Málefni umhverfis- og auðlindarráðuneytis
Málefni umhverfis- og auðlindarráðuneytis eru skilgreind í forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands:
Umhverfis- og auðlindaráðuneyti fer með mál er varða:
Skipulag, rekstur og starfsmannahald ráðuneytisins.
Náttúruvernd, þar á meðal:
- Líffræðilega fjölbreytni, svo sem verndun vistkerfa, búsvæða, tegunda og erfðaefnis, þ.m.t. í hafi.
- Vernd jarðmyndana.
- Verndarsvæði í hafi til varðveislu náttúruminja eða sérstakra vistkerfa á hafsbotni til að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar sem umhverfis- og auðlindaráðuneytið fer með framkvæmd á.
- Friðlýst svæði, þ.m.t. málefni Þingvallaþjóðgarðs, Vatnajökulsþjóðgarðs og annarra þjóðgarða.
- Svæði sem njóta verndar samkvæmt sérlögum vegna náttúru eða landslags, þ.m.t. málefni Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn.
- Sinubrennur og meðferð elds á víðavangi.
- Úrbætur og uppbyggingu á aðstöðu til móttöku ferðamanna í þjóðgörðum og friðlýstum svæðum.
- Landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum.
Skógrækt, landgræðslu og varnir gegn landbroti, þar á meðal:
- Gróður- og jarðvegsvernd.
- Endurheimt vistkerfa, þ.m.t. votlendis.
- Landgræðslu ríkisins.
- Skógræktina.
Eftirlit með timbri og timburvöru.
Rannsóknir og skráningu upplýsinga um náttúru landsins, hafsins og hafsbotnsins, þar á meðal:
- Umhverfisrannsóknir og umhverfisvöktun.
- Rannsóknir á jarðrænum auðlindum á landi og á hafsbotni öðrum en olíu og ráðgjöf um nýtingu þeirra, þ.m.t. málefni Íslenskra orkurannsókna.
Söfnun upplýsinga um umhverfis- og auðlindamál og sjálfbærni á norðurslóðum, þ.m.t. málefni Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar.
Stjórn vatnamála og ráðgjöf um nýtingu vatns.
Mengunarvarnir, þar á meðal:
- Hljóðvist.
- Mengun hafs og stranda, vatns og jarðvegs.
- Meðhöndlun úrgangs og úrvinnslugjald, þ.m.t. málefni Úrvinnslusjóðs.
- Fráveitur.
- Loftgæði.
Umhverfisábyrgð.
Loftslagsvernd, þar á meðal:
- Losun gróðurhúsalofttegunda.
- Viðskipti með losunarheimildir.
- Skráningarkerfi gróðurhúsalofttegunda og losunarheimilda.
Hollustuhætti.
Efni og efnavörur.
Skipulagsmál, þar á meðal:
- Landsskipulagsstefnu.
- Skipulag haf- og strandsvæða.
- Skipulagsstofnun.
Sjálfbæra þróun, þar á meðal:
- Stefnumörkun um sjálfbæra þróun og ráðgjöf um nýtingu auðlinda.
- Viðmið um sjálfbæra nýtingu auðlinda.
Mat á umhverfisáhrifum áætlana og framkvæmda.
Upplýsingarétt um umhverfismál.
Landupplýsingar og grunnkortagerð, þ.m.t. málefni Landmælinga Íslands.
Veður og náttúruvá, þar á meðal:
- Veðurþjónustu.
- Vöktun á náttúruvá.
- Varnir gegn ofanflóðum.
- Rannsóknir og vöktun á vatnafari landsins.
- Rannsókn á orsökum ofanflóðs og afleiðingum þess ef manntjón hlýst af.
- Veðurstofu Íslands.
Veiðistjórnun og alþjóðaverslun með villt dýr og plöntur, þar á meðal:
- Stjórnun veiða villtra fugla og villtra spendýra, annarra en sjávarspendýra.
- Vernd og friðun villtra dýra og villtra fugla.
- Alþjóðaverslun með tegundir villtra dýra og plantna í útrýmingarhættu.
Erfðabreyttar lífverur.
Framkvæmd alþjóðasamninga um umhverfismál.
Áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.
Náttúrufræðistofnun Íslands og náttúrustofur.
Umhverfisstofnun.
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.
Um ráðuneytið
Takk fyrir
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.