HeimsljósUpplýsingaveita um þróunar- og mannúðarmál

Áhersla á jafnrétti og landgræðslu á ráðherrafundi um Heimsmarkmiðin

Ísland tekur virkan þátt í ráðherrafundi um Heimsmarkmiðin sem fer fram í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York dagana 16.-18. júlí. Íslenska sendinefndin tekur einnig þátt í hliðarviðburðum tengdum jafnrétti og landgræðslu.
Nánar

Styrkir til borgarasamtaka

Utanríkisráðuneytið óskar eftir styrkumsóknum frá íslenskum borgarasamtökum til að vinna að mannúðar- og neyðarverkefnum erlendis. Samtals verður allt að 80 milljónum króna úthlutað að þessu sinni. Ráðuneytið leggur áherslu á stuðning við Sýrland og nágrannríki, en stuðningur við verkefni annars staðar kemur einnig til greina. Umsóknarfrestur er til miðnættis 10. ágúst næstkomandi. Nánari upplýsingar, leiðbeiningar og umsóknareyðublöð eru hér.

 

Skráðu þig á póstlista Heimsljóss

 


Langar þig að bæta heiminn - 
og ferðast til Úganda?

Við leitum að unglingi fæddum árið 2003 til að taka þátt í kynningu á Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.

Viðkomandi þarf að hafa gott vald á íslensku og ensku, vera ófeiminn og áhugasamur um betri heim. Hæfileikar á sviði dans eða tónlistar eru kostur en ekki nauðsynlegir.

Þau sem hafa áhuga þurfa að senda stutt myndband með kynningu á sér á ensku og íslensku. Best er að hlaða upp myndbandinu á Google Drive eða Wetransfer.com og senda hlekk á [email protected]

Nánar

Pistlar

Krækjur

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn