Hoppa yfir valmynd

Ræður og greinar Össurar Skarphéðinssonar


Dags.Dags.TitillLeyfa leit
2013-04-26 00:00:0026. apríl 2013Klárum viðræðurnar við ESB!

<p>Könnun Félagsvísindastofnunar í miðri viku sýndi að 52,7 prósent landsmanna vilja ljúka við viðræðurnar um aðild að Evrópusambandinu – og aðeins 30,7 prósent eru mótfallin því. Mikill meirihluti þjóðarinnar vill því fá að sjá samning, og greiða um hann atkvæði. Athygli vekur að meira en þriðjungur þeirra sem í dag telja Íslandi betur borgið utan sambandsins en innan vill samt ljúka viðræðunum. Þessi hópur er greinilega reiðubúinn til að endurmeta afstöðu sína ef það telur samninginn gæta hagsmuna sinna nægilega vel.<br /> <br /> <strong>Jákvæð þróun</strong><br /> Án efa bíða langflestir eftir því að sjá hver niðurstaðan verður um sjávarútvegskaflann. Úr honum eru fréttirnar góðar og jákvæðar. Okkur hefur tekist vel að afla skilnings gagnvart einstakri sérstöðu Íslands. Það liggur fyrir að reglur Evrópusambandsins tryggja að Íslendingar halda rétti gagnvart fiskistofnum í hafinu. Um leið hefur endurskoðun á&#160; sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins sem færir meira vald út til svæðanna styrkt kröfu Íslendinga um sérstakt fiskveiðistjórnarsvæði við Ísland.<br /> <br /> Sjálfur er ég ekki í vafa um að margir verða hissa þegar samningum um sjó lýkur og menn sjá niðurstöðuna. Hún gæti breytt afstöðu margra. Í lokaáfanga samninganna er verkefnið ekki síst að draga þennan jákvæða skilning gagnvart sérstöðu Íslands fram við samningaborðið. En til þess þurfa menn að geta lokið samningunum.<br /> <br /> Ég lít á afstöðu þeirra, sem eru ekki reiðubúnir til að taka jákvætt í aðild, en vilja eigi að síður halda samningaviðræðunum áfram, sem jákvæða og málefnalega afstöðu. Í henni felst ekki gagnrýni – heldur varfærni. Við eigum að leyfa okkur þann munað að hafa mismunandi afstöðu til aðildar. Það er ekkert að því að deila fast um hana. En besta leiðin til að útkljá þann afstöðumun felst í því að leyfa þjóðinni að kjósa og gera sjálf út um málið.<br /> <br /> <strong>Góð sátt um málefnin</strong><br /> Samningaviðræðurnar eru nú þegar langt komnar. Íslendingar hafa undirbúið, og afgreitt í samráði við Alþingi, afstöðu Íslands í 29 samningsköflum af þeim 33 sem um þarf að semja. Það er athyglisvert að um afstöðu í þessum 29 samningsköflum ríkir ágætis sátt. Áhyggjur manna snertu mest einn kafla, þar sem fjallað var um innflutning lifandi dýra, en nýlegar yfirlýsingar frá Evrópusambandinu um skilning á kröfu Íslendinga um bann við þeim hafa slegið á þær áhyggjur.<br /> <br /> Í dag erum við Íslendingar búnir að hefja samninga á um 4/5 af köflunum 33, og höfum lokið samningum um þriðjung þeirra. Nú þegar eru samningar hafnir um erfiða kafla einsog gjaldeyrismálin, umhverfi og náttúru, og byggðamál. Vinna við samningsafstöðu Íslendinga í erfiðustu köflunum, landbúnaði og sjávarútvegi, er langt komin – og þar sem stuðst er nákvæmlega við leiðbeiningar meirihluta utanríkismálanefndar er ólíklegt að ekki takist góð sátt um afstöðu í þeim köflum líka. Íslendingar kunna svo þjóða best þá list að semja um fisk – og ég óttast ekki að samningamenn okkar komi heim með öngulinn í afturendanum þar fremur en í öðrum samningum.<br /> <br /> <strong>Sérstaðan viðurkennd</strong><br /> Miklu skiptir, að í umsóknarferlinu hefur Íslendingum tekist mjög vel að afla skilnings á sérstöðu sinni, ekki síst í landbúnaði og sjávarútvegi. Það kom skýrt fram á fundum sem ég átti í þessum mánuði um lykilmál með æðstu stjórnendum í Brussel.<br /> <br /> Stækkunarstjórinn, Stefan Fuhle, lýsti þannig skilningi á kröfum Íslendinga um bann við innflutning á lifandi dýrum, og Íslendingar munu senn leggja fram sterka skýrslu erlends sérfræðings henni til stuðnings. Það munaði líka um – ekki síst í ljósi umræðna hér heima – að Ottinger, orkustjóri sambandsins, gaf eftir okkar fund út skýra yfirlýsingu um að Íslendingar myndu halda fullu eignarhaldi og forræði yfir orkulindum.<br /> <br /> Vert er að leggja áherslu á, að kostnaðurinn við samningana er vel innan þeirra fjárheimilda sem veittar voru til verksins. Hann nemur nú um 300 milljónum. Kostnaðurinn við ferlið er því að mestu leyti kominn fram. Á móti hafa svo Íslendingar fengið verkefnastyrki sem nema meira en tuttugufaldri þeirri upphæð, eða ríflega sex milljarða. Um styrkina var í upphafi deilt – sbr. orð góðs manns um glerperlur og eldvatn – en nú vildu flestir þá Lilju hafa til sín fengið kveðna.<br /> <br /> <strong>Margvíslegur ávinningur</strong><br /> Af hverju væri glapræði að slíta samningunum núna? – Vegna þess, að það myndi koma í veg fyrir að Ísland gæti tekið upp evruna næstu 30–40 árin. Aðild að ESB og upptaka evrunnar myndi færa okkur efnahagslegan stöðugleika, Evrópuvexti, minnka verðbólgu og gera okkur kleift að afleggja verðtrygginguna. Um leið sýnir reynsla smáþjóða að aðild fylgja miklar erlendar fjárfestingar sem skapa störf, og auka fjölbreytni í atvinnulífi. Dæmi eru um að erlendar fjárfestingar hafi fast að tvöfaldast.<br /> <br /> Aðgangur að 450 milljóna manna heimamarkaði skapar grundvöll fyrir stórsókn íslenskrar framleiðslu í fiskvinnslu og landbúnaði. Evrópa kallar á hágæðamatvörur. Ísland framleiðir þær – en við þurfum afnám tolla til að geta rutt þeim braut inn á markaði. Aðild að byggðastefnu ESB myndi jafnframt gjörbreyta möguleikum landsbyggðarinnar til að þróast, og skjóta nýjum stoðum undir jaðarbyggðir í hættu.<br /> <br /> <strong>Tryggjum framhaldið</strong><br /> Þeir sem vilja tryggja framhald viðræðna og leyfa þjóðinni að kjósa um samning tryggja það best með því að styðja við þann flokk sem hafði frumkvæði að umsókninni, og hefur stýrt henni af öryggi og festu.<br /> <br /> Sterk Samfylking er besta tryggingin fyrir því að þjóðin fái sjálf að kjósa um aðildarsamning.<br /> <br /> <br /> <a href="/media/utanrikisraduneyti-media/media/bladagreinar/DV-26_04_2013.pdf">Greinin birtist fyrst í helgarblaði DV 26. - 28. apríl 2013.</a><br /> </p>

2013-04-26 00:00:0026. apríl 2013Klárum samningana!

<p>Mikill meirihluti af þeim sem tóku afstöðu í könnun Félagsvísindastofnunar vill ljúka samningum um aðild að Evrópusambandinu. Mikill meirihluti af þeim sem tóku afstöðu í könnun Félagsvísindastofnunar vill ljúka samningum um aðild að Evrópusambandinu. Samningaviðræðurnar eru komnar langt áleiðis og glapræði væri að slíta þeim. Það gæti frestað möguleikum Íslendinga á að taka upp evru um 30-40 ár. Nú þegar er búið að opna til samninga 4/5 af þeim 33 köflum sem um þarf að semja. Samningum er lokið um þriðjung.<br /> <br /> Mestu skiptir að okkur hefur tekist að skapa góðan skilning á sérstöðu Íslands, ekki síst varðandi sjávarútveg, landbúnað og aðra mikilvæga þætti. Það kom t.d. fram á nýlegum fundi mínum með Stefan Fule, stækkunarstjóra sambandsins, sem lýsti fullum skilningi á mikilvægri kröfu Íslendinga um bann við innflutningi á lifandi dýrum. Framkvæmdastjóri orkumála, Oettinger, lýsti sömuleiðis yfir í tilkynningu eftir okkar fund að Íslendingar myndu halda bæði eignarhaldi og fullu forræði yfir orkulindum sínum. Fyrir liggur að reglur ESB tryggja að Íslendingar halda rétti sínum sem þeir hafa gagnvart fiskistofnum í hafi.<br /> <br /> Evrópuleiðin gerir Íslendingum kleift, ef þeir vilja, að skipta út krónunni, sem er þyngsti skatturinn á þjóðinni, og taka upp evru. Vextir myndu lækka, verðbólga myndi minnka og verðtryggingin hyrfi. Þarna liggur tækifæri Íslands til að öðlast efnahagslegan stöðugleika. Reynsla smárra þjóða sýnir líka að aðild stóreykur erlendar fjárfestingar, sem skapa störf og fjölbreytni í atvinnulífinu.<br /> <br /> Þeir sem vilja tryggja framhald viðræðna og halda möguleikum Íslands opnum gagnvart Evrópusambandinu stuðla best að því með því að greiða Samfylkingunni atkvæði sitt. Við erum sá flokkur sem bar málið fram á Alþingi og höfum sýnt mesta staðfestu og ábyrgð í Evrópuferlinu.<br /> <br /> Þeir sem vilja fá að kjósa um samning - þeir kjósa líka Samfylkinguna.<br /> <br /> <br /> <a href="/media/utanrikisraduneyti-media/media/bladagreinar/Frbl_26.04.pdf">Greinin birtist í Fréttablaðinu 26. apríl 2013.</a><br /> </p>

2013-04-22 00:00:0022. apríl 2013Sögulegur Kínasamningur

<div> <div> Össur Skarphéðinsson skrifar:<br /> <br /> </div> <div> <p>Í anda Asíugáttarinnar sem ég hef þróað sem utanríkisráðherra undirritaði ég í Peking sl. þriðjudag fríverslunarsamning við Kína. Ísland er fyrsta Evrópuþjóðin sem nær þessum sögulega árangri. Allar þjóðir í Evrópu standa hins vegar í biðröð eftir því að gera slíkan samning því hann skapar störf, og lækkar verð til neytenda.</p> <p>Um leið eigum við í viðræðum gegnum EFTA um fríverslun við Indland, Malasíu, Víetnam, og höfum lagt drög að viðræðum við Taíland og Mjanmar. Ástæðan er sú, að öll þessi lönd eru á fljúgandi ferð í efnahagsmálum. Strax árið 2020 mun Kína verða stærra efnahagsveldi en Bandaríkin, og síðar á öldinni er spáð að Indland yfirtaki Bandaríkin líka. Í löndum Asíugáttarinnar fjölgar millistéttinni hröðum skrefum. Hún verður drifafl neyslu og hagvaxtar á þessari öld. Ég lít á Asíugáttina sem leið til að skapa nýræktir fyrir íslenska framleiðslu á næstu árum og áratugum.</p> <p>Fríverslunarsamningurinn við Kína skapar störf og býr til markaði fyrir jafnt hefðbundna framleiðslu sem splunkuný tækifæri. Ef Íslendingar spila rétt úr sínum kortum geta þeir þróað sterkan markað fyrir hefðbundnar fiskafurðir. Nú þegar hafa frosin þorskflök náð táfestu á kínverska markaðnum og með niðurfellingu tolla á íslenskan fisk gæti kínverski markaðurinn reynst haldreipi fyrir hefðbundnar afurðir andspænis miklu framboði á þorski úr Barentshafi.</p> <p>Afurðir sem hafa verið lítils virði, s.s. grásleppuhveljur og sæbjúgu, skapa þar gríðarleg verðmæti. Um leið er í Kína vaxandi markaður þar fyrir hvers konar íslenskt kjöt, heilnæmar mjólkurafurðir eru þar eftirsóttar, og Guðni Ágústsson ætti því að geta selt þar allt skyr Íslands.</p> <p>Um leið verða til ómæld tækifæri fyrir háþróaða iðnaðarframleiðslu eins og tölvuleiki, gervifætur og matvælatengd tæki, og gleymum ekki því að afnám 17% tolla á koltrefjar mun laða fjárfesta til Íslands til að framleiða þetta framtíðarefni í bíla og flugvélar inn á Kína.</p> <p>Það kemur hins vegar ekkert af sjálfu sér. Samningurinn opnar gríðarleg tækifæri og með honum ná Íslendingar forskoti umfram aðrar þjóðir. Það er undir Íslendingum sjálfum komið hvernig úr honum verður spilað.</p> <p><br /> </p> <p><a href="/media/utanrikisraduneyti-media/media/bladagreinar/Frbl-22april2013.pdf">Greinin birtist í Fréttablaðinu 22. apríl 2013.</a><br /> </p> </div> </div>

2013-04-22 00:00:0022. apríl 2013Utanríkisstefna sem bætir lífskjörin

<p>Össur Skarphéðinsson skrifar:<br /> <br /> Sú utanríkisstefna sem ég hef mótað byggist ekki síst á gáttunum þremur, Evrópuleiðinni, norðurslóðum og Asíugáttinni. Allar eiga þær sammerkt að vinna að því að bæta lífskjör Íslendinga.<br /> <br /> <strong>Evrópuleiðin</strong><br /> Endurteknar kannanir, nú síðast í lok viku, sýna að meirihluti landsmanna vill ljúka við aðildarviðræðurnar, og fá að taka afstöðu til ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er skiljanlegt. Evrópuleiðin bætir lífskjör á Íslandi. Hún opnar leið fyrir Íslendinga til að taka upp evruna, öðlast efnahagslegan stöðugleika, lægri vexti, lægri verðbólgu - og afnema verðtryggingu. Við munum halda yfirráðum yfir auðlindum okkar, og styrkja fullveldið því með aðild fáum við hlutdeild í ákvörðunum, sem við þurfum í dag að taka upp hráar gegnum EES.<br /> <br /> Með farsælum nauðasamningum við kröfuhafa gegnum þau tæki sem stjórnarmeirihlutinn bjó til getum við lagt grunn að því að afnema gjaldeyrishöft. Með því að vinna samhliða að því að uppfylla Maastricht-skilyrðin um vexti, verðbólgu, skuldir og ríkisfjármál - sem Framsókn hefur lýst stuðningi við - gætum við þá með aðild á næsta kjörtímabili gengið strax inn í gjaldmiðlasamstarfið ERM II. Við það kemst krónan í var með aðstoð Seðlabanka Evrópu og stöðugleiki eykst, vextir byrja að lækka og verðbólgan að minnka. Tveimur árum eftir það gætum við tekið upp evru.<br /> <br /> Evrópuleiðin leggur þannig grunn að efnahagslegri framtíðarsýn sem gengur upp.<br /> <br /> <strong>Norðurslóðir</strong><br /> Sú stefna sem ég hef mótað gagnvart norðurslóðum mun bæta lífskjör á Íslandi. Ég hef átt viðræður við grænlensk og norsk stjórnvöld til að tryggja að þjónustu við olíusvæðin þrjú sem verða norðan Íslands verði sinnt héðan. Fyrsta þjónustuskipið er þegar keypt. Einungis þjónustan við olíuleit og rannsóknir munu geta á þessum áratug veitt milljörðum inn í samfélagið. Fyrstu leyfin til leitar og vinnslu, sem ég lagði drög að í iðnaðarráðuneytinu á sínum tíma, voru gefin út í janúar.<br /> <br /> Olíuvinnslan á Drekasvæðinu gæti svo í framtíðinni skapað gríðarlegar tekjur fyrir Íslendinga. Þá eru ótaldir þeir möguleikar sem hafa verið undirbúnir í krafti stefnunnar varðandi norðursiglingar, en lönd einsog S-Kórea, Singapúr, að ógleymdu Kína, áætla að hefja þær af krafti þegar leiðir opnast. Rifja má upp nýlega vísindagrein bandarísks prófessors sem spáir að hægt verði að sigla yfir norðurpólinn í hverjum mánuði strax fyrir miðbik aldarinnar.<br /> <br /> <strong>Asíugáttin - fríverslun við Kína</strong><br /> Ört vaxandi millistéttir í Asíu, ekki síst Kína, geta orðið nýræktir íslenskrar framleiðslu. Fríverslunarsamningurinn við Kína er sögulegur. Hann lækkar verð til neytenda á Íslandi, skapar markaði fyrir íslenska framleiðslu - og þar með störf - allt frá kjöti og fiski til hátæknivarnings og tölvuleikja. 17% niðurfelling á koltrefjum til Kína, sem þarf orku til að vinna úr íslensku basalti, mun leiða til erlendra fjárfestinga í slíkum verksmiðjum á Íslandi.<br /> <br /> Miðað við reynslu Nýsjálendinga mun þar koma fram mikil eftirspurn eftir íslenskum mjólkurvörum, og Guðni Ágústsson gæti þar hugsanlega selt allt skyr Íslands. Kínverjar eru þegar farnir að kaupa íslenskt kjöt. Frosin þorskflök hafa þegar náð táfestu á kínverska markaðnum. Með niðurfellingu tolla í krafti Kínasamningsins ættu Íslendingar að ná óvæntu samkeppnisforskoti með fisk í Kína sem gæti reynst notadrjúgt í ljósi vaxandi samkeppni vegna mikilla þorskveiða í Barentshafi. Fyrst hægt er að selja þangað alla grásleppu af Íslandsmiðum - hví skyldi ekki vera hægt að gera Kína að saltfiskmarkaði líka?<br /> <br /> Opnun á Asíugáttinni með fríverslunarsamningnum við Kína mun því skapa störf, og bæta lífskjör framleiðenda og neytenda, á Íslandi í framtíðinni.</p> <p><br /> <br /> <a href="/media/utanrikisraduneyti-media/media/bladagreinar/DV2013_04_22-14.pdf">Greinin birtist í DV þann 22. apríl 2013</a>.<br /> </p>

2013-04-18 00:00:0018. apríl 2013Umræðan sem Davíð drap

<p>Össur Skarphéðinsson skrifar:<br /> <br /> Hluti af dramatíkinni sem geisar í Sjálfstæðisflokknum um þessar mundir stafar af því að Sjálfstæðisflokkurinn gerði aldrei upp við hrunið. Þó var það sannarlega ætlun flokksins og sömuleiðis að draga af því lærdóma sem mættu verða þjóðinni og flokknum til gagns og heilla. Sjálfstæðismenn, sem upp til hópa eru ærlegt fólk, gerðu þó heiðarlega tilraun til að gera upp við hrunið og hvað mætti af því læra til að koma í veg fyrir að þjóðin lenti aftur í slíkum hremmingum.<br /> <br /> <strong>Kinnristur ritstjórans</strong><br /> <br /> Á vegum flokksins var samin mjög merkileg Endurreisnarskýrsla, sem unnin var með þátttöku hundraða sjálfstæðismanna, m.a. með fundum um allt land. Endureisnarkýrslan var lögð fram á landsfundi flokksins 2009, en var drepin á staðnum með frægri ræðu núverandi ritstjóra Morgunblaðsins, Davíðs Oddssonar. Hann var forsætisráðherra og formaður flokksins á þeim tíma þegar þær ákvarðanir voru teknar, sem rannsóknarskýrsla Alþingis sagði að hefðu leitt til hrunsins.<br /> <br /> Vilhjálmur Egilsson, þekktur fyrir drengskap og sanngirni, var ritstjóri Endurreisnarskýrslunnar, og sagði í viðtali við Viðskiptablaðið á fimmtudaginn í síðustu viku, að Davíð mætti skammast sín fyrir málflutning sinn gagnvart Endurreisnarskýrslunni á landsfundinum 2009. Benedikt Jóhannesson, gegnumsver íhaldsmaður ef einhver er það, hefur sömuleiðis gagnrýnt hann harðlega fyrir að hafa komið í veg fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn gerði upp við fortíðina, og tengt það - réttilega - núverandi óförum flokksins.<br /> <br /> Þessu svarar Davíð í Reykjavíkurbéfi sem er vettvangur hans til að endurskrifa söguna og hreinsa sjálfan sig bæði af því að hafa rústað þjóðarhag, Seðlabankanum, og nú síðast Sjálfstæðisflokknum. »Skýringin á dularfullum endalokum hinnar dásamlegu skýrslu, sem sumir harma svo mjög, getur ekki verið svo yfirnáttúruleg. Það væri jafnvel trúverðugra að halda því fram að geimverur hefðu gleypt hana á meðan landsfundarfulltrúar sváfu og Villi og Benni gengu í svefni í ESB.«<br /> <br /> <strong>Sannleikurinn barinn í hel</strong><br /> <br /> Eyrnafíkjurnar sem aðalhöfundur hrunsins sendir þeim félögum lýsa upp aðalástæðuna fyrir fyrir því að Davíð Oddsson snerist svo harkalega gegn Endurreisnarskýrslunni. Í henni er lýst skorinort þeim lærdómi sjálfstæðismanna um land allt af hruninu að krónan væri „rúin trausti“, umsókn um aðild að Evrópusambandinu væri nauðsynleg til að senda „afar sterk skilaboð til alþjóðasamfélagsins um stefnumótun Íslendinga til framtiðar,“ og íslenska þjóðin þurfi „að geta sagt álit sitt á aðild í þjóðaratkvæðagreiðslu“.<br /> <br /> Þetta var sannleikurinn sem þurfti að berja í hel. Í þeim tilgangi hefur Davíð síðan misnotað Morgunblaðið, dyggilega fjármagnað af stórútgerð Íslands, stillt byssur sínar við hvert tækifæri á forystulausan flokk, og í reynd rústað Sjálfstæðisflokknum með því að lyfta gömlum höfuðandstæðingi, Framsóknarflokknum, sem bjargvætti Íslands - og helsta kosti „sannra“ sjálfstæðismanna.<br /> <br /> <strong>Endurreisnarskýrsla Sjálfstæðisflokksins</strong><br /> <br /> Það sem ekki mátti segja, og aldrei verða að stefnu Sjálfstæðisflokksins, er eftirfarandi kafli sem er merkilegasta niðurstaða Endurreisnarskýrslu Sjálfstæðisflokksins, uppgjörs flokksins við hrunið:<br /> <strong><br /> „4. Framtíð íslensku krónunnar</strong><br /> </p> <ul> <li>Íslenska krónan er gjaldmiðill sem rúinn er trausti á alþjóðlegum gjaldeyrismarkaði. Vantraust erlendra aðila snýr ekki aðeins að krónunni heldur einnig íslensku laga- og reglugerðarumhverfi en markaðsaðilum og fjárfestum fannst að með neyðarlögum væri reglum breytt afturvirkt.</li> <li>Einhliða upptaka erlendrar myntar er óframkvæmanleg án stuðnings frá seðlabanka viðkomandi ríkis og skuldbindingar um svipaða þróun helstu hagstærða í báðum löndum.</li> <li>Umsókn um aðild að Evrópusambandinu og myntsamstarfi Evrópu sendir afar sterk skilaboð til alþjóðasamfélagsins um stefnumótun Íslendinga til framtíðar.</li> <li>Umsókn þýðir að stofnanir bandalagsins geta þegar hafið aðstoð við endurreisn efnahags og atvinnulífs á Íslandi.</li> <li>Náist samningar þarf þjóðin að geta sagt álit sitt á aðild í þjóðaratkvæðagreiðslu.“</li> </ul> <p>Höfundur er utanríkisráðherra.</p> <p><br /> </p> <p><a href="/media/utanrikisraduneyti-media/media/bladagreinar/mbl18042013.pdf">Greinin birtist í Morgunblaðinu 18. apríl 2013</a><br /> </p> <p><br /> </p>

2013-04-16 00:00:0016. apríl 2013Skattlagning á banka fyrir skuldara

<div> Össur Skarphéðinsson skrifar:<br /> <br /> </div> <div> <p>Stjórnarmeirihlutinn á Alþingi bjó til tvenns konar tæki sem skapa ríkinu afar sterka stöðu í nauðasamningum við kröfuhafa föllnu bankanna. Þau fólust í framlengingu gjaldeyrishafta sem koma í veg fyrir að kröfuhafar geti farið með gjaldeyri út úr landinu. Hitt tækið er samþykkt Alþingis um að gjaldeyriseign búanna færi undir höftin. Athyglisvert var að hvorki Sjálfstæðisflokkur né Framsókn treystu sér til að styðja þessi lög í fyrstu atrennu.</p> <p>Ríkisstjórnin ætlaði að nota þetta svigrúm, sem getur a.m.k. orðið frá 100-350 milljörðum, ef 200 milljarða krónueign bankanna er talin með, til að eyða kvikum krónum og lækka skuldir ríkisins um allt að 20%. Miklu skiptir að í kjölfarið yrði þá tiltölulega fljótt hægt að afnema gjaldeyrishöftin - jafnvel innan árs frá lokum samninga. Þar með væri rutt úr vegi helstu hindrun til að Ísland gæti farið beint inn í ERM II þegar aðild að ESB yrði samþykkt. Um leið væri krónan komin í skjól og drægi stórlega úr áhrifum verðtryggingar.</p> <p>Lokun á nauðasamningum gæti hins vegar tekið langan tíma. Í því ljósi gæti verið innistæðulítið að lofa skuldurum skjótri úrlausn. Það gera hins vegar Sigmundur Davíð og Framsóknarflokkurinn. Ég er hins vegar efins um að það sé hægt gegnum nauðasamninga að skapa nógu mikið svigrúm nógu fljótt til að geta staðið við loforðin sem Framsóknarflokkurinn og Sigmundur hafa gefið. Ég tel líka að aðferð hans kalli fram mikla verðbólgu sem mun éta upp ávinning skuldaranna af þessari einskiptisaðgerð.</p> <p><strong>Skattleggjum bankagróðann</strong></p> <p>Þess vegna vil ég fara aðra leið. Hún felst í tvennu. Annars vegar að skattleggja tímabundið ofsagróða bankanna. Þeir hafa frá upp hafi haft hagnað upp á 260 milljarða, og bara á síðasta ári var hann 66 milljarðar. Bankarnir eru ýmist í eigu ríkisins eða kröfuhafa. Ég vil með lögum láta þá borga 15 milljarða árlegan skatt á ofsagróða sinn í fimm ár. Sömuleiðis vil ég að sérstakur skattur upp á 0,1285% af öllum skuldum fjármálafyrirtækja verði líka látinn ná yfir fjármálafyrirtæki í slitameðferð. Það gæfi tekjur upp á um 13 milljarða á ári. Næði þetta fram að ganga gæti þessi tvíþætta skattlagning á bankana skapað rými upp á 140 milljarða.</p> <p>Þetta gæti verið til ráðstöfunar til að fjármagna aðgerðir til að rétta hlut þeirra sem fóru verst út úr hruninu. Í kjölfarið vil ég svo nota svigrúmið sem skapast við nauðasamninga til að greiða niður skuldir ríkisins, lækka þær um 20%, og afnema gjaldeyrishöftin sem fyrst í kjölfarið. Um þetta hljótum við Sigmundur að geta verið sammála. Þetta nær markmiðum okkar beggja um lausn fyrir illa stadda skuldara frá bóluárunum fyrir hrun, lækkar skuldir ríkisins um 20% og gerir okkur kleift að afnema gjaldeyrishöftin.</p> <p><br /> </p> <p><a href="/media/utanrikisraduneyti-media/media/bladagreinar/Frbl16042013.pdf">Greinin birtist í Fréttablaðinu 16. apríl 2013.</a><br /> </p> </div>

2013-04-12 00:00:0012. apríl 2013Svigrúmið og Sigmundur Davíð

<div> <div> <div> Eftir Össur Skarphéðinsson<br /> <br /> </div> <div> Sigmundur Davíð ætlar að búa til 300 milljarða með nauðasamningum við kröfuhafa og nota til að lina þjáningar þeirra sem sitja uppi með stökkbreyttar skuldabyrðar verðtryggðra lána. Sigmundur er í góðu skapi þessi dægrin og á Sprengisandi lofaði hann líka að taka á sinn klakk byrði þeirra sem tóku myntkörfulán, en hafa ekki fengið næga úrlausn. Aldrei er að vita hvað honum tækist með góðra manna hjálp.<span><br /> <br /> </span> <div align="center"> <strong><span>I.</span></strong><br /> </div> <span><br /> </span>Sjálfur er hann kominn með nýjan sið og hættur við að „rýja“ kröfuhafana eins og Jón Steinsson kallar það, og segir réttilega að ríkið hafi tæki til að ná við þá samningum. Hann vill bara ekki að nokkur nema hann noti þau. En hver bjó til þessi tæki? Hvar var þá Sigmundur sjálfur? Var hann fylgjandi því að tækin, sem skapa nú þrýstinginn á kröfuhafana, yrðu búin til? Nei, hann var það ekki. - Þessi tæki, sem eru forsenda svigrúms í samningum við kröfuhafa, bjó núverandi stjórnarmeirihluti á Alþingi til með því að framlengja gjaldeyrishöftin án tímamarka og með því að fella í mars á sl. ári gjaldeyriseign þrotabúa föllnu bankana líka undir höftin.<br /> <br /> <div align="center"> <strong><span>II.</span></strong><br /> </div> <span><br /> </span>Í þeirri stöðu eiga kröfuhafarnir þann grænstan að taka hugsanlegu tilboði stjórnvalda eða horfa á eftir þrotabúum gömlu bankanna í gjaldþrot og sjá þá allt sitt fé læst niður alllengur en lyst þeirra stendur til. Samningaleiðin, sem Sigmundur er nú orðinn sammála ríkisstjórninni um, er að sönnu harkaleg. En hún er fullkomlega boðleg miðað við efnahagsstöðuna og aðdraganda máls.<span><br /> <br /> </span> <div align="center"> <strong><span>III.</span></strong><br /> </div> <span><br /> </span>Það er hins vegar athyglisvert að þegar í harðbakkann sló treysti Sigmundur sér ekki til að taka þátt í að smíða þessi tæki. Hann og Framsókn studdu ekki framlengingu gjaldeyrishaftanna fyrr en í annarri atrennu. Sigmundur sat hjá með sínu liði. Stjórnarandstaðan notaði stöðu sína við þinglok á sínum tíma til að koma í veg fyrir að gjaldeyrishöftin yrðu í fyrstu atrennu framlengd lengur en til 2013. Það styrkti stöðu kröfuhafanna og veikti verulega stöðu Seðlabankans til að vinda ofan af snjóhengjunni. Í seinni atrennunni tókst að koma vitinu fyrir stjórnarandstöðuna. Þá loks náðist sú sterka staða gagnvart nauðasamningum sem nú er komin upp fyrir atbeina stjórnarmeirihlutans á Alþingi.<span><br /> <br /> </span> <div align="center"> <strong><span>IV.</span></strong><br /> </div> <span><br /> </span>Þegar stjórnarmeirihlutinn lagði svo til að gjaldeyriseign búanna félli undir höftin, sem var algjört lykilatriði, þá sat Framsókn aftur hjá á Alþingi. Hún treysti sér semsagt ekki til að styðja ákvörðun um að bú bankanna færu undir höftin. Í dag er það þó önnur meginforsenda þess að hægt verði að skapa svigrúmið fræga með samningum. Í þeim slag var brynja Framsóknar tómlætið eitt.<span><br /> <br /> </span> <div align="center"> <strong><span>V.</span></strong><br /> </div> <span><br /> </span>Hitt er rétt, að það fjárhagslega svigrúm sem ríkisstjórnin ætlaði sér að skapa í fyllingu tímans með þessari aðferð átti að fara í að greiða niður skuldir ríkisins, og hugsanlega í að endurfjármagna Íbúðalánasjóð og tryggja þannig örugg og ódýr húsnæðislán til framtíðar. Sú aðgerð að nýta umrætt fjárhagslegt svigrúm til að treysta fjárhagslega stöðu ríkisins dregur úr þenslu til framtíðar og vinnur gegn áframhaldandi verðbólgu. Hinu er ég líka sammála, að við eigum óloknu verki gagnvart þeim fjölskyldum sem hafa horft á eignarhlut í heimilum sínum brenna upp í gengishruni - og þær gátu ekki séð fyrir.<br /> <br /> <div align="center"> <strong><span>VI.</span></strong><br /> </div> <span><br /> </span>Þeir sem vilja nota til þess verks svigrúmið fræga verða að hafa í huga að verulegur hluti af því mun felast í krónueign sem gæti komið í hlut ríkisins, og jafngilti seðlaprentun að koma henni út í hagkerfið. Ætli Sigmundur að fara þá leið, þá verður samhliða að grípa til ráðstafana sem til lengri tíma vinna gegn þenslu og tryggja þannig að sá ávinningur fórnarlamba hrunsins brenni ekki á nýju verðbólgubáli. Það er ekki hægt nema flytja inn þann stöðugleika sem felst í að taka upp evruna. Leið Sigmundar er því ekki fær, nema ganga í Evrópusambandið og opna þannig leið til að taka upp evruna. Það endatafl er ég til í að ræða.<br /> <br /> <div align="center"> <strong><span>VII.</span></strong><br /> </div> <span><br /> </span>Það verður líka að horfast í augu við þá spurningu, hvort það sé ábyrgt að lofa fólki úrlausn á grundvelli svigrúms, sem enn er fugl í skógi? Höfum hugfast að það getur tekið langan tíma að fanga þann fugl og koma í hús. Slitastjórnir og ráðgjafar sem hafa prívathagsmuni af því að nauðasamningar taki sem lengstan tíma munu finna hvert fótakeflið á fætur öðru til að velta á allar götur sem liggja til samninga. Lagaskrúbbið á samningunum eitt og sér, þegar þeir eru í höfn, gæti þar að auki tekið fast að ári til viðbótar. Trúir eðli sínu og yfirboðurum er heldur ekki ósennilegt að lagakrókamenn á vegum einhverra kröfuhafa muni neyta allra ráða til að tefja feril máls með lögsóknum.<br /> <br /> <div align="center"> <span><strong>VIII.</strong></span><br /> </div> <span><br /> </span>Samningaleiðin, eins og Sigmundur vill núna fara, felur þar að auki í sér að opinber aðili þarf að kaupa bankana af kröfuhöfum, og selja þá síðar á markaði til að innleysa a.m.k. hluta af þeim hagnaði sem Sigmundur ætlar að hafa af gerningnum. Það mun væntanlega þurfa að gerast í áföngum og lengir því enn tímann þangað til fuglinn í skóginum verður hugsanlega höndum tekinn - og svigrúmið skapað. Varla ætlar Framsókn að fara að hætti pólitískra feðra sinna og selja það nýjum S-hópi, eða mönnum í teinóttum jakkafötum eins og síðast?<br /> <br /> <div align="center"> <strong><span>IX.</span></strong><br /> </div> <span><br /> </span>Punctum saliens er því að það er algerlega óvíst hvenær hægt er að innleysa svigrúmið sem næst með nauðasamningunum. Allt eins líklegt er að það verði ekki fyrr en eftir nokkur ár - jafnvel ekki fyrr en kjörtímabilið er á enda. Kemur þá að spurningu til Sigmundar: Er þá ekki betra að hefja ferðalagið með því að fara skjótvirkari leið, sem felur samt í sér að kröfuhafarnir eru teknir með inn í fjármögnun á aðgerðum til bjargar heimilum landsins? Hún gæti falist í því að skattleggja ofsagróða bankanna, sem kröfuhafarnir eiga að stærstum hluta, og höfðu á síðasta ári næstum 70 milljarða samanlagt í hagnað.<br /> <br /> <div align="center"> <span><strong>X.</strong></span><br /> </div> <span><br /> </span>Þessi leið tryggir fjármögnun strax til að kosta aðgerðir fyrir verst settu skuldarana sem keyptu húsnæði með verðtryggðum lánum á bóluárunum fyrir hrun. Bankarnir eru að stórum hluta í eigu kröfuhafanna og þetta er því í raun aðeins önnur leið til að nýta það svigrúm sem verður til í samningum við þá - en hún er fljótvirkari, öruggari, og er ekki fugl í skógi. Hún virkar strax. Ef enn er féskylft til verksins þegar nauðasamningum lýkur í fyllingu tímans er hægt að sækja í svigrúmið. Ef ekki, þá gætum við Sigmundur líklega orðið sammála um að hugsanlegt svigrúm rynni til að lækka árlega vaxtabyrði ríkisins með því að greiða niður skuldir þess, eða/og sömuleiðis, að endurfjármagna Íbúðalánasjóð til að gera honum fært að lána ódýr og örugg lán inn í framtíðina. Þar með væri líka gengið frá kosningavíxli Framsóknar síðan 2003.<span>&#160;</span><br /> <br /> Höfundur er utanríkisráðherra<br /> <a href="/media/utanrikisraduneyti-media/media/bladagreinar/mbl-12042013.pdf"><br /> Greinin birtist í Morgunblaðinu 12. apríl 2013.</a><br /> </div> </div> </div> <br />

2013-04-09 00:00:0009. apríl 2013Klárum viðræðurnar – með stæl!

<p><span>Össur Skarphéðinsson skrifar.</span><br /> </p> <p><span>Viðræðurnar um aðild Íslands að Evrópusambandinu varða grundvallarmál fyrir framtíð Íslands. Það skaðar hagsmuni okkar allra ef þeim verður slitið. Þjóðin á sjálf að fá lokaorðið um aðildarsamning. Það er hins vegar hlutverk okkar stjórnmálamanna að tryggja að endanlegur samningur verði sem bestur fyrir Ísland. Góðu fréttirnar eru þær að viðræðurnar ganga vel og það er farið að sjá til lands.</span><br /> </p> <p><strong>Skoðanakannanir og þjóðaratkvæði<br /> </strong><span><strong>Þ</strong>eir sem vilja hlaupa úr viðræðum í miðjum klíðum segja jafnan að skoðanakannanir sýni að Íslendingar vilji ekki ganga í ESB ef kosið væri í dag. Gott og vel. En hvað með þá staðreynd að sömu skoðanakannanir hafa líka sýnt ítrekað að mikill meirihluti landsmanna vill ljúka samningaviðræðunum? Eigum við ekki líka að taka mark á þeirri niðurstöðu? Sú skoðanakönnun sem mestu máli skiptir er vitaskuld&#160; þjóðaratkvæðagreiðslan.</span></p> <p><strong>Hvernig verður Ísland betra?<br /> </strong><span>Með aðild að Evrópusambandinu fær Ísland traustari umgjörð um allt efnahagslífið. Aukinn aga, aðhald að utan og stuðning þegar þess er þörf. Umgjörðin í dag er gatslitin. Á Íslandi er langvarandi hærri verðbólga á Íslandi en í nágrannaríkjunum. „Íslandsálagið“ á vexti á erlendum lánum til ríkisins, sveitarfélaga, fyrirtækja og heimila nemur um 130 til 230 milljörðum króna á ári. Íslensk heimili borga 117 milljörðum meira í vexti af húsnæðislánum heldur en fjölskyldur í Evrópu. Milljarðatugir streyma úr landi vegna „Íslandsálagsins.“</span></p> <p><strong>Komum krónunni í skjól<br /> </strong><span>Þessu getum við breytt. Rétt er, að við getum ekki tekið upp evru strax og við göngum í ESB. En svo að segja strax eigum við kost á þátttöku í gjaldmiðilssamstarfi, þar sem krónan fær skjól af tengingu við evruna með stuðningi Seðlabanka Evrópu. Um leið hættir hún að vera sama uppspretta óstöðugleika og verðbólgu sem hún er í dag. Við það lækkar verðbólgan og vextirnir. Þá getum við borgað niður lánin okkar, í stað þess að horfa á þau hækka mánuð eftir mánuð, ár eftir ár. Þetta er ekki fjarlæg framtíðarmúsík. Þetta getur gerst&#160; á næsta kjörtímabili – ef við viljum það.&#160;</span></p> <p><strong>Þetta er hægt<br /> </strong><span>Ísland getur sannarlega landað góðum samningi, sem tekur tillit til sérstöðu Íslands. Við getum áfram tryggt þróttmikinn sjávarútveg og blómlegan landbúnað. Samningur um aðild mun treysta fullveldi Íslands og öryggi til framtíðar. Hann mun hleypa auknum krafti í landsbyggðina í gegnum þátttöku í evrópskri byggða- og atvinnustefnu. Í krafti hans öðlast lítil og meðalstór fyrirtæki tækifæri til að vaxa og dafna gegnum aðgang að lánsfé á eðlilegum kjörum og umhverfi sem leyfir langtímaáætlanir sem standast. Þannig eykst hagvöxtur og þannig verða störfin til.</span></p> <p><strong>Stöndum saman<br /> </strong><span>Verkefnið framundan er að ljúka gerð samningsafstöðu Íslands í landbúnaði og sjávarútvegi og hefja viðræður um þá grundvallaramálaflokka. Þegar öll mál eru komin upp á samningaborðið sýnir reynslan að hlutirnir geta gengið hratt fyrir sig. Þá er bara einn áfangi eftir, lokaáfanginn. Sem starfsmaður á plani leyfi ég mér að segja: Stöndum saman, Íslendingar, og ljúkum ESB-viðræðunum. Klárum þær með stæl!&#160;</span></p> <p><span><br /> </span></p> <p><a href="/media/utanrikisraduneyti-media/media/bladagreinar/DV-8.-9.pdf">Greinin birtist í DV 8.-9. apríl 2013.</a></p>

2013-04-08 00:00:0008. apríl 2013Evran og skuldamál heimilanna

<p>Össur Skarphéðinsson skrifar:</p> <div> Flest okkar þekkjum allt of vel hvernig verðtryggðu lánin ruku upp í hruninu. Þegar krónan féll eins og steinn fór verðbólgan á flug. Og þegar verðbólgan fer á flug tekur hún verðtryggðu lánin með sér. Þau hækka í hæstu hæðir og eftir stendur venjulegt fólk og starir á greiðsluseðlana. Hönnunargallinn í hagkerfinu blasir við: Lánin hækka og hækka þótt fólk borgi og borgi. </div> <div> <br /> </div> <div> <strong>Krónan hækkar lánin</strong> </div> <div> En þetta gerist ekki bara í hruni. Verðbólgan hér á Íslandi er viðvarandi langtum hærri en í nágrannaríkjunum. Rannsóknir sérfræðinga Seðlabankans sýna að blessuð krónan okkar ber þar mesta ábyrgð sem bæði sveiflu- og verðbólguvaldur. Því óstöðugra sem efnahagsumhverfið er - því dýrari verða lánin. Skuldamál heimilanna verða því ekki aðskilin gjaldmiðilsmálunum. </div> <div> <br /> </div> <div> Þess vegna auglýsti Sjálfstæðisflokkurinn fyrir kosningarnar 2009 einhliða upptöku evru. Sigmundur Davíð hélt heila ráðstefnu um Kanadadollar. Steingrímur J. varð um hríð ástfanginn af norsku krónunni. En Seðlabankinn sló þá valkosti alla út af borðinu. Í gjaldmiðilsskýrslunni frá síðasta sumri kvað hann skýrt upp úr með að valkosturinn við óstöðuga krónu væri bara einn: upptaka evru. </div> <div> <br /> </div> <div> <strong>„Íslandsálagið“</strong> </div> <div> <span>Í skýrslu Viðskiptaráðs frá því fyrir jól kemur fram að lántökukostnaður íslenska ríkisins er að meðaltali 4,5% hærri en í samanburðarríkjum árin 1995 til 2012. Þetta er hið svonefnda »Íslandsálag« sem við þurfum að borga umfram aðrar þjóðir með gjaldmiðlinum okkar á skuldir allra heimila, fyrirtækja og hins opinbera. Viðskiptaráð mat það svo, að »Íslandsálagið« gæti numið á bilinu 130 til 230 milljörðum króna á hverju einasta ári.</span><br /> </div> <div> <br /> </div> <div> Líklega er neðri talan afar varlega áætluð því bara ríkið eitt og sér borgar um 90 milljarða króna á ári í vexti af erlendum lánum. Þá eru eftir vaxtagreiðslur sveitarfélaganna sjötíu og sjö, fyrirtækjanna okkar og tugþúsunda heimila. Sérhvert prósentustig í lægri vexti einungis af skuldum ríkissjóðs getur skilað okkur 14-15 milljörðum á ári. Ef Ísland fengi að borga Evrópuvexti myndi það spara ríkissjóði um 60 milljarða króna á ári. Það eru raunverulegir fjármunir. </div> <div> <br /> </div> <div> <strong>Þrefalt hærri vextir</strong> </div> <div> Alþýðusamband Íslands kemst að svipaðri niðurstöðu varðandi »Íslandsálagið«. Þeirra útreikningar frá því fyrir rúmu ári sýndu að vextir af nýjum húsnæðislánum hér á Íslandi hafa verið tæplega þrefalt hærri en að meðaltali á evrusvæðinu. - Þrefalt hærri! </div> <div> <br /> </div> <div> ASÍ segir að ef Íslendingar fengju að borga meðaltalsvexti á evrusvæðinu myndi það spara íslenskum heimilum um 117 milljarða króna á ári. Það jafngildir að meðaltali 17% hækkun ráðstöfunartekna. Þetta undirstrikar enn frekar að skuldamál heimilanna eru nátengd gjaldmiðilsmálunum. Staðreyndin er sú, að krónan er þyngsti skatturinn. </div> <div> <br /> </div> <div> <strong>Íslenski kúrinn?</strong> </div> <div> <span>Niðurstaðan: Það er ekki nóg að að skera svolítið af skuldunum ef við lendum aftur á sama stað. Við Sigmundur Davíð vitum alltof vel að íslenski kúrinn dugar skammt ef maður bætir aftur á sig skömmu síðar. Ef ekkert er að gert í gjaldmiðilsmálunum mun óstöðugleikinn valda því að skuldirnar hækka jafnskjótt aftur í næsta verðbólguskoti. Bara með því að losna við »Íslandsálagið« geta íslensk heimili aukið ráðstöfunartekjur sínar svo um munar. Fyrirtækin geta bætt rekstur sinn. Og íslenska ríkið mun hafa úr meiru að spila því það fer tugmilljörðum minna í vaxtagreiðslur.</span><br /> </div> <div> <br /> </div> <div> Höfundur er utanríkisráðherra </div> <div> <br /> </div> <div> <a href="/media/utanrikisraduneyti-media/media/bladagreinar/mbl-06.04.pdf">Greinin birtist í Morgunblaðinu 6. apríl 2013</a> </div> <br />

2013-04-05 00:00:0005. apríl 2013Ljúkum aðildarviðræðunum

<p>Össur Skaprhéðinsson skrifar:<br /> <br /> Í fyrsta lagi vegna þess að Evrópumálin eru eitt stærsta hagsmunamál Íslands til framtíðar. Aðild að ESB snýst um að koma á traustari umgjörð um efnahagslífið þannig að verðbólga og vextir geti lækkað og stöðugleiki komist á. Varanlega. Í dag nemur Íslandsálagið á krónuna um 130-230 milljörðum á hverju ári og íslenskar fjölskyldur borga 117 milljörðum meira á ári af húsnæðislánum en heimili í Evrópu. Það er ekki hægt að aðskilja skuldamálin frá gjaldmiðilsmálunum. Þess vegna eru Evrópumálin svona brýn.<br /> <br /> Í öðru lagi vegna þess að við erum langt komin í viðræðunum. Samningar eru hafnir eða þeim lokið í um 4/5 hluta allra málaflokka. Við höfum náð mjög góðum árangri við að koma á framfæri skilningi á sérstöðu Íslands í sjávarútvegsmálum, landbúnaði, byggðamálum og umhverfismálum. Samningalið okkar er þrautþjálfað og einbeitt í að ná sem bestum samningi. Í þriðja lagi myndu slit á viðræðunum endanlega skera á þann möguleika að taka upp evru – ef þjóðin svo kýs. Seðlabankinn hefur sagt skýrt að evran er eini raunhæfi valkosturinn við veika krónu. Það er í skýrri andstöðu við blákalda hagsmuni Íslands að taka frá þjóðinni möguleikann á að velja þar á milli.<br /> <br /> <strong>Eina leiðin</strong><br /> Í fjórða lagi vegna þess að þetta er eina leiðin til þess að útkljá Evrópumálin. Einungis með því að fá aðildarsamning á borðið sjáum við raunverulega hvað aðild felur í sér. Þá getur umræðan um aðild og áhrif aðildar á byggðamálin, umhverfi og auðlindir, unga fólkið, rannsóknir og þróun, smáfyrirtæki og skapandi greinar, snúist um staðreyndir en ekki getgátur. Stór hluti Evrópuandstöðunnar byggir á þeirri trú að Íslendingar geti ekki ná góðum samningi. Ég er ekki haldinn þeirri vanmetakennd.<br /> <br /> Í fimmta lagi er lýðræðislegt að ljúka samningum. Meirihluti Alþingis samþykkti að fela ríkisstjórn að sækja um aðild að ESB. Víðtækt samráð hefur verið haft við hagsmunaaðila og félagasamtök í samningaferlinu. Gögn eru birt jafnskjótt á vefnum. Skoðanakannanir hafa ítrekað sýnt að mikill meirihluti Íslendinga vill sjá samninginn. Þjóðin á að eiga lokaorðið í Evrópumálunum.<br /> <br /> <a target="_blank" href="http://visir.is/ljukum-adildarvidraedunum/article/2013704059887">Greinin birtist einnig samdægurs á Visir.is</a><br /> <br /> </p>

2013-03-28 00:00:0028. mars 2013Á vaktinni fyrir Ísland

<div> Eftir Össur Skarphéðinsson<br /> <br /> </div> <p>Íslenska utanríkisráðuneytið sinnir ekki bara samningum, eða vörn og sókn fyrir hagsmuni íslenska ríkisins, á erlendri grundu. Það vakir - í bókstaflegri merkingu - allan sólarhringinn til að aðstoða íslenskra ríkisborgara sem lenda í óvæntum vanda erlendis. Borgaraþjónustan stendur vaktina 24 tíma á sólarhring, alla daga ársins. Sendiskrifstofur í 24 löndum, og vel skipulagt net ríflega hundrað ólaunaðra ræðismanna víðs vegar um heiminn er ræst út eins fljótt og unnt er eða liðsinni veitt að heiman. Ég lít á þessa þjónustu sem ein mikilvægustu verkefni okkar, og er stoltur af vaskleika liðsins sem stendur vaktina.<span><br /> <br /> <strong>Sektir og týnd skilríki</strong><br /> </span>Eitt kvöldið hringdi andstutt kona dyrasímanum heima. Maður hennar á leið á sjávarútvegssýningu til að kynna fyrirtæki þeirra hjóna hafði verið handtekinn fyrir of hraðan akstur í Suður-Evrópu og hafði ekki reiðufé fyrir sektinni. Ráðuneytið ræsti út ræðismann sem lagði út fyrir sektinni. Fjórum tímum eftir að dyrabjallan hringdi var karl hennar laus úr dýflissu og komst á vörusýninguna. Það var gott kvöld hjá þjónustunni.<br /> Mörg tilvika tengjast skilríkjum, sem týnast eða er stolið. Maður í Suður-Ameríku gleymir vegabréfi í leigubíl. Annar tapar veski með skilríkjum í fótboltaferð. Vinkonur fjarri Íslandi lenda í að þjófur sprengir upp öryggishólfið og hirðir vegabréfin. Íslenskt barn fæðist í Asíu - og vantar ferðapappíra. Ekki er lengra síðan en á mánudag að okkur barst bréf frá glaðri fjölskyldu sem þurfti framlengingu á vegabréfi á leið í páskaferð til annarrar heimsálfu: „Verð bara að fá að þakka fyrir ótrúlega þjónustu - það er ekki hægt að vera stoltari af þjóðerni sínu en á svona stundum, og fyrir það frábæra fólk sem við Íslendingar eigum. Þúsund þakkir fyrir mig - svona gengur bara upp hjá Íslendingum.“<br /> <br /> <span><strong>Líkflutningur og týndra leitað</strong><br /> </span>Maður týnist í stórborg, þar sem lögreglan kippir sér ekki upp við tilkynningu um týndan útlending. Ráðsnar sendiherra ræsir alla starfsmenn og ínáanlega Íslendinga til að leita. Hann finnst að lokum, hundfúll, en ættingjarnir gráta af hamingju.<br /> Menn leita gjarnan á náðir borgaraþjónustunnar ef ættingi veikist illa erlendis til að fá aðstoð við að koma viðkomandi heim. Sorglegustu tilvikin eru kannski þegar fjölskylda er á ferðalagi og dauðsfall hendir. Ráðuneytið kann alltof vel að koma líki heim.<span><br /> <br /> <strong>Sorgleg fangamál</strong></span><br /> Fangamálin eru erfiðust. Í Evrópu eru þó sendiráð nálæg. Á minni vakt hef ég upplifað að sendiráði tókst með óhefðbundnum hætti að koma í veg fyrir að íslenskur ríkisborgari í varðhaldi væri framseldur til ríkis utan Evrópu þar sem fangelsismál eru með því allra versta sem þekkist. Einn sendiherra, með sérlega staðföst augu, mætti dag hvern í réttarhald yfir ógæfusömum ungum Íslendingum. Dómarinn lauk sínu máli þannig að þó að viðkomandi væru sekir ætlaði hann að senda þá heim til Íslands vegna góðra orða sendiherrans um bernsku og innræti viðkomandi. Í mörgum löndum sýnir reynslan hins vegar að það getur verið háskalegt að reyna að tala inn í dómskerfið. Við metum stöðuna út frá aðstæðum.<br /> Verst viðfangs eru málefni fanga sem eru teknir fyrir meint smygl á eiturlyfjum í löndum víðs fjarri okkur, þar sem mannréttindi eru lítils virði, og fangelsin full af vestrænu ungu fólki sem hefur lent á röngu spori. Í þessum löndum höfum við engar sendiskrifstofur. Þá reynast ræðismennirnir afar mikilvægir. Þeir eru þó ólaunaðir, og sinna þjónustu við fanga í hreinni sjálfboðavinnu.<br /> Það er ofurskiljanlegt að harmi lostnum fjölskyldum heima á Íslandi finnist ekki nóg að gert þegar ekki tekst að ná unglingnum þeirra út úr fangelsi, þar sem troðið er í klefa, fötunum stolið af þeim, maturinn vondur, og mannréttindi lítils virði. Raunveruleikinn er allt öðru vísi. Í öllum tilvikum er reynt af fremsta megni að gæta allra réttinda viðkomandi fanga. Á síðustu sex mánuðum höfum við sent fólk nokkrum sinnum þvert yfir hnöttinn til að gæta réttinda Íslendinga í varðhaldi eða fangelsi - af því við höfum óttast um þeirra hag.<br /> <br /> <strong>Þrýstingi beitt</strong><br /> Stundum er hægt að beita óformlegum þrýstingi. Ég hef látið sendiherra koma því á framfæri að ég íhugi að draga fulltrúa Íslands út úr stofnun í ríki þar sem ég taldi okkar hagsmunum augljóslega misboðið að því er varðaði rétt einstaklings. Ég hef leyft sendiherra að hafa í óformlegum samtölum eftir mér þá skoðun að Ísland telji það ekki þess virði að eiga stjórnmálasamband við fjarlægt ríki sem virtist fara illa með rétt Íslendings, sem reyndist svo ekki sekur. Í svona tilvikum kemur það Íslandi til góða að hafa virka utanríkisþjónustu sem leggur sig fram um að rækta tengsl inn í stjórnkerfi sem flestra þjóða, og er alltaf lipur til samstarfs við fjarlæg ríki - jafnvel þó að það kosti stundum tíma og fjármagn.<br /> Staðreyndin er sú að alltaf þegar Íslendingur lendir í vanda í útlöndum er brugðist við og allt gert til að leysa hann og tryggja að öll réttindi séu virt.<br /> <br /> Höfundur er utanríkisráðherra.<br /> <br /> <a href="/media/utanrikisraduneyti-media/media/bladagreinar/Mbl-28.03.pdf"><br /> Greinin birtist í Morgunblaðinu þann 28. mars 2013.</a><br /> </p>

2013-03-28 00:00:0028. mars 2013Páskabréf til Björns Bj.

<div> <div> <p>Össur Skarphéðinsson skrifar:<br /> </p> <p>Björn Bjarnason skrifar í Fréttablaðinu í gær að Ísland geti víst haft áhrif á mótun löggjafar í EES-samstarfinu. Þar séu vannýtt tækifæri og EES-samstarfið lifi góðu lífi. Því miður hefur örlað á að forysta hans eigin flokks tali stundum eins og hún sé jafnvel reiðubúin að setja í uppnám veigamikla hluta af EES-samningnum. Það gleður mig því að Björn er ekki kominn á slóðir sömu öfga hvað Evrópu varðar. Hann man enn þá kosti Evrópusamvinnunnar. Það er hins vegar ekki nóg að muna. Menn verða líka að hugsa rökrétt.</p> <p>Í nýlegri norskri skýrslu um stöðu EES-samstarfsins tala frændur okkar Norðmenn jákvætt um Evrópusamvinnuna. EES-samningurinn sé traustur þverbiti undir efnahagslífið. Þeir hamra hins vegar á hinum stóra galla sem felst í fullveldisafsalinu sem honum fylgir. Sama sagði Carl Bildt. Staðan er því miður ekki betri hjá okkur. Á síðasta ári tókum við upp 486 lagagerðir inn í EES-samninginn - án þess að Ísland hefði teljandi áhrif á mótun þeirra.</p> <p>Er hægt að auka áhrifin í EES-samstarfinu með virkari þátttöku eins og Björn hvetur til? Norðmönnum hefur ekki tekist það með miklu meiri fjármunum og mannafla en við. Það breytir ekki heldur þeirri staðreynd að í EES sitjum við ekki við borðið þar sem ákvarðanir eru teknar heldur hírumst á ganginum, þaðan sem meira að segja Norðmönnum gengur illa að pukra skilaboðum inn í sal. Hjá Birni kemur hins vegar fram mikilvægt sjónarmið sem margir af skoðanabræðrum hans þverskallast við að viðurkenna: Ísland getur haft áhrif í alþjóðasamstarfi. Geti Ísland haft áhrif í EES-samstarfinu utan af gangi eins og Björn fullyrðir, þá hljóta þau að verða meiri ættum við sæti við borðið. Niðurstaðan er einföld: Aðild að ESB mun treysta fullveldi Íslands.</p> <p>Að lokum. Björn notar grein sína til að saka flokksbróður sinn Carl Bildt bæði um rógburð og klæki - og það rétt fyrir sjálfa páskana. Það skyldi þó ekki vera að þetta pínlega persónuníð gagnvart öllum sem ekki eru á "hinni einu sönnu skoðun" sé að fæla fólk frá Sjálfstæðisflokknum þessa dagana?</p> <p><br /> </p> <p><a href="/media/utanrikisraduneyti-media/media/bladagreinar/Frbl-28.03.pdf">Greinin birtist í Fréttablaðinu 28. mars 2013.</a><br /> </p> </div> </div>

2013-03-27 00:00:0027. mars 2013Íslandsgáttirnar þrjár

<p>Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra skrifar:<br /> <br /> Aukið frelsi í viðskiptum og sköpun nýrra tækifæra til að auka hagsæld Íslands eru grunngildi í þeirri utanríkisstefnu sem ég hef mótað fyrir Ísland. Áherslur mínar hafa einkum verið þrenns konar: Í fyrsta lagi að tengja Ísland nánari böndum við mikilvægustu markaðssvæði okkar, ekki síst Evrópulöndin, sem er sterkasti markaður Íslendinga. Í öðru lagi að spenna upp gáttir til nýrra markaða í Asíu þar sem efnahag þjóða fleygir fram. Þessir markaðir munu verða drifafl í hagvexti á öldinni og ég lít á þá sem mikilvægar nýræktir fyrir íslenska framleiðslu í framtíðinni. Í þriðja lagi að skapa Íslandi tækifæri til að gera norðurslóðir að uppsprettu mikilla, nýrra verðmæta fyrir land og þjóð. Þessa stefnu má gróflega draga saman í þrennt: Evrópuleiðina, Asíugáttina og norðurslóðir. Hver þeirra styrkir hina, og þó ein lokist eru hinar opnar. Kjarni þessarar stefnu er að veðja ekki öllu á einn framtíðarkost, heldur þróa marga.<br /> <br /> <strong>Evrópuleiðin</strong><br /> Evrópuleiðin fól í sér umsókn um aðild að Evrópusambandinu. Hún miðar að því að gera Ísland að hluta af stærri og sterkari efnahagsheild, sem tryggir efnahagslegan stöðugleika, og heldur opnum þeim möguleika að taka upp evru í staðinn fyrir krónu – ef þjóðin svo kýs. Það væri því glapræði að fresta viðræðum um aðild, og skera þannig endanlega á möguleikann til að taka upp evru í stað krónunnar. Það myndi skaða hagsmuni Íslands.<br /> Upptaka evru felur í sér lækkun á vöxtum, verðbólgu – og verðlagi – og er auðveldasta leiðin til að kasta verðtryggingunni. Aðild að ESB mun samkvæmt reynslu annarra smáþjóða sem hafa gengið í sambandið stórauka erlendar fjárfestingar á Íslandi, minnka viðskiptakostnað um tugi milljarða árlega að sögn Seðlabankans og einfalda viðskipti. Hún mun því leiða til aukins útflutnings, meiri hagvaxtar, og fleiri starfa. Evrópuleiðin er langbesti kosturinn til að bæta lífskjör á Íslandi og tryggja stöðugleika fyrir fjölskyldur og fyrirtæki.<br /> <strong><br /> Stórsókn fyrir sjávarútveg</strong><br /> Utanríkisstefnan þarf að taka mið af sjávarútvegi, sem burðar­ási í atvinnulífinu. Innan hans hefur verið tortryggni gagnvart Evrópuleiðinni. Sú tortryggni er á misskilningi byggð. Aðild opnar á stórsókn fyrir sjávarútveg í Evrópu. Hún mun í fyrsta lagi tryggja þær auðlindir, sem sjávarútvegur býr að í dag. Hún mun í öðru lagi afnema alla tolla á 500 milljóna manna markaði Evrópu. Í því felast einstök, ný tækifæri fyrir fjölmörg lítil fyrirtæki í fullvinnslu hringinn í kringum landið, sem í dag eru lokuð frá Evrópu með tollamúr.<br /> Ástæðan fyrir að þau eru flest örsmá er örlítill heimamarkaður. Yrði þeim boðið upp á tollalausan 500 milljóna manna heimamarkað ættu þau gríðarlega sóknarmöguleika. Enginn vafi er á að sum þeirra myndu vaxa upp í stór alþjóðleg fyrirtæki og skapa með útflutningi mikil, ný verðmæti fyrir íslenska samfélagið.<br /> Með aðild myndi einnig útgerð og annarri vinnslu opnast opnast leið til að sækja fram í Evrópu í krafti einstakrar samkeppnis­hæfni. Í nýju samstarfi við evrópsk fyrirtæki í vinnslu og veiðum gæti íslenskur sjávarútvegur því líka náð miklum slagkrafti utan Evrópu þar sem sjávarútvegur er vanþróaður.<br /> Sama gildir um landbúnað. Millistétt Evrópu er viljug til að greiða hátt verð fyrir heilnæma hágæðavöru einsog obbi íslensks landbúnaðar framleiðir. Evrópuleiðin felur því í sér sóknarmöguleika fyrir báðar þessar gömlu greinar, fyrir nú utan að hún leiddi til vaxtalækkana sem myndu létta 6–9 milljörðum af sjávarútvegi í vaxtagreiðslur árlega, og líklega rífum milljarði af bændum.<br /> <br /> <strong>Asíugáttin</strong><br /> Kína og Indland sigla hraðbyri í að verða mestu efnahagsveldi veraldar innan skamms tíma. Suðaustur-Asía er sömuleiðis á fljúgandi siglingu. Millistétt Asíu mun strax á næsta áratug verða mótorinn í aukningu heimsviðskipta. Þetta geta orðið nýræktir Íslands í framtíðinni, ef rétt er á málum haldið. Við þurfum að tryggja fríverslun við þessi ríki, sem í framtíðinni geta greitt hátt verð fyrir íslenska framleiðslu, hvort sem hún er úr fiski, landbúnaði, eða skapandi greinum.<br /> Innan EFTA hef ég því lagt mikla áherslu á fríverslunarsamninga við þennan heimshluta, ekki síst tvíhliða samning við Kína. Það hefur loks skilað ríkulegum ávöxtum – í apríl mun Ísland undirrita samning um fríverslun við Kína. Það er fyrsti samningur sem nokkru evrópsku ríki hefur tekist að gera við Kína um fríverslun. Þessi einstæði árangur mun skapa Íslandi gríðarlegt viðskiptalegt forskot inn í framtíðina.<br /> Gegnum EFTA er Ísland einnig langt komið með fríverslunarsamning við Indland og áleiðis við sólrisuríki í&#160; SA-Asíu einsog Malasíu og Víetnam. Innan EFTA höfum við lagt drög að því að taka upp viðræður aftur við Tæland, og á fundi með Trond Giske, utanríkisviðskiptaráðherra Noregs, í síðustu viku vorum við sammála um að EFTA hæfi viðræður við Mjanmar, og ræddum sérstaklega möguleika á fríverslun við Filippseyjar. Um þessar mundir er verið að ljúka við að koma upp þéttriðnu neti valinna ræðismanna í þessum löndum, sem allir eru mjög vel tengdir frá sjónarhóli verslunar milli Íslands og viðkomandi landa.<br /> Aukin og góð tengsl við Asíu eru þar að auki mikilvæg með tilliti til þess að þau eru í fararbroddi um þróun nýrra siglingaleiða yfir norðurpól. Ný gátt til Asíu hefur því verið opnuð með áherslunni á fríverslun við sólrisuríki Asíu – og norðursiglingar.<br /> <br /> <strong>Ný gátt til norðurs</strong><br /> Þegar ég kom í utanríkisráðuneytið 2009 gerði ég norðurslóðir að forgangsþætti í utanríkisstefnunni. Reynslan hefur sýnt, að það var hárrétt ákvörðun. Nú liggur fyrir að á þessari öld getur mestur auður Íslands komið úr norðrinu, ef olía finnst í vinnanlegu magni. Jafnvel án hennar geta ný tækifæri á norðurslóðum veitt tugum milljarða árlega inn í samfélagið á næsta áratug. En nýtingu auðlindanna fylgja hættur, og grunnstefnan um norðurslóðir felst í að takast á við þær samhliða því að búa í haginn fyrir ný tækifæri.<br /> Margvísleg gögn benda til olíu á Drekasvæðinu – fyrir utan að í því eru sömu jarðlög og varðveita olíulindir við V-Noreg og NA-Grænland. Skýrustu vísbendingarnar eru kannski sýni sem örkafbátur í tengslum við norskt rannsóknarskip á leiðinni til NA-Grænlands tók úr neðansjávarfjalli sumarið 2011. Þar fundust skýrar leifar um olíu. Terje Haagevang, norskur sérfræðingur sem eytt hefur hálfri starfsævi í að rannsaka svæðið, telur að þar sé að finna mestu ónýttu olíulindir í heiminum. Norska olíustofnunin telur líka 80 prósenta líkur á að þar sé fremur að finna olíu en gas – sem er mjög jákvætt.<br /> Fyrsta stóra tækifæri Íslendinga liggur þó í þjónustustarfsemi við „orkuþríhyrninginn“ sem ég hef skilgreint sem svæðið frá NA-Grænlandi til Jan Mayen, og suður til Íslands. Markmið mitt er að tryggja að öll þjónusta við rannsóknir, tilraunaboranir og vinnslu innan orkuþríhyrningsins verði á Íslandi. Ég hef unnið kappsamlega að því í viðræðum við grænlensk stjórnvöld og norsk, síðast í liðinni viku.&#160; &#160;<br /> Við leit að olíu þarf stóra borpalla til að stunda tilraunaboranir, og þeim fylgir gífurleg útgerð, bæði þjónustuskipa á hafi, en líka mikil umsvif í landi. Ef þjónusta við Drekasvæðið, norska svæðið handan þess, og við vinnslusvæði sem nú er í þróun út af NA-Grænlandi yrði öll veitt frá Íslandi gæti það fært tugi milljarða í gjaldeyri inn til Íslands á hverju ári. Það myndi líka gjörbreyta möguleikum á þróun byggðar á Norður- og Austurlandi. Íslendingar eru þegar farnir að sjá möguleikana í þessu. Í síðustu viku tilkynnti ég þannig í Fosnavåg í Noregi um kaup íslensks fyrirtækis, Fafnir Offshore, á fyrsta sérútbúna skipinu sem Íslendingar kaupa til þjónustu við olíuvinnslusvæði. Það kostaði litla 7 milljarða króna sem er hæsta verð fyrir skip keypt til Íslands.<br /> <br /> <strong>Norðursiglingar um Ísland</strong><br /> Önnur veruleg tækifæri tengd norðrinu liggja í norðursiglingum – vöruflutningum með stórum ísstyrktum skipum milli Asíu og Evrópu yfir norðurheimskautið. Ísþekjan á heimskautinu bráðnar illu heilli mun örar en menn ætluðu, en fyrir vikið munu nýju siglingaleiðirnar opnast miklu fyrr en talið var. Fyrir Ísland skiptir langmestu að Miðleiðin svokallaða, sem liggur nánast þvert yfir norðurpól, opnist. Ástæðan er sú, að rökrétt endastöð hennar væri á Íslandi, þar sem líklegt er að ein af umskipunarhöfnum vegna leiðarinnar yrði. Það tækifæri færist nær – Kínverjar áforma nú að hefja þær hluta úr ári strax um 2020. Jafnvel þó aðeins örlítill hluti af flutningunum færi um Ísland mun það skipta geysilegu máli fyrir efnahag Íslands, og ekki síst þróun byggðar á norðausturhorninu.<br /> Í pólitísku tilliti myndu norðursiglingar hins vegar gjörbreyta pólitísku vægi Íslands gagnvart Evrópu, Asíu og Norður-Ameríku – við yrðum aftur hin ósökkvandi móðurstöð sem yrði lífsnauðsynleg fyrir siglingar um Miðleiðina.<br /> <br /> <a href="/media/utanrikisraduneyti-media/media/bladagreinar/DV_2013_03_27.pdf">Greinin birtist í DV 27. mars 2013</a><br /> <br /> </p>

2013-03-26 00:00:0026. mars 2013"Já, hiklaust" - Carl Bildt

<div> <div> <p>Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra skrifar:</p> <p>Eitt þarf ég að leiðrétta í grein minni um góðan gest - Carl Bildt. Ég sagði þar tvennt standa upp úr Íslandsheimsókn hans: Annars vegar lýsing hans á hvernig aðild að ESB hefði styrkt sænskt efnahagslíf. Hins vegar að þrátt fyrir ágreining í upphafi væru nú velflestir Svíar hlynntir aðild - utan öfgamenn til hægri og vinstri.</p> <p>Ég steingleymdi hins vegar að minnast á þriðja grundvallaratriðið hjá honum - sjálft fullveldið.</p> <p>Í Silfrinu lýsti Bildt nöturlega göllum EES-samningsins fyrir Ísland og Noreg, sem verða möglunarlaust að taka við ákvörðunum ESB og innleiða án þess að hafa nokkur áhrif. Bildt var spurður af Silfur-Agli hvort hann teldi fullveldi þjóða meira innan ESB en utan. "Já, hiklaust" svaraði hann einbeittur.</p> <p>Bildt útskýrði í framhaldinu hvernig Svíþjóð hefur haft áhrif og gætt hagsmuna sinna með því að eiga sæti við borðið með hinum 26 aðildarríkjum Evrópusambandsins. Sömu reynslu höfum við heyrt frá öðrum gestum, eins og forseta Litháen og utanríkisráðherra Eistlands. Bæði, líkt og Carl Bildt, sögðu skýrt: "Fullveldi eykst með þátttöku, ekki einangrun."</p> <p><strong>Kjarnaatriði</strong></p> <p>Þessi reynsla góðra vinaþjóða leggur til hvílu kjarnaatriði í neikvæðum málflutningi Evrópuandstæðinga - að Ísland glati sjálfstæði sínu og fullveldi með því að ganga í ESB. Reynsla þeirra af inngöngu í ESB segir þvert á móti að fullveldi Íslands muni aukast með því að eiga þátt í sameiginlegum ákvörðunum um sameiginleg hagsmunamál. Í dag húkum við frammi á gangi þegar Evrópusambandið tekur ákvarðanir og fáum svo löggjöfina senda í tölvupósti. Halló, var einhver að tala um aðlögun?</p> <p>Öll þekkjum við hvernig krónuhagkerfið grefur í dag stöðugt undan dugnaði og útsjónarsemi fólks, Ísland dregst aftur úr, og fullveldi okkar sem einstaklinga minnkar. Þess vegna mun efnahagslegur stöðugleiki sem fylgir aðild með lægri vöxtum, lægri verðbólgu og þar með lægri skuldum - auka fullveldi okkar sem einstaklinga. Carl Bildt hitti því naglann á höfuðið betur en hann kannski gerði sér grein fyrir.</p> <p>Fullveldisrökin eru því tvímælalaust já-megin í Evrópuumræðunni. Nema góðir Íslendingar trúi Birni Bjarnasyni og Hjörleifi Guttormssyni betur en Carl Bildt.</p> <p><br /> </p> <p><a href="/media/utanrikisraduneyti-media/media/bladagreinar/Frbl-26.03.pdf">Grein utanríkisráðherra birtist í Fréttablaðinu 26. mars 2013</a><br /> </p> </div> </div>

2013-03-20 00:00:0020. mars 2013Svíþjóð, samkeppnishæfni og fríverslun

<div> <div> Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra skrifar:<br /> <br /> </div> <div> <p>Tvennt stendur upp úr nýafstaðinni Íslandsheimsókn Carls Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar. Í fyrsta lagi sagði Bildt okkur að Svíar væru á einu máli um að aðild þeirra að Evrópusambandinu hefði verið þeim til hagsbóta. Óumdeilt er að aðild hefur styrkt sænskt efnahagslíf. Útflutningshagkerfið Svíþjóð hefur traustan aðgang að Evrópu og öðrum mörkuðum sem ESB hefur samið um og er að semja um fríverslun við, þ. á m. við Bandaríkin. Evrópa snýst um samkeppnishæfni og fríverslun í heimi sem breytist hratt. Þannig tryggjum við velferð og atvinnu.</p> <p>Auðvitað er velgengni Svíþjóðar ekki einungis ESB að þakka, sagði Bildt. En án aðildar hefði brekkan verið brattari, urðin grýttari. Á fundi í troðfullu Norræna húsinu með Sjálfstæðum Evrópumönnum færði hann sterk rök fyrir því hversu vel evran hentaði Svíum. Sænsk fyrirtæki vilja stöðugleika en ekki gengissveiflur. Skammtímafjármagn sem flætt hefur til Svíþjóðar er skammgóður vermir og getur aukið óstöðugleika með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. "Ísland þekkir það," bætti Bildt við, og ekki laust við að örlaði á svörtum húmor. Bildt lýsti hvernig vandræði vissra evruríkja væri agaleysi þeirra sjálfra að kenna, en ekki evrunni. Í öðru lagi rifjaði Bildt upp að í aðildarviðræðum Svía hefði stuðningur við aðild minnkað umtalsvert (fór niður í 26% ef mér ekki skjöplast). Það var fyrst og fremst vegna þess að á þeim tíma var fókusinn á ágreiningsmálunum. Þegar aðildarsamningur lá fyrir lögðu Svíar hins vegar blákalt hagsmunamat á kosti og galla aðildar - og niðurstaðan var meirihluti með aðild.</p> <p>Bildt hefur síðastliðin sjö ár setið sem utanríkisráðherra í ráðherraráði ESB og sagði Svíþjóð á þeim tíma aldrei hafa orðið undir í ákvörðunum. "Við tölum okkur niður á sameiginlega niðurstöðu. Þannig virkar Evrópusamvinnan." Um 73% Svía skilgreina sig nú sem Evrópubúa. Aðeins gamli kommúnistaflokkurinn og nýi hægri öfgaflokkurinn eru æstir á móti Evrópu.</p> <p>Ég er ekki frá því að Carl Bildt sé minn uppáhalds hægri maður - af þeim fjölmörgu sem koma til greina!</p> <p><br /> </p> <p><a href="/media/utanrikisraduneyti-media/media/bladagreinar/130320-14.pdf">Grein utanríkisráðherra í Fréttablaðinu 20. mars 2013.</a><br /> </p> </div> </div> <br />

2013-03-19 00:00:0019. mars 2013Ræða utanríkisráðherra á Norðurslóðaráðstefnu

<p>Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra var annar tveggja framsögumanna á ráðstefnu Alþjóðastofnunar Háskóla Íslands og utanríkisráðuneyta Íslands og Svíþjóðar, un áskoranir og þróun á norðurslóðum, sem haldin var í Reykjavík, 18.-19. mars 2013.<br /> <br /> <a href="/media/utanrikisraduneyti-media/media/Raedur/The-Arctic-as-a-Global-Challenge---Speech-by-Ossur-Skarphedinsson.pdf">Ræða utanríkisráðherra</a> (á ensku)<br /> </p>

2013-03-18 00:00:0018. mars 2013Íslensk hönnun á spretti

<p>Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra skrifar:<br /> <br /> HönnunarMarsinn er lifandi tákn um hvernig íslensk hönnun rennur skeiðið um þessar mundir einsog skagfirskur vekringur. Hönnun var lengi hálfgert olnbogabarn, sem ekki átti athvarf í stjórnsýslunni. Íslensk fyrirtæki voru líka sein að skilja að hönnun er ekki lúxus, heldur uppspretta verðmæta og aukins hagnaðar. Nú er þetta allt að breytast. Hönnun er á góðri leið með að verða framsæknasta grein atvinnulífsins, og er að heyja sér alþjóðlegan orðstír fyrir skapandi dirfsku og frumleika.<br /> <br /> <strong>Þrír hvatar</strong><br /> Ýmsar ástæður valda hönnunargróskunni síðustu árin. Ein er vísast Listaháskólinn, sem framleiðir upprennandi snillinga í sverum bunum.<br /> Önnur er hrunið. Það fór einsog skógareldur yfir samfélagið en hafði hins vegar þveröfug áhrif á skapandi greinar. Þegar ég var iðnaðarráðherra fann ég gerla á eigin skinni hin þverstæðukenndu en jákvæðu áhrif hrunsins á skapandi greinar - ekki síst íslenska hönnun.<br /> Þriðja atriðið, sem sannarlega hefur skipt sköpum var fæðing Hönnunarmiðstöðvarinnar.<br /> <br /> <strong>Hönnunarmiðstöðin</strong><br /> Hönnun er í eðli sínnu þverlæg grein, sem spannar allt frá ballett yfir í vöruframleiðslu og átti því hvergi skilgreint athvarf í neinu sérstöku ráðuneyti. Hún leitaði skjóls í iðnaðarráðuneytinu, og þegar ég varð þar ráðherra 2007 tók ég henni opnum örmum.<br /> Skeleggir talsmenn hennar töldu þá brýnast að setja á stofn Hönnunarmiðstöð. Þeir sannfærðu mig og Einar Karl, sem réri á hitt borðið. Við sóttum sameiginlega á þá sem sátu á fjársjóðum ríkisins, og töldum um það er lauk allt í gadda slegið. Þá dundi hrunið yfir með öllum sínum ósköpum.<br /> Hvassbrýndum niðurskurðarhníf var í blóðugri neyð beitt á öllum sviðum ríkisins. Hönnunarmiðstöð, sem ekki var orðin til nema á pappírnum, var vegin og léttvæg fundin, og eiginlega eytt meðan hún var enn ófædd. Það þurfti sterkar fortölur til að gnýja hana aftur til lífs. Farsælar lyktir í því máli voru fáum jafn mikið að þakka og þáverandi forsætirsráðherra, Geir H. Haarde, sem hafði skilning á því hvað slík miðstöð var mikilvæg - einmitt í hruninu.<br /> Þannig varð Hönnunarmiðstöðin til gegn öllum efnahagslegum lögmálum í miðju fjármálahruni. Síðan hefur hún glansað.<br /> <br /> <strong>Ný hönnunarstefna - nýr Hönnunarsjóður</strong><br /> Hönnunarmiðstöðin hefur notið þess að vera óskabarn greinarinnar. Innan hennar sameinuðust margir kraftar úr ólíkum greinum. Ég er ekki í vafa um að gróskan í íslenskri hönnun á sér mikilvæga uppsprettu í starfi Hönnunarmiðstöðvarinnar. Hún hefur tekið glæsilegt frumkvæði á mörgum sviðum, ekki síst varðandi stuðningskerfi hins opinbera fyrir hönnun. Hún kom til leiðar starfshópi um hönnunarstefnu fyrir næstu fimm ár. Ríkisstjórnin hefur nú staðfest tillögur hans sem opinbera hönnunarstefnu Íslands.<br /> Stefnan miðar m.a. að því markmiði að gera hönnun að óaðskiljanlegum þætti í allri framleiðslu.<br /> Reynslan hefur nefnilega sýnt, að fyrirtæki, sem nota hönnun ekki aðeins sem stílfærslu, heldur inngróinn hluta af ferli framleiðslunnar, sýna bæri meiri þrótt í nýsköpun - og skila meiri hagnaði. Rannsóknir sýna líka, að samkeppnishæfni þjóða ræðst að töluverðu leyti af hönnunarstigi þeirra. Gerólíkar þjóðir, einsog Finnland og Singapúr, hafa báðar skilgreint sig sem hönnunarþjóðir og skara efnahagslega framúr. Ísland stefnir líka að því að verða hönnunarþjóð.<br /> Í takt við áherslu sína á hönnun hefur ríkisstjórnin nú ákveðið að setja á laggir sérstakan Hönnunarsjóð sem hluta af vaxtaráætlun næstu ára. Mjór er mikils vísir. Í honum eru ekki nema tæplega 50 milljónir í upphafi. Ég dreg þó ekki í efa að með sama harðfylgi og öflugir talsmenn hönnunar á Íslandi hafa sýnt síðust árin tekst þeim að tífalda hann fyrr en varir.<br /> <br /> <a href="/media/utanrikisraduneyti-media/media/bladagreinar/2013_03_18-14.pdf"><br /> Grein ráðherra birtist í DV þann 18. mars 2013.</a><br /> </p>

2013-03-14 00:00:0014. mars 2013Viðbragðsmiðstöð á norðurslóð

<p>Morgunblaðið, 14. mars 2013<br /> </p> <p>Eftir Össur Skarphéðinsson</p> <p>Í norðrinu eru að verða gagngerar breytingar. Ís- og snjóþekja norðurhvelsins náði áður óþekktu lágmarki á liðnu ári. Vöruflutningar um Norður-Íshafið hafa tífaldast á tveimur árum, úr fjórum í 46 skip. Þeir munu margfaldast með aukinni bráðnun íssins. Í náinni framtíð munu svo umsvif á hafinu norðan Íslands stökkbreytast með leit og vinnslu á olíu, gasi, jafnvel málmum og steinefnum, á Drekasvæðinu og við Austur-Grænland. Í þessu felast tækifæri fyrir Ísland sem við þurfum að nýta með ábyrgð. Burðarásinn í stefnu minni um norðurslóðir, sem Alþingi samþykkti vorið 2011, var einmitt að Ísland byggi sig undir tækifærin með því að takast á við þær hættur sem fylgja.</p> <p>Ávinningur og ábyrgð</p> <p>Liður í því er að Ísland verði sterkur hlekkur í keðju viðbragðs- og björgunarmiðstöðva sem óhjákvæmilega verða til við umferðaræðar norðursins. Miðstöðin á Íslandi þarf að verða til í alþjóðlegri samvinnu. Bak þeirri hugsun liggja ekki síst þau rök að það þarf að tryggja jafnvægi milli ávinnings og ábyrgðar. Þau ríki, jafnvel fyrirtæki, sem munu njóta góðs af umsvifunum, hvort sem eru siglingar eða vinnsla, þurfa að leggja sitt af mörkum til að stuðla að öryggi á svæðinu. Án alþjóðlegrar samvinnu verður einfaldlega erfitt fyrir Ísland að tryggja viðunandi getu til að takast á við skelfilegar afleiðingar stórslyss á sjó eða alvarlegra mengunarslysa. Alþjóðleg samvinna um slíka miðstöð á Íslandi er því hagur allra sem eiga hagsmuni í grennd við okkur.</p> <p>Það má rifja upp, að á síðasta hausti fór fram vel heppnuð leitar- og björgunaræfing norðurskautsríkjanna við Austur-Grænland. Hún undirstrikaði hversu Ísland hentar að öllu leyti sem slík miðstöð gagnvart flæmum suður af landinu og til norðurs milli Íslands, Grænlands og Svalbarða.</p> <p>Styrkleikar Íslands</p> <p>Styrkur Íslands felst í landfræðilegri legu, náttúrulegum aðstæðum og ákjósanlegum innviðum. Landið liggur vel við siglingaleiðum um Atlantshafið og Norður-Íshafið. Í námunda við Ísland eru stór strandsvæði þar sem lítill eða enginn viðbúnaður eða innviðir eru til staðar, t.d. við austanvert Grænland, auk víðfeðmra hafsvæða norðan og sunnan Íslands. Hér eru líka sterkar grunnstoðir, bæði alþjóðaflugvellir og hafnir sem hægt er treysta allan ársins hring. Við Keflavíkurflugvöll er feiknagóð aðstaða, sem auk alþjóðlegs flugvallar telur hafnarmannvirkin í Helguvík, flugskýli og afbragðsaðstöðu til birgðahalds og gistingar.</p> <p>Í landinu er einnig úrvalsatgervi og mannauður sniðinn fyrir starfsemi af þessum toga. Eitt af því besta við Ísland – og sem fáir skilja fyrr en þeir komast í hann krappan – er sú velþjálfaða úrvalssveit sem við höfum á að skipa í björgunarliði landsmanna. Og hún hefur þegar getið sér gott orð á alþjóðavettvangi. Þar má upp telja Landhelgisgæslu, Slysavarnafélagið Landsbjörg, Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, Neyðarlínuna auk ýmissa stofnana, jafnvel skóla, sem búa yfir mikilvægri þekkingu og reynslu á þessu sviði.</p> <p>Það er þó ekki sístur kostur landsins í þessu tilliti, að hér eru fjölbreytt tækifæri til margskonar þjálfunar fyrir erfiðar aðstæður, svo sem á jöklum uppi, á hafís úti, í fjalllendi, tor- og illfærir vegir í boði, auk þess sem óblítt veðurfar er í fullmiklu framboði.</p> <p>Að öllu samanlögðu er Ísland því ákjósanlegur staður til að þjóna sem miðstöð viðbragðs- og björgunarstarfa fyrir víðfeðm flæmi umhverfis landið.</p> <p>Skynsamleg skref</p> <p>Næsta skref er að stjórnvöld vinni ítarlega greiningu á þeim möguleikum sem við höfum til að styrkja innlendan mannauð og viðbúnað í gegnum alþjóðasamvinnu. Í framhaldinu þarf að kynna þá greiningu fyrir okkar helstu erlendu samstarfsaðilum með frekari samvinnu að leiðarljósi.</p> <p>Eitt af grunnstefjunum í öllu okkar starfi að norðurslóðum, ekki síst í samskiptum við öflug grannríki í austri og vestri, auk Evrópusambandsins, á því að vera að koma Íslandi á framfæri sem ákjósanlegum þætti í viðbragðsneti á norðurslóðum.</p> <p>Höfundur er utanríkisráðherra.</p> <p><a href="/media/utanrikisraduneyti-media/media/nordurslodir/OS-i-Mbl-um-vidbragdsmidstod-14-mars.pdf">Grein utanríkisráðherra</a><br /> </p>

2013-03-13 00:00:0013. mars 2013Ísland og ESB: Tækifærin sem bíða

<p>Össur Skarphéðinsson skrifar í Fréttablaðið, 13. mars 2013.<br /> </p> <p>Tveir menn stigu fram í liðinni viku og hvöttu til þess að við lykjum aðildarviðræðunum við Evrópusambandið. Annar var Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, sem benti réttilega á í ræðu sinni á aðalfundi SA að Ísland myndi ekki ná að vaxa og halda úti öflugu atvinnulífi, vinnu og velferð án myntar sem er gjaldgeng í milliríkjaviðskiptum. Hinn var Björgólfur Jóhannsson, einn af bestu viðskiptamönnum landsins og nýkjörinn formaður stjórnar SA. Hann undirstrikaði mikilvægi þess að fá efnislega niðurstöðu í Evrópumálunum. Svona eiga sýslumenn að vera!</p> <p>Haltrandi króna í höftum</p> <p>Stærsta tækifærið sem bíður felst í stöðugra efnahagsumhverfi og tækifærið til að skipta út krónu fyrir sterka evru. Aðild að ESB myndi skapa skilyrði fyrir sjálfbærum hagvexti, aukinni fjárfestingu, fleiri og fjölbreyttari störfum. Öflugt atvinnulíf er forsenda þess að hér verði öflug velferð, gott mennta- og heilbrigðiskerfi. En þetta krefst þess að umhverfi fyrirtækjanna og heimilanna sé stöðugt og traust. Annars bresta gjarðir.</p> <p>Krónan er þyngsti skatturinn sem Íslendingar verða að axla. Allir Íslendingar sjá á hverjum degi að íslenska krónan er uppspretta óstöðugleika, verðbólguvaldur. Kauphækkanir venjulegs fólks þurrkast nánast út á einu bretti þegar verðbólgan geysist af stað og lánin okkar hækka. Valkostirnir sem við stöndum frammi fyrir, og skýrsla Seðlabankans útskýrði svo vel, eru tveir, og bara tveir: Ætlum við að gera enn eina tilraunina með draghalta krónu í höftum eða viljum við treysta umgjörð efnahagslífsins með upptöku evru?</p> <p>Tækifæri með aðild</p> <p>Gríðarleg tækifæri opnast í byggðamálum með aðild að Evrópusambandinu. Við sjáum æ betur að aðild Íslands að ESB mun valda byltingu í byggðamálum. Íslensk sveitarfélög og fyrirtæki myndu eiga kost á margháttuðum stuðningi við atvinnu- og nýsköpunarverkefni á landsbyggðinni. Aðildin myndi gjörbylta möguleikum veikra jaðarbyggða til að fá nýtt blóð í æðar, nýjar stoðir til að standa á, nýtt líf til framtíðar. Vestfirðir, Strandir, norðausturhornið þar sem aðild gæti bjargað byggð á Raufarhöfn, styrkt á Kópaskeri og Þórshöfn, Þingeyjarsveit, og sunnanlands eru Skaftárhreppur og Suðurnes rakin dæmi um hvernig aðild gæti fært mikilvægt fjármagn, og sterka byggðastefnu inn á svæðin – og beinlínis bjargað þeim til framtíðar.</p> <p>Aðild myndi opna markaði fyrir fullunnar sjávarafurðir sem í dag eru tollaðar. Íslenskur sjávarútvegur myndi fá tækifæri til að vaxa áfram og vinna betur fiskinn hér heima. Markaðir myndu líka opnast fyrir íslenskar hágæðaafurðir í landbúnaði, um leið og íslenskir neytendur myndu fá fjölbreyttari mat í hillurnar með afnámi tolla. Íslensk framleiðsla þarf ekkert að óttast. Tómatar, paprikur og gúrkur verða áfram ástfóstur landans, líkt og lambakjötið, skyrið og mjólkin. En allar þessar afurðir myndu blómstra á syllum velstæðra neytenda sem sækjast eftir miklum gæðum og vistvænni framleiðslu á 500 milljóna manna heimamarkaði.</p> <p>Sterkara fullveldi – íslensk tunga</p> <p>Aðild myndi einnig treysta fullveldi Íslands. Við myndum taka skrefið frá því að vera frammi á gangi – eins og við erum í EES – inn í fundarherbergið sjálft. Fá sæti við borðið þar sem sameiginlegar ákvarðanir eru teknar. Við Íslendingar eigum fullt erindi inn í Evrópusambandið og höfum margt fram að færa, s.s á sviði sjávarútvegs, orkumála og jafnréttis, bæði okkur og samstarfsríkjum okkar til hagsbóta.</p> <p>Íslenska verður eitt af opinberum tungumálum ESB sem þýðir að okkar fólk getur talað íslensku á fundum, kjósi það svo, og öll skjöl verða á íslensku. Við munum fá fulltrúa í framkvæmdastjórn ESB, dómara í Evrópudómstólnum og þingmenn á Evrópuþinginu. Við eigum að vera stolt af því að vera Íslendingar. Klárum aðildarviðræðurnar, leggjum kalt mat á tækifærin sem eru fyrir hendi, metum áhrif aðildar á grundvelli aðildarsamnings og leyfum þjóðinni að eiga lokaorðið.</p> <p><a href="/media/utanrikisraduneyti-media/media/Raedur/Frbl-bls.18-grein-OS.pdf">Grein utanríkisráðherra í Fréttablaðinu</a><br /> </p> <p><br /> </p>

2013-03-13 00:00:0013. mars 2013Asíugáttin – Ísland nær forskoti

<p>Utanríkisráðherra, Össur Skarphéðinsson, skrifar heilsíðugrein í DV 13. mars um viðskipti við ríki Asíu og fríverslunarsamning við Kína<br /> </p> <div> ****<br /> </div> <strong>Asíugáttin - Ísland nær forskoti</strong><br /> <br /> <p>Nýja-Sjáland og Chile eru dæmi um lönd, sem sköpuðu sér einstaka stöðu gagnvart Kína með því að ná því að gera fríverslunarsamning við það efnahagsveldi sem hraðast rís í heiminum. Þannig náðu Nýja-Sjáland og Kína einstöku forskoti á nágranna sína. Það hefur sannarlega komið þeim til góða.</p> <p>Viðskiptin milli Nýja Sjálands <span>&#160;</span>og Kína hafa síðan aukist um 50 af hundraði á tæplega fimm árum. Og viðskipti Kína og Chile hafa fimmfaldast frá árinu 2006. Sama mun gerast fyrir íslenskan útflutning fjölbreyttrar flóru íslenskra fyrirtækja, þegar fríverslunarsamningur við Kína er kominn til <span>&#160;</span>framkvæmda. Hann mun skipta sköpum til framtíðar. Þá mun forskotið skipta okkur öllu gagnvart hinum risastóra kínverska heimamarkaði, og sú vild, sem við munum af honum njóta.</p> <p>Mikilvægi Asíugáttarinnar</p> <p>Ég hef skilgreint Asíugáttina sem eina af þremur helstu viðskiptagáttum Íslands til umheimsins – og þar er Kína mikilvægast. Samhliða höfum við líka lagt gríðarlega áherslu á fríverslun við SA-Asíu alla, Víetnam, Malasíu, og náttúrlega við risann Indland. Við höfum líka stofnað til pólitískra tengsla við Singapore, sem hefur áhuga á norðurslóðum vegna væntanlegra skipaleiða norður um pól, og hefur áhuga á að fjárfesta með Kínverjum, Þjóðverjum, jafnvel Dúbaí, í umskipunarhöfn á Norðurlandi fyrir risafragtskip, sem eru ísstyrkt. Singapore er raunar eina ríkið í heiminum sem er að smíða slík ofurskip. Eftir liggur Burma, 60 milljóna land sem er að opnast, og við megum ekki gleyma, og Kambódía, þar sem erfiðast er að athafna sig vegna útbreiddrar spillingar.</p> <p>Þessi ríki munu þróast saman í einn innri markað, sem verður þriðji stærsti heimamarkaðurinn á svæðinu, á eftir Kína og Indlandi. Það eru gríðarlegir hagsmunir fyrir okkur að ná pólitísku og viðskiptalegu forskoti með því að gera fríverslunarsamninga við þau öll. Ég hef sem utanríkisráðherra unnið sleitulaust að því, einsog þau fjölmörgu fyrirtæki vita, sem ég hef átt samskipti við sökum þessa. Afraksturinn munu íslensk fyrirtæki skera upp á næstu árum og áratugum. Í utanríkisráðuneytinu er framsýni leiðarljós okkar.</p> <p>Fríverslun við Kína</p> <p>Auk þess sem ég hef ýtt fast á eftir gerð fríverslunarsamninga við Indland, Malasíu, og Víetnam, vegna starfa minna sem formaður ráðherraráðs EFTA um sinn, þá hef ég líka lagt mikla áherslu á að nota góð og vaxandi tengsl Íslendinga við efnahagsrisann sem hraðast flýgur með himinskautum og hef nú lokið fríverslunarsamningi við Kína. Hann&#160; verður undirritaður í næsta mánuði af forsætisráðherra Íslands.</p> <p>Kínverjar féllu frá kröfum um óheftan tímabundinn innflutning á vinnuafli, bættu boð sín um afnám tolla á fiski og iðnvarningi, og skeyttu inn vernd hugverka. Það tókst ekki síst fyrir vinsemd Wen Jiabao, sem hingað kom í fyrra, jarðfræðingur, sem svo hreifst af landi og þjóð, að á fundum með okkur íslenskum ráðherrum gaf hann í heyranda hljóði skýr fyrirmæli til þeirra 11 ráðherra sem með honum voru, að ljúka samningum og finna þær sérlausnir sem Ísland krafðist.&#160; Samningurinn mun skapa Íslandi einstakt forskot, alveg einsog Nýja- Sjálandi og Chile. Markaðurinn í Kína verður mikilvæg nýrækt fyrir íslenskan útflutning í framtíðinni.</p> <p>Tilraunastofa í lýðræði</p> <p>Í Helgarblaði DV var um margt fróðleg grein um fríverslunarsamning Íslands og Kína undir <span>&#160;</span>yfirskriftinni „Fyrsta skrefið til Evrópu“. Hún var eftir Inga Frey Vilhjálmsson, sem kvartaði undan að hafa ekki náð samtali við vesling minn. Í henni eru því gerðir skór að áhugi Kínverja á gerð fríverslunarsamnings við Ísland væri helst til að prófa sig áfram í samningum við lítið ríki til að vera betur undir það búnir síðar að gera samninga við stærri og öflugri ríki Evrópu – þó hagsmunir væru litlir. Inga svara ég því til, að sú kínverska forvitni sem jafnan leikur um Ísland hefur mér oft fundist stafa af því, að þeim finnst merkilegt að stúdera, og fylgjast með, hvernig lýðræði þróast í litlu, einangruðu ríki. Oftar en ekki hafa kínverskir valdhafar talað við mig um Ísland sem einskonar lýðræðislega tilraunastofu. Það hefur mér þótt upplífgandi, því ég held að langtímamarkmið Kínverja <span>&#160;&#160;</span>sé að koma á fót lýðræði að okkar hætti – en þeir segja jafnan að þar verði að stíga hægt til jarðar og gott að fylgja fordæmum.</p> <p>Í öllu falli gladdi það mig að Xi Jinping, sem ég átti langan merkisfund með í Kína 2010, og er <span>&#160;</span>nákvæmlega þessa dagana að verða forseti Kína, arftaki Hu Jintao, lét það verða eitt sitt fyrsta verk að gefa fyrirskipun um að loka vinnubúðum víðs vegar um Kína. Það gladdi mig ekki síst, vegna þess að þar sér í verki það sem kínverskir forystumenn hafa verið að segja okkur íslenskum málvinum þeirra, um vilja þeirra til að feta örugga lýðræðisslóð, þó okkur kunni hún hægfara.<span>&#160;</span> Það er þeirra mál, og á meðan þeir feta jákvæða braut er ástæða til að gleðjast. En þeir sem þekkja til föður Xi Jinping, sem varð varaforseti Kína 1949, og afdrifa hans, eða hafa kynnt sér feril Xi sjálfs, kemur það ekki á óvart. Þetta fór lágt á Vesturlöndum, en okkar góða RÚV gerði þessu frábær skil í Speglinum með viðtali við fréttaritara okkar í Kína.</p> <p>Forskot Íslands í fríverslun</p> <p>Forskot, einsog það sem ég hef sem utanríkisráðherra unnið sleitulaust að því að byggja fyrir Ísland, <span>&#160;&#160;</span>mun koma íslenskum fyrirtækjum og einstaklingum sem hyggja á viðskipti við Kína til góða. Aðeins nokkurra ára forskot getur tryggt sérstöðu ríkja um langt skeið. Fríverslunarsamningar skapa <span>&#160;&#160;</span>framtíðarmöguleika og þess vegna er ekki endilega einblínt á þau viðskipti sem þegar eiga sér stað við val á samningsríkjum heldur til þeirra möguleika sem kunna að skapast í framtíðinni. Sá uppgangur sem orðið hefur í Kína á allra síðustu áratugum er dæmalaus og hefur ekki aðeins lyft hundruðum milljónum íbúa landsins upp úr sárri fátækt, heldur skapað fjölmenna vel stæða millistétt með mikla kaupgetu.</p> <p>Hér er lag. Það skilja íslenskir útflytjendur best allra. Þeir hafa fjölmargir verið í sambandi við mig og ráðuneytið og spurst frétta. Ég hef svarað með því að fara margefldur í samninga. Sú niðurfelling tolla sem samningurinn felur í sér bætir samkeppnisstöðu þeirra til muna, ekki með því að fá fellda niður &#160;tolla á þeim vörum sem þeir flytja út nú heldur ekki síður á þeim vörum sem þeir hyggjast selja til Kína í framtíðinni. Rétt er að í samanburði við mörg önnur ríki eru viðskipti Íslands og Kína ekki umfangsmikil en útflutningur frá Íslandi til Kína hefur vaxið jafnt og þétt og um rösk fjörtíu prósent milli áranna 2011 og 2012.</p> <p>Haldi áfram sem horfir mun vægi Kínamarkaðar aukast mjög í útflutningi frá Íslandi. Tækifærin eru ekki aðeins í útflutningi á fiski og fiskafurðum, heldur einnig í landbúnaðarvörum, hátæknivörum og heilsuvörum svo fátt eitt sé nefnt.</p> <p>Einangrun ríkja leiðir ekki góðs, &#160;það sanna dæmin. Kína skiptir æ meira máli á alþjóðavettvangi, ekki aðeins í efnahagslegu tilliti. Farsælla er því að ræða við Kínverja um þau mál sem á okkur brenna. Í því ljósi styður Ísland ósk Kína um áheyrnaraðild að Norðurskautsráðinu. Við eigum vaxandi og góð samskipti við Kína en hikum ekki við að taka upp við þá viðkvæm mál á borð við brot á mannréttindum og réttindi og aðbúnað verkafólks.</p> <p>Rammi um Íslandsverslun</p> <p>Fríverslunarsamningurinn er ramminn um viðskipti ríkjanna. Hann ryður úr vegi hindrunum, veitir aukin réttindi og bætir öryggi í viðskiptum og auðveldar þannig sókn fyrirtækja á nýja markaði. Þá er svo sannarlega að finna í Asíu. Samningurinn er liður í þeirri viðleitni að opna það sem ég hef &#160;&#160;skilgreint sem Asíugáttina, þar liggja nýræktir framtíðarinnar, og mikilvægt að tryggja hlut Íslands. Að því hefur ráðuneytið unnið kappsamlega. Þetta hefði ég getað sagt Inga hefðu örlögin leitt okkur saman.</p> <p><a href="/media/utanrikisraduneyti-media/media/Raedur/dv-bls16-2013_03_13.pdf">Grein utanríkisráðherra í DV</a><br /> </p>

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira