Hoppa yfir valmynd

Ræður og greinar Árna Páls Árnasonar

Áskriftir
Dags.Dags.TitillLeyfa leit
2010-03-08 00:00:0008. mars 2010Barist fyrir jafnrétti og gegn kynbundnu ofbeldi

<div class="single-news__big-image"><figure><a href="/media/velferdarraduneyti-media/media/radherra/ArniPallArnason2.jpg"><img src="/media/velferdarraduneyti-media/media/radherra/ArniPallArnason2.jpg?proc=singleNewsItem" alt="Árni Páll Árnason félags- og tryggingamálaráðherra" class="media-object"></a><figcaption>Árni Páll Árnason félags- og tryggingamálaráðherra</figcaption></figure></div><p>Alþjóðlegur baráttudagur kvenna er í dag, 8. mars. Þessi dagur er nauðsynlegur til að minna okkur á hve jafnrétti kynja er mikilvægt málefni en jafnframt að baráttan fyrir jafnrétti er ekki mál sem við dustum af rykið einu sinni á ári heldur er það viðvarandi viðfangsefni.</p> <h3>Ný aðgerðaáætlun gegn kynbundnu ofbeldi</h3> <p>Kynbundið ofbeldi er ein af svörtustu birtingarmyndum kúgunar gegn konum. Fyrir helgi samþykkti ríkisstjórnin tillögu mína um að ráðast í gerð nýrrar aðgerðaáætlunar stjórnvalda gegn kynbundnu ofbeldi fyrir tímabilið 2011-2015.</p> <p>Gildandi aðgerðaáætlun var samþykkt árið 2006 og hefur meginþungi hennar falist í viðamiklum rannsóknum á eðli og umfangi ofbeldis karla gegn konum í nánum samböndum. Rannsóknum lýkur á þessu ári og verður skýrslu með tillögum til ríkisstjórnarinnar skilað í upphafi næsta árs. Í apríl nk. hefst &#160;kynningar- og fræðsluátak sem ég hef falið Jafnréttisstofu að annast, byggt á niðurstöðum rannsóknanna.</p> <p>Í nýrri aðgerðaáætlun verður sérstök áhersla lögð á að skoða samhengi kynbundinna ofbeldisbrota, saksóknar vegna þeirra og meðferðar í dómskerfinu, en sem kunnugt er fara afar fá mál af þessum toga alla leið í gegnum dómskerfið. Auk þessa þarf að móta afstöðu til meðferðar nýs sáttmála Evrópuráðsins í málaflokknum og endurskilgreina verkefni með hliðsjón af honum og verður það hluti af verkefnum nefndar um gerð nýrrar aðgerðaáætlunar. Það er ánægjulegt að hleypa þessu verkefni af stokkunum í dag á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Stefnt er að því að áætlunin verði tilbúin 24. október á þessu ári, á 35 ára afmæli kvennafrídagsins.</p> <h3>Bein íhlutun stjórnvalda getur verið óhjákvæmileg</h3> <p>Stór þáttur í vinnu að jafnréttismálum felst í því að hafa áhrif á viðhorf fólks og hugarfar. Sumir halda því fram að það sé eina leiðin að markmiðinu um jafnrétti kynja og að ekki megi beita boðum og bönnum eða beinni íhlutun. Þetta hefur heyrst síðustu daga hjá andstæðingum nýrra laga sem kveða á um hlutfall kynja í stjórnum fyrirtækja. Ég er algjörlega ósammála þessari afstöðu og tel að þegar fullreynt hefur verið að ná árangri í sjálfsögðum réttlætismálum með mildilegum aðgerðum, samræðum og samstarfi, beri stjórnvöldum skylda til að grípa inní á afgerandi hátt. Þetta á við um nýtt lagaákvæði um kynjakvóta sem ég er ekki í vafa um að muni verða íslensku samfélagi og atvinnulífi til góðs.</p> <p>Aukin þátttaka kvenna í stjórnunarstöðum í atvinnulífinu leiðir til meiri hagsældar, betri rekstrar og aukins jafnréttis. Þrátt fyrir þessa vitneskju tók atvinnulífið ekki við sér og þráaðist við með sínar karlastjórnir og því var þessi lagasetning brýn nauðsyn. Það er hins vegar ánægjulegt að áður en frumvarpið varð að lögum rann upp ljós hjá Samtökum atvinnulífsins sem sendu út hvatningu til eigenda og stjórnenda fyrirtækja til að auka hlut kvenna í atvinnulífinu sem þau sögðu vera bæði nauðsynlegt og skynsamlegt. Hér má því segja að batnandi manni sé best að lifa og ég er sannfærður um að við munum fljótt sjá umtalsverðar breytingar til betri vegar.</p> <p>&#160;Stjórnvöld feta ótrauð áfram í átt til aukins jafnréttis þessi misserin með margvíslegum aðgerðum. Í mars á liðnu ári var samþykkt aðgerðaáætlun félags- og tryggingamálaráðuneytisins gegn mansali og er það í fyrsta sinn sem íslensk stjórnvöld standa að slíkri áætlun. Í beinu framhaldi var samþykkt á Alþingi breyting á almennum hegningarlögum sem fól í sér að nú eru kaup á vændi refsiverð hér á landi. Með þessu leggur Ísland sitt af mörkum í baráttunni gegn mansali sem er að verða umfangsmesta glæpastarfsemi heims samhliða fíkniefnasmygli og vopnasölu. Vonir standa nú til þess að Alþingi afgreiði á næstunni lög um bann við starfsemi nektarstaða sem er mikilvægt innlegg í baráttu gegn mansali.</p> <p>&#160;Margvíslegum gæðum, fjármunum, eignum, áhrifum og völdum er misskipt milli karla og kvenna. Að mörgu leyti liggur skýringin í arfi fortíðarinnar en því miður höfum við ekki borið gæfu til að rétta hlut kvenna eins og efni standa til og í samræmi við fögur fyrirheit. Við höfum ýmis tæki til að vinna bót á þessu og eitt þeirra er kynjuð hagstjórn sem felst í því að við fjárlagagerð og allar ákvarðanir um opinber útgjöld sé tekið mið af ólíkum aðstæðum kynjanna. Þetta er eitt af mörgum málum sem stjórnvöld vinna að til að stuðla að jöfnum rétti karla og kvenna.</p> <p>&#160;Okkur miðar áfram í jafnréttisbarátunni en þó eru enn fjölmörg viðfangsefni sem við þurfum að fást við og taka föstum tökum. Eitt þeirra er að útrýma kynbundnum launamun, í þeim efnum verðum við að setja skýr markmið og láta efndir fylgja orðum.</p> <p><em>Grein ráðherra birtist í Morgublaðinu 8. mars 2010.</em></p> <p><strong>&#160;</strong></p> <p>&#160;</p> <p><strong>&#160;</strong></p> <p><strong>&#160;</strong></p> <p>&#160;</p> <p>&#160;</p>

2010-02-11 00:00:0011. febrúar 2010Ávarp félags- og tryggingamálaráðherra við opnum afmælishátíðar Félags heyrnarlausra

<p>Félag heyrnalausra fagnar í dag 50 ára afmæli félagsins. Af því tilefni var efnt til opnunarhátíðar á Hótel Loftleiðum. Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra, ávarpaði gesti og fer ávarpið hér á eftir:</p> <p>Góðir gestir.</p> <p>Það er mér mikill heiður að fá að ávarpa ykkur hér í dag í tilefni 50 ára afmælis Félags heyrnarlausra. Á hátíðarstundum sem þessari er oftast tilefni til að gleðjast saman yfir mikilvægum góðum áföngum í réttindabaráttu. En sú langa saga mistaka, fordóma og forræðishyggju sem einkennt hefur viðhorf stjórnvalda til heyrnarlausra lengst af yfirskyggir allt þegar horft er til baka.</p> <p>Áratugum saman meinuðu stjórnvöld heyrnarlausum að njóta tjáskipta á því máli sem þið áttuð möguleika á að tileinka ykkur, táknmálinu. Afleiðingin varð sú að margar kynslóðir heyrnarlausra fóru á mis við þau tækifæri til þroska og menntunar sem okkur finnst öllum sjálfsagt að njóta. Einangrun heyrnarlausra varð verri en en hún hefði þurft að vera. Mörg ykkar sem þurftuð að ganga þessa þrautagöngu eruð stödd hér í dag. Full ástæða er til að viðurkenna ábyrgð stjórnvalda á þessum mistökum, biðjast afsökunar á þeim og draga af þeim lærdóma.</p> <p>Þessu til viðbótar liggur nú fyrir skýrsla vistheimilanefndar um Heyrnleysingjaskólann sem staðfestir að hið opinbera brást í því grundvallarhlutverki sínu að verja nemendur fyrir misnotkun og ofbeldi. Skýrslan er mikill áfellisdómur yfir stjórnvöldum og við forsætisráðherra höfum beðið afsökunar á þeirri vanrækslu sem stjórnvöld gerðu sig sek um. Ég hef líka vakið máls á því við Félag heyrnarlausra að stjórnvöld vilji koma að því að styðja félagið í að glíma við afleiðingar þessara misgerða fortíðarinnar.</p> <p>Við höfum heitið því að eftirlit með velferðarþjónustu verði skilið alfarið frá ákvörðunum um hvaða þjónustu eigi að kaupa eða veita. Niðurstaða vistheimilanefndar er sú að í öllum tilvikum vanrækslu og ofbeldis gagnvart börnum á fyrri tíð hafi opinbert eftirlit brugðist. Í sumum tilvikum var jafnvel þeim sem báru ábyrgð á starfseminni ætlað að hafa eftirlit með henni. Slíkt má aldrei henda aftur. Ný sjálfstæð eftirlitsstofnun mun vonandi taka til starfa á þessu ári.</p> <p>Með þessa forsögu í huga verður hlutur þess hugrakka og framsýna fólks sem stóð fyrir stofnun félagsins fyrir 50 árum okkur sífellt aðdáunarefni. Það er full þörf að þakka forystufólki félagsins og félagsmönnum öllum fyrir starf þeirra um áratugi.</p> <p>Við getum ekki breytt fortíðinni, en við getum lært af henni. Okkar bíður líka að sanna með verkum okkar að áherslur eru aðrar og skilningur á þörfum heyrnarlausra, eins og annarra hópa fatlaðra, en meiri en fyrr. Þess vegna óskum við samstarfs um átak í uppbyggingu þjónustu við heyrnarlausa.</p> <p>Við í félags- og tryggingamálaráðuneytinu höfum í kjölfar skýrslunnar ákveðið að hefja heildstæða stefnumörkun í málefnum heyrnarlausra. Við munum í samvinnu við mennta- og menningarmálaráðuneyti og heilbrigðisráðuneyti endurmeta þjónustuþörf heyrnarlausra og hlökkum til náins samstarfs við félagið um það verkefni. Mér er engin launung á því að ég horfi í því sambandi mjög til þess fordæmis sem hefur verið skapað með Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda,&#160;sjónskerta og daufblinda einstaklinga sem þegar hefur verið komið á fót og starfar í nánum tengslum og mikilli sátt við þá sem á þeirri þjónustu þurfa að halda.</p> <p>Framundan er átak í réttindagæslu fatlaðra. Við hyggjumst leggja fram lagabreytingar á grundvelli skýrslu sem samin var af starfshóp um það efni í fyrra. Þá er í bígerð lögfesting samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fólks með fötlun. Við erum með í vinnslu frumvarp um það efni, en þörf er fjölþættra lagabreytinga til að veita honum lagagildi hér á landi.</p> <p>Eins og ég nefndi áðan getum við ekki breytt fortíðinni, en við berum ábyrgð á framtíðinni. Við þurfum að taka höndum saman um að vinna gegn einangrun heyrnarlausra, auka veg táknmálsins og leitast við að mæta þjónustuþörfum hvers og eins einstaklings. Með slíka framtíðarsýn hlakka ég til samstarfs við félagið og óska því allra heilla í starfi næstu 50 árin.</p>

2009-11-26 00:00:0026. nóvember 2009Ávarp ráðherra á norrænni ráðstefnu um fjármálakreppu, húsnæðismarkaðinn og heimilin

<p>Góðir ráðstefnugestir&#160;</p> <p>Verið velkomin á ráðstefnuna og erlenda gesti býð ég sérstaklega velkomna til landsins.</p> <p>Við Íslendingar þurfum nú að endurmeta húsnæðisstefnu okkar í kjölfar fjármálakreppunnar. Óábyrg útlánastafsemi bankanna átti stóran þátt og stærstan þátt í innistæðulausri fasteingaverðbólu undanfarra ára. Eftir sitja íslensk heimili skuldugri en nokkru sinni fyrr og skulda nú í íbúðaskuldum meira en 10 sinnum&#160;meira en þau skulduðu árið 2003.&#160;&#160;</p> <p>Okkur var sagt áratugum saman að hömlur á útlánafrelsi, lög um greiðsluaðlögun og takmarkanir á frelsi banka til að lána, myndu koma í veg fyrir aðgang fólks að lánsfé. Við getum hinsvegar séð af reynslu undanfarinna ára, að skortur á löggjöf - sérstaklega &#160;um greiðsluaðlögun og annarri löggjöf sem takmarkar rétt kröfuhafa og styrkir rétt skuldara - hefur leitt til óábyrgrar útlánastarfsemi og alið á óábyrgri hegðun fjármálastofnana.</p> <p>Við bjuggum við húsnæðislánakerfi sem var forfjármagnað, þar sem kjörin sem í boði voru á hverjum tíma byggðust á skuldabréfum sem þegar höfðu verið seld á markaði. Í útlánabólu undanfarinna ára gengu hinsvegar nýeinkavæddir bankar fram með offorsi og buðu útlánakjör sem þeir höfðu engar viðskiptalegar forsendur til að bjóða. Af allri þessari reynslu þurfum við að læra. Við þurfum líka að læra af óábyrgri samkeppni sveitarfélaga um framboð á lóðum þar sem allir vildu vera fremstir í röðinni. Sú samkeppni leiddi líka til þeirrar uppbyggingarbólu sem við erum nýkomin út úr.</p> <p>Ríkisstjórnin stefnir að því að leggja sterkari grunn fyrir íbúðarmarkaðinn. Við viljum byggja á því sem vel hefur tekist á undanförnum áratugum, sem er hið opinbera húsnæðislánakerfi. Við viljum líka vinna með hinum nýendurreistu bönkum og styðja þá til ábyrgrar þátttöku í útlánastarfsemi. En mikilvægast af öllu er að treysta líka stoðir félagslegs húsnæðiskerfis. Við þurfum að skapa aukið svigrúm fyrir leiguíbúðafélög. Við þurfum að tryggja þeim lífvænlegar forsendur til lengri tíma litið þannig að örugg leiga sé raunverulegur valkostur í séreign. Svo þurfum við að stuðla að öryggi í framboði á lánsfé til að draga úr þeirri áhættu sem óumflýjanlega fylgir séreignarfyrirkomulagi. Við þurfum á öllum Norðurlöndunum að læra af reynslu undangenginna ára. Þótt eignaverðbólan á fasteignamarkaði hafi verið mikil hér þá var hún líka ámóta mikil á mörgum hinna Norðurlandanna.&#160;&#160;</p> <p>Ég vona að ráðstefnan verði okkur öllum uppspretta nýrra hugmynda og ferskrar sýnar á það hvernig við vinnum okkur út úr þeirri stöðu sem við erum nú í dag.</p> <p>&#160;</p>

2009-10-30 00:00:0030. október 2009Ávarp ráðherra á ársfundi Vinnumálastofnunar 30. október 2009

<p><span>Ég vil við þetta tækifæri byrja á því að þakka starfsfólki Vinnumálastofnunar sérstaklega fyrir frábært starf á liðnu ári. Ég veit að ég þarf ekki að lýsa fyrir ykkur því gríðarlega álagi sem verið hefur á starfsfólkinu að undanförnu. Það hefur verið nánast ofurmannlegt. Fáliðuð stofnun hefur unnið þrekvirki og það er fyrst og fremst að þakka fólki, sem hefur af samviskusemi og ósérhlífni lagt alla krafta sína í að tryggja rétta málsmeðferð þeim sem á henni þurfa að halda.</span></p> <p><span>Slíkt er hvorki sjálfgert né sjálfgefið, og þeim ber að þakka sem hafa lagt svo mikið af mörkum á erfiðum tímum.</span></p> <p><span>En eitt er að takast á við bráðavanda, eins og Vinnumálastofnun hefur gert. Annað er að marka okkur leið út úr vandanum til framtíðar, að marka leið til uppbyggingar svo að gott megi hljótast af, þrátt fyrir erfiðleika sem yfir okkur hafa dunið.</span></p> <p><span>Að undanförnu hefur stofnunin verið gagnrýnd fyrir að sinna ekki þörfum atvinnulausra nægilega vel. Ég tek ekki undir þá gagnrýni, en ljóst má vera að til að sinna þeim þúsundum sem nú eru atvinnulausir dugar ekki ein stofnun. Við þurfum að bregðast við sem þjóð. Við þurfum samhæft átak gegn þessum gríðarlega vanda.</span></p> <p><span>Við Íslendingar höfum góða reynslu af því að bregðast við náttúruhamförum. Þar leggjast allir á eitt og aðgerðir eru samhæfðar. Opinberir aðilar og sjálfboðasamtök vinna saman til að aðstoða fólk og bjarga verðmætum.</span></p> <p></p> <p><span>Við höfum núna lent í efnahagslegum hamförum og við þær aðstæður þarf einmitt samhæfðar aðgerðir af þessu tagi. Við þurfum öll að leggjast á árar, þessi stofnun, aðrar opinberar stofnanir, launþegahreyfingin, Rauði krossinn, þjóðkirkjan, íþróttahreyfingin og fjölmargir aðrir. Við þurfum með sameiginlegu átaki að snúa taflinu við, að breyta glímu við bráðavanda í uppbyggingar- og sóknarstarf.</span></p> <p><span>Ég hef hér sérstaklega í huga unga fólkið okkar og þann auð sem í því felst og liggur nú ónýttur hjá garði.</span></p> <p><span>Við höfum á undanförnum vikum með skipulegum hætti kannað aðstæður og viðhorf atvinnulausra ungmenna í þessu landi. Því miður er það svo að þúsundir þeirra sitja heima á bótum. Þau eru mörg hver vonlítil um vinnu, vonlítil um nám og vonlítil um eigin framtíð. Þeim hefur ekki tekist að finna sér stað í samfélaginu.</span></p> <p><span>Við þessu verðum við að bregðast. Við getum ekki og við megum ekki láta hundruð eða þúsundir ungmenna alast upp sem bótaþega. Okkur ber skylda til að skapa þessu unga fólki tækifæri til annars konar framtíðar. Við megum ekki kastað á glæ hugviti þeirra, mannafli og krafti. Það væri ömurleg afleiðing þeirrar kreppu sem yfir okkur hefur dunið og við megum ekki láta það gerast.</span></p> <p><span>Við höfum átt mjög gott samstarf við menntamálaráðuneytið um nýjar leiðir til að bregðast við þörf þess stóra hóps ungra atvinnuleitenda sem ekki hefur mikla menntun að baki. Til þessa starfs viljum við einnig leiða saman mikilvægar stofnanir og félagasamtök á borð við þær sem ég nefndi hér áðan &ndash; til samhæfðra aðgerða gegn samfélagslegri vá.</span></p> <p><span>Við munum á næstu vikum og mánuðum kynna hugmyndir sem miða að því að virkja þetta atvinnulausa unga fólk til þátttöku í samfélaginu, virkja það til náms og auka því sjálfstraust og trú á framtíðina.</span></p> <p>&nbsp;</p> <p><span>Ég tel að við eigum að breyta útgjöldum til bótagreiðslna ungmenna í fjárfestingu í menntun og fjárfestingu í tækifærum. Því vil ég skoða hvort ekki sé rétt að breyta bótagreiðslum til langtímaatvinnulauss ungs fólks í tímabundna náms- og virknistyrki.</span></p> <p><span>Við ætlum einnig að auka til muna þá kosti sem þessu unga fólki bjóðast til náms, til sjálfboðastarfa og margvíslegra annarra verkefna. Við munum bjóða ungu fólki að vera ekki lengur einungis þiggjendur í bótakerfi, heldur gerendur og virkir þátttakendur í samfélaginu. Þessi tækifæri munum við flétta með markvissum hætti inn í umgjörð atvinnuleysisbóta.</span></p> <p><span>Með þessum aðgerðum og mörgum öðrum viljum við byggja upp unga fólkið okkar, í stað þess að hafa þau heima, aðgerðalítil og afskipt, með því að veita þeim tækifæri til að takast á við verðug verkefni á hverjum degi, virkja hugmyndaflug þeirra og sköpunargleði og ekki síst til þess að þau skynji, að þau hafi að einhverju að vaka og vinna.</span></p> <p><span>Með sama hætti þurfum við að tengja saman ábyrgð af virkri atvinnuleit og endurgjald. Þeir sem ekki eru að leita að vinnu eiga ekki að fá bætur. Þeir sem ekki þiggja vinnu eiga að þurfa að leggja af mörkum til að ávinna sér á ný rétt til atvinnuleysisbóta. Þeir sem vilja læra eiga að geta það &ndash; hindrunarlaust. Við munum leggja fram fjölþættar hugmyndir á næstu vikum um stóraukin úrræði fyrir atvinnuleitendur og aukna ábyrgð atvinnuleitenda.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Mikil umræða hefur farið fram að undanförnu um aðkomu aðila vinnumarkaðarins að málefnum atvinnulausra, í framhaldi af hugmynd SA og ASÍ um að aðilar vinnumarkaðarins myndu taka yfir þjónustu við atvinnulausa og framlög fyrirtækja yrðu eyrnamerkt þeim málaflokki og kæmu í stað almennra skattgreiðslna. Um þetta er rétt að hafa nokkur orð.</span></p> <p><span>Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að mikilvægt sé að nýta hið fjölþætta net samtaka launafólks út um allt samfélagið til að halda uppi tengslum við atvinnulausa og auka virkni þeirra. Margir atvinnulausir eru félagsmenn í stéttarfélögum og aðrir vildu gjarnan vera það ef þjónusta er í boði hjá félögunum. Með sama hætti hef ég áhuga á að nýta net annara félagasamtaka. Við þurfum þjóðarátak gegn langtímaatvinnuleysi, eins og ég rakti hér áðan. Ég hef því lýst áhuga á því að ræða við stéttarfélögin um að þau taki að sér einhverja þætti þjónustu við atvinnulausa. En það skiptir máli hvernig það er gert.</span></p> <p><span>Ég tel að ekki komi til greina að öll þjónusta við atvinnulausa og ákvarðanir um réttindi þeirra verði færð í heilu lagi til stéttarfélaga og hið opinbera afsali sér þannig ábyrgð á framkvæmd atvinnuleysistrygginga. Slíkt samrýmist ekki nútíma kröfum um virka vinnumarkaðsstefnu þar sem áhersla er á þau borgaralegu réttindi hvers manns að fá þjónustu og úrræði við hæfi og að tryggt sé að leyst sé úr sambærilegum málum með sambærilegum hætti.</span></p> <p><span>Slíkt fyrirkomulag getur hæglega rofið þá samfélagslegu samstöðu sem verið hefur um velferðarkerfið og búið til tvöfalt kerfi &ndash; þeirra sem búa svo vel að eiga samningsbundinn rétt og þeirra sem ekki eiga rétt og þurfa að reiða sig á samfélagslegar lausnir. Í öllu falli er þetta stór velferðarpólitísk spurning sem við þurfum að ræða mjög ítarlega.</span></p> <p><span>Um alla Evrópu er að aukast skilningur á því að við þurfum að gæta að réttindum allra á vinnumarkaði, ekki bara sumra. Helsti atvinnuleysisvandi okkar núna er meðal ungs fólks sem ekki hefur náð að fóta sig á vinnumarkaði eða í skólakerfinu. Þetta fólk á lítinn eða engan áunninn rétt. Þess vegna er í yfirlýsingu forsætis- og fjármálaráðherra vegna framlengingar stöðugleikasáttmálans lögð höfuðáhersla á að atvinnuleysisréttindi verði áfram samræmd og bundin í lögum.</span></p> <p>&nbsp;</p> <p><span>Ég hef áður minnt á að grunnatvinnuvegir landsins<span>&nbsp;</span> verði að vera í stakk búnir til að bera eðlileg gjöld til samneyslunnar. Mér hugnast ekki hugmyndir um eyrnamerkingu framlaga atvinnulífsins, þannig að Samtök atvinnulífsins geti með stuðningi verkalýðshreyfingarinnar ákveðið hvernig skattpeningum frá fyrirtækjum verði ráðstafað.</span></p> <p><span>Við höfum síðustu hundrað árin byggt upp samfélag jafnaðar þar sem allir eiga rétt og allir njóta þjónustu. Atvinnulífið á að sjálfsögðu að borga skatta til ríkisins með almennum hætti eins og allir aðrir. Það þarf að reka skóla, hlynna að sjúkum, sinna þjónustu við fatlaða og greiða öldruðum lífeyri. Fyrirtækin í landinu hljóta að bera kostnað af þessari samfélagsþjónustu, enda eru þau þátttakendur í samfélaginu eins og við öll.</span></p> <p><span>Ég hef líka miklar efasemdir um skynsemi þess að hækka tryggingagjald frekar. Sá skattstofn leggst á laun og eykur tilkostnað af launagreiðslum. Eigum við &ndash; í mesta atvinnuleysi sem við höfum séð í áratugi &ndash; að gera það enn dýrara fyrir fyrirtæki að hafa fólk í vinnu? Þessar hugmyndir henta vel sumum atvinnugreinum eins og stóriðjunni, þar sem launakostnaður skiptir hlutfallslega litlu máli, en bitna hart á sprotafyrirtækjum og ferðaþjónustufyrirtækjum sem eru uppspretta flestra starfa í samfélaginu. Sveitarfélögin munu þurfa að hækka útsvar til að standa undir sínum hluta af skattheimtu af þessum toga. Hækkun tryggingagjalds leggst þungt á ríkið og kalla á frekari niðurskurð á opinberri þjónustu.</span></p> <p><span>Við þurfum öll að borga skatta. Sumt líkar okkur vel og annað teljum við óþarfa. Félagi í Eflingu getur ekki valið að skattar hans renni bara til ákveðinna verkefna. Sama gildir um félagsmann í BSRB og atvinnulausan einstakling sem greiðir skatta af bótum sínum. Fyrirtækin í landinu geta ekki skammtað sér skyldur. Fólkið í landinu kýs stjórnmálamenn til að leggja á skatta og rekur þá svo vonandi ef þeir sinna sínu verki ekki með þeim hætti sem þjóðin þolir. Þannig á það áfram að vera.</span></p> <p><span>Framundan er stórt verkefni &ndash; samfélagslegt verkefni &ndash; um að koma þeim mikla fjölda fólks sem er án vinnu til aukinnar virkni og vinnu. Það er verkefni sem við verðum öll að leysa saman.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <br /> <br />

2009-10-22 00:00:0022. október 2009Ræða ráðherra á ársfundi Alþýðusambands Íslands

<p><span>Rúmt ár er nú liðið frá þeim örlagaríku atburðum sem urðu síðastliðið haust þegar fjármálakerfi landsins hrundi og í kjölfar þess skall á efnahags- og gjaldeyriskreppa.</span></p> <p><span>Nauðsynleg viðbrögð við áfalli af þessu tagi eru tvíþætt. Annars vegar að kanna hvernig þetta gat gerst og hins vegar leggja grunn að endurreisn hagkerfisins á traustari grunni. Ríkisstjórnin leggur áherslu á hvort tveggja.</span></p> <p><span>Umræða undanfarinna mánaða hefur eðlilega mikið snúist um hlut einstakra manna og einstakra fyrirtækja í hruninu. Ríkisstjórnin hefur tryggt nauðsynlega umgjörð um rannsóknir og það er vilji okkar að allir sæti ábyrgð í samræmi við þann hlut sem þeir áttu í þessum vanda.</span></p> <p><span>En þrátt fyrir að hlutur einstaklinga sé mikill í hruninu á það þó dýpri rætur. Satt að segja virðist þeim sem helst báru ábyrgð í mun að endurskrifa söguna á þann veg að nokkrir útrásargosar hafi verið eina ástæðan fyrir hruninu. Það er vissulega rétt að sumir menn fóru mjög offari, en sú óhófsveisla var ekki höfuðástæða hrunsins. Undirrót hrunsins var <a id="Tölvuorðabókin_12_2" name="Tölvuorðabókin_12_2">oftrú</a> á markaðshagkerfið og barnaleg sýn á það að hagkerfið væri eimreið sem ekki gæti farið út af sporinu. Ekki þarf samt að leita langt til að finna dæmi um alvarleg lestarslys markaðshagkerfisins og nægir að nefna fjármálahrunið í Skandinavíu árin 1992–1993 og efnahagshrun Austur-Asíulanda árin 1997–1998. Markaðshagkerfið kann að vera besta leiðin sem við höfum fundið til þessa að stýra framleiðslu og neyslu en blind trú á það er ekki skynsamleg. Hagsveiflur og eignabólur eru óhjákvæmilegir fylgifiskar þess og nauðsynlegt er að því sé stjórnað með virkum hætti. Innistæðulausar skattalækkanir og hugmyndafræðileg óbeit Sjálfstæðisflokksins á opinberum afskiptum af hagkerfinu eru stærstu ástæður þess stjórnleysis í efnahagsmálum sem leiddu til hrunsins. Markaðurinn er góður þjónn en afleitur herra. Það eru sígild sannindi þótt þau hafi gleymst í lestarferð Eimreiðarhópsins undanfarin 20 ár.</span></p> <p><span>Efnahagsþróunin hefur frá hruninu verið í meginatriðum í samræmi við þær spár sem komu fram á haustmánuðum strax í kjölfar hrunsins. Þannig virðist samdrátturinn á þessu ári ætla að verða um 9% og hann mun halda áfram eitthvað inn á næsta ár. Spár virðast benda til að þá verði botninum náð og hagvöxtur geti farið að festa rætur á síðari hluta ársins. Atvinnuleysi hefur fylgt hagþróuninni og hefur hæst orðið um rúm 9% og gæti miðað við spár vaxið áfram inn á næsta ár og orðið á bilinu 10–11%. Við getum vonað að þróunin verði heldur betri, en ég er í vinnu við að vera boðberi hinna slæmu tíðinda og býst þess vegna við því versta.</span></p> <p><span>Það má segja að fimm meginverkefni blasi við okkur og þau eru kjarni efnahagsáætlunar stjórnvalda sem unnið er að í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.</span></p> <p><span>Í fyrsta lagi að endurreisa fjármálakerfið því án trausts og starfshæfs fjármálakerfis getur atvinnustarfsemin og efnahagslífið ekki starfað. Hér þarf að draga lærdóma af þeim mistökum sem leiddu til hrunsins hér á landi auk þess sem það þarf að fylgjast með þeim lærdómum sem dregnir eru á alþjóðavettvangi af þeim mistökum sem leiddu til alþjóðlegu fjármálakreppunnar. Mikilvægir áfangar hafa náðst við endurreisn bankanna á undanförnum vikum sem treysta grunn þeirra og munu ef til vill auðvelda þeim að endurreisa erlend viðskiptasambönd. Ísland er opið hagkerfi og þarf á greiðum utanríkisviðskiptum að halda.</span></p> <p><span>Í öðru lagi þarf að takast á við þann vanda sem myndast hefur í ríkisfjármálum í kjölfar hrunsins. Hrunið leiddi til þess að ríkissjóður þurfti að taka á sig gríðarlegar byrðar. Viðvarandi hallarekstur myndi bæta á þær byrðar. Það er ekki ásættanlegt. Þá grefur hallarekstur undan efnahagslegum stöðugleika bæði inn á við og út á við og leiðir til verðbólgu og ójafnvægis. Hallinn er í raun samsettur úr tveimur þáttum. Annars vegar því að afkoma ríkissjóðs fyrir hrun var byggð á efnahagslegum óraunveruleika eignabólunnar sem leiddi til hrunsins. Þannig er ljóst að ekki var innistæða fyrir skattalækkunum áranna 2005–2007. Hins vegar afleiðingum hrunsins, samdrætti í atvinnulífinu, auknum vaxtakostnaði og félagslegum útgjöldum sem leiða beint eða óbeint af efnahagssamdrættinum. Við þessu þarf að bregðast með erfiðum aðgerðum, bæði til lækkunar útgjalda og aukningu skatttekna.</span></p> <p><span>Þriðji hornsteinn efnahagsstefnunnar er að koma gjaldeyrisviðskiptum við útlönd í frjálst horf á ný og leggja grunn að styrkingu krónunnar á næstu árum. Gjaldeyrishöft leiða til óhagkvæmni, undanbragða og spillingar. Fyrir því höfum við og aðrar þjóðir langa og slæma reynslu. Eðli máls samkvæmt eru höftin sjálf hindrun fyrir styrkingu krónunnar og eðlilegrar verðmyndunar gjaldeyris á markaði. Þau mynda vantrú á gengi gjaldmiðilsins. Margir samverkandi þættir þurfa að fléttast saman til að leysa þennan hnút. Trúverðug efnahagsstefna og framkvæmd hennar er einn þáttur. Sátt við erlenda kröfuhafa fjármálafyrirtækjanna er annar. Við þurfum líka að ná hagvexti upp og tryggja aðgang að erlendum lánamörkuðum.</span></p> <p><span>Í fjórða lagi þarf leysa þann greiðslu- og skuldavanda sem myndaðist hjá heimilum og fyrirtækjum í kjölfar efnahagshrunsins. Heimili og fyrirtæki sem eru í skuldafjötrum eru ekki líkleg til þess að leggja grunn að hagvexti á næstu árum. Reynsla annarra þjóða er að þennan vanda þarf að nálgast af skynsemi og raunsæi og engum er greiði gerður með því að halda til streitu kröfum sem engin forsenda er til að hægt sé að greiða til lengri tíma. Þess vegna höfum við lagt fram skýra sýn til lausnar á skuldavanda heimilanna. Við munum tryggja að allir sem voru í lagi fyrir hrun verði það áfram eftir hrun og flytja áhættu af verðbólgu og gengisfalli af launafólki og á lánveitendur. Við munum jafnframt mæta með fjölþættum aðgerðum þeim stóra hópi sem þarf frekari úrræði til að koma skuldastöðu sinni í horf.</span></p> <p><span>Loks þarf að leggja grunn að hagvexti hér á landi á næstu árum. Mikilvægur þáttur þess er að forða því að atvinnuleysi festist í sessi og verði langvarandi. Reynsla margra þjóða sýnir að slíkt getur gerst og hér reynir á skapandi hugmyndir til þess að svo verði ekki. Ég fjalla nánar um það hér á eftir.</span></p> <p><span>Nauðsynlegt er að átta sig á því að öll þessi fimm meginverkefni tengjast innbyrðis og styrkja og veikja hvert annað. Nálgast þarf úrlausn þeirra af skynsemi og raunsæi og líta til sem flestra hliða. Mikilvægt er að hafa réttlæti og jöfnuð að leiðarljósi og ekki falla í þá gryfju að taka tilfinningalega afstöðu við úrlausn margra verkefna, þrátt fyrir að þau eigi sér rót í óreiðu og óhófi undangenginnar markaðs- og eignabólu.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Verkalýðshreyfingin hefur í þessum efnum gengið fram fyrir skjöldu. Afstaða hennar hefur birst í þátttöku hennar í stöðugleikasáttmála aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda. Þar hefur Alþýðusambandið ásamt öðrum samtökum launamanna verið rödd skynsemi og raunsæis og leitað lausna. Það kemur ekki á óvart að svo sé. Fyrir það ber að þakka</span></p> <p><span>Að undanförnu hefur mikið verið fjallað um hvernig endurreisninni verður háttað – hvernig atvinnutækifæri verða til og hvernig við getum skapað ný störf og ný tækifæri. Í því efni þarf að fara saman hugmyndaauðgi og raunsæi. Við hvorki getum né megum hugsa út frá forsendum gærdagsins. Við þurfum tilflutning fólks milli starfsgreina – úr bóluhagkerfinu í greinar sem skapa samfélaginu langtímaverðmæti. Við munum ekki endurreisa jafn stóran mannvirkjageira og við höfðum og við þurfum að finna þeim mikla fjölda sem vann við sölu- og markaðsstörf í bóluhagkerfinu greiða leið til annarra starfa. Við ætlum ekki að endurreisa gærdaginn.</span></p> <p><span>Umgjörð ríkisrekstrarins setur okkur einnig miklar skorður í þessu efni. Þess vegna skiptir miklu að hugsa nýjar leiðir. Ég kynnti í síðustu viku hugmyndir um átak í byggingu hjúkrunarheimila, sem fela í sér meiri fyrirgreiðslu Íbúðalánasjóðs til verkefnisins og að nýr rekstrarkostnaður leggist ekki á ríkið fyrr en 2014. Sú aðgerð gæti skapað um 1.200 ársverk vítt og breitt um landið á framkvæmdatímanum og rúmast samt sem áður innan þess þrönga fjárlagaramma sem við búum við. Það færir byggingariðnaði verkefni á þeim tíma sem best hentar. Vonandi tekst að koma því þjóðþrifaverkefni af stað á næstu vikum.</span></p> <p><span>Ég er jafnframt með í vinnslu hugmyndir um hvernig greiða megi fyrir lánsfjárframboði til húsnæðiskaupa og húsnæðisbygginga. Það er mikilvægt að koma eðlilegri veltu á fasteignamarkaði í gang, þótt þær birgðir af óseldum íbúðum sem eru á fasteignamarkaðnum muni auðvitað áfram flækja verðmyndun á markaðnum.</span></p> <p><span>Verkefnið í ríkisrekstrinum er tröllaukið. Í kjölfar hrunsins myndaðist um 200 milljarða króna árlegur halli ríkissjóðs. Efnahagsáætlun okkar miðar að því að eyða þeim halla á tveimur árum og skapa afgang til að hefja niðurgreiðslu skulda ríkissjóðs frá og með árinu 2013. Þannig stuðluðum við að því að létta vaxtabyrði ríkissjóðs og forðum því að vaxtagreiðslur verði stærsti einstaki útgjaldaliður ríkissjóðs til langframa. Ég tel ekki raunsætt að ganga miklu harðar fram í niðurskurði í velferðarkerfinu en þegar raunin. Nú reynir á aðra þætti í ríkisrekstrinum.</span><span>&#160;</span></p> <p><span>Á tekjuhlið er áhersla á að afla tekna með breiðum hætti, þ.e. nýta sem flesta mögulega tekjustofna til að tryggja hámarkslíkur á því að tekjuátakið skili árangri. Raunsætt virðist að tekjuskattslækkanir undanfarinna ára gangi til baka enda ekki innistæða fyrir þeim. Þá eru áform uppi um nýja skattstofna sem eru í samræmi við ný viðhorf og áherslur ríkisstjórnarinnar í auðlinda-, orku- og umhverfismálum. Þessum sköttum er ætlað að tryggja að þjóðin nýti auðlindir sínar með skynsamlegum hætti, njóti sameiginlega afraksturs auðlinda og greitt sé fyrir afnot af sameiginlegum umhverfisgæðum. Auðvitað þarf að ganga skynsamlega fram í þessum efnum og ekki má ofbjóða gjaldþoli þeirra aðila sem þessir skattar beinast að. Þá þarf að virða gerða samninga og taka tillit til gjaldtöku af þessu tagi erlendis með tilliti til samkeppnisstöðu fyrirtækja á Íslandi.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Við heyrum oft nú að skattahugmyndir og fjandsamleg afstaða stjórnvalda komi í veg fyrir atvinnusköpun. Kvótaeigendur óttast um sinn hag. Erlend stórfyrirtæki kvarta sáran undan töfum í stjórnkerfinu og ýmsir ágætir vinir mínir hér innan dyra taka undir þær áhyggjur. Ekki stendur á mér að hvetja til góðra vinnubragða í stjórnsýslu og þess að gætt sé sanngirni í samningum við erlenda fjárfesta.&#160;</span><span>&#160;</span></p> <p><span>Við viljum semja við erlend fyrirtæki en ekki upp á hvaða býti sem er. Við erum til dæmis ekki tilbúin að semja um óendanlega skattaafslætti. Atvinnulíf sem ekki getur lagt af mörkum til samfélagsins er ekki upp á marga fiska. Við getum tekið dæmi af sjávarútveginum sem hefur notið ríkulega ávaxtanna af stórfelldri gengisfellingu, en kveinar samt viðstöðulítið undan hugmyndum um hóflega innköllun aflaheimilda. Afkomubati sjávarútvegsins á síðasta ári hleypur á tugum milljarða. Þessi afkomubati er fenginn með fórnum ykkar og ykkar félagsmanna. Gengisfellingin færði peninga frá íslensku launafólki til sægreifa og stóriðju. Grátkór og kveinstafir útgerðar og álfyrirtækja er háværari og ágengari á sama tíma og launafólk hefur stillt kröfum í hóf og sýnt mikið þolgæði. Það er íhugunarefni. Ef sjávarútvegur og stóriðja geta ekki þolað hóflega innköllun veiðiheimilda og hóflega auðlindaskatta er spurning hvort við séum yfir höfuð að veðja á réttan hest. Verðum við þá ekki að leita annarra kosta um framtíðaratvinnuuppbyggingu?</span></p> <p><span>Við viljum ekki standa í vegi ákvarðana fyrirtækja um uppbyggingu í Helguvík. Ákvörðun umhverfisráðherra um línulagnir hefur verið gagnrýnd en mér finnst það billegt að reyna að kenna þeirri ákvörðun um tafir. Ákvörðunin mun ekki tefja verkefnið að neinu marki – og ekkert umfram þær tafir sem stafa af því að framkvæmdaaðilinn hefur ekki tryggt fjármagn til verkefnisins og innlend orkufyrirtæki njóta ekki lánstrausts og vafi leikur á að fullnægjandi orkukostir séu til reiðu. Það eru hinar raunverulegu ástæður tafa í Helguvík. Þá er endaleysan um álverið á Bakka kapítuli út af fyrir sig. Ekkert lýsir betur áherslum ríkisstjórnarinnar en sú ákvörðun að endurnýja ekki viljayfirlýsingu við Alcoa í óbreyttu formi. Við viljum nefnilega uppbyggingu á Bakka. En við viljum ekki afhenda einum útlendum auðhring sjálfdæmi um álitlegan nýtingarkost og gera öðrum áhugasömum fyrirtækjum ókleift að komast að borðinu. Við höfum á undanförnum árum glatað ótöldum tækifærum með aðferðafræði fortíðarinnar. Við höfum samið á forsendum álfyrirtækjanna án þess að skapa okkur samningsstöðu með nauðsynlegri samkeppni um ólíka kosti.&#160;</span><span>&#160;</span></p> <p><span>Þetta er mergurinn málsins. Við eigum að greiða fyrir atvinnuuppbyggingu en við eigum ekki að sæta afarkostum óforskammaðra kapítalista. Þeir vinna að einu markmiði – hámörkun arðs. Það vitum við vel af reynslu undanfarinna ára. Við eigum að standa með okkur sjálfum, setja viðskiptalífinu skýr mörk og verða ekki ginningarfífl stóriðju og útgerðarauðvalds með sama hætti og við eltum sérhagsmuni bankadrengjanna og útrásargosanna á undanförnum árum. Reynsla nágrannaríkja okkar sýnir skýrt að samkeppnishæfni þjóða og hátt skattastig eru engar andstæður – þvert á móti er traust velferðarkerfi og afkomuöryggi almennings forsenda efnahagslegrar framþróunar til lengri tíma litið. Þeir sem halda öðru fram hafa ekkert lært af mistökum undanfarinna ára – og því miður engu gleymt.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Góðir ársfundarfulltrúar.</span></p> <p><span>Við glímum nú við versta atvinnuleysi sem við höfum reynt. Fjöldi þeirra sem glíma við langtímaatvinnuleysi er orðinn meira en helmingur allra á atvinnuleysisskrá. Fjöldi ungs fólks með stutta skólagöngu að baki er óeðlilega hár í þessum hópi. Við höfum af því mikla reynslu sem þjóð að sameinast um að bjarga verðmætum, þegar dropa tekur í þurrt hey eða þegar afli liggur undir skemmdum. Við verðum í þessum anda að sameinast um að bjarga þeim mannlegu verðmætum sem eru í hættu og rétta hönd til þess mikla fjölda sem er í stórhættu að lokast inni í einsemd langtímaatvinnuleysis. Við verðum öll að leggjast á árarnar. Verkalýðshreyfingin býr yfir einstæðu samskiptaneti út um allt land og inn í hvern kima. Ég vil þess vegna bjóða verkalýðshreyfingunni til samstarfs um þjónustu við atvinnulausa. Það er mikils virði ef okkur tekst að nýta hið stóra og víðfeðma tengslanet hreyfingarinnar til að hreyfa við þessum stóra hópi, styrkja hann til góðra verka, efla getu, þekkingu og sjálfstraust.</span></p> <p><span>Framundan eru erfiðir tímar og mikið mun reyna á. Öflug verkalýðshreyfing er mikilvægur bandamaður í þeirri baráttu. Ég þakka okkar góða samstarf á undanförnum mánuðum og hlakka til frekara samstarfs á næstu mánuðum. Verkið er rétt að hefjast.</span></p> <br /> <br />

2009-10-22 00:00:0022. október 2009Ræða Árna Páls Árnasonar, félags- og tryggingamálaráðherra á ársfundi Alþýðusambands Íslands 22. október.

<span>Rúmt ár er nú liðið frá þeim örlagaríku atburðum sem urðu síðastliðið haust þegar fjármálakerfi landsins hrundi og í kjölfar þess skall á efnahags- og gjaldeyriskreppa.</span><br /> <br /> <p><span>Nauðsynleg viðbrögð við áfalli af þessu tagi eru tvíþætt. Annars vegar að kanna hvernig þetta gat gerst og hins vegar leggja grunn að endurreisn hagkerfisins á traustari grunni. Ríkisstjórnin leggur áherslu á hvort tveggja.</span></p> <p><span>Umræða undanfarinna mánaða hefur eðlilega mikið snúist um hlut einstakra manna og einstakra fyrirtækja í hruninu. Ríkisstjórnin hefur tryggt nauðsynlega umgjörð um rannsóknir og það er vilji okkar að allir sæti ábyrgð í samræmi við þann hlut sem þeir áttu í þessum vanda.</span></p> <p><span>En þrátt fyrir að hlutur einstaklinga sé mikill í hruninu á það þó dýpri rætur. Satt að segja virðist þeim sem helst báru ábyrgð í mun að endurskrifa söguna á þann veg að nokkrir útrásargosar hafi verið eina ástæðan fyrir hruninu. Það er vissulega rétt að sumir menn fóru mjög offari, en sú óhófsveisla var ekki höfuðástæða hrunsins. Undirrót hrunsins var <a id="Tölvuorðabókin_12_2" name="Tölvuorðabókin_12_2">oftrú</a> á markaðshagkerfið og barnaleg sýn á það að hagkerfið væri eimreið sem ekki gæti farið út af sporinu. Ekki þarf samt að leita langt til að finna dæmi um alvarleg lestarslys markaðshagkerfisins og nægir að nefna fjármálahrunið í Skandinavíu árin 1992–1993 og efnahagshrun Austur-Asíulanda árin 1997–1998. Markaðshagkerfið kann að vera besta leiðin sem við höfum fundið til þessa að stýra framleiðslu og neyslu en blind trú á það er ekki skynsamleg. Hagsveiflur og eignabólur eru óhjákvæmilegir fylgifiskar þess og nauðsynlegt er að því sé stjórnað með virkum hætti. Innistæðulausar skattalækkanir og hugmyndafræðileg óbeit Sjálfstæðisflokksins á opinberum afskiptum af hagkerfinu eru stærstu ástæður þess stjórnleysis í efnahagsmálum sem leiddu til hrunsins. Markaðurinn er góður þjónn en afleitur herra. Það eru sígild sannindi þótt þau hafi gleymst í lestarferð Eimreiðarhópsins undanfarin 20 ár.</span></p> <p><span>Efnahagsþróunin hefur frá hruninu verið í meginatriðum í samræmi við þær spár sem komu fram á haustmánuðum strax í kjölfar hrunsins. Þannig virðist samdrátturinn á þessu ári ætla að verða um 9% og hann mun halda áfram eitthvað inn á næsta ár. Spár virðast benda til að þá verði botninum náð og hagvöxtur geti farið að festa rætur á síðari hluta ársins. Atvinnuleysi hefur fylgt hagþróuninni og hefur hæst orðið um rúm 9% og gæti miðað við spár vaxið áfram inn á næsta ár og orðið á bilinu 10–11%. Við getum vonað að þróunin verði heldur betri, en ég er í vinnu við að vera boðberi hinna slæmu tíðinda og býst þess vegna við því versta.</span></p> <p><span>Það má segja að fimm meginverkefni blasi við okkur og þau eru kjarni efnahagsáætlunar stjórnvalda sem unnið er að í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.</span></p> <p><span>Í fyrsta lagi að endurreisa fjármálakerfið því án trausts og starfshæfs fjármálakerfis getur atvinnustarfsemin og efnahagslífið ekki starfað. Hér þarf að draga lærdóma af þeim mistökum sem leiddu til hrunsins hér á landi auk þess sem það þarf að fylgjast með þeim lærdómum sem dregnir eru á alþjóðavettvangi af þeim mistökum sem leiddu til alþjóðlegu fjármálakreppunnar. Mikilvægir áfangar hafa náðst við endurreisn bankanna á undanförnum vikum sem treysta grunn þeirra og munu ef til vill auðvelda þeim að endurreisa erlend viðskiptasambönd. Ísland er opið hagkerfi og þarf á greiðum utanríkisviðskiptum að halda.</span></p> <p><span>Í öðru lagi þarf að takast á við þann vanda sem myndast hefur í ríkisfjármálum í kjölfar hrunsins. Hrunið leiddi til þess að ríkissjóður þurfti að taka á sig gríðarlegar byrðar. Viðvarandi hallarekstur myndi bæta á þær byrðar. Það er ekki ásættanlegt. Þá grefur hallarekstur undan efnahagslegum stöðugleika bæði inn á við og út á við og leiðir til verðbólgu og ójafnvægis. Hallinn er í raun samsettur úr tveimur þáttum. Annars vegar því að afkoma ríkissjóðs fyrir hrun var byggð á efnahagslegum óraunveruleika eignabólunnar sem leiddi til hrunsins. Þannig er ljóst að ekki var innistæða fyrir skattalækkunum áranna 2005–2007. Hins vegar afleiðingum hrunsins, samdrætti í atvinnulífinu, auknum vaxtakostnaði og félagslegum útgjöldum sem leiða beint eða óbeint af efnahagssamdrættinum. Við þessu þarf að bregðast með erfiðum aðgerðum, bæði til lækkunar útgjalda og aukningu skatttekna.</span></p> <p><span>Þriðji hornsteinn efnahagsstefnunnar er að koma gjaldeyrisviðskiptum við útlönd í frjálst horf á ný og leggja grunn að styrkingu krónunnar á næstu árum. Gjaldeyrishöft leiða til óhagkvæmni, undanbragða og spillingar. Fyrir því höfum við og aðrar þjóðir langa og slæma reynslu. Eðli máls samkvæmt eru höftin sjálf hindrun fyrir styrkingu krónunnar og eðlilegrar verðmyndunar gjaldeyris á markaði. Þau mynda vantrú á gengi gjaldmiðilsins. Margir samverkandi þættir þurfa að fléttast saman til að leysa þennan hnút. Trúverðug efnahagsstefna og framkvæmd hennar er einn þáttur. Sátt við erlenda kröfuhafa fjármálafyrirtækjanna er annar. Við þurfum líka að ná hagvexti upp og tryggja aðgang að erlendum lánamörkuðum.</span></p> <p><span>Í fjórða lagi þarf leysa þann greiðslu- og skuldavanda sem myndaðist hjá heimilum og fyrirtækjum í kjölfar efnahagshrunsins. Heimili og fyrirtæki sem eru í skuldafjötrum eru ekki líkleg til þess að leggja grunn að hagvexti á næstu árum. Reynsla annarra þjóða er að þennan vanda þarf að nálgast af skynsemi og raunsæi og engum er greiði gerður með því að halda til streitu kröfum sem engin forsenda er til að hægt sé að greiða til lengri tíma. Þess vegna höfum við lagt fram skýra sýn til lausnar á skuldavanda heimilanna. Við munum tryggja að allir sem voru í lagi fyrir hrun verði það áfram eftir hrun og flytja áhættu af verðbólgu og gengisfalli af launafólki og á lánveitendur. Við munum jafnframt mæta með fjölþættum aðgerðum þeim stóra hópi sem þarf frekari úrræði til að koma skuldastöðu sinni í horf.</span></p> <p><span>Loks þarf að leggja grunn að hagvexti hér á landi á næstu árum. Mikilvægur þáttur þess er að forða því að atvinnuleysi festist í sessi og verði langvarandi. Reynsla margra þjóða sýnir að slíkt getur gerst og hér reynir á skapandi hugmyndir til þess að svo verði ekki. Ég fjalla nánar um það hér á eftir.</span></p> <p><span>Nauðsynlegt er að átta sig á því að öll þessi fimm meginverkefni tengjast innbyrðis og styrkja og veikja hvert annað. Nálgast þarf úrlausn þeirra af skynsemi og raunsæi og líta til sem flestra hliða. Mikilvægt er að hafa réttlæti og jöfnuð að leiðarljósi og ekki falla í þá gryfju að taka tilfinningalega afstöðu við úrlausn margra verkefna, þrátt fyrir að þau eigi sér rót í óreiðu og óhófi undangenginnar markaðs- og eignabólu.</span></p> <p><span>Verkalýðshreyfingin hefur í þessum efnum gengið fram fyrir skjöldu. Afstaða hennar hefur birst í þátttöku hennar í stöðugleikasáttmála aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda. Þar hefur Alþýðusambandið ásamt öðrum samtökum launamanna verið rödd skynsemi og raunsæis og leitað lausna. Það kemur ekki á óvart að svo sé. Fyrir það ber að þakka</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Að undanförnu hefur mikið verið fjallað um hvernig endurreisninni verður háttað – hvernig atvinnutækifæri verða til og hvernig við getum skapað ný störf og ný tækifæri. Í því efni þarf að fara saman hugmyndaauðgi og raunsæi. Við hvorki getum né megum hugsa út frá forsendum gærdagsins. Við þurfum tilflutning fólks milli starfsgreina – úr bóluhagkerfinu í greinar sem skapa samfélaginu langtímaverðmæti. Við munum ekki endurreisa jafn stóran mannvirkjageira og við höfðum og við þurfum að finna þeim mikla fjölda sem vann við sölu- og markaðsstörf í bóluhagkerfinu greiða leið til annarra starfa. Við ætlum ekki að endurreisa gærdaginn.</span></p> <p><span>Umgjörð ríkisrekstrarins setur okkur einnig miklar skorður í þessu efni. Þess vegna skiptir miklu að hugsa nýjar leiðir. Ég kynnti í síðustu viku hugmyndir um átak í byggingu hjúkrunarheimila, sem fela í sér meiri fyrirgreiðslu Íbúðalánasjóðs til verkefnisins og að nýr rekstrarkostnaður leggist ekki á ríkið fyrr en 2014. Sú aðgerð gæti skapað um 1.200 ársverk vítt og breitt um landið á framkvæmdatímanum og rúmast samt sem áður innan þess þrönga fjárlagaramma sem við búum við. Það færir byggingariðnaði verkefni á þeim tíma sem best hentar. Vonandi tekst að koma því þjóðþrifaverkefni af stað á næstu vikum.</span></p> <p><span>Ég er jafnframt með í vinnslu hugmyndir um hvernig greiða megi fyrir lánsfjárframboði til húsnæðiskaupa og húsnæðisbygginga. Það er mikilvægt að koma eðlilegri veltu á fasteignamarkaði í gang, þótt þær birgðir af óseldum íbúðum sem eru á fasteignamarkaðnum muni auðvitað áfram flækja verðmyndun á markaðnum.</span></p> <p><span>Verkefnið í ríkisrekstrinum er tröllaukið. Í kjölfar hrunsins myndaðist um 200 milljarða króna árlegur halli ríkissjóðs. Efnahagsáætlun okkar miðar að því að eyða þeim halla á tveimur árum og skapa afgang til að hefja niðurgreiðslu skulda ríkissjóðs frá og með árinu 2013. Þannig stuðluðum við að því að létta vaxtabyrði ríkissjóðs og forðum því að vaxtagreiðslur verði stærsti einstaki útgjaldaliður ríkissjóðs til langframa. Ég tel ekki raunsætt að ganga miklu harðar fram í niðurskurði í velferðarkerfinu en þegar raunin. Nú reynir á aðra þætti í ríkisrekstrinum.</span></p> <p><span>Á tekjuhlið er áhersla á að afla tekna með breiðum hætti, þ.e. nýta sem flesta mögulega tekjustofna til að tryggja hámarkslíkur á því að tekjuátakið skili árangri. Raunsætt virðist að tekjuskattslækkanir undanfarinna ára gangi til baka enda ekki innistæða fyrir þeim. Þá eru áform uppi um nýja skattstofna sem eru í samræmi við ný viðhorf og áherslur ríkisstjórnarinnar í auðlinda-, orku- og umhverfismálum. Þessum sköttum er ætlað að tryggja að þjóðin nýti auðlindir sínar með skynsamlegum hætti, njóti sameiginlega afraksturs auðlinda og greitt sé fyrir afnot af sameiginlegum umhverfisgæðum. Auðvitað þarf að ganga skynsamlega fram í þessum efnum og ekki má ofbjóða gjaldþoli þeirra aðila sem þessir skattar beinast að. Þá þarf að virða gerða samninga og taka tillit til gjaldtöku af þessu tagi erlendis með tilliti til samkeppnisstöðu fyrirtækja á Íslandi.</span></p> <p><span>&#160;</span></p> <p><span>Við heyrum oft nú að skattahugmyndir og fjandsamleg afstaða stjórnvalda komi í veg fyrir atvinnusköpun. Kvótaeigendur óttast um sinn hag. Erlend stórfyrirtæki kvarta sáran undan töfum í stjórnkerfinu og ýmsir ágætir vinir mínir hér innan dyra taka undir þær áhyggjur. Ekki stendur á mér að hvetja til góðra vinnubragða í stjórnsýslu og þess að gætt sé sanngirni í samningum við erlenda fjárfesta.</span></p> <p><span>Við viljum semja við erlend fyrirtæki en ekki upp á hvaða býti sem er. Við erum til dæmis ekki tilbúin að semja um óendanlega skattaafslætti. Atvinnulíf sem ekki getur lagt af mörkum til samfélagsins er ekki upp á marga fiska. Við getum tekið dæmi af sjávarútveginum sem hefur notið ríkulega ávaxtanna af stórfelldri gengisfellingu, en kveinar samt viðstöðulítið undan hugmyndum um hóflega innköllun aflaheimilda. Afkomubati sjávarútvegsins á síðasta ári hleypur á tugum milljarða. Þessi afkomubati er fenginn með fórnum ykkar og ykkar félagsmanna. Gengisfellingin færði peninga frá íslensku launafólki til sægreifa og stóriðju. Grátkór og kveinstafir útgerðar og álfyrirtækja er háværari og ágengari á sama tíma og launafólk hefur stillt kröfum í hóf og sýnt mikið þolgæði. Það er íhugunarefni. Ef sjávarútvegur og stóriðja geta ekki þolað hóflega innköllun veiðiheimilda og hóflega auðlindaskatta er spurning hvort við séum yfir höfuð að veðja á réttan hest. Verðum við þá ekki að leita annarra kosta um framtíðaratvinnuuppbyggingu?</span></p> <p><span>Við viljum ekki standa í vegi ákvarðana fyrirtækja um uppbyggingu í Helguvík. Ákvörðun umhverfisráðherra um línulagnir hefur verið gagnrýnd en mér finnst það billegt að reyna að kenna þeirri ákvörðun um tafir. Ákvörðunin mun ekki tefja verkefnið að neinu marki – og ekkert umfram þær tafir sem stafa af því að framkvæmdaaðilinn hefur ekki tryggt fjármagn til verkefnisins og innlend orkufyrirtæki njóta ekki lánstrausts og vafi leikur á að fullnægjandi orkukostir séu til reiðu. Það eru hinar raunverulegu ástæður tafa í Helguvík. Þá er endaleysan um álverið á Bakka kapítuli út af fyrir sig. Ekkert lýsir betur áherslum ríkisstjórnarinnar en sú ákvörðun að endurnýja ekki viljayfirlýsingu við Alcoa í óbreyttu formi. Við viljum nefnilega uppbyggingu á Bakka. En við viljum ekki afhenda einum útlendum auðhring sjálfdæmi um álitlegan nýtingarkost og gera öðrum áhugasömum fyrirtækjum ókleift að komast að borðinu. Við höfum á undanförnum árum glatað ótöldum tækifærum með aðferðafræði fortíðarinnar. Við höfum samið á forsendum álfyrirtækjanna án þess að skapa okkur samningsstöðu með nauðsynlegri samkeppni um ólíka kosti.</span></p> <p><span>Þetta er mergurinn málsins. Við eigum að greiða fyrir atvinnuuppbyggingu en við eigum ekki að sæta afarkostum óforskammaðra kapítalista. Þeir vinna að einu markmiði – hámörkun arðs. Það vitum við vel af reynslu undanfarinna ára. Við eigum að standa með okkur sjálfum, setja viðskiptalífinu skýr mörk og verða ekki ginningarfífl stóriðju og útgerðarauðvalds með sama hætti og við eltum sérhagsmuni bankadrengjanna og útrásargosanna á undanförnum árum. Reynsla nágrannaríkja okkar sýnir skýrt að samkeppnishæfni þjóða og hátt skattastig eru engar andstæður – þvert á móti er traust velferðarkerfi og afkomuöryggi almennings forsenda efnahagslegrar framþróunar til lengri tíma litið. Þeir sem halda öðru fram hafa ekkert lært af mistökum undanfarinna ára – og því miður engu gleymt.</span></p> <p><span>&#160;</span><span>Góðir ársfundarfulltrúar.</span></p> <p><span>Við glímum nú við versta atvinnuleysi sem við höfum reynt. Fjöldi þeirra sem glíma við langtímaatvinnuleysi er orðinn meira en helmingur allra á atvinnuleysisskrá. Fjöldi ungs fólks með stutta skólagöngu að baki er óeðlilega hár í þessum hópi. Við höfum af því mikla reynslu sem þjóð að sameinast um að bjarga verðmætum, þegar dropa tekur í þurrt hey eða þegar afli liggur undir skemmdum. Við verðum í þessum anda að sameinast um að bjarga þeim mannlegu verðmætum sem eru í hættu og rétta hönd til þess mikla fjölda sem er í stórhættu að lokast inni í einsemd langtímaatvinnuleysis. Við verðum öll að leggjast á árarnar. Verkalýðshreyfingin býr yfir einstæðu samskiptaneti út um allt land og inn í hvern kima. Ég vil þess vegna bjóða verkalýðshreyfingunni til samstarfs um þjónustu við atvinnulausa. Það er mikils virði ef okkur tekst að nýta hið stóra og víðfeðma tengslanet hreyfingarinnar til að hreyfa við þessum stóra hópi, styrkja hann til góðra verka, efla getu, þekkingu og sjálfstraust.</span></p> <p><span>Framundan eru erfiðir tímar og mikið mun reyna á. Öflug verkalýðshreyfing er mikilvægur bandamaður í þeirri baráttu. Ég þakka okkar góða samstarf á undanförnum mánuðum og hlakka til frekara samstarfs á næstu mánuðum. Verkið er rétt að hefjast.</span></p> <br /> <br />

2009-10-08 00:00:0008. október 2009Ræða Árna Páls Árnasonar, félags- og tryggingamálaráðherra á þingi Starfsgreinasambands Íslands

<p><span>Ágætu þingfulltrúar.</span></p> <p><span>Við lifum mikla óvissutíma. Það hefur reynt mjög á okkur öll síðasta árið. Við höfum þegar upplifað áföll með kaupmáttarrýrnun og atvinnumissi, hækkun skuldabyrði og rýrnun eigna.</span></p> <p><span>Við erum í miðri á og eigum nokkuð eftir áður en vonir standa til að efnahagsástandið glæðist að marki. Tafir á framgangi efnahagsáætlunar okkar valda vonbrigðum og erfiðar spurningar um ábyrgð okkar á glæfraverkum útrásargosa leiða til efasemda um mikilvægi samninga um Icesave og efnahagssamstarfs okkar við AGS.</span></p> <p><span>Efinn er hollur en ráðleysið ekki. Þeir sem mæla gegn efnahagsáætlun okkar eiga ekki skýr svör um hvaða valkostur sé í stöðunni.</span></p> <p><span>Við getum komist af án þessara lána og getum unnið okkur úr þessu sjálf segja þeir sumir &ndash; og eiga það helst sammerkt að hafa fæðst með silfurskeið í munni.</span></p> <p><span>Við þurfum ekki á AGS að halda segja þeir líka &ndash; en útskýra ekki hvernig þá verður tekist á við stórfelldan vanda við greiðslu erlendra skulda.</span></p> <p><span>Við eigum ekki að skattleggja okkur út úr vandanum segja þeir líka &ndash; og vilja þannig reyna að endurvekja þá stjórnarsnilli vegavilltra stjórnvalda Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks á bóluárunum að lækka skatta á þá sem helst geta greitt þá.</span></p> <p><span>Við eigum ekki að greiða skuldir óreiðumanna segir mesti óreiðumaður allra tíma &ndash; sá sem lét okkur í arf byrðar upp á 300 milljarða með stjórnunarafglöpum í Seðlabankanum &ndash; hærri fjárhæð en líkur eru á að við munum þurfa að greiða fyrir Icesave þótt allt fari á versta veg.</span></p> <p><span>Slíkir eru spámenn vorra daga. Er nema von að menn spyrji hvort óhamingju Íslands verði allt að vopni?</span></p> <p><span>Ég hef enga slíka snilld að boða. Hér vil ég bara rekja stöðuna eins og hún er.</span></p> <p><span>Atvinna og efnahagslegur stöðugleiki er forsenda þess að fólk geti staðið skil á sínu. Við höfum nú nýverið kynnt bráðaaðgerðir sem tryggja öllum sem voru í skilum fyrir hrun að þeir verði áfram í lagi eftir hrun og bregðast með sanngjörnum hætti við forsendubresti í fasteignaviðskiptum. Áhætta af verðbólgu og gengisfalli verður færð frá fólki til bankanna. Greiðslubyrði mun ráðast af launaþróun en ekki verðlagi. Við höfum líka lagt mikla vinnu í að koma á samræmdu verklagi milli lánastofnana, eignarleigufyrirtækja, lífeyrissjóða og Íbúðalánasjóðs um meðferð erfiðra skuldamála. Í því ferli verður tekið á þeim skuldamálum sem almennar aðgerðir duga ekki til að leysa og þar verður búinn til einfaldur farvegur til að endurskipuleggja, færa niður og afskrifa skuldir.</span></p> <p><span>Strax í framhaldinu þarf að taka á skuldamálum fyrirtækjanna svo þau geti staðið í skilum og haldið fólki í vinnu.</span></p> <p><span>Næsta stórverkefni er glíman við stórfellt atvinnuleysi. Nú eru 7.200 langtímaatvinnulausir og verða 9.000 í árslok. Spáð er að meðaltalsatvinnuleysi á næsta ári losi 10%. Við þurfum að tileinka okkur algerlega ný vinnubrögð til að takast á við þetta ástand. Við þurfum að tryggja fólki fjárhagslegan ávinning af launavinnu og styðja langtímaatvinnulausa til aukinnar þátttöku í samfélaginu. Til þess þurfum við að kalla til verka alla þá sem hjálpa vilja og búa til fjölbreytt verkefni fyrir atvinnulausa. Við erum nú að vinna tillögur að bættum úrræðum og munum leggja fram frumvarp sem gerir okkur kleift að takast á við þetta mikla verkefni nú á haustþingi. Við höfum átt gott samstarf við verkalýðshreyfinguna í þessum efnum og hlökkum til að eiga það áfram.</span></p> <p><span>Við þurfum líka að leggja traustan grunn fyrir efnahagslegan viðsnúning, með ábyrgum fjárlögum og góðri efnahagsstefnu.</span></p> <p>&nbsp;</p> <p><span>Við fjárlagagerð höfum við þurft að taka erfiðar ákvarðanir um niðurskurð, sem snerta alla landsmenn. Þið finnið fyrir því og gagnrýnið réttilega ríkisstjórnina fyrir að verja ekki nægilega vaxtabætur, barnabætur og fjárhæð persónuafsláttar &ndash; þessar grunnstoðir almenns launafólks. Ég heyri þær áhyggjur og deili þeim með ykkur &ndash; á þessu verðum við að finna sameiginlega lausn í meðferð fjárlagafrumvarpsins.</span></p> <p><span>Við höfum sem þjóð eytt um efni fram og okkur vantar eina krónu af hverjum fimm. Ef við lokum ekki þessu bili milli útgjalda og tekna fljótt, með blandaðri leið niðurskurðar útgjalda og hækkunar skatta, mun vaxtabyrði þjóðarinnar til langframa verða okkur ofviða og okkar bíða óðaverðbólga og ójafnvægi.</span></p> <p><span>Ef við skerum bara niður skerðast lífskjör láglaunafólks mest og fjöldaatvinnuleysi verður óviðráðanlegt vandamál. Við erum engu bættari með 20 þúsund opinbera starfsmenn á atvinnuleysisbótum. En við getum ekki valið að halda opinberri þjónustu óbreyttri og talið okkur trú um að með því að skera bara niður annan kostnað komumst við hjá atvinnuleysi. Sú lausn felur bara í sér að verklegum framkvæmdum ríkisins er frestað og samningum við birgja sagt upp &ndash; afleiðingin er atvinnuleysi á almennum markaði.</span></p> <p><span>Ef við hækkum bara skatta drögum við úr eftirspurn í samfélaginu og festum kreppuna í sessi. Reikningur vegna atvinnuleysisbóta verður hærri og við verðum lengur að vinna á atvinnuleysinu. En við getum ekki komist hjá því að hækka skatta.</span></p> <p><span>Við getum auðvitað reynt hina stórsnjöllu vúdúhagfræði formanns Sjálfstæðisflokksins sem virðist felast í að lækka skatta á stóreignafólk. Fólkið sem á 1.800 milljarða á banka og þorir ekki að nota þá. Nei takk. Við höfum prófað þessa miklu snilld áður og þurfum ekki að endurtaka þau ósköp.</span></p> <p><span>Við verðum að fara blandaða lausn &ndash; lausn skattahækkana OG niðurskurðar. Við munum öll finna fyrir, en vonandi ekkert okkar með óbærilegum hætti. Þar ætlum við að standa vaktina. Að passa að við komumst öll saman í gegnum þessa kreppu og að enginn þurfi að dragnast með hala gjaldþrota með sér um ókomna tíð. Við þurfum öll að fara í gegnum þetta saman og deila byrðunum.</span></p> <p>&nbsp;</p> <p><span>Og fyrst ég er byrjaður á vondum tíðindum ætla ég að halda áfram. Við þurfum líka að ljúka samningunum um Icesave. Við þurfum líka að vinna áfram með AGS, þótt það samstarf sé auðvitað alltaf til stöðugrar endurskoðunar.</span></p> <p><span>Ef við ljúkum ekki Icesave-samningunum blasir við efnahagsleg einangrun. Greiðslur erlendis frá verða aftur stöðvaðar. Krónan hríðfellur og lífskjör versna. Ef við náum ekki samningunum um Icesave munum við ekki varðveita þann árangur sem náðst hefur. Hættan er sú að við færumst aftur til þess ástands sem var hér á landi vikurnar eftir hrun.</span></p> <p><span>Fram til ársins 2013 falla á gjalddaga rúmlega þúsund milljarðar króna í erlendum skuldum og það eru ekki Icesave-skuldir. Afrakstursgeta þjóðarbúsins nú er um hundrað milljarðar á ári.</span></p> <p><span>Spámennirnir snjöllu tala fyrir því að við eigum að leysa úr þessum vanda ein og sjálf, í ófriði við önnur lönd. Þá blasir við stórfelld veiking krónunnar, verulega skertur kaupmáttur almennings og almenn skömmtun innfluttra neysluvara. Og samt eru ekki miklar líkur á að slíkur sjálfsþurftarbúskapur dygði til að dæmið gengi upp.</span></p> <p><span>Án samkomulags um Icesave verður hér engin endurreisn, hér verða engar stórframkvæmdir, engin álver, fyrirtækin fá enga fyrirgreiðslu og fara unnvörpum á hausinn, atvinnuleysi eykst og allar forsendur fyrir friði á vinnumarkaði hverfa.</span></p> <p><span>Einhver kann að spyrja: Hvers vegna stinga þá spámennirnir upp á slíkri hörmungarlausn?</span></p> <p><span>Ástæðan er einföld. Þótt okkur þyki þetta hörmuleg framtíðarsýn eru þeir til sem eiga bágt með að sjá fyrir sér betri framtíð en þessa.</span></p> <p><span>Þeir sem hafa hingað til hagnast á gengisfellingum og auðgast á veikri krónu.</span></p> <p><span>Þeir sem hafa hingað til getað skammtað sér aðgang að fjármagni.</span></p> <p><span>Þeir sem hafa hingað til getað hundelt skuldara og haldið gjaldþrotum vakandi áratugum saman.</span></p> <p><span>Þeir sem hafa lengst af getað passað að réttu aðalverktakarnir fái réttu verkin á réttum kjörum.</span></p> <p><span>Þeir sem hafa ráðið landinu í krafti fákeppni.</span></p> <p><span>Þeir sem rændu Eimskipafélaginu af íslensku launafólki og Vestur-Íslendingum og nýttu það til að brjóta undir sig önnur fyrirtæki í landinu.</span></p> <p><span>Þeir sem horfa með eftirsjá til þess tíma þegar útvaldir flokksgæðingar sátu að kjötkötlunum í skjóli hefðbundinna helmingaskipta og einangrunar landsins.</span></p> <p>&nbsp;</p> <p><span>Við stöndum á miklum tímamótum og umræðan um Icesave og AGS litast af þessari hagsmunatogstreitu. Annars vegar eru þeir sem er ósárt um að hér sé skellt í lás því þeir hafa alltaf hagnast á lokuðu landi. Hinum megin erum við sem eigum réttindi okkar og afkomu undir sögulegum ávinningi frjálsra viðskipta og frjálsrar verkalýðshreyfingar, frjálsri samkeppni og samningum við útlönd sem tryggja öllum rétt, &ndash; ekki bara auðmönnum.</span></p> <p><span>Við heyrum sönginn: Það var evrópskt regluverk sem brást.</span></p> <p><span>Það er vissulega rétt. En ef sú væri eina skýringin blasir við næsta spurning sem ekki hefur verið svarað.</span></p> <p><span>Hvers vegna er þá ekkert annað land í Evrópu í viðlíka vanda?</span></p> <p><span>Er það af því að þar voru bankar ekki afhentir vildarvinum?</span></p> <p><span>Er það af því að þar voru skattar ekki lækkaðir í góðæri og skattbyrði markvisst flutt frá ríkum til fátækra?</span></p> <p><span>Er það af því að þar var ekki unnið eftir hugmyndafræði nýfrjálshyggju með sama hætti og hér?</span></p> <p><span>Er það kannski af því að það er hvergi jafn vondur gjaldmiðill í nokkru landi og hér &ndash; hvergi annað eins tæki fyrir spekúlanta að leika sér með, sjálfum sér til ávinnings og almenningi til tjóns?</span></p> <p><span>Með EES-samningnum hófum við vegferð í átt til betri kjara fyrir almenning, hærri launa og lægra verðlags með aukinni samkeppni og banni við siðspilltu samkrulli. Við vitum að einhæfni samfélags fyrri áratuga lék almennt launafólk grátt og gróf undan siðferði í viðskiptum. Örfá fyrirtæki kolkrabba og framsóknarklíku réðu jafnt kaupi launafólks og verðlagi í verslunum. Gengi var fellt eftir pöntun frá forréttindaklíkum. Íslenska krónan er og var hornsteinn þessarar samfélagsgerðar.</span></p> <p><span>Með krónunni hafa gríðarleg verðmæti verið flutt frá heimilum og verðmætaskapandi fyrirtækjum til fjármagnseigenda. Þessi eignatilfærsla veldur margvíslegri óhagkvæmni í samfélaginu &ndash; heimilin þurfa að vinna lengri vinnudag til að greiða fyrir húsnæði og aðrar fjárfestingar og fyrirtækin hafa minna fjármagn úr að spila til launagreiðslna eða rannsókna og þróunarverkefna vegna hárrar vaxtabyrði. Og krónan var höfuðorsök hrunsins og aðalástæða þess að íslenskur almenningur þarf að bera gríðarlegar byrðar af óábyrgum bankamönnum.</span></p> <p>&nbsp;</p> <p><span>Það er rangt að leyfa þeim flokkum sem helsta ábyrgð bera á hruninu að endurskrifa söguna með þeim hætti að allt vont komi frá útlöndum. Hrunið má þvert á móti rekja til vitlausra ákvarðana forystumanna þessara flokka á þeim árum þegar leggja hefði átt grunn að sjálfbærum hagvexti.</span></p> <p><span>Lærdómurinn er því ekki sá að alþjóðavæðingin hafi brugðist okkur. Þvert á móti er rétta lexían sú að Ísland er ekki nógu alþjóðavætt. Íslenskur almenningur er berskjaldaðri fyrir gönuhlaupum auðjöfra og vondri hagstjórn en almenningur í nágrannaríkjum okkar. Mikilvægast er því að byggja traustan alþjóðlegan grunn fyrir íslenskt atvinnulíf og skapa almenningi þannig sama ávinning af alþjóðavæðingunni og meðbræður okkar og -systur í Evrópu njóta. Aðild að Evrópusambandinu er sú aðgerð sem íslensk launamannastétt þarf helst á að halda til að losna úr helsi innlendrar forréttindastéttar og öðlast eiginlegan borgararétt í íslensku samfélagi.</span></p> <p><span>Góður maður orðaði þessa hugsun eitthvað á þá leið að betra væri að vera frjálsborinn maður í evrópskum hreppi en að vera hirðfífl smáfursta á Íslandi. Eftir hrunið líður okkur mörgum sem hirðfíflum smáfursta í viðskiptalífi og stjórnmálum. Við þurfum að bindast samtökum um að binda enda á þær aðstæður. Barátta fyrir alþjóðavæddu atvinnulífi og samvinnu við nágrannaríki er hin nýja stéttabarátta vorra tíma &ndash; barátta okkar fyrir öruggri lífsafkomu, áhrifum og jafnrétti.</span></p> <p><span>Þessa framtíðarsýn óttast skiljanlega þeir menn sem eiga auð sinn og völd því að þakka að þeir þurftu aldrei að keppa við aðra og þurftu aldrei að reyna sig við aðra sterkari.</span></p> <p>&nbsp;</p> <p><span>Við stöndum á tímamótum. Í efnahagslífi okkar í dag erum við að fást við efnahagslegt ójafnvægi sem stafar fyrst og fremst af því að innviðir samfélagsins &ndash; og þá sérstaklega gjaldmiðillinn &ndash; eru ekki nógu sterkir til að bera alþjóðavæðingu hluta efnahagslífsins. Bankakerfið og viðskiptalífið reyndist of opið og of stórt fyrir þennan litla gjaldmiðil.</span></p> <p><span>Á þessum tímamótum stöndum við frammi fyrir vali um tvenns konar lausnir.</span></p> <p><span>Ætlum við að skella í lás og loka landinu?</span></p> <p><span>Eða ætlum við að bæta úr ágöllunum, styrkja innviðina og sækja fram á ný?</span></p> <p><span>Nú þarf að velja rétt.</span></p> <p><span>Við eigum átakanlega hliðstæðu úr sögu þjóðarinnar þegar við tókum rangan kost. Á fimmtándu öld flutti fólk til sjávarsíðunnar, því sú útgerð sem þá var að slíta barnskónum gat borgað betri laun en hefðbundinn landbúnaður. Ríkjandi valdakerfi landsins sem hafði afkomu sína af landbúnaði bjóst til varnar. Svarið var Píningsdómur árið 1490.</span></p> <p><span>Í Píningsdómi var &ndash; að kröfu innlendrar forréttindastéttar þess tíma &ndash; lagt bann við vetursetu útlendinga og þjóðinni bannað að nota öflug veiðarfæri. Jafnframt var atvinnufrelsi daglaunafólks afnumið og fátækt fólk hneppt í vistarband. Þannig var staða forréttindastéttanna tryggð &ndash; með því að loka landinu og banna fólki að auka tekjur sínar með samkeppni um vinnuafl.</span></p> <p><span>Þetta ástand varði í fjögur hundruð ár. Afleiðingin var fjögur hundruð ára sjálfsköpuð fátækt og óbærileg kúgun þess þriðjungs þjóðarinnar sem sat réttlaus í vistarbandi allan þann tíma. Þjóðin nýtti sér ekki með nokkrum hætti stærstu auðlind sína og naut engra þeirra tækifæra sem fylgdu frjálsri verslun og þátttöku í samfélagi þjóðanna fyrr en á tuttugustu öldinni.</span></p> <p><span>Við höfum sorglega ríka reynslu &ndash; fjögur hundruð ára langa reynslu &ndash; af því að búa við heimatilbúna fátækt sem stafar af andstöðu gráðugra, gamalla forréttindastétta gegn alþjóðlega viðurkenndum leikreglum sem auðvelda frjálsa samfélagsþróun og skapa almenningi réttindi. Nú er komið nóg. Við verðum að leysa okkur úr vistarbandi vorra tíma og verja íslenskt launafólk gegn endurnýjaðri árás forréttindastétta fortíðarinnar.</span></p> <p><span>Eins og einu sinni var sagt: Við höfum engu að tapa &ndash; nema hlekkjunum.</span></p> <p>&nbsp;</p> <br /> <br />

2009-10-06 00:00:0006. október 2009Ræða félags- og tryggingamálaráðherra í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra

<p><span>Virðulegi forseti, góðir tilheyrendur.</span></p> <p><span>Það eru miklir óvissutímar og verkefnin eru mörg. En verkefnin eru til þess að takast á við og leysa. Við höfum nú nýverið kynnt viðamiklar aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna.</span></p> <p><span>Þær aðgerðir sýna að þrátt fyrir ólíka hagsmuni er hægt að ná þokkalegri sátt um erfið viðfangsefni með uppbyggilegri nálgun fjármálafyrirtækja, eignarleigufyrirtækja, hagsmunasamtaka og ólíkra flokka jafnt í stjórn og stjórnarandstöðu. Slík vinnubrögð eigum við að ástunda við þessar erfiðu aðstæður.</span></p> <p><span>Með leiðréttingu á skuldabyrði heimilanna tryggjum við að þeir sem höfðu gert raunhæfar áætlanir um fasteignakaup fyrir hrunið geti staðið við skuldbindingar sínar eftir hrunið.</span></p> <p><span>Með leiðréttingunni höfum við líka tekið fyrir það hróplega óréttlæti sem fólst í því að greiðslubyrðin hækkaði og hækkaði, á meðan launin stóðu í stað eða jafnvel lækkuðu. Slíkt misræmi má ekki og mun ekki þjaka heimilin í landinu aftur.</span></p> <p><span>Í leiðréttingunni felast líka úrræði fyrir þá sem eru verulega illa settir og þurfa brýna úrlausn sinna mála ef greiðslugeta stendur ekki undir skuldum.</span></p> <p><span>Ef við getum eitthvað lært af reynslu nágrannaþjóða okkar af efnahagskreppu, þá er það að koma í veg fyrir að hér myndist varanleg undirstétt þeirra sem skulda, þeirra sem eru atvinnulausir og þeirra sem orðið hafa fyrir öðrum áföllum.</span></p> <p><span>Við verðum að gera öllum kleift að vera hluti af samfélaginu með fullri reisn, þeirra vegna og okkar allra vegna, af því að við þurfum á öllu okkar fólki að halda. Enginn á að þurfa að draga á eftir sér hala gjaldþrota um ókomin ár vegna þessarar kreppu.</span></p> <p><span>Virðulegi forseti.</span></p> <p><span>Atvinna og efnahagslegur stöðugleiki er forsenda þess að fólk geti haldið lánum í skilum. Næsta stórverkefni er því að taka á skuldamálum fyrirtækjanna, svo þau geti staðið í skilum og haldið fólki í vinnu.</span></p> <p><span>Á næstu vikum verða hér til umfjöllunar tvo stórmál, sem hvort um sig skiptir miklu um framtíðarhorfur í íslensku efnahagslífi. Það eru fjárlögin og endanleg niðurstaða um ríkisábyrgð vegna Icesave-reikninganna.</span></p> <p><span>Við fjárlagagerð höfum við þurft að taka erfiðar ákvarðanir um niðurskurð sem snerta alla landsmenn. Ástæðan er einföld: Við höfum eytt um efni fram og okkur vantar eina krónu af hverjum fimm. Engar horfur eru á öðru en áframhaldandi aðhaldi á næstu árum. Við höfum hins vegar lagt höfuðáherslu á að verja hag þeirra sem lakast standa og verja grunnþjónustu á sviði velferðarmála.</span></p> <p><span>En ef við lokum ekki þessu bili milli útgjalda og tekna fljótt &ndash; jafnt með niðurskurði útgjalda og hækkun skatta &ndash; mun vaxtabyrði þjóðarinnar til langframa verða okkur ofviða og okkar bíða óðaverðbólga og ójafnvægi. <span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Allt er þetta starf hins vegar lítils virði ef við náum ekki friði við nágrannaríki okkar um efnahagslega fyrirgreiðslu.</span></p> <p><span>...</span></p> <p><span>Því miður er það ekki svo að við eigum raunverulegt val um að semja ekki um Icesave.</span></p> <p><span>Ef við ljúkum ekki því máli blasir við efnahagsleg einangrun. Greiðslur erlendis frá verða aftur stöðvaðar, rétt eins og við fengum að reyna vikurnar eftir hrun. Krónan hríðfellur og lífskjör versna.</span></p> <p><span>Fram til ársins 2013 falla á gjalddaga rúmlega þúsund milljarðar króna í erlendum skuldum og það eru ekki Icesave skuldir. Afrakstursgeta þjóðarbúsins nú er um hundrað milljarðar á ári.</span></p> <p><span>Sumir tala fyrir því að við eigum að leysa úr þessum vanda ein og sjálf, í ófriði við önnur lönd. Þá blasir við stórfelld veiking krónunnar, verulega skertur kaupmáttur almennings og almenn skömmtun innfluttra neysluvara. Og samt eru ekki miklar líkur á að sjálfsþurftarbúskapurinn dygði til að dæmið gengi upp.</span></p> <p><span>Slík framtíðarsýn er því fortíðarsýn &ndash; draumsýn um endurvakið haftasamfélag fortíðarinnar þar sem útvaldir flokksgæðingar geta aftur sest að kjötkötlunum í skjóli hefðbundinna helmingaskipta og einangrunar landsins.</span></p> <p><span>Án samkomulags um Icesave verður hér engin endurreisn, hér verða engar stórframkvæmdir, fyrirtækin fá enga fyrirgreiðslu og fara unnvörpum á hausinn, atvinnuleysi eykst og allar forsendur fyrir friði á vinnumarkaði hverfa. Þetta veit allt sanngjarnt og réttsýnt fólk í öllum flokkum.</span></p> <p><span>Allt það góða fólk verður nú að taka höndum saman &ndash; þvert á flokksbönd &ndash; til að tryggja efnahagslega endurreisn og lífvænlegt samfélag en ekki fangelsi hafta og lágra launa.</span></p> <p><span>Okkar unga fólk á betra skilið en afturhvarf til úreltra samfélagshátta og einangrunar. Trúir því einhver að okkar kraftmikla unga kynslóð fari með okkur í slíka haftavegferð?</span></p> <p><span>Framtíðin bíður. Brýn verkefni bíða. Engan langar að borga Iceasave, en því lengur sem við tefjum frágang þess höldum við framtíð þjóðarinnar í óvissu.</span></p> <p><span>Eftir heilt ár af óvissu er nóg komið. Nú þurfum við að láta verkin tala.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Góðar stundir.</span></p>

2009-09-26 00:00:0026. september 2009Ræða Árna Páls Árnasonar, félags- og tryggingamálaráðherra á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar, 26. september 2009.

<p><span>Góðir félagar</span></p> <p><span>Við tókum að okkur verk í vor &ndash; og það voru verk í fleirtölu. Þau brýnu verk eru mörg.</span></p> <p><span>Að baki er áætlun í ríkisfjármálum, sem tekst á við það vandasama verkefni að færa útgjöld okkar að því sem við öflum. Við þurfum að spara og hækka skatta, því við höfum sem þjóð lifað um efni fram. Okkur vantar eina krónu af hverjum fimm. Afleiðingin verður óhjákvæmilega lengri biðlistar og skert þjónusta í velferðarkerfinu, þótt við gerum allt til að verja grunnþjónustuna.</span></p> <p><span>Að baki er líka aðildarumsókn sem leggur grunn að stöðugu hagkerfi og gefur okkur von um að losna við krónuna &ndash; það tæki sem best hefur dugað til að flytja verðmæti frá íslensku launafólki til fjármagnseigenda og spekúlanta. Icesave er að baki &ndash; og sá draugur innistæðulausra útþensludrauma óábyrgra bankamanna má ekki ganga aftur. Lækkun stýrivaxta, fjármögnun stórframkvæmda, sköpun nýrra atvinnutækifæra &ndash; allt hangir þetta á lánafyrirgreiðslu frá okkar nánustu nágrannalöndum.&nbsp;</span><span>&nbsp;</span></p> <p><span>En okkar næsta stóra verkefni er endurskipulagning skulda. Hrunið breytti skuldsetningu þjóðarinnar &ndash; sem var þó nógu glæfraleg fyrir &ndash; og gerði hana að ókleifum hamri í einni svipan. Eftir stöndum við með skuldir umfram eignir og greiðslugetu heimila og fyrirtækja.</span></p> <p><span>Skuldavandi heimilanna er í senn flókið efnahagslegt verkefni og gríðarlega brýnt félagslegt úrlausnarefni. Engum stendur það nær en okkur jafnaðarmönnum að tryggja að við lausn þess vanda verði gætt til hins ítrasta sjónarmiða jafnræðis og réttlætis.</span><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Jafnræði verður að<span>&nbsp;</span> tryggja. Við verðum að tryggja að öllum þeim sem standa frammi fyrir sambærilegum vanda standi til boða sambærileg úrræði, en það sé ekki undir geðþótta einstakra fjármálastofnana eða einstaka bankastjórnenda komið hverjir fá úrlausn sinna mála og hvernig.</span></p> <p><span>Og réttlæti verður að ráða för. Þeir sem þurfa á aðstoð að halda eiga rétt á aðstoð. Það eru þúsundir fjölskyldna sem gerðu ekki annað en að reyna að tryggja sér þak yfir höfuðið, en horfa nú fram á auknar byrðar vegna aðstæðna sem enginn sá fyrir.</span><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Þetta fólk eigum við að aðstoða og þetta fólk ætlum við að aðstoða<em>.</em></span></p> <p><em><span>.......</span></em><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Við eigum hins vegar ekki að bjarga þeim úr snörunni sem fóru út í glórulaust fjárfestingabrask, veðjuðu á skyndigróða á þenslutímum en vilja nú að almenningur í landinu borgi kostnaði við ævintýramennskuna.</span></p> <p><span>Við eigum heldur ekki að refsa þeim sem sýndu ráðdeild, sparsemi og hagsýni. Við megum heldur ekki gleyma því, að þenslan og fjárfestingarnar fóru ekki fram alls staðar á landinu með sama hætti. Það var engin húsnæðisbóla á Snæfellsnesi, í Skagafirði eða Skaftafellssýslum. Það fjölgaði ekki til muna Range Roverum á Flateyri eða Fáskrúðsfirði.</span><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Við þurfum að nálgast þetta verkefni með samfélagslega sanngirni að leiðarljósi.</span></p> <p><span>Þess vegna eigum við að aðstoða þá sem þurfa á því að halda. Það er fólkið okkar, vinnandi fólk í landinu.&nbsp;</span><em><span>&nbsp;</span></em></p> <p><em><span>....</span></em></p> <p><span>Að þessu verkefni hefur ríkisstjórnin unnið síðustu vikur og mánuði og haft um það samráð og átt um það samtöl við alla sem nöfnum tjáir að nefna, fjármálastofnanir, Seðlabankann, aðila vinnumarkaðarins, hagsmunasamtök, stjórnarandstöðuna og marga fleiri. Við höfum farið yfir ótal tillögur og ótal útfærslur, og reiknað fram og til baka, en alltaf með sama meginmarkmið í huga, að gæta jafnræðis og sanngirni.</span><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Eðli málsins samkvæmt hefur mest reynt á samstarfið við fjármálastofnanir og ég dreg enga dul á það, að mér hefur á stundum þótt bankarnir ekki sýna því nægilegan skilning, að þeir eru hluti af samfélagi í gríðarlegum vanda og að þeim ber samfélagsleg skylda til að leggja sitt af mörkum til að gera fjölskyldum í landinu kleift að standa við skuldbindingar sínar.</span></p> <p><span>Ég fer heldur ekki í grafgötur með þá skoðun mína, að sem mest af húsnæðislánum heimilanna eigi að vera á ábyrgð hins opinbera. Höfuðvandinn í útlánabólunni allt frá 2004 var sú staðreynd að bankar með stórveldisdrauma buðu lægri vaxtakjör en þeir höfðu forsendur til, í því skyni að ginna til sín viðskiptavini. Þess vegna varð ofþensla á markaðnum.&nbsp;</span><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Verstu mistök okkar voru að snúa bakinu við því sjálfbæra fjármögnunarkerfi íbúðalána sem Jóhanna Sigurðardóttir kom á með húsbréfakerfinu árið 1989. Húsnæðisöryggi fólks er of mikilvægt verkefni til að láta lánaframboð ráðast af dyntum og stundarhagsmunum gírugra bankamanna. Húsbréfakerfið var sniðið að danskri fyrirmynd þar sem enn er við lýði sjálfbært, traust og stöðugt íbúðalánakerfi, sem hefur verið lítt breytt í 140 ár. Joseph Stieglitz bendir nú á það kerfi sem fyrirmynd fyrir endurbyggingu bandarísks fasteignalánamarkaðar. Brýnasta verkefni okkar á sviði húsnæðismála er að koma á ný á þeim stöðugleika sem einkennir slík kerfi og tryggja stöðugt framboð íbúðalána.</span></p> <p><span>...</span><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Nú &ndash; eftir margra mánaða samráð &ndash; nú hillir undir víðtækt samkomulag um samræmda lausn á vanda þeirra sem þurfa á aðstoð að halda.</span></p> <p><span>Þessar tillögur verða kynntar á allra næstu dögum, en ég get sagt ykkur hér að með þeim verður tryggð verulega lækkuð greiðslubyrði á bæði verðtryggðum og gengistryggðum lánum. Jafnframt verður tryggt að slík breyting leiði ekki til þess að lánstími lengist úr hófi á móti.</span><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Í þessum tillögum felst því, að ef laun hækka ekki og ef atvinnustig verður áfram lágt &ndash; ef gengi krónunnar lagast ekkert, þá helst greiðslubyrði lána í samræmi við það. Ef hins vegar almennar launahækkarnir verða í landinu og hér eykst atvinna &ndash; sem við erum auðvitað fullviss um &ndash; ef greiðslugeta okkar allra eykst, þá eykst greiðslubyrði á ný í samræmi við batnandi hag.</span></p> <p><span>Með þessu er komið í veg fyrir það hróplega óréttlæti sem felst í misgengi á milli launaþróunar og lánskjara, þ.e.a.s. að á meðan launin hækka ekki eða jafnvel lækka, þá hækkar greiðslubyrðin af lánunum</span><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Við ætlum ekki að endurtaka misgengishörmungarnar frá því 1983 og 1984.</span></p> <p><span>Almenn lækkun greiðslubyrði gefur fyrirheit um að fjölskyldur geti leyst sig úr fjötrum og fengið annað tækifæri til að skipuleggja fjármálin vel og óttalaust. Það er engum greiði gerður með því að lengja skuldahalann, að lengja í snörunni, heldur verðum við að sýna fólki fram á að það borgi sig að standa við skuldbindingar sínar &ndash; og það vill fólk líka gera. <span>&nbsp;</span>Með þessum víðtæku almennu aðgerðum viljum við tryggja að langflestar fjölskyldur í landinu geti haldið sínu striki og byggt áætlanir sínar á forsendum sem eru ekki alltof ólíkar því sem var áður en þessar hörmungar dundu yfir. En eins og ég hef oft sagt er það ekki í mannlegu valdi að gera okkur jafnsett eins og ef hrunið hefði aldrei orðið. Við sitjum uppi með afleiðingar þess og verðum að vinna úr þeim eins best við getum.</span><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ég vildi gjarna lýsa þessum tillögum betur hér, en að fenginni reynslu tel ég skynsamlegt að ganga frá endanlegu samkomulagi og hnýta alla lausa enda áður en þær eru kynntar í smáatriðum.</span><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ég get þó fullvissað ykkur um, að tillögur ríkisstjórnarinnar verða fyrst og fremst miðaðar við hagsmuni fólks og fjölskyldna, ekki eingöngu fjármálastofnana og kröfueigenda eins og hingað til hefur verið lenska.</span></p> <p><span>...</span></p> <p><span>Gleymum því samt ekki, að margir verða eftir þótt gripið verði til almennra aðgerða til að létta greiðslubyrði. Áhrif efnahagshrunsins eru slík að líkur eru á þúsundir manna þurfi á sértækum úrræðum að halda. Því höfum við leitt saman fjármálastofnanir og eignaleigufyrirtæki til að móta samræmt verklag til að mæta fólki í þessari stöðu, svo að unnt verði að endurskipuleggja skuldir og koma þeim í viðráðanlegt horf og fella niður það sem ekki getur innheimst. Þetta þarf að gera með samræmdum og gagnsæjum hætti og án milligöngu dómstóla.&nbsp;</span><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Við munum jafnframt sníða agnúa af greiðsluaðlögunarferlinu og koma aukinni festu í beitingu þess úrræðis. Greiðsluaðlögun er mikilvæg til að þeir sem eru í mjög erfiðum vanda geti komið lagi á skuldamál sín, axlað ábyrgð af því sem unnt er að greiða og byrjað að nýju með hreint borð. Miklu skiptir að hlutverk umsjónarmanns með endurskipulagningu skulda sé unnið með vönduðum og samræmdum hætti. Ég er því þeirrar skoðunar að því hlutverki verði best fyrir komið hjá opinberri stofnun sem þrói verklag og veiti fólki í alvarlegum greiðsluerfiðleikum boðlega þjónustu.</span></p> <p><span>...</span><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Við stöndum frammi fyrir ærnum verkefnum. Hætturnar eru augljósar. Skuldavandinn hverfur ekki á einni nóttu. Atvinnuleysið verður næsta stórverkefnið. Í árslok verða 9000 manns langtímaatvinnulausir. Erlendar rannsóknir sýna að mikil hætta er á að þetta fólk komi aldrei aftur á vinnumarkaðinn. Við megum ekki við því. Hvert og eitt okkar er of dýrmætt til að þessi mikli mannauður fari í súginn.</span></p> <p><span>Ég fékk að opna framhaldsskóla í Mosfellsbæ um daginn. Einhver spurði: &bdquo;Er ekki glapræði að stofna skóla þegar ekkert fé er til?&ldquo; Þá fór ég að hugsa til afreka okkar undanfarin ár. Ef við hefðum ekki sest í ríkisstjórn 2007 og hafist handa við úrbætur í velferðarmálum væri staðan hörmuleg í dag. Á mestu velgengisárum í íslenskri sögu undir stjórn íhalds og Framsóknar gerðu stjórnvöld ekkert til að koma kjörum aldraðra og öryrkja í eðlilegt horf. Biðlistar eftir hjúkrunarrýmum hrönnuðust upp. Ekkert var gert til að vinna gegn brottfalli úr skólum og lítilli skólagöngu ungs fólks. Og svona mætti lengi telja.&nbsp;</span><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Af þessu má draga einfalda ályktun: Peningar eru ekki trygging fyrir góðu velferðarkerfi. Eigum við þá ekki leita nýrra leiða til að gera vel? Getum við kannski &ndash; ef við leggjumst öll á eitt &ndash; gert betur en áður fyrir minna fé? Er það ekki verðugt verkefni?</span><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Góðir félagar</span></p> <p><span>Við tókum að okkur verk í vor. Það var ekki tilviljun að okkur voru falin þessi verkefni. Íslenskur almenningur sýndi að hann treystir félagshyggjufólki best til að þess að leiða til lykta alvarleg viðfangsefni þar sem hagur vinnandi fólks er í húfi.</span><span><span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Okkur er treyst til þess að leysa mál með samábyrgð, en ekki sérhyggju, að leiðarljósi.</span></p> <p><span>Okkur er treyst til þess að gæta hagsmuna fjöldans, ekki hinna fáu.</span><span><span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Okkur er treyst til þess að varða leið sem byggir á samvinnu og sanngirni.</span></p> <p><span>Við jafnaðarmenn fögnum því að fá tækifæri til að móta nýtt samfélag á grunni raunverulegs frelsis og jafnréttis.</span><span><span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Það höfum við gert áður.</span></p> <p><span>Það ætlum við líka að gera núna.</span><span><span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Þakka ykkur fyrir.</span></p> <br /> <br />

Um ráðuneytið

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira