Hoppa yfir valmynd

Ræður og greinar Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur

Áskriftir
Dags.Dags.TitillLeyfa leit
2009-05-03 00:00:0003. maí 2009Sigurvegarar alþingiskosninganna

<p><span>Úrslit nýafstaðinna alþingiskosninga marka tímamót á margan hátt og eru tvímælalaust söguleg. Eins og jafnan er rætt af kappi hverjir séu sigurvegarar kosninganna og sýnist þar sitt hverjum. Í mínum huga er einn sigur að sönnu stærstur og það er sigurinn sem birtist í stórauknum hlut kvenna á Alþingi. Konur eru nú 43% þingmanna og hafa aldrei verið fleiri. Mikil endurnýjun verður í þinginu þar sem 27 nýir þingmenn taka sæti, 14 karlar og 13 konur. Við þetta hefur Ísland rifið sig upp úr fimmtánda sæti í það fjórða á lista yfir þau þjóðþing heimsins þar sem hlutfall kvenna er hæst.</span></p> <p><span>Árið 1967 sat aðeins ein kona á þingi en í kosningum 1971 fjölgaði þeim í þrjár. Þar við sat til ársins 1983 þegar Samtök um kvennaframboð fóru að hafa áhrif og níu konur tóku sæti á þingi. Í kosningum árið 1999 juku konur hlut sinn á Alþingi um heil 10%. Þá settust 22 konur á Alþingi en karlar voru 41 og hlutfall kvenna því 35%. Þennan góða árangur má án efa rekja til þverpólitísks átaks sem ráðist var í árið 1998 til að fjölga konum í stjórnmálum. Það hefur reynst erfitt að rjúfa 35% múrinn og hlutur kvenna á Alþingi hefur verið nokkuð sveiflukenndur um og fyrir neðan þetta mark síðastliðinn áratug. Árangurinn í nýafstöðnum kosningum er því afgerandi og mikið ánægjuefni.</span></p> <h3><span>Áhrif stjórnmálaflokka á framgang kvenna</span></h3> <p><span>Innviðir flokka, menning þeirra og viðhorf skipta miklu um það hvort kynin eigi þar jafna möguleika til framgangs og áhrifa. Þegar kemur að kosningum hafa kjósendur vissulega síðasta orðið en áður hafa flokkarnir haft sinn háttinn á við að raða frambjóðendum á lista og ráða þannig miklu um lokaniðurstöðuna.</span></p> <p><span></span><span>Fyrir alþingiskosningarnar 25. apríl sendi ég öllum formönnum stjórnmálaflokkanna bréf með hvatningu um að tryggja konum örugg sæti á framboðslistum. Hlutfall kynja var jafnt hjá þremur flokkum sem náðu kjöri til Alþingis að þessu sinni, þ.e. hjá Samfylkingunni, Vinstri grænum og Borgarahreyfingunni. Tveir fyrrnefndu flokkarnir beittu kynjakvótum, kynjasjónarmiðum og fléttulistum til að gæta jafnræðis kynja við uppröðun á lista. Hjá Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki virðist jafnréttissjónarmiða ekki hafa verið gætt og það sýndi sig í niðurstöðum kosninganna. Konur eru þrjár af níu þingmönnum Framsóknar og fimm af sextán þingmönnum Sjálfstæðisflokks.</span></p> <h3><span>Efla þarf hlut kvenna í sveitarstjórnum</span></h3> <p><span>Alþingi samþykkti nýlega ályktun um að félagsmálaráðherra feli Jafnréttisstofu að hrinda af stað aðgerðum til að efla hlut kvenna í sveitarstjórnum en sveitarstjórnarkosningar verða haldnar á næsta ári. Þetta er stórt og mikilvægt verkefni, því enn vantar töluvert upp á jafnræði kynja á þessum vettvangi.</span></p> <p><span>Eftir síðustu kosningar var hlutur kvenna í sveitarstjórnum tæp 36% á landsvísu. Hæst var hlutfallið á höfuðborgarsvæðinu þar sem konur voru 40% kjörinna fulltrúa. Í fimm sveitarfélögum var engin kona í sveitarstjórn en konur voru í meirihluta í ellefu sveitarstjórnum. Konur eiga enn lengra í land þegar kemur að forystuhlutverkum hjá sveitarfélögunum. Í september 2008 voru konur 28% starfandi bæjarstjóra, sveitarstjóra og oddvita á móti 72% karla.</span></p> <p><span>Það hefur sýnt sig að átaksverkefni í jafnréttismálum skila árangri. Þverpólitísk nefnd sem stofnuð var árið 1989 til að auka hlut kvenna í stjórnmálum og starfaði í fimm ár hleypti nýju blóði í jafnréttisumræðuna og hafði tvímælalaust mikil áhrif á viðhorf karla og kvenna í þessum efnum. Aðgerðir á hennar vegum voru fjölbreyttar, meðal annars setti hún af stað auglýsingaherferð sem enn er í minnum höfð og hefur verið notuð um nokkurra ára skeið sem kennsluefni í samfélagsmiðuðum herferðum við virtan bandarískan háskóla. Hún efndi til námskeiða fyrir stjórnmálakonur og verðandi stjórnmálakonur um allt land, hélt ráðstefnur og fjöldann allan af fundum.</span></p> <h3><span>Breytt gildismat og ný viðhorf</span></h3> <p><span>Íslensk þjóð stendur á tímamótum. Við höfum beðið skipbrot sem rekja má að verulegu leyti til þess að siðferðileg grunngildi eins og réttlæti, heiðarleiki og jafnrétti voru fyrir borð borin á kostnað græðgi og einstaklingshyggju. Siðferði í stjórnmálum hefur verið verulega áfátt og þarfnast gagngerrar endurskoðunar.</span></p> <p><span>Augu okkar eru að opnast, tími breytinga er framundan og þjóðin kallar á siðbót á öllum sviðum. Ég er sannfærð um að breytt gildismat og ný viðhorf muni leiða okkur í átt að auknu jafnrétti á öllum sviðum samfélagsins og því er mikilvægt að hamra járnið meðan það er heitt.</span></p> <p><span>Ég fagna mjög ályktun Alþingis um að efla hlut kvenna í sveitarstjórnum og hef falið Jafnréttisstofu að hrinda af stað aðgerðum í því skyni. Ég mun styðja við þetta verkefni eins og nokkur kostur er. Jafnrétti kynja í orði og verki á að vera ein af undirstöðum samfélagsins og sú áhersla er mikilvægur þáttur í því að byggja upp betra Ísland.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><em><span>Grein Ástu R. Jóhannesdóttur, félags- og tryggingamálaráðherra, birtist í Morgunblaðinu 3. maí 2009.</span></em></p> <br /> <br />

2009-04-18 00:00:0018. apríl 2009Mikilvægar breytingar á barnaverndarlögum

<p><span>Mörgum var brugðið þegar karlmaður sem ítrekað hafði beitt tvo drengi líkamlegum refsingum var sýknaður af ákæru vegna þess, fyrst fyrir héraðsdómi og síðar í Hæstarétti.</span></p> <p><span>Í stuttu máli komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að í barnaverndarlögum væri ekki fortakslaust bann við þessu athæfi þar sem refsinæmi slíkrar háttsemi væri háð því að hún væri til þess fallin að skaða barnið andlega eða líkamlega. Þá töldu dómarar að 217. gr. almennra hegningarlaga ætti ekki við í þessu tilviki þar sem maðurinn hafði refsað drengjunum með samþykki foreldris.</span></p> <p><span>Margir hafa undrast mjög niðurstöðu dómstólanna í þessu máli og véfengt þá lagatúlkun sem þar kemur fram með réttu eða röngu. Það gildir sem endranær að maður deilir ekki við dómarann en óneitanlega vakti niðurstaða þessa máls fjölmargar spurningar um það hvort börn nytu ónógrar verndar gegn andlegu og líkamlegu ofbeldi samkvæmt lögum.</span></p> <h3><span>Börn njóti mannréttinda</span></h3> <p><span>Sem betur fer eru lög ekki höggvin í stein. Lögum má breyta og lagabreytingar gegna mikilvægu hlutverki í því að færa samfélag okkar fram á við til samræmis við breytt gildismat, nýjar venjur og bætta siði. Fyrir nokkrum áratugum blöskraði fáum þótt börn væru beitt líkamlegum hirtingum. Nú eru viðhorf til þessa gjörbreytt sem betur fer, enda vitað að allt líkamlegt ofbeldi veldur börnum skaða. Mikilvægi þess að börn njóti mannréttinda, þeim sé ekki misboðið og að þau njóti verndar gegn hvers konar ofbeldi, misnotkun eða vanrækslu þarf varla að fjölyrða um.</span> <span></span></p> <p><span>Í framhaldi af dómi Hæstaréttar fól ég starfshópi á mínum vegum sem vinnur að því að meta reynsluna af barnaverndarlögum að gera tillögur um hvernig heppilegast væri að breyta ákvæðum þeirra og taka þannig af öll tvímæli um að refsivert sé að beita börn líkamlegum refsingum. Á þessum tíma lá fyrir Alþingi frumvarp Kolbrúnar Halldórsdóttur og fleiri þingmanna um breytingu á barnaverndarlögum sem hafði sama markmið. Ákveðnar breytingar voru gerðar á því frumvarpi í samræmi við tillögur starfshóps míns og hefur það nú verið samþykkt á Alþingi.</span></p> <h3><span>Fortakslaust bann við ofbeldi gegn börnum</span></h3> <p><span>Breytingin á barnaverndarlögum sem nú hefur verið gerð leggur fortakslaust bann við því að foreldrar eða aðrir sem bera ábyrgð á umönnum og uppeldi barns beiti það ofbeldi eða<span>&nbsp;&nbsp;</span> annarri vanvirðandi háttsemi, þar með töldum andlegum og líkamlegum refsingum. Í barnalögum er jafnframt kveðið á um að foreldrum beri að vernda barn sitt gegn ofbeldi. Réttur barna er þar með algjörlega skýr hvað þetta varðar og skyldur foreldra og forráðamanna sömuleiðis. Gengið er út frá því að háttsemi sem felst í því að beita barn andlegum og líkamlegum refsingum, vanvirðandi háttsemi, hótunum og ógnunum sé skaðleg fyrir barn og varði því refsingu.</span></p> <p><span>Önnur mikilvæg breyting á barnaverndarlögunum felur í sér ákvæði um að fulltrúi barnaverndarnefndar skuli eiga kost á að vera viðstaddur þegar skýrsla er tekin af barni sem sakborningi, brotaþola eða vitni, hvort sem skýrslutakan fer fram hjá lögreglu eða fyrir dómi. Í framkvæmd hefur þessi háttur verið hafður á við skýrslutökur en ástæða þótti til að styrkja grundvöll þess í lögum.</span></p> <h3><span>Lögfesting Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna</span></h3> <p><span>Nýlega var samþykkt á Alþingi þingsályktun um að hefja undirbúning að því að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins sem fullgiltur var hér á landi árið 1992. Frumvarp um lögfestinguna og aðlögun íslenskra laga að samningnum skal liggja fyrir eigi síðar en 20. nóvember næstkomandi en þá eru liðin 20 ár frá því að hann var samþykktur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna.&nbsp;</span><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Í félags- og tryggingamálaráðuneytinu verður áfram unnið að endurskoðun barnaverndarlaga, þar á meðal<span>&nbsp;</span> með hliðsjón af þeim breytingum sem nauðsynlegar eru til þess að löggilda samning Sameinuðu þjóðanna. Ég tel hins vegar mikilvægt að fyrrnefndar breytingar á lögunum hafi þegar verið gerðar þar sem miklir hagsmunir voru í húfi og ekki hægt að sætta sig við að börn gjaldi fyrir að lög séu ekki nógu skýr eins og umtalaður dómur Hæstaréttar ber með sér.</span></p> <p><span><em>Grein Ástu R. Jóhannesdóttur, félags- og tryggingamálaráðherra, birtist í Morgunblaðinu 18. apríl 2009.</em></span></p> <br /> <br />

2009-04-09 00:00:0009. apríl 2009Leiðarljós í velferðarmálum

<p>Traust velferðarkerfi er ein mikilvægasta undirstaða hvers samfélags. Það sannast best í andstreymi og þá reynir virkilega á alla þætti þess. Stjórnvöld verða að gera sér grein fyrir þessu, koma því skýrt á framfæri í stefnumörkun sinni og haga aðgerðum í samræmi við það.</p> <h3>Verðmæti samfélagsins felast í fólkinu</h3> <p>Ríkissjóður þarf að draga úr útgjöldum svo um munar, gæta aðhalds og hagræða á öllum sviðum. Við höfum hins vegar ekki ráð á að skera niður í velferðarkerfinu og kasta þannig krónum fyrir aura. Verðmæti samfélags felast í fólkinu og þann auð þurfum við að verja eins og kostur er.</p> <p>Ríkisstjórnin hefur sett sér aðgerðaáætlun í velferðarmálum sem ég kynnti nýlega. Áætlunin er meðal annars byggð á vinnu velferðarvaktarinnar sem starfar á vegum félags- og tryggingamálráðuneytisins til að fylgjast með félagslegum og fjárhagslegum afleiðingum bankahrunsins fyrir fjölskyldur og einstaklinga.</p> <p>Áætlunin og störf velferðarvaktarinnar sýna stefnu og vilja ríkisstjórnarinnar í velferðarmálum og aðgerðir í ríkisfjármálum munu taka mið af því. Áhersla er lögð á að ekki verði ráðist í niðurskurð á einhverjum sviðum hins opinbera sem fyrirséð er að leiði til aukins kostnaðar annars staðar í kerfinu. Þessi áhætta er veruleg innan velferðarkerfisins, hvort sem er á sviði heilbrigðisþjónustu, félagsþjónustu eða almannatrygginga. Áform um hagræðingu og sparnað verða skoðuð í þessu ljósi. Tillögur velferðarvaktarinnar eru vegvísir til að afstýra skaða af samdrætti í efnahagsmálum.</p> <h3>Ekki verði ráðist í dýrkeyptan sparnað</h3> <p>Kapp verður lagt á að verja störf innan velferðarkerfisins þannig að sem minnst þurfi að draga úr þjónustu. Útgjöld á þessu sviði felast einkum í launakostnaði en allur sá fjöldi fólks sem sinnir velferðarþjónustu gegnir störfum þar sem niðurskurður gæti reynst samfélaginu dýrkeyptur til lengri tíma litið.</p> <p>Áhersla er lögð á að versnandi fjárhagur fólks hindri ekki aðgengi þess að heilbrigðisþjónustu. Grannt verður fylgst með breytingum á aðsókn að heilbrigðisþjónustu og heilsugæslunni verður falið að sinna sérstaklega þeim sem talið er að séu í áhættuhópum.</p> <p>Greining á hópi atvinnulausra sýnir að þeir sem einungis hafa lokið grunnskólanámi standa verst á vinnumarkaði. Þeir eru nú yfir 50% allra sem eru á atvinnuleysisskrá. Atvinnuleysi getur haft alvarleg áhrif á heilsufar og dregið úr starfsgetu. Hætta er því á að fólk heltist úr lestinni ef ekki er að gætt. Því er rík áhersla lögð á úrræði til að sporna við þessari þróun með samvinnu allra sem að málum koma. Það var mér því mikið ánægjuefni að finna kraftinn sem ríkti á námsstefnu um aðgerðir fyrir atvinnuleitendur sem haldin var nýlega á vegum félags- og tryggingamálaráðuneytisins og Reykjavíkurborgar. Þar kom saman fólk víðs vegar að sem vinnur mjög gott starf.</p> <h3>Félagsvísar varði veginn</h3> <p>Í áfangaskýrslu velferðarvaktarinnar sem aðgerðaáætlunin byggist á eru tilgreindir þjóðfélagshópar sem ætla má að þurfi að fylgjast sérstaklega með og settar fram tillögur um aðgerðir í þeirra þágu.</p> <p>Stofnaður hefur verið 30 milljóna króna mótvægissjóður sem varið verður til rannsókna og verkefna til að vinna gegn neikvæðum áhrifum efnahagsástandsins. Sérfræðingum verður falin gerð svokallaðra félagsvísa sem gera auðveldara að mæla og meta breytingar sem verða á félagslegum aðstæðum fólks í samfélaginu. Velferð barna verður í brennidepli og mikilvægt er að fylgjast sérstaklega með aðstæðum barna í jaðarhópum, svo sem innflytjendabarna og barna í stjúpfjölskyldum. Félagsvísarnir geta skipt sköpum fyrir stjórnvöld þannig að þau sjái tímanlega hvar aðgerða er helst þörf og beiti úrræðum sem best koma að gagni.</p> <p>Sumarið er framundan og hefðbundnu skólastarfi lýkur eftir nokkrar vikur. Undir venjulegum kringumstæðum væri stór hluti skólafólks búinn að ráða sig til ýmissa starfa en nú er það fjarri lagi. Í menntamálaráðuneytinu eru í skoðun möguleikar þess að bjóða sumarnám á háskólastigi og hvort nýta megi aðstöðu framhaldsskólanna til að tryggja virkni ungs fólks án atvinnu. Þá verður reynt að skapa sumarstörf fyrir námsmenn. Niðurstaða þessarar vinnu er væntanleg á næstu dögum.</p> <h3>Markviss úrræði vegna greiðsluerfiðleika</h3> <p>Ég hef aðeins tæpt á hluta þeirra verkefna sem eru framundan. Afleiðingar efnahagsþrenginganna á einstaklinga og fjölskyldur eru aðeins að litlu leyti komnar fram en mörg augljós merki eru um vaxandi fjárhagsvanda. Við þessu þarf að bregðast með fjölbreyttum úrræðum sem beitt er markvisst þannig að þau komi sem flestum að sem mestum notum. Þessu má lýsa sem úrræðakeðju þar sem úrræði beinast í fyrsta lagi að þeim sem eiga í mestum vanda, í öðru lagi sé þeim veitt aðstoð sem fyrirsjáanlegt er að lendi í erfiðleikum og í þriðja lagi þarf að huga að þeim sem geta spjarað sig næstu misserin með einföldum og almennum aðgerðum stjórnvalda og lánveitenda.</p> <p>Velferðarvaktin mun áfram, fylgjast með aðstæðum í samfélaginu. Ég bendi lesendum á að kynna sér störf hennar á vefsvæðinu: www.felagsmalaraduneyti.is/velferdarvaktin.</p> <p><strong>Greinin birtist í Morgunblaðinu 9. apríl 2009</strong></p> <p>&nbsp;</p> <br /> <br />

2009-04-04 00:00:0004. apríl 2009Jafnrétti á erindi við börn

<p><span>Einn mikilvægasti mannréttindasáttmáli allra tíma, samningur Sameinuðu þjóðanna um afnám mismununar gegn konum, var samþykktur fyrir þrjátíu árum. Þó margt hafi áunnist í jafnréttis­baráttunni er ljóst að jafnrétti er ekki að fullu náð. Ef raunverulegt jafnrétti kynjanna á að nást þurfum við hugarfarsbreytingu og henni náum við ekki án þess að styrkja grunninn til framtíðar með því að fræða börnin okkar um mikilvægi jafnréttis.</span></p> <p><span>Leikskólar og grunnskólar eru mikilvægar fræðslu- og menntastofnanir. Þeir gegna veigamiklu hlutverki í uppeldi barna og félagsmótun. Höfuðmáli skiptir því að áhersla sé lögð á fræðslu og umræðu um jafnrétti og mannréttindi í öllu skólastarfi því þannig er stutt við málaflokkinn til framtíðar.</span></p> <h2><span>Jafnréttisfræðsla á öllum skólastigum</span></h2> <p><span>Í lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla er kveðið á um að á öllum skólastigum skuli nemendur hljóta fræðslu um jafnréttismál. Skal lögð áhersla á að búa bæði kynin undir jafna þátttöku í samfélaginu, bæði í fjölskyldu- og atvinnulífi.</span></p> <p><span>Stórt skref í þessa átt var stigið í fyrra þegar farið var af stað með þróunarverkefnið <em>jafnréttisfræðsla í leik- og grunnskólum</em> en það miðar að því að auka og efla jafnréttis- og kynjasjónarmið í leikskólum og grunnskólum. Að verkefninu standa félags- og tryggingamálaráðuneytið, Jafnréttisstofa og fimm sveitarfélög: Reykjavíkurborg, Kópavogsbær, Hafnarfjarðarkaupstaður, Mosfellsbær og Akureyrarkaupstaður.</span> <span>Menntamálaráðuneytið styður verkefnið og leggur framkvæmd þess lið ásamt Jafnréttisráði og fjölmörgum styrktaraðilum.</span> <span>Jafnréttisfræðsla þessi miðar að því að efla umræðu um jafnréttismál og að samþætta kynjasjónarmið í kennslu. Auk þess er markmið verkefnisins að auka samvinnu innan og milli sveitarfélaga um jafnréttismál, auka upplýsingar um jafnréttisfræðslu og búa til vettvang þar sem reynslunni af verkefninu er miðlað.</span></p> <h2><span>Þróunarverkefni á sviði jafnréttismála</span></h2> <p><span>Fimm leikskólar og fimm grunnskólar hafa í vetur unnið tilraunaverkefni á sviði jafnréttismála. Námsstefna þar sem þeir kynna verkefnin verður haldin 26. maí 2009. Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna á vefsetrinu www.jafnrettiiskolum.is. Þar er aðgengilegt fjölbreytt efni sem hentar vel til notkunar við jafnréttisfræðslu í skólastarfi. Á þessu ári er Ísland með formennsku í Norrænu ráðherranefndinni og er jafnréttisfræðsla í skólum eitt af fimm meginjafnréttisþemum ársins. Norræn ráðstefna um jafnréttisfræðslu í skólum verður haldin hér á landi, 21. og 22. september 2009. Fyrirmyndarverkefni Norðurlandanna verða kynnt þar.</span></p> <h2><span>Tólf ára börn fengu jafnréttisdagatal</span></h2> <p><span>Þegar samningur Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismununar gegn konum var gerður fyrir þrjátíu árum bjuggu margar konur við misrétti. Enn þann dag í dag er hann mikilvægt tæki í jafnréttisbaráttunni. Félags- og tryggingamálaráðuneytið útbjó dagatal í samstarfi við Jafnréttisstofu, Kópavogsbæ og Fljótsdalshérað til að marka þau tímamót þegar samningurinn var gerður. Í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars síðastliðinn færði undirrituð öllum bekkjardeildum tólf ára nemenda í grunnskólum landsins dagatalið til að hengja í skólastofur sem daglega áminningu um mikilvægi jafnréttis kvenna og karla.</span></p> <p><span>Með því að fræða börnin okkar um jafnrétti og mannréttindi gerum við þau meðvituð um mikilvægi þessara réttinda. Með aukinni jafnréttisfræðslu eflum við einnig skilning barna okkar á því að réttindi þessi eru ekki sjálfgefin heldur afrakstur langrar baráttu sem enn á langt í land víða um heim.</span></p>

2009-04-03 00:00:0003. apríl 2009Námsstefna um vinnumarkaðsúrræði

<p><span>Góðir gestir, jafnt þið sem hér eruð mætt í eigin persónu og þið sem fylgist með útsendingu á Netinu.</span></p> <p><span>Við höfum þörf fyrir sköpunargleði, frumkvæði, nýjar hugmyndir og bjartsýni. Með þessi vopn í hendi náum við árangri þegar við berjumst gegn atvinnuleysi og neikvæðum afleiðingum þess. Hlutverk stjórnvalda er að mynda jarðveg sem auðveldar nýjum hugmyndum að skjóta rótum, vaxa og dafna.</span></p> <p><span>Námsstefnan sem hér er að hefjast mun sýna okkur að víða er að finna fólk með góðar hugmyndir og getu og vilja til að hrinda þeim í framkvæmd. Þá er ánægjulegt að Christer Gustafsson skuli vera með okkur í dag til að kynna Hallander-verkefnið svokallaða frá Svíþjóð sem hlotið hefur mikla athygli og var tilnefnt af Sameinuðu þjóðunum sem eitt af hundrað fyrirmyndarverkefnum árið 2002. Það verður fróðlegt að heyra Christer segja frá uppbyggingu og skipulagi verkefnisins og hvort í því liggi möguleikar sem við getum ef til vill nýtt okkur.</span></p> <p><span>Í desember síðastliðnum var skipaður starfshópur á vegum félags- og tryggingamálaráðuneytisins til að móta tillögur um aðgerðir á vinnumarkaði til að sporna við vaxandi atvinnuleysi og leita úrræða til að stuðla að virkni þeirra sem misst hafa atvinnu.</span></p> <p><span>Í hópinn voru skipaðir fulltrúar Alþýðusambands Íslands, Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, Bandalags háskólamanna, Samtaka atvinnulífsins, fjármálaráðuneytis og félags- og tryggingamálaráðuneytis. Verkefni starfshópsins byggðu að hluta til á ákvæðum reglugerðar sem félags- og tryggingamálaráðherra setti um þetta leyti og hafði það meginmarkmið að sporna við atvinnuleysi, auðvelda fólki í atvinnuleit að halda virkni sinni, stuðla að tengslum þess við atvinnulífið og skapa fólki leiðir til að bæta atvinnuþátttöku sína á nýjan leik.</span></p> <p><span>Starfshópnum var meðal annars falið að kanna möguleika Íbúðalánasjóðs til að lána til mannaflsfrekra verkefna í byggingariðnaði, að kynna möguleika til átaksverkefna, frumkvöðlastarfs og fleiri vinnumarkaðsaðgerða, að virkja sveitarfélög til átaksverkefna, að hvetja félagasamtök til atvinnuskapandi verkefna og að samræma tillögur vinnumarkaðsráða um aðgerðir um land allt.</span></p> <p><span>Starfshópurinn hefur unnið vel og lagt fram tillögur um aðgerðir til að sporna við atvinnuleysi sem sumum hverjum hefur þegar verið hrundið í framkvæmd. Ég ætla ekki að rekja tillögur hópsins hér en nefni sem dæmi að í samræmi við tillögu hans var ákveðið að hækka endurgreiðslu virðisaukaskatt úr 60% í 100% til að efla viðhaldsframkvæmdir í byggingariðnaði.</span></p> <p><span>Efnt var til námsstefnunnar hér í dag að frumkvæði starfshópsins en hún er haldin á vegum félags- og tryggingamálaráðuneytisins og Reykjavíkurborgar í samvinnu við þá sem aðild eiga að starfshópnum. Ég tel þetta góða leið til að kynna góð verkefni sem unnið er að, kveikja nýjar hugmyndir og ýta undir útbreiðslu verkefna sem vel hafa tekist.</span></p> <p><span>Það var álitið mikilvægt að gera sem flestum kleift að fylgjast með því sem hér fer fram, hvar á landinu sem þeir eru staddir, og því var ákveðið að vera með útsendingu frá námsstefnunni á Netinu og getur fólk fylgst með á heimasíðu félags- og tryggingamálaráðuneytisins.</span></p> <p><span>Vinnumálastofnun gegnir mikilvægu hlutverki á sviði vinnumála og eins og Gissur Pétursson forstjóri hennar mun eflaust gera grein fyrir hér á eftir. Hún annast meðal annars skipulag vinnumarkaðsúrræða, svo sem námskeiða, náms- og starfsúrræða og atvinnutengdrar endurhæfingar, auk þess að sinna ráðgjöf á þessu sviði.</span></p> <p><span>Þegar atvinnuleysi er jafn mikið og við stöndum frammi fyrir verður að tryggja fjölbreytt tækifæri fyrir þá sem eru án atvinnu til að taka þátt í uppbyggilegum verkefnum. Fólk verður að halda virkni sinni og best er ef fólki gefst kostur á að efla getu sína, kunnáttu og færni þannig að það komi öflugt til leiks á ný þegar atvinnuástandið batnar.</span></p> <p><span>Við fáum eflaust að heyra af góðum hugmyndum þegar einstök verkefni verða kynnt hér á eftir. Það er margt í deiglunni og mikilvægt að miðla þekkingu og reynslu þannig að hún nýtist sem flestum. Það er tilgangur námsstefnunnar hér í dag og ég óska þess að hún verði okkur öllum hvatning til dáða.</span></p> <br /> <br />

2009-04-03 00:00:0003. apríl 2009Styrkur aldraðra á erfiðum tímum

<p><span>Góðir ráðstefnugestir.</span></p> <p><span>Ég gladdist þegar ég sá yfirskrift þessarar ráðstefnu og þess var óskað að ég segði hér nokkur orð. Tónninn í heiti ráðstefnunnar, umgjörð hennar og umfjöllunarefnum er jákvæður og nálgunin sú að aldraðir búi yfir styrk sem komið geti samfélaginu að gagni á erfiðum tímum.</span></p> <p><span>Þessu er ég svo hjartanlega sammála. Aftur á móti virðist mér að velmegunarkynslóðir síðustu áratuga hafi gleymt gömlum sannindum á borð við þau að oft sé það gott sem gamlir kveða. Ég held að um nokkurt skeið hafi samfélagið ekki metið þekkingu og reynslu aldraðra að verðleikum og ekki virkjað hana sem skyldi. Líklega hefur það komið okkur í koll.</span></p> <p><span>Auðvitað er það ekki aðeins á erfiðum tímum sem styrkur aldraðra er mikilvægur. Erfiðar aðstæður nú hafa dregið það skýrt fram að það er óskynsamlegt og hreinlega skaðlegt að hunsa reynslu og þekkingu ákveðinna hópa. Einsleitni er óheppileg en fjölbreytni af hinu góða og í henni felst styrkur samfélaga. Með fullri virðingu fyrir ágæti ungra og vel menntaðra karlmanna í viðskiptum tel ég ekki heppilegt að þeir ráði einir för í málefnum samfélagsins, ekki frekar en einhver annar þröngur hópur fólks. Við þörfnumst víðsýni, þekkingar og fjölbreyttrar reynslu karla og kvenna og fólks á öllum aldri. Þannig mun okkur best farnast.</span></p> <p><span>Íslenskt samfélag hefur goldið fyrir einsleitni undanfarin ár. Það sést ekki síst á þeim gildum sem hafin voru til vegs og virðingar, að því er virðist án almennrar umræðu eða umhugsunar. Einstaklingshyggja varð ráðandi og efnishyggjan taumlaus. Velgengni fólks og lífshamingja var mæld í milljónum og milljörðum, stórum bílum, flottum húsum, fjölda utanlandsferða og þar fram eftir götum.</span></p> <p><span>Einhvern tíma heyrði ég af innihaldsgreiningu frétta í íslenskum fjölmiðlum þar sem niðurstaðan sýndi að um 70% allra frétta sem bornar voru á borð landsmanna fjölluðu um viðskipti. Þá nefni ég til fróðleiks að samkvæmt úttekt á fréttum útvarps- og sjónvarpsstöðva á síðasta ári voru um 78% viðmælendanna karlar en tæp 22% voru konur. Þetta segir meira en mörg orð um áherslur samfélagsins sem ég er viss um að nú er almennur vilji til að taka til endurskoðunar. Ég veit ekki til þess að viðmælendur fréttamanna hafi verið flokkaðir eftir aldri en tel óhætt að fullyrða að fólk um og yfir sjötugt myndi ekki endurspegla aldurssamsetningu þjóðarinnar ef slík mæling væri gerð.</span></p> <p><span>Við búum í lýðræðisríki og okkur er tamt að geta þess með stolti við hátíðleg tækifæri. Minna hefur verið rætt um hvað hugtakið lýðræði felur í sér og hvernig við viljum iðka það. Ef lýðræðið á að vera virkt og standa undir nafni verður allur almenningur að eiga raunhæfan kost á því að hafa áhrif á samfélagið. Þá á ég ekki aðeins við þátttöku í kosningum á fjögurra ára fresti, heldur virka þátttöku í umræðum og rökræðum um málefni samfélagsins.</span></p> <p><span>Þeir sem fara með stjórn landsins á hverjum tíma eiga ávallt að hafa almannaheill í fyrirrúmi. Þá verður mönnum að vera ljóst að hagsmunir einstaklinga og hópa eru ærið misjafnir og gildismat þeirra sömuleiðis. Raddir allra, hugmyndir og áherslur þurfa að hljóma og fá notið sín, hvort sem það eru aldraðir eða ungt fólk, námsmenn eða fatlaðir, karlar eða konur og svo framvegis. Á þetta hefur verulega skort í íslensku samfélagi og úr því verður að bæta.</span></p> <p><span>Ég er kannski komin langt út fyrir efni ráðstefnunnar í þessum hugleiðingum mínum þar styrkur aldraðra á erfiðum tímum er til umræðu. Eins og ég sagði áðan þá veit ég að aldraðir búa yfir margvíslegum styrkleikum og eru reiðubúnir að bjóða fram krafta sína samfélaginu til góðs. Því er mikilvægt að skapa þann farveg sem þarf til þess að aldraðir geti virkjað þá reynslu og þekkingu sem þeir búa yfir þannig að aðrir fái notið góðs af.</span></p> <p><span>Ég er þakklát Öldrunarráði Íslands og Rauða krossinum fyrir að standa að þessari ráðstefnu. Ég veit að þið búið yfir mikilli þekkingu á málefninu og hafið til að bera breidd sem nýtist til að skapa því farveg sem víðast út í samfélagið.</span></p> <br /> <br />

2009-04-02 00:00:0002. apríl 2009Rannsókn á ofbeldi gegn konum

<p><span>Góðir gestir.</span></p> <p><span>Friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu er rík, enda um mikilvæg mannréttindi að ræða. Þau geta hins vegar verið vandmeðfarin þegar grunur vaknar um að brotið sé á fjölskyldumeðlimum í skjóli friðhelginnar.</span></p> <p><span>Mikilvæg breyting var gerð á hegningarlögum árið 2005 þegar lögfest var ákvæði um þyngingu refsingar þegar náin tengsl eru milli geranda og þolanda ofbeldis.</span></p> <p><span>Þegar ég ræddi þá lagabreytingu við ráðherra sagði hún mér að hún hefði raunar viljað ganga lengra og setja inn ákvæði þar sem heimilisofbeldi væri skilgreint sérstaklega, en af því varð ekki. Frumvarpi dómsmálaráðherra vegna lagabreytingarinnar fylgdu hins vegar verklagsreglur ríkislögreglustjóra um meðferð og skráningu heimilisofbeldismála sem að hennar mati voru mjög til bóta við meðferð slíkra mála.</span></p> <p><span>Heimilisofbeldi er óhugnanleg birtingarmynd kúgunar og valdbeitingar þar sem einstaklingur misnotar stöðu sína gagnvart öðrum sér nákomnum. Heimilisofbeldi er alvarlegur glæpur sem ekki er hægt að líða og verður að berjast gegn með öllum ráðum. Forsenda þess að ná árangri í þeirri baráttu er að þekkja staðreyndirnar að baki. Slík þekking er einnig nauðsynleg til að efla hjálparaðgerðir sem nýtast konum sem hafa orðið fyrir ofbeldi og ekki síður börnum þeirra.</span></p> <p><span>Árið 2006 samþykkti ríkisstjórnin aðgerðaáætlun vegna ofbeldis á heimilum og kynferðislegs ofbeldis sem gildir til ársins 2011. Hún er viðamikil og tekur til hátt í fjörutíu mismunandi aðgerða. Einstökum ráðuneytum hefur verið falin ábyrgð á framkvæmd einstakra aðgerða eftir verkefnasviðum þeirra.</span></p> <p><span>Samráðsnefnd ráðuneyta um aðgerðir gegn ofbeldi gegn konum hefur það hlutverk að fylgja eftir framkvæmd áætlunarinnar, en formennska þeirrar nefndar er í höndum félags- og tryggingamálaráðuneytisins.</span></p> <p><span>Símakönnunin sem kynnt verður hér á eftir er liður í áætluninni. Einnig er hún hluti af fjölþjóðakönnun sem Sameinuðu þjóðirnar hvöttu til að ráðist yrði í, í kjölfar kvennaráðstefnunnar í Peking, sem haldin var árið 1995.</span></p> <p><span>Rannsóknin eins og sú sem nú er unnið að hefur nú þegar verið gerð í tíu löndum. Hér á landi náði könnunin til 3.000 kvenna um allt land. Um var að ræða konur á aldrinum 18&ndash;80 ára sem valdar höfðu verið tilviljanakennt úr þjóðskrá. Svörun var góð eða 68%. Framkvæmdin var í höndum Rannsóknaseturs um barna- og fjölskylduvernd við Háskóla Íslands.</span></p> <p><span>Ráðherra bað mig að koma því sérstaklega til skila að hún þakkar öllum þeim sem hafa unnið að undirbúningi og framkvæmd hennar fyrir einstaklega vönduð og vel unnin störf.</span></p> <p><span>Þegar ég stend hér þá get ég ekki látið undir höfuð leggjast að minnast á útgáfu fræðslurita fyrir fagstéttir um ofbeldi gegn konum í nánum samböndum. Þau voru unnin á vegum fyrr­nefndrar samráðsnefndar og gefin út af félags- og tryggingamálaráðuneytinu.</span></p> <p><span>Þessi útgáfa var einnig liður í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar og mér finnst hafa tekist einstaklega vel til. Mér er kunnugt um að fagstéttir hafi tekið þessum ritum fegins hendi. Eftirspurn eftir þeim reyndist mun meiri en ráðgert hafði verið og hefur því þurft að endurprenta þau. Það hefur sýnt sig, að fagfólk þyrstir í aðgengilega fræðslu og þekkingu um þessi mál. Heimilisofbeldi sem lengst af lá í þagnargildi er komið upp á yfirborðið og óhætt er að segja að það hafi orðið vitundarvakning í íslensku samfélagi um þessi mál.</span></p> <p><span>Ég ætla ekki að halda orðinu mikið lengur þar sem við bíðum öll eftir kynningu á helstu niðurstöðum símakönnunarinnar. Þess verður svo ekki langt að bíða að niðurstöður annars hluta rannsóknarinnar um þessi efni verði kynntar þar sem byggt er á viðtölum við starfsfólk félagsþjónustu og barnaverndar.</span></p> <p><span>Þá hefst á næstunni gerð þriðju rannsóknarinnar þar sem rætt verður við skólastjórnendur í tíu grunnskólum. Verður henni ætlað að kanna hvort og hvernig starfsfólki skóla birtist vitneskja um heimilisofbeldi gegn börnum og hvernig skólarnir bregðast við þegar grunur vaknar um slíkt. Í haust verður svo gerð rannsókn hjá lögreglunni, en á næsta ári hjá heilbrigðiskerfinu og félagasamtökum, eins og Kvennaathvarfi og Stígamótum.</span></p> <p><span>Heimilisofbeldi er falinn vandi. Eins og ég sagði áðan er þekking og fræðsla forsenda þess að hægt sé að vinna gegn honum og bregðast rétt við til að liðsinna þolendum og rjúfa þann vítahring sem heimilisofbeldi alltaf er.</span></p> <br /> <br />

2009-03-28 00:00:0028. mars 2009Breyta þarf greiðslufyrirkomulagi á öldrunarstofnunum

<p><span>Um langt skeið hefur tíðkast fyrirkomulag á greiðslum daggjalda til öldrunarstofnana sem íbúar dvalar- og hjúkrunarheimila og margir aðrir hafa talið óheppilegt, illskiljanlegt og að ýmsu leyti ósanngjarnt.</span></p> <p><span>Í stuttu máli er fyrirkomulagið eftirfarandi: Ríkið ákveður daggjöld til öldrunarstofnana. Daggjöld vegna dvalarrýma er það sama á öllum stofnunum en daggjöld vegna hjúkrunarrýma er mishátt þar sem það tekur mið af því hve mikla hjúkrun og umönnun aldraðir á viðkomandi heimili þurfa á að halda. Daggjöldum er ætlað að standa undir rekstrarkostnaði öldrunarheimila.</span></p> <p><span>Ríkið greiðir daggjöldin að hluta eða öllu leyti vegna aldraðra í dvalar- og hjúkrunarrýmum. Bætur almannatrygginga falla niður við dvöl á stofnun en greiðsluþátttaka hvers og eins ræðst af tekjum hans. Frá 1. janúar 2009 tekur aldraður þátt í daggjaldi hafi hann tekjur umfram 65.000 krónur á mánuði eftir skatt. Aldraður á öldrunarheimili með litlar sem engar tekjur á rétt á svokölluðum vasapeningum sem eru tekjutengdir. Óskertir vasapeningar eru um 42.000 krónur á mánuði.</span></p> <h2><span>Réttmæt gagnrýni</span></h2> <p><span>Nýlega skrifaði Margrét Margeirsdóttir, fyrrverandi formaður Félags eldri borgara í Reykjavík, grein í Morgunblaðið þar sem hún gagnrýnir fyrirkomulag greiðslna á öldrunarstofnunum. Hún segir óljós fyrir hvað vistmenn séu krafðir um greiðslu þar sem greiðsluþátttakan miðist eingöngu við tekjur en ekki hvernig aðbúnað, umönnun og þjónustu viðkomandi fær. Þá skipti engu máli hvort fólk býr í einbýli með snyrtingu og eigin innanstokksmunum eða deili herbergi með öðrum.</span></p> <p><span>Í greininni segir að ekki séu þjónustusamningar milli ríkisins og öldrunarstofnana um aðbúnað og þjónustu sem þeim ber að veita. Ríkisendurskoðun fjallaði um þetta í stjórnsýsluúttekt árið 2005. Þar segir að stjórnvöld hafi ekki sett lágmarkskröfur um magn og gæði þjónustu og aðbúnað íbúa á öldrunarheimilum og heilbrigðisstofnunum ef undan er skilinn samningur um byggingu og rekstur Sóltúns í Reykjavík.</span></p> <p><span>Ég tek að mörgu leyti undir gagnrýnina og tel nauðsynlegt að endurskoða þessi mál frá grunni. Heildarábyrgð á málefnum aldraðra fluttist frá heilbrigðisráðuneyti til félags- og tryggingamálaráðuneytis 1. janúar 2008. Síðan þá hefur verið unnið að því í ráðuneyti mínu að færa skipulag öldrunarþjónustu til betri vegar og verður að segjast að verkefnin eru ærin.</span></p> <p><span>Vilji minn stendur til að afnema það stofnanalega yfirbragð sem er á rekstri öldrunarheimila, jafnt varðandi daggjaldafyrirkomulagið og innra og ytra skipulag þeirra. Fjölbýlum verður að útrýma þannig að enginn deili herbergi með öðrum nema hann vilji það sjálfur. Íbúar öldrunarheimila þurfa að njóta sjálfstæðis og sjálfræðis eins og geta þeirra mögulega leyfir með aðstoð og stuðningi.</span></p> <h2><span>Tryggja þarf fjárhagslegt sjálfstæði</span></h2> <p><span>Fjárhagslegt sjálfstæði aldraðra þarf að vera tryggt og virt að fullu. Til að svo megi verða þarf að breyta daggjaldafyrirkomulaginu. Ég tel óeðlilegt að aðrar reglur gildi um fjárhag og fjármál fólks á öldrunarheimilum en almennt í samfélaginu og mun vinna að breytingum í samræmi við það.</span></p> <p><span>Öldrunarheimili í landinu eru mörg og ólík. Sum eru komin til ára sinna og bera þess merki hvað varðar húsakost og skipulag. Önnur eru nýleg, svara betur kröfum nútímans og taka mið af breyttri hugmyndafræði um daglegt líf og aðbúnað á öldrunarheimilum. Þegar hefur verið ráðist í miklar framkvæmdir til að færa eldra húsnæði í betra horf. Mikið verk er þó framundan eins og fram kemur í áætlun félags- og tryggingamálaráðuneytisins um fjölgun hjúkrunarrýma og fækkun fjölbýla sem kynnt var á liðnu ári.</span></p> <p><span>Í desember sl. setti forveri minn í starfi, Jóhanna Sigurðardóttir, viðmið um skipulag hjúkrunarheimila með áherslu á að aðstæður líkist sem mest venjulegum einkaheimilum fólks en mæti engu að síður þörfum þeirra sem hafa skerta getu til athafna daglegs lífs. Þar koma fram helstu kröfur til húsnæðis og skipulags. Þetta er skref í rétta átt en ég vil einnig að skýrar kröfur verði settar um aðbúnað og þjónustu og að þeim verði framfylgt með nauðsynlegu eftirliti.</span></p> <h2><span>Málefni aldraðra til sveitarfélaga</span></h2> <p><span>Þótt skammur tími sé liðinn frá því að ábyrgð á málefnum aldraðra fluttist til félags- og tryggingamálaráðuneytisins hefur margt verið gert til að bæta stöðu aldraðra á öldrunarheimilum. Til framtíðar tel ég að þjónusta við aldraða verði best af hendi leyst hjá sveitarfélögunum eins og ég tel almennt gilda um alla nærþjónustu. Nýlega undirritaði ég ásamt fleiri ráðherrum viljayfirlýsing ríkisstjórnarinnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga um flutning málefna fatlaðra til sveitarfélaganna árið 2011 og er stefnt að því að ljúka samkomulagi um framkvæmdina á þessu ári. Ég vil að gert verði sambærilegt samkomulag um fluting málefna aldraðra til sveitarfélaganna. Þegar er að baki töluvert undirbúningsvinna sem miðar að þessu marki og þeirri vinnu verður haldið áfram.</span></p> <p><span><em>Grein Ástu R. Jóhannesdóttur, félags- og tryggingamálaráðherra um öldrunarmál sem birtist í Morgunblaðinu 28. mars 2009.</em></span></p>

2009-03-20 00:00:0020. mars 2009Jafnrétti er mikilvægur hluti loftslagslausna

<p>Norðurlöndin eru virk á alþjóðavettvangi. Árið 2008 samþykktu jafnréttisráðherrar Norðurlandanna að gera gangskör að því að koma jafnrétti á dagskrá alþjóðlegrar loftslagsumræðu. Þessi samþykkt var byggð á grunni hnattvæðingarstarfs Norðurlandanna og pallborðsumræðum í kvennanefnd Sameinuðu þjóðanna.</p> <p>Í febrúar á þessu ári funduðu sérfræðingar frá norrænum samtökum og fyrirtækjum um þessi málefni í Kaupmannahöfn. Niðurstaðan er yfirlýsing með 15 tillögum um hvernig bæta má loftslagsaðgerðir með því að taka tillit til jafnréttismálefna í loftslagsstarfinu.</p> <p>Tillögurnar fjalla um ólík málefni eins og loftslagsaðlögun, nýsköpun, fjármögnun og takmörkun á losun koltvísýrings. Fjallað var um þær á norrænum viðburði í tengslum við fund kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna nú í mars. Við sama tækifæri var þátttakendum einnig kynnt ný skýrsla og stuttmynd um konur, karla og loftslagsbreytingar.</p> <h3>Loftslagsbreytingar hafa mismunandi áhrif á konur og karla</h3> <p>En af hverju eiga jafnrétti og loftslag saman? Loftslagsbreytingar hafa mismunandi áhrif á konur og karla. Ofsaveður og flóð vegna loftslagsbreytinga koma verst við fátæk lönd og konur. Dánartíðni kvenna vegna náttúruhamfara er mun hærri en karla, meðal annars vegna þess að þær kunna oft ekki að synda. Þar að auki eru það oftast kvennagreinar í fátækum ríkjum, eins og til dæmis landbúnaður, sem verða fyrir mestum áhrifum ef loftslagið breytist. Þetta hefur í för með sér að konur í fátækum löndum tapa mestu. Karlar verða einnig fyrir áhrifum loftslagsbreytinga og geta til dæmis misst störf sín ef þau verða fyrir áhrifum loftslagstengdra náttúruhamfara.</p> <h3>Konur og karlar hafa mismunandi áhrif á loftslagið</h3> <p>Konur og karlar verða ekki eingöngu fyrir mismunandi áhrifum heldur hafa þau einnig mismunandi áhrif á umhverfið. Ólík neyslu- og hegðunarmynstur hafa í för með sér að konur og karlar skilja eftir sig ólík kolefnisspor (það er að segja heildarlosun hvers einstaklings á gróðurhúsalofttegundum).<br /> Sem dæmi má nefna samgöngumálin, sem valda stórum hluta koltvísýringslosunar. Karlar nota til dæmis meira bíla en konur, og konur nota oftar almenningssamgöngur en karlar. Til dæmis er talið að karlar beri ábyrgð á 75 prósentum allrar bílnotkunar í Svíþjóð. Annað dæmi er mismunur á kjötneyslu. Í Danmörku neyta karlar að meðaltali 139 gramma af kjöti á dag, en konur aðeins 81 gramms.</p> <p>Að auki er kynjaskiptingin í samgöngumálunum afar ójöfn. Til dæmis er hlutfall kvenna í samgöngunefndum innan aðildarlanda ESB frá 0-30 prósent. Til að hegðunarmynstur karla og kvenna geti breyst verða bæði kynin að taka þátt í breytingunum.</p> <h3>Ójöfn kynjaskipting í ákvarðanaferlinu</h3> <p>Þrátt fyrir að mismunur sé á kynjunum eiga konur fáa fulltrúa bæði staðbundið og á heimsvísu þegar kemur að því að taka ákvarðanir um loftslagsaðgerðir. Til dæmis er hlutfall þeirra kvenna sem eru formenn sendinefnda og taka þátt í alþjóðlegum loftslagsumræðum hjá Sameinuðu þjóðunum milli 15 og 20 prósent. Konur og karlar bera jafna ábyrgð á framtíð jarðar. Það er jafn mikilvægt að ákvarðanir taki mið af reynslu og þekkingu kvenna líkt og karla. Þess vegna verða bæði kyn að eiga fulltrúa þegar mikilvægar ákvarðanir eru teknar.</p> <p>Við, jafnréttisráðherrar Norðurlandanna, teljum að tekið skuli tillit til jafnréttissjónarmiða við ákvarðanatöku sem tengist loftslagsaðlögun. Gera verður kröfu til ríkisstjórna, samtaka og fyrirtækja að bæði konur og karlar taki virkan þátt í þróun stefnu til að leysa loftslagsvandann.</p> <p>Þegar bæði karlar og konur taka ákvarðanir sem byggðar eru á eigin veruleika, þörfum og reynslu, eru meiri líkur á að lausnirnar taki tillit til hagsmuna breiðari hóps íbúanna. Ekki síst þýðir það umhverfisvænni hegðun og hún kemur okkur öllum til góða, þar á meðal heilsu jarðar.</p> <p><strong><em>Jafnréttisráðherrar Norðurlandanna:</em> Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir Íslandi, Karen Jespersen Danmörku, Stefan Wallin Finnlandi, Anniken Huitfeldt Noregi, Nyamko Sabuni Svíþjóð.</strong></p> <a id="more" name="more"></a> <p><strong>Sameiginleg grein norrænu jafnréttisráðherranna birtist í Morgunblaðinu 20. mars 2009</strong></p> <br /> <br />

2009-03-19 00:00:0019. mars 2009Stjórnvöld segja mansali stríð á hendur

<p>Ríkisstjórnin hefur samþykkt fyrstu aðgerðaáætlun íslenskra stjórnvalda gegn mansali. Þetta eru mikil tíðindi enda löngu tímabært að stjórnvöld segi mansali stríð á hendur með markvissum aðgerðum. Mansal er eitthvert andstyggilegasta form skipulagðrar, alþjóðlegrar glæpastarfsemi sem virðir engin landamæri. Áætlunin eflir möguleika stjórnvalda á að koma lögum yfir gerendur mansals þannig að þeim verði refsað og tryggja fórnarlömbunum skjól og vernd.</p> <p>Við vitum að mansal þrífst á Íslandi líkt og víða annars staðar. Berjast þarf gegn þessum skelfilegu glæpum með öllum ráðum. Við þurfum að taka fullan þátt í baráttu alþjóðasamfélagsins gegn mansali og úthýsa úr samfélaginu hvers konar starfsemi þar sem líklegt er að glæpir af þessu tagi fái þrifist.</p> <h3>Kaup á vændi verða refsiverð og starfsemi nektarstaða bönnuð</h3> <p>Áætlunin felur í sér aðgerðir í 25 liðum og tengjast margar þeirra ákvörðunum um fullgildingu alþjóðlegra samninga á sviði áætlunarinnar. Aðrar endurspegla afdráttarlausan vilja stjórnvalda til að ganga ákveðið til verks.</p> <p>Hegningarlögum verður breytt þannig að kaup á vændi verða refsiverð og fylgjum við þar fordæmi Svía og Norðmanna. Fyrir Alþingi liggur frumvarp um þetta efni sem ég vonast til að verði samþykkt á yfirstandandi þingi en þar með væri þessu markmiði náð. Einnig verður gerð lagabreyting sem bannar starfsemi nektarstaða afdráttarlaust án nokkurra undantekninga. Frumvarp um þetta er til umfjöllunar í allsherjarnefnd og vona ég að það verði að lögum fyrir kosningar. Settar verða siðareglur fyrir opinbera starfsmenn þar sem meðal annars verður lagt skýlaust bann við kaupum á kynlífsþjónustu af nokkru tagi. Forsætisráðuneytið mun hafa forgöngu um setningu reglnanna.</p> <h3>Fullgilding alþjóðlegra samninga</h3> <p>Stefnt er að fullgildingu samnings Sameinuðu þjóðanna frá árinu 2000 gegn fjölþjóðlegri og skipulagðri glæpastarfsemi, samningi Evrópuráðsins um aðgerðir gegn mansali frá árinu 2005 og samningi Evrópuráðsins um vernd barna gegn kynferðislegri misneytingu og misnotkun frá árinu 2007.<br /> Ýmsar lagabreytingar eru forsenda fyrir fullgildingu samninganna og hefur verið unnið að undirbúningi þeirra um skeið. Meðal annars þarf að færa skilgreiningu almennra hegningarlaga á mansali til samræmis við efni þeirra og liggur frumvarp um slíka breytingu fyrir Alþingi.</p> <h3>Fórnarlömb mansals fá aukna vernd</h3> <p>Samkvæmt aðgerðaáætluninni mun ég skipa hóp sérfræðinga til að samræma aðgerðir í baráttunni gegn mansali og tryggja yfirsýn yfir málaflokkinn. Honum er einnig ætlað að vera stjórnvöldum til ráðgjafar, efna til rannsókna og sinna fræðslu fyrir fagstéttir og almenning.</p> <p>Meðal verkefna hópsins verður að fylgja eftir vísbendingum um mansal og sjá til þess að fórnarlömbum mansals verði veitt aðstoð, skjól og vernd. Í því felst meðal annars að tryggja að ætluðu fórnarlambi sé aldrei snúið til baka til heimalands nema öryggi þess hafi verið tryggt í samstarfi við til þess bæra aðila í heimalandinu. Lagt verður fram frumvarp til breytinga á lögum um útlendinga þannig að fórnarlömb mansals fái dvalarleyfi í tiltekinn tíma sem er ætlaður þeim til að gera upp hug sinn um samstarf við lögreglu.</p> <p>Kveðið er á um það ferli sem fara þarf af stað ef grunur leikur á að barn undir 18 ára aldri sé fórnarlamb mansals. Áhersla er lögð á að bæta aðferðir til að greina og styðja ætluð fórnarlömb þannig að barnaverndarhagsmunir ráði skilyrðislaust för við meðferð mála. Þetta er afar mikilvægt því fram hafa komið vísbendingar um að glæpamenn hér á landi hafi notfært sér fíkn og bága stöðu ungmenna með því að selja að þeim kynferðislegan aðgang.</p> <h3>Aðstæður lögreglu til að rannsaka mansalsmál verða bættar</h3> <p>Eitt meginmarkmiða aðgerðaáætlunarinnar er að efla rannsókn lögreglu á mansalsmálum, vændi og barnaklámi þannig að lögum verði komið yfir brotamenn. Vettvangseftirlit verður eflt og komið á fót teymi sérþjálfaðra rannsóknarlögreglumanna innan kynferðisbrotadeildar lögreglunnar til að sinna þessum málum. Þá mun ríkislögreglustjóri taka í notkun nýjan tæknibúnað sem eflir verulega getu embættisins til rannsókna á barnaklámi. Tæknin gerir lögreglunni kleift að bera kennsl á barnaklám og annað ólögmætt efni í tölvum sem hald hefur verið lagt á og felur í sér aukna möguleika til að rannsaka uppruna og dreifingu barnakláms. Gert er ráð fyrir náinni samvinnu við lögregluyfirvöld annars staðar á Norðurlöndunum.</p> <h3>Frá orðum til athafna</h3> <p>Með aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar hefur vilji stjórnvalda til að taka á þessum skelfilegu glæpum af alvöru verið staðfestur. Fyrirhugaðar aðgerðir eru skýrar og framundan ærin verkefni við að hrinda þeim í framkvæmd. Aðgerðirnar krefjast víðtækrar samvinnu en ég er þess fullviss að með aðgerðaáætlunina að leiðarljósi munum við ná miklum árangri gegn þeim mikla vágesti sem mansal er.<br /> </p> <a id="more" name="more"></a> <p><em>(Greinin birtist í Morgunblaðinu 19. mars 2009)</em></p> <br /> <br />

2009-03-18 00:00:0018. mars 2009Hærri styrkir eftir níu ára bið

<p>Á fundi mínum með fulltrúum Öryrkjabandalags Íslands og Landssamtakanna Þroskahjálpar í síðustu viku ræddum við nýjar reglur um styrki og uppbætur til hreyfihamlaðra einstaklinga vegna bifreiða. Í þeim eru ýmis nýmæli.</p> <p>Fjárhæðir styrkja og uppbóta vegna bifreiðakaupa hreyfihamlaðra einstaklinga hækka um 20%.. Hækkunin er löngu tímabær því þessar fjárhæðir höfðu ekki hækkað í níu ár. Þannig nemur fjárhæð uppbótar til bifreiðakaupa nú 300.000 kr. og ef um er að ræða fyrstu bifreið er fjárhæðin 600.000 kr. Fjárhæðir styrkja til bifreiðakaupa til þeirra sem eru verulega hreyfihamlaðir hækka úr 1.000.000 kr. í 1.200.000 kr. Það er afleitt að góðæri liðinna ára hafi ekki verið nýtt til svo sjálfsagðra úrbóta fyrir fatlaða. Vissulega hefði verið æskilegt að hækka bætur og styrki meira, en eins og aðstæður eru nú í samfélaginu var það ekki mögulegt.</p> <h3>Rýmri skilyrði og styttri biðtími</h3> <p>Annað mikilvægt skref er að ýmis skilyrði fyrir uppbótum og styrkjum eru rýmkuð. Áður var það skilyrði fyrir veitingu 50-60% styrks af heildarkaupverði sérútbúinna og dýrra bifreiða að hinn hreyfihamlaði stundaði launaða vinnu eða skóla. Þetta skilyrði er nú afnumið á þeim forsendum að bifreiðin eigi að nýtast fólki í daglegu lífi. Jafnframt er fellt út eldra skilyrði um að hinn hreyfihamlaði aki sjálfur og í staðinn heimilað að annar heimilismaður aki bifreiðinni. Auk þessa er sá tími sem líða skal að lágmarki milli styrkveitinga til bifreiðakaupa sérútbúinna bifreiða styttur úr sex árum í fimm. Hámarksstyrkur til bifreiðakaupa er nú 5.000.000 króna.</p> <p>Í nýrri reglugerð er hugtakið hreyfihömlun skilgreint í fyrsta sinn. Jafnframt hefur verið gerð sú breyting að Tryggingastofnun ríkisins er nú gert að greiða út uppbætur og styrki vegna bifreiðakaupa mánaðarlega á sama hátt og tíðkast með aðrar bætur í stað þess að greiða þá út ársfjórðungslega. Þetta mun gera það að verkum að bið eftir greiðslum styttist til muna.</p> <p>Með þessum breytingum er stigið mikilvægt skref í þá átt að efla stuðning við ferðamöguleika hreyfihamlaðra þó margt megi enn bæta. Ég tel nauðsynlegt að huga að frekari endurskoðun ferðareglnanna svo fleiri hreyfihamlaðir geti notið þess frelsis sem fæst með því að geta ferðast óhindrað á milli staða, hvort sem það er í eigin bifreið eða á annan hátt. Í slíkri vinnu mun ég leggja mikla áherslu á að eiga gott samstarf við hagsmunasamtök öryrkja, fatlaða og þá aðra sem hlut eiga að máli.</p> <p><em>Höfundur er félags- og tryggingarmálaráðherra</em><br /> </p> <a id="more" name="more"></a> <p>(Greinin birtist í Fréttablaðinu 18. mars 2009)</p> <br /> <br />

2009-03-12 00:00:0012. mars 2009Áhrif kreppunnar á börn og unglinga

<p><span>Góðir fundarmenn.</span></p> <p><span>Hvaða áhrif hefur kreppan á börn og unglinga? Þessi spurning er viðfangsefni ráðstefnunnar sem Lionshreyfingin stendur fyrir hér í dag og þetta er jafnframt spurning sem brennur á okkur mörgum nú um stundir.</span> <span></span></p> <p><span>Efnahagur landsins hrundi á einni nóttu nánast fyrirvaralaust. Afleiðingarnar létu ekki á sér standa. Atvinnuleysi var næstum óþekkt en í kjölfar hrunsins missti fjöldi fólks vinnuna og atvinnuleysi hefur aukist svo hratt að við höfum aldrei séð neitt sambærilegt. Skuldir heimilanna tóku að vaxa með ógnarhraða. Raunverulegar og þungar fjárhagsáhyggjur eru nú hlutskipti margra.</span></p> <p><span>Ég ætla ekki að draga þessa mynd upp frekar, enda þekkjum við hana öll. Við vitum að þetta erfiða ástand snertir alla á einn eða annan hátt, þótt beinar fjárhagslegar afleiðingar á heimili og fjölskyldur séu mismiklar. Þjóðin varð fyrir miklu áfalli og við höfum örugglega öll upplifað tilfinningar eins og reiði, ótta, máttleysi og öryggisleysi. Samfélagið er undirlagt, því eðlilega snýst öll umræða um ástandið. Hvað gerðist og hvers vegna gerðist það? Hverjir bera ábyrgð? Hverjum getum við treyst og hverjum ekki? Hvað er framundan og hvenær birtir aftur til hjá okkur?</span><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Við höfum ríkar ástæður til að gæta sérstaklega að velferð barna og ungmenna við þessar aðstæður. Við þurfum að greina hvaða hópar eiga erfiðast eða er mest hætta búin og sinna fyrirbyggjandi aðgerðum.</span></p> <p><span>Fullorðið fólk er jafnan gerendur í sínu eigin lífi. Það er sjálft við stjórnvölinn, setur stefnuna og tekur ákvarðanir um aðgerðir og viðbrögð þótt aðstæður fólks séu ólíkar. Fullorðið fólk hefur ýmsar varnir þegar erfiðleikar steðja að. Það hefur getu og þroska til að sjá hluti í víðu samhengi og greina orsakir og afleiðingar. Börn og unglingar búa aftur á móti við það öryggi sem foreldrarnir skapa þeim og eru þeim að mestu háð, auk þess sem skólakerfið setur þeim ákveðinn ramma og festu í daglegu lífi.&nbsp;</span><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Börn hafa allt aðrar forsendur en fullorðnir til að skilja erfiðleikana í samfélaginu eða bregðast við. Það er öruggt að börn fara ekki varhluta af ástandinu. Þau skynja erfiðleikana. Þau finna auðveldlega fyrir áhyggjum foreldra sinna og annarra sem þau umgangast. Þau upplifa breytingar en möguleikar þeirra til að skilja aðstæður, orsakir og afleiðingar eru afar takmarkaðir. Allt er þetta líklegt til að skapa ótta og kvíða hjá börnum sem til lengri tíma getur haft alvarlegar afleiðingar á lífsgæði þeirra.</span></p> <p><span>Við skulum hafa hugfast að tímabundnir erfiðleikar sem vara í mánuði eða jafnvel ár eru án efa afdrifaríkari í lífi barna en fullorðinna. Bernskan er mikilvægasta mótunarskeið einstaklinga og mikilvægt að börn fái notið þess tíma í sem mestu öryggi við góðar aðstæður. Hvert ár í lífi barns er mikilvægt. Fyrirbyggjandi aðgerðir eru því mjög nauðsynlegar og ýmislegt sem hægt er að gera í þeim efnum. Ábyrgð foreldra og forráðamanna barna er mikil. Þeirra hlutverk er eins og ævinlega að vernda börnin sín og verja fyrir erfiðleikum og áhyggjum og útskýra fyrir þeim aðstæður án þess að vekja með þeim ótta eða kvíða. Síðast en ekki síst er mikilvægt að viðhalda festu og venjum í fjölskyldulífinu og leggja áherslu á góðar stundir með börnunum.</span><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Eitt af mínum fyrstu verkum sem félags- og tryggingamálaráðherra var að setja á fót stýrihóp um velferðarvakt sem hefur það hlutverk að afla upplýsinga um félagslegar og fjárhagslegar afleiðingar bankahrunsins á einstaklinga og fjölskyldur, afla upplýsinga um reynslu annarra þjóða af efnahagsþrengingum, kortleggja hvaða leiðir ríki, sveitarfélög og félagasamtök hafa til að bregðast við og efna til samráðs með fulltrúum opinberra stofnana, félagasamtaka og öðrum sem lagt geta af mörkum vegna þekkingar sinnar og reynslu.</span></p> <p><span>Verkefni velferðarvaktarinnar er umfangsmikið og hefur hún nú skipað í vinnuhópa sem hver um sig tekur fyrir mál sem snerta einstaklinga og fjölskyldur í kjölfar kreppunnar. Einn þessara hópa fjallar um málefni barna að 18 ára aldri og eiga þar sæti ýmsir færir sérfræðingar á þessu sviði. Mikið er lagt upp úr því að nýta þekkingu sem er til staðar, byggja á fyrirliggjandi rannsóknum en einnig að skoða hvar bæta þurfi úr þekkingu á viðfangsefninu. Velferðarvaktin mun skila mér áfangaskýrslu með fyrstu tillögum um aðgerðir síðar í þessum mánuði.&nbsp;</span><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ég hef einnig óskað eftir því að Rannsóknasetur í barna og fjölskylduvernd við Háskóla Íslands leggi til leiðir og aðgerðir um það hvernig standa megi sem best vörð um hagsmuni barna í landinu og hvaða rannsóknir þurfi að gera á aðstæðum barna og heimilanna til að fá betri yfirsýn og staðreyndir að byggja á. Við búum svo vel að hér á landi eru margir færir sérfræðingar og fræðimenn með mikla þekkingu á málefnum barna og fjölskyldna sem eru reiðubúnir að leggja sitt af mörkum til umræðu og aðgerða.&nbsp;</span><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Víða á stofnunum eru til viðamiklar upplýsingar sem geta varpað ljósi á aðstæður barna og fjölskyldna þeirra séu þær teknar saman og settar í samhengi. Samkvæmt upplýsingum sem Vinnumálastofnun tók saman í lok janúar voru þá rúmlega 8.000 börn sem áttu foreldri án atvinnu, annað hvort foreldranna eða bæði. Um 4.400 börn áttu atvinnulausan föður og tæplega 4.000 börn atvinnulausa móður. Við þurfum að greina þessar upplýsingar betur og nýta þær í forvarnastarfi.</span></p> <p><span>Við vitum að efnahagsþrengingar koma hvað verst niður á fjölskyldum sem búa við fátækt, veikindi eða félagsleg vandamál. Kvíði og áhyggjur geta valdið togstreitu og spennu sem dregur úr hæfni foreldra til að sinna börnum sínum. Rannsóknir hafa sýnt að bein tengsl eru milli fjárhagslegrar afkomu foreldra og andlegrar líðan barna. Vitað er að búi börn við fátækt eru þau margfalt líklegri en ella til að sýna mikil einkenni depurðar, þau fóta sig verr í skólakerfinu og þeim gengur verr í námi. Heilsufar þeirra er verra en annarra barna samkvæmt þeirra eigin upplifun, þeim hættir frekar við offitu, þau hreyfa sig minna og svona mætti áfram telja. Við vitum líka að upplausn í fjölskyldum og flókin fjölskyldutengsl vekja vanlíðan hjá börnum.</span><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Margs er að gæta og mikilvægt að byggja á því sem vel hefur verið gert bæði hér og annars staðar en varast vítin.</span></p> <p><span>UNICEF sendi frá sér ályktun árið 2007 sem ég hef áður vitnað til og geri að lokaorðum mínum hér í dag. Efnislega er hún svona: &bdquo;<em>Hin rétta mæling á stöðu þjóðar er hversu vel hún sinnir börnum sínum &ndash; heilsu þeirra og <span>öryggi</span>, efnislegum þörfum þeirra, menntun þeirra og félagsmótun og tilfinningu þeirra fyrir að vera elskuð, virt og hluti af þeirri fjölskyldu og samfélagi sem þau fæðast til.&ldquo;</em> Þetta tel ég að íslensk stjórnvöld eigi að hafa hugfast við forgangsröðun verkefna framundan.</span></p>

2009-03-08 00:00:0008. mars 2009Endurreisn samfélagsins krefst jafnréttis kynja

<p>Um 78% viðmælenda í fréttum útvarps- og sjónarpsstöðva á síðasta ári voru karlar en konur tæp 22%. Frétt um þetta birtist nýlega í Morgublaðinu samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu Creditinfo. Mér hnykkti við þegar ég sá þetta, því hér er um beinharðar staðreyndir að ræða. Árið 2005 var gerð könnun á hlut kynja í sjónvarpsefni, í fréttum, fréttatengdu efni og auglýsingum. Hlutur kvenna í fréttum og fréttatengdu efni var svipaður þá og nú. Konur voru tæp 30% þeirra sem birtust í auglýsingum en karlar rúm 70%. Karlar voru í meiri hluta í öllum hlutverkum nema sem fyrirsætur, þar voru konur 85%. Þulir í auglýsingum voru í 84% tilvika karlar en 16% konur.</p> <h3>Burt með klisjur og fordóma</h3> <p>Ég blæs á margtuggnar klisjur sem bornar hafa verið á borð til að skýra kynjahalla í fjölmiðlum, s.s. að konur séu tregari en karlar til viðtala og að fólk í forystu fyrirtækja, stofnana eða í stjórnmálum sé í svo miklum meiri hluta karlar að fjölmiðlar eigi fyrst og fremst erindi við þá, ekki konur. Dæmi um hlut kvenna í auglýsingum benda líka til þess að ástæðurnar eigi sér aðrar og dýpri rætur. Vandinn snýst fyrst og fremst um fordóma og úrsérgengin viðhorf til kynjanna. Við vitum að kynbundinn launamunur er enn vandamál á Íslandi. Þá er átt við launamun sem ekki er hægt að skýra með stöðu, ábyrgð, menntun, vinnuframlagi eða öðrum rökum, heldur eingöngu með því að kynjunum er mismunað, konum í óhag. Nýleg launakönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands sýndi að kynbundinn launamunur á vinnumarkaði er 16,3%. Hann er meiri á almennum vinnumarkaði en hjá því opinbera og hann er mun meiri á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu, tæp 28%.</p> <h3>Karlar axli ábyrgð í jafnréttismálum</h3> <p>Við vitum að konum gengur erfiðlega að hasla sér völl í æðstu stöðum, jafnt í stjórnmálum, í stjórnum stofnana og fyrirtækja, nefndum og ráðum. Þetta er hvorki vegna þess að konur vilji ekki gegna ábyrgðarmiklum stöðum og enn síður að þær valdi ekki slíkri ábyrgð. Æðstu stjórnunarstöður og embætti eru þéttsetin körlum og þeim virðist hugnast betur að hafa kynbræður sína sér við hlið frekar en að hleypa konum að. Karlar! Ég bið ykkur um að axla ábyrgð í jafnréttismálum. Það liggur fyrir að hlutur kvenna í fjölmiðlum hefur lítið sem ekkert aukist síðustu ár, allt of hægt hefur gengið að eyða kynbundnum launamun og það er óskiljanlegt að konur skuli enn eiga jafn erfitt með framgang í æðstu stöður og embætti, hvort sem er í stjórnmálum, stjórnkerfinu, fjármálakerfinu eða á almennum vinnumarkaði. Við vitum að þessu þarf að breyta til að byggja upp réttlátt og gott samfélag.</p> <h3>Hagsýni frekar en áhættufíkn</h3> <p>Það er ekki langt síðan að stórfelld umsvif í viðskiptum, miklar lántökur og taumlaus útþensla var kennd við áræðni til varð nýrðið &bdquo;áhættusækni.&ldquo; Við vitum hvert þessar áherslur leiddu okkur og við höfum ríkar ástæður til þess að endurskoða þær. Við vitum að konur eru varfærnari í fjármálum en karlar, stofna síður til skulda, fara rólegar af stað í upphafi viðskipta og leggja minna upp úr yfirbyggingu í rekstri. Sýnt hefur verið fram á þetta með rannsóknum og einnig að minni líkur eru á að fyrirtæki þar sem konur eru í stjórn lendi í alvarlegum vanskilum. Þá eru fyrirtæki alltaf líklegri til að lenda í vanskilum þar sem engar konur eru í stjórn. Viðamikil finnsk rannsókn sýndi að fyrirtæki undir stjórn kvenna skila 10% meiri arði en fyrirtæki sem karlar stjórna. Við vitum að tími áhættusækninnar margrómuðu er liðinn undir lok. Samfélagið þarfnast þess að kraftar kvenna séu nýttir til fulls og farsælast tel ég að konur og karlar vinni hlið við hlið og deili með sér ábyrgð og áherslum sínum.</p> <h3>Fjölmiðlar eiga brýn erindi við konur</h3> <p>Konur eru nær helmingur landsmanna og virkir þátttakendur á öllum sviðum samfélagsins. Ef allt væri með felldu ættu fjölmiðlar við þær mörg brýn erindi og sömuleiðis allir þeir sem vilja byggja upp traust og fjölhæft atvinnulíf og öfluga, vandaða stjórnsýslu hins opinbera. Framundan er mikið starf við að endurreisa íslenskt samfélag. Órofa hluti af endurreisnarstarfinu er að byggja upp jákvæða ímynd lands og þjóðar, gagnvart okkur sjálfum og gagnvart umheiminum. Þetta mun því aðeins takast að öllum eðlilegum leikreglum verði fylgt og jafnræðis verði gætt á öllum sviðum. Ein mikilvæg forsenda uppbyggingarinnar er að tryggja í verki jafna stöðu, rétt og tækifæri karla og kvenna þannig að kraftar og hæfileikar allra verði nýttir og metnir að verðleikum.</p> <h3>Oft var þörf, nú er nauðsyn</h3> <p>Framundan eru ekki aðeins tækifæri til þess að ná árangri í jafnréttismálum heldur tímar sem krefjast þess að jafnrétti kynja sé tryggt í orði og verki. Við höfum ýmis úrræði í lögum til þess að styðja og efla jafnrétti karla og kvenna. Þau þarf að nýta út í æsar en ef þörf krefur tel ég vel koma til greina að styrkja lagaumhverfið enn frekar í þessu skyni. Vert er að minna á jafnréttið í dag en nú eru 30 ár liðin frá því að Sameinuðu þjóðirnar samþykktu samning um afnám allrar mismununar gegn konum.<br /> </p> <br /> <em>Grein Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur um jafnrétti kynja sem birtist í Morgunblaðinu á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, 8. mars 2009.</em> <br />

2009-03-02 00:00:0002. mars 2009Ávarp ráðherra á stofnfundi Félags leigumiðlara

<p><span>Ágætu fundarmenn.</span></p> <p><span>Þakka ykkur fyrir að bjóða mér á stofnfund Félags leigumiðlara. Ég tel skynsamlegt og æskilegt að starfandi leigumiðlarar hafi með sér félagsskap og vinni saman og fagna því þessu framtaki.</span></p> <p><span>Leigumarkaður íbúðarhúsnæðis hefur lengst af verið lítill hér á landi og hefur þjóðin haft í þessu nokkra sérstöðu sé litið til nágrannaþjóða. Til marks um það sýndi könnun á umfangi leigumarkaðar árið 2007 að um 78% landsmanna á aldrinum 18&ndash;80 ára bjuggu í eigin húsnæði, tæp 10% hjá ættingjum eða vinum en rúm 11% í leiguhúsnæði.</span></p> <p><span>Það er nokkuð ljóst að umfang leigumarkaðar með íbúðarhúsnæði á eftir að vaxa á næstunni vegna efnahagsþrenginganna og erfiðrar stöðu á fasteignamarkaði. Það er því sérstaklega brýnt að réttarstaða samningsaðila sé vel tryggð, jafnt leigjendanna og leigusalanna. Þetta er hlutverk leigumiðlara og það skiptir miklu að þeir ræki það vel.</span></p> <p><span>Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að fólki þurfi að standa til boða fjölbreyttir valkostir í húsnæðismálum og jafnframt að hér á landi hafi allt of mikil áhersla verið lögð á eignaríbúðir á kostnað annarra möguleika. Kaup á húsnæði hefur alltaf verið ein stærsta fjárfestingin sem einstaklingar ráðast í og hjá flestum felur slík fjárfesting í sér miklar fjárhagslegar skuldbindingar til áratuga. Aðstæður hér hafa í raun knúið alla til að fjárfesta í eigin íbúðarhúsnæði, líka tekjulitla einstaklinga og fjölskyldur sem í raun hafa tæpast eða ekki haft bolmagn til þess. Ástandið í efnahagsmálum þjóðarinnar núna sýnir í hnotskurn hve gríðarlegar skuldbindingar hvíla á fólki vegna húsnæðiskaupa og nú er fyrirsjáanlegt að fjöldi fólks geti tæpast staðið undir þeim við þær óeðlilegu aðstæður sem upp eru komnar.</span></p> <p><span>Fólk sem ekki vill eða getur eignast íbúðarhúsnæði þarf fleiri valkosti og ýmsar leiðir eru færar, hvort sem um er að ræða húsnæðissamvinnufélög, almennan leigumarkað eða félagslegt íbúðarhúsnæði eftir atvikum. Forsenda fyrir virkum leigumarkaði er hæfilegt jafnvægi í framboð og eftirspurn húsnæðis og skýrar leikreglur þar sem réttindi leigusala og leigjenda eru tryggð. Í þessu sambandi er mikilvægt að leigumiðlarar starfi faglega og ræki vel hlutverk sitt samkvæmt lögum.</span></p> <p><span>Í 15. kafla húsaleigulaga frá árinu 1994 kemur fram að þeim einum sem hlotið hafa til þess sérstakt leyfi félags- og tryggingamálaráðherra sé heimilt að reka miðlun með leiguhúsnæði í því skyni að koma á leigusamningi eða annast framleigu eða skipti á leiguhúsnæði. Í lögunum segir einnig að starfsheiti þess sem rækir leigumiðlun sé leigumiðlari og jafnframt er skilgreint hvað í heitinu felst.</span></p> <p><span>Félags- og tryggingamálaráðherra gefur út leyfisbréf til leigumiðlara og gildir leyfið til fimm ára í senn. Meðal skilyrða fyrir slíku leyfi er að umsækjandi sæki námskeið og standist próf sem sýni að hann hafi góða þekkingu á húsaleigulöggjöf og annarri löggjöf sem máli skiptir og hafi jafnframt nauðsynlega kunnáttu í bókhaldi. Einnig þarf hann að leggja fram staðfestingu um gilda tryggingu fyrir greiðslu kostnaðar og tjóns sem aðilar leigusamnings kunna að verða fyrir af hans völdum. Lögfræðingar eru undanskildir kröfu um námskeið og próftöku en þurfa að uppfylla önnur skilyrði fyrir leyfisbréfi.</span></p> <p><span>Hlutverk leigumiðlara er afar mikilvægt en leigumiðlari ber ábyrgð á að leigusamningur sé gerður í samræmi við húsaleigulögin. Leigumiðlara ber skylda til að upplýsa aðila um réttindi þau og skyldur sem þeir taka á sig með undirritun leigusamningsins svo og um réttaráhrif samningsins.<br /> Tekið er fram í lögunum að leigumiðlari skuli ætíð vanda til gerðar leigusamnings og gæta þess að þar komi fram allar þær upplýsingar sem máli skipta.</span></p> <p><span>Nú eru tæplega 60 manns með leyfi félags- og tryggingamálaráðuneytisins til að reka leigumiðlanir, langflestir þeirra, tæplega 50, á höfuðborgarsvæðinu. Stór hluti leyfishafa hefur aflað sér leyfis á síðastliðnum fjórum árum. Ég tel þessa aukningu jákvæða og tel hana jafnframt renna stoðum undir mikilvægi þess að leigumiðlarar stofni með sér samtök.</span></p> <p><span>Ég veit að helsta baráttumál félags leigumiðlara verður að koma í veg fyrir að á leigumarkaði starfi aðilar sem gefa sig út fyrir að vera leigumiðlarar án þess að uppfylla kröfur félags- og tryggingamálaráðuneytisins til slíkrar starfsemi. Ég styð alla viðleitni til þess að efla og bæta fagleg vinnubrögð leigumiðlara í þágu leigjenda og leigusala og sé fyrir mér að Félag leigumiðlara og félags- og tryggingamálaráðuneytið geti unnið saman að þessu verkefni. Vera má að sú vinna muni kalla á breytingu á húsaleigulögum þannig að sett verði viðurlög við því að starfa sem leigumiðlari án tilskilinna réttinda.</span></p> <p><span>Í lokin vil ég leggja áherslu á að von mín er sú að Félag leigumiðlara verði sterkur og fjölmennur málsvari leigumiðlara sem standi vörð um fagleg vinnubrögð og hagsmuni umbjóðenda sinna.</span></p> <br /> <br />

2009-02-25 00:00:0025. febrúar 2009Aðgerðir til bjargar heimilunum

<p><span>Í grein undir fyrirsögninni <em>Atvinnulífið og heimilin</em> sem birtist í Morgunblaðinu sl. mánudag segir höfundurinn, Jón Baldvin Hannibalsson, að 80 daga ríkisstjórn veki væntingar og nýja von en bendir jafnframt á þá staðreynd að hún geti ekki gert kraftaverk: &bdquo;Við förum hins vegar fram á það að hún segi okkur umbúðalausan sannleikann...&ldquo; skrifar hann og segir enn fremur að almenningur í landinu vænti þess að nýr félags- og tryggingamálaráðherra eyði hið fyrsta allri óvissu um það hvort ríkisstjórnin ætli að ráðast í almennar aðgerðir til bjargar heimilunum og þá hvernig. Óvissan sé verst.</span></p> <p><span>Ég tek undir með Jóni að óvissa er vond og að sannleikurinn er sagna bestur. Ný ríkisstjórn hefur því lagt metnað sinn í að veita sem bestar upplýsingar um áform sín, ákvarðanir og aðgerðir til að bregðast við efnahagsvandanum og mun halda því áfram.</span> <span></span></p> <p><span>Hann vísar í orð Göran Perssons, fv. forsætisráðherra Svía sem kom hingað fyrir nokkrum vikum. Hann sagði þá meðal annars að Íslendingar skyldu gera allt sem í þeirra valdi stendur til að halda hjólum atvinnulífsins gangandi. Launalækkun og hlutastarf væri betra en uppsögn og atvinnuleysi og hjálpa ætti þeim sem missa vinnu að setjast á skólabekk. Þetta er svo sannarlega rétt og aðgerðir stjórnvalda hafa tekið mið af þessu. Af heildarfjölda þeirra sem skráðir eru á atvinnuleysisskrá hjá Vinnumálastofnun eru nú um 20% í hlutastörfum en fá greiddar atvinnuleysisbætur á móti skertu starfshlutfalli. Þá er nú unnið að því að endurskoða lánareglur Lánasjóðs íslenskra námsmanna til að auðvelda fólki sem misst hefur atvinnuna að stunda nám.</span></p> <p><span>Ný ríkisstjórn hefur nú þegar kynnt margvíslegar leiðir til að bregðast við fjárhagslegum vanda heimilanna í landinu á markvissan hátt þar sem meðal annars er leitast við að tryggja einstaklingum sem eiga í greiðsluerfiðleikum virkari úrræði til að gera þeim kleift að endurskipuleggja fjármál sín eins og frekast er unnt. Ég nefni hér frumvörp sem lögð hafa verið fram á Alþingi, svo sem frumvarp um frestun nauðungarsölu íbúðarhúsnæðis og lengingu aðfararfrests og frumvarp um greiðsluaðlögun. <span>&nbsp;</span>Þá liggur fyrir Alþingi frumvarp um útborgun á allt að einni milljón króna af séreignarsparnaði einstaklinga sem þess óska.</span><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ríkisstjórnin hefur óskað eftir því við fjármálafyrirtæki að þau framlengi frystingu húsnæðislána sem tekin hafa verið í erlendri mynt þar til fyrir liggur lausn til frambúðar á þeim vanda sem hækkun þessara lána hefur valdið heimilum í landinu. Í viðskiptaráðuneytinu er unnið að útfærslu á mögulegum lausnum, hvort sem það verður greiðslujöfnun eða einhver önnur fær leið sem léttir verulega á greiðsluvanda fólks meðan gengi krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum er eins óhagstætt og raun ber vitni.</span></p> <p><span>Ég ítreka að ríkisstjórnin sem nú starfar leggur mikla áherslu á að veita fólki upplýsingar um áform sín og aðgerðir til að eyða óvissu eins og nokkur kostur er. Annað sem ríkisstjórnin leggur líka áherslu á er að gefa ekki innistæðulaus loforð um lausnir á vanda heimila eða fyrirtækja í landinu. Það væri glannaskapur að skapa með fólki væntingar um stórfellda niðurfellingu skulda heimila og fyrirtækja eða tafarlaust afnám verðtryggingar nema fyrir liggi að slíkt sé raunhæft og framkvæmanlegt og kalli ekki á önnur og enn erfiðari vandamál en við glímum þegar við. Í félags- og tryggingamálaráðuneytinu verður áfram unnið af kappi að aðgerðum til bjargar heimilunum í landinu. Ég mun leggja áherslu á að upplýsa um allar aðgerðir ráðuneytisins í þessum efnum. Málin eru flókin. Því mun ég gæta þess að spara stóru orðin og ætla ekki að lofa öðru en því sem raunhæft.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <br /> <br />

2009-02-25 00:00:0025. febrúar 2009Ávarp ráðherra á málþingi félagsráðgjafarnema

<p><span>Komið þið sæl öll og bestu þakkir til ykkar - félagsráðgjafarnemar - fyrir að standa að þessu málþingi um áhrif efnahagsþrenginga á fjölskyldur með börn. Það er brýn þörf fyrir skynsamlegar, gagnrýnar og uppbyggilegar umræður um þetta efni. Við þurfum glögga mynd af aðstæðum til að átta okkur á þeim hættum sem helst steðja að, ákveða viðbrögð og sinna fyrirbyggjandi aðgerðum.</span></p> <p><span>Efnahagsástandið er mjög alvarlegt og við vitum að aðstæður margra einstaklinga og fjölskyldna, hafa breyst til verri vegar á skömmum tíma. Atvinnuleysi, þungar fjárhagsáhyggjur og óvissa hafa ekki einungis áhrif á efnisleg gæði heldur einnig almenn lífsgæði fólks, andlega líðan og heilsufar. Að einhverju leyti sjáum við afleiðingarnar strax en það getur tekið mörg ár áður en þær koma fram að fullu. Ef ekki er brugðist við í tíma geta langtímaafleiðingarnar orðið mjög alvarlegar, jafnt fyrir einstaklingana sjálfa og samfélagið sem heild. Sláandi dæmi um þetta höfum við frá Finnlandi. Þar kom fram stórfelld aukning örorku vegna þunglyndis á árunum 2000-2007 meðal fólks undir þrítugu og er hún rakin til kreppunnar sem brast þar á árið 1991. Ýmis önnur dæmi frá Finnlandi mætti nefna um alvarlegar langtímaafleiðingar kreppunnar á velferð barna og fjölskyldna. Ég rek þau ekki hér en tel alveg ljóst að við getum dregið margvíslegan lærdóm af reynslu Finna.</span></p> <p><span>UNICEF sendi frá sér ályktun árið 2007 sem efnislega er á þennan veg: &bdquo;<em>Hin rétta mæling á stöðu þjóðar er hversu vel hún sinnir börnum sínum &ndash; heilsu þeirra og <span>öryggi</span>, efnislegum þörfum þeirra, menntun þeirra og félagsmótun og tilfinningu þeirra fyrir að vera elskuð, virt og hluti af þeirri fjölskyldu og samfélagi sem þau fæðast til.&ldquo;</em> Þetta tel ég að íslensk stjórnvöld eigi að hafa hugfast við forgangsröðun verkefna framundan.</span></p> <p><span>Áhrif efnahagsþrenginga hafa ekki eingöngu áhrif á þá sem eldri eru. Börnin skipta hér miklu máli. Því miður hefur fjöldi barna sem eiga atvinnulausa foreldra aukist mikist. Í lok október áttu tæplega þrjú þúsund börn atvinnulausa foreldra en í lok síðasta mánaðar voru þau orðin rúmlega átta þúsund. Þar af eiga um fjögur þúsund og fjögur hundruð börn atvinnulausan föður en tæplega fjögur þúsund börn eiga atvinnulausa móður.</span></p> <p><span>Þegar litið er til þess hóps sem var án atvinnu í lok janúar voru 39% með börn á framfæri sínu samkvæmt upplýsingum Vinnumálastofnunar. 75% kvenna úr þessum hópi á aldrinum 30&ndash;49 ára voru með börn á framfæri og 56% karla.</span></p> <p><span>Við vitum að efnahagsþrengingar koma hvað verst niður á fjölskyldum sem búa við fátækt, veikindi eða félagsleg vandamál. Kvíði og áhyggjur geta valdið togstreitu og spennu sem dregur úr hæfni foreldra til að sinna börnum sínum. Rannsóknir hafa sýnt að bein tengsl eru milli fjárhagslegrar afkomu foreldra og andlegrar líðan barna. Vitað er að búi börn við fátækt eru þau margfalt líklegri en ella til að sýna mikil einkenni depurðar, þau fóta sig verr í skólakerfinu og þeim gengur verr í námi. Heilsufar þeirra er verra en annarra barna samkvæmt þeirra eigin upplifun, þeim hættir frekar við offitu, þau hreyfa sig minna og svona mætti áfram telja. Við vitum líka að upplausn í fjölskyldum og flókin fjölskyldutengsl vekja vanlíðan hjá börnum.</span></p> <p><span>Það er því margs að gæta og þess vegna mikilvægt að byggja á því sem vel hefur verið gert annars staðar en varast vítin. Við sjálf höfum einnig mikla reynslu og þekkingu hér heima fyrir sem okkur ber skylda til að nýta. Rannsóknarsetur í barna og fjölskylduvernd er víðtækur vettvangur rannsókna á sviði félagsráðgjafar, einkum því sem lýtur að stefnumörkun, þróun og þjónustu í barna- og fjölskylduvernd. Umfangsmiklar rannsóknir hafa verið gerðar hér á landi á högum barna og fjölskyldna. Nefni ég sérstaklega framlag Sigrúnar Júlíusdóttur á þessu sviði og Guðnýjar Bjarkar Eydal, dósents í félagsráðgjöf, en auk þeirra hafa margir fleiri lagt mikið af mörkum til rannsókna á þessu sviði sem er ómetanlegt.</span></p> <p><span>Fyrir síðustu Alþingiskosningar lagði Samfylkingin hvað mesta áherslu á aðgerðir í þágu barna og barnafjölskyldna. Kynnt var ýtarleg aðgerðaáætlun undir heitinu <em>Unga Ísland</em> og það er ánægjulegt að segja frá því að fjölmargar tillögur um aðgerðir sem þar voru birtar byggðust að verulegu leyti á rannsóknum kennara við Háskóla Íslands, meðal annars kennurum í félagsráðgjöf. Það var augljóst að áherslur Samfylkingarinnar í þessum efnum höfðuðu til fólks því kosningarannsókn sem gerð var leiddi í ljós að kjósendur mátu aðgerðaáætlunina mest allra stefnumála flokksins.</span></p> <p><span>Samfylkingin fylgdi fast eftir áherslum sínum í málefnum barna og fjölskyldna við myndun ríkisstjórnarinnar eftir síðustu kosningar. Strax á fyrstu starfsdögum sínum lagði forveri minn í félags- og tryggingamálaráðuneytinu fram tillögu til þingsályktunar um aðgerðaáætlun til fjögurra ára til að styrkja stöðu barna og ungmenna. Í fyrra stóð hún einnig fyrir gerð þingsályktunar um framkvæmdaáætlun ríkisins í barnaverndarmálum til næstu sveitarstjórnarkosninga. Það yrði of langt mál að telja þau verkefni sem komust til framkvæmda en nefna má styttingu biðlista eftir þjónustu Barna og unglingageðdeildar Landspítalans, mikilvægar breytingar á lögum um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna og einnig á lögum um fæðingar- og foreldraorlof til hagsbóta fyrir nýbakaða foreldra og forsjárlausra foreldra.</span></p> <p><span>Ég nefni einnig nefnd sem skipuð var í árslok 2007 og var falið að kanna fjárhagslega og félagslega stöðu einstæðra og forsjárlausra foreldra og stjúpforeldra. Nefndin starfar undir forystu Ágústs Ólafs Ágústssonar og mér er sagt að að tillögur hennar muni liggja fyrir á næstu vikum. Ég vænti mikils af starfi nefndarinnar og er viss um að tillögur hennar muni nýtast í því erfiða uppbygginarstarfi sem framundan er.</span></p> <p><span>N</span><span>ýlega setti ég á laggirnar sérstaka velferðarvakt, sem hefur það hlutverk að afla upplýsinga um félagslegar og fjárhagslegar afleiðingar bankahrunsins á einstaklinga og fjölskyldur, afla upplýsinga um reynslu annarra þjóða af efnahagsþrengingum, kortleggja hvaða leiðir ríki, sveitarfélög og félagasamtök hafa til að bregðast við vandanum og efna til samráðs með fulltrúum opinberra stofnana, félagasamtaka og öðrum sem lagt geta af mörkum vegna þekkingar sinnar og reynslu. Hópurinn mun síðan leggja fram tillögur um aðgerðir í þágu heimilanna og samhæfa þær.</span></p> <p><span>Þegar ég tala um aðgerðir í þágu heimilanna á ég ekki síst við aðgerðir í þágu íslenskra barna. Afar brýnt er að komið verði til móts við þarfir þessa hóps þannig að hagur þeirra verði ekki fyrir borð borinn vegna núverandi aðstæðna. Ég hef jafnframt í dag óskað eftir því að Rannsóknarseetur í barna og fjölskylduvernd sem starfrækt er hér við félagsráðgjafarskor, komi með tillögur til mín og velferðarvaktarinnar um það hvernig við getum staðið vörð um hagsmuni barnanna í landinu, hvaða rannsóknir séu nú nauðsynlegar og hvaða atriðum þurfi sérstaklega að huga að í þessum efnum.</span></p> <p><span>Sérstökum stýrihópi er ætlað að halda utan um velferðarvaktina og þar eiga sæti fulltrúar fjölmargra aðila.</span></p> <p><span>Það er vandasamt verk að ala upp börn og samfélaginu ber skylda til að veita fjölskyldum sem búa við erfiðar aðstæður sem mestan stuðning til að draga úr hættu á félagslegum vandamálum til skemmri og lengri tíma. Á þetta legg ég ríka áherslu.</span></p> <p><span>Ég ætla ekki að hafa orð mín fleiri, enda margir áhugaverðir fyrirlestrar framundan. Ég ítreka þakkir mínar til ykkar sem stóðuð að málþinginu og vonast til að það verði fræðandi og lærdómsríkt.</span></p> <p><span></span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <br /> <br />

2009-02-22 00:00:0022. febrúar 2009Konudagur á Hallveigarstöðum

<p><span>Gaman að hittast hér í þessu merka húsi, ung að árum sat ég á Hallveigarstöðum í orðsins fyllstu merkingu, reyndar áður en húsið var byggt. Arkitekt hússins, Sigvaldi Thordarson, var faðir vinkonu minnar og hann gerði módel af húsinu, það notuðum við oft við leik, sem koll til að sitja á, við spilamennsku eða hannyrðir.</span></p> <p><span>Ég vil byrja á því að þakka fyrir þennan fund og sérstaklega fyrir það að til hans skuli boðað á konudaginn. Við erum vanari því að á þessum degi dynji skilaboð til karla um að nú skuli þeir gefa konum sínum blóm eða skartgrip eins og nú er auglýst grimmt. En hér í dag ætlum við ekki að láta karlana mæra okkur sem eiginkonur eða kærustur heldur erum við hingað komnar til að ræða pólitík. Oft var þörf en nú ber brýna nauðsyn til. Yfirskrift fundarins er Konur í pólitík, hvernig vegnar þeim í breyttu samfélagi? Þessi spurning er áleitin og svarið við henni liggur ekki í augum uppi.</span></p> <p><span>Ég var beðin um að fjalla aðeins um sjálfa mig og minn feril í pólitíkinni. Stjórnmál hafa verið samofin mínu lífi frá því á háskólaárunum. Í þá daga varð margt ungt fólk yfir sig leitt á stöðnuðum stjórnmálaflokkum um leið og þjóðfélagsgagnrýni ungu kynslóðarinnar sem kennd var við árið &lsquo;68 varð bæði hávær og róttæk. Mín fyrstu afskipti af pólitík á þessum árum urðu þegar ég stóð ásamt fleirum að stofnum O-flokksins, eða Framboðsflokksins sem bauð fram í alþingiskosningunum 1971. Þótt framboðið væri í bland grín og flipp, eins og einhver myndi segja, þá var í því broddur. Viðreisnarstjórnin hafði verið við völd í tólf ár, kreppa hafði skollið á þegar síldin hvarf, úti í heimi geisaði hið illræmda Víetnam-stríð, ungt fólk krafðist þess að á það væri hlustað og Rauðsokkahreyfingin nýstofnuð hristi aldeilis upp í kynjahlutverkunum. Þá voru uppi kröfur um aukið lýðræði eins og nú. Þá sat ein einasta kona á Alþingi, Auður Auðuns. Í kosningunum &lsquo;71 voru þrjár konur í þriðja sæti á lista gömlu flokkanna, ofar komust þær ekki. Ragnhildur Helgadóttir var í þriðja sæti hjá Sjálfstæðisflokknum, Svava Jakobsdóttir í þriðja sæti hjá Alþýðubandalaginu og ég í kvennasæti, þriðja sætinu hjá Framsóknarflokknum. Að þessu var óspart gert grín.</span></p> <p><span>Næstu beinu stjórnmálaafskipti mín urðu þegar ég tók þátt í að stofna kvennaframboðið hér í Reykjavík 1982. Ég held að sagan muni dæma þá aðgerð sem eitt af því merkilegasta sem gerst hefur í kvennabaráttunni á síðari árum. Dagvistarmál, jafnréttismál, samfelldur skóladagur &ndash; allt voru þetta mál sem þá komust í fyrsta skipti af alvöru á dagskrá stjórnmálanna. Og ekki þarf að fara mörgum orðum um áhrif framboðs Kvennalistans 1983. Á þeim tólf árum sem þá voru liðin frá því Auður Auðuns sat sem eina konan á Alþingi hafði konum aðeins fjölgað um tvær. Við kosningarnar 1983 fjölgaði þeim úr þremur í níu og þar af voru Kvennalistakonurnar þrjár. Hinir flokkarnir fjölguðu þá sínum konum á þingi um helming &ndash; þannig ýtti stofnun Kvennalistans rækilega við hinum flokkunum og styrkti stöðu kvenna innan þeirra, þó enn væri hún frámunalega veik. Sjálf var ég virk í Framsóknarflokknum um þetta leyti, kölluð til vegna framboðs Kvennalistans og komst tvisvar inn á þing sem varamaður á næstu árum, fyrst 1987 og síðar 1992. Annars var ég bara mest upptekin á þessum árum við að mennta mig, ala upp börnin mín og starfa hér og þar, heilmikið í fjölmiðlum, við kennslu og fararstjórn og í ýmsum pólitískum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn.</span></p> <p><span>Eitt af því skemmtilegasta sem ég tók mér fyrir hendur í þeim efnum var stjórnarseta í Landssambandi Framsóknarkvenna á árunum 1983 til 1989. Kom á fyrsta landsfund LFK með tillögur í vasanum norður í land að því að við krefðumst kvennakvóta á framboðslistum. Engin kvennasamtök höfðu lagt til svo róttækar aðgerðir í þágu jafnréttis. Valgerður Sverrisdóttir var þá með mér í vinnuhópi á LFK þinginu þar sem ég lagði tillögurnar fram og við ákváðum að hún sem landsbyggðarkona kynnti þær frá málefnahópnum. Ég óttaðist að Reykjavíkurfulltrúi næði síður samstöðu um tillöguna. Tillagan var samþykkt á þinginu og vakti mikla athygli.</span></p> <p><span>Það urðu svo gagnger þáttaskil á mínum ferli 1995 þegar ég sveigði af Framsóknarleiðinni. Þá hafði ég verið í fimm ár í starfi sem deildarstjóri félagsmála- og upplýsingadeildar Tryggingastofnunar. Reynsla mín af starfi mínu innan Tryggingastofnunar hafði djúp áhrif á mig, áhrif sem tóku sér bólfestu í mér og mörkuðu mig pólitískt til frambúðar. Þar kynntist ég hinni hliðinni á Íslandi, skuggahliðinni þar sem hin íslenska sól skein ekki alltaf í heiði. Þar kynntist ég fátækum ellilífeyrisþegum, sérstaklega eru mér minnisstæðar konurnar sem höfðu þrælað allt sitt líf en áttu enga sjóði, engin réttindi í lífeyrissjóðunum. Þar kynntist ég öryrkjunum, langveikum, foreldrum veikra barna og fötluðum sem höfðu vart til hnífs og skeiðar. Þessi kynni breyttu mér. Í gegnum veika stöðu þessara hópa skynjaði ég betur völd þeirra sem bjuggu við forréttindin í samfélaginu. Ég fann að ég var jafnaðarmaður í hjarta mér.</span></p> <p><span>Þá lágu leiðir okkar Jóhönnu Sigurðardóttur aftur saman, en við flugum saman hjá Loftleiðum á árum áður. Við urðum samferða um það markmið að reyna að endurnýja jafnaðarmannahreyfinguna á Íslandi með stofnun Þjóðvaka. Jóhanna hafði þá sagt skilið við Alþýðuflokkinn og ég við Framsóknarflokkinn. Í kosningunum 1995 náði ég svo inn á þing fyrir Þjóðvaka en þinglokkur hans var fyrsti blandaði þingflokkurinn með fleiri konum en körlum, 75% konur! Við vorum þrjár, Jóhanna Sigurðardóttir, Svanfríður Jónasdóttir og ég, og einn karl Ágúst Einarsson nú rektor á Bifröst &ndash; öflugur hópur.</span></p> <p><span>Ég ætla ekki að fara fleiri orðum um Þjóðvaka sérstaklega, en ég tel að í honum og í Reykjavíkurlistanum hafi verið sáð til þeirra tíðinda sem síðar urðu, þegar Samfylkingin var stofnuð í þeim tilgangi að verða breiður kvenfrelsissinnaður jafnaðarflokkur sem yrði fær um að verða leiðandi afl í íslenskum stjórnmálum. Og nú hafa þau tíðindi gerst að í fyrsta skipti er kona forsætisráðherra á Íslandi og í fyrsta skipti er hlutur kvenna í ríkisstjórn hér á landi jafn á við karla. Ég er stolt af því að eiga þátt í því og ég veit að konur úr öllu litrófi stjórnmálanna líta á þetta sem mikilsverðan áfanga í jafnréttisbaráttunni.</span></p> <p><span>Við sem höfum verið virkar í jafnréttisbaráttunni og í stjórnmálunum höfum oft upplifað okkur á svolítið skrýtnum stað &ndash; við þurfum og eigum að fagna og gleðjast yfir öllum áföngum, smáum og stórum, sem við konur höfum náð og sem samfélagið í heild hefur náð í átt til aukins jafnréttis. Við vitum að staða jafnréttis kvenna og karla er mælikvarði á lýðræði, á lífsgæði, á samkeppnishæfni samfélaga, já, á siðmenningarstig okkar. Þetta er mælt til dæmis af World Economic Forum og við Íslendingar lendum þar árvisst í einhverju af efstu sætunum með öðrum Norðurlandaþjóðum. Svolítið breytilegt hver er í hvaða sæti frá ári til árs. Á síðasta ári skutust Norðmenn upp í fyrsta sætið og því réð kynjakvótinn sem þeir hafa komið á í stjórnum fyrirtækja bæði innan opinberra fyrirtækja og fyrirtækja á einkamarkaði.</span></p> <p><span>Á sama tíma má okkur ekki bresta óþolið gagnvart því sem ógert er. Okkur má ekki renna móðurinn. Við þurfum bæði að hafa þol í langhlaupin og kunna að taka sprettinn. Við höfum enn verk að vinna og vígi að fella. Og það er ekki laust við að það sé sársaukafullt að uppgötva að árangur á einum tíma getur gengið til baka á öðrum tíma ef við höldum ekki vöku okkar.</span></p> <p><span>Gott dæmi um það er staða kvenna á Alþingi einmitt nú. Árið 1998 var efnt til mikils átaks til að fjölga konum í stjórnmálum. Þverpólitísk nefnd um aukinn hlut kvenna í stjórnmálum, fyrst undir forystu Sivjar Friðleifsdóttur og síðar Hildar Helgu Gísladóttur, tók þá til starfa og efndi til margvíslegra aðgerða. Hún setti af stað auglýsingaherferð sem enn er í minnum höfð og hefur núna verið notuð um nokkurra ára skeið sem kennsluefni í samfélagsmiðuðum herferðum við virtan bandarískan háskóla. Hún efndi til námskeiða fyrir stjórnmálakonur og verðandi stjórnmálakonur um allt land, og hélt ráðstefnur og fjöldann allan af fundum.</span></p> <p><span>Í kosningunum 1999 juku konur hlut sinn á Alþingi um heil 10%, úr 25 í 35%, og höfðu aðgerðir nefndarinnar örugglega sitt að segja. Ég vil líka halda því til haga að það munaði verulega um konur í þingflokki nýstofnaðrar Samfylkingar sem urðu alls 9 af 23 konum á Alþingi. En hvað gerðist? Pendúllinn sveiflaðist til baka í kosningunum 2003 og fór hlutur kvenna þá niður í 30%. Í kosningunum 2007 skreið hann síðan upp í 31,6%. Og nú vegna þess að þó nokkrir karlar hafa hætt þingmennsku á kjörtímabilinu hefur hlutur kvenna aukist þar sem þær eru oft í varamannasætunum og er hlutur þeirra nú kominn upp í 36%.</span></p> <p><span>Ég vil í þessu sambandi minna á að kvenframbjóðendum fjölgaði reyndar milli kosninganna 2003 og 2007, úr 43% í 47%, þannig að líkur kvenframbjóðanda á að komast inn á þing rýrnuðu á milli þessara tveggja kosninga. Svo ég haldi því líka til haga þá sveiflaðist pendúllinn einnig til baka innan míns flokks, því miður. Þar munar mest um það heilkenni á íslenskum stjórnmálum að konur virðast eiga mest á brattann að sækja í landsbyggðarkjördæmunum.</span></p> <p><span>Það er athyglisvert að rýna í tölur um konur á þingi. Frá því Alþingi Íslendinga var endurreist 1845 hafa þar setið 655 aðalmenn. Af þeim eru konurnar aðeins 69, eða 10,5%. Konur sem aðalmenn hafa að meðaltali setið í sjö og hálft ár, eða tæp tvö kjörtímabil. Þingmennska karla varir lengur en kvenna og meðal karla hefur það verið mun algengara að þeir sitji megnið af sínum starfsaldri á þingi. Aðeins fjórar konur hafa setið á Alþingi í 20 ár eða lengur. Tvær þeirra eru enn á þingi, þær Jóhanna Sigurðardóttir og Valgerður Sverrisdóttir. Jóhanna hefur setið lengst allra, eða í 31 ár. Tíu konur til viðbótar hafa setið í 11 til 19 ár, eða, svo ég orði þetta öðruvísi, aðeins 14 konur hafa setið á þingi sem aðalmenn í meira en 10 ár. Þótt löng seta á Alþingi eigi kannski ekki að vera markmið í sjálfu sér þá er munurinn á kynjunum verulegur hvað þetta varðar og athyglisverður.</span></p> <p><span>Ég hef sem ráðherra jafnréttismála sent stjórnmálaflokkunum bréf og brýnt þá til þess að gæta að hlut kvenna á framboðslistum, ekki síst í öruggum sætum. Við getum ekki liðið það að konum sé kerfisbundið skipað neðar á listum. Við konur í öllum flokkum þurfum að láta í okkur heyra svo eftir verði tekið innan allra stjórnmálaflokkanna.</span></p> <p><span>Ég orðaði það þannig í ræðu í þinginu um daginn að stjórnmálaflokkarnir þurfi að þessu leyti að svara kalli tímans. Og þá er ég aftur komin að yfirskrift þessa fundar: Hvernig mun konum í pólitík vegna í breyttu samfélagi? Hvert er kall þessara tíma sem nú eru í íslensku samfélagi til okkar og til stjórnmálanna almennt?</span></p> <p><span>Það er full ástæða til þess að hafa af því áhyggjur að versnandi staða heimilanna muni letja konur til að gefa kost á sér í næstu kosningum. Hvort meira álag á fjölskyldunum, sem konur axla fremur en karlar, muni halda aftur af þeim í ríkari mæli en körlum. Prófkjörsbaráttan hefur að öllu jöfnu verið frambjóðendum dýr og margir hafa hingað til leitað styrkja frá fyrirtækjum og einstaklingum ef þeir hafa ekki sjálfir milljónirnar til að draga upp úr vasanum. Við vitum að konur hafa síður haft aðgang að slíkum fjármunum og líklega síður aðgang að styrkjafé. Því hafa margir talið prófkjörin beinlínis vinna gegn konum og er skemmst að nefna nafn Auðar Styrkársdóttur í því samhengi. Þess vegna eru það góð tíðindi sem núna berast úr herbúðum margra stjórnmálaflokka að reglur hafi verið settar í þeim tilgangi að draga úr útgjöldum frambjóðenda. En það er líklegra að þessu ráði fremur sá stutti tími sem er til undirbúnings framboða og andúð almennings á fjáraustri við þær aðstæður sem nú ríkja, fremur en viljinn til að koma til móts við konur sérstaklega.</span></p> <p><span>En það hefur aldrei verið jafn brýnt og nú að hlutur kynjanna verði jafnaður í hvers kyns valda- og áhrifastöðum og ekki síst á þingi. Okkar bíður ekki aðeins það verkefni að takast á við afleiðingar efnahagsástandsins heldur líka að breyta innviðum samfélagsins, breyta því hvernig með völdin er farið í þessu samfélagi, jafnt í viðskiptalífinu, efnahagslífinu og í stjórnmálunum.</span></p> <p><span>Við viljum hefja ný gildi til vegs og virðingar í samfélaginu. Gildi ábyrgðar, jöfnuðar, lýðræðis og faglegra stjórnarhátta. Með fullri virðingu fyrir samherjum mínum í stjórnmálum þá veit ég að þetta verður ekki gert öðruvísi en að konur taki og fái þann sess sem þeim ber. Þetta er kall tímans.</span></p> <br /> <br />

2009-02-20 00:00:0020. febrúar 2009Öflugt velferðarkerfi er undirstaða samfélagsins

<p>Félags- og tryggingamálaráðuneytið hefur á verksviði sínu flest þeirra verkefna sem brýnust eru framundan um velferð einstaklinga og fjölskyldna í landinu.</p> <p>Við búum að því að Jóhanna Sigurðardóttir, forveri minn í starfi, hrinti í framkvæmd margvíslegum félagslegum úrbótum meðan enn áraði vel í landinu. Breytingar voru gerðar á sviði almanntrygginga, sem hafa komið lífeyrisþegum til góða, einkum þeim tekjulægstu, ásamt ýmsum öðrum aðgerðum til hagsbóta fyrir fatlaða, aldraða, heimilin og fjölskyldurnar í landinu. Unnið hefur verið að endurskoðun almannatryggingakerfisins og ég mun halda þeirri vinnu áfram. Eitt stærsta verkefnið framundan er þó án efa að styðja við heimilin í landinu og lágmarka fjárhagslegan og félagslegan skaða fólks af völdum efnahagsástandsins.<br /> Í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar hef ég nú sett á fót velferðarvakt til að fylgjast með fjárhagslegum og félagslegum afleiðingum bankahrunsins. Þetta er mikilvægt forvarnarstarf enda er vaktinni ætlað að kortleggja erfiðleikana sem líklegir eru til að mæta fólki og gera tillögur um viðbrögð stjórnvalda og samhæfingu aðgerða þeirra.</p> <h3>Heimili fólks varin með öllum ráðum</h3> <p>Mikilvægt er að verja heimili fólks, sporna gegn vaxandi atvinnuleysi og bæta aðstæður þeirra sem misst hafa vinnuna. Margt hefur verið gert í þessu skyni.</p> <p>Strax við upphaf bankahrunsins voru heimildir Íbúðalánasjóðs til að koma til móts við fólk í greiðsluerfiðleikum rýmkaðar, ýmsu í verklagi hans var breytt og innheimtuaðgerðir mildaðar. Tekin var upp greiðslujöfnun verðtryggðra fasteignalána sem gerir fólki kleift að létta tímabundið greiðslubyrði af lánum. Þá var lánstími lána sem veitt eru vegna greiðsluerfiðleika lengdur úr 15 árum í 30 og hámarkslánstími lengdur úr 55 árum í 70.</p> <p>Fyrirbyggja þarf að fólk missi húsnæði sitt vegna greiðsluerfiðleika. Ef til þess kemur þarf að tryggja öryggi heimila og fjölskyldna. Í þessum tilgangi var Íbúðalánasjóði veitt heimild til að leigja eða fela öðrum að annast leigumiðlum íbúðarhúsnæðis sem sjóðurinn leysir til sín á nauðungarsölu. Þetta gerir fólki kleift að búa áfram á heimilum sínum gegn leigu.<br /> Þá hefur starfsemi Ráðgjafastofa heimilanna verið efld, starfsfólki fjölgað og opnunartími lengdur.</p> <h3>Barist gegn atvinnuleysi</h3> <p>Vinnumálastofnun hefur verið efld til að mæta vaxandi álagi og bæta þjónustu. Með lagabreytingu var heimilað að greiða fólki sem er í hlutastarfi tekjutengdar atvinnuleysisbætur í lengri tíma en áður og skerðing atvinnuleysisbóta vegna launagreiðslna fyrir hlutastarf var felld niður. Þetta hefur hvatt atvinnurekendur til að semja við starfsfólk um lægra starfshlutfall í stað þess að grípa til uppsagna. Einnig var fólki sem starfar sjálfstætt veittur rýmri réttur til atvinnuleysisbóta en áður.</p> <p>Nýlega voru settar reglugerðir sem kveða á um nýja lánaflokka Íbúðalánasjóðs, rýmri útlánareglur og heimildir til veðlánaflutninga. Veittar voru heimildir til að veita lán til félaga, félagasamtaka og sveitarfélaga vegna endurbóta og viðhalds á leiguíbúðum. Þetta skapar aukið svigrúm til framkvæmda og mun ýta undir aukna atvinnu í byggingariðnaði.</p> <h3>Fólk án atvinnu haldi virkni sinni</h3> <p>Velferð einstaklinga og fjölskyldna byggist á mörgum þáttum. Fjárhagsleg staða er undirstöðuatriði en félagslegar aðstæður vega einnig þungt. Að missa atvinnu sína er ekki síður félagslegt áfall en fjárhagslegt. Því er það stór áskorun að bregðast við vaxandi atvinnuleysi með úrræðum sem gera fólki kleift að halda virkni sinni og takast á við uppbyggjandi verkefni sem styrkja það til atvinnuþátttöku á ný þegar úr rætist. Hlutverk Vinnumálastofnunar á þessu sviði hefur verið aukið. Stendur hún fyrir fjölbreyttum verkefnum á borð við ýmis konar nám og námskeið, atvinnutengda endurhæfingu, starfsþjálfun, ráðningar til reynslu, frumkvöðlastörf auk sérstakra átaksverkefna sem fólk án atvinnu getur stundað og fengið atvinnuleysisbætur greiddar samhliða. Nánari upplýsingar um þessi verkefni má finna á heimasíðu stofnunarinnar.</p> <h3>Mikilvæg verkefni framundan</h3> <p>Eitt af hlutverkum félags- og tryggingamálaráðuneytisins heyrir að vinna að því að úrræði vegna greiðsluerfiðleika sem Íbúðalánasjóður getur boðið viðskiptavinum sínum standi einnig til boða þeim sem sem eru með fasteignaveðlán hjá ríkisbönkunum. Verið er að útfæra leiðir að þessu marki í við viðskiptaráðuneytið.</p> <p>Starfshópur sem forveri minn skipaði um síðustu áramót til að gera tillögur um aðgerðir gegn atvinnuleysi skilaði fyrstu tillögum um síðustu mánaðamót og er vinna við að hrinda þeim í framkvæmd þegar hafin. Má sem dæmi nefna rýmri heimildir Íbúðalánasjóðs til útlána vegna viðhaldsverkefna, áform um að endurgreiða að fullu virðisaukaskatt vegna vinnu manna á byggingarstað við viðhald og endurskoðun á lánareglum LÍN og samspil þeirra við reglur atvinnuleysistryggingasjóðs með það að markmiði að auðvelda atvinnulausum að stunda nám.</p> <h3>Samráð og samvinna</h3> <p>Öflugt og gott velferðarkerfi er mikilvæg undirstaða hvers samfélags og mikilvægi þess hefur sjaldan verið meira en nú. Ég hyggst því standa vörð um velferðarkerfið og styrkja þá þætti sem best styðja þá sem minnst bera úr býtum. Verkefnin framundan krefjast samráðs og samvinnu stjórnvalda, stjórnmálamanna, atvinnulífsins, samtaka launafólks, fyrirtækja, stofnana, félagasamtaka og einstaklinga. Ég legg áherslu á þetta í starfi mínu sem ráðherra og óska eftir góðri samvinnu við alla þá sem geta og vilja leggja gott af mörkum.<br /> </p> <a id="more" name="more"></a> <p><strong>Greinin birtist í Fréttablaðinu 19. febrúar 2009</strong></p> <br /> <br />

2009-02-14 00:00:0014. febrúar 2009Höfum vökul augu með velferðinni

<h2>Höfum vökul augu með velferðinni</h2> <p>Aðstæður í samfélaginu hafa breyst ótrúlega hratt á síðustu mánuðum. Fyrirtæki sem voru ágætlega stödd berjast í bökkum, atvinnuleysi sem var nánast óþekkt er nú mikið og vaxandi og æ fleiri einstaklingar og fjölskyldur eiga við greiðsluerfiðleika að stríða. Ég held að fáa hafi órað fyrir að áhrifa bankahrunsins myndi gæta jafn hratt og raun ber vitni, þótt strax væri vitað að afleiðingarnar yrðu þungbærar. Nú erum við reynslunni ríkari. Við þessar aðstæður er mikilvægara en nokkru sinni að virkja velferðarkerfið eins vel og mögulegt er. Við þurfum að horfa fram á veginn, reyna að sjá fyrir aðstæður sem upp kunna að koma og takast á við verkefni áður en þau vaxa okkur yfir höfuð.</p> <h3>Víðtæk samvinna um velferðarvakt</h3> <p>Stjórnvöld þurfa í senn að sinna björgunaraðgerðum, uppbyggingu og forvarnastarfi. Ég ætla að gera forvarnastarfið að umtalsefni hér og segja frá velferðarvaktinni sem ég er nú að setja á fót í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar. Hlutverk velferðarvaktarinnar er að fylgjast með félagslegum og fjárhagslegum afleiðingum bankahrunsins á einstaklinga og fjölskyldur, reyna að sjá fyrir þá erfiðleika sem líklegir eru til að mæta okkur, greina hvaða hópum fólks í samfélaginu er mest hætta búin og gera tillögur um viðbrögð og fyrirbyggjandi aðgerðir. Velferðarvaktin er í raun stýrihópur um samfélagsvöktun sem skipaður er með það í huga að ná sem víðtækastri sýn yfir samfélagið. Í hópnum munu sitja fulltrúar úr fjármálaráðuneyti, dómsmálaráðuneyti, heilbrigðisráðuneyti, menntamálaráðuneyti, viðskiptaráðuneyti og fulltrúi félags- og tryggingamálaráðuneytisins sem leiðir starfið. Einnig fulltrúar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Reykjavíkurborg, Alþýðusambandi Íslands, Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja, Bandalagi háskólamanna, Kennarasambandi Íslands, Samtökum atvinnulífsins, Biskupsstofu og Rauða krossi Íslands.</p> <h3>Varnir gegn félagslegum afleiðingum kreppunnar</h3> <p>Fjárhagslegar afleiðingar bankahrunsins ógna aðstæðum þeirra sem verst verða úti og geta haft mikil áhrif á daglegt líf foreldra og barna. Það er mikilvægt að fylgjast með þessu og skoða hvaða aðgerðir nýtast best heimilum í fjárhagsvanda. Þetta er meðal verkefna velferðarvaktarinnar en ekki síður að fylgjast með og vinna gegn félagslegum vandamálum sem geta verið mjög dulin en haft afdrifaríkar afleiðingar ef ekkert er að gert. Sem dæmi um þetta má nefna andlega vanlíðan, félagslega einangrun, misnotkun vímugjafa og ýmis heilsufarsvandamál. Þá hafa erlendar rannsóknir á afleiðingum efnahagsþrenginga sýnt hættu á auknu heimilisofbeldi og vanrækslu á börnum. Hlutverk velferðarvaktarinnar er meðal annars að gæta að framangreindum þáttum, gera tillögur um aðgerðir og samhæfa framkvæmd þeirra. Þá er henni ætlað að greina hvaða hópum í samfélaginu er sérstök hætta búin en þar á meðal eru börn og unglingar, fólk án atvinnu, fátækir, aldraðir, fatlaðir og einstæðingar. Þá þarf sérstaklega að huga að ungum fjölskyldum með börn og fjölskyldum af erlendum uppruna. Í starfi velferðarvaktarinnar verður lögð áhersla á samráð við opinberar stofnanir, félagasamtök og aðra sem hafa fjölbreytta þekkingu og innsýn í aðstæður einstaklinga og fjölskyldna. Velferðarvaktin mun gera mér reglulega grein fyrir störfum sínum og leggja fram áfangaskýrslu um miðjan mars með mati á stöðu mála.</p> <a id="more" name="more"></a> <p><em>Grein ráðherra birtist í Morgunblaðinu 14. febrúar 2009</em></p> <br /> <br />

Um ráðuneytið

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira