Hoppa yfir valmynd
15. maí 2020 Utanríkisráðuneytið

Utanríkisvarpið - 4. þáttur. Framtíðarsamband Íslands og Bretlands

Þórir Ibsen, aðalsamningamaður Íslands í framtíðarviðræðum við Bretland, og Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins. - mynd

Brexit og framtíðarsamband Íslands og Bretlands eru til umfjöllunar í fjórða þætti Utanríkisvarpsins, hlaðvarpi utanríkisþjónustunnar. Samskiptin við Bretland skipta Ísland afar miklu máli enda er landið einn af okkar mikilvægustu útflutningsmörkuðum og tengslin á milli þjóðanna hafa alla tíð verið náin. Undirbúningur Íslands vegna útgöngunnar hefur því verið víðtækur og staðið yfir svo til frá upphafi en Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra hefur lagt sérstaka áherslu á þessi mál í embættistíð sinni. 

Í síðustu viku fór fram fyrsti fundur Þóris Ibsen og Lindsay Appelby, aðalsamningamanna Íslands og Bretlands, um framtíðarsamband ríkjanna. Í fyrri hluta þáttarins er rætt við Þóri um viðræðurnar sem framundan eru og í þeim síðari við Jóhönnu Jónsdóttur, sérfræðing í utanríkisráðuneytinu, um þann undirbúning sem þegar hefur farið fram.

Einnig má nálgast þættina á helstu hlaðvarpsveitum, t.d. Soundcloud og Spotify.
Upphafsstef: Daði Birgisson.

  • Jóhanna Jónsdóttir, sérfræðingur í utanríkisráðuneytinu og Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira