HeimsljósUpplýsingaveita um þróunar- og mannúðarmál
Milljónir kvenna ráða ekki yfir eigin líkama
Því sem næst helmingur kvenna í 57 ríkjum hefur ekki vald til þess að taka ákvarðanir um eigin heilsu, getnaðarvarnir eða kynlíf, segir í niðurstöðum nýrrar skýrslu Sameinuðu þjóðanna sem kom út í dag. Samkvæmt skýrslunni hefur staða kvenna að þessu leyti versnað á tímum heimsfaraldurs kórónuveiru. Aldrei hafa jafn margar konur staðið frammi fyrir ógn af kynbundnu ofbeldi og skaðlegum siðum eins og snemmbúnu hjónabandi.
NánarHeimsljós
Heimsljós er upplýsingaveita utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Stjórnvaldi sem fer með opinbera þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoð ber skylda til að upplýsa almenning um árangurinn af því starfi.
Heimsljósi er ætlað að viðhalda og glæða umræðu um þennan málaflokk sem er ein meginstoð íslenskrar utanríkisstefnu. Til að ná betur til almennings hóf Heimsljós nýlega samstarf við Vísi um birtingu frétta Heimsljóss.
Líkt og í öðrum hátekjuríkjum er gert ráð fyrir að allt að eitt prósent af framlögum Íslands til þróunarsamvinnu fari í kynningar og fræðslumál.