Hoppa yfir valmynd

Ræður og greinar Eyglóar Harðardóttur

Áskriftir
Dags.Dags.TitillLeyfa leit
2016-10-24 00:00:0024. október 2016Burt með launamuninn - Jafnrétti og jafnlaunamál á íslenskum vinnumarkaði

<p ><strong> Morgunverðarfundur, 24. október 2016 kl. 08.00 – 10:30 á Hilton Nordica Hótel Reykjavík<br /> Ávarp Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra<br /> </strong> </p> <p>Góðir gestir, </p> <p>Verið öll velkomin á morgunverðarfund aðgerðahóps stjórnvalda og samtaka aðila vinnumarkaðarins um launajafnrétti. Hér verða kynntar tillögur aðgerðahópsins um framtíðarstefnu í jafnlaunamálum og fjallað um tilraunaverkefni um innleiðingu jafnlaunastaðalsins sem fer senn að ljúka. </p> <p>Aðgerðahópurinn hefur meðal annars haft það hlutverk að hafa umsjón með tilraunaverkefni um innleiðingu jafnlaunastaðalsins og að tryggja uppsprettu nýrra hugmynda og miðlun nýrrar þekkingar með gerð nýrra rannsókna á sviði jafnlaunamála.&nbsp; Í fyrra kynnti hópurinn niðurstöðu rannsóknaverkefna um kynbundinn launamun og stöðu kvenna og karla á vinnumarkaði. Tillögur hópsins um framtíðarstefnu í jafnlaunamálum sem kynntar verða hér í dag byggjast annars vegar á þessari nýju þekkingu og hins vegar á tilraunverkefninu um innleiðingu staðalsins. Stefnan leggur áherslu á samstilltar aðgerðir stjórnvalda og samtaka aðila vinnumarkaðarins til að draga úr kynbundnu náms- og starfsvali, á virka fjölskyldustefnu fyrirtækja og stofnana og að unnið verði að því að brúa bil milli fæðingarorlofs og leikskólavistar barna auk áherslu á reglubundnar rannsóknir á launamun karla og kvenna sem nái til vinnumarkaðarins í heild. </p> <p>Í síðusta mánuði samþykkti Alþingi tillögu mína um framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum fyrir árin 2016–2019. Framkvæmdaáætlunin skiptist í sjö kafla og er þar kynnt 21 verkefni sem áætlað er að framkvæma á gildistíma hennar. Áfram verður unnið að framkvæmd og eftirfylgni þeirra verkefna sem tilgreind eru í aðgerðaáætlun um launajafnrétti kynjanna. Mikilvægt er að tryggja innleiðingu jafnlaunastaðalsins og að fram fari markvisst kynningarstarf á vottun jafnlaunakerfa samkvæmt reglugerð um vottun jafnlaunakerfa fyrirtækja og stofnana á grundvelli staðalsins. </p> <p>Tilraunaverkefni um innleiðingu jafnlaunastaðalsins verður kynnt hér á eftir. Staðallinn tryggir fagleg vinnubrögð sem fyrirbyggja hvers konar mismunun og hann nýtist atvinnurekendum til að bjóða starfsfólki réttláta og gagnsæja launastefnu.&nbsp; Meðal afurða tilraunaverkefnisins er <a href="/default.aspx?PageID=69ec0019-9ab5-11e6-940f-005056bc530c">upplýsingasíða um staðalinn</a> sem frá og með deginum í dag er aðgengileg öllum sem vilja koma á og viðhalda launajafnrétti á sínum vinnustað.&nbsp; </p> <p>Á síðunni má fræðast um forsögu verkefnisins og fá svör við algengum spurningum um ferli innleiðingar, nálgast skjöl sem þróuð hafa verið til að auðvelda atvinnurekendum verkefnið og upplýsingar um námskeið um starfaflokkun, launagreiningar, gæðastjórnun og skjölun upplýsinga.&nbsp; </p> <p>Á síðunni má einnig skoða jafnlaunamerkið sem veitt verður þeim vinnustöðum sem hljóta faggilda vottun á jafnlaunastaðlinum af viðurkenndri vottunarstofu. Haustið 2014 efndi aðgerðahópurinn í samstarfi við Hönnunarmiðstöð Íslands til hönnunarsamkeppni um jafnlaunamerki og bar tillaga Sæþórs Arnar Ásmundssonar sigur úr býtum. </p> <p>Í umsögn dómnefndar sagði: „Í merkinu má sjá mynd sem sýnir skífurit, stimpil, rúnir og brosandi andlit tveggja ólíkra einstaklinga. Í lögun minnir merkið á mynt eða pening og gefur þannig til kynna&nbsp;að einstaklingarnir sem þar sjást séu metnir jafnir að verðleikum. Merkið býður upp á alþjóðlega notkun, er einstakt og lýsandi fyrir verkefnið.“ </p> <p>Aðgerðahópurinn fól Sæþóri einnig það verkefni að útfæra jafnlaunamerkið sem grip sem fyrirtæki og stofnanir sem hlotið hafa jafnlaunavottun fá afhent til varðveislu. </p> <p>Gripurinn vísar ekki eingöngu til tveggja einstaklinga sem metnir eru jafnir að verðleikum heldur einnig til gagnsæi launastefnu viðkomandi stofnunar eða fyrirtækis. </p> <p>Jafnlaunastaðallinn er stjórnunartæki sem er einstakt á heimsvísu og hefur hann vakið verðskuldaða athygli út fyrir landssteinana.&nbsp; Hjá Staðlaráði Íslands er nú unnið að þýðingu staðalsins á ensku og því ætti innan skamms að vera hægt&nbsp; að kynna hann fyrir evrópskum og alþjóðlegum staðlasamtökum.&nbsp; &nbsp;</p> <p>Sigurður Ingi Jóhansson, forsætisráðherra er einn tíu þjóðarleiðtoga sem leiða nýtt verkefni HeForShe, svokallað IMPACT CHAMPION VERKEFNI. Leiðtogarnir tíu munu takast á hendur mikilvægar skuldbindingar til að ná jafnrétti bæði innanlands, sem og á heimsvísu. Skuldbindingarnar eru unnar í samstarfi við UN Women, jafnréttisstofnun Sameinuðu þjóðanna, sem hleypti HeForShe verkefninu af stokkunum í september 2014 með ávarpi Emmu Watson góðgerðarsendiherra UN Women.&nbsp;Markmið HeforShe er að ná til milljarðs karla um heim allan til stuðnings jafnrétti.</p> <p>IMPACT 10x10x10 verkefnið var fyrst kynnt í janúar á World Economic Forum í Davos. Það leiðir saman leiðtoga tíu þjóða, tíu fyrirtækja og tíu menntastofnana um allan heim. Allir þrjátíu leiðtogarnir hafa skuldbundið sig til að takast á við mismunandi þætti kynjamisréttis en skuldbindingar Íslands snúa meðal annars að því að útrýma launamun á Íslandi fyrir 2022, jafna hlut kynjanna í fjölmiðlum fyrir 2020 og fá fleiri karla til liðs við jafnréttisbaráttuna bæði á Íslandi og á alþjóðavettvangi. Hópurinn mun svo vinna saman til að nýta reynsluna af framkvæmd verkefnanna til að hvetja aðra leiðtoga til að taka upp sömu málefni í sínum ríkjum, fyrirtækjum og háskólum. </p> <p>Verkefnið um jafnlaunastaðalinn hefur verið kynnt framkvæmdastjórn UN Women hjá Sameinuðu þjóðunum í New York og hefur Emma Watson fallist á að koma hingað til lands og afhenda fyrstu fyrirtækjunum og stofnunum sem hljóta faggilta vottun á jafnlaunakerfum sínum - &nbsp;jafnlaunamerkið. </p> <p>Góðir gestir, </p> <p>Við sem hér erum vitum að margir samverkandi þættir hafa áhrif á kynjajafnrétti. Sterk kvennahreyfing og mikil samstaða íslenskra kvenna um nauðsynlegar þjóðfélagslegar umbætur og breytingar á karllægri samfélagsgerð hafa skipt sköpum um framþróun jafnréttismála hér á landi – 41 ár er í dag liðið frá baráttufundi íslensku kvennahreyfingarinnar á Lækjartorgi árið 1975 og frá setningu fyrstu jafnréttislaganna og 55 ár eru liðin frá því að fyrstu lögin um launajöfnuð kvenna og karla voru samþykkt á Alþingi. Þó margt hafi áunnist er enn tilefni til að bæta stöðu kvenna á vinnumarkaði, vinna að launajafnrétti og auknum aðgengi kvenna að efnhagslegum og samfélagslegum valda- og áhrifastöðum. </p> <p>Sú stund að við getum staðið upp frá góðu verki er svo sannarlega ekki enn runnin upp.&nbsp; </p> <p>Við vitum að rótgróin viðhorf breytast seint og að enn eigum við mikið verk að vinna á sviði jafnréttismála. Við skulum áfram vinna að því öll sem eitt að kynferði hefti ekki frelsi og möguleika þeirra kynslóða sem nú vaxa úr grasi. </p> <p>Takk fyrir. </p>

2016-09-19 00:00:0019. september 2016Stundin er runnin upp - 40 ár frá setningu jafnréttislaga

<p><strong>Ávarp Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra</strong></p> <p>Kæru vinir.</p> <p>Við erum hér saman komin í tilefni þeirra tímamóta að í ár eru fjörutíu ár liðin frá því fyrstu jafnréttislögin voru sett og Jafnréttisráð skipað til að annast framkvæmd þeirra. Jafnframt er dagurinn í dag 16. afmælisdagur Jafnréttisstofu – til hamingju með daginn! </p> <p>Árið 1850 var fyrsta lagalega skrefið stigið með jöfnum erfðarétti dætra á við syni og síðan hafa verið tekin fjölmörg skref til þess að tryggja jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna. Í dag dylst engum að íslenskar konur búa við mikið lagalegt jafnrétti, bæði þegar litið er til sögulegra áfanga í jafnréttisbaráttunni og með hliðsjón af alþjóðlegum mælikvörðum. </p> <p>En hvað hefur breyst á þessum fjörutíu árum? Hverfum aðeins til baka til sjöunda áratugarins en þá nam hin svokallaða <strong><em>Nýja kvennahreyfing</em></strong> land á Íslandi.</p> <p>Gömlu kvennabáráttunni var löngu lokið og margir álitu að henni hefði lokið með sigri; með lögbundnum formlegum réttindum kvenna. Staðreyndin var hins vegar sú að konur voru lítt sýnilegar á opinberum vettvangi. Í öðrum löndum höfðu konur risið upp og yfirgefið félaga sína úr uppreisnarhreyfingum 68' kynslóðarinnar. Þær höfðu fengið sig fullsaddar af hugmyndum karla sinna og skoðanabræðra um nýtt og réttlátara samfélag því að í þeim var lítill gaumur gefinn að sérstöðu kvenna. Árið 1968 tóku Úurnar, ungmennahópur Kvenréttindafélags Íslands til starfa og haustið 1970 var íslenska Rauðsokkahreyfingin formlega stofnuð.</p> <p>Vilborg Sigurðardóttir, sagnfræðingur lýsir ástandinu með eftirfarandi hætti í grein sinni um Rauðsokkahreyfinguna:</p> <p>“Því er ekki að leyna að einkum voru það konur með róttækar skoðanir á þjóðfélagsmálum sem fundu fyrir vaxandi óþreyju vegna þess hve konur voru sniðgengnar, settar hjá alls staðar og ævinlega haldið frá opinberu lífi. Samfélagið gerði þær kröfur til kvenna að þær ræktuðu hina kvenlegu þætti, stefndu helst markvisst að giftingu á unga aldri með tilheyrandi áherslu á útlit sitt en því fylgdi málingarverk mikið, túberingar á hári, mjótt mitt og stór brjóst, skrautlegur og jafnvel hreyfihamlandi fatnaður eftir nýjustu tísku og annað eftir því. Eftir giftinguna – ef vel tókst til – átti að halda glæsilegt heimili og helga sig því, láta vandamál heimilisins ekki fara út fyrir veggi þess, hvort sem um var að ræða ósamkomulag, óhamingju, ofdrykkju eða ofbeldi. Launavinna konu utan heimilis var talin manni hennar til hneisu, vísbending þess að hann væri sá aumingi að geta ekki séð fyrir heimilinu - eða haft taumhald á konu sinni.“</p> <p>Rauðsokkurnar færðu óyggjandi rök fyrir því að ástandið væri óþolandi og bentu á að til væri annað og betra lífsmynstur fyrir konur. Þær beittu ögrandi aðferðum, fengu konur til að rísa upp og andæfa óréttlætinu. Barátta kvenna þennan áratug lagði grunninn að opinberri jafnréttispólitík og skilaði okkur sannarlega betra samfélagi. Kvennafrídagurinn árið 1975 er mörgum enn í fersku minni en þá, árið áður en fyrstu jafnréttislögin urðu að veruleika voru einnig endurskoðuð lög um fóstureyðingar samþykkt á Alþingi eftir miklar og harðvítugar deilur í samfélaginu. Undir lok áttunda áratugarins breyttust áherslurnar innan kvennahreyfingarinnar – vitundarvakning hafði orðið en þó urðu konur enn fyrir hindrunum og fundu fyrir mikilli andstöðu við þátttöku á opinberum vettvangi. Þær létu þá verkin tala og fjölgaði svo um munaði sem fulltrúum í pólitískum áhrifastöðum sem breytti ásýnd íslenskra stjórnmála – konur áttu svo sannarlega <strong><em>„atkvæði í hrönnum“</em></strong> og þær <strong><em>„þorðu, gátu og vildu“</em></strong> láta til sín taka fyrir betra og réttlátara samfélag. </p> <p>Á þeim fjörutíu árum sem liðin eru frá samþykki fyrstu jafnréttislögjafarinnar hefur ýmislegt áunnist en þó eigum við enn svo óralangt í land hvað varðar jafna möguleika karla og kvenna. Nærtækt dæmi eru möguleikar kvenna til valda og áhrifa á sviði stjórnmálanna og í atvinnulífinu. Annað dæmi er birtingarmynd kynjanna í fjölmiðlum en samkvæmt greiningu Fjölmiðlavaktarinnar voru konur 20–30% viðmælenda í fréttum og fréttatengdum þáttum árið 2015. Enn alvarlegra dæmi er kynbundið ofbeldi sem enn þann dag í dag er útbreitt mannréttindabrot og hefur skelfilegar afleiðingar fyrir einstaklinga og samfélagið allt – ný birtingarmynd þess er hatursorðræða á netinu sem beinist gegn einstaklingum af báðum kynjum en einkum gegn konum á grundvelli kynferðis þeirra. Kynbundin hatursorðræða hefur alvarlegar afleiðingar – hún getur leitt til hatursglæpa og hún hefur skaðleg áhrif á möguleika kvenna og karla til jafnra áhrifa og þátttöku á öllum sviðum samfélagsins.</p> <p>Íslensk jafnréttislöggjöf hefur allt frá því að fyrstu lögin voru samþykkt endurspeglað ríka áherslu á jafnrétti á vinnumarkaði. Með þeirri áherslu var litið svo á að atvinnuþátttaka og efnahagslegt sjálfstæði kvenna væri forsenda framþróunar jafnréttis á öðrum sviðum samfélagsins.</p> <p>Í því ljósi er athyglisvert hversu erfitt okkur hefur reynst að brjóta upp kynjaskiptingu starfa, tryggja launajafnrétti og jafna völd og áhrif kvenna og karla á íslenskum vinnumarkaði. Afleiðingar kynjaskiptingar starfa eru meðal annars þær að hlutfallslega fáar konur eru í stjórnunarstöðum, þær eru mun líklegri til að vinna hlutastörf og eru í miklum meirihuta starfsmanna á sviði umönnunar- og hjúkrunar þar sem takmarkaðir starfsþróunarmöguleikar eru fyrir hendi. Á hinn bóginn einkennast karlastörf fremur af sérhæfðum störfum með ríkari starfsþróunarmöguleikum. Samskonar mynd má draga upp þegar staða jafnréttismála er greind annars staðar á Norðurlöndunum. Í nýrri bók norsku fræðimannanna Lizu Reizel og Mari Teigen er sagt að mikil atvinnuþátttaka og hátt menntunarstig kvenna annars vegar og kynjaskipting starfa og mismunandi efnahagsleg völd kvenna og karla hins vegar feli í sér ákveðna þversögn. </p> <p>Þegar velferðarkerfið fór að festa sig í sessi á fimmta áratug síðustu aldar óx umsvifamikill þjónustugeiri sem í dag er mikilvægur hluti hagkerfisins, hið svokallaða umönnunarhagkerfi þar sem konur eru þrír fjórðu hluta starfsmanna. Þær telja að stjórnvöld hafi lagt of mikla áherslu á að auðvelda konum samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs á meðan of lítið hafi verið gert til að auka starfsþróunarmöguleika kvenna og jafna völd og áhrif kynjanna í atvinnulífi. Stjórnvaldsaðgerðir eins og fæðingarorlof, dagvistunarúrræði fyrir börn og ríkt framboð hlutastarfa á opinberum vinnumarkaði hafi vissulega tryggt háa atvinnuþátttöku kvenna en hafi í raun fest í sessi hefðbundnar hugmyndir um umönnunarhlutverk kvenna – með því að einblína um of á konur hafi norræn velferðarkerfi í raun heft möguleika þeirra til valda og áhrifa og viðhaldið kynjaskiptingu starfa á vinnumarkaði. </p> <p>Í síðustu viku samþykkti Alþingi tillögu mína um framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum fyrir árin 2016–2020. Framkvæmdaáætlunin skiptist í sjö kafla og er þar kynnt 21 verkefni sem áætlað er að framkvæma á gildistíma hennar og óraunhæft að telja þau öll upp hér.</p> <p>Á gildistíma áætlunarinnar verður áfram unnið að framkvæmd og eftirfylgni þeirra verkefna sem tilgreind eru í aðgerðaáætlun um launajafnrétti kynjanna. Mikilvægt er að tryggja innleiðingu jafnlaunastaðalsins og að fram fari markvisst kynningarstarf á vottun jafnlaunakerfa samkvæmt reglugerð um vottun jafnlaunakerfa fyrirtækja og stofnana á grundvelli staðalsins. Þann 24. október næstkomandi hyggst aðgerðahópur um launajafnrétti skila mér tillögum um framtíðarstefnu stjórnvalda og samstaka aðila vinnumarkaðarins um jafnrétti á vinnumarkaði og jafnlaunamálum. Í þeirri stefnu verður meðal annars lögð áhersla á samstilltar aðgerðir til að draga úr kynbundnu náms- og starfsvali, á virka fjölskyldustefnu fyrirtækja og stofnana og að unnið verði að því að brúa bil milli fæðingarorlofs og leikskólavistar barna auk áherslu á reglubundnar rannsóknir á launamun karla og kvenna sem nái til vinnumarkaðarins í heild.</p> <p>Framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum gerir einnig ráð fyrir sérstöku átaki um samþættingu jafnréttissjónarmiða við alla ákvörðunartöku og stefnumótun í stjórnkerfinu og að skipaður verði starfshópur sérfræðinga sem stýri úttekt á þróun, framkvæmd og eftirfylgni íslenskrar lög­gjafar og stjórnsýslu jafnréttismála. Mikilvægt þykir að kanna hvort markmið núgildandi laga og stjórnsýsla jafnréttismála sé í samræmi við alþjóðalega þróun og breytingar í ís­lensku samfélagi eða hvort tímabært þyki að leggja til breytingar á gildandi löggjöf. Í áætluninni er í fyrsta skipti sérstakur kafli um karla og jafnrétti. Markmið stefnumótunar og verkefna er að auka hlut drengja og karla í öllu jafnréttisstarfi og kanna hvernig stefnumótun á sviði jafnréttismála geti betur tekið mið af samfélagslegri stöðu karla og hef ég lagt til að skipaður verði sérstakur aðgerðahópur um þau verkefni. </p> <p><br /> Góðir gestir,</p> <p>Í dag fögnum við tímamótum. Við vitum að rótgróin viðhorf breytast seint og að enn eigum við mikið verk að vinna á sviði jafnréttismála. Við skulum þó áfram vinna að því öll sem eitt að kynferði hefti ekki frelsi þeirra kynslóða sem nú vaxa úr grasi. Þær geta þá vonandi þakkað okkur fyrir að hreinsa til þegar þau horfa til baka eftir 10, 20 eða 30 ár og vonandi sagt:</p> <p><strong>„Þetta er einmitt sú veröld sem ég vil.“</strong></p> <p> </p>

2016-09-19 00:00:0019. september 2016,,SPEGILL, SPEGILL HERM ÞÚ MÉR" - Stefnumót fjölmiðla og Félags kvenna í atvinnulífinu

<p><strong>Ávarp Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra á morgunverðarfundi Félags kvenna í atvinnulífinu, 20. september 2016.</strong></p> <p>Ágætu gestir,</p> <p>Mér er það mikill heiður að fá tækifæri til að ávarpa málþing Félags kvenna í atvinnulífinu um aukna ásýnd kvenna í fjölmiðlum.</p> <p>Fyrir nokkrum dögum var þess minnst á málþingi norður á Akureyri að á þessu ári eru 40 ár liðin frá setningu fyrstu jafnréttislaganna. Á þessum fjörutíu árum hefur sannarlega mikið áunnist á sviði jafnréttismála enda langt síðan hægt var að fullyrða að hér búa konur og karlar við formlegt jafnrétti. Við eigum þó enn svo óralangt í land hvað varðar jafna möguleika karla og kvenna. Nærtækt dæmi eru möguleikar kvenna til valda og áhrifa á sviði stjórnmálanna og í atvinnulífinu. Annað dæmi er birtingarmynd kynjanna í fjölmiðlum en samkvæmt greiningu Fjölmiðlavaktarinnar sem unnin var fyrir velferðarráðuneytið fyrir síðasta jafnréttisþing voru konur 20–30% viðmælenda í fréttum og 27–39% í fréttatengdum þáttum frá september 2014 til september 2015 en samkvæmt þessum tölum hafði sýnileiki kvenna í fjölmiðlum lítið sem ekkert breyst frá árinu 2001.</p> <p>Á síðasta fögnuðum við því að 100 ára voru liðin frá því að íslenskar konur, 40 ára og eldri, fengu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Það var virkilega gefandi og skemmtilegt að skynja þann ótrúlega kraft sem einkenndi alla umræðu um jafnréttismál. Meðal annars var rætt um borgaraleg réttindi kvenna og tengsl þeirra við lýðræðisþróun. Lýðræði snýst auðvitað ekki eingöngu um kosningarétt og þau sjálfsögðu mannréttindi að geta haft áhrif á samfélagsþróun – lýðræði snýst einnig um að við eigum öll að eiga jafna möguleika á þátttöku.</p> <p>Fjölmiðlar gegna hér lykilhlutverki og þeir eiga að endurspegla fjölbreytileika samfélagsins. Rannsóknir sem kynntar voru á síðasta ári og hér í dag sýna að konur og karlar birtast ekki í jöfnum hlutföllum í fjölmiðlum og sú mynd sem dregin er upp af konum endurspelgar hvorki fjölda þeirra á vettvangi stjórnmála, í forystu atvinnulífsins né hið háa menntunarstig íslenskra kvenna. Kynjaskekkju gætir einnig meðal fréttamanna og fjölmiðlafólks og konur eru í minnihluta þeirra sem taka stefnumótandi ákvarðanir í fjölmiðlum þar sem þær eru enn í minnihluta stjórnenda og eigenda miðlanna. </p> <p>Með öðrum orðum fjölmiðlar endurspegla ekki raunveruleikann. Kynjuð og stöðluð framsetning um konur og karla og hlutverk þeirra vinnur gegn markmiði okkar um aukið jafnrétti – það gera líka auglýsingar sem birta snyrtar og afbakaðar ljósmyndir af konum og körlum og bjóða stúlkum og drengjum upp á takmarkað úrval fyrirmynda. Framsetning fjölmiðla hefur meðal annars áhrif á vaxandi klámvæðingu í öllum miðlum og við verðum að halda vöku okkar gagnvart því hvernig stöðluðum hlutverkum kynjanna er miðlað í samfélaginu.</p> <p>Þau sem starfa á sviði jafnréttismála þekkja að jafnréttisbarátta og femínismi mæta andstöðu. Umræða um kerfisbundið og rótgróið misrétti milli kvenna og karla, stúlkna og drengja og hvernig okkar miðar við að uppræta misréttið byggist oft á fordómum og misskilningi. Opinber umræða, sem heldur á lofti og áréttar stöðugt staðlaðar kynjamyndir, umræða sem býður ekki upp á þátttöku allra vinnur gegn jafnréttismálum. </p> <p>Á ráðstefnu um borgaraleg réttindi kvenna í október í fyrra sagði Gro Harlem Brundtland, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, að ein helsta ógnin við aukið jafnrétti kynjanna væri ríkjandi sjónarmið ungs fólks um að fullu jafnrétti væri náð og við gætum þar af leiðandi slakað á aðgerðum. Við þurfum að vera meðvituð um það bil sem enn þarf að brúa og við þurfum að vera vakandi fyrir því hvernig við miðlum efni til unga fólksins.</p> <p>Í síðustu viku samþykkti Alþingi tillögu mína um framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum fyrir árin 2016–2020. Í kafla um kyn og lýðræði er lagt til að á gildistíma áætlunarinnar beiti mennta- og menningarmálaráðuneyti sér fyrir framkvæmd könnunar á aðgengi og birtingamyndum kvenna og karla, stúlkna og drengja í fjölmiðlum og að unnið verði að stefnumótun og vitunarvakningu fjölmiðla á þessu sviði. </p> <p>Með samhentu átaki getum við breytt stöðunni. Við eigum að hampa fjölbreytileikanum, nýta mannauð samfélagsins, efla þekkingu á kerfisbundnu misrétti og ræða opinskátt um samfélagslegan ávinning af auknu jafnrétti.</p> <p>Takk fyrir!</p> <p> </p>

2016-08-23 00:00:0023. ágúst 2016Lóðir óskast - grein eftir félags- og húsnæðismálaráðherra um húsnæðismál

<p><strong>Grein eftir Eygló Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra.<br />Birtist í Fréttablaðinu 19. ágúst 2016</strong></p> <p>Að byggja sjálfur sitt eigið hús er draumur sem hefur orðið æ fjarlægari fyrir marga eftir því sem aðgengi að lóðum hefur minnkað og kröfur til húsnæðis aukist.<br /><br />Við endurskoðun á húsnæðismarkaðnum höfum við einkum horft til nágrannaríkja okkar sem fyrirmyndir. Eitt af því sem vakti athygli mína var hin ríka hefð í Noregi fyrir að byggja sjálfur. Árangurinn er ótvíræður því ekkert Norðurlandanna er með jafn hátt hlutfall séreignar og ein- og tvíbýla á húsnæðismarkaðnum og Noregur.<br /><br />Í Hollandi lagði stjórnmálamaðurinn Adri Duivesteijn upp með þá hugmyndafræði að íbúarnir sjálfir ættu að fá valdið aftur til sín og byggja sitt heimili. Árangurinn má sjá í Almere Poort hverfinu. Lóðirnar voru seldar á mismunandi verði eftir tekjum fólks. Tekjulægra fólk gat keypt lóð fyrir 2,6 m.kr. og valið svo úr nokkrum tegundum af forsmíðuðum húsum. Jafnframt voru í boði lóðir fyrir fólk með hærri tekjur og lóðir fyrir fjölbýlishús.<br /><br />Markmiðið er að á endanum rísi í Almere Poort 3.500 hús sem fólk hefur byggt sjálft eða með aðstoð iðnaðarmanna og arkitekta. Litlar sem engar kröfur eru gerðar til húsanna umfram lágmarkskröfur um gæði húsa, þéttleikinn er ýmist mikill eða lítill og sveitarfélagið fer ekki í lokafrágang á vegum og grænum svæðum fyrr en búið er að byggja öll hús í einstökum hluta.<br /><br />Í grunninn er þetta ekki flókið, - við þekkjum til sambærilegra dæma í íslenskri byggingarsögu, t.d. í Smáíbúðahverfinu og Grafarvogi.<br />Land er einfaldlega skipulagt með fjölbreyttum valkostum, litlar lóðir og stórar, litlar íbúðir og stórar íbúðir, einbýlishús og fjölbýlishús, íbúðar- og atvinnuhúsnæði eða jafnvel blöndu af hvoru tveggja.<br /><br />Og lóðirnar eru boðnar til sölu.</p> <p><br />Engar niðurgreiðslur, engar sérstakar kvaðir um húsagerð, stærðir, bílskúra, þakhalla, mænisstefnu, gerð klæðninga eða lit á gluggapóstum.</p> <p><br />Því óska ég hér með eftir byggingafulltrúum og sveitastjórnarmönnum sem eru tilbúnir að brjótast út úr kassanum og hjálpa fólki að byggja sjálft.</p> <p> </p>

2016-07-07 00:00:0007. júlí 2016Árangur í málefnum fatlaðs fólks

<p itemprop="headline"><strong>Grein eftir Eygló Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra.<br /> Birtist í Fréttablaðinu 7. júlí 2016</strong></p> <p><hardreturn>Framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks hefur reynst mikilvægt tæki í að vinna að uppfyllingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Ályktunin var samþykkt á Alþingi þann 1. júní 2012. Í áætluninni voru tilgreind 43 verkefni á átta málasviðum sem lúta að aðgengi, atvinnu, félagslegri vernd og sjálfstæðu lífi, heilbrigði, ímynd og fræðslu, mannréttindum, menntun og þátttöku í samfélaginu. Framkvæmdaáætlunin átti að gilda 2012 til 2014, en gildistími hennar var framlengdur uns ný áætlun tæki við þar sem fjárveitingar til hennar voru minni en væntingar stóðu til á því tímabili. Úr því var bætt og fjölmörg verkefni hafa orðið að raunveruleika.<br /> <br /> Nefna má styrki til úttektar á aðgengi fatlaðs fólks að þeim stöðum sem almenningur hefur aðgang að og styrkur til að gerðar handbókar fyrir ferðaþjónustuaðila um aðgengismál; vitundarvakningu og átaksverkefni til að auka atvinnumöguleika fatlaðs fólks á almennum vinnumarkaði í samstarfi við Vinnumálastofnun; styrki til nýsköpunar- og frumkvöðlaverkefna í velferðarþjónustu til að auka lífsgæði notenda, Hjálpartækjamiðstöð Sjúkratrygginga fékk styrk til fræðslu í meðferð og þróun tjáskiptatækja og haldið var sérstakt málþing um velferðartækni; Barnaverndarstofa fékk styrk til að veita starfsmönnum í barnavernd, félagsþjónustu og hjá Barnahúsi þjálfun í að vinna með fötluðum börnum sem hafa orðið fyrir ofbeldi; og sjónvarpsþættirnir Með okkar augum fengu sérstakan styrk.<br /> <br /> Vinna að nýrri framkvæmdaáætlun er hafin og er áhersla lögð á víðtækt samráð og þátttöku við gerð hennar. Nánari upplýsingar eru á vef ráðuneytisins: <a href="/verkefni/felags-og-fjolskyldumal/fatlad-folk/framkvaemdaaaetlun-i-malefnum-fatlads-folks/">www.velferdarraduneyti.is/framkvaemdaaaetlun</a>.<br /> <br /> Vegna sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks hefur starfshópur á mínum vegum undir forystu Willums Þórs Þórssonar þingmanns lagt fram frumvarpsdrög með veigamiklum breytingum á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga og málefni fatlaðs fólks. Drögin hafa verið birt til umsagnar á vef ráðuneytisins. Þá er það von mín að drög að nýrri framkvæmdaáætlun verði birt til umsagnar í byrjun september.</hardreturn><hardreturn><hardreturn><br /> &nbsp;</hardreturn></hardreturn></p>

2016-06-29 00:00:0029. júní 2016Mikilvæg endurskoðun á almannatryggingalöggjöfinni kynnt

<p><strong>Grein eftir Eygló Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra<br /> Birtist í Morgunblaðinu 29. júní 2016</strong></p> <p>Verulegar breytingar á almannatryggingakerfinu eru áformaðar eins og sjá má í drögum að frumvarpi sem birt hafa verið til umsagnar á vef velferðarráðuneytisins. </p> <p>Allt frá árinu 2005 hefur verið unnið að heildarendurskoðun almannatryggingalöggjafarinnar og ófáar nefndir og verkefnahópar komið að þeirri vinnu. Haustið 2013 skipaði ég nefnd undir forystu þingmannanna Péturs Blöndals heitins og Þorsteins Sæmundssonar og eru frumvarpsdrögin byggð á vinnu þeirrar nefndar.</p> <p>Helstu markmið fyrirhugaðra breytinga eru að einfalda og skýra almannatryggingakerfið, bæta samspil þess við lífeyrissjóðina og auka stuðning við þann hóp aldraðra sem hefur lágar eða engar tekjur sér til framfærslu aðrar en bætur almannatrygginga. Horft er til þess að styðja aldraða til sjálfsbjargar og hvetja til atvinnuþátttöku. </p> <h3>Aukinn sveigjanleiki við starfslok</h3> <p>Markmiðið er einnig að bregðast við þeim áskorunum sem samfélagið stendur frammi fyrir vegna hækkandi hlutfalls eldri borgara af mannfjölda og lengingar meðalævinnar.&nbsp; Lagt til að auka sveigjanleika við starfslok og upphaf lífeyristöku og skapa þannig hvata fyrir aldraða til áframhaldandi atvinnuþátttöku eftir vilja og getu hvers og eins. Auk þessa verði lífeyristökualdur hækkaður í skrefum um þrjú ár á næstu 24 árum.</p> <p>Aukinn sveigjanleiki felur í sér tillögu um heimild fólks til að fresta lífeyristöku allt til áttræðs og möguleika á að flýta lífeyristöku hjá almannatryggingum til 65 ára aldurs. Miðað er við að lífeyrisþegar fái hærri lífeyri ef lífeyristöku er frestað, en lægri lífeyri ef lífeyristöku er flýtt. Til lengri tíma er stefnt að því að lífeyrisþegum verði gert kleift að taka hálfan ellilífeyri frá lífeyrissjóði en fresta töku hins helmingsins sem hækkar þá í samræmi við reglur sjóðsins. Samhliða geti fólk tekið hálfan ellilífeyri frá almannatryggingum.</p> <h3>Einfaldara kerfi og færri bótaflokkar</h3> <p>Lagt er til að bótaflokkarnir; grunnlífeyrir, tekjutrygging og sérstök uppbót til framfærslu verði sameinaðir í einn bótaflokk; þ.e. ellilífeyri. Frítekjumörk verða afnumin og mun fjárhæð ellilífeyris almannatrygginga lækka um sama hlutfall eða 45% vegna tekna frá öðrum en almannatryggingum, en í dag er þetta hlutfall mismunandi eftir tegund tekna. Áfram er gert ráð fyrir að ákveðnar tegundir tekna, s.s. greiðslur úr séreignarlífeyrissparnaði og fjárhagsaðstoð sveitarfélaga, verði undanskildar við útreikning á tekjuviðmiðinu.</p> <h3>Jákvæð efnahagsleg áhrif</h3> <p>Áætlað er að kostnaður þessara breytinga á almannatryggingakerfinu nemi 5,3 milljörðum króna fyrsta árið. Greiningarfyrirtækið Analytica lagði mat á efnahagsleg áhrif breytinganna. Niðurstaðan er sú að&nbsp; breytingarnar hafi á heildina litið jákvæð efnahagsleg áhrif. Gera megi ráð fyrir að hækkun á lífeyristökualdri leiði til fjölgunar fólks á vinnumarkaði og auki þannig með beinum hætti framleiðslu og auknar skatttekjur. Þá megi reikna með að sveigjanleg starfslok stuðli að hagkvæmara fyrirkomulagi framleiðslu sem geti aukið hana enn frekar.</p> <p>Sú kynslóð kvenna sem nú er á lífeyrisaldri hefur frekar en karlar gert hlé á atvinnuþátttöku sinni á vinnualdri, t.d. vegna fjölskylduábyrgðar, á almennt minni réttindi í lífeyrissjóðum, hefur búið við kynbundinn launamun þorra starfsævinnar og treystir því frekar á almannatryggingakerfið sér til framfærslu. Lagðar eru til breytingar í því skyni að auka réttindi allra þeirra sem hafa áunnið sér lítinn eða jafnvel engan rétt í lífeyrissjóðakerfinu vegna lítillar atvinnuþátttöku, jafnt karla sem kvenna, en konur munu hagnast meira á því en karlar vegna lægri tekna. Gangi þessar breytingar eftir er áætlað að tæplega 68% aukinna útgjalda muni fara til kvenna en um 32% til karla. </p> <h3>Samstarfsverkefni um starfsendurhæfingu og innleiðingu starfsgetumats</h3> <p>Í niðurstöðu nefndarinnar um endurskoðun almannatrygginga var samstaða um breytingar á bótakerfi aldraðra en ágreiningur um breytingar sem snúa að öryrkjum. Því er lagt til að komið verði á fót tilraunaverkefni um starfsendurhæfingu og innleiðingu starfsgetumats í samstarfi ríkis, sveitarfélaga, samtaka aðila vinnumarkaðarins og helstu hagsmunasamtaka fólks með skerta starfsgetu í þeim tilgangi að efla atvinnuþátttöku fólks með skerta starfsgetu. </p> <h3>Afnám vasapeningakerfis á öldrunarheimilum</h3> <p>Í frumvarpsdrögunum er lögð til sérstök heimild til að hefja tilraunaverkefni um breytt fyrirkomulag greiðsluþátttöku íbúa á dvalar- og hjúkrunarheimilum um afnám gildandi vasapeningakerfis. Þetta hefur lengi verið baráttumál samtaka aldraðra en með því myndu íbúar á þessum heimilum halda lífeyrisgreiðslum sínum og greiða milliliðalaust fyrir veru sína á heimilunum að undanskildum kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu.</p> <p>Ég hvet fólk til að kynna sér efni frumvarpsins sem er aðgengilegt á vefnum <a href="http://www.vel.is/"><span style="text-decoration: underline;">www.vel.is</span></a> og koma á framfæri athugasemdum, en umsagnarfrestur er til 31. júlí næstkomandi.</p> <p><em>Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra</em></p>

2016-06-20 00:00:0020. júní 2016Ávarp ráðherra við afhendingu styrkja úr Jafnréttissjóði Íslands 19. júní 2016

<p><b><strong>Ávarp Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra</strong></b></p><p>Kæru vinir, konur og karlar, innilega til hamingju með daginn.</p><p>Í dag úthlutum við styrkjum úr Jafnréttissjóði Íslands í fyrsta sinn. Þessi sjóður var stofnaður með ákvörðun Alþingis á liðnu ári þegar 100 ár voru frá því að íslenskar konur hlutu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Þessum tímamótum var fagnað með myndarlegum hætti og ég vil nýta þetta tækifæri til að þakka Alþingi, nefnd um 100 ára kosningaréttarafmælið, kvennahreyfingunni og Háskóla Íslands fyrir þeirra framlag til afmælisársins. Við megum vera stolt af því hvernig til tókst. </p><p>Samkvæmt ákvörðun Alþingis fær Jafnréttissjóður Íslands til ráðstöfunar 100 milljónir króna á ári af fjárlögum á árunum 2016 – 2020. Ég ætla ekki að fara mörgum orðum um markmið sjóðsins. Í stuttu máli er tilgangurinn að fjármagna eða styrkja verkefni sem eru til þess fallin að auka jafnrétti kynjanna. Þar er því miður af mörgu að taka, því þótt svo sannarlega hafi mörg og stór skref verið stigin í jafnréttisátt síðastliðin 100 ár, eigum við enn verk að vinna.</p><p>„Ég er því hlynntur, að konur fái jafnrétti við karlmenn, því að þótt gáfnafari og lundarfari sé ólíkt farið og konur skorti oftast dómgreind á við karlmenn, þá bæta konur það upp með öðrum kostum. Siðgæðistilfinning kvenna er meiri en karla, og þær láta síður leiðast af eigingjörnum hvötum. Þetta vegur því upp hvað annað.“ </p><p>Þessi tilvitnun er lítið dæmi um þau viðhorf sem konur mætti fyrir rúmri öld, en ummælin féllu á Alþingi þegar rætt var um stjórnarskrárfrumvarpið á Alþingi árið 1911 þar sem gert var ráð fyrir kosningarétti og kjörgengi kvenna til Alþingis. </p><p>Ég ætla að gera langa sögu stutta. Umræðunum á þingi 1911 lauk með því að konur fengu með lögum kosningarétt og kjörgengi til Alþingis en full stjórnmálaleg réttindi öðluðust þær ekki fyrr en með staðfestingu stjórnarskrárbreytingar þann 19. júní 1915 – og raunar með ákveðnum aldurstakmörkunum sem féllu ekki úr gildi fyrr en árið 1920.</p><p>Þegar Alþingi kom saman í fyrsta sinn eftir að stjórnarskrárbreytingin um kosningarétt kvenna hafði öðlast gildi las Ingibjörg H. Bjarnason upp ávarp reykvískra kvenna til Alþingis. Ég leyfi mér að taka upp nokkur orð úr því ávarpi, af því þau áttu ekki aðeins við þá, heldur líka í dag: Orðrétt segir: </p><p>„Vér vitum og skiljum, að kosningarréttur til Alþingis og kjörgengi er lykillinn að löggjafarvaldi landsins, sem á að fjalla um alla hagsmuni þjóðarinnar, jafnt karla sem kvenna. Vér trúum því, að fósturjörðin, stóra heimilið vor allra, þarfnist starfskrafta allra sinna barna, jafnt kvenna sem karla, eins og einkaheimilin þarfnast starfskrafta alls heimilisfólksins, og vér trúum því, að vér eigum skyldum að gegna og störf að rækja í löggjöf lands og þjóðar, eins og á einkaheimilum.“ </p><p>Góðir gestir. </p><p>Einkaheimilin þarfnast starfskrafta alls heimilsifólksins. - Enn þann dag í dag snýr mikilvæg vinna að jafnréttismálum m.a. að því að eyða kynbundnum staðalímyndum. Það er enn þörf á að jafna fjölskylduábyrgð milli karla og kvenna og vinnumarkaðurinn þarf m.a. að laga sig betur að þörfum fjölskyldunnar í þessu skyni. Í náms- og starfsvali sjáum við staðalímyndir enn ráða miklu um framtíðarvettvang drengja og stúlkna í atvinnulífinu og þar er breytinga þörf. Síðast en ekki síst skal svo nefna launamun kynja og skarðan hlut kvenna í ráðandi stöðum í samfélaginu.</p><p>Eins og sagði í tilvitnuðu ávarpi kvenna til Alþingis árið 1915 er kosningaréttur og kjörgengi lykillinn að löggjafarvaldinu sem fjalla á um alla hagsmuni þjóðarinnar, jafnt karla sem kvenna. Að fjalla jafnt um hagsmuni karla og kvenna á Alþingi er ekki alveg eins einfalt og það hljómar. Það hefur raunar verið að renna upp fyrir okkur allt fram til þessa dags. Til marks um það má nefna þá nýjung sem verið er að innleiða í fjárlagagerð ríkisins, þ.e. kynjuð hagstjórn og fjárlagagerð. Þar er samtvinnuð þekking á gerð fjárlaga og þekking á kynjamisrétti með það að leiðarljósi að stuðla að hagkvæmri og réttlátri dreifingu opinberra fjármuna. </p><p>Jafnréttissjóður Íslands þjónar þeim tilgangi að tryggja framkvæmd framsækinna verkefna, og næra stöðuga uppsprettu nýrra hugmynda og þekkingarmiðlun á sviði jafnréttismála. Þekking er undirstaða þess að við getum skilgreint og framkvæmt þau nauðsynlegu verkefni sem miða að því að ýta til hliðar þeim hindrunum sem verið hafa á leið okkar að réttlátara samfélagi og raunverulegu lýðræði þar sem stelpur og strákar, konur og karlar búa við sömu réttindi og tækifæri.</p><p>Góðir gestir.</p><p>Í dag þökkum við öllum þeim sem hafa rutt brautina fyrir auknu kynjajafnrétti. En við skulum einnig hafa hugfast að rótgróin viðhorf breytast seint og að enn eigum við mikið verk að vinna hvað varðar jafnrétti kvenna og karla. </p><p>Við ætlum okkur meiri framfarir á sviði jafnréttismála. Ekki eingöngu vegna þess að jafnrétti er grundvöllur lýðræðis og mannréttinda heldur einnig vegna þess að við eigum að fjárfesta í mannauði karla og kvenna sem best við getum.</p>

2016-06-13 00:00:0013. júní 2016Fjölskyldustefna fyrir gott og fjölskylduvænt samfélag

<p><b>Grein eftir Eygló Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra<br>Birtist í Fréttablaðinu 13. júní 2016</b></p><p>Nýverið lagði ég fram á Alþingi tillögu um fjölskyldustefnu til næstu fimm ára með áherslu á börn og barnafjölskyldur. Að baki liggur vönduð vinna með skýrum markmiðum og tillögum um aðgerðir til að efla velferð barna og skapa betra og fjölskylduvænna samfélag. </p><p>Verkefnisstjórn um mótun fjölskyldustefnu var falið að móta stefnuna með það að markmiði að tryggja félagslegan jöfnuð með áherslu á að allar fjölskyldur njóti sama réttar og sé ekki mismunað. </p><p>Í stefnunni endurspeglast grunngildi barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Er horft til þess að þannig megi auka velferð barnafjölskyldna og leitast við að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar á sviði fjölskyldu og mannréttinda. Áhersla er lögð á forvarnir ásamt tillögum um aðgerðir sem tryggja eiga efnahagslegt öryggi og auka stuðning við umönnun og samþættingu fjölskyldu- og atvinnulífs.</p><p>Öruggt húsnæði er ein af grunnforsendum þess að búa börnum gott atlæti. Fjögur lagafrumvörp mín um húsnæðismál með þetta að markmiði urðu að lögum frá Alþingi nýlega og má því segja að framkvæmd fjölskyldustefnunnar sé að nokkru leyti hafin. </p><p>Sporna þarf við öllum hugsanlegum birtingarformum ofbeldis í samfélaginu enda varðar það miklu um möguleika barna til að þroskast og njóta öryggis. Þetta kemur skýrt fram í fjölskyldustefnunni og styður vonandi enn frekar við víðtækt landssamráð um aðgerðir gegn ofbeldi sem hófst á liðnu undir forystu þriggja ráðuneyta.</p><p>Samverustundir foreldra og barna hafa forvarnargildi og stuðla að vellíðan fjölskyldunnar. Samþætting fjölskyldu- og atvinnulífs er því mikilvægt verkefni þar sem jafnframt þarf að leggja áherslu á að auka þátttöku karla í umönnunar- og uppeldishlutverkinu. Í þessu skyni er mikilvægt að hrinda í framkvæmd tillögum nefndar um framtíðarskipan fæðingarorlofs. Fyrsta skrefið verður hækkun hámarksfjárhæðar fæðingarorlofs í 500.000 kr. á mánuði. </p><p>Það er von mín að tillaga til þingsályktunar um fjölskyldustefnu sem nú liggur fyrir Alþingi muni leiða okkur áfram í átt að enn betra og barnvænlegra samfélagi. </p><p><i>Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra</i></p>

2016-05-17 00:00:0017. maí 2016Skref til framfara í að uppræta einelti, áreitni og ofbeldi á vinnustöðum

<p><b>Ávarp Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra á morgunverðarfundi Vinnueftirlitsins og velferðarráðuneytisins gegn einelti, 17. maí 2016.</b></p><p>Góðan dag góðir fundarmenn og liðsmenn mikilvægrar vinnu við að uppræta einelti, áreitni og ofbeldi á vinnustöðum.</p><p>Þessi fundur er haldinn undir undir yfirskriftinni; „skref til framfara í að uppræta einelti, áreitni og ofbeldi á vinnustöðum.“&nbsp; Við höfum stigið skref í þessum efnum, - fleiri en eitt og fleiri en tvö og okkur miðar áfram. Ég held að við verðum samt að viðurkenna að þetta er ganga sem aldrei tekur enda. Baráttan gegn einelti, hvort sem er á vinnustöðum eða annars staðar í samfélaginu er og viðvarandi verkefni sem við megum aldrei vanrækja. Við þurfum jöfnum höndum að sinna aðgerðum til að fyrirbyggja einelti, og að efla faglega getu og þekkingu til að bregðast við eineltismálum þegar þau koma upp. </p><p>Árið 2004 var reglugerð um aðgerðir gegn einelti á vinnustöðum birt hér á landi þar sem markmiðið var meðal annars að stuðla að forvörnum. Mörg fyrirtæki og stofnanir hafa í samræmi við reglugerðina gert áhættumat og aðgerðaáætlanir og tekið á þessum málum af fullri alvöru. Skilningur fyrir mikilvægi þessa er sem betur fer að aukast og vonandi kemur að því fyrr en síðar að virkar eineltisáætlanir á vinnustöðum verða jafn sjálfsagðar og öryggisskór, heyrnarhlífar og hávaðamælingar.</p><p>Vinnueftirlitið tekur á móti kvörtunum um einelti frá þeim sem telja sig hafa orðið fyrir einelti eða annarri ótilhlýðilegri háttsemi á sínum vinnustað og telja sig ekki hafa fengið lausn sinna mála. Á árunum 2004-2015 bárust Vinnueftirlitinu yfir 200 slíkar kvartanar. Við getum ekki gert ráð fyrir að fjöldi kvartana gefi okkur raunhæfa mynd af umfangi vandans á vinnumarkaði, en etv gefur vaxandi fjöldi kvartana á milli áranna 2004 og 2015 til kynna að þekking á málaflokknum hefur aukist og að starfsfólk geri í auknum mæli kröfur um að úr slíkum vanda sé leyst. Þetta vísar einnig til þess að einelti eða önnur skyld háttsemi er ekki liðin í nútíma vinnuumhverfi. Þannig getum við leyft okkur að tala um að setning reglugerðarinnar hafi verið skref fram á við. &nbsp;</p><p>Vellíðan í vinnu er mikilvæg, bæði fyrir starfsfólk sem og atvinnulífið í heild. Starfsfólki sem líður vel í vinnu er líklegra til að njóta almennt betri lífsgæða, vera skapandi og afkastameira. Það er með öllu óásættanlegt að einstaklingar skaðist vegna vinnu sinnar. Einelti, áreitni og ofbeldi í vinnu getur verið þeim sem fyrir því verður mjög skaðleg. Rannsóknir, bæði innlendar og erlendar, hafa sýnt fram á verri líðan og heilsubrest þolanda slíkrar hegðunar. Þannig getur einelti, áreitni eða annað ofbeldi leitt til lakari geðheilsu og verri líkamlegrar heilsu. Það sýnir sig einnig að þolendur geta hlotið þann skaða af að þeir verði óvinnufærir með öllu ýmist tímabundið eða til langs tíma. Aukin fíkniefna- og áfengisneysla meðal þolanda eineltis er einnig þekkt og enn skuggalegri hlið er sú að sjálfsvígshætta eykst. Það er því mjög brýnt að þessum málaflokki sé sinnt. </p><p>Tíðni eineltis hér á landi hefur verið mælt meðal nokkurra starfshópa og þær gefa til kynna að um 8-20% starfsmanna í völdum starfsgreinum telja sig hafa upplifað einelti á sínum starfsferli. Í könnun meðal opinberra starfsmanna frá árinu 2008 kom fram að 10% töldu sig hafa upplifað einelti á sl. 12 mánuðum og um fjórðungur starfsfólks sagðist hafði orðið vitni að einelti. Um þriðjungur þeirra sem sögðust hafa upplifað einelti sögðu að eineltið hefði varað í 2 ár eða lengur. Einungis 12% þeirra sem töldu sig hafa upplifað einelti lagði fram formlega kvörtun, og þá töldu þeir einstaklingar sem lögðu fram kvörtun að í langflestum tilfellum hefði kvörtunum þeirra ekki verið fylgt eftir með viðeigandi hætti. Algengustu áhrif eineltis á líðan þeirra sem telja sig hafa orðið fyrir einelti í starfi á síðustu 12 mánuðum lýsa sér í kvíða fyrir því að koma til vinnu, skertu sjálfstrausti, minnkuðu starfsframlagi og svefnröskunum. </p><p>Sú mynd sem hér er dregin upp er ekki viðunandi. Hún sýnir með afgerandi hætti að enn er þörf á frekara starfi. Einn liður í að bæta úr þessum þáttum var endurskoðun á reglugerðinni frá árinu 2004 og var <b>ný reglugerð birt í tengslum við dag gegn einelti á síðasta ári</b> þar sem meðal annars er að finna ítarlegri ákvæði um skyldur atvinnurekanda en áður var samkvæmt eldri reglugerðinni, eins og Ásta Snorradóttir, fagstjóri Vinnueftirlitsins fer nánar yfir hér á eftir. </p><p>Það er engin spurning að með endurskoðun eineltisreglugerðarinnar hafa verið tekin fleiri skref sem til framfara horfa og eru líkleg til að bæta vinnuaðstæður og vinnuumhverfi fólks í því sem snýr að samskiptum og vellíðan fólks á vinnustað.</p><p>Góðir fundarmenn.</p><p>Laga- og reglugerðasetning er mikilvæg leið til þess að setja fram skýra stefnu, skapa mikilvægum málefnum umgjörð og kveða á um réttindi og skyldur þeirra sem hlut eiga að máli. Orð á blaði duga þó aldrei ein og sér, það þarf að fylgja málum eftir. Með þetta í huga ákvað ég á þessu ári að veita 10 milljónum króna til Vinnueftirlitsins vegna verkefna sem tengjast félagslegum þáttum í vinnuumhverfi fólks. Helmingur fjárins verður nýttur til að auka fræðslu á þeim sviðum sem eineltisreglugerðin tekur til. Stefnt er að útgáfu fræðslu- og kynningarefnis fyrir starfsfólk og stjórnendur og einnig verður unnið að rannsókn og haldnir verða fleiri fræðslufundir sem þessi. </p><p>Áður en ég lýk máli mínu vil ég nota tækifærið og segja frá því að fyrir skömmu var lokið við þá vinnu í velferðarráðuneytinu að endurskoða stefnu og áætlun ráðuneytisins gegn einelti í samræmi við nýju reglugerðina. Sú stefna og áætlun hefur verið birt á vef ráðuneytisins þar sem áhugasamir geta kynnt sér hana og jafnvel haft af henni eitthvert gagn.</p><p>Ég vil að lokum þakka Vinnueftirlitinu fyrir undirbúning að fundinum hér í dag. Þetta er mikilvægt málefni sem hér er til umfjöllunar.&nbsp; Við skulum feta veginn fram á við með það að markmiði að vinnustaðir verði góðir og öruggir staðir þar sem fólki líður vel og starfkraftar þess og hæfileikar fá notið sín til fulls við bestu aðstæður.</p><p>&nbsp;</p>

2016-05-12 00:00:0012. maí 2016Vorráðstefna Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins

<p><b>Vorráðstefna Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins 2016<br></b><b>Ávarp Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra</b></p><p>Góðir gestir.</p><p>Það er mér heiður að fá að setja Vorráðstefnu Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins sem haldin er á 30 ára afmælisári stofnunarinnar.</p><p>Fyrsta vorráðstefnan var haldin sama ár og Greiningarstöðin var sett á fót árið 1986, þannig að þessi árvissi viðburður á líka þrítugsafmæli. Það þarf þó enginn að efast um að margt hefur breyst í ráðstefnuhaldinu frá þeirri ráðstefnu sem fyrst var haldin. Og eitt er víst að þekkingu á þeim fjölbreyttu fötlunum barna sem Greiningarstöðin sinnir hefur fleygt fram.</p><p>Stefán Hreiðarsson, barnalæknir og sérfræðingur í fötlunum barna, gæti sagt okkur allt um þær breytingar sem orðið hafa á starfsemi Greiningar- og ráðgjafarstöðvarinnar sl. 30 ár. Hann gæti frætt okkur um þróun þekkingar, um viðhorfsbreytingar samfélagsins til fatlana og fatlaðs fólks – um gleði og sorgir, vonir og þrár, um baráttu stofnunarinnar fyrir framþróun og nýjungum, um sigra og ósigra í þeim efnum og svo mætti áfram halda.</p><p>Þrenningin; Stefán, Greiningar- og ráðgjafarstöðin og Vorráðstefnan hafa nefnilega átt samleið, allt frá því að stöðin tók til starfa 1. janúar 1986. Hann hefur staðið við stjórnvölinn í 30 ár, en lét nýlega af störfum sem forstöðumaður. Mig langar því, áður en ég hef eiginlega setningarræðu mína að kveðja Stefán með blómum og nokkrum þakkarorðum.</p><p>Stefán er einn helsti og virtasti sérfræðingur landsins í fötlunum barna og hefur unnið ómetanlegt starf sem allt hefur miðað að því að bæta lífsgæði barna og fjölskyldna þeirra. Undir forystu hans hafa orðið miklar og jákvæðar breytingar á starfsemi Greiningarstöðvarinnar. Þjónustan og starfshættir stofnunarinnar hafa verið í stöðugri endurskoðun og þróun til hagsbóta fyrir notendur hennar. Áhersla hefur verið lögð á mikilvægi snemmtækrar íhlutunar, þar sem gripið er inní með markvissum aðgerðum til að hafa jákvæð áhrif á þroska og horfur þess barns sem í hlut á, jafnframt því að veita fjölskyldumiðuð stuðningsúrræði sem taka mið af aldri og aðstæðum barnsins og þörfum fjölskyldunnar.</p><p>Rannsóknir og fræðsla hafa alltaf skipað veglegan sess hjá Greiningarstöðinni undir stjórn Stefáns. Sérfræðingar stofnunarinnar hafa annast kennslu háskólanema og eins hefur stofnunin átt í samstarfi við erlenda háskóla og stofnanir. Við yfirfærslu sértækrar félagsþjónustu fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga tók Greiningarstöðin að sér að staðla og innleiða SIS matskerfið (Supports Intensity Scale) sem metur þörf fatlaðs fólks fyrir stuðning. Kerfið gegndi mikilvægu hlutverki í yfirfærslu málaflokksins á sínum tíma, en það er enn í þróun. </p><p>Stefán býr yfir þeim mikilvægu eiginleikum að vera bæði framsýnn og metnaðarfullur og undir hans stjórn hefur stofnunin vaxið og dafnað og orðið sú mikilvæga þjónustu- og þekkingarstofnun sem þið öll hér þekkið svo vel.</p><p>Góðir gestir.</p><p>Sem betur fer er það alltaf þannig að maður kemur í manns stað og hjólin halda áfram að snúast. Greiningar- og ráðgjafarstöðin heldur áfram að sinna sínum verkefnum, fylgjast með, innleiða nýjungar og þróa starfsemi sína til að sinna sem best börnum með fatlanir og foreldrum þeirra. </p><p>Soffía Lárusdóttir, nýr forstöðumaður Greiningarstöðvarinnar, er kona með reynslu og góða þekkingu á þeim verkefnum sem nú eru á&nbsp; hennar borði. Faglega tekur hún við góðu búi og þar skiptir miklu sú öfluga liðsheild reynslumikils og vel menntaðs fagfólks sem fyrir er hjá stofnuninni. Verkefnin framundan eru engu að síður mörg og stór og margt þarf að bæta þegar kemur að þriðja stigs þjónustu við börn og ungmenni sem glíma við fjölþættan vanda, fatlanir og geðraskanir.</p><p>Ríkisendurskoðun birti í febrúar á þessu ári skýrslu til Alþingis um geðheilbrigðisþjónustu við börn og unglinga – þar sem sjónum var beint að þjónustu á öðru og þriðja þjónustustigi. Margt er áhugavert í þessari skýrslu og enginn vafi á því að þar koma fram upplýsingar og ábendingar sem hægt og og ber að nýta til úrbóta. Ýmislegt sem þar er dregið fram hljómar kunnuglega þar sem bent er á vandamál sem svo oft hafa verið til umfjöllunar en ekki tekist að finna á þeim viðunandi lausnir. Þar vegur þungt umfjöllun um samstarf milli stjórnsýslustiga og þjónustukerfa og skörun þar á milli, eða svokölluð grá svæði.</p><p>Í skýrslu Ríkisendurskoðunar er lýst því lögbundna hlutverki Greiningar- og ráðgjafarstöðvarinnar að sinna börnum og ungmennum sem eru með svo alvarlegar þroskaraskanir að þær leiða til fötlunar. Eins og Ríkisendurskoðun bendir á fellur starfsemin einungis að hluta til undir geðheilbrigðisþjónustu, enda sinnir Greiningarstöðin til að mynda einnig hreyfihömluðum börnum. Aftur á móti kemur fram að miða megi við að allt að 40% þeirra sem glíma við alvarlega fötlun eigi einnig við einhvers konar geðheilsuvanda að etja. Geti þá bæði verið um að ræða taugaþroskaröskun að ræða sem leitt hefur til fötlunar eða annars konar geðheilsuvanda.</p><p>Ég ætla ekki að þreyta ykkur með því að lýsa þeim gráu svæðum eða þeirri skörun sem Ríkisendurskoðun fjallar um í skýrslu sinni. Þið þekkið það nógu vel og eruð sjálfsagt mörg að glíma við þann vanda í daglegum störfum ykkar. Þetta er ekki einfalt úrlausnarefni – en við verðum öll að hafa í huga þá skyldu að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að kerfislægur vandi bitni ekki á þeim sem þurfa á þjónustu að halda. </p><p>Fyrir skömmu var mjög fróðlegt viðtal í Spegli RÚV við Evald Sæmundsen, sviðsstjóra Greiningar- og ráðgjafastöðvarinnar þar sem hann talaði um brotalamir í kerfinu sem snúa einkum að börnum með einhverfu – en sem tvímælalaust má yfirfara á stærri hóp. Þarna er m.a. bent á að tíðni einhverfu meðal barna á Íslandi sé óþekkt, þjónusta við hópinn illa skipulögð og kerfið umhverfis greiningarnar sé gallað. Bent er á að börnum með geðraskanir sé beint í einn farveg en börnum með taugaþroskaraskanir í annan farveg, þótt þessar raskanir fari oft saman.</p><p>Góðir gestir.</p><p>Það finnast yfirleitt lausnir á öllum vandamálum, eða a.m.k. nýjar og betri leiðir til að takast á við þau ef að er gáð. Svo ég vitni áfram til viðtalsins í Speglinum þá kemur þar fram að af hálfu Greiningar- og ráðgjafarstöðvarinnar hefur verið talað fyrir landshlutateymum sem myndu veita börnum þjónustu óháð því hvort þau væru með röskun í taugaþroska eða geðröskun. Engin vandamál barna væru þessum teymum óviðkomandi og þar með væri girt fyrir núverandi ástand þar sem börn falla á milli kerfa og fá ekki lögbundna þjónustu vegna stofnanalegra skilgreininga.</p><p>Greiningar sem gjaldmiðill er annað kerfislægt vandamál sem oft hefur verið rætt en ekki tekið á sem skyldi. Þetta hljómar ekki vel, en efnislega er með þessu vísað til þess að læknisfræðilegar greiningar frá BUGL, Greiningarstöðinni eða Þroska- og hegðunarstöðinni séu nánast skilyrði þess að börn fái þá þjónustu sem þau þurfa inn í skólunum, því slíkum greiningum fylgja fjármunir. </p><p>Það er ekki óvarlegt að álykta að fyrirkomulag eins og hér er lýst skapi óeðlilegan hvata til greininga, sem aftur veldur löngum biðlistum og margvíslegum erfiðleikum fyrir alla sem hlut eiga að máli. </p><p>Það má enginn taka því svo að ég sé með þessu að draga í efa heilindi og fagmennsku sérfræðinga sem starfa á þessu sviði. Það er eðlilegt að þeir sem vinna með þarfir veikra eða fatlaðra barna að leiðarljósi geri það sem þarf til að tryggja þeim viðeigandi þjónustu. Það er aftur á móti nokkuð víst að það skortir verulega á sveigjanleika í kerfinu ef ekki er hægt að mæta ólíkum og breytilegum þörfum barna innan þess svo neinu nemur, heldur þurfi fyrst formlega greiningu með undirskrift og stimpli. Þessu þurfum við að breyta.</p><p>Gott fólk.</p><p>Ég ætla ekki að að hafa ræðu mína mjög langa. Mér finnst ástæðulaust að rekja vandamál í löngu máli – ég held að allir hér séu vel meðvitaðir um hvar skórinn kreppir helst í þjónustunni – og saman erum við líkleg til að finna leiðir til að gera kerfið betra og bæta þjónustuna.</p><p>Nú stendur yfir vinna við gerð framkvæmdaáætlunar í málefnum fatlaðs fólks sem ég stefni á að birta til umsagnar í byrjun næsta hausts. Ég framlengdi eldri framkvæmdaáætlun og miða við að hún gildi þar til ný er tilbúin en hún hefur þjónað vel hlutverki sínu og reynst góður leiðarvísir í mörgum efnum.</p><p>Í tengslum við gerð nýrrar framkvæmdaáætlunar hef ég rætt ég við forstöðumann Greiningar- og ráðgjafarstöðvarinnar um áherslur inn í áætlunina sem orðið geta til þess að styrkja og styðja við þjónustuhlutverk stofnunarinnar. Nú liggja fyrir tillögur hvað þetta varðar í sex liðum frá fulltrúum Greiningarstöðvarinnar í nefnd um framkvæmdaáætlunina og það er ánægjulegt að segja hér að þær munu allar fá verðugan sess í nýrri framkvæmdaáætlun</p><p>Meðal annars er lagt til að sett verði í áætlun viðmið um biðlista fyrir greiningar hjá börnum, einnig verði sett markmið um hámarksbið eftir þjónustu ásamt aðgerðaáætlun til að ná því markmiði. Í tillögunum er einnig lögð áhersla á hlutverk Greiningarstöðvarinnar á sviði ráðgjafar og fræðslu og lagt til að því verkefni verði einnig sinnt fyrir aldurshópinn 18 – 24 ára.</p><p>Stofnun sérstakra landshlutateyma eins og ég talaði um hér að framan er einnig ein af tillögunum um áhersluþætti inn í nýja framkvæmdaáætlun. Í mínum huga er hún afar mikilvæg og ég tel orðið algjörlega nauðsynlegt að koma slíkum teymum á fót. Með þeim er tvímælalaust hægt að auka samfellu í þjónustu, veita meiri þjónustu og stuðning í nærumhverfinu og auka þar með lífsgæði barnanna og fjölskyldna þeirra. Binda má vonir við að með því að efla þjónustuna út um land og efla þannig sérfræðiþjónustu sem veitt er hjá sveitarfélögunum muni skapast aukið svigrúm þriðja stigs þekkingar- og þjónustustofnana til að annast þau sérhæfðu verkefni sem þeim eru ætluð. Ef þetta gengur eftir er það í allra þágu.</p><p>Góðir gestir. </p><p>Það er mikið framundan hjá ykkur. Tveir dagar fullir af fróðleik, samveru lærðra og leika, skoðanaskipta og skemmtana í bland. Þetta er kokteill sem getur ekki klikkað – blanda sem hlýtur að bragðast vel.</p><p>Ég segi hér með 31. Vorráðstefnu &nbsp;setta og óska ykkur ánægjulegra stunda í starfi og leik.</p><p><br></p>

2016-05-12 00:00:0012. maí 2016Vinnumálastofnun virkjar hæfileikana – alla hæfileikana

<p><b>Grein eftir Eygló Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra<br>Birtist í Morgunblaðinu 12. maí 2016</b></p><p>Ákvörðun um að færa ábyrgð á atvinnumálum fatlaðs fólks til Vinnumálastofnunar um síðustu áramót markaði tímamót. Með þessu var settur lokapunktur við langt ferli og umræður um fyrirkomulag þessara mála. Allir landsmenn ganga nú um sömu dyr þegar óskað er aðstoðar við atvinnuleit.&nbsp; Þetta er góð niðurstaða í anda jafnræðis og áherslunnar um eitt samfélag fyrir alla.</p><p>Vinnumálastofnun og sveitarfélögin deila ábyrgðinni í samræmi við lög um málefni fatlaðs fólks. Vinnumálastofnun tekur við umsóknum um vinnumarkaðsaðgerðir fyrir fatlað fólk, þar með talin er vernduð vinna og hæfing, og sérfræðingar stofnunarinnar leggja mat á vinnufærni og þjónustuþörf umsækjenda. Sveitarfélögin aftur á móti fjármagna og reka vinnumarkaðsúrræðin og bera ábyrgð á áframhaldandi uppbyggingu vinnu- og hæfingarstöðva.</p><p>Það er mikilvægt að fjölga tækifærum fyrir fatlað fólk á vinnumarkaði. Til þess þarf útsjónarsemi, víðtækt samráð og aukinn skilning á því að fjölbreytni er styrkur hvers samfélags og það gildir líka um vinnumarkaðinn. Það þarf að horfa á styrkleika hvers og eins og virkja hæfileika allra.</p><p>Vinnumálastofnun leggur áherslu á að veita faglega þjónustu í samræmi við þarfir umsækjenda og beita aðferðum sem vel hafa gefist í þjónustu við fatlað fólk samhliða því að skapa og þróa nýjar leiðir og lausnir sem greiða götu fatlaðs fólks út í atvinnulífið. Ég veit að stofnunin axlar þetta verkefni með sóma.</p><p><b>Það eiga allir að fá sjéns!</b></p><p>Árið 2015 var efnt til átaksverkefnisins „Virkjum hæfileikana, alla hæfileikana“ sem skilaði fjölmörgum störfum um allt land, skapaði mikilvæg tengsl milli aðila og jók skilning og þekkingu á þeim starfskröftum og tækifærum sem hægt er að virkja í samfélaginu.</p><p>Í dag eru um 1200 fatlaðir einstaklingar í vinnu og virkni hjá vinnu- og hæfingarstöðvum á landinu.&nbsp; Flestar stöðvanna eru reknar af sveitarfélögum, aðrar af félagasamtökum eða einkaaðilum samkvæmt þjónustusamningum við sveitarfélög eða Vinnumálastofnun.</p><p>Um 800 vinnusamningar öryrkja eru í gildi en Vinnumálastofnun tók við umsjón þeirra frá Tryggingastofnun ríkisins um síðustu áramót.&nbsp; Flest fatlað fólk á vinnumarkaði er með slíkan samning en einnig margt fólk með skerta starfsgetu þótt það sé ekki með fötlunargreiningu. </p><p>Ársfundur Vinnumálastofnunar er í dag. Yfirskrift fundarins er „Eiga allir sjéns? Fjölbreytileiki á vinnumarkaði.“ Það er því miður ekki þannig í dag að allir eigi sjéns, en engu að síður stefnum við í rétta átt og augu samfélagsins eru hægt en örugglega að opnast fyrir því að fjölbreytileikinn er styrkur og að víða leynast hæfileikar sem geta blómstrað fái þeir svolítinn áburð og gott atlæti.</p><p><i>Eygló Harðardóttir, félags- og húnæðismálaráðherra.</i></p>

2016-05-12 00:00:0012. maí 2016Ársfundur Vinnumálastofnunar 2016

<p><b>Ávarp Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra</b></p><p>Komið þið sæl öll og velkomin á ársfund Vinnumálastofnunar sem að þessu sinni beinir sjónum að að atvinnumálum fatlaðra og fjölbreytileika á vinnumarkaði undir yfirskrift sem felur í sér spurninguna; <b>Eiga allir sjéns?</b></p><p>Ég þakka Vinnumálastofnun fyrir að helga ársfundinn þessu viðfangsefni. Málið er mikilvægt og tilefnið ærið, því Vinnumálastofnun tók á þessu ári formlega við ábyrgð á atvinnumálum fatlaðra á landsvísu. Þessi ákvörðun hefur átt langan aðdraganda og ekki síður þess vegna er ánægjulegt að hún sé loks í höfn. Allir landsmenn ganga nú um sömu dyr þegar óskað er aðstoðar við atvinnuleit. Þetta er góð niðurstaða. Hún er í anda jafnræðis og áherslunnar um eitt samfélag fyrir alla.</p><p>Vinnumálastofnun og sveitarfélögin deila ábyrgðinni í samræmi við lög um málefni fatlaðs fólks. Vinnumálastofnun tekur við umsóknum um vinnumarkaðsaðgerðir fyrir fatlað fólk, þar með talin er vernduð vinna og hæfing, og sérfræðingar stofnunarinnar leggja mat á vinnufærni og þjónustuþörf umsækjenda. Sveitarfélögin aftur á móti fjármagna og reka vinnumarkaðsúrræðin og bera ábyrgð á áframhaldandi uppbyggingu vinnu- og hæfingarstöðva.</p><p>Það er mikil ábyrgð sem Vinnumálastofnun hefur verið falin, en ég er þess fullviss að stofnunin mun sinna verkefninu vel, veita fötluðu fólki góða þjónustu í samræmi við einstaklingsbundnar þarfir og nýta tengsl sín við vinnumarkaðinn í þágu hópsins.</p><p>Ég veit að nú stendur yfir viðamikil þarfagreining um allt land til að kortleggja þjónustuþörf fatlaðs fólks sem reikna má að geti og muni nýta þjónustu Vinnumálastofnunar. Nú þegar hafa verið færð þrjú stöðugildi úr almennri ráðgjöf stofnunarinnar yfir í ráðgjöf sem miðuð er að fólki með fötlun, en ráðgjafar á landsbyggðinni hafa bætt á sig þessari þjónustu þar sem svigrúm er til þess.</p><p>Það er mikilvægt að fjölga tækifærum fyrir fatlað fólk á vinnumarkaði. Til þess þarf útsjónarsemi, víðtækt samráð og aukinn skilning á því að fjölbreytni er styrkur hvers samfélags og það gildir líka um vinnumarkaðinn. Það þarf að horfa á styrkleika hvers og eins og virkja hæfileika allra.</p><p>Vinnumálastofnun leggur áherslu á að veita faglega þjónustu í samræmi við þarfir umsækjenda og beita aðferðum sem vel hafa gefist í þjónustu við fatlað fólk samhliða því að skapa og þróa nýjar leiðir og lausnir sem greiða götu fatlaðs fólks út í atvinnulífið.</p><p>Vinnumálastofnun hefur sýnt það vel á liðnum árum að <b>hún er afar sveigjanleg</b>, á auðvelt með að laga sig að breyttum aðstæðum og takast á við ný verkefni. Auðvitað þarf að afla nýrrar þekkingar, það þarf að sérhæfa starfsfólk og gera ýmsar breytingar til að stofnunin geti sinnt vel atvinnumálum fatlaðs fólks. Að öllu þessu er unnið.</p><p>Það er afskaplega gleðilegt að sjá hvernig efnahagslíf landsins hefur tekið hratt við sér á síðustu árum og <b>atvinnulífið er komið á fleygiferð.</b> Síðustu ár hafa verið lærdómsrík á sviði vinnumála þar sem reynt hefur á alla mögulega þætti til hins ýtrasta. Fyrir hrun var geysileg þensla sem setti svo sannarlega mark sitt á vinnumarkaðinn, ekki síst vegna mikils innflutnings á erlendu verkafólki, meðal annars í gegnum starfsmannaleigur. Svo kom hrunið þar sem við upplifðum atvinnuleysi í þeim mæli að annað eins hafði vart sést hér á landi. </p><p>Fyrstu árin eftir hrun voru vissulega erfið, en ótrúlega fljótt fór þó að rætast úr fyrir okkur, atvinnulífið tók að eflast og <b>nú er aftur hafinn</b> <b>innflutningur á fólki til starfa í ákveðnum greinum.</b> Vissulega er þetta jákvæð þróun, en það fylgja svona örri þróun ákveðnar hættur sem við verðum að vera á varðbergi fyrir. Þá á ég ekki síst við félagsleg undirboð, ófullnægjandi vinnuaðstæður og þegar verst lætur mansal sem því miður er staðreynd hér á landi, líkt og dæmin sanna.</p><p>Það fór ekki á milli mála þegar þrengdi að á vinnumarkaði eftir hrunið <b>að þeim var hættast á atvinnumissi sem af einhverjum ástæðum voru veikir fyrir</b>, höfðu skerta starfsgetu eða stóðu á einhvern hátt höllum fæti. Sérfræðingar Vinnumálastofnunar segja mér að hlutfall þeirra sem sækja þjónustu hjá stofnuninni sem glíma við fjölþættan vanda hafi farið vaxandi á síðustu árum sem kalli á aukna þörf fyrir einstaklingsmiðaða þjónustu. Þarna sé meðal annars um að ræða einstaklinga sem búa við skerta starfsgetu, sem getur stafað af líkamlegum eða sálrænum þáttum og sem getur varað í afmarkaðan tíma eða er varanleg. Einnig sé um að ræða einstaklinga sem skortir menntun, reynslu eða færni sem vinnumarkaðurinn kallar eftir, einstaklingar sem hafa verið lengi utan vinnumarkaðar og eru með framfærslu hjá sveitarfélögum, útlendingar sem ekki hafa nægilega mikla færni í íslensku og flóttamenn og hælisleitendur sem geta verið að glíma við fjölþættan vanda svo dæmi séu tekin. </p><p>Vinnumálastofnun þarf að mæta þörfum þessara hópa og sinna einstaklingsbundnum þörfum þeirra atvinnuleitenda sem í hlut eiga með það að markmiði að virkja þá aftur inn á vinnumarkaðinn og koma í veg fyrir að atvinnuleysið leiði til ótímabærrar örorku.</p><p>Það er augljóst að staðlaðar leiðir duga skammt þegar aðstoða þarf fólk í aðstæðum eins og hér um ræðir. Fyrir ykkur, ágæta starfsfólk Vinnumálastofnunar, eru þetta engin sérstök tíðindi. Þetta er hluti af daglegum verkefnum ykkar að veita einstaklingsmiðaða ráðgjöf og þjónustu þar sem saman fléttast greining og mat og virkniaukandi aðgerðir eða starfsendurhæfing. Síðast en ekki síst þarf að ná til hvers og eins sem verið er að liðsinna, því það næst ekki árangur nema það takist að virkja einstaklinginn sjálfan í ferlinu og styðja hann til sjálfshjálpar.</p><p>Í ljósi þess sem hér er talið hafa verkefni ráðgjafar- og vinnumiðlunarsviðs Vinnumálastofnunar breyst sem kallar á nýja nálgun. Ég veit að stofnunin leggur mikinn metnað í þá vinnu þar sem lögð er áhersla á að samræma þjónustuna eins og kostur er á landsvísu. </p><p>Það er því miður svo að nú þegar eftirspurn eftir vinnuafli heldur áfram að aukast sitja þeir atvinnuleitendur enn eftir sem af ýmsum ástæðum eiga erfitt með að fóta sig og fá tækifæri á vinnumarkaði. Örorkulífeyrisþegar eru nú rúmlega 17.000 og þeim heldur áfram að fjölga. Í þessu ljósi þarf að efla þarf þjónustu við atvinnuleitendur og sporna við þessari þróun. Vinnumálastofnun gegnir hér lykilhlutverki, en auðvitað þurfa fjölmargaraðrar stofnanir samfélagsins að taka þátt í þessu verkefni og vinnumarkaðurinn þarf einnig að axla ábyrgð, bæði hið opinbera og almenni markaðurinn.</p><p><b>Góðir gestir.</b></p><p>Eins og ég drap á áðan hefur eftirspurn eftir starfsfólki í mörgum greinum aukist stórkostlega síðastliðið ár og virðist ekki sjá fyrir endan á því. Þetta er auðvitað jákvætt en það geta fylgt þessu skuggahliðar sem við verðum að vera meðvituð um. </p><p>Þessi öri vöxtur á vinnumarkaðinum hefur komið til kasta Vinnumálastofnunar vegna aukinna verkefna varðandi framkvæmd og eftirlit með lögum um erlent vinnuafl. </p><p>Um mitt ár 2015 fjölgaði fyrirspurnum og skráningum í tengslum við starfsmannaleigur og erlend þjónustufyrirtæki og segja má að í fyrsta sinn frá setningu laganna fór að reyna á túlkun þeirra og framkvæmd. Enn fremur fjölgaði umsóknum um atvinnuleyfi á árinu 2015 frá því sem verið hafði undanfarin ár, en umsóknum sem Vinnumálastofnun bárust vegna atvinnuleyfa fjölgaði úr tæpum 1.100 árið 2014 í rúmlega 1.400 árið 2015. </p><p>Til að bregðast við auknum umsvifum þessara mála hjá Vinnumálastofnun var ráðist í ýmsar skipulagsbreytingar innan stjórnsýslusviðs stofnunarinnar og samstarf við aðrar opinberar stofnanir styrkt, allt í þeim tilgangi að tryggja vönduð vinnubrögð í málaflokknum.</p><p>Árið 2015 var settur á fót <b>samstarfshópur opinberra</b> aðila, þ.e. Vinnumálastofnunar, Vinnueftirlits ríkisins og ríkisskattstjóra, en allar þessar stofnanir hafa með höndum eftirlit á innlendum vinnumarkaði á einn eða annan hátt. Jafnframt eiga framangreindar opinberar stofnanir í samstarfi við aðila vinnumarkaðarins vegna eftirlits á vinnumarkaði. Sameiginlegar eftirlitsferðir samstarfshópsins hafa skilað góðum og eins hafa stofnanirnar eflt upplýsingaflæði milli sín í samræmi við lagaheimildir.</p><p>Auk framangreindra sameiginlegra eftirlitsferða <b>hóf Vinnumálastofnun að sinna virku vettvangseftirliti</b>, þ.e. eftirlitsheimsóknum á vinnustaði þar sem aflað er mikilvægra upplýsinga um starfsemi erlendra aðila sem er tilkynningarskyld til stofnunarinnar. Þegar það á við er skorað á hlutaðeigandi aðila að skrá sig og starfsmenn sína með viðhlítandi hætti og skila inn ráðningarsamningum og þjónustusamningum. </p><p>Ég veit að þetta hefur skilað Vinnumálastofnun skráningu og upplýsingum sem alfarið má þakka virku vettvangseftirliti. Stofnunin hefur þannig fengið betri yfirsýn yfir málefni erlendra þjónustufyrirtækja og starfsmannaleigna hér á landi.</p><p>Í vettvangseftirliti Vinnumálastofnunar kannar stofnunin enn fremur atvinnuleyfi þeirra útlendinga sem starfandi eru á vinnustaðnum og koma frá löndun utan Evrópska efnahagssvæðisins. Í þeim tilfellum sem komið hefur í ljós að útlendingur starfar án tilskilinna leyfa kallar Vinnumálastofnun til lögregluna sem tekur yfir forræði málsins.</p><p>Góðir gestir, stjórnendur og annað starfsfólk Vinnumálastofnunar. </p><p>Það er aldrei lognmolla í kringum Vinnumálastofnun og verkefni hennar. Ef einhverjir halda að Vinnumálastofnun sé fyrst og fremst afgreiðslustofnun atvinnuleysisbóta þar sem flestir leggist í dvala þegar vel árar, þá er það hinn mesti misskilningur. </p><p>Þess má líka geta að Fæðingarorlofssjóður og öll umsýsla hans er hjá Vinnumálastofnun. Umfjöllun um fæðingarorlofsmál, rétt foreldra til orlofs, fjárhæðir, lengd orlofstímans, þátttöku feðra í töku fæðingarorlofs og svo framvegis gæti orðið mér efni í aðra ræðu ekki styttri en þessa. Ég ætla samt að láta þetta duga og geyma umræðuna um fæðingarorlofið til betri tíma.</p><p>Takk fyrir áheyrnina og góðar stundir.</p><p>&nbsp;</p>

2016-05-11 00:00:0011. maí 2016Breytt greiðslufyrirkomulag fyrir þjónustu á hjúkrunarheimilum

<p><strong>Grein eftir Eygló Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra<br />Birt í Fréttablaðinu 11. maí 2016</strong></p> <p>Greiðsluþátttaka íbúa í dvalar- og hjúkrunarrýmum á hjúkrunarheimilum hefur lengi verið gagnrýnd og þess krafist að sjálfræði aldraðra yrði virt og hið svokallaða vasapeningakerfi afnumið. Núgildandi greiðslufyrirkomulag byggist á greiðslu daggjalda til hjúkrunarheimila úr ríkissjóði. Jafnframt greiða einstaklingar sem eru með tekjur yfir 82 þúsund krónum á mánuði eftir skatt, allt að 380 þúsund krónur á mánuði til heimilisins. Lífeyrisgreiðslur Tryggingastofnunar til íbúa á hjúkrunarheimilum falla jafnframt niður en þeir fá í dag lágmarksgreiðslur, eða svokallaða „vasapeninga“ sem eru tæplega 60 þúsund krónur á mánuði.<br /><br />Rætt hefur verið um að breyta kerfinu þannig að íbúar á hjúkrunarheimilum greiði milliliðalaust fyrir almenna þjónustu, þ.e. fyrir mat, þrif, þvott, tómstundastarf og húsaleigu. Um heilbrigðisþjónustu, þ.m.t. lyf og aðra umönnun myndu gilda almennar reglur. Er þetta í samræmi við fyrirkomulag sem tíðkast t.d. í Danmörku. Húsaleiga tæki mið af stærð og gæðum húsnæðisins en einnig af tekju- og eignastöðu einstaklinganna. Fólk ætti jafnframt rétt á húsnæðisbótum.<br /><br />Á fjárlögum 2016 er gert ráð fyrir 27,9 milljörðum króna í rekstur hjúkrunarheimila. Áætlað er að greiðslur vistmanna nemi 1,3 milljörðum króna. Þar fyrir utan er kostnaður vegna byggingar nýrra heimila en í nýrri ríkisfjármálaáætlun er gert ráð fyrir 4,7 milljörðum króna framlagi úr ríkissjóði og Framkvæmdasjóði aldraðra til þriggja nýrra hjúkrunarheimila á næstu fimm árum. Verkefnið er stórt og mikilvægt. Virða verður sjálfræði aldraðra og gæta jafnræðis á milli þeirra sem búa heima og þeirra sem fara á hjúkrunarheimili. Jafnframt þarf að fara vel yfir kosti og galla núverandi fyrirkomulags og hugmynda um breytt kerfi.<br /><br />Því hef ég, að höfðu samráði við heilbrigðisráðherra, skipað starfshóp til að gera nánari tillögur um breytt greiðslufyrirkomulag. Komið verði á sérstöku tilraunaverkefni í samvinnu við eitt eða fleiri hjúkrunarheimili. Hópurinn er skipaður fulltrúum frá Landssambandi eldri borgara, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu, Tryggingastofnun ríkisins, Sjúkratryggingum Íslands og fulltrúum ráðuneytisins.</p> <p><em>Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra</em> </p>

2016-05-02 00:00:0002. maí 2016Vandað, hagkvæmt, hratt

<p><strong>Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, skrifar um húsnæðismál.<br />Greinin birtist í Fréttablaðinu 2. maí 2016</strong></p> <p>Fyrir skömmu birtist í Fréttablaðinu pistill Sigríðar Hrundar Guðmundsdóttur rekstrarhagfræðings um húsnæðismál. Þar segir: „Það er einhvern veginn svo augljóst að það myndi draga úr hækkunum að gera byggingaraðilum auðveldara að byggja íbúðarhúsnæði með minni tilkostaði.“ <br /><br />Þetta er hárrétt athugað og því hafa stjórnvöld lagt mikla áherslu á að ná niður byggingarkostnaði m.a. með því að endurskoða regluverk skipulags- og byggingarmála. Unnar hafa verið veigamiklar breytingar á regluverkinu í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og er það verk nú á lokametrunum.<br /><br />Í tengslum við gerð kjarasamninga á síðasta ári samþykkti ríkisstjórnin ýmsar mikilvægar aðgerðir á sviði húsnæðismála. Á grunni hennar undirrituðu félags- og húsnæðismálaráðherra, iðnaðar- og viðskiptaráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra sameiginlega viljayfirlýsingu um verkefnið „Vandað, hagkvæmt, hratt“ sem hefur það markmið að skoða í víðu samhengi leiðir sem aukið geta fjölbreytni og framboð á hagkvæmum og ódýrum íbúðum, ekki síst í þágu ungs fólks og tekjulágs.<br /><br />Nýlega var stofnaður svonefndur Byggingavettvangur (BVV) og verður verkefnið „Vandað, hagkvæmt, hratt“ eitt fyrsta verkefni hans. BVV er samstarfsvettvangur fyrirtækja, stofnana, ráðuneyta og annarra aðila sem starfa á þessu sviði, þ.e. Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Mannvirkjastofnunar, Íbúðalánasjóðs og Samtaka iðnaðarins. <br /><br />Í samþykktum BVV eru tilgreindir samstarfsaðilar hans, sem eru atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík, Hönnunarmiðstöð Íslands, IKEA, Listaháskóli Íslands, Reykjavíkurborg, Samband íslenskra sveitarfélaga, umhverfis- og auðlindaráðuneytið og velferðarráðuneytið. Samkvæmt samþykktum BVV greiða stofnaðilar árlega samtals 22 milljónir króna til rekstursins. Þar af greiða velferðarráðuneytið og Íbúðalánasjóður 6 milljónir kr., umhverfis- og auðlindaráðuneytið og Mannvirkjastofnun fjórar milljónir kr., atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið 6 milljónir kr. og Samtök iðnaðarins 6 milljónir kr. Nýráðinn verkefnastjóri BVV er Hannes Frímann Sigurðsson. Ég bind miklar vonir við að samstarf stjórnvalda og ofangreindra aðila á vettvangi BVV skili fljótt og vel góðum árangri. Þannig nálgumst við takmarkið um að mæta þörf ungs fólks og tekjulágs um vandaðar og hagkvæmar íbúðir.</p> <p> </p> <p><em>Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra</em></p>

2016-03-15 00:00:0015. mars 2016Ávarp Eyglóar Harðardóttur á 60. fundi Kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna í New York, 15. mars 2016

<p> </p><p></p><strong>Ávarp Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra<br>New York, 15. mars 2016</strong><p></p><p> </p><p>Mr. Chair,</p><p> </p><p>I would like to congratulate you on your election as Chair of the CSW and assure you of Iceland´s support for your work. </p><p> </p><p>We look forward to participate in this session on the basis the new working methods which are bound to enhance the impact of the work of the Commission. </p><p> </p><p>We welcome the priority theme „Women´s Empowerment and its link to Sustainable Development“. &nbsp;We have high hopes regarding Agenda 2030 and firmly believe in the necessity of its implemention to secure sustainable peace and development.&nbsp; </p><p> </p><p>Mr. Chair,</p><p> </p><p>Women make up half of mankind and to achieve the commitments made in the 2030 Agenda it will be necessary for all UN Member States and other stakeholders to put their gender glasses on and ensure systematic gender mainstreaming in the implementation of the agenda as a whole.&nbsp;&nbsp; Accordingly, the CSW should not only be focusing on Goal 5, but on how all the SDG´s must be implemented in a gender-responsive manner.</p><p> </p><p>The 2030 Agenda should be looked upon in light of other commitments made by UN Member States such as those most of us have undertaken through CEDAW and other human rights treaties, and all of us through the Beijing Declaration and Platform for Action.&nbsp; In this regard I would like to use the opportunity to call upon those Member States, who have not yet done so, to ratify or acceed to CEDAW. </p><p> </p><p>The 2030 Agenda is first and foremost a tool to ensure human rights of people world wide.&nbsp; We must be ambitious.&nbsp; Women are not going to wait for 117 years for gender equality which according to the World Economic Forum is the time we will have to wait if we continue at current speed.&nbsp; When we pull together our resources we should achieve gender equality in 2030 according to plan.</p><p> </p><p>The &nbsp;CSW must play a role in dealing with the institutional questions regarding implementing Agenda 2030.&nbsp; We have to make sure, however, that we do not narro the role of the CSW down to only Agenda 2030. &nbsp;The CSW continues to have a leading role in monitoring and accelerating the implementation of Beijing Declaration and Platform for Action and in mainstreaming a gender perspective in all UN Activities.&nbsp; </p><p> </p><p>I will now revert to the review theme on eliminating and preventing all forms of violence against women and girls and would like to inform the Commission about three developments in Iceland.</p><p> </p><p>First, Iceland has taken a new approach to address domestic violence aiming at making measures such as removing the perpetrator from the home and to issue restraining orders, more effective and to provide better support and protection for the victims. &nbsp;Also, to improve first response through cooperation between the police and social services. We will have a side event on this approach called „Keep the Window Open“ on Thursday.</p><p> </p><p>Second, Iceland has also adopted the Swedish Model on prostitution, by making the purchasing of sexual services as well as profiting from prostitution by others illegal while not penalizing the prostitutes themselves.&nbsp; This is based on the view that it is the responsibility of the legislature to stand against the sale of sexual favours, as it is unacceptable to regard the human body as a saleable good.&nbsp; We hope more countries will adopt this model to reduce demand for prostitution.&nbsp; </p><p> </p><p>Third, Iceland is a signatory to the Council of Europe Convention on Preventing and Combating Violence Against Women and Domestic Violence, known as the Istanbul Convention.&nbsp; The aim is to ratify the Convention this spring during the current session of Parliament.</p><p> </p><p>Mr. Chair,</p><p> </p><p>Finally, Iceland feels it is extremely important to engage men and boys in gender equality and women´s empowerment and has taken a number of initiatives to do exactly that, both at the national and international level.&nbsp; We encourage other Member States to follow suit.&nbsp; </p><p></p><p>Thank you, Mr. Chair.</p>

2016-02-28 00:00:0028. febrúar 2016Fasteignaráðstefnan 2016: Staðan og hvert stefnir

<p> </p> <header> <hgroup> <h2> </h2> </hgroup> </header> <p>Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, kynnti áherslur sínar í húsnæðismálum á Fasteignaráðstefnunni 2016 sem haldin var í Hörpu 25. febrúar 2016. </p> <p> </p> <ul> <li><a href="/media/velferdarraduneyti-media/media/frettir2016/Husnaedismal_15032016.pdf">Glærur frá kynningu ráðherra</a></li> </ul> <p> </p>

2016-01-29 00:00:0029. janúar 2016Málþing Þroskaþjálfafélags Íslands um ofbeldi í starfi með fötluðu fólki

<p> </p><p><b>Ávarp Eyglóar Harðardóttur félags- og húsnæðismálaráðherra</b></p><p> </p><p>Komið þið sæl öll og takk fyrir að bjóða mér hingað þar sem á dagskrá er viðkvæmt og vandasamt umfjöllunarefni sem mikilvægt er að ræða af fagmennsku og yfirvegun.</p><p> </p><p>Ofbeldi í einhverri mynd er veruleiki fólks á ýmsum starfssviðum, þótt mismikið sé um það fjallað. Ofbeldi sem löggæslufólk mætir í sínum störfum er eitthvað sem stundum er talað um – og kemur eflaust engum á óvart, í ljósi þeirra margvíslegu verkefna sem lögreglan fæst við.</p><p> </p><p>Á slysadeild Landspítalans kemur fólk oft í beinu framhaldi af næturskemmtunum sem farið hafa úr böndum, gjarna drukkið eða undir áhrifum annarra fíkniefna. Um þetta er stundum fjallað, og þetta er svo sannarlega vandamál.</p><p> </p><p>Ofbeldi eins og er til umfjöllunar hér í dag horfir sennilega allt öðru vísi við okkur flestum en ofbeldi sem skapast við aðstæður eins og ég nefndi áðan. Hvort sem í hlut á fatlaður einstaklingur sem beitir ofbeldi eða starfsmaðurinn sem verður fyrir því – þá er eitthvað sem er allt öðru vísi við þetta en hefðbundið gerenda/þolendasamband – þótt hér sé ekkert síður um alvarlegt mál að ræða.</p><p> </p><p>Ég sé af dagskránni hér að umfjöllunin á eftir mun fyrst og fremst snúa að þeim þáttum sem varða það að sæta ofbeldi í starfi með föltuðu fólki.&nbsp; Ég ætla því að leyfa mér að horfa á málið frá annarri hlið sem skiptir auðvitað líka miklu máli, eins og þið öll vitið eflaust manna best, en það er hvernig megi draga úr líkum á því að fatlaðir beiti ofbeldi þá sem um þá annast.</p><p> </p><p>Sérfræðingar mínir leggja ríka áherslu á hvernig við nálgumst þessi mál og skoða það út frá því að valdbeiting kalli á valdbeitingu. Og þarf enginn að efast um sannleikann í þeim orðum. Það er því afar mikilvægt að forðast í lengstu lög að beita valdi ef þess er nokkur kostur.</p><p> </p><p>Þeir sem vinna með fötluðu fólki kannast eflaust flestir við nauðung í ýmsum myndum. Stundum kann hún að vera hluti af verklagi án þess að fólk hafi leitt hugann að því að um nauðung sé að ræða. </p><p> </p><p>Það er vitað að nauðung er oftar en ekki beitt í góðum tilgangi þar sem ætlunin er að gæta velferðar hins fatlaða. Skýrt dæmi um þetta er ef fatlaður einstaklingur er með sykursýki og vegna þess meinaður aðgangur að sykri þvert gegn vilja&nbsp; hans sjálfs. Hér er vert að skoða hvort aðrar leiðir séu færar – og örugglega er það oft þannig að ef mál eru skoðuð gaumgæfilega er unnt að finna leiðir sem koma í stað þess að beita bönnum, aðgangshindrunum, skerðingu á ferðafrelsi og svo mætti áfram telja. </p><p> </p><p>Það var mikið og gott framfaraskref þegar sett voru lög um réttindagæslu fatlaðs fólks og í framhaldi af því frekari lagaákvæði sem fjalla um ráðstafanir til að draga úr nauðung við fatlað fólk. Þarna erum við annars vegar komin með skipulagða ráðgjöf sem lýtur að því að draga úr nauðung við fatlað fólk eins og kostur er – og hins vegar ferli sem tryggir að ef ekki reynast færar leiðir til að uppfylla brýnar umönnunarskyldur án þess að beita nauðung, þá verður það ekki gert nema að fengnu sérstöku leyfi þar til bærra aðila hjá nefnd um undanþágu frá beitingu nauðungar í þjónustu við fatlað fólk. – Þetta ferli samkvæmt lögunum er enn að þróast og slípast til en ég er ekki í vafa um að þegar fram í sækir muni sýna sig að breytt verklag með þessum áherslum mun draga úr ofbeldi í vinnu með fatlað fólk. </p><p> </p><p>Það er rétt að minna á að samkvæmt lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum er öllum vinnustöðum skylt að gera áhættumat með því að greina hugsanlega áhættuþætti sem ógna öryggi. Það er mjög mikilvægt að þetta sé gert og að vel sé að því staðið.</p><p> </p><p>Góðir gestir.</p><p> </p><p>Ég geri ráð fyrir því að einhver ykkar í það minnsta hafi heyrt af nýlega stofnuðu landssamráði gegn ofbeldi sem þrír ráðherrar, að mér meðtalinni, efndu til með metnaðarfullri samstarfsyfirlýsingu sem kynnt var á síðasta ári. Samstarfsyfirlýsingin felur í sér að unnin verði aðgerðaáætlun til fjögurra ára gegn ofbeldi í íslensklu samfélagi. Landssamráðið er hafið og þegar hafa verið haldnir fjölmennir fundir til undirbúnings stefnu og aðgerðaáætlun í þessum vandasama málaflokki. Síðast í gær var haldinn einstaklega vel heppnaður vinnufundur í Iðnó um aðgerðir gegn ofbeldi þar sem um 100 manns komu saman og réðu ráðum sínum. Þar veit ég af því að ofbeldi í störfum með fötluðu fólki var gert að umtalsefni, en því hafði ekki verið gefinn sérstakur gaumur áður í þessari vinnu. Það verður hins vegar gert í framhaldi af umræðunni á fundinum í gær, því ég legg mikla áherslu á að í þeirri vinnu sem byggð verður á samstarfsyfirlýsingu ráðherranna þriggja verði ekkert undanskilið sem lýtur að ofbeldi og aðgerðum til að sporna gegn því.</p><p> </p><p>Mig langar að ljúka máli mínu hér með því að segja frá því hvernig þetta víðfeðma verkefni gegn ofbeldi hefur verið brotið upp í þrjú þemu sem við köllum ,,vöffin“ þrjú. Þetta eru þrjú hugtök sem leggja grundvöll að starfinu, þ.e. <b>v</b>akning, - <b>v</b>iðbrögð og <b>v</b>aldefling.</p><p> </p><p><b>Vakningin</b> felst í því að upplýsa og virkja samfélagið til að taka höndum saman gegn ofbeldi. Þar undir falla forvarnir, fræðsla og rannsóknir og miðlun upplýsinga til viðeigandi hópa og samfélagsins alls.</p><p> </p><p><b>Viðbrögð</b> vísa til réttarvörslukerfisins og snúa að rannsókn mála, verklagi á vettvangi, vernd og bráðastuðningi við þolendur.</p><p> </p><p>Loks er það <b>valdeflingin</b>, en í henni felst velferðarþjónustan, ráðgjöf og marþættur stuðningur til lengri tíma við þolendur og úrræði fyrir gerendur.</p><p> </p><p>Góðir fundarmenn.</p><p> </p><p>Mér dettur í hug í lokin að auðvitað eigum við að bæta við fjórða vaffinu – eða að minnsta kosti að hafa það alltaf með í farteskinu – en það er virðing. Virðing fyrir þeim verkefnum sem við vinnum að og virðing fyrir fólkinu sem við vinnum með. Það er alltaf gott veganesti.</p><p></p><p>&nbsp;Gangi ykkur vel í dag. </p>

2016-01-08 00:00:0008. janúar 2016Gömul og ný brot

<strong>Grein eftir Eygló Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra.<br /> Birtist í Fréttablaðinu 8. janúar 2016.<br /> <br /> </strong> <p>Ofbeldi í nánum samböndum, heimilisofbeldi og kynferðislegt ofbeldi eru mannréttindabrot sem brjóta gegn grundvallarfrelsi einstaklinga.<br /> <br /> Á síðasta ári tók ég ákvörðun um að auka aðstoð við þolendur ofbeldis með því að veita geðsviði Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri framlag til að fjármagna nýjar stöður sálfræðinga sem veita þolendum eldri brota ráðgjöf og meðferð.<br /> <br /> Við mótun verkefnisins var byggt á áratuga reynslu Neyðarmóttökunnar, en hún aðstoðar þolendur nýlegra brota. Til hennar leita árlega um 130 einstaklingar vegna kynferðisofbeldis. Konur eru 97% brotaþola og um 78% þeirra eru 25 ára eða yngri. Öllum sem leita til Neyðarmóttökunnar er boðin sálfræðiþjónusta. Í fyrstu viðtölunum er lögð áhersla á áfallahjálp og sálrænan stuðning ásamt því að meta afleiðingar ofbeldisins. Ef áfallastreitu­röskun greinist er boðið upp á sérhæfða, áfallamiðaða, hugræna atferlismeðferð. Þeir sem ekki þurfa formlega meðferð fá stuðning eftir þörfum í anda einstaklingsmiðaðrar þjónustu. Brottfall úr þjónustu er hátt og er það í samræmi við erlendar rannsóknir og reynslu annarra af þjónustu við þolendur kynferðisofbeldis. Erlendis hefur meðferð í gegnum netið verið reynd til að draga úr brottfalli og hefur komið í ljós góður árangur, ekki hvað síst gagnvart ungum þolendum. Þessi leið gæti einnig verið áhugaverð til að auðvelda aðgengi að þjónustu um allt land, óháð búsetu.<br /> <br /> Frá því að sjúkrahúsin tvö á Akureyri og í Reykjavík fengu aukið framlag hafa þau unnið að því að byggja upp góða meðferð fyrir þolendur eldri brota. Þegar hafa tugir einstaklinga notið þjónustu þeirra. Áskoranir eru margvíslegar enda þyngd mála mikil og áfallasaga oft flókin, jafnvel þannig að einstaklingarnir hafa búið við alvarlegt ofbeldi til fjölda ára eða orðið fyrir mörgum sjálfstæðum áföllum. Brotaþolar fást oft við líkamleg veikindi samhliða geðrænum vandamálum og hafa lifað lengi með afleiðingum ofbeldisins án meðferðar. Þarna kemur líka í ljós að brottfall úr meðferð er hátt, enda er eitt af einkennum áfallastreituröskunar að forðast allt sem minnir á áfallið. Að mínu mati er þörfin fyrir ofangreint verkefni skýr. Búið er að tryggja áframhaldandi fjármögnun þess á nýju ári.<br /> </p>

2015-12-10 00:00:0010. desember 2015Málþing um menntun og valdeflingu kvenna í Afganistan

<p><strong>Ávarp Eyglóar Harðardóttur félags- og húsnæðismálaráðherra</strong></p> <p></p> <p>Ágætu fundarmenn.</p> <p></p> <p>Til hamingju með daginn – alþjóðlegan mannréttindadag Sameinuðu þjóðanna.</p> <p></p> <p>Tilgangur þessa málþings er að efla vitundarvakningu um stöðu stúlkna í Afganistan. Málþingið er hluti verkefnis sem hefur það tvíþætta markmið að efla stöðu kvenna í Afganistan og stuðla að vitundarvakningu um mikilvægi menntunar fyrir valdeflingu kvenna og stúlkna. Undirbúningur verkefnisins fór fram í þremur ráðuneytum og hlaut það níu milljóna króna styrk úr Framkvæmdasjóði jafnréttismála í janúar á þessu ári. Styrkurinn rennur til UNICEF í Afganistan og verður nýttur til að auðvelda stúlkum skólagöngu og auka öryggi þeirra.<span>&#160;</span> <span>&#160;</span></p> <p></p> <p><span>En hvers vegna</span> <span>er mikilvægt að íslensk stjórnvöld leggi eitthvað af mörkum til að styrkja stöðu stúlkna og kvenna í hinu fjarlæga Afganistan? &#160;Landi, sem er þannig staðsett á heimskortinu að það hefur um aldir haft afar veika stöðu í átökum öflugra ríkja og íbúar þess búið við harðræði og grimmd mismunandi átaka, en síðustu 35 ár hafa einkennst af stöðugum stríðsátökum með tilheyrandi eyðileggingu,</span> <span>miklu mannfalli óbreyttra borgara og flótta stórs hluta þjóðarinnar ýmist innanlands eða utan – auk þess sem náttúruhamfarir eru tíðar í landinu.</span></p> <p></p> <p>Við slíkar aðstæður hrynja innviðir samfélagsins eins og heilbrigðis- og menntakerfi – en þrátt fyrir að miklar framfarir hafi orðið á síðustu árum og aðgangur að heilsugæslu hafi batnað er mæðra- og barnadauði enn mjög mikill og landið eitt það hættulegasta í öllum heiminum fyrir konur.</p> <p></p> <p>Eftir langan tíma með sífelldum stríðsrekstri þurfa raddir kvenna að heyrast við uppbyggingu landsins og það á ekki síst við á æðstu stöðum. Það skiptir máli að konur komi að friðarferlum og að reynsla þeirra nýtist til að byggja nærsamfélagið upp aftur. Til þess að slíkt sé mögulegt er mikilvægt að konur hafi nauðsynleg verkfæri til að takast á við svo risavaxin verkefni. Þar skiptir læsi og önnur menntun miklu máli því öll menntun eykur til muna aðgang að völdum og áhrifum í samfélaginu. &#160;</p> <p></p> <p>Nokkur árangur hefur náðst frá innrásinni í Afganistan árið 2001 og nú stunda mun fleiri stúlkur nám en þá gerðu – konur standa þó enn mjög höllum fæti en tæplega áttatíu prósent fullorðinna kvenna getur hvorki lesið né skrifað á meðan hlutfallið er ríflega fimmtíu prósent meðal karla.<span>&#160;</span> Góðu fréttirnar eru á hinn bóginn þær að á allra síðustu árum hefur læsi aukist meðal ungs fólks og í dag er talið að um helmingur þess hafi náð þeim áfanga að geta bæði lesið og skrifað. Enn eru drengir þó mun líklegri til að ganga í skóla en stúlkur. Ef eingöngu er horft til ungmenna á aldrinum 15–24 ára er talið að tæplega helmingur þeirra sæki skóla, um 30% ungra kvenna og 60% ungra karla.<span>&#160;&#160;</span></p> <p></p> <p>Veik staða kvenna í afgönsku samfélagi birtist ekki síst í tækifærum þeirra til menntunar.<span>&#160;</span> Atvinnuþátttaka kvenna er tæp fimmtíu prósent en mikill meirihluti vinnur störf sem tengjast landbúnaði, þótt konur eigi eingöngu um tvö prósent alls lands. Afganskar konur eiga að meðaltali fimm til sex börn og um níutíu prósent þeirra segjast hafa upplifað kynbundið ofbeldi, verið neyddar í hjónabönd eða giftar á barnsaldri. Tíðni kynbundins ofbeldis er hærri í dreifbýli en í þéttbýli sem stafar af því að menntunarstigið í borgum og bæjum er hærra og líkurnar á því að konur séu beittar ofbeldi minnkar þegar hjón eru bæði læs. <span>&#160;</span>Minnstar eru líkurnar á ofbeldi þegar bæði hafa reglulegar tekjur.</p> <p></p> <p>Auk alls þessa búa konur í Afganistan við hefðbundna og jafnvel hatramma andstöðu við þátttöku í opinberu lífi. Konur búa einfaldlega ekki við öryggi og hótanir og ofbeldi halda þeim frá þátttöku á hinum opinbera vettvangi. Tregða við að hleypa konum í stjórnmálin er mikil og enn eru karlar um sjötíu prósent þingmanna og rúmlega áttíu prósent ráðherra þrátt fyrir að stjórnarskrá landsins kveði á um kynjakvóta í stjórnmálum.<span>&#160;</span> Enda hefur landið, líkt og önnur lönd, skuldbundið sig til að <strong>jafna</strong> hlutfjöll kynjanna, en ekki einungis að fjölga konum í stjórnmálum eins og framkvæmdaáætlunin frá Peking kveður á um.</p> <p></p> <p>Afganistan er mjög gott dæmi um að ekki er nóg að fá kynjakvóta í þingsali – þeir eru þegar verst lætur einungis til málamynda. Of margar þingkonur eru leiksoppar karlanna og þótt trúarleiðtogar segist styðja þátttöku þeirra er vali þeirra stýrt af körlum sem hafa sterkari valdastöðu í samfélaginu en þær. Þá tekur tíma að byggja upp traust og samstöðu kvenna þvert á flokka, en slík samstaða getur lyft grettistaki. Við þekkjum það vel úr okkar eigin stjórnmálasögu að virk kvennahreyfing er nauðsynlegt afl til að koma hreyfingu á þau málefni sem varða konur mestu. Með því að efla menntun afganskra stúlkna og kvenna, batna lífsgæði þeirra og möguleikar á að afla sér lífsviðurværis sem aftur ýtir undir sjálfstæði þeirra, seinkar hjónaböndum&#160; og gerir þeim kleift að taka þátt í félagsmálum, eins og störfum kvennahreyfinga, vera frumkvöðlar og skapa sín eigin störf. Þannig styðjum við einnig við hið borgaralega samfélag sem er afar veikt en mikilvægt fyrir alla lýðræðisþróun í landinu.</p> <p></p> <p>Í lokin langar mig að nefna að íslensk stjórnvöld hafa tekist á hendur skuldbindingar varðandi ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1325 um konur, friður og öryggi frá árinu 2000 og bera þar af leiðandi ábyrgð við framkvæmd hennar á alþjóðavettvangi. Hún undirstrikar mikilvægt hlutverk kvenna við að finna friðsamlega lausn í stríðsátökum og friðaruppbyggingu og leggur áherslu á jafna þátttöku þeirra og aðild að öllum aðgerðum sem ætlað er að viðhalda og stuðla að friði og öryggi. Ályktun 1325 ítrekar enn fremur nauðsyn þess að framkvæma að fullu alþjóðleg mannúðar- og mannréttindalög sem vernda réttindi kvenna og stúlkna í átökum og í kjölfar átaka. &#160;Nú fimmtán árum síðar er þátttaka kvenna í friðarumleitunum og –uppbyggingu enn alltof lítil en á árunum 1992–2011 voru konur eingöngu fjögur prósent þeirra sem tóku þátt í friðarviðræðum á alþjóðavettvangi.</p> <p></p> <p>Í lok nóvember var stofnað í Ósló norrænt net kvenna í friðarumleitunum. Hugmyndin að netinu, sem tengir konur með reynslu af samningaumleitunum og störfum á átakasvæðum, er að hvetja til þess að konur komi í auknum mæli að friðarumleitunum á alþjóðavettvangi. Reynslan sýnir að friðarsamningar sem konur koma að leiða oftar til niðurstöðu en þar sem þær taka ekki þátt, ekki síst vegna hlutverks þeirra þegar kemur að því að innleiða&#160;friðarsamningana.<br /> <br /> Gréta Gunnarsdóttir sendiherra, ein þeirra sem sitja fyrir Íslands hönd í ráðgjafahópi netsins, sagði við stofnun netverksins að við eigum ekki að þurfa að útskýra hvers vegna konur eiga erindi að samningaborðinu, ekki frekar en hvers vegna karlar sitja þar. Ætlunin er að netið tengist öðrum alþjóðlegum hópum kvenna í samningaumleitunum, í aðdraganda friðarsamninga, samningunum sjálfum og við að framfylgja þeim.</p> <p></p> <p>Fyrir skömmu bárust okkur þær fréttir að Ísland skipi nú, sjöunda árið í röð, efsta sætið á lista Alþjóðaefnahagsráðsins á sviði kynjajafnréttis. Hin Norðurlöndin skipa sér í efstu sæti listans næst á eftir Íslandi sem staðfestir þann góða árangur sem náðst hefur á norrænum vettvangi jafnréttismála. Þótt enn sé nokkuð í land að jafnri stöðu og jöfnum áhrifum kvenna og karla hafi verið náð í íslensku samfélagi þá ber að halda því til haga sem vel er gert og hefur borið góðan árangur. Okkur ber skylda til að miðla þekkingu okkar og árangri á sviði jafnréttismála út á alþjóðavettvang – einn liður í því starfi er að stuðla að aukinni menntun og valdeflingu kvenna í öðrum heimshlutum og okkur ber að styðja verkefni UN WOMEN og UNICEF sem meðal annars hafa aukin réttindi kvenna stúlkna að meginmarkmiði.</p> <p></p> <p></p> <p>Framundan er spennandi dagskrá og ég hlakka til að læra af þeim sem hér munu taka til máls.</p> <p></p> <p><span>Takk fyrir</span><span>.</span></p> <p></p> <p>&#160;</p> <p></p> <p>&#160;</p> <p></p> <p>&#160;</p> <p>&#160;</p> <br />

2015-12-04 00:00:0004. desember 2015Málþing um aðgerðir gegn ofbeldi í nánum samböndum

<p>Ávarp Eyglóar Harðardóttur félags- og húsnæðismálaráðherra</p> <p>Góðir gestir,</p> <p>Á ári hverju tengjum við á táknrænan hátt kynbundið ofbeldi og mannréttindi með alþjóðlegu sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið hefst á alþjóðlegum baráttudegi gegn ofbeldi gegn konum þann 25. nóvember og lýkur á alþjóðlega mannréttindadeginum þann 10. desember.</p> <p>Áður en lengra er haldið vil ég þakka Jafnréttistofu og Aflinu fyrir að eiga frumkvæði að þessu málþingi um þetta mikilvæga málefni sem varðar okkur öll.</p> <p>Ofbeldi í nánum samböndum, heimilisofbeldi og kynferðislegt ofbeldi eru mannréttindabrot sem brjóta gegn grundvallarfrelsi einstaklinga. Sem aðili að ýmsum alþjóðlegum mannréttindasamningum er íslenskum stjórnvöldum skylt að virða, vernda og uppfylla mannréttindi. Hér má nefna sem dæmi Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, eða Barnasáttmálann sem lögfestur var hér á landi árið 2013 en þar er kveðið á um rétt barna til æsku og lífs án ofbeldis. Mikilvægasta forvörnin felst í því að upplýsa og fræða börn og því er ánægjulegt að segja frá því hér að í gær undirritaði ég samning við Brúðuleikhúsið Tíu fingur sem tryggir áframhaldandi sýningar á brúðuleikritinu Krakkarnir í hverfinu sem er ætlað til að fræða alla nemendur í öðrum bekk grunnskóla um ofbeldi gegn börnum og þau úrræði sem standa þolendum ofbeldis til boða.</p> <p>Fyrir rúmum mánuði var haldinn upphafsfundur landssamráðs gegn ofbeldi. Þar er um að ræða víðtækt samráð lykilaðila sem ákveðið hefur verið að efna til í því skyni að vinna gegn öllum tegundum ofbeldis í samfélaginu. Þetta starf er byggt á samstarfsyfirlýsingu sem ég tel til tímamóta – yfirlýsingu sem þrír ráðherrar undirrituðu þann 18. desember í fyrra um aðgerðir gegn ofbeldi og afleiðingum þess. Í yfirlýsingunni sem að standa - auk mín – mennta- og menningarmálaráðherra og innanríkisráðherra segir að við séum einhuga um að vinna saman gegn ofbeldi í íslensku samfélagi og niðurbrjótandi áhrifum þess, auka fræðslu og forvarnarstarf um ofbeldi, bæta samvinnu og verklag við að draga úr ofbeldi og styrkja samstarf við rannsókn ofbeldismála“. Í yfirlýsingunni er tilgreint að samstarfið muni beinast að aðgerðum til að sporna við ofbeldi gegn börnum, ofbeldi í nánum samböndum, kynferðislegu, andlegu og líkamlegu ofbeldi og ofbeldi gagnvart fötluðu fólki og öðrum berskjölduðum hópum.</p> <p>Eitt fyrsta verkefni landssamráðsins var að taka þátt í Evrópudegi um vernd barna gegn kynferðislegu ofbeldi þann 18. nóvember. Bréf var sent til allra grunnskóla á landinu með hvatningu til starfsfólks skóla um taka nýja teiknimynd Evrópuráðsins með íslensku tali og texta til sýningar í öllum skólum landsins í tilefni dagsins. Í teiknimyndinni eru börn á aldrinum 9 – 13 ára upplýst um að íslensk stjórnvöld hafi gefið ýmis loforð um að tryggja öryggi barna með lögfestingu Lanzarote samnings Evrópuráðsins og að börn sem leiti sér hjálpar vegna kynferðislegs ofbeldis verði tekin alvarlega og fái hjálp við að ná bata.</p> <p>Barnahús veitir börnum sem hafa orðið fyrir kynferðislegu eða líkamlegu ofbeldi þjónustu og meðferð og hefur frá því að það var sett á laggirnar árið 1998, vakið athygli langt út fyrir landsteinana. Evrópuráðið telur íslenska Barnahúsið vera fyrirmynd annarra barnahúsa og á hverju ári koma hingað til lands fjölda sendinefnda í þeim tilgangi að skoða Barnahús og fá fræðslu um verklag hússins og aðferðafræði. Þá tryggjum við jafnframt að börn og ungmenni sem sýnt hafa af sér óeðlilega kynhegðun fái viðeigandi meðferð með samningi ráðuneytisins við fagteymi sérfræðinga sem hafa sérhæft sig í slíkri meðferð.</p> <p>Ísland hefur síðastliðin ár verið efst á lista <span>World Economic Forum yfir þau lönd þar sem kynjajafnrétti er mest</span> og þeim árangri ber að fagna. Sem ráðherra jafnréttismála legg ég ríka áherslu á baráttuna gegn kynbundnu ofbeldi. Við þurfum að byrja á grunninum og skapa mannvænna samfélag sem<span>&#160;</span> byggir á virðingu og jákvæðum samskiptum, með því að breyta staðalmyndum og viðhorfum og ekki síst orðræðunni, en hatursorðræða gegn einstaklingum og hópum og þá sérstaklega á netinu er tiltölulega ný birtingarmynd ofbeldis sem við þurfum að bregðast við.</p> <p>Mikilvægur áfangi í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi er fyrirhuguð lögfesting Istanbul samnings Evrópuráðsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi. Nú liggur fyrir frumvarp innanríkisráðherra þar sem lagðar eru til breytingar á almennum hegningarlögum svo fullgilda megi samninginn, en meðal þeirra breytinga sem lagðar eru til er að sett verði nýtt ákvæði í lögin sem gerir heimilisofbeldi að sérstöku broti. Þá felur fullgildingin einnig í sér að við þurfum að formfesta ramma utan um ýmis verkefni sem nú þegar eru til staðar að einhverju leyti eins og rekstur athvarfs, starfrækslu neyðarnúmers, þjónustu við þolendur og meðferð fyrir gerendur.</p> <p><span>Mikið hefur þegar áunnist í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi og heimilisofbeldi. Á vegum velferðarráðuneytisins hefur starfað samstarfsteymi vegna heimilisofbeldis frá árinu 2013 sem hefur m.a það hlutverk með höndum að hafa umsjón með því að fylgt sé samræmdri heildarstefnu um heimilisofbeldi. Þá er samstarfsteyminu einnig ætlað að koma á föstu samstarfi milli þeirra aðila sem hafa aðkomu að málaflokknum. Samstarfsteymið hefur staðið fyrir námskeiðshaldi um forvarnir og aðgerðir gegn heimilisofbeldi um land allt. Með námskeiðunum hefur þeirri þekkingu verið miðlað sem skapast hefur í tengslum við</span> <span>samstarfsverkefni embættis lögreglustjórans á Suðurnesjum og félagsþjónustu sveitarfélaga á Suðurnesjum</span> <span>sem ber</span> <span>yfirskriftina „Að halda glugganum opnum“</span><span>. Markmið verkefnisins var að bæta rannsóknir í heimilisofbeldismálum með</span> <span>markvissari viðbrögðum lögreglu, fækkun ítrekunarbrota, bættri tölfræðivinnslu, markvissari aðstoð við þolendur og gerendur og því að nýta betur úrræði um nálgunarbann og brottvísun af heimili.</span> <span>Á námskeiðunum hafa ábyrgir aðilar á hverjum stað verið hvattir til þess að taka upp sambærilegt verklag. Fyrsta námskeiðið var haldið hér á Akureyri í desember&#160; á síðasti ári, í samvinnu við Jafnréttisstofu og þann 25. febrúar sl., var svo undirituð samstarfsyfirlýsing Akureyrarbæjar og embættis lögreglustjórans á Norðurlandi eystra um átak gegn heimilisofbeldi og sambærileg þróun hefur átt sér stað um allt land.</span></p> <p>Velferðarráðuneytið hefur einnig aukið aðstoð til þolenda ofbeldis með því að veita geðsviði Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri framlag til að fjármagna nýjar stöður sálfræðinga sem veita&#160; þolendum ofbeldis aðstoð og meðferð vegna áfallastreituröskunar og þunglyndis. Öllum þolendum sem leita á Neyðarmóttökuna hjá Landspítalanum er boðin sálfræðiþjónusta. Þeir sem þiggja er vísað í þjónustuna og fá símtal frá sálfræðingi, oftast næsta virkan dag. Í fyrstu viðtölunum er lögð áhersla ááfallahjálp og sálrænan stuðning ásamt því að meta afleiðingar kynferðislega ofbeldisins. Ef áfallastreituröskun greinist er boðið upp á sérhæfða, áfallamiðaða, hugræna atferlismeðferð. Þeir sem ekki þurfa formlega meðferð fá stuðning eftir þörfum. Áskoranir í þjónustunni eru að tryggja að þolendur sem leita á Neyðarmóttökuna og eru undir 18 ára aldri þurfi ekki að bíða vegna tafa hjá barnavernd. Brottfall úr þjónustunni er hátt, sérstaklega á fyrstu stigunum og er þetta í samræmi við erlendar rannsóknir og reynslu annarra af þjónustu við þolendur kynferðisofbeldis. Þar verður að spyrja; er þjónusta í samræmi við þarfir þolandans? Í erlendum rannsóknum hefur komið í ljós góður árangur af meðferð sem veitt er í gegnum netið, þar sem brottfall úr þjónustu virðist minna en annars, sérstaklega hjá ungum þolendum. Þessi leið væri einkar áhugaverð, ekki hvað síst ef það gæti líka auðveldað aðgengi að þjónustu um allt land, óháð búsetu.</p> <p>Frá því að sjúkrahúsin tvö á Akureyri og í Reykjavík fengu aukið framlag til að sinna þessum málum hafa þau unnið að því að byggja upp meðferð fyrir þolendur sem glíma við afleiðingar brota fyrir löngu síðan. Þar eru margvíslegar áskoranir. Brotaþolar fást oft við líkamleg veikindi samhliða geðrænum vandamálum og hafa lifað lengi með afleiðingum ofbeldisins án meðferðar og lífsgæði þeirra því mjög skert. Þar kemur líka í ljós að brottfall úr meðferð er hátt, enda er eitt af einkennum áfallstreituröskunar að forðast allt sem minnir á áfallið. Þörfin er hins vegar mjög skýr og mikilvægt að mínu mati að þetta verði unnið áfram.</p> <p>Við höfum líka lært að það er hægt að vinna með gerendur, þá sem ofbeldinu beita. Þar vil ég nefna meðferðarúrræðið Karlar til ábyrgðar fyrir þá sem vilja losna úr viðjum ofbeldisbeitingar, sem kynnt verður hér á eftir og er &#160;&#160;fjármagnað af velferðarráðuneytinu.</p> <p>Markmiðið um að uppræta ofbeldi í íslensku samfélagi kallar á stefnu sem byggir á heildstæðri sýn og samræmdum aðgerðum, en á næsta ári mun landssamráðið vinna aðgerðaáætlun íslenskra stjórnvalda til fjögurra ára gegn ofbeldi og afleiðingum þess. Í undirbúningi er vinnufundur fagaðila í janúar á næsta ári þar sem helstu sérfræðingar á þessu sviði munu koma saman og vinna að tillögum um aðgerðir. Það hefur sýnt sig að með samstilltu átaki má ná árangri í baráttunni gegn ofbeldi í íslensku samfélagi. Þetta vil ég gera að mínum lokaorðum, höldum áfram á þessari braut og vinnu saman gegn ofbeldi í íslensku samfélagi.</p> <p>&#160;</p> <p>&#160;</p>

Um ráðuneytið

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira