HeimsljósUpplýsingaveita um þróunar- og mannúðarmál

Börn þroskast hvarvetna með svipuðum hætti ef grunnþörfum er fullnægt

Heilbrigð börn þroskast á ótrúlegan svipaðan hátt óháð búsetu, samkvæmt nýrri rannsókn sem gengur í berhögg við ríkjandi kenningar um þroskaferil barna. Í skýrslu sem birtist í læknatímaritinu the Lancet er komist að þeirri niðurstöðu að helstu þroskaþrep ungbarna eru í meginatriðum þau sömu óháð því hvar barnið er uppalið.

Rannsóknin var viðamikil og náði til fjölda barna þriggja ára og yngri í fjórum ólíkum þjóðríkjum – Argentínu, Indlandi, Suður-Afríku og Tyrklandi. Höfundar greinarinnar segja, samkvæmt frétt The Guardian, að með því að nota alhliða tæki við mælingar á þroska barna hafi þeim tekist að yfirstíga helstu hindrun í greiningu barna í lág- og meðaltekjuríkum, þ.e. skort á áreiðanlegum upplýsingum.

Fyrri rannsóknir á þessu sviði gáfu til kynna að þroskaþrep barna væru ólík eftir kyni og menningu...

Nánar
Skráðu þig á póstlista Heimsljóss

Heimsljós

Heimsljós er upplýsingaveita utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Heimsljósi er ætlað er að viðhalda og glæða umræðu um þennan málaflokk sem er ein meginstoð íslenskrar utanríkisstefnu. Jöfnum höndum er fjallað um strauma og stefnur í málaflokknum á heimsvísu en sérstök áhersla er lögð á frásagnir sem tengjast opinberri þróunarsamvinnu Íslands og starfi íslenskra borgarasamtaka á þessu sviði.

Pistlar

Ungbörn – hvers konar þróunarsamvinna gagnast þeim?

Höfundur: Vilhjálmur Wiium sendiráðunautur

Nánar

IDA - ein árangursríkasta og skilvirkasta þróunarsamvinnustofnun heims

Höfundur: Þórarinna Söebech deildarstjóri fjölþjóðlegrar þróunarsamvinnu

Nánar

Sá meira en ég man - og man fleira en ég sá

Höfundur: Stefán Jón Hafstein fyrrv. forstöðumaður sendiráðs Íslands í Kampala

NánarFleiri pistlar

Krækjur

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn