Hoppa yfir valmynd

Jafnlaunastefna umhverfis- og auðlindaráðuneytisins

Markmið jafnlaunastefnunnar er að tryggja að fyllsta jafnréttis sé gætt á milli kynja við launaákvarðanir í  umhverfis- og auðlindaráðuneytinu.

Konum og körlum skulu greidd jöfn laun og skulu þau njóta sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Með jöfnum launum er átt við að laun séu ákveðin á sama hátt fyrir konur og karla. Þau viðmið sem lögð eru launaákvörðunum til grundvallar skulu ekki fela í sér kynjamismunun. Laun eru í 8. tölul. 2. gr. jafnréttislaga skilgreind sem almennt endurgjald fyrir störf og hvers konar frekari þóknun, bein og óbein, hvort heldur er með hlunnindagreiðslum eða með öðrum hætti sem atvinnurekandi greiðir starfsmanni sínum fyrir vinnu hans.

Ráðuneytið hefur sett sér jafnlaunamarkmið og fylgir viðeigandi lögum, reglum og kjarasamningum sem í gildi eru á hverjum tíma.  Stefnan er kynnt árlega fyrir starfsmönnum ráðuneytisins og skal einnig vera almenningi aðgengileg á ytri vef ráðuneytisins. Til að framfylgja jafnlaunastefnu skuldbindur ráðuneytið sig til að skjalfesta, innleiða, viðhalda og bæta stöðugt stjórnun jafnlaunakerfisins í samræmi við kröfur staðalsins og ákvarða hvernig kröfur hans verða uppfylltar.

Ráðuneytið skuldbindur sig til að sinna stöðugu eftirliti með jafnlaunakerfinu og tryggja þannig að eftir því sé unnið og framkvæma innri úttektir reglubundið ásamt rýni stjórnenda. Brugðist er við og unnið að umbótum ef sýnt er fram á þörf fyrir þeim og að stefnu hafi ekki verið fylgt. Ráðuneytið stefnir að því að ekki sé til staðar óútskýrður kynbundinn launamunur fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Unnið er eftir staðli um jafnlaunakerfi ÍST 85:2012.

Samþykkt á yfirstjórnarfundi 12. júní 2018

Sigríður Auður Arnardóttir

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira