Hoppa yfir valmynd

Ræður og greinar Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur


Dags.Dags.TitillLeyfa leit
2008-12-10 00:00:0010. desember 200860 ára afmæli Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna

<p>Ágætu fundargestir,</p> <p align="justify">Til hamingju með daginn. Það er mér sönn ánægja að vera hér með ykkur á Alþjóðlegum degi mannréttinda.</p> <p align="justify">Þessi dagur markaði söguleg tímamót árið 1948 þegar mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna var samþykkt af allsherjarþinginu. Á þessu 60 ára afmæli yfirlýsingarinnar minnumst við merkilegs áfanga í sögu mannréttindaverndar sem er fagnað víða um heim undir yfirskriftinni &bdquo;virðing og réttlæti fyrir alla".</p> <p align="justify">Samþykkt yfirlýsingarinnar var fyrsta, og fram að því, öflugasta viðleitni alþjóðasamfélagsins til að setja ítarlegar efnisreglur um mannréttindi. Einn af aðalhöfundum mannréttindayfirlýsingarinnar var Eleanor Roosevelt. Hún var hvorki fræðimaður né sérfræðingur í alþjóðalögum en það hamlaði henni ekki. Hún var drifin áfram af hugsjón og sannfæringu. Hún tilheyrði hópi einstaklinga sem vildi leggja sitt af mörkum til að seinni heimsstyrjöldin yrði síðasta heimstyrjöldin. Hún var sannfærð um að því markmiði yrði ekki náð nema með því að efla virðingu fyrir mannréttindum og mannhelgi sem er áminning um órofa tengsl öryggis og virðingar fyrir mannréttindum.</p> <p align="justify">Mannréttindayfirlýsingin hefur reynst mikilvægt tæki í baráttu okkar allra fyrir eflingu og vernd mannréttinda og er hún undirstaða helstu alþjóðasamninga um mannréttindi og stjórnarskrárvarinna mannréttinda í fjölmörgum ríkjum.</p> <p align="justify">Á tímum eins og þeim sem við nú lifum er sérstaklega brýnt að halda siðmenntaðri samræðu um mannréttindi áfram og efla hana fremur en hitt. Ísland er réttarríki, með lögum skal land byggja eða ólögum eyða segir í Njálu, og einmitt nú þegar asinn er mikill og tilfinningar heitar ríður á að mannréttindi allra séu virt, hlúð að réttarríkinu og lýðræðinu sem samræðu; verkefni sem lýkur aldrei heldur er búið til á hverjum degi í samskiptum fólks með úrlausn verkefna á lýðræðislegan hátt. Stjórnleysi þjónar ekki lýðræðinu þó að allar stofnanir hafi gott af endurskoðun og réttarríkinu má ekki fórna þótt það þjóni lundinni að dæma hratt og hart.</p> <p align="justify">Ísland á að leggja áherslu jafnt á borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi sem efnahagsleg og félagsleg réttindi og vera ávallt opið fyrir nýjum straumum.</p> <p align="justify">Ég hef sagt frá því á fyrsta degi mínum í embætti utanríkisráðherra að skilin milli alþjóðamála og innanlandsmála væru horfin.</p> <p align="justify">Efling og vernd mannréttinda eru einn af hornsteinum utanríkisstefnu Íslands og er jafnrétti kynjanna þar sérstakt áherslumál. Á alþjóðavettvangi hefur Ísland verðið öflugur málsvari baráttunnar fyrir kvenréttindum og jafnrétti kynjanna. Þetta á ekki síst við á vettvangi Sameinuðu þjóðanna þar sem Ísland hefur verið meðal þeirra ríkja sem fremst hafa farið í flokki þegar kemur að umfjöllun um þennan mikilvæga málaflokk.</p> <p align="justify">Nýjasta framlag Íslands til baráttunnar fyrir kynjajafnrétti er jafnréttisskólinn sem rannsóknastofa Háskóla Íslands í kvenna- og kynjafræðum hefur haft veg og vanda í samstarfi við utanríkisráðuneytið að undirbúa, en jafnréttisskólinn verður vistaður hjá stofnuninni. Fyrstu nemendurnir eru væntanlegir til landsins á næsta ári. Skólinn er þróaður að fyrirmynd jarðhitaskóla og sjávarútvegsskóla Sameinuðu þjóðanna sem hafa verið starfræktir hér á landi með góðum árangri um árabil. Hefur háskóli Sameinuðu þjóðanna tekið jákvætt í umleitanir um að stefnt skuli að því að jafnréttisskólinn fái svipaða stöðu þegar fram líða stundir.</p> <p align="justify">Skólinn mun leggja áherslu á uppbyggingu jafnréttisstarfs í þróunarsamvinnu og á fyrrum átakasvæðum, auk rannsókna og kennslu í samþættingu jafnréttissjónarmiða á sviðum umhverfis- og auðlindamála.</p> <p>Ágætu fundargestir,</p> <p align="justify">Í dag lauk 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi undir yfirskriftinni - "<em>Mannréttindi kvenna eru ekki munaður".</em></p> <p align="justify">Ofbeldi gegn konum er alvarlegasta birtingarmynd kynjamisréttis. Það er því miður bláköld staðreynd að ofbeldi gegn konum viðgengst í öllum löndum, í öllum þjóðfélagshópum, og það beinist gegn konum á öllum aldri. Ein af hverjum þremur konum verður fyrir ofbeldi í einhverri mynd, einhvern tímann á lífsleiðinni. Þrátt fyrir alvarleika málsins hefur í gegnum tíðina ríkt þögn um ofbeldi gegn konum. Þögnin viðheldur óbreyttu ástandi og hana verður að rjúfa.</p> <p align="justify">Á Íslandi hefur þögnin verið rofin að einhverju leyti og er það ekki síst að þakka því mikilvæga starfi sem unnið er á vegum Stígamóta, samtaka um Kvennaathvarf og fleiri aðilum, en einnig á vegum stjórnvalda. Það er ekki síst mikilvægt á þessum erfiðleikatímum, að við stöndum vörð um þessi samtök og tryggjum starfsgrundvöll þeirra.</p> <p align="justify">Við verðum líka að halda áfram að huga að jafnrétti kynjanna á öðrum vettvangi. Þar vil ég sérstaklega nefna nauðsyn þess að fjölga konum í stjórnunarstöðum, bæði hjá hinu opinbera og einkageiranum. Einnig nauðsyn þess að útrýma launamisrétti kynjanna en íslenskar konur eru að meðaltali með rúmlega 16 prósenta lægri laun en karlar. Þetta er með öllu ólíðandi og ljóst að hér þurfum við að gera betur. Í þeirri endurskipulagningu og uppbyggingu sem við tökumst á við í kjölfar hruns á fjármálamarkaði felast tækifæri til þess að gera enn betur í jafnréttismálum. Slík tækifæri eigum við að nýta og ríkisstjórnin mun ekki láta sitt eftir liggja í þessum efnum.</p> <p>Ágætu fundargestir,</p> <p align="justify">Okkur sem búum í landi þar sem mannréttindi eru í heiðri höfð hættir til að taka þeim sem sjálfsögðum hlut. Það er hins vegar mikilvægt að gera sér grein fyrir því að sameiginlegt átak og fórnarkostnaður margra varð til þess að mannréttindi eru nú viðurkennd og virt eins víða og þau eru í dag.</p> <p align="justify">Ég er þeirrar skoðunar að nauðsynlegt sé að allir - ekki síst ungt fólk - sé vel upplýst um gildi og mikilvægi mannréttinda. Því hefur utanríkisráðuneytið, í samvinnu við Mannréttindaskrifstofu Íslands, einsett sér að standa fyrir öflugri kynningu á inntaki mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna. Í því skyni hefur eldri þýðing yfirlýsingarinnar verið yfirfarin og endurútgefin. Auk þess hefur verið hefur verið gerð sérstök aðgengilegri útgáfa sem höfðar betur til unga fólksins. Við fengum í lið með okkur unga hönnuði og prýða myndskreytingar þeirra ritið.</p> <p align="justify">Ég er þakklát öllum þeim sem að þessari vinnu komu en sérstaklega vil ég þakka Mannréttindaskrifstofu Íslands. Þá vil ég geta þess að utanríkisráðuneytið og Mannréttindaskrifstofan gerðu með sér samstarfssamning til þriggja ára þann 1. desember sl. sem miklar vonir eru bundnar við.</p> <p align="justify">Ágætu fundargestir,</p> <p align="justify">Mannréttindayfirlýsingin tilheyrir okkur öllum &ndash; lesum hana &ndash; lærum hana &ndash; og tryggjum að eftir henni sé farið í hvívetna. Ég hvet ykkur öll til að standa vörð um þann áfanga sem náðst hefur og styrkja og stuðla enn frekar að virðingu fyrir mannréttindum.</p> <p>Takk fyrir</p> <br /> <br />

2008-12-03 00:00:0003. desember 2008Alþjóðlegur samningur um bann við klasasprengjum

<hr /> <p align="center"><span><strong>STATEMENT BY ICELAND</strong></span></p> <p align="center"><span><strong>Convention on Cluster Munitions Signing Conference</strong></span></p> <p align="center"><span><strong>Oslo, 3 December 2008</strong></span></p> <p align="center"><span> </span></p> <p><span>Distinguished Ministers and other participants,</span></p> <p align="justify"><span>First, allow me to join others in expressing my appreciation to our host, Mr. Jonas Gahr Störe, Minister of Foreign Affairs, and to the Norwegian Government for hosting this Signing Conference and for their outstanding leadership in guiding us through the Oslo Process, initiated in February 2007, to the successful conclusion of the Convention on Cluster Munitions.<span> </span> This has been a remarkable journey and a remarkable achievement, to finalize in little over a year a comprehensive agreement which bans the scourge of cluster munitions, giving new hope to thousands of people in affected countries for a better and safer life.</span></p> <p align="justify"><span>I would also like to thank the other Governments that have been instrumental in bringing this achievement about, particularly Peru, Austria, New Zealand and Ireland, who have generously hosted previous conferences.<span> </span> Also, I would like to praise the participation and support of international organizations and civil society in negotiating this Convention, including the International Committee of the Red Cross, United Nations agencies and the Cluster Munitions Coalition.<span> </span> Their involvement and their professionalism have made a tremendous difference in achieving this result.</span></p> <p align="justify"><span>A United States President once said that "it is youth who must inherit the tribulation, the sorrow ... that are the aftermath of war."<span> </span> [Herbert Hoover, 27 June 1944].<span> </span> This holds particularly true when cluster munitions are used; they continue to kill and maim civilians for decades after the fighting ends and create severe hindrances to peacebuilding and reconstruction.</span></p> <p align="justify"><span>Iceland supports the ban on cluster munitions for humanitarian reasons.<span> </span> These weapons have been shown time and again to inflict unacceptable harm to civilians. Cluster munitions have never been used in Iceland.<span> </span> However, we do have considerable experience with explosive remnants of war in my country, mostly dating from the Second World War.<span> </span> We have used our experience to carry out de-mining operations in areas affected by cluster munitions, most recently in Lebanon this year.</span></p> <p align="justify"><span>Now is the time to look ahead.<span> </span> After signature we need to ratify the Convention and work on getting as many other countries as possible on board as Parties.<span> </span> Much work remains to be done.<span> </span> Iceland will work together with other Parties to the Convention on its full and complete implementation in the years to come. Stockpile destruction needs to be funded and implemented.<span> </span> Iceland will certainly continue to assist affected countries in clearing cluster munitions infested areas.<span> </span> As a major producer of prosthetics, Iceland will also continue to assist victims.<span> </span></span></p> <p align="justify"><span>All present are aware that not all countries support the ban on cluster munitions outlined in this Convention.<span> </span> But I am confident that, with time, our position will prevail.<span> </span> The principles of the Convention will eventually be universally recognized as an essential part of international humanitarian law. In the period until that aim is achieved, which I hope will be short, the Convention recognizes the need for military cooperation between States Parties and non-Parties.<span> </span> As Iceland stated at the Dublin Conference in May, the relevant Article should be interpreted narrowly and cannot be used to avoid obligations under the Convention.</span></p> <p align="justify"><span>Dear friends and colleagues,</span></p> <p align="justify"><span>By this Convention we all give new hope to thousands of people affected by cluster munitions.<span> </span> Allow me in closing to give special tribute to the victims of these terrible weapons, whatever their situation, but particularly those who have taken part in bringing about this historic ban.</span></p> <br /> <br />

2008-12-01 00:00:0001. desember 2008Ráðstefna Útflutningsráðs um tækifæri framtíðarinnar

<hr /> <p><strong>Ávarp utanríkisráðherra</strong></p> <p align="center"><em><span>Ráðstefna Útflutningsráðs um tækifæri framtíðarinnar</span></em></p> <p align="center"><em><span>Hilton Nordica, mánudaginn 1. desember 2008</span></em></p> <p align="justify"><span>Ágætu fundarmenn,</span></p> <p align="justify"><span>Ég vil byrja á því að þakka Útflutningsráði fyrir að skipuleggja þessa glæsilegu ráðstefnu um svo mikilvægt efni; framtíðartækifæri á Íslandi. Mig langar hins vegar að hefja mál mitt með því að líta til fortíðar og fara níutíu ár aftur í tímann til ársins 1918.</span> <span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Í frásögnum af þessu örlagaríka ári segir hvernig frosthörkur voru svo miklar í upphafi árs að gengt var úr Reykjavík út í Engey og Viðey, Faxaflóinn var ísilagður, og sjö ísbirnir gengu á land. Eldgos var í Kötlu, spænska veikin felldi um fimm hundruð manns, þar af rúmlega helminginn í Reykjavík, og tæplega tíu þúsund manns lögðust veikir um land allt. Í Evrópu lauk tilgangslitlu hörmungarstríði fyrri heimsstyrjaldarinnar, þar sem mannkynið kynntist áður óþekktu mannfalli, meðal annars af völdum efnavopna.</span></p> <p align="justify"><span>Í október þetta dimma ár gengu Íslendingar að kjörborðinu og ákváðu í þjóðaratkvæðagreiðslu að Ísland skyldi verða fullvalda ríki. Eftir aldalanga yfirstjórn erlends konungsvalds má segja að nútíma íslenskt lýðræðisríki hafi fæðst í þessari atkvæðagreiðslu þar sem yfir 90 prósent sögðu já. Lýðræðið var að vísu ennþá vanþróað, hvorki konur né eignalausir karlar höfðu ennþá kosningarétt, en grundvallarreglan um lýðræði var komin til að vera á Íslandi.</span></p> <p align="justify"><span>Þann 1. desember 1918 varð Ísland líka fullgildur aðili að samfélagi þjóðanna, fullgilt ríki til samstarfs og samninga á alþjóðavettvangi. Þennan dag blöktu fánar í hálfa stöng við mörg hús í Reykjavík og þó að skotið hafi verið 21 fallbyssuskoti við stjórnarráðið til heiðurs fullveldinu ríkti andrúmsloft stilltrar gleði og sérkennilegrar kyrrðar meðal fólksins sem komið hafði saman til hátíðahaldanna í Bakarabrekkunni eins og Bankastræti var þá nefnt.<span>&nbsp;</span> Þau stóðu á tímamótum, framundan voru tækifærin til að nýta fullveldi Íslands í þágu þjóðarinnar. Tengjast öðrum þjóðum nánari böndum, opna viðskiptasambönd, efla velferðina og byggja upp nýtt samfélag. Á níutíu árum hafa orðið gríðarlegar framfarir á Íslandi sem við búum að og getum öll verið stolt af.<span>&nbsp;</span></span></p> <p align="justify"><span>Nú hefur áfall hins vegar dunið yfir í íslensku efnahagslífi sem ekkert okkar fer varhluta af. Án þess að mér detti í hug að bera saman aðstæður nú og fyrir níutíu árum - þar sem íslenskir íbúar danskrar nýlendu þoldu farsóttir og sultu heilu hungri í frosthörkum og fátækt - þá gæti engu að síður verið lærdómsríkt fyrir okkur að hafa í huga hvaða eðliseiginleikar það voru sem komu þjóðinni í gegnum hremmingar þess tíma.</span></p> <p align="justify"><span>Mannkostir á borð við þolgæði og yfirvegun, samheldni og sanngirni, dugnað og áræði, skiptu miklu máli. Örlagaárið 1918 er vissulega lærdómsríkt fyrir okkur í dag.<span>&nbsp;</span></span></p> <p align="center"><span>* * *</span></p> <p align="justify"><span>Á síðustu vikum hefur kastljós heimspressunnar beinst að Íslandi. Fullyrt hefur verið að Ísland sé gjaldþrota eftir eyðslukapphlaup bankanna, og að Íslendingar hygðust ekki standa við skuldbindingar sínar, heldur sigla með sparifé annarra langt norður í höf.</span></p> <p align="justify"><span>Það hefur vissulega verið erfitt fyrir okkur öll að verða vitni af þeim álitshnekki sem Íslendingar hafa orðið fyrir í umheiminum vegna hruns bankanna. Sjálfsmynd okkar mótast að mörgu leyti í samskiptum við aðrar þjóðir, og þetta er sagan sem sögð er nú, hvort sem okkur líkur betur eða verr.<span>&nbsp;</span></span></p> <p align="justify"><span>Og þessi saga varð ekki til af sjálfu sér. Íslensku bankarnir höfðu vaxið sjálfum sér og okkur yfir höfuð, og fall þeirra varð að sama skapi hátt. Hrikalegar afleiðingar þess náðu langt út fyrir landsteinanna því hundruð þúsunda Breta, Hollendinga, Þjóðverja og Norðurlandabúa höfðu lagt sparifé sitt inn á reikninga í íslenskum bönkum, einkum vegna hárra vaxta.. Þetta fólk situr nú eftir með sárt ennið og tapað sparifé..</span></p> <p align="justify"><span>Inn í efnahagsáfallið blandaðist svo hin erfiða lögfræðideila um Icesave reikninganna og þær lágmarkstryggingar sem kemur í hlut íslenskra stjórnvalda að greiða. Ekkert ríki, ekki einu sinni vinaþjóðir okkar á Norðurlöndunum, féllst á að Ísland ætti rétt á því að losna undan lögbundnum lágmarksábyrgðum. Við bættist sú grundvallarafstaða samstarfsþjóða okkar að ekki kæmi til greina að vísa málinu til dómstóla við núverandi aðstæður, þar sem lagaóvissa um lágmarkstryggingar myndi stefna öllu bankakerfi Evrópu í uppnám, skapa hættu á áhlaupi.<span>&nbsp;&nbsp;</span></span><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Hér á Íslandi var líka óvarlega talað strax í upphafi og dýr orð bárust á æðstu staði í öllum ríkjunum í kringum okkur og vöktu furðu, því grannþjóðum kom það svo fyrir sjónir að Íslendingar teldu sig ekki þurfa að lúta leikreglum.</span></p> <p align="justify"><span>Og er ekki einmitt hugsanlegt að það hafi sést utanfrá á versta tíma viðhorf sem ráðið hefur of miklu í stjórnmálum og alþjóðasamskiptum Íslands á síðustu árum, en var sannarlega ekki hugmynd þeirra sem kusu fullveldið 1918: Nefnilega það viðhorf<span>&nbsp;</span> að<span>&nbsp;</span> við eigum rétt á því að fara ekki alveg að settum reglum, að við eigum rétt á einhvers konar sérmeðferð, styttri leið og hagstæðari samningum en aðrir. Að við eigum að fá allt fyrir ekkert, og að almennar leikreglur séu aðallega til viðmiðunar - fyrir aðra.</span></p> <p align="justify"><span>Kannski er þetta - að víkja megi settum reglum til hliðar til þægindarauka - í hnotskurn einn helsti viðhorfsvandi íslensks samfélags og á sinn þátt í kreppunni?</span></p> <p align="justify"><span>Það varð að höggva á hnútinn í deilunni við umheiminn m.a. til að vernda þær eignir bankanna sem ganga munu upp í þessar ábyrgðir, og til standa vörð um orðspor okkar sem ábyrgs samstarfsríkis og íslensks atvinnulífs sem ábyrgs samningsaðila í hvers konar viðskiptum. Við sömdum um að leita pólitískra lausna með liðsinni Frakka sem fara nú með formennsku í ESB. Alþingi mun greiða atkvæði um niðurstöðuna, það er skilningur á einstæðum aðstæðum á Íslandi, harkan er ekki söm og áður því aðilar efast ekki lengur um góðan samningsvilja. Það vinnur gríðarlega þéttur hópur öflugs og hæfs fólks að því að ná fram málstað Íslands, verðmætum úr bönkunum og eins hagstæðum samningum og nokkur kostur er. Þau skynja ábyrgð sína og vilja vinna landi sínu allt sem þau best geta gert.</span></p> <p align="justify"><span>Ég vil líka nota þetta tækifæri til að segja opinberlega að það er mat mitt að umrædd tilskipun um innstæðutryggingar hafi reynst of veikburða og að Ísland muni slást í hóp þeirra Evrópuríkja sem nú beita sér fyrir því að henni verði breytt. Eins fagna ég fyrirhuguðum neyðarsjóði evrópskra innistæðueigenda sem Ísland mun greiða í, líkt og önnur ríki. Í fyllingu tímans kann sá sjóður að nýtast til að mæta þeim ábyrgðum sem Ísland mun nú undirgangast.<span>&nbsp;</span></span></p> <p align="center"><span>* * *</span></p> <p align="justify"><span>Góðir fundarmenn,</span></p> <p align="justify"><span>Eitt helsta verkefni stjórnvalda á næstu misserum er að endurreisa orðspor Íslands á alþjóðavettvangi. Í ávarpi mínu á ársfundi Útflutningsráðs í apríl sl. hvatti ég til þess að aukið fé yrði lagt í ímyndar- og landkynningarmál hvort sem er á sviði markaðsstarfs, ferðaþjónustu eða menningarmála, og að stjórnskipulag yrði einfaldað og samræmt. Hafi þá verið þörf á því að stilla betur saman strengi, er í dag á því alger nauðsyn.</span></p> <p align="justify"><span>Það ber flestum saman um að flýta þurfi stofnun Kynningarstofu/miðstöðvar Íslands - eða Promote Iceland eins og hún hefur verið kölluð á ensku &ndash; og ég mun leggja til við forsætisráðherra að mér verði falið að gera tillögu um nýtt lagafrumvarp sem felur í sér stofnun hennar.</span></p> <p align="justify"><span>Það er mikilvægt að stilla saman strengi þeirra sem fást við markaðs- og ímyndarmál erlendis og í því samhengi þurfa allir aðilar að vera reiðubúnir til þess að endurhugsa hlutverk sitt og ábyrgð. Þar hefur Útflutningsráð mikilvægu hlutverki að gegna líkt og aðrir. Markaðsstarf undanfarinna ára ef ekki áratuga þarf nú að endurhugsa með tilliti til þeirra aðstæðna sem við stöndum nú frammi fyrir. Ég er þess fullviss að með því að koma á fót miðlægum samræmingaraðila af þessu tagi, getum við náð meiri árangri í þessu brýna starfi.</span></p> <p align="justify"><span>Í þessu samhengi vil ég taka undir með þeim sem sagt hafa að gott orðspor verði aðeins byggt upp með verkum okkar, gildum og viðmiðum. Ímynd ein og sér er einskis nýt ef hún á sér ekki stoð í raunveruleikanum. Þetta segi ég því þessi virðist hafa orðið raunin á síðustu árum. Á þeim uppgangstímum var Ísland víða álitið vera fyrst og fremst einhvers konar viðskiptaundur, heimili djarfra útrásarvíkinga sem taldir voru öðrum mönnum fremri í alþjóðlegum viðskiptum.</span></p> <p align="justify"><span>Þessi tiltekna ímynd var altumlykjandi og í henni var raunar lítið pláss fyrir venjulega Íslendinga.</span></p> <p align="justify"><span>Fyrsta skrefið í endurreisn orðspors Íslands í útlöndum hlýtur að því felast í gagnrýnni sjálfskoðun og endurskilgreiningu þeirra styrkleika sem við raunverulega búum yfir. Þar þarf samfélagið allt að koma að borðinu, og ég hlakka til uppbyggilegrar umræðu þar að lútandi.</span></p> <p align="justify"><span>Okkar styrkur nú liggur fyrst og fremst í greinum þar sem við höfum safnað okkur reynslu og þekkingar í áratugi s.s. á sviði endurnýjanlegra orkugjafa, sjávarútvegs og jafnréttismála. Þarna höfum við mörgu að miðla og á þessum sviðum stendur orðspor okkar óhaggað.<span>&nbsp;</span></span></p> <p align="justify"><span>Og ekki má gleyma styrkleikum okkar í mennta- og menningarstarfi. Við eigum framúrskarandi vísindafólk sem mun leggja til framfara og nýsköpunar á Íslandi. Íslenskt menningarlíf mun halda áfram að blása þrótti inn í samfélagið; gagnrýni og sköpunarkrafti. Ég tel til dæmis að bókamessan í Frankfurt árið 2011 þar sem Ísland verður í öndvegi eigi eftir að verða mikilvæg fyrir stöðu okkar í samfélagi þjóðanna, en hún er líklega stærsta árvissa markaðstorg menningar í heiminum.</span></p> <p align="center"><span>* * *</span></p> <p align="justify"><span>Góðir fundarmenn,</span></p> <p align="justify"><span>Ég veit að mörg ykkar bera ugg í brjósti vegna nýju reglanna um gjaldeyrisviðskipti sem Alþingi samþykkti aðfararnótt föstudags. Ég minni á að með reglunum eru höftum sem ríkt hafa á viðskiptum með vörur og þjónustu undanfarnar vikur aflétt, en eftir standa hins vegar hindranir í flutningi fjárfestingatekna. Þetta eru ekki létt spor að stíga, en þau eru nauðsynleg og þau munu ekki vara<span>&nbsp;</span> til langframa. Raunar eru reglurnar aðeins til þriggja mánaða og verða þá endurskoðaðar. Við búum að þessu leyti við aðhald að utan því Alþjóðgjaldeyrissjóðurinn mun ekki veita okkur lánafyrirgreiðslu nema þessum takmörkunum verði létt svo fljótt sem verða má, það er þegar gengi hefur náð jafnvægi á ný.</span></p> <p align="justify"><span>Það hefur lengi verið skoðun mín að við Íslendingar eigum að taka stefnuna á Evrópu og að þar sé framtíðarhagsmunum Íslands best borgið.</span></p> <p align="justify"><span>Það á ekki síst við núna þegar Ísland hefur þurft að grípa til erfiðra efnahagsaðgerða í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Ljóst er að þær aðgerðir eru mun líklegri til að heppnast ef við setjum fram skýrt það stefnumið að sækja um aðild að Evrópusambandinu - það myndi styrkja orðspor okkar á augabragði og gefa krónunni þann tímabundna trúverðugleika sem hún þarf til að styrkjast. Það gæfi einnig íslenskum heimilum og fyrirtækjum trú á að þau kæmust inn í eðlilegt efnahagsumhverfi en væru ekki ofurseld gengissveiflum, verðbólgu og verðtryggingu um ókomin ár.</span></p> <p align="justify"><span>Um leið er rétt að hafa hugfast að Evrópusambandsaðild er auðvitað engin töfralausn við öllum okkar vandamálum. Evrópusambandið er ekki gallalaust fyrirbæri, ekki frekar en íslenskt samfélag. Verkefni okkar er að bera saman - fordómalaust - kosti og galla aðildar, alveg eins og við gerum í öllum okkar ákvörðunum. Þar sýnast mér kostirnir mun fleiri en gallarnir.</span></p> <p align="justify"><span>Sem dæmi má nefna að um það er varla lengur deilt að aðild að ESB myndi færa þjóðinni stöðugan gjaldmiðil..</span></p> <p align="justify"><span>Evrópusambandsaðild myndi jafnframt tryggja okkur Íslendingum áframhaldandi þátttöku í margvíslegu mennta-, menningar- og rannsóknarsamstarfi sem skipta mun sköpum um samkeppnishæfni Íslands og framtíðarlífskjör komandi kynslóða.</span></p> <p align="justify"><span>Í þessu samhengi vil ég fagna þeim fjölmörgu verkefnum sem hrundið hefur verið af stað síðustu vikur til að styrkja nýsköpun og sprotafyrirtæki, eins og nýlegt og spennandi samstarf hæfileikafólksins í Listaháskólanum og Háskólanum í Reykjavík er gott dæmi um. Aukin Evrópusamvinna myndi ótvírætt stórefla allt slíkt nýsköpunarstarf.</span></p> <p align="justify"><span>En Evrópusambandsaðild myndi ekki einungis færa okkur réttindi, heldur sömuleiðis gera til okkar auknar kröfur; kröfur um bætta stjórnsýslu, aukin aga og betra regluverk til dæmis í bankakerfinu. Kröfur um raunverulega verðmætasköpun í stað þess að færa peninga úr einum vasa í annan. Þeim kröfum eigum við að taka fagnandi.</span></p> <p align="justify"><span>Síðast en ekki síst myndi aðild að Evrópusambandinu og upptaka evrunnar tryggja okkur samkeppnishæft viðskiptaumhverfi og nauðsynlegt skjól í hnattvæddum heimi. Við höfum þegar keypt dýru verði reynsluna af þeirri ákvörðun að standa ein, utan bandalaga. Það er tæpast valkostur. Við þurfum á stuðningi annarra þjóða að halda, rétt eins og þær reiða sig hver á aðra.</span></p> <p align="justify"><span>Komi til aðildarviðræðna, þyrftu íslensk stjórnvöld að sjálfsögðu að tryggja hagsmuni mikilvægra grunngreina efnahagslífsins, eins og sjávarútvegs og landbúnaðar. Ég ber fulla virðingu fyrir áhyggjum allra þeirra sem óttast að ESB-aðild muni á einhvern hátt hafa neikvæð áhrif á þeirra stöðu. Þess vegna tel ég<span>&nbsp;</span> mikilvægt að stjórnvöld, útvegsmenn og sjómenn nái samstöðu um hvernig tryggja megi nýtingu auðlindarinnar. Einnig þyrfti að ræða áhrif þess að opna fyrir erlenda fjárfestingu í sjávarútvegi komi til Evrópusambandsaðildar.</span></p> <p align="justify"><span>En um leið og samráð við einstakar atvinnugreinar og hagsmunahópa er mikilvægt, verðum við einnig að hafa hugfast að það er frumskylda stjórnvalda, og í raun okkar allra, að búa þannig um hnúta að heildarhagsmunum þjóðarinnar sé best borgið.</span></p> <p align="justify"><span>Eina færa leiðin til að geta sinnt þeirri frumskyldu er að fara í viðræður og semja um aðild. Aðeins þannig er hægt að leggja mat á kosti og galla aðildar, og taka svo upplýsta ákvörðun í þjóðarþágu. Að sjálfsögðu myndi þjóðin svo hafa síðasta orðið um aðildarsamning í lýðræðislegum kosningum.</span></p> <p align="justify"><span>Við skulum líka ekki gleyma að Evrópa er ekki bara krónur og aurar. Við Íslendingar tilheyrum hinum evrópska menningarheimi, þaðan kemur okkar löggjöf og þangað sækjum við hugmyndir. Evrópa er okkar mikilvægasta samstarfs- og viðskiptasvæði þar sem unga fólkið okkar menntar sig og sækir atvinnu. Þannig viljum við hafa það áfram &ndash; þeim dyrum viljum við ekki loka.</span></p> <p align="justify"><span>Nú stöndum við frammi fyrir þeirri ákvörðun að taka skrefið til fulls. Ég spyr: Af hverju í ósköpunum ættum við stöðugt að híma í anddyrinu, veifandi fólkinu í stofunni til að minna það á að við séum til, þegar okkur stendur til boða að ganga í bæinn?</span></p> <p align="center"><span>* * *</span></p> <p align="justify"><span>Góðir fundarmenn,</span></p> <p align="justify"><span>Það eru straumhvörf á Íslandi og þau eigum við að nýta okkur til að gera hreinskilningslega upp við fortíðina, læra af reynslunni, og takast saman á við viðfangsefni framtíðarinnar.</span></p> <p align="justify"><span>Án skýrrar framtíðarstefnu köstumst við einfaldlega til og frá í öldum úthafsins, sama hversu mikið við róum. Þetta vissi aldamótakynslóðin nýtti tækifæri fullveldis landsins til að samskipta út í heim og uppbyggingar sterkara íslensks samfélags.</span></p> <p align="justify"><span>Nú er aftur komin ögurstund. Við getum ekki búið fólkinu okkar þá framtíð hér úti í ballarhafi að hrekjast undan veðri og vindum, án þess að hafa viðunandi björgunarbúnað. Að mínu mati er framtíðarhagsmunir Íslands best tryggðir með því að taka fullan þátt í samstarfi sjálfstæðra ríkja á vettvangi Evrópusambandsins, ganga í Evrópusambandið og taka upp evruna.</span></p> <p align="justify"><span>Núverandi aðstæður krefjast ákvörðunar - seinagangur stjórnmálanna er þegar orðinn íslenskum almenningi ansi dýrkeyptur.</span></p> <p align="justify"><span>Minnumst þess að hafísinn við Reykjavík árið 1918 var líka brú yfir í nærliggjandi eyjar, frosthörkurnar stæltu þorið og fullveldið gaf fyrirheit við erfiðar aðstæður.</span></p> <p align="justify"><span>Ég óska ykkur gagnlegrar umræðu í dag um tækifæri framtíðarinnar.</span></p> <br /> <br />

2008-11-26 00:00:0026. nóvember 2008Ljósmyndasýning í tilefni 60 ára afmælis Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna

<hr /> <p><strong>Photographic Exhibition</strong></p> <p align="center"><strong><span>On the Occasion of the 60<sup>th</sup> Anniversary</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>Of the United Nations&rsquo; Declaration of Human Rights</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>Opening Address by H.E. Ms. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>Minister for Foreign Affairs and External Trade</span></strong></p> <p align="justify"><span>Mr.</span> <span>Ambassador, thank you for your warm words of welcome.</span></p> <p align="justify"><span>Madam Rector,</span> <span>Ladies and Gentlemen,</span></p> <p align="justify"><span>It is a pleasure to be here with you today at the opening of this ambitious photo exhibition.<span>&nbsp;</span> As you have pointed out Ambassador, it is particularly appropriate that France should support this celebration, as the values of the Universal Declaration of Human rights were to a large extent hammered out in the heat of the French Revolution.<span>&nbsp;</span></span></p> <p align="justify"><span>The adoption of the Universal Declaration of Human Rights was a historic milestone in the evolution of our common understanding &ndash; a vision and affirmation, of values we deem inviolable: <span>&nbsp;</span>that all human beings are born free, with equal and inalienable rights and fundamental freedoms.</span></p> <p align="justify"><span>In the last 60 years much has been achieved.<span>&nbsp;</span> Unfortunately, however, people continue to be subjected to violations of their human rights in all parts of the world. <span>&nbsp;</span>The struggle must therefore continue for the realization of the rights contained in the Declaration.</span></p> <p align="justify"><span>This was acknowledged by world leaders at the 2000 Millennium Summit, when they adopted the eight Millennium Development Goals which can all be linked to the objectives of the Universal Declaration of Human Rights. Later, at the 2005 World Summit world leaders again reiterated their pledge to promote universal respect for and the observance and protection of all human rights and fundamental freedoms. <span>&nbsp;</span></span></p> <p align="justify"><span>This year, commemorative events have taken place throughout the world, under the overarching message: &ldquo;Dignity and Justice for All of Us&rdquo;.<span>&nbsp;</span> The commemorative event of the Ministry for Foreign Affairs has been prepared in cooperation with the Icelandic Human Rights Centre. <span>&nbsp;</span>We will celebrate the 60th Anniversary of the Declaration at Iðnó on 10 December 2008 and would welcome you all to attend.</span></p> <p align="justify"><span>As you said, Mr. Ambassador, promotion and protection of human rights are at the core of Iceland´s Foreign Policy.</span></p> <p align="justify"><span>Under the human rights umbrella, women&rsquo;s rights and Gender equality are a particular priority. It is obvious that discrimination on the basis of gender is contrary to the Declaration of Human Rights, the Charter of the United Nations, the Convention on the Elimination of All Forms of Discrimination against Women and other international human rights instruments. Nevertheless, UN statistics and reports confirm that discrimination and violence against women constitute a massive global problem. We will continue to work with other countries to counter this problem and make discrimination and violence against women illegal and unacceptable world wide.<span>&nbsp;&nbsp;</span></span><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>But we must not limit ourselves to seeing women as victims.<span>&nbsp;</span> Women can be powerful agents for positive change and peace. This is why I have repeatedly urged wider</span> <span>participation of women in peace processes, on the basis of Security Council resolution 1325. <span>&nbsp;</span>Indeed, women are fundamental for achieving, maintaining and promoting sustainable peace and security. We must therefore ensure that women are included.</span></p> <p align="justify"><span>Iceland</span> <span>has for years</span> <span>emphasized the importance of protecting human rights in the fight against terrorism. Counter-terrorism measures must take place with full respect for international law, human rights and the rule of law<span>. <span>&nbsp;</span>It is vital that all governments, not least those which present themselves as leaders in the field of human rights, establish and apply anti-terrorism legislation carefully and precisely. Anti-terrorism legislation is by nature Draconian &ndash; justified by the seriousness of the threat. By the same token, governments which misapply anti-terror legislation risk the credibility of their anti-terrorism measures as a whole &ndash; both with their public and their international partners.</span></span></p> <p align="justify"><span>Human rights experts have continually warned of the dangers to human rights of untrammelled anti-terrorist measures. We have, sadly, become used to certain regimes citing anti-terrorism as a defence for using convenient but otherwise unjustifiable measures &ndash; it is alarming to see this happening closer to home, and indeed, affecting Icelandic interests directly.<span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span></span></p> <p align="justify"><span>We, Icelanders, are going through difficult times at the moment and I feel it is necessary to say a few words about that in the context of human rights.<span>&nbsp;</span> We all know that no country has a perfect human rights record but I think we can all agree that the human rights situation in Iceland has been very good for quite some time.<span>&nbsp;</span> This is not something that came about without the common efforts of many.<span>&nbsp;</span> We will have to show extra vigilance, when addressing the challenges ahead, to prevent any backlashes and not the least to safeguard our welfare system.<span>&nbsp;</span></span></p> <p align="justify"><span>I want to mention specifically the freedom of expression which a large number of Icelanders have chosen to exercise through demonstrations in the past few weeks.<span>&nbsp;</span> I sincerely respect the right to free speech and peacful demonstrations as an integral part of democratic society.<span>&nbsp;&nbsp;</span> I understand people´s frustration with the situation and have been listening to what is being said. <span>&nbsp;</span>While not always agreeing with the views expressed, I take note of the demands for good governance and accountability.<span>&nbsp;</span> In light of the developments last Saturday I would like to emphasise the importance of calm and respect for the rule of law.</span></p> <p align="justify"><span>Mr. Ambassador, Rector, distinguished guests,</span></p> <p align="justify"><span>We live in an era of rapid change, characterized both by opportunities and challenges. With globalization and new issues on today&rsquo;s international agenda, there is a need for strong multilateral cooperation.</span></p> <p align="justify"><span>We all need to work constantly, without complacency and self-critically to address our shortcomings and do better for the promotion and protection of human rights and fundamental freedoms and to uphold our responsibility to protect.</span></p> <p align="justify"><span>I look forward to our joint efforts in taking meaningful steps to turn the aspiration of the Universal Declaration into reality.</span></p> <p align="justify"><span>I declare the exhibition open.</span></p> <br /> <br />

2008-09-24 00:00:0024. september 2008Utanríkisráðherra einn aðalræðumanna á fundi UNIFEM um málefni Afríku í New York

<p><span>Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra var einn aðalræðumanna á fundi UNIFEM um málefni Afríku mánudaginn 22. september í tengslum við ráðherraviku Sameinuðu þjóðanna í New York. Í ræðu sinni lagði ráðherra áherslu á aukna þátttöku og styrkari stöðu kvenna í Afríku ef þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna ættu að nást. Ræðan fer hér á eftir.</span></p> <p><span>____________________________________________________________________________________</span></p> <p><span>Ms. Co-chairs, Madam Moderator, and fellow Panelists,</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>First of all, many thanks to UNIFEM and UNFPA for organizing this event. The issues of gender equality and women&#39;s empowerment are particularly close to my heart. Ever since I became engaged in politics, the promotion of gender issues has been at the very center of my political agenda.</span></p> <br /> <br /> <p><span> </span></p> <p><span>Madame Moderator, you have asked us some very complicated questions, and I could come up with equally complicated answers. But I am not going to do so. I have thought a lot about the issues you have raised, and I have come up with a very simple answer to all of them: disobedience. Women have to stop doing what they have been expected to do, and start doing what they think is right.</span></p> <p><span>I have had the opportunity to acquaint myself particularly with women&rsquo;s issues in Africa and I am convinced that the empowerment of Africa&rsquo;s women is a key issue in achieving the Millennium development goals as well as being an issue of itself. Africa&rsquo;s women are strong and competent. Enabling them to act at full capacity in all areas of society is critically important. <span> </span>But for this to happen, we must view women as agents, doers in all situations, not as victims. That is the position from which I proceed.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>At the centre of this event, and indeed of the main event on Africa&rsquo;s development needs is the issue of implementation.<span> </span> Getting things done is generally more difficult than saying what should be done. This seems to be particularly true when it comes to gender equality. In my own country, I found 25 years ago that the only way to push this matter forward was to found a women&rsquo;s party. <span> </span>Iceland is not an exception to the rule that cultural values favor men not women. This is an issue that has to be addressed in the African context as well. <span> </span></span></p> <p><span> </span></p> <p><span>I have been asked to speak from the point of view of a donor country.<span> </span></span></p> <p><span> </span></p> <p><span>I would like to approach this issue from two sides. First, I would like to give you an overview of how gender equality and women&#39;s empowerment is addressed in both our bilateral and multilateral development cooperation, with specific focus on Africa. And secondly, I would like to look forward and briefly discuss the opportunities we face in promoting this issue within the new aid architecture.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Madam Moderator,</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Iceland</span><span>&#39;s official development assistance has doubled over the past four years, <span>and our aim is to be among the top ODA contributors. However, a rapid increase like this does not come without growing pains. During this time we have had to reassess our overall policy on development cooperation, with the aim of allocating our assistance to the institutions, sectors and regions where we believe our support is most needed and of most value.</span></span></p> <p><span> </span></p> <p><span>In this process, gender equality and women&rsquo;s empowerment have emerged as key elements of our development policy. This focus is based on the fact that not only is gender equality a basic human right, and as such an important goal in itself, but also that</span> <span>gender equality and women&rsquo;s empowerment are central to development, and necessary</span> <span>preconditions for successful achievement of all of the Millennium Development Goals</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Hence gender equality and women&#39;s empowerment are increasingly mainstreamed into all aspects of Iceland&#39;s development policy, be it bilateral or multilateral.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>In our bilateral development cooperation, gender is at the centre of the work carried out by the Icelandic International Development Agency (ICEIDA). Reflecting this, ICEIDA adopted a Gender Equality policy in 2004, the aim of which is to mainstream gender perspectives into all its institutional activities and development projects, as well as to promote gender equality within the Agency itself. This policy also stipulates that evaluations of ICEIDA´s development projects will include an assessment of how effective the Agency has been implementing the Policy.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>ICEIDA has mainly been operating in some of the poorest countries in Africa. The promotion of gender equality and women&#39;s empowerment has received extensive attention in the Agency&#39;s work, with efforts being focused in the fields of health and education, where reproductive health and female adult literacy programs have featured prominently.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>We have also recently joined the Institute for Security Studies, a pan African research and implementation intuition, focusing on conflict and peace development. There we have established a project addressing women&rsquo;s access to peace negotiations on the African continent.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Iceland</span><span>&rsquo;s strong emphasis on gender is also well reflected in our multilateral development cooperation. Here, UNIFEM is one of our key partners and our support to UNIFEM has multiplied in only a few years, more specifically by 280% in the past four years. We have also increased our support for UNICEF and UNFPA, and have recently become active participants in the World Bank&#39;s Gender Action Plan.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Another initiative we have taken is to establish, in cooperation with the University of Iceland, a new international training centre for promoting gender equality and gender perspectives. The specific focus of the centre is on post-conflict and developing countries.</span> <span>Among other things the centre is designed to train peace keepers and sensitize them to gender dimensions in the field. This is also a contribution to the implementation of Security Council resolution 1325.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Madam Moderator,</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>I would now like briefly to discuss the opportunities for promoting gender equality within the new aid architecture.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Country ownership is a key feature of the new aid architecture. I believe that ownership has the possibility of providing a vehicle for promoting gender equality and women&#39;s empowerment.<span> </span></span></p> <p><span> </span></p> <p><span>But in putting country ownership at the heart of aid effectiveness we must maintain the visibility of gender. Experience has shown that in many cases, the strong focus on policies to spur economic growth within national development strategies, often leads to a lack of proper analysis of the impact of those policies on gender equality and women&#39;s empowerment.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>This begs the question of &ldquo;who owns development?&rdquo; And I think we can all agree that true ownership can surely only be achieved if the interests and concerns of the whole population &ndash; both to women and men &ndash; are adequately reflected in the development process. This requires broad consultations with all stakeholders, including civil society, and particularly women&#39;s groups, in the development of national poverty reduction strategies. I know for example, that in Liberia, this process was very extensive, and that these consultations will provide for broad ownership of the national development plan. We have also heard from the Honorable Minister from Rwanda, how gender has been mainstreamed in their development policies.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>We do realize that both implementing and measuring the impact of gender responsive budgeting will remain a challenge. Nevertheless, it is one of the most effective tools we have to ensure that women are active participants in development and in decision making at all levels.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Iceland</span> <span>puts gender equality at the forefront in its development assistance in adapting to the new aid architecture. We therefore put great weight on identifying how we can assist partner countries in ensuring that gender perspectives are adequately reflected in national development plans.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Here, I believe strengthening the capacities of national institutions and mechanisms that respond to women&#39;s needs is very important. Iceland has focused on that area in Mozambique, where, from the year 2000, we have been providing institutional support to the Directorate for Women within the Ministry for Women and Social Action, both within the Ministry, as well as in its regional offices. However, we all know it is not sufficient to have the mechanisms in place. Civil society and advocacy groups must be aware of their existence and know how to use them.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>In short, in this new aid architecture, a wide range of capacity building activities are necessary.<span> </span> We, the donors, need to hear from partners what sort of assistance is most needed and most effective in ensuring that the aid effectiveness agenda can be harnessed to the greatest benefit of women and men alike.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Madam Moderator</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>In concluding, I would like to emphasize that Iceland&#39;s commitment to the promotion of gender equality and women&#39;s empowerment is not only reflected in our development policy. It is an integral part of our foreign policy. In particular, when it comes to the issue of conflict and peace building, I, as a foreign minister, have given specific attention to the importance of Security Council Resolution 1325, on Women, Peace and Security, as an instrument to ensure that women affected by war enjoy justice and protection, and that they are fully included in peace processes and in the rebuilding of communities in the aftermath war.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Resolution 1325 is of high relevance to many African countries.<span> </span> I share the sense of importance of raising awareness of the resolution and the need for implementation.<span> </span> For these reasons Iceland is hosting an international conference this December on 1325, or on "Women Negotiating Peace" with a special focus on women&rsquo;s access to formal and informal peace processes.<span> </span> Conventional discourse on peace and conflict largely centers on women being victims of war.<span> </span> But it is long overdue for women to be recognized as important agents in the stabilization of societies and in reconstruction towards just and sustainable peace.<span> </span> The conference aims at challenging the conventional discourse on women as passive victims of war, essential if we are to secure sustainable development in the aftermath of conflict situations.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Madam Moderator, Co-Chairs, and distinguished panelists,</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Let me close by emphasizing the importance of the dialogue we are having here today, and thank the organizers, and in particular UNIFEM, for bringing all of us together. I look forward to an interesting and interactive discussion, which I am certain will be of great value in our common efforts to harness the capacity of African women for the benefit of Africa.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Thank you</span></p> <p><br /> </p>

2008-06-16 00:00:0016. júní 2008Staða Íslands á alþjóðvettvangi

<p align="center">I.</p> <p align="center">Réttur tónn</p> <p align="justify">Góðir gestir.</p> <p align="justify">Það er mér sönn ánægja að fá að halda fyrstu framsöguna á lokafundi háskólafundaraðarinnar &bdquo;Ísland á alþjóðavettvangi &ndash; erindi og ávinningur&rdquo;.</p> <p align="justify">Fundaröðin, sem staðið hefur í næstum ár er nýmæli því þetta er í fyrsta skipti sem allir háskólarnir á Íslandi og utanríkisráðuneytið taka höndum saman og ræða skipulega á opnum fundarvettvangi um stöðu Íslands í samfélagi þjóða.</p> <p align="justify">Þetta frumkvæði háskólasamfélagins og utanríkisráðuneytisins hefur tekist vonum framar. Fjöldi fólks hefur tekið þátt með því að flytja framsögur &ndash; kennarar og nemendur, rannsakendur og embættismenn, fulltrúar atvinnulífs og fulltrúar menningarlífs. Ég vil grípa tækifærið til að þakka rektorum háskólanna og skipuleggjendum öllum fyrir þá alúð og útsjónarsemi sem þau hafa sýnt við framkvæmdina, en hver skóli um sig hafði algjört forræði um dagskrá síns fundar.</p> <p align="justify">Fjöldi fólks nýtti líka tækifærið til að standa upp með ábendingu, brýningu eða mikilvæga spurningu. Fundirnir hafa ávallt farið fram í skólunum sjálfum og þannig hefur umræðan um utanríkisstefnuna færst út um byggðir landsins, kynslóðabil hefur horfið og - það sem mestu skiptir &ndash; lýðræðisvindar gustuðu um gamalgrónar hugmyndir, sem er hollt, gott og nauðsynlegt.</p> <p align="justify">Sem utanríkisráðherra legg ég höfuðáherslu á skapandi samstarf við rannsóknasamfélagið og virka þátttöku utanríkisþjónustunnar í uppbyggingu þekkingar hér á landi á alþjóðamálum, þróun þeirra og áhrifum á Ísland og íslenska hagsmuni. Þá þýðir hvorki að panta niðurstöður né kveinka sér undan þeim sem kunna að vera gagnrýnir, heldur byggja upp góða samstarfshefð sem þjónar í senn frjálsum rannsóknum háskólanna og virkri og sjálfstæðri utanríkisstefnu Íslands.</p> <p align="justify">Ég skynja á samtölum við forystumenn háskólanna að réttur tónn hafi verið sleginn í vetur og sterkur samhljómur sé að byggjast upp. Sú staðreynd er morgunljós okkur öllum eftir atburði síðustu mánuða að Ísland verður að brýna raust sína á alþjóðavettvangi, það gerum við saman.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="center">II.</p> <p align="center">Þríþætt sammæli</p> <p>Góðir gestir.</p> <p align="justify">Skarpskyggnu fólki í utanríkisráðuneytinu var falið að rýna í allar framsögur og umræður í fundaröðinni og draga af þeim ályktanir, en allt er þetta efni nú aðgengilegt í sérstöku riti sem ráðuneytið hefur gefið út.</p> <p align="justify">Þau draga fram að þríþætt sammæli sé um forsendur farsællar utanríkisstefnu Íslands.</p> <blockquote dir="ltr"> <p align="justify">Í fyrsta lagi að alþjóðamál séu á okkar dögum beintengd hagsmunamálum heima í héraði.</p> <p align="justify">Í öðru lagi að styrkur og reynsla Íslendinga felist í sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda og samfélagsuppbyggingu, ekki síst í jafnréttismálum, og á þessu eigi erindi okkar við umheiminn að byggjast enda raunverulegt virði af framlagi okkar á þessum grunni til hnattrænnar þróunar, umhverfismála og friðar og öryggis.</p> <p align="justify">Í þriðja lagi að virk þátttaka í alþjóðasamfélaginu sé forsenda þess að íslensk menning og menntastofnanir dafni vel í hnattvæddum heimi, samkeppnishæfni þeirra sé forsenda velgengni en einangrun sé ekki valkostur.</p> </blockquote> <p dir="ltr" align="justify">Lítum nánar á þetta fyrsta. Hvernig eru alþjóðamál á okkar dögum beintengd hagsmunamálum heima í héraði?</p> <p dir="ltr" align="justify">Hvernig kemur það fram? Má ætla að almenningur á Íslandi sé sammála því að svo sé málum háttað? Mitt svar er að biðja fólk að fara í huganum yfir dagskrá íslenskra stjórnmála. Frá síðustu árum nefni ég af handahófi umbreytingu atvinnulífsins og bankanna, hreinsun strandlengjunnar í kringum Reykjavík, fjölmiðlafrumvarpið, virkjun á Kárahnjúkum, stuðning Íslands við innrás í Írak, uppbygging háskólanna &ndash; og svo bæti ég við frá síðustu vikum matvælafrumvarpinu, nýjum orkulögum, lækkun lyfjaverðs á Íslandi og móttöku palestínskra flóttamanna frá Írak.</p> <p dir="ltr" align="justify">Þetta eru æði ólík málefni og snerta almenning á Íslandi á ólíkan hátt. Tvennt er hins vegar sammerkt með þeim öllum: Að þorri almennings hafði á þeim skoðun og að alþjóðlegt samstarf hafði úrslitaáhrif á að hvernig þau hófust, hvernig þeim var ráðið til lykta og hvaða áhrif þau hafa núna á stöðu fjölskyldna og fyrirtækja á Íslandi.</p> <p dir="ltr" align="justify">Sem borgarstjóri í Reykjavík stóð sú sem hér stendur í ströngu við að færa rök fyrir klósettskattinum sem pólitískir andstæðingar nefndu svo en hét á formlegu máli holræsagjald og var sett á til að uppfylla EES umhverfislöggjöf og hreinsa strandlengjuna kringum Reykjavík.</p> <p dir="ltr" align="justify">Umbreyting bankanna hófst vegna ákvæða EES samningsins um frelsi til fjármagnsflutninga og nú stöndum við frammi fyrir afleiðingum alþjóðlegrar lánsfjárkreppu.</p> <p dir="ltr" align="justify">Ný fjölmiðlalöggjöf á Íslandi mun byggjast á evrópskum og alþjóðlegum viðmiðum og reglum, eins og matvælafrumvarpið og nýju orkulögin gera.</p> <p dir="ltr" align="justify">Ný og kraftmikil uppbygging háskólanna hófst m.a. með evrópsku rannsóknasamstarfi og skipulag þeirra nú ræðst af Bologna ferlinu eins og annarra háskóla í öðrum löndum.</p> <p dir="ltr" align="justify">Innrásin í Írak er ein helsta orsök hins himinháa og hækkandi olíuverðs í heiminum nú um stundir. Sumir hafa haldið því fram að stuðningur Íslands hafi ekki vegið þungt í þeirri ákvörðun á sínum tíma, ég læt það liggja á milli hluta en bendi á hversu augljóst er að auk alls annars er ljóst að innrásin þjónaði ekki fjárhag fjölskyldna og fyrirtækja á Íslandi.</p> <p dir="ltr" align="justify">Þið getið haldið áfram að rekja ykkur í gegnum pólitíska dagskrá liðinna missera á Íslandi. Þau mál eru vandfundinn sem ekki eiga alþjóðlegt upphaf eða lyktir sem ráðast af alþjóðareglum eða áhrif að utan á venjulegar fjölskyldur og venjuleg fyrirtæki í landinu.</p> <p dir="ltr" align="justify">Ég held að almenningur á Íslandi geri sér vel grein fyrir þessu. Fólk veit vel af möguleikum sínum til að skjóta málum til alþjóðlegra dómstóla eða beita fyrir sig alþjóðlegum viðmiðum í málafylgju hvar sem er. Þetta staðfestist greinilega í sammæli fyrirlesara í fundaröðinni um erindi Íslands og ávinning á alþjóðavettvangi.</p> <p dir="ltr" align="justify">Ég hef sjálf ítrekað fært þetta í orð með því að segja að heimsmálin séu heimamál og öfugt.</p> <p dir="ltr" align="justify">Íslensk stjórnsýsla er löngu orðin alþjóðleg í eðli sínu, byggð á yfirþjóðlegum reglum að verulegum hluta rétt eins og háskólarnir. Starfssvið hvers einasta ráðherra í ríkisstjórn Íslands nær inn á alþjóðavettvang. Sveitarstjórna einnig og félagasamtaka, verkalýðshreyfingar og menningarstofnana.</p> <p dir="ltr" align="justify">Grundvallarbreyting er orðin á forsendum íslenskrar utanríkisstefnu sem hefur ekki verið færð nægjanlega skýrt í orð og hún er þessi:</p> <p dir="ltr" align="justify">Í stað tvíhliða samskipta áður eru marghliða samskipti nú mikilvægustu samskipti Íslands á alþjóðavettvangi. Marghliða samskipti fela gjarnan í sér yfirþjóðlegt vald alþjóðlegra stofnana og Ísland er beinn eða óbeinn aðili að ýmsum alþjóðastofnunum sem fara með yfirþjóðlegt vald, s.s. öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, Evrópuráðinu og dómstól þess, Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu svo að nokkuð sé nefnt.</p> <p dir="ltr" align="justify">Stærstu viðfangsefni samtímans eins og loftslagsbreytingar, matvælaöryggi og framboð á orku þekkja engin landamæri. Orsakirnar eiga rætur í athöfnum eða athafnaleysi sem hafa áhrif á heiminn allan og verða ekki upprættar nema sameiginlega.</p> <p dir="ltr" align="justify">Eini kosturinn er sameiginlegt viðbragð í krafti alþjóðlegra samninga eða samstarfs eins og skilgreining sjálfbærrar þróunar í Brundtland-skýrslunni var dæmi um, ný skilgreining Matvælastofnunar FAO á fæðuöryggi, sem kynnt var á fundi sem ég tók þátt í fyrir nokkrum dögum í Róm og alþjóðleg viðbrögð við lánsfjárkreppu og atlögum að hagkerfum ríkja verða að öllum líkindum dæmi um.</p> <p dir="ltr" align="justify">Eina alþjóðasamstarfið sem virkar á slík verkefni er skuldbindandi samstarf þar sem ríki deila valdi og lúta yfirþjóðlegri stýringu &ndash; af þeirri skýru ástæðu að það er best fyrir fólkið í hverju landi.</p> <p dir="ltr" align="justify">Er þá ekki skýrt fyrir hverjum manni hvers vegna utanríkisstefna byggð á hjásetu og sérhagsmunum kemur ekki til greina fyrir Ísland? Og hvers vegna fullburða þátttaka í alþjóðasamfélaginu er eini kosturinn fyrir Ísland?</p> <p dir="ltr" align="justify">Þeir sem halda því fram að yfirþjóðlegt eðli alþjóðastofnana sé eitt og sér frágangssök fyrir Ísland, að aðild að yfirþjóðlegum stofnunum útilokist af þeirri ástæðu einni, verða að horfast í augu við þá grundvallarbreytingu að marghliða samskipti eru veruleiki 21. aldarinnar fyrir Ísland rétt eins og allar aðrar þjóðir.</p> <p dir="ltr" align="justify">Við höfum enga þá sérstöðu sem skilur okkur frá skyldum í samfélagi þjóða. Við getum ekki siglt landinu burt frá alþjóðlegri efnahagskreppu, loftslagsbreytingum eða hnattvæðingunni sjálfri &ndash; heldur eigum að fagna því að vera fullburða þjóð meðal þjóða og ganga fram í styrk.</p> <p dir="ltr" align="justify">Ísland varð aðili að þjóðarétti og samfélagi þjóðanna árið 1918 og því er á þessu ári níutíu ára afmæli þess að þeim áfanga var náð. Allar götur frá fullveldi hafa ýmsar mikilvægar framfarir á Íslandi tengst alþjóðlegri viðurkenningu og þróun í samvinnu ríkja. Fullveldi var náð vegna alþjóðlegrar viðurkenningar á sjálfsákvörðunarrétti þjóða, útfærsla landhelginnar var viðurkennd vegna þróunar alþjóðlegs hafréttar, viðskiptafrelsi var innleitt með aðild að alþjóðasamningum og tækniframfarir tryggðar með samskiptum við útlönd.</p> <p dir="ltr" align="justify">Ein af þeim ályktunum sem draga má af háskólafundaröðinni er að sú söguskoðun að framfarirnar hafi allar komið að innan &ndash; hin innhverfa sýn sjálfstæðisbaráttunnar - gefi ekki myndina alla enda hefur sú söguskoðun verið á miklu undanhaldi á síðustu 20 árum í háskólum landsins. Ávinningur Íslands af alþjóðasamstarfi á 20. öld hefur verið vanmetinn.</p> <p dir="ltr">&nbsp;</p> <p dir="ltr" align="center">III.</p> <p dir="ltr" align="center">Þekking og styrkur</p> <p dir="ltr">Góðir gestir.</p> <p dir="ltr" align="justify">Annað sammæli háskólafundaraðarinnar er að styrkur Íslands og reynsla af sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda og samfélagsuppbyggingu, ekki síst á sviði jafnréttismála og framlagi kvenna til hagkerfis og samfélags, eigi að vera inntakið í erindi okkar við umheiminn enda sé framlag okkar á þessum sviðum raunverulega mikils virði fyrir hnattræna þróun, umhverfismál, frið og öryggi.</p> <p dir="ltr" align="justify">Ísland hefur ríka hagsmuni af því að tryggja sér virk og öflug alþjóðleg tengsl og eins sterka stöðu og kostur er í alþjóðastofnunum. Þetta hefur aldrei verið mikilvægara en nú og þýðing þess mun aukast á komandi árum. Hinn kosturinn, að fylgjast ekki með og vanrækja þá tengslamyndun sem felst í stjórnmálasambandi og viðskiptasamningum við önnur ríki kemur ekki til greina.</p> <p dir="ltr" align="justify">Ísland hefur nú tekið upp stóraukin stjórnmálasamskipti við ríki Afríku. Frá því ég varð utanríkisráðherra hef ég þrisvar sótt Afríku heim og mun gera það nú í fjórða sinn í lok mánaðarins til að sitja fund Afríkusambandsins sem við eigum áheyrnaraðild að.</p> <p dir="ltr" align="justify">Í viðræðum við kollega frá Afríkuríkjum rek ég oftast þann bakgrunn Íslands að hafa verið eitt fátækasta ríki álfunnar, hjálenda undir erlendri stjórn og skilgreint þróunarríki lengi fram eftir 20.öld &ndash; en sem nú hefur náð þeim árangri að vera í hópi auðugustu ríkja og efst á lista þróunarnefndar Sameinuðu þjóðanna um lífsgæði þjóða. Þennan árangur eigum við öðru fremur að þakka skynsamlegri nýtingu náttúruauðs og mannauðs. Mikið framlag kvenna til efnahagsstarfseminnar &ndash; sem er líklega meira en í nokkru öðru landi &ndash; vegur þungt á þeim vogarskálum.</p> <p dir="ltr" align="justify">Í heimsóknum mínum hef ég skynjað sterkan samhljóm milli réttindabaráttu kvenna í ýmsum Afríkuríkjum og okkar hér norðar í veröldinni. Réttindi eða réttindaleysi kvenna, aðgangur þeirra að atvinnu og tækifæri til fjárhagslegs sjálfstæðis, heilbrigðis- og menntamál, allt eru þetta sömu málin og varða konur hvar sem er. Frelsi undirokaðra hópa &ndash; hvort sem um er að ræða þjóðfrelsi eða kvenfrelsi - leysir mikinn kraft úr læðingi. Á því sviði eigum við Íslendingar merkilega sögu og mikla orku til að miðla öðrum.</p> <p dir="ltr" align="justify">Saga Íslands frá örbirgð til allsnægta vekur athygli og samkennd, e.t.v. á sama grunni og sú samkennd sem skapaðist á sínum tíma með Íslandi og þróunarríkjum heims um nýjan hafrétt á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Verum minnug þess að það voru ekki þróuðustu ríki Evrópu sem studdu málflutning Íslands best á sínum tíma heldur þróunarríkin.</p> <p dir="ltr" align="justify">Tækifæri Íslands til að láta muna um sig á sviði orkunýtingar, jafnréttismála og í sjávarútvegi heimsins hafa sennilega aldrei verið meiri en nú. Og þau hafa heldur aldrei verið eins þétt ofin við heimamálin og þau eru núna. Heimsmálin eru heimamál og öfugt.</p> <p dir="ltr" align="justify">Gagnvirk samskipti við aðrar þjóðir um nýtingu jarðvarma og annarra orkulinda er í senn vaxtarbroddur hér heima og vaxtarbroddur í fjarlægum löndum, framlag til sjálfbærrar þróunar og friðar og öryggis í heiminum.</p> <p dir="ltr" align="justify">Árið 1980 hófst rekstur jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, nú rekum við einnig skóla á sviði sjávarútvegs, uppgræðslu lands og jarðvegsbindingar og stefnt er að stofnun skóla á sviði jafnréttismála til útrásar kvenorkunnar sem ég hef nefnt svo.</p> <p dir="ltr" align="justify">Þriðja sammæli háskólafundaraðarinnar er að alþjóðleg tengsl og samstarf séu lífæð háskólanna í landinu og menningarlífsins í heild. Í raun eru háskólarnir á Íslandi hver um sig eins konar microcosmos eða hluti fyrir heildina sem er Ísland sjálft. Háskóli Íslands lagði megináherslu á að vera þjóðleg og innlend stofnun lengst af á 20. öld en gengur út frá því nú að til viðbótar því þurfi hann að vera samkeppnishæfur og alþjóðlegur. Hann þurfi í senn að rækta sérstöðu sína og auka alþjóðlega skírskotun sína. Hið sama á um Ísland í heild.</p> <p dir="ltr">&nbsp;</p> <p dir="ltr" align="center">IV.</p> <p dir="ltr" align="center">Máttur hinnar góðu röksemdar</p> <p dir="ltr" align="justify">En hverjir eru þá möguleikarnir &ndash; í hverju felast þeir? Fyrir mig sem sagnfræðing liggur beint við að leita fanga í sögunni og sækja þangað leiðsögn. Í sögu íslenskra utanríkismála er að finna vörður sem vísa veginn hvernig Ísland getur látið að sér kveða.</p> <p dir="ltr" align="justify">Fyrst ber að nefna þá sumpart vanmetnu staðreynd, að hið unga Ísland tók á fyrstu árum lýðveldisins ákvörðun um að gerast aðili að allflestum alþjóðastofnunum, bæði hnattrænum stofnunum á borð við Sameinuðu þjóðirnar og Alþjóðabankann, og svæðisbundnum stofnunum á borð við NATO, OECD og síðar EFTA. Frá upphafi hefur Ísland ennfremur tekið virkan þátt í norrænu samstarfi sem lengi vel var svo að segja okkar fyrsta stoppistöð út í hinum stóra heimi.</p> <p dir="ltr" align="justify">Það vill stundum gleymast að þessi tenging Íslands við önnur ríki nær og fjær festi Ísland í sessi sem sjálfstætt, fullvalda ríki. Pólitísk viðurkenning annarra ríkja er forsenda eigin fullveldis. Um leið höfðum við ríkulegt praktískt gagn af samstarfinu við útlönd, gátum sótt í reynslubrunn annarra ríkja og tileinkað okkur vönduð vinnubrögð utan úr heimi.</p> <p dir="ltr" align="justify">Annað þekkt dæmi um möguleika Íslands á alþjóðavettvangi er framganga okkar í hafréttarmálum. Fyrir eyþjóð með ríka sjávarútvegshagsmuni lá beint við að leggjast á árarnar með öðrum í þessum málaflokki. Með því að sérhæfa okkur og sækja fram með okkar sjónarmið tókst Íslendingum að eiga sinn þátt í gerð Hafréttarsátttmála SÞ.</p> <p dir="ltr" align="justify">Af þeirri hlutdeild getum við Íslendingar verið stoltir. Hafréttarsáttmálinn var að sumu leyti á undan sinni samtíð og er skólabókardæmi um hvernig milliríkjasamvinna á grundvelli alþjóðalaga getur í senn tryggt sjálfbæra nýtingu auðlinda og friðsamlega lausn deilumála. Það er engin tilviljun að samstaða er að myndast um að nota Hafréttarsáttmálann sem grunn til að ná samkomulagi um nýtingu þeirra auðlinda sem eru losna úr viðjum á norðurslóðum.</p> <p dir="ltr" align="justify">Ég tel raunar að við eigum að leggja enn meiri rækt við hinn fræðilega þátt hafréttarmála, og auka rannsóknir og kennslu hér á landi. Hagsmunir okkar af nýtingu sjávarauðlinda eru viðvarandi og við eru að bætast ný tækifæri sem tengjast auðlindum á sjávarbotni og fjallað er m.a. um hjá landgrunnsnefnd SÞ. Við eigum að halda áfram að breikka og dýpka þekkingu okkar á sviði hafréttarmála og auka faglega umræðu. Samstarf háskóla og stjórnvalda er kjörinn leið til þess.</p> <p dir="ltr" align="justify">Þriðja dæmið sem ég vil nefna er þáttur Íslands í sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsríkjanna. Þar sýndi Ísland hugrekki og dómgreind, og var fyrst ríkja til að viðurkenna sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna, á tímum þegar sjónarmið þeirra voru léttvæg talin í refskák alþjóðastjórnmálanna.</p> <p dir="ltr" align="justify">Í þessu tilviki synti Ísland á móti straumnum og talaði máli sjálfsákvörðunarréttar ríkja sem grundvallarreglu. Ekki hugnaðist öllum sú einarða afstaða smáríkisins en þeim hinum sömu snerist síðar hugur. Sagan hefur gefið þessari afstöðu Íslands góða einkunn og í Eystrasaltsríkjunum eigum við trausta vini og bandamenn.</p> <p dir="ltr" align="justify">Þessi sögulegu dæmi sýna svo ekki verður um villst að Ísland hefur átt erindi á alþjóðavettvangi og notið ávinnings af þátttöku sinni. Og Ísland er auðvitað langt í frá eina smáríkið sem hefur afsannað staðhæfinguna um að alþjóðastjórnmál séu einungis fyrir hina stærri og valdameiri.</p> <p dir="ltr" align="justify">Írland var t.d. forysturíki við gerð alþjóðasamningsins um bann við útbreiðslu gereyðingarvopna, og fyrsta ríkið til að undirrita hann árið 1968. Á þeim tímum voru Írar raunar eitt fátækasta ríki Evrópu. Það hindraði þá ekki í að beita sér með góðum rökum fyrir NPT-samningnum sem enn þann dag í dag grundvallarþýðingu í alþjóðlegum öryggis- og afvopnunarmálum.</p> <p dir="ltr" align="justify">Annað nærtækt dæmi er forystuhlutverk Norðurlandanna í þróunarsamvinnu í veröldinni, bæði hvað varðar fjárframlög sem hluta af þjóðarframleiðslu, en ekki síður varðandi markvisst verklag og vinnubrögð þannig að þróunaraðstoðin komi viðtakendum að sem bestu notum.</p> <p dir="ltr" align="justify">Fleiri dæmi má nefna um hvernig smáríki hafa haft áhrif til góðs, í krafti faglegra vinnubragða, góðs málstaðar og pólitísks úthalds. Staðreyndin er nefnilega sú að milliríkjasamvinna byggir - þegar best lætur - á jafnræði ríkja og málefnalegum málflutningi. Máttur hinnar &ldquo;góðu röksemdar&rdquo; getur verið mikill, og þá skiptir máli hvað sagt er, en ekki einungis hver segir það.</p> <p dir="ltr" align="justify">Þjóð sem stjórnar vel eigin efnahagslífi, auðlindanýtingu, umhverfisvernd, heilbrigðis- og menntakerfi hefur margt fram að færa í milliríkjasamskiptum. Þjóð sem skilar starfi á vettvangi Sameinuðu þjóðanna með sóma hlýtur að hafa byggt upp sterka innviði heimafyrir. Þannig þjóð eigum við að vera.</p> <p dir="ltr" align="justify">Utanríkisstefna 21. aldar verður ekki byggð á hjásetu eða sérhagsmunum. Slík stefna er ekki einungis ábyrgðarlaus &ndash; hún er árangurslaus. Saga Íslands í gegnum aldirnar kennir okkur þá staðreynd að landið, atvinnulíf þess og menning hefur blómgast best þegar samskipti og samvinna við útlönd eru mest. Aldrei fyrr hafa þessi sannindi verið jafn skýr og augljós og nú. Með virkri utanríkisstefnu í öllum málaflokkum byggðri á styrkleika Íslands nýtum við tækifærin og stöndust ágjöf hver sem hún er. Tökum þeirri áskorun fagnandi.</p> <br /> <br />

2008-06-07 00:00:0007. júní 2008Norrænt þing Soroptimista

<hr /> <p><strong>18<sup>th</sup> Nordic Soroptimist Meeting in Reykjavik 6<sup>th</sup>-7<sup>th</sup> June 2008</strong></p> <p align="center"><strong><span>How can we promote gender equality and empower women?</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Minister for Foreign Affairs</span></strong></p> <p><span> </span></p> <p align="justify"><span>Dear Soroptimists from the Nordic and Baltic Countries,</span></p> <p align="justify"><span>It gives me great pleasure to speak with you today about an issue close to my heart. Gender equality and women&rsquo;s empowerment has been a core issue in my political approach ever since I first became engaged in politics more than 30 years ago.</span></p> <p align="justify"><span>As a young woman I was inspired by the Icelandic women&#39;s day off in 1975 when Icelandic women laid down their work for one day to emphasize their contribution to the economy. It raised awareness among women about the importance of solidarity, and that they could and should demand their equal share in the political sphere of power.<span> </span></span></p> <p align="justify"><span>Another influential event was the election of Vigdís Finnbogadóttir as the first democratically elected female president in the world. In my mind, the close correlation between the women&rsquo;s day off in 1975 and the outcome of the presidential elections in 1980 is clear.</span></p> <p align="justify"><span>In 1983, I was fortunate enough to participate in the establishment of a country-wide political party called the Women&rsquo;s Alliance. If it hadn&rsquo;t been for the women&rsquo;s day off and the election of Vigdís Finnbogadóttir, I think we would never have found the courage to establish the party and challenge the political elite in the existing political establishment.</span></p> <p align="justify"><span>I am therefore convinced that role models have a significant impact when it comes to the empowerment of women.<span> </span> They pave the way for others and they send a very strong message: If we can do it, so can you.</span></p> <p align="justify"><span>The explicit purpose of the women&rsquo;s party was to advance women&rsquo;s issues and to empower women to actively participate in, and influence, political decision making.</span></p> <p align="justify"><span>In the 1982 municipal elections we got about 10% of the votes, and in the 1983 parliamentary elections, three women from the Alliance were elected to the Parliament. This increased the proportion of women MPs from five to 15%. In the 1997 elections, the proportion of women in Parliament had reached 30% - where, unfortunately, it still stands more or less today.</span></p> <p align="justify"><span>In the city council of Reykjavik, on the other hand, women have made up around 50% of the representatives since 1994.</span></p> <p align="justify"><span>It is safe to say that the Women&rsquo;s Alliance had a vast and positive impact on Icelandic politics and society. It lifted gender issues higher up on the political agenda, increased women&rsquo;s participation in political life and, generally speaking, empowered women to speak out within other political parties.</span></p> <p align="justify"><span>The party was formally disbanded in 1999. Many of the pioneers, myself included, joined other political parties where we continue to focus on gender related issues, mainstreaming, and women&rsquo;s empowerment.</span></p> <p align="justify"><span>Our work seems to have had an effect. Last year, Iceland ranked fourth out of 128 countries reviewed on the 2007 Gender Gap Index published by the World Economic Forum. One of the contributing factors has been Iceland&rsquo;s <em>Act on Equal Status and Equal Rights of Women and Men</em> that was passed by the Parliament in 2000 and revised this spring.</span></p> <p align="justify"><span>The Act resulted in various structural changes, creating a system that ensures the correct implementation of the Act, together with a complaints mechanism and active advocacy and capacity building in gender equality.</span></p> <p align="justify"><span>That same year, the <em>Act on Parental Leave</em> underwent significant changes. The leave was extended from six to nine months; whereby fathers are given three months&rsquo; leave, mothers another three and the remaining three months can be divided as they wish.</span></p> <p align="justify"><span>Surveys now show that fathers take on average 97 days to spend with their newborn, whereas mothers use an average of 180 days. The Act has had a positive impact on levelling the status of men and women in the labour market.</span></p> <p align="justify"><span>As you know there remain many who doubt the importance of empowering women. To the sceptics and the critics we will always need to present hard facts. I propose this one.</span></p> <p align="justify"><span>In the beginning of the last century, Iceland, then under foreign rule, was one of the poorest in Europe. We received development aid until 1976. Now, thirty years later, Iceland is ranked number one on the UNDP Human Development Index.</span></p> <p align="justify"><span>Research shows that one of the main reasons for this dramatic turn around is the liberation of women and their invaluable contribution to our economy, with 80% of women active in the labour market.</span></p> <p align="justify"><span>The path towards women&rsquo;s emancipation has meant a lot of hard work for generations, but the advantage for society as a whole has been indisputable.</span></p> <p align="justify"><span>In a globalised world no country can afford not to make women&rsquo;s empowerment a priority. As the traditional divide between domestic policy and foreign policy evaporates before our eyes, the value of making gender equality a core issue in foreign policy becomes twofold.</span></p> <p align="justify"><span>Everyone needs to take part in shaping the global agenda in order to progress at home. And everyone needs to learn from the valuable experience of others.</span></p> <p align="justify"><span>Iceland</span><span>&rsquo;s foreign policy emphasises respect for human rights, development co-operation and peaceful resolution of conflict. Our development policy is based on the United Nations Millennium Development Goals: poverty reduction, gender equality, sustainable development and a global partnership for development.</span></p> <p align="justify"><span>As we all know, gender equality and women&rsquo;s empowerment and participation in the development of their societies has a multiplying effect on human development. There is a clear correlation between gender equality and development!</span></p> <p align="justify"><span>Gender equality is therefore one of the important focus areas of Iceland&rsquo;s development activities. In general, gender perspectives are mainstreamed into our bilateral development co-operation programmes and projects. Our multilateral efforts also emphasise gender aspects both within the World Bank and the UN, most notably UNIFEM.</span></p> <p align="justify"><span>Iceland</span> <span>considers UNIFEM as one of its key partners. My government has been actively supporting the Fund&rsquo;s work, both by considerably increasing our contributions as well as by supporting its regional work in Afghanistan, the Balkans, in Africa and most recently in the Caribbean.</span></p> <p align="justify"><span>The most repulsive form of women&rsquo;s discrimination and subordination is sexual violence. With UNIFEM, we work on among other things violence prevention programmes, which I think can make a difference towards changing attitudes and contributing to ending gender based violence.</span></p> <p align="justify"><span>The programme clearly articulates the principles of perpetrator accountability and women&rsquo;s human rights. It also advances male responsibility for ending violence against women, not only individually but collectively.</span></p> <p align="justify"><span>I truly believe that a world free of violence against women and girls is possible but it requires broad-based partnerships, committed leadership, multi-sectoral strategies and not least the strong involvement of men and boys at every level.</span></p> <p align="justify"><span>In our bilateral development programmes, the focus is mostly on the poorest segment of society; illiterate women with little or no possibility of pursuing their rights. Work in the field of basic health care focuses on reproductive health and reproductive rights that also contributes to women&rsquo;s empowerment. We underline women&rsquo;s participation in the formal labour market and creating opportunities for income generating activities and entrepreneurship.</span></p> <p align="justify"><span>I am a feminist and I try to have the empowerment of women as the leading principle in my politics - locally, nationally and internationally. Over and over again, I listen to women eagerly denying the feminist label. They relate feminism to something aggressive and frightening for men, and they don&rsquo;t want to alienate themselves from their colleagues in politics or business.</span></p> <p align="justify"><span>But what does being a feminist mean</span><span>?</span> <span>It means seeing the world from a certain angle; having a certain outlook on the world. It means knowing and recognizing that women are discriminated against, and it means having a strong and profound longing to see that change; to see women participate politically, economically, socially and culturally on equal footing with men based on their own merits. It means making men and women more equal and the society stronger and healthier.</span></p> <p align="justify"><span>I want to share with you a vision of feminism that I think is fundamentally important. Feminism is, among other things, viewing political power not as a finite sum, where you simply need to secure your share, but as an infinite source of opportunities. Power is not exclusive, it can be shared.</span></p> <p align="justify"><span>We all know now that formal rights do not secure equality. Women have always needed more than just formal equality. The core of feminism is harnessing politics to advance empowerment. To see political power in society as something that grows, as engagement and participation grows, without anybody having to bear a cost. Extra participation means extra power. Politics should always mean empowerment</span> <span>&ndash; of people, of countries and of ideas.</span></p> <p align="justify"><span>Allow me to thank you again for inviting me to this meeting and giving me this opportunity to share with you my thoughts about gender equality and the empowerment of women. Sisterhood and solidarity seem to me to be the core values of Soroptimist International, women around the world truly need a global voice and I wish you all the luck in the world in the good work you are all doing.</span></p> <p align="justify"><span>Thank you.</span></p> <br /> <br />

2008-06-04 00:00:0004. júní 2008Leiðtogafundur Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna í Róm

<p align="center"><strong><span>Address of H. E. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>Minister for Foreign Affairs and External Trade of Iceland,</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>At the High Level Conference on World Food Security:</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>The Challenges of Climate Change and Bioenergy,</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>Rome</span></strong><strong><span>3 &ndash; 5 June 2008</span></strong></p> <p align="justify"><span>Ladies and Gentlemen</span></p> <p align="justify"><span>The rising price of food has an impact on all families arou<img class="right" title="ISG_FAO" alt="Ingibjörg Sólrún Gísladóttir í ræðustól á leiðtogafundi Matvæla- og landabúnarðstofnunar Sameinuðu þjóðanna" src="/media/utanrikisraduneyti-media/media/Frettamyndir/medium/ISG_FAO.JPG" />nd the<br /> </span> <span>world. Failure to address this properly would cause a major reversal for development and have considerable implications for peace and security across the globe. Failure to act is therefore not an option.</span></p> <p align="justify"><span>Climate change, rising food prices and increased demand for energy threaten economic and political stability in many vulnerable areas. This complex situation requires strong leadership and coordination. The initiative and involvement of all relevant parts of the United Nations system will be essential.</span></p> <p align="justify"><span>Iceland therefore welcomes wholeheartedly the initiative taken by FAO here today.</span></p> <p align="center"><span>- o -</span></p> <p align="center"><span>Coming from a food producing and exporting country, which also relies heavily on food imports from all corners of the world I wish to emphasize the importance of free trade for food security.</span></p> <p align="justify"><span>My Government has made a determined effort to make free trade agreements, bilateral and multilateral, which take into account Parties&rsquo; diverse level of development. It must be ensured that the developing countries are active participants in the global food trade, and furthermore that within the framework of WTO negotiations the developing countries gain from trade liberalisation. We, who now belong to the so-called developed world must also bear in mind the market protection of our formative years, and respect today the disparities between different parts of the world.</span></p> <p align="justify"><span>Commercial market forces, such as supermarket chains, now play a larger role than ever in contributing to Food Security. The private sector needs to shoulder its responsibilities and act in a sustainable manner. This is especially important, since increased investment in agriculture is of paramount importance in feeding the world.</span></p> <p align="center"><span>- o -</span></p> <p align="justify"><span>Every country and each nation has to revise and adapt to the new challenges of our age. Iceland has concentrated its efforts mainly in three fields:</span></p> <p align="justify"><span><span>1) <span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span></span></span> <span>Fisheries management and utilization of living marine resources,</span></p> <p align="justify"><span><span>2)<span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span></span></span> <span>active development of renewable energy sources,</span></p> <p align="justify"><span><span>3)<span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span></span></span> <span>soil conservation technology.</span></p> <p align="justify"><span>I wish to point out that my country has progressed from being one of the poorest in Europe at the beginning of the century and defined as a developing country until the seventies to being number ONE on the annual UNDP Human Development Index. We acknowledge what it took to bring about such a transformation, and we hope to share some hard learned lessons and apply know-how wherever it is welcomed and wished for.</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>There are vast untapped geothermal resources around the world. In close to one hundred countries, geothermal energy is found in some form or another. To give you an example: The current production of geothermal power in the vast East African Rift Valley area is only 150 MW. The potential, however, is estimated close to 14 thousand MW. My Government promotes the utilization of geothermal energy through the UN University Geothermal Training Programme, in which almost 400 people from over 40 countries have participated.</span></p> <p align="justify"><span>The rising demand for energy must be met with the development of alternative energy resources that are renewable and sustainable. Agricultural food production capacity should not be converted into producing biofuel. It would be a short-sighted answer to the problem of carbon emissions.</span></p> <p align="justify">Land degradation, to an extent, can be reversed. Iceland has over 100 years of experience in reclaiming land from erosion through the oldest Soil Conservation Service in the world. Last year, a new training programme on land restoration was initiated in Iceland with the objective of becoming a part of the United Nations University system within a few years.</p> <p align="justify">Fish is one of the most valuable sources of nutrition and income for developing countries. Ninety-five per cent of those who live from fisheries are in the developing world and a billion people depend on fisheries for their main intake of protein. The share of the developing countries in the export of fish and fishery products is over 50%, with the net income of more than 20 billion USD. The fact that the earnings from these products for the developing countries exceed the foreign exchange revenues earned from any other major traded food commodity demonstrates the high value of fishery products. <span>&nbsp;</span>We have cooperated with many developing countries in building up their capacity in fisheries through the UN University Fisheries Training Programme in Iceland.</p> <p align="center">- o -</p> <p align="justify"><span>Ladies and Gentlemen</span></p> <p align="justify"><span>The international community is increasingly aware of the gender aspect of climate change. The poor will be most affected by climate change and 70 % of the world&rsquo;s poor are women. The effect of climate change on gender equality and women&rsquo;s empowerment could be profound, given their central role in food production, and could diminish considerably the progress we have made so far in securing gender equality. We need to strengthen the role of women in the decision-making process on sustainable development, including climate change. Women need to have equal access to training, credit and skills programmes to ensure their full participation in climate change initiatives.</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Ladies and Gentlemen,</span></p> <p align="justify"><span>The year 2008 has already become the point in time when the world community realised fully the fundamental urgency of ensuring food security around the planet. One day we may count our blessings and be thankful for the wake-up call we got in 2008 - if we indeed prove to be able to make use of it.</span></p> <p align="justify"><span>This conference has already succeeded by deepening our understanding of the complex linkages between hunger and climate change and between effective food production and sustainable harnessing of resources. Iceland aims to be a responsible member of the world community, a diligent policy applicator and a supporter to those who need and deserve a new deal in the globalised economy.<span>&nbsp;&nbsp;</span><span>&nbsp;</span></span></p> <br /> <br />

2008-05-09 00:00:0009. maí 2008Frumvarp um alþjóðlegar þvingunaraðgerðir

<p>Virðulegi forseti. Með frumvarpi þessu er lagður til heildarrammi um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða, hvort sem þær stafa frá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, pólitísku samstarfi við Evrópusambandið eða aðrar alþjóðastofnanir eða frá ríkjahópum.</p> <p>Gert er ráð fyrir að frumvarpið leysi af hólmi gildandi lög um framkvæmd fyrirmæla öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, nr. 5/1969.</p> <p>Markmið alþjóðlegra þvingunaraðgerða er að tryggja frið og öryggi og bera virðingu fyrir mannréttindum og mannfrelsi. Á undanförnum árum hefur þvingunaraðgerðum verið beitt í auknum mæli, einkum af hálfu öryggisráðsins en viss þáttaskil urðu í þessum efnum eftir lok kalda stríðsins og svo aftur í kjölfar hryðjuverkaárásanna í Bandaríkjunum 11. september 2001.</p> <p>Helstu dæmi um alþjóðlegar þvingunaraðgerðir eru viðskiptabann, bann við útflutningi á vopnum, ferðabann og frysting fjármuna og annarra eigna. Samkvæmt 2. gr. frumvarpsins skal utanríkisráðherra gera þær ráðstafanir sem eru nauðsynlegar til þess að framkvæma ályktanir öryggisráðsins um þvingunaraðgerðir sem ekki eru hernaðarlegar og samþykktar eru skv. 41. gr. sáttmála Sameinuðu þjóðanna.</p> <p>Þar sem umræddar ályktanir öryggisráðsins eru bindandi að þjóðarétti er mikilvægt að framkvæma þær eins fljótt og auðið er. Er því lagt til í frumvarpinu að ráðherra, að höfðu samráði við ríkisstjórn, hafi áfram heimild til að grípa til nauðsynlegra aðgerða í þessu tilviki án þess að ráðfæra sig fyrst við Alþingi. Þær þvingunaraðgerðir sem Ísland framkvæmir á grundvelli þessa ákvæðis skulu hins vegar reglulega kynntar fyrir utanríkismálanefnd, enda varða þær mikilvæg utanríkismál, svo sem alþjóðlegt samstarf til að stuðla að friði og öryggi og utanríkisviðskipti íslenskra aðila.</p> <p>Í þeim tilvikum sem öryggisráðið hefur ekki mælt fyrir um bindandi aðgerðir gætu stjórnvöld viljað taka þátt í samstöðu meðal ríkja um að grípa til aðgerða sem ekki eru hernaðarlegar til þess að takast á við tiltekna ógn við frið, öryggi og mannréttindi í heiminum.</p> <p>Hér getur verið um að ræða tilmæli frá öryggisráðinu sem eru ekki bindandi eða ályktanir um sameiginlega afstöðu eða sameiginlegar aðgerðir í utanríkis- og öryggisstefnu Evrópusambandsins. Einnig getur verið um að ræða ályktun frá öðrum alþjóðastofnunum, t.d. Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu eða tilteknum ríkjahópum eins og Norðurlöndunum um beitingu þvingunaraðgerða. Með ákvæði 3. gr. frumvarpsins er lagt til að ráðherra hafi heimild, að fengnu samþykki ríkisstjórnar, til að framkvæma aðgerðir sem eru ákveðnar af alþjóðastofnunum eða ríkjahópum. Heimildin takmarkast við aðgerðir sem samþykktar eru til að viðhalda friði og öryggi og/eða tryggja virðingu fyrir mannréttindum og mannfrelsi.</p> <p>Þar sem þátttaka Íslands í þvingunaraðgerðum á grundvelli þessa ákvæðis byggist ekki á þjóðréttarlegri skyldu, heldur mati og vilja ráðherra, þykir rétt að haft sé samráð við utanríkismálanefnd um fyrirætlunina áður en hún er tekin til framkvæmdar. Samráð við utanríkismálanefnd er talið mikilvægt, m.a. vegna þess að við ákvörðun um að taka þátt í alþjóðlegum þvingunaraðgerðum þarf að fara fram ákveðið hagsmunamat. Veigamiklum viðskiptahagsmunum íslenskra aðila gæti verið ýtt til hliðar til að stuðla að friði og öryggi. Þá getur þvingunaraðgerð haft í för með sér skerðingu á mannréttindum, svo sem eignarrétti, ferðafrelsi og athafnafrelsi. Samráð við Alþingi við slíkar aðstæður er í samræmi við þróun í þá átt að auka þátttöku þjóðþinga í að meta hvort ríki eigi að taka þátt í alþjóðlegum þvingunaraðgerðum.</p> <p>Á undanförnum árum hefur farið fram mikið starf á vegum alþjóðastofnana, ríkja og samtaka til að styrkja og samræma beitingu alþjóðlegra þvingunaraðgerða. Á meðal niðurstaðna þessa starfs eru tilmæli um að ríki noti stjórnvaldsfyrirmæli við framkvæmd á þvingunaraðgerðum þar sem of tímafrekt sé að setja ný lög um hverja ályktun alþjóðasamfélagsins um þvingunaraðgerð. Þessi aðferð er í samræmi við framkvæmd á meðal annarra norrænna ríkja en þau innleiða öll ályktanir um þvingunaraðgerðir með slíkum hætti.</p> <p>Samkvæmt núgildandi lögum, nr. 5/1969, eru fyrirmæli öryggisráðsins framkvæmd með auglýsingu. Í 4. gr. þessa frumvarps er hins vegar lagt til að sett verði reglugerð vegna ályktunar um þvingunaraðgerðir, hvort sem um er að ræða ályktun öryggisráðsins, alþjóðastofnunar eða tiltekins ríkjahóps. Þykir reglugerð hentugri en auglýsing þar sem reynslan sýnir að þvingunaraðgerðir geta haft töluverð áhrif á réttarstöðu aðila í lengri tíma. Ekkert er því hins vegar til fyrirstöðu að birta bannlista, t.d. með nöfnum aðila sem þvingunaraðgerð beinist gegn, í auglýsingu til að komast hjá því að taka upp texta allrar reglugerðarinnar í hvert skipti sem breytingar eru gerðar á listanum.</p> <p>Í 4. gr. eru afmörkuð þau svið athafna sem heimilt er að banna með reglugerð, en nánari útfærslu verknaðarlýsingar verður að finna í reglugerðunum. Er þetta í samræmi við þá framkvæmd sem tíðkast í Evrópu, m.a. annars staðar á Norðurlöndunum.</p> <p>Í 10. gr. frumvarpsins er kveðið á um viðurlög við brotum gegn boði eða banni sem mælt er fyrir um í reglugerðum settum á grundvelli 4. gr. Lagt er til að refsiramminn verði hækkaður frá því sem er í lögum nr. 5/1969 þar sem vægi þvingunaraðgerða í að tryggja frið, öryggi og virðingu fyrir mannréttindum hefur stóraukist á undanförnum árum.</p> <p>Þá valda hnattvæðing og vaxandi umsvif íslenskra aðila erlendis því að Ísland hefur ríka öryggishagsmuni af því að þvingunaraðgerðir séu virtar og nái markmiðum sínum. Viðurlög við umræddum brotum verða að vera í samræmi við þessa þróun og þá hagsmuni sem eru í húfi.</p> <p>Ég legg til, virðulegi forseti, að að lokinni þessari umræðu verði frumvarpinu vísað til hv. utanríkismálanefndar.</p> <br /> <br />

2008-05-09 00:00:0009. maí 2008Samfélagsleg ábyrgð íslenskra fyrirtækja

<p align="justify"><span>Ladies and gentlemen,</span></p> <p align="justify"><span>It is a pleasure to see so many of you here today. As you know, this meeting takes place within a bi-annual framework where the Minister for Foreign Affairs meets with Icelandic businesses in order to discuss matters of common interest. At our last meeting, we discussed Iceland&rsquo;s image abroad. Today&rsquo;s topic is of different nature, but equal importance: Corporate social responsibility.</span></p> <p align="justify"><span>This time around we Icelanders are not alone; on our impressive list of speakers we are privileged to have high-profile participants from international organisations and Nordic companies. We also have a large group of representatives from many of the leading Nordic companies present here today.</span></p> <p align="justify"><span>Dear guests from abroad.</span></p> <p align="justify"><span>Allow me to welcome you warmly to Iceland. I am confident that your views and experience on how to attain more ethical and sustainable business practices will be an important input into our discussion today on corporate social responsibility.</span></p> <p align="justify"><span>Icelandic firms are relative newcomers in the internationalized business community. In a time span of only few years, they have gone from being local firms to large international players, operating in countries all around the world. In fact, Icelandic companies employ approximately as many people abroad as here in Iceland. This rapid expansion has radicalized the Icelandic business environment, and created new opportunities and new global challenges.</span></p> <p align="justify"><span>As most of the Nordic firms present here today, Icelandic companies are a part of a global reality in their daily activities, and need to consider global issues such as human rights, the protection of the environment and various ethical questions that come up when doing business in different countries and distant cultures. Ethics are deeply rooted in Nordic business culture and Nordic companies are at the forefront in maintaining a high standard in their business practices. But there is always room for improvement.</span></p> <p align="justify"><span>For many years &ndash; Corporate social responsibility (CSR) was suspected of being primarily a public-relations tool and high-profile philanthropy. This doubt has been overcome. Today, CSR is widely recognized as a successful business strategy and an efficient way to manage risks within the business world, the international community and governments. CSR has become more and more integrated into core business practices. That is indeed a very positive development, because CSR draws its strength from being voluntary and business driven.</span></p> <p align="justify"><span>But if CSR is business driven, what is the role of governments in promoting ethical and environmentally sustainable business practices in the private sector? In my opinion, governments have a crucial role to play in promoting these issues and encouraging their companies to take them seriously.</span></p> <p align="justify"><span>Our responsibility becomes even more important in times of crisis. Let us take for example the current global food shortage. This crisis has to be taken seriously and resolved in co-operation between the public and the private sector. Business actors need to shoulder their responsibility and act in a sustainable manner. The fight against global warming is another example. Governments need to act as a catalyst for change, and encourage and support companies to take full responsibility for their actions.</span></p> <p align="justify"><span>The Ministry for Foreign Affairs has always had good relations with the Icelandic business community and made an effort to support it in the process of globalization. The Icelandic government has for example, in close co-operation with local business organizations and the companies themselves, worked towards increasing awareness and information about the fundamental strength of the Icelandic economy. One way to further solidify Iceland&rsquo;s image internationally is to encourage Icelandic companies to take the lead in corporate citizenship and one of our duties here at the Ministry is to inform about guidelines from the international community.</span></p> <p align="justify"><span>That is why the ministry for foreign affairs works towards enhancing good business practices in co-operation with international organisations. The ministry is currently working with the United Nations Development Program (UNDP) on promoting several international initiatives on corporate social responsibility and development. Global Compact is the best known UN initiative and is well known to many of you. In that context we are privileged to have here with us today Mr. Mads Øvlisen, a member of the Global Compact Board.</span></p> <p align="justify"><span>Another UN initiative that is perhaps very interesting for the financial sector is the <strong><em>Principle for Responsible Investment</em> (PRI)</strong>, which is an initiative designed particularly for individual and institutional investors. It was designed by a group of international investors in co-operation with the UN and is, similarly to Global Compact, based on voluntary signature. The PRI provides for a framework for investors to include environmental, social and corporate governance concerns in their investments. Iceland is rich of investors in terms of per capita numbers, and I encourage them to study this initiative carefully.</span></p> <p align="justify"><span>The third initiative that the ministry is currently working on is a co-operation program with UNDP, the <strong><em>Nordic Business Outreach</em></strong><em>.</em> Iceland&#39;s development co-operation efforts have increased in scope and volume in recent years, emphasizing on education, health, gender equality and sustainable development. The <strong><em>Nordic Business Outreach</em></strong> has the objective to add the Icelandic private sector to the equation. The project harnesses the power, capacity, innovation and resources of the private sector for development purposes. It furthermore utilises the legitimacy, convening power and network of the United Nations. By combining these two forces, it is possible to create synergies and achieve greater results than each actor could reach by himself.</span></p> <p align="justify"><span>The overall objective of the <strong><em>Nordic Business Outreach</em></strong> program is to contribute to the UN Millenium Development Goals: eradicate extreme poverty, reduce child mortality and secure environmental sustainability for the year 2015. Denmark joined the project in 2003, Norway in 2005 and Iceland in 2007. I am proud to say that Icelandic companies have met ideas of partnerships for development with an open mind. The Ministry has already engaged in promising discussions on actual partnerships.</span></p> <p align="justify"><span>The Ministry for Foreign Affairs is by no means the only actor in Iceland when it comes to promoting discussion and action on corporate social responsibility. Icelandic firms have joined hands with Reykjavik University and created a Centre for Corporate Social Responsibility, with the participation of the Ministry for Foreign Affairs though. I have the privilege to announce that the centre will be launched here today. In my view, this is truly an encouraging step. Private actors benefit greatly from discussing the challenges and opportunities of being responsible citizens in a globalized world.<span> </span> The fact that the Icelandic Centre for Corporate Social Responsibility is driven by Icelandic businesses is indeed very promising for the future of good business practices in Iceland and abroad.</span></p> <p align="justify"><span>Dear guests,</span></p> <p align="justify"><span>It is my hope that this meeting will act as an inspiration. I am confident that Icelandic companies will from now on increasingly follow the lead of their Nordic peers, and apply innovative mindset to create sustainable and socially responsible business models. That would truly be in our common global benefit.<span> </span></span></p> <p><span>Thank you.</span></p> <br /> <br />

2008-05-09 00:00:0009. maí 2008Samfélagsleg ábyrgð íslenskra fyrirtækja

<p><span>Ladies and gentlemen,</span></p> <p><span>It is a pleasure to see so many of you here today. As you know, this meeting takes place within a bi-annual framework where the Minister for Foreign Affairs meets with Icelandic businesses in order to discuss matters of common interest. At our last meeting, we discussed Iceland&rsquo;s image abroad. Today&rsquo;s topic is of different nature, but equal importance: <span></span>Corporate social responsibility.</span></p> <p><span>This time around we Icelanders are not alone; on our impressive list of speakers we are privileged to have high-profile participants from international organisations and Nordic companies. We also have a large group of representatives from many of the leading Nordic companies present here today.</span></p> <p><span>Dear guests from abroad.</span></p> <p><span>Allow me to welcome you warmly to Iceland. I am confident that your views and experience on how to attain more ethical and sustainable business practices will be an important input into our discussion today on corporate social responsibility.</span></p> <p><span>Icelandic firms are relative newcomers in the internationalized business community. In a time span of only few years, they have gone from being local firms to large international players, operating in countries all around the world. In fact, Icelandic companies employ approximately as many people abroad as here in Iceland. This rapid expansion has radicalized the Icelandic business environment, and created new opportunities and new global challenges.</span></p> <p><span>As most of the Nordic firms present here today, Icelandic companies are a part of a global reality in their daily activities, and need to consider global issues such as human rights, the protection of the environment and various ethical questions that come up when doing business in different countries and distant cultures. Ethics are deeply rooted in Nordic business culture and Nordic companies are at the forefront in maintaining a high standard in their business practices. But there is always room for improvement.</span></p> <p><span>For many years &ndash; Corporate social responsibility (CSR) was suspected of being primarily a public-relations tool and high-profile philanthropy. This doubt has been overcome. Today, CSR is widely recognized as a successful business strategy and an efficient way to manage risks within the business world, the international community and governments. CSR has become more and more integrated into core business practices. That is indeed a very positive development, because CSR draws its strength from being voluntary and business driven.</span></p> <p><span>But if CSR is business driven, what is the role of governments in promoting ethical and environmentally sustainable business practices in the private sector? In my opinion, governments have a crucial role to play in promoting these issues and encouraging their companies to take them seriously.</span></p> <p><span>Our responsibility becomes even more important in times of crisis. Let us take for example the current global food shortage. This crisis has to be taken seriously and resolved in co-operation between the public and the private sector. Business actors need to shoulder their responsibility and act in a sustainable manner. The fight against global warming is another example. Governments need to act as a catalyst for change, and encourage and support companies to take full responsibility for their actions.</span></p> <p><span>The Ministry for Foreign Affairs has always had good relations with the Icelandic business community and made an effort to support it in the process of globalization. The Icelandic government has for example, in close co-operation with local business organizations and the companies themselves, worked towards increasing awareness and information about the fundamental strength of the Icelandic economy. One way to further solidify Iceland&rsquo;s image internationally is to encourage Icelandic companies to take the lead in corporate citizenship and one of our duties here at the Ministry is to inform about guidelines from the international community.</span></p> <p><span>That is why the ministry for foreign affairs works towards enhancing good business practices in co-operation with international organisations. The ministry is currently working with the United Nations Development Program (UNDP) on promoting several international initiatives on corporate social responsibility and development. Global Compact is the best known UN initiative and is well known to many of you. In that context we are privileged to have here with us today Mr. Mads Øvlisen, a member of the Global Compact Board.</span></p> <p><span>Another UN initiative that is perhaps very interesting for the financial sector is the <strong><em>Principle for Responsible Investment</em> (PRI)</strong>, which is an initiative designed particularly for individual and institutional investors. It was designed by a group of international investors in co-operation with the UN and is, similarly to Global Compact, based on voluntary signature. The PRI provides for a framework for investors to include environmental, social and corporate governance concerns in their investments. Iceland is rich of investors in terms of per capita numbers, and I encourage them to study this initiative carefully.</span></p> <p><span>The third initiative that the ministry is currently working on is a co-operation program with UNDP, the <strong><em>Nordic Business Outreach</em></strong><em>.</em> Iceland&#39;s development co-operation efforts have increased in scope and volume in recent years, emphasizing on education, health, gender equality and sustainable development. The <strong><em>Nordic Business Outreach</em></strong> has the objective to add the Icelandic private sector to the equation. The project harnesses the power, capacity, innovation and resources of the private sector for development purposes. It furthermore utilises the legitimacy, convening power and network of the United Nations. By combining these two forces, it is possible to create synergies and achieve greater results than each actor could reach by himself.</span></p> <p><span>The overall objective of the <strong><em>Nordic Business Outreach</em></strong> program is to contribute to the UN Millenium Development Goals: eradicate extreme poverty, reduce child mortality and secure environmental sustainability for the year 2015. Denmark joined the project in 2003, Norway in 2005 and Iceland in 2007. I am proud to say that Icelandic companies have met ideas of partnerships for development with an open mind. The Ministry has already engaged in promising discussions on actual partnerships.</span></p> <p><span>The Ministry for Foreign Affairs is by no means the only actor in Iceland when it comes to promoting discussion and action on corporate social responsibility. Icelandic firms have joined hands with Reykjavik University and created a Centre for Corporate Social Responsibility, with the participation of the Ministry for Foreign Affairs though. I have the privilege to announce that the centre will be launched here today. In my view, this is truly an encouraging step. Private actors benefit greatly from discussing the challenges and opportunities of being responsible citizens in a globalized world.<span>&nbsp;</span> The fact that the Icelandic Centre for Corporate Social Responsibility is driven by Icelandic businesses is indeed very promising for the future of good business practices in Iceland and abroad.</span></p> <p><span>Dear guests,</span></p> <p><span>It is my hope that this meeting will act as an inspiration. I am confident that Icelandic companies will from now on increasingly follow the lead of their Nordic peers, and apply innovative mindset to create sustainable and socially responsible business models. That would truly be in our common global benefit.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Thank you.</span></p> <br /> <br />

2008-04-08 00:00:0008. apríl 2008Ísland gangi fram af styrk

<p align="center"><strong><span>Ísland gangi fram af styrk</span></strong></p> <p align="center"><strong><span></span></strong></p> <p align="justify"><span>Virðulegi forseti,</span></p> <p align="justify"><span>Utanríkisráðherra Íslands hefur fjögur meginmálasvið sem víða í öðrum löndum eru hvert um sig sérstakt ráðuneyti. Þetta eru alþjóðastjórnmál, alþjóðaviðskipti, varnarmál og þróunarsamvinna.</span></p> <p align="justify"><span>Mikilvægt er að snúa þessu fjölþætta verksviði upp í styrk fyrir íslenska hagsmuni með skýrri stefnumörkun.</span></p> <p align="justify"><span>Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er lýst stuðningi við aukið frelsi í alþjóðaviðskiptum, að Íslandi taki forystu í baráttunni gegn mengun hafsins og í alþjóðastarfi til að bregðast við loftslagsbreytingum. Þá er virðing fyrir mannréttindum, aukin þróunarsamvinna og friðsamleg lausn deilumála skilgreind sem nýir hornsteinar í íslenskri utanríkisstefnu.</span></p> <p align="justify"><span>Frá því að ríkisstjórnin tók við völdum fyrir rétt tæpu ári hefur markvisst verið unnið að því að hrinda þessum stefnumiðum í framkvæmd, og vísa ég til skýrslu minnar sem lögð hefur verið fram á Alþingi. Lögð er áhersla á frumkvæði í stað viðbragða, á innri samkvæmni og festu í málflutningi. Áhersla er sett á mikilvægi virks milliríkjasamstarfs á grundvelli þjóðaréttar og á ábyrga þátttöku í alþjóðasamstarfi sem byggist á þríþættum styrkleika Íslands:</span></p> <p align="justify"><span><span>1.<span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span></span></span> <span>Reynslu á sviði sjálfbærrar nýtingar sjávarauðlinda.</span></p> <p align="justify"><span><span>2.<span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span></span></span> <span>Þekkingu af nýtingu endurnýjanlegrar orku.</span></p> <p align="justify"><span><span>3.<span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span></span></span> <span>Merka sögulega áfanga í jafnréttisbaráttu kvenna og sterka ímynd íslenskra kvenna.</span></p> <p align="justify"><span>Dæmi um nýtt verkefni í utanríkisráðuneytinu sem byggir á þessari aðferðarfræði er eyjaverkefnið svokallaða. Smáeyþróunarríki eru í hópi þeirra samfélaga sem búa við hvað mesta ógn vegna loftslagsbreytinga og eru jafnframt í hópi fátækustu ríkja heims. Markmiðið er að koma til móts við óskir þessara ríkja í Karíba- og Kyrrahafi, og í náinni samvinnu við heimamenn er ætlunin að vinna að auðlindastjórnun, orku- og umhverfismálum, og jafnréttismálum.</span></p> <p align="justify"><span>Ég vil einnig hér í upphafi máls míns víkja að tveimur grundvallarfrumvörpum á sviði utanríkismála sem eru nú til meðferðar hér á hinu háa Alþingi.</span></p> <p align="justify"><span>Annars vegar eru það frumvarp til varnarmálalaga og ég fagna sérstaklega breiðum stuðningi sem fram kom við það mál við afgreiðslu úr utanríkismálanefnd. Hins vegar vil ég nefna frumvarp til laga um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands sem færa mun <span>&nbsp;</span>starfsumhverfi Íslendinga á sviði þróunarmála til samræmis við það sem best gerist í heiminum.</span></p> <p align="justify"><span>Þá vil ég greina frá því að í gær ritaði forsætisráðherra bréf til formanna þeirra stjórnmálaflokka sem sæti eiga á Alþingi og tilkynnti um nýtt reglubundið samráð þeirra um þjóðaröryggismál. Er gert ráð fyrir að þeir hittist vor og haust til að fjalla um stöðu og þróun mála varðandi þjóðaröryggi og hættumat, stöðu mála innan alþjóðastofnana og samráð við helstu samstarfsríki. Þetta samráð mun koma til viðbótar öflugu starfi utanríkismálanefndar. Með þessu er komin til framkvæmda yfirlýsing ríkisstjórnarinnar úr stjórnarsáttmála. Eftir sem áður er til sérstakrar skoðunar hvernig almennt megi stuðla að auknum rannsóknum á sviði öryggis- og varnarmála þannig að ákvarðanir í þessum málaflokki séu teknar á grundvelli góðrar yfirsýnar og bestu þekkingar á hverjum tíma.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p align="center"><strong><span>II.</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>Virkrar utanríkisstefnu er þörf</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>&nbsp;</span></strong></p> <p align="justify"><span>Virðulegi forseti,</span></p> <p align="justify"><span>Ímyndarnefnd forsætisráðherra skilaði skýrslu sinni og tillögum í gær. Þar kemur fram að ímynd Íslands er jákvæð en ekki að sama skapi sterk á alþjóðavettvangi. Þótt ásýnd Íslands sé jákvæð hjá þeim sem til þekkja þá vita of fáir hversu traustir innviðir íslensks samfélags eru.</span></p> <p align="justify"><span>Tómarúmið um Ísland hefur verið of mikið, of lengi, og erlendir fjölmiðlar skálda í eyðurnar.<span>&nbsp;&nbsp;</span></span></p> <p align="justify"><span>Það er m.a. við þessar aðstæður sem &bdquo;íslenska álagið" svonefnda verður til og hætt er við að trúverðugleikavandi færist yfir Ísland í heild og það sem frá Íslandi kemur.</span></p> <p align="justify"><span>Undirliggjandi er hugmynd um Ísland sem skrítið og vanþróað samfélag. Við þessu er eitt og aðeins eitt svar: Að halda sig ekki til hlés heldur ganga einbeitt fram fyrir skjöldu. Hagsmunir okkar Íslendinga af að sækja fram á alþjóðavettvangi mælast nú augljóslega í milljörðum.<span>&nbsp;</span> Við þurfum sjálf að fylla í eyðurnar með því að tala röddu sem aðrir heyra og gefa fordæmi sem tekið er eftir.</span></p> <p align="justify"><span>Þjóð sem stjórnar vel eigin efnahagslífi, auðlindanýtingu, umhverfisvernd, heilbrigðis- og menntakerfi hefur margt fram að færa í milliríkjasamskiptum. Þjóð sem skilar starfi á vettvangi Sameinuðu þjóðanna með sóma hlýtur að hafa byggt upp sterka innviði heimafyrir.</span></p> <p align="justify"><span>Ég nefni þetta vegna þess að stundum er látið að því liggja að Ísland eigi helst ekki að kveða sér hljóðs á alþjóðavettvangi og eigi þar takmarkað erindi. Enn heyrist að Íslandi farnist best að taka aðeins þátt þegar um þröngt skilgreinda sérhagsmuni er að ræða. Þetta sjónarmið kann að hafa átt við hér áður fyrr, en ekki í dag.</span></p> <p align="justify"><span>Utanríkisstefna 21. aldar verður ekki byggð á hjásetu eða sérhagsmunum. Slík stefna er ekki einungis ábyrgðarlaus &ndash; hún er árangurslaus. Tímarnir hafa breyst, Ísland hefur breyst og fáir sakna fyrri tíma. Allt tal um að Ísland eigi ekki, geti ekki og megi ekki, dæmir sig sjálft og vitnar um óburðuga sjálfsmynd.</span></p> <p align="justify"><span>Ísland er skýrt dæmi um ríki sem notið hefur góðs af alþjóðlegri samvinnu og starfi alþjóðastofnana. Alþjóðlegur hafréttur færði okkur yfirráð á Íslandsmiðum, alþjóðlegir mannréttindadómstólar færðu okkur verulegar réttarbætur, samruni Evrópumarkaða gerbreytti íslensku atvinnulífi til hins betra og þróun vinnulöggjafar og umhverfisréttar innan ESB skilaði íslensku launafólki ávinningi og auðveldaði starf að umhverfismálum. <span>&nbsp;</span></span></p> <p align="justify"><span>Þessi framfaraskref voru ekki tilviljun heldur afrakstur af þrotlausu milliríkjasamstarfi Íslands við önnur ríki á vettvangi alþjóðastofnana. Hin leiðin er að gera eins og þursarnir í Pétri Gaut sem fóru aldrei út úr fjallinu sínu. Ibsen skrifar í þýðingu Einars Benediktssonar, með leyfi forseta:</span></p> <p align="justify"><span>&bdquo;Þar úti sem nótt fyrir árdegi víkur</span></p> <p align="justify"><span>er orðtakið: maður ver sjálfum þér líkur.</span></p> <p align="justify"><span>En meðal vor þar sem myrkt er öll dægur</span></p> <p align="justify"><span>er máltækið: Þursi ver sjálfum þér nægur.&rdquo;</span></p> <p align="justify"><span>&bdquo;Þursi ver sjálfum þér nægur&rdquo;? Háttvirtir alþingismenn. Þetta á ekki við um okkur Íslendinga sem hefur ævinlega farnast best, jafnt á sviði viðskipta sem menningar, þegar við höfum átt sem mest samskipti við umheiminn.</span></p> <p align="justify"><span>Ísland stendur í eldlínu alþjóðlegra efnahagsmála. Með okkur er fylgst um allan heim. Þessar aðstæður krefjast samstöðu þings og þjóðar um öflugan málflutning til að styrkja stöðu okkar.</span></p> <p><span><span>&nbsp;</span></span></p> <p align="center"><strong><span>III.</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>Afríka og aukin þátttaka kvenna</span></strong></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Háttvirtir alþingismenn,</span></p> <p align="justify"><span>Í utanríkisráðuneytinu er nú unnið að heildstæðri framkvæmdaáætlun um málefni Afríku. Áætlunin mun taka til þróunarsamstarfs hvers konar og friðarþróunar, en einnig til stjórnmálalegra samskipta við Afríkuríki. Það er álit mitt að við höfum að vissu leyti vanmetið stjórnmálalegt mikilvægi Afríkuríkja og einblínt um of á aðstoðarþáttinn í samskiptum okkar við þau.</span></p> <p align="justify"><span>Víða í álfunni er gróandi þjóðlíf með auknum hagvexti og vaxandi lýðræðislegum stjórnarháttum. Stjórnmálaleg samskipti okkar við ríki Afríku verða því sífellt mikilvægari og ekki skal vanmeta þá staðreynd að ríkin eru 53 talsins og hafa því umtalsvert vægi í atkvæðagreiðslum á alþjóðavettvangi.</span></p> <p align="justify"><span>Í tíð minni sem utanríkisráðherra hef ég sótt leiðtogafund Afríkusambandsins í Accra í Gana í júní 2007 og aftur í Addis Ababa í Eþíópíu í janúar 2008. Í síðasta mánuði sótti ég svo fund utanríkisráðherra Norðurlandanna og utanríkisráðherra tíu öflugustu lýðræðisríkja Afríku í Botswana en það var Anna Lindh, fyrrverandi utanríkisráðherra Svíþjóðar, sem átti frumkvæði að þessu pólitíska samráði.</span></p> <p align="justify"><span>Á síðasta ári fékk Ísland áheyrnaraðild að Afríkusambandinu. Til að fylgja því eftir og efla enn frekar samstarf Íslands við samtökin og einstök Afríkuríki hefur Ísland tilkynnt sérstakan fulltrúa með aðsetur í Addis Ababa næstu mánuðina, og gagnast það m.a. framboði Íslands til öryggisráðs SÞ. Sá fulltrúi verður Svavar Gestsson, fyrrverandi ráðherra, sem gegna mun starfinu samhliða sendiherrastörfum í Kaupmannahöfn.</span></p> <p align="justify"><span>Í heimsóknum mínum til Afríku hef ég skynjað sterkan samhljóm milli réttindabaráttu <span>&nbsp;</span>kvenna í ýmsum Afríkuríkjum og okkar hér norðar í veröldinni. Réttindi eða réttindaleysi kvenna, aðgangur þeirra að atvinnu og tækifæri til fjárhagslegs sjálfstæðis, heilbrigðis- og menntamál, allt eru þetta sömu málin og varða konur hvar sem er. Í síðasta mánuði heimsótti utanríkisráðherra Líberíu, Olubanke King Akerele, Ísland og lýsti á áhrifamikinn hátt fyrir okkur Íslendingum hversu mikilvægt kvenfrelsið er fyrir framfarir í Afríku. Frelsi undirokaðra hópa &ndash; hvort sem um er að ræða þjóðfrelsi eða kvenfrelsi - leysir mikinn kraft úr læðingi.</span></p> <p align="justify"><span>Ísland byggir baráttu sína fyrir auknum hlut kvenna í friðarferlum á ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1325 um konur, frið og öryggi. Aðgerðaáætlun Íslands um 1325 var gefin út fyrir skömmu og verkar á starf okkar á mörgum sviðum. Ályktunin er lykilmál í kosningabaráttu Íslands til öryggisráðsins.</span></p> <p align="justify"><span>Í þessu samhengi vil ég geta stuðnings við alþjóðlegt friðarráð palestínskra og íraelskra kvenna en fulltrúar þess heimsóttu Ísland fyrir skömmu og fjölluðu um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs. Ein ástæða þess að ákveðið var að bjóða þeim til landsins var að gefa innlendum stjórnmálamönnum og almenningi kost á því að kynnast starfi þeirra milliliðalaust.</span></p> <p align="justify"><span>Ásamt kvenforsetum, -forsætis, og utanríkisráðherrum nokkurra ríkja var mér boðið að gerast heiðursfélagi friðarráðsins og hef ég ákveðið að efna þá skyldu sem í því felst. Heimsókn mín til Mið-Austurlanda síðastliðið sumar og fundir með m.a. með Hanan Ashrawi, hinni virtu talskonu Palestínumanna, og ísraelskum þingmönnum, leiddu til þess að ég tók að mér þessa málafylgju.</span></p> <p align="justify"><span>Á föstudaginn kemur mun ég eiga fund með Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Á fundinum munum við ræða öryggis- og varnarmál, en einnig málefni norðurslóða og þau tækifæri sem felast í auknu viðskiptasamstarfi. Þá munum við ræða aðkomu kvenna að friðarferlum.</span></p> <p align="justify"><strong><span>&nbsp;</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>IV.</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>Heilindi og festa í utanríkismálum</span></strong></p> <p><em><span>&nbsp;</span></em></p> <p align="justify"><span>Mikið starf hefur verið unnið í því augnamiði að flétta mannréttindaáherslur inn í stefnu og aðgerðir okkar í ólíkum málaflokkum alþjóðamála, s.s. friðargæslu, þróunarsamvinnu, fríverslunarviðræður og málefni sjálfbærrar þróunar.</span></p> <p align="justify"><span>Átakamál í samtímanum varða oftast mannréttindi. Það er forsenda mannréttindastefnu að afstaða Íslands sé yfirveguð og skýr. Þegar ákvörðun er tekin í einstökum málum á það að ráða niðurstöðu sem helst skilar árangri.</span></p> <p align="justify"><span>Ég nefni þetta hér vegna þess að heyrst hafa háværar kröfur frá fámennum hópi um að Ísland eigi að ganga lengra heldur en önnur lönd í Evrópu og slíta einfaldlega stjórnmálasambandi við ríki sem gagnrýnd eru fyrir mannréttindabrot. Slík viðbrögð skila ekki endilega árangri en leiða augljóslega til áhrifaleysis, í einskis þágu. Þolendur mannréttindabrota um víða veröld eru engu bættari.</span></p> <p align="justify"><span>Vilji til að heimsækja átakasvæði, kynna sér aðstæður og eiga hreinskiptin samtöl við ráðamenn, verða til þess að það er hlustað. Í framhaldi af fundum mínum í Mið-Austurlöndum hef ég ítrekað sett fram áhyggjur Íslands og athugasemdir í beinum samtölum við ráðamenn, ýmist á fundum eða með símtölum. Ísland á ekki að slíta stjórnmálasambandi, heldur <em>beita því</em> í þágu friðsamlegrar lausnar deilumála.</span></p> <p align="justify"><span>Í þessu samhengi vil ég hér á Alþingi ítreka það sem ég hef þegar tjáð sendiherra Kína, að Ísland telur það þjóðréttarlega skyldu Kínverja að virða mannréttindi íbúa Tíbet.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p align="center"><strong><span>V.</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>Afganistan</span></strong></p> <p align="justify"><span>Háttvirtu þingmenn,</span></p> <p align="justify"><span>Í Afganistan fer fram umfangsmesta friðargæsluverkefni Sameinuðu þjóðanna á vegum alþjóðlegra öryggissveita undir stjórn NATO. Alþjóðaliðið starfar í Afganistan í umboði öryggisráðsins og er hlutverk þess að tryggja öryggi og stöðugleika þannig að uppbyggingarstarf geti fylgt í kjölfarið. Rétt er að minna á að fjöldi annarra ríkja utan NATO tekur virkan þátt í alþjóðaliðinu, ríki á borð við Finnland, Svíþjóð, Ástralíu, Nýja-Sjáland, Jórdaníu, Sviss og Austurríki.</span></p> <p align="justify"><span>Nýlega heimsótti ég Afganistan. Í ferðum mínum um landið, og í samræðum við afganska stjórnmálamenn, fulltrúa kvenna- og mannréttindasamtaka og fleiri skynjaði ég sterkt stærð og mikilvægi Afganistanmálsins.</span></p> <p align="justify"><span>Segja má að Afganistan sé samfélag þar sem þjóðfélagsgerðin er á 16. eða 17. aldar stigi. Viðleitni til að setja stjórnkerfi að bandarískri fyrirmynd með sterku miðstýringarvaldi forseta ofan á slíkt samfélag getur því seint gengið greiðlega. Og forseti Afganistan útnefnir ekki aðeins alla ráðherra heldur einnig alla héraðsstjóra og innanríkisráðherrann tilnefnir svo alla borgarstjóra. Þannig starfa þessir forystumenn án þess að nærsamfélagið fái að kjósa þá og þ.a.l. án lýðræðislegs eftirlits. Skref í lýðræðisátt er auðvitað gríðarleg framför frá hinni hörðu einræðisstjórn talibana, en alþjóðasamfélagið þarf að leita nýrra aðferða til að efla lýðræðismenningu í landinu og þar á Ísland að beita sér.</span></p> <p align="justify"><span>Fleiri vandamál blöstu við og vil ég sérstaklega nefna þrennt: Skort á samhæfingu aðgerða alþjóðaliðsins, að aðgerðir alþjóðaliðsins miðist betur við þarfir almennings, og spillingu í stjórnkerfinu.</span></p> <p align="justify"><span>Það segir sig sjálft að friðar- og uppbyggingastarf við þessar aðstæður er erfitt. Ýmsir hafa því orðið til þess að spyrja, af hverju er Ísland að taka þátt slíku starfi? Hvaða erindi á Ísland í Afganistan?</span></p> <p align="justify"><span>Að mínu mati er þessum spurningum auðsvarað.</span></p> <p align="justify"><span>Í fyrsta lagi er stöðugleiki í Afganistan sameiginlegt öryggismál alþjóðasamfélagsins en heimsbyggðin þekkir af reynslu afleiðingar þess þegar ríki í lamasessi verður skálkaskjól.<span>&nbsp;</span></span></p> <p align="justify"><span>Í öðru lagi ríkir breiðari samstaða ríkja á alþjóðavettvangi um uppbyggingarstarf í Afganistan en dæmi eru um. Sú samstaða kom skýrt fram á leiðtogafundi NATO í Búkarest sem sóttur var af um sextíu ríkjum. Öryggissveitirnar eru í landinu í umboði Sameinuðu þjóðanna og að beiðni afganskra stjórnvalda. Ísland er aðildarríki bæði SÞ og NATO og ber að axla sanngjarnar byrðar til jafns við aðra.</span></p> <p align="justify"><span>Í þriðja lagi skiptir framlag Íslands til aðstoðar íbúum Afganistan máli. Það er sammannleg skylda okkar að rétta íbúum þessa stríðshrjáða og sárfátæka lands hjálparhönd en hlaupast ekki á brott. Skeytingarleysi er ekki valkostur.</span></p> <p align="justify"><span>Fyrir skömmu skipaði aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna Norðmanninn Kai Eide sem sendimann sinn í landinu en hann er okkur Íslendingum að góðu kunnur.<span>&nbsp;</span> Eide á að baki mikla reynslu í friðar- og uppbyggingarstarfi og miklar vonir eru bundnar við að honum takist að styrkja samstarf alþjóðasamfélagsins í landinu og ná betri árangri.<span>&nbsp;</span></span></p> <p align="justify"><span>Norðurlöndin hafa mikinn hug á að samhæfa framlag sitt í Afganistan og fellur það vel að áherslum Íslands.</span></p> <p align="justify"><span>Virðulegi forseti,</span></p> <p align="justify"><span>Eftir ferð mína er ég sannfærð um að Íslendingar vinna frábært starf í Afganistan. Í fátæku landi skiptir t.a.m. smíði 20 lítilla vatnsaflsvirkjana miklu máli fyrir lífsgæði og heilsu fólks. Í félagslegri ráðgjöf af ýmsu tagi og réttaraðstoð, einkum við konur og fjölskyldur, felst einnig frábært starf. Ég er stolt af störfum íslenskra friðargæsluliða í Afganistan eftir að hafa séð þau með eigin augum.</span></p> <p align="justify"><span>Unnið er að gerð starfsáætlunar Íslands um stuðning við friðar- og uppbyggingarstarf í Afganistan á tímabilinu 2008-2010. Í henni felast nýjar áherslur. Annars vegar er um að ræða langtímaframlag <em></em>til þriggja ára sem auðveldar allt skipulag og framkvæmd. Hins vegar er sú stefna mörkuð að verkefni íslenskra friðargæsluliða lúti einkum að mannréttindamálum, þróunarverkefnum og uppbyggingarstarfi í samvinnu við alþjóðastofnanir, frjáls félagasamtök og heimamenn. Ég vonast til að geta kynnt utanríkismálanefnd þessa áætlun á næstunni.&nbsp;</span><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p align="center"><strong><span>VI.</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>Framboðið til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna</span></strong></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Virðulegi forseti,</span></p> <p align="justify"><span>Lokaspretturinn í framboði Íslands til öryggisráðs SÞ er hafinn. Í október nk. verður kosið milli Íslands, Austurríkis og Tyrklands í tvö sæti í ríkjahópi vestrænna ríkja fyrir árin 2009-2010.</span></p> <p align="justify"><span>Ég get fullyrt að framboðið hefur mælst vel fyrir. Ísland hefur nú þegar fengið skrifleg vilyrði um stuðning frá á annað hundrað af 192 aðildarríkjum SÞ, en 2/3 hluta atkvæða þarf til að ná kjöri.</span></p> <p align="justify"><span>Reynsla annarra ríkja</span> <span><span>sýnir</span> að ekki er á <span>vísan</span> að róa í leynilegum kosningum af þessu tagi <span>né heldur geta ríki fagnað sigri fyrr en talið er upp úr kjörkössunum.</span> Til marks um þetta má nefna að í fyrra tókust Króatía og Tékkland á um <span>laust</span> sæti í öryggisráðinu og <span>bjuggust flestir fastlega</span> við því að Tékkland myndi hafa betur. <span>En þegar á hólminn var komið náðu Króatar kjöri þvert á allar horfur.</span> Þetta sýnir okkur að allt getur gerst og við stefnum ótrauð að því að halda okkar hlut.</span></p> <p align="justify"><span>Eðli málsins samkvæmt gera íslensk stjórnvöld í undirbúningi ráð fyrir því að<span>&nbsp;</span> svo geti farið að Íslandi taki sæti í öryggisráðinu strax í byrjun næsta árs. Á þessu ári hefur utanríkisþjónustan unnið að <span>gerð málefnayfirlits</span> <span>og greiningu</span> helstu umfjöllunarefna öryggisráðsins. <span>Þar standa upp úr</span> 31 átakamál og sex meginmálaflokka<span>r</span>. Komi til þess að við náum kjöri, þá fullyrði ég að við verðum tilbúin og með báða fætur á jörðinni.</span></p> <p align="justify"><span>Íslensk stjórnvöld hafa kappkostað að heyja málefnalega kosningabaráttu. Megináherslumál Íslands í framboðinu eru vernd almennra borgara á átakasvæðum, sér í lagi kvenna og barna; aukin aðkoma kvenna að friðarviðræðum og friðaruppbyggingu; og mikilvægi þess að mæta ógnum við öryggi í víðasta samhengi. Þá vill Ísland beita sér fyrir bættum og gegnsærri starfsháttum innan ráðsins.<span>&nbsp;</span></span></p> <p align="justify"><span>Framboð Íslands er öðrum þræði framboð smáríkis sem leggur áherslu á að lög og þjóðaréttur ráði samskiptum ríkja. Það er framboð ríkis sem hefur á grundvelli skynsamlegrar auðlindanýtingar hafið sig úr sárri fátækt til <span>velferðar</span>, og framboð herlauss ríkis sem vill leggja sitt af mörkum til friðsamlegra lausna deilumála og að ráðast gegn rótum átaka.</span></p> <p align="justify"><span>Fyllsta aðhalds hefur verið gætt í kostnaði við framboðið sem nú nemur um 250-300 milljónum króna frá árinu 2001. Fréttir hafa borist af því að keppinautar okkar í framboðinu reki dýra kosningabaráttu. Ég lýsi því yfir hér að Ísland mun ekki ástunda fjáraustur á lokasprettinum. Við munum halda okkar striki, á okkar forsendum.&nbsp;</span><span><span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span></span></p> <p align="justify"><span>Framboðið til öryggisráðsins hefur þegar skilað ávinningi til framtíðar. Samskipti Íslands við önnur ríki nær og fjær hafa aukist og síðan Ísland lýsti yfir framboði árið 1998 hefur verið stofnað til stjórnmálasambands við alls 75 ríki. Það eitt hefur haft ómæld áhrif til kynningar á okkar sjónarmiðum og hagsmunum. Að vera í framboði veitir aðgang.</span></p> <p align="justify"><span>Virðulegi forseti,</span></p> <p align="justify"><span>Þó utanríkisþjónustan beri hitann og þungann af öryggisráðsframboðinu hefur framlag annarra verið þýðingarmikið. Ráðherrar í ríkisstjórn og fjölmargir aðrir hafa verið óþreytandi við að kynna framboðið og afla því fylgis. Þá hefur forseti Íslands lagt framboðinu verulegt lið. Vil ég í þessu samhengi minnast á glæsileg verðlaun sem indversk stjórnvöld veittu honum í gær og eru verðskulduð viðurkenning.</span></p> <p align="justify"><span>Íslendingar hafa ávallt verið sammála um mikilvægi þess að taka þátt í starfi Sameinuðu þjóðanna.</span> <span>Framboðið til öryggisráðsins er eitt stærsta verkefni sem Ísland hefur ráðist í á alþjóðavettvangi. Stuðningur við framboðið hefur aukist umtalsvert <span>hér innanlands.</span> Það er mikilvægt að sem mest sátt ríki um öryggisráðsframboðið og ég vona að málefnaleg umræða muni áfram stuðla að því.</span></p> <p align="center"><strong><span>&nbsp;</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>VII.</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>Tökum áskoruninni</span></strong></p> <p align="justify"><span>Virðulegi forseti,</span></p> <p align="justify"><span>Saga Íslands í gegnum aldirnar kennir að landið, atvinnulíf þess og menning blómgast best þegar samskipti og samvinna við útlönd eru mest. Aldrei fyrr hafa þessi sannindi verið jafn skýr og augljós og nú þegar efnahagsmál og alþjóðamál eru eitt og sama verkefnið. Með virkri utanríkisstefnu í öllum málaflokkum byggðri á styrkleika Íslands nýtum við tækifærin og stöndust ágjöf hver sem hún er. Tökum þeirri áskorun fagnandi.</span></p> <br /> <br />

2008-04-02 00:00:0002. apríl 2008Ræður utanríkisráðherra á alþjóðlegri ráðstefnu um smáeyþróunarríki í Karíbahafi

<div class="single-news__big-image"><figure><a href="/media/utanrikisraduneyti-media/media/frambod/_DSC0124.JPG"><img src="/media/utanrikisraduneyti-media/media/frambod/_DSC0124.JPG?proc=singleNewsItem" alt="Mr. Sha Zukang, Under-Secretary of Economic and Social Affairs, Mrs. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Minister for Foreign Affairs of Iceland, and Mr. Christopher Sinckler, Foreign Minister of Barbados" class="media-object"></a><figcaption>Mr. Sha Zukang, Under-Secretary of Economic and Social Affairs, Mrs. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Minister for Foreign Affairs of Iceland, and Mr. Christopher Sinckler, Minister of Foreign Affairs of</figcaption></figure></div><p>I. <a href="/media/utanrikisraduneyti-media/media/Raedurogerindi/Opening_Address_delivered_by_Kristin_Arnadottir.doc">Opnunarræða</a> 25. mars 2008 (word, 34.5kb)</p> <p>II. <a href="/media/utanrikisraduneyti-media/media/Raedurogerindi/Special_Keynote_Address,_Minister_Gisladottir.doc">Inngangsræða</a> <em>Icelandic Development Co-operation with UNIFEM in Small Island Developing States</em>, 26. mars 2008 (word, 36.5kb)</p> <p>III. <a href="/media/utanrikisraduneyti-media/media/Raedurogerindi/Closing_remarks.doc">Lokaræða</a> 26. mars 2008 (word, 27.5kb)</p> <br /> <br />

2008-03-11 00:00:0011. mars 2008Islands økonomi, stærk og fleksibel

<div class="single-news__big-image"><figure><a href="/media/utanrikisraduneyti-media/media/Frettamyndir/ISG_i_Kaupmannahofn.jpg"><img src="/media/utanrikisraduneyti-media/media/Frettamyndir/ISG_i_Kaupmannahofn.jpg?proc=singleNewsItem" alt="ISG_i_Kaupmannahofn" class="media-object"></a><figcaption>Ingibjörg Sólrún Gísladóttir</figcaption></figure></div><p align="justify"><span>Det glæder mig at se hvor mange der er samlet her i dag.</span></p> <p align="justify"><span>Lige før jeg satte mig på flyet i går, fik jeg afleveret en ny meningsmåling, hvor der blev spurgt hvilken nation islændingene betragter som deres bedste venner. Svaret var: Danmark.</span></p> <p align="justify"><span>40 % synes, at Danmark står Island nærmest, 36 % svarede Færøerne. Dette er ikke nogen nyhed, Danmark er det land hvor vi tager hen for at studere, for at handle og nyde livet. Det er Danmark islændingene støtter i fodbold, hvis ikke Island spiller, og det er danske &rdquo;Forbrydelsen&rdquo;, der er den mest populære tv-serie i Island lige nu.</span></p> <p align="justify"><span>Jeg har længe set frem imod dette møde. Diskussionen om islandske investeringer i Danmark har været interessant, - den har berørt kernen i de to landes forhold og den fortæller også væsentlige ting om en ændrede forhold i en globaliseret verden.</span></p> <p align="justify"><span>Som udenrigsminister og partileder i Islands nye regering, bestående af landets to største partier, med et usædvanlig stærkt flertal i parlamentet og 73 % støtte blandt vælgerne, ifølge sidste Galluptal, så har det kriblet i mig efter at komme til Danmark og få et førstehånds indtryk af den danske debat.</span></p> <p align="center"><strong><span>II.</span></strong></p> <p align="justify"><span>Alle moderne politikere, i hvilket land som helst, oplever hvordan skellet mellem udenrigs- og indenrigspolitik viskes ud.</span></p> <p align="justify"><span>Sidste uge tilbragte jeg i Botswana i det sydligste Afrika, hvor jeg mødtes med udenrigsministrene fra bl.a. Sydafrika og Tanzania. Derfra fløj jeg til Bruxelles, hvor jeg deltog i NATO-landenes møde om udvidelsen mod øst, samt et møde af kvindelige ledere, arrangeret af EU&#39;s udenrigskommissær, hvor vi diskuterede kvinder, fred og sikkerhed, især nødvendigheden af, at kvinder får plads i Annapolis-fredsforhandlingerne i Mellemøsten. Liberias udenrigsminister fulgtes med mig til Island for at deltage i en indsamling blandt islandske kvinder til UNIFEM, som gav en million dollars i udbytte. Og i forgårs kom Færøernes første udenrigsminister på sit første offentlige besøg &ndash; som han valgte at lægge i Island. </span></p> <p align="justify"><span>Sådan kan arbejdsugen se ud hos Islands udenrigsminister &ndash; ligesom hos hendes kolleger i samtlige FN&#39;s 192 medlemsstater: Travl &ndash; meget travl.</span></p> <p align="justify"><span>Vores arbejdsplads er den globale landsby, hvor en presseomtale finder vej via Internettet til hele kloden i løbet af få sekunder, - det kan både føre til diplomatiske kriser og politiske konflikter. Det kan gå ud over statens interesser, og erhvervslivets goodwill, som er blevet bygget op i løbet af lang tid &ndash; alt på grund af en artikel. Det kan I nikke genkendende til, det kender vi islændinge også til, og det er den virkelighed, som præger udenrigstjenesterne i hele verden i dag.</span></p> <p align="justify"><span>I februar fik jeg besøg af journalister fra 21 Søndag, som ville interviewe mig om en typisk global nyhed: Mistanken om fangetransport via Island og Grønland, - en sag, som Island foretog en grundig undersøgelse af og som udmøntede i udenrigsministeriets rapport i sommeren 2007.</span></p> <p align="justify"><span>Journalisterne og teknikerne fra 21 Søndag imponerede mig med deres professionalisme. Det undrer mig ikke at programmet nyder stor respekt her i Danmark. </span></p> <p align="justify"><span>En ting overraskede mig dog: Foruden en skarp og klar fremlæggelse af den islandske regerings reaktioner, blev programmet indledt med en repræsentation af Island; en definition, som ingen moderne islænding vil kunne identificere sig med.</span></p> <p align="justify"><span> </span></p> <p align="center"><strong><span>III.</span></strong></p> <p align="center"><em><span>Forholdet mellem Island og Danmark</span></em></p> <p align="justify"><span>I Island mener vi at danskernes omtale af land og folk ofte er inspireret af gamle myter. Vi ved hvor de stammer fra, men "sagaøen" er blot en fiktion og har ingenting med virkeligheden at gøre. </span></p> <p align="justify"><span>I begyndelsen af 1900-tallet var Island et af Europas fattigste lande, og blev faktisk defineret som udviklingsland helt frem til 60&#39;erne. I 2007 kom Island på førstepladsen i HDI, FN&#39;s indeks for menneskelig udvikling, hvor man sammenligner forventet levealder, læsefærdigheder, uddannelse, levestandard og bruttonationalprodukt per indbygger i hele verdens lande.</span></p> <p align="center"><span>*</span></p> <p align="justify"><span>Jeg er historiker. Efter min opfattelse er et folk uden historisk bevidsthed et folk uden retningssans. Derfor kan jeg heller ikke i dag tale om det dansk/islandske forhold uden at henvise til historien, jeg kan hverken belyse nutiden eller spå om fremtiden uden at referere til historien.</span></p> <p align="justify"><span>Danmarks historie handler i stor grad om international handel igennem flere århundreder, hvilket hænger sammen med landets fortid som kolonimagt.</span></p> <p align="justify"><span>I 1536 kom både Norge og øerne under den danske kong Christian den tredje. Senere ekspanderede den danske kolonimagt til Indien, Caribien og handelsstationer på Afrikas Guldkyst. Den internationale handel var indbringende, hvad den drejede sig om slaver, sukker eller tørret fisk.</span></p> <p align="justify"><span>Den danske handel i Island startede i 1547 da bystyret i København fik Islandshandlen i forpagtning. Den vigtigste handelsvare var tørret og hærdet fisk, som skulle mætte den hurtigt voksende befolkning i Europa.</span></p> <p align="justify"><span>Det islandske Kompagni, ejet af borgere i København, havde monopol på handlen i Island. Islandshandlen gav et stort udbytte, og de fleste som var involveret i Islandshandlen, var stenrige. En af dem var Hans Nansen, som har lagt navn til Nansensgade i København. Han var forvalter for Det islandske Kompagni inden han blev Københavns overborgmester.</span></p> <p align="justify"><span>Monopolhandlen i Island fortsatte til 1786. Imens nøjedes Islændingene med at købe de importerede varer og fremstille de eksportvarer, som var eftertragtet rundt omkring i Europa.</span></p> <p align="justify"><span>Da monopolhandlen blev afskaffet var det fortsat kun den danske konges undersåtter, der havde lov til at handle i Island. Islændingene var ikke fortrolige med købmandskab. Landet var lusefattigt, der var strengt taget intet kapital i landet udover jorden.</span></p> <p align="justify"><span>Helt frem til 1906 tilbragte de danske købmænd vinteren i København, hvor de købte varer ind og søgte finansiering af handlen. Også de få islandske købmænd, som var aktører på markedet, havde deres bopæl i København. Dette ændrede sig i 1906 da Island fik telefonisk forbindelse til omverden.</span></p> <p align="justify"><span>Først i slutningen af 1800-tallet forsøgte islændinge at eksportere deres varer direkte til udenlandske markeder, uden om København. Samtidigt startede industrialiseringen i Island hvorved kapital dannedes i landet. Den første private bank i Island, Íslandsbanki, blev oprettet i 1904, med Privatbanken i København som den største ejer.</span></p> <p align="justify"><span>Da Island fik hjemmestyre i 1904, begyndte nogle få foretagsomme islændinge at se sig omkring efter kapital i andre lande. Danskerne blev mistænksomme og frygtede en yderligere løsrivelse. Det fremgår af den danske presse omkring år 1910, hvor f.eks. Børsen skrev meget negativt om islændingenes forhandlinger med udenlandske investorer.</span></p> <p align="justify"><span>Det var først efter Anden verdenskrig at islandske virksomheder tog del i international handel. Erhvervslivet var ensformigt, der var handelshindringer, få kraftfulde virksomheder og der fandtes næppe nogen kapital i landet.</span></p> <p align="justify"><span>Da Island blev medlem af EØS i 1994 kunne kapitalen bevæge sig frit; bankerne blev privatiseret og islandske virksomheder fik adgang til billige lån i udlandet. Det såkaldte indtog på udenlandske markeder blev indledt. Der var ringe vækstmuligheder på det islandske hjemmemarked, og derfor søgte islandske finansinstitutter og virksomheder nye græsgange. De var foretagsomme og risikovillige, ligesom alle som søger nye udfordringer.</span></p> <p align="justify"><span>Islændingene søgte naturligvis til lande, hvor de var fortrolige med kulturen, sproget og skikkene. Derfor var Danmark &ndash; Islands venner igennem århundrederne &ndash; et naturligt marked. Nu, når man både havde råd og vilje til at investere i den gamle hovedstad, så var det meget nærliggende at man gjorde det.</span></p> <p align="justify"><span>Da min søn vendte hjem fra Roskilde-festivalen, fortalte han stolt hvordan han havde klaret sig ved udelukkende at tale dansk. Forestil jer hvilken ressource det gode naboskab er, både for det danske samfund &ndash; og det islandske. Selv læste jeg på Københavns Universitet og sorterede post i to år. Jeg husker stadigvæk de danske postnumre; 3460 Birkerød, 7100 Vejle, 8700 Horsens ... </span></p> <p align="center"><span>IV.</span></p> <p align="center"><em><span>Islands økonomi: Solid og fleksibel</span></em></p> <p align="justify"><span>Internationaliseringen startede i midten af 1990&#39;erne da EØS-aftalen trådte i kraft. Bankerne kom dog først med på vognen omkring årtusindskiftet, da de statsejede banker kom på private hænder.</span></p> <p align="justify"><span>De islandske bankers succes i udlandet har skabt opmærksomhed og til tider fået nogle til at hæve deres øjenbryn. Hvordan magter et lille land føre sig frem på den måde, hvad er det de vil, og så det klassiske spørgsmål; hvor kommer pengene mon fra?</span></p> <p align="justify"><span>Der gives selvfølgelig ingen enkle svar. Det dynamiske indtog på det internationale marked afspejler det faktum, at et lille hjemmemarked motiverer virksomheder til at søge uden for landets grænser.</span></p> <p align="justify"><span>Hvor pengene kommer fra kan forklares med to ting; de islandske pensionsfonde og et overflod af billige lån på udenlandske markeder.</span></p> <p align="justify"><span>De islandske pensionsfonde er utroligt stærke, takket være at islændingene for snart 40 år siden etablerede et bæredygtigt pensionsopsparingssystem. Ifølge tal fra OECD svarede pensionsfondenes samlede kapital i 2006 til ca. 133 % af landets bruttonationalprodukt. Samme år måtte de danske pensionsfonde nøjes med at svare til 32,4 % af Danmarks bruttonationalprodukt.</span></p> <p align="justify"><span>Pensionsfondene råder over enorme summer penge, og de skal give afkast. Derfor går pensionsfondene sammen med de virksomheder, som søger ud i verden.</span></p> <p align="justify"><span>Pensionsfondenes stærke stilling skyldes tre ting. For det første arbejder hver islænding mere end folk gør i noget andet nordisk land. For det andet er kvindernes deltagelse på arbejdsmarkedet højere end i nabolandene. Og for det tredje betaler alle disse mennesker 10-20 % af deres bruttoløn til pensionskasserne.</span></p> <p align="justify"><span>Helt frem til sidste halvdel af 2007 var det nemt og billigt at låne penge i udlandet.</span></p> <p align="justify"><span>Derfor er det nærliggende at spørge hvordan turbulensen på det internationale finansmarked vil påvirke de islandske investeringer i udlandet, herunder Danmark?</span></p> <p align="justify"><span>Ikke blot Island, men hele det internationale marked bliver berørt af dette.</span></p> <p align="justify"><span>Årsagen er først og fremmest den krise, som subprime-boliglånene i USA har skabt. Vi har set hvordan store og hæderkronede banker og finansinstitutter har påtaget sig store tab på grund af subprime-lånene. Jeg vil i den forbindelse påpege, at de fleste islandske banker har holdt fingrene væk fra denne form for spekulationer, til forskel fra mange europæiske og amerikanske banker. Derfor mener jeg ikke at bankerne, med deres forsigtighed, har fået en retfærdig behandling i medierne.</span></p> <p align="justify"><span>Det er en vist trøst i, at man allerede er i gang med at luge ud og afvikle de dårlige lån. Hovedrengøringen efter subprime-krisen på det internationale finansmarked ventes at være gennemført allerede i slutningen af 2008.</span></p> <p align="justify"><span>Island er godt rustet til denne form for kriser. Statskassen er så at sige gældfri med et overskud på statsbudgettet, og pensionsfondene er særdeles stærke, hvilket jeg allerede har været inde på.</span></p> <p align="justify"><span>De islandske banker hviler på et solidt grundlag. Indtægter fra deres kernevirksomhed voksede sidste år til trods for subprime-krisen. Bankernes stærke likviditet bekræftes blandt andet af nylige kreditvurderinger fra Moody&#39;s. De tre største banker har gentagne gange bestået Finanstilsynets tryktest med gode resultater.</span></p> <p align="center"><span>*</span></p> <p align="justify"><span>Når det er sagt, må vi huske at bankerne ikke er den altafgørende faktor for hverken islandsk økonomi, indtoget på internationale markeder eller velfærden. Fiskeriet og aluminiumindustrien er særdeles indbringende og turismen er i hastig vækst. Bankerne bevæger sig på solide markeder og mange højteknologi- og industrivirksomheder har stor fremgang i udlandet, for eksempel Össur og Marel.</span></p> <p align="center"><span>*</span></p> <p align="justify"><span>De islandske investorer har skabt store overskrifter i dansk presse. Man skulle tro, at islændingene stod for hver anden udenlandsk investering i Danmark. Det faktiske tal ligger tættere på knapt 2 %. Til trods for ejerskabet er der tale om danske virksomheder, hvor tusindvis af mennesker er ansat. Vi kan blot nævne nogle blomstrende virksomheder, som Magasin, FIH Bank og Marel.</span></p> <p align="justify"><span>Islændinge er lige så forskellige som danskerne, og vil gerne blive dømt efter deres handlinger. Kaupthing er en virksomhed med sin egen styrke og svagheder, Glitnir en anden, Actavis en tredje og så videre. På samme måde må man skelne imellem islandsk økonomi og den islandske stats rolle og sammenligne dem med det, der sker i andre lande. Det er en normal og rimelig fremgangsmåde.</span></p> <p align="justify"><span>Nogle påstår, at bankerne er blevet for store for landet og at den nuværende turbulens vil medføre en alvorlig økonomisk krise i det islandske samfund. Efter min mening er denne frygt helt ubegrundet.</span></p> <p align="justify"><span>Da Moody&#39;s i sidste uge valgte at sætte et minus uden for det tredobbelte AAA, som tilfalder den islandske statskasse, var begrundelsen af selskabet tidligere havde sat et lille minus uden for vurderingen af landets førende banker. Men Moody&rsquo;s understreger, at bankerne er sunde med sundt og tilstrækkeligt kapital, og god likviditet og derfor er der meget lav risiko for systemforstyrrelser i banksektoren. Jeg kunne ikke være mere enig. Der er blevet spurgt hvordan regeringen agter at reagere på en eventuel bankkrise. Jeg opfatter spørgsmålet som yderst hypotetisk, da bankerne lever og har det godt i øjeblikket, men jeg vil gerne tilføje at både regeringen og Nationalbanken har ressourcer til at afværge en likviditetskrise, beskytte indskyderne og undgå forstyrrelser i betalingssystemerne. Vi har de værktøjer der skal til, og jeg kan forsikre jer om at den islandske regeringen naturligvis vil reagere som enhver anden ansvarlig regering ville gøre hvis en sådan situation opstod.</span></p> <p align="justify"><span>Islændinge er blevet godt modtaget i Danmark hvor de har mange venner. Derfor kan den kritiske tone overraske. Vi bemøder denne kritik med at besvare spørgsmål og det er blandt andet derfor, vi samles her i dag. Island er et overskueligt og gennemsigtigt samfund, hvor dialogen er demokratisk. Vi byder jer velkommen til dette møde, hvor I får mulighed for at danne jer et førstehånds indtryk af den islandske økonomi. Og I skal selvfølgelig være hjerteligt velkomne til Island, ligesom de 40.000 af jeres landsmænd, som ventes at besøge Island alene i år.</span></p>

2008-02-28 00:00:0028. febrúar 2008Alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands

<p align="justify"><span>Virðulegi forseti.</span></p> <p align="justify"><span>Ég mæli hér fyrir frumvarpi til laga um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands. Þar er gert ráð fyrir að undir alþjóðlega þróunarsamvinnu falli marghliða og tvíhliða þróunarsamvinna, mannúðar- og neyðaraðstoð og störf í þágu friðar.</span><span> </span></p> <p align="justify"><span>Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar voru mannréttindi, aukin þróunarsamvinna og áhersla á friðsamlega úrlausn deilumála gerð að nýjum hornsteinum í íslenskri utanríkisstefnu.<span> </span></span></p> <p align="justify"><span>Markmið Íslands með alþjóðlegri þróunarsamvinnu er að vinna að útrýmingu fátæktar, stuðla að efnahags- og félagslegri þróun, sjálfbærri nýtingu auðlinda og framgangi hnattrænna öryggis- og umhverfismála.<span> </span> A<span>lþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands er ætlað að skila mælanlegum árangri til að uppræta fátækt, bæta lífsskilyrði og skapa jafnrétti, frelsi og hagsæld. <span> </span>Þetta þýðir að s</span>tefna Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu byggir á heildarsýn og er þess vegna órjúfanlegur þáttur íslenskrar utanríkisstefnu.</span></p> <p align="justify"><span>Sú stefna hefur nú verið mörkuð að Ísland verði meðal þeirra þjóða sem veita mest til þróunarmála miðað við verga landsframleiðslu.<span> </span> Stefna íslenskra stjórnvalda er að auka framlög til þróunarsamvinnu til að ná þeim markmiðum sem felast í ályktun 25. allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna frá árinu 1970.<span> </span> Ályktunin felur í sér að ríki veiti sem nemi 0,7% af vergri landsframleiðslu til opinberrar þróunaraðstoðar.<span> </span> Á árinu 2006 nam framlag Íslands til þróunarsamvinnu um 0,24% af vergum þjóðartekjum.<span> </span> Á yfirstandandi ári er gert ráð fyrir að framlagið nemi um 0,31% og 0,35% á árinu 2009.<span> </span> Í peningum talið er hér um umtalsverða aukningu að ræða á milli ára.</span></p> <p align="justify"> </p> <p align="justify"><span>Virðulegi forseti</span></p> <p align="justify"><span>Ég er þeirrar skoðunar að ekki fari vel á því að auka framlög til þróunarsamvinnu Íslands án þess að huga vel að sjálfu skipulagi og framkvæmd þróunarsamvinnunnar.<span> </span> Hér þarf að búa svo um hnútana að þróunaraðstoð Íslendinga nýtist fátækustu ríkjum heims með skilvirkum hætti og að unnið sé í samræmi við þær reglur, samþykktir og yfirlýsingar alþjóðasamfélagsins um þróunaraðstoð sem Íslendingar hafa gerst aðilar að.<span> </span></span></p> <p align="justify"><span>Innan alþjóðasamfélagsins eru nú gerðar skýrar kröfur um markvissa stefnumótun og framkvæmd þróunarsamvinnu.<span> </span> Parísaryfirlýsingin frá árinu 2005 er til dæmis fjölþjóðlegt átak til að bæta árangur þróunarsamvinnu með því að samhæfa starfsaðferðir þróunarstofnana. <span> </span>Gerir yfirlýsingin ráð fyrir skipulagðri samræmingu og samhæfing við framkvæmd alþjóðlegrar þróunarsamvinnu og með Parísaryfirlýsingunni er eignarhald þróunarríkja á þróunarferlinu ennfremur áréttað.<span> </span> Með Monterrey-samþykktinni frá árinu 2002 skuldbinda þróunarríkin sig til að vinna að efnahagslegum og félagslegum umbótum, bættu stjórnarfari og til að viðhalda lögum og reglu.<span> </span> Iðnríkin munu auka framlög sín til þróunarsamvinnu, vinna að opnu og sanngjörnu alþjóðaviðskipta- og fjármálakerfi, og draga úr skuldabyrði fátækra landa.</span></p> <p align="justify"><span>Nýjar reglur og samþykktir alþjóðasamfélagsins, breytt umhverfi alþjóðlegrar þróunarsamvinnu og breytt staða Íslands í alþjóðasamfélaginu kalla á nýja sýn fyrir íslenska þróunarsamvinnu.<span> </span> Það frumvarp sem hér er lagt fram boðar nýja sýn, - það er heildarsýn þar sem áhersla er lögð á skýra pólitíska ábyrgð, víðtækt samráð, fagleg viðhorf og staðgóða þekkingu á allri alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands í heildarskipulagi sem gefur betra svigrúm til að beita þeim aðferðum og nálgunum í þróunarsamvinnu sem best henta hverju sinni.</span></p> <p align="justify"><span>Umhverfi alþjóðlegrar þróunarsamvinnu hefur tekið miklum breytingum á undanförnum 20 árum.<span> </span> Áhrif hnattvæðingarinnar hafa til dæmis gjörbreytt heimsmyndinni.<span> </span> Tengsl milli landa og heimsálfa eru meiri og margbrotnari nú en nokkru sinni fyrr og ákvarðanir teknar í einu landi geta haft afgerandi áhrif á afkomu og afdrif fólks í fjarlægum heimshlutum.<span> </span> Fyrir áhrif stjórnmála, efnahagsþróunar, viðskipta- og umhverfisþátta hefur heimurinn skroppið saman.<span> </span> Hnattvæðingin hefur í vissum skilningi gert heiminn allan að einu landi.<span> </span> Í þessu landi gegnir hin alþjóðlega þróunarsamvinna hlutverki velferðarkerfis.<span> </span> Í þessari nýju heimsmynd hnattvæðingarinnar er Ísland ekki lengur &bdquo;svo langt frá heimsins vígaslóð&ldquo; eins og skáldið Hulda komst að orði á fyrrihluta síðustu aldar.</span></p> <p align="justify"><span>Í þróunarsamvinnu gilda í raun sömu siðareglur og almennt gerist innan velferðarþjónustu í ríkjum hins vestræna heims, þ.e. &bdquo;að mæta notandanum þar sem notandinn er&ldquo; og að aðstoð skuli miðast við<span> </span> &bdquo;hjálp til sjálfshjálpar&ldquo;.<span> </span> Í sérhverju landi snertir skortur á góðri og skilvirkri velferðarþjónustu öryggi og velferð allra þegna samfélagsins.<span> </span> Á sama hátt snertir skortur á vel skipulagðri og samræmdri þróunarsamvinnu öryggi og velferð allra í alþjóðasamfélaginu.<span> </span> Skattgreiðendum iðnríkja sem fjármagna opinbera þróunarsamvinnu er það nú betur ljóst en nokkru sinni fyrr að þegar til lengri tíma er litið þá er aukinn hagvöxtur og minni fátækt í þróunarríkjum ekki einungis mikilvæg fyrir velferð og hagsæld innan þróunarríkjanna sjálfra, heldur snýr alþjóðleg þróunarsamvinna einnig að öryggi og áframhaldandi velferð íbúa iðnríkja.<span> </span> Þannig er vel skipulögð alþjóðleg þróunarsamvinna mál allra jarðarbúa.<span> </span></span></p> <p align="justify"><span>Umhverfi alþjóðlegrar þróunarsamvinnu gerir nú ráð fyrir samstarfi og samræmingu þeirra aðila sem starfa að þróunarmálum og gildir einu hverjir eiga þar í hlut: alþjóðastofnanir, tvíhliða stofnanir einstakra landa, frjáls félagasamtök, eða viðstkiptalífið.<span> </span> Allir aðilar sem veita framlög til þróunarmála þurfa að vera vel upplýstir um stjórnmálalegar og efnahags- og menningarlegar forsendur samstarfslandanna, þ.e. þeirra landa sem taka við þróunarframlögum.<span> </span></span></p> <p align="justify"><span>Þetta nýja umhverfi alþjóðlegrar þróunarsamvinnu hefur kallað á nýjar nálganir og starfsaðferðir í þróunarsamvinnu sem aftur eru að gera nýjar kröfur til þekkingar og reynslu starfsmanna í þróunarsamvinnu.<span> </span> Þróunarsamvinna krefst nú í vaxandi mæli tæknilegrar kunnáttu og sérþekkingar með skírskotun til þekkingar á sviði þróunarfræða.<span> </span> Auk þessa þurfa starfsmenn að hafa hæfni til að fást við tilfinningalega áleitnar og á stundum íþyngjandi aðstæður mannlegs lífs, - aðstæður sem í nánast öllu tilliti eru framandi okkur Íslendingum.</span></p> <p align="justify"> </p> <p align="justify"><span>Virðulegi forseti</span></p> <p align="justify"><span>Um þróunarsamvinnu Íslands gilda nú lög sem samin voru fyrir starfsemi Þróunarsamvinnustofnunar Íslands árið 1981.<span> </span> Lög um aðstoð Íslands við þróunarlöndin tóku hins vegar gildi árið 1971. Á þeim tíma var Ísland reyndar ennþá að taka við framlögum úr þróunarsjóði Sameinuðu þjóðanna eða allt fram til ársins 1976.</span></p> <p align="justify"><span>Mikið vatn hefur nú runnið til sjávar og <span>í nýjustu skýrslu lífskjaranefndar Sameinuðu þjóðanna er staðfest að Ísland hafi með undraverðum hraða breyst úr þróunarríki, sem naut erlendrar aðstoðar langt fram eftir 20.öldinni í ríki sem nú veitir landsmönnum sínum bestu lífskjör á byggðu bóli. <span> </span>Til þessa árangurs er nú horft í alþjóðasamfélaginu og þess vænst að Ísland deili reynslu sinni og þekkingu með öðrum þjóðum og taki þátt í verkefnum Sameinuðu þjóðanna með afgerandi hætti. <span> </span></span></span></p> <p align="justify"><span>Á umliðnum árum hefur ítrekað verið á það bent að til að framlag Íslands til alþjóðlegrar þróunarsamvinnu megi nýtast sem best þurfi að breyta skipulagi þróunarsamvinnu Íslands til samræmis við breytta tíma.<span> </span> Á um fimmtán ára tímabili hafa verið skrifaðar a.m.k. fjórar skýrslur um þróunarsamvinnu Íslands:<span> </span> Árið 1992 var skrifuð skýrsla til forsætisráðherra um framtíðarskipan þróunaraðstoðar.<span> </span> Árið 1997 var skýrsla um þróunarsamvinnu Íslands unnin á vegum utanríkisráðuneytisins og Þróunarsamvinnustofnunar Íslands. <span> </span>Árið 2003 var skýrsla unnin fyrir utanríkisráðuneytið: Ísland og Þróunarlöndin: Álitsgerð um þróunarsamvinnu Íslands og þátttöku í starfi alþjóðastofnana.<span> </span> Og núna síðast í mars 2007 kom út skýrsla þáverandi utanríkiráðherra um fyrirkomulag þróunarsamvinnu Íslands.<span> </span> Þá kom Ríkisendurskoðun fram með ábendingar um fyrirkomulag þróunarsamvinnu Íslands í stjórnsýsluendurskoðun sem embættið gerði á utanríkisráðuneytinu árið 1996.<span> </span></span></p> <p align="justify"><span>Allar hafa þessar skýrslur komið fram með ábendingar og tillögur að breytingum og hafa nokkrar þeirra komist til framkvæmda.<span> </span></span></p> <p align="justify"> </p> <p align="justify"><span>Virðulegi forseti</span></p> <p align="justify"><span>Ég tel að nú sé tími stóraðgerða í málefnum alþjóðlegrar þróunarsamvinnu Íslendinga kominn. Ég hef því látið fara fram skipulagða stefnumótunarvinnu innan utanríkisráðuneytisins til undirbúnings að þeirri sýn og stefnumörkun sem þetta frumvarp til laga um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands boðar.</span></p> <p align="justify"><span>Frumvarpið er í 12 greinum.<span> </span> Sú stefnumörkun og sýn sem frumvarp þetta boðar birtist í eftirfarandi nýmælum sem finna má í einstaka greinum frumvarpsins og í nánari útfærslum í athugasemdunum við frumvarpið:</span></p> <ul> <li> <div align="justify"> <span>Í fyrsta lagi: Frumvarpið felur í sér fyrstu íslensku heildarlögin um þróunarsamvinnu, með því að taka til allra þátta hennar, þ.e. marghliða og tvíhliða þróunarsamvinnu, mannúðar- og neyðaraðstoðar og starfa í þágu friðar, hins síðastnefnda án þess þó að nýjum lögum frá mars 2007 um íslensku friðargæsluna sé breytt.</span> </div> </li> <li> <div align="justify"> <span>Í öðru lagi: <span> </span>Í frumvarpinu er lagt til að <span>tekin verði upp í íslensk lög skýlaus skuldbinding til að hlíta grunngildum sem samþykkt hafa verið í samfélagi þjóða, þ.e. Stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna, þúsaldaryfirlýsingin frá árinu 2000, Monterrey-samþykktinni um fjármögnun þróunar frá árinu 2002 og Parísar-yfirlýsingunni um markvissan árangur í þróunarsamvinnu frá árinu 2005.</span></span> </div> </li> <li> <div align="justify"> <span>Í þriðja lagi:<span> </span>Í frumvarpinu er lagt til að utanríkisráðherra leggi annað hvert ár fram skýrslu og tillögu til þingsályktunar á Alþingi um áætlun stjórnvalda um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands til fjögurra ára í senn. <span> </span>Með þessu móti fer fram á Alþingi ítarleg umræða á tveggja ára fresti um þróunarsamvinnu, hvernig til hafi tekist og hvert skuli stefna á þessum vettvangi. <span> </span>Utanríkisráðherra flytur þá sérstaka ræðu um þróunarmál í stað þess að þau hafa verið hluti af ræðu ráðherra um alþjóðamál. <span> </span>Með þessu gefst tækifæri til opinnar umræðu um þróunarsamvinnu Íslands meðal kjörinna fulltrúa og í samfélaginu þar sem mat á árangri, áætlanir og stefnumál til framtíðar fá sérstaka umfjöllun.</span> </div> </li> <li> <div align="justify"> <span>Í fjórða lagi:<span> </span>Frumvarpið gerir ráð fyrir skýrari pólitískri stefnumörkun í þróunarsamvinnu og að ráðherra skipi fimmtán manna samstarfsráð til fjögurra ára í senn sem verði ráðgefandi stjórnsýslunefnd fyrir ráðherra við töku stefnumarkandi ákvarðana. <span> </span>Í samstarfsráðinu sitji fulltrúar kosnir af Alþingi og fulltrúar skipaðir af ráðherra úr háskólasamfélaginu, viðskiptalífinu og síðast en ekki síst frá frjálsum félagasamtökum sem starfa á þessu sviði. <span> </span>Gert er ráð fyrir að samstarfsráðið hittist að jafnaði tvisvar á ári og taki þátt í að marka heildarstefnu.<span> </span> Hér er í fyrsta sinn gert ráð fyrir skipulögðu víðtæku samráði og aðkomu kjörinna fulltrúa að heildarstefnumörkun í þróunarsamvinnumálum Íslendinga sem taki bæði til marghliða og tvíhliða þróunarsamvinnu, og starfa í þágu friðar.</span> </div> </li> <li> <div align="justify"> <span>Í fimmta lagi:<span> </span>Frumvarpið og athugasemdirnar við það gera ráð fyrir vandlega útfærðu stjórnskipulagi innan utanríkisráðuneytisins.<span> </span> Þar er til viðbótar samstarfsráðinu sem hér hefur verið kynnt til sögunnar gert ráð fyrir stýrihópi innan ráðuneytisins <span>undir forystu ráðuneytisstjóra með þátttöku framkvæmdastjóra Þróunarsamvinnustofnunar Íslands og æðstu embættismanna utanríkisráðuneytis á sviði þróunarsamvinnu. <span> </span>Stýrihópnum er ætlað það hlutverk að sinna innra aðhaldi og framkvæmd innra eftirlits með faglegri stefnumótun, daglegri framkvæmd og rekstri.<span> </span> Stýrihópnum er ætlað að undirbúa ákvarðanir ráðherra í málum þróunarsamvinnunnar og gera tillögur til ráðherra um hvernig fjármagni verði ráðstafað í þróunarsamvinnu.</span></span> </div> </li> <li> <div align="justify"> <span>Í sjötta lagi:<span> </span>Með reglubundinni skýrslugjöf til Alþingis, áætlun til fjögurra ára sem lögð er fyrir Alþingi annað hvert ár og skipulagðri framkvæmd eftirlits með aðild Íslands að þróunarsamvinnunefnd Efnahags- og framfarastofnunarinnar gerir frumvarpið ráð fyrir því að eftirlitshlutverk Alþingis verði stórlega eflt með aukinni upplýsingagjöf til utanríkismálanefndar og fjárlaganefndar um framkvæmd og árangur alþjóðlegrar þróunarsamvinnu.</span> </div> </li> </ul> <p align="justify"><span>Að lokum eru þau nýmæli í frumvarpinu að <span>kjör útsendra starfsmanna Þróunarsamvinnustofnunar Íslands og kjör útsendra starfsmanna utanríkisráðuneytisins verða samræmd. <span> </span>Þar er ennfremur mælt fyrir um skýrara fyrirkomulag á rekstri sendiskrifstofa í þróunarríkjum og um ýmsar skyldur starfsmanna svo sem um þagnarskyldu og bann við þátttöku í stjórnmálastarfi eða mótmælum í því landi sem þeir starfa hverju sinni.</span></span></p> <p align="justify"><span>Þá gerir frumvarpið ráð fyrir því að Þróunarsamvinnustofnun Íslands verði áfram sérstök stofnun sem heyri undir yfirstjórn utanríkisráðuneytisins.<span> </span> <span>Þróunarsamvinnustofnun Íslands mun áfram annast tvíhliða þróunarsamvinnu í umboði utanríkisráðherra og vinna samkvæmt áætlun um þróunarsamvinnu sem Alþingi ákveður og nánari ákvörðunum ráðherra.</span></span> <span><span> </span>Stofnunin fær aukið vægi sem fagstofnun sem fær það hlutverk ásamt þróunarsamvinnusviði innan utanríkisráðuneytisins</span> <span>að styrkja myndun þekkingarsamfélags í þróunarmálum hér á landi og tryggja aðgang stjórnsýslunnar að sérfræðilegri þekkingu byggðri á menntun og reynslu af framkvæmd þróunarsamvinnu Íslands bæða í marghliða og tvíhliða starfi.</span> <span><span> </span></span><span>Í stað stjórnar eins og nú er kemur annars vegar samstarfsráð ráðherra og stýrihópur þróunarsamvinnu í ráðuneytinu og hins vegar áætlun um þróunarsamvinnu sem samþykkt er af Alþingi annað hvert ár til<span> </span> fjögurra ára í senn.</span></p> <p align="justify"> </p> <p align="justify"><span>Virðulegi forseti</span></p> <p align="justify"><span>Ég tel að verði þetta frumvarp að lögum muni mikið vinnast í þróunarsamvinnu Íslands:</span></p> <p align="justify"><span>Með nýjum lögum mun þróunarsamvinna Íslands fara fram í breyttu umhverfi sem kallar á nýtt skipulag þar sem stefna Íslands í þróunarmálum er mörkuð og mótuð með hliðsjón af heildarsýn á málaflokkinn.</span></p> <p align="justify"><span>Með störfum samstarfsráðsins, reglulegri skýrslu ráðherra og áætlun um þróunarsamvinnu mun pólitísk ábyrgð verða skýrari, víðtækara samráð fást um stefnu og áherslur í þróunarsamvinnu og stuðningur almennings við þróunarsamvinnu Íslands verða betur tryggður.<span> </span></span></p> <p align="justify"><span>Með nýju lögunum mun íslensk þróunarsamvinnu standa frammi fyrir nýjum <u>tækifærum</u> en jafnframt nýjum <u>áskorunum</u>.<span> </span></span></p> <p align="justify"><span>Ný lög munu veita íslenskri þróunarsamvinnu <u>tækifæri</u> til að beita fjölbreytilegri nálgunum við framkvæmd þróunarsamvinnunar en til þessa hefur verið mögulegt.<span> </span> Þar með má aðlaga framlag Íslands betur að markmiðum og aðferðum alþjóðasamfélagsins og þannig leita allra leiða til að gera íslenska framlagið áhrifameira og árangursríkara.</span></p> <p align="justify"><span>Í nýju umhverfi stendur íslensk þróunarsamvinna frammi fyrir <u>áskorunum</u> þar sem reyna mun á þekkingarsamfélag málaflokksins.<span> </span> Í þessu umhverfi mun pólitísk leiðsögn, stefnumörkun og stefnumótun þurfa að taka markvissari mið af daglegri framkvæmd og þróun þekkingar innan málaflokksins en áður.<span> </span> Því er mikilvægt að koma á skipulagi sem tryggir þeim sem koma að daglegri framkvæmd og stefnumótandi ákvörðunum þróunarsamvinnunnar vettvang sem gerir ráð fyrir heildarsýn, samhæfingu og aðhaldi við undirbúning ákvarðana.</span></p> <p align="justify"><span>Samhliða undirbúningi að smíði þessa frumvarps hafa verið unnar tillögur að nýju stjórnskipulagi innan utanríkisráðuneytisins til að koma stefnumörkun, gæðamati og áætlanagerð um þróunarsamvinnu og nýtingu þeirra fjárveitinga sem til málaflokksins er ráðstafað í þann farveg innan ráðuneytisins sem tryggir heildarsýn á málaflokkinn. <span> </span>Í þessum tillögum er gert ráð fyrir að sá farvegur verði nýtt sviði þróunarsamvinnu innan utanríkisráðuneytisins, en fyrir eru tvö svið, alþjóða- og öryggissvið og viðskiptasvið.</span></p> <p align="justify"><span>Frumvarpið sem hér er kynnt og tillögur að nýju skipulagi utanríkisráðuneytisins eru afrakstur ítarlegrar stefnumótunarvinnu sem m.a. byggir á þeim skýrslum sem þegar hafa verið skrifaðar um fyrirkomulag þróunarsamvinnu Íslands á undanförnum árum og víðtæku samráði sem dr. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir stjórnsýslufræðingur vann fyrir utanríkisráðuneytið á tímabilinu júlí 2007 og fram í byrjun janúar á þessu ári.<span> </span> Greinargerð með tillögum Sigurbjargar er hér lögð fram til dreifingar með frumvarpi þessu.</span></p> <p align="justify"> </p> <p align="justify"><span>Virðulegi forseti</span></p> <p align="justify"><span>Alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands er á tímamótum.<span> </span> Þróunarsamvinna Íslands er hratt vaxandi málaflokkur innan utanríkisráðuneytisins og í örri faglegri þróun.<span> </span> Það fyrirkomulag þróunarsamvinnu Íslands sem hér er gerð tillaga að með þessu frumvarpi og meðfylgjandi greinargerð er hvorki hugsað né hannað með það fyrir augum að standa um aldur og ævi.<span> </span> Þvert á móti þá ber að líta svo á að hér sé upphaf nýrra tíma í þróunarsamvinnu Íslands þar sem m.a. aukið aðferðafræðilegt svigrúm gefur nú kost á áframhaldandi framþróun þekkingar til að tryggja sem best skilvirka og árangursríka þróunarsamvinnu.<span> </span></span></p> <p align="justify"><span>Alþjóðleg þróunarsamvinna skírskotar til ábyrgðar í alþjóðlegu samhengi þar sem öll lönd eiga að keppa að því að axla ábyrgð og taka þátt miðað við sérstöðu sína og aðstæður hverju sinni og stefna að því hvert á sína vísu að vera ómissandi hlekkur í vistkerfi alþjóðasamfélagsins.<span> </span> Þróunarsamvinna er sá þáttur alþjóðlegrar samvinnu sem sífellt er að leita nýrra leiða til að ná slíku marki.<span> </span></span></p> <p align="justify"> </p> <p align="justify"><span>Virðulegi forseti.</span></p> <p align="justify"><span>Ég tel að með þeim skrefum sem verið er að taka með þessu frumvarpi sé verið að horfa til framtíðar og að frumvarp þetta feli í sér mikið framfaramál fyrir alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands.<span> </span> Ég leyfi mér því að leggja til að frumvarpinu verði vísað til háttvirtrar utanríkismálanefndar og til annarrar umræðu.</span></p> <br /> <br />

2008-02-25 00:00:0025. febrúar 2008Ræða utanríkisráðherra á fundi kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna

<p align="center"><span><strong>Statement by</strong></span></p> <p align="center"><span><strong></strong></span></p> <p align="center"><span><strong>H.E. Mrs. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir</strong></span></p> <p align="center"><strong><span>Minister for Foreign Affairs of Iceland<br /> <br /> </span><span>at the</span></strong></p> <p align="center"><span><strong>Fifty-Second Session</strong></span></p> <p align="center"><span><strong>of the Commission on the Status of Women</strong></span></p> <p align="center">&nbsp;</p> <p align="justify"><span>Mr Chairperson, Distinguished Delegates</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>First of all, allow me to express my thanks and appreciation for the excellent preparation of this 52nd session of the Commission on the Status of Women. <span>&nbsp;</span>I also thank Secretary General Ban Ki-moon for his opening statement and warmly welcome the introduction of his campaign on combating violence against women.</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>As foreign minister of Iceland I gave a statement during the general debate of the General Assembly last September, stating that Iceland regards women&#39;s empowerment and full participation at all levels as a fundamental issue for the New Millennium. Whether it be in relation to peace and security, health, poverty or climate change, empowerment of women is key to success.</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Today&rsquo;s topic is of vital importance for all societies and the global community as a whole. And let me stress before going any further that women&rsquo;s empowerment is the best investment any society can make. We should never speak of spending when it comes to putting government money into gender equality, we should always speak of investing.</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>To the sceptics and the critics we will always need to present hard facts. I propose this one.</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>In the beginning of the last century my country &ndash; then under foreign rule - was one of the poorest in Europe. We received development aid until 1976. Now, thirty years later Iceland is number one on the UNDP Human Development Index. Research shows that one of the main reasons for this dramatic turn is the liberation of women and their invaluable contribution to our economy, with 80% of women active in the labour market. The path towards women´s emancipation has meant a lot of hard work for generations, but the advantage for society as a whole is indisputable.<span>&nbsp;&nbsp;</span></span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>In a globalised world no country can afford not to make women&rsquo;s empowerment a priority. As the traditional divide between domestic policy and foreign policy evaporates before our eyes &ndash; the value of making gender-equality a core issue in foreign policy becomes twofold. Everyone needs to take part in shaping the global agenda in order to progress at home. And everyone needs to learn from the valuable experience of others.</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Nationally the Government of Iceland concentrates on strengthening capacities of both state and non-state mechanisms that are involved in promoting gender equality and women&rsquo;s empowerment.</span></p> <p align="justify"><strong><span>&nbsp;</span></strong></p> <p align="justify"><span>Giving relevant bodies the financial and human resources to follow up on implementation is essential, and therefore the theme of our discussion today is particularly relevant. A new gender equality bill currently under discussion in the Icelandic parliament seeks to strengthen the capacity of the monitoring body responsible for Gender Equality &ndash; this should improve implementation of measures for mainstreaming and gender equality, both in the private and public sector.<br /> We are all aware of the risk of backlash and backsliding from our goals. Recent research has indicated that young people&rsquo;s attitude towards gender equality has not improved in my country and in some cases worsened. A new project has, therefore, been developed which focuses on raising gender-awareness through education at pre- and grammar school level. The gender equality bill also stresses the need for engaging men in the discourse on gender equality.</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>One of the most important steps the government of Iceland has taken on equal opportunities is in my view the legislation on parental leave. During the five years since its implementation, it has been a great success. Up to 90% of fathers have used their rights, fully or partly. The parental leave is a powerful tool in sharing responsibilities between women and men. It is an expensive system but we regard it as an investment for the future.</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Mr Chairperson, Distinguished Delegates,</span></p> <p align="justify"><em><span>&nbsp;</span></em></p> <p align="justify"><span>Globally, the importance of sufficient financing for gender equality and women&rsquo;s empowerment cannot be overstated. This has been highlighted on a number of occasions, including at the International Conference on Financing for Development in Monterrey. However, practice remains weak.</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>This CSW shows that, while progress has been made, too much remains to be done to be complacent.<span>&nbsp;</span> It is crucial that<span>&nbsp;</span> gender is not only a topic of discussion but a tool for action, and for this to happen, mainstreaming needs to be subjected to renewed efforts and<span>&nbsp;</span> become integrated and indispensable to all forms of programming, i.e. legislation, budgeting, curricula, health strategies etc., etc. <em></em></span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>T</span><span>oday in view of the discussion around climate change, one has to be concerned and alert as to the possible if not probable feminization of Climate Change.</span> <span></span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>There is then a direct connection between women&rsquo;s vulnerability and the vulnerability of the Small Island Development States (SIDSs), Least Developed Countries (LDCs) and Landlocked Least Developed Countries (LLDCs) as the latter are most exposed to the impact of climate change.</span></p> <p align="justify"><em><span>&nbsp;</span></em></p> <p align="justify"><span>Iceland</span><span>&#39;s international development co-operation has a clear focus on women&rsquo;s empowerment seeking to support women&rsquo;s participation in societies.</span> <span>In general, gender perspectives are incorporated in all Iceland&rsquo;s bilateral development cooperation programmes and projects. The focus has been on the poorest of the poor, illiterate women with little or no possibility of pursuing their rights. Work in the field of basic health care focusing on reproductive health also contributes to the empowerment of women.<span>&nbsp;</span></span></p> <p align="justify"><em><span>&nbsp;</span></em></p> <p align="justify"><em><span><span>&nbsp;</span></span></em><span>Iceland</span> <span>regards UNIFEM as a key partner in our development cooperation, and we have been actively supporting the Fund&rsquo;s work, both by increasing considerably our core contributions as well as by supporting its regional work in the Caribbean, Afghanistan, The Balkans and various places in Africa. We also support the UNFPA and its major global role in promoting the importance of women&rsquo;s reproductive health and rights. Their campaign to end fistula is to be commended.</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Mr Chairperson,</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>The United Nations is a key player in advancing gender equality and women&rsquo;s empowerment. The organization should be commended for the progress already made in gender mainstreaming and gender specific programmes. However Iceland believes that more can be done and that the UN system needs to be more responsive, coherent and accountable in this field.</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Iceland will this year complete her 4 year terms on the CSW but will stay engaged on the very issue of gender equality and women empowerment in ECOSOC, at the UNGA and at other for such as the Peace Building Commission and through other networks as well as in the Security Council.</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Iceland</span> <span>is now campaigning for a non-permanent seat on the Security Council for the period of 2009-2010 at the elections to take place during the 63<sup>rd</sup> General Assembly.</span> <span>This brings me to Security Council resolution 1325 and the need to ensure women&rsquo;s participation at the negotiating table.</span> <span>Iceland</span> <span>regards the equal participation of women in peace processes as fundamental for achieving, maintaining and promoting sustainable peace. Determined to put our own house in order, the Icelandic government is instituting a Plan of Action on the implementation of UN Security Council resolution</span> <span></span><span>1325, which will be published and shared with all of you in the course of the coming weeks.</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><em><span><span>&nbsp;</span></span></em><span>I have personally raised the importance of women in peace processes in my bilateral meetings since I became foreign minister. In particular, I have supported the work of the International Women&rsquo;s Commission for a Just and Sustainable Palestinian-Israeli Peace or IWC and encouraged others to do the same. Women should not be marginal to difficult peace negotiations; they should be brought directly into the process.<span>&nbsp;</span></span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Finally Mr. Chairperson, let us be reminded that in just three years time we will celebrate the anniversary of the International Women&rsquo;s Day &ndash; launched on the 8<sup>th</sup> of March 1911 in Copenhagen, Denmark, by Clara Zetkin, leader of the Women&rsquo;s Office for the Social Democratic Party in Germany.</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>The need for a global agenda is no less important now than it was in 1911.</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>The draft conclusion of this 52<sup>nd</sup> session of the CSW contains bold ideas and provides us with a valuable road-map which we all should support and take back home for our governments to apply.</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Thank you Mr. Chairperson.</span></p> <br /> <br />

2008-02-20 00:00:0020. febrúar 2008Friður í krafti kvenna

<p align="center"><strong><span>Friður í krafti kvenna</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>eftir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráðherra</span></strong></p> <p align="center"><strong><span></span></strong></p> <p align="justify"><span>Tvær af fyrstu ferðum mínum sem utanríkisráðherra á erlenda grundu voru til Afríku annars vegar og Mið-Austurlanda hins vegar. Ástæðan var sú að stjórnarsáttmáli ríkisstjórnarinnar kveður á um að nýir hornsteinar íslenskrar utanríkisstefnu séu mannréttindi, þróunarsamvinna og friðsamleg lausn deilumála, auk þess sem ríkisstjórnin harmaði þar stríðsreksturinn í Írak. Í arf frá fyrri ríkisstjórnum fengum við það verkefni að leiða til lykta með sóma framboð Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, auk þess sem Ísland fer nú með forystuhlutverk fyrir Norðurlönd og Eystrasaltsríki í Alþjóðabankanum. Andspænis slíkum verkefnum dugir ekki annað en að kynnast frá fyrstu hendi aðstæðum og bakgrunni brýnustu úrlausnarefna þessara alþjóðastofnana, bakgrunni þeirra mála sem stöðugt eru þar efst á dagskrá.</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><strong><span>Aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar um Mið-Austurlönd</span></strong></p> <p align="justify"><span>Í ferðinni til Mið-Austurlanda kynnti ég mér sérstaklega aðstæður flóttamanna frá Írak sem þá var talið að væru tvær milljónir, einkum í Jórdaníu og Sýrlandi. Í framhaldinu ákvað Ísland sérstakt fjárframlag til stuðnings þess að írösk flóttabörn kæmust í skóla en móttaka flóttamanna frá Írak var einnig skoðuð. Þá samþykkti ríkisstjórnin í kjölfar ferðarinnar aðgerðaáætlun Íslands um Mið-Austurlönd sem felur m.a. í sér stóraukin framlög til alþjóðastofnana og frjálsra félagasamtaka í Palestínu og aukna þátttöku Íslands í friðargæsluverkefnum Sameinuðu þjóðanna á svæðinu. Þannig er Íslendingur nú kominn til starfa í Líbanon fyrir UNWRA flóttamannaaðstoð SÞ fyrir Palestínumenn og brátt fer jafnréttissérfræðingur til Sýrlands til að starfa þar að málefnum flóttamanna frá Írak.</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><strong><span>Staða stríðandi fylkinga</span></strong></p> <p align="justify"><span>Mið-Austurlönd eru púðurtunna heimsins og enginn getur lokað augum fyrir mikilvægi þess að deilan um hernumdu svæðin fái varanlega úrlausn. Formlegt friðarferli hófst í Annapolis í nóvember en það hefur enn ekki leitt til stillu á svæðinu, þvert á móti hefur ástandið versnað. Það eru vonbrigði að Ísraelsmenn hafi ekki linað tökin á hernumdu svæðunum. Í símtali við Tzipi Livni utanríkisráðherra Ísraels fyrir nokkrum dögum lýsti ég sérstaklega áhyggjum af þeirri hörku sem sýnd er almennum borgurum á Gaza ströndinni. Að sama skapi verður að fordæma auknar eldflaugaárásir frá Gaza sem bitna á almennum borgurum í Ísrael.</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><strong><span>Hvað þarf til að skapa trúverðugt friðarferli?</span></strong></p> <p align="justify"><span>Alþjóðasamfélagið hefur lært af friðarumleitunum síðustu ára meðal annars á Írlandi og í Líberíu að forsenda árangurs er stuðningur borgaralegs samfélags og aðkoma fleiri en hefðbundinna pólitískra leiðtoga að samningaborði. Aðeins þannig nær hið pólitíska umboð að vera nægilega sterkt til að samningar haldi og aðeins þannig komast þau málefni til umræðu sem breikkað geta myndina og opnað glufur.</span></p> <p align="justify"><span>Ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1325 frá árinu 2000 fjallar um nauðsyn aðkomu kvenna að því að skap frið og öryggi í aðildarríkjum og alþjóðasamfélagi. Sú ályktun var samþykkt á grundvelli reynsluraka sem sanna að með aukinni þátttöku kvenna næst meiri árangur.<span>&nbsp;</span> Ísland hefur gert ályktun 1325 að áherslumáli í framboði sínu til öryggisáðsis.<span>&nbsp;</span></span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><strong><span>Friðarráð Ísraelskra og Palestínskra kvenna</span></strong></p> <p align="justify"><span>Á fundi í Betlehem í sumar kynntist ég friðarráði palestínskra og ísraelskra kvenna er kallast<span>&nbsp;</span> <em>International Women´s Commission for a Just and Sustainable Palestinian-Israeli Peace</em> þar sem áhrifakonur frá Palestínu, Ísrael og ýmsum aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna taka þátt. Friðarráðið starfar undir verndarvæng UNIFEM og nokkrir kvenleiðtogar, eins og forseti Finnlands, forseti Líberíu og forsætisráðherra Nýja Sjálands eru einnig heiðursfélagar.</span> <span>Í kjölfar ferðar minnar varð ég þess heiðurs aðnjótandi að bætast í þennan hóp,</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Konurnar innan IWC eru málsmetandi innan sinna samfélaga og hafa unnið að friði, margar um áratuga skeið. Þær gerðu það sem bræðrum þeirra hefur ekki tekist; þær settust niður, tóku helstu ágreiningsmálin í deilum Ísraels og Palestínumanna fyrir, lið fyrir lið og náðu að lokum samkomulagi innan síns hóps um nær öll atriðin. Þær sögðu mér að ekki hafi gengið þrautalaust að ná samningum. Þetta sýni hins vegar að til séu leiðir til úrlausnar auk sem þær vona að reynsla þeirra og þekking komi að notum í samningaferlinu.<span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span></span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Ég vil beita mér fyrir því að rödd þessara kvenna fái hljómgrunn á alþjóðavettvangi og hef þegar talað máli þeirra á grundvelli ályktunar öryggisráðsins númer 1325.<span>&nbsp;</span> Helsta áskorunin felst í að finna raunhæfar leiðir til að þetta geti orðið að veruleika. Alþjóðasamfélagið er aðili að friðarferlinu, t.d. í gegnum öryggisráð SÞ, sem gæti, ef viljinn er fyrir hendi, auðveldað aðkomu IWC.<span>&nbsp;&nbsp;</span></span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Fulltrúar IWC, Anat Saragusti, sjónvarpsfréttakonu frá<span>&nbsp;</span> Ísrael, og Maha Abu-Dayyeh Shamas, baráttukona fyrir auknum réttindum kvenna í Palestínu, eru staddar hér á landi í boði utanríkisráðuneytisins og halda fyrirlestur á Grand Hótel Reykjavík í hádeginu miðvikudaginn 20. febrúar. Hvet ég sem flesta til að mæta og kynna sér starfsemi þessara samtaka og fá upplýsingar um ástandið á hernumdu svæðunum og í Ísrael frá fyrstu hendi.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <br /> <br />

2008-02-14 00:00:0014. febrúar 2008Hnattvæddir afdalir

<p><em><span>&nbsp;</span></em></p> <p><em><span>Ágæti rektor, háskólafólk, góðir fundargestir</span></em></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p align="center"><strong><span>I.</span></strong></p> <p align="justify"><span>Það er mér mikil ánægja að vera boðin til þessarar samræðu hér í dag og ég vil þakka Listaháskólanum fyrir að bjóða til fundarins.</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Samstarf utanríkisráðuneytisins og háskólanna í landinu sem efnt var til í tilefni af framboði Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, hefur reynst gjöfult og skemmtilegt. Þetta er sjötti opni fundurinn sem haldinn er í fundaröðinni og nú þegar hefur verið fjallað um starf Íslands og áhrif innan alþjóðastofnana, um framlag Íslands til starfa í þágu friðar og gæslu friðar, hvort Ísland skipti máli í alþjóðlegu samstarfi, um mannréttindi í íslenskri utanríkisstefnu og um framlag Íslands til baráttunnar gegn matvælaskorti, þurrkum og loftslagsbreytingum. Allt eru þetta mikilvægi málefni og mikilvægar spurningar fyrir mótun nýrrar íslenskrar utanríkisstefnu sem aðstæður kalla nú á.&nbsp;<br /> <br /> </span><span>Í dag ræðum við efnið sem Listaháskólinn valdi, þ.e. réttinn til menningar og íslenskan menningararf á tímum hnattvæðingar.&nbsp;<br /> <br /> </span><span>Þetta er gott val og tækifærið er kærkomið fyrir mig að taka þátt í umræðu um sjálfan grundvöll sjálfsmyndar okkar sem þjóðar, afstöðuna til menningararfsins og hinna hröðu breytinga síðustu ára.&nbsp;<br /> <br /> </span><span>Eftir að ég hóf störf sem utanríkisráðherra skynja ég betur en nokkru sinni fyrr mikilvægi sjálfsmyndar þjóðarinnar og þess hvað skilningur okkar á því <em>hver við erum</em> ræður miklu um það <em>hvað við gerum</em>. Þekking okkar á okkur sjálfum er undirstaða þes hvernig við eigum samskipti við aðra.&nbsp;<br /> <br /> </span><span>Fyrst vil ég benda á að hnattvæðingin er ekki ný undir sólinni þó að á okkar öld beri hún ný einkenni. Á fyrri öldum var einkenni hennar að fólk fluttist búferlum milli landa, yfirgaf þau samfélög sem það hafði búið í og fluttist til nýrra heima. Á okkar dögum ná heimsbreytingar inn í samfélögin, hvað sem landamærum eða þjóðerni líður, og íbúar heimsþorpsins eiga ekki neitt val um það heldur einungis val um hvernig þeir bregðast við breytingunum.&nbsp;<br /> <br /> </span><span>Og þar erum við stödd Íslendingar -<span>&nbsp;</span> íbúar heimsþorpsins. Breytingarnar eru komnar inn um bæjardyrnar, heimurinn breytist ört og Ísland er lifandi vitnisburður þeirra breytinga, hvað sem okkur kann um það að finnast.&nbsp;<br /> <br /> </span><span>Hið mikilvæga er að bregðast skynsamlega við. Hnattvæðing er í sjálfu sér hvorki góð né slæm og að reyna að stöðva hana er álíka hugmynd eins og að telja gerlegt að stöðva iðnbyltinguna með því að brjóta vélarnar. Á sama hátt getum við ekki verndað íslenska tungu einfaldlega með því að slökkva á sjórnvarpstækjunum, tölvunum og "ipodunum". Við skulum líta svo á að viðbrögðin við hnattvæðingunni sé eins og íslensk glíma þar sem fastatök sé leiðin að góðum árangri.<span>&nbsp;</span> Þannig sé það t.d. verkefnið að tryggja fastatök íslenskrar tungu í glímunni við hnattvæðingu.&nbsp;<br /> <br /> </span><span>Mig langar til að nota tækifærið til að vekja athygli á mikilvægu starfi á þessu sviði sem fer lágt og sjaldan er talað um. Þýðingarmiðstöð utanríkisráðuneytisins hefur verið starfrækt frá því að undirbúningur hófst að aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðin. Í sautján ár hefur hún íslenskað nýja hugsun<span>&nbsp;</span> í tækni, samfélagsmálum, vísindum og menningu og leitt ný orð og hugtök inn í íslenskt ritmál í sátt við formgerð íslenskunnar. Þetta starf er ómetanlegt því með þessu móti eru tengslin við Evrópu og heiminn virkjuð til að endurnæra íslenskuna og svara kalli tímans og hnattvæðingarinnar.<span>&nbsp;</span> Með starfinu er orðið til hugtakasafn með ríflega 46 þúsund íslensk grunnhugtök sem aðgengilegt er öllum á vefnum. Þýðingarmiðstöðin starfrækir í raun þekkingarnet sem nær inn á afar fjölbreytt starfssvið samfélagsins - í verkgreinar, í opinberar stofnanir, til rannsóknafólks og víðar. Þetta fólk liðsinnir okkur við að skilja við hvað er átt á erlendu tungumáli og hvernig það verði best orðað á lipurri íslensku.&nbsp;<br /> <br /> </span><span>Hnattvæðngin breytir ekki menningararfinum sjálfum sem er meitlaður í bókmenntum, húsakosti, munum, siðum, þjóðtrú og venjum. Hnattvæðing gefur menningararf nýja möguleika til að breiða úr sér. Dæmi um það er rannsóknasamfélag á netinu um hin fornu dróttkvæði íslenskra bókmennta. Aldrei hafa jafn margir fræðimenn, í jafn mörgum heimsálfum í senn rýnt af krafti í dróttkvæðin eins og nú er og rætt fræði sín á netinu. Vandaðar fræðilegar útgáfur líta nú dagsins ljós hjá fjölþjóðlegum bókaútgáfum þar sem fræðimálið er enska. Enginn gat séð þetta fyrir, enginn hefði trúað að slíkt gæti gerst fyrir fimmtán árum þegar Netið hafði ekki náð útbreiðslu.</span></p> <p align="justify"><em><span>&nbsp;</span></em></p> <p align="justify"><em><span>Ágætu fundargestir.&nbsp;<br /> <br /> </span></em><span>Íslenskur menningararfur lifir nútímann af eins og <em>fyrri nútíma,</em> og hnattvæðingin er ekki ný undir sólinni. Það sem breytist eru samfélögin, þjóðirnar og stjórnmálin. Þessvegna fær sjálfsmynd okkar sem samfélags nýtt mikilvægi og færni okkar í samskiptum að aðrar þjóðir verður beinhart hagsmunamál.</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="center"><span>II.<br /> <br /> <br /> <br /> </span></p> <p align="left"><span>Menning og listir eru hvort tveggja í senn alþjóðleg og staðbundin eða &bdquo;þjóðleg&rdquo;.</span></p> <p align="justify"><span>Við þekkjum öll dæmi úr sögunni um hið síðastnefnda, það hvernig menningin og listirnar voru notaðar af stjórnvöldum til þess að<span>&nbsp;</span> skapa samheldni og samstöðu meðal þjóða eða hópa til stuðnings tilteknum sjónarmiðum eða aðgerðum. Á tímum Sovétríkjanna hvatti Lenín, sem dæmi, til rekstrar kvikmyndahúsa og þannig var myndmáli beitt til að ná til almúgans, sem var ólæs, til stuðnings byltingunni. Á göngu um gamlar miðborgir heimsins sjáum við glöggt hvernig listsköpun hefur verið beitt um aldir til að kynda þjóðerniskennd og stuðning við vald og valdhafa,<span>&nbsp;</span> eins og styttur til heiðurs herforingjum og hugmyndafræðingum bera vitni um.&nbsp;<br /> <br /> </span><span>Stríð og átök milli hópa innan ríkja birtast dag hvern á skjám allra sem fylgjast með fréttum. Nú í upphafi 21. aldar eru háværar kenningar uppi um átök byggð á menningarmun, þekktust allra kenningar Samuels Huntingtons um átök menningarheima (Clash of Civilizations). Þar er kennisetningin sú að átök nútímans geisi ekki milli ríkja heldur menningarheima, hins vestræna og kristna menningarheims annars vegar og hins íslamska hins vegar. Þessir menningarheimar séu ósættanlegir og upp sé runnið nýtt skeið í alþjóðasamfélaginu sem hverfist um þessi átök. Menning að mati þeirra sem svona hugsa er þannig einfalt og innantómt tákn hópa sem takast á en skilja ekki hvor annan.&nbsp;<br /> <br /> </span><span>Edward Said, arabískur fræðimaður sem er nýlega látinn, setti fram andsvar við framangreindu með því að gefa þessari uppsetningu annað heiti sem er &bdquo;átök fáfræðinnar&rdquo;<span>&nbsp;</span> (Clash of Ignorance). Það sé rangt að stilla ólíkum menningarheimum upp sem andstæðum heldur þvert á móti sýni reynsla kynslóðanna að menning og samræða ólíkra menningarheima séu sameinandi og auðgi um leið menningu hvers um sig. Mistökin séu að trúa á eðlislæg átök menningarheima, að ein menning sé betri en önnur, að í heiminum standi stríð - <em>okkar gegn þeim.<br /> <br /> </em></span><span>Ég lærði að nota nýtt hugtak fyrir nokkru, hugtakið "glocal" á ensku, samsett úr global og local og vísar til þversagnarinnar sem hnattvæðingin ber með sé. Um leið og hið alþjóðlega hefur meiri áhrif á hið staðbundna ber hvarvetna í heiminum á aukinni þörf fólks fyrir sterka og sérgreinda sjálfsmynd.&nbsp;<br /> <br /> <br /> </span><span>Hér<span>&nbsp;</span> á Íslandi er það mikilvægt verkefni að finna leiðir til þess að tryggja að menning ólíkra hópa innan samfélags okkar mótist hvorki af tilfinningunni um að verðmætum arfi okkar sé ógnað né tilfinningu um að með yfirgangi sé menningu sem nýlega nam land ekki ætlaður tilveruréttur.&nbsp;<br /> <br /> </span><span>Réttur til menningar eru mannréttindi þótt alþjóðasamfélagið sé skammt á veg komið að útfæra hann, og við Íslendingar sem þekkjum svo vel mátt þess að beita eigin tungumáli eigum að standa sérstaklega með þjóðum t.d. Afríkuríkjum sem hvorki þekkja tungumál sitt nógu vel né hafa tryggt þekkingu á sögu sinni nema stutt aftur.<span>&nbsp;&nbsp;<br /> <br /> </span></span><span>Samræðan er hin siðmenntaða aðferð manna til að þekkja sjálfa sig og skilja aðra. Snorri Sturluson hafði heiminn allan undir þar sem sat við skriftir í dal á Íslandi og skýrði tilurð heimsins, sköpun hans og gangverk. Þjóð sem býr að slíkum menningararfi þarf ekki að óttast það verkefni að skilja aðra menningarheima, og ef við skiljum aðra menningarheima þurfum við ekki heldur að óttast sambúðina við þá.</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><strong><span>&nbsp;</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>III.</span></strong></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Og þá kem ég að galdri listarinnar, því tungumáli sem lýsir hinu sam-mannlega.<br /> <br /> </span> <span>Mig langar að vísa í Nóbelsskáld síðasta árs, skáldkonuna Doris Lessing. Hún dregur á einum stað fram á eftirminnilegan hátt þýðingu listarinnar fyrir mannfólkið. Fólk er alltaf að leita að sjálfu sér, einhverju sem getur varpað ljósi á það sjálft, líf þess, samfélag og stöðu. Listin og menningin þjónar ekki síst því hlutverki fyrir einstaklinginn að segja honum hver hann er og setja hann í samhengi.&nbsp;<br /> <br /> </span><span>Í bókinni &bdquo;Í vondu hjónabandi&rdquo; sem er hluti af sagnabálknum um Mörtu Quest skrifar hún um leit einstaklingsins og hlutverk listamannsins á þessa leið: &bdquo;Það var athyglisverð staðreynd að gagnrýni á hana sem manneskju frá foreldrum, ættingjum, prestum, kennurum, stjórnmálamönnum eða þeim sem skrifuðu í dagblöðin, hafði engin áhrif á hana, en hins vegar gat óviðfelldin lýsing á sögupersónu henni líkri ýtt henni út í angistarfulla sjálfsskoðun sem stóð jafnvel dögum saman. Sem gefur til kynna að það sé þýðingarlaust fyrir listamann að afneita ábyrgð sinni með hástemmdum lýsingum á að framlag þeirra sé aðeins "guðlegur leikur" eða endurspeglun á sköpunareldi íróníunnar" eða hvað annað sem þeir svo órólegir kalla það. Það dugar ekki meðan Mörtur þessar heims lesa og leita af þessari knýjandi þörf: <u>Hvað segir þetta um líf mitt?</u> <span>&nbsp;</span>(Úr Mörthu Quest)<br /> <br /> </span><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><em><span>Góðir fundargestir.</span></em></p> <p align="justify"><span>Listir og listamenn eru sennilega aldrei mikilvægari en á tímum breytinga og uppbrots. Við eigum ekki að gera kröfur um þjóðlega list heldur gera kröfur til okkar sem þjóðar að lesa, hlusta, horfa og skapa.<span>&nbsp;&nbsp;<br /> <br /> </span></span><span>Þessvegna er þriðja setningin í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um menningu og fjallar um að virkja kraftinn í menningarlífi landsmanna því menning sé í senn vaxandi atvinnugrein, aflvaki nýsköpunar og mikilvægur hluti af sjálfsmynd þjóðarinnar, eins og þar segir.<br /> <br /> </span><span>Kona nokkur skrifaði grein í dagblað í síðustu viku um að Íslendingar hefðu lýðræðisform vandlega útfært, en skorti mjög lýðræðissinna til að skapa þá menningu sem nærir lýðræðislega samfélagshætti, þar með talin stjórnmál.<br /> <br /> </span><span>Ég er sammála þessari ágætu konu: Menningin kemur á undan stjórnmálunum, en ekki öfugt. Valdið á ekki að þurfa styttur til að upphefja sig eða bíó til að bæta í eyður verðleikanna eins í Sovét forðum. Auðug menning í opnu samfélagi þarf ekki á slíku að halda.&nbsp;<br /> <br /> </span><span>Ég vék að því í upphafi hvað sjálfsmynd Íslendinga réði miklu um athafnir og athafnaleysi á alþjóðavettvangi. Þar standa ýmsar gamlar goðsagnir Íslandi fyrir þrifum, t.d. að meint sérstaða Íslands sem landi farnist best í einangrun. Eða að Íslendingum farnist best að segja sem minnst á alþjóðavettvangi því við séum svo mjóróma.&nbsp;<br /> <br /> </span><span>Bjartur í Sumarhúsum var þessarar skoðunar og taldi sig engin erindi eiga inn á fundi þar sem ráðum var ráðið. Höfundur Bjarts í Sumarhúsum eins og Doris Lessing sýndi mannfólkinu hluta af því sjálfu. Afhjúpaði goðsagnir í sjálfsmynd Íslendinga sem einstaklinga og þar með samfélagins en sýndi lika að list sem sprettur úr menningarlegum afkima getur haft skírskotun til fólks á allt öðru menningarsvæði ef hún nær að höndla hið sammannlega sem þrátt fyrir allt er sterkasti þráðurinn og gengur þvert á mismunandi menningarheima.&nbsp;<br /> <br /> </span><span>Þegar bókin kom fyrst út í Bandaríkjunum um miðja síðustu öld seldist hún í gríðarstóru upplagi og frægar er frásagnir af leigubílstjórum í New York þekktu sjálfa sig í íslenska afdalabóndanum.<br /> <br /> </span><span>Þannig eru hnattvæddir afdalir. Látum engan telja ungum Íslendingum trú um að þau séu of mjóróma fyrir heiminn.<span>&nbsp;&nbsp;<br /> <br /> </span></span><span>Ég hlakka til að hlusta og taka þátt hér á eftir.&nbsp;</span><span>&nbsp;</span></p> <br /> <br />

2008-01-31 00:00:0031. janúar 2008Ísland á innri markaði Evrópu

<p><em><br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Virðulegi forseti</em></p> <p align="center"><strong>I.</strong></p> <p align="justify">Nú eru fjórtán ár og þrjátíu dagar frá því að samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið gekk í gildi og Ísland með menningarstofnanir sínar, atvinnufyrirtæki, banka, sveitarfélög, vísindarannsóknir, stjórnsýslu og löggjafarstarf sameinaðist innri markaði Evrópu.<br /> </p> <p align="justify">Engin ein ákvörðun í síðari tíma sögu Alþingis hefur haft jafn rík og djúptæk áhrif á íslenskt samfélag og enginn andmælir því <u>nú</u>, virðulegi forseti, að EES-<u>aðild</u> var algjörlega rétt ákvörðun Íslendinga.<br /> </p> <p align="justify">Hún þýddi opnun landsins, nýtt frelsi fólks til að flytjast milli landa, stofna fyrirtæki, færa fjármagn og eiga viðskipti með vörur og þjónustu. Hún gaf af sér stóreflda íslenska háskóla, kynnti til sögu hér á landi fyrstu réttarbætur á mörgum sviðum, til dæmis í umhverfismálum og neytendamálum &ndash; og hún er hin raunverulega forsenda þess að íslensk fyrirtæki gátu leyst gamlar og lúnar landfestar og sótt á heimsmarkað, jafnokar hvers sem er.<br /> </p> <p align="justify">Við Íslendingar höfum margt að læra af fjórtán ára reynslu okkar á innri markaði Evrópu. Hugsum til þess núna hversu margir töldu 1993 að EES-aðild stefndi<span>&nbsp;</span> þjóðerni og sjálfstæði í bráða hættu og drögum þann lærdóm sem augljós er af sögu síðasta eins og hálfa áratugar; þann lærdóm að það styrkir Ísland verulega<span>&nbsp;</span> að taka þátt í innri markaði Evrópu.<span>&nbsp;&nbsp;<br /> </span></p> <p align="justify">Ég hef sagt það hreinskilnislega að vera mín í utanríkismálanefnd Alþingis í aðdraganda EES-samningsins og hin gríðarlega harða umræða sem þá fór fram í þinginu og samfélaginu sé besti skóli sem ég hafi gengið í gegnum. Ég kom að málinu andstæð EES-samningnum en sannfærðist eftir að hafa kynnt mér málin í þaula, að samningurinn væri mikilvægt gæfuspor fyrir íslenskt samfélag. Íslensk stjórnmálaumræða verður aldrei söm vegna þess að við bárum gæfu til að taka stökkið inn í EES. Áratugum saman hafði það verið viðurkennt stefnumið sem náði að skera á flokkslínur að Ísland ætti beinlínis að halda sér frá ábyrgð á alþjóðavettvangi vegna meintrar sérstöðu. Sá skilningur var útbreiddur að með einangrun væri sjálfstæðið tryggt. Bjartur í Sumarhúsum var aldrei bara skáldsagnapersóna.<br /> </p> <p align="justify">Þessi tími er liðinn í íslenskum stjórnmálum og kemur aldrei aftur, þótt einstaka menn með fortíðarþrá kunni enn að streitast á móti.<br /> </p> <p align="justify">Þátttakan á innri markaði Evrópu hefur styrkt Ísland á ótal sviðum og það er rétt og eðlilegt að nálgast verkefni okkar á Evrópuvettvangi sem eitt mikilvægasta hagsmunamál Íslands þar sem ríði á að sýna árvekni og meta allar stöður rétt.<br /> </p> <p align="justify">Samrunarferlið í Evrópu hefur bráðum staðið í sextíu ár, við Íslendingar tókum stökk inn í það fyrir fjórtán árum. Mikilvægustu þættir þess hafa jafnmikil og nákvæmlega sömu áhrif á starfsskilyrði fyrirtækja hér á Íslandi eins og þeir hafa á fyrirtæki í Slóveníu, á Írlandi, í Svíþjóð og Portúgal. Hvort sem Ísland er innan eða utan Evrópusambandsins erum við á innri markaðnum með sínum samræmdu reglum.<br /> </p> <p align="justify">Margir hafa orðið til þess að harma á liðnum árum áhrifaleysi Alþingis sem einhvers konar stimpilstofnunar EES-gerða. Í því felst vanmat á möguleikum<span>&nbsp;</span> íslenskrar stjórnsýslu og alþingismanna til að hafa áhrif og til að nýta sér val sem löggjöf Evrópusambandsins oftar en ekki gefur aðildarríkjum innri markaðarins við útfærslu EES-efnisreglna í innlendri lagasetningu.<br /> </p> <p align="justify">Hins vegar er einnig nauðsynleg forsenda skynsamlegrar umræðu að allir geri sér fullkomlega ljóst að með því að kjósa EES-aðild kýs Alþingi að halda Evrópusamstarfi á stjórnsýslustigi en kýs ekki þátttöku í pólitísku samstarfi Evrópuþjóða. Kjarni munarins á EES og Evrópusambandinu er þessi að EES samstarf er í eðli sínu stjórnsýsluferli, stjórnsýsluferli sem þó bindur Alþingi Íslendinga til lagsetningar á mörgum sviðum þjóðlífsins.<br /> </p> <p align="justify">Á samráðsfundi sem utanríkisráðuneytið hélt fyrir nokkrum árum með fulltrúum íslensks atvinnulífs var það meginniðurstaðan að Íslendingar ættu að haga rekstri hagsmunamála sinna eins og við værum aðilar að ESB. Í niðurstöðum Evrópunefndar frá mars 2007 er bent á fjölmargar leiðir til að styrkja starf Íslendinga gagnvart Evrópusambandinu og innan EES með það fyrir augum að hagsmuna íslensks almennings og íslenskra fyrirtækja verði betur gætt.<br /> </p> <p align="justify">Alþingi gegnir þar mikilvægu hlutverki, virðulegi forseti.<br /> </p> <p align="justify">Í dag á ég sem utanríkisráðherra frumkvæði að þeirri nýbreytni að háttvirtir þingmenn ræði sérstaklega á almennum þingfundi helstu málefni innri markaðar Evrópu og aðra þætti Evrópusamstarfs sem Ísland tekur þátt í.<br /> </p> <p align="justify">Til grundvallar er lögð skýrsla sem viðskiptasvið utanríkisráðuneytisins og sendiráð Íslands í Brussel hafa gert, þar sem lýst er stöðu og efnisinnihaldi stefnu og löggjafar sem nú eru til meðferðar innan ESB og EES en munu á næstu misserum koma til afgreiðslu háttvirtra þingmanna hér á Alþingi.<br /> <br /> Regluverk innri markaðarins hefur víðtæk áhrif hér á landi. Ísland hefur ekki sömu tækifæri til áhrif á þær reglur og aðildarríki ESB en formleg aðkoma íslenskra stjórnvalda að EES málum takmarkast við fyrstu stig tillagna frá framkvæmdastjórn ESB. Reynsla hefur sýnt að unnt er að hafa áhrif á þróun mála innan sambandsins á þessu stigi þegar rétt er á málum haldið nógu snemma. Prýðilegt dæmi um þetta er stefnumótun ESB um málefni hafsins sem Ísland tók virkan þátt í og hafði umtalsverð áhrif á.&nbsp;<br /> <br /> Nú liggur fyrir að til að rétta af lýðræðishallann innan ESB og auka áhrif þjóðkjörinna fulltrúa verður hlutverk Evrópuþingsins aukið. Þetta takmarkar möguleika EES ríkja til þeirrar aðkomu og áhrifa sem ég var að lýsa. Alþingi ætti því að efla til muna samstarf við Evrópuþingið og láta það ná til fleiri þingnefnda en utanríkismálanefndar og EES þingmannanefndarinnar. Fagnefndir Alþingis eiga ríkt erindi við þingnefndir í Evrópuþinginu meðan þær sinna mótun löggjafar innri markaðarins og þar með efni væntanlegra íslenskra laga.&nbsp;<br /> <br /> Fram til þessa hefur Alþingi komið of seint að umræðunni um hver afstaða Íslands innan EES kerfisins eigi að vera, hvernig forgangsraða eigi hagsmunamála hjá sendiráðinu í Brussel og meðhöndlun ráðuneyta á ESB-tilskipunum sem gefa aðildarríkjum svigrúm til að velja útfærslu í landsrétti. Umræðan í dag og skýrslan til Alþingis er liður í því að rétta þessa skekkju í löggjafarstarfi. Alþingi hefur ekki fylgt eftir eigin reglum um þinglega meðferð EES gerða frá 1994. Þarna þarf úrbætur, auk þess sem hlutverk utanríkismálanefndar ber að efla um leið og skoða ber stofnun sérstakrar Evrópunefndar hér í þinginu.</p> <p>&nbsp;<strong>&nbsp;</strong></p> <p align="center"><strong>&nbsp;</strong></p> <p align="center"><strong>II.</strong></p> <p align="justify">Mun ég nú víkja að nokkrum helstu málefnum sem reifuð eru í skýrslunni og eru áherslumál Íslands á Evrópuvettvangi.&nbsp;<br /> <br /> Á leiðtogafundi Evrópusambandsins í Lissabon 17. desember síðastliðinn var heildstæð stefna Evrópusambandsins í málefnum hafsins staðfest. Nær hún til umhverfismála, nýtingu auðlinda, siglingamála, ferðamála við ströndina, hafnamála, byggðamála strandbyggða, varnir gegn vá og ólögmætum aðgerðum á hafi, vöktun siglinga og lífríkis, rannsókna og þróunar og uppbyggingar upplýsingakerfa.&nbsp;<br /> <br /> Má af þessu sjá að stefnan er víðtækari en áður hefur þekkst og gengur þvert á hefðbundna verkaskiptingu ráðuneyta í flestum löndum.<br /> <br /> Íslendingar ákváðu snemma að beita sér eins mikið í stefnumótunarferlinu og ESB gaf kost á, en staðreyndin er sú að slík ferli eru oftast nær opin Íslandi til jafns við aðilddarríki en Ísland hefur sjaldnast nýtt það.&nbsp;<br /> <br /> Sendiráð okkar í Brussel fylgdist grannt með frá upphafi þegar ESB gaf út grænbók 2005 og sendi hana til umsagnar fjörutíu hagsmunaaðila hér á landi, allra verkalýðsfélaga sem tengjast störfum á hafinu, útvegsmanna, ransóknastofnana, náttúruverndarsamtaka, menningarstofnana o.s.frv.&nbsp;<br /> <br /> Utanríkisráðuneytið setti upp vinnuhóp með aðild allra fagráðuneyta sem málefnið snerti og Sambands sveitarfélaga. Er skemmst frá því að segja að ýmsar áherslur Íslendinga í athugasemdum skiluðu sér inn í stefnuna sem staðfest var í desember, eins og nánar er lýst í skýrslunni. Ísland hefur sótt ráðherraráðstefnu um málið og forseti framkvæmdastjórnar ESB José Manuel Barroso þakkaði þar sérstaklega framlag Íslands en talsmenn ESB hafa ítrekað lýst yfir að vegna sérfræðiþekkingar Íslendinga á málefnum hafsins sé framlag okkar til málaflokksins mikils metið. Í heimsókn minni til framkvæmdastjórnar ESB í Brussel í haust var einnig óskað eftir því að íslenskur sérfræðingur á sviði sjávarútvegs kæmi þangað til starfa.&nbsp;<br /> <br /> Evrópusambandið hefur sett sér tölusett markmið um minnkun gróðurhúsalofttegunda og hafði lykiláhrif á samningafundi Sameinuðu þjóðanna um viðbrögð við loftslagsvánni á Balí í desember. Evrópusambandið er forystuafl í umhverfismálum í heiminum nú um stundir.&nbsp;<br /> <br /> Í loks ársins má ætla að ný löggjöf sem miðar að því skylda sveitarfélög, fyrirtæki og almenning til að endurvinna úrgang verði afgreidd. Viðskiptakerfi með gróðurhúsalofttegundur er í mótun á grundvelli tilskipunar frá 2003 sem hefur verið tekin inn í EES-samninginn eins og rætt var um hér á Alþingi síðastliðið haust. Í nóvember varð ljóst að gildissvið þess regluverks myndi ná til flugstarfsemi. Leggur Ísland nú áherslu á að færa rök fyrir sérstæðri nauðsyn samgangna í lofti fyrir íslenskt samfélag svo reglurnar verði ekki of íþyngjandi fyrir íslenska flugstarfsemi, eins og nánar er rakið í skýrslunni. Rétt er að geta þess að vænta má þess að viðskiptakerfið nái til siglinga innan fárra ár sem og áliðnaðar.&nbsp;<br /> <br /> Fyrsta heildstæða orkustefna ESB var afgreidd á leiðtogafundi í mars á síðasta ári. Þá voru í september kynntar tillögur um afnám hafta í orkusölu sem ná munu til Íslands og fela í sér samræmdar reglur um innri markað með raforku. Framkvæmdastjórnin telur ljóst að núverandi reglur um aðskilið eignarhald á orkumarkaði hafi ekki skilað árangri og samþjöppun væri mikil. Komst Eftirlitsstofnun EFTA að sams konar niðurstöðu um EES-ríkin, en tiltók þó að of snemmt væri að dæmi um áhrifin á Íslandi.&nbsp;<br /> <br /> Tilskipun sem felur í sér að póstþjónusta verði gefin frjáls hefur verið umdeild innan ESB en verður líklega samþykkt á næstu mánuðum með gildistöku 2010. Innleiðing hér á Íslandi myndi þýða að Íslandspóstur hf. missi einkarétt til póstþjónustu.&nbsp;<br /> <br /> Breytingar hafa orðið á samningum um niðurfellingu tolla á landbúnaðarafurðir, þannig að Ísland fær stærri kvóta fyrir lambakjöt til ESB og nýjan kvóta fyrir smjör, skyr og pylsur en ESB á móti kvóta fyrir nautgripi, svínakjöt, kjúklinga, rjúpur, pylsur, sérupprunarmerktar afurðir, osta og kartöflur.&nbsp;<br /> <br /> Íslendingum býðst að gerast aðilar að tímamótasamningi ESB við Bandaríkin um loftferðir þar sem opnað er fyrir jafnt aðgengi allra flugfélaga að áætlunarflugi til Bandaríkjanna.&nbsp;<br /> <br /> Ný kynslóð samstarfsáætlana um vísindi, menningu og félagsmál hóf göngu sína á síðasta ári en Ísland hefur frá upphafi fengið miklu meira fé inn í verkefni hér á landi en við höfum lagt inn. Sjö þúsund manns komu að slíkum ESB-verkefnum á Íslandi árið 2006, 4.700 nemendur í grunnskólum og framhaldsskólum og ríflega þúsund erlendir nemendur komu gagngert til námsdvalar á Íslandi. Tvö hundruð verkefni voru unnin undir íslenskri stjórn.&nbsp;<br /> <br /> Innleiðing reglugerðar ESB um matvælamál mun kalla á víðtækar lagabreytingar hér á landi.&nbsp;<br /> <br /> Líkur eru á að eftir margra ára deilur um þjónustutilskipun ESB verði bætt við regluverk ESB sérstakri tilskipun um almannaþjónustu. Þjónustutilskipunin sjálf er til meðferðar á vettvangi EFTA þar sem EES/EFTA ríkin ráðgast um hvernig tilskipunin verði tekin upp í samninginn. Vinnuhópur ráðuneyta hefur verið settur upp hér á landi vegna þessa og var tilskipunin send 20 hagsmunaaðilum og óskað athugasemda vegna væntanlegrar innleiðingar. Er unnið úr þeim athugasemdum sem bárust. Ísland mun fylgjast af sérstökum áhuga með umræðum um skilgreiningar almannaþjónustu í ESB löggjöf sem nú eru hafnar.&nbsp;<br /> <br /> Rekstur EES-samningins hefur gengið vel en til þess þarf góðan samstarfsvilja allra aðila. Aðstæður verða hins vegar erfiðari eftir því sem Evrópusambandið tekur skipulagsbreytingum, hlutverk Evrópuþingsins eykst og framkvæmdastjórnin breytist án þess að hægt sá að breyta stofnanakerfi EES/EFTA stoðarinnar jafnhliða. Við megum ekki loka augunum fyrir þessu heldur verðum við að bregðast við jafnharðan eftir því sem hægt er.<span>&nbsp;</span></p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <p align="center"><strong>III.</strong></p> <p><em>Virðulegi forseti.</em></p> <p align="justify">Ég hef áður úr þessum ræðustól bent á að skilin milli alþjóðamála og innlandsmála séu að hverfa í stjórnmálum.&nbsp;<br /> <br /> Aðild Íslands að innri markaði Evrópu felur í sér að skilin eru horfin á sviðum fjármagnsflutninga, vöru- og þjónustuviðskipta, fólksflutninga, félaga- og hugverkaréttar, samkeppnismála, matvælamála, samgangna, orku- og umhverfismála, neytendamála, vísinda, rannsókna, menntunar og menningar svo nokkuð sé nefnt. Á þessum sviðum deilum við valdi til stefnumótunar og reglusetningar með öðrum aðildarríkjum evrópska efnahagssvæðisins. Og lokum ekki augunum fyrir því að þetta er bróðurparturinn af starfsemi Evrópusambandsins. EES-samningurinn er hins vegar alþjóðasamstarf á stjórnsýslustigi og að upplagi þiggjandi gagnvart ESB á þessum sviðum. Í Schengen samstarfinu tekur Ísland hins vegar fullan þátt einnig í pólitíska þættinum.&nbsp;<br /> <br /> Í stjórnarsáttmálanum er áhersla lögð á að staða Íslands í Evrópusamstarfinu sé á dagskrá með virkum hætti og að umræða sé mikilvæg fyrir hagsmuni landsins. Stjórnarsáttmálinn mælir fyrir um að komið verði á fót sérstakri nefnd, eins konar vaktstöð, til þess að fylgjast með þróun mála í Evrópu og leggja mat á breytingar út frá hagsmunum Íslendinga. Nefndin mun taka til starfa á næstu dögum og munu tveir alþingismenn stýra starfi nefndarinnar með sameiginlegri formennsku, þeir Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar og Illugi Gunnarsson varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Þess er óskað að allir stjórnmálaflokkar skipi fulltrúa í nefndina auk samtaka atvinnurekenda og launþega.&nbsp;<br /> <br /> Þá hef ég sett á fót eina nefnd og er í þann veginn að skipa aðra með embættismönnum og hagsmunaaðilum til að fjalla um landbúnaðarstefnu og sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins. Ég tel mikilvægt að við fylgjumst ávallt grannt með þróun stefnumiða sambandsins á þessum sviðum til þess að vera sem best búin undir breytingar sem hér kunna að verða.&nbsp;<br /> <br /> Það fer ekki framhjá nokkrum manni að mörgum í íslensku atvinnulífi þykir íslenska krónan sníða sér of þröngan stakk. Ég hef haldið því fram lengi að krónan stefndi í að vera viðskiptahindrun og að smæð gjaldmiðilsins kostaði almenning á Íslandi meira en hægt væri að una við. Aðstæður knýja á um að allir stjórnmálaflokkar og forysta atvinnulífs og launþegahreyfingar hreinsi borðið, leiti fyrst sameiginlegs skilnings á aðstæðum og svo nýrra lausna sem styrki Ísland til framtíðar.&nbsp;<br /> <br /> Ég er sammála bæði forsætisráðherra og formanni bankastjórnar Seðlabankans um að einhliða upptaka Evru að hætti Svartfellinga sé útilokuð fyrir Ísland. Mín skoðun er að Evra verði ekki tekin upp án aðildar að myntbandalaginu í heild.<br /> <br /> Ríkisstjórnin er reiðubúin í samræðuna. Ég hvet samtök atvinnurekenda, samtök launafólks og aðra þá sem vilja leggja gott til, að taka upp ný vinnubrögð og benda á ábyrgar og færar leiðir til lausna. Sérstaklega þurfum við að vara okkur á því að fara ekki að næra gömlu hugmyndina um að sérstaða okkar losi okkur undan skyldum sem aðrar þjóðir þurfa að taka á sig. Lýðræðisleg samræða um leiðir Íslands til framtíðar er verkefni okkar allra og ekki einkamál stjórnmálamanna eða &ndash;flokka, því ljóst er að ákvörðun um nýja stöðu Íslands í Evrópusamstarfi verður tekin í þjóðaratkvæðagreiðslu. Án samþykkis kjósenda fer enginn lönd né strönd.&nbsp;<br /> <br /> Almenningur á rétt á málefnalegum umræðum, greiðum og réttum upplýsingum og heiðarlegu mati á hagsmunum lands og þjóðar. Fyrir fjórtán árum og þrjátíu dögum tóku Íslendingar stökkið inn á sameiginlegan innri markaðar Evrópu. Þau sem þá óttuðust mest ásælni útlendinga, t.d. að hingað myndu flykkjast þúsundir frá fátæku ríkjunum Írlandi og Finnlandi eða að útlendingar myndu kaupa upp allar jarðir á Íslandi höfðu, þegar á reyndi, ekkert að óttast.&nbsp;<br /> <br /> Og sagan kennir meira að segja að Ísland, Írland og Finnland hafa öll blómstrað á innri markaði Evrópu, án ásælni og með gagnkvæmum ávinningi.&nbsp;<br /> <br /> </p> <p align="justify"><em>Virðulegi forseti,</em></p> <p align="justify">Innri markaður Evrópu og samræmdar reglur hans eru hversdagslegur íslenskur veruleiki fólks og fyrirtækja. Stofnanauppbygging hans, ný stefnumótun og löggjöf hefur ýmsa galla og marga kosti eins og allur annar íslenskur veruleiki. Það var löngu tímabært að ýmsar hliðar framkvæmdarinnar yrðu ræddar sérstaklega á þingfundi eins og við nú gerum.&nbsp;<br /> <br /> Verkefni okkar, ríkisstjórnarinnar, háttvirtra alþingismanna og Íslendinga allra, er að halda áfram vegferðinni í Evrópusamrunanum styrkum og markvissum skrefum en heltast hvorki úr lestinni né hlaupa hraðar en við getum.&nbsp;</p> <br /> <br />

2008-01-24 00:00:0024. janúar 2008Mesti stjórnmálasigur íslenskra kvenna

<p> </p> <p><strong><span>Ávarp Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, utanríkisráðherra, í ráðhúsi Reykjavíkur á 100 ára afmæli þess að konur voru fyrst kjörnar í borgarstjórn Reykjavíkur</span></strong></p> <p> </p> <p> </p> <p><strong><em><span>Kæru fundargestir</span></em></strong></p> <p align="justify"><span> <br /> </span><span>Við minnumst í dag þess atburðar sem stundum hefur verið nefndur mesti stjórnmálasigur íslenskra kvenna. Dagsins fyrir hundrað árum þegar fjórar fyrstu konurnar voru kosnar í bæjarstjórn Reykjavíkur, allar af sérstökum kvennalista sem þá var boðinn fram í fyrsta sinn.</span></p> <p align="justify"><span> </span></p> <p align="justify"><span>Þessi pólitíski sigur kvenna átti sér auðvitað langa forsögu en krafan um pólitísk réttindi kvenna komst snemma á dagskrá hér á landi.<span> </span> Og sigurinn 24. janúar 1908 var auðvitað einnig áfangi í þróun lýðræðis á Íslandi, sem á að vera verkefni okkar á öllum tímum að gera betra og fullkomnara. Lýðræði er leikreglur en líka siðmenning sem konur og karlar bera ábyrgð á að skapa á hverjum degi.</span></p> <p align="justify"><span> </span></p> <p align="justify"><span>Það ætti ekki að koma á óvart, að mun auðveldara var að ná fram kosningarétti og kjörgengi fyrir ógiftar konur en giftar og á lægri stjórnsýslustígum en æðri.<span> </span> Þannig fengu ekkjur og einhleypar konur, sem stóðu fyrir búi eða &bdquo;áttu með sig sjálfar&rdquo;, kosningarétt til hreppsnefnda og sveitarstjórna árið 1882 og kjörgengi árið 1902.<span> </span> Röðin kom ekki að giftum konum fyrr en 1907, en það ár samþykkti Alþingi tvenn ný lög, sem breyttu verulega stöðu þeirra.<span> </span> Voru önnur lögin um bæjarstjórn Hafnarfjarðar og hin um bæjarstjórn Reykjavíkur. Með þessum lögum fengu konur almennan kosningarétt á við karla til sveitarstjórna, en þó gilti það sérákvæði um þær, að þeim var heimilt að &bdquo;skorast undan kosningu&rdquo;.<span> </span></span></p> <p align="justify"><strong><span> </span></strong></p> <p align="justify"><span>Konum í Reykjavík var mikið í mun að sýna og sanna að þær nýttu sér nýfengin pólitísk réttindi og kynnu með þau að fara. Um þetta skrifaði m.a. Bríet Bjarnhéðinsdóttir, formaður Kvenréttindafélagsins:</span></p> <p align="justify"><span> </span></p> <p align="justify"><em><span>&bdquo;Fyrir oss konur ætti aðalatriðið við þessar kosningar að vera að koma konum að.<span> </span> Það er byrjunin, sem hér er um að ræða.<span> </span> Ef vér notum nú ekki tækifærið, þá er það sú pólitíska synd, sem hefnir sín í öllum kvennamálum vorum síðar.<span> </span> Á næsta þingi yrði það ástæðan móti pólitískum réttindum kvenna&rdquo;.</span></em><span><span> </span> (Kvennablaðið, 30. nóv. 1907).</span></p> <p align="justify"><span> </span></p> <p align="justify"><span>Innan Kvenréttindafélagsins varð sú hugmynd til að bjóða fram sérstakan kvennalista í bæjarstjórnarkosningunum vorið 1908 og fékk félagið fimm kvenfélög í bænum til liðs við sig. Stofnuðu konurnar 33 kvenna kosninganefnd og var Bríet Bjarnhéðinsdóttir formaður hennar. Ekki höfðu konurnar starfað lengi þegar þeim barst tilboð frá iðnaðarmönnum um að bjóða fram sameiginlegan lista við kosningarnar. <span> </span>Fljótlega kom þó í ljós að iðnaðarmennirnir hugsuðu sér samvinnuna nokkuð á einn veg þ.e. konurnar áttu að leggja til atkvæðin en þeir bæjarfulltrúaefnin.<span> </span> Þeim þremur konum, sem kosninganefnd kvenna hafði tilnefnt á lista var öllum raðað í &bdquo;fortöpuð&rdquo; sæti, eins og Bríet orðaðið það.<span> </span> Um samvinnuna við iðnaðarmennina skrifaði hún í Kvennablaðið eftir kosningar:</span></p> <p align="justify"><span> </span></p> <p align="justify"><em><span>&bdquo;...vér verðum vandlega að gæta þess, að við kosningar er enginn annars bróðir í leik, og þar láta karlmennirnir oss ekki eftir beztu sætin sjálfviljugir.<span> </span> Þegar þeir við slík tækifæri bjóða oss samvinnu, þá vilja þeir fá fullkomna tryggingu fyrir hagsmunum sínum.<span> </span> Þá verðum það vér konurnar, sem bíða munum skakkafallið&rdquo;</span></em> <span>(Kvennablaðið, 31. jan. 1908).</span></p> <p align="justify"><span> </span></p> <p align="justify"><span>Tuttugu dögum fyrir kosningar rufu konurnar samstarfið við iðnaðarmennina, hófu að undirbúa framboð kvenna og skiluðu inn lista með nöfnum fjögurra kvenna í tæka tíð. Þetta voru þær Katrín Magnússon, Þórunn Jónassen, Bríet Bjarnhéðinsdóttir og Guðrún Björnsdóttir.</span></p> <p align="justify"><span> </span></p> <p align="justify"><span>En þær létu ekki þar við sitja.<span> </span> Þótt tíminn væri naumur, þá háðu þær engu að síður heilmikla kosningabaráttu.<span> </span> Má í því sambandi nefna, að þær húsvitjuðu hverja íbúð í bænum þrisvar sinnum fyrir kosningar til að fræða húsmæðurnar um kvenréttindi, kosningalögin og þá fundi, sem halda átti.</span></p> <p align="justify"><span> </span></p> <p align="justify"><span>Verður ekki annað sagt en að þær hafi haft erindi sem erfiði því allar fjórar konurnar hlutu kosningu. Kvennalistinn fékk 21,3% af greiddum atkvæðum og skaut meira að setja aftur fyrir sig lista heimastjórnarmanna, sem flestum fannst þó sigurstranglegastur.<span> </span></span></p> <p align="justify"><span> </span></p> <p align="justify"><span>Allar voru þessar konur kunnar af störfum sínum að félagsmálum í bænum, og þá ekki sízt af störfum sínum í þágu kvenna. Pólitísku erindi þeirra, og annarra kvenna, lýsti Bríet með þessum orðum:</span></p> <p align="justify"><span> </span></p> <p align="justify"><em><span>&bdquo;Konurnar eiga að vera nýr kraftur í þjóðfélagsstarfseminni.<span> </span> Þær eiga að koma þangað með hreinni hvatir, sterkari siðgæðistilfinningu, meiri mannúð og næmari skilning á þjóðfélagsmeinum en karlmennirnir, sem orðnir eru þeim svo vanir, að þeir sjá þau ekki.<span> </span> Þær eiga að vera vandari að uppeldi barnanna en hingað til hefur átt sér stað um þá, sem ráða fátækramálunum til lykta.<span> </span> Þær eiga að finna ný ráð og nýja vegi til að bæta úr ýmsum göllum, sem enn hefur lítill gaumur verið gefinn.&rdquo;</span></em> <span>(Kvennablaðið, 22. des. 1911).</span></p> <p align="justify"><span> </span></p> <p align="justify"><span>Þegar litið er á pólitískt starf þeirra kvenna sem fyrstar voru kosngar í bæjarstjórn Reykjavíkur <span> </span>má segja að inntakið í orðum Bríetar hér á undan hafi verið þeim n.k. leiðarljós.<span> </span> Mál sem snertu stöðu kvenna og barna voru þeim mjög hugleikin enda veit sá best hvar skórinn kreppir sem sjálfur ber hann.</span></p> <p align="justify"><span> </span></p> <p align="justify"><span>Konurnar létu málefni fátækra barna mjög til sín taka og beittu sér m.a. fyrir skólamáltíðum og barnalesstofu, þær gerðu tillögur um útivist barna á kvöldin og síðast en ekki síst beittu þær sér mjög fyrir starfrækslu barnaleikvalla í bænum. Þá létu þær s.k. gasstöðvarmál til sín taka, ekki síst Bríet sem sýndi mikla málafylgju í því máli. Hún sá þann helstan kost við gasið, umfram rafmagnið, að það var talsvert ódýrara og þ.a.l. viðráðanlegt fyrir alþýðuheimili og gæti auðveldað konum eldamennskuna.</span></p> <p align="justify"><span> </span></p> <p align="justify"><em><span>&bdquo;Hún sparaði ekki atlögin í þessu mál,&rdquo;</span></em> <span>sagði Knud Ziemsen borgarstjóri um hana. Og hann heldur áfram: <em>,,Fannst mér hún þá sýna fremur en nokkru sinni síðar, hvílík &bdquo;hlóðabryðja&rdquo; hún gat orðið, eins og maður nokkur orðheppinn nefndi hana.<span> </span> Það var í almæli, að Bríet hefði bjargað gasstöðvarmálinu. Satt er, að hún átti í því mikinn hlut. Og víst er það, að enginn bæjarfulltrúi fékk óþvegnari skammir fyrir stuðning sinn við þessa nauðsynlegu umbót sem hún.<span> </span> En Bríet var ekki kveinksöm né hörundssár, enda ætla ég, að alþýðukonur höfuðstaðarins hafi ekki verið henni þakklátari í annan tíma en þann, þá er þær fengu gasið.&rdquo;</em> (Úr bæ í borg, bls. 241).</span></p> <p align="justify"><span> </span></p> <p align="justify"><span>Katrín, Guðrún, Þórunn og Bríet voru allar hættar í bæjarpólitíkinni árið 1920 og næstu áratugina voru konur fámennar í bæjar- og borgarstjórn Reykjavíkur. Stundum var þar ein kona, stundum engin. Það tók hvorki meira né minna en 70 ár að jafna kosningasigur kvenna frá 1908 því það var ekki fyrr en í kosningunum 1978 sem fjórar voru aftur kosnar samtímis í borgarstjórn Reykjavíkur. Þegar ég tók sæti í borgarstjórn árið 1982 höfðu aðeins 23 konur setið þar á undan mér. Með hinum endurnýjuðu kvennaframboðum á níunda áratugnum fengu stjórnmálaflokkarnir hins vegar rækilega áminningu og fjölguðu konum á framboðslistum. Nú telst mér svo til að í 100 ára sögu kosningaréttar kvenna til borgarstjórnar Reykjavíkur hafi 50 konur verið kosnar borgarfulltúar.</span></p> <p align="justify"><span>Árið 1994 gerðist það svo í fyrsta sinn að konur slógu körlum við en það ár voru 8 konur kosnar í borgarstjórn Reykjavíkur. Á því kjörtímabili gerðist það líka að kona var borgarstjóri, kona formaður borgarráðs, kona forseti borgarstjórnar og konur formenn borgarstjórnarflokka bæði meiri- og minnihluta borgarstjórnar.</span></p> <p align="justify"><span> </span></p> <p align="justify"><strong><em><span>Kæru fundargestir</span></em></strong><strong><span>. <br /> <br /> </span></strong><span>Konurnar sem unnu sigurinn mikla fyrir hundrað árum hurfu úr pólitíkinni eftir að hafa brotið ísinn. Það fennti yfir sporin þeirra, saga þeirra hvarf um tíma og pólitískt áhrifavald kvenna var lítið í áratugi.</span></p> <p align="justify"><span> </span></p> <p align="justify"><span>Hundrað árum síðar er viðfangsefnið enn hið sama: <span> </span>að tryggja að dyrnar lokist ekki á eftir brautryðjendunum. Konum bjóðast tækifæri, gættirnar opnast en hversu langt komast konurnar?</span></p> <p align="justify"><strong><span> </span></strong></p> <p align="justify"><span>Þegar við konur sendum kynsystur okkar inn í kerfið, þá skiptir miklu máli að kynsystur þeirra veiti þeim pólitískan og persónulegan stuðning.<span> </span> Þegar við finnum fyrir vináttu og stuðningi annarra kvenna þá getum við allt. Þá eru okkur allir vegir færir.</span></p> <p align="justify"><span><span> </span></span></p> <p align="justify"><span>En við þurfum að vera margar. Þó að ein og ein kona rati inn í raðir stjórmálamanna eða embættismanna verður engin kerfisbreyting. Ein kona, hversu velviljug og dugleg sem hún er breytir ekki eins og hendi sé veifað stórvirku karlakerfi sem byggir á áratugahefð. Við þurfum að verða fleiri. Reynsla mín hefur kennt mér að það skiptir höfuðmáli að fjölga konum hvarvetna þar sem mikilvæg mál eru til lykta leidd. Ástæðan fyrir því er einfaldlega sú að það hefur átt sér stað almenn viðhorfsbreyting meðal kvenna. Það er víðtæk samstaða um það meðal kvenna að konur eigi ákeðinn rétt og að þeim beri ákveðin hlutdeild í mótun samfélagsins. Í hjarta allra kvenna býr vitneskjan um að konur bera skarðan hlut frá borði. Með okkur öllum býr þrá til að breyta stöðu kvenna. Sú þrá er reyndar missterk - hjá sumum óljós en öðrum brennandi. Og það er einmitt þessi þrá sem fær okkur til að takast verk á hendur sem einfaldast væri kannski að láta öðrum eftir eða láta ógerð.</span></p> <p align="justify"><span> </span></p> <p align="justify"><span>Kynslóðir kvenna hafa lagt ótrauðar til atlögu við fordóma og sinnuleysi sinna samtíðarmanna og kvenna og hvorki verið ,,kveinksamar né hörundssárar&rdquo;. Við sem erum í pólitík í dag eigum þeim þá skuld að gjalda að vera áfram <em>,,nýr kraftur í þjóðfélagsstarfseminni&rdquo;</em> og ,,<em>finna ný ráð og nýja vegi til að bæta úr ýmsum göllum, sem enn hefur lítill gaumur verið gefinn&rdquo;. <span> </span></em></span></p> <p><span> </span></p> <p><span><span> </span></span></p> <p><span> </span></p> <br /> <br />

2008-01-17 00:00:0017. janúar 2008Mælt fyrir varnarmálalögum á Alþingi

<p align="justify"><em><span>Virðulegi forseti.</span></em></p> <p align="justify"><em><span></span></em></p> <p align="justify"><span>Ég mæli hér fyrir frumvarpi til varnarmálalaga. Með frumvarpinu er stefnt að setningu laga sem gilda munu um stjórnsýslu varnarmála á íslensku yfirráðasvæði og um samstarf Íslands við aðrar þjóðir um öryggis- og varnarmál.</span></p> <p align="justify"><span>Framlagning frumvarpsins er söguleg í sjálfu sér og rökrétt framhald þeirra tímamóta sem orðin eru í sögu landsins með brotthvarfi flotastöðvar Bandaríkjahers frá landinu eftir fimmtíu og fimm ára starfsemi.</span></p> <p align="justify"><span>Nú er sá tími liðinn að Bandaríkin fari með fyrirsvar fyrir Ísland innan NATO á tilteknum sviðum, sá tími er liðinn að Ísland þurfi engum peningum að kosta til varna sinna og sá tími er kominn að Ísland sjálft axli aukna ábyrgð á eigin öryggi.</span></p> <p align="justify"><span>Því ber að fagna að nú er friðvænlegra í okkar heimshluta en oft áður. Um leið ber okkum öllum, sem kjörin erum til ábyrgðarstarfa hér á hinu háa Alþingi, að taka alvarlega skyldu okkar til að tryggja öryggi og varnir þjóðarinnar. Hér getur enginn skilað auðu; verkefnið er okkar, til að vinna núna.</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><em><span>Virðulegi forseti.</span></em></p> <p align="justify"><span>Íslensk varnarmálalög eru nauðsynleg við nýjar aðstæður. Með brotthvarfi Bandaríkjahers færðist starfræksla íslenska loftvarnakerfisins til Íslendinga auk rekstrar fjölda eigna NATO hér á landi. Ratsjárstofnun hefur rekið loftvarnarkerfið undanfarin ár fyrir Bandaríkin en frumvarpið gerir ráð fyrir að ný stofnun í íslensku stjórnkerfi, Varnarmálastofnun, taki við hlutverki hennar auk þess að annast rekstur mannvirkja NATO og samskipti við fulltrúa herja bandalagsríkja sem viðkomu eiga hér á landi. Íslenskt stjórnkerfi hefur aldrei fyrr gegnt slíkum varnarverkefnum. Þessvegna er nauðsynlegt að setja starfseminni skýr lög, varnarmálalög, sem móti vandaða stjórnsýsluhætti á þessu sviði og tryggi gagnsæi og nauðsynlegt stjórnsýslueftirlit. Ísland er opið lýðræðislegt samfélag sem virðir grundvallarregur réttarríkisins og það er sérstaklega mikilvægt að fylgja því fast eftir þegar undirstaða er lögð að stjórnsýslu varnarmála.</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><em><span>Virðulegi forseti.</span></em></p> <p align="justify"><span>Ég sný mér þá að því að rekja þær meginforsendum sem frumvarp til varnarmálalaga byggist á.</span></p> <p align="justify"><em><span>Í fyrsta</span></em> <span>lagi byggist frumvarpið á þeirri f</span><span>orsendu að Íslendingar eru herlaus þjóð og að ekki er vilji til þess af hálfu stjórnvalda að breyta þeirri staðreynd. Af þessu leiðir að varnir landsins verða einungis tryggðar með</span> <span>samstarfi við önnur ríki. Ég vil minna á að slíkt samstarf er milliríkjasamstarf og því, eðli málsins samkvæmt, utanríkismálefni sem lýtur lýðræðislegu eftirliti af hálfu utanríkismálanefndar Alþingis.</span></p> <p align="justify"><em><span>Í öðru</span></em> <span>lagi er með frumvarpinu settur skýr lagarammi um<span>&nbsp;</span> verkefni íslenskra stjórnvalda á sviði öryggis- og varnarmála og aðskilnað þeirra frá öðrum verkefnum stjórnvalda, sem eru borgaraleg í eðli sínu<strong>,</strong> svo sem löggæsla og almannavarnir. <strong></strong>Í frumvarpinu er fjallað um verkefni sem snúa að varnarviðbúnaði ríkisins og ytra öryggi þess. Þessi verkefni verða nú unnin af íslenskum starfsmönnum en þau hafa hingað til að mestu verið unnin af erlendum hermönnum í umboði íslenskra stjórnvalda.</span></p> <p align="justify"><span>Ég tel mikilvægt að þessi verkefni séu skilgreind í lögum og skýrt aðgreind frá</span> <span>öðrum innlendum stjórnsýsluverkefnum. Þetta er sérstaklega mikilvægt varðandi verkefni á sviði löggæslu og almannavarna, sem eru borgaraleg í eðli sínu. Af virðingu fyrir réttaröryggi borgaranna ber ekki að blanda saman borgaralegum verkefnum og störfum að landvörnum og er það sjónarmið viðurkennt hvarvetna í okkar heimshluta og þeim stjórnvöldum sem fara með löggæslu- og innanríkismálefni ekki falin verkefni er lúta að gæslu ytra öryggis ríkja. Með skýrum aðskilnaði er lýðræðislegt eftirlit með þessari starfsemi auðveldað og nauðsynlegt gagnsæi tryggt í framkvæmd varnartengdra verkefna.</span></p> <p align="justify"><span>Ég leyfi mér að segja að með þessu frumvarpi sé reistur &bdquo;lagalegur eldveggur&ldquo; milli þessara tveggja verkefnaflokka stjórnvalda, það er varnatengdra verkefna og verkefna</span> <span>á sviði löggæslu og almannavarna</span><span>.</span></p> <p align="justify"><span>Um leið vil ég taka fram að frumvarpið útilokar ekki að stofnað verði til samstarfs milli stofnana, sem starfa á grundvelli ákvæða þess, og borgaralegra stofnana íslenska ríkisins, sem vinna að gæslu almannaöryggis, enda yrði þar yrði ávallt um gagnsæja þjónustusamninga milli stofnana að ræða.<span>&nbsp;&nbsp;</span></span></p> <p align="justify"><em><span>Í þriðja</span></em> <span>lagi er með frumvarpinu lagt til að sett verði heildstæð löggjöf um varnarmálatengda starfsemi á Íslandi. Hingað til hefur slík starfsemi byggst að meira eða minna leyti á ólögfestum reglum og venjum og ekki verið háð lýðræðislegu eftirliti af hálfu löggjafans með skipulegum hætti. Slíkt fyrirkomulag samræmist að mínu viti ekki lýðræðislegum og nútímalegum stjórnarháttum.</span></p> <p align="justify"><span>Með frumvarpinu er starfsheimildum stjórnvalda á sviði varnarmála settur skýr lögmæltur rammi og skapaðar forsendur fyrir öflugu eftirliti kjörinna fulltrúa með framgöngu framkvæmdavaldsins á þessu sviði. Ég bendi til dæmis á það að í frumvarpinu er sérstaklega kveðið á um upplýsingagjöf utanríkisráðherra til utanríkismálnefndar varðandi varnaræfingar og starfsemi Varnarmálastofnunar.</span></p> <p align="justify"><span><span>&nbsp;</span></span><em><span>Í fjórða</span></em> <span>lagi er í frumvarpinu kveðið á um það að <strong></strong>utanríkisráðherra beri ábyrgð á mótun og framkvæmd<span>&nbsp;</span> öryggis- og varnarstefnu Íslands á alþjóðavettvangi. Það fyrirkomulag er í samræmi við þá framkvæmd sem tíðkast í okkar heimshluta að<span>&nbsp;</span> utanríkisráðherrar annast alþjóðlegt samstarf á sviði öryggis- og varnarmála. Þetta á meðal annars við um þátttöku Íslands í alþjóðlegu samstarfi innan Atlantshafsbandalagsins, Sameinuðu þjóðanna og í öryggispólitísku samstarfi Íslands við Evrópusambandið. Hér undir fellur einnig tvíhliða öryggis- og varnarsamstarf Íslands við önnur ríki. Þar ber helst að nefna varnarsamstarf Íslands og Bandaríkjanna byggt á varnarsamningnum frá 1951 og öryggis- og varnarsamstarf við grannríki Íslands sem mótast hefur allrasíðustu misserum og er enn í mótun.</span></p> <p align="justify"><em><span>Í fimmta</span></em> <span>og síðasta lagi er í frumvarpinu skilið með skýrum hætti á milli stefnumótunar á sviði varnarmála og framkvæmdar varnarmálatengdra verkefna. Stefnumörkun verður áfram í höndum utanríkisráðherra en einstök framkvæmdarverkefni verða falin Varnarmálastofnun. Með þessu móti er leitast við að samræma og sameina framkvæmd varnarmálatengdra verkefna og ná<span>&nbsp;</span> mestu mögulegum samlegðaráhrifum í rekstri. Þessi útfærsla tekur mið af þeirri stefnu stjórnvalda að færa afgreiðsluverkefni og framkvæmdir frá ráðuneytum til lægra settra stjórnvalda í anda nútímalegrar stjórnsýslu.</span></p> <p align="justify"><span>Í frumvarpstextanum eru markmið laganna greind í þessi fjögur atriði:<span>&nbsp;</span></span> <span>Í fyrsta lagi að skilgreina valdheimildir íslenskra stjórnvalda vegna varnartengdra verkefni. Í öðru lagi að greina á milli varnartengdra verkefna og borgaralegra verkefna sem lúta að löggæslu og innra öryggi ríkisins. Í þriðja lagi að greina á milli stefnumótunar og framkvæmdaatriða á sviði varnarmála. Í fjórða lagi að auðvelda lýðræðislegt eftirlit með varnartengdri starfsemi.</span></p> <p align="justify"><span>Utanríkisráðherra er hér falin yfirstjórn varnarmála. Jafnframt er sett á fót undirstofnun utanríkisráðuneytisins, Varnarmálastofnun, sem taka á við verkefnum Ratsjárstofnunar, rekstri öryggissvæða, mannvirkja og annarra eigna Atlantshafsbandalagsins hérlendis og framkvæmd varnarmálatengdra verkefna, eins og þegar er rakið. <span>&nbsp;</span></span></p> <p align="justify"><span>Í frumvarpinu er að finna það nýmæli að Varnarmálastofnun á að vinna úr upplýsingum úr upplýsingakerfum Atlantshafsbandalagsins. Um er að ræða verkefni sem unnið hefur verið í utanríkisráðuneytinu en flyst nú til Varnarmálastofnunar.</span></p> <p align="justify"><span>Sérstakt ákvæði er í frumvarpinu um heimildir NATO til að sinna loftrýmisgæslu og loftrýmiseftirliti hérlendis. Gert er ráð fyrir að Varnarmálastofnun sjái um að veita bandalagsþjóðum svokallaðan gistiríkisstuðning vegna loftrýmisgæslu sem fyrirhugað er að hefjist núna í vor. Þá mun Varnarmálastofnunin annast undirbúning og framkvæmd varnaræfinga.</span></p> <p align="justify"><span>Í frumvarpinu er að finna sérákvæði um rekstur íslenska loftvarnakerfisins, rekstur öryggissvæða, hagnýtingu mannvirkja Atlantshafsbandalagsins og<span>&nbsp;</span> heimildir Varnarmálastofnunar til að hafa tekjur af þeim vegna reksturs og viðhalds.</span></p> <p align="justify"><span>Í frumvarpinu er almenn ákvæði um hæfnisskilyrði starfsmanna Varnarmálastofnunar, þar með talið svonefnda öryggisvottun, ráðningar þeirra, þagnarskyldu og bann við verkföllum. Í ákvæði til bráðabirgða í frumvarpinu er heimilað að bjóða starfsmönnum Ratsjárstofnunar störf hjá Varnarmálastofnun án þess að þau séu auglýst. Þó skal auglýsa stöðu forstjóra Varnarmálastofnunar. Með þessum aðgerðum má segja að yfirtaka og endurskipulagning á rekstri Ratsjárstofnunar sé leidd farsællega til lykta, en Íslendingar tóku við rekstrinum 15. ágúst 2007 svo sem háttvirtum þingmönnum er kunnugt. <span>&nbsp;</span></span></p> <p align="justify"><span>Hvað kostnað vegna frumvarpsins varðar þá leyfi ég mér að vísa til kostnaðarmats fjárlagaskrifstofu fjármálaráðuneytisins sem fylgir með frumvarpinu. Þar kemur fram að áætlaður heildarrekstrarkostnaður til varnarmála, 1.350 milljónir króna samkvæmt fjárlögum 2008, mun ekki aukast við samþykkt frumvarpsins. Á árinu 2008 mun falla til stofnkostnaður, í eitt skipti, vegna yfirfærslu eigna Bandaríkjahers til íslenska ríkisins. Áætlaður stofnkostnaður er 360 milljónir króna. Ég bind vonir við það að sú upphæð lækki talsvert í yfirstandandi samningaviðræðum ríkjanna. Þá munu ellefu starfsmenn Ratsjárstofnunar eiga rétt á biðlaunum hafni þeir boði um starf hjá Varnarmálastofnun. Biðlaunakostnaður getur numið allt að 70 milljónum króna.</span></p> <p align="justify"><span>Eins og ég hef áður sagt, í ræðustól hér á Alþingi, þá eru þetta verulegar upphæðir, kostnaður sem um árabil hefur verið greiddur af öðru ríki, fyrir okkur, ef svo má segja. Sá tími er liðinn að Íslendingar geti leitað á náðir annarra ríkja um varnir án eigin framlaga. Ísland hefur ekki neina þá sérstöðu sem útilokar okkur frá skyldum í samfélagi þjóða.</span></p> <p align="justify"><em><span>&nbsp;</span></em></p> <p align="justify"><em><span>&nbsp;</span></em></p> <p align="justify"><em><span>Virðulegi forseti.</span></em></p> <p align="justify"><span>Ég vék að því í upphafi ræðu minnar að</span> <span>öryggi og varnir Íslands standa á sögulegum tímamótum.</span></p> <p align="justify"><span>Í framhaldi af því að Bandaríkjamenn tilkynntu brotthvarf sitt frá Keflavík&nbsp; tók forsætisráðherra Geir H. Haarde þá skynsamlegu ákvörðun að leitað skyldi til NATO um mat á loftvörnum Íslands á friðartímum og nauðsyn íslenska loftvarnarkerfisins fyrir varnir Íslands og sameiginlegar varnir bandalagsríkja. Sem formaður Samfylkingarinnar hafði ég sagt strax og brotthvarf Bandaríkjahers varð opinbert, að Ísland ætti í krafti 7. gr. varnarsamningsins frá 1951 að leita álits NATO á þeirri stöðu sem upp væri komin.</span></p> <p align="justify"><span>Grundvallarafstaðan er hin sama: Meðan Ísland hefur ekki enn sjálft byggt upp þá sérfræðilegu þekkingu sem er grundvöllur mats á varnarþörf; ber að byggja á mati NATO.</span> <span></span></p> <p align="justify"><span>Um leið er ríkisstjórninni ljós nauðsyn þess að Íslendingar byggi upp eigin sérfræðiþekkingu og er sú vinna hafin.</span> <span>Frumvarpið gerir ráð fyrir því að það verði skylda utanríkisráðherra á hverjum tíma að láta vinna vandað hættumat fyrir landið. Ég hef sem flokksformaður og þingmaður talað fyrir nauðsyn þessa um árabil. Að mínu mati</span> <span>eru allar áætlanir um viðbúnað ófullnægjandi án slíkrar undirstöðu. <span></span></span></p> <p align="justify"><span>Nú í haust fór af stað þverfaglegur starfshópur um hættumat á vegum utanríkisráðuneytisins og mun skila niðurstöðum næsta haust. Með þessu og öðru byggjum við upp eigin þekkingu á og eigið mat á hættu og varnarþörf og undirbúum þannig pólitískar ákvarðanir næstu ára.</span></p> <p align="justify"><span>Ríkisstjórnin telur einnig nauðsynlegt að stuðla að rannsóknum og fræðslu um varnir og öryggi með stofnun rannsóknaseturs, sem starfi í ríkum tengslum við alþjóðlegt rannsóknasamfélag. Samráðsvettvangur stjórnmálaflokka sem getið er um í bókun við varnarsamninginn ætti að starfa í tengslum við slíkt rannsóknasetur og skal vonað að allir stjórnmálaflokkar verði reiðubúnir til að taka þar þátt í samkeppni hugmynda á opnum vettvangi með fræðimönnum og fagfólki.</span></p> <p align="justify"><span>Ríkisstjórnin byggir á mati NATO á nauðsyn loftvarnarkerfis og reglulegs eftirlits flugvéla bandalagsríkja svo lengi sem það er niðurstaðan á grundvelli bestu þekkingar og bestu fáanlegu upplýsinga. Á sama tíma er lagður grunnur að sterkari eigin stofnunum okkar Íslendinga á þessu sviði og þannig gengið til móts við endurskoðun og nýjar ákvarðanir í heimi sem sífellt breytist. Fyrsta og brýnasta skrefið til mótunar stefnu og leikreglna um varnarmál er</span> <span>setning varnarmálalaga þar sem markmið löggjafans eru skilgreind með skýrum hætti, valdheimildir og verkaskipting stjórnvalda afmörkuð og lýðræðislegt eftirlit með varnartengdri starfsemi tryggt.</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><em><span>Virðulegi forseti.</span></em></p> <p align="justify"><span>Alþingi Íslendinga gefst nú færi á að taka mikilsvert skref í átt að nýju sammæli þjóðarinnar um varnir og öryggi. Á 21. öld er fráleitt að næra gamla og sársaukafulla átakahefð um varnir landsins. Stjórnmálamenn eiga að leggja upphrópanir til hliðar og efna til samræðu við þjóðina. Það er spá mín að þegar á reynir muni ólíkar kynslóðir og fólk sem í fortíðinni var ekki á eitt sátt komast að raun um að sýn Íslendinga á varnir og öryggi sé alls ekki ólík heldur þvert á móti sú sama að langmestu leyti. Við eigum að leggjast á eitt um að sammæli skapist því það eitt er í sjálfu sér einnig mikilvægt öryggismál.</span></p> <p align="justify"><span>Lýðveldið Ísland er öflugt smærra ríki í alþjóðasamfélaginu.</span> <span>Við herjum ekki á neinn, við hervæðumst ekki heldur lítum eftir lofthelgi okkar og landhelgi.</span> <span>Það er dýrmætt að ógna engum, geta gengið fram óbundin, vera þekkt fyrir að standa með alþjóðalögum og eiga viðskipti á heiðarlegum grunni. Á 21. öld er friður og öryggi alþjóðlegt verkefni því nýjar ógnir virða ekki landamæri.</span></p> <p align="justify"><span>Ég legg til, virðulegi forseti, að frumvarpi þessu verði að lokinni þessari umræðu vísað til annarrar umræðu og háttvirtrar utanríkismálanefndar.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <br /> <br />

2007-11-27 00:00:0027. nóvember 2007Breytt öryggisumhverfi - ný viðhorf í varnarmálum

<p><em><span>Fundarstjóri, ágætu fundargestir.</span></em></p> <p align="center"><strong><span>I</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>Ný viðhorf í varnarmálum</span></strong></p> <p><span></span></p> <p align="justify"><span>Ég vil þakka sérstaklega stjórn Samtaka um vestræna samvinnu fyrir þetta góða tækifæri til að ræða um varnir og öryggi, stöðu Íslands og framtíðarsýn ríkisstjórnarinnar.</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Við lifum nú merkileg tímamót í sögu þjóðarinnar og þegar ég lít yfir hópinn sem hingað er kominn í dag verður augljóst hversu ólík merking þeirra tímamóta hlýtur að vera fyrir ólíkar kynslóðir Íslendinga: Hér er fólk sem hertist í eldi í átökum fyrri áratuga og hér er líka fólk sem er of ungt til að muna kalda stríðið.</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Heimurinn hefur breyst, Ísland hefur breyst og aðstæður hafa leitt til þess að íslensk stjórnvöld axla nú nýtt og aukið hlutverk í vörnum og öryggi landsins.</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Í skýrslu minni til Alþingis um utanríkismál fyrr í þessum mánuði lét ég þess getið að það væri ærið verkefni að leiða til lykta yfirtöku Íslendinga á eigin vörnum. Þegar ný ríkisstjórn tók við 23. maí síðastliðinn biðu ýmsir lausir endar þess að vera hnýttir. Að því hefur verið unnið í utanríkisráðuneytinu í sumar og haust í samvinnu við NATO, Bandaríkjamenn og innlend ráðuneyti og stofnanir. <span>&nbsp;</span></span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Snurðulaus framkvæmd og festa í aðgerðum er mikilvæg þegar við blasir að taka við flóknum rekstri mannvirkja og búnaðar. Varnarstarfsemi er mikilsverð og sérlega viðkvæmt ef rof verður á henni þótt í stuttan tíma sé. Þessvegna hefur verið kappkostað að halda þétt utanum starfsemi íslenska loftvarnarkerfisins<span>&nbsp;</span> -<span>&nbsp;</span> og starfsfólk Ratsjárstofnunar, að ógleymdu starfsfólki utanríkisráðuneytisins, hefur lagt mikið á sig oft og tíðum, svo að allt mætti ganga sem best.</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Yfirtakan 15. ágúst síðastliðinn tókst óaðfinnanlega. Strax þann dag varð fyrst vart við flug</span> langdrægrar rússneskrar sprengjuflugvélar inn í íslenska hluta eftirlitssvæðisins á Norður-Atlantshafi og nauðsynleg boð um það flug voru samstundis send til NATO-stöðva í nágrannaríkjum sem brugðust við. Dagana á undan hafði borið á umræðu í íslenskum fjölmiðlum um að loftvarnarkerfið væri óþarft en sú umræða þagnaði skjótt.</p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Ég hef lýst hluta af þeirri miklu stjórnsýslulegu framkvæmd sem yfirtaka á mannvirkjum og búnaði NATO hér á landi felur í sér. Tímamótin sem við lifum felast þó ekki síður í því að nú er það verkefni samfélagsins og stjórnmálanna að móta stefnu til framtíðar, meta áhættu skynsamlega, byggja upp þekkingu, greina kostina og taka pólitískar ákvarðanir.</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Við eigum að leggjast á eitt um að sammæli skapist um grundvallaratriði í varnar- og öryggismálum Íslendinga. Skynsamlegar varnir eru grundvallarskylda stjórnvalda og allir stjórntækir stjórnmálaflokkar líta á það sem hlutverk sitt að gera grein fyrir rökstuddri sýn á nauðsynlegar varnir. Ágreiningsefnið mikla, hervernd og föst viðvera bandaríska hersins, er núna á verksviði íslenskra sagnfræðinga. Stjórnmálamenn hafa fengið ný mikilvæg verkefni. Og þegar gamla orðræðan um heimsvaldastefnu og ásælni stórvelda er nú hermd upp á frændur okkar Norðmenn, eins og borið hefur við, heldur umheimurinn að það hljóti að <u>eiga</u> að vera brandari.</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Í stjórnarsáttmálanum er sérstaklega fjallað um aukið hlutverk utanríkismálanefndar og ég hef nú þegar beitt mér fyrir því að allir nefndarmenn fengu öryggisvottun NATO svo hægt sé að gera þeim einnig grein fyrir málefnum sem NATO bindur trúnaði. Viðtökur Alþingismanna gefa mér góðar vonir um að þessi vinnubrögð séu vísir að nýju upphafi, þar sem Íslendingar starfi saman að eigin vörnum, tali af yfirvegun og einhendi sér hin flóknu viðfangsefni sem bíða.</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Ég sagði á fundi Sagnfræðingafélagsins í síðustu viku að umræðan um EES-samninginn á Alþingi á sínum tíma hefði verið einn besti skóli sem ég hefði nokkurn tíma gengið í og var ég þá fulltrúi í utanríkismálanefnd Alþingis. EES-umræðan markaði þáttaskil í íslenskum stjórnmálum og hið sama mun gerast nú þegar við leggjum nýjan sameiginlegan grunn í varnarmálum. Ég hvet alla í stjórnmálum og áhugasama Íslendinga til að nýta sér tækifæri næstu mánaða og missera til að fræðast og skilja öryggis- og varnarmál okkar daga, fordómalaust og með opnum huga. Utanríkisráðuneytið mun í minni tíð leggja áherslu á gagnvirkt samstarf við háskóla landsins meðal annars með opnum fundum, eins og við höfum gert í haust og Netið verður áfram nýtt til að miðla upplýsingum og fróðleik til fólks.</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Utanríkisráðuneytið á ekki að vera leyndarráð eins og stundum hefur borið við: Í ágúst sem leið var tekin sérstök ákvörðun um að fjölmiðlar fengju meiri aðgang að greiningum NATO á mikilvægi íslenska loftvarnarkerfisins en hefð var fyrir og nú nýlega, þegar fjölmiðill óskaði eftir tiltekinni skýrslu sem starfshópur ráðuneytisins vann, lögðum við okkur fram um að greiða fyrir og hraða afhendingu hennar til þess sem um hana bað.<span>&nbsp;</span> <span>&nbsp;</span></span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Um leið standa væntingar til þess að íslenskir fjölmiðlar sýni þá ábyrgð sem fjölmiðlar hvarvetna í okkar heimshluta sýna þegar fjallað er um þjóðaröryggi og varnir. Þetta er að nokkru leyti nýtt starfsumhverfi fyrir alla aðila og við skulum sameinast um skynsamlegar leikreglur. Tilkoma nýs fjölmiðlafulltrúa utanríkisráðuneytisins sem ráðinn var eftir auglýsingu og vandað faglegt ferli hefur þýðingu í þessu sambandi því Urður Gunnarsdóttir sem kemur til starfa um áramót, flytur með sér mikilsverða alþjóðlega reynslu frá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu þar sem hún hefur verið fjölmiðlafulltrúi undanfarin ár.</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Það er spá mín að nú þegar á reynir muni hinar ólíku kynslóðir og fólk sem í fortíðinni var ekki á eitt sátt, komast að raun um að sýn Íslendinga á varnir og öryggi sé alls ekki ólík heldur þvert á móti sú sama að langmestu leyti. Íslendingar vilja leggja gott til og við eigum að leggjast á eitt um að sammæli skapist; það eitt er í sjálfu sér einnig mikilvægt öryggismál.</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Í framhaldi af því að Bandaríkjamenn tilkynntu brotthvarf sitt frá Keflavík<span>&nbsp;</span> tók forsætisráðherra Geir H. Haarde þá skynsamlegu ákvörðun að leitað skyldi til NATO um mat á loftvörnum Íslands á friðartímum og nauðsyn íslenska loftvarnarkerfisins fyrir varnir Íslands og sameiginlegar varnir bandalagsríkja. Sem formaður Samfylkingarinnar hafði ég sagt strax og brotthvarf Bandaríkjahers varð opinbert, að Ísland ætti í krafti 7. gr. varnarsamningsins frá 1951 að leita álits NATO á þeirri stöðu sem upp væri komin. Grundvallarafstaðan er hin sama: Ísland hefur ekki enn sjálft byggt upp þá sérfræðilegu þekkingu sem er grundvöllur mats á varnarþörf; <span>&nbsp;</span>Þar eð þátttakan í NATO kemur nú framar tvíhliða samstarfi við Bandaríkin á friðartímum ber í ljósi þessa að byggja á mati NATO.</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Niðurstaða hermálanefndar NATO var staðfest í fastaráðinu 24. júlí í sumar. Loftvarnarkerfið er nauðsynlegt fyrir varnir Íslands og sameiginlegar varnir bandalagsríkja, en sameiginleg stefna um loftvarnir er lykilatriði í skilgreindum samvörnum NATO-ríkja.</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Út frá þessu vinnum við núna, íslensk stjórnvöld reka loftvarnarkerfið og taka á sig kostnað sem því fylgir.</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Ísland býr ekki lengur við vernd heldur þarf að huga sjálft að eigin vörnum. Við þurfum að byggja upp eigin þekkingu og eigið mat á hættu og varnarþörf og undirbúa þannig pólitískar ákvarðarnir næstu ára.</span> Við herjum ekki á neinn, við hervæðumst ekki,&nbsp;heldur lítum eftir lofthelgi okkar og landhelgi.&nbsp;</p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Það er einmitt með eigin íslenska þekkingu að markmiði sem hef ég sett til starfa þverfaglegan starfshóp með þátttöku þriggja ráðuneyta sem er ætlað að gera</span> <span>vandað og faglegt hættumat fyrir Ísland. Starfið sækir fyrirmynd til annarra landa s.s. Írlands og Noregs, því er ætlað að byggja á bestu þekkingu á sviðinu og leitað verður víða fanga í fræðum og með nánu samstarfi við stofnanir í samstarfsríkjum Íslands á sviði öryggismála. Gert er ráð fyrir reglulegum upplýsingafundum með utanríkismálanefnd Alþingis en engir þingmenn sitja í hópnum. Þá verða haldnir opnir fræðafundir og sett upp sérstök upplýsingagátt á vefsetri ráðuneytisins vegna starfsins. Dr. Valur Ingimundarson er formaður hópsins og Alyson Bailes fv. forstöðumaður SIPRI öryggisstofnunarinnar í Stokkhólmi sérstakur fastaráðgjafi. Verklok eru áætluð næsta haust.</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Það er ekki markmið að magna upp ímyndaða ógn og væða landið óþörfum vörnum. Herleysi Íslands var frá upphafi yfirlýst forsenda aðildarinnar að NATO og sú forsenda er í fullu gildi og öllum kunn. Við fylgjum mati NATO á nauðsyn loftvarnarkerfis og reglulegs eftirlits flugvéla bandalagsríkja svo lengi sem það er niðurstaðan á grundvelli bestu þekkingar og bestu fáanlegu upplýsinga.</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Eftir að aðstæður breyttust hafa aðgerðir íslenskra stjórnvalda falist <span>&nbsp;</span>fjórum meginþáttum:</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span><span>·<span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span></span></span> <span>Í fyrsta lagi yfirtöku nauðsynlegrar varnarstarfsemi NATO hérlendis</span></p> <p align="justify"><span><span>·<span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span></span></span> <span>Í öðru lagi í efldri stjórnsýslu og auknu lýðræðislegu gegnsæi</span></p> <p align="justify"><span><span>·<span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span></span></span> <span>Í þriðja lagi í auknu samstarfi við grannríki</span></p> <p align="justify"><span><span>·<span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span></span></span> <span>Í fjórða lagi í aukinni þátttöku í starfi fjölþjóðastofnana</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Varnarsamningurinn við Bandaríkin er nánast einsdæmi í samskiptum ríkja heims á síðari áratugum og virði hans er verulegt fyrir varnir Íslands. Varnarsamningurinn felur hins vegar ekki í sér beina ábyrgð á vörnum gegn öðrum ógnum en vegna hefðbundis hernaðar. Þessvegna felst kjarni hins nýja verkefnis okkar Íslendinga ekki í hervörnum heldur í því að skapa öryggi með alþjóðlegu samstarfi.<span>&nbsp;&nbsp;</span></span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><strong><span>&nbsp;</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>II</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>Breytt öryggisumhverfi</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>&nbsp;</span></strong></p> <p align="justify"><em><span>Góðir áheyrendur.&nbsp;<br /> <br /> </span></em><span>Enginn efast um að öryggisumhverfi ríkja hefur gjörbreyst á síðustu árum. Segja má að á síðustu fimmtán árum hafi bæði öll herveldi heimsins og alþjóðastofnanir farið í gegnum gagngera endurskoðun á forsendum starfsemi sinnar. Hugtakið öryggi einskorðast ekki lengur við hervarnir tiltekinna svæða heldur er hugtakið miklu víðtækara og nær einnig til aðgerða gegn hinum nýju hnattrænu váboðum.</span> Ríki ein og sér stemma ekki stigu við útbreiðslu gereyðingarvopna, hryðjuverkum, alþjóðlegri glæpastarfsemi, neikvæðum afleiðingum loftslagsbreytinga, fátækt og örbirgð eða þeirri hættu sem stafar frá löndum sem búa við stjórnarfar upplausnar.<span>&nbsp;</span></p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Varnarsamningurinn við Bandaríkin á við á ófriðartímum; hann nær fyrst og fremst til hefðbundins hernaðar. Hið nýja verkefni okkar á Íslandi snýr í kjarna sínum að því að skapa öryggi gagnvart ofangreindum hnattrænum váboðum. Og það verður ekki gert með öðru en virkri þátttöku í alþjóðlegum samstarfi.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify"><span>Á sama tíma er innra öryggi samfélagsins, lögreglumál og almannavarnir alls ekki nýtt verkefni okkar heldur á óslitna sögu frá fyrstu lögreglumönnum bæjarins í Reykjavík á nítjándu öld en vegna breytinga á öryggisumhverfinu er nú farið að líta á þá starfsemi sem eins konar innri varnir.</span></p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Ytri varnir einstakra ríkja hafa sennilega aldrei í lotið alþjóðasamskiptum sama mæli og nú er raunin. <span>NATO lítur ekki lengur á sig sem varnarbandalag heldur öryggisbandalag. Þar, eins og hjá flestum öðrum alþjóðlegum stofnunum, verða yfirþjóðleg einkenni óhjákvæmilega skarpari. Hinir nýju váboðar og ógnir 21. aldarinnar þekkja ekki landamæri og krefjast nánari samstöðu og skilvirkari viðbragða.</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Öryggi er aðeins hægt að skapa með því að vinna gegn rótum átaka.</span> Verstu átakasvæði heimsins, í Darfur, í Afganistan, í Miðausturlöndum eiga sammerkt að fólkið skortir vatn, að jarðvegurinn er að þorna upp, að fólkið tekur sig upp til að finna nýjar jarðir, finna vatn og lífsbjörg. Þá rísa átökin grimmileg og að því er virðist án enda. Loftslagsbreytingar er þessvegna öryggismál. <span>&nbsp;</span></p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify"><span>Ég hef ítrekað fjallað um það í ræðu og riti sem utanríkisráðherra að í stjórnmálum séu skilin milli alþjóðamála og innanlandsmála óðum að hverfa. Þetta má orða sem svo að á 21. öld séu heimsmálin einnig heimamál og heimaverkefnin heimsverkefni</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Þetta á hvergi betur við en í varnar og öryggismálum.</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Í öryggisumhverfi þar sem ógnir&nbsp;virða ekki landamæri&nbsp;og kalla á fjölþjóðleg úrræði og samstarf, skiptir öflug pólitísk þátttaka lykilmáli fyrir Ísland.</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Og þegar friðaruppbygging, stuðningur við lýðræði og félagslega innviði er kjarnaatriði í öryggisstefnu alþjóðastofnana geta Íslendingar gengið fram í fullu trausti þess að þeir hafa sannarlega þekkingu, reynslu og hæfni fram að færa.</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Allir eru sammála um að öryggiskerfi Evrópu og heimsins eru í mikilli deiglu. Því hef ég kynnst náið á alþjóðlegum vettvangi og það kom líka glögglega fram hér í Reykjavík á vel heppnuðu þingi þingmannasamtaka NATO í október sem íslenskir fjölmiðlar sögðu allítarlega frá.</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Þessi deigla kann að leiða af sér nýtt varnarskipulag á afmörkuðum sviðum og nýjar tegundir alþjóðlegra aðgerða.</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify">Réttmæti aðgerða NATO &bdquo;utan svæðis", til dæmis hernaðaríhlutun af mannúðarástæðum er umdeilt en ræðst að mínu mati af þjóðréttarlegum grunni aðgerða þar sem mannöryggi er meðal forsendna. Strangt mat þarf einnig að fara fram á getu bandalagsins til að grípa inn í atburðarás og leiða farsællega til lykta - <span>&nbsp;</span>með mannöryggið þ.e. afdrif óbreyttra borgara, fjölskyldna og barna í öndvegi. Mannöryggi er nýtt hugtak í þjóðarétti sem Íslendingar gefa nú sérstakan gaum og tala fyrir á alþjóðavettvangi. <span>&nbsp;</span></p> <p>&nbsp;</p> <p align="justify">Að mínu mati þarf að auka umræðu hér á landi um þær breytingar sem orðið hafa og fyrirsjáanlegar eru á starfsemi NATO.</p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Eins og þið þekkið var ágreiningurinn innan NATO um stríðið gegn hryðjuverkum meiri en dæmi voru um í sögu bandalagsins og mörg NATO-ríki tóku aldrei neinn þátt í stríðsrekstrinum þar. Bandaríkjamönnum mistókst líka að sannfæra öryggisráðið um tilvist gereyðingarvopna í Írak og fengu þessvegna ekki lögformlegt umboð þess til innrásar. Ófarirnar í Írak eru öllum mikið umhugsunarefni ekki síst í bandarískum stjórnmálum og af þeim hefur þegar verið<span>&nbsp;</span> dreginn víðtækur lærdómur sem að líkindum mun hafa veruleg <span>&nbsp;</span>áhrif á starfsgrundvöll alþjóðastofnana.</span></p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify"><span>Því ber að fagna að vestræn samvinna er að endurheimta þann sameiginlega skilning að forsenda friðar og öryggis sé virðing fyrir mannréttindum og grundvallarreglum alþjóðalaga, baráttan gegn fátækt í formi öflugrar þróunarsamvinnu og markviss friðargæsla og uppbyggingastarf á átakasvæðum. <span>&nbsp;</span></span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Þá eru afvopnunarmál aftur að komast ofarlega á dagskrá á alþjóðavettvangi sem ber að fagna. Þar má aldrei sofna á verðinum</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Nauðsyn þess að konur komi að öryggis- og varnarmálum hjá einstökum ríkjum og hjá alþjóðastofnunum er nú viðurkennd á alþjóðavettvangi. Ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1325 fjallar um konur og öryggi og á grundvelli hennar hafa stofnanir sem Ísland á aðili að þar á meðal NATO gert aðgerðaráætlanir um að fá fleiri konur inn í starf sitt. Aðgerðaáætlun byggð á ályktuninni er í vinnslu í ráðuneytinu, brátt verður frjálsum félagasamtökum boðið til samráðsfundar um hana og ég býð hér sérstaklega Samtökum um vestræna samvinnu og Varðbergi að taka þátt í þeim fundi.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>.<span>&nbsp;</span></span></p> <p align="center"><strong><span>&nbsp;</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>&nbsp;</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>III</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>Ný staða Íslands</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>&nbsp;</span></strong></p> <p align="justify"><span>Brotthvarf Bandaríkjahers frá Íslandi 30. september 2006 var ein af mörgum afleiðingum breytts öryggisumhverfis í heiminum.</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Ég vil ekki dvelja við aðdraganda brotthvarfs Bandaríkjahers né glataðan tíma hér heima eftir að ljóst mátti vera hvert stefndi.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Sem betur fer lifum við friðvænlega tíma í okkar heimshluta. Norðurslóðir eru nýtt kjarnamál í íslenskri utanríkisstefnu, hér er ekki tími til að gera þeim fullnægjandi skil en ég lýsi áhuga á að koma aftur og fjalla sérstaklega um Norðurslóðir á nýju ári. Þegar Jaap de Hoop Scheffer framkvæmdastjóri NATO kom til Íslands í haust vegna fundar þingmannasamtakanna lögðum við forsætisráðherra ríka áherslu á það við hann að NATO beindi sjónum sínum meir að Norðurslóðum en verið hefur. Er næsta öruggt að svo verði gert, enda fleiri ríki á sama máli og við. <span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span></span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Eins og áður sagði var það niðurstaða mats hermálanefndar NATO í sumar að nauðsynlegt væri fyrir varnir Íslands og sameiginlegar varnir bandalagsins að íslenska loftvarnarkerfið <span>&nbsp;</span>(IADS) yrði rekið áfram og tengt við evrópska loftvarnarkerfið (NATINADS). Þá kemur nú og til greina að beintengja úr íslenska kerfinu til Norður-Ameríku.</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Þegar ratsjárkerfinu var komið upp á níunda áratugnum var það eitt hið fullkomnasta í heiminum enda Ísland þá lykilsvæði í utanríkisstefnu Bandaríkjastjórnar. Mannvirki og búnaður stöðvanna er eign NATO og um það eignarhald gilda strangar reglur sem Ísland sem aðildarríki verður að virða. Þetta setur hagræðingu með samruna við borgaralegar stofnanir hér heima verulegar skorður. Þá er og mikilvægt að greina skýrlega í sundur hernaðarlega varnarstarfsemi og borgaralega starfsemi. Þessvegna er miðað að því að setja sérstök lög um nýja varnarmálastofnun sem annist allan rekstur mannvirkja NATO á Íslandi, sjái um varnaræfingar og samskipti sem byggjast á öryggistrúnaði innan bandalagsins eða eru liður í samhæfðum viðbrögðum NATO-ríkja.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify">Frá því að Ísland tók yfir rekstur Ratsjárstofnunar hafa langdrægar rússneskar tíu sinnum flogið inn í íslenska hluta eftirlitssvæðisins á Norður-Atlantshafi. Í tveimur þeirra tilfella flugu þær í kringum Ísland og næst voru vélarnar í 35 sjómílna fjarlægð frá ströndu. Í öll skiptin hefur loftvarnarkerfið fylgst með ferðum rússnesku vélanna og miðlað upplýsingum til viðeigandi stofnanna innan lands og meðal bandalagsþjóða.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Rússland er samstarfsríki við NATO og hvorki Ísland né önnur NATO-ríki líta svo á að af þessari endurkomu langdrægra sprengjuflugvéla þaðan stafi ógn. Hins vegar verður ekki fram hjá því litið að ferðir þessara véla hafa ekki verið tilkynntar fyrirfram. Við höfum því gert athugasemdir við þetta háttalag, bæði tvíhliða sem og á vettvangi NATO.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Auk ratsjánna hefur Ísland tekið að sér að reka sérstakt öryggissvæði við Keflavíkurflugvöll og er gert ráð fyrir að fyrirhuguð varnarmálastofnun muni hafa umsjón með rekstri svæðisins. Þar er staðsett stjórnstöð íslenska loftvarnarkerfisins og fullkomin aðstaða vegna æfinga í þágu varna landsins.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Þannig er komið til móts við ákvörðun <span>fastaráðs NATO frá 26. júlí sl. um framkvæmd loftrýmiseftirlits við Ísland</span>, en hún <span>gerir ráð fyrir því að fjórar orrustuflugvélar eða fleiri frá aðildarríkjum bandalagsins hafi viðveru á Íslandi fjórum sinnum á ári og dvelji hér í allt að þrjár vikur í senn.</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Þegar hafa mikilvæg</span> <span>bandalagsríki staðfest vilja sinn til að taka þátt í loftrýmisgæslu við Ísland. Þannig verða Frakkar með flugsveit á Íslandi í fimm til sex vikur fyrri hluta árs 2008. Þá munu Bandaríkjamenn senda flugsveitir næsta sumar og aftur sumarið 2009 í tvær til þrjár vikur í senn. Danir og Spánverjar hafa gefið almenn fyrirheit um þátttöku árið 2009 og Norðmenn munu eiga frekara samráð við íslensk stjórnvöld um þátttöku. Enn fremur munu Pólverjar senda flugsveit til Íslands árið 2010.</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Þessar aðgerðir - að halda áfram rekstri íslenska loftvarnarkerfisins, að tengja það við loftvarnarkerfi NATO beggja vegna Atlantshafsins, og að reka öryggissvæði á Keflavíkurflugvelli m.a. fyrir loftrýmiseftirlit NATO&nbsp;- &nbsp;þjóna allar öryggishagsmunum Íslands. Og það sem meira er, þetta loftrýmiseftirlit er nú á okkar ábyrgð og í virkara samstarfi við bandalagsríki okkar en áður tíðkaðist.</span></p> <p align="center"><strong><span>&nbsp;</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>&nbsp;</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>&nbsp;</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>IV</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>Grannríkjasamstarf</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>&nbsp;</span></strong></p> <p align="justify"><span>Önnur meginviðbrögð íslenskra stjórnvalda við breyttum aðstæðum hafa falist í því að leita eftir nánara samstarfi við helstu grannríki um öryggis- og varnarmál.</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Í skoðanakönnum sem gerð var í aðdraganda Norðurlandaráðsþings kom fram að 73% Íslendinga vilja að Norðurlandasamstarf fjalli um varnir og öryggi. Þetta er mjög athyglisverð vísbending og hærra hlutfall en margir hefðu búist við.</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Vegna hins nána samstarfs við Bandaríkin um áratugaskeið má segja að við Íslendingar hafi átt ógert að byggja upp markvissari samvinnu við næstu grannríki. Því má kalla aðgerðir síðasta árs tímabæra bragarbót enda einungis til góðs að ríki eigi í nánu samstarfi við öll sín grannríki um sameiginlegt öryggi.</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify">Að undanförnu hafa viðræður farið fram við Noreg, Danmörku, Bretland og Kanada, auk Frakklands og Þýskalands. Þegar hefur verið gert tvíhliða rammasamkomulag við Noreg og Danmörku um samstarf í öryggis- og varnarmálum, og framundan eru áframhaldandi upplýsinga- og samráðsfundir með öðrum ríkjum.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Hafa ber í huga að hér er einungis um að ræða fyrstu skref í lengri vegferð, en vissulega lofa þau skref góðu. Grannríki okkar hafa undantekningalaust tekið vel í þá málaleitan Íslands að skoða möguleikana á nánara öryggissamstarfi. Það samstarf getur verið margvíslegt, allt frá pólitísku samráði um alþjóðleg öryggis- og varnarmál, til samstarfs um björgunaraðgerðir<span>&nbsp;</span> á hafi, umhverfisvöktun og þátttöku í friðargæslu, svo dæmi séu nefnd.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Framundan er að útfæra nánar einstök verkefni og skilgreina samstarfsfleti enn frekar. Við Íslendingar göngum til þessa grannríkjasamstarfs til að leggja okkar af mörkum til sameiginlegs öryggi eins og aðrir. Sú gagnrýni, sem heyrst hefur, að Ísland sé nú að óska eftir að komast undir verndarvæng annarra ríkja virðist á misskilningi byggð. Það er ekki verið að <span>&nbsp;</span>falast eftir vernd annars ríkis, heldur öryggissamstarfi sem gagnast báðum aðilum.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Í þessu samhengi vil ég benda á að grannríkjasamstarfinu hefur ekki verið ætlað að leysa af hólmi varnarsamstarf Íslands og Bandaríkjanna. Öryggissamstarfi við grannríki á borð við Noreg og Danmörku er ætlað að vera viðbót við aðra varnarsamvinnu.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Brottför Bandaríkjahers er nánast skólabókardæmi um hvernig aðstæður, sem flestir töldu að myndu verða erfiðar viðureignar, reyndust fela í sér umtalsverð tækifæri til nýsköpunar. Fyrirhugað samstarf um endurnýjanlega orkugjafa eru sömuleiðis gott dæmi um þá möguleika sem samskipti Íslands og Bandaríkjanna hafa og munu geta leyst úr læðingi. Við byggjum á sextíu ára sérstöku sambandi við Bandaríkin allt frá því þau viðurkenndu lýðveldið Ísland 1944 og viljum nýta það til samstarfs á sviði vísinda, viðskipta og menningar svo að nokkuð sé nefnt, auk varnarsamstarfs.</p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p align="center"><strong><span>V</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>Virkari þátttaka á alþjóðavettvangi</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>&nbsp;</span></strong></p> <p align="justify">Þriðju meginviðbrögð okkar Íslendinga við breyttum aðstæðum í öryggismálum felast í virkari þátttöku í starfi fjölþjóðastofnana. Þeir dagar eru löngu liðnir að Ísland sé einungis í hlutverki þiggjanda heldur erum við fullgildur þátttakendur sem leggjum okkar af mörkum til sameiginlegra úrlausnarefna.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Framboð Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna er skýr birtimynd þessarar nýju hugsunar. Í störfum mínum á síðustu mánuðum hef ég orðið þess vör að framboð okkar á sér ágætan hljómgrunn, þó of snemmt sé að spá nokkru um niðurstöðu kosninganna. Þar nýtur Ísland þess að vera öflugt smærra lýðræðisríki sem seint getur verið sakað um hagsmunaárekstra við friðsamlega lausn deilumála. Í dag kom fram í lífskjaraskýrslu Sameinuðu þjóðanna að Ísland er þar í efsta sæti. Þessari stöðu fylgir ábyrgð, aðrir horfa til okkar.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Við skulum einnig hafa hugfast að sjálf vinnan við framboðið skilar okkur umtalsverðum ávinningi. Framboðið er tækifæri til að dýpka þekkingu okkar á málefnum og landsvæðum sem við höfum ekki sinnt mikið til þessa, en eru ótvíræður hluti af breiðara langtímaöryggi Íslands.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Þátttaka Íslands í starfi Sameinuðu þjóðanna, Atlantshafsbandalagsins og Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, auk samstarfs við önnur Norðurlönd og pólitísks samráðs við Evrópusambandið, er mikilvæg í þessu samhengi. <span>&nbsp;</span></p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Allar þessar stofnanir hafa svo að segja sitt sérsvið og sérhver vettvangur hefur sitt mikilvægi. Starf þeirra er líka samofið.<span>&nbsp;</span> Þannig hefur málflutningur Íslands á vettvangi ÖSE áhrif á samstarf okkar hjá Sameinuðu þjóðunum, og afstaða okkar á vettvangi NATO mótar öryggismálasamráð við Evrópusambandið, svo dæmi séu tekin. Stefna okkar og aðgerðir verða því að vera samræmdar og ákveðnar af yfirvegun með sameiginlega hagsmuni í huga. Alþjóðamál eru ekki átaksverkefni, heldur getur Ísland einungis með ábyrgri stefnu og þátttöku í fjölþjóðastarfi áunnið sér traust og virðingu samstarfsríkja. Aðeins þannig er tryggt að á sjónarmið Íslands sé hlustað og tillit tekið til hagsmuna okkar þegar á þarf að halda.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Aðgerðir NATO til að koma á friði og stöðugleika í Afganistan eru mikilvægasta verkefni bandalagsins um þessar mundir. Aðgerðin í Afganistan naut víðtækari stuðnings í alþjóðasamfélaginu en dæmi eru um. Hún byggist á þremur stoðum, hernaðarstoð, uppbyggingu löggæslu og réttarkerfis og uppbygging félagslegra innviða samfélagsins. Helstu ábyrgðarmenn NATO í Afganistan hafa sagt mér að þeir álíti að því styrkari sem þær tvær síðarnefndu séu því minna reyni á þá fyrstu. <span>&nbsp;</span></p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Hafa ber hugfast að þrátt fyrir erfiðleika við að tryggja öryggi í Afganistan þá er valkosturinn sýnu verri. Brottför alþjóðaherliðs NATO og þeirra fjölmörgu frjálsu félagasamtaka sem starfa að uppbyggingar-, mannúðar- og hjálparstarfi í landinu í skjóli friðargæslu bandalagsins gæti <span>&nbsp;</span>hrundið af stað atburðarás sem yrði margfalt verri en það sem nú er uppi í landinu.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify">Staðreyndin er einnig sú að þrátt fyrir allt hefur fjölmargt þegar áunnist í Afganistan. Lýðræðislegar kosningar hafa farið fram, bæði til þings og embættis forseta, um 85% landsmanna hafa nú aðgang að heilsugæslu og tæplega 5 milljónir flóttamanna hafa snúið til síns heima. Staða kvenna í Afganistan er gjörbreytt, þær eru þriðjungur þingmanna og njóta nú skólagöngu milljónum saman, en undir ógnarstjórn Talibana var menntun kvenna bönnuð. <span>&nbsp;</span></p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <p align="center"><strong>VI</strong></p> <p>&nbsp;</p> <p><em>Góðir áheyrendur</em></p> <p><em>&nbsp;</em></p> <p align="justify"><span>Okkur ber á alþjóðavettvangi að standa vörð um grunngildi sem eru algild og óháð trúarbrögðum, þjóðerni og efnahag.</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Hugtök eins og lýðræði, frelsi, jafnrétti og mannréttindi eru ekki orðin tóm. Þau eru undirstaða réttlætis og framfara um veröld alla. Þau&nbsp;fela í sér&nbsp;grunngildi lýðveldisins Íslands og þeirra alþjóðastofnana sem við eigum aðild að svo&nbsp;Norðurlandaráðs, Sameinuðu þjóðanna, ÖSE og NATO. Þau eru því það leiðarljós sem starf okkar á alþjóðavettvangi byggist á einnig á sviði öryggis og varnarmála.</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Ísland nýtur nú<span>&nbsp;</span> til fulls ávaxtanna af lýðræðislegu alþjóðlegu samstarfi er byggir á alþjóðalögum. Okkur ber því siðferðileg skylda til þess að standa vörð um þau gildi, og það sem meira er, tryggja þeim framgang. Við eigum að hafa metnað og þor til þess að láta rödd okkar og sjónarmið heyrast og við eigum að láta gjörðir fylgja orðum í starfi okkar á</span> <span>alþjóðavettvangi.</span></p> <br /> <br />

2007-11-27 00:00:0027. nóvember 2007Ísland verði fyrirmynd í lífsháttum eins og lífskjörum

<p align="center"><strong><span>FÉLAG SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA Á ÍSLANDI</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>Kynning á þróunarskýrslu SÞ 2007/2008</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>þriðjudaginn 27. nóvember 2007</span></strong></p> <p align="center"><strong><span></span></strong></p> <p align="center"><strong><span>ÁVARP UTANRÍKISRÁÐHERRA</span></strong></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Formaður Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi<br /> </span><span>Mr. Daniel Coppard<br /> </span><span>Aðrir þátttakendur og góðir gestir<br /> <br /> <br /> </span><span>Þróunarskýrsla Sameinuðu þjóðanna, sem kynnt er í dag, færir okkur þau ánægjulegu tíðindi að Ísland er nú í efsta sæti á lífskjaralista Sameinuðu Þjóðanna. Þetta er sönnun þess &ndash; sem við vitum raunar ofurvel &ndash; að við Íslendingar erum lukkunar pamfílar. Þó það sé alltaf þannig að ýmislegt megi betur fara í okkar samfélagi þá eru það engu að síður forréttindi að fæðast, lifa og starfa hér á landi. Þessi forréttindi leggja okkur ríkar skyldur á herðar og undirstrika nauðsyn þess að við öxlum ábyrgð okkar í samfélagi þjóðanna.&nbsp;<br /> <br /> </span><span>Markmið þróunarskýrslunnar og lífskjaralistans er hins vegar ekki að efna til samkeppni milli þróaðra ríkja í því ná besta sætinu. Á efstu sætunum er bitamunur en ekki fjár. Hins vegar skilur himinn og haf að þau ríki sem raða sér efst og hin sem eru í neðstu sætunum. Það er að þeim sem við eigum að beina athygli okkar í dag. Við eigum að staldra við og skoða hvaða ríki það eru sem búa við lökust lífsgæði, í hvaða ríkjum ástandið fer batnandi og<span>&nbsp;</span> hvaða ríki það eru sem hafa dregist aftur úr. Við eigum að nota listann sem tæki til að greina hvað það er sem - eftir atvikum - leiðir til framfara, stöðnunar eða hnignunar.&nbsp;<br /> <br /> </span><span><span><span></span></span></span><span>Það er til að mynda eftirtektarvert að sjá að þau 22 ríki sem neðst eru á listanum eru öll í Afríku og ef litið er á einstaka mælikvarða þessara ríkja þá er augljóst að mikið verk er fyrir höndum eigi þau að</span> <span></span><span>ná Þúsaldarmarkmiðunum fyrir árið 2015. Sorglegast er auðvitað að sjá að sum af fátækustu ríkjum heims hafa nær staðið í stað í tugi ára, og jafnvel farið aftur í sumum tilvikum.&nbsp;<br /> <br /> </span><span><span><span></span></span></span><span>Íslensk stjórnvöld hafa meðal annars litið til lífskjaralista Sameinðu þjóðanna við val á samstafslöndum Þróunarsamvinnustofnunar Íslands, og eru fjögur samstarfslönd ÞSSÍ í Afríku, öll á meðal þeirra ríkja sem neðst eru á listanum.&nbsp;<br /> <br /> </span><span><span><span></span></span></span><span>Í þróunarskýrslunni kemur glöggt fram hversu ríkan þátt loftslagsbreytingar eiga í því að grafa undan alþjóðlegri viðleitni til að ná settum þúsaldarmarkmiðum, ekki síst því að berjast gegn fátækt og hungri. Fátækustu ríki heims þurfa aðstoð til að bregðast við og aðlagast loftlagsbreytingum, og er nauðsynlegt að tekið sé mið af þeirri þörf í alþjóðlegri þróunarsamvinnu. Þessi staðreynd endurspeglast í þróunarsamvinnu Íslands, þar sem ein af stoðum hennar er sjálfbær þróun, þar með talið baráttan gegn loftlagsbreytingum. Öll aðstoð Íslendinga við uppbyggingu á nýtingu jarðhita í þróunarlöndunum er gott dæmi um slíkt.<br /> <br /> </span><span>Einnig er það sláandi að sjá hversu víða er pottur brotinn varðandi jafnrétti kynjanna og er greinileg fylgni milli aukins jafnréttis kynjanna og bættra lífskjara. Er þetta enn ein staðfesting þess að aðstoð við konur í þróunarríkjum hefur hvarvetna margfeldisáhrif fyrir samfélagið.<br /> <br /> </span><span>Ég sótti leiðtogafund Sameinuðu þjóðanna um loftlagsmál í september, þar sem ráðherrar frá nær öllum aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna komu saman og ræddu orsakir og afleiðingar loftslagsbreytinga, og hvernig best væri að berjast gegn áhrifum þeirra. Allir voru sammála um að þær væru vísindaleg staðreynd sem ekki mætti líta framhjá. Það mun vissulega hafa í för með sér mikinn kostnað fyrir samfélög heimsins að takast á við loftslagsbreytingarnar en það er þó hjóm miðað við þann kostnað sem af því hlýst að aðhafast ekkert.<br /> <br /> </span><span>Á þinginu var sérstaklega lærdómsríkt að hlusta á fulltrúa ýmissa smáeyþróunarríkja þar sem þeir greindu frá reynslu sinni af því að takast á við beinar afleiðingar loftlagsbreytinga. Í ávörpum þeirra kom bersýnilega í ljós að barátta þessara ríkja gegn fátækt er nátengd baráttunni gegn loftlagsbreytingum, enda er það staðreynd að það er einna helst fátækt fólk og vanþróuð samfélög</span> <span></span><span>sem verða fyrir neikvæðum áhrifum loftlagsbreytinga.&nbsp;<br /> <br /> </span><span>Tölfræðilegar niðurstöður &ndash; um loftslagsbreytingar eins og annað &ndash; eru hins vegar með þeim annmörkum að þær gefa þær okkur oftast svipmynd af liðnum tíma og einungis vísbendingu um hvað kunni að vera í vændum. Á fundi vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál í Valencia á Spáni fyrir viku var lokaskýrsla nefndarinnar um loftslagsbreytingar lögð fram og áhrif þeirra á veðurfar, lífríki og náttúru heimsins. Þar drógu fróðustu sérfræðingar heims upp vægast sagt dökka mynd af því sem við getum átt yfir höfði okkar ef þjóðir heims ná ekki samstöðu um bindnandi markmið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.<br /> <br /> </span><span>Meðal þeirra blaðamanna, sem fluttu fréttir af fundi vísindanefndarinnar var Elisabeth Rosenthal, blaðamaður hjá New York Times og Herald Tribune, sem var heiðruð sérstaklega á þingi FAO, Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, fyrir að hafa upphaflega vakið athygli á fuglaflensunni og átt einna stærstan þátt í því að uppfræða þjóðir heims um þá miklu heilbrigðisógn.</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Í umfjöllun sinni benti Elisabeth Rosenthal á að þótt niðurstaða vísindanefndarinnar sé vægast sagt mjög alvarleg, þá sé ástandið í raun enn ógnvænlegra, því þær rannsóknir, sem liggi niðurstöðunni til grundvallar séu allt að fimm ára gamlar. Þróunin hefur því miður verið sú á síðustu árum að þrátt fyrir viðleitni margra ríkja þá eykst losun þeirra ríkja, sem ekki hafa undirritað Kyótó-bókunina, hraðar en nokkru sinni fyrr. Sem dæmi má nefna að í Kína eru tekin í notkun að meðaltali tvö ný kolaknúin raforkuver - í viku hverri!<br /> <br /> </span><span>Það má því öllum vera ljóst að við loftslagsvandann verður ekki ráðið nema öll ríki heims setjist að samningaborðinu. Ekki aðeins með fögur en óljós fyrirheit. Ekki heldur með því að höfða til þess að þau hafi orðið útundan í þróunarkapphlaupinu. Forsenda sjálfbærrar í framtíðinni er að böndum verði komið á loftslagsbreytingar. Þar berum við okkar ábyrgð og verðum að axla hana með þeim hætti, sem við getum best.<br /> <br /> </span><span>Það er kunnara en frá þurfi að segja að það er pólitísk andstaða meðal ráðamanna í nokkrum af öflugustu ríkjum heims við að gangast undir skuldbindandi markmið til að draga úr loftslagsbreytingum. En rödd almennings verður æ sterkari fyrir því að ríki heims eigi öll að taka höndum saman. Ríkisstjórn Ástralíu hefur til dæmis árum saman barist gegn sameiginlegum skuldbingingum og neitað að undirrita Kyótó-bókunina. Ástralskir kjósendur voru hins vegar á öðru máli &ndash; þrátt fyrir að þeir búi í víðáttumiklu og dreifbýlu landi - og nú um helgina höfnuðu þeir stefnu Johns Howards í kosningum. John Rudd, hinn nýi forsætisráðherra hét því í gær að láta það verða sitt fyrsta verk að fara til Balí í næstu viku á þing loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna og undirrita þar Kyótó-bókunina.<br /> <br /> </span> <span>Þannig eykst nú þungi hins pólitíska þrýstings og vonandi taka þeir ráðamenn þau skilaboð til sín, sem enn þráast við að taka mark á vísindunum. En tíminn er naumur.<br /> <br /> </span><span>Eins og Ásralir búum við Íslendingar í víðáttumiklu og dreifbýlu landi þar sem mengun er lítil mæld andspænis landsstærðinni. En ef litið er til þeirrar mengunar sem við hvert og eitt skiljum eftir okkur þá erum við í hópi þeirra þjóða sem mest menga. Okkar góðu lífskjörum fylgir fórnarkostnaður. Við höfum hins vegar allar forsendur til að draga úr þessum kostnaði og við eigum að leggja metnað okkar í að vera ekki aðeins öðrum þjóðum fyrirmynd í góðum lífskjörum heldur líka í lífsháttum sem leitt af sér aukin loftslagsgæði.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <br /> <br />

2007-11-22 00:00:0022. nóvember 2007„Minn staður er hér þar sem Evrópa endar"

<p>Eftir Ingibjörgu Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, utanríkisráðherra, framsaga í fyrirlestraröð Sagnfræðingafélagsins &bdquo;Hvað er Evrópa?"</p> <p>Smellið <a href="/media/utanrikisraduneyti-media/media/Raedurogerindi/Sagnfradifelagid_22_NOV_2007.pdf">hér</a> (PDF, 230 KB)</p> <p>Smellið <a href="http://www.sagnfraedingafelag.net/fyrirlestrar/Hadegisfyrirlestur-2007-6h-IngibjorgSolrun.mp3">hér</a> til að hlýða á framsöguna í mp3 formi</p> <br /> <br />

2007-11-16 00:00:0016. nóvember 2007Fastatök íslenskrar tungu á hnattvæðingu

<p><strong><span>Fastatök íslenskrar tungu á hnattvæðingu<br /> </span></strong><span><em>Eftir Ingibjörg Sólrúnu Gísladóttur, utanríkisráðherra</em></span></p> <p align="justify"><span>Á degi íslenskrar tungu finnst mér rétt að vekja athygli á því sem vel horfir. <br /> <br /> </span><span>Í skýrslu til Alþingis um utanríkismál sem flutt var í síðustu viku lagði ég út af nýjum veruleika íslensku þjóðarinnar. Þó að stutt sé liðið á 21. öldina hefur hún borið með sér miklar breytingar og Ísland er lifandi vitnisburður þeirra hröðu breytinga. Í stjórnmálum eru skilin milli innanlandsmála og alþjóðamála að hverfa. Þetta má orða sem svo að á 21. öld séu heimsmálin einnig heimamál og heimaverkefnin heimsverkefni. <br /> <br /> </span><span>Sumir óttast um íslenska tungu við þessar aðstæður og aðrir ganga langt í að tala fyrir aukinni notkun ensku hér heima í viðskiptum, skólum, stjórnsýslu og jafnvel menningarstarfi. Eins og oft gerist hjá okkur hneigist umræðan til tveggja póla og kappræðan tekur yfir. <br /> <br /> </span><span>Staðreyndin er sú að íslensk tunga er sterk sem fyrr og áfram er það viðfangsefni Íslendinga að hún endurnýist og smíðuð séu ný orð um allt sem er hugsað á jörð. <br /> <br /> </span><span>Þýðingarmiðstöð utanríkisráðuneytisins hefur verið starfrækt frá því að undirbúningur hófst að aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu. Í þeirri aðild fólst í raun umfangsmesta upptaka erlends réttar frá því að Járnsíða og Jónsbók urðu lögbækur Íslendinga á 13. öld. Í sautján ár hefur þýðingarmiðstöðin íslenskað nýja hugsun í tækni, samfélagsmálum, vísindum og menningu og leitt ný orð og hugtök inn í íslenskt ritmál í sátt við formgerð íslenskunnar. Þetta starf er ómetanlegt því með þessu móti eru tengslin við Evrópu og heiminn virkjuð til að endurnæra íslenskuna og svara kalli tímans. Starfsstöð þjálfaðra <span> </span>íslenskufræðinga og annarra sérfræðinga er mitt í kviku nýmæla í þróun tækni, samfélags og vísinda og færir inn í íslenskuna orð og hugtök til að fjalla um þau nýmæli. <br /> <br /> </span><span>Með starfi þýðingarmiðstöðvarinnar er orðið til hugtakasafn með ríflega 46 þúsund íslensk grunnhugtök sem aðgengilegt er öllum á vefsetri utanríkisráðuneytisins. Þýðingarmiðstöðin starfrækir í raun þekkingarnet sem nær inn á afar fjölbreytt starfssvið samfélagsins - í verkgreinar, í opinberar stofnanir, til rannsóknafólks og víðar. Þetta fólk liðsinnir við skilja við hvað er átt á erlendu tungumáli og hvernig það verði best orðað á lipurri íslensku. Metnaður allra er mikill til þess að tryggja vöxt og viðgang íslenskunnnar. <br /> <br /> </span><span>Með starfi af þessu tagi tryggjum við til framtíðar fastatök íslenskrar tungu í glímunni við hnattvæðinguna.</span></p> <p align="justify"><span> </span></p> <p align="justify"><span> </span></p> <p align="justify"><span> </span></p> <br /> <br />

2007-11-09 00:00:0009. nóvember 2007Ávarp utanríkisráðherra um réttarstöðu Norður-Íshafsins

<p align="center"><strong><span>Ávarp</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, utanríkisráðherra,</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>við opnun málstofu Hafréttarstofnunar Íslands</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>um réttarstöðu Norður-Íshafsins<br /> </span></strong></p> <p align="center"><strong><span>Þjóðmenningarhúsinu, 9. nóvember 2007</span></strong></p> <p><span></span></p> <p align="justify"><span>Góðir málstofugestir!<br /> <br /> </span><span>Áhrif loftslagsbreytinga koma óvíða jafnskýrt fram og á norðurslóðum þar sem hafís og jöklar eru þegar farnir að bráðna í stórum stíl.</span> <span>Norðurskautsísinn bráðnar mun hraðar en spár vísindamanna gerðu ráð fyrir nú er jafnvel rætt um að hætta sé á að hann muni hverfa algjörlega. Um þetta er rætt í yfirlýsingu umhverfisráðherra Norðurlanda frá 31. október síðastliðnum þar sem segir að útbreiðsla hafíss á norðurheimskautssvæðinu hafi aldrei mælst minni en í september í haust, þá 23 prósentum minni en áður hefur mælst. Ennfremur sagði í yfirlýsingunni að bráðnun hafíssins á þessu ári væri mun meiri en Vísindanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) taldi líklegt í skýrslu sem kom út sl. vor.<br /> <br /> </span><span>Breytingar á vistkerfi Norðurheimskauts er okkur áminning um nauðsyn þess að takmarka áhrif mannsins á náttúruna, tryggja sjálfbæra þróun og ábyrga nýtingu auðlinda sjávar.&nbsp;<br /> <br /> </span><span>Íslendingar leggja mikla áherslu á að þjóðir heims stemmi stigu við breytingum á loftslagi með því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Við verðum að vera raunsæ og í stakk búin að bregðast við þeim breyttu aðstæðum sem fylgja loftslagsbreytingunum og þar er bæði um að ræða tækifæri og ógnir.<br /> <br /> </span><span>Bráðnun íss og hlýnun sjávar, samfara tækniframförum, opnar ný tækifæri á siglingum og auðlindanýtingu á norðurslóðum. Á þessu svæði eru ósnortin vistkerfi með einstakan líffræðilegan fjölbreytileika sem mikilvægt er að varðveita. Við þurfum að gæta þess að opnun siglingaleiða og auðlindanýting ógni ekki þessum viðkvæmu vistkerfum og takmarka hin neikvæðu áhrif á umhverfið eftir fremsta megni.<br /> <br /> </span><span>Í sumar hófst nokkurs konar kapphlaup á Norðurpólinn með leiðangri Rússa sem komu fána sínum fyrir á hafsbotni pólsins. Leiðangur Rússa og viðbrögð hinna strandríkjanna við Norður-Íshafið í kjölfarið vöktu heimsathygli. Mikilvægt er þó að hafa í huga að fyrst og fremst var um áróðurskapphlaup að ræða sem hefur enga lagalega þýðingu í sjálfu sér.<br /> <br /> </span><span>Umræðan sem spratt upp í kjölfar leiðangurs Rússa var að sumu leyti villandi. Dregin var upp mynd af stjórnlausu kapphlaupi um Norðurpólinn eða Norður-Íshafið sem lyti engum alþjóðlegum reglum en það er vitaskuld ekki sannleikanum samkvæmt.&nbsp;<br /> <br /> </span><span>Utanríkisráðuneytið hefur leitast við að upplýsa umræðuna og það er vel til fundið hjá Hafréttarstofnun Íslands að efna til þessarar málstofu um réttarstöðu Norður-Íshafsins sem þjónar sama tilgangi. Vil ég þakka forstöðumanni hennar, sem er líka sérfræðingur utanríkisráðuneytisins í hafréttarmálum, Tómasi H. Heiðar fyrir að hafa veg og vanda að þessari málstofu.<span>&nbsp;&nbsp;</span><em><span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;<br /> <br /> </span></em></span><span>Hafréttarsamningur Sameinuðu þjóðanna frá 1982, sem er eini heildstæði samningurinn sem gerður hefur verið á þessu sviði, gildir um öll hafsvæði nema að því leyti sem gerðir hafa verið sérstakir samningar um einstök svæði eins og Suðurskautið og Svalbarðasvæðið. Hafréttarsamningurinn gildir því almennt um Norður-Íshafið. Samningurinn hefur að geyma ítarleg ákvæði um öll not hafsins, hafsbotnsins og loftrýmisins þar fyrir ofan. Í samningnum eru m.a. ákvæði um siglingar, fiskveiðar, nýtingu olíu, gass og annarra auðlinda landgrunnsins, afmörkun hafsvæða, varnir gegn mengun hafsins og hafrannsóknir.&nbsp;<br /> <br /> </span><span>Fjögur af fimm strandríkjum við Norður-Íshafið, Kanada, Danmörk fyrir hönd Grænlands, Noregur og Rússland, eru í hópi 155 aðildarríkja hafréttarsamningsins. Önnur aðildarríki Norðurskautsráðsins, þ.e. Ísland, Finnland og Svíþjóð, eru einnig í þessum hópi. Bandaríkin hafa enn ekki fullgilt hafréttarsamninginn en ljóst er að breyttar aðstæður í Norður-Íshafinu hafa m.a. knúið bandarísk stjórnvöld til að endurskoða afstöðu sína. Bush Bandaríkjaforseti hefur lýst vilja sínum til að fullgilda samninginn og í síðustu viku samþykkti utanríkismálanefnd öldungadeildar þingsins með miklum meirihluta að leggja samninginn fyrir öldungadeildina.&nbsp;<br /> <br /> </span><span>Ísland átti sem kunnugt er stóran þátt í gerð hafréttarsamningsins, varð árið 1985 fyrst vestrænna ríkja til að fullgilda samninginn og hefur alla tíð verið einn helsti málsvari samningsins. Fulltrúar okkar hafa átt mjög gott samstarf í hafréttarmálum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna með fulltrúum Bandaríkjanna og fleiri ríkja og við lítum svo á að það myndi styrkja hafréttarsamninginn verulega ef Bandaríkin gerðust aðili að honum.&nbsp;<br /> <br /> </span><span>Við Íslendingar leggjum höfuðáherslu á að þau ríki, sem hagsmuni hafa af opnun siglingaleiða um Norður-Íshafið og auðlindanýtingu þar í framtíðinni, eigi með sér gott og náið samstarf á grundvelli reglna þjóðaréttar þar að lútandi, einkum ákvæða hafréttarsamningsins. Einhliða aðgerðir, sem fara í bága við þjóðarétt, munu ekki verða neinum til góðs þegar upp er staðið.&nbsp;<br /> <br /> </span><span>Við verðum að hafa í huga að bráðnun norðurskautsíssins og áhrif hennar á lífríkið varða hagsmuni af slíkri stærðargráðu að það er mál okkar allra. Og rétt eins og var, við smíði hafréttarsamningsins á sínum tíma, reynir nú á þjóðaréttinn og þá sem að mótun hans koma að svara þessu mikilvæga siðferðilega kalli tímanna sem við lifum.&nbsp;<br /> <br /> </span><span>Þegar fjallað er um réttarstöðu Norður-Íshafsins verður að gera greinarmun á hinum ýmsu notum hafsins og hinum ýmsu hlutum þessa hafsvæðis. Að því er varðar landgrunnið og nýtingu auðlinda þess ber að hafa í huga að samkvæmt hafréttarsamningnum eiga strandríki sjálfkrafa landgrunn að 200 sjómílum sem eru jafnframt ytri mörk efnahagslögsögunnar. Við tilteknar náttúrulegar aðstæður geta ríki átt víðáttumeiri hafsbotnsréttindi. Viðkomandi ríki skulu senda landgrunnsnefnd Sameinuðu þjóðanna ítarlega greinargerð um mörk landgrunnsins utan 200 sjómílna. Nefndin fer yfir greinargerðina, leggur tæknilegt mat á hana og gerir tillögur um ytri mörk landgrunnsins. Á grundvelli tillagna nefndarinnar getur strandríkið síðan ákveðið á endanlegan og bindandi hátt mörk landgrunnsins gagnvart alþjóðlega hafsbotnssvæðinu sem liggur þar fyrir utan.&nbsp;<br /> <br /> </span><span>Grunnforsenda þess að ríki geti átt tilkall til landgrunns á tilteknu hafsvæði er sú að það eigi land að svæðinu. Í tilviki Norður-Íshafsins uppfylla eftirtalin fimm ríki þetta skilyrði: Bandaríkin, Danmörk fyrir hönd Grænlands, Kanada, Noregur og Rússland. Ísland liggur sem kunnugt er mun sunnar og einu landgrunnsréttindi þess í Norður-Íshafinu felast í aðild þess að Svalbarðasamningnum og réttinum til að nýta auðlindir á landgrunni Svalbarða sem þar af leiðir.&nbsp;<br /> <br /> </span><span>Ísland gerir hins vegar tilkall til víðáttumikilla landgrunnssvæða suður og austur af landinu, þ.e. á Reykjaneshrygg, á Hatton-Rockall-svæðinu og í suðurhluta Síldarsmugunnar, en þar er samtals um milljón ferkílómetra svæði að ræða. Ísland gerir eitt ríkja kröfu til landgrunnsréttinda á Reykjaneshrygg og samkomulag náðist í fyrra um skiptingu landgrunns í suðurhluta Síldarsmugunnar milli Íslands, Noregs og Danmerkur fyrir hönd Færeyja. Áhersla er nú lögð á að freista þess að ná samkomulagi um skiptingu Hatton Rockall-svæðisins og verður næsti viðræðufundur aðila málsins, Íslands, Bretlands, Írlands og Danmerkur fyrir hönd Færeyja, haldinn í Dyflinni um miðjan janúar. Að mínu mati verður lausn málsins að fela það í sér að öll ríkin fái sanngjarnan hlut af því svæði sem talið er álitlegast með tilliti til kolvetnisauðlinda.<br /> <br /> </span><span>Með hlýnun sjávar má gera ráð fyrir að nýir möguleikar opnist til fiskveiða í Norður-Íshafinu og búast má við að ýmsir fiskistofnar flytji sig um set. Við Íslendingar munum væntanlega geta fært okkur þetta í nyt og þurfum að halda vöku okkar. Samkvæmt hafréttarsamningnum gilda mismunandi reglur um fiskveiðar á ólíkum hafsvæðum. Strandríki hefur einkarétt til fiskveiða í 200 mílna efnahagslögsögu sinni en á úthöfunum gildir hins vegar meginreglan um frelsi til fiskveiða með ákveðnum takmörkunum sem nánar er kveðið á um í úthafsveiðisamningnum. Aðildarríki úthafsveiðisamningsins eru nú 67 að tölu og eru öll aðildarríki Norðurskautsráðsins þar á meðal.&nbsp;<span>&nbsp;<br /> <br /> </span></span><span>Afdrifaríkustu áhrif bráðnunar íss í Norður-Íshafinu í náinni framtíð verða án efa opnun norðursiglingaleiðanna sem framþróun í tækni ísbrjóta ýtir enn fremur undir. Annars vegar er hér um að ræða norðvestursiglingaleiðina milli Kanada og Grænlands og hins vegar norðaustursiglingaleiðina milli Grænlands og Skandinavíu. Opnun þessara siglingaleiða mun hafa mikla þýðingu í víðara samhengi fyrir efnahagsþróun og öryggismál í heiminum. Áætlað er að siglingaleiðir frá austurströnd Norður-Ameríku eða Evrópu til áfangastaða á Kyrrahafi geti með þessu styst um allt að 40% en í dag eru menn háðir flutningum annaðhvort um Súes-skurðinn í austri eða Panama-skurðinn í vestri.<br /> <br /> </span><span>Hafréttarsamningurinn kveður á um frelsi til siglinga á úthafinu og í efnahagslögsögu strandríkja auk þess sem kveðið er á um rétt erlendra skipa til friðsamlegra siglinga innan 12 mílna landhelgi strandríkja. Samningurinn mælir einnig fyrir um rétt til gegnumferðar skipa um svokölluð alþjóðleg sund en Bering-sundið milli Rússlands og Alaska fellur þar undir.<span>&nbsp;</span> Viðkomandi strandríki þurfa að setja samræmdar reglur um varnir gegn mengun hafsins, einkum á hafíssvæðum, en mikilvægt er að ríki ákvæði hafréttarsamningsins verði virt og siglingar ekki torveldaðar, að óþörfu.&nbsp;<br /> <br /> </span><span>Opnun norðaustursiglingaleiðarinnar mun ef að líkum lætur auka mjög siglingar kaupskipa við Ísland. Mikil viðskiptaleg tækifæri felast fyrir okkur Íslendinga í einstæðri legu landsins, m.a. sá möguleiki að koma upp umskipunarhöfnum sem kanna þarf til hlítar. Á hinn bóginn eru einnig miklar hættur samfara stóraukinni skipaumferð hér við land, einkum vegna hugsanlegra mengunarslysa. Bregðast þyrfti við því m.a. með því að koma upp leitar- og björgunarbúnaði og mengunarvörnum.&nbsp;<span>&nbsp;<br /> <br /> </span></span><span>Ég vil að lokum árétta það sem fram kom í ræðu minni um utanríkismál á Alþingi í gær að hafinn er undirbúningur að heilsteyptri stefnumótun íslenskra stjórnvalda í málefnum norðurslóða á grundvelli þeirrar vinnu sem þegar hefur verið unnin. Utanríkisráðuneytið mun veita þessari stefnumótun forystu og eiga náið samráð og samstarf við fjölmörg önnur ráðuneyti og stofnanir.<br /> <br /> <br /> </span><span>Góðir málstofugestir!&nbsp;<br /> <br /> </span><span>Ég óska þess að þið munið eiga góða og upplýsta umræðu um þau mikilvægu mál sem hér eru til umfjöllunar.</span></p> <p align="justify">&nbsp;</p> <p align="justify"><span><a href="http://www.mfa.is/news-and-publications/nr/3983">English version</a></span></p> <br /> <br />

2007-11-08 00:00:0008. nóvember 2007Ræða Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, utanríkisráðherra, um utanríkismál

<div class="single-news__big-image"><figure><a href="/media/utanrikisraduneyti-media/media/Andlitsmyndir/Ingibjorg_Solrun_05.jpg"><img src="/media/utanrikisraduneyti-media/media/Andlitsmyndir/Ingibjorg_Solrun_05.jpg?proc=singleNewsItem" alt="Ingibjorg_Solrun_05" class="media-object"></a><figcaption>Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra</figcaption></figure></div><p align="left"><em><a href="/media/utanrikisraduneyti-media/media/Raedurogerindi/Rada_um_utanrikismal_Alt_08_NOV_2007.PDF">PDF-snið</a></em> (178 KB)</p> <p align="left"><strong><br /> </strong><strong>Ræða Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, utanríkisráðherra<br /> </strong><strong>um utanríkismál Flutt á Alþingi á 135. löggjafarþingi 2007-2008</strong></p> <p align="left">(TALAÐ ORÐ GILDIR)</p> <p><span>Virðulegi forseti,</span></p> <p align="justify"><span>Virðulegi forseti,<br /> <br /> </span><span>Ný ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks tók við landsstjórninni 24. maí síðastliðinn og hefur nú haldið um stjórnartaumana í 168 daga. Á þeim tíma hefur fjölmargt unnist. Meira hefur farið fyrir sumum málum en öðrum og segir það ekki endilega til um mikilvægi mála hver fyrirferð þeirra er í dægurumræðunni.<br /> <br /> </span><span>Á sviði utanríkismála hefur öryggis- og varnarmál borið hæst enda ærið verkefni að leiða til lykta yfirtöku Íslands á eigin öryggi og vörnum. Ég verð því miður að segja að þar voru ýmsir lausir endar sem hnýta þurfti.<br /> <br /> </span> <span>Meðal annarra mála sem unnið hefur verið að í utanríkisráðuneytinu má nefna:</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <ul type="disc"> <li><span>Endurskipulagningu þróunarsamvinnu Íslands</span></li> <li><span>Frumkvæði í málefnum Norðursvæða</span></li> <li><span>Loftslagsmál og málefni hafsins</span></li> <li><span>Aðgerðaáætlun um Mið-Austurlönd</span></li> <li><span>Sókn á erlendum mörkuðum, viðskiptafrelsi og bættan markaðsaðgang</span></li> <li><span>Endurskoðun vinnubragða í utanríkisráðuneytinu</span></li> <li><span>Störf í þágu friðar með sérstöku tilliti til þess að auka hlut og aðkomu kvenna</span></li> <li><span>Undirbúning nýrra verkefna í alþjóðasamfélaginu s.s. framboð til Íslands til öryggisráðsins og aukið hlutverk í stjórn og starfi Alþjóðabankans.</span></li> </ul> <p><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Tíminn leyfir ekki að hér sé gerð ítarlega grein fyrir öllum þessum fjölþættu málum og ýmislegt hefur komið til umræðu í utanríkismálanefnd nú þegar. <span>&nbsp;</span>Til að fyrirbyggja allan misskilning vil ég þó geta þess að í janúar næstkomandi mun ég flytja Alþingi sérstaka skýrslu um Evrópumál. <span>&nbsp;</span>Um þau verður þessvegna ekki fjallað í ræðu minni að þessu sinni.&nbsp;<br /> <br /> </span><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Virðulegi forseti.<br /> <br /> </span><span>Þó skammt sé liðið á tuttugustu og fyrstu öldina hefur hún nú þegar borið með sér miklar breytingar. <span>&nbsp;</span>Heimurinn breytist ört og Ísland er lifandi vitnisburður þeirra hröðu breytinga.&nbsp;<br /> <br /> </span><span>Upptökin eru ekki lengur einfaldlega íslensk heldur í raun alþjóðleg. <span>&nbsp;</span>Ég bendi á sem dæmi frjálst flæði fjármagns, hlýnandi veðurfar, bráðnun jökla, flutninga fólks milli heimsálfa í atvinnuleit, sveiflur á heimsmarkaðsverði orkugjafa og tilkoma hins nýja alþjóðlega markaðar skapandi atvinnugreina.&nbsp;<br /> <br /> </span><span>Við nefnum hinar nýju aðstæður stundum einu nafni hnattvæðingu.<br /> <br /> </span><span>Hnattvæðingin er ekki ný undir sólinni en á okkar öld ber hún ný einkenni. <span>&nbsp;</span>Á fyrri öldum fluttist fólk búferlum milli landa, yfirgaf þau samfélög sem það hafði búið í og fluttist til nýrra heima. <span>&nbsp;</span>Nú ná heimsbreytingar inn í hvert eitt samfélag, hvað sem landamærum eða þjóðerni líður, og íbúar heimsþorpsins eiga ekki val þar um, heldur val um hvernig þau bregðast við breytingunum.&nbsp;<span>&nbsp;<br /> <br /> </span></span><span>Skilin milli innanlandsmála og alþjóðamála eru að hverfa. <span>&nbsp;</span>Verksvið allra ráðherra í ríkisstjórn Íslands nær inn á alþjóðavettvang. <span>&nbsp;</span>Nýjar alþjóðareglur eða ný stefna sem mótuð er með viðskiptasamningum eða á vettvangi Evrópusamruna, hjá Alþjóðabankanum eða meðal Norðurlandaþjóða hefur bein áhrif á Ísland, á íslensk fyrirtæki og íslenskar fjölskyldur. Loftslagsbreytingar þekkja engin landamæri og það mega lausnirnar ekki heldur gera.&nbsp;<span>&nbsp;<br /> <br /> </span></span><span>Íslenskum stjórnmálum er nú svo farið að heimsmál ná inn í sveitarstjórnir. Þessvegna hef ég t.d. stutt viðleitni Sambands íslenskra sveitarfélaga til að komast að borðinu í EFTA- og EES samstarfi. <span>&nbsp;</span>Og heimaverkefni okkar Íslendinga eins og verð á lyfjum til almennings finnur bestu lausnina í fjölþjóðlegu samstarfi eins og heilbrigðisráðherra hefur gengist fyrir á síðustu vikum. Sama á við um málefni hafsins en vandað framlag Íslands sem EES-ríkis til stefnumótunar á því sviði hefur vakið verulega athygli innan Evrópusambandsins og mun skila okkur og öðrum ávinningi.&nbsp;<br /> <br /> </span><span>Á 21. öld eru heimsmálin einnig heimamál og heimaverkefnin eru heimsverkefni.&nbsp;<br /> </span></p> <p align="center"><strong><span>I</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>Utanríkisþjónusta nýrrar aldar</span></strong></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Virðulegi forseti,&nbsp;<br /> <br /> </span><span>Það er hlutverk utanríkisþjónustunar að vakta þau tækifæri og þær hræringar á alþjóðavettvangi sem geta haft áhrif á íslenskan þjóðarhag, miðla þeim til réttra aðila innanlands og bregðast við eftir efnum og ástæðum. Utanríkisþjónustan á að veita bæði einstaklingum og fyrirtækjum þjónustu og gæta íslenskra almannahagsmuna.&nbsp;<span>&nbsp;<br /> <br /> </span></span><span>Ég legg kapp á það að utanríkisþjónustan þróist í takt við nýja tíma. <span>&nbsp;</span>Hún þarf bæði að laga sig að þeim breyttu aðstæðum sem ég vísaði hér til og hún þarf að vera í takt við það samfélag sem hún er sprottin úr. <span>&nbsp;</span>Það er mér því mikið ánægjuefni að tekist hefur frjótt og mikilvægt samstarf með utanríkisþjónustunni og öllum háskólum landsins. Á opnum fundum sem haldnir eru í háskólunum fara fram innihaldsríkar umræður um erindi Íslands á alþjóðvettvangi, réttindi okkar og skyldur. <span>&nbsp;</span>Það er löngu tímabært að efnt sé til slíkrar samræðu við háskólasamfélagið og allan almenning. <span>&nbsp;</span>Við eigum að hvetja til umræðu um alþjóðamál og leitast við að byggja upp sammæli Íslendinga um grunnatriði utanríkisstefnunnar ólíkt því sem einkenndi 20. öldina oft og tíðum og það stjórnmálaandrúmsloft sem þá var ríkjandi.<br /> <br /> </span><span>Eins og sjá má í stjórnarsáttmálanum vill þessi ríkisstjórn gera sitt til þess að bæta samskipti þings og ráðuneytis um utanríkismál. Liður í því er að í gær ritaði ég utanríkismálanefnd bréf þar sem ég greindi frá því að ráðuneytið hefði hlutast til um að alþingismönnum sem sæti eiga í utanríkismálanefnd yrði, í krafti starfs síns í nefndinni, veitt öryggisvottun NATO. Eins og kunnugt er hvílir trúnaður á störfum utanríkismálanefndar skv. 2. mgr. 24. gr. þingskapalaga. Á það við um NATO-gögn sem sýnd verða samkvæmt ákvörðun ráðherra.<span>&nbsp;</span></span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Vegna þessa hefur utanríkismálanefnd nú fengið aðgang að fundargerð NATO-ráðsins frá 4. október 2001 og geta nefndarmenn því gengið úr skugga um það, eins og ég hef þegar gert sjálf, að NATO veitti ekki heimildir til fangaflugs, leynifangelsa eða pyntinga eins og látið hefur verið í veðri vaka í umræðunni.</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Slíkur aðgangur utanríkismálanefndar er visst sögulegt nýmæli og í bréfi mínu óskaði ég eindregið góðs samstarfs um að þessi breyting yrði til eflingar störfum Alþingis og utanríkismálanefndar. Viðbrögð nefndarmanna gefa góðar vonir um að svo muni verða.</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;<br /> <br /> <br /> </span><span>Háttvirtu þingmenn.&nbsp;<br /> <br /> </span><span>Aldrei hafa fleiri Íslendingar leitað sér sérþekkingar á alþjóðamálum eins og nú er raunin og aldrei hafa fleiri menntað sig í öðrum löndum. <span>&nbsp;</span>Menntasprengjan sem orðin er á Íslandi hefur opnað heiminn fyrir ungum Íslendingum. <span>&nbsp;</span>Ungt fólk á meira val en nokkur önnur kynslóð Íslendinga um hvar það kýs að lifa eða starfa. <span>&nbsp;</span>Utanríkisþjónustan nýtur góðs af aukinni menntun ungs fólks og hefur á að skipa færu liði með fjölbreytta þekkingu um leið og byggt er á góðum grunni.<br /> <br /> </span><span>Íslensk utanríkisstefna stendur á tímamótum og nýtt tímaskeið er að renna upp. <span>&nbsp;</span>Til marks um það eru nýjar áskoranir og ný hlutverk. <span>&nbsp;</span>Á nýrri öld á utanríkisþjónustan að vera þekkingarsamfélag og í breyttum heimi þarf ný vinnubrögð. <span>&nbsp;</span>Ég skynja mikinn metnað öflugs starfsfólks til þess að efla þjónustuna og tryggja að íslenskur almenningur þekki til mikilvægra starfa hennar. <span>&nbsp;</span>Utanríkisþjónustan verður að búa að tvennu: Góðri og gegnsærri stjórnsýslu annars vegar og nýrri og ríkri þekkingu hins vegar. <span>&nbsp;</span>Áfram verður unnið að því að skerpa á vinnubrögðum og vinnulagi og gera utanríkisþjónustuna sem hæfasta til þess að mæta framtíðinni.</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="center"><strong><span>II</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>Norðurslóðir nýtt forgangsmál</span></strong></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Virðulegi forseti,<br /> <br /> </span><span>Norðurslóðir eru nýtt kjarnamál í íslenskri utanríkisstefnu. <span>&nbsp;</span>Málið hefur verið sett í forgang í ráðuneytinu og heildstæð stefna varðandi norðurslóðir er nú í vinnslu.</span> <span>Á norðurslóðum eru miklir hagsmunir í húfi eins og við vitum öll og öryggi á Norður-Atlantshafinu er tvímælalaust eitt mest áríðandi öryggismál Íslands. <span>&nbsp;</span>En málið varðar ekki Íslendinga eina og umræður á vettvangi NATO og Norðurlandaráðs nú nýverið bera þess órækt vitni að málefni norðurslóða munu verða fyrirferðarmeiri á dagskrá alþjóðastofnana hér eftir en hingað til. <span>&nbsp;</span>Því ber að fagna.<br /> <br /> </span><span>Ein ástæða þessa er þó sú að allmörg ríki gera tilkall til áhrifa og aðgangs að auðlindum á Norðurpólnum. <span>&nbsp;</span>Við Íslendingar hljótum að leggja áherslu á góða samvinnu þeirra ríkja sem eiga hagsmuna að gæta á norðurslóðum en vara við kapphlaupi um auðlindir norðursins og einhliða aðgerðir.&nbsp;<br /> <br /> </span><span>Ísland hefur um árabil gegnt mikilvægu hlutverki við mótun alþjóðlegra leikreglna um hafið og nýtingu þess og þeirra auðlinda sem þar er að finna og Ísland hafði forystu í Norðurskautsráðinu frá 2002 til 2004.&nbsp;<br /> <br /> </span><span>Við munum á grunni þessarar reynslu beita okkur fyrir mótun nauðsynlegra leikreglna á Norðurslóðum. <span>&nbsp;</span>Þar verða alþjóðalög að vega þyngra en hnefaréttur, og hagsmunir mannkyns í heild að vega þyngra en þröngir hagsmunir einstakra ríkja.<br /> <br /> </span><span>Í þessu sambandi ber að fagna þeim tíðindum, sem nú berast frá Washington, að Bandaríkin séu nær því að gerast aðilar að hafréttarsamningi Sameinuðu þjóðanna en nokkru sinni áður frá samþykkt hans árið 1982. <span>&nbsp;</span>Mikilvæg ástæða þess er að Bandaríkjamenn sjá sem er, að aðild veitir þeim aðgang að skipulögðu samningaferli. Þeir sjá að þjóðarétturinn virkar fyrir alla.&nbsp;<br /> <br /> </span><span>Þá skal þess getið að m</span><span>ikilsverður árangur hefur náðst á þessu ári í baráttunni gegn ólöglegum veiðum hentifánaskipa á Norður-Atlantshafi.<span>&nbsp;</span></span></p> <p align="justify"><strong><span>&nbsp;</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>III</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>Mannréttindi</span></strong></p> <p align="justify"><em><span>&nbsp;</span></em></p> <p align="justify"><span>Virðulegi forseti,<br /> <br /> </span><span>Mannréttindi eiga að vera óaðskiljanlegur þáttur í utanríkisstefnu landsins og samofin öllu okkar atferli á alþjóðavettvangi.&nbsp;<br /> <br /> </span><span>Til að staðfesta þetta í starfi utanríkisþjónustunnar skipaði ég starfshóp innan ráðuneytisins sem mun í næsta mánuði skila til mín tillögu að heildstæðri aðgerðaáætlun á sviði mannúðar-, friðar- og þróunarsamvinnumála. <span>&nbsp;</span>Markmiðið er að mannréttindasjónarmið verki svikalaust á þróunarsamvinnu, öryggismál, friðargæslu og viðskiptasamninga.<br /> <br /> </span><span>Fyrir dyrum stendur að setja á stofn landsnefnd um mannúðarlög sem á að veita stjórnvöldum ráðgjöf varðandi túlkun og framkvæmd alþjóðlegra mannúðarlaga og breiða út þekkingu á þeim en mikilvægt er að tryggja að sá ávinningur sem náðist eftir síðari heimstyrjöldina með samþykki Genfarsamninganna glatist ekki.<br /> <br /> </span><span>Ég árétta þá afstöðu íslenskra stjórnvalda að baráttuna gegn hryðjuverkum megi aldrei heyja á kostnað mannréttinda og að virða skuli alþjóðlegar mannúðar- og mannréttindareglur skilyrðislaust í þeirri baráttu.&nbsp;</span></p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <p align="center"><strong><span>IV</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>Þróunarsamvinna</span></strong></p> <p align="center"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Virðulegi forseti,<br /> <br /> </span><span>Í sumar hefur farið fram mikil vinna á vegum ráðuneytisins við að móta nýja rammalöggjöf um alþjóðlegt starf Íslands gagnvart þróunarríkjum.&nbsp;<br /> <br /> </span><span>Þúsaldarmarkmiðin, átta skilgreind og mælanleg markmið sem Sameinuðu þjóðirnar vilja ná fyrir 2015, leggja grunninn að öllu þróunarstarfi á alþjóðavettvangi. <span>&nbsp;</span>Þau miða að því að bæta hag íbúa þróunarríkja með því að útrýma fátækt og hungri, bæta heilsufar, vinna að jafnrétti kynjanna, betri menntun og umhverfisvernd og stuðla að hnattrænni samvinnu um þróun.<br /> <br /> </span><span>Áherslur Íslands í þróunarsamvinnu taka vitanlega mið af þúsaldarmarkmiðunum og ég tel að við eigum á næstu árum að leggja megináherslu á menntun, heilsugæslu, jafnrétti kynjanna og sjálfbæra þróun. <span>&nbsp;</span>Leiðarljós allrar þróunarsamvinnu Íslendinga er og á að vera að styðja þróunarlöndin til sjálfsbjargar í efnahags- og velferðarmálum og þar er ekkert verkefni mikilvægara en menntun og miðlun þekkingar. <span>&nbsp;</span>Íslendingar hafa þar margt að bjóða ekki síst í Afríku þar sem þörfin er brýnust fyrir stuðning við uppbyggingu velferðarþjónustu, atvinnulífs og mannréttinda.<span>&nbsp;&nbsp;<br /> <br /> </span></span><span>Það er sérstakt gleðiefni að stuðningur okkar við menntamál á vettvangi Þróunarsamvinnustofnunar Íslands hefur farið vaxandi á liðnum árum og rennur nú meira fjármagn til fræðsluverkefna í þróunarlöndunum en nokkurra annarra málaflokka. Þetta er mikilvæg þróun og ég tel að í henni felist rétt forgangsröðun.<span>&nbsp;&nbsp;<br /> <br /> </span></span><span>Ljóst er að sérþekking Íslendinga á nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa getur nýst afar vel fátækum þjóðum svo sem í Afríku, sem margar hverjar ráða yfir ríkulegum náttúruauðlindum en hafa ekki búið yfir þekkingu til að nýta þann auð í þágu almennings. <span>&nbsp;</span>Sömu sögu er að segja af smáum eyþróunarríkjum en þar hefur verið kallað sérstaklega eftir samvinnu, þátttöku og framlagi Íslands. <span>&nbsp;</span>Því er nú verið að skoða sérstaklega að setja af stað þróunarverkefni í samvinnu við eyjar í Karíba- og Kyrrahafi sem hafi það að markmiði að stuðla að sjálfbærri þróun einkum á sviði fiskveiða og sjávarútvegs og í nýtingu jarðvarma og annarra endurnýjanlegra auðlinda.<strong>&nbsp;<br /> <br /> </strong></span><span>Aukin framlög Íslands til þróunaraðstoðar haldast í hendur við framangreind markmið.<br /> </span><span><br /> Ríki sem við viljum helst bera okkur saman við eins og Danmörk, Noregur, og Svíþjóð hafa öll náð því markmiði sem sett var á vettvangi Sameinuðu þjóðanna árið 1970 að hlutfall af vergri landsframleiðslu sem rennur til þróunarmála skuli nema 0,7%.<span>&nbsp;</span> Finnland mun ná markinu árið 2010 og auk þess hafa ellefu önnur ríki sett það markmið að ná þessu hlutfalli fyrir árið 2015.<span>&nbsp;</span> Sem auðugu ríki ber okkur skylda til að stefna markvisst að því að verða í hópi þeirra ríkja sem mest leggja fram til þróunarmála miðað við verga landsframleiðslu.<span>&nbsp;</span> Á þessu ári mun hlutfallið nema 0,28%, 0,31% á næsta ári og 0,35% árið 2009.<br /> <br /> </span><span>Með auknum framlögum aukast kröfur til fagmennsku. Í þessu ljósi hef ég ákveðið að Ísland gerist aðili að DAC, þróunarsamvinnunefnd OECD. Með aðildinni fær Ísland beinan aðgang að reynslu og upplýsingum sem nýtast við mótun stefnu í þróunarstarfi auk þess sem DAC gerir úttekt á þróunarsamvinnu aðildarlandanna á fjögurra ára fresti. Þetta miðar að því að tryggja gæði þróunaraðstoðarinnar og veitir mikilvægt faglegt aðhald.<span>&nbsp;&nbsp;<br /> <br /> </span></span><span>Engin þjóð, allra síst þjóðir sem búa við jafn mikla velmegun og við Íslendingar, á að geta skorist undan því að axla sínar skyldur og ábyrgð svo að Þúsaldarmarkmiðunum, sem - þegar öllu er á botninn hvolft - varða velferð okkar allra, verði náð.<br /> <br /> </span><span>Frjáls félagasamtök vinna mikilvægt og óeigingjarnt starf á sviði þróunarmála hvort sem er hér heima eða í þróunarríkjum. <span>&nbsp;</span>Hagsmunir okkar felast ekki síst í því að virkja þann kraft sem þau búa yfir og styrkja það frumkvöðlastarf sem fram fer á þeirra vegum. Ég hef því ákveðið að tvöfalda þau framlög sem ráðstafað er til þróunaraðstoðar í gegnum íslensk félagasamtök, þannig að það hækkar á næsta ári úr 60 milljónum króna í 120 milljónir króna.<br /> <br /> </span><span>Í viðskiptalífinu hefur orðið vart vaxandi áhuga á þróunarstarfi. Í ráðuneytinu er nú í undirbúningi stofnun sérstaks viðskiptaþróunarsjóðs sem fyrirtæki geta sótt í til að fjármagna undirbúning viðskiptatengdra verkefna í þróunarríkjum sem sannanlega geta stuðlað að bættum lífskjörum í viðkomandi landi.<br /> <br /> </span><span>Í allri þróunarsamvinnu Íslendinga vil ég leggja sérstaka áherslu á að málefni kvenna og barna verði sett í forgrunn.<span>&nbsp;</span> Með auknum framlögum til lykilstofnanna Sameinuðu þjóðanna sem fara með málefni kvenna og barna mun Ísland skipa sér í þann flokk ríkja sem mest leggja til viðkomandi stofnana ef miðað er við höfðatölu.<span>&nbsp;</span> Erum við nú þegar efst á lista yfir framlagsríki UNIFEM og á meðal 10 efstu framlagsríkja UNICEF.<span>&nbsp;</span> Þá munum við einnig vinna ötullega með Alþjóðabankanum að málefnum kvenna og samþættingu kynjasjónarmiða.</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="center"><span>&nbsp;</span><strong><span>V</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>Störf í þágu friðar</span></strong></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Virðulegi forseti, háttvirtir alþingismenn.<br /> <br /> </span><span>Íslenska friðargæslan er borgaraleg starfsemi og á til framtíðar að verða stolt Íslendinga. Einn hinna nýju hornsteina íslenskrar utanríkisstefnu er friðsamleg lausn deilumála enda óhugsandi fyrir ríki eins og Ísland, sem er öflugt smáríki, að skorast undan á því sviði.&nbsp;<br /> <br /> </span><span>Ég hef hins vegar orðið þess vör að margir Íslendingar þekkja ekki nægilega vel til þeirra forsendna sem framlag Íslands til starfa í þágu friðar byggist á.&nbsp;<br /> <br /> </span><span>Eftir lok kalda stríðsins jókst áhersla á friðargæslu á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, hjá NATO og víðar. Nær öll ríki hófu virka þátttöku með einum eða öðrum hætti og eitt þeirra sem það gerði var Ísland.&nbsp;<br /> <br /> </span><span>Segja má að í upphafi hafi friðargæsluverkefnin ekki verið nægilega vel skilgreind og réttarstaðan hafi verið óljós. Á þessu ári voru samþykkt ný lög á Alþingi um íslenska friðargæslu og þar sem skýrt er kveðið á um borgaralega skilgreiningu á starfssviði friðargæslunnar. <span>&nbsp;</span>Þá áherslu mun ég leitast við að skerpa áfram eins og ég hef gert í sumar.&nbsp;<br /> <br /> </span><span>Nú eru íslenskir friðargæsluliðar við störf í Afganistan, Bosníu-Hersegóvínu, Líbanon, Líberíu, Makedóníu, Palestínu, Serbíu og á Sri Lanka.<span>&nbsp;</span> Verkefnin sem þeir taka þátt í eru á vegum NATO, Evrópusambandsins, UNIFEM, UNIFIL, UNICEF og hinnar svonefndu Eftirlitssveit með vopnahléi á Sri Lanka.<span>&nbsp;&nbsp;<br /> <br /> </span></span><span>Í Afganistan stendur NATO og alþjóðasamfélagið frammi fyrir gríðarlega erfiðu verkefni, en þó er enginn vafi á því að mikið hefur þegar áunnist.<span>&nbsp;</span> Við þurfum að líta til þess hvar okkar þekking og geta nýtist best í því samstillta átaki sem nauðsynlegt er til að ná árangri í Afganistan sem gagnast heimamönnum til frambúðar.&nbsp;<br /> <br /> </span><span>Stefnt er að því að auka þátttöku í friðargæslu á vegum Sameinuðu þjóðanna og markmiðið er að senda fleiri til starfa í Miðausturlöndum.&nbsp;<br /> <br /> </span><span>Framboð Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna var ákveðið 1998 og fer kjörið fram innan árs á allsherjarþinginu í New York. Kosningabarátta okkar kostar aðeins brot af því sem Tyrkir og Austurríkimenn verja til sinnar baráttu en hún er vel skipulögð og skilvirk.<br /> <br /> </span><span>Framboðið er norrænt framboð og allir utanríkisráðherrar Norðurlanda fylgjast með af áhuga, tala fyrir kjöri Íslands og hafa sent öllum aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna bréf þar sem þau eru hvött til að greiða atkvæði með Íslandi.<br /> <br /> </span><span>Færa má rök fyrir því að Ísland, eins og önnur ríki, deili fullveldi sínu með öðrum aðildarríkjum alþjóðastofnana svo sem Sameinuðu þjóðanna ekki síst vegna valdheimilda öryggisráðsins. Þess vegna má telja að framboðið sé skref til</span> <span>fullnustu sjálfstæðis þjóðarinnar, að Ísland sé rétt eins og aðrar sjálfstæðar þjóðir, fullfært um að sitja við borðið. Munum að meira en fjörutíu af fimmtíu þróunarríkjum Afríku hafa setið í öryggisráðinu.&nbsp;<br /> <br /> </span><span>Á alþjóðavettvangi finnst mjög mörgum að einmitt ríki eins og Ísland eigi að sitja í ráðinu; lýðræðisríki sem ekki á í deilum við önnur ríki; ríki sem samkvæmt venju leysir sín deilumál á friðsaman hátt; ríki sem virðir almenn mannréttindi; ríki sem ekki á sér forsögu sem flækt getur fyrir óhlutdrægri úrlausn deilumála.<br /> <br /> </span><span>Á hitt ber líka að líta að vinnan við framboðið skilar okkur umtalsverðum ávinningi. Framboðið er tækifæri til að dýpka þekkingu okkar á málefnum og landsvæðum sem við höfum ekki sinnt mikið til þessa. <span>&nbsp;</span>Það er svar við þeirri kröfu sem hnattvæðingin gerir.&nbsp;<br /> <br /> </span><span>Liður í þessu voru ferðir sem ég fór á mínum fyrstu mánuðum í starfi, fyrst til Afríku á fund Afríkusambandsins í Accra í Ghana og þá til Mið-Austurlanda, þ.e. Ísraels, hernumdu svæða Palestínumanna og til Jórdaníu. Verkefni öryggisráðsins eru ekki síst tengd þessum svæðum.<br /> <br /> </span><span>Í framhaldi af ferð minni samþykkti ríkisstjórnin aðgerðaáætlun um Mið-Austurlönd sem miðar að því að bæta aðstæður Palestínumanna.</span> <span>Í áætluninni felst m.a. tvöföldun á framlagi Íslands til svæðisins.<span>&nbsp;&nbsp;<br /> <br /> </span></span><span>Alþjóða kjarnorkumálastofnunin miðar að því að koma í veg fyrir útbreiðslu gereyðingarvopna.<span>&nbsp;</span> Þar höfum við stutt viðleitni til þess að þrýsta á stjórnvöld í Íran um að gera full grein fyrir kjarnorkuáætlun sinni.<span>&nbsp;</span> Þó mikilvægt sé að beita þeim úrræðum sem tiltæk eru til þess að sporna gegn ólöglegum aðgerðum er ekki síður mikilvægt að varast hættulegt ofmat sem einkenndi svipaða umræðu um málefni Íraks í aðdraganda innrásarinnar 2003.<span>&nbsp;</span> Íranar þurfa að gefa skýr svör til þess að eyða þeim vafa sem fyrir hendi er, en að sama skapi er áríðandi að málið sé metið með jafnaðargeði til þess að ekki komi til annarrar misráðinnar valdbeitingar sem auka mun óstöðugleika í heimshlutanum og þjáningar almennra borgara.</span></p> <p align="justify"><strong><span>&nbsp;</span></strong></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="center"><strong><span>VI</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>Öryggi og varnir</span></strong></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Virðulegi forseti,<br /> <br /> </span></p> <p align="justify"><span>Nýtt tímaskeið er hafið í öryggis- og varnarmálum Íslands. Fram til þess hefur Ísland verið meira og minna þiggjandi í varnarsamstarfi vestrænna ríkja en með niðurlagningu flotastöðvar Bandaríkjahers hér á landi fyrir rúmu ári eru forsendur gjörbreyttar.&nbsp;<br /> <br /> </span><span>Í skoðanakönnun sem gerð var í tilefni af þingi Norðurlandaráðs kom fram að meira en 73% Íslendinga vilja að Norðurlandasamstarf fjalli um varnir og öryggi.&nbsp;<br /> <br /> </span><span>Það er fagnaðarefni að grannríki okkar sýna mikinn áhuga á samstarfi á þessu sviði. Vitaskuld vegur varnarsamningurinn við Bandaríkin frá 1951 þungt í vörnum Íslands en nýir rammasamningar við Noreg og Danmörku um samstarf á sviði öryggis- og varnarmála á friðartímum eru mikilvægir. Viðlíka samstarf við Bretland, Kanada, Þýskaland og Frakkland er í deiglu.&nbsp;<br /> <br /> </span><span>Undirstaða haldgóðrar varnarstefnu Íslands til framtíðar er að fram fari vandað og faglegt hættumat fyrir Ísland sem byggt sé á bestu þekkingu. Ég ef skipað 12 manna starfshóp fólks með víðan faglegan bakgrunn til að sinna þessu starfi næstu mánuði. Formaður verður Valur Ingimundarson prófessor og sérstakur ráðgjafi verður Alyson Bailes, sendiherra og fyrrverandi forstöðumaður CIPRI öryggisstofnunarinnar í Stokkhólmi. Verklok eru áætluð fyrir næsta haust.&nbsp;<br /> <br /> </span><span>Góðar og viðeigandi varnir eru sameiginlegir hagsmunir þjóðarinnar. Það er mikilvægt að þær séu ekki undirorpnar pólitískum sviptivindum á heimavelli heldur byggðar á ígrunduðu mati á langtímahagsmunum og þeim váboðum sem þjóðin kann að standa andspænis á hverjum tíma. Um þetta þurfum við að ná sátt og sameiginlegum skilningi.&nbsp;<br /> <br /> </span><span>Öryggishugtakið sjálft er gjörbreytt<span>&nbsp;</span> og nær nú til miklu fleiri þátta en áður var. Til marks um þetta er sú staðreynd að NATO skilgreinir sig ekki lengur sem varnarbandalag heldur fremur sem öryggisbandalag. Upprunalegt landvarnarhlutverk er enn til staðar en í hnattvæddum heimi hefur áhersla bandalagsins færst á hinar nýju hnattvæddu ógnir.<span>&nbsp;</span> Ríki ein og sér stemma ekki stigu við útbreiðslu gereyðingarvopna, alþjóðlegri glæpastarfsemi, neikvæðum afleiðingum loftslagsbreytinga, fátækt og örbirgð eða hryðjuverkum.&nbsp;<br /> <br /> </span><span>Framboð Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna ber einnig að skoða í þessu ljósi. Friður og öryggi í heiminum er verkefni ráðsins og áherslumál Íslands í framboðinu eru einnig augljós áherslumál í nýrri íslenskri öryggisstefnu, þ.e. loftslagsbreytingar og orkuöryggi, afvopnunarmál, vernd kvenna og barna á ófriðartímum og friðsamleg lausn deilumála.&nbsp;<br /> <br /> </span><span>Nú sést liðurinn varnarmál í fyrsta sinn á íslenskum fjárlögum. Við skulum líta á varnir sem eðlilegan þátt í sjálfstæði þjóðarinnar og frumskyldu stjórnvalda. Útgjöldum ber að halda í lágmarki og munum að Ísland mun aldrei gegna hlutverki í sambandi við svokallaðar harðar varnir, við herjum ekki á neinn heldur lítum eftir lofthelgi okkar og landhelgi.&nbsp;<br /> <br /> </span><span>Rúmt ár er nú liðið síðan bandaríski herinn yfirgaf Keflavíkurflugvöll.<span>&nbsp;</span> Samið hefur verið við Atlantshafsbandalagið um að sinna lofthelgiseftirliti við Ísland á friðartímum.<span>&nbsp;<br /> <br /> </span></span><span>Í morgun gafst aðildarríkjum NATO möguleiki á að bjóða fram flugsveitir til loftrýmiseftirlits á Ísland á næstu tveimur árum.<span>&nbsp;</span> Viðbrögð bandalagsríkja voru mjög jákvæð.<span>&nbsp;</span> Meðal annars stefna Frakkar að því að vera með flugveitir hér á landi í 5-6 vikur næsta vor.<span>&nbsp;</span> Þá buðust Bandaríkin til að koma með flugsveitir næsta sumar í 2-3 vikur í senn og svo aftur sumarið 2009.<span>&nbsp;</span> Norðmenn hafa jafnfram áhuga á að taka þátt á næsta ári og Danmörk er að skoða þátttöku árið 2009 sem og Spánn.&nbsp;<br /> <br /> </span><span>Á Keflavíkurflugvelli verður starfrækt aðstaða þar sem bandamenn okkar geta athafnað sig við æfingar og eftirlit. Við höfum ennfremur tekið yfir rekstur ratsjárkerfisins sem er forsenda lofthelgiseftirlits.<span>&nbsp;</span> Kerfið hefur á liðnum mánuðum sannað gildi sitt þegar fylgst hefur verið náið með umferð rússneskra sprengjuvéla um flugumferðarstjórnarsvæði okkar.<span>&nbsp;</span> Fyrsta fjölþjóðlega varnaræfingin undir forystu Íslendinga var haldin hér á landi í haust og fyrirhugað er að hún verði haldin á nýjan leik að ári.<span>&nbsp;</span></span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="center"><strong><span>VII</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>Opnir markaðir</span></strong></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Virðulegi forseti.<br /> <br /> </span><span>Virk þátttaka í alþjóðlegu samstarfi, viðskiptafrelsi og aukin opnun markaða er forsenda þess að íslenskt atvinnulíf styrkist til framtíðar.&nbsp;<br /> <br /> </span><span>Sanngjörn opin heimsviðskipti eru allra hagur og með það í huga gengur Ísland fram í DOHA viðræðunum, sem því miður mættu ganga í heild betur en raunin er.<br /> <br /> </span><span>Nú sem endranær eru viðskiptatækifærin flest þar sem vöxturinn er mestur. Því er horft lengra en til</span> <span>gamalgróinna viðskiptalanda. Ísland hefur með EFTA samið um fríverslun við fjölmörg ríki í Afríku, Suður-Ameríu og Asíu.&nbsp;<br /> <br /> </span><span>Alls er Ísland nú aðili að</span> <span>fríverslunarsamningum við 53 ríki með samtals einn milljarð íbúa. Brátt má búast við að Kólombía, Perú, Taíland og ríki í Flóaráðinu bætist við með samningum við EFTA. Á næsta ári mun EFTA hefji fríverslunarviðræður við Indland en samningur við Kanada er tilbúinn og verður undirritaður á næsta ári.&nbsp;<br /> <br /> </span><span>Hoyvíkursamningurinn við Færeyjar er tvíhliða samningur um fríverslun og ég hef orðið þess áskynja í vestnorrænni samvinnu hversu miklu sá samningur skiptir. Við gleðjumst líka yfir opnun sendistofu Færeyinga hér við Austurvöll og í utanríkisráðuneytinu hefur nýr kraftur verið settur í að skoða samstarfsmöguleika við Grænland.&nbsp;<br /> <br /> </span><span>Nýmæli er einnig viðræður um fríverslunarsamning við Kína sem staðið hafa allt þetta ár.<br /> <br /> </span><span>M</span><span>arkmið samninga Íslands og Kína er niðurfelling tolla, takmarkaðar gagnkvæmar ívilnanir á sviði þjónustuviðskipta og samstarf um almenna einföldun viðskipta. Viðræðum um vöruviðskipti miðar vel þó enn beri í milli hvað varðar aðlögunartíma sjávarafurða. Í þjónustuviðskiptum kann að reynast torveldara að finna hagsmunum ríkjanna sama farveg.<span>&nbsp;</span> Kína sækir helst fram á sviði byggingastarfsemi og heilbrigðisþjónustu. Af Íslands hálfu hefur verið lögð áhersla á fjármálaþjónustu, tölvuþjónustu og flutninga svo nokkuð sé nefnt.&nbsp;<br /> <br /> </span><span>Mikilvægt er að standa vel að málum í samningaviðræðunum við Kína og það er ásetningur utanríkisráðuneytisins að eiga í þessu máli m.a. virkt samráð og tryggja upplýsingastreymi við samtök atvinnurekenda og við verkalýðshreyfinguna, þar á meðal við nefnd Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO) á Íslandi.&nbsp;<br /> <br /> </span><span>Greiðar heimssamgöngur hafa aldrei verið mikilvægari og góðar tengingar eru algjört forgangsmál fyrir Ísland. Nýir samningar liggja fyrir við Danmörku, Noreg og Svíþjóð um mikla útvíkkun loftferðasamninga ríkjanna frjá sjötta áratugnum með mun víðtækari flugréttindum. Í júli tókust samningar við Kanada eftir áralangar umleitanir. Samningurinn felur í sér mjög víðtæk flugréttindi fyrir íslenska flugrekendur vegna farþega og farmflugs með ótakmarkaðri tíðni flugs og magns auk frjáls vals áfangastaða innan og handan Kanada.<span>&nbsp;</span> Íslenskir flugrekendur hafa sagt samninginn marka þáttaskil fyrir atvinnugreinina.&nbsp;<br /> <br /> </span><span>Þá hafa tekist samningar við Malasíu og í undirbúningi eru samningaviðræður við Mexíkó og Chile eftir samráð við flugrekendur um forgangsröðun við gerð slíkra samninga.<span>&nbsp;</span></span></p> <p align="justify"><strong><span>&nbsp;</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>VIII</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>Gagnvegir um víða veröld</span></strong></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Virðulegi forseti, háttvirtir þingmenn.<br /> <br /> </span><span>Markaðir og alþjóðleg samvinna byggð á lögum eru hinir nauðsynlegu gagnvegir milli ríkja sem þurfa hvert á öðru að halda í breyttum heimi. Það er hin eiginlega samtrygging um frið og öryggi, greið viðskipti, réttindi einstaklinga, gott mannlíf og virðingu fyrir náttúrunni.<br /> <br /> </span><span>Ísland varð aðili að þjóðarétti og samfélagi þjóðanna 1918. Á næsta ári verða liðin níutíu ár frá því að þeim áfanga var náð.&nbsp;<br /> <br /> </span><span>Eðli málsins samkvæmt hefur saga Íslands oftast verið rakin frá innra sjónarhorni okkar á einstaklinga og hreyfingar hér heima, en nú þegar fjarlægð er náð á 20. öldina á Íslandi, er mikilvægt að ná víðari sýn, að sjá okkar eigið land líka í alþjóðlegu ljósi. Allar götur frá fullveldi hafa ýmsar mikilvægar framfarir á Íslandi tengst alþjóðlegri viðurkenningu og þróun í samvinnu ríkja. Fullveldi var náð vegna alþjóðlegrar viðurkenningar á sjálfsákvörðunarrétti þjóða, útfærsla landhelginnar var viðurkennd vegna þróunar alþjóðlegs hafréttar, viðskiptafrelsi innleitt með aðild að alþjóðasamningum, tækniframfarir tryggðar með samskiptum við útlönd.&nbsp;<br /> <br /> </span><span>Ég hef lýst því í samtölum við starfssystkini mín frá Afríku hvernig Ísland reis úr því að vera nýlenda og meðal fátækustu ríkja Evrópu í upphafi síðustu aldar - og í raun þróunarríki langt fram eftir öldinni - til þess að vera nú í hópi ríkustu samfélaga heimsins. Árangur Íslands á ýmsum sviðum er þeim áhugaefni og lifandi fordæmi.<br /> <br /> </span><span>Sannleikurinn um stöðu Íslands er sá að það er horft til okkar. Við höfum enga þá almennu sérstöðu sem skilur okkur frá skyldum í samfélagi þjóða. Aðrir horfa til okkar til að læra af reynslu okkar eða vegna þess að vænst er af Íslandi samstöðu og framlags innan alþjóðasamfélagsins. Þetta er ekki háleitt hugsjónatal heldur augljós staðreynd.<span>&nbsp;&nbsp;<br /> <br /> </span></span><span>Stefna ríkisstjórnarinnar er að svara kalli tímans og efla af skynsemi þátttöku Íslands í alþjóðasamstarfi.&nbsp;<br /> <br /> </span><span>Stjórnarsáttmálinn kveður á um að nýir hornsteinar íslenskrar utanríkisstefnu séu mannréttindi, þróunarsamvinna og friðsamleg lausn deilumála.<br /> <br /> </span><span>Þessi yfirlýsing hefur siðferðilegt inntak og vísar til mikils metinna gilda í íslensku samfélagi og menningu. Íslendingar hafa aldrei farið með ófriði á hendur öðrum þjóðum í hefðbundnum þjóðréttarlegum skilningi og aldrei haft efni til að heyja árásarstríð af nokkru tagi. Á Íslandi skiptir hver mannssál máli og allir eru taldir með. Það er einnig kjarni mannréttinda og mannhelgi. Á Íslandi hafa líka kannanir sýnt að almenningur vill að þjóðin leggi meira að mörkum úr sameiginlegum sjóðum til þróunarsamvinnu auk þess sem óvenju margar fjölskyldur greiða beint til barna eða fjölskyldna í þróunarlöndum.&nbsp;<br /> <br /> </span><span>Lýðveldið Ísland er öflugt smærra ríki í alþjóðasamfélaginu. Það er dýrmætt að ógna engum, geta gengið fram óbundin af annarlegum hagsmunum, vera þekkt fyrir að standa með alþjóðalögum í hvívetna og eiga viðskipti á heiðarlegum grunni.</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span><br /> </p>

2007-10-24 00:00:0024. október 2007Ísland á alþjóðavettvangi - skiptum við máli í dag?

<p><span>Talað orð gildir</span></p> <p align="justify"><br /> Ég þakka fyrir fundinn sem er sá þriðji í röðinni í Háskólafundaröð utanríkisráðuneytisins og háskólanna í landinu. Tilgangurinn með fundarröðinni sem íslensk stjórnvöld, undir forystu utanríkisráðuneytis, efna til í samvinnu við alla háskóla landsins er að efla samræðu um alþjóðamál í þjóðfélaginu, og beina sjónum séstaklega að hlutverki, skyldum og tækifærum Íslands í því sambandi.<br /> <br /> Fyrsti fundurinn var í Háskóla Íslands 7. september sl. helgaður umræðunni um framboð Íslands til öryggisráðs SÞ. Á Bifröst fyrir tæpri viku var rætt um íslensku friðargæsluna og þátttöku okkar í uppbyggingu stríðshrjáðra svæða. Í dag er sjónum beint að því hvort við Íslendingar skiptum almennt máli á alþjóðavettvangi. Hvort við höfum til þessa skipt máli og um þá spurningu fjallaði Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur, í máli sínu hér áðan.<br /> <br /> Ég ætla að fjalla hér um það hvort við skiptum máli í dag, í nútímanum og um það hver sé staða Íslands á alþjóðavettvangi með tilliti til hnattvæðingar. Ég mun skoða viðfangsefnið ? stöðu Íslands á alþjóðavettvangi og hvort við skiptum máli - út frá stöðunni í dag og þeim tækifærum sem ég sé fyrir okkur til að hafa áhrif, frekar en beina sjónum sérstaklega að starfi Íslands á vettvangi alþjóðlegra stofnana eða samtaka.<br /> <br /> <strong><span>Breyttur heimur felur í sér áskoranir<br /> </span></strong><span>Ég er ekki í nokkrum vafa um það að breyttur heimur felur í sér mikil tækifæri og áskoranir fyrir smá ríki eins og Ísland. Þekking, kunnátta og hugvit er forsenda þess sjálfstraust sem er einstaklingum, stofnunum, fyrirtækjum og þjóðum er svo mikilvægt til að þeir geti látið til sín taka, um sig muna. Þetta er líka sú mynt sem mest gildi hefur í alþjóðlegum samskiptum eins og þessi skóli er sér vel meðvitaður um og ræktar.<br /> <br /> Ef ég svara spurningunni með jafn beinskeyttum hætti og hennar er spurt; skiptum við máli á alþjóðavettvangi á dag, fullyrði ég að það er horft til okkar. Aðrir horfa til okkar vegna þess að við erum ríkt og öflugt menningarsamfélag sem hefur þróast mjög ört frá örbirgð til allsnægta. Það er horft til okkar til að læra af reynslu okkar á þeim sviðum þar sem vel hefur gengið eða vegna þess að samstöðu er vænst af Íslandi sem og framlags innan alþjóðastofnana og samtaka. Þetta er ekki háleitt hugsjónatal heldur augljós staðreynd.<br /> <br /> Heimurinn og þar með talið Ísland hefur breyst ótrúlega hratt á undanförnum árum. Um það erum við öll sammála. Eftir því sem best verður séð er ekkert svið mannlífsins hérlendis ósnortið af þeim breytingum. Straumhvörf hafa orðið og þau lýsa sér þannig að orsakir, tilefni og upptök þróunar eru ekki lengur einfaldlega íslensk heldur í raun alþjóðleg.<br /> <br /> Ég nefni nokkur atriði sem dæmi: Áhrif frjáls flæðis fjármagns, áhrif nýrra sjúkdóma, hlýnandi veðurfars, flutninga fólks milli landa og heimsálfa í atvinnuleit, breytingar á heimsmarkaðsverði orkugjafa, útbreiðsla mansals og alþjóðleg glæpastarfsemi, hraði tækninýjunga, tilurð alþjóðlegs menningarmarkaðar eða útbreiðsla stríðsátaka einhvers staðar í víðri veröld ? allt mun þetta framvegis hafa sjálfkrafa og afgerandi áhrif á lífsgæði, tækifæri og velferð núlifandi og óborinna Íslendinga.<br /> <br /> Hin unga kynslóð Íslendinga er löngu vöknuð til vitundar um þetta og íslenskir viðskiptamenn, listamenn, og sérfræðingar vissu fyrir löngu að heimurinn allur er undir. Ég hef orðað það svo að í breyttum heimi á 21. öld eru alþjóðamálin innanlandsmál, heimsmálin eru heimamál og heimaverkefnin eru heimsverkefni.<br /> <br /> </span><strong><span>Málefnalegt forskot Íslands<br /> </span></strong><span>Sú þekking sem Íslendingar hafa verið svo lánsamir að byggja upp, tæknin sem við höfum þróað og leiðirnar til þess að takast á við ögranir og tækifæri samtímans, hafa skilað okkur samfélagi sem forréttindi eru að búa í fyrir flest okkar. Þessi þekking á erindi við umheiminn og getur í senn skilað honum framförum og verið grunnur þess að hagur okkar sjálfra, samfélags okkar, sé betur tryggður.<br /> <br /> Um hvaða þekkingu er ég að tala? Ef við horfum yfir íslenskt samfélag og veltum því fyrir okkur hvar okkur hefur tekist betur upp en mörgum öðrum þjóðum vil ég einkum nefna þrennt sem varðar auðlindir samfélags, lands og sjávar.<br /> <br /> Í fyrsta lagi stjórnun og nýtingu sjávarauðlinda. Hvað sem okkur kann að finnast um fiskveiðistjórnunarkerfi okkar og þá ágalla sem á því eru, höfum við samt betri sögu að segja en flestar aðrar fiskveiðiþjóðir. Við eigum líka merkilega sögu að baki í þróun alþjóðlegs hafréttar.<br /> <br /> Í öðru lagi vil ég nefna virkjun og nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa, ekki síst jarðhita en þar búum við yfir áratuga þekkingu, reynslu og tækni sem hefur algera sérstöðu í heiminum.<br /> <br /> Síðast en ekki síst vil ég nefna virkjun og nýtingu kvenorkunnar í íslensku samfélagi. Mikil þátttaka íslenskra kvenna á vinnumarkaði í áratugi er mjög sérstök, við höfum merkilega sögu að segja í jafnréttismálum sem m.a. nær til kjörs fyrsta kvenforsetans í lýðræðislegum kosningum í heiminum og merkilegrar sögu kvennaframboða. Á þessu sviði eins og hinum höfum við líka heiður að verja.<br /> <br /> Orðið vör við að þegar við tölum um þessi mál á alþjóðavettvangi þá gerum við það af sjálfstrausti og það er hlustað á okkur. Það er tekið eftir því sem við segjum. Í sambandi við öll þessi mál vil ég líka leggja áherslu á að sérhver vegur að heiman er vegurinn heim þ.e.a.s. þegar við látum til okkar taka á alþjóðavettvangi þá hefur það áhrif hér heima. Ef við ákveðum að láta sjálfbæra nýtingu auðlinda, endurnýjanlega orkugjafa og bætta stöðu kvenna verða okkar baráttumál á alþjóðavettvangi þá gerir það kröfu til þess að þessi mál séu í lagi á heimaslóð.<br /> <br /> Á síðustu árum hafa umsvif Íslands í öllum þessum málum á alþjóðavettvangi aukist verulega og hefur Ísland gegnt lykilhlutverkum innan alþjóðastofnana og í verkefnum sem hafa þýðingu fyrir umheiminn ekki síður en Ísland.<span> <br /> <br /> </span></span><span>Ísland hefur átt frumkvæði í því að miðla reynslu sinni af sjálfbærri nýtingu hafsins og tekið frumkvæði í hafréttarmálum. Það hefur meðal annars verið gert með rekstri sjávarútvegsháskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. Á þessu sviði standa Íslendingar framar öðrum og er þess vænst af okkur að við miðlum öðrum þjóðum þekkingu um hvernig nýta megi auðlindir hafsins með sjálfbærum hætti.<br /> <br /> Sama gildir um nýtingu jarðhita og endurnýjanlegrar orku. Þar er litið til Íslendinga sem frumkvöðla og framvarða. Jarðhitaskóli háskóla Sameinuðu þjóðanna hefur verið starfræktur á Íslandi frá 1979 og þar hefur Ísland miðlað sérþekkingu sinni í nýtingu jarðvarma til sérfræðinga frá þróunarríkjum og stuðlað þannig að sjálfbærri þróun með nýtingu endurnýjalegrar orku í þróunarríkjum. Áratuga starf, sem nýtist nú beint í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Þetta er frumkvæði sem eftir er tekið. Þegar Sameinuðu þjóðirnar fjalla um framtíðar orkubúskap heimsins og dæmi eru tekin um mögulegar lausnir, þá er alltaf minnst á jarðhita og vetnisrannsóknir. Það er eingöngu vegna frumkvæðis Íslendinga og þátttöku í starfi á þeim vettvangi.<br /> <br /> Jafnréttismálin höfum við alltaf látið til okkar taka þó það hafi ekki verið gert með jafn afgerandi hætti og á hinum tveimur málasviðunum. Þó er ástæða til að taka fram að í þróunaraðstoð og friðargæslu Íslendinga hefur verið mótuð sú stefna að setja stöðu kvenna ? og reyndar barna líka - í ákveðinn forgrunn. Framlag okkar til UNIFEM hefur þannig þrítugfaldast frá 2003 og við erum nú að verða í hópi þeirra þjóða sem mest leggja þar af mörkum.<br /> <br /> Ég vil vinna að því að gefa jafnréttismálunum aukið vægi m.a. með því að vinna ötullega að því á alþjóðavettvangi að ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1325 frá árinu 2000 um aðkomu og þátttöku kvenna í friðarsamningum, friðarmyndun og friðargæslu verði ekki orðin tóm heldur sé aðkoma þeirra tryggð með raunhæfum aðgerðum. Þá eigum við Íslendingar ekki að fallast á að það sé hægt að gefa afslátt af rétti kvenna til fullrar þátttöku í samfélaginu á eigin forsendum með tilvísun til menningarlegrar fjölbreytni eða afstæðishyggju í mannréttindamálum.<br /> <br /> </span><strong><span>Tengslanet og tækifæri<br /> </span></strong><span>Þátttaka í alþjóðastarfi helgast öðru fremur af því að standa vörð um almannahagsmuni og þjóðarhag.<span> </span> Á sama tíma kallar alþjóðasamfélagið á aukna þátttöku og ábyrgð Íslands í alþjóðamálum og hafa þær kröfur haft sín áhrif á utanríkisstefnu landsins. Aukins þrýstings hefur orðið vart af hálfu aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins, Evrópska efnahagssvæðisins, Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðabankans að Ísland láti ekki sitt eftir liggja. Ísland getur heldur ekki lengur borið fyrir sig skort á bolmagni til að taka virkan þátt í samfélagi þjóðanna. Við höfum enga þá almennu sérstöðu sem undanskilur okkur frá skyldum í samfélagi þjóða. Ég er líka sannfærð um að flestir Íslendingar vilja skapa þjóðarímynd sem sýnir ábyrgð og getu, andstætt því að vilja fá allt fyrir ekkert, þ.e. að vilja taka þátt í alþjóðastarfi fáist út úr því einhver beinn ábati eða a.m.k. sé það ríkinu að kostnaðarlausu.<br /> <br /> Í dag hef ég verið nákvæmlega fimm mánuði í starfi utanríkisráðherra og þó það sé ekki langur tími þá hefur hann alveg dugað mér til að skynja þau miklu tækifæri sem eru til framfara í virku samspili íslensks samfélags og alþjóðasamfélagsins. Þar liggur styrkur okkar m.a. í því að boðleiðir eru svo stuttar á Íslandi og upplýsingamiðlun mjög virk ? þó hún sé ekki alltaf mjög formlega og felist stundum í því sem maður segir manni - milli félagasamtaka, stjórnvalda og fyrirtækja. Íslendingar eru almennt mjög vel tengdir innbyrðis og við umheiminn og ég vil fullyrða að tengslanet okkar er mjög sérstakt.<br /> <br /> Góðir áheyrendur</span></p> <p align="justify"><span>Í erindi sínu í Háskóla Íslands 7. september sl. fjallaði Baldur Þórhallsson,</span> <span>prófessor í stjórnmálafræði um aukna þátttöku Íslands í alþjóðastarfi og spurði <span> </span>Hvers vegna og til hvers? Hann taldi að til þess að svara spurningunni þyrfti einkum að horfa til fjögurra þátta:<br /> <br /> Breyttra hagsmuna Íslands og breytinga á því hvernig hagsmunir Íslendinga eru skilgreindir;<br /> Aukinna bjarga hér innanlands;<br /> Breytts viðhorfs íslenskra ráðamanna til alþjóðasamskipta;<br /> </span></p> <p align="justify"><span>Alþjóðlegs þrýstings og aukinna áhrifa alþjóðastofnana á innanlandsmálefni.<br /> <br /> Ég hef vikið að flestum þessara þátta í máli mínu hér í dag og í raun að öllum nema þeim þriðja sem Baldur kallar breytt viðhorf íslenskra ráðamanna til alþjóðasamskipta.</span></p> <p align="justify"><span>Ég vil ekki halda því fram að víðsýni hafi ekki einkennt störf og stefnu íslenskra ráðamanna til þessa. Marga þeirra einkenndi stórhugur og framsýni. Margir hafa hins vegar líka fallið í þá gryfju populismans að formæla því sem kemur að utan, finna utanlandsferðum allt til foráttu og talið best að búa að sínu. Það er auðvitað sjónarmið en skilar okkur litlu ef við viljum vera þátttakendur í samfélagi þjóðanna.<br /> <br /> Staðreyndin er sú að það þarf skýran pólitískan vilja og skýra pólitíska forystu til þess að Ísland verði sá gerandi, sá þátttakandi, á vettvangi alþjóðastjórnmálanna sem efni standa til og sjálfsmynd okkar kallar á. Það er stefna ríkisstjórnarinnar sem leggur á það sérstaka áherslu í stjórnarsáttmála sínum að taka aukið frumkvæði í alþjóðamálum.<br /> <br /> Að lokum við ég ítreka að umræða af þeim toga sem nú fer fram í samvinnu utanríkisráðuneytisins og háskólanna er mikilvæg fyrir stjórnvöld í landinu, hún er mikilvæg fyrir háskólasamfélagið, fyrir menntun nýrra kynslóða og hún er mikilvæg fyrir almenning í landinu. Ég tel að hún sé nauðsynlegur liður í<span> </span> því að byggja upp tengsl milli fræða og stefnumörkunnar opinberra aðila á sviði alþjóðamála.</span></p> <br /> <br />

2007-10-13 00:00:0013. október 2007Íslensk fyrirtæki í útrás á Eystrasaltssvæðinu

<h2 style="text-align: center;"><span>Iceland and her companies in the Baltic Sea region</span></h2> <p style="text-align: justify;"><span>As a Nordic country, Iceland has close links with the Baltic Sea region, both politically and economically. This fact may be best illustrated today by the active interest that Icelandic companies and investors have shown in the region.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span>I am delighted to contribute an article that gives me a platform to highlight the deep and growing ties between Icelandic companies and the Baltic Sea region, in particular the three Baltic States.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span>It is no secret that the Baltic rim is one of the fastest growing and business friendly regions in Europe. This fact was reconfirmed by the World Bank's recently published <em>Doing Business 2008</em> report, where all three Baltic States ranked in the top 30 economies in terms of their business friendliness. Icelandic companies and investors were quick to realize the advantages of these conditions. In the past 15 years, their presence has grown both in terms of volume and value, expanding into diverse and non-traditional sectors that would have been unimaginable just a decade ago. Icelandic economic participation reflects above all the huge potential of this region.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span>The dynamism in our economic cooperation is impressive. Since 2001, trade in manufactured goods between Iceland and the Baltic States of Estonia, Latvia, Lithuania and Poland has increased by almost 350%, to 330 million USD in 2006 (Global Trade Atlas). And this does not take into account the tremendous growth in services and foreign direct investment, the establisment of local presence. </span></p> <p style="text-align: justify;">&nbsp;</p> <p style="text-align: justify;"><strong><span>Icelandic Companies: Investing in the Region</span></strong></p> <p style="text-align: justify;"><span>Icelandic companies and investors entered the region immediately after Baltic independence in 1991. Among the first Icelandic companies to enter the region was <em>Byko</em>, a construction and do-it-yourself store, and <em>Hnit Baltic</em>, an engineering consulting firm. These companies were soon followed by others, attracted by the potential of a region teeming with creativity and innovation. Indeed, the latent energy and spirit of the Baltic Sea region was fully unleashed after independence.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span>Icelandic business interests are diverse and dispersed throughout the region. Their success has been facilitated and encouraged by factors of globalization and structural changes in the Icelandic economy itself. Both have obviated geographic distance and expanded the potential sectors for cooperation and integration. The following overview is by no means exhaustive but does paint a revealing picture of Icelandic business investments in the area.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span>In the retail sector, <em>Smaratorg ehf.</em>&nbsp;operates a growing number of furniture outlets under the name <em>Jysk</em>, with plans for more in the pipeline.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span>The clothing and fashion house <em>66° North</em> manufactures all of its goods in Saldus and Aizetje, two cities just outside of Riga. In Lithuania, Icelandic investors bought and renovated one of Europe's largest shirt factories in a small city outside of Vilnius. The factory now produces over 900.000 shirts a year under leading brand names.&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span></p> <p style="text-align: justify;"><span>In the fishing and seafood sector, <em>Hampidjan Ltd</em>, which is one of the largest suppliers to the fishing industry, moved all its production of rope and netting to a new 20 thousand square meters factory in Lithuania in 2004.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span>In the shipping and transport sector, companies like <em>Eimskip</em>, <em>Samskip</em> and a company under <em>Byko's</em> ownership are active throughout the region, supplying Baltic goods to Iceland, Europe and beyond.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span>In the banking sector, <em>Norvik Bank</em> and <em>MP Investment Bank</em> have established a sizeable presence in the region. <em>MP Investment Bank</em> is the only Icelandic company listed on the Tallinn, Riga and Vilnius Stock Exchanges, and on 11 October 2007, it will host a conference to introduce an innovative pension fund in the region. The presence of Icelandic banks and investment partners in the region, which have created many business opportunities in the past 3 years, augurs well for future ventures.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span>In the technology and services sectors, <em>Hnit Baltic</em> provides general engineering consulting services, ranging from engineering services to software development. Icelandic architectural firms like <em>Arso</em>, which is jointly owned by <em>Arkis</em> and <em>Hnit Baltic</em>, have also established a presence in the region.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span>In the aviation sector, <em>Icelandair Group</em> recently purchased <em>Latcharter</em>, a Latvian charter airline which operates flights to destinations worldwide from its hub in Riga. The Group sees the Baltic region as a small but important market with a high potential for growth.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span>Icelandic companies have also made their mark in the pharmaceutical sector. <em>Lyfja</em> established a presence in Lithuania in the mid 1990s and now operates around 45 pharmacies under the well known <em>Farma</em> name. <em>Actavis</em>, a leading player in the generic pharmaceuticals market, has operated in the region since 1999.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span>&nbsp;</span></p> <p style="text-align: justify;"><strong><span>Natural Partners</span></strong></p> <p style="text-align: justify;"><span>It should come as no surprise that Icelandic companies and investors are active in the region. Indeed, Iceland and the Baltic States are natural partners. We share many of the same economic values and characteristics such as open and vibrant markets, dynamic and well-educated labour forces and the desire to meet proactively the challenges and opportunities of the 21st Century. Increased Icelandic investments in this region did not come about as a result of any coordinated effort or intervention from the official level, but simply from the huge economic potential of this region.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span>However, commercial and economic success does not emerge in a vacuum. The fact that Icelandic companies and investors are able to benefit from, and contribute to, the economic success of the region is closely related to the broader context, in particular the special relationship Iceland shares with the Baltic States. The decision of the Government of Iceland to recognize the independence of the Baltic States in August 1991, the first foreign government to do so, signalled our long term commitment and solidarity with the region.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span>The presence of Icelandic companies and investors in the region is also facilitated by the institutional framework of the European Economic Area. Standardized rules and regulations of the single market have created a more transparent and predictable business environment. Indeed, the Baltic process of accession to the European Union contributed to making the regional market complementary, significantly mitigating any problems of economies of scale and attracting foreign investment directed towards the larger European market.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span>&nbsp;</span></p> <p style="text-align: justify;"><strong><span>Outlook</span></strong></p> <p style="text-align: justify;"><span>The potential for further commercial and economic cooperation has by no means been exhausted. There are still many possible areas that remain underdeveloped, including the travel and tourism sector. There are many opportunities to increase commercial traffic between Iceland and the Baltic region, whether through direct flights or through hubs in the Nordic States. Such traffic from Iceland to the region has already increased significantly and the interest is there. For example, Icelandic companies are increasingly chartering direct flights to destinations in the Baltic States for corporate seminars.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span>The Baltic rim has managed to blend social responsibility with entrepreneurial innovation, and the results speak for themselves. In the past fifteen years, this region has once again emerged as an economic power house. In fact, with such a diverse membership this region has every possibility of being among the most exciting growth areas in the global economy in the years to come.</span></p> <br /> <br />

2007-10-06 00:00:0006. október 2007Breytt bandalag - ný staða Íslands

<p align="center"><strong><em><span>An Alliance in Transformation</span></em></strong></p> <p align="center"><strong><em><span>An Ally Transforming</span></em></strong></p> <p align="center"><span>Statement by H.E. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,</span></p> <p align="center"><span>Minister for Foreign Affairs of the Republic of Iceland,</span></p> <p align="center"><span>at the NATO Parliamentarians Political Committee,</span></p> <p align="center"><span>6 October 2007, Reykjavík, Iceland.<br /> <br /> <br /> </span></p> <p align="justify"><strong><em><span>Dear NATO Parliamentarians and other guests.</span></em></strong></p> <p align="justify"><span><span></span></span></p> <p align="justify"><span>It is both an honour and a welcome opportunity for me as Foreign Minister to address your distinguished group.</span></p> <p align="justify"><span>Allow me to welcome you all to Iceland and to the city of Reykjavik and to express my hope and wish that you get the chance to see and experience the city and the country.</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="center"><strong><span>I.</span></strong></p> <p align="justify"><span>The timing of this first NATO Parliamentary Assembly to be held in Reykjavík is symbolic as it coincides with a year of new beginnings in the history of Iceland&rsquo;s Security and Defence. Iceland is entering a new era and does so at a time when NATO itself is changing and adapting to new circumstances and challenges.&nbsp;<br /> <br /> </span><span>In recent years we in the West have been reminded of the importance of democratic discourse in matters of Security and Defence, and how the lack of public support becomes a costly affair when taking on major operations.<br /> <br /> </span><span>During the Cold War, NATO membership was a divisive issue in Iceland and we lacked the kind of consensus most of our Nordic neighbors enjoyed with respect to their countries defense. After the end of the Cold war, this division subsided, yet an opportunity was lost to engage in a rethink of Icelandic Security and Defence policy. It was only with the end of US military presence last year that this issue took on a renewed urgency.<br /> <br /> </span><span>Therefore the strengthening of<span>&nbsp;</span> political dialogue in Iceland on Security and Defence is important in the effort to establish consensus as regards both fundamental principles and their subsequent implementation.<br /> <br /> </span><span>I would like to state that it is a particular pleasure to receive the NATO Parliamentary Assembly in Iceland at this juncture since it illustrates the democratic foundation of the Alliance and the way its policies and activities are contingent upon the monitoring by elected official in each member state. It is a fundamental principle that NATO is a democratic institution firmly connected to the national assemblies and electorate of the member states. The fundamental principles and values the Alliance is intended to defend should also be manifested in the organization and operating methods of the Alliance itself.</span></p> <p align="justify"><span><span>&nbsp;</span><strong><span>&nbsp;</span></strong></span></p> <p align="center"><strong><span>II.</span></strong></p> <p align="justify"><span>Less than a month ago, at a conference in Geneva, the Secretary General of NATO said in a speech that we are (quote) &ldquo;seeing a major paradigm shift in international security&rdquo;. The Secretary General attributed this shift to two factors: the end of the Cold War, and the acceleration of globalization. I had the opportunity recently to discuss with the Secretary General and other leaders of the Alliance, at NATO headquarters, the key features of this paradigm shift in international security.</span></p> <p align="justify"><span>In short, whereas the previous paradigm was based on the traditional safeguarding of territiorial integrity through deterrance, the current paradigm is, in the Secretary General&rsquo;s analysis, reflected simply by the word <u>engagement</u>. Territorial defence no longer suffices to ensure the security of our populations, thus we need to <u>engage</u> with the rest of world &ldquo;?to address security challenges at their source, whenever and wherever they arise.&rdquo;</span></p> <p align="justify"><span>Iceland is experiencing its own paradigm shift, both on a national level, and in the way we are responding to the new global security environment.</span></p> <p align="justify"><span>Globalization has meant globalization of security as well. Conflicts in distant locations, whether in Darfur or Afghanistan, can have significant implications for our daily security. Expanding economic activity of Icelanders abroad requires Government structures to adapt and develop in the same manner. Climate change is also influencing and transforming our security environment in new ways. It affects living conditions and diminishes access to scarce resources, especially in the poorer regions of the world, but has also ecological and environmental consequences for us in the north. The bottom-line that we are all &ndash; big nations or small, islands or continental power &ndash; part of a wider world in a manner none of us could imagine only a couple of decades ago.&nbsp;<br /> <br /> </span><span>These changed circumstances not only call for a reassessment of our security environment, but also necessitate a new public dialogue and more sharing of information on matters of security and defence. For this purpose the Government decided to set up a cross political consultative forum on security and defense as well as establish a separate committee of experts to prepare an independent threat assessment for Iceland.<span>&nbsp;</span></span></p> <p align="justify"><span>Following the US troop withdrawal from the Keflavik Base, Iceland has claimed responsibility for its own security and defence. That is a welcome burden to shoulder and we do that relying on our NATO membership.</span></p> <p align="justify"><span>The 1951 bilateral defense agreement with the United States continues to provide for US commitment to Iceland&rsquo;s territorial defense, but it is now set in a fundamentally different context.</span></p> <p align="justify"><span>Iceland will assume greater responsibilty and a more active role in international affairs. Towards this end we are building new cooperative frameworks with our nearest neighbors. We will be more active within NATO. And we are assuming a greater responsibility within the United Nations, as manifested by our first time candidature to a seat in the UN Security Council.</span></p> <p align="justify"><span>Over the past year we have established, strengthened and increased cooperation with other neighbouring allies in the field of security and defence. We have held separate talks with Norway, Denmark, the United Kingdom, Canada and Germany, to name some examples, and we have already signed Memoranda of understanding with Norway and Denmark. The further development and definition of these new cooperative security undertakings will be a significant task; however, the need to carry this work forward is evident.</span></p> <p align="justify"><span>We participate more within the Alliance, both as regards our own, as well as allied defence.<br /> <br /> </span></p> <ul> <li><span>First, the Icelandic Government has assumed the responsibilty for the Icelandic Integrated Air Defence System, previously operated by the United States. The system will be fully integrated into NATO&rsquo;s integrated Air Defence System, or NATINADS, and thus in accordance with NATO decisions become a full part of allied air policing and surveillance.&nbsp;<br /> <br /> </span></li> <li><span>Second, to support defence and security operations and exercises conducted for the sake of Iceland&rsquo;s and allied defence, we will provide facilities at a special security zone at Keflavik international airport.</span></li> </ul> <p align="justify"><span><span>&nbsp;</span></span></p> <ul> <li> <div align="justify"> <span>Third, Iceland now engages in the dissemination, analysis and interpretation of information among allies. The main emphasis is on threat analysis connected to our participation in peacekeeping operations. Iceland, is as well for the first time, producing information and intelligence to share with other allies, specifically regarding air activities in our area of responsibility in Air Surveillance and Policing.</span> </div> </li> <li><span>Fourth, the Government of Iceland has already committed to increase substantially its contribution in the area of peacekeeping, where appropriate. Obviously, the Icelandic contribution is civilian in form and nature. That in and by itself causes certain challenges, although none that we have not been able to overcome so far. Already, Iceland has played a role in specific assignments, such as in the operation of Pristina Airport in Kosovo and Kabul International Airport in Afghanistan.<span>&nbsp;</span> Increased civilian and military cooperation in matters of peacekeeping is a precondition for success, as we have seen in Afghanistan. Iceland has played a role there and our commitment to restoration continues.&nbsp;<br /> <br /> </span></li> </ul> <p><span>No peace survives for long without healthcare, schools, roads, airports, electricity etc. The military can do some of this work, but it needs the support of the civilian reconstruction agencies. A comprehensive approach is needed and a better cooperation between the military and civilian aspects of peace building.</span></p> <p align="justify"><span><span>&nbsp;</span></span></p> <p align="justify"><span>In matters of security affairs, Iceland will inevitably always focus on &ldquo;soft-defense&rdquo; where the Foreign Service plays a key role and where work on peacekeeping and development aid will be at the forefront.</span></p> <p align="justify"><span><span>&nbsp;</span></span></p> <p align="justify"><span>Our candidacy to the the UN Security Council should be viewed in this context. The candidature, for the period 2009-2010, is actively supported by the other Nordic states, Denmark, Finland, Norway and Sweden, and reflects Iceland&rsquo;s firm commitment to play an active role in cooperation with others in addressing the most pressing security threats of the 21st Century.<span>&nbsp;</span></span></p> <p align="justify"><strong><span><span>&nbsp;</span></span></strong></p> <p align="center"><strong><span>III.</span></strong></p> <p align="justify"><strong><em><span>Ladies and Gentlemen,</span></em></strong></p> <p align="justify"><span>As I have explained, Iceland is like the Alliance itself, in a process of transformation. The lessons of recent decades do however tell us not to expect this process of transformation to end. Globalisation and increasingly assymmetrical challenges mean that security policy and strategic concepts are unlikely to ever be carved in stone again in the foreseeable future.</span></p> <p align="justify"><span><span>&nbsp;</span></span></p> <p align="justify"><span>It is remarkable how well NATO has been transformed from a static Cold War collective defence organization, to a 21<sup>st</sup> century active collective security organization. Alliance membership has grown from 16 to 26 in less than ten years, and new prospective members continue to line up for membership. The Alliance now cooperates near and far with various friends and partners, and its cooperative fora such as the NATO-Russia Council, the Partnership for Peace, the Euro-Atlantic Partnership Council and the Mediterranean dialogue continue to prove their worth.</span></p> <p align="justify"><span>Operationally, the Alliance has also undergone change, although much more can and should be done.</span></p> <p align="justify"><span>We should however always be mindful of preserving the essential geostrategic indivisibility of the Alliance.</span></p> <p align="justify"><span>Geostrategic changes since the end of the Cold War have triggered a refocusing on new threats and challenges. Geographically our focus has shifted to the Balkans and the Middle East. We recognize that given the more immediate focus on the Alliance&rsquo;s southern flanks, the nations in our region in the north have to maintain their vigilance and foster certain self-reliance, yet within a NATO context.</span></p> <p align="justify"><span>The concept of NATO does rest on the indivisibility of security &ndash; so that we are together in meeting risks and challenges. We must remember that although our region, here in the north, is peaceful and the prospect of conflict minimal,<span>&nbsp;</span> we also face asymmetrical challenges &ndash; many arising as a consequence of climate change and increased economic activity in the Arctic.</span></p> <p align="justify"><span>It is therefore important that NATO has the mission and the ability to monitor the situation in the Northern Atlantic and in the Arctic and analyse new possible threats.</span></p> <p align="justify"><span><span>&nbsp;</span></span></p> <p align="center"><strong><span>IV.</span></strong></p> <p align="justify"><strong><em><span>Ladies and gentlemen,</span></em></strong></p> <p align="justify"><span>All the activities mentioned earlier, reflect the emergence of a new, more active and comprehensive direction in Iceland&rsquo;s Foreign Policy, including Security and Defense. Whether within NATO, the UN, the OSCE, the European Economic Area or in general development cooperation, we are in the process of readdressing Iceland&rsquo;s participation, contribution, influence and responsibility in the new globalized world community. This is in line with the Government&rsquo;s explicit commitment to be pro-active in international affairs.</span></p> <br /> <br />

2007-10-02 00:00:0002. október 2007Umbætur öllum til heilla

<p align="center"><br /> <strong>Ræða Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, utanríkisráðherra,</strong></p> <p align="center"><strong>við umræður um stefnuræðu forsætisráðherra</strong></p> <p align="center"><strong>2. október 2007</strong></p> <p align="justify"><br /> <span id="_ctl1_text">Góðir Íslendingar, gott kvöld.<br /> &nbsp; &nbsp;<br /> Fyrir hönd Samfylkingarinnar &ndash; jafnaðarflokks Íslands fagna ég því að nýtt þing skuli hafið, heilsa þingmönnum allra flokka og lýsi því fyrir hönd flokks míns að við væntum mikils af góðu samstarfi hér í vetur, þjóðinni allri til heilla.<br /> <br /> Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn gerðu nýjan samning við þjóð sína í vor; um nýtt traust innan stjórnmálanna og nýtt traust almennings á því að íslensk stjórnmál séu fær um að skila sterkara og betra samfélagi. Nýsköpunarkraftur lýðræðisins er merkilegt fyrirbæri og nýr samstarfsvilji stærstu flokkanna, öllum Íslendingum til heilla var, kall tímans og kall almennings í landinu. Nú er umræðan líka opnari í pólitíkinni en var á síðustu árum og opin umræða er góð.<br /> <br /> Ríkisstjórnin skilgreinir sig sem frjálslynda umbótastjórn og við erum öll einhuga, einbeitt og ákveðin í því að hrinda í framkvæmd margvíslegum umbótum í landsstjórninni.<br /> <br /> Aðeins eru liðnir fjórir mánuðir frá því við tókum til starfa en við höfum komið mörgu í verk og lagt grunn að mikilvægum umbótum á flestum málasviðum. &nbsp;<br /> <br /> Mig langar að nefna hér nokkur dæmi. &nbsp;<br /> <br /> Fyrsta skal telja aðgerðaáætlun í þágu barna og ungmenna sem samþykkt var á Alþingi strax á&nbsp; sumarþingi, en ríkisstjórnin er sammála um að uppbygging í þágu barna og ungmenna hafi sérstakan forgang á næstu árum.<br /> <br /> Aðgerðir gegn óþolandi biðlistum á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins og Barna og unglingageðdeild Landspítalans eru þegar hafnar og samráðshópur vinnur að því að hrinda í framkvæmd fjölmörgum öðrum verkefnum sem í áætluninni eru, frá bættri tannvernd skólabarna til stuðnings við langveik börn og fjöldamörg önnur mikilvæg verkefni í þágu barnanna sem enginn getur mótmælt að eru sannarlega mikilvægasta fólkið.<br /> <br /> Framundan er endurreisn almannatrygginga í landinu. Ríkisstjórnin hefur einsett sér að gera almannatryggingar einfaldari og markvissari svo þjónustan komist alla leið til þeirra sem mest þurfa á henni að halda. Grundvöllurinn er að við greiðum eftir getu og þiggjum eftir þörfum. Tryggingabætur, framlag úr lífeyrissjóðum og atvinnutekjur fólks eiga að verka saman.<br /> <br /> Félagsmálaráðherra hefur þegar sett fólk til þessara verka. Þetta er viðamikið verkefni, allir vita að það er vandasamt en starfshópi ráðherrans er ætlað að skila heildstæðum tillögum, um fyrstu aðgerðir og um langtímastefnu. Vonandi getum við áður en of langt um líður kvatt án nokkurs söknuðar, tíma hins stagbætta kerfis þar sem hver viðbót gat leitt til niðurskurðar á öðrum stað og það hjá því fólki sem síst skyldi. &nbsp;<br /> <br /> Öll þekkjum við ótal dæmi þessa og líka vonbrigði og öryggisleysi þeirra einstaklinga sem við þetta búa.<br /> <br /> Bættur hagur aldraðra og öryrkja er forgangsverkefni. Verið er að undirbúa flutning á almannatryggingum og málefnum aldraðra frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti til félagsmálaráðuneytisins. Verða þá almannatryggingar og aðrar greiðslur sem hafa að markmiði að tryggja afkomu fólks á einni hendi. Þar með verður félagsmálaráðuneytið fyrst og fremst ráðuneyti velferðarmála.<br /> <br /> Jafnréttismálin hafa verið sett í forgang. Í samvinnu félagsmálaráðuneytis og&nbsp; fjármálaráðuneytis verður nú ýtt úr vör viðamiklu umbótaverkefni til að minnka kynbundinn launamun. Þar verður efnt til endurmats á kjörum umönnunarstétta þar sem konur eru í miklum meirihluta.<br /> <br /> Endurskoðun húsnæðismála er hafin með það að markmiði að styrkja hinn félagslega þátt húsnæðisaðstoðar á vegum ríkisins. Í velferðarsamfélagi er það grundvallaratriði að fólk hafi þak yfir höfuðið. Á tímum hæsta húsnæðisverð og hæsta leiguverðs í manna minnum er málum nú svo háttað að í Reykjavík einni bíða tæplega 1000 manns eftir félagslegu leiguhúsnæði, vegna þess að það hefur ekki efni til að eignast eigið húsnæði. Við þetta getum við ekki unað.<br /> <br /> <br /> Góðir Íslendingar.<br /> <br /> Í byrjun þessa árs, þegar enn var langt til kosninga, lögðum við Samfylkingarfólk upp í fundaferð um landið allt. Þar töluðum við tæpitungulaust um stöðuna í hinum dreifðu byggðum landsins, í sjávarþorpum og þéttbýliskjörnum. Við töluðum um muninn á hagvaxtarstiginu á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni, um nauðsyn þess að efla atvinnutækifæri kvenna á landsbyggðinni og um það að nútímaleg byggðastefna snýst um þrennt: Samgöngur, menntun og upplýsingahraðbrautina.<br /> <br /> Strax í júní tók ríkisstjórnin þá erfiðu en jafnframt ábyrgu ákvörðun að fara að öllu eftir tillögum Hafrannsóknarstofnunar um 130 þúsund tonna þorskafla. Öllum er auðvitað algjörlega ljóst alvarleg áhrif slíkrar ákvörðunar. Og þó að reynsla sýni hæfni atvinnulífs til að laga sig að áföllum ákvað ríkisstjórnin engu að síður að virkja krafta nútímalegrar byggðastefnu.<br /> <br /> Rauði þráðurinn í tillögum ríkisstjórnarinnar um mótvægisaðgerðir er að fleiri stoðir færist undir atvinnulíf á landsbyggðinni. Þá og því aðeins mun byggðarlögum takast að halda í og laða til sín fólk og fyrirtæki að þau búi við öfluga grunngerð og veiti góða þjónustu.<br /> <br /> Þess vegna leggur ríkisstjórnin áherslu á byggðaaðgerðir sem bæta samgöngur, auka aðgengi að menntun, efla fjarskipti og ýta undir nýsköpun starfa. Í þessu skyni verður vegaframkvæmdum flýtt um fimm milljarða á svæðum sem verða fyrir skerðingu í þorskafla. Ríflega þremur milljörðum á að verja til að efla starfsemi framhaldsskóla og háskóla, ferðaþjónustu, efla nýsköpun gegnum tímabundinn samkeppnissjóð, stórefla náms- og starfsþjálfun í tengslum við nýsköpun starfa, efla jarðhitaleit á köldum svæðum og efla dreifikerfi rafmagns.<br /> <br /> Margvísleg áhersla er lögð á atvinnusköpun kvenna.<br /> <br /> Auk þess er varið á þriðja hundrað milljóna til að fjölga greiddum atvinnuleysisdögum vegna hráefnisskorts, sveitarfélög fá sérstaklega 750 milljónir til að mæta tekjutapi sveitarfélaga, 500 milljónir fara í að lækka aflagjald, og loks er milljarður settur til sérstakra viðhaldsverkefna til að mæta tímabundnu atvinnuleysi. Fjármagn til rannsókna á þorskeldi verður aukið á næstu árum, og sömuleiðis er sérstök fjárveiting til að skoða togararall Hafrannsóknarstofnunar, sem er ein af undirstöðum ákvörðunar um aflamark.<br /> <br /> Ríkisstjórnin getur því miður ekki búið til fleiri þorska í sjónum, þó formaður Framsóknarflokksins virðist á annarri skoðun. En hún getur styrkt innviði samfélaganna sem verða fyrir skerðingu &ndash; og það mun hún svo sannarlega gera. Tölurnar tala sínu máli. Ný útgjöld vegna þessara aðgerða eru samtals 6,5 milljarðar, og þegar flýtiframkvæmdir eru taldar með eru alls hreyfðar á tólfta milljarð króna.<br /> <br /> Þetta eru því öflugustu mótvægisaðgerðir sem nokkur ríkisstjórn hefur gripið til. Raunveruleg fjárfesting í framtíð byggðar í landinu.<br /> <br /> <br /> Góðir Íslendingar.<br /> <br /> Í síðustu viku tók ég þátt í sérstöku þingi um viðbrögð heimsins við loftslagsbreytingum sem boðað var til af Sameinuðu þjóðunum. Loftslagsbreytingarnar eru staðreynd og þær eru að flestra mati stærsta viðfangsefni stjórnmálanna hvarvetna í heiminum. Á Íslandi tölum við stundum á léttum nótum um hlýrri sumur og betra veður, en þó að gleðjast megi yfir slíku væri það grunnhyggni að skilja ekki að öll áhrifin munu skila sér til Íslands, hækkun sjávar, bráðnun jökla, breytt loftslag, verri lífsskilyrði. Verstu átakasvæði heimsins, í Darfur, í Afganistan, í Miðausturlöndum eiga sammerkt að fólkið skortir vatn, að jarðvegurinn er að þorna upp, að fólkið tekur sig upp til að finna nýjar jarðir, finna vatn og lífsbjörg. Þá rísa átökin grimmileg og að því er virðist án nokkurs enda.<br /> <br /> Baráttan gegn loftslagsbreytingum er barátta fyrir öryggi okkar allra. Nú er runninn upp tími aðgerða. Öll lönd heims þurfa að axla sína ábyrgð og sýna frumkvæði. Þar á Ísland að vera í fararbroddi. Verum þess líka minnug að þekking Íslendinga á nýtingu jarðhita er framlag á heimsvísu til baráttunnar gegn loftslagsbreytingunum ef rétt er á málum haldið.<br /> <br /> Við Íslendingar stöndum einna fremst allra þjóða varðandi tækni til að framleiða orku úr jarðhita. Um þessar mundir erum við að þróa nýja tækni, djúpboranir, sem gætu margfaldað orkuframleiðslu úr jarðhita. Í meira en 70 löndum &ndash; ekki síst í mörgum þróunarlandanna &ndash; eru gríðarlegir möguleikar til að nýta jarðhita. Þau skortir hins vegar mörg þekkingu og tækni. Mikilvægt framlag Íslands í baráttunni gegn hlýnun jarðar verður því að bjóða umheiminum þekkingu okkar, reynslu og tækni til að framleiða orku úr iðrum jarðar. Hér hafa allir hlutverk: Orkufyrirtækin, háskólarnir, frjáls félagasamtök og allir sem flytja boðskap Íslands á alþjóðavettvangi.<br /> <br /> Ljóst er að í alþjóðlegum viðræðum um nýtt hnattrænt samkomulag, sem taki við eftir gildistíma Kýótó-bókunarinnar árið 2012, verður gerð krafa um að Íslendingar minnki losun sína á gróðurhúsalofttegundum. Við skulum búa okkur undir þá kröfu á ábyrgan hátt. Það verkefni þarf nú að vinna, fljótt og örugglega.&nbsp; Gera þarf ítarlega áætlun um hvernig Ísland getur mætt væntanlegum framtíðarskuldbindingum á sem bestan og hagkvæmastan hátt. Setja þarf tölusett og tímasett markmið fyrir hina ýmsu geira samfélagsins þar sem losun gróðurhúsalofttegunda á sér stað. Við verðum að taka alvarlega álit Sameinuðu þjóðanna um nauðsyn helmingunar útblásturs. &nbsp;<br /> <br /> Það dylst engum að orkulindir Íslendinga hafa vakið áhuga innlendra og alþjóðlegra fjárfesta. Það er því tímabært að við skýrum leikreglurnar til að verja í senn almannahagsmuni en greiða um leið fyrir samkeppni og útrás á orkusviðinu. Við viljum greiða fyrir alþjóðavæðingu orkugeirans þannig að Íslendingar geti flutt út þekkingu sína og reynslu í beislun jarðhita og vatnsorku til annarra þjóða. Mikilvægt er að einkaaðilar fjárfesti í þeirri þekkingu sem býr í orkugeiranum og nýti hana til útrásar í verkefnum í öðrum löndum. Það er hins vegar jafn mikilvægt að þjóðin njóti arðsins af auðlindum sínum og hún missi þær ekki úr höndum sér.<br /> <br /> <br /> Góðir Íslendingar.<br /> <br /> Okkar eigin reynsla og reynsla annarra þjóða &ndash; ekki síst Norðurlandaþjóða &ndash; sýnir að jafnvægi í efnahagsmálum á grundvelli traustrar stefnu í fjármálum og peningamálum er forsenda hvors tveggja í senn, varanlegra framfara í þjóðarbúskapnum og félagslegs réttlætis. Það er því eitt brýnasta verkefni ríkisstjórnarinnar að tryggja jafnvægi í efnahagslífinu í þágu heimila og atvinnulífs. Það sem þarf eru samstilltar umbætur á öllum sviðum hagstjórnar. Ríkisstjórnin stígur tvö mikilvæg skref í átt að betri samhæfingu hagstjórnarinnar. Í fyrsta lagi með gerð rammafjárlaga til fjögurra ára frá og með næstu fjárlögum. Í öðru lagi með því að koma á fót samráðsvettvangi um efnahags- og félagsmál sem samstilla á markmið og aðgerðir.<br /> <br /> Herra forseti, kæru landsmenn Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar er ríkisstjórn með mikinn metnað og afl til að hrinda nauðsynlegum umbótum í framkvæmd. Við munum hvergi slá af við að styrkja almannaþjónustuna, fjölga stoðum íslensks atvinnulífs og axla okkar sanngjörnu byrðar í alþjóðlegu samfélagi, svo sem á sviði þróunaraðstoðar og friðargæslu. Framtíðin er björt, megi komandi þingvetur verða okkur öllum til gæfu. Góðar stundir.<br /> <br /> </span></p> <br /> <br />

2007-09-28 00:00:0028. september 2007Ræða utanríkisráðherra á 62. allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna

<div class="single-news__big-image"><figure><a href="/media/utanrikisraduneyti-media/media/Frettamyndir/ST_Ingibjorg.jpg"><img src="/media/utanrikisraduneyti-media/media/Frettamyndir/ST_Ingibjorg.jpg?proc=singleNewsItem" alt="Ingibjörg Sólrún Gísladóttir í SÞ" class="media-object" /></a><figcaption>Ingibjörg Sólrún Gísladóttir á 62. allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna</figcaption></figure></div> <p style="text-align: left;"><strong>Statement by</strong> <strong>H.E. Mrs. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir</strong> <strong>Minister for Foreign Affairs of Iceland<br /> </strong><strong>at the</strong> <strong>Sixty-second Session</strong> <strong>of</strong> <strong>the General Assembly of the United Nations</strong></p> <hr /> <br /> <br /> <p style="text-align: left;">Mr. President, Ladies and Gentlemen,<br /> <br /> First allow me to congratulate you, Mr. President, on your election. At the same time I would like to pay tribute to the work of your predecessor H.E. Sheikha Haya Rashed Al Khalifa.</p> <p style="text-align: center;">I.</p> <p style="text-align: center;"><strong><em>World community based on human rights</em></strong></p> <p style="text-align: justify;">On this occasion I want to state how much my country has benefited from the existence of the United Nations. The universal values enshrined in the UN Charter and the Declaration on Human Rights have given a context and perspective to our sovereignty and self-determination and Iceland's story is a testimony to the fact that it is through civilised co-existence within the community of nations that societies prosper.<br /> <br /> Iceland progressed, within living memory, from the position of being one of the poorest countries in Europe to one of the most prosperous. We have had the good fortune to be able to build a Nordic welfare society on the sustainable harvesting of our natural resources.<br /> <br /> As a small, dynamic state without a military it is our natural inclination to look for the peaceful settlement of disputes within the international community.<br /> <br /> Our independence, which we achieved some sixty years ago, is built on more than our democratic institutions, fundamentally important though they are.<br /> <br /> Our freedom, in the largest sense, has been achieved through economic development as well as the guarantee of human rights and democracy. In our experience, freedom is complex and multifaceted.<br /> <br /> All human rights are universal, indivisible, interdependent and interrelated. But it is evident that poverty, inequality and the lack of economic and social rights can make the exercise of political and civil rights difficult.</p> <p style="text-align: justify;">We are now about half way to our deadline for the Millennium Development Goals. The year 2015 is around the corner and we will soon need to deliver on our promises.</p> <p style="text-align: justify;">There has been some good news: it seems likely that the goal of halving the number of people living in extreme poverty by 2015 will be reached. However, progress on many of the human development goals, such as child mortality, has been disappointing. Regional challenges remain, particularly in Sub-Saharan Africa and South Asia.</p> <p style="text-align: justify;">It is incumbent upon those who have the good fortune to be prosperous to join in solidarity with others to make these rights available to all. What is more, the security challenges which we face this century are such that they can only be addressed together, in solidarity with others. Climate change is a prime example.</p> <p style="text-align: center;">II.</p> <p style="text-align: center;"><strong><em>Solidarity through development</em></strong></p> <p style="text-align: justify;">Indeed, the phenomenon of climate change is already devastating the lives of millions, across a broad swathe of Africa, among many small island states and widely in Asia. Every region and most countries can expect to feel the effects of climate change in the near future.<br /> <br /> How we address this issue as an international community is a test of our commitment to the fundamental values of the UN and our ability to act together in light of our shared responsibility. The discussions that took place earlier this week were an important step in identifying means and measures in this respect, and I thank the Secretary General for his initiative.<br /> <br /> Although climate change is a global phenomenon, it tends to be the poorest in developing countries who are hardest hit - those who are least responsible for causing climate change. Climate change is thus a severe threat to poverty reduction.<br /> <br /> It is important that the international community does not treat adaptation to climate change as a standalone issue, but as an integral part of our common efforts in attaining the Millennium Development Goals. A comprehensive approach is needed if we are to see results.<br /> <br /> The Government of Iceland is committed to showing solidarity with the most vulnerable in adapting to the effects of climate change.</p> <p style="text-align: center;">III.</p> <p style="text-align: center;"><strong><em>Women's empowerment</em></strong></p> <p style="text-align: justify;">Mr. President<br /> <br /> Iceland regards women's empowerment and full participation at all levels as a fundamental issue for the New Millennium. Whether it be in relation to peace and security, health, poverty or climate change, empowerment of women is key to success. Women and men need to be equally represented and listened to everywhere.<br /> <br /> I would like to reiterate Iceland's support for the recommendations of the Panel on System Wide Coherence regarding gender equality and women's empowerment. The current UN structure and approach to gender issues is too fragmented. The excellent work of UNIFEM must be built upon and reinforced within the new structures.<br /> <br /> We firmly support the establishment of a new gender entity to strengthen the UN's performance in this field of work. Establishing the post of Under-Secretary General for gender equality issues should provide strong leadership and coordination, and it is my hope that this post will be quickly filled. Gender mainstreaming has to be addressed throughout the whole UN system in a more systematic manner.<br /> <br /> Let us use the current momentum to bring this process forward at this session of the General Assembly.<br /> <br /> </p> <p style="text-align: center;">IV.</p> <p style="text-align: center;"><strong><em>Development as freedom</em></strong></p> <p style="text-align: justify;">Mr. President<br /> <br /> Official development assistance plays a vital role in achieving the Millennium Development Goals. Let me state clearly that Iceland views these goals as common goals. We see development as mutually beneficial co-operation. Freedom for Iceland has been built through development and it is a vital element of freedom for all peoples.<br /> <br /> Donors need to deliver on their promises and accelerate their efforts in increasing development assistance. The Government of Iceland stands ready to shoulder its responsibility; our Official Development Assistance has doubled over the past four years and we aim to be among the top ODA contributors.<br /> <br /> Increased aid effectiveness is central to development results. The Government of Iceland believes that the UN should be at the forefront of such efforts. We support the follow-up on the Report of the High-level Panel on System Wide Coherence, which, in our view, will make the UN more effective in delivering results on the ground.<br /> <br /> ODA is of course not a panacea. We need to make progress in international trade negotiations. When I had the privilege of attending the meeting of the African Union in Accra this summer, I was made aware by colleagues of the tremendous potential that African countries see in closer integration across that continent.<br /> <br /> In a globalised world closer regional cooperation and integration including trade relations has, in our experience, been a step towards a better future; a joint investment of nation-states in their common well-being.<br /> <br /> </p> <p style="text-align: center;">V.</p> <p style="text-align: center;"><strong><em>Responding to Climate Change</em></strong></p> <p style="text-align: justify;">Mr. President<br /> <br /> Iceland pledges full political support to our common goal of halting global warming. Bearing in mind that there is now a window of opportunity, which may close within a decade, the IPCC is to be taken seriously in its recommendations of halving of emissions. Iceland has set itself a long-term aspirational goal of reducing net greenhouse gas emissions by 50-75% by 2050.<br /> <br /> The Kyoto Protocol provides a basis for effective action by developed nations, who must lead the way in controlling emissions. But Kyoto is not universal, and it is not enough. Iceland believes that the Bali meeting should start a process leading to a comprehensive post-2012 climate agreement, ideally to be concluded in 2009, the year of the summit in Copenhagen.<br /> <br /> There is no "silver bullet" solution to the problem of global warming. The issue of deforestation, especially the rain forests, has to be addressed. The role of new technology is crucial, particularly in regard to alternative, sustainable and clean sources of energy. In the field of geothermal energy, where Iceland has considerable experience, there is wide scope for development.<br /> <br /> New technology must not, however, exacerbate the very serious problems we already face. It is, for example, a matter of grave concern that increases in production of biomass-based energy sources could be raising food prices. New sources of renewable energy must also adhere strictly to long-term environmental demands. This is particularly relevant to the planned build-up of nuclear energy reactors.<br /> <br /> The creativity and research capabilities of universities, the commitment and inclusiveness of NGOs and the drive of business and industry must be activated in a broad and consistent effort. Governments cannot do this alone.</p> <p style="text-align: center;"><strong>VI.</strong></p> <p style="text-align: center;"><strong><em>Human Security and Peace</em></strong></p> <p style="text-align: justify;">Mr. President.<br /> <br /> Iceland regards human security, as formulated for example by the 2005 UN Summit, to be of fundamental political and conceptual importance when it comes to discussing and deciding on action concerning peace and security. A key instrument for ensuring human security is Security Council Resolution 1325, which needs to be thoroughly implemented.<br /> <br /> Millions of individuals experience assaults on their personal security.<br /> <br /> I am thinking of the brutality inflicted by some governments on their own people and by terrorists or irregular forces on civilians. In this context, allow me to express deep concern over events in Myanmar, where the democratically elected leader Aung San Suu Kyi has been held in detention for years and where peaceful expression of political dissent is at present being brutally repressed.<br /> <br /> I am thinking of the attacks on providers of humanitarian aid in many conflict regions. I am thinking of the failure of authorities around the world to ensure the protection of women and children from violence and trafficking. In this context, I would also like to encourage other member states to support the resolution on a moratorium on the use of the death penalty.</p> <p style="text-align: justify;">Mr. President<br /> <br /> I would like to express appreciation for the efforts of the UN Secretary General, together with the African Union Commission Chairman in finding a way forward towards alleviating the suffering of the people of Darfur, together with the Security Council. There is, however, still much to be done.<br /> <br /> Crucial discussions are in process these days to solve the decades long situation in the Middle East. It is clear to me that most people in Israel and Palestine yearn for peace. Indeed, opinion polls bear this out. In particular, women from both sides voice their distress at the long-term effects of continued conflict on their children, who are the future of this region.<br /> <br /> The talks in progress at the moment, with the support of the Quartet, the efforts of the Ad Hoc Liaison Committee, and most important, the efforts of the Israeli and Palestinian governments, give some hope.<br /> <br /> I would encourage political leaders to ensure that the will for peace among a great many people on both sides is reflected in the political process. This requires political courage and true leadership. It requires restraint when restraint is most difficult. It requires a determination to outflank the spoilers on both sides, who would wish to sacrifice the real prospects of a peaceful and fulfilling life for millions to a distant mirage of some unattainable utopia.<br /> <br /> Final status issues, which are critical to the Palestinians and the Israelis, must be on the agenda for the peace conference which the President of the United States has proposed. The outcome must give both sides a clear view of a realistic and acceptable future for their children. Meanwhile, all who have it in their power bear a responsibility to do their utmost to ensure the humanitarian needs of the civilian population.</p> <p style="text-align: justify;">Mr. President<br /> <br /> Jordan and Syria, neighbouring states of Iraq, have made generous provision for hundreds of thousands of refugees from Iraq. Iceland is determined to contribute to alleviating the suffering of the Iraqi people and has pledged funds to UNHCR for the provision of schooling to Iraqi children in Jordan. We also stand firmly behind UN mandated efforts to assist in the stabilisation and rebuilding of the country.<br /> <br /> Clearly, a major threat to human security as well as state security is the proliferation of arms. Iceland regrets the current situation in the fields of arms control, disarmament and non-proliferation. Despite sustained efforts by the majority of Member States over a number of years, only limited progress has been achieved, some of it outside the UN framework. Our failures in this area pose a constant threat to peace and security. Now is the time to renew our efforts. The conclusion of an arms trade treaty would certainly be a significant achievement.<br /> <br /> A number of projects launched by the UN Summit of 2005 have made steady progress, including the establishment of the Human Rights Council and of the Peacebuilding Commission. The outcome document of the 2005 Summit also tasked the General Assembly with reform of the Security Council. The momentum for completing this work must be maintained so that the Security Council can be more representative of our world in the beginning of the 21<sup>st</sup> century. This would entail an increase in the number of elected and permanent seats.<br /> <br /> </p> <p style="text-align: center;"><strong>VII</strong>.</p> <p style="text-align: center;"><strong><em>Iceland is a candidate for the Security Council</em></strong></p> <p style="text-align: justify;">Mr. President<br /> <br /> Iceland has been an active and committed member of the United Nations since 1946. In light of the principle of rotation and the importance of all member states sharing in the responsibility of serving on the Security Council, we notified in 2000 our first time candidacy for a seat for the period 2009-2010, with elections to be held next autumn. This candidature, which is actively supported by the other Nordic states, Denmark, Finland, Norway and Sweden, reflects Iceland's firm commitment to play an active role in cooperation with others in addressing the most pressing security threats of the 21st Century.<br /> <br /> As a Nordic country we stand for a long tradition of active commitment to the UN and to the best interests of the whole. The Nordics have a reputation for being bridge builders - trusted mediators in complex situations.<br /> <br /> Iceland seeks to shoulder the responsibility to exercise with fairness and firmness the role of a Security Council member.<br /> <br /> <strong><em>Mr. President, thank you</em></strong></p> <p style="text-align: justify;"> </p> <strong>Myndbandsupptaka af ræðu utanríkisráðherra er hér að neðan,</strong> <p>ýtið á táknið neðst til vinstri á stjórnstikunni (neðst á mynd) til að spila upptökuna:<br /> <br /> </p> <p>&nbsp;</p>

2007-09-15 00:00:0015. september 2007Opnun sendistofu Færeyja í Reykjavík

<p align="center"><strong><span>Ræða Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráðherra</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>vegna opnunar sendistofu Færeyja í Reykjavík,</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>laugardaginn 15. september 2007</span></strong></p> <p><span></span></p> <p><span>Lögmaður Færeyja Jóannes Eidesgaard, ráðherrar, lögþingsmenn, Gunvør Balle sendikvinna, ágætu gestir,</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Í dag höfum við svo sannarlega tilefni til að fagna!</span> <em><span>Eg vil byrja við at bjóða teimum mongu føroyingum ið higar eru komnir til at vera til staðar, nú Føroya Sendistova letur upp her á landi, hjartaliga vælkomnum til Íslands.</span></em><em><span>&nbsp;<br /> <br /> </span></em><span>Íslendingar og Færeyingar eru náskyldar frændþjóðir og byggja samskipti þjóðanna á afar traustum grunni. Öldum saman hafa Færeyingar og Íslendingar sótt hvor aðra heim og myndað með sér sanna vináttu. Þegar áföll hafa skollið á hafa Íslendingar sannreynt hversu góðan og traustan vin, þeir eiga í Færeyingum.<br /> <br /> </span><span>Það er svo margt sem sameinar okkur; tungan, sagan, menningin og náttúran. Í Færeyjum líður Íslendingum eins og heima hjá sér, eða eins og Hannes Pétursson skáld orðaði það: Hvergi er Íslendingur minni útlendingur en í Færeyjum. Og hér á Íslandi eru Færeyingar svo sannarlega velkomnir.<br /> <br /> </span><span>Það segir sitt um náin samskipti þjóðanna að sendistofa Færeyja, sem tekur til starfa hér í dag, er fjórða sendistofa Færeyja. Áður hafa verið opnaðar sendistofur í Kaupmannahöfn, og má þess til gamans geta að hún er raunar staðsett í sama húsi og íslenska sendiráðið þar í borg. Þá eru einnig starfandi sendistofur í London og Brussel.<br /> <br /> </span><span>Það er gleðilegt hversu mikið samskipti þjóðanna tveggja hafa eflst á síðustu árum, hvort sem er á sviði menningar og lista eða viðskipta og stjórnmála. Þann 1. apríl síðastliðinn opnuðum við Íslendingar aðalræðisskrifstofu í Færeyjum. Í dag tekur sendistofa Færeyinga hér á Íslandi til starfa. Ég er þess fullviss að starfsemi skrifstofanna tveggja eigi eftir að auka enn frekar á tengsl og samskipti þjóðanna á komandi árum og að afar spennandi tímar séu framundan.<br /> <br /> </span><span>Hoyvíkursamningurinn svokallaði, fríverslunar-samningur milli Íslands og Færeyja, hefur senn verið í gildi í eitt ár. Segja má að rauði þráðurinn í samningnum sé traust en samningurinn er víðtækasti viðskiptasamningur sem Ísland hefur gert. Þannig skulu Færeyjar og færeysk fyrirtæki njóta sömu réttinda á Íslandi og Íslendingar &ndash; og gagnkvæmt. Eitt af því sem gerir samninginn sérstakan og óvenjulegan, og sem sýnir um leið traustið sem ríkir á milli þjóðanna, er að ekki er talin þörf á neinum eftirlitsstofnunum til þess að tryggja að farið sé eftir samningnum.&nbsp;<br /> <br /> </span><span>Ég tel að samningurinn sé afar mikilvægt tæki til að efla og þróa samskipti okkar og samvinnu og að samningurinn sé þegar farinn að sanna gildi sitt. Miklu skiptir að vel takist til um framkvæmd samningsins frá upphafi.<br /> <br /> </span><span>Við munum gera okkar besta til þess að færeysk fyrirtæki, sem vilja hefja starfsemi á Íslandi geti greiðlega stofnað fyrirtæki, opnað útibú eða umboðsskrifstofur og auðvitað á það sama að gilda um íslensk fyrirtæki sem vilja hefja starfsemi í Færeyjum. Við treystum því að í Færeyjum verði einnig unnið að góðri framkvæmd samningsins í samræmi við það sem kveðið er á um í Hoyvíkursamningnum.<br /> <br /> </span><span>Samstarfsnefnd sem á að stuðla að frekari þróun og samstarfi á milli ríkjanna starfar á grundvelli Hoyvíkursamningsins, en í samningum er sérstaklega tilgreint að stefnt sé að auknu samstarfi á sviði menningarmála, orkumála, umhverfismála, heilbrigðismála, fjarskipta og ferðaþjónustu.<br /> <br /> </span><span>Á eftir munum við Jóannes Eidesgaard lögmaður Færeyja undirrita viljayfirlýsingu um aukið samstarf milli Íslands og Færeyja á heilbrigðissviðinu. Tel ég mörg góð tækifæri felast í framtíðinni um hvernig við getum þróað Hoyvíkursamninginn enn frekar, eins og gert er í þessari viljayfirlýsingu, og jafnvel inn á ný svið.<br /> <br /> </span><span>Færeyskt listafólk hefur verið mjög áberandi í menningarlífinu hér á landi undanfarin ár. Eivør Pálsdóttir á sérstakan stað í hjörtum landsmanna, eins og sást á tónleikum Eivarar og Stórsveitar Reykjavíkur á Jazzhátíð í Reykjavík nýlega þar sem hún söng fyrir troðfullu húsi við góðar undirtektir áhorfenda. Þá er nýja idolstjarnan, Jógvan, einnig frá Færeyjum, eins og þekkt er orðið.<br /> <br /> </span><span>Þótt mikil samskipti séu milli Íslands og Færeyja, og að þau hafi aukist hin síðustu ár, bíða okkar ýmis tækifæri til nánara samstarfs í framtíðinni á hinum fjölbreyttustu sviðum. Ég tel t.d. að ýmsir góðir möguleikar gætu falist í auknu samstarfi í ferðamálum. Þar sem við deilum menningararfi og lífsýn má segja að varla finnist eðlilegri samstarfsaðilar en Færeyingar og Íslendingar.&nbsp;<br /> <br /> </span><span>Það bíða því næg verkefni fyrstu sendikvinnu Færeyinga hér á landi, Gunvarar Balle. Það sama á auðvitað einnig við um Eið Guðnason sendiherra, aðalræðismann Íslands í Færeyjum.<br /> <br /> </span><span>Svo skemmtilega vill til að Gunvør dvaldi um tíma á Íslandi til að kynna sér starfsemi Þróunarsamvinnustofnunar, sem er ein af undirstofnunum utanríkisráðuneytisins. Það er mér því sérstök ánægja að bjóða þig velkomna aftur til Íslands, Gunvør. Staðsetning færeysku sendistofunnar gæti vart verið betri en hér í Austurstræti, í iðu mannlífsins, einungis steinsnar frá ráðuneytum, Alþingi og öllum helstu stofnunum landsins.&nbsp;<br /> <br /> </span><span>Eftir að Eiður Guðnason sendiherra tók til starfa í Færeyjum síðasta vor skrifuðu færeyskir fjölmiðlar að fyrsti diplómatinn í Færeyjum væri ekki útlendingur &ndash; hann væri Íslendingur. Á sama hátt segi ég í dag að fyrsta sendikvinna sendistofu Færeyja er ekki útlendingur &ndash; heldur Færeyingur. Velkomin!<br /> <br /> </span><span>Það er mér heiður að tilkynna ykkur að fyrr í dag sæmdi Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, Jóannes Eidesgaard, lögmann Færeyja, stórriddarakrossi með stjörnu hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag hans til að efla samskipti færeysku og íslensku þjóðanna. Ég vil að þú vitir Jóannes, hversu mikið við metum framlag þitt til þessa mikilvæga verkefnis.<br /> <br /> </span><span>Og nú, þegar færeysk sendistofa hefur tekið til starfa í Reykjavík og íslensk aðalræðisskrifstofa starfar í Þórshöfn er ég viss um að þjóðirnar muni bindast enn sterkari böndum og að samskiptin munu aukast enn frekar. Við höfum svo sannarlega til margs að hlakka.&nbsp;<br /> <br /> </span><span>Ég legg til að við lyftum glasi fyrir opnun sendistofu Færeyja hér á landi og fyrir góðum samskiptum þjóða okkar. Skál kæru vinir!</span></p> <br /> <br />

2007-09-07 00:00:0007. september 2007Alþjóðasamstarf á 21. öld og öryggisráð Sameinuðu þjóðanna

<p>Háskólarektor, góðir gestir</p> <p>Það er mér sérstakt ánægjuefni að taka til máls hér á þessum sérstaka fundi í Háskóla Íslands um alþjóðastarf á 21. öldinni og Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Ég þakka háskólanum og öðrum háskólum í landinu fyrir að taka svo vel í hugmyndina sem kviknaði í Utanríkisráðuneytinu að efna í vetur til ítarlegrar umræðu um erindi Íslands á alþjóðavettvangi og ávinning af því starfi.</p> <p>Það mætti að mínu mati gerast mun oftar að stjórnvöld standi fyrir uppákomum og atburðum í samráði við hina öflugu háskóla landsins. Á góðum fundi sem ég átti með rektorum háskólanna fyrr í vikunni kom fram að þetta er væntanlega í fyrsta skiptið sem háskólar landsins taka höndum saman með stjórnvöldum með þessum hætti. Við vorum sammála um að full ástæða væri til þess að háskólarnir leggðu saman krafta sína í meira mæli - samkeppnin væri við útlönd og á Íslandi ættum við að skilgreina okkur sem samherja í harðri baráttu við að búa ungt fólk sem best undir 21. öldina.</p> <p>Íslensku háskólarnir eru fjölbreyttir og ólíkir en bæta hver annan upp eins og sjá má af þeirri fjölbreyttu dagskrá sem þeir hafa lagt upp í umræðuröðinni sem nú er að hefjast. Þar nálgast hver skóli umræðuna um Ísland á alþjóðavettvangi&nbsp;- erindi og ávinning, frá sínum sjónarhóli og með hliðsjón af áherslum hvers skóla, kennara og nemenda. Þessi umræða, eða samræða eins og ég vil frekar kalla hana, er mikilvæg fyrir stjórnvöld í landinu, hún er mikilvæg fyrir háskólasamfélagið og hún er mikilvæg fyrir almenning í landinu. Hún er nauðsynleg í þeim skilningi að upplýst og málefnaleg umræða er forsenda sáttar og skilnings á stefnu stjórnvalda á hverjum tíma, hvort heldur er í utanríkismálum eða öðrum málefnum. Það er fátt hættulegra en þegar stjórnvöld einangrast.</p> <p>Forsætisráðherra vék að því hér í ræðu sinni að sú ákvörðun að bjóða Ísland fram til setu í öryggisráðinu lýsti nýrri sýn á stöðu Íslands á alþjóðavettvangi, og nýju sjálfstrausti og virkni í utanríkismálum. Það lýsti ekki hégómlegu drambi heldur sjálfsögðu endurmati á viðleitni til að treysta stöðu Íslands. Um þetta erum við forsætisráðherra sammála. Í Þingvallayfirlýsingu þessarar ríkisstjórnar segir að Ísland skuli hafa frumkvæði á alþjóðavettvangi. Við erum líka sammála um það að það eru bæði siðferðileg og pólitísk rök fyrir því Ísland getur ekki, og á ekki, að víkjast undan því að vera virkur þátttakandi í samfélagi þjóðanna.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Breytingarnar í heiminum gerast hraðar og hraðar og veröldin sem blasir við í dag er býsna ólík þeim heimi sem foreldrar okkar ólust upp í. Tækifæri þeirra sem nú stunda háskólanám eru mun fleiri en þegar ég var hér við nám og þó þótti manni þá að allir vegir væru færir. Ungt fólk í háskóla stendur einfaldlega frammi fyrir því að heimurinn allur getur verið þeirra starfsvettvangur og það er okkar verkefni, sem störfum í stjórnmálum að tryggja að Ísland bjóði upp á spennandi möguleika fyrir þetta unga hæfileikafólk.</p> <p>Ísland er lifandi vitnisburður hinna hröðu breytinga. Líklega eru fá ríki í heiminum sem hafa á jafn stuttum tíma þróast frá örbirgð til allsnægta, frá hjátrú og hindurvitnum til upplýsingar og heljarstökk verið tekin í nýtingu tækni og þekkingar. Það felast í því mikil forréttindi að byggja slíkt samfélag. En jafnframt skyldur. Aðeins örfá ríki heimsins búa við hærri þjóðartekjur á hvert mannsbarn, aðeins örfá ríki hafa hærra menntunarstig, og þau eru ekki mörg ríkin sem hafa náð betri tökum á því að nýta endurnýjanlega orku. Þessi saga um hvernig fátæk nýlenda í norðurhöfum breyttist í háþróað velmegunarsamfélag á einum mannsaldri veitir mörgum þjóðum innblástur sem búa við kröpp kjör. Mér þykir gott að geta tekið þátt í því að þróa samvinnu Íslendinga við aðrar þjóðir sem byggir á þeirri sérþekkingu sem við höfum tileinkað okkur.</p> <p>Sú frjálslynda umbótastjórn sem við forsætisráðherra veitum forystu, hvort fyrir sinn flokk, hefur það að markmiði að nýta tækifæri til framfara í þágu þjóðarinnar, opna landamæri með þátttöku í alþjóðlegu starfi og rækja jafnframt samfélagslegar skyldur gagnvart umheiminum. Framboðið til öryggisráðsins er liður í þessu en felur jafnframt í sér skarpa sýn á að það er smáum ríkjum heimsins nauðsynlegt að í samskiptum ríkja gildi skýrar leikreglur á öllum sviðum og að þær séu virtar. Við höfum staðfest það samkomulag okkar að mannréttindi, aukin þróunarsamvinna og áhersla á friðsamlega úrlausn deilumála verði nýir hornsteinar í íslenskri utanríkisstefnu. Þá munu Íslendingar stefna að því að taka forystu í baráttunni gegn mengun hafsins og alþjóðlegu starfi til að bregðast við loftslagsbreytingum. Með þessar áherslur að leiðarljósi, skýra stefnu sem byggir á áræði og ábyrgð, eru okkur allir vegir færir í hinum stóra heimi.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Hlutverk Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna hefur breyst mikið frá lokum Kalda stríðsins. Við hrun Sovétríkjanna má segja að öryggisráðið hafi fengið nýtt hlutverk og það hlutverk er enn í mótun.&nbsp; Línur eru ekki lengur dregnar eftir áherslum tveggja stórvelda og möguleikar ráðsins til að hafa áhrif á gang mála hafa aukist jafnt og þétt. Í stað átaka hefur áhersla á samvinnu og vandaðri ákvarðanir aukist. Nú heyrir þrátt fyrir allt til undantekninga að neitunarvaldinu sé beitt. Eðli þeirra mála sem ráðið tekst á við hefur einnig breyst. Átök innan landamæra einstakra ríkja, borgarastríð og jafnvel þjóðarmorð hafa tekið við af hefðbundnum milliríkjaátökum. Önnur viðfangsefni og viðmið eins og hlutskipti kvenna og barna í stríðsátökum, hryðjuverk og tengsl orku- og umhverfismála við öryggi eru nú rædd reglulega innan ráðsins.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Ný heimsmynd blasir við okkur og Sameinuðu þjóðirnar hafa lagað sig að henni með ýmsum hætti. Verkefni þeirra er ekki einungis að skilja að stríðandi fylkingar heldur styðja uppbyggingu og forvarnir gegn átökum. Þessi grundvallarbreyting sem endurspeglast meðal annars í starfsemi öryggisráðsins hefur aukið tækifæri minni þjóða til áhrifa innan ráðsins. Smærri ríki eiga nú auðveldara með að koma málum á dagskrá ráðsins og ná athygli alþjóðasamfélagsins enda öryggisógnir þeirra síst léttvægari en annarra ríkja.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Öryggisráðið glímir við ógnir sem hljótast af því að sjálfstæði þjóða og þjóðarbrota er teflt í tvísýnu, vegið er að mannréttindum og mannhelgi og grafið er undan öryggi með beinum eða óbeinum hætti. Nýr skilningur á ógnum samtímans er jafnframt að ryðja sér til rúms.&nbsp; Þannig er ný skýrsla frá Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna um ástandið í Darfúr í Súdan, því stríðshrjáða landi, glöggur vitnisburður um það hvernig náttúrulegt umhverfi, fátækt og fólksfjölgun hefur samverkandi áhrif og getur verið undirrót átaka og skelfilegra hörmunga. Þar er varað við því að sterk tengsl eru milli umhverfisáhrifa, landeyðingar, eyðimerkurmyndunar og átaka. Þetta segir okkur að &nbsp;ríkari skilningur er á því að líta má á sjálfbæra þróun sem forsendu fyrir sjálfbærum friði.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Nýjar ógnir krefjast nýrra leiða til lausna. Loftslagsbreytingar ógna nú tilveru fólks og ríkja í vaxandi mæli.&nbsp; Vísindamenn og sérfræðinga greinir ekki lengur á um það hvort loftslagsbreytingar séu raunveruleg ógn sem mannkynið stendur frammi fyrir. Þeir takast frekar á um það hve mörg ár&nbsp;- eða fá ár&nbsp;- við höfum til þess að bregðast við með raunhæfum aðgerðum til þess að koma í veg fyrir ógnarástand skapist sem ekkert ríki mun fara varhluta af.&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <p>Hvert sem ég ferðast finn ég að Íslendingar njóta virðingar fyrir það hvernig þeir hafa náð því markmiði sem flest ríki dreymir um; að umbreyta orkukerfi sínu frá kolum og olíu til endurnýjanlegra orkugjafa. Þegar ég var að alast upp inn í Vogum voru hús þar hituð með olíu og hún var þá jafnframt víða notuð til að framleiða rafmagn. Þegar foreldrar mínir voru að alast upp voru það kolin. Nú er öll okkar raforkuframleiðsla knúin með grænni orku og sjötíu prósent af heildarorkunotkun landsmanna kemur frá endurnýjanlegri orku. Þetta er einsdæmi þegar litið er á heiminn. Nú er svo komið að orkumál eru í mörgum löndum nátengd öryggismálum og það er skilgreint sem öryggismál að þjóðir hafi aðgang að nægilegri orku. Hættan sem mannkyni stafar af loftslagsbreytingum kallar einnig á nýjar varnir og nýja sýn á öryggismál. Þarna höfum við sitthvað fram að færa sem ekki hefur áður verið nýtt til fulls. Mörg ríki sjá Íslendinga sem bandamenn í því að nýta jarðhita þar sem hans nýtur við. Við eigum það sameiginlegt með sumum smáum ríkjum að öðrum stendur ekki ógn af okkur, það er enginn grunur um að okkur gangi annað en gott eitt til í samvinnu við aðrar þjóðir, við séum óvilhallir bandamenn í að takast á við áskoranir 21. aldarinnar.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Íslendingar hafa ekki til þessa litið á sig sem gerendur í málefnum friðar og öryggis. Það er mikilvægt fyrir landsmenn að átta sig á því að í hinni breyttu heimsmynd skiptir ekki öllu máli hversu stóru landsvæði ríki ráða yfir eða hversu öflugur efnahagurinn er. Það sem mestu máli skiptir er hvað þjóðir hafa fram að færa til alþjóðasamfélagsins. Það er fullkomlega ónauðsynlegt að nálgast viðfangsefni samtímans af vanmætti gagnvart öðrum þjóðum. Heppileg blanda af sjálfstrausti, bjartsýni og raunsæi er það sem mestum árangri skilar.</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <p>Góðir áheyrendur</p> <p>Breyttur heimur felur í sér mikil tækifæri og áskoranir fyrir lítið ríki eins og Ísland. Þekking, kunnátta og hugvit er sú mynt sem mesta þýðingu hefur í alþjóðlegum samskiptum. Hana höfum við í vaxandi mæli og eigum kinnroðalaust að gera okkur gildandi á þeirri forsendu. Mér líkaði nokkuð vel afstaða konunnar í Melabúðinni sem sagði við mig í fyrradag að auðvitað ættum við að sækjast eftir því að komast að 'háborði alþjóðastjórnmálanna' og að skorast undan setu í öryggisráðinu væri eins og að vera í stjórnmálaflokki sem ekki vildi fara í ríkisstjórn!</p> <p>&nbsp;</p> <p>Ég vil benda á að af 192 aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna teljast tæplega 100 vera smáríki. Þar af teljast tæp 40 vera smá eyþróunarríki. Til skamms tíma deildi Ísland flestum einkennum slíkra ríkja en hefur á stuttum tíma náð þeim efnahagslegu umbótum að það skipar sér nú í flokk helstu framfararíkja. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna á að mínu viti að endurspegla þá flóru ríkja sem hafa fylkt sér undir merki sameinaðra þjóða.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Ég ítreka þakkir fyrir þennan fund, rektor fyrir heimboðið og metnaðarfulla dagskrá sem mun teygja anga sína inn í margvíslegt starf kennara og nemenda í vetur. Ég bind vonir við að við séum að hefja hér mikilvægt þroskaferli sem tekur til umræðu&nbsp; háskólanna og&nbsp; tengsl milli fræða og stefnumörkunnar opinberra aðila á sviði alþjóðamála og framkvæmda.</p> <br /> <br />

2007-08-29 00:00:0029. ágúst 2007Nýtt tímaskeið í öryggis- og varnarmálum

<p align="right"><strong><span><a href="/media/utanrikisraduneyti-media/media/Raedur/Rada_radherra_290807_-_islenska.pdf">Íslensk þýðing</a> (PDF 16,1 KB)</span></strong></p> <p align="right"><strong><span><a href="/media/utanrikisraduneyti-media/media/Raedurogerindi/Rada_radherra_290807_-_ENS.pdf">Ensk þýðing</a> (PDF 17,1 KB)</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>"Kapplöpning till Nordpolen"</span></strong></p> <p align="center"><strong><em><span>Om isländsk och nordisk säkerhetspolitik i förandring.</span></em></strong></p> <p align="center"><span><strong>Afholdt onsdag d. 29. august 2007.</strong></span></p> <p align="center"><span><strong>Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Islands udenrigsminister</strong>.</span></p> <p align="center"><em><span>Det talte ord gælder</span></em></p> <p align="justify"><span>Kære konferencedeltagere,<br /> </span><span><br /> Det var mig en stor glæde at modtage tilbudet om at tale ved åbningen af dette symposium, der bliver afholdt i forbindelse med åbningen af NATO&#39;s og Partnerskab for Fred&#39;s øvelse <em>Northern Challenge 2007</em>.</span> <span><br /> <br /> </span><span>Islands nationale sikkerhed og forsvar står netop nu over for store og skelsættende forandringer.</span> <span>Hidtil har Island i større eller mindre grad været modtager i de vestlige landes forsvarssamarbejde.</span> <span>Igennem årtier udførte den amerikanske forsvarsstyrke de pligter for Island, som selvstændige og suveræne stater som regel selv udfører.</span> <span>I praksis talte USA på Islands vegne inden for NATO i militære anliggender og optrådte i mange sammenhænge som Islands formynder.</span> <span>USA&#39;s bidrag til landets forsvar var i højeste grad vigtigt men virkede på visse måder isolerende overfor vores nabolande.<br /> <br /> </span><span>Disse tider er nu forbi, og Island er trådt ind i en ny epoke i sikkerheds- og forsvarsanliggender.<br /> <br /> </span><span>Efter underskrivelsen af aftalen med USA om ophør af amerikansk militær tilstedeværelse i Island har man under den nuværende statsministers ledelse arbejdet på at styrke og øge samarbejdet med andre nabolande inden for sikkerheds- og forsvarsanliggender.</span> <span>Forhandlinger har fundet sted med Norge, Danmark, Storbritannien, Kanada, Tyskland og andre nationer, og Island har allerede underskrevet rammeaftaler med Norge og Danmark angående forsvarssamarbejde.</span> <span>I den nærmere fremtid skal disse aftaler specificeres, og jeg fornemmer stor interesse hos vore nabonationer for disse aftaler.</span> <span><br /> <br /> </span><span>Jeg har siden den nye regering tiltrådte arbejdet på at forberede udførelsen af en grundig og faglig trusselsvurdering for Island.</span> <span>Island har længe manglet en sådan vurdering, og enhver form for planer eller beredskab kan efter min mening ikke være tilfredsstillende uden en trusselsvurdering som grundlag.</span> <span><br /> <br /> </span><span>Det står ligeledes klart, at vi i islandsk politik må udvise mere demokratiske arbejdsmetoder end hvad vi hidtil<span>&nbsp;</span> har accepteret angående national sikkerhed. Vi må tydeligt definere den grænse, der altid må være mellem anliggender, der hører under generel oplysningspligt, og andre anliggender, om hvilke der må herske speciel fortrolighed.</span> <span>Derudover er det vigtigt at autoritetsgrænser og magtbeføjelser er tydeligt definerede.</span><span>&nbsp;<br /> <br /> </span><span>Generelt kan det siges, at debatten må øges, samtidigt med at der må opnås enighed om grundlæggende principper.</span> <span>En sådan enighed består i store træk hos Islands nabolande, og der er ingen grund til i Island at bibeholde den konflikttradition, der alt for længe har hersket i vurderingen af eget forsvar og af national sikkerhed:</span> <span>Forsvaret er nationens fælles interesse. Det er vigtigt at det ikke underkastes politiske kastevinde på hjemmebane men baseres på en velfunderet vurdering af de farer, som nationen til enhver tid må stå over for.</span> <span>Dette må vi opnå enighed om.</span><span>&nbsp;<br /> <br /> </span><span>Der må oprettes et samrådsforum for de politiske partier til behandling af sikkerheds- og forsvarsanliggender ligesom det er vigtigt at der oprettes og udvikles et stærkt og aktivt forskningsorgan inden for dette felt, som vil deltage i det internationale oplysningssamarbejde.</span><span><span>&nbsp;&nbsp;<br /> <br /> </span></span><span>Det er nødvendigt at skelne klart mellem på den ene side<span>&nbsp;</span> den indre sikkerhed i det islandske samfund og på den anden side den ydre nationale sikkerhed og Islands samarbejde med andre nationer på dette felt.</span> <span>Og under disse nye omstændigheder må der bestå et godt samarbejde mellem ministerier og andre nationale organer.</span><span>&nbsp;<br /> <br /> </span><span>Island må som fuldgyldigt medlem af NATO påtage sig et nyt ansvar.</span> <span>Det er således NATO&#39;s vurdering, at luftværnssystemet over Island, som USA ophørte med at anvende i denne måned, er nødvendigt for forsvaret af Island og for NATO&#39;s fælles forsvar.</span> <span>Vi vil derfor holde systemet i videre operation, hvilket er en ny udvikling, idet dette er Islands selvstændige og betydningsfulde bidrag til NATO-landenes samarbejde.</span><span><span>&nbsp;</span></span> <span>Tilpasning af systemet til NATO&#39;s koordinerede luftværnssystem, NATINADS, vil være udført inden for nogle uger.</span><span>&nbsp;<br /> <br /> </span><span>Islands øgede ansvar inden for NATO medfører endvidere deltagelse i mange af NATO&#39;s nye opgaver, så som inden for fredsbevaring i lande og landsdele uden for sammenslutningens traditionelle aktivitetssfære.</span> <span>Det bør dog haves in mente, at Island ikke har soldater til at patruljere mellem eventuelle krigsparter men derimod mange velkvalificerede specialister, der kan træde til, når krigshandlinger er ophørt.</span> <span>Islandsk fredsbevaring vil derfor fortrinsvis være på det område, der defineres som fredsopbygning,</span> <span>og Island vil aldrig påtage sig opgaver i forbindelse med såkaldt "hårdt forsvar".</span> <span>Der skal derfor ikke oprettes nogen islandsk beredskabsstyrke eller nogen islandsk hær.</span> <span>Dette er hverken nødvendigt eller ønskværdigt og ville stå i modsætning til islandsk tradition.</span> <span>De sidste bevæbnede styrker i Island blev afvæbnet midt i 1500-tallet.</span> <span>Det er vigtigt også at huske på, at forudsætningen for Islands rolle som medstifter af NATO i 1949 netop var, at landet ikke havde og ikke ville oprette nogen hær.</span> <span>Denne forudsætning er endnu fuldgyldig.</span><span>&nbsp;<br /> <br /> </span><span>Islands rolle bliver derimod meget tydeligere set på baggrund af blødt forsvar (soft defence), hvor udenrigstjenesten spiller nøglerollen og hvor Islands største opgaver er inden for fredsbevaring og udviklingshjælp.</span><span>&nbsp;<br /> <br /> </span><span>I &nbsp;det internationale samarbejde må vi ligeledes stå vagt om visse grundprincipper, der er universelle og uafhængige af religion, nationalitet og økonomisk stilling.</span> <span>Begreber som demokrati, frihed, ligestilling og menneskerettigheder er ikke tomme ord men derimod grundlaget for retfærdighed og fremskridt i alle verdensdele.</span> <span>Disse begreber udgør det ideologiske grundlag for republikken Island og for de største internationale organisationer, som landet er medlem af, så som</span> <span>Nordisk Råd, NATO og De Forenede Nationer.</span> <span>De udgør således den ledetråd, som vort arbejde i internationalt politisk samarbejde er baseret på, herunder også sikkerheds- og forsvarsanliggender.<br /> <br /> </span><span>Selv om Island hverken er stort eller folkerigt, fritager dette os ikke fra pligten til deltagelse i internationalt politisk samarbejde eller mindsker vores ærinde på den internationale scene.</span> <span>Island nyder i dag fuldt ud frugterne af demokratisk international samarbejde hvis fundament er international lov.</span> <span>Vi er derfor moralsk forpligtede til at v&#39;ærne disse værdier, og ikke nok med det: vi må sikre deres fremgang.</span> <span>Vi skal have ambitioner og mod til at lade andre høre vores stemme og vore synspunkter, ligesom vi skal lade handling følge ord i alt internationalt arbejde.</span> <span>Islands øgede bidrag og deltagelse på den internationale scene, herunder også Islands kandidatur til FN&#39;s sikkerhedsråd, er direkte vidnesbyrd om dette.<br /> <br /> </span><span>I det moderne tekniske samfund omfatter sikkerhedsbegrebet flere og mere komplekse aspekter end tidligere.</span> <span>Nu drejer sikkerheds- og forsvarsanliggender sig ikke udelukkende om traditionelle krigshandlinger men om aktioner mod miljøfarer, forurening, naturkatastrofer, epidemier og beskyttelse mod terrorhandlinger.</span> <span>Vi kan i Island glæde os over ikke længere at stå i skudlinjen som under den kolde krig, men netop derfor må vi selvstændigt vurdere eventuelle trusler og basere vore aktioner på denne vurdering.</span><span>&nbsp;<br /> <br /> </span><span>En nation kan i dag ikke på egen hånd sikre sine borgere men må i de fleste tilfælde samarbejde med andre nationer om en fælles international løsning.</span> <span>Det står klart, at en stadig voksende transport af brændstof over Nordatlanten&nbsp;- der stadig er et af Europas største spisekamre - medfører en voksende risiko, og det vil være af største betydning at opnå et internationalt samarbejde og en koordinering af de nationer, der har de største interesser på dette felt.<br /> <br /> </span><span>Overskriften for konferencen i dag er Kapløbet om Nordpolen.</span> <span>Som vi alle ved står store interesser på spil i polarområderne, og sikkerhed i polarhavene er uden tvivl et af Islands vigtigste anliggender hvad angår national sikkerhed.</span> <span>Island har gennem lang tid spillet en vigtig rolle ved udformning af internationale spilleregler om udnyttelse af havet og dets naturrigdomme.</span> <span>På grundlag af denne erfaring vil vi ikke undslå os fra at deltage i udformningen af nødvendige spilleregler i polarområderne.</span> <span>Internationale love og regler må dér veje tungere end den stærkes ret, og menneskehedens interesser må som helhed veje tungere end enkelte nationers snævre interesser.</span></p> <span>&nbsp;</span><br /> <br /> <br /> <br />

2007-08-14 00:00:0014. ágúst 2007Hólahátíð 2007

<p><span>Heiðraða samkoma, ágætu hátíðargestir.</span></p> <p><span>I</span></p> <p align="justify"><span>Annað árið í röð sækjum við Hjörleifur hina árlegu hátíð að Hólum og skynjum helgi staðarins. Pílagrímagangan um Heljardalsheiði í fyrra var ógleymanleg og ekki síður helgistundin sem göngufólkið átti saman í kirkjunni að göngu lokinni. Ég varð þess mjög sterkt áskynja að bæði á heiðinni og í kirkjunni fetuðum við í fótspor fjölda genginna kynslóða, bæði kvenna og karla, sem höfðu farið þessa sömu leið í öllum veðrum og ýmsum erindagjörðum og eflaust oft átt griðastund í kirkjunni að ferð lokinni. Hvergi á Íslandi skynja ég jafn sterkt sögu og örlög þessarar þjóðar og hér að Hólum. Hvergi finnst mér andi hins liðna sækja eins að mér og hér á þessum stað. Mér finnst næstum eins og ég geti teygt út hendina og lífið á staðnum til forna verði áþreifanlegt.</span></p> <p align="justify"><span>Ég sé fyrir mér glæstan Hólastað á miðöldum. Það er ys og þys á hlaðinu enda staðurinn miðstöð menningar, menntunar og viðskipta af ýmsu tagi og samgöngur greiðar við aðra landshluta sem og önnur lönd. Frá Hólum er stutt að hafskipahöfninni við Kolkuós, þaðan sem Hólastóll hafði skip í förum, og þar eru vörugeymslur sem geyma þann varning sem bíður útskipunar. Þar er aðallega um að ræða íslenskt sjávarfang, nautshúðir og vaðmál sem selt er í skiptum fyrir margvíslegan nauðsynjavarning svo sem mjöl, timbur og veiðarfæri og svo auðvitað klæði, skart, vín og aðra munaðarvöru fyrir þá sem geta leyft sér það. Hitt skiptir ekki síður máli að hafskipahöfnin er lífæð mennta- og menningarsetursins við útlönd. Í gegnum hana berast nýjir straumar og stefnur í menningarmálum sem klerkar og kennimenn að Hólum eru fljótir að tileinka sér og beita á þann efnivið sem þeir finna í túninu heima.</span></p> <p><span>II</span></p> <p align="justify"><span>Þegar við göngum á vit sögunnar verðum við þess fljótt áskynja að jafnvel þótt allt sé breytingum undirorpið þá eru líka ákveðin grundvallaratriði sem aldrei breytast og eiga við alls staðar á öllum tímum. <span></span>Þannig geta staðir og byggðalög vaxið og dafnað til þess eins að verða síðar jaðarbyggðir sem virðast ekki eiga sér viðreisnar von. Þegar ástæður þessa eru skoðaðar rekumst við alltaf á að sama lögmál er að verki þ.e. staðirnir eða byggðalögin duttu úr alfaraleið, misstu mikilvægustu lífæðarnar við aðra landshluta eða útlönd, og tókst ekki að halda í við önnur svæði hvað menntun og menningu varðar.</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Þannig var það á Íslandi á miðöldum og þannig er það á Íslandi enn þann dag í dag. Landssvæði sem hvorki bjóða upp á sæmilega greiðfærar samgöngur á landi, lofti eða legi né heldur greiðan aðgang að upplýsingahraðbrautinni verða jaðarsvæði. Ef þau geta heldur ekki boðið upp á skapandi mennta- eða menningarsetur þá tapa þau frá sér bæði fólki og fyrirtækjum. Þess vegna á byggðastefna á Íslandi í grundvallaratriðum bara að snúast um tvennt þ.e. samgöngur og menntun. Komum samgöngumálum í lag í öllum landshlutum &ndash; þ.á.m. háhraðanettengingum - byggjum upp kraftmikil háskólasetur og þá mun önnur atvinnustarfsemi, verslun og viðskipti fylgja í kjölfarið. Fólkið á stöðunum mun sjá til þess. Um þetta ber háskólinn á Hólum órækt vitni.</span></p> <p><span>III</span></p> <p align="justify"><span>Ég sagði að lögmálið um vöxt og hnignun byggðalaga ætti við alls staðar á öllum tímum. Ég er nýkomin úr ferðalagi á framandi slóðir þar sem ég gekk á vit sögunnar rétt eins og hér að Hólum. Ég heimsótti löndin fyrir botni Miðjarðarhafs, Ísrael, Palestínu og Jórdaníu þar sem mörg þúsund ára saga mannkyns vitjar ferðalanga við hvert fótmál. Það er, rétt eins og saga Hólastaðar, saga svæðis sem hefur bæði gengið í gegnum blómaskeið og hningnunartímabil og sú saga, þó átakameiri sé, tengist líka samgöngum, menningu og menntun.</span></p> <p align="justify"><span>Öflug menning þessa svæðis byggðist á því að það voru miklar og greiðar samgöngur á milli helstu höfuðborga svæðisins og menntun var þar alls staðar í hávegum höfð. Til marks um samganginn má nefna að ég hitti konu sem átti Sýrlenska móður, Palestínskan föður, var fædd í Damaskus í Sýrlandi, ólst upp í Amman í Jórdaníu, menntaði sig í Beirút og bjó í Ramallah. Palestínumenn eru þekktir fyrir að leggja mikla áherslu á menntun og að öllu jöfnu ætti það að vera eðlilegt og vandræðalaust að fara á milli þessara borga í leit að tækifærum en raunveruleikinn er allur annar &ndash; ekki síst fyrir Palestínumenn.</span></p> <p align="justify"><span>Palestínumenn sem búa á Vesturbakkanum eða Gazasvæðinu eru fangar í eigin landi og búa innan rammgerðrar girðingar og veggja. Þeir geta ekkert farið án samþykkis ísraelsku herstjórnarinnar og það getur kostað mikla fyrirhöfn að fara út fyrir svæðið og enn meiri vandræði að komast heim aftur. Palestínumenn sem eru flóttamenn og hafa verið það mann fram að manni frá árinu 1948 lifa í einhvers konar staðleysu. Þeir eiga sér hvergi heimahöfn, þeir hafa ekkert ríkisfang og í vegabréfinu þeirra, sem gefið er út af Sameinuðu þjóðunum, stendur að þjóðerni sé óskilgreint og heimkynni óskilgreind. Fari þeir út úr því landi þar sem þeir eru skráðir flóttamenn eiga þeir á hættu að lenda á vergangi. Þannig hímir fljöldi Palestínskra flóttamanna, sem nú flýja átökin í Írak, í búðum á landamærum Jórdaníu og Íraks og geta hvorki verið né farið.</span></p> <p align="justify"><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Þrjár milljónir Palestínumanna teljast vera flóttamenn og hafa verið það í fjórða og jafnvel fimmta ættlið. Hugtakið ,,flóttamaður&rdquo; samkvæmt alþjóðalögum varð til eftir átökin sem fylgdu stofnun Ísraelsríkis árið 1948. Fjöldinn allur býr í flóttamannabúðum þar sem tjaldað hefur verið til einnar nætur í áratugi. Í búðunum er allt til skamms tíma, ekkert á sér varanlegan tilverurrétt, ekkert er hugsað til framtíðar. Mæður tala ekki um framtíðina við börnin sín, spyrja þau ekki hvað þau ætli að verða þegar þau verði stór. Slík umræða er algerlega merkingarlaus vegna þess að hún hefur enga skírskotun til þess staðar sem hægt er að gera út frá eða hverfa til. Til þess staðar sem er þinn; þín heimabyggð; þitt land; þín viðmiðun.</span></p> <p><span>IV</span></p> <p align="justify"><span>Ég er að koma úr ferðalagi um heimaslóðir Stefáns frá Möðrudal á norðausturlandi. Stefán bjó meiri hluta æfi sinnar í Reykjavík en fyrirmyndir hans voru flestar tengdar hans heimahögum og enginn hefur málað Herðubreið í jafn mörgum útgáfum og hann. Á góðum degi gat hann málað 30 tilbrigði af þessari fjalladrottningu. Hún var hans mark og mið í tilverunni, hann átti mynd af henni í huga sér og hún átti sérstakan sess í hjarta hans hvert sem hann fór. Þó að erfitt sé að fara í samjöfnuð við Stefán þá er það engu að síður svo að allir þurfa að eiga sér sína Herðubreið.</span></p> <p align="justify"><span>Hannes Pétursson skáld yrkir um sína heimahaga hér í Skagafirði með þessum hætti í ljóðinu Innsveit:</span></p> <p>&nbsp;</p> <p><span>Áin af heiðum, bakkagræn og í bugðum.</span></p> <p><span>Bæirnir þétt, í hyggindalegum röðum</span></p> <p><span>um tungur og höll og grasivafðar grundir.</span></p> <p><span>Í gróandi túnum unir lambféð á beit.</span></p> <p><span>Hlývindar komnir fjöll, eins og ferðalangar.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Héðan er ættuð þrá mín til þagnarstunda</span></p> <p><span>- úr þessum lygnu djúpum moldar og sögu.</span></p> <p><span>Og hér finn ég löngum, líkt og á bernskutíð</span></p> <p><span>lifandi návist móðurlegrar jarðar.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p align="justify"><span>Þegar fólk á sér ekki heimaland verður heimalandið að ástríðu. Rithöfundurinn og stjórnmálamaðurinn Mourid Barghouti, sem nú situr í fangelsi í Ísrael, segir í bókinni ,,Ég sá Ramallah&rdquo; að hið langvarandi hernám Ísraelshers hafi skapað kynslóðir Ísraelsmanna sem fæddar séu í Ísrael og þekki ekki né eigi annað heimaland. Á sama tíma hafi hernámið skapað kynslóðir Palestínumanna sem séu framandi í Palestínu. Hann segir: ,,Þetta hefur breytt okkur úr arftökum Palestínuríkis í arftaka hugmyndarinnar um Palestínuríki.&rdquo; Hið nöturlega er að þarna hafa þjóðirnar haft hlutverkaskipti. Hugmyndin um ríki Gyðinga er orðin að veruleika en ríki Palestínumanna er aftur á móti orðið að hugmynd.</span></p> <p align="justify"><span>Einmitt þetta gerir aðstæður á svæðinu svo flóknar. Ofsóttir gyðingar áttu sér draum um heimaland, öruggt skjól og nú hafa fjölskyldur þeirra eignast sína heimahaga þar sem Palestínumenn bjuggu áður, fundið sína Herðubreið og hún hefur sest að í huga þeirra og hjarta. Þess vegna geta ísraelsk stjórnvöld útskýrt aðgerðir sínar og það er jafnvel hægt að skilja hvers vegna þau reisa girðingar og múra milli sinna þegna og hinna sem sækja að þeim. En það er ekki hægt að samþykkja þessar aðgerðir vegna þess að þær eru í grundvallaratriðum óréttlátar. Þær breyta heimahögum Palestínumanna í fangelsi undir berum himni og öflugu, stoltu menningarsamfélagi í hersetið samfélag reiði, uppgjafar og örvæntingar.</span></p> <p align="justify"><span>Þegar<span>&nbsp;</span> mæðurnar í Aida-flóttamannabúðunum í Betlehem sögðu mér frá unglingssonum sínum þá brustu þær í grát. Þær sögðu: ,,Unga menn dreymir um að liggja undir tré í grænu grasi og hugsa um framtíðina. Hér er ekkert grænt gras og engin framtíð. Það er eðlilegt að mæður hlakki til að sjá strákana sína vaxa úr grasi og verða að ungum mönnum. En ekki okkur. Við viljum ekki að þeir stækki því þá vitum ekkert hvað verður um þá. Sýna þeir andspyrnu, verða þeir handteknir, verða þeir fluttir á brott?&rdquo; Og ég hugsaði til minna sona og grét líka. Þeim svipar nefnilega saman hjörtunum í súdan og Grímsnesinu.</span></p> <p><span>V</span></p> <p align="justify"><span>Mæðurnar í Aida-flóttamannabúðunum töluðu um að ligga undir tré í grænu grasi sem var þeim táknmynd alls þess sem gefur lífinu gildi. Þær voru að tala um hina einföldu gleði lífsins sem er í senn svo alltumvefjandi og leikandi létt. Þessi gleði byggist á að <span>&nbsp;</span>vera á heimasvæði laus undan harðstjórn tíma og rúms. Þessi gleði er flatkaka með hangikjöti sem notið er í grænni lautu í góðu veðri með því fólki sem stendur þér næst. Og því fleiri sem slíkar gleðistundir eru, þeim mun hamingjusamari verður maður.</span></p> <p align="justify"><span>Við Íslendingar eigum svo mörg tækifæri til að njóta þessara lystisemda lífsins. Það eru mikil forréttindi að fæðast í þessu landi. Við erum auðug þjóð á alla þá mælikvarða sem á slíkt verða lagðir og ,,hver sem er mikið gefið, verður mikils krafinn, og af þeim verður meira heimtað, sem meira er léð.&rdquo; Við Íslendingar höfum margt að bjóða og getum víða lagt góðum málum lið. Við getum verið friðflytjendur og milligöngumenn friðar minnug þess að síðustu menn undir vopnum á Íslandi voru hér á Hólum en þeir voru afvopnaðir um miðbik 16. aldar. Við getum lagt fyrrum nýlendum í Afríku lið minnug þess að við vorum sjálf nýlenda og þróunarland fram undir miðja síðustu öld. Við getum staðið vörð um alþjóðalög í samskiptum þjóða minnug þess að við erum smáþjóð sem á allt sitt undir því að valdi séu takmörk sett. Og við getum gerst málsvarar þess að mannréttindi, mannhelgi og<span>&nbsp;</span> mannöryggi njóti viðurkenningar ekki síður en réttindi og öryggi þjóða.</span></p> <p align="justify"><span>Við Íslendingar eigum að leggja metnað okkar í að láta mál alþjóðasamfélagsins til okkar taka hvort sem er fyrir botni Miðjarðarhafs, í Afríku eða í Evrópu og við eigum ekki að telja það eftir okkur að bjóða fram krafta okkar í stofnunum eins og Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Við eigum að axla okkar ábyrgð sem fullvalda, menntuð og auðug þjóð sem veit að henni var mikið gefið og hún verður mikils krafin. Segja má að framboð til stofnana á borð við Öryggisráðið sé lokahnykkurinn á okkar sjálfstæðisbaráttu og sönnun þess að við séum þjóð meðal þjóða. Þegar haft er í huga að 40 af ríflega 50 bláfátækum Afríkuríkjum hafa axlað sína ábyrgð með setu í Öryggisráðinu, hvernig getur þá Ísland skorast undan? Ísland, sem er fulltrúi allra Norðurlandanna og með norræna lýðræðishefð í farangrinum.</span></p> <p align="justify"><span>Ágætu gestir.</span></p> <p align="justify"><span>Það á að vera samgróið vitund þeirra ungu Íslendinga sem nú vaxa úr grasi að hinum íslenska þegnrétti þeirra fylgi ljúfar skyldur bæði heima og heiman. Þau eiga að standa föstum fótum í sínu íslenska heimalandi, þangað eiga þau að sækja mark sitt og mið og með sína Herðubreið í farteskinu eiga þau að fara út í heiminn og á vit framtíðarinnar full sjálfstrausts og láta gott af sér leiða, gera skyldu sína.</span></p> <p align="justify"><span>Ég gef Hannesi Péturssyni síðasta orðið í ljóðinu Framtíðin.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ferð þín er hafin.</span></p> <p><span>Fjarlægjast heimatún.</span></p> <p><span>Nú fygir þú vötnum</span></p> <p><span>sem falla til nýrra staða</span></p> <p><span>og sjónhringar nýir</span></p> <p><span>sindra þér fyrir augum.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>En alnýjum degi</span></p> <p><span>fær þú aldrei kynnzt.</span></p> <p><span>Í lind reynslunnar</span></p> <p><span>fellur ljós hverrar stundar</span></p> <p><span>og birtist þar</span></p> <p><span>slungið blikandi speglun</span></p> <p><span>alls þess sem áður var.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <br /> <br />

2007-06-26 00:00:0026. júní 2007Hin fullvalda kona

<p><span>Ágæta samkoma,</span></p> <p><span>Til hamingju með daginn. Þann 19. júní árið 1915 öðluðust íslenskar konur kosningarétt sem var mikilvægt skref í átt til þess að verða fullvalda einstaklingar. Í kjölfarið fylgdu mikilvægar réttarbætur sem styrktu réttarstöðu kvenna á fjölmörgum sviðum og stuðluðu að formlegu jafnrétti kvenna og karla.</span></p> <p><span>Í þessu ávarpi mínu ætla ég að leika mér að því að draga samjöfnuð milli fullveldis og sjálfstæðis íslenskra kvenna og íslensku þjóðarinnar í tilefni 17. og 19. júní en báðir þessir dagar marka tímamót í sögu íslensku þjóðarinnar og kvenþjóðarinnar. Ég ætla að færa fyrir því rök að fullveldi og sjálfstæði kvenna hafi verið torsóttara en fullveldi og sjálfstæði þjóðarinnar.</span></p> <p><span>Það er ekki alveg út í hött að tala um fullveldi kvenna og m.a. orti þjóðskáldið Matthías Jochumsson kvæðið ,,Fullrétti kvenna&rdquo; í tilefni 19. júní 1915. Fyrstu tvö erindin í því hljóða svo:</span></p> <p></p> <p><span>Hvað segið þér karlar, er kveðið svo að</span></p> <p><span>Að konum gefið þér? Vitið þér &ndash; hvað:</span></p> <p><span>Ég veit enga ambátt um veraldar geim,</span></p> <p><span>Sem var ekki borin með réttindum þeim.</span></p> <p>&nbsp;</p> <p><span>Þeim réttarins lögum að ráða sér sjálf</span></p> <p><span>Org ráða til fulls og að vera ekki hálf!</span></p> <p><span>Hvað þolir þú, píndist þú, móðurætt mín?</span></p> <p><span>Ó, mannheimur, karlheimur, blygðastu þín!</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Í þessu ljóði Matthíasar endurspeglast hugmyndir upplýsingarinnar um lýðræði, frelsi og jafnrétti allra manna, að allir menn &ndash; konur jafnt sem karlar &ndash; séu fæddir jafnir. Þessar hugmyndir settu svip sinn á pólitískar hugmyndir margra á þessum tíma og áttu ríkan þátt í réttarbótum kvenna. Á sama tíma lifðu rómantískar hugmyndir um þjóðina, náttúruna, menninguna og tunguna sem náttúrulega einingu og uppsprettu ríkisvalds góðu lífi.<span>&nbsp;</span> Hugmyndin um þjóðina, þjóðernið og þjóðríkið sem allt að því náttúrulegt fyrirbæri, á rót sína að rekja til síðari hluta 18. aldar og fær byr undir báða vængi á þeirri 19. Það sem bindur fólk saman, skapar því sameiginleg örlög og gerir það að þjóð er vitundin um sameiginlega menningu og tungu sem geymir arf kynslóðanna, dýpstu hugsanir þeirra og tilfinningalega skírskotun.</span></p> <p><span>Allar þessar hugmyndir bárust til Íslands og setja með einhverjum hætti mark sitt á sjálfstæðisbaráttu Íslendinga á síðari hluta 19. aldar þó í mismiklum mæli sé. Stundum verður til úr þessu undarleg blanda &ndash; ekki síst þegar menn þurfa nauðugir viljugir að gera upp hug sinn bæði til þjóðfrelsis og kvenfrelsis.</span></p> <p><span>Íslensk þjóðfrelsisbarátta hafði ekki síður áhrif á konur en karla. Hugmyndir um sjálfstjórn þjóðarinnar og lýðræði gaf þeim vonir og fyrirheit um að konur eignuðust hlutdeild í þessum lýðréttindum og að frelsið og jafnréttið næði til allra þegna ríkisins en ekki bara karla. Íslensk kona skrifar í sendibréfi um 1870: ,,...aldrei finnst mér frelsishreyfingarnar hafa risið eins hátt ... og pólitíski roðinn verið jafnrauður. Frá þeim tíma veit ég hvað það er, að komast í verulega hrifningu og vilja leggja líf og blóð í sölurnar fyrir föðurlandið.&rdquo; Konurnar á Íslandi 19. aldarinnar rétt eins og í Íran á þeirri 20. taka þjóðernisstefnuna upp á sína arma, amast við því sem útlenskt er, klæðast íslenskum búningi sem dregur fram þjóðareinkenni þeirra en ekki einstaklingseinkenni og leggja áherslu á að mennta sig m.a. til að vera betur hæfar til að ala upp nýja þjóðfélagsþegna fyrir unga Ísland.</span></p> <p><span>Þær tala óhikað um þjóðfrelsið og sýna stuðning sinn við það í verki en eru ragar við að tala um kvenfrelsið og leggja því lið með formlegum hætti. Vilja ekki styggja karlmennina. Kristjana Jónsdóttir á Gautlöndum &ndash; en Gautlandafólkið var í framvarðarsveit íslenskrar þjóðfrelsisbaráttu - lætur þó móðann mása um kvenfrelsismál í bréfi til bróður síns árið 1890. Undir lok bréfsins áttar hún sig á því að hún hefur kannski gengið full langt og segir: ,,Mjer er hreint ekki sjálfrátt í þessu brjefi hvað jeg er gjörn á að tala um karla og konur og jeg er víst hreint á leiðinni með að fara út í kvennfrelsismál, og það er mjer þá eiginlega ekki tamt, því jeg tala mjög sjaldan um það, en get hreint ekki neitað mjer um að hugsa um það.&rdquo;</span></p> <p><span>Hin rómantíska táknmynd þjóðarinnar á þessum tíma var gyðjan, hin frjósama kona &ndash; fjallkonan &ndash; rétt eins og Marianne var táknmynd frönsku þjóðarinnar enda var litið svo á að konan og þjóðin ættu það sammerkt að vera hluti af hinni náttúrulegu skipan mála. Hið kvenlega eðli var talið göfugt, mótast af tilfinningum og nærast af móðurhlutverkinu &ndash; konur voru taldar fangar þeirra kennda sem spruttu af náttúrulegu hlutverki þeirra rétt eins og þjóðin var afsprengi þeirrar náttúru sem hún var sprottin úr.</span></p> <p><span>En þjóðin var ekki bara kvenkennd, hún átti sér líka karllægar hliðar. Sigríður Matthíasdóttir segir frá því í doktorsritgerð sinni ,,Hinn sanni Íslendingur&rdquo; að árið 1927 hafi iðnaðarmenn í Reykjavík í samvinnu við borgaryfirvöld ákveðið að reisa á Arnarhóli styttu af Ingólfi Arnarsyni sem átti að fanga Íslendingseðlið. Og hvert var það? Guðmundur Finnbogason, einn snjallasti ræðumannur þjóðarinnar á þeim tíma, lýsir því svo: ,,Hann (þ.e. Ingófur sem táknmynd Íslendingseðlisins) er ungur maður, og fríður sýnum. Í svip hans og viðmóti skín styrkurinn og stefnufestan. Hann finnur að hann er forgöngumaður inn í land framtíðarinnar.&rdquo; Nútímakarlar höfðu nefnilega þá &ndash; og hafa líklega enn &ndash; þá hugmynd um karlmenn að það sem einkenndi þá öðru fremur væri styrkur, stefnufesta og hugrekki. Í karlmennsku Ingólfs Arnarssonar býr þráin eftir frelsi og sjálfstæði og sú þrá var ekki ætluð konum. Fátt lýsir því betur en sú staðreynd að þegar þjóðin hélt upp á sköpunarsögu sína á Alþingishátíðinni 1930 þá áttu konur þar engan hlut að málum.<span>&nbsp;</span> Landsfundur Bandalags kvenna árið 1926 fór fram á það að konur væru í öllum nefndum til undirbúnings hátíðinni en valdamenn samfélagsins skelltu skollaeyrum við því.</span></p> <p><span>Í ritgerð sinni bendir Sigríður Matthíasdóttir jafnframt á að hin pólitíska táknmynd þjóðarinnar hafi verið vel menntaður millistéttakarl. Hið karllega eðli var enda talið byggjast á rökhyggju og skynsemi og hinn pólitíski einstaklingur var mótaður í karlmannslíki. Það var hann sem réð orðræðunni, ákvað hvað skipti máli og hvað ekki, hvað hafði gildi og hvað ekki, hvað væri satt og hvað ekki. Um þetta segir Virgina Woolf í bók sinni Sérherbergi sem kom út árið 1929 en er enn í fullu gildi: ,,Það er þess vegna sem þeir (þ.e. karlmenn) tala af því sjálfstrausti og sjálfsöryggi sem hefur haft svo alvarlegar afleiðingar fyrir opinbert líf og leitt til svo undarlegra spássíuathugasemda í fylgsnum hugans.&rdquo;</span></p> <p><span>Og sá sem skilgreinir veruleikann hefur réttinn og valdið sín megin. Karlinn var fulltrúi þjóðarinnar, handhafi fullveldisins. Það er saga hans &ndash; his story &ndash; sem stjórnmálasaga nútímans hefur snúist um.</span></p> <p><span>Það er úr þessum jarðvegi sem við erum sprottin. Þetta er okkar pólitíski menningararfur. Allar götur síðan hefur valdið flust milli karla frá einni kynslóð til annarra. Það hefur erfst í beinan karllegg og gerir enn. Og konur hafa alla tíð átt drjúgan hlut í að viðhalda þessu valdi og þessari menningu og gera enn. Við höfum tekið virkan þátt í að hafa stjórn á öðrum konum og setja þeim hegðunarramma. Segja þeim hvað þær mega og hvað ekki, hvað er við hæfi og hvað ekki. Við látum gott heita þegar óþekkum konum er refsað en hlýðnum umbunað. Við kippum okkur ekki sérstaklega upp við þetta því við lærum þetta hegðunarmunstur strax á barnsaldri og reynum flestar hverjar að temja okkur það. En mikið höfum við snuðað okkur sjálfar á því.</span></p> <p><span>Ég fylgdist með útskrift úr menntaskóla fyrir tveimur árum og sá allar stelpurnar sem hlutu þar viðurkenningu fyrir frábæran námsárangur. Að minnst kosti 70% af öllum slíkum viðurkenningum komu í þeirra hlut. Og þessar stelpur gátu allt. Þær spiluðu á hljóðfæri, voru í leikfélaginu, sungu í kórnum og stjórnuðu félagslífinu. Svo gekk ég út í sumarið, leit í kringum mig og áttaði mig á því að a.m.k. 70% af öllum viðurkenningum samfélagsins í formi aðgangs að völdum, fjármunum, auðlindum, launum, stöðum og áhrifum koma í hlut karla. Hvernig stendur á þessu? Hvað verður um stelpurnar?</span></p> <p><span>Það er hægt að svara þessari spurningu með löngum og flóknum útleggingum en ég verð sífellt sannfærðari um að ekkert hefur haldið eins aftur af fullveldi kvenna eins og hlýðni þeirra. Það kann að orka tvímælis að yfirfæra pólitískt hugtak úr þjóðarrétti yfir á einstaklinga en það er þó nærtækt. Það ríki er fullvalda sem hefur tiltekin viðurkennd stjórntæki á valdi sínu,<span>&nbsp;</span> ræður yfir ákveðnu svæði, nýtur viðurkenningar hins ytra umhverfis og getur skuldbundið sig í samskiptum við önnur ríki. Konur njóta vissulega fullra borgaralegra réttinda &ndash; búa við formlegt jafnrétti &ndash; en það er eins og þær hafi ekki enn fengið eða tekið sér það rými sem þarf til að öðlast sjálfstæði og að þær njóti ekki viðurkenningar hins ytra umhverfis á eigin forsendum. Alltof margar konur gangast inn á orðræðu karla, þeirra skilgreiningu á því sem skiptir máli, bíða eftir þeim molum sem hrjóta af borði þeirra ef þær eru bara nógu hlýðnar, safna ekki eigin liði heldur fá lánaða hlutdeild í liði þeirra karla sem með völdin fara hverju sinni og standa svo berskjaldaðar þegar sú hlutdeild stendur ekki lengur til boða. Óvíða er þetta eins áberandi eins og í stjórnmálunum.</span></p> <p><span>Nú má ekki skilja orð mín sem svo að þær konur sem taka sér rými, sem eru fullvalda, séu betri en aðrar konur. Það má heldur ekki skilja þau þannig að konur séu betri en karlar. Á því hef ég enga sérstaka skoðun &ndash; fólk er eins misjafnt og það er margt.</span></p> <p><span>Fullveldi eða sjálfstæði eru ekki gæðastimplar &ndash; hvorki fyrir ríki né einstaklinga. En sú þjóð sem er fullvalda &ndash; jafnvel þó hún ákveði að deila fullveldi sínu með öðrum þjóðum &ndash; og sá einstaklingur sem er fullvalda &ndash; jafnvel þó honum takist ekki vel upp &ndash; hefur ákveðið að vera gerandi í eigin lífi, skapa sér sín eigin örlög og taka ábyrgð á sjálfum sér og umhverfi sínu. Sá sem er metinn á eigin forsendum en er ekki þröngvað inn í skapalón úreltra hugmynda og fellst á það, nýtur verðleika sinna ef þeir eru til staðar og fær að þjóna sínu eðli hvort sem það er karlkyns eða kvenkyns. Það hlýtur að vera til hagsbóta fyrir okkur öll, karla jafnt sem konur. Það er kominn tími til að konur taki sér fullt rými, nýti fullveldi sitt, byggi það á eigin sérstöðu og styrkleika og deili því svo með körlum ef þeim sýnist svo. Það er háttur fullvalda ríkja í nútímasamfélagi.</span></p> <br /> <br />

2007-06-15 00:00:0015. júní 2007Þemaráðstefna Vestnorræna ráðsins á Húsavík

<p align="justify">TALAÐ ORÐ GILDIR</p> <p align="justify">Kære ministre, parlamentsmedlemmer og kære venner</p> <p align="justify">Jeg vil begynde med at takke for indbydelsen til at komme til Húsavík og deltage i denne interessante temakonference arrangeret af Vestnordisk Råd under titlen "Vestnorden i en globaliseret verden".</p> <p align="justify">Det er mig en stor fornøjelse at kunne holde min første tale som udenrigsminister om emnet Vestnorden blandt vores nordiske og russiske brødre.</p> <p align="justify">De sidste to dage har vi hørt på foredrag om globalisering, frihandelskontrakter, og hvordan man kan øge det vestnordiske samarbejde på frihandelsområdet. Jeg vil gerne takke forelæserne for vedkommende og interessante foredrag. Efter at have lyttet til dem, er jeg blev en hel del klogere, og den viden som jeg har fået, vil uden tvivl være mig til nytte i mit arbejde som udenrigsminister.</p> <p align="justify">De vestnordiske lande det vil sige Island, Færøerne og Grønland, har mange ting til fælles hvad angår historie, kultur og samfundsopbygning, og på grund af deres geografiske beliggenhed er det faktisk også mange erhvervsmæssige forhold, der ligner hinanden, og landene har mange fælles interesser.</p> <p align="justify">Det er den fælles historie og de fælles forhold, som er grunden til, at det er af afgørende betydning, at vores samarbejde er godt, og at vi kan være solidariske, når det gælder. Bortset fra den praktiske nytte Island har af samarbejdet, så har vi også rigtig mange varme følelser for det.</p> <p align="justify">Det vestnordiske samarbejde er og bliver vigtigt for os her i Island. Det har været islændingene en kær pligt at holde den vestnordiske fane højt i det nordiske samarbejde. Det gjorde vi i 1999, da vi varetog formandskabet i Nordisk Ministerråd. Det gjorde vi også i 2004, da formandsposten atter var i vores hænder. Et af de vigtigste prioriteringsområder var styrkelsen af det vestnordiske samarbejde, og at bidrage til udformningen af en politik om et øget samarbejde mellem Norden og kystnationerne i Nordatlanten. Jeg kan love, at sådan vil det også blive i fremtiden.</p> <p align="justify">Det nordiske samarbejde følger princippet om, at der skal skabes konsensus i alle sager. Intet land kan alene tvinges af de andre lande til at indføre en bestemt politik på et bestemt område, hvis ikke alle implicerede er enige om det. Derfor er det vigtigt, at der arbejdes ihærdigt på at forfølge enkelte sager. Med udgangspunkt i et argument om, at det nordiske samarbejde i det nordatlantiske område ikke afgrænses af Vestnorden, men er i overensstemmelse med Nordens fællesinteresser, har vi forsøgt at opprioritere "den vestnordiske dimension" og "det arktiske vindue" i det nordiske samarbejde. De sidste år har vi set tegn på, at disse bestræbelser er begyndt at bære frugt. Man kan vist roligt sige, at der i dag hersker en større forståelse for de vestnordiske landes særstilling og betydning for det nordiske samarbejde end der gjorde tidligere.</p> <p align="justify">Kære venner,</p> <p align="justify">Jeg kunne holde et langt foredrag om Vestnorden og det vestnordiske samarbejde i al almindelighed, men i dag er jeg blevet bedt om at sige noget om Islands fremtidsvision angående frihandelssamarbejdet i Vestnorden.</p> <p align="justify">I mere end 1000 år har de vestnordiske lande med enkelte afbrydelser haft en indbyrdes samhandel. Handelshistorien viser os, at islændingene på handelsområdet over en lang periode har slået pjalterne sammen med færingerne og grønlænderne, og at især to erhvervsgrene, nemlig fiskeri og landbrug, har udgjort et tyngdepunkt i landenes samhandel.</p> <p align="justify">Da jeg var borgmester i Reykjavik var jeg i den heldige situation, at kunne deltage i projekter, som var med til at styrke samhandelen mellem de vestnordiske lande. Der blev holdt handelsmesser på vegne af Reykjavik, Nuuk, Thorshavn og flere partnere. De blev holdt i hovedstæderne under overskrifterne: RekNuuk, NuuRek, RekTór, TóRek. På disse messer fik færøske, islandske og grønlandske virksomheder mulighed for at præsentere sine varer og serviceydelser. Der herskede stor tilfredshed med dette initiativ, og det var mig en stor glæde, at jeg i min tid som borgmester i Reykjavik havde mulighed for at deltage i disse projekter. Jeg er af den opfattelse, at det er nødvendigt at støtte og videreføre projekter af denne type i fremtiden, da de er specielt egnede til at styrke og støtte samhandelen mellem små og mellemstore virksomheder i disse lande.</p> <p align="justify">Samhandelen mellem Island og Færøerne og Island og Grønland kan ikke siges at være stor, når man kigger på import- og eksporttallene fra Islands Statistik, og sammenligner dem med den totale handel med udlandet. Eksporten fra Island til Færøerne for 2005 og 2006 udgør kun en hundrededel af den totale eksport i Island og importen fra Færøerne udgør lige knap en hundrededel af den totale import. Hvad angår Grønland så udgør både eksporten og importen under en hundrededel af Islands totale import og eksport. Disse tal fortæller dog ikke hele historien, for bag ved denne handel står små og mellemstore virksomheder, som deler denne handel mellem sig. Desuden er disse udenrigshandelstal baseret på handel med varer, og der mangler tal for størrelsen af udveksling af serviceydelser mellem landene, som er vokset til at udgøre en lige så stor hvis ikke større del af totalværdien af samhandelen.</p> <p align="justify">Færøerne er blandt en af Islands vigtigste handelspartnere. På trods af sin ringe størrelse, så er det et faktum, at handelen mellem Island og Færøerne er større og mere end mellem Island og lande med en meget større befolkning, f.eks. udgjorde eksporten til Kina i 2006 2,7 milliarder kroner, mens den i samme periode udgjorde 2,9 milliarder til Færøerne.</p> <p align="justify">I forbindelse med de islandske virksomheders fremstød i udlandet de sidste år har de islandske virksomheder i høj grad blandet sig i det færøske og grønlandske handelsliv. Som et eksempel på dette, så kan man nævne, at Eimskip og Royal Arctic Line har indgået et samarbejde om søtransporten til og fra Grønland, og jeg har endda hørt, at der i Húsavík er en virksomhed, som importerer rensdyrkød fra Grønland.</p> <p align="justify">Nogle vil endda mene, at de islandske forretningsfolks fremstød i udlandet oprindelig startede på Færøerne. Baugur og Kaupþing, Eimskip og Samskip er blot nogle eksempler på islandske virksomheder, som har etableret sig på Færøerne. Der er også eksempler på færøske forretningsfolk, som har etableret sig i Island. Den mest kendte er uden tvivl Jakúp Jacobsen, som er grundlæggeren af Rúmfatalagerinn, og desuden ejer færinger en del af Hampiðjan.</p> <p align="justify">Men lad os nu vende os mod handels- og frihandelsaftalen mellem Island og Grønland og Island og Færøerne.</p> <p align="justify">Der eksisterer en gældende aftale fra 1985 mellem Island og Danmark angående samhandelen mellem Island og Grønland.</p> <p align="justify">I 1993 indgik Island en frihandelsaftale med Færøerne. I kølvandet på denne aftale blev tolden på import- og eksportvarer ophævet og det samme gjaldt for de afgifter, som har en tilsvarende virkning. Aftalen nåede til industrivarer, fisk og andre fiskeriprodukter. Denne aftale var kun en traditionel frihandelsaftale, og den var begrænset til handel med industrivarer og fiskeriprodukter. På baggrund af den nære forbindelse mellem Island og Færøerne så var der fra begge sider interesse for at udvikle samarbejdet mellem de to lande på handelsområdet. I 2002 blev det besluttet at starte forhandlinger med færingerne om at udforme en ny frihandelsaftale mellem Island og Færøerne, som havde til formål at uddybe og udbrede de to landes samarbejde på handelsområdet. Forhandlingerne blev afsluttet i foråret 2003 og aftalen trådte i kraft i 2006. Aftalen har fået navnet Hoyvíkur-aftalen.</p> <p align="justify">Formålet med Hoyvíkur-aftalen er at oprette en fælles økonomisk zone mellem Island og Færøerne. Aftalen dækker fri handel med varer, serviceydelser, fri bevægelighed for personer mellem landene, kapitaloverførelse og investeringer, bopælsrettigheder, konkurrenceforhold, statsmonopoler, statsstøtte og offentligt indkøb. Ifølge aftalen er forskelsbehandling på grund af nationalitet eller bopæl ulovlig, og det samme gælder for forskelsbehandling på grund af varernes oprindelse inden for området. På den måde har islændinge og islandske virksomheder de samme rettigheder på Færøerne som færingerne selv - og omvendt. Man kan argumentere for at denne aftale er en af de mest omfattende handelsaftaler, som Island nogensinde har indgået.</p> <p align="justify">Aftalen omhandler også fuld frihandel med landbrugsvarer. Der er et forholdsvist stor marked for islandske landbrugsvarer på Færøerne. Island har aldrig tidligere indgået en sådan aftale om fuld frihandel med landbrugsvarer, således at aftalen markerer et vendepunkt, hvad dette angår.</p> <p align="justify">Under forhandlingerne i forbindelse med udformningen af Hoyvíkur-aftalen var man desuden bevidste om, at en sådan aftale kunne være det første skridt i retning af et nærmere samarbejde mellem flere nationer placeret i den nordvestlige del af Atlanterhavet, bl.a. Grønland, om at styrke samhandelen og erhvervslivet i hele området. Man tænkte ligeledes på, at et nært samarbejde mellem regeringerne på dette område, kunne være med til at styrke mange erhvervsgrene, som f.eks. turistindustrien, forskningen og forskellige udviklingsprojekter, og således i disse globaliserede tider være med til at sikre grundlaget for økonomien i området.</p> <p align="justify">Dette betød, at der i Hoyvíkur-aftalen indgår en paragraf om medlemskab. Af denne fremgår det, at det er tilladt at give flere parter af eller dele af det danske kongerige medlemskab af aftalen, under forudsætning af at der opnås enighed om vilkårene og betingelserne for en sådan udvidelse.</p> <p align="justify">I Vestnordisk Råds rekommandation nr. 1/2006 fra årsmødet i 2006 opfordrer Vestnordisk Råd regeringerne i Island, Færøerne og Grønland til at drøfte muligheden for at lave en aftale om, at udvide frihandelsaftalen som Færøerne og Island har lavet til også at omfatte Grønland.</p> <p align="justify">Island er er enige i rådets anbefalinger og i at Grønland bør have mulighed for at blive en del af aftalen, hvis de ønsker det. Det grønlandske hjemmestyre skal selvfølgelig selv tage den endelige beslutning i den sag, og vi vil under alle omstændigheder støtte deres beslutning.</p> <p align="justify">Min fremtidsvision er at alle de vestnordiske lande med tiden kan blive partnere i Hoyvíkur-aftalen, og at der på den måde den måde kan blive skabt en vestnordisk økonomisk zone for hele suverænitetsområdet for Island, Færøerne og Grønland, og at grundlaget for denne vil være en af de mest omfattende frihandelsaftaler, som er blevet udformet, nemlig Hoyvíkur-aftalen.</p> <p align="justify">Når man taler om frihandel og samhandel med andre lande, så rettes øjnene ofte imod større markeder, f.eks. Kina eller USA. Island står da også for øjeblikket i forhandlinger med Kina om en frihandelsaftale, og når disse forhandlinger bliver afsluttet og aftalen træder i kraft, vil den give Island adgang til et stort marked som er stadigt voksende. Selvom vi står i forhandlinger med Kina, betyder det ikke, at vi lægger mindre vægt på at gøre Island, Færøerne og Grønland til en vestnordisk økonomisk zone. Vi mener nemlig, at det er vigtigt at små nationer som de vestnordiske står sammen og støtter hinanden, så der er grundlag for et resultatrigt og godt samarbejde. Dette kan en vestnordisk økonomisk zone bidrage til. Den vil medvirke til fortsættelsen og forstærkelsen af det tætte og positive samarbejde, som disse lande har haft i århundreder. Desuden vil en vestnordisk frihandelsaftale muligvis medføre at Færøerne og Grønlands afhængighed af den danske økonomi bliver mindre. En frihandelsaftale, der omfatter alle de vestnordiske lande, vil desuden knytte de allerede eksisterende venskabs- og nabobånd mellem Færøerne, Grønland og Island endnu tættere.</p> <p align="justify">Med EØS-aftalen (Det Europæiske Økonomiske Samarbejdsområde) er det lykkedes os at skabe et stort økonomisk samabejdsområde bestående af medlemslandende i EU, Norge og Liechtenstein. Dette samarbejde har gået godt og aftalen har gavnet forretningslivet og skabt øget handel og flere jobmuligheder for den enkelte og for virksomhederne på tværs af landene.</p> <p align="justify">Hvis vi skal forestille os hvordan fremtiden vil se ud i en vestnordisk økonomisk zone, så kan vi se på udviklingen som er fundet sted i det islandske forretningsliv og og Islands økonomi efter at vi trådte in i EØS-aftalen. Af dette kan vi lære, at en sådan fælles økonomisk zone vil bidrage til øgede handels- og jobmuligher både for den enkelte person og for virksomheder på tværs af landene. På baggrund af denne erfaring er der grund til at tro, at det samme ville ske i et vestnordisk økonomisk samarbejdsområde. Selvfølgelig vil handelen aldrig får de samme dimensioner som inden for EØS, da de vestnordiske markedsøkonomier er betydelig mindre, men jeg mener alligevel, at en fælles økonomisk zone vil øge handel og erhvervsmuligheder og også bidrage til nærmere samarbejde indenfor andre områder.</p> <p align="justify">Som det tidligere er blevet nævnt, så er Færøerne et vigtigt og voksende marked for forskellige islandske varer og virksomheder. Det er nu syv måneder siden at Hoyvíkur-aftalen trådte i kraft, og det er vores håb at Hoyvíkur-aftalen kan bidrage til at øge samhandelen mellem de to lande. Desuden er det meningen, at aftalen skal skabe en ramme om øget samarbejde på forskellige andre områder, bl.a. indenfor kultur, energi, miljø, social- og sundhedsområdet, kommunikation og turisme.</p> <p align="justify">Hvis Grønland bliver en del af Hoyvíkur-aftalen, må man gå ud fra at handels- og jobmulighederne vil blive forøget på tværs af de tre lande og at samarbejdet på de ovennævnte områder ville blive styrket.</p> <p align="justify">Jeg mener, at hvis Island, Færøerne og Grønland går hen og danner en vestnordisk økonomisk zone, så ligger det som en naturlig forlængelse af de almene globaliseringstendenser som præger det internationale forretningsliv, som vi ser det i dag, og som man har diskuteret på denne konference. I dag er der mange lande der indgår frihandelsaftaler for at bidrage til at øge samhandelen, så det er derfor kun i overensstemmelse med den udvikling, hvis man forenes i én økonomisk zone. Ligeledes mener jeg, at en fælles vestnordisk økonomisk zone også vil bidrage til at virksomheder og enkeltpersoner i medlemslandene har større muligheder for at konkurrere og søge ind på andre landes markeder.</p> <p align="justify">I forlængelse af Hoyvíkur-aftalen og Vestnordisk Råds rekommandation 2/2006, hvor det anbefales at regeringerne i Island, Færøerne og Grønland åbner konsulater i landene, har Island for nylig åbnet et generalkonsulat på Færøerne, og ligeledes vil der i år blive åbnet et færøsk generalkonsulat i Island. Jeg går ud fra, at åbningen af disse konsulater og Hoyvíkur-aftalen vil betyde en øget samhandel mellem landene.</p> <p align="justify">Alt det jeg har nævnt ovenfor angiver Islands fremtidsvision vedrørende frihandelssamarbejdet i Vestnorden. Det er mit håb, at der i løbet af de næste år bliver dannet en økonomisk zone for hele Vestnorden på grundlag af en frihandelsaftale mellem Island, Færøerne og Grønland.</p> <p align="justify">Til slut vil jeg gerne understrege de tanker, som jeg også gjorde mig her i begyndelsen, vedrørende det vestnordiske samarbejde, ved at henvise til en udtryksmåde, som har rødder i en af de islandske sagaer, nemlig sagaen om Grettir den stærke, hvor det siges at " gammelt venskab forgår sjældent".</p> <p align="justify">Tak.</p> <br /> <br />

2007-06-13 00:00:0013. júní 2007Utanríkisráðherrafundur Eystrasaltsríkjanna

<p><strong>Ávarp utanríkisráðherra, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, á utanríkisráðherrafundi Eystrasaltsríkjanna í Malmö hinn 13. júní 2007</strong></p> <p align="left"><strong>Talað orð gildir</strong></p> <p>Mr. Chairman,</p> <p>Let me begin by thanking you for receiving us here in Malmö for this meeting of the Council of the Baltic Sea States. I would also like to commend you for choosing the City of Malmö as the venue of this meeting. It would be difficult to find a better showcase of the many benefits that follows from building bridges between different countries and communities. We could say that this is the essence of what the work of the CBSS is all about – building bridges between the countries of the Baltic Sea Region. We might use politics and diplomacy as a building material, rather than steel or concrete, but that certainly does not diminish the importance of this project for the Baltic Sea region nor lessen the very tangible benefits that ever stronger bridges between our countries can bring to this region.</p> <p>I am therefore confident in saying that there is no shortage of exciting opportunities when it comes to developing the regional co-operation between the Baltic Sea States. In the fifteen years since the CBSS was established, this region has once again emerged as an economical power house. In fact, with as diverse members as Germany, the Nordic Countries, Poland, the Baltic States and Russia, this region has every potential of being among the most exciting growth areas in the global economy in the years to come. But the key to realising that goal is to keep on working towards the further economical integration of the Baltic Sea Region. Presently, ten of the eleven Member States of the CBSS are part of the same internal market. This has certainly established a good framework for the further economic integration of these ten. We must however establish the modalities for keeping the eleventh, namely Russia, actively engaged in the process of the further economic integration of this region. If we are succeed in keeping our competitive edge against an ever increasing global competition, the best way is to actively tackle those barriers to trade that still prevail in trade and investment between our countries. Here, the CBSS can provide an important venue for co-operation.</p> <p>While this region has a lot of potential, we cannot close our eyes to the fact that we also face pressing challenges. Protecting our environment is certainly one that is high on our agenda. But here, we can also benefit by sharing our experiences, establishing framework for co-operation and initiating common projects. I am sure that all of us have valuable insights that we could pool together in order to more effectively tackle these challenges. For example, Iceland has gained valuable knowledge and experiences in harnessing its sustainable energy resources, which we are certainly willing to contribute and at least some of you might find of interest.</p> <p>We must, however, not be blind to the fact that removing barriers and building bridges also brings with it its own problems. In my view, the most pressing one is the appalling practice of trafficking in human beings, especially women and children. The Baltic Region has certainly not been immune to this syndrome of increased communication across countries and borders. Trafficking in human being is an appalling crime that reveals the utter contempt of those who engage in such activities towards human dignity and wellbeing. We must make every effort of rooting out this terrible practice. Better policing will certainly play an important part in the fight against trafficking in human beings. But we must take further steps and also tackle the economical and social roots of this problem, which include gender inequalities and poverty that prevail in some parts of this region. I am convinced that it is in this field the work of the CBSS can accomplish the most in improving the lives of those living in the Baltic Sea Region.</p> <p>I have identified several important issues and areas where I believe that an enhanced co-operation between the Baltic Sea States can bring very real benefits. But we must also ask ourselves, how can the CBSS best address these issues? In my view, the work of the CBSS would be of most value if we succeed in bringing together the various actors that are tackling these issues in our countries –that is governmental agencies, local governments, businesses, academic institutions and NGO´s. The CBSS has an important role in facilitating co-operation between these various stakeholders in order to exchange views, best-practices, know-how and insights on how to tackle these pressing issues.</p> <p>Mr. Chairman,</p> <p>Iceland might appear to some to be the odd man out when it comes to regional co-operation within the Baltic Sea Region. After all, you need only to look at the map to see that Iceland doesn’t even lie near the Baltic Sea. However, this literal reading of the map obscures an important geopolitical truth: that as a Nordic Country, Iceland is closely intertwined into the Baltic Sea Region, both politically and economically. This fact is maybe best illustrated today in the active interest that Icelandic investors have taken in this region. Increased Icelandic investments in the Baltic Region did not come about as a result of any co-ordinated effort or intervention from the official level, but simply reflects the huge potential of this region, which Icelandic investors have been quick to spot. There is every reason to be optimistic when it comes to the future of this region, especially if we succeed in building even stronger bridges between our countries.</p>

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira