Hoppa yfir valmynd
20.06. 2018 Utanríkisráðuneytið

Hjálparhönd Íslandsbanka styrkir alþjóðlegt hjálparstarf

Halldór Gíslason, starfsmaður Íslandsbanka ásamt kollegum sínum, þeim Masai og Khamar, í Tansaníu. Ljósmynd: Rauði krossinn. - mynd

Hjálparhönd Íslandsbanka styrkir alþjóðlegt hjálparstarf Rauða krossins með stuðningi við verkefnið Digital Divide Initiative. Verkefnið felst í að Rauði krossinn vinnur með landsfélögum Rauða krossins og Rauða hálfmánans í yfir tíu Afríkuríkjum við að bæta þekkingu og búnað í upplýsingatækni og efla getu sína til að nýta hana við hjálparstarf sitt.

Íslandsbanki styrkir verkefnið bæði með því að lána starfsmenn er hafa þekkingu og þjálfun í upplýsingatækni til að sinna verkefnum sendifulltrúa auk þess að styrkja verkefnið með 1 milljón króna fjárframlagi árlega.

Starfsmenn Íslandsbanka hafa nú þegar farið í nokkrar sendifulltrúaferðir til landsfélaga Malaví, Búrundí, Kenía, Tanzaniu, Líberíu og Zambíu.

Rauði krossinn á Íslandi fagnar þessu samstarfi við Íslandsbanka, brúun hins stafræna bils er eitt af langtíma þróunarverkefnum Rauða krossins sem einnig er stutt af utanríkisráðuneytinu og unnið í samvinnu við Alþjóðasamband Rauða krossinn og Rauða hálfmánann.

„Þetta er mjög mikilvægt verkefni,“ segir Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins á Íslandi. „Í mörgum ríkjum Afríku búa Rauða kross félög við svo bágan kost að það er ekki nein internet tenging út í deildum þar sem sjálfboðaliðar sinna lífsbjargandi hjálparstarfi eða hún mjög óstöðug. Verkefninu er meðal annars ætlað að bæta úr þessu og tryggja betur að nauðsynlegar upplýsingar sé hægt að senda sem varðar hjálparstarf Rauða krossins svo hægt sé að tryggja betur að nauðsynlegt hjálpargögn séu til staðar og að mannúðaraðstoð sé í samræmi við þarfir skjólstæðinga á vettvangi og að hún berist eins skjótt og kostur er á.“

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

9. Nýsköpun og uppbygging
8. Góð atvinna og hagvöxtur

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum