Hoppa yfir valmynd

HeimsljósUpplýsingaveita um þróunar- og mannúðarmál

Tífalda þyrfti framlög til menntunar flóttabarna

Börn flótta- og farandfólks gætu fyllt hálfa milljón skólastofa, segir í nýrri skýrslu frá Mennta- og menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO). Þar segir að álagið á menntakerfi ríkjanna sem hýsir flóttafólk sé gífurlegt en börnum flóttafólks á skólaaldri hefur fjölgað um 26% frá aldamótum. Um 89% þessara nemenda búa með foreldrum sínum í fátækjum ríkjum sem áður áttu fullt í fangi með að ráða við nemendafjöldann.
Nánar

Utanríkisráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki sem veittir eru úr Samstarfssjóði við atvinnulíf um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna vegna samstarfsverkefna í þróunarríkjum.

Hefur fyrirtæki þitt áhuga á að leggja sitt af mörkum til að ná Heimsmarkmiðunum um sjálfbæra þróun og á sama tíma sækjast eftir nýjum viðskiptatækifærum og aukinni samkeppnishæfni?

Samstarfssjóðurinn skapar ný tækifæri fyrir íslenskt atvinnulíf.

Allt að 100 milljónir króna verða til úthlutunar.

Hlutverk sjóðsins er að hvetja til þátttöku og framlags atvinnulífs til  þróunarsamvinnu. Markmiðið er að draga úr fátækt og styðja við atvinnusköpun og sjálfbæran vöxt í fátækum ríkjum. Sjóðurinn er opinn fyrir umsóknum frá skráðum fyrirtækjum.

Umsóknir þurfa að berast fyrir kl. 16:00 21. desember 2018  í netfangið [email protected]. Fyrirspurnir þurfa að berast eigið síðar en 18. desember á sama netfang.

Nánari upplýsingar hér

Pistlar

WFP í Mósambík fyrst Afríkuríkja til að fá jafnréttisvottun

Höfundur: eftir Ingu Dóru Pétursdóttur kynjasérfræðings hjá WFP í Mósambík

Nánar

Blæðingar kvenna stoppa ekki í hamförum

Höfundur: Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs, og Sólrún María Ólafsdóttir, verkefnastjóri í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd og alþjóðastarfi

Nánar

Markmið 17: Samvinna um markmiðin

Höfundur: Úr stöðuskýrslu stjórnvalda um Heimsmarkmiðin

NánarFleiri pistlar

Krækjur

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira