Slice 1Created with Sketch.
Björt Ólafsdóttir - umhverfis- og auðlindaráðherra

Björt Ólafsdóttir tók við embætti umhverfis- og auðlindaráðherra 11. janúar 2017. Hún hefur setið á Alþingi fyrir Bjarta framtíð í Reykjavíkurkjördæmi norður frá 2013 og var formaður þingflokks Bjartrar framtíðar 2016–2017.

Björt er fædd á Torfastöðum í Biskupstungum 2. mars 1983. Hún er gift Birgi Viðarssyni og eiga þau þrjú börn, Garp, Fylki og Foldu.

Björt varð stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 2003 og lauk BA-prófi í sálfræði og kynjafræði frá Háskóla Íslands árið 2007. Þá lauk hún M.Sc.-prófi í mannauðsstjórnun frá Háskólanum í Lundi árið 2008.

Árin 1997–2004 starfaði Björt sem meðferðarfulltrúi við Meðferðarheimilið Torfastöðum og var stuðningsfulltrúi og verkefnastjóri á geðdeildum Landspítala - háskólasjúkrahúss með námi árin 2006–2009. Hún starfaði við viðskiptaþróun og mannauðsmál á ráðgjafar- og þjónustumiðstöðinni Vinun 2010–2011 og var mannauðs- og stjórnunarráðgjafi hjá Capacent 2011–2013. Á sama árabili var hún formaður Geðhjálpar.

Björt sat í atvinnuveganefnd Alþingis 2013–2016, velferðarnefnd 2013–2015, efnahags- og viðskiptanefnd 2016–2017 og kjörbréfanefnd 2016–2017. Hún var 6. varaforseti 2016–2017.

Sjá ræður og greinar umhverfis- og auðlindaráðherra.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn