HeimsljósUpplýsingaveita um þróunar- og mannúðarmál
Ísland styður við fæðuöryggi skólabarna í Malaví
Nýju skólamáltíðarverkefni á vegum Íslands og Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) var nýverið hleypt af stokkunum í Malaví. Fulltrúar sendiráðs Íslands í Lilongwe sóttu sérstakan setningarviðburð af þessu tilefni, ásamt menntamálaráðherra Malaví og yfirmanns WFP. Viðburðurinn fór fram í Dzikondilose grunnskólanum sem er einn af skólunum sem hlotið hefur stuðning frá Íslandi.
NánarHeimsljós er upplýsingaveita utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Stjórnvaldi sem fer með opinbera þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoð ber skylda til að upplýsa almenning um árangurinn af því starfi.
Heimsljósi er ætlað að viðhalda og glæða umræðu um þennan málaflokk sem er ein meginstoð íslenskrar utanríkisstefnu.
Skráðu þig á póstlista Heimsljóss