Slice 1Created with Sketch.
Þorsteinn Víglundsson - Félags- og jafnréttismálaráðherra

Þorsteinn Víglundsson

Félags- og jafnréttismálaráðherra

Þorsteinn Víglundsson er félags- og jafnréttismálaráðherra frá 11. janúar 2017.

Starfsferill

 • 2017 -              
  Félags og jafnréttismálaráðherra
 • 2016 -               
  Þingmaður fyrir Viðreisn
 • 2013 - 2016      
  Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins
 • 2010 -  2013     
  Framkvæmdastjóri Samtaka álframleiðenda á Íslandi: 
 • 2002 – 2010     
  BM Vallá hf. - Forstjóri
 • 2000-2002      
  Kaupthing Bank Luxemborg – Forstöðumaður
 • 1998-2000     
  Kaupþing Banki – Yfirmaður Greiningardeildar
 • 1995 – 1998    
  Morgunblaðið – Blaðamaður á viðskiptablaði
 • 1994-1995       
  Grunnskóli Siglufjarðar – Kennari

Menntun

 • Háskóli Íslands
  Meistaranám í Stjórnun og stefnumótun 2011 -
 • IESE Business School – University of Navarra
  Advanced Management Program 2004-2005. Fjögur vikulöng stjórnunarnámskeið í Barcelona. Mjög stíft og gagnlegt nám sem ætlað er æðstu stjórnendum fyrirtækja.
 • University of Boston - Brussel
  Stundaði nám í viðskiptafræði og stjórnun samhliða starfi sem fréttaritari fyrir Morgunblaðið
 • Háskóli Íslands
  B.A. í stjórnmálafræði, 1995.
 • Menntaskólinn í Reykjavík
  Stúdentspróf af eðlisfræðibraut 1990

Félagsstörf

 • Stjórn Gildis Lífeyrissjóðs  2013- 2016
 • Stjórn Virk starfsendurhæfingarsjóðs 2013 - 2016
 • Varaformaður Samtaka iðnaðarins 2007-2010 - Tók sæti í stjórn samtakanna 2004.
 • Gerð stöðugleikasáttmála: Var virkur í vinnu við gerð stöðugleikasáttmála. Stýrði vinnuhópi við mörkun áhersluatriða varðandi mögulegar verklegar framkvæmdir til að sporna gegn efnahagssamdrætti.
 • Iðan fræðslusetur – stjórnarmaður 2006 - 2013

Fjölskylduhagir, áhugamál og fleira

Ég er kvæntur Lilju Karlsdóttur, grunnskólakennara í Garðabæ. Við eigum þrjár dætur, Söru Ósk, 17 ára, Sóleyju Björk, 14 ára og Evu Bjarkeyju, 11 ára.

Ég er áhugamaður um golf, veiði, skíðaiðkun og almenna útivist með fjölskyldunni.

Ég á mjög gott með samskipti við fólk, hef mjög góða reynslu af stjórnun við góðar sem og erfiðar aðstæður og vinn vel undir álagi. Ég er talnaglöggur og fljótur að greina upplýsingar og vinna úr. Ég er ósérhlífinn, jákvæður og reyni ávallt að skapa gott og jákvætt andrúmsloft í kringum mig.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn