofu Íslands 2013

<p><em>Svandís Svavarsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra flutti eftirfarandi ávarp á ársfundi Veðurstofu Íslands sem haldinn var þann 4. apríl 2013.</em></p> <p>&#160;</p> <p>Góðir gestir,</p> <p>Það er ánægjulegt að ávarpa ársfund Veðurstofunnar hér á Bústaðavegi, þar sem hún hefur nú komið sér fyrir í stækkuðum húsakynnum á gamla Veðurstofureitnum og þar sem vonandi fer vel um starfsemina. Veðurstofan hefur margar starfstöðvar víða um land, að ógleymdum veðurathugunarstöðvum, en það er ekki gott að höfuðstöðvarnar séu tvískiptar, eins og var um nokkra hríð. Ég tel að farsælasta lausnin í húsnæðismálum stofnunarinnar hafi orðið ofan á og að hér sé rúm fyrir hana að skjóta föstum rótum og vaxa.</p> <p>Veðurstofan hefur eflst á umliðnum árum, sem er gott fyrir stofnunina en ekki síður fyrir þjóðina, því Veðurstofan er ein mikilvægasta öryggis- og náttúruvöktunarstofnun okkar. Stærsta skrefið í því sambandi var stigið þegar Vatnamælinga Orkustofnunar og gamla Veðurstofan sameinuðust fyrir nokkrum árum, en einnig hefur Veðurstofan tekist á við ný verkefni og verið dugleg að efla rannsóknastarfsemi sína. Það fer vel á því að rannsóknir séu þema þessa ársfundar og verður fróðlegt að fá yfirsýn yfir gróskuna þar og ný verkefni.<br /> Það er mikilvægt fyrir íslenskar vísindastofnanir að vera vel tengdar inn í alþjóðlegt net samstarfs og samvinnu. Með því fæst margvísleg hagræðing og mörg tækifæri opnast. Veðurstofan hefur um nokkurra ára skeið verið aukaaðili að EUMETSAT, samningi Evrópuríkja um rekstur veðurgervitungla. Með aðild fær Veðurstofan aðgengi að gögnum sem gera henni fært að bæta veðurspár og nýtast að auki við mörg önnur verkefni, svo sem á sviði hafísvöktunar og loftslagsrannsókna. Nú er tími aukaaðildar að renna út og ríkisstjórnin hefur tekið ákvörðun um að Ísland gerist fullgildur aðili að EUMETSAT. Það er von mín og vissa að það verði farsælt skref.</p> <p>Eyjafjallagosið reyndi mjög á Veðurstofuna og þar reyndist henni vel sá styrkur sem henni var gefinn með fyrrnefndri sameiningu, með fleira starfsfólki og öflugri búnaði. Gosið opnaði ný tækifæri, þar sem Veðurstofan hefur nú fengið nýjan tækjabúnað til að fylgjast með gosstrókum og öskuskýjum í framtíðinni, sem að miklum hluta er fjármagnaður af Alþjóða flugmálastofnuninni.</p> <p>Stofnunin tekur þátt í nýjum fjölþjóðlegum verkefnum sem miða bæði að því að vakta betur dreifingu ösku í gosum og að reyna að gefa lengri og betri viðvaranir vegna yfirvofandi gosa. Slíkt er augljóslega mjög gagnlegt fyrir íbúa landsins, ekki síður en fyrir alþjóðlega flugstarfsemi. Vöktun Veðurstofunnar á veðri og náttúruvá er að miklu leyti kostuð af alþjóðasamtökum og erlendu rannsóknarfé. Það er eðlilegt, þegar litið er til hlutverks Veðurstofunnar við að þjóna alþjóðaflugi, en það er á engan hátt sjálfsagt; slíkt er ekki hægt nema með því að tryggja að hér sé til staðar sterkur kjarni vísindamanna með sérfræðiþekkingu, öflugir innviðir og tæknibúnaður og vilji til þess að finna og nýta tækifærin. Ég er mjög ánægð með að hægt hefur verið að styrkja starf Veðurstofunnar á ýmsa lund á þeim erfiðu árum sem verið hafa í efnahagslífi landsins eftir fjármálahrunið.</p> <p>Flestir tengja Veðurstofuna eðlilega við vöktun lofthjúpsins, en hún vaktar flesta þætti hins ólífræna umhverfis okkar: Vatnafar, jökla, hafís og jarðhræringar. Öryggi landsmanna með tilliti til ofanflóða er nú miklum mun betra en var fyrir snjóflóðin mannskæðu á Vestfjörðum fyrir tæpum tuttugu árum. Það er rúm til þess að bæta vöktun náttúruvár af öllu tagi á Íslandi og það er eitt af mikilvægustu verkefnum Veðurstofunnar.<br /> Þar má nefna vatnsflóð og eldgos, en varðandi þau viðfangsefni er hægt að nýta bæði reynsluna varðandi ofanflóðin og alþjóðleg samstarfsverkefni. Hér á eftir verður kynning á uppbyggingu innviða og rannsókna á sviði jarðvísinda og hvernig hún nýtist meðal annars til að bæta eftirlit með jarðskjálfta- og eldgosavá. Rétt er nefna líka til sögunnar að vöktun Veðurstofunnar á hafís hefur eflst á síðustu misserum.</p> <p>&#160;Góðir gestir,</p> <p>Miklar breytingar hafa verið gerðar á Stjórnarráði Íslands á þessu kjörtímabili og hafa þær haft að leiðarljósi að skapa færri ráðuneyti, en öflugri. Veðurstofan heyrir nú til umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, sem varð til við breytingar nú á síðastliðnu hausti. Veðurstofan er ekki einungis öryggis- og vísindastofnun, heldur hefur starf hennar margvíslegt hagnýtt gildi og getur stuðlað að betri nýtingu auðlinda landsins. Hér í dag verður fjallað um rannsóknir sem miða að því að nýta vindorku, en það hefði einhvern tíma þótt langsótt að íslenska rokið gæti verið til gagns.</p> <p>Enn fjarstæðukenndari þótti sú hugmynd að selja norðurljósin. Nú er slík sölumennska rífandi bisniss og má sjá rútuflota halda út úr ljósmenguðum höfuðstaðnum á léttskýjuðum vetrarkvöldum, með farm af erlendum gestum sem vilja líta þessi undur, sem neita að láta sjá sig á mildari breiddargráðum. Það var eitt af fjölmörgum ánægjulegum embættisverkum umhverfis- og auðlindaráðherra á kjörtímabilinu sem bráðum er á enda að opna norðurljósavef Veðurstofunnar, sem er sá fyrsti sinnar tegundar í heiminum og sýnir mönnum á aðgengilegan hátt líkurnar á að ná góðri ljósasýningu. Fleiri dæmi mætti nefna þar sem Veðurstofan styður við hefðbundna og nýstárlega nýtingu auðlinda. Það gildir almennt um náttúruauðlindir, að sjálfbær nýting þeirra verður að byggja á góðri þekkingu og vísindalegri ráðgjöf. Því skiptir miklu máli að standa vörð um og efla stofnanir okkar á sviði náttúruvísinda. Það ætti að vera lag til slíks á næstunni, því við erum að miklu leyti komin fyrir vind í þeim sviptingum sem verið hafa í efnahagslífinu og samfélaginu eftir bankahrunið. Það var alls ekki sjálfgefið að svo yrði, en eftir er að sjá hvort okkur beri gæfa til þess að byggja áfram gott samfélag á traustari grunni en við gerðum á árum fjármálabólunnar. Ég skynja hér sóknarhug og metnað og vilja til að margþætt starf Veðurstofunnar skili sér til eflingar á hag og öryggi almennings. Ég er viss um að Veðurstofunnar bíði góðir tímar og óska ykkur góðs ársfundar og farsældar í starfinu framundan.</p> <p>Takk fyrir.</p>

2013-03-21 00:00:0021. mars 2013Ávarp umhverfis- og auðlindaráðherra á ráðstefnu um veiðistjórnun

<p><em>Svandís Svavarsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra flutti eftirfarandi ávarp við upphaf ráðstefnu Skotvís og Umhverfisstofnunar um veiðistjórnun sem haldin var 21. mars 2013.</em></p> <p>&#160;</p> <p>Ágætu ráðstefnugestir,</p> <p>Það er mér ánægja að fylgja þessari ráðstefnu úr hlaði og bjóða ykkur öll velkomin. Hér eru til umfjöllunar mikilvæg málefni sem snerta marga, en yfirskrift ráðstefnunnar er „Rannsóknir og stjórnun á veiðum á villtum dýrum“. Það er metnaðarfull dagskrá sem hér hefur verið sett saman og vil ég þakka Skotvís fyrir það frumkvæði að gangast fyrir þessum viðburði og skipuleggja í samstarfi við Umhverfisstofnun.<br /> <br /> Íslenskt lífríki er einstakt. Fuglalíf landsins er fjölskrúðugt og sérstakt, ber þess merki að landið liggur miðja vegu milli tveggja heimsálfa, og margir stórir stofnar hafa hér viðkomu eða halda til árið um kring. Hins vegar eru margir fuglastofnar litlir og viðkvæmir og búsvæði þeirra undir töluverðu álagi. Ástand sumra fuglastofnanna er síðra en æskilegt væri og má þar nefna sérstaklega konung íslenskra fugla, haförninn. Okkur ber auðvitað öllum rík skylda til að hlúa að náttúru landsins og þeim auðæfum sem í henni búa og þar er ábyrg veiðistjórnun á grunni sjálfbærrar þróunar lykilatriði.<br /> <br /> Veiðar á villtum dýrum er jafngamlar byggð í landinu. Fyrstu íbúar landsins drógu fram lífsbjörgina að miklu leyti með veiðum á landi, í vatni og í sjó. Gömul lagaákvæði um veiðar og stjórnun þeirra í fyrstu lögbókunum bera vitni um að veiðar voru landsmönnum mikilvægar frá upphafi.&#160; Kannski segir það líka einhverja sögu að ein elsta lagaskrá landsins heiti Grágás. Framan af öldum var veiðistjórnun þó ekki markviss og það sem gerðist í Eldey 4. júní 1844 þarf að vera okkur ævarandi áminning um mikilvægi varúðar í umgengni um náttúruna. Þann sumardag voru væntanlega tveir síðustu geirfuglarnir í heiminum drepnir. Raddir vorsins geta raunverulega þagnað.<br /> <br /> Allt fram á síðustu öld voru veiðar stundaðar í atvinnuskyni og til fæðuöflunar. Á síðustu árum hefur það mikið breyst. Nú eru veiðar á fuglum fyrst og fremst stundaðar sem áhugamál, þótt enn séu hlunnindaveiðar stundaðar á nokkrum svæðum. Skotveiðimenn eru fjölmennir í landinu og gegna samtök þeirra mikilvægu hlutverki sem vettvangur veiðiáhugafólks, vettvangur sem getur verið, og hefur verið, stjórnvöldum dýrmætur viðmælandi í þróun faglegrar veiðistjórnunar.<br /> <br /> Það er því til fyrirmyndar að samtökin beiti sér fyrir upplýstri umræðu um sjálfbærar veiðar líkt og hér í dag – stefnumót innlendra og erlendra fræðimanna, veiðimanna og veiðiáhugafólks. Slíkt stefnumót er mikilvægt fyrir alla aðila, bæði fyrir veiðimenn að heyra í okkar færustu sérfræðingum á þessu sviði, að heyra þau sjónarmið sem erlendir fræðimenn hafa fram að færa,&#160; svo og fyrir sérfræðinga að heyra í og skiptast á skoðunum við veiðimenn.&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;</p> <p><br /> Góðir ráðstefnugestir,<br /> <br /> Fyrir nokkru skipaði ég starfshóp til að fara yfir núgildandi lög um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. Lögin eru frá 1994 og full ástæða til að fara yfir lagaumhverfi þessa málaflokks og færa til samræmis við það sem best gerist í þessu málum . Ég á von á því að starfshópurinn skili tillögum sínum í apríl og hef væntingar til að úr þeirri vinnu komi ýmsar góðar tillögur til framfara. Skotvís hefur tekið þátt í þeirri vinnu, en stórt skarð var höggvið í vetur þegar einn fulltrúanna í nefndinni, Sigmar B. Hauksson, lést vegna veikinda. Sigmar var öflugur formaður Skotvís, áberandi talsmaður ábyrgra skotveiða um árabil – auk þess sem matarmenningin var aldrei langt undan í hans umfjöllun enda órofa hluti veiðimenningar. Blessuð sé minning hans.&#160;<br /> <br /> Góðir gestir,<br /> <br /> Fjölmargir fyrirlestrar verða fluttir hér í dag um rannsóknir og veiðistjórnun. Annað getur ekki án hins verið, öflugar rannsóknir eru forsenda markvissrar veiðistjórnunar. Sem betur fer hefur þekkingu okkar á dýralífi landsins farið fram á undanförnum árum, sem hefur styrkt grundvöll ákvarðanatöku um stjórn sjálfbærra veiða. Ég er þess fullviss að niðurstöður þessarar ráðstefnu verði til þess að styrkja stöðu veiðistjórnunar í landinu auk þess að vera verðugt innlegg í að auka samskipti vísindamanna og sérfræðinga, veiðimanna og almennings með áhuga á málefninu.<br /> <br /> Ágætu ráðstefnugestir,<br /> <br /> Ég vil að lokum endurtaka þakkir mínar til Skotvís fyrir frumkvæðið að þessari ráðstefnu. Gangi ykkur vel. Takk fyrir,</p>

2013-03-20 00:00:0020. mars 2013Ávarp umhverfis- og auðlindaráðherra á ársfundi Veiðimálastofnunar 2013

<p><em>Svandís Svavarsdóttir flutti eftirfarandi ávarp á ársfundi Veiðimálastofnunar sem haldinn var 20. mars 2013.</em></p> <p>&#160;</p> <p>Góðan dag,<br /> Það er mér ánægja að ávarpa ykkur hér í fyrsta sinn á ársfundi eftir að Veiðimálastofnun flutti búferlum til nýstofnaðs umhverfis- og auðlindaráðuneytis. Veiðimálastofnun byggir á gömlum merg. Embætti veiðimálastjóra var stofnað árið 1946 og hefur starfseminni smám saman vaxið fiskur um hrygg og stendur nú á traustum grunni.<br /> <br /> Vistaskiptum fylgja alltaf einhverjar spurningar, en ég er sannfærð um að Veiðimálastofnun eigi vel heima í ráðuneyti sem fer með málefni umhverfisins og náttúruauðlindanna. Þetta kjörtímabil hefur verið tímabil mikilla breytinga á ráðuneytum; þau eru nú færri og öflugri. Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu er mikill fengur að því að fá Veiðimálastofnun til liðs við sig, eins og Íslenskar orkurannsóknir og landshlutaverkefni í skógrækt, sem einnig komu til nýja ráðuneytisins við stofnun þess síðastliðið haust. Ég vona auðvitað að ykkur líki vistin vel og fullvissa ykkur um að í ráðuneytinu erum við vel meðvituð um það góða starf sem hér er unnið og þann mikla auð sem er að finna í lífríki ferskvatns á Íslandi, hvort sem það er mælt á kvarða efnahags eða náttúru og umhverfisgæða.<br /> <br /> Ísland er óvenju ríkt af ferskvatni og raunar eru ekki mörg lönd á jarðarkringlunni þar sem meira er að finna af ferskvatni á hvern íbúa. Víða um heim er aðgangur að hreinu vatni takmarkaður og fer þverrandi. Allar spár gera ráð fyrir að vatnsskortur verði vaxandi vandi með fjölgun íbúa, aukinni neyslu og breytingum á loftslagi og úrkomumynstri. Þetta er okkur fjarlægur veruleiki og kannski höfum við um of gengið að þessum auði okkar vísum. Nú er unnið að því að koma á fyrstu heildstæðu vatnaáætlun fyrir Ísland, en því verki á að ljúka árið 2015. Þar gegnir Veiðimálastofnun veigamiklu hlutverki við þá þætti sem lúta að lífríki ferskvatnsins. Vatnaáætlun á að verða okkur gagnlegt tæki til að tryggja að við göngum vel um þessa dýrmætu auðlind og gleymum því ekki að vatnið er vistkerfi, en ekki bara uppspretta orku og eitthvað sem kemur úr krananum.<br /> <br /> Margt af markverðasta í lífríki Íslands er einmitt að finna í ferskvatninu. Hér hafa fundist einlendar tegundir grunnvatnsmarflóa, sem hafa lifað af ísöld og ef til vill fleiri en eina. Bleikjuafbrigðin í Þingvallavatni eru eitt þekktasta dæmið í líffræðinni um myndun nýrra tegunda með náttúruúrvali á tiltölulega skömmum tíma. Lífríki Mývatns er einstaklega auðugt og finnast fá dæmi um slíkt á líkum breiddargráðum. Fjölbreytilegt fuglalíf Mývatns er það höfuðdjásn sem ferðamenn dást mest að, en undirstöðu þess er að finna í vatninu sjálfu og mikilli frumframleiðni þar. Það er með náttúruna eins og samfélagið, að það er stundum vanrækt að skoða undir yfirborðið, en það er þó bráðnauðsynlegt að gera það ef vel á að vera.<br /> <br /> Þessi ársfundur Veiðimálastofnunar er helgaður laxinum. Laxfiskarnir eru sá þáttur vatnalífríkisins sem við þekkjum best og sem stendur hlutverki Veiðimálastofnunar næst. Þar er um að ræða mikinn náttúruauð, sem hefur mikla efnahagslega þýðingu, sem er metinn í milljörðum króna. Slíkar tölur segja þó ekki alla sögu, því nýting laxveiðiáa skiptir landeigendur og heimamenn stundum sköpum hvað varðar afkomu. Laxinn er víða ein helsta stoðin undir samfélögum í dreifðum byggðum. Sjálfbær nýting slíkrar auðlindar er grundvallaratriði. Laxveiðimenn leita flestir að fleiru en fiskinum á önglinum, þeir sækjast líka eftir þeirri náttúruupplifun sem felst í því að heimsækja ríki hans við straumvötn og gróna bakka. Náttúruvernd og skynsamleg nýting laxins fer vel saman. Sá ágæti náttúruverndarmaður og jarðfræðingur Sigurður Þórarinsson sagði eitt sinn að það yrði að meta unaðsstundir jafnt sem kílówattstundir við mat á framkvæmdum. Varðandi laxinn, þá vill svo til að unaðsstundirnar telja bæði í kassann og reynslubankann.</p> <p><br /> Ágætu gestir,<br /> <br /> Það hefur ekki verið nein lognmolla í samfélaginu á síðustu árum og það er enn mikil undiralda þótt okkur hafi tekist að reisa okkur að miklu leyti við eftir fjármálahrunið sem hér varð. Einn helsti lærdómurinn sem draga má af þeirri sögu er sá að sjálfbær þróun er ekki einhver tískufrasi, eða ein leið af mörgum sem við getum farið í þjóðfélagsþróun. Sjálfbær þróun er eina leiðin sem er í raun fær. Hinar leiða að bjargbrúninni. Við megum ekki gefa út ávísanir á kostnað komandi kynslóða til að halda veislu í dag, hvort sem er í formi innistæðulausra bankabréfa eða ofnýtingar náttúrugæða. Náttúran og auðlindir hennar eru fjöregg Íslendinga og við höfum ekki rétt til að rasa um ráð fram við nýtingu þeirra. Við verðum að spyrja okkur hvers virði náttúran er, hvort sem um er að ræða lífríki Lagarfljóts eða Mývatns eða Þjórsár og hvaða áhættu við séum tilbúin að taka í því tilfelli. Við verðum að skyggnast undir yfirborðið, í bókstaflegum jafnt sem óeiginlegum skilningi og sýna náttúrunni og niðjum okkar tilhlýðilega virðingu.<br /> <br /> Veiðimálastofnun gegnir miklu hlutverki við að hjálpa okkur að umgangast lífríki ferskvatns á sjálfbæran hátt. Traust vísindi og góð ráðgjöf eru ein helsta undirstaða sjálfbærni. Brátt fara fram kosningar, sem eru eðli málsins samkvæmt óvissutímar fyrir ráðherra. Ég tel þó víst að hvernig sem pólitískir vindar muni blása muni vel fara um Veiðimálastofnun í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu með öðrum stofnunum á sviði umhverfisverndar og náttúruvísinda. Ég óska ykkur alls hins besta hér á þessum fundi og um langa framtíð.<br /> Takk fyrir,</p>

2013-03-18 00:00:0018. mars 2013Ávarp umhverfis- og auðlindaráðherra við opnun grænna daga HÍ 2013

<p><em>Svandís Svavarsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra flutti eftirfarandi ávarp við setningu grænna daga Háskóla Íslands þann 18. mars 2013.</em></p> <p>&nbsp;</p> <p>Ágætu gestir,</p> <p>það er mér mikil ánægja að vera boðin á setningarathöfn grænna daga.&nbsp; Þetta er mikilvægur vettvangur og á Gaia, félag meistaranema í umhverfis- og auðlindafræðum við Háskóla Íslands, hrós skilið fyrir að auka vitund um umhverfismál innan háskólasamfélagsins og stuðla að samvinnu þeirra sem tengjast þessum málaflokki.&nbsp; Í ár verður sjónum sérstaklega beint að því hvernig sjálfbærnihugtakið getur nýst í hönnun og listum, bæði hér á landi og víðsvegar um heim.&nbsp; Það er ánægjulegt hlúð sé að tengingunni á milli skapandi greina og umhverfismála.<br /> <br /> Sífellt verður ljósara að sjálfbær þróun er eina leiðin til að gera mannskepnunni kleift lifað áfram hér á jörð. Lykilatriði í því er að skipta um neyslumynstur, að efla sjálfbæra framleiðslu og neyslu – en kannski umfram allt að draga úr neyslu. Ef við ætlum áfram að tryggja velsæld, en snúa af þeirri braut að því þurfi að fylgja aukin ásókn í náttúruauðlindir og álag á umhverfið, þá er ekki hægt að halda uppteknum hætti.&nbsp; Við búum í neyslusamfélagi. Jafnvel mætti segja að við byggjum í ofgnægtar- og ofneyslusamfélagi. Við slíkar aðstæður skiptir hönnun þess sem við neytum gríðarlegu máli, hönnun vöru hefur bein áhrif á umhverfi okkar.&nbsp; Hönnunin er til að mynda eitt af því sem&nbsp; stýrir því hversu lengi vara endist, hvenær hún verður að úrgangi og hvernig sá úrgangur er.&nbsp; Hentar úrgangurinn t.d. til endurvinnslu eða annarrar meðhöndlunar?&nbsp; Inniheldur hann skaðleg efni sem hafa neikvæð áhrif á umhverfi og heilsu?&nbsp; Með vistvænni vöruþróun og skýrri lífsferilshugsun hægt að draga úr hráefnisþörf og orkuþörf viðkomandi vöru í framleiðslu og notkun, auka endingu, og búa svo um hnúta að auðvelt sé að aðskilja einstaka hluta vörunnar og einstök efni í henni til að auðvelda endurvinnslu þegar varan hefur lokið sínu hlutverki. Allt eru þetta lóð á vogarskálar sjálfbærrar þróunar.&nbsp; Á undanförnum árum hefur mikið breyst til hins betra í vistvænni framleiðslu. Fyrirtæki hafa í síauknum mæli tekið upp hreinni framleiðslutækni og eru í stöðugri leit að tækifærum til úrbóta. Hér stýrir hugsjónin ekki ein för, heldur er hægt að spara umtalsverðar fjárhæðir á sama tíma og dregið er úr neikvæðum áhrifum á umhverfið.</p> <p>Eitt af mikilvægustu tækjunum í baráttunni fyrir sjálfbærri þróun er þekking. Umhverfisfræðsla er nauðsynleg til að hægt sé að auka hlut sjálfbærrar neyslu, en jafnframt er mikilvægt að upplýsingar séu samræmdar, einfaldar og skýrar. Það er mikilvægt að neytendur geti á einfaldan hátt tileinkað sér sjálfbæra neyslu og lífsstíl.&nbsp; Í þessu skyni hefur núverandi ríkisstjórn lagt ríka áherslu á að efla Norræna umhverfismerkið Svaninn, auk þess sem evrópska umhverfismerkið Blómið er að hasla sér völl.&nbsp;&nbsp; Umhverfismerkingar eins og Svanurinn gera neytendum kleift að treysta því að vara sem þeir velji standist ströng umhverfisviðmið. Mikil þróun er á þessu sviði og unnið því að útbúa umhverfisviðmið fyrir sífellt fleiri vöruflokka, svo sem byggingar, samgöngur, tómstundir og ferðaþjónustu.&nbsp;&nbsp; Með aukinni áherslu á vistvæn opinber innkaup er hægt að nota stærð hins opinbera sem kaupanda á markaðnum til að efla sjálfbæra neyslu og framleiðslu.</p> <p>Góðir gestir,<br /> Hægt er að draga lausnina á flestum umhverfisvanda samtímans saman í einfalt markmið: Við þurfum að minnka neyslu og við þurfum að gera hana grænni. Því miður virðist leiðin að þessu markmiði ætla að vera allt annað en einföld.</p> <p>Á síðustu áratugum hefur mannkynið gengið svo á auðlindir jarðar að til vandræða horfir.&nbsp; Rætt er um að við þurfum rúmlega eina og hálfa jörð til að framfleyta mannkyninu eins og staðan er í dag, en þær væru talsvert fleiri ef allir væru jafn neyslufrekir og við Íslendingar. Þetta heitir einfaldlega hallarekstur, það sem upp á vantar er tekið að láni frá komandi kynslóðum með því að ganga auðlindir sem endurnýjast ekki og rýra umhverfisgæði til framtíðar. Við þekkjum of vel birtingarmyndir þessarar þróunar. Þannig eiga athafnir okkar þátt í hlýnun loftslags í heiminum með tilheyrandi ógnum. Líffræðilegri fjölbreytni hrakar og notkun efna í iðnaði og í almennum neytendavörum hafa áhrif á heilsu fólks langt umfram það sem menn sáu fyrir.<br /> <br /> Lengi vel töluðu umhverfisverndar fyrir daufum eyrum hjá þeim sem héldu um stjórnartaumana í ríkisstjórnum og hjá alþjóðastofnunum. Það er óhætt að segja að öldin sé önnur. Nú virðast flestir sammála um að græna hagkerfið sé leiðin fram á við, þó menn greini nokkuð á um hvað felist nákvæmlega í því. En þetta var skýrt stef á Ríó+20 á síðasta ári, og hefur komið sterkt fram í skýrslum og stefnumótun hjá OECD, Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Alþjóðabankanum – sem er kannski ekki hefð fyrir að líta á sem bandamenn í umhverfismálum.</p> <p>Þessa hugarfarsbreytingu má líka sjá í því að í mars 2012 samþykkti Alþingi þingsályktun um eflingu græns hagkerfis á Íslandi með öllum greiddum atkvæðum, þvert á alla flokka. Slíka eindregna samstöðu sjáum við sjaldan inni á þingi. Forsætisráðherra hefur stýrt gerð aðgerðaáætlunar til að hrinda í framkvæmd þeim 50 tillögum sem eru hluti af þingsályktuninni. Stefna Íslands um eflingu græna hagkerfisins er raunhæf og afmörkuð aðgerð – mikilvægt skref í áttina að umhverfisvænni lífsháttum.<br /> Gaia hefur lagt sitt af mörkum og stendur í sjötta sinn að grænum dögum. Háskólinn verður grænni alla þessa viku og ljóst er að dagskráin er fjölbreytt og spennandi. Þetta hefur áhrif, enda er Háskóli Íslands einn stærsti vinnustaður landsins, og ég veit að hér verður fræjum sáð sem munu leiða til aukinnar umhverfisvitundar og þannig bæta umhverfið um ókomna tíð.<br /> <br /> Ég segi græna daga Háskóla Íslands hér með setta.</p>

2013-03-11 00:00:0011. mars 2013Grein umhverfis- og auðlindaráðherra í DV - Skoða þarf þveranir í ljósi reynslunnar

<em>Eftirfarandi grein Svandísar Svavarsdóttur umhverfis- og auðlindaráðherra birtist í DV 11. mars 2013.</em><br /> <br /> <h2>Skoða þarf þveranir í ljósi reynslunnar</h2> <p>Síldardauðinn í Kolgrafafirði nú í vetur kom stjórnvöldum sem öðrum í opna skjöldu. Erfitt er að finna önnur dæmi um jafn umfangsmikla viðburði af þessu tagi hér við land og jafnvel á heimsvísu. Yfir 50.000 tonn af síld hafa drepist í firðinum, að öllum líkindum af súrefnisskorti. Hrannir af síld hafa þakið fjörur og fjarðarbotninn var nær teppalagður af fiskhræjum um tíma. Áherslur stjórnvalda hafa verið á að taka á bráðavandanum sem skapast hefur við þessar fordæmalausu aðstæður, einkum eftir að ástandið versnaði til muna við seinni viðburðinn 1. febrúar síðastliðinn.</p> <p>Yfir 15.000 tonn af síld hafa verið grafin í fjörunni við bæinn Eiði og yfir 1000 tonn af grút verið urðuð á öruggan hátt á næsta viðurkennda urðunarstað. Virkt eftirlit er með ástandi mála á vegum þriggja stofnana, þar sem m.a. er gáð að hvort grútarblautir ernir finnast, en stór hluti arnarstofnsins hefur heimsótt Kolgrafafjörð að gæða sér á síldarhlaðborðinu þar. Tilraunir hafa verið gerðar til að fæla síldina burt frá fjarðarbotninum, en menn verða vart í rónni fyrr en vorgotssíldarstofninn fer að færa sig utar með hækkandi sól.</p> <p>Hreinsunaraðgerðir heimamanna og stjórnvalda hafa bætt ástandið í fjörum verulega, þannig að tjón verður minna en á horfðist. Ef enginn nýr síldardauði verður á næstu vikum ætti ástandið að fara hratt skánandi, óþefurinn sem legið hefur yfir firðinum að hverfa og grúturinn sem eftir er að brotna niður. Eftir situr hins vegar spurningin um orsök þessa gífurlega fiskdauða, sem klárlega mun fara í sögubækur náttúruvísindanna og er tilefni ítarlegrar rannsóknar.</p> <h4><strong>Átti þverunin þátt í síldardauðanum?</strong></h4> <p>Margir hafa spurt hvort þverun Kolgrafafjarðar árið 2004 hafi átt þátt í að skapa þær aðstæður sem drap síldina þar. Sjór streymir nú við aðfall og útfiri í gegnum op sem er um 1/10 af breidd fjarðarins fyrir þverun. Þrátt fyrir þessa miklu þrengingu gætir sjávarfalla að mestu leyti líkt og áður innan þverunar. Þetta er ólíkt því sem var t.d. við þverun Gilsfjarðar, þar sem vitað var fyrirfram að fallaskipti myndu breytast, sem hefur haft mikil áhrif á lífríki fjarðarins innan sem utan þverunar. En þótt fallaskipti haldist að mestu er hins vegar ekki tryggt að þverun breyti ekki vistkerfi sjávar. Mikil þrenging fjarðar hefur áhrif á straumakerfi og mögulega þar með þætti eins og súrefnismettun og hringrás næringar- og úrgangsefna.</p> <p>Hafrannsóknastofnun hefur þegar lagt drög að ítarlegri rannsókn á orsökum fiskdauðans í Kolgrafafirði, enda eru mikil efnahagsverðmæti í húfi og ljóst að meta mætti tjónið hvað síldarstofninn varðar í milljörðum króna. Áhrif þverunarinnar verða skoðuð þar, sem og aðrir þættir. Ljóst er að sú rannsókn mun taka marga mánuði í það minnsta, enda kallar hún á ítarlegar mælingar og rýni á mörgum þáttum. Það auðveldar ekki rannsóknina að takmörkuð þekking er á ástandi mála fyrir þverun, enda eru ítarlegar rannsóknir á straumfræði og vistkerfi fjarða dýrar og þeim því e.t.v. ekki sinnt eins og æskilegt væri við mat á umhverfisáhrifum. T.d. er lítið vitað um íslenskar fjörur sem uppeldisstöðvar fiska, en þar finnast þó m.a. seiði skarkola, hrognkelsa og ufsa og líklega þorsks. Það er óvíst hvort rannsóknin mun skila óyggjandi svari um áhrif þverunar Kolgrafafjarðar á síldardauðann, þótt við hljótum að vona að hún varpi ljósi á þann þátt jafnt sem aðra.</p> <h4><strong>Varúðarreglan kallar á endurmat</strong></h4> <p>Nú hafa um tíu firðir verið þveraðir á Íslandi, þótt áhrif framkvæmda séu misjöfn. Ásýnd sumra fjarða og lífríki hefur gjörbreyst, s.s. í Gilsfirði, á meðan sumar þveranir í fjarðarbotnum hafa takmörkuð áhrif á fjörðinn í heild og lífríki sjávar þar. Nokkrar þveranir eru nú á samgönguáætlun og undirbúningur framkvæmda við sumar langt kominn.</p> <p>Oftast fæst veruleg samgöngubót með þverunum, en við verðum að vita hvaða verði þær eru keyptar og hvort aðrir kostur séu þá e.t.v. betri þegar upp er staðið. Varúðarreglan er ein af grunnreglum umhverfisverndar, sem þjóðir heims samþykktu í Ríó árið 1992. Í stuttu máli má segja að reglan skyldi okkur að sýna kapp með forsjá. Ef rökstuddur grunur er uppi um alvarleg umhverfisáhrif aðgerða ber okkur að bæta þekkingu okkar og leita leiða til að koma í veg fyrir umhverfisslys. Vísindaleg óvissa er alltaf til staðar, en hún má ekki vera afsökun fyrir að fara út í vanhugsaðar framkvæmdir.</p> <p>Sumir fræðimenn hafa spurt opinberlega hvort við höfum óafvitandi skapað eins konar síldargildru í Kolgrafafirði með þverun hans og mikill þrengingu. Við bíðum svara við þeirri spurningu, en hún er áleitin; möguleiki á slíku var ekki mikið ræddur við þveranaframkvæmdir til þessa. Við hljótum að endurmeta þveranir fjarða í ljósi atburðanna í Kolgrafafirði. Mögulega má bæta hönnun þverana og einnig má skoða betur aðrar lausnir við samgöngubætur, s.s. jarðgöng þar sem þar á við eða öflugra viðhald vega. Okkur ber skýr skylda til endurmats á þverunum samkvæmt varúðarreglunni. Það snýst ekki einungis um að láta náttúruna njóta vafans, heldur er það hagur okkar sjálfra að koma í veg fyrir umhverfisslys í framtíðinni eins og hægt er. Ég kalla eftir upplýstri umræðu um áhrif þverana á lífríki strandsvæða, þar á meðal á nytjastofna. Ég tel einnig rétt áður en lengra er haldið að gera ítarlega úttekt á reynslu okkar af þverunum til þessa og hugsanlegum áhrifum þeirra framkvæmda sem nú eru í bígerð eða á hugmyndastigi.</p> <p>&#160;</p> <br />

2013-02-06 00:00:0006. febrúar 2013Grein umhverfis- og auðlindaráðherra í Fréttablaðinu - Lög til verndar náttúru Íslands

<p><em>Eftirfarandi grein Svandísar Svavarsdóttur umhverfis- og auðlindaráðherra birtist í Fréttablaðinu 6. febrúar 2013.</em></p> <h2>Lög til verndar náttúru Íslands</h2> <p>Í gær birtist grein eftir Lailu Margréti Arnþórsdóttur um frumvarp til náttúruverndarlaga. Hún segir að ýmsu beri að fagna í frumvarpinu en nefnir að í því séu gloppur sem þurfi að staldra við. Segir hún mikilvægt að hlusta eftir röddum þeirra sem kunnugastir eru málum. Það er rétt enda hefur fjöldi sérfræðinga verið kallaður til svo að skýr grunnur sé lagður að löggjöfinni og markmiðum hennar.</p> <p>Þá er rétt að samráð bætir stefnumótun stjórnvalda umtalsvert. Sú er raunin hér en undirbúningur að framlagningu frumvarpsins hófst haustið 2009. Hafist var við gerð yfirgripsmikillar Hvítbókar sem var megingrundvöllur umræðu á umhverfisþingi 2011. Þar áttu fjölmargir hagsmunaaðilar aðkomu og komu sjónarmiðum sínum á framfæri. Að auki fylgdi Hvítbókinni víðtækt samráð, fundahöld um land allt og umsagnarferli á ólíkum stigum, áður en að eiginlegri frumvarpssmíð kom. Að baki er því mikil og vönduð vinna og meira samráð en tíðkast við gerð frumvarpa.</p> <p>Það hefur valdið vonbrigðum að ýmsir hafa fjallað um frumvarpið með því að halda fram rangfærslum og upphrópunum. Sem betur fer gildir þó að þar fer yfirleitt fólk sem ann náttúrunni og skilur að um hana verða að gilda skýrar reglur svo ekki verði gengið á gæði hennar.</p> <p>Í umræddri grein er vikið að hagsmunum hreyfihamlaðra, sem ekki geta ferðast um nema á vélknúnu ökutæki. Aðgengi fatlaðra að náttúrunni verður beinlínis aukið verði frumvarpið að lögum, þar sem gert er ráð fyrir að vegna sérstakra aðstæðna megi veita einstaklingum undaþágur frá banni við akstri utan vega. Þessu dæmi er því miður snúið á haus í grein Lailu.</p> <p>Áhrif ferðamáta eru mismunandi og því gilda ólík sjónarmið eftir því hvernig ferðast er. Það gefur augaleið að ekki er hægt að aka um Þjórsárver eða önnur slík viðkvæm svæði þótt þar sé unnt að fara gangandi. Röksemdir um jafnræði eiga ekki alltaf við þegar ferðamátar eru bornir saman. Meginmarkmiðið með frumvarpinu er náttúruvernd. Þvínæst að fólk geti notið náttúrunnar – án þess að á hana sé gengið.</p> <p>&#160;</p>

2013-02-02 00:00:0002. febrúar 2013Grein umhverfis- og auðlindaráðherra í Morgunblaðinu - Vernd og vegir

<p><em>Eftirfarandi grein Svandísar Svavarsdóttur umhverfis- og auðlindaráðherra birtist í Morgunblaðinu 2. febrúar 2013.</em></p> <p>&#160;</p> <h2>Vernd og vegir</h2> <p>Tilgangur náttúruverndarlaga er í grófum dráttum tvíþættur; að vernda náttúruna og að auðvelda umgengni almennings um hana. Stundum togast þessi sjónarmið á, en til lengri tíma litið þá eru sameiginlegir hagsmunir að viðhalda þeirri miklu náttúrufegurð sem Ísland býr yfir og gera sem flestum kleift að njóta hennar án þess að á hana sé gengið.</p> <h3>Langur aðdragandi og dýrmætt samtal</h3> <p>Frumvarp til laga um náttúruvernd er afrakstur vinnu sem hefur staðið stóran hluta þessa kjörtímabils. Í nóvember 2009 skipaði ég nefnd um endurskoðunina sem skilaði tveimur árum síðar af sér hvítbók um löggjöf til verndar náttúru Íslands. Slíkar bækur eru gjarnan undanfari lagasetningar í nágrannaríkjunum, en teljast nýmæli hér á landi. Á grundvelli hvítbókar var boðið til umræðu á umhverfisþingi haustið 2011, á kynningarfundum víða um land og kallað eftir athugasemdum á vef ráðuneytisins.</p> <p>Með allt þetta dýrmæta efni í farteskinu vann ráðuneytið drög að frumvarpi til náttúruverndarlaga sem síðan fóru aftur í opið umsagnarferli síðastliðið sumar. Farið var yfir ábendingar og athugasemdir sem bárust sem margar urðu til þess að skerpa á ákveðnum atriðum frumvarpsins og bæta það.</p> <p>Að þessu þriggja ára ferli loknu mælti ég loks fyrir frumvarpi til laga um náttúruvernd nú í janúar. Ég vænti þess að frumvarpið styrkist enn frekar í þinglegri meðferð, um það verði breið sátt og ný náttúruverndarlög öðlist gildi fyrir þinglok.</p> <h3>Hljóð úr horni</h3> <p>Undanfarna daga hefur borið á háværri gagnrýni á afmarkaðan hluta náttúruverndarfrumvarpsins, gagnrýni sem snýr að rétti fólks til að ferðast um hálendi landsins. Gagnrýnin snýr að því að skýrt þurfi að vera hvar megi og megi ekki aka um óbyggðir landsins, svo náttúran beri ekki skaða af. Þar ber sérstaklega að nefna ákvæði um kortagrunn yfir vegslóða á hálendinu og almannarétt.</p> <p>Hér er mikilvægt að taka fram að náttúruunnendur þurfa ekki að óttast lög um náttúruvernd, þvert á móti eru náttúruverndarlög til að styrkja þeirra málstað. Má þar til dæmis benda á að eitt af markmiðum frumvarpsins er að „tryggja rétt almennings til að fara um landið og njóta náttúrunnar og stuðla þannig að almennri útivist í sátt við náttúruna“.</p> <h3>Skýr rammi gegn utanvegaakstri</h3> <p>Akstur utan vega hefur lengi verið vandamál á Íslandi, enda er náttúran víða viðkvæm fyrir slíkum ágangi. Undanfarin ár hefur markvisst starf farið fram gegn utanvegaakstri og nokkuð áunnist. Munar þar verulega um fræðslu- og samráðsvettvang um utanvegaakstursmál þar sem saman koma fulltrúar hagsmunaaðila, samtaka ferðafólks og opinberir aðilar til að vinna að því að upplýsa og fræða ferðamenn um málið.</p> <p>Samkvæmt gildandi lögum er akstur utan vega bannaður. Þetta er mikilvægt bann, sem hefur ekki gengið nógu vel að framfylgja. Til að skýrt sé hvar megi aka á hálendinu er lagt til að kortleggja slóða sem forsvaranlegt er að aka, en slíkan grunn mætti þá nýta í leiðsögukerfi bíla sem um hálendið fara. Mikilvægt er að hafa skýrar upplýsingar í höndunum til að geta gengið vel um náttúruna. Þennan kortagrunn hafa samtök ferðfólks stutt dyggilega, meðal annars með mikilli vinnu einstaklinga við að leggja gögn í hann. Náttúran nýtur vafans um leið og ferðamenn þurfa ekki lengur að velkjast í vafa um hvaða leið er óhætt að fara.</p> <h3>Fjölmargar úrbætur fyrir ferðamenn</h3> <p>Rétt er að halda til haga að þrátt fyrir gagnrýni á frumvarp til náttúruverndarlaga virðast flestir sammála því að í frumvarpinu horfi margt til bóta fyrir náttúruvernd og að miklir hagsmunir felist í því að ljúka afgreiðslu þess. Sumar þeirra úrbóta snúa raunar beint að rétti almennings til farar um landið.</p> <p>Í hvítbók um náttúruvernd var bent á að styrkja þurfi almannarétt í lögum. Almannaréttur á sér langa hefð í íslenskum rétti og vísar til frjálsrar farar almennings um land og vötn, þó ekki á vélknúnum ökutækjum, en um akstur er fjallað í sérstökum kafla frumvarpsins. Í seinni tíð hefur oft borið á því að almannaréttur sé skertur og því er í frumvarpinu m.a. lagt til að opna almenningi leið til að krefjast úrlausnar um hvort hindranir við för um landið séu lögmætar.</p> <p>Loks er sérstaklega ánægjulegt að nefna ákvæði þar sem gert er ráð fyrir að Umhverfisstofnun geti veitt undanþágur frá banni við akstri vélknúinna ökutækja utan vega sem taki til ákveðins hóps einstaklinga. Þessu er ætlað að mæta þörfum fatlaðs fólks og hreyfihamlaðra og er gert að tillögu starfshóps sem hafði það verkefni að finna leiðir til að hreyfihamlaðir geti notið náttúrunnar í sama mæli og aðrir. Aðgengi fatlaðra að náttúrunni verður með þessu beinlínis aukið, verði frumvarpið að lögum.</p> <p>Það er sameiginlegt verkefni stjórnvalda og þeirra sem um landið fara að tryggja að landgæði erfist til komandi kynslóða. Það er mikilvægt að ná jafnvægi á milli þess að vernda náttúruna og að ferðast um hana sér til yndisauka. Ég treysti því að þorri þeirra sem ferðast um hálendi Íslands geti verið samstiga stjórnvöldum í þeirri viðleitni að vernda og viðhalda náttúru þessa einstaka svæðis. Ný lög um náttúruvernd eru mikilvægt skref í þá átt.<br /> </p>

2013-02-01 00:00:0001. febrúar 2013Grein umhverfis- og auðlindaráðherra í Fréttablaðinu - Betra skipulag

<p><em>Eftirfarandi grein Svandísar Svavarsdóttur umhverfis og auðlindaráðherra birtist í Fréttablaðinu 1. febrúar 2013.</em><br /> </p> <h2>Betra skipulag</h2> <p>Skipulagsmál eru mikilvægur málaflokkur sem hefur mikla þýðingu fyrir lífsgæði almennings. Ákvarðanir um skipulag fela í sér ákvarðanir um framtíðarnotkun lands, hvernig byggð og landnotkun eigi að þróast til langs tíma, hvernig umhverfi íbúanna eigi að vera og hvernig það samfélag sem á að byggja upp muni líta út.</p> <p>Haustið 2010 samþykkti Alþingi ný skipulagslög og nú í vikunni tók gildi skipulagsreglugerð á grundvelli nýrra laga. Framsetning á reglugerðinni er einfaldari og skýrari en þeirri sem hún leysir af hólmi, auk þess sem nokkur nýmæli eru í reglugerðinni. Hér nefni ég fjögur slík dæmi, sem sýna ágætlega hvernig skipulag getur mótað samfélag til hins betra.</p> <p>Í fyrsta lagi er aukin áhersla á að sjónarmið almennings komi fram við gerð skipulagsáætlana og eins snemma í ferlinu og unnt er. Þetta er í samræmi við aukna aðkomu almennings að stefnmótun og endurspeglar hversu miklu ákvarðanir um skipulagsmál varða almenning.<br /> Í öðru lagi eru skilgreindir fleiri landnotkunarflokkar en áður. Þannig er nú hægt að skilgreina varúðarsvæði umhverfis starfsemi sem getur haft skaðleg áhrif á heilsu og öryggi manna. Þá hafa strandsvæði verið sérstaklega skilgreind m.a. til að gera sveitarfélögum hægara um vik að vernda strandlengjuna og bæta aðgengi almennings að henni.</p> <p>Í þriðja lagi eru felldar út lágmarkskröfur um fjölda bílastæða. Sveitarfélög geta komið bílastæðakröfum þannig fyrir í aðalskipulagi að svigrúm sé veitt til þéttingar byggðar, sem leiðir hvort tveggja í senn til sjálfbærari landnotkunar og eflingar almenningssamgangna.</p> <p>Í fjórða lagi er hverfisskipulag skilgreint í reglugerðinni, sem tegund deiliskipulags fyrir hverfi sem þegar hafa verið byggð. Með því má greina hver séu helstu gæði viðkomandi hverfis, hvað helst eigi að varðveita af yfirbragði þess og hverju megi breyta. Slík skipulagsvinna á eflaust erindi í fjölda hverfa, enda stór hluti þéttbýlis kominn á þann aldur að þar sé ástæða til að varðveita byggingarsöguna.</p> <p>Fleira mætti telja til, en meginefnið er það, að með nýrri reglugerð er lögð áhersla á betra vinnulag við skipulagsgerð. Miklu skiptir að takist vel við skipulag, enda er þar lagður grunnur að umhverfi komandi kynslóða.<br /> </p>

2013-01-23 00:00:0023. janúar 2013Grein umhverfis- og auðlindaráðherra í Fréttablaðinu - Kort af Íslandi fyrir alla

<p dir="LTR"><font size="2" face="Helv"><font size="2" face="Helv"><em>Eftirfarandi grein Svandísar Svavarsdóttur umhverfis- og auðlindaráðherra birtisti í Fréttablaðinu 23. janúar 2013.</em></font></font></p> <p dir="LTR"><font size="2" face="Helv"><font size="2" face="Helv">&#160;</font></font></p> <p dir="LTR"><font size="2" face="Helv"><font size="2" face="Helv">Á hverjum degi neytum við sjálfsagt mun meiri landupplýsinga en nokkurt okkar órar fyrir. Veðurkort eftir kvöldfréttirnar, leiðsögukerfi í bílum og gervihnattatengdir farsímar. Allt eru þetta sívaxandi þættir í nútímalífi sem byggja á landupplýsingum. Sömu grunnupplýsingarnar skipta öllu máli þegar mannvirki eru reist eða samsetning þjóðarinnar greind. Fjölmargar stéttir eru með öllu háðar því í störfum sínum að hafa landupplýsingar aðgengilegar.</font></font></p> <p dir="LTR"><font size="2" face="Helv"><font size="2" face="Helv">Stafræn kort gegna sífellt auknu hlutverki, hvort sem það er vegna rafrænnar stjórnsýslu, skipulagsmála, náttúruverndar, rannsókna, orkumála, almannavarna eða upplýsinga um náttúruna og umhverfismál. Þá eru slíkar upplýsingar undirstaða ferðalaga og útivistar almennings þar sem kort eru notuð í leiðsögutækjum og farsímum til upplýsingamiðlunar. Örnefni eru einnig mikilvæg sem lyklar að sögu, menningu og búskaparháttum þjóðarinnar. Landmælingar Íslands hafa um langt skeið haft með höndum skipulega söfnun þessara gagna og því að byggja upp stafræna kortagrunna og aðgang að gögnum á vefnum.</font></font></p> <p dir="LTR"><font size="2" face="Helv"><font size="2" face="Helv">Hingað til hefur þurft að greiða sérstaklega fyrir aðgang að opinberum landupplýsingum á stafrænu formi, en færst hefur í aukana að slík gögn hafi verið gerð aðgengileg án gjaldtöku í nágrannalöndum okkar. Þetta er ekki að ástæðulausu - í nýlegri erlendri rannsókn kemur fram að í þeim löndum þar sem opinber kortagögn og landupplýsingar eru án gjaldtöku er vöxtur fyrirtækja sem reiða sig á slík gögn 15% meiri en í þeim löndum þar sem gögnin eru seld.</font></font></p> <p dir="LTR"><font size="2" face="Helv"><font size="2" face="Helv">Í ljósi þessa hef ég ákveðið, að tillögu Landmælinga Íslands, að stafræn gögn stofnunarinnar verði gerð gjaldfrjáls og aðgengileg öllum sem á þurfa að halda. Um er að ræða gögn sem unnin hafa verið fyrir almannafé. Með þessari breytingu er almenningi tryggður gjaldfrjáls og greiður aðgangur að þeim. Þetta mun styðja aukna notkun þeirra og ekki síst stuðla að nýsköpun í einkageiranum og í opinberri þjónustu.</font></font></p> <p dir="LTR"><font size="2" face="Helv"><font size="2" face="Helv">Landmælingar Íslands hafa þegar gert kortagögn og loftmyndir aðgengileg til niðurhals á vef sínum, www.lmi.is, án gjaldtöku.</font></font></p> <p><font size="2" face="Helv"><font size="2" face="Helv">Aðgengi að stafrænum gögnum Landmælinga er mikilvæg varða í átt til opnara og gagnsærra samfélags. Þetta er í anda þeirra áherslna að svo ríkir hagsmunir eigi að vera í þágu almennings en ekki vara á markaði.</font></font></p>

2013-01-18 00:00:0018. janúar 2013Grein umhverfis- og auðlindaráðherra í DV - Stór skref í náttúruvernd

<font color="#000000" size="3" face="Times New Roman"></font> <p style="margin: 0cm 0cm 10pt;" class="MsoNormal"><em style="mso-bidi-font-style: normal;"><font size="3"><font color="#000000"><font face="Calibri">Eftirfarandi grein Svandísar Svavarsdóttur umhverfis- og auðlindaráðherra birtist í DV 18. janúar 2013.</font></font></font></em></p> <p style="margin: 0cm 0cm 10pt;" class="MsoNormal"><em style="mso-bidi-font-style: normal;"><font size="3"><font color="#000000"><font face="Calibri"><?xml:namespace prefix = o ns = "urn:schemas-microsoft-com:office:office" /?> </font>&#160;</font></font></em></p> <font color="#000000" size="3" face="Times New Roman"></font> <h2 style="margin: 0cm 0cm 10pt;" class="MsoNormal"><span style="line-height: 115%; font-size: 14pt; mso-bidi-font-size: 11.0pt;">Stór skref í náttúruvernd</span></h2> <font color="#000000" size="3" face="Times New Roman"></font> <p style="margin: 0cm 0cm 10pt;" class="MsoNormal"><font size="3"><font color="#000000"><font face="Calibri">Þegar arfleifð núverandi ríkisstjórnar verður gerð upp af fullri sanngirni verða framfaraskref í umhverfismálum líklega eitt af því sem stendur upp úr störfum hennar. Tvö mikilvægustu umhverfismál þessa kjörtímabils hafa verið til umfjöllunar síðustu vikurnar. Annars vegar rammaáætlun, sem Alþingi samþykkti í byrjun þessarar viku, og hins vegar frumvarp til heildarendurskoðunar náttúruverndarlaga, sem ég mælti fyrir á þingi síðastliðinn þriðjudag.</font></font></font></p> <font color="#000000" size="3" face="Times New Roman"></font> <p style="margin: 0cm 0cm 10pt;" class="MsoNormal"><font face="Calibri"><font size="3"><font color="#000000">Rammaáætlun og ný náttúruverndarlög skipta hvort um sig miklu máli varðandi umgengni við landið. Til samans geta þau tryggt mikilvæga stefnumörkun um landnýtingu sem allt of oft hefur skort<span style="mso-spacerun: yes;">&#160;</span> sérstaklega þegar litið er til þess að viðfangsefnið er jafn mikilvægt og dýrmætt og náttúra Íslands.</font></font></font></p> <font color="#000000" size="3" face="Times New Roman"></font> <h3 style="margin: 0cm 0cm 10pt;" class="MsoNormal">Þróun á langri leið</h3> <font color="#000000" size="3" face="Times New Roman"></font> <p style="margin: 0cm 0cm 10pt;" class="MsoNormal"><font size="3"><font color="#000000"><font face="Calibri">Undirbúning að rammaáætlun má rekja aftur til ársins 1989, þegar Alþingi samþykkti ályktun Hjörleifs Guttormssonar að heildstæðri áætlun um verndun vatnsfalla og jarðhitasvæða, fossa og hvera. Frá þeim tíma hefur verkefnið þróast talsvert og breyst, en hvernig sem á málið er litið hefur tekið allt of langan tíma að ná nauðsynlegri sátt. Rammaáætlun hefði þurft að vera til staðar áratugum fyrr, svo ekki þyrfti að berjast fyrir hverju einasta landsvæði, heldur hefði verið hægt að ná jafnvægi á milli sjónarmiða náttúruverndar og orkuframleiðslu.</font></font></font></p> <font color="#000000" size="3" face="Times New Roman"></font> <p style="margin: 0cm 0cm 10pt;" class="MsoNormal"><font size="3"><font color="#000000"><font face="Calibri">Ef slík áætlun hefði verið fyrir hendi eru líkur á því að meiri skynsemi og yfirvegun hefði einkennt mesta framkvæmdatímabil orkugeirans. Á síðustu tveimur áratugum hefur framleiðsla rafmagns með vatnsafli nálega þrefaldast, en raforkuframleiðsla með jarðhita nærri tuttugufaldast. Dæmin um hvar betur hefði mátt fara á þeirri leið eru allt of mörg, hvort sem litið er til of brattra áforma vegna jarðvarmavirkjana í nágrenni höfuðborgarsvæðisins eða til ofsafenginna risaframkvæmda á hálendi Austurlands.</font></font></font></p> <font color="#000000" size="3" face="Times New Roman"></font> <h3 style="margin: 0cm 0cm 10pt;" class="MsoNormal">Ný vinnubrögð við endurskoðun náttúruverndarlaga</h3> <font color="#000000" size="3" face="Times New Roman"></font> <p style="margin: 0cm 0cm 10pt;" class="MsoNormal"><font size="3"><font color="#000000"><font face="Calibri">Samstarfsyfirlýsing ríkisstjórnarinnar kveður á um að hefja náttúruvernd til vegs, m.a. með því að endurskoða náttúruverndarlög, treysta verndarákvæði þeirra og tryggja almannarétt. Til að sú endurskoðun byggði á traustum grunni birti umhverfisráðuneytið hvítbók um stöðu náttúruverndar haustið 2011. Þar var gerð grein fyrir fræðilegum og stjórnsýslulegum grunni náttúruverndar, samanburður gerður við lagaumhverfið í nágrannalöndunum og gerðar tillögur að lagabreytingum. Nærri tveggja ára vinna lá að baki hvítbókinni, verklag sem er nýjung hér á landi en tíðkast víða, m.a. á hinum Norðurlöndunum. Þetta eru vinnubrögð sem við hljótum að vilja sjá víðar í framtíðinni.</font></font></font></p> <font color="#000000" size="3" face="Times New Roman"></font> <p style="margin: 0cm 0cm 10pt;" class="MsoNormal"><font size="3"><font color="#000000"><font face="Calibri">Með hvítbók um náttúruvernd var hægt að ræða fyrirhugaðar lagabreytingar á grunni þekkingar og heildarsýnar, sem var raunin á síðasta umhverfisþingi og í opnu umsagnarferli. Máli skiptir að ákvarðanatökuferlið sé lýðræðislegt þegar grunnur er lagður að náttúruvernd til langs tíma. Ég bind vonir við að Alþingi afgreiði frumvarpið sem lög nú á vordögum, enda væri það mikil lyftistöng fyrir náttúruvernd.</font></font></font></p> <font color="#000000" size="3" face="Times New Roman"></font> <h3 style="margin: 0cm 0cm 10pt;" class="MsoNormal">Ákvarðanir á grunni upplýstrar umræðu</h3> <font color="#000000" size="3" face="Times New Roman"></font> <p style="margin: 0cm 0cm 10pt;" class="MsoNormal"><font size="3"><font color="#000000"><font face="Calibri">Rammaáætlun markar mikil tímamót og er grunnur að langþráðri sátt á milli náttúruverndar og orkunýtingar. Það þurfti einbeitt átak núverandi ríkisstjórnar til að ljúka málinu og koma því til endanlegrar afgreiðslu þingsins. Hún markar líka nokkur vatnaskil varðandi verklagið sem viðhaft var á lokametrum afgreiðslu hennar. Með því að senda drög að þingsályktunartillögunni í opið umsagnarferli áttu stjórnvöld í virku samtali við almenning. Þessi lýðræðislega aðkoma leiddi til þess að ákveðið var að afla frekari upplýsinga um sex svæði, sem voru því flokkuð í biðflokk í endanlegri tillögu Alþingis. Upplýst umræða almennings skilaði þannig betri tillögu þar sem varúðarsjónarmið voru höfð að leiðarljósi.</font></font></font></p> <font color="#000000" size="3" face="Times New Roman"></font> <p style="margin: 0cm 0cm 10pt;" class="MsoNormal"><font size="3"><font color="#000000"><font face="Calibri">Það hefur lengi verið mikil þörf á því að styrkja lagalegan umbúnað náttúruverndar í landinu og marka skil í þeim miklum átökum sem hafa átt sér stað milli verndar og nýtingar um árabil. Tvö stór skref voru stigin í liðinni viku.</font></font></font></p> <font color="#000000" size="3" face="Times New Roman"></font>

2013-01-17 00:00:0017. janúar 2013Grein umhverfis- og auðlindaráðherra í Morgunblaðinu - Rammaáætlun: mikilvæg framtíðarsýn

<font color="#000000" size="3" face="Times New Roman"></font> <p style="margin: 0cm 0cm 10pt;" class="MsoNormal"><em><span style='color: black; mso-fareast-font-family: "Times New Roman"; mso-fareast-language: IS; mso-bidi-font-family: Calibri; mso-bidi-theme-font: minor-latin;'><font size="3"><font face="Calibri">Eftirfarandi grein Svandísar Svavarsdóttur umhverfis- og auðlindaráðherra um rammaáætlun birtist í Morgunblaðinu 17. janúar 2013.<?xml:namespace prefix = o ns = "urn:schemas-microsoft-com:office:office" /?> </font></font></span></em></p> <font color="#000000" size="3" face="Times New Roman"></font> <p style="margin: 0cm 0cm 10pt;" class="MsoNormal"><em><span style='color: black; mso-fareast-font-family: "Times New Roman"; mso-fareast-language: IS; mso-bidi-font-family: Calibri; mso-bidi-theme-font: minor-latin;'><o:p><em><font size="3" face="Calibri">&#160;</font></em></o:p></span></em></p> <font color="#000000" size="3" face="Times New Roman"></font> <h2 style="margin: 0cm 0cm 10pt;" class="MsoNormal"><span style='color: black; mso-fareast-font-family: "Times New Roman"; mso-fareast-language: IS; mso-bidi-font-family: Calibri; mso-bidi-theme-font: minor-latin; mso-bidi-font-style: italic;'>Rammaáætlun: mikilvæg framtíðarsýn</span></h2> <font color="#000000" size="3" face="Times New Roman"></font> <p style="margin: 0cm 0cm 10pt;" class="MsoNormal"><span style='color: black; mso-fareast-font-family: "Times New Roman"; mso-fareast-language: IS; mso-bidi-font-family: Calibri; mso-bidi-theme-font: minor-latin; mso-bidi-font-style: italic;'><font size="3"><font face="Calibri">Í áratugi hefur verið deilt um það hvort virkja eigi á ákveðnum svæðum eða vernda þau náttúrunnar vegna. Þeim deilum hefur allt of oft lokið með því að of langt hefur verið gengið í þágu orkunýtingar. Heildarsýn hefur vantað, heildarsýn sem er mikilvæg þegar viðfangsefnið er jafn mikilvægt og dýrmætt og sjálf náttúra Íslands.</font></font></span></p> <font color="#000000" size="3" face="Times New Roman"></font> <p style="margin: 0cm 0cm 10pt;" class="MsoNormal"><span style='color: black; mso-fareast-font-family: "Times New Roman"; mso-fareast-language: IS; mso-bidi-font-family: Calibri; mso-bidi-theme-font: minor-latin; mso-bidi-font-style: italic;'><font size="3"><font face="Calibri">Með samþykkt rammaáætlunar, eða þingsályktunar um vernd og orkunýtingu landsvæða, er loksins kominn rammi sem kemur í stað tilviljanakenndra ákvarðana um virkjanir. Rammaáætlun er mikilvægur grunnur fyrir stjórnvöld, almenning og atvinnulífið að ganga út frá – hvort nýta eigi svæði til orkuframleiðslu eða til annarra þarfa, eins og til að mynda ferðaþjónustu. Í þessu felst mikilvæg framtíðarsýn sem myndar skýran grunn fyrir stefnumörkun stjórnvalda og áætlanagerð atvinnulífisins. Um leið undirstrikar hún þýðingu náttúruverndar á Íslandi, núlifandi og komandi kynslóðum til heilla.</font></font></span></p> <font color="#000000" size="3" face="Times New Roman"></font> <h3 style="margin: 0cm 0cm 10pt;" class="MsoNormal"><span style='color: black; mso-fareast-font-family: "Times New Roman"; mso-fareast-language: IS; mso-bidi-font-family: Calibri; mso-bidi-theme-font: minor-latin; mso-bidi-font-style: italic;'>Sátt um leikreglur</span></h3> <font color="#000000" size="3" face="Times New Roman"></font> <p style="margin: 0cm 0cm 10pt;" class="MsoNormal"><span style='color: black; mso-fareast-font-family: "Times New Roman"; mso-fareast-language: IS; mso-bidi-font-family: Calibri; mso-bidi-theme-font: minor-latin; mso-bidi-font-style: italic;'><font size="3"><font face="Calibri">Vinna við rammaáætlun hefur staðið í fjölda ára, en í maí árið 2011 samþykkti Alþingi lög um verndar-og orkunýtingaráætlun, sem kveða á um það ferli sem ber að viðhafa. Þar kemur fram hvernig skipa skuli verkefnisstjórn sérfræðinga, sem sé ráðherra til ráðgjafar um undirbúning og gerð tillögu um rammaáætlun, og þar eru sérstök ákvæði um að gefa skuli almenningi kost á að koma á framfæri athugasemdum við tillöguna, áður en hún er lögð fram á Alþingi. Þessar leikreglur voru samþykktar mótatkvæðalaust á Alþingi og eftir þeim var farið.</font></font></span></p> <font color="#000000" size="3" face="Times New Roman"></font> <p style="margin: 0cm 0cm 10pt;" class="MsoNormal"><span style='color: black; mso-fareast-font-family: "Times New Roman"; mso-fareast-language: IS; mso-bidi-font-family: Calibri; mso-bidi-theme-font: minor-latin; mso-bidi-font-style: italic;'><font size="3"><font face="Calibri">Þær 200 umsagnir sem bárust frá einstaklingum, fyrirtækjum, félagasamtökum og ýmsum hagsmunaaðilum við tillögu verkefnisstjórnar leiddu til þess að sex svæði voru færð úr virkjunarflokki yfir í biðflokk á grundvelli þess að ítarlegri gögn um svæðin skorti og höfðu þannig áhrif á lokaútkomuna eins og vilji Alþingis stóð til.</font></font></span></p> <font color="#000000" size="3" face="Times New Roman"></font> <p style="margin: 0cm 0cm 10pt;" class="MsoNormal"><span style='color: black; mso-fareast-font-family: "Times New Roman"; mso-fareast-language: IS; mso-bidi-font-family: Calibri; mso-bidi-theme-font: minor-latin; mso-bidi-font-style: italic;'><font size="3"><font face="Calibri">Að baki er bæði langt og strangt ferli, forvinna sérfræðinga, skýr og mikilvæg aðkoma almennings og umfangsmikil umfjöllun Alþingis. Það voru því mikil tímamót á mánudag þegar Alþingi samþykkti þingsályktun um vernd og orkunýtingu landsvæða með miklum meirihluta atkvæða.</font></font></span></p> <font color="#000000" size="3" face="Times New Roman"></font> <h3 style="margin: 0cm 0cm 10pt;" class="MsoNormal"><span style='color: black; mso-fareast-font-family: "Times New Roman"; mso-fareast-language: IS; mso-bidi-font-family: Calibri; mso-bidi-theme-font: minor-latin; mso-bidi-font-style: italic;'>Sáttagrunnur ólíkra sjónarmiða</span></h3> <font color="#000000" size="3" face="Times New Roman"></font> <p style="margin: 0cm 0cm 10pt;" class="MsoNormal"><span style='color: black; mso-fareast-font-family: "Times New Roman"; mso-fareast-language: IS; mso-bidi-font-family: Calibri; mso-bidi-theme-font: minor-latin; mso-bidi-font-style: italic;'><font size="3"><font face="Calibri">Í nýsamþykktri rammaáætlun speglast skilningur á því hversu stóru hlutverki náttúran gegnir fyrir afkomu okkar og atvinnulíf. Það á ekki aðeins við um starfsgreinar á borð við landbúnað og orkufrekan iðnað heldur er náttúran sjálf undirstaða þeirrar atvinnugreinar sem hefur dafnað hvað best frá efnahagshrun –ferðaþjónustunnar sem gegnir sífellt mikilvægara hlutverki fyrir efnahagslíf þjóðarinnar.</font></font></span></p> <font color="#000000" size="3" face="Times New Roman"></font> <p style="margin: 0cm 0cm 10pt;" class="MsoNormal"><span style='color: black; mso-fareast-font-family: "Times New Roman"; mso-fareast-language: IS; mso-bidi-font-family: Calibri; mso-bidi-theme-font: minor-latin; mso-bidi-font-style: italic;'><font size="3"><font face="Calibri">Því viðhorfi hefur einnig vaxið ásmegin að náttúruna þurfi að verja náttúrunnar sjálfrar vegna. Hún myndar vef þar sem ekkert getur án annars verið. Sérhvert inngrip þarf að skoða með hliðsjón af heildinni og því samspili sem maðurinn er svo auðmjúkur hluti af. Þannig er náttúruvernd forsenda lífs á jörðinni til langrar framtíðar.</font></font></span></p> <font color="#000000" size="3" face="Times New Roman"></font> <p style="margin: 0cm 0cm 10pt;" class="MsoNormal"><span style='color: black; mso-fareast-font-family: "Times New Roman"; mso-fareast-language: IS; mso-bidi-font-family: Calibri; mso-bidi-theme-font: minor-latin; mso-bidi-font-style: italic;'><font size="3"><font face="Calibri">Þótt þessi áfangi rammaáætlunar sé nú í höfn er vinnu við hana ekki lokið. Lögin frá í maí 2011 gera ráð fyrir endurskoðun hennar á fjögurra ára fresti þar sem m.a. liggur fyrir verkefnisstjórn hverju sinni að fjalla um ný landsvæði. Í því sambandi má benda á góða leiðsögn nefndarálits meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis þar sem sérstaklega eru dregin fram atriði sem þarfnast frekari skoðunar í næsta áfanga. Framundan er að skipa verkefnisstjórn fyrir næstu fjögur ár um leið og nauðsynlegra upplýsinga er aflað um þá kosti sem nú eru í biðflokki.</font></font></span></p> <font color="#000000" size="3" face="Times New Roman"></font> <p style="margin: 0cm 0cm 10pt;" class="MsoNormal"><span style='color: black; mso-fareast-font-family: "Times New Roman"; mso-fareast-language: IS; mso-bidi-font-family: Calibri; mso-bidi-theme-font: minor-latin; mso-bidi-font-style: italic;'><font size="3"><font face="Calibri">Rammaáætlun er grunnur að sátt ólíkra viðhorfa til umgengni um landsvæði, sem til þessa hafa ekki getað náð saman um heildarsýn. Margar mikilvægar náttúruperlur eru í verndarflokki, Þjórsárver, Jökulsá á Fjöllum og Gjástykki, svo dæmi séu nefnd. En að sama skapi er gert ráð fyrir að hægt sé að virkja gríðarlega orku, en í orkunýtingarflokki er ígildi nærri tvöfaldrar orkuframleiðslu Kárahnjúkavirkjunar. Þessari heildarsýn hefði þurft að ná fyrir mörgum áratugum og hún er fagnaðarefni.</font></font></span></p> <font color="#000000" size="3" face="Times New Roman"></font>

2013-01-17 00:00:0017. janúar 2013Grein umhverfis- og auðlindaráðherra í Bændablaðinu - Refaveiðar í sátt

<font color="#000000" size="3" face="Times New Roman"></font> <h2 style="margin: 0cm 0cm 0pt; line-height: normal; mso-layout-grid-align: none;" class="MsoNormal"><span style="color: black; mso-bidi-font-family: Calibri; mso-bidi-theme-font: minor-latin;"><em>Eftirfarandi grein Svandísar Svavarsdóttur umhverfis- og auðlindaráðherra birtist í Bændablaðinu 10. janúar 2013.</em></span></h2> <h2 style="margin: 0cm 0cm 0pt; line-height: normal; mso-layout-grid-align: none;" class="MsoNormal">&#160;</h2> <h2 style="margin: 0cm 0cm 0pt; line-height: normal; mso-layout-grid-align: none;" class="MsoNormal"><span style="color: black; mso-bidi-font-family: Calibri; mso-bidi-theme-font: minor-latin;">Refaveiðar í sátt<?xml:namespace prefix = o ns = "urn:schemas-microsoft-com:office:office" /?> </span></h2> <font color="#000000" size="3" face="Times New Roman"></font> <font color="#000000" size="3" face="Times New Roman"></font> <p style="margin: 0cm 0cm 0pt; line-height: normal; mso-layout-grid-align: none;" class="MsoNormal"><span style="color: black; mso-bidi-font-family: Calibri; mso-bidi-theme-font: minor-latin;"><font size="3"><font face="Calibri">Stjórnvöld hafa ákveðið að árið 2013 verði lagðar 30 milljónir króna til refaveiða. Í kjölfar efnahagshrunsins voru slíkar greiðslur úr ríkissjóði felldar niður, en nú liggur fyrir ákvörðun Alþingis um að fjármunir verði lagðir til málefnisins að nýju. Ráðstöfun fjárins er í höndum Umhverfisstofnunar sem gerir samninga við sveitarfélög til þriggja ára í senn um endurgreiðslur vegna refaveiða. Þessir samningar byggja á áætlun sveitarfélaganna um framkvæmd veiðanna.</font></font></span></p> <font color="#000000" size="3" face="Times New Roman"></font> <p style="margin: 0cm 0cm 0pt; line-height: normal; mso-layout-grid-align: none;" class="MsoNormal"><span style="color: black; mso-bidi-font-family: Calibri; mso-bidi-theme-font: minor-latin;"><o:p><font size="3" face="Calibri">&#160;</font></o:p></span></p> <font color="#000000" size="3" face="Times New Roman"></font> <p style="margin: 0cm 0cm 0pt; line-height: normal; mso-layout-grid-align: none;" class="MsoNormal"><span style="color: black; mso-bidi-font-family: Calibri; mso-bidi-theme-font: minor-latin;"><font size="3"><font face="Calibri">Um er að ræða verulega opinbera fjármuni sem mikilvægt er að ráðstafað verði á markvissan hátt.</font></font></span></p> <font color="#000000" size="3" face="Times New Roman"></font> <p style="margin: 0cm 0cm 0pt; line-height: normal; mso-layout-grid-align: none;" class="MsoNormal"><span style="color: black; mso-bidi-font-family: Calibri; mso-bidi-theme-font: minor-latin;"><o:p><font size="3" face="Calibri">&#160;</font></o:p></span></p> <font color="#000000" size="3" face="Times New Roman"></font> <p style="margin: 0cm 0cm 0pt; line-height: normal; mso-layout-grid-align: none;" class="MsoNormal"><span style="color: black; mso-bidi-font-family: Calibri; mso-bidi-theme-font: minor-latin;"><font size="3"><font face="Calibri">Refurinn er eina upprunalega landspendýrið í Íslandi. Hann er talinn hafa numið hér land á síðustu ísöld, löngu áður en menn settust að í landinu. Önnur landspendýr hafa borist hingað síðar af mannavöldum, viljandi eða óviljandi. Refurinn er því einstakur og órjúfanlega tengdur íslenskri náttúru. Í stærra samhengi er íslenski refurinn jafnframt<span style="mso-spacerun: yes;">&#160;</span> sérstakur vegna langvarandi einangrunar frá öðrum refastofnum.<span style="mso-spacerun: yes;">&#160;</span></font></font></span></p> <font color="#000000" size="3" face="Times New Roman"></font> <p style="margin: 0cm 0cm 0pt; line-height: normal; mso-layout-grid-align: none;" class="MsoNormal"><span style="color: black; mso-bidi-font-family: Calibri; mso-bidi-theme-font: minor-latin;"><o:p><font size="3" face="Calibri">&#160;</font></o:p></span></p> <font color="#000000" size="3" face="Times New Roman"></font> <p style="margin: 0cm 0cm 0pt; line-height: normal; mso-layout-grid-align: none;" class="MsoNormal"><span style="color: black; mso-bidi-font-family: Calibri; mso-bidi-theme-font: minor-latin;"><font face="Calibri"><font size="3">Talið er að refir hafi verið veiddir frá upphafi byggðar í landinu og eru sérstök ákvæði um veiðar á þeim bæði í Grágás og Jónsbók. Þar kemur fram að refurinn var veiddur vegna skaða sem hann olli í landbúnaði en einnig til að ná í feldinn. Allt fram á síðustu öld voru refir fyrst og fremst veiddir vegna hagsmuna sauðfjárræktar, en með breyttum búskaparháttum hefur dregið mikið úr tjóni á búfé af völdum refa. Refir hafa einnig mikil áhrif á æðarfugl og geta valdið tjóni í æðarvörpum. <span style="mso-spacerun: yes;">&#160;</span>Áhrifin geta þó bæði verið til góðs og ills á nýtingu æðardúns því æðarfugl bregst jafnan við refum með því að þétta varp sitt á stöðum þar sem hann kemst síður að sem getur auðveldað söfnun dúns. Refir geta þó vissulega einnig valdið fjárhagslegum skaða ef þeir komast í æðarvörp.</font></font></span></p> <font color="#000000" size="3" face="Times New Roman"></font> <p style="margin: 0cm 0cm 0pt; line-height: normal; mso-layout-grid-align: none;" class="MsoNormal"><span style="color: black; mso-bidi-font-family: Calibri; mso-bidi-theme-font: minor-latin;"><o:p><font size="3" face="Calibri">&#160;</font></o:p></span></p> <font color="#000000" size="3" face="Times New Roman"></font> <p style="margin: 0cm 0cm 0pt; line-height: normal; mso-layout-grid-align: none;" class="MsoNormal"><span style="color: black; mso-bidi-font-family: Calibri; mso-bidi-theme-font: minor-latin;"><font size="3"><font face="Calibri">Refir hafa verið hér um þúsundir ára og fuglalífið því þróast og aðlagast sambýlinu við hann og hann því. Refir hafa því að öllum líkindum haft mótandi áhrif á fuglalíf í landinu. Þau áhrif þurfa ekki að hafa verið slæm, enda eru rándýr víða mikilvæg fyrir viðhald vistkerfa og líffræðilega fjölbreytni. Við ákveðnar manngerðar aðstæður getur stofn rándýrs þó orðið stærri en þau mörk sem náttúran myndi setja honum og getur þá verið nauðsynlegt að grípa til aðgerða til verndunar lífríkisins.</font></font></span></p> <font color="#000000" size="3" face="Times New Roman"></font> <p style="margin: 0cm 0cm 0pt; line-height: normal; mso-layout-grid-align: none;" class="MsoNormal"><span style="color: black; mso-bidi-font-family: Calibri; mso-bidi-theme-font: minor-latin;"><o:p><font size="3" face="Calibri">&#160;</font></o:p></span></p> <font color="#000000" size="3" face="Times New Roman"></font> <p style="margin: 0cm 0cm 0pt; line-height: normal; mso-layout-grid-align: none;" class="MsoNormal"><span style="color: black; mso-bidi-font-family: Calibri; mso-bidi-theme-font: minor-latin;"><font size="3"><font face="Calibri">Allnokkur sjónarmið þarf að yfirvega við ákvarðanir um veiðar á ref og ráðstöfun fjár til þess, þ.e. hagsmunir sauðfjárræktar, æðarræktar og náttúruverndar. Skipulag veiðanna þarf að hafa þessi sjónarmið að leiðarljósi, vega þau og meta, og beina aðgerðum til þeirra svæða sem við á.</font></font></span></p> <font color="#000000" size="3" face="Times New Roman"></font> <p style="margin: 0cm 0cm 0pt; line-height: normal; mso-layout-grid-align: none;" class="MsoNormal"><span style="color: black; mso-bidi-font-family: Calibri; mso-bidi-theme-font: minor-latin;"><o:p><font size="3" face="Calibri">&#160;</font></o:p></span></p> <font color="#000000" size="3" face="Times New Roman"></font> <p style="margin: 0cm 0cm 0pt; line-height: normal; mso-layout-grid-align: none;" class="MsoNormal"><span style="color: black; mso-bidi-font-family: Calibri; mso-bidi-theme-font: minor-latin;"><font size="3"><font face="Calibri">Einstakar og mikilvægar rannsóknir Páls Hersteinssonar prófessors á íslenska refnum eru vonandi komnar í farsælan framtíðarfarveg eftir sviplegt fráfall hans. Stefnt er að því að fjármunir til að halda áfram refarannsóknum hans og gagnasöfnun færist til Náttúrufræðistofnunar Íslands og Melrakkasetursins á Súðavík. Nauðsynlegt er að halda áfram rannsóknum og uppbyggingu þekkingar á vistfræði refastofnsins í landinu til að skilja sem best bæði ástand hans og áhrif. Traustar rannsóknir eru undirstaða markvissrar stjórnunar veiða.</font></font></span></p> <font color="#000000" size="3" face="Times New Roman"></font> <p style="margin: 0cm 0cm 0pt; line-height: normal; mso-layout-grid-align: none;" class="MsoNormal"><span style="color: black; mso-bidi-font-family: Calibri; mso-bidi-theme-font: minor-latin;"><o:p><font size="3" face="Calibri">&#160;</font></o:p></span></p> <font color="#000000" size="3" face="Times New Roman"></font> <p style="margin: 0cm 0cm 10pt;" class="MsoNormal"><span style="color: black; mso-bidi-font-family: Calibri; mso-bidi-theme-font: minor-latin;"><font size="3"><font face="Calibri">Mikilvægt er að þetta tækifæri verði notað til að bæta fyrirkomulag og samræma markmið refaveiða. Samningar sem verða gerðir við sveitarfélög um veiðarnar verða ágætur vettvangur til að ná þeirri samræmingu. Þar á að leggja fram skýra áætlun sveitarfélagsins um hvernig veiðunum er ætlað að lágmarka tjónið sem refurinn veldur í umdæmi sveitarfélagsins.</font></font></span></p> <font color="#000000" size="3" face="Times New Roman"></font> <p style="margin: 0cm 0cm 10pt;" class="MsoNormal"><span style="color: black; mso-bidi-font-family: Calibri; mso-bidi-theme-font: minor-latin;"><font size="3"><font face="Calibri">Ég vænti þess að fyrirkomulag refaveiða verði með þessu móti sett í skynsamlegan farveg í góðu samstarfi bænda, sveitarfélaga og Umhverfisstofnunar.</font></font></span></p> <font color="#000000" size="3" face="Times New Roman"></font>

2013-01-15 00:00:0015. janúar 2013Grein umhverfis- og auðlindaráðherra í Fréttablaðinu - Rammaáætlun markar tímamót

<p style="margin: 0cm 0cm 10pt; line-height: normal; mso-margin-top-alt: auto; mso-margin-bottom-alt: auto;" class="MsoNormal">&#160;</p> <p style="margin: 0cm 0cm 10pt; line-height: normal; mso-margin-top-alt: auto; mso-margin-bottom-alt: auto;" class="MsoNormal"><font color="#000000" face="Arial" size="2"><em>Eftirfarandi grein Svandísar Svavarsdóttur umhverfis- og auðlindaráðherra um rammaáæltun birtist í Fréttablaðinu 15. janúar 2013.</em></font></p> <p style="margin: 0cm 0cm 10pt; line-height: normal; mso-margin-top-alt: auto; mso-margin-bottom-alt: auto;" class="MsoNormal">&#160;</p> <h2 style="margin: 0cm 0cm 10pt; line-height: normal; mso-margin-top-alt: auto; mso-margin-bottom-alt: auto;" class="MsoNormal">Rammaáætlun markar tímamót</h2> <p><span>Alþingi samþykkti í gær</span> <span>þingsályktun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Þar með er lokið löngu ferli við annan áfanga rammaáætlunar – ferli sem Alþingi mótaði með lagasetningu vorið 2011 og samþykkt var án mótatkvæða. Lögin tryggðu faglega aðkomu bestu sérfræðinga landsins á sviði landgæða og orkunýtingar við mat á landsvæðum sem áætlunin hafði til umfjöllunar.</span></p> <p>Alþingi lagði einnig áherslu á tækifæri almennings til að koma sínum sjónarmiðum og ábendingum á framfæri. Yfir 200 umsagnir bárust frá einstaklingum, fyrirtækjum, félagasamtökum og ýmsum hagsmunaaðilum sem leiddu til þess að sex svæði voru færð úr virkjunarflokki yfir í biðflokk áður en tillagan kom til kasta Alþingis. Þannig höfðu raddir almennings áhrif á lokaútkomuna eins og vilji Alþingis stóð til.</p> <p>Í umsagnaferlinu komu fram rökstuddar athugasemdir um að nauðsynleg gögn skorti um svæðin sex. Eru þau því færð í biðflokk meðan ítarlegri gagna um þau er aflað áður en ákvörðun verður tekin um afdrif þeirra – ákvörðun sem byggir á bestu mögulegu upplýsingum um náttúrufar og umhverfi þeirra. Þannig er náttúran látin njóta vafans í anda varúðarreglunnar.</p> <p>Samþykkt rammaáætlunar endurspeglar aukinn skilning á því hversu stóru hlutverki náttúran gegnir fyrir afkomu okkar og atvinnulíf. Það á ekki aðeins við um starfsgreinar á borð við landbúnað og orkufrekan iðnað. Það er einmitt náttúran sem dregur hingað flesta ferðamenn og er undirstaða sívaxandi ferðaþjónustu.</p> <p>Náttúran þarfnast einnig verndar hennar sjálfrar vegna. Hún myndar vef þar sem ekkert getur án annars verið. Eftir því sem skilningur á þessu eykst verður brýnna að skoða sérhvert inngrip með hliðsjón af heildinni og því samspili sem maðurinn er svo auðmjúkur hluti af. Þannig er náttúruvernd forsenda lífs á jörðinni til langrar framtíðar.</p> <p>Næstu skref &#160;felast í því að skipa verkefnisstjórn fyrir næsta áfanga rammaáætlunarinnar og að afla nauðsynlegra upplýsinga um þá kosti sem eru í biðflokki. Þá verður svæðum í verndarflokki komið í friðlýsingarferli, en þar eru margar náttúruperlur á borð við Jökulsá á Fjöllum, Þjórsárver og Torfajökulssvæðið. Verkefni nýrrar verkefnisstjórnar byggir á lögum um rammaáætlun en einnig er dýrmæt leiðsögn í ítarlegu nefndaráliti meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar þingsins þar sem sérstaklega eru dregin fram atriði sem þarfnast frekari skoðunar í næsta áfanga.</p> <span>Í samþykkt Alþingis felst mikilvæg framtíðarsýn. Hún myndar skýran grunn fyrir atvinnulífið en undirstrikar um leið þýðingu náttúruverndar á Íslandi, núlifandi og komandi kynslóðum til heilla.</span> <p style="margin: 0cm 0cm 10pt; line-height: normal; mso-margin-top-alt: auto; mso-margin-bottom-alt: auto;" class="MsoNormal"><!--?xml:namespace prefix = o ns = "urn:schemas-microsoft-com:office:office" /?--> </p> <p style="margin: 0cm 0cm 10pt; line-height: normal; mso-margin-top-alt: auto; mso-margin-bottom-alt: auto;" class="MsoNormal">&#160;</p>

2012-12-18 00:00:0018. desember 2012Grein umhverfis- og auðlindaráðherra í DV - Viljum við vera olíuþjóð?

<p><em>Eftirfarandi grein Svandísar Svavarsdóttur umhverfis- og auðlindaráðherra birtist í DV 17. desember 2012.</em><br /> </p> <h2>Viljum við vera olíuþjóð?<br /> </h2> <p>Áformað er að hefja olíuleit á úthafinu norðan við Ísland. Olíuleit krefst vandaðs undirbúnings og ítrustu aðgæslu í umhverfismálum. Það er alls óvíst hvort olía finnist á Drekasvæðinu og líklegast eru áratugir í að vinnsla þar gæti hafist, ef leitin ber á annað borð árangur. Rannsóknir þarf að undirbúa af kostgæfni, því ef rannsóknarborun hittir á lind byrjar olían strax að streyma. Fyrirætlanirnar krefjast þess að við íhugum kosti okkar vandlega og undirbúum framtíðina af fullri ábyrgð og með hagsmuni komandi kynslóða og lífríkisins alls að leiðarljósi.</p> <p>Við þurfum líka að spyrja okkur gagnrýninna spurninga. Viljum við verða olíuvinnsluþjóð? Viljum við taka áhættu af mengunarslysi sem gæti orðið á kostnað fiskimiðanna okkar? Viljum við mótsögnina sem fylgir því að skipa okkur í fremstu röð þeirra sem vilja draga úr losun gróðurhúsalofttegunda vegna jarðaefnaeldsneytis og á sama tíma standa fyrir leit að því?</p> <h3>Þversögn í loftslagsmálum<br /> </h3> <p>Augu manna beinast í auknum mæli að olíulindum á norðurslóðum, þar sem þær verða sífellt aðgengilegri vegna bráðnunar íss, sem orsakast einmitt fyrst og fremst af hlýnun vegna brennslu jarðefnaeldsneytis. Með öðrum orðum: Afleiðingar alvarlegra loftslagsbreytinga af mannavöldum ýta undir kapphlaup til að ná í afganginn af eldsneytinu sem orsakar þær. Þessi þversögn er sláandi og má spyrja hvort ekki sé ástæða til að staldra við þess vegna.</p> <p>Eitt mikilvægasta verkefni samtímans er að ná tökum á loftslagsvandanum og búa svo í haginn að hægt sé að svara orkueftirspurn framtíðarinnar sem mest með orku sem unnt er að nýta á sjálfbæran hátt. Vilja Íslendingar verða olíuþjóð og eiga þar með á hættu að missa sérstöðuna sem við höfum skapað okkur í orkumálum?</p> <h3>Mengun og áhætta fyrir lífríki<br /> </h3> <p>Fleiri ástæður eru til þess að fara varlega við olíuborun á norðurslóðum. Þar eru sérstaklega mikilvæg varúðarsjónarmið í ljósi þeirra hagsmuna sem Ísland á varðandi lífríki og hreinleika hafsins. Aðstæður eru erfiðar, þar sem ógn stafar af hafís og óblíðu veðurfari. Slysið í Mexíkóflóa árið 2010, þegar olía lak stjórnlaust úr lind neðansjávar í þrjá mánuði, er mönnum í fersku minni. Sambærilegt slys á norðurslóðum hefði enn alvarlegri afleiðingar. Lífríkið er viðkvæmara og veruleg hætta er á að olían mengi hafís, sem myndi dreifa henni víða og lengi.</p> <p>Ekki þarf að fjölyrða um nauðsyn þess að fyrirbyggja slík slys í hafinu við Ísland. Lífríki hafsins er helsta fjöregg okkar Íslendinga og olíuslys myndi greiða okkur gríðarlegt högg. Ef boranir verða í augsýn eftir einhver ár eða áratugi þarf að stórefla viðbúnað hér til að tryggja eins og hægt er að þær valdi ekki tjóni.</p> <h3>Heilbrigður vöxtur reynist best<br /> </h3> <p>Brýnt er að huga vel að umhverfismálum áður en borað er eftir olíu við Íslandsstrendur. Það er líka ástæða til að minna á að stórbrotin áform eru eitt og varanleg velferð annað. Auðvelt er að vera ginnkeyptur fyrir skyndilausnum í risapakkningum. Um þetta eru dæmin mörg. Hröð uppbygging stóriðju á árunum fyrir hrun skapaði einhver störf, en með miklum kostnaði fyrir umhverfið og gífurlegri skuldsetningu orkufyrirtækja, sem enn kemur niður á sveitarfélögum og almenningi.</p> <p>Á Íslandi er uppbygging. Uppbygging eftir hrun sýnir að vel er hægt að ná viðspyrnu án stórkarlalegra og skuldsettra framkvæmda af því tagi. Hún er ekki tilkomin vegna þess að við höfum hitt á einhverja töfralausn til að taka við af bankabólunni. Þúsundir Íslendinga hafa lagt sitt af mörkum með því að finna og nýta sér tækifæri í ferðaþjónustu, hugbúnaðargerð, fiskeldi, skapandi greinum og fjölmörgum öðrum atvinnugreinum. Þetta fólk hefur fundið sér viðspyrnu í efnahagslegum endurreisnaraðgerðum stjórnvalda eftir hrunið, sem sannarlega er ekki að fullu lokið. Atvinnuleysi fer minnkandi og grænum vaxtarsprotum fjölgar.</p> <p>Heilbrigður vöxtur á fjölbreyttum grunni hefur alltaf reynst affarasælli en skyndilausnirnar.</p>

2012-12-17 00:00:0017. desember 2012Grein umhverfis- og auðlindaráðherra í Fréttablaðinu - Varnarsigur í Doha

<p dir="ltr"><em>Eftirfarandi grein Svandísar Svavarsdóttur umhverfis- og auðlindaráðherra birtist í Fréttablaðinu 13. desember 2012.</em></p> <h2>Varnarsigur í Doha</h2> <p>Árleg þing loftslagssamnings SÞ eru viðamiklar samkomur, enda er verkefnið tröllaukið. Ríki heims taka þar ákvarðanir um bókhald yfir losun, loftslagsvæna tækni og hvernig hægt sé að aðstoða ríki sem verst standa vegna breytinga á loftslagi og lífsskilyrðum. Umfram allt er rætt um leiðir til að ráðast að rót vandans og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Kýótó-bókunin, sem setur töluleg markmið fyrir nær 40 auðug ríki, átti að vera fyrsta skrefið til að koma á bindandi losunarskuldbindingum á heimsvísu. Nú stefnir hins vegar í öfuga átt. Ríkjum með skuldbindingar fer fækkandi, en fjölgar ekki eins og að var stefnt.</p> <p dir="ltr">Á nýloknum fundi í Doha í Katar var samþykkt að Kýótó-bókunin yrði framlengd um annað tímabil, frá 2013 til 2020, en því fyrsta lýkur nú á gamlársdag. Eingöngu Evrópuríki taka á sig skuldbindingar á nýju tímabili, ásamt Ástralíu, en ríki með 85% heimslosunar verða án alþjóðlega bindandi losunarmarkmiða. Vonir eru bundnar við nýjar samningaviðræður um losunarmarkmið fyrir öll ríki, sem til stendur að ljúka árið 2015, þótt markmiðin sjálf eigi ekki að taka gildi fyrr en 2020.</p> <p dir="ltr">Þótt viðræður gangi hægt er mikilvægt að ríki heims haldi áfram að vinna saman undir regnhlíf loftslagssamningsins. Í Kýótó-bókuninni hefur bókhaldið verið þróað lengst. Þar eru gefnar út losunarheimildir og settar reglur sem eiga að gera ríkjum kleift að ná árangri á hagkvæman hátt. Þótt kvarnast hafi úr Kýótó-hópnum í Doha var líf hans framlengt. Það er mikilvægt að einhver ríki standi vaktina og þrói og efli kerfi til að draga úr losun, sem getur gagnast í víðtækara samkomulagi síðar. Ísland má vera stolt af því að vera í þeim hópi ríkja sem mest leggja af mörkum varðandi skuldbindingar og leiðir að lausnum.</p> <p>Þótt horfurnar í loftslagsmálum séu fjarri því að vera bjartar, þá vannst mikilvægur varnarsigur í Doha. Nú þarf að snúa vörn í sókn og takast af krafti á við þessa stærstu áskorun samtímans svo að unnt sé að hlúa að forsendum lífs og velsældar á jörðinni fyrir núlifandi og komandi kynslóðir.</p>

2012-12-06 00:00:0006. desember 2012Grein umhverfis- og auðlindaráðherra í Fréttablaðinu - Enn betri reglugerð

<p><em>Eftirfarandi grein Svandísar Svavarsdóttur umhverfis- og auðlindaráðherra um endurskoðun bynningarreglugerðar birtist í Fréttablaðinu 6. desember 2012.</em></p> <p>&#160;</p> <h2>Enn betri reglugerð</h2> <p>Árið 2010 hófst endurskoðun byggingarreglugerðar á grundvelli nýrra mannvirkjalaga en í nefndinni áttu sæti einn verkfræðingur og tveir arkitektar. Því næst voru 60 sérfræðingar tilnefndir af rúmlega 15 hagsmunaaðilum og átta samráðshópar fjölluðu um mismunandi kafla en í hverjum hópi voru haldnir minnst átta fundir. Um er að ræða yfirgripsmikið verk sem margir hafa komið að og lá reglugerðin fyrir um síðustu áramót í núverandi mynd.</p> <p><span>Gríðarlegir hagsmunir eru í húfi og brýnt að vel takist til. Reglugerðin endurspeglar metnað, ekki síst í þágu algildrar hönnunar og aðgengis eins og best gerist. Hljóðvistarkröfur eru auknar og áhersla á gæði og eftirlit aukast til muna. Sérstakan kafla er að finna um stúdentaíbúðir sem gegna óumdeilanlega sérstöðu á íbúðamarkaði.</span> <span></span></p> <p><span>Á yfirstandandi ári hafa fjölmargir kynningarfundir verið haldnir og mikil umræða hefur orðið um reglugerðina í fjölmiðlum og meðal hagsmunasamtaka. Þetta er vel og er mikilvægt að hlusta eftir þeim röddum sem fram hafa komið. Ég tel í því ljósi rétt að gera nokkrar vel rökstuddar breytingar á reglugerðinni, bæði efnislegar en ekki síður tæknilegar sem og breytingar er varða nálgun og sveigjanleika.</span> <span></span></p> <p>Með þessum breytingum er þess vænst að kostnaðaraukinn sem af heildarendurskoðuninni stafar verði í lágmarki. Ég hef tekið ákvörðun um að endurskoða ákvæði er varða einangrun byggingarhluta en umræðan hefur leitt í ljós að meiri tíma þarf til samráðs áður en frekari skref verði tekin í átt að betri nýtingu orkuauðlinda okkar varðandi húshitun.</p> <p><span>Einnig verður liðkað enn frekar fyrir ákvæðum um rýmisstærðir svo að hægt sé að byggja minni íbúðir. Almennt má segja að breytingarnar feli í sér meiri sveigjanleika fyrir hönnuði og arkítekta til að ná markmiðum um algilda hönnun og aðgengi. Í umræðunni hefur sérstaklega borið á áhyggjum af kostnaðarauka vegna &#160;ákvæða um algilda hönnun en með breytingunum verða þau ákvæði skýrð betur og lagfærð til að auka hagkvæmni og tryggja skýrleika og skilvirkni og draga úr kostnaðaráhrifum.</span></p> <p><span>Ég vænti þess að þeir fjölmörgu aðilar sem styðjast við byggingarreglugerð í sínu daglega starfi taki höndum saman um að framkvæmdin verði til góðs fyrir almannahagsmuni.</span> <span></span></p> <p>&#160;</p>

2012-11-30 00:00:0030. nóvember 2012Grein umhverfis- og auðlindaráðherra í Morgunblaðinu - Jafnrétti í raun

<p dir="ltr"><em>Eftirfarandi grein Svandísar Svavarsdóttur umhverfis- og auðlindaráðherra birtist í Morgunblaðinu í dag 30. nóvember 2012.</em></p> <p dir="ltr">Sveitarfélögin Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppur hafa mótmælt skipun fulltrúa í Breiðafjarðarnefnd, en frá þessu var greint í Morgunblaðinu í gær. Nefndin er skipuð fjórum körlum og þremur konum, en kvörtun sveitarfélaganna tveggja snýr að því að ég hafi ekki skipað karla á þeirra vegum í nefndina.</p> <p dir="ltr">Samkvæmt jafnréttislögum ber að hafa tvennt í heiðri þegar kallað er eftir tilnefningum í nefndir á vegum ríkis og sveitarfélaga. Annars vegar að tilnefningaraðili leggi fram nöfn tveggja hæfra aðila fyrir hvert það sæti sem óskað er tilnefningar í, eins karls og einnar konu. Hins vegar að skipunaraðili - í þessu tilviki ráðherra - velji úr tilnefningum þannig að kynjaskipting sé sem jöfnust.</p> <p dir="ltr">Þessar leikreglur eru nokkuð einfaldar, en engu að síður reynist oft erfitt að fylgja þeim eftir. Það er miður, því þetta eru gríðarlega mikilvægar leikreglur. Þeim er ætlað að rétta af kynjahalla sem gegnsýrir samfélagið, þá aldagömlu hefð að samfélagið er mótað og því stýrt á forsendum karla.</p> <p dir="ltr">Sveitarfélögin tvö uppfylltu skyldur sínar þegar þau tilnefndu eina konu og einn karl hvort. Ákvæði jafnréttislaga eru þar með þó ekki uppfyllt. Tryggja ber að kynjahlutfall sé sem jafnast við endanlega skipun viðkomandi nefndar. Þar tók ég ákvörðun sem byggðist meðal annars á þeim skilningi að tilnefningaraðilar litu á báða tilnefnda aðila sem verðuga fulltrúa í nefndinni og óhætt væri að fylgja jafnréttislögum og tryggja sem jafnast kynjahlutfall.</p> <p>Ég vænti þess að eiga gott samstarf við sveitarfélögin við Breiðafjörð hér eftir sem hingað til og óska nýskipaðri nefnd gæfu í sínum störfum í þágu einstakrar náttúru Breiðafjarðar.</p>

2012-11-30 00:00:0030. nóvember 2012Grein umhverfis- og auðlindaráðherra í Fréttablaðinu - Herðum róðurinn gegn loftslagsvánni

<em>Eftirfarandi grein Svandísar Svavarsdóttur umhverfis- og auðlindaráðherra birtist í Fréttablaðinu í dag 30. nóvember 2012.</em> <h2>&#160;</h2> <h2>Herðum róðurinn gegn loftslagsvánni</h2> <p>Baráttan gegn skaðlegum loftslagsbreytingum af mannavöldum hefur of lengi verið kynnt sem krafa um að taka dýrar og erfiðar ákvarðanir nú til að afstýra ógn í framtíðinni. Þetta er aðeins rétt að hluta. Alvarlegustu áhrif loftslagsbreytinga hafa vissulega enn ekki komið fram samkvæmt spám vísindanna, en breytingarnar sjálfar eru ekki í fjarlægri framtíð. Margar þeirra eru &#160;vel sýnilegar nú þegar.</p> <h3>Sýnidæmi í norðri</h3> <p>Skýrasta dæmið um loftslagsbreytingar á heimsvísu er að hafís á norðurskautssvæðinu hopar ört. Ísþekjan nú í haust var minni en nokkru sinni frá því að mælingar hófust og ísinn hopar mun hraðar en spár gerðu ráð fyrir. Nú telja margir að Norður-Íshafið gæti orðið íslaust að sumarlagi fyrir árið 2050. Samkvæmt niðurstöðum norræns rannsóknarverkefnis, sem kynntar voru fyrir skömmu, eru nær allir jöklar við Norður-Atlantshaf á undanhaldi. Íslenskir jöklar þynnast til að mynda um réttan metra á ári að meðaltali og bráðna svo jafngildir nær tíu rúmkílómetrum vatns á sama tíma. Jöklarnir okkar gætu að mestu leyti horfið innan 100-200 ára.</p> <p>Hlýnunin á Norðurslóðum opnar aðgang að siglingaleiðum og auðlindum og margir hugsa sér gott til glóðarinnar að fá sneið af þeirri köku. Til lengri tíma tapa þó flestir á þeim gríðarlegu breytingum sem fylgja örri hnattrænni hlýnun. Aukinn styrkur koldíoxíðs í andrúmslofti veldur súrnun hafsins, sem við Íslendingar höfum með réttu miklar áhyggjur af. Súrnun ógnar kóröllum, skelfiski, kalkþörungum og fjölmörgum öðrum lífverum og gæti valdið stórfelldu raski á lífríki hafsins.</p> <h3>Ísland tekur fullan þátt</h3> <p>Þótt æ fleiri geri sér grein fyrir vánni sem stendur fyrir dyrum, ganga alþjóðlegar viðræður um lausn vandans hægt. Nú stendur yfir 18. aðildarríkjaþing loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna í Doha í Katar. Tekist hefur samkomulag um að endurnýja Kýótó-bókunina. Á síðustu misserum hafa þó nokkur ríki helst úr þeirri lest, en Ísland er meðal þeirra ríkja sem hyggjast axla ábyrgð. &#160;Ennfremur er unnið að því að ná bindandi samkomulagi allra ríkja fyrir 2015 um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Vonandi mun almenningsálitið og aukin vísindaleg þekking á alvarlegum áhrifum loftslagsbreytinga gefa þeim viðræðum byr í seglin. Það er nauðsynlegt að lyfta sér upp úr hjólförum gamalla deilna um skiptingu byrða og hætta að hræðast að loftslagsvænn lífstíll og tækni standi efnahagslífi fyrir þrifum. Hagsæld, velferð mannkyns og lífið á jörðinni þarf á óröskuðum vistkerfum og aðgerðum gegn loftslagsbreytingum að halda.</p> <p>Ísland hyggst standa jafnfætis framsæknustu ríkjum í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum með því að taka á sig sameiginlegar skuldbindingar með ríkjum Evrópusambandsins og Króatíu. Jafnframt er tryggt að íslenskt atvinnulíf búi við sambærilegar reglur um losun og þekkjast í okkar heimshluta.</p> <p>Íslendingar þurfa að búa sig undir auknar kröfur í loftslagsmálum á komandi árum, líkt og raunar heimsbyggðin öll. Þær kröfur fela í sér ný tækifæri fyrir nýsköpun og efnahag og samfélagsþróun til sjálfbærni. Þetta á til dæmis við um ýmsar aðgerðir í samgöngum, s.s. aukið vægi göngu, hjólreiða, almenningssamgangna og sparneytinna ökutækja. Loftslagsvæn tækni, endurnýjanleg orka, nýsköpun og þróun eru allt svið þar sem Ísland getur lagt sitt af mörkum. Ísland getur verið í fararbroddi í loftslagsmálum. Við höfum allar forsendur til þess.</p> <p>&#160;</p>

2012-11-28 00:00:0028. nóvember 2012Grein umhverfis- og auðlindaráðherra í DV - Það skiptir máli

<p>&#160;</p> <p><em>Eftirfarandi grein Svandísar Svavarsdóttur umhverfis- og auðlindaráðherra birtist í DV 28. nóvember 2012.</em></p> <h2>Það skiptir máli</h2> <p>Við erum alltaf að velja leiðir, oft á dag. Við tökum þúsundir ákvarðana, smáar og stórar, frá morgni til kvölds. Hverju á að klæðast, á að hella upp á kaffi, hvernig komum við okkur til vinnu, hvernig tölum við saman, hver gerir hvað? Svona fetum við okkur í gegnum dagana, litlar ákvarðanir safnast saman eða raðast upp í mynd og við blasir þátttaka í samfélagi. Hvert lítið skref snertir samfélagið, heiminn, náttúru og framtíð. Í þeim skilningi er lífið pólitík, getur ekki annað verið og þar tökum við öll þátt.</p> <p>Skýrar en oft annars eigum við hlut að máli þegar við veljum fólk og flokka sem við viljum sjá á þingi og í sveitarstjórn. Kosningar eru vettvangur þar sem ákvörðunin er stærri en alla jafna, enda kemur þar þorri þjóðarinnar saman til að taka ákvörðun. Hvernig á að stjórna, greiða úr vandasömum málum og skipta gæðum? Hvaða áherslur eiga að ráða? Hvert á að halda? Hvernig deilum við byrðunum? Eftir hverju á að sækjast? Hvað ber að varast? Hvað er sanngjarnt og réttlátt? Hvernig félagsskapur á samfélagið okkar að vera?</p> <h3>Stefnan skiptir máli</h3> <p>Þjóðin er lúin eftir álag undanfarinna ára en kosningar skipta máli, nú sem fyrr. Þess vegna vekur það áhyggjur að kjörsókn í prófkjörum haustsins þykir dræm. Stór hluti kjósenda í þingkosningum er líka óákveðinn ef marka má skoðanakannanir og sumir segjast ætla að sitja heima þegar þar að kemur. Þetta er auðvitað ekki gott, þetta er okkur áminning og við hljótum öll að vilja gera betur.</p> <p>Samt gefa niðurstöður prófkjaranna ótvíræð skilaboð og valkostir í komandi kosningum eru skýrari en oft áður. Hjá Vinstri grænum má til dæmis greina sterkan stuðning við konur til forystu. Hér í Reykjavík var niðurstaðan skýr og umboðið sterkt. Í Kraganum er Rósa Björk Brynjólfsdóttir &#160;komin til skjalanna og á Suðurlandi er stillt upp tveimur ungum og öflugum konum, Arndísi Soffíu Sigurðardóttur og Ingu Sigrúnu Atladóttur, myndin er að raðast upp. Ákvarðanir skipta máli, kosningar skipta máli.</p> <p>Það skiptir líka máli hverjir stjórna landinu og hvernig, það hefur ríkisstjórnin sem nú situr sýnt svo um munar. Stjórnarflokkarnir hafa markað mörg og mikilvæg spor á öllum sviðum þjóðlífsins. Þar hafa verið teknar stórar ákvarðanir og litlar ákvarðanir sem allar skipta máli fyrir félagslegt réttlæti og græna framtíð, kvenfrelsi og betri daga þó að enn sé margt vinna. Árangurinn er þarna og fer ekki á milli mála. Það skiptir máli, þó að þeir sem hæst láta þykist ekki sjá hann.</p> <h3>Endurvinnsla frá hægri</h3> <p>Á móti ætla hægriöflin að tefla fram endurteknu efni frá árunum fyrir hrun. Skattalækkunarkórinn ætlar allt að æra. Nýjasta útspilið er að Samtök atvinnulífsins, gamall kunningi, vilja færar byrðar af þeim sem léttast geta borið þær. Um 20 milljarðar eiga að renna til þeirra 5% skattgreiðenda sem hæstar hafa tekjurnar! Núverandi ríkisstjórn færði skattbyrðar af þeim sem hafa lægstu tekjurnar yfir á hæstu tekjuhópana og styrkti tekjustofna ríkisins til að rétta af hallann sem hægristjórnir lögðu á þjóðina, verja sameign okkar allra og auka jöfnuð til nýrrar sóknar. Þess var aldeilis þörf, þegar efnahagur landsins lá í rúst.</p> <p>Nú birtast bólupostular hver á fætur öðrum og hafa uppgötvað leið til framtíðar. Það á að auka ójöfnuð. Þetta er fólkið sem á sínum tíma sagði að stærsta velferðarmálið væri traust efnahagsstjórn rétt áður en allt fór á kaf og skútan hljóp á sker.</p> <p>Af þeim þúsundum ákvarðana sem við tökum dag hvern eru bæði góðar ákvarðanir og slæmar. Vorið 2009 tók þjóðin stóra ákvörðun og góða, sem hefur stuðlað að betra samfélagi undir stjórn vinstriflokka með konur í forystuhlutverkum á mörgum póstum. Við þurfum áfram ríkisstjórn félagshyggju og réttlætis. Græna og góða og kvenfrelsissinnaða. Þannig höldum við best áfram.</p>

2012-11-02 00:00:0002. nóvember 2012Grein umhverfis- og auðlindaráðherra í Fréttablaðinu - Öruggt og heilnæmt umhverfi fyrir alla

<p>&#160;</p> <p><em>Eftirfarandi grein Svandísar Svavarsdóttur umhverfis- og auðlindaráðherra birtist í Fréttablaðinu 2. nóvember 2012.</em></p> <p>&#160;</p> <h2>Öruggt og heilnæmt umhverfi fyrir alla</h2> <p>Stjórnvöldum er iðulega legið á hálsi að vera skammsýn og fyrirhyggjulaus. Nærtækt er að benda á hrun bankakerfisins, þar sem framtíðarhagsmunum þjóðar var stefnt í voða, meðal annars vegna ófullburða regluverks og eftirlitskerfis. Það er engum blöðum um að fletta hversu mikilvægt er að setja samfélaginu skýrar, öflugar og framsýnar leikreglur.&#160;&#160;&#160;</p> <p>Vandinn við að setja slíkar reglur er hversu erfitt er að spá um framtíðina. Því er skiljanleg sú tilhneiging að ganga út frá ríkjandi ástandi þegar leikreglur framtíðarinnar eru settar.</p> <h3>Horft til framtíðar án hindrana</h3> <p>Fyrr á þessu ári tók gildi ný byggingarreglugerð. Undanfarið hefur verið gagnrýnt að í henni séu gerðar miklar kröfur til húsbyggjenda sem leiði til kostnaðarauka.</p> <p>Umræddar kröfur snúa að atriðum á borð við algilda hönnun, sem tryggja á jafnt aðgengi allra. Þarna er ekki einungis tekið tillit til þeirra sem búa við varanlega hreyfihömlun, heldur alls almennings. Það er kunnara en frá þurfi að segja að einstaklingar missa stundum hreyfigetu tímabundið vegna óhappa eða veikinda og það er lögmál lífsins að eldast, með tilheyrandi hreyfiskerðingu fyrir þorra fólks. Með aukinni áherslu á að eldri borgarar búi sem lengst í eigin húsnæði eykst þörfin fyrir að aðgengismál séu í lagi.</p> <p>Það lýsir framsýni Alþingis að mannvirkjalög breyttust í meðförum þess, á þann hátt að stjórnvöldum væri skylt að tryggja aðgengi fyrir alla. Í stað þess að ganga út frá þröngu sjónarhorni hins óbreytta ástands eru gerðar kröfur um að húsnæðið geti þjónað notendum þess á ólíkum tímum og við misjafnar aðstæður. Málið snýst um að gera samfélagið í heild aðgengilegt fyrir alla. Þannig samfélag hljótum við öll að vilja.</p> <h3>Sjálfbærni og hagkvæmni</h3> <p>Auknar kröfur um sjálfbærni í mannvirkjagerð hafa einnig verið gagnrýndar. Hefur þar farið hátt að auknar kröfur um einangrun bygginga muni ekki skila sér með lækkun kostnaðar við rekstur þeirra. Þetta byggir á því að hér verði húshitunarkostnaður alltaf lágur – óbreytt ástand. Reyndin er hins vegar að hér er ekkert fast í hendi eins og dæmi um gjaldskrárhækkanir sýna. Þá hefur hluti landsmanna aldrei getað nýtt sér ódýran jarðvarma til upphitunar, heldur orðið að treysta á aðra og dýrari orkugjafa. Það er ekki bara framsýni fólgin í því að auka kröfur um einangrun nýbygginga, heldur er það hið eina rökrétta. Hver vill standa frammi fyrir því að húseigendur þurfi upp til hópa að endureinangra híbýli sín með þeim mikla kostnaði sem slíkri eftiráaðgerð tilheyrir, allt vegna skammsýni í setningu reglugerða einhverjum árum fyrr?</p> <p>Einnig vaknar áleitin spurning um það hvers vegna Íslendingar ættu að sætta sig við að gerðar séu minni kröfur til húsnæðis hér en í nágrannalöndunum. Helstu nýmæli í reglugerðinni sækja fyrirmyndir til byggingarreglugerða á Norðurlöndum og í Evrópu og var áhersla lögð á að Íslendingar yrðu ekki eftirbátar annarra í þessum efnum. Það er varasamt að slá af kröfum vegna stundarhagsmuna þegar um stærstu fjárfestingar einstaklinga er að ræða. Í þessu gildir að vanda skal til þess er vel á að standa. Allt of mörg dæmi um rakaskemmdir og sveppagróður í nýlegum byggingum sýna og sanna hversu dýrkeypt skammsýni getur verið í mannvirkjagerð.</p> <h3>Breyttar stærðir og aukinn sveigjanleiki</h3> <p>En hvað gagnast góðar fyrirætlanir ef fæstir hafa ráð á að koma sér upp þaki yfir höfuðið? Því hefur verið haldið fram að byggingakostnaður aukist um tugi prósenta með tilkomu þessarar nýju reglugerðar. Þegar dæmin eru skoðuð kemur hins vegar í ljós að kostnaðurinn er mjög orðum aukinn. Þetta á ekki síst við þegar dæmi eru tekin af stúdentagörðum, sem sérstaklega er fjallað um í byggingarreglugerðinni og enn meiri sveigjanleiki er gefinn í hönnun slíks húsnæðis.</p> <p>Vissulega munu tiltekin atriði nýrrar byggingarreglugerðar leiða til aukins kostnaðar. Sum þessara atriða eiga að tryggja öryggi íbúa eða auka gæði mannvirkjanna. Önnur eru til komin vegna áherslu Alþingis á aðgengi fyrir alla.</p> <p>Á móti slíkum kostnaðarauka kemur m.a. aukinn sveigjanleiki í nýju byggingarreglugerðinni til að samnýta og sameina rými. Mannvirkjastofnun hefur gert samanburð á ólíkum íbúðarstærðum og birt á heimasíðu sinni. Þar sést að almennt hafi breyttar kröfur óveruleg áhrif á stærðir íbúða, ef tekið er tillit til þessa sveigjanleika.</p> <p>Mannvirkjagerð er flókin og kostnaðarsöm og til margs að líta. Auknar kröfur eru ekki til komnar vegna þess að stjórnvöld séu illa þjökuð af stjórnlyndi, heldur endurspeglar það mikilvægi þess að vel takist til. Það er mikilvægt að grunnreglurnar séu skýrar og tryggi allt í senn; að húsnæði sé öruggt, það sé vandað og endingargott og að stuðla að aðgengi fyrir alla, í samræmi við alþjóðasamninga og eindreginn vilja Alþingis.</p>

2012-11-01 00:00:0001. nóvember 2012Grein umhverfis- og auðlindaráðherra í Bændablaðinu - Samtaka í beitarstjórnun

<p>&#160;</p> <p><em>Eftirfarandi grein Svandísar Svavarsdóttur umhverfis- og auðlindaráðherra um beitarstjórnun birtist í Bændablaðinu 1. nóvember 2012.</em></p> <p>&#160;</p> <h2>Samtaka í beitarstjórnun</h2> <p>Mikilvæg umræða hefur farið fram nú í haust um beitarmál. Í þeirri umræðu hefur verið tekist á enda um gríðarmikla hagsmuni lands og búskapar að ræða. Umræða um álag af völdum búfjárbeitar hefur oft verið föst í hefðbundnum átakafarvegi en nú er þess freistað að leita lausna og tryggja vandaðan umbúnað málsins að því er varðar regluverk og ferla.</p> <h3>Stefnumótun í gangi</h3> <p>Í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu er nú unnið að tveimur verkefnum sem varða beitarmál með beinum hætti. Annars vegar hefur farið fram endurskoðun á lögum um landgræðslu en sú lagasetning er frá 1965. Núgildandi lög endurspegla ekki nægjanlega vel starfsumhverfi landgræðslustarfs í landinu í dag. Greinargerð nefndar sem fjallaði um þessi mál liggur fyrir og hefur verið í kynningu og næstu skref eru síðan að vinna úr þeirri skýrslu. Þar eru meðal annars lagðar til úrbætur varðandi skipan beitarmála.</p> <p>Hins vegar hefur verið sett á stofn sérstök samstarfsnefnd umhverfis- og auðlindaráðuneytis og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis um beitarstjórnun og sjálfbæra landnýtingu sem á að skila tillögum 1. desember næstkomandi. Mun hún vinna tillögur með það að markmiði að efla stjórn búfjárbeitar með tilliti til gróður- og jarðvegsverndar, ágangs búfjár, sjálfbærrar landnýtingar og hvernig samhæfa megi aðgerðir ráðuneytanna á þessum sviðum.</p> <h3>Bættir búskaparhættir</h3> <p>Mikilvægt er að ný lög um landgræðslu hafi skýr ákvæði sem taka á vandamálum vegna landnýtingar, en slík ákvæði hafa ekki verið fyrir hendi. Stórt skref í að draga úr ofnýtingu og beit á illa farið land var tekið í samningi sauðfjárbænda og ríkisins um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu, sem ætlað er að hvetja til bættra búskaparhátta. Sauðfjárbændur taka hins vegar ekki allir þátt í þessu gæðastýringarkerfi. Það gengur auk þess full skammt í sjálfbærniátt, því þau úrræði sem löggjöfin heimilar í reglugerð um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu eru í raun fullnýtt. Skýrari viðmið skortir um hvað telst sjálfbær landnýting á Íslandi. Í því efni þarf þekkingu og samanburð á ólíkum svæðum því ástand gróðurs er afar mismunandi eftir landsvæðum og ágangur búfjár sömuleiðis.</p> <p>Að mínu mati er rétt að koma á þeirri meginreglu að eigendur beri ábyrgð á fullri vörslu á sínum fénaði en að heimilt sé að víkja frá því að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Lög um búfjárhald eru nú til endurskoðunar og þyrfti að mínu mati að breyta þeim á þann hátt &#160;að heimildarákvæði verði ekki um bann við lausagöngu, heldur um mögulegar undanþágur frá slíku banni, sem vissulega getur átt víða við.</p> <h3>Í mörg horn að líta</h3> <p>Landnýting verður stöðugt fjölbreyttari og &#160;staða landshlutanna ólík. Okkur ber einnig að halda til haga því sem vel hefur unnist; staðreyndin er sú að land grær meira en það eyðist nú um stundir, þó víða sé ástandið fjarri því að vera viðunandi. Upphaf skipulegrar gróðurverndar og landgræðslu á Íslandi má rekja allt til ársins 1907. Frá þeim tíma hefur verið unnið mikilvægt landbótastarf. Sauðfé hefur fækkað frá því sem mest var, stór landflæmi hafa aukinheldur verið friðuð fyrir beit og umhverfisvitund bænda fer vaxandi. Menn þurfa ekki að velkjast í vafa um að bændum þykir vænt um landið enda fara saman hagsmunir þeirra sem vilja standa vörð um gæði jarðvegs og gróðurs og þeirra sem vilja nýta hann í þágu búskapar.</p> <p>Mikilvægast er þó að koma á þeirri meginreglu að eigendur beri fulla ábyrgð á sínu fé. Beit á auðnir og illa farið land, þar með talin rof og opin rofabörð á ekki að líðast. Þar eigum við að vera samtaka.</p>

2012-10-12 00:00:0012. október 2012Ávarp umhverfis- og auðlindaráðherra - Skaðleg áhrif hávaða í námsumhverfi barna: Hvernig er ástandið, hvað er hægt að gera?

<p><em>Svandís Svavarsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra setti málþing um skaðleg áhrif hávaða í námsumhverfi barna sem haldin var 12. október 2012 með eftirfarandi orðum.</em></p> <p>&#160;</p> <p dir="ltr">Góðu gestir,</p> <p dir="ltr">Það er ánægjulegt að haldin sé ráðstefna um hljóðvist í umhverfi barna er. Í dag og á morgun verður fjallað um skaðleg áhrif hávaða á rödd, heyrn og líðan í námsumhverfi barna. Eins og önnur málefni er varða velferð barna þá er hér um gríðarlega mikilvægt málefni að ræða.</p> <p dir="ltr">Sífellt verða til fleiri uppsprettur hávaða í umhverfi mannsins og má slá því föstu að áreiti vegna hávaða sé mun meira en á árum áður – og fólk búi jafnvel við stöðugt áreiti, daginn út og inn.</p> <p dir="ltr">Getur verið að umhverfi okkar sé orðið svo árásagjarnt og krefjandi að börn með „fulla“ heyrn séu almennt hætt að nema umhverfishljóð og geti ekki notið hljóðsins, þagnarinnar og margbreytileikans sem umhverfið býður upp á? Hvar þýtur í laufi, malar köttur eða syngur lítill fugl?</p> <p dir="ltr">Hljóðin sem umlykja okkur – oft í óhófi – eru hluti af þróun sem hefur fært mannskepnuna fjær náttúrunni, sem hún er þó órjúfanlegur hluti af. Ákveðin tengsl hafa slitnað, náttúran er nær því að vera hugmynd en raunveruleiki í hugum margra. Maðurinn hefur vafið sér inn í þykkt teppi nútímans, tækninnar og manngerðs umhverfis, sem oft heldur náttúrunni mátulega fjarri. Samhliða þessu dregur úr mætti skynfæranna, þau verða síður næm á margbreytileika umhverfisins.</p> <p dir="ltr">Þetta á bæði við um umhverfi okkar utanhúss sem innan, svo sem þar sem börn dveljast í námi og leik.</p> <p dir="ltr">Við þekkjum öll hvaða áhrif óæskilegur hávaði hefur. Hann veldur oftar en ekki höfuðverk, streitu og skorti á einbeitingu. Heyrnarskaði, eyrnasuð, seinkun námsgetu og málþroska eru einnig fylgikvillar hávaða. Börn eru mun viðkvæmari í þeim efnum en fullorðnir og veruleikinn er sá að einmitt í umhverfi barna verður sífellt meiri hávaði.</p> <p dir="ltr">Röddin er líka dýrmætt töfratæki. Heilbrigð rödd og áheyrileg kemur töluðu máli vel til skila. Röddin er atvinnutæki margra. Hún er atvinnutæki kennara, leikara, leiðsögumanna og stjórnmálamanna. Fólk í þessu störfum eru á meðal þeirra sem þurfa með rödd sinni að ná til annarra.</p> <p dir="ltr">Strax frá fæðingu fara ungabörn að nýta þessa eiginleika til að leggja grunn að því að tala og móta sitt mál. Málþroski barna byggist á því að talað sé við þau og að þau nemi þau hljóð sem eru í umhverfi þeirra. Um leið eru eyru ungbarna mjög viðkvæm. Mikill hávaði getur haft neikvæð áhrif á málþroska þar sem hann hefur bæði áhrif á heyrn og líðan.</p> <p dir="ltr">Skólinn er vinnustaður barna sem dvelja mesta hluta skóladagsins í skólabyggingum, hvort sem það er í kennslustofu, íþróttahúsi eða mötuneyti. Í lögum um leikskóla og lögum um grunnskóla og reglugerðum settum á grundvelli þessara laga er sérstaklega fjallað um skólahúsnæði og aðbúnað í skólanum. Taka skal mið af þörfum barna og þeirri starfsemi sem fram fer í skóla. Leggja skal áherslu á öruggt og rúmgott náms- og starfsumhverfi. Húsnæði og allur aðbúnaður skal taka mið af því að tryggja öryggi og vellíðan barna og starfsfólks, svo sem hvað varðar húsbúnað, hljóðvist, lýsingu og loftræstingu. Sama á við um skólalóðir. Þótt lagaákvæði kveði nokkuð skýrt á um það hvernig aðbúnaði barna í leik- og grunnskóla skuli háttað, þá benda niðurstöður hávaðamælinga í skólum og leikskólum til þess að hönnun húsnæðis hvað hljóðvist varðar sé oft ábótavant. Meðal annars vegna þess erum við hér í dag á þessari lausnamiðuðu ráðstefnu.</p> <p dir="ltr">Á góðri málstefnu um hávaða í umhverfi barna sem haldin var fyrir þremur árum var m.a. rætt um mikilvægi góðrar hljóðvistar og hönnun skólahúsnæðis til að stuðla að betri líðan barna í leik- og grunnskóla. Í framhaldi af þeirri málstefnu lagði ég áherslu á að skerpt yrði á kröfum varðandi þau mannvirki þar sem börn dvelja, enda heyra mannvirkjamál undir umhverfis- og auðlindaráðuneytið.</p> <p dir="ltr">Ný lög um mannvirki tóku gildi 1. janúar 2011 og í framhaldi af því fór fram umfangsmikil vinna í ráðuneytinu við endurskoðun byggingarreglugerðar, en ný byggingarreglugerð var gefin út í byrjun þessa árs. Þar er ítarlega fjallað um hljóðvist og varnir gegn hávaða. Meginmarkmið þess er að byggingar og önnur mannvirki séu þannig hönnuð og byggð að heilsu og innra umhverfi sé ekki spillt af völdum hávaða og óþægindum af hans völdum sé haldið í lágmarki. Í markmiðsgrein hljóðvistarkafla reglugerðarinnar er kveðið á um að þess skuli gætt sérstaklega að hljóðvist sé góð í umhverfi barna, svo sem í leikskólum, grunnskólum, frístundaheimilum og öðrum stöðum þar sem börn dvelja.</p> <p dir="ltr">Þá er kominn út íslenskur staðall um hljóðvist þar sem kveðið er á um hljóðflokkun fyrir skólabyggingar og fjallað um hljóðhönnun sem tryggir góða hljóðvist í námsumhverfi barna. Á grundvelli þessarar stefnumótunar eru Umhverfisstofnun og Mannvirkjastofnun nú að ljúka við gerð leiðbeininga um hljóðvistarkröfur í leik- og grunnskólum og annars staðar sem börn dvelja, þar sem hætta er talin á að hávaði geti valdið þeim ónæði eða verið heilsuspillandi. Þessar viðmiðanir verða kynntar hér síðar í dag.</p> <p dir="ltr">Þá vil ég minna á að í hávaðareglugerð frá árinu 2008 er sérstök áhersla lögð á hávaðavarnir í leik- og grunnskólum. Reglugerðin var rúmlega ársgömul þegar málstefnan um hávaða í umhverfi barna var haldin og því lítil reynsla komin á framkvæmd reglugerðarinnar. Nú hefur hún fest sig í sessi auk þess sem áðurnefndar leiðbeiningar um viðmiðanir um hljóðvist í leik- og grunnskólum fara að líta dagsins ljós.</p> <p dir="ltr">Margt hefur áunnist varðandi hljóðvist í umhverfi barna og mikilvægt er að vinna áfram í að bæta úr, bæði hvað varðar mannvirkjamál og hollustuhætti. Húsnæði skóla og skipulag skólastarfs þarf að taka tillit til hljóðvistar og að í skólum eru börn með mismunandi þarfir og mismunandi heyrn.</p> <p dir="ltr">Efni ráðstefnunnar í dag er yfirgripsmikið. Ég á von á að erindin og umræðan á þessari ráðstefnu dragi fram þá þætti sem bæta má varðandi hljóðvist í umhverfi barna og þá sérstaklega í leik- og grunnskólum og hvernig best er að vinna að úrbótum varðandi hollustuhætti og byggingar, svo og leiðir til að draga úr hávaða með það að markmiði að bæta hljóðvist í umhverfi barna.</p> <p dir="ltr">Ráðstefnan er tileinkuð minningu Önnu Bjarkar Magnúsdóttur raddmeinafræðings, sem lést langt fyrir aldur fram á síðasta ári. Starf hennar minnir okkur á hversu mikilvægt framlag öflugra einstaklinga getur verið, hversu miklu við getum hvert og eitt áorkað í þágu góðs málstaðar. Félagar Önnu í Nordic Voice Ergonomic Group eiga bestu þakkir skildar fyrir að halda þessa glæsilegu ráðstefnu.</p> <p dir="ltr">Kæru ráðstefnugestir.</p> <p dir="ltr">Ég á von á því að þessi ráðstefna verði árangursrík og fróðleg og skref í þá átt að bæta skólaumhverfi leik- og grunnskólabarna og bæta vellíðan, raddheilsu og hljóðvist. Þannig geti raddir barnanna okkar heyrst, þau notið þess að hlusta á umhverfið sitt og liðið vel í starfi og leik.</p> <p>Ég segi ráðstefnuna setta.</p>

2012-10-10 00:00:0010. október 2012Ávarp umhverfis- og auðlindaráðherra við opnun norðurljósaspár

<strong>&#160;</strong> <p><em>Svandís Svavarsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra flutti eftirfarandi ávarp við opnun norðurljósaspár Veðurstofu Íslands þann 10. október 2012.</em></p> <p>&#160;</p> <p>Ágætu gestir,</p> <p>Oft hefur verið sögð sagan af því þegar athafnaskáldið Einar Benediktsson reyndi að selja útlendingi norðurljósin. Þessi saga var lengst af sögð í gamansömum tóni, en undanfarið hafa viðskipti af því taginu orðið raunhæfur kostur og eru raunar ört vaxandi broddur í ferðamannabransanum. Um þetta vitna til dæmis fréttir frá liðinni helgi, þess efnis að fimmföldun hafi orðið á milli ára í fjölda þeirra ferðamanna sem koma gagngert hingað til lands til að skoða norðurljósin. Sú þjónusta sem hér er verið að hleypa af stokkunum mun skjóta enn styrkari stoðum undir þessa nýju tegund ferðamennsku.</p> <p>Styttra er síðan skáldin í Ný danskri hvöttu okkur til að horfa til himins. „Myrkviðanna melur / mögnuð geymir skaut“ ortu þau – áttu þar sjálfsagt við hin mögnuðu himinskaut sem norðurljósin eru. Það er ekki ofsagt í laginu, að með því að snúa sér í átt til norðurljósa megi lækna hverskyns bresti innra með manni, jafnvel hina illvígu bölmóðssýki.</p> <p>Það loðir nokkuð við þjóðarsálina að telja skammdegið til þeirra hluta sem torveldar lífið hér á norðurslóðum. Ásamt skapmiklu veðri má vissulega kenna ljósleysi um það hversu þungur róðurinn var landsmönnum öldum saman – hvort sem það var stuttur vaxtartími að sumri eða langt skammdegi að vetri. Umskiptin yfir í upplýst samfélag voru að sama skapi hröð þegar nútíminn hóf innreið sína. Öllu sem minnti á kulda, trekk og myrkur fyrri alda skyldi úthýst, en kannski var á köflum farið of geyst.</p> <p>Íslensku sumrin eru heimsþekkt, miðnætursólin og birta út í eitt draga að ferðamenn til að dást að náttúrunni í sumarbirtunni. Þó vetur séu hér myrkir frá náttúrunnar hendi, þá er öðru nær þegar við lítum í kringum okkur dags daglega. Myrkurþjóðinni í norðri þykir vænt um ljósið og Íslendingar hafa gengið rösklega til verks við að úthýsa náttmyrkrinu. Hér um slóðir lýsum við þéttbýli upp af meiri krafti en þekkist víðast hvar.</p> <p>Í lýsingunni felast að sjálfsögðu bæði öryggi og þægindi, en á seinustu árum hefur fólk vaknað til vitundar um að í þessum efnum sé hægt að ganga of langt. Í auknum mæli áttar fólk sig á því, að ljósmengun sé eitthvað sem stór hluti landsmanna býr við, nokkuð sem skerðir upplifun fólks af næturhimninum.</p> <p>Einn af kyndilberum aukinnar vitundar um ljósmengun er þingmaðurinn Mörður Árnason, sem þrisvar sinnum hefur spurt jafn marga ráðherra umhverfismála hvort þeir hyggist beita sér fyrir því að athuguð verði ljósmengun á Íslandi og lagt á ráðin með varnir gegn slíkri mengun. Við Mörður ræddum þessi mál í ræðustól Alþingis síðastliðið haust, þar sem hann lagði til að í stað þess að ræða ljósmengun færum við að líta jákvæðum augum á myrkrið, sem ákveðin náttúrugæði, tiltekin verðmæti umhverfis okkur.</p> <p>Í framhaldinu skipaði ég nefnd, með Mörð í forsvari, sem síðan hefur viðað að sér gögnum um stöðu mála hér á landi og í nágrannalöndunum – og vænti ég tillagna hennar á næstunni.</p> <p>Myrkurgæðanefndin hefur sett sig í samband við fjölda aðila og víðast eru viðbrögðin á einn veg; hér sé mál sem þurfi að skoða, mögulegt vandamál til framtíðar sem rétt sé að forðast.</p> <p>Fegurð íslenskrar náttúru og aðdráttarafl felst nefnilega oftar en ekki í þáttum sem eru afar viðkvæmir fyrir afskiptum mannsins. Öræfakyrrðin, víðáttur og óskert fjallasýn – allt eru þetta perlur, nánast einstakar í okkar þéttbýla heimshluta, sem sýna sérstöðu okkar sem fámennrar þjóðar í víðfeðmu landi. Náttúruvernd vill því oft verða línudans, þar sem við reynum að gera ferðamönnum kleift að njóta sérstæðrar náttúru, án þess að tilvist og ágangur þessara sömu ferðamanna gangi hreinlega á þá sérstöðu sem laðar þá á staðinn.</p> <p>Mögulega verður ein af mikilvægustu niðurstöðum áðurnefndrar myrkurnefndar sú, að um sé að ræða sérstakan og skilgreindan anga náttúruverndar. Að mikilvægt sé að vernda tæra náttmyrkrið okkar, sem leyfi okkur að horfa til himins og njóta stjörnubjartra nátta, dást að dansandi norðurljósum.</p> <p>Þó ljósagleði okkar mannfólksins geti spillt upplifun okkar af ljósaspili náttúrunnar á næturhimninum, þá er það umfram allt náttúrulegt fyrirbæri, háð þeim duttlungum sem því fylgja. Veðurstofa Íslands hefur áratuga reynslu af því að lesa í náttúruna og miðla áfram til landsmanna hvort von sé á rigningu á Austurlandi að Glettingi eða að hægfara og víðáttumikil lægð sé skammt suðaustur af Jan Mayen. Nú bætir Veðurstofan norðurljósaspá í verkfærakassann sinn, spá sem á að sýna með góðum fyrirvara hvar helst séu líkur á að sjá norðurljós á landinu – og ekki síður hvenær.</p> <p>Við þessa spádóma nægir ekki að rýna í veðrahvolfið, þ.e. hvort sé þokkalega heiðskírt, heldur þarf einnig að meta hvort sé yfir höfuð nægjanlegt myrkur, m.a. út frá stöðu tunglsins. Þá þarf að líta til þess hversu virk sólin hefur verið, svo hægt sé að segja til um hversu líklegt sé að sólvindur nái að galdra fram ljós yst í lofthjúpi jarðar.</p> <p>Að baki þessu liggur mikið brautryðjendastarf, en eftir því sem við best vitum, er hvergi annars staðar í heiminum birt spá af þessu tagi.</p> <p>Ágætu gestir,</p> <p>Ísland allt árið er mikilvægt átak í ferðaþjónustunni, ekki síst frá sjónarmiði náttúruverndar. Gríðarleg fjölgun ferðamanna undanfarin ár hefur leitt til þess að margir okkar fjölsóttustu ferðamannastaða eru komnir nálægt þolmörkum – og sjálfsagt langt yfir þau um háannatímann. Eigi að verða frekari fjölgun ferðamanna á næstu árum, þyrfti þrennt að koma til. Í fyrsta lagi verður að leggja enn meiri áherslu á uppbyggingu innviða á fjölsóttum ferðamannastöðum og viðkvæmum friðlýstum svæðum. Í öðru lagi væri æskilegt að dreifa ferðamönnum betur um landið, að „búa til“ nýja, vinsæla ferðamannastaði, liggur við að ég segi. Og í þriðja lagi, þá er afar mikilvægt að nýta sem best þá tólf mánuði sem við höfum í árinu, frekar en að einblína á örfáa sumarmánuði sem eina ferðamannatímabilið. Þar kemur norðurljósaspá ugglaust að notum, hjálpar gestum að skipuleggja heimsóknina til að ná sem mestum ljósadansi að vetri.</p> <p>Himintunglin hafa frá örófi alda verið mannskepnunni uppspretta innblásturs – í myrkur og ljósaspil himingeimsins hafa verið sóttir neistar í ótal trúarbrögð og goðsögur, fjölda ljóða og sagna. Það er ánægjulegt að hleypa hér af stokkunum verkfæri sem gerir fólki kleift að upplifa einn af þessum neistum. Fósturjörðin okkar gerist varla fegurri en undir norðurljósa bjarmabandinu.</p>

2012-10-04 00:00:0004. október 2012Grein umhverfis- og auðlindaráðherra í Fréttablaðinu - Í þágu nýtingar og þröngra ráðagerða

<p><em>Eftirfarandi grein Svandísar Svavarsdóttur umhverfis- og auðlindaráðherra birtist í Fréttablaðinu 3. október 2012.</em></p> <p>&#160;</p> <p>Ritstjóri Fréttablaðsins fagnar tillögu sjálfstæðismanna til breytinga á lögum um rammaáætlun. Leggst hann þar á árar með þeim sem fullyrða að vegna þrýstings frá Vinstri grænum hafi verið vikið í „veigamiklum atriðum“ frá þeirri forgangsröðun sem verkefnisstjórn lagði til. Það er ljóst af leiðara ritstjórans að honum er ekki ferlið kunnugt né heldur tekur hann afstöðu til veigamikilla breytinga sem lagðar eru til í frumvarpi sjálfstæðismanna.</p> <p>Sjálfstæðismenn samþykktu verklag rammaáætlunar án andstöðu á síðasta ári. Undanfarið hefur flokkurinn hins vegar leitast við að þyrla upp moldviðri, kynda undir tortryggni og haft uppi hótanir um að öllu ferlinu verði varpað fyrir róða komist flokkurinn til valda.</p> <p>Breytingarnar sem við ráðherrarnir gerðum voru faglegar, byggðar á lögformlegu umsagnarferli og eru kirfilega rökstuddar í þingsályktunartillögunni. Þær snúast um upplýsingaöflun og nánari skoðun í ljósi gagna og alvarlegra athugasemda. Hinn svokallaði „sáttafarvegur“ Sjálfstæðisflokksins snýst um að hverfa frá þessu verklagi.</p> <p>Í fyrsta lagi leggur Sjálfstæðisflokkurinn til að fellt sé brott ákvæði um að þau svæði sem njóti verndar falli utan rammaáætlunarinnar. Það þýðir að sjálfstæðismenn vilja að landsvæði sem núna njóta friðlýsingar, friðlýst svæði og svæði innan þjóðgarða, komi öll til álita sem virkjunarsvæði!</p> <p>Í öðru lagi er gert ráð fyrir að ákafar megi ganga á svæði í biðflokki í rannsóknarskyni og enn fremur að víðtækar rannsóknir megi stunda á svæðum sem ekki hafa verið tekin til faglegrar umfjöllunar innan rammaáætlunar – en slík svæði falla samkvæmt gildandi lögum undir sömu reglur og biðflokkur.</p> <p>Loks gerir flokkurinn tillögu um að verkefnisstjórn rammaáætlunar skili endanlegri flokkun virkjanakostanna, bæði án mikilvægrar aðkomu almennings í opnu umsagnarferli og án þess að ráðherra taki ábyrgð á jafn afdrifaríku máli og rammaáætlun er í reynd. Sú ábyrgð hvílir að sjálfsögðu á lýðræðislegu umboði og faglegum grunni.</p> <p>Allar breytingarnar í frumvarpi sjálfstæðismanna eru lagðar á vogarskálar nýtingar á kostnað náttúruverndar og á vogarskálar þröngra ráðagerða á kostnað gagnsæis og samráðs við almenning. Það veldur vonbrigðum að ritstjóri Fréttablaðsins, sem oft hefur sýnt á sér betri hliðar, leggist á þá sveif.</p> <p>Náttúruverndarsjónarmið virðast ekki eiga sér málsvara meðal kjörinna fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Þingflokkurinn er herskár og afturhaldssinnaður í málaflokknum. Að minni reynslu endurspeglar þetta alls ekki kjósendur flokksins. Leiðarahöfundur skipar sér í þrönga sveit með félögum sínum á þingi þegar nær væri að kynna fyrir lesendum vönduð og lýðræðisleg vinnubrögð um rammaáætlun.</p>

2012-09-19 00:00:0019. september 2012Ávarp umhverfis- og auðlindaráðherra á Degi íslenskrar náttúru

<p><em>Svandís Svavarsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra flutti eftirfarandi ávarp á hátíðarsamkomu á Árbæjarsafni á Degi íslenskrar náttúru, 16. september 2012.</em><br /> </p> <p>Góðir gestir – gleðilega hátíð!</p> <p>Litlir birkisprotar pota sér upp úr mölinni. Jökulsorfin klöpp er til vitnis um þá stórbrotnu krafta sem mótuðu landið fyrir þúsundum ára. Fugl á leið til vetrardvalar á hlýrri slóðum flýgur hjá.</p> <p>Þótt við séum stödd í miðri höfuðborginni er náttúran, sem við fögnum í dag, altumlykjandi eins og þessi litli lundur – athvarf hátíðarsamkomunnar okkar – sannar. Steinsnar frá er svo Elliðaárdalurinn, náttúruperla Reykvíkinga. Jafnvel byggingarnar á Árbæjarsafni – mannanna verk -&#160; eru okkur áminning um hversu gjöful náttúran er þar sem efniviðurinn – torf, grjót og tré – er sóttur beint í hennar fang.</p> <p>Þannig hefur það verið, öld fram af öld, að íslenskar konur og menn hafa lifað af í okkar harðbýla landi vegna þeirra gæða sem náttúran hefur boðið þeim. Það er ekki erfitt að ímynda sér hvers vegna fyrstu ábúendur gamla Árbæjarins töldu það vænlegan kost að setjast hér að. Hér var nægur efniviður í hús og hlóðir og allt í kring draup smjör af hverju strái – spriklandi nýmeti var sótt í laxveiðiá við túnfótinn sem enn í dag er meðal þeirra eftirsóttustu á landinu. Hér nærðist búsmalinn á safaríkri töðu og einmitt á þessum árstíma voru allir sem vettlingi gátu valdið sendir út í móana í kring til að tína alls kyns ber og jurtir.</p> <p>Hér var líka útsýni til allra átta svo menn gátu séð með góðum fyrirvara ef gest bar að garði. Þegar Reykjavík tók að byggjast upp urðu margir til að á hér og gista áður en haldið var í kaupstað.</p> <p>Hér eins og svo víða annars staðar tók byggð að þéttast, hægt í fyrstu en svo af sífellt auknum þunga. Smám saman lögðu byggingar og hraðbrautir undir sig holt og hæðir – þar sem áður voru heiðalönd svo langt sem augað eygði blasir nú Breiðholtið við. Borgin breiddi úr sér og reisuleg híbýlin stóðu betur af sér veður og vinda en áður. Þær byggingar eru líka afurðir náttúrunnar, þótt það liggi ef til vill ekki eins mikið í augum uppi og í tilfelli gamla Árbæjarins – sandurinn í steypunni og járnið sem styrkir hana, glerið í gluggunum, tréverkið og tilbúin efni – allt er þetta sótt í auðlindir náttúrunnar.</p> <p>Það er þörf áminning um samband manns og náttúru að rifja þetta upp því munurinn á torfbæjunum og járnbentu steypuhúsunum liggur þannig í raun ekki svo mikið í efniviðnum heldur miklu fremur í hugarfari mannsins sem sótti sér hann. Á meðan bóndinn var í beinum og áþreifanlegum tengslum við náttúruna sem gaf honum smíðaefnið er margur nútímamaðurinn býsna grunlaus um hvaðan það kemur enda kemst hann aldrei í snertingu við þær auðlindir sem hann nýtir. Auðvitað er það skiljanlegt - hann leggur einfaldlega inn pöntun í Bykó eða Bauhaus og fær vörurnar sendar heim!</p> <p>Í þessu felst kannski stærsta ógnin sem steðjar að náttúrunni – að rof hefur orðið milli manns og móður Jarðar sem endurspeglast í því að menn sjá ekki lengur samhengi hlutanna. Þegar Árbæjarbóndinn gróf hnullung úr jörðu til að nota í vegg sá hann með eigin augum hvernig skordýrin sem áður áttu sér skjól undir steininum flæmdust í allar áttir í leit að nýjum samastað. Þegar hann risti sér torf í þakið blasti við honum moldarflag. Nútímamaður sem fær steypu til sín á byggingarstað ekur sjaldan eða aldrei fram hjá sárinu í fjallinu þaðan sem sandur í hræruna var numinn.</p> <p>Það er brýnt náttúruverndarverkefni að endurreisa skilning okkar á orsök og afleiðingu í náttúrunni; á því að gögn og gæði sem við nýtum okkur í daglegu lífi eru sótt í gnægtarbrunna hennar og á því að náttúran er okkur lífsnauðsynlegri en allt annað. Náttúran getur hins vegar spjarað sig ágætlega án okkar allra. Það er hollt að hafa þetta í huga því þannig eykst skilningur okkar á mikilvægi þess að vernda hana og umgangast af virðingu, ekki bara fyrir okkur sjálf heldur komandi kynslóðir.</p> <p>Góðir gestir.</p> <p>Dagur íslenskrar náttúru er nú haldinn hátíðlegur öðru sinni. Það er mín von að hann verði lóð á vogarskálar skilnings og elsku þjóðarinnar á landinu sínu og náttúrunni. Það hefur verið einstaklega gleðilegt að sjá hversu myndarlega fólk um allt land fagnar á þessum degi – í öllum landshlutum hafa einstaklingar, félagasamtök, stofnanir, skólar og sveitarfélög skipulagt viðburði og uppákomur – landið bókstaflega iðar af Íslendingum í gönguferðum, ratleikjum, hjólatúrum og fjallgöngum á meðan aðrir sækja söfn og sýningar, njóta fyrirlestra eða fá ráðgjöf og fræðslu náttúrufræðinga og annarra sérfræðinga.</p> <p>Fjölmiðlar hafa líka tekið daginn upp á sína arma, sem svo sannarlega er í anda afmælisbarns dagsins, Ómars Ragnarssonar – mannsins sem hefur fært okkur hvert náttúruundrið á fætur öðru alla leið heim í stofu. Afmælisdagur hans varð eins og menn muna kveikjan að því að íslensk náttúra eignaðist sinn eigin hátíðardag. Ómar – til hamingu með daginn! Það er ekkert grín þegar afmælisdagur manns er hertekinn með þessum hætti og eiginlega ætti maður að biðjast afsökunar – það er hætt við því að nú sé búið að ákveða afmælisprógrammið hjá þér næstu áratugina í það minnsta!</p> <p>Þegar við í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu hófumst handa við undirbúning fyrstu hátíðarhalda Dags íslenskrar náttúru í fyrra kom fljótlega upp sú hugmynd að efna - í anda Ómars - til fjölmiðlaverðlauna. Verðlaununum er ætlað að hvetja til hverskyns umfjöllunar um íslenska náttúru, hvort heldur er í því skyni að vekja athygli á einstakri náttúru landsins eða benda á þær ógnir sem steðja að henni. Umfjöllun fjölmiðla um þessi mál er ómetanleg, því mikið ríður á að skapa skilning og sátt í samfélaginu um það mikilvæga verkefni að verja og vernda íslenska náttúru. Í því gegna fjölmiðlar lykilhlutverki því með vandaðri umfjöllun geta þeir komið mikilvægum skilaboðum um ástand landins okkar fljótt og örugglega til almennings.</p> <p>Það eru þó fleiri en fjölmiðlar og fjölmiðlafólk sem eru mikilvægir þegar kemur að náttúruvernd. Íslensk náttúra væri svo miklu fátækari ef ekki væri fyrir eldhuga sem hafa margir hverjir lagt allt í sölurnar fyrir hana. Einn slíkur eldhugi var Sigríður Tómasdóttir í Brattholti, sem lagði á sig mikið erfiði í baráttu gegn virkjun Gullfoss. Hér á eftir verður veitt í þriðja sinn viðurkenning sem efnt var til á 20 ára afmæli umhverfisráðuneytisins til heiðurs henni og öðrum eldhugum í náttúruvernd.</p> <p>Góðir gestir.</p> <p>Á dögunum kvöddum við Guðmund Pál Ólafsson, náttúrufræðing og rithöfund. Fyrst og síðast var hann þó eldhugi og ómetanlegur baráttumaður fyrir íslenska náttúru. <span>&#160;</span>Þar fór maður sem átti ekki í vandræðum með að sjá orsök og afleiðingu í náttúrunni – hans vettvangur var stóra samhengið: lífið allt, lífríkið, vatnið, loftið og jörðin þar sem ekkert getur án annars verið. <span>Kjarninn í boðskap Guðmundar Páls var sá að maðurinn væri hluti náttúrunnar en ekki drottnari hennar. Ævistarf hans var gríðarlegt og framlag hans til náttúruverndar ómetanlegt. Fyrir það erum við þakklát. Þakklæti okkar sýnum við best í verki, með því að virða náttúruna, vernda hana, elska og berjast fyrir henni þegar ógnir steðja að.</span></p> <p>Í minningu Guðmundar Páls Ólafssonar hef ég ákveðið að fjárframlag sem munar um renni í náttúrusjóðinn Auðlind, en Guðmundur Páll var hvatamaður að stofnun þess sjóðs sem er ætlað að styrkja og vernda íslenska náttúru.</p> <p>Íslensk náttúra gefur okkur á hverjum degi tilefni til að sækja okkur nýjan baráttukraft og gleðjast – hvort sem það er yfir hreinu lofti, síkviku ljósi, broti í öldu, steinvölu við fót, fjallasýn, kraftmiklum fossum, hvítum jöklum, mjúkum mosa, svölum andvara, krækilyngi í móa eða ósnortum víðernum. Í dag gerum við okkur dagamun um allt land, fögnum þeim óendanlegu auðæfum sem búa í íslenskri náttúru og þökkum fyrir þau forréttindi að fá að njóta hennar. Megi svo verða áfram um ókomna tíð.</p> <p>Innilega til hamingju með daginn!</p>

2012-09-13 00:00:0013. september 2012Ávarp umhverfis- og auðlindaráðherra á Nordic Built

<strong>&#160;</strong> <div> <em>Svandís Svavarsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra flutti eftirfarandi ávarp á kynningarfundinum Nordic Built sem haldinn var á vegum Norræna nýsköpunrsjóðsins 13. september 2012.</em> </div> <div> &#160; </div> <div> &#160; </div> <p>Ágætu fundargestir,</p> <p>Það er mér sönn ánægja að vera með ykkur hér í dag á kynningarfundi Norræna nýsköpunarsjóðsins um sjálfbærnisáttmála í mannvirkjagerð undir yfirskriftinni Nordic Built.</p> <p>Mikilvægi vandaðra mannvirkja dylst engum. Þetta á eflaust sérstaklega við þau okkar sem búa á norðlægum breiddargráðum, sem stólum á þétt og góð hús til að verja okkur fyrir náttúruöflunum. Þessi sameiginlega upplifun af náttúru og veðurfari er einn af þeim sterku þráðum sem tengja Norðurlöndin saman.</p> <p>Auk þess hvíla gríðarleg verðmæti í mannvirkjum. Þar gildir einu hvort litið er til fyrirtækja, sveitarfélaga eða hins opinbera – öll geyma þau mikinn hluta eigna sinna í mannvirkjum – nú, eða þess stóra hluta almennings sem geymir stærstan hluta af ævisparnaði sínum þar. Það er því deginum ljósara hversu mikilvægt er að standa dyggan vörð um gæði í mannvirkjagerð.</p> <p>Nordic Built er hluti af átaki norrænu ráðherranefndarinnar til að móta grænni stefnu í iðnaðar- og nýsköpunarmálum. Þessi þróun í átt að grænu hagkerfi á sér stað um allan heim þessi misserin, var m.a. eitt af meginstefunum á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun í Ríó nú fyrr á árinu.</p> <p>Hér á landi hefur Alþingi mótað metnaðarfulla, en jafnframt mjög raunhæfa, stefnu um eflingu græna hagkerfisins. Forsætisráðuneytið sér um að fylgja eftir stefnunni, sem kemur í raun til með að teygja sig inn í öll ráðuneyti og stofnanir ríkisins.</p> <p>Stefna um eflingu græna hagkerfisins telur fimmtíu atriði, en mig langar að nefna þrennt sem snertir sérstaklega efni þessa fundar. Alþingi kom sér saman um:</p> <div style="MARGIN-LEFT: 4em"> <p>- að setja á fót Grænan samkeppnissjóð innan Tækniþróunarsjóðs, sem styrki verkefni á sviði umhverfisvænnar nýsköpunar,</p> <p>- að fela Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins að vinna að stofnun og rekstri Græns fjárfestingarsjóðs, sem fjárfesti í umhverfistækni og umhverfisvænni starfsemi, og</p> <p>- að efla vistvæn innkaup ríkisins og flétta viðmið um umhverfisskilyrði sem víðast inn þar sem ríkið kemur fram sem kaupandi vöru og þjónustu.</p> </div> <p>Fyrri tvö atriðin kalla á frekari útfærslu í lögum og reglugerðum, en þarna hillir vonandi undir myndarlega sjóði sem koma til með að styrkja sjálfbæra þróun í mannvirkjagerð með ráðum og dáð. Þriðja atriðið sem ég nefndi er ekki síður mikilvægt. Ríkið er gríðarlega áhrifamikill neytandi á markaði, það kaupir vörur og þjónustu fyrir um 150 milljarða króna á ári. Með því að fara fram með góðu fordæmi, kaupa umhverfisvottaða vöru, setja umhverfisskilyrði í útboð og styðjast við sjálfbærnistaðla við mannvirkjagerð getur hið opinbera stutt við græna nýsköpun.</p> <p>Skandinavísk hönnun er heimsþekkt. Það orð fer af henni að hún grundvallist á aldalangri hefð fyrir notkun vandaðra byggingarefna og samspili við náttúruna, bæði hvað varðar form og efnivið. Það þarf aðeins að nefna nöfn eins og Alvar Aalto og Arne Jacobsen, sem flestir þekkja í þessu samhengi. Norðurlöndin hafa hér, líkt og víða annars staðar, það orðspor að sýna náttúrunni virðingu – orðspor sem snýst um grundvallaratriði sjálfbærrar þróunar.</p> <p>En erum við framarlega á sviði tæknilegra úrlausna? Erum við að nýta okkur nægilega vel þetta forskot og þá ímynd sem norrænn byggingarmarkaður hefur á heimsvísu?</p> <p>Það felst áskorun í því að þróa og framleiða byggingarefni sem henta vel til notkunar á norðlægum slóðum, að nýta það mannvit og reynslu og þær auðlindir sem til staðar eru í hverju landi fyrir sig. Þarna eru sóknarfæri. Þátttaka í verkefni eins og Nordic Built er kjörinn vettvangur til þess að líta í reynslubanka hvers annars og sjá hvað gengur best í norrænu samhengi. Verkefni sem þetta opnar í raun norrænan byggingarmarkað, eykur samvinnu, gefur hönnuðum og verktökum tækifæri til þess að vinna þvert á greinar og landamæri í átt að nýjum og sjálfbærum lausnum.</p> <p>Hér á Íslandi er til að mynda unnið að þróun vistvænnar steinsteypu og brátt fer grisjun úr íslenskum skógum að gefa okkur nýja möguleika í notkun á íslensku timbri til mannvirkjagerðar – nokkuð sem fæstir hefðu trúað fyrir nokkrum árum. Við Íslendingar getum án efa nýtt okkur enn betur það forskot sem við höfum hvað varðar notkun á jarðvarma til húshitunar. Forskot okkar í orkumálum snýr þó enn sem komið er fyrst og fremst að því hvernig við nýtum og virkjum endurnýjanlega orku til húshitunar. Af frændum okkar á Norðurlöndum getum við aftur á móti lært margt um leiðir til að draga úr óþarfri orkunotkun, enda er orkuverð þar víðast mun hærra en þekkist hér á landi og hvatinn til breytinga því lengst af sterkari.</p> <p>Tilgangur þessa fundar er að kynna verkefnið Nordic Built og verður spennandi að heyra nánar um útfærslu þess og einstaka verkþætti sem ætlað er að endurbæta byggingar og gera þær vistvænni og þar með að auka gæði þeirra. Það er afar mikilvægt að þetta frumkvæði komi frá aðilum á byggingarmarkaði, sem átta sig á því að byggingar framtíðarinnar verða að uppfylla miklu strangari umhverfisskilyrði. Þetta er sumpart til að hægt sé að bjóða upp á vönduð mannvirki, sem endast vel og eru ódýrari í rekstri til lengri tíma litið. Þegar upp er staðið er verkefni þeirra sem standa að Nordic Built hluti af þeirri gríðarstóru og mikilvægu baráttu sem sívaxandi mannkyn stendur í: Hvernig hægt er að tryggja viðhald okkar hér á Jörð, án þess að gengið sé of nærri náttúrulegu jafnvægi hennar.</p> <p>Svarið er raunar einfalt: Sjálfbær þróun.</p> <p>Góðir gestir,</p> <p>Mig langar að staldra við fyrsta markmið sjálfbærnisáttmálans, en inntak þess mætti útleggja sem: «Manngert umhverfi er umhverfi fyrir fólk, það er umhverfi sem er ætlað að tryggja lífsgæði.» (Made for people and promotes quality of life). Það vill oft gleymast við ákvörðunartöku, jafnt stóra sem smáa, að hafa í huga einstaklingana sem koma til með að finna fyrir afleiðingum ákvarðana á eigin skinni. Þegar um er að ræða mannvirki sem ætlað er að standa áratugum eða árhundruðum saman, þá skiptir enn meira máli að hafa þá í huga. Sjálfbær þróun er sá mælikvarði sem okkur ber að nota við mannvirkjagerð, líkt og annars staðar. Það þýðir að við megum aldrei gleyma þeirri sterku tímavídd sem er þetta fyrsta markmið sjálfbærnisáttmálans inniber. Manngert umhverfi þarf að gagnast fólki í dag, á morgun og eftir hundrað ár. Það þarf að tryggja lífsgæði þeirra sem nýta það í dag, án þess að skerða lífsgæði þeirra sem fylla herbergi þess og sali áratugum eftir að upphaflegir íbúar eru komnir undir græna torfu.</p>

2012-09-11 00:00:0011. september 2012Guðmundur Páll Ólafsson - Kveðja

<p>&#160;„Lífið er félagsskapur - ekki aðeins manna heldur allra lífvera á lifandi jörð. Svo náinn og samslunginn er þessi félagsskapur að lífheimurinn hefur í sameiningu stillt veðurfar og hitastig á jörðu frá örófi alda.</p> <p>Núna er hinsvegar lífi á jörðu ógnað vegna þess að ein tegund sem sjálf kallar sig „viti borinn mann“ brýtur leikreglur félagsskaparins á þeim sjálfgefnu forsendum að vera sköpuð í guðs mynd.</p> <p>Í hroka sínum og sjálfselsku vanvirðir hún sína eðlisvitru móður jörð, lífið, fegurðina og ástina. Sjálft límið í tilverunni.“</p> <p>Þannig hóf Guðmundur Páll Ólafsson ræðu sína á Umhverfisþingi í haust sem leið. Stóra samhengið var hans vettvangur. Lífið allt. Lífríkið, vatnið, loftið og jörðin þar sem ekkert getur án annars verið. Heimspekilegur, beittur og rammpólitískur. Skarpur í gagnrýni sinni á forgangsröð græðginnar og yfirgangsins. Nærfærinn og fullur hlýju þegar talið barst að náttúrunni og auðæfum hennar.</p> <p>Lítil eyja á breiðum firði rúmar háleitar hugsanir og litríkt mannlíf, líkt og landið okkar bláa og Jörðin björt í dimmum geimi. Í Flatey var annað heimili Guðmundar Páls og þar höfum við og fólkið okkar í nokkrar kynslóðir átt með honum og Ingu mörg kynni og yndisstundir.</p> <p>Maðurinn er hluti náttúrunnar en ekki drottnari hennar. Það var kjarninn í framlagi Guðmundar Páls. Boðskapur hans til núlifandi og komandi kynslóða. Ævistarfið gríðarlegt. Framlagið ómetanlegt. Með fræðslu kemur þekking og með þekkingu kemur virðing.</p> <p>Full þakklætis og auðmýktar horfum við á eftir eldhuga og kraftmiklum áhrifavaldi sinnar samtíðar. Verk hans, áhrif og sýn á lifandi heim verða okkur leiðarljós um alla framtíð. „Lífið er félagsskapur.“</p> <p>Við vottum Ingu og fjölskyldunni allri okkar dýpstu samúð.</p> <p><em>Svandís Svavarsdóttir og Torfi Hjartarson</em></p> <p>&#160;</p>

2012-08-23 00:00:0023. ágúst 2012Ávarp umhverfisráðherra á landgræðsludegi í Öræfum

<p><em>Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra flutti eftirfarandi ávarp á landgræðsludegi í Öræfum sem haldinn var 23. ágúst 2012.</em></p> <p>Góðir gestir,</p> <p>Það er ánægja að fá að vera með ykkur hér á þessum landgræðsludegi í hér í Öræfum, þar sem meðal annars er fagnað tuttugu ára afmæli Landgræðslufélags Öræfinga. Hér í sveit eru margar helstu náttúruperlur Íslands og landslag og náttúra óvíða stórbrotnari og fjölbreyttari. Bæjarstaðaskógur er kannski sá staður á landinu sem gefur okkur besta mynd af því hvernig Ísland heilsaði landnámsmönnum, þótt vissulega hafi skógurinn breyst í tímans rás eins og annað.</p> <p>Maðurinn ruddi skóga og kjarr á hinni nýnumdu eyju, en gerði sér ekki grein fyrir að hér var náttúrufar um margt annars eðlis en í þeim löndum sem menn komu frá. Lausbundinn og viðkvæmur eldfjallajarðvegur varð vindum og vatni víða auðveld bráð þegar skógarþekjan hvarf. Við höfum tapað stærstum hluta þeirra auðlinda sem felast í gróðri og jarðvegi landsins á 1100 ára búsetusögu. Vanþekking og fátækt voru liðsmenn eyðingaraflanna, en um leið og fór að rofa til með upplýsingu og uppbyggingu á Íslandi var vörn snúið í sókn. Saga skipulagðrar landgræðslu á Íslandi er yfir aldarlöng og sýnir hverju þekking og vilji getur áorkað. Byggðum hefur verið bjargað frá framrás sandsins og auðnum breytt í gróið land.</p> <p>Landeyðing er auðvitað ekki öll af mannavöldum, hér búa voldug náttúruöfl sem veita okkur stundum þung högg. Saga þessa svæðis er skýrt dæmi um það. Hér hét áður Hérað milli sanda, sem virðist hafa verið sérlega blómleg byggð á fyrstu öldum byggðar, með einum 17 guðshúsum að sögn. Svo dundi ógæfan yfir með skelfilegu gosi í hæsta fjalli Íslands árið 1362. Það eyddi nær allri byggðinni tímabundið og síðan hefur sveitin borið hið svipmikla en fremur nöturlega nafn Öræfi. Náttúruöflin minna hér reglulega á sig, með eldgosum, jökulflóðum og sandbyljum, en í dag virðist nafnið Öræfasveit þó nánast vera öfugmæli. Þótt náttúran sé hér stórbrotin og hrikaleg með jökultindum og sandflæmum eru alls staðar merki um gróanda og líf. Gróður er í mikilli framsókn á Skeiðarársandi og þar kann að vaxa upp einn víðáttumesti birkiskógur landsins síðar á öldinni ef svo fer fram sem horfir. Landgræðslufélag Öræfinga hefur unnið að verkefnum sem flýta fyrir þessari þróun og er rétt að þakka fyrir það starf, sem er í þágu bæði náttúrunnar og byggðarinnar og er mannbætandi vinna að auki.</p> <p>Fyrir nokkrum árum fluttist Landgræðsla ríkisins frá landbúnaðarráðuneytinu til umhverfisráðuneytisins og kannski voru einhverjir uggandi varðandi þau vistaskipti, þegar svo gróin og gömul stofnun var færð í hendur nýjasta ráðuneytisins í Stjórnarráðinu, sem var rétt komið af unglingsaldri. Ég tel að þetta fyrirkomulag sé eðlilegt og að vel hafi tekist til. Vernd náttúrunnar felst bæði í því að standa vörð um það sem er sérstætt og verðmætt og eins í því að bæta skemmdir sem hafa orðið. Þessi verkefni – vernd og endurheimt – eru til dæmis bæði tilgreind sem mikilvæg verkefni í Samningi Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni, sem Ísland og flest ríki heims eru aðilar að. Landgræðslan er mikilvæg endurheimtarstofnun og vinnur því að hagsmunum náttúruverndar jafnt sem bænda og annarra sem nytja landið og gróður þess. Landgræðslustarfið er og á að vera náttúruverndarstarf. Vigdís Finnbogadóttir ritaði eitt sinn að þótt við hefðum „lært að meta fegurð nakinna fjalla og úfins hrauns þá er eitthvað í okkur sem andmælir því að kalla þær auðnir fagrar sem mannfólkið skapar sjálft með umstangi sínu.“ Ég vitna hér í þessi orð okkar ástsæla fyrrum forseta, því það er stundum eins og landgræðslu og náttúruvernd sé stillt upp sem andstæðum pólum í umræðunni. Það er rangt, þetta eru tvær hliðar á sama peningi. Vissulega geta komið upp álitamál. Tegundaval og aðferðafræði við uppgræðslu þarf að vanda á hverjum stað eftir aðstæðum. Taka þarf tillit til alþjóðlegra samþykkta og skuldbindinga Íslands. Umræða um lúpínu er til dæmis ein lífseigasta og vinsælasta þrætubók á Íslandi, en ég tel að Landgræðslan hafi staðið sig vel í að koma þeirri umræðu í skynsamlegan farveg. Lúpínan á við á sumum stöðum en öðrum ekki, hún er öflugt tæki til uppgræðslu sem á að nýta með skynsemi og varúð, eins og öll mannanna verk sem hafa áhrif á náttúruna.</p> <p>Þótt Landgræðslan sé með elstu starfandi stofnunum landsins er hún órög að tileinka sér nýja hugsun og skoða ný verkefni. Endurheimt votlendis er dæmi um slíkt og Hekluskógar annað, en það er samstarfsverkefni Landgræðslunnar og Skógræktar ríkisins, sem miðar að því að efla viðnám gróðurs gegn eyðingu og öskufalli við rætur eins virkasta eldfjalls landsins. Reynslan þar mun áreiðanlega koma að gagni hér í Öræfasveit og víðar, sem búa við viðlíka vá af völdum elds og öskufalls.</p> <p>Að lokum er rétt að geta þeirrar góðu samvinnu sem á sér stað á milli Landgræðslu ríkisins og vörslumanna lands, meðal annars undir merkjum verkefnisins Bændur græða landið. Það er einlægur vilji bænda og heimamanna á hverjum stað að hlúa að náttúrunni, vernda og græða, þótt auðvitað séu kannski ýmsar skoðanir um aðferðir og forgangsmál hverju sinni. Það er mikilvægt að nýta þann mannauð til að standa vörð um gæði náttúrunnar. Ég þekki vel þann mikla og góða hug sem hér ríkir í garð Vatnajökulsþjóðgarðs og mun gera okkur fært að byggja hann upp sem griðland náttúrunnar og eftirsóttan áfangastað fyrir ferðamenn á heimsvísu.</p> <p>Félög áhugamanna um landgræðslu og skógrækt eru ekki síður mikilvæg en opinberar stofnanir á sviði uppgræðslu, sem gegna lögbundnum hlutverkum. Ég vil enn og aftur þakka Landgræðslunni og Landgræðslufélagi Öræfinga fyrir að halda þennan viðburð og fyrir að bjóða mér í þetta blómlega Hérað milli sanda og sjá gróandann hér í náttúru og mannlífi.</p> <p>Takk fyrir</p>

2012-08-23 00:00:0023. ágúst 2012Grein umhverfisráðherra í Fréttablaðinu - Kallað eftir vandaðri umræðu

<p>&#160;</p> <p><em>Eftirfarandi grein Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra birtist í Fréttablaðinu 23. ágúst 2012.</em></p> <p>Árangur í efnahagsmálum er mikilvægt framlag ríkisstjórnarinnar til enduruppbyggingar íslensks þjóðfélags, en fjarri því að vera það eina. Heildarsýn á verkefni yfirstandandi kjörtímabils hefur frá upphafi birst í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, löngu og ítarlegu skjali, metnaðarfullri verkáætlun sem spannar vítt svið. Þegar líður á seinni hluta kjörtímabils er ánægjulegt að fletta samstarfsyfirlýsingunni og átta sig á því hversu stórum hluta þeirra verkefna sem upp eru talin hefur verið komið til framkvæmda.</p> <h3>Árangur ríkisstjórnarinnar</h3> <p>Eins og öllum er ljóst tók þessi fyrsta ríkisstjórn Íslandssögunnar sem eingöngu er skipuð vinstri flokkum við erfiðara verkefni en nokkur önnur hafði gert áður. Árangurinn hefur kostað aðhald í rekstri og jafnframt aga í fjármögnun samneyslunnar sem okkur er svo mikilvæg. Nú sjáum við að atvinnuleysi minnkar jafnt og þétt, verðbólga er í rénun og hagvöxtur með því mesta sem gerist í Evrópu. Samhliða þessu hafa breytingar á skatta- og bótakerfi orðið til þess að auka jöfnuð meðal landsmanna – og þar með náð að snúa frá aukinni misskiptingu sem var við lýði mestan hluta hins meinta góðæristíma.</p> <p>Andstæðingum ríkisstjórnarinnar er ljósara en nokkrum öðrum að ef næstu alþingiskosningar snúast um árangur ríkisstjórnarinnar, þá mun vinstri flokkunum ganga vel. Það þjónar því tilgangi hrunflokkanna að láta kosningabaráttuna snúast um allt annað en raunverulegan árangur og málefni&#160; – það er þeim í hag að drepa umræðunni á dreif í upphrópunum og gífuryrðum. Þar þurfum við að halda vöku okkar og hugsa um heildarmyndina.</p> <h3>Sama rót</h3> <p>Líkt og við er að búast á umbrotatímum hefur stundum gustað um samstarf ríkisstjórnarflokkanna og andstæðingar ríkisstjórnarinnar tekið því fagnandi í sínum áróðursritum á vef og prenti. Þrátt fyrir þau ágreiningsmál sem upp hafa komið á tímabilinu, þá hefur samstarf Vinstri grænna og Samfylkingar fyrst og fremst verið með eindæmum gott – enda sýna verkin merkin. Báðir flokkarnir byggja á sömu rót. Stefnu sem snýst um jöfnuð og félagslegt réttlæti.</p> <p>Andstæðingar ríkisstjórnarinnar hafa ítrekað talið sig geta rekið fleyg á milli flokkanna – og skiptir þar ekki mestu máli hvort meintur ágreiningur á við rök að styðjast. Eftir því sem nær dregur kosningum má búast við því að bæti nokkuð í moldviðri af þessu tagi enda miklir valdahagsmunir í húfi. Þá ríður á að hvika hvergi, heldur safna liði og snúa bökum saman.</p> <h3>Ólíkar áherslur</h3> <p>Á dögunum þótti í frásögur færandi að tveir ráðherrar Vinstri grænna lýstu þeirri skoðun að ræða bæri stöðuna í aðildarviðræðunum við Evrópusambandið og þá staðreynd að áform um að leggja fullbúinn samning fyrir þjóðina virðast ekki ganga eftir á kjörtímabilinu. Einnig var staða mála í Evrópu nefnd, efnahagslegir erfiðleikar í álfunni og blikur á lofti um þróun og hlutverk evrunnar. Þótti sumum þetta sýna alvarlegan ágreining á stjórnarheimilinu. &#160;Því fer fjarri.</p> <p>Frá upphafi ríkisstjórnarsamstarfsins hefur verið lögð áhersla á að flokkarnir virði ólíkar áherslur hvors um sig gagnvart aðild að ESB – eins og tilheyrir í góðu samstarfi. Ólík afstaða flokkanna til ESB-aðildar er sennilega einn helsti styrkur aðildarviðræðnanna, grundvallaratriði sem á að geta orðið til þess að umræða um mögulega aðild verði upplýst og ólíkum sjónarmiðum gert jafnhátt undir höfði. Í samstarfsyfirlýsingunni stendur jafnframt að ákvörðun um aðild að ESB skuli vera í höndum þjóðarinnar, sem muni greiða atkvæði um aðild að loknum aðildarviðræðum. Þetta er sjálfsögð lýðræðiskrafa og mikilvægt að taka hana fram: Þjóðin á alltaf að eiga síðasta orðið.</p> <h3>Greinargóðir kostir</h3> <p>Nú liggur nokkuð ljóst fyrir að aðildarviðræðum lýkur ekki<span>&#160;</span> á þessu kjörtímabili. Það stefnir í að mikilvægir samningskaflar verði enn á huldu á komandi vori. Þegar stefnir í að ekki verði unnt að greiða atkvæði um fullbúinn samning fyrir alþingiskosningar þarf að ræða málið. Auðvitað.<span>&#160;</span> Allt alþjóðasamstarf er viðvarandi verkefni og þarf að vera í stöðugri mótun og endurskoðun. Svo afdrifaríkur ferill sem nú stendur yfir eins og aðildarumsókn að ESB er þar ekki undanskilinn. Ég hef orðið vör við það undanfarnar vikur og mánuði að mjög víða í samfélaginu er kallað eftir skynsemi og yfirvegun í umræðuna. Vinstrihreyfingin – grænt framboð hlýtur að vilja opna umræðu um svo flókið mál og Samfylkingin einnig.</p> <p>Þjóðin þarf að fá skýra spurningu til að svara. Greinargóða kosti að fjalla um. Það er kallað eftir vandaðri umræðu og það er okkar hlutverk að stuðla að henni. Sú umræða fer fram innan flokka og milli stjórnmálaflokka, sérstaklega stjórnarflokkanna eins og málum er háttað. Umræðan þarf ekki síður að eiga sér stað í fjölmiðlum og úti í samfélaginu, hún þarf að byggja á staðreyndum og heildarmati.&#160; Einfaldar upphrópanir og gífuryrði eru hvorki til upplýsingar né í anda lýðræðis.</p> <p>&#160;</p>

2012-08-20 00:00:0020. ágúst 2012Grein umhverfisráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra í Fréttablaðinu - Samstaða kynslóða

<p>&#160;</p> <p><em>Eftirfarandi grein Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra og Katrínar Jakobsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra um samstöðu kynslóða birtist í Fréttablaðinu 10. ágúst 2012.</em></p> <p><strong><u>Samstaða kynslóða</u></strong></p> <p>Æskan er dýrmæt. Þá er grunnurinn lagður að því sem koma skal í lífi okkar hvers og eins. Eitt af mikilvægustu verkefnum kjörinna fulltrúa í lýðræðissamfélagi - hvort sem er hjá ríki eða sveitarfélögum - er að sjá börnum fyrir öruggum aðstæðum og nægum tækifærum til að þroska hæfileika sína.</p> <p>Á Íslandi hefur nánast ríkt þverpólitísk sátt um þetta grundvallarverkefni. Mikilvægt er að svo verði áfram, svo menntakerfið geti tryggt jöfnuð á milli barna, óháð efnahag foreldra þeirra. Aukinn jöfnuður er ein besta leiðin til að auka velsæld og hamingju í samfélaginu, en allt þetta hljótum við að vilja sem veganesti fyrir afkomendur okkar.</p> <p>Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst 12. ágúst alþjóðlegan dag æskunnar og þetta árið er sjónum beint að samstöðu ólíkra kynslóða um betri heim. Samtalið þeirra á milli er mikilvægt og er ástæða til að brýna okkur til að hlusta á raddir komandi kynslóða - að vinna með æskunni, fyrir æskuna.</p> <p>Mörg stærstu vandamál samtímans eru þess eðlis að þau munu lenda með auknum þunga á komandi kynslóðum. Loftslagsbreytingar af manna völdum, aukinn ágangur á auðlindir jarðar, ósjálfbær neysla og lifnaðarhættir - allt eru þetta dæmi þess að þær kynslóðir sem halda um stjórnartaumana taka ótæpilega að láni frá komandi kynslóðum. Það er mikilvægt að horfast í augu við þessar skuldir og sporna við óhófi.</p> <p>Nýjum námskrám er meðal annars ætlað að gera komandi kynslóðir betur í stakk búnar til að takast á við þær miklu áskoranir sem framundan eru. Aukin áhersla á gagnrýna hugsun og lýðræði í öllu skólastarfi mun skila virkum og hæfum þátttakendum í jafnréttis- og lýðræðissamfélagi. Menntun til sjálfbærni mun rækta með einstaklingum getuna til að hugsa um samspil umhverfis, efnahags, samfélags og velferðar – þætti sem þurfa að vera í jafnvægi við ákvörðunartöku.</p> <p>Okkur er mikilvægt að hugsa um þær kynslóðir sem erfa munu landið þegar við tökum ákvarðanir, svo við getum verið stolt af því samfélagi sem við skilum í hendur þeirra. Umfram allt verðum við að gefa okkur tóm til að hlusta á æskuna.</p>

2012-07-16 00:00:0016. júlí 2012Grein umhverfisráðherra í Fréttablaðinu - Lífríki hafsins - Stöndum vörð um fjöreggið

<p><em>Eftirfarandi grein Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra birtist í Fréttablaðinu 16. júlí 2012.</em></p> <p>&#160;</p> <h2>Lífríki hafsins – Stöndum vörð um fjöreggið</h2> <p>Hafið umhverfis Íslands er óvenjuauðugt af lífi. Kaldir og hlýir straumar mætast og róta næringarefnum úr hafdjúpunum upp á yfirborðið, þar sem þörungagróður blómstrar. Grugg úr jökulám er frekari áburður fyrir þörungasvifið, sem er undirstaða einhverra auðugustu fiskimiða í heimi.<br /> <br /> Íslendingar gera sér vel grein fyrir að þessi lifandi auður hafsins er ein helsta undirstaða efnahags og velferðar þjóðarinnar og því er sátt um að tryggja sjálfbærni fiskveiða, þótt deilt sé um hvernig best sé búið um hnútana varðandi aðgang að auðlindinni og rentu af henni. Ákvörðun um veiðar fylgir vísindalegri ráðgjöf – vísindin verða seint óskeikul, en okkur ber skylda til að byggja á bestu þekkingu sem fyrir hendi er. Hrun þorskstofnsins við Nýfundnaland er dæmi um hvernig getur farið ef gengið er of nærri nytjastofnum – og því miður ekki hið eina.</p> <h3>Flókin og viðkvæm vistkerfi</h3> <p>Skilningi okkar á veiðiþoli stofna og sveiflum í stærð þeirra hefur farið stórlega fram á undanförnum áratugum, en því fer fjarri að við skiljum alla þætti vistkerfisins og tengsl þeirra. Lífríki hafsins er fjölbreytt og við þekkjum vistkerfið í djúpunum minna en það sem við sjáum á þurru landi. Því skiptir máli að reyna að tryggja heilbrigði vistkerfisins alls, en ekki bara að stýra veiðum á einstökum fiskistofnum. Berjast þarf gegn mengun, en einnig þarf t.d. að koma í veg fyrir innrás ágengra tegunda sem geta borist með kjölfestuvatni eða öðrum leiðum á Íslandsmið og valdið skaða. Þá þarf að vernda verðmæt búsvæði lífvera gegn hnjaski, s.s. vegna veiðarfæra. Íslensk stjórnvöld hafa stigið skref í þá átt og m.a. friðað tíu svæði með kaldsjávarkóröllum undan suðurströndinni. Einnig hafa hverastrýtur í Eyjafirði verið friðaðar samkvæmt náttúruverndarlögum og sérstök lög gilda um vernd Breiðafjarðar.<br /> <br /> Á heimsvísu hafa verið sett markmið um að vernda 10% af hafsvæðum fyrir 2020. Íslensk stjórnvöld hafa ekki sett sér nein slík töluleg markmið fyrir lögsögu sína, enda er stærð verndarsvæða ekki takmark í sjálfu sér, heldur eiga slík svæði að byggja á vísindalegum viðmiðum og verndarþörf. Hér við land er sérstaklega horft til svæða þar sem eru kórallar eða svampar á botni. Ágæt skýrsla um friðun viðkvæmra hafsvæða liggur fyrir frá árinu 2005 og má byggja á henni í frekara starfi að vernd hafsvæða.<br /> <br /> Taka ber fram að fiskveiðar eru ekki endilega bannaðar á verndarsvæðum, þótt þar séu ákveðnar takmarkanir sem miða að vernd verðmætra botngerða eða annarra þátta lífríkisins. Stundum getur vernd kóralla eða annarra vistkerfa stuðlað að auknum fiskveiðum, ef um er að ræða lífauðug svæði sem gegna hlutverki í hrygningu eða seiðauppeldi. Almennt gildir sú regla að reyna að lágmarka skaða sem athafnir mannsins geta valdið á lífríkinu, sem oft er hægt að gera með bættu skipulagi og veiðiaðferðum án þess að draga úr afla eða verðmæti hans.</p> <h3>Sjálfbær nýting að leiðarljósi</h3> <p>Ekki verður skilið við umfjöllun um lífríki hafsins án þess að minnast á veiðar á hval og sel. Á alþjóðavettvangi er deilt um þá stefnu sem Alþingi hefur markað um að styðja hvalveiðar svo lengi sem þær geta talist vera sjálfbærar og fari fram í samræmi við ákvæði alþjóðalaga. Það þarf hins vegar að gera á skynsamlegan hátt og tryggja að lög og reglur séu uppfærð og í samræmi við alþjóðasamninga og viðurkennd viðmið. Lög um hvalveiðar eru frá 1949 og mega vel við uppfærslu. Innan tíðar mun sú vinna fara af stað undir sameiginlegu forræði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis og umhverfisráðuneytis. Löggjöf um selveiðar er gloppótt – nýjustu lögin þar eru um 80 ára gömul og fjalla um útrýmingu sels í Húnaósi og bætur til prests á brauðinu sem hafði þar nytjar. Það er brýnt að setja heildstæð lög um vernd og veiðar á sel, sem standast nútímakröfur, og þyrfti m.a. að hafa í huga að selaskoðun er vænlegur og vaxandi kimi í ferðaþjónustu og sjálfsagt að skoða svæðisbundna vernd samhliða því sem nytjaþátturinn yrði uppfærður.<br /> <br /> Íslendingar hafa almennt gott orð á sér fyrir sjálfbærar nytjar á lifandi auðlindum hafsins, þótt umræða um hvalveiðar á heimsvísu kasti stundum rýrð þar á. Það skiptir okkur miklu að halda því orðspori og marka skýra stefnu á öllum sviðum sem varða vernd lífríkis hafsins og sjálfbæra nýtingu þess.</p>

2012-07-10 00:00:0010. júlí 2012Grein umhverfisráðherra í Morgunblaðinu - Rangfærslur um bjartan dag

<p><em>Eftirfarandi grein Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra birtist í Morgunblaðinu 10. júlí 2012<br /> </em></p> <h2>Rangfærslur um bjartan dag</h2> <br /> <p>Í leiðara Morgunblaðsins í gær segir að nú á vordögum hafi Alþingi gerst brotlegt við stjórnarskrá. Þessi fullyrðing leiðarahöfundar er röng.<br /> <br /> Leiðarahöfundurinn vísar til álitsgerðar sem Björg Thorarensen og Stefán Már Stefánsson, lagaprófessorar við Háskóla Íslands, unnu fyrir þrjú ráðuneyti. Fjallar lögfræðiálitið um það hvort upptaka í EES-samninginn á reglugerð ESB um skráningarkerfi fyrir losunarheimildir gróðurhúsalofttegunda væri annmörkum háð með tilliti til ákvæða stjórnarskrárinnar. Segir í leiðaranum að með nýsamþykktum lögum um loftslagsmál hafi þessi reglugerð ESB verið innleidd hér á landi, sem standist að mati prófessorana ekki stjórnarskrá. Eins og fram kemur í aðsendri grein Birgis Ármannssonar á sömu leiðaraopnu er þetta ekki rétt: „Efnisatriði þeirrar reglugerðar eru ekki hluti frumvarpsins […] en munu engu að síður hafa veruleg áhrif á viðskiptakerfið þegar og ef þau verða hluti EES-réttarins.“<br /> <br /> Það sem býr að baki orðum Birgis Ármannsonar kom raunar fram í Morgunblaðinu 7. júlí. Lögfræðiálitið snýr að reglugerð ESB sem ekki hefur verið tekin upp í EES-samninginn og í því er lýst hugsanlegri lausn á slíkri upptöku og innleiðingu í íslenskan landsrétt þannig að ákvæða stjórnarskrárinnar sé gætt. Álitið hefur verið afhent Alþingi, en það má einnig nálgast <a href="http://www.utanrikisraduneyti.is/frettir/nr/7134">á heimasíðu utanríkisráðuneytisins</a>.<br /> <br /> Vart þarf að taka fram að stjórnvöld hafa ekki hugsað sér að leggja til nokkrar þær lagabreytingar sem fara í bága við stjórnarskrá Íslands.<br /> <br /> Það er býsna vel í lagt að saka Alþingi um að samþykkja lög sem brjóti stjórnarskrá. Þegar litið er til þess að leiðarahöfundur Morgunblaðsins virðist grípa þá fullyrðingu úr lausu lofti – m.a. þar sem staðhæfingin stangast bæði á við fréttir sem Morgunblaðið hefur sjálft flutt og aðsenda grein á sömu opnu og viðkomandi leiðari – þá liggur við að þurfi að spyrja: Les leiðarahöfundur Morgunblaðsins ekki eigið blað?</p>

2012-06-22 00:00:0022. júní 2012Ræða umhverfisráðherra á allsherjarfundi Ríó+20 ráðstefnunnar

<p><em><span>Ræða Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra 22. júní 2012 á allsherjarfundi Ríó+20 ráðstefnu</span> Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Ræðan er á ensku.&#160; <span><br /> </span></em></p> <p><strong><u>Statement</u></strong></p> <p>at the United Nations Conference on Sustainable Development</p> <p>22 June 2012, Rio de Janeiro, Brazil</p> <p>Madame President,</p> <p>The future of Mother Earth the future and of mankind. It is no small task we have in front of us, and I would like to thank the Brazilian Presidency for opening their home as the venue for this important work.</p> <p>We may disagree on the path, but we have a common vision on the destination: A future where society has embraced sustainable development as the only way to ensure that future generations will have better chances than their parents to lead a happy, healthy and long life.</p> <p>Sustainable development is a call for justice and inclusion, it is a call for a better society. A society with equality between - generations and a world with equality between countries. It is a world where we have broader measures for our success than GDP, and where we no longer have a large proportion of the world population living in hunger and poverty.</p> <p>Overall, we can be moderately pleased with the outcome of Rio+20. This is not the end of the road, but only one of the steps on our journey towards our ultimate goal of sustainable development.</p> <p>Iceland succeeded in transcending from a small island developing state to a small island state in the 20th century – mainly by gaining control of its rich marine resources. The importance of the oceans cannot be overstated for a country like ours. The health of the ocean's ecosystems and the sustainable management of its resources are of vital importance for Iceland.</p> <p>But of course, the oceans are of vital importance to us all.</p> <p>Let us not forget that the oceans cover 70% of the planet, and host a large part of the planets biodiversity. The oceans are essential sources of food. They play an important role in mitigating the impact of climate change. Ocean acidification is potentially one of the biggest environmental challenges we face today.</p> <p>We need clean, healthy and productive oceans. We need a strong political commitment to the conservation of the marine environment and sustainable management of its resources.</p> <p>Oceans do not recognize any boundaries, a fact which the framework for their protection must reflect.</p> <p>Iceland welcomes the strong outcome on oceans in the final document.</p> <p>The Secretary-General's “Sustainable Energy for All” initiative is extremely important and it would have been preferable to see a stronger support for the initiative in the outcome document.</p> <p>Iceland meets most of its energy needs from renewable energy resources. These resources are underdeveloped across the world, but this is a very important issue, when one fifth of the world‘s population doesn‘t have access to electricity.</p> <p>I am pleased to inform you that a compact has been concluded between Iceland and the World Bank on geothermal development in Africa, with focus on the African Rift Valley.</p> <p>Madame President,</p> <p>As has been noted by many, there is no sustainable development without gender equality and women's empowerment.</p> <p>When looking at the document before us we have achieved certain progress, especially by committing ourselves to ensuring women's full and effective participation in sustainable development policies, programs and decision-making at all levels.</p> <p>We are, however, surprised and dismayed that in the context of sustainable development our common vision does not include reproductive rights. We must remind ourselves, that these important rights have already been agreed upon by UN member states in other fora.</p> <p>Let me also specifically mention the lack of language on gender and climate. We know that women and girls are the most effected, and that their access to decision making, not least on financial matters, has to be ensured.</p> <p>We need to be vigilant and ensure that when implementing our commitments from Rio+20 we do indeed mainstream gender in accordance with our self-standing commitment to do so.</p> <p>Madame President,</p> <p>Words matter. They are the first step towards concrete action, they reflect our vision for the future. We must not tolerate backsliding on important women's rights, which are essential to achieving the goals of sustainable development.</p> <p>Iceland regrets the position on reproductive rights in the outcome document, but reminds the conference of both the Cairo Programme of Action and the Beijing Declaration and Platform for Action.</p> <p>We look forward to developing the Sustainable Development Goals, and there we must all acknowledge that women are part of the solution.</p> <p>Thank you, Madame President.</p> <br />

2012-06-21 00:00:0021. júní 2012Framsaga umhverfisráðherra við hringborðsumræður á Ríó+20

<p><em><span>Framsaga Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra við hringborðsumræður sem hún tók þátt í 21. júní 2012</span> á Ríó+20 ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Erindið er á ensku.&#160; <span><br /> </span></em></p> <h3><strong><u>Looking at the way forward in implementing the expected outcome of the conference.</u></strong></h3> <p>I would like to share with you the story of how Iceland is actively implementing the green economy. Hopefully, some of our experiences can help others with their own implementation.</p> <p>Living in Iceland is a great privilege. We have a wealth of natural resources, a strong Nordic style welfare system and a natural environment with plentiful supplies of clean water, geothermal heat and beautiful nature, that not only brings joy to the hearts of the island‘s inhabitants, but attracts guests from all over the world.</p> <p>Over the past few years, Iceland has experienced significant changes following the collapse of the banking system in 2008. The local currency plummeted in value, the stock exchange was almost wiped out, GDP dropped, unemployment multiplied and the government accepted the IMF's assistance out of the crisis. Slowly but surely, we are on the road towards recovery.</p> <p>Building up from the crisis has proven to be fertile ground for a new way of thinking. There are two main points I would like to mention, which I believe have played a key role in our recovery – both of which are important in ensuring a balance between the three pillars of sustainable development.</p> <p>The first point is equality. With the necessary cutbacks and raised taxes, care has been taken to distribute the burdens as fairly as possible. Taxes have been raised more on those with the highest income, more support has been put in place for the least fortunate. Post-crisis Iceland has less income disparity than Iceland of the boom years.</p> <p>The second point is the green economy. We see the ongoing recovery not only as a chance to rebuild, but to build a better economy than the old one – and this better economy is green.</p> <p>Two years ago the Icelandic Parliament began its journey to establish a clear vision regarding the green economy, and early this year, it unanimously approved a resolution on the strengthening the green economy in Iceland. The proposal puts forward fifty clear and concrete actions – many of them based on seeds already in the ground – to be implemented in the next three years.</p> <p>The green economy can bridge the divide between the demand for growth and the creation of new jobs on one hand, and sustainable use of natural resource on the other. But let us always bear in mind that the green economy can only be part of the solution. Our need for growth must be revised. Growth, which is based on ever increasing use of natural resources, is by definition not sustainable.</p> <p>The shift into a green economy will require some change in mindset and it will take time,&#160; but it is perhaps just a small step on the necessary journey; to fundamentally change society and move away from resource-driven growth; an all-too strong belief in GDP as the measure of wellbeing.</p> <p>Maybe we should look more towards our friends in Bhutan, where they calculate the gross national happiness. I can tell you that one of the points in Iceland‘s plan for the green economy is to calculate the Genuine Progress Indicator for Iceland and publish along with GDP measurements. When our banking system collapsed in 2008, we were quick to realize, that a strong GDP can change quickly.</p> <p>Implementing the green economy is a way of stimulating growth through new thinking. We should see the green economy as an opportunity – a way of moving forward in the right direction. Iceland is willing to share its experiences with other countries.</p> <br />

2012-06-19 00:00:0019. júní 2012Ávarp umhverfisráðherra á málstofu um vatn á Ríó+20

<p><em>Eftirfarandi ávarp flutti Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra á hliðarviðburði um vatn og hreinlætisaðstöðu,&#160;19. júní 2012 á Ríó+20, ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.</em> <em>Ávarpið er á ensku.<br /> </em></p> <p>Dear moderator,</p> <p>Dear colleagues,</p> <p>Ladies and gentlemen,</p> <p>It is of great pleasure for me to take part in this panel discussion on Water and Sanitation as a Human Right. This is an extremely important topic, central to any discussion regarding sustainable development.</p> <p>In my short intervention, I would like to focus on three major issues:</p> <ol> <li>Water as a human right in general,</li> <li>Giving a voice to those who can't speak for themselves, and</li> <li>Human rights and women's rights.</li> </ol> <p><strong><u>First;&#160;Water as a human right in general.</u></strong></p> <p>Water is a unique and very valuable resource, which makes an irreplaceable contribution to people's health and ecosystems. Water can hardly be considered as “just” a human right, it is the fundamental basis of the human existence, the source of life on earth – or if we choose the jargon, the foundation for vibrant ecosystems services.</p> <p>Let's just mention a few numbers to begin with, to set the scope of the problem. Since 1990, more than 2 billion people have gained access to improved drinking water resources – resources which are not necessarily “safe” – according to the Progress on Drinking Water and Sanitation update from UNICEF and WHO. This still leaves 890 million people in the world without access to improved drinking water.</p> <p>Two years ago, the General Assembly declared safe and clean drinking water and sanitation to be a human right essential to the full enjoyment of life and all other human rights. And right they were, at a time when almost 900 million people worldwide do not have access to clean water and a total of 2.6 billion people do not have access to basic sanitation. I'm sure we all agree, that this is not a part of our vision for the future – our 21st century selves want this basic resource available to the whole of mankind.<br /> <br /> But we must never forget, that access to clean water is not only important for the human race – water is the fundamental element for life on Earth, of which we humans are only a humble part. The natural cycles of ecosystems are not external to ourselves – if they are disrupted, so are we.<br /> &#160;</p> <p>We must all applaud the fact that access to water has been given increased importance by promoting it to the level of human rights. But maybe we should look towards our colleagues in Bolivia, with their “pachamama” – Law of the Rights of Mother Earth – where nature has a set of rights independent of humans.<br /> </p> <p>In Iceland, we went through a collapse of the economy in the fall of 2008. This gave us the opportunity to reflect on values we had seen as given, and one of the results of that reflection is that we are currently going through changing our constitution, working on a proposal drafted by a constitutional council last year. In that proposal, we have an article on the nature and environment – which we don't have in the current constitution. This article starts by saying: “Iceland's nature constitutes the basis for life in the country. All shall respect and protect it.” I would say that these words echo those from Bolivia.</p> <p><strong><u>Second issue</u></strong><strong><u>; giving a voice to those who can't speak for themselves.</u></strong></p> <p>In the past years, the green color seems to have transcended the typical boundaries of political parties. I would however like to voice one opinion from the political left. One of the main tenants of left wing politics is the demand for equality – a call for social justice which has been championed by different political sectors throughout the years. This has meant giving a voice to those who don't have ready access to financial implements or other traditional tools of the ruling classes. Therefore, the left has a long tradition of voicing concerns for the working class and other less privileged groups.<br /> </p> <p>This is a role we need to develop. We must be champions for the rights of women, for future generations, and for nature itself. This is a legacy of the political left, the next step in its development – but also an important task for those of us engaged in the propagation of sustainable development. It doesn't matter if we're left- or right-winged politicians, officials of governments or the UN, or working for NGOs – most of us share this common element central to our work.&#160;The next step in the quest for social justice is ensuring equality between generations. This is the basic premise of sustainable development.</p> <p>Iceland today is a privileged country when it comes to water and sanitation. We have access to more fresh water than most other countries, and at the same time we are perhaps the most wasteful when it comes to our water resources. This was not always the case. In the beginning of the 20th century, waterborne diseases were common due to lack of sanitation and because Icelanders were unaware of the problem. In 1907 the municipality of Reykjavík, Iceland's capital, agreed to build the first water works – but in that year 100 people out of the town's 5000 inhabitants died of an infection due to water.<br /> </p> <p><strong><u>Finally, I would like to touch upon the third issue; Human rights and women's rights.</u></strong></p> <p>It's a special pleasure to be with you today, on June 19th. Since the year 1915, when women received the right to vote and the right to hold office, this day has been celebrated in Iceland - today is our women's rights day.<br /> </p> <p>I mention this, because the access to clean water and adequate sanitation has a very strong gender aspect.&#160;If we look for instance on sub-Saharan Africa, we find that women and girls bear primary responsibility for water collection, at considerable cost in terms of their time. It is estimated that women spend a combined total of at least 16 million hours each day collecting drinking water, men spend 6 million hours and children 4 million hours.</p> <p>When children spend a large proportion of their days fetching water, they have less opportunity to attend school and obtain the education necessary to escape from poverty. When women are forced to spend time carting water, they have little opportunity for gainful employment elsewhere.<br /> </p> <p><strong><u>To sum up my points</u></strong><span>,</span></p> <ol> <li>I have reminded us that water and sanitation is more than a human right; it is a right we might reserve for Mother Earth herself, and it is an issue fundamental to our very survival.</li> <li>I have pointed out that it is the responsibility of us, seated in this room, to ensure that the voices of the under-represented are represented in this important debate.</li> <li>I have stated that access to water and sanitation has an extremely strong gender aspect, which must be taken into account when we look for a way to bring clean water to the hundreds of millions which are lacking today.</li> </ol> <p>I thank you for the opportunity to take part in this panel, and hope we have a good discussion afterwards.</p> <br />

2012-06-07 00:00:0007. júní 2012Ávarp umhverfisráðherra á norrænni ráðstefnu um landslagsmál

<strong>&#160;</strong> <p dir="ltr"><em>Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra flutti eftirfarandi ávarp við upphaf norrænnar ráðstefnu um landslagsmál sem haldin var á Hótel Selfossi 7. júní 2012.&#160;</em></p> <p dir="ltr">&#160;</p> <p dir="ltr">Dear friends,</p> <p dir="ltr">It is a pleasure for me to address this Nordic seminar, which will discuss various ways to protect landscapes and manage activities that affect landscapes. I welcome all of you here in Selfoss, whether you have travelled a long distance or not.</p> <p dir="ltr">I am not least glad to welcome here Madame Maguelonne Déjeant-Pons from the European Landscape Convention, who will address the seminar directly after me. The government decided three years ago that Iceland should join the Landscape Convention. This is now being formalized. The Permanent Representative of Iceland to the Council of Europe will sign the Convention in Strasbourg on 28 June, and Iceland will then complete the ratification formalities.</p> <p dir="ltr">This seminar will be a substantive forum for interesting presentations and discussions on a variety of landscape topics. In light of our signature of the Landscape Convention this month, I see this also as the starting point of Iceland‘s active participation in a broader Nordic and European cooperation in landscape protection. Iceland‘s accession to the European Landscape Convention adds a new dimension to nature protection in our country, and will strengthen our efforts in conservation work. Our signature completes the accession of all five Nordic States to the Convention.</p> <p dir="ltr">Landscape is the most obvious component in nature conservation, but perhaps also the most complex. The first conservation areas were often places which were simply seen as scenic and beautiful. Later we have taken a more scientific approach, and taken guidance from biology, ecology and geology in choosing sites. We protect habitats of rare and important species, rich ecosystems and geographical features such as rock formations or waterfalls. Of course, the sites which are important by scientific criteria often happen to be the same ones that we find attractive to visit. So perhaps we do not need to think much about such a vague and unscientific concept as „landscape“ in our nature conservation work?</p> <p dir="ltr">Of course we do, as you here know well. Landscape needs to be included in conservation criteria. This calls for a conversation between different fields – ecology, geology, geography, landscape architecture and aesthetics, to name a few. It also helps to include the public. People‘s views of natural beauty has a place in nature conservation work in a democratic society.</p> <p dir="ltr">We in Iceland have much to learn from the experience and methods used in other countries. The European Landscape Convention is crucial in that regard. It offers guidelines and principles for landscape protection, and a forum to discuss ideas and exchange views and practices. Most of Europe is densely populated and the human imprint on the landscape is clearly visible. So-called cultural landscapes have been defined as distinct geographical areas representing the combined work of nature and of man. UNESCO has recognized a number of such sites on its World Heritage list, from the rice terraces of East Asia to the gentle farmlands of south Öland in Sweden, where medieval land division laws have shaped the villages, fields and general layout of the land.</p> <p dir="ltr">Iceland has a cultural site on the UNESCO list in Þingvellir, where the parliament met in a unique natural theatre of cliffs and fissures, where two vast geological plates are being torn apart. Þingvellir was Iceland‘s first national park, mostly because of its historical significance, although the natural beauty and uniqueness of Þingvellir has always been recognized.</p> <p dir="ltr">Cultural features have, however, not featured highly in nature conservation laws and work in Iceland. Iceland has, along with the northernmost part of Scandinavia, one of the few remaining large wilderness areas left in Europe. Such areas are becoming increasingly rare. The number of tourists to Iceland has grown fast in recent years, and all studies show that „nature“ is the prime attraction. Iceland is largely associated with raw nature and wilderness areas where nature reigns supreme. Iceland is also admired for the variety of geological features, such as volcanoes, geysers, glaciers and waterfalls, which bear witness to the internal and external forces that shape the Earth.</p> <p dir="ltr">It is our duty to conserve this unique nature, its features and its landscapes. In a Master Plan for hydro and geothermal energy resources in Iceland, which is now being discussed by Parliament, much work was done to classify and evaluate landscape features and types in Iceland. This work was of great importance, because it is difficult for Icelanders to simply import criteria and standards from other countries. Iceland has some unique landscape features. Nowhere else on the planet can you see an ocean ridge above water. Nowhere else is there a greater concentration and variety of volcanic features. Parts of Iceland may look familiar to our Nordic neighbours, but some landscapes have been compared to the Moon or Mars. We now do have an academic and legislative basis to deal with landscape in planning and policy making. This helps us to contribute to the European and global discussion on landscape protection, as well as to learn from others.</p> <p dir="ltr">The studies made for the Master Plan showed that people tend to have different perceptions of landscapes and its attractiveness and conservation value. Some valued verdant and gentle landscapes, while others ranked highest landscapes that are raw and forbidding. This shows how complicated and fascinating the topic of landscape is. Landscape is out there, but it is also a perception in our minds. It needs to be discussed not only by scientists, but by artists, architects and the general public. Icelandic painting and poetry is infused with praise of landscapes. We identify with Fjallkonan, the Mountain Woman, as a symbolic figure to embody the land and our love of the land, and our national holiday is not complete without an address by Fjallkonan. The appreciation of landscapes is interwoven with our national identity and sense of ourselves.</p> <p dir="ltr">Ladies and gentlemen,</p> <p dir="ltr">As we are here in the Selfoss, it is fitting to end by citing one of the best known landscape reference in the Saga of Njál, the crown jewel in our medieval literature, which takes place here in the Southland. When the tragic hero Gunnar is outlawed from Iceland he rides his horse toward a ship that will carry him abroad. He decides to take a last look at his farmland in Fljótshlíð and remarks how beautiful the hillsides are, with rich fields and harvested pastures – and then decides that he cannot tear himself away from this cultural landscape. He is then duly killed by his enemies as he breaks the law by returning home.</p> <p dir="ltr">This may be cited as a proof that Iceland has landscapes to die for. It also shows that our legislative priorities have changed for the better in the last thousand years. We put less emphasis on hunting outlaws and more emphasis on protecting landscapes. I wish you all the best in your work here in the coming days, and repeat my earlier statement that this seminar marks a renewed discussion and effort on landscape protection in Iceland.</p> <p dir="ltr">Thank you,</p>

2012-05-31 00:00:0031. maí 2012Grein umhverfisráðherra í Fréttablaðinu - Mengun hafsins: Áfangar í rétta átt

<p>&#160;<em>Eftirfarandi grein Svandísar Svavardsóttur umhverfisráðherra um mengun hafsins birtist í Fréttablaðinu 31. maí 2012.</em></p> <p>&#160;</p> <h2>Mengun hafsins: Áfangar í rétta átt</h2> <p>Árið 1956 fór að bera á undarlegum veikindum í japanska fiskveiðibænum Minamata. Sumir dóu, miklu fleiri sýktust og börn fæddust hræðilega vansköpuð. Sökudólgurinn fannst eftir nokkra leit, hættuleg kvikasilfurssambönd sem verksmiðja á staðnum dældi út í sjó, en fundu sér leið til baka í sjávarfangi. Á næsta ári stendur til að skrifa undir nýtt alþjóðlegt samkomulag gegn kvikasilfursmengun í Minamata. Það verður táknrænn og sögulegur áfangi í baráttunni gegn mengun hafsins, þar sem má segja að ótrúlega mikið hafi áunnist á þessu sviði á undanförnum áratugum.</p> <p>Alþjóðasamningar hafa náðst um að minnka mengun frá skipum, banna varp úrgangs í hafið og draga úr losun ýmissa hættulegra efna, sem finna sér leið inn í fæðukeðjuna. Kjarnorkuendurvinnslustöðinni í Dounreay í Skotlandi var lokað og dregið hefur úr losun geislavirkra efna frá Sellafield, að hluta til vegna þrýstings frá nágrannaríkjum. Þrávirk lífræn efni mælast langt undir hættumörkum á Íslandsmiðum og styrkur þeirra virðist standa í stað eða fara hægt niður á við, þvert á það sem menn óttuðust fyrir áratug eða svo. Almennur skilningur er á því að hafið getur ekki verið í senn ruslakista og uppspretta fæðu og verðmæta.</p> <h3>Nauðsynlegar aðgerðir og viðbúnaður</h3> <p>Íslensk stjórnvöld voru fyrst ríkja innan OSPAR samningsins til að vekja athygli á ógnun kjarnorkuendurvinnslunnar á Bretlandseyjum fyrir fiskveiðar í Norður Atlantshafi&#160; fyrir rúmum aldarfjórðungi. Íslendingar geta einnig þakkað sér árangur varðandi þrávirk lífræn efni að nokkru, með því að vekja athygli á vandanum á Ríó ráðstefnunni 1992 og ýta í framhaldinu á gerð alþjóðlegs samkomulags. Slíkt hefði auðvitað ekki verið hægt nema með góðri hjálp fleiri ríkja, frjálsra félagasamtaka og fjölþjóðlegra stofnana. Þar má nefna Norðurskautsráðið, en samantektir þess á áhrifum þrávirkra lífrænna efna á lífríki og heilsu fólks fjarri uppsprettum mengunar áttu drjúgan þátt í gerð Stokkhólmssamningsins um að draga úr losun þeirra. Því fer þó fjarri að sigur sé unninn. Aukin byggð og starfsemi við strendur, oft án nauðsynlegrar skólphreinsunar, veldur víða alvarlegri mengun á grunnsævi. Mengun af völdum plastagna og allskyns rusls er vaxandi vandamál, sem leitað er lausna við.</p> <p>Aukin ásókn í olíuvinnslu á hafi úti, oft við erfiðar aðstæður, kallar á auknar öryggiskröfur og eftirlit. Olíuslysið í Mexíkóflóa árið 2010 sýndi glöggt hve mikið tjón getur orðið við olíuvinnslu á hafsbotni og hve erfitt er að stöðva leka þar. Augu manna beinast nú mjög að olíuvinnslu á norðurslóðum með hopun hafíss, en þar eru allar aðstæður erfiðari og lífríkið viðkvæmara en á suðlægari slóðum. Þar er full ástæða til að fara varlega. Íslendingar þurfa einnig að huga að viðbrögðum við hugsanlegum stórauknum flutningum á olíu með skipum meðfram ströndum landsins. Strand risaolíuskips hér við land gæti valdið stórfelldu tjóni á fiskimiðum og lífríki. Viðbúnaður við hugsanlegum slysum af því tagi hefur verið efldur, m.a. með tilkomu nýs varðskips, bættu eftirliti með skipaumferð og aukinni samvinnu við önnur ríki um viðbrögð ef hætta skapast.</p> <h3>Matvæli úr hreinu hafi</h3> <p>Mengun sjávar er þó minnst til komin vegna stórslysa. Þótt mengun frá starfsemi á Íslandi sé lítil skiptir það okkur miklu máli að vera til fyrirmyndar, meðal annars til að viðhalda trúverðugleika í alþjóðlegu starfi. Íslendingar geta ekki leyft sér að dæla út díoxíni langt yfir eðlilegum mörkum á sama tíma og ýtt er á önnur ríki að draga úr losun þrávirkra efna af því tagi. Átak í skólphreinsun þarf að halda áfram, því framleiðandi hágæða matvæla getur ekki búið við gerlamengaðar strendur rétt hjá vinnslustöðvum. Góður árangur í baráttunni gegn mengun hafsins sýnir okkur mátt alþjóðlegrar samvinnu í umhverfismálum og mikilvægi vöktunar og upplýsingagjafar. Þessi árangur á að vera okkur hvatning til að halda áfram á sömu braut, en ekki tilefni til að sofna á verðinum.</p> <span><br clear="all" /> </span> <p>&#160;</p>

2012-05-30 00:00:0030. maí 2012Ávarp umhverfisráðherra á málþingi um upplýsingagjöf og samráð í umhverfismálum

<p><em>Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra flutti eftirfarandi ávarp á málþingi um upplýsingagjöf og samráð í umhverfismálum sem haldið var 30. maí 2012.</em></p> <p>&#160;</p> <p>Ágætu fundargestir</p> <p>Stjórnvöld starfa í umboði almennings. Þetta er einföld staðreynd og hornsteinn lýðræðisfyrirkomulagsins – en nokkuð sem vill allt of oft gleymast. Hvort sem við erum þingmenn eða ráðherrar, starfsmenn í ráðuneytum eða stjórnsýslustofnunum – þá er grundvöllur þess starfs sem við sinnum það lýðræðislega umboð sem er endurnýjað í hvert sinn sem þjóðin gengur til Alþingiskosninga.</p> <p>Það er hins vegar öllum ljóst að þetta samtal á milli stjórnvalda og almennings má ekki liggja niðri þau fjögur ár sem líða á milli kosninga. Til ýmissa aðgerða hefur verið gripið til að efla samtalið – með því til dæmis að setja upplýsingalög og stjórnsýslulög. Árið 1998 komu fulltrúar 40 ríkja saman til fundar í Árósum í Danmörku, þar sem var fjallað um leiðir til að efla samstarf stjórnvalda og almennings í þágu umhverfismála. Afraksturinn var alþjóðasamningur um aðgang að upplýsingum, þátttöku almennings í ákvarðanatöku og aðgang að réttlátri málsmeðferð í umhverfismálum, sem ber nafn fundarstaðarins og kallast því Árósasamningur.</p> <p>Til þessa málþings er boðað í framhaldi af því að þann 20. október sl. fullgiltu íslensk stjórnvöld Árósasamninginn – og lauk þar með 13 ára meðgöngu.</p> <p>Tvo meginþætti Árósasamningsins var búið að lögfesta hér á landi fyrir nokkru, þ.e. réttinn til aðgangs að upplýsingum og rétt almennings til þátttöku í töku ákvarðana. Síðastliðið haust gerðist svo það, að Alþingi samþykkti frumvarp um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála og meðfylgjandi breytingar á kæruákvæðum ýmissa laga er snerta umhverfið. Þar með voru allar þrjár stoðir Árósasamningsins í lög leiddar hér á landi og hægt að fullgilda hann í framhaldinu.</p> <p>Árósasamningurinn er fyrir margar sakir merkilegur. Með honum er í fyrsta sinn viðurkennt í alþjóðasamningi að milli mannréttinda og umhverfis eru órjúfanleg tengsl. Án umhverfis af vissum gæðum getur maðurinn ekki notið grundvallarmannréttinda, þar með talið réttarins til sjálfs lífsins.</p> <p>Árósasamningurinn byggir meðal annars á 10. meginreglu Ríóyfirlýsingarinnar frá árinu 1992, þar sem viðurkennt er að best fari á því að ákvarðanir er varða umhverfið séu teknar með þátttöku borgaranna. Samningurinn tryggir almenningi rétt til aðgangs að upplýsingum, þátttöku í ákvarðanatöku og aðgang að réttlátri málsmeðferð í umhverfismálum.</p> <p>En samningurinn tryggir ekki bara réttindi. Hann leggur einnig áherslu á skyldur okkar allra til að vernda umhverfið. Þetta kemur m.a. skýrt fram í aðfararorðunum þar sem aðilar <em>„viðurkenna rétt sérhvers einstaklings til að lifa í umhverfi sem er fullnægjandi fyrir heilsu og velferð hans og að honum beri skylda til, bæði sem einstaklingi og í samvinnu við aðra, að vernda og bæta umhverfið til hagsbóta fyrir núverandi og kom andi kynslóðir“.</em></p> <p>Þá viðurkennir Árósasamningurinn mikilvægi frjálsra félagasamtaka. Umhverfisverndarsamtök hafa lengi gegnt mikilvægu hlutverki í umræðu um umhverfismál. Öflug frjáls félagasamtök veita stjórnvöldum mikilvægt aðhald og búa yfir sérþekkingu sem oft er nauðsynleg þegar umhverfismál og ákvarðanir um þau eru annars vegar. Árósasamningurinn undirstrikar þetta og kveður á um að frjáls umhverfisverndar- eða útivistarsamtök skuli ætíð teljast hafa lögvarða hagsmuni - þ.e. að í gegnum slík samtök hafi almenningur opna kæruleið til að skipta sér af ákvörðunum um umhverfi sitt.</p> <p>Nú þegar Ísland hefur fullgilt Árósasamninginn er tímabært að skoða hvaða áhrif hann hefur á stjórnsýslu og ákvarðanatöku. Hvað felst í samningnum, hver eru áhrif hans á stjórnsýsluna og ekki síst hvaða skyldur leggur hann á stjórnvöld? Hver eru sjónarmið okkar stofnana varðandi samráð og upplýsingagjöf? Hvernig snýr samningurinn við atvinnulífinu og hverjar eru væntingar umhverfis- og útivistarsamtaka? Um allt þetta verður fjallað á málþinginu hér í dag.</p> <p>Með Árósasamningnum er viðurkennt hversu mikil áhrif ákvarðanir stjórnvalda í umhverfismálum geta haft á almenning. Því er sérstaklega mikilvægt að halda þessari samræðu lifandi á umhverfissviðinu – og ég vonast til að þetta málþing verði hluti af því. Ég er viss um að umræðan hér í dag verður áhugaverð og að málþingið verði okkur sem vinnum að stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum innblástur. Þá muni það ekki síst nýtast til að efla enn og bæta aðkomu almennings og þar með gæði ákvarðana er varða umhverfið. Árósasamningurinn er tæki almennings til áhrifa og ég er ekki í vafa um að hann muni einnig reynast stjórnsýslunni notadrjúgt tæki í aukinni og bættri umræðu um umhverfismál.</p>

2012-05-25 00:00:0025. maí 2012Grein umhverfisráðherra í Morgunblaðinu - Hvað segja bændur?

<p>&#160;</p> <p><em>Eftirfarandi grein Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra birtist í Morgunblaðinu 25. maí 2012.</em></p> <h2>Hvað segja bændur?</h2> <p>Undanfarin misseri hafa bændur í auknum mæli kvartað undan ágangi villtra fugla á ræktað land. Umfang þessa er ekki þekkt, en líkur hafi verið leiddar að því að orsakanna sé að leita í tveimur þáttum. Annars vegar hafi stofnar tiltekinna fugla stækkað, hins vegar hafi búsetuhættir breyst, t.a.m. með aukinni áherslu á kornrækt, sem laði fuglana að ökrum.</p> <p>Þessi staða var rædd í aðsendri grein formanns Bændasamtaka Íslands í Morgunblaðinu í gær. Þar ræddi hann kynningarfund sem Bændasamtökin héldu fyrr í vikunni, þar sem farið var yfir norskt verkefni sem ætlað er að taka á sambærilegu vandamáli. Jafnframt kvartaði hann undan því að umhverfisyfirvöld hefðu í áraraðir dregið lappirnar í málinu.</p> <p>Á þessum sama fundi voru staddir fulltrúar frá umhverfisráðuneytinu, Náttúrufræðistofnun Íslands og Umhverfisstofnun en þessar stofnanir umhverfisyfirvalda koma að þessum málum hér á landi. Þar upplýsti fulltrúi umhverfisráðuneytisins að Umhverfisstofnun hefur átt í viðræðum við Bændasamtökin um málið ásamt Náttúrufræðistofnun Íslands. Gerði hann grein fyrir því að í kjölfar fundarins myndi ráðuneytið kalla þessar stofnanir til fundar til þess að fara yfir málið, framhald þess og næstu skref. Lögð verður áhersla á að fá betri mynd af stöðunni, helstu álagsstöðum, mögulegum varnaraðgerðum og hvernig best væri hægt að vinna málið áfram.</p> <p>Vera má að formaður Bændasamtakanna hafi vikið fullsnemma af kynningarfundi samtakanna og því misst af þessu innleggi umhverfisráðuneytisins á fundinum. Hann er því hér með upplýstur um, að stjórnvöld umhverfismála hafa undanfarið átt samtal við fulltrúa Bændasamtakanna og til stendur að halda því samtali áfram og styrkja samvinnuna. Áhyggjur bænda af ágangi á ræktarlönd þarf að skoða af fullri alvöru, en gæta þess að aðgerðir sem gripið er til byggi á réttum upplýsingum og virðingu fyrir náttúrunni. Umhverfisráðuneytið væntir góðs samstarfs og uppbyggilegra samskipta við Bændasamtök Íslands í þessu efni sem öðrum.</p>

2012-05-17 00:00:0017. maí 2012Grein umhverfisráðherra í Fréttablaðinu - Leitin að samræðugeninu

<p>&#160;</p> <p>Eitt stærsta hlutverk stjórnmálanna er að viðhalda samræðu á milli þriggja mikilvægra þátta samfélagsins; stjórnsýslunnar, sérfræðinga og almennings. Með því að halda þessu jafnvægi má tryggja að opinber stefnumótun byggi ólíkum sjónarmiðum og þar með tryggja lýðræðislegan framgang samfélagsins.</p> <p>Hér á landi hefur oft skort á þetta samspil samfélagsþáttanna þriggja, svo mjög að sumir vilja meina að samræðugenið sé víkjandi arfgerð hjá Íslendingum.</p> <p>Fyrr í vikunni boðaði umhverfisráðuneytið til málþings um erfðabreytta ræktun. Þetta er mjög umdeildur málaflokkur, þar sem ótal álitamál eru fyrir hendi – ekki aðeins hvað varðar vísindin, heldur ekki síður líffræðilega fjölbreytni, sambúð við aðra ræktun og ýmis siðferðileg álitamál. Í þessum málaflokki hefur skort heildstæða stefnumörkun, sem ég tel þurfa að bregðast við í ljósi hraðrar þróunar á undanförnum árum.</p> <p>Erfðabreytt ræktun er gott dæmi um málaflokk þar sem samræða ólíkra hópa hefur ekki verið eins og best verður á kosið - hún hefur skipst í andstæðupóla, sem illa gengur að brúa á milli. En á sama tíma er þetta einn af þeim málaflokkum þar sem samræðan er hvað mikilvægust. Málþingið var hugsað sem fyrsta skrefið í að byggja brýr á milli pólanna, en tókst ekki sem skyldi.</p> <p>Þegar upp var staðið reyndumst við hafa skipulagt málþing, þar sem sérfræðingar og fulltrúar stjórnsýslu áttu sviðið - en sjónarmið almennings áttu ekki fulltrúa meðal frummælenda. Jafnframt reyndist á köflum of lítið gert úr afstöðu þeirra sem setja spurningarmerki við ýmsa þætti erfðabreyttrar ræktunar. Í kjölfarið hefur hluti umfjöllunarinnar verið gagnrýndur fyrir að umgangast andstæðar skoðanir ekki af nægjanlegri virðingu – og þar með gera þeim sem ekki aðhyllast sömu sterku vísindahyggjuna erfiðara að taka þátt í samræðunni.</p> <p>Umhverfisráðuneytið leit alltaf á málþingið sem fyrsta skrefið í að móta ítarlega stefnu hér á landi um erfðabreytta ræktun. Við höldum ótrauð í það ferðalag, þó ekki hafi tekist nógu vel við fyrsta skrefið. Vonandi finnum við samræðugenið á leiðinni, svo okkur auðnist að gera ólíkum sjónarmiðum jafnhátt undir höfði við þá stefnumótun.</p>

2012-05-16 00:00:0016. maí 2012Ávarp umhverfisráðherra á málþingi um aukna útiveru Íslendinga

<em>Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra flutti eftirfarandi ávarp á málþingi sem Umhverfisstofnun og Embætti landlæknis stóðu að þann 16. maí 2012 undir yfirskriftinni Er hægt að auka útiveru Íslendinga?</em> <p dir="ltr">&#160;</p> <p dir="ltr">Góðir gestir,</p> <p dir="ltr">Við Íslendingar búum við einhver mestu lífsgæði sem þekkjast meðal jarðarbúa, ef mark er takandi á mælistikum sem reyna að meta slíkt, svo sem þróunarstuðul Sameinuðu þjóðanna. Íslendingar lifa lengi. Heilbrigðisþjónusta og menntun er góð, þótt alltaf megi gera betur og það hafi reynt á grunnstoðir samfélagsins í því efnahagshruni sem varð, en við erum að vinna okkur út úr.</p> <p dir="ltr">Í fyrra var tilkynnt í heimspressunni um niðurstöður alþjóðlegrar könnunar, sem sögðu að best væri að vera kona á Íslandi. Nú fyrir skömmu komust alþjóðasamtökin Save the Children, eða Barnaheill, að því að börn hefðu það hvergi betra en á Íslandi, en íslenskar mæður væru í öðru sæti á eftir norskum. Eflaust hafa karlar það líka gott á Íslandi, en útlenskir tölfræðingar virðast gefa þeim minni gaum. Deila má um aðferðarfræði og nákvæma niðurröðun ríkja í svona úttektum, en þær sýna okkur að við eigum mikil verðmæti í samfélagi okkar, sem ekki verða öll mæld í krónum og aurum.</p> <p dir="ltr">Með aukinni velmegun skjóta stundum ný vandamál upp kollinum. Þægindum á borð við bíla og skyndibita geta fylgt kvillar sem stafa af hreyfingarleysi og óhollu mataræði. Fáar þjóðir eiga fleiri bíla en Íslandingar, miðað við sitjandatölu. Bíllinn er úlpa Íslendingsins, segja sumir og lyftur og rúllustigar létta okkur enn frekar lífið í starfi og leik. Til hvers að vera úti í rysjóttu veðri ef hægt er að sitja við tölvu eða sjónvarp og hringja á pizzu?</p> <p dir="ltr">Málþingsgestir hér vita að sjálfsögðu svarið við þessari spurningu. Það er vitundarvakning um gildi hreyfingar og útivistar, sem nær til æ fleiri. Við sjáum hana m.a. í því að læknastéttin er nú farin að ávísa hreyfingu sem lið í lækningu á ýmsum kvillum. Við sjáum hana í ágætri þátttöku í átakinu hjólað í vinnuna. Þeim fjölgar sem hjóla og ganga styttri ferðir og ekki bara þegar átaksverkefni standa yfir. Með þessu dregur úr mengun og heilsan batnar hjá þeim sem hvíla bílinn.</p> <p dir="ltr">Útivera snýst ekki bara um að koma sér á milli staða í þéttbýlinu. Hún snýst ekki síður um tækifæri okkar til að njóta samvista við náttúruna. Í lögum um náttúruvernd er eitt helsta markmiðið að auðvelda umgengni og kynni þjóðarinnar af náttúru landsins og menningarminjum. Sérstakur kafli fjallar um almannarétt, umgengni og útivist og sérstakt ákvæði er um útivistarsvæði. Þar segir að til stuðnings við útivist geti sveitarfélög, Umhverfisstofnun eða náttúruverndarnefndir gengist fyrir að halda opnum göngustígum, vatnsbökkum og strandsvæðum til sjóbaða - og gert annað það er þurfa þykir til að tryggja för og aðgang að náttúrunni. Almannarétturinn er ekki viðurkennd réttarregla í öllum ríkjum og brýnt er að við Íslendingar stöndum vörð um hann. Til stendur að styrkja ákvæði um almannarétt í endurskoðun á náttúruverndarlögum, sem nú stendur yfir.</p> <p dir="ltr">Sveitarfélög hafa mörg sett sér stefnu um umhverfi og lýðheilsu og má þar nefna sem dæmi Reykjavíkurborg og Mosfellsbæ, sem hafa sett fram stefnu og áætlanir um að efla útivist og aðgang að fjölbreyttum útivistarsvæðum. Það er sameiginlegt markmið ríkis og sveitarfélaga að stuðla að bættri útivist meðal annars með friðlýsingu svæða og uppbyggingu sem miðar að því að hvetja til náttúruskoðunar í sátt við umhverfið og verndarmarkmið á hverju svæði.</p> <p dir="ltr">Það er mikilvægt skref að tryggja rétt manna til farar og útiveru og taka frá svæði sem fólkvanga og önnur verndarsvæði, en það er ekki síður mikilvægt að hvetja fólk til þess að nýta sér þau gæði sem þar er í boði. Gests augað er glöggt og við sjáum að útlendingar kunna að meta Ísland sem útivistarparadís. Komum erlendra ferðamanna hefur fjölgað ört á undanförnum árum og á þessu ári kann fjöldi þeirra að verða tvöfaldur á við Íslendinga, en örfá lönd í Evrópu taka á móti viðlíka fjölda gesta miðað við höfðatölu. Langflestir koma hingað til að njóta náttúru landsins. Hér eru víðerni og lítt snortin náttúra, sem eru hverfandi gæði víðast annars staðar.</p> <p dir="ltr">Það er ákaflega brýnt að byggja hér innviði fyrir græna ferðaþjónustu við náttúruperlur landsins, sem munu ella láta á sjá. Öflug náttúruvernd er forsenda fyrir sjálfbærri þróun í ferðaþjónustu. Öflug náttúruvernd og efling útivistar eru tvær hliðar á sama pening.</p> <p dir="ltr">Okkar þekktasti tónlistarmaður, Björk, hefur vakið mikla athygli fyrir síðustu tónsmíð sína og tónleikaferð, undir heitinu Biophilia. Það hugtak gæti á íslensku kallast einfaldlega lífsást, en það var sett fram af náttúruvísindamanni, sem telur að það sé innbyggt í manneskjuna að finna til samkenndar með lífríkinu og náttúrunni. Ýmsar rannsóknir benda til að þetta sé ekki neinar grillur eða nýaldarspeki, heldur auki það merkjanlega vellíðan á sál og líkama að umgangast náttúruna. Það þarf svo kannski engar rannsóknir til fyrir marga, sem finna það á eigin skrokk og sál að náttúran togar þá til sín og að þar gefst tækifæri til að viðra burt streitu og amstur.</p> <p dir="ltr">Náttúran og útivistarsvæði eiga þó í harðri samkeppni við afþreyingariðnaðinn, sem er fjáður og alltumlykjandi. Í borgarsamfélaginu er ekki sjálfsagt að menn heyri kall óbyggðanna – nú eða bara Elliðaárdalsins – í gegnum I-podinn í eyrunum. Auðlindin til útivistar hér á Íslandi er nær ótæmandi, en það þarf að gera hana aðgengilega öllum.</p> <p dir="ltr">Það er fastur liður hjá mörgum að fara í ræktina, eins og það er kallað, en hún þarf ekki alltaf að vera inni við. Tilraunaverkefnið Green Gym, eða útiræktin, hefur breiðst hratt út í Bretlandi, en það eru opin svæði þar sem fólk sem glímir til dæmis við offitu, hefur aðgang að stígakerfi og leiðsögn. Reynslan sýnir að skipulögð útivist linar marga kvilla og eykur vellíðan. Samkvæmt einni athugun dró miðlungs virkni í Green Gym úr áhættu á hjartasjúkdómum um 50% hjá þátttakendum.</p> <p dir="ltr">Með skipulögðu átaki að byggja upp stíga, upplýsingaskilti og aðra aðstöðu má gera fjölmörg svæði á Íslandi meira aðlaðandi til útivistar og náttúruskoðunar - að grænum líkamsræktarstöðvum. Landverðir sem þekkja svæðin leiða gesti um þau og ljúka upp leyndardómum landsins.</p> <p dir="ltr">Nú eru uppi ýmsar stórbrotnar hugmyndir um fjárfestingar í ferðaþjónustu, en hægt er gera Ísland að réttnefndri paradís náttúruskoðenda og útivistarfólks með tiltölulega ódýrum aðgerðum og eflingu á landvörslu. Til þess þurfum við framsýni, virka náttúruvernd og fé til uppbyggingu innviða.</p> <p dir="ltr">Náttúruauðlindir Íslendinga felast ekki bara í fiskimiðum og orkulindum. Við höfum hér aðgang að hreinni náttúru við bæjardyrnar hvar sem er á landinu. Það er hlutverk skóla, heilbrigðisyfirvalda, umhverfisyfirvalda, sveitarfélaga, félagasamtaka og annarra að virkja þá auðlind enn frekar, okkur til hagsbóta og heilsubótar.</p> <p dir="ltr">Hér verða flutt erindi, sem ég sé fyrirfram að verða áhugaverð og síðan stendur til að efna til vinnustofu og smíða þar tillögur um að efla hreyfingu og útiveru Íslendinga. Ég óska ykkur góðs gengis og þakka öllum þeim sem komu að þessu frábæra framtaki.</p> <p>Takk fyrir,</p>

2012-05-16 00:00:0016. maí 2012Ávarp umhverfisráðherra á ársfundi Samáls 2012

<em>&#160;</em> <p><em>Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra flutti eftirfarandi ávarp á ársfundi Samáls sem haldinn var 16. maí 2012.</em><br /> </p> <p>Ágætu fundargestir,</p> <p>Sumir myndu segja að nú væri kominn köttur í ból bjarnar, en það er mér mikil ánægja að fá tækifæri til að ávarpa ykkur í dag á ársfundi Samáls.</p> <p>Hér er ekki ætlunin að tala um þá gagnrýni sem hefur sífellt orðið háværari á síðustu árum, að of geyst hafi verið farið í stóriðjuframkvæmdum og framkvæmdum við virkjanir þeim tengdum – bæði af hvað varðar samfélagsleg áhrif og áhrif á umhverfið – og að arður þjóðarinnar af vatnsaflsauðlindinni hafi ekki verið nægur. Hér er ekki heldur ætlunin að ræða þau sjónarmið, að nóg sé komið af mengandi starfsemi hér á landi – jafnvel sé komið meira en nóg af álverum fyrir litla Ísland. Því síður er hér ætlunin að ræða umhverfisáhrif þess að flytja báxít og súrál yfir hálfan hnöttinn, né heldur samfélags- og umhverfisáhrifin sem oft verða þar sem hráefnisins er aflað.</p> <p>Hér vil ég þvert á móti tala um það sem sameinar okkur og það hvernig hægt er að gera þá starfsemi sem til staðar er sem best úr garði – þannig að hún starfi í sem mestri sátt við bæði samfélag og umhverfi.</p> <p>Þegar álið knúði dyra á Íslandi var umhverfisráðuneytið ekki til – raunar mætti segja að umhverfisvernd hafi rétt verið að fæðast sem málaflokkur á svipuðum tíma og straumi var hleypt á fyrstu kerin í Straumsvík. Það er því kannski eðlilegt að vernd umhverfis og náttúru hafi ekki verið efst á forgangslista frumkvöðlanna. Á síðustu árum hefur tækni við álframleiðslu tekið stórstígum framförum, þannig að mengun hefur dregist mjög saman, reiknað á hvert framleitt tonn af áli. Þetta skiptir kannski ekki síst máli í ljósi þess, að frá aldamótum hefur framleiðsla á áli ríflega þrefaldast hér á landi (2000: 209.680 tonn, 2011: 788.905 tonn).</p> <p>Hluta af ástæðu þessa má rekja til þess að álver hafa hér á landi verið brautryðjendur í að innleiða vottuð umhverfisstjórnunarkerfi skv. ISO14001-staðlinum. Slíkt vinnulag leiðir ekki aðeins til minni mengunar og meiri sáttar um reksturinn, heldur líka til bættrar nýtingar hráefnis, minni úrgangs og betri reksturs. Það helst í hendur að reka fyrirtæki af framsýni og í sátt við umhverfið.</p> <p>Nýlega tók Umhverfisstofnun saman skýrslu um losun gróðurhúsalofttegunda frá árinu 1990 til 2010 og sendi til loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna. Í loftslagssamningnum eru allar tölur miðaðar við árið 1990 sem grunnár, en það ár var losun hér á landi 3,5 milljónir tonna CO2-ígilda. Árið 2010 nam heildarlosun gróðurhúsalofttegunda frá Íslandi hins vegar 4,5 milljónum tonna CO2-ígilda, sem er aukning um 30% á tímabilinu. Tveir flokkar losunar eru langstærstir hérlendis og nam losun frá þeim árið 2010 samtals 64% af heildartölunni. Losun vegna iðnaðar og efnanotkunar er samtals 44% og vegna samgangna 20%. Aukningin hefur jafnframt verið mest í þessum geirum, 142% í áliðnaði og 60% í vegasamgöngum.</p> <p>Þessar tölur vekja athygli ef maður nefnir þær við erlenda loftslagsáhugamenn, af tvennum sökum helst.</p> <p>Í fyrsta lagi er hlutur iðnaðar talsvert stærri en gengur og gerist – bæði vegna þess að hér er losun vegna orkuframleiðslu í mýflugumynd, en ekki síður vegna þess hversu fyrirferðarmikill stóriðjugeirinn er. Í öðru lagi telst 30% aukning í meira lagi á tímabilinu, en hún skýrist að mestu af hinu svokallaða íslenska ákvæði við Kýótó-bókunina, sem heimilaði íslenskum stjórnvöldum að halda losun frá nýrri stóriðju eða stækkun stóriðjuvera utan við losunarskuldbindingar sínar eftir að losunarheimildir hafa verið fullnýttar, samkvæmt tilteknum reglum. Ef aðeins er litið til losunar utan við íslenska ákvæðið hefur hún lækkað úr 3,5 í 3,4 milljónir tonna CO2-ígilda á tímabilinu 1990-2010.</p> <p>Nú líður hins vegar að lokum fyrsta skuldbindingartímabils Kýótó-bókunarinnar og íslenska ákvæðisins við hana og við tekur viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir – svokallað ETS-kerfi. Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp til laga um loftslagsmál þar sem meginefnið er að innleiða reglur um þessa stækkun ETS-kerfisins frá og með næstu áramótum. Hér er um að ræða reglur sem væntanlega verða teknar inn í EES-samninginn í lok sumars. Það var sameiginleg niðurstaða ráðuneytisins og fulltrúa atvinnulífsins, þ.m.t. áliðnaðarins, að mikilvægt væri fyrir Ísland að verða samferða öðrum ríkjum Evrópu í þessar breytingar um næstu áramót. Til þess að það verði mögulegt hefur mikil undirbúningsvinna farið fram hjá Umhverfisstofnun og viðkomandi fyrirtækjum. Fyrirtækin hafa skilað inn gögnum og upplýsingum sem stofnunin hefur unnið úr og munu verða grunnur endurgjaldslausrar úthlutunar losunarheimilda til fyrirtækjanna á næsta viðskiptatímabili kerfisins. Þessi undirbúningsvinna hefur farið fram þrátt fyrir að til þess hafi ekki verið lagaskylda og hefur hann í flesta staði gengið mjög vel.</p> <p>Við vonum að frumvarpið komist til annarrar umræðu á Alþingi á næstu dögum og verði fljótlega að lögum, svo hægt sé að tryggja að innleiðing ETS-kerfisins verði snurðulaus.</p> <p>Í frumvarpinu er m.a. kveðið á um stofnun loftslagssjóðs, sem er í takt tilskipanir um ETS-kerfið, sem kveða á um skyldu til að verja tekjum af viðskiptakerfinu til loftslagsvænna verkefna. Sjóðinum er ætlað það hlutverk að styðja við verkefni er stuðlað geta að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi, aðlögun að afleiðingum loftslagsbreytinga og aukinni þekkingu almennings á loftslagsbreytingum af mannavöldum, afleiðingum þeirra og mögulegum aðgerðum til að sporna við þeim. Gert er ráð fyrir því að sjóðurinn verði fjármagnaður með tekjum sem íslenska ríkið fær af uppboðum losunarheimilda sem því verður úthlutað. Þetta er í takt við aukna áherslu álframleiðenda á samfélagslega ábyrgð – loftslagssjóðurinn er mikilvægt samfélagsverkefni, fjármagnað af stærstu losendum gróðurhúsalofttegunda og í umsjá stjórnvalda.</p> <p>Áhugi á samfélagsábyrgð fyrirtækja hefur aukist hröðum skrefum, ekki síst á allra síðustu árum. Það má velta því fyrir sér hvort um sé að ræða afleiðingar hrunsins, að þegar harðnar í ári átti fólk sig betur á því hversu mikilvægt er að samfélagið sé sterkt – og að fyrirtæki átti sig ekki síður á því að þau eru þátttakendur í þessu samfélagi. Hver svo sem orsökin er, þá ber að fagna því að álframleiðendur hafi verið með fyrstu fyrirtækjum hér á landi til að taka upp vottuð umhverfisstjórnunarkerfi og grænt bókhald, og séu flest búin að innleiða einhvers lags sjálfbærniverkefni og samfélagsstyrkir. Allt eru þetta nauðsynlegir þættir í rekstri stórra fyrirtækja á nýrri öld.</p> <p>Hér á eftir verður fjallað um áliðnað og umhverfi í hnattrænu samhengi og framtíð áliðnaðar í grænu hagkerfi. Það er ánægjulegt að sjá þessar áherslur í dagskránni, sjá að áliðnaðurinn lítur til grænni framtíðar.</p>

2012-05-15 00:00:0015. maí 2012Grein umhverfisráðherra í Morgunblaðinu - Ábyrgar veiðar og vernd

<p><em>Eftirfarandi grein Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra um ábyrgar veiðar og vernd birtist í Morgunblaðinu 15. maí 2012.</em></p> <h2>Ábyrgar veiðar og vernd</h2> <p>Ilmandi rjúpa á aðfangadag, reyktur lundi á þjóðhátíð, hreindýrasteik til hátíðarbrigða. Fyrr á öldum voru nytjar á villtum dýrastofnum landsins eitt af því sem gerði fólki kleift að draga fram lífið í harðbýlu landi. Nú eru þessar veiðar mikilvægur hluti af matarmenningu Íslands. Forsenda þess að svo megi vera áfram er að við berum gæfu til að skipuleggja veiðar og aðra nýtingu villtra dýra þannig að viðgangur stofnanna sé tryggður. Þetta er markmið svokallaðra villidýralaga.</p> <p>Samkvæmt lögum er almenna reglan sú að villt dýr eru friðuð, en umhverfisráðherra getur með reglugerð leyft veiðar á vissum tegundum. Þar er jafnframt kveðið á um að allar fuglaveiðar til nytja skuli vera sjálfbærar. Ljóst er að veiðar úr stofnum þar sem langvarandi fækkun á sér stað geta aukið á vandann og ber að draga úr eða hætta veiðum á meðan það ástand varir, svo veiðarnar geti talist sjálfbærar. Á undanförnum árum hefur verið gripið til aðgerða vegna fækkunar rjúpu með mikilli fækkun veiðidaga, sölubanni og ákalli til veiðimanna um að gæta hófsemi. Veiðar á blesgæs voru bannaðar 2003 vegna mikillar fækkunar í stofninum.</p> <p>Þegar gripið er til aðgerða til verndunar dýrastofna skiptir samvinna og samstarf við veiðimenn miklu máli. Þar ber m.a. að þakka forystuhlutverk Skotveiðifélags Íslands í þágu ábyrgra veiða og siðbótar meðal skotveiðimanna. Undanfarin misseri hafa talsmenn Skotvís hins vegar æ oftar séð sig knúna til að gagnrýna ákvarðanir umhverfisyfirvalda.</p> <p>Þessi gagnrýni er að sumu leyti skiljanleg; löggjöf um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum er að ýmsu leyti úrelt og brýn þörf á að endurskoða hana. Sú vinna er í gangi í nefnd á vegum ráðuneytisins. Þá eru upplýsingar um stöðu fugla- og dýrastofna oft af skornum skammti, víða skortir þekkingu á áhrifavöldum í afkomu þeirra.</p> <h3>Sérstök staða svartfugla</h3> <p>Vísindamenn hafa um nokkurt skeið haft áhyggjur af fækkun í tilteknum stofnum sjófugla og viðkomubresti hjá þeim.&#160; Mælingar sýna viðvarandi fækkun undanfarin ár og vísbendingar eru um hraða niðursveiflu nú um stundir . Sl. haust skipaði ég starfshóp í því skyni að leita leiða til að snúa þessari neikvæðu þróun við og stuðla þannig að verndun og endurreisn þeirra.</p> <p>Orsakir fækkunar og viðkomubrests sjófugla virðast að mestu leyti vera fæðuskortur, en fuglarnir lifa einkum á sandsíli og loðnu. Hrun varð í sandsílastofninum árið 2000 og hefur hann ekki náð sér á strik síðan. Loðnustofninn hefur verið í lægð sl. áratug og breytingar hafa verið á göngumynstri loðnunnar. Breytingar í umhverfi sjávar, m.a. vegna hnattrænnar hlýnunar, hafa haft líka áhrif á stofna og göngur þessara fisktegunda. Þá getur samkeppni um fæðu spilað inn í, en fiskar og önnur sjódýr sækja í margar sömu tegundir og svartfuglarnir.</p> <h3>Vernd</h3> <p>Flest bendir til þess að við núverandi ástand sé nýliðun í svartfuglastofnum ekki nægjanleg til að vega upp á móti afföllum vegna veiða. Slíkt er skv. villidýralögum forsenda þess að ráðherra geti leyft veiðar. Flestum virðist ljóst að til einhverra aðgerða þarf að grípa<span>&#160;</span> og þótt veiðar á sjófuglum séu ekki taldar hafa megináhrif á fækkun í stofnum þeirra,<span>&#160;</span> eru veiðar sá þáttur sem stjórnvöld geta mest haft áhrif á til að milda áfallið.</p> <p>Í skýrslu fyrrnefnds starfshóps er lagt til að efla vöktun og rannsóknir, svo upplýsingar um stöðu stofnanna verði betri og að auka samstarf við sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið til að meta betur heildarmyndina. Þá eru lagðar til ýmsar verndaraðgerðir – ýmist tímabundnar eða til langframa.</p> <p>Á grundvelli skýrslunnar hefur umhverfisráðuneytið gripið til tveggja aðgerða til að bregðast við bágri stöðu svartfuglastofnanna. Annars vegar liggur fyrir Alþingi frumvarp um breytingar á ákvæðum villidýralaga um nýtingu hlunninda, svo stjórnvöld geti gripið til aðgerða til að tryggja viðkomu tiltekinna stofna, ef ástand þeirra krefst þess. Hins vegar var veiðitímabil svartfugls stytt um 15 daga nú í vor, til að tryggja varpfugli betra næði til að koma sér fyrir á varpstað.</p> <h3>Næstu skref</h3> <p>Umræðan sem hefur skapast í í kjölfar skýrslunnar er af hinu góða. Fjölmargir hafa komið að henni - vísindamenn, hagsmunaaðilar, bændur og veiðimenn. Margþættar skoðanir hafa verið á lofti og best væri auðvitað ef niðurstaðan &#160;sætti sem flest sjónarmið, þótt sennilega verði ekki á allt kosið í þeim efnum.</p> <p>Vegna þess hversu mörg erindi og athugasemdir bárust við frumvarpið óskaði ég sérstaklega eftir umsögn utanaðkomandi aðila á þeim. Þær athugasemdir voru einkum frá hlunnindabændum víða um land sem töldu vanda einstakra tegunda fremur staðbundinn en almennan.</p> <p>Frumvarpið sem lagt var fram snýst um heimild umhverfisráðherra til að banna veiðar en í því felst ekki ákvörðun um bann. Engin slík ákvörðun liggur fyrir. Vöktun verður hinsvegar sett í forgang og ef af banni verður yrðu veiðar leyfðar að nýju þegar stofnar taka að braggast á ný.</p> <p>Aukin vöktun og rannsóknir&#160; eru forsenda skynsamlegra ákvarðana í þessu efni. Þar þarf einnig að sækja í brunn veiðimanna og hlunnindaréttarhafa, t.d. með því að vinna úr veiðidagbókum og gögnum um hlunnindanytjar í samvinnu við þá sem þau hafa.</p> <p>Heildstæð stefnumótun í þessum málaflokki er brýn en hún þarf m.a. að taka mið af tillögum nefndar um endurskoðun villidýralaganna og athugasemdum og umræðum um svartfuglafrumvarp. Mikilvægt er að sem víðtækust sátt náist til að tryggja samstarfsvilja allra sem að málinu koma. Loks kemur til greina að skipa nýjan starfshóp til að meta frekari gögn með &#160;fulltrúum allra sem hagmuna eiga að gæta, þannig að til viðbótar þeim fulltrúum sem voru í fyrri starfshópi komi t.d. fulltrúi bjargveiðimanna.</p> <h3>Sátt og saga</h3> <p>Um aldir hefur þjóðin haft sitt lifibrauð af náttúrunni og þeim gæðum sem hún hefur upp á að bjóða. Þekking á lögmálum hennar og samspili við manninn er hluti af sögu og menningu sem ber að varðveita og halda til haga. Þegar ráðum er ráðið og ákvarðanir teknar þarf meðal annars að gæta að þessari sögu.</p> <p>Samráð við hagsmunaaðila er mikilvægt í þessu efni sem öðrum, en almannavaldinu ber síðan að hafa heildarhagsmuni í huga og láta náttúruna njóta vafans.&#160; Þannig er grunnur góðrar niðurstöðu.</p> <p>Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra</p>

2012-05-15 00:00:0015. maí 2012Ávarp umhverfisráðherra á ráðstefnu um erfðabreytta ræktun

<p><em>Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra flutti eftirfarandi ávarp á ráðstefnum um erfðabreytta ræktun sem haldin var 15. maí 2012.</em></p> <p>&#160;</p> <p>Fundarstjóri, fyrirlesarar og aðrir ráðstefnugestir.</p> <p>Á undanförnum misserum hefur umræða um erfðabreyttar lífverur aukist nokkuð hér á landi en því fer þó fjarri að hún hafi verið jafnvíðtæk og t.d. hjá nágrönnum okkar í Evrópu, sem við eðlilega berum okkur helst saman við. Sem kunnugt er byggist íslensk löggjöf á þessu sviði á lögum Evrópusambandsins í samræmi við saminginn um evrópska efnahagssvæðið, sem tók gildi hér á landi 1. janúar 1994, en um er að ræða eina af meginstoðum samningsins, frjálst vöruflæði. Umræðan hér á landi hefur einkum verið tvíþætt, annars vegar um erfðabreytta ræktun, þ.e.a.s. sleppingu og dreifingu út í umhverfið, og hins vegar um erfðabreytt matvæli og fóður og merkingu þeirra. Fyrri þátturinn, erfðabreytt ræktun, verður umfjöllunarefni á þessari ráðstefnu sem umhverfisráðuneytið stendur fyrir, enda fellur sá þáttur undir verksvið ráðuneytisins – sem hvorki erfðabreytt matvæli og fóður né merkingar þeirra gera.</p> <p>Umræðan um erfðabreytta ræktun hefur til þessa, að ég best fæ séð, skipst í nokkuð skarpa andstæðupóla. Hún hefur einkum tengst annars vegar sjónarmiðum þeirra sem telja slíka ræktun fyllilega ásættanlega og hins vegar þeirra sem eru algjörlega á móti henni. Inn í þetta hafa blandast nokkur mál sem lögð hafa verið fram á Alþingi að undanförnu en ekki náð fram að ganga. Almenningur hefur hins vegar lítið látið í sér heyra til þessa og er því fyllilega tímabært að breikka umræðuna. Tilgangur þessarar ráðstefnu er fyrst og fremst sá að reyna að varpa ljósi á stöðu mála varðandi erfðabreytta ræktun bæði hér á landi og í nágrannalöndunum – og þar með vonandi skapa betri jarðveg fyrir upplýsta umræðu um þessi mál hér á landi.</p> <p>Skiptar skoðanir virðast ríkja um málefnið ef litið er til einstakra landa eða heimsálfa. Þannig hefur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins í auknum mæli leitað eftir áliti almennings á erfðabreyttri ræktun og lagt fram tillögur um hvernig skuli brugðist við, m.a. í ljósi þess almenningsálits. Í könnun á viðhorfum almennings til erfabreyttrar ræktunar í ríkjum Evrópusambandsins sem birt var í október 2010 kom fram, að af þeim sem tóku afstöðu til málsins töldu 70% erfðabreytta ræktun skaðlega umhverfinu. Einnig komu fram áhyggjur – ef ekki uggur – á meðal bænda sem stunda hefðbundna ræktun.</p> <p>Í samræmi við þetta hefur framkvæmdastjórn ESB lagt til breytingar á gildandi reglum þess efnis að hverju og einu ríki skuli í sjálfsvald sett hvort það takmarki eða hreinlega banni slíka ræktun á grundvelli umhverfislegra, heilsufarslegra, félags- og efnahaglegra sjónarmiða.</p> <p>Ekki hefur tekist að afgreiða málið á vettvangi Evrópusambandsins en Danmörk sem fer með formennsku innan sambandsins á fyrra misseri þessa árs mun freista þess að hún liggi fyrir á miðju ári. Ole Kaae frá danska umhverfisráðuneytinu mun væntanlega gera okkur frekari grein fyrir því hér á eftir. Þrátt fyrir þetta og að fyrir liggur niðurstaða Evrópudómstólsins um að Evrópusambandslöndunum sé óheimilt að banna fortakslaust erfðabreytta ræktun innan eigin landamæra hafa Austurríki, Ungverjaland, Grikkland og Kýpur bannað erfðabreytta ræktun innan sinna landamæra. Á fundi sem ég átti með umhverfisráðherra Lettlands fyrir tæpum tveimur vikum kom fram m.a. að 95% sveitarfélaga landsins hefðu bannað erfðabreytta ræktun. Af þessu má sjá að það eru töluverðar sviptingar í þessum málaflokki innan Evrópusambandsins.</p> <p>Ef litið er til annarra landa, sérstaklega Norður- og Suður - Ameríku og Indlands, þá virðast önnur viðhorf ríkja þar, en þar styðja stjórnvöld og hvetja jafnframt til aukinnar erfðabreyttrar ræktunar.</p> <p>Hér á landi hefur ekki verið mótuð sérstök stefna um erfðabreytta ræktun umfram það sem fram kemur í lögum nr. 18/1996, um erfðabreyttar lífverur. Skv. lögunum þarf leyfi Umhverfisstofnunar til slíkrar ræktunar, að fenginni umsögn Náttúrufræðistofnunar Íslands. Að auki leitar Umhverfisstofnun umsagnar sérstakrar ráðgjafanefndar um erfðabreytta ræktun, en nefndin er skipuð og starfar samkvæmt lögunum. Um þá þætti verður fjallað nánar hér á eftir. Með hliðsjón af því sem ég hef þegar sagt vaknar sú spurning hvort ekki sé æskilegt að mótuð verði ítarlegri stefna hér á landi um erfðabreytta ræktun. Við mótun slíkrar stefnu þarf m.a. að skoða hvort slík ræktun skuli sæta takmörkunum – og þá hvaða – eða hvort líta eigi til að banna hana og þá á hvaða forsendum. Eins og að lögum er búið og á meðan ekki hefur tekist samkomulag innan Evrópusambandsins um málið sem síðan það rataði inn í íslenskan rétt með samningnum um Evrópska efnahagssvæðið er álitamál hvort íslensk stjórnvöld gætu bannað erfðabreytta ræktun hér á landi.</p> <p>Nái tillögur framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins hins vegar fram að ganga verður hverju og einu landi innan sambandsins heimilt að ákveða bann eða takmörkun og þá mun sú heimild einnig ná til Íslands á grundvelli EES-samningsins. Hver sem niðurstaðan verður á meginlandi Evrópu, þá tel ég æskilegt að setja í gang vinnu við stefnumótun á þessu sviði út frá þeim hagsmunum sem kunna að vera í húfi hér á landi. Skoðanir þeirra sem hagsmuna eiga að gæta, fræðimanna og frjálsra félagasamtaka skipta hér miklu máli, en ekki síður skoðanir almennings. Ég hef því í hyggju að ýta slíku starfi úr vör á næstunni. Ég vænti þess að þessi ráðstefna geti orðið fyrsta skrefið á þeirri leið.</p> <p>Að þessum orðum sögðum lýsi ég því hér með yfir að ráðstefnan er sett um leið og ég hlakka mikið til að hlýða á þau mörgu og fjölbreytilegu erindi sem hér verða flutt og að draga saman helstu niðurstöður, eins og þær koma mér fyrir sjónir, í lok ráðstefnunnar.</p>

2012-05-12 00:00:0012. maí 2012Grein umhverfisráðherra í Fréttablaðinu - Hafið: Vagga lífsins og fjöregg Íslands

<p>&#160;</p> <p><em>Eftirfarandi grein Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra um hafið birtist í Fréttablaðinu 12. maí 2012.</em></p> <h2>Hafið: Vagga lífsins og fjöregg Íslands</h2> <p>Hafið er gullkista Íslendinga. Gjöfulir fiskistofnar umhverfis landið eru þeir sjóðir sem gerðu Íslendingum kleift að brjótast frá fátækt til velsældar. Þar er enn að finna verðmæti sem standa öðrum fremur undir lífskjörum okkar, þótt íslenskur efnahagur hvíli nú á fleiri stoðum en áður. Stjórnkerfi fiskveiða hefur lengi verið ein helsta þrætubók þjóðarinnar, en við megum ekki gleyma því að þrátt fyrir allt ríkir hér kannski dýpri og almennari sátt um nauðsyn sjálfbærra fiskveiða en hjá flestum öðrum þjóðum. Áhersla á stundargróða í fiskveiðum á kostnað lífríkisins er bein ógn við efnahag og samfélag Íslendinga til lengri tíma. Vonandi berum við gæfu til þess að viðhalda sáttinni um sjálfbærni í þeirri umræðu sem nú fer fram um umbætur á stjórnkerfi fiskveiða.</p> <p>Árangur Íslendinga á þessu sviði og augljósir hagsmunir okkar hafa valdið því að tekið er mark á Íslandi í alþjóðlegri umræðu um málefni hafsins. Íslendingar voru brautryðjendur í útfærslu landhelgi og lögsögu, sem síðar festist í sessi í alþjóðlegum hafrétti. Síðar voru íslensk stjórnvöld í fararbroddi í alþjóðlegri umræðu um mengun hafsins. Margt hefur áunnist á þessum sviðum, en málefni hafsins eru í brennidepli sem aldrei fyrr. Með vaxandi álagi á vistkerfi þurrlendisins beinast sjónir marga að auðlindum og tækifærum sem leynast í höfunum. Þau þekja 70% af jörðinni, en við þekkjum lífríki þeirra ekki til hlítar og eigum langt í land bæði með að vernda þau sem skyldi og nýta auðæfi þeirra á skynsamlegan og sjálfbæran hátt.</p> <p>Ofveiði er víða vandamál, ekki síst hjá mörgum þróunarríkjum sem eru illa í stakk búin að nýta fiskistofna sína á sjálfbæran hátt og samkvæmt vísindalegri þekkingu. Mengun er víða alvarleg ógn, ekki síst í innhöfum og grunnsævi undan þéttbýlum strandsvæðum. Kóralrif og önnur lífauðug vistkerfi eiga mjög undir högg að sækja vegna mengunar, loftslagsbreytinga og skemmda af völdum&#160; skaðlegra veiðiaðferða. Vaxandi sókn er í olíu á hafsbotni, sem er stundum dýru verði keypt eins og olíuslysið á Mexíkóflóa árið 2010 sýndi glöggt.</p> <p>Í stefnumótun um málefni hafanna er í vaxandi mæli horft til þess að samræma ólíka þætti í takt við fjölbreytta nýtingu á auðlindum sjávar og aukinn skilning á vistkerfinu. Samþætting umhverfisverndar og sjálfbærrar nýtingar er þar lykillinn að árangri. Það er rangt og skaðlegt að líta á vernd og nýtingu sem andstæður. Við okkur Íslendingum blasa fjölbreyttari not á auðlindum hafsins. Fiskeldi mun líklega fara vaxandi. Víða er hægt að nýta þang og kalkþörunga. Sjávarfallavirkjanir eru komnar á teikniborðið. Fjölbreytt og stórbrotin strandlengja Íslands er auðlind ferðaþjónustunnar ekki síður en víðerni hálendisins. Hvala- og selaskoðun skilar tekjum og styrkir byggðir. Á sama tíma skjóta nýjar ógnir upp kollinum, svo sem súrnun sjávar vegna losunar koldíoxíðs og möguleiki á stórauknum olíuflutningum nálægt Íslandsströndum. Allt þetta kallar á virka stefnumörkun Íslands í málefnum hafsins heima fyrir og öflugan málflutning á alþjóðasviðinu. Þar dugar ekki að orna sér við gamla sigra.</p> <p>Stundum er eins og gjá sé á milli stefnu um nýtingu auðlinda hafsins annars vegar og um umhverfis- og náttúruvernd hins vegar. Slíkt gengur einfaldlega ekki. Vernd og nýting auðlinda hafsins eru tvær hliðar á sama peningi. Ísland þarf að vera öflugur málsvari umhverfisverndar á höfunum, hvort sem litið er til mengunar, loftslagsbreytinga eða verndar verðmætra vistkerfa. Ísland á einnig að beita sér fyrir sjónarmiðum sjálfbærrar nýtingar á heimamiðum, í viðræðum um flökkustofna og í þróunaraðstoð. Höfin geta verið gullkista allra jarðarbúa, en einungis ef við gætum vel að því að skilja vistkerfi þeirra og vernda lífríkið. Ísland á að setja metnað sinn í að vera leiðandi í þeirri umræðu.</p>

2012-04-24 00:00:0024. apríl 2012Ávarp umhverfisráðherra á málþingi um Svein Pálsson

<p><em>Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra ávarpaði gesti á málþingi um líf og störf Sveins Pálssonar náttúrufræðings sem haldið var í tilefni 250 ára fæðingarafmælis hans þann 24. apríl 2012.</em></p> <p>&#160;</p> <p>Góðir gestir.</p> <p>Fyrir fjórtán árum ákvað ríkisstjórnin að tilnefna Dag umhverfisins sem skyldi verða „hvatning til skólafólks og almennings að kynna sér betur samskipti manns og náttúru og [...] tækifæri fyrir stjórnvöld, félagasamtök og fjölmiðla til að efla opinbera umræðu um umhverfismál.“</p> <p>Þegar kom að því að velja dagsetningu fyrir Dag umhverfisins varð fæðingardagur Sveins Pálssonar fyrir valinu. Veigamikil rök lágu þar að baki – Sveinn var fyrsti íslenski náttúrufræðingurinn og þótt víðar væri leitað, frumkvöðull í rannsóknum á náttúrunni, hvort heldur var á eldfjöllum, jöklum, skógum eða öðrum náttúrufyrirbærum.</p> <p>Hann var einnig sá maður íslenskur sem ef til vill fyrstur vakti máls á þeirri hugsun sem nú gengur undir heitinu „sjálfbær þróun“, þegar hann benti á að slæm meðferð skóga skaðaði hag komandi kynslóða.</p> <p>Sem læknir, vísindamaður, ferðalangur, bóndi og rithöfundur stóð Sveinn þó fyrir miklu meiru. Það er því sérstök ánægja að efnt er til þessa málþings um líf hans og störf á 250 ára fæðingarafmæli hans – af nógu er að taka þegar kemur að því að fræðast um afrek Sveins á hinum ólíkustu sviðum.</p> <p>Sveinn Pálsson var afsprengi mikilla umbrotatíma þar sem stórfelld þróun átti sér stað í því hvernig maðurinn leit á náttúruna - heilu hugmyndakerfin voru á fleygiferð. Í nafni vísindanna lét hann fátt stöðva sig í því að afla nýrrar vitneskju um íslenska náttúru og móður jörð, og sú staðfesta skilaði afburða árangri. Hann varð fyrstur manna til að lýsa legu eldfjallabeltisins undir Íslandi og skýra hreyfingu skriðjökla. Til að afla slíkra upplýsinga varð hann fyrstur manna til að ganga á Öræfajökul og upp að Lakagígum, aðeins tíu árum eftir hin örlagaríku eldsumbrot þar. Það er nánast óraunverulegt að ímynda sér það úthald sem hefur þurft fyrir fjallabrölt og ferðir yfir beljandi stórfljót eins og þær sem Sveinn tók sér á hendur, og það fyrir tíma vélknúinna ökutækja, stálsleginna mannbrodda, vatnsvarins hlífðarfatnaðar og gps staðsetningartækja.</p> <p>Í dag byggjum við þekkingu okkar á náttúru og umhverfi á vinnu manna eins og Sveins Pálssonar. Þær voru grunnurinn að starfi vísindamanna sem héldu áfram þar sem Sveinn og aðrir frumkvöðlar slepptu. Þeir hafa aftur opnað augu okkar fyrir þeim hættum sem steðja að umhverfinu og mikilvægi þess að standa vörð um náttúruna - til að tryggja afkomu okkar sjálfra og afkomenda okkar um ókomna tíð. Það er vegna slíkra rannsókna sem áhugi og umræða um umhverfismál eru komin jafn langt og raun ber vitni í dag – að við yfirhöfuð sjáum mikilvægi þess að umhverfi okkar sé tileinkaður sérstakur dagur. Og fyrir þetta frumkvöðlastarf ber að þakka.</p> <p>Það er meðal annars gert með því að halda minningu slíkra manna á lofti. Á morgun verður afhjúpaður minnisvarði um Svein Pálsson í Vík í Mýrdal þar sem hann bjó og starfaði lengst af. Einnig hafa verið gerðar úrbætur á legstað hans í gamla kirkjugarðinum á Reyni sem og á umhverfi og aðkomu garðsins sjálfs. Það er Mýrdalshreppur, Katla Jarðvangur, Kirkjumálaráð og Landgræðslan sem eiga veg og vanda að þessum framkvæmdum en þannig minnast heimamenn þessa merka sveitunga síns á 250 ára fæðingarafmæli hans, og það með miklum sóma.</p> <p>Góðir gestir.</p> <p>Í fyrirlestrunum hér á eftir verður sagt frá þeim tíðaranda sem ríkti á tímum Sveins, ferðum hans og störfum á sviði vísinda og lækninga. Í anda hans sjálfs má búast við fróðleik og upplýsingum um mikinn frumkvöðul og hans ómetanlega framlag til vísindanna. Okkar er að njóta.</p>

2012-04-16 00:00:0016. apríl 2012Ávarp umhverfisráðherra á málstofu um leiðina til Ríó+20

<p><em>Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra ávarpaði gesti á málþingi um leiðina til Ríó+20, sem haldið var 16. apríl 2012, með eftirfarandi orðum.</em></p> <p>Ágætu gestir,</p> <p>Það er mér ánægja að fá að ávarpa ykkur við upphaf þessa fundar um leiðina til Ríó, sjálfbæra þróun og tækifæri græns hagkerfis. Framundan er áhugaverð dagskrá og vonandi fjörugar umræður um málefni sem skiptir miklu – nokkuð sem má segja að sé mesta áskorun stjórnmálanna um þessar mundir. Það er, hvernig við náum að stilla hegðun núlifandi kynslóða af, þannig að þær komi ekki í veg fyrir að komandi kynslóðir geti séð sér sómasamlega farborða hér á henni Jörð.</p> <p><strong><u>OECD-fundurinn</u></strong></p> <p>Á dögunum sótti ég fund umhverfisráðherra OECD, sem haldinn var til að stilla saman strengi fyrir Ríó+20. Eitt aðalumfjöllunarefnið var ný skýrsla OECD sem ber yfirskriftina: „OECD Environmental Outlook to 2050: The Consequences of Inaction.“ Undirtitillinn lýsir inntakinu nokkuð vel: „Afleiðingarnar af aðgerðarleysi.“ Þarna er sett fram spá um þróun mannfjölda og efnahagsmála næstu fjóra áratugina og reiknað út hverjar afleiðingarnar verða ef mannkynið heldur áfram „business as usual“ – í hvaða ógöngum börnin okkar munu lenda ef við grípum ekki til metnaðarfullra ráðstafana í umhverfismálum.</p> <p>Skýrslan fjallar sérstaklega um fjóra meginþætti: 1) loftslagsbreytingar, 2) líffræðilegan fjölbreytileika, 3) vatn og 4) áhrif mengunar á heilsu manna. Í sem stystu máli er sýnt fram á að aðgerðarleysi muni hafa geigvænlegar afleiðingar fyrir stóran hluta mannkyns, auk þess sem óhjákvæmilegur kostnaður muni aukast eftir því sem lengra líður án þess að gripið sé til aðgerða. Sumir fulltrúar á fundi OECD kváðu svo fast að orði, að heimurinn sé við það að fara fram af bjargbrúninni á mörgum sviðum. Þessi skýrsla, sem ég mæli með að þið nálgist á heimasíðu OECD, sýnir svart á hvítu að leið sjálfbærrar þróunar er ekki ein af leiðunum fram á veginn – sjálfbær þróun er eina leiðin sem mannkynið getur leyft sér að fara.</p> <p>Þetta er líklega helsta áskorun ráðstefnunnar í Ríó nú í sumar. Hvernig ná ríki heims að stilla saman strengi, svo hægt sé að grípa til þeirra bráðu aðgerða sem nauðsynlegar eru, bæði fyrir umhverfið og mannkynið?</p> <p><strong><u>Hugarfarsbreyting undanfarinna 20 ára</u></strong></p> <p>Oft er óþægilega auðvelt að vera svartsýnn þegar ríki heims koma saman til að ná sameiginlegri niðurstöðu, enda er slíkum fundum hætt við að skila smærri skrefum en vænst var. Við getum til dæmis rifjað upp andvarpið sem heyrðist fyrir tveimur árum, þegar ljóst varð að loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn stóð ekki undir þeim væntingum sem til hennar voru gerðar. Litlu skrefin eru hins vegar oft mikilvægari en virðist við fyrstu sýn.</p> <p>Ráðstefnan í Ríó fyrir 20 árum sáði nokkrum fræjum sem náðu að spíra og vaxa – og hafa á undanförnum árum náð að dafna. Loftslagssamningur Sameinuðu þjóðanna er eitt af þeim fræjum, Kaupmannahafnarráðstefnan sýndi vel hvernig það fræ dafnar. Við megum nefnilega ekki gleyma því, að fyrstu árin eftir Ríó-ráðstefnuna þótti fullboðlegt að efast um að loftslagsbreytingar af mannavöldum væru yfir höfuð staðreynd. Gríðarlega mikið púður fór í að vinda ofan af röngum skilaboðum. Í Kaupmannahöfn strandaði hins vegar ekki á því grundvallaratriði, heldur ýmsum útfærslum á aðgerðum – efasemdarraddirnar voru þagnaðar - hugarfarsbreyting hafði greinilega átt sér stað.</p> <p>Sama má segja um sjálfbæra þróun, sem sett var á dagskrá stjórnmálanna fyrir 20 árum. Hugtakið kom reyndar fram fyrir um fjörutíu árum en var skilgreint í fyrsta skipti í skýrslu Brundtland nefndarinnar kom út á vegum Sameinuðu þjóðanna árið 1987. Hugtakið er skilgreint sem „...þróun sem fullnægir þörfum samtíðarinnar án þess að skerða möguleika komandi kynslóða til að fullnægja sínum þörfum.“ Á síðustu árum hefur sjálfbær þróun náð að skipa þann sess í umræðunni sem henni ber.</p> <p>Hér á eftir verður skýrsla Alþingis um græna hagkerfið kynnt. Hún er ein birtingarmynd þeirrar hugarfarsbreytingar sem hefur átt sér stað. Mikil samstaða var á þingi um þetta málefni – og það þvert á flokka - sem þykir jafnvel í frásögur færandi. Grænar áherslur í hagvexti eru ekki bara draumsýn náttúruverndarsinna, heldur forsenda þess að við náum að afstýra þeirri þróun sem lýst er í skýrslu OECD sem ég nefndi hér áðan – forsendur þess að mannkynið þrífist til framtíðar - liggur mér við að segja.</p> <p>Hugmyndir um grænt hagkerfi hefðu tæpast getað orðið til – og um þær hefði aldrei ríkt svo mikil sátt – ef ekki væri fyrir fræin sem sáð var á fundinum í Ríó 1992 og þá miklu hugarfarsbreytingu sem hefur orðið síðan þá.</p> <p><strong><u>Framundan</u></strong></p> <p>Grænt hagkerfi er bara eitt af þeim verkfærum sem við þurfum að beita til að koma atferli og neyslu mannkynsins á réttan kjöl. Það er von mín að ein af niðurstöðum Ríó+20 verði sú að láta okkur fleiri verkfæri í té. Sjálfbærni verður nefnilega tæpast náð með því einu að bæta grænum áherslum í það hagkerfi sem fyrir er, heldur þurfum við á næstu árum að finna leiðir til að bylta hagkerfinu, að umbylta neyslu- og framleiðsluvenjum okkar. Og þegar ég segi „okkar“ meina ég að við lítum í eigin barm - Íslendingar, Vesturlandabúar og íbúar annarra auðugra ríkja - og áttum okkur á því að neysla okkar er stór hluti þess vanda sem steðjar að jörðinni.</p> <p>Áskorunin við þetta felst í því að finna leiðir til að auka og viðhalda velsæld mannkyns, án þess að ganga stöðugt á auðlindir og valda spjöllum á náttúrunni. Í grófum dráttum snýst hin hefðbundna sýn á hagvöxt um þetta – en hagvaxtardrifinn vöxtur hefur um áratuga skeið verið ráðandi hugmyndafræði og svo er enn. Þjóðarleiðtogar víða um heim eru þó smám saman að vakna til vitundar um að þetta gangi ekki til frambúðar og í pólitískri umræðu heyrast æ oftar hugtök á borð við „beyond GDP“ – framtíð þar sem við erum ekki háð hagvexti, heldur mælum framþróun og velmegun með öðrum mælistikum.</p> <p><strong><u>Áherslur Íslands</u></strong></p> <p>Í aðdraganda Ríó ráðstefnunnar gefst aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna tækifæri til að leggja fram áherslur sínar áður en eiginlegar samingaviðræður um yfirlýsingu ráðstefnunnar hefjast. Ríkisstjórn Íslands samþykkti síðastliðið haust að beina sjónum einkum að fjórum málefnum. Þau voru valin öðrum fremur annars vegar vegna þess að þar er um að ræða atriði sem eru Íslandi sérstaklega mikilvæg, en hins vegar vegna þess að þarna teljum við okkur hafa eitthvað fram að færa. Mun ég nú stuttlega reifa þau.</p> <p><strong><u>Hafið</u></strong></p> <p>Íslendingum dylst ekki hversu mikilvægt hafið er. Auðlindir sjávar eru undirstaða einnar stærstu útflutningsgreinar landsins og mikilvæg uppspretta fæðu. Vegna þessa hafa Íslendingar lengi beitt sér fyrir ábyrgri umgengni við hafið, m.a. með því að vinna gegn mengun og fyrir ábyrgri nýtingarstefnu. Á síðustu árum hefur komið æ betur í ljós hversu stóru hlutverki hafið gegnir í loftslagsbreytingum. Hafið tekur við miklu af þeim gróðurhúsalofttegundum sem losna á landi og hefur þannig temprandi áhrif á loftslagsbreytingar. En sá galli er á gjöf Njarðar, að samhliða þessu breytist sýrustig sjávar. Þessi súrnun gæti dregið mjög úr líffræðilegum fjölbreytileika og þar eru ekki litlir hagsmunir í húfi, ekki síst þegar litið er til þess að um 1/6 af fæðu mannkyns kemur úr sjónum.</p> <p><strong><u>Endurnýjanleg orka</u></strong></p> <p>Endurnýjanleg orka er nú 19% af orkuneyslu heimsins. Ísland nýtur þeirrar sérstöðu að nær öll orka til húshitunar og rafmagnsframleiðslu er framleidd úr endurnýjanlegum orkugjöfum. Enn er það svo að um 1.3 milljarður íbúa jarðarinnar hafa ekki aðgang að orku og 2.7 milljarðar búa við óviðunandi orku til eldamennsku (aðallega viðarkol). Aðgangur að orku er lykillinn að útrýmingu fátæktar, það þekkja Íslendingar sem í upphafi 20. aldarinnar voru ein fátækasta þjóðin í Evrópu.</p> <p>Því er afar brýnt að auka aðgengi fólks að orku og mikilvægt að beina sjónum að endurnýjanlegum orkulindum í því skyni að auka lífsgæði og bæta heilsufar í fátækum löndum. Á hverju ári deyja um það bil 2.4 milljónir vegna ófullnægjandi loftgæða innanhúss sem stafa af eldamennsku á viðarkolum. Að mestu leyti er þar um að ræða konur og börn.</p> <p><strong><u>Sjálfbær nýting lands</u></strong></p> <p>Hér á landi hefur lengi verið unnið að því að vinna gegn landeyðingu og bæta þann skaða sem varð á landinu á öldum áður. Landgræðsla ríkisins er ekki aðeins öflug stofnun á íslenskan mælikvarða, heldur leiðandi í verndun gróðurs og jarðvegs á heimsvísu. Sú þjónusta sem vistkerfi veita mannkyninu verður varla metin til fjár, mjög víða er það mikið hagsmunamál að stöðva hnignun vistkerfa. Ég nefni sem dæmi verðmætin sem felast í því að safna vatni og hreinsa það, svo það verði drykkjarhæft. Heilbrigð vistkerfi eru undirstaða fæðuöryggis og gegna mikilvægu hlutverki við útrýmingu fátæktar, svo og í loftslagsmálum og við viðhald líffræðilegrar fjölbreytni. Öflug vistkerfi eru víða forsenda þess að fólk geti lifað í sátt og samlyndi enda ýmis dæmi um deilur og styrjaldir þar sem barist hefur verið um ræktanlegt land.</p> <p><strong><u>Jafnrétti</u></strong></p> <p>Ísland hefur lagt mikla áherslu á jafnrétti kynjanna í loftslagsviðræðum og mun halda þeim kyndli áfram á lofti í Ríó. Fyrir þremur árum lögðu fulltrúar Íslands til að vísað yrði til jafnréttis kynjanna í viðræðum um loftslagsmál. Þá var engin slík tilvísun í samningstextum – og takmarkaður skilningur á nauðsyn þess. Með harðfylgi hefur tekist að fá samþykkt ákvæði um kynjasjónarmið inn í samningstexta og nú er slík áhersla almennt viðurkennd. Þessi áhersla skiptir máli því loftslagsbreytingar munu líklega hafa meiri áhrif á konur en karla, ekki síst í fátækari ríkjum heims. Einnig er almennt viðurkennt að konur búi yfir mikilvægu afli til breytinga – og séu í raun lykillinn að nauðsynlegum breytingum.</p> <p>Í viðræðum um kyn og loftslagsmál sýndi sig að oft munar um eina rödd, þó hún komi frá litlu ríki sem Íslandi. Það skiptir því máli að halda kynjasjónarmiðum til haga í umræðunni um að eflinga græna hagkerfið - að tryggja að bæði kynin séu með í leiðangrinum í átt til sjálfbærrar þróunar.</p> <p><strong><u>Þróunarsamvinna</u></strong></p> <p>Þessi fjögur áhersluatriði eiga það sameiginlegt að vera stólpar þróunarsamvinnu Íslands – og þar með í raun þau atriði sem við höfum með í farteskinu þegar við viljum láta gott af okkur leiða. Til marks um það starfa hér á landi þrír skólar innan vébanda Háskóla Sameinuðu þjóðanna, Jarðhitaskóli, Sjávarútvegsskóli og Landgræðsluskóli – og tengjast þannig fyrstu þremur áhersluatriðunum. Innan Háskóla Íslands starfar Jafnréttisskóli, sem tengist fjórða áhersluatriðinu og er að því stefnt að hann verði einnig deild í Háskóla Sameinuðu þjóðanna í náinni framtíð.</p> <p><strong><u>Niðurlag</u></strong></p> <p>Á liðnum árum hefur verið einkar ánægjulegt að skynja vaxandi áhuga og vitund fyrirtækja á Íslandi um mikilvægi umhverfismála. Þetta má m.a. sjá á sívaxandi áhuga á umhverfismerkinu Svaninum, en einnig þeirri grósku sem er í nýsköpun og umhverfistækni af ýmsu tagi, eins og við munum eflaust fræðast nánar um í erindi forstjóra Marorku hér á eftir. Þá er það einnig eftirtektarvert að fyrirtæki og stofnanir huga í síauknum mæli að samfélagslegri ábyrgð í starfsemi sinni.</p> <p>Sjálfbær þróun er vítt hugtak og getur sýnst flókið. Hvað sem því líður er mikilvægt að við öll - hvert og eitt - lítum í eigin barm og hugsum: „Hvað get ég lagt af mörkum fyrir umhverfið og samfélagið?“ Í því tilliti er mikilvægt að hafa í huga að lítil og einföld skref geta haft mikla þýðingu í hinu stærra samhengi. Nauðsynlegum breytingum verður aldrei hrint í framkvæmd af stjórnvöldum einum og sér. Leiðin til sjálfbærrar þróunar er verkefni alls samfélagsins. Á þeirri leið gegna atvinnulíf og félagasamtök lykilhlutverki. En síðast en ekki síst er afar mikilvægt að hver og einn einstaklingur breyti einhverju til góðs. Einkunnarorð Vistverndar í verki eiga einkar vel við í þessu sambandi: „Enginn getur gert allt en allir geta gert eitthvað.“</p>

2012-04-11 00:00:0011. apríl 2012Grein umhverfisráðherra Norðurlandanna í Fréttablaðinu - Norðurskautið þarf á skyndihjálp að halda

<p>&#160;</p> <p><em>Norrænu umhverfisráðherrarnir skrifuðu eftirfarandi grein í kjölfar fundar þeirra á Svalbarða í lok mars 2012. Greinin fjallar um bráðnun íssins á Norðurskautinu og aðgerðir til að sporna við henni og birtist í Fréttablaðinu 4. apríl 2012.</em></p> <h3>&#160;</h3> <h3>Norðurskautið þarf á skyndihjálp að halda til að draga úr losun sóts og metans</h3> <p>&#160;</p> <p><span>Ísinn á Norðurskautinu bráðnar hratt.</span> <span>Meginástæðan er aukin losun gróðurhúsalofttegunda, fyrst og fremst koldíoxíðs, sem veldur hlýnun lofts og hafs.</span> <span>Áhrif sóts á bráðnun íssins eru ekki eins þekkt.</span> <span>Þó líftími sóts í andrúmsloftinu sé stuttur hefur það engu að síður áhrif á loftslagið.</span></p> <p><span>Hafísinn gegnir mikilvægu hlutverki fyrir vistkerfi á Norðurskauti.</span> <span>Hann er undirstaða lífsafkomu fjölda lífvera, þar á meðal sela og hvítabjarna.</span> <span>Kælandi áhrif íssins eru einnig mikilvæg fyrir loftslagið.</span> <span>Bráðnun íss á Norðurskautinu magnar því hlýnun jarðar.</span> <span>Hlýnuninni fylgir óstöðugt loftslag, ekki bara á Norðurskautinu, heldur víðsvegar á norðurhveli jarðar.</span></p> <p><span>Ef sporna á gegn hlýnun jarðar og bráðnun jökla er mikilvægt að draga verulega úr losun&#160; gróðurhúsalofttegunda á borð við koldíoxíð.</span> <span>En óháð því hve mikið við drögum úr losun þessara lofttegunda mun áhrifanna ekki gæta að fullu fyrr en eftir u.þ.b. 100 ár vegna tregðu í sjálfu loftslagskerfinu.</span> <span>Sú tregða stafar af því hve langur líftími þessara lofttegunda er í andrúmsloftinu.</span></p> <p><span>Ef tefja á hraða bráðnun íss á Norðurskautinu er þörf á skyndihjálp þannig að áhrifa gæti fljótt.</span> <span>Á fundi okkar, norrænu umhverfisráðherranna,<span>&#160;</span> á Svalbarða í síðustu viku sem og við ýmis önnur tækifæri, á alþjóðavettvangi, í svæðisbundnu samstarfi og heima fyrir, höfum við tekið ákvarðanir um aðgerðir<span>&#160;</span> í því skyni að draga úr losun svifryks og lofttegunda eins og t.d. sóts, metans og ósons við yfirborð jarðar.</span> <span>Þrátt fyrir stuttan líftíma þessara efna í andrúmsloftinu hafa þau áhrif á hlýnun loftslags.</span> <span>Þessar aðgerðir koma til viðbótar við aðgerðir gegn losun koldíoxíðs og annarra gróðurhúsalofttegunda sem hafa lengri líftíma.</span></p> <p><span>Þess er vænst að settar verði alþjóðlegar reglur um losun skammlífra loftslagsspilla eins og sóts, metans og ósons. Meðan beðið er eftir slíkum reglum er mikilvægt að hraða vinnu við að draga úr losun þeirra.</span> <span>Leggja þarf áherslu á aðgerðir bæði í iðnríkjum og þróunarríkjum því áhrifa þessara efna gætir nú þegar á loftslag og heilsufar fólks. Á grundvelli náins samstarfs okkar og sameiginlegs gildismats náðum við á fundinum á Svalbarða samstöðu um að efla aðgerðir til að draga úr losun skammvinnra loftslagsspilla á heimaslóð.</span></p> <p>Við ákváðum einnig að hvetja til nánara samstarfs á alþjóðavettvangi um metnaðarfyllri reglur um losun skammvinnra loftslagsspilla. Með samstarfi um betri reglur og frekari aðgerðir á svæðinu geta Norðurlönd beitt sér til áhrifa varðandi þetta mál á alþjóðavettvangi.</p> <p><strong>Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra Íslands, Ida Auken, umhverfisráðherra Danmerkur, Martin Lidegaard, loftslagsráðherra Danmerkur,</strong> <strong>Ville Niinistö, umhverfisráðherra Finnlands, Kári Páll Højgaard, innanríkisráðherra Færeyja, Bård Vegar Solhjell, umhverfisverndarráðherra Noregs, Lena Ek, umhverfisráðherra Svíþjóðar og Carina Aaltonen, umhverfisráðherra Álandseyja.</strong></p> <p>&#160;</p>

2012-04-10 00:00:0010. apríl 2012Ávarp umhverfisráðherra á ársfundi Landvarðafélagsins 2012

<p><em>Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra flutti eftirfarandi ávarp við upphaf ársfundar Landvarðafélagsins sem haldinn var 10. apríl 2012.</em></p> <p>&#160;</p> <p>Ágætu landverðir,</p> <p>Það er mér mikið ánægjuefni að vera gestur ykkar hér í kvöld, ræða við ykkur um helstu verkefni sem standa fyrir dyrum í umhverfisráðuneytinu og stofnunum þess.</p> <p>Áður en lengra er haldið langar mig að fjalla um mikilvægi landvarðastarfsins fyrir náttúruvernd en ekki síður vegna mikilvægs fræðsluhlutverks – fræðslu fyrir börn og fullorðna. Ég tel það ekki aðeins mögulegt, heldur raunar bráðnauðsynlegt, að efla starf landvarða hér á landi og að landvarðastarfið verði metið að verðleikum á komandi árum. Landvarðastarfið er öðrum þræði mikilvægur liður í að byggja upp atvinnutækifæri á landsbyggðinni, en jafnframt ein sú besta leið sem við höfum til að standa vörð um náttúruna, sem verður því mikilvægara sem ferðamannastraumur eykst.</p> <p>Eins og ykkur er kunnugt hefur heilsársstörfum landvarða fjölgað á síðari árum og eru starfsstöðvar náttúruverndar og landvörslu á vegum Umhverfisstofnunar nú í þjóðgarðinum Snæfellsjökli, á Ísafirði fyrir Hornstrandafriðland, í Mývatnssveit og í Vestmannaeyjum fyrir friðlandið í Surtsey. Í Vatnajökulsþjóðgarði eru heilsársstarfsstöðvar í Mývatnssveit, í Jökulsárgljúfrum, á Skriðuklaustri, á Höfn, í Skaftafelli og á Kirkjubæjarklaustri. Þar að auki eru heilsársstörf í Þingvallaþjóðgarði.</p> <p>Það þarf ekki að fræða ykkur um helstu hlutverk landvarða, en að mínu mati er sérstaklega mikilvægt það hlutverk ykkar að fræða almenning um mikilvægi og gildi náttúrunnar. Þetta er mikilvægur liður til að treysta tengsl manns og náttúru, nokkurs konar mótvægisaðgerð við þá fjarlægð sem hefur myndast á síðustu árum og áratugum – eitthvað sem mætti jafnvel ganga svo langt að kalla gjá milli lands og þjóðar. Þar eru landverðir miklir brúarsmiðir.</p> <p>Þessi fjarlægð hefur vakið margan til umhugsunar, einn þeirra er blaðamaðurinn Richard Louv. Í bókinni Last Child in the Woods lýsir hann áhugaverðum kvilla nútímamannsins, sem væri afleiðing aukinnar þéttbýlismyndunar. Þennan kvilla nefndi hann náttúrubrest eða Nature Deficit Disorder, sem lýsir sér á eftirfarandi hátt: Náttúrubrestur lýsir áhrifum þess að hafa slitnað úr tengslum við náttúruna, sem hefur m.a. í för með sér að mannskepnan hefur tapað færni á að nýta öll skynfæri sín, athyglisbrestur eykst og veruleg aukning verður á ýmiskonar líkamlegum og andlegum krankleika.</p> <p>Þó svo að náttúrubrestur sé ekki skilgreindur læknisfræðilegur krankleiki þá lýsir fyrirbærið ágætlega því ástandi sem við stöndum frammi fyrir og brýnt er að bregðast við.</p> <p>Náttúran er í dag frekar hugmynd en raunveruleiki í hugum margra. Í auknu mæli er náttúra eitthvað sem horft er á – jafnvel aðeins í sjónvarpi eða í tölvuleikjum. Hún er neysluvara, ýmist í formi næringar eða fatnaðar – og þar er jafnvel virðisauki í merkimiðum þar sem má lesa „ekta náttúruleg bómull“. Flestir láta náttúruna sjálfa hins vegar afskiptalausa, eru sjaldan eða aldrei í beinu sambandi við náttúruna.</p> <p>Þetta sambandsleysi hefur verið skoðað af kollegum ykkar á Bretlandi, en National Trust hafði þungar áhyggjur af því að Bretar – og sér í lagi yngsta kynslóðin – væru illa haldnir af náttúrubresti. Í nýútkominni skýrslu „Natural Childhood“ er dregið fram alvarlegt ástand, þar sem innivera er talin alvarlegt vandamál – nú verji Bretar mestum tíma sínum fyrir framan skjáinn, hvort sem er tölvur eða sjónvarp. Veruleg breyting hefur verið í þessa átt á síðustu árum – eða um 40% aukning á 10 ára tímabili. Foreldrar senda börn og unglinga ekki lengur út í búð, börnum er ekið eða þeim fylgt í og úr skóla og svo virðist sem foreldrar vakti börn sín meira en áður. Þannig sé umhverfi barnanna nánast bundið við heimilið, þar sem herbergi þeirra er miðja heimsmyndarinnar – heimsmyndar sem þau kynnast á skjánum.</p> <p>Minni útivera í náttúrulegu umhverfi hefur leitt til alvarlegra heilsufarsvandamála á Bretlandi og má þar m.a. nefna offituvandamálið. Áætlað er, ef ekki verður breyting á þessari alvarlegu þróun, að helmingur allra fullorðinna og fjórðungur allra barna muni eiga við offituvandamál að stríða árið 2050. Einnig hefur verið dregin fram sú staðreynd að börn þekkja ekki algengustu fugla eða plöntur í nágrenni sínu.</p> <p>Vonandi er þetta ekki lýsing á ástandinu hér á landi, en augljóst er að við þurfum að gera átak í fræðslu á sviði náttúru og náttúruverndar.</p> <p>„Að sjá til himins, að sjá grósku lífríkis er grundvallarþörf og sameiginleg öllum mönnum,“ er haft eftir Octavia Hill sem fyrir 100 árum tók þátt í að stofna National Trust. Ef markmið okkar er að skapa betra umhverfi – hvort heldur er fyrir lífríkið í heild eða manninn sérstaklega – er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að virðing fyrir náttúrunni sem byggir á kynnum af henni unga aldri er grunnur að velferð framtíðar. Því er brýnt, svo vitnað sé í bók Richard Louv, að ef við ætlum að tryggja umhverfishyggju og vernda umhverfið að vernda „barnið í náttúrunni“ – tegund sem er í útrýmingarhættu.</p> <p>Hér hafa landverðir lykilhlutverki að gegna. Landverðir þurfa að ná almennings, en sérstaklega til barna og ungmenna, hvort heldur er innan verndarsvæða eða utan þeirra. Þá er mikilvægt að mínu mati að heilsárslandverðir treysti samstarf og tengsl við heimamenn og taki þátt í að byggja upp ábyrgð samfélagsins á að vernda náttúrulegt umhverfi og virðingu fyrir umhverfi sínu og heilsu.</p> <p>Ég vil að lokum segja ykkur frá því sem helst er á döfinni á stjórnarheimilinu þessa dagana.</p> <p>Í fyrsta lagi er ánægjulegt að segja frá því, að fyrir þingi liggur tillaga til þingsályktun um breytta skipan stjórnarráðsins, sem felst í því að setja á laggirnar eitt atvinnuvegaráðuneyti og að koma á nýju umhverfis- og auðlindaráðuneyti. Þetta gæti orðið eitt stærsta skref ríkisstjórnarinnar til að efla stöðu umhverfis- og náttúruverndarmála á kjörtímabilinu, að lyfta umhverfissjónarmiðum upp á þann stall sem þeim sannarlega ber og að til þeirra sé litið miklu víðar.</p> <p>Þá er vinna í gangi við heildarendurskoðun á lögum um náttúruvernd, sem munu m.a. byggja á hvítbók sem kynnt var síðastliðið haust og umræðum á síðasta umhverfisþingi. Miðað er við að frumvarpsdrög líti dagsins ljós snemmsumars – og ég vona að viðstaddir geti gefið sér tíma frá landvörslunni til að skila inn athugasemdum, sem hægt verður að nota til að styrkja frumvarpið enn frekar áður en það verður lagt fyrir þingið í haust.</p> <p>Svo hefur rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða verið lögð fyrir þingið, en þar er sannarlega um tímamót að ræða. Forsöguna þekkið þið jafn vel og ég – um hina eilífu togstreitu sem hefur ríkt varðandi blessað landið okkar – en vonandi er núna hægt að stíga skref í átt til sátta. Í þingsályktunartillögunni er lagt til að sérstök fjárveiting fylgi til Umhverfisstofnunar, svo hægt verði að hefja friðlýsingarferli þeirra svæða sem fara í verndarflokk. Með því gæti friðlýstum náttúruperlum fjölgað hratt á næstu árum.</p> <p>Og að lokum er rétt að minnast á það sem líklegast brennur mest á þeim sem hér sitja; hugmyndum um að sameina yfirstjórn allra þjóðgarða og friðlýstra svæða í einni stofnun. Það er í samræmi við samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnar þar sem gert er ráð fyrir að rekstur og uppbygging þjóðgarða og friðlýstra svæða verði tekin til endurskoðunar með það að markmiði að sameina stjórn þjóðgarðanna, styrkja stöðu þeirra og styðja við fjölbreytta atvinnuuppbyggingu um allt land. Það blasir því við að ekki sé æskilegt að þeir þrír þjóðgarðar sem stofnaðir hafa verið hér á landi heyri undir þrjár stofnanir og tvö ráðuneyti.</p> <p>Ykkar hlutverk og verkefni er ærið. Náttúruvernd og -varsla er hluti af því að tryggja nauðsynlega viðhorfsbreytingu sem verður til þess að skipa náttúrunni þann sess sem henni ber og um leið stuðla að réttri forgangsröðun á nýrri öld.</p>

2012-03-23 00:00:0023. mars 2012Ávarp umhverfisráðherra á ársfundi Náttúrufræðistofnunar Íslands 2012

<p dir="ltr">Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra flutti eftirfarandi ávarp á aðalfundi Náttúrufræðistofnunar Íslands sem haldinn var 23. mars 2012.</p> <p dir="ltr">&#160;</p> <p dir="ltr">Forstjóri og starfsmenn Náttúrufræðistofnunar og aðrir fundargestir,</p> <p dir="ltr"><em>Máninn skein á marinn blá,<br /> mundi skemmta höldum,<br /> vindur svalur vestri frá<br /> velti löngum öldum.</em></p> <p dir="ltr"><em>Stjarnan yfir lagar leið<br /> langan þreytti boga;<br /> fögur ljósa fimbulreið<br /> flaug í bylgjuloga.</em></p> <p dir="ltr"><em>Stóð ég fram á stafnajó,<br /> stundi þungan alda -<br /> örn og svanur ásamt fló<br /> yfir djúpið kalda.</em></p> <p dir="ltr"><em>Afl og fegurð ásamt fer<br /> yfir lífið manna,<br /> feykir burtu feigum her<br /> fölsku spámannanna.</em></p> <p dir="ltr">Náttúran og öll hennar undur eru í forgrunni í þessum vísum Benedikts Gröndal. Í þeim kallast á listamaðurinn annars vegar og vísindamaðurinn hins vegar – listamaðurinn þar sem hann dregur upp stórbrotna mynd af fagurri fimbulreið norðurljósanna og þungri stunu hafsins – vísindamaðurinn þar sem hann beinir athyglinni að einföldum eðlisfræðilegum lögmálum: að vindurinn valdi ölduganginum. Niðurstaðan hverfist um þetta tvennt og er allri falsspámennsku yfirsterkari.</p> <p dir="ltr">Það er mér sönn ánægja að fá að ávarpa ársfund Náttúrufræðistofnunar Íslands og er ekki úr vegi að bregða fyrir sig orðum Benedikts af því tilefni – manns sem átti sameiginlega með þeim sem hér starfa annars vegar virðinguna fyrir náttúrunni og hins vegar skilninginn á mikilvægi vísindanna til að auka þekkingu okkar á henni. Benedikt er auðvitað sérstaklega ofarlega í hugum margra okkar um þessar mundir eftir langþráða útgáfu Íslenskra fugla á síðasta ári – og viðhafnarútgáfu sömu bókar nú fyrr í vikunni – bókar sem var búin að liggja óhreyfð í handriti í meira en öld, þar af yfir í hálfa í varðveislu Náttúrufræðistofnunar. Betra er seint en aldrei og Náttúrufræðistofnun Íslands á hrós skilið fyrir sína aðkomu að útgáfu þessa mikla listaverks og sögulegu heimildar um náttúrufræðina á þarsíðustu öld.</p> <p dir="ltr">En frá því Benedikt sat og nostraði við að draga upp myndir af fuglum landsins hefur mikið vatn runnið til sjávar í rannsóknum á íslenskri náttúru. Þótt forveri stofnunarinnar, <em>Hið íslenska náttúrufræðifélag</em>, hafi komið til sögunnar á hans tíma – og fyrir hans tilstuðlan – leit stofnunin sem slík ekki dagsins ljós fyrr en um hálfri öld eftir að hann lést eða um miðbik síðustu aldar. Tuttugu ár eru svo í ár frá því að núgildandi lög um Náttúrufræðistofnun Íslands tóku gildi og grunnur var lagður að núverandi skipulagi og starfsemi stofnunarinnar. Þá var forstjóranum m.a. uppálagt að halda árlega fundi með starfsmönnum stofnunarinnar og forstöðumönnum náttúrustofa, meðal annars til „að greina frá niðurstöðum rannsókna í fræðslu- og vísindaritum og lýsa meginþáttum í starfsemi stofnunarinnar í árlegri skýrslu“.</p> <p dir="ltr">Frá því að fyrsta ársskýrsla Náttúrufræðistofnunar kom út fyrir árið 1994 hefur stofnuninni enn vaxið fiskur um hrygg– þá voru 26 starfsmenn í fullu starfi og 21 í tímabundnum störfum - í dag eru starfsmennirnir rúmlega fimmtíu. Þetta er harðsnúinn hópur okkar færustu vísindamanna og -kvenna, sem daglega færir okkur ómetanlega innsýn í það undraverk sem náttúran okkar er. Fyrir það ber að þakka sérstaklega.</p> <p dir="ltr">Í fyrsta sinn sem ég ávarpaði ársfund Náttúrufræðistofnunar hafði ég aðeins verið tíu daga í embætti umhverfisráðherra. Þetta var vorið 2009 og notaði ég þá tækifærið til að gera grein fyrir áherslum ríkisstjórnarinnar í umhverfismálum. Meðal annars benti ég á að ætlunin væri að hefja náttúruvernd til vegs og styrkja stöðu hennar innan stjórnarráðsins til muna. Nú þremur árum síðar, þegar rúmt ár er eftir af kjörtímabilinu og ég ávarpa þessa samkomu í fjórða sinn, er tímabært að líta til baka og skoða hvað hefur áunnist og hvar nauðsynlegt er að taka til hendinni.</p> <p dir="ltr">Nú er unnið að lagafrumvarpi um náttúruvernd á grunni Hvítbókar um löggjöf til verndar náttúru Íslands og er stefnt að því að leggja það fram á haustþingi að undangengnu kynningarferli. Litla náttúruverndarfrumvarpið svokallaða, er komið úr umhverfis- og samgöngunefnd þingsins og næst vonandi að ljúka því í vor þannig að ákvæði um sérstaka vernd í 37. grein sem og ákvæði gegn utanvegaakstri í 17. grein verði treyst betur. Með breytingunum fær Náttúrufræðistofnun aukin verkefni á sviði verndunar sérstakra náttúrufyrirbæra. Stofnunin verður umsagnaraðili þegar sótt er um leyfi til framkvæmda sem geta haft í för með sér röskun á fjölda náttúrufyrirbæra – allt frá eldhraunum til hallamýra, frá fossum til hvera – í stuttu máli þeirra hluta íslenskrar náttúru sem eru sérstæðir og fágætir. Þessu verkefni fylgja rannsóknir og aukið hlutverk við að halda skrá yfir náttúrufyrirbærin.</p> <p dir="ltr">Ég greindi einnig frá því á mínum fyrsta ársfundi hér að sérstaklega ætti að huga að náttúruvernd strandsvæða og verndunar svæða í sjó. Bætt hefur verið við fimm kóralsvæðum fyrir sunnan landið, þannig að nú eru í gildi veiðitakmarkanir með botnvörpu á 10 kóralsvæðum þar sem kaldsjávarkórallar njóta verndar hér við land. Hins vegar hafa engin strand- eða hafsvæði verið friðuð á tímabilinu. Þótt samkomulag hafi náðst um ákvæði friðlýsingar fyrir Vestmannaeyjar er ekki komin niðurstaða um hvernig eftirliti, vöktun og rannsóknum á lífríki svæðisins verður hagað. Ég tel afar mikilvægt að ljúka þeirri vinnu sem fyrst í samvinnu við bæjarstjórn Vestmannaeyja, Náttúrufræðistofnun og Umhverfisstofnun. Á þessu sviði er mikið verk óunnið – í raun er ótrúlegt hversu fá svæði Ísland hefur friðað í sjó – og vonandi að við náum að gera enn betur á næstu missirum.</p> <p dir="ltr">Kortlagning gróðurs og vistgerða á láglendi er eitt af áherslumálum í ríkisstjórnarsáttmálanum sem er að komast á skrið, einkum eftir að ljóst varð að Náttúrufræðistofnun fær IPA styrk til þess að vinna að þessu mikilvæga verkefni á næstu 5 árum. Þetta er einn mikilvægasti áfanginn í að afla þekkingar og öðlast heildaryfirsýn á lífríki landsins þannig að auðveldara verði að meta líkleg áhrif sem ákvarðanir um landnýtingu og framkvæmdir komi til með að hafa á náttúru landsins. Þetta er einkar mikilvægt í ljósi þess að á næstu dögum verður rammaáætlun lögð fyrir Alþingi til umræðu og afgreiðslu og hætt er við að í kjölfarið verði ásókn í heimildir til framkvæmda á svæðum sem verða í nýtingarflokki.</p> <p dir="ltr">Fyrir þremur árum greindi ég einnig frá fyrirætlunum ríkisstjórnarinnar um að koma á nýju umhverfis- og auðlindaráðuneyti, sem fengi lykilhlutverk varðandi rannsóknir, nýtingarstefnu, ráðgjöf og verndun á sviði auðlindamála. Skemmst er frá því að segja að ríkisstjórnin samþykkti síðastliðinn þriðjudag tillögu til þingsályktunar þar sem m.a. er gerð tillaga um stofnun umhverfis- og auðlindaráðuneytis. Þetta gæti orðið eitt stærsta skref ríkisstjórnarinnar til að efla stöðu umhverfis- og náttúruverndarmála á kjörtímabilinu, að lyfta umhverfissjónarmiðum upp á þann stall að til þeirra sé litið miklu víðar.</p> <p dir="ltr">Samstarf nýs umhverfis- og auðlindaráðuneytis og nýs atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis kemur til með að vera náið, en enn á eftir að útfæra í þaula hvernig því verður háttað. Ég vil þó sérstaklega nefna Hafrannsóknarstofnun. Þar munu ráðherrarnir báðir hafa jafna aðkomu, þannig að tryggt sé að allir þættir sjálfbærrar þróunar verði við borðið þar sem ráðgjöf um nýtingu sjávarauðlindarinnar verður til.</p> <p dir="ltr">Hafrannsóknarstofnun er um margt lík Náttúrufræðistofnun – sumir ganga svo langt að segja að þið séuð að gera sömu hlutina, önnur stofnunin á landi en hin í sjó – þannig að við hljótum að sjá fyrir okkur aukið og gott samstarf stofnananna tveggja. Ég legg þessa hugmynd inn hjá ykkur, bið ykkur að melta þetta og sjá hvernig ný skipan ráðuneyta geti eflt málaflokkinn og tryggt að ákvarðanir í umhverfismálum og um nýtingu náttúrunnar séu teknar á styrkari grunni. Góðir gestir,</p> <p dir="ltr">Starfsemi Náttúrufræðistofnunar, rannsóknir og vöktun á náttúrunni ásamt gagnasöfnum stofnunarinnar um náttúru landsins, sem og annarra rannsóknarstofnana, er nauðsynlegur grunnur þess að við getum tekið upplýstar ákvarðanir um verndun og sjálfbær nýtingu á náttúru landsins. Nauðsyn þess að hafa nægar og góðar rannsóknir og reglubundna vöktun á þáttum náttúrunnar komu bersýnilega í ljós í vetur þegar starfshópur um svartfugla skilaði tillögum sínum um aðgerðir til þess að styrkja verndun og endurreisn stofnanna. Burtséð frá því hvaða skoðun menn höfðu á tillögum um aðgerðir til verndar stofnunum var bent á nauðsyn þess að afla ítarlegri og betri þekkingar á þróun stofnanna, ferðum þeirra og dvalarstöðum, fæðu og ástandi fæðutegunda og fæðuframboði, flakki milli landshluta og varpstöðva og hvort um einn stofn væri að ræða við landið. Jafnframt var bent á að kanna þyrfti samspil við afræningja eins og ref og mink.</p> <p dir="ltr">Það er því augljóst að við þurfum að auka rannsóknir og vöktun þessara stofna og hið sama má í raun segja almennt um flesta þætti náttúrunnar. Þar gegnir Náttúrufræðistofnun Íslands lykilhlutverki. Vöktunaráætlun sem stofnunin hefur unnið að í samvinnu við náttúrustofurnar og fleiri sem að vöktun fugla koma er nauðsynlegur grunnur að því að skipuleggja og tímasetja vöktun fuglastofna. Augljóst er að gera þarf sambærilegar áætlanirfyrir fleiri tegundir dýra og plantna og jafnvel jarðfræðilegra fyrirbæra. Þá er ekki síður nauðsynlegt að setja upp vöktunaráætlanir fyrir friðlýst svæði þannig að við höfum skýra mynd af því hvaða þættir náttúrunnar njóta verndar innan friðlýstra svæða.</p> <p dir="ltr">Á vegum ráðuneytisins hefur undanfarið ár verið unnið að friðlýsingu plantna og fléttna í samvinnu við Náttúrufræðistofnun og Umhverfisstofnum. Þetta er í samræmi við Náttúruverndaráætlun og samþykktir samningsins um líffræðilega fjölbreytni um plötufriðun. Í tengslum við þá vinnu voru settar fram tillögur í litla náttúruverndarfrumvarpinu um breytingu á náttúruverndarlögum til þess að styrkja friðun tegunda plantna og dýra. Í kjölfar friðlýsingar fær Náttúrufræðistofnun það hlutverk að vakta tegundirnar og vaxtarstaði þeirra og „skal upplýsa Umhverfisstofnun verði vart við aðsteðjandi hættu og hugsanlega röskun friðlýstra tegunda eða vaxtarstaða þeirra“. Þannig getur Umhverfisstofnun brugðist við til þess að koma í veg fyrir röskun þeirra.</p> <p dir="ltr">Jafnframt verður kveðið á um að gerðar verði verndaráætlanir fyrir friðlýstar tegundir sem stofnunin mun koma að ásamt Umhverfisstofnun.</p> <p dir="ltr">Það er eðlileg krafa að við getum sagt til um það hvaða árangri friðlýst svæði skila í verndun líffræðilegrar fjölbreytni og náttúru landsins. Það er því mikilvægt að rannsóknir og vöktun á ástandi og þróun náttúru firðlýstra svæða verði sinnt af krafti á næstu árum. Þetta er liður í því að meta þörf á nýjum friðlýsingum og hvaða svæði eru mikilvægust til að alla nauðsynlega þætti náttúrunnar sé að finna í neti friðlýstra svæða. Það má ekki skilja þetta svo að náttúra utan friðlýstra svæða verði undanskilin í rannsóknum og vöktun - vissulega skiptir öll náttúra landsins máli og þjónar viðhaldi á líffræðilegri fjölbreytni landsins.</p> <p dir="ltr">Náttúruverndaráætlun er okkar stefnumótun fyrir verndun náttúrunnar og eitt af mikilvægustu tækjunum í framkvæmd samningsins um líffræðilega fjölbreytni og verndun náttúrunnar. Búið er að friðlýsa Hálsa í Berufriði, hluta af Skerjafjarðarsvæðinu og svæðin umhverfis Langasjó og Lakagíga sem hluta af Vatnajökulsþjóðgarði.</p> <p dir="ltr">Vinna við nokkur svæði er hafin og komin áleiðis meðan vinna við önnur svæði hefur verið í biðstöðu. Á sama tíma hefur náðst samstaða og samkomulag við nokkra landeigendur í Mývatnssveit um nýjar friðlýsingar á svæðinu sem friðun var létt af með nýjum lögum um Mývatns og Laxársvæði árið 2004 auk þess sem nokkur svæði, s.s. Kalmannshellir, hafa verið friðlýst sem ekki hafa verið á friðlýsingaráætlunum. Við viljum gjarnan gera betur og það, að ekki miði hraðar, leiðir óneitanlega hugann að því hvort núverandi friðlýsingaferli sé gengið sér til húðar og hvort ekki sé þörf sé á breytingum. Í hvítbókinni um náttúruverndarlögin er ítarlega fjallað um undirbúning og framkvæmd friðlýsinga og gerðar tillögur um breytt fyrirkomulag.</p> <p dir="ltr">Nú, þegar unnið er að tillögum um breytingar á lögum um náttúruvernd er mikils virði að hafa fagstofnanir á borð við Náttúrufræðistofnun Íslands og fleiri sem tengjast náttúruvernd, sem geta vegið og metið kosti og tillögur um nýjar leiðir í friðlýsingum og verndun náttúrunnar.</p> <p dir="ltr">Þá er rétt að nefna rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða, sem ætti að líta dagsins ljós á næstu dögum. Við vinnu áætlunarinnar var mikið sótt í brunn Náttúrufræðistofnunar, enda býr hún yfir staðgóðri þekkingu á náttúru landsins. Rammaáætlun er stórmerkilegt tæki, mikilvæg tilraun til að vega saman ólík sjónarmið til náttúrunnar, svo sátt skapist um endanlega ákvörðun um nýtingu og vernd svæða. Með henni erum við að stíga stórt skref í þá átt að skapa náttúru Íslands þann sess sem henni ber – skref sem hefði raunar mátt stíga fyrir mörgum áratugum.</p> <p dir="ltr">Góðir gestir,</p> <p>Á tímum Benedikts Gröndal var mikil þróun í því hvernig maðurinn leit á náttúruna, heilu hugmyndakerfin á fleygiferð. Upplýsingastefnan hafði látið mönnum í té áður óþekkt vísindi til að flokka og greina – og alveg eins og „Landslag yrði lítils virði ef það héti ekki neitt,“ þá óx náttúrunni strax fiskur um hrygg með því eignast nöfn og komast í kerfi. Eitthvað vantaði í þessa vísindahyggju, þannig að þurfti að jafna aðeins út með rómantíkinni, þannig að rými væri fyrir andakt náttúrunnar – aflið og fegurðina sem við þekkjum svo ósköp vel. Þessa tvo þræði fléttaði Benedikt vel saman – og af því sem ég hef kynnst starfsmönnum Náttúrufræðistofnunar, þá eru virðingin fyrir vísindunum og náttúrunni alltaf tengd órofaböndum. Mættu margir taka sér það til fyrirmyndar.</p>

2012-03-22 00:00:0022. mars 2012Ávarp umhverfisráðherra á ársfundi Veðurstofu Íslands 2012

<strong>&nbsp;</strong> <p>Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra flutti eftirfarandi ávarp á ársfundi Veðurstofu Íslands sem haldinn var 22. mars 2012.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Ágæta starfsfólk Veðurstofu Íslands,</p> <p>Góðir gestir,</p> <p>Það er mér sérstök ánægja að ávarpa ykkur hér í dag við upphaf ársfundar Veðurstofunnar. Veðurstofan er ein stærsta og öflugasta stofnun umhverfisráðuneytisins og hefur um langt árabil gegnt þýðingarmiklu hlutverki í samfélaginu. Veðurþjónustan hefur í rúm 90 ár verið mikilvægur hlekkur í gömlu grundallaratvinnugreinunum sjávarútvegi og landbúnaði, en hefur ekki síður mikilvægu hlutverki að gegna í seinni tíð fyrir vaxtarsprotann sem ferðaþjónusta er orðin og aukna útivist landsmanna.</p> <p>En þessi stofnun hefur mun víðtækara hlutverk en nafnið gefur til kynna og eru þær áherslur sem hafa komið inn í starf Veðurstofunnar í seinni tíð ekki síður mikilvægar fyrir samfélagið. Aukin meðvitund um hættur af margskonar náttúruvá - hvort sem um er að ræða snjóflóð, jarðskjálfta eða eldgos, flóð eða aftakaveður - hefur breytt forgangsröðun hjá Veðurstofunni. Þá er ein áskorun umhverfismála samtímans daglegt viðfangsefni Veðurstofunnar, en þar á ég að sjálfsögðu við loftslagsbreytingar.</p> <p>Það hefur verið ánægjulegt að fylgjast með auknu alþjóðlegu samstarfi Veðurstofunnar á undanförnum misserum, finna það traust sem starfsmenn stofnunarinnar hafa meðal erlendra samstarfsaðila og hvernig starf stofnunarinnar eflist með hverju nýju verkefni. Sá aukni áhugi fjölmargra alþjóðlegra stofnana og rannsóknaraðila að vinna með Veðurstofunni að rannsóknarverkefnum eða hreinlega að fela henni að annast verkefni upp á eigin spýtur er augljós vísbending um styrk Veðurstofunnar á sínum fræðasviðum og þann mikla mannauð sem stofnunin býr yfir. Þessi útrás, ef ég má nota það orð, er án nokkurs efa mjög góð fyrir stofnunina og ég er sannfærð um að hún hefur hjálpað ykkur á þeim erfiðu tímum samdráttar í ríkisrekstrinum sem við höfum þurft að horfast í augu við undanfarin þrjú ár.</p> <p>Um þetta leyti á síðasta ári kynnti Veðurstofan umhverfisráðuneytinu tillögu að umfangsmiklu verkefni sem snýr að því að vinna heildstætt hættumat fyrir íslensk eldfjöll. Stofnuninni hafði þá verið falið að vinna fyrir Alþjóðaflugmálastofnunina sviðsmyndir og meta möguleg áhrif eldgosa á Íslandi á alþjóðlegt flug, en áhugi var fyrir því innan stofnunarinnar að útvíkka þetta mat til þess að skoða jafnframt áhrif á íslenskt samfélag. Til þess að fjármagna þessa viðbót við alþjóðlega verkefnið voru nýlega gerðar breytingar á lögum varðandi Ofanflóðasjóð, sem gera sjóðnum kleift að styrkja verkefnið næstu þrjú árin og er því nú ekkert til fyrirstöðu að hefja verkefnið af þeim metnaði sem lagt var til á síðasta ári. Ljóst er að verkefninu mun ekki ljúka á þessum þremur árum sem Ofanflóðasjóði er heimilt að styrkja það, en þá verðum við vonandi komin í þá stöðu að gera okkur fulla grein fyrir umfangi þess og geta tekið ákvörðun um framhaldið.</p> <p>Ágætu gestir,</p> <p>Nú er farið að styttast í annan endann á vetrinum, við finnum nánast ilminn af vorinu handan við hornið. Við bindum vonir við að slíkt hið sama gildi um ríkisbúskapinn, þar má sannarlega fara að bregða til betri tíðar eftir langvarandi umhleypingar. Ég vil þakka það góða verk sem starfsfólk Veðurstofunnar hefur skilað á síðustu árum – árum sem ekki einasta einkenndust af bágri stöðu ríkissjóðs, heldur og einhverjum áhrifamestu eldsumbrotum í seinni tíð. Störf ykkar við þessar aðstæður eru ekki einungis ykkur sjálfum til sóma, heldur okkur öllum sem finnst við eiga eitthvað í þessum heimilisvini landsmanna til margra áratuga.</p>

2012-03-22 00:00:0022. mars 2012Grein umhverfisráðherra í Fréttablaðinu - Vatnið okkar - auðlind til framtíðar

<em>Eftirfarandi grein Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra um vatnsauðlindina&#160;birtist í Fréttablaðinu á alþjóðlegum degi vatnsins 22. mars 2012.</em> <p>&#160;</p> <h2>Vatnið okkar – auðlind til framtíðar</h2> <p>Allar lífverur jarðar eru háðar vatni til lífs, hvort sem þær lifa á landi eða í sjó. Þetta gildir ekki síst um manninn – en oft er aðgangur að vatnsauðlindinni takmarkaður á heimsvísu. Við sem búum á Íslandi &#160;gerum okkur kannski ekki alltaf grein fyrir verðmæti vatnsauðlindarinnar – einmitt vegna þess að við höfum aðgang að svo miklu vatni. Jöklar þekja tæplega 12% af yfirborði landsins og jökulár sjá vatnsaflsvirkjununum árlega fyrir 42.300 milljónum rúmmetrum af vatni til framleiðslu á rafmagni. Öflug sjávarföll við landið sjá um að flytja mengunarefni s.s. skólp frá ströndinni tvisvar á sólarhring. Þá sér tært grunnvatn 98% þjóðarinnar fyrir neysluvatni og 90% þjóðarinnar hita híbýli sín með jarðhitavatni.</p> <p>Nýlega kom út skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um hagfræðilega greiningu á nýtingu vatns á Íslandi. Í skýrslunni kemur fram að Ísland hefur aðgang að 532 þúsundum rúmmetrum af ferskvatni á hvern íbúa á meðan Danir hafa einungis aðgang að 3 þúsundum rúmmetrum af ferskvatni á hvern íbúa. Sú staðreynd að við Íslendingar eigum slíkar auðlindir hefur leitt til þess að við notum meira vatn en nokkur önnur þjóð, eða 269 rúmmetra á mann á ári, sem er nærri tvöfalt meira magn en hjá nágrannaþjóðum okkar í Evrópu.</p> <p>Ríkulegur aðgangur að vatni má ekki gera okkur kærulaus í umgengni við vatnsauðlindina. Á meginlandi Evrópu er talið að allt að 60% af grunnvatni sé ofnýtt, 50% af votlendi álfunnar er í hættu vegna ofnýtingar grunnvatnsins og 20% alls yfirborðsvatns á svæðinu er í alvarlegri hættu vegna mengunar. Við Íslendingar erum fámenn þjóð í stóru og auðugu landi. Auðæfi okkar eru vatnið – en það er ekki ótæmandi. Sjórinn tekur ekki endalaust við mengun og grunnvatn getur orðið fyrir áhrifum af ofnýtingu.</p> <p>Hvað getum við þá gert til að spyrna við fótum? Ný lög um stjórn vatnamála eiga að innleiða nýja nálgun í vatnsvernd hér á landi. Lögunum er ætlað að <a id="G1M1" name="G1M1">stuðla að sjálfbærri nýtingu vatns og langtímavernd vatnsauðlindarinnar</a>, m.a. með því að vinna svokallaða vatnaáætlun. Vatnaáætlun segir til um það hvort úrbóta er þörf og er þannig grundvöllur þess að<span>&#160;</span> <a id="G21M1" name="G21M1">gripið sé til nauðsynlegra ráðstafana til þess að ná fram umhverfismarkmiðum</a>. Gert er ráð fyrir að fyrsta vatnaáætlun komi til framkvæmda 1. janúar 2016.</p> <p>Almenningur getur einnig lagt sitt af mörkum. Ýmislegt má gera til að spara vatn til þvotta, baða, vökvunar og í salernum. Á Íslandi búum við svo vel að þurfa ekki að spara vatn á slíkan hátt, en það þýðir ekki að við megum sóa vatni með því að láta það renna að óþörfu. Dæmi um góða umgengni um vatn er val á aðferð við uppþvott, böð og þvott bíla. Leirtau þarf ekki að þvo undir rennandi vatni áður en það er sett í uppþvottavél, minna vatn fer í sturtur &#160;en baðkör og það er óþarfi að láta vatn renna á bílaplanið á meðan bíllinn er bónaður eftir þvottinn. Önnur dæmi um sóun á vatn er sírennsli í klósettum og lekar í veitukerfum.</p> <p>Íslendingar hafa á síðustu áratugum lært mikilvægar lexíur í umgengni við auðlindir lands og sjávar. Ekki er langt síðan stjórnmálamenn hefðu lagt til tímabundna ofnýtingu fiskistofna til að rétta úr kútnum þegar illa áraði, en okkur hefur lærst að slík skammtímahugsun dugar ekki til framtíðar. Rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða er annað dæmi um hugarfarsbreytingu í átt til sjálfbærni, þar sem orkuauðlindir eru flokkaðar af yfirvegun og til langrar framtíðar. Allt miðar þetta að því að við sem byggjum jörðina í dag áttum okkur á ábyrgðinni sem í því felst – að við getum ekki leyft okkur að ganga svo nærri auðlindum að við skerðum möguleika komandi kynslóða til að mæta sínum þörfum. Engin auðlind er jafndýrmæt og vatnið, þessi undirstaða lífsins, og skiptir því miklu að umgangast það af þeirri virðingu sem því sæmir.</p> <p>&#160;</p>

2012-03-14 00:00:0014. mars 2012Ávarp umhverfisráðherra á ráðstefnu um Kvískerjasjóð

<strong>&#160;</strong> <p dir="ltr"><em>Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra flutti eftirfarandi ávarp á ráðstefnu um Kvískerjasjóð sem haldin var að Smyrlabjörgum í Suðursveit&#160;14. mars 2012.</em></p> <p dir="ltr">&#160;</p> <p dir="ltr">afmælisbarnið Hálfdán Björnsson, kæru ráðstefnugestir,</p> <p dir="ltr">Það eru mikil forréttindi okkar Íslendinga að eiga þessa sveit andstæðnanna, sem Öræfin eru. Þessi mjóa landræma á milli stærsta jökuls Evrópu og beljandi úthafsins, þessi litla sveit sem lúrir undir hlíðum hæsta fjalls landsins, sem jafnframt er ein öflugasta eldstöð landsins. Ofan af jöklinum síga ótal skriðjöklar niður á sandana og senda frá sér jökulvötn sem byltast niður að sjó. Landið sunnan Vatnajökuls er eins og sýningarsalur fyrir flest það sérstæðasta í íslenskri náttúru.</p> <p dir="ltr">Þetta verður seint kölluð venjuleg sveit og Kvísker ekki venjulegur bær. Þar settust að búi fyrir rúmri öld hjónin Björn og Þrúður og ólu upp systkinin sem urðu kveikjan að því að við erum hér samankomin í dag. Kvísker voru lengi eins og sæluhús á mikilli sandauðn, eða eins og Jónas frá Hriflu skrifaði árið 1937, „í skjóli við lítið fell við jökulinn er ofurlítill bær, sem öllum ferðamönnum, er um sandinn fara, þykir vænt um.“</p> <p dir="ltr">Kvísker voru óvanalegur en að því er virðist frjór og góður jarðvegur, því hér ólust upp systkini með einstakan áhuga á náttúrunni og hæfileika til að sækja sér fróðleik um hana. Áhugann skilja allir sem fara hér um sveitina – þegar náttúran er jafn stórbrotin og í Öræfunum, þá jafnast hún á við bestu háskóla. Áhugi þeirra systkina var einnig bráðsmitandi öllum þeim sem voru þeirrar gæfu aðnjótandi að umgangast þau. Þeirra á meðal er Ragnar Axelsson ljósmyndari sem dvaldi langdvölum á Kvískerjum sem barn og unglingur. Hann hefur lýst því hvernig dvölin þar varð kveikjan að óþrjótandi áhuga hans á náttúrunni og því að fanga hana á mynd. Það þarf ekki að orðlengja að Raxi er í dag meðal bestu og þekktustu náttúruljósmyndara Íslands og sem slíkur varð hann fyrstur til að hljóta fjölmiðlaverðlaun umhverfisráðuneytisins sem afhent voru á degi íslenskrar náttúru síðastliðið haust. Þannig hefur áhugi og elska Kvískerjasystkina alið af sér áhuga og virðingu annarra fyrir náttúrunni sem aftur hefur ekki bara opnað augu fjölmargra Íslendinga fyrir þeim auðæfum sem í henni búa heldur vakið athygli á henni langt út fyrir landsteinana.</p> <p dir="ltr">Það var af virðingu við þennan áhuga sem umhverfisráðuneytið stofnaði Kvískerjasjóð fyrir níu árum, fyrir framlag systkinanna til þekkingar og rannsókna á náttúru og sögu Austur-Skaftafellssýslu. Sjóðnum var ætlað að taka við kyndlinum af systkinunum og afhenda næstu kynslóðum, með því að stuðla að og styrkja rannsóknir á náttúru- og menningarminjum hér á svæðinu. Störf og áhugasvið Kvískerjasystkinanna eru meðal þess sem haft er til hliðsjónar við úthlutun úr sjóðnum, en fræða- og rannsóknarstarfsemi þeirra er jafnframt mikilvægur grundvöllur að áframhaldandi rannsóknum.</p> <p dir="ltr">Við erum hér saman komin í dag til að hlusta á fræðandi erindi á sviði náttúruvísinda og menningarminja, sem öll eiga það sameiginlegt að hafa notið styrks úr Kvískerjasjóði. Þar vantar ekki fjölbreytileikann – og er það í samræmi við fjölbreytilegt áhugasvið systkinanna á Kvískerjum.</p> <p dir="ltr">Eins og nærri má geta tengjast mörg verkefnanna Vatnajökli, vísindamenn hafa fjallað um eldgos í Öræfajökli, landslag og landmótun framan við jökulinn – eins og til dæmis rannsóknir á jökulgörðum, þ.e. setgerð, bygging og myndun, kelfing íss, jökulhlaup, útbreiðsla jökulsins og áhrif jökulsins á veður og veðurfar.</p> <p dir="ltr">Verkefni á sviði vistfræði og gróðurfars eru t.d. rannsóknir á gróðurframvindu við hörfun jökla, þróun gróðurs og jarðvegs, en einnig á sviði erfðafræði eins og úttekt á erfðabreytileika hrafnaklukku.</p> <p dir="ltr">Rannsóknir í dýrafræði hafa einnig hlotið styrki úr Kvískerjasjóði og eru þar á meðal fuglarannsóknir eins og búsvæðaval og afkoma óðinshana og þórshana, svo og farleiðir og vetrarstöðvar skúms. Rannsóknir á landnámi smádýra í jökulskerjum, rannsóknir á sjóbirtingi og útbreiðsla tófu eru einnig þar á meðal.</p> <p dir="ltr">Kvískerjasystkinin hafa alla tíð haft mikinn áhuga á samfélaginu og sögu svæðisins. Í samræmi við það hafa einnig verið styrkt verkefni á sviði menningarminja eins og fornleifarannsóknir á eyðibýlum, munnlega hefð, söfnun á gömlum myndum, skráningu menningarminja og fuglanytja og hefð á sviði veiða, matreiðslu og aðferða við geymslu.</p> <p dir="ltr">Á síðari árum hefur Kvískerjasjóður loks styrkt verkefni sem lúta að ferðamennsku og útivist. Má þar m.a. nefna þá framkvæmd að koma upp kláf yfir Breiðá, en kláfinn, sem einn Kvískerjabræðra reisti þar árið 1973 í tengslum við jarðfræðirannsóknir, tók af í vatnavöxtum árið 2002.</p> <p dir="ltr">Eins og þessi stutta yfirferð gefur til kynna er fjölbreytni verkefna og rannsókna mikil, en alls hafa verið veittir um 40 styrkir fram til þessa.</p> <p dir="ltr">Í dag skipa stjórn Kvískerjasjóðs þau Sigurlaug Gissurardóttir bóndi sem jafnframt er formaður stjórnarinnar, Erling Ólafsson skordýrafræðingur á NÍ og Helen M. Gunnarsdóttir deildarstjóri í mennta og menningarmálaráðuneytinu og er Þórunn Elfa Sæmundsdóttir starfsmaður umhverfisráðuneytisins ritari sjóðsins. Ég vil nota tækifærið og þakka þeim fyrir óeigingjarnt starf í þágu Kvískerjasjóðs.</p> <p dir="ltr">Kæru ráðstefnugestir,</p> <p dir="ltr">Eins og ég nefndi hér í byrjun, þá á eitt Kvískerjasystkinanna stórafmæli í dag. Hálfdán Björnsson er 85 ára í dag – en fáir menn hafa jafn víðtæka og staðgóða þekkingu á lifandi náttúru landsins, hvort sem eru fuglar, skordýr eða plöntur. Mér skilst að hann vilji sem minnst veður úr þessum stóráfanga gera, en í tilefni dagsins vil ég færa Hálfdáni fuglabók Benedikts Gröndal, með bestu kveðjum frá okkur í umhverfisráðuneytinu.</p> <p dir="ltr">Ég óska ykkur ánægjulegrar dvalar hér á Smyrlabjörgum í dag og trúi því að við eigum eftir að njóta fjölbreyttrar dagskrár.</p> <p>Takk fyrir.</p>

2012-03-02 00:00:0002. mars 2012Ávarp umhverfisráðherra á málþingi um ábyrga stjórnendur og hagsmuni almennings

<p><em><strong>&#160;</strong>Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra flutti eftirfarandi ávarp á málþingi Háskálans á Birföst sem haldið var í Iðnó&#160;2. mars 2012 og fjallaði um ábyrga stjórnendur og hagsmuni almennings.</em></p> <p><strong>Góðir gestir,</strong></p> <p dir="ltr">Oft vill brenna við að litið er á almannahagsmuni og viðskiptasjónarmið sem illsamrýmanlegar andstæður, en ég vænti þess að hér í dag og á málþingum sem fylgja inn í vorið muni sá andi svífa yfir vötnum að svo sé ekki. Ég má til með að fagna þessu framtaki Háskólans á Bifröst og félags Sameinuðu þjóðanna.</p> <p dir="ltr">Vissulega hvílir ákveðin frumskylda hjá fyrirtæki að þjóna viðskiptahagsmunum, á meðan frumskylda hins opinbera snýr að heildarhagsmunum, hagsmunum almennings. Þó starfsemi fyrirtækis snúist í fyrsta lagi um að tryggja áframhaldandi viðgang fyrirtækisins eru þeir hagsmunir ekki einangraðir og öllu óháðir. Á milli almennings og fyrirtækja er flókið samband – nokkuð sem þarf að vera gagnrýnið samspil neytenda og markaðar.</p> <p dir="ltr">...</p> <p dir="ltr">Í kynningu fyrir þetta málþing var minnst á fréttir af díoxínmengun frá sorpbrennslum, sem mig langar aðeins að ræða nánar, því þær varpa áhugaverðu ljósi á hugmyndir okkar um ábyrgð. Þarna var um að ræða undanþágu sem íslensk stjórnvöld sóttust sérstaklega eftir á sínum tíma, sérstaka undanþágu frá mengunarreglum sorpbrennslustöðva sem voru innleiddar í gegnum EES-samninginn.</p> <p dir="ltr">Það má velta fyrir sér hvar ábyrgð í slíkum málum liggur, en mér er hjarta næst að kalla þetta einhvers konar landlæga tilhneigingu til að telja Ísland undanþegið ýmsum boðum og bönnum sem teljast sjálfsögð úti í hinum stóra heimi – allt á þeim forsendum að hér ríki einhverjar séríslenskar aðstæður.</p> <p dir="ltr">Í díoxínmálinu kom auðvitað í ljós að við það að brenna sorp á Íslandi myndast öll sömu mengandi efnasamböndin og við sorpbrennslu í öðrum löndum. Því var ákveðið að tillögu Umhverfisstofnunar að auka kröfur til eldri sorpbrennslustöðva, sem féllu undir undanþáguákvæði, þannig að þær fengju afmarkaðan tíma til að uppfylla ströngustu skilyrði fyrir sorpbrennslur en hættu ella starfsemi.</p> <p dir="ltr">Í þessu litla máli kristallast togstreitan sem getur komið upp. Sem umhverfisráðherra þurfti ég að þrengja stöðu þeirra sem reka sorpbrennslustöðvar til að styrkja stöðu fólksins sem býr í nágrenni þeirra. Það hefur gengið misvel að snúa rekstri þessara stöðva til betri vegar, enda oft nauðsynlegt að ráðast í kostnaðarsamar úrbætur, en réttur almennings til heilnæms umhverfis hlýtur að vega þyngra í þessu tilviki.</p> <p dir="ltr">...</p> <p dir="ltr">Ég ætla hér á eftir að ræða stuttlega ólík hlutverk fjögurra aðila að því er varðar hagsmuni almennings; ríkis, sveitarfélga, fyrirtækja og fræðasamfélagsins.</p> <p dir="ltr">Fyrst varðandi hlut sveitarstjórnarstigsins, sem gegnir gríðarlega mikilvægu hlutverki, sérstaklega í nærsamfélaginu. Það er t.d. á ábyrgð sveitarfélaga að safna sorpi og farga því og sveitarfélög sinna stórum hluta heilbrigðiseftirlits í landinu. Þá er veitustarfsemi verkefni sveitarfélaga hér á landi – hvort sem er að tryggja hreint neysluvatn eða að sjá til þess að skikkur sé á fráveitumálum.</p> <p dir="ltr">Í hugum margra er oft samasemmerki á milli mengunar og reykspúandi iðjuvera, en þessir þættir sem eru á hendi sveitarfélaganna eru sennilega nærtækari dæmi um þætti sem skipta sköpum í að tryggja flestum okkur heilnæmt umhverfi.</p> <p dir="ltr">Svo má ekki gleyma því að sveitarfélögin bera mikla ábyrgð á því dýrmætasta sem við eigum. Þau sjá börnunum okkar fyrir aðstöðu í leik- og grunnskóla til sextán ára aldurs, og þar er í mörg horn að líta.</p> <p dir="ltr">...</p> <p dir="ltr">Þá að hlutverki ríkisins, sem ásamt sveitarfélögum ber ábyrgð á að standa vörð um grunnstoðir samfélagsins og þar með mestu hagsmuni almennings. Ríkið ber mjög djúpstæðar skyldur gagnvart almenningi í landinu sem ég held að sé hollt fyrir okkur kjörnu fulltrúana að rifja reglulega upp.</p> <p dir="ltr">Alþingi er stöðugt að samþykkja lög og ráðherrar að setja reglugerðir sem snúa beint að hagsmunum almennings – svo ég nefni skólana aftur sem dæmi, þá er kveðið á um öryggi þeirra bygginga í byggingarreglugerð sem á sér stoð í mannvirkjalögum, og starfsandinn byggir m.a. á reglugerð um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins, sem sett er með heimild í lögum um grunnskóla. Um skólamötuneytin gilda síðan enn aðrar reglur, en eftirlit með þeim er síðan á hendi sveitarfélagsins. Svona mætti lengi telja og sama mætti segja um ótrúlegustu svið mannlífsins.</p> <p dir="ltr">Það skiptir máli að regluverk sé sanngjarnt og gagnsætt, svo fyrirtæki sjái sér hag í að starfa innan þess. En það má ekki heldur gleymast af hverju ríkið setur staðla, reglur og eftirlit – það er eitt öflugasta verkfærið sem við höfum yfir að ráða til að standa vörð um heildarhagsmuni fólksins í landinu, sem eins og ég nefndi áðan er mikilvægasta verkefni hins opinbera.</p> <p dir="ltr">En ríkið er meira en bara reglumaskína. Leyfi mér að nefna nokkur atriði.</p> <p dir="ltr">Undanfarin ár hefur ríkið unnið eftir stefnu um vistvæn innkaup, sem felur í sér að ef vörur eða þjónusta eru sambærileg að öðru leyti ber að velja þann kost sem telst síður skaðlegur umhverfinu. Með þessu hefur ríkið áhrif til hins betra sem neytandi – sem einn stærsti innkaupaaðili landsins – og hvetur þannig fyrirtæki til að bjóða upp á betri og öruggari vörur og þjónustu.</p> <p dir="ltr">Nátengt vistvænum innkaupum er Svansverkefnið, sem Umhverfisstofnun sér um og hefur lagt mikið í að efla síðustu ár. Umhverfismerkið Svanurinn auðveldar fólki að velja vöru og þjónustu sem stenst ströngustu umhverfis-, heilsu- og gæðakröfur. Þar er grunnhugsunin hversu mikilvægt það er fyrir okkur sem neytendur að geta stýrt neyslunni í átt að þeim valkostum sem eru betri fyrir umhverfi og lýðheilsu. Hér sést vel það mikilvæga hlutverk sem ríkið ber, að tryggja aðgang að upplýsingum og fræða almenning.</p> <p dir="ltr">Þá er rétt að nefna menntun til sjálfbærni, sem er hluti af nýjum aðalnámskrám. Með því tekur ríkið ábyrgð á því að komandi kynslóðir alist upp við það að sjálfbær þróun sé nauðsynlegur hluti samfélagsins. Þetta er atriði sem ég get ekki lagt of mikla áherslu á: Sjálfbær þróun er ein mesta og mikilvægasta áskorun sem mannkynið stendur frammi fyrir í dag.</p> <p dir="ltr">...</p> <p dir="ltr">Og vind ég mér þá að fyrirtækjunum.</p> <p dir="ltr">Það er fagnaðarefni hversu mikil gróska hefur verið í kenningum um stjórnun og stjórnendafræði á síðustu árum og áratugum. Síaukin krafa um lýðræði og þátttöku hefur síast inn í menningu fyrirtækja – núorðið skiptir ekki bara máli að stjórnendur séu bólgnir af prófgráðum, heldur þurfa þeir að hafa til að bera ábyrgðartilfinningu og geta liðkað fyrir samvinnu á milli fólks.</p> <p dir="ltr">Hugmyndafræði sjálfbærni styrkist í framkvæmd sífellt víða, enda er hún óumflýjanleg eins og horfir með heiminn. Þeir aðilar sem fyrstir tileinka sér þá áherslu eru því líklegir til að ná forystu í sínum geira, með því einfaldlega að taka skrefið á undan hinum. Verkfærin eru ótalmörg – við erum þegar farin að sjá fyrirtæki hér á landi innleiða grænt bókhald og móta sér stefnu um samfélagslega ábyrgð – allt er þetta hluti af heildrænni stjórnun, sem þegar upp er staðið hlýtur að snúast um að gera lýðræði að órjúfanlegum þætti við stjórnun fyrirtækja, vöruþróun og kynningarstarf þeirra.</p> <p dir="ltr">Hér getur ríkið stutt við bakið á fyrirtækjunum, eins og ég kom inn á hér að framan. Innkaup hins opinbera eru svo umfangsmikil, að í þeim felst bæði markaðsstýring og hvatakerfi. Þá erum við daglega að vinna í því að auka meðvitund neytenda og rauninni stýra samfélagshegðun í gegnum ýmis verkefni, líkt og Svaninn – svo ekki sé minnst á þau áhrif sem menntun til sjálfbærni kemur til með að hafa á jákvæða þróun samfélagsins á næstu áratugum.</p> <p dir="ltr">...</p> <p dir="ltr">Ég hóf mál mitt á því að nefna díoxínmálið og má til með að segja ykkur stutta sögu af eftirlitsstofnuninni sem kom að því – Umhverfisstofnun. Þegar díoxínmálið komst í hámæli voru eftirlitsmál Umhverfisstofnunar í miðjum umbótaferli, en það starf er að klárast um þessar mundir. Hluti af þeim endurbótum sem ráðist var í snérist um að birta upplýsingar um eftirlit með mengandi starfsemi alltaf á heimasíðu stofnunarinnar. Þetta er mikilvægt skref, að því leyti sem snýr að almenningi og rétti hans til bestu fáanlegu upplýsinga, og leið til að byggja upp traust gagnvart eftirlitinu.</p> <p dir="ltr">Umhverfisstofnun óttaðist að sjálfvirk birting upplýsinganna myndi mæta andstöðu atvinnulífsins, en því fór fjarri. Þegar upplýsingarnar voru opinberar og öllum aðgengilegar var eins og fyrirtækin fengju mikinn viðbótarmetnað til að gera betur – þau brugðust hratt og vel við ábendingum um það sem betur mætti fara.</p> <p dir="ltr">Þetta þykir mér mjög jákvæð þróun, sem sýnir vel hvernig opinberir eftirlitsaðilar og atvinnulífið geta unnið saman – í þágu öruggara og heilnæmara umhverfis fyrir almenning.</p> <p dir="ltr">...</p> <p dir="ltr">Rétt að lokum varðandi hlutverk háskólasamfélagsins, þá tel ég þetta málþing vera gott dæmi um það hvað háskólarnir geta gert. Ég fagna sérstaklega því frumkvæði sem Háskólinn á Bifröst tekur með Principles for Responsible Management Education og hvet skólann til að hafa frumkvæði að því að fá hina háskólana í lið með sér. Hér eru mörg sóknarfæri. Ekki bara að búa til nýja stjórnunarmenningu, heldur hreinlega að þróa nýja tegund viðskiptamódels, þar sem vernd umhverfis, félagslegt réttlæti og samfélagsleg ábyrgð eru grunnstoðir. Og áminning um að hagvöxtur og þjóðarframleiðsla eru ekki alltaf þeir mælikvarðar sem sýna best raunverulega líðan fólks í samfélaginu – þar þurfum við kannski að þróa nýja mælikvarða til framtíðar, líkt og framfarastuðulinn Genuine Progress Indicator.</p> <p dir="ltr">Ágætu gestir,</p> <p>Það er ánægjulegt að vera með ykkur hér í dag og fylgjast með umræðum sem snúast ekki bara um einhverjar dægurflugur, heldur umræður þar sem horft er til langrar framtíðar – og vonandi bjartrar.</p>

2012-02-24 00:00:0024. febrúar 2012Ávarp umhverfisráðherra - Gender and climate change

<p><em>Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra flutti eftirfarandi ávarp á morgunverðarfundi sem haldinn var á Hótel sögu þann 24. febrúar og fjallaði um kyn og loftslagsbreytingar.</em></p> <p>Dear guests,</p> <p>Dear Ugandan visitors</p> <p>It is a pleasure for me to address this breakfast meeting on the important topic of gender and climate change.</p> <p>The global community struggles to find a common solution to the alarming threat of human induced climate change.&#160; It does not respect international boundaries and will therefore not be solved without a joint venture of those countries responsible for emissions of greenhouse gases to the common atmosphere.</p> <p>The international climate negotiations are ongoing slowly and although the last COP in Durban came out with promising long term ambitions, the much needed immediate actions to halt emission are not within sight. &#160;Hugi Ólafsson will tell you more about the current status of the climate negotiations later this morning.</p> <p>It is therefore inevitable for countries to start to prepare for adaptation to climate change. Countries will however be differently affected, and the capacity to adapt and cope with the changes is also different.</p> <p><span>It is predicted that Africa</span> <span>is the continent that will suffer most. Most experts agree now that <span>Africa</span> is the most vulnerable continent to climate change and the least able to adapt to the <span>effects.</span></span></p> <p>This relates both to expected intensity of climate change in the regions, but also to the fact that most people there are self-subsistence farmers and pastoralist that are highly vulnerable to climate changes.&#160;</p> <p>In Uganda - the country we are focusing on here today - about 80% of the populations are self-subsistence farmers, deriving their basic livelihoods directly from land and available natural resources.&#160; It is predicted that this large group of people are those that will be most affected by climate change.</p> <p>It is further predicted that the affects will impact women differently that man, and in Sub-Saharan Africa, most likely imply further constraints to the already constraint women. Commonly it is the role of the woman to cultivate the land, fetch water and collect firewood, in addition to raising the children and doing housework. There, woman are already experiencing changes in climate that affects and constraints them, such as droughts, agriculture decline, longer distances to water sources and challenges related to accessing firewood.</p> <p>The effects of climate change will most likely affect women more severely than man. &#160;Gender issues are therefore central in all discussion about climate change, both in mitigating as adapting to climate change. This applies especially to developing countries where the key livelihood strategy is self-subsistence agriculture.</p> <p>But woman are not only vulnerable victims of climate change - they are also importance agents of change. I am convinced that empowering and educating women and bringing them closer to decision making, is the single most effective measure to combat climate change. And that applies to all countries and societies.</p> <p>Dear guests</p> <p>Iceland has actively promoted the important role of gender in the international climate negotiations. We have argued that it is important both in mitigation actions as in adaptation to climate change. Fortunately, there is now a growing and more common understanding of this important issue.</p> <p>Projects and programs are now emanating from this that focuses on the importance of gender when addressing the climate change issues and aim to mainstream gender in climate change actions.</p> <p>The project on Gender and climate change that the Government of Uganda and the Icelandic, Danish and Norwegian governments have now jointly entered is an outstanding example of what is needed in order to move from the discussions and good will talking to real activities. Or as the English say „to put the money where the mouth is!“.&#160;&#160;&#160;</p> <p>Uganda and Iceland have been formally development partners since 2001 and The Icelandic International Development Agency has office and active operations in Uganda. It is a pleasure to see that cooperation address such a highly important and emerging issue as gender and climate change. &#160;</p> <p>The project on gender and climate change in Uganda has many dimensions as will be further listed here today. It entails among other issues research on gender and climate change in rural Uganda by Makerere University in Kampala, preparations of the Ugandan delegation for the COP meetings, high-level political summit, conferences and production of documentary films.</p> <p>And a part of this is the course that will be presented here today – a short training courses on how to mainstream gender into climate change actions in Uganda, offering training and capacity building for a selected number of experts and policy makers. It is a pleasure that the International Genders Equality Study Program – GEST - at the University of Iceland has got the responsibility to develop and run the course in close collaboration with the Ugandan partners. I am convinced that this will be a success and can hopefully become a role model for others in the future.</p> <p>Dear guests;</p> <p>Iceland will continue promote the importance of gender in the international climate negotiations, as the seminal factor for success.</p> <p>And there is as great need for success as climate change is a threat to our survival and well-being. The climate change challenge is major intergenerational issue. It is our responsibility to pass our common environment to the future generations in equally good shape as when we came about. In order to succeed in that, both women and man need to be equally represented.</p> <p>Many thanks<span>&#160;&#160;</span> <span>&#160;&#160;</span><span>&#160;&#160;</span></p>

2012-02-24 00:00:0024. febrúar 2012Grein umhverfisráðherra í Fréttablaðinu - Kyn og loftslagsbreytingar

<div> <em>Eftirfarandi grein Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra um samstarf stjórnvalda Íslands, Noregs og Danmerkur við stjórnvöld í Úganga um að samþætta jafnréttissjónarmið í aðgerðum landsins til að takast á við loftslagsbreytingar birtist í Fréttablaðinu 23. febrúar 2012.</em> </div> <p>&#160;</p> <p><strong>Kyn og loftslagsbreytingar, verkefni í Úganda</strong></p> <p>Áhrif loftslagsbreytinga verða líklega meiri á konur en karla, ekki síst í fátækari ríkjum heims. Í þeim löndum bera konur yfirleitt ábyrgð á &#160;vinnu við ræktun matvæla, söfnun eldiviðar og vatnsöflun til heimilisins, til viðbótar öðrum verkum. Það eru því konur sem finna mest fyrir áhrifum loftslagsbreytinga sem valda þurrkum og lélegri uppskeru, lengja leiðina að vatnsbólum eða gera aðgengi erfiðara að eldiviði.</p> <p>Konur búa líka yfir mikilvægu afli til breytinga. Aukin völd og menntun kvenna eru ein áhrifaríkasta leiðin til bættrar framtíðar mannkyns alls. Það má til sanns vegar færa í loftslagsmálum.</p> <p><strong>Kynjasjónarmið mikilvæg</strong></p> <p>Ísland hefur sett kynjasjónarmið á oddinn í alþjóðlegu loftslagsviðræðunum undanfarin ár. Bæði er mikilvægt að taka tillit til sjónarmiða beggja kynja við mótun aðgerða til að draga út loftslagsbreytingum, og eins að samþætta þau þeim aðgerðum sem snúa að aðlögun að breytingum sem orsakast af loftslagsvandanum. Aukin þátttaka kvenna í verkefnum tengdum loftslagsmálum, ekki síst ákvarðanatöku, er mikilvægur þáttur þess að ná árangri í að vinna gegn loftslagsvandanum.&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;</p> <p>Því miður stefnir ekki í að þjóðir heims nái samkomulagi í tæka tíð til að koma í veg fyrir breytingar á loftslagi. Það er því óhjákvæmilegt að lögð verði áhersla á aðgerðir til að aðstoða ríki til að aðlagast loftslagsbreytingum eins og kostur er, og þá sérstaklega fátækustu ríkin þar sem talið er að áhrifin verði mest. &#160;</p> <p>Þeirra á meðal eru fátæk ríki í Afríku sunnan Sahara, sem eru þau lönd sem talið er að muni eiga hvað erfiðast með að aðlaga sig<span>&#160;</span> breytingum í loftslagi. <span>&#160;</span>Þorri íbúa þar eru smábændur sem lifa af sjálfsþurftarbúskap sem byggir á aðgangi að landi og náttúru. Þessi stóri hópur er því hvað viðkvæmastur fyrir loftslagsbreytingum sem hafa öfgar í veðurfari í för með sér.</p> <p><strong>Samstarf við Úganda</strong></p> <p>Úganda í austurhluta Afríku er eitt þessara landa. Nú hafa þarlend stjórnvöld ákveðið að ganga til samstarfs við stjórnvöld Íslands, Noregs og Danmerkur, &#160;um að samþætta jafnréttissjónarmið í aðgerðum landsins til að takast á við loftslagsbreytingar. Verkefnið er margþætt. Það felur í sér rannsóknir á vegum Makerere háskóla, stefnumótun, undirbúning fyrir þátttöku í alþjóðlegum samningaviðræðum, ráðstefnu og gerð heimildamyndar. Jafnframt verða skipulögð námskeið fyrir sérfræðinga úr ýmsum geirum í landinu, s.s. ráðuneytum, stofnunum, félagasamtökum og héraðsstjórnum. Alþjóðlegum jafnréttisskóla Háskóla Íslands (GEST) hefur verið falin ábyrgð á gerð námsefnisins og framkvæmd námskeiðanna en umhverfisráðuneytið leggur sérfræðiþekkingu til verkefnisins.</p> <p>Hér á landi hafa dvalið úgandískir sérfræðingar til að vinna að gerð námsefnisins með íslenskum sérfræðingum á sviði umhverfis-, loftslags- og jafnréttismála. <span>&#160;</span>Stefnt er að því að halda þrjú námskeið í mismunandi hlutum Úganda síðar á árinu, með það að markmiði að auka þekkingu og færni fólks til að vinna að verkefnum á sviði jafnréttis og loftslagsbreytinga. Fyrsta námskeiðið verður í bænum Mbale í austur Úganda um miðjan mars og er gert ráð fyrir um 35 þátttakendum á því. <span>&#160;</span></p> <p>Takist vel til með framkvæmd þessa er stefnt að því að sambærileg verkefni byggð á reynslunni frá Úganda getið farið af stað í öðrum löndum.</p> <p><strong>Hugmyndum hrint í framkvæmd</strong></p> <p>Ísland lagði til að vísað yrði til jafnréttis kynjanna í viðræðum um loftslagsmál fyrir þremur árum, en þá var engin slík tilvísun til staðar í samningstextum. Með harðfylgi hefur tekist að fá samþykkt ákvæði þar að lútandi inn í samningstexta og nú er slík áhersla almennt viðurkennd. Nú er tekið nýtt og mikilvægt skref á þessari vegferð, þegar hugmyndum um jafnréttissjónarmið í loftslagsmálum verður hrint í framkvæmd þar sem áhrifa loftslagsbreytinga gætir einna mest. Með áframhaldandi starfi leggur Ísland lóð sín á vogarskálarnar í einu mesta jafnréttismáli samtímans, en loftslagsmálin varða framtíð mannkyns og allra þjóða. Þar er aðkoma beggja kynja nauðsynleg.</p>

2012-02-23 00:00:0023. febrúar 2012Ávarp umhverfisráðherra á ráðstefnu um norræna umhverfismerkið Svaninn

<p><em>Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra flutti eftirfarandi ávarp á ráðstefnu Umhverfisstofnunar um Svaninn, norræna umhverfismerkið, sem haldin var á Grand Hóteli 23. febrúar 2012. </em></p> <p>&#160;</p> <p dir="ltr">Ágætu ráðstefnugestir,</p> <p dir="ltr">Það er mér sérstök ánægja að fá að ávarpa ykkur hér á þessari ráðstefnu um Svaninn - hið vel þekkta norræna umhverfismerki.</p> <p dir="ltr">Svanurinn er oft nefndur sem gott dæmi um afrakstur norrænnar samvinnu. Nú eru rúm 20 ár síðan Norræna ráðherranefndin ákvað að byggja upp norrænt umhverfismerki og hefur það verið innleitt í öllum norrænu ríkjunum fimm.</p> <p dir="ltr">Markmið Svansins eru skýr – að efla sjálfbæra neyslu og framleiðslu. Þessu markmiði er náð með því að útbúa handhægar leiðbeiningar fyrir framleiðendur vöru og þjónustu, sem þá geta merkt sig Svaninum sem neytendur geta treyst. Á þann hátt er hægt að setja viðmið og þróa í átt að sjálfbærari neyslu og framleiðslu.</p> <p dir="ltr">Ekki er hægt að segja annað en að vel hafi tekist til. Norræni Svanurinn er nú talinn eitt öflugasta og best þekkta umhverfismerki heims og eru bæði neytendur og framleiðendur vöru og þjónustu á Norðurlöndum vel upplýstir um merkið og hvað það stendur fyrir.</p> <p dir="ltr">Það er sérstaklega ánægjulegt hvernig Svansstarfið hefur verið að eflast hér á landi, en um það vitnar best mikil fjölgun útgefinna leyfa að undanförnu. Eins er ánægjulegt að fylgjast með hvernig íslenskt atvinnulíf heldur Svansvottuninni á lofti í sinni kynningu og markaðssetningu. Hafa umhverfisyfirvöld lagt ríka áherslu á að efla uppbyggingu Svansins hér á landi og hefur það virkilega skilað árangri. Greinilegt er að meðvitund neytenda og atvinnulífs um sjálfbæra neyslu og framleiðslu er að styrkjast, og því mikilvægt að stjórnvöld styðji og efli þann áhuga með traustum stoðum undir Svansstarfinu, í takt við það sem hin norrænu ríkin gera.</p> <p dir="ltr">Umhverfisstofnun fer með rekstur Svansins fyrir hönd íslenskra stjórnvalda. Góðan árangur Svansins undanfarin ár má örugglega þakka auknu samstarfi stofnunarinnar og atvinnulífsins og verður áhugavert að heyra af umræðum ykkar hér í dag um hvernig það samstarf er - og ekki síður hvernig það getur þróast til að efla merkið enn frekar. Mikilvægt er að halda því til haga að Svanurinn er opinbert umhverfismerki og því algerlega nauðsynlegt fyrir umhverfisyfirvöld að fá viðbrögð frá ykkur, bæði leyfishöfum og öðrum, um hvernig samstarfi okkar skuli háttað með það sameiginlega markmið að efla Svaninn.</p> <p dir="ltr">Ég vil hér ítreka ríkan vilja umhverfisyfirvalda til að vinna að því að efla Svaninn eins og kostur er. Við viljum sjá áframhaldandi fjölgun íslenskra fyrirtækja sem innleiða Svaninn; að þau fyrirtæki sem hafa innleitt hann haldi áfram að vísa til hans með stolti, samhliða því að auka þekkingu og vilja íslenskra neytenda á því að velja Svansmerkta vöru og þjónustu.</p> <p dir="ltr">Ísland hefur jafnframt beitt sér að undanförnu við að efla Svaninn á vettvangi Norrænu ráðherranefndarinnar. Umhverfisráðuneytið hefur leitt vinnu við norræna stefnumótun fyrir Svaninn til ársins 2015, en þá stefnumótun samþykktu norrænu umhverfisráðherrarnir formlega í Reykjavík í nóvember 2010. Þar eru metnaðarfull áform um áframhaldandi styrkingu Svansins, bæði innra starf og viðfangsefni, svo og um að auka norrænar fjárveitingar. Við höfum jafnframt leitt vinnu við að framkvæma þessarar nýju stefnumótun, og er unnið að fjölmörgum verkefnum til að styrkja Svansmerkið. Má til dæmis nefna verkefni um samspil Svansins og Vistvænna innkaupa hins opinbera sem eru mikilvægur þáttur.</p> <p dir="ltr">Góðir gestir,</p> <p dir="ltr">Svanurinn er á góðu flugi um þessar mundir, bæði hér heima og eins á öðrum Norðurlöndum og mikil samstaða er um að efla sameiginlegan rekstur hans á Norðurlöndunum.</p> <p dir="ltr">Það er hins vegar þannig, að svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður – Svanir sem og aðrir fuglar!</p> <p dir="ltr">Til að tryggja áframhaldandi flug Svansins er mikilvægt að gott samstarf sé milli allra þeirra aðila sem koma að rekstri og innleiðingu Svansmerkisins.</p> <p dir="ltr">Þessi ráðstefna hér í dag er mikilvægt stefnumót umhverfisyfirvalda, Svansleyfishafa, umsækjenda og annarra sem áhuga hafa til að treysta slíkt samstarf með eflingu Svansins að leiðarljósi.</p>

2012-01-26 00:00:0026. janúar 2012Grein umhverfisráðherra í Fréttablaðinu - Ný byggingarreglugerð markar tímamót

<div> <em>Eftirfarandi grein Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra um útgáfu nýrrar byggingarreglugerðar birtist í Fréttablaðinu 26. janúar 2012.</em> </div> <p>&#160;</p> <p>Ný byggingarreglugerð sem &#160;hefur litið dagsins ljós er sérlega yfirgripsmikil og tekur til fjölda atriða sem snerta daglegt líf og aðbúnað almennings.</p> <p>Ýmis nýmæli eru í nýju reglugerðinni, s.s. aukin áhersla á aðgengismál. Þar er stuðst við svokallaða algilda hönnun, sem gerir ráð fyrir að mannvirki séu þannig úr garði gerð að þau henti öllum – ekki aðeins þeim sem hafa &#160;fulla heilsu. Áætlað er að minnst tíu prósent íbúa landsins búi við varanlega hreyfihömlun eða annars konar fötlun og auk þess hefur fjöldi fólks skerta hreyfigetu vegna aldurs eða tímabundinna aðstæðna. Sérstaklega skal taka tillit til þessa við hönnun mannvirkja samkvæmt reglugerðinni.</p> <p>Þá eru auknar kröfur um sjálfbærni í mannvirkjagerð , t.d. um einangrun, flokkun byggingarúrgangs, endingu og um að umhverfisáhrifum byggingarinnar sé haldið í lágmarki. Betri orkunýting er einnig sett á oddinn, sem er mikilvægt neytendamál, því &#160;þótt Íslendingar hafi löngum státað af ódýrri og endurnýjanlegri orku er ljóst að orkuverð fer hækkandi.</p> <p>Neytendavernd er reyndar almennt gert hátt undir höfði &#160;því lögð er áhersla á að standa vörð um verðmætar eignir almenningsmeð því að stuðla að endingu og hagkvæmni. M.a. er gert ráð fyrir markvissara og samræmdara eftirliti í mannvirkjagerð en áður. Þannig eru líkur auknar á því að ný hús uppfylli væntingar kaupenda og dregið úr hættu á göllum. Innleiðing gæðastjórnunarkerfa í starfsemi byggingarstjóra, hönnuða og iðnmeistara þjóna sama markmiði. Ákvæði sem snerta þessa þætti eiga jafnframt að leiða til sparnaðar.</p> <p>Öryggiskröfur eru auknar í nýju reglugerðinni, ekki síst hvað varðar öryggi barna. Sérstakur kafli er um hollustu, heilsu og umhverfi – þar sem m.a. er tekið á raka í húsum. Þá eru kröfur um hljóðvist auknar til muna, með sérstakri áherslu á skóla og aðra staði þar sem börn dvelja og einnig á sjúkrahús.</p> <p>Byggingarreglugerð er dæmi um regluverk sem fæst okkar þurfa að eiga við dags daglega, en hún er gríðarlega mikilvæg, því þar eru settar línurnar fyrir megnið af því manngerða umhverfi sem við verjum tíma okkar í. Miklu skiptir að þetta umhverfi sé sem best úr garði gert. Nýja reglugerðin er stórt skref fram á við sem mun bæta lífsskilyrði almennings til muna.</p>

2012-01-25 00:00:0025. janúar 2012Grein umhverfisráðherra í Fréttablaðinu - Verndun svartfugla

<p>&#160;<em>Eftirfarandi grein Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra um verndun svartfugla birtist í Fréttablaðinu 5. janúar 2012.</em></p> <p>Undanfarin ár hafa verið mörgum tegundum svartfugla erfið hér á landi. Mælingar sýna að árleg fækkun álku er um 20%, fækkun langvíu um 7% á ári og stuttnefju um 24%. Viðvarandi brestur hefur verið hjá lundastofninum í nokkur ár og á síðasta ári varð algjört hrun í varpi hans, nema á Norðurlandi.</p> <p>Vegna þessa skipaði ég starfshóp í september sl. til að gera tillögur um verndun og endurreisn svartfuglastofna. Hópurinn hefur skilað af sér skýrslu sem kynnt var fyrir ríkisstjórn á þriðjudag, en þar er m.a. lagt til að fimm tegundir sjófugla verði friðaðar fyrir öllum veiðum og nýtingu, þ.á m. eggjatínslu, næstu fimm árin. Þessar fimm tegundir eru álka, langvía, stuttnefja, lundi og teista.</p> <p>Starfshópurinn telur eina helstu orsök hnignunar stofnanna vera fæðuskort. Svartfuglar lifa á sandsílum, fiskitegund sem virðist hafa fært sig til í sjónum umhverfis landið á síðustu árum. Þetta er&#160; mögulega varanleg afleiðing loftslagsbreytinga, en vonandi tímabundin sveifla í lífríki hafsins. Telur hópurinn að tímabundið bann við veiðum muni draga úr fækkun í stofnunum og flýta fyrir endurreisn þeirra. Leggur hópurinn jafnframt til að tíminn verði nýttur til að afla betri upplýsinga um tegundirnar, rannsaka þær og vakta, til þess að bæta megi verndun og sjálfbæra nýtingu þeirra og endurmeta ástandið þegar friðunartímabilinu lýkur.</p> <p>Þannig háttar um veiðar á þessum fimm tegundum, að þær teljast til hlunnindaveiða í villidýralögunum, þannig að almenn friðunarákvæði laganna ná ekki yfir þær. Starfshópurinn leggur til að þessu ákvæði verði<span>&#160;</span> breytt og umhverfsráðherra geti með nýrri<span>&#160;</span> heimild stýrt veiðunum með reglugerð, líkt og gildir um aðrar fuglategundir. Slík lagabreyting er nauðsynleg forsenda þess að hægt sé að bregðast við erfiðri stöðu svartfuglategundanna með afgerandi hætti.</p> <p>Brýnt er að almenningur sé vel upplýstur um þróun lífríkisins og náttúrunnar allrar. Þótt skýr lagasetning og öflug vernd séu mikilvæg tæki til að stuðla að viðgangi einstakra stofna er jafnframt nauðsynlegt að samspil manns og náttúrunnar byggi á ábyrgð og þekkingu.&#160;</p> <p>Tillögur hópsins byggja í meginatriðum á þeirri grundvallarsýn að náttúran eigi að njóta vafans, að ferkari þekkingar sé þörf og að stjórnvöldum beri að taka afstöðu með lífríkinu.</p>

2012-01-25 00:00:0025. janúar 2012Grein umhverfisráðherra í Fréttablaðinu - Á grundvelli skynsemi og upplýsinga

<p>&#160;</p> <p><em>Eftirfarandi grein Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra um verndun svartfugla birtist í Fréttablaðinu 10. janúar 2012.</em></p> <p>Tillögur starfshóps umhverfisráðuneytisins um verndun og endurreisn svarfuglastofna hafa vakið nokkra umræðu sem að stofninum til er af hinu góða. Þó er ástæða til að velta fyrir sér stöðu náttúruverndar í þessu sambandi. Hæstu gagnrýnisraddirnar heyrast frá þeim sem ættu að hafa mestan hag hafa af því að neikvæðri þróun stofnanna verði snúið við sem fyrst, nú síðast í grein formanns Skotveiðifélags Íslands í Fréttablaðinu 9. janúar.</p> <p>Svo<span>&#160;</span> rifjuð sé upp staðan<span>&#160;</span> eins og ég lýsti henni í Fréttablaðinu þegar tillögur starfshópsins lágu fyrir, sýna mælingar að árleg fækkun álku er um 20%, fækkun langvíu um 7% á ári og stuttnefju um 24%. Auk þess hefur verið viðvarandi brestur hjá lundastofninum í nokkur ár, en á síðasta ári varð algjört hrun í lundavarpi á stórum hluta landsins.<span>&#160;</span></p> <p><span>&#160;</span>Löggjöf okkar er nú með þeim hætti að ekki er unnt að ákveða veiðistjórnun eftir því sem staða þessara fuglastofna gefur tilefni til. Hlunnindaveiði er þar undanskilin þótt hún geti verið allt að 70% af<span>&#160;</span> heildar veiðinni.Mikilvægt er að hafa hugfast að markmið (villidýra?)laganna er ekki einungis að mynda ramma utan um skipulag veiða, heldur fyrst og fremst að tryggja viðgang og náttúrulega fjölbreytni villtra dýrastofna. Þegar svo háttar að nýliðun er nánast engin og hrun er í einstaka stofnum á landsvísu verður að bregðast við með öllum tiltækum ráðum. Annað væri ábyrgðarleysi.</p> <p>Yfirvöldum á Íslandi er heldur ekki frjálst að stýra veiðum á dýrategundum algjörlega eftir eigin höfði. Okkur ber samkvæmt alþjóðlegum samningum skylda til að standa sérstaklega vörð um þá stofna sem eru hlutfallslega stórir á Íslandi. Við höfum þar hlutverki að gegna gagnvart stofnunum í heild, lífríkinu og komandi kynslóðum.</p> <p>Tillögur meirhluta starfshópsins snúast ekki um stöðu fuglastofnanna í einstökum fuglabjörgum, tilteknum landsvæðum eða á stuttu árabili. Tillögurnar byggja á viðvarandi neikvæðri þróun í stofnunum, þróun sem okkur ber skylda að bregðast við. Frelsi fólks til að stunda skynsamlegar veiðar eða að síga í fuglabjörg er ekki mikils virði, ef fuglarnir hverfa. Ábyrg nýting á gæðum landsins felur stundum í sér verndun. Þar eigum við öll samleið, á grundvelli skynsemi, yfirvegunar og upplýsinga. Bæði umhverfisyfirvöld, Fuglavernd, Bændasamtökin og Skotvís.</p>

2012-01-10 00:00:0010. janúar 2012Ávarp umhverfisráðherra - 30th Nordic Geological Winter Meeting

<em>&#160;</em> <p dir="ltr"><em>Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra flutti eftirfarandi ávarp á 30. vetrarfundi norrænna jarðfræðinga þann 10. janúar 2012.</em></p> <p dir="ltr">Ágætu norrænu vinir - kære nordiske venner,</p> <p dir="ltr">I hope it is all right if I welcome you in Icelandic and Scandinavian, even if I continue my address in English, which is the official language of the conference. I have been told that my address should be relatively brief. I have also been told that geologists have a different feeling for time than most people - and that you consider the end of the last ice age to be a recent event. That is a very different mindset from politicians, especially ministers, who feel that four years is like an eon. I will therefore be relaxed and not be looking at my watch, while I promise that I will end before the Holocene epoch is officially declared over.</p> <p dir="ltr">Actually, some scientists have suggested that we might consider ourselves to be in a new geological epoch, that should be called the Anthropocene. This new epoch would be named after humans, because we are now having a greater effect on the Earth‘s systems than many natural forces. Our agriculture and mining and cities are changing the surface of the planet. We may be triggering the greatest mass extinction of organisms for millions of years. We are certainly changing the composition of the atmosphere at an alarming rate and scale.</p> <p dir="ltr">The effect of this is not least felt in our part of the world, the High North. A recent report by the Arctic Council makes it clear that snow and ice is retreating in the north even faster than was predicted only a few years ago. Permafrost is thawing – and releasing methane, a powerful greenhouse gas. Arctic sea ice is melting faster than almost all models projected. Glaciers are retreating. We have recently mapped the surface of the largest glaciers in Iceland using laser technology from airplane. We hope that this will help us to map accurately their likely retreat in the future. The Icelandic government recently established Europe‘s largest national park around our biggest glacier, Vatnajökull. We think the park and the glacier can become a symbol of climate change, and a vast open-air school room on its visible effects.</p> <p dir="ltr">Of course, Icelandic glaciers are not only melting because of a warmer atmosphere. Some are melting from below - from Earth‘s inner heat and volcanic eruptions. The recent eruption of Eyjafjallajökull made headlines around the world for grounding some 100 thousand flights and causing havoc in global air traffic. There is now a tremendous interest in Icelandic volcanoes, not least in Europe, from a research point of view. If we can predict their behaviour and map ash clouds more accurately, we might be able to limit the disruption caused by future eruptions. For us Icelanders the concern is not only about air traffic, as many volcanoes pose a threat to habitation, roads and agriculture.</p> <p dir="ltr">The Nordic countries have actively helped Iceland to build up a knowledge base and expertise on volcanism and geology. The Nordic Volcano Centre was established by the Nordic Council of Ministers almost 40 years ago. It has offered Nordic scientists a chance to do field work in a land of active volcanism, and it has contributed valuable research of Iceland‘s volcanoes and their nature. Iceland has also benefitted from Nordic contributions to earthquake monitoring, and in other fields. Nordic cooperation in geological research has a long tradition and a strong foundation, and I am certain that it will only grow stronger.</p> <p dir="ltr">It is interesting to see the programme of this 30th Nordic Geological Winter Meeting. Many of the themes are directly linked to some of the concerns I have mentioned above, like climate change, geological hazards and natural resources. Policy making needs good science as a basis for decisions. Can we continue to rely on fossil fuels? Or should we look to renewable energy, and how can we then make sure that it we can get maximum benefits and minimize negative effects on nature? We look to you for facts to guide political decisions. Even seemingly very academic studies, on subjects such as ice ages and ancient climate fluctuations, have relevance for the understanding of the future of Earth‘s climate.</p> <p dir="ltr">Facts, of course, need to be accurate and uncontaminated by the views and interests of individual scientists. We need to hear the truth, whether it is comforting or inconvenient. Some doubt that we can trust the guidance by science, such as the findings of the IPCC on climate change.</p> <p dir="ltr">There has been a heavy propaganda campaign by so-called climate skeptics, that climate science is biased. While their arguments are thin, their constant drumming has found a sympathetic, while dwindling, audience. Many seem to believe that scientists can not voice views on issues close to their field, without sacrificing their integrity. This is simply wrong. Scientists must seek the truth, and nothing but the truth, but they should not be silent or silenced from the constant policy debate that is the strength of our democratic society.</p> <p dir="ltr">This is well illustrated in the case of Sigurður Þórarinsson, one of the most respected and beloved Icelandic scientist of the 20th Century. He would have been 100 years old last Sunday, and I am glad to see that you have devoted one session to his memory and his scientific legacy. Nobody could doubt the scientific integrity of Sigurður, who was one of the most respected volcanologist of his time and a pioneer in the field of tephrachronology. But Sigurður was also one of the most influential nature conservationist of the 20th Century in Iceland. He helped instigate and write the first comprehensive nature conservation law in Iceland.</p> <p dir="ltr">He was tireless in pointing out the uniqueness of Iceland‘s nature, and how badly some natural treasures were treated. He was certainly not opposed to the utilization of natural resources, but pointed out that nature also had intrinsic value. If the value of hydro energy could be measured in kilowatt-hours, he said, the value of undisturbed nature could be measured in hours of enjoyment.</p> <p dir="ltr">And speaking of enjoyment. Sigurður had a cool head, but no heart of stone. He got his doctorate from the University of Stockholm, where he not only got a first-class education, but also developed a fondness for Bellman, the beloved 18th Century Swedish poet. He translated many of Bellman‘s songs into Icelandic, and composed many of his own, some of which have become classics, that are sung at every self-respecting party of musical individuals. The reason for the popularity of both Bellman‘s and Sigurður‘s songtexts is that they portray good humour and a love of life.</p> <p dir="ltr">Our days and work may seem small in the perspective of geological eons, but this should not prevent us from enjoying life. I hope that you have a productive meeting and stimulating discussions, but I also hope that you enjoy your stay here in the middle of this unusally snowy winter here.</p> <p dir="ltr">Thank you,</p>

2011-12-20 00:00:0020. desember 2011Ávarp umhverfisráðherra við húsvígslu Veðurstofu Íslands

<p><em>Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra flutti eftirfarandi ávarp við formlega vígslu nýs húsnæðis Veðurstofu Íslands að Bústaðarvegi 7 þann 16. desember 2011.</em></p> <p>Forstjóri og starfsmenn Veðurstofu Íslands, aðrir gestir,</p> <p>Fáar stofnanir eiga jafn ríkan sess í hjörtum landsmanna og Veðurstofa Íslands. Í landi þar sem veður eru válynd hefur fólk eðlilega mikla þörf fyrir tíðar og traustar fréttir af veðri, þeirri þörf hefur verið sinnt af Veðurstofunni í rúm 90 ár. Heilu kynslóðirnar ólust upp við nýjustu fréttir af veðurskipinu Metró, lægðum djúpt suður af landinu eða skyggni dagsins á Dalatanga. Og nú á aðventunni brýst eftirvæntingin út í tíðum fréttum, þar sem hart er gengið að veðurfræðingum að svara heitustu spurningu samtímans: hvort búast megi við rauðum eða hvítum jólum. Þær fabúleringar fá fólk jafnvel til að kvarta undan því að langtímaspá Veðurstofunnar nái “bara” viku fram í tímann, en ég leyfi mér að fullyrða að óvíða finnist þjóð með jafn sterkar skoðanir á spálíkönum veðurfræðinga og hér á landi.</p> <p>Það er mér því sérstök ánægja að vera með ykkur hér í dag, þegar nýtt húsnæði Veðurstofu Íslands er formlega tekið í notkun. Það skiptir höfuðmáli að vel sé búið að starfseminni. Með þeim breytingum sem nú hafa orðið í húsnæðismálum stofnunarinnar er stigið mikilvægt skref í sameiningu Vatnamælinga Orkustofnunar og Veðurstofu Íslands sem varð formlega 1. janúar 2009 og því fögnum við hér í dag.</p> <p>Fljótlega eftir að ákvörðun var tekin um sameiningu Vatnamælinga Orkustofnunar og Veðurstofu Íslands var sett af stað vinna við að tryggja framtíðarhúsnæði nýrrar stofnunar. Starfsemi nýrrar stofnunar gerði miklar kröfur til húsnæðis, ekki síst í ljósi áherslu á vöktun vegna náttúruvár, því gríðarlega mikilvæga öryggishlutverki sem stofnuninni er falið. Þá gera tölvu- og upplýsingakerfi stofnunarinnar miklar kröfur til húsnæðis, enda er þetta sennilega sú stofnun sem safnar einna mestum gögnum hér á landi, hvort sem það eru upplýsingar um veður, vatnafar, jarðskjálfta eða annað.</p> <p>Eftir mikla vinnu við þarfagreiningar og hagkvæmniathuganir – sem þurfti í ofanálag að endurskoða vegna hruns sem varð í millitíðinni – varð sú leið ofan á að kaupa Landsnetshúsið og byggja við það þannig að öll starfsemi Veðurstofunnar rúmaðist þar.</p> <p>Mikil vinna hefur farið í að þróa áfram og undirbúa breytingar á húsnæðismálum Veðurstofunnar og er það von mín að þessi áfangi sem við fögnum nú styrki verulega starfsemi stofnunarinnar. Næstu skref til að koma starfsemi Veðurstofunnar undir eitt þak er að fara í deiliskipulagsvinnu með Reykjavíkurborg. Í framhaldi af því þarf síðan að byrja undirbúning að byggingu viðbyggingar, þannig að þegar rofar til í ríkisfjármálunum verði mögulegt að fara af krafti í að ljúka því mikilvæga verkefni að koma Veðurstofunni undir eitt þak í framtíðarhúsnæði. Þegar Veðurstofan flutti í sitt fyrsta sérhannaða húsnæði á Bústaðaveginum árið 1973 hafði hún lengi verið á hrakhólum. Engu að síður hafði verið ákveðið í lögum um Veðurstofu Íslands frá 15. júní 1926, að reist skyldi hús fyrir starfsemina “eins fljótt og verða mætti”. Ég held að okkur sé óhætt að slá því föstu, að vinnan við frekari úrbætur í húsnæðismálum sé komin í annan og hraðskreiðari farveg.</p> <p>Góðir gestir,</p> <p>Öryggishlutverk Veðurstofunnar hefur heldur betur verið í kastljósinu undanfarin ár, í gegnum eldgos og jökulflóð. Við megum vera stolt af starfi stofnunarinnar, ekki aðeins í mikilvægu starfi fyrir land og þjóð, heldur einnig í þágu alþjóðasamfélagsins. Ekki er vafamál að fumlaus viðbrögð Veðurstofunnar við Grímsvatnagosinu eiga stærstan þátt í því að áhrif á alþjóðlegt flug á Norður-Atlantshafi urðu mun minni en ætla hefði mátt með hliðsjón af stærð gossins. Vil ég nota þetta tækifæri og ítreka þakkir til ykkar frá ráðuneytinu fyrir ykkar góðu störf að undanförnu. Það skiptir miklu að við búum yfir sem bestri þekkingu, svo viðbrögð við náttúruvá séu fumlaus. Til að hægt sé að vinna heildarmat á mögulegri hættu vegna eldgosa á innviði íslensks samfélags lagði ég í síðustu viku til breytingar á lögum, þar sem Ofanflóðasjóði er heimilað að taka þátt í kostnaði við hættumat vegna eldgosa.</p> <p>Góðir gestir,</p> <p>Að lokum langar mig að vitna í frétt sem birtist í Morgunblaðinu 4. desember 1973, þegar Veðurstofan flutti í eldra húsnæðið hér við Bústaðaveg:</p> <p>“Aðspurður sagði Hlynur, [þáverandi veðurstofustjóri,] að nafn á húsið hefði ekki verið ákveðið, en ýmsar uppástungur hefðu komið fram svo sem Vindheimar, Lægðarbakki, Hæðarbrún og Golan-hæðir, en óbyggt var húsið jafnan nefnt Skýjaborgir.”</p> <p>Ég legg til að gott nafn verði fundið á þetta glæsilega nýja hús Veðurstofunnar, því ekki gengur að kalla það Landsnetshúsið til lengdar.</p> <p>Það er alltaf spennandi að hefja störf á nýjum stað og í nýju umhverfi – jafnvel þó ekki sé lengra farið en í næsta hús. Ég óska ykkur til hamingju með nýja húsnæðið, sem ég vænti að muni auðvelda ykkur störfin og auka enn á hróður Veðurstofunnar.</p>

2011-12-17 00:00:0017. desember 2011Grein umhverfisráðherra í Fréttablaðinu - Hænufet í rétta átt

<p><em>Eftirfarandi grein Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra um niðurstöður loftslagsráðstefnu S.þ. í Durban í Suður -Afríku birtist í Fréttablaðinu 17. desember 2011.</em></p> <h2>Hænufet í rétta átt</h2> <p>Nýlokið er árlegri loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, sem þetta skiptið var haldin í Durban í Suður-Afríku. Væntingar fyrir ráðstefnuna voru litlar sem engar, sér í lagi eftir vonbrigði sem urðu með loftslagsráðstefnuna í Kaupmannahöfn fyrir tveimur árum, en þvert á væntingar þokaði málum áfram. Því miður er varla hægt að segja að þar hafi verið um meira en eitt hænuskref að ræða, þó vissulega hafi orðið vart við mjög mikilvægan samhljóm á ráðstefnunni.</p> <h3>Samkomulag í sjónmáli?</h3> <p>Leiðin að alþjóðlegum aðgerðum gegn loftslagsbreytingum hefur verið þyrnum stráð, þá tvo áratugi sem það hefur staðið. Fljótt þótti ljóst að upphaflegur loftslagssamningur Sameinuðu þjóðanna, sem undirritaður var árið 1992, dygði ekki til að koma í veg fyrir loftslagsbreytingar upp að því marki sem æskilegt væri. Til að bregðast við því var Kýótó-bókunin gerð við samninginn árið 1995, þar sem komið var á nokkuð skýru kerfi, með mælanlegum og lagalega bindandi markmiðum. Kýótó-bókunin mætti talsverðri mótspyrnu og þess sér enn merki í því að Bandaríkin hafa aldrei staðfest bókunina. Þannig stendur eitt stærsta losunarríkið utan Kýótó-bókunarinnar, en jafnframt hafa ört vaxandi þróunarríki á borð við Kína, Indland og Brasilíu ekki tekið á sig skuldbindingar.</p> <p>Undanfarin ár hafa ríki sem nú losa um 16% gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu lýst sig reiðubúin að halda áfram skuldbindingum í takt við Kýótó-bókunina, en betur má ef duga skal. Hafa viðræður því stefnt að því að auka það hlutfall til muna í nýju samkomulagi, sem gæti tekið gildi þegar fyrsta skuldbindingatímabil Kýótó endar undir lok árs 2012. Því miður var niðurstaða loftslagsráðstefnunnar í Durban í meginatriðum sú, að eina ferðina enn var ákveðið að komast að niðurstöðu síðar. Kýótó-bókunin verður framlengd um nokkur ár, í stað þess að nýtt samkomulag taki gildi, en vonir eru bundnar við að hægt sé að ljúka vinnu við alþjóðlega aðgerðaáætlun fyrir 2015 sem tekið geti gildi árið 2020.</p> <h3>Viðhorfsbreyting</h3> <p>Einu ber þó sérstaklega að fagna. Það er sú þróun sem hefur verið í gangi undanfarin ár, en kom sérstaklega skýrt fram í Durban, að þjóðir heims eru hættar að karpa um það hvort loftslagsváin sé raunveruleg og aðgerða sé þörf. Þetta er mikilvægt skref, því nú virðast öll lönd heimsins vera tilbúin að nálgast lagalega bindandi samkomulag – þótt enn greini þau á um eðli og inntak slíks samkomulags. Í fyrsta sinn eru ríki eins og Bandaríkin, Kína og Indland, sem til þessa hafa ekki viljað ljá máls á lagalega bindandi samkomulagi, komin að samningaborðinu. En tíminn er naumur og aðgerða er þörf.</p> <p>Heimurinn hefur ekki efni á því að sífellt sé bætt við viljayfirlýsingum um að senn þurfi að bregðast við loftslagsvandanum. Fyrir sum ríki heims er tíminn í raun runninn út, fyrir enn fleiri er of seint að bregðast við vandanum innan einhverra ára. Að óbreyttu þurfum við horfast í augu við gjörbreytt veðurfar og náttúrufar um alla jörð.</p> <p>Í þessum málum hefur Ísland tekið skýra stöðu með þeim ríkjum sem vilja framlengja Kýótó-bókunina. Fyrir tveimur árum var sú ákvörðun tekin að vera í samfloti með nágrannaþjóðum okkar í Evrópu í samningaviðræðunum, en Evrópusambandið myndar meginstoð þeirra ríkja sem standa undir losunarskuldbindingum samkvæmt Kýótó-bókuninni.</p> <p>Hér skiptir máli að ganga fram með góðu fordæmi, sama hversu stór eða smá ríki eru. Í því skyni hafa íslensk stjórnvöld sett saman aðgerðaráætlun í loftslagsmálum, sem til stendur að endurskoða rækilega á næsta ári. Þar eru sett fram metnaðarfull og raunhæf skref í átt að minni losun á þeim sviðum þar sem Íslendingar standa sig ekki sem skyldi. Við megum vera ánægð með það hversu lítil losun er hér á landi í tengslum við húshitun og orkuframleiðslu, en þegar kemur t.d. að samgöngum, erum við óvenjumiklir umhverfissóðar.</p> <h3>Stærsta verkefni samtímans</h3> <p>Loftslagsmálin eru stærsta viðfangsefni stjórnmála samtímans og eitt stærsta jafnréttismál okkar daga. Loftslagsmálin snúast um jafnrétti á milli þjóða heims, en þau ríki sem verst verða úti við loftslagsbreytingar eru mörg hver meðal þeirra fátækustu og þau sem menga mest oft þau auðugustu. Loftslagsmálin snúast líka um jafnrétti kynslóðanna, að tryggja að komandi kynslóðir hafi sama rétt og við til að njóta gæða jarðarinnar um ókomna tíð.</p>

2011-11-23 00:00:0023. nóvember 2011Ávarp ráðherra á ársfundi Úrvinnslusjóðs 2011

<p><em>Andrés Ingi Jónsson aðstoðarmaður ráðherra flutti eftirfarandi ávarp f.h. ráðherra á ársfundi Úrvinnslusjóðs sem haldinn var á Grand Hóteli 22. nóvember 2011.</em></p> <p>Stjórn og starfsmenn Úrvinnslusjóðs, aðrir ársfundargestir.</p> <p>Það er mér ánægja að fá að ávarpa ykkur hér á ársfundi Úrvinnslusjóðs.</p> <p>Endurvinnsla og bætt nýting úrgangs eru málefni í vaxandi umfjöllun víða um heim. Takamarkalaus ágangur mannkyns í auðlindir jarðar á undanförnum áratugum hefur opnað augu okkar fyrir því að ekki verður mikið lengur gengið áfram á sömu braut. Hér á landi hefur umræðu af sama toga orðið vart að undanförnu m.a. varðandi flokkun heimilissorps, en flokkun sorps er forsenda þess að hægt sé að auka endurnýtingu úrgangs og bæta nýtingu hráefna. Auðlindir jarðarinnar eru takmarkaðar og því er bætt nýting hráefna ein af forsendum sjálfbærrar þróunar og viðvarandi hagvaxtar.</p> <p>Á vegum Evrópusambandsins er til dæmis unnið að stórbættri nýtingu hráefna, sem lið í að tryggja sjálfbæra hagstjórn innan Evrópusambandsins fyrir árið 2050. Tilgangurinn er skýr: að tryggja að við notum minna af hráefnum til að framleiða meira. Þessari stefnu er ætlað bæði að létta álagi af auðlindum. en jafnframt að búa til ný störf, meðal annars í endurvinnsluiðnaði. Á Íslandi höfum við verk að vinna í þessum málaflokki, þó nokkur skref hafi verið tekin í þessa átt á undanförnum árum. Hér þurfum við að gera mikið betur og umhverfisráðuneytið hefur hug á því að gera það sem það getur til þess að svo megi verða. Mun ég víkja nokkrum orðum hér á eftir að málum sem nú eru í vinnslu í ráðuneytinu á þessu sviði.</p> <p>Úrvinnslusjóður var á sínum tíma stofnaður í þeim tilgangi að draga úr myndun úrgangs og auka endurvinnslu hér á landi og vissulega hefur margt jákvætt áunnist í þeim flokkum úrgangs sem Úrvinnslusjóður fer með. Ársfundur Úrvinnslusjóðs er vettvangur til að fara yfir farinn veg og hugleiða hvað megi betur gera til að auka enn frekar endurvinnslu hér á landi. Vænti ég góðs af þeirri umræðu hér í dag.</p> <p>Samkvæmt lögum um úrvinnslugjald skipar ráðherra stjórn Úrvinnslusjóðs til fjögurra ára í senn. Með breytingu á lögunum nú í vor var bætt inn í stjórnina meðstjórnanda frá Félagi atvinnurekenda. Á sama tíma var hlutverk Úrvinnslusjóðs víkkað út; annars vegar var honum falið að sinna verkefnum sem tengjast raf- og rafeindatækjaúrgangi, hins vegar fékk sjóðurinn aukið hlutverk vegna framleiðendaábyrgðar á rafhlöðum og rafgeymum.</p> <p>Í umhverfisráðuneytinu er þessa dagana unnið að útgáfu landsáætlunar um meðhöndlun úrgangs 2012-2023 og samhliða því innleiðingu á rammatilskipun Evrópusambandsins um úrgang (2008/98/EB) í íslenskan rétt. Tilskipunin setur m.a. viðmið um það hvenær úrgangur hættir að vera úrgangur og verður að hráefni. Hér er mikilvægt að staldra við og koma með nýja sýn þegar við innleiðum tilskipunina, til að við getum náð betur utan um þessa auðlind. Allt of oft lendir úrgangur á þeim villigötum að flokkast sem endapunktur að virðiskeðjunni lokinni, þegar ætti miklu frekar að líta á hann sem hluta af hringrás, grundvallarhugsun sem er nauðsynlegt að við temjum okkur, svo hægt sé að stefna til framtíðar undir merkjum sjálfbærrar þróunar.</p> <p>Í tilskipuninni er mælt fyrir um hver forgangsröð við meðhöndlun á úrgangi skuli vera. Í fyrsta lagi skal koma í veg fyrir myndun úrgangs, í öðru lagi að undirbúa úrgang fyrir endurnotkun, í þriðja lagi að endurvinna úrganginn og í fjórða lagi að endurnýta hann. Síðasta skrefið – og það allra sísta – er að farga honum. Þannig er leitast við á öllum stigum að meðhöndla úrganginn til að koma í veg fyrir förgun.</p> <p>Tilskipunin byggir á meginreglunum um mengunarbótarregluna og framleiðendaábyrgð. Þá kveður hún á um að gerð sé áætlun um meðhöndlun úrgangs og hvernig koma eigi í veg fyrir myndun hans.</p> <p>Með breytingum á lögum um meðhöndlun úrgangs á liðnu þingi er það nú ráðherra, í stað Umhverfisstofnunar, sem gefur út landsáætlunina. Þannig getur áætlunin verið pólitískari og markað enn skýrari stefnu en verið hefur. Áætlunin mun geyma stefnu stjórnvalda í úrgangsmálum auk þess að tilgreina stöðu úrgangsmála í landinu.</p> <p>Vinna við landsáætlun um úrgang er í fullum gangi. Ráðuneytið taldi mikilvægt að áætlunin og lagabreytingin yrðu sett í opið umsagnarferli þar sem almenningur, stjórnvöld og hagsmunaaðilar gætu komið sjónarmiðum sínum á framfæri. Nauðsynlegt er að hafa náið samráð við þá aðila sem vinna við úrgangsmál og hafa því sérþekkingu á þeim. Frá því í lok september hefur því verið óskað eftir hugmyndum og fundað með þeim sem þess hafa sérstaklega óskað. Stefnt er að því að þessu opna umsagnarferli ljúki í lok þessa mánaðar, landsáætlun og frumvarp til laga um breytingu á lögum um meðhöndlun úrgangs verði sent til umsagnar í byrjun næsta árs og að landsáætlun verði gefin út og frumvarp lagt fram í vor.</p> <p>Í þessu ferli er ráðuneytið að leita að hugmyndum. Verkefnið er áhugavert og margar spurningar sem þarf að velta upp. Ljóst er að auka þarf flokkun til að unnt sé að auka endurvinnslu og endurnýtingu. Hvernig má koma því við, hvernig má auðvelda íbúum landsins flokkun? Hvort er árangursríkara að skila flokkuðum úrgangi í auknum mæli í tunnuna heima við, eða í næstu verslun – eða á að fjölga grenndarstöðum og auka þjónustu á endurvinnslustöðvum? Hvernig getum við aukið endurvinnslu og bætt nýtingu hráefna?</p> <p>Það er ljóst að mikil tækifæri eru til nýsköpunar á þessu sviði – að finna leiðir til að bæta nýtingu hráefna – og það er atvinnuskapandi að þróa nýja tækni við endurvinnslu. Þarna liggja miklir möguleikar. Hvernig er hægt að efla lífsferilshugsun við vöruhönnun og tryggja að vara sé búin til úr efnum sem auðvelt er að endurvinna?</p> <p>Annað grundvallaratriði er að koma þarf í veg fyrir myndun úrgangs í auknum mæli og skoða hvaða leiðir eigi að fara í því sambandi, t.d. að draga úr umbúðum og banna plastpoka. Er rétt að fara út í svo róttækar aðgerðir?</p> <p>Svo er það hvernig best má ná því markmiði að takmarka förgun úrgangs. Mun aukin flokkun úrgangs og aukin endurvinnsla ein og sér draga nægilega úr förgun úrgangs, eða þarf eitthvað meira að koma til? Ef lagður yrði á hár urðunarskattur myndi það verða til þess að við fyndum nýjar leiðir til að auka endurvinnslu og bæta nýtingu hráefna?</p> <p>Ráðuneytið vill fá hugmyndir frá sem flestum, þannig að ef þið lumið á hugmyndum og verkefnum á sviði úrgangsmála – sem mig grunar að þið gerið – endilega komið þeim á framfæri í gegnum heimasíðu ráðuneytisins. Hugmyndirnar munu nýtast okkur í landsáætlun um úrgang sem nú er unnið að.</p> <p>Á undanförnum áratugum hefur mikið þokast í rétta átt varðandi úrgangsmál hér á landi. Frá árinu 1986 hefur verið kveðið á um það í lögum að þeim sem annast dreifingu og sölu á olíu sé skylt að taka við olíuúrgangi og tryggja viðunandi eyðingu. Frá árinu 1989 hefur verið sérstakur farvegur fyrir einnota drykkjarvöruumbúðir þegar sett voru sérstök lög utan um málaflokkinn. Lög um spilliefnagjald voru sett árið 1996 og í lok árs 2002 komu lög um úrvinnslugjald sem leystu spilliefnagjaldslögin af hólmi. Kerfi vegna raf- og rafeindatækjaúrgangs var komið á með lögum sem sett voru árið 2008. Öll þessi skref hafa verið til að tryggja farveg fyrir meðhöndlun úrgangs og í þá átt að gera atvinnulífið ábyrgara fyrir meðhöndlun úrgangs. Um nokkurt skeið hefur verið fyrirhugað að færa framkvæmd úrgangsmála í átt að aukinni framleiðendaábyrgð og jafnvel að samræma frekar þau kerfi sem eru við lýði í dag. Á að auka framleiðendaábyrgð og samræma útfærslu hennar sem mest? Hvert á hlutverk Úrvinnslusjóðs að vera varðandi aukna framleiðendaábyrgð? Á hann t.d. að bera ábyrgð á að söfnunarhlutföll úrgangs sem stjórnvöld gera kröfu um náist?</p> <p>Hér á landi eru í grunninn þrjú mismunandi kerfi í gangi varðandi úrvinnslu úrgangs og ábyrgð framleiðenda. Mikil umræða hefur verið um þessi kerfi að undanförnu sem öll hafa stuðlað að framförum í úrgangsmálum. Með síðustu lagabreytingu á lögum um meðhöndlun úrgangs var, eins og ég vék að hér áðan, Úrvinnslusjóði falið hlutverk stýrinefndar um raf- og raftækjaúrgang. Í nefndaráliti umhverfisnefndar Alþingis beindi meiri hluti nefndarinnar því til umhverfisráðherra að beita sér fyrir endurskoðun á kerfunum og benti jafnframt á að við endurskoðun laga og reglna á sviði úrgangsmála væri m.a. nauðsynlegt að skoða skipulag Úrvinnslusjóðs. Nefndin lagði áherslu á að nánar yrði skoðað við heildarendurskoðun á skipan mála hvað þyrfti að gera til að styrkja kerfið varðandi raf- og rafeindatækjaúrgang. Við í ráðuneytinu erum að undirbúa þessa vinnu með gerð landsáætlunar og í framhaldi af því endurskoðun á löggjöfinni.</p> <p>Góðir gestir,</p> <p>Það nægir ekki að líta aðeins á þann úrgang sem kemur út af heimilum og frá fyrirtækjum, heldur þarf að líta framar í keðjuna til að finna lausn til framtíðar. Því miður virðist óhóf vera fylgifiskur neyslusamfélagsins og nútímans. Einhverra hluta vegna hefur aukinn hagvöxtur haldist fast í hendur við mikla einkaneyslu, sem í tilfelli Íslands hefur skilað því að við mörkum dýpra vistspor á jörðina en flestar aðrar þjóðir. Allar daglegar venjur okkar hafa áhrif á umhverfið – og við höfum val og við höfum áhrif. Sem neytendur erum við valdamikil þegar kemur að innkaupum og neyslu. Þetta gildir bæði um almenna neytandann og atvinnulífið. Nánast hvert sem við snúum okkur erum við að velja vörur og þjónustu. Það skiptir því miklu máli að nota skynsemi við ákvarðanatökuna – stíga t.d. skrefið í átt að vistvænni innkaupum og velja umhverfismerkta vöru og þjónustu til að stuðla að því að draga úr myndun úrgangs. Hér má ekki gleyma ábyrgð stjórnvalda við að tryggja aðgang að góðum og öruggum upplýsingum, sem eru forsenda meðvitaðra innkaupa.</p> <p>Mikilvægt er að fara heildstætt yfir málaflokkinn frá öllum hliðum. Er það von mín að væntanleg landsáætlun og endurskoðun á úrgangslöggjöfinni stuðli að því að meðhöndlun úrgangs verði metnaðarfyllri, að dregið verði úr myndun hans og endurnýting aukin.</p> <p>Ég þakka starfsfólki og stjórn Úrvinnslusjóðs fyrir þeirra góða starf á liðnu ári, fyrir ykkar framlag til úrgangsmála og fyrir ánægjulega samvinnu.</p> <p>Kærar þakkir.</p>

2011-11-18 00:00:0018. nóvember 2011Ávarp Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra á ráðstefnu um Jökulsárlón

<p><em>Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra flutti eftirfarandi ávarp á ráðstefnu sem haldin var í Freysnesi 17. nóvember 2011 og fjallaði um deiliskipulag og hugmyndir um friðlýsingu vestanverðs Jökulsárlóns á Breiðamerkursandi </em></p> <p>Góðir gestir,</p> <p>Það er mér sönn ánægja að ávarpa þessa ráðstefnu um Jökulsárlón, sem er haldin af sveitarfélaginu Hornafirði og umhverfisráðuneytinu. Tilefnið er að nú er unnið að deiliskipulagi fyrir svæðið við lónið og einnig á skoða að gera það að hluta af Vatnajökulsþjóðgarði. Jökulsárlón er náttúruperla á heimsvísu og ætti að vera eitt helsta krúnudjásn þjóðgarðsins. Jakaborgin á lóninu er verðug táknmynd eina landsins í heiminum sem ber nafn íss og kulda í nafni sínu og prýðir enda forsíður ófárra ferðahandbóka um Ísland.</p> <p>Jökulsárlón er íslensk póstkortafyrirsæta, en líka alþjóðleg kvikmyndastjarna. Lónið hefur verið sviðsmynd í fleiri en einum Hollywood-smelli. Hér hafa Leðurblökumaðurinn og hörkukvendið Lara Croft komið við í baráttu sinni gegn myrkum öflum og á frosnu lóninu var njósnari hennar hátignar James Bond eltur af þrjótum og ökuföntum. Samkvæmt fræðimönnum á því sviði mun það vera æsilegasti bílaeltingarleikur sem sést hefur á hvíta tjaldinu, þótt það myndi seint teljast vistvænn samgöngumáti og er ekki til eftirbreytni að mati umhverfisráðherra.</p> <p>Jökulsárlón getur tekið að sér alvarlegri hlutverk en býðst í Bond-myndum. Lónið er ein sýnilegasta birtingarmynd loftslagsbreytinga í okkar heimshluta. Það hefur orðið til við hopun Breiðamerkurjökuls, birtist fyrst í núverandi mynd á 4. áratug síðustu aldar og hefur stækkað um fjórfalt á síðustu fjórum áratugum eftir því sem jökultungan færist í átt til fjalla. Losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu hefur aldrei verið meiri en nú og vex meira en svartsýnustu spár fyrir nokkrum árum gerðu ráð fyrir, þrátt fyrir nær endalausar samningaviðræður um að reyna koma böndum á losunina. Vísindamenn telja nú nær útilokað að hnattrænt markmið um að halda hlýnun innan við 2 gráður muni nást. Það eru ákaflega slæmar fréttir, en jafnvel þótt allri losun yrði hætt á morgun myndi enn halda áfram að hlýna um sinn. Íslenskir vísindamenn telja að jöklar landsins geti að stórum hluta horfið á næstu einni til tveimur öldum vegna loftslagsbreytinga.</p> <p>Jökulsárlón mun koma til með að taka miklum breytingum á komandi áratugum og raunar Vatnajökull allur. Góðar upplýsingar eru um hegðun jökulsporða á Íslandi allar götur frá 1930. Jöklarannsóknafélag Íslands hefur mælt legu þeirra um áratugaskeið og byggt þannig upp gagnasafn sem hefur mikið gildi á heimsvísu. Nýlega var jökulmassinn kortlagður nákvæmlega með radarmælingum og við ættum að geta fylgst nákvæmar en áður með búskap jökulsins í framtíðinni. Vatnajökull og ístungurnar úr honum hér í Skaftafellssýslu gera áhrif hnattrænna breytinga sýnileg öllum þeim sem hér búa og eiga leið um. Ríki Vatnajökuls hefur mikið gildi fyrir fræðslu og vakningu um loftslagsbreytingar og má gera margt til að efla það hlutverk og nýta svæðið hér sem risavaxna kennslustofu um þetta eitt mikilvægasta viðfangsefni mannkyns.</p> <p>Jökulsárlón er heimsþekkt, en er þó auðvitað fyrst og fremst skaftfellsk náttúruperla. Sem slík hefur það mikið gildi fyrir byggð hér á svæðinu og atvinnu og afkomu heimamanna. Við notum oft stór orð til að lýsa Vatnajökulsþjóðgarði. Hann er stærsti þjóðgarður Evrópu með mesta jökli álfunnar ofan á einhverju virkasta eldvirknissvæði jarðar. Á fáum eða engum stað er hægt að sjá betur landmótunaröfl elds og ísa og straumvatna að verki. Öfugt við sumar aðrar glannalegar fullyrðingar um ágæti lands og þjóðar er góð innistæða fyrir þessum lýsingum. Ég tel að reynslan sýni að stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs hafi verið gæfuspor fyrir þjóðina í heild og ekki síður fyrir næstu nágranna hans. Það örlar stundum á misskilningi að Vatnajökulsþjóðgarði sé miðstýrt úr umhverfisráðuneytinu, en um hann gilda lög sem tryggja aðkomu heimamanna og hagsmunaaðila að ákvarðanatöku og stefnumótun. Ég tel að þetta fyrirkomulag hafi reynst vel við stofnun þjóðgarðsins og við grunvallarstefnumótun hans. Vinna sem nú er hafin við að skoða möguleika á sameiginlegri yfirstjórn þjóðgarða og friðlýstra svæða þarf að taka þann þátt inn í greiningu á þeirri hugmynd.</p> <p>Hér á suðursvæði þjóðgarðsins hafa heimamenn byggt upp fjölbreytta ferðaþjónustu, sem byggir á náttúru svæðisins og afurðum úr heimahögum og miðum. Hér er mannlíf samofið stórbrotinni náttúru og gestir eru forvitnir um hvoru tveggja. Ekkert lát er á straumi ferðamanna sem sækja Ísland heim. Íbúar og sveitarstjórnir á Hornafirði og í öðrum sveitarfélögum þurfa að búa í haginn fyrir þá þróun með uppbyggingu innviða og skipulagningu sem gerir mönnum kleift að taka við fleiri gestum án þess að náttúra og ásýnd svæða láti á sjá. Gerð deiliskipulags við Jökulsárlón er mikilvægt skref í þessu skyni. Það skiptir miklu hvernig ásýnd hins manngerða umhverfis í kringum eina þekktustu og merkilegustu náttúruperlu Íslands er og verður.</p> <p>Umhverfisráðuneytið hefur efnt til átaks á síðustu misserum við að bæta umgjörð og aðbúnað á friðlýstum svæðum, sem einnig eru vinsælir viðkomustaðir ferðamanna. Aðgerðirnar eru oftast hvorki dýrar né umfangsmiklar og felast meðal annars í gerð göngustíga og bættum merkingum og efldri landvörslu. Auknu fé er nú varið til náttúruverndar og umbóta á ferðamannastöðum, meðal annars fyrir tilverknað gjalds á ferðamenn sem er sérstaklega ætlað til verkefna á því sviði. Ferðaþjónusta er ein meginstoð efnahagslífsins á Íslandi og við verðum að hlúa að grunnstoðum og innviðum hennar. Sem betur fer þarf ekki stórkarlalegar fjárfestingar sem mælast í milljarðatugum eða meira til að undirbyggja ferðaþjónustuna og sérstaklega á slíkt ekki við varðandi aðstöðu við náttúruperlur. Þar fer best á því að öll aðstaða sé hófstillt og látlaus, en reyni ekki að keppa við náttúruna um athygli. Í nærliggjandi byggðum þarf hins vegar að vera næg gisting og önnur þjónusta og þar þarf augljóslega uppbyggingu ef spár um þróun ferðamennsku ganga eftir. En þótt aðgerðir við náttúruperlur séu tiltölulega ódýrar megum við ekki halda að þær séu með öllu óþarfar. Við verðum að hætta að taka landinu og undrum þess og fegurð eins og sjálfsögðum hlut og gera okkur grein fyrir að náttúruvernd er undirstaða sjálfbærrar ferðaþjónustu.</p> <p>Góðir gestir,</p> <p>Ég hef rætt hér nokkuð um gildi Jökulsárlóns og Vatnajökulsþjóðgarðs fyrir byggð og fyrir budduna, en við megum þó aldrei gleyma helstu ástæðunni fyrir því að vernda Jökulsárlón. Það er ekki vegna þess að það er nytsöm mjólkurkú fyrir ferðamenn og glæsileg leikmynd fyrir draumaverksmiðjur kvikmyndiðnaðarins. Lónið er einstök náttúrusmíð og okkur ber að umgangast það með virðingu og vernda sem gimstein í íslenskri náttúru. Síkvik náttúran býður upp í nýtt sjónarspil á lóninu hverjum degi. Jakar brotna út í vatnið, sigla þar um, sporðreisast og bráðna - eða skolast út í Atlantshafið, þar sem brot úr þeim rekur aftur á land og svört sandfjaran er stráð glitrandi klakademöntum. Síld og loðna villast stundum hina leiðina, úr hafinu í gegnum stystu jökulá Íslands yfir í næstdýpsta stöðuvatn landsins. Mávar og æður og aðrir fuglar leita að æti innan um ísjakana og ósjaldan má sjá seli svamla þar. Hér er veisla fyrir augað árið um kring og góður staður til að gleyma amstri og streitu og viðra fúlar hugsanir úr sálarkimum. Slíkir staðir verða æ fágætari á jörð þar sem umsvif sjö milljarða manna setja sífellt meiri svip á umhverfið. Ég vona og veit að við fáum hér gott yfirlit yfir náttúru og hlutverk Jökulsárlóns í dag, sem mun hjálpa okkur að taka upplýstar ákvarðanir um skipulag svæðisins og framtíð þess.</p> <p>Takk fyrir,</p>

2011-11-02 00:00:0002. nóvember 2011Grein umhverfisráðherra í Fréttablaðinu - Brugðist við óvæntum sveiflum í rjúpnastofninum

<p><em>Eftirfarandi grein Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra um viðbrögð við óvæntum sveiflum í rjúpnastofninum birtist í Fréttablaðinu í dag 2. nóvember 2011.</em></p> <p>Elvar Árni Lund, formaður Skotvís, birtir grein í Morgunblaðinu 31. október sl., þar sem hann gagnrýnir ákvörðun umhverfisráðherra um rjúpnaveiðar þetta árið. Ég harma þann misskilning sem mér finnst örla á hjá Elvari og vil því fara yfir aðdraganda ákvörðunar um rjúpnaveiðar þetta árið. Það skiptir miklu máli að traust ríki á milli stjórnvalda og veiðimanna í þessum efnum.</p> <p>Stjórnvöldum ber skylda út frá náttúruverndarsjónarmiðum að tryggja að athafnir mannsins höggvi ekki of stór skörð í dýrastofna og nýting þeirra sé með sjálfbærum hætti. Sú nýbreytni varð við ákvörðun á fyrirkomulagi rjúpnaveiða haustið 2009, að gert var ráð fyrir að ákvörðunin gilti til þriggja ára, nema að óvænt þróun yrði í rjúpnastofninum á þeim tíma. Þegar umhverfisráðuneytinu bárust ráðleggingar Náttúrufræðistofnunar Íslands (NÍ) 7. september kom fram að stærð veiðistofnsins virtist hafa dregist saman um ríflega helming á milli ára. Lagði NÍ til þrjár leiðir í stöðunni; í fyrsta lagi óbreytt 18 daga veiðitímabil, í öðru lagi fækkun veiðidaga, t.d. um helming, og í þriðja lagi að rjúpnaveiðum yrði hætt.</p> <p>Sérfræðingar NÍ og Umhverfisstofnunar (UST) mættu á fund í umhverfisráðuneytinu 20. september, þar sem UST&#160; lagði fram útfærslu á tillögu um 18 veiðidaga. Taldi ég sveiflu í rjúpnastofninum vera meiri en svo að hægt væri að láta athugunarlaust, en jafnframt fulllangt gengið að banna veiðar með öllu. Því óskaði ég eftir útfærslu sérfræðinga NÍ og UST á níu daga veiðitíma á rjúpu þetta árið. Tillaga stofnananna tveggja lá fyrir 29. september og voru lögboðnir hagsmunaaðilar þá þegar boðaðir á fund um málið.</p> <p>Þann 30. september fundaði ráðuneytið með hagsmunaaðilum, þ.e. fulltrúum frá Skotvís, Bændasamtökunum og Fuglavernd. Þar tilkynnti ég ákvörðun um níu daga veiðitímabil og bað hagsmunaaðila um útfærslu á fyrirkomulaginu, svo hægt væri að taka endanlega ákvörðun fyrir 5. október. Þær athugasemdir sem bárust snéru allar að breytingum á fjölda daga, en ekki með slíkum rökum að sérfræðingar ráðuneytisins leggðu til að horfið yrði frá níu daga útfærslunni – enda ljóst að rjúpnastofninn þyrfti strangari veiðistjórnun en áður. Því var farið að tillögu Náttúrufræðistofnunar og Umhverfisstofnunar við endanlega ákvörðun, sem kynnt var 5. október.</p> <p>Almennt er mikill skilningur í samfélaginu á mikilvægi þess að ganga vel um rjúpnastofninn og fara veiðimenn og samtök þeirra þar framarlega í flokki. Samstarf stjórnvalda við Skotvís hefur verið gott og ber að þakka fyrir það. Eins og fram kom þegar ákvörðun um veiðar var kynnt, hyggst ég boða til frekara samstarfs, þar sem skoðað verður hvernig rjúpnaveiðum verði best hagað á komandi árum. Ég tek undir með formanni Skotvís, að slæmt sé að það þurfi að handstýra ákvörðun um rjúpnaveiðar svo skömmu fyrir veiðitímabilið ár hvert. Bind ég vonir við að samstarf sérfræðinga og hagsmunaaðila geti á næstu vikum og mánuðum fundið nýjar lausnir við skipulag rjúpnaveiða, svo hægt sé að stunda þær á sjálfbæran hátt um ókomna tíð.</p> <p><em>Svandís Svavarsdóttir<br /> </em><em>umhverfisráðherra</em></p>

2011-11-01 00:00:0001. nóvember 2011Grein umhverfisráðherra Norðurlandanna í Fréttablaðinu - Norrænt átak gegn hormónatruflandi efnum

<p><em>Eftirfarandi grein eftir u<span>mhverfisráðherranna Svandísi Svavarsdóttur (Íslandi)‚ Katrin Sjögren (Álandseyjum)‚ Ida Auken (Danmörku)‚ John Johannesen (Færeyjum)‚ Anthon Frederiksen (Grænlandi), Erik Solheim (Noregi), Lena Ek (Svíþjóð) og</span> <span>Ville Niinistö (Finnlandi) birtist í Fréttablaðinu 1. nóvember 2011.</span></em></p> <h3>Norrænt átak gegn hormónatruflandi efnum</h3> <p><span>Við‚ umhverfisráðherrar Norðurlanda‚ höfum ákveðið að ráðast í samstillt átak til að greina áhrif og<span>&#160;</span> draga úr notkun efna sem geta valdið röskun á<span>&#160;</span> hormónastarfsemi.</span> <span>Við munum beita okkur fyrir því að löggjöf ESB og alþjóðlegar reglur á þessu sviði verði efldar í því skyni að vernda neytendur.</span> <span>Einnig</span> <span><span>&#160;</span>viljum við skuldbinda fyrirtæki til að axla meiri ábyrgð en nú er með því að hætta notkun vafasamra efna‚ bæta upplýsingar til neytenda og leita nýrra valkosta í stað efna sem geta valdið röskun á<span>&#160;</span> hormónastarfsemi.</span></p> <p><span>Fyrir r</span><span>úmum tuttugu árum gerðu vísindamenn sér grein fyrir að þalöt‚ PCB og önnur efni sem leynast í umhverfi okkar geta raskað hormónastarfsemi og haft áhrif á æxlunarhæfni manna og dýra.</span> <span>Gæði sæðisfruma hjá ungum körlum í Danmörku og Noregi eru einna lélegust í heimi. Tíðni krabbameins í brjóstum og eistum hefur aukist hvarvetna á Norðurlöndum á undanförnum tuttugu árum. Fyrir rúmum áratug kynnti Evrópusambandið áætlun um rannsóknir á og varúðarráðstafanir gagnvart hormónatruflandi efnum. Prófunaraðferðir hafa&#160; verið þróaðar og sérstök ákvæði eru um hormónatruflandi efni í evrópskri löggjöf um efni og efnavöru (REACH) svo og löggjöf um snyrtivörur og varnarefni. En betur má ef duga skal. Aðgerða er þörf og Norðurlönd eru reiðubúin til að ryðja brautina hvort sem er heima fyrir‚ innan ESB eða á alþjóðavettvangi.</span></p> <p>Margir gamlir skaðvaldar‚ þar á meðal DDT‚ PCB og díoxín‚ eru nú ýmist bannaðir eða dregið hefur verið úr notkun þeirra sökum þeirrar hættu sem steðjar að fólki og umhverfi. Endanlegu markmiði hefur þó ekki verið náð. Enn skortir viðmið fyrir efni sem talin eru hormónatruflandi og evrópska löggjöf á því sviði. Mikilvægt er að slík löggjöf feli í sér aðgerðir til að draga úr notkun hormónatruflandi efna. Á degi hverjum verðum við fyrir áhrifum margra mismunandi efna samtímis. Slík áhrif eru kölluð samverkandi áhrif eða kokteiláhrif og við þeim verður &#160;sporna.</p> <p>Fyrir skömmu greindi framkvæmdastjórn ESB frá stöðu mála hvað varðar framkvæmd áætlunar sambandsins um hormónatruflandi efni. Þess er vænst að framkvæmdastjórnin láti nú til skarar skríða og að samin verði viðmið fyrir hormónatruflandi efni og brugðist við samverkandi áhrifum hormónatruflandi efna á fullnægjandi hátt.&#160;</p> <p>Samhliða lagasmíð ESB er brýnt að höfða til ábyrgðar atvinnulífsins. Í efnaiðnaði hefur þegar verið hafist handa við að meta þá hættu sem stafar af efnum og efnavörum sem nú eru notuð en skriður komst á þau mál í kjölfar hinnar nýju ESB-löggjafar um efni og efnavörur (REACH). Samkvæmt lögunum er fyrirtækjum gert að tryggja ábyrga notkun á efnum og efnavörum og axla siðferðislega ábyrgð á framleiðslu sinni. Í því felst m.a. að kanna hvaða efni eru hormónatruflandi og hvernig draga má úr notkun þeirra – jafnvel þótt ganga þurfi lengra en löggjöfin kveður á um. Í þessu tilliti er einkum átt við efni í daglegum neysluvörum svo sem snyrtivörum‚ matvælum‚ vefnaði og leikföngum. Þá ber að herða kröfur um að efnaiðnaðurinn nýti sér nýjustu rannsóknir og prófunaraðferðir þegar áhrif efna og efnasambanda eru metin.</p> <p>Fyrirtæki verða að leggja sitt af mörkum við að leita nýrra valkosta og þróa prófunaraðferðir‚ meðal annars með því að fjármagna rannsóknastarf. Ýmis norræn fyrirtæki eru farin að þróa örugga valkosti við þalöt svo dæmi sé nefnt. Þau eru á réttri leið en mun fleiri verða að feta í fótspor þeirra.</p> <p>Þeir neytendur sem vilja sýna ábyrgð við innkaup geta stuðst við umhverfismerkingar á borð við Svaninn og Evrópublómið.</p> <p>Á síðasta ári komst skriður á norrænt samstarf um þessi málefni. Í Danmörku hafa tvö tiltekin parabenefni og bísfenól-A verið bönnuð í vörum sem ætlaðar eru börnum yngri en þriggja ára. Um þessar mundir vinna Danir að tillögu um evrópskt bann við þalötum. Á vegum umhverfisyfirvalda í Svíþjóð fer fram rannsókn á bísfenól-A. Þar í landi er einnig í gildi fjögurra ára framkvæmdaáætlun þar sem lögð er áhersla á að forðast hormónatruflandi efni og er um 1‚8 milljarði íslenskra króna <span>&#160;&#160;</span>varið í áætlunina. Norska umhverfisráðuneytið leggur til að bönnuð verði fjögur eiturefni í neysluvörum. Í Noregi hefur einnig verið stofnuð ný heimasíða (Erdetfarlig.no) en á síðunni má finna ráðgjöf um <span>&#160;</span>hættuleg efni og öruggar afurðir. Samkvæmt finnska stjórnarsáttmálanum (frá 17. maí 2011) skal metið hvort nýjar áherslur kalli á frekari aðgerðir, þar á meðal samstarf um nanóefni og hormónatruflandi efni.</p> <p>Á Íslandi hefur verið gefið út fræðsluefni um varasöm efni í neytendavörum og er það að finna á<span>&#160;</span> vef Umhverfisstofnunar - <a href="http://www.ust.is/einstaklingar/graenn-lifsstill/">http://www.ust.is/einstaklingar/graenn-lifsstill/</a>. Grænlendingar hyggjast grípa til ýmissa aðgerða til að leysa vanda af völdum hormónatruflandi efna‚ þar á meðal PCB. Með þessum aðgerðum stíga Norðurlönd fyrstu skref í þá átt að herða löggjöf heima fyrir sem og á vettvangi ESB.</p> <p>Undir formennsku Svía í ESB síðari hluta árs 2009 ákváðu umhverfisráðherrar ESB-ríkjanna að beina sjónum sérstaklega að hormónatruflandi efnum og samverkandi áhrifum þeirra. Brýnt er að slaka ekki á taumunum. Saman viljum við vekja athygli stjórnmálamanna á skaðsemi hormónatruflandi efna og leggum jafnframt áherslu á að stöðugt verði dregið úr notkun þeirra. Brýnt er að vernda líffræðilega fjölbreytni og frjósemi manna og dýra. Þannig stöndum við vörð um viðkvæm vistkerfi okkar – líf barna okkar og barnabarna er í húfi.</p>

2011-10-25 00:00:0025. október 2011Grein umhverfisráðherra í Fréttablaðinu - Að loknu Umhverfisþingi

<p><em>Eftirfarandi grein Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra birtist í Fréttablaðinu 25. október 2011.</em></p> <p>Við þekkjum öll, að dagarnir geta verið&#160;misjafnir. Stundum erum við sérstaklega heppin og höfum ríka ástæðu til að fagna góðu dagsverki. Nýlega átti ég slíkan dag, ásamt ríflega 300 öðrum náttúruverndarsinnum, þegar Umhverfisþing var haldið í sjöunda sinn.</p> <p>Yfirskrift Umhverfisþings að þessu sinni var náttúruvernd en í forgrunni umræðunnar var Hvítbók um löggjöf til verndar náttúru Íslands, sem kom út í haust og er til umsagnar á heimasíðu umhverfisráðuneytisins. Bókinni er ætlað að vera grundvöllur heildarendurskoðunar á íslenskri löggjöf um náttúruvernd. Er þar tekið saman yfirlit yfir stöðu náttúruverndar á Íslandi og í nágrannaríkjunum, til að hægt sé að hafa sem mesta þekkingu tiltæka við lagasmíðina. Hvítbókin sjálf er hins vegar fjarri því endimark stefnumótunarvinnunnar.</p> <p>Á hinn bóginn er Hvítbókin góður grundvöllur umræðu. Slík umræða átti sér m.a. stað á Umhverfisþingi og þarf að halda áfram því íslensk náttúra snertir okkur öll sem byggjum þetta land, bæði nú og í framtíðinni. Á þinginu var enda áberandi samhljómur fundarmanna um mikilvægi þess að hafa samráð og kynningu á Hvítbókinni fyrir almenning svo hann hafi raunverulegan möguleika á að hafa áhrif á endurskoðun löggjafarinnar.</p> <p>Hvítbókin hefur þegar fengið nokkra umfjöllun fjölmiðla en að auki hyggst umhverfisráðuneytið standa fyrir almennum kynningarfundum á efni hennar á næstu vikum. Þá er Hvítbókin sjálf og umfjöllun um hana aðgengileg á heimasíðu umhverfisráðuneytisins, þar sem einnig eru leiðbeiningar um hvar skila skuli umsögnum og athugasemdum um hana.</p> <p>Allt er þetta gert til að stuðla að samráði um framhaldið en til að niðurstöður samráðsins séu sem bestar þarf að tryggja að öflug og góð skoðanaskipti eigi sér sem víðast stað. Þau verða að felast í því að aðilar setji fram ólík sjónarmið og hlusti á hin gagnstæðu.</p> <p>Ég vil því hvetja sem flesta til að kynna sér efni hvítbókarinnar og mynda sér skoðun, allt eftir áhugasviði og þekkingu hvers og eins. Ekki er gerð krafa um að vera sérfræðimenntaður til að hafa skoðun á náttúruverndarmálum og það er ekki skylda að lesa hvítbókina spjaldanna á milli til að hafa álit á henni. Heildarendurskoðun náttúruverndarlaga er mikilvægt verkefni, sem er ekki einkamál okkar í umhverfisráðuneytinu eða fyrirfram skilgreindra hagsmunaaðila. Til að vel takist til verður allt samfélagið að koma að verkinu. Áhugasamir eru því hvattir til að fjölmenna á heimasíðu umhverfisráðuneytisins fyrir 15. desember og leggja sínar hugmyndir í púkkið.</p> <p>&#160;</p> <p>&#160;</p> <p>&#160;</p>

2011-10-25 00:00:0025. október 2011Ávarp umhverfisráðherra á málþingi um Evrópusambandið og umhverfismál

<p><em>Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra flutti eftirfarandi ávarp á málþingi um ESB og umhverfismál sem haldið var þann 25. október 2011 af&nbsp;utanríkisráðuneyti og umhverfisráðuneyti í samvinnu við framkvæmdastjórn ESB. &nbsp;Á málþinginu&nbsp;var fjallað um hvaða áhrif þátttaka Íslands í Evrópska efnahagssvæðinu (EES) hefur haft á umhverfislöggjöf landsins og hvaða breytingar hugsanleg aðild að Evrópusambandinu myndi hafa í för með sér á því sviði.&nbsp;</em></p> <p>Good morning ladies and gentlemen</p> <p>It gives me great pleasure to address you all here at the start of this seminar on Iceland, the Environment and the European Union. In the summer of 2009, the Icelandic parliament agreed to seek EU membership. Since then, extensive work on preparation for accession negotiations has been undertaken throughout the government – including the Ministry for the Environment. Thorough screening of Icelandic legislation in the field of the environment has been conducted, national legislation has been analysed and compared to EU legislation in the field, in order to identify the gaps between the two and to assess what needs to be done in the case of Iceland joining the EU.</p> <p>Screening meetings on Chapter 27, the Environment Chapter, took place in November last year and January this year. In these meetings officials of the Icelandic administration – experts from the Ministry and its agencies - explained the outcome of their analysis and EU experts explained the EU legislation to their Icelandic colleagues.</p> <p>Currently, our experts in the negotiation group dealing with the chapter on the environment are reviewing the outcome of the screening process. On that basis, a proposal will be prepared for the government on the negotiation position for the next steps in the process. This is the venue where Iceland will put forward the issues that need to be discussed and negotiated. Formal negotiations on Chapter 27 are expected to be opened some time in the new year.</p> <p>As will be well explained later this morning, the main differences between the present Icelandic environmental legislation and EU environmental legislation lies in the field of nature conservation. Nature conservation is not a part of the EEA agreement, and therefore EU legislation on nature conservation has not been implemented in Iceland.</p> <p>Icelandic legislation on nature conservation has not developed sufficiently in recent years – and in fact the argument can be made that it has progressed too slowly for decades. This is a fact, completely independent of the ongoing EU negotiations. In order to assess the need for legislative changes in the field, I appointed a committee to review the Nature Conservation Act just under two years ago. The committee carried out an in depth analysis of the act and other relevant legislation, which resulted in a white paper published at the beginning of September this year. The committee took notice of nature conservation legislation in neighbouring countries as well as the European legislation, taking special notice of the international development of nature conservation over the past years. The white paper identifies several areas where it is necessary to strengthen the present Icelandic legislation, and proposes a number of improvements in that regard.</p> <p>The white paper presents a very thorough and detailed analysis, which is impossible to go into further in the short time I have here. I strongly urge anyone interested in nature conservation to get aquainted with the substance of the white paper and participate in the public consultation process started on the document. It is available on the ministry´s website and open for comments until 15 December.</p> <p>As for this gathering today I find it always of great importance to have a good and informative dialogue on nature conservation and environmental issues in general and in particular to promote public participation in the debate. This is always the case but even more so now in Iceland while we are preparing for the EU accession negotiations. It is important that we understand what EU accession entails for the environment and that we look out for strengthening the environmental interests in the negotiation process.</p> <p>As a member of the European Economic Area, we more or less fully comply with EU legislation on environmental issues. Our laws on nature conservation, although outside of the EEA agreement, are likely to develop much in a similar direction to EU legislation over the next few years. Broadly speaking, these two factors are unlikely to be the deciding factors in the negotiations, since there is little debate to be had. However, this is also the part of Iceland's negotiation where the hunting of whales, seals and various other animals would be on the table – so we do have some room for heated debate.</p> <p>I welcome this seminar today and am sure it will be host to very informative dialogue. I wish you all a good discussion.</p>

2011-10-22 00:00:0022. október 2011Ávarp umhverfisráðherra á ráðstefnunni Skógar - heimsins græna gull

<p><em>Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra ávarpaði gesti á ráðstefnunni Skógar - heimsins græna gull sem haldin var í Hörpu 22. október 2011 með eftirfarandi orðum.</em></p> <p>Fundarstjóri, kæru ráðstefnugestir.</p> <p>Það er mér sönn ánægja og heiður að fá að ávarpa ykkur hér í dag og bjóða velkomin til þessarar ráðstefnu. Sérstaklega þeim fyrirlesurum sem eru komnir hingað um langan veg til að miðla af reynslu sinni.</p> <p>Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna lýsti árið 2011 “Alþjóðlegt ár skóga” og hafa fjöldamargir viðburðir verið skipulagðir víða um heim að því tilefni. Ráðstefnan “Skógar – heimsins græna gull” er því hluti af stærra samhengi þess að taka skóga og skógarmál til sérstakrar umfjöllunar. Vil ég nota tækifærið og þakka þeim sem hafa staðið að og séð um kynningu á Alþjóðlegu ári skóga hér fyrir þeirra framlag og atorku.</p> <p>Yfirskrift Alþjóðlegs árs skóga er “skógar fyrir fólk”. Þetta á vel við enda eru skógar afar mikilvægir fyrir samfélagið. Sá hagur sem fólk hefur af skógum er og mun víðtækari en einungis þau efnislegu gæði sem skógarnir veita. Þar má sérstaklega nefna þá mikilvægu þjónustu sem skógarvistkerfi veita til að sporna við neikvæðum áhrifum loftslagsbreytinga, við að miðla vatni, vernda lífríki, binda jarðveg og skapa skjól. Á alla þessa þætti var bent sem rökstuðning fyrir mikilvægi skóga, þegar Sameinuðu þjóðirnar ákváðu að tileinka árið 2011 skógum. Því fer hins vegar fjarri að alltaf sé tekið tillit til þessara fjölbreyttu þátta í umgengni við skóga. Því leggja Sameinuðu þjóðirnar áherslu á mikilvægi sjálfbærrar nýtingar skóga, þar sem þessi fjölþættu markmið eru höfð að leiðarljósi.</p> <p>Þetta er mikilvæg umræða fyrir okkur á Íslandi. Ísland er um stundir eitt skóglausasta land Evrópu. Það hefur þó alls ekki alltaf verið svo. Á Íslandi hefur orðið mikil gróður- og jarðvegseyðing, en talið er að um 95% þeirra skóga sem hér uxu við landnám fyrir um 1100 árum hafi eyðst. Þetta gerðist í kjölfar þess mikla inngrips sem búseta manna olli á annars áður óbyggðri eyju, eyju í norðurhöfum með óblíðum náttúruöflum. Sem betur fer hefur byggst hér upp öflugt starf til að skapa viðhorfsbreytingu í samfélaginu, til að vinna gegn eyðingunni og snúa við þessum vítahring. Þannig hefur orðið þjóðarvakning hér á landi – hér hefur náðst að græða landið og rækta nýja skóga með miklum árangri. Í skýrslu Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) um stöðu skógarauðlinda heimsins, sem kom út á síðasta ári, er einmitt sýnt að Ísland hafi verið það land heims sem jók hlutfallsleg mest við skógarþekju sína, eða um 5% á árunum 2000-2010. Það er ánægjulegt að vita af þessu staðfesta heimsmeti.</p> <p>Hins vegar er afar mikið óunnið á þessum vettvangi. Skógar þekja einungis liðlega 1% landsins en þöktu um fjórðung landsins við landnám. Það er því forgangsmál að vernda, endurheimta og auka útbreiðslu náttúruskóga landsins. Jafnframt er alltaf að koma betur og betur í ljós hversu mikil tækifæri eru hér til að rækta skóga til fjölþættra nytja, bæði til að framleiða hverskonar viðarafurða, skapa vettvang fyrir útivist og bætta lýðheilsu – auk þess sem skógrækt er mikilvægur hluti aðgerðaáætlunar Íslands í loftslagsmálum. Umræðan snýst ekki lengur um það <em>hvort</em> hér sé hægt að endurheimta og rækta nýja skóga, heldur <em>hvar</em> það skuli gert og <em>hvernig</em> eigi að standa af því.</p> <p>Góðir gestir,</p> <p>Í umræðu um eyðingu skóga landsins í gengum árin hefur oft verið skírskotað til þess að okkur beri að “greiða skuldina við landið”. Það er auðvitað rétt, okkur ber að hugsa um komandi kynslóðir og reyna að skila landinu til þeirra í betra ástandi en við tókum við því. Sú “skuld” sem vísað er til hlóðst upp þegar þjóðin var í þeim aðstæðum að þurfta að ganga á gæði landsins til lífsbjargar. Það þarf ekki að fara lengra aftur en til ársins 1917 til að finna auglýsingar í dagblöðum frá skógarvörðum um að þeir séu væntanlegir í bæinn með eldiviðarhlöss ofan úr Vatnaskógi, sem þá voru væntanlega þær skógarleifar sem voru næstar þéttbýlinu hér á suðvesturhorninu.</p> <p>Það er í raun ekki fyrr en í kringum 1990 sem það verður viðsnúningur á þekju skóga, bæði með viðhorfsbreytingu, minnkandi beitarálagi, aukinni ræktun og hlýnun. Því miður hafa aðrar skuldir verið fyrirferðarmeiri undanfarin 3 ár, skuldir sem hlóðust upp í samfélaginu eftir kollsteypuna í kringum efnahagshrunið. Greiðslan á “skuldinni við landið,” sem og mörg önnur mikilvæg samfélagsverkefni, hefur þannig færst aftar vegna fjárhagsstöðu hins opinbera – sem er miður. Vonandi er hér að verða viðsnúningur í samfélaginu eftir hreinsunarstarfið undanfarin 3 ár.</p> <p>Kæru gestir,</p> <p>Nafn þessarar ráðstefnu er Skógar - heimsins græna gull. Með henni er ætlunin að beina sjónum að skógarmálum bæði frá hinu stóra alþjóðlega samhengi, heyra áhugaverð dæmi frá nágrannalöndum okkar og tengja við skógræktarmálefni Íslands. Þetta er spennandi og metnaðarfull dagskrá og verða hér flutt mörg áhugaverð erindi sem ég vona að skapi efnismiklar umræður.</p> <p>Það gerðist núna fyrr í haust að einhver þekktasta baráttukona heims á sviði skógræktar – og reyndar umhverfismála í víðu samhengi – féll frá. Það var kenýanska baráttukonan og nóbelsverðlaunahafinn Wangari Maathai. Barátta hennar fyrir bættu umhverfi, réttindum kvenna og samfélagslegum jöfnuði hafði mikil áhrif. Til dæmis er talið að grænbeltishreyfing hennar hafi komið því til leiðar að konur í Kenya hafi gróðursett um 40 milljón tré. Ég veit að það var nokkrum sinnum reynt að fá hana hingað til lands, en án árangurs. Úr því verður ekki úr þessu og hún mun ekki gróðursetja hér tré eins og hún gerði hvar sem hún kom, sem er auðvitað miður. Ég hef hinsvegar óskað eftir því við Skógræktarfélag Íslands að við fyrsta hentuga tækifæri verði gróðursett birkitré í Vinarskógi á Þingvöllum í hennar nafni og að á því verði áletrunin:</p> <p>“Til minningar um baráttukonuna Wangari Maathai á Alþjóðlegu ári skóga.“</p> <p>Og síðan það slagorð sem hún notaði</p> <p>“Þegar við gróðursetjum tré, sáum við fræjum friðar og fræjum vonar”</p> <p><em>“When we plant trees, we plant the seeds of peace and seeds of hope”.</em></p> <p>Ég vil að lokum þakka ykkur öllum sem hafið unnið að undirbúningi þessarar ráðstefnu og ykkur fyrirlesurum sem eru komin hingað til lands að flytja hér erindi og ræða við íslenskt skógræktarfólk.</p> <p>Ég óska ykkur góðs gengis hér í dag og árangursríks fundar</p> <p>Takk fyrir.</p>

2011-10-19 00:00:0019. október 2011Ávarp umhverfisráðherra Svandísar Svavarsdóttur á haustfundi Heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga 2011

<p><em>Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra flutti eftirfarandi ávarp á haustfundi Heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga með Umhverfisstofnun, Matvælastofnun, umhverfisráðuneyti og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti þann 19. október 2011.</em></p> <p>Góðir fundargestir.</p> <p>Það er mér ánægja að fá að ávarpa ykkur hér á haustfundi Heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga, sem haldinn er með Umhverfisstofnun, Matvælastofnun, umhverfisráðuneytinu og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu.</p> <p>Þegar tryggja á að samfélagið gangi smurt fyrir sig er í mörg horn að líta. Flækjustigið á manngerðu umhverfi er raunar svo óheyrilega mikið á þeirri tækniöld sem við lifum á, að hvert og eitt okkar háð hundruðum, ef ekki þúsundum, annarra dag hvern – bara til að tryggja okkur helstu nauðþurftir. Þessu flækjustigi fylgja ýmsar hættur – sjúkdómar berast á milli manna, mengun getur komist í vatnsból, matvæli geta borið ýmiskonar smit – ógnir við heilbrigði leynast víða.</p> <p>Hlutverk heilbrigðiseftirlits er því ekki lítið í þessu samhengi; að tryggja að almenningi stafi ekki hætta af sínu nánasta umhverfi og því sem hann lætur í sig. Oft vill loða við eftirlitsstarfsemi það álit að hún sé einhvers konar blind eftirfylgd með lögum og reglugerðum en þeir sem þekkja til vita að þar er mikill misskilningur á ferð. Þvert á móti virðist augljóst hversu mikilvægt starf þið, sem í dag boðið til þessa haustfundar, innið af hendi.</p> <p>Í mínum huga er mikilvægt að styrkja samvinnu og samstarf þeirra sem vinna að heilbrigðiseftirliti í landinu, því eftirlit, til dæmis með matvælum, efnaeftirlit, mengunarvarnir, vöktun umhverfis, eftirlit með húsnæði og ótal öryggisþáttum er vissulega viðamikið samstarfsverkefni fjölda fólks. Þá tekur heilbrigðiseftirlit til fræðslu og að veita leiðbeiningar og stuðlar þannig að því að gera almenningi kleift að tryggja sér sjálfum heilbrigði.</p> <p>Á landinu eru tíu heilbrigðisnefndir, auk þess sem Umhverfisstofnun og Matvælastofnun sinna verkefnum á sviði hollustuhátta og mengunarvarna. Þegar framkvæmdin skiptist á svo margar hendur getur það leitt til þess að mismunandi sé farið með mál á milli ólíkra svæða. Því þarf að leggja áherslu á að samnýta þekkingu og samræma framkvæmdina – en til þess eru samkomur á borð við þessa mikilvægur samræðuvettvangur.</p> <p>Í lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir er Umhverfisstofnun falin yfirumsjón með heilbrigðiseftirliti á landinu en í henni felst einmitt að sjá til þess að framkvæmdin sé með sama hætti á landinu öllu. Þá skal stofnunin sérstaklega gæta að hagkvæmni í eftirliti og fyrirbyggja tvíverknað og skörun eftir því sem frekast er unnt – nokkuð sem er ekki vanþörf á hjá lítilli þjóð í stóru landi. Umhverfisstofnun ber að hafa nána samvinnu við heilbrigðisnefndir og heilbrigðisfulltrúa og veita þá ráðgjöf og þjónustu sem hún getur og aðstæður krefjast. Þá skal stofnunin samræma kröfur sem gerðar eru til starfsemi á sviði heilbrigðiseftirlits og að því að slíkum kröfum sé framfylgt. Þetta hlutverk Umhverfisstofnunar er mjög mikilvægt, til að tryggja að sá fjölda aðila sem kemur að heilbrigðiseftirliti í landinu vinni sem smurð vél. Það er atvinnulífi, stjórnvöldum og landsmönnum öllum mikilvægt að framkvæmd heilbrigðiseftirlits sé vandað og með samræmdum hætti á landinu.</p> <p>Til þess að skýra betur verkaskiptingu heilbrigðisnefnda og Umhverfisstofnunar, m.a. til að treysta framkvæmdina og koma í veg fyrir skörun stefni ég að því að leggja fram á yfirstandandi þingi frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir. Þessum breytingum er ætlað að stuðla að úrbótum á lagaumhverfi, sem oft á tíðum er óþarflega óskýrt, meðal annars varðandi útgáfu starfsleyfa, eftirlit með starfsleyfisskyldri starfsemi og hver skuli fara með eftirlit í hverju tilviki.</p> <p>Allar breytingar sem stuðla að aukinni samvinnu í þessum málaflokki og að því að unnið sé að sameiginlegu markmiði hljóta að teljast til bóta. Í því ljósi má opna á umræðu um að gera róttækari breytingar þegar til lengri tíma er litið.</p> <p>Ráðuneytið mun síðar í þessari viku funda með framkvæmdastjórum heilbrigðiseftirlitssvæða til að fara yfir fyrirhugaðar breytingar á lögunum – en við svona breytingar þarf að sjálfsögðu að stunda náið samráð við þá sem hafa mesta reynslu af því að starfa eftir og framfylgja lögunum.</p> <p>Þá er unnið að frumvarpi til laga um efni, sem stefnt er að leggja fram eftir áramót. Með frumvarpinu er lagt til að sett verði ný heildarlög um efni, sem eru annars vegar endurskoðun á lögum um eiturefni og hættuleg efni og hins vegar á lögum um efni og efnablöndur. Það er ekki vanþörf á – lög um eiturefni og hættuleg efni eru komin vel til ára sinna, voru sett árið 1988 og byggja að miklu leyti á lögum frá árinu 1968. Óhætt er að segja að það umhverfi sem lögin eiga að ná til hafi breyst talsvert á líftíma þeirra.</p> <p>Í frumvarpinu á m.a. að leita leiða við að treysta stjórnsýslu efnamála; einfalda og skýra kerfi eftirlits og leyfisveitinga; endurskoða tilhögun gjaldtöku, og fjalla um þvingunarúrræði og stjórnsýslusektir. Við vinnuna verður sérstaklega litið til þess að efla tvær mikilvægar meginreglur umhverfisréttar; skiptiregluna og mengunarbótaregluna. Afar mikilvægt er að gera efnaeftirlit markvissara en það er í dag og að tryggt verði að það sé með samræmdum hætti um land allt. Framundan er umfangsmikið samráð við þessa heildarendurskoðun efnalöggjafar og mun ráðuneytið þar að sjálfsögðu leita í smiðju Samtaka heilbrigðiseftirlitssvæða.</p> <p>Samtök heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi er mikilvægur félagsskapur. Til samtakanna hefur umhverfisráðuneytið leitað og er það starfsfólki ráðuneytisins mikilvægt og gagnlegt að eiga aðgang að samtökum sem þessum – geta notið þeirrar sérfræðiþekkingar sem hér er samankomin. Í gegnum þessi samtök hefur verið hægt að ræða þau mál sem unnið er að hverju sinni, líkt og stefnt er að með lagafrumvörpin sem ég nefndi.</p> <p>Samráð, samvinna og samstaða - þetta eru þættir sem skipta máli. Við sem vinnum að umhverfis- og hollustuverndarmálum stefnum að sameiginlegum markmiðum. Meginmarkmiðið er göfugt; að búa landsmönnum heilnæm lífsskilyrði, standa vörð um heilnæmt og ómengað umhverfi og samhliða þessu að tryggja góða og skilvirka stjórnsýslu. Ávallt er mikilvægt að styrkja tengsl inn á við, en einnig við sveitarfélög og önnur stjórnvöld, með því að leggja áherslu á samráð. Með virku samráði og samvinnu er hægt að fá skýrari mynd af því málefni sem til umræðu er hverju sinni. Ákvarðanir og lausnir sem byggjast á samráði eru einnig mun líklegri til að verða farsælli en þær ákvarðanir sem teknar eru einhliða.</p> <p>Nú á haustdögum skilaði nefnd um endurskoðun náttúruverndarlaga af sér hvítbók um löggjöf til verndar náttúru Íslands. Í hvítbókinni er heildarúttekt á lagaumhverfi náttúruverndar á Íslandi. Þetta er nýjung hér á landi, en algeng vinnubrögð víða í kringum okkur. Hvítbókin gefur okkur tækifæri til að byggja á faglegri þekkingu og yfirsýn – ástunda vönduð vinnubrögð sem kalla á samráð við gerð laga sem snerta jafn mikilvægt málefni og náttúruvernd er. Næstu vikurnar er hvítbókin í umsagnarferli – og vil ég nýta tækifærið til að hvetja ykkur til að kynna ykkur efni hennar á heimasíðu umhverfisráðuneytisins og koma athugasemdum ykkar og tillögum á framfæri. Hérna skiptir máli að fá sem flest sjónarmið og besta umræðu.</p> <p>Með því að fara heildstætt yfir málaflokkinn er lagður grunnar að því að endurskoðun náttúruverndarlaga verði þannig úr garði gerð að náttúruvernd verði hafin til vegs og virðingar og staða hennar styrkt til muna. Það er ánægjulegt að með náttúruvernd sé verið að ryðja brautir í nýjum vinnubrögðum. Þegar lagður er grunnur að lagaumhverfi náttúru og umhverfis, þá hljótum við að gera kröfu um heildarsýn og að ákvörðunartaka sé lýðræðisleg. Hvítbók um náttúruvernd sýnir hverju fagleg og vönduð vinnubrögð geta skilað, hvernig stjórnmálin geta aukið gagnsæi og stuðlað að skýrari grundvelli ákvarðana. Þetta eru vinnubrögð sem ætti að taka upp víðar í framtíðinni.</p> <p>Góðir fundargestir.</p> <p>Skilvirkt og faglegt heilbrigðiseftirlit, sem tekur til hollustuhátta og mengunarvarna, byggir á mannauði. Það byggir á metnaðarfullu fólki, sem er tilbúið að leggja sig fram og sýna frumkvæði. Störf ykkar skipta máli við að tryggja öryggi okkar og þau góðu lífskilyrði sem við búum við.</p> <p>Ég þakka ykkur öllum fyrir ykkar framlag til hollustuverndar og umhverfis og fyrir ánægjulega samvinnu í þeim samstarfsverkefnum sem þið hafið unnið með umhverfisráðuneytinu.</p> <p>Ég vona að þið eigið ánægjulega og gagnlega fundardaga.</p> <p>Takk fyrir.</p>

2011-10-14 00:00:0014. október 2011Ávarp Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra við setningu Umhverfisþings 2011

<p><em>Eftirfarandi ávarp flutti Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra við setningu sjöunda Umhverfisþings á Hótel Selfossi þann 14. október 2011.</em></p> <p>Góðir gestir,</p> <p>Velkomin á Umhverfisþing, sem nú er haldið í sjöunda sinn. Boðað er til umhverfisþings annað hvert ár sem er ein stærsta samkoma þeirra sem starfar að umhverfis- og náttúruverndarmálum á Íslandi. Það er gaman að sjá ykkur svo mörg hérna í ár – og sérstaklega gaman að geta boðið ykkur velkomin hingað á Hótel Selfoss en þetta er í fyrsta sinn sem umhverfisþing er haldið utan höfuðborgarsvæðisins.</p> <p>Sérstaklega vil ég bjóða velkomna heiðursgest umhverfisþings. Ella Maria Bisschop-Larsen, velkomin! Ella Maria er formaður dönsku náttúruverndarsamtakanna, sem búa yfir mikilli reynslu og þekkingu – og ég býst við að Ella Maria geti miðlað okkur af þeim reynslubrunni hér á eftir.</p> <p>Góðan anda í salnum má eflaust að einhverju leyti rekja til þess að Samband íslenskra sveitarfélaga ákvað að hita upp fyrir umhverfisþingið með hálfs dags ráðstefnu um sjálfbæra þróun í sveitarfélögum. Hún var haldin hér á Hótel Selfossi í gær og ku hafa tekist vel.</p> <p>Á umhverfisþingi er ýmist fjallað sérstaklega um umhverfismál undir merkjum sjálfbærrar þróunar, eða náttúruverndarmál. Í dag munum við fjalla um náttúruvernd – og höfum í höndunum hvítbók um endurskoðun á náttúruverndarlögum, sem hægt er að nota sem útgangspunkt í umræðum hér í dag. Næstu sex vikurnar verður hvítbókin í umsagnarferli, þannig að ég hvet ykkur sem flest til að mynda ykkur skoðun og koma athugasemdum á framfæri í gegnum heimasíðu umhverfisráðuneytisins fyrir 1. desember næstkomandi. Það skiptir máli að fá sem flest sjónarmið og besta umræðu fram, því framundan er heildarendurskoðun á náttúruverndarlögum – þeim stóra og mikilvæga lagabálki.</p> <p>Það er óhætt er að segja að náttúruvernd hefur vaxið ásmegin undanfarin ár. Þjóðfélagið er orðið móttækilegra fyrir umræðu um verndun náttúrunnar – eftir langa hríð þar sem orðræða nýtingar var allt of ráðandi. Við þurfum ekki að leita langt aftur í fortíðina – ekki lengra en inn í hið meinta góðæri – til að finna dæmi þess að oftrú á framkvæmdum og yfirgangur mannsins gagnvart náttúrunni réðu ríkjum. Auðvitað heyrast þessar raddir ennþá reglulega úr ýmsum geirum samfélagsins hjá þeim sem vilja einföld svör við flóknum spurningum, en jafnvægið hefur þó aukist – náttúran á orðið sífellt fleiri og öflugari málsvara. En það tekur tíma að snúa frá þessari hefðbundnu nálgun en til þess að tryggja í raun grænan vöxt, sjálfbærni og jafnrétti kynslóðanna verður að umgangast náttúruna af nærfærni, auðlindirnar af auðmýkt og taka ákvarðanir alltaf af ábyrgð gagnvart komandi kynslóðum.</p> <p>Við sjáum því víða stað, að náttúruvernd er að þokast frá því að vera jaðarmál yfir í að vera það aðalmál sem henni ber. Málaflokkurinn vex ásmegin, fær meira rými í samfélagsumræðunni og skilningur eykst. Ég nefni hér þrjú sértæk dæmi:</p> <div style="margin-left: 4em;"> <p>- Dagur íslenskrar náttúru, 16. september, var haldinn í fyrsta sinn nú í haust. Það, hversu óhemjuvel dagurinn tókst, sýnir þennan meðbyr. Fjöldi fólks tók þátt í fjölbreyttri dagskrá – hvort sem það var almenningur, skólabörn, náttúrufræðingar, fjölmiðlar, háskólafólk, ráðamenn, sveitarstjórnarfólk og margskonar þátttakendur. Fyrsti dagur náttúrunnar gekk vel og við vonum að hann verði enn glæsilegri á næsta ári og nái að festast í sessi í huga þjóðarinnar.</p> <p>- Í öðru lagi skilaði nefnd á vegum Alþingis nýverið skýrslu um eflingu græns hagkerfis, sem er gríðarmikilvægt verkfæri til að færa samfélagið nær sjálfbærni. Í skýrslunni eru tillögur að 48 aðgerðum, sem væru frábær skref í rétta átt, ef þau næðu þau öll fram að ganga. Grunnstef skýrslunnar er ljóst, sem og hið endanlega markmið: að við allar ákvarðanir sé litið til hagsmuna náttúru, umhverfis og komandi kynslóða, að efnahagslegur ávinningur og hagvöxtur sé ekki mælikvarði alls eins og viðtekið hefur verið til þessa. Hér er keppikeflið hreinlega að tryggja viðgang mannkyns til framtíðar – að skila afkomendum okkar samfélagi sem getur tryggt þeim sómasamlegt líf.</p> <p>- Í þriðja lagi tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá okkar Íslendinga sem nú eru komnar í hendur Alþingis. Þar er margt gott að finna, en á þessari samkomu er rétt að nefna eina róttækustu breytinguna: Í tillögunum er kafli sem ber yfirskriftina “mannréttindi og náttúra” en í honum er gerð tillaga að fjórum greinum sem snúa að náttúru, auðlindum og dýravernd. Væri ekki gott að búa við stjórnarskrá þar sem sagt er: “Náttúra Íslands er undirstaða alls lífs í landinu. Öllum ber að virða hana og vernda.” Stjórnarskrá þar sem tekið er fram að hafa skuli sjálfbæra þróun og almannahag að leiðarljósi við nýtingu auðlinda? Stjórnarskrá þar sem stjórnvöldum er uppálagt að byggja á meginreglum umhverfisréttar við töku ákvarðana um náttúru Íslands og umhverfi?</p> </div> <p>Þessi þrjú dæmi sem ég hef nefnt hér tel ég til marks um jákvæða viðhorfsbreytingu sem hefur átt sér stað. Viðhorfsbreytingu, þar sem náttúran nýtur æ oftar sannmælis.</p> <p>Þrátt fyrir þetta getum við ekki litið fram hjá því að náttúruvernd hefur lengst af verið vanrækt hér á landi. Þau stjórntæki sem til staðar eru hafa allt of oft reynst of veik eða jafnvel óvirk. Og komið hefur fyrir að þeim stjórntækjum hafi jafnvel ekki verið beitt sem þó hafa verið til staðar. Umgjörð náttúruverndar hefur lengi þurft að laga – en í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnar Vinstri grænna og Samfylkingar er því verkefni komið afdráttarlaust á dagskrá:</p> <p>“Náttúruvernd verði hafin til vegs og staða hennar innan stjórnarráðsins styrkt til muna. Náttúruverndarlög verði endurskoðuð, verndarákvæði treyst og almannaréttur tryggður.”</p> <p>Í samræmi við stefnuyfirlýsinguna skipaði ég nefnd til endurskoðunar á náttúruverndarlögum í nóvember 2009. Í nefndinni komu saman sérfræðingar á sviði náttúrufræða, stjórnsýslufræða og lögfræði, sem í nærri tvö ár unnu heildarúttekt á lagaumhverfi náttúruverndar hér á landi og þeim alþjóðlegu skuldbindingum sem Íslendingar hafa undirgengist, auk þess að líta til lagaumhverfis nágrannaþjóða okkar. Þessari heildaryfirsýn skilaði nefndin nú í haustbyrjun í formi hvítbókar um náttúruvernd. Þetta er nýjung hér á landi, en algeng vinnubrögð víða í kringum okkur. Hvítbókin gefur okkur tækifæri til að gera feril ákvarðanatökunnar eins faglegan, upplýstan, vandaðan – já, og lýðræðislegan – og hugsast getur. Hér á eftir gefst tækifæri til að ræða hugsanlegar lagabreytingar út frá þessum grunni, og fram til 1. desember gefst öllum tækifæri til að gera athugasemdir við efni hvítbókarinnar á heimasíðu umhverfisráðuneytisins.</p> <p>Ég er stolt af því að með náttúruvernd séum við að ryðja brautir í nýjum og vönduðum vinnubrögðum – vinnubrögðum sem við hljótum að vilja sjá miklu víðar og í fleiri málaflokkum við undirbúning löggjafar.</p> <p>Hér síðar í dagskránni mun Aagot Óskarsdóttir, starfsmaður nefndarinnar og ritstjóri bókarinnar, gera betur grein fyrir efni hvítbókarinnar, og að þeirri kynningu lokinni verða heimskaffiumræður um hana. Í málstofunum eftir hádegi gefst svo enn tækifæri til að ræða afmarkaða hluta hvítbókarinnar. Ég hvet ykkur til að taka virkan þátt í þessum umræðum, en niðurstöður þeirra verða allar teknar saman og nýttar í stefnumótunarvinnuna sem framundan er.</p> <p>Það eru ekki bara lögin um náttúruvernd sem eru í endurskoðun þessa dagana, heldur eru nokkrir sértækari lagabálkar á þessu málasviði í skoðun.</p> <p>Um þessar mundir er starfandi á mínum vegum nefnd um lagalega stöðu villtra fugla og villtra spendýra, þ.m.t. sjávarspendýra. Nefndin hefur tvö meginmarkmið: Annars vegar að varpa skýru ljósi á lagalega stöðu dýranna í víðu samhengi m.t.t. verndunar þeirra og veiða, og hins vegar að leggja fram tillögur um lagalegar og stjórnsýslulegar úrbætur sem byggja á meginreglum umhverfisréttar, alþjóðlegum samningum sem Ísland er aðili að og öðrum alþjóðlegum tilskipunum, reglum og viðmiðum er varða verndun villtra spendýra og fugla og æskilegt er að hafa til hliðsjónar hér á landi. Vinna nefndarinnar er langt komin en ekki hefur áður verið tekið saman jafn ítarlegt yfirlit um stöðu villtra fugla og spendýra á Íslandi m.t.t. verndar þeirrar og veiða. Er það viðbúið að vinnan geti gagnast mörgum, líkt og raunin er með hvítbók um náttúruvernd. Auk þess að gagnast við gerð nýrra laga um vernd, velferð og veiðar á villtum fuglum og spendýrum hefur yfirlitið almenna skírskotun sem nýst gæti við ýmiskonar stefnumótun yfirvalda og stofnana á sviði náttúru- og umhverfismála, auk mögulegrar notkunar við kennslu og til annarrar fræðimennsku á þessu sviði.</p> <p>Þá vinnur umhverfisráðuneytið að endurskoðun tveggja mikilvægra lagabálka í samhengi náttúruverndar í landinu – skógræktar og landgræðslu.</p> <p>Vistkerfum landsins hefur verið raskað og eytt gríðarlega á 1100 árum byggðar í landinu. Tölur um það eru sláandi og er jarðvegsrof talið eiga sér stað á um 40% landins. Gróðurríki er víða illa farið og stærstur hluti alls votlendis á láglendi hefur verið ræstur fram. Sem betur fer hefur mikið áunnist í því að auka skilning á þessum málum, stöðva þessa þróun og snúa til betri vegar, en hins vegar er enn afar margt ógert. Uppbygging og endurheimt vistkerfa landsins með skilvirkri landgræðslu mun áfram vera órjúfanlegur þáttur náttúruverndar.</p> <p>Lagaumgjörð þessa starfs þarfnast sárlega endurskoðunar, enda eru skógræktarlögin frá 1955 og landgræðslulögin frá árinu 1965 og um margt úrelt. Lengi hefur verið kallað eftir endurskoðun þeirra. Ég skipaði því tvo vinnuhópa í apríl síðastliðnum til að hefja vinnu við endurskoðun laga um landgræðslu annars vegar og laga um skógrækt hins vegar. Báðir hóparnir fengu það verkefni að vinna greinargerð í hvítbókarformi með tillögum um hvað skuli vera inntak og áherslur nýrra laga um málaflokkana. Veit ég að báðir hóparnir starfa af krafti þessar vikurnar. Á grundvelli greinargerða hópanna er síðan stefnt að því semja frumvörp til nýrra laga um landgræðslu og nýrra laga um skógrækt en ég bind vonir við að þau frumvörp verði tilbúin fyrir lok árs 2012.</p> <p>Það er afar mikilvægt að mínu mati að öll þessi vinna við endurskoðun laga fari fram samhliða endurskoðun náttúruverndarlaga, enda eru víða snertifletir – þessi lög varða öll íslenska náttúru með einhverjum hætti.</p> <p>Góðir gestir,</p> <p>Á þessu umhverfisþingi er við hæfi að rifja upp það sem hefur áunnist í náttúruverndarmálum.</p> <p>Í því sambandi langar mig sérstaklega að nefna þann fjölda svæða sem friðlýst hafa verið undanfarna mánuði. Mér telst til að ellefu svæði hafi verið friðlýst það sem af er árinu – allt frá búsvæðum fugla í Andakíl til Viðeyjar í Þjórsá – frá Kalmannshelli til stórbrotins landslags í umhverfi Langasjávar. Meira er í deiglunni á þessu sviði. Sótt hefur verið um skráningu Torfajökulssvæðisins á heimsminjaskrá UNESCO, að tillögu umhverfis-, mennta- og menningarmálaráðherra. Þá er til skoðunar að friðlýsa svæði í kringum Látrabjarg og Rauðasand auk fjölda annarra verkefna sem eru í undirbúningi í samstarfi sveitarfélaga, Umhverfisstofnunar og ráðuneytisins.</p> <p>Öll þessi friðlýsingarvinna byggir á nánu og góðu samstarfi á milli sveitarfélags og ríkis og endurspeglar aukna áherslu á náttúruvernd og friðlýsingar í Umhverfisstofnun og umhverfisráðuneytinu. Hversu vel hefur gengið að fjölga friðlýstum svæðum sýnir hversu vel þessi samvinna gengur, enda gera heimamenn sér oftar en ekki grein fyrir því hvaða möguleikar felast í því fyrir sveitarfélög að friðlýsa svæði. Vel heppnuð friðlýsing er ekki aðeins lyftistöng fyrir náttúrufar á svæðinu, landslag eða lífríki í samræmi við markmið um líffræðilega fjölbreytni og vistkerfisnálgun – heldur getur hún líka skipt miklu máli varðandi stýringu ferðamanna og skipulag ferðaþjónustu.</p> <p>Þá er rétt að fagna því að Árósasamningurinn hafi loksins verið lögfestur á Alþingi. Það voru að sönnu tímamót en margir voru orðnir býsna langeygir eftir því að þessar mikilvægu reglur umhverfisréttar gengju í gildi hér á landi. Fyrr í vikunni fékk ég svo þau gleðilegu tíðindi að utanríkisráðuneytið væri búið að senda bréf um endanlega fullgildingu Árósasamningsins til fulltrúa okkar hjá Sameinuðu þjóðunum.</p> <p>Að lokum vil ég minnast á rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða, sem markar tímamót í umgengni okkar um náttúruna. Í stað þess að deila um hverja einustu virkjunarhugmynd þegar hún kemur upp stefnir í að hægt verði að móta stefnu til lengri tíma, með heildarsýn ef vel tekst til. Faglega unnin og vönduð rammaáætlun er til þess fallin að skapa sátt í samfélaginu, þannig að ekki skipti lengur höfuðmáli hver lætur hæst.</p> <p>Eins og ég vék að hér áður, þá er þetta annað umhverfisþingið sem ég býð til sem umhverfisráðherra. Fyrir síðasta þingi, sem haldið var haustið 2009, lágu drög að endurskoðun á stefnu stjórnvalda um sjálfbæra þróun, <em>Velferð til framtíðar</em>. Þar var efnt til umræðu í heimskaffi og gefinn kostur á að koma á framfæri athugasemdum og tillögum í kjölfar þingsins. Þetta hlýtur að vera langbesta leiðin til að semja stefnu ríkisins í sjálfbærri þróun – lýðræðisleg aðferð, þar sem allir hópar þjóðfélagsins gátu haft rödd – virkni og aðkoma sem flestra var tryggð.</p> <p>Á þinginu komu fram fjölmargar athugasemdir og ábendingar sem sumar skiluðu sér inn í stefnuna en öllum var þeim safnað saman og þær birtar í viðauka með Velferð til framtíðar. Þar er að finna mikinn hugmyndabanka sem nýtist bæði nú og í framtíðinni. Í júlí 2010 samþykkti ríkisstjórnin tillögu mína um <em>Velferð til framtíðar, Sjálfbær þróun í íslensku samfélagi, Áherslur 2010-2013</em>, áherslur sem byggðu á því samráðsferli sem átti hápunkt sinn á umhverfisþingi. Tveimur köflum var þarna bætt við þau sautján markmið sem voru í upprunalegu stefnumörkuninni, annars vegar um sjálfbæra neyslu og framleiðslu og hins vegar um menntun til sjálfbærni. Síðara atriðið var sérstaklega mikið rætt á umhverfisþingi 2009 og ríkti mikill samhljómur um mikilvægi menntunar og fræðslu til að breyta viðhorfum í þjóðfélaginu. Nú á vordögum staðfesti mennta- og menningarmálaráðherra nýjar aðalnámskrár fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla, þar sem menntun til sjálfbærni er einn af lykilþáttunum.</p> <p>Ég hef hér aðeins stiklað á stóru í því sem áunnist hefur í málaflokknum en fjölmargt fleira mætti nefna.</p> <p>Hér á þinginu er sami háttur hafður á og er hvítbókin í brennidepli. Fyrir hádegishlé verða umræður í heimskaffi og eftir hádegi setjumst við í málstofur um afmarkaða hluta hennar. Þá er ein málstofa þar sem ungmennum í hópnum gefst tækifæri til að ræða stöðu mála – enda eru þau kynslóðin sem tekur við því verki sem við skilum af okkur. Langar mig sérstaklega að þakka þeim fulltrúum ungmennaráða víðs vegar að, sem hér eru staddir, sem og nemendum í Líf 113 við Fjölbrautaskóla Suðurlands, sem fjölmenna á þingið.</p> <p>Ég vil hvetja ykkur öll til að taka virkan þátt í umræðunum hér á þinginu. Hér verður öllum hugmyndum haldið til haga og veitt inn í vinnuna sem framundan er. Þá bendi ég jafnframt á möguleika á að koma frekari athugasemdum og tillögum á framfæri á heimasíðu ráðuneytisins, til 1. desember.</p> <p>Góðir gestir,</p> <p>Með þessum orðum set ég þetta sjöunda umhverfisþing og fel þeim Kristveigu Sigurðardóttur, formanni stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs, og Leifi Haukssyni dagskrárgerðarmanni að stýra þinginu.</p> <p>Takk fyrir.</p>

2011-10-11 00:00:0011. október 2011Grein umhverfisráðherra í Fréttablaðinu - Stokkhómssamningurinn tíu ára

<p><em>Eftirfarandi grein Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra um tíu ára afmæli Stokkhólmssamningsins birtist í Fréttablaðinu 11. október 2011.</em></p> <p>Í ár eru liðin 10 ár frá því að Stokkhólmssamningurinn tók gildi í Svíþjóð. Markmið samningsins er að vernda heilsu manna og umhverfið gegn áhrifum þrávirkra lífrænna efna.</p> <p>Einkenni þrávirkra lífrænna efna eru að þau brotna mjög hægt niður í náttúrunni og halda virkni sinni í langan tíma. Þau safnast fyrir í fituvefjum lífvera efst í fæðukeðjunni, bæði í mönnum og dýrum og geta borist langar leiðir með lofti eða vatni. Lítið magn þeirra í umhverfinu getur haft mjög óæskileg áhrif á lífríkið.&#160; Aðildarlönd samningsins leggja megináherslu á að draga úr losun þessara efna og framtíðarmarkmiðið er að koma alfarið í veg fyrir losun þeirra.</p> <p>Fyrstu efnin sem sett voru á lista samningsins voru ýmis skordýraeitur s.s. Díeldrín, Endrín og DDT og efni sem verða til í iðnaði og við brennslu s.s. Díoxín, Fúran og PCB. Árið 2009&#160; bættust við níu efni, þar á meðal svokallaðar brómafleiður sem upphaflega voru notaðar í iðnaði vegna eldhemjandi eiginleika þeirra. Síðar hefur komið í ljós að þau safnast fyrir í náttúrunni og hafa skaðleg áhrif á heilsu manna. Á þessu ári bættist við eitt þrávirkt efni, Endósúlfan sem er skordýraeitur.</p> <p>Misvel gengur fyrir lönd að takmarka losun þrávirkra lífrænna efna, en mörg þessara efna verða til við brennslu eða í iðnaði og losun þeirra út í umhverfið er því óbein. Til að framfylgja samningnum gera aðildarríki innleiðingaráætlanir í samræmi við ákvæði hans og fylgst er með því hvernig til tekst að fylgja þeim eftir. Þróunarlöndin fá fjárhagslega aðstoð til að takast á við þessi verkefni.&#160;</p> <p>Á Íslandi hafa mörg þessara efna aldrei verið skráð enda efnanotkun hér á landi lítil ef miðað er við mörg önnur lönd. Mörg lönd hafa náð góðum árangri í þróun aðferða til að draga úr efnanotkun. Dæmi um það eru lífrænar varnir; skordýrum er dreift á akra og látin éta þau skordýr sem eyðileggja uppskeruna. Einnig er reynt að koma í veg fyrir að skordýr geti fjölgað sér með betri frágangi holræsa o.þ.h. Samkvæmt samningnum er leyft að nota DDT í þeim tilgangi að takmarka útbreiðslu moskítóflugna, en þær eru smitberar fyrir malaríu sem útbreidd er mjög víða í hitabeltislöndum. Þessi aðlögun gildir á meðan ekki hafa fundist jafn öflug lyf á verði sem þróunarlöndin geta keypt til að verjast útbreiðslu malaríu.&#160;</p> <p>Fyrir Ísland er þetta mikilvægur samningur enda er um að ræða efni sem brotna mjög hægt niður í náttúrunni og geta borist langar leiðir, jafnvel alla leið norður til Íslands þrátt fyrir að þau hafi aldrei verið notuð í landinu. Þetta er ekki síst mikilvægt vegna uppsöfnunar efnanna í lífríki sjávar.</p> <p>Samningurinn hefur sannað gildi sitt og sýnir mikilvægi alþjóðlegrar þátttöku fyrir Ísland. Hann er í anda sjálfbærrar þróunar og styður við lausnir sem miða að því að draga úr efnanotkun og þróun betri lausna fyrir heilsu manna og umhverfis. Umhverfismál snúast alltaf bæði um nærumhverfið og stærri heildir. Þess vegna gegna alþjóðasamningar lykilhlutverki í málaflokknum og brýnt að Ísland taki virkan þátt í slíku samstarfi.</p>

2011-10-07 00:00:0007. október 2011Ávarp á 25 ára afmælishátíð Lagnafélags Íslands

<p><em>Andrés Ingi Jónsson aðstoðarmaður umhverfisráðherra flutti eftirfarandi ávarp f.h. ráðherra á 25 ára afmælishátíð Lagnafélags Íslands þann 7. október 2011.</em></p> <p>Herra forseti Ólafur Ragnar Grímsson<br /> Ágætu lagnamenn,</p> <p>Það er mér mikil ánægja að fá að vera hér með ykkur í dag til að taka þátt í hátíðardagskrá sem haldið er af Lagnafélagi Íslands í tilefni af 25 ára afmæli félagsins.</p> <p>Lagnafélag Íslands var stofnað 4. október 1986. Markmið félagsins er að stuðla að þróun í lagnatækni í hönnun og verktækni og gagnkvæmum skilningi milli þeirra stétta, sem að lagnamálum vinna – jafnt utanhúss sem innan.</p> <p>Mikil vinna hefur farið fram í umhverfisráðuneytinu undanfarinn áratug við undirbúning frumvarps til laga um mannvirki og um síðustu áramót var frumvarpið afgreitt sem lög frá Alþingi. Samkvæmt hinum nýju lögum var sett á fót Mannvirkjastofnun sem er umhverfisráðherra til aðstoðar um brunamál, rafmagnsöryggismál og byggingarmál.</p> <p>Í febrúar 2010 skipaði umhverfisráðherra nefnd til að endurskoða byggingarreglugerð með hliðsjón af nýju lögunum, sem þá voru að vísu enn aðeins á frumvarpsstigi. Í erindisbréfi til nefndarinnar kom fram að við endurskoðunina skyldi mikil áhersla lögð á að hafa sjálfbæra þróun, opna stjórnsýslu, gagnsæi og lýðræðisumbætur að leiðarljósi. Jafnframt var áhersla lögð á aukna notkun markmiðsákvæða og byggingarstaðla í reglugerðinni. Auk þess skyldi hugað sérstaklega að sjónarmiðum er lúta að neytendavernd, vistvænni byggð, hljóðvist í skólum, byggingum ætluðum börnum og aðgengismálum fatlaðra, svo nokkur atriði séu nefnd.</p> <p>Nefndin hefur síðan – í rösklega eitt og hálft ár – unnið að þessum markmiðum í samráði við stóran hóp sérfræðinga og hagsmunaaðila og nú sér fyrir endann á gerð reglugerðarinnar. Nefndinni var ætlað hafa víðtækt samráð við marga hagsmunaaðila við endurskoðun reglugerðarinnar og mikið samráð hefur einmitt verið haft við Lagnafélag Íslands.</p> <p>Helsta markmið allrar þessarar vinnu er að auka gæði í mannvirkjagerð – samhliða því að hagræðis sé gætt. Þar er hlutur lagnakerfa í byggingum mikill, en allar byggingar þurfa hitalagnir, vatnslagnir, frárennsli og loftræstikerfi. Til mikils er að vinna hvað varðar gæði í lagnamálum, en nefna má sem dæmi að tjón af völdum vatnsskaða í byggingum er talið nema um tveimur milljörðum króna á ári. Þegar til þess er litið að verðmæti allra fasteigna í landinu er samkvæmt Þjóðskrá ríflega 4.000 milljarðar króna er ljóst að það er gríðarlegt hagsmunamál að stuðla að sem mestum gæðum í mannvirkjagerð.</p> <p>Atvinnulífið, sveitarfélögin og ríkið geyma mikinn hluta eigna sinna í mannvirkjum og stór hluti almennings geymir ævisparnað sinn þar. Því er mjög mikilvægt að standa dyggan vörð um gæði í mannvirkjagerð. Mjög hröð þróun hefur verið í byggingariðnaði undanfarna áratugi og sífellt rísa stærri og flóknari mannvirki, um leið og kröfur um öryggi, heilsu og sjálfbærni aukast stöðugt. Að byggingarferlinu koma margs konar aðilar og vörur, tækniferlið krefst menntunar, reynslu og færni á mörgum sviðum, er fjármagnsfrekt og unnið er undir mikilli tímapressu.</p> <p>Það er því engan veginn einfalt viðfangsefni að undirbúa laga- og reglugerðarumhverfi málaflokksins byggingarmál þannig að gæði séu tryggð um leið og gætt er að hagkvæmni í ferlinu öllu og gagnsærri og lýðræðislegri stjórnsýslu málaflokksins. Það er fullvíst að sú mikla vinna sem ég hef lýst hér hafi skilað samfélaginu góðum grunni að lögum og reglum málaflokksins mannvirkjamál. Samfélagið allt á mikið undir því, til langrar framtíðar, að vel sé staðið að vinnu við þetta flókna verkefni.</p> <p>Ég vil færa Lagnafélagi Íslands þakkir umhverfisráðherra fyrir aðkomu félagsins að þessari vinnu um leið og ég óska félaginu innilega til hamingju með 25 ára afmælið fyrir hönd ráðherra.</p>

2011-10-04 00:00:0004. október 2011Ávarp umhverfisráðherra við útskrift Landgræðsluskólans 2011

<p><em>Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra flutti eftirfarandi ávarp við útskrift Landgræðsluskólans 29. september 2011.</em></p> <p><strong>United Nations Land Restoration Training Programme<br /> Graduation ceremony, 29. September 2011</strong></p> <p><strong>Opening address by the Minister for the Environment, Svandís Svavarsdóttir</strong></p> <p>Dear program chairman, rector and program director,<br /> Distinguished fellows,<br /> Ladies and gentlemen:</p> <p>It is a privilege for me to address this graduation ceremony of the United Nations Land Restoration Training program.</p> <p>And it is an additional privilege when there is such an excellent group of capable fellows that have completed the program and are receiving their credentials here today.</p> <p>Dear guests:</p> <p>The subject of the Land Restoration Training Programme is of fundamental importance. We humans derive most of our subsistence and well being from the different attributes of land and inevitably, there is an emerging pressure on land based resources.</p> <p>Sustainable land management has, however, proven to be a major challenge to most countries. Different processes of land degradation have been the outcome in many parts of the world - having severe impact on ecosystems and the services they provide – and are by that a seminal factor impacting people's livelihoods and well-being. It is not overstated to say, that land degradation is one of the key challenges facing mankind in order to achieve sustainable development.</p> <p>Iceland has seen all aspects of land degradataion. On this volcanic northerly island with cold and windy climate, the 1100 years of human settlement took its toll on the terrestrial ecosystems - as society has derived most of its subsistence from land based activities during that period. In the beginning of the 20<sup>th</sup> century, human induced land degradation was recorded on most of the Icelandic lands and almost all of its forests and woodlands were lost.</p> <p>Over the past century, attempts have been made to gradually revert those processes - and efforts to address, halt and later revert land degradation and soil erosion. This journey - from the early work of the soil conservation pioneers around the year 1900 to the current achievement of making land reclamation a major national commitment with a widespread participation from all levels of society – is a remarkable story.</p> <p>Although land governance is inevitable a country-specific and case-dependent issue, the story of combating land degradation in Iceland is of great relevance to much wider audience. Land degradation is currently such a threat in a range of countries - not least those developing or undertaking economic transitions.</p> <p>The collaboration with the Land Restoration Training Programme does not aim for the provision of “silver bullets” towards universal solutions to land degradation issues. Nor do such “silver bullets” exist anyway.</p> <p>The formal collaboration between Iceland and the United Nations University – by offering a capacity building programme within the field of land restoration - is seen as an instrument to share experiences of combating land degradation, and to advance sustainable land management. This successful program is now completing its fifth year and has already resulted in notable exchange and collaboration with institutions and experts from regions in Africa and Asia.</p> <p>Our collective aim with this programme is therefore to make a change towards a better environment and to promote sustainable development.</p> <p>Dear fellows:</p> <p>or what I hope is now more appropriate to say after your completion of this program – Dear agents of change:</p> <p>It is one of the main goals of this programme to see you returning to your home countries as agents of change. To make a change is not an easy assignment, but I really hope that your stay at the Land Restoration Training Programme for the last six months and the exchange that you have had - both with Icelanders and with your fellow participiants on the programme - has increased your capacity and further motivated you to become the much needed agents of change for development.</p> <p>Through development we seek a world where human inequality, conflicts, environmental degradation and poverty have been substantially and reduced. It is not about a simple increase in material consumption, but about real and durable changes that enhance peoples capabilities and choices.</p> <p>In this week we received the sad news that one of the key agents of change for better environment, gender equity and social justice – the Kenyan Nobel laureate Wangari Maathai – has passed away. Wangari Maathai - the first African woman to receive the Noble Peace price for her outstanding achievement – was a real agent for change. Let her engagement for a better environment continue inspire us.</p> <p>I wish you all the best in your future endeavours.</p> <p>Thank you,</p>

2011-09-22 00:00:0022. september 2011Ávarp á ráðstefnunni Umhverfisvottað Vesturland

<p><em>Andrés Ingi Jónsson aðstoðarmaður umhverfisráðherra flutti ávarp fyrir hönd ráðherra á ráðstefnunni Umhverfisvottað Vesturland sem haldin var í Borgarnesi 22. september 2011.</em></p> <p>Fundarstjóri, góðir ráðstefnugestir</p> <p>&#160;Ég vil fyrir hönd umhverfisráðherra þakka kærlega að vera boðið að ávarpa ykkur hér í dag. Færi ég ykkur bestu kveðjur frá Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra sem því miður hafði ekki færi á að vera með okkur hér í dag. Hún sendir hins vegar sínar bestu árnaðaróskir um gagnlega og fræðandi ráðstefnu um efni sem henni eru afar hugleikin.&#160;&#160;</p> <p>Góðir gestir,</p> <p>Það er sannarlega áhugaverð og metnaðarfull dagskrá sem hér er framundan. Þið hittið algerlega naglann á höfuðið með yfirskrift þessa fyrsta hluta ráðstefnunnar:</p> <p>Umhverfismál, mál málanna!</p> <p>Umhverfismál eru nefnilega mál málanna sem verða að fá vaxandi áherslu og þunga í samfélaginu. Það er einfaldlega þannig að allt líf á jörðinni og þar með okkar tilvera og velsæld til lengri og skemmri tíma byggir á því að við göngum um umhverfi okkar af ábyrgð, virðingu og vitund um kynslóðir framtíðarinnar. Okkur ber samkvæmt öllum skynsamlegum rökum að ganga þannig um umhverfi okkar og auðlindir það spillist ekki heldur færist áfram til komandi kynslóða. Jafnframt þurfum að nýta alla okkar þekkingu og getu til að bæta fyrir þann ágang á umhverfið, sem orðið hefur undanfarna áratugi – ef ekki aldir. Umhverfið er sameign okkar allra – ekki okkar sem lifum hér í dag heldur jafnframt komandi kynslóða – og umgengni hvers og eins þarf að miðast við það. Umhverfismál eru sannarlega mál málanna eins og þið segið og eitt mest krefjandi viðfangsefni samtímans. Því vil ég ítreka þakkir til ykkar - skipuleggjenda þessarar ráðstefnu og annarra sem þátt taka - fyrir að leggja lóð á vogaskálar aukinnar umræðu og meðvitundar um umhverfismál.&#160;<span>&#160;&#160;&#160;</span><span>&#160;&#160;</span></p> <p>Ráðstefnan hér í dag er með áherslu á mikilvægan og ört vaxandi þátt umhverfismála – umhverfisvottanir. Slíkar vottanir voru lengi fyrirferðarlitlar á Íslandi, en nú síðustu ár hefur þar orðið mikil breyting í jákvæða átt. Hins vegar er mikið enn óunnið á því sviði og því nauðsynlegt að efla umræðu um styrkleika og veikleika þessara vottana sem innleiddar hafa verið hér á landi, efla þetta starf og ýta við fleirum til að gera betur.&#160;&#160;</p> <p>Vil ég víkja stuttlega að nokkrum helstu umhverfisvottunum sem hér eru notaðar.&#160;&#160;</p> <p>Norræna umhverfismerkið Svanurinn er rekið sameiginlega af norrænu ríkjunum fimm í gegnum Norrænu ráðherranefndina. Svanurinn telst opinbert umhverfismerki Norðurlandanna og með því eru bæði vara og þjónusta vottuð. Hefur merkið unnið sér afar sterka stöðu bæði meðal framleiðenda og neytenda.</p> <p>Að undanförnu hefur umhverfisyfirvöld lagt mikla áherslu á að efla Svansstarfið, bæði með virkir þátttöku í stefnumótun og styrkingu merkisins á norrænum vettvangi og eins hefur Umhverfisstofnum, sem fer með merkið hér á landi, eflt mjög sitt starf. Þetta hefur skilað sér í verulegri fjölgun Svansleyfa og aukinni meðvitund neytenda um merkið. Það er ríkur vilji umhverfisráðuneytisins að efla Svansstarfið áfram á komandi árum og taka virkan þátt í þróun þess á norrænum vettvangi. Jafnframt hefur Umhverfisstofnun unnið að metnaðarfullri stefnumörkun fyrir eflingu Svansins á næstu árum, sem umhverfisráðherra styður heilshugar. Er hægt að hafa töluverðar væntingar til þess að það skili miklu – bæði styrki atvinnulíf, auki umhverfisvitund neytenda og bæti þar með okkar sameiginlega umhverfi.</p> <p>Jafnframt ber íslenskum stjórnvöldum að innleiða evrópska umhverfismerkið – Blómið – á grunni EES samningsins. Það merki er mun minna þróað og stendur á flestum sviðum aftar en hinn vel lukkaði norræni Svanur. Ísland hefur því, eins og hin norrænu ríkin, lagt mun minni áherslu á uppbyggingu þess. Hins vegar munu umhverfisyfirvöld fylgjast vel með þróun evrópska blómsins á komandi árum og sjá hver þróun þess verður.</p> <p>Þá hefur verið eftirtektarvert hversu vel tekist til við umhverfisvottunina Grænfánann – sem veitt er skólum fyrir góðan árangur í umhverfismálum. Samtökin Landvernd annast vottunina hér á landi – og hafa þar sýnt mikið og jákvætt frumkvæði, þannig að skólum með Grænfánum hefur fjölgað jafnt og þétt.&#160;<span>&#160;</span><span>&#160;</span><span>&#160;&#160;</span></p> <p>Náskyld umhverfisvottunum eru vottuð umhverfisstjórnunarkerfi fyrirtækja og stofnana. Þeim fyrirtækjum og stofnunum sem innleiða vottuð umhverfisstjórnunarkerfi – sérstaklega ISO 14001 staðalinn – verið að fjölga. Það er virkilega jákvæð þróun sem sprettur upp úr áhuga atvinnulífsins og stofananna sjálfs. Því má svo velta hér upp til umhugsunar hvernig stjórnvöld&#160; geti hvatt þá þróun best áfram. Það má nefna að unnið er að innleiðingu slíks í rekstri umhverfisráðuneytisins.</p> <p>Að síðustu eru þær vottanir sem við ætlum helst að fjalla um hér í dag - vottanir sveitarfélaga. Þar hafa rutt brautina af miklum metnaði sveitarfélögin á Snæfellsnesi, sem fyrst tóku upp Green globe vottunina, sem nú kallast Earth Check. Það er áhugaverður vinkill á umræðu okkar hér í dag, hvernig önnur sveitarfélög geti nýtt sér reynslu Snæfellingana á þessu sviði með það að markmiði að fjölga þeim sveitarfélögum sem taka upp þessa vottun.<span>&#160;</span> Hvað þarf til að önnur sveitarfélög á Vesturlandi geti fetað í sömu fótspor – og eins sveitarfélög á Vestfjörðum – er spurningin sem vonandi fæst að einhverju leyti svarað hér í dag.&#160;<span>&#160;</span><span>&#160;&#160;</span><span>&#160;</span></p> <p>Góðir gestir,</p> <p>Ég nefndi hér til sögunnar nokkur af þeim helstu umhverfisvottunar- og umhverfisstjórnunarkerfum sem hér eru notuð.</p> <p>Ég hef væntingar til að umræður og niðurstöður þessara ráðstefnu gefi upplýsingar sem geti nýst til eflingar þessa starfs á Íslandi. Ég held einnig að umhverfisvottanir séu dæmigert viðfangsefni þar sem viljinn og áhuginn spretta úr sverðinum - verða að koma “neðanfrá” eins og sagt er. Stjórnvöld þvinga ekki slík kerfi í gegn “ofanfrá” – heldur þurfa að styðja og hvetja, þannig að neytendur þekki vottanirnar og hvað þær standa fyrir – búa svo um hnútana að atvinnulíf og stofnanir nýti þær til að efla og styrkja stöðu sína -- en sýna jafnframt ábyrga afstöðu með umhverfinu.</p> <p>Að lokum góðir gestir,</p> <p>Páll Óskar kenndi okkur að það geti ekki <em>allir verið gordíjös</em>. Þetta er heimspeki sem á víða við í lífinu - og m.a. á þetta ágætlega við um umhverfisvottanir. Það munu ekki öll fyrirtæki eða allar stofnanir geta verið “<em>gordíjös</em>” með umhverfisvottun – og raunar er innbyggt í þessi kerfi að fyrirtæki þurfi að keppast við og bæta árangur sinn á sviði umhverfismála jafnt og þétt. Í Svaninum er t.d. lagt upp með þá reglu að hann skuli veittur þeim 30% sem skara framúr. En það er sannarlega eitthvað fyrir fyrirtæki og stofnanir að stefna að – að vera “<em>gordíjös</em>” og taka upp viðurkennda umhverfisvottun. Ég er sannfærður um að þessi ráðstefna verður til að efla stöðu umhverfisvottunar í landinu og hlakka til umræðunnar hér í dag.</p> <p>Takk fyrir.</p> <p>&#160;</p> <p>&#160;</p> <p>&#160;</p> <p>&#160;</p> <p><span>&#160;</span><span>&#160;</span></p>

2011-09-16 00:00:0016. september 2011Ávarp Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra - Afhending fjölmiðlaverðlauna 2011

<p><em>Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra flutti eftirfarandi ávarp við afhendingu fjölmiðlaverðlauna umhverfisráðuneytisins 2011 á hátíðarsamkomu sem haldin var í dag 16. september 2011 á Degi íslenskrar náttúru.<strong> </strong></em></p> <p>Ágætu hátíðargestir – gleðilega hátíð!</p> <p>Í aldanna rás hefur íslensk náttúra gefið okkur kraft og veitt innblástur. Þetta endurspeglast vel í kvæði Jónasar Hallgrímssonar sem Kór Menntaskólans við Hamrahlíð flutti okkur svo fallega hér í upphafi.</p> <p>Náttúra landsins gegnir lykilhlutverki í sjálfsmynd okkar sem þjóðar, í menningu okkar, efnahags- og atvinnulífi, ferðamennsku og afþreyingu. Það er mér því sérstök ánægja að bjóða ykkur velkomin á þessa hátíðarsamkomu þegar Dagur íslenskrar náttúru er haldinn hátíðlegur í fyrsta sinn.</p> <p>Íslenska þjóðin hefur frá örófi alda nýtt efnisleg gæði náttúrunnar og þannig lifað af í harðbýlu landi. Það er ekki síst á þessum árstíma sem náttúran er hvað örlátust á þessi gæði og það rennur upp fyrir okkur hvílíkt forðabúr hún er þar sem við röltum um skóga og móa til að viða að okkur sveppum og berjum fyrir veturinn. Við uppskerum líka grænmeti, tökum upp kartöflur og göngum frá veiði sumarsins á sama tíma og bændur safna fé af fjalli. Þetta hafa formæður og –feður okkar gert í aldanna rás, rétt eins og við gerum nú. Þetta sýnir okkur í hnotskurn hversu lífsnauðsynlegu hlutverki náttúran gegnir fyrir okkur öll.</p> <p>En náttúran hefur svo miklu meira að bjóða. Íslendingar eru stoltir af því að sýna gestum einstaka náttúru landsins. Í því felst einnig mikilvæg tekjulind en sú staðreynd hefur orðið æ fyrirferðarmeiri á undanförnum árum með stórauknum fjölda ferðamanna sem sækja okkur heim. Um leið leggur slík nýting náttúrunnar enn ríkari skyldur á herðar okkur við að vernda hana og varðveita.</p> <p>Með því að tileinka íslenskri náttúru sérstakan heiðursdag er mikilvægi hennar undirstrikað um leið og við erum minnt á hversu mikils virði hún er okkur Íslendingum sem þjóð. Áminning af því tagi er okkur nauðsynleg og holl, enda hefur afstaða manna til náttúrunnar löngum borið sterkan keim af því siðfræðilega viðhorfi sem kennt er við mannhyggju. Sú sýn leiðir af sér að náttúran og afurðir hennar séu fyrst og fremst metnar út frá rétti og hagsmunum mannsins.</p> <p>Í seinni tíð hefur það viðhorf fengið aukið vægi að náttúran eigi sjálfstæðan rétt og hafi sjálfstæða stöðu, óháð tengslum við manninn og umhverfi hans. Þetta viðhorf er ekki aðeins rökrétt heldur virðist augljóst þegar við höfum í huga að náttúran getur lifað án mannsins en maðurinn ekki án náttúrunnar. Slík auðmýkt í nálgun okkar að náttúrunni er nauðsynleg eigum við að bera gæfu til að ganga ekki á möguleika komandi kynslóða til að njóta hennar á sama hátt og við höfum fengið að gera.</p> <p>Aukinn þungi í umræðu um umhverfis- og náttúruverndarmál á Íslandi sýnir að Íslendingar eru smám saman að opna augun fyrir þessu. Hreint loft, ósnortin víðerni, mjúkur mosi, hvítir jöklar og fallandi fossar eru ekki sjálfgefin gæði. Sem betur fer erum við smám saman að átta okkur á því að við þurfum að standa vörð um náttúruna og ganga um hana með varkárni og virðingu.</p> <p>Dagur íslenskrar náttúru ber upp á fæðingardag Ómars Ragnarssonar. Sem frétta- og þáttagerðarmaður hefur hann verið óþreytandi við að opna augu almennings fyrir þeim auðæfum sem felast í náttúru landsins og mikilvægi þess að vernda hana og varðveita. Stundum hefur Ómar þurft að synda á móti straumnum í þeirri vegferð eins og svo margir sem hafa í gegnum tíðina tekið stöðu með náttúrunni. Það er ósk mín að Dagur íslenskrar náttúru megi verða til þess að halda þeim kyndli á lofti og brýna okkur öll í þeirri afstöðu</p> <p>Í dag fögnum við Degi íslenskrar náttúru í fyrsta sinn í sögunni. Ég vona að þessi dagur fái sérstakan heiðurssess í huga þjóðarinnar í framtíðinni. 16. september 2011 er fyrsti dagurinn sem sérstaklega er tileinkaður náttúru Íslands en um leið áminning um að við þurfum að standa vörð um hana alla daga og öll ár.</p> <p>Innilega til hamingju með daginn!</p>

2011-09-16 00:00:0016. september 2011Ávarp umhverfisráðherra við stofnun Líf- og umhverfisvísindastofnunar HÍ

<p><em>Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra og starfandi menntamálaráðherra flutti eftirfarandi ávarp við formlega stofnun Líf- og umhverfisvísindastofnunar HÍ sem fram fór í Öskju á Degi íslenskrar náttúru þann 16. september 2011.<strong>&#160;</strong></em></p> <p>Rektor Háskóla Íslands – ágætu gestir,</p> <div style="MARGIN-LEFT: 2em"> <p>“Þú stóðst á tindi Heklu hám<br /> og horfðir yfir landið fríða,<br /> þar sem um grænar grundir líða<br /> skínandi ár að ægi blám;”</p> </div> <p>Þannig hefst kvæði Jónasar Hallgrímssonar sem hann orti til franska náttúruvísindamannsins Páls Gaimards árið 1839 fyrir samsæti sem Íslendingar í Kaupmannahöfn héldu honum til heiðurs. Gaimard var þekktur fyrir vísindastörf á Norðurslóðum en hann stýrði meðal annars rannsóknarleiðangri um Ísland og Grænland árið 1836. Sjö vísindamenn, 48 hestar og fjöldi íslenskra aðstoðarmanna voru með í för þegar leiðangurinn fór hringinn í kringum Ísland. Afraksturinn var vísindarit í tólf bindum, <em>Voyage en Islande et au Groënland</em> sem á sínum tíma var sagt vera fullnaðar-rannsókn á eyjunum tveimur.</p> <p>Til að gera langa sögu stutta var þar ákveðinn misskilningur á ferð.</p> <p>Þvert á móti hafa menn á þeim tæplega tvöhundruð árum sem liðin eru frá leiðangri Gaimards gert sér æ betur ljóst að rannsóknarefnin á eyjunni okkar eru allt að því ótæmandi, ekki síst þegar kemur að náttúru og umhverfi.</p> <p>Þetta helst í hendur við aukinn skilning okkar á mikilvægi náttúrunnar og umhverfisins. Eins og kvæði Jónasar endurspegla svo vel gegnir náttúra landsins lykilhlutverki í sjálfsmynd okkar sem þjóðar – í menningu okkar, efnahags- og atvinnulífi, ferðamennsku og afþreyingu. Í aldanna rás hefur íslensk náttúra gefið okkur kraft og veitt innblástur.</p> <p>Íslenska þjóðin hefur frá örófi alda nýtt efnisleg gæði náttúrunnar og þannig lifað af í harðbýlu landi. Við erum stolt af því að sýna gestum þá fjársjóði sem náttúra okkar hefur að geyma, og stólum raunar efnahagslega á að þeir hafi aðdráttarafl.</p> <p>Á alþjóðavísu stendur maðurinn frammi fyrir miklum áskorunum á sviði umhverfis- og náttúruvísinda, sennilega þeim stærstu sem hann hefur þurft að takast á við í aldanna rás.</p> <p>Við þekkjum hina erfiðu og flóknu glímu við loftslagsbreytingar. Við verðum að varðveita líffræðilega fjölbreytni jarðarinnar og hindra landeyðingu og útrýmingu skóga. Við verðum að stemma stigu við efnamengun og tryggja ferskt vatn á jörðinni. Síðast en ekki síst verðum við að tryggja að vistkerfi náttúrunnar séu í stakk búin til að veita þá þjónustu sem líf okkar allra hvílir á. Þessi verkefni blasa nú við heiminum – heimi sem Ísland er svo sannarlega hluti af – og hagsæld okkar og lífsgæði eru beintengd því að lausnir á þessum vandamálum finnist.</p> <p>Þess vegna er gríðarlega mikilvægt að háskólasamfélagið beini rannsóknum sínum að náttúrunni og umhverfinu, ekki síst hér heima við. Því er mér sem ráðherra umhverfis- og menntamála mikill heiður og gleðiefni að fá tækifæri til að vera viðstödd nú þegar Líf- og umhverfisvísindastofnun tekur formlega til starfa á aldarafmæli Háskóla Íslands. Það er sérstaklega við hæfi að þetta gerist sama dag og Íslendingar halda Dag íslenskrar náttúru hátíðlegan í fyrsta sinn.</p> <p> </p> <p>Það felst mikil von í því að sett sé á laggirnar háskólastofnun á sviði líf- og umhverfisvísinda. Henni er meðal annars ætlað að efla rannsóknir og þjálfun í vísindalegum vinnubrögðum, stuðla að samstarfi við innlenda og erlenda vísindamenn og veita upplýsingar og ráðgjöf varðandi málefni sem snerta þessi fræðasvið. Háskóli Íslands getur svo sannarlega verið stoltur yfir slíku framtaki á aldarafmæli sínu.</p> <p>Það er ósk mín og von að Líf- og umhverfisvísindastofnun muni í framtíðinni gegna lykilhlutverki í rannsóknum á náttúru Íslands og þannig stuðla að því að stefnumótun stjórnvalda í málefnum sem þessum byggi á traustum vísindalegum grunni.</p> <p>Góðir gestir,</p> <p>Í upphafi kvæðis Jónasar til Páls Gaimards dásamar skáldið fegurð landsins með tignarlegum fjöllum og tindrandi vatnsföllum, umvöfðu hafinu bláa. Flest okkar þekkjum við seinni hlutann þó betur en upphafið. Og þar er enginn misskilningur á ferð:</p> <div style="MARGIN-LEFT: 2em"> <p>“Vísindin efla alla dáð,<br /> orkuna styrkja, viljann hvessa,<br /> vonina glæða, hugann hressa,<br /> farsældum vefja lýð og láð;”</p> </div> <p>Kæra háskólafólk,</p> <p>Megi stofnun Líf- og umhverfisvísindastofnunar Háskóla Íslands hvetja ykkur sem mest og best til dáða okkur öllum til farsældar.</p> <p>Innilega til hamingju með daginn.</p>

2011-09-15 00:00:0015. september 2011Grein umhverfisráðherra í Fréttablaðinu - Hvítbók um náttúruvernd

<p><em>Eftirfarandi grein Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra birtist í Fréttablaðinu 15. september 2011.</em></p> <h3>Hvítbók um náttúruvernd – ný vinnubrögð</h3> <p>Um nokkurt skeið hefur þótt ástæða til að styrkja stöðu náttúruverndar með endurskoðun náttúruverndarlaga. Á dögunum birti nefnd um endurskoðun náttúruverndarlaga hvítbók, þar sem gerð er heildarúttekt á lagaumhverfi náttúruverndar á Íslandi. Að auki eru gerðar tillögur að breytingum á lagaumhverfi og stjórnsýslu náttúruverndarmála. Rauði þráðurinn er að styrkja náttúruverndarsjónarmið og færa þau framar og ofar í keðju ákvarðanatöku, frekar en að litið sé til þeirra seint og um síðir. Þetta er krafa sjálfbærrar þróunar – að ná jafnvægi á milli hinna samfélagslegu, efnahagslegu og umhverfislegu þátta.</p> <p>Hvítbókin er nýjung í vinnubrögðum við undirbúning löggjafar hérlendis, en í samræmi við vinnubrögð sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum. Í nærri tvö ár hafa höfundar bókarinnar unnið heildarúttekt á lagaumhverfi náttúruverndar hér á landi, m.a. með hliðsjón af þeim skuldbindingum sem Íslendingar hafa undirgengist með staðfestingu ýmissa alþjóðasamninga. Auk þess er horft til lagaumhverfis nágrannaþjóða okkar á þessu sviði. Með því að horfa heildstætt yfir málaflokkinn er vonast til að endurskoðun náttúruverndarlaga verði þannig úr garði gerð að náttúruvernd verði hafin til vegs og virðingar og staða hennar styrkt til muna.</p> <p>Í hvítbókinni er leidd saman þekking á ólíkum sviðum til þess að fá sem skýrastan grundvöll nýrrar löggjafar. Á næstu vikum verður hvítbókin kynnt, auk þess sem hún verður meginefni umhverfisþings sem haldið verður á Selfossi 14. október. Að umhverfisþingi loknu verður kallað eftir athugasemdum frá almenningi, hagsmunasamtökum og öllum þeim sem láta sig náttúruvernd varða. Með þessu fást því sem næst tæmandi upplýsingar um grundvöll breytinganna og góð yfirsýn yfir ólík sjónarmið áður en hafist er handa við skrif á frumvarpi.</p> <p>Ég er stolt af því að með náttúruvernd séum við að ryðja brautir í nýjum vinnubrögðum. Þegar lagður er grunnur að lagaumhverfi náttúru og umhverfis, þá hljótum við að gera kröfu um heildarsýn og að ákvarðanatökuferlið sé lýðræðislegt. Hvítbók um náttúruvernd sýnir hverju fagleg og vönduð vinnubrögð geta skilað, hvernig stjórnmálin geta aukið gagnsæi og stuðlað að skýrari grundvelli ákvarðana. Þetta eru vinnubrögð sem við hljótum að vilja sjá miklu víðar í framtíðinni.</p>

2011-08-19 00:00:0019. ágúst 2011Ávarp umhverfisráðherra við friðlýsingu Kalmenshellis

<p><em>Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra flutti eftirfarandi ávarp við undirritun&#160;friðlýsingar Kalmanshellis í Hallmundarhrauni sem fram fór þann 19. ágúst 2011.</em></p> <p>Ágæta samkoma</p> <p>Það er mér mikil ánægja að staðfesta hér í dag friðlýsingu Kalmanshellis í Hallmundarhrauni en tillaga að friðlýsingunni barst frá landeigendum jarðarinnar Kalmanstungu og Árna B. Stefánssyni hellaáhugamanni fyrir nokkrum árum.</p> <p>Árið 1993 var Kalmanshellir kortlagður af bandarískum og íslenskum hellamönnum undir leiðsögn hellafræðingsins Jay R. Reich. Niðurstaða kortlagningarinnar var að Kalmanshellir reyndist 4010 metrar að lengd og er því lengsti hellir landsins. Sérstakar jarðmyndanir, lengd hellisins og þeir dropsteinar sem í honum finnast gera Kalmanshelli að einstöku náttúruvætti sem okkur ber skylda til að varðveita og vernda, ekki síst fyrir þá sem á eftir okkur koma.</p> <p>Það er einmitt markmið þeirra friðlýsingar sem við undirritum hér í dag að vernda þessar einstæðu jarðmyndanir og hellakerfið allt. Einnig er með friðlýsingunni stefnt að því að koma í veg fyrir röskun og skemmdir á jarðmyndunum hellisins. Þess vegna eru sérstakar takmarkanir á aðgangi að viðkvæmasta hluta hans.</p> <p>Áður hafa tveir hellar verið friðlýstir hér á landi á grunni náttúruverndarlaga, en þeir eru Jörundur í Lambahrauni og Árnahellir í Leitarhrauni, en auk þess eru dropsteinamyndanir í öllum hellum landsins friðlýstar. Hellirinn Jörundur var friðlýstur sem sérstakt náttúruvætti árið 1985, en hellirinn er afar sérstakur vegna mikils fjölda dropsteina. Árnahellir var friðlýstur sem náttúruvætti árið 2002 og er markmið friðlýsingarinnar að vernda hellinn ásamt einstæðum jarðmyndunum. Árnahellir er í flokki örfárra hella á jörðinni sem skarta svo glæsilegum og ósnortnum hraunmyndunum og er hann talinn náttúrufyrirbæri á heimsvísu. Til að tryggja verndun hellanna eru þeir báðir lokaðir fyrir almennri umferð.</p> <p>Mikilvægt er að umsjón og eftirlit með svo sérstæðum jarðmyndunum sem hellar eru verði með besta móti til að tryggja vernd þeirra og þau náttúruverðmæti sem í þeim felast og eru ekki endurheimtanleg. Þar sem í mörgum hellum eru afar viðkvæmar myndanir hafa komið fram tillögur um að flokka hella með tilliti til þess hvort heimila eigi aðgang að þeim eða ekki.</p> <p>Ég tel afar brýnt að sem fyrst verði unnið að slíkri flokkun hella með tilliti til þess hvort unnt sé að heimila frjálsan aðgang að þeim eða ekki.</p> <p>Árni B. Stefánsson hellaáhugamaður hefur líkt og hellafræðingar víða um heim gert tillögu að flokkun.</p> <p>Ég tel að við séum öll sammála um að æskilegt sé að stjórna umferð um hella, beita ítölu þar sem það á við og útbúa þá hella sem heimila á umferð um þannig úr garði að valdi minnstum skemmdum. Einnig þarf að tryggja gestum bætt aðgengi svo sem með stígum og pallastígum eins gert hefur verið í Vatnshelli í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli.</p> <p>Góðir gestir.</p> <p>Eitt helsta sérkenni íslensks landslags eru þær einstöku jarðmyndanir sem hér eru og mótast hafa í átökum meginafla jarðar, elds, íss og vatns. Óvíða utan Íslands er jafn auðvelt að sjá hvernig þessi öfl hafa mótað yfirborðið. Jarðmyndanir eru því eitt af sérkennum íslenskrar náttúru sem eru verðmæt og okkur ber að vernda.</p> <p>En höfum við staðið vörð um þá sérstöku jarðfræðilegu ásýnd landsins sem við teljum svo einstaka og verðmæta? Því miður tel ég svo ekki vera. Í 37. gr. náttúruverndarlaga er kveðið á um sérstaka vernd m.a. eldvarpa, gervigíga og eldhrauna og að forðast skuli röskun þeirra eins og unnt er. Reynslan hefur sýnt okkur að ekki hefur náðst sá árangur sem að var stefnt með þessu ákvæði laganna. Ákvæðið er veikt og það hefur ekki haft mikla þýðingu t.d. við útgáfu framkvæmdaleyfa.</p> <p>En á þessu fer nú vonandi að verða breyting.</p> <p>Seinni hluta árs 2009 skipaði ég nefnd til að vinna að endurskoðun náttúruverndarlaga og fer því starfi nefndarinnar að ljúka. Nefndin hefur lokið gerð frumvarps um breytingu á náttúruvendarlögum sem ég mun kynna í ríkisstjórn í byrjun september og mæla fyrir á nýju haustþingi. Frumvarpið felur í sér breytingu á m.a. 37. gr. og miðar að því að bæta úr ómarkvissu orðalagi og skorti á leiðbeiningum um beitingu greinarinnar. Með þessum breytingum er miðað að því að betur verði vandað til málsmeðferðar stjórnvalda þegar teknar eru ákvarðanir sem snerta náttúrufyrirbæri sem falla undir greinina, s.s. eldvörp, gervigíga og eldhraun.</p> <p>Samhliða þessari vinnu hefur nefndin unnið að heildarúttekt eða Hvítbók um löggjöf til verndar náttúru Íslands og er gert ráð fyrir að því verkefni ljúki um næstu mánaðamót. Á grundvelli Hvítbókarinnar verður unnið nýtt frumvarp til náttúruverndarlaga sem ég vonast til að geta mælt fyrir á komandi vorþingi. Með nýjum lögum verður friðlýsingaferlið einfaldað, viðurlög styrkt og þar með staða náttúruverndar efld í löggjöfinni.</p> <p>En sú ógn sem steðjar að merkum jarðmyndunum tengist ekki eingöngu framkvæmdum. Við þurfum einnig að vera á varðbergi vegna álags og ágengni tengdri ferðamennsku. Því hvet ég hellaáhugamenn og fagstofnanir til að vinna svo fljótt sem auðið er að flokkun hella hér á landi og loka þeim hellum sem nauðsynlegt er til að vernda sérstæðar og í sumu tilfellum einstakar jarðmyndanir á heimsvísu.</p> <p>Að lokum óska ég okkur öllum til hamingju með friðlýsinguna í dag og treysti því að friðun hellisins verði núverandi kynslóð jafnt sem komandi kynslóðum til ánægju og framdráttar.</p> <p>Takk fyrir</p>

2011-06-29 00:00:0029. júní 2011Ávarp umhverfisráðherra á 10 ára afmæli þjóðgarðsins Snæfellsjökuls

<p><em>Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra ávarpaði gesti með eftirfarandi orðum á 10 ára afmælishátíð þjóðgarðsins Snæfellsjökuls sem haldin var að Hellnum 28. júlí 2011.<strong>&#160;</strong></em></p> <p>Þjóðgarðsvörður og aðrir starfsmenn þjóðgarðsins, heimamenn og gestir.</p> <p>Það er mér mikil ánægja að vera hér í dag á 10 ára afmæli þjóðgarðsins Snæfellsjökuls, hér Undir Jökli, svæði sem margir hafa tengt við fleyg orð Nóbel-skáldsins í Heimsljósi ....<em>Þar sem jökulinn ber við loft hættir landið að vera jarðneskt, en jörðin fær hlutdeild í himninum, þar búa ekki framar neinar sorgir og þess vegna er gleðin ekki nauðsynleg, þar ríkir fegurðin ein, ofar hverri kröfu.</em></p> <p>Nóbelsskáldið sem svo oft hefur lýst sérstöðu og fegurð íslenskrar náttúru í ritverkum sínum ljáði sögupersónu sinni Ólafi Kárasyni Ljósvíkingi þessi fleygu orð um Snæfellsjökul fyrir rúmlega 70 árum. Á þeim tíma í aðdraganda heimsstyrjaldar voru fáir ef nokkur sem þá sáu fyrir sér nauðsyn þess að taka frá einstök náttúrusvæði til að vernda og varðveita fyrir okkur sjálf og komandi kynslóðir.</p> <p>Það er ekki fyrr en eftir setningu laga um náttúruvernd árið 1971 að Náttúruverndarráð, undir forystu Eysteins Jónssonar, fjallaði um friðlýsingu á ytri hluta Breiðavíkurhrepps.</p> <p>Á fyrsta Náttúruverndarþingi árið 1972 var ályktað um stofnun þjóðgarðs á utanverðu Snæfellsnesi og í kjölfar þingsins vann Náttúruverndarráð að stofnun þjóðgarðs eða annarri friðlýsingu á þessu svæði.</p> <p>Fimm árum síðar var lögð fram tillaga að friðlandi undir Jökli og lagt til að verndarsvæðið nái frá Gjafa í suðri meðfram ströndinni norður að ósi Gufuskálamóðu og fylgi Gufuskálamóðu og Móðulæk að upptökum, meðfram brúnum Snæfellsjökuls og fylgi austurjaðri Háahrauns og þaðan beint til suðurs í Gjafa. Var þessari hugmynd mótmælt af m.a. hreppsnefndarmönnum sem höfðu áhyggjur að því að með friðlýsingu færi forgörðum mikilvægt beitarland.</p> <p>Hugmynd um friðlýsingu á utanverðu Snæfellsnesi miðaði hægt næstu árin og er það ekki fyrr en árið 1994 að skriður komst á málið. Það ár skipaði þáverandi umhverfisráðherra, Össur Skarphéðinsson, undirbúningsnefnd að stofnun þjóðgarðs, sem var undir forustu Sturlu Böðvarssonar. Sú nefnd skilaði ráðherra skýrslu þremur árum síðar um stofnun þjóðgarðs.</p> <p>Smiðshöggið að stofnun þjóðgarðsins Snæfellsjökuls átti starfshópur sem Siv Friðleifsdóttir skipaði árið 2001 undir forustu Stefáns Jóhanns Sigurðssonar sem leiddi til stofnunar þjóðgarðsins á björtum sumardegi fyrir 10 árum.</p> <p>Fullyrða má að einlægur vilji heimamanna vorið 2001 á verndun svæðisins Undir Jökli hafi ráðið hvað mestu um stofnun þjóðgarðsins. Verndarsvæði eins og þjóðgarðurinn eru stássstofur þjóðarinnar og þangað bjóðum við gestum okkar uppá það besta í náttúrufari og sögu. Þjóðgarðar eru stofnaðir á landi sem er sérstætt um landslag, lífríki eða sögu þannig að ástæða sé til að varðveita það í heild sinni. Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull hefur upp á allt þetta að bjóða. Náttúrufegurð er mikil og fjölbreyttar hraunmyndanir við rætur eldkeilunnar. Þrátt fyrir að jarðvegur sé víða gljúpur og haldi illa vatni er gróðurfar fjölbreytilegt allt frá fjöru til fjalls.</p> <p>Þjóðgarðar eru vinsælir áfangastaðir ferðamanna og í þeim gegna landverðir lykilhlutverki við að fræða og leiðbeina gestum, bæði innlendum og erlendum sem sækja svæðið heim og getur sjálfbær ferðaþjónusta skapað störf til framtíðar og styrkt byggð og uppbyggingu heima í héraði.</p> <p>Á verndarsvæðum gefst fólki ekki síður tækifæri til að njóta útiveru í fögru og stórbrotnu umhverfi, reyna á krafta og þol eða njóta kyrrðar eitt sér eða með fjölskyldu og vinum.</p> <p>Góðir gestir</p> <p>Á þeim 10 árum sem liðin eru frá stofnun þjóðgarðsins hafa heimamenn og starfsmenn þjóðgarðsins unnið að fjölmörgum metnaðarfullum verkefnum. Sem dæmi má nefna verndaráætlun fyrir þjóðgarðinn sem hefur verið staðfest, gerð fræðsluefnis fyrir þjóðgarðinn, lagfæring á göngustígum, uppsetning merkinga og fræðsluskilta, vefsjá, gestastofa og fleira og fleira.</p> <p>Þá hefur Þjóðgarðurinn verið í samstarfi við aðrar stofnanir og fyrirtæki og tekið þátt í margvíslegum samstarfsverkefnum með það að markmiði að upplýsa og fræða gesti á öllum aldri um sérstöðu þjóðgarðsins.</p> <p>Starfsmenn þjóðgarðsins hafa allir hrifist af Malarrifssvæðinu og sjá þar mikla möguleika. Sú hugmynd hefur komið upp að gera þar aðstöðu fyrir skólahópa og fjölskyldur þar sem leikur og fræðsla fer saman. Eitt mikilvægasta verkefni okkar er að fræða börn og ungmenni um sérstöðu landsins, náttúru og sögu. Það getur skipt sköpum við ákvarðanatöku í framtíðinni ef börn og ungmenni hafa fengið tækifæri til að kynna sér þær náttúruperlur sem landið hefur uppá að bjóða, ... <strong><em>Hvað ungur nemur, gamall temur!!</em></strong></p> <p>Það er mér því mikið ánægjuefni að geta þess hér að ég mun beita mér fyrir því að 10 milljónum verði veitt í fræðsluverkefnið á Malarrifi í tilefni 10 ára afmælisins þannig að verkefninu verði búin sú umgjörð sem stefnt var að þegar í byrjun næsta sumars.</p> <p>Ég óska þjóðgarðinum og starfsmönnum til hamingju með afmælið og áfangann og velfarnaðar í framtíðinni.</p> <p>Takk fyrir</p>

2011-06-21 00:00:0021. júní 2011Ávarp umhverfisráðherra við opnun hliðs að austursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs

<p><em>Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra opnaði formlega nýtt hlið að austursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs 21. júní 2011 og ávarpaði gesti af því tilefni með eftirfarandi orðum.</em></p> <p>Stjórn og starfsmenn Vatnajökulsþjóðgarðs, <em>Vinir Vatnajökuls</em>, heimamenn og gestir.</p> <p>Það er mér mikil ánægja að vera með ykkur hér í dag til að opna með formlegum hætti þetta myndarlega hlið að austursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs. Það á sérstaklega vel við að um er að ræða vörður, en frá fornu fari hafa vörður vísað ferðamanninum rétta leið á milli áfangastaða.</p> <p>Með stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs, stærsta þjóðgarðs í Evrópu, voru mörkuð ný spor í náttúruvernd þar sem um er að ræða eitt stærsta og metnaðarfyllsta átak í náttúruvernd á Íslandi.</p> <p>Stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs byggir fyrst og fremst á náttúru svæðisins sem er fjölbreytt og um margt afar sérstök. Sérstæðustu náttúrufyrirbærin tengjast með einum eða öðrum hætti samspili eldvirkni og jökla í tímans rás og eru þau einstök á heimsmælikvarða.</p> <p>Magnús Tumi Guðmundsson jarðfræðingur bar á sínum tíma svæði þjóðgarðsins saman við sjö önnur hliðstæð svæði í heiminum og taldi hann svæði Vatnajökulsþjóðgarðs það fjölbreytilegasta og um leið það merkilegasta sem um getur.</p> <p>Eftir því sem vitneskja um sérstöðu Vatnajökulsþjóðgarðs eykst má gera ráð fyrir því að heimsóknum í hann eigi eftir að fjölga verulega þegar fram líða stundir. Það bíður okkar því mikið verkefni að taka á móti og fræða gesti sem hingað munu koma í vaxandi mæli um náttúru svæðisins.</p> <p>Áhugi Íslendinga hefur verið mikill á Vatnajökulsþjóðgarði og hefur þjóðgarðurinn notið stuðnings einstaklinga og félagasamtaka.</p> <p>Ég vil sérstaklega nefna hollvinasamtökin <em>Vini Vatnajökuls</em> sem stofnuð voru þann 21. júní 2009 og hafa það að markmiði sínu að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslustarf er stuðli að því að sem flestir geti notið þeirrar náttúru og sögu sem þjóðgarðurinn hefur að geyma. Framlag <em>Vina Vatnajökuls</em> og annarra áhugamanna um þjóðgarðinn er ómetanlegur stuðningur við vernd náttúru- og menningarminja, fræðslu og kynningu á Vatnajökulsþjóðgarði.</p> <p>Það er almennt viðurkennt að þar sem skipulag ferðaþjónustu og náttúruverndar fer saman og byggir á grunni sjálfbærrar nýtingar er unnt að viðhalda verndargildum verndarsvæða.</p> <p>Skipulag Vatnajökulsþjóðgarðs tekur mið af slíku skipulagi eins og kynnt hefur verið í <em>Stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs</em> sem staðfest var 28. febrúar síðastliðinn.</p> <p>Verndarsvæði eins og Vatnajökulsþjóðgarður er mikilvægur liður í byggðaþróun og uppbyggingu heima í héraði. Þar skapast störf t.d. í móttöku gesta, fræðslu, vöktun, rannsóknum og eftirliti. Einnig mun sjálfbær ferðaþjónusta skapa störf til framtíðar sem styrkir og eflir byggð á grenndarsvæðum þjóðgarðsins.</p> <p>Brýnt er að verndargildi verði haft að leiðarljósi við allt skipulag þjóðgarðsins, enda er gildi verndarsvæða sem þjóðgarða afar mikilvægt bæði fyrir náttúru svæðisins og fólkið sem sækir svæðið heim. Á svæðum sem þessum gefst fólki tækifæri til að njóta útiveru í fögru og stórbrotnu umhverfi, reyna á krafta og þol eða njóta öræfakyrrðar eitt sér eða með fjölskyldu og vinum. Það er hlutverk okkar og skylda að vernda og viðhalda tegundum, vistgerðum, landslagi og jarðmyndunum fyrir íbúa og þá sem á eftir koma.</p> <p>Góðir gestir</p> <p>Það er mér mikil ánægja að upplýsa að þjóðgarðurinn stækkar verulega á næstunni þar sem Langisjór og nágrenni verður hluti þjóðgarðsins á vestursvæði, en nýlega náðist samkomulag við sveitarstjórn Skaftárhrepps þar að lútandi. Ný reglugerð um Vatnajökulsþjóðgarð verður því birt fljótlega. Á suðursvæði hefur sveitarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar óskað eftir samvinnu við umhverfisráðuneytið um stækkun og verður unnið að verkefninu í sumar.</p> <p>Ég óska Vatnajökulsþjóðgarði og starfsfólki hans velfarnaðar í þeirri vinnu sem framundan er við að gera þjóðgarðinum kleift að sinna því mikilvæga hlutverki sem honum er ætlað.</p> <p>Takk fyrir</p>

2011-06-16 00:00:0016. júní 2011Grein umhverfisráðherra í Fréttablaðinu um árangur í baráttunni gegn utanvegaakstur

<p><em>Eftirfarandir grein Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra um árangur í baráttunni gegn utanvegaakstri birtist í Fréttablaðinu 16. júní 2011.</em></p> <h2>Árangur í baráttunni gegn utanvegaakstri</h2> <p>Nú er hafið mesta ferðamannasumar Íslandssögunnar, ef marka má spár og þá þróun sem verið hefur það sem af er árinu. Tugþúsundum fleiri útlendingar munu sækja landið heim en á síðasta ári og Íslendingar hafa sjaldan eða aldrei verið duglegri að ferðast um landið sitt. Þetta er ánægjuleg þróun fyrir efnahag og byggðir landsins. Yfirvöld umhverfismála og ferðamála hafa tekið höndum saman við að tryggja uppbyggingu ferðamannastaða og vernd náttúruperlna, svo þær láti ekki á sjá vegna ágangs. Náttúruvernd og ferðaþjónusta og útivist geta og verða að fara saman.</p> <p>Vaxandi umferð um landið fylgir aukin hætta á akstri utan vega með tilheyrandi náttúruspjöllum. Vandinn er meiri en víðast í nágrannaríkjum okkar, ekki síst vegna þess að leiðakerfi í óbyggðum er lítið skipulagt og illa merkt og lagaumhverfið óskýrt. Urmull korta, bæði rafræn og á pappír, gefa misvísandi upplýsingar. Dæmi eru um að torleiði og ljót hjólför séu merkt á korti á svipaðan hátt og greiðfærar og óumdeildar leiðir. Á hverju sumri berast fréttir af utanvegaakstri, oftast kannski vegna vanþekkingar og villuráfs, en stundum að því að virðist af hreinu skeytingarleysi.</p> <h3>Aðgerðaráætlun – fyrstu vísbendingar</h3> <p>Umhverfisráðuneytið hefur unnið eftir aðgerðaáætlun í því skyni að draga úr utanvegaakstri á síðustu misserum. Merki eru um að sú vinna sé að skila árangri. Tilvikum um utanvegaakstur fækkaði um 15-30% árið 2010 frá fyrra ári skv. tölum frá landvörðum og lögreglustjóraembættum. Að vísu er eftirlit með akstri utan vega ófullkomið og þessar tölur því ekki óyggjandi. Sums staðar virðist þróunin líka vera á verri veg, s.s. á Fjallabaki. Við skulum þó leyfa okkur að gleðjast yfir jákvæðum vísbendingum. Hluti af skýringunni á því er ábyggilega aukin fræðsla og vitund um skaðsemi utanvegaaksturs, en samráðshópur um þau efni hefur starfað um hríð með aðkomu fjölmargra aðila.</p> <p>Þó er ekki gefið að þróunin verði áfram í þessa átt á sama tíma og búist er við enn auknum ferðamannastraumi og umferð. Til að mæta þeirri áskorun er brýnt að koma á heildstæðu kerfi óbyggðavega á Íslandi. Nú er vegakerfi landsins um 13.000 kílómetrar, eins og það er skilgreint í vegalögum, en utan þess er kannski annað eins af vegslóðum, sem hafa óljósa stöðu í lögum og skipulagi. Það er líklega einsdæmi í okkar heimshluta að stór hluti leiðakerfis fyrir vélknúin ökutæki sé því sem næst utan skipulags. Umhverfisráðuneytið hefur unnið að því um skeið með viðkomandi sveitarfélögum og Vegagerðinni að skilgreina leiðir á miðhálendinu. Einnig er unnið að því að skýra lagaumhverfið í tillögum sem fyrir liggja um breytingar á náttúruverndarlögum.</p> <h3>Nýjir tímar – breytt viðhorf</h3> <p>Furðu stutt er síðan öræfi Íslands voru nær ónumið land; yfirskyggðir staðir. Það var ævintýrablær yfir þeim sem hættu sér fyrst þangað á fjórum hjólum og mörkuðu slóða í landið, sem sumir hverjir eru enn notaðir til umferðar. Það væri fráleitt að gagnrýna þessa frumkvöðla út frá sjónarhóli nútíma náttúruverndar, enda voru engar reglur um akstur utan vega í þá daga. Það verður þó líka að viðurkenna að þessi tími er liðinn. Tala þeirra sem sækja óbyggðir Íslands heim kann brátt að hlaupa á hundruðum þúsunda. Skipulagslaus umferð af þeirri stærðargráðu er ógn við viðkvæma náttúru, en er líka áhyggjuefni vegna öryggismála og hagsmuna ferðaþjónustu og útivistar. Ég finn fyrir miklum skilningi og vilja til þess að koma betra skipulagi á leiðakerfi í óbyggðum og vænti þess að stór skref verði stigin í þeim efnum á næstunni.Ég vona að þróunin verði áfram á réttan veg nú í sumar, þannig að áfram dragi úr akstri utan vega.</p> <p>Svandís Svavarsdóttir<br /> umhverfisráðherra</p>

2011-06-04 00:00:0004. júní 2011Ávarp umhverfisráðherra á vorráðstefnu NAUST

<p><em>Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra flutti eftirfarandi ávarp við setningu vorráðstefnu NAUST um náttúruvernd og skipulag og haldin var á Djúpavogi 4. júní 2011.<strong>&#160;</strong></em></p> <p>Ágæta náttúruverndarfólk,</p> <p>Það er mér mikil ánægja að setja Vorráðstefnu Náttúruverndarsamtaka Austurlands hér á Djúpavogi.</p> <p>Þann 10. febrúar síðastliðinn var ég á Djúpavogi í þeim erindum að staðfesta friðlýsingu búsvæðis tjarnaklukku sem er á Hálsum ofan við bæinn. Tjarnaklukkan er aðeins þekkt á þessum eina stað á landinu og er friðlýsing hennar sérstök þar sem þetta er í fyrsta skipti sem tekið er frá búsvæði smádýrs í þágu náttúruverndar.</p> <p>Áður eða árið 1975 var Teigarhorn friðlýst vegna sérstakra jarðmyndana - geislasteina sem þar er að finna. Ófá sýni af geislasteinum frá Teigarhorni er að finna á helstu náttúrugripasöfnum í Evrópu og víðar. Á Teigarhorni er einnig hús Weyvadts kaupmanns sem byggt var á árunum 1880-1882 og er verndað, en þar hefur m.a. verið varðveitt skrifstofa kaupmannsins eins og hún var í hans tíð. Frá Teigarhorni var Nikoline Weyvadt fyrsti lærði kvenljósmyndari landsins en eftir hana liggur afar merkilegt ljósmyndasafn.</p> <p>Hér á Vorráðstefnu NAUST verður lögð áhersla á náttúruvernd og skipulag og er það vel þar sem í aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008 – 2020 er áhersla lögð á þá auðlind sem verndun getur haft fyrir samfélagið. Óhætt er að fullyrða að fá sveitarfélög hér á landi hafa jafn metnaðarfulla stefnu í umhverfis- og friðlýsingarmálum.</p> <p>Vilji og áhugi sveitarfélagsins, eins og fram kemur í aðalskipulaginu, er mikill en þar er m.a. lagt til að vernda 15 svæði, 12 í dreifbýlinu og þrjú innan marka Djúpavogs. Meðal þess sem lagt er til að vernda eru berggangar og klettaborgir eins og Borgargarðsklettur, Rakkaberg og Sauðkambur. Einnig eru á listanum Tröllatjörn sem þykir mikið náttúruundur og Vígðilækur sem talið er að Guðmundur góði Arason hafi vígt. Þá er einnig rétt að benda á að í skipulaginu kemur fram að sveitarstjón Djúpavogshrepps hyggst leggja fram tillögu um að friðlýsa 36 svæði innan marka sveitarfélagsins á grunni þjóðminjalaga.</p> <p>Ég hvet ykkur til að kynna ykkur þetta metnaðarfulla aðalskipulag Djúpavogshrepps.</p> <p>Djúpivogur og næsta nágrenni er afar mikilvægt fuglasvæði og eru hér mörg mikilvæg búsvæði fugla og afar mikilvægur viðkomustaður margra fuglategunda. Farfuglarnir koma í stórum hópum að landinu á vorin og hefur verið mikill áhugi meðal heimamanna og fuglaáhugamanna á bættu aðgengi að fuglaskoðun. Til að auðvelda þeim fuglaskoðun á svæðinu hefur m.a. verið reist fuglaskoðunarhús við vötnin á Búlandsnesi en þar er afar fjölbreytt fuglalíf.</p> <p>Fuglarnir, geislasteinarnir og tjarnaklukkan endurspegla náttúrufar, menningarminjar og sögu svæðisins í heild sem allt hefur aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Það er umhverfið með ríkum náttúru- og menningarminjum sem laðar að ferðamenn, ljósmyndara, fuglaskoðara og aðra áhugasama gesti til Djúpavogs og er afar ánægjulegt að sveitarfélagið lítur á náttúruverndina sem auðlind.</p> <p>Góðir fundarmenn</p> <p>Eins og mörgum er kunnugt um hefur verið í gangi vinna við endurskoðun laga um náttúruvernd og hefur sú vinna að meginefni til skipts í tvo þætti.</p> <p>Í fyrsta lagi hefur nefndin lagt fram tillögu um frumvarp til laga um breytingar á náttúruverndarlögum sem ég mun mæla fyrir á Alþingi í september nk. Er um að ræða breytingu á 37. gr. laganna um sérstaka vernd og 17. grein um bann við akstri utan vega en þessi ákvæði hafa ekki verið nægilega afgerandi þegar á þau hefur reynt og þar af leiðandi hafa markmið með setningu þeirra ekki náð fram að ganga. Í öðru lagi hefur nefndin unnið að hvítbók sem hún mun skila mér í sumar. Í henni er fjallað um núgildandi náttúruverndarlöggjöf, hvernig hún hefur virkað í framkvæmd auk þess sem nefndin leggur fram tillögur um breytingar á henni. Þessi aðferð að vinna hvítbók sem undirbúning löggjafar er í samræmi við það sem þekkist á Norðurlöndum með svokölluðum SOU og NOU skýrslum og í samræmi við tillögu Rannsóknarnefndar Alþingis um að hugað verið betur að undirbúningi löggjafar.</p> <p>Um áramótin síðustu tóku gildi ný skipulagslög og er þar fjöldi nýmæla. Markmið laganna er að auka skilvirkni, sveigjanleika og gæði við gerð skipulags ásamt því að gert er ráð fyrir aukinni þátttöku almennings við gerð skipulagsáætlana. Eitt af mikilvægum nýmælum í lögunum er gerð landsskipulagsstefnu þar sem stjórnvöldum er ætlað að móta heildstæða sýn í skipulagsmálum.</p> <p>Skipulagslög og náttúruverndarlög gegna þýðingarmiklu hlutverki í allri ákvarðanatöku um ráðstöfun lands. Land er auðlind og við ráðstöfun lands þarf að horfa til þess hvaða auðlind við erum að ráðstafa og til hvers, þ.e. hverju erum við að fórna. Óhætt er að fullyrða að hagsmunir náttúru hafa ekki alltaf ráðið för í ákvarðanatöku um nýtingu lands. Ég tel þó að það sé að breytast og þar hjálpar vissulega til ný og betri löggjöf í til að mynda Skipulagsmálum. En breytingarnar hafa ekki síst orðið vegna ötullar baráttu náttúruverndarsinna sem hafa aldrei gefist upp heldur tekið afstöðu með náttúrunni, staðið vaktina fyrir hana, fyrir okkur öll og síðast en ekki síst komandi kynslóðir.</p> <p>Ég óska Náttúruverndarsamtökum Austurlands og ráðstefnugestum góðrar og árangursríkrar ráðstefnu og ánægjulegrar dvalar hér á Djúpavogi.</p> <p>Takk fyrir,</p> <p> </p>

2011-05-26 00:00:0026. maí 2011Grein umhverfisráðherra í Fréttablaðinu um brennistein í andrúmslofti

<p><em>Eftirfarandi grein Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra um brennistein í andrúmslofti birtist í Fréttablaðinu 26. maí 2011.</em></p> <h2>Brennisteinn í andrúmslofti – hagsmunir almennings</h2> <p>Á síðustu misserum hefur umræða um mengunarmál farið vaxandi og greinilegt að aukinnar vitundar gætir meðal almennings og fjölmiðla um þetta mikilvæga umhverfismál. Því fagna ég og hrósa sérstaklega fjölmiðlum sem hafa staðið fyrir metnaðarfullum og ítarlegum umræðum. Umfjöllun um brennisteinsmengun frá jarðvarmavirkjunum og möguleg neikvæð áhrif hennar á heilsu fólks hefur verið til umræðu síðstu daga. Má rekja þá umræðu til viðbragða heilbrigðiseftirlita hjá Reykjavíkurborg, Kópavogi og Hafnarfirði en þessir aðilar hafa gert alvarlegar athugasemdir við frummatskýrslu vegna fyrirhugaðrar jarðhitavinnslu við Gráuhnjúka. Hafa athugasemdir þeirra meðal annars beinst að ófullnægjandi athugun á áhrifum brennisteinsmengunar á íbúa á höfuðborgarsvæðinu, en mælingar sýna að hún hefur aukist um 140 prósent á síðustu árum.</p> <h3>Mörk í þágu almennings</h3> <p>Fyrir um ári setti ég reglugerð um leyfilegan styrk brennisteinsvetnis í andrúmslofti. Markmið reglugerðarinnar er að draga úr mengun brennisteinsvetnis frá jarðhitavirkjunum og mögulegum neikvæðum áhrifum hennar á heilsu fólks. Með ríka hagsmuni almennings að leiðarljósi lagði ég áherslu á að setja hámarksreglur um leyfilegan styrk brennisteinsvetnis í andrúmslofti. Mörkin eru nokkuð lægri en þau mörk sem Alþjóða heilbrigðisstofnunin (WHO) hefur sett enda eru mörk stofnunarinnar sett með tilliti til mögulegra bráðaáhrifa á augu en ekki langtímaáhrifa á heilsu fólks en við þær aðstæður þurfum við að miða hér á landi vegna fjölda jarðvarmavirkjana og nálægðar þeirra við þéttbýli. Þessa ákvörðun tók ég á grundvelli þess að mikil óvissa ríkti og ríkir enn um heilsufarsáhrif af langvarandi innöndun brennisteinsvetnis og því nauðsynlegt að setja mörkin þannig að almenningur fái notið vafans.</p> <h3>Kunnugleg viðbrögð</h3> <p>Reglugerðin var harðlega gagnrýnd af Samtökum orku- og veitufyrirtækja á Íslandi sem sögðu ákvörðun mína greinilega tekna á pólitískum forsendum en ekki faglegum. Þessi viðbrögð hljómuðu á sínum tíma kunnuglega og gera reyndar enn. Því miður. Fulltrúi sömu samtaka kvartar sáran yfir sífellt flóknara starfsumhverfi fyrir orku- og veitufyrirtækin og hefur gagnrýnt ýmis frumvörp ríkisstjórnarinnar sem fela í sér breytingu á lagaumhverfi þegar kemur að nýtingu lands og auðlinda. Nefnir hann sem dæmi frumvarp um upplýsingalög en nái það fram að ganga munu orkufyrirtækin verða sett undir upplýsingalögin. Hann telur þá leið ríkisstjórnarinnar að friðlýst svæði séu undanskilin í Rammaáætlun vera til þess að flækja starfsumhverfi orku- og veitufyrirtækja. Sama eigi við um frumvarp til vatnamála og frumvarpsdrög um breytingar á náttúruverndarlögum. Þeir hagsmunir sem hafðir eru að leiðarljósi í þessum frumvörpum þ.e. hagsmunir íslenskrar náttúru og íbúa á Íslandi feli í sér sífellt flóknara starfsumhverfi fyrir þá sem vilja nýta auðlindirnar.</p> <h3>Nýjar áherslur</h3> <p>Sú gagnrýni sem að framan er rakin minnir á þær áherslur sem hagsmunaaðilar viðskiptalífs og fjármálafyrirtæki töluðu fyrir á árunum fyrir hrun. Lagaumgjörðin mátti ekki vera íþyngjandi, stjórnsýslan átti að vera einföld og litið var á eftirlit sem óþarfa afskipti.</p> <p>Við höfum margoft séð alvarlegar afleiðingar þess að sérhagsmunir eru teknir fram yfir hagsmuni almennings í mörgum greinum samfélagsins í aðdraganda hrunsins og víða á enn eftir að taka til hendinni. Framkvæmdaaðilar og samtök þeirra ættu með stjórnvöldum að nálgast verkefnin út frá hagsmunum náttúrunnar og heildarinnar. Það eru raunverulegir hagsmunar framtíðarinnar og komandi kynslóða. Slík sýn verður og á að vera grundvöllur endurmótunarstarfs íslensks samfélags og í raun eina leiðin út úr kreppunni.</p> <p>Svandís Svavarsdóttir<br /> umhverfisráðherra</p>

2011-05-26 00:00:0026. maí 2011Ávarp umhverfisráðherra á aðalfundi Landverndar 2011

<p><em>Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra flutti eftirfarandi ávarp við upphaf aðalfundar Landverndar sem haldinn var 26. maí 2011.</em></p> <p>Kæru félagar og velunnarar Landverndar,</p> <p>Umgengni okkar við landið endurspeglast með ýmsum hætti.<br /> Hún endurspeglast meðal annars í því hvernig við nýtum okkur auðlindir þess – hvort við látum stjórnast af skammvinnum gróðasjónarmiðum og tæmum brunna jarðar svo hún standi löskuð eftir eða hvort við nýtum gæði hennar og gjafir með sjálfbærum hætti.</p> <p>Umgengnin endurspeglast í því hvernig við förum um landið – hvort við skiljum eftir okkur sár sem getur tekið aldir að gróa eða stígum til jarðar með virðingu fyrir náttúrunni. Þetta á ekki síst við um akstur utan vega í viðkvæmri náttúru landsins.</p> <p>Hún endurspeglast líka í virðingu fyrir öðrum lífverum sem deila jörðinni með okkur – hvort við göngum á búsvæði þeirra og þær sjálfar þannig að þær eigi sér ekki viðreisnar von eða tryggjum þeim lífvænleg skilyrði okkur öllum til heilla.</p> <p>Hún endurspeglast líka í því sem við skiljum eftir okkur, hvort sem það er rusl á víðavangi, frágangur sorps, efnamengaður jarðvegur, óhreint vatn eða sú mengun sem við látum frá okkur út í andrúmsloftið. Á öllum þessum sviðum þurfum við að bæta umgengni okkar við landið eins og nýleg dæmi sanna.<br /> Mengun frá sorpbrennslustöðvum eða einstökum verksmiðjum þarf að gefa meiri gaum en við höfum gert.</p> <p>Þegar slík mál koma upp er rétt að staldra við og spyrja hvað veldur? Hvers vegna umgengni okkar við landið er svo ábótavant sem raun ber vitni? Er það af hreinni græðgi eða kemur hugsunarleysi eða þekkingarleysi við sögu? Hvað stýrir því að við erum á stundum skeytingarlaus og of værukær þegar kemur að okkar eigin umhverfi? Er eitthvað að viðhorfi okkar til náttúrunnar – eitthvað í uppeldinu sem skortir?</p> <p>Vissulega er uppeldi einstaklingsbundið og því beinlínis rangt að alhæfa eitthvað um uppeldi heillar þjóðar í þessum efnum.<br /> Hins vegar má ekki gleyma því mikilvæga hlutverki sem skólarnir gegna í umhverfisuppeldi og hið ánægjulega er að í þeim efnum höfum við á síðustu árum tekið okkur rækilega á, ekki síst fyrir tilstilli Landverndar.</p> <p>Grænfánaverkefnið sem samtökin stýra hefur sannað að hægt er að ná mikilvægum árangri í þessum efnum með því að kenna þeim sem landið eiga að erfa góða umgengni við það, sem er þolinmótt langtímaverkefni.</p> <p>Gott dæmi um þetta er Þjórsárskóli í Skeiða- og Gnúpverjahreppi en nemendur hans voru nýlega, á Degi umhverfisins útnefndir sem Varðliðar umhverfisins. Þá viðurkenningu veitir umhverfisráðuneytið, Landvernd og Náttúruskóli Reykjavíkur árlega grunnskólanemendum fyrir ákveðið verkefni í þágu umhverfisverndar. Nemendur Þjórsárskóla fengu viðurkenninguna fyrir útgáfu ruslabæklings sem dreift verður á öll heimili og sumarbústaði í hreppnum. Markmiðið er að auka og stuðla að skilningi á breyttu fyrirkomulagi sorphirðu í sveitarfélaginu sem ætlað er að auka endurvinnslu úrgangs. Þar er á ferð metnaðarfullt verkefni til að bæta umgengni okkar við landið.</p> <p>Þar er vissulega gott umgengnismál á ferð en það er ekki það eina sem nemendur Þjórsárskóla hafa gert til að leggja sitt af mörkum til landsins og náttúrunnar því í fyrra var skólanum veitt Landgræðsluverðlaun Landgræðslu ríkisins.</p> <p>Árangur Þjórsárskóla er eftirtektarverður en hann hefur tekið þátt í Grænfánaverkefni Landverndar „Skólar á grænni grein“, frá upphafi þar sem börnin fá sérstaka fræðslu um umhverfismál og öðlast þannig dýrmæta þekkingu á því sviði. Mikilvægi þess verkefnis verður seint ofmetið því fræðsla á sviði umhverfismála er grundvöllur fyrir betri umgengni við landið – það eru gömul vísindi að þekkingin leiðir til virðingar á náttúrunni sem aftur leiðir til verndunar hennar. Þess vegna er svo mikilvægt að kenna börnunum að umgangast náttúruna og landið því aðeins með breyttum umgengnisháttum er hægt að tryggja að jörðin verði byggileg um ókomna framtíð.</p> <p>Mikilvægi Grænfánaverkefnis Landverndar fyrir framtíð náttúrunnar sést ekki síst á þátttökunni því 195 leik-, grunn- og framhaldsskólar á landinu eru „á grænni grein“.<br /> 56 prósent þeirra hafa þegar fengið Grænfánaviðurkenninguna en hinir stefna allir að því markmiði. Þetta er afar jákvæð þróun sem mikilvægt er að ýta undir og viðhalda. Það er því sérlega ánægjulegt fyrir umhverfisráðuneytið að hafa náð, við síðustu fjárlagagerð, að tryggja verkefninu aukna fjármuni sem gerði mögulegt að ráða aukastarfsmann til þess.</p> <p>Það hefur aftur sett aukinn kraft í verkefnið sem vonandi á eftir að skila sér í breyttri og bættri umgengni framtíðarfólksins við landið sitt.</p> <p>Það er ekki nægilegt að rækta landið og vernda – það er ekki síður mikilvægt að næra og rækta áhuga mannfólksins á umhverfismálum og auka þannig virðingu þess fyrir náttúrunni.<br /> Í því gegna grasrótarsamtök á borð við Landvernd lykilhlutverki – við að efla almenna þekkingu og umræðu um umhverfismál.<br /> Þar eru sóknarfærin fjölmörg, eins og Grænfánaverkefnið sannar. Reynslan hefur sýnt fram á nauðsyn þess að haldið sé uppi öflugu náttúruverndarstarfi, ekki síst í landi þar sem allt of lengi hefur verið litið á hreina náttúru og landgæði sem sjálfsögð. Þar skiptir miklu máli að hafa öflug náttúruverndarsamtök eins og Landvernd til að halda fána lands og umhverfis á lofti. Gangi ykkur vel í þeirri baráttu.</p>

2011-05-20 00:00:0020. maí 2011Ávarp umhverfisráðherra á afmælisráðstefnu SORPU 2011

<p><em>Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra ávarpaði gesti með eftirfarandi orðum á ráðstefnu sem haldin var í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu 20. maí 2011 í tilefni af 20 ára afmæli Sorpu bs.</em></p> <p>Ráðstefnustjóri, starfsfólk og stjórn Sorpu, ágætu ráðstefnugestir,</p> <p>Það er mér sértök ánægja að fá að ávarpa ykkur hér í dag á þessari afmælisráðstefnu sem haldin er í tilefni af 20 ára afmæli SORPU bs.</p> <p>Á vorin útskrifast mörg tvítug ungmenni og horfa fram á veginn, mótuð af reynslu uppvaxtarára sinna. Þau er samt svo ung, full eftirvæntingar, hugmyndarík, og eru tilbúin að takast á við ný og spennandi verkefni. Já þau líta eflaust mörg fram á veginn en hugsa um leið til baka yfir farinn veg. Ég get ímyndað mér að líkt sé ástatt hjá Sorpu sem fyrir tveimur áratugum tók sín fyrstu skref en hefur síðan þá dafnað og þroskast, verið virk í að móta þann málaflokk sem fyrirtækið starfar að og verið meira en tilbúin að hrinda nýjum og ferskum hugmyndum í framkvæmd.</p> <p>Tilkoma Sorpeyðingar höfuðborgarsvæðisins á sínum tíma hefur átt mikinn þátt í því að stuðla að breyttri meðhöndlun úrgangs og auka endurvinnslu og endurnýtingu úrgangs hér á landi um leið og fyrirtækið hefur stuðlað að aukinni samvinnu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sem og annars staðar á landinu.</p> <p>Frá því að umhverfisráðuneytið var stofnað árið 1990 og á starfstíma Sorpu bs. hafa átt sér stað stórstíga framfarir í meðhöndlun úrgangs hér á landi. Fyrir árið 1990 voru ekki gerðar sérstakar kröfur til staðsetningar, reksturs eða frágangs urðunarstaða. Markvissar upplýsingar um magn og gerð úrgangs verða ekki til fyrr en Sorpa tekur til starfa og í framhald af því hófu önnur sveitarfélög að vigta og skrá úrgang. Umhverfisráðuneytið hóf strax í upphafi að vinna að úrgangsmálum og setja reglur á því sviði og var starfsleyfi Sorpu fyrir móttökustöð í Gufunesi og urðunarstað í Álfsnesi fyrsta „nútíma“ starfsleyfið á þessu sviði. Þó enn sé verk að vinna ber að fagna þeim árangri sem náðst hefur í úrgangsmálum hér á landi sl. tvo áratugi. Mikil aukning hefur átt sér stað í endurnýtingu úrgangs og má sem dæmi nefna að á árinu 1995 var um 12% úrgangs endurnýttur, um 25% árið 2002 og árið 2008 var hlutfallið komið í rúm 60%.</p> <p>Sveitarfélög bera ábyrgð á framkvæmd úrgangsmála og skal hver sveitarstjórn ákveða fyrirkomulag söfnunar og flutnings á heimilis- og rekstrarúrgangi í sínu sveitarfélagi, auk þess að sjá um að starfræktar séu móttöku- og söfnunarstöðvar fyrir þann úrgang sem til fellur. Þá skulu sveitarstjórnir semja og staðfesta áætlun um meðhöndlun úrgangs. Góð samvinna hefur tekist milli sveitarfélaga í þessum efnum og má sem dæmi nefna samvinnu fjögurra sorpsamlaga, þ.á.m. Sorpu bs., um gerð svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs sem nær yfir starfssvæðið frá Gilsfjarðarbotni í vestri og að Markarfljóti í austri.</p> <p>Að undanförnu hefur mikil umræða farið fram um framkvæmd úrgangsmála, m.a. í kjölfar mengunar frá eldri</p> <p>sorpbrennslustöðvum. Í janúar sl. óskaði ég eftir því við Ríkisendurskoðun að hún gerði úttekt á forsendum, skilyrðum og eftirfylgni aðlögunar frá tilskipun EB um brennslu úrgangs sem Ísland fékk fyrir starfandi sorpbrennslur hér á landi árið 2003. Skýrsla Ríkisendurskoðunar um málið var birt í liðinni viku og er skýrslan þýðingarmikið innlegg í vaxandi umræðu um meðferð úrgangs og mengunar hér á landi en síðast en ekki síst er hún mikilvæg áminning til okkar allra sem eru kjörnir fulltrúar sem og þeirra sem starfa í umboði almennings að ávallt þurfa hagsmunir heildarinnar að vera í fyrirrúmi í okkar störfum og ákvarðanatöku.</p> <p>Í skýrslunni koma fram mikilvægar ábendingar til umhverfisráðuneytisins m.a. um það sem betur hefði mátt fara í eftirfylgni með mengunareftirliti Umhverfisstofnunar með starfsemi sorpbrennslustöðva, um nauðsyn þess að styðja við faglegt starf Umhverfisstofnunar, um stefnumörkun í úrgangsmálum og um eftirfylgni ráðuneytisins þegar kom að endurskoðun aðlögunarinnar.</p> <p>Ráðuneytið tekur ábendingar Ríkisendurskoðunar alvarlega og mun vinna úr þeim auk þess að fylgja því eftir að ábendingar sem fram koma í skýrslunni nái fram að ganga. Umhverfisráðuneytið hefur þegar óskaði eftir upplýsingum frá Umhverfisstofnun um hvernig einstök fyrirtæki hafa uppfyllt starfsleyfisskilyrði sín fyrir mengandi starfsemi. Þá mun ráðuneytið fara með Umhverfisstofnun yfir þvingunarúrræði sem hún hefur í því skyni að styrkja framkvæmd mengunarvarnalöggjafarinnar og skoða leiðir til að styrkja lagagrunn eftirlitsins svo sem með upptöku stjórnvaldssekta vegna mengunarbrota.</p> <p>Eftirlit með mengandi starfsemi, umhverfisvöktun og upplýsingagjöf þarf að nálgast með nýrri hugsun og mikilvægt er að styrkja vöktun umhverfisins.</p> <p>Vaxtarbroddar í íslensku atvinnulífi tengjast margir ímynd hreinleika og umhverfisverndar. Þessi ímynd verður að vera byggð á staðreyndum. Framkvæmd úrgangsmála þarf að vera trúverðug og almenningur þarf að eiga aðgang að upplýsingum um þessi mál. Almenningur verður að geta treyst því að stjórnmálamenn, stofnanir og fyrirtæki sem starfa annað hvort í umboði almennings eða byggja afkomu sína á þjónustu við almenning hafi ávallt hagsmuni þeirra þ.e. heildarinnar að leiðarljósi.</p> <p>Í endurskoðaðri landsáætlun um meðhöndlun úrgangs sem mun líta dagsins ljós síðar á þessu ári mun ráðuneytið leggja áherslu á trausta framkvæmd úrgangsmála þannig að leikreglur verði skýrari og meðhöndlun úrgangs valdi sem minnstum óæskilegum áhrifum á umhverfi og heilsu, jafnframt því að draga úr myndun úrgangs og auka endurvinnslu hans. Í þessu sambandi má nefna að hafinn er undirbúningur í ráðuneytinu að endurskoðun laga og reglna um meðhöndlun úrgangs. Ráðuneytið mun m.a. leita eftir samráði og samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga við þá vinnu.</p> <p>Það er mikilvægt að draga úr myndun úrgangs og auka endurnýtingu þess úrgangs sem myndast. Úrgangur er hráefni sem á að nýta.</p> <p>Markmið okkar allra hlýtur að beinast að því að gera jörðina okkar betri og umgangast hana í anda sjálfbærrar þróunar. Við berum ábyrgð gagnvart hvert öðru og við berum ábyrgð gagnvart komandi kynslóðum. Allar athafnir okkar hafa áhrif á umhverfið og úrgangur mun fylgja okkur um ókomna tíð.<br /> Hver og einn hefur áhrif og ber ábyrgð. Ríki, sveitarfélög og stofnanir þeirra og fyrirtæki geta haft mikil áhrif á umhverfið. Það er því ánægjulegt að geta sagt frá því að frá upphafi hefur Sorpa lagt áherslu á upplýsingar og fræðslu, m.a. með lifandi heimasíðu, fræðsluefni fyrir börn og unglinga og tekið á móti nemendum og öðrum hópum til að kynna þeim starfsemi sína og hvað hver og einn getur gert til að draga úr mengun frá útgangi.</p> <p>Til að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum er árangursríkt að stýra stofnunum og fyrirtækjum í átt að vistvænni innkaupum og taka upp gæða- og umhverfisstefnu.</p> <p>Innleiðing á vistvænni innkaupastefnu ríkisins hófst árið 2010. Hún fer þannig fram að innkaupastjórar stofnana fá ráðgjöf um það hvernig sé hægt að stunda vistvæn innkaup. Stofnanir eru hvattar til að setja sér mælanleg markmið og gera vistvæn innkaup að hluta af venjulegum hversdagsinnkaupum.</p> <p>Það er samt ekki nóg að einn einstaklingur á hverjum vinnustað fái fræðslu eða stuðning. Við breytum ekki viðteknum venjum nema allir starfsmenn, þ.e. hver og einn, átti sig á af hverju breytingarnar eru mikilvægar og sjái tilganginn með þeim. Þess vegna er öllum starfsmönnum stofnana boðið upp á stutt örnámskeið um mikilvægi umhverfismála í tengslum við innkaup og neyslu. Þetta hefur gefist vel og ljóst er að stofnanir eru afar áhugasamar um umhverfismál almennt og þakklátar fyrir veittan stuðning. Æskilegt er að nota svipaða nálgun við að draga úr myndun úrgangs, auka flokkun og stuðla að endurnýtingu. Það er því mjög ánægjulegt að Sorpa hafi náð þeim árangri að fá viðurkenningu fyrir vottað gæðastjórnunarkerfi, viðurkenningu sem verður afhent hér á eftir auk þess sem Sorpa stefnir að því að taka upp vottað umhverfisstjórnunarkerfi.</p> <p>Góðir gestir.</p> <p>Það eru fjölmargar áskoranir sem bíða okkar á næstunni við að bæta árangur í söfnun, flokkun og endurvinnslu úrgangs. Vissulega eru oft skiptar skoðanir um hvaða leiðir er best að fara og misjöfn sýn manna á það hvernig farsælast er að leysa þessi verkefni af hólmi. Það er ljóst að leiðirnar eru margar. Það þarf að skoða þessi mál í samhengi og hafa í huga aðstæður hér á landi við val þeirra leiða sem við förum.</p> <p>Umhverfisráðuneytið mun hér eftir sem hingað til leitast við að hafa sem best samráð við þá aðila sem hagsmuni eiga að gæta og besta þekkingu hafa á þeim málum sem verið er að vinna með í ráðuneytinu á hverjum tíma. Þannig tekst okkur að feta okkur áfram þær leiðir sem best munu gagnast okkur öllum</p> <p>Nú er Sorpa orðin fullorðin. Æskusporin eru að baki og mikið vænst af afmælisbarninu. Ég er sannfærð um að stjórnendur og starfsfólk Sorpu munu hér eftir sem hingað til leggja mikinn metnað í vinnu á sviði sorphirðumála hér á höfuðborgarsvæðinu.</p> <p>Ég óska, stjórn Sorpu og starfsfólki, svo og þeim sveitarfélögum sem að byggðasamlaginu standa hjartanlega til hamingju með tvítugs afmælið og óska ykkur farsældar í störfum ykkar í framtíðinni.</p> <p>Góðar stundir.</p>

2011-05-16 00:00:0016. maí 2011Ávarp umhverfisráðherra við útskrift Stóriðjuskólans 2011

<p><em>Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra flutti eftirfarandi ávarp við útskrift úr Stóriðjuskólanum þann 16. maí 2011.</em></p> <p>Ágætu starfsmenn, nemendur og kennarar Stóriðjuskólans,</p> <p>Það er ánægja fyrir mig að fá að ávarpa ykkur í dag við útskrift Stóriðjuskólans. Eins og mörgum er kunnugt verð ég starfandi menntamálaráðherra um nokkurt skeið í náinni framtíð í komandi fæðingarorlofi Katrínar Jakobsdóttur og því ánægjulegt að kynnast skólastarfi hér. En ég ávarpa ykkur hér í dag fyrst og fremst sem umhverfisráðherra og lýsi ánægju minni í því hlutverki með starfsemi skólans og ykkar áfanga hér í dag.</p> <p>Álverið í Straumsvík er gott dæmi um hverju er hægt að fá áorkað með framsækinni stefnu og góðu starfsfólki. Hér hefur náðst góður árangur í öryggismálum og hér hefur tekist að halda mengun í lágmarki, sem er jákvætt bæði fyrir heilsu starfsfólks og annarra og fyrir umhverfið. Losun flúorkolefna á tonn af áli hefur lengi verið einhver sú lægsta sem þekkist í heiminum og jafnvel sú allra lægsta. Það tókst einnig að halda losun lágri þegar þurfti að endurræsa heilan kerskála eftir bilun, en einmitt þá er mikil hætta á að losun fari úr böndunum. Þessi góði árangur er ekki bara að þakka góðum búnaði, heldur er þjálfun og þekking starfsmanna lykilatriði til að halda losun flúorkolefna í lágmarki.</p> <p>Það hefur verið mikil umræða um mengun nú nýlega eftir að kom í ljós að mengun frá sorpbrennslustöðvum hefur verið langt yfir eðlilegum mörkum. Við höfum kannski verið nokkuð værukær Íslendingar og talið víst að í okkar strjálbýla og vindasama landi gæti mengun aldrei orðið raunverulegt vandamál. Við höfum nú verið minnt á að svo ekki, Ísland á ekki sjálfkrafa að vera undanskilið eðlilegum kröfum um varnir gegn mengun. Þetta er spurning um heilbrigði okkar og barna okkar og um ímynd okkar sem lands sem er hreint og framleiðir heilnæmar matvörur. Við hljótum ekki síst að gera miklar kröfur til stóriðjuvera, vegna umfangs starfsemi þeirrar og mikillar losunar hjá fámennri þjóð. Það er ánægjulegt þegar slík fyrirtæki ná ekki einungis að halda sig innan leyfilegra marka, heldur hafa metnað til að gera enn betur.</p> <p>Margir telja sjálfgefið að umhverfisvernd og stóriðja fari illa saman og vissulega er það mjög umdeilt hvernig staðið er að stóriðju og virkjunum, þannig að framkvæmdir á því sviði séu í sátt við náttúruna og gagnist þjóðinni allri sem best. Það er hlutverk mitt sem umhverfisráðherra að tryggja að ekki sé gengið á hagsmuni náttúrunnar í því sambandi. En það gustar pólitískt um stefnu og áherslu í öðrum atvinnugreinum, hvort sem litið er til sjávarútvegs, fjármálaþjónustu eða annars. Slíkt er bæði eðlilegt og nauðsynlegt í lýðræðisþjóðfélagi. Menn mega ekki rugla slíkri umræðu um áherslur og leiðir í atvinnumálum og umhverfisvernd, við nauðsyn þess að vinna gott starf í þeim fyrirtækjum og atvinnugreinum sem eru starfandi í landinu. Við getum haft ýmsar skoðanir á því hvort áfram eigi að einblína á stóriðju til atvinnuuppbyggingar í landinu eða líta til annarra kosta. En við eigum öll að geta verið sammála um að þau fyrirtæki sem eru starfandi á sviði stóriðju eigi að standa sig vel í að lágmarka mengun og stunda sinn rekstur á eins umhverfisvænan hátt og kostur er.</p> <p>Margir telja umhverfisvernd vera einhvers konar fótakefli í sókn okkar eftir hagvexti og velferð. Ég tel að svo sé ekki, spurningin er kannski frekar um hvernig við skilgreinum velferð. Ofurgróði og vöxtur sem byggir á rányrkju og mengun er ekki uppskrift af varanlegri velferð. Starfsemi í sátt við samfélag og umhverfi er hins vegar einn af hornsteinum velferðar. Umhverfismál snúast mikið um að gera hlutina vel. Álverið í Straumsvík var brautryðjandi við innleiðingu umhverfisstaðalsins ISO-14.001, sem er gæðakerfi sem tekur sérstakt tillit til góðrar frammistöðu í umhverfismálum. Það er reynsla margra fyrirtækja að slíkt vinnulag leiði ekki aðeins til minni mengunar og meiri sáttar um reksturinn, heldur líka til bættrar nýtingar hráefnis, minni úrgangs og betri reksturs. Það helst í hendur að sinna rekstri af natni og framsýni og að vernda umhverfið.</p> <p>Það skiptir líka máli að fyrirtæki hafi samfélagslega vitund. Það var í tísku fyrir ekki svo löngu að afneita þessu og segja sem svo að skyldur fyrirtækis væru eingöngu við eigendur sína og við að hámarka gróða – hin ósýnilega hönd markaðarins myndi svo sjá til þess að molar af gróðaborðinu myndu sáldrast niður til þeirra sem ekki fengju sæti þar. Ég held að þessi hugmyndafræði sé eitt af því sem leiddi til hrunsins og sé eitt af því sem við ættum ekki að endurreisa. Ísal hefur sýnt vilja til þess að leggja umhverfismálum lið ekki einungis með því að draga úr mengun og bæta starfsemi sína, heldur hefur líka styrkt verkefni á borð við endurheimt votlendis, sem er stórt mál á Íslandi og á heimsvísu við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.</p> <p>Stóriðjuskólinn hefur nú verið starfræktur í nær 14 ár. Stofnun hans sýnir metnað fyrir hönd fyrirtækisins og starfsmanna þess og hann hefur áunnið sér virðingu og viðurkenningu, sem sést m.a. á því að hann hlaut Starfsmenntaverðlaunin árið 2000. Námsefni skólans og námskrá hefur hlotið viðurkenningu menntamálaráðuneytisins sem hluti af námsefni framhaldsskóla. Við Íslendingar þurfum á að halda fjölbreyttu atvinnulífi, vel menntuðu starfsfólki í öllum greinum og vilja allra til þess að standa sig vel og verða að liði. Ég vona að ykkur sem hér útskrifist í dag farnist vel og að ykkar menntun verði ykkur gagnlegt veganesti til góðra starfa í framtíðinni.</p> <p>Takk fyrir,</p>

2011-05-14 00:00:0014. maí 2011Ávarp umhverfisráðherra við opnun á Mývatnsstofu

<p><em>Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, opnaði nýja sýningu í Mývatnsstofu, upplýsinga- og fræðslustofu um verndarsvæði Mývatns og Laxár laugardaginn 14. maí 2011 og flutti eftirfarandi ávarp af því tilefni.<strong>&#160;</strong></em></p> <p>Forstjóri Umhverfisstofnunar, starfsmenn, sveitarstjórnarmenn og aðrir góðir gestir,</p> <p>Það er mér mikil ánægja að vera hér með ykkur í dag og opna glæsilega nýja sýningu í Mývatnsstofu, upplýsinga- og fræðslustofu um verndarsvæði Mývatns og Laxár.</p> <p>Það er mikilvægt að hafa gestastofur á verndarsvæðum þar sem sett er fram skýr og góð fræðsla um sérstöðu verndarsvæðisins, lands og þjóðar. Gestastofur eru mikilvægar fyrir ferðaþjónustuna í landinu og það hefur sýnt sig hér í Mývatnssveit eins og fram kemur í skýrslum starfsmanna verndarsvæðisins. Árið 2009 komu í Mývatnsstofu alls 73.359 gestir á tímabilinu frá 1. maí til 30. september og mun það vera tæplega 25 % aukning frá árinu 2008. Nokkur fækkun var á gestum í Mývatnsstofu árið 2010, sem líklega endurspeglar fækkun á ferðum Íslendinga þar sem árleg aukning erlendra ferðamanna til Íslands hefur verið 5,3% að jafnaði á milli ára síðustu 10 ár.</p> <p>Allt frá því að fyrsta gestastofan, Sigríðarstofa í friðlandinu við Gullfoss var opnuð þann 19. júní árið 1994, hefur gestastofum á náttúruverndarsvæðum fjölgað. Það er líka ánægjulegt að sjá hvernig sveitarfélög, fyrirtæki og félagasamtök og aðrir hafa nýtt sér hugmyndafræði um gestastofur til að kynna sig og verkefni sín. Dæmi um slíkt eru Selasetur Íslands á Hvammstanga, sérstök gestastofa við Þingeyrarkirkju í Austur-Húnavatnssýslu, gestastofa sútarans á Sauðárkróki, gestastofur Landsvirkjunar, t.d. hér í Kröflustöð og í apríl síðastliðnum var opnuð gestastofa á Þorvaldseyri þar sem m.a. er fræðsla um eldgosið í Eyjafjallajökli vorið 2010. Þá má ekki gleyma að nefna Fuglasafn Sigurgeirs hér í Neslöndum sem dæmi um merkilega og velheppnaða gestastofu.</p> <p>Gestastofur eru fyrst og fremst hugsaðar sem þjónusta fyrir ferðamenn en þær þjóna heimamönnum ekki síður. Í þeim er safnað fróðleik og þekkingu sem er mikilvæg fyrir samfélagið og íbúunum þykir vænt um og eru stoltir af að kynna fyrir gestum. Ekki má vanmeta mikilvægi gestastofa fyrir skólafólk í landinu. Stofurnar eru kjörinn vettvangur til uppfræðslu skólabarna og mætti e.t.v. nýta þær og verndarsvæðin betur í tengslum við kennslu um náttúruvernd, náttúrufar og sögu.</p> <p>Þessi nýja Mývatnsstofa sem nú verður formlega opnuð byggir á gömlum grunni, en landverðir Náttúruverndarráðs settu fyrst upp vísi að gestastofu í Mývatnssveit á Skútustöðum sumarið 1993. Þeir söfnuðu ýmsum munum úr umhverfinu og fólk kom og skoðaði, snerti og spjallaði. Sú stofa sýndi með ótvíræðum hætti fram á gildi þess að gestir og gangandi geti komið og fræðst um náttúruverndarsvæðið, leitað svara við spurningum sínum og fengið nýja innsýn. Í framhaldi af þessu framtaki landvarða fól Náttúruverndrráð Árna Einarssyni líffræðingi og forstöðumanni Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn að vinna fræðsluefni og tillögu að uppsetningu þess í fullbúinni sýningu, sem var einskonar “farand-gestastofu” þar sem ekkert fast húsnæði var fyrir sýninguna. Á tíma “farand-gestastofunnar” var það eitt af fyrstu verkefnum landvarða á sumrin að setja upp sýninguna og með síðustu verkefnum að taka hana niður og koma í geymslu yfir vetrarmánuðina. Þetta fyrirkomulag hélst til ársins 2001 en þá var sýningin sett í geymslu og var í dvala í nokkur ár. Eins og nærri má geta var það aldeilis óviðunandi ástand. Það var síðan 19. júní 2006 að sýningin fékk samastað að Hraunvegi 8, í Reykjahlíð og við það tækifæri voru gerðar á henni lítilsháttar breytingar.</p> <p>Í dag sjáum við nýja glæsilega sýningu sem hönnuð er inn í rými hússins sem hýsir skrifstofu Umhverfisstofnunar ásamt skrifstofu Vatnajökulsþjóðgarðs hér í Mývatnssveit. Það er ánægjulegt að sjá að sérstaklega er gert ráð fyrir yngstu gestum svæðisins í sérstöku rými, enda afar mikilvægt að kynna mikilvægi náttúruverndar fyrir þeim sem erfa landið.</p> <p>Í verndaráætlun fyrir Mývatns og Laxársvæðið sem staðfest verður hér í dag er meðal markmiða Umhverfisstofnunar að almenningur læri að meta, virða og skilja þær náttúru- og menningarminjar sem verið er að vernda, þar sem svæðið er ákaflega sérstakt og verndargildi þess mikið. Vegna sérstöðu svæðisins er Mývatnssveit einn af fjölsóttustu ferðamannastöðum landsins.</p> <p>Opnun Mývatnsstofu er liður í aðgerðum Umhverfisstofnunarinnar til að auka fræðslu og auðvelda aðgengi almennings að upplýsingum um náttúrufar og menningu Mývatns og Laxár svæðisins í nútíð og þátíð. Um leið ætti skilningur fólks á mikilvægi góðrar umgengni að vakna því eins og landverðir benda oft á þá leiðir þekking til virðingar og virðing til verndunar.</p> <p>Náttúrufar Mývatnssvæðisins, jarðmyndanir og lífríki er fjölskrúðugt þar sem jarðeldar og vatn hafa skapað umhverfi einstakra og fagurra hraunmyndana ásamt auðugu og fjölbreyttu lífríki. Vegna sérstöðu svæðisins á sviði líf- og jarðvísinda sækja þangað erlendir og innlendir vísindamenn til rannsókna og þekkingaröflunar. Í Mývatnssveit hefur um árabil verðið starfrækt Náttúrurannsóknastöðin við Mývatn og Norræna eldfjallastöðin, nú Norræna eldfjallasetrið sem er hluti af Jarðvísindastofnun Háskólans og er með starfsstöð í Mývatnssveit. Þá má einnig nefna samstarf heimamanna og jarðvísindamanna í tengslum við Kröflueldana en þá var starfrækt í Mývatnssveit eldfjallavöktun sem í daglegu tali var nefnd “skjálftavaktin”. Þar fékkst ómetanleg þekking á eðli eldgosa á Íslandi enda urðu menn þarna vitni að því hvernig landrekskenningin sannaðist. Fá svæði í heiminum geta stært sig af sambærilegum hlutum.</p> <p>Mývatnssvæðið hefur alþjóðlegt verndargildi en Mývatn og Laxá alls um 20.000 ha var fyrsta votlendissvæði landsins sem tilnefnt var Ramsarlistann, þ.e. samþykkt um votlendi með alþjóðlegt gildi, einkum fyrir fuglalíf.</p> <p>Þessi gestastofa mun án efa verða mikilvægur hornsteinn í fræðslu og verndun þessa einstaka landsvæðis.</p> <p>Ég óska Mývetningum, Umhverfisstofnun og öllum aðstandendum þessarar glæsilegu sýningar hjartanlega til hamingju og lýsti hér með sýninguna í Mývatnsstofu formlega opnaðan.</p> <p>Takk fyrir</p>

2011-05-12 00:00:0012. maí 2011Ávarp umhverfisráðherra á ráðstefnu um vistvænni byggð

<p><em>Svandís Svavarsdóttir opnaði ráðstefnu um sjálfbæran arkitektúr og skipulag í Norræna Húsinu 12. maí 2011 með eftirfarandi orðum.</em></p> <p>Good morning Ladies and Gentlemen,</p> <p>I welcome the opportunity to address you here at this conference on „sustainability in architecture and planning“.</p> <p>This conference is very valuable for Icelandic architects, engineers, policy makers and other experts in the field of sustainability and certification systems for environmentally friendly buildings.</p> <p>During the last decade a great emphasis has been placed on sustainability in Iceland. Climate change strategy and definition of goals with the interests of the future in mind and a reduction of greenhouse gas emissions are all a part of the effort to make Iceland more sustainable.</p> <p>Land use plans and design and form of the built environment makes a difference when it comes to sustainable development. Planning is therefore a practical tool that can be used to manage and mitigate measures against environmental damage.</p> <p>In the beginning of 2011 a new act on plannig and a new act on construction were implemented in Iceland. For the first time a national planning framework is now a part of the legislation.</p> <p>The aim of the framework is to coordinate transport plans, regional plans, nature conservation plans, energy plans and other sectoral plans regarding land use. Among the objectives of the new act on planning are:</p> <ul> <li> <div> to encourage the rational and efficient utilization of land and natural resources, </div> </li> <li> <div> to ensure the preservation of landscape, natural and cultural values and to prevent environmental damage and overexploitation, based on the principles of sustainable development, </div> </li> <li> <div> to ensure security under the law in the handling of planning issues so that the rights of individuals and legal persons will not be neglected even though the common interest is the guiding principle, </div> </li> <li> <div> to ensure that the public is consulted in the planning process and given the opportunity to participate, </div> </li> <li> <div> to ensure the professional preparation of plans regarding the look of buildings, form and access for all. </div> </li> </ul> <p>Among the objectives of the new act on construction are:</p> <ul> <li> <div> to encourage the durability and efficiency of construction, </div> </li> <li> <div> to encourage the protection of the environment based on the principles of sustainable development, </div> </li> <li> <div> to ensure accessibility for all, </div> </li> <li> <div> to encourage energy efficiency in construction works. </div> </li> </ul> <p>A large group experts have been working since late last year on writing proposals for a new planning regulation and a new building regulation. In this work lies a great opportunity to strenghten the emphasis of sustainable development in planning and building.</p> <p>The first building in Iceland to get the BREEAM certification was the visitor center at Skriðuklaustur in Vatnajökull National Park.</p> <p>Late last year the Icelandic Institute for Natural History which is under the supervision of the Ministry for the Environment moved to a new location in Garðabær. The new building that now houses the Institute is also one of the first buildings in Iceland to get the BREEAM certification.</p> <p>The local plan for Urriðaholt where the new building for the Institute for Natural History is located has recieved two awards. In 2007, it was the LIVCOM silver award winner in the category of environmentally sustainable projects and furthermore it was also awarded the Urban Design Award from the Boston Society of Architects.</p> <p>This conference is very valuable for Icelandic architects, engineers, policy makers and other experts in the field of sustainability and certification systems for environmentally friendly buildings.</p> <p>I hope you have a successful conference.</p>

2011-04-28 00:00:0028. apríl 2011Ávarp umhverfisráðherra, Svandísar Svavarsdóttur, á degi umhverfisins 2011

<p><em>Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra flutti eftirfarandi ávarp á hátíðarsamkomu sem haldin var þann 28. apríl 2011 í tilefni Dags umhverfisins sem var 25. apríl 2011.</em></p> <p>Góðir gestir</p> <p>Í ár er dagur umhverfisins tileinkaður skógum. Það er vel við hæfi af ýmsum ástæðum. Fyrst má nefna að Dagur umhverfisins er tengdur minningu frumkvöðuls að verndun skóga í landinu með meiru. Sveinn Pálsson náttúrufræðingur sem fæddist 25. apríl árið 1762 var einn þeirra sem beindi hvað fyrst sjónum að hinni miklu eyðingu skóga á Íslandi og hrikalegum afleiðingum hennar fyrir íslensk vistkerfi og samfélag. Hann lýsir einmitt heimsókn sinni í Hallormsstaðaskóg á svohljóðandi og myndrænan hátt: <em>“Hvarvetna, en einkum þó á Hallormsstað og innar í dalnum eru hinir ömurlegustu vígvellir. Hér eru hin fegurstu birkitré höggvin sem hráviði, en þó ekki frá rótum heldur standa nálægt faðms bútar eftir af stofnunum, svo að svæðið líkist dánarheimum með stirðnuðum, standandi hvítum vofum."</em> Sveinn reyndi að hvetja til aðgerða til að koma í veg fyrir eyðingu skóganna á þeim tíma, en þá fyrir daufum eyrum. Það var ekki fyrr en nærri heilli öld síðar að hafist var handa við að stöðva eyðingu skóga í landinu að marki, m.a. með setningu laga um skógrækt árið 1907 og stofnun Skógræktar ríkisins, en þá var reyndar búið að eyða um 97% þeirra skóga sem taldir eru hafa vaxið hér við landnám.</p> <p>Jafnframt eru skógarmál mikið í alþjóðlegri deiglu um þessar mundir, en Sameinuðu þjóðirnar hafa tilnefnt árið 2011 sem Alþjóðlegt ár skóga. Með því vilja Sameinuðu þjóðirnar vekja athygli á mikilvægi þeirrar þjónustu sem skógarvistkerfi heimsins veita fyrir samfélagið, bæði efnahagslegri og félagslegri en ekki síður hvers konar vistþjónustu svo sem vernd líffræðilegs fjölbreytileika, jarðvegsvernd, vatnsmiðlun og á sviði loftslagsmála.</p> <p>Það má því gera sér það í hugarlund að ef Sveinn Pálsson náttúrufræðingur væri uppá á okkar dögum væri umræðan honum mjög að skapi. Á Alþjóðaári skóga er sjónum beint að vernd og sjálfbærri nýtingu skóga í heiminum, meðal annars sem mikilvægs þáttar gagnvart loftslagsbreytingum, en eyðing skóga veldur losun hátt í 1/5 allra gróðurhúsalofttegunda.</p> <p>Hér á heimavelli hefur umhverfisráðuneytið nú í vetur sett af stað undirbúning að sérstöku verkefni til að auka frekar útbreiðslu birkiskóga landsins. Til grundvallar þeirri vinnu er skýrsla nefndar um endurheimt íslenskra birkiskóga sem kom út árið 2007. Birkiskógar teljast til lykilvistkerfa á Íslandi og þeir veita margvíslega vistfræðiþjónustu svo sem við miðlun vatns og næringarefna. Þeir eru meðal fjölsóttustu útivistarsvæða á landinu og hafa um aldaraðir veitt mönnum uppplyftingu og innblástur.</p> <p>Ég tel mikilvægt að hugað verði en betur að verndun birkiskóga og fagna því framkomnum drögum að frumvarpi til laga um breytingar á náttúruverndarlögum en í þeim er m.a. lagt til að vernd birkiskóga verði styrkt sérstaklega.</p> <p>Mikilvægt er að skipulag og markmiðssetning skógræktarstarfsins hér á landi taki mið af fjölþættu hlutverkum skóga og skógræktar, bæði á sviði umhverfis- og auðlindamála. Til er góður grunnur í leiðbeiningunum „Skógrækt í sátt við umhverfið“ sem komum út fyrir nokkru. Jafnframt hef ég ákveðið að hefjast handa við að láta endurskoða lög um skógrækt í umhverfisráðuneytinu. Skógræktarlögin frá árinu 1955 eru um margt úrelt og hafa skógræktaraðilar lengi kallað eftir endurskoðun þeirra til styrkingar starfsins. Því er vel við hæfi að hefja vinnu við endurskoðun laganna á Alþjóðlegu ári skóga.</p> <p>Góðir gestir,</p> <p>Tæplega tvö ár eru liðin frá því að ríkisstjórn Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og Samfylkingarnar var mynduð og mér falin stjórn ráðuneyti umhverfismála. Þrátt fyrir að helstu verkefni ríkisstjórnarinnar hafi verið á sviði efnahagsmála, sem er í fullu samræmi við þær aðstæður sem voru í íslensku samfélagi eftir bankahrunið, þá hefur ýmist áunnist á svið umhverfis- og náttúruverndarmála.</p> <p>Við sem berum hag umhverfis- og náttúurverndar fyrir brjósti erum kannski örlítið óþolimóð og viljum að málin gangi mun hraðar fyrir sig. Ég skil þá óþolimæði vel og vildi sjálf gjarnan sjá hlutina ganga hraðar fyrir sig. Ég tel samt sem áður að okkur hafi tekist, á síðustu tveimur árum, að skapa meira rými fyrir umhverfis- og náttúruverndarmál í samfélagsumræðunni jafnvel þó svo að sú umræða hafi oft á tíðum verið neikvæð og tengd átökum vegna hugmynda um stóriðjuuppbyggingu. En umræðan hefur að mínu viti verið að breytast og þá sérstaklega hvað varðar aukna vitund almennings og fjölmiðla á umhverfismálum.</p> <p>Umræðan um díoxónmengun frá Sorpbrennslustöðvum og nú síðast mengunarmál Becromal í Eyjafirði sýnir okkur að almenningur og fjölmiðlar láta sig umhverfismál varða og grípa til ráðstafana þegar að stjórnvöld eða fyrirtæki bregðast skyldum sínum. Það voru fyrirspurnir íbúa á Ísafirði sem urðu til þess að Mjólkursamsalan (MS) á staðnum ákvað að gera mælingu á þrávirkum aðskotaefnum í afurðum. Það var að öllum líkindum starfsmaður sem hafði samband við Kastljós og vakti athygli á því sem var að gerast hjá Becromal og fjölmiðlamenn brugðust við með því að láta gera mælingar. Það aðhald sem bæði almenningur og fjölmiðlar veita stjórnvöldum og fyrirtækjum á sviði umhverfismála er því mjög mikilvægt.</p> <p>Lang flestir láta sig varða umhverfismál og öll viljum við halda í þá ímynd sem Ísland hefur haft um hreint loft og ómengað vatn. En sú ímynd þarf að byggja á staðreyndum og við þurfum að halda þeirri ímynd því hún er fljót að hverfa ef við stöndum okkur ekki.&#160;</p> <p>Það er einnig mikilvægt að fyrirtæki sem eru í atvinnurekstri, ekki síst þau sem eru ný í atvinnurekstri á Íslandi, hafi metnað til að uppfylla ímynd landsins um hreinleika. Það er gríðarlega mikilvægt að það sé innstæða fyrir slíkum yfirlýsingum og fyrir því sem fram kemur bæði í máli og framsetningu þeirra sem eru að hefja atvinnuuppbyggingu á Íslandi.</p> <p>Mörg fyrirtæki hafa sett sér metnaðafulla umhverfisstefnu og er fyrirtækið sem vinnur til verðlauna hér í dag gott dæmi þess.<br /> Einnig gefur vaxandi fjöldi fyrirtækja sem sækja um Svansvottun þess merki að ábyrgð fyrirtækja og vitund gagnvart umhverfinu er stöðugt að vaxa. Svanurinn er á miklu flugi og jókst fjöldi Svansleyfa hér á einu ári frá fimm og upp í fjórtán. Aukinn sýnileiki Svansins hefur einnig skilað sér til almennings en samkvæmt Gallup könnun frá því í desember á síðasta ári hefur þekking landsmanna á Svaninum á Íslandi aldrei verið meiri en um 72% landsmanna þekkja Svaninn. Það er því til mikils að vinna fyrir fyrirtæki sem og einstaklinga.</p> <p>Góðir gestir.</p> <p>Á degi umhverfisins fögnum við þeim árangri sem náðst hefur á sviði umhverfismála. Sá árangur hefur ekki síst náðst fyrir tilstuðlan einstaklinga, hvort heldur er fræðimanna, starfsmanna fyrirtækja eða nemenda sem hafa og munu ugglaust áfram leggja sitt að mörkum til að halda í heiðri umhverfis- og náttúruvernd í íslensku samfélagi, okkur öllum sem og framtíðinni til hagsbóta.</p> <p>Til hamingju með daginn.</p> <p>Takk fyrir.</p> <p>&#160;</p>

2011-04-28 00:00:0028. apríl 2011Ávarp umhverfsráðherra við opnun á „Sagnagarði“ Landgræðslunnar í Gunnarsholti

<p><em>Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, flutti eftirfarandi ávarp við opnun á Sagnagarði, fræðslu- og kynningarsetri Landgræðslu ríkisins í Gunnarsholti 28. apríl 2011.<strong>&#160;</strong></em></p> <p>Landgræðslustjóri, góðir gestir,</p> <p>Það er mér mikill heiður að fá að opna hér nýjan þátt í starfi Landgræðslunnar - Sagnagarð hér í Gunnarsholti.</p> <p>Það er jafnframt ánægjulegt að koma hingað í gróandann austur á Rangárvelli, nú þegar loksins virðist vera raunverulegt vor í lofti eftir hryssingslega tíð. Á þessum tíma í fyrra gekk hins vegar mikið á hér á þessum slóðum, en þá voru í algleymingi hamfarirnar í nágranna ykkar hér í austri, Eyjafjallajökli. Ég vil nota tækifærið og þakka ykkur hjá Landgræðslunni fyrir ykkar þátt í viðbrögðunum við náttúruhamförunum, sem skiptu afar miklu máli.</p> <p>Það er stundum sagt að með skilningi á fortíðinni sé fólginn lykill að framtíðinni. Sagnagarðurinn, sem hér er opnaður í dag, er að einhverju leiti slíkur lykill.</p> <p>Sú ósjálfbæra landnýting sem hér var stunduð um aldir leiddi af sé gróður- og jarðvegseyðingu, sem á sér ekki líka um allt norðurhvel jarðar. Með lagasetningu árið 1907 og síðan stofnun Landgræðslu ríkisins var mótuð sú stefna stjórnvalda að takast á við eyðingaröflin og að byggja upp gróður- og jarðvegsauðlindir landsins. Barátta sem stendur enn.</p> <p>Saga landgræðslu á Íslandi er saga baráttu við vantrú og allt að því óyfirstíganlega erfiðleika, en jafnframt glæstra sigra við erfiðar aðstæður sem nú eru að koma betur og betur í ljós.</p> <p>Landgræðsla ríkisins er sú stofnun stjórnvalda sem leiðir þetta starf. Gerir hún það meðal annars með verkefnum sem hvetja og stuðla að landbótaaðgerðum, skipulagningu á grasrótarstarfi á sviði landbóta, aflar upplýsinga um landkosti, og miðlar til allra þeirra fjölmörgu Íslendinga sem vilja leggja græna hönd á plóginn við að endurreisa landkosti. Hefur þetta starf verið afar árangursríkt. Landgræðslan starfar hins vegar eftir gamalli löggjöf sem endurspeglar ekki nægjanlega vel þessi nýju viðhorf, en lengi hefur verið kallað eftir endurnýjun á landgræðslulöggjöfinni. Það er því viðeigandi að segja frá því hér, að ég hef ákveðið að setja að stað vinnu við endurskoðun landgræðslulaganna, með það að markmiðið að styrkja landgræðslustarfið til framtíðar. Hefur þegar verið skipaður starfshópur til þess mikillvæga verkefnis.</p> <p>Góðir gestir,</p> <p>Opnun þessarar glæsilegu aðstöðu hér í Sagnagarði er mikilvæg til að miðla reynslu og þekkingu til þjóðarinnar og erlendra gesta, um landsgræðslustarfið í landinu. Með þessu hefur Landgræðslan tekið stórt skref til að kynna gestum og gangandi orsakir og afleiðingar af eyðingu og endurreisn þessara auðlinda landsins. Það er jafnframt sérstaklega brýnt að miða fræðslu, eins og hér er gert, fyrir yngri kynslóðirnar sem erfa landið.</p> <p>Árlega sækja þúsundir gesta Landgræðsluna í Gunnarsholti heim og hér í Sagnagarði mun því væntanlega heimsókn þeirra hefjast. Héðan hafa verið skipulagðir göngustígar á marga áhugaverða staði, sem sýna hið einstæða afrek að endurheimta þetta land hér á Rangárvöllum úr klóm sandsins.</p> <p>Ég óska Landgræðslunni og öllum aðstandendum þessarar glæsilegu aðstöðu hjartanlega til hamingju og lýsti hér með Sagnagarð Landgræðslu ríkisins í Gunnarsholti formlega opnaðan.</p> <p>Takk fyrir,</p>

2011-04-01 00:00:0001. apríl 2011Ávarp umhverfisráðherra á ársfundi NÍ 2011

<p><em>Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra flutti eftirfarandi ávarp við upphaf ársfundar Náttúrufræðistofnunar Íslands sem haldinn var 1. apríl 2011.</em></p> <p>Ágætu starfsmenn Náttúrufræðistofnunar Íslands og góðir gestir.</p> <p>Það er ánægjulegt að fá að ávarpa ykkur hér í Urriðaholtinu á fyrsta ársfundi Náttúrufræðstofnunar sem haldinn er í þessu nýja, glæsilega og umhverfisvæna húsnæði. Eins og ég hef áður sagt við önnur tilefni hefur Náttúrufræðistofnun Íslands áunnið sér mikilvægan sess sem ein af lykilstofnun íslensks samfélags og það eigum við ekki síst að þakka þeim fræðimönnum og konum sem stofnunin hefur haft innan sinna vébanda. Náttúruvísindafólki og náttúruunnendum sem af hugsjón hafa tileinkað ævistarf sitt íslenskri náttúru. Forstjóri og aðrir starfsmenn Náttúrufræðistofnunar hafa kennt mér mikið og ég er þakklát og ekki síður stolt af því að hafa stofnunina innan ráðuneytis míns. Vil ég sérstaklega þakka ykkur öllum sem hafa komið að ýmiskonar vinnu í umhverfisráðuneytinu s.s. við endurskoðun náttúruverndarlaga, endurskoðun lagaumhverfis um villta fugla og villt spendýr, lúpínuverkefninu góðkunna og fleiri verkefnum á sviði náttúruvísinda og náttúruverndar.</p> <p>Ég hef skynjað vel þær miklu væntingar sem náttúruunnendur og náttúruvísindafólk hafa haft til þessarar ríkisstjórnar sem hefur að markmiði að hefja náttúruvernd til vegs og styrkja stöðu hennar innan stjórnarráðsins. Ég hef líka stundum skynjað að mörg ykkar hafa eins ég og viljað sjá verkefni í þá átt ganga hraðar fram og að um þau væri meiri sátt.</p> <p>Ég nefni þar sérstaklega frumvarp til laga um breytingar á náttúruverndarlögum sem birt var til kynningar í desember síðastliðnum. Það frumvarp var unnið af nefnd sem hefur frá því í nóvember 2009 unnið að endurskoðun náttúruverndarlaga. Það var mat þeirrar nefndar að þær þrjár greinar sem frumvarpsdrögin taka til þ.e. 17. gr. um akstur utan vega, 37. gr. um sérstaka vernd og loks 41. gr. um líffræðilega fjölbreytni, þyrfti að breyta sem fyrst til að styrkja náttúruvernd og koma í veg fyrir óafturkræf spjöll á náttúrunni.</p> <p>Ég hef satt að segja verið verulega hugsi yfir viðbrögðunum sem frumvarpsdrögin kölluðu á, þegar þau voru sett á heimasíðu ráðuneytisins til umsagnar og athugasemda hjá allri þjóðinni.</p> <p>Mér finnst til að mynda mikið umhugsunarefni óbilgjörn ádeila og jafnvel hatrammar árásir á stefnu stjórnvalda um líffræðilega fjölbreytni.</p> <p>Það fer ekki á milli mála að umrædd viðbrögð hafa tafið framgöngu þessa frumvarps en ég tel rétt að farið verði vel yfir þær málefnalegu athugasemdir sem bárust og reynt verði að koma á móts við þær eftir bestu getu án þess þó að slegið verði af þeim markmiðum sem að er stefnt með frumvarpinu. Ég bind vonir við að frumvarpið fari fyrir ríkisstjórn nú í þessum mánuði og að hægt verði að leggja það fram á yfirstandandi þingi svo að það verði að lögum sem fyrst. En það ræðst síðast en ekki síst af vinnu umhverfisnefndar sem hefur ótalmörg verkefni á sinni könnu.</p> <p>Það er skiljanlegt þegar að fólk sem lengi hefur barist fyrir aukinni náttúruvernd finnur pólitískan vilja að það vilji snúa við blaðinu á einni nóttu. En svo einfalt er það ekki því náttúruvernd er langtímaverkefni. Við megum samt aldrei látan deigan síga og eigum að fagna hverju góðu skrefi á langri leið.</p> <p>Á síðasta ársfundi Náttúrufræðistofnunar nefndi ég mikilvægi þess að taka stöðu með náttúrunni og gefa henni það rými sem hún á skilið í umræðunni.</p> <p>Með því að taka afstöðu með náttúrunni og setja málefni á dagskrá eins og líffræðilega fjölbreytni, taka til skoðunar stöðu hvala og sela í umfjöllun um villidýralögin o.s.frv. þá erum við að þroska umræðuna um náttúruvernd úti í samfélaginu.</p> <p>Við erum að taka meira rými og þar með að hefja náttúruvernd til vegs. Við höfum náð ýmsum áföngum á sviði náttúruverndar og má sem dæmi nefna stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs (Langasjó og hluta Eldgjár) og fyrstu verndaráætlun þjóðgarðsins sem nýlega var staðfest.</p> <p>Í febrúar sl. var fyrsta friðlýsing búsvæðis hryggleysingja á landinu staðfest þegar skrifað var undir verndun tjarnarklukku og búsvæða hennar á Hálsum í Djúpavogi. Sú friðlýsing er loks að skila sér eftir langt og farsælt starf Erlings Ólafssonar, skordýrafræðings hér við Náttúrufræðistofnun Íslands sem ég vil sérstaklega þakka fyrir aðkomu hans að því verkefni. Erlingur er ekki jafn fyrirferðarmikill og sumir samferðamenn okkar og tjarnarklukkan kannski ekki stór í samanburði við heilan Langasjó en friðlýsing hennar er engu að síður stórt og mikilvægt skref í náttúruvernd á Íslandi sem markar tímamót.</p> <p>Við finnum líka fyrir auknum áhuga almennings á náttúruvernd. Ber gífurleg aðsókn á opið hús Náttúrufræðistofnunar í mars sl. vitni um að almenningur hefur mikinn áhuga á íslenskri náttúru. Þá tel ég að það mikla traust sem Náttúrufræðistofnun nýtur meðal almennings og birtist í Capacentkönnun í febrúar sl. endurspegli trúverðugleika stofnunarinnar og þann sess sem stofnunin hefur í huga landsmanna sem ein af lykil stofnunum samfélagsins.</p> <p>Góðir gestir</p> <p>Endurskoðun náttúruverndarlaga er stórt og umfangsmikið verkefni. Eins og ég nefndi hér áðan þá hefur verið starfandi nefnd um endurskoðunina frá því í nóvember 2009. Vinnan við endurskoðunina er að ég tel nokkuð frábrugðin því sem við eigum að venjast við endurskoðun laga. Í stað þess að skila af sér fullunnu frumvarpi mun nefndin skila af sér fyrir sumarið svokallaðri hvítbók sem tekur til umfjöllunar breytt svið náttúrverndar allt frá grundvelli löggjafar um náttúruvernd til einstaka stjórnsýsluútfærslna á löggjöfinni. Þessi vinna er lík því sem við þekkjum á Norðurlöndum og skref í þá átt að bæta grundvöll löggjafar á Íslandi eins og Rannsóknarnefnd Alþingis lagði svo mikla áherslu á í skýrslu sinni.</p> <p>Ég hef fylgst vel með vinnu nefndarinnar og horfi með tilhlökkun til þess verks sem hún mun skila af sér.</p> <p>Ég mun leggja áherslu á að hvítbókin verði gefin út, að hún fari til ítarlegrar kynningar um allt land og vonast til þess að hún verði til þess að skapa málefnalega og uppbyggilega umræðu um vernd íslenskrar náttúru í lengd og bráð. Að auki mun hún verða helsta umræðuefni á komandi umhverfisþingi sem fram fer á Selfossi í haust. Með þessari aðferð bind ég vonir við að hægt verði að nálgast markmið um þá samfélagslegu sátt sem þarf að ríkja um íslenska náttúru og vernd hennar.</p> <p>Góðir gestir,</p> <p>Afstaða manna til náttúrunnar hefur í gegnum tíðina borið sterkan keim af því siðfræðilega viðhorfi sem kennt er við mannhyggju. Það viðhorf hefur þann útgangspunkt að maðurinn sé eina siðferðisveran og af því leiði að ekki sé hægt að meta náttúrulega hluti nema í tengslum við tilgang og markmið mannsins. Það leiði til þess að réttur og hagsmunir manna eigi að liggja til grundvallar allri löggjöf í umhverfis- og náttúruverndarmálum.</p> <p>Í seinni tíð hefur náttúruhyggja hins vegar í auknum mæli rutt sér til rúms með því að náttúran eigi sjálfstæðan rétt og sjálfstæða stöðu, óháð tengslum við manninn og umhverfi hans, sem beri að taka mið af og gæta.</p> <p>Þessi sjónarmið togast að vísu á bæði í regluverki og framkvæmd og hefur hið mannhverfa viðhorf gjarnan verið ríkjandi og hagsmunir mannsins verið meginástæðan fyrir náttúruvernd. Við ættum samt öll alltaf að hafa í huga þegar fjallað er um náttúruvernd að náttúran getur lifað án mannsins en maðurinn ekki án hennar.</p> <p>Náttúrufræðistofnun Íslands gegnir mikilvægu hlutverki í mótun stefnu um íslenska náttúruvernd. Hlutverk stofnunarinnar á sviði grunnrannsókna og skráningar á náttúrufari er forsenda fyrir allri umgengni okkar við náttúruna og um nýtingu lands. Það er á grundvelli þessara upplýsinga sem stjórnvöld eiga að móta stefnu um skipan náttúruverndarmála. Náttúrufræðistofnun, saga hennar, rætur og sérfræðiþekking er mikilvægur brunnur og grundvöllur ákvarðana stjórnvalda varðandi ráðstöfun lands og náttúrulegra gæða. Vonandi tekst okkur áfram að stíga skref í átt til almenns skilnings á mikilvægi náttúruvísinda á Íslandi og þætti fræðanna í því að hlúa að, virða og varðveita náttúruna. Vonandi tekst okkur í sameiningu, stjórnmálunum, fræðunum í samvinnu við almenning að skipa íslenskri náttúru þann sess sem henni ber. Alltaf.</p> <p>Takk fyrir</p>

2011-03-31 00:00:0031. mars 2011Ávarp ráðherra á málstofu um sjófugla

<p><em>Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra flutti eftirfarandi ávarp við upphaf málstofu um sjófugla sem haldið var á Hótel Sögu 31. mars 2011.</em></p> <p>Góðir gestir,</p> <p>Líflegt sjófuglalíf er einn af mikilvægum mælikvörðum á sjálfbærni í umhverfinu. Fækkun sjófugla er vísbending um að eitthvað hefur farið úrskeiðis í náttúrunni og því mikilvægt að bregðast við þegar að við verðum þess áskynja.</p> <p>Undanfarin ár hafa komið fram upplýsingar um afkomubresti hjá ýmsum tegundum sjófugla. Varp virðist hafa dregist saman, færri ungar hafa komist á legg og af og til fréttist af dauðum fugli á sjónum. Tölur um veiði á sjófugli endurspegla þetta ástand og hefur veiði minnkað verulega, einkum á lunda og langvíu. Undanfarin 2-3 ár hefur dregið verulega úr veiðisókn í lundaveiði í Vestmannaeyjum vegna hruns stofnsins fyrir suður og Vesturlandi, en þrátt fyrir minnkandi veiði virðist fækkunin halda áfram.</p> <p>Mikilvægt er að rannsaka hvað veldur þessum breytingum svo hægt sé að bregðast við með réttum hætti.</p> <p>Tilgangur þessa málþings er að varpa ljósi á það sem er að gerast í náttúrunni og í hafinu kringum landið og skoða hlutina í samhengi, s.s. loftslagsbreytingar, breytingar í hafinu, strauma, lífríki hafsins, og fuglastofnana og leita skýringa á þeim breytingum sem orðið hafa á veðurfari, í hafinu lífríkinu og þar á meðal í sjófuglastofnum við landið.</p> <p>Umhverfisráðuneytið hefur undanfarin ár veitt styrki úr veiðikortasjóðnum til rannsókna á sjófuglum. Bæði hefur verið veitt styrkjum til rannsókna á lundastofninum og til þess að gera úttekt á stöðu bjargfuglastofna hér á landi. Þetta hefur meðal annars verið gert til þess að efla þekkingu á þessum tegundum og styrkja veiðistjórnun, sjálfbæra nýtingu fuglastofna og verndun þeirra. Það er grundvallaratriði fyrir umhverfisráðuneytið og stofnanir þess að hafa skýra mynd af þróun og ástandi fuglastofna til þess að mögulegt sé að grípa til viðeigandi ráðstafna ef veiðar eða aðrar athafnir mannsins leiða til þess að nýting er orðin ósjálfbær eða stofnar hrynja.</p> <p>Náttúrufræðistofnun Íslands hefur unnið að því að bæta mat á stærð fuglastofna landsins en eldra mat er orðið 20 ára gamalt.</p> <p>Það gefur auga leið, að miðað við þróunina undanfarin ár er 20 ára gamalt stofnstærðarmat engan veginn nógu gott þegar meta á sjáfbærni veiða og verndargildi stofnanna. Þetta er einkar mikilvægt fyrir þær fuglategundir sem Íslands ber sérstaka ábyrgð á vegna útbreiðslunnar, eins og lunda, álku, langvíu og ritu.</p> <p>Góðir gestir,</p> <p>Til þessa málþings er m.a. boðað með það fyrir augum að leita leiða til þess að bæta ástand fuglastofnanna hvort sem það er með bættri stjórnun fuglaveiða eða með öðrum aðgerðum.</p> <p>Í skýrslunni <em>„Hnattrænar loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á Íslandi“</em> sem gefin var úr árið 2008 og unnin af vísindanefnd um loftslagsbreytingar kemur fram að varpfuglum í sjófuglabyggðum við norðanvert Atlantshaf hafi fækkað. Þá virðist sem flestir sjófuglastofnar hafi farið minnkandi frá síðustu aldamótum. Ástæða fækkunar stuttnefju fyrir aldamótin hefur verið rakin til víðtækra umhverfisbreytinga í hafinu við landið eins og fækkun í vörpum tegunda lunda, langvíu, álku, og fýls á þessari öld. Einnig kemur fram að líkleg fækkun í sjófuglabyggðum við suður og vestur ströndina stafi af lægð sandsílastofnsins 2004-2006.</p> <p>Það er því mikilvægt að hafa góðar upplýsingar um ástand fæðu fuglastofnanna þannig að hægt sé að leggja mat á hlut fæðunnar í þessum stofnstærðarbreytingum.</p> <p>Við höfum á að skipa fjölda stofnana og sérfróðra og reyndra vísindamanna sem vinna að rannsóknum á náttúru landsins og áhrifum loftslagsbreytinga. Kraftar þeirra og þekking voru sameinaðir með góðum árangri í vinnu við skýrsluna um áhrif hnattrænna loftslagsbreytinga á Ísland. Ég tel slíka samvinnu mikilvæga og æskilegt að taka hana upp á fleiri sviðum. Til dæmis í tengslum við mat á ástandi og verndun og sjálfbærri nýtingu náttúrunnar í samræmi við þá vistkerfisnálgun sem aðildarríki samnings um líffræðilega fjölbreytni hafa samþykkt. Í henni felst m.a. að allir áhrifaþættir verði skoðaðir og að hagsmunaaðilar komi að málinu. Þannig mætti vega saman hagsmuni tengdum verndun og nýtingu sjófugla og fiskistofna og samspili við ferðamennsku og aðra nýtingu. Þessi aðferðafræði hefur verið útfærð sérstaklega á vegum Sjávarútvegs- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna FAO fyrir fiskveiðar og er notuð í einhverju mæli hér á landi en ég tel ástæðu til þess að beita þessari aðferðafræði á ítarlegri hátt og taka inn heildstæðara mat á áhrifum breytinga og ástandi lífríkisins og náttúrunnar.</p> <p>Við þurfum einnig að skoða þessi mál í víðara samhengi eins og gert var í fyrra þegar haldinn var Norrænn fundur á vegum nefnda Norrænu ráðherranefndarinnar um sjófuglastofnana í Atlantshafinu og nýta slíka vinnu til þess að efla okkar þekkingu og aðgerðir.</p> <p>Góðir gestir,</p> <p>Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka framsögumönnum hér í dag fyrir þeirra framlag. Það er von mín að þetta málþing verði til þess að fram komi hugmyndir og tillögur um það hvernig við getum brugðist við þessum breytingum til þess að tryggja viðgang, verndun og nýtingu sjófuglastofnanna við landið til frambúðar.</p> <p>Takk fyrir.</p>

2011-03-30 00:00:0030. mars 2011Ávarp umhverfisráðherra á ársfundi Umhverfisstofnunar 2011

<p><em>Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra flutti eftirfarandi ávarp á ársfundi Umhverfisstofnunar sem haldinn var 25. mars 2011.<strong>&#160;</strong></em></p> <h3>Almenningur og atvinnulíf</h3> <p>Fundarstjóri, starfsfólk Umhverfisstofnunar, ágætu ársfundargestir.</p> <p>Allar athafnir okkar hafa áhrif á umhverfið.</p> <p>Allar daglegar venjur eins og að fara á fætur, fá sér morgunmat, fara í vinnuna, kaupa í matinn, sinna heimilisstörfum og fleira, allt hefur þetta áhrif á umhverfið. En við höfum val um það hvað við gerum. Við getum valið um samgöngumáta, hvaða vörur og þjónustu við kaupum og þannig reynt að lágmarka áhrif okkar á umhverfi og heilsu. Flestar daglegar athafnir okkar snerta á einhvern hátt alla helstu umhverfisþætti þjónustu eða framleiðslu vöru svo sem orku– og hráefnanotkun, losun mengandi efna, umbúðanotkun, flutning og meðhöndlun úrgangs.</p> <p>Sem neytendur höfum við mikið vald. Við getum gert það sem okkur sýnist án þess að huga að umhverfinu eða ákveðið að leggja okkar að mörkum til að lágmarka áhrif á umhverfið, fara vel með, nota minna, spara orku, huga að vistvænum innkaupum og minnka úrgang. Okkar er valið.</p> <p>Daglegt líf okkar er því á ýmsan hátt svipað rekstri fyrirtækis þegar litið er til þess að draga úr áhrifum á umhverfið. Það snýst m.a. um innkaup og neyslu. Við höfum val, við höfum áhrif. Þetta gildir bæði um almenning og atvinnulífið. Hver og einn hefur áhrif og ber ábyrgð</p> <p>Ríkið er stór innkaupaaðili, sá stærsti á íslenskum markaði og getur því haft mikil áhrif á umhverfið. Til að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum er árangursríkt að stýra stofnunum og fyrirtækjum í átt að vistvænni innkaupum.</p> <p>Innleiðing á vistvænni innkaupastefnu ríkisins hófst árið 2010 en hún fer þannig fram að innkaupastjórar stofnana fá ráðgjöf um það hvernig sé hægt að stunda vistvæn innkaup. Stofnanir eru hvattar til að setja sér mælanleg markmið og gera vistvæn innkaup að hluta af venjulegum hversdagsinnkaupum. Það er samt ekki nóg að einn einstaklingur á hverjum vinnustað fái fræðslu eða stuðning. Við breytum ekki viðteknum venjum nema allir starfsmenn, þ.e. hver og einn, átti sig á af hverju breytingarnar eru mikilvægar og sjái tilganginn með þeim. Þess vegna er öllum starfsmönnum stofnana boðið upp á stutt örnámskeið um mikilvægi umhverfismála í tengslum við innkaup og neyslu. Þetta hefur gefist vel og ljóst er að stofnanir eru afar áhugasamar um umhverfismál almennt og þakklátar fyrir veittan stuðning.</p> <p>Á síðasta ársfundi Umhverfisstofnunar var sérstaklega vakin athygli á jákvæðri þróun í notkun Svansmerkisins hér á landi fyrir tilstilli Umhverfisstofnunar. Svanurinn er táknrænn fyrir það oddaflug sem við þurfum að þreyta til að ná fram markmiðum í þágu umhverfis og náttúru.</p> <p>Svansmerkið staðfestir fyrir okkur sem neytendur að varan eða þjónustan eru betri fyrir umhverfið heldur en önnur sambærileg vara eða þjónusta.</p> <p>Þegar rætt er um vistvæn innkaup ríkisins er Svanurinn jafnan eitt af því fyrsta sem ber á góma. Að velja umhverfisvottaða vöru er eitt það árangursríkasta sem allir innkaupastjórar og neytendur geta gert til að lágmarka umhverfisáhrif. Með innleiðingu vistvænna sjónarmiða í opinberum innkaupum þar sem sett eru fram umhverfiskröfur til vöru eða þjónustu, þá tæplega þrefaldaðist fjöldi Svansleyfa hér á landi á einu ári, eða frá fimm í fjórtán. Aukinn sýnileiki Svansins skilar sér einnig til almennings en samkvæmt Gallup könnun frá desember 2010 hefur þekking manna á Svaninum á Íslandi aldrei verið meiri. Nú er það svo að 73% landsmanna þekkja Svaninn. Sterkari staða Svansins segir okkur að neytendur munu í auknum mæli gera kröfu um yfirgripsmikið vöruúrval af Svansmerktum vörum og fyrir liggur að framleiðendur, birgjar og seljendur eru tilbúnir að mæta þeim.</p> <p>Að undanförnu hefur töluvert verið rætt um miðlun upplýsinga vegna mengandi starfsemi og kallað eftir því að almenningur hafi aðgang að og fái upplýsingar um atriði sem geta varðað umhverfi hans og heilsu. Hlutverk Umhverfisstofnunar er að stuðla að velferð almennings m.a. með því að beita sér fyrir heilnæmu umhverfi og öruggum neysluvörum. Öflun upplýsinga og miðlun þeirra til borgaranna er grundvöllur þess að stofnunin geti sinnt þessu hlutverki og er því mikilvægt að stofnunin endurskoði og meti reglulega gæði og skilvirkni í miðlun upplýsinga. Almenningur reiðir sig á þessar upplýsingar og traust hans til stofnunarinnar og þar af leiðandi trúverðugleiki hennar ræðst að miklu leyti af því hvernig til tekst. Umhverfisstofnun hóf fyrir ári síðan undirbúning að bættri miðlun upplýsinga um umhverfismál til almennings og er afraksturinn nýtt vefsvæði stofnunarinnar sem opnar í dag. Á nýja vefsvæðinu er hægt að finna með einföldum hætti á landakorti upplýsingar um alla þá mengandi starfsemi sem stofnunin hefur eftirlit með, þar á meðal helstu umhverfiskröfur, eftirlitsskýrslur og þvingunarúrræði. Þannig er stefnt að því að almenningur fái upplýsingar um starfsemina og stöðu mála hvað varðar eftirlit og losun mengandi efna. Opnun vefsíðunnar er því afar ánægjulegt skref í þá átt að bæta upplýsingagjöf til almennings.</p> <p>Það er einnig ánægjulegt frá því að segja að á þessu nýja vefsvæðinu er að finna upplýsingar um friðlýst svæði og þjóðgarða á Íslandi. Þar er hægt að sjá myndir af svæðunum og mun stofnunin bæta enn frekar við upplýsingum um svæðin. Nýlega var tekinn saman listi yfir þau svæði sem eru í hættu vegna ágangs, en meðal þeirra eru margar af okkar merkustu náttúruperlum og verður hægt að fylgjast með stöðu mála hvað það varðar á nýja vefsvæðinu.</p> <p>Eftirlit með mengandi starfsemi, umhverfisvöktun og upplýsingagjöf þarf að nálgast með nýrri hugsun og mikilvægt er að styrkja vöktun umhverfisins. Vaxtarbroddar í íslensku atvinnulífi tengjast margir ímynd hreinleika og umhverfisverndar. Við seljum hreint sjávarfang og lambakjöt án aukefna og við seljum ferðamönnum tært loft og vatn. Þessi ímynd verður að vera byggð á staðreyndum. Þess vegna verðum við að búa að reglulegri vöktun og góðum og aðgengilegum upplýsingum um alla helstu þætti sem lagðir eru til grundvallar í alþjóðlegum samanburði. Góð vöktun á mengun í lofti, láði og legi, hvort sem hún er augljóst vandamál eða ekki, er því skynsamleg fjárfesting. Vöktun er einnig mikilvæg fyrir atvinnulífið sem þarf að geta sýnt fram á og sannað hvernig starfseminni er háttað og mikilvægt er að niðurstaða vöktunar og mælinga sé skýr og trúverðug. Því er þörf á að skoða vöktun og upplýsingagjöf varðandi mengun á heildstæðan hátt og skerpa á stefnu og forgangsröðun hvað það varðar. Þetta er og verður eins og áður sagði eitt af megin hlutverkum Umhverfisstofnunar.</p> <p>Í umhverfisráðuneytinu er unnið að ýmsum verkefnum sem tengjast mengunar- og hollustumálum og aðkomu almennings að þeim. Má þar nefna undirbúning að fullgildingu Árósasamningsins hér á landi en umhverfisráðherra mun leggja fram á Alþingi á næstunni frumvörp til að tryggja að íslensk lög samræmist samningnum. Frumvörpin fela meðal annars í sér að almenningur mun geta borið ákvarðanir sem varða mikilvæga umhverfishagsmuni undir sjálfstæða og óháða úrskurðarnefnd og leitað virkra úrræða til að tryggja verndarhagsmuni umhverfisins. Gert er ráð fyrir að Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála leysi af hólmi úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála og úrskurðarnefnd sem starfar samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir.</p> <p>Meðal mikilvægustu nýmæla í frumvörpunum er að aðild að kærum vegna tiltekinna ákvarðana stjórnvalda verða opnuð öllum.</p> <p>Vinna við innleiðingu vatnatilskipunar ESB hefur staðið yfir undanfarin ár á vegum umhverfisráðuneytisins og Umhverfisstofnunar í samstarfi við fjölmargar stofnanir og aðra aðila. Það er ánægjulegt að segja frá því að þetta starf hefur gengið mjög vel og verið til fyrirmyndar og mikill metnaður hefur verið hjá öllum að leysa þetta verkefni vel af hendi. Á Alþingi liggur fyrir frumvarp sem er ætlað að innleiða vatnatilskipunina og er ánægjulegt að segja frá því að frumvarpið er til lokameðferðar hjá umhverfisnefnda Alþingis. Markmið væntanlegra laga er m.a. að vernda vatn og vistkerfi þeirra. Það er ljóst að hér er um að ræða viðamikið verkefni sem Umhverfisstofnun munu hafa umsjón með næstu árin.</p> <p>Þá má nefna nefnd um loftmengun og lýðheilsu sem umhverfisráðherra og velferðarráðherra settu á fót og mun skila niðurstöðum á þessu ári. Eru bundnar miklar vonir við að það starf gefi okkur heildstæða mynd af loftmengun, jafnt utandyra sem innanhúss, sem verði grundvöllur forgangsröðunar og aðgerða til að bæta heilsu fólks, ekki síst barna.</p> <p>Góðir gestir</p> <p>Fyrir hönd umhverfisráðherra vil ég nota þetta tækifæri og þakka starfsfólki Umhverfisstofnunar fyrir samstarfið á liðnu ári. Mikið hefur mætt á stofnuninni vegna öskugossins í Eyjafjallajökli, sem við höfum ekki séð fyrir endann á. Það verkefni stendur upp úr í verkefnum Umhverfisstofnunar á liðnu ári og hefur starfsfólk stofnunarinnar leyst með sóma þau verkefni sem upp komu í tengslum við gosið. Ég hvet ykkur til að halda ótrauð áfram ykkar mikilvæga starfi og óska ykkur velfarnaðar í ykkar mikilvægu verkefnum í framtíðinni.</p> <p>Góðar stundir.</p>

2011-03-14 00:00:0014. mars 2011Ávarp á ráðstefnu um minkaveiðiátak

<p><em>Ávarp umhverfisráðherra á ráðstefnu sem haldin var á Grand hóteli 14. mars 2011 og fjallaði um minkaveiðiátak Sigríður Auður Arnardóttir skrifstofustjóri flutti ávarpið f.h. ráðherra.<strong>&#160;</strong></em></p> <p>Ágætu gestir,</p> <p>Það er mér ánægja að ávarpa þessa ráðstefnu, sem ég vona að verði vettvangur góðrar umræðu og skoðanaskipta um hvernig við getum haldið niður mink á Íslandi eða útrýmt honum.</p> <p>Minkurinn kom til Íslands fyrir um 80 árum fyrir tilverknað mannsins og hefur breiðst út um allt land eftir að hann slapp úr búrum. Hann veldur búsifjum víða um land, svo sem í æðarvörpum og við veiðiár. Þá hefur hann veruleg áhrif á lífríki landsins. Það gildir um einstakar tegundir á borð við teistu og keldusvín – sem er horfið úr tölu íslenskra varpfugla, að hluta til af hans völdum – og á hegðun dýra, en þétt fuglavarp, meðal annars í mörgum eyjum, er víða fyrir bí eftir tilkomu minksins. Það ríkir nokkuð almenn sátt um það markmið að best væri að losna við minkinn úr náttúru Íslands.</p> <p>Það verkefni hefur reynst þrautin þyngri. Ríki og sveitarfélög hafa lagt til yfir einn milljarð króna til minkaveiða á liðnum áratugum, en minkurinn hefur náð að breiðast um allt land og festa sig í sessi. Því fer fjarri að hægt sé að segja að vinnu og fjármunum til minkaveiða hafi verið kastað á glæ, því víða hefur tekist að draga úr tjóni af hans völdum með veiðum og halda stofninum í skefjum að minnsta kosti staðbundið. Því er samt ekki að neita að við hljótum að spyrja okkur hvort við getum gert betur, hvort mögulegt sé að útrýma mink á Íslandi með samstilltu átaki, eða í það minnsta að nýta fjármuni á markvissari hátt – hámarka árangur veiða og lágmarka skaðann sem minkurinn veldur.</p> <p>Tilraunaverkefni um staðbundna útrýmingu minks á Snæfellsnesi og í Eyjafirði er nú að ljúka og við erum að fá mynd af árangri þess. Ráðstefnan hér í dag mun kynna árangur þessa verkefnis og leitast við að draga fram lærdóma af því, þótt ekki sé búið að greina allar niðurstöður á vísindalegan hátt og ganga frá lokaskýrslu um þann þátt. Mér sýnist þó að við stöndum nægilega vel að vígi til að velta upp næsta skrefi, sem er að skoða hvort stjórnvöld – bæði ríki og sveitarfélög – eigi að breyta á einhvern hátt fyrirkomulagi minkaveiða. Við munum varla fá einhlíta niðurstöðu í þeim efnum hér í dag. Við munum væntanlega heldur ekki fá nákvæmt svar um hvort við getum útrýmt mink á Íslandi og hvað það muni kosta nákvæmlega. Þessi ráðstefna markar vatnaskil í átaksverkefninu og er hluti af lokafasa þess, en hún er líka upphaf endurnýjaðrar umræðu um fyrirkomulag minkaveiða.</p> <p>Ég mun biðja umsjónarnefnd átaksverkefnisins að koma með tillögur að næstu skrefum í þeirri umræðu jafnframt því sem hún skilar af sér niðurstöðum verkefnisins og mati á árangri þess. Pallborðið á eftir, sem á að velta fyrir sér framtíðinni, er því jafn mikilvægt fyrir markmið þessarar ráðstefnu eins og kynningarnar á átaksverkefninu og niðurstöðum þess. Það er mikilvægt að heyra sjónarmið allra sem koma að þessum málum – veiðimanna, vísindamanna, stofnana, sveitarfélaga og hagsmunaaðila.</p> <p>Það er mikilvægt að fá rýni og gagnrýni, en við megum ekki missa sjónar af því markmiði sem við eigum öll sameiginlegt: Að lágmarka tjón af völdum minks og skoða möguleika á útrýmingu hans staðbundið og helst á landsvísu. Gildi verkefnisins er ekki einungis fólgið í niðurstöðum þess og árangri veiðanna, heldur líka í því að það var og er vettvangur til að stilla saman strengi í hertri sókn gegn minknum.</p> <p>Saga minksins sýnir okkur gildi þess að sýna forsjá með kappi og gæta varúðar í umhverfismálum. Ég vil styrkja ákvæði náttúruverndarlaga sem miða að því að koma í veg fyrir innflutning á ágengum framandi tegundum, sem geta valdið usla í vistkerfinu og skaða fyrir okkur sem byggjum og nytjum landið. Aukin krafa um umhverfisvernd er oft kynnt í umræðunni á Íslandi sem hindrun í vegi framfara. Ég lít svo á að hún snúist fyrst og fremst um að gera hlutina vel og með fyrirhyggju, sem komi bæði framkvæmendum og samfélaginu til góða til lengri tíma.</p> <p>Hvað minkinn varðar, þá spólum við ekki til baka um 80 ár, heldur þurfum að skoða hvernig við getum unnið best úr þeirri stöðu sem við erum í nú. Mér sýnist fljótt á litið að árangur átaksins ætti að vekja okkur bjartsýni. Það hefur tvímælalaust náðst verulegur árangur á svæðunum tveimur við að fækka mink og jafnvel nær útrýma honum í Eyjafirði. Við höfum betri þekkingu nú en fyrir átakið, bætt kerfi skráningar, aukna reynslu veiðimanna sem tóku þátt í átakinu og betri forsendur fyrir nánu samstarfi þeirra sem koma að rannsóknum og veiðum á mink. Ég hlakka til að fá fullmótaðar niðurstöður verkefnisins í mínar hendur í kjölfar þessarar ráðstefnu, en ítreka að við þurfum ekki að bíða eftir því til að ræða næstu skref og að hér gefst tækifæri til að velta upp hugmyndum að bættu fyrirkomulagi minkaveiða í framtíðinni.</p> <p>Takk fyrir,</p>

2011-02-25 00:00:0025. febrúar 2011Ávarp umhverfisráðherra á ráðstefnu um umhverfismengun á Íslandi

<p><em>Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra flutti eftirfarandi ávarp við upphaf ráðstefnu sem haldin var í Öskju 25. febrúar 2011 og fjallaði um umhverfismengun á Íslandi.</em></p> <p>Ágætu gestir,</p> <p>Það er mér sönn ánægja að ávarpa þessa ráðstefnu um umhverfismengun, sem er bæði metnaðarfull, þörf og tímabær.</p> <p>Mengun umhverfisins er sú ógn sem átti hvað mestan þátt í að hrinda af stað vakningu í umhverfismálum víða um heim eftir miðja síðustu öld. Þegar óvenju dimmt mengunarský lagðist yfir London í desember 1952 og olli dauða þúsunda manna í kjölfarið var hafist handa þar í landi við að stemmu stigu við kolamenguninni, sem hafði verið talin jafn sjálfsögð og peningalykt í íslensku sjávarplássi.</p> <p>Þegar Rachel Carson skrifaði tímamótaverk sitt – Raddir vorsins þagna – árið 1962 opnuðust augu manna fyrir afleiðingum víðtækrar notkunar skordýraeiturs og skyldra efna. Þegar þúsundir manna veiktust og börn fæddust afmynduð í bænum Minamata í Japan röktu menn það að endingu til kvikasilfursmengunar frá einni verksmiðju. Eitrið barst í hafið og í sjávarfang sem heimamenn neyttu. Menn sáu að hafið var ekki hægt að nýta bæði sem ruslakistu og uppsprettu fæðu. Öll þessi atvik og önnur til sýndu okkur að við gætum kafnað í eigin mengun ef ekki yrði rönd við reist.</p> <p>Þessi vakning náði til Íslands og varð m.a. til þess að fyrir 40 árum var haldin stór ráðstefna um mengun á Íslandi, sem markaði tímamót í umhverfisumræðunni hér. Síðan hefur mikið vatn og mishreint runnið til sjávar og hér verið byggðir upp innviðir laga og stofnana sem vakta mengun, takmarka losun og grípa til aðgerða þegar nauðsyn ber til.</p> <p>Önnur bylgja vitundarvakningar um mengun varð í kjölfar skýrslu Brundtland-nefndarinnar árið 1987 og Ríó-fundarins 1992. Þá var kastljósinu m.a. beint að mengun sem berst langar leiðir, ekki síst þrávirkra lífrænna efna, sem safnast upp í lífkeðjunni, oft óralangt frá uppsprettum. Við Íslendingar teljum okkur hafa lagt lóð á vogarskál þeirrar umræðu með áherslu á málflutning um mengun hafsins. Við sjáum ávöxtinn af því starfi m.a. í samþykkt Stokkhólms-samningsins um þrávirk lífræn efni og aðgerðaáætlun Sameinuðu þjóðanna sem tekur á mengun hafs frá landi. Á vettvangi OSPAR-samningsins um vernd NA-Atlantshafsins höfum við náð því fram að losun geislavirkra efna í Atlantshafið hefur snarminnkað.</p> <p>Það hefur því margt áunnist á heimsvísu og heimavelli á þessum 40 árum. Við höfum þó aldrei lagt sömu áherslu á mengunarvarnir og nágrannaríki okkar og teljum okkur iðulega til tekna hversu hreint loftið og vatnið og umhverfið allt sé. Það er vissulegt margt til í því,</p> <p>en sú spurning vaknar hvort við höfum e.t.v. orðið of værukær í þessum efnum og hvort ekki megi betur gera.</p> <p>Á síðustu árum höfum við séð að svifryk er heilbrigðisvandamál m.a. á höfuðborgarsvæðinu og Eyjafjarðarsvæðinu. Mengun af völdum brennisteinsvetnis er nýlegt vandamál, sem er lítt þekkt í heiminum utan jarðhitasvæða og kallar á rannsóknir, vöktun og varnir. Náttúran gerði okkur grikk með öskugosinu í Eyjafjallajökli, sem við höfum ekki séð fyrir endann á. Nýleg umræða um díoxínmengun frá sorpbrennslum hefur vakið upp spurningar um reglusetningu, vöktun og upplýsingagjöf, sem ég hef óskað eftir úttekt á.</p> <p>Þörfin á rannsóknum og vöktun á mengun er líka til staðar og þar viljum við standa okkur vel. Íslenska vatnið er hið besta í gjörvöllum heiminum og við getum jafnvel teygað það að meinalausu úr Elliðaánum í miðri borg – eða þessu höldum við gjarnan fram við útlendinga, sem myndu seint vilja leggja sér Rín eða Níl til munns. Hvað þá Dóná, þar sem 165 milljónir manna skola niður úrgangi sínum, eða Ganges-fljótið, þar sem 2 milljónir manna baða sig dag hvern og kólí-bakteríur munu vera um þrjúþúsund-falt yfir heilbrigðismörkum.</p> <p>Við getum prísað okkur sæl með okkar blátæru fjallalæki í slíkum samanburði, en getum við verið viss um að vatnið okkar sé alls staðar og alltaf ómengað? Við verðum að geta sýnt fram á allar staðhæfingar um hreinleika og mengunarstyrk með óyggjandi hætti. Við verðum að búa að reglulegri vöktun og góðum og aðgengilegum upplýsingum um alla helstu þætti sem lagðir eru til grundvallar í alþjóðlegum samanburði. Við seljum útlendingum hreint sjávarfang og lambakjöt án aukefna. Við seljum ferðamönnum tært loft. Við tengjum ímynd hreinleika við margar okkar helstu útflutningsafurðir. Góð vöktun á mengun í lofti, láði og legi, hvort sem hún er augljóst vandamál eða ekki, er skynsamleg fjárfesting, hvort sem litið er til heilsu fólks, náttúrunnar, eða bara pyngjunnar, þegar allt er talið með í reikninginn.</p> <p>Góðir gestir,</p> <p>Umhverfisráðuneytið vinnur að ýmsum málum sem tengjast mengunarvörnum og sum þeirra í samvinnu við önnur ráðuneyti, enda kemur málaflokkurinn mörgum við.</p> <p>Fyrir Alþingi liggur frumvarp til laga um stjórn vatnamála, þar sem markmiðið er að kveða á um verndun vatns, hindra að vatnsgæði rýrni og tryggja að vatn njóti heilstæðrar verndar.</p> <p>Ég vil einnig nefna nefnd um loftmengun og lýðheilsu sem umhverfisráðherra og velferðarráðherra settu á fót og mun skila niðurstöðum á þessu ári. Ég bind miklar vonir við að það starf gefi okkur heildstæða mynd af loftmengun – jafnt utandyra sem innanhúss – sem verði grundvöllur forgangsröðunar og aðgerða til að bæta heilsu fólks, ekki síst barna.</p> <p>Ég velti því líka fyrir mér hvort ekki sé þörf á að skoða vöktun og upplýsingagjöf varðandi mengun á heildstæðan hátt og skerpa á stefnu og forgangsröðun hvað það varðar. Ég sé fyrir mér að þessi ráðstefna geti markað skref til að efla samstarf helstu ráðuneyta og stofnana hvað það varðar. Verkefni um vöktun á mengun hafsins hefur nokkuð liðið fyrir fjárskort, ekki síst nú þegar hart er í búi. Svo er um fleiri verkefni, enda eru mælingar á mörgum efnum dýrar.</p> <p>Fjárskortur á ekki og má ekki koma í veg fyrir að við veltum fyrir okkur úrbótum. Þvert á móti. Vaxtarbroddar í íslensku atvinnulífi tengjast ófáir ímynd hreinleika og umhverfisverndar. Sú ímynd verður að vera byggð á staðreyndum. Umhverfisráðuneytið hefur á síðustu misserum skerpt á stefnumótun í loftslagsmálum, náttúruvernd og líffræðilegri fjölbreytni, svo dæmi séu tekin. Ég tel að ástæða sé til að gera svipaða skoðun varðandi mengun og vöktun á henni og ekki síst á góðri og notendavænni miðlun upplýsinga til almennings.</p> <p>Ég vil að lokum þakka aðstandendum ráðstefnunnar fyrir mikið og gott starf við undirbúning hennar. Við stöndum að sönnu betur en fyrir 40 árum hvað lög og reglur og upplýsingar og innviði varðar, en við þurfum að efla samstarf og skerpa á stefnu. Ráðstefnan er ekki bara rós í hnappagat þeirra sem að henni standa og flytja hér fróðlega fyrirlestra, heldur hvatning til að gera enn betur í baráttunni gegn mengun umhverfisins.</p> <p>Takk fyrir,</p>

2011-02-02 00:00:0002. febrúar 2011Ávarp umhverfisráðherra - friðlýsing verndarsvæðis fugla í Andakíl.

<p><em>Svandís Svavarsdóttir flutti eftirfarandi ávarp í athöfn á Hvanneyri sem haldin var á Alþjóðlega votlendisdaginn 2. febrúar 2011 í tilefni að undirritun friðlýsingar verndarsvæðis fyrir fugla í Andakíl.</em></p> <p>Landeigendur, aðstoðar-rektor og aðrir gestir,</p> <p>Ég vil byrja á því að óska ykkur til hamingju með daginn en í dag er tvöfalt tilefni til þess að fagna. Fyrst er að nefna stækkun verndarsvæðisins hér á Hvanneyri og síðan er 40 ára afmæli Ramsar samningsins um verndun votlendis með alþjóðlega þýðingu.</p> <p>Verndarsvæði blesgæsar á Hvanneyri var friðlýst árið 2002 og er um 1700 hektarar að stærð. Hugmyndir um að gera svæðið að Ramsar svæði fyrri 2 árum hleypti af stað umræðu um að stækka svæðið þannig að stærri vistfræðileg heild nyti verndunar og alþjóðlegt gildi verndarsvæðisins yrði meira. Björn Þorsteinsson og Ragnhildur Helga Jónsdóttir hófust þegar handa við að ræða við landeigendur um stækkun svæðisins. Er það sérstaklega ánægjulegt hvað landeigendur tóku þessari málaleitan vel og hafa verið jákvæðir og áhugasamir um þessa friðlýsingu frá upphafi.</p> <p>Það er eftirtektarvert hvað skilningur og áhugi þeirra hefur verið mikill og fyrst og fremst áhuga landeigenda að þakka að við erum að stækka verndarsvæðið í dag upp í rúmlega 3.000 hektara.</p> <p>Ég vil nota þetta tækifæri til þess að þakka landeigendum þeirra 13 jarða sem að hluta til bætast við verndarsvæðið fyrir stuðninginn við stækkun svæðisins og óska þeim sérstaklega til hamingju með þessa ákvörðun. Það er ekki á hverjum degi sem friðlýsingu til verndar náttúrunni er mætt með slíkum velvilja og áhuga meðal landeigenda.</p> <p>Ég vil jafnframt þakka starfsmönnum Landbúnaðarháskólans hér að Hvanneyri fyrir þeirra áhuga og framgöngu við undirbúning þessarar friðlýsingar og fyrir þá alúð sem þeir hafa sýnt þessu verkefni.</p> <p>Það var sannarlega áhugi fyrir friðlýsingu hér fyrir átta árum þegar Hvanneyrarjörðin var friðlýst og ljóst að sú friðlýsing hefur lagst vel í íbúa svæðisins og frekar aukið áhuga á náttúruvernd.</p> <p>Stofnun Votlendisseturs hér á Hvanneyri er skýrt vitni um þennan áhuga og lýsir eindregnum vilja háskólans til þess að vinna ötullega að votlendisrannsóknum, verndun votlendis og endurheimt og að loftslagsmálum í heild m.t.t. mikilvægis votlendis í hringrás koltvísýrings og bindingu þess í votlendi.</p> <p>Alþjóðlegi votlendisdagurinn er haldinn árlega 2. febrúar og eins og ég nefndi í upphafi er samningurinn 40 ára í dag. Á þessum 40 árum hafa orðið miklar breytingar á áherslum samningsins og hefur aukin áhersla verið lögð á skynsamlega nýtingu votlenda samhliða verndun þeirra og eflingu fuglastofna sem nýta votlendi sem búsvæði. Í friðlýsingunni er eimitt lögð áhersla á að hefðbundin nýting votlendisins hér í Andakíl haldist áfram. Þetta griðland skiptir gríðarlega miklu máli fyrir blesgæsina sem hvíldar og fæðusvæði vor og haust á ferðum hennar til og frá varpstöðvunum á Grænlandi. Stofninn telur ekki nema rúmlega 30.000 fugla og stór hluti hans nýtur góðs af þessum gjöfulu votlendis og mýrarsvæðum sem og túnum landeigenda hér í Andakíl. Mikilvægi svæðisins fyrir aðrar tegundir fugla er einnig mikið.</p> <p>Mikilvægi votlendissvæða er margþætt. Þau hafa mikið efnahagslegt gildi þar sem þau eru uppspretta margvíslegra auðlinda og fæðu, til dæmis fiska og fugla og eru vinsæl svæði fyrir ferðaþjónustu. Votlendi eru mikilvæg við vatnsmiðlun og hreinsun vatns og þau draga einnig úr áhrifum flóða.</p> <p>Þau eru mikilvæg við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, en losun frá framræstu votlendi er veruleg, meira en til dæmis frá allri flugumferð. Vernd og endurheimt votlendis er því mikilsvert verkefni á sviði sjálfbærrar þróunar og til verndar lífríkis og loftslags. Verulega hefur gengið á votlendi hér á landi sem annarstaðar. Í Árþúsundaskýrslu Sameinuðu þjóðanna sem gefin var út 2005 kemur fram að votlendissvæði eyðast hraðar en nokkur önnur vistkerfi á jörðinni.</p> <p>Markmið Ramsarsamningsins er að stuðla að verndun og skynsamlegri nýtingu votlendissvæða í heiminum, með áherslu á vernd alþjóðlegra mikilvægra svæða sem eru búsvæði votlendisfugla. Hvert aðildarríki samningsins er skuldbundið til að tilnefna að minnsta kosti eitt alþjóðlega mikilvægt svæði á votlendisskrá samningsins. Votlendissvæði telst mikilvægt á alþjóðavísu þegar það fóstrar reglulega plöntu- og dýrategundir á viðkvæmu stigi lífsferils eða veitir þeim athvarf við erfið skilyrði, þegar það fóstrar reglulega 20.000 votlendisfugla og þegar það fóstrar reglulega 1% af einstaklingum stofns einnar tegundar.</p> <p>Nú telur skráin orðið rúmlega 1.900 svæði sem ná yfir 186 milljónir hektara. Votlendisskrá Ramsarsamningsins er því stærsta net verndarsvæða í heiminum.</p> <p>Góðir gestir.</p> <p>Ísland gerðist aðili að Ramsarsamningnum árið 1978 og skuldbatt sig þar með til að fylgja ákvæðum hans sem eru meðal annars þau að tilnefna votlendissvæði á lista samningsins. Í dag eru þrjú íslensk svæði á listanum; Mývatn og Laxá, Þjórsárver og Grunnafjörð. Búið er að tilnefna tvö ný svæði til viðbótar þ.e. Guðlaugstungur og Snæfells- og Eyjabakkasvæðið, sem eru mikilvæg varp- og beitilöng heiðagæsa, og er unnið að því að tilnefna Andakíl sem verður þá sjötta Ramsar svæðið á Íslandi sem mikilvægur viðkomustaður blesgæsa og annarra votlendisfugla vor og haust.</p> <p><br /> Stækkun verndarsvæðisins hér á Hvanneyri er mikilvægur áfangi í verndun votlendis hér á landi. Hann er ekki síst mikilvægur fyrir þær sakir að frá upphafi hafa landeigendur og fræðimenn unnið sameinlega að verkefninu sem undirstrikar þá staðreynd að náttúruvernd er samfélagslegt verkefni sem kallar á aðkomu margra aðila. Ég vil því enn og aftur þakka landeigendum og starfsmönnum Landbúnaðarháskólans hér á Hvanneyri fyrir þeirra mikilvæga framlag við verndun votlendis hér á landi og óska ykkur öllum til hamingju með þennan mikilvæga áfanga.<br /> </p> <p>&#160;</p> <p>Takk fyrir.</p>

2011-01-15 00:00:0015. janúar 2011Endurskoðun náttúruverndarlaga

<p><em>Eftirfarandi grein Svandís Svavarsdóttur umhverfisráðherra birtist í Fréttablaðinu 15. janúar 2011.</em></p> <h3>Endurskoðun náttúruverndarlaga</h3> <p>Talsvert hefur verið fjallað um drög að frumvarpi til laga um endurskoðun náttúrverndarlaga. Svo virðist sem ákveðins misskilnings gæti um drögin og benda viðbrögðin til þess að sumir haldi að um endanlegt frumvarp sé að ræða sem verði lagt fram óbreytt á Alþingi. Svo er ekki. Nú er einungis verið að óska eftir athugasemdum við drög sem sérstök nefnd hefur unnið áður en frumvarpið er fullunnið í umhverfisráðuneytinu og lagt fram á Alþingi.</p> <p>Í ljósi þeirra fjölmörgu þátta sem hafa þarf í huga við endurskoðun náttúruverndarlaga var ákveðið að skipta vinnu nefndarinnar upp í tvo hluta. Í fyrsta lagi var ákveðið að greina þá þætti endurskoðunarinnar sem eru hvað brýnastar og leggja fram frumvarp til laga um þær breytingar. Í öðru lagi var ákveðið að fara í heildarendurskoðun á löggjöfinni og er sú vinna enn í gangi. Þeir þættir sem talið var brýnast að bregðast við með breytingum á núgildandi lögum eru 17. gr. sem fjallar um akstur utan vega, 37. gr. um sérstaka vernd og 41. gr. um innflutning, ræktun og dreifingu lifandi lífvera. Ástæða þess að þessar tilteknu greinar voru sérstaklega teknar til skoðunar er sú að þær hafa ekki náð fram þeim markmiðum sem að var stefnt með setningu þeirra og eru ekki nægilega afgerandi þegar kemur að beitingu þeirra.</p> <p>Til að tryggja að sem flest sjónarmið komi fram við tillögurnar var ákveðið að birta drög að frumvarpinu á heimasíðu umhverfisráðuneytisins og kalla eftir athugasemdum. Markmiðið með þessari aðferð er að kalla eftir víðtækum sjónarmiðum allra þeirra sem láta sig náttúruvernd varða svo að endanlegt frumvarp endurspegli eftir fremsta megni þau fjölmörgu sjónarmið sem uppi eru. Er rétt að taka fram að þetta vinnulag hefur áður verið viðhaft hjá umhverfisráðuneytinu til að tryggja sem víðtækast samráð. Ég hvet eindregið til þess að allir þeir sem áhuga og þekkingu hafa á náttúruvernd kynni sér frumvarpsdrögin og sendi inn athugasemdir við frumvarpsdrögin fyrir 21. janúar næstkomandi.</p> <p>Svandís Svavarsdóttir<br /> umhverfisráðherra</p>

2011-01-11 00:00:0011. janúar 2011Árangur loftslagsráðstefnunnar í Cancún

<p><em>Eftirfarandi grein Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra birtist í Fréttablaðinu 11. janúar 2011.</em></p> <p>Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna í Cancún í Mexíkó í desember síðastliðinn var árangursrík að flestra mati, en þar tókst samkomulag um ýmis mikilvæg atriði í loftslagsmálum. Hluta af árangrinum má einfaldlega þakka það að væntingum var í hóf stillt, öfugt við það sem var í Kaupmannahöfn 2009, þegar mistókst að ná settu markmiði um lagalega bindandi framtíðarsamkomulag í loftslagsmálum. Það eru líka blikur á lofti um framhaldið og óvíst hvað tekur við þegar fyrsta skuldbindingartímabili Kýótó-bókunarinnar lýkur í árslok 2012. Því má þó ekki gleyma að loftslagsbreytingar eru kannski flóknasta og erfiðasta verkefnið sem þjóðir heims glíma við og í Cancún voru gefin vilyrði um stóreflt starf á sviðum sem geta skilað raunverulegum árangri.</p> <h3>Tækniaðstoð og fjármögnun</h3> <p>Í Cancún var ákveðið að auka framlög til loftslagsverkefna í þróunarríkjunum, með það að markmiði að árleg framlög verði um 100 milljarðar Bandaríkjadala árið 2020. Þróunaraðstoð Íslands hefur dregist saman í kreppunni, en í framtíðinni munu verkefni sem hjálpa fátækum ríkjum að glíma við afleiðingar loftslagsbreytinga fá aukinn sess í slíkri aðstoð. Þá var einnig ákveðið að efla mjög starf að þróun og dreifingu loftslagsvænnar tækni. Þar geta leynst tækifæri fyrir Ísland, en hér á landi eru ýmsir vaxtarbroddar á þessu sviði. Grunnur var lagður að stóru alþjóðlegu verkefni sem miðar að því að draga úr eyðingu skóga í hitabeltinu og samþykkt að efla aðstoð við fátæk ríki sem þurfa mest að laga sig að afleiðingum loftslagsbreytinga.</p> <p>Ísland styður viðleitni við að koma á lagalega bindandi alþjóðlegu framtíðarsamkomulagi í loftslagsmálum, þar sem öll þróuð ríki og stór og vaxandi þróunarríki eins og Kína, Indland og Brasilía axla ábyrgð við draga úr losun. Stefnt er að því að ná slíku samkomulagi í lok þessa árs, en óvíst um árangur, því mikið ber á milli ríkja við mat á réttlátri skiptingu byrða og lagalegan búning samkomulags, þótt aukinn samhljómur hafi náðst um markmið, aðgerðir og fjármögnun í Cancún.</p> <h3>Áhersla Íslands á jafnrétti kynjanna</h3> <p>Ísland hefur lagt sérstaka áherslu á tvennt í yfirstandandi samningaviðræðum, annars vegar jafnréttismál og hins vegar tillögu um endurheimt votlendis til að draga úr losun. Ísland hefur komið texta um jafnrétti kynjanna víða að í samningstextanum, sem mun greiða fyrir virkri aðkomu kvenna í þeim verkefnum sem lagt verður af stað með á grundvelli Cancún-samkomulagsins. Áhersla á jafnrétti kynjanna í slíkum verkefnum er ekki einungis réttlætismál, heldur sýnir reynslan að aukið ákvörðunarvald og fræðsla til kvenna leiðir til betri árangurs í verkefnum sem t.d. búa samfélög undir að aðlaga landbúnað að breyttu loftslagi eða styrkja viðbrögð við náttúruhamförum. Engin tilvísun var í jafnrétti kynjanna í samningstextum fyrir tveimur árum, þegar Ísland kom með fyrstu tillögur á því sviði, en nú er slík áhersla almennt viðurkennd.</p> <h3>Tillaga um endurheimt votlendis</h3> <p>Tillaga Íslands um endurheimt votlendis sem loftslagsaðgerð var líka samþykkt í Cancún, þótt hún öðlist ekki fullt vægi nema með samkomulagi um framhald Kýótó-bókunarinnar eftir 2012. Þetta er fyrsta breytingin á aðferðarfræði Kýótó sem hlýtur samþykki frá því bókunin gekk í gildi, en mikill fjöldi slíkra tillagna er á borðinu. Frumkvæði Íslands í þessum efnum hefur vakið nokkra athygli, þar sem losun frá framræstu votlendi á heimsvísu er verulegt, meira en t.d. frá allri flugumferð. Vernd og endurheimt votlendis er mikilsvert mál bæði hvað varðar vernd lífríkis og loftslags jarðar.</p> <p>Það er því margt jákvætt sem kom út úr Cancún-fundinum, sem vonandi markar upphafið að auknu trausti milli ríkja og efldu starfi við aðgerðir sem skila raunverulegum árangri í loftslagsmálum.</p> <p>Svandís Svavarsdóttir<br /> umhverfisráðherra</p>

2010-12-17 00:00:0017. desember 2010Ávarp umhverfisráðherra við vígslu húss Náttúrufræðistofnunar Íslands

<p><em>Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra flutti eftirfarandi ávarp við vígslu húsnæðis Náttúrufræðistofnunar Íslands í Urriðaholti föstudaginn 17. desember 2010.</em></p> <p>Ágæta starfsfólk Náttúrufræðistofnunar Íslands og aðrir gestir.</p> <p>Það er mér mikill heiður að vera viðstödd formlega vígslu nýs húsnæðis Náttúrufræðistofnunar Íslands, húsnæðis sem stofnunin hefur beðið eftir í 120 ár. Ég vil nota þetta tækifæri og óska sérstaklega núverandi og fyrrverandi starfsfólki Náttúrfræðistofnunar Íslands til hamingju með þennan mikilvæga áfanga og um leið þakka ykkur fyrir þá þolimæði sem þið hafið sýnt og það óeigingjarna starf sem þið hafið skilað til íslensku þjóðarinnar þrátt fyrir lélegan aðbúnað og oft á tíðum lítinn skilning á mikilvægi og eðli starfa ykkar.</p> <p>Náttúrufræðistofnun Íslands á rætur að rekja allt aftur til ársins 1889 þegar Hið íslenska náttúrufræðifélag var stofnað. Á fyrstu árum félagsins fólst starfsemin fyrst og fremst í því að safna ýmiss konar náttúrugripum úr dýra-, jurta og steinaríkinu. Umfang félagsins jókst umfram það sem einstaklingar réðu við sem og það viðhorf að ekki væri nóg að safna náttúrugripum heldur þyrfti að rannsaka þá til að auka skilning á þeim.</p> <p>Frá 1909 greiddi íslenska ríkið laun tveggja starfsmanna sem fengu í byrjun vinnuaðstöðu í Þjóðminjasafninu. Sýning safnagripa var þá í safnahúsinu við Hverfisgötu en það húsnæði var til bráðabirgða og var sýningarhald þar lengstum í óþökk húsráðenda.</p> <p>Árið 1947 færði Náttúrufræðifélag Íslands ríkinu safn sitt af náttúrugripum til varðveislu og árið 1951 voru sett lög um Náttúrugripastofnun Íslands. Enn var reynt að finna lausn á húsnæðisvanda stofnunarinnar og snemma á sjötta áratugnum virtist sú lausn í sjónmáli. Búið var að teikna hús fyrir stofnunina, öll tilskilin leyfi lágu fyrir, og fjármagn var tryggt en innflutningsskrifstofan átti eftir að veita leyfi fyrir gjaldeyri til að borga byggingarefni hússins. Á þessum tíma var kreppa í íslensku samfélagi og mikill gjaldeyrisskortur og fékkst því ekkert leyfi, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, til þess að hefja byggingu hússins. Það var því úr að Náttúrugripastofnun Íslands sem síðar varð Náttúrufræðistofnun Íslands fékk húsnæði til bráðabirgða við Hlemm.</p> <p>Barátta fyrir framtíðarhúsnæði Náttúrufræðistofnunar Íslands hélt áfram næstu árin og er sú saga of löng til að rekja hana hér. Þegar húsnæðismál stofnunarinnar voru til umræðu í fjölmiðlum virtust allir vera á sama máli um að stofnunin þyrfti framtíðarhúsnæði og að bráðabirgðahúsnæðið við Hlemm væri óviðunandi.</p> <p>Í morgunblaðinu þann 24. janúar 1988 birtist m.a. heilsíðufrétt með eftirfarandi fyrirsögn <strong><em>“Náttúrufræðifélagið aldargamalt – náttúrugripasafnið enn í bráðabirgðahúsnæði. Stjórnskipuð nefnd hefur skilað áliti um framtíðarskipan Náttúrufræðistofnunar”.</em></strong> Sú nefnd sem hér er vísað til var ein af tæplega tuttugu stjórnskipuðum nefndum sem settar voru á laggirnar til að vinna að tillögum um framtíðarskipan í húsnæðismálum stofnunarinnar.</p> <p>Ekki dró til tíðinda í húsnæðismálum Náttúrufræðistofnunar fyrr en vorið 2008 þegar þáverandi umhverfisráðherra, Þórunn Sveinbjarnardóttir, tók fyrstu skóflustunguna hér í Urriðaholti.</p> <p>Ég nefndi hér áðan kreppu og gjaldeyrisskort sem einkenndi íslenskt samfélag snemma á sjötta áratugnum þegar allt benti til þess að framtíðarhúsnæði Náttúrugripastofnunar, eins og hún hét þá, yrði að veruleika. Það skal því engan undra að farið hafi um starfsmenn Náttúrufræðstofnunar þegar hrunið skall á haustið 2008 þegar hefjast átti handa við bygginguna hér í Urriðaholtinu. En sem betur fer var ákveðið að halda áfram byggingu hússins þrátt fyrir kreppu, gjaldeyrishöft og erfiðar aðstæður í ríkisfjármálum.</p> <p>Fyrir þann sem kynnir sér húsnæðissögu Náttúrufræðistofnunar Íslands öðlast hugtakið „bráðabirgða-húsnæði“ algjörlega nýja merkingu en stofnunin og starfsfólk hennar hefur verið í slíku húsnæði til bráðabirgða frá upphafi. Þrátt fyrir erfiðar aðstæður hefur Náttúrufræðistofnun Íslands tekist að vaxa og ávinna sér mikilvægan sess sem ein af lykilstofnun íslensks samfélags rétt eins og sú lykilstofnun sem heldur utan um íslenska tungu. Saga stofnunarinnar er saga allra þeirra sem með ævistarfi sínu hafa komið að náttúruvísindum og miðlað þekkingu sinni til Íslendinga af einlægni og alúð. Hvort heldur sem sú miðlun hefur farið fram í bundnu máli líkt og Fjallið Skjaldbreiður, ferðavísa Jónasar Hallgrímssonar sem lýsir fjölbreytileika og sérstöðu íslenskrar náttúru, eða með nútíma tölvutækni eins og hinn vinsæli pödduvefur sem fjölmargir heimsækja til að forvitnast um nýja landnema sem ýmist þvælast með vindum eða eru slæðingar með varningi.</p> <p>Kjarni Náttúrufræðistofnunar Íslands eru þeir fræðimenn og konur sem stofnunin hefur haft innan sinna ranna. Náttúruvísindafólk og náttúruunnendur sem af hugsjón hafa tileinkað ævistarf sitt íslenskri náttúru. Fræðimenn og konur sem áfram leggja fram störf sín til náttúruvísinda þrátt fyrir að vera komin á efri aldur.</p> <p>Fræðimenn og konur sem þrátt fyrir lélegan aðbúnað og fjárskort hafa nýtt allar leiðir til að halda rannsóknum sínum áfram, hugsað út fyrir rammann, og fundið lausnir. Í þessu sambandi og að öllum ólöstuðum nefni ég sérstaklega hugmynd Ólafs K. Nielsen, fuglafræðings, sem stóð frammi fyrir því að ekki var til fjármagn til að taka röntgenmyndir af hræjum friðaðra fugla, eins og arna og fálka, til að kanna dánarorsök þeirra. Ólafur fékk þá snilldarhugmynd að leita aðstoðar hjá tollvörðum á Keflavíkurflugvelli og fékk leyfi til þess að renna fuglunum í gengum vopnaleitatæki til að kanna hvort skot væri að finna í hræjum fuglanna. Ég er nokkuð viss um að engum hafi dottið það í hug þegar að vopnaleitartækin voru sett upp til að gegnumlýsa farangur mismunandi flugfarþega að þau yrðu seinna meir notuð til að skanna dánarorsök friðaðra fugla á Íslandi. Þessi saga er án efa gott dæmi um þær lausnarmiðuðu hugmyndir og það hugmyndaauðgi sem oft hefur þurft að grípa til í þessari stofnun.</p> <p>En þó svo að kjarni Náttúrufræðistofnunar Íslands byggi á því fólki sem unnið hefur að náttúruvísindum í mörg ár, þá endurspegla byggingar áherslur þjóðar og þann sess sem starfsemi helstu stofnanna hennar er skipað. Starfsemi sem býr við slæman húsakost fær starfsmenn til að upplifa að starf þeirra njóti ekki skilnings og virðingar.</p> <p>Við þekkjum baráttusögu margra félaga og stofnana fyrir húsnæði sem sómir starfsemi þeirra. Það þarf ekki annað en að nefna baráttu fyrir byggingu tónlistarhús, baráttu Leikfélags Reykjavíkur fyrir framtíðarhúsnæði, sagan um byggingu Þjóðleikhússins sem var vígt fyrir 60 árum og Þjóðmenningarhúsið sem var byggt af þjóð í kreppu. Þótt það hús gegni ekki lengur því hlutverki sem því var upphaflega ætlað þá segir það mikilvæga sögu um áherslur þjóðar um hvernig hún vill skipa húsnæðismálum sinna helstu stofnana.</p> <p>Góðir gestir,</p> <p>Það eru mikil þáttaskil fyrir Náttúrufræðistofnun Íslands að vera komin í húsnæði sem er nákvæmlega ætlað fyrir stofnunina og er starfseminni loksins búin sú umgjörð sem henni ber. Í þessari vistvænu byggingu hefur ómetanlegum náttúru- og rannsóknargripum verið komið fyrir í svokölluðu fágætaherbergi en þar er meðal annars varðveittur Geirfuglinn, dagbækur Benedikts Gröndals náttúrufræðings og fleiri dýrgripir sem segja sögu þjóðarinnar á sviði náttúruvísinda. Náttúrugripir og rannsóknargögn allt frá tímum Jónasar Hallgrímssonar og Eggerts Ólafssonar hafa fengið þann sess sem þeim sæmir í glæsilegum og aðgengilegum herbergjum auk þess sem við hefur bæst aðbúnaður eins og ýldingarherbergi sem er nýtt fyrirbæri. Þá er allur aðbúnaður starfsmanna til rannsókna og samvinnu til mikillar fyrirmyndar.</p> <p>Formleg opnun nýs húsnæðis fyrir Náttúrufræðistofnun Íslands er mikilvægur þáttur í endurreisn Íslands. Í samstarfsyfirlýsingu ríkistjórnarinnar er lögð áhersla á að náttúruvernd verði hafin til vegs og staða hennar innar stjórnarráðsins styrkt til muna.</p> <p>Sem ráðherra umhverfis- og náttúruverndarmála hef ég skipað náttúruvernd efst í forgangsröðun áherslumála og lagt á það ríka áherslu að styrkja stöðu íslenskrar náttúru sem því miður hefur verið alltof veik innan stjórnarráðsins og í samfélaginu til langs tíma. Í því felst meðal annars að taka afstöðu með náttúrunni, standa með henni og skapa það rými sem hún þarf í umræðunni. Menn hafa brugðist illa við sem er eðlilegt þegar vikið er frá venjum og orðræðan hefur verið hvöss og óvægin. En viðbrögðin eru eðlileg og ófrávíkjanlegur þáttur í því að breyta áherslum í íslensku samfélagi. Nýtt húsnæði Náttúrufræðistofnunar endurspeglar nýjar áherslur, nýja tíma og nýtt upphaf um hvað það er sem skiptir máli í íslensku samfélagi og hvaða stofnanir það eru sem við viljum leggja áherslu á með því að hýsa starfsemi þeirra með sómasamlegum hætti. Það er komin tími til að við sýnum íslenskri náttúru þá virðingu og auðmýkt sem henni ber.</p> <p>Í því ímyndaða kerfi sem réði forgangsröðun stjórnvalda á árunum fyrir hrun, þar sem náttúru Íslands var beitt sem myndefni í auglýsingum til að sýna kraft og sérstöðu íslenska fjármálakerfisins, var hún ekki raunveruleg. Íslensk náttúra verður ekki raunveruleg nema að við getum skynjað hana, skilið hana og borið gæfu til að varðveita hana og virða. Það má kannski segja að jarðbundna náttúrubarnið Ugla, sem kom úr sveitinni að norðan í höfuðstaðinn þegar miklar breytingar áttu sér stað í íslensku samfélagi og Nóbelsskáldið fjallaði um í Atómstöðinni hafi komist að kjarna málsins þegar hún sagði.:</p> <div style="MARGIN-LEFT: 6em"> <p>„Ekkert finst mér lýsa annarri eins fyrirlitningu á náttúrunni og málverk af náttúrunni: ég kem við fossinn og vökna ekki, og það er einginn niður; þarna er lítið hvítt ský og stendur kyrt í staðinn fyrir að leysast sundur; og ef ég þefa af þessari fjallshlíð rek ég nefið í storku og finn efnafræðilega lykt, þegar best lætur angarkeim af fernisolíu; og hvar eru fuglarnir; og flugurnar; og sólin svo maður fær ofbirtu í augun eða þokan svo maður sér aðeins glitta í næsta víðirunn? Jú víst á þetta að vera sveitabær, en með leyfi hvar er lyktin af kúaskítnum?</p> <p>Til hvers er verið að gera mynd sem á að vera einsog náttúra, þegar allir vita að slíkt hið eina sem mynd getur ekki verið og á ekki að vera og má ekki vera.“</p> </div> <p>Náttúra Íslands verður aldrei eftirmynd eða frásögn. Hún stendur fyrir sínu á eigin forsendum.</p> <p>Ég vona svo sannanlega að við sem þjóð berum gæfu til að skipa íslenskri náttúru þann sess sem henni ber og varðveita hana fyrir komandi kynslóðir. Formleg opnun nýs húsnæðis Náttúrufræðistofnunar Íslands í dag er mikilvægt skref í þeirri vegferð okkar.</p> <p>Ég vil að lokum óska okkur öllum en þó sérstaklega starfsmönnum Náttúrufræðistofnunar Íslands til hamingju með nýja húsnæðið og vona að þið eigið eftir að eiga hér góðar stundir og starfssamar stundir íslenskri náttúru og þjóð til heilla.</p> <p>Takk fyrir</p>

2010-12-14 00:00:0014. desember 2010Ávarp umhverfisráðherra á afmælishátíð Veðurstofu Íslands

<p><em>Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra flutti eftirfarandi ávarp við upphaf afmælisfundar sem haldinn var 14. desember 2010 í tilefni af 90 afmæli Veðurstofu Íslands.</em></p> <p>Góðir gestir,</p> <p>Veðurathuganir eru jafn gamlar Íslandssögunni. Vífill, þræll Ingólfs, hafði þann sið að fara daglega upp á fellið sem kennt er við hann til að gá til veðurs fyrir fiskiróðra. Þetta sýnir glöggt hversu mikið var fyrir því haft að fá góðar spár í landi þar sem allra veðra er von, en vafasamt er að nokkur Íslendingur fyrr eða síðar hafi verið minna sporlatur en Vífill – sé sagan sönn, sem verður ekki dregið í efa hér.</p> <p>Rúmu árþúsundi eftir Vífils tíð var sett á fót Veðurfræðideild í Löggildingarstofunni, sem þá hét. Veðurstofan miðar upphaf sitt við þann áfanga árið 1920, en nokkru síðar varð hún sérstök stofnun með núverandi nafni.</p> <p>Ég er ekki viss um að allir geri sér grein fyrir að hlutverk Veðurstofunnar er mun víðtækara en nafnið segir til um. Veðurstofan hefur lengi vaktað jarðskjálfta og stundað jarðeðlisfræðilegar athuganir. Í kjölfar hinna hörmulegu snjóflóða á Súðavík og Flateyri árið 1995 fékk Veðurstofan aukið hlutverk varðandi ofanflóðamál.</p> <p>Það varð svo mikil breyting árið 2007 þegar sameinaðar voru tvær stofnanir, Veðurstofan hin eldri og Vatnamælingar Orkustofnunar. Vatnamælingar urðu sérstök deild á Orkustofnun árið 1967, en með sameiningunni varð til öflug vísinda- og vöktunarstofnun með aukna burði og víðfeðmara verksvið. Veðurstofan er því í senn virðulegur öldungur og þróttmikill teinungur með mikla vaxtarmöguleika.</p> <p>Það má skilgreina Veðurstofuna út frá vísindalegu verksviði hennar; hún vaktar jarðhræringar, vatnafar, veður, jökla, hafís og náttúruvá hvers konar – alla helstu eðlisþætti jarðar og ólífræna náttúru. Yfirráðasvæði hennar er víðara en gengur og gerist hjá hérlendum stofnunum, það nær yfir landið og miðin og geysistóra lofthelgi að auki, en Veðurstofan hefur í yfir 60 ár sinnt flugveðurþjónustu á stórum hluta Norður-Atlantshafssvæðisins samkvæmt samningi við Alþjóða flugmálastofnunina, ICAO.</p> <p>Í huga almennings er Veðurstofan þó fyrst og fremst mikilvæg þjónustustofnun. Þjóðin sameinaðist áður fyrr yfir útvarpstækjum og hlustaði andaktug á fréttir um að ládautt væri á Stórhöfða – svo tekið sé reyndar fremur ósennilegt dæmi – og suðsuðaustan fjórir, fallandi loftvog og skyggni ágætt hjá Veðurskipinu Bravó, sem statt var á einhverjum dularfullum lengdar- og breiddargráðum. Með sjónvarpi urðu veðurfræðingar heimilisvinir landsmanna og Veðurstofan hefur ekki klikkað í nútímavæðingu sinni: Veður punktur is er einn alvinsælasti vefur landsins og slær jafnvel heitustu slúðurveitum við.</p> <p>Veðurstofan er ekki síður öryggisstofnun. Það er raunar erfitt að vanmeta öryggishlutverk Veðurstofunnar. Saga okkar Íslendinga er að mörgu leyti saga baráttu við óblíð náttúruöfl, sem hafa krafist mikilla mannfórna. Ísland er sá staður á jörðinni þar sem eldvirkni er hvað mest og veðurfar er óblítt og illútreiknanlegt, jafnvel á tíma gervitungla og ofurtölva. Öflug vöktun, góðar spár og skýrt og fumlaust viðbragðsferli frá vísindamönnum til almannavarna eru mikil verðmæti í slíku landi.</p> <p>Það hefur heldur betur reynt á þetta hlutverk Veðurstofunnar á þessu ári. Gosið í Eyjafjallajökli kæmist kannski ekki hátt á lista yfir skelfilegustu gos Íslandssögunnar, en varð frægt að endemum um gjörvalla heimsbyggðina fyrir að lama flugsamgöngur meir og lengur en þekkst hefur. Starfsmenn Veðurstofunnar vöktuðu gosið allt frá kvikuhreyfingum í jarðskorpunni til dreifingar fínösku í háloftunum og voru undir gífurlegri pressu að miðla upplýsingum til stofnana og fjölmiðla erlendis fljótt og vel. Veðurstofan stóð sig frábærlega í þessum atburðum og það hafa reyndar opnast ýmsar dyr að nýjum rannsóknar- og vöktunarverkefnum í kjölfar gossins, sem við heyrum meira um í dag.</p> <p>Það er líka vel til fundið að fjalla um loftslagsbreytingar á þessum afmælisfundi, en þar hefur Veðurstofan mikilvægu hlutverki að gegna. Umhverfisráðuneytið hefur falið Veðurstofunni að leiða vinnu við að taka saman skýrslur um áhrif loftslagsbreytinga á Ísland og að vera tengiliður við IPCC, Vísindanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. Vatnamælingar og Veðurstofan hin eldri unnu að rannsóknum á sviði loftslagsmála, sem eru veganesti að efldu starfi stofnunarinnar í þeim efnum. Loftslagsbreytingar munu að líkindum hafa víðtæk áhrif á veðurfar, jökla og lífríki á landi og sjó á komandi áratugum hér á Íslandi og við þurfum að byrja að laga okkur að breyttu umhverfi jafnframt því sem við ráðumst að rót vandans með því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Jöklar landsins hafa nú verið kortlagðir nákvæmlega, en breytingar á þeim í framtíðinni verða líklega sýnilegasta birtingarmynd hlýnunar loftslags á Íslandi.</p> <p>Góðir gestir,</p> <p>Það eru harðindi á Íslandi þessa dagana, ekki vegna eldgosa eða hafísa, heldur afleiðinga fjármálahruns.</p> <p>Á sama tíma og verkefni Veðurstofunnar eru vaxandi er harkalegur niðurskurður í ríkisrekstri, sem bitnar á öllum þáttum hans. Við megum þó ekki láta slíkt stöðva alveg góð verk. Tvískipt húsnæði er óhentugt fyrir Veðurstofuna og umhverfisráðuneytið vinnur að því í samstarfi við stofnunina og fjármálaráðuneytið að finna framtíðarlausn á þeim vanda.</p> <p>Frostkaflinn nú er vonandi tímabundinn og ég tel víst að starf Veðurstofunnar muni bara eflast í komandi leysingum. Veðurstofan er sterk stofnun með mikilsvert hlutverk í íslensku samfélagi. Það eru krefjandi og spennandi verkefni framundan fyrir Veðurstofuna og ég skynja mikinn metnað hjá starfsfólki og stjórnendum hennar að takast á við þau. Ég vona að þið eigið öll ánægjulega stund hér á þessum fundi og óska Veðurstofunni til hamingju með áfangann og velfarnaðar og meðvinds í framtíðinni.</p> <p>Takk fyrir,</p>

2010-12-01 00:00:0001. desember 2010Grein umhverfisráðherra í Fréttablaðinu - Náttúruvernd og ferðaþjónusta

<p><em>Eftirfarandi grein Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra birtist&#160;í Fréttablaðinu 1.desember 2010.</em></p> <p>Ferðaþjónusta á Íslandi hefur vaxið og dafnað um árabil og er orðin einn af mikilvægustu atvinnuvegum landsmanna. Tekjur af ferðamönnum námu að talið er um 155 milljörðum króna árið 2009. Hlutfall erlendra ferðamanna á íbúa er nú hærra á Íslandi en í Frakklandi, Spáni og Ítalíu og benda spár til þess að fjöldi ferðamanna gæti farið yfir milljón innan eins eða tveggja áratuga. Náttúra Íslands er sú auðlind sem ferðaþjónustan byggir á. Mikill meirihluti erlendra ferðamanna segist koma til Íslands til að upplifa náttúruna, sem er mjög ólíkt því sem þekkist í þéttbýlli löndum. Náttúra Íslands er óneitanlega stórfengleg, með eldfjöllum sínum, jöklum og fossum, en hún getur líka verið viðkvæm.</p> <h3>Ástand friðlýstra svæða</h3> <p>Nýleg greinargerð Umhverfisstofnunar um ástand friðlýstra svæða hefur vakið mikla athygli. Í henni er fjallað um okkar þekktustu ferðamannastaði sem margir hverjir hafa látið á sjá og nauðsynlegt þykir að grípa til ráðstafana ef þeir eiga ekki að missa verndargildi sitt. Geysissvæðið og Gullfoss eru hér á meðal, auk Landmannalauga og Mývatns. Þessi svæði eru meðal okkar dýrmætustu náttúrugersema.</p> <p>Þetta er áhyggjuefni, en vandinn er fyrst og fremst bundinn við afmörkuð svæði og því er hægt að bregðast við honum. Bætt landvarsla, skipulag, aðstaða og stígagerð eru ekki óyfirstíganlega fjárfrekar aðgerðir, en geta skilað miklu. Það er hins vegar ekki kostur í stöðunni að gera ekki neitt. Sinnuleysi um náttúruperlur okkar er vond fyrir framtíð ferðaþjónustu og þá ímynd sem við viljum skapa af Íslandi sem ferðamannalandi. Frá sjónarhóli náttúruverndar er það einnig óásættanlegt.</p> <p>Umhverfisstofnun bendir á ýmsar leiðir til að bæta ástandið sem fæstar eru mjög dýrar. Kostnaður við náttúruvernd er að mestu leyti fjármagnaður af skattfé, enda er náttúra landsins ein okkar dýrmætasta eign sem þjóðar. Það er hins vegar eðlilegt að kostnaður við aðstöðu og umbætur á fjölsóttum ferðamannastöðum sé á einhvern hátt borinn af ferðamönnum. Það er í samræmi við nytjagreiðsluregluna svokölluðu, sem er einn af hornsteinum umhverfisréttar og það er í samræmi við almenn sanngirnissjónarmið.</p> <h3>Umræða um gjaldtöku</h3> <p>Ferðamenn sýna hóflegri gjaldtöku oftast skilning ef þeir sjá að fénu er sannanlega varið í góða aðstöðu og metnaðarfulla vernd náttúrunnar sem þeir koma til að upplifa. Það eru hins vegar skiptar skoðanir um hvaða fyrirkomulag er best í þessu sambandi. Umræðan um þessi mál er brýn í ljósi vaxandi fjölda ferðamanna og aukinnar kröfu um náttúruvernd. Ferðamenn eru ekki ógn við náttúruvernd, heldur má segja þvert á móti að vaxandi ferðaþjónusta styrki kröfuna um náttúruvernd. Fyrirhyggjuleysi við móttöku ferðamanna er hins vegar ógn. Vanbúnaður í þeim efnum getur valdið skemmdum á náttúru Íslands og takmarkað möguleika ferðaþjónustu til vaxtar.</p> <p>Markmið okkar er að Ísland verði eftirsóttur áfangastaður fólks sem vill sjá stórbrotna náttúru og víðerni en njóta um leið öryggis og þæginda. Við megum aldrei taka Gullfossi, Geysi, Mývatni, Skaftafelli, Þingvöllum og öðrum vinsælustu náttúruperlum okkar sem sjálfsögðum hlut. Þær eru hluti af okkar þjóðararfi og þær eru andlit okkar gagnvart umheiminum. Náttúrufegurð Íslands er grundvöllur ferðaþjónustunnar og mun vera það áfram um langa framtíð, svo fremi að við berum gæfu til að vernda náttúruna gegn átroðningi og búa henni umgjörð við hæfi.&#160;&#160;</p> <p>Svandís Svavarsdóttir<br /> umhverfisráðherra.</p>

2010-11-18 00:00:0018. nóvember 2010Ávarp umhverfisráðherra á málstofu um náttúruvernd og ferðaþjónustu

<p><em>Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra flutti eftirfarandi ávarp á málþingi um náttúruvernd og ferðaþjónustu sem haldið var á Grand Hóteli 18. nóvember 2010.</em></p> <p>Góðir gestir,</p> <p>Ferðaþjónusta á Íslandi hefur vaxið og dafnað jafnt og þétt um árabil og er fyrir löngu orðin ein af mikilvægustu atvinnuvegum landsmanna. Heimsóknir erlendra ferðamenna á ári hverju eru nú mun fleiri en sem nemur íbúatölu landsins, sem er ekki raunin nema hjá vinsælustu ferðamannalöndum heims. Hlutfall erlendra ferðamanna á íbúa er nú hærra á Íslandi en í Frakklandi, Spáni og Ítalíu. Vægi ferðaþjónustunnar hefur aukist enn í kreppunni, tekjur af ferðamönnum námu að talið er um 155 milljörðum árið 2009. Spár benda til að fjöldi ferðamanna gæti farið innan eins eða tveggja áratuga yfir milljón manns, eða sem nemur þrefaldri íbúatölu landsins. Erum við í stakk búin til að taka á móti þeim svo vel sé?</p> <p>Náttúra Íslands er sú auðlind sem ferðaþjónustan byggir fyrst og fremst á. Mikill meirihluti erlendra ferðamanna segist koma fyrst og fremst til að upplifa náttúruna, sem er mjög ólík því sem þekkist í þéttbýlli löndum og nær því að teljast ósnortin. Náttúra Íslands er óneitanlega stórfengleg, með eldfjöllum sínum, jöklum og fossum, en hún getur líka verið viðkvæm.</p> <p>Í ferðamálafræðum er talað um að vinsælir ferðamannastaðir eigi á hættu að verða „elskaðir til óbóta“ ef ásýnd þeirra breytist til hins verra með fólksmergð, traðki, rusli, skipulagslausri uppbyggingu og öðrum fylgifiskum mikils álags. Fjölmörg dæmi eru um að falleg svæði hafi orðið skyndilegum vinsældum að bráð, svo aðdráttarafl þeirra dvínar og náttúran bíður skaða af.</p> <p>Sem betur fer er það ekki regla að vinsældir leiði til vandræða. Það eru fjölmargar leiðir til að koma í veg fyrir slíkt, með því að skipuleggja svæðin vel, byggja innviði sem falla að náttúru og landslagi, efla landvörslu, byggja stíga og fræða ferðamenn um hvað ber að varast. Eitt helsta ferðatímarit heims gefur mörgum helstu ferðamannastöðum heims einkunn árlega eftir því hversu vel hefur tekist til við að bregðast við álagi. Norsku firðirnir eru þar ofarlega á lista yfir staði þar sem eru góðir innviðir til að taka við fjölda ferðamanna án þess að þess sjáist neikvæð merki, svo dæmi sé tekið, en ýmsar sólarstrendur fá falleinkunn fyrir of hraða uppbyggingu og lélegar mengunarvarnir, sem fær vandfýsna ferðamenn til að leita annað.</p> <p>Ísland er ekki með í þessum samanburði og erfitt að meta hvernig við stöndum í samanburði við önnur ríki sem róa á svipuð mið í ferðaþjónustunni. Rannsóknir eru fáar og aðferðafræðin ekki eins þróuð og t.d. við mat á beitarþoli lands eða veiðiþoli þorsks. Slíkar rannsóknir eru þó til og vant auga getur metið álag og skemmdir. Ég óskaði eftir því fyrir nokkru að Umhverfisstofnun mæti hvaða svæði væru undir mestu álagi og hvað væri til ráða til að bæta úr því.</p> <p>Niðurstaðan úr þeirri athugun verður birt hér á eftir, en það vekur athygli að margir þekktustu ferðamannastaðir okkar hafa látið á sjá. Geysissvæðið og Gullfoss eru þar á meðal, auk Landmannalauga og Mývatn er einnig meðal þeirra svæða þar sem umbætur eru brýnastar. Þessi svæði eru eins konar andlit Íslands út á við og meðal okkar dýrmætustu náttúrugersema.</p> <p>Þetta er áhyggjuefni, en við megum þó ekki mikla vandann um of. Vandinn er fyrst og fremst á afmörkuðum svæðum og það er hægt að bregðast við honum. Það þarf heldur ekki að kosta mikið að bæta úr þar sem ástandið er verst, þegar tekið er mið t.d. af þeim tekjum sem ferðaþjónustan skapar. Bætt landvarsla, skipulag, aðstaða og stígagerð eru ekki óyfirstíganlega fjárfrekar aðgerðir, en geta skilað miklu. Það er hins vegar ekki kostur í stöðunni að gera ekki neitt. Sinnuleysi um náttúruperlur okkar er vond fyrir framtíð ferðaþjónustu og þá ímynd sem við viljum skapa af Íslandi sem ferðamannalandi. Frá sjónarhóli náttúruverndar er það óásættanlegt.</p> <p>Í greinargerð sinni bendir Umhverfisstofnun á ýmsar leiðir til að bæta ástandið. Þær eru fæstar mjög dýrar, en engu að síður er spurning hver eigi að borga. Kostnaður við náttúruvernd er að mestu leyti fjármagnaður af skattfé, enda er náttúra landsins ein okkar dýrmætasta eign sem þjóðar. Það er hins vegar eðlilegt að kostnaður við aðstöðu og umbætur á fjölsóttum ferðamannastöðum sé á einhvern hátt borinn af ferðamönnunum. Það er í samræmi við nytjagreiðsluregluna svokölluðu, sem er einn af hornsteinum umhverfisréttar og það er í samræmi við almenn sanngirnissjónarmið.</p> <p>Ferðamenn sýna hóflegri gjaldtöku oftast skilning ef þeir sjá að fénu er sannanlega varið í góða aðstöðu og metnaðarfulla vernd náttúrunnar sem þeir koma til að upplifa. Það eru hins vegar skiptar skoðanir hvaða fyrirkomulag er best í þessu sambandi. Á þessum fundi er ætlunin að velta upp ýmsum sjónarmiðum um hvaða svæði eru helst undir álagi, hvaða aðgerðir duga best við slíku og hvernig sé best og réttast að fjármagna þær.</p> <p>Umræðan um þessi mál er brýn í ljósi vaxandi fjölda ferðamanna og aukinnar kröfu um náttúruvernd. Ferðamenn eru ekki ógn við náttúruvernd, heldur má segja þvert á móti að vaxandi ferðaþjónusta styrki kröfuna um náttúruvernd. Fyrirhyggjuleysi við móttöku ferðamanna er hins vegar ógn. Vanbúnaður í þeim efnum getur valdið skemmdum á náttúru Íslands og takmarkað möguleika ferðaþjónustu til vaxtar.</p> <p>Framtíðarsýn okkar getur ekki bara snúist um fjölda ferðamanna – hvort sem hann er milljón á ári eða önnur tala – heldur hlýtur það að vera markmið okkar að Ísland verði eftirsóttur áfangastaður fólks sem vill sjá stórbrotna náttúru og víðerni en njóta um leið öryggis og þæginda. Við megum aldrei taka Gullfossi, Geysi, Mývatni, Skaftafelli, Þingvöllum og öðrum vinsælustu náttúruperlum okkar sem sjálfsögðum hlut. Þær eru hluti af okkar þjóðararfi og þær eru andlit okkar gagnvart umheiminum. Náttúrufegurð Íslands malar okkur gull og mun gera það áfram um langa framtíð, svo fremi að okkur beri gæfa til að vernda náttúruna gegn átroðningi og búa vinsælustu gersemum hennar umgjörð við hæfi. Allir þeir sem starfa að náttúruvernd og ferðaþjónustu þurfa að taka saman höndum til að svo verði.</p> <p>Takk fyrir,</p>

2010-11-11 00:00:0011. nóvember 2010Ávarp umhverfisráðherra á málþingi um betri byggð

<p><em>Hafdís Gísladóttir aðstoðarmaður umhverfisráðherra flutti ávarp ráðherra á málþinginu "Betri byggð - frá óvissu til árangurs" sem haldið var á Grand Hóteli 11. nóvember 2010.</em></p> <p>Ágætu málþingsgestir</p> <p>Það er mér mikil ánægja að fá að vera hér með ykkur í dag til að setja málþingið <strong>“Betri byggð – frá óvissu til árangurs”</strong> sem haldið er að frumkvæði Félags byggingarfulltrúa í tilefni 25 ára afmælis félagsins og í samvinnu við 9 önnur fagfélög.</p> <p>Félag byggingarfulltrúa var stofnað 27. nóvember 1985 og eru félagsmenn 38 talsins. Markmið félagsins er að samræma störf byggingarfulltrúa, veita fræðslu og efla þekkingu á málum er varða störf þeirra, efla persónuleg kynni félagsmanna og koma sjónarmiðum þeirra á framfæri við stjórnvöld og einkaaðila. Núverandi formaður er Magnús Sædal Svavarsson byggingarfulltrúi í Reykjavík.</p> <p>Í byrjun síðasta mánaðar lagði ég öðru sinni fram á Alþingi lagafrumvarp sem mun hafa mikil áhrif á byggingarstarfsemina í landinu og lagalegt starfsumhverfi þeirra sem starfa innan byggingariðnaðarins, en þar á ég við frumvarp til laga um mannvirki. Ný skipulagslög sem samþykkt voru í september munu taka gildi um áramótin og því eru auknar líkur á að frumvarpið nái fram að ganga þar sem núverandi skipulags- og byggingarlög falla úr gildi við gildistöku skipulagslaganna.</p> <p>Í frumvarpi til laga um mannvirki er lagt er til að sett verði á fót Byggingarstofnun, sem hafi yfirumsjón með stjórnsýslu mannvirkjamála, þar með talið þeim verkefnum sem Brunamálastofnun sinnir nú. Áfram er gert ráð fyrir að stjórnsýsluleg ábyrgð á beinu eftirliti með byggingu mannvirkja verði í höndum byggingarfulltrúa sveitarfélaganna en að eitt af meginverkefnum Byggingarstofnunar verði að tryggja samræmt byggingareftirlit um allt land. Svipuðu hlutverki hefur Brunamálastofnun einmitt sinnt hvað brunamál snertir. Þegar þetta frumvarp verður að lögum mun Brunamálastofnun verða lögð niður eða réttara sagt verkefni hennar færð undir Byggingarstofnun og ábyrgð á framkvæmd byggingarmála færð frá Skipulagsstofnun til Byggingarstofnunar. Byggingarstofnun mun m.a. annast gerð skoðunarhandbóka, verklagsreglna og leiðbeininga fyrir byggingarfulltrúa auk þess sem stofnunin getur gefið út bindandi álit um einstök mál.</p> <p>Í frumvarpinu er lögð áhersla á að efla gæðavitund og gæðaeftirlit. Ákvæði varðandi byggingarstjóra eru mun ítarlegri en áður. Gerð er krafa um að þeir hafi sérstakt starfsleyfi frá Byggingarstofnun auk ákvæða um að þeir hafi gæðastjórnunarkerfi. Jafnframt eru kröfur í frumvarpinu um að hönnuðir og iðnmeistarar hafi gæðastjórnunarkerfi. Þá eru ákvæði í frumvarpinu um öryggisúttekt sem skal fara fram áður en mannvirki er tekið í notkun og ítarlegri ákvæði um lokaúttekt en í núverandi löggjöf.</p> <p>Vinna við nýja Byggingarreglugerð hófst fyrr á árinu. Nefnd ásamt 8 vinnuhópum eða alls um 60 manns er að vinna að mótun hennar. Í erindisbréfi nefndarinnar kemur m.a. fram að horfa skuli til sjálfbærrar þróunar þar sem opin stjórnsýsla, gagnsæi og lýðræðisumbætur eru höfð að leiðarljósi. Þá skal fjölga markmiðsákvæðum og tilvísunum í staðla í reglugerðinni. Í reglugerðinni skal sérstaklega huga að neytendavernd, vistvænni byggð, hljóðvistarkröfum, byggingum sem ætlaðar eru börum, aðgengismálum og útfærslu á stjórntækjum laganna til að koma í veg fyrir að mannvirki sem ekki uppfylla kröfur verði tekin í notkun.</p> <p>Drög að kaflaskiptingu nýrrar reglugerðar hefur verið ákveðin og eru vinnuheiti kaflanna eftirfarandi:</p> <p>(1) Almenn ákvæði, (2) Stjórn byggingarmála, (3) Sannprófun á að kröfur séu uppfylltar, (4)Hönnuðir, byggingarstjórar og iðnmeistarar, (5) Byggingarvörur/byggingarefni,</p> <p>(6) Innri rými, umferðarleiðir og aðgengi, (7) Útisvæði og aðgengi, (8) Burðarþol og stöðugleiki, (9) Varnir gegn eldsvoða, (10) Hollusta, heilsa og umhverfi,</p> <p>(11) Hávaðavarnir, (12) Öryggi við notkun, (13) Orkusparnaður og hitaeinangrun,</p> <p>(14) Lagnir og tæknibúnaður, (15) Umhverfisáhrif mannvirkja og (16) Stjórnun, rekstur, viðhald og notkun – handbóka.</p> <p>Frumvarp til laga um mannvirki mun stuðla að því að gæði mannvirkja verði í samræmi við væntingar og þarfir neytenda. Sú vinna sem nú fer fram við byggingarreglugerðina er afar mikilvægur þáttur í því að markmið nýrra laga um mannvirki nái fram að ganga og hef ég miklar væntingar til þeirra vinnu sem ég er viss um að á eftir að marka tímamót þegar henni lýkur. Ég vil því nota þetta tækifæri til að þakka ykkur sem komið hafa að vinnu við byggingarreglugerðina fyrir ykkar mikilvæga framlag með ykkar störfum.</p> <p>Að lokum vona ég að málþingið muni reynast ykkur gagnlegt og óska ykkur farsældar í ykkar störfum innan byggingariðnaðarins.</p> <p>Takk fyrir.</p>

2010-11-11 00:00:0011. nóvember 2010Ávarp umhverfisráðherra við afhendingu Landgræðsluverlaunanna 2010

<p><em>Hafdís Gísladóttir aðstoðarmaður umhverfisráðherra flutti ávarp ráðherra við afhendingu Landgræðsluverlaunanna í Gunnarsholti 11. nóvember 2010.</em></p> <p>Ágætu handhafar Landgræðsluverðlaunanna,<br /> landgræðslustjóri, starfsfólk Landgræðslu ríkisins, góðir gestir,</p> <p>Það er mér sérstök ánægja og heiður á fá að vera með ykkur hér í dag.</p> <p>Sérstaklega vil ég óska handhöfum landgræðsluverðlaunanna til hamingju; bændunum Ársæli Hannessyni Stóra-Hálsi í Grímsnes- og Grafningshreppi, Hermanni Herbertssyni Sigríðarstöðum í Þingeyjarsveit, Ingólfi Helgasyni og Unni Sveinbjörnsdóttur Dýrfinnustöðum í Skagafirði; sveitarfélaginu Sandgerðisbæ og grunnskólanum Þjórsárskóla í Skeiða- og Gnúpverjahreppi</p> <p>Þið eru öll afar verðugir handhafar þessara mikilvægu viðurkenningar stjórnvalda fyrir afburðastarf við uppgræðslu landsins. Við búum í stóru landi - landi þar sem gengið var ótæpilega á auðlindir gróðurs og jarðvegs um aldir - svo mikið að íslensk vistkerfi eru enn verulega löskuð, líffræðileg fjölbreytni hefur tapast og framleiðsla er lítil.</p> <p>Sem betur fer hefur hins vegar starf við gróður- og jarðvegsvernd náð að verða sameiginlegt verkefni þjóðarinnar og hefur einstakur árangur náðst í því að virkja þegna samfélagsins í þágu landsins og þar með framtíðarinnar. Þið, þessi glæsilegi hópur verðlaunahafa hér í dag, eruð þverskurður þessa. Stjórnvöld meta afar mikils ykkar óeigingjarna starf, sem verður vonandi til að hvetja aðra til frekari dáða. Gangi ykkur áfram vel í ykkar störfum.</p> <p>Góðir gestir,</p> <p>Það er jákvæður andi sem fylgir því að koma hér til Landgræðslunnar í Gunnarsholti.</p> <p>Að undanförnu hefur mætt mikið á starfseminni hér, en Landgræðslunni voru falin umfangsmikil verkefni til að takast á við afleiðingar eldgossins í Eyjafjallajökli fyrr á árinu. Sem betur fer stefnir í, að það verði ekki óviðráðanlegt verkefni og lífið í sveitunum í kring komist fljótt í hefðbundin farveg. Ég lít svo á að við þurfum að læra af viðbrögðunum við þessu eldgosi, til að vera enn betur í stakk búin að takast á við slíkt í framtíðinni. Það var kannski lán hvernig vindáttirnar voru meðan á gosinu stóð, en annars hefði öskufall getað valdið margföldum spjöllum á landi.</p> <p>Á komandi árum og áratugum eru önnur eldfjöll hér í nágrenninu sem gætu orðið til vandræða, svo sem þær stöllur Hekla og Katla.</p> <p>Ég vil nota þetta tækifærið til að þakka ykkur starfsfólki Landgræðslunnar fyrir ykkar framlag í verkefnum tengdum eldgosinu, sem ég veit að hafa skipt miklu fyrir uppbygginguna á svæðinu. Ekki bara hvað varðar gróðurbætur og varnir gegn eðjuflóðum, heldur einnig til að byggja upp framtíðartrú meðal íbúa í sveitunum í kringum eldfjallið eftir þetta áfall.</p> <p>Það er auðvitað mjög mikilvægt að Landgræðsla ríkisins sé í miklu og nánu sambandi við bændur og aðra vörslumenn lands. Það er staðreynd að stór hluti Íslands er í eigu og umsjón bænda, sem jafnframt eiga réttindi til beitarnytja á þjóðlendum ríkisins. Það þarf að vera sameiginlegt viðfangsefni bænda og Landgræðslunnar að koma málum þannig fyrir að öll landnýting verði sjálfbær, og að haldið verði áfram öflugu starfi við endurheimt þeirra landkosta sem hafa tapast undanfarna áratugi. Þar eiga og þurfa hagsmunir umhverfisyfirvalda og bænda að fara saman.</p> <p>Íslenskur landbúnaður þarf að byggja á sjálfbærri nýtingu lands - og þannig og einungis þannig - mun hann halda áfram að eflast og dafna.</p> <p>Í því samhengi - og þar sem líður að jólum - má rifja upp stutt en ágætt ljóð skáldsins Einars Más Guðmundssonar frá árinu 2002 sem heitir „Jólaljóð“:</p> <p><em>saklausu lömbin í biblíunni,</em></p> <p><em>eru lærisneiðar á jólunum.</em></p> <p>Góðir gestir,</p> <p>Fyrr í dag kynnti ég á opnum fundi í gamla Tjarnarbíó aðgerðaáætlun íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum. Þar skiptir landgræðsla miklu sem aðgerð til að mæta þeim skuldbindingum sem við höfum undirgengist. Ég vil jafnframt líta á landgræðsluaðgerðirnar í víðtækara samhengi; sem hluta af því nauðsynlega verkefni að endurheimta tapaða landkosti. Það er mikilvægt starf sem leggur lóð á vogarskálar loftslagsmála, en ekki síður hvað varðar líffræðilega fjölbreytni, vatnsmiðlun og almenna náttúruvernd svo nokkur dæmi séu tekin.</p> <p>Endurheimt raskaðra vistkerfa var einnig eitt þeirra atriða sem samkomulag náðist um á síðast Aðildarríkjaþingi samningsins um líffræðilega fjölbreytni í Nagoya í Japan í síðasta mánuði, en árið 2010 er einmitt alþjóðlegt ár líffræðilegs fjölbreytileika. Þar var samþykkt áskorun um að ríki heims skuli stefna að endurheimt a.m.k. 15% af þeim vistkerfum sem raskað hefur verið af mannavöldum og það fyrir árið 2020. Þetta er mikilvæg áskorun fyrir Ísland, þar sem rask á votlendi, skógum og öðrum gróðurvistkerfum hefur verið afar mikið.</p> <p>Þetta eru því allt samhangandi ferlar sem tengjast landgræðslustarfinu í landinu á einn eða annan hátt og sem mikilvægt er að umhverfisráðuneytið og Landgræðslan haldi áfram að eiga gott samstarf um.</p> <p>Ágætu gestir,</p> <p>Þó ég hafi komið inn á alþjóðlegt samhengi landgræðslumála er það auðvitað svo að allur árangur byggir síðast en ekki síst á athöfnum heimafyrir.</p> <p>Hér í dag er verið að veita hópi fólks með mjög fjölbreyttan bakgrunn Landgræðsluverðlaunin.</p> <p>Þessi fjölbreytti hópur endurspeglar ágætlega mikilvægi þess að stjórnvöld vinni með fólkinu í landinu að verkefnum sem tengjast endurheimt landkosta. Framkvæmdir við endurheimt landgæða og sjálfbæra nýtingu lands þurfa að byggjast á samstarfi og aðkomu almennings og þeirra sem eiga landið. Ég veit að Landgræðslan hefur lagt mikla áherslu á slíkar nálganir – sem oft eru kallaðar grasrótarnálganir - í sínum störfum undanfarin ár með góðum árangri og vil ég brýna ykkur til dáða að halda áfram á sömu braut. Sjálfbær umgengni um landið er siðferðileg skylda okkar allra.</p> <p>Landgræðslu ríkisins vil ég að síðustu þakka fyrir þennan viðburð og þeirra frumkvæði. Hér í Gunnarsholti hafa verið byggðar upp glæsilegar höfuðstöðvar öflugrar stofnunar á landsbyggðinni. Mínar bestu kveðjur til ykkar allra sem hér starfið.</p> <p>Að lokum við ég endurtaka heillaóskir mínar til handhafa Landgræðsluverðlaunanna. Gæfa fylgi öllum ykkar störfum áfram.</p> <p>Takk fyrir</p>

2010-11-11 00:00:0011. nóvember 2010Ávarp umhverfisráðherra - aðgerðaráætlun í loftslagsmálum

<p><em>Hafdís Gísladóttir aðstoðarmaður umhverfisráðherra flutti eftirfarandi ávarp ráðherra á kynningu um aðgerðaráætlun í loftslagsmálum sem haldin var í Tjarnarbíói 11. nóvember 2010.</em></p> <p>Góðir gestir,</p> <p>Nú nýverið kom út þróunarskýrsla Sameinuðu þjóðanna, sem er árlegur viðburður. Henni voru gerð nokkur skil í fjölmiðlum hér, einkum sú staðreynd að Ísland, sem fyrir nokkrum árum náði toppsætinu í samanburði, hefur dottið niður í 17. sæti á lífskjaralista. Vissulega geta þó flest önnur ríki öfundað okkur enn, því lífslíkur eru óvíða meiri en hér á landi, menntun góð og mikið jafnrétti – og þótt okkur finnist þröngt í búi er himinn og haf á milli kjara Íslendinga og þjóða í neðstu sætum listans, sem búa við sannkallaða örbirgð.</p> <p>Það er okkur vissulega umhugsunarefni að við skulum ekki hafa gáð að okkur í hinu svokallaða góðæri og hversu hratt grundvellinum var kippt undan því. Öll ríki geta lent í slíkum hremmingum ef varúðarmerki í efnahagslífinu eru hunsuð og fyrirhyggja höfð að spotti. En þróunarskýrsla Sameinuðu þjóðanna telur að efnahagsbólur og bankaskellir séu ekki helsta ógn við velsæld jarðarbúa, heldur loftslagsbreytingar.</p> <p>Á sumum stöðum munu þurrkar aukast, á öðrum flóð. Gróðurbelti munu færast til og skilyrði til landbúnaðar og búsetu geta gjörbreyst vegna náttúrulegra umskipta sem eiga sér engin fordæmi á sögulegum tímum. Varúðarmerkin eru til staðar og fyrirhyggja nauðsynleg ef við ætlum ekki að lenda í hnattrænni vistkreppu.</p> <p>Sumir Íslendingar trúa enn að slíkir spádómar séu byggðir á sandi og séu til þess eins fallnir að skyggja að óþörfu á veislugleði neysluhyggju. Ég held reyndar að slíkum röddum fari fækkandi á Íslandi eins og annars staðar, þar sem við finnum í vaxandi mæli á eigin skinni að loftslag jarðar er að breytast. Hegðun okkar tekur þó lítið mið af vaxandi vissu um alvarleika loftslagsbreytinga, því losun gróðurhúsalofttegunda vex jafnt og þétt á heimsvísu. Of miklum kröftum er eytt í deilur um skiptingu byrða, en of litlum í að finna varanlegar lausnir á loftslagsvandanum.</p> <p>Við Íslendingar getum ekki verið stikkfrí í loftslagsmálum frekar en aðrar þjóðir sem raðast ofarlega á lífskjaralistum. Í Loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna er gerð krafa á þróuð ríki að ganga á undan með góðu fordæmi í að draga úr losun á gróðurhúsalofttegundum.</p> <p>Ég tel að aðgerðaáætlun í loftslagsmálum, sem samþykkt var í ríkisstjórn í lok síðustu viku og kynnt er hér í dag, marki nokkur tímamót í þessum málum hér á Íslandi. Áætlunin er byggð á ítarlegri greiningu á möguleikum á aðgerðum, sem unnin var af sérfræðinganefnd og gefin út í fyrra. Reynt verður að draga úr losun á öllum helstu sviðum og auka bindingu kolefnis úr andrúmsloftinu, en áhersla verður lögð á þær aðgerðir sem skila mestu og eru hagkvæmastar að mati sérfræðinga. Áætlunin sameinar metnað, raunsæi og hagkvæmni og er tæki til að hjálpa stjórnvöldum svo þau geti staðið við líklegar alþjóðlegar skuldbindingar Íslands til ársins 2020.</p> <p>Áætlunin er einungis fyrsta skrefið í því skyni. Hún framkvæmir sig ekki sjálf, heldur með samstilltu átaki ríkisins, sveitarfélaga, atvinnulífsins og almennings. Ríkisstjórnin hefur þegar sýnt að hún ætlar ekki að láta þessa áætlun verða orðin tóm. Sama dag og áætlunin var samþykkt í ríkisstjórn var ákveðið að leggja fram frumvarp um breytingar á sköttum og gjöldum á bíla og eldsneyti, þannig að þau taki aukið mið af kolefnislosun. Þetta er táknrænt, því við Íslendingar stöndum illa í samanburði við aðrar þjóðir þegar kemur að losun í samgöngum, þótt við stöndum vel á mörgum sviðum, einkum hvað varðar notkun endurnýjanlegrar orku fyrir rafmagn og húshitun.</p> <p>Þetta frumvarp verður kynnt hér stuttlega í dag, en einnig aðgerðir á vegum sveitarfélaga, sem eru mikilvægar í loftslagsmálum.</p> <p>Einhverjir munu spyrja hvort við höfum efni á því að ráðast í aðgerðir í loftslagsmálum í kreppunni. Okkur er að sjálfsögðu þröngur stakkur búinn eins og stendur, meira að segja við að ráðast í aðgerðir sem taldar eru borga sig fjárhagslega til lengri tíma, eins og að leggja fleiri hjólastíga eða rafvæða fiskimjölsverksmiðjur. En til lengri tíma tel ég víst að öflugt starf í loftslagsmálum sé gott fyrir budduna jafnt sem umhverfið. Um allan heim keppast ríkisstjórnir og fyrirtæki nú við að varða leiðina að „grænu hagkerfi“ með loftslagsvænni tækni og lífsstíl. Öflug nýsköpun í loftslagsvænni tækni, sem er ein af tíu svokölluðum lykilaðgerðum í aðgerðaáætluninni, getur hjálpað íslenskum fyrirtækjum að hasla sér völl á stækkandi mörkuðum fyrir grænar lausnir. Það er mikilvægt fyrir íslensk stjórnvöld og fyrirtæki að geta borið höfuðið hátt í loftslagmálum, að vera í fararbroddi en ekki í skutnum, að vinna ötullega að lausnum í stað þess að biðja um undanþágur frá alþjóðlegum reglum.</p> <p>Ég er bjartsýn á að við Íslendingar getum hrint þeim metnaðarfullu aðgerðum í framkvæmd sem er að finna í áætluninni og að þær muni ekki koma niður á lífskjörum okkar, heldur þvert á móti. Grænt hagkerfi er ekki bara góð hugmynd, það er lífsnauðsyn fyrir mannkynið að geta búið okkur og óbornum kynslóðum velsæld án þess að stórskemma gangverk náttúrunnar. Saman geta þjóðir heims komið í veg fyrir hrun náttúrugæða, sem verður mun afdrifaríkara en hrun gróðabóluævintýra. Ísland má ekki láta sitt eftir liggja þar.</p> <p>Takk fyrir,</p>

2010-11-10 00:00:0010. nóvember 2010Ávarp umhverfisráðherra á Norðurslóðardeginum 2010

<p><em>Hafdís Gísladóttir aðstoðarmaður umhverfisráðherra flutti ávarp ráðherra á Norðurslóðardeginum sem haldinn var í Norræna húsinu 10. nóvember 2010.</em></p> <p>Það er mér sönn ánægja að vera með ykkur hér í dag á fyrsta Norðurslóðadeginum. Ég tel mjög við hæfi að tengja daginn við fæðingardag Vilhjálms Stefánssonar landkönnuðar en hann var fæddur 3. nóvember 1879.</p> <p>Með frásögnum sínum af „heimskautalöndunum unaðslegu” átti Vilhjálmur drjúgan þátt í að breyta ímynd Norðurslóða gagnvart umheiminum frá því að vera hrjóstrugt eyðiland, þakið ísbreiðum og jökulruðningum í svæði með stórbrotna náttúru þar sem býr fólk sem í aldanna rás hefur lært að lifa á þeim gögnum og gæðum sem náttúran á þessum slóðum hefur að bjóða.</p> <p>Á síðustu árum hafa augu manna í auknum mæli beinst að Norðurslóðum, ekki síst vegna þeirra breytinga á umhverfi og lífsskilyrðum sem þar má greina.</p> <p>Á skömmum tíma hafa þjóðfélög á heimskautaslóðum þurft að aðlagast gjörbreyttum aðstæðum þegar veiðimannasamfélög hafa - nauðug eða viljug - tekið upp menningu og lifnaðarhætti Vesturlandabúa. Sú aðlögun hefur ekki verið sársaukalaus og leitt til alvarlegra þjóðfélagsvandamála, en einnig til aukinnar vitundar heimamanna um nauðsyn þess að taka þátt í pólitísku starfi á alþjóðavettvangi. Meginviðfangsefni slíkrar viðleitni hefur verið rétturinn til að rækta og viðhalda eigin menningu, rétturinn til landsins og að fá að nýta náttúruauðlindir á sjálfbæran hátt í samræmi við eigin þarfir og gildismat.</p> <p>Það er staðreynd að hlýnun jarðar er hröðust á heimskautasvæðunum. Loftslagsbreytingarnar munu hafa mikil áhrif ekki bara á náttúru og vistkerfi heldur einnig á félagslega og hagræna þætti sem munu hafa keðjuverkandi áhrif langt út fyrir svæðið. Einnig er ljóst að heimskautasvæðin eru endastöð fyrir ýmis hættuleg efni svo sem þungmálma og þrávirk lífræn efni sem geta haft mikil áhrif á umhverfi og heilsu manna og dýra. Hvort sem við horfum til mengunar af völdum hættulegra efna eða örrar hlýnunar loftslags er ljóst að það eru fyrst og fremst athafnir manna sunnar á hnettinum sem valda.</p> <p>Miklar breytingar á náttúrufari Norðurslóða geta haft áhrif um allan heim.</p> <p>Ef Grænlandsjökull fer að bráðna ört þá er það ógn við íbúa láglendra hitabeltiseyja og íbúa við ósa Nílar og Ganges-fljóta. Ef siglingaleiðir opnast norðan Rússlands og Kanada, þá getur það haft djúpstæð efnahagsleg og pólitísk áhrif víða um heim.</p> <p>Við sem búum hér á norðlægum slóðum gegnum mikilvægu hlutverki við að miðla upplýsingum og þekkingu um það sem er að gerast og hvaða afleiðingar það getur haft.</p> <p>Í því tilliti gegna rannsóknir og vöktun lykilhlutverki. Það er því mjög ánægjulegt að sjá þá grósku sem er að finna hér á landi í vísindastarfi um málefni norðursins. Sú gróska birtist meðal annars í þeim fjölmörgu áhugaverðu erindum sem verða flutt hér í dag.Það er líka ánægjulegt að fylgjast með hvernig stofnanir um málefni Norðurslóða hafa skotið rótum í frjóum jarðvegi hér á landi og njóta viðurkenningar í alþjóðasamfélaginu.</p> <p>Sem dæmi vil ég nefna Stofnun Vilhjálms Stefánssonar. Eitt af meginverkefnum hennar á liðnum áratug var að taka saman yfirlitsskýrslu um mannlíf á Norðurslóðum fyrir Norðurskautsráðið. Það verkefni varð flaggskipið í formennsku Íslands í Ráðinu 2002-2004. Skemmst er frá því að segja að skýrslan markaði nokkur tímamót og er í dag notuð sem kennsluefni í Háskóla Norðurslóða og viðurkennt af Sameinuðu þjóðunum sem svæðisskýrsla, sem styður árlega hnattræna úttekt stofnunarinnar um ástand og þróun ríkja heims</p> <p>Þá má nefna Háskólann á Akureyri sem m.a. býður upp á alþjóðlegt nám í lögfræði með áherslu á Norðurslóðir, hið fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Og með samstarfi sínu við Háskóla Norðurslóða leggur Háskólinn á Akureyri sitt af mörkum til að glæða áhuga ungs fólks og möguleika á að stunda nám og vísindastörf um málefni Norðursins. Það tel ég afar mikilvægan þátt í því að tryggja framtíð svæðisins.</p> <p>Loks má minna á að Ísland hýsir skrifstofur tveggja vinnuhópa Norðurskautsráðsins og eru þær staðsettar á Akureyri. Annars vegar PAME sem fjallar um verndun hafsvæða í norðri og hins vegar CAFF sem vinnur að verndun náttúru og líffræðilegrar fjölbreytni á Norðurslóðum.</p> <p>Góðir gestir,</p> <p>Á komandi árum munu augu manna áfram beinast að Norðurslóðum. Við sjáum þegar merki um áhuga nágrannaríkja á réttinum til að nýta auðlindir sem verða aðgengilegar þegar ísinn hopar. Þar bíða bæði ógnir og tækifæri.</p> <p>Verkefnin sem við blasa eru af vistrænum og félagslegum toga. Þau eru þess eðlis að þau verða vart leyst nema með þverfaglegu samstarfi vísindagreina í fjölþjóðlegri samvinnu og í samráði við íbúa Norðurslóða.</p> <p>Hagsmunir okkar Íslendinga felast ekki síst í því að vinna gegn umhverfismengun og rányrkju auðlinda og að vinna að því að skapa skilning og viðurkenningu á rétti Norðurslóðabúa til að nýta lífríkið á sjálfbæran hátt.</p> <p>Í þeirri viðleitni er ötult vísindastarf og gott tengslanet við fræðimenn í öðrum löndum forsenda fyrir að skapa þá þekkingu sem stefnumótun um málefni Norðurslóða þarf að byggja á.</p> <p>Virk þátttaka íslenskra vísindamanna í samstarfi á Norðurslóðum hefur stuðlað að því að þekking þeirra á þeim vandamálum og tækifærum sem fólk á Norðurslóðum fæst við er orðin afar eftirsótt ekki aðeins á Norðurslóðum heldur einnig víða um heim. Það er ósk mín að svo megi verða áfram.</p> <p>Ég vil loks þakka Samvinnunefnd um málefni Norðurslóða fyrir að efna til þessarar ráðstefnu hér í dag. Það er von mín að við munum í framtíðinni minnast Vilhjálms Stefánssonar á ári hverju með viðburði sem þessum þar sem sjónum er beint að „heimskautalöndunum unaðslegu” sem áttu hug hans allan.</p> <p>Takk fyrir.</p>

2010-11-01 00:00:0001. nóvember 2010Ávarp umhverfisráðherra á 10. aðildarríkjafundi samningsins um líffræðilega fjölbreytni

<p><em>Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra flutti eftirfarandi ávarp á 10. aðildarríkjaþingi samningsins um líffræðilega fjölbreytni, CBD COP-10, í Nagoya í Japan 28. október 2010.</em></p> <p>Ministers, ladies and gentlemen,</p> <p>The International Year of Biodiversity has been a great opportunity to take stock of the state of life on Earth, and our efforts to halt the decline of biodiversity. Here in Nagoya Parties have been looking at the future and the course for necessary actions in the next decade to further the protection of biological diversity and its sustainable use to support development and human welfare. &#160;</p> <p>In this task, we need to coordinate globally and act locally. Iceland looks to the Convention on Biological Diversity to guide its efforts in conserving and managing biodiversity, and has in place a National Strategy to fulfil its objectives on the home front. I will now briefly address some priorities of Iceland that are of relevance to the CBD and its objectives to halt and reverse the loss of biodiversity.</p> <p>Globally, we have made considerable progress in establishing a network of protected areas in terrestrial areas. Iceland has taken significant steps in recent years in this respect, notably with the establishment of the Vatnajökull National Park, which is Europe's biggest. We are expanding our RAMSAR-network and working on further protection of important habitats of birds and plants.</p> <p>Progress is less evident in this respect in the marine and coastal environment, both globally and in our local area. Part of the reason is simply that life in the sea is out of our sight and that our knowledge of the marine environment is incomplete. We will put increased emphasis on marine conservation efforts as we approach the 2012 benchmark. Iceland has few fully fledged MPA's now, but an extensive network of permanent and temporary no-fishing-zones. Our efforts will be guided not only by looking at the number and size of MPA's, but also on their overall conservation value and interplay with other measures for conservation of biological diversity and sustainable use of marine species. It is worth pointing out that the OSPAR Convention recently designated the first MPA's outside national jurisdictions only last month in the North-East Atlantic. This illustrates the importance of effective regional cooperation on marine conservation and sustainable use.</p> <p>The Convention on Biological Diversity emphasizes reclaiming damaged ecosystems as well as conserving healthy ones. This will become increasingly important in our global efforts. Iceland will continue work to reclaim its birch forests, but we also aim to increase efforts to reclaim wetlands, which were largely drained for agriculture in the 20<sup>th</sup> Century. This is important not only from a biodiversity perspective, but also for the climate. Drained and damaged wetlands emit significant amounts of carbon dioxide at a global level. Reclaiming them will halt emissions and restore vital ecosystems. It is highly relevant that the relationship between Climate and the Biodiversity related conventions is highlighted here in Nagoya, as efforts to protect biodiversity and combat climate change tend to go hand in hand.</p> <p>One of the main issues before COP-10 here in Nagoya is to finalise the Protocol on Access and Benefit Sharing. This Protocol will be a great milestone in our work, not least for developing countries, which hold the greatest wealth of biodiversity, and need to get a fair share of revenues resulting from the utilization of this wealth. &#160;</p> <p><span>Rainforests, coral reefs and other tropical ecosystems are the biggest reservoirs of biodiversity on the planet, but we must also focus on other important and vulnerable habitats. The Arctic is under increasing stress from rapid climate change and possible exploitation of resources as ice retreats and new areas become accessible. Ocean acidification is about twice as fast in the seas around Iceland and some other areas in the High North than the global average. Surveys of pollutants and climate change in the Arctic have helped spur environmental measures in these fields by showing that emissions in temperate and tropical areas affect faraway polar regions. Currently, the Arctic Council is undertaking a new circumpolar survey of biodiversity in a time of unprecedented environmental change. I hope this, too, will inform the work of the CBD in the coming decade and help illustrate how interwoven the web of life is and how our actions can have a wide impact.</span> <span>&#160;</span></p> <p><span>As the Year of Biodiversity nears its end, we must set our sight on the future. P</span><span>arties now have to commit to fulfil new targets set for the next decade until 2020 with the timeframes that will be adopted at this meeting.</span> <span>We are progressing in many areas, but we face a huge challenge with growing pressures on ecosystems from human activities, loss of habitats and global warming. Full integration of biodiversity issues into all sectors of society is urgently needed. Our knowledge base and assessment must be improved. Iceland supports the agreement reached in Busan in Korea last June to establish a new science-policy intergovernmental platform on biodiversity and ecosystem services</span> <span>to strengthen the scientific input into decision making.</span> <span>It is my sincere hope that this year will mark a beginning of a decade for biological diversity, where we will intensify our efforts in reaching the new Convention's goals.</span></p> <p>Thank you,&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;</p> <p>&#160;</p>

2010-10-21 00:00:0021. október 2010Ávarp umhverfisráðherra við vígslu ofanflóðavarna í Ólafsvík

<p><em>Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra flutti eftirfarandi ávarp við vígslu ofanflóðavarna í Ólafsvík 21. október 2010.</em></p> <p>Ágætu íbúar Snæfellsbæjar og aðrir gestir,</p> <p>Það er mér sönn ánægja að vera hér með ykkur á þessum mikilvægu tímamótum þegar lokið er frágangi ofanflóðavarna hér í Ólafsvík.</p> <p>Ofanflóð og þá einkum snjóflóð hafa valdið meira manntjóni á Íslandi en nokkrar aðrar náttúruhamfarir. Á 20. öldinni létust 166 manns í snjóflóðum á Íslandi. Þar af fórust 107 í þéttbýli. Í kjölfar snjóflóðanna á norðanverðum Vestfjörðum 1995 þar sem 34 manns létu lífið ákváðu stjórnvöld að hvetja til markvissra aðgerða til að slíkir atburðir mundu ekki endurtaka sig hér á landi. Var löggjöf breytt og sveitarfélögum sem bjuggu við snjóflóðahættu gert skylt að láta fara fram skipulegt áhættumat á byggðum hættusvæðum og á þeim grunni hefja uppbyggingu snjóflóðavarna. Til þessara aðgerða mundu sveitarfélögin njóta fjárhagsaðstoðar Ofanflóðasjóðs í samræmi við reglur sjóðsins og viðurkennt verklag. Var umhverfisráðuneytinu falið að annast umsjón með framkvæmdinni af hálfu ríkisvaldsins og tók það formlega við verkefninu 1. janúar 1996. Jafnframt var starf Veðurstofu Íslands að snjóflóðavörnum aukið umtalsvert til að aðstoða við hættumat og vöktun vegna snjóflóða.</p> <p>Við Íslendingar þekkja flestum betur hvernig er að búa við náttúruvá. Hér verða reglulega stórir jarðskjálftar, eldsumbrot verða með nokkurra ára millibili og aftakaveður koma hér af og til. Landsmenn hafa aðlagað sig þessum aðstæðum og umfangsmikið rannsóknar- og vöktunarstarf er unnið í því skyni að tryggja hér lífvænleg skilyrði til búsetu.</p> <p>Strax á árinu 1996 ákvað ráðuneytið að efla verulega rannsóknir á eðli snjóflóða og komu á öflugu eftirliti með snjóflóðahættu og gerð rýmingaráætlana, sem styðjast skyldi við þar til lokið yrði gerð varnarvirkja. Þá var unnin yfirgripsmikil úttekt á öllum helstu snjóflóðahættusvæðum í byggð og metnir líklegir varnarkostir á hverjum stað. Í framhaldi af þeirri úttekt var ákveðið í samráði við viðkomandi sveitarfélög að ráðast í byggingu varanlegra snjóflóðavarna og tryggja þannig öryggi fólks í byggð. Um er að ræða stórt verkefni sem mun enn taka mörg ár að ljúka að fullu, þó nú hafi verulega miðað í auknu öryggi á flestum þeim þéttbýlisstöðum sem talið var að byggju við snjóflóðahættu. Hafa sum varnarvirkin sem reist voru þegar sannað gildi sitt.</p> <p>Víst er það svo að menn höfðu ekki talið vera mikla hættu á snjóflóðum hér í Ólafsvík, en það er þó í fersku minni margra sem hér búa snjóflóðið sem féll úr Tvísteinahlíð og olli verulegum skemmdum á Heilsugæslustöðinni hér árið 1995. Sem betur fer olli það ekki manntjóni en það mátti ekki miklu muna. Ennfremur hafa krapaflóð sem komið hafa í bæjargilið m.a. 1948 skapað hættu hér í bæjarfélaginu. Það var því full ástæða til að Ólafsvík tæki þátt í átakinu um gerð ofanflóðavarna. Þá er flóðið sem kom í bæjargilið í september 2008 og olli skemmdum í bæjargilinu ekki gleymt.</p> <p>Hér í dag fögnum við verklokum við upptakastoðvirki og garð í Tvísteinahlíð og varnir vegna krapaflóða í bæjargilinu. Þar með lítum við svo á að lokið sé gerð og frágangi ofanflóðavarna hér í Ólafsvík. Þessar framkvæmdir eru nú eins og vel sést mikilvægur hluti af bæjarlandslaginu og því var strax í undirbúningi verksins lögð áhersla á útlit varnanna, uppgræðslu og gerð gögnustíga þannig að framkvæmdirnar féllu sem best að umhverfinu og stuðluðu um leið að bættri aðstöðu til útivistar. Það er því von mín að íbúar Ólafsvíkur og aðrir sem sækja bæinn heim muni njóta vel útivistar á svæðinu.</p> <p>Aðkoma ráðuneytisins að þessum framkvæmdum hér í Ólafsvík hefur fyrst og fremst verið í gegnum Ofanflóðasjóð sem styrkir sveitarfélög til framkvæmda á þessu sviði samkvæmt áætlun um uppbyggingu varnarvirkja. Það er mitt mat að framkvæmd þessi hafi tekist afar vel og er hún öllum þeim sem að henni koma til mikils sóma. Vil ég sérstaklega þakka ráðgjöfum, verktökum og eftirlitsaðilum þeirra störf.</p> <p>Ágætu íbúar Snæfellsbæjar, við erum hér í dag saman komin til þess að fagna því að gerð þessara varnarvirkja sé lokið og mannvirkin tilbúin til þess að takast á við það hlutverk sitt að tryggja íbúum Ólafsvíkur aukið öryggi gagnvart ofanflóðum.</p> <p>Ég vil því að lokum óska ykkur öllum til hamingju með þessi mannvirki og vona að þau verði Snæfellsbæ og íbúum Ólafsvíkur til farsældar um ókomna tíð.</p> <p>Takk fyrir</p>

2010-10-20 00:00:0020. október 2010Grein umhverfisráðherra í Fréttablaðinu - Mælikvarði lífsgæða og velferðar

<p><em>Eftirfarandi grein Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra birtist&#160;í Fréttablaðinu 20. október 2010.</em></p> <p>Umhverfismál eru mál 21. aldarinnar, mál framtíðar og komandi kynslóða. Mannkynið stendur á tímamótum hvað varðar samskipti sín við náttúru og umhverfi. Við göngum hratt á óendurnýjanlegar auðlindir, fjölgun mannkyns er hömlulaus og áhrif okkar á umhverfið virðast takmarkalaus. Okkur Íslendingum hættir til að álykta að við séum stikkfrí þegar kemur að umhverfismálum og séum heimsbyggðinni til mikillar fyrirmyndar. En það er öðru nær ef marka má niðurstöður Sigurðar Eybergs Jóhannessonar og dr. Brynhildur Davíðsdóttir, dósents við Háskóla Íslands, á vistspori Íslendinga, en sá mælikvarði hefur aldrei áður verið lagður á íslenskt samfélag.</p> <h3>21 Jörð</h3> <p>Niðurstöður útreikninga á vistspori Íslendinga eru sláandi. Það þyrfti 21 Jörð ef allt mannkynið lifði við sömu kjör og við. Við sláum öll fyrri met hvað þetta varðar. Fræðimönnunum sem gerðu útreikningana leist nú ekki betur en svo á niðurstöðuna að þeir prófuðu að taka fiskveiðar út úr jöfnunni. Þá varð niðurstaðan sú að mannkynið þyrfti sex Jarðir ef allir nýttu náttúruauðlindir af sama kappi og íslenska þjóðin. Auðvitað eru útreikningar sem þessir umdeilanlegir en þeir gefa okkur engu að síðu ákveðna hugmynd um það hver staða okkar er í heiminum, hversu rík við erum af náttúruauðlindum og hversu langt við höfum gengið nú þegar í því að nýta þær. Lykiltölur Alþjóða orkumálastofnunarinnar 2010 staðfesta þetta. Samkvæmt skýrslunni er Qatar eina ríkið sem er orkufrekara en Ísland miðað við höfðatölu.</p> <p><span>Þrátt fyrir þetta heyrast háværar raddir sem vilja meira,</span> miklu meira. Að mínu mati þurfum við að temja okkur meiri hófsemd og meiri aga. Við þurfum ekki að gleypa allt sem á vegi okkar verður, eins og Andri Snær Magnason minnti okkur svo eftirminnilega á í greininni <em>Í landi hinna klikkuðu karlmanna</em>: „Við erum nú þegar með allt sem nútímasamfélag þarfnast. Það þarf bara að sinna því sem við höfum þegar byggt upp, fá arð af því sem þegar hefur verið virkjað og fara betur með það sem þegar hefur fiskast.“ Það er hárrétt hjá Andra, við þurfum ekki alltaf að virkja meira og veiða meira, en það sem okkur vantar raunverulega meira af eru <em>gæði</em>, gæði í nýtingu, gæði í framleiðslu, gæði í stjórnsýslu og síðast en ekki síst <em>lífsgæði</em>.</p> <h3>Nýir mælikvarðar</h3> <p>Því er haldið á lofti að lífsgæði almennings verði ekki aukin nema með auknum hagvexti. En ef marka má Stöðuskýrslu Félagsvísindastofnunar og hagfræðistofnunar Íslands frá árinu 2009 er ekki beint orsakasamhengi á milli aukinna lífsgæða og aukins hagvaxtar. Á árunum fyrir hrun var mikill hagvöxtur hér á landi en á sama tíma jókst ójöfnuður í landinu. Ójöfnuðurinn jókst hraðar hér en í öðrum löndum og hann einkenndist af því að ráðstöfunartekjur tekjuhæstu hópa hækkuðu langt umfram aðra hópa í samfélaginu. Þá vekur það athygli að í öllum hagvextinum og meintri hagsæld jókst notkun geðlyfja og var notkun þeirra mun tíðari hér á landi en í hinum OECD löndunum. Þá benda niðurstöður umræddrar skýrslu til að áherslur áranna fyrir hrun hafi ekki aukið lífsánægju Íslendinga. Við hljótum því að spyrja okkur hvort réttir mælikvarðar séu notaðir þegar hagsæld þjóðarinnar er metin. Það er ein mikilvægasta spurningin sem við þurfum að svara við endurreisn samfélagsins.</p> <p>Svandís Svavarsdóttir<br /> umhverfisráðherra</p>

2010-08-27 00:00:0027. ágúst 2010Ávarp umhverfisráðherra á aðalfundi Skógræktarfélags Íslands 2010

<p><em>Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra flutti eftirfarandi ávarp á aðalfundi Skógræktarfélags Íslands sem haldinn var á Hótel Selfossi 27.-28. ágúst 2010.</em></p> <p>Góðan daginn,</p> <p>Fyrrverandi forseti Íslands frú Vigdís Finnbogadóttir<br /> Formenn Skógræktarfélags Íslands og Skógræktarfélags Árnesinga<br /> Ágætu aðalfundarfulltrúar, góðir gestir</p> <p>Kære Johan C. Løken styreleder i det Norske Skogselskap, jeg önsker dig varmt velkommen til Island. Jeg vet att det har vært langt og tæt samarbete imellom Det Islandske og Det Norske Skogselskap som har bidraget stort till att fremja skogssaken her i Island. Jeg vil derför bruke tilfellet og takka Det Norske Skogselskap för allt dess stötte og samarbete med Det Islandske Skogselskap og skogssaken generellt her i Island igenom åren.</p> <p>Kæru gestir,</p> <p>Það er mér sérstök ánægja að fá að ávarpa þennan 75. aðalfund Skógræktarfélags Íslands, sem haldinn er hér í hinum gróna bæ Selfossi í boði Skógræktarfélags Árnesinga.</p> <p>Skógræktarfélag Íslands fagnar í ár áttatíu ára afmæli sínu. Ég óska félaginu innilega til hamingju með áfangann. Þetta er hár aldur hjá félagasamtökum og Skógræktarfélag Íslands er sannarlega öflug hreyfing áhugafólks um betra Ísland. Jafnframt óska ég Skógræktarfélagi Árnesinga, einu öflugasta aðildarfélaginu, til hamingju með þeirra afmæli, en félagið er sjötíu ára í ár, stofnað árið 1940.</p> <p>Það er ekki hægt að segja annað en bæði félögin hafi fengið einmunablíðu í afmælisgjöf. Þetta sumar er búið að vera einstakt gróðrarsumar, ekki síst hér sunnanlands og vestan með hita og logni og er gróskan eftir því.</p> <p>En þessi mikla gróðursæld er ekki bara vegna góðs tíðarfars – árangur hins mikla gróðuráhuga og átaks undanfarinna áratuga er auðvitað betur og betur að koma í ljós. Það eru tré, sem einhver hefur sýnt þá fyrirhyggju að gróðursetja og hlú að, sem eru að vaxa vel núna í blíðviðrinu. Þar hafa Skógræktarfélag Ísland og áhugafólk innan þess vébanda verið í fararbroddi.</p> <p>Það hlýtur því að vera góð tilfinning fyrir hið áttræða afmælisbarn - Skógræktarfélag Íslands að virða fyrir sér hinn mikla árangur í skóg- og trjárækt í landinu. Mér fannst Tryggva Ólafssyni myndlistamanni mælast vel, í viðtali í Morgunblaðinu í fyrra haust, þar sem hann lýsir þeim breytingum sem hann upplifir við heimkomuna til Íslands eftir nærri 50 ára dvöl í Kaupmannahöfn, en hann flutti út 21 árs og heim aftur 68 ára í miðja kreppuna – Tryggvi segir orðrétt <em>“Þetta er voðalega þreytt lýðveldi. Það sem hefur batnað er hvað Reykjavík og Ísland eru orðin græn. Ég held að fáir menn hafi séð annan eins árangur ævi sinnar og Sigurður Blöndal og aðrir skógræktarmenn. Þeir hafa gert kraftaverk”</em>.</p> <p>En þó við tökum heilshugar undir orð Tryggva að kraftaverk hafi gerst hér í skógrækt er hins vegar enn mikið verk að vinna.</p> <p>Ásýnd landsins og umgengni okkar við gæði þess er fjarri því að vera hnökralaus. Ísland er það land Evrópu sem hefur tapað mestri skógarþekju og gróðurhulu og jarðvegseyðing er enn mikil. Það er ekki fyrr en á allra síðustu árum sem aðgerðir við uppgræðslu lands hafa loks farið að halda í við gróður og jarðvegseyðinguna.</p> <p>Gróður- og jarðvegsauðlindir landsins eru enn alltof rýrar sakir ósjálfbærrar nýtingar og mikið verkefni framundan við uppbyggingu þeirra. Skógar þekja einungis rúm 1% af flatarmáli landsins.</p> <p>Baráttan við gróður og jarðvegseyðinguna heldur því áfram að vera eitt af stóru viðfangsefnum umhverfismála á Íslandi.</p> <p>Í sumar kynnti skógræktarstjóri fyrir mér drög að stefnumótun í skógrækt í landinu sem hópur undir hans stjórn hefur unnið að undanfarið. Ég hef verulegar væntingar til þeirrar vinnu og geri ráð fyrir að fá þá stefnumótun formlega í hendur í haust til umfjöllunar í ráðuneytinu eftir að hún hefur farið í almenna kynningu. Heildstæð stefnumótun um skóga og skógrækt í landinu er ekki til og vantar fyrir þennan mikilvæga málaflokk. Það má jafnframt nefna að það fer vel á að hafa stefnumótun í skógrækt til umfjöllunar nú í vetur því á árinu 2011, sem verður alþjóðlegt ár skóga hjá Sameinuðu þjóðunum má gera ráð fyrir aukinni umfjöllun um skóga og skógrækt á alþjóðlegum vettvangi.</p> <p>Góðir félagsmenn,</p> <p>Í vor átti sér stað heilmikil orðræða í fjölmiðlum um þá ákvörðun mína að móta reglur um notkun alaskalúpínu. Ég tel því rétt og upplýsandi að víkja að því hér á þessum vettvangi.</p> <p>Alaskalúpína hefur reynst góður bandamaður í uppgræðslu landsins. Plantan bindur köfnunarefni úr andrúmsloftinu og hefur sýnt af sér góða aðlögunarhæfni á nánast öllu láglendi landsins. Henni hefur víða verið sáð og með minnkandi beit og hlýnandi loftslagi breiðist hún út víða og er orðin áberandi í flestum landshlutum.</p> <p>Sums staðar er þetta fagnaðarefni. Á öðrum svæðum hefur ágengni lúpínunnar hins vegar orðið til þess að ganga gegn öðrum sjónarmiðum landnýtingar, svo og sjónarmiðum náttúruverndar. Útbreiðsla lúpínu er orðin slík, að mikilvægt er að fyrir liggi skýr stefna umhverfisyfirvalda hvar og hvernig stjórnvöld hyggist sá plöntunni, og jafnframt að gefa út leiðbeiningar til annarra þess efnis. Það koma ýmis sjónarmið til, svo sem eldhætta á útivistarsvæðum af lúpínusinu, eða að hún sái sér og spilli berjalöndum eða raski einkennandi gróðurlendum. Ágengni lúpínunnar er jafnframt áhyggjuefni gróðurvistfræðinga sem telja að hún leiði af sér einsleitni í gróðurfari sem geti haft óæskileg áhrif á lífríkið.</p> <p>Deilur um notkun lúpínu hafa verið árviss viðburður undanfarin ár.</p> <p>Ég ákvað því í vetur að fela tveimur stofnunum umhverfisráðuneytisins, Landgræðslu ríkisins og Náttúrufræðistofnun Íslands að vinna tillögur að meðferð lúpínu til framtíðar. Landgræðslan er sú stofnun sem notar lúpínuna mest og hefur hvað bestu þekkingu á eiginleikum hennar og Náttúrufræðistofnun stundar rannsóknir og vöktun á náttúru landsins.</p> <p>Nú liggja fyrir tillögur stofnananna. Þar er lagt til að lúpínu skuli ekki sáð á friðlýstum svæðum landsins og landslagsgerðum sem njóta sérstakrar verndar skv. náttúruverndarlögum. Jafnframt skuli henni ekki sáð á miðhálendi landsins, en þar eru ýmis skipulagsmál, eignarhald og framtíðarnýting enn víða óráðin. Einnig er lagt til að stefna skuli að því að fjarlægja lúpínu af þessum svæðum. Ég tel að tillögur hópsins séu góður grunnur til að byggja á og hef falið starfshóp á vegum stofnananna tveggja að útfæra aðgerðir á grundvelli þeirra.</p> <p>Jafnframt hef ég óskað eftir því við Landgræðslu ríkisins að hún vinni í samstarfi við Skógrækt ríkisins leiðbeiningar fyrir hönd stjórnvalda hvar og við hvaða aðstæður lúpínu skuli sáð til uppgræðslu og undirbúnings skógræktar.</p> <p>Ég tel það verði til að efla starfið við uppgræðslu landsins ef fyrir liggja slíkar leiðbeiningar um hvernig þessu öfluga tæki, lúpínunni, sé best beitt af hálfu stjórnvalda.</p> <p>Náttúra og ásýnd landsins eru eðlilega mikið tilfinningamál. Það er hins vegar hlutverk stjórnvalda í lýðræðisþjóðfélagi að samþætta sjónarmið og setja reglur. Það er í sjálfu sér ekki erfitt verk í þessu tilfelli. Það er fráleitt að stilla náttúruvernd og uppgræðslu lands upp sem andstæðum. Lúpínan hefur orðið tákn ólíkra sjónarmiða um þau mál, þar sem umræða verður fljótt tilfinningahlaðin og jafnvel hatrömm.</p> <p>Stefna stjórnvalda er hins vegar skýr: Haldið verður áfram af fullum krafti að græða upp landið, en þær aðgerðir þarf auðvitað að skipuleggja og samræma öðrum þáttum landnýtingar þannig að ekki sé gengið á önnur gæði. Lúpína er ekki góð eða vond í eðli sínu, heldur öflugt tæki til landgræðslu og undirbúnings skógræktar, sem hentar hins vegar ekki alls staðar.</p> <p>Ég vonast að þetta upplýsi hvert markmið þessarar vinnu er.</p> <p>Góðir skógræktarfélagar,</p> <p>Það er ár síðan við hittumst á aðalfundi ykkar á Höfn í Hornafirði á eftirminnilegri kvöldvöku í félagsheimilinu Mánagarði. Það var afar skemmtileg stund og gaf mér, þá nýjum umhverfisráðherra, innsýn í starf og þankagang skógræktarfélagshreyfingarinnar.</p> <p>Ég hef því miður ekki tækifæri til að vera með ykkur annað kvöld hér á Selfossi en veit nú af reynslunni frá því í fyrra að þar missi ég af góðri skemmtun og félagsskap.</p> <p>Ég vil að lokum nota tækifærið og brýna ykkur áhugafólk um skógrækt og gróðurvernd til dáða. Það hefur margt verið mótdrægt í þjóðfélaginu frá efnahagshruninu og ég veit að samdrátturinn hefur haft mikil áhrif á framkvæmdagetu margra skógræktarfélaga. En ég minni á að það er farið að glitta i ljósið fyrir enda ganganna. Öflugur félagsskapur eins og ykkar, þar sem fólk er tilbúið að leggja fram allt þetta óeigingjarna starf er ómetanlegt framlag til umhverfismála sem stjórnvöld meta afar mikils.</p> <p>Skógræktar- og landgræðslustarfið voru fyrstu sprotar náttúrverndar hér á landi, sem síðan hefur orðið sameiginlegt áhugamál og viðfangsefni stórs hluta þjóðarinnar.</p> <p>Eftir áttatíu ára starf Skógræktarfélags Íslands er sú mikla viðhorfsbreyting kannski einn mikilvægasti árangurinn.</p> <p>Aldamótaskáldin um aldamótin <em>1900</em>ortu um að hefja hér skógrækt og landgræðslu, um landið viði vaxið í framtíðinni líkt og það áður var. Upp úr þeim jarðvegi spratt auðvitað Skógræktarfélag Íslands.</p> <p>Allir hér inni þekkja aldamótaljóð Hannesar Hafstein:</p> <p><em>Sú kemur tíð, er sárin foldar gróa,<br /> </em><em>sveitirnar fyllast, akrar hylja móa,<br /> </em><em>brauð veitir sonum móðurmoldin frjóa,<br /> </em><em>menningin vex í lundi nýrra skóg</em>.</p> <p>Aldamótaskáldin um aldamótin <em>2000</em> yrkja hins vegar öðru vísi um skóg, þau yrkja um skóg sem þau þekkja og umgangast, skóg sem er kominn í landið. Menningin er sannarlega farin að vaxa í lundum nýrra skóga. Í bókinni <em>Indíánasumri</em> árið 1996 yrkir Gyrðir Elíasson svona í ljóðinu <em>Dagur í Heiðmörk</em></p> <p><em>Upp af stígnum sem bugðast<br /> milli furutrjánna tek ég ormétið<br /> laufblað og ber að sólinni; þetta<br /> er einsog fíngert víravirki úr<br /> áföllnu silfri, dularfullt og<br /> undurfallegt mynstur sem<br /> lauformarnir hafa nagað<br /> þessar haustnætur</em></p> <p><em>Hliðstætt því hljóða undri<br /> þegar gömul kona prjónar<br /> rósavettlinga í ruggustól<br /> í litlu húsi<br /> í fámennum dal</em></p> <p><em>Bara glamrið í áföllnum<br /> silfurprjónum, bara<br /> skrjáfið í myndskornum<br /> laufblöðum</em></p> <p>Að lokum endurtek ég árnaðaróskir mínar til Skógræktarfélags Íslands í tilefni áttatíu ára afmælisins og til Skógræktarfélags Árnesinga í tilefni sjötíu ára afmælisins. Ég óska ykkur velfarnaðar í aðalfundarstörfunum hér á Selfossi og veit að Skógræktarfélag Árnesinga mun annast gestgjafahlutverkið af myndugleika.</p> <p>Takk fyrir,</p>

2010-08-18 00:00:0018. ágúst 2010Stækkun friðlands í Þjórsárverum.

<div class="single-news__big-image"><figure><a href="/media/umhverfisraduneyti-media/media/frettir/svsv2.jpg"><img src="/media/umhverfisraduneyti-media/media/frettir/svsv2.jpg?proc=singleNewsItem" alt="Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra" class="media-object"></a><figcaption>svsv2</figcaption></figure></div><p><em>Eftirfarandi grein Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra birtist í Morgunblaðinu 17. ágúst 2010.</em></p> <p>Um árabil hefur verið unnið að stækkun friðlands Þjórsárvera. Svo virðist þó sem nokkurs misskilnings gæti í umfjöllun Sjálfstæðismanna undanfarna daga. Mér er bæði ljúft og skylt að upplýsa um nokkrar staðreyndir málsins og freista þess að eyða þeim misskilingi sem upp virðist kominn í þeirra röðum.</p> <h3>Samhljómur um stækkun</h3> <p>Kveðið er á um stækkun friðlandsins í Þjórsárverum í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og eru áherslur umhverfisráðherra í samræmi við þá yfirlýsingu eins og gefur að skilja. Stækkun friðlandsins er ekki byggð á geðþóttaákvörðun umhverfisráðherra heldur á tillagan sér allnokkra sögu. Árið 2003 þegar unnið var að náttúruverndaráætlun 2004 – 2008 lagði Umhverfisstofnun fram tillögu til umhverfisráðuneytisins um að friðlandið í Þjórsárverum yrði stækkað verulega til norðausturs og vesturs en þó einkum til suðurs og náði stækkunartillagan suður að Sultartangalóni beggja vegna Þjórsár.</p> <p><span>Í stefnuyfirlýsingu</span> <span>ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar 2007 var sérstaklega tekið fram að <em>„[s]</em></span><em>tækkun friðlandsins í Þjórsárverum verði tryggð þannig að það nái yfir hið sérstaka votlendi veranna.”</em> <span>Á grundvelli þess lagði þáverandi umhverfisráðherra, Þórunn Sveinbjarnardóttir, fyrst fram tillögu til þingsályktunar um náttúruvernaráætlun 2009-2013 sem m.a. fól í sér tillögu um að friðlandið í Þjórsárverum yrði stækkað til suðurs þannig að Eyvafen og svæði suður af því yrðu friðlýst sem hluti af friðlandinu. Þetta er í samræmi við tillögur starfshóps sem Þórunn Sveinbjarnardóttir skipaði til þess að undirbúa áætlunina, en honum var m.a. falið að gera tillögu um friðun Þjórsárvera. Tillögur hópsins byggja á rannsóknum á náttúru Íslands og upplýsingum frá Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun Íslands um verndargildi og ný svæði á náttúruverndaráætlun.</span></p> <p><span>Á Alþingi hefur verið lagt fram frumvarp til laga um verndar- og nýtingaáætlun vegna fallvatna háhitasvæða og er frumvarpið til meðferðar hjá iðnaðarnefnd.</span> <span>Það frumvarp byggir m.a. á vinnu undanfarinn áratug við undirbúning að rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma. Er frumvarpinu ætlað að skapa grundvöll fyrir áframhaldandi vinnu við mat og flokkun á virkjunarkostum. Í niðurstöðum faghóps I, <em>Náttúra- og menningarminjar,segir m.a.</em> „</span><em>Það var mat hópsins að nokkur svæði, einkum vatnasvið Jökulsár á Fjöllum, Torfajökulssvæðið/Friðland að fjallabaki, <strong>Þjórsárver</strong>, syðri hluti gosbeltisins við Skaftá/Langasjó/Tungnaá, Vonarskarð og Markarfljót væru gríðarlega verðmæt.“</em></p> <p>Nú virðist sem gamall draugur virkjanaáforma við Norðlingaöldu sé að bæra á sér enda sjálfstæðismenn væntanlega nýtt sumarið í að leita uppbyggilegra tillagna fyrir land og þjóð. Í anda þessara nýju en þó gömlu hugmynda halda þeir því fram að engin ástæða sé til að stækka friðlandið til suðurs þar sem á því svæði sé einfaldlega ekkert sem krefst friðunnar. Þessi fullyrðing kemur á óvart því í ritsjórnargrein Morgunblaðsins 17. janúar 2006 segir m.a.: <span>„<em>Málefni Norðlingaölduveitu og Þjórsárvera hafa enn verið í brennidepli að undanförnu, eftir að Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra hafnaði því fyrir áramót að staðfesta þann hluta af svæðisskipulagi hálendisins, sem snýr að veitunni. . . .Gild rök eru fyrir því að vernda Þjórsárverin í heild. Náttúruverndargildi þeirra er einstakt. Þau eru stærsta og fjölbreyttasta freðmýri landsins. Þau eru flæðiengi, sem eru sjaldgæf á hálendi Íslands. Verin hafa verið kölluð fræbanki og lífræn framleiðni er þar margföld á við auðnirnar í kring. Þar er tegundafjölbreytni plantna, smádýra og fugla hvað mest á hálendinu. Þau eru mikilvægasta varpsvæði heiðagæsar í heiminum og njóta verndar ákvæða Ramsar-sáttmálans um votlendi, sem hefur alþjóðlegt gildi. Allt þetta þýðir að í Þjórsárverum liggja mikil og einstök verðmæti, sem þjóðin hlýtur að vilja varðveita í lengstu lög“.</em></span> Við þessi góðu rök má bæta að Eyvafen er hluti af því svæði sem fellur utan suðurmarka núverandi friðlands og er það hluti af hinu sérstaka votlendi veranna. Náttúrufræðistofnun Íslands hefur bent á að sjaldgæfar og mikilvægar vistgerðir hálendisins, s.s. rústamýravist og sandmýravist finnist á svæðinu utan friðlandsins, sbr. rökstuðning sem fram kemur m.a. í náttúruverndaráætlun 2009-2013 og skýrslu stofnunarinnar <em>“Vistgerðir á miðhálendi Íslands. –&#160; Flokkun, lýsing og verndargildi”.</em></p> <p>Því er jafnframt haldið fram að andstaðan við núverandi áform Landsvirkjunar um Norðlingaölduveitu séu ýmist byggð á misskiliningi eða vanþekkingu.Verið sé að rugla saman eldri hugmyndum um risavaxið uppistöðulón við nýrri hugmyndir sem fela í sér nýtt miðlunarlón sem verði ekki nema 2 – 3 ferkílómetrar að stærð og svo gott sem ekkert gróið svæði fari undir vatn yrði veituframkvæmdin að veruleika, því mestmegnis yrði hið litla lón í árfarveginum. Þessi fullyrðing stenst ekki því það lón sem áætlað er að mynda, verði af framkvæmdum, mun ná töluvert út fyrir árfarveginn og inn í Eyvafen og í nærliggjandi gróðurlendi. Breytt rennsli mun hafa áhrif á fossana og áhrifa mun gæta á landslagsmyndina því áætlað er að mannvirki verði staðsett við jaðar núverandi friðlands.</p> <h3>Sérstaða á heimsvísu.</h3> <p>Stækkun friðlands í Þjórsárverum eru eitt mikilvægasta náttúruverndarmál á Íslandi til langs tíma. Sérstaða veranna er á heimsvísu. Pólitískar áherslur síðustu 6 ára a.m.k. sýna að allir stjórnmálaflokkar hafa gert sér grein fyrir mikilvægi svæðisins og þess að friðlandið væri stækkað. Það vekur því furðu að Sjálfstæðisflokkurinn ætli sér nú að berjast fyrir því að Norðlingaölduveita komi til framkvæmda þegar enginn stjórnmálamaður hefur séð ástæðu til þess um árabil að draga í efa tillögur fagstofnana umhverfisráðuneytisins um stækkun friðlandsins og Alþingi hefur samþykkt náttúruverndaráætlun 2009 til 2013 þar sem gert er ráð fyrir stækkuninni.&#160;</p> <p>Umhverfisstofnun hefur fundað með sveitarfélögum sem í hlut eiga varðandi væntanlega stækkun og almennt ríkir mikill vilji og skilningur á því að hér er einstakt svæði á ferðinni sem rétt er að taka frá fyrir komandi kynslóðir og í þágu náttúru landsins og jarðarinnar. Skammtímahagsmunir eða pólitískt þjark mega ekki verða til þess að sá skilningur láti undan síga.</p> <p>Svandís Svavarsdóttir<br /> umhverfisráðherra</p>

2010-07-02 00:00:0002. júlí 2010Ávarp umhverfisráðherra við opnun Surtseyjarstofu

<p><em>Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra ávarpaði gesti við opnun Surtseyjarstofu í Vestmannaeyjum 2. júlí 2010 með eftirfarandi orðum.</em></p> <p>Ágætu gestir</p> <p>Í dag er opnuð Surtseyjarstofa en undirbúningur að henni hefur formlega staðið yfir undanfarin tvö ár hjá Umhverfisstofnun. Starfsemi Surtseyjarstofu snýst annars vegar um að hafa eftirlit og umsjón með friðlandinu Surtsey og heimsminjasvæðinu Surtsey og hins vegar að veita upplýsingar og fróðleik um friðlandið.</p> <p>En verndarsaga Surtseyjar á sér miklu lengri sögu. Surtsey var upphaflega friðlýst árið 1965 þegar eldvirkni var enn í gangi. Það var mikil framsýni þeirra einstaklinga sem að komu á þeim tíma að friðlýsa Surtsey enda vissu menn ekki hvort þessi nýja eyja myndi standast ágang sjávar í fyllingu tímans. Vísindamenn sáu einstakt tækifæri til þess að fylgjast með myndun og mótun eyjarinnar og ekki síst að fylgjast með landnámi dýra og plantna, bæði ofansjávar og neðansjávar.</p> <p>Markmiðið með friðlýsingu Surtseyjar er að tryggja að þróun eyjarinnar verði eftir lögmálum náttúrunnar sjálfrar. Tilgangur friðunarinnar er að tryggt verði að landnám plantna og dýra, framvinda lífríkis og mótun jarðmyndana verði með sem eðlilegustum hætti og truflun af völdum manna verði sem minnst. Friðlýsingin byggir m.a. á því að svæðið hefur hátt vísinda- og náttúruverndargildi á íslenskan og alþjóðlegan mælikvarða, þar eru heildstæðar og óraskaðar náttúruminjar sem endurspegla náttúrulega þróunarferla og eru afar viðkvæmar fyrir röskun.</p> <p>Það var síðan um haustið 2005 að íslensk stjórnvöld ákváðu að tilnefna Surtsey á heimsminjaskrá UNESCO og sá Náttúrufræðistofnun Íslands um tilnefninguna hennar. Á fundi heimsminjanefndar UNESCO í Québec í Kanada þann 7. júlí 2008 var samþykkt að setja Surtsey á heimsminjalistann sem einstak náttúruminjasvæði á grundvelli mikilvægi rannsókna og vöktunar á landnámi dýra og plantna ásamt þróun eyjunnar og framvindu lífríkis Surtseyjar. Það var mikill heiður og viðurkenning fyrir alla Íslendinga, en sérstaklega fyrir Vestmannaeyinga, að Surtsey skildi vera sett á heimsminjaskrá UNESCO. En við megum ekki gleyma að viðurkenningu sem þessari fylgir jafnframt mikil ábyrgð um áframhaldandi verndun Surtseyjar.</p> <p>Surtsey er annað svæðið á Íslandi sem er samþykkt á heimsminjaskrá UNESCO, en Þingvellir voru samþykktir árið 2004 og þá sem einstakur staður menningarminja. Surtsey er í dag á heimsminjaskrá ásamt 176 öðrum náttúruminjasvæðum um allan heim.</p> <p>Á þessum lista má finna náttúruperlur eins og Kóralrifið mikla í Ástralíu, Yellowstone-þjóðgarðinn í Bandaríkjunum og Dólómítafjöllin á Ítalíu. Ekki slakur hópur það.</p> <p>Þegar Surtsey var tilnefnd á heimsminjaskrá UNESCO var ljóst að efla þyrfti fræðslu og kynningarstarf um sérstöðu eyjarinnar. Náttúrufræðistofnun Íslands bauðst til að setja upp sýningu um náttúrufar Surtseyjar til tveggja ára í Þjóðmenningarhúsinu á goslokaafmæli eyjunnar um mitt ár 2007 en einnig var hafinn undirbúningur að gestastofu í Vestmannaeyjum. Nú er þessi hugmynd orðin að veruleika með opnun þessarar glæsilegu gestastofu á goslokahátíð Vestmannaeyja.</p> <p>Surtseyjarstofa er komin til að vera í Vestmannaeyjum.<br /> Í Surtseyjarstofu er til staðar upplýsingamiðstöð um friðlandið og sýning sem á að endurspegla verndargildi og sérstöðu þessarar merkilegu eldfjallaeyju. Á sýningunni kynnumst við þeim eldsumbrotum sem urðu við myndum Surtseyjar og landnámi og þróun þess lífríkis sem hefur tekið sér bólfestu á eynni.</p> <p>Hér er mikill fróðleikur samankominn sem nýtist til fræðslu, miðlun upplýsinga og almenna eflingu friðlandsins.</p> <p>Góðir gestir</p> <p>Dagurinn í dag markar tímamót fyrir friðlandið og heimsminjasvæðið Surtsey en síðast en ekki síst fyrir Vestmannaeyinga. Líklega eru fá samfélög sem lifa og hrærast í eins miklu návígi við náttúruna og náttúruöflin eins og Vestmannaeyingar. Ykkar samfélag á allt sitt undir náttúruauðlindum og er nærtækast að nefna fiskimiðin í því sambandi. Þið hafið þurft að hörfa tímabundið fyrir náttúruöflum líkt og í gosinu 1973 en ykkar samfélag snéri aftur hóf endurreisn þrátt fyrir það sem á undan var gengið og hélt áfram að lifa í návígi við náttúruöflin. Það er því varla hægt að hugsa sér betri vörsluaðila fyrir náttúruperluna Surtsey en einmitt Vestmannaeyinga sem á eigin skinni þekkja hvað best samspil manns og náttúru.</p> <p>Ég vil óska Vestmannaeyingum og þeim sem hafa komið að undirbúningi Surtseyjarstofu innilega til hamingju með þennan merka áfanga og óska ykkur velfarnaðar í framtíðinni.<br /> <br /> Ég býð ykkur velkomin í Surtseyjarstofu og lýsi hana hér með formlega opnaða.</p> <p>Takk fyrir.</p>

2010-06-24 00:00:0024. júní 2010Ávarp Svandísar Svavarsdóttur við opnun Snæfellsstofu

<p><em>Snæfellstofa, gestastofa fyrir austursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs, var opnuð á Skriðuklaustri 24. júní 2010.&#160;Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra flutti eftirfarandi ávarp við opnunina.</em></p> <p><strong>&#160;</strong>Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs, ágætu Fljótsdælingar, Héraðsbúar og aðrir gestir,</p> <p>Það er mér mikil ánægja að vera með ykkur hér í dag við opnun Snæfellsstofu, glæsilegrar gestastofu fyrir Austursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs. Það var mér jafnframt sérstakur heiður hér áðan að taka á móti lyklum úr hendi byggingarverktaka og eftirlitsaðila hússins og afhenda þá Agnesi Brá Birgisdóttur þjóðgarðsverði til varðveislu og fela henni um leið daglega umsjá Snæfellsstofu.</p> <p>Með opnun Snæfellsstofu verða tímamót í sögu Vatnajökulsþjóðgarðs en með henni fjölgar gestastofum þjóðgarðsins um helming eða úr tveimur í þrjár og verða nú starfandi gestastofur á þremur af fjórum rekstrarsvæðum Vatnjökulsþjóðgarðs. En þetta hús brýtur einnig blað í byggingarsögu landsins, því það er fyrsta umhverfisvottaða húsbygging á Íslandi. Húsið sjálft og hönnun þess er að sjá einstaklega vel heppnað, listaverk sem innblásið er af náttúrufari þjóðgarðsins. Sýningin Veraldarhjólið sem hér hefur verið komið fyrir á að minna okkur á hringrás náttúrunnar um leið og hún beinir sjónum okkar að sérkennum í náttúru þjóðgarðsins. Allt er því húsið til þess fallið að vekja með okkur upplifun á einstakri náttúru Vatnajökulsþjóðgarðs og vil ég lýsa sérstakri ánægju með hvernig til hefur tekist og óska hönnuðum húss og sýningar til hamingju með þeirra vel heppnuðu verk. Sýnist mér öll efni standa til þess að gestir sem hingað koma eigi eftir að njóti þess og fara héðan sælir og glaðir og vonandi nokkurs vísari.</p> <p>Vatnajökulsþjóðgarður stærsti þjóðgarður í Evrópu sem nú tekur til um 13% landsins markar að mörgu leyti ný spor í náttúruvernd á Íslandi. Þjóðgarðurinn er stærsta og metnaðarfyllsta átak í náttúruvernd á Íslandi, þar sem ferðaþjónusta, vernd náttúrusvæða og sjálfbær nýting hefðbundinna nytja eiga að leiðast saman hönd í hönd. Sjálfbær ferðaþjónusta í Vatnajökulsþjóðgarði mun skapa störf til framtíðar og vonandi styrkja og efla byggð á grenndarsvæðum þjóðgarðsins. Það er von mín að hið margþætta gildi náttúruverndar sem stundum vill gleymast í hita umræðunnar um nýtingu náttúruauðlinda muni koma vel fram í þeim nýju tækifærum sem þjóðgarðurinn mun skapa til atvinnuuppbyggingar bæði í þjónustu og framleiðslu. Í Vatnajökulsþjóðgarði er lögð áhersla á að tryggja aðkomu heimamanna að ákvarðanatöku um stefnumótun og rekstur þjóðgarðsins og hafa svæðisráð þjóðgarðsins mikilvægu hlutverki að genga í því sambandi. Hluti af landi þjóðgarðsins er í einkaeign, þar sem gerðir hafa verið samningar við landeigendur sem ég vænti að séu báðum aðilum til hagsbóta. Einnig vil ég nefna þann áhuga sem þjóðgarðurinn hefur fengið meðal þjóðarinnar, en búið er að stofna sérstök hollvinasamtök þjóðgarðsins, Vinir Vatnajökuls, sem munu standa að fjáröflun til stuðnings þjóðgarðinum. Er útlit fyrir að sá stuðningur geti haft verulega þýðingu fyrir framgang þjóðgarðsins. Öll þessi atriði skipta máli í þessu stóra verkefni í náttúruvernd sem felst í Vatnajökulsþjóðgarði.</p> <p>Uppbygging þjóðgarðsins hefur því miður ekki gengið eins hratt fram og við höfðum vænst þegar þjóðgarðurinn var stofnaður þann 7. júní 2008 og ræður þar mestu efnahagsáfallið mikla sem þjóð okkar varð fyrir í október 2008. Opnun Snæfellsstofu hér í dag er því enn frekar fagnaðarefni á þeim erfiðu tímum sem við búum nú við. Ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar Græns framboðs vill setja náttúruvernd í öndvegi og vænti ég þess að það muni sjást m.a. í stuðningi ríkisstjórnarinnar við áframhaldandi uppbyggingu þjóðgarðsins á næstu árum, þó ljóst sé að við munum ekki geta fylgt eftir hinum upphaflegu áætlunum um uppbyggingu þjóðgarðsins.</p> <p>Stofnun þjóðgarðs af stærð og umfangi Vatnajökulsþjóðgarðs er ekki áhlaupaverk, heldur langtíma verkefni sem krefst þolinmæði og þrautseigju þeirra sem stýra þjóðgarðinum frá degi til dags. Sú ákvörðun að tryggja aðkomu heimamanna að rekstri þjóðgarðsins hefur kallað á ný vinnubrögð sem stjórnendur þjóðgarðsins hafa þurft að þróa. Ég tel að stjórnendur þjóðgarðsins hafi náð frábærum árangri í vandasömu starfi í upphafi rekstrar hans við erfiðar aðstæður og tekist vel að ná sátt milli ólíkra sjónarmiða í öllum helstu málum þjóðgarðsins. Ég vil því nota þetta tækifæri til þess að þakka stjórn þjóðgarðsins og sérstaklega Önnu Kristínu Ólafsdóttur formanni stjórnar fyrir gott og farsælt starf að málefnum þjóðgarðsins. Sömuleiðis vil ég þakka þann mikla áhuga sem heimamenn hafa sýnt verkefninu og lýsa ánægju með hvernig þjóðgarðurinn hefur þegar orðið kveikja að nýsköpun í jafnvel óskyldum atvinnurekstri. Nú mun vera á lokastigi hjá stjórn þjóðgarðsins gerð verndaráætlunar fyrir þjóðgarðinn sem setur stefnu fyrir málefni þjóðgarðinn og verður vegvísir fyrir frekari þróun hans á næstu árum. Geri ég því ráð fyrir að ráðuneytið mun á næstunni staðfesta verndaráætlun fyrir Vatnajökulsþjóðgarð eins og lög gera ráð fyrir.</p> <p>Upphaflegar tillögur að stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs gera ráð fyrir að þjóðgarðurinn verði nokkuð stærri en hann er í dag og taki í framtíðinni til nýrra svæða sem hafa mikið náttúruverndargildi en eru nú utan marka þjóðgarðsins. Þar vil ég nefna m.a. svæði eins og Langasjó og Eldgjá að sunnan og hluta Brúaröræfa að norðan. Er það von mín að fljótlega takist okkur að ná niðurstöðu um frekari stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs á þessum svæðum.</p> <p>Nokkur umræða hefur verið að undanförnu um breytingar á stofnanakerfi ríkisins með það markmið að hagræða en um leið styrkja og bæta starfsemi stofnana ríkisins. Þjóðgarðar og friðlýst eru ekki undanskilin þeirri umræðu. Í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarflokkanna segir að rekstur þjóðgarða og friðlýstra svæða verði tekin til endurskoðunar með það að markmiði að sameina stjórn þeirra, styrkja stöðu þeirra og styðja við fjölbreytta atvinnuuppbyggingu um allt land. Ég á fastlega von á því að þetta málefni verði til umfjöllunar á næstu misserum og þá mun ráðuneytið kappkosta að aðstandendur Vatnajökulsþjóðgarðs eins og aðrir þeir sem málið varðar komi að þeirri umræðu.</p> <p>Náttúra Vatnajökulsþjóðgarðs er afar fjölbreytt og um margt afar sérstök þó segja megi að sérstæðustu náttúrufyrirbæri þjóðgarðsins tengist með einum eða öðrum hætti samspili eldvirkni og jökla í tímans rás. Þau eru einstök á heimsmælikvarða. Magnús Tumi Guðmundsson jarðfræðingur bar á sínum tíma svæði þjóðgarðsins saman við sjö önnur hliðstæð svæði í heiminum og taldi hann svæði Vatnajökulsþjóðgarðs það fjölbreytilegasta og um leið það merkilegasta sem um getur. Það er því ekki að furða að vaxandi áhuga gæti á þjóðgarðinum um allan heim og megum við því gera ráð fyrir að heimsóknum í þjóðgarðinn eigi eftir að fjölga verulega þegar fram líða stundir. Snæfellsstofu bíður því mikið verkefni að taka á móti og fræða þá sem hingað munu koma í vaxandi mæli um náttúru svæðisins. Ég þykist þess fullviss að þetta hagleiks hús sem við opnum hér í dag muni þjóna vel sínu hlutverki og ég vil því að lokum óska Íslendingum öllum til hamingju með Snæfellsstofu og Vatnajökulsþjóðgarði og starfsfólki hans velfarnaðar í þeirri vinnu sem framundan er við að gera þjóðgarðinum kleift að sinna því mikilvæga hlutverki sem honum er ætlað.</p> <p>Takk fyrir.</p>

2010-06-21 00:00:0021. júní 2010Ávarp umhverfisráðherra á fundi sérfræðinganefndar Bernarsamningsins um líffræðilega fjölbreytni og loftslagsbreytingar.

<p><em>Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra flutti eftirfarandi ávarp á fundi sérfræðinganefndar Bernarsamningsins um líffræðilega fjölbreytni og loftslagsbreytingar í Reykjavík 21. júní 2010.</em></p> <p>Chairman of the Bern Convention, dear members of the Group of Experts on Biodiversity and Climate Change under the Bern convention and other guests. I would like to welcome you to this meeting in Iceland which will discuss issues related to the interaction between climate changes and biological diversity. This includes many different aspects of the problem, both globally and on regional scale, such as wildfires, affects of mitigation methods, bio fuel, migratory species, and Mediterranean and island biodiversity just to mention a few.</p> <p>It is widely recognized that climate changes affects biological diversity and ecosystems in the territory covered by the Bern Convention, just as well as in other parts of the world. However, in recent past the scientific and environment community has had to work very hard to raise awareness and understanding of the consequenses of loss of biodiversity in context with the dangers of climate change. Somehow biodiversity seems not to be as politically sexy as climate changes. This is the reality we face, although it should be accepted that biodiversity and healthy ecosystems are essential for the resilience of societies and our economies.</p> <p>The goal of halting the rapid loss of biodiversity and degradation of ecosystems and habitats by 2010 is the subject of several key international agreements and is well know to all of you here. In political terms, this commitment represents a radical departure from previous approaches. You will be discussing interactions between the Bern Convention and two of the Rio Conventions at this meeting, the Convention on Biological Diversity and the Climate Change Convention. This remins us of the importance to interact and increase the synergies between the various Multilateral Environmental Agreements, specially now that we are already in mid 2010 knowing that we have not been able reach the targets set for 2010 and to halt the loss of biodiversity. The extent and intensity of many human activities is ever-increasing and the objective of halting or stopping the decline of biodiversity after 2010 will require unprecedented efforts, specially in adapting our human activities to the needs of natural systems.</p> <p>Many different types of policy can affect the resilience of ecosystems and biodiversity worldwide. We do also have to keep in mind the interlinkages between decisions taken under different Conventions and try not to contradict implementation of other Conventions, their goals and targets, in our work. Consumption and production patterns are served by ecosystems globally and it is therefore necessary to affect these patterns by promoting individuals, businesses and governments to exert a global reach to the problem.</p> <p>Much have been done of course, that's no question, and much of it is based on the work done in regime of the Bern convention with its connection for example to the Habitats and Birds directive of the EU. The Natura 2000 and the Emerald networks are significant agreements that have contributed to the protection of biological diversity according to the convention on biological diversity. But all this work can be thrown away if we do not combine it in synergistic way with the United Nations Framework Convention on Climate Change. In this fora I'm specially referring to what mitigation methods we use for example for carbon sequestration and bio fuel production.</p> <p>The current global economic crisis may temporarily reduce the pressure on our natural resources but it may also reduce funding for nature conservation and increase the call for less stringent environmental rules and regulations, which by the way will not be heard by this minister standing here. But the crises has also brought into sharp focus our need to know more about the true costs and benefits of our biodiversity policies not the least in context with climate change and our use of fossil fuels, which we have been so harshly reminded of by the oil spill in Gulf of Mexico. On the other hand nature it self has also reminded us by the eruption in Eyjafjallajökull that we are only a small part of nature despite the great negative effect we seems to be causing us and our future prospects.</p> <p>But let us not stay with the gloomy site of things and never think for a moment that the mission is impossible. There is a lot of work to be done and I hope you have a meaningful and constructive meeting that will contribute to solving the challenges a head and of course I wish you a wonderful excursion to Eyjafjallajökull and its surroundings on Wednesday.</p>

2010-05-26 00:00:0026. maí 2010Ávarp umhverfisráðherra á framtíðarþingi Landverndar

<p><em>Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra ávarpaði gesti á framtíðarþingi Landverndar, sem haldið var í framhaldi af aðalfundi félagsins þann 26. maí 2010, með eftirfarandi orðum.</em></p> <p>Kæru félagar og velunnarar Landverndar</p> <p>Öll gerum við okkur grein fyrir mikilvægi frjálsra félagasamtaka í lýðræðisríkjum ekki síst á sviði umhverfis- og náttúruverndarmála. Þau eru mikilvæg til að halda uppi gagnrýnni umræðu um athafnir stjórnvalda og atvinnurekenda og til að hafa áhrif á ákvarðanatöku þeirra. Þetta mikilvæga hlutverk félagasamtaka birtist m.a. í íslenskri löggjöf sbr. kæruheimild samtaka samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum og þá kæruheimild sem almenningi verður tryggður með fullgildingu Árósarsamningsins sem verður vonandi lokið á þessu ári.</p> <p>Um leið og umhverfis- og náttúruverndarsamtök veita stjórnvöldum og atvinnurekendum aðhald eru þau að skapa ákveðið rými fyrir umræðu um umhverfis- og náttúruverndarmál, umræðu sem er nauðsynleg til að málaflokkurinn fái þá stöðu sem hann þarf í almennri og pólitískri umræðu. Það er með þessu aðhaldi félagasamtaka sem umræðan verður oftar en ekki breiðari og upplýstari þar sem athugasemdir félagasamtaka til að mynda í stjórnsýslukærum eru gjarnan á þann veg að ýmsar spurningar vakna og nýjar upplýsingar koma fram. Aðkoma félagasamtaka hvetur þannig til opinnar umræðu sem er nauðsynleg öllum lýðræðissamfélögum og eykur jafnframt gagnsæi og rekjanleika ákvarðana stjórnvalda.</p> <p>En gagnrýnisskoðun og aðhald félagasamtaka nær ekki einungis til stjórnvalda og þeirra sem með völdin fara. Öllum félagasamtökum er nauðsynlegt að horfa með gagnrýnum augum á hlutverk sitt og skoða reglulega með opnum hug áherslur sínar og markmið og hvort ástæða sé til að huga að nýjum leiðum inn í framtíðina. Framtíðarþing sem hefst hér á eftir er einmitt sá vettvangur sem ætti að gefa félagsmönnum og velunnurum Landverndar tækifæri til endurskoðunar og verður þessi vettvangur örugglega til þess að nýjar hugmyndir vakna sem koma til með að leggja grunn að öflugari og markvissari stefnu fyrir Landvernd til framtíðar.</p> <p>Ég dreg engan dul á það - að það er mér ákveðið umhugsunarefni hversu lítil þátttaka ungs fólks virðist vera í umhverfis- og náttúruverndarsamtökum og hve lítil nýliðun virðist vera innan þessara samtaka. Þetta er sérstakt áhyggjuefni þar sem starf umhverfis- og náttúruverndarsamtaka snýst jú fyrst og fremst um hagsmuni framtíðarinnar – hagsmuni komandi kynslóða. Ég er sannfærð um að það er mikill áhugi meðal ungs fólks um umhverfis- og náttúruverndarmál en spurningin er kannski hvernig hægt er að efla þátttöku þeirra í frjálsum félagasamtökum á þessu sviði.</p> <p>Ég varð þess sjálf áskynja á síðastliðnu umhverfisþingi að ungt fólk hefur skoðanir á umhverfismálum og hefur margt fram að færa í þeim efnum. Eins og sum ykkar kannski muna þá lagði ég sérstaka áherslu á þátttöku ungs fólks á umhverfisþingi síðastliðið haust til að stuðla að umræðu milli kynslóðanna um framtíðarþróun Íslands. Tvö ungmenni fluttu ávarp í upphafi þingsins sem vakti mikla athygli og hafði greinilega áhrif á „heimskaffiumræðuna“ sem fór fram á þinginu. Þá var efnt til sérstakrar málstofu fyrir ungt fólk samhliða þinginu þar sem m.a. var leitað svara við spurningunni: „Hvernig getur Ísland orðið sjálfbært?”. Niðurstöðu þeirrar vinnu mun birtast mjög fljótlega í skýrslunni „Velferð til framtíðar“ sem verið er að leggja lokahönd á en ég ætla að deila með ykkur nokkrum atriðum sem komu fram á málstofu unga fólksins.</p> <p>Ein þeirra spurningin sem var rædd meðal unga fólksins var :</p> <p><strong>Af hverju eru umhverfismál lítið eða ekkert rædd meðal ungs fólks?</strong></p> <p>Sem dæmi um niðurstöðu þessarar umræðu má nefna þessi svör.:</p> <div style="MARGIN-LEFT: 2em"> <p>· <em>Ungt fólk er lítið frætt um umhverfismál bæði utan sem innan skóla.</em></p> <p>· <em>Fræðsla til ungs fólks er oft á alltof fræðilegum nótum.</em></p> <p>· <em>Margt eldra fólk telur önnur mál mikilvægari en umhverfismál og telur því nóg að fræða yngstu krakkana um umhverfismál. En það erum við sem munum vera í þeirra hlutverki eftir 20 ár og þurfum því að vera búin að fá fræðslu um þessi mál. Fólk áttar sig kannski ekki nógu vel á því.</em></p> <p><em>&#160;</em></p> </div> <p>Þessi dæmi um svör sem fram komu á málstofu unga fólksins á umhverfisþinginu verða vonandi til þess að kalla fram hugmyndir hér á eftir um hvernig hægt sé að efla þátttöku ungs fólks í náttúru- og umhverfisverndarstarfi.</p> <p>Við þurfum á þeirra hugmyndum og kröftum að halda í þeim fjölmörgu verkefnum sem framundan eru.</p> <p>Græn fána verkefnið – flaggskip Landverndar hefur svo sannanlega fest sig í sessi í leik- og grunnskóla en það þarf með einhverjum hætti að viðhalda og auka áhuga unga fólksins eftir að grunnskóla líkur.</p> <p>Sem umhverfisráðherra hef ég lagt á það áherslu að eiga lýðræðislegt samráð við almenning og frjáls félagasamtök sem og að minna stöðugt á þá heildarmynd sem við verðum að horfa til í umræðunni um umhverfis- og náttúruverndarmál með hagsmuni framtíðarinnar að leiðarljósi. Ég finn fyrir vaxandi meðbyr frá almenningi sem í sífellt auknu mæli lætur sig varða umhverfis- og náttúruverndarmál og ég finn sameiginlegan hljómgrunn milli pólitískra áherslna minna og þeirra áherslna sem til að mynda samtök ykkar, Landvernd, standa fyrir. Ég horfi því með tilhlökkun til niðurstöðu þeirrar umræðu sem fer fram hér á eftir sem ég er sannfærð um að verður til þess að styrkja enn frekar Landvernd sem frjáls félagasamtök og mikilvægan þátt samtakanna í umhverfis- og náttúruverndarmálum á Íslandi.</p> <p>Gangi ykkur vel.</p>

2010-05-12 00:00:0012. maí 2010Ávarp umhverfisráðherra á ráðstefnu um vernd og endurheimt votlendis

<p><em>Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra flutti eftirfarandi ávarp á ráðstefnu um vernd og endurheimt votlendis sem haldin var á Hvanneyri 12. maí 2010 undir yfirskriftinni Endurheimt votlendis - hvað þarf til?</em></p> <p>&#160;Fundarstjóri, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands, góðir ráðstefnugestir,</p> <p>Það er mér sérstök ánægja og heiður að fá að ávarpa þessa ráðstefnu og vera með ykkur hér í dag. Það voru hins vegar því miður aðrar annir, sem gerðu það að verkum að ég gat ekki verið með ykkur hér strax í morgun, eins og hugur minn stóð til.</p> <p>Það er auðvitað ekki hægt annað en að nefna hversu einstakt er að koma hér í Borgarfjörðinn á svona fallegum degi. Og ekki er hægt að hugsa sér heppilegri vettvang fyrir umræðu um votlendi, enda Hvanneyrarstaður alltumlukinn votlendissvæðum. Sveitin ykkar hér heitir jú Andakíll, en það örnefni tónar við votlendin og fuglalífið sem eru umfjöllunarefni dagsins. Nafnið Andakíll kemur úr höfuðriti Borgfirðinga – Egilssögu – en um tilurð örnefnisins er fjallað í kaflanum þar sem Skalla Grímur ráðstafar jarðnæði til fylgdarmanna sinna eftir komuna til landsins og segir svo:</p> <p>“Grími hinum háleyska gaf hann bústað fyrir sunnan Borgarfjörð, þar er kallað var á Hvanneyri; þar skammt út frá skarst inn vík ein eigi mikil; fundu þeir þar andir margar og kölluðu Andakíl, en Andakílsá, er þar féll til sjóvar”.</p> <p>Og hér á þessum sama stað, Hvanneyri í Andakíl – nú rúmum 1000 árum síðar - eru votlendi enn til umfjöllunar. Það eru ennþá endur á Kílnum þó margt annað hafi breyst síðan á dögum Eglu! En þó endurnar hafi verið þar allar þessar kynslóðir megum við ekki gleyma því að okkur ber skylda til að gera það sem við getum, til að næstu kynslóðir geti notið þeirra líka. Um það snýst inntak sjálbærrar þróunar.</p> <p>Ágætu áheyrendur:</p> <p>Umhverfisráðuneytið hefur haft frumkvæði að þessari ráðstefnu með það að markmiði að draga athygli að votlendum í landinu og mikilvægi þeirra. Veit ég að þeir fjöldamörgu sérfræðingar og áhugafólk sem hér flytja erindi í dag munu nálgast það viðfangsefni frá fjölbreyttum sjónarhornum. Það eru mínar væntingar að þannig verði til - að þessum degi loknum - fyllri mynd af því hvað þurfi til eigi endurheimt votlendis að verða að ferkara viðfangsefni hér á landi en orðið er.</p> <p>Hér í dag er dregin athygli að votlendum úr tveimur skyldum áttum umhverfismála.</p> <p>- Frá sjónarhóli náttúruverndar, þar sem votlendisvistkerfi skipta miklu máli og eins að í ár er alþjóðlegt ár líffræðilegar fjölbreytni.</p> <p>- Frá sjónarhóli loftslagsmála, í ljósi þeirrar miklu athygli sem votlendi og röskun þeirra hafa fengið undanfarið í samhengi loftslagsmála.</p> <p>Jafnframt mun hér á eftir verða tilkynnt um ný svæði á lista Ramsarsamningsins. Ramsar er alþjóðlegur umhverfissamningur um votlendi með það að markmiði að stuðla að verndun og skynsamlegri nýtingu votlendissvæða í heiminum, sérstaklega sem búsvæði fyrir votlendisfugla. Nú þegar eru þrjú votlendissvæði hér á landi á lista samningsins. Það eru Þjórsárver, Mývatn og Laxársvæðið og Grunnafjörður, allt einstök svæði á heimsvísu. Það er mjög ánægjulegt á ári líffræðilegrar fjölbreytni að geta hér á eftir tilkynnt að íslensku Ramsar svæðunum muni fjölga um tvö og að undirrituð verði viljayfirlýsing um það þriðja.</p> <p>Góðir gestir:</p> <p>Votlendi eru mikilvægur og einkennandi hluti íslenskrar náttúru, bæði á hálendi og láglendi. Votlendi hafa jafnframt verið mikilvæg fyrir afkomu þjóðarinnar. Fyrir daga vélaaldar þegar þjóðin framfleytti sér af sjálfsþurftarbúskap nýtingu lands gegndu votlendi mikilvægu hlutverki meðal annars til fóðuröflunar auk þess sem mótekja var afar mikilvægur orkugjafi um aldir, ekki síst þegar skógana þraut.</p> <p>Með innreið vélvæðingar var verulegum hluta votlendis á láglendi raskað eins og aðrir hafa rakið hér betur í morgun. Það að geta ræst fram votlendi varð þannig mikilvæg aðgerð fyrir framþróun landbúnaðar og mikil opinber hvatning til slíkra aðgerða. Skemmtileg ummæli Jóns Sigurðssonar forseta strax árið 1874 gefa vel tóninn um það sem síðar varð:</p> <p>„Mér þykir vænt um það, ef þið getið drifið upp gufuskip, eða samskot til þess, en vænna hefði mér þótt um, ef þið hefðið strengt þess heit að skera fram og rækta allar mýrar á landinu og drífa upp nóg ket, smjer og osta, etc. — Þá kæmu gufuskipin sjálfkrafa á eftir að sækja vörurnar til ykkar.“</p> <p>Lítið gerðist reyndar í þessum efnum strax eftir orð Jóns forseta, og má segja að veruleg framræsla votlendis hefjist ekki fyrr en eftir síðari heimstyrjöldina. Ég ætla ekki að rekja hér þessa sögu enda aðrir hér inni sem þekkja hana betur og munu fjalla um í sínum erindum. Staðreyndin er hins vegar sú skv. upplýsingum sérfræðinga hér við Landbúnaðarháskólann að um 4% af flatarmáli landsins hefur verið ræstur fram, sem er stærstur hluti alls votlendis á láglendi.</p> <p>Það er hins vegar allnokkuð síðan umræða hófst um möguleika þess að endurheimta röskuð votlendi, ekki síst útfrá náttúruverndarsjónarmiðum. Votlendi eru afar mikilvægur hluti lífríkis á landi, enda samofið net frá fjörum og leirum upp um ósa, ár og vötn til mýra og flóa – mikilvæg búsvæði sem fjöldamargar lífverur byggja tilvist sína á.</p> <p>Sumir segja að ákveðin viðhorfsbreyting hafi orðið í kjölfar róttækra skrifa Halldórs Laxness um „Hernaðinn gegn landinu“ í Morgunblaðið árið 1970. Jafnframt var afar mikilvægt starf unnið við að afla þekkingar á votlendum og leita leiða til endurheimtar á vegum sk. Votlendisnefndar sem starfaði um árabil undir forystu landbúnaðarráðuneytisins. Einnig hafa fulltrúar umhverfisverndarsamtaka eins og Fuglaverndar haft þar mikið að segja. Þessu til viðbótar hafa margir íslenskir vísindamenn unnið markvisst að rannsóknum á votlendum og mikilvægi þeirra, bæði við háskóla og stofnanir. Hér við Landbúnaðarháskólann hefur jafnframt verið stofnað sérstakt Votlendissetur, sem ætlað er að stunda rannsóknir á votlendum í framtíðinni.</p> <p>Þó verulegur hluti framræstra votlenda hafi verið tekinn til rækunar og annarra landbúnaðarnota er einnig vitneskja um að verulegur hluti þess lands sem ræst var fram hafi ekki verið tekinn til slíkra nota. Það gefur því fyrirheit um að hér séu áhugaverð tækifæri í endurheimt votlendis, án þess að ganga á neinn hátt að hagsmunum íslensks landbúnaðar. Ef vel tekst til í samstarfi við bændur og aðra vörslumenn lands, er hægt að sjá fyrir sér að endurheimt votlendis geti orðið hér verkefni sem unnið verði staðfastlega að til framtíðar í samstarfi við landeigendur. Það er afar jákvætt í því samhengi að skynja það frumkvæði sem Landbúnaðarháskólinn hefur sýnt varðandi endurheimt votlendis og eins mikill fengur í því að fá hér í dag sjónarmið Bændasamtakanna á þetta viðfangsefni.</p> <p>Votlendi skiptir jafnframt mjög miklu í samhengi loftslagsbreytinga. Staðreyndin er sú að votlendi geymir mikið magn kolefnis. Ísland hefur lagt fram tillögu í alþjóðlegu loftslagsamningaviðræðunum þess efnis að endurheimt votlendis verði gild loftslagsaðgerð í Kyoto samningnum. Með því verði hægt að hvetja til aðgerða til að koma í veg fyrir þá miklu losun kolefnis úr jarðvegi mýra, sem verður í kjölfar framræslu.</p> <p>Ekki liggur fyrir hvort þessi tillaga verði samþykkt, en óhætt er að segja að hún njóti víðtæks skilnings enda mikilvægi votlenda fyrir loftslagið ótvírætt. Fyrir loftslagsráðstefnuna í Kaupmannahöfn lá fyrir í samningsdrögunum mótaður texti um það hvernig endurheimt votlendis gæti formast sem loftslagsaðgerð. Hins vegar varð niðurstaðan í Kaupmannahöfn þannig, eins og allir hér vita, að ekkert bindandi samkomulag náðist. Framundan er því ákveðin óvissa í þessu ferli. Fyrirhuguð er aðildaríkjaráðstefna í Mexíkó í vetur sem fremur litlar væntingar eru gerðar til að skili samningi, og síðan í Suður Afríku árið 2011 þar sem vonandi verður hægt að sjá til lands í þessu ferli. Ísland er í hópi þeirra ríkja sem knýja á um að samkomulag takist sem fyrst til að leiða vinnu einstakra ríkja í loftslagsmálum.</p> <p>Við höfum þær væntingar að með því að endurheimt votlendis verði viðurkennd mótvægisaðverð gegn loftslagsbreytingum, verði til aukinn hvati að ráðast í slík verkefni.</p> <p>Góðir gestir:</p> <p>Titill þessara ráðstefnu er “ Endurheimt votlendis – hvað þarf til?”</p> <p>Margir segja að þrátt fyrir mikla umræðu um endurheimt votlendis undanfarin ár hafi lítið náðst að framkvæma af þeim góðu hugmyndum. Ég hlusta á þau sjónarmið og hef því í hyggju að láta skoða það í umhverfisráðuneytinu hvernig hægt sé að forma viðfangsefnið „endurheimt votlendis“ þannig að það geti orðið handfast, viðvarandi viðfangsefni í stjórnkerfinu. Ég hygg að endurheimt votlendis eigi að skoðast sem langtíma viðfangsefni þar sem samráð og samvinna við bændur og aðra landeigendur er lykillinn að árangri. Við höfum fyrirmyndir af vel heppnuðum verkefnum á sviði landnotkunar svo í vörnum gegn landbroti, landgræðslu og skógrækt sem ég held að geti að einhverju leiti orðið fyrirmyndir að verkefnum á sviði endurheimtar votlendis. Einnig er það vilji umhverfisráðuneytisins að efla vernd lítt og óraskraðra votlenda, bæði með friðlýsingum eins og mun koma betur fram hér í hádeginu og eins með styrkingu á náttúrverndarlöggjöf. Nú er í gangi endurskoðun á náttúruverndarlögunum frá 1999 þar sem þetta verður skoðað sérstaklega.</p> <p>Við þetta verkefni þarf ráðuneytið að treysta því að geta haft gott samstarf við ykkur sem hér eruð. Ég hef væntingar til þess að niðurstöður þessarar ráðstefnu verið til þess að draga fram hvaða tækifæri eru fólgin í endurheimt votlendis hér á landi og hvað við vitum og vitum ekki um gerð þeirra og virkni.</p> <p>Ég vil að lokum færa ykkur ölllum sem hér flytja erindi mínar bestu þakkir. Ég þakka Landbúnaðarháskóla Íslands fyrir samstarfið um þessa votlendisráðstefnu og það að vera gestgjafi hér í dag og jafnframt þakka þeim stofnunum umhverfisráðuneytisins sem komu hér að undirbúningi, þ.e. Náttúrufræðistofnun Íslands, Umhverfisstofnun, Skógrækt ríkisins og Landgræðslu ríkisins, ásamt Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu.</p> <p>Takk fyrir</p>

2010-05-10 00:00:0010. maí 2010Grein umhverfisráðherra í Fréttablaðinu - Í þágu náttúru og komandi kynslóða

<div class="single-news__big-image"><figure><a href="/media/umhverfisraduneyti-media/media/frettir/svsv2.jpg"><img src="/media/umhverfisraduneyti-media/media/frettir/svsv2.jpg?proc=singleNewsItem" alt="Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra" class="media-object"></a><figcaption>svsv2</figcaption></figure></div><p><em>Eftirfarandi grein Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra birtist í Fréttablaðinu 10. maí 2010.</em></p> <p>Ár er liðið frá því ég tók við embætti umhverfisráðherra á miklum umrótstímum. Á fyrstu mánuðum í embætti var ég oft spurð hvort umhverfis- og náttúruverndarmál væru ekki lúxusmál sem þjóðin hefði ekki efni á að sinna á samdráttartímum. Ég fæ ekki slíka spurningu lengur enda flestir sem gera sér orðið grein fyrir mikilvægi þess að hagsmunum náttúru og umhverfis sé haldið á lofti.</p> <p>Sagan hefur kennt okkur að það er sennilega aldrei mikilvægara en á samdráttartímum að huga vel að umhverfis- og náttúruverndarsjónarmiðum og standa vörð um þær auðlindir sem við höfum fengið að láni hjá komandi kynslóðum. Umræðan um aukinn hagvöxt snýr nær undantekningarlaust að náttúruauðlindum eins og vatni, fiski, orku, loftgæðum o.s.frv. Nýting þessara auðlinda verður að vera á forsendum sjálfbærrar þróunar þar sem samfélagsleg, umhverfisleg og efnahagsleg áhrif eru metin að jöfnu. Við þekkjum afleiðinguna af því að horfa eingöngu á efnahagslegu áhrifin af nýtingu auðlinda og þeirri leið sem farin hefur verið til að halda uppi hagvexti. Sú aðferðafræði hefur ekki verið farsæl fyrir þjóðina og hún hefur sýnt okkur að við þurfum fleiri mælikvarða en hagvöxt til að mæla heilbrigði samfélags.</p> <p>Á þessu fyrsta starfsári mínu sem umhverfisráðherra hef ég lagt áherslu á að staða náttúruverndar innan stjórnarráðsins verði styrkt. Hafin eru fjölmörg verkefni til að styrkja stöðu náttúrunnar og ber þar hæst víðtæk endurskoðun á lagaumhverfi náttúruverndar. Þá hef ég einnig lagt sérstaka áherslu á líffræðilega fjölbreytni, endurheimt votlendis, framkvæmd náttúruverndaráætlunar, loftslagsmarkmið og að flýta innleiðingu Árósasamningsins. Þetta eru aðeins nokkur dæmi um þau mörgu verkefni sem nú er unnið að í umhverfisráðuneytinu.</p> <p>Það er eðli embættis umhverfisráðherra að tala máli náttúrunnar og tryggja að hún fái notið vafans við ákvarðanatöku. Ég hef forðast að láta undan þrýstingi hagsmunaaðila, staldrað við, spurt spurninga og aflað frekari gagna með það að leiðarljósi að verja hagsmuni heildarinnar, komandi kynslóða og náttúrunnar. Verkefni í þágu umhverfis- og náttúruverndar eru málefni hvers dags, unnin í þágu framtíðar og komandi kynslóða. Möguleikar barnanna okkar og barnabarna velta á því að málaflokknum sé sinnt af kostgæfni og alvöru.</p>

2010-05-05 00:00:0005. maí 2010Ávarp umhverfisráðherra á málþingi um umhverfismál á Akureyri

<p><em>Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra flutti eftirfarandi ávarp á málþingi sem haldið var á Akureyri 5. maí 2010 undir yfirskriftinni Margt smátt gerir eitt stórt - Hugsaðu hnattrænt og framkvæmdu heima fyrir.</em></p> <p>Ágætu fundarkonur og –menn</p> <p>Ég vil byrja á því að þakka Norrænu upplýsingaskrifstofunni og Akureyrarbæ fyrir það góða framtak að halda þetta málþing. Það sem rætt verður hér í dag er tvímælalaust lykilatriði hvað varðar umhverfismál, - það er að tengja saman umhverfisþætti sem varða alla jarðarbúa við okkar eigin athafnir og nánasta umhverfi, og þá möguleika sem við höfum.</p> <p>Það fer vel á því að halda málþing af þessu tagi einmitt á Akureyri, því hér eru öflug alþjóðleg tengsl á sviði umhverfismála. Auk norrænu upplýsingaskrifstofunnar má nefna Stofnun Vilhjálms Stefánssonar sem vinnur að því að efla umhverfisrannsóknir á norðurslóðum, stuðla að sjálfbærri þróun og efla þátttöku Íslendinga í alþjóðasamstarfi, skrifstofu CAFF (Conservation of Arctic Flora and Fauna) sem hefur umsjón með framkvæmd samþykktar sem átta norðurskautsríki gerðu með sér um vernd lífríkis á norðurslóðum og skrifstofu Norðurskautsráðsins um vernd gegn mengun hafsins á norðurslóðum (PAME - The Protection of the Arctic Marine Environment Working Group).</p> <p>Mörg mikilvægustu verkefnin sem leysa þarf á sviði umhverfismála snúa að mannkyninu í heild. Lausn þessara mála verður aðeins fengin með alþjóðlegum samningum þar sem ráðist er að vandanum með samstilltu átaki.</p> <p>Montrealbókunin um verndun ósónlagsins er eitt besta dæmið um hvernig hægt hefur verið leysa vandamál af þessu tagi. Haldið var upp á tuttugu ára afmæli bókunarinnar fyrir þremur árum. Frá því hún var undirrituð hefur tekist, með þátttöku yfir 190 ríkja, að draga úr framleiðslu ósóneyðandi efna um 95% og er því nú spáð að ósónlagið nái fyrri styrk sínum á árabilinu 2050 – 2070.</p> <p>Þessi góði árangur og árangur sem náðst hefur með öðrum alþjóðlegum samningum t.d. um loftborna mengun sem berst milli landa, þrávirk lífræn efni og meðferð og flutning spilliefna hefur auðvitað ýtt undir bjartsýni um að takast megi einnig að ná samkomulagi um að leysa stærsta umhverfisvandamálið hingað til, þ.e. að stemma stigu við loftslagsbreytingum af mannavöldum.</p> <p>Hér er vissulega um risavaxið verkefni að ræða því að til þess að ná þeim árangri sem vísindin segja okkur að sé nauðsynlegur verður að ráðast í stórfelldar breytingar, sértaklega á því hvernig orka er framleidd og notuð. Þessu fylgir mikill kostnaður en í því felast jafnframt mikil tækifæri. Á hinn bóginn liggur fyrir að með því að leggja fram fé og krafta í verkefnið nú, má komast hjá mun meiri útgjöldum og erfiðara verkefni síðarmeir.</p> <p>Mikið hefur verið rætt og ritað um að samningaviðræðurnar hafi strandað í Kaupmannahöfn í desember. Það fór ekki framhjá neinum að mikið var lagt undir og væntingar til fundarins voru miklar. Eftir að samþykkt var í lok árs 2007 að ljúka samningaferlinu á tveimur árum, komust loftslagsmál á dagskrá allra helstu funda þjóðarleiðtoga heimsins og aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki Moon, lagði sérstakan metnað í að vinna þessu máli brautargengi.</p> <p>Mikið var fjallað um loftslagsmál í fjölmiðlum og stundum tekist hart á. Ljóst er einnig að aðilar sem telja hag sínum best borgið með því að hindra framgang málsins beittu sér til að spilla fyrir samningaviðræðunum. Reynt var að varpa rýrð á vísindin þegar tölvuþrjótar brutust var inn í tölvukerfi háskólans í East-Anglia og tölvusamskipti milli loftslagsvísindamanna voru gerð opinber. Einnig var blásin upp villa sem fannst í skýrslu Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar og reynt að nota hana til þess að gera starf nefndarinnar tortryggilegt. Með því að leka til fjölmiðla, við upphaf Kaupmannahafnarfundarins, drögum að samningstexta sem dreift var til skoðunar í þröngum hópi var reynt að ala á tortryggni milli samningsaðila.</p> <p>Þetta sýnir okkur hve hér er á margan hátt um erfitt pólitískt verkefni að ræða. Ákvarðanirnar sem taka þarf byggjast á niðurstöðum vísindalegra rannsókna og það er ekki auðvelt fyrir óinnvígða að skilja þessar niðurstöður að fullu og draga eigin ályktanir. Við, bæði almenningur og þeir sem veljast til að taka ákvarðanir, verðum því að geta treyst þeim túlkunum sem vísindamennirnir leggja fram.</p> <p>Í annan stað þurfa ríki, sem búa við ákaflega ólíkar aðstæður, að ná samkomulagi um fjölmörg mál m.a. samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda, fjármögnun og tækniþróun, aðlögun að loftslagbreytingum og efnahagsþróun í þróunarríkjum sem leiðir ekki til aukinnar losunar gróðurhúsalofttegunda.</p> <p>Mikilvægi loftslagsmálanna endurspeglast vel í því að til Kaupmannahafnarfundarins komu yfir eitt hundrað þjóðarleiðtogar. Þótt ekki hafi náðst fram lagalega bindandi samningstexti eins og vonir stóðu til þá var gengið frá svokölluðu Kaupmannahafnarsamkomulagi og hafa nú yfir 120 ríki lýst sig samþykk því.</p> <p>Þótt deilt sé um þýðingu samkomulagsins er þar tekið á flestum þeim meginþáttum sem lúta að væntanlegum samningi, þar á meðal að aðgerðir miðist við að hitastig jarðar hækki að jafnaði ekki meira en 2°C, aðlögun að loftslagsbreytingum, niðurskurði í losun gróðurhúsalofttegunda, skógareyðingu og fjármögnun.</p> <p>Samningaviðræður eru nú að hefjast á nýjan leik innan vébanda Sameinuðu þjóðanna og hafa verið skipulagðir fjórir samningafundir á þessu ári. Vonast er til að verulegum áfanga verði náð á næsta aðildarríkjaþingi loftslagssamningsins í vetur og að hægt verði að ganga frá samningi eigi síðar en í lok næsta árs.</p> <p>Með samningum um Evrópska efnahagssvæðið verður Ísland þátttakandi í Evrópska viðskiptakerfinu með losunarheimildir árið 2012, þegar flugstarfsemi verður felld undir kerfið. Ári seinna munu íslensk stóriðjufyrirtæki einnig falla undir kerfið. Þá koma þessi íslensku fyrirtæki til með að standa jafnfætis öðrum evrópskum fyrirtækjum og lúta þeim lögmálum sem gilda innan markaðskerfisins. Önnur almenn losun frá Íslandi stendur fyrir utan þetta kerfi.</p> <p>Til þess að afstýra fyrirsjáanlegum vandamálum sem þessi tvískipting losunar frá Íslandi hefði gagnvart Kyoto-bókuninni, hafði ég frumkvæði að viðræðum við Evrópusambandið um sameiginlegar skuldbindingar Íslands og ESB. Ráðherraráð Evrópusambandsins samþykkti í desember ákvörðun um að fela framkvæmdastjórn ESB að leggja fram tillögu að samningi við Ísland um sameiginlega framkvæmd á markmiðum nýs loftslagssamnings, sem verði fullgiltur jafnhliða nýjum alþjóðlegum loftslagssamningi.</p> <p>Með sameiginlegum skuldbindingum Íslands og ESB gagnvart nýju alþjóðasamkomulagi eftir 2012 er komið í veg fyrir að Ísland þurfa að taka á sig tvíþættar skuldbindingar, í gegnum alþjóðlegt samkomulag annars vegar og EES-samninginn hins vegar, og sömu reglur munu gilda fyrir losun gróðurhúsalofttegunda frá stóriðju á Íslandi og í öðrum ríkjum á evrópska efnahagssvæðinu. Í ljósi þessa var á Kaupmannahafnarráðstefnunni sett fram markmið Íslands um allt að 30% niðurskurð á losun gróðurhúsalofttegunda að því gefnu að samkomulag næðist um sameiginlegar skuldbindingar Íslands og ESB.</p> <p>Síðasta sumar skipaði ég verkefnisstjórn um aðgerðaáætlun í loftslagsmálum. Verkefnastjórnin vinnur nú að því að ljúka gerð tillagna um aðgerðir. Drög að tillögunum voru kynnt í desember og voru þau birt á heimasíðu ráðuneytisins. Unnið hafði verið að undirbúningi þessa máls með gerð sérfræðingaskýrslu, sem kom út í fyrra, um möguleika á að draga úr útstreymi gróðurhúsalofttegunda frá Íslandi.</p> <p>Verkefnisstjórnin hefur kynnt átta meginaðgerðir til þess að draga úr útstreymi gróðurhúsalofttegunda sem hún leggur til að verði viðfangsefni stjórnvalda á komandi árum. Samgöngur eru meðal þeirra þátta þar sem við getum tekið okkur verulega á m.a. með því að efla almenningssamgöngur, hjólreiðar og göngu. Hvetja má til notkunar eyðslugrennri ökutækja með breytingum á sköttum og gjöldum á bíla og eldsneyti. Við eigum mikla möguleika á að binda kolefni með aukinni skógrækt og landgræðslu, og draga úr útstreymi með endurheimt votlendis. Möguleikar finnast einnig á samdrætti í útstreymi frá fiskiskipaflotanum og fiskmjölsverksmiðjum. Hér koma sveitarfélögin til með að gegna mikilvægu hlutverki.</p> <p>Við tökum sameiginlega á með öðrum þjóðum um að leysa vandann og koma í veg fyrir alvarlegar afleiðingar gróðurhúsaáhrifa. Það er hins vegar alveg ljóst að þegar alþjóðasamningar eru gerðir verða vera skýr tengsl milli orðs og athafna. Það er nefnilega þannig að án efnda heima í héraði verður árangurinn af samningagerðinni lítill.</p> <p>Takk fyrir</p>

2010-04-29 00:00:0029. apríl 2010Ávarp umhverfisráðherra á ársfundi Úrvinnslusjóðs 2010

<p><em>Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra flutti eftirfarandi á varp á ársfundi Úrvinnslusjóðs sem haldinn var þann 29. apríl 2010.</em></p> <p>Fundarstjóri, starfsfólk og stjórn Úrvinnslusjóðs, ágætu ársfundargestir.</p> <p>Það mér sértök ánægja að ávarpa ársfund Úrvinnslusjóðs hér í dag. Þetta mun vera fyrsti ársfundur Úrvinnslusjóðs frá því ég tók við embætti umhverfisráðherra fyrir næstum einu ári síðan. Mér er það ljóst að tilkoma Spillefnanefndar of síðar Úrvinnslusjóðs hefur átt mikinn þátt í því að auka endurvinnslu og endurnýtingu úrgangs hér á landi. En hvert stefnum við með þau kerfi og stjórntæki er varða úrvinnslu úrgangs? Ég er viss um að þessi spurning brennur á vörum margar ársfundargesta hér í dag. Lög um úrvinnslugjald eru frá árinu 2002, framleiðendur hafa borið ábyrgð á meðhöndlun raf- og rafeindatækjaúrgangs frá 1. janúar 2009 og Endurvinnslan hf. borið ábyrgð úrvinnslu drykkjavöruumbúða sl. 20 ár. Þessi þrjú kerfi eru mismunandi og enn er mikil gerjun í gangi. Já, hvert á að stefna?</p> <p>Úrvinnslusjóður, undir stjórn fulltrúa atvinnulífsins, sveitarfélaga og ráðuneytisins, sér um umsýslu úrvinnslugjalds og ráðstöfun þess. Þannig er hagrænum hvötum beitt til að stuðla að skilvirku fyrirkomulagi á úrvinnslu úrgangs. Ég tel að mjög góð almenn sátt hafi ríkt um starfsemi Úrvinnslusjóðs, sem og áður um fovera hans, Spilliefnanefnd. Það er ljóst að úrvinnslugjald hefur átt stóran þátt í því að bæta meðferð og auka úrvinnslu úrgangs hér á landi. Sama má segja um starfsemi Endurvinnslunnar. Hér á landi höfum við að mestu haft fyrirkomulag sem hvetur frekar til endurnýtingar úrgangs en að draga úr myndun hans. Þetta fyrirkomulag hefur skilað miklum árangri varðandi endurnýtingu og má t.d. nefna að hlutfall endurvinnslu miðað við magn úrgangs sem fer til endanlegrar förgunar hefur aukist mikið frá því að Úrvinnslusjóður tók til starfa. Árið 2007 fór um 42% úrgangs í endanlega förgun miðað við 83% árið 1995. Endurvinnsla drykkjarvöruumbúða hefur verið mjög há hér á landi frá því að Endurvinnslan hf. tók til starfa eða að jafnaði nokkuð yfir 80% umbúða. Við þurfum einnig að huga að aðgerðum er draga úr myndun úrgangs.</p> <p>Fyrirkomulag við söfnun og endurvinnslu raf- og rafeindatækjaúrgang er með nokkru öðru sniði og hafa komið fram ýmsir hnökrar sem þurft hefur að leysa. Margt af því er búið að leysa og eða komið í farveg lausnar. Vissulega er hér um að ræða flóknara fyrirkomulag sem fyrir bragðið hefur tekið all nokkurn tíma að koma í gang. Af .þessum sökum hafa mál dregist á stundum en ráðuneytið og Umhverfisstofnun sem gegnir mikilvægu eftirlitshlutverki í framkvæmdinni hafa leitast við að gera sitt besta að styðja við framkvæmdina.</p> <p>Fyrirkomulagið byggir, eins og þið flest þekkið, á því að framleiðendur og innflytjendur bera fjárhagslega ábyrgð á rekstri kerfis um úrvinnslu raf- og rafeindatækjaúrgang en jafnframt ber þeim að uppfylla skyldur sínar með aðild að skilakerfum eða að reka slíkt skilakerfi sjálfir. Sérstök stýrinefnd, skipuð fulltrúum framleiðenda og innflytjenda, hefur umsjón með skilakerfum, þar á meðal að gæta þess að fyrirtæki sem bera framleiðendaábyrgð uppfylli skuldbindingar sínar. Stýrinefnd hefur einnig það hlutverk að taka á vandamálum sem upp koma.</p> <p>Á hinum Norðurlöndunum er komin þó nokkur reynsla af kerfum þar sem framleiðendum og innflytjendum hefur verið falinn rekstur og fjármögnun á úrvinnslu úrgangs.</p> <p>Ég tel að þetta kerfi í kringum raf- og rafeindatækjaúrgang sé komið til að vera og nú er það komið ágætlega af stað. Ljóst er að sníða þarf af því ýmsa tæknilega vankanta eins og alltaf vill verða. Á þeim tíma frá því að lögin tóku gildi hér á landi hefur reynslan sýnt að það eru þættir sem má einfalda og bæta. Sumt af því kallar á lagabreytingar. Tvennt vil ég nefna. Í fyrsta lagi er nauðsynlegt er að komið verði á skilvirku jöfnunarfyrirkomulagi á milli skilakerfa. Allur raf- og rafeindatækjaúrgangur skal fara til meðhöndlunar og ber skilakerfum að safna honum í hlutfalli við markaðshlutdeild þeirra framleiðenda og innflytjenda sem eiga aðild að hlutaðeigandi skilakerfi. Upp getur komið sú staða að eitt skilakerfi safni meira en því ber miðað markaðshlutdeild og ber þannig meiri kostnað en það ætti að gera, en getur engu að síður reynst hagkvæmt fyrir framleiðendur í heild sem bera kostnaðin. Til þess að hvetja skilakerfin til þess að safna sem mestum raf- og raftækjaúrgangi með sem minnstum tilkostnaði tel ég mikilvægt að setja sem fyrst skýr ákvæði í lög um að skilakerfi sem safni meira en því ber eigi fjárkröfu gagnvart öðrum skilakerfum. Í öðru lagi er mikilvægt að allir séu með og því þarf að kveða á um það í lögum að tollafgreiðsla raf- og rafeindatækis sé háð því að innflytjandi sé aðili að skilakerfi og skráður í skráningarkerfi framleiðenda og innflytjenda.</p> <p>Lög um ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur, sem oft hafa verið kölluð „Endurvinnslulögin“ voru sett árið 1989. Þannig hefur núverandi kerfi varðandi endurvinnslu drykkjarvöruumbúða verið við lýði yfir tuttugu ár. Samkvæmt lögum um úrvinnslugjald er gert ráð fyrir að hluti af starfsemi Endurvinnslunnar hf. færist til Úrvinnslusjóðs og í ákvæði til bráðabirgða í sömu lögum að Endurvinnslan hf. starfi til 1. janúar 2011. Í lögunum er gert ráð fyrir því að Úrvinnslusjóði sé heimilt að undirbúa samning við Endurvinnsluna hf. sem byggir á þeim sömu forsendum og eldri löggjöf, þ.e. að skilagjald verði áfram innheimt af framleiðendum og innflytjendum og að innheimtumaður ríkissjóðs innheimti gjaldið. Þessi háttur grundvallast á eldri framkvæmd þessara mála, á því kerfi sem upphaflega var komið á fót með lögbundu einkaleyfi til eins fyrirtækis til að annast rekstur skilakerfis í nánum tengslum við hið opinbera.</p> <p>Miklar breytingar hafa orðið á allri tilhögun um úrvinnslu úrgangs frá því að lög um úrvinnslugjald voru sett árið 2002 og er m.a. nú lögð aukin áhersla á ábyrgð framleiðenda vegna meðhöndlunar úrgangs og að opinberir aðilar lágmarki þátttöku sína og kostnað af úrgangsmeðhöndlun. Þannig skuli einstaka framleiðslugreinar taka að sér að annast söfnun þess úrgangs sem fellur til í viðkomandi grein og framleiðendur taki því yfir á sína ábyrgð og kostnað að safna, endurnýta úrgang og þar með að vernda umhverfið gegn mengun af völdum þess úrgangs. Frá 1. janúar 2009 hafa framleiðendur og innflytjendur borið ábyrgð á raf- og rafeindatækjaúrgangi. Þar er kveðið á um að framleiðendur og innflytjendur raftækja skuli fjármagna og tryggja meðhöndlun raf- og rafeindatækjaúrgangs. Í skoðun hefur verið að setja drykkjarvöruumbúðir í svipað kerfi sem framleiðendur bæru ábyrgð á, en nauðsynlegt er að huga vel að því að nýtt fyrirkomulag verði ekki til að auka kostnað við söfnun og endurvinnslu frá því sem verið hefur, enda fyrirkomulagið reynst vel.</p> <p>Sjónarmið um framleiðendaábyrgð eru ekki ný af nálinni í íslenskri löggjöf, sbr. t.d. yfir 25 ára gömul ákvæði sem eru í lögum um varnir gegn mengun hafs og stranda þar sem kveðið er á um að þeim sem annast dreifingu og sölu á olíu sé skylt að taka við olíuúrgangi frá skipum og frá starfsemi í landi og tryggja viðunandi eyðingu og ákvæði í lögum um úrvinnslugjald sem heimilar fyrirtækjum og atvinnugreinum að semja við Úrvinnslusjóð til að tryggja úrvinnslu úrgangs vegna svartolíu og veiðarfæra úr gerviefnum.</p> <p>Í samræmi við hina almennu kröfu um aukna ábyrgð framleiðenda á meðhöndlun úrgangs hefur verið skoðaður sá möguleiki að framleiðendum og innflytjendum sé gert kleift að starfrækja skilakerfi á eigin ábyrgð sem uppfylli sett markmið samkvæmt lögum um meðhöndlun úrgangs. Litið hefur verið til Svíþjóðar og er einnig verið að skoða fyrirkomulag í Danmörku.</p> <p>Veruleg reynsla er komin á rekstur skilakerfis fyrir einnota drykkjarvöruumbúðir hér á landi. Undanfarin 20 ár hefur verið starfrækt hagkvæmt og skilvirkt skilakerfi sem almenn sátt hefur ríkt um og þjónað hefur þeim hagsmunum sem taka ber tillit til við rekstur slíks kerfis, þ.e.a.s. sjónarmiðum um umhverfis- og neytendaverndar. Skil á einnota drykkjarvöruumbúðum hafa verið góð hér á landi og kerfið frekar aðgengilegt fyrir neytendur þó að þar megi auðvitað alltaf bæta um betur. Mikilvægt er að halda í þann árangur sem Endurvinnslan hf. hefur náð og ber að hafa það að leiðarljósi við breytingar á úrgangslöggjöfinni.</p> <p>Ráðuneytið hefur átt í viðræðum við Samtök iðnaðarins, framleiðendur og Endurvinnsluna um þetta mál.</p> <p>Mikilvægt er að niðurstaða liggi fyrir fljótlega og er stefnt að því.</p> <p>Ég stefni að því að leggja fram til kynningar nú á vorþingi frumvarp til laga um breytingu á lögum um meðhöndlun úrgangs þar sem m.a. verður kveðið á um meðferð drykkjavöruumbúða og breytingar vegna raf- og rafeindatækjaúrgangs.</p> <p>Ríkisstjórnin hefur það á dagskrá sinni að endurskoða lög um meðhöndlun úrgangs með þarfir almennings og umhverfis að leiðarljósi í því skyni að ná markmiðum um að dregið verði úr magni úrgangs sem fer til endanlegrar förgunar og auka endurnýtingu. Rammatilskipun Evrópusambandsins (2008/98/EB) um úrgang tók gildi í lok árs 2008. Áhersla í nýrri tilskipun er meðal annars á að styrkja aðgerðir til að draga úr myndun úrgangs og innleiða lífferilshugsun. Markmið tilskipunarinnar er að vernda umhverfi og heilsu með því að minnka neikvæð áhrif úrgangsmeðhöndlunar sem og að minnka heildaráhrif auðlindanotkunar og auka hagkvæmni í notkun þeirra.</p> <p>Ágætu fundarmenn,</p> <p>Eins og þið heyrið þá eru fjölmargar áskoranir sem bíða okkar á næstunni við að bæta árangur í söfnun, flokkun og endurvinnslu úrgangs. Vissulega eru oft skiptar skoðanir um hvaða leiðir er best að fara og misjöfn sýn manna á það hvernig farsælast er að leysa þessi verkefni af hólmi. Það er ljóst að leiðirnar eru margar. Það þarf að skoða þessi mál í samhengi og hafa í huga aðstæður hér á landi vil val þeirra leiða sem við förum. Ráðuneytið mun hér eftir sem hingað til leitast við að hafa sem best samráð við þá aðila sem hagsmuni eiga að gæta og besta þekkingu hafa á þeim málum sem verið er að vinna með í ráðuneytinu á hverjum tíma. Þannig vænti ég að okkur takist að feta okkar áfram um þær leiðir sem best munu gagnast okkur.</p> <p>Góðar stundir.</p>

2010-04-29 00:00:0029. apríl 2010Ávarp umhverfisráðherra á málþingi til heiðurs Ingva Þorsteinssyni áttræðum.

<p><em>Svandís Svavarsdóttir flutti eftirfarandi ávarp á málþingi sem haldið var til heiðurs Ingva Þorsteinssyni náttúrufræðingi þann 29. apríl 2010.</em></p> <p>Kæru gestir,</p> <p>Í dag erum við samankomin til að heiðra eldhugann Ingva Þorsteinsson. Ég þarf svo sem ekki að fara mörgum orðum um manninn, aðrir hafa séð um það hér í dag. En afrekalistinn er aðdáunarverður, Ingvi var til að mynda forystumaður í Landvernd og Gróðri fyrir fólk í Landnámi Ingólfs og einn af stofnendum félaganna. Og hann hefur haft veg og vanda að kortlagningu gróðurs hér á landi og Grænlandi.</p> <p>Með störfum sínum hefur Ingvi hlúð að einni mikilvægustu auðlind íslensku þjóðarinnar; grónu landi og jarðvegi. Þetta er sú auðlind sem þjóðin byggði afkomu sína á að mestu leyti frá landnámi og fram á 20. öld. Ofnýting hennar gerði það að verkum að gróðureyðing og uppblástur hafa um aldir verið stærsta umhverfistjón sem mannskepnan vann á landinu. Jarðvegsrof hefur orðið á um 40% landsins og stærri hluti skóga hefur eyðst hér af mannavöldum en í nær öllum öðrum löndum, eða um 95%.</p> <p>Það var því af brýnni þörf sem stjórnvöld hófu skipulegar aðgerðir gegn uppblæstri og landeyðingu fyrir réttri öld. Skógrækt ríkisins, Landgræðsla ríkisins og félagasamtök hafa leitt þá baráttu æ síðan og þar hefur Ingvi Þorsteinsson staðið í fremstu röð.</p> <p>Í störfum sínum hefur Ingvi lagt áherslu á að bændur væru <u>vörslumenn landsins</u>. Það er slíkt hugarfar sem þarf að vera grundvöllur í starfi stjórnvalda og alls áhugafólks um umhverfismál. Það þarf að vekja allan almenning til meðvitundar um að við erum öll vörslumenn landsins og alls náttúrulegs umhverfis okkar. Þessi afstaða Ingva og fleiri forystumanna í landgræðsluhreyfingunni hefur meðal annars skilað sér í því að æ stærri hluti landgræðslustarfs er unninn af bændum sjálfum og nú eru rúmlega fimmhundruð bændur þátttakendur í verkefninu ,,bændur græða landið.” Og sama hugarfar hefur verið haft að leiðarljósi í þeim félögum og samtökum sem Ingvi hefur stofnað og leitt. Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs hefur átt gott samstarf við ýmsar mennta- og uppeldisstofnanir um uppgræðslustarf nemenda og Landvernd hefur haft umsjón með Grænfánanum, líklega best heppnaða umhverfisfræðsluverkefni sem unnið hefur verið hér á landi. Bæði þessi félög hafa því haft það að leiðarljósi að innræta þá hugsun í unga Íslendinga að þeir séu vörslumenn landsins.</p> <p>Barátta Ingva fyrir bættum landgæðum og endurheimt landkosta hefur ekki einungis skilað árangri hér á landi, heldur hefur hann haft áhrif víða um heim. Störf hans að landgræðslu og kortlagningu gróðurs eru meðal þeirra stoða sem Landgræðsluskóli Sameinuðu þjóðanna var byggður á hér á landi. Skólastarfið, sem byggir að miklu leyti á reynslu Ingva og hans þekkingu, er eitt markverðasta framlag íslensku þjóðarinnar í alþjóðasamfélaginu nú um stundir, en fyrr á þessu ári var landgræðsluskólinn gerður að formlegum aðila að Háskóla Sameinuðu þjóðanna. Nú þegar hafa sautján nemendur frá átta þróunarríkjum útskrifast frá skólanum. Ingvi og aðrir forystumenn á sviði landgræðslu hér á landi eru því útrásarvíkingur sem við getum verið stolt af.</p> <p>Kæru félagar. Hér hefur í dag verið fjallað um stórmerkilegt ævistarf Ingva Þorsteinssonar. Hann hefur unnið sín störf af framsýni og dugnað, en ekki síður af áhuga og ástríðu. Og mér er sagt af þeim sem til þekkja að Ingvi hafi öðrum fremur haft lag á að hrífa fólk með sér. Á næstu árum og áratugum bíða okkur mikil og krefjandi verkefni á vettvangi umhverismála, ekki síst loftslagsmála. Og við megum ekki gleyma því á þeirri vegferð sem er framundan að það er ekki nóg að upplýsa fólk um stöðu umhverfismála, það þarf líka að sannfæra það um þær breytingar sem gera þarf á samfélaginu. Og þá þurfum við að bera okkur að eins og Ingvi, sem hefur nýtt hæfileika sína og þekkingu til þess að fræða samferðarfólk sitt en ástríðuna og áhugann til að sannfæra það.</p> <p>Um leið og ég þakka Ingva fyrir hans ómetanlega framlag til umhverfismála þá óska ég honum velfarnaðar á komandi árum og brýni fyrir okkur öllum að hafa hans aðferð að leiðarljósi, að hrífa fólkið með okkur, náttúran og umhverfið þurfa á því að halda um ókomna tíð.</p>

2010-04-24 00:00:0024. apríl 2010Grein umhverfisráðherra í Fréttablaðinu - Á ári líffræðilegrar fjölbreytni

<div class="single-news__big-image"><figure><a href="/media/umhverfisraduneyti-media/media/frettir/svsv2.jpg"><img src="/media/umhverfisraduneyti-media/media/frettir/svsv2.jpg?proc=singleNewsItem" alt="Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra" class="media-object"></a><figcaption>svsv2</figcaption></figure></div><p><em>Eftirfarandi grein Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra birtist í Fréttablaðinu 23. apríl 2010.</em></p> <p>Baráttan fyrir líffræðilegri fjölbreytni er barátta fyrir vexti og viðgangi dýra- og plöntutegunda og búsvæða þeirra. Líffræðilegum fjölbreytileika jarðar er nú meðal annars ógnað af fjölgun mannkyns, stækkandi borgum, stórauknum landbúnaði og aukinni sókn í auðlindir lands og sjávar.</p> <p>Hér á landi stöndum við frammi fyrir margvíslegum verkefnum til að vernda líffræðilegan fjölbreytileika. Lúpína og skógarkerfill eru ágengar tegundir og erfitt getur reynst að hemja útbreiðslu þeirra. Í Hrísey hafa lúpína og skógarkerfill til að mynda orðið ríkjandi á þeim hluta eyjunnar sem er á náttúruminjaskrá vegna fjölskrúðugs gróðurs og fuglalífs. Þannig geta þessar plöntutegundir ógnað líffræðilegri fjölbreytni hér á landi. Við því hefur nú verið brugðist með því að hefja undirbúning að upprætingu lúpínu og skógarkerfils á hálendinu, í þjóðgörðum og á öðrum friðlýstum svæðum og auk þess verður dreifingu lúpínu hætt nema á skilgreindum landgræðslu- og ræktunarsvæðum. Einnig hefur verið ákveðið að tilnefna í ár, á ári líffræðilegrar fjölbreytni, fleiri votlendissvæði á skrá Ramsar-sáttmálans um verndun votlendis. Þá hefur á undanförnum vikum og mánuðum verið lögð mikil áhersla á það í umhverfisráðuneytinu að ljúka gerð reglugerðar um takmörkun á losun kjölfestuvatns. Markmið reglugerðarinnar er að koma í veg fyrir að framandi lífverur berist með kjölfestuvatni skipa til hafsvæða og stranda umhverfis Íslands.</p> <p>Ágengar framandi lífverur ógna ekki aðeins jafnvægi í náttúrunni heldur geta þær líka valdið fjárhagslegu tjóni. Áætlað er að það kosti ríki Evrópusambandsins um 14 milljarða evra á ári að berjast við illgresi og dýraplágur og í Bandaríkjunum er talið að tjón vegna sebraskeljar nemi um fimm milljörðum dala árlega. Hér á landi hefur þurft að hefja kostnaðarfrekar aðgerðir til að halda aftur af lúpínu, t.d. í Skaftafelli. Minkurinn slapp á sínum tíma út í íslenska náttúru og hefur valdið svo miklu tjóni að nú er í gangi mjög kostnaðarsamt þriggja ára átak til að reyna að fækka honum. Beinn kostnaður af völdum ágengra innfluttra tegunda er því mjög mikill.</p> <p>Sunnudagurinn 25. apríl er dagur umhverfisins og í ár er hann tileinkaður líffræðilegri fjölbreytni. Af því tilefni verður efnt til fjölda viðburða og er áhugasömum bent á að nálgast upplýsingar um daginn á slóðinni www.umhverfisraduneyti.is/dagurumhverfisins.</p>

2010-04-22 00:00:0022. apríl 2010Ávarp umhverfisráðherra við afhendingu umhverfisviðurkenningar Hveragerðis 2010

<p><em>Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra afhenti umhverfisviðurkenningu Hveragerðisbæjar á sumardaginn fyrsta, 22. apríl 2010, og flutti eftirfarandi ávarp af því tilefni.</em></p> <p>Ágætu Hvergerðingar og aðrir góðir gestir,</p> <p>Ég vil byrja á því að óska ykkur gleðilegs sumars. Sumardagurinn fyrsti er fyrsti dagur Hörpu sem samkvæmt gamla norræna tímatalinu er fyrstur af sumarmánuðum sex. Í norræna tímatalinu&#160; miðaðist tímatalið og heiti mánaða við árstíðir sveitasamfélagsins og skiptust í sex vetrarmánuði og sex sumarmánuði.</p> <p>Á sumardaginn fyrsta verða kærkomin tímamót á Íslandi. Veturinn er liðinn og við tekur sumar með björtum nóttum, gróanda og vonandi yl og hlýju. Farfuglarnir streyma til landsins og það er alltaf tilhlökkunarefni að fylgjast með komu þeirra. Um þetta leyti hefst sauðburður í sveitum og krakkar eru í óðaönn rifja upp útileiki og alls staðar liggur viss eftirvænting í loftinu.</p> <p>Íslensk þjóðtrú segir að ef sumar og vetur frjósa saman boði það gott sumar, en með því er átt við að hiti fari niður fyrir frostmark aðfararnótt sumardagsins fyrsta. Áður fyrr var hvarvetna fylgst með þessu, þ.e. hvort saman frysti sumar og vetur. Yfirleitt var það talið góðs viti og jafnvel álitið að rjóminn ofan á mjólkurtrogunum yrði jafn þykkur og ísskánin á vatninu þessa nótt. Í því skyni settu menn skál eða skel með vatni út að kvöldi síðasta vetrardags og vitjuðu svo eldsnemma morguns.</p> <p>Þessi gamla þjóðtrú minnir okkur á hvað líf okkar Íslendinga er samofið náttúrunni og því sem hún gefur bæði fyrr og nú. Þessar vikurnar erum við enn og aftur minnt á náttúruöflin hér á landi og hvernig þau hafa áhrif á líf okkar, ekki bara okkar sem búum hér á landi heldur í raun fólks um heim allan.</p> <p>Þið, íbúar Hveragerðis, hafið á síðustu árum verið minnt á kraft náttúruaflanna. Hið nýja hverasvæði sem laðar til sín fjölda ferðamanna sannar þó að sem betur fer gerist það oftar en ekki að eftir hamfarir verður til nýtt og jafnvel enn stórbrotnara landslag. Þessa dagana hugsum við til þeirra sem búa næst þeirri ógn sem stafar af gosinu í Eyjafjallajökli og eiga lífsviðurværi sitt undir auðlindum náttúrunnar þar um slóðir.</p> <p>Nafn Hveragerðis er í huga mínum tengt sérstökum lífsgæðum - heilsusamlegu líferni þar sem gnægð er af fersku, íslensku grænmeti og stutt að fara út í einstaka og fjölbreytilega náttúru. Bærinn er að mörgu leyti einstakur, hann er einn fárra íslenskra bæja sem ekki stendur við sjávarsíðuna heldur kúrir hér á hraunbreiðu umvafinn fjöllum og hverum, með einstakt útsýni til ósa Ölfusár og á haf út.</p> <p>Hitinn í iðrum landsins er ein mikilvægasta auðlind okkar og auk hefðbundinnar nýtingar til húsahitunar og rafmagnsframleiðslu höfum við nýtt hann á fjölbreytilegan annan hátt. Þar hafa Hvergerðingar um margt verið í fararbroddi, bæði hvað varðar nýtingu jarðhita sem heilsulindar og síðast en ekki síst til að hefja stórfellda blómarækt og verða þannig „Blómabær Íslands”.</p> <p>Nýting okkar Íslendinga á jarðhitaauðlindinni er gott dæmi um sjálfbæra þróun í framkvæmd. Reynt hefur verið að gæta þess að taka ekki meira en svæði geta gefið af sér til lengri tíma. Ég tel<span>&#160;</span> mikilvægt að fara varlega gagnvart þessari auðlind eins og öðrum. Þá ber einnig að hafa í huga<span>&#160;</span> að við aukna jarðhitanýtingu eykst losun ýmissa efna út í andrúmsloftið þar á meðal brennisteinsvetnis sem getur valdið óþægindum og haft áhrif á heilsufar fólks.</p> <p>Við getum þakkað jarðhitanum að við búum við hreinna loft en ella. Það væri hins vegar öfugþróun ef nýting hans færi að verða mengunarvaldur sem getur skaðað heilsuna. Þess vegna ákvað ég að láta vinna að reglugerð um brennisteinsvetni sem ætlað er að taka á umhverfismörkum og áhrif þessarar mengunar á fólk. Vinna við þá reglugerð er nú á lokastigi.</p> <p>Með stækkun þéttbýlis eykst þörf fólks fyrir að leita út í náttúruna. Fá bæjarfélög - sem þar að auki eru alveg við jaðar stærsta þéttbýlis landsins - hafa upp á jafn fjölbreytta möguleika að bjóða til útivistar og Hveragerði.</p> <p>Hér í bænum sjálfum eru einstakar náttúruperlur á borð við hverasvæðið þar sem fræðast má um mismunandi tegundir hvera og Varmáin sem liðast í gegnum bæinn. Á svæði skógræktarinnar undir Hamrinum og í kringum bæinn eru fallegar gönguleiðir við allra hæfi. Ekki má gleyma Hengilssvæðinu þar sem njóta má stórbrotinnar náttúru í mikilli nánd við náttúruöflin í iðrum jarðar, hvort sem er gangandi, á hesti eða jafnvel á skíðum. Svona mætti lengi telja.</p> <p>Golf er íþrótt sem hin síðari ár hefur hrifið fleiri og fleiri Íslendinga. Og svo er einnig hér í Hveragerði þar sem golfklúbbur hefur verið starfræktur í 17 ár. Völlurinn er í sérlega tignarlegu umhverfi. Ætli hann sé ekki eini golfvöllurinn í veröldinni þar sem hveri er að finna inni á vellinum sjálfum og allt í kringum hann?</p> <p>Golfvellir taka óhjákvæmilega nokkuð landrými og því tel ég mikilvægt að reynt sé að gera þá þannig úr garði að þeir falli sem best að náttúru og landslagi á hverjum stað.</p> <p>Mér hefur verið sagt að það sé fyrst og fremst fyrir þrotlausa sjálfboðavinnu félaga í klúbbnum að golfvöllurinn í Gufudal er eins og raun ber vitni - til fyrirmyndar hvað varðar uppbyggingu húsa og nánast eins og skrúðgarður sem fellur vel að hinu náttúrulega umhverfi sínu.</p> <p>Fyrir það hefur Hveragerðisbær ákveðið að veita Golfklúbbi Hveragerðis umhverfisverðlaun bæjarins þetta árið. Það er mér heiður og ánægja að fá að afhenda Golfklúbbnum þessa viðurkenningu hér í dag og vil ég biðja fulltrúa hans um að koma hingað og veita henni móttöku.</p> <p>Að lokum vil ég óska ykkur öllum góðs og gjöfuls sumars.</p>

2010-04-17 00:00:0017. apríl 2010Ávarp umhverfisráðherra á málþinginu Umhverfisvottaðir Vestfirðir

<p><em>Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra flutti eftirfarandi ávarp á málþingi um Umhverfisvottaða Vestfirði sem haldið var á Núpi í Dýrafirði 17. apríl 2010.</em></p> <p>Ágætu ráðstefnugestir,</p> <p>Það er mér sérstök ánægja að vera með ykkur hér í dag á hinu forna höfuðbóli – Núpi - mitt í hinni einstæðu náttúru Vestfjarða - umlukin stórbrotnum fjöllum og með útsýni til hafs út á Dýrafjörðinn.</p> <p>Ég fagna því frumkvæði sem Ferðamálasatökin hér hafa tekið með því að standa fyrir stefnumótun fyrir vestfirska ferðaþjónustu og þeim vinnuaðferðum sem beitt hefur verið með því að hafa samráð við svo stóran hóp fólks um allan fjórðunginn sem raun ber vitni. Ég tel mjög mikilvægt að hvar sem því verður við komið reynum við að hafa sem flesta með í ráðum þar sem stefna er mótuð og ákvarðanir teknar. Það er eitt af lykilatriðum sjálfbærrar þróunar sem á að vera rauður þráður í öllu starfi að mótun og þróun samfélagsins.</p> <p>Vestfirðingar búa í ægifagurri en viðkvæmri náttúru sem þeir hafa orðið að taka tillit til í aldanna rás. Hér hefur fólk lifað á því sem náttúran gefur, fiski úr sjó, fugli og landbúnaðarafurðum. Því er fólki í þessum landsfjórðungi e.t.v. ljósara en mörgum öðrum að gögn og gæði náttúrunnar eru hin raunverulega undirstaða lífs okkar frá degi til dags.</p> <p>Hin síðari ár hefur ferðaþjónustan orðið æ umsvifameiri hér á Vestfjörðum eins og annars staðar á Íslandi. Stórbrotið landslag, einstök náttúrufegurð, fuglalíf og öræfakyrrð hafa mikið aðdráttarafl bæði fyrir innlenda og erlenda ferðamann. Ferðaþjónustan, eins og flestar aðrar atvinnugreinar sem hér eru stundaðar, byggist því fyrst og fremst á náttúru landsins.</p> <p>Ykkur hér á Vestfjörðum er ljós sú hætta sem viðkvæmri náttúru getur stafað af vaxandi umferð ferðamanna. Frumkvæði Ferðamálasamtaka Vestfjarða við að safna liði til að standa vörð um þá mikilvægu auðlind sem náttúran er og hefja umræðuna um umhverfisvottun svæðisins alls er því afar mikilvægt.</p> <p>Við sem búum hér á landi erum ekki ein um að hugsa um mikilvægi þess að vernda náttúruna. Fjöldi erlendra ferðamanna sem sækir Ísland heim hefur væntingar um að hér á landi sitji náttúruvernd og umhverfismál í öndvegi. Fólk gerir hreinlega kröfur um að geta valið þjónustu frá fyrirtækjum sem gera vel í umhverfismálum.</p> <p>Við vitum öll að lífsstíll og neyslumynstur okkar sjálfra ráða miklu um stöðu og þróun umhverfismála. Þó athafnir hvers og eins virðist smáar og léttvægar hafa þær afgerandi áhrif á umhverfi okkar bæði nær og fjær. Umhverfisvernd er þannig daglegt viðfangsefni hvers og eins, bæði einstaklinga, fyrirtækja og stofnana. Við getum tekið ákvarðanir um innkaup og neyslu í daglegu lífi okkar sem stuðla að sjálfbærri nýtingu auðlinda og draga úr sóun verðmæta. Viðurkenndar umhverfismerkingar og vottanir geta leiðbeint okkur á þessu sviði.</p> <p>Stjórnvöld geta búið svo í haginn að fólk geti valið sjálfbæran lífsstíl í daglegu lífi og að fyrirtæki og stofnanir sjái sér hag í að innleiða umhverfisstjórnun, umhverfismerkingar og stunda vistvæn innkaup. Stefnumótun stjórnvalda frá því í apríl 2009 um vistvæn opinber innkaup ríkisstofnana er mikilvægt skref og fordæmi fyrir samfélagið allt í átt til sjálfbærrar þróunar.</p> <p>Norræna umhverfismerkið Svanurinn er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna. Svanurinn byggir á óháðri vottun og viðmiðum sem taka tillit til alls lífsferils vöru og þjónustu. Markmiðið með Svaninum er að ýta undir sjálfbæra þróun samfélagsins.</p> <p>Sífellt fleiri fyrirtæki sjá sér nú hag í að fá vottun bæði til að draga úr álagi á umhverfið en líka í því skyni að spara fjármuni í rekstri. Þangað til fyrir tveimur árum höfðu einungis 4 fyrirtæki á Íslandi Svansvottun og hafði verið svo um margra ára skeið. Í formennskuáætlun Íslands í norrænu samstarfi á síðasta ári settum við okkur markmið um að fjölga fyrirtækjum með Svansvottun. Afar góður árangur náðist og er nú svo komið að 7 fyrirtæki hafa hlotið vottun og 12 eru í umsóknarferli. Einnig hefur Svansmerktum vörum í verslunum landsins fjölgað jafnt og þétt.</p> <p>Fyrr í þessum mánuði var Farfuglaheimilunum í Reykjavík veitt Svansmerkið. Strangar kröfur Svansins tryggja að starfsemi farfuglaheimilanna er í fremstu röð hvað varðar lágmörkun neikvæðra umhverfis- og heilsuáhrifa. Ég tel umhverfismerkingar og vottun vera afar jákvæða og skilvirka leið til að stuðla að sjálfbærni hvort sem er í fyrirtækjum að ég tali nú ekki um í heilum landsfjórðungi eins og hér er rætt um.</p> <p>Á umhverfisþingi síðastliðið haust fengum við innsýn inn í það mikla og jákvæða starf sem unnið hefur verið í 5 sveitarfélögum á Snæfellsnesi við að fá vottun frá Green Globe. Það er alveg ljóst að ávinningur af slíkri vottun er margþættur. Um leið og dregið er úr álagi á umhverfið styrkist ímynd svæðisins gagnvart umheiminum og umhverfisvitund allra íbúa á svæðinu styrkist. Slíkt hefur mikil margföldunaráhrif.</p> <p>Vestfirðingar hafa verið fljótir að bregðast við ört vaxandi umsvifum í ferðaþjónustunni. Ég tel til fyrirmyndar hvernig gönguleiðir hafa verið merktar hér um slóðir og göngukort gefin út að ekki sé minnst á frumleika og frjótt ímyndunarafl sem m.a. birtist í því að stofna söfn um skrímsli og galdra auk hefðbundinna safna um menningu og lífshætti fyrr og nú. Það er mikilvægt að fjárfesting í ferðaþjónustu hafi áhuga gestanna í huga og að jafnframt sé borin virðing fyrir náttúru- og menningararfinum.</p> <p>Umhverfisvottun Vestfjarða felur í sér mörg tækifæri ekki bara fyrir þá sem hér búa heldur okkur öll. Mín von og trú er sú að boltinn muni rúlla áfram og fleiri sveitarfélög og svæði muni fylgja fordæmi Snæfellsness og vonandi Vestfjarða í náinni framtíð.</p> <p>Ég vil enn og aftur þakka fyrir boðið á þessa ráðstefnu. Ég er þess fullviss að fjöllin og hin einstæða náttúra hér munu gefa okkur nýjar hugmyndir og innblástur sem varða leiðina að sjálfbæru Íslandi.</p>

2010-04-16 00:00:0016. apríl 2010Ávarp umhverfisráðherra á þingi LSS 2010

<p><em>Svandís Svavarsdóttir flutti eftirfarandi á varp á 13. þingi Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna sem haldið var 16. apríl 2010.</em></p> <p>Góðir slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn og aðrir gestir.</p> <p>Á því tæpa ári sem ég hef staðið vaktina sem umhverfisráðherra hef ég að minnsta kosti í tvígang haft tækifæri til að kynnast ykkar starfi og sjá um leið mikilvægi þess fyrir samfélagið.</p> <p>Í nóvember 2009 var ég viðstödd opnun Eldvarnarviku Landsambands slökkviliðs- og sjúkraflutningsmanna í Ísaksskóla og í mars sl. heimsótti ég Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins.</p> <p>Eldvarnarátak Landssambandsins þar sem sér í lagi börn eru frædd um eldvarnir í tengslum við aðventuna er orðin einn af föstu liðunum fyrir jólin og upp vaxa kynslóðir eftir kynslóðir sem hafa lært hvernig ber að umgangast eld þannig að ekki hljóti skaði af og hvernig bregðast á við ef út af ber. Þetta forvarnastarf hefur skilað ótrúlegum árangri ekki síst vegna þess að fræðslan hefur verið þess eðlis að hún hefur vakið áhuga barna og hvatt þau til að gerast erindrekar um brunaöryggismál í sínum fjölskyldum. Árangurinn má ekki síst rekja til þess að átakið hefur verið fastur liður ár eftir ár. Átakið endurspeglar það úthald sem hafa verður í öllum þeim verkefnum sem hafa að markmiði að upplýsa og fræða og breyta hegðun fólks. Úthald sem er nauðsynlegt ætli maður að breyta til hins betra. Þið sem og forverar ykkar í starfi eigið heiður skilið fyrir þetta mikilvæga samfélagsverkefni og má margt af því læra ekki síst fyrir þá sem vinna að breyttu viðhorfi til umhverfis- og náttúruverndarmála.</p> <p>Í mars síðastliðinn fékk ég tækifæri til að kynnast starfsemi Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Ég fékk að taka þátt í útköllum, sjúkraflutningum og taka á við að klippa sundur bíl. Það var vægast sagt magnað að fá að kynnast þessari starfsemi. Að sjá þá einbeitingu og samhæfinu sem er hjá slökkiliðs- og sjúkraflutningsmönnum. Að upplifa og sjá þá miklu kunnáttu og fagmennsku sem er innan raða slökkviliðsins, þeim útbúnaði sem beitt er og síðast en ekki síst þeirri einbeitingu og vinnugleði sem ríkir í þessum samstillta hópi. Ég er þess fullviss að starf slökkviliðs- og sjúkraflutningsmanna getur verið okkur öllum mikilvæg fyrirmynd í því að skilja aðalatriði frá aukaatriðum og vera fljót að bregaðst við þegar raunveruleg verkefni knýja dyra.</p> <p>Ég geri mér grein fyrir því að sú fagmennska og sú sérhæfing sem ykkar stétt býr yfir hefur ekki komið af sjálfu sér. Hún hefur krafist áralangra baráttu hjá ykkur sem komið að Landsambandinu og hjá forverum ykkar um að fá starfsgreinina viðurkennda sem löggilta starfsgrein og þið hafið stöðugt minnt á mikilvægi þjálfunar og sérhæfingar slökkviliðs- og sjúkraflutningsmanna.</p> <p>Sú barátta og ykkar metnaður hefur skilað miklu ekki aðeins til ykkar sem starfstéttar heldur einnig til samfélagsins alls sem getur reitt sig á að slökkviliðs- og sjúkraflutningsmenn geta gripið inn hvar og hvernig sem er nánast óháð aðstæðum.</p> <p>Ég tel mjög mikilvægt að staðið sé vel að menntun og þjálfun slökkviliðs- og sjúkraflutningsmanna, ekki aðeins vegna öryggis borgaranna heldur einnig vegna starfsánægju ykkar og öryggis í starfi. Þekking og fagmennska verður ekki eingöngu kennd með því að setjast á skólabekk en möguleikar til náms og endurmenntunar eru engu að síður nauðsynlegir til að viðhalda starfsánægju og þar með þekkingu og reynslu innan slökkviliða. Menntunarmál slökkviliðs- og sjúkraflutningsmanna hafa því grundvallarþýðingu við skipulag og uppbyggingu brunavarna hér á landi.</p> <p>Það var því ekki að ástæðulausu að ég skipaði Kristínu Jónsdóttur, endurmenntunarstjóra Háskóla Íslands, sem formann skólaráðs Brunamálaskólans. Mér er tjáð að starf skólaráðsins gangi vel og að þegar liggi fyrir áætlanir um breytt fyrirkomulag í menntun slökkviliðsmanna á þessu ári. Gert er ráð fyrir að hluti af bóklegum námskeiðum sem hafa verið haldin í sveitarfélögum víðsvegar um landið verði fyrirkomið í fjarnámi. Með þessu fyrirkomulagi er gert ráð fyrir töluverði hagræðingu sem vonandi má nýta til menntunarmála. Er rétt að taka fram að þrátt fyrir þessar breytingar verður áfram veittur stuðning við námið eins og verið hefur. Ef vel tekst til er reiknað með að þetta fyrirkomulag verði við lýði um allt land, það er að umrædd námskeið verði kennd í fjarnámi.</p> <p>Ykkur er flestum kunnugt um tvö frumvörp sem ég lagði fram á Alþingi í mars sem hafa munu áhrif á starfsemi Brunamálastofnunar og lagalegt starfsumhverfi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Ég er hér að tala um frumvarp til laga um mannvirki og frumvarp til laga um breytingu á lögum um brunavarnir. Ég ætla ekki að lengja mál mitt með því að rekja helstu atriði þessara frumvarpa þar sem þið þekkið þau vel. Ég veit að þið hafið beðið eftir að þau nái fram að ganga en þau hafa verið lögð fram áður af forverum mínum. Ég er full bjartsýnar á að frumvörpin nái fram að ganga á þessu þingi í ljósi þeirra viðbragað sem málið fékk þegar það var flutt á Alþingi.</p> <p>Góðir gestir.</p> <p>Þegar skoðaðar eru tölur um tjón af völdum eldsvoða á Íslandi og tölur bornar saman við það sem gerist og gengur í nágrannalöndum okkar, kemur í ljós að manntjón af völdum eldsvoða eru um helmingi minni á íbúa hér á landi en í nágrannalöndunum. Það sama gildir um fjárhagslegt tjón vegna eldsvoða. Ég tel því óhætt að fullyrða að slökkviliðin í landinu eru almennt að standa sig vel.</p> <p>Það er gott til þess að hugsa að þrátt fyrir að samfélagssáttmálinn hafi rofnað á tímum gróðrarhyggjunnar, þar sem hagsmunir almennings voru fótum troðnir og peningavaldið og auðhyggjan gegnsýrðu allt samfélagið, þá voru starfsstéttir sem ykkar sem héldu trúnað við sitt starf og við fólkið í landinu.</p> <p>Það fór ekki og fer ekki mikið fyrir ofurlaunum, digrum starfslokasamningum eða lúxusferðum í ykkar starfsumhverfi. En þið fáið önnur laun sem eflaust eru hvað eftirsóknarverðust í dag hjá þeim sem ofurlaunin höfðu. Laun sem fela í sér traust, virðingu og þakklæti frá almenningi sem treystir á að geta leitað til ykkar hvar og hvenær sem er.</p> <p>Að lokum vona ég að þingið verði ykkur ánægjulegt og árangursríkt um leið og ég óska ykkur farsældar í hinum mikilvægu störfum ykkar í þágu öryggis fólksins í landinu.</p> <p>Takk fyrir</p>

2010-04-14 00:00:0014. apríl 2010Ávarp umhverfisráðherra á vorfundi Jarðhitafélags Íslands 2010

<p><em>Svandís Svavarsdóttir ávarpaði gesti við upphaf vorfundar Jarðhitafélags Íslands sem haldinn var 14. apríl 2010.</em></p> <p>Góðir félagsmenn Jarðhitafélagsins og aðrir gestir,</p> <p>Það er mér sönn ánægja að ávarpa þetta vorþing 10 ára afmæli Jarðhitafélagsins.</p> <p>Jarðfræðin segir okkur að á jörðinni séu um 40 eða svo “heitir reitir”, þar sem er uppstreymi hita og kviku úr iðrum jarðar. Öflugasti reiturinn er sagður vera hér undir Íslandi og má telja merkilegt að jarðfræðilega heitasta land hnattarins heiti kuldalegasta nafninu. Við kynnum landið okkar sem land elds og ísa og það er einfaldlega raunsönn lýsing á aðstæðum. Náttúra Íslands er sérstök og lifandi og býður upp á einstakt sjónarspil, eins og við höfum orðið vitni að á Fimmvörðuhálsi síðustu vikur.</p> <p>Hitinn í iðrum landsins er ein okkar mesta auðlind og við höfum nýtt hana af fyrirhyggju og skynsemi, þótt eflaust megi finna dæmi um það sem betur hefði mátt fara. Ég hef haldið því fram að nýting okkar Íslendinga á jarðhitaauðlindinni sé prýðilegt dæmi um sjálfbæra þróun í framkvæmd. Reynt hefur verið að gæta þess að taka ekki meira en svæði geta gefið af sér til lengri tíma. Orkan hefur verið nýtt á fjölbreyttan hátt í þágu almennings til húshitunar og í sundlaugum og til ylræktar og annarrar atvinnustarfsemi. Við höfum byggt upp góða vísindalega þekkingu á auðlindinni og nýtingu hennar og deilum henni með öðrum þjóðum í Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna, sem er eitt farsælasta og best heppnaða verkefni á sviði þróunarsamvinnu sem við eigum. Notkun jarðhita í stað jarðefnaeldsneytis sparar gífurlegar fjárhæðir og veldur minni losun gróðurhúsalofttegunda en ella. Í þessu hefur verið hugað að öllum þremur grunnþáttum sjálfbærrar þróunar: Umhverfisvernd, efnahagsþróun og samfélagslegri velferð.</p> <p>Þessi góði árangur er ekki sjálfsagður, heldur er hann ávöxtur vinnu fjölmargra góðra manna – kvenna og karla. Vísindamenn hafa þróað aðferðir til að þekkja og kortleggja jarðhitann og verkfræðingar hafa fundið leiðir til að nýta hana til góðra verka. Ráðamenn hjá ríkisvaldi og sveitarfélögum hafa stutt við leit að jarðhita og nýtingu hans, líka á svokölluðum “köldum svæðum” þar sem áður var talið vonlaust að finna heitt vatn. Það hafa margir lagt gjörva hönd á plóg og það fer vel á því að þetta félag heiðri þá sem það hafa gert í starfi sínu og á þessum fundi.</p> <p>Það hefur verið nokkuð kapp í virkjun jarðhita á Íslandi undanfarin ár og þess sjást víða merki, ekki síst í útjaðri höfuðborgarinnar. Aðeins örfá lönd munu nýta jarðhita í meira mæli en hér á landi og þau eru meðal fjölmennustu ríkja heims – Kína, Japan og Bandaríkin. Nýting jarðhita nú er með nokkrum öðrum hætti en fyrr, þar sem hún er einkum til rafmagnsframleiðslu fyrir stórnotendur fremur en fjölþætta nýtingu fyrir atvinnulíf og almenning. Það þarf ekki að vera slæmt, en kallar á að við skoðum vel næstu skref í nýtingu okkar á auðlindinni.</p> <p>Það hefur lengi loðað við þá sem gegna embætti umhverfisráðherra, að þeir séu sakaðir um að vera á móti margvíslegri ef ekki mestallri athafnasemi mannfólksins – og það á ekki bara við um Ísland eða þá sem nú situr í stóli umhverfisráðherra. Það er auðvitað eðli umhverfisverndar að vilja gæta þeirra verðmæta sem felast í náttúrunni og koma í veg fyrir mengun og önnur neikvæð áhrif af hvers kyns framkvæmdum. Umhverfisráðherrar þurfa að tryggja að kappi og framkvæmdagleði fylgi forsjá.</p> <p>Nú heyrast raddir sem telja að við höfum ekki efni á mikilli forsjá í okkar efnahagsþrengingum, heldur þurfum við að spýta í lófana og helst að byggja hér verksmiðjur – því stærri og því hraðar, því betra. Ég held að fátt sé fjær sanni en slíkur málflutningur. Það þarf ekki að hafa mörg orð um það að ein meginniðurstaðan í þeirri miklu úttekt sem nú hefur verið gerð á fjármálahruninu íslenska er að kapp verður að vera með forsjá. Slíkt er ekki bara ágætur siður, það er höfuðnauðsyn.</p> <p>Við þurfum að meta vel þau verðmæti sem felast í jarðhitanum á Íslandi og hvernig hægt er að nýta þau áfram á sjálfbæran hátt og hámarka ávinning af þeim og fyrir sem flesta. Hvernig gerum við það? Við gerum það meðal annars með því að meta náttúruverndargildi jarðhitasvæða, því mörg þeirra eru einstök á heimsvísu og eru verðmæt fyrir ferðaþjónustu og fyrir þjóðarvitund okkar Íslendinga og ímynd. Það hefur verið unnið merkilegt starf í þessum efnum, m.a. á vegum Náttúrufræðistofnunar undir fána Rammaáætlunar, sem hjálpar okkur að taka ákvarðanir um hvaða svæði sé best að nýta og hver beri að vernda. Við þurfum líka að meta vel og vísindalega hversu mikla nýtingu hvert jarðhitasvæði þolir, þannig að þau gefi af sér hámarks afrakstur til langs tíma. Það þarf að gæta vel að góðum vinnubrögðum og vönduðum undirbúningi nýtingar. Það er erfiðara að meta fyrirfram afrakstursgetu jarðhitasvæðis en t.d. fallvatna. Það er því ekki skynsamlegt að byrja framkvæmdir við stór og orkufrek iðjuver ef ekki liggur fyrir góð og áreiðanleg vitneskja um þær orkulindir sem eiga að knýja þau. Ég velti þeirri spurningu upp hvort jarðhitinn henti betur til starfsemi á borð við gagnaver, sem eru tiltölulega sveigjanleg í orkuþörf, en í starfsemi þar sem hagkvæmni stærðarinnar virðist skipta höfuðmáli. Við megum ekki byrja á öfugum enda í nýtingu orkulinda, þannig að fyrst sé gengið frá hagstæðum samningi fyrir notandann, en áhættunni við óvissu um orkuöflun sé velt yfir á þjóðina og framtíðina.</p> <p>Að síðustu tel ég að við verðum að hyggja að mengun frá jarðvarmavirkjunum og þá á ég auðvitað sérstaklega við brennisteinsvetni. Við getum þakkað jarðhitanum að við búum við hreinna loft en ella á höfuðborgarsvæðinu og það væri öfugþróun ef nýting hans færi að vera áberandi mengunarvaldur þar eða annars staðar.</p> <p>Ég lít ekki á þessi atriði sem ég hef nú nefnt sem steina í götu nýtingar jarðhita, heldur sem forsendur fyrir áframhaldi á þeirri vegferð sem við Íslendingar höfum markað til þessa varðandi sjálfbæra nýtingu á endurnýjanlegri orku. Við teljum okkur gjarnan vera í fararbroddi á heimsvísu varðandi þekkingu á jarðhita og nýtingu hans og það er margt sem nú er gert sem styður þá fullyrðingu. Niðurdæling á koldíoxíði niður í berglög á Hellisheiði er merkilegt tilraunaverkefni á heimsvísu, sem getur nýst í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Fleiri loftslagsvæn nýsköpunarverkefni tengd jarðhita mætti nefna. Það má líka nefna uppbyggingu Bláa lónsins og Jarðbaðanna við Mývatn í þessu samhengi og möguleika jarðhitans í heilsutengdri ferðaþjónustu.</p> <p>Þróunin á heimsvísu er skýr. Alls staðar er nú áhersla á skynsamlegri og betri nýtingu orku, en ekki á óheftan vöxt. Brennsla kola og olíu mun leiða til alvarlegrar og óafturkræfrar röskunar á loftslagi jarðar ef ekki er að gert. Kjarnorku fylgir mikil áhætta og hættulegur úrgangur. Endurnýjanleg orka er besta lausnin, en einnig þar þarf að tryggja skynsamlega nýtingu og lágmarks umhverfisáhrif. Þar eru sóknarfæri okkar, í að þróa lausnir sem tryggja sem besta nýtingu jarðhitans með sem minnstum aukaverkunum. Við eigum hér nú þegar einstakan þekkingarklasa, svo ég noti orð sem er í tísku, á sviði jarðhitans og við eigum að styrkja hann enn frekar með rannsóknum og þróun og með því að fylgja hugmyndafræði sjálfbærni. Bæði orkan okkar og sú þekking sem við þróum til að nýta hana á skynsamlegan hátt munu aukast að verðmæti eftir því sem krafan um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum verður sterkari. Við þurfum ekki og megum ekki selja orkulindir okkar á brunaútsölu þótt nú sé tómahljóð í kassanum.</p> <p>Góðir gestir,</p> <p>Það er tími naflaskoðunar í íslensku samfélagi og við spyrjum okkur hvernig svo ríkt samfélag af náttúruauði og mannauði gat orðið fyrir fjárhagslegu hruni, svo stórkarlalegu að eftir er tekið víða um heim. Við getum ekki kvartað yfir að hafa ekki fengið ítarleg svör við þeirri spurningu, þótt fæst okkar hafi kannski blaðað í gegnum þau öll ennþá. En því fer auðvitað fjarri að við Íslendingar þurfum að lúta höfði yfir því góða samfélagi sem hér hefur verið byggt upp, áður en sú hugmyndafræði tók völdin að óheft flýtigróðafíkn væri aflvaki flestra framfara í landinu og heiminum. Það er ekkert “2007-skrum” að segja að við Íslendingar getum verið stolt af nýtingu jarðhitans og þeirri þekkingu sem við búum yfir á því sviði. Það er algengur og góður siður að taka erlenda opinbera gesti í heimsókn í einhverja af jarðhitavirkjunum okkar og segja þeim þá merkilegu sögu sem sagan um nýtingu jarðhitans er. Ég átti nýlega fund með forseta Maldív-eyja, sem sér fram á að heimaland hans hverfi að miklu leyti undir sjávarborð innan örfárra kynslóða ef okkur tekst ekki að leysa loftslagsvandann; hann var heillaður af þessari sögu og vill fá aðstoð við að gera Maldív-eyjar kolefnishlutlausar innan nokkurra ára. Við eigum að halda þessum árangri á lofti og byggja til framtíðar á sömu gildum og eru grunnur að hitaveitum okkar og almenningssundlaugum og Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna og öllum þeim góðu verkum sem hafa verið unnin af þeim sem hafa komið að rannsóknum og nýtingu jarðvarmans. Ég óska Jarðhitafélaginu alls hins besta á 10 ára afmælinu og fundarmönnum hér gagnlegs og ánægjulegs vorfundar.</p> <p>Takk fyrir,</p>

2010-04-10 00:00:0010. apríl 2010Ávarp umhverfisráðherra á Degi húnvetnskrar náttúru

<p><em>Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra ávarpaði gesti á málþingi um náttúru Húnavatnssýslna sem haldið var að Gauksmýri 10. apríl 2010.</em></p> <p>Góðir Húnvetningar og aðrir gestir,</p> <p>Náttúra Íslands er merkileg og stórbrotin - og fegurð hennar og sérstaða er ein okkar helsta auðlind. Við þurfum að vernda hana af kostgæfni, samhliða því sem við nýtum orkulindir landsins, gróður til beitar og lífríki til lands og sjávar. Stórbrotið sjónarspil elds og ísa á Fimmvörðuhálsi vekur nú athygli víða um heim og ýtir undir áhuga ferðamanna að sækja þetta land heim, þar sem hægt er að komast í tæri við frumkrafta náttúrunnar. Það hefði kannski komið einhverjum spánskt fyrir sjónir í fyrri tíð að eldgos teldust meðal jákvæðustu tíðinda á Íslandi, en við getum þakkað góðum vísindamönnum og almannavörnum að við getum brugðist hratt við ógn af völdum eldsumbrota – og kannski almættinu líka að gosið kom upp þar sem einna minnst hætta stafar af því en sjónarspilið er hvað glæsilegast.</p> <p>Húnaþing er að mestu utan hins eldvirka hluta Íslands, en hér er enginn hörgull á merkilegum náttúrufyrirbærum.</p> <p>Hér er tvennt af því þrennu sem fyrrum var talið óteljandi á Íslandi – hólarnir í Vatnsdal og vötnin á Arnarvatnsheiði. Eitt merkasta háhitasvæði landsins, Hveravellir, er í húnvetnskri lögsögu. Strandlengjan skartar einu þekktasta kennileiti Íslands, Hvítserki, sem birtist í ótal bæklingum og öðru kynningarefni um Ísland. Önnur fágæt náttúrusmíð er í stuðlaberginu norður í Kálfshamarsvík. Hér eru glæsileg fjöll og fossar og ár og gljúfur, sum vel þekkt en önnur síður. Það er vísbending um ríkidæmi íslenskrar náttúru að mörg merkileg náttúrufyrirbæri eru enn lítt þekkt meðal þorra fólks hér á landi. Það er líka vísbending um mikilvægi þess að okkar fámenna þjóð leggi sig fram um að skrá vel náttúru landsins og gæta vel að öllum hennar auðævum, kunnum sem lítt kunnum, áður en við leggjum í framkvæmdir. Slíkt er ekki steinn í götu framfara, heldur nauðsynleg forsjá, svo við glötum ekki verðmætum í viðleitni okkar við að skapa önnur.</p> <p>Nú er ár líffræðilegrar fjölbreytni, en lífríkið er sá þáttur náttúrunnar sem okkur ber einna ríkust skylda að vernda. Lífríkið hér um slóðir er ríkulegt, allt frá heiðunum með sínum fiskivötnum og gróðurvinjum – sem eru eitt helsta vígi heiðagæsarinnar í heiminum – til hafsins. Það er vel við hæfi að Selasetur Íslands sé hér staðsett, því óvíða gefst jafnt gott tækifæri til að sjá seli og hér við Húnaflóa. Spendýrafána Íslands er ákaflega fábreytt á landi, en hún er ríkuleg í sjó. Hvalaskoðun malar túristagull víða um land, sem fáir hefðu giskað á fyrir 20 árum eða svo, en selaskoðun er ekki síður ævintýri fyrir íslensk sem erlend borgarbörn, sem komast sjaldan í færi við villtar skepnur. Fuglaskoðun er tómstundaiðja sem milljónir manna stunda víða um heim og hvetur marga til ferðalaga, en möguleikum á því sviði hefur verið lítið sinnt á Íslandi, með nokkrum undantekningum. Það er því vel til fundið að fjalla um fuglaskoðun hér á þessum degi.</p> <p>Það er svo auðvitað ekki hægt að láta einkennisdýrs Húnaþings ógetið, hvítabjarnarins, en hvítabjarnaskoðun er auðvitað ekki hættulaus iðja og snúið mál hvernig best sé að taka á móti slíkum gestum. Þar rekast á öryggis- og verndunarsjónarmið og alltaf þörf á skjótum og erfiðum ákvörðunum þegar sést til bjarnar. (Skagabjörninn svokallaði var stoppaður upp og er geymdur á Blönduósi og ég heyri að margir hafa fyrir satt að “þriðji björninn” sé dysjaður hér uppi á Skagaheiði og að það sé ríkisleyndarmál. Eðli málsins samkvæmt get ég lítið tjáð mig um það.)</p> <p>Ég ætla ekki að ræða hér frekar um hina margþættu náttúru Húnavatnssýslna, enda er það verkefni fjölmargra ágætra fyrirlesara hér í dag, sem eru sérfróðir um þau efni. Ég vil hins vegar fagna þessu framtaki Náttúrufræðistofu Norðurlands Vestra og Selaseturs Íslands og annarra sem að þessum fræðsludegi standa, sem ég tel til mikillar fyrirmyndar. Við búum í auðugu landi hvað náttúrufar og náttúruminjar varðar og við þurfum að þekkja þessa auðlegð og kunna að meta hana. Hún er hluti af vitund okkar og þjóðarstolti og hún er undirstaða einnar mikilvægustu atvinnugreinar Íslendinga, ferðaþjónustunnar – sem er í miklum vexti nú og auðveldar okkur að komast úr þeim djúpa efnahagslega öldudal sem bankahrunið skapaði.</p> <p>Margir hafa miklar væntingar til ferðaþjónustu og það er ekki vafi á því að þar eru mikil sóknarfæri, því víðerni og lítt snortin náttúra eru orðin sjaldgæf fyrirbæri og íbúar þéttbýlla og iðnvæddra landa sækjast í vaxandi mæli eftir slíkum munaði. Slíkt er af hinu góða, en uppbygging ferðaþjónustu verður að haldast í hendur við öfluga náttúruvernd. Ef náttúruvernd situr á hakanum er ekki einungis hætta á skemmdum vegna ágangs, heldur skaddast jafnframt ímynd Íslands sem eftirsóknarverðrar náttúruparadísar. Náttúruvernd er undirstaða sjálfbærrar ferðamennsku og reyndar sjálfbærrar þróunar atvinnulífs og þjóðfélagsins yfirleitt.</p> <p>Það er umhugsunarefni að framkvæmd náttúruverndaráætlunar hefur gengið hægt og víða er tortryggni við friðlýsingar að finna. Ég held að þar sé nauðsynlegt að skoða hvort og hvernig megi bæta upplýsingagjöf og samráð við heimamenn á hverjum stað. Það er hins vegar fagnaðarefni að oft kemur frumkvæði að friðlýsingum frá sveitarstjórnum, enda er það öllum í hag að spilla ekki náttúrugersemum og tryggja að vernd og nýting náttúrunnar fari sem best saman og árekstraminnst.</p> <p>Þið sem búið hér í Húnaþingi búið yfir miklum auð í ykkar náttúru og við Íslendingar auðvitað allir, því hér er rík hefð fyrir almannarétti og frjálsri för göngumanna um okkar fagra land. Ég veit að þessum degi verður vel varið hjá þeim sem hér eru og ég vil ítreka þakkir mínar til aðstandenda þessa viðburðar, fyrirlesara og gesta.</p> <p>Takk fyrir.</p>

2010-04-09 00:00:0009. apríl 2010Ávarp umhverfisráðherra á ársfundi Umhverfisstofnunar 2010

<p><em>Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra flutti eftirfarandi ávarp á ársfundi Umhverfisstofnunar sem haldinn var á Grand Hóteli 9. apríl 2010.</em></p> <p>Fundarstjóri, starfsfólk Umhverfisstofnunar, ágætu ársfundargestir.</p> <p>Það er mér gleðiefni að fá tækifæri til að taka þátt í fyrsta ársfundi Umhverfisstofnunar sem er vonandi bara sá fyrsti af mörgum sem ég á eftir að sækja sem umhverfisráðherra.</p> <p>Þegar ég tók við starfi umhverfisráðherra fyrir að verða ári síðan þá heimsótti ég allar stofnanir umhverfisráðuneytisins og var Umhverfisstofnun sú fyrsta. Er skemmst frá því að segja að ég fékk góðar móttökur og ég skynjaði strax það jákvæða andrúmsloft sem ríkir hjá stofnuninni.</p> <p>Ríkur mannauður er eitthvað sem allar stofnanir og fyrirtæki stefna að og þurfa á að halda, ekki síst á þeim tímum sem við lifum núna. Það er mín upplifun að vel sé hlúð að þeim mannauði sem býr í starfsmönnum Umhverfisstofnunar og mikið lagt upp úr því að stjórnendur og starfsmenn taki við nýjum áskorunum og nýti sérþekkingu sína til hins ýtrasta í starfi.</p> <p>Mig langar í þessu sambandi sérstaklega að nefna, án þess að á nokkurn sé hallað, hversu vel hefur tekist til við verkefnið um Svansmerkið á síðustu misserum. Það flug sem Svanurinn hefur tekið undir stjórn Umhverfisstofnunar er aðdáunarvert og sérstakt gleðiefni þegar horft er til þess umhverfis sem ríkir m.a. í ríkisfjármálum og þeim þrönga stakk sem ríkisstofnunum eru búnar. Það skiptir miklu máli fyrir okkur öll að sjá nýjan vaxtarbrodd eins og Svansmerkið blómstra og er Svanurinn táknrænn fyrir það oddaflug sem við öll, sem störfum að umhverfis- og náttúruverndarmálum, þurfum að þreyta til að ná fram markmiðum í þágu umhverfis og náttúru.</p> <p>En það fer ekki á milli mála að Norræna umhverfismerkið, Svanurinn, hækkar nú flugið hér á landi. Íslensk svansleyfi eru orðin sjö talsins, tólf umsóknir eru í vinnslu hjá Umhverfisstofnun og úrval Svansmerktra vara er til boða í verslunum. Umhverfisstofnun og fyrirtæki í landinu hafa lagt sitt að mörkum til að koma Svaninum á markvisst flug hér á landi. En ekki síður neytendur. Ég afhenti fyrr í vikunni Farfuglaheimilunum í Laugardal og við Vesturgötu Svansvottun til staðfestingar á góðum árangri í umhverfismálum.</p> <p><em>„Það er krafa frá ferðamönnum að geta valið þjónustu frá fyrirtækjum sem gera betur í umhverfismálum. Farfuglaheimilin í Reykjavík vinna af heilum hug að því að mæta þeim kröfum og eftir dvöl þar eru gestirnir betur upplýstir um leiðir til að draga úr áhrifum á umhverfið. Gildi þjálfunar og símenntunar fyrir starfsfólki er einnig verðmætur þáttur í umhverfisstarfinu. Um leið er þetta rekstrarlega hagkvæmt en fyrst og fremst siðferðislega rétt“</em> sagði Sigríður Ólafsdóttir, rekstrarstjóri Farfuglaheimilanna í Reykjavík. Í ríkisútvarpinu var haft eftir starfsmanni Farfulgaheimilanna að maður stendur ekki endalaust fyrir framan gesti sem spyrja um sorpflokkun og önnur umhverfismál á gististaðnum án þess að bregðast við og gera eitthvað í umhverfismálum. Neytendur vita hvað þeir vilja og halda stjórnvöldum og atvinnulífinu við efnið.</p> <p>Innleiðing á Svansmerkinu er eitt af mörgum verkefnum á sviði umhverfis- og náttúruverndarmála sem brýnt er að vinna að. En verkefnin eru fleiri og vil ég hér nefna dæmi um nokkur þeirra.</p> <p>Ég stefni að því að leggja fram frumvarp til laga um stjórn vatnamála nú fljótlega þegar þing kemur saman eftir páskaleyfi. Um er að ræða innleiðingu á svokallaðri vatnatilskipun sem mörg ykkar hafa heyrt minnst á. Markmið frumvarpsins er að kveða á um verndun vatns, hindra það að vatnsgæði rýrni og bæta ástand vistkerfa vatna og votlendis og vistgerða sem beint eru háð vatni til að tryggja að vötn njóti heildstæðrar verndar. Löggjöfinni er ætlað að tryggja sjálfbæra nýtingu vatns sem byggir á langtímavernd vatnsauðlindarinnar. Markmiðið endurspeglar mikilvægi vatnsauðlindarinnar og nauðsyn þess að vel sé gengið um hana.</p> <p>Ég vil nota þetta tækifæri og þakka starfsfólki Umhverfisstofnunar fyrir samstarfið og það veigamikla hlutverk sem stofnunin hefur gengt við framkvæmd þessa verkefnis.</p> <p>Vatnið og súrefni eru mikilvægustu auðlindir okkar manna og grundvöllur fyrir öllu lífi. Við Íslendingar erum gæfusöm þar sem við eigum gnótt af hreinu vatni. Mikilvægt er að umgengni okkar við þessa dýrmætu auðlind sé byggð á virðingu, þakklæti og auðmýkt. Við þurfum líka að leiða hugann að því hvernig við Íslendingar getum nýtt auðlindina og verndað til framtíðar í þágu og til hjálpar öðrum þjóðum sem búa ekki eins vel og við.</p> <p>Þá stefni ég að því að leggja fram til kynningar frumvarp til laga um umhverfisábyrgð á Alþingi í vor. Frumvarpið er sett fram til innleiðingar á tilskipun um umhverfisábyrgð í tengslum við varnir gegn umhverfistjónum og úrbætur vegna þess sem tekin var inn í EES samninginn fyrir rúmu ári síðan. Markmið tilskipunarinnar er að setja ramma um ábyrgð vegna umhverfistjóns. Tilskipunin byggir á meginreglu umhverfisréttar um að mengunarvaldur skuli greiða (polluter pays principle). Markmið væntanlegra laga um umhverfisábyrgð verður að tryggja að sá sem ábyrgð ber á umhverfistjóni eða yfirvofandi hættu á umhverfistjóni komi í veg fyrir tjón og bæti úr því ef tjón hefur orðið og beri kostnað af ráðstöfunum sem af því leiða.</p> <p>Loftslagsmál eru eitt stærsta og flóknasta viðfangsefni mannkynsins. Hornsteinn aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda er gott og áreiðanlegt bókhald yfir losunina og bindingu koldíoxíðs með skógrækt og landgræðslu. Umhverfisstofnun hefur annast þetta bókhald frá upphafi og hefur það komið vel út úr ítarlegum úttektum skrifstofu Loftslagssamningsins. Nú er unnið að því að Ísland innleiði reglur Evrópusambandsins um viðskipti með losunarheimildir, sem eru mjög viðamiklar. Það er einnig verkefni Umhverfisstofnunar að sjá um innleiðingu á þessum reglum. Þá hefur Umhverfisstofnun lagt til starfsmann verkefnisstjórnar um aðgerðaáætlun í loftslagsmálum og sinnt fleiri verkefnum þessu tengt. Ég tel ástæðu til þess að þakka Umhverfisstofnun fyrir gott starf í loftslagsmálum til þessa og tel einsýnt að þessi þáttur muni fara enn vaxandi í starfsemi stofnunarinnar á komandi árum og verða margþættari og sýnilegri. Þótt óvissa sé um gang alþjóðlegra samningaviðræðna um loftslagsmál geta aðgerðir ekki beðið og við Íslendingar getum verið í fararbroddi þar á ýmsum sviðum. Ég vil auka umræðu og efla aðgerðir í loftslagsmálum og vænti góðs samstarf við Umhverfisstofnun í því verkefni.</p> <p>Í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er lögð áhersla á að náttúruvernd verði hafin til vegs og staða hennar innan stjórnarráðsins styrkt til muna. Umhverfisráðuneytið vinnur nú að mörgum verkefnum á sviði náttúruverndarmála sem unnin eru í góðu samstarfi við m.a. Umhverfisstofnun. Má þar helst nefna heildarendurskoðun á náttúruverndarlögum en gert er ráð fyrir að þeirri vinnu ljúki í lok þessa árs.</p> <p>Náttúruverndaráætlun og framkvæmd hennar er annað mikilvægt samstarfsverkefni milli Umhverfisstofnunar og ráðuneytisins auk friðlýsingarverkefna sem ég hef lagt sérstaklega mikla áherslu á sbr. stækkun friðlandsins í Þjórsárverum. Þá má nefna friðlýsingu Gjástykkis sem ég hef nýlega falið Umhverfisstofnun að hefja undirbúning að.</p> <p>Akstur utan vega er brýnt verkefni sem unnið er að hjá Umhverfisstofnun og ráðuneytinu. Frá því í haust hef ég sjálf setið í vinnuhópi með forstjóra Umhverfisstofnunar og starfsmönnum ráðuneytisins sem vinnur að því að leggja fram framkvæmdaáætlun um aðgerðir gegn akstri utan vega. Er stefnt að því að kynna tillögur hópsins um miðjan þennan mánuð.</p> <p>Árið í ár er ár líffræðilegrar fjölbreytni. Í upphafi árs fól ég forstjórum Náttúrufræðistofnunar Íslands og Landgræðslu Íslands það verkefni að vinna tillögur um aðgerðir til að fjarlægja lúpínu á þeim svæðum þar sem hún er talin óæskileg og ógn við annað umhverfi. Þeir hafa nú skilað mér tillögum um aðgerðir sem kynntar voru á blaðamannafundi í umhverfisráðuneytinu í morgun. Er þessi vinna aðeins upphaf að þeim aðgerðum sem grípa þarf til til að koma í veg fyrir útbreiðslu ágengra tegunda.</p> <p>Þá er unnið að lokafrágangi á reglugerð um kjölfestuvatn sem taka á gildi 1. júlí nk. Markmið reglugerðarinnar er að koma í veg fyrir að framandi lífverur og meinvaldar, svo sem veirur og sýklar, berist með kjölfestuvatni til hafsvæða og stranda umhverfis Ísland með því að takmarka losun þess.</p> <p>Á lokastigi er vinna við reglugerð um brennisteinsvetni sem til er komin vegna aukinnar nýtingu jarðhita á Íslandi síðustu ár sem hefur aukið losun brennisteinsvetnis út í andrúmsloftið. Reglugerðinni er ætlað að taka á umhverfismörkum og áhrif þessarar mengunar á fólk.</p> <p>Þessi upptalning er aðeins hluti af þeim fjölmörgu verkefnum sem verið er að vinna að og ekki gefst tími til að fjalla um hér. Vil ég nota tækifærið og þakka ykkur öllum sem komið hafa að þessari vinnu með ráðuneytinu.</p> <p>Góðir gestir</p> <p>Í upphafi máls míns kom ég inn á mikilvægi mannauðar og það jákvæða andrúmsloft sem ríkir á Umhverfisstofnun. Það fer ekki á milli mála að starfsmenn stofnunarinnar eru óhræddir við að takast á við metnaðarfull verkefni sem endurspeglast m.a. í árs- og verkefnaáætlun stofnunarinnar sem ég staðfesti í gær. Ég hvet ykkur að halda ótrauð áfram í ykkar starfi og veit að samstarf okkar verður jafn ánægjulegt hér eftir sem hingað til.</p> <p>Góðar stundir.</p>

2010-04-08 00:00:0008. apríl 2010Ávarp umhverfisráðherra á ráðstefnu Lagnafélags Íslands

<p><em>Svandís Svavarsdóttir flutti ávarp á ráðstefnu Lagnafélags Íslands sem haldin var 8. apríl 2010.</em></p> <p>Ágætu ráðstefnugestir</p> <p>Það er mér ánægja að fá að setja ráðstefnu Lagnafélags Íslands um lokafrágang hita- og loftræstikerfa. Sá staður sem þessari ráðstefnu hefur verið valinn hér í Lauganesi minnir okkur á þann tíma sem var þegar konur gengu oft langar leiðir eftir Laugaveginum inn í Þvottalaugar, með þungan þvott á bakinu í misjöfnum veðrum og unnu oft vinnu sína við mikla vosbúð. Við þekkjum flest sögurnar um aðbúnað þessara kvenna og hrikaleg örlög margrar þeirra við þvottalaugarnar.</p> <p>Það hefur mikið vatn runnið til sjávar frá því reykvískar konur báru þvott að Þvottalaugunum. Í dag er litið á rennandi vatn, heitt eða kalt, sem sjálfsagðan hlut í okkar daglega lífi. Við treystum því að þau mannvirki sem við búum í eða störfum í séu byggð á grundvelli faglegrar þekkingar þannig að líf okkar, heilsa og umhverfi sé verndað. Það traust byggjum við m.a. á þeim sérfræðingum sem koma að byggingu mannvirkja og þeim reglum sem löggjafinn setur sem varða hýbýli okkar og önnur mannvirki.</p> <p>Í byrjun síðasta mánaðar lagði ég fram á Alþingi lagafrumvarp sem mun hafa mikil áhrif á byggingarstarfsemina í landinu og lagalegt starfsumhverfi þeirra sem starfa innan byggingariðnaðarins, en þar á ég við frumvarp til laga um mannvirki.</p> <p>Í frumvarpinu er lagt til að sett verði á fót Byggingarstofnun, sem hafi yfirumsjón með stjórnsýslu mannvirkjamála, þar með talið þeim verkefnum sem Brunamálastofnun sinnir nú. Áfram er gert ráð fyrir að stjórnsýsluleg ábyrgð á beinu eftirliti með byggingu mannvirkja verði í höndum byggingarfulltrúa sveitarfélaganna en að eitt af meginverkefnum Byggingarstofnunar verði að tryggja samræmt byggingareftirlit um allt land. Svipuðu hlutverki hefur Brunamálastofnun einmitt sinnt hvað brunamál snertir.</p> <p>Ef og þegar þetta frumvarp verður að lögum, en ég tel að miklar líkur séu á að svo verði, mun Brunamálastofnun verða lögð niður eða réttara sagt verkefni hennar færð undir Byggingarstofnun og ábyrgð á framkvæmd byggingarmála færð frá Skipulagsstofnun til Byggingarstofnunar. Byggingarstofnun mun m.a. annast gerð skoðunarhandbóka, verklagsreglna og leiðbeininga fyrir byggingarfulltrúa auk þess getur stofnunin gefið út bindandi álit um einstök mál.</p> <p>Í frumvarpinu er lögð áhersla á að efla gæðavitund og gæðaeftirlit. Ákvæði varðandi byggingarstjóra eru mun ítarlegri en áður. Gerð er krafa um að þeir hafi sérstakt starfsleyfi frá Byggingarstofnun auk ákvæða um að þeir hafi gæðastjórnunarkerfi. Jafnframt eru kröfur í frumvarpinu um að hönnuðir og iðnmeistarar hafi gæðastjórnunarkerfi. Þá eru ákvæði í frumvarpinu um öryggisúttekt sem skal fara fram áður en mannvirki er tekið í notkun og ítarlegri ákvæði um lokaúttekt en í núverandi löggjöf.</p> <p>Af framansögðu tel ég ljóst að gildistaka frumvarps til laga um mannvirki mun stuðla að því að gæði og virkni hita- og loftræstikerfa verði í samræmi við væntingar hönnuða, efnissala, meistara og rekstraraðila.</p> <p>Þá vil ég geta þess hér að frá því snemma á þessu ári hefur starfað nefnd undir formennsku Björns Karlssonar, brunamálastjóra sem hefur það hlutverk að semja byggingarreglugerð með hliðsjón af nýju frumvarpi um mannvirkjalög. Markmiðið með þeirri vinnu er framsæknasta byggingarreglugerð á Norðurlöndum hvað varðar sjálfbæra þróun þar sem opin stjórnsýsla, gagnsæi og lýðræðisumbætur eru höfð að leiðarljósi.</p> <p>Lögð er áhersla á að nefndin hafi víðtækt samráð við ýmsa hagsmunaaðila við endurskoðun reglugerðarinnar hvort heldur er með einstaka fundum eða með skipan bakhópa um ákveðin verkefni. Hagsmunaaðilar verði skýrt skilgreindir og þeim kynnt ferli samráðsins. Það verður því óskað eftir samvinnu við Lagnafélag Íslands um gerð reglugerðarinnar og vænti ég góðs af þeirri samvinnu.</p> <p>Góðir gestir ég vona að ráðstefnan muni reynast ykkur lærdómsrík og óska ykkur farsældar í ykkar störfum innan byggingariðnaðarins.</p> <p>Takk fyrir.</p>

2010-03-24 00:00:0024. mars 2010Ávarp umhverfisráðherra á málþingi um jarðminjagarða á Íslandi

<p><em>Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra flutti eftirfarandi ávarp á málþingi um jarðminjagarða á Íslandi sem haldið var í Salnum í Kópavogi 24. mars 2010.</em></p> <p>Góðir áheyrendur,</p> <p>Það er mér sönn ánægja að fá tækifæri til að flytja ávarp hér á málþingi um jarðminjagarða á Íslandi. Það er óhætt að segja að allt Ísland sé einn allsherjar jarðfræðigarður og minnir gosið við Eyjafjallajökul okkur óneitanlega á uppruna landsins og staðsetningu. Það efast varla nokkur Íslendingur um mikilvægi jarðfræðinnar hér á landi og hvaða þýðingu Ísland hefur jarðfræðilega í heiminum.</p> <p>Ég fagna þessari þróun í náttúruvernd sem endurspeglast í umræðunni um Eldfjallagarð á Reykjanesskaga og tel hann falla vel að markmiðum ríkisstjórnarinnar um að náttúrvernd verði hafin til vegs og staða hennar styrkt til muna. Verkefni sem þetta eykur til muna líkurnar á því að okkur takist að skapa náttúruvernd þá stöðu sem henni ber á Íslandi. Við megum ekki gleyma því að um 80% ferðamanna sem heimsækja Ísland koma í þeim tilgangi að sjá og upplifa náttúru Íslands. Okkur ber því skylda til að varðveita og tryggja góða umgengni við þá einstöku náttúru sem okkur hefur verið falin umsjón með. Ekki aðeins fyrir ferðamenn heldur fyrir komandi kynslóðir sem eiga rétt á því að fá að upplifa og njóta þeirra náttúru sem við höfum í dag.</p> <p>Það er löngu tímabært að jarðfræði landsins fái notið þeirrar athygli sem hún á skilið. Það er einkar ánægjulegt að sjá að sveitarfélög landsins eru í auknu mæli að gera sér grein fyrir mikilvægi jarðfræðilegra minja landsins og þýðingu þess að vernda jarðfræðilega mikilvæg svæði með þeim hætti sem hér er verið að kynna.</p> <p>Þótt Sameinuðu þjóðirnar hafi tileinkað árið 2010 líffræðilegri fjölbreytni og verndun hennar er ekki þar með sagt að við þurfum ekki að horfa til fleiri þátta í náttúrufari landsins þetta árið. Jarðfræðileg fjölbreytni hér á landi er ekki síður mikilvæg. Það má segja að fyrstu skipulegu skrefin í að skilgreina og flokka jarðfræðiminjar og að meta verndargildi þeirra hafi verið tekin með vinnu Náttúrufræðistofnunar Íslands og Náttúruverndar ríkisins, nú Umhverfisstofnunar, við undirbúning fyrstu Náttúruverndaráætlunar árið 2002 sem birt var í skýrslunni „Verndun jarðminja á Íslandi“. Í þessari skýrslu er bent á 19 mikilvægar jarðminjar sem talin var ástæða til þess að friðlýsa og eru fimm af þessum svæðum á Reykjanesskaganum.</p> <p>Eitt þessara svæða, Reykjanes og Reykjanestá, er á Náttúruverndaráætlun, en mjög hægt hefur gengið að undirbúa friðlýsingu þess, sérstaklega vegna nýtingar jarðhita á svæðinu. Í nýrri náttúruverndaráætlun er eitt mikilvægasta jarðfræðisvæði landsins, þ.e. Langisjór ásamt Fögrufjöllum og Grænafjallgarði og er fyrirhugað að svæðið verði hluti af Vatnajökulsþjóðgarði. Í skipulagstillögum fyrir Skaftárhrepp er auk þess gert ráð fyrir að mest allt svæðið vestan Langasjávar að Tungná verði tekið inn í þjóðgarðinn, allt suður að Mýrdalsjökli.</p> <p>Segja má að nýlegar skýrslur Náttúrufræðistofnunar Íslands um háhitasvæði landsins sé næsti áfangi í þessu starfi þar sem m.a. hefur verið lagt mat á jarðfræðiminjar á háhitasvæðum og lagt mat á verndargildi þessara svæða. Í kjölfarið leitaði ég samþykkis ríkisstjórnarinnar um að hafinn verði undirbúningur að friðlýsingu Gjástykkis í Mývatnssveit. Gjástykki er að mati margra eitt af merkilegri jarðfræðisvæðum landsins og grundvöllur skilnings okkar á landrekskenningunni frá því í Mývatnseldunum á áttunda áratug síðustu aldar. Með friðlýsingu þessara svæða má segja að verulega muni bætast við friðun jarðfræðiminja hér á landi.Stofnun jarðfræðigarða er mikilvæg viðbót við starf að náttúruvernd og frábær leið til þess að virkja áhuga sveitarstjórnarmanna, almennings og ferðamanna á mikilvægi jarðfræði og jarðfræðilegra minja.</p> <p>Gríðarleg ásókn hefur verið í mörg jarðminjasvæði einkum til jarðhitavirkjana, efnistöku, vegagerðar o.fl þátta sem valda röskun á svæðunum. Fyrirbæri sem eru algeng hér á landi geta verið sjaldgæf á heimsvísu og er áríðandi að við gerum okkur grein fyrir mikilvægi slíkra svæða og þýðingu þeirra í heiminum, áður en það verður of seint. Á síðasta ári skipaði ég starfshóp til að endurskoða lög um náttúruvernd og er gert ráð fyrir að þeirri vinnu ljúki á þessu ári og að frumvarp til náttúruverndarlaga verði lagt fram í upphafi árs 2011. Í þessari endurskoðun hefur verið lögð áhersla á að verndun jarðminja verði gerð góð skil og að lagaleg staða jarðminja verði styrkt til muna í lögunum.</p> <p>Hugsanlega þarf að auka kortlagningu jarðminja og leggja áherslu á flokkun þeirra og mat á verndargildi þannig að sjaldgæfar og mikilvægar jarðminjar glatist ekki vegna skorts á yfirsýn og þekkingu. Við mat á verndargildi er mikilvægt að tillit sé tekið til allra þátta og vægi þeirra vegið þannig að sérstakir eða einstakir staðir, þótt þeir séu fábreyttir eða skarti fáum mæligildum, geti talist hafa hátt verndargildi. Hugsanlegt er að mosavaxin hraun, einstaka háhitasvæði eða hverasvæði geti fallið í slíkan verndarflokk og þurfi að skoðast sérstaklega.</p> <p>Góðir gestir,</p> <p>Í erindum hér á eftir verða reifaðar hugmyndir og undirbúningur að stofnun jarðfræðigarða hér á landi og hvernig reynsla annarra ríkja af þeim hefur verið. Það verður fróðlegt að heyra hvernig jarðminjagarðar geta nýst samhliða friðlýstum svæðum til þess að styrkja verndun jarðminja og hvernig þeir geta styrkt verndun utan friðlýstra svæða og stuðlað að vistvæni og sjálfbærri nýtingu jarðminja.</p> <p>Litið hefur verið á ferðaþjónustu sem þá atvinnugrein sem mest sóknarfæri felist í við endurreisn íslensks efnahagslífs. Ég nefndi hér fyrr náttúru Íslands helstu ástæðu komu erlendra ferðamanna. Forsenda þess að okkur farnist að nýta þetta sóknarfæri er að okkur takist að vernda einstaka náttúru Íslands sem ekki síst felst í jarðminjum hennar og tryggja að ekki verði gengið á þolmörk hennar. Verkefnið er því samvinna fræðimanna á sviði náttúruvísinda, ferðaþjónustu og landeiganda, samvinna sem verður að byggja á hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar.</p> <p>Ég vona að þetta málþing verði til þess að færa okkur nær þessum markmiðum sem við öll stefnum að í þágu íslenskrar náttúru sem við er bundin órjúfanlegum böndum.</p> <p>Góðar stundir.</p>

2010-03-22 00:00:0022. mars 2010Ávarp á Degi vatnsins

<p><em>Hafdís Gísladóttir aðstoðarmaður ráðherra flutti eftirfarandi ávarp í&#160;forföllum ráðherra á ráðstefnunni Betra vatn til framtíðar sem haldin var á Degi vatnsins 22. mars 2010.</em></p> <p>Fundarstjóri og ágætu ráðstefnugestir.</p> <p>Dagur vatnsins hefur verið haldinn hátíðlegur 22. mars ár hvert síðan 1993. Þema dagsins að þessu sinni er hreint vatn fyrir heilbrigðan heim. Erindið er brýnt eins og Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, bendir á í erindi af þessu tilefni. Það er staðreynd að fleiri deyja ár hvert vegna skorts á hreinu vatni en af völdum hvers kyns ofbeldis, um einn milljarður fólks neyðist til að notast við óhreint vatn til daglegra verka og um 3.900 börn deyja dag hvern vegna þess að þau hafa ekki aðgang að hreinu vatni.</p> <p>Betri nýting vatns er því rauður þráður í öllum helstu markmiðum sem Sameinuðu þjóðirnar hafa sett sér um bættan heim. Bætt heilsa, auknar lífslíkur mæðra og barna, fæðuöryggi, valdefling kvenna, sjálfbær þróun og aðlögun að loftslagsbreytingum, öll þessi markmið tengjast á beinan hátt bættri umgengni við vatnsauðlindina. Enda bera formlegar samþykktir og áætlanir alþjóðasamfélagsins þess merki. Í upphafi þessa árþúsunds samþykktu þjóðir heims Þúsaldaryfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna með átta markmiðum sem stuðla áttu að mannsæmandi og sjálfbærri framtið fyrir alla íbúa Jarðar. Eitt markmiðanna er að lækka um helming hlutfall þeirra sem ekki hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni á tímabilinu 1990 til 2015. Sem betur fer hafa þjóðir heims náð nokkrum árangri á þessu sviði síðan markmiðið var sett, sér í lagi hefur ástandið þróast í rétta átt í Kína og Indlandi. En heimsbyggðin á enn langt í land og vonandi ber okkur gæfa til að sigrast á þessum vanda.</p> <p>Í áramótaávarpi sínu fjallaði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra um þá gæfu sem Íslendingar njóta í formi hins hreina og tæra vatns. Hún sagði okkur geta verið þakklát fyrir þá dýrmætu auðlind sem fólgin væri í vatninu okkar, enda væri vatnsskortur ein helsta orsök fátæktar og sjúkdóma í heiminum. Hatrammar deilur ættu rætur í baráttu um aðgang að vatni og forsætisráðherra vakti athygli á spám þess efnis að stríðsátök nýhafinnar aldar myndu fremur snúast um vatn en olíu. Þess vegna þyrftum við Íslendingar að beina sjónum okkar að því hvernig við gætum nýtt ferskvatnslindir Íslands í þágu umheimsins. Ég tek heilshugar undir þessi orð Jóhönnu og vil nýta þetta tækifæri til að hvetja ykkur sem hingað eruð komin, þar á meðal helstu sérfræðingar þjóðarinnar á sviði vatnsnýtingar og vatnsgæða, til að hefja umræðu um það hvernig við getum brugðist við þessari tímabæru hvatningu forsætisráðherrans.</p> <p>Hér á landi hefur umræðan um vatnsgæði aukist jafnt og þétt. Í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er kveðið á um að vatnatilskipun Evrópusambandsins verði innleidd og að lokið verði við frumvarp til nýrra vatnalaga sem tryggi verndun og sjálfbæra nýtingu ferskvatns og skilgreini aðgang að vatni sem grundvallarmannréttindi. Nú er stefnt að því að samþykkja þetta frumvarp á Alþingi í vor. Það yrði gríðarlega mikilvæg framför hvað varðar vernd vatns og sjálfbæra nýtingu þess. Markmiðið með frumvarpinu er að hindra frekari rýrnun vatnsgæða og að bæta ástand vatns þar sem það er mögulegt samfara nýtingu. Með lögunum verður stjórnkerfinu gert að nálgast málefni vatnsins með heildstæðum hætti og koma á miðlægri greiningu upplýsinga um vatnsumhverfið. Einnig er þeim ætlað að tryggja víðtæka upplýsingagjöf og samráð við almenning á þessu sviði. Þær Sigríður Auður Arnardóttir skrifstofustjóri í umhverfisráðuneytinu og Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, munu fjalla ítarlega um frumvarpið og tilskipunina hér á eftir.</p> <p>Kæru ráðstefnugestir.</p> <p>Bandaríski stjórnmála- og vísindamaðurinn Benjamin Franklin sagði á sínum tíma að það væri ekki fyrr en vatnslindirnar þornuðu upp sem við áttuðum okkur á verðmæti vatnsins. Þetta er ágætis áminning fyrir þjóð sem býr við svo mikið framboð af vatni að hún telur gúmmístígvél meðal helstu framfaramála 20. aldarinnar. Við eigum svo mikið af vatni að okkur hættir til að álíta vatnsauðlindina sem sjálfsögð gæði. En allur er varinn góður. Bergen í Noregi hefur verið einna þekktust fyrir miklar rigningar, enda rignir þar 275 daga á ári. Heimamenn segja brandarann af ferðamanninum sem gekk um götur Bergen og spurði dreng sem varð á vegi hans hvort það stytti einhvern tíma upp í Bergen og drengurinn svaraði því til að hann vissi það ekki því að hann væri bara 12 ára. En þurrasti vetur síðan 1949 hefur gert það að verkum að nú er að verða vatnslaust í Bergen, sem er svona eins og það verði kaffilaust í Brasilíu. Þetta er áminning um það að enginn hefur efni á að umgangast vatnsauðlindina sem sjálfsagðan hlut. Ég vona að íslenska þjóðin sé ekki gripin værukærð af því tagi. En það er sumt í þjóðmálaumræðunni sem mér finnst benda til þess. Til að mynda hefur umræðan um fyrirhugaðar framkvæmdir við Suðvesturlínu um vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins fengið furðu litla umfjöllun á meðal almennings og fjölmiðla og á vettvangi stjórnmálanna, þrátt fyrir viðvaranir sérfræðinga um þá hættu sem að vatnsauðlindinni stafar af völdum þessara framkvæmda. Ég held að fjölmiðlar hafi fjallað meira um niðurskurð á fjárveitingum til refaveiða á síðasta ári heldur en þessar fyrirhuguðu framkvæmdir innan vatnsverndarsvæðis höfuðborgarsvæðisins. Það er sérkennileg áhersla ef tekið er mið að þeim hagsmunum sem í húfi eru. Líklega þurfum við að taka samband okkar við vatnsauðlindina til róttækrar endurskoðunar, kæruleysið þarf að víkja fyrir virðingu og varúð. Vonandi reynist þessi ráðstefna hér í dag mikilvægt innlegg í þá endurskoðun.</p>

2010-03-19 00:00:0019. mars 2010Ávarp umhverfisráðherra á ársfundi Náttúrufræðistofnunar Íslands 2010

<p>Ágætu starfsmenn Náttúrufræðistofnunar Íslands og aðrir gestir.</p> <p>Á tíunda degi í starfi mínu sem umhverfisráðherra ávarpaði ég ársfund Náttúrufræðistofnunar, þ.e. í maí mánuði 2009. Á þeim tíma var ég þriðji ráðherra umhverfismála það árið en sagði að ef ég fengi eitthvað um það ráðið þá væri ég komin til lengri vistar í umhverfisráðuneytinu en tíðkast hefur hin síðari ár. Nú hér er ég enn og verð vonandi áfram því verkefnin eru mörg, ekki síst á sviði náttúrverndar, sem ég hyggst beita mér fyrir að nái fram að ganga og vinna að í góðri samvinnu við m.a. ykkur starfsmenn Náttúrfræðistofnunar.</p> <p>Á þessu tæpa ári sem ráðherra umhverfismála hef ég haft tækifæri til að kynnast enn betur starfsemi Náttúrfræðistofnunar, því mikilvæga starfi sem þar er unnið í þágu náttúrunnar og okkar sem byggjum þetta land. Það hefur vakið sérstaka athygli mína að sjá að hve mikilli hugsjón og ástríðu þið vinnið ykkar starf.</p> <p>Ég held að það séu fáar ríkisstofnanir sem geta státað að því að starfsmenn haldi áfram að sinna fræðastörfum sínum þrátt fyrir að vera komnir á hinn virðulega ellilífeyrisaldur og að þeir haldi starfsaðstöðu sinni til að vinna að rannsóknum í náttúrufræðum ugglaust sjálfum sér til mikillar ánægju en ekki síst til hagsbóta fyrir íslenska náttúru og samfélag. Ég vil því nota þetta tækifæri og þakka þeim sem hafa sýnt Náttúrufræðistofnun og náttúru Íslands svo mikla hollustu með því að halda áfram fræðistörfum sínum án þess að þiggja laun fyrir störf sín.</p> <p>Á sama tíma og ég hef fengið að kynnast þessu mikilvæga starfi og hef kynnst mörgu fólki sem brennur af áhuga fyrir íslenskri náttúru og náttúruvernd hef ég áttað mig á því hversu veik staða náttúrunnar er í lögum og innan stjórnsýslunnar.</p> <p>Í allt of langan tíma hefur náttúrunni verið vikið til hliðar fyrir framkvæmdum sem hafa verið ákvarðaðar á grundvelli skammtímasjónarmiða, gróðahyggju og sérhagsmuna. Maður hefði haldið að það hrun sem varð hér haustið 2008 hafi kennt okkur eitthvað og breytt viðhorfum stjórnvalda, aðila vinnumarkaðarins og almennings. En því miður virðist svo ekki vera.</p> <p>Það hefur ekki farið framhjá neinum þau heiftarlegu viðbrögð sem urðu við úrskurði mínum um að heimvísa máli um Suðvesturlínu aftur til Skipulagsstofnunar, af því að ég staldraði við, spurði spurninga og fór fram á að aflað væri frekari upplýsinga sem hægt væri að byggja upplýsta ákvörðun á. Ég hef verið ásökuð um hryðjuverk, að vera á móti hagvexti, að atvinnuleysi fólks á Suðurnesjum sé í boði umhverfisráðherra. Orðin hafa verið stór og óvægin en ég tel að með því að hafa staldrað við og spurt frekari spurninga - spurninga sem maður á að spyrja ætli maður að starfa í anda sjálfbærrar þróunar, hafi orðið til þess að umræðan um þessa tilteknu framkvæmd varð upplýstari og höfðu sjónarmið fræðimanna Náttúrufræðisstofnunar mikilvægt vægi í umræðunni. Þá fer það ekki á milli mála að það kveður við annan tón í umræðunni um þessa tilteknu framkvæmd sérstaklega hjá talsmönnum aðila vinnumarkaðarins. Á þeim bæ er meira að segja farið að tala um skynsamlega hagvaxtastefnu án þess að gengið væri á svig við „eðlilega náttúruverndarstefnu“. Hvað sem „eðlileg náttúruverndarstefna“ kann að þýða.</p> <p>Þetta snýst nefnilega um hvaða stöðu við viljum að náttúran og náttúruvernd hafi í umræðunni. Sem umhverfisráðherra og þar af leiðandi talsmaður náttúrunnar hef ég reynt að skapa það rými sem náttúruvernd þarf í hinni pólitísku umræðu. Til að mynda með því að horfa ekki á einstök verkefni heldur með því að minna á heildarmyndina í umræðunni. Það að náttúruvernd og umræðan um hana fái rými virðist hins vegar ógna þeim sem fara með völdin.</p> <p>Því miður er það svo að lagaumhverfið og stjórnsýslan hefur ekki verið í þágu náttúrverndar. Þessu þarf að breyta. Það má til að mynda spyrja sig hver sé tilgangur laga um mat á umhverfisáhrifum eftir að þeim var breytt eftir úrskurð Skipulagsstofnunar sem lagðist gegn framkvæmdinni við Kárahnjúka. Hver er tilgangurinn með því að setja fyrirhugaðar framkvæmdir í umhverfismat ef búið er að ákveða að farið verið í tiltekna framkvæmd? Ákvörðun sem er tekin áður en það liggur fyrir hver áhrifin verða á náttúruna og samfélagið. Mat á umhverfisáhrifum hefur í það minnsta aldrei orðið til þess að hætt hafi verið við stórframkvæmd.</p> <p>Við hljótum að staldra við og spyrja hvernig ætlum við að tryggja heildarsýnina áður en ákvörðun er tekin um framkvæmd, hvort heldur sú framkvæmd er íbúabyggð, virkjun, eða vegagerð. Heildarsýn sem byggir á sjálfbærri þróun þar sem raddir náttúru, umhverfis og samfélags hafa vægi rétt eins og efnahagslegir þættir.</p> <p>Hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar þarf að vera leiðarljós í allri stefnumörkun og ákvarðanatöku ekki síst núna í uppbyggingu atvinnulífsins. Þær ákvarðanir snúast nær undantekningalaust um nýtingu auðlinda, hvort heldur það er land, orka, vatnsföll eða fiskur. Sjálfbær þróun er því forsenda þess að við getum tryggt atvinnu og búsetu hér á landi fyrir okkur og komandi kynslóðir. Hvernig við umgöngumst náttúruna og aðrar auðlindir er okkar prófsteinn. Mannfólkið byggir tilveru sína á náttúrunni en náttúran þarf ekki á manninum að halda.</p> <p>Góðir gestir,</p> <p>Ríkisstjórnin leggur áherslu á að náttúruvernd verði hafin til vegs og staða hennar innar stjórnarráðsins verði styrkt til muna. Þetta er ærið verkefni og ég hef lagt ríka áherslu á það í umhverfisráðuneytinu að náttúruverndarmálin verði sett í forgang.</p> <p>Ég vil nefna nokkur af þeim verkefnum sem þegar eru hafin og eru forgangsmál hjá ráðuneytinu.</p> <p>Hafin er endurskoðun náttúruverndarlaga sem á að ljúka á þessu ári. Gert er ráð fyrir að lagt verði fram nýtt frumvarp á Alþingi eigi síðar en í upphafi árs 2011.</p> <p>Þá er hafin skoðun á reglugerðum sem setja átti samkvæmt núgildandi náttúruverndarlögum, en hefur að einhverjum ástæðum ekki verið gert. Má þar nefna reglugerð um innflutning, ræktun og dreifingu lifandi lífvera.</p> <p>Á ári líffræðilegrar fjölbreytni hef ég skipað starfshóp sem hefur það hlutverk að ganga frá tíma- og áfangaskiptri framkvæmdaráætlun á grundvelli stefnumörkunar um líffræðilegan fjölbreytileika og skipta verkefnum á milli ráðuneyta. Á starfshópurinn að skila tillögum til mín eigi síðar en 1. júlí nk.</p> <p>Hafin er vinna við að undirbúa aðgerðir gegn útbreiðslu ágenga tegunda en um næstu mánaðarmót mun starfshópur um aðgerðir gegn útbreiðslu lúpínu skila tillögum til mín. Verkefni starfshópsins er að vinna tillögur um aðgerðir til að fjarlægja lúpínu á þeim svæðum þar sem hún er talin óæskileg og ógn við annað umhverfi. Þessi vinna er aðeins upphaf að þeim aðgerðum sem grípa þarf til til að koma í veg fyrir útbreiðslu ágengra tegunda.</p> <p>Framkvæmd og innleiðing náttúruverndaráætlunar hefur verið til sérstakrar skoðunar í umhverfisráðuneytinu en ég hef verið mjög hugsi yfir því hversu illa gengur að ná fram markmiðum hennar. Frá því í haust hefur starfshópur unnið að því að skilgreina framkvæmd áætlunarinnar með það að markmiði að gera hana skilvirkari. Munu tillögur liggja fyrir á næstu vikum.</p> <p>Náttúruvernd strandsvæða og verndun svæða í sjó er eitt af áherslumálum ríkisstjórnarinnar. Nýlega skipaði ég starfshóp sem á að gera úttekt á lögum um vernd Breiðafjarðar en starfshópnum er ætlað að skoða hvort framkvæmd laganna endurspegli tilgang þeirra og hvort ástæða sé til að fara út fyrir núverandi fyrirkomulag í lögum með það að markmiði að náttúruvernd og verndaraðgerðir verði í samræmi við breyttar áherslur í náttúruvernd frá því að lögin voru sett.</p> <p>Að lokum vil ég nefna þau friðlýsingarverkefni sem ég legg mikla áherslu á en þau eru stækkun friðlands í Þjórsárverum og friðlýsing Gjástykkis. Að auki er unnið að mörgum öðrum verkefnum sem tengjast náttúruvernd og ekki gefst tími hér til að fara yfir.</p> <p>Góðir gestir,</p> <p>Ég vil nota þetta tækifæri og þakka starfsmönnum Náttúrufræðistofnunar Íslands fyrir góða samvinnu og þátttöku ykkar í ýmsum starfshópum á vegum umhverfisráðuneytisins og sérstaklega vil ég þakka fyrir samstarfið í tengslum við ljósmyndasýninguna „Áhrif loftslagsbreytinga á náttúru Íslands.“</p> <p>Mig langar í lokin að vitna til orða Nóbelsskáldsins okkar Halldórs Laxness í Höll sumarlandsins.</p> <p><em>„Hann var viss um að eins og náttúran var hámark allrar tignar og fegurðar, þannig væri hún einnig hámark alls mannkærleika og göfuglyndis, ekki síst þar sem hann var búinn að yrkja um hana lof, nei hann gat ekki ímyndað sér að hún léti úngt og elskandi skáld vanhaga um neitt upp frá þessu“.</em></p> <p>Þessi orð sem Nóbelsskáldið ljéði Ólafi Ljósvíkingi Kárasyni ættu að vera okkur öllum hvatning til að varðveita og virða íslenska náttúru og tryggja þannig afkomu og yrkisefni framtíðar skálda.</p> <p>Takk fyrir.</p>

2010-03-18 00:00:0018. mars 2010Ávarp umhverfisráðherra á ráðstefnu slökkviliðsstjóra 2010

<p>Ágætu slökkviliðsstjórar og aðrir ráðstefnugestir.</p> <p>Ég þakka þann heiður sem mér er sýndur með því að fá að setja árlega ráðstefnu slökkviliðsstjóra á Íslandi.</p> <p>Eins og ykkur er kunnugt um þá urðu talsverðar breytingar á starfsemi Brunamálastofnunar á síðasta ári þegar Alþingi ákvað að eftirlit með öryggi raforkuvirkja, neysluveitna og raffanga skildi flutt frá Neytendastofu til Brunamálastofnunar. Þann 1. júní 2009 kom þessi breyting til framkvæmdar þegar fimm starfsmenn á sviði rafmagnsöryggis fluttust til Brunamálastofnunar.</p> <p>Enn meiri breytingar eru áformaðar sem varða starfsemi Brunamálastofnunar. Í byrjun þessa mánaðar lagði ég fram á Alþingi tvö lagafrumvörp sem munu hafa mikil áhrif á starfsemi stofnunarinnar og lagalegt starfsumhverfi slökkviliðsstjóra, en þar á ég við frumvarp til laga um mannvirki og frumvarp til laga um breytingu á lögum um brunavarnir.</p> <p>Í frumvarpi til laga um mannvirki er lagt er til að sett verði á fót Byggingarstofnun, sem hafi yfirumsjón með stjórnsýslu mannvirkjamála, þar með talið þeim verkefnum sem Brunamálastofnun sinnir nú. Áfram er gert ráð fyrir að stjórnsýsluleg ábyrgð á beinu eftirliti með byggingu mannvirkja verði í höndum byggingarfulltrúa sveitarfélaganna en að eitt af meginverkefnum Byggingarstofnunar verði að tryggja samræmt byggingareftirlit um allt land. Svipuðu hlutverki hefur Brunamálastofnun einmitt sinnt hvað brunamál snertir. Ef þetta frumvarp verður að lögum, sem ég tel miklar líkur á að svo verði, mun Brunamálastofnun verða lögð niður í lok 40. starfsár stofnunarinnar. Þótt fyrirhugað sé að stofnunin verði lögð niður í núverandi mynd er gert ráð fyrir að starfsemin haldi að miklu leyti óbreytt áfram undir merkjum nýrrar stofnunar sem ætlað er að hafa mun víðtækara hlutverk. Þá verður framkvæmd byggingarmála færð frá Skipulagsstofnun til Byggingarstofnunar.</p> <p>Hitt frumvarpið sem ég nefndi, frumvarp til laga um breytingar á lögum um brunavarnir, mun hins vegar hafa mun beinni áhrif á starfsumhverfi slökkviliðsstjóra. Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar sem eru nauðsynlegar vegna tilkomu frumvarps til laga um mannviki en einnig eru lagðar til nokkrar breytingar í ljósi reynslu þeirra níu ára sem lögin hafa verið í gildi.</p> <p>Meðal breytinga má nefna að lagt er til að björgun á fastklemmdu fólki úr mannvirkjum og farartækjum verði eitt af lögbundnum hlutverkum slökkviliða. Í meira en áratug hafa langflest slökkvilið landsins sinnt þessu verkefni án lagaskyldu og því mjög brýnt að binda þetta hlutverk slökkviliða í lög. Með því er tryggt að þjónustan sé fyrir hendi á öllu landinu og hún uppfylli tilteknar lágmarkskröfur.</p> <p>Einnig er lagt til að lögfest verði að slökkviliðsmenn þurfi að standast læknisskoðun til að mega stunda reykköfun. Rætt hefur verið um að nauðsynlegt sé að lögfesta það verklag, sem mörg slökkvilið hafa tekið upp, að skylda starfsmenn sína til að standast læknisskoðun áður en þeim er heimilt að stunda reykköfun. Reykköfun er hættulegt og erfitt starf eins og þið vitið og gerir ákveðnar kröfur hvað varðar heilsu og þjálfun fólks. Þess vegna er talið nauðsynlegt að krefjast reglubundinnar læknisskoðunar.</p> <p>Síðastliðinn þriðjudag fékk ég tækifæri til að kynnast starfsemi Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Ég fékk að taka þátt í útköllum, sjúkraflutningum og taka á við að klippa sundur bíl. Það var vægast sagt magnað að fá að kynnast þessari starfsemi. Að sjá þá einbeitingu og samhæfinu sem er hjá slökkviliðsstjórum og slökkiliðs- og sjúkraflutningsmönnum. Að upplifa og sjá þá miklu kunnáttu og fagmennsku sem er innan raða slökkviliðsins, þeim útbúnaði sem beitt er og síðast en ekki síst þeirri einbeitingu og vinnugleði sem ríkir í þessum samstillta hópi. Ég er þess fullviss að starf slökkviliðsstjóra, slökkviliðs- og sjúkraflutningsmanna getur verið okkur öllum mikilvæg fyrirmynd í því að skilja aðalatriði frá aukaatriðum og vera fljót að bregaðst við þegar raunveruleg verkefni knýja dyra.</p> <p>Ég geri mér grein fyrir því að sú fagmennska og sú sérhæfing sem ykkar stétt býr yfir kemur ekki að sjálfu sér. Ég tel mjög mikilvægt að staðið sé vel að menntun slökkviliðsstjóra og slökkviliðsmanna, ekki aðeins vegna öryggis borgaranna heldur einnig vegna starfsánægju ykkar og öryggis í starfi. Þekking og fagmennska verður ekki eingöngu kennd með því að setjast á skólabekk en möguleikar til náms og endurmenntunar eru engu að síður nauðsynlegir til að viðhalda starfsánægju og þar með þekkingu og reynslu innan slökkviliða. Menntunarmál slökkviliðsstjóra sem og slökkviliðsmanna hafa því grundvallarþýðingu við skipulag og uppbyggingu brunavarna hér á landi. Það var því ekki að ástæðulausu að ég skipaði Kristínu Jónsdóttur, endurmenntunarstjóra Háskóla Íslands, sem formann skólaráðs Brunamálaskólans. Mér er tjáð að starf skólaráðsins gangi vel og að þegar liggi fyrir áætlanir um breytt fyrirkomulag í menntun slökkviliðsmanna á þessu ári. Gert er ráð fyrir að hluti af bóklegum námskeiðum sem hafa verið haldin í sveitarfélögum víðsvegar um landið verði fyrirkomið í fjarnámi. Með þessu fyrirkomulagi er gert ráð fyrir töluverði hagræðingu sem vonandi má nýta til menntunarmála. Er rétt að taka fram að þrátt fyrir þessar breytingar fá nemendur áfram stuðning við námið eins og verið hefur. Ef vel tekst til er reiknað með að þetta fyrirkomulag verði um allt land, þ.e. að umrædd námskeið verði kennd í fjarnámi.</p> <p>Í þessu sambandi vil ég nota tækifærið og hvetja ykkur til að skoða nýtt frumvarp um breytingu á lögum um brunavarnir með gagnrýnum augum, sérstaklega hvað varðar fyrirkomulag menntunar slökkviliðsstjóra og slökkviliðsmanna og nýta ykkur þann möguleika sem er á að koma með athugasemdir við frumvarpið á umsagnartímanum.</p> <p>Góðir gestir</p> <p>Þegar skoðaðar eru tölur um tjón af völdum eldsvoða á Íslandi og tölur bornar saman við það sem gerist og gengur í nágrannalöndum okkar, kemur í ljós að manntjón af völdum eldsvoða eru um helmingi minni á íbúa hér á landi en í nágrannalöndunum. Það sama gildir um fjárhagslegt tjón vegna eldsvoða. Ég tel því óhætt að fullyrða að slökkviliðin í landinu eru almennt að standa sig vel og er þáttur ykkar slökkviliðsstjóra í því starfi ekki síst mikilvægur.</p> <p>Að lokum vona ég að ráðstefnudagarnir tveir verði ykkur ánægjulegir og óska ykkur farsældar í ykkar störfum í þágu öryggis fólksins í landinu.</p>

2010-03-05 00:00:0005. mars 2010Erindi Svandísar Svavarsdóttur á ráðstefnu um vistvæn innkaup

<p>Fjármálaráðherra, fundarstjóri og ágætu ráðstefnugestir.</p> <p>Mér er það mikil ánægja að fá að vera með ykkur hér í dag og fá tækifæri til að fjalla um eitt af áherslumálum mínum þ.e.a.s. <strong>vistvæn innkaup og sjálfbærni.</strong></p> <p>Ég ætla að hefja mál mitt á tveimur sögum.</p> <p>Sú fyrsta er um fyrirtækið Humble Energy en þeir stærðu sig af því að þeir gætu unnið nægilega orku á hverjum degi til að bræða 7 milljón tonn af jöklum. Í auglýsingunni sem birtist í TIME magazine árið 1962 segir: <strong></strong></p> <p>„<em>Jöklar heimsins hafi verið meira og minna óbreyttir í árþúsundir. Ef orkan sem Humble Energy vinnur til á hverjum degi, væri breytt í hita, gæti hún brætt 80 tonn af jökulís á sekúndu. Til að mæta aukinni orkuþörf þjóðarinnar hefur Humble hagnýt sér vísindin til að verða stærsti orkuframleiðandi Bandaríkjanna. Með rannsóknum hefur Humble á undraverðan máta meðhöndlað olíu þannig að hún nýtist á margvíslegan hátt í daglegu lífi og við efnaframleiðslu</em>.“</p> <p>Við getum brosað að þessari auglýsingu í dag en í ljósi sögunnar er þetta líklegast ein allra kaldhæðnislegsta auglýsing sem gerð hefur verið. Þrátt fyrir að líklega hafi auglýsingin endurspeglað tíðarandann sem ríkti á árinu 1962.</p> <p>En það ár er einmitt talið marka tímamót í umhverfismálum. Þá kom út bókin „Raddir vorsins þagna“ (Silent Spring) eftir Rachel Carson. Í þeirri bók er því haldið fram að eftirlitslaus notkun á eiturefnum eins og til dæmis DDT væri ekki bara skaðlegt fyrir skordýr og smápöddur heldur einnig fugla og menn. Titillinn „Raddir vorsins þagna“ vísar einmitt til fuglasöngsins sem var horfinn á stórum hluta landbúnaðarsvæða Bandaríkjanna. Bókin var harðlega gagnrýnd á sínum tíma en smám saman áttaði alþjóðasamfélagið sig á skaðsemi meindýraeitra s.s. DDT og árið 1972 var lagt bann við notkun þess en þá hafði DDT verið á markaði frá því um 1940 eða í um 30 ár.</p> <p>Rúmum áratug áður en DDT kom á markað, eða 1928, var hins vegar annað efni fundið upp sem var talið algert töfraefni. Efnið var litar- og lyktarlaust, hafði engin eituráhrif og var hvorki eldfimt né ætandi, hvort heldur sem var í vökva- eða gasformi. Thomas Midgley, annar vísindamannana sem fann upp efnið, sýndi til dæmis fram á skaðleysi þess með því að fylla lungun af því og anda því rólega á kerti og kæfði þar með eldinn. Þar sem efnið virtist ekki hafa neinar hliðaverkanir fékk það fljótlega margvíslegt notagildi, allt frá því að vera notað í slökkvitæki í það að vera algengasti kælimiðill í kælitækjum. Flest ykkar hafa líklega áttað sig á því að hér er verið að tala um FREON.</p> <p>Það var ekki fyrr en á áttunda áratugnum (1974) sem grunsemdir vakna að Freon gæti haft áhrif á ósonlagið. Í maí 1985 fékk alþjóðasamfélagið vitneskju um að stórt gat í ósonlaginu myndaðist á hverju vori yfir suðurskautinu (Sept. til nóv. á suðurhveli). Þetta var áfall fyrir vísindasamfélagið þar sem búið var að mæla ósonlagið með gervihnattamælingum í fjölda ára yfir suðurhveli án þess að nokkurt ósongat fyndist. Þegar farið var að skoða gervihnattamælingarnar þá kom vissulega í ljós að gervihnettirnir hefðu mælt ósongatið. Vandamálið var hinsvegar að tölvurnar voru forritaðar til meðhöndla óvenjulágar mælingar sem villur í mælingu.</p> <p>Það sem var einn helsti kostur Freons var einnig stærsti ókostur þess. Freon brotnaði aldrei niður í andrúmsloftinu og barst upp í heiðahvolfin. Þar var sólarljósið nægilega sterkt að klóratómið losnaði frá Freoninu en það er klórið sem eyðir ósoninu.</p> <p>Einungis nokkrum árum eftir að ósongatið uppgötvaðist þá náðist víðtæk alþjóðleg samstaða um að banna notkun ósoneyðandi efna í áföngum. Í raun má segja að notkun ósoneyðandi efna hafi minnkað mun hraðar á Vesturlöndum en gert var ráð fyrir í upphafi. Helsta ástæða þess er talin vera að það voru til staðkvæmdarefni sem höfðu sömu notagildi og Freon og án þess að notkun þeirra hefði verulegan kostnaðarauka í för með sér.</p> <p>HÉR MÁ SPYRJA SIG HVAÐ ÞETTA HAFI AÐ GERA MEÐ VISTVÆN INNKAUP Á ÍSLANDI?</p> <p>Jú sagan um ósongatið og Freon kennir okkur margt.</p> <div style="margin-left: 4em"> <p>Í fyrsta lagi stafa mörg umhverfisvandamál af óljósu orsakasambandi milli athafnar í dag og afleiðingar í framtíðinni. Það var ekki nokkurn sem grunaði þegar Freon uppgötvaðist að það ætti eftir að valda einu stærsta umhverfisvandamáli sem mannfólkið hafi staðið frammi fyrir. Auk þess má benda á að Freon er afskaplega öflug gróðurhúsalofttegund.</p> <p>Það sama má segja um mörg af þeim efnum sem við erum að nota í dag. Við höfum í raun mjög takmarkaða vitneskju á því hvaða áhrif þau hafa í umhverfinu.</p> <p>Í öðru lagi eru nú þegar til lausnir við mörgum af þeim vandamálum sem við erum að glíma við í dag. Hins vegar er ekki nægilegur þrýstingur á markaðinn til að skipta yfir í umhverfisvænni lausnir. Með <strong>vistvænum innkaupum</strong> viljum við skapa þann þrýsting</p> <p>Í þriðja lagi þá er það ekki eins og stundum er haldið fram að við verðum að fórna þeim lífsgæðum sem við höfum í dag til þess að verða umhverfisvæn. Að verða „grænn“ er ekki einhver rómantísk nostalgía um að við verðum að lifa í sjálfsþurftarbúskap og rækta okkar eigin matvæli og ganga í vinnuna á hverjum degi. NEI. <strong>Vistvæn innkaup</strong> fjalla þvert á móti um það að skapa forsendur til að geta notið í framtíðinni þeirra lífsgæða sem við njótum í dag.</p> </div> <p>Svo má ekki gleyma að íslenska ríkið kaupir vörur, þjónustu og verk fyrir meira en 100 milljarða króna á ári sem er um fjórðungur af útgjöldum ríksins. Við höfum því stjórntækið til að breyta rétt umhverfinu og okkur sjálfum til hagsbóta.</p> <p>Þegar árið 1992 á Heimsráðstefnu Sameinuðu Þjóðanna um umhverfi og þróun, sem í daglegu máli er kölluð Ríó ráðstefnan var lögð rík áhersla á að sýna frammá hvernig sjálfbær þróun og hagsæld verða að haldast í hendur. Á Ríó ráðstefnunni voru samþykktar 27 grundvallarreglur í umhverfismálum og má heimfæra nokkrar þeirra beint uppá <strong>vistvæn innkaup</strong>. Þar má fyrst telja <u>mengunarbótaregluna</u> sem einfaldlega segir að sá sem veldur mengun/umhverfisspjöllum skal bera kostnaðinn af menguninni.</p> <p>Í áttundu meginreglunni er síðan lögð sérstök áhersla á að einstök lönd marki sína stefnu til að hvetja til hreinnar framleiðslutækni og sjálfbærs neyslumynsturs.</p> <p>Árið 2002 var haldin í Jóhannesarborg ráðstefna um umhverfi og þróun. Á þeim 10 árum sem voru liðin frá Ríó vorum við búin að læra heilmargt. Í Jóhannesarborg var það beinlínis fullyrt að vistvæn innkaup opinberra aðila væru forsenda breytts neyslumynsturs og þar með nauðsynleg til að ná markmiðunum sem sett voru fram meðal annars í Ríó árið 1992.</p> <p>Umhverfis- og fjármálaráðuneytin eru í um áratug búin að vinna að <strong>innleiðingu vistvænna innkaupa</strong> á Íslandi, í anda ráðstefnanna í Ríó og Jóhannesarborg. Í bæði innkaupastefnu og umhverfisstefnu ríkisins hefur verið lögð áhersla á að tekið sé tillit til vistvænna sjónarmiða við opinber innkaup. Til þess að skerpa enn frekar á stefnu ríkisins í þessum málaflokki, samþykkti ríkisstjórnin í mars 2009, sérstaka stefnu um „<strong>vistvæn innkaup ríkisins“</strong>, þar sem lögð er áhersla á að ríkið sé „<strong>upplýstur vistvænn kaupandi“.</strong></p> <p>Í innkaupastefnu ríkisins frá 2002 segir m.a. að við innkaup skuli tekið tillit til umhverfissjónarmiða jafnt sem kostnaðar og gæða. Í þeirri stefnu sem hér er kynnt um <strong><em>vistvæn innkaup ríkisins</em></strong> er þetta úfært nánar svo hægt sé að vinna að þessu markmiðið á markvissan hátt. Grunnur innkaupastefnu ríkisins byggir á því að ávallt skuli leitast við að gera hagstæðustu kaup. Með <strong>vistvænu innkaupastefnunni</strong> er markmiðið að leiðbeina hvernig umhverfisstjónarmið þurfa einnig að koma inn í þessa jöfnu svo þau séu höfð til hliðsjónar við mat á valkostum.</p> <p>Í stefnunni um vistvæn innkaup er lögð árhersla á eftirfarnadi þætti:</p> <div style="margin-left: 2em"> <div style="margin-left: 2em"> <p>• <strong>Ábyrgð og gagnsæi:</strong> Áhersla verður lögð á gagnsæi gagnvart markaðnum varðandi skilyrði sem ríkið setur fram í umhverfismálum við innkaup. Verður lögð áhersla á að skýra breyttar þarfir ríkisins hvað þennan þátt varðar.</p> <p>• <strong>Einföldun og skilvirkni:</strong> Þróa á sameiginlegt verklag og verkfæri sem gera vistvæn innkaup einföld, fagleg og aðgengileg. Samræmd innkaup, til að mynda rammasamningar, auka skilvirkni en við útboð á þeim verður einnig tekið tillit til umhverfissjónarmiða.</p> <p>• <strong>Menntun og sérhæfing: Lögð er áhersla á að</strong> starfsfólk ríkisstofnana fái upplýsingar, fræðslu og faglega ráðgjöf um vistvæn innkaup. Unnið verði markvisst að því að aðstoða ríkisstofnanir við innleiðingu vistvænna innkaupa og að Ríkiskaup standa fyrir námskeiðum og fyrirlestrum á sviði innkaupa og koma á fræðslu á þessu sviði.</p> <p>• <strong>Efling samkeppnismarkaðar:</strong> Ríkisstofnanir gefi skýr skilaðboð til markaðar um að þær taki tillit til umhverfissjónarmiða jafnt sem kostnaðar og gæða við innkaup. Aðeins með þeim hætti getur markaðurinn brugðist við þeim og bætt framboð sitt sem mætir nýjum þörfum.</p> <p>Góð samskipti við aðila markaðarins og gagnsæ vinnubrögð stuðla að virkri samkeppni, auknu vöruúrvali og nýsköpun til að mæta auknum væntingum og kröfum um umhverfissjónarmið.</p> </div> <p>Með stefnu um vistvæn innkaup eru sett fram fjögur mælanleg markmið sem lögð verður áhersla á til næstu fjögurra ára.</p> <p>Þau eru:</p> <div style="margin-left: 2em"> <p>1. Að þróaðir verði mælikvarðar um efnahagslegan og umhverfislegan ávinning vistvænna opinberra innkaupa. Þessi vinna er í gangi núna.</p> <p>2. Að hlutfall útboða á vegum ríkisins þar sem sett verði eftirfarandi umhverfisskilyrði verði:</p> <div style="margin-left: 4em"> <p>a. 2010: a.m.k. 30% útboða innihaldi umhverfisskilyrði</p> <p>b. 2011: a.m.k. 60% útboða innihaldi umhverfisskilyrði</p> <p>c. 2012: a.m.k. 80% útboða innihaldi umhverfisskilyrði</p> </div> <p>3. Fyrir 1 mars 2011 ljúki a.m.k. þrjár lykilstofnanir ríkisins 1. stigi við innleiðingu vistvænna innkaupa, eins og líst verður hér á eftir</p> <p>4. Fyrir lok ársins 2012 ljúki allar ríkisstofnanir (A hluta) 1. stigi við innleiðingu vistvænna innkaupa.</p> </div> </div> <p>Þó svo að ríkið sé stærsti opinberi kaupandinn á Íslandi, þá er það ekki sá eini. Til þess að þessi vinna nýtist sem flestum, og til þess að umhverfiskröfur sem birgjar þurfa að mæta séu þær sömu, óháð því hvort um sé að ræða ríki eða sveitarfélög, óskaði umhverfisráðuneytið eftir því að sveitarfélög kæmu að þessari vinnu ásamt ríkinu. Stofnaður var stýrihópur um verkefnið með fulltrúum frá umhverfisráðuneytinu, fjármálarráðuneytinu, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Reykjavíkurborg og Hafnarfjarðarbæ.</p> <p>Hlutverk stýrihópsins er að samþætta umhverfisskilyrði almennu verklagi við útboð og búa til verkfæri sem gera vistvæn innkaup einföld, fagleg og aðgengileg fyrir alla. Það væri til dæmis óskandi að atvinnulífið myndi nota sömu vistvænu skilyrði í sínum útboðum og opinberir aðilar ætla að sammælast um að nota. Stýrihópurinn vinnur að gerð fræðsluefnis og verkfæra sem nýtast munu sem flestum við vistvæn innkaup. Auk þess er búið að opna sérstakan fræðsluvef um vistvæn innkaup sem er með slóðina <a href="http://www.vinn.is/"><u>www.vinn.is</u></a>.</p> <p>Á næstu 4 til 6 vikum verður lögð lokahönd á að klára umhverfisskilyrði fyrir alla helstu vöruflokka sem rammasamningar Ríkiskaupa ná yfir. Við gerð íslensku skilyrðanna hafa samevrópsk skilyrði auk skilyrði norðurlandanna verið höfð til hliðsjónar. Það auðveldar verulega innleiðingu <strong>vistvænna innkaupa</strong> á Íslandi þar sem að flestir erlendir birgjar kannast við þessi skilyrði auk þess sem þetta styrkir íslensk fyrirtæki í erlendri samkeppni.</p> <p>Umhverfisskilyrðin eru fyrst og fremst hugsuð fyrir innkaupastofnanir eins og Ríkiskaup við gerð rammasamninga eða í almennum útboðum. Við gerð rammasamnings er yfirleitt samið við 3 birgja og geta stofnanir síðan valið við hvaða birgja - er verslað. Vörur innan rammasamninga geta haft mismunandi umhverfisáhrif. Með umhverfisskilyrðunum er því einnig verið að gera gátlista sem eiga að nýtast einstökum stofnunum til að velja umhverfishæfustu vöruna innan rammasamnings hverju sinni.</p> <p>Auk fyrrnefnds stýrihóps, sem er samstarfsvettvangur ríkis og sveitarfélaga, hefur ríkið stofnað vinnuhóp sem á að aðstoða ríkisstofnanir við að innleiða <strong>vistvæn innkaup</strong>. Einstök sveitarfélög geta síðan innleitt sambærilega vinnuhópa hjá sér. Í vinnuhópnum sitja fulltrúar frá fjármálaráðuneytinu, Ríkiskaupum og Umhverfisstofnun. Gert er ráð fyrir að vinnuhópurinn þrói aðferðarfræði með nokkrum stofnunum á næstu 12 mánuðum, þannig að minnsta kosti þrjár stofnanir verði búnar að innleiða vistvæn innkaup að ári.</p> <p>Sú aðferðarfræði verði síðan notuð til að innleiða vistvæn innkaup hjá öllum öðrum ríkisstofnunum fyrir lok ársins 2012 í samræmi við markmið stefnunnar.</p> <p>Í Bretlandi var þróaður ákveðinn framvindurammi sem hefur reynst ágætlega þar í landi við innleiðingu <strong>vistvænna innkaupa</strong>. Við höfum fengið þennan ramma að láni frá þeim og gerum ráð fyrir að hafa þá aðferðarfræði til hliðsjónar hérlendis við innleiðingu hjá ríkinu. Þetta er það sem er kallað fyrsta stig <strong>vistvænna innkaupa</strong> í markmiðunum í stefnunni. Lykilatriðin í framvindurammanum eru:</p> <div style="margin-left: 4em"> <p>1. Fólk: Að byggja upp færni hjá lykilfólki í innkaupum varðandi vistvæn innkaup. Smám saman eiga vistvæn innkaup að vera sjálfsagður hluti í öllum innkaupum</p> <p>2. Sýn: Að það sé samsýn hjá yfirmönnum og starfsmönnum einstakra stofnanna hvað vistvæn innkaup eru og hvernig stofnunin vinni að vistvænum innkaupum</p> <p>3. Innkaupaferli: Til að fjarlægja hindranir við innleiðingu vistvænna innkaupa verði helstu innkaup greind með tilliti til umhverfisþátta og komið á skilvirku verklagi við kaup á vöru og þjónustu</p> <p>4. Birgjar: Að stofnanir greini sína lykilbirgja og komi á samráði til að minnka umhverfisáhrif veittrar þjónustu/keyptrar vöru og að birgjar verði fræddir um stefnu ríkisins um vistvæn innkaup</p> <p>5. Eftirfylgni: Að einstakar stofnanir komi sér upp mælikvörðum um hvernig meta eigi ávinning viðkomandi stofnunnar varðandi vistvæn innkaup og að þau hafi innleitt vistvæn innkaup.</p> </div> <p>Ein einfaldasta leið kaupenda að kaupa vistvænt er að kaupa vörur sem eru umhverfismerktar, t.d. með norræna umhverfismerkinu „Svaninum“ eða Evrópska merkinu „Blóminu“. Því miður er því enn svo farið að fáar vörur eða þjónusta eru umhverfismerktar á Íslandi. Á þessu er þó að verða veruleg breyting. Í dag hefur Umhverfisstofnun fengið nokkurn fjölda umsókna um Svaninn. Í viðtölum við birgja er ein helsta ástæða þess að þeir séu að verða sér út um Svaninn, aukinn þrýstingur frá opinberum aðilum. Við erum því þegar farin að finna að <strong>vistvæna innkaupastefnan</strong> okkar er farin að skila árangri. Því miður getum við ekki bara beðið um að vörur uppfylli Svaninn, meðal annars þar sem að suma vöruflokka er ekki hægt að umhverfismerkja og hins vegar þar sem það takmarkar verulega fjölda birgja sem gætu veitt ákveðna þjónustu / vöru og þar með væru önnur markmið eins og hagstæðasta verð sett í uppnám. Það er hins vegar alveg ljóst að innan nokkurra ára viljum við gjarnan sjá að Svanurinn verði ráðandi í nokkrum vöruflokkum. Þetta erum við þegar farin að sjá t.d. innan ræstigeirans, þar sem að 2 fyrirtæki eru þegar komin með Svaninn, eitt fær líklega vottun í mars og nokkur önnur síðar á árinu.</p> <p>Góðu gestir</p> <p>Ég vil að lokum enda þessa tölu á að vitna í sýningu sem var haldinn í listasafni Kaupmannahafnar í desember síðastliðnum. Sýninginn hét „Nature Strikes Back – Man and Nature in Western Art“. Þar var mynd eftir danskan listmálara „Christian Schmidt-Rasmundssen“</p> <p>Myndin heitir „At Long Last Mankind Found a Way to Conquer Death“. Nafn myndarinnar vísar til þess að mannfólkið telur sig loksins hafa leyst gátuna, að sigra manninn með ljáin. Dauðinn er falinn í snjókalli, það sést glitta í hann, út stendur handleggurinn og ljárinn. Maðurinn hins vegar sér það ekki. Hann kemur spásserandi og brosandi með meiri eldivið í ofninn. Eldurinn logar dátt og bræðir snjóinn. Ofninn er tákn tæknilausna sem maðurinn hefur fundið upp til að geta lifað í og stjórnað náttúrunni. Án ofnsins myndi mannfólkið farast (úr kulda). En – og sumir myndu segja „eins og venjulega“ – er lausnin ekki nægilega vel úthugsuð, þar sem að hún að lokum sleppir út manninum með ljáin. Þetta er ósjálfbær lausn, hættuleg til langframa. Áhyggjulaus heldur trúðurinn áfram að bera eldivið í ofninn í stað þess að staldra við og hugsa. Hann skilur ekki þá krafta sem stjórna náttúrunni og þá hættu sem þeir geta haft í för með sér. Margbreytileika náttúrunnar ber að sýna virðingu, en trúðurinn fattaði það bara ekki.</p> <p>Vistvæn innkaup fjalla um að staldra við, hugsa og gera það sem er skynsamlegt til framtíðar.</p> <p>Ég vil hvetja ykkur til að kynna ykkur heimasíðu verkefnisins <a href="http://www.vinn.is/"><u>www.vinn.is</u></a> þar sem er að finna ýmislegt fræðsluefni um vistvæn innkaup, stefnu ríkisins og erlent og innlent fræðsluefni. Auk þess er á þessum vef kynntar helstu fréttir um vistvæn innkaup hérlendis og erlendis og er vefurinn uppfærður a.m.k einu sinni í viku.</p> <p>Takk fyrir</p>

2010-02-26 00:00:0026. febrúar 2010Ávarp umhverfisráðherra á ráðstefnu um sjálfbærar samgöngur og byggðarskipulag

<p>Dear guests,</p> <p>It is a pleasure for me to have the opportunity to address conference here in Reykjavik that is held to focus on Sustainable Transportation and Land Use Planning.</p> <p>The Ministry for the Environment is in charge of the Icelandic government's policy for environmental affairs - that includes overseeing land use policy making in the entire country. Land use planning is the responsibility of local governments yet under the supervision of the National Planning Agency and therefore the Ministry for the Environment.</p> <p>Now, someone may think that land use management in a country of just 103 thousand square kilometers where only 320 thousand people live may be a simple task. But make no mistake – although Icelanders may be few, their diverse ideas on how to use their delicate land and its resources often clash, and land use management can become quite controversial within a small nation with a strong will.</p> <p>Land is a limited resource that we need to share. Therefore, it is important that we develop intelligent tools in the field land use planning, that both fits our nature and culture - and our commitments in the world of nations.</p> <p>Land use planning is intended to enhance quality of live – in the long run - in a sustainable fashion - and the methods that the planning profession has developed through the years may be the best tools that we have, to find the balance between the three pillars of sustainability; the economical-, the social- and the environmental one.</p> <p>Transportation is and has always been, one of the most important land uses in any society. Mobility is a key component in the live of individuals, cities, regions and nations. Transportation systems require resources, and within the context of land use management we need to decide how much land and sometimes water, as well as clean air, fossil fuels and or other natural recourses, we are willing to allocate for our transportation systems to make them both efficient and sustainable.</p> <p>We Icelanders, like other nations have the responsibility to reduce our green house gas emission. One of the possibilities that we have, in that important task, is to make our transportation systems more efficient. Our best way to address that may be through land use planning. Solutions like improved public transport and increased density in urban areas have been around for decades, yet we have not succeeded. – Is it possible that part of the reason is, that land use planning and transportation planning have been performed at different levels, in different departments, with different goals in mind? If it is so, let's start working on improvements. Like I mentioned earlier transportation is an enormously important factor to all of us, but we must also recognize that it is only one of may land use factors, and that they all must function together in harmony.</p> <p>It is important that the educational institutions in Iceland are on the forefront in discussing and studying how the integration of land use planning and transportation planning can best be performed in this country. The universities are, and must be, the resources that professionals, public servants and politicians can go to in search for knowledge and advice.</p> <p>Higher education and research in Planning is still in its infancy in Iceland and therefore it is extremely valuable for us to follow research and development in this field abroad. The foreign guests have today brought us insight and inspiration on how to better address the connection of land use planning and transportation in Iceland.</p> <p>The scope of the presentations has spanned the whole spectrum from the national policy level to the finer grid of street scape, sidewalks and curbs – all equally important and all addressing the three pillars of sustainability; the economic, social and environmental factors in one way or another.</p> <p>The challenge for us, that have to make the policies, is to listen and to learn and to look for the fine balance that we must keep between economical, social and environmental issues. Moreover, that has to be done by adding the time factor to the equation – we must address land use, not only with our needs in mind, but with future generations' needs as well. This can be tough - not the least in times when it is tempting to grab for quick working solutions to an economic crisis.</p> <p>Planning is only performed in cooperation – cooperation of the people that own and use that land, professionals and politicians. It has therefore been a pleasure to be able to join an open conference where professionals and politicians have presented their wisdom, thoughts and participated in discussions. May the lessons learned here today; bring us forward in the search for better ways to use our common resources in a sustainable manner.</p> <p>Thank you!</p>

2010-02-23 00:00:0023. febrúar 2010Ávarp umhverfisráðherrra á stofnfundi Vistvænnar byggðar

<p>Ágætu fundarmenn,</p> <p>Það er mér sérstakur heiður að fá að setja þennan stofnfund „Vistvænnar byggðar – vettvangs um sjálfbæra þróun í mannvirkjagerð“. Sá vettvangur sem hér er verið að koma á fót er afar mikilvægur fyrir íslenskt samfélag og endurreisn þess. Í slíkri uppbyggingu er ekki aðeins verkefni stjórnvalda að móta stefnuna heldur verða allir að koma að mótun þeirrar framtíðar sem við viljum skapa fyrir komandi kynslóðir. Umhverfismál skipa mikilvægan sess í uppbyggingunni og er þess skemmst að minnast að á þjóðfundinum voru m.a. umhverfismál og sjálfbærni talin tveir helstu máttarstólpa þjóðarinnar til framtíðar.</p> <p>Ég er sammála þeirri sýn sem fram kemur hjá undirbúningshópnum sem boðaði til þessa stofnfundar að umhverfisvænir starfshættir eru vaxtabroddurinn í mannvirkjaiðnaðinum öllum. Reyndar tel ég það ekki einungis eiga við um mannvirkjaiðnaðinn heldur um alla þá starfsemi sem mótar samfélag okkar.</p> <p>Leiðarljósið verður að vera sjálfbær þróun í víðu samhengi. Leiðarljós sem felur í sér heiðarleika og gagnsæi gagnvart þeim sem ákvarðanir og stefnumótun hefur áhrif á, jafnrétti kynslóðanna og jafnrétti þjóðanna, virðingu fyrir þeirri náttúru og þeim auðlindum sem við höfum að láni hjá komandi kynslóðum og svo réttlæti þegar við ákveðum með hvaða hætti við nýtum þau gæði sem okkur er treyst fyrir. Allt þetta þarf að hafa í huga þegar teknar eru ákvarðanir stórar sem smáar. Þetta eru þau lífsgildi sem þjóðfundurinn lagði til að væru höfð að leiðarljósi í mótun samfélagsins. Heiðarleiki, jafnrétti, virðing og réttlæti.</p> <p>Það gefur auga leið að hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar á að umlykja allt í stefnu og starfsemi allra ráðuneyta innan stjórnarráðsins og þar ber umhverfisráðuneytið sérstaka ábyrgð ekki síst að því er varðar skipulags- og byggingarmál. Á dögunum lagði ég fram í ríkisstjórn lagafrumvörp sem munu hafa mikil áhrif á skipulags- og byggingarmál. Annars vegar er um að ræða frumvarp til laga um mannvirki sem gerir meðal annars ráð fyrir að sett verði á fót Byggingarstofnun, sem taki yfir hlutverk Brunamálastofnunar og sinni mannvirkjamálum á mun öflugari hátt en verið hefur til þessa.</p> <p>Hins vegar er um að ræða endurskoðuð lög um skipulagsmál. Í báðum þessum frumvörpum, og þeim reglugerðum sem setja á í framhaldinu, eru framsækin markmið um sjálfbæra þróun í skipulagi og mannvirkjagerð. Þess má reyndar geta að í núgildandi skipulags- og byggingarlögum er afdráttarlaust markmiðsákvæði um að sjálfbær þróun skuli höfð að leiðarljósi við nýtingu lands og landgæða. Kann að vera að pólitískan vilja hafi skort til að beita ákvæðinu þegar ákvarðanir hafa verið teknar.</p> <p>Ég hef skipað starfshóp sem hefur það hlutverk að semja byggingarreglugerð með hliðsjón af nýju frumvarpi um mannvirkjalög. Markmiðið starfsins er að setja fram framsæknustu byggingareglugerð á Norðurlöndum hvað varðar sjálfbæra þróun þar sem opin stjórnsýsla, gagnsæi og lýðræðisumbætur eru höfð að leiðarljósi. Þá skal starfshópurinn sérstaklega huga að atriðum eins og vistvænum byggingum, vistvænni byggð, með markmið sjálfbærrar þróunar að leiðarljósi, þar með talið vistvænni samgöngumáta, til dæmis með því að huga vel að fjölda og staðsetningu bílastæða, reiðhjólastæða, hjólageymsla, sköpun betri aðstæðna til flokkunar sorps í íbúðar- og atvinnuhúsnæði og hagkvæmri orkunotkun í byggingum.</p> <p>Þá skal nefndin skoða sérstaklega aðbúnað barna s.s. hljóðvist í skólum og íþróttamannvirkjum sem og aðgengismál. Nefndinni er ætlað hafa víðtækt samráð við ýmsa hagsmunaaðila við þessa vinnu m.a. þann nýja vettvang sem hér er verið að stofna til.</p> <p>Þá má geta þess að Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs hefur ákveðið að gestastofa garðsins á Skriðuklaustri verði byggð samkvæmt vistvænum stöðlum og er reiknað með að gestastofan verði fyrsta húsið hér á landi sem fær slíka vottun samkvæmt viðurkenndum stöðlum. Þá hefur verið ákveðið að nýtt húsnæði Náttúrufræðistofnunar sem rísa mun í Urriðaholti verði byggt samkvæmt vistvænum stöðlum.</p> <p>Góðir fundarmenn.</p> <p>Sá vettvangur sem hér er stofnað til í dag er mikilvægur þáttur í uppbyggingu og endurreisn samfélags. Ég vil nota tækifærið og óska Vistvænni byggð alls hins besta og hvet fundarmenn til að nýta þennan nýja vettvang til hagsbóta fyrir manngert umhverfi á Íslandi og þar með betra samfélag til langrar framtíðar. Ég hlakka til að eiga við ykkur samstarf í þessum efnum, þakka ykkur fyrir mikilvægt frumkvæði og vænti þess að okkur takist í sameiningu að efla umræðu og taka ákvarðanir í þágu sjálfbærrar þróunar á öllum sviðum.</p> <p>Takk fyrir.</p>

2010-02-05 00:00:0005. febrúar 2010Ávarp Svandísar Svavarsdóttur á málþingi um kyn og loftslagsbreytingar

<p><strong>&nbsp;</strong></p> <p>Góðir áheyrendur,</p> <p>Það er mér mikil ánægja að ávarpa þetta málþing, sem fjallar um loftslagsmálin út frá sjónarhóli jafnréttismála og kynjasjónarmiða.</p> <p>Hvers vegna að ræða um kyn og loftslagsbreytingar? Svarið við því er ekki flókið. Loftslagsmálin varða framtíð mannkyns, allra þjóða, beggja kynja, borinna sem óborinna. Loftslagsbreytingar og aðgerðir gegn þeim hafa áhrif á umhverfi okkar, lífsskilyrði, efnahag og lífshætti. Þau eru ekki tæknilegt viðfangsefni sem við getum falið nokkrum sérfræðingum að leysa, heldur þurfum við öll að leggjast á árarnar ef við ætlum að ná árangri í glímunni við loftslagsbreytingar en skila afkomendum okkar ekki vistfræðilegu þrotabúi. Konur, einkum í fátækari hluta heimsins, munu almennt verða verr fyrir barðinu á afleiðingum loftslagsbreytinga en karlar. Konur koma hins vegar ekki jafn mikið að ákvarðanatöku í loftslagsmálum og karlar. Við þurfum á virkri þátttöku kvenna að halda á öllum stigum umræðu, ákvarðana og aðgerða. Við þurfum að tryggja að kynjasjónarmið séu í heiðri höfð við úthlutun fjármagns til verkefna til að draga úr gróðurhúsaáhrifum. Þess vegna er mikil umræða á heimsvísu um að efla aðkomu kvenna að ákvörðunum í loftslagsmálum. Þess vegna er þetta málþing haldið og ég fagna því.</p> <p>Fyrst: Örfá orð um loftslagsvandann. Í hverju er hann fólginn? Vísindin segja okkur að það hafi hlýnað ört á jörðinni á undanförnum áratugum og að náttúrulegar sveiflur skýri þá þróun ekki, heldur sé losun gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum klárlega helsti orsakavaldurinn. Þessi losun stendur ekki í stað, heldur fer hún hraðvaxandi. Það gæti þýtt hlýnun um 2-5 gráður á þessari öld. Það hljómar kannski ekki mikið, en það hefur miklu meiri og sneggri breytingar í för með sér á hinu náttúrulega umhverfi en mannkynið hefur séð á sögulegum tímum og þó leitað væri margfalt lengur aftur. Tvær gráður þýða gífurlega miklar breytingar: Veðurfar breytist, úrkoma eykst sums staðar en minnkar annars staðar, vistkerfi riðlast, skilyrði til landbúnaðar og búsetu breytast, öll lífsskilyrði mannkyns breytast. Fjórar eða fimm gráður í hlýnun eru svipuð stærðargráða í breytingum og frá síðustu ísöld til dagsins í dag. Slíkt hefði í för með sér gífurlega röskun á náttúru og lífsskilyrðum og margar ófyrirsjáanlegar og óafturkræfar breytingar, sem vistkerfi og samfélög manna geta ekki lagað sig að á skömmum tíma.</p> <p>Loftslagsmál eru að stórum hluta siðferðilegt viðfangsefni. Þolendurnir eru flestir kornungir eða ófæddir og fyrst um sinn kannski frá okkur séð í fjarlægum deildum jarðar: Þurrkasvæðum Afríku, þéttbýlum óshólmum stórfljóta eða á láglendum smáeyjum eins og Maldív-eyjum - þar sem í alvöru er farið að ræða um hvert sé hægt að flytja íbúana burt ef sjávarborð hækkar til muna. Gerendurnir erum við, einkum í hinum ríkari hluta heims, í dag. Hvernig tryggjum við langtímahagsmuni alls mannkyns í heimi sem miðar ákvarðanir gjarnan við kjörtímabil stjórnmálamanna eða hámarks skammtímagróða fjárfesta?</p> <p>Sjónarmið kvenna vega þungt í þessari umræðu. Konur eiga meiri hættu á að verða þolendur afleiðinga loftslagsbreytinga. Þær þurfa að þekkja yfirvofandi breytingar og mögulegar aðgerðir til að mæta þeim, svo sem breytta landnotkun vegna þurrka eða gerð rýmingaráætlana vegna aukinnar flóðahættu. Konur þurfa á aukinni þekkingu að halda og auknum áhrifum til að búa fjölskyldur og þjóðir undir breytt skilyrði og stuðla að sjálfbærri nýtingu auðlinda og þróun samfélagsins. Því hefur verið haldið fram að aukin völd og menntun kvenna sé besta leiðin til bætts umhverfis og það má finna sterk rök til að styðja þá fullyrðingu.</p> <p>Konur eru þolendur, en konur eru ekki síður gerendur. Þær eru það sannarlega nú, en rödd þeirra og styrkur þarf að fá meira rými í allri umræðu og ákvarðanatöku. “Konur sem afl til breytinga” var heiti á málstofu sem ég fékk þann heiður að stýra á loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn í lok síðasta árs. Þar skynjaði ég vel þungann í umræðunni um mikilvægi jafnréttis í loftslagsmálunum. Það var fullt út úr dyrum og þar töluðu meðal annars skeleggir fulltrúar Afríkuríkja, þar sem loftslagsvandinn er bráðari en hér á landi, um nauðsyn þess að virkja kraf