HeimsljósUpplýsingaveita um þróunar- og mannúðarmál

Vel heppnuð vinnustofa um viðskipti í þróunarlöndum

Utanríkisráðuneytið og Íslandsstofa stóðu í dag fyrir vel heppnaðri vinnustofu um viðskipti í þróunarlöndum og þátttöku atvinnulífs í þróunarsamvinnu. Að sögn Davíðs Bjarnasonar, deildarstjóra atvinnulífs og svæðasamstarfs á þróunarsamvinnuskrifstofu ráðuneytisins, var vinnustofan meðal annars hugsuð til að stofna til aukins samtals við atvinnulífið um það hvernig örva megi þátttöku þess í þróunarsamvinnu á sviði sjálfbærrar þróunar, uppbyggingar og atvinnusköpunar í þróunarlöndum

Í kjölfar skýrslu stýrihóps um utanríkisþjónustu til framtíðar hefur utanríkisráðuneytið eflt samvinnu við atvinnulífið og einkafyrirtæki um þróunarverkefni svo íslenskt sérþekking geti betur nýst í þágu sjálfbærrar þróunar og til þess að greiða leið þeirra fyrirtækja sem vilja nýta sér viðskiptatækifæri í þróunarríkjum.

Fjölbreyttur hópur fulltrúa úr íslensku atvinnulífi tók þátt í vinnustofunni á Grand hótel í Reykjavík og skapaðist góður vettvangur til skoðanaskipta og til...

Nánar
Skráðu þig á póstlista Heimsljóss

Heimsljós

Heimsljós er upplýsingaveita utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Heimsljósi er ætlað er að viðhalda og glæða umræðu um þennan málaflokk sem er ein meginstoð íslenskrar utanríkisstefnu. Jöfnum höndum er fjallað um strauma og stefnur í málaflokknum á heimsvísu en sérstök áhersla er lögð á frásagnir sem tengjast opinberri þróunarsamvinnu Íslands og starfi íslenskra borgarasamtaka á þessu sviði.

Pistlar

Ísland og Afganistan: Afstæður veruleiki

Höfundur: Una Sighvatsdóttir fyrrverandi friðargæsluliði í Afganistan

Nánar

Fyrir hvað stendur CFS?

Höfundur: Jón Erlingur Jónasson fastafulltrúi Íslands í Róm

Nánar

Málefni kvenna í brennidepli á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Bonn

Höfundur: Erla Hlín Hjálmarsdóttir rannsóknarstjóri hjá Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna

NánarFleiri pistlar

Krækjur

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn