Hoppa yfir valmynd
08.08. 2022 Utanríkisráðuneytið

Alþjóðlegur dagur frumbyggja á morgun

Kona af Maasiættbálknum í Kenía. Ljósmynd: gunnisal - mynd

Talið er að frumbyggjar í heiminum séu 476 milljónir talsins og búseta þeirra dreifist yfir 90 lönd. Þótt frumbyggjar séu innan við fimm prósent íbúa í veröldinni teljast þeir til fimmtán prósenta þeirra fátækustu. Á morgun, 9. ágúst, er alþjóðlegur dagur frumbyggja.

Frumbyggjar tala yfirgnæfandi meirihluta þeirra sjö þúsund tungumála sem töluð er í heiminum. Þeir eru fulltrúar fimm þúsund ólíkra menningarheima sem byggja á siðum og þekkingu langt aftur í aldir. Þeir búa yfir fjölbreyttum hugmyndum um þróun byggða á þeirra eigin heimsmynd og forgangsröðun. Á sama tíma standa frumbyggjaþjóðir frammi fyrir fjölmörgum áskorunum, svo sem litlu eða takmörkuðu aðgengi að hreinlætisaðstöðu, skorti á hreinu vatni, ófullnægjandi læknisþjónustu, víðtækum fordómum og mismunun, auk landtöku og ágangi á jarðir þeirra.

Til þess að vekja athygli á þörfum frumbyggja var 9. ágúst valinn sem alþjóðlegur dagur frumbyggja árið 1994. „Hlutverk frumbyggjakvenna við varðveislu og miðlun hefðbundinnar þekkingar“ er þema alþjóðadagsins í ár. Sameinuðu þjóðirnar efna til opins rafræns fundar á morgun með áherslu á þema dagsins.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

4. Menntun fyrir öll
3. Heilsa og vellíðan
17. Samvinna um markmiðin

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum