Hoppa yfir valmynd

Ræður og greinar Guðbjartar Hannessonar


Dags.Dags.TitillLeyfa leit
2013-04-24 00:00:0024. apríl 2013Málþing um loftgæði og lýðheilsu

<p><strong>Málþing á vegum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og velferðarráðuneytisins, Nauthóli 24. apríl 2013.</strong><br /> <strong>Anna Lilja Gunnarsdóttir ráðuneytisstjóri flutti ávarpið fyrir hönd velferðarráðherra.</strong><br /> </p> <p>Góðir gestir.</p> <p>Fyrir hönd Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra lýsi ég ánægju og þakklæti með afrakstur mikillar og vandaðrar vinnu sem birtist í <a href="/media/velferdarraduneyti-media/media/Rit_2013/Loftgaedaskyrslan_2013_04_16.pdf">ritinu um loftgæði og lýðheilsu</a> sem við fylgjum úr hlaði með málþinginu hér í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem fjallað er heildstætt um áhrif loftmengunar á heilsufar hér á landi og enginn vafi að þetta merkilega rit er hvalreki fyrir þá sem láta sig þessi mál varða eða vilja fræðast um þau.</p> <p>Eins og segir í inngangi er loftmengun fylgifiskur örrar fjölgunar jarðarbúa og þéttbýlismyndunar. Alþjóðaheilbrigðisdagurinn árið 2010 var tileinkaður áhrifum þéttbýlismyndunar á heilbrigði fólks og af því tilefni efndu Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra og Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra til samstarfs milli ráðuneyta sinna um bætt loftgæði og lýðheilsu. Í framhaldinu var settur á fót stýrihópurinn sem hefur átt veg og vanda að gerð ritsins sem er til umfjöllunar hér í dag.</p> <p>Það skiptir öllu máli að hér hefur verið unnið á þverfaglegum grunni. Ráðuneytin tvö, sem nú heita umhverfis- og auðlindaráðuneyti og velferðarráðuneyti tóku höndum saman um mikilvægt verkefni og fengu til liðs við sig þær stofnanir þar sem fyrir hendi er hvað mest þekking er á þessu viðamikla málefni. Umhverfismál og heilbrigðismál eiga marga snertifleti þegar að er gáð, því loftgæði hafa trúlega mun meiri áhrif á lýðheilsu en fólk gerir sér almennt grein fyrir. Ég ætla að nefna þá sem sæti áttu í stýrihópnum, en það voru;</p> <ul> <li>Stefán Einarsson, fulltrúi umhverfis- og auðlindaráðuneytis, formaður,</li> <li>Valgerður Gunnarsdóttir, fulltrúi velferðarráðuneytis, varaformaður,</li> <li>Lilja Sigrún Jónsdóttir, fulltrúi Embættis landlæknis,</li> <li>Hafsteinn Viðar Jensson, fulltrúi Lýðheilsustöðvar, nú Embættis landlæknis,</li> <li>Árný Sigurðardóttir, fulltrúi Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar,</li> <li>Guðrún Pétursdóttir, fulltrúi Stofnunar Sæmundar fróða við Háskóla Íslands,</li> <li>Sigurður Þór Sigurðarson, fulltrúi SÍBS,</li> <li>Þorsteinn Jóhannsson, fulltrúi Umhverfisstofnunar.</li> <li>Hópnum til aðstoðar var Ingiríður Hanna Þorkelsdóttir starfsmaður velferðarráðuneytisins.</li> </ul> <p>&#160;Þeir voru raunar mun fleiri sem lögðu gott til verkefnisins, því leitað var upplýsinga hjá fjölda sérfræðinga og stofnana og er óhætt að segja að framlag þeirra sé ómetanlegt.</p> <p>Það þarf samhentan hóp til að takast á við verkefni af þeirri stærðargráðu sem hér um ræðir&#160; og koma umfjöllun og niðurstöðum í aðgengilegan búning líkt og hér hefur verið gert.</p> <p><span>Verkefni hópsins fólust í því að safna upplýsingum um</span> <span>loftgæði ásamt mati á áhrifum loftmengunar á heilsu fólks á Íslandi og þá sérstaklega barna og ungmenna. Mat á merkivísum sem gefa slíkar upplýsingar og þar með möguleika á að geta vaktað hvort tveggja á sýnilegan hátt var hluti af þessari vinnu. Jafnframt skyldi hópurinn setja fram fram tímasetta áætlun með mælanlegum skrefum til þess að bæta loftgæði og draga úr áhrifum mengunar á börn. – Og loks að huga að fræðsluefni fyrir markhópa - sér í lagi fyrir ungbarnavernd, skólakerfið og foreldrafræðslu.</span></p> <p>Góðir gestir.</p> <p>Við eigum eftir að hlusta á fróðleg erindi hér á eftir sem án efa munu vekja forvitni og löngun fundargesta til að fræðast meira um þessi mál. Í ritinu er fjallað um helstu mengunarvalda lofts bæði inni og úti á Íslandi, magn, heilsufarsáhrif, vöktun og aðgerðir til að stemma stigu við skaðsemi þeirra. Einnig eru settar fram tillögur til úrbóta og mælt með vísum fyrir loftmengun af ýmsu tagi. Eins og áður sagði er þetta fyrsta heildarúttekt á loftgæðum á Íslandi og hafa höfundar lagt áherslu á að safna öllum tiltækum upplýsingum þar að lútandi og jafnvel unnið þær úr frumgögnum þegar nauðsyn krafði.</p> <p>Þrátt fyrir gríðarlega mikið efni og flóknar upplýsingar hefur tekist ótrúlega vel að mínu mati að gera ritið aðgengilegt og áhugavert. Stuttar samantektir með tillögum hópsins í fyrri hlutanum veita góða yfirsýn en jafnframt fylgir ítarlegri umfjöllun í síðari hlutanum fyrir þá sem vilja sökkva sér í efnið og fræðast meira. Það vona ég svo sannarlega að sem flestir sjái ástæðu til að gera, því þetta er efni sem varðar okkur svo sannarlega öll.</p> <p>Merkilegum áfanga er náð sem mikilvægt er að fylgja eftir með áframhaldandi þverfaglegri samvinnu, vöktun og auknum rannsóknum&#160; á þessu sviði, að ekki sé talað um áherslu á fræðslu og eflda samfélagslega vitund um tengsl loftgæða og lýðheilsu.</p>

2013-04-23 00:00:0023. apríl 2013Ávarp Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra á ársfundi Landspítala

<p><strong>Ávarp Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra</strong></p> <p>Ágætu starfsmenn Landspítala – góðir ársfundargestir.&#160;</p> <p>Velferðarmál hafa verið fyrirferðarmikil í samfélagsumræðunni síðustu misserin og hlutur heilbrigðismála í þeirri umræðu hefur verið stór. Þetta er skiljanlegt. Velferðarkerfið er ein af mikilvægustu stoðum samfélagsins. Velferðarkerfi sem stendur undir nafni stuðlar að jöfnuði í samfélaginu og tryggir aðgang allra landsmanna að mikilvægum lífsgæðum og fjölbreyttri velferðarþjónustu. Samfélag sem ekki rís undir þessu er í hættu, því félagslegt ranglæti grefur undan velferðinni og skapar margvísleg vandamál sem þegar uppi er staðið verður vandi okkar allra.</p> <h3><strong>Íslensk velferðarþjónusta í erlendum samanburði</strong></h3> <p>Við erfiðar aðstæður, þar sem fimmta hver króna tapaðist úr ríkissjóði, hefur verið reynt að verja velferðarkerfið eftir því sem kostur er á liðnum árum, með áherslu á að það þjóni sem fyrr öllum landsmönnum, óháð aðstæðum og efnahag. Þótt deilt sé um árangurinn, ekki síst nú í aðdraganda kosninga, hafa ítrekað verið birtar niðurstöður erlendra rannsókna sem sýna að varnarbarátta okkar hefur um margt verið árangursrík. Í fræðigrein veftímaritsins The Lancet frá 27. apríl síðastliðnum var fjallað um efnahagshrunið og áhrif þess á lýðheilsu í Evrópu. Þar kom fram að aðhaldsaðgerðir stjórnvalda í hinum ýmsu Evrópuríkjum hafa komið hart niður á heilbrigðiskerfum landanna, einkum á Spáni, í Portúgal og á Grikklandi. Þar hefur sjálfsvígstíðni farið vaxandi og smitsjúkdómar brotist út í síauknum mæli, auk þess sem aðgengi að heilbrigðisþjónustu hefur versnað til muna. Aftur á móti segir í greininni að á Íslandi hafi verið brugðist við með öðrum úrræðum og sérstaklega nefnt að félagslega öryggisnetið hafi verið styrkt og áhersla lögð á að halda fólki virku í vinnu. Þetta og fleira hafi skilað sér í mun betri stöðu hér þegar litið er til heilsu og líðan þjóðarinnar.</p> <h3><strong>Aðgengi – öryggi – hagkvæmni</strong></h3> <p>Í niðurstöðum Euro Health Consumer Index árið 2012 var Ísland í þriðja efsta sæti þeirra 34 landa sem úttektin náði til. Þar kom fram að íslenskir sjúklingar hafa mikil réttindi, eru vel upplýstir, biðtími eftir þjónustu er stuttur í samanburði við aðrar Norðurlandaþjóðir og árangur meðferðar er með því besta sem gerist í Evrópu. Þessar kannanir liggja fyrir og segja sína sögu.</p> <h3><strong>Frjálslega farið með staðreyndir í umræðum um heilbrigðismál</strong></h3> <p>Velferðarmál, einkum heilbrigðismál, hafa að undanförnu verið áberandi umfjöllunarefni í kosningabaráttunni. Það er í sjálfu sér góðra gjalda vert en hins vegar veldur áhyggjum hve oft er farið frjálslega með staðreyndir og umræðan yfirborðskennd. Áberandi er hve margir virðast þeirrar skoðunar að þar sem húsnæði er fyrir hendi, þar sé komin meginforsendan fyrir því að veita heilbrigðisþjónustu. Það gleymist alveg að vel menntað heilbrigðisstarfsfólk, sérhæfing og tækjabúnaður er það sem þjónustan byggist á fyrst og fremst – húsnæðið er aftur á móti umgjörðin, þótt ég ætli síst að gera lítið úr mikilvægi þess þáttar. Sú stefna sem unnið hefur verið eftir í heilbrigðismálum á liðnum árum byggist á því að halda úti öflugri fyrsta stigs heilbrigðisþjónustu um allt land, að styrkja heilsugæsluna en skilgreina sérhæfðari þjónustu á fáum tilteknum heilbrigðisstofnunum og loks sérhæfðustu heilbrigðisþjónustuna á sérgreinasjúkrahúsunum tveimur, FSA og LSH, þar sem Landspítali háskólasjúkrahús ber hitann og þungann eins og efni standa til. Þessi stefna er ekki úr lausu lofti gripin, hún er byggð á bestu þekkingu okkar á heilbrigðiskerfinu, jafnt varðandi faglegar kröfur og skynsamlega nýtingu fjármuna. Allar okkar aðgerðir hafa byggst á þeirri stefnu og þeim markmiðum sem endurspeglast í heilbrigðislögunum frá árinu 2007.</p> <h3><strong>Niðurskurður til heilbrigðismála frá árinu 2004</strong></h3> <p>Fyrir þá sem ekki þekkja til mætti ætla að niðurskurð fjármuna til heilbrigðismála megi einungis rekja til aðgerða í kjölfar efnahagshrunsins. Þetta er rétt og skylt að leiðrétta. Niðurskurður heilbrigðisútgjalda hófst árið 2004 og drógust útgjöldin saman sem hlutfall af landsframleiðslu ár hvert til ársins 2008. Efnahagshrunið hafði svo sannarlega sínar afleiðingar sem þið þekkið auðvitað manna best. Sjálfur hef ég sagt að markmið næsta kjörtímabils eigi að vera að ná þessu hlutfalli í 9,5% af vergri landsframleiðslu.</p> <p>Heilbrigðiskerfið hefur vissulega mátt sæta miklum þrengingum, þótt við séum nú farin að sjá til lands þar sem ekki var skorið niður í fjárlögum þessa árs og aukið fé lagt fram til tækjakaupa á sérgreinasjúkrahúsunum tveimur, þ.e. hér á LSH og Sjúkrahúsinu á Akureyri. Niðurskurður til heilbrigðismála var einfaldlega óhjákvæmilegur miðað við þær aðstæður sem blöstu við eftir hrun, það sér hver maður. Í fjáraukalögum 2012 var samþykkt 150 milljóna króna fjárveiting til Landspítala vegna tækjakaupa og 50 milljónir til Sjúkrahússins á Akureyri. Jafnframt var fé til tækjakaupa á LSH aukið um 600 milljónir króna á þessu ári og 50 milljónir á Akureyri.</p> <p>Þess má einnig geta að nú hefur verið unnin – að beiðni velferðarráðuneytisins – fjárfestingaráætlun í tækjabúnaði fyrir Landspítalann og í þingsályktunartillögu um velferðarstefnu – heilbrigðisáætlun til ársins 2020 sem lögð var fyrir síðasta þing er gert ráð fyrir að annað hvert ár liggi fyrir áætlun um endurnýjun og kaup á tækjabúnaði á sérgreinasjúkrahúsunum, þ.e. LSH og á Akureyri. Er þá miðað við að ákveðnu hlutfalli af veltu sjúkrahúsanna verði ráðstafað til tækjakaupa. Vonandi verður velferðaráætlunin samþykkt sem fyrst á nýju þingi, því hún er afar mikilvægt stefnuskjal í velferðar- og heilbrigðismálum landsmanna.</p> <p>Í tengslum við umræðu um lyfjakaup á Landspítala undanfarið er rétt að benda á að framlög hins opinbera vegna S-merktra lyfja hafa verið aukin jafnt og þétt á síðustu árum, einkum síðastliðin tvö ár. Í fjáraukalögum 2012 var veitt 785 milljónum króna til að mæta auknum kostnaði vegna S-merktra lyfja og hátt í 900 milljónum króna var bætt við fjárlagagrunn S-merktra lyfja á þessu ári til að mæta kaupum á nýjum S-merktum lyfjum og aukningar vegna fjölgunar sjúklinga.</p> <h3><strong>Öryggismenning í öndvegi</strong></h3> <p>Yfirskrift ársfundar LSH að þessu sinni er <em>Öryggismenning í öndvegi</em> – sem er lýsandi fyrir áherslur og metnað starfsfólks og stjórnenda sjúkrahússins. Það liggur í hlutarins eðli að við þröngan fjárhag þar sem aðhalds hefur þurft að gæta á öllum sviðum, samtímis því sem sjúklingum hefur fjölgað, – þá hefur álag á starfsfólk aukist mikið og aðstæður langt í frá verið eins og best verður á kosið. Við þessar aðstæður þarf mikinn metnað, agaða verkferla, gott skipulag og sterka vinnustaðamenningu til að tryggja örugga og góða þjónustu. Þetta hefur engu að síður tekist sem er svo sannarlega aðdáunarvert. Ekki verður séð að alvarlegum atvikum hafi fjölgað á sjúkrahúsinu og niðurstöður þjónustukannana sjúkrahússins sem hófust á síðasta ári bera þjónustunni við sjúklinga gott vitni samkvæmt þeirra eigin mati.</p> <h3><strong>Skjót viðbrögð við erfiðar aðstæður</strong></h3> <p>Góðir gestir. - Verkefni starfsfólks Landspítala eru mörg og ströng hvern einasta dag, alla daga ársins. Hver og einn starfsmaður skiptir máli og hvergi má út af bregða í störfum nokkurs manns. En daglegar og miklar annir eru ekki einu áskoranirnar, því upp geta komið aðstæður sem krefjast sérstakra viðbragða og getu til að breyta skipulagi með litlum fyrirvara. Inflúensufaraldurinn í byrjun þessa árs reyndist mjög skæður og samfara herjuðu veirusýkingar þannig að deildir á sjúkrahúsinu urðu yfirfullar á skömmum tíma. Viðbragðsáætlun sjúkrahússins var virkjuð og lýst yfir óvissustigi. Starfsfólk var við erfiðar aðstæður reiðubúið að taka á sig ómælda yfirvinnu og með samhentu átaki og samvinnu allra sem gátu lagt erfiðu verkefni lið tókst að mæta þessu mikla álagi og veita sjúklingum örugga þjónustu. Þessar aðstæður kynnti ég fyrir ríkisstjórninni og það var strax gert alveg ljóst að Landspítalinn myndi fá aukaframlag á fjárveitingum til þess að mæta auknum kostnaði sem þetta alvarlega ástand hefði í för með sér. Það er því ánægjulegt að geta sagt frá því hér að ríkisstjórnin lagði til á fundi sínum í morgun að á fjáraukalögum verði veitt fé vegna þessa sem nemur 125 milljónum króna, sem er í samræmi við áætlun spítalans um kostnaðaraukningu vegna ástandsins.</p> <h3><strong>Aldraðir í bið eftir hjúkrunarrýmum</strong></h3> <p>Umræða um aldrað fólk sem teppist á Landspítala að lokinni meðferð þar vegna skorts á endurhæfingar- og hjúkrunarrýmum er bæði gömul og ný. Vissulega er þetta alvarlegt vandamál og vont fyrir alla sem hlut eiga að máli. Langvarandi dvöl á sjúkrahúsinu er slæm fyrir aldrað fólk í þörf fyrir önnur úrræði. Þessi staða truflar eðlilegt flæði sjúklinga og þrengsli og legur fólks á göngum sjúkrahússins eru auðvitað ekki boðlegar aðstæður, hvorki fyrir sjúklinga né starfsfólk. Velferðarráðuneytið hefur eftir bestu getu reynt að finna lausnir til að mæta þessum vanda í samvinnu við hjúkrunarheimilin og áfram verður unnið á þeirri braut. Það munar líka um ný rými sem nýlega voru tekin í notkun í Garðabæ þar sem nýtt hjúkrunarheimili fól í sér fjölgun hjúkrunarrýma um 20 á höfuðborgarsvæðinu, að ekki sé talað um 30 ný hjúkrunarrými á nýju heimili í Mosfellsbæ sem brátt verður tekið í notkun. Auk þessa samþykkti velferðarráðuneytið nýlega 20 milljóna króna viðbótarfjárveitingu til Heimaþjónustu Reykjavíkur til að mæta fyrirsjáanlega auknu álagi í sumar og jafnframt samþykkt tíu milljóna króna viðbótarfjárveiting til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins af sömu ástæðum.</p> <h3><strong>Nýr Landspítali</strong></h3> <p>Áform um byggingu nýs Landspítala hafa verið mikið hitamál til margra ára. Og enn er tekist á um þetta risavaxna þjóðþrifamál þar sem hver sjálfskipaði sérfræðingurinn heldur fram sínum sannindum um staðsetningu, forgangsröðun verkefna í heilbrigðiskerfinu, um stærð sjúkrahússins og byggingamagn, um samgöngur, um stærð bílastæða, um nýtingu eldri bygginga, um þarfir sjúklinga og þarfir starfsfólksins og svo mætti lengi halda áfram. Með fullri virðingu fyrir ólíkum sjónarmiðum verður í þessu sambandi að hafa hugfast að það hefur ekki verið hrapað að niðurstöðum við undirbúninginn. Færustu sérfræðingar hafa lagst á eitt og síðast en ekki síst hefur áhersla verið lögð á notendastýrða hönnun með mikilli samvinnu við Landspítalann og þátttöku hátt á annað hundrað starfsmanna.</p> <p>Ég held að flestir sem málið er skylt, sem þekkja til og vita hvað er í húfi, séu sammála um að það verður ekki lengur vikist undan því að ráðast í framkvæmdir án þess að stefna heilbrigðisþjónustunni í óefni. Þetta snýst ekki fyrst og fremst um þarfir dagsins í dag, þetta snýst um að tryggja landsmönnum örugga heilbrigðisþjónustu á sérhæfðasta sjúkrahúsi landsmanna á komandi árum og til lengri framtíðar. Ástæða er til að ítreka að hér er verið að byggja yfir núverandi þjónustu LSH en ekki verið að draga hingað á einn stað þjónustu sem er fyrir hendi á svæðisbundnum heilbrigðisstofnunum um allt land. Eins er gert ráð fyrir að byggingarkostnaður vegna nýs spítala muni endurheimtast að öllu leyti við það eitt að færa starfsemi LSH á einn stað.</p> <p>Nú bendir loksins allt til þess að framkvæmdir geti brátt hafist. Alþingi samþykkti í lok mars að heimila Nýjum Landspítala ohf. að fara í forval vegna útboðs fyrir fullnaðarhönnun bygginganna. Í dag var auglýst eftir umsækjendum til að taka þátt í útboðinu og ættu gögnin nú að vera aðgengileg á vef Ríkiskaupa. Þetta er því stór dagur. Þeir fyrirvarar eru gerðir strax í upphafi að útboð á hönnun muni þá aðeins fara fram að verkefninu verði tryggð fjármögnun á fjárlögum. Niðurstöður forvalsins skulu gilda í níu mánuði eftir að þær liggja fyrir.</p> <h3><strong>Jafnlaunaátak stjórnvalda</strong></h3> <p>Í janúar síðastliðnum samþykkti ríkisstjórnin tillögu velferðarráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra um að ráðast í jafnlaunaátak með aðgerðum til að rétta hlut starfsstétta þar sem konur eru í miklum meirihluta. Áður höfðu stjórnvöld látið vinna tímasetta aðgerðaáætlun til að eyða kynbundnum launamun og undirritað viljayfirlýsingu í lok árs 2011 með samtökum aðila vinnumarkaðarins um þetta efni. Ákveðið var að fyrstu aðgerðir í jafnlaunaátaki stjórnvalda skyldu beinast að stofnunum heilbrigðiskerfisins og starfshópum þar sem tveir þriðju hlutar starfsfólks eða meira eru konur. Fyrsta skref þessara aðgerða var stigið með nýjum stofnanasamningi hjúkrunarfræðinga á Landspítala og þegar hefur verið samið við tvær aðrar stéttir á Landspítalanum. Þetta átak er ekki bundið við Landspítala heldur nær til heilbrigðisstofnana um allt land þar sem hlutur starfshópa þar sem konur eru í miklum meirihluta verður bættur. Það lá alveg ljóst fyrir að stjórnvöld gætu ekki efnt til átaks af þessu tagi án þess að fé myndi fylgja til stofnananna sem eiga í hlut. Þessu verður fylgt eftir og fjármála- og efnahagsráðuneytið er í sambandi við stofnanir um allt land til að reikna út hve mikið framlag þarf til að mæta þessum aðgerðum. Þegar liggur fyrir að Landspítali fær tæpar 900 milljónir króna með launatengdum gjöldum á þessu ári til að mæta umræddum hækkunum. Í heildina liggur fyrir að átakið muni kosta um 1.500 milljónir króna.</p> <h3><strong>Aukið fé og aukin þjónusta</strong></h3> <p>Ég get alveg sagt það hér og nú að síðastliðið haust var í mínum huga orðið alveg ljóst að það yrði ekki gengið lengra í aðhaldsaðgerðum í heilbrigðiskerfinu. Það þyrfti frekar að bæta í til að auka þjónustu og styrkja starfsemina. Það er verulegt áhyggjuefni að engir samningar eru í gildi við sérgreinalækna, því máli verður að lenda fyrr en seinna. Aftur á móti var það einstaklega ánægjulegt að nýverið náðist í höfn samningur um tannlækningar barna, eftir samningsleysi að meira eða minna leyti frá árinu 1998, þ.e. í 15 ár. Þetta var svo sannarlega langþráður samningur sem tvímælalaust mun skipta miklu máli fyrir fjölskyldur í landinu og vonandi verða til þess að tannheilsa þjóðarinnar batni á komandi árum.</p> <p>Góðir gestir.</p> <p>Ég hef komið víða við í langri ræðu, þótt margt sé enn ósagt ef rekja ætti það helsta sem hátt ber í starfsemi Landspítalans sem er jafnframt háskólasjúkrahús, rannsóknastofnun, sjúkrahús höfuðborgarbúa og síðast en ekki síst sjúkrahús allra landsmanna. Þessu margþætta hlutverki gegnir Landspítalinn með sóma, þökk sé vel menntuðu, reyndu og metnaðarfullu starfsliði. Það er ekki að ástæðulausu sem Landspítalinn nýtur mikils trausts í samfélaginu. Jafnvel þeir sem harðast hafa gagnrýnt niðurskurð fjármuna til sjúkrahússins og segja hann kominn á heljarþröm bæta því jafnan við að þrátt fyrir allt sé heilbrigðisþjónustan sem þar er veitt örugg og góð.</p> <p>Þetta traust sem Landspítalinn nýtur á sinn þátt í því að almenningur vill veg hans sem mestan. Fjöldi félagasamtaka færir sjúkrahúsinu reglulega höfðinglegar gjafir sem hefur svo sannarlega munað um í rekstrinum og gert kleift að ráðast í mikilvægar framkvæmdir og tækjakaup sem ella hefði ekki reynst mögulegt. Þetta er ómetanlegt, þótt gjafir sem þessar hvorki geti né megi verða sjálfsagður hluti af rekstraráætlunum sjúkrahússins, heldur eigi fyrst og fremst að vera kærkomin viðbót sem nýtist til að gera gott betra.</p> <p>Ágæta starfsfólk og aðrir gestir. Ég óska starfsfólki Landspítala velfarnaðar í mikilvægum störfum sínum og færi ykkur öllum mínar bestu þakkir fyrir ómetanlegt og eftirtektarvert framlag á erfiðum tímum.<br /> </p> <p>- - - - - - - - - - - - - - -<br /> <strong>Talað orð gildir</strong><br /> </p> <p><strong>&#160;</strong></p>

2013-04-17 00:00:0017. apríl 2013Ávarp ráðherra á málþingi Félags forstöðumanna ríkisstofnana um aðgerðir gegn einelti

<p><strong>Ávarp velferðarráðherra á málþingi um aðgerðir gegn einelti.<br /> Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður ráðherra, flutti ávarpið fyrir hönd ráðherra.<br /> </strong></p> <p>Góðir gestir.</p> <p>Einelti er verknaður sem að ýmsu leyti má líkja við þjófnað. Í báðum tilvikum vita gerendurnir að verknaðurinn er rangur, reyna að gæta þess að ekki komist upp um þá og spila á umhverfið. Þeir sem þiggja hlut í illum feng eru þjófsnautar og það sama má segja um þá sem gerast viðhlægjendur þegar einelti er annars vegar. Þeir sem verða vitni að þjófnaði en bregðast ekki við eru óhjákvæmilega samsekir með aðgerðaleysi sínu vegna verknaðar sem bitnar á einhverjum sem á sér ekki ills von. Sama máli gegnir um þá sem verða vitni að einelti en hafast ekki að. Ábyrgð þeirra er mikil og sennilega meiri en fólk almennt gerir sér grein fyrir. Án efa er eitt mikilvægasta vopnið í baráttunni gegn einelti að gera þessa ábyrgð skýra og ljósa fyrir hverjum og einum, - ekki síst að undirstrika meðsektina sem felst í því að samþykkja einelti með þögninni. Ef okkur tekst að skapa afdráttarlaust viðhorf í samfélaginu um að einelti sé ekki liðið undir neinum kringumstæðum mun það ekki þrífast – en til þess þurfum við öll að taka höndum saman.</p> <p>Í júní árið 2010 samþykkti ríkisstjórnin aðgerðaáætlun í þrjátíu liðum til að vinna gegn einelti á vinnustöðum, í skólum og í samfélaginu almennt. Þrjú ráðuneyti stóðu saman að gerð áætlunarinnar og höfðu við vinnuna samráð við fjölda hagsmuna- og fagaðila sem létu sig málið varða. Aðgerðaáætluninni fylgdi fé til framkvæmda og sett var á fót verkefnisstjórn og ráðinn verkefnisstjóri til að fylgja málum eftir.</p> <p>Aðgerðir sem snúa að velferðarráðuneytinu sérstaklega varða aðgerðir gegn einelti á vinnustöðum og um það snýst þetta málþing í dag. &#160;Í samræmi við aðgerðaáætlunina er nú unnið að því að endurskoða ákvæði laga sem fjalla um einelti og kynferðislega áreitni og drög að endurskoðaðri reglugerð um aðgerðir gegn einelti á vinnustað er nú komið í opið umsagnarferli á heimasíðu velferðarráðuneytisins. Margir koma að þessu verki, en í nefnd um endurskoðunina eiga sæti fulltrúar Vinnueftirlits ríkisins, Jafnréttisstofu, Sambands sveitarfélaga, starfsmannaskrifstofu fjármála- og efnahagsráðuneytisins, ASÍ, BSRB, BHM, Kennarasambandinu og Samtaka atvinnulífsins. Áhersla er lögð á víðtæka samvinnu, ekki einungis með það í huga að vanda sem best til verka, heldur líka með það í huga að virkja sem flesta og ýta þannig undir umræður og áhuga á að sinna þessu máli á breiðum vettvangi.</p> <p>Því miður hafa flestir orðið vitni að einelti í einhverri mynd einhvern tíma á lífsleiðinni, hvort sem er í skóla, á vinnustað eða við aðrar kringumstæður. Allur gangur er á því hvort og hvernig hefur verið tekið á eineltismálum í gegnum tíðina en sem betur fer hefur skilningur á því að það verði að bregðast við á markvissan hátt farið vaxandi ár frá ári. Við eigum að nýta okkur þá reynslu sem við höfum, læra af því sem vel hefur verið gert og skoða jafnframt helstu mistök þannig að við getum forðast þau í framtíðinni. Setning reglugerðar um aðgerðir gegn einelti á vinnustöðum var framfaraskref á sínum tíma – en við höfum líka séð að margt í reglugerðinni þarf að skýra betur í sambandi við ábyrgð, verkaskiptingu og verklag.</p> <p>Góðir gestir.</p> <p>Öll getum við verið sammála um að einelti, kynferðislega áreitni eða ofbeldi á ekki að umbera á vinnustað undir neinum kringumstæðum. Stjórnendur og starfsmenn bera ábyrgð á því að grundvallarreglur samskipta á vinnustað séu virtar og mikilvægt er að leysa ágreiningsmál og hagsmunaárekstra sem upp koma á vinnustöðum áður en þau þróast til verri vegar.</p> <p>Ég bind vonir við að sú endurskoðun á lögum og á reglugerðinni sem ég nefndi áðan, auk annarra aðgerða sem fjallað er um í aðgerðaáætlun stjórnvalda, muni stuðla að aukinni virðingu, umhyggju og jafnrétti meðal fólks á vinnustað og aukinni vellíðan almennt.</p> <p>Ég vil að lokum þakka þeim sem standa að þessu málþingi um aðgerðir gegn einelti á vinnustöðum – en sérstakar þakkir færi ég öllum þeim sem á hverjum degi leggja lóð sitt á vogarskálarnar með því að ástunda jákvæð og uppbyggileg samskipti við annað fólk, hvort sem í hlut eiga samstarfsfólk á vinnustað eða einhverjir aðrir.</p> <p>&#160;</p>

2013-04-11 00:00:0011. apríl 2013Ársfundur VIRK 2013

<p>Ágætu fundarmenn.</p> <p>Í dag er haldinn fyrsti ársfundur Virk eftir að ný lög um starfsendurhæfingar­sjóði tóku gildi. Beðið hefur verið lengi eftir lögunum og því heilmikill áfangi að baki. Að vísu eru þau framlög sem um var samið í samningum árið 2008 ekki farin að skila sér að fullu ennþá en mér er kunnugt um að starfsemi ykkar hefur vaxið mikið á þessu tæpa ári frá samþykkt laganna.</p> <p>Með lögunum var brotið blað í málefnum endurhæfingar. Fjárframlög til málaflokksins hafa hækkað mikið og<a id="_GoBack" name="_GoBack"></a> munu verða um sjöfalt hærri en áður var, þegar öll framlög hafa skilað sé. Ætli nokkur starfsemi á landinu, nema þá helst sérstakur saksóknari, hafi fengið annan eins meðbyr í starfsemi sinni á síðustu árum? Að vísu verða framlögin endurskoðuð fyrir lok árs 2014 í ljósi þeirrar reynslu sem þá verður komin á starfsemina. En í upphafi var ekki ljóst í hvort nauðsyn væri á þessum framlögum til að starfsemin gæti skilað því sem henni er ætlað þar sem úttekt á þörf fór ekki fram þegar samningar um starfsendurhæfingarsjóð voru gerðir árið 2008.</p> <p>Þá verður starfsemin og árangur hennar tekinn út af óháðum aðilum fyrir árslok 2016 og vera kann að starfsemi sjóðsins eða fjárframlög verði endurskoðuð að þeirri úttekt lokinni.</p> <p>Í 9. grein laganna er ákvæði um að ráðherra skuli gera samning við starfsendurhæfingarsjóði og á grundvelli þeirra samninga öðlast þeir rétt til þjónustu, sem ekki hafa aðild að sjóðnum í gegnum stéttarfélög. Þar sem aðeins einn starfsendurhæfingarsjóður er til í landinu stendur upp á okkur, það er velferðarráðuneytið og Virk, að ljúka samningi. Það hefur ekki enn tekist en undirbúningur er í fullum gangi og unnið er að kröfulýsingu á ábyrgð velferðarráðuneytisins en í fullu samráði við fulltrúa Virk. Hún er nú langt komin og þá ætti að fara að styttast í að við getum lokið samningum. Þótt samningum sé ekki lokið, þá hefur Virk opnað dyr sínar fyrir öllum sem uppfylla skilyrði um þjónustu skv. 11. grein laganna þótt þeir eigi ekki aðild að starfsendurhæfingarsjóði í gegnum stéttarfélög. Þetta gerið þið í trausti þess að samningar takist og eins og ég sagði áðan verður það vonandi fljótlega.</p> <p>Annað sem við eigum eftir að ljúka er viðurkenning ráðherra, sem er krafist skv. 13. grein laganna. Þar segir að óheimilt sé að hefja rekstur starfsendurhæfingarsjóðs fyrr en viðurkenning ráðherra liggur fyrir. En til að viðurkenning ráðherra fáist þarf ekki aðeins að vera til skipulagsskrá og innkaupastefna heldur þarf einnig að vera fyrir hendi samningur við ráðherra skv. 9. greininni. Þetta bítur hvað í skottið á öðru og við höfum því ekki uppfyllt lögin enn þá. Virk starfar án viðurkenningar ráðherra.</p> <p>Ég hef haft af því fregnir að aðsókn til ykkar hafi aukist mjög mikið og að þið hafið því þurft að bæta við fjölda ráðgjafa, en hafið þrátt fyrir það ekki náð að halda alveg sjó, fólk þurfi að bíða eftir að fá hjá ykkur viðtal. Það er auðvitað mjög bagalegt, þar sem markmiðið er að ná til fólks sem allra fyrst. Þetta er þó eitthvað sem mátti búast við þegar vöxtur í starfsemi er svo ör sem raun ber vitni og verkefnin flókin. Ég vona að úr þessu rætist sem fyrst þannig að Virk geti sinnt hlutverki sínu með snemmbæru inngripi, þar sem það bendir flest til að það skili mestum árangri.</p> <p>Við samþykkt laganna var ákveðið að hluti þess fjár, sem ríkið hafði notað til starfsendurhæfingar, yrði þar áfram til þess að standa straum af kostnaði við að veita fólki þjónustu, sem er of veikt til að taka þátt í atvinnutengdri starfsendurhæfingu. Stór hluti þeirra fjárhæðar, sem hafði verið varið til starfsendurhæfingar, var í samningum við starfsendurhæfingarstöðvar. Þessi breyting á starfsumhverfi þeirra hefur auðvitað valdið þeim nokkru óöryggi en með ákvörðun Virk um að greiða ákveðið rekstrarframlag til lítilla stöðva sem starfa út um land, hefur nokkru af óvissunni verið eytt. Enn á velferðarráðuneytið eftir að semja við aðila sem munu áfram sinna fólki sem er of veikt til að fara í atvinnutengda starfsendurhæfingu. Það þarf að skerpa betur á línunni sem þarna liggur á milli en við erum að vinna að því í ráðuneytinu þessa dagana og munum eins og alltaf eiga gott samstarf við Virk. Við hefðum viljað vera komin miklu lengra með þetta en svona gengur lífið stundum, að minnsta kosti í ráðuneytinu.</p> <p>Ég nota þetta tækifæri til að minnast á verkefni sem við þurfum að ljúka – ýmist sameiginlega eða sitt í hvoru lagi. Engu að síður, eins og ég sagði hér í upphafi, hefur verið brotið blað í sögu starfsendurhæfingar með setningu laga um atvinnutengda starfsendurhæfingu. Þetta er einstakt tækifæri til að efla atvinnuþátttöku fólks sem býr við skerta starfsgetu um lengri eða skemmri tíma. Ég veit að stjórn Virk og starfsmenn skortir hvorki dug né metnað til að ná árangri. Það er verið að feta nýja slóð og það verður að nota þetta tækifæri eins vel og nokkur kostur er en láta það ekki ganga okkur úr greipum.</p> <p>Þar sem kosningar eru nú í nánd og harla óvisst um framtíð mína í þessu hlutverki, vil ég nota tækifærið og þakka ykkur fyrir samstarfið á liðnum árum og óska ykkur alls hins besta í störfum ykkar á komandi árum, megi þau vera árangursrík fyrir íslenskt samfélag.</p> <p>- - - - - - - - - - - - - -<br /> <strong>(Talað orð gildir)<br /> </strong></p> <p><strong>&#160;</strong></p>

2013-03-18 00:00:0018. mars 2013Samræming fjölskyldu- og atvinnulífs er jafnréttismál

<div class="single-news__big-image"><figure><a href="/media/velferdarraduneyti-media/media/radherra/Radherra_skrifar_undir2.jpg"><img src="/media/velferdarraduneyti-media/media/radherra/Radherra_skrifar_undir2.jpg?proc=singleNewsItem" alt="Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra" class="media-object"></a><figcaption>Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra</figcaption></figure></div><div> <div> <div> <div> <strong>Grein eftir Guðbjart Hannesson velferðarráðherra<br /> Birtist í Fréttablaðinu 16. mars 2013</strong><br /> </div> </div> </div> </div> <div> <div> <br /> </div> Eflaust þekkja flestir á eigin skinni hvernig togstreita getur skapast milli heimilis og vinnu og aðstæður í versta falli orðið slíkar að fólki finnist það sífellt vera að svíkjast undan merkjum, ýmist gagnvart fjölskyldunni eða vinnunni. En þótt við höfum hvert um sig hugmynd um hvernig þetta getur verið er mikilvægt að afla sem mestra upplýsinga um þessi mál og rannsaka þau sem best þannig að úr megi bæta.<br /> <br /> Eitt af markmiðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 10/2008, er að gera bæði konum og körlum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Þetta sama markmið er mjög áberandi í stefnu Evrópusambandsins í jafnréttismálum. Hér á landi hefur umræðan að mestu snúist um möguleika fjölskyldna með ung börn til að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf en í Evrópu beinast sjónir æ meir að umönnun eldri ættingja enda fer gömlu fólki fjölgandi um alla álfuna. Þetta þarf að koma inn í umræðuna hér á landi.<br /> <br /> <strong>Lykilþáttur</strong><br /> Aðgerðir til að auðvelda fólki að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf geta verið margvíslegar og þar er jafnrétti kynjanna bæði á vinnumarkaði og inni á heimilum lykilþáttur. Þar erum við að tala um vinnutíma fólks, meðal annars lengd vinnuvikunnar, sveigjanlegan vinnutíma, fæðingarorlof foreldra, frídaga vegna veikinda barna og veikinda eða umönnunar aldraðra. Skipulag skólastarfs er einnig mikilvægur þáttur, eins og aðgangur að leikskólum, samfelldur skóladagur og skólamáltíðir svo eitthvað sé nefnt.<br /> <br /> Einnig má nefna skiptingu heimilis- og uppeldisstarfa, frítíma, heilsu og réttinn til einkalífs. Með þessu síðasta er meðal annars átt við að fólk taki ekki vinnuna með sér heim og fái frið frá vinnunni utan vinnutíma. Í þessu samhengi má nefna að Svíar hafa beint sjónum að veikindadögum fólks og hlutastörfum á vinnumarkaði en þar í landi eru veikindadagar kvenna helmingi fleiri en veikindadagar karla.<br /> <br /> Bent hefur verið á að okkur skortir þekkingu og upplýsingar um mörg framangreind atriði. Kannanir sýna að verkaskipting á heimilum er enn mjög ójöfn. Við höfum upplýsingar um nýtingu fæðingarorlofs en þó eru þar ýmsir þættir sem við viljum kanna nánar. Einnig vantar okkur upplýsingar um sveigjanlegan vinnutíma hér á landi og veikindadaga.<br /> <br /> <strong>Leiðir að lausnum</strong><br /> Mikilvægt er að fjalla um þessi mál og finna leiðir að lausnum, samræming fjölskyldu- og atvinnulífs varðar lífsgæði fólks og á að stuðla að farsælla fjölskyldulífi.<br /> <br /> Til að vinna að þessu mikilvæga verkefni skipaði ég í samstarfi við Jafnréttisráð og Jafnréttisstofu vinnuhóp um samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs. Í vinnuhópnum sitja fulltrúar atvinnulífsins og frjálsra félagasamtaka. Eitt af fyrstu verkefnum vinnuhópsins var að boða til morgunverðarfundar í Reykjavík þar sem meðal annars var leitað svara við því hvernig fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög geta auðveldað starfsfólki og eða íbúum að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Upptökur erinda frá morgunverðarfundinum má sjá á heimasíðunni www.hidgullnajafnvaegi.is<br /> <br /> Vinnuhópurinn mun skila mér greinargerð um framkvæmd verkefna og aðgerðir á opnum fundi sem haldinn verður á Akureyri föstudaginn 12. apríl nk. Þar verða einnig kynntar fyrstu niðurstöður rannsóknar á því hvernig þátttakendum á vinnumarkaði finnst þeim takast að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf.<br /> <br /> Barátta kvenna fyrir aukinni menntun og sýnileika í samfélaginu hefur leitt til aukinnar þátttöku kvenna á vinnumarkaði. Þrátt fyrir það bera þær enn í dag meginábyrgð á því ólaunaða starfi sem fram fer inni á heimilunum. Samræming fjölskyldu- og atvinnulífs er jafnréttismál. Ef vel tekst til þá leiðir það til aukinna lífsgæða fyrir alla.<br /> </div>

2013-03-08 00:00:0008. mars 2013Þjónusta við þolendur kynferðisofbeldis: Hver er staðan - hvert stefnum við?

<p><strong>Þjónusta við þolendur kynferðisofbeldis: Hver er staðan - hvert stefnum við?<br /> Ráðstefna í tilefni 20 ára starfsemi Neyðarmóttöku Landspítala<br /> Ávarp Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra</strong></p> <p>Góðir gestir.</p> <p>Til hamingju með baráttudag kvenna, til hamingju með 20 ára afmæli Neyðarmóttökunnar.</p> <p>Fyrst af öllu þakka ég þeim sem standa að málþinginu hér í dag fyrir að efna til umræðunnar. Þetta eru alvarleg mál sem mikilvægt er að fjalla um á yfirvegaðan og faglegan hátt. Þannig gerum við okkur grein fyrir brýnustu viðfangsefnunum. Þannig getum við best séð hvað þarf að bæta, hverju þarf að breyta og hvernig við náum helst árangri til að bæta þjónustu við þolendur kynferðisofbeldis.&#160;</p> <p>Með opnun Neyðarmóttökunnar árið 1993 var viðurkennt í verki að þolendur kynferðislegs ofbeldis þurfa sérstaka þjónustu og sérhæfða sem er önnur en veitt er á bráðadeildum.</p> <p>Afleiðingar kynferðislegs ofbeldis og misnotkunar eru víðfeðmar og langvarandi, einkum vegna hins sálræna tjóns sem þolendurnir verða fyrir. Þolendur kynferðisbrota þurfa mikla sálræna aðstoð og þeim þarf að sýna alveg sérstaka nærgætni við komu á neyðarmóttöku og í því ferli sem fylgir. Auk þess að veita þolendum stuðning og meðferð felst mikil vinna í því að safna sakargögnum og gera þau sem best úr garði fyrir réttarkerfið leggi brotaþoli fram kæru við komu á Neyðarmóttökuna eða á síðari stigum.</p> <p>Sífellt bætist við þekkingu okkar á afleiðingum kynferðislegs ofbeldis og það kemur æ betur í ljós hvað þær eru alvarlegar og geta haft mikil og langvarandi áhrif á líf fólks sem beitt er slíku ofbeldi. Þetta eru staðreyndir sem við verðum að horfast í augu við og haga þjónustu og stuðningi í samræmi við það eins og nokkur kostur er.</p> <p>Árið 1998 var <strong>Barnahús stofnað á Íslandi</strong>, fimm árum eftir að Neyðarmóttakan á Landspítalanum var sett á fót. Þetta var stórt framfaraskref til betri þjónustu og bættrar málsmeðferðar þegar brotið er gegn börnum. Tilgangurinn var að skapa aðstæður sem tryggja að þarfir og hagsmunir barnsins séu í fyrirrúmi við rannsókn þessara mála með áherslu á að sinna öllum þáttum þess á einum stað, jafnt skýrslutöku, læknisrannsókn, greiningu og meðferð, í umhverfi sem sniðið er að þörfum barna. Ég held að fáir ef nokkur efist um mikilvægi Barnahúss og árangurinn af starfinu sem þar fer fram – enda hefur það orðið öðrum þjóðum fyrirmynd að stofnun sambærilegra húsa.</p> <p>Í gær kom út viðamikil skýrsla UNICEF á Íslandi um <strong>Réttindi barna á Íslandi: Ofbeldi og forvarnir.</strong> Í tengslum við útkomu hennar sat ég ásamt fleiri ráðherrum fund með forsvarsmönnum UNICEF þar sem efni skýrslunnar var kynnt ásamt 16 gagnmerkum tillögum um hvernig vinna megi að því að fyrirbyggja ofbeldi gagnvart börnum. Upplýsingar sem fram koma í skýrslunni og varpa ljósi á umfang ofbeldis og um áhrif kynferðislegs ofbeldis á líðan þolenda eru sláandi. Við ráðherrarnir fengum einnig tækifæri til að hlýða á sögu hugrakkra ungmenna sem greindu frá þeirri skelfilegu reynslu að verða fyrir kynferðislegu ofbeldi.</p> <p>Það var einstök lífsreynsla að heyra sögu þeirra og öruggt að frásagnir þeirra myndu engan láta ósnortinn. Það sem er einmitt svo mikilvægt í þeirri vinnu UNICEF sem birtist í skýrslu hennar er að settur var á fót sérfræðihópur barna sem í sitja ungmenni sem orðið hafa fyrir ofbeldi. Þessi hópur fór yfir tillögur fagfólksins, lagði fram ábendingar og setti fram eigin tillögur. Þótt tölfræðiupplýsingar sem birtast í skýrslu UNICEF hafi komið fram áður og komi því ekki á óvart er framsetning upplýsinganna önnur en við höfum áður séð. Mannlegi þátturinn er dreginn svo skýrt fram, þetta er skýrsla um fólk en ekki tölur. Þetta styrkir einnig þær tillögur og ábendingar sem þarna er komið á framfæri sem eru afar gagnlegar.</p> <p>Það er augljóst að við verðum að herða róðurinn til að sporna við ofbeldi og afleiðingum þess. Þetta er viðamikið og viðvarandi verkefni sem krefst samstöðu og víðtækrar þátttöku í samfélaginu. Því ber að fagna öllu frumkvæði þar sem vinna er lögð í að draga fram staðreyndir og upplýsingar sem varpa skýru ljósi á vandann og eru til þess fallnar að vekja til vitundar og skapa málefnalega umræðu um leiðir til að takast á við hann.</p> <p>Við þurfum að gera betur, þótt stöðugt sé unnið að verkefnum sem svo sannarlega skipta máli og ég ætla að fara um nokkrum orðum. Þar vil ég nefna <strong>fullgildingu Lanzarote</strong>-samningsins um vernd barna gegn kynferðislegu ofbeldi og einnig <strong>fullgildingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna</strong>. Á grundvelli Lanzarote-samningsins var efnt til þriggja ára verkefnis um <strong>vitundarvakningu gegn kynferðisofbeldi</strong> sem nú stendur yfir og eru eftirtalin verkefni liður í því:</p> <ul> <li><span>&#160;</span><span>Brúðuleikhús í alla skóla í samstarfi við Blátt áfram.</span></li> <li><span>&#160;</span><span>Stuttmyndin Fáðu já, sem þið kannist eflaust við er liður í þessu verkefni,</span></li> <li><span>&#160;</span><span>Efnt til landshlutaþinga fyrir grunnskóla um allt land í fræðsluskyni,</span></li> <li><span>&#160;</span><span>Háskóla Íslands var falið að annast fræðslu fyrir dómstóla og fleira mætti telja.</span></li> </ul> <p>Á Alþingi hef ég lagt fram tillögu til <strong>þingsályktunar um barnavernd til ársins 2014</strong> sem þar er til umfjöllunar og eins vil ég geta um samráðsfundi sem þrjú ráðuneyti, þar með talið velferðarráðuneytið, stóðu fyrir þar sem fjallað var um klám út frá lagalegu, heilbrigðislegu og samfélagslegu sjónarhorni.</p> <p>Árið 2006 samþykkti ríkisstjórnin aðgerðaáætlun til að vinna gegn ofbeldi á heimilum og kynferðislegu ofbeldi. Áætlunin var í tveimur hlutum og fjallaði annars vegar um aðgerðir vegna <strong>ofbeldis á heimilum</strong> og <strong>kynferðislegs ofbeldis gegn börnum</strong> en sá síðari fjallaði um <strong>aðgerðir vegna ofbeldis í nánum samböndum og kynferðislegt ofbeldi gegn konum</strong>. Í tengslum við þessa áætlun var ráðist í gerð viðamikilla rannsókna á þessu sviði. Jafnframt voru samin <strong>fimm fræðslurit fyrir fagstéttir</strong> til að efla fræðslu og þekkingu þeirra sem sinna og vinna með konum sem hafa verið beittar ofbeldi af nákomnum aðilum. Eitt ritanna er ætlað til kennslu og fjallar á almennan hátt um ýmsar staðreyndir varðandi ofbeldi gegn konum í nánum samböndum, rannsóknir sem gerðar hafa verið, birtingarmyndir ofbeldisins og afleiðingar þess. Hin ritin fjögur eru skrifuð með það að markmiði að nýtast tilteknum stéttum í starfi. Eitt er fyrir ljósmæður, annað fyrir aðrar heilbrigðisstéttir, þriðja fyrir starfsfólk félagsþjónustu og fjórða ritið er ætlað lögreglunni.</p> <p>Á grundvelli aðgerðaáætlunarinnar var Landspítala falið að gera tillögur um leiðir til að styrkja Neyðarmóttöku vegna nauðgunar og Miðstöð áfallahjálpar þannig að starfssvið þeirra næði hvoru tveggja yfir heimilisofbeldi og kynferðislegt ofbeldi. Til að mæta kostnaði fékk sjúkrahúsið 6 milljónir króna til verkefnisins árlega á árunum 2008‒2011.</p> <p><strong>Samráðshópur á vegum forsætisráðuneytis var settur á fót í byrjun þessa árs</strong> <span>til að fjalla um leiðir til að sporna við kynferðislegu ofbeldi, treysta burði réttarvörslukerfisins til að koma lögum yfir kynferðisbrotamenn, til að tryggja skilvirk úrræði fyrir þolendur kynferðisbrota og til að skipuleggja markvissar forvarnaaðgerðir. Hópurinn hefur að undanförnu hitt fjölmarga aðila sem vinna á einhvern hátt að þessum málum, svo sem fulltrúa geðsviðs Landspítala, sjálfstæðra samtaka eins og Stígamóta, Drekaslóðar og Blátt áfram, auk fulltrúa barnaverndaryfirvalda og allra lögregluembætta. Tillagna hópsins um aðgerðir er að vænta innan skamms.</span></p> <p>Ágætu fundarmenn.</p> <p>Við höfum ítrekað séð hvernig opinber umfjöllun um kynferðisofbeldi og misnotkun getur orðið þolendum sem lengi hafa borið harm sinn í hljóði hvatning til að brjótast út úr þögninni, segja sögu sína og varpa þannig af sér sligandi byrði sem enginn á að þurfa að bera, hvorki barn né fullorðinn, og alls ekki einn. Þetta er mikilvægt og því verðum við líka að geta brugðist við þegar þolendur stíga fram og boðið þeim viðeigandi aðstoð og nauðsynlegan stuðning. Þetta er nokkuð sem þarf að huga að, því hér skortir úrræði.</p> <p>Verkefnin í þessum erfiða málaflokki virðast óþrjótandi. Því skiptir svo miklu máli að láta ekki fallast hendur. Við þurfum að beita öllum hugsanlegum leiðum til að berjast gegn þessu skelfilega samfélagsmeini. Við verðum að sameina kraftana sem þurfa jafnt að beinast að fyrirbyggjandi aðgerðum og uppbyggingu meðferðar og stuðnings fyrir þolendur þannig að þeir geti byggt líf sitt upp að nýju. Það er mikið í húfi eins og öllum hér er ljóst.</p> <p>Enn og aftur innilega til hamingju með afmælið – þakkir fyrir málþingið þið sem að því stóðuð – megi dagurinn vera lærdómsríkur og skila okkur fram á veginn.</p> <p>Ég færi einnig þakkir til frumkvöðlanna og þakkir til ykkar allra sem vinnið gott starf með það að markmiði að hindra að kynferðislegt ofbeldi eigi sér stað, sem vinnið að því opna umræðuna og auka þekkingu, – þakkir til ykkar sem vinnið að því að lágmarka skaðann – sem hjálpið fólki að komast áfram í lífinu þrátt fyrir þá hræðilegu glæpi sem hafa verið framdir á þeim.</p> <p>- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -<br /> <strong>Talað orð gildir</strong><br /> </p>

2013-03-07 00:00:0007. mars 2013Framtíðarþing um farsæla öldrun

<p><strong>Framtíðarþing um farsæla öldrun.</strong> Að þingin stóðu: Öldrunarráð Íslands, Landsamband eldri borgara, Öldrunarfræðafélag Íslands, Velferðarráðuneyti, Samband íslenskra sveitarfélaga, Reykjavíkurborg, Fagdeild öldrunarhjúkrunarfræðinga, Félag sjúkraþjálfara í öldrunarþjónustu og Iðjuþjálfafélag Íslands.</p> <p><strong>Ávarp Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra</strong></p> <p>Góðir gestir.</p> <p>Það gladdi mig virkilega þegar ég fékk boð Öldrunarráðs Íslands um að ávarpa Framtíðarþing um farsæla öldrun. Hér er sleginn nýr og ferskur tónn sem hlýtur að fanga fólk og vekja áhuga. Þjóðfundaformið þekkjum við reyndar – á það er komin töluverð reynsla og það virðist þjóna vel því markmiði að draga fram ólík sjónarmið, nýjar hugmyndir, vonir fólks og væntingar. Það sem mér finnst svo áhugavert varðandi þingið hér í dag er hvernig viðfangsefninu er stillt upp með jákvæða nálgun þess að leiðarljósi.&#160;</p> <p>Samfélagsumræða hér á landi hefur lengi verið sýkt af neikvæðni þar sem fólk keppist við að draga upp sem dekksta mynd af því sem er til umfjöllunar, einblína á dökku hliðarnar, horfa fram hjá því sem gott er. Þetta er umræða sem rífur niður í stað þess að byggja upp og er síst það sem samfélagið þarf á að halda. Ég ætla ekki að fjölyrða um þetta, enda ekki viðeigandi hér. Gestir á þessu þingi hafa annað í huga þar sem yfirlýst markmið eru að vekja jákvæða athygli á öldruðum og stöðu þeirra og koma af stað heilbrigðri og skynsamlegri umræðu um þessa kynslóð, væntingar og viðhorf.</p> <p>Nýlokið er Evrópuári aldraðra þar sem áhersla á virkni aldraðra var í forgrunni. Árið 1999 var líka Evrópuár aldraðra þar sem áhersla var lögð á það viðhorf að bæta lífi við árin. Þetta fer vel saman. Það er virknin sem heldur okkur gangandi, gefur lífinu inntak og eykur virði þess, jafnt fyrir okkur sjálf og fyrir samfélagið allt.&#160;</p> <p>Aldurssamsetning þjóða er að breytast og hlutfallslega fjölgar þeim mest sem eldri eru. Þessu er iðulega stillt upp sem vandamáli. Þá er sleppt þeirri staðreynd að samhliða fer langlífi vaxandi og heilsufar batnandi.</p> <p>Í atvinnurekstri er mannauðsmál þáttur sem fær sívaxandi vægi. Við ættum einnig að leggja áherslu á mannauð þjóðarinnar og leggja við hann meiri rækt en nú er gert. Við eigum að meta aldur fólks og þá reynslu og visku sem fólk safnar með árunum. Allir vilja leggja sitt af mörkum til samfélagsins og þá er fráleitt ef samfélagið slær hendinni á móti því af því að fólk er komið á einhvern tiltekinn aldur.</p> <p>Sem betur fer eru augu okkar smám saman að opnast fyrir því að samfélag sem stendur undir því nafni á að vera eitt samfélag fyrir alla. Þar sem fólk hefur réttindi og skyldur og hver og einn tekur virkan þátt eftir getu sinni. Þessi hugsun birtist meðal annars í viðhorfum til örorku þar sem áherslur eru nú að breytast til betri vegar. Svokallað örorkumat hefur lengi verið við lýði. Ég verð að segja að orðið eitt veldur manni óþægindum, hvað þá inntakið þar sem örorkumatið hefur þann tilgang að skilgreina og skrá skerta starfsgetu fólks og meta til bóta. Þessi skorthugsun er skemmandi og niðurdrepandi. Blessunarlega er nú unnið að því að snúa þessu við með jákvæðri nálgun sem felst í því að einbeita sér að því hvað fólk getur, að meta starfsgetuna og hvernig einstaklingurinn getur fært sér getu sína í nyt, sjálfum sér og samfélaginu til góðs.</p> <p>Þeir sem mestir snillingar eru í neikvæðri umræðu og niðurrifi halda því fram að önnur og jákvæðari nálgun feli í sér afneitun á vandamálum og meinta strútshegðun. Þessu hafna ég og þessu hefur verið hafnað þinginu sem hér er að hefjast. Vandamál er vont orð, köllum það viðfangsefni og nálgumst svo viðfangsefnin með jákvæðum huga. Þannig er líklegast að við finnum nýjar leiðir og lausnir sem fengur er af.</p> <p>Góðir gestir.</p> <p>Ég óska ykkur gæfu og gengis í störfum ykkar og er sannfærður um að með þessu þingi verði tekinn upp þráður sem verður spunninn áfram og færir okkur eitthvað nýtt sem mun gagnast vel inn í bjartari framtíð og betra samfélag – fyrir alla.</p> <p><strong>- - - - - - - - - - - - - - - -<br /> Talað orð gildir</strong><br /> </p> <p>&#160;</p>

2013-03-01 00:00:0001. mars 2013Heimili er meira en hús. Ráðstefna um búsetumál fatlaðs fólks

<p><strong>Ávarp Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra</strong></p> <div> <p><strong>Efni og aðstandendur:</strong> <span>Að ráðstefnunni standa Landssamtökin Þroskahjálp, Þroskaþjálfafélag Íslands, Rannsóknarstofa í þroskaþjálfafræðum og Samband íslenskra sveitarfélaga um gæði þess starfs sem unnið er í búsetuþjónustu við fatlað fólk.</span></p> </div> <p>Góðir gestir.&#160;</p> <p>Fyrst af öllu vil ég þakka ykkur öllum sem standið að þessari ráðstefnu fyrir að efna til hennar og stefna hér saman öllu því góða fagfólki sem kemur að málefnum fatlaðs fólks. Yfirskrift ráðstefnunnar er vel til fundin og segir meira en mörg orð. „<strong>Heimili er meira en hús“ — þ</strong>að má svo sannarlega til sanns vegar færa í öllu tilliti en er sérstaklega gott að hafa að leiðarljósi þegar rætt er um búsetuþjónustu við fatlað fólk. „Því hvað er auður og afl og hús ef engin urt vex í þinni krús“ orti Bjartur í Sumarhúsum til Ástu Sóllilju en var ekki fær um að hlúa að þeirri urt sem honum þótti þó vænst um. Hús Bjarts varð aldrei það heimili sem því var ætlað og vissulega kom þar margt til sem ekki á erindi hér.</p> <p>Það má hins vegar segja að fatlað fólk hafi í gegnum tíðina mátt heyja ótrúlega harða og oft torsótta baráttu fyrir sjálfstæði sínu. Sú barátta hefur hins vegar skilað öðrum og betri árangri en hjá Bjarti forðum. Margt hefur áunnist á liðnum árum og áratugum þótt vissulega megi gera enn betur.</p> <p>Það er ekki svo ýkja langt síðan að eðlilegt þótti í samfélaginu að fatlað fólk væri vistað á stofnunum, í raun úr tengslum við samfélagið utan þeirra. Um miðja síðustu öld fóru hins vegar nýjar hugmyndir að ryðja sér til rúms sem sneru að mannréttindum og stöðu fatlaðs fólks sem sköpuðu nýja umræðu um rétt þess til að lifa eðlilegu lífi og taka fullan þátt í samfélaginu til jafns við aðra.</p> <p>Samfélagsþróun og viðhorfsbreytingar gagnvart fötluðu fólki koma fram í lagasetningu 1979 um málefni þroskaheftra, lögum um málefni fatlaðra sem leystu þau fyrri af hólmi árið 1983 og svo aftur með nýjum lögum um málaflokkinn árið 1992. Með tíð og tíma var horfið frá þeirri stofnanahugsun sem lengi var svo ríkjandi og réttur fatlaðs fólks til sjálfstæðs lífs og sjálfstæðrar búsetu tók að festa rætur.</p> <p>Árið 2007 var undirritaður af Íslands hálfu Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Sáttmálinn hefur reynst mikilvægur leiðarvísir fyrir málaflokkinn, eflt umræðu um mannréttindi, mannhelgi og virðingu fyrir sjálfsákvörðunarrétti fatlaðs fólks og haft veruleg áhrif á hugmyndafræðilega umræðu og nálgun verkefna.</p> <p><strong>Með undirritun sáttmálans má segja að stjórnvöld hafi gefið út afdráttarlausa yfirlýsingu um hvert skuli stefna í margvíslegum réttindamálum fatlaðs fólks</strong> <span><strong>sem snerta flest eða öll svið samfélagsins.</strong></span> <span>Þessi stefna var síðan innsigluð á afgerandi hátt þegar Alþingi fól velferðarráðherra með lögum vinnu við gerð framkvæmdaáætlunar í málefnum fatlaðs fólks þar sem fram kæmu meðal annars tímasettar aðgerðir til fullgildingar sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Framkvæmdaáætlunin var staðfest sem þingsályktun frá Alþingi í júní á síðastliðnu ári og þar með var jafnframt innanríkisráðuneytinu falið að leiða vinnuna við innleiðingu sáttmálans.</span></p> <p>Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna felur í sér skuldbindingu um að innleiða viðhorf og vinnubrögð, verklag og framkvæmd, aðhald og eftirlit á fjölmörgum sviðum sem varða réttindi, stöðu og aðstæður fatlaðs fólks í samfélaginu. <strong>Grundvöllur sáttmálans</strong> byggist á virðingu fyrir persónufrelsi, banni við mismunun, þátttöku, aðgengi, virðingu fyrir fjölbreytileika samfélagsins og jafnrétti kynjanna. Í fimmtíu greinum samningsins er kveðið á um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi, aðgengismál, samfélagsþátttöku, rétt til menntunar, heilbrigðisþjónustu, félagslega þjónustu, réttinn til atvinnu og svo mætti áfram telja.</p> <p>Í þessu felast mörg og viðamikil verkefni sem krefjast mikillar vinnu, undirbúnings og samhæfingar milli stjórnsýslustiga og fjölmargra stofnana samfélagsins með þátttöku hagsmunasamtaka og raunar alls almennings. Allt þetta og meira þarf til að sá árangur náist sem að er stefnt og fullgilding sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks felur í sér.</p> <p>Eitt af skilgreindum verkefnum í framkvæmdaáætlun um málefni fatlaðs fólks er að efla og styrkja notendasamráð og valdeflingu. Mikilvægur liður í þessu er innleiðing notendastýrðrar persónulegarar aðstoðar sem velferðarráðuneytið stýrir. Ég vil einnig nefna sérstaklega lög um réttindagæslu fatlaðs fólks sem Alþingi samþykkti í júní 2011. Réttindagæslumenn starfa nú um allt land og hafa það meginverkefni að aðstoða og leiðbeina fólki sem vegna fötlunar á erfitt með að gæta réttinda sinna sjálft. Í sömu lögum eru einnig ákvæði um persónulega talsmenn. Mig langar að nefna að nýlega stóð velferðarráðuneytið fyrir starfsdegi réttindagæslumanna og réttindavakt ráðuneytisins stóð sömuleiðis nýverið fyrir námskeiði fyrir persónulega talsmenn fatlaðs fólks til að styrkja þá í hlutverki sínu og frekari námskeiðahöld eru fyrirhuguð.</p> <p>Góðir gestir.</p> <p>Ábyrgð á þjónustu við fatlað fólk færðist frá ríki til sveitarfélaga í janúar 2011. Áður en yfirfærslan kom til framkvæmda var gerð viðamikil úttekt á aðstæðum fatlaðs fólks sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands vann fyrir velferðarráðuneytið. Rannsóknin var kynnt á ráðstefnu sem efnt var til 26. október 2011 og þið hafið eflaust mörg setið. Það eru geysilega verðmætar upplýsingar sem þar koma fram, enda verða þær nýttar við mat á faglegum ávinningi þessarar stóru breytingar á stjórnskipulagi málaflokksins.</p> <p>Þann 11. október síðastliðinn var haldið stórt málþing um innleiðingu sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Þar reifaði innanríkisráðherra hugmynd um stofnun sjálfstæðrar mannréttindastofnunar á Íslandi í samhengi við þær þær skyldur sem við þurfum að axla á grundvelli 33. greinar sáttmálans um réttindi fatlaðs fólks varðandi eftirlit með framkvæmd samningsins. Þetta er sannarlega ástæða til að skoða alvarlega og íslensk stjórnvöld hafa verið hvött til þess að koma slíkri stofnun á fót vegna fleiri samninga Sameinuðu þjóðanna sem Ísland er aðili að.</p> <p>Eins og ég hef áður sagt er eftirlit með framkvæmd samningsins mikilvæg en við þurfum líka að huga að því hvernig við stöndum að eftirliti með velferðarþjónustu hins opinbera almennt. Þetta er eitt af fjölmörgum verkefnum sem unnið er að í velferðarráðuneytinu og er hugmyndin sú að sameina slíkt eftirlit á einum stað, með áherslu á að það verði sjálfstætt og óháð, þannig að skilið sé skýrt á milli framkvæmdar þjónustu og eftirlits.</p> <p>Ég hef stiklað á stóru um stöðu og þróun málefna fatlaðs fólks á liðnum árum. Þetta er að sjálfsögðu ekki tæmandi umfjöllun en hún sýnir glöggt hvað aukið notendasamráð og fagleg umræða byggð á skýrri hugmyndafræði og mótaðri framtíðarsýn hefur skipt miklu máli í þróun þessa málaflokks þar sem hafa orðið ótrúleg umskipti á undanförnum árum.</p> <p>Á liðnum árum hafa mannréttindi ávallt verið grundvöllur allrar umræðu um málefni fatlaðs fólks og nauðsyn þess að búa þannig um hnútana að allir fái í raun notið þeirra mannréttinda sem eiga að heita tryggð í viðkomandi samfélagi. Réttindabarátta fatlaðs fólks hefur snúist um að leiða stjórnvöldum og almenningi fyrir sjónir að mannréttindi felast í því að fólk fái tækifæri til að vera virkir þátttakendur í samfélaginu, njóti sjálfræðis og sjálfstæðis eftir því sem nokkur kostur er og þá með stuðningi eftir því sem þess gerist þörf.</p> <p>Öflugt fagfólk sem starfar með fötluðu fólki og síaukinn kraftur á sviði rannsókna sem háskólasamfélagið leiðir hefur reynst ómetanlegt við alla stefnumótun hins opinbera sem varðar fatlað fólk og aðstæður þess. – Og hér erum við kannski einmitt komin að kjarna málsins: Umræðan um fatlað fólk og aðstæður þess á ekki að snúast um afmarkað svið eða þröngt skilgreindan málaflokk. Við erum öll hvert upp á sinn máta, fólk er ólíkt, aðstæður okkar eru ólíkar en við eigum öll að vera virkir þátttakendur í samfélaginu eins og nokkur kostur er. Um það snúast mannréttindi, í því felst rétturinn til sjálfstæðs lífs sem er öllum svo mikilvægur.</p> <p>Góðir gestir.</p> <p>Ég vil að lokum þakka ykkur öllum fyrir að efna til þessarar myndarlegu ráðstefnu. Umræðan er þörf og fagleg skoðanaskipti eru mikilvæg. Sem flestar raddir þurfa að heyrast, sjónarmið allra sem málið varðar eiga rétt á sér og gagnrýni er af hinu góða sé hún málefnaleg. Ég er viss um að við lok ráðstefnunnar fer fólk heim með góðar hugmyndir og aukna þekkingu í farteskinu. Bestu þakkir fyrir ykkar framlag, fyrr og síðar.</p> <p><strong>- - - - - - - - - - - - - - -<br /> Talað orð gildir</strong><br /> </p> <p><strong>&#160;</strong></p>

2013-02-01 00:00:0001. febrúar 2013Þögnin er versti óvinurinn

<p><strong>Grein eftir Guðbjart Hannesson velferðarráðherra.<br /> Fréttablaðinu 1. febrúar 2013.</strong></p> <p>Mikill fjöldi mála sem varða kynferðisbrot gegn börnum, gömul brot og ný, hefur borist lögregluyfirvöldum frá því að Kastljós tók til umfjöllunar málefni einstaklings sem á að baki langa sögu um slík brot. Það er eins og stífla hafi brostið. Fólk á öllum aldri sem margt hefur lengi borið harm sinn í hljóði, treystir sér nú loks til að segja sögu sína og varpa þannig af sér sligandi byrði sem enginn á að þurfa að bera, hvorki barn né fullorðinn, og alls ekki einn. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem opinber umfjöllun og viðtöl við þolendur kynferðisofbeldis vekja upp umræðu og verða öðrum hvatning til að segja frá sambærilegri reynslu. Vakningin nú virðist þó sterkari en nokkru sinni. Samfélagið og stofnanir þess eiga að nýta sér þessa vakningu til að efla og bæta aðgerðir til að vernda börn gegn þessum hræðilega glæp.</p> <p>Nýlega var skipaður samráðshópur á vegum stjórnvalda til að sporna gegn kynferðislegu ofbeldi, treysta burði réttarvörslukerfisins til að koma lögum yfir kynferðisbrotamenn, tryggja skilvirk úrræði fyrir þolendur kynferðisbrota og stuðla að markvissum forvörnum. Hópurinn á að skila tillögum um aðgerðir og lagabreytingar sem kunna að vera nauðsynlegar fyrir lok mars næstkomandi. Verkefni hópsins eru mikilvæg og leiða vonandi til margvíslegra úrbóta, því eins og dæmin sanna er margt sem þarf að bæta til að vernda börn gegn kynferðislegri misbeitingu og misnotkun.</p> <p><strong>Skipulag barnaverndarstarfs</strong></p> <p>Þótt kerfislegar úrbætur kunni að vera nauðsynlegar skulum við hafa hugfast að barnaverndarstarf á sér langa sögu og umgjörð þess hefur styrkst verulega í áranna rás. Réttur barna til verndar og umönnunar er skýr í barnaverndarlögum og þar er gerð nákvæm grein fyrir skipulagi barnaverndarstarfs, skyldum og ábyrgð einstakra aðila sem hlutverki hafa að gegna á þessu sviði. Yfirstjórn barnaverndarmála er í velferðarráðuneytinu en Barnaverndarstofa sem er sjálfstæð stjórnsýslustofnun annast meðal annars samhæfingu barnaverndarstarfs í landinu og gegnir afar veigamiklu hlutverki á þessu sviði. Barnahús er samstarfsvettvangur stofnana sem bera ábyrgð á rannsókn og meðferð vegna kynferðisofbeldis gegn börnum. Tilvísanir til Barnhúss berast frá barnaverndarnefndum. Barnaverndarnefndir starfa um allt land á vegum sveitarfélaga og það eru þær sem eru í beinu sambandi við börn og fjölskyldur þeirra þegar nauðsynlegt er að veita aðstoð eða grípa inn í aðstæður þegar grunur leikur á að velferð barna sé í hættu. Barnaverndarnefndir gegna því lykilhlutverki á sviði barnaverndar.</p> <h4>Börn eiga alltaf að njóta vafans</h4> <p>Öllum er skylt að tilkynna til barnaverndarnefndar hafi þeir ástæðu til að ætla að barn búi við óviðunandi uppeldisaðstæður, verði fyrir ofbeldi eða sé vanrækt á einhvern hátt. Þetta er skýrt í barnaverndarlögum og snýr að okkur öllum. Þá er sérstaklega kveðið á um tilkynningarskyldu ákveðinna starfsstétta til barnaverndarnefnda, en þetta eru leikskólastjórar, leikskólakennarar, dagmæður, skólastjórar, kennarar, prestar, læknar, tannlæknar, ljósmæður, hjúkrunarfræðingar, sálfræðingar, félagsráðgjafar, þroskaþjálfar, náms- og starfsráðgjafar og þeir sem annast félagslega þjónustu eða ráðgjöf. Skylda þessara hópa er mjög rík og gengur framar ákvæðum laga eða siðareglna um þagnarskyldu viðkomandi starfsstétta. Loks er sérstaklega kveðið á um tilkynningarskyldu lögreglu í barnaverndarlögunum. Neyðarlínan, sími 112, tekur við símtölum vegna tilkynninga og vísar þeim áfram til hlutaðeigandi barnaverndarnefnda.</p> <p>Hjá barnaverndarnefndum starfar fagfólk sem hefur þekkingu og reynslu til að bregðast við málum sem tilkynnt er um og ýmis úrræði til að takast á við þau þannig að börnin fái nauðsynlega vernd og fjölskyldan viðeigandi aðstoð. Mikilvægt er að allir virði tilkynningarskyldu sína og láti vita hafi þeir grunsemdir um að velferð barna sé í hættu. Það er forsenda þess að barnaverndarnefndirnar geti rækt skyldur sínar. Fólk kann að veigra sér við því að tilkynna grunsemdir um brot gegn börnum með það í huga að í því geti falist ásökun á hendur einhverjum sem mögulega reynist röng. Við skulum hins vegar snúa þessu við. Hvernig skyldi þeim líða sem lætur undir höfuð leggjast að tilkynna grunsemdir um alvarlegt brot gegn barni ef síðar kemur í ljós að barnið sem átti í hlut hefur sætt kynferðislegu ofbeldi um langa hríð sem annars hefði verið hægt að stöðva?</p> <h4>Mikilvæg vitundarvakning</h4> <p>Í samræmi við ákvæði samnings Evrópuráðsins um varnir gegn kynferðislegri misnotkun og misneytingu gagnvart börnum hafa íslensk stjórnvöld ýtt úr vör átaki til vitundarvakningar með það að markmiði að fræða börn og starfsfólk grunnskóla um eðli og afleiðingar kynferðislegs ofbeldis og að skólar séu í stakk búnir til að bregðast við ef börn sýna þess merki að hafa orðið fyrir ofbeldi.</p> <p>Kynferðisbrot gegn börnum er samfélagsmein sem krefst margvíslegra aðgerða svo árangur náist. Samfélagið allt þarf að vera meðvitað um vandann því í þessum erfiðu málum er þögnin versti óvinurinn. Þess vegna er vitundarvakning nauðsynleg. Við verðum að geta talað um þessi mál. Foreldrar þurfa að geta frætt börnin sín þannig að þau viti að ákveðin hegðun fullorðinna í þeirra garð er röng. Börn verða að vita að þau mega og eiga að segja frá ef þeim er misboðið á einhvern hátt og hafa vissu fyrir því að á þau sé hlustað.</p> <p>Við berum öll ábyrgð og verðum að axla hana.</p> <p><em>Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra</em></p> <p>&#160;</p>

2013-01-31 00:00:0031. janúar 2013Afmælishátíð Samhjálpar 31. janúar 2013

<p>&#160;</p> <p><strong>Afmælishátíð í tilefni 40 ára afmælis&#160;Samhjálpar, 31. janúar 2013<br /> Ávarp Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra</strong></p> <p>Hr. forseti Íslands, góðir gestir.</p> <p>Í fjörutíu ár hefur Samhjálp hefur verið mikilvægur þáttur í lífi fjölda fólks, verið því stuðningur og skjól og stuðlað að bættri velferð þess og aukinni getu til sjálfshjálpar. Það er svo sannarlega ástæða til að efna til afmælishátíðar af þessu tilefni, líta yfir farinn veg og rifja upp sögu félagsins. Það er eitt af einkennum Samhjálpar að láta ekki mikið yfir sér og verkum sínum, kraftarnir beinast inn á við til að sinna sem best þeim verkefnum sem félagið stendur fyrir, – til að sinna því fólki sem þarf aðstoðar við og á ekki í mörg hús að venda.</p> <p>Ég hugsa að mörgum komi á óvart hvað starfsemi Samhjálpar er umfangsmikil og verkefnin mörg. Mikið hefur breyst frá upphafsdögum Samhjálpar. Karl V. Matthíasson, framkvæmdastjóri Samhjálpar, rifjaði upp söguna í áhugaverðu viðtali í morgunútvarpi Rásar 2 í morgun, þar sem hann sagði frá fyrsta vísinum að starfseminni sem hófst í litlum bílskúr við Sogaveg fyrir rúmum fjörutíu árum. Þar hófst sú samhjálp sem síðar formgerðist með stofnun Hlaðgerðarkots fyrir tilstilli Einars J. Gíslasonar með stuðningi þáverandi heilbrigðisráðherra Magnúsar Kjartanssonar og Ólafs Ólafssonar landlæknis. Ævi Einars þekkja margir. Hann var Vestmannaeyingur, vann þar til lands og sjós framan af en hóf ungur guðfræðinám í Stokkhólmi. Ævistarf hans varð á vettvangi Hvítasunnusafnaðarins með áherslu á að liðsinna þeim sem höllum fæti stóðu í samfélaginu. Einar lést árið 1998 en hann hefði einmitt orðið níræður í dag, 31. janúar.</p> <p>Stofnun Hlaðgerðarkots markar með öðrum orðum hið formlega upphaf að starfsemi Samhjálpar. Hlaðgerðarkot var upphaflega vistheimili fyrir áfengissjúka en varð síðar meðferðarheimili og er rekið af fjárlögum ríkisins. Samhjálp rekur einnig áfangaheimilin Brú og Spor, – Gistiskýlið í Þingholtsstræti í samvinnu við Reykjavíkurborg fyrir heimilislausa Reykvíkinga og sömuleiðis Stuðningsbýlið M18, einnig í samvinnu við Reykjavíkurborg. Þá er ótalið fjölbreytt félagsstarf á vegum Samhjálpar, göngudeildarþjónusta vegna eftirmeðferðar sem mest er nýtt af þeim sem lokið hafa meðferð á Hlaðgerðarkoti og eins vil ég geta sérstaklega um Kaffistofu Samhjálpar sem er mikið sótt og skiptir án efa geysilega miklu máli fyrir þá sem þangað sækja sér skjól og félagsskap og andlega og líkamlega næringu. Enn er ekki allt upptalið, en þetta sýnir vel hvað Samhjálp er mikilvæg stoð í samfélaginu og starfið öflugt.</p> <p>Góðir gestir.</p> <p>Það er mér mikil ánægja að geta við þetta tækifæri sagt frá því að velferðarráðuneytið hefur nýlokið úthlutun rekstrar- og verkefnastyrkja til félagasamtaka – styrkja sem Alþingi úthlutaði áður. Ákveðið var að auka við styrki til Samhjálpar, annars vegar að hækka styrk til kaffistofu Samhjálpar úr fjórum í fimm milljónir og hins vegar að auka styrk til kvennastarfs Samhjálpar úr einni í eina og hálfa milljón króna.</p> <p>Ég veit að Samhjálp er vel að þessum styrkjum komin og mun nýta þá vel í þágu þess fólks sem félagið sinnir af myndarskap og fagmennsku með samhjálpina að leiðarljósi.</p> <p>- - - - - - - - - - - - - - - - -<br /> Talað orð gildir</p> <p>&#160;</p>

2013-01-28 00:00:0028. janúar 2013Tækjabúnaður í heilbrigðisþjónustu

<div class="single-news__big-image"><figure><a href="/media/velferdarraduneyti-media/media/radherra/Radherra_skrifar_undir.jpg"><img src="/media/velferdarraduneyti-media/media/radherra/Radherra_skrifar_undir.jpg?proc=singleNewsItem" alt="Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra" class="media-object"></a><figcaption>Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra</figcaption></figure></div><p><strong>Grein eftir Guðbjart Hannesson velferðarráðherra<br /> Birtist í Fréttablaðinu 28. janúar 2013</strong></p> <p>Um allt land er rekin öflug heilbrigðisþjónusta fyrir landsmenn. Hún væri ekkert án þess þróttmikla starfsfólks sem hefur á undangengnum misserum sýnt fagmennsku og æðruleysi við erfiðar aðstæður í kjölfar efnahagshrunsins. Margt hefur komið upp sem sýnir okkur að á ýmsum sviðum vorum við síður undirbúin fyrir áfallið en hefði mátt ætla. Meðfylgjandi línurit, sem sýnir fjárframlög til tækjakaupa á Landspítalanum og Sjúkrahúsinu á Akureyri, staðfestir orð starfsfólks heilbrigðisþjónustunnar um að góðærið skilaði sér að litlu sem engu leyti til hennar. Stjórnendur og starfsfólk hafa ítrekað bent á að fjárframlög síðustu ára hafa ekki náð að viðhalda nauðsynlegri endurnýjun, jafnvel svo að í óefni horfir nú á sumum sviðum. Hrun gjaldmiðilsins með tilheyrandi hækkun á aðföngum gerir vandann enn meiri.<br /> <br /> Lögum samkvæmt eru tvö sérgreinasjúkrahús á Íslandi, Landspítalinn í Reykjavík og Sjúkrahúsið á Akureyri. Á þessum stofnunum fer fram flókin og sérhæfð meðferð sem kallar á sérstaka þörf fyrir sérhæfðan búnað og tæki og er fjárþörf eftir því. Þessar heilbrigðisstofnanir, sem og margar aðrar um land allt, hafa um áratuga skeið notið velvilja félagasamtaka og einstaklinga sem af rausnarskap hafa stutt dyggilega við starfsemi stofnana. Engu að síður er framlag skattgreiðanda í formi ríkisframlags mikilvægast þessum stofnunum, enda ekki unnt að treysta einungis á almannaheillasamtök, þótt öflug séu.<br /> <br /> Í ljósi þessa hefur nú í fyrsta sinn verið unnin, að beiðni velferðarráðuneytisins, fjárfestingaráætlun í tækjabúnaði fyrir Landspítalann. Í nýrri heilbrigðisáætlun er síðan gert ráð fyrir að annað hvert ár liggi fyrir áætlun um endurnýjun og kaup á tækjabúnaði á sérgreinasjúkrahúsum og horfa ber til sama fyrirkomulags á öðrum heilbrigðisstofnunum. Sem upptakt að breyttu og bættu fyrirkomulagi á þessu sviði ákvað ríkisstjórnin að auka framlög til tækjakaupa á sérgreinasjúkrahúsum umtalsvert, eins og sjá má á meðfylgjandi riti.</p> <p><img title="Tæki og búnaður á sjúkrahúsum" alt="Tæki og búnaður á sjúkrahúsum" src="/media/velferdarraduneyti-media/media/frettatengt2013/Taeki-og-bunadur-a-sjukrahusum.bmp" /><br /> <br /> &#160;</p> <!---->

2013-01-25 00:00:0025. janúar 2013Hringskonur gefa 70 milljónir til Barnaspítala Hringsins á tíu ára afmæli hans

<p>&#160;</p> <p><strong>Ávarp Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra<br /> Barnaspítali Hringsins 10 ára - Kvenfélagið Hringurinn gefur 70 milljónir króna.</strong></p> <p>Kæru gestir.</p> <p>Þetta er stór dagur og sannarlega ástæða til að hittast og fagna tímamótum. Barnaspítali Hringsins er 10 ára um þessar mundir en hann var formlega opnaður 26. janúar 2003.</p> <p>Engan skyldi undra að barnaspítalinn sé kenndur við kvenfélagið Hringinn, því félagið á mestan heiður af byggingu barnaspítala frá upphafi, jafnt þessari glæsilegu byggingu og forveranum sem tekinn var í notkun árið 1965 eins og ég kem að síðar.</p> <p>Hringskonur gerðu það ekki endaleppt þegar nýi spítalinn var tilbúinn og tekinn í notkun. Þær hafa verið traustur bakhjarl hans og fært honum margar góðar og stórar gjafir. Nýjasta gjöfin er afhent formlega í dag, hvorki meira né minna en 70 milljónir króna til vökudeildarinnar. Tímamótin eru margvísleg. Barnaspítalasjóðurinn er 70 ára og gjöfin nemur því einni milljón króna fyrir hvert starfsár hans. – Og þetta er raunar ekki allt, því gjafir Hringskvenna til Barnaspítalans árið 2012 nema samtals 118 milljónum króna að meðtalinni þeirri gjöf sem formlega er veitt viðtaka hér í dag.</p> <p>Hringurinn verður 110 ára á næsta ári, en félagið var stofnað árið 1904 og hefur frá fyrstu tíð einbeitt sér að mannúðar- og líknarmálum, einkum í þágu barna. Hér á Landspítala er það ekki einungis barnaspítalinn nýi sem hefur verið styrktur, því uppbygging Barna- og unglingageðdeildarinnar BUGL hefur einnig notið velvildar og rausnarskapar Hringskvenna, auk margra annarra verkefna sem tengjast veikum börnum.</p> <p>Góðir gestir.</p> <p>Saga Hringsins er stórmerkileg og ánægjulegt að hún var hefur verið skráð í vönduðu riti eftir Björgu Einarsdóttur sem gefið var út í tilefni 100 ára afmælis félagsins. Það er ekki annað hægt en að rifja upp aðdragandann að stofnun félagsins sem hófst þegar Kristín Vídalín Jacobsen glímdi við lífshættuleg veikindi á sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn og hét því að næði hún heilsu myndi hún gera allt sem í hennar valdi stæði til að bæta hag þeirra sem stríddu við veikindi og bágan efnahag. Þetta gekk eftir og var boðað til stofnfundar Hringsins 26. janúar 1904 í Hússtjórnarskólanum í gamla Iðnó við Tjörnina í Reykjavík. Kristín stýrði farsælu starfi Hringsins í 39 ár og hefur starfsemi þessa merkilega félags verið órjúfanlegur þáttur í uppbyggingu og eflingu heilbrigðisþjónustu hér á landi alla tíð síðan.</p> <p>Fyrsta stórverkefni Hringskvenna var að reisa og reka hressingarhæli fyrir berklasjúka, Kópavogshælið, sem tekið var í notkun árið 1926. Það væri allt of langur uppi að rekja hér öll þau stórvirki sem Hringurinn hefur átt þátt í frá upphafi, en þess má geta að árið 1942 breytti félagið um stefnu í líknarmálum og setti á oddinn að komið yrði upp barnaspítala sem brýn þörf var fyrir. Róðurinn var þungur, en fór þó svo að barnadeild var opnuð á Landspítalanum 19. júní 1957 og Barnaspítali Hringsins síðan tekinn í notkun 26. nóvember 1965.</p> <p>Og nú stöndum við hér í því glæsilega húsnæði sem núverandi Barnaspítali Hringsins er óumdeilanlega og hefði tæpast orðið að veruleika án atbeina Hringskvenna.</p> <p>Ég veit ekki með hvaða orðum er unnt að þakka fyrir þá ótrúlegu elju sem kvenfélagið Hringurinn hefur sýnt í gegnum árin og ómetanlegar gjafir og stuðning í þágu samfélagsins. Störf ykkar verða aldrei fullþökkuð en þau eru svo sannarlega virt og mikils metin og það er með ólíkindum hverju hægt er að áorka með sterkum vilja, dugnaði og samtakamætti – eins og þið hafið sýnt.</p> <p>Hringurinn á sér samastað í hjörtum landsmanna. Þúsundir fjölskyldna hafa notið góðs af starfi ykkar og þeirrar góðu aðstöðu sem hér hefur verið byggð upp með tilheyrandi tækjum og búnaði. Þetta skiptir allt svo miklu máli þegar veita skal börnum bestu heilbrigðisþjónustu og aðbúnað sem mögulegt er og hjálpa þeim til heilsu á ný. Fyrir þetta erum við öll afar þakklát.</p>

2013-01-17 00:00:0017. janúar 2013Liðsstyrkur

<div class="single-news__big-image"><figure><a href="/media/velferdarraduneyti-media/media/radherra/Radherra_skrifar_undir2.jpg"><img src="/media/velferdarraduneyti-media/media/radherra/Radherra_skrifar_undir2.jpg?proc=singleNewsItem" alt="Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra" class="media-object" /></a><figcaption>Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra</figcaption></figure></div> <p><strong>Grein Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra<br /> Birtist í Fréttablaðinu 17. janúar 2013.</strong></p> <p>Nú um áramót hófst átaksverkefnið Liðsstyrkur sem er samstarfsverkefni velferðarráðuneytisins, sveitarfélaga, stéttarfélaga og atvinnurekenda. Markmið verkefnisins er að virkja atvinnuleitendur sem hafa fullnýtt eða munu fullnýta rétt sinn innan atvinnuleysistryggingakerfisins á árinu 2013 til þátttöku að nýju á vinnumarkaði.</p> <p sizcache0013448189276592914="0"><span>Öllum í þessum hópi verður boðið tímabundið starf eða starfsendurhæfing á þessu ári enda skrái þeir sig til þátttöku í átakið á</span> <span>www.lidsstyrkur.is</span><span>. Megininntak þessa umfangsmesta atvinnuátaksverkefnis sem ráðist hefur verið í er þannig vinna fyrir vinnufæra og vinnufúsa á sama tíma og þeim sem eru óvinnufærir er boðin atvinnutengd starfsendurhæfing. Heildarkostnaður Atvinnuleysistryggingasjóðs við verkefnið er áætlaður 2,7 milljarðar króna.</span></p> <p>Reiknað er með að um 60% einstaklinga í þessum hópi þiggi starfstilboð svo skapa þarf 2.200 tímabundin ný störf fyrir langtímaatvinnuleitendur á þessu ári. Sveitarfélög munu bjóða 660 störf, ríkið 220 störf og almenni vinnumarkaðurinn 1.320 störf.</p> <p>Markmiðið Liðsstyrks er að enginn falli af atvinnuleysisbótum án þess að fá tilboð um starf.</p> <p>Atvinnuleysistryggingasjóður niðurgreiðir stofnkostnað atvinnurekenda við ný störf fyrir þennan hóp tímabundið og nemur styrkur með hverri ráðningu grunnatvinnuleysisbótum ásamt 8% framlagi í lífeyrissjóð, samtals 186.417 kr. á mánuði.&nbsp;Atvinnurekandi gerir síðan hefðbundinn ráðningarsamning við atvinnuleitanda og greiðir honum laun samkvæmt kjarasamningi.</p> <p><strong>Skilyrði þess að atvinnurekandi geti tekið þátt í verkefninu eru eftirfarandi:</strong></p> <ul sizcache0013448189276592914="93"> <li sizcache0013448189276592914="0">Ráðning viðkomandi atvinnuleitanda feli í sér fjölgun starfsfólks.</li> <li sizcache0013448189276592914="0">Fyrirtæki hafi að minnsta kosti einn starfsmann á launaskrá.</li> <li sizcache0013448189276592914="0">Fyrirtæki hafi síðastliðna sex mánuði ekki sagt upp starfsmönnum sem gegnt höfðu starfinu sem ráða á til.</li> <li sizcache0013448189276592914="0">Ráðning feli ekki í sér verulega röskun á samkeppni innan atvinnugreinar á viðkomandi svæði.</li> <li sizcache0013448189276592914="0">Staðfesting á launagreiðslu til starfsmanns samkvæmt kjarasamningi fylgi með reikningi til Vinnumálastofnunar vegna greiðslu styrks á grundvelli samnings um Liðsstyrk.</li> </ul> <p sizcache0013448189276592914="0"><span>Með þessu metnaðarfulla átaki hafa ríkið og hagsmunaaðilar á vinnumarkaði sameinast með einstökum hætti til að tryggja langtímaatvinnulausum tækifæri til að komast inn á vinnumarkaðinn að nýju. Samstarf sem þetta er óþekkt í nágrannalöndum okkar og ljóst að gríðarmikil vinna er framundan til að ná þessu metnaðarfulla markmiði. Forsenda árangurs er gott samstarf aðilanna sem hrinda hér sameiginlega af stað þjóðarátaki gegn langtímaatvinnuleysi. Ég vil þakka samtökum launafólks, Samtökum atvinnulífsins og Sambandi íslenskra sveitarfélaga fyrir gott samstarf við undirbúning og framkvæmd þessa verkefnis sem sýnir hverju hægt er að áorka þegar unnið er sameiginlega að úrlausn samfélagslegra mála.&nbsp;</span><span>&nbsp;</span></p> <p>&nbsp;</p>

2012-12-14 00:00:0014. desember 2012Ávarp ráðherra við útskrift nemenda frá Hringsjá, náms- og starfsendurhæfingu

<p><strong>Ávarp Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra<br /> Útskrift frá Hringsjá 14. desember 212</strong></p> <p>Góðir gestir, nemendur og starfsfólk Hringsjár, ég óska ykkur innilega til hamingju með daginn.</p> <p>Það er alltaf stór stund að ljúka merkum áfanga, að ná markmiðum sínum og að uppgötva eitthvað nýtt. Nemendur sem útskrifast frá Hringsjá í dag finna án efa fyrir gleði og stolti – og kannski svolítilli eftirsjá líka eins og jafnan fylgir tímamótum og kaflaskilum í lífinu.</p> <p>Þið nemendurnir hafið eflaust þurft að leggja mikið á ykkur í náminu hér og auðvitað er það ekki alltaf tekið út með sældinni að fást við erfið viðfangsefni. En þegar árangurinn kemur í ljós finnur maður að erfiðið hefur verið þess virði. Maður stendur sterkari eftir, finnur getu sína aukast, það sem áður var erfitt og olli jafnvel hugarangri er allt í einu orðið skemmtilegt að fást við og mann langar helst í fleiri og erfiðari verkefni.</p> <p>Nám er okkur öllum mikilvægt og réttur fólks til náms er meðal mikilvægustu réttindanna í samfélaginu. Þetta hefur lengi legið fyrir og birtist fyrst í ákvæðum um almenna skólaskyldu og uppbyggingu grunnskólakerfisins. Eftir því sem fram liðu stundir jókst skilningur samfélagsins á því að nám á ekki að vera staðlað – að það er ekkert eitt kerfi sem hentar öllum heldur þarf að sníða námsframboðið og fyrirkomulag þess að ólíkum þörfum nemendanna. Áður var nám fyrst og fremst hugsað og skipulagt í kringum börn og ungt fólk, rétt eins og að nám væri ekki raunhæfur kostur fyrir fullorðna. Þetta hefur líka gjörbreyst og áhersla á fullorðinsfræðslu farið vaxandi með síauknu framboði af námi og námsleiðum.</p> <p>Ég hef heyrt margar reynslusögur fólks sem hefur stundað nám hjá Hringsjá og nánast uppgötvað sjálft sig á nýjan leik, kynnst styrkleika og hæfileikum sem það vissi ekki að það byggi yfir, öðlast aukið sjálfstraust og í framhaldinu betra líf. Nám eru lífsgæði og það er óendanlega mikilvægt að allir sem mögulega geta fái tækifæri til að efla sig og styrkja með námi sem hentar áhugasviði þeirra, hæfileikum og getu.</p> <p>Hjá Hringsjá starfar sérmenntað starfsfólk og kennarar með víðtæka reynslu úr skólastarfi, atvinnulífi, listum og félagsstarfi. Breiddin hér er mikil og lagt upp úr því að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi og fengið margvíslegan stuðning til að rækta hæfileika sína og leiða þá fram í dagsljósið.</p> <p>Hringsjá fagnaði á þessu ári 25 ára starfsafmæli. Það er óhætt að segja að mikilvægi starfsins hér hafi lengi legið fyrir, en með tímanum hafa æ&#160; fleiri augu opnast fyrir gildi náms- og starfsendurhæfingar eins og hér fer fram.</p> <p>Í sumar voru samþykkt á Alþingi lög um atvinnutengda starfsendurhæfingu og starfsemi starfsendurhæfingarsjóða. Lögin endurspegla ákveðna vitundarvakningu sem orðið hefur í þessum málaflokki og eru afdráttarlaus viðurkenning á mikilvægi starfsendurhæfingar. Sérstaklega mikilvægt er að með lögunum er tryggður réttur allra til starfsendurhæfingar, óháð atvinnuþátttöku – sem ætti að opna mörgum dyr sem áður voru lokaðar.</p> <p>Það eru mikilvæg mannréttindi að geta tekið sem allra virkastan þátt í samfélaginu. Forsendur fólks til þess eru misgóðar og þær geta breyst vegna ýmissa áfalla eða aðstæðna. Möguleikarnir ráðast ekki einungis af einstaklingsbundinni getu og færni heldur einnig af því hvort og hversu vel samfélagið er í stakk búið til að mæta fjölbreytileikanum, hversu sveigjanlegt það er og hvernig búið er að fólki almennt.</p> <p>Hringsjá er og hefur lengi verið leiðandi á sínu sviði. Hér hefur þróast fjölbreytt og vel skipulagt nám sem hefur fyrir löngu sannað gildi sitt. Besti vitnisburðurinn um það eru nemendurnir sem héðan hafa útskrifast, reiðubúnir til þess að fara í frekara nám eða vel undirbúnir fyrir ýmis störf á almennum vinnumarkaði.</p> <p>Ég óska ykkur og okkur öllum til hamingju með daginn.</p> <p>Kæru útskriftarnemar. Ég var vanur því þegar ég útskrifaði nemendur úr mínum skóla að minna þá á að hver og einn er einstakur, það er aðeins til eitt eintak af hverju ykkar í heiminum. Þið eruð öll búin ótal hæfileikum og getu og það hafið þið nú sannað. Látið námið hér veita ykkur sjálfstraust, horfið á það sem þið getið og gangið bjartsýn inn í framtíðina, þá mun ykkur farnast vel.</p> <p>&#160;</p>

2012-12-12 00:00:0012. desember 2012Nýjar varnir heimila gegn verðbólgu

<p><strong>Grein Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra í DV, 12. desember 2012<br /> </strong><br /> Samfara bankahruninu haustið 2008 féll gengi íslensku krónunnar eins og steinn. Á skömmum tíma hækkaði verð á innfluttum vörum um fjórðung og verðbólgan fór í lok ársins&#160; í 18,6%, yfir öll rauð strik. Höfuðstóll verðtryggðra íbúðarlána hækkaði að sama skapi og setti greiðslugetu heimilanna í uppnám. Öryggisleysi og vonleysi fylgdi í kjölfarið. Talað var um forsendubrest og skuldafjötra heimilanna enda raskaði gengishrunið jafnvæginu milli skuldanna og greiðslugetunnar.</p> <p>Það var því ekki að ófyrirsynju <span>&#160;</span>að hagfræðingur<span>&#160;</span> við Háskóla Íslands, dr. Ásgeir Jónsson, var fenginn af ráðherrahópi um skulda- og greiðsluvanda heimilanna til þess kanna kosti þess og galla að setja þak á verðbætur verðtryggðra fasteignalána eða raunvexti slíkra lána. Skýrslan var kynnt opinberlega í gær, en hún varpar ljósi á hvað mögulegt er að gera í þessum efnum og getur lagt grunninn að málefnalegri umræðu um leiðir til þess að bæta öryggi lántakenda. Úttektin bendir þó til þess að þak á raunvexti sé ekki raunhæfur kostur.</p> <p><strong>Trygging gegn óvæntri hækkun<br /> </strong>Öðru máli gegnir um þak á verðbætur verðtryggðra lána. Sú leið virðist raunhæf.</p> <p>Með því að setja þak á verðtryggingu íbúðarlána er heimilum veitt ákveðið skjól fyrir áföllum í efnahagslífinu. Fari verðbólgan yfir tiltekin mörk, <span>&#160;</span>segjum 4 %, færist öll verðbólga umfram það á reikning lánveitandans sem tryggir þannig lántakandann gegn verðbólgunni.<span>&#160;</span> Gert er ráð fyrir að um slíka tryggingu gegn verðbólgu verði samið í frjálsum samningum. Útreikningar skýrsluhöfunda benda til þess að árlegt tryggingargjald vegna 40 ára íbúðaláns með 4 prósenta verðbótaþaki verði að samsvara 1,5% vaxtaálagi við núverandi aðstæður. Þetta gjald hækkar eða lækkar í takt við verðbólguvæntingar, en verðbólga nú er nálægt 5 prósentum. Þetta þak á verðbætur ætti einnig að vera lánveitendum hagstætt þar sem líkur á vanskilum og neikvæðu eigin fé heimilanna minnka til muna.<span>&#160;</span> Jafnvel má færa fyrir því rök að lán með verðbótaþaki ættu að njóta betri vaxtakjara en almenn verðtryggð lán.</p> <p>Þetta má útskýra betur. Skýrsluhöfundur tekur dæmi af 20 milljóna króna láni Íbúðalánasjóðs til 40 ára með uppgreiðsluheimild sem nú ber 4,7% raunvexti. Á upphafsdegi lánsins væri mánaðarleg greiðslubyrði um 93.000 kr. Ef sett væri þak á verðbætur lánsins eins og útskýrt var hér að framan og bætt við 1,5% tryggingagjaldi myndi mánaðarleg greiðsla verða um 113.000 kr. eða um 20% hærri en ella. Meðan verðbólgan væri undir 4% yrði greiðslubyrði lánsins ríflega 20% hærri á hverjum tíma en af venjulegu verðtryggðu húsnæðisláni. Færi verðbólgan hins vegar yfir þessi mörk myndi lántakandinn strax njóta verulegs ávinnings. Árið 2008 fór verðbólgan hæst í 18,6% eins og áður segir og miðað við þær aðstæður hefði lántakandinn í dæminu hér að framan sparað sér nærri 15% af höfuðstóli lánsins þar sem ekki hefðu lagst á lánin neinar verðbætur umfram 4%.</p> <p><strong>Getur komið í stað vaxtabóta<br /> </strong>Annar áhugaverður kostur er ræddur í umræddri skýrslu. Hann er sá að stjórnvöld kaupi verðbótatryggingu fyrir tiltekna hópa lántakenda. Slíkt gæti komið fram sem stuðningur við þá sem eru að kaupa sér íbúð í fysta skipti, tekjulága eða aðra sem eiga augljóslega í erfiðleikum með að mæta verðbólguskotum og aukinni greiðslubyrði. Slíkt þak myndi tryggja eigið fé slíkra hópa sem bundið er í húsnæði. Skýrsluhöfundur telur að þessir hópar gætu fyrir vikið notið betri fyrirgreiðslu lánastofnana og jafnvel betri vaxtakjara og bendir á að markviss stuðningur af þessum toga við tiltekna hópa gæti að einhverju leyti leyst af hólmi núverandi vaxtabótakerfi.</p> <p>Það er ástæða fyrir stjórnvöld að skoða betur þennan kost sem hér hefur verið ræddur. Þetta gæti verið liður í því að auka fjárhagslegt öryggi heimilanna gegn óstöðugleika á borð við þann sem fylgt hefur gjaldmiðli okkar og fylgir honum enn.</p> <p><em>Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra</em></p>

2012-12-06 00:00:0006. desember 2012Málþing félagsmálastjóra um tækifæri og framtíð eldra fólks á Íslandi

<div class="single-news__big-image"><figure><a href="/media/velferdarraduneyti-media/media/myndabanki_VEL/eldri_borgari2.jpg"><img src="/media/velferdarraduneyti-media/media/myndabanki_VEL/eldri_borgari2.jpg?proc=singleNewsItem" alt="Þjónusta við aldraða" class="media-object" /></a><figcaption>Þjónusta við aldraða</figcaption></figure></div> <p><strong>Málþing félagsmálastjóra: Í kör- nei takk; um tækifæri og framtíð eldra fólks á Íslandi.<br /> Haldið í Hlégarði í Mosfellsbæ, 6. desember 2012.</strong></p> <p><strong>Sveinn Magnússon, skrifstofustjóri í velferðarráðuneytinu, flutti ávarp fyrir hönd Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra.</strong></p> <ul> <li>Dagskrá málþingsins,&nbsp;<span>http://www.samband.is/verkefnin/felagsthjonusta/frettir---felagsthjonusta/nr/1493</span></li> </ul> <p>Ágætu félagsmálastjórar.</p> <p>Yfirskrift þessa málþings er hressandi og góður útgangspunktur í umræðu um tækifæri og framtíð eldra fólks á Íslandi sem þið hafið rætt um hér í dag.</p> <p>Nú er það svo í umræðum um samfélagsleg málefni að okkur hættir til að einblína um of á hið neikvæða, það sem illa gengur og betur mætti fara. Það er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt. Oftar en ekki felast viðfangsefni dagsins í því að fást við brýn vandamál sem þola enga bið eða skipuleggja ráðstafanir vegna fyrirsjáanlegra erfiðleika sem geta haft alvarlegar afleiðingar ef ekkert er að gert. Það sem vel gengur sætir ekki tíðindum, það truflar ekki dagleg störf, er ekki fréttnæmt og lætur því lítið yfir sér. Þetta þekkið þið félagsmálastjórar eflaust manna best. Fjöldi fólks nýtur daglega félagsþjónustu sveitarfélaganna í einhverri mynd með góðum árangri. Öll sú þjónusta vekur hins vegar ekki athygli eða umræðu – ekki nema eitthvað fari úrskeiðis.</p> <p>Það er hins vegar öllum mikilvægt að líta upp úr annríki dagsins af og til. Gefa sér tóm og tíma til að skoða málin í víðara samhengi og huga að stefnunni til framtíðar í ljósi þess hvernig samfélagið þróast og breytist eftir því sem fram líða stundir.</p> <p>Á síðustu öld byggðist upp formlegt velferðarkerfi hér á landi þar sem áherslur breyttust frá því að aðstoð við fólk sem aðstoðar þurfti með var veitt undir formerkjum góðgerðarstarfsemi með ákveðnum ölmusublæ til þess að veita skipulagða velferðarþjónustu byggða á því að fólk ætti rétt til þjónustunnar og að samfélaginu væri skylt að veita hana eftir því sem hennar væri þörf.</p> <p>Ef við ræðum sérstaklega um öldrunarþjónustu verður að segjast að lengi vel einkenndist hún af mikilli forsjárhyggju í garð eldra fólks, sjúkdómavæðing og stofnanavæðing var áberandi. Ekki var mikið horft til þess hvað fólk sjálft taldi eða vildi – sem leiddi til þess að fólk var á vissan hátt steypt í sama mót og skilgreindar fyrir hópinn þarfir og þjónusta sem henta átti öllum. Þetta viðhorf sést ef til vill&nbsp;best á því að lengi vel var viðtekið að undanskilja eldra fólk þegar gerðar voru viðhorfs- og skoðanakannanir meðal almennings. Ef ég man rétt var miðað við 70 ára aldur – eftir það virtust skoðanir fólks ekki lengur skipta máli.</p> <p>Verulegar breytingar hafa orðið á viðhorfum til málefna eldra fólks á seinni árum – og tvímælalaust til hins betra. Mestu skiptir að eldra fólk hefur nú meira sjálft um málin að segja en áður, aldraðir eiga sína eigin talsmenn, hafa stofnað með sér félög og hagsmunasamtök og eru virkir þátttakendur í stefnumótun og skipulagi þjónustu við aldraða og málaflokkinn í heild.</p> <p>Ef við skoðum velferðarþjónustuna í víðu samhengi og þá þróun sem orðið hefur á liðnum árum og áratugum er áberandi hvað vaxandi áhersla á mannréttindi og þróun mannréttindahugtaksins skiptir þar miklu máli. Ísland er aðili að öllum helstu&nbsp;samningum um mannréttindi hvort sem er á vettvangi Sameinuðu þjóðanna eða Evrópusambandsins en trúlega hafa fáir samningar eða sáttmálar haft meiri áhrif á velferðarþjónustu í seinni tíð en sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks – sáttmálinn sem nú er unnið að því að innleiða hér á landi.</p> <p>Rétturinn til þess að lifa sjálfstæðu lífi, rétturinn til sjálfræðis, friðhelgi einkalífs og heimilis getur reynst lítils virði fyrir fólk með fötlun eða skerta heilsu njóti það ekki viðeigandi stuðnings og þjónustu sem styrkir þessi réttindi. Við vitum að víða í samfélaginu eru hindranir sem geta torveldað fólki virka þátttöku í samfélaginu – hindranir sem oft reynist auðvelt að ryðja úr vegi þegar að er gáð og getur skipt geysilega miklu máli um tækifæri fjölda fólks til virkrar samfélagsþátttöku.</p> <p>Í þjónustu við aldraða er stofnanahugtakið með öllum sínum stofnanalegu undirheitum á útleið. Þjónustan við aldraða, líkt og aðra, tekur æ meira mið af einstaklingbundnum þörfum með áherslu á stuðning við fólk til að lifa sem mest og lengst sjálfstæðu lífi.</p> <p>Liður í þessari þróun er að færa þjónustu nær notendunum. Flutningur málefna faltaðs fólks til sveitarfélaga varð að veruleika í byrjun árs 2011 og nú er unnið að því að flytja þjónustu við aldraða til sveitarfélaganna sömuleiðis. Þessi breyting felur í sér margvísleg tækifæri án nokkurs vafa, líkt og Lúðvík Geirsson fjallaði um á málþinginu fyrr í dag. Vissulega er tilfærslan ekkert áhlaupaverk og margt þarf að leysa svo verkefnið takist sem best. Markmiðið er að bæta þjónustuna og við megum aldrei missa sjónar á því.</p> <p>Fjölbreytni, valkostir og einstaklingsmiðuð þjónusta eiga að vera leiðarljósið í velferðarþjónustunni. Eldra fólk þarf líkt og aðrir að hafa ýmsa kosti að velja á milli í búsetumálum sem mæta ólíkum aðstæðum, getu, þörfum og löngunum. Þótt fólk eigi jafnan margt sameiginlegt með sínum jafnöldrum og hvert æviskeið hafi sín einkenni og viðfangsefni er þó alltaf margt sem skilur að og gerir hvern og einn einstakan og sérstakan. Það er nauðsynlegt að taka mið af þessu í öllu samhengi.</p> <p>Aldursþróun landsmanna er að breytast. Þjóðin eldist, heilsufar fer almennt batnandi og fjöldi þeirra sem ná háum aldri fer vaxandi. Spár sýna að fjöldi þeirra sem eru 85 ára og eldri mun fjórfaldast á næstu árum sem segir sitt um þróunina. Þetta eru staðreyndir sem verður að taka mið af við uppbyggingu og skipulag velferðarþjónustu til framtíðar. Við skulum líka muna að þetta snýst ekki einungis um þjónustu. Fjöldi fólks sem kominn er á hefðbundinn starfslokaaldur er með fulla heilsu og mikla orku og ekki endilega tilbúið til að draga sig í hlé og hætta atvinnuþátttöku. Samfélagið hefur þörf fyrir krafta allra þeirra sem vilja og geta lagt af mörkum og því ástæða til að stuðla að meiri sveigjanleika í þessum efnum.</p> <p>Árið 1991 samþykkti allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna ályktun um stefnumið Sameinuðu þjóðanna í málefnum aldraðra. Aðildarþjóðirnar voru hvattar til að stuðla að almenni viðhorfsbreytingu til öldrunar í því skyni að styrkja stöðu eldra fólks og stuðla að aukinni samstöðu kynslóða í framtíðinni. Áhersla var lögð á fimm efnisþætti; <em>sjálfstæði, virkni, lífsfyllingu, reisn og umönnun</em> með áherslu á að eldra fólk eigi að njóta allra þessara þátta til jafns við aðra þegna þjóðfélagsins. Mikilvægi þessa var undirstrikað með áskorun Sameinuðu þjóðanna um að skapa þjóðfélag fyrir fólk á öllum aldri – en það voru einmitt einkunnarorð árs aldraðra árið 1999 – einkunnarorð sem ég spái að muni standa í góðu gildi um alla framtíð og við skulum því hafa að leiðarljósi í störfum okkar.</p> <p>Ágætu félagsmálastjórar.</p> <p>Þið eruð áhrifamikill hópur sem hafið mikið að segja um þróun velferðarþjónustu í landinu. Ábyrgð ykkar er mikil og fer vaxandi eftir því sem sveitarfélögin taka að sér fleiri verkefni. Ég vil að lokum þakka ykkur fyrir að helga þetta málþing tækifærum og framtíð eldra fólks á Íslandi. Þetta eru mál sem verða í deiglunni framundan og skiptir miklu máli að ræða.</p>

2012-11-22 00:00:0022. nóvember 2012Afmælisráðstefna Sjómannadagsráðs: Framtíðarsýn í málefnum aldraðra

<strong>Ávarp Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra á ráðstefnu um framtíðarsýn í málefnum aldraðra<br /> Haldin 22. nóvember 2012 í tilefni 75 ára afmælis Sjómannadagsráðs.</strong><br /> <p>&#160;</p> <p>Góðir gestir.</p> <p>Sjómannadagsráð er 75 ára – upphaflega stofnað af ellefu stéttarfélögum sjómanna í Reykjavík og Hafnarfirði 25. nóvember árið 1937. Ég ætla hvorki að rekja tildrögin né sögu félagsins, hana þekkið þið öll, en það er svo sannarlega ástæða til að minnast þessa og halda upp á merk tímamót. Það er heldur ekki fortíðin sem er ætlunin að ræða hér, heldur að fjalla um framtíðarsýn í málefnum aldraðra. Ég get þó ekki á mér setið að vitna í orð Einars Benediktssonar skálds í sambandi við framtíðarsýnina sem sagði; „að fortíð skal hyggja, ef frumlegt skal byggja“ og vil gjarna gera þau að mínum.</p> <p>Það er gott og nauðsynlegt að velta því fyrir sér hvað vel hefur verið gert í gegnum tíðina, hver hefur verið stefnan og leiðarljósið, höfum við á einhverjum tímum látið nægja að halda sjó eða jafnvel rekið af leið og hvert stefnum við núna?</p> <h3>Velferðarkerfi í mótun</h3> <p>Eftir því sem leið á tuttugustu öldina tók samfélagsleg ábyrgð sem áður byggðist á samhjálp og samtakamætti einstaklinga að formgerast meir og meir, þótt vissulega hefði undir lok 19. aldar verið kominn vísir að því sem koma skyldi með stofnun tryggingasjóða, lögum um eftirlaun og stofnun fyrsta sjúkrasamlagsins. Tryggingastofnun ríkisins var stofnuð árið 1936 – ári fyrir stofnun Sjómannadagsráðs – með lögum um alþýðutryggingar. Í þeim lögum var meðal annars kveðið á um sérstaka elli- og örorkutryggingadeild. Lög um almannatryggingar tóku síðan við af lögum um alþýðutryggingar árið 1947 og var markmiðið að koma á almannatryggingakerfi „sem næði til allrar þjóðarinnar, án tillits til stétta eða efnahags“, svo vitnað sé í stjórnarsáttmála frá þessum tíma.</p> <p>Ég ætla að gera langa sögu stutta – en eftir því sem fram liðu stundir byggðist hér upp formlegt velferðarkerfi þar sem áherslur breyttust frá því að aðstoð væri veitt undir formerkjum góðgerðarstarfsemi með ákveðnum ölmusublæ til þess að veita skipulagða velferðarþjónustu byggða á því að fólk ætti rétt til þjónustunnar og að samfélaginu væri skylt að veita hana eftir því sem hennar væri þörf.</p> <h3 sizcache017082414664303153="0">Forsjárhyggja</h3> <p sizcache017082414664303153="0"><span>Það verður ekki fram hjá því litið að öldrunarþjónusta hér á landi einkenndist lengi af mikilli forsjárhyggju í garð aldraðra og sömuleiðis var stofnanavæðing áberandi. Mikil áhersla var lögð á uppbyggingu dvalar- og hjúkrunarheimila og viðtekið að þegar aldurinn færðist yfir væri besta lausnin fyrir hinn aldraða að flytja í öruggt skjól inni á öldrunarstofnun. Það var ekki svo mjög horft til þess hvað fólk sjálft taldi eða vildi í þessum efnum, stofnun var einfaldlega álitin besta lausnin þegar Elli kerling bankaði á dyr.</span></p> <h3>Breytt viðhorf – sjálfsákvörðunarréttur aldraðra</h3> <p>Við erum ekki fjarri nútímanum þegar hér er komið sögu í upprifjuninni, en á síðustu árum hafa orðið verulegar breytingar á viðhorfum til þessara mála meðal þeirra sem best þekkja til í þjónustu við aldraða. Kannski skiptir hér mestu að þeir sem í hlut eiga hafa nú sjálfir meira um málin að segja en áður, eiga sína eigin talsmenn, hafa stofnað með sér félög og hagsmunasamtök og eru virkir þátttakendur í umræðu um stefnumótun og skipulag þjónustunnar og málaflokksins í heild.</p> <p>Það þarf engum að koma á óvart að þegar aldraðir sjálfir eru spurðir hvernig þeir vilja haga efri árunum þegar heilsan tekur að gefa sig og hallar undan fæti – þá vill fólk fyrir það fyrsta halda reisn sinni, sjálfstæði og sjálfræði, fólk vill njóta friðhelgi einkalífsins og lifa lífinu eins mikið á sínum eigin forsendum og unnt er, líkt og fólk jafnan vill, óháð aldri. Sjálfstæð búseta á eigin heimili er sterk forsenda þessa alls og því hafa áherslur í öldrunarþjónustu tekið breytingum sem miða í þá átt og svo mun verða áfram.</p> <h3>Einstaklingsmiðuð þjónusta – sjálfstæð búseta</h3> <p>Stofnanahugtakið með öllum sínum stofnanalegu undirheitum er á útleið. Þjónusta við aldraða, líkt og aðra, tekur æ meira mið af einstaklingsbundnum þörfum með áherslu á stuðning við fólk til að lifa sem mest og sem lengst sjálfstæðu lífi.</p> <p>Æ meiri áhersla er lögð á heimahjúkrun, heimaþjónustu og önnur úrræði, leiðir og lausnir – og búseta fyrir aldraða sem áður var kennd við stofnanir færist hröðum skrefum yfir á annað form þar sem hjúkrunarheimili afklæðast sínum gamla stofnanabrag með endurbótum og skipulagsbreytingum. Ný heimili rísa, byggð á breyttri hugmyndafræði og skipulagi sem gerir þau að heimilum sem standa undir nafni sem slík.</p> <p>Liður í þessari þróun er að færa þjónustu nær notendum og þar er veigamikill þáttur fyrirhugaður flutningur málefna aldraðra til sveitarfélaganna, líkt og þegar hefur verið gert varðandi þjónustu við fatlað fólk. Vert er að geta þess að þótt ríkið fari með yfirstjórn og fjármögnun mikilvægra þjónustuþátta sjá sveitarfélög nú þegar um framkvæmd mikils hluta öldrunarþjónustu. Eins eru sjálfseignarstofnanir og aðrir sjálfstæðir rekstraraðilar mikilvægir þjónustuveitendur, eins og þið hér vitið manna best.</p> <p>Vissulega er þessi tilfærsla frá ríki til sveitarfélaga ekkert áhlaupaverk, margt þarf að leysa svo verkefnið takist sem best og aldrei megum við missa sjónar af meginmarkmiðinu sem er að bæta þjónustuna. Að öllu þessu er unnið í samstarfi ráðuneytisins og þeirra fjölmörgu aðila sem að málinu þurfa að koma og ánægjulegt til þess að vita að víðtækur stuðningur virðist við þetta stóra verkefni hjá öllum aðilum.</p> <p>Mér hefur orðið tíðrætt um þá áherslu að fólk á efri árum eigi kost á vel skipulagðri einstaklingsmiðaðri velferðarþjónustu sem styður það til sjálfstæðrar búsetu á eigin heimili eins lengi og það sjálft kýs og kostur er. Þetta leiðir hugann að þeirri þróun sem orðið hefur í uppbyggingu íbúða sem sérstaklega eru ætlaðar öldruðum og hafa verið reistar í töluverðum mæli í tengslum við hjúkrunarheimili, líkt og gert hefur verið í tengslum við Hrafnistuheimilin, Sunnuhlíð, Mörk, Eir og víðar.</p> <p>Þegar ég nefni Eir verð ég að staldra aðeins við – en þið þekkið eflaust öll vandamál Eirar sem mikið hafa verið til umfjöllunar að undanförnu.</p> <p>Eins og fram hefur komið er Eir eina sjálfseignarstofnunin þar sem uppbygging íbúða og rekstur hjúkrunarheimilis hefur verið undir einum hatti, rekið í nafni sama félags á einni kennitölu, sem aldrei skildi verið hafa. – Ég ætla ekki að fara í saumana á þessu alvarlega máli hér en verð þó að segja að margar spurningar hafa vaknað um stöðu og rétt þeirra öldruðu sem lögðu jafnvel aleiguna í það sem þeir töldu tryggan kost í íbúðum kenndar við öryggi. Fyrirkomulag íbúðarréttarins og rekstur þessara íbúða hjá Eir hefur stefnt fjárhagslegu öryggi íbúanna í hættu og það er gjörsamlega óskiljanlegt hvernig það mátti gerast. Allt þetta mál verður að skoða ofan í kjölinn – og það verður að tryggja að svona nokkuð geti ekki átt sér stað undir neinum kringumstæðum. Það á ekki að skipta máli hvort fólk kaupir sér húsnæði eða kaupir svokallaðan íbúðarrétt – hvort sem um er að ræða verður að liggja að baki örugg trygging þar sem hagsmunir íbúanna eru hafðir að leiðarljósi.</p> <h3>Fjölbreytni og valkostir</h3> <p>Ég hef rætt hér þróunina sem átt hefur sér stað frá þeirri áherslu að allir skyldu flytja inn á stofnun – yfir í fjölbreyttari lausnir, með áherslu á sjálfstæði og sjálfsvirðingu eldra fólks. Sjálfur hef ég þó ávallt ítrekað að það er ekki til hin eina rétta og endanlega lausn hvað varðar búsetu og þjónustu við eldra fólk. Úrræðin og leiðirnar þurfa að vera margar, til að mæta ólíkum þörfum, og staðbundnum og einstaklingsbundnum aðstæðum verður að mæta.</p> <p>Aldraðir líkt og aðrir þurfa að hafa ýmsa kosti að velja á milli í búsetumálum sem mæta ólíkum aðstæðum fólks, getu, þörfum og löngunum. Þótt fólk eigi jafnan margt sameiginlegt með sínum jafnöldrum og hvert æviskeið hafi sín einkenni og viðfangsefni er þó alltaf margt sem skilur að og gerir hvern og einn einstakan og sérstakan. Við þurfum fjölbreytta húsnæðiskosti og þjónusta við aldraða þarf jafnframt að byggjast á fjölbreyttri og einstaklingsmiðaðri þjónustu sem gerir þeim sem þess óska mögulegt að búa sem lengst á eigin heimili. Við þurfum stöðugt að huga að nýjum þjónustuformum, öflugri stoðþjónustu og endurhæfingu.</p> <p>Setja þarf gæðaviðmið um þjónustu við aldraða, auka og bæta eftirlit með þjónustu og gera samninga um innihald og kröfur þeirrar þjónustu sem veitt er. Greiðsluþátttaka aldraðra sem búa á hjúkrunarheimilum er eitt þeirra mála sem við verðum að færa í eðlilegt horf. Fólk þarf að geta haldið fjárhagslegu sjálfstæði sínu og það þarf að vera alveg ljóst fyrir hvað er verið að greiða.</p> <p>Aldursþróunin meðal landsmanna er að breytast. Þjóðin eldist, heilsufar fer almennt batnandi og fjöldi þeirra sem nær háum aldri fer vaxandi. Til að mynda sýna spár að fjöldi þeirra sem eru 85 ára og eldri mun fjórfaldast á næstu árum sem segir sitt um þróunina. Þetta eru staðreyndir sem verður að taka mið af við uppbyggingu og skipulag velferðarþjónustu til framtíðar.</p> <p>Góðir gestir.</p> <p>Framtíðin er viðfangsefni dagsins. Ég endurtek orð Einars Benediktssonar sem ég vitnaði til í upphafi máls; „að fortíð skal hyggja, ef frumlegt skal byggja“.</p> <p>Aðstandendum og velunnurum Sjómannadagsráðs óska ég innilega til hamingju með tímamótin sem er vel við hæfi að fagna með veglegri ráðstefnu um mikilvægt málefni. Ég vona að dagurinn verði ykkur ánægjulegur og að við öll getum horft björtum augum til framtíðar.</p> <p>&#160;</p>

2012-11-19 00:00:0019. nóvember 2012Tímamótasamstarf sem tryggir vinnu og virkni

<div class="single-news__big-image"><figure><a href="/media/velferdarraduneyti-media/media/radherra/Gudbjartur_Hannesson_vel.jpg"><img src="/media/velferdarraduneyti-media/media/radherra/Gudbjartur_Hannesson_vel.jpg?proc=singleNewsItem" alt="Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra" class="media-object"></a><figcaption>Guðbjartur Hannesson</figcaption></figure></div><p><strong>Grein Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra<br /> Birtist í Fréttablaðinu 19. nóvember 2012</strong></p> <p>Ísland er þekkt fyrir mikla atvinnuþátttöku þjóðarinnar sem er meiri en þekkist í nokkru öðru ríki innan OECD. Við viljum öll vinna sem getum og gerum það ef vinnu er að fá. Missi fólk vinnuna hefst leit að nýju starfi og á það þá rétt til atvinnuleysisbóta. Þær fela hins vegar ekki í sér neina lausn heldur eru aðeins tímabundið fjárhagslegt úrræði þar til úr rætist.&#160;&#160;</p> <h4>Framlenging bótaréttar ekki varanleg lausn fyrir atvinnuleitendur</h4> <p>Réttur til atvinnuleysisbóta var í kjölfar efnahagshrunsins framlengdur tímabundið úr þremur árum í fjögur. Um áramótin verður hann aftur þrjú ár. Mikið hefur verið rætt um hvernig bregðast eigi við þessum aðstæðum. Þrennt var í stöðunni; að gera ekkert – að framlengja aftur bótatímabilið – eða ráðast í aðgerðir til að skapa þeim sem í hlut eiga tækifæri til að komast aftur inn á vinnumarkaðinn.</p> <p>Frá 1. september síðastliðnum til loka næsta árs er áætlað að um 3.700 atvinnuleitendur fullnýti rétt sinn innan atvinnuleysistryggingaa­kerfisins. Þetta er mikill fjöldi og ljóst að án aðgerða myndi stór hópur fólks ekki eiga annars úrkosta en sækja um fjárhagsaðstoð sveitarfélaga, endurhæfingarlífeyri eða örorkubætur. Enginn þessara kosta er góður, því fólk vill vinna ef það getur, vera virkt, fá laun fyrir framlag sitt og leggja af mörkum til samfélagsins.</p> <h4>Um 2.200 starfstengd vinnumarkaðsúrræði</h4> <p>Ríki, sveitarfélög og aðilar vinnumarkaðarins hafa setið á rökstólum síðustu vikur og unnið sleitulaust að sameiginlegri og skynsamlegri niðurstöðu um hvað skuli gera í málefnum fólks sem hefur fullnýtt eða fullnýtir á næstunni rétt sinn til atvinnuleysisbóta. Niðurstaða liggur fyrir í sannkölluðu tímamótasamkomulagi. Atvinnuleysistryggingasjóður leggur til um 2,7 milljarða króna sem að stærstum hluta nýtist sem mótframlag til launa í sex mánuði fyrir um 2.200 starfstengd vinnumarkaðsúrræði sem almenni vinnumarkaðurinn, sveitarfélögin og ríkið skuldbinda sig til að bjóða.</p> <h4>Atvinnutengd endurhæfing fyrir þá sem þurfa</h4> <p>Fengin reynsla sýnir að allt að 25% atvinnuleitenda geta ekki nýtt sér starfstengd vinnumarkaðsúrræði og þurfa á endurhæfingu að halda. Því er miðað við að um 900 manns fái atvinnutengda endurhæfingu, að hluta til fólk með réttindi innan Atvinnuleysistryggingasjóðs en jafnframt um 520 einstaklingar sem hafa fullnýtt rétt sinn og verður þeim tryggður framfærslustyrkur úr Atvinnuleysistryggingasjóði.</p> <h4>Samvinna Vinnumálastofnunar, félagsþjónustu og VIRK</h4> <p>Hluti þess hóps sem nýtur framfærslu sveitarfélaga er án efa vinnufær og því er í samkomulaginu lögð áhersla á að hann geti fengið ráðgjöf og annan stuðning hjá Vinnumálastofnun eða á vegum stéttarfélaga. Til þess er gott samstarf nauðsynlegt milli atvinnuráðgjafanna og félagsráðgjafa sveitarfélaganna. Markviss þjónusta við þennan hóp á að hefjast á næsta ári. Eins er áformað öflugt samstarf Vinnumálastofnunar, sveitarfélaga og starfsendurhæfingarsjóðsins VIRK fyrir fólk úr þessum hópi sem getur nýtt sér atvinnutengda starfsendurhæfingu. Loks er stefnt að fjölgun Atvinnutorga í samstarfi Vinnumálastofnunar og sveitarfélaga fyrir ungmenni á aldrinum 16–25 ára sem þurfa mikinn stuðning til að komast í vinnu eða virkni.</p> <h4>Þjóðarátak í verki</h4> <p>Ég er nokkuð viss um að hvergi annars staðar hafi þjóð sameinast jafn eindregið í aðgerðum til að fyrirbyggja alvarlegar afleiðingar langtímaatvinnuleysis. Stjórnvöld gáfu tóninn um þessar áherslur en ein hefðu þau ekki áorkað miklu. Hér hefur sýnt sig hve miklu er hægt að koma til leiðar með samtakamættinum. Ríki og sveitarfélög, samtök launafólks og atvinnurekenda, skólakerfið, félagasamtök og almenningur hafa lagst á eitt í sannkölluðu þjóðarátaki gegn atvinnuleysi. Þess vegna hefur fjöldi fólks átt kost á áhugaverðum störfum, tekið þátt í nýsköpunarverkefnum, stundað nám eða fengist við önnur uppbyggileg og áhugaverð verkefni, fólk sem annars hefði þurft að berjast eitt gegn lamandi áhrifum atvinnuleysis, afskiptaleysis og innihaldslausra daga.</p> <p>Ég treysti því að áfram verði sterk samstaða um þær aðgerðir sem hér eru kynntar. Allt sem gert er í þessum tilgangi mun gera samfélagið miklu sterkara og betra þegar upp er staðið en ella.</p> <p>Efling atvinnulífs og fjölgun starfa er þó ávallt mikilvægasta verkefnið.</p> <p><em>Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra</em></p>

2012-11-07 00:00:0007. nóvember 2012NORA Region Conference 2012: Nordic Welfare - The North-Atlantic Way

<p><strong>Anna Lilja Gunnarsdóttir, ráðuneytisstjóri í velferðarráðuneytinu flutti opnunarávarp ráðstefnunnar Nordic Welfare - The North Atlantic Way sem NORA (samstarfsvettvangur ríkja á Norðuratlantssvæðinu) efndi til í Reykjavík dagana 7. - 8. nóvember 2012.</strong><strong>&#160;</strong></p> <p>It is with pleasure that I welcome you to this conference of the countries in the North-Atlantic area that are formally cooperating under the auspices of NORA: Greenland, Iceland, the Faroe Islands and the Norwegian coastal regions. The subject of the conference is quite timely since the welfare systems of the nations have been under strain in difficult times and are facing numerous challenges due to external circumstances as well as continuing social changes and developments at home.</p> <p>The Nordic welfare model has been subject to much discussion in Nordic forums in recent years, most recently in the meeting of Nordic leaders at the 64<sup>th</sup> Conference of the Nordic Council. The Prime Ministers were in full agreement that the Nordic welfare model had proven its strength in difficult times, having withstood the shock of the international financial crisis and taken care of those most in need, as intended.</p> <p>The Nordic welfare model is a matter of political policy and social contract where a consensus exists that we are all responsible for the general welfare in our societies. On the basis of this social contract, the citizens are prepared to contribute their share through the tax system in order to pay for the welfare system. The purpose of the system is to ensure that all citizens have access to certain services when needed, regardless of affordability, - in addition to a variety of support from the social security system when people's ability to earn income fails for some reason.</p> <p>It stands to reason that a welfare system of this kind is costly, and there are many who never tire of discussing this side of the issue. However, there is every reason to discuss the cost in a wider context and consider what it would cost society to abandon the organisation under the Nordic welfare model that aims at ensuring welfare for all. In my mind, there is no doubt that the Nordic welfare model is one of the basic foundations of our society. If we saved on the cost of the foundation and would allow it to deteriorate out of neglect, there is considerable danger that our society would collapse with serious consequences. A disparity in wealth and social inequality is the root cause for serious social problems that many nations in the world face. The best defence is to strengthen the welfare system, continue to develop it and never lose sight of its basic aims.</p> <p>Ladies and gentlemen.</p> <p>I know that the countries on the North-Atlantic area are in agreement on the basic aims of the Nordic welfare system. We want to defend it – and maintain a welfare service for all in the spirit of the system. However, the challenges are many. Our nations have small populations and their average age is increasing. Some sparsely settled regions are losing ground and in danger of not being viable if their foundations are not strengthened.</p> <p>This is the essence of the broad questions for which answers will be sought at this conference. How do we strengthen the foundations of sparsely settled regions and what ways and means do we have in this respect? How do we ensure equality between the residents and their secure access to necessary social services and the qualities of life that are a precondition for residency in each place?</p> <p>The Icelandic authorities are very conscious of all these challenges and the necessity for planning in order to strengthen the residency base in all parts of the country. Therefore, a plan of action under the name of Iceland 20/20 has been embarked upon where emphasis is placed on analysing the strengths and weaknesses of each region to assess which measures are most likely to strengthen such regions, their economic base and the future living standard of the residents on a self-sustainable basis.</p> <p>Ladies and gentlemen.</p> <p>When we discuss the Nordic welfare system we are not dealing with a fixed, immovable entity that cannot be altered. The welfare system is based on ideology, a certain view of society and a definable end on which we are all agreed. The means to the end are subject to change over time in line with changes in our social structure. We must constantly review our methodology in order to see what we can do differently and better, in order to better achieve our goals. We, the nations participating in this conference, can undoubtedly learn much from each other and share each other's knowledge and experience.</p> <p>This is going to be an interesting conference and we should thank the organisers for their initiative and careful preparation.</p> <p>I hope that the conference participants will have a satisfying and educational stay in our country. I am certain that they will return home with new ideas and fresh vantage points after considering the subject matters here at hand.</p> <p>I declare this conference now open.</p>

2012-10-25 00:00:0025. október 2012Í tilefni árlegrar vinnuverndarviku

<div class="single-news__big-image"><figure><a href="/media/velferdarraduneyti-media/media/logos/LogoVinnueftirlit.gif"><img src="/media/velferdarraduneyti-media/media/logos/LogoVinnueftirlit.gif?proc=singleNewsItem" alt="Vinnueftirlit ríkisins" class="media-object"></a><figcaption>Vinnueftirlit ríkisins</figcaption></figure></div><p><strong>Grein eftir Guðbjart Hannesson velferðarráðherra<br /> Birtist í Fréttablaðinu 25. október 2012.</strong></p> <p><br /> Evrópska vinnuverndarstofnunin stendur árlega fyrir vinnuverndarviku þar sem Evrópuþjóðir sameinast í átaki til að vekja athygli á þessum mikilvæga málaflokki. Markmiðið er að bæta öryggi á vinnustöðum og gera þá heilsusamlegri. Starfshópur skipaður fulltrúum atvinnulífsins og Vinnueftirlitsins sér um framkvæmd vinnuverndarvikunnar hér á landi.<br /> <br /> Átakið að þessu sinni ber yfirskriftina Vinnuvernd – allir vinna. Vísað er til þess að markvisst og árangursríkt vinnuverndarstarf skilar margvíslegum ávinningi sem einnig má meta til fjár, þótt skiljanlega beinist sjónir manna einkum að mannlega þættinum með áherslu á að forða slysum og draga úr veikindum.<br /> <br /> Samkvæmt upplýsingum Alþjóðavinnumálastofnunarinnar nemur heildarkostnaður vegna vinnuslysa og vinnutengdrar vanheilsu allt að 4% af vergri landsframleiðslu þjóða. Í Evrópu verða árlega um 6,9 milljónir manna fyrir vinnuslysum og 23 milljónir manna stríða við vinnutengda vanheilsu. Evrópsk könnun á vinnuaðstæðum meðal 44 þúsund starfsmanna leiddi í ljós að árið 2010 töldu um 24% þeirra sig búa við vinnutengdar aðstæður sem fólu í sér aukna hættu á heilsubresti eða slysum.<br /> <br /> Hér á landi verða um 3% vinnandi fólks fyrir vinnuslysi ár hvert sem leiðir til þess að viðkomandi leitar sér hjálpar. Alvarleg slys og slys sem valda fjarvistum lengur en einn dag ber að tilkynna Vinnueftirlitinu og hefur fjöldi slíkra slysa verið um 13-14 hundruð á ári frá árinu 2009.<br /> <br /> Sýnt hefur verið fram á með rannsóknum að fjárfesting fyrirtækja í vinnuvernd skilar sér rúmlega tvöfalt til baka. Slagorðið allir vinna á því sannarlega rétt á sér. Líf og heilsu fólks er erfitt að meta til fjár og auðvitað felst mikilvægasti ávinningurinn í því að fyrirbyggja atvinnutengda sjúkdóma, stuðla að sem bestri heilsu starfsfólks og koma í veg fyrir vinnuslys og þjáningar fólks af þeim völdum. Það er hins vegar full ástæða til að halda á lofti þeim fjárhagslega ávinningi af vinnuverndarstarfi sem sýnt hefur verið fram á og nýta þá staðreynd sem enn frekari hvata til góðra verka á þessu sviði.<br /> <br /> Vinnueftirlitið vinnur afar gott starf á sviði vinnuverndar en miklu skiptir að atvinnurekendur séu reiðubúnir til samstarfs við stofnunina og viljugir til að nýta sér þjónustu hennar og leiðsögn til að efla vinnuvernd, því víðast hvar má gera betur. Vaxandi fjöldi fyrirtækja hefur gert áhættumat á öryggi og heilsu starfsfólks, en ábyrgð á framkvæmdinni er á hendi atvinnurekenda í samstarfi við fulltrúa starfsfólks á hverjum stað. Þess má geta að Vinnueftirlitið hefur þróað verkfæri fyrir lítil fyrirtæki sem ætlað er að auðvelda þeim gerð áhættumats, auk þess að halda námskeið um framkvæmdina og eru fyrirtæki hvött til að nýta sér þetta. Vinnueftirlitið heldur einnig reglubundin námskeið fyrir öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði á vinnustöðum og sérstök námskeið í vinnuvernd ætluð stjórnendum og verkstjórum.<br /> <br /> Vinnuvernd sem stendur undir nafni krefst virkrar þátttöku allra á vinnustaðnum og samstarfs stjórnenda og starfsfólks. Miklu skiptir að allt starfsfólk sé meðvitað um mikilvægi þess, leggi sitt af mörkum til að bæta vinnuumhverfið og sé vakandi fyrir því sem betur má fara. Vinnuvernd er allra hagur, ef við sinnum því vel munu allir vinna.<br /> <br /> </p>

2012-10-18 00:00:0018. október 2012Ávarp ráðherra á aðalfundi Læknafélags Íslands 2012

<p>&#160;</p> <p><strong>Ávarp Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra á aðalfundi Læknafélags Íslands<br /> Hótel Kea, Akureyri 18. október 2012</strong></p> <p>Sæl öll og takk fyrir gott boð um að segja nokkur orð á aðalfundi ykkar. Af nógu er að taka og margt að ræða.</p> <p>Fæstir hafa farið varhluta af því á síðustu árum hvað aðstæður hér á landi hafa verið erfiðar í mörgu tilliti. Það er ekki að undra í kjölfar efnahagshruns sem er eitthvert hið mesta og alvarlegasta sem orðið hefur í nokkru vestrænu ríki. Landsmenn hafa þurft að þola margt í kjölfarið, kaupmáttur hefur rýrnað, lánin hækkað og niðurskurður í flestum málaflokkum hefur komið illa við marga.</p> <p>Verkefni stjórnvalda hefur verið að ná tökum á ríkisrekstrinum með erfiðum niðurskurði og aðhaldi sem hefur að sjálfsögðu sett mark sitt á allan rekstur, eins og heilbrigðisstarfsfólk þekkir vel af eigin reynslu; Nú hefur verið skorið inn að beini segja margir, heilbrigðisþjónustan í landinu er komin að þolmörkum og lengra verður ekki gengið.</p> <p>Blessunarlega sjáum við nú fyrir endann á erfiðleikunum og þurfum því ekki að ganga lengra. Leiðin liggur upp á við. Þáttaskil eru að verða í þróun ríkisfjármála. Horfur eru á að jákvæður frumjöfnuður náist í ríkisrekstrinum á þessu fjárlagaári og að skuldir ríkissjóðs fari lækkandi. Með því að stöðva skuldasöfnun vegna hallareksturs ríkissjóðs munum við skjóta styrkari stoðum undir velferðarkerfið.</p> <p><strong>Það er vissulega farið að hrikta í ýmsum stoðum og nauðsynlegt að bregðast við.</strong> <span><strong>Tækjakostur Landspítala</strong> hefur verið mikið til umræðu að undanförnu vegna tíðra bilana í gömlum tækjum og skorti á fé til nauðsynlegrar endurnýjunar. Þetta er alvarleg staða sem vilji er til að bregðast við með auknum fjárveitingum frá Alþingi. Ég veit að staðan er slæm víðar en á Landspítala – háskólasjúkrahúsi en auðvitað verður að forgangsraða og megináherslan verður því óhjákvæmilega lögð á úrbætur á stærsta sjúkrahúsi okkar landsmanna – Landspítala – háskólasjúkrahúsi – þar sem flóknustu læknisverkin eru framkvæmd og erfiðustu sjúkdómstilfellunum sinnt.</span></p> <p><strong>Undirbúningi vegna nýs Landspítala</strong> <span>miðar vel og skipulagsmálin eru brátt í höfn. Áfram heyrast úrtöluraddir en þær verða æ meira hjáróma eftir því sem verkefnið tekur á sig mynd. Mest er klifað á því að fásinna sé að ráðast í byggingu nýs spítala þegar fé skorti til nauðsynlegs viðhalds húsnæðis, tækja og búnaðar við óbreyttar aðstæður. Ég held hins vegar að nú fækki ört í hópi þeirra sem raunverulega telja skynsamlegt að verja fjármunum til endurbóta og uppbyggingar á gamla spítalanum sem er með starfsemi sína dreifða út um allar koppagrundir í margvíslegu óhentugu húsnæði sem stenst ekki lengur lágmarkskröfur um rekstur af þessu tagi. Grannt er fylgst með kostnaðaráætlunum áformaðrar uppbyggingar og útreikningar sýna fram á að hagræðing við að færa starfsemina í nýja byggingu á einum stað muni leiða til mikils sparnaðar. Síðast en ekki síst verður aðstaða öll önnur, til hagsbóta fyrir sjúklinga og starfsfólk.</span></p> <p><strong>Stefnumótun og fjármögnun heilbrigðiskerfisins</strong></p> <p>Það veldur mér miklu hugarangri þegar ég hugsa til þess hve lítil rækt var lögð við grunnstoðir velferðarkerfisins á hinum meintu uppgangstímum samfélagsins þegar þjóðin var virkilega rík á pappírunum og ríkissjóður stóð vel. Hvorki var tímanum varið í að skoða veikleika í kerfinu, sem vissulega voru til staðar – eða til stefnumótunar fyrir framtíðina, né var fjármunum varið til uppbyggingar þar sem þess var þörf. Áherslurnar voru aðrar og ekki til þess fallnar að styrkja velferðarkerfið þótt tækifærin væru fyrir hendi.</p> <p><strong>Það á að vera skylda stjórnvalda á öllum tímum að fara vel með almannafé</strong><span>, að tryggja landsmönnum góða og skilvirka þjónustu en með lágmarkskostnaði. Heildarútgjöld hins opinbera til heilbrigðismála hafa vaxið ört á liðnum árum, hér á landi sem annars staðar á Vesturlöndum. Árið 2010 námu útgjöldin hér á landi um 9,3% af vergri landsframleiðslu eða rúmum 147 milljörðum króna. Það skiptir því miklu máli fyrir þjóðarhag hvernig við skipuleggjum heilbrigðiskerfið og að þessum fjármunum sé vel varið.</span></p> <p>Með þetta að leiðarljósi hefur verið ráðist í umfangsmikla vinnu á síðustu misserum þar sem farið hefur verið í saumana á skipulagi heilbrigðiskerfisins, skilvirkni og útgjöldum en sú vinna hófst með greiningu sem unnin var með aðstoð alþjóðlega ráðgjafafyrirtækisins Boston Consulting Group. Niðurstöður þeirrar greiningar sýndu að gæði íslenskrar heilbrigðisþjónustu eru almennt mikil í samanburði við Evrópuþjóðir og útgjöld til málaflokksins sambærileg. Aftur á móti eru margir stórir þættir sem þarfnast betra skipulags. Sérstaklega var tekið til þess að aðgengi að sérfræðilæknum er nánast ótakmarkað en aðgengi að heimilislæknum víða erfitt og áhyggjuefni. Eins er skráningu upplýsinga um heilbrigðisþjónustu áfátt sem mikilvægt er að bæta og þörfin fyrir samtengda rafræna sjúkraskrá fyrir allt landið og alla sjúklinga er æpandi.</p> <p>Unnið hefur verið með niðurstöður Boston Consulting Group og tillögur þeirra til úrbóta um nokkurt skeið og níu stórir vinnuhópar um afmörkuð verkefni eru allir við það að ljúka störfum. Tillögur sem komið hafa út úr þeirri vinnu eru tillaga að áætlun um innleiðingu rafrænnar sjúkraskrár, – verkefnaáætlun um skráningu og birtingu heilbrigðisupplýsinga – tillögur um innleiðingu þjónustustýringar í áföngum og um endurskoðun á fjármögnun heilbrigðiskerfisins – tillögur um sameiningu og endurskipulagningu heilbrigðisstofnana þar sem sérstaklega er tilgreint hvar sinna eigi einstökum verkefnum og þjónustustig stofnana skilgreind, – þarna eru tillögur með verkáætlun um endurskipulagningu sjúkraflutninga í landinu – tillögur sem snúa að því að samræma framboð öldrunarþjónustu á landsvísu samhliða yfirfærslu á þeirri þjónustu frá ríki til sveitarfélaga – og loks tillögur um innkaupastefnu og framkvæmd innkaupa á velferðarstofnunum um allt land.</p> <p>Góðir fundarmenn.</p> <p><strong>Lyfjakostnaður er stór útgjaldaliður í heilbrigðisþjónustu</strong> <span>og þar veltur líka á miklu að fjármunum sé skynsamlega varið og útgjöldunum stýrt með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi. Mikill árangur hefur náðst í því að koma böndum á ört vaxandi lyfjakostnað með því að beina lyfjanotkun eins og mögulegt er að þeim kostum sem hagkvæmastir eru án þess að ógna öryggi sjúklinga eða draga úr mikilvægri þjónustu. Áfram verður haldið á sömu braut. Læknar eiga mikið hrós skilið fyrir að sýna þessum nauðsynlegu aðgerðum skilning því án hans hefðu þær ekki gengið upp.</span></p> <p>Í lyfjamálum ber það annars til tíðinda að nýtt greiðsluþátttökukerfi vegna lyfjakostnaðar er nú orðið að staðreynd með lögum frá Alþingi, þótt þau hafi enn ekki tekið gildi. Ég legg ríka áherslu á – og vil koma því skýrt til skila, að markmiðið með þessu nýja kerfi er ekki að ná fram sparnaði eins og lesa má út úr texta fyrirliggjandi fjárlagafrumvarps. Tilgangurinn er að jafna lyfjakostnað sjúklinga, setja þak á hámarksútgjöld einstaklinga og hætta að mismuna fólki í útgjöldum eftir sjúkdómum eins og raunin er í gildandi kerfi. Við stefnum hins vegar að því að bæta eftirlit með lyfjaávísunum lækna og væntum góðs samstarfs við lækna við að stemma stigu við fjöllyfjanotkun og draga úr mis- og ofnotkun lyfja.</p> <p>Góðir fundarmenn.</p> <p><strong>Í gær var kynnt opinberlega skýrsla ráðgjafarhóps</strong> <span>sem ég setti á fót í byrjun árs, <strong>einkum</strong> <strong>til að fjalla um rekstur og starfsemi einkarekinna læknastofa</strong>, – skýrsla sem ég er nýkominn með í hendur. Kveikjan að þessari athugun sem ég óskaði eftir var PIP-brjóstapúðamálið svokallaða sem vakti fjölmargar spurningar um fyrirkomulag einkarekinnar heilbrigðisþjónustu í landinu, öryggi hennar og gæði og stöðu sjúklinga í einkarekna kerfinu.</span></p> <p>Ráðgjafarhópurinn kemur víða við í skýrslu sinni og fjallar raunar um margt fleira en einkarekstur. <strong>Í meginatriðum eru niðurstöðurnar jákvæðar</strong> þar sem hópurinn telur að heilbrigðisþjónusta á Íslandi sé góð og örugg fyrir sjúklinga, hvort sem í hlut á einkarekin þjónusta eða þjónusta á vegum hins opinbera. Í þessu sambandi má einnig vísa til þess að <strong>íslenska heilbrigðiskerfið kemur vel út í alþjóðlegum samanburði</strong>, svo þetta kemur raunar ekki á óvart.</p> <p>Sitthvað telur ráðgjafarhópurinn þó þurfa að bæta og bendir á ýmislegt varðandi framkvæmd laga og reglna sem betur má fara.</p> <p>Niðurstöður ráðgjafarhópsins styðja við margt af því sem heilbrigðisyfirvöld hafa þegar skoðað og vinna að því að bæta úr. Þar má nefna <strong>bætt eftirlit með lækningatækjum og skráningu</strong> þeirra sem fram er komið í frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi. Einnig markvissara eftirlit með heilbrigðisþjónustu á vegum Embættis landlæknis – en nú er í smíðum frumvarp sem miðar við að sett verði á fót sjálfstæð eining hjá embættinu sem muni annast eftirlit með heilbrigðisþjónustu og fái til þess mun skýrari heimildir og lagafyrirmæli en verið hefur.</p> <p>Niðurstöður ráðgjafarhópsins <strong>styðja einnig við stefnu heilbrigðisyfirvalda um samræmda rafræna sjúkraskrá fyrir alla landsmenn</strong>. Þetta er risastórt verkefni og kostnaðarsamt en fyrir vikið þeim mun mikilvægara að hefjast þegar handa við undirbúning þess og skipulag, því Róm var ekki og verður ekki byggð á einum degi.</p> <p>Sú niðurstaða sem einkum fangaði athygli fjölmiðla eftir kynningu ráðgjafarhópsins í gær – og ekki að ósekju – eru <strong>efasemdir hópsins um lögmæti þess að hið opinbera greiði fyrir heilbrigðisþjónustu sem veitt er án samninga</strong>. Raunar segir í skýrslunni að varðandi tannlæknisþjónustu verði tæpast annað séð en að þetta sé brot á lögum. Um þjónustu sérgreinalækna án samnings segir hins vegar að það sé óviðunandi að heimild til að endurgreiða sjúklingum útlagðan kostnað á grundvelli reglugerðar sé orðin að aðalreglu og uppbyggingu heilbrigðiskerfisins þannig breytt í grundvallaratriðum án atbeina Alþingis.</p> <p>Ég tel þetta mat ráðgjafarhópsins rökrétt og hef þungar áhyggjur af þessu umhverfi sem við erum komin í með heilbrigðisþjónustuna, þvert á það sem ég tel raunverulegan vilja samningsaðila. Hvort sem þetta mat ráðgjafarhópsins er rétt – sem ég hallast raunar að – eða ekki, þá stöndum við frammi fyrir mjög alvarlegri stöðu sem verður að leysa. Heilbrigðisyfirvöld geta ekki átt þátt í því að brjóta lög og við svo búið má ekki standa. En það þarf tvo til að semja og þegar ber á milli verða báðir aðilar að gefa eftir af kröfum sínum. Ég trúi ekki öðru en að samningar muni takast, enda vil ég ekki hugsa þá hugsun til enda hvað gerist annars.</p> <p><strong>Nú hillir undir að tillaga til þingsályktunar um heilbrigðisstefnu til ársins 2020</strong> <span>verði lögð fram á Alþingi. Unnið hefur verið stíft í því stóra verkefni á vegum velferðarráðuneytisins um alllangt skeið og áhersla verið lögð á víðtækt samstarf við fagfólk og hagsmunaaðila til að gera hana sem best úr garði. Forvörnum og lýðheilsustarfi er þar gert hátt undir höfði, því við sjáum sífellt betur að ein besta fjárfestingin í heilbrigðismálum felst í aðgerðum sem eru til þess fallnar að fyrirbyggja sjúkdóma og efla lýðheilsu.</span></p> <p>Ég óska ykkur góðs aðalfundar og farsælla starfa.</p> <p>- - - - - - - - - - - - - - - - -<br /> <strong>Talað orð gildir</strong></p> <p>&#160;</p>

2012-10-17 00:00:0017. október 2012Ávarp velferðarráðherra á 40. þingi ASÍ

<div class="single-news__big-image"><figure><a href="/media/velferdarraduneyti-media/media/radherra/Gudbjartur_Hannesson_vel.jpg"><img src="/media/velferdarraduneyti-media/media/radherra/Gudbjartur_Hannesson_vel.jpg?proc=singleNewsItem" alt="Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra" class="media-object"></a><figcaption>Guðbjartur Hannesson</figcaption></figure></div><p>&#160;</p> <p><strong>Ávarp Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra</strong></p> <p>Forsetar - ágætu þingfulltrúar og góðir gestir.</p> <p>Ég þakka það tækifæri að fá að vera með ykkur við setningu 40. þings Alþýðusambands Íslands og að fá tækifæri til að segja hér nokkur orð.</p> <p>Ég er alinn upp við það að barátta verkafólks og raunar alls launafólks, fyrir réttindum sínum og kjörum hefur skipt og mun ávallt skipta miklu máli. Áratugabarátta launþegahreyfingarinnar hefur skipt sköpum fyrir hag almennings í landinu.</p> <p>Alþýðusambandið hefur allt frá stofnun þess 1916 verið sterkt afl í íslensku samfélagi. Það var stofnað í þeim tilgangi að auðvelda baráttu verkamanna fyrir bættum kjörum – og óhætt er að segja að upp frá því hafi félagsfólk ASÍ ekki aðeins haft mikil áhrif á eigin kjör og réttindi, heldur á samfélagið í heild.</p> <p>Miklar samfélagsbreytingar hafa orðið á langri starfsævi ASÍ og margir sigrar hafa náðst í baráttu sambandsins fyrir bættum kjörum almennings. En það hafa líka átt sér stað miklar sviptingar og átök í gegnum tíðina, þar sem tekist hefur verið á um hugmyndafræði og pólitískar stefnur sem varða grundvallaráherslur í skipan samfélagsins og hvernig búið er að almenningi og einstaklingum. Þeir sem eldri eru muna áhrif heimskreppunnar miklu hér á landi, stórfelldan flutning fólks úr sveitunum samfara mjög örri þéttbýlismyndun – og margvísleg áhrif síðari heimsstyrjaldarinnar á íslenskt samfélag. Íslenskt samfélag hefur einnig þurft að glíma við ýmsar minni kreppur en alvarlegar þó. – Og loks er skemmst að minnast þess taumlausa neyslufyllerís sem átti sér stað undir merkjum frjálshyggjunnar, þegar til stóð að gera Ísland að alþjóðlegri fjármálamiðstöð, þegar þenslan var taumlaus og vöxtur hagkerfisins var gríðarlegur en reyndist þegar allt kom til alls byggður á sandi.</p> <p>Ég hef áður á þessum vettvangi vakið athygli á að norræna velferðarkerfið hefur sýnt sig að fleyta Norðurlöndunum betur í gegnum kreppur liðinna ára, en öðrum löndum. Ísland er þar engin undantekning eins og ítrekað hefur verið sýnt fram á í alls kyns samanburði milli landa, viðhorfskönnunum og mælingum.</p> <p>Norræna velferðarkerfið byggir á nokkrum stoðum, sem vert er að muna. Grundvallarhugmyndin er <strong>jöfnuður og réttlæti</strong>, gott menntakerfi, öflug heilbrigðisþjónusta og öryggi borgaranna, velferðarkerfi sem tryggir öllum þegnum sínum viðunandi lífsviðurværi. Forsenda þess að það sé hægt <strong>er að fólk greiði til samneyslunnar, greiði sína skatta og skyldur</strong>. Þannig eru skattar á Norðurlöndum háir og það skattfé er nýtt til þess <strong>að færa verðmæti til í samfélaginu</strong>, jafna kjörin og tryggja afkomu allra. Norræna velferðarkerfið <strong>byggir á frjálsu hagkerfi</strong> með skýru regluverki, hagkerfi sem lýtur þeim lögum og reglum sem hafa hagsmuni neytenda, hagsmuni almennings, að leiðarljósi.</p> <p>Enn ein forsenda norræna velferðarkerfisins er <strong>traust og gott samstarf milli stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins og traust samfélagsins á stofnanir samfélagsins og stjórnvöld</strong>.</p> <p><em>Gott velferðarkerfi er forsenda öflugs atvinnulífs, atvinnulífs sem um leið er lífgjafi velferðarinnar.</em> <span>Yfirskrift þingsins hér er einkar viðeigandi – atvinna og velferð í öndvegi.</span></p> <p>En vinnum við í anda norrænnar velferðar? Vilja allir norrænt velferðarkerfi? Leggja allir sig fram um að endurvinna traust í þessu samfélagi? Er orðræðan til að&#160; leita lausna, afla og miðla upplýsingum og leita nýrra leiða? Eða freistast menn til að reyna að bjarga sínu eigin skinni í örvæntingarfullri tilraun til að bæta ímynd sína eða sinna hagsmunasamtaka með alls kyns yfirlýsingum og fullyrðingum sem grafa undan trausti í samfélaginu?</p> <p>Ég er ráðherra í ríkisstjórn sem í orðum sumra einkennist af „úrræðaleysi og aðgerðaleysi“, „svíkur öll gefin loforð“ og „hunsar vilja verkalýðshreyfingarinnar og atvinnurekenda“.</p> <p><strong>Ég ætla ekki að taka þátt í umræðu af þessum toga</strong><span>, <strong>að reyna að koma sök á einhverja aðra en þá ríkisstjórn sem ber ábyrgð á stjórn landsins,</strong> þó ég verði að biðja alla um að rifja upp í huganum við hvernig búi ríkisstjórnin tók vorið 2009.</span></p> <p>Ég tel að styrkleiki ríkisstjórnarinnar hafi verið að leita leiða, leita lausna, með <strong>hagsmuni almennings að leiðarljósi</strong>.</p> <p>Markmiðin voru skýr, <strong>að ná tökum á ríkisrekstrinum</strong>, ná þar jöfnuði. Markmiðið var að búa þannig í haginn að við gætum endurreist nýtt og betra samfélag, breytt vöxtum í velferð, þar sem almannahagsmunir yrðu teknir fram yfir sérhagsmuni, þar sem ört vaxandi ójöfnuður er stöðvaður og jafnrétti og jöfnuður í samfélaginu aukinn, nokkuð sem á að vera og er <strong>sameiginlegt hagsmunamál stjórnvalda og verkalýðshreyfingarinnar</strong> og almennt með góðu samstarfi við stéttarfélög.</p> <p>Margt hefur ekki gengið eftir og auðvelt að segja eftir á, „við hefðum átt að gera þetta eða hitt öðruvísi“. Annað hefur tekist vel og <strong>í heildina er ég mjög stoltur af árangrinum sem íslenskt samfélag hefur náð á núverandi kjörtímabili á fjölmörgum sviðum.</strong></p> <p>En ef ég á að vera hreinskilinn, þá er sá árangur sem náðst hefur hvorki mér né ríkisstjórninni <strong>einni</strong> að þakka. Þjóðin í heild á hér stærstan þátt með sínu æðruleysi og þátttöku í endurreisn íslensks samfélags, en það eiga líka aðilar vinnumarkaðarins, bæði almennir og opinberir starfsmenn, sem hafa lagt mjög margt gott til málanna og tekið þátt í ótal lausnum, hugmyndasmíð og framkvæmdum, og lagt á sig ómælda vinnu svo halda mætti uppi góðri þjónustu.</p> <p>Ég tel mikilvægt að draga þetta fram, sem og allt það jákvæða sem náðst hefur fram, hvernig hlutirnir eru nú fjórum árum eftir hrun miklu betri en nokkur einasti þingmaður, verkamaður, verkalýðsfélag eða atvinnurekandi, hvað þá ráðherra (Guð blessi Ísland), spáði haustið 2008 eftir hrun.</p> <span><br clear="all" /> </span> <p><span>Góðir fundarmenn.</span></p> <p>Eins og fram hefur komið velti ég því stöðugt fyrir mér hvernig við Íslendingar höfum það sem þjóð, hvernig líður fólki almennt og metur aðstæður sínar og ekki síður hvað viljum við og hvert stefnum við? Mér finnst oft þegar ég fylgist með fréttum og opinberri umræðu að hér hljóti allt að vera á heljarþröm og lífskjör almennings afleit og versnandi. Þannig er umræðan – því miður – og hún er oft víðsfjarri því að vera málefnaleg.</p> <p>Skiljanlega braust út mikil reiði í samfélaginu við hrunið og traust fólks á stjórnvöldum beið hnekki. Lífskjör versnuðu, eignamissir, atvinnumissir, stórhækkaðar skuldir, minni kaupmáttur, glatað sparifé, allt eru þetta dæmi um raunveruleika sem fjölmargir þurftu að horfast í augu við eftir hrun. Þetta eru þær staðreyndir sem stjórnvöld hafa unnið með síðan, með það að markmiði að koma okkur aftur á réttan kjöl og ekki síst að jafna kjör og aðstæður fólks í landinu. Á hinum fölsku velmektarárum hafði nefnilega steingleymst að huga að þeim efnaminni og ójöfnuður og misskipting var ört vaxandi vandamál. Fátækt var bannorð, aðeins vandi þess sem við hana mátti búa.</p> <p>Munum að á árunum 1995–2007 jókst ójöfnuður á Íslandi stöðugt og eins og fram hefur komið í nýlegri skýrslu Þjóðmálastofnunar Háskóla Íslands eru engin fordæmi fyrir því að tekjuójöfnuður hafi aukist jafn ört og mikið annars staðar á Vesturlöndum allt frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. – Það var einfaldlega vitlaust gefið.</p> <p>Ákveðin öfl í samfélaginu vilja ekki horfast í augu við þessar staðreyndir, vilja ekki viðurkenna þær ógöngur sem íslenskt samfélag var komið í löngu fyrir hrun og fyrir þeirra tilstilli. Þau vilja alls ekki kannast við hve uppbyggingarstarfið eftir hrun hefur gengið vel og afneita staðreyndum sem sýna að við erum á réttri leið. Þessi sömu öfl reyna markvisst að ala á reiði og óánægju í samfélaginu, afvegaleiða málefnalega umræðu og halda því blákalt fram að hvítt sé svart ef svo ber undir. Verkalýðshreyfingin má ekki vera í þessum kór.</p> <p>Góðir gestir.</p> <p>Ég ætla nú að fara yfir nokkrar staðreyndir um þau verkefni sem stjórnvöld hafa unnið að á síðustu árum og mikilvægar breytingar og úrbætur sem hafa skipt sköpum fyrir almenning í landinu, ekki síst þá sem áður báru skarðan hlut frá borði, meðan fáir og útvaldir mökuðu krókinn.</p> <p>Áður en lengra er haldið vil ég undirstrika að sá árangur sem náðst hefur helgast að verulegu leyti af því mikla samstarfi sem verið hefur milli stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins. Þótt vissulega hafi komið upp ýmis ágreiningsefni á langri leið hefur tekist að leysa úr þeim flestum. Verkalýðshreyfingunni vil ég þakka alveg sérstaklega fyrir góða og árangursríka samvinnu.</p> <p><strong>Velferðarkerfið varið og jöfnuður aukinn</strong></p> <p>Stjórnvöld hafa lagt áherslu á að hlífa lægri tekjuhópum, jafna kjör fólks, sporna við atvinnuleysi og verja velferðarkerfið. Aðgerðir sem helst hafa varið kjör tekjulægri hópa hafa einkum falist í hækkun lágmarksframfærslutryggingar almannatrygginga og hækkun vaxtabóta og atvinnuleysisbóta, jafnframt því sem skattbyrði fólks í millitekju- og lágtekjuhópum var lækkuð en hækkuð hjá fólki í hærri tekjuhópum.</p> <p><strong>Vaxtabætur</strong> <span>hafa verið stórauknar. Árið 2010 greiddi ríkið að jafnaði um 31% af vaxtakostnaði húsnæðislána með vaxtabótum. Hjá lægstu tekjuhópunum var niðurgreiðsla vaxtabóta mun meiri, eða allt að 45%.</span></p> <p><strong>Um áramótin 2011–2012 var búið að afskrifa hátt í 15% af heildarskuldum heimilanna</strong> <span>og hátt í 5% til viðbótar voru komin í afskriftaferli.</span></p> <p><strong>Alvarlegur greiðsluvandi heimilanna hefur minnkað um nærri fjórðung</strong> <span>eftir að hann náði hámarki árið 2009 vegna úrræða og verulegrar hækkunar vaxtabóta sem beindust einkum að hinum tekjulægstu.</span></p> <p><strong>Persónuafsláttur hefur verið verðtryggður</strong> <span>og neðri mörk hans hækkuð umfram verðlag. Þessi breyting var gerð í tengslum við kjarasamninga á almennum vinnumarkaði í maí í fyrra.</span></p> <p><strong>Frá kjarasamningum í fyrra hefur</strong> <span><strong>kaupmáttur launa vaxið</strong> um 6% og kaupmáttur lágmarkslauna enn meira, eða um 11%.</span></p> <p><strong>Ráðstöfunartekjur fara vaxandi</strong><span>. Ráðstöfunartekjur heimilanna jukust um 9,6% milli áranna 2010 og 2011 og kaupmáttur ráðstöfunartekna um 5,1% samkvæmt nýjum tölum Hagstofu Íslands. Það hefur skipt geysilega miklu máli hve vel hefur tekist að halda atvinnuleysi í skefjum, það varð geysimikið fyrst eftir hrun á íslenskan mælikvarða en hefur dregið verulega úr því með margþættum aðgerðum stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins. Fyrir það er ég þakklátur.</span></p> <p>Þarna þurfum við þó og eigum að gera betur.</p> <p><strong>Mikil áhersla hefur verið lögð á að auka fjölbreytni vinnumarkaðsúrræða og skapa raunhæf tækifæri fyrir atvinnuleitendur til náms.</strong> <span>Starfstengdum úrræðum fyrir atvinnuleitendur fjölgaði um allt að 1.500 árið 2011. Stofnaður hefur verið þróunarsjóður til að efla starfstengt nám á framhaldsskóla- og háskólastigi og þróa styttri námsbrautir. Umfangsmikil átaksverkefni á borð við <strong>Vinnandi veg</strong> og <strong>Nám er vinnandi vegur</strong> hafa gefist afar vel og skapað fjölda atvinnuleitenda tækifæri til að efla sig og mennta til þátttöku á vinnumarkaði til framtíðar.</span></p> <p>Þá hafa verið sett á stofn <strong>Atvinnutorg</strong> til að hlúa að ungum atvinnuleitendum og ungu fólki utan vinnumarkaðar og skóla.</p> <p>Ég nefni hér einnig <strong>tilraunaverkefni um vinnumiðlun</strong> samkvæmt samkomulagi velferðarráðuneytisins, Vinnumálastofnunar, Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands sem var undirritað snemma á þessu ári og er nú komið á skrið. Markmiðið er að efla vinnumiðlun og stuðla að virkari vinnumarkaðsaðgerðum sem auka líkur atvinnuleitenda á því að fá störf á vinnumarkaði að nýju. Árangur af þessu verkefni verður metinn reglulega.</p> <p><strong>Framlög ríkis og lífeyrissjóða</strong> <span>til starfsendurhæfingar hafa verið lögbundin og raunar má segja að tímamót hafi orðið þegar Alþingi samþykkti í vor lög um atvinnutengda starfsendurhæfingu og starfsemi starfsendurhæfingarsjóða. Lögin endurspegla ákveðna vitundarvakningu sem orðið hefur í þessum málaflokki og eru afdráttarlaus viðurkenning á mikilvægi starfsendurhæfingar. Eitt það mikilvægasta í lögunum er að þar er tryggður réttur allra til starfsendurhæfingar, óháð atvinnuþátttöku.</span></p> <p>Góðir gestir.</p> <p>Ég hef aðeins tæpt á nokkrum atriðum sem miklu hafa skipt við endurreisnina og átt þátt í þeim viðsnúningi sem orðið hefur til hins betra á síðustu misserum. Árangurinn lýsir sér meðal annars í nýrri hagspá Alþýðusambands Íslands til ársins 2015 þar sem því er spáð að hagvöxtur muni aukast, fjárfestingar og kaupmáttur sömuleiðis og atvinnuleysi minnka, hagur heimilanna vænkast og fjárhagsstaða hins opinbera batna. Í spánni er réttilega bent á að efnahagsbatinn sé brothættur og auðvitað eru stjórnvöld meðvituð um áhrif þess hér á landi ef efnahagsvandinn í heiminum þróast á verri veg.</p> <p>Ég tek heils hugar undir með Alþýðusambandi Íslands að við verðum að draga úr gengissveiflum og styrkja gengi krónunnar til að koma í veg fyrir háa verðbólgu sem skerðir hag heimilanna og sömuleiðis að til lengri tíma litið verðum við að taka upp annan og traustari gjaldmiðil. Það er hins vegar mjög ánægjulegt að í spá ASÍ er gert ráð fyrir að dragi úr verðbólgu á næstu árum.</p> <p><strong>Verkefnin framundan</strong> <span>eru ærin og margt í deiglunni sem verið hefur í undirbúningi og stendur nú til að hrinda í framkvæmd. Eins og þið vitið flest hefur verið unnið að <strong>stefnumörkun í húsnæðismálum</strong> landsmanna með áherslu á að tryggja fjölbreyttari kosti í húsnæðismálum og efla jafnframt leigumarkaðinn. Meðal annars hefur Íbúðalánasjóði verið fengin heimild til að <strong>stofna og reka leigufélög</strong>. Einnig verða húsaleigubætur lagaðar að nýju <strong>húsnæðisbótakerfi</strong> á næsta ári og er um einn milljarður króna er ætlaður í þetta verkefni í fjárlagafrumvarpinu.</span></p> <p><strong>Íbúðalánasjóði hefur sömuleiðis verið heimilað að bjóða óverðtryggð húsnæðislán</strong> <span>og eykst þannig fjölbreytnin á lánamarkaði.</span></p> <p><strong>Verulegar breytingar verða gerðar á almannatryggingakerfinu</strong> <span>til einföldunar og aukins réttlætis. Þar er ekki síst lögð áhersla á að draga úr víxlverkunum og að lækka skerðingarhlutföll lífeyrisgreiðslna, meðal annars vegna lífeyristekna. Frumvarp um endurskoðað almannatryggingakerfi verður lagt fram á Alþingi á næstu vikum.</span></p> <p><strong>Bent hefur verið á að betur þurfi að gera til að styðja við barnafjölskyldur (einhleypinga)</strong> <span>og hafa stjórnvöld tekið þær ábendingar alvarlega. Í fjárlagafrumvarpinu sem nú liggur fyrir Alþingi er gert ráð fyrir að bæta um 2,5 milljörðum króna inn í barnabótakerfið og nemur aukningin um 30%.</span></p> <p><strong>Lög um jöfnun lyfjakostnaðar hafa verið samþykkt og koma til framkvæmda á næsta ári. Með sama hætti þarf að skoða allan sjúkrakostnað.</strong></p> <p>&#160;</p> <p><strong>Framlög til Fæðingarorlofssjóðs verða aukin um 800 milljónir króna</strong> <span>en markmiðið er að færa réttindi fólks í kerfinu til sama horfs og það var fyrir hrun og verður það gert í áföngum. Þá er stefnt að því að lengja orlofið í áföngum í tólf mánuði á næstu árum. Frumvarp um þetta verður lagt fram á þessu þingi.</span></p> <p><strong>Réttur til atvinnuleysisbóta og fjórða árið</strong></p> <p>Mikið hefur verið rætt um stöðu þeirra sem munu tæma rétt sinn innan atvinnutryggingakerfisins til greiðslu atvinnuleysisbóta, sérstaklega þar sem ekki er gert ráð fyrir að <strong>framlengja bráðabirgðaákvæði</strong> laga um rétt til bóta í fjögur ár. Þetta ákvæði var sett inn vegna sérstakra og tímabundinna aðstæðna. Skiljanlega jók þetta útgjöld Atvinnuleysistryggingasjóðs en á móti var horft til þess að atvinnuleitendur þyrftu síður á fjárhagsaðstoð hjá félagsþjónustu sveitarfélaganna að halda.</p> <p>Að óbreyttu mun töluverður fjöldi atvinnuleitenda tæma bótarétt sinn um næstu áramót og á næsta ári. Atvinnuleysi minnkar ekki við það eitt að fólk tæmi rétt til greiðslu atvinnuleysisbóta, það ætti öllum að vera ljóst. Meginviðfangsefni stjórnvalda er eftir sem áður að mæta stöðu þess hóps sem að hluta til hefur verið án atvinnu svo árum skiptir. Það er brýna verkefnið og reynslan hefur kennt okkur að mestur árangur næst á þessu sviði með samhentu átaki og í náinni samvinnu ríkis, sveitarfélaga og aðila vinnumarkaðarins.</p> <p><strong>Átaksverkefnið Vinnandi vegur hlýtur að verða okkur fyrirmynd</strong> <span>en skilyrðið fyrir því að það takist er að sveitarfélögin taki á sig ríka ábyrgð í þeim efnum og komi af fullum hug að verkefninu. Þá þarf að nýta önnur úrræði eins og starfsendurhæfingu og atvinnu með stuðningi á markvissan hátt í þeim tilfellum sem það á við. Með því tryggjum við að einstaklingarnir haldi tengslum við samfélagið en týnist ekki áfram á atvinnuleysisbótum eða fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna. Til lengri tíma litið ætti ávinningurinn af slíku átaki að vera öllum ljós. Að sama skapi ætti flestum að vera ljóst að óbreytt ástand er ekki valkostur. Lausnin er ekki að hafa fólk ári lengur aðgerðalaust heima, heldur að skapa fólki aðstæður og tækifæri til að vera virkir þátttakendur í samfélaginu.</span></p> <p><strong>Þess vegna kalla ég eftir aukinni samstöðu meðal þeirra sem koma að málefnum atvinnuleitenda</strong><span>, ekki síst þeirra sveitarfélaga þar sem atvinnuleysið er umfangsmest og brýnast er að allir þeir sem koma að þessum málum vinni saman.</span></p> <p><strong>Atvinnuleysistryggingar og hráefnisskortur</strong></p> <p>Í frumvarpi til fjárlaga koma fram áform um að hætta styrkgreiðslum úr Atvinnuleysistryggingasjóði til fiskvinnslunnar vegna hráefnisskorts. Þær reglur sem um slíkt gilda eru barn síns tíma og tóku mið af allt annarri stöðu innan sjávarútvegs og fiskvinnslu en nú er uppi í þeirri öflugu grein. Aðgengi að hráefni hefur orðið allt annað og betra með tilkomu fiskmarkaða og atvinnugreinin sem áður þurfti á stuðningi stjórnvalda að halda er nú öflug, sterk og skilar góðum hagnaði.</p> <p>Því skýtur það skökku við að verja árlega hundruðum milljóna af almannafé til að greiða niður launakostnað í fiskvinnslufyrirtækjum, sem sum hver stunda bæði útgerð og vinnslu og skila milljarðarhagnaði til eigenda sinna. Þessu verður að breyta. Í því ferli er hins vegar mikilvægt að virða ramma gildandi kjarasamninga og gæta að réttarstöðu fiskvinnslufólks. Eðlilegt er að lög, reglur og kjarasamningar innan fiskvinnslunnar lúti sömu lögmálum og almennt gerist á íslenskum vinnumarkaði.</p> <p>Viðræður milli stjórnvalda, Starfsgreinasambandsins og Samtaka fiskvinnslustöðva eru í gangi og vonast ég eftir niðurstöðu í þeim fyrir afgreiðslu fjárlaga.</p> <p><strong>Launajafnrétti kynja</strong></p> <p>Ég hef talað lengi og ekki minnst orði á launajafnrétti kynja og þá brýnu þörf fyrir að ná tökum á því óþolandi misrétti sem felst í því að konum skuli greidd lægri laun en körlum af þeirri ástæðu einni að þær eru konur. Unnið er að sérstakri aðgerðaáætlun sem kunngerð verður á næstunni en lykilatriði er að <strong>skapa forsendur fyrir öflugu samstarfi samtaka aðila vinnumarkaðarins um launajafnrétti kynjanna.</strong></p> <p>Ég bind vonir við lagasetningu til að <strong>auka hlut kvenna í stjórnum fyrirtækja</strong> (og lífeyrissjóða) en í september 2013 taka gildi lög sem kveða á um að hlutfall hvors kyns megi aldrei lægra en 40% í stjórnum stærri fyrirtækja. Alls falla 285 fyrirtæki undir löggjöfina en af þeim uppfylla 45% ákvæði laganna nú þegar og hefur staðan batnað töluvert í aðdraganda gildistöku laganna.</p> <p><strong>Gerð jafnlaunastaðals</strong> <span>hefur staðið yfir í nokkur ár í samstarfi við aðila vinnumarkaðarins. Gerð hans er á lokastigi og er hann til umsagnar hjá Staðlaráði Íslands. Jafnlaunastaðallinn á að vera hagnýtt tæki fyrir atvinnurekendur sem nýtist þeim við endurskoðun launastefnu þannig að þeir sjálfir og starfsmenn þeirra geti treyst því að réttur kvenna og karla til launajafnréttis sé virtur.</span></p> <p>Góðir þinggestir.</p> <p>Það er mikil vinna framundan hjá ykkur á 40. þingi Alþýðusambands Íslands. Þetta er ykkar vettvangur til að stilla saman strengi, skerpa stefnuna, móta kröfur ykkar og brýna vopnin. Ég biðst ekki undan málefnalegri og skarpri gagnrýni, en höfum heildarhagsmunina, almannahagsmunina, að leiðarljósti, veltum fyrir okkur hvernig við viljum sjá Ísland og stöðu launafólks á næstu árum og áratugum. Sameinumst um að byggja upp öflugt norrænt velferðarkerfi á Íslandi.</p> <p>Ég óska ykkur góðs þings og vonast jafnframt eftir áframhaldandi góðu samstarfi við ykkur í þeim verkefnum sem framundan eru.</p> <p><strong>-------------------------<br /> Talað orð gildir</strong></p> <p>&#160;</p>

2012-10-15 00:00:0015. október 2012Hvað er klám og hvar drögum við mörkin?

<p><strong>Grein eftir Guðbjart Hannesson velferðarráðherra<br /> Fréttablaðinu, 13. október 2012.</strong></p> <p>Klám er bannað á Íslandi samkvæmt lögum. Þrátt fyrir það blasir klámfengið efni víða við í blöðum og tímaritum, auglýsingum og kvikmyndum, tónlistarmyndböndum og á vefsíðum sem beinlínis dreifa klámi. Hvernig stendur á því að klám er jafn útbreitt og raun ber vitni? Hafa yfirvöld gefist upp í baráttunni gegn því og er það orðið viðtekið? Á að láta klámvæðinguna sem verður síðfellt áleitnari í daglegu lífi okkar afskiptalausa eða á að skera upp herör gegn henni ekki síst til að verja börn fyrir óæskilegum ranghugmyndum um samskipti kynjanna og kynlíf? Þurfum við að verja okkur, eldri sem yngri, fyrir efni sem særir siðferðiskennd okkar og veldur hugarangri? Gott samstarf hefur náðst milli þjóða í baráttu við klám þar sem börn eru viðfangsefnið. Hvað eftir annað hefur tekist að uppræta klámhringi sem bæði framleiða klámefni með börnum og dreifa því. Slík starfsemi á auðvitað ekki að líðast en þarf ekki líka samkomulag um að sporna við klámvæðingu í almannarýminu og setja skýr og ákveðin mörk?&#160;&#160;</p> <p>Stórt er spurt en minna er um svör. Klámiðnaðurinn í heiminum er umfangsmikill, veltir gríðarlegum fjármunum og eftirspurnin er greinilega fyrir hendi. Fyrir nokkrum árum hugðust klámframleiðendur halda kaupstefnu á Íslandi. Þar átti að kynna framleiðsluna, kaupa og selja, auk þess sem léttklæddar stúlkur áttu að vera með í för. Mikil mótmælaalda reis í landinu því mjög margir Íslendingar vildu ekki slíka landkynningu og fannst heimsóknin óviðeigandi. Þær raddir heyrðust einnig sem vildu leyfa kaupstefnuna og varð hörð umræða í netheimum þar sem þeim sem mótmæltu henni var jafnvel hótað ofbeldi og einhverju þaðan af verra. Þetta voru athyglisverð viðbrögð sem sýndu að umræðan er eldfim. Því miður skorti á eftirfylgni við að fræða og ræða hvar við viljum draga mörkin. Hugsanlega gerir stór hluti landsmanna sér ekki grein fyrir því hve aðgengi að klámi er auðvelt bæði fyrir börn og fullorðna, hvað þá að fólk almennt átti sig á því hve gróft og ofbeldisfullt það getur verið. Norræn könnun sem gerð var fyrir nokkrum árum sýndi að klámnotkun drengja hér á landi er mjög mikil meðan stúlkur virðast hafa lítinn áhuga á því. Hvaða áhrif hefur þetta á hugarfar drengja og hvaða misræmi skapast í hugmyndum kynjanna hvoru um annað?</p> <p>Hvað telst vera klám í dag? Fer þröskuldur þess sem við teljum klám sífellt lækkandi vegna þess að við verðum æ ónæmari fyrir því? Listmálarinn Erró gerði eitt sinn myndaröð þar sem hann notaði gamlar ljósmyndir af nöktum eða hálfnöktum stúlkum sem teknar voru í Marokkó í kringum aldamótin 1900. Þær myndir töldust klám á sínum tíma og voru seldar með leynd. Við kippum okkur varla upp við slíkar myndir í dag enda er gengið sífellt lengra við að nota og misnota mannslíkamann í þeim tilgangi að selja og veita kynferðislega örvun. Stór hluti þess klámefnis sem er á boðstólum einkennist af því að konur eru eins og hvert annað verkfæri fyrir karla, þeir eru virkir og hafa valdið, þær láta gera við sig nánast hvað sem er, hvenær sem er. Klám er því eitt af því sem ýtir undir vald karla yfir konum um leið og það sýnir karla oft eins og dýr og niðurlægir þar með bæði kynin.&#160;</p> <p>Þrjú ráðuneyti í samvinnu við Háskóla Íslands boða nú til ráðstefnu 16. október um klám, áhrif þess og útbreiðslu sem og mismunandi birtingarmyndir kynjanna í þeim tilgangi að opna og efla umræðuna og skoða málið frá ýmsum hliðum. Við viljum átta okkur betur á því hvernig eigi að bregðast við. Viljum við sporna við þeirri þróun að fólk og líkamar séu eins og hver önnur söluvara sem svívirða má hvernig sem er eða viljum við treysta mannhelgi og mannöryggi? Ætlum við að gefast upp fyrir þeim gróðaöflum og hluta netheimsins sem nærist á ofbeldi eða efla kynjajafnrétti og gagnkvæma virðingu milli kynjanna eða annarra hópa sem í hlut eiga?&#160;</p> <p>Ég hvet til hreinskiptinnar umræðu um aðgengi að klámi í íslensku samfélagi, áhrif þess á viðhorf drengja og stúlkna og kynhegðun almennt, hugsanleg bein áhrif á ofbeldi, mansal og annars konar misbeitingu. Hvernig getum við brugðist við og a.m.k. varið börnin okkar fyrir klámvæðingunni?</p> <p><em>Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra</em></p>

2012-10-15 00:00:0015. október 2012Minningardagur um missi á meðgöngu og barnsmissi

<p><strong>Grein eftir Guðbjart Hannesson velferðarráðherra<br /> Fréttablaðinu 15. október 2012</strong></p> <p>Í dag, 15. október, stendur stuðningshópurinn Englarnir okkar fyrir minningarathöfn um missi á meðgöngu og barnsmissi í Hallgrímskirkju. Athöfnin hefst kl. 19.30. Það er von hópsins að dagurinn verði eftirleiðis helgaður hinni hljóðu sorg sem slíkum missi fylgir. Þegar barn er í vændum er tilhlökkunin venjulega mikil, allar væntingar standa til þess að í heiminn verði borinn einstaklingur sem foreldrar og aðrir aðstandendur eiga eftir að njóta framtíðarinnar með.<br /> <br /> Á hverju ári verður þó fjöldi fólks fyrir þeirri djúpu sorg að framtíð þessa litla einstaklings verður að engu, þegar barnið fæðist andvana, of snemma til að eiga sér líf, eða deyr eftir fæðingu. Eftir sitja foreldrarnir með brostnar vonir, tóma vöggu og þunga sorg sem engin orð duga til að lýsa. Þó eigum við orð sem lýsa börnum án foreldra, mökum án maka en ekkert orð yfir það að vera foreldri sem misst hefur barn.<br /> <br /> Sorgin vegna framtíðarinnar sem ekki varð er þó ekki einungis foreldranna. Hún er líka sorg ömmu og afa, systkina, frænda, frænku og vinanna. Allt þetta fólk upplifir sorgina með ástvinum sínum.<br /> <br /> Viðbrögð og viðmót gagnvart þeim sem verða fyrir þessari sáru reynslu hefur á undanförnum árum og áratugum breyst mikið til batnaðar. Áður fyrr var reynt að ?hlífa? fólki við sorginni með því að láta sem ekkert hefði gerst og því eru margir sem ekki hafa fengið tækifæri til að vinna úr missi sínum og sorg. Eins eiga margir erfitt með að sýna hluttekningu sína, finna ekki orðin eða vita ekki hvað er viðeigandi í þessum erfiðu aðstæðum. Framtak stuðningshópsins Englanna okkar er mikilvægt, því með opinni umræðu vill hópurinn styðja við aðstandendur þeirra sem missa með því að sýna hluttekningu í sorginni. Orð eru oft óþörf, nærvera, faðmlag eða hlýtt handtak segir svo margt.<br /> <br /> Um leið og ég þakka samtökunum Englunum okkar þetta þarfa framtak, vil ég á þessum degi hvetja þá sem um sárt eiga að binda eftir missi á meðgöngu eða barnsmissi að sækja athöfnina í Hallgrímskirkju eða nýta daginn með þeim hætti sem hverjum þykir best hæfa tilfinningum sínum við þessar aðstæður.<br /> <br /> <em>Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra</em><br /> </p>

2012-10-12 00:00:0012. október 2012Málþing um innleiðingu sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks

<p><strong>Ávarp Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra</strong></p> <p><strong>Málþing á vegum Öryrkjabandalags Íslands í samstarfi við innanríkisráðuneytið, velferðarráðuneytið, Mannréttindaskrifstofu Íslands og Rannsóknasetur í fötlunarfræðum við Háskóla Íslands. Haldið í Hörpu 11. október 2012.</strong></p> <p>Góðir gestir.</p> <p>Þetta er stórt þing um mikilvægt málefni sem lengi hefur verið unnið að hér á landi og er nú óhætt að segja að sé komið með góðan byr í seglin.</p> <p><strong>Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks var undirritaður af Íslands hálfu 30. mars árið 2007.</strong> <span>Þar með var staðfestur vilji íslenskra stjórnvalda til þess að skipa sér í fremstu röð meðal þjóða á sviði mannréttindamála, viljinn til þess að virða mannréttindi fatlaðs fólks jafnt í orði og á borði, viljinn til þess að tryggja eitt samfélag fyrir alla þar sem gengið er út frá rétti fatlaðs fólks til að standa jafnfætis öðrum í samfélaginu og vinna að nauðsynlegum úrbótum til að svo megi verða.</span></p> <p>„Vilji er allt sem þarf“ er stundum sagt og raunar mikið til í því. Ég tel engum blöðum um það að fletta að þegar íslensk stjórnvöld undirrituðu sáttmála Sameinuðu þjóðanna árið 2007 hafi þau jafnframt staðfest skýran vilja þjóðarinnar til þess að styrkja stöðu og bæta aðstæður fatlaðs fólks með mannréttindasjónarmið að leiðarljósi. Þetta er grundvallaratriði, því hér erum við að ræða málefni sem er þess eðlis og þannig að umfangi að allir þurfa að leggja sitt af mörkum.</p> <p><strong>Með undirritun sáttmálans hafa stjórnvöld gefið út afdráttarlausa yfirlýsingu um hvert skuli stefna í margvíslegum réttindamálum fatlaðs fólks</strong> <span><strong>sem snerta flest eða öll svið samfélagsins.</strong> Þessi stefna var síðan innsigluð á afgerandi hátt þegar Alþingi fól velferðarráðherra með lögum vinnu við gerð framkvæmdaáætlunar í málefnum fatlaðs fólks þar sem fram kæmu meðal annars tímasettar aðgerðir til fullgildingar sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Framkvæmdaáætlunin var staðfest sem þingsályktun frá Alþingi í júní á þessu ári og þar með var jafnframt innanríkisráðuneytinu falið að leiða vinnuna við innleiðingu sáttmálans.</span></p> <p>Ég þykist vita að Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hafi í upphafsávarpi sínu gert grein fyrir því í hverju fyrirhuguð fullgilding felst og lýst þeirri ábyrgð sem stjórnvöld axla með því að undirgangast mannréttindaskuldbindingar á alþjóðlegum vettvangi líkt og hér er um að ræða. Við tökum þetta mjög alvarlega og nú þegar hefur fjölmörgum verkefnum vegna fullgildingarinnar verið hrint í framkvæmd eða eru í undirbúningi eins og ég kem nánar að síðar.</p> <p>Góðir gestir.</p> <p>Það má öllum vera ljóst að í þessu risavaxna verkefni dugir engin léttúð eða sýndarmennska. Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er miklu meira en orð á blaði til að flagga á tyllidögum. Hann felur í sér skuldbindingu um að innleiða viðhorf og vinnubrögð, verklag og framkvæmd, aðhald og eftirlit á fjölmörgum sviðum sem varða réttindi, stöðu og aðstæður fatlaðs fólks í samfélaginu. <strong>Grundvöllur sáttmálans</strong> byggist á virðingu fyrir persónufrelsi, banni við mismunun, þátttöku, aðgengi, virðingu fyrir fjölbreytileika samfélagsins og jafnrétti kynja. Í fimmtíu greinum samningsins er kveðið á um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi, aðgengismál, samfélagsþátttöku, rétt til menntunar, heilbrigðisþjónustu, félagslega þjónustu, réttinn til atvinnu og svo mætti áfram telja.</p> <p>Í þessu felast mörg og viðamikil verkefni sem krefjast mikillar vinnu, undirbúnings og samhæfingar milli stjórnsýslustiga og fjölmargra stofnana samfélagsins með þátttöku hagsmunasamtaka og raunar alls almennings. Allt þetta og meira þarf til að sá árangur náist sem að er stefnt og fullgilding sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks felur í sér.</p> <p><strong>Mannréttindi í mótun</strong></p> <p>Mannréttindi eru okkur öllum hugleikin og ýmis mannréttindi hafa lengi verið tryggð í stjórnarskrám þjóða og alþjóðlegum mannréttindasáttmálum. Vandinn felst hins vegar í því að tryggja mannréttindi allra, að búa svo um hnútana að allir fái í raun notið þeirra mannréttinda sem eiga að heita tryggð í viðkomandi samfélagi. Réttindabarátta fatlaðs fólks á liðnum árum hefur ekki hvað síst snúist um þetta: Að leiða stjórnvöldum og öllum almenningi fyrir sjónir að mannréttindi felast í því að fólk fái tækifæri til að vera virkir þátttakendur í samfélaginu, njóti sjálfræðis og sjálfstæðis eftir því sem nokkur kostur er og þá með stuðningi eftir því sem þess gerist þörf.</p> <p>Mikið hefur áunnist í þessari baráttu fatlaðs fólks og miklar breytingar orðið til hins betra í þessa veru. Skýrt dæmi er sú bylting sem varð þegar réttur fólks til sjálfstæðrar búsetu eða búsetu með stuðningi varð ofan á í stað stofnanabúsetu fatlaðs fólks sem lengi hafði verið landlæg.</p> <p>Svokallað notendasamráð hefur öðlast sess í þjónustu við fatlað fólk og í framkvæmdaáætlun um málefni fatlaðs fólks er einmitt skilgreint verkefni um að efla og styrkja notendasamráð og valdeflingu. Sem kunnugt er stýrir velferðarráðuneytið verkefni um innleiðingu notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar, líkt og kveðið var á um í breytingu á lögum um málefni fatlaðs fólks sem tók gildi í janúar 2011. Lög um réttindagæslu fatlaðs fólks voru samþykkt frá Alþingi á síðasta ári og hafa réttindagæslumenn tekið til starfa um allt land, en meginverkefni þeirra er að aðstoða og leiðbeina fólki sem vegna fötlunar sinnar á erfitt með gæta réttinda sinna sjálft. Í sömu lögum er einnig kveðið á um persónulega talsmenn fatlaðs fólks.</p> <p>Í nýlega samþykktri framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks eru tilgreind miklu fleiri verkefni en ég hef talið sem miða að bættri stöðu fatlaðs fólks á fjölmörgum sviðum.</p> <p><strong>Eftirlit</strong></p> <p>Ég veit að innanríkisráðherra ræddi í morgun hugmynd um stofnun sjálfstæðrar mannréttindastofnunar á Íslandi í samhengi við þær skyldur sem við þurfum að axla á grundvelli 33. greinar sáttmálans um réttindi fatlaðs fólks varðandi eftirlit með framkvæmd samningsins. Þetta er sannarlega ástæða til að skoða alvarlega og íslensk stjórnvöld hafa verið hvött til þess að koma slíkri stofnun á fót vegna fleiri samninga Sameinuðu þjóðanna sem Ísland er aðili að.</p> <p>Eftirlit með framkvæmd samningsins er mikilvægt en við þurfum líka að huga að því á heimavelli hvernig við stöndum að eftirliti með velferðarþjónustu hins opinbera almennt. Þetta er eitt af fjölmörgum verkefnum sem unnið er að í velferðarráðuneytinu og er hugmyndin sú að sameina slíkt eftirlit á einum stað, með áherslu á að það verði sjálfstætt og óháð, þannig að skilið sé skýrt á milli framkvæmdar þjónustu og eftirlits.</p> <p>Góðir gestir.</p> <p>Umræðan heldur áfram. Innleiðing sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er ekkert áhlaupaverk því verkefnin eru mörg og stór og framkvæmd þeirra flókin. Við eigum örugglega eftir að rekast á ýmsar hindranir, deila um áherslur og aðferðir og takast á um forgangsröðun. Mestu skiptir að við erum sammála um meginmarkmiðin og stefnum í sömu átt og því er ég viss um að þótt upp komi ágreiningur um einhver atriði munum við leysa hann.</p> <p>Ég vil að lokum þakka öllum þeim sem staðið hafa að þessu málþingi fyrir þeirra framlag. Undirbúningur og skipulag er til fyrirmyndar og við förum án efa öll ríkari heim með góðar hugmyndir og aukna þekkingu í farteskinu.</p> <p><strong>- - - - - - - - - - - - - - -<br /> Talað orð gildir</strong></p> <p><a id="_GoBack" name="_GoBack"></a>&#160;</p>

2012-10-10 00:00:0010. október 2012Alþjóðageðheilbrigðisdagurinn 10. október gegn þunglyndi

<div class="single-news__big-image"><figure><a href="/media/velferdarraduneyti-media/media/radherra/Gudbjartur_Hannesson_vel.jpg"><img src="/media/velferdarraduneyti-media/media/radherra/Gudbjartur_Hannesson_vel.jpg?proc=singleNewsItem" alt="Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra" class="media-object"></a><figcaption>Guðbjartur Hannesson</figcaption></figure></div><p><span><strong>Grein velferðarráðherra í Fréttablaðinu 10. október 2012</strong></span></p> <p><span>Í dag eru liðin 20 ár frá því að alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn var haldinn í fyrsta sinn og er sjónum nú beint að þunglyndi. Dagurinn er vakningardagur, ætlaður til að upplýsa og fræða fólk um mikilvægt málefni sem kemur okkur öllum við</span> <span>og skapa jákvæða umræðu um geðheilsu.</span> <span>Þrátt fyrir árangursríkar leiðir til að meðhöndla þunglyndi, skortir víða á aðgengi fólks að meðferðarúrræðum og hefur verið bent á að hjá sumum þjóðum fái innan við 10% þeirra sem á þurfa að halda viðeigandi meðferð.</span></p> <p>Áætlað er að um 20% þjóðarinnar líði fyrir þunglyndi á einhverjum tíma ævinnar en þrátt fyrir að það sé svo algengt gerir fólk sér oft litla grein fyrir eðli sjúkdómsins. Þunglyndi fer ekki í manngreinarálit og getur lagst á fólk á öllum aldri, þótt oft geri það vart við sig snemma á ævinni eða um 18‒30 ára aldur. Oft fylgir þunglyndi langvinnum líkamlegum sjúkdómum.</p> <p>Velflestir þeirra sem þjást af þunglyndi leita fyrst til heilsugæslunnar og margir fá þar meðferð. Miklu skiptir að fagfólk heilsugæslunnar sé vel í stakk búið til að greina þunglyndi, veita meðferð eða vísa fólki á þá hjálp sem best kemur að gagni. Í tengslum við átakið <em>Þjóð gegn þunglyndi</em> er sinnt fræðslustarfi fyrir fagfólk og haldin námskeið fyrir heilbrigðisstarfsfólk til að bæta færni þess í að greina og meðhöndla þunglyndi.</p> <p>Á liðnum árum hafa áherslur í geðheilbrigðismálum breyst mikið og má segja að orðið hafi vitundarvakning um mikilvægi geðheilbrigðis og geðræktar. Fjölmargir vinna að forvarnarverkefnum sem styðja við geðheilbrigði og má þar nefna Embætti landlæknis, heilsugæsluna, sveitarfélög og ýmis notenda- og félagasamtök sem hafa sinnt sálfélagslegri þjónustu við geðsjúka í ríkum mæli.</p> <p>Embætti landlæknis ýtti nýlega úr vör viðamiklu verkefni undir yfirskriftinni <em>Heilsueflandi skólar</em> þar sem unnið er markvisst að heilsueflingu á öllum skólastigum og veitt ráðgjöf um hvernig stuðla megi að farsælum samskiptum, jákvæðum skólabrag og vellíðan nemenda og starfsfólks. Þá stendur embættið að verkefninu <em>Vinir Zippýs</em> sem er alþjóðlegt forvarnarverkefni á sviði geðheilsu fyrir börn á aldrinum 5‒7 ára. Annað verkefni sem embættið hefur þróað að undanförnu er forvarnarnámsefni gegn ofbeldi í nánum samskiptum unglinga sem ber heitið <em>Örugg saman</em><span>,</span> ætlað unglingum í efstu bekkjum grunnskóla og miðar að því að auka vitund um einkenni andlegs, líkamlegs og kynferðislegs ofbeldis og efla jákvæð samskipti.</p> <p>Árið 2005 var undirrituð af hálfu Íslands yfirlýsing og aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum kennd við Helsinki. Þar er geðheilbrigði sett í öndvegi og geðrækt, meðferð, umönnun og endurhæfing vegna geðrænna vandamála gerð að forgangsverkefnum hjá aðildarlöndum Evrópuskrifstofu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar.</p> <p>Heilbrigðisyfirvöldum ber að draga vagninn, móta stefnu og skilgreina áherslur og verkefni á sviði geðheilbrigðismála en mikilvægt er að sú vinna fari fram í nánu samstarfi við hagsmunaaðila. Í drögum að heilbrigðisáætlun til ársins 2020 er áætlað að unnin verði stefna í geðheilbrigðismálum og átak gert í að vinna gegn fordómum, mismunun og félagslegri einangrun vegna geðraskana.</p> <p>Með aukinni þekkingu á geðheilbrigði og fræðslu til almennings hafa fordómar í garð þeirra sem glíma við geðraskanir látið undan síga. Átak hefur verið unnið af sveitarfélögum, heilbrigðis- og menntakerfinu, hagsmunaaðilum, notenda- og félagasamtökum og einstaklingum sem láta sig þessi mál varða og hafa í gegnum tíðina unnið ómetanlegt starf við að breyta hugarfari og opna umræðuna um geðsjúkdóma. Margir einstaklingar hafa opnað reynsluheim sinn og rætt af einlægni og kjarki um baráttu sína og hefur það án efa haft áhrif á umræðuna og dregið úr fordómum.</p> <p>Geð er eitthvað sem við eigum öll sameiginlegt. Gott heilsufar byggist jafnt á því að stunda geðrækt og að leggja rækt við líkamann. Höfum því hugfast að geðrækt er nauðsynlegur þáttur í almennri heilsueflingu landsmanna.</p> <p><em>Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra.</em></p>

2012-10-08 00:00:0008. október 2012Hringsjá, náms- og starfsendurhæfing 25 ára

<div class="single-news__big-image"><figure><a href="/media/velferdarraduneyti-media/media/frettatengt2012/Gunnar-Axel-Axelsson.jpg"><img src="/media/velferdarraduneyti-media/media/frettatengt2012/Gunnar-Axel-Axelsson.jpg?proc=singleNewsItem" alt="Gunnar Axel Axelsson" class="media-object"></a><figcaption>Gunnar Axel Axelsson</figcaption></figure></div><p><strong>Afmæli Hringsjár, 7. október 2012<br /> </strong><strong>Gunnar Axel Axelsson flutti ávarp fyrir hönd velferðarráðherra</strong></p> <p>Virðulega samkoma – góðir gestir.</p> <p>Hringsjá fagnar 25 ára starfsafmæli og augljóst að afmælisbarnið á marga vini og velunnara sem vilja fagna saman þessum tímamótum. Velferðarráðherra hefði allra helst viljað vera hér sjálfur í dag eins og til stóð. Hann átti þess því miður ekki kost en bað mig að bera ykkur kveðju sína og bestu hamingjuóskir - og ekki síst þakkir fyrir það merka og mikilvæga starf sem fram fer á vegum Hringsjár á sviði náms- og starfsendurhæfingar.</p> <p>Mikilvægi þessa starfs hefur lengi legið fyrir en þó er örugglega óhætt að segja að á síðustu árum hafi sú vitneskja orðið útbreiddari, æ fleiri augu hafi opnast og skilningur á eðli og þýðingu starfseminnar aukist. Í kjölfar efnahagshrunsins höfum við sem þjóð þurft að læra margt af erfiðri reynslu á eigin skinni. Okkur hefur reynst nauðsynlegt að endurskoða og endurmeta ýmis gildi og gæði í þessu lífi og þótt sá lærdómur hafi ekki verið tekinn út með sældinni er enginn vafi á því að hann hefur verið samfélaginu mikilvægur og að mörgu leyti til góðs.</p> <p>Mikilvæg tímamót urðu þegar samþykkt voru frá Alþingi í vor lög um atvinnutengda starfsendurhæfingu og starfsemi starfsendurhæfingarsjóða. Lögin endurspegla ákveðna vitundarvakningu sem orðið hefur í þessum málaflokki og eru afdráttarlaus viðurkenning á mikilvægi starfsendurhæfingar. Eitt það mikilvægasta í lögunum er að þar er tryggður réttur allra til starfsendurhæfingar, óháð atvinnuþátttöku. Þá er ekki síður mikilvæg sú hugmyndafræði sem þar er innsigluð og byggist á virkri velferðarstefnu en hún felst í því að í stað þess að leggja megináherslu á að tryggja fólki með skerta starfsgetu fjárhagslega framfærslu og láta þar við sitja, er horft til þess að efla virkni fólks og getu til þátttöku í samfélaginu.</p> <p>Það er alveg sama hve vel árar, á öllum tímum er fólk sem hefur þörf fyrir þjónustu á borð við þá sem veitt er hjá Hringsjá. Fólk sem vegna veikinda eða slysa, félagslegra erfiðleika eða annarra áfalla þarf náms- eða starfsendurhæfingu sem styður það og eflir til virkrar þátttöku í samfélaginu, atvinnuþátttöku eða frekara náms. Þegar þrengir að á vinnumarkaði og atvinnuleysi eykst verður þessi þörf mun sýnilegri en ella þar sem fleira fólk stendur þá í þessum sporum.</p> <p>Það eru mikilvæg mannréttindi að geta tekið sem allra virkastan þátt í samfélaginu á sem flestum sviðum. Forsendur fólks til þess eru misgóðar og þær geta breyst eins og áður sagði vegna ýmissa áfalla eða aðstæðna. Það ber líka að hafa í huga að möguleikar fólks til virkrar samfélagsþátttöku ráðast ekki einungis af einstaklingsbundinni getu og færni heldur einnig af því hvort og hversu vel samfélagið er í stakk búið til að mæta fjölbreytileikanum, hversu sveigjanlegt það er og hvernig búið er að fólki almennt. Skortur á stuðningi og nauðsynlegum úrræðum á borð við náms- og starfsendurhæfingu fyrir fólk sem vill og getur nýtt sér hana er alvarlegt mál. Hver einasti einstaklingur er mikilvægur - allir eiga rétt á því að fá notið sín í samfélaginu og að njóta þess sem það hefur upp á að bjóða.</p> <p>Það er einmitt þessi áhersla á mikilvægi einstaklingsins sem kemur svo skýrt fram í markmiðum <strong>Hringsjár, náms- og starfsendurhæfingar</strong>; um að Hringsjá sé á hverjum tíma leiðandi í því verkefni að endurhæfa og styðja einstaklinga til sjálfstæðis, virkni og þátttöku í samfélaginu.</p> <p>Góðir gestir.</p> <p>Afmælisbarnið Hringsjá hefur vaxið og dafnað í 25 ár, einbeitt og ákveðið í því að vera leiðandi á sínu sviði, að vinna gott starf, að starfa í þágu einstaklinga til að efla, bæta og byggja upp eitt samfélag fyrir alla. Þetta eru svo sannarlega verðug markmið og mikilvægt verkefni.</p> <p>Ég ítreka kveðjur velferðarráðherra sem vill jafnframt koma á framfæri þakklæti til Hringsjár fyrir gott samstarf og óskum um gæfu og gengi í framtíðinni.</p> <p>&#160;</p> <p>&#160;</p> <p>&#160;</p> <p>&#160;</p> <p>&#160;</p> <p>&#160;</p>

2012-09-28 00:00:0028. september 2012Ársfundur Vinnumálastofnunar 2012

<p>&#160;</p> <p><strong>Ávarp Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra</strong></p> <p>Ágæta stjórn og starfsfólk Vinnumálastofnunar og aðrir ársfundargestir.</p> <p>Mér varð hugsað til þess þegar ég fór að undirbúa ávarp á ársfundi Vinnumálastofnunar að þetta er í þriðja sinn sem ég sæki ársfundinn eftir að ég varð velferðarráðherra, en sá fyrsti sem ég sótti var haldinn í október árið 2010.</p> <p>Margt hefur gerst og margt hefur breyst til hins betra síðan þá. Í október árið 2010 mældist atvinnuleysi á landsvísu um 7,5%. Þann sama mánuð bárust Vinnumálastofnun fimm tilkynningar um hópuppsagnir þar sem tæplega 200<span>&#160;</span> manns var sagt upp störfum.<span>&#160;</span></p> <p><strong>Samkvæmt nýjustu tölum um atvinnuástandið</strong><span>, þ.e. í ágúst síðastliðnum, mældist atvinnuleysi á landsvísu 4,8% og engin tilkynning barst Vinnumálastofnun um hópuppsagnir. Þetta er mikill bati en hann hefur svo sannarlega ekki orðið til af sjálfum sér. Snemma eftir hrun varð samkomulag um að ráðast í þjóðarátak gegn atvinnuleysi þar sem opinberir aðilar, aðilar vinnumarkaðarins, félagasamtök og raunar allir þeir sem eitthvað hafa getað lagt af mörkum hafa tekið höndum saman um að vinna gegn atvinnuleysi og afleiðingum þess. Það er líka mikið í húfi eins og margsinnis hefur verið bent á. Langtímaatvinnuleysi lamar þrek einstaklinganna sem fyrir því verða og hefur gífurleg og neikvæð áhrif fyrir samfélagið í heild. Það hefur reynst almennur skilningur fyrir þessari staðreynd og þess vegna hefur náðst samstaða um fjölmargar aðgerðir sem hafa skilað ótrúlega miklum árangri.</span></p> <p>Ég þarf ekki að fræða starfsfólk Vinnumálastofnunar um þau viðamiklu verkefni og vinnumarkaðsúrræði sem ráðist hefur verið í til að mæta þörfum atvinnuleitenda, skapa þeim tækifæri til starfsþjálfunar, möguleika til þess að mennta sig eða komast í tímabundin störf. Vinnandi vegur – Nám er vinnandi vegur – Ungt fólk til athafna – ÞOR; þekking og reynsla, - allt eru þetta verkefni sem Vinnumálastofnun hefur stýrt og leitt áfram af óbilandi krafti og þrautseigju og fyrir það vil ég þakka ykkur sérstaklega.</p> <p>Sannkallað þjóðarátak gegn atvinnuleysi og afleiðingum þess hefur skilað miklum árangri. Viljinn hefur staðið til þess að virkja fjármuni atvinnuleysistryggingakerfisins og nýta þá til að greiða fyrir nám eða niðurgreiða stofnkostnað við ný störf og hafa milljarðar króna sem ella hefði verið varið í bætur nýst í þessu skyni, samfélaginu öllu til góðs.</p> <h4>Efnahagsbati</h4> <p>Botni kreppunnar á Íslandi var náð um mitt ár 2010 og nú siglum við hraðbyri inn í bjartari framtíð. Hagvöxtur eykst hvort sem litið er til neyslu, fjárfestinga eða útflutnings og samhliða þessari þróun dregur úr atvinnuleysi og störfum fjölgar. Við höfum ástæðu til þess að vera bjartsýn og Íslendingar eru raunar, - samkvæmt fjölþjóðlegum mælingum þar sem væntingar eru mældar, - þjóða bjartsýnastir á framtíðina og eigin hag.</p> <h4>Stefna í vinnumarkaðsmálum þarf að hvetja fólk til atvinnuleitar</h4> <p>Í Fréttablaðinu í gær birtist prýðileg grein eftir Gissur Pétursson, forstjóra Vinnumálastofnunar, þar sem hann lýsir mikilvægi þess að stefna í vinnumarkaðsmálum hvetji fólk til atvinnuleitar. Slík stefna segir hann að byggist á skilvirkri vinnumiðlun og atvinnuleit, þjálfunartækifærum og starfsendurhæfingu, mati á heilsufarsástandi, stuðningi við fyrirtæki sem eru þátttakendur í vinnumarkaðsúrræðum, mat á áhrifum af löngum bótatímabilum frá opinberum framfærslukerfum og stuðning við eigin atvinnusköpun eða útfærslu viðskiptahugmynda.</p> <p>Ég tek heilshugar undir orð Gissurar og tel raunar að við höfum borið gæfu til að vinna í þessum anda í öllum meginatriðum. Ég tek líka undir orð Gissurar sem bendir á að Vinnumálastofnun sé eina sérfræðistofnun landsins í náms- og starfsráðgjöf fyrir atvinnuleitendur, miðlun starfa og skipulag vinnumarkaðsúrræða og því ómetanlegt verkfæri stjórnvalda við innleiðingu ákvarðana sinna.</p> <p>Auðvitað veit ég að forstjóri Vinnumálastofnunar beinir þarna spjótum sínum að þeirri ákvörðun stjórnvalda að fela Alþýðusambandi Íslands og Samtökum atvinnulífsins að annast vinnumiðlun og ráðgjöf við hluta atvinnuleitenda. Ég legg áherslu á að þetta er tilraunaverkefni til þriggja ára sem stjórnvöld skuldbundu sig til að láta á reyna í síðustu kjarasamningum. Við skulum ekki gefa okkur niðurstöðurnar fyrir fram og auðvitað munum við meta árangurinn og spyrja þá að leikslokum. Að óreyndu er það hins vegar skoðun mín að þetta séu verkefni sem eigi að vera á hendi hins opinbera en í sem mestu samráði og samvinnu við aðila vinnumarkaðarins og aðra sem þessi mál varða. Það er staðreynd að þjónusta við atvinnuleitendur er mjög vandasöm og viðkvæm og það verður að tryggja jafnræði með atvinnuleitendum í öllu sem snýr að þjónustu við þennan breiða hóp fólks.</p> <h4>Atvinnuástand og sérstaða Íslands</h4> <p>Í gær var kynnt ný skýrsla Þjóðmálastofnunar Háskóla Íslands um áhrif mótvægisaðgerða stjórnvalda á skuldavanda, fátækt og atvinnu. Þar er sérstaklega bent á hve vel&#160; hefur tekist að halda atvinnuleysi niðri í samanburði við aðrar þjóðir sem glímt hafa við kreppu, eins og Finnar og Svíar á sínum tíma og nú Írar. Tilgáta skýrsluhöfunda er sú að vernd lægri tekjuhópa og endurdreifing velferðarútgjalda og byrða á Íslandi hafi haft mikla þýðingu fyrir viðhald einkaneyslu og skárra atvinnustigs en hjá öðrum kreppuþjóðum. Höfundarnir nefna einnig sérstaklega áhrif ýmissa verkefna hér sem miðað hafa að fjölgun nýrra starfa og virkniaukandi aðgerðir þar sem þeir geta sérstaklega um verkefnin Allir vinna, Ungt fólk til athafna; ÞOR-Þekking og reynsla; Nám er vinnandi vegur; og Vinnandi vegur.“ Það er mjög margt athyglisvert í þessari skýrslu sem ég hvet ykkur til að skoða.</p> <p><strong>Í fjárlagafrumvarpi næsta</strong> <span><strong>árs</strong> er miðað við verulega lækkun framlaga í Atvinnuleysistryggingasjóð þar sem gert er ráð fyrir að útgjöldin dragist saman um 5,2 milljarða króna miðað við áætlunina 2012. Þar munar mestu um minnkandi atvinnuleysi og síðan er það margumrædd og umdeild ákvörðun um að framlengja ekki tímabundna heimild til greiðslu atvinnuleysisbóta í fjögur ár. Forsendur fjárlagafrumvarpsins eru þær að samtals muni um 3.400 atvinnuleitendur fullnýta bótarétt sinn árið 2013 og eru útgjöld Atvinnuleysistryggingasjóðs lækkuð um 1,8 milljarð króna vegna þessa.</span></p> <p>Enn fremur gerir fjárlagafrumvarpið ráð fyrir verulegum niðurskurði í rekstri stofnunarinnar. Ástæða þessa er meðal annars að felldar voru niður tímabundnar fjárveitingar vegna framkvæmda á tilteknum verkefnum. Ég geri mér fyllilega ljóst að þessum verkefnum er hvergi nærri lokið og munum við fara yfir þessi mál með fjárlaganefnd þingsins.</p> <p>Það liggur í augum uppi að vandamálin gufa ekki upp þótt atvinnuleitendur hverfi af atvinnuleysisskrá af því að þeir hafa fullnýtt bótarétt sinn og eitthvað þarf að gera til að mæta þessum vanda. Í fjárlagafrumvarpinu er raunar tekið á þessu, því þar er gert ráð fyrir töluverðum útgjöldum vegna mótvægisaðgerða sem nú er unnið að því að útfæra í samráði við fulltrúa sveitarfélaganna og aðila vinnumarkaðarins. Hvernig það svigrúmi sem&#160;gert er ráð fyrir í frumvarpinu&#160;verður nýtt er sameiginlegt verkefni allra þeirra sem koma að málefnum þess hóps sem er án atvinnu og það skiptir miklu máli að sveitarfélögin taki þátt í því verkefni af fullum hug.&#160; Verkefni næstu vikna eru að finna sameiginlega lausn og að því er unnið.</p> <h4>Starfsendurhæfing</h4> <p>Ég hef þegar talað lengi – og hef þó enn ekkert rætt um atvinnutengda starfsendurhæfingu sem er meðal okkar mikilvægustu verkefna eins og þið vitið gerst. Tímamót urðu í júní síðastliðnum þegar lög um atvinnutengda starfsendurhæfingu og starfsemi starfsendurhæfingarsjóða voru samþykkt á Alþingi. Það er óhætt að segja að víðtæk samstaða hafi verið um þetta þjóðþrifamál, enda markmiðið að skapa heildstætt kerfi endurhæfingar þar þar sem starfsendurhæfingarsjóðir og stofnanir á vegum ríkis og sveitarfélaga starfi saman eins og kostur er með það að markmiði að gera sem allra flestum kleift að vera virkir á vinnumarkaði. Lögin skapa mikilvæga umgjörð um fyrirkomulag endurhæfingarmála en auðvitað þarf að þróa þetta risavaxna verkefni áfram til að ná sem mestum árangri og veita sem allra besta þjónustu þeim sem hafa getu og vilja til að nýta sér hana.</p> <p>Góðir fundarmenn.</p> <p>Eins og ég nefndi í upphafi er allt önnur og betri staða í þjóðfélaginu nú en var árið 2010 og við getum vel leyft okkur að vera bjartsýn. Verkefni Vinnumálastofnunar eru þó enn ærin og verða það sjálfsagt næstu árin. Þótt atvinnuleysi sé hér ekki svo ýkja mikið í samanburði við margar aðrar þjóðir er það enn raunverulegt vandamál sem verður að fást við af fullri alvöru. Langtímaatvinnuleysið er alvarlegast og eins og við vitum er sérstaklega mikilvægt að huga að þeim hópum sem hvað erfiðast eiga með að komast inn á vinnumarkaðinn; ekki síst ungt fólk, fólk með skamma skólagöngu að baki og innflytjendur.</p> <p>Verum bjartsýn – vandamálin eru til þess að leysa þau. Það er raunar viðhorfið sem mér hefur virst starfsfólk Vinnumálastofnunar hafa að leiðarljósi í stórum verkefnum, við erfiðar aðstæður og oft undir ómálefnalegri gagnrýni úr ýmsum áttum þar sem stofnunin hefur ekki notið sannmælis.</p> <p>Ég ætla ekki að hafa þessi orð fleiri en vil ljúka máli mínu á því að færa ykkur starfsfólkinu mínar bestu þakkir fyrir þrautseigju ykkar, bjartsýni og dugnað í öllum þeim vandasömu verkefnum sem þið hafið tekist á við og hrint í framkvæmd á undangengnum misserum.</p> <p>&#160;- - - - - - - - - - - - - -<br /> <strong>Talað orð gildir</strong></p> <p>&#160;</p>

2012-09-28 00:00:0028. september 2012Vinnum saman

<div class="single-news__big-image"><figure><a href="/media/velferdarraduneyti-media/media/radherra/Gutti-mynd-19.09.06-1.JPG"><img src="/media/velferdarraduneyti-media/media/radherra/Gutti-mynd-19.09.06-1.JPG?proc=singleNewsItem" alt="Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra" class="media-object"></a><figcaption>Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra</figcaption></figure></div><p>Grein Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra og Katrínar Jakobsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra um samstarf á sviði vinnumarkaðsúrræða sem birtist í Fréttablaðinu 28. september 2012.</p> <p>Atvinnuleysi er eitt versta mein sem samfélög komast í tæri við. Langvarandi atvinnuleysi getur hoggið djúp skörð í heilu kynslóðirnar. Því miður var óumflýjanlegt að atvinnuleysi yrði umtalsvert í þeirri efnahagskreppu sem íslenskt samfélag hefur tekist á við undanfarin ár. Um síðastliðin mánaðamót voru 8.346 á atvinnuleysisskrá þó þeim hafi, sem betur fer, farið fækkandi. Við slíkar aðstæður er mikilvægt að allir leggist á eitt við að kveða niður atvinnuleysið og að lágmarka neikvæð áhrif þess.</p> <p>Forsætisráðherra kallaði til víðtæks samráðs um vinnumarkaðsmál í febrúar 2011. Að því komu fulltrúar allra stjórnmálaflokka, launþega, vinnuveitenda og allra helstu hagsmunasamtaka. Það skilaði af sér tillögum sem síðan voru settar í framkvæmd á grundvelli yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar vegna kjarasamninga til þriggja ára þann 5. maí 2011. Haustið 2011 fengu eitt þúsund atvinnuleitendur tækifæri til að sækja nám við sitt hæfi og þannig efla sig og styrkja stöðu sína á vinnumarkaði.</p> <p>Í vor tóku ríkisstjórnin, sveitarfélög og atvinnulífið saman höndum um að skapa allt að eitt þúsund og fimm hundruð störf. Markmiðið er tvíþætt. Annars vegar að nýta þá fjármuni sem að öðrum kosti væru greiddir í atvinnuleysisbætur til þess að skapa þessi tækifæri einstaklingunum og samfélaginu til hagsbóta. Hins vegar að tryggja að við komum betur menntuð út úr kreppunni en við vorum þegar hún skall á.</p> <p>Árangurinn er ótvíræður. Á undanförnu ári hafa um eitt þúsund atvinnuleitendur hafið nám í skólum landsins og um eitt þúsund og fjögur hundruð fengið ný störf. Milljörðum króna sem ella hefði verið varið til greiðslu bóta hefur í staðinn verið varið til að greiða fyrir nám eða að niðurgreiða stofnkostnað við ný störf. Í þeirri vinnu sem liggur að baki þessum árangri er gott samstarf ríkistjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins lykilatriði. Það sýnir hversu miklum árangri hægt er að ná með víðtæku samstarfi og þegar allir láta markmiðið um betra samfélag ráða för.</p>

2012-09-24 00:00:0024. september 2012Ávarp Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra á ráðstefnu Hollvinasamtaka líknardeilda

<p>&#160;</p> <p><strong>Ávarp Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra<br /> á ráðstefnu Hollvinasamtaka líknardeilda 24. september 2012</strong></p> <p>Góðir gestir.</p> <p>Það er ekki lítið lagt undir á þessari ráðstefnu; – stefnumótun fyrir heilbrigðiskerfið eins og það snýr að notendum frá vöggu til grafar – og eins og segir í ráðstefnuboði: <span>„</span>að hafa áhrif á Alþingi og ríkisstjórn að koma á notendamiðuðu heilbrigðis- og velferðarkerfi í samræmi við þarfir, skoðanir og vilja fólksins í landinu<span>“.</span></p> <p>Svo ég vísi áfram í ráðstefnuboðið þá verða hér kynntar frumhugmyndir að notendamiðuðu heilbrigðis- og velferðarkerfi – sem móta ætti í samráði við fólkið í landinu, notendur og aðstandendur sjúklinga – og enn fremur segir að fyrirmyndin sé sótt til sambærilegs kerfis í Noregi; „Samhandlingsreformen“ sem mótað var í samræmi við stefnu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar.</p> <p>Ég vil í upphafi þakka Hollvinasamtökum líknardeilda fyrir að halda þessa ráðstefnu og það er gott fyrir mig að fá tækifæri til að ræða þessi mál hér og gera grein fyrir stefnumótun stjórnvalda á sviði heilbrigðismála.</p> <p>Ég þekki nokkuð til norsku stefnunnar sem hér er vísað til og hún sýnir glöggt hvað viðfangs- og úrlausnarefni velferðarkerfa Norðurlandaþjóðanna á sviði velferðarmála eru áþekk og sömuleiðis áherslurnar.</p> <p>- Mikilvægi lýðheilsu- og forvarnarstarfs verður mönnum æ ljósara til að sporna við vexti margvíslegra lífsstílstengdra sjúkdóma og snúa þróuninni við. Markmiðið er að ráðast að rót vandans í stað þess að bregðast við síðar þegar í óefni er komið. Áhersla á þetta var innsigluð hér á landi með stofnun Lýðheilsustöðvar árið 2003 og með sameiningu hennar og Embættis landlæknis á liðnu ári var lögð áhersla á að efla og styrkja lýðheilsustarf í landinu enn frekar.</p> <p>- Þörfin fyrir samþættingu ólíkra þjónustukerfa liggur einnig fyrir; að veita fólki heildstæða þjónustu með því að brjóta niður múra og efla samstarf milli fagfólks og stofnana og síðast en ekki síst að efla nærþjónustuna þannig að grunnþættir heilbrigðis- og velferðarþjónustu séu sem mest aðgengilegir notendum í þeirra heimabyggð. Hér á landi var stigið stórt skref í þessa átt með flutningi ábyrgðar á þjónustu við fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga 1. janúar 2011 og nú er unnið að sambærilegri tilfærslu á þjónustu við aldraða.</p> <p>- Loks nefni ég aukið samráð við sjúklinga og aðra notendur velferðarþjónustu. Þetta er áhersla sem lengi hefur verið barist fyrir eins og endurspeglast glöggt í einkunnarorðum Öryrkjabandalags Íslands: „Ekkert um okkur án okkar.“ Þessi barátta hefur skilað árangri, bæði hér og annars staðar hjá nágrannaþjóðum okkar og óhætt að segja að snúið hafi verið frá þeirri forræðishyggju sem var einkennandi í velferðarþjónustu lengi vel til stóraukins samráðs og samstarfs við notendur og hagsmunasamtök þeirra.</p> <p><span><strong>Áætlanagerð og stefnumótun í heilbrigðismálum hér á landi</strong></span> <span>hefur verið að festa sig betur í sessi á liðnum árum og áratugum. Fyrsta heilbrigðisáætlun stjórnvalda var samþykkt árið 1991 og gilti til ársins 2000. Ný langtímaáætlun í heilbrigðismálum var samþykkt árið 2001 og árið 2007 var birt heildstæð lyfjastefna fyrir árin 2007–2012 sem nú er verið að endurskoða.</span></p> <p><strong>Góður árangur</strong></p> <p>Þótt eflaust megi deila um marga þætti varðandi mótun og framkvæmd stefnu í heilbrigðismálum hér á landi sýnist mér augljóst að margt sé hér gert bæði rétt og vel. Ég nefni sem dæmi niðurstöður Euro Health Consumar Index árið 2012 sem kynntar voru á Evrópuþinginu í Brussel fyrir skömmu. Þar var Ísland í þriðja efsta sæti þeirra 34 landa sem úttektin náði til en þeir þættir sem voru skoðaðir sneru að réttindum sjúklinga og upplýsingum til þeirra, aðgengi að meðferð, árangri meðferðar, umfangi og útbreiðslu þjónustu og loks atriðum sem snúa að lyfjamálum.</p> <p>Góður árangur hér á landi kemur einnig fram í mælingum OECD sem síðast birti samantekt árið 2011 um stöðu heilbrigðismála í 34 aðildarríkjum stofnunarinnar og segja má að góður árangur sem birtist þar sé studdur niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem leiðir í ljós að hvergi deyja færri sjúklingar í kjölfar skurðaðgerða en hér á landi. Rannsóknin náði til um 500 sjúkrahúsa í 28 Evrópulöndum, svo þetta er sannarlega eftirtektarverður árangur sem full ástæða er til að halda á lofti.</p> <p><strong>Gerð nýrrar heilbrigðisáætlunar – undirbúningur og samráð</strong></p> <p><span>Síðastliðin tvö ár hefur verið unnið að gerð nýrrar heilbrigðisáætlunar til ársins 2020</span> <span>og verður hún lögð fram á Alþingi sem tillaga til þingsályktunar í október. Áætlunin hefur það að markmiði að stuðla að því að heilbrigði þjóðarinnar sé eins gott og verða má.</span></p> <p>Undirbúningurinn hefur ekki farið fram í tómarúmi. Í byrjun unnu sérfræðingar ráðuneytisins í samstarfi við sérfræðinga Embættis landlæknis og Lýðheilsustöðvar ákveðinn ramma að grunngerð og megináherslum áætlunarinnar. Þeir höfðu einnig samráð við ýmsa sérfræðinga í tilteknum geirum heilbrigðisþjónustu. Þar að auki tóku þeir mið af þeirri þróun sem hefur verið erlendis og þá sérstaklega á vettvangi Evrópuskrifstofu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar en á nýafstöðnu haustþingi stofnunarinnar var samþykkt heilbrigðisáætlun til ársins 2020.</p> <p>Í framhaldi af þessum undirbúningi sérfræðinga hófst víðtækt samráðsferli. Í desember 2011 var haldinn fundur með um 20 lykilaðilum úr heilbrigðisþjónustu, frá stærstu hagsmunasamtökum og háskólasamfélaginu um þær höfuðáherslur sem settar höfðu verið fram. Í mars 2012 var svo haldinn fundur með um 220 manns þar sem fjallað var ítarlega um fyrirliggjandi drög að heilbrigðisáætlun. Fulltrúar á þessum fundi komu frá heilbrigðisþjónustunni, háskólum, sveitarfélögum, lögreglu, ýmsum hagsmunasamtökum og faghópum. Fundurinn var í þjóðfundarformi og unnið í hópum sem hver og einn fékk eitt afmarkað viðfangsefni, fór yfir það sem þegar hafði verið sett fram og eftir atvikum gerði þær tillögur að sínum eða lagði fram nýjar.</p> <p>Að loknum þessum fundi var samdóma álit þeirra sem héldu utan um undirbúninginn að dýpka þyrfti frekar umræðu um þjónustu sjúkrahúsa og þjónustu við fólk með geð- eða fíknivanda. Tuttugu og fimm manns tóku svo þátt í fundi sem haldinn var í maí um þessa þætti.</p> <p>Í ágústlok var efnt til fundar til að skilgreina hver væru stærstu verkefnin sem þyrfti að takast á við á næstu árum til að tryggja sem best heilbrigði þjóðarinnar. Þarna kom saman stór hópur fólks úr heilbrigðisþjónustunni, félagsþjónustu, háskólum og frá heildarsamtökum notenda – allt einstaklingar með mikla yfirsýn og reynslu af heilbrigðis- og félagsmálum.</p> <p>Eins og gefur að skilja var úr miklu efni að vinna eftir þetta samráðsferli og það hefur verið handleggur að vinna úr því öllu. Þann 10. september síðastliðinn voru drög að heilbrigðisáætlun birt opinberlega á vef ráðuneytisins til umsagnar. Öllum sem þátt höfðu tekið í samráðsferlinu var jafnframt send tilkynning um að drögin hefðu verið birt og sömuleiðis öllum stofnunum ráðuneytisins.</p> <p><strong>Boston Consulting Group</strong></p> <p>Samhliða vinnu við gerð nýrrar heilbrigðisáætlunar hefur í velferðarráðuneytinu farið fram umfangsmikil greining á stöðu heilbrigðisþjónustunnar í samvinnu við ráðgjafarfyrirtækið Boston Consulting Group og sérfræðinga utan ráðuneytisins. Á grundvelli þeirrar greiningar voru settir á fót sex starfshópar sem fjallað hafa um hina ýmsu þætti heilbrigðiskerfisins, s.s. þjónustustýringu, heilbrigðisumdæmin og verkefni á hverju svæði, sjúkraflutninga og fleira.</p> <p>Það má segja að nokkrir þræðir hafi komið oftast fram í öllu því samráðsferli sem átt hefur sér stað í tengslum við heilbrigðisáætlunina. Viðfangsefni sem flestir virðast sammála um að þurfi að leysa til að við getum áfram verið með góða heilbrigðis- og velferðarþjónustu.</p> <p>Við þurfum að samþætta heilbrigðis- og félagsþjónustu betur en við höfum gert. Þegar fólk glímir við sjúkdóma, sérstaklega langvinna sjúkdóma, þá er samfella það sem sóst er eftir, að haldið sé utan um fólk þegar það þarf og það lendi ekki á milli þjónustukerfa.</p> <p>Það þarf að koma á góðum rafrænum skrám og gagnagrunnum þannig að þeir sem annast sjúklinga hafi aðgang að nauðsynlegum upplýsingum. Þetta sparar tíma bæði starfsmanna og notenda þjónustunnar og er ákveðin forsenda þess að hægt sé að fylgjast með gæðum og öryggi.</p> <p>Tryggja þarf greiðan aðgang að þeirri þjónustu sem fólk þarf á að halda á viðeigandi þjónustustigi. Í þessu felst að bið eftir þjónustu sé ásættanleg og að þjónustan sé aðgengileg bæði fjárhagslega og landfræðilega. Þjónustan sé veitt í nærumhverfi ef hægt er og að hún sé ekki dýrari en svo að allir hafi efni á henni. Öllum er ljóst að ekki er hægt að veita alla þjónustu alls staðar þannig að þarna koma líka inn sjúkraflutningar bæði á landi og í lofti.</p> <p>Þessi atriði eru líka mjög mikilvægir áhersluþættir í heilbrigðisáætlun Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Að sjálfsögðu eru mjög margir aðrir þættir sem lögð er áhersla á. Svo sem að draga úr ótímabærum dauðsföllum af völdum sjúkdóma. Draga úr slysum. Mjög mikil áhersla kemur fram á að vinna gegn áhættuþáttum. Þar eru efst á blaði reykingar og óhófleg áfengisneysla, kyrrseta, fátækt og fleira.</p> <p>Í heilbrigðisáætluninni eru sem sagt sett fram þau viðfangsefni sem mest geta ógnað góðu heilsufari landsmanna og takast þarf á við til að bæta um betur. Til að mæta þessu eru svo settir fram mælikvarðar og tímasettar aðgerðir sem flestar eiga að koma til framkvæmda á næstu 2–5 árum. Í undirbúningi fjárlaga hvers árs verður svo farið yfir áætlunina og reynt að tryggja fé til þeirra aðgerða sem áætlaðar hafa verið. Árið 2016 verður farið yfir heilbrigðisáætlunina og aðgerðaáætlunin uppfærð.</p> <p>Markmiðið með ráðstefnunni í dag er að hafa áhrif á Alþingi og ríkisstjórn að koma á notendamiðuðu heilbrigðis- og velferðarkerfi í samræmi við þarfir, skoðanir og vilja fólksins í landinu, þetta segir í auglýsingu ráðstefnunnar.</p> <p>Það er enginn vafi á því að allir geta deilt þeirri skoðun að velferðarþjónustan er fyrir fólkið í landinu, hún þarf að miðast við þarfir þeirra sem hennar njóta og það þarf að tryggja að þeir sem þurfa fái notið hennar. Fólk hefur hins vegar mjög mismunandi skoðanir á hvaða leiðir eru bestar til að tryggja þetta og því verður stefnumótun og ákvarðanataka aldrei óumdeild. Við teljum þó að með því mikla samráði sem haft hefur verið við fólk með mismunandi bakgrunn að við séum búin að fá fram aðalatriðin, þau viðfangsefni sem við brýnast er að takast á við til að tryggja sem best heilbrigði þjóðarinnar til ársins 2020. Hvernig tekst að takast á við þau viðfangsefni kemur meðal annars til með að velta á fjárveitingum til verkefnanna á næstu árum.</p> <p>Í umræðum um velferðarkerfið og velferðarþjónustuna, ekki hvað síst heilbrigðisþjónustuna, er ekki hægt að aðskilja fjármagn og kostnað og þær kröfur um þjónustu sem við gerum. Íslendingum hefur gengið verr en flestum hinna Norðurlandaþjóðanna að sjá samhengi á milli skatta og velferðarþjónustu. Þessu þarf að breyta.</p> <p>Hvernig greiðum við fyrir heilbrigðisþjónustu? Hvað ætlum við að greiða? Við erum að innleiða nýtt greiðslufyrirkomulag varðandi lyf þar sem markmiðið er að jafna greiðslur milli lyfja- og sjúkdómaflokka. Í framhaldinu þarf að vinna sambærilegar breytingar varðandi annan heilbrigðiskostnað. Hvert er eðlilegt hlutfall kostnaðar á milli notenda og hins opinbera? Beinn hlutur sjúklinga hefur verið á bilinu 16-20% af heildarkostnaði. Er það hæfilegt?</p> <p>Mikil og hörð aðlögun í ríkisfjármálum hefur átt sér stað á liðnum árum, eftir hrun. Heilbrigðisþjónustan sem ríflega 20% af fjárlögum ríkisins hefur fundið verulega fyrir því. Nú er slíkri aðlögun lokið og komið að því að skila til baka á næstu árum því sem við teljum vera forgangsverkefni, skilgreina helstu veikleikana, bæta úr því sem brýnast er að laga; hvort sem það snýr að tækjum og búnaði, menntun fagfólks eða bættri mönnun.</p> <p>Við höfum verið í fremstu röð, við erum í fremstu röð og við eigum að tryggja þá stöðu okkar með heilbrigðiskerfi sem byggist á traustu fagfólki með öfluga fagþekkingu, besta tækjabúnaði &#160;- og jöfnu aðgengi óháð búsetu og efnahag, öryggi og gæðum.</p> <p>En munum að meginverkefnið er að minnka þörfina fyrir heilbrigðisþjónustu með bættum forvörnum og bættum lífsstíl. Það er gott að þessi ráðstefna dregur þessi sjónarmið fram.</p> <p>Kærar þakkir til Hollvinasamtakanna fyrir þessa ráðstefnu. Ég treysti á að samtökin komi sínum sjónarmiðum á framfæri við stefnumótun heilbrigðisáætlunarinnar og hafi þannig áhrif. Alþingi fær áætlunina til meðferðar og fer hún til umsagnar til fjölmargra aðila í þeirri umfjöllun, svo að í heild ætti að koma öflug áætlun, þótt auðvitað geti slík áætlun aldrei tekið á öllum viðfangsefnum samtímans.</p> <p>Megi ráðstefnugestir eiga ánægjulegan og gagnlegan dag.</p> <p>&#160;</p> <p><strong>- - - - - - - - - - - - - - - -<br /> Talað orð gildir</strong></p> <p>&#160;</p>

2012-09-14 00:00:0014. september 2012Allir við sama borð. - Grein velferðarráðherra í tilefni hringþings um menntamál innflytjenda

<p><strong>Grein Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra<br /> Birtist í Fréttablaðinu 14. september.</strong></p> <p>Í dag er haldið hringþing um menntamál innflytjenda. Þar koma saman fulltrúar þeirra fjölmörgu aðila sem koma að málaflokknum til að skapa samræðuvettvang, meta stöðuna og leggja drög að sameiginlegri stefnu og forgangsröðun.<br /> <br /> Á síðasta áratug tvöfaldaðist hlutfall innflytjenda á Íslandi, fólk víðs vegar að úr heiminum sem kom ekki einungis hingað til að vinna heldur til að hefja nýtt líf með öllum þeim breytingum sem því fylgja; að flytja, ný menning, nýtt tungumál og allt ókunnugt og glíman við stjórnsýsluna oft og tíðum erfið.<br /> <br /> Tölfræðin sýnir að innflytjendur skrá sig síður í framhaldsskóla en Íslendingar og enn færri ljúka námi. Það gefur vísbendingar um að ekki sé verið að mæta þörfum þeirra í menntakerfinu og því mikilvægt að þeir sem koma að þessum málaflokki leiti leiða til að tryggja að þessi hópur sitji við sama borð og aðrir og njóti sömu tækifæra til virkar þátttöku í samfélaginu. Þannig spornum við gegn þeirri þróun sem við sjáum víða í nágrannalöndum okkar, þar sem önnur kynslóð innflytjenda hefur farið halloka í samfélaginu og stéttaskipting hefur myndast.<br /> <br /> Við viljum búa í samfélagi þar sem allir hafa jöfn tækifæri og komið er til móts við hvern einstakling svo hann geti verið virkur samfélagsþegn. Við tryggjum aðgengi fyrir fatlað fólk, læknisþjónustu fyrir veika og með sama hætti verðum við að styðja innflytjendur nægilega vel til að tryggja að þeir njóti sömu tækifæra til þess að vera virkir þegnar í íslensku samfélagi.<br /> <br /> Á hringþingi um menntamál innflytjenda er ætlunin að fjalla um málefni þessa hóps á öllum skólastigum, frá leikskóla til fullorðinsfræðslu, en um samstarfsverkefni er að ræða meðal fjölda aðila sem koma að málefnum innflytjenda. Það er von mín að sú vinna sem þar fer fram verði fyrsta skref í átt að því að viðurkenna þá miklu þekkingu, reynslu og menningu sem hefur komið með innflytjendum til landsins og tryggja að allir sitji við sama borð.<br /> <br /> </p>

2012-09-07 00:00:0007. september 2012Nýtt húsnæði líknardeildar í Kópavogi tekið í notkun

<p>&#160;</p> <p><strong>Ávarp Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra<br /> Nýtt húsnæði líknardeildar Landspítala í Kópavogi tekið í notkun<br /> 7. september 2012</strong></p> <p>Góðir gestir.</p> <p>Þegar margir leggja saman krafta sína er hægt að áorka miklu. Það sést best hér í nýju húsnæði líknardeildarinnar hér í Kópavogi. Ég er virkilega hræður yfir framlagi Oddfellowreglunnar sem nú afhendir formlega Landspítala viðbótarhúsnæði fyrir líknardeildina eftir að hafa borið hitann og þungann af kostnaði og framkvæmdum við þetta mikilvæga verkefni sem hófst um síðustu áramót.</p> <p>Oddfellowreglan stóð að baki opnun líknardeildarinnar fyrir 15 árum og hefur æ síðan verði hennar trausti bakhjarl og átt stærstan þátt í öllu því uppbyggingarstarfi sem hér hefur farið fram til að stækka deildina og bæta allar aðstæður.</p> <p>Ég vissi af því að um leið og áform voru kynnt um að flytja starfsemi líknardeildarinnar á Landakoti í Kópavog síðastliðið haust tóku Oddfellowar að fjalla um hvernig reglan gæti komið að því verki. Eftir kynningu Landspítalans á fyrirhuguðum áformum fyrir stjórn Stórstúkunnar og Styrktar- og líknarsjóði Oddfellowreglunnar tóku hjólin að snúast, málið var kynnt í regludeildum og niðurstaðan lá fljótlega fyrir, þess efnis að þetta væri kjörið málefni fyrir Oddfellowa til að sameinast í að leggja góðu málefni lið, með sjálfboðavinnu eða fjárframlögum. Þetta gekk svo sannarlega eftir og ekkert verið að tvínóna við hlutina. Í janúar var hafist handa og frá þeim tíma hafa hundruð sjálfboðaliða, karlar og konur, komið að verkinu.</p> <p>Árangurinn sjáum við í dag. Aðstæður á líknardeildinni hafa verið stórbættar. Legurúmum hefur verið fjölgað úr átta í þrettán og áfram verða fjögur rúm á fimm-daga deild. Aðstaða fyrir fjölskyldur og aðstandendur hefur einnig verið bætt með sérstöku fjölskylduherbergi og fleira mætti telja.</p> <p>Sú starfsemi sem fram fer á líknardeildinni er einstök, krefst mikillar þekkingar og þverfaglegs samstarfs fagfólks og miklu skiptir að sjúklingar og aðstandendur sem hér fá þjónustu búi við góðar aðstæður í vinsamlegu og fallegu umhverfi. Þessi skilyrði eru öll fyrir hendi hér og fyrir það er ég afar þakklátur, jafnt Oddfellowum og stjórnendum og öðru starfsfólki Landspítala.</p> <p>Ég vil að lokum þakka öllum þeim sem hafa lagt lóð á vogarskálarnar og staðið fyrir þessari framkvæmd af ósérhlífni, umhyggju og virðingu fyrir verkefninu.</p> <p>- - - - - - - - - - - - - - - - - -<br /> <strong>Talað orð gildir</strong></p> <p>&#160;</p> <p><strong>&#160;</strong></p>

2012-08-24 00:00:0024. ágúst 2012Texti sem aðgengisleið - Ávarp velferðarráðherra á norrænni ráðstefnu Heyrnarhjálpar

<h3>Ráðstefna Heyrnarhjálpar um texta sem aðgengisleið<br /> 24. ágúst 2012.</h3> <h3>&#160;</h3> <h3>Hilsningstalen til velferdsminister Guðbjartur Hannesson&#160;&#160;</h3> <p>Det er meg en stor glede å være her sammen med dere i dag på denne nordiske konferansen, hvor foreningen Heyrnarhjálp feirer sitt syttifem års jubileum. Foreningen kan vise til en langvarig og vellykket virksomhet, hvor foreningen har klart å oppnå mange av sine viktigste mål. Men det bør også presiseres, at nye utfordringer dukker stadig opp som følge av de hurtige samfunnsendringene, og de krever at mange arbeider sammen for å oppnå resultater.</p> <p sizcache014869847183555113="0">Konferansen har som overskrift: <strong>Tekst til tilgjengelighet</strong>, et tema som lenge har vært et viktig debattemne og det blir det sikkert fortsatt.<span>&#160;</span> Denne saken er av svært stor interesse, og man vil i dag drøfte den fra mange sider.</p> <p sizcache014869847183555113="0"><span>Vi ser stadig mer omfattende bevis for, hvordan teksting kan åpne dører og føre til økt likestilling for de hørselshemmede i forhold til dem som ikke har denne funksjonshemming. Dette presiseres svært tydelig i</span> <em><strong>FN</strong></em><strong>-</strong><em><strong>konvensjon om funksjonshemmedes rettigheter</strong></em><em>, som Island ratifiserte i 2007. Helt siden den gang har diskusjonen vært svært livlig og ført oss nærmere dens intensjoner.</em></p> <p>Formålet med konvensjonen er å fremme, beskytte og sikre muligheten for at alle personer med nedsatt funksjonsevne kan nyte godt av alle menneskerettigheder og grunnleggende friheter på lik linje med andre, samt å fremme respekten for deres naturlige verdighet. Med personer med nedsatt funksjonsevne mener man personer med en langvarig fysisk, psykisk, intellektuell eller sensorisk funksjonsnedsettelse, som i samspill med forskjellige barrierer kan forhindre dem i å delta fullt ut i samfunnslivet på lik linje med andre.</p> <p>Konvensjonens prinsipper er viktige og utgangspunktet er respekt for menneskets naturlige verdighet og personlig autonomi, herunder friheten til å treffe egne valg, samt uavhengighet av andre personer. Dette skjer bare med full effektiv deltakelse og inklusjon i samfunnslivet.</p> <p>Alle personer med nedsatt funksjonsevne skal ha rett til å kunne utøve deres rett til ytrings- og meningsfrihet, herunder friheten til å søke, motta og meddele opplysninger og tanker på lik linje med andre og med alle former for kommunikasjon på grunnlag av eget valg.</p> <p sizcache014869847183555113="0">Når viktige begivenheter finner sted i samfunnet, blir folkets behov for en uhindret tilgjengelighet til informasjoner enda mer tydeliggjort en ellers. Vi kan nevne det <span>ø</span>konomiske kollapset som et å opplagt eksempel, men også naturkatastrofer som de omfattende og ødeleggende jordskjelv på S<span>ør-Island som førte til enorme skader, ubehag og angst blant områdets innbyggene.</span></p> <p>Fjernsynets rolle å formidle beskjeder til befolkningen i slike tider er svært viktig. Sivilforsvarssystemet benytter dette mediet til å formidle informasjoner raskt og effektivt til alle, eller slik burde det være.</p> <p sizcache014869847183555113="0"><span>Dessverre opplever de h</span><span>ørselshemmede det svært</span><span>&#160;intenst i slike</span> <span>øyeblikk, at de går glipp av informasjoner, at de blir tilsidesatt og er avhengige av andres assistanse for kunne forstå hva som er i gang, <em>for det mangler undertekster i alle nyheter og nyhetsrelatert stoff</em>. De som bor alene står svakest. Man undervurderer viktigheten av undertekster, og dette må vi forandre.</span></p> <p sizcache014869847183555113="0">Av mange grunner er det av stor betydning at vi på Island fors<span>øker å</span> gj<span>ø</span>re vårt beste til å sikre at alle har mulighet for å se på nyheter eller annet fjernsynsstoff uten problemer. Vi har regnet ut at det vil gi en stor samfunnsmessig gevinst. Vi mener at 10 % av landets befolkning vil dra direkte nytte av teksting. Det dreier seg ikke bare folk med nedsatt h<span>ø</span>rsel og de d<span>ø</span>ve, saken angår også de eldre, ungdommer og de som har flyttet til Island fra et annet land. Teksting er med til å legge grunn for språkfølelse hos barn og ungdom, både i forhold til morsmål og fremmedspråk.</p> <p sizcache014869847183555113="0"><span>Islandske myndigheter har jobbet med strategier på området i lys av forståelsen av hvor viktig teksting er. Dette arbeidet er blant annet grunnlagt på den sosiale forståelsen av funksjonshemming som er tilknyttet ideologien om et selvstendig liv, noe mange mener er forutsetningen for at det blir mulig å følge opp</span> <em>FN</em><span>-</span><em>konvensjonen om funksjonshemmedes rettigheter. Man har også tatt hensyn til begrepet om et verdig liv, som bygger på at alle personer har krav til at samfunnet behandler dem med respekt</em><span>.</span></p> <p>I tiltaksplanen for de funksjonshemmedes anliggender presiserer man, at den viktigste kampsaken hos hørselshemmede og døve er et tilbud om teksting av alle islandske programmer. Dette burde i grunnen regnes som en uunnværlig tjeneste. Man bør særlig forsikre tilgjengelighet til tegnspråkstolking og teksting i fjernsyn ved formidling av begivenheter som angår allmennheten, for eksempel ekstraordinære nyhetssendinger og pressemøter i direkte utsendelse, utsendelser i tilknytning til katastrofer, store begivenheter i Alltinget og andre begivenheter som krever endringer i et tidligere annonsert program.</p> <p>I denne tiltaksplanen presenteres det særlige vektpunkter i forhold til:</p> <p sizcache014869847183555113="0"><span>1.&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;</span> <span sizcache014869847183555113="0">Tjenesten for d<span>øve, hørselshemmede og døvblinde personer i alderen</span> 0 – 18 år og barn <span>i alderen</span> 0 – 18 år til d<span>øve foreldre</span>.</span></p> <p sizcache014869847183555113="0"><span>2.&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;</span> <span>Tjenesten for døve, hørselshemmede og døvblinde personer 18 år og eldre.</span></p> <p sizcache014869847183555113="0"><span>3.&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;</span> <span>Tjenesten for dem som har behov for tolketjenester.</span></p> <p sizcache014869847183555113="0"><span>4.&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;</span> <span>Hvilken utdanning tjenesteyterne må ha.</span></p> <p sizcache014869847183555113="0"><span>5.&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;</span> <span>Hvordan man forholder seg til forskning, utvikling og formidling av informasjoner og hvordan man best han gjennomfører tjenestene for DÖFF +.</span></p> <p sizcache014869847183555113="0">Den neste oppgaven i denne planleggingen er så å utarbeide en særlig beskrivelse av prosjekter, ansvarlige parter og omkostninger ved tjenestene. Planen er å gj<span>øre seg</span> ferdig med dette arbeidet f<span>ør neste årsskifte</span>. Denne tiltaksplanen er svært ambisi<span>øs og så får vi se, hvordan det går å finansiere de prosjekter som programmet går ut på</span>.</p> <p sizcache014869847183555113="0"><span>Jeg håper at tiltaksplanen, som blir utarbeidet på grunnlag av overensstemmelse med alle interesseparter, blir et godt utgangspunkt for å forme tjenestene slik, at de oppfyller fullt ut de strenge krav, vi islendinger mener at</span> <em>FN</em><span>-</span><em>konvensjonen om funksjonshemmedes rettigheter stiller til oss.</em></p> <p>Jeg ønsker dere lykke til i fremtiden.</p>

2012-08-13 00:00:0013. ágúst 2012Ávarp velferðarráðherra á Ólafsdalshátíð 12. ágúst

<strong>Ólafsdalshátíð 12. ágúst 2012</strong> <p><strong>Ávarp Guðbjarts Hannessonar, velferðarráðherra</strong></p> <p>Ágætu gestir</p> <p>Það er sérlega ánægjulegt að vera hér með ykkur í Ólafsdal og heiðra minningu frumkvöðulsins Torfa Bjarnasonar og fjölskyldu hans sem hér byggðu upp heilann búnaðarskóla, Ólafsdalsskóla, árið 1880 eða fyrir rúmlega 120 árum og gaman að eiga byggingu hér á staðnum frá 1896.&nbsp;</p> <p>Ég vil í upphafi þakka afkomendum Torfa Bjarnasonar og öllu áhugafólki í Ólafsdalsfélaginu, fyrir að varðveita þessa minningu og þennan mikilvæga hluta í mennta- og atvinnusögu landsins, með því að viðhalda og endurbyggja sjálft skólahúsið og jörðina sem slíka, efla fræðslu og stuðla að eflingu atvinnu á svæðinu.&nbsp; Þetta er ekki auðvelt verk, en líkt og uppbyggingin í upphafi var ekki átakalaus, þá þarf dugnað og útsjónarsemi til að hér geti orðið varanlegur lifandi minnisvarði um þennan kafla mennta- og atvinnusögunnar.</p> <p>Þá ber að þakka það frumkvæði að halda hér árlega Ólafsdalshátíð, með veglegri dagskrá, hátíð sem er orðin skemmtilegur hluti af sumrinu.<strong>&nbsp;</strong></p> <h4>Þekking, reynsla, menntun og alþjóðlegt samstarf – leiðir til framfara</h4> <p>Ég ætla ekki að rekja sögu staðarins hér því ég veit að aðrir gera það betur en ég. Þegar manni er boðið að flytja ávarp á hátíð sem þessari fylgir því hins vegar skyldan að kynna sér betur söguna og þess vegna las ég meðal annars aftur hundrað ára samtímalýsingu um Torfa skólastjóra Bjarnason í tímaritinu Óðni frá árinu 1912.&nbsp;&nbsp;</p> <p sizcache05458801685604708="0" sizcache037193656135129926="0" sizcache0769092867712311="0" sizcache08438315977483366="0">Þegar maður kemur á slíkan stað sem Ólafsdal og kynnist sögu hans reynir maður að setja sig inn í hvað var að gerast á þessum tíma, hvað olli því að einstaklingur tók frumkvæði að merkri uppbyggingu og stofnun skóla.<span>&nbsp;</span> Það er forvitnilegt að skoða hvar og hvernig Torfi hlaut aðstoð og hvatningu, hvernig hann aflaði sér þekkingar og reynslu og hvernig hlutirnir síðan breyttust og þróuðust í takt við aukna tækni og nýjar kröfur.<span>&nbsp;</span></p> <p sizcache05458801685604708="0" sizcache037193656135129926="0" sizcache0769092867712311="0" sizcache08438315977483366="0">Það er athyglisvert að lesa í Óðni um hvatningu Húnvetninga til hins unga manns, Torfa Bjarnasonar, að koma upp „fyrirmyndarbúi“ og veita því forstöðu.<span>&nbsp;</span> Í þeim tilgangi var Torfi sendur til Skotlands til námsvistar til að læra af reynslu þarlendra, þar sem fjárrækt þótti standa hvað fremst í heiminum.<span>&nbsp;</span> Þetta yrði kallað í dag að leita að „best practice,“ <span>&nbsp;</span>þ.e. að sækja sér viðmið við það besta sem gerist í heiminum.<span>&nbsp;</span> Þetta er nokkuð sem við sem þjóð, starfsgreinar og fyrirtæki þurfa ávallt að temja sér.</p> <h4>Atvinnusagan – sigrar og ósigrar</h4> <p>Saga Torfa Bjarnasonar og skólans í Ólafsdal er gott dæmi úr atvinnusögu okkar í gegnum tíðina. Menn lögðu allt undir, ævistarf sitt og fjármagn, sumir efnuðust, aðrir ekki.</p> <p>Það er mikilvægt að varðveita atvinnusöguna í gegnum tíðina – vega hana og meta, læra af henni, læra um <strong>styrkleika og veikleika íslensks samfélags</strong> á hverjum tíma, virða sérstöðuna en nýta þekkingu og reynslu annarra jafnframt.</p> <p>Við verðum að þora að leita eftir nýjungum, leyfa okkur að gera mistök en halda ávallt ótrauð áfram í leit að bættu&nbsp; mannlífi og afkomu, sem fléttar saman þá þætti sem helst virðast veita fólki lífsánægju og hamingju.</p> <p sizcache05458801685604708="0" sizcache037193656135129926="0" sizcache0769092867712311="0" sizcache08438315977483366="0"><strong>Hamingja</strong> <span>byggist mjög á öryggi, – tilfinningunni að tilheyra einhverjum hópi, eiga vini og félaga, – en einnig að hafa hlutverk og gera gagn, setja markmið og ná árangri svo fátt eitt sé nefnt.&nbsp;&nbsp;</span></p> <p>Munum að hamingjan byggist ekki fyrst og fremst á veraldlegum gæðum, þótt trygg afkoma spili þar stórt hlutverk.</p> <h4>Að þora að leita leiða og vinna sigra – að þora að gera mistök</h4> <p sizcache05458801685604708="0" sizcache037193656135129926="0" sizcache0769092867712311="0" sizcache08438315977483366="0">Það sem oft einkennir slíka eldhuga og frumkvöðla sem Torfa Bjarnason eru meðal annars frumkvæði, kjarkur, <span>&nbsp;</span>hugmyndaauðgi, óhefðbundin hugsun, óttaleysi við að reyna eitthvað nýtt og viðurkenningin á að alþjóðleg þekking og reynsla er nauðsynleg í okkar uppbyggingu.<span>&nbsp;</span> <strong>–</strong> Og auðvitað jafnframt hvatning og stuðningur fjölskyldu, vina og annarra.</p> <p sizcache05458801685604708="0" sizcache037193656135129926="0" sizcache0769092867712311="0" sizcache08438315977483366="0">Það er forvitnilegt að lesa um Jón Sigurðsson forseta, búsettan áratugum saman í Danmörku, í stöðugu sambandi við landa sína, hvetjandi þá til náms og til alþjóðlegra samskipta, til að sækja sér <strong>menntun, þekkingu og reynslu</strong>, þar sem hana er helst að hafa, flytja hana síðan með sér heim og nýta hana og þróa.<span>&nbsp;</span></p> <p>Þetta er ferill sem oft hefur leitt til þess að við Íslendingar höfum getað nýtt okkur eða endurgoldið þessa þekkingu og reynslu með nýjum og endurbættum hugmyndum, þekkingu og reynslu, með nýjum tækjum og kunnáttu sem hefur þróast við íslenskar aðstæður á hverjum tíma. Þetta á ekki hvað síst við sérþekkingu á afmörkuðum sviðum svo sem í orkumálum, sjávarútvegi og stoðtækjaþjónustu svo eitthvað sé nefnt.</p> <h4 sizcache0769092867712311="0">Í leit að betra lífi, tryggri afkomu og kannski gróða – Útrás eða landflótti og mismunandi túlkun á sögunni</h4> <p sizcache05458801685604708="0" sizcache037193656135129926="0" sizcache0769092867712311="0" sizcache08438315977483366="0">Ég nefndi áður ferð Torfa Bjarnasonar til Skotlands til náms. <strong><em>–</em></strong> En Torfi fór einnig til Vesturheims með hópi manna,<span>&nbsp;</span> aðallega til að skoða aðstæður í Ameríku með hugsanlegan flutning í huga eftir harðærin hér á landi.<span>&nbsp;</span> En hann valdi að búa áfram á Íslandi.<span>&nbsp;</span></p> <p sizcache05458801685604708="0" sizcache037193656135129926="0" sizcache0769092867712311="0" sizcache08438315977483366="0">Margir yfirgáfu Ísland á þessum árum, ótrúlegur fjöldi leitaði að betra lífi í nýju ríki Norður Ameríku. Sumir hafa líkt þessum landflutningum í lok 19. aldar við það sem gerðist nú eftir hrun, gjarnan til að koma höggi á stjórnvöld.<span>&nbsp;</span> Þannig verða tugprósenta landflutningar að sambærulegum landflótta (sem var milli 1 og 2%) þar sem höfðatalan var sú sama. Látum það liggja<span>&nbsp;</span> milli hluta.</p> <p>Það er eftir sem áður gaman að skoða þennan kafla í sögunni, þ.e. landflutningana, í samhengi við umræðuna í dag. Hundruð þúsunda Evrópubúa hafa til dæmis flust á milli landa, meðal annars í atvinnuleit og í leit að viðunandi lífskjörum, en þó er talið að aðeins 3% sæki vinnu annars staðar en í heimalandi sínu.&nbsp;</p> <p>Í þessu samhengi er fróðlegt að velta fyrir sér hvernig sagan er sögð og túlkuð á hverjum tíma og hvernig hún verður túlkuð síðar.&nbsp;&nbsp;</p> <p sizcache05458801685604708="0" sizcache037193656135129926="0" sizcache0769092867712311="0" sizcache08438315977483366="0">Þannig fluttust 18-19 þúsund útlendingar til Íslands á skömmum tíma, einkum á árunum 2002 – 2008.<span>&nbsp;</span> Íslendingar önnuðu ekki þeim verkefnum sem sett voru í gang á sama tíma, þensla var gríðarleg.<span>&nbsp;</span> Íslendingar ætluðu að gleypa heiminn og lögðust í útrás. Stundarhagsmunir og skammtímahugsun réði ríkjum.<span>&nbsp;</span> Peningagræðgi og skyndigróði var aðal markmiðið.<span>&nbsp;</span></p> <p sizcache05458801685604708="0" sizcache037193656135129926="0" sizcache0769092867712311="0" sizcache08438315977483366="0"><span>Á sama tíma</span> <span sizcache05458801685604708="0" sizcache037193656135129926="0" sizcache0769092867712311="0" sizcache08438315977483366="0">– og þá sérstaklega í aðdraganda hrunsins – voru daglegar fréttir af útrás íslenskra fyrirtækja; yfir þúsund íslenskra bankamanna unnu úti í Evrópu í fjármálastarfsemi, Íslendingar keyptu fyrirtæki, smíðuðu og settu upp flæðilínur út um allan heim með íslensku vinnuafli og settu upp verksmiðjur með ódýrara vinnuafli á öðrum svæðum með styrkjum þarlendra, svo sem í Slóvakíu. Þá voru íslenskir verkfræðingar og sérfræðingar í gangagerð í alls kyns stórum byggingaframkvæmdum á Grænlandi, Jamaíka og víða í Evrópu og flestir eða allir borar Jarðboranna voru í verkefnum erlendis. Eins og áður sagði, þá fluttum við inn fólk á sama tíma.&nbsp;</span></p> <p sizcache05458801685604708="0" sizcache037193656135129926="0" sizcache0769092867712311="0" sizcache08438315977483366="0">Aldrei var minnst á fólksflótta, heldur <strong>jákvæða útrás</strong>, <strong>nýtingu á mannafla</strong> og <strong>afbragðs sérþekkingu</strong> Íslendinga. En hvað gerðist?<span>&nbsp;</span> Hér hrundi allt, froðan fauk ofan af veitingunum í veislunni og hin raunverulegu verðmæti komu í ljós. Tjöldin féllu.<span>&nbsp;</span></p> <p>Eignamyndunin hafði að meira og minna leyti verið tekin að láni, til dæmis jukust lán heimilanna um yfir 2000 milljarða á fjórum árum!!!</p> <p sizcache05458801685604708="0" sizcache037193656135129926="0" sizcache0769092867712311="0" sizcache08438315977483366="0">En hvað gerðist svo?<span>&nbsp;</span> Hver segir og skrifar söguna? Eftir kosningar 2009 kom ný ríkisstjórn. Þá breyttust þeir Íslendingar sem fóru til vinnu erlendis í umræðunni í <strong>„landflótta fólk“</strong> sem var hrakið úr landi. Þeir sem reyndu að bjarga sér um vinnu erlendis, voru „á flótta frá Íslandi.“<span>&nbsp;</span></p> <p sizcache05458801685604708="0" sizcache037193656135129926="0" sizcache0769092867712311="0" sizcache08438315977483366="0"><strong>„Ekki benda á mig“</strong> <span sizcache05458801685604708="0" sizcache037193656135129926="0" sizcache0769092867712311="0" sizcache08438315977483366="0">umræðan upphófst og deilan um hvað gerðist? &nbsp;Hverjum var um að kenna? Hver átti að borga veisluna?&nbsp; Hugsunarhátturinn, <strong>„þetta bjargast einhvern veginn“</strong> og <strong>„við erum best í heimi,“</strong> „<strong>ég má allt sem ég kemst upp með“</strong> hafði ekki dugað til annars en að blekkja okkur sjálf.&nbsp;</span></p> <p>Íslenskt samfélagið gliðnaði í sundur í hagsmunabaráttu, baráttu um bætta stöðu eða að halda stöðu sinni.&nbsp; Baráttan um auðlindir og gæði varð hatrammari og umræðan tók að sveiflast á milli þjóðarrembings og alþjóðahyggju. Traust á stofnanir samfélagsins minnkaði.</p> <p>Það má kalla grátbroslegt að haft er eftir Torfa Bjarnasyni um skuldsetningu, þar sem hann við stofnun verslunarfélags Dalasýslu, af biturri reynslu hans sjálfs, lagði kapp á <strong>„skuldlausa verslun í þeim félagsskap.“</strong> Torfi hafði lært af reynslunni, en höfum við sem þjóð gert það?</p> <p sizcache05458801685604708="0" sizcache037193656135129926="0" sizcache0769092867712311="0" sizcache08438315977483366="0">Höfum við eitthvað lært? Hvað viljum við læra? Hvert viljum við stefna? Við tölum um mikilvægi <strong>jákvæðni og gagnkvæmrar virðingar</strong>, en ástundum við slíkt í daglegum samskiptum?<span>&nbsp;</span></p> <p>Við heyrum mikið talað um mikilvægi <strong>samstöðu</strong>, jafnvel frá aðilum sem hafa alið á sundurþykkju. Þýðir ákallið um samstöðu að sú samstaða eigi að vera um óbreytt ástand eða á það að felast í leit að nýjum og betri leiðum þar sem allir leggja sitt af mörkum?</p> <p><strong>Hættuleg misskipting í heiminum</strong></p> <p>Hver hefði trúað því að á sama tíma og í hinum vestræna heimi; Evrópu og Ameríku, var talað um uppgangstíma og góðæri, þá jókst misskiptingin í heiminu meira en nokkru sinni.&nbsp;</p> <p>Þorum við að viðurkenna að misrétti og misskipting er ein mesta ógnun við heimsfriðinn og mesta ógnin við hugmyndir um <strong>traust og samstöðu</strong>?</p> <p>Þorum við að berjast gegn þessari misskiptingu?&nbsp;</p> <p>Erum við tilbúin að skipta uppskerunni og hagnaðinum af auðlindum okkar ágæta lands réttlátlega á milli okkar til að auka jöfnuð?</p> <p>Hvenær ætlum við til dæmis sem þjóð að læra að það er samhengi á milli skatta og tekna okkar sameiginlegu sjóða og samneyslu og þjónustu?&nbsp;</p> <p>Við erum þjóð sem innst inni vill jöfnuð, réttlæti, samstöðu og samneyslu um leið og við sköpum aðstæður til frumkvæðis, áræðis og sífelldrar leitar að bættum kjörum og lífshamingju.&nbsp; Ræktum þann þátt í þjóðarsálinni.</p> <h4>Svört-hvít umræða</h4> <p sizcache05458801685604708="0" sizcache037193656135129926="0" sizcache0769092867712311="0" sizcache08438315977483366="0"><span>Ég sagði að Ísland þarf meira traust, meiri sátt, afnám misréttis og meira réttlæti</span> <span>– en þorum við að ræða hvernig við náum því fram, eða ætlum við að rífast um hver hefur rétt fyrir sér, mála myndina aðeins svarta og hvíta og gleyma öllu litrófinu? Þannig er því miður ríkjandi umræðuhefð í dag, átök en ekki málefnaleg rökræða.&nbsp; Þetta þarf að laga.</span></p> <p>En aftur að Ólafsdal og atvinnusögunni...</p> <h4>Hvað er atvinna?&nbsp; Hver eru mörk atvinnugreina? Skipan mála</h4> <p>Ég nefndi að Ólafsdalsskólinn væri hluti af mennta- og atvinnusögu Íslands. Þetta var bændaskóli, sem kenndi fjölþætt bústörf en varð kannski hvað þekktastur fyrir smíði alls kyns jarðyrkjuverkfæra.&nbsp;</p> <p>Leiða má að því líkum að þá sem oft síðar hafi mönnum þótt óvarlega farið, ekki mætti breyta út frá venjum, verja þyrfti land, þótt síðar meir færu menn geyst og brutu land, þurrkuðu og nytjuðu, sumt sem við viljum snúa til baka með í dag.&nbsp;</p> <p>En er hægt að dæma fortíðina með gleraugum nútíðar, eru mælikvarðarnir réttir og sanngjarnir?</p> <p>Oft ræðum við um undirstöðuatvinnuvegina, þ.e. þær greinar sem bera uppi megnið af gjaldeyrisöflun okkar og gera okkur kleift að flytja inn nauðsynjavörur sem við getum ekki framleitt og eiga viðskipti með því að láta af hendi vörur eins og margskonar matvöru, fisk og nú síðar að flytja út orkuna okkar með því að selja hana til alls kyns orkufreks iðnaðar.&nbsp;</p> <p>Við viljum gjarnan fá sem hæst verð, njóta frelsis til að flytja út vörur og flytja inn vörur á sem lægstu verði... eða hvað?&nbsp;</p> <p>Undirstöðuatvinnuvegur hefur gjarnan verið þar sem unnið er með höndunum. En skoðum aðeins betur atvinnuna eða atvinnuvegina í landinu.</p> <h4>Atvinnuvegaráðuneyti – gömul hefðbundin skipting í atvinnugreinar – úreltar hugmyndir um atvinnu og atvinnusköpun</h4> <p>Við höfum flokkað sjávarútveg sem sérstaka atvinnugrein, landbúnað sem aðra atvinnugrein og iðnað sér. Allar þessar atvinnugreinar hafa átt sitt ráðuneyti. Ferðaþjónusta er flokkuð með iðnaði einhverra hluta vegna og við tölum um ferðamannaiðnað. Þjónusta og verslun sem og fjármálastarfsemi átti sitt eigið ráðuneyti um tíma, viðskiptaráðuneyti.</p> <p sizcache05458801685604708="0" sizcache037193656135129926="0" sizcache0769092867712311="0" sizcache08438315977483366="0">Fyrir nokkrum árum var ráðist í þá breytingu að sameina landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneyti.<span>&nbsp;</span> Skömmu síðar voru landbúnaðarskólarnir færðir undir menntamálaráðuneyti. Allt hefur þetta mætt andstöðu af ólíkum ástæðum, en er okkur óhætt að breyta? Fer allt til fjandans við hverja slíka breytingu?<span>&nbsp;</span></p> <p>Hvað þá ef við búum til eitt atvinnuvegaráðuneyti og reynum að einfalda eða jafnvel hætta flokkun í atvinnugreinar þar sem tæknin hefur afmáð svo mörg mörk og ný verkefni eiga sér ekki stað í neinni áður þekktri flokkun.&nbsp;</p> <p sizcache05458801685604708="0" sizcache037193656135129926="0" sizcache0769092867712311="0" sizcache08438315977483366="0">Ég geri ekki ráð fyrir að nokkur á mínum aldri hefði getað séð fyrir á sínum skólaárum að þúsundir Íslendinga myndu vinna við tölvur.<span>&nbsp;</span> Á tímum Torfa Bjarnasonar hefði fyrirbrigðið „Eve on line“ (CCP) þótt galdrar.<span>&nbsp;</span> Og hvar staðsetjum við slíka atvinnugrein í kerfinu?<span>&nbsp;</span> Ekki heyrir hún undir landbúnað né sjávarútveg en kannski iðnað... já, samþykkt, þetta er tækni og fer í iðnaðarráðuneytið.<span>&nbsp;</span> Hvert fara þá þeir sem búa til tölvustjórntækin fyrir brúnna í skipunum eða tölvugreiningartækin og mæli- og stýritækin á flæðilínunum? Er framleiðsla þeirra sjávarútvegur eða iðnaður?<span>&nbsp;</span></p> <p>Matvælaframleiðsla? Hvenær er hún iðnaður og hvenær landbúnaður? Hvað með skógrækt, landgræðslu, hestamennsku, ferðamennsku á vegum ferðaþjónustu bænda?</p> <p>Veltum við þessu kannski fyrir okkur og skiptum þessu niður vegna hagsmunagæslu ákveðinna atvinnugreina?&nbsp; Eða viljum við eyða þessum mörkum?</p> <p>Við eigum að vera óhrædd að nálgast verkefnin með nýjum hætti, reyna að tryggja framgang nýrra atvinnugreina, nýrra verkefna, nýsköpunar og alls kyns skapandi greina, hvaða nafni sem þær kunna að nefnast og hvort og hvernig sem annars væri hægt að flokka þær í hefðbundnar þekktar atvinnugreinar.</p> <h4>Íhaldssemi – framfarir?</h4> <p sizcache05458801685604708="0" sizcache037193656135129926="0" sizcache0769092867712311="0" sizcache08438315977483366="0">Það er vandrataður sá vegur <strong>að gæta þess sem við höfum</strong>, berjast fyrir því sem við þekkjum best - og þess að opna fyrir nýjungar og framfarir.<span>&nbsp;</span></p> <p>Ísland er fámennt land. Þjóðir eins og Danir, Hollendingar og fleiri tala um sig sem smáþjóðir og þar með erum við örþjóð. Það þýðir ekki að við getum ekki haft áhrif og nýtt okkur smæð okkar og sérstöðu. En það gerum við aldrei með því að einangra okkur og ríghalda í hið liðna, það gerum við með góðri menntun og afburðaþekkingu, sveigjanleika og aðlögunarhæfni.&nbsp;</p> <p>Við erum hér stödd á stað sem átti sitt blómaskeið, þjónaði mikilvægum tilgangi, en lifði ekki af breytingarnar sem fylgdu í kjölfarið með nýrri tækni og breyttri búsetu. En staðurinn getur öðlast nýtt hlutverk, með nýrri hugsun, með því að nýta söguna og menninguna og náttúruna til ánægju og fróðleiks.&nbsp;</p> <p sizcache05458801685604708="0" sizcache037193656135129926="0" sizcache0769092867712311="0" sizcache08438315977483366="0">Þannig breytast tímarnir og mennirnir með, tækifæri glatast en önnur bjóðast. <strong>Við eigum að þekkja þá sögu, vera undirbúin undir breytingar en bera virðingu fyrir því sem við höfum og kunnum best</strong>.<span>&nbsp;</span></p> <p>Þetta eru skilaboðin sem mér finnst að saga frumkvöðulsins Torfa Bjarnasonar og saga Ólafsdals eigi að kenna okkur, sem og tilraunir þeirra sem hér hafa tekið höndum saman til að varðveita söguna og minningarnar.</p> <h4>Niðurstaðan – hvað getum við lært?</h4> <p sizcache05458801685604708="0" sizcache037193656135129926="0" sizcache0769092867712311="0" sizcache08438315977483366="0">Lærdómurinn af sögu Ólafsdals er þannig í hnotskurn í mínum huga að <strong>menntun, þekking og reynsla er lykillinn að framförum</strong> ásamt <strong>frumkvæði</strong> og <strong>áræði</strong>.<span>&nbsp;</span> Þar skiptir <strong>tungumálakunnátta</strong> miklu, sem lykillinn að alþjóðlegum samskiptum. Þá skiptir ennþá miklu máli að sækja sér viðmið við það besta í heiminum á hverjum tíma og að vanda til verka en vera óhrædd við að gera mistök.<span>&nbsp;</span></p> <p>Það skiptir máli að miðla þekkingu, - hafa gott „samstarf í samkeppni,“ innanlands sem jafnt og á milli landa.</p> <h4>Einangrað Ísland heldur ekki lengi frumkvæði sínu og stöðu í heiminum</h4> <p>Íslendingar verða að hafa kjark, þeir verða að varðveita hið liðna, rækta söguna og menningu þjóðarinnar og byggja upp á framsækinn og víðsýnan hátt.&nbsp;</p> <p>Íslendingar hafa fulla ástæðu til að líta björtum augum fram á veginn, þrátt fyrir tímabundnar þrengingar og ýmsar óhjákvæmilegar breytingar.</p> <p>Ógnir og áhrif Eyjafjallajökulsgoss, stundarörvænting, breyttist í ný tækifæri.&nbsp;</p> <p>Það er okkar allra að líta á ógnir og áskoranir dagsins í dag sem spennandi sóknarfæri og tækifæri.&nbsp;</p> <p>Megi Ólafsdalsfélagið ná markmiðum sínum, varðveita sögu og menningu og miðla henni til nýrra kynslóða og draga athygli fólks að þessum fallega stað.</p> <p>- - - - - - - - - - - - - - -<br /> (Talað orð gildir)</p>

2012-07-14 00:00:0014. júlí 2012Vígsla nýrrar hjúkrunarálmu Dvalarheimilis aldraðra í Borgarbyggð

<p>Kæru Borgfirðingar og Mýramenn, góðir gestir.</p> <p>Ég óska íbúum Borgarbyggðar innilega til hamingju með nýja og glæsilega hjúkrunarálmu hér við Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi.</p> <p>Stundum leiða þrengingar til nýrra tækifæra. Þannig var það þegar Jóhanna Sigurðardóttir, þáverandi félags- og tryggingamálaráðherra, ákvað að mæta samdrætti í byggingariðnaði með því að auka atvinnu en um leið bæta aðstöðu aldraðra í landinu, fjölga einbýlum og stækka rými hvers og eins heimilismanns á hjúkrunarheimilunum.</p> <p>Þannig var tekið upp samstarf við sveitarfélög í landinu og hafin bygging margra nýrra hjúkrunarheimila. Bæði sveitarsjóðir og ríkissjóður áttu í vandræðum með að ná endum saman. Ákveðið var því að fara svokallaða leiguleið, þar sem Íbúðalánasjóður lánar sveitarsjóði fé til byggingar heimilanna en um leið skuldbindur ríkið sig að greiða fyrir framkvæmdina með leigugreiðslum.</p> <p>Ég minnist þess þegar ég kom í landsmálapólitík árið 2007, þá heimsótti ég meðal annars Dvalarheimilið hér í Borgarbyggð. Maður þurfti ekki að vera lengi á heimilinu til að finna þann góða anda sem hér ríkir og þann mikla dugnað og þjónustuvilja sem starfsfólkið sýndi. En um leið kom mér á óvart hve illa var búið að mörgum heimilismönnum og starfsfólki, þar sem herbergi voru lítil, þröngar hurðir og jafnvel eitt salerni fyrir mörg herbergi.</p> <p>Þeir aðilar sem reka heimilið, sjálfseignarstofnunina, höfðu lagt áherslu á að bæta aðstöðuna og höfðu áætlun um hvernig, harðast rak síðan á eftir aðgerðum verkalýðsfélagið hér á staðnum, sem meðal annars hafði gefið höfðinglega gjöf sem var skilyrt að ráðist yrði í framkvæmdir.</p> <p>Það var því sérstakur ánægjudagur þann 26. maí 2010 þegar Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra, og Páll S. Brynjarsson, sveitarstjóri í Borgarbyggð, undirrituðu samning um byggingu 32 rýma hjúkrunarálmu fyrir aldraða í Borgarnesi.</p> <p>Hjúkrunarálman leysir að hluta til af hólmi eldra húsnæði heimilisins en jafnframt var ákveðið að gera endurbætur á því.</p> <p>Hjúkrunarrýmum fjölgar ekki með nýbyggingunni, heldur fela framkvæmdirnar í sér að aðstaða heimilisfólks stórbatnar og færist til nútímalegs horfs eins og brýnt var orðið.</p> <p>Nýja heimilið er byggt eftir þeim viðmiðum velferðarráðuneytisins um aðbúnað íbúa á hjúkrunarheimilum og er byggt eftir hinni svokölluðu leiguleið, eins og áður sagði, þ.e. heimamenn byggja og ríkið leigir til 40 ára.&#160;</p> <p>Fyrsta skóflustunga að hjúkrunarheimilinu var tekin 26. ágúst 2010. Hana tóku Herdís Guðmundsdóttir, elsti íbúi heimilisins, og Þórður Kristjánsson, sem sat í stjórn DAB í um 20 ár, með dyggri aðstoð þáverandi félags- og tryggingamálaráðherra, Árna Páls Árnasonar.&#160;</p> <p>Byggingafélag Borgfirðinga ehf. sá um framkvæmdir, en það var með lægsta verðið í verðkönnun sem stjórn Dvalarheimilisins gerði.</p> <p>Arkitekt hússins er Einar Ingimundarson. VSÓ Ráðgjöf sá um hönnun burðarvirkis, loftræstikerfis og raflagna. Einingateikningar voru unnar af Teiknistofunni Óðinstorgi. Eftirlit og raflagnateikingar í einingar voru í umsjá VERKÍS. Stigar, loftaplötur og veggeiningar voru framleiddar hjá Loftorku sem jafnframt sá um að reisa húseiningar og framleiðslu staðsteyptar steypu.</p> <p>Þannig hafa verið slegnar tvær flugur í höggi, að skapa atvinnu og bæta aðstöðu og aðbúnað íbúa og starfsfólks.</p> <p>Í vor ákvað ég að fenginni tillögu frá stjórn Framkvæmdasjóðs aldraðra að veita Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi 118 milljónir króna úr sjóðnum til endurbóta á núverandi húsakosti heimilisins. Framlagið nemur um fjórðungi af áætluðum heildarkostnaði við endurbæturnar. Byggingafélag Borgfirðinga ehf. annast einnig þessa framkvæmd.</p> <p>Það er til fyrirmyndar að þau sveitarfélög sem aðild eiga að stjórn heimilisins hafa undanfarna áratugi lagt heimilinu til fé í svokallaðan húsnæðissjóð sem er eyrnamerktur til endurbóta og viðhalds á húsnæði heimilisins. Framlag hvers sveitarfélags er reiknað út frá íbúafjölda í hverju þeirra og nemur 2.500 krónum á ári fyrir hvern íbúa. Þetta skilst mér að svari um 10 milljónum króna á ári og munar um minna.</p> <p>Vel skal vanda það sem lengi á að standa. Þetta sýnist mér hafa verið leiðarljós framkvæmdanna hér. Heimilið mun án efa þjóna vel íbúum Borgarbyggðar á komandi árum og áratugum.</p> <p>Ég vil þakka bæjaryfirvöldum í Borgarbyggð, stjórn Byggingafélags Borgfirðinga ehf. og öllum verktökum og þeim sem unnið hafa að byggingunni fyrir þeirra störf og óska þeim til hamingju með gott verk. Þá þakka ég mínu fólki í ráðuneytinu og hjá opinberum stofnunum sem unnið hefur að verkinu.</p> <p>Ég veit að nokkrir endar eru óhnýttir, en við reynum að hnýta þá hvern af öðrum, svo þeir haldi til framtíðar.</p> <p>Ég óska íbúum heimilisins til hamingju með bætta aðstöðu, sem og starfsfólki, um leið og ég þakka því fyrir frábær og óeigingjörn störf í þeirri mikilvægu þjónustu sem það sinnir.</p> <p>Þá óska ég ykkur öllum, íbúum Borgarbyggðar, til hamingju og samgleðst ykkur innilega.</p> <p>Ég vona að við eigum gott samstarf um framhaldið og treysti á og veit að þjónusta við aldraða verður enn betri hér á svæðinu.</p> <p>Megi gæfa og blessun fylgja nýrri byggingu.</p> <p>- - - - - - - - - - - - - - - -</p> <p><strong>Talað orð gildir</strong></p>

2012-07-05 00:00:0005. júlí 2012Heildarlöggjöf um málefni transfólks á Íslandi fagnað

<p sizcache0038058684238425566="0" sizcache07085351308202801="0" sizcache06657442771428611="0" sizcache022725825647870595="0"><span>Borgarstjóri og aðrir góðir gestir sem hér eru staddir til að fagna saman merkum áfanga í mannréttindamálum á Íslandi. Ég óska okkur öllum innilega til hamingju með gildistöku heildarlöggjafar um málefni Trans-fólks þann 27. júní síðastliðinn. Dagsetningin var ekki valin af handahófi, heldur á</span> <span>sjálfum Stonewall-deginum sem kenndur er við þá atburði í New York árið 1969 þegar samkynhneigðir risu upp gegn kúgun og misrétti þannig að seint gleymist og kröfðust sjálfsagðra mannréttinda.</span></p> <p sizcache0038058684238425566="0" sizcache07085351308202801="0" sizcache06657442771428611="0" sizcache022725825647870595="0"><span>Á síðastliðnum árum hefur mikil þróun orðið á réttarstöðu samkynhneigðra í þjóðfélaginu, hvort sem um er að ræða lagalega réttarstöðu eða í félagslegu samhengi. Miklar breytingar hafa orðið á viðhorfum almennings og fordómar hafa verið á hröðu undanhaldi.</span> <span>Ég tel óhætt að segja að ágætlega hafi verið staðið að réttindamálum samkynhneigðra hér á landi, margir sigrar hafa unnist og árið 2010 var stigið eitt stærsta skrefið í réttindabaráttu samkynhneigðra þegar Alþingi samþykkti að ein hjúskaparlög skyldu gilda um alla. Ísland var þar með komið í fremstu röð meðal þjóða sem tryggja mannréttindi samkynhneigðra.</span></p> <p>Staða transfólks hefur hins vegar verið óljós hér á landi og réttindi þessa hóps að ýmsu leyti fyrir borð borin. Kannski er að einhverju leyti fámenni um að kenna og tvímælalaust hefur vanþekking og fordómar átt hlut að máli.</p> <p>Árið 1996 stóð Landlæknisembættið og Kynfræðifélagið fyrir málþingi um kynleiðréttingar en sama ár var fyrirhugað að framkvæma fyrstu kynleiðréttingaraðgerðina á Íslandi. Ólafur Ólafsson þáverandi landlæknir lét þessi mál til sín taka og var trúlega fyrstur embættismanna til þess að tala máli transfólks. Í viðtali við Morgunblaðið 11. júní 1996 lagði hann áherslu á að allir ættu jafnan rétt á heilbrigðisþjónustu. Hann sagði það brjóta í bága við lög að synja fólki um slíkar aðgerðir og enn fremur sagði hann orðrétt: „Slíkar aðgerðir eru lítið vandamál fyrir þjóðfélagið en geta skipt gífurlegu máli fyrir þá örfáu einstaklinga sem eiga í hlut.“</p> <p>Þetta var mikilvæg ábending þáverandi landlæknis. Síðan hefur meðferð til kynleiðréttingar verið fáanleg hér á landi en lagaleg staða transfólks hefur engu að síður verið óljós um margt.</p> <p>Álit umboðsmanns Alþingis árið 2009 um réttarstöðu transfólks var afdráttarlaust. Hann vísaði meðal annars til þess að réttur einstaklinga til auðkennis, sjálfsímyndar og nafns sé varinn í ákvæði stjórnarskrárinnar um friðhelgi einkalífs. Álit umboðsmanns var ítarlegt og ljóst af því að ýmsar úrbætur væru nauðsynlegar til að tryggja mannréttindi transfólks. Ég ætla ekki að fjölyrða um framvindu þessara mála, þið þekkið hana eflaust flest eða öll, en í stuttu máli skipaði ég nefnd sem falið var að leggja fram tillögur að úrbótum í málefnum transfólks með hliðsjón af áliti umboðsmanns Alþingis. Þessi nefnd vann afar vel og lagði fram drög að því frumvarpi sem nú er orðið að lögum.</p> <p>Heildarlöggjöf sem tryggir lagalegt jafnræði og mannréttindi transfólks hefur tekið gildi. Þess vegna erum við hér saman komin til að fagna því og gleðjast. Það er von mín að þessi löggjöf styðji vel við bak þeirra sem gangast undir meðferð til kynleiðréttingar og auðveldi þau skref sem stíga þarf á þeirri leið. Setning þessarar löggjafar var þörf og löngu tímabær og við höfum því ríka ástæðu til að gera okkur dagamun. Enn og aftur til hamingju.</p> <p>- - - - - - - - - - - - - - - -<br /> <strong>Talað orð gildir</strong>&#160;</p>

2012-06-21 00:00:0021. júní 2012Ársfundur Tryggingastofnunar ríkisins 2012

<div class="single-news__big-image"><figure><a href="/media/velferdarraduneyti-media/media/logos/LogoTryggingastofnun.gif"><img src="/media/velferdarraduneyti-media/media/logos/LogoTryggingastofnun.gif?proc=singleNewsItem" alt="Tryggingastofnun" class="media-object"></a><figcaption>Tryggingastofnun ríkisins</figcaption></figure></div><p>&#160;</p> <p><strong>Ávarp Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra<br /> Ársfundur Tryggingastofnunar ríkisins 21. júní 2012.</strong></p> <p>Góðir ársfundargestir.</p> <p><strong>Síung stofnun</strong></p> <p>Tryggingastofnun ríkisins er ráðsett, komin hátt á áttræðisaldur. Hún er hornsteinn þess velferðarkerfis sem byggt hefur verið upp hér á landi á löngum tíma og hún hefur gengið í gegnum margvíslegar breytingar á langri leið. En þrátt fyrir háan aldur og ákveðinn virðuleika er Tryggingastofnun ríkisins líka síung, nútímaleg og framsýn eins og ýmis nýleg dæmi sanna. Mikil vinna hefur verið lögð í stefnumótun, innleiðingu gæðastjórnunar og þá er rafræn þjónusta stofnunarinnar er til fyrirmyndar og í stöðugri þróun.</p> <p><strong>Frábærar viðurkenningar á starfi TR</strong></p> <p>Skemmtilegast er að sjá hvernig öll þessi vinna hefur skilað sér, eins og sést til dæmis á því að í fyrra fékk TR viðurkenningu fyrir að vera hástökkvari ársins í könnun SFR um starfsumhverfi og starfsánægju og áfram lá leiðin upp á við í könnun þessa árs. Vefur TR var svo á þessu ári útnefndur besti vefur ríkisstofnunar í könnun þar sem lagt var mat á 267 opinbera vefi hjá ríki og sveitarfélögum. Lagt var mat á innihald, nytsemi, aðgengi og þjónustu og var það mat dómnefndar að vefur TR hefði að geyma gríðarlegt magn upplýsinga sem settar væru fram á skýran og aðgengilegan hátt. Síðast en ekki síst hreppti svo Sigríður Lillý, forstjóri stjórnunarverðlaun Stjórnvísi árið 2012 sem er mikill heiður og viðurkenning fyrir það góða starf sem hér hefur verið unnið.</p> <p>Það skiptir líka miklu að þjónusta Tryggingastofnunar sé traust, skilvirk og hnökralaus, því fjöldi viðskipavina er mikill og þjónustan varðar afkomu þeirra. Þar má því aldrei út af bregða.</p> <p><strong>Samskipti VEL og TR – niðurskurður – aðhald</strong></p> <p>Velferðarráðuneytið og TR eiga alltaf í miklu samskiptum en síðustu misserin hafa þau trúlega verið meiri en oftast áður, enda mörg og stór verkefni sem unnið hefur verið að sem krefjast mikillar yfirlegu, upplýsinga og útreikninga. Verkefnin hafa ekki öll verið jafn ánægjuleg þar sem mæta hefur þurft óhjákvæmilegum kröfum um niðurskurð og aðhald.</p> <p><strong>Endurskoðun almannatryggingakerfisins – ellilífeyrisþegar</strong></p> <p>Svo er það stóra verkefnið um endurskoðun almannatryggingakerfisins sem unnið er að í ráðuneytinu með dyggri aðstoð Tryggingastofnunar. Í þeirri vinnu er ómetanlegt hvað gagnagrunnar Tryggingastofnunar eru öflugir og starfsfólk stofnunarinnar vel fært til þess að kalla fram upplýsingar og sinna flóknum útreikningum, oft á ótrúlega skömmum tíma. Almannatryggingakerfið er flókið en það er augljóst að sérfræðingar Tryggingastofnunar þekkja vel gangverkið og geta séð fyrir áhrif mögulegra breytinga og bent á hvaða lausnir eru færar og hverjar ekki.</p> <p>Nú er svo komið í starfi nefndar Árna Gunnarssonar sem leiðir endurskoðun almannatryggingakerfisins að á morgun verður lögð fram tillaga um breytingar á þeim hluta sem snýr að ellilífeyrisþegum. Ég hef þegar fengið upplýsingar um meginefni tillögunnar og hún mun augljóslega einfalda bótakerfið til muna. Tillagan felur í sér töluverðan kostnaðarauka fyrir ríkissjóð en þess ber líka að geta að ellilífeyrisþegar hafa fengið loforð stjórnvalda um aðgerðir á næstu þremur árum sem fela í sér að meiri fjármunir verða settir inn í kerfið.</p> <p sizcache01962581713497284="0">Markmiðin eru skýr.<span>&#160;</span> Í fyrsta lagi að tryggja afkomu ellilífeyrisþega, þ.e. örugga lágmarksafkomu.<span>&#160;</span> Í öðru lagi einföldun á kerfinu og í þriðja lagi að styrkja tengsl lífeyristekna og almannatryggingar.</p> <p><strong>Öryggi – trygg framfærsla – einfaldleiki/gagnsæi og tveggja stoða kerfi</strong></p> <p>Stjórnvöld eru vel meðvituð um aukin réttindi aldraðra í lífeyrissjóðum og ekki er hægt að neita því að þessi auknu réttindi spara útgjöld hins opinbera í okkar tekjutengda bótakerfi. Ég skil að mörgu leyti vel gagnrýni lífeyrisþega á tekjutenginguna eins og hún snýr að framfærsluuppbótinni frá því að hún var innleidd og tel nauðsynlegt og réttmætt að bregðast við þeirri gagnrýni.</p> <p>Framfærsluuppbótin tryggir einhleypum lífeyrisþegum 203 þúsund krónur á mánuði og þeim sem búa með öðrum 175 þúsund. Fái lífeyrisþegar einhverjar greiðslur úr lífeyrissjóði njóta þeir þess ekki í auknum tekjum þar sem framfærsluuppbótin skerðist sem nemur krónu á móti krónu. Ég tel fulla ástæðu til að breyta þessu og draga úr skerðingunni. Það er hins vegar nauðsynlegt að halda því til haga að þær lágmarkstekjur sem framfærsluuppbótin tryggir lífeyrisþegum er mikilvæg og hefur reynst mörgum vel á erfiðum tímum þegar atvinnutekjur lífeyrisþega og í ýmsum tilfellum greiðslur úr lífeyrissjóðum hafa dregist saman og fjármagnstekjur þeirra sem þær höfðu í mörgum tilvikum hrunið. Framfærsluuppbótin tryggir fólki alltaf ákveðna lágmarksfjárhæð og þannig hafa margir fengið tekjutap sitt bætt í gegnum framfærslutrygginguna sem þeir hefðu ekki fengið án hennar. Þá má líka benda á að hvergi í Evrópu er lágmarkið sem framfærsluuppbótin tryggir lífeyrisþegum jafn hátt yfir lægstu launum og hér á landi.</p> <p><strong>Undirhópar</strong></p> <p>Á vegum nefndarinnar um endurskoðun almannatryggingakerfisins hafa verið settir á fót þrír undirhópar. Einn sem fjallar um <strong>barnatryggingar</strong>, einn um greiðslur til <strong>foreldra langveikra barna</strong> og sá þriðji um <strong>starfsgetumat</strong>. Hugmyndin um barnatryggingar snýst um að í stað barnalífeyris og mæðralauna frá TR, barnabóta frá skattinum og greiðslum með börnum atvinnulausra verði tekið upp eitt kerfi þar sem fyrst og fremst verði horft á tekjur foreldra og fjölda barna og þá á ekki að skipta máli hvaðan tekjurnar koma.</p> <p>Hugmyndin að baki greiðslum til foreldra langveikra barna snúast um að sameina umönnunargreiðslur og foreldragreiðslur. Aðstoð við foreldra þessara barna yrði þá sett undir einn hatt, hvort sem þörfin fyrir aðstoð kemur til vegna umönnunar, kostnaðar sem veikindin valda eða tekjutaps foreldra.</p> <p sizcache01962581713497284="0"><strong>Sigríður Lillý Baldursdóttir leiðir vinnuhópinn um starfsgetumat</strong> <span>en þetta mat er nauðsynlegur undanfari breytinga á bótakerfi öryrkja. Það var mat okkar í velferðarráðuneytinu að vinnan við þetta mikilvæga verkefni um mótun kerfisins væri hvergi betur komin en hjá Tryggingastofnun. Hér er miðað við að sama mat verði notað til að meta starfsgetu fólks, hvort sem í hlut eiga almannatryggingar eða lífeyrissjóðir og best væri að sama máli gegndi um tryggingafélögin. Fulltrúar allra þessara aðila eiga sæti í hópnum sem er afar mikilvægt til að ná sem bestri niðurstöðu.</span></p> <p>Ég vil einnig geta um tillögur sem nýlega voru kynntar um upptöku <strong>húsnæðisbóta í stað vaxtabóta og húsaleigubóta</strong>. Lúðvík Geirsson leiddi starf vinnuhópsins sem kynnti þessar tillögur nýlega en verkefni hópsins er raunar hluti af mótun opinberrar húsnæðisstefnu sem nú stendur yfir undir stjórn velferðarráðuneytisins. Húsnæðisbótakerfinu er ætlað að tryggja öllum sama rétt til fjárhagsstuðnings hins opinbera, óháð búsetuformi, þ.e. hvort sem fólk kýs að búa í eigin húsnæði, leiguhúsnæði eða búseturéttaríbúðum. Í gildandi kerfi eru almennar húsaleigubætur mun lægri en vaxtabætur og uppbygging kerfanna ólík. Gert er ráð fyrir að húsnæðisbætur taki mið af fjölskyldustærð, óháð aldri fjölskyldumeðlima og verði að fullu greiddar úr ríkissjóði, en í gildandi kerfi annast sveitarfélög greiðslu húsaleigubóta. Jafnframt verði teknar upp viðræður milli ríkis og sveitarfélaga um fyrirkomulag aðstoðar við heimili sem þurfa meiri stuðning en felst í nýju húsnæðisbótakerfi. Miðað er við að húsnæðisbætur verði samtímagreiðslur líkt og húsaleigubætur eru nú en sama máli gegnir ekki um vaxtabætur sem eru greiddar út árlega.</p> <p>Góðir gestir.</p> <p>Síðustu ár hafa verið þjóðinni erfið en það er farið að rofa til og mörg batamerki sýnileg. Stjórnvöld hafa frá upphafi lagt áherslu á að verja lágtekju- og millitekjufólk fyrir áhrifum kreppunnar og sú áhersla hefur gengið eftir í framkvæmd. <strong>Árin 2008-2010 rýrnuðu kjör lágtekjufólks um 9% á móti 38% rýrnun hjá hæsta tekjuhópnum.</strong> Botni kjaraskerðingar var náð árið 2010, nú eykst hagvöxtur og kaupmáttur fólks og einkaneysla sömuleiðis.</p> <p>Þær aðgerðir stjórnvalda sem helst hafa varið kjör lægri tekjuhópa fólust einkum í hækkun lágmarksframfærslutryggingu almannatrygginga og hækkun vaxtabóta og atvinnuleysisbóta, jafnframt því sem skattbyrði fólks í millitekju- og lágtekjuhópum var lækkuð meðan hún var aukin hjá fólki í hærri tekjuhópunum. Tekjuskattbyrði í kreppunni hækkaði hjá um 40% fjölskyldna, þ.e. hærri tekjuhópunum en stóð í stað eða lækkaði hjá sex af hverjum tíu fjölskyldum, þ.e. lægri- og millitekjuhópum. Þetta kemur fram í skýrslu sem Þjóðmálastofnun Háskóla Íslands vann fyrir velferðarráðuneytið um umfang kreppunnar og afkomu ólíkra tekjuhópa. Stefán Ólafsson, formaður stjórnar TR er höfundur skýrslunnar ásamt Arnaldi Sölva Kristjánssyni hagfræðingi. Von er á annarri skýrslu frá þeim innan tíðar þar sem fjallað verður um skuldavanda, fjárhagsþrengingar heimila og hvernig lágtekjuhópum hefur reitt af í kreppunni og verður fróðlegt að sjá niðurstöðu skýrsluhöfunda um þau efni.</p> <p>Góðir ársfundargestir.</p> <p>Eins og fram er komið er unnið að stórum verkefnum á sviði almannatrygginga sem eru svo sannarlega ekki einföld og veltur á miklu að vel takist til. Ég er sannfærður um að við munum ná árangri og takast að gera núverandi kerfi betra, einfaldara, aðgengilegra og réttlátara. Að þessu stefnum við og það mun okkur takast með áframhaldandi góðu samstarfi ráðuneytisins og Tryggingastofnunar. Starfsfólk TR lyftir grettistökum á hverjum degi og saman geta ráðuneytið og stofnunin flutt fjöll.</p> <p>Þakka ykkur fyrir.</p> <p>- - - - - - - - - - - - - - - -<br /> <strong>Talað orð gildir</strong>&#160;</p> <p>&#160;</p> <p>&#160;</p> <p>&#160;</p> <p>&#160;</p>

2012-06-19 00:00:0019. júní 2012Jafnlaunastaðall kynntur til sögunnar

<p><strong><img title="Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra" alt="Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra" src="/media/velferdarraduneyti-media/media/radherra/medium/GudbjarturHannessonOkt2010.jpg" />Ávarp Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra<br /> Grand hótel Reykjavík, 19. júní 2012</strong></p> <p>Góðir fundargestir.</p> <p>Ég óska ykkur til hamingju með daginn og alveg sérstaklega með það að langþráð frumvarp að jafnlaunastaðli liggur nú fyrir og verður nú gert aðgengilegt hverjum þeim sem vilja kynna sér það og koma með athugasemdir og ábendingar.</p> <p>Vinnan við gerð jafnlaunastaðalsins reyndist mun flóknari en ráð var fyrir gert en nú er hann að fæðast og ég bind miklar vonir við að hann eigi eftir að reynast öflugt tæki í baráttunni við launamisrétti kynnanna.&#160;</p> <p><strong>Jafnréttisbarátta er stöðug barátta</strong></p> <p>19. júní verður manni gjarna tilefni til að rifja upp sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi sem er svo sannarlega áhugaverð og fróðlegt fyrir fólk að þekkja. Ég ætla þó ekki að ræða söguna í löngu máli hér, til þess gefst ekki tími, en í stuttu máli má skipta kaflaskipta henni í baráttu gegn formlegu og lagalegu misrétti gagnvart konum, áföngum til að leiðrétta þetta og færa konum sjálfsögð mannréttindi og lýðréttindi til jafns við karla – og loks er það barátta síðustu áratuga um að ná fram raunverulegu jafnrétti kynja, ekki aðeins í orði heldur í verki, þar sem glímt hefur verið við hefðirnar, kyngervin, verkaskiptinguna, launamisréttið, íhaldssemina og staðalmyndirnar að ógleymdu kynbundnu ofbeldi sem komst ekki almennilega á dagskrá fyrr en undir lok 20. aldar. Enn er mikið verk að vinna í þessum efnum en við skulum líka minnast sigranna sem náðst hafa, því þeir hvetja okkur til frekari dáða.</p> <p><strong>Góður árangur</strong></p> <p>Undanfarin þrjú ár hefur Ísland verið í efsta sæti á lista World Economic Forum yfir kynjajafnrétti í heiminum, en þessi sjálfstæða alþjóðastofnun vinnur að því að bæta ástand heimsmála, meðal annars með því að safna og miðla upplýsingum um efnahags- og mannréttindamál.</p> <p>World Economic Forum mælir einkum fjögur svið þar sem verulega reynir á jafnrétti kynjanna. Það eru menntun, kyn og völd, heilbrigðismál og staða á vinnumarkaði. Reyndar hefur verið bætt við spurningum hvað varðar jafnréttislög, skatta og ýmis félagsleg réttindi svo sem fæðingarorlof foreldra.</p> <p>Við Íslendingar stöndum okkur afar vel hvað varðar jafnrétti til menntunar og heilsugæslu og einnig hvað varðar kyn og völd en þar hefur orðið veruleg framför undanfarna áratugi. Okkar veiki hlekkur er staðan á vinnumarkaði, einkum launamunur kynjanna og lélegur hlutur kvenna hvað varðar áhrifa- og stjórnunarstöður í fyrirtækjum og stofnunum. Það síðartalda stendur til bóta eins og kunnugt er því á næsta ári ganga í gildi lög sem gera kröfur um að hlutur hvors kyns um sig sé ekki minni en 40% í stjórnum hlutafélaga og einkahlutafélaga sem og stjórnum lífeyrissjóða. Lögin eru þegar farin að hafa áhrif því konum hefur fjölgað verulega í stjórnum lífeyrissjóða en alls vantar 192 konur í stjórnir fyrirtækja til að ná markmiðum laganna um kynjahlutföll.</p> <p>Í vetur lagði Félag kvenna í atvinnurekstri fram lista yfir 200 öflugar konur sem bjóða fram krafta sín til setu í stjórnum íslenskra fyrirtækja þannig að það ættu að vera hæg heimatökin að ná settu marki á næsta aðalfundi.</p> <p><strong>Launajafnrétti veikur hlekkur</strong></p> <p>Launajafnrétti kynjanna hefur aftur á móti reynst afar erfitt viðureignar, ekki bara hér heldur í öllum ríkjum OECD. Árið 1961 voru sett lög um launajafnrétti kynjanna hér á landi og var hugmyndin sú að jafna launamuninn á sjö árum með launahækkunum til kvenna. Sem kunnugt er gekk það ekki eftir. Rótgrónar hugmyndir um karla sem fyrirvinnur og fastmótuð launakerfi sem mátu vinnu karla til hærri launa en vinnu kvenna reyndust ótrúlega lífseigar. Enn í dag mælist launamunurinn á bilinu 7-16% eftir því hvaða breytur og hópar eru skoðaðir. Þess má geta að meðaltalið innan Evrópusambandsins var 16,4% árið 2010 þannig að við erum á svipuðu róli. Það veldur þó vonbrigðum að nýjustu kannanir á tilteknum hópum benda til þess að kynbundinn launamunur sé að aukast að nýju.&#160;&#160;</p> <p><strong>Í framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum</strong> <span>sem samþykkt var vorið 2011 er að finna verkefnið framkvæmdaáætlun gegn launamisrétti kynjanna. Þar er meðal annars kveðið á um skipun sérstakrar framkvæmdanefndar til að halda utan um aðgerðir í baráttunni gegn launamisrétti. Nefndin hóf störf síðla árs 2011 og er í þann mund að leggja lokahönd á tillögur sínar. Það verður forvitnilegt að sjá og ræða tillögur nefndarinnar um launajafnrétti þegar þær líta dagsins ljós á allra næstu dögum.</span></p> <p><strong>Launajafnrétti er alþjóðlegt viðfangsefni</strong></p> <p>Það er ekki aðeins hér á landi sem launamisrétti kynjanna og staða þeirra á vinnumarkaði er í brennidepli. Sérstök nefnd er starfandi á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar og ljóst er að á næstu árum verður vinnumarkaðurinn í öndvegi í norrænu jafnréttisstarfi. Allar Norðurlandaþjóðirnar hafa verið með verkefni í gangi til að draga úr launamun og jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði en þau hafa skilað misjöfnum árangri og alls ekki nægum að mati stjórnvalda.</p> <p>Ágætu fundargestir.</p> <p>Um leið og ég óska okkur öllum til hamingju með kvenréttindadaginn vil ég þakka þeim fjölmörgu sem komið hafa að gerð jafnlaunastaðalsins fyrir vel unnin störf. Við skulum ekki gleyma því að hér er um algjöra nýjung að ræða sem hefur hvergi verið reynd í heiminum. Það verður því spennandi að sjá hver árangurinn verður og ég heiti á atvinnurekendur og stjórnendur stofnana jafnt sem launafólk að nýta þennan nýja möguleika til að meta eigin stöðu og leiðrétta það sem miður fer.</p> <p>Við höfum í þrjú ár mælst standa okkur best ríkja hvað varðar jafnrétti kynjanna samkvæmt mælikvörðum World Economic Forum. Við eigum að gera allt sem við getum til að halda því sæti, vera góðar fyrirmyndir fyrir aðrar þjóðir um leið og við gerum okkar samfélag réttlátara og betra.</p> <p>---------------------<br /> <strong>Talað orð gildir</strong></p>

2012-06-09 00:00:0009. júní 2012Ávarp velferðarráðherra á 36. þingi Sjálfsbjargar

<div class="single-news__big-image"><figure><a href="/media/velferdarraduneyti-media/media/radherra/GudbjarturHannessonOkt2010.jpg"><img src="/media/velferdarraduneyti-media/media/radherra/GudbjarturHannessonOkt2010.jpg?proc=singleNewsItem" alt="Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra" class="media-object"></a><figcaption>Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra</figcaption></figure></div><p>&#160;</p> <p><strong>Ávarp Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra á 36. þingi Sjálfsbjargar<br /> Reykjavík, 8. júní 2012</strong></p> <hr id="null" /> <p sizcache09723323756301021="0">Ágætu þinggestir<span>&#160;</span> og<span>&#160;</span> félagar í Sjálfsbjörg.</p> <p sizcache08757660413924022="0" sizcache09723323756301021="0">Það er mér <span>&#160;</span>ánægjuefni að vera hér með ykkur á þessum fagra júnídegi þegar þið setjið 36. þing Sjálfsbjargar landssambands fatlaðra.<span>&#160;</span> Tímasetningin<span>&#160;</span> er sjálfsagt engin tilviljun þar sem segja má að Sjálfsbjörg rekji upphaf sitt til Siglufjarðar fyrir 54 árum, ,,í byrjun sólmánaðar“ eins og frumkvöðullinn; Sigursveinn D. Kristinsson orðaði það, en félagið var formlega stofnað 10. Júní 1958.</p> <p sizcache08757660413924022="0" sizcache09723323756301021="0">Það hefur mikið vatn runnið til sjávar á þessum 54 árum - en það sem stendur þó óbreytt er að<span>&#160;</span> enn stendur Sjálfsbjörg í stafni og berst fyrir framförum og<span>&#160;</span> bættum lífsgæðum og lífskjörum fyrir fatlað fólk.</p> <p sizcache08757660413924022="0" sizcache09723323756301021="0">Þær miklu framfarir sem sannanlega hafa orðið á réttindum og kjörum fatlaðs fólks á þessu hálfrar aldrar tímabili eru kannski að mestum hluta að þakka sterkum hagsmunafélögum ýmissa hópa fatlaðs fólks. Með samtakamætti sínum og þrautseigju<span>&#160;</span> hafa bæði einstaklingar og félög stöðugt minnt stjórnvöld og Alþingi Íslendinga á nauðsyn umbóta og að fatlað fólk skuli njóta mannréttinda á við aðra þjóðfélagsþegna.<span>&#160;</span> Við stofnun landssambands Sjálfsbjargar 1959 var markmiðið einmitt að Sjálfsbjörg tæki forystu í baráttu fatlaðs fólks fyrir auknum réttindum og bættri aðstöðu með því til dæmis að auðvelda aðgengi að þjálfun og vinnu, auka menntun og koma á betri löggjöf.<span>&#160;</span></p> <p>Öll framantalin markmið hafa að meira eða minna leyti náð fram að ganga en vissulega er enn verk að vinna og Sjálfsbjörg heldur góðu heilli enn áfram að brýna stjórnvöld til dáða. Áður en lengra er haldið má ég til með að lýsa ánægju minni með að sjá hér í hópnum ýmsa frumkvöðla sem lengi hafa starfað með Sjálfsbjörgu, jafnvel frá fyrstu tíð. Mig langar að nefna sérstaklega Ólöfu Ríkarðsdóttur sem var um árabil forstöðumaður félagsmáladeildar hjá Sjálfsbjörg lsf. og í fylkingarbrjósti á vettvangi félagsmála hjá Sjálfsbjörg allt frá upphafi og er enn. Hún ætlaði að vera hér í dag, gat það því miður ekki vegna veikinda. Engu að síður vil ég nota tækifærið og þakka henni og öðrum frumkvöðlum framlag þeirra í þágu velferðarmála á Íslandi.</p> <p>Ísland undirritaði Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks árið 2007 og segja má að sá samningur marki mikil tímamót fyrir allt fatlað fólk hvarvetna í heiminum og þar með talið á Íslandi.<span>&#160;</span> Alþingi hefur ákveðið að fullgilda samninginn, líkt og fram kemur í lögum um málefni fatlaðs fólks. Stefnt er að því undirbúningsvinnu vegna fullgildingarinnar ljúki á þessu ári og að frumvarp verði<span>&#160;</span> lagt fram á Alþingi<span>&#160;</span> eigi síðar en á vorþingi 2013.</p> <p sizcache08757660413924022="0" sizcache09723323756301021="0">Undirbúningur að fullgildingu samningsins<span>&#160;</span> er hluti af þeirri framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks til 2014 sem ég lét vinna og lagði fyrir Alþingi í upphafi árs. Þar er einnig gert ráð fyrir<span>&#160;</span> mörgum öðrum framfaramálum sem meðal annars Sjálfsbjörg hefur barist fyrir. Af mörgum mikilvægum verkefnum sem þar er fjallað um, nefni ég sérstaklega aðgengismál fatlaðs fólks sem lengi hafa verið eitt helsta baráttumál Sjálfsbjargar. Nú eru aðgengismálin skilgreind á<span>&#160;</span> enn víðtækari hátt en hér á árum áður og <strong>aðgengi fyrir alla og algild hönnun</strong> er þar lykilatriði.</p> <p>Aðgengilegar upplýsingar eru veigamikill liður í því að ryðja úr hindrunum úr vegi fólks með fötlun. Opnun Þekkingarmiðstöðvar Sjálfsbjargar í dag er því merkilegur áfangi og stórt framfaraskref í þjónustu við fatlað fólk að þessu leyti. Guðbjörg Kristín, forstöðumaður Þekkingarmiðstöðvarinnar, segir nánar frá þessu á eftir og hversu þýðingarmikið þetta er fyrir margra hluta sakir. Fyrst og fremst vil ég óska Sjálfsbjörgu til hamingju með að hafa komið þessu verkefni til leiðar og þakka félaginu fyrir það alveg sérstaklega. Þessi þjónusta er mikilvæg, hún á eftir að nýtast vel og verður án efa stuðningur og hvati margra til aukinnar virkni og samfélagsþátttöku. Sjálfsbjörg hefur síðastliðin tvö ár verið í samvinnu við ráðuneytið vegna undirbúnings að stofnun Þekkingarmiðstöðvarinnar og nú sjáum við fram á gerð samnings ráðuneytisins við Sjálfsbjörg um hana og annan rekstur.</p> <p>Góðir gestir.</p> <p>Það hefur lengi vakið athygli mína og aðdáun hve Sjálfsbjörg er öflugur félagsskapur, hvað vinnubrögð ykkar eru fagleg og gagnrýni og aðhald gagnvart stjórnvöldum er jafnan málefnalegt og rökum stutt. Þess vegna er stjórnvöldum mikilvægt og nauðsynlegt að eiga við ykkur samstarf á sem flestum sviðum. Sú var reynslan við undirbúning að flutningi málefna fatlaðs fólks frá ríki til sveitarfélaga, við gerð framkvæmdaáætlunar um málefni fatlaðs fólks sem nú liggur fyrir þinginu og eins við undirbúning að innleiðingu notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar sem nú stendur yfir. Þið hafið einnig átt aðkomu að vinnu sem tengist mótun opinberrar húsnæðisstefnu og raunar fjölmörgum öðrum verkefnum eins og eðlilegt er þegar um er að ræða mál sem á einhvern hátt varða sérstaklega aðstæður fatlaðs fólks. Þannig er það oft, því enn eru margvíslegar hindranir í samfélaginu sem þarf að ryðja úr vegi til að tryggja rétt fatlaðs fólks til samfélagsþátttöku til jafns við aðra eins og vilji stendur til. Þetta er verkefni sem lýkur trúlega aldrei, en okkur miðar sífellt í rétta átt og hvert skref áfram er mikilvægt.</p> <p>&#160;</p> <p>&#160;</p> <p>&#160;</p>

2012-06-06 00:00:0006. júní 2012Ávarp velferðarráðherra á aðalfundi Búmanna 2012

<p><strong><img class="right" title="Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra" alt="Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra" src="/media/velferdarraduneyti-media/media/radherra/medium/GudbjarturHannessonOkt2010.jpg" />Ávarp Guðbjarts Hannessonar, velferðarráðherra<br /> Aðalfundur Búmanna, 6. júní 2012</strong></p> <p>Góðir gestir.</p> <p>Húsnæðismál eru í brennidepli, ekki aðeins hjá Búmönnum, heldur líka hjá stjórnvöldum, eins og ykkur er kunnugt um. Nú er ár liðið frá því að samráðshópur sem ég fól að móta drög að húsnæðisstefnu skilaði mér skýrslu sinni og tillögum sem formaður hópsins, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, kynnti á aðalfundi ykkar fyrir réttu ári. Í stuttu máli var þar skilgreint það meginmarkmið að með húsnæðisstefnu skuli tryggja landsmönnum fjölbreytta og örugga valkosti í húsnæðismálum og sérstök áhersla lögð á að efla leigu- og búseturéttarkosti og stuðla að jöfnuði milli búsetuforma.</p> <p>Síðastliðið ár hefur verið unnið með þann grunn sem samráðshópurinn lagði, til að útfæra nánar hugmyndafræði og tillögur sem þar voru kynntar. Unnið hefur verið að þessu í nokkrum vinnuhópum sem hver um sig hefur haft afmörkuð verkefni og fjallað um upptöku húsnæðisbóta, rekstrar- og skattaumhverfi leigufélaga, gerð opinberrar húsnæðisáætlunar, stóreflda og samræmda skráningu upplýsinga um húsnæðismarkaðinn og miðlun þeirra og loks endurskoðun húsaleigulaga og laga um húsnæðissamvinnufélög. Stefnt er að því að leggja fram frumvörp til breytinga á þessum lögum á Alþingi næsta haust. Síðast en ekki síst hafa lög um húsnæðismál verið endurskoðuð og er frumvarp til breytinga á þeim til meðferðar á Alþingi og verður að líkindum samþykkt fyrir þinglok.</p> <p sizcache011546501581072327="0"><strong>Vinnuhópur um bætta öflun og miðlun upplýsinga um húsnæðismál</strong> <span>og húsnæðismarkaðinn skilaði vinnu sinni í febrúar síðastliðnum þar sem birt var meðal annars samantekt og greining á því hvaða upplýsinga er aflað reglubundið, hvar þær eru vistaðar og hvaða upplýsingaöflun þarf að bæta. Lagt er til að Íbúðalánasjóði verði falið að gera reglulega greiningu á húsnæðismarkaðnum í samráði við efnahags- og viðskiptaráðuneytið og velferðarráðuneytið. Þar verði meðal annars fjallað um lánakjör til almennings, verðþróun á fasteignamarkaði og leigumarkaði og þróun byggingakostnaðar og lóðaverðs greint eftir landshlutum og sveitarfélögum, umfang húsnæðisstuðnings ríkisins og fleira.</span></p> <p sizcache011546501581072327="0"><strong>Vinnuhópur um húsnæðisbætur og aukið framboð leigu- og búseturéttaríbúða</strong> <span>skilaði nýlega tillögum sínum og var töluvert fjallað um þær í fjölmiðlum, enda snúast þær um grundvallarbreytingar á núverandi fyrirkomulagi húsnæðisstuðnings. Miðað er við að tekið verði upp nýtt og gjörbreytt húsnæðisbótakerfi sem tryggir öllum sama rétt til fjárhagsstuðnings hins opinbera, óháð búsetuformi og leysi af hólmi núverandi kerfi vaxtabóta og húsaleigubóta. Þannig á einu að gilda hvort fólk kýs að búa í eigin húsnæði, leiguhúsnæði eða búseturéttaríbúðum, en í gildandi kerfi eru almennar húsaleigubætur mun lægri en vaxtabætur og uppbygging kerfanna ólík. Vinnuhópurinn leggur áherslu á einföldun stuðningskerfisins, meðal annars þannig að húsnæðisbætur taki mið af fjölskyldustærð, óháð aldri fjölskyldumeðlima, og verði að fullu greiddar úr ríkissjóði. Enn fremur er lagt til að húsnæðisbætur verði samtímagreiðslur og greiddar út mánaðarlega.</span></p> <p>Það mun taka tíma að innleiða nýtt húsnæðibótakerfi en ég vonast til að það geti orðið á næstu fjórum árum. Breytingin er mikil og skipting fjármuna verður önnur en verið hefur þar sem þunginn hefur hingað til verið í vaxtabótakerfinu meðan aðrir hafa borið skarðan hlut frá borði. Þess vegna verðum við að gera þetta í áföngum en ég tel að með þessu fáum við mun sanngjarnara kerfi sem dregur úr mismunun og fjölgar raunhæfum valkostum fólks milli ólíkra búsetuforma.</p> <p>Góðir fundarmenn.</p> <p>Ég ætla ekki að fjölyrða um þensluárin, falska góðærið í íslensku samfélagi, fasteignamarkaðinn sem tútnaði út og sprakk með svo eftirminnilegum hætti að seint mun gleymast, eða hrunið í heild haustið 2008. Við verðum hins vegar að tryggja að svona geti ekki gerst aftur og meðal annars þess vegna er bæði sjálfsagt og nauðsynlegt að stjórnvöld hafi á hverjum tíma skýra húsnæðisstefnu og byggi á áætlunum sem samræmast raunhæfum þörfum samfélagsins.</p> <p>Sá vinnuhópanna sem ég nefndi áðan og falið var að útfæra tillögur um gerð húsnæðisáætlunar hefur nú skilað mér niðurstöðum sínum og skýrsla með tillögum hans ætti í þessum töluðu orðum að vera að birtast á vef ráðuneytisins. Lagt er til að stjórnvöld leggi fram húsnæðisáætlun á fjögurra ára fresti í samráði við hagsmunaaðila á húsnæðismarkaði. Áætluninni er ætlað að verða hluti af landsskipulagsstefnu og nýtast ríki og sveitarfélögum til að ná markmiðum sínum í húsnæðismálum með skynsamlegri og raunhæfri uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í samræmi við svæðisbundnar þarfir með hliðsjón af fólksfjöldaþróun, atvinnustefnu og annarra áhrifavalda.</p> <p>Vinnuhópur sem skipaður var <strong>til að endurskoða rekstrar- og skattaumhverfi húsnæðis- og leigufélaga</strong> mun skila niðurstöðum í þessum mánuði. Vinna þess hóps tekur þar með til húsnæðissamvinnufélaga, fasteignasjóða og einstaklinga sem vilja leigja út íbúðarhúsnæði. Tillögur hópsins verða kynntar um leið og þær liggja fyrir.</p> <p>Síðast en ekki síst nefni ég hér frumvarp sem nú liggur fyrir Alþingi til breytinga á lögum um húsnæðismál. Samkvæmt frumvarpinu verður eftirlit með starfsemi Íbúðalánasjóðs aukið, skýrari skilyrði sett við lánveitingum til uppbyggingar leiguhúsnæðis og heimildir sjóðsins til lánveitinga vegna kaupa á dýru íbúðarhúsnæði þrengdar.</p> <p>Lagt er til að lánveitingar Íbúðalánasjóðs til endurbóta, byggingar eða kaupa á íbúðarhúsnæði verði takmarkaðar við almenn lán til einstaklinga. Er þetta gert til samræmis við athugasemdir EFTA um að lánastarfsemi til fyrirtækja, svo sem byggingaverktaka, samræmist ekki hlutverki Íbúðalánasjóðs.</p> <p>Þá er miðað við að lánveitingar til sveitarfélaga, félaga og félagasamtaka vegna byggingar eða kaupa á leiguíbúðum verði skilyrtar því að félögin séu ekki rekin í hagnaðarskyni og hafi það sem langtímamarkmið að byggja, eiga og hafa umsjón með rekstri leiguhúsnæðis. Þessar kröfur eru taldar samræmast reglum Eftirlitsstofnunar EFTA um ríkisaðstoð og geta miðað að því að auka framboð af leiguhúsnæði á viðráðanlegum kjörum. Með þessu móti verða lánveitingar vegna leiguíbúða og félagslegar lánveitingar færðar í einn flokk.</p> <p>Loks er samkvæmt frumvarpinu miðað við að eitt af verkefnum Íbúðalánasjóðs verði að eiga og reka leigufélag með íbúðarhúsnæði sem sjóðurinn hefur yfirtekið á nauðungaruppboði en að rekstur þess verði aðskilinn hefðbundnum rekstri sjóðsins.</p> <p>Eins og þið heyrið er unnið að margvíslegum breytingum á húsnæðiskerfinu, þótt ég hafi hér aðeins stiklað á stóru og tæpt á helstu breytingunum sem áformaðar eru. Húsnæðismál eru stór og viðkvæmur málaflokkur sem skiptir allar fjölskyldur í landinu miklu máli. Við verðum því að vanda til verka, tryggja góða yfirsýn yfir málaflokkinn og hafa að leiðarljósi þá grundvallarsýn að landsmenn geti allir búið við öruggt og gott húsnæði og fengið til þess nauðsynlegan stuðning í samræmi við fjárhagslega getu og þarfir og óháð því hvaða búsetuform þeir kjósa.</p> <p>Góðir Búmenn.</p> <p>Ég þakka ykkur fyrir fundinn og óska ykkur velfarnaðar í framtíðinni.</p> <p>&#160;</p>

2012-05-30 00:00:0030. maí 2012Norræn ráðstefna um sjaldgæfa sjúkdóma

<strong><img class="right" title="Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra" alt="Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra" src="/media/velferdarraduneyti-media/media/radherra/medium/GudbjarturHannessonOkt2010.jpg" />Opnunarávarp Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra á ráðstefnu um sjaldgæfa sjúkdóma<br /> </strong><strong>Hótel Hilton Reykjavík 31. maí 2012</strong> <p>Dear guests.</p> <p>It is an honour for me to welcome you to this Nordic conference on rare diseases. This year's meeting is organised by the State Diagnostic and Counselling Centre and the Ministry of Welfare in Iceland in cooperation with the Rarelink steering group. The two day program is ambitious and includes presentations on a broad range of topics by experts representing various Nordic institutions, patient organisations and research facilities. In addition, we'll have the opportunity to hear the voices of parents bringing up children with unique and rare diseases – explaining their past and present challenges and emphasising their hope for the future.</p> <p>A rare disease is classified as being a condition which affects less than one in 2,000 to 5,000 individuals. These diseases are intriguing and complex, caused by various genetic and environmental factors. It is estimated that there are between 5,000 and 8,000 known rare diseases in the world and collectively they might comprise 6 to 8% of the European/Nordic population. Rare diseases not only affect those diagnosed but their families, friends, care takers and society as a whole and people with rare diseases are at risk of isolation and discrimination. Therefore, co-operation is important in order to establish broader knowledge and resources within the various disciplines such as medical, educational, psychological and social. In this respect, this conference is an important venue bringing together experts and knowledge in the various disciplines from the five Nordic countries.</p> <p>Collaboration between the Nordic countries has a long tradition. Nordic societies are based on common values and “The Nordic welfare model” has become an international term. Rare diseases have been on the Nordic agenda in recent years. The Nordic Welfare Centre (NVC) financed a project on rare diseases in 2008 which brought together people working within this field from all the five Nordic countries. The project was completed in 2010 with an ambitious report documenting available services for people with rare diseases in the Nordic countries as well as delineating possible collaboration within this field. At a disclosure meeting in Copenhagen it was decided to continue this cooperation with biannual meetings. The first meeting was held at Agrenska in Sweden in September 2010 and the current conference here in Reykjavik is the second event.</p> <p>Nordic collaboration on rare diseases has also been under discussion by the Nordic Council of Ministers on Health and Social Issues. In June 2010 the subject was discussed with the aim of continuing further centralisation and specialisation. The established goal is to reach an understanding on how best to meet the shared challenges through better interplay between highly specialised services on the one hand and the centralised services and the general health care one the other hand.</p> <p>A committee of experts submitted a progress report last February and recommended further action in the Nordic context. Among the committee's proposals was that there should be exchange of personnel between countries so as to increase expertise and mutual quality control. They also suggested that it would be of great value to establish rules of conduct for certain groups of patients. The committee will deliver its next report in early 2013 and it is my hope that this report will serve as a guideline for further cooperation.</p> <p>With over 40 speakers and more than 100 persons in attendance, today's conference will cover the Nordic approach to rare diseases. That includes the work of patient organisations, networks and websites, educational opportunities and research. The information will be presented in plenary, parallel and poster sessions during the two days.</p> <p>In addition, the informal and relaxed coffee and lunch breaks, as well as tonight's dinner, will enable us to mix and get to know each other. The main goals of this conference are to delineate the specific context in which the Nordic countries may find advantages of cross-border collaboration, as well as trying to increase public and governmental awareness of issues related to rare diseases within the Nordic arena.</p> <p>It is important that we recognise and celebrate the value of sharing knowledge and expertise in the Nordic context. It is through such collaboration that we can effectively and swiftly attain the goals we set ourselves. Today's conference bears witness to the enthusiasm and willingness to make this a reality.&#160;</p> <p>I would like to thank the local organisers as well as the Rarelink steering group for making this conference a reality by bringing together this large group of people interested in the welfare of people affected by rare conditions. By sharing knowledge and know-how on rare diseases we can make a difference!</p>

2012-05-30 00:00:0030. maí 2012Mannréttindi rædd á morgunverðarfundi

<div class="single-news__big-image"><figure><a href="/media/velferdarraduneyti-media/media/frettir2010/Anna_Sigrun_Baldursdottir.JPG"><img src="/media/velferdarraduneyti-media/media/frettir2010/Anna_Sigrun_Baldursdottir.JPG?proc=singleNewsItem" alt="Anna Sigrún Baldursdóttir" class="media-object"></a><figcaption>Anna Sigrún Baldursdóttir</figcaption></figure></div><p><strong>Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður velferðarráðherra flutti ávarp fyrir hans hönd á morgunverðarfundi sem innanríkisráðuneytið stóð fyrir um mannréttindamál og aðgang útlendinga frá ríkjum utan Evrópska efnahagssvæðisins að Íslandi, 30. maí 2012.</strong></p> <hr id="null" /> <p>Góðir gestir.</p> <p>Mannréttindi eru hornsteinn lýðræðisríkja og samfélaga sem vilja standa undir nafni. Samfélag sem viðurkennir ekki fjölbreytni, sem viðurkennir ekki réttindi minnihlutahópa eða ber hagsmuni þeirra fyrir borð stendur ekki undir nafni. Það liggur í orðanna hljóðan, því samfélag vísar til heildar og þá hljótum við að eiga við eitt samfélag fyrir alla.</p> <p>Áður en lengra er haldið vil ég þakka innanríkisráðuneytinu fyrir fundinn hér í dag sem er sá síðasti í fundaröð ráðuneytisins um mannréttindamál, í tengslum við mótun landsáætlunar í mannréttindum. Ég tek heilshugar undir ríka nauðsyn þess að stefnumótun í svo viðamiklum og mikilvægum málaflokki fari fram í samstarfi og beinum tengslum við hagsmunaaðila, fræðasamfélagið og almenning.</p> <p>Ísland hefur lengst af dregið dám af þeirri staðreynd að vera „lítil eyja, langt norður í Atlantshafi“ úr alfaraleið, einangruð og ekki áberandi á heimskortinu. Innflytjendur voru lengst af fáir og helst norrænir nágrannar okkar sem settust hér að. Það var fyrst upp úr 1990 sem fólki frá öðrum löndum fór að fjölga hér að ráði. Árið 1955 fullgilti Ísland Flóttamannasamninginn, þ.e. þann alþjóðasamning sem gegnir lykilhlutverki í tengslum við meðferð hælisumsókna. Ári síðar, 1956, var í fyrsta skipti tekið á móti flóttafólki hér á landi en alls hefur verið tekið á móti átján hópum flóttafólks á árabilinu 1956–2010 og nú er verið að undirbúa móttöku á næsta hópi sem kemur frá Afganistan.</p> <p>Það má því segja að reynsla okkar af fjölmenningarlegu samfélagi sé lítil, við höfum þurft að læra margt í þeim efnum á skömmum tíma og án efa eigum við enn margt ólært. Á þenslutímanum held ég að mörgum hafi verið tamt að líta fyrst og fremst á útlendinga sem komu hingað sem vinnuafl og umræðan markaðist nokkuð af því. Vissulega kom hér fjöldi fólks fyrst og fremst vegna þess að hér var vinnu að hafa og ætlaði sér ekki annað en að starfa hér tímabundið og hverfa svo aftur heim. En við erum líka svo gæfusöm að margir þeirra hafa ílengst og sest að á Íslandi, stofnað fjölskyldu og auðgað samfélag okkar á margan hátt.</p> <p>Samfélag okkar nýtur góðs af fjölbreytninni en okkar hlutverk er ekki einungis að þiggja, við berum ábyrgð gagnvart þeim sem koma hingað. Samfélagið þarf að leggja sitt af mörkum gagnvart þeim sem hingað koma og vilja að setjast hér að. Það er ekkert áhlaupaverk að koma inn í nýtt samfélag, læra nýtt tungumál, kynnast menningu sem er jafnvel mjög frábrugðin því sem fólk hefur alist upp við, læra á stjórnkerfi og skipulag samfélagsins, reglur þess, réttindi og skyldur og svo mætti áfram telja.</p> <p>Opinber stefna í málefnum innflytjenda var fyrst sett hér á landi árið 2007. Markmið þeirrar stefnu er að tryggja sem best að allir íbúar landsins njóti jafnra tækifæra og verði virkir þátttakendur í samfélaginu. Ári síðar var samþykkt metnaðarfull framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda sem hefur það markmið að betur sé tekið á móti erlendu fólki, því auðveldað að verða virkir þátttakendur í íslensku samfélagi og að rækta menningu sína. Fjölmenningarsetur hafði tekið til starfa fyrir þann tíma, stofnað árið 2001 með aðsetur á Ísafirði en það þjónar innflytjendum á landinu öllu.</p> <p>Fjölmenningarsetri er ætlað að veita innflytjendum upplýsingar um réttindi og skyldur og sinna samfélagsfræðslu. Einnig er hlutverk þess að vera sveitarfélögum til ráðgjafar við móttöku innflytjenda sem flytjast í viðkomandi sveitarfélag ef þess er óskað. Hér er þó rétt að hafa í huga að hlutverk sveitarfélaga er að sinna öllum íbúum sínum óháð uppruna og því er verkaskipting í þjónustu ríkis og sveitarfélaga við innflytjendur sú sama og í þjónustu við aðra borgara samfélagsins.</p> <p>Í frumvarpi um málefni innflytjenda sem liggur nú fyrir Alþingi er lögð áherslu á að festa í sessi þá starfshætti sem þegar hafa þróast. Þar er meðal annars kveðið á um að Fjölmenningarsetrið fái stöðu stofnunar og ákvæði um hlutverk innflytjendaráðs sem ráðgefandi við faglega stefnumótun í málefnum innflytjenda og sem samráðsvettvang þeirra sem að þessum málum koma. Einnig er kveðið á um skyldu ráðherra til að leggja fram þingsályktunartillögu um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda á fjögurra ára fresti og skýrslu til Alþingis um stöðu og þróun þessara mála.</p> <p>Góðir gestir.</p> <p>Ég fagna því frumkvæði sem innanríkisráðuneytið sýnir með fundaröð um mannréttindamál og þeirri stefnumótunarvinnu sem nú er hafin vegna vinnu við gerð landsáætlunar á sviði mannréttindamála. Vinna starfshóps um málefni útlendinga utan Evrópska efnahagssvæðisins er einnig mikilvæg og tímabær, en verkefni hópsins er að móta stefnu um þá útlendinga sem leita hælis eða óska eftir dvöl á Íslandi. Áhersla er lögð á að tryggja mannúðlega meðferð stjórnvalda í málefnum þessa fólks og í því sambandi horft til málsmeðferðar, veitingu dvalarleyfa og atvinnuleyfa og annarra lagafyrirmæla sem varða þennan hóp, óháð því hvar viðkomandi verkefni er vistað í stjórnsýslunni.</p> <p>Það skiptir miklu máli hvernig staðið er að þessum málum og íslensk stjórnvöld eiga að leggja metnað sinn í að gera þetta vel. Velferð fólks og fjölskyldna er í húfi, ábyrgð okkar er mikil og til mikils er að vinna. Við höfum skyldum að gegna og við eigum líka að gæta að orðspori okkar með því að virða alþjóðlega samninga í hvívetna og framfylgja þeim þannig að sómi sé af.</p> <p>&#160;</p>

2012-05-24 00:00:0024. maí 2012Ársfundur Sjúkrahússins á Akureyri

<div class="single-news__big-image"><figure><a href="/media/velferdarraduneyti-media/media/frettir2010/Anna-Lilja-Gunnarsdottir.jpg"><img src="/media/velferdarraduneyti-media/media/frettir2010/Anna-Lilja-Gunnarsdottir.jpg?proc=singleNewsItem" alt="Anna Lilja Gunnarsdóttir" class="media-object"></a><figcaption>Anna Lilja Gunnarsdóttir</figcaption></figure></div><p><strong>Ávarp Önnu Lilju Gunnarsdóttur, ráðuneytisstjóra velferðarráðuneytisins.<br /> Ársfundur Sjúkrahússins á Akureyri 23. maí 2012</strong></p> <p>Góðir ársfundargestir; starfsfólk FSA.&#160;</p> <p>Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra ætlaði að vera með ykkur hér í dag. Því miður reyndist það ekki mögulegt en hann bað mig fyrir góðar kveðjur til ykkar og þakklæti fyrir öflugt starf hér á sjúkrahúsinu á erfiðum tímum samdráttar og mikils vinnuálags.</p> <p>Það er augljóst að starfsfólk og stjórnendur sjúkrahússins eru samhent í störfum sínum. Sjúkrahúsið hefur gengið í gegnum miklar breytingar á síðustu misserum. Vinnuferlar hafa verið endurskoðaðir, unnin hefur verið metnaðarfull stefna um starfsemi sjúkrahússins og í tengslum við það gerðar breytingar á skipuriti. Hér hafa líka orðið forstjóraskipti en Bjarni Jónasson tók við því vandasama starfi fyrr á þessu ári, settur til eins árs í stað Halldórs Jónssonar sem nú er í námsleyfi – og ný framkvæmdastjórn tók til starfa með nýjum forstjóra.</p> <p>Það er mikil vinna að setja stórum vinnustöðum með flókna starfsemi skýra stefnu, vel skilgreind markmið og mælikvarða um árangur. Stefnumótunarvinnan krefst mikils af þátttakendum en segja má að þegar stefnan sjálf liggur fyrir, þá hefst vandasamasti þátturinn, þ.e. að innleiða stefnuna þannig að hún verði eðlilegur þáttur í daglegu starfi allra og hluti af menningu vinnustaðarins. Árangursrík stefna krefst þess að á bak við hana sé öflug liðsheild starfsfólks sem er meðvitað um markmiðin og keppir að þeim saman með framtíðarsýnina að leiðarljósi.</p> <p>Þið getið verið stolt af þeirri stefnu sem hér hefur verið mótuð, með starfsgildin <strong>öryggi – samvinnu og framsækni</strong> að leiðarljósi og framtíðarsýn um Sjúkrahúsið á Akureyri sem miðstöð sérhæfðrar heilbrigðisþjónustu á Norður- og Austurlandi með alþjóðlega vottaða starfsemi.</p> <p>Markmið og áhersluþættir fyrir árin 2012–2013 eru í góðu samræmi við þær aðstæður sem við búum við, þar sem leggja þarf áherslu á skilvirkni, ráðdeild og framsýni en jafnframt að setja öryggi og gæði á oddinn og vinna markvisst að góðu samstarfi starfsfólks og starfsánægju á vinnustaðnum.</p> <p>Sjúkrahúsið á Akureyri gegnir veigamiklu hlutverki í heilbrigðisþjónustunni sem annað tveggja sérgreinasjúkrahúsa á landinu, að ógleymdu hlutverki þess sem kennslusjúkrahús og sem miðstöð sjúkraflugs í landinu. Sjúkrahúsið á Akureyri er þannig ein af grunnstoðum heilbrigðiskerfisins hér á landi og starfsemin er einnig mikilvæg út frá öryggis- og almannavarnahagsmunum.</p> <p>Það er augljóst að álag hér á sjúkrahúsinu er mikið, eins og glöggt kemur fram í upplýsingum um starfsemina fyrstu þrjá mánuði þessa árs. Sjúklingar voru 12% fleiri en miðað við sama tímabil í fyrra, 5% aukning í skurðaðgerðum og gífurleg fjölgun fæðinga sem reyndust 35% fleiri en á sama tímabili í fyrra. Auðvitað gerir þetta miklar kröfur til ykkar á sama tíma og starfsemin hefur úr minni fjármunum að spila en áður.</p> <p>Velferðarráðuneytinu er þetta ljóst og því var kærkomið að geta veitt 70 milljónir króna í lok síðasta árs til endurbóta á fæðingar- og kvennadeildinni hér, þar sem augljós þörf var fyrir hendi.</p> <p>Góðir gestir.</p> <p>Verkefni heilbrigðiskerfisins eru óþrjótandi og við þurfum sífellt að takast á við nýjar áskoranir til að tryggja öllum landsmönnum örugga og aðgengilega heilbrigðisþjónustu eftir því sem þörf krefur. Við höfum úr minna að spila en áður og því þarf stöðugt að finna nýjar leiðir til að fá sem mest fyrir hverja krónu.</p> <p>Ykkur er eflaust flestum kunnugt um störf ráðgjafahóps sem velferðarráðherra setti á fót síðastliðið haust til að fjalla um skipulag heilbrigðisþjónustu og nýtingu fjármuna. Hópurinn naut liðsinnis alþjóðlega ráðgjafafyrirtækisins Boston Consulting Group og skilaði tillögum til breytinga og úrbóta í október. Í stuttu máli sýndi greiningarvinnan að gæði heilbrigðisþjónustu hér á landi eru almennt mikil í erlendum samanburði og kostnaður sem hlutfall af landsframleiðslu sambærilegur við það sem gerist í öðrum Evrópuríkjum. Hins vegar eru ákveðnar brotalamir í kerfinu og ýmis tækifæri til breytinga sem geta falið í sér bætta þjónustu og betri nýtingu fjármuna.</p> <p>Settir voru á fót níu vinnuhópar til að vinna nánar úr tillögum ráðgjafahópsins og útfæra þær. Eitt af viðfangsefnunum er hvernig megi innleiða þjónustustýringu milli heilsugæslu, sérgreinaþjónustu, göngudeilda og bráðamóttaka sjúkrahúsa líkt og almennt tíðkast hjá nágrannaþjóðum okkar. Hér held ég að við getum náð árangri, því eins og ráðgjafahópurinn benti á hefur gildandi fyrirkomulag valdið því að notkun sérgreinaþjónustu hefur aukist stöðugt og sömuleiðis heilsugæsluþjónusta þar sem boðið er upp á einkarekna vaktþjónustu utan dagvinnutíma. Kostnaður vegna sérgreinalækna hefur aukist um 7% frá árinu 2008 á sama tíma og útgjöld til flestra annarra þátta heilbrigðisþjónustu hafa dregist saman. Við verðum að stýra betur notkun þeirra úrræða sem við höfum í heilbrigðiskerfinu og sjá til þess að ekki séu notuð dýrari úrræði en nauðsyn ber til.</p> <p>Á næstunni ættu að liggja fyrir niðurstöður vinnuhóps um heildstæða rafræna sjúkraskrá á landsvísu sem er gríðarstórt og mikilvægt verkefni og án efa undirstaða margvíslegra framfara í heilbrigðiskerfinu. Embætti landlæknis hefur þegar verið falin ábyrgð á samræmdri skráningu og birtingu heilbrigðis- og starfsemisupplýsinga, en á þessu sviði er algjörlega nauðsynlegt að gera stórt átak, því slíkar upplýsingar eru mikilvæg forsenda skynsamlegra ákvarðana um breytingar og úrbætur í heilbrigðiskerfinu.</p> <p>Við höfum enn verk að vinna við sameiningu heilbrigðisstofnana, sjúkraflutningar þarfnast endurskipulagningar í samræmi við breyttar samgöngur og aðgang að heilbrigðisþjónustu, þörf fyrir skurðlækningaþjónustu og fæðingarþjónustu er eitt af því sem verður endurmetið og stefnt er að því að endurskoða greiðslufyrirkomulag heilbrigðisþjónustu til að auka sveigjanleika, hagkvæmni og skilvirkni. Vinnuhópur um sameiningu heilbrigðisstofnana er að leggja lokahönd á tillögur sínar og sömuleiðis vinnuhópur um skipulag sjúkraflutninga. Ráðuneytið mun kynna þessar niðurstöður eins fljótt og auðið er.</p> <p sizcache016268751528561448="0" sizcache05344185482421477="0"><strong>„Andstreymið afhjúpar snilldina sem velgengnin dylur“.</strong> <span>Velferðarráðherra vitnar stundum til þessara orða rómverska skáldsins og heimspekingsins Hóratíusar sem standa í góðu gildi enn þann dag í dag, um það bil tvö þúsund árum síðar. Þetta hefur ráðherra bent á að sé lýsandi fyrir það hvernig stofnanir velferðarkerfisins, stjórnendur og starfsfólk hafa tekist á við erfiða tíma í kjölfar efnahagshrunsins 2008 og undir það tek ég heilshugar.</span></p> <p>Það er með ólíkindum hve vel hefur tekist að verja þjónustu við notendur velferðarkerfisins þrátt fyrir aðhald og niðurskurð. Ég nefni í þessu sambandi niðurstöður Euro Health Consumer Index árið 2012 sem voru kynntar á Evrópuþinginu í Brussel í liðinni viku en þar er Ísland í þriðja efsta sæti þeirra 34 landa sem úttektin náði til. Þessi vísitala notenda heilbrigðisþjónustunnar er orðin staðlaður mælikvarði á heilbrigðisþjónustu í Evrópu og hefur verið gefin út frá árinu 2005. Í niðurstöðunum kemur fram að íslenskir sjúklingar hafa mikil réttindi, eru vel upplýstir, biðtími eftir þjónustu er stuttur í samanburði við aðrar Norðurlandaþjóðir og árangur meðferðar er með því besta sem gerist í Evrópu. Við megum svo sannarlega vel una við þessar niðurstöður.</p> <p>Þessar niðurstöður þykja benda til þess að neikvæð áhrif kreppunnar á heilbrigðisþjónustu hafi verið ofmetin. Hins vegar er bent á að vísitalan beini sjónum að þremur þáttum sem gefa verði sérstakan gaum í tengslum við erfitt efnahagsástand. Þetta er tilhneiging til lengri biðtíma eftir valaðgerðum í þeim ríkjum sem verst hafa orðið úti í kreppunni, tilhneigingu til aukinnar kostnaðarþátttöku sjúklinga í heilbrigðisþjónustu og enn fremur að aðgengi að nýjum lyfjum standi í stað eða hafi jafnvel minnkað. Við þurfum að vera vakandi fyrir þessum ábendingum og hvernig við helst getum spornað við breytingum í þessa átt.</p> <p>Ég ætla ekki að hafa þessi orð miklu fleiri en vil ítreka kveðjur velferðarráðherra til ykkar með þakklæti til starfsmanna fyrir öflugt og gott starf. Það er gott að vinna með ykkur og við í velferðarráðuneytinu treystum á áframhaldandi farsælt samstarf í þeim fjölmörgu og mikilvægu verkefnum sem framundan eru.</p> <p>&#160;</p>

2012-05-14 00:00:0014. maí 2012Vorráðstefna Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins

<div class="single-news__big-image"><figure><a href="/media/velferdarraduneyti-media/media/logos/LogoGreiningarstod.gif"><img src="/media/velferdarraduneyti-media/media/logos/LogoGreiningarstod.gif?proc=singleNewsItem" alt="Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins" class="media-object"></a><figcaption>Greiningar- og ráðgjarfastöð ríkisins</figcaption></figure></div><p><strong>Vorráðstefna Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins, 11. - 12. maí.<br /> Ávarp Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra</strong></p> <hr id="null" /> <p>Góðir ráðstefnugestir.</p> <p>Heil og sæl öll, það er gott að sjá ykkur hér svo mörg á vorráðstefnu <a href="http://www.greining.is/">Greiningar- og ráðgjafarstöðvarinnar</a> sem nú er haldin í 27. sinn. Ráðstefnan er með allra fjölmennasta móti og ánægjulegt að sjá áhuga fólks sem vinnur að málefnum barna með fatlanir&#160; á því að sækja sér þekkingu og hafa með sér samráð um fagleg málefni.</p> <p>Eins og fram kemur í dagskránni er vorráðstefnan stærsti faglegi vettvangur þeirra sem tengjast börnum með þroskafrávik og vinna að málefnum þeirra. Ég leyfi mér að fullyrða að fagleg þekking á þessu sviði er mikil hér á landi og gróska í starfinu. Frá upphafi hefur áhersla verið lögð á að ráðstefnan speglaði þá umræðu sem á sér stað í samtímanum. Því hefur metnaður verið lagður í fjölbreytni þar sem í boði eru fræðlegir fyrirlestrar og málstofur um hagnýt málefni jafnframt því sem vorráðstefnan hefur verið vettvangur fólks til að kynnast markverðum rannsóknar og þróunarverkefnum.&#160; Ráðstefna sem þessi þjónar líka hlutverki sem hugmyndadeigla og samskiptatorg líkt og fylgir óformlegum samskiptum þar sem fagfólk úr ólíkum stéttum, úr öllum landshlutum hittist til skrafs og ráðagerða og ber saman bækur sínar.</p> <p>Eftirspurn eftir þjónustu Greiningar- og ráðgjafarstöðvarinnar hefur aukist mikið á liðnum árum sem sést á því að tilvísanir barna voru um 200 um aldamótin en hafa síðustu ár verið hátt á fjórða hundrað á ári. Tilvísunum til annarra sérhæfðra stofnana eins og Barna- og unglingageðdeildarinnar og Þroska- og hegðunarstöðvar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hefur einnig fjölgað nokkuð ört.</p> <p>&#160;</p> <p>Þessi vaxandi þörf fyrir greiningu og þjónustu er á margan hátt umhugsunarverð, hvort sem við veltum fyrir okkur ástæðunum að baki eða því hvernig við tökumst á við þau verkefni að annast greininguna fljótt og af öryggi&#160; og einnig hvernig hægt sé að tryggja þjónustu við hæfi.</p> <p sizcache006943233079978822="0" sizcache023967811231957864="0">Fjölgun tilvísana <span>&#160;</span>barna til greiningar hefur verið lang mest vegna raskana á einhverfurófi. Slíkar raskanir eru mun algengari en áður var talið. Það skýrist eflaust fyrst og fremst af betri þekkingu á vandanum og eins vitneskju um hvaða afleiðingar þessar raskanir geta haft fyrir viðkomandi til framtíðar ef ekkert er að gert, þar sem þær geta leitt til geðraskana eða verulegrar skertar getu. Fjölgun þeirra sem vísað er til greiningar<span>&#160;</span> þarf því alls ekki að vera vísbending um neikvæða þróun, heldur má miklu heldur líta á þetta sem forvarnarstarf sem leitt getur til þess að<span>&#160;</span> framtíðarhorfur og möguleikar þeirra sem í hlut eiga til sjálfstæðis og betra lífs á fullorðinsárum verða meiri en ella.<span>&#160;</span></p> <p>Á vorráðstefnu Greiningar- og ráðgjafarstöðvarinnar fyrir ári gerði ég að umtalsefni flutning ábyrgðar á þjónustu við fatlaða frá ríki til sveitarfélaga sem þá hafði nýlega átt sér stað, ræddi um hugmyndafræðina að baki þessari breytingu og þær vonir sem ég held að við bindum öll við hana varðandi bætta þjónustu til lengri tíma litið.</p> <p>Ég held að við horfum öll til þess að veita skuli þjónustu í sem mestum mæli í nærumhverfi þeirra sem á henni þurfa að halda. Þessi hugmyndafræði hefur átt vaxandi fylgi að fagna á flestum sviðum velferðarþjónustu síðustu ár og áratugi og þróunin hefur öll verið í þá átt. Vægi stofnanatengdra úrræða hefur minnkað. Reynt er að veita fólki þjónustu, meðferð og stuðning í sínu venjulega umhverfi eins og kostur er í stað þess að slíta það úr tengslum við daglegan veruleika með innlögn á stofnun.</p> <p>Eins og ég sagði hér fyrir ári tel ég líklegt að þessar áherslubreytingar muni leiða til ákveðinna breytinga hjá Greiningar- og ráðgjafarstöðinni. Annars vegar með auknum kröfum til hennar á sviði ráðgjafar, rannsókna og fræðslu og vegna samstarfs við tilvísendur og þjónustuaðila í nærumhverfi barna og fjölskyldna sem þurfa á þjónustu og stuðningi að halda. Hins vegar með því að stöðin haldi áfram að styrkja sig í sessi sem þriðja stigs þjónustustofnun og annist ekki beina þjónustu við börn þegar fært er að veita þeim þjónustu í nærumhverfinu. Uppbygging á sérhæfðri miðlægri þjónustu byggist á þessari hugsun og þar með áherslan á heilsugæslu og félagsþjónustu sveitarfélaga sem fyrsta viðkomustað þeirra sem þurfa á aðstoð að halda. Þaðan er fólki síðan vísað í sérhæfðari þjónustu eftir þörfum.&#160;&#160;</p> <p>Við þurfum að styrkja framkvæmd þessa skipulags og hugmyndafræðina sem snýr að því að veita þjónustu á fyrsta, öðru og þriðja þjónustustigi eftir því sem það á við. Í því skyni tel ég nauðsynlegt að auka vægi&#160; sérfræðiþjónustu sveitarfélaga um allt land. Það á að nýta greiningarvinnuna sem þar fer fram til að þjónusta þau börn sem í hlut eiga og til að stýra fjármagni og mönnun í samræmi við þörf fyrir þjónustu frekar en eftir greiningarflokkum.</p> <p>Við eigum að skerpa hlutverk þjónustu&#160;&#160; milli fyrsta, annars og þriðja stigs þjónustu og tryggja þannig að þjónusta við einstaklinga sé veitt á réttum forsendum á réttum tíma og réttum stað og að flæði milli þessara þriggja þjónustustiga sé tryggt. Fagfólk á hverjum stað á að fást við þau verkefni sem það kann best og gerir best í ljósi sérþekkingar sinnar og reynslu. Þannig tryggjum við hagsmuni notenda og stuðlum jafnframt að markvissri uppbyggingu þekkingar og reynslu þar sem hún nýtist best.</p> <p>Ég velti því fyrir mér hvort við eigum að endurvekja hugmynd um landshlutateymi sem myndi ráða yfir meiri þekkingu og reynslu en vænta má að verði fyrir hendi í einstökum sveitarfélögum eða þjónustusvæðum. Sveitarfélögin gætu lagt til sérfræðinga sem þá væru í flestum tilvikum búnir að koma að málum hlutaðeigandi barna, en á móti legði ríkið til sérfræðinga – hugsanlega í tengslum við heilbrigðisstofnanirnar sem myndu styrkja starfið enn frekar. Með þessu móti væri&#160; hægt að tryggja þverfaglega greiningar- og ráðgjafarþjónustu sem væri aðgengileg í eða nærri heimabyggð og gæti orðið til þess að leiða mál til lykta án suðurferðar.</p> <p>Góðir gestir.</p> <p>Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins hefur ekki frekar en aðrar stofnanir farið varhluta af samdrættinum í fjármálum ríkisins. Stjórnendur og starfsfólk stofnana finna að sjálfsögðu fyrir þessu og þurfa að beita mikilli útsjónasemi í daglegum rekstri og vinnuálagið er mikið. Ég hef hins vegar veitt því athygli hve fólk er reiðubúið að leggja mikið á sig og sýnir mikinn metnað í því að slaka ekki á faglegum kröfum og gera allt sem hægt er til þess að skerða ekki þjónustu við notendur. Þetta er afar mikils virði og verður seint fullþakkað.</p> <p>Þótt efnahagsþrengingar síðustu ára hafi reynt á þolrifin þá tel ég líka að erfiðar aðstæður hafi orðið okkur hvatning til að sjá ýmis mikilvæg mál í víðara samhengi en áður og finna nýjar leiðir að lausnum þeirra verkefna sem við er að etja hverju sinni.</p> <p>Burt séð frá kreppu og erfiðu efnahagsástandi þá er það verkefni okkar til framtíðar í velferðarkerfinu að finna og þróa leiðir til að mæta þörf fólks fyrir margvíslega þjónustu á sem bestan og hagkvæmastan hátt. Þá er mikilvægt að festast ekki í ákveðnu skipulagi, heldur að vera sífellt vakandi fyrir því hverju má breyta, hvað má bæta og hvernig megi ná sem mestum árangri með sem minnstum tilkostnaði.</p> <p>Það er stundum talað um hve dýrkeypt það getur verið að aðhafast ekki – það að gera ekki neitt. Um þetta verður væntanlega rætt í dag í tengslum við mikilvægi íhlutunar og ég er ekki í vafa um að snemmbær íhlutun gagnvart börnum sem eiga við erfiðleika að etja, samhliða stuðningi við fjölskyldur þeirra, skiptir öllu máli. Að greina vandann fljótt og bregðast strax við og á viðeigandi hátt frekar en að bíða og sjá hvað setur. Ef við byggjum á þessari hugsun held ég að við náum mestum árangri, hvort sem við horfum á hagsmuni einstaklinganna sjálfra eða samfélagsins.</p> <p>Allt þetta og margt fleira verður fjallað um hér á eftir af fagfólki og sérfræðingum á þessu sviði. Þetta verður án efa fróðleg og gagnleg ráðstefna að vanda. Ég óska ykkur fræðandi og ánægjulegra daga og velfarnaðar starfi.</p> <p>- - - - - - - - - - - - - - - -<br /> <strong>Talað orð gildir</strong></p>

2012-05-10 00:00:0010. maí 2012Aðalfundur Hollvinasamtaka Grensáss

<div class="single-news__big-image"><figure><a href="/media/velferdarraduneyti-media/media/radherra/GudbjarturHannessonOkt2010.jpg"><img src="/media/velferdarraduneyti-media/media/radherra/GudbjarturHannessonOkt2010.jpg?proc=singleNewsItem" alt="Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra" class="media-object"></a><figcaption>Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra</figcaption></figure></div><p>&#160;</p> <p><strong>Ávarp Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra á aðalfundi Hollvinasamtaka Grensáss<br /> 10. maí 2012.</strong></p> <p>Kæru Hollvinir Grensásdeildar, góðir gestir.</p> <p>Oft er talað um að hve gott sé að eiga hauk í horni og til þess varð mér einmitt hugsað þegar ég var beðinn að segja nokkur orð á aðalfundi Hollvina Grensásdeildar. Orðasambandið merkir að eiga sér hjálparhellu, - einhvern velviljaðan sem er tilbúinn til aðstoðar þegar á þarf að halda. Hefur þetta í skýringum verið tengt því að áður þóttu fálkar – sem einnig eru kallaðir haukar - afar dýrmætir, þá einkum vegna notkunar þeirra við veiðar.&#160;</p> <p>Allt á þetta einkar vel við um hollvinasamtökin sem eru svo sannarlega velviljuð og hafa reynst öflugur stuðningur við starfsemi endurhæfingarinnar hér á Grensásdeildinni. Og varðandi tenginguna við veiðar, þá hafa Hollvinasamtökin verið fengsæl við fjáröflun fyrir starfsemina og lyft ótrúlegum grettistökum sem mikið hefur munað um.</p> <p>Í ársskýrslu ykkar kemur fram að megináhersla í starfi hollvinasamtakanna hafa á þessu ári snúist um leiðir til að finna lausnir á húsnæðisvanda Grensáss - og að svo verði áfram í starfsemi komandi árs, jafnframt því sem aðstoð verði veitt til kaupa á tækjum og búnaði sem deildina vanhagar um.</p> <p>Nú sér fyrir endann á framkvæmdum við stækkun bílastæðisins við aðalinngang Grensásdeildar og yfirbyggingu yfir hluta þess og ætti verkinu að ljúka í þessum mánuði. Þetta er góður áfangi sem bætir mjög aðstæður þeirra sem hingað sækja þjónustu. Það var því sjálfsagt að mínu mati að veita aukið fé til verkefnisins þegar þörf krafði þar sem lægsta tilboð í verkefnið var yfir kostnaðaráætlun. Velferðarráðuneytið lagði samtals til verkefnisins rúmar 36 milljónir króna á móti 30 milljónum króna úr söfnunarsjóði ykkar <em>Á rás fyrir Grensás</em>. Framlag ykkar skiptir sköpum og við eigum ykkur að þakka að þetta verkefni er nú brátt í höfn.</p> <p sizcache04261208537367879="0">Ég er fyllilega meðvitaður um það að aðstöðunni til endurhæfingar hér á Grensási er áfátt og að hér er unnið ómetanleg starf við erfiðar aðstæður. Auðvitað vil ég að úr þessu verði bætt, því þörfin fyrir úrbætur er svo sannarlega fyrir hendi. Ég tek undir það sem fram kemur í ársskýrslunni ykkar að ekki eigi einungis að horfa í kostnað við framkvæmdir til að leysa úr húsnæðisvandanum hér - heldur einnig að skoða þjóðfélagslegan ávinning af hverjum þeim sem hægt er með endurhæfingu að styðja út í lífið á nýjan leik og aftur til starfa. <span>&#160;</span>Að sjálfsögðu eigum við að taka þetta með í reikninginn og auðvitað eigum við ekki aðeins að horfa í krónur og aura, heldur einnig til þess hve miklu endurhæfing getur skilað í bættum lífsgæðum þeirra sem í<span>&#160;</span> hlut eiga.</p> <p>Nýlega mælti ég á Alþingi fyrir nýju frumvarpi um atvinnutengda starfsendurhæfingu og starfsendurhæfingarsjóði. Ég nefni þetta hér til að draga það fram að stjórnvöld leggja í vaxandi mæli áherslu á mikilvægi endurhæfingar og aðgerðir almennt til að styðja fólk til atvinnuþátttöku og virkrar samfélagsþátttöku eins og kostur er.</p> <p>Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að almennt eigi allir einstaklingar rétt til atvinnutengdrar starfsendurhæfingar, hvort sem þeir eru á vinnumarkaði eða standa utan hans, að því gefnu að þeir uppfylli skilyrði frumvarpsins að öðru leyti. Stefnt er að því að atvinnutengd starfsendurhæfing verði einn þáttur í heildstæðu kerfi endurhæfingar þar sem starfsendurhæfingarsjóðir og stofnanir á vegum ríkis og sveitarfélaga starfi saman eins og kostur er. Lögð er áhersla á mikilvægi þess að einstaklingar sem þurfa aðstoð til að verða virkir í samfélaginu fái þjónustu við hæfi hverju sinni og er því gert ráð fyrir að fagaðilar innan fleiri en eins þjónustukerfis, svo sem heilbrigðiskerfis og félagslega kerfisins, vinni mjög náið saman þegar þess gerist þörf.</p> <p>Í ársskýrslu ykkar er vísað til þess að heilbrigðisráðherra hafi árið 2010 ákveðið að ræða óformlega við lífeyrissjóðina um mögulega aðkomu að fjármögnun við endurbætur og stækkun Grensásdeildar – en samkvæmt frumáætlun um verkefnið var kostnaðarmat slíkra framkvæmda árið 2010 um einn milljarður króna.</p> <p>Þessar hugmyndir tengjast ekki fyrst og fremst Grensási, heldur umræðum um mögulega aðkomu lífeyrissjóðanna að fjármögnun enn stærra verkefnis sem er uppbygging Nýs Landspítala við Hringbraut. Undirbúningur að uppbyggingu Nýs Landspítala stendur nú þannig að Reykjavíkurborg hefur kynnt tillögu að nýju deiliskipulagi og er það mál allt í lögbundnu ferli. Forhönnun bygginga liggur fyrir og forval og útboð vegna framkvæmda fara fram í sumar. Tilboð ættu því að liggja fyrir í haust, Alþingi til umfjöllunar og ákvörðunar.</p> <p>Lífeyrissjóðirnir eru reglulega upplýstir um stöðu þessara mála og framvindu verkefnisins en eiginlegar viðræður um fjármögnun framkvæmda hafa ekki átt sér stað enn sem komið er. Ég legg hins vegar áherslu á að þetta mál er geymt en alls ekki gleymt og stefnt að viðræðum strax og það er tímabært.</p> <p>Góðir fundarmenn.</p> <p>Samtök Hollvina Grensásdeildar voru stofnuð 5. apríl 2006 í þeim tilgangi að styðja við, efla og styrkja endurhæfingarstarfsemina á Grensási með því að afla fjár og vekja athygli á mikilvægi starfseminnar á opinberum vettvangi.</p> <p>Það er óhætt að segja að þið hafið náð ótrúlegum árangri á skömmum starfstíma samtakanna. Óeigingjarnt starf ykkar, óbilandi kraftur og bjartsýni hittir fólk fyrir eins og sést á því hve margir eru reiðubúnir að leggja af mörkum til fjársafnana sem þið standið fyrir. Það er mjög mikilvægt að lyfta upp því starfi sem fram fer á Grensási og varpa ljósi á þau kraftaverk, smá og stór, sem eiga sér stað á hverjum degi. Þetta hafið þið gert einstaklega vel og án efa vakið fjölda fólks til umhugsunar um dýrmæti þess að búa við góða heilsu, um það hve skjótt getur skipast veður í lofti í lífi hvers og eins – og hve miklu skiptir að eiga hauk í horni þegar á reynir.</p> <p>Þakka ykkur fyrir.</p> <p>- - - - - - - - - - - - - - -<br /> <strong>Talað orð gildir</strong></p> <p>&#160;</p> <p>&#160;</p> <p>&#160;</p> <p>&#160;</p> <p>&#160;</p> <p>&#160;</p>

2012-05-07 00:00:0007. maí 2012Það skiptir máli hverjir stjórna

<strong>Grein Guðbjarts&#160;Hannessonar velferðarráðherra<br /> Birtist í Fréttablaðinu 5.05.2012<br /> </strong> <hr id="null" /> <p>&#160;</p> <p>Í nýrri skýrslu sem Þjóðmálastofnun Háskóla Íslands vann fyrir velferðarráðuneytið eru dregnar saman tölulegar upplýsingar um þróun íslensks samfélags á árunum fyrir og eftir hrun, ljósi varpað á áhrif hrunsins á ólíka tekjuhópa og hvernig stjórnvöldum hefur tekist það ætlunarverk sitt að verja kjör lægstu tekjuhópanna. Niðurstöðurnar eru afgerandi: Snúið hefur verið frá þeim fordæmalausa ójöfnuði sem jókst ört í tíð fyrri stjórnvalda. Kjararýrnum vegna kreppunnar hefur verið langminnst hjá þeim tekjulægstu og tekjuskattbyrði hefur minnkað hjá lágtekju- og millitekjuhópum, eða sex af hverjum tíu fjölskyldum í landinu. Í samanburði við aðrar þjóðir hefur okkur tekist að dreifa byrðum kreppunnar á mun réttlátari hátt en víðast annars staðar, verja tekjulægri hópana og sporna við jafn umfangsmiklu atvinnuleysi og víðast varð raunin hjá öðrum þjóðum</p> <p><strong>Fordæmalaus aukning ójöfnuðar</strong></p> <p>Í skýrslunni kemur meðal annars fram að árin 1995-2007 jókst ójöfnuður hérlendis svo mjög að annað eins hefur ekki sést á Vesturlöndum og náði hámarki á hátindi loftbóluhagkerfisins árið 2007. Þá hafði skattbyrði hátekjuhópanna lækkað stöðugt meðan æ þyngri skattbyrðar voru lagðar á bök hinna tekjulágu. Í reynd var skattbyrði íslensks hátekjufólks óvenju létt í alþjóðlegum samanburði.&#160;</p> <p>Þessa óheillaþróun má rekja beint til ákvarðanna stjórnvalda sem með markvissum breytingum á skattkerfinu bjuggu til sannkallað velferðarkerfi hátekjufólks, enda jókst hlutdeild þeirra í þjóðarkökunni stöðugt á þessu tímabili. Árið 1995 var hlutur 10% tekjuhæstu fjölskyldna landsins í heildartekjum landsmanna tæplega 22% en árið 2007 féllu 40% af heildartekjum landsmanna í þeirra skaut. Ríkustu fjölskyldurnar, þ.e. það 1% sem hæstar tekjur hafði, fengu árið 1995 um 4% af heildartekjunum en um 20% árið 2007.</p> <p><strong>Ójöfnuður sprettur ekki af sjálfum sér</strong></p> <p>Efnahagslegur ójöfnuður leiðir til margþættra félagslegra vandamála og veldur um leið miklum kostnaði fyrir samfélagið allt. Þar sem ójöfnuður er mikill er glæpatíðni almennt hærri og margskonar heilsufarsvandamál algengari. Flest bendir líka til þess að undirrót þeirra efnahagsþrenginga sem Vesturlönd hafa gengið í gegnum á undanförum árum sé of mikil samþjöppun auðs og stigvaxandi ójöfnuður. Af þeirri reynslu verðum við að læra.</p> <p>Ójöfnuður sprettur ekki af sjálfu sér. Þvert á móti ráða ákvarðanir stjórnvalda miklu í þeim efnum og því er mikilvægt að þau sinni þeirri skyldu sinni að afla greinargóðra upplýsinga um samfélagsþróunina, meðal annars um breytingar á tekjujöfnuði og bregðist við ef ójöfnuður fer úr böndunum líkt og hér gerðist á árunum fyrir hrun.</p> <p><strong>Framtíð byggð á jöfnuði</strong></p> <p>Hruni fjármálakerfisins á Íslandi fylgdi mesta kjaraskerðing sem orðið hefur hér á landi frá lýðveldisstofnun. Niðurstöður Þjóðmálastofnunar sýna hins vegar að þrátt fyrir mjög erfiðar aðstæður þá hafi okkur tekist betur en flestum öðrum þjóðum að verja velferðina og auka jöfnuð í samfélaginu. Gott samfélag byggist á jöfnuði og því ættu flestir að geta sameinast um það markmið að tryggja að bilið á milli þjóðfélagshópa breikki ekki á nýjan leik hér á landi.<span>&#160;</span> Upplýst umræða um það hvernig stjórnmálin geta og hafa haft mótandi áhrif á þjóðfélagsgerðina og áhrif þeirra á lífsgæði okkar á hverjum tíma er forsenda þess að okkur takist að byggja upp sterkt og gott samfélag fyrir alla. <span>&#160;</span></p>

2012-05-03 00:00:0003. maí 2012Ávarp velferðarráðherra á námstefnunni „Foreldrar í vanda - börn í vanda“

<p><strong>Námstefnan; Foreldrar í vanda, börn í vanda; heilbrigð frumtengsl forsenda lífshæfni<br /> Að námstefnunni stóðu Þerapeia ehf. Miðstöð foreldra og barna og Barnaverndarstofa<br /> </strong><strong>Ávarp Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra</strong></p> <p>Ágætu áheyrendur</p> <p>Það er mér bæði ljúft og skylt að ávarpa ykkur í lok tveggja daga námstefnu þar sem fjallað hefur verið ítarlega um efnið „Foreldrar í vanda – börn í vanda“.</p> <p>„Foreldrar í vanda – börn í vanda“ er viðfangsefni sem snertir mjög marga málaflokka hins nýja ráðuneytis velferðarmála sem &#160;frá 1. janúar 2011 sameinaði félags- og heilbrigðismálin innan síns málefnasviðs.</p> <p>Velferðarráðuneytið og einkum stofnanir þess hafa eða geta haft aðkomu að foreldrum og börnum í vanda á margvíslegan hátt. Það getur verið innan heilsugæslunnar, ungbarnaeftirlits og skólahjúkrunar þar sem nánast allir foreldrar og börn landsins eiga viðkomu. Í ljósi þess verður mikilvægi heilsugæslunnar og annarra heilbrigðisstofnana í því að koma auga á börn og fjölskyldur í vanda seint ofmetið og því skiptir samstarf heilbrigðiskerfisins og barnaverndarkerfisins miklu máli.</p> <p>Þegar vandinn er orðinn sýnilegri, meiri eða alvarlegri kemur oft til kasta annars eða þriðja stigs þjónustustofnana svo sem<span>&#160;</span> Þroska og hegðunarstöðvar eða sjúkrahúsa svo sem<span>&#160;</span> barnaspítala Hringsins, Barna- og unglingageðdeildar, eða í tengslum við íhlutun barnaverndarnefnda, oft með aðkomu Barnaverndarstofu eða Barnahúss svo dæmi séu tekin.</p> <p>Við vitum líka að vandi barna sem verður illa ráðið við í æsku flyst gjarna með börnum og ungmennum yfir á fullorðinsárin<span>&#160;</span> og verður þá oft viðfangsefni opinberra stofnana velferðarkerfisins svo sem félagsþjónustu sveitarfélaga, sjúkrastofnana, geðdeilda<span>&#160;</span> og jafnvel dómskerfisins, lögreglu og fangelsismála. Því miður er hætt við að slíkur vandi flytjist milli kynslóða og birtist þá í því sem oft hefur verið kallaður „hinn félagslegi arfur.“</p> <p>Sem skólamaður og skólastjóri til margra ára hef ég vitanlega ekki komist hjá því að mæta foreldrum og börnum í margvíslegum vanda. Oft er erfitt að segja til um orsakirnar en þó<span>&#160;</span> hefur mér fundist augljóst að erfiðleikar barnanna í skólanum eigi oft rætur að rekja til <span>&#160;</span>þess vanda sem foreldrar þeirra glíma við þótt hann sé oftast ekki <span>&#160;</span>eins sýnilegur innan skólastarfsins <span>&#160;</span>og sá vandi sem snýr beint að börnunum sjálfum.</p> <p>Í skólaumhverfinu hefur löngum verið kallað eftir því að yfirvöld félag- og heilbrigðismála láti til sín taka með meira afgerandi hætti og fyrr á æviskeiði barnanna en bíði þess ekki að vandinn sé orðinn illviðráðanlegur.<span>&#160;&#160;</span> Ég tel að skólinn sem slíkur hafi mjög mikilvægu hlutverki að gegna við að leysa vanda og hlú að<span>&#160;</span> börnunum í <span>&#160;</span>gegnum gott og uppbyggilegt uppeldis- og skólastarf en tek vissulega undir með þeim sem vilja öflugra samstarf allra þeirra sem koma að lífi og uppvexti barnanna<span>&#160;</span> og þá sérstaklega með samstarfi foreldra við stofnanir<span>&#160;</span> ríkis og sveitarfélaga en einnig með öflugra<span>&#160;</span> samstarfi stofnananna innbyrðis.</p> <p>Á þessari námstefnu hefur augum verið beint að mikilvægi frumtengsla barna við foreldra sína og hvaða afleiðingar það hefur ef börn verða fyrir tilfinningalegri vanrækslu<span>&#160;</span> eða annarri <span>&#160;</span>slæmri meðferð og vanrækslu í frumbernsku. Afleiðingar áfengis- og annarri vímuefnaneyslu mæðra á fóstur hafa verið sérstaklega til umfjöllunar.</p> <p>Íslenskir skipuleggjendur námstefnunnar; Barnaverndarstofa, Miðstöð foreldra og barna og fyrirtækið Þerapeia ehf. hafa<span>&#160;</span> fengið til liðs við sig tvær valinkunnar fræðikonur, annars vegar dr. Kari Killén frá Noregi og May Olofsson frá<span>&#160;</span> Danmörku til þess að fræða fagfólk sem starfar að málefnum barna innan íslenska<span>&#160;</span> velferðarkerfisins og enn fremur háskólafólk sem sér um að<span>&#160;</span> mennta fagfólk til starfa á Íslandi sem mun vinna með foreldrum og börnum.</p> <p>Þetta eru gífurlega mikilvæg viðfangsefni <span>&#160;</span>ekki síst þar sem á síðustu árum hefur með rannsóknum verið hægt að sýna fram á<span>&#160;</span> að „árin sem enginn man“ ,svo vitnað sé í bók eftir Sæunni Kjartansdóttur sálgreini, <span>&#160;</span>hafi mun meiri áhrif á persónuleikaþroska einstaklingsins en áður var ætlað og geti hafa áhrif á sjálfsmynd hans og tengslamyndun til <span>&#160;</span>allrar framtíðar.</p> <p>Hér á landi hafa ýmsir sérfræðingar<span>&#160;</span> vakið athygli stjórnvalda á því að koma þurfi upp sérhæfðri þjónustu fyrir foreldra, einkum mæður sem eru í vanda staddar á meðgöngu og eftir fæðingu barns, sem veldur því að þær geta illa myndað tengsl við barnið eða veitt því fullnægjandi umönnun, andlega og jafnvel einnig líkamlega. Þetta getur stafað af ýmsum ástæðum <span>&#160;</span>svo<span>&#160;</span> sem þunglyndi eða öðrum geðröskunum eða misnotkun áfengis og annarra vímugjafa.<span>&#160;</span> Meðal þeirra sem hafa ýtt við stjórnvöldum eru frumkvöðlar á þessu sviði<span>&#160;</span> og þar með taldir þeir sem standa að þessari námstefnu hér í dag. Þessir frumkvöðlar hafa verið duglegir að koma sjónarmiðum sínum og áherslu á framfæri við stjórnvöld og það er ánægjulegt að segja frá því að<span>&#160;</span> Miðstöð foreldra og barna hlaut fjárstuðning frá velferðarráðuneytinu á síðasta ári og vonandi verður framhald á því á þessu ári.<span>&#160;</span> Hins vegar væri mikilvægt að festa svona starf í sessi og möguleikarnir á því aukast eftir því sem landið rís.</p> <p>Að mínu mati er eitt mikilvægasta verkefni ykkar einmitt það sem þið hafið verið að gera undanfarna tvo daga, að koma saman og læra af sérfræðingum og<span>&#160;</span> hvert af öðru um þetta mikilvæga skeið í lífi hvers einstaklings og fjalla um það hvernig hægt sé að fyrirbyggja skaða og koma þeim börnum til<span>&#160;</span> hjálpar sem mest þurfa á því að halda og sem allra fyrst.</p> <p>Með aukinni þekkingu og vitundarvakningu um mikilvægi frumbernskunnar eru líkur til að hægt sé bæta lífsgæði barna og í auknum mæli koma í veg fyrir skaða af slæmu atlæti á bernskuárunum.</p> <p>Það er von mín að þessi tveggja daga námstefna hafi gefið þátttakendum nægt veganesti að taka með sér á starfsvettvang með börnum og foreldrum. Ég þakka skipuleggjendum frumkvæðið að námstefnunni og erlendu fyrirlesurunum kærlega fyrir að heimsækja Ísland og miðla þekkingu sinni og reynslu til okkar.</p> <p>Með þessum orðum segi ég námstefnunni slitið.</p> <p>- - - - - - - - - - - - - -<br /> <strong>Talað orð gildir</strong></p> <p>&#160;</p>

2012-04-29 00:00:0029. apríl 2012The 12th European Clubhouse Conference 2012

<p><strong><strong>Address by the Minister of Welfare,<br /> Mr. Guðbjartur Hannesson</strong></strong></p> <hr id="null" /> <p>I am pleased and honoured to be able to open this Conference of the&#160; European Partnership for Clubhouse Development and bid the foreign participants welcome to Iceland.</p> <p>I was somewhat surprised when I began to read about the history of clubhouses and the concepts behind them, how long a history this movement already had. The first clubhouse, Fountain House, was opened in New York City in 1948 and represented a major innovation in services for people with mental illness.</p> <p>The underlying concept has undoubtedly been developed over the years, but the basis remains the same, that of emphasising the ability and the rights of each individual to an active participation in the community and to a fruitful life in spite of mental illness.</p> <p>The underlying concept of the clubhouse movement has spread throughout the world and it is of particular interest to see how this activity has been initiated in the cultures of widely different nations. By 1987, there were already some 220 clubhouses in the United States, and such clubhouses had also been established in Canada, Denmark, Germany, Pakistan, Sweden and South-Africa.</p> <p>But what is the secret behind the activity of the clubhouses? I have already asked this question and received the answer that it is based on common human values – values that supersede all differences between people arising from frontiers, nationality, race and different cultures. I think that is a good answer and actually quite remarkable. Perhaps we could usefully apply this concept in other areas.</p> <p>I have acquainted myself with the operation of the clubhouse at Geysir here in Iceland that was established in 1999. The Geysir clubhouse has proved to be a fresh contribution to the Icelandic discourse on mental health treatment for the benefit of all. The concept has been clear from the beginning and the emphasis remains the same today, i.e., that there are no patients at Geysir, all participants are equal. It is not a treatment or rehabilitation facility but rather a bridge between the clubhouse and the community at large where the activity is based on the mutual cooperation of clubhouse members and staff.</p> <p>I have heard many stories from people that have benefited from the work of Geysir and they assert that there they have found a purpose and stability in life that has been invaluably useful in their fight with mental illness.</p> <p>Ladies and gentlemen.</p> <p>The prejudices of society against mental illness are gradually declining over time and much has changed for the better in recent years and decades. It should also be self-evident that each individual is valuable to society and should be allowed to develop, use his or her talents and enjoy the opportunities offered by life. People need to work together on the basis of the concepts developed by the clubhouse movement instead of relying on the traditional supervisory method of treating persons with mental health issues. The slogan of the Association of Persons with Disabilities, that nothing about us should be done without us, sounds quite appropriate in this instance.</p> <p>The activity of clubhouses around the world is well grounded and is growing. They engage in intense international cooperation which is invaluable, since it is important for all nations and all activity to widen the horizon, learn from others what is well done and allow others to benefit from one's own experience and know-how.</p> <p>This is what your conference is about. I wish you well and I hope you have a satisfying stay and the results of your conference will be fruitful for your work ahead.</p>

2012-04-26 00:00:0026. apríl 2012Ávarp velferðarráðherra á aðalfundi Bandalags háskólamanna 26. apríl 2012

<h4>Aðalfundur Bandalags háskólmanna (BHM), 26. apríl 2012.&#160;</h4> <h4>Ávarð Guðbjarts Hannessonar, velferðarráðherra</h4> <hr id="null" /> <p>Góðir háskólamenn og fulltrúar á aðalfundi BHM.</p> <p>Takk fyrir að bjóða mér til fundarins, það er gott að hitta ykkur hér og ágætt tækifæri fyrir mig til að segja nokkur orð um ýmis mál sem eru ofarlega á baugi og varða þessi stóru samtök félaga háskólafólks.</p> <p>Ég veit að framundan hjá ykkur í dag er stefnumótunarvinna þar sem stór mál eru á dagskrá og að hluta til varða þau beint verkefni velferðarráðuneytisins. Vinnumarkaðsmál vega þar þungt, ekki síst í ljósi þess erfiða árferðis sem við enn búum við, þótt staðan hafi svo sannarlega batnað frá því fyrst eftir hrun og allt stefni upp á við. Launamál eru auðvitað hluti af vinnumarkaðsmálunum og jafnréttismálin þar með sömuleiðis. Eins tengjast lífeyrismálin verkefnum velferðarráðuneytisins þegar horft er til samspils almannatryggingakerfisins og lífeyrissjóðanna.</p> <p>Mikilvægt er að umræðan byggist á sem bestum upplýsingum á hverjum tíma og að þær séu metnar hlutlægt og með grundvallarsjónarmið að leiðarljósi.</p> <p>Félög háskólamenntaðra hafa ekki farið varhluta af þrengingum liðinna ára á vinnumarkaði. Engu að síður er augljóst að háskólamenntun er mikils virði á vinnumarkaði, hvort sem horft er til atvinnumöguleika eða starfsöryggis.</p> <p>Ef horft er til síðustu þriggja ára sést að hlutfall fólks með háskólamenntun er að jafnaði um 30% af vinnuaflinu. Hlutfall háskólamenntaðra af hópi þeirra sem eru atvinnulausir er aftur á móti um 16% samkvæmt skýrslu Vinnumálastofnunar um atvinnuástandið í mars síðastliðinum en til samanburðar er hlutur þeirra sem eiga aðeins grunnskólanám að baki um 49% af heildarfjölda atvinnulausra. Þetta kemur vísast engum á óvart en er samt sem áður fróðlegt að skoða þessar tölur til marks um gildi menntunar.</p> <p>Tölur um atvinnuleysi eftir kyni og menntun eru einnig áhugaverðar. Af heildinni eru karlar fjölmennari en konur í hópi atvinnulausra eða 7,3% á móti 6,9%. Munurinn í þessa átt er mestur í hópi fólks með iðnmenntun sem kemur heldur ekki á óvart því þar er hlutur karla svo stór af heildinni og eins er hlutur atvinnulausra karla mun hærri en kvenna meðal þeirra sem hætt hafa námi að loknu grunnskólaprófi. Hlutur atvinnulausra kvenna er hins vegar hærri meðal þeirra sem hafa lokið einhverju framhaldsnámi eða stúdentsprófi að loknum grunnskóla og eins meðal háskólamenntaðra. Í lok mars voru 826 háskólamenntaðir karlar án atvinnu á móti 1.080 konum sem sýnir töluverðan mun á atvinnuástandi kynja í hópi háskólafólks, konunum í óhag. Hér skiptir eflaust máli hve vinnumarkaðurinn er kynskiptur og starfsval fólks sömuleiðis, sem sést meðal annars á því að um þrír fjórðu hlutar fólks sem starfar hjá hinu opinbera eru konur.</p> <p>Þótt atvinnuleysis sé hlutfallslega lægra meðal háskólamenntaðra en annarra er það engu að síður staðreynd sem mikilvægt er að takast á við. Langtímaatvinnuleysi og áhrif þess á einstaklinga eru alvarlegust. Miklu skiptir að grípa snemma inn í aðstæður þeirra sem missa vinnuna, stuðla að virkni þeirra með öllum ráðum og veita þeim liðsinni til að komast inn á vinnumarkaðinn á nýjan leik.</p> <p>Fyrir skömmu var lagt fyrir Alþingi frumvarp um atvinnutengda starfsendurhæfingu og ég reikna með að mæla fyrir því á næstu dögum. Frumvarpið fjallar um starfsendurhæfingarsjóði, framlög til þeirra og rétt einstaklinga til atvinnutengdrar starfsendurhæfingar á vegum starfsendurhæfingarsjóða. Markmiðið er að tryggja þeim einstaklingum sem eru með skerta starfsgetu vegna veikinda eða slysa atvinnutengda endurhæfingu. Áhersla er lögð á að hún skuli vera þáttur í heildstæðu kerfi endurhæfingar þar sem starfsendurhæfingarsjóðir og stofnanir á vegum ríkis og sveitarfélaga starfa saman með það að leiðarljósi að gera sem flestum kleift að vera virkir á vinnumarkaðnum.</p> <p>Frumvarpið markar tímamót þar sem miðað er við að tryggja rétt allra til starfsendurhæfingar óháð fyrri þátttöku á vinnumarkaði, uppfylli þeir almenn skilyrði fyrir þátttöku í slíkum úrræðum. Þessi skilyrði snúast um að viðkomandi búi við heilsubrest sem hindrar atvinnuþátttöku en stefni á aukna atvinnuþátttöku eða inn á vinnumarkaðinn á nýjan leik og hafi vilja og getu til að nýta sér starfendurhæfingu í þessu skyni.</p> <p>Vinnumálastofnun gegnir afar mikilvægu hlutverki á sviði vinnumarkaðsúrræða og hefur í samvinnu við fjölmarga aðila sem þessum málum tengjast sinnt því afar vel á erfiðum tímum þar sem atvinnuleysi hefur verið miklu meira en við höfum áður þekkt.</p> <p>Ég nefndi áðan að íslenskur vinnumarkaður er mjög kynjaskiptur og það verður að segjast sem er að það virðist breytast hægt þótt eitthvað þokist í áttina. Áður en lengra er haldið í þessum efnum vil ég samt minna á að samkvæmt alþjóðlegum mælingum á jafnrétti kynjanna hefur Ísland reynst standa sig best í heiminum síðustu þrjú ár. Staða í stjórnmálum, hátt menntunarstig og ýmis félagsmál skila okkur efsta sætinu, en staðan á vinnumarkaði er okkar veika hlið og það gengur illa að útrýma launamisrétti kynjanna.</p> <p>Stór könnun árið 2008 sýndi mun meiri launamun kynjanna á landsbyggðinni en í þéttbýli. Samkvæmt framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum verður Byggðastofnun falið að greina orsakir þessa launamunar og síðan verður samin aðgerðaáætlun til að taka á honum. Fyrir nokkru tók til starfa á vegum velferðarráðuneytisins framkvæmdanefnd um launajafnrétti kynjanna sem á að samhæfa aðgerðir til að draga úr launamisrétti. Ætlunin er að safna saman upplýsingum um árangursríkar aðgerðir og blása svo til sóknar. Enn er unnið að gerð jafnlaunastaðals en það hefur reynst mun flóknara verk en ætlað var.</p> <p>Kynjahalli í stjórnum fyrirtækja í landinu hefur lengi verið þyrnir í augum en nú styttist í að lög um kynjakvóta í stjórnum hlutafélaga og einkahlutafélaga gangi í gildi, þ.e. í september 2013. Einstaka fyrirtæki hafa þegar brugðist við og fjölgað konum en miklu betur má ef duga skal. Á vettvangi ríkis og sveitarfélaga hefur kvótum verið beitt í öllum nefndum, ráðum og stjórnum frá árinu 2008 og hefur það bæði tekist vel og gefist vel. Ég er ekki í vafa um að gildistaka laga um kynjakvóta mun til lengri tíma litið hafa veruleg áhrif til þess að eyða launamun kynja, enda munum við með því rjúfa glerþakið svokallaða og konum gefst í auknum mæli tækifæri til að hafa bein áhrif á launaákvarðanir og þar með launaþróun.</p> <p>Áhrif breytinga sem gerðar hafa verið á Fæðingarorlofssjóði vegna aðhaldsaðgerða hafa verið til umræðu síðustu misserin. Það hefur sýnt sig að breytingarnar hafa dregið verulega úr áhuga karla – og raunar einnig kvenna - á því að nýta sér rétt sin til fæðingarorlofs en sparnaðaraðgerðirnar snerta einkum þá sem eru í hærri tekjuhópunum. Vilji stjórnvalda stendur til þess að hækka þakið á greiðslum í fæðingarorlofi sem vonandi eykur þátttöku feðra að nýju. Þetta er mikilvægt jafnréttismál sem við þurfum að takast á við, samhliða því að takast á við launamisrétti kynjanna.</p> <p>Það má alveg nefna það hér að árið 2008 – fyrir hrun – var í undirbúningi að lengja fæðingarorlofið í tólf mánuði. Það er alveg ljóst að staðan í ríkisfjármálum hefur ekki gefið svigrúm til þess, en verkefnið er geymt, ekki gleymt og verður til skoðunar á næstu mánuðum.</p> <p>Góðir fundarmenn.</p> <p><em>Mótum framtíðina</em> <span>er yfirskrift þessa aðalfundar BHM. Það er stórt viðfangsefni en jafnframt eitthvað sem við glímum öll við á einn eða annan máta í lífi okkar og starfi. Fólk nálgast þetta hins vegar á mismunandi hátt. Ein leiðin er sú að horfa sífellt um öxl, líta með söknuði til þess sem áður var og hugsa fyrst og fremst um að endurheimta það sem við teljum hafa glatast. Auðvitað getur þetta í einhverjum tilvikum átt rétt á sér. Ég hvet þó til þess að við horfum fyrst og fremst fram á veginn með eftirvæntingu og vilja til þess að skapa eitthvað nýtt.</span></p> <p>Ég kom í gær heim af fundi heilbrigðisráðherra Evrópuríkja sem fram fór í Horsens í Danmörku. Þar er verið að nýta tæknina til að stuðla að valdeflingu (e. Enpowerment) með áherslu á aukna ábyrgð fólks á eigin heilsu og þátttöku í meðferð. Þetta er viðamikið málefni sem gaman væri að ræða um í betra tómi.</p> <p>Allsnægtatíminn sem kenndur er við árið 2007 kemur ekki aftur, enda vitum við nú að veisluföng þess tíma voru einkum burtflognar hænur og óorpin egg. Byggjum frekar á því sem við höfum í hendi og nýtum það vel. Síðast en ekki síst eigum við skipta með okkur þeim gæðum sem þjóðfélagið sannarlega hefur yfir að ráða á sanngjarnan hátt með jöfnuð að leiðarljósi.</p> <p>Verkefnin eru næg og best gengi ef við gætum öll sameinað krafta okkar og togað í sömu átt.</p> <p>Ég óska þess að lokum að þið eigið hér saman öflugan aðalfund, árangursríkan og skemmtilegan þar sem fram koma ótal hugmyndir sem innlegg í kröftuga stefnu sem móta mun framtíðina.</p> <p>- - - - - - - - - - - - - -<br /> <strong>Talað orð gildir</strong></p> <p>&#160;</p>

2012-04-24 00:00:0024. apríl 2012Ávarp velferðarráðherra á ársfundi Landspítala

<strong>Ársfundur Landspítala, Salnum í Kópavogi 24.04.2012</strong> <p>&#160;</p> <p><strong>Ávarp velferðarráðherra, flutt af Önnu Lilju Gunnarsdóttur ráðuneytisstjóra fyrir hans hönd</strong></p> <hr id="null" /> <p>Góðir ársfundargestir, stjórnendur og annað starfsfólk Landspítala.</p> <p>Velferðarráðherra bað mig fyrir góðar kveðjur til ykkar. Hann hefði svo gjarna viljað vera með ykkur hér í dag en átti þess ekki kost. Hann situr nú fundi í Kaupmannahöfn með evrópskum kollegum sínum þar sem til umfjöllunar eru heilbrigðismál og önnur velferðarmál sem hvað heitast brenna á þjóðum á tímum efnahagsþrenginga. Ég flyt því ávarp á ársfundi Landspítala fyrir hans hönd.</p> <p>„Landspítali er í fremstu röð háskólasjúkrahúsa. Sjúklingurinn og öryggi hans eru ætíð í fyrirrúmi. Hann er stolt landsmanna, sjúklinga og starfsmanna.“ Þetta er meðal þess sem fram kemur í stefnu Landspítala og framtíðarsýn til ársins 2016.</p> <p>Stefnumótun fyrir stóran vinnustað og viðamikla og flókna starfsemi eins og hér er um að ræða er vandaverk sem krefst mikils af stjórnendum og starfsfólki. Skýr stefna er jafnframt ómetanlegur leiðarvísir fyrir starfsemina þegar vel tekst til. Hún felur þá í sér aðgerðir, skilgreind markmið og mælikvarða um árangur. Að baki stendur öflug liðsheild starfsfólksins sem er meðvitað um markmiðin og keppir að þeim saman með framtíðarsýnina að leiðarljósi.</p> <p>Þetta hefur Landspítala tekist, þ.e. að móta og innleiða stefnu sem liggur til grundvallar öllu starfi sjúkrahússins frá degi til dags. Þið sem starfið á Landspítala hafið sýnt ótrúlega stefnufestu sem er án efa lykillinn að þeim ótrúlega árangri sem þið hafið náð við erfiðar aðstæður.</p> <p>Algjör viðsnúningur hefur orðið í rekstri Landspítala. Að margra mati hefur ykkur tekist hið ómögulega. Tvö ár í röð hefur reksturinn verið innan ramma fjárlaga, þrátt fyrir miklar kröfur um hagræðingu og sparnað. Hér hefur ekki verið hvikað frá því markmiði að halda rekstri innan fjárheimilda.</p> <p>Aldrei hefur þó verið slakað á kröfum um öryggi og gæði. Faglegur metnaður er hér augljóslega í fyrirrúmi og gildin sem hér hafa verið sett um fagmennsku, öryggi, framþróun og umhyggju í hávegum höfð.</p> <p>Landspítali er öryggisnet í eigu og þágu þjóðar segir meðal annars í stefnu sjúkrahússins um hlutverk hans. Þetta hefur Landspítali sýnt í verki og verkefni ykkar frá degi til dags eru til vitnis um það. Verkefni eru ekki valin hingað inn, hér er tekist á við hvers konar vandamál sem upp koma og þau leyst.</p> <p>Það er ástæða til að þakka sérstaklega skjót og fumlaus viðbrögð Landspítala við PIP brjóstapúðamálinu þegar stjórnvöld ákváðu að bregðast við umfram það sem flestar aðrar þjóðir höfðu gert og bjóða konum brottnám þessara fölsuðu púða. Þetta var talið nauðsynlegt þar sem upplýsingar um mögulega skaðsemi púðanna og áhrif á heilsufar voru ófullnægjandi og því þyrfti að eyða óvissu og tryggja öryggi kvennanna.</p> <p>Á örskömmum tíma skipulagði Landspítali hvernig verkefninu skyldi sinnt og hófst handa. Þegar við réttilega köllum Landspítala flaggskip heilbrigðiskerfisins ber að halda því til haga að ólíkt öðrum stórum skipum getur hann verið snar í snúningum, eins og liprasti léttabátur.</p> <p>PIP brjóstapúðamálið sýndi glöggt hvernig opinbera heilbrigðiskerfið stendur vörð um öryggi sjúklinga og mætir hverjum þeim aðstæðum sem upp geta komið, ávallt með hagsmuni þeirra að leiðarljósi. Í þessu máli vöknuðu fjölmargar spurningar sem við verðum að svara og það er einmitt hlutverk nefndar um athugun á starfsemi einkarekinna læknastofa sem Magnús Pétursson stýrir og er ætlað að skila niðurstöðum í maí.</p> <p>Ég vil einnig þakka Landspítala sérstaklega fyrir skelegg vinnubrögð þegar ákveðið var að flytja starfsemi réttargeðdeildar frá Sogni á Klepp. Þetta var umdeilt mál í samfélaginu en af hálfu Landspítala tókst að draga fram faglegar forsendur ákvörðunarinnar og kynna þau rök sem máli skiptu og vörðuðu hagsmuni og velferð þeirra sjúklinga sem í hlut eiga. Nýja réttargeðdeildin tók til starfa á Kleppi í lok febrúar og gagnrýnisraddir virðast þegar hafa hljóðnað. Opnun deildarinnar í vel búnu húsnæði undir faglegri ábyrgð og stjórn Landspítala verður þessum málaflokki til framdráttar og sjúklingum og aðstandendum þeirra til mikilla hagsbóta.</p> <p>Ágætu gestir.</p> <p>Landspítali er stór stofnun með fjölda starfsstöðva sem eru dreifðar vítt og breitt um höfuðborgarsvæðið í húsakosti sem er vægast sagt upp og ofan að gæðum og í mörgum tilvikum ekki vel til þess fallinn að þjóna starfseminni. Að þessu leyti er starfsumhverfi ykkar á Landspítala ófullnægjandi og aðbúnaður sjúklinga háður þeim takmörkunum sem húsnæðið setur. Í þessu ljósi er sá árangur sem hér hefur náðst á sviði hagræðingar, gæðastarfs, stefnumótunar, bættra verkferla og aukinnar skilvirkni enn meira þrekvirki og hreinlega aðdáunarverður.</p> <p>Það eru orðin býsna mörg ár síðan bygging nýs Landspítala var sett á dagskrá. Vonandi sér nú brátt fyrir endann á löngum aðdraganda. Viðamikill undirbúningur vegna skipulags og framkvæmda er á lokastigi og gangi allt eins og ætlað er fá framkvæmdir brátt að tala sínu máli.</p> <p>Tillaga að nýju deiliskipulagi var kynnt á opnum fundi í Ráðhúsi Reykjavíkur 29. mars síðastliðinn og er í lögbundnu ferli. Nú liggur fyrir forhönnun bygginga og unnið er að fullnaðarhönnun gatna. Forval og útboð vegna framkvæmda fara fram nú í sumar. Tilboð ættu því að liggja fyrir í haust, Alþingi til umfjöllunar og ákvörðunar. Það er því skriður á málinu og verkefnið á áætlun.</p> <p>Mikið hefur verið rætt um meintan stjarnfræðilegan kostnað við byggingu nýs Landspítala og margir spurt hvort ekki væri nær að hlúa að rekstrinum í núverandi húsnæði og sinna viðhaldi og tækjakaupum í stað þess að henda peningum í steypu á krepputímum undir fjársveltan rekstur sem þarf að gjalda fyrir framkvæmdirnar.</p> <p>Það er auðvelt að svara þessari gagnrýni – en það kemur fólki alltaf jafn mikið á óvart þegar því er gerð grein fyrir kostnaði áformaðra framkvæmda í samhengi við rekstrarkostnað sjúkrahússins. Í stuttu máli er þetta svona: Áætlaður kostnaður við framkvæmdirnar er um 45 milljarðar króna. Samkvæmt fjárlögum þessa árs kostar rekstur Landspítala árið 2012 39 milljarða króna. Framkvæmdirnar fela í sér einskiptiskostnað – eins og sagt er á vondu máli – og í þessu samhengi má segja að kostnaðurinn sé lítill miðað við ávinninginn sem er margvíslegur, hvort sem litið er til hagræðis í rekstri, öryggis sjúklinga, gæða þjónustunnar, starfsumhverfisins og þar með fýsileika þess að starfa á sjúkrahúsinu. Við megum ekki gleyma því að Landspítali er háskólasjúkrahús og gegnir þýðingarmiklu hlutverki í menntun heilbrigðisstarfsfólks okkar sem við höfum svo mikla þörf fyrir og megum ekki missa frá okkur.</p> <p>Við þurfum nýjan Landspítala, um það verður ekki deilt. Nýr Landspítali í húsnæði sem uppfyllir kröfur um nútímalegan sjúkrahúsrekstur felur í sér margvísleg sóknarfæri í nútíð og framtíð. Óbreytt ástand rekstursins í gömlum og ófullnægjandi húsakosti sem er tvístraður út um allar koppagrundir er okkur aftur á móti fjötur um fót og ógnar stöðu okkar og markmiðum um framúrskarandi heilbrigðisþjónustu, öryggi og gæði.</p> <p>Góðir ársfundargestir.</p> <p>Nýlega voru kynntar upplýsingar fyrir starfsemina eftir fyrstu þrjá mánuði þessa árs. Þar kemur meðal annars fram að aukning hefur orðið á starfseminni á mörgum sviðum. Komum á bráðamóttöku hefur fjölgað um 5,7%, skurðaðgerðum hefur fjölgað um 2,5% og síðast en ekki síst hefur inniliggjandi sjúklingum fjölgað um 9,5% sem er gríðarleg aukning. Ég veit að þetta veldur áhyggjum og það er mikilvægt fyrir okkur að greina ástæðurnar að baki. Ein meginskýringin sem nefnd hefur verið fyrir fjölgun inniliggjandi sjúklinga er að ekki sé unnt að útskrifa fólk sem lokið hefur meðferð á sjúkrahúsinu og þarf á hjúkrunarrýmum að halda. Þetta er gamall vandi og nýr sem mikilvægt er að velferðarráðuneytið og Landspítalinn skoði í sameiningu til að finna viðunandi lausnir.</p> <p>Verkefni heilbrigðiskerfisins eru óþrjótandi og við þurfum sífellt að takast á við nýjar áskoranir til að tryggja öllum landsmönnum örugga og aðgengilega heilbrigðisþjónustu eftir því sem þörf krefur. Við höfum úr minna að spila en áður og því þarf stöðugt að finna nýjar leiðir til að fá sem mest fyrir hverja krónu.</p> <p>Síðastliðið haust setti velferðarráðherra á fót ráðgjafahóp sem fjallaði um skipulag heilbrigðisþjónustu og nýtingu fjármuna. Hluti starfsins fólst í greiningarvinnu sem fjölmargir tóku þátt í og nutu stuðnings ráðgjafafyrirtækisins Boston Consulting Group. Ráðgjafahópurinn skilaði tillögum til breytinga og úrbóta í heilbrigðiskerfinu í október og í beinu framhaldi af því voru settir af stað níu vinnuhópar um útfærslu og framkvæmd tillagnanna. Greining á heilbrigðiskerfinu sýnir að gæði þjónustu eru almennt mikil hér á landi og kostnaður sem hlutfall af landsframleiðslu sambærilegur við það sem gerist í öðrum Evrópuríkjum. Hins vegar eru ákveðnar brotalamir í kerfinu og ýmis tækifæri til breytinga sem geta falið í sér bætta þjónustu og betri nýtingu fjármuna.</p> <p>Vinnuhóparnir níu hafa ýmist þegar skilað af sér eða munu skila af sér á næstu vikum og verða niðurstöður þeirra kynntar eins fljótt og auðið er. Eitt af viðfangsefnunum er hvernig megi innleiða þjónustustýringu milli heilsugæslu, sérgreinaþjónustu, göngudeilda og bráðamóttaka sjúkrahúsa líkt og almennt tíðkast hjá nágrannaþjóðum okkar. Hér held ég að við getum náð árangri, því eins og ráðgjafahópurinn benti á hefur gildandi fyrirkomulag valdið því að notkun sérgreinaþjónustu hefur aukist stöðugt og sömuleiðis heilsugæsluþjónusta þar sem boðið er upp á einkarekna vaktþjónustu utan dagvinnutíma. Kostnaður vegna sérgreinalækna hefur aukist um 7% frá árinu 2008 á sama tíma og útgjöld til flestra annarra þátta heilbrigðisþjónustu hafa dregist saman. Við verðum að stýra betur notkun þeirra úrræða sem við höfum í heilbrigðiskerfinu og sjá til þess að ekki séu notuð dýrari úrræði en nauðsyn ber til.</p> <p>Í júní er von á niðurstöðum vinnuhóps um heildstæða rafræna sjúkraskrá á landsvísu sem er mjög mikilvægt verkefni og undirstaða margvíslegra framfara í heilbrigðiskerfinu. Samræmd skráning og birting heilbrigðis- og starfsemisupplýsinga var viðfangsefni annars vinnuhóps og eru tillögur þess hóps komnar til framkvæmda hjá Embætti landlæknis. Í þessum efnum verðum við að gera átak, því slíkar upplýsingar eru mikilvæg forsenda skynsamlegra ákvarðana um breytingar og úrbætur í heilbrigðiskerfinu.</p> <p>Við höfum enn verk að vinna við sameiningu heilbrigðisstofnana, sjúkraflutningar þarfnast endurskipulagningar í samræmi við breyttar samgöngur og aðgang að heilbrigðisþjónustu, þörf fyrir skurðlækningaþjónustu og fæðingarþjónustu er eitt af því sem verður endurmetið og stefnt er að því að endurskoða greiðslufyrirkomulag heilbrigðisþjónustu til að auka sveigjanleika, hagkvæmni og skilvirkni.</p> <p>Stefnumótun í málaflokkum ráðuneytisins er í vinnslu á mörgum sviðum og nefni ég sem dæmi nýja lyfjastefnu og sömuleiðis er unnið að gerð heilbrigðisáætlunar til næstu ára. Fyrir Alþingi liggur frumvarp sem felur í sér grundvallarbreytingar á greiðsluþátttöku fólks í lyfjakostnaði. Verkefnin eru því mörg og stór og skipta landsmenn alla miklu máli til framtíðar.</p> <p>Eins og ég sagði í upphafi sendir velferðarráðherra ykkur sínar bestu kveðjur og bað mig jafnframt að skila þakklæti til stjórnenda og annarra starfsmanna Landspítala fyrir frábær störf og árangur eftir því. Samstarf sjúkrahússins og velferðarráðuneytisins hefur verið afar gott og verður án efa farsælt áfram í þeim verkefnum sem framundan eru, enda byggt á gagnkvæmu trausti og virðingu.</p> <p>Þakka ykkur fyrir.</p> <p>&#160;</p> <p>&#160;</p>

2012-04-18 00:00:0018. apríl 2012Mannréttindi heima og heiman

<p><strong>Grein eftir Guðbjart Hannesson velferðarráðherra og Ögmund Jónasson innanríkisráðherra<br /> Fréttablaðinu 17. apríl 2012</strong></p> <hr id="null" /> <p>Samkvæmt Íslenskri orðabók eru mannréttindi „tiltekin grundvallarréttindi hverrar manneskju, óháð þjóðerni, kynþætti, kyni, trú og skoðunum". Mannréttindahugtakið hefur þróast í margar aldir. Fyrst um sinn náði það einkum utan um borgaraleg réttindi hins frjálsa manns, en ekki hinna sem voru ófrjálsir eða ófrjálsar. Í dag þætti fjarstæðukennt hér á landi að ætla aðeins sumum að njóta kosningaréttar, en ekki þarf að líta nema hundrað ár aftur í tímann til að sjá allt annan veruleika.</p> <h4>En hvernig er staða mannréttindahugtaksins á Íslandi í dag?</h4> <p>Á undanförnum misserum hefur verið unnið að því að greina aðkomu íslenskra stjórnvalda að mannréttindamálum hér innanlands og utan og gera hana markvissari í framkvæmd. Mannréttindi skipa nú sérstakan sess í innanríkisráðuneytinu en snerta engu að síður starfsemi allra ráðuneyta, beint og óbeint. Velferðarráðuneytið fer þar með sérlega mikilvægt hlutverk, enda er aðgengi að heilbrigðisþjónustu og félagsþjónustu samofið mannréttindahugtakinu eins og það hefur þróast. Mennta- og menningarmálaráðuneyti og utanríkisráðuneyti eru einnig þýðingarmikil í þessu sambandi og eiga þessi ráðuneyti öll ómetanlegt samstarf um mannréttindamál. Á þetta ekki síst við um mótun landsáætlunar í mannréttindamálum sem nú stendur yfir en markmiðið með henni er að mannréttindasjónarmið eigi að vera undirstaða allrar stefnumörkunar í samfélaginu og í verkum stjórnvalda.</p> <h4>Alþjóðlegt samstarf nauðyn</h4> <p>Mannréttindi eru bæði innlent og alþjóðlegt viðfangsefni. Frá stofnun hafa Sameinuðu þjóðirnar sett mannréttindi í öndvegi, enda var ljóst eftir seinni heimstyrjöld að alþjóðleg samstaða yrði að ríkja um virðingu fyrir mannréttindum. Með Mannréttindasáttmála Evrópu, sem samþykktur var um miðja síðustu öld, tóku ríki álfunnar höndum saman í von um að tryggja frið, frelsi og mannréttindi.<br /> <br /> Starf Evrópuráðsins er hornsteinn mannréttindamála í Evrópu og hefur Ísland tekið þátt í starfi ráðsins frá árinu 1950. Mannréttindasáttmálar Evrópuráðsins hafi haft veigamikla þýðingu fyrir þróun mannréttinda á Íslandi og er nýlegasta dæmið samningur Evrópuráðsins um varnir gegn kynferðislegri misnotkun og misneytingu gegn börnum. Fullgilding hans stendur nú fyrir dyrum hér á landi og í undirbúningi er átak til vitundarvakningar um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum.<br /> <br /> Eftir hrun hefur dregið úr formlegri aðkomu Íslands að starfi Evrópuráðsins en það er álitamál hve lengi skuli svo búið um hnúta. Mannréttindastarf Sameinuðu þjóðanna og Evrópuráðsins er mikilvægasta alþjóðlega samstarf sem Ísland tekur þátt í, enda hefur það bein áhrif hér heima sem og utan landsteinanna.</p> <h4>Athugasemdir mannréttindaráðs</h4> <p>Á vettvangi Sameinuðu þjóðanna (SÞ) sátu íslensk stjórnvöld nýverið fyrir svörum í svonefndu Universal Periodic Review (UPR). Þetta er ný tilhögun á vettvangi mannréttindaráðs SÞ sem er ætlað að varpa ljósi á það sem vel er gert í framkvæmd mannréttindamála en einnig að vekja athygli á því sem betur mætti fara. Eins og heitið gefur til kynna er áhersla á að skoðunin fari fram á jafningjagrundvelli ríkja. Ríkin beina tilmælum hvert til annars en umfjöllunarefnið hverju sinni er ástand mannréttindamála í því ríki sem situr fyrir svörum, ekki þeirra ríkja sem leggja fram tillögur.<br /> <br /> Fyrirspurnir og tillögur annarra ríkja, sem settar voru fram í fyrirtöku Íslands, hafa verið aðgengilegar á vefsíðu mannréttindaráðsins um nokkurt skeið, auk þess sem gerð var grein fyrir þeim á vef innanríkisráðuneytisins og á opnum fundi í Hörpu þann 9. desember sl. Lokaskýrsla fyrirtektarinnar var tekin til samþykktar á fundi mannréttindaráðsins 15. mars sl.<br /> <br /> Íslensk stjórnvöld fengu fjölmargar jákvæðar athugasemdir í UPR-ferlinu og er litið til Íslands sem fyrirmyndar á sumum sviðum. Fulltrúar í mannréttindaráðinu veittu meðal annars athygli aðgerðum íslenskra stjórnvalda til að vinna að jafnrétti kynjanna, aðgerðum gegn mansali og vændi, bættri löggjöf um hælisleitendur, auk þess sem Barnahúsinu var hrósað sérstaklega og stjórnvöld hvött til þess að vinna að útbreiðslu þess á alþjóðavettvangi svo eitthvað sé nefnt.<br /> <br /> Eftir skoðun sérfræðinga stjórnsýslunnar samþykktu íslensk stjórnvöld ríflega 67 af þeim 84 athugasemdum sem settar voru fram eða lýstu því yfir að þær væru þegar komnar til framkvæmda. Um 12 athugasemdir verða teknar til skoðunar og kannað hvort ástæða sé til að verða við þeim.<br /> <br /> Flestar athugasemdanna lutu að áhyggjum af stöðu útlendinga, kynbundnu ofbeldi og meðferð kynferðisbrota og heimilisofbeldismála, kynferðislegu ofbeldi gegn börnum, jafnrétti kynjanna og fangelsismálum. Einnig voru íslensk stjórnvöld hvött til að koma á laggirnar innlendri mannréttindastofnun í samræmi við alþjóðleg viðmið og undirgangast ýmsar mannréttindaskuldbindingar.</p> <h4>Verk að vinna</h4> <p>Það er okkar mat að Íslendingar hafi verk að vinna í mannréttindamálum, bæði heima og heiman. Í því skyni þarf að efla framlag Íslands á því sviði. Ábendingar erlendis frá tökum við alvarlega, útskýrum okkar málstað ef með þarf og færum hlutina til betri vegar eftir því sem við á. Ísland á í engu að vera eftirbátur annarra þjóða í mannréttindamálum.</p> <p><em>Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra og Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra</em></p>

2012-04-13 00:00:0013. apríl 2012Ársfundur VIRK-Starfsendurhæfingarsjóðs

<p><strong>Ársfundur VIRK-Starfsendurhæfingarsjóðs, 12.04.2012</strong><br /> <strong>Ávarp Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra</strong></p> <hr id="null" /> <p>Góðir ársfundargestir.</p> <p>Endurhæfing á vegum VIRK-Starfsendurhæfingarsjóðs hófst haustið 2009 og hefur starfsemin vaxið hröðum skrefum frá upphafi. Sjóðurinn var stofnaður 19. maí 2008 til að efna ákvæði kjarasamninga sama árs um að hefja þróun nýs fyrirkomulags endurhæfingar með því að skipuleggja þjónustu og veita úrræði fyrir þá starfsmenn sem veikjast eða slasast þannig að starfsgeta þeirra skerðist. Þegar ég kynntist þessari hugmynd og frumkvæði aðila vinnumarkaðarins þótti mér spennandi sú áhersla að reyna að grípa mun fyrr inn í þegar einhver slasaðist eða veiktist, styrkja endurhæfingu og reyna að halda vinnusambandi á milli hins veika eða slasaða og atvinnurekandans.</p> <p>Í kjarasamningum var kveðið á um greiðsluskyldu launagreiðenda til VIRK sem var 0,13% af heildarlaunum starfsmanna og jafnframt var kveðið á um sambærilegt framlag lífeyrissjóða og ríkisins. Þessir þrír aðilar myndu standa að verkefninu með sínum framlögum.</p> <p>Hugmyndin mætti talsverðri andstöðu og enn eru efasemdaraddir, þrátt fyrir gott starf VIRK. Áhyggjurnar beinast að því að hér verði tvöfalt heilbrigðiskerfi, þ.e. að VIRK hafi rúm fjárráð á sama tíma og hið opinbera heilbrigðiskerfi er skorið niður.</p> <p>Sjálfur hef ég lagt mjög mikla áherslu á að hið opinbera kerfi og VIRK vinni náið saman, en meira um það síðar.</p> <p>Á síðasta ári skipaði ég samráðsnefnd um framtíðarskipulag starfsendurhæfingar með fulltrúum fjármálaráðuneytis, Landssamtaka lífeyrissjóða, velferðarráðuneytisins og VIRK-Starfsendur­hæfingar­sjóðs. Hlutverk nefndarinnar var að leggja fram nánari tillögur um skipulag og samhæfingu starfsendurhæfingarmála almennt. Nefndin tók til starfa í júní og skilaði mér fyrir nokkru vinnu sinni sem fól í sér tillögu að frumvarpi til laga um atvinnutengda starfsendurhæfingu og starfsemi starfsendurhæfingarsjóða. Til að gera langa sögu stutta þá hefur frumvarpið hefur verið lagt fram á Alþingi og ég býst við að mæla fyrir því áður en langt um líður, helst í næstu viku, og treysti á að málið verði afgreitt nú á vorþinginu.</p> <p>Frumvarpið fjallar um starfsendurhæfingarsjóði, framlög til þeirra og rétt einstaklinga til atvinnutengdrar starfsendurhæfingar á vegum starfsendurhæfingarsjóða. Markmiðið er að tryggja þeim einstaklingum sem eru með skerta starfsgetu vegna veikinda eða slysa atvinnutengda endurhæfingu. Áhersla er lögð á að hún skuli vera þáttur í heildstæðu kerfi endurhæfingar þar sem starfsendurhæfingarsjóðir og stofnanir á vegum ríkis og sveitarfélaga starfa saman með það að leiðarljósi að gera sem flestum kleift að vera virkir á vinnumarkaðnum.</p> <p>Frumvarp eins og þetta er ekki hrist fram úr erminni. Á undanförnum árum og áratugum hafa viðhorf til þessara mála tekið verulegum breytingum. Í samvinnu og skoðanaskiptum þeirra aðila sem gerst þekkja til þessara mála hefur ný hugmyndafræði rutt sér til rúms í takt við þá þróun sem hefur átt sér stað víðast annars staðar á Vesturlöndum. Hér á ég við það sem við köllum <strong>virka velferðarstefnu</strong> – eða það sem á ensku kallast <strong>active social policy</strong>. Í stað þess að leggja megináherslu á að tryggja fólki með skerta starfsgetu fjárhagslega framfærslu og láta þar við sitja, er horft til þess efla virkni fólks og getu til þátttöku í samfélaginu, ekki síst atvinnuþátttöku.</p> <p>Öryrkjabandalagið, Landssamtökin Þroskahjálp og Landssamband eldri borgara hafa verið ötulir talsmenn þessarar breyttu hugmyndafræði og eins hafa samtök launafólks lagt sívaxandi áherslu á aukin virkniúrræði á borð við starfsmenntun og starfsendurhæfingu. Að hluta til má rekja viðhorfsbreytinguna hér á landi til upphafs tíunda áratugarins þegar öryrkjum tók að fjölga umtalsvert og vitund manna vaknaði um þörf fyrir mun öflugri aðgerðir til að efla virkni og sporna við þessari þróun.</p> <p>Tengsl milli atvinnuleysis og örorku eru vel þekkt og því má segja að þörfin fyrir virka velferðarstefnu hér á landi hafi aldrei verið meira knýjandi. Þegar þrengir að á vinnumarkaði hafa þeir minnsta fótfestu sem stríða við heilsufarsleg eða félagsleg vandamál, þeir sem eiga skemmsta skólagöngu að baki og hafa stutta starfsreynslu og eins þeir sem eru komnir fram á seinni hluta starfsævinnar. Þetta eru hópar sem þarf að huga sérstaklega að. Eins vitum við að langtímaatvinnuleysi hefur neikvæð áhrif á heilsu fólks og er líklegt til að leiða til örorku ef ekki er gripið inn í með virkum aðgerðum.</p> <p>Nýja lagafrumvarpið um atvinnutengda starfsendurhæfingu og starfsemi starfsendurhæfingarsjóða snýst einmitt um þetta. Frumvarpið markar tímamót þar sem miðað er við að <strong>tryggja rétt</strong> <strong>allra</strong> til starfsendurhæfingar óháð fyrri þátttöku á vinnumarkaði, uppfylli þeir almenn skilyrði fyrir þátttöku í slíkum úrræðum. Þessi skilyrði snúast um að viðkomandi búi við heilsubrest sem hindrar atvinnuþátttöku en stefni á aukna atvinnuþátttöku eða inn á vinnumarkaðinn á nýjan leik og hafi vilja og getu til að nýta sér starfendurhæfingu í þessu skyni.</p> <p>Miðað er við að gerðir verði samningar milli velferðarráðuneytisins og starfsendurhæfingarsjóða um þjónustu við þá sem standa utan vinnumarkaðar og verða slíkir samningar eitt af skilyrðum fyrir viðurkenningu á starfsemi sjóðanna. Hér geta til dæmis átt í hlut einstaklingar sem fá greiddan endurhæfingarlífeyri á grundvelli laga um félagslega aðstoð, örorkulífeyri eða fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. Á þennan hátt er stefnt að því að tryggja heildstætt kerfi endurhæfingar fyrir alla sem á þurfa að halda og uppfylla almenn skilyrði til þátttöku í slíkum úrræðum. Gert er ráð fyrir að mótframlag ríkisins til starfsendurhæfingarsjóða standi undir kostnaði vegna endurhæfingar þessa hóps.</p> <p>Góðir gestir.</p> <p>Mér verður tíðrætt um hugtakið virka velferðarstefnu því ég er ekki í vafa um að hugmyndafræðin sem liggur þar að baki er grundvallaratriði við uppbyggingu samfélagsins eftir reiðarslagið haustið 2008 og mikilvægur þáttur í því að verja velferðina til skemmri og lengri tíma litið.</p> <p>Þetta er sú hugmyndafræði sem byggt hefur verið á við mótun og eflingu vinnumarkaðsúrræða hjá Vinnumálastofnun síðustu ár. Allt kapp hefur verið lagt á að forða fólki frá þeim doða sem er óhjákvæmilegur fylgifiskur aðgerðaleysis með því að skapa fjölbreytt og áhugaverð tækifæri til virkni af einhverju tagi. Fjölmargir hafa tekið þátt í margvíslegum námskeiðum, starfsþjálfun og öðrum atvinnutengdum úrræðum eða nýtt sér stuðning til náms með góðum árangri, sjálfum sér og samfélaginu öllu til góðs.</p> <p>Í febrúar síðastliðnum voru kynnt ný úrræði fyrir unga atvinnuleitendur sem við köllum atvinnutorg og hafa verið sett á laggirnar í Reykjavík, Reykjanesbæ, Hafnarfjarðarbæ og Kópavogsbæ. Með atvinnutorgunum er brotið í blað þar sem boðin eru úrræði fyrir ungt fólk án tillits til réttinda þess innan atvinnuleysistryggingakerfisins. Áætlað er að rúmlega 400 ungmenni muni að jafnaði njóta þjónustu hjá atvinnutorgum umræddra sveitarfélaga. Mikilvægur hluti verkefnisins felst í að hafa uppi á þeim hluta hópsins sem stendur utan kerfisins og þarf því að leita að, en þá er átt við ungmenni sem hvorki eru skráð með fjárhagsaðstoð sveitarfélags né atvinnuleysisbætur og eru ekki í vinnu eða námi.</p> <p>Þegar fengist er við stefnumótun og uppbyggingu úrræða á jafnmikilvægum sviðum og hér er um að ræða skiptir geysilega miklu máli að þekkja vel til aðstæðna þeirra sem aðgerðirnar eiga að beinast að. Árið 2010 kom út skýrslan <strong>Örorka og virk velferðarstefna</strong> á vegum Þjóðmálastofnunar sem unnin var fyrir örorkumatsnefnd forsætisráðuneytisins og Landssamtök lífeyrissjóða.</p> <p>Skýrslan byggðist á könnun sem gerð var meðal örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega veturinn 2008–2009 og var úrtakið 1.500 manns. Markmið könnunarinnar var að fá nýjar upplýsingar um aðstæður öryrkja og langveikra einstaklinga, orsakir örorku, fjölskylduhagi, menntun, starfsreynslu, endurhæfingu, atvinnuþátttöku og samfélagsþátttöku, auk viðhorfa til aðgengis, þjónustu og lífsgæða. Markmiðið var einnig að geta mótað virkari velferðarstefnu í þágu þessa hóps sem gæti nýst betur við endurskipulagningu örorku- og endurhæfingarmála og greitt betur fyrir samfélagsþátttöku öryrkja.</p> <p>Ég geri ráð fyrir að mörg ykkar sem hér eruð þekkið könnunina og helstu niðurstöður hennar en þær hafa reynst ómetanlegar í því starfi sem fram hefur farið við mótun heildstæðs starfsendurhæfingarkerfis sem birtist í frumvarpinu sem nú liggur fyrir Alþingi.</p> <p>Ég ætla ekki að rekja niðurstöður könnunarinnar hér en nefni að meðal þess sem þar kemur fram er að mjög lítill hluti öryrkja á þeim tíma sem hún var gerð hafði fengið einhverja skipulagða starfsendurhæfingu eða starfsþjálfun. Þá kom fram að hlutfallslega fleiri karlar en konur höfðu notið slíkra úrræða. Það sem er sérstaklega áhugavert er að meirihluti þeirra sem höfðu fengið starfsendurhæfingu eða þjálfun töldu hana hafa skilað sér miklum árangri; — fyrst og fremst betri heilsu og sjálfstrausti, — en einnig sögðu tæp 40% að hún hefði stuðlað að atvinnuþátttöku þeirra. Um helmingur þeirra sem ekki hafði notið starfsendurhæfingar sagðist myndu hafa þegið hana hefði hún staðið til boða og mikill meiri hluti sagðist telja mjög mikilvægt að fólk ætti kost á starfsendurhæfingu.</p> <p>Það er til mikils að vinna að forða sem flestum frá örorku og að stuðla að virkni fólks eins og nokkur kostur er á öllum æviskeiðum. Við höfum í gegnum tíðina horft um of á <strong>það sem fólk skortir</strong> til fullrar þátttöku í samfélaginu. Örorka hefur byggst á þessu <strong>vangetumati</strong> sem er afar neikvæð, óheppileg og niðurbrjótandi nálgun. Hið skynsamlega og rétta er að <strong>beina sjónum að styrkleikum</strong> hvers og eins og byggja upp úrræði til að efla getu viðkomandi í samræmi við það.</p> <p>Við höfum svo sannarlega verk að vinna til að hrinda í framkvæmd þeirri hugmyndafræði sem ég held að allir séu sammála um; það er að tryggja öllum starfsendurhæfingu sem þurfa hennar með og vilja og geta nýtt sér hana. Heildstætt og samfellt kerfi fyrir alla er markmiðið. Þetta krefst þess að fagaðilar innan heilbrigðiskerfisins og félagslega kerfisins vinni náið saman þegar þess er þörf og sömuleiðis starfsendurhæfingarsjóðir og stofnanir ríkis og sveitarfélaga.</p> <p>Atvinnulífið gegnir hér einnig veigamiklu hlutverki. Vinnumarkaðurinn og atvinnurekendur þurfa að sýna sveigjanleika þar sem komið er til móts við þarfir fólks með skerta starfsgetu, svo sem í tengslum við starfsþjálfun, möguleikum til hlutastarfa og hverjum þeim aðgerðum sem annars vegar geta dregið úr brottfalli fólks af vinnumarkaði og hins vegar stutt við bakið á þeim sem eru að fóta sig þar á nýjan leik í kjölfar starfsendurhæfingar.</p> <p>Góðir gestir.</p> <p>Við erum á réttri leið og með samvinnu og einbeittum vilja þeirra fjölmörgu aðila sem koma að starfsendurhæfingarmálum á einn eða annan hátt munum við ná þeim árangri sem að er stefnt.</p> <p>Ég vil þakka VIRK og aðilum vinnumarkaðarins fyrir mikið og gott starf og óska VIRK góðrar framtíðar með frábærum árangri í starfsendurhæfingu, öllum til hagsbóta. Ég treysti á að samstarf VIRK og stofnana á vegum ríkisins verði gott og myndi órofa heild þar sem enginn verður útundan eða nýtur þjónustu umfram aðra.</p> <p>Við Íslendingar viljum félagslegar lausnir, jafnræði og samábyrgð og þannig treysti ég á að VIRK og hið opinbera uppfylli sameiginlega þau markmið.</p> <p>Við eigum öll hagsmuna að gæta og berum mikla ábyrgð.</p> <p>Sýnum í verki að við stöndum fyllilega undir henni.</p> <p>&#160;</p>

2012-04-07 00:00:0007. apríl 2012Góð heilsa bætir lífi við árin

<p>Þann 7. apríl ár hvert heldur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) stofndag sinn hátíðlegan með því að vekja athygli á tilteknu mikilvægu heilbrigðismáli. Að þessu sinni hvetur stofnunin til þess að allir hugi að eigin heilsu undir kjörorðinu – Góð heilsa bætir lífi við árin. Sífellt fleiri ná hárri elli en aukin þekking og framfarir hafa orðið til þess að mannkyninu hefur tekist að bæta árum við lífið. Öldruðum fer fjölgandi og því er brýn þörf á að vekja athygli á málefnum aldraðra og aðgerðum sem bæta lífi við árin. Aukið langlífi er fagnaðarefni en ekki neikvætt fyrirbrigði og fólk á ekki að bera skarðan hlut frá borði aldurs síns vegna. Stofnunin býður því þjóðum heims að taka sameiginlega þátt í að vekja athygli á framlagi eldri borgara til samfélagsins og vinna gegn aldursfordómum. Með þekkingu að vopni er hægt að vinna gegn neikvæðum staðalímyndum. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin bendir á að rannsóknir sýna að andleg og líkamleg hnignun vegna aldurs er oft mun minni en haldið er fram og bendir meðal annars á að nýlega hafi einstaklingur hlaupið heilt maraþon fyrstur manna yfir tírætt. Aldraðir gegna veigamiklu hlutverki í samfélaginu en oft virðist litið framhjá því framlagi sem felst meðal annars í umönnun annarra, svo sem eigin foreldra, maka, barna eða barnabarna. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin bendir á að eftir hamfarirnar í Japan 2011 voru það aldraðir sem buðu fram aðstoð sína á svæðinu sem varð fyrir geislun þar sem þeir höfðu minni áhyggjur af langtímaáhrifum geislavirkninnar en þeir sem yngri voru. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin er ekki ein um að beina kastljósinu að málefnum aldraðra í ár því Evrópusambandið hefur tileinkað árið virkni aldraðra og samstöðu kynslóða og tekur Ísland þátt í Evrópuárinu. Evrópuárinu er ætlað að opna augu almennings fyrir framlagi eldra fólks til samfélagsins og snýst umræðan um það hvernig skapa megi tækifæri til að auka virkni eldri borgara og efla samstöðu kynslóðanna. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin leggur áherslu á þrjá þætti sem eru mikilvægir fyrir virkni aldraðra, það er heilsu, þátttöku og öryggi. Er þá átt við það að fólk nái að eldast við góða líkamlega, andlega og félagslega heilsu, að það hafi tækifæri til þátttöku í samfélaginu án mismununar og í samræmi við óskir, þarfir og getu hvers og eins og að því verði tryggð fullnægjandi vernd, umhyggja og öryggi í samfélaginu. Góð heilsa er gulli betri eins og máltakið segir og því mikilvægt að huga vel að heilsunni til að eiga frekari möguleika á að vera virk á efri árum og við góða heilsu.</p>

2012-03-29 00:00:0029. mars 2012Málþing um börn og ungmenni með hegðunar- eða geðraskanir

<div class="single-news__big-image"><figure><a href="/media/velferdarraduneyti-media/media/logos/sjonarholl.bmp"><img src="/media/velferdarraduneyti-media/media/logos/sjonarholl.bmp?proc=singleNewsItem" alt="Sjónarhóll" class="media-object"></a><figcaption>Sjónarhóll</figcaption></figure></div><p><strong>Hvað ræður för?<br /> Málþing Sjónarhóls um börn og ungmenni með hegðunar- og/eða geðraskanir<br /> Hótel Hilton Reykjavík, 29. mars 2012<br /> Ávarp Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra</strong></p> <hr id="null" /> <p>Góðir gestir, hvað ræður för? Þessi spurning er yfirskrift málþings Sjónarhóls hér í dag þar sem fjallað er um börn og ungmenni með hegðunar- eða geðraskanir. Það er ágætt að ræða málin á þessum nótum. Ég held að við séum nokkuð sammála um hvert við stefnum en þá er líka gott að velta fyrir sér hvernig við högum förinni og höldum um stjórnvölinn.</p> <p>Ég tel óhætt að segja að síðari ár hafi málefni þeirra barna og ungmenna sem hér eru til umfjöllunar fengið aukna athygli samfélagsins, stofnana þess og stjórnvalda. Orð eru ævinlega til alls fyrst og umræða liðinna ára hefur tvímælalaust gefið byr í seglinn.</p> <p>Forveri minn yfir þessum málaflokki og núverandi forsætisráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, sýndi málefnum barna og ungmenna með hegðunar- og geðraskanir mikinn áhuga í starfi en eitt af fyrstu verkum hennar sem félagsmálaráðherra árið 2007 var að skipa nefnd um bætta þjónustu við börn og unglinga með athyglisbrest og ofvirkni og aðrar skyldar raskanir. Tillögum nefndarinnar til að bæta þjónustu við þennan hóp var fylgt eftir í samráðsnefnd sem Jóhanna skipaði ári síðar um framvindu fjögurra ára aðgerðaáætlunar til að styrkja stöðu barna og ungmenna. Mörg verkefnin sneru að bættri þjónustu við þennan hóp barna og ungmenna og meðal annars var ráðist í átak til að vinna á löngum biðlistum hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins.</p> <p>Í ávarpi sem Jóhanna flutti á 20 ára afmæli ADHD samtakanna 2008 sagði hún einn stærsta vanda þessa málaflokks liggja í óskýrum mörkum milli stjórnvalda og óljósri verkaskiptingu sem leiddu til þess að verkefni lentu á gráu svæði og enginn axlaði ábyrgðina. „Þetta er eitthvað sem hægt er að leysa og stjórnvöldum ber að gera það hið fyrsta“ sagði ráðherrann við þetta tækifæri.</p> <p>Og það er óhætt að segja að margt hafi breyst síðan þótt ekki sé langt um liðið. Annars vegar hafa tvö þeirra ráðuneyta sem höfðu mikilvægu hlutverki að gegna gagnvart þessum hópi verið sameinuð í eitt velferðarráðuneyti og hins vegar hefur orðið sú breyting að ábyrgð á þjónustu við fatlað fólk er nú komin á hendur sveitarfélaganna. Ég er ekki í nokkrum vafa um að með þessu hafi þegar tekist að greiða úr margvíslegum kerfisflækjum sem áður stóðu þjónustu fyrir þrifum.</p> <p>Góðir gestir.</p> <p>Þegar við veltum því fyrir okkur hvað ræður för vil ég leggja áherslu á þekkingu og reynslu. Við eigum að nýta okkur þekkingu þess fagfólks sem best þekkir til. Við eigum að hlusta á notendur þeirrar þjónustu sem við veitum og tryggja aðkomu foreldra og aðstandenda að ákvörðunum um skipulag hennar. Við eigum að byggja á fenginni reynslu, jafnt hér heima og erlendis – styrkja og efla það sem vel er gert – viðurkenna mistök þegar þau eru gerð og læra af þeim.</p> <p>Skýr framtíðarsýn, áætlanagerð um þróun og úrbætur, raunhæf markmið og skilgreind tímasett verkefni eru geysilega mikilvæg hverjum málaflokki og geta skipt miklu um markvissa vinnu og þar með árangur. Tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks til ársins 2014 sem ég lagði fram á Alþingi fyrir nokkru og er þar til umfjöllunar er að mínu mati dæmi um verklag eins og hér hefur verið lýst. Ég vona svo sannarlega að málið fái góða afgreiðslu í þinginu og að tillagan verði samþykkt, en þar er fjallað um ýmis mikilvæg mál sem varða þjónustu við börn og ungmenni með hegðunar- eða geðraskanir.</p> <p>Rétt áður en flutningur ábyrgðar á þjónustu við fatlað fólk til sveitarfélaganna varð að veruleika lét velferðarráðuneytið gera viðamikla rannsókn á stöðu þessara mála sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands framkvæmdi. Rannsóknin tók jafnt til notenda þjónustunnar, aðstandenda og starfsfólks og veitir mikilvægar upplýsingar um það sem vel hefur verið gert og það sem betur má fara.</p> <p>Mér sýnist koma skýrt fram í niðurstöðunum að áherslur liðinna ára um draga sem allra mest úr aðgreiningu í samfélaginu og styðja fatlað fólk til fullrar samfélagsþátttöku hafi skilað okkur verulega áleiðis. Þetta sést meðal annars þar sem könnuð var afstaða til skólagöngu barns eftir því hvort það var í almennum skóla með stuðningi eða án stuðnings, í sérdeild í almennum skóla eða í sérskóla. Afstaðan var jafnan jákvæðust þar sem fötluð börn fengu kennslu í almennum skólum með stuðningi, ánægja barnanna sjálfra var mest þar og eins var áberandi að þar urðu börnin síst fyrir stríðni, áreitni eða einelti. Auðvitað þarf að hafa alla fyrirvara á þegar niðurstöður eru túlkaðar, en vísbendingarnar eru sterkar.</p> <p>Góðir gestir.</p> <p>Í október síðastliðnum lá fyrir úttekt barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna á stöðu barna á Íslandi. Þar var bent á ýmsa þætti sem þarf að bæta í aðstæðum barna sem greind eru með ofvirkni og athyglisbrest eða svipaðar raskanir. Sérfræðingar velferðarráðuneytisins hafa að undanförnu fjallað um athugasemdirnar, rætt við ýmsa sérfræðinga hjá stofnunum ríkisins sem sinna börnum og fjölskyldum og í samráði við þá undirbúið ráðstafanir til að bæta úr ýmsum ágöllum, meðal annars varðandi eftirlit með lyfjagjöfum og fyrirkomulag greiningar- og meðferðartilboða.</p> <p>Árið 2007 gaf Embætti landlæknis út klínískar leiðbeiningar um vinnulag við greiningu og meðferð athyglisbrests og ofvirkni. Leiðbeiningarnar hafa nú verið endurskoðaðar og eru aðgengilegar í skýrslu á vef embættisins sem kom út 7. mars síðastliðinn. Ég vek athygli á því að þarna eru upplýsingar sem gagnast ekki aðeins fagfólki sem vinnur við athugun, greiningu og meðferð á ADHD heldur geta einstaklingarnir sjálfir, fjölskyldur þeirra og starfsfólk skóla, félagsþjónustu og heilbrigðisþjónustu einnig haft af þeim gagn.</p> <p>Þroska- og hegðunarstöð Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins er langstærsti greiningaraðili vegna ADHD og skyldra raskana og sinnir þjónustu við börn um allt land. Starfsemin hefur vaxið og dafnað á liðnum árum. Auk greiningar og faglegrar þjónustu sinnir hún ráðgjafarviðtölum við foreldra um meðferð og æskilegar uppeldisaðferðir og annast meðal annars sérhæfð námskeið fyrir mismunandi hópa foreldra barna og fagfólk um aðferðir í uppeldi og meðferð til að fyrirbyggja eða draga úr vanda og byggja upp færni.</p> <p>Gott fólk.</p> <p>Við höfum verk að vinna því enn þarf að taka á fjölmörgum þáttum til að bæta þjónustu við börn og ungmenni með hegðunar- og geðraskanir og fjölskyldur þeirra. Verkefnin eru viðvarandi, því við getum alltaf gert betur þegar um er að ræða þjónustu við fólk og það á alltaf að vera markmið okkar.</p> <p>Þekkingu fleygir fram, við eigum gott fagfólk með mikla og breiða sérþekkingu á málefnum barna og ungmenna með hegðunar- og geðraskanir. Áhugi og skilningur á mikilvægi þverfaglegs samstarfs á þessu sviði fer sívaxandi og það skilar okkur árangri. Ekki síður skiptir miklu máli sú þróun sem átt hefur séð stað á liðnum árum að skoða vanda þessara barna í víðara samhengi með áherslu á virka aðkomu og þátttöku fjölskyldunnar í meðferð og þar með faglega ráðgjöf og stuðning fagfólks við fjölskyldur þessara barna.</p> <p>Ég ætla ekki að hafa þessi orð fleiri en þakka Sjónarhóli kærlega fyrir að efna til umræðu um þessi mál og öllum þeim sem leggja sitt af mörkum til málþingsins hér í dag og deila með okkur faglegri þekkingu sinni og reynslu.</p> <p>&#160;- - - - - - - - - - - - -<br /> <strong>Talað orð gildir</strong></p>

2012-03-28 00:00:0028. mars 2012Ávarp velferðarráðherra á málþingi Barnaheilla: Heilbrigðar tennur - mannréttindi eða forréttindi?

<div class="single-news__big-image"><figure><a href="/media/velferdarraduneyti-media/media/myndasafn10/i_barnavernd.jpg"><img src="/media/velferdarraduneyti-media/media/myndasafn10/i_barnavernd.jpg?proc=singleNewsItem" alt="Börn" class="media-object"></a><figcaption>Börn</figcaption></figure></div><strong>Málþing Barnaheilla: Heilbrigðar tennur - mannréttindi eða forréttindi. 28. mars 2012<br /> Ávarp Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra, flutt af Önnu Lilju Gunnarsdóttur ráðuneytisstjóra fyrir hans hönd.</strong> <hr id="null" /> <p>Góðir gestir.</p> <p>Ég mæli fyrir munn velferðarráðherra sem því miður gat ekki verið hér í dag en biður fyrir kveðju sína – og þakka Barnaheillum fyrir að efna til málþings um tannheilsu barna á Íslandi. Málefnið er mikilvægt og umræðan þörf, því margt er hér á annan veg í þessum efnum en best verður á kosið.</p> <p>Ef við horfum aftur í tímann getum við sagt með réttu að margt hafi áunnist til að bæta tannheilsu þjóðarinnar í gegnum tíðina. Hátt í 70 ár eru liðin frá því að kennsla hófst í tannlækningum á Íslandi (janúar 1945). Á þeim tíma voru aðeins örfáir tannlæknar í landinu og almennt tannheilbrigði landsmanna afar lélegt. Tímamót urðu árið 1974 þegar ríkið fór að taka þátt í greiðslum fyrir tannlækningar í gegnum almannatryggingakerfið.</p> <p>Í lok níunda áratugarins fram á miðjan þann tíunda má segja að gjörbreyting hafi orðið á tannheilsu íslenskra barna til hins betra. Í samanburði við hinar Norðurlandaþjóðirnar var tíðni tannskemmda hjá tólf ára börnum langhæst hér á landi í upphafi þess tímabils en var orðin svipuð þegar komið var fram á miðjan tíunda áratuginn. Má eflaust þakka þennan góða árangur miklu átaki í forvarnamálum sem stýrt var af tannheilsudeild heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins og Tannverndarráði þar sem margir lögðu hönd á plóg. Segja má að vitundarvakning hafi orðið almenn í þessum efnum samhliða því að farið var að leggja áherslu á forvarnir ekki síður en tannviðgerðir. Veruleg breyting varð einnig til batnaðar þegar farið var að nota flúor á markvissan hátt til að sporna við tannskemmdum, en almenn notkun flúortannkrems er talin vera ein áhrifamesta aðgerðin til að lækka tíðni tannskemmda.</p> <p>Því miður fór svo aftur að halla undan fæti hjá okkur og samkvæmt rannsókninni Munnís sem gerð var skólaárið 2004–2005 voru tólf ára börn á Íslandi með tvöfalt fleiri tannskemmdir að meðaltali en börn á sama aldri í Svíþjóð svo eitthvað sé nefnt og eins leiddi könnunin í ljós að rúmlega 38% unglingspilta á Íslandi voru með glerungseyðingu á einhverri tönn.</p> <p>Árið 2002 lögðust skólatannlækningar af í grunnskólum á Íslandi, en raunar voru skólatannlækningar nær alfarið bundnar við grunnskólana í Reykjavík hin síðari ár. Borgarsjóður og ríkissjóður greiddu fyrir tannlækningar skólabarna að fullu til ársins 1990. Þá tóku gildi lög um breytta verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, ríkissjóður yfirtók greiðslu tannlæknakostnaðar skólabarna og skömmu síðar var farið að innheimta greiðslu á hluta kostnaðarins hjá foreldrum og forráðamönnum barna.</p> <p>Það er full ástæða til að ræða hvort ástæða sé til að taka aftur upp tannlækningar í skólum og jafnframt hvort þær ættu þá einnig að ná til barna á forskólaaldri. Að mínu mati eiga tannlækningar að vera hluti af heilbrigðiskerfinu, hvort sem framkvæmdin er á höndum einkaaðila eða hluti af starfsemi opinberra heilbrigðisstofnana.</p> <p>Sjúkratryggingar Íslands hafa í umboði velferðarráðuneytisins unnið að því að ná samningum við tannlækna þar sem markmiðið er að auka niðurgreiðslur vegna eftirlits, forvarna og tannviðgerða allra barna að 18 ára aldri og jafnframt að tryggja fjórum árgöngum barna ókeypis forvarnaskoðun. Sem stendur er í gildi samningur við allmarga tannlækna um forvarnaskoðun þriggja, sex og tólf ára barna, en æskilegt væri að börn sem eru 15 ára gætu einnig mætt reglulega í skoðun án endurgjalds.</p> <p>Það hefur lengi verið yfirlýst markmið heilbrigðisyfirvalda að kostnaðarþátttaka hins opinbera skuli nema allt að 75% af raunkostnaði fyrir allar almennar tannlækningar barna. Eins og staðan er núna, og hefur verið allt of lengi, greiða sjúkratryggingar 75% af kostnaði samkvæmt gjaldskrá sem Sjúkratryggingar Íslands gefa út. Meðan samningslaust er við tannlækna er sú gjaldskrá fjarri raunveruleikanum og í raun greiða foreldrar og forráðamenn að jafnaði meira en helming kostnaðarins við tannlækningar barna sinna. Gjaldskrár tannlækna eru mismunandi enda hafa þeir frjálsar hendur í þeim efnum, óbundnir af samningum.</p> <p><strong>Góðir gestir</strong></p> <p>Það er almennt viðurkennd staðreynd að velflestir geta haldið tönnum sínum heilum með hollu mataræði og réttri umhirðu. Undantekningin frá þessu eru þeir sem eru með meðfædda galla á tönnum eða glíma við sjúkdóma sem haft geta áhrif á heilbrigði tannanna.</p> <p>Við vitum hvað veldur tannskemmdum og hvernig best er að koma í veg fyrir þær. Ábyrgð foreldra og forráðamanna barna í þessum efnum er mikil; jafnt að kenna börnum að bursta tennurnar vel og reglulega kvölds og morgna en líka að beina þeim frá neysluvenjum sem augljóslega stofna tannheilsunni í hættu. Sykuráti Íslendinga hefur lengi verið viðbrugðið og enn sláum við flest met í þeim efnum. Þetta er allra hluta vegna skelfilegur ósiður og skaðræði fyrir tennurnar auk þess sem þetta á stóran þátt í alvarlegri ofþyngd og offitu meðal þjóðarinnar. Sífellt sælgætisát og sykurneysla – samhliða miklu gosdrykkjaþambi sem allt of margir hafa tamið sér – á ekki aðeins sinn þátt í tíðum tannskemmdum heldur einnig í glerungseyðingu sem er verulega útbreitt vandamál á Íslandi svo eftir er tekið meðal annarra þjóða.</p> <p>Nú er í velferðarráðuneytinu unnið að gerð nýrrar heilbrigðisáætlunar í stað þeirrar sem hefur runnið sitt skeið og er stefnt að því að leggja fram tillögu til þingsályktunar um heilbrigðisáætlun næsta haust. Þar á að birtast framtíðarsýn í heilbrigðismálum landsmanna ásamt aðgerðaáætlun til ársins 2015 með skýrum og mælanlegum markmiðum. Augljóst er að þar verða sett markmið um lækkaða tíðni tannskemmda og glerungseyðingar hjá börnum og ungmennum. Ég legg sérstaka áherslu á að auka fræðslu til almennings um tannvernd, bæta heimtur barna og ungmenna til tannlækna með samvinnu tannlækna og heilsugæslu og við þurfum jafnframt að sinna tannverndarmálum frá fyrstu árum barna með öflugu eftirliti og fræðslu sem hluta af ung- og smábarnavernd.</p> <p>Ég vil geta þess sérstaklega að ráðuneytið hefur unnið að því að efla tannvernd í leikskólum í samstarfi við heilsugæsluna og Embætti landlæknis, meðal annars með fræðslu og daglegri tannburstun í leikskólunum, og ég vonast til að þessi vinna skili marktækum árangri.</p> <p>Velferðarráðuneytið stóð síðastliðið sumar fyrir átaksverkefni þar sem börnum efnalítilla foreldra var veitt tannlæknaþjónusta þeim að kostnaðarlausu. Verkefnið var nauðsynlegt í ljósi aðstæðna og kom mörgum að gagni. Þetta er samt alls ekki æskileg leið til að takast á við þann vanda sem við er að fást heldur neyðarráðstöfun sem við þurfum vonandi ekki að grípa til aftur.</p> <p>Það eiga að sjálfsögðu ekki að vera forréttindi að hafa heilbrigðar tennur og við verðum að sjá til þess að allir eigi kost á nauðsynlegri tannheilbrigðisþjónustu líkt og gildir um heilbrigðisþjónustu almennt.</p> <p>Við þurfum að búa mun betur að þessum málaflokki en gert hefur verið hingað til. Megináherslan á að vera á forvarnastarf þar sem allt er gert sem unnt er til að fyrirbyggja tannskemmdir með bættri tannhirðu, heilbrigðari neysluvenjum og reglulegum forvarnaskoðunum og eftirliti hjá tannlæknum. Eins bind ég vonir við að samningar náist fyrr en seinna við tannlækna þannig að niðurgreiðslur hins opinbera vegna tannlækninga barna verði í raun allt að 75% kostnaðarins eins og svo lengi hefur verið stefnt að.</p> <p><span>Við eigum að bera okkur saman við nágrannaþjóðirnar og setja okkur það markmið að vera að minnsta kosti ekki eftirbátur þeirra á þessu sviði. Við getum gert miklu betur en nú og við verðum að taka höndum saman og koma tannheilsumálum þjóðarinnar í betra horf. Ég er ekki í vafa um að við náum árangri ef allir leggjast á eitt.</span> <span>&#160;</span></p> <p>&#160;</p>

2012-03-24 00:00:0024. mars 2012Öflugur stuðningur við atvinnuleitendur er ávinningur allra

<p><em><img title="Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra" alt="Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra" src="/media/velferdarraduneyti-media/media/radherra/medium/GudbjarturHannessonOkt2010.jpg" /></em><a href="/frettir-vel/nr/33299">Þegar allir leggjast á eitt er árangurinn vís</a> var yfirskrift greinar í Fréttablaðinu 14. mars þar sem ég sagði frá átaksverkefnum sem ráðist hefur verið í til að sporna við atvinnuleysi og alvarlegum afleiðingum þess. Áhersla hefur verið lögð á fjölbreytt framboð verkefna og viðfangsefna þannig að atvinnuleitendur geti fundið eitthvað áhugavert við sitt hæfi sem styrkir stöðu þeirra og eykur líkur á starfi þegar aðstæður á vinnumarkaði lagast.</p> <p>Átakið <strong>Ungt fólk til athafna</strong> hófst í ársbyrjun 2010. Í árslok 2011 höfðu um 5.000 ungmenni tekið þátt í átakinu og af þeim hópi voru um 3.000 farin af atvinnuleysisskrá. Verkefnið <strong>ÞOR – Þekking og reynsla</strong> er ætlað fólki á aldrinum 30–70 ára og hófst í ágúst 2010. Um síðustu áramót höfðu 7.500 tekið þátt í verkefninu og var hátt í helmingur þeirra kominn með starf eða farinn í nám. Síðastliðið haust hófst verkefnið <strong>Nám er vinnandi vegur</strong> og hófu rúmlega 900 atvinnuleitendur nám í framhaldsskólum, frumgreinadeildum, háskólum og framhaldsfræðslu. Átaksverkefnið <strong>Vinnandi vegur</strong> er nýhafið, ætlað atvinnuleitendum sem verið hafa án vinnu í eitt ár eða lengur. Með góðri samvinnu atvinnurekenda, sveitarfélaga, stéttarfélaga og ríkisins standa vonir til að unnt verði að ráða um 1.500 manns af atvinnuleysisskrá í ný starfstengd vinnumarkaðsúrræði um allt land. Viðbrögð atvinnurekenda hafa verið afar góð og þegar þetta er skrifað hafa þegar orðið til um 1.000 ný starfstækifæri fyrir atvinnuleitendur á grundvelli þessa nýja átaks.</p> <p><strong>Atvinnutorg er nýtt úrræði</strong> fyrir fólk á aldrinum 16–25 ára og voru fjögur slík opnuð nýlega í Reykjavík, Reykjanesbæ, Hafnarfirði og Kópavogi í samstarfi sveitarfélaganna velferðarráðuneytisins og Vinnumálastofnunar. Markmiðið er að veita ungu fólki sem hvorki er á vinnumarkaði né í námi, ráðgjöf og stuðning og finna því úrræði við hæfi sem geta falist í starfsþjálfun eða atvinnu, námi eða námstengdum úrræðum, áfengis- eða vímuefnameðferð eða starfsendurhæfingu. Úrræði standa til boða óháð rétti þessara einstaklinga innan atvinnuleysistryggingakerfisins og er það nýmæli.</p> <p>Reynslan sýnir að erfiðleikar á vinnumarkaði snerta fólk misjafnlega en bitna hvað harðast á ungu fólki, sérstaklega því með stutta skólagöngu að baki og litla reynslu á vinnumarkaði. Mikilvægur hluti af verkefnum atvinnutorganna felst í því að hafa uppi á þeim sem standa utan kerfisins, þ.e. ungmennum sem hvorki eru skráð með fjárhagsaðstoð né atvinnuleysisbætur og eru ekki í vinnu eða námi.</p> <p>Ég nefndi í fyrri grein minni að atvinnutengd vinnumarkaðsúrræði hafa reynst árangursrík. Á ársgrundvelli hafa um 63% þátttakenda fengið viðvarandi starf og horfið af atvinnuleysisskrá þremur mánuðum eftir að þátttöku lýkur. Af þeim sem taka þátt í úrræðum á borð við ýmis námskeið eða klúbbastarf er þetta hlutfall um 25–30%. Þetta þýðir þó ekki að þessi úrræði skili ekki góðum árangri. Kannanir meðal þátttakenda sýna almennt mjög jákvæð viðhorf og það mat að úrræðin styrki þá og séu góður undirbúningur fyrir atvinnuþátttöku síðar meir. Það segir sig hins vegar sjálft að bein tengsl við atvinnulífið með reynsluráðningum eða starfsþjálfun gefa atvinnuleitendum kost á að sanna getu sína á vettvangi sem hefur reynst mörgum happadrjúgt.</p> <p>Síðastliðin tvö sumur hafa stjórnvöld efnt til átaksverkefnis þar sem hátt í 900 <strong>námsmenn og atvinnuleitendur</strong> hafa átt kost á sumarstörfum hjá stofnunum ríkisins og sveitarfélögunum. Ákveðið hefur verið að endurtaka þetta í sumar enda reynslan afar góð og ánægja gagnkvæm hjá þeim sem lagt hafa til störf og þeim sem ráðnir hafa verið til starfa.</p> <h4>Ávinningur fyrir alla</h4> <p>Vinnumálastofnun hefur staðið við stjórnvölinn í öllum þeim átaksverkefnum sem ráðist hefur verið í, jafnframt því að annast hefðbundin vinnumarkaðsúrræði á vegum stofnunarinnar. Verkefnin eru að stærstum hluta fjármögnuð úr Atvinnuleysistryggingasjóði en ríkið hefur einnig lagt fram verulega fjármuni og það gera einnig sveitarfélög og aðrir atvinnurekendur sem leggja til störf og starfstengd úrræði. Þessum fjármunum er tvímælalaust vel varið þar sem markmiðið er að vinna gegn neikvæðum áhrifum atvinnuleysis með því að gefa fólki kost á að byggja sig upp til framtíðar með þátttöku í verðugum verkefnum eða námi. Ávinningurinn er ótvíræður, ekki aðeins fyrir þá sem taka þátt heldur samfélagið í heild sinni.</p> <p><em>Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra</em></p> <p><em><strong>- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -<br /> Greinin birtist í Fréttablaðinu 24. mars 2012</strong></em></p> <p>&#160;</p>

2012-03-22 00:00:0022. mars 2012Byggjum frekar umræður á upplýsingum og fræðslu en uppnámi og hræðslu

<h4>Blaðagrein Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra<br /> Birt í Fréttablaðinu 22. mars 2012.&#160;</h4> <hr id="null" /> <p><img title="Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra" alt="Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra" src="/media/velferdarraduneyti-media/media/radherra/medium/GudbjarturHannessonOkt2010.jpg" />Frumvarp sem ég kynnti nýlega í ríkisstjórn og fjallar um að heimila hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum að ávísa hormónatengdum getnaðarvörnum vakti athygli fjölmiðla og hefur verið mikið til umræðu að undanförnu. Fréttastofa RÚV reið á vaðið með miklum bægslagangi og skellti sér strax á bullandi sund. Dregin var upp sú mynd að markmið frumvarpsins væri að byrla 11 ára stúlkubörnum hormónapillur á bak foreldrum þeirra og þau áform studd með ráðum og dáð af landlækni sjálfum og óþreyjufullum skólahjúkrunarfræðingum sem biðu þess eins að geta ávísað pillunni til barna.</p> <p>Þessi umræða er sorgleg og fráleit. Fréttaflutningi af þessu tagi er augljóslega ekki ætlað að upplýsa um mál heldur að æsa upp mál ‒ ekki að fræða heldur að hneyksla og hræða.</p> <p>Samkvæmt frumvarpinu verður heimildin bundin því að viðkomandi hjúkrunarfræðingar og ljósmæður starfi á heilbrigðisstofnun þar sem er heilsugæsla, kvenlækningar eða fæðingarþjónusta. Miðað er við að velferðarráðherra setji reglugerð um skilyrði sem uppfylla þarf til að fá þessa heimild og að Embætti landlæknis veiti leyfi til lyfjaávísana á grundvelli þeirra auk þess að hafa eftirlit með þeim líkt og gildir um lyfjaávísanir lækna.</p> <p>Í samanburði milli Norðurlandaþjóða er notkun hormónagetnaðarvarna minnst hér á landi en sala á neyðargetnaðarvörnum hvað mest. Ótímabærar þunganir og fóstureyðingar í kjölfarið eru sorglega algengar og hefur barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna lýst áhyggjum yfir fjölda fóstureyðinga meðal stúlkna yngri en 18 ára hér á landi. Kynheilbrigði ungs fólks er áfátt og notkun ungra Íslendinga á smokkum með því minnsta sem þekkist á Vesturlöndum, nokkuð sem við verðum að breyta, ekki síst til að efla varnir gegn kynsjúkdómum.</p> <p>Ég styð heilshugar frumvarp sem nú liggur fyrir Alþingi um lækkun virðisaukaskatts á smokkum úr 25% í 7% og treysti því að það verði samþykkt. En það þarf margt fleira að koma til og því tel ég að frumvarp um skilyrtar heimildir ljósmæðra og hjúkrunarfræðinga til að ávísa hormónagetnaðarvörnum sé mikilvægt og af hinu góða. Ég tek fagnandi við ábendingum studdum faglegum og málefnalegum rökum sem orðið geta til þess að bæta frumvarpið og styrkja markmið þess enda mun frumvarpið fá vandaða umfjöllun í velferðarnefnd Alþingis. Ástæða er til að ítreka að öllum er heimilt að senda nefndinni ábendingar og umsagnir um frumvarpið og rétt að hvetja til þess.</p> <p>Umræða um það hvenær upplýsa eigi foreldra unglingsstúlkna ákveði læknar að ávísa þeim hormónagetnaðarvörn er ekki ný af nálinni. Frumvarpið sem hér er til umræðu hvorki víkkar né þrengir þau viðmið. Bent hefur verið á að þetta sé óljóst í lögum og þarfnist skýringa. Þetta er þörf ábending og við skulum taka á því. Aðrir benda á að efla þurfi kynfræðslu og sporna við því að fólk byrji að stunda kynlíf áður en það hefur þroska til. Ég gæti ekki verið meira sammála og tel að með margumtöluðum heimildum til ljósmæðra og hjúkrunarfræðinga ýtum við undir að unglingar leiti til fagfólks sem getur veitt þessa fræðslu því það verður aðgengilegra og hægari heimatökin en að panta tíma hjá lækni. Ósk um getnaðarvörn veitir gott tækifæri til að veita fræðslu og alls ekki sjálfgefið að slíkri heimsókn ljúki með ávísun á hormónapillur.</p> <p>Loks hefur verið bent á að frumvarpið setji alla ábyrgð á því að forðast ótímabæra þungun á hendur stúlkum, strákarnir þurfi ekki að horfast í augu við mögulegar afleiðingar kynlífsins. Þetta eru að sjálfsögðu ekki þau skilaboð sem við viljum senda ungu fólki. Kannski væri það góð vinnuregla að gera ungum pörum í þessum hugleiðingum að mæta saman á fund læknis, hjúkrunarfræðings eða ljósmóður þegar getnaðarvarna er þörf. Allar hugmyndir til að fást við augljósan vanda eru vel þegnar.</p> <p>Samkvæmt könnunum er meðalaldur íslenskra ungmenna þegar þau byrja að stunda kynlíf 15,6 ár og hefur hækkað á liðnum árum. Hvort þau hafa þá til þess aldur og þroska er umdeilanlegt og best væri að sem flest ungmenni flýttu sér hægt í þessum efnum. Því vona ég að samstaða náist um leiðir til að hækka þennan meðalaldur, fækka ótímabærum þungunum, fækka fóstureyðingum og draga úr tíðni kynsjúkdóma. Um þetta snýst málið.</p> <p><em>Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra</em></p>

2012-03-15 00:00:0015. mars 2012Ávarp ráðherra á málþingi um málefni fatlaðs fólks í alþjóðlegu ljósi

<div class="single-news__big-image"><figure><a href="/media/velferdarraduneyti-media/media/frettatengt2012/Avarp-velferdarradherra-a-malthingi-um-malefni-fatlads-folks-i-althjodlegu-ljosi.jpg"><img src="/media/velferdarraduneyti-media/media/frettatengt2012/Avarp-velferdarradherra-a-malthingi-um-malefni-fatlads-folks-i-althjodlegu-ljosi.jpg?proc=singleNewsItem" alt="Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra ávarpaði málþingið" class="media-object"></a><figcaption>Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra ávarpaði málþingið</figcaption></figure></div><strong>Málþing um málefni fatlaðs fólks í alþjóðlegu ljósi</strong> <p><strong>16. mars 2012</strong>&#160;<br /> <strong>Ávarp Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra</strong></p> <hr id="null" /> <p>Góðir gestir.</p> <p>Það er mér ánægja að ávarpa málþingið sem hér er hafið um málefni fatlaðs fólks í alþjóðlegu ljósi og alveg sérstök ánægja að bjóða velkominn hingað Dr. Tom Shakespeare, sérfræðing hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni og einn höfunda fyrstu alþjóðaskýrslunnar um fötlun og aðstæður fatlaðs fólks, <strong><a href="http://www.who.int/disabilities/world_report/2011/en/index.html">World report on disability</a>,</strong> sem er kveikjan að málþinginu og meginefni þess.</p> <p>Dr. Tom - við metum það mikils að þú skulir gefa þér tíma í stuttri heimsókn hingað til lands til að kynna okkur Íslendingum þessa stórmerkilegu skýrslu. Ég held að allir geti verið sammála um að hún sé ómetanlegt innlegg í baráttu fatlaðs fólks fyrir bættri stöðu og viðurkenningu á rétti sínum til fullrar samfélagsþátttöku á borð við aðra.</p> <p>Gerð Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er tvímælalaust eitt hið merkasta skref sem stigið hefur verið á alþjóðlegum vettvangi í þessum málaflokki. Ísland var eitt af fyrstu ríkjum heims til að undirrita samninginn, þann 30. mars 2007 en hefur ekki fullgilt hann ennþá. Að því er hins vegar stefnt. Í tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks sem nú liggur fyrir Alþingi er fjallað um aðgerðir sem nauðsynlegar eru til þess og lagt til að frumvarp til fullgildingar samningsins verði lagt fram á vorþingi árið 2013.</p> <p>Skýrslunni sem hér er til umfjöllunar; <strong>World report on disability</strong>, er ætlað að veita þjóðum sem aðild eiga að samningnum leiðbeiningar um innleiðingu hans. Skýrslan er okkur því sérstaklega kærkomin og mun án efa nýtast vel í þeirri vinnu sem framundan er vegna innleiðingarinnar en einnig í tengslum við önnur verkefni sem unnið er að hér á landi í því skyni að bæta aðstæður fólks með fötlun og styrkja réttindi þess.</p> <p>Ég vil taka það sérstaklega fram að í lögum um málefni fatlaðs fólks er kveðið á um að við framkvæmd þeirra skuli tekið mið af alþjóðlegum skuldbindingum sem íslensk stjórnvöld hafa gengist undir, einkum samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Sama máli gegnir um þingsályktunartillöguna um framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks sem ég gat um áðan og þar er einnig lögð áhersla á jafnrétti og bann við mismunun á grundvelli fötlunar. Eins er þar fjallað um viðurkenningu á því að fötlun sé hugtak sem þróast og breytist og að fötlun verði til í samspili einstaklinga sem eru með skerðingar, umhverfis og viðhorfa sem hindri fulla og virka samfélagsþátttöku til jafns við aðra.</p> <p>Þetta er einmitt svo mikilvægt, þ.e. að átta sig á því að fötlun snýst ekki fyrst og fremst um einstaklinginn sjálfan heldur miklu frekar um aðstæðurnar sem samfélagið býr fötluðu fólki. Í samfélaginu eru margvíslegar hindranir í eiginlegum og óeiginlegum skilningi þess orðs sem geta reynst fötluðu fólki óyfirstíganlegur farartálmi og staðið í vegi fyrir aðgengi þess að námi, vinnu, þjónustu, tómstundalífs og svo mætti áfram telja. Oft felast erfiðustu hindranirnar í viðhorfum á borð við fordóma og skilningsleysi samfélags sem viðurkennir ekki mikilvægi fjölbreytninnar fyrir samfélagið og þar með ólíkar þarfir borgaranna vegna mismunandi aðstæðna þeirra. Hlutverk stjórnvalda er að vinna markvisst að því að ryðja þessum hindrunum úr vegi. Þá skiptir miklu að byggja það verkefni á skýrri stefnu með sterkri framtíðarsýn og markvissum aðgerðum og verkáætlunum til skemmri og lengri tíma.</p> <p>Um allt þetta og svo miklu fleira er fjallað í skýrslunni sem Tom Shakespeare mun kynna fyrir okkur hér á eftir. Ég ætla því ekki að hafa þessi orð fleiri en þakka að lokum öllum þeim sem unnu að undirbúningi málþingsins og hlakka til að hlýða á okkar góða gest. Hann er okkur Íslendingum raunar að góðu kunnur, hefur komið hingað tvisvar áður og vill svo til að er staddur hérna núna til að veita viðtöku heiðursdoktorsnafnbót við Háskóla Íslands.</p> <p>Megi málþingið verða okkur til gagns og ánægju. Dr. Tom, þakka þér fyrir að deila þekkingu þinni með okkur.</p> <p>&#160;</p> <p>&#160;</p>

2012-03-14 00:00:0014. mars 2012Evrópuár um virkni á efri árum - samband og samstöðu kynslóða

<p>&#160;</p> <p><strong>Virkni á efri árum – samband og samstaða kynslóða</strong></p> <p><strong>Ávarp Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra<br /> Opnun Evrópuársins 2012, 14. mars 2012, á Grand hótel Reykjavík.</strong></p> <div> <hr id="null" /> </div> <p>Góðir gestir.&#160;</p> <p>Ég býð ykkur öll hjartanlega velkomin hingað í dag. Um leið vil ég þakka Landssambandi eldri borgara og Öldrunarráði Íslands fyrir að koma að skipulagningu ráðstefnunnar með velferðarráðuneytinu og öllum þeim sem hafa lagt hönd á plóg.</p> <p><span>Evrópusambandið stendur fyrir Evrópuárinu 2012 sem helgað er virkni aldraðra og samstöðu milli kynslóða.</span> <span>Auk Íslands, Noregs og Liechtenstein taka 27 ríki Evrópusambandsins þátt í árinu svo og fjöldi stofnana og samtaka.</span></p> <p><span>Á undanförnum árum hefur hlutfallslega fjölgað mjög í hópi aldraðra í Evrópu. M</span><span>eðalaldur íbúa álfunnar hækkar og það stefnir í að árið 2060 verði aldurssamsetningin þannig að á móti hverjum einum á lífeyrisaldri verði tveir á vinnualdri.</span>&#160;</p> <p>Evrópuárinu er ætlað að opna augu almennings fyrir framlagi eldra fólks til samfélagsins og meðal annars er til umræðu hvernig skapa megi aukin tækifæri til að auka virkni eldri borgara og efla samstöðu kynslóðanna.</p> <p>Evrópuárið markar einnig tíu ára afmæli aðgerðaáætlunar Sameinuðu þjóðanna um öldrun sem samþykkt var í Madrid árið 2002.</p> <p>Nú kann einhver að spyrja sig hvað <strong><em>virkni aldraðra</em></strong> stendur fyrir?</p> <p>Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni snýr virkni aldraðra að þremur þáttum þ.e. <strong><em>heilsu, þátttöku og öryggi</em></strong> – eða að eldast við góða heilsu – líkamlega, andlega og félagslega – hafa tækifæri til þátttöku í samfélaginu án mismununar og í samræmi við óskir, þarfir og getu hvers og eins – og að vera tryggð fullnægjandi vernd, umhyggju og öryggi í samfélaginu.</p> <p>Oft er talað um að fátt sé hinum aldraða eins mikilvægt og að halda virkni sinni, en það sem á við hinn aldraða á einnig við fólk á öðrum aldri. Við erum öll eins en höfum aðeins lagt að baki mismörg ár.&#160;&#160;</p> <p>Evrópuárið 2012 leitast við að stuðla að virkni aldraðra með því að horfa til <strong><em>atvinnuþátttöku, samfélagsþátttöku og sjálfstæðis.</em></strong></p> <p><strong><em>Atvinnuþátttaka</em></strong></p> <p>Ef við beinum fyrst sjónum að atvinnuþátttöku þá hefur hún í gegnum tíðina verið mjög mikil á Íslandi. Í aldurshópi fólks 55–64 ára var til að mynda atvinnuþátttaka rétt tæp 80% árið 2010, eða rúmlega helmingi meiri en í þeim Evrópulöndum þar sem atvinnuþátttaka er minnst hjá þessum aldurshópi eins og í Belgíu og á Ítalíu.&#160;&#160;</p> <p>Hár lífeyrisaldur hér á landi sem almennt miðast við 67 ár, endurspeglar þá meginstefnu íslenskra stjórnvalda að eldra fólk sé virkt á vinnumarkaðnum a.m.k. til 67 ára aldurs og raunar vinna margir til sjötugs.</p> <p>Ef við lítum á atvinnuleysi þá er langtímaatvinnuleysi meira viðvarandi hjá eldra fólki en yngra sem bendir til þess að fólki, sem komið er yfir miðjan aldur og missir vinnuna, reynist erfiðara að fá vinnu að nýju en þeim sem yngri eru.</p> <p>Í könnun sem Samtök atvinnulífsins stóðu fyrir árið 2004 meðal félaga sinna kom fram að eldra fólk er ekki talið síðri starfskraftur en hið yngra. Það er sjaldnar frá vinnu vegna veikinda og er jákvæðara í garð vinnunnar en yngra fólk. Erlendar rannsóknir sýna sömu niðurstöður.&#160;&#160;</p> <p><span>Ein af áherslum Evrópuársins er að veita eldra fólki á vinnumarkaði betri úrkosti og aðstæður, svo sem með því að hvetja atvinnurekendur til að skapa heilsusamlegar vinnuaðstæður og</span> <span>aðlaga starfsaðstöðu og vinnutíma að þörfum eldri starfsmanna.</span> <span>Kannanir hafa sýnt að verulega dregur úr þátttöku í sí- og endurmenntun með hækkandi aldri. Með sífellt auknum kröfum á vinnumarkaði og mikilli tækniframþróun er ekki lengur litið á menntun sem átaksverk heldur sem æviverk og með símenntun viðheldur einstaklingurinn færni sinni á vinnumarkaði.</span></p> <p>Í tilefni Evrópuársins hafa Evrópuríki verið hvött til að huga að vinnumiðlun fyrir eldri atvinnuleitendur og vinna gegn mismunun vegna aldurs á vinnumarkaðnum. Þá hefur verið hvatt til endurskoðunar á skatta- og bótakerfi, sérstaklega þar sem atvinnuþátttaka aldraðra er lítil.</p> <p><strong><em>Samfélagsþátttaka</em></strong></p> <p>Ef við skoðum næst <strong><em>samfélagsþátttöku</em></strong> aldraðra þá er rétt að undirstrika mikilvægi þess að fólk setjist ekki með hendur í skauti þegar það hættir atvinnuþátttöku. Fólk þarf að finna sér farveg til að takast á við nýjar aðstæður í lífinu og samfélagið þarf að vera reiðubúið að virða og meta framlag aldraðra eins og verðskuldað er.</p> <p>&#160;Því miður virðist oft litið framhjá framlagi eldra fólks til samfélagsins sem felst meðal annars í umönnun annarra, svo sem umönnun eigin foreldra, maka, barna eða barnabarna.&#160;&#160;</p> <p>Félagasamtök, eins og Rauði kross Íslands, sem byggja mikið á sjálfboðastarfi hafa óskað sérstaklega eftir eldra fólki til sjálfboðastarfa þar sem það hefur lífsreynslu sem gagnast vel.</p> <p>Evrópuárinu er ætlað að tryggja aukna viðurkenningu á framlagi eldra fólks til samfélagsins og skapa því hagstæðari skilyrði.</p> <p>Góðir gestir.&#160;</p> <p><span>Evrópubúar lifa ekki aðeins lengur heldur eru þeir við betri heilsu nú en nokkru sinni fyrr. Það er þó staðreynd að h</span><span>eilsunni hrakar eftir því sem við eldumst. Margt er til ráða til að hægja á þeirri þróun og hægt að bæta aðstæður fólks sem á við ýmsan heilsuvanda eða fötlun að stríða.&#160;</span><strong><em>&#160;</em></strong></p> <p><strong><em>Sjálfstæði</em></strong></p> <p>Virk efri ár fela í sér að stuðla að sem mestu sjálfstæði fólks svo lengi sem kostur er, svo sem með heilsueflingu og forvörnum, með því að bæta aðgengi fólks með skerta hreyfigetu, aðlaga húsnæði að þörfum hvers og eins, stuðla að aðgengilegum og ódýrum almenningssamgöngum og með því að virða sjálfsákvörðunarrétt einstaklinga.</p> <p>Á Íslandi hefur undanfarin ár verið unnið að málefnum aldraðra samkvæmt stefnu sem sett var í málaflokknum árið 2008. Þar kemur meðal annars fram að styðja skuli aldraða til búsetu á eigin heimili sem lengst. Í dag búa tæplega 80% aldraðra, 80 ára og eldri, heima. Dagvistarrýmum og skammtímarýmum hefur fjölgað en samt sem áður þarf að efla enn frekar þjónustu og búsetuúrræði fyrir einstaklinga sem ekki þurfa enn á hjúkrunarrými að halda, þ.e. úrræði sem kalla má millistigsúrræði.</p> <p>Evrópuárið hvetur aðildarríki til að stuðla að sem mestu sjálfræði fólks í langtímaumönnun. Sett voru ný viðmið í íslensku stefnunni 2008 um bættan aðbúnað aldraðra á hjúkrunarheimilum og hafa þau viðmið verið mjög gagnlegt leiðarljós til að bæta aðbúnað á nýjum hjúkrunarheimilum og eins við breytingar á þeim eldri.&#160;&#160;</p> <p><strong><em>Samstaða kynslóða</em></strong></p> <p><span>Evrópuárið 2012 leggur ekki aðeins áherslu á virkni aldraðra heldur einnig á <strong><em>samstöðu kynslóða</em></strong> og að skapa samfélag sem rúmar fólk á öllum aldri. En til</span> <span>þess að svo geti orðið þurfum við að auka skilning í samfélagi okkar á mikilvægu framlagi ólíkra kynslóða.</span> <span>Stuðningur kynslóðanna hver við aðra er samfélaginu mikilvægur.</span> <span>Á Evrópuárinu er lögð áhersla á að kynna hvernig eldri kynslóðir geta stutt þær yngri og öfugt og þannig styrkt kynslóðaböndin.</span></p> <p><span>Frá árinu 2009</span> <span>hefur Evrópa haldið upp á Evrópudag kynslóðasamstöðu þann 29. apríl ár hvert. Árið 2012 verður áhersla lögð á að efna til umræðna milli nemenda og eldri borgara um hvað það merki að eldast og hvernig eldra fólk og yngra geti unnið saman að betra lífi. Dagana kringum 29. apríl er öllum skólum í Evrópu boðið að opna dyr kennslustofa sinna fyrir eldri kynslóðum og kanna hvernig skoðanaskipti kynslóðanna geti stuðlað að betri menntun.</span></p> <p>Góðir gestir.&#160;</p> <p>Flestar Evrópuþjóðir horfast í augu við ýmsar áskoranir tengdar hækkandi aldurssamsetningu þjóðar sinnar en þótt aldur Íslendinga fari líka hækkandi þá er þjóðin tiltölulega ung og fæðingartíðni á hverja konu fremur há. Íslendingar eru lengi á vinnumarkaði og fara að jafnaði ekki á eftirlaun fyrr en 67 ára og sumir jafnvel enn seinna.</p> <p>Þessar staðreyndir gætu skýrt það að Íslendingar hafa minni áhyggjur af hækkandi meðalaldri þjóðarinnar en aðrar Evrópuþjóðir. Jafnframt höfum við jákvæðara viðhorf til aldraðra en almennt gerist hjá öðrum Evrópuþjóðum en þetta eru meðal niðurstaðna nýrrar evrópskrar könnunar sem gerð var við upphaf Evrópuársins 2012.&#160;</p> <p>Evrópuárið er einstakt tækifæri til að virkja reynslu, visku og krafta eldri borgara í þágu samfélagsins. Auk þess er það tækifæri til að fá kynslóðir til að vinna saman að sanngjörnu og sjálfbæru samfélagi fyrir alla aldurshópa.&#160;&#160;</p> <p><span>Þess</span> <span>er vænst að Evrópuárið 2012 verði almenningi, stjórnvöldum og hagsmunaaðilum hvati til að grípa til aðgerða sem stuðla að virkri öldrun og auka samstöðu milli kynslóða.&#160;</span>&#160;</p> <p>Aldur á ekki að standa í vegi fyrir því að við getum lagt okkar af mörkum til samfélagsins.&#160;&#160;</p> <p>Með þessum orðum set ég formlega Evrópuárið 2012 á Íslandi og vona að þið hafið gagn og gaman að dagskránni hér í dag.</p> <p>---------------------------<br /> Talað orð gildir</p>

2012-03-14 00:00:0014. mars 2012Þegar allir leggjast á eitt er árangur vís

<div class="single-news__big-image"><figure><a href="/media/velferdarraduneyti-media/media/radherra/Gutti-mynd-19.09.06-1.JPG"><img src="/media/velferdarraduneyti-media/media/radherra/Gutti-mynd-19.09.06-1.JPG?proc=singleNewsItem" alt="Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra" class="media-object"></a><figcaption>Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra</figcaption></figure></div><p><strong>Grein Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra<br /> Birt í Fréttablaðinu 14. mars 2012</strong></p> <hr id="null" /> <p>Vinnumálastofnun hefur undanfarin misseri efnt til fjölmargra verkefna til að stuðla að virkni fólks í atvinnuleit, skapa því tækifæri til að mennta sig, auka vinnufærni og takast á við verkefni sem eru uppbyggileg hvatning til atvinnuþátttöku nú þegar eða síðar þegar atvinnutækifærum fjölgar.&#160;</p> <h3>Fjölbreytni úrræða sem á sér vart fordæmi</h3> <p>Erfitt atvinnuástand og atvinnuleysi hefur mikið verið til umfjöllunar frá hausti 2008 enda ástandið framandi í samfélagi þar sem jafnan hafa verið til störf fyrir alla sem vilja og geta unnið. Tölur um atvinnuleysi verða þó ekki umfjöllunarefni mitt hér, heldur sú öfluga uppbygging fjölbreyttra tækifæra fyrir atvinnuleitendur til að styrkja stöðu sína sem átt hefur sér stað síðustu ár og ég held að eigi sér vart fordæmi. Þetta hefur krafist víðtækrar samvinnu og virkrar þátttöku fjölmargra aðila, en ekki síst öflugrar forystu Vinnumálastofnunar þar sem verkefni eru skipulögð og þeim fylgt eftir. Þar hefur byggst upp mikil þekking á þessu sviði, þar er yfirsýn um atvinnuástand, fjölda atvinnuleitenda og aðstæðna innan hópsins sem er forsenda þess að skilgreina markhópa og skipuleggja vinnumarkaðsúrræði við hæfi hvers og eins.</p> <h3>Staðan erfiðust fólki með stutta skólagöngu að baki</h3> <p>Að missa vinnuna er áfall. Að vera í atvinnuleit og koma alls staðar að lokuðum dyrum er skelfilegt og það er illt veganesti fyrir ungt fólk sem ætlar að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði að vera alls staðar hafnað. Erfiðust er staða þeirra sem hafa skemmsta skólagöngu að baki. Um helmingur atvinnuleitenda hefur ekki lokið neinu námi eftir grunnskóla og um 75% þeirra sem eru 25 ára og yngri. Áhersla hefur verið lögð á vinnumarkaðsúrræði sem taka mið af þessari staðreynd.</p> <p>Í samfélaginu ríkir almennt mikill skilningur á nauðsyn þess að bregðast við þessu ástandi. Það er ómetanlegt hvað stofnanir ríkisins, sveitarfélög, félagasamtök og fyrirtæki hafa verið reiðubúin til þátttöku í þeim fjölmörgu átaksverkefnum sem efnt hefur verið til í þessu skyni og það sýnir sig að þegar allir leggjast á eitt er árangurinn vís.</p> <p>Í ársbyrjun 2010 hófst stórátakið <strong>Ungt fólk til athafna</strong> í kjölfar ákvörðunar stjórnvalda um að verja 1,3 milljörðum króna til að skapa tækifæri fyrir fólk án atvinnu til starfa, menntunar eða annars konar virkni með áherslu á úrræði fyrir ungt fólk og aðgerðir til að bregðast við langtímaatvinnuleysi. Sett var það markmið að aldrei skyldu líða meira en þrír mánuðir frá því að einstaklingur missti starf þar til honum væri boðið starf, námstækifæri, starfsþjálfun eða þátttaka í öðrum verkefnum og náðist það markmið fáum mánuðum síðar. Frá því að átakið hófst til ársloka 2011 höfðu ráðgjafar hitt um 5.000 unga atvinnuleitendur og af þeim höfðu um 3.000 verið skráðir af atvinnuleysisskrá sem telst mjög góður árangur.</p> <p>Í ljósi góðrar reynslu af verkefninu Ungt fólk til athafna voru aldursmörk fyrir þátttöku hækkuð í 29 ár og jafnframt ýtt úr vör nýju átaksverkefni gegn langtímaatvinnuleysi undir heitinu <strong>ÞOR-þekking og reynsla</strong>, fyrir fólk á aldrinum 30<span>–</span>70 ára. Frá upphafi átaksins í ágúst 2010 til ársloka 2011 höfðu um 7.500 tekið þátt í verkefninu og var þá hátt í helmingur þeirra kominn með starf eða farinn í nám og skráður af atvinnuleysisskrá.</p> <h3>Brottfall úr námi virðist minna en gengur og gerist</h3> <p>Samstarfsverkefni ríkisstjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins, <strong>Nám er vinnandi vegur</strong>, hófst árið 2011 til að bregðast við langtímaatvinnuleysi með hvatningu og auknum tækifærum fyrir atvinnuleitendur til að hefja nám. Með góðu samstarfi við skólastjórnendur tókst að tryggja skólavist öllum sem eftir því leituðu og fullnægðu inntökuskilyrðum haustið 2011 og skapa námstækifæri fyrir um 1.000 atvinnuleitendur í framhaldsskólum, frumgreinadeildum, háskólum og framhaldsfræðslu. Skilyrði var að þátttakendur hefðu verið án atvinnu í hálft ár eða lengur. Þessir einstaklingar fengu námsvist í eina önn án þess að missa rétt til atvinnuleysisbóta, uppfylltu þeir kröfur um ástundun, en bætur féllu síðan niður hygðust þeir halda náminu áfram. Rúmlega 900 manns hófu nám í haust á grundvelli átaksins. Af þeim hópi eru yfir 800 sem ákváðu að halda áfram námi á vorönn sem bendir til að brottfall þessara einstaklinga úr námi sé jafnvel minna en almennt gengur og gerist.</p> <h3>Atvinnutengd vinnumarkaðsúrræði reynast árangursrík</h3> <p>Nú er hafið nýtt átaksverkefni atvinnurekenda, sveitarfélaga, stéttarfélaga og ríkisins gegn langtímaatvinnuleysi undir slagorðinu <strong>Vinnandi vegur</strong> sem var kynnt nýlega á atvinnumessu í Reykjavík. Fyrirhugað er að hafa sambærilega atvinnumessu á Suðurnesjum. Sérstök áhersla verður lögð á þann hóp atvinnuleitenda sem verið hefur án atvinnu í eitt ár eða lengur, ekki síst þann hóp sem er að ljúka rétti sínum til atvinnuleysisbóta á þessu ári. Með samvinnu við sveitarfélög, stofnanir og fyrirtæki standa vonir til að unnt verði að ráða um 1.500 manns af atvinnuleysisskrá í ný starfstengd vinnumarkaðsúrræði um allt land.</p> <p>Tölur Vinnumálastofnunar sýna að atvinnutengd vinnumarkaðsúrræði reynast stórum hópi fólks greið leið inn á vinnumarkaðinn. Á ársgrundvelli eru um 63% atvinnuleitenda sem taka þátt í slíkum úrræðum farin af atvinnuleysisskrá þremur mánuðum eftir að þátttöku lýkur og hefur þá ýmist boðist áframhaldandi starf á viðkomandi vinnustað eða nýtt starf annars staðar.</p> <h3>Uppbyggilegar atvinnuleysisbætur</h3> <p>Verkefnin sem ég hef nefnt byggjast á því að atvinnuleysisbætur nýtist á uppbyggilegan hátt og komi samfélaginu öllu að gagni. Með því að skapa aukin tækifæri til náms eða starfsþátttöku, kynna þau og hvetja fólk til þátttöku mynda atvinnuleysisbæturnar nokkurs konar grunn að bjartari framtíð fólks eins og hefur svo sannarlega sýnt sig í átakinu Nám er vinnandi vegur. Starfstengdu úrræðin byggjast á sömu hugsun því atvinnurekendur sem fjölga hjá sér störfum og leggja þannig átakinu lið geta ráðið fólk af atvinnuleysisskrá í tiltekinn tíma en bæturnar ganga upp í launakostnað og mæta þannig stofnkostnaði vegna starfsins.</p> <h3>Framhald síðar...</h3> <p>Hér hefur verið lýst í stuttu máli nokkrum þeirra verkefna sem unnið er að á sviði vinnumiðlunar og vinnumarkaðsúrræða fyrir atvinnuleitendur. Starfið er þó miklu umfangsmeira og mun ég gera því betri skil í annarri grein sem birtist á næstu dögum.</p> <p><em>Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra</em></p>

2012-03-09 00:00:0009. mars 2012Stórfundur um mótun stefnu og aðgerðaáætlunar í heilbrigðismálum

<p><strong>Ávarp ráðherra á vinnufundi um mótun stefnu og aðgerðaáætlunar í heilbrigðismálum<br /> 9. mars 2012</strong>&#160;</p> <hr id="null" /> <img title="Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra" alt="Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra" src="/media/velferdarraduneyti-media/media/radherra/small/GudbjarturHannessonOkt2010.jpg" /> <p>Ágætu þátttakendur</p> <p>Ég vil byrja á að þakka fyrir komu ykkar til þessa fundar og auðsýndan vilja til þátttöku í umfangsmikilli vinnu við gerð heilbrigðisáætlunar sem nú stendur yfir.</p> <p>Þetta eru síður en svo einföld verkefni sem þátttakendum í þessum fundi er ætlað að fást við, en þá er einmitt kosturinn að hér er fjölmennur hópur fólks, eflaust með sterkar skoðanir og fjölbreytta þekkingu og sýn á viðfangsefnið.</p> <p>Verkefnin hér í dag snúa í fyrsta lagi að því að skilgreina meginmarkmið nýrrar heilbrigðisáætlunar fyrir 29 málaflokka sem falla undir heilbrigðismál. Þetta eru málaflokkar sem lúta einkum að lýðheilsu, heilbrigðisþjónustu og öryggi og gæðum þjónustunnar. Í öðru lagi að setja fram tillögur að mælanlegum markmiðum undir hverju meginmarkmiði og í þriðja lagi að leggja fram tillögur að aðgerðum til að ná markmiðunum.</p> <p>Meginmarkmiðin eiga að endurspegla þá framtíðarsýn sem við höfum í viðkomandi málaflokki, mælanlegu markmiðin eru vörður á vegi og nýtast til að meta hvernig okkur miðar í átt að framtíðarsýninni. Aðgerðirnar snúast um framkvæmdir, þ.e. öll þau verkefni sem við ætlum að vinna að og til að hrinda markmiðunum í framkvæmd.</p> <p>Niðurstöður vinnunnar hér í dag verða hryggjarstykkið í heilbrigðisáætlun sem ég mun leggja fyrir Alþingi Íslendinga næsta haust. Markið er þó sett enn hærra, því vilji minn stendur til þess að mótaðar verði stefnur í öllum helstu málaflokkum sem heyra undir velferðarráðuneytið og þær birtar í heildstæðri velferðarstefnu sem stefnt er að því að taki gildi árið 2015. Af þessum ástæðum er lögð áhersla á að aðgerðir sem lagðar verða til í nýrri heilbrigðisáætlun hafi verið hrint í framkvæmd fyrir þann tíma.</p> <p>Megintilgangurinn með heilbrigðisáætlun er að samþætta áherslur og forgangsverkefni í heilbrigðismálum í gegnum markmið og verkefni sem okkur er ætlað er að vinna að saman á markvissan hátt. &#160;</p> <p>Þið kannist eflaust flest við stefnu stjórnvalda um sókn fyrir atvinnulíf og samfélag sem ber heitið Ísland 2020. Sú stefna sem þar kemur fram byggist á samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og hefur verið unnið eftir henni í Stjórnarráðinu í eitt ár, eða frá því að hún var samþykkt af hálfu ríkisstjórnarinnar í kjölfar mikillar og vandaðrar vinnu sem byggðist á víðtæku samráði.</p> <p>Við mótun stefnunnar Ísland 2020 var stuðst við það verklag að stefnum skuli fylgja aðgerðaáætlanir, að verkefnum skuli fylgja fjármagn og að tilgreina skuli framkvæmda- og ábyrgðaraðila, enn fremur að settir skuli fram mælikvarðar sem gera kleift að mæla árangur og síðast en ekki síst að verkefni skuli unnin í samvinnu við þá sem hlut eiga að málum.</p> <p>Þetta er það vinnulag sem við viljum hafa við gerð heilbrigðisáætlunar. Mælanlegu markmiðin og verkefnin sem þeim fylgja þurfa því að ákvarðast af þvi hvort mælikvarðar séu til eða að sæmilega auðvelt sé að útbúa þá. Fimm af 20 mælikvörðum Ísland 2020 eru velferðartengdir auk þess sem nýlega hafa verið útbúnir fjölmargir félagsvísar að frumkvæði og undir forystu Velferðarvaktarinnar. Þetta ásamt fleiri mælikvörðum sem safnað hefur verið um heilsufar Íslendinga, meðal annars hjá embætti landlæknis, eru grunnurinn að því geta séð hvernig okkur miðar í þeirri viðleitni að bæta heilbrigði Íslendinga.</p> <p>Einnig þarf að tryggja að aðgerðum og verkefnum fylgi nauðsynleg aðföng svo gerlegt sé að vinna þau. Því munum við kostnaðarmeta allar aðgerðir sem verða í heilbrigðisáætlun og í framhaldinu innleiða verkefnin í gegnum stofnanir ráðuneytisins og í samvinnu við aðra aðila.</p> <p>Um leið og ég óska öllum góðrar og árangursríkrar samveru hér í dag vil ég minna á að stefna sem ekki fylgja framkvæmdir er lítils virði og oftast er það svo að verkefni krefjast fjármuna sem verður þá að tryggja. Ég vil því ítreka nauðsyn þess að kostnaðarmeta endanlega áætlun og að verkefnunum verður að fylgja fjármagn.</p> <p>Enn og aftur, hafið kæra þökk fyrir að sjá af dýrmætum tíma ykkar til að vera hér í dag og gangi okkur vel með verkefni dagsins. &#160;</p>

2012-03-08 00:00:0008. mars 2012Velferðarráðherra skrifar í tilefni baráttudags kvenna

<div class="single-news__big-image"><figure><a href="/media/velferdarraduneyti-media/media/radherra/GudbjarturHannessonOkt2010.jpg"><img src="/media/velferdarraduneyti-media/media/radherra/GudbjarturHannessonOkt2010.jpg?proc=singleNewsItem" alt="Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra" class="media-object"></a><figcaption>Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra</figcaption></figure></div><h4>Grein Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra í Fréttablaðinu<br /> Í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars 2012</h4> <hr id="null" /> <h3>Enn er mikið verk að vinna</h3> <p>Í dag er haldið upp á alþjóðlegan baráttudag kvenna í 101. sinn. Í tilefni dagsins sendi ég konum um land allt baráttukveðjur. Sameinuðu þjóðirnar helga daginn valdeflingu kvenna í dreifbýli og útrýmingu hungurs og fátæktar. Í Reykjavík verður sjónum beint að stöðu eldri kvenna við starfslok. Þetta er þarft umfjöllunarefni. Mikill auður og reynsla býr með þeim sem eldri eru en laun heimsins eru ekki alltaf í samræmi við það. Úti í Evrópu er mikið rætt um að lengja starfsævina í ljósi þess hve líf fólks hefur lengst en barneignum fækkað. Þar er spurt hver á að vinna fyrir velferð borgaranna í framtíðinni. Staða okkar er öðruvísi, bæði er eftirlaunaaldur hærri og fæðingartíðni með því mesta sem gerist. Engu að síður þurfum við að vera vakandi yfir breytingum og kjörum sístækkandi hóps eldri borgara. Við búum að öflugum lífeyrissjóðum og almannatryggingum sem tryggja fólki lágmarksframfærslu. Það er staðreynd að stór hluti kvenna sem nú er á eftirlaunaaldri sinnti einkum börnum og búi. Margar voru í hlutastarfi á vinnumarkaði, oft á lágum launum, og borguðu því lítið í lífeyrissjóði. Þetta verður að hafa í huga þegar rætt er um kjör eldri borgara hér á landi en þetta breytist eftir því sem hlutverk lífeyrissjóðanna eykst.</p> <p>Samkvæmt mælingum Alþjóðaefnahagsráðsins (WEF) um jafnrétti kynjanna hefur Ísland reynst standa sig best í heiminum síðustu þrjú ár. Þetta er ánægjulegt og mikilvægt að sjá að við þokumst fram á við og náum árangri. Staðan í stjórnmálum, hátt menntunarstig og ýmis félagsmál skila okkur efsta sætinu en staðan á vinnumarkaði er okkar veika hlið. Enn er mikið verk að vinna meðan hallar á konur félagslega og efnahagslega.</p> <p>Af brýnum verkefnum ber fyrst að nefna launamisrétti kynjanna sem enn viðgengst þrátt fyrir lög og ýmsar aðgerðir í áranna rás. Tölur sýna að eftir hrunið haustið 2008 dró saman með kynjunum og launabilið minnkaði. Nýjustu fregnir benda til þess að launamunurinn aukist að nýju, í það minnsta í ákveðnum starfsstéttum. Því er mikilvægt að grípa þegar til aðgerða til að stöðva þessa þróun og þar gegna atvinnurekendur og stjórnendur meginhlutverki.</p> <p>Stór könnun árið 2008 sýndi mun meiri launamun kynjanna á landsbyggðinni en í þéttbýli. Samkvæmt framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum verður Byggðastofnun falið að greina orsakir þessa launamunar og síðan verður samin aðgerðaáætlun til að taka á honum. Nýlega tók til starfa á vegum velferðarráðuneytisins framkvæmdanefnd um launajafnrétti kynjanna sem á að samhæfa aðgerðir til að draga úr launamisrétti. Ætlunin er að safna saman upplýsingum um árangursríkar aðgerðir og blása svo til sóknar. Enn er unnið að gerð jafnlaunastaðals en það hefur reynst mun flóknara verk en ætlað var.</p> <p>Íslenskur vinnumarkaður er enn mjög kynskiptur og störf metin eftir því hvort þau eru að mestu unnin af konum eða körlum. Þar ríkja aldagamlar hugmyndir um hlutverk og stöðu kynjanna sem ættu að vera horfnar fyrir löngu. Við þurfum að herða róðurinn við að breyta staðalmyndum kynjanna sem koma í veg fyrir að karlar leiti í umönnunarstörf og konur í störf iðnaðarmanna eða tölvutækni svo dæmi séu tekin. Mestu skiptir að rótgrónar hugmyndir komi ekki í veg fyrir að fólk láti drauma sína rætast við val á námi og starfi. Laun skipta verulegu máli við val á störfum og löngu tímabært að endurmeta launakerfi í ljósi gjörbreytts þjóðfélags þar sem umönnun barna og gamals fólks gegnir lykilhlutverki við að halda hjólum atvinnulífsins gangandi. Ef umönnunarstétta nyti ekki við ættu margir erfitt með að stunda vinnu utan heimilis. Við megum ekki gleyma því hve uppbygging velferðarþjónustu, svo sem fæðingarorlofs og leik- og grunnskóla, á ríkan þátt í því kynjajafnrétti sem hér ríkir þrátt fyrir allt. Eitt þeirra verkefna sem velferðarráðuneytið mun setja á oddinn á næstunni er að hækka þakið á greiðslum í fæðingarorlofi sem vonandi eykur þátttöku feðra að nýju. Árið 2008 var í undirbúningi að lengja fæðingarorlof í tólf mánuði. Enn gefa ríkisfjármálin ekki svigrúm til þess en verkefnið er geymt en ekki gleymt.</p> <p>Enn eitt mál sem á okkur brennur er áberandi kynjahalli í stjórnum fyrirtækja í landinu. Nú styttist í að lög um kynjakvóta í stjórnum hlutafélaga og einkahlutafélaga gangi í gildi en það verður í september 2013. Einstaka fyrirtæki hafa þegar brugðist við og fjölgað konum en miklu betur má ef duga skal. Á vettvangi ríkis og sveitarfélaga hefur kvótum verið beitt í öllum nefndum, ráðum og stjórnum frá árinu 2008 og hefur það bæði tekist vel og gefist vel.</p> <p>Að lokum vil ég nefna baráttuna gegn kynbundnu ofbeldi sem eitt brýnasta viðfangsefni samtímans. Könnun á vegum félagsmálaráðuneytisins leiddi í ljós að um það bil fimmta hver kona hér á landi upplifir ofbeldi í nánum samböndum og yfir 40% kvenna verða fyrir einhvers konar kynbundnu ofbeldi á ævi sinni. Innan skamms mun ný aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar líta dagsins ljós byggð á þeirri þekkingu og reynslu sem fyrir liggur. Vonandi tekst okkur að búa betur að þolendum, fræða almenning og fagstéttir og það sem skiptir mestu máli — að draga úr ofbeldi karla gegn konum sem á ekki að líðast.</p> <p><em>Guðbjartur Hannesson velferðarráðhera</em></p>

2012-03-02 00:00:0002. mars 2012Dagur sjúkraþjálfunar

<p><strong>Dagur sjúkraþjálfunar, 2. mars 2012<br /> Ávarp Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra</strong></p> <hr id="null" /> <p>Ágætu sjúkraþjálfarar.</p> <p>Fyrst af öllu óska ég ykkur til hamingju með daginn þar sem saman fer aðalfundur félagsins og fræðsludagur með myndarlegri dagskrá sem ber órækt vitni um faglegan metnað. Það er líka skynsamlegt að tengja saman aðalfund félagsins og dag sjúkraþjálfunar. Þannig eru slegnar tvær flugur í einu höggi og örugglega er þessi haganlega tilhögun kærkomin fólki sem býr fjarri höfuðborginni og getur þannig sótt í einu lagi þessa tvo viðburði.</p> <p>Mér er kunnugt um að þessi dagur sjúkraþjálfunar hefur verið haldinn í nokkur ár og eigi sér allanga forsögu sem megi rekja allt aftur til ársins 1998 þegar fyrst var efnt til viðburðar í þessa veru, þótt dagur sjúkraþjálfunar með núverandi sniði hafi fyrst verið haldinn árið 2005. Markmiðið er skýrt, að nýta daginn til að miðla þekkingu, gera félagið sýnilegra út á við og stuðla að samstöðu og samvinnu sjúkraþjálfara og styrkja sig sem fagfólk.</p> <p>Sjúkraþjálfarar hafa starfað á Íslandi í hartnær 90 ár og eru þar með ein af eldri skilgreindum heilbrigðisstéttum landsins. Sjúkraþjálfarar hafa líka gert sig meira og meira gildandi í umræðu um heilbrigðismál sem er gott því það er mikilvægt að við fáum sjónarmið sem flestra þegar fjallað er um heilbrigðismál og hvað má betur fara. Samfélagið hefur þróast í þá átt á undanförnum árum að umræða er opnari og gagnsærri en áður var, sérstaklega hefur þessi krafa aukist eftir hrun og tengist auðvitað líka því að aðferðir til að gera upplýsingar aðgengilegar, skiptast á skoðunum og koma sjónarmiðum á framfæri eru allt aðrar og betri nú en áður var.</p> <p>Eins og þið vitið og hafið fundið á eigin skinni þá er þrengra í búi en áður var. Fulltrúar ykkar hafa komið á minn fund til að láta mig vita að nóg sé komið, ekki verði gengið lengra í að skerða framlög til sjúkraþjálfunar. Um það má deila og engin ein rétt niðurstaða í því máli en það er engin launung á því að ég hefði viljað hafa meiri fjárveitingar til að reka heilbrigðisþjónustuna í heild sinni. Alls staðar hefur verið þrengt að og reynt að hagræða og spara eftir því sem nokkur kostur er án þess að ganga of nærri þjónustunni. Það er ekki einfalt verkefni og óhjákvæmilegt að tekist sé á um áherslur þar sem sjónarmið eru mörg og hagsmunir ólíkra hópa fara ekki saman. Það eru svo ótal margir þættir sem skipta máli í skipulagi heilbrigðiskerfisins, þættir sem þurfa að vera samtengdir og mynda eina heild ef vel á að vera til að tryggja notendum samfellda heilbrigðisþjónustu.</p> <p>Góð heilbrigðisþjónusta er gríðarlega mikilvæg þegar fólk velur sér búsetu og því er mikilvægt að við verjum grunnheilbrigðisþjónustu um allt land, hvort sem um er að ræða heilsugæslu, bráðaþjónustu eða sjúkraþjálfun. Það getur verið skammvinnur árangur af tíma hjá sjúkraþjálfara vegna vöðvabólgu í herðum ef þarf að aka 1–2 klukkutíma til að komast heim, kannski á vondum vegi eða lélegri færð. Því skiptir máli að þessi þjónusta, eins og önnur grunnþjónusta, sé innan seilingar. Það er hún í flestum tilvikum og sjúkraþjálfarar starfa á eða í nágrenni við flestar heilbrigðisstofnanir á landinu. Þetta er aðeins eitt dæmi af mörgum um skipulag sem verður að ganga upp til að tryggja markmið laga um heilbrigðisþjónustu.</p> <p>Mikilvæg stefnumörkun er nú á lokastigi sem varðar skipulag starfsendurhæfingar um allt land sem tengist stofnun starfsendurhæfingarsjóðsins VIRK árið 2008 en þá jukust framlög til starfsendurhæfingar verulega. Nú liggur fyrir í drögum frumvarp til laga um starfsendurhæfingarsjóði. Markmiðið er að til verði heildrænt, samhæft þjónustukerfi um allt land þar sem sinnt er þörfum þeirra sem af einhverjum ástæðum geta ekki tekið þátt í atvinnulífinu. Hér skiptir mestu að tryggja öllum aðgang að starfsendurhæfingu og virkniúrræðum, óháð því hvort viðkomandi hafi verið virkir á vinnumarkaði eða ekki. Þetta er mikilvægt, því annars er verið að mismuna fólki eftir stöðu og aðstæðum þess í samfélaginu. Samhæfing þjónustukerfisins felst í því að tengja saman starfsendurhæfingarsjóði, þjónustu ríkisins og þjónustu sveitarfélaga. Þetta er grundvallaratriði til að ná árangri gagnvart því fólki sem þarf á þessari þjónustu að halda. Drög að frumvarpi um starfsendurhæfingarsjóði verður kynnt á næstunni en ég stefni að því að leggja það fyrir Alþingi á vordögum.</p> <p>Þær efnahagslegu þrengingar sem við höfum þurft að glíma við frá bankahruninu haustið 2008 hafa óhjákvæmilega haft sín áhrif á allan rekstur hins opinbera og rekstur heilbrigðiskerfisins er þar ekki undanskilinn. Ég tel okkur hafa tekist furðu vel að standa vörð um velferðarþjónustuna, þrátt fyrir stífa kröfu um sparnað og aðhald á öllum sviðum. Það lætur kannski ekki vel í eyrum – en ég fullyrði samt að hrunið hefur á ýmsan hátt reynst okkur þörf lexía. Við gengum að of mörgu sem gefnum hlut í samfélaginu, vorum of treg til að spyrja gagnrýninna spurninga og kannski of værukær til að ráðast í breytingar þar sem breytinga var þörf til að ná betri árangri.</p> <p>Samkvæmt fjárlögum ársins 2012 nema útgjöld til þeirra velferðarmála sem heyra undir ráðuneyti mitt tæpum 228 milljörðum króna – sem eru um 42% af heildarútgjöldum ríkissjóðs. Það skiptir svo sannarlega máli hvernig spilað er úr þessum fjármunum og okkur ber skylda til að nýta þá eins vel og mögulegt er. Meðal margvíslegra aðgerða sem gripið var til þegar kreppan skall á var að ráðast í breytingar á sviði lyfjamála með það að markmiði að stemma stigu við ört vaxandi kostnaði sem að hluta til stafaði af mikilli veikingu krónunnar. Ríkisendurskoðun birti fyrir síðustu áramót úttekt um árangur aðgerðanna sem er óhætt að segja að hafi verið vonum framar. Greiðsluþátttaka ríkisins í nokkrum dýrum lyfjaflokkum var einskorðuð við hagkvæmustu lyfin og árangurinn af því lét ekki á sér standa, jafnframt því sem aðgerðirnar leiddu til verulegrar lækkunar á verði margra lyfja. Eins má nefna að Landspítalinn hefur náð verulegum árangri í lækkun lyfjakostnaðar með útboðum. Þessar breytingar hafa snúist um að ná fram sem mestri hagkvæmri í rekstri málaflokka án þess að það bitni á öryggi eða gæðum þjónustu við notendur og það hefur svo sannarlega tekist.</p> <p>Síðastliðið haust setti ég á fót ráðgjafahóp til þess að gera tillögur um skipulag heilbrigðisþjónustu og betri nýtingu fjármuna. Niðurstöður hópsins og greiningar hans á heilbrigðiskerfinu sýndu að gæði heilbrigðisþjónustu hér á landi eru almennt mikil og heildarkostnaður sem hlutfall af landsframleiðslu sambærilegur við það sem gerist hjá öðrum Evrópuþjóðum. Engu að síður var bent á ákveðnar brotalamir í kerfinu og ýmis tækifæri til breytinga sem geta falið í sér bætta þjónustu og betri nýtingu fjármuna. Þar er einkum bent á að gera þurfi úrbætur á fyrirkomulagi skráningar og birtingar heilbrigðisupplýsinga, breytingar á greiðslufyrirkomulagi vegna heilbrigðisþjónustu, taka þurfi upp þjónustustýringu, ljúka sameiningu heilbrigðisstofnana og breyta skipulagi sjúkraflutninga. Þetta eru allt úrbætur sem ég tel nauðsynlegar og hef sett í forgang í vinnu ráðuneytisins.</p> <p>Í skýrslu ráðgjafahópsins – sem er aðgengileg á vef ráðuneytisins og ég hvet ykkur til þess að skoða – eru sýnd margvísleg rök fyrir því að taka upp markvissa þjónustustýringu í heilbrigðiskerfinu, eða það sem stundum hefur verið kallað tilvísanakerfi. Ísland sker sig úr í samanburði við aðrar þjóðir þegar horft er til þess hve aðgangur fólks að sérfræðiþjónustu er greiður og milliliðalaus. Telja má víst að umtalsverður fjöldi fólks leiti til sérfræðinga vegna heilbrigðisvandamála sem eðlilegra væri að leysa innan heilsugæslunnar og myndi skila jafngóðum árangri. Starfshópur á mínum vegum vinnur nú að því að móta tillögur um hvernig við getum sem best útfært og tekið upp skipulagða þjónustustýringu í heilbrigðiskerfinu.</p> <p>Frumvarp til laga um heilbrigðisstarfsmenn hefur verið lagt fram á nokkrum þingum eins og þið þekkið eflaust vel – en er nú til umfjöllunar í velferðarnefnd Alþingis. Verði frumvarpið að lögum fellur niður krafa um samráð við lækni sem áskilið er í 5. gr. gildandi laga um sjúkraþjálfun. Ný lög munu hins vegar ekki breyta tilvísunarskyldunni vegna greiðsluþátttöku sjúkratrygginga í kostnaði við sjúkraþjálfun. Þetta eru tvö aðskilin mál, greiðsluþátttakan annars vegar og hins vegar það að taka sjúkling til meðferðar.</p> <p>Góðir gestir.</p> <p><span>Sjúkraþjálfarar starfa víða innan heilbrigðiskerfisins og á mörgum sviðum. Því skiptir miklu að sjúkraþjálfarar sinni vel sí- og endurmenntun, séu vakandi fyrir nýjungum í greininni og síðast en ekki síst er þetta ein þeirra heilbrigðisstétta þar sem fagið gerir miklar kröfur til þverfaglegs samstarfs. Dagur sjúkraþjálfunar er án efa kærkomið tækifæri fyrir sjúkraþjálfara til að hittast og fræðast og ræða fagleg mál. Megi dagurinn verða ykkur fróðlegur og ánægjulegur.</span></p> <p><span><strong>- - - - - - - - - - - - -<br /> Talað orð gildir</strong></span></p> <p>&#160;</p>

2012-03-02 00:00:0002. mars 2012Opið hús hjá Embætti landlæknis

<p>&#160;</p> <p><strong>Ávarp Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra<br /> Opið hús hjá Embætti landlæknis 2. mars 2012.</strong></p> <hr id="null" /> <p>Góðir gestir.</p> <p>Ég býð ykkur öll velkomin hingað um leið og ég þakka landlækni og starfsfólki embættisins fyrir að opna dyr sínar fyrir okkur og kynna þá margvíslegu starfsemi sem hér fer fram.</p> <p>Þann 30. mars 2011 voru samþykkt á Alþingi lög um landlækni og lýðheilsu og þar sem rann saman í eina stofnun embætti landlæknis og Lýðheilsustöð. Þetta voru miklar breytingar sem kölluðu á mikinn undirbúning og skipulagningu til að tryggja öllum verkefnum viðeigandi umgjörð og sess hjá nýrri stofnun.</p> <p>Það var að mínu mati einstaklega ánægjulegt og viðeigandi að nýtt og sameinað embætti skyldi fá stað í þessu virðulega og sögufræga húsi hér í hjarta höfuðborgarinnar. Húsið er í sjálfu sér listaverk, enda teiknað af listamanni; Einari Sveinssyni arkitekt. Það er raunar ekki tilviljun að þessi dagur skyldi valinn fyrir opið hús, því það var einmitt 2. mars fyrir 55 árum sem Heilsuverndarstöð Reykjavíkur var vígð og tók til starfa í þessu fallega húsi hér við Barónstíg 47.</p> <p>Eins og Geir Gunnlaugsson landlæknir bendir á í grein sem birtist í Læknablaðinu í fyrra ber byggingin vitni um meðvitund stjórnvalda á þeim tíma um mikilvægi forvarna og lýðheilsu en Heilsuverndarstöðin var miðstöð heilsuverndar í Reykjavík. Og Geir bendir á að nú gefist sögulegt tækifæri til að efla í þessu húsi starfið sem þeir frumkvöðlar sem að byggingunni stóðu árið 1950 dreymdi um og lögðu grunninn að. Undir þetta tek ég heilshugar.</p> <p>Eins og þið öll vitið sem þekkið lög um embætti landlæknis og lýðheilsu er hlutverk embættisins einn af hornsteinum heilbrigðisþjónustu í landinu í víðum skilningi. Meðal helstu verkefna er fræðsla og ráðgjöf gagnvart öðrum stjórnvöldum, fagfólki og almenningi, forvarnir og heilsueflingarverkefni, lýðheilsustarf, gæðaþróun, eftirlit með heilbrigðisþjónustu og heilbrigðisstarfsmönnum, eftirlit með lyfjaávísunum og lyfjanotkun, ábyrgð á framkvæmd sóttvarna, að sinna kvörtunum almennings vegna heilbrigðisþjónustu, að safna og vinna upplýsingar um heilsufar og heilbrigðisþjónustu og enn er sitthvað ótalið.</p> <p>Nú um mánaðamótin <a id="_GoBack" name="_GoBack"></a>bættist við enn eitt stórverkefnið þegar ákveðið var að fela Embætti landlæknis ábyrgð og yfirumsjón með öllum þáttum sem lúta að uppbyggingu, þróun og eftirliti með sjúkraskrá á landsvísu. Þessi ákvörðun felur einnig í sér að verkefni sem tengjast stjórnun, samhæfingu og framkvæmd rafrænnar sjúkraskrá og rafrænna samskipta með heilbrigðisupplýsingar verða hjá Embætti landlæknis. Þetta er ákvörðun sem ég tók í samræmi við tillögur stýrihóps um upplýsingatækni. Þetta er gríðarstórt verkefni sem skiptir miklu máli að miði hratt og vel, því það er eitt af grundvallaratriðum vel rekins heilbrigðiskerfis að tryggður sé greiður aðgangur að vel og rétt skráðum upplýsingum um starfsemi og þjónustu. Þetta er nauðsynlegt á öllum tímum en við finnum það sérstaklega núna þegar óhjákvæmilegt hefur verið að ráðast í ýmsar skipulagsbreytingar vegna hagræðingar að okkur skortir upplýsingar á ýmsum sviðum til að byggja á við ákvarðanatöku. Ábyrgð á þessu stóra verkefni er með þessu færð frá velferðarráðuneytinu og yfir til Embættis landlæknis.</p> <p>Samkvæmt lögum er starfræktur lýðheilsusjóður sem hefur það hlutverk að styrkja lýðheilsustarf í landinu, jafnt innan embættisins sem starfsemi annarra aðila í samfélaginu sem að slíku starfi koma. Reglugerð um sjóðinn var staðfest um síðustu áramót en forveri hans var forvarnasjóður sem var úthlutað úr í síðasta sinn síðastliðið vor. Mig langar að nefna það hér að nýlega var gerð breyting á úthlutun styrkja af safnliðum sem áður var á hendi Alþingis. Ábyrgð á úthlutun þeirra hefur nú verið færð á hendur ráðuneytunum sem er góðra gjalda vert og velferðarráðuneytið er nú að ljúka vinnu vegna úthlutunar samkvæmt breyttum reglum í fyrsta sinn. Aftur á móti sé ég vel fyrir mér að Embætti landlæknis í tengslum við lýðheilsusjóð gæti gegnt mikilvægu hlutverki hvað þetta varðar og fengið ábyrgð á ráðstöfun þessara fjármuna að hluta til eða öllu leyti. Þetta tel ég að gæti fallið vel að þeirri þekkingu sem hér er þegar fyrir hendi í tengslum við sjóðinn og orðið til þess að efla og styrkja starfsemina.</p> <p>Góðir gestir.</p> <p>Það er almennt mikil virðing borin fyrir Embætti landlæknis, fólk hefur til þess miklar væntingar og gerir jafnframt miklar kröfur. Fólk sér í embættinu verndara sinn og umboðsmann gagnvart heilbrigðiskerfinu sem tryggir öryggi og gæði þjónustunnar og grípur í taumana þegar eitthvað fer úrskeiðis. Þetta höfum við séð glöggt í tengslum við PIP brjóstapúðamálið sem allir þekkja. Þetta mál hefur reynst erfitt og raunar miklu umfangsmeira en virtist í fyrstu. Það snýst ekki einvörðungu um þá skýru kröfu sem fram kom um viðbrögð og aðgerðir af hálfu heilbrigðisyfirvalda til að taka á málinu og tryggja hagsmuni og heilsufarsöryggi þeirra kvenna sem í hlut eiga. Þetta er enn stærra mál því það hefur vakið upp margvíslegar spurningar sem snúa að eftirlitshlutverki Embættis landlæknis, ekki síst gagnvart heilbrigðisþjónustu sem veitt er á einkareknum stofum, án greiðsluþátttöku hins opinbera og er jafnvel á jaðri þess að teljast heilbrigðisþjónusta í faglegum skilningi þótt hún sé það lagalega.</p> <p>Í tengslum við þetta mál ákvað ég að stofna ráðgjafahóp til að fara í saumana á faglegum þáttum í starfsemi einkarekinna læknastofa og gera tillögur til úrbóta eftir því sem þörf krefur. Það er alveg ljóst að heilbrigðisyfirvöldum er skylt að sinna eftirliti með gæðum allrar heilbrigðisþjónustu í landinu. Þá verður líka að vera tryggt að eftirlitsaðilar hafi aðgang að þeim upplýsingum og gögnum sem nauðsynleg eru til að sinna því á fullnægjandi hátt – en ég verð að segja að viðbrögð lýtalækna og raunar Læknafélagsins í þessu máli varðandi afhendingu upplýsinga og gagna til Embættis landlæknis hafa valdið mér furðu og vonbrigðum.</p> <p>Ýmsum spurningum þarf að svara varðandi innflutning og notkun á lækningavörum, hagsmunatengsl og hagsmunaárekstra, örugga og samræmda skráningu, upplýsingagjöf til eftirlitsaðila og margt fleira. Athugun á þessum þáttum er viðfangsefni ráðgjafahópsins sem ég nefndi áðan og Magnús Pétursson, ríkissáttasemjari leiðir.</p> <p>Síðustu misseri hefur töluvert verið fjallað um fyrirkomulag eftirlits með velferðarþjónustu almennt og þörf fyrir að styrkja það og efla. Meðal hugmynda sem nú eru til skoðunar í velferðarráðuneytinu er að samræma á einum stað eftirlit með allri velferðarþjónustu. Þetta sé ég fyrir mér að gæti gerst á grundvelli laga um embætti landlæknis og lýðheilsu, það er að segja með því að víkka gildissvið laganna og þar með embættisins og koma á fót sjálfstæðri einingu innan þess sem bæri ábyrgð á eftirliti með velferðarþjónustu. Þetta er enn á umræðustigi og endanleg ákvörðun hefur ekki verið tekin. Mér virðist engu að síður að þetta sé raunhæf hugmynd sem vel getur orðið að veruleika ef rétt er á málum haldið.</p> <p>Góðir gestir og gestgjafar.</p> <p>Það er virkilega ánægjulegt og fróðlegt að koma hingað og ég þakka Embætti landlæknis kærlega fyrir að bjóða okkur í heimsókn hingað á Barónsstíginn og kynna starfsemina. Verkefni ykkar hjá embættinu eru mörg og stór og afar mikilvæg fyrir samfélagið. Líkt og aðrir ber ég mikið traust til Embættis landlæknis og hef jafnframt miklar væntingar til starfseminnar sem ég er ekki í vafa um að embættið rís undir með sóma.</p> <p>- - - - - - - - - - - - - -<br /> <strong>Talað orð gildir</strong></p>

2012-03-01 00:00:0001. mars 2012Ávarp velferðarráðherra við setningu Mottumars, árvekniátaks Krabbameinsfélags Íslands

<p><strong>&#160;Ávarp Guðbjarts Hannessonar við setningu Mottumars, árvekniátaks Krabbameinsfélags Íslands.<br /> 1. mars 2012.</strong></p> <hr id="null" /> <p>Góðir gestir, skeggjaðir og óskeggjaðir, konur sem karlar.</p> <p>Upp er runninn Mottumars og er þetta er þriðja árið í röð sem Krabbameinsfélag Íslands tileinkar marsmánuð árvekniátaki gegn krabbameini hjá körlum. Mottumars hefur vakið verðskuldaða athygli. Minnt er á mikið alvörumál sem snertir svo marga en umgjörð átaksins einkennist af ákveðnum léttleika sem án efa auðveldar mörgum að ræða opinskátt um efnið sem annars reynist mörgum erfitt og jafnvel nokkuð feimnismál.</p> <p>Ég hef ekki tölur um skeggsöfnun karla í átakinu 2011 en minni á að fyrsta árið söfnuðu um 38.000 karlar skeggi í tengslum við átakið sem svarar til 35% karla eldri en 18 ára. Ávinningur átaksins snýst auðvitað ekki um fjölda karla með skegg, heldur um hugarfarið að baki skeggi hvers og eins og umræðurnar sem það vekur.&#160;</p> <p>Krabbameinsfélag Íslands gegnir afar þýðingarmiklu starfi í samfélaginu á sviði forvarna, fræðslu, ráðgjafar og rannsókna á krabbameinum. Mottumars er tileinkaður körlum, sjónum er beint að forvörnum í þeirra þágu og vitundarvakningu meðal karla um hvað þeir geta sjálfir gert til að draga úr líkum á krabbameini, ekki síst með heilbrigðum lífsháttum. Eins ber að minna á þá staðreynd að því fyrr sem krabbamein greinist og meðferð hefst, þeim mun betri eru batahorfur. Þess vegna er mikilvægt að fólk þekki helstu einkenni krabbameina og leiti sér aðstoðar verði það vart við þau.&#160;</p> <p>Krabbamein er dauðans alvara. Árlega greinast að meðaltali um 715 karlar á Íslandi með krabbamein og árlega látast að meðaltali um 280 karlar úr þessum sjúkdómi. Við skulum horfa á þessar tölur með það í huga að fjöldi karla sem greinist hlýtur bata. Við getum þó örugglega gert betur og bjargað fleiri mannslífum með enn öflugri fræðslu og forvörnum, rannsóknum og markvissu starfi almennt á öllum sviðum krabbameinsvarna og meðferðar við sjúkdómnum.</p> <p><span>Um allt þetta snýst Mottumars og því hvet ég karla til að&#160;setja rakvélarnar á hilluna um hríð og leggja góðu málefni lið. Á vefslóðinni</span> <a href="http://www.mottumars.is">mottumars.is</a> <span>er hægt að skrá sig til keppni sem tengist átakinu og sjálfsagt er að heita á Krabbameinsfélagið sem safnar fé til að efla starfsemi sína. Félagið stefnir að því að safna 35 milljónum króna og ég vona svo sannarlega að það takist, því þessum fjármunum er vel varið.</span></p> <p>&#160;</p>

2012-02-27 00:00:0027. febrúar 2012Fyrsta ráðstefna Special Olympics á Íslandi

<div class="single-news__big-image"><figure><a href="/media/velferdarraduneyti-media/media/radherra/GudbjarturHannessonOkt2010.jpg"><img src="/media/velferdarraduneyti-media/media/radherra/GudbjarturHannessonOkt2010.jpg?proc=singleNewsItem" alt="Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra" class="media-object"></a><figcaption>Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra</figcaption></figure></div><p><strong>Ávarp Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra<br /> Ráðstefna Special Olympics á Íslandi<br /> 27. febrúar 2012</strong></p> <hr id="null" /> <p>Góðir gestir.</p> <p>Fyrst af öllu vil ég þakka kærkomið boð um að hitta ykkur hér á þessari fyrstu ráðstefnu Special Olympics sem haldin er á Íslandi. Íþróttasamband fatlaðra hefur verið aðili að Special Olympics samtökunum frá árinu 1989 og verið umsjónaraðili samtakanna á Íslandi. Ég held að enginn velkist í vafa um hve mikilvæg aðild Íslands að samtökunum er fötluðu fólki hér á landi og hve jákvæð áhrif hún hefur haft á íþróttaiðkun og almenn viðhorf til íþrótta og þátttöku í þeim.</p> <p>Töluvert hefur verið fjallað um rétt barna til þátttöku í íþróttum í tengslum við Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Í sáttmálanum er hvergi getið um íþróttir beinum orðum en ekki verður annað séð af handbókum um innleiðingu hans og álitsgerðum barnaréttarnefndar að í raun kveði sáttmálinn á um rétt barna til íþrótta sem leggi ákveðnar skyldur á aðildarríkin um að tryggja öllum börnum tækifæri til íþróttaiðkunar.</p> <p>Við þekkjum öll slagorðið „íþróttir fyrir alla“ sem er aldeilis ekki nýtt af nálinni heldur á rætur að rekja allt aftur til upphafs ungmennafélaga hér á landi á sínum tíma. Áherslan var einmitt lögð á að allir hefðu rétt til að stunda íþróttir eftir því sem áhugi og tími leyfði. Á þessu var byggt og með brennandi áhuga að vopni og þessa skýru sýn að leiðarljósi var byggt upp ótrúlega öflugt íþróttastarf, ekki síst þegar haft er í huga að öll uppbygging starfsins og starfsemin sjálf byggðist á sjálfboðavinnu.</p> <p>Þótt hugsjónin um íþróttir fyrir alla eigi sér langa sögu gildir það ekki um íþróttir fyrir fatlaða. Þessi staðreynd er öllum kunn enda hefur barátta fatlaðs fólks og samtaka þeirra í gegnum tíðina snúist að miklu leyti um að öðlast viðurkenningu á almennum mannréttindum og fullri þátttöku í samfélaginu á grundvelli þeirra.</p> <p>Íþróttir fyrir fatlað fólk bárust ekki til Norðurlandanna fyrr en á sjötta áratugnum. Hér á landi má rekja upphafið til ársins 1972 þegar Sigurður Magnússon, skrifstofustjóri ÍSÍ, sótti ráðstefnu í Vestur-Þýskalandi sem fjallaði einmitt um íþróttir fyrir alla. Þar tók meðal annarra til máls maður að nafni Sir Ludvig Guttman og hélt því fram að ekki væri unnt að tala um íþróttir fyrir alla ef fatlað fólk væri þar undanskilið. Sigurður hreifst af hugmyndafræði Sir Ludvigs og í stuttu máli varð þetta til þess að Íþróttasamband Íslands tók málið upp á sína arma og setti á fót framkvæmdastjórn sem falið var að skipuleggja íþróttastarf á Íslandi fyrir fatlað fólk. Nefndin starfaði af krafti til ársins 1978 en þá var starfið orðið það blómlegt að þörf þótti fyrir stofnun sérstaks sambands til að fara með þessi málefni og Íþróttasamband fatlaðra var sett á fót. Þegar hér var komið sögu höfðu verið stofnuð fimm íþróttafélög sem höfðu íþróttir fyrir fatlað fólk á stefnuskrá sinni.</p> <p>Góðir gestir.</p> <p>Hér er kannski komið nóg um fortíðina, við þurfum ekki síður að ræða um hvert við stefnum og hvernig við viljum ná sem mestum og bestum árangri í starfinu framundan. Í mínum huga er besti árangurinn sem hægt er að hugsa sér í íþróttum að þær nái til sem flestra og að sem allra flestir taki virkan þátt í þeim. Þetta er sú hugmyndafræði sem samtökin Special Olympics byggjast á. Allt frá árinu 1968 hafa þau unnið að uppbyggingu íþróttastarfs fyrir fólk með þroskahömlun, íþróttaæfingar og keppni sem <strong>byggir á</strong> <strong>þátttöku allra.</strong> Allir keppa við sína jafningja og ekki þarf að uppfylla nein lágmörk til að vera með. Árið 2000 voru þátttakendur innan Special Olympics International um ein milljón manna en voru árið 2010 orðnir um þrjár og hálf milljón. Áhersla hefur verið lögð á að ná til fátækari landa og skapa börnum þar tækifæri til íþróttaiðkunar.</p> <p>Í mínum huga bera ríki og sveitarfélög mikla ábyrgð á skipulagi og uppbyggingu íþróttastarfs í landinu í samvinnu við hagsmunaaðila og félagasamtök. Fyrst af öllu þurfum við að hafa skýra sýn, vita hvað við viljum og hvert við eigum að stefna. Við eigum að halda fast í hugsjónina um íþróttir fyrir alla og tryggja hana í orði og verki. Samstarf og samvinna er besta leiðin að markmiðinu en það skiptir líka miklu máli að stjórnvöld séu afdráttarlaus í þeirri afstöðu að styðja aðeins við íþróttastarf sem samræmist meginmarkmiðunum um rétt allra til þátttöku og þar sem mannréttindi eru tryggð og virt og jafnræði haft í heiðri.&#160;</p> <p>Góðir ráðstefnugestir.</p> <p>Við fáum að heyra raddir fólks hér á eftir sem segir frá eigin reynslu af íþróttum fatlaðs fólks og gildi þeirra. Ég ætla því ekki að hafa um það mörg orð. Það er hins vegar alveg ljóst að skipulagt íþróttastarf fyrir fatlað fólk hefur gjörbreytt aðstæðum fjölda fólks og er svo mikilvægur þáttur í lífi margra að nær ómögulegt er að ímynda sér daglegt líf þess án lífsgæðanna sem íþróttastarfið veitir því. Þess ber einnig að geta að íþróttaleikar fatlaðs fólks á borð við Special Olympics veita ekki aðeins ánægju þeim sem þar taka þátt, þessir leikar eru orðnir stórviðburður sem nýtur mikillar athygli langt út fyrir leikana sjálfa og skipta því miklu máli í því að auka sýnileika fatlaðs fólks, vinna gegn fordómum og stuðla enn frekar að virkri þátttöku þeirra í samfélaginu. Í þessum efnum getum við því sagt með sanni að allir vinna.</p> <p><em>-----------------------<br /> Talað orð gildir</em>&#160;</p> <p>&#160;</p> <p>&#160;</p> <p>&#160;</p> <p>&#160;</p> <p>&#160;</p> <p>&#160;</p> <p>&#160;</p> <p>&#160;</p> <p>&#160;</p> <p>&#160;</p> <p>&#160;</p> <p>&#160;</p> <p>&#160;</p> <p>&#160;</p> <p>&#160;</p>

2012-02-20 00:00:0020. febrúar 2012Ávarp ráðherra á opnu húsi hjá Gigtarmiðstöð Gigtarfélags Íslands

<p>&#160;</p> <p><strong>Ávarpsorð Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra<br /> Opið hús hjá Gigtarmiðstöð Gigtarfélags Íslands, 18. febrúar 2012</strong></p> <hr id="null" /> <p>Gott fólk.</p> <p>Það er ánægjulegt að vera boðið hingað á opið hús hjá Gigtarmiðstöð Gigtarfélags Íslands. Starfsemi Gigtarfélagsins er afar mikilvæg, ekki aðeins vegna þjónustunnar sem hér er veitt, heldur einnig þáttur félagsins í því að fræða fólk um gigtarsjúkdóma, veita upplýsingar og stuðning þeim sem á þurfa að halda og síðast en ekki síst að stuðla að sýnileika sjúkdómsins og aðstæðum þeirra sem bera byrðar vegna hans.</p> <p>Gigt er ekki einn sjúkdómur heldur samheiti yfir hátt á annað hundrað sjúkdóma í bandvef og stoðkerfiskvilla sem geta valdið miklum sársauka og fötlun. Gigtsjúkdómar eru algengari en flesta grunar og geta haft mikil og neikvæð áhrif á lífsgæði fólks. Mér skilst til dæmis að félagsmenn í Gigtarfélagi Íslands séu um 5.300 og um 40% þeirra séu öryrkjar með 75% örorkumat. Þetta er þó aðeins lítill hluti þeirra sem eru með gigt, því áætlað er að um 60.000 manns hér á landi séu með gigtsjúkdóm af einhverju tagi og um 20% fólks með örorku eru það vegna gigtar.</p> <p>Það er ekki laust við að gigtarsjúklingar hafi mætt og mæti jafnvel enn fordómum í samfélaginu. Birtingarmyndir gigtsjúkdóma eru mismunandi en verkir, þreyta, stirðleiki og lélegt úthald eru vel þekkt einkenni sem ekki njóta alltaf skilnings hjá þeim sem um þau heyra, einfaldlega vegna vanþekkingar á gigtsjúkdómum.</p> <p>Ég held að Emil Thóroddssen, framkvæmdastjóri Gigtarfélagsins, hafi einhvern tíma komist svo að orði að gigtarsjúkdómar væru ekki rauðuljósa-sjúkdómar og nytu því ekki þeirrar athygli sem nauðsynleg er miðað við umfang og alvarleika. Það er eflaust mikið til í þessu en ég held þó að þetta standi til bóta.</p> <p>Á liðnum áratugum hafa orðið miklar framfarir í meðferð gigtsjúkdóma, einkum með tilkomu nýrra lyfja og þá helst svokallaðra líftæknilyfja sem hafa skipt sköpum fyrir veikustu sjúklingana. Þetta hefur gert það að verkum að margir geta nú sinnt vinnu og notið lífsins sem áður hefðu alls ekki átt þess kost.</p> <p>Hjá Gigtarfélagi Íslands hefur með tímanum orðið til sérhæfing sem er mikilvæg til að mæta þörfum fólks með gigt, þar sem áhersla er lögð á þverfaglegt samstarf fagstétta og náið samráð og samvinnu við sjúklinginn sjálfan varðandi meðferðina og skipulag hennar.</p> <p>Góðir gestir.</p> <p>Almannaheillasamtök, samtök notenda þjónustu, samtök þeirra sem vilja hafa áhrif á, leiðbeina, hvetja, gagnrýna og gæta hagsmuna félagsmanna sinna eru mikilvæg stoð í samfélaginu. Gigtarfélagið er hluti af þessari stoð.</p> <p>Fræðslustarf Gigtarfélagsins og þjónusta þess við félaga sína er ómetanlegt og fyrir það vil ég þakka.</p> <p>Það er sannarlega gott og nauðsynlegt framtak sem Gigtarfélagið sýnir með því að opna dyr Gigtarmiðstöðvarinnar fyrir gestum og gangandi og gefa okkur tækifæri til að hlusta á fróðlega fyrirlestra og fá kynningu á ýmsum þjónustufyrirtækjum, starfsséttum og aðilum sem liðsinna fólki með gigtarsjúkdóma.</p> <p>Megið þið njóta dagsins og hafa af honum gagn og ánægju.</p> <p>Ég hlakka til þess að vera með ykkur í dag og fá tækifæri til að kynna mér betur starf ykkar ágæta félags.</p>

2012-02-17 00:00:0017. febrúar 2012Ávarp ráðherra við opnun atvinnutorgs í Reykjavík

<h4>Opnun atvinnutorgs í Reykjavík, 17. febrúar 2012&#160;</h4> <h4>Ávarp Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra</h4> <hr id="null" /> <p>Góðir gestir.</p> <p>Með opnun atvinnutorgs í Reykjavík og einnig í Reykjanesbæ í dag, sjáum við verða að veruleika verkefni sem hefur verið í undirbúningi um nokkurt skeið og er tvímælalaust afar mikilvægt og nauðsynleg viðbót við þann stuðning og þau úrræði sem þegar standa atvinnuleitendum til boða. Markhópur verkefnisins er sá hópur ungra atvinnuleitenda sem ekki hefur áunnið sér rétt til bótagreiðslna úr Atvinnuleysistryggingasjóði og er hvorki á vinnumarkaði né í námi.&#160;</p> <p>Því er óhætt að segja að þetta verkefni marki tímamót þar sem boðin verða úrræði fyrir ungt fólk án tillits til réttinda þess innan atvinnuleysistrygginga­kerfisins.</p> <p>Aðdraganda verkefnisins má rekja til þess að ríkisstjórnin samþykkti í júní á liðnu ári að verja 100 milljónum króna í vinnumarkaðsaðgerðir fyrir ungt fólk sem ekki er tryggt innan atvinnuleysistryggingakerfisins. Í kjölfarið var settur á laggir vinnuhópur með fulltrúum Reykjavíkurborgar, Hafnarfjarðarbæjar, Kópavogsbæjar og Reykjanesbæjar, Vinnumálastofnunar og velferðarráðuneytisins, til að samræma þjónustu Vinnumálastofnunar og sveitarfélaga við þennan hóp. Atvinnutorgin í Reykjavík og Reykjanesbæ eru fyrst til að hefja starfsemi en á næstunni verða einnig opnuð atvinnutorg í hinum bæjarfélögunum tveimur; Hafnarfirði og Kópavogi.</p> <p>Við búum enn við nokkuð mikið atvinnuleysi og erfiðleika á vinnumarkaði. Þetta ástand snertir fólk misjafnlega en við vitum að það bitnar hvað harðast á ungu fólki, sérstaklega því sem hefur stutta skólagöngu að baki og litla sem enga reynslu á vinnumarkaði.</p> <p>Á síðustu misserum hefur verið efnt til fjölbreyttra átaksverkefna með áherslu á úrræði fyrir ungt fólk. Ég nefni hér sérstaklega átakið <strong>Ungt fólk til athafna</strong> sem felst í því að grípa sem fyrst inn í aðstæður ungra atvinnuleitenda, veita þeim ráðgjöf og styðja þá til að sækja nám, öðlast starfsréttindi eða kynnast nýjum starfsvettvangi.</p> <p><strong>Nám er vinnandi vegur</strong> <span>er risavaxið átaksverkefni sem fól í sér að síðastliðið haust voru dyr framhaldsskólanna opnaðar fyrir öllum yngri en 25 ára sem uppfylltu inntökuskilyrði og hins vegar sköpun nýrra námstækifæra fyrir atvinnuleitendur í framhaldsskólum, frumgreinadeildum, háskólum og framhaldsfræðslu. Áætlað er að ríkissjóður og Atvinnuleysistryggingasjóður leggi til þessa verkefnis tæpa sjö milljarða króna á árunum 2011–2014. Með þessu hefur fjölda ungs fólks verið gert kleift að hefja og stunda nám við sitt hæfi sem er ekki aðeins góður kostur fyrir það sjálft heldur einnig mikilvægur ávinningur fyrir samfélagið.</span></p> <p>Hér eru ótalin fjölmörg önnur lögbundin vinnumarkaðsúrræði Vinnumálastofnunar sem eru fjölbreytt og hafa verið byggð upp og efld verulega síðustu ár.</p> <p>Það er sammerkt öllum aðgerðum sem miða að því að styðja og efla atvinnuleitendur með þátttöku á vinnumarkaði að leiðarljósi – að þær krefjast víðtækrar samvinnu og aðkomu fjölmargra aðila til að vera raunhæf og líkleg til árangurs. Þessi verkefni krefjast líka öflugrar forystu, skipulags og markvissrar eftirfylgni. Vinnumálastofnun býr yfir mikilli reynslu og þekkingu á þessu sviði og hefur haldbærar á hverjum tíma ítarlegar upplýsingar um aðstæður á vinnumarkaði eftir landsvæðum, atvinnuástand eftir starfsgreinum, fjölda atvinnuleitenda og hvernig hópurinn greinist, svo sem eftir kyni, aldri, þjóðerni og menntun. Þar er einnig yfirsýn yfir hve lengi fólk hefur verið í atvinnuleit, þátttöku þess í vinnumarkaðsúrræðum og fleira sem mikilvægt er til að greina markhópa og skipuleggja vinnumarkaðsúrræði við hæfi.</p> <p>- - - - - - - - - - -</p> <p>Verkefnið um atvinnutorg sem hér er að hefjast er ætlað ungu fólki á aldrinum 16–25 ára sem er hvorki í námi né skóla. Þetta eru ungmenni sem mörg hver fá fjárhagsaðstoð sveitarfélaga eða eru að ljúka rétti sínum til atvinnuleysisbóta og munu því fyrirsjáanlega þurfa á fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna að halda áður en langt um líður. Þetta er hópur sem velferðarvaktin hefur bent á að sé sérstaklega berskjaldaður fyrir afleiðingum kreppunnar og þurfi því á sérstakri athygli og stuðningi að halda umfram aðra.</p> <p>Atvinnutorgið í Reykjavík og hinum sveitarfélögunum þremur, Reykjanesbæ, Hafnarfirði og Kópavogi, byggist á samstarfi velferðarráðuneytisins, Vinnumálastofnunar og umræddra sveitarfélaga. Lagt er upp í þessa vinnu sem tilraunaverkefni og hefur fjármögnun verið tryggð til eins árs. Árangur verður metinn reglulega og í ljósi þess verður ákvörðun tekin um framhaldið.</p> <p>Áætlað er að rúmlega 400 ungmenni muni að jafnaði njóta þjónustu hjá atvinnutorgum umræddra sveitarfélaga.&#160; Mikilvægur hluti verkefnisins felst í að hafa uppi á þeim hluta hópsins sem stendur utan kerfisins og þarf því að leita að, en þá er átt við ungmenni sem hvorki eru skráð með fjárhagsaðstoð sveitarfélags né atvinnuleysisbætur og eru ekki í vinnu eða námi.</p> <p>Miðað er við að bjóða öllum þessum ungmennum úrræði - sem geta falist í starfsþjálfun eða atvinnu, námi eða námstengdum úrræðum, áfengis- eða vímuefnameðferð eða starfsendurhæfingu. Samstarf verður við símenntunarmiðstöðvar, skóla, meðferðaraðila og VIRK starfsendurhæfingarsjóð um framkvæmd þjónustunnar. Hluti hópsins mun mögulega geta nýtt sér hefðbundin vinnumarkaðsúrræði Vinnumálastofnunar en sveitarfélögin leggja sjálf til störf við hæfi fyrir þau ungmenni sem um ræðir eða pláss í starfsþjálfun.</p> <p>Sá hópur sem atvinnutorgin eiga að sinna er ungt fólk sem hefur átt erfitt með að fóta sig við núverandi aðstæður í samfélaginu og þarf á miklum stuðningi að halda. Það gengur ekki að þessi hópur sé afskiptur, - okkur ber skylda til þess að hjálpa þessu unga fólki til að standa á eigin fótum, skapa sér sjálfstætt líf og taka virkan þátt í samfélaginu með þeim réttindum og skyldum sem því fylgir.</p> <p>Þetta er markmiðið með stofnun atvinnutorganna. Sú ráðgjöf og aðstoð sem í boði verður þarf að taka mið af einstaklingsbundnum þörfum þeirra sem í hlut eiga. Þess vegna er miðað við að hver ráðgjafi sinni miklum mun færri einstaklingum en alla jafna í hefðbundinni ráðgjöf Vinnumálastofnunar. Ráðnir hafa verið 12 starfsmenn til að sinna ráðgjöf hjá atvinnutorgunum í sveitarfélögunum fjórum. Helmingur þeirra er starfsmenn Vinnumálastofnunar og helmingurinn starfsmenn viðkomandi sveitarfélaga.</p> <p>Góðir gestir.</p> <p>Ég bind miklar vonir við þetta verkefni og hef trú á að það eigi eftir að skipta sköpum fyrir ungt fólk sem nú er í erfiðri aðstöðu og þarf svo nauðsynlega á leiðsögn og liðsinni að halda.</p> <p>Að lokum vil ég þakka vinnuhópnum sem unnið hefur að undirbúningi og skipulagi verkefnisins fyrir vandaða vinnu og öllum öðrum sem lagt hafa sitt af mörkum til að gera atvinnutorg að veruleika. Þetta er mikilvægt samstarf sem hér er efnt til milli Vinnumálastofnunar og sveitarfélaganna, - samstarf sem ég er viss um að verði farsælt og muni hafa mikla þýðingu fyrir aðstæður og framtíðarhorfur þess unga fólks sem um er að ræða.</p>

2012-02-10 00:00:0010. febrúar 2012Ávarp velferðarráðherra á ráðstefnu um NPA

<p><strong>Ráðstefna um notendastýrða persónulega aðstoð, 10. febrúar 2012<br /> Ávarp Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra</strong></p> <p><img title="Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra" alt="Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra" src="/media/velferdarraduneyti-media/media/radherra/small/GudbjarturHannessonOkt2010.jpg" />Komið þið&#160;sæl og velkomin öll til þessarar ráðstefnu um notendastýrða persónulega aðstoð, þar sem fjallað verður um hugmyndafræðina að baki þessari tegund þjónustu, framkvæmd hennar og skipulag, samninga vegna hennar og fjármögnun.</p> <p>Þetta er yfirgripsmikið umfjöllunarefni, málefnið er nokkuð flókið og hér er til umræðu þjónustuform sem varðar mikla og viðkvæma hagsmuni einstaklinga.</p> <p>Ég veit að ýmsum hefur þótt sækjast seint að gera þetta þjónustuform að raunverulegum valkosti fatlaðs fólks. Við skulum samt hafa í huga að góðir hlutir gerast hægt og þegar verkefni eru jafnt flókin og varða jafn ríka hagsmuni og velferð einstaklinga eins og hér er raunin er betra að flýta sér hægt með áherslu á að vanda til verka.</p> <p>Ég vil áður en lengra er haldið þakka öllum þeim sem unnið hafa á liðnum árum að undirbúningi þess að taka upp notendastýrða persónulega aðstoð hér á landi. Mikið starf hefur þegar verið unnið, við höfum öðlast nokkra reynslu í gegnum tilraunaverkefni sem hafa gefið okkur innsýn í hvað felst í þessari tegund þjónustu og átt þess kost að kynna okkur reynslu annarra Norðurlandaþjóða. Árið 2009 vann Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd við Háskóla Íslands úttekt á tilraunum sem gerðar höfðu verið með notendastýrða þjónustu fyrir þáverandi félags- og tryggingamálaráðuneyti. Þar fengum við mikilvægar upplýsingar að vinna úr sem komið hafa að góðum notum.</p> <p>Svo ég geri langa sögu stutta var brotið í blað í júní 2010 þegar Alþingi samþykkti tillögu til þingsályktunar um að fela félags- og tryggingamálaráðherra, nú velferðarráðherra, að koma á fót notendastýrðri aðstoð við fatlað fólk.</p> <p>Enn mikilvægari áfangi varð að veruleika með lagabreytingu sem tók gildi 1. janúar 2011 sem fól meðal annars í sér flutning ábyrgðar á þjónustu við fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga. Þar var sérstaklega kveðið á um samstarfsverkefni ríkis, sveitarfélaga og heildarsamtaka fatlaðs fólks um innleiðingu notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar og skipun verkefnisstjórnar til að leiða samstarfsverkefnið. Verkefnisstjórnin hefur sannarlega staðið undir væntingum og unnið þetta mál áfram af miklum dugnaði. Ráðstefnan hér er meðal annars til marks um það.</p> <p>Ég tel að flutningur á ábyrgð þjónustu við fatlað fólk til sveitarfélaganna sé meðal mikilvægra forsenda þess að taka upp notendastýrða persónulega aðstoð. Nærþjónusta á að vera á hendi sveitarfélaga og þetta nýja þjónustuform fellur svo sannarlega undir nærþjónustu.</p> <p>Önnur mikilvæg forsenda að mínu mati er setning laga um réttindagæslu fatlaðs fólks en þau lög voru samþykkt á Alþingi í júní á liðnu ári. Í stuttu máli gilda þau um réttindagæslu fyrir fólk sem vegna fötlunar þarf stuðning við undirbúning upplýstrar ákvörðunar um persónuleg málefni eða aðstoð við að leita réttar síns hvort sem er gagnvart opinberum þjónustuaðilum, öðrum stjórnvöldum eða einkaaðilum. Markmið laganna er að tryggja fötluðu fólki viðeigandi stuðning við gæslu réttinda sinna og skal við framkvæmd laganna taka mið af samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.</p> <p>Í þessu samhengi má nefna að líkt og lögin kveða á um verður sett á fót sérstök réttindavakt á vegum velferðarráðuneytisins sem meðal annars á að fylgjast með störfum réttindagæslumanna fatlaðs fólks, safna upplýsingum um réttindamál þess og þróun hugmyndafræði og þjónustu við fatlað fólk og koma á framfæri ábendingum um það sem betur má fara og einnig að fylgjast með nýjungum á sviði hugmyndafræði og þjónustu við fatlað fólk sem kunna að leiða til betri þjónustu og aukinna lífsgæða þess.</p> <p>Loks vil ég geta sérstaklega um tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks til ársins 2014 sem ég mælti fyrir á Alþingi í janúar síðastliðnum og er nú til umfjöllunar í velferðarnefnd þingsins. Áætlunin á að taka mið af samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, auk annarra alþjóðlegra mannréttindasáttmála sem Ísland er aðili að. Framkvæmdaáætlunin sem þarna er lögð fram hefur yfirskriftina „Eitt samfélag fyrir alla“ og felur í sér tillögur um margvíslegar aðgerðir á fjölmörgum sviðum til að skapa fötluðum aðstæður í samfélaginu í samræmi við það.</p> <p>Eitt af mörgum mikilvægum atriðum sem framkvæmdaáætlunin tekur til er fullgilding Samnings sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem unnið verði að af hálfu innanríkisráðuneytisins í samstarfi við önnur ráðuneyti og er samkvæmt þingsályktunartillögunni miðað við að frumvarp til fullgildingar samningsins verði lagt fram á vorþingi 2013.</p> <p>Góðir gestir.&#160;</p> <p>Það verður fjallað sérstaklega um hugmyndafræði notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar hér á eftir og ég geri ráð fyrir að flestir eða allir hér þekki hana að minnsta kosti í grófum dráttum. Það er varla annað hægt en að hrífast af þessari hugmyndafræði, því notandinn er í miðju þjónustunnar – hann er gerandinn, hann tekur ákvarðanirnar og er við stjórnvölinn í hvívetna. Reynsla þeirra sem notið hafa þessa þjónustuforms er alla jafna mjög góð að þeirra mati og virðist auka lífsgæði þeirra umtalsvert.</p> <p>Það er ekki erfitt að gera sér í hugarlund muninn á því fyrir fólk að geta ákveðið sjálft hvernig og hvenær athöfnum daglegs lífs er sinnt þegar mikillar aðstoðar er þörf. Að vera ekki háður tímaáætlunum sem aðrir setja, eða vaktaskiptum og verkaskiptingu hjá starfsfólki á stórum vinnustað – eða jafnvel á tveimur eða fleiri vinnustöðum eins og á við þegar fólk þarf aðstoð félagsþjónustu og heimahjúkrunar sem veitt er annars vegar af hálfu sveitarfélaga en hins vegar ríkinu í flestum tilvikum.</p> <p>Við mótun og skipulag notendastýrðar persónulegrar aðstoðar verðum við hins vegar að hafa hugfast að ef vel á að vera þarf að svara mörgum spurningum og hnýta marga lausa enda svo allt gangi upp og þjónustan verði sú réttarbót og framför í þágu notendanna sem henni er ætlað. Einn mikilvægur og vandasamur þáttur snýr að jafnræði við veitingu þjónustunnar og ákvörðunar um það hverjir eigi rétt til þessa þjónustuforms. Annar þáttur snýr að mismunandi getu þeirra sem þjónustunnar eiga að njóta til þess að vera við stjórnvölinn og hagsmunagæslu þeirra. Líkt og við á um alla þjónustu er faglegt eftirlit mikilvægt og nauðsynlegt er því að skapa umgjörð með slíku eftirliti vegna notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar.</p> <p>Fjármögnun þjónustunnar er svo sannarlega atriði sem kallar á mikla umfjöllun og skynsamlega útfærslu, bæði þegar kemur að því að ákveða umfang þjónustu til hvers og eins út frá mati á þjónustuþörf, hve miklum fjármunum á að verja til þessar þjónustu í heild og hvernig á að tryggja jafnræði hvað þetta varðar gagnvart einstaklingum og eins gagnvart sveitarfélögunum, líkt og fjallað verður um hér á eftir varðandi aðkomu Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga að greiðslum vegna NPA.</p> <p>Fyrirkomulag starfsmannamála er enn einn þáttur sem þarf að huga vel að, margra hluta vegna. Svara þarf spurningum um ráðningarsamband og hvernig því skuli háttað, gæta þarf réttinda aðstoðarfólksins, það þarf sinn stuðning, fræðslu og þjálfun og svo mætti áfram telja.</p> <p>Sambandið milli þess sem þjónustunnar nýtur og aðstoðarfólksins er vandmeðfarið og kallar á gagnkvæman skilning, hæfileika til að setja sig í spor annarra og gerir almennt kröfu um víðsýni og tillitssemi af beggja hálfu.</p> <p>Góðir gestir.</p> <p>Ég hef nefnt fjölmargar spurningar sem varða útfærslu notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar sem nauðsynlegt er að svara á skýran hátt til að fyrirbyggja vandkvæði sem ella geta komið upp þegar á reynir. Verkefnisstjórnin sem vinnur að þessu máli hefur nú þegar fjallað um margar þessara spurninga og lagt fram hugmyndir að svörum sem munu skýrast frekar í starfinu framundan.</p> <p>Í fyrstu útgáfu handbókar sem verkefnisstjórnin hefur unnið og er aðgengileg á vefsíðu verkefnisins sem verður opnuð í dag og er aðgengileg í gegnum vef velferðarráðuneytisins geta áhugasamir glöggvað sig á stefnu verkefnisins. Þar verða einnig aðgengilegar leiðbeinandi reglur um NPA fyrir sveitarfélögin. Áhersla er lögð á að endanleg útfærsla er á þeirra hendi en leiðbeiningarnar verða þeim án efa mikilvægur stuðningur og í samvinnu verkefnisstjórnar og sveitarfélaganna verður þetta mótað og slípað eftir því sem málinu vindur fram.</p> <p>Ég hvet alla sem áhuga hafa á að kynna sér notendastýrða persónulega aðstoð og vinnu verkefnisstjórnarinnar til að nýta sér vefsíðuna sem ég nefndi áðan. Ætlunin er að vinna þetta verkefni í anda opinnar stjórnsýslu þar sem gögn eru aðgengileg og birt eftir því sem þau verða til. Eins er gert ráð fyrir að gestir síðunnar geti lagt sitt til málanna og komið á framfæri fyrirspurnum og ábendingum til verkefnisstjórnarinnar.</p> <p>Áður en ég lýk máli mínu vil ég færa miklar þakkir verkefnisstjórninni og því fólki sem unnið hefur að skipulagningu ráðstefnunnar hér í dag. Það hefur svo sannarlega ekki verið kastað til höndum við undirbúninginn – hér er allt til fyrirmyndar og vel hugað að ólíkum þörfum þeirra sem hér koma saman varðandi aðgengismál, meðal annars með textun á því sem hér fer fram, táknmálstúlkun og túlkun fyrir daufblinda og eins og fram hefur komið er ráðstefnan jafnframt send út á Netinu sem ég vona að margir nýti sér.</p> <p>Þetta er merkileg ráðstefna um mikilvægt málefni sem örugglega verður okkur innblástur og hvatning í þeirri vinnu sem framundan er við innleiðingu notendastýrðar persónulegrar aðstoðar á Íslandi.</p> <p><strong>&#160;- - - - - - - - - - -<br /> </strong> Talað orð gildir</p> <p>&#160;</p>

2012-02-04 00:00:0004. febrúar 2012Alþjóðlegur baráttudagur gegn krabbameinum

<p>&#160;<font color="#272727"><strong>Grein Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra<br /> Birt í Fréttablaðinu 4. febrúar 2012</strong></font></p> <hr id="null" /> <h2>Beitum öllum tiltækum vopnum í baráttu gegn krabbameinum</h2> <p><img title="Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra" alt="Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra" src="/media/velferdarraduneyti-media/media/radherra/small/GudbjarturHannessonOkt2010.jpg" />Alþjóðlegur dagur baráttu gegn krabbameinum er í dag, 4. febrúar, haldinn ár hvert samkvæmt ákvörðun Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Sú ákvörðun er ekki að ástæðulausu því krabbamein er eitt algengasta dánarmeinið í veröldinn og hefur verið áætlað að á árunum 2005-2015 felli það um 84 milljónir manna í valinn.&#160;</p> <p>Sameinuðu þjóðirnar beina sjónum í vaxandi mæli að svokölluðum ósmitnæmum sjúkdómum sem vaxandi heilsufarsvanda vegna þess hve mjög þeir eru í sókn og herja á þjóðir heims eins og faraldur. Reykingar og önnur tóbaksnotkun á ríkan þátt í útbreiðslu þessara sjúkdóma en helstir þeirra eru hjarta- og æðasjúkdómar, lungna- og öndunarfærasjúkdómar og krabbamein. Á fundi Sameinuðu þjóðanna síðastliðið haust var samþykkt yfirlýsing um aðgerðir í baráttunni gegn langvinnum sjúkdómum sem felur í sér mikilvæga áminningu, aðvörun og leiðbeiningar til þjóða heims um að berjast gegn þessu risavaxna vandamáli.</p> <h3>Árangursríkar forvarnir</h3> <p>Við eigum mörg vopn í baráttunni gegn krabbameinum og eigum að beita þeim öllum á markvissan hátt, því sókn er besta vörnin. Forvarnir skipta miklu máli sem sést gleggst á því hvað dregið hefur úr nýgengni lungnakrabbameins og dánartíðni lækkað samhliða hröðu undanhaldi reykinga. Lungnakrabbamein er annað algengasta krabbameinið hér á landi, bæði hjá konum og körlum en talið er að um 90% lungnakrabbameina megi rekja til reykinga.&#160;&#160;</p> <p>Staðreyndirnar sýna svo ekki verður um villst að lungnakrabbamein hefur sterk tengsl við lífshætti fólks og einfaldasta og skilvirkasta vörnin gegn því er að nota ekki tóbak.</p> <p>Sortuæxli er annað krabbamein sem hefur sterk tengsl við lífsstíl og sótti mjög á þegar ljósabekkjanotkun varð snar þáttur í lífi margra landsmanna á síðustu áratugum liðinnar aldar. Árið 2004 var ráðist í átakið <strong>Hættan er ljós</strong> en þá voru sortuæxli algengasta krabbameinið hjá ungum konum og næstalgengast hjá ungum karlmönnum. Fræðsla og aukin vitund fólks um skaðsemi ljósabekkja hefur skilað árangri og eins má geta þess að árið 2010 var lagt bann við notkun þeirra fyrir börn yngri en 18 ára. Nýjustu tölur úr Krabbameinsskrá sýna að verulega hefur dregið úr nýgengi sortuæxlis og er það rakið til minni notkunar ljósabekkja og ábyrgari hegðunar fólks í sólinni.&#160;<strong>&#160;</strong></p> <h3>Bólusetning gegn leghálskrabbameini</h3> <p><span>Síðastliðið haust hófust bólusetningar stúlkna gegn HPV veirunni sem getur valdið leghálskrabbameini og verða 12 ára stúlkur framvegis bólusettar árlega. Talið er að með</span> <span>almennri bólusetningu megi koma í veg fyrir um 60-70% leghálskrabbameins og um 40% alvarlega forstigsbreytinga þess. Ávinningurinn er mikill þótt hann komi ekki strax í ljós þar sem leghálskrabbamein myndast um 20-30 árum eftir HPV sýkingu. Því er mikilvægt að konur fylgi áfram þeim tilmælum sem nú eru í gildi um krabbameinsleit og mæti til skoðunar hjá Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands sem konur eru boðaðar í reglulega. Þar fer einnig fram skimun fyrir brjóstakrabbameini sem er ekki síður mikilvægur þáttur þjónustunnar sem Krabbameinsfélagið veitir og konur eru hvattar til að nýta sér.</span><strong>&#160;</strong></p> <h3>Framfarir í krabbameinslækningum</h3> <p>Almennt gildir um krabbamein að því fyrr sem meinið finnst þeim mun betri eru batahorfur fólks. Miklar framfarir hafa orðið í krabbameinslækningum á liðnum árum og áratugum og sífellt vinnast nýir sigrar á því sviði. Hér á landi stöndum við vel að vígi, árangur í krabbameinslækningum er almennt mjög góður í samanburði við aðrar þjóðir, þökk sé traustu heilbrigðiskerfi og framúrskarandi fagfólki sem vinnur störf sín af metnaði og einbeittum vilja til þess að gera sífellt betur.&#160;</p> <p>Í liðinni viku urðu þau tímamót á Landspítala að þar var framkvæmd í fyrsta skipti hér á landi, aðgerð vegna meðferðar við blöðruhálskirtilskrabbameini með svokallaðri innri geislun. Hingað til hefur þurft að senda sjúklinga til Svíþjóðar í slíka meðferð og það er því afar kærkomið að nú sé hægt að sinna þeim hópi sjúklinga sem í hlut eiga hér heima.<strong>&#160;</strong></p> <h3>Alþjóðlegur samanburður</h3> <p>Nýjasta skýrsla OECD um heilbrigðismál, OECD Health at a Glance sýnir að Ísland stendur á flestum sviðum vel í samanburði við þau 34 lönd sem aðild eiga að stofnuninni. Þetta á ekki síst við um forvarnir og meðferð vegna krabbameina þar sem við erum í fremstu röð. Við getum verið stolt af þeim árangri en þurfum áfram að vaka á verðinum og gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að sporna við útbreiðslu krabbameina með því að sækja fram ótrauð.</p> <p>&#160;</p> <p><em>Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra</em></p>

2012-01-27 00:00:0027. janúar 2012Velferð á óvissutímum

<p><strong>Velferð á óvissutímum: Ráðstefna á vegum Félagsráðgjafadeildar og Þroskaþjálfabrautar Háskóla Íslands<br /> </strong><strong>Ávarp Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra<br /> 27. janúar 2012<br /> </strong></p> <p>Góðir gestir.</p> <p>Það er mér sönn ánægja að vera við opnun ráðstefnu um velferðarmál á óvissutímum sem hér er að hefjast.</p> <p>Ég flutti ávarp á ráðstefnunni sem haldin var síðastliðið sumar um sama efni og er í raun verið að fjalla um aftur hér. Þá voru á ráðstefnunni erlendir gestir og áhersla lögð á það sem sameinar Norðurlandaþjóðirnar í velferðarmálum og eins að ræða helstu áskoranir sem norrænu þjóðirnar standa frammi fyrir.</p> <p>Nú eru erlendu vinir okkar og fulltrúar nágrannaþjóðanna fjarri en ég tel þó engu að síður ástæðu til að ræða aðeins um þessi mál í víðara samhengi en íslensku. Okkur er hollt að skoða okkar velferðarkerfi í samanburði við nágrannaríkin, einkum Norðurlöndin.</p> <p>Það er margt líkt með velferðarkerfum Norðurlandaþjóðanna. Þau byggja á svipuðum grunni og hugmyndafræðin að baki þeim er að mestu sú sama þótt við förum ekki alltaf sömu leiðir að markmiðunum.</p> <p>Okkur verður æ betur ljóst að það felast ákveðin gildi í okkar norrænu leið í félags- og heilbrigðismálum. Leið sem hefur í daglegu tali verið kölluð Norræna velferðarmódelið.&#160;</p> <p>En eigum við einhverja eina skilgreiningu á sérkennum þess? Hver er hún og hvað einkennir þetta módel? Hverjir eru meginstyrkleikarnir? Eigum við lausnir og leiðir í velferðarmálum sem gætu hentað öðrum þjóðum? Getum við kennt Evrópusambandinu eitthvað? Eigum við að varðveita þau gildi og markmið sem hafa um margt sameinað okkur Norðurlandaþjóðirnar?</p> <p>Margir hafa ásakað núverandi stjórnvöld fyrir að kenna sig við norræna velferð en standa ekki undir nafni. Ég hef oft velt fyrir mér hvort þeir hinir sömu aðhyllast norræna velferð. Það virðist enginn spyrja þeirrar spurningar.</p> <p>Það er líka athyglisvert í umræðu liðinna missera, eftir hrun, þar sem vaxandi ójöfnuður í heiminum, innan landa og milli landa, er talinn vera ógn við lýðræði og réttlæti og þar með eitt stærsta verkefni alþjóðasamfélagsins að eyða þessum ójöfnuði og auka réttlæti.</p> <p>Samtímis er ekki laust við að í endurreisninni meðal annars hér á Íslandi sjáist hörð barátta um að viðhalda forréttindum og viðhalda misréttinu í baráttu um auðlindir og fjármagn.</p> <p>En víkjum aftur að Norræna velferðarmódelinu. Sumir segja að það skiptist í þrjá meginþætti:</p> <p>Í fyrsta lagi byggi módelið á félagslegu réttlæti, þar sem lögð er áhersla á jöfnuð, rétt einstaklingsins, samneyslu og ríkisrekstur á heilbrigðis- og menntamálum og sérhæfðri þjónustu við þá sem þurfa á henni að halda vegna fötlunar, sjúkdóma, fátæktar eða annarra atriða. Þjónusta er veitt óháð efnahag og búsetu og því gjarna tekjutengd.&#160;</p> <p>Annar þátturinn snýr að hlutverki ríkisins sem hefur mikilvægu hlutverki að gegna, meðal annars til að tryggja lýðræði og mannréttindi. Þetta hlutverk krefst þess að krefst þess að almenningur treysti opinberum aðilum. Forsenda trausts er að stjórnvöld séu óspillt og stundi heiðarlega og gagnsæja stjórnsýslu.</p> <p>Þriðji þátturinn sem segja má að einkenni Norræna velferðarmódelið er afstaða til rekstrar- og ríkisfjármála þar sem hagkerfið er frjálst og opið en skattar háir og opinber útgjöld sömuleiðis, með öðrum orðum skattkerfið notað til jöfnunar á afkomu. Þannig koma þrepaskattar inn í íslenska skattkerfið. Þá er verkalýðshreyfingin sterk, rekin er virk vinnumarkaðspólitík og kjarasamningar eru samræmdir.</p> <p>Fleiri mætti nefna hér – og kannski eru ekki allir sáttir við þessa upptalningu. Það er hins vegar mikilvægt reyna að skilgreina hvað við eigum við þegar við tölum um Norrænt velferðarmódel og spyrja hverjir vilja norræna velferð.</p> <p>Höfum samt hugfast að ekkert módel er óumbreytanlegt og sífellt verður að leita nýrra leiða, nýta rannsóknir og reynslu til að bæta þjónustuna á hverjum tíma og bregðast við nýjum og breyttum aðstæðum.</p> <p>Þannig er það í dag. Við frændþjóðirnar stöndum frammi fyrir svipuðum áskorunum við rekstur velferðarkerfa okkar. Stór og mikilvæg verkefni á sviði heilbrigðis- og félagsmála eru að mestu þau sömu og lýðfræðileg þróun stefnir í sömu átt. Nú um stundir tökumst við á við erfiða tíma vegna víðtækra efnahagsþrenginga og þótt þjóðirnar séu ekki allar jafn hart keyrðar af þeirra völdum fer engin þeirra varhluta af vandanum, nema ef vera kynnu Norðmenn.</p> <p>Norðurlöndin gengu í gegnum efnahagserfiðleika í kringum 1990. Þjóðirnar drógu margvíslegan lærdóm af þeirri reynslu. Viðbrögðin fólust meðal annars í því að stokka upp þjónustu, löggjöf á ýmsum sviðum var endurskoðuð og ekki síst voru settar nýjar reglur varðandi réttindi einstaklinga og lántakenda gagnvart fjármagnseigendum.</p> <p>Ísland slapp fremur vel í þessum þrengingum en fór þeim mun verr í bankahruninu í október 2008. Þetta var í raun hrun efnahagskerfis sem þróast hafði í stjórnmálaumhverfi sem átti sér þann draum að gera Ísland að fjármálamiðstöð heimsins. Á þeim tíma var frelsi á öllum sviðum aukið og hlutverk ríkisins veikt.&#160;</p> <p>Íslendingar fjárfestu um allan heim, tóku fé að láni og velta íslenskra banka og einstaklinga náði að verða tíu til tólfföld landsframleiðsla (VLF). Á einnig viku töpuðum við fimmtungi af ríkistekjum, þ.e. tekjur drógust saman og vaxtakostnaður át upp um 15% af tekjum. Þessi raunveruleiki hefur kallað á harða aðlögun íslenska ríkissjóðsins.</p> <p>Við verðum að hætta að lifa umfram efni og aðlaga ríkisútgjöld rauntekjum. Þetta hefur sett mark sitt á íslenska velferðarkerfið síðastliðin þrjú ár og verkinu er ekki lokið en hallinn í ár er þó aðeins áætlaður um 20 milljarðar króna, samanborið við rúma 200 milljarða árið 2008.</p> <p>Hlutverk okkar allra, okkar Norræna velferðarsamfélags, er að gæta þeirra sem eiga undir högg að sækja, gæta barna, ýmissa jaðarhópa (marginalized groups) og berjast gegn fátækt. Samhliða uppstokkun og endurskoðun ríkisútgjalda verðum við að huga að því fólki sem er hrætt og óöruggt vegna ástandsins í heiminum, býr við óvissu um afkomu sína, hvernig þeim og börnum þeirra reiðir af í nýju aðstæðum. Óeirðir og ofbeldi eykur á þetta óöryggi og skammt er síðan við vorum minnt illilega á hvað öfgaskoðanir og sérhyggja geta leitt af sér.</p> <p>Við verðum að hafa hag heildarinnar í huga, óháð efnahag, litarhætti, búsetu, trúarbrögðum eða annarra sérkenna sem gera samfélög okkar svo litrík, fjölbreytt og skemmtileg.</p> <p>Sjálfur tók ég við tveimur ráðuneytum, félags- og tryggingamála annars vegar og heilbrigðismála hins vegar, og hef leitt sameiningu þessara ráðuneyta í eitt öflugt velferðarráðuneyti. Tilgangurinn var hagræðing en ekki síður að styrkja ráðuneytið og stjórnsýsluna og gera okkur betur kleift að takast á við krefjandi verkefni.&#160;</p> <p>Við stöndum öll frammi fyrir brennandi spurningum um það hvernig við getum áfram rekið öflugt og gott velferðarkerfi sem mætir fjölbreyttum þörfum fólks við ólíkar aðstæður og stuðlar að jöfnuði á sama tíma og við þurfum að spara fé og jafnvel skera niður velferðarkerfi á vegum ríkis og sveitarfélaga.</p> <p>Auðvitað er það ábyrgð okkar á öllum tímum að fara vel með almannafé og að veita sem mesta og besta velferðarþjónustu í samræmi við þarfir fólks á sem hagkvæmastan hátt. Þessi ábyrgð er þó meira knýjandi nú en nokkru sinni. Við þurfum að endurmeta hvaða þjónusta er nauðsynleg og hver á að veita hana og greiða fyrir hana. Við verðum að vera óhrædd að ræða ný tækifæri, skoða hvað betur má gera, nýta okkur rannsóknir, reynslu og þekkingu, vera gagnrýnin og leita nýrra leiða.</p> <p>Ráðstefnan síðastliðið haust og aftur þessi ráðstefna í dag eru ekki síst áhugaverðar fyrir það að leitt er saman fagfólk og sérfræðingar af ólíkum sviðum sem starfar á sviði rannsókna og stefnumótunar eða kemur beint að störfum í þágu notenda velferðarþjónustunnar. Þetta er einmitt einkar mikilvægt nú þegar þrengir að. Við þurfum að vera skapandi, hugsa út fyrir hefðbundinn ramma og vera óhrædd við að skoða nýjar leiðir að markmiðum okkar í velferðarþjónustu við almenning. Þetta gerum við best með þverfaglegu samstarfi, með því að brjóta niður múra milli fagstétta og fá að borðinu alla sem málið varðar, fagfólkið, rannsóknarsamfélagið, stjórnmálamenn og stefnumótendur og síðast en ekki síst notendurna sjálfa – fólkið sem þjónustan á alltaf að snúast um.</p> <p>Góðir gestir.</p> <p>Þótt tímarnir séu mörgum erfiðir og margt í samfélaginu sem þarf að færa til betri vegar í kjölfar efnahagshrunsins þá erum við engu að síður á réttri leið, enda birtir öll él upp um síðir.</p> <p><span>Stjórnvöld fylgjast grannt með stöðu mála og sérstök áhersla hefur verið lögð á að fylgjast með aðstæðum þeirra sem búa við hvað erfiðastar aðstæður í samfélaginu. Velferðarvaktin sem stjórnvöld settu á fót í ársbyrjun 2009 er enn að störfum. Hlutverk hennar er að fylgjast með félagslegum jafnt sem fjárhagslegum afleiðingum</span> <span>efnahagshrunsins fyrir fjölskyldur og einstaklinga í landinu með markvissum hætti og gera tillögur um aðgerðir í þágu heimilanna. Velferðarvaktin er óháður greiningar- og álitsgjafi og fulltrúarnir sem þar eiga sæti setja fram tillögur sínar og ábendingar um það sem betur má fara án þess að hlífa stjórnvöldum á nokkurn hátt. Þetta er mikilvægt – og fyrir mig sem velferðarráðherra skipta reglulegar stöðuskýrslur velferðarvaktarinnar miklu máli við mat á aðstæðum og því hvar aðgerða er helst þörf til að bæta stöðu þeirra sem verst standa.</span></p> <p>Atvinnuleysi hér á landi hefur frá hruni verið með því allra mesta sem Íslendingar hafa upplifað, þótt það hafi minnkað og sé víðast meira í Evrópu. Rík áhersla hefur verið lögð á vinnumarkaðsúrræði til að halda sem allra flestum í virkri þátttöku við verðug verkefni. Sjónum hefur einkum verið beint að ungu fólki og kapp lagt á að styðja fólk og hvetja til náms með fjölbreyttum námstækifærum, jafnt í verklegum og bóklegum greinum. Stór liður í þessu er verkefnið <em>Nám er vinnandi vegur</em> sem áætlað er að ríkissjóður og Atvinnuleysistryggingasjóður leggi til tæpa 7 milljarða króna á árunum 2011–2014. Þá hefur velferðarráðuneytið, Vinnumálastofnun og nokkur sveitarfélög undirbúið og ýtt úr vör Atvinnutorgi til að vinna með ungu fólki og tryggja að það flosni ekki upp í tilgangsleysi, efla kjark þeirra og þor og koma þeim til starfa eða í nám.</p> <p>Velferðarráðuneytið í samvinnu við hagsmunaaðila vinnur að endurskipulagningu og mótun starfsendurhæfingarkerfisins, endurskoðun almannatryggingakerfisins stendur yfir og undirbúningur er hafinn að flutningi málefna aldraðra til sveitarfélaga til að styrkja nærþjónustuna.</p> <p>Þá er í gangi vinna við að auka fjölbreytni í búsetuúrræðum með því að jafna stöðu leigjenda og kaupenda á húsnæðismarkaði eins og hægt er. Þar er meðal annars rætt um að koma á öflugum leigufélögum sem geta tryggt örugga leigu til langs tíma. Um leið verði tekið upp húsnæðisbótakerfi í stað húsaleigu- og vaxtabótakerfis.</p> <p>Af einstökum verkefnum og mikilvægum vil ég nefna sérstaklega flutning málefna fatlaðs fólks frá ríki til sveitarfélaga. Í samræmi við breytingu á lögum um málefni fatlaðs fólks sem gerðar voru við flutninginn var samþykkt ákvæði um að unnin yrði tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks árin 2012–2014 sem nú liggur fyrir og hefur verið lögð fram á Alþingi. Þar er sett fram stefna í málefnum fatlaðs fólks, forgangsröðun verkefna, aðgerðaáætlun og skilgreindir árangursmælikvarðar.</p> <p>Ég nefni einnig í þessu sambandi að fyrir nokkrum dögum staðfesti ég leiðbeinandi reglur til sveitarfélaga um framkvæmd þjónustu við fatlað fólk. Reglurnar taka til þjónustu stuðningsfjölskyldna, ferðaþjónustu, styrkja til náms og til verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks og er markmiðið með þeim að stuðla að samræmdri þjónustu milli sveitarfélaga og þjónustusvæða.</p> <p><span>Verkefni um notendastýrða persónulega aðstoð er einnig á mikilli siglingu og ég nota tækifærið hér til að vekja athygli á ráðstefnu sem</span> <span>v</span><span>erkefnisstjórn um notendastýrða persónulega aðstoð heldur 10. febrúar þar sem kynnt verður hugmyndafræði, framkvæmd og skipulag slíkrar þjónustu. Verkefnisstjórnin var skipuð í apríl 2011 í samræmi við bráðabirgðaákvæði í lögum um málefni fatlaðs fólks og er hlutverk hennar að móta ramma um fyrirkomulag notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar og innleiða samstarfsverkefni ríkis, sveitarfélaga og heildarsamtaka fatlaðs fólks um innleiðingu þessarar tegundar þjónustu.</span></p> <p>Samkvæmt bráðabirgðaákvæðinu skulu sveitarfélög í samráði við verkefnisstjórnina leitast við að bjóða fötluðu fólki notendastýrða persónulega þjónustu í tiltekinn tíma. Verkefninu á að ljúka fyrir árslok 2014 með faglegu og fjárhagslegu mati á framkvæmd þess.</p> <p>Góðir gestir.</p> <p>Eins og þið heyrið er síður en svo nein ládeyða í velferðarmálum. Unnið er að umfangsmiklum verkefnum sem tvímælalaust eiga eftir að hafa mikil áhrif í samfélaginu og sum raunar farin til þess nú þegar.</p> <p>Ég ætla ekki að hafa þetta lengra en segi að lokum með skírskotun til yfirskriftar þessarar ráðstefnu um velferð á óvissutímum – að tímarnir eru þó ekki óvissari en svo að við höldum ótrauð áfram því verki að styrkja stoðir velferðarkerfisins á Íslandi með markvissri vinnu, stefnumótun og framkvæmd mikilvægra verkefna.</p> <p>&#160;</p>

2012-01-26 00:00:0026. janúar 2012Er barnalýðræði á Íslandi?

<div class="single-news__big-image"><figure><a href="/media/velferdarraduneyti-media/media/radherra/GudbjarturHannessonOkt2010.jpg"><img src="/media/velferdarraduneyti-media/media/radherra/GudbjarturHannessonOkt2010.jpg?proc=singleNewsItem" alt="Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra" class="media-object"></a><figcaption>Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra</figcaption></figure></div><p><strong>Ávarp Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra<br /> Grand Hótel Reykjavík, 26.-27. janúar 2012</strong></p> <p>Fundarstjóri, góðir gestir.</p> <p>Er barnalýðræði á Íslandi spyrja aðstandendur málþingsins sem nú er að hefjast og ég fæ þann heiður og ánægju að hefja með nokkrum ávarpsorðum.</p> <p>Ég ætla ekki að leika mig klókann með því að svara þessari spurningu en hlakka til að heyra hver niðurstaðan verður úr þeirri umræðu sem hér fer á eftir, þótt ég eigi ekki tök á því að sitja málþingið treysti ég á að geta lesið um þá umfjöllun sem hér mun eiga sér stað.</p> <p>Ég hef oft velt því nokkuð fyrir mér hvað felst í orðinu barnalýðræði og hvort hægt sé að skilgreina lýðræði út frá afmörkuðum hópi fólks. Eflaust má nálgast þetta á ýmsa vegu en útgangspunkturinn hlýtur að liggja í grunnhugtakinu <em>lýðræði</em> og hvað í því felst<em>.</em></p> <p>Ég ætla mér ekki út í djúpar hugleiðingar um lýðræðishugtakið en það má þó hafa í huga að gjarna er talað um <em>stjórnskipunarlýðræði</em> annars vegar, sem fjallar um skipulag grunnstofnana samfélagsins og dreifingu valds og ábyrgðar <span>&#160;</span>og hins vegar <em>ákvörðunarlýðræði</em> sem snýst um hvernig staðið skuli að töku ákvarðana sem varða hóp fólks þar sem skoðanir geta verið skiptar. Lýðræði getur verið svokallað <em>fulltrúalýðræði</em> <em>(óbeint lýðræði)</em> eða beint lýðræði sem vaxandi áhugi er fyrir í samtímanum, að minnsta kosti við ákvarðanatöku í tilteknum og vel afmörkuðum málum. Mikilvægt er að hafa í huga að ein af forsendum lýðræðis er opin og almenn umræða, aðgangur að upplýsingum, samræða og samráð. Hér ruglast oft saman lýðræði og atkvæðagreiðslur, þar sem ákvarðanir eru teknar af meirihluta án nokkurra áhrifa minnihluta eða hagsmuna heildar, atkvæðagreiðslur sem byggjast á átökum, gjarna sett fram sem barátta um sigur eða tap.</p> <p>Hvað börn varðar hafa þau ekki kosningarétt og verða fyrst lögráða með fullu sjálfræði og fjárræði við 18 ára aldur. Því má með sanni segja að foreldrar og forráðamenn séu fulltrúar barna sinna og fari með allar ákvarðanir í málefnum þeirra. Þetta er hin einfalda mynd af stöðu barna í samfélaginu en að sjálfsögðu er málið miklum mun flóknara en þetta.</p> <p>Leyfum börnum að vera börn meðan það varir er stundum sagt – leyfum þeim að njóta þess áhyggjuleysis sem því fylgir, - fullorðinsárin með öllum sínum áhyggjum koma nógu snemma. Aðrir segja að við eigum að kenna börnum að lifa í og taka þátt í lýðræðislegum ákvörðunum sem varða þeirra nærumhverfi og daglegt líf, ekki aðeins að kenna lýðræði heldur að gefa þeim færi á að taka þátt í og upplifa og iðka lýðræði. Við þurfum að gera börnum kleift að axla ábyrgð á eigin lífi eftir því sem þau þroskast og við eigum að virða rétt þeirra til þess að taka ákvarðanir í málum sem varða hagsmuni þeirra og velferð eftir því sem þroski þeirra og geta stendur til.</p> <p>Lýðræði er sem sagt miklu meira en formið eitt og mestu máli skiptir hvernig það er ástundað. Lýðræðissamfélag stendur því aðeins undir nafni að það geri öllum kleift eins og kostur er að vera virkir þátttakendur í skoðanaskiptum og umræðum sem síðar leiða til niðurstöðu og ákvörðunar. Fötlun, veikindi, aldur eða aðrir aðstöðutengdir þættir eiga ekki að hindra fólk frá þátttöku í lýðræðinu og miklu skiptir að samfélagið og stofnanir þess viðurkenni rétt allra til þess að koma að mikilvægum ákvörðunum, ekki síst í eigin málum.</p> <p>Ég held að augu okkar allra séu óðum að opnast betur fyrir þessari sjálfsögðu kröfu, hvort sem í hlut eiga fatlaðir, aldraðir, börn eða aðrir þjóðfélagshópar sem áður fengu ekki svo miklu ráðið um eigin hag. Áherslan er í æ vaxandi mæli lögð á sjálfstæði fólks og sjálfræði á grundvelli mannréttinda sem eiga að vera sjálfsögð, þótt þau geti á stundum verið vandmeðfarin.&#160;</p> <p>Lýðræðið á að skapa frelsi, réttindi og áhrif en það verður jafnframt að þjóna hagsmunum heildarinnar. Þannig þarf að kenna börnum að axla ábyrgð og þjálfa upp skilning og innsæi fyrir þörfum annarra.</p> <p>Ef ég held mig við umfjöllun um börnin þá er það jafnan svo að foreldrar telja sig vita hvað börnum þeirra er fyrir bestu. Oft er það rétt en samt sem áður réttlætir það ekki að börnum sé stjórnað og stýrt með boðum og bönnum eða að ákvarðanir um þeirra hag séu teknar að þeim forspurðum. Foreldrar og forráðamenn eru ekki óskeikulir og ekki alltaf samstíga heldur þegar kemur að mikilvægum ákvörðunum sem varða hagsmuni barna. Algengt dæmi um erfið mál af því tagi eru forræðisdeilur þar sem börn geta orðið bitbein og réttur þeirra algjörlega fyrir borð borinn þegar verst lætur.</p> <p>Ég nefndi áðan mikilvægi upplýsinga og samráðs við iðkun lýðræðis. Réttur barna til upplýsinga um málefni sem þau varðar er mikilvægur og samráð sömuleiðis. Árið 1997 voru samþykkt frá Alþingi lög um réttindi sjúklinga þar sem er að finna sérreglur um sjúk börn og upplýsingar um heilsufar og meðferð þeirra. Þetta var mikilvægt skref á sínum tíma og er í lögunum sérstaklega kveðið á um að sjúkum börnum skuli veittar upplýsingar að teknu tilliti til aldurs þeirra og þroska.&#160;</p> <p>Í júní í fyrra samþykkti Alþingi töluverðar breytingar á barnaverndarlögum í því skyni að gera barnaverndarstarf markvissara. Frumvarp til breytinganna var afar vel undirbúið og var byggt á fenginni reynslu af gildandi löggjöf með ítarlegri skoðun. Með endurskoðuninni voru lögfest ýmis nýmæli sem snúa sérstaklega að því að skýra og bæta réttarstöðu barna og auka rétt þeirra til þátttöku við ákvarðanir sem þau varða. Hliðsjón var höfð af þróun barnaverndarréttar á alþjóðavettvangi og þeim alþjóðasamningum sem Ísland er aðili að, sérstaklega samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins og þingsályktunar frá 16. mars 2009 um lögfestingu hans.</p> <p>Góðir gestir.</p> <p>Síðastliðið haust fór fram fyrirtaka hjá barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna um stöðu barna á Íslandi og ég sé í dagskrá að niðurstöðurnar verða til umfjöllunar hér á eftir. Við eigum að taka alvarlega ábendingar barnaréttarnefndarinnar og vinna að úrbótum í samræmi við þær og eins tel ég mikilvægt að við stígum þau skref sem þarf til að binda í lög Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem íslensk stjórnvöld fullgiltu árið 1992.</p> <p>Á erlendum mælikvörðun höfum við fengið þann dóm að Ísland sé besta land í heimi fyrir konur og börn. Látum það samt ekki glepja okkur því við getum gert enn betur. Föllum ekki í þá gryfju að meta einfaldlega stöðu barna eftir veraldlegum gæðum og fjármagni, því heimurinn er sem betur fer flóknari en svo. Þrátt fyrir hremmingar liðinna ára er ég sannfærður um að réttarstaða barna á Íslandi sé almennt býsna góð og sömuleiðis almennar aðstæður íslenskra barna. Engu að síður getum við og eigum að gera betur og stuðla að barnvænna samfélagi.</p> <p>Ef við getum lært af þeim kalda veruleika sem skellti okkur í jörðina eftir jörvagleði í nokkur ár, ef þetta verður til þess að við breytum gildismati, ræktum samveru og leyfum börnum okkar í auknum mæli að taka þátt í ákvörðunum undir öruggri leiðsögn, ef við drögum af þessu lærdóm börnunum okkar í hag, á hefur margt unnist.</p> <p>Ég sagði fyrir mörgum árum í mínu fyrra starfi að mesta ógn við börn á Íslandi væri einstaklingshyggjan, kapphlaupið um að skara eld að eigin köku, eilíft tal um „minn rétt,“ krafan um að fá sínar persónulegu þarfir uppfylltar án þess að láta sig varða hvaða áhrif það hefði á aðra. Lýðræði er andstæða þessa í mínum huga, því í því felst ábyrg þátttaka í ákvarðanatöku með það að markmiði að bæta umhverfið fyrir heildina. Þetta er stór krafa - stórt markmið – sem ég sakna í íslensku þjóðfélagi í dag.</p> <p>Stjórnvöld, stofnanir og samfélagið í heild þurfa á hverjum tíma að vera opin fyrir gagnrýni og reiðubúin að endurskoða viðhorf sín og fyrirkomulag þeirra mála sem varða velferð barna og stöðu þeirra í samfélaginu.</p> <p>Kærar þakkir til allra sem hér hafa lagt hönd á plóg við undirbúning málþingsins. Megi það nýtast til þess að rýna í stöðu barna á Íslandi til gagns og leiða okkur fram á veginn til barnvænna samfélags.</p> <p>Megi málþingið verða fróðlegt og skemmtilegt og kannski fyrst og fremst nytsamlegt í ykkar daglega starfi.</p> <p>&#160;</p> <p>&#160;</p> <p>&#160;</p> <p>&#160;</p> <p><strong>&#160;</strong></p>

2011-11-18 00:00:0018. nóvember 2011Málþing Heimila og skóla um foreldrafærni

<p><strong>Málþing Heimila og skóla um foreldrafærni 18. nóvember 2011<br /> Ávarp Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra</strong></p> <hr id="null" /> <p>Góðir gestir, foreldrar og forráðamenn.</p> <p>Það er mér alveg sérstök ánægja að setja þetta málþing Landssamtakanna Heimila og skóla um foreldrafærni og fá tækifæri til að segja við ykkur nokkur orð.</p> <p>Málefnið sem hér er til umfjöllunar er mér hugleikið eins og vænta má, enda kennari og skólastjóri til margra ára, foreldri og uppalandi og eitt sinn nemandi sjálfur í skóla. Ég tel mig því þekkja nokkuð vel til og veit hve mikið er í húfi að sinna vel og stuðla að bættum uppeldis- og menntunarskilyrðum barna og unglinga.</p> <p>Það sem snýr beint að sjálfu skólastarfinu og skipulagi þess er ekki á minni könnu í núverandi starfi. Aftur á móti eru velferðarmálin í víðu samhengi nátengd mörgu sem varðar mjög aðstæður fjölskyldna, foreldra, barna og forráðamanna, jafnt innan og utan veggja skólanna frá degi til dags.</p> <p>Fyrr í haust voru fulltrúar íslenskra stjórnvalda við fyrirtöku hjá barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna um framkvæmd Barnasáttmálans. Niðurstöður barnaréttarnefndarinnar voru kynntar á opnum kynningarfundi sem innanríkisráðuneytið stóð fyrir í vikunni og þið hafið eflaust sum hver sótt en nefna má að niðurstöðurnar hafa nú verið þýddar á íslensku. Það er margt athyglisvert í ábendingum barnaréttarnefndarinnar sem ástæða er til að fylgja eftir.</p> <p>Það voru tímamót þegar samþykkt var fyrir tilstilli forvera míns og núverandi forsætisráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur, fyrsta íslenska aðgerðaáætlunin til að styrkja stöðu barna og ungmenna fyrir árin 2007–2011. Í aðgerðaáætluninni er sérstaklega fjallað um leiðir til að efla foreldrafærni og stuðning við foreldra í uppeldisstarfi. Þetta er í anda tilmæla Evrópuráðsins um þessi mál en kjarni hugsunarinnar er að fjárfesta í börnum í gegnum foreldrana með því að styrkja og efla getu þeirra til að sinna uppeldinu og mæta ólíkum og fjölbreyttum þörfum barna sinna. Það hefur viljað brenna við í gegnum tíðina að áhersla á stofnanir samfélagsins og hlutverk þeirra gagnvart börnum, uppeldi þeirra, umönnun og fræðslu hefur verið svo rík að hún hefur orðið á kostnað foreldranna í stað áherslunnar á að styrkja þá.</p> <p>Ég ætla ekki að fara langt út í þessa sálma núna. Aftur á móti hef ég ákveðið að láta semja nýja aðgerðaáætlun til að styrkja stöðu barna og ungmenna og verður hún unnin í samvinnu við hagsmunasamtök, svo sem Heimili og skóla. Þetta er í samræmi við hvatningu barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna sem hvetur okkur einmitt til að samþykkja sem fyrst nýja aðgerðaáætlun á landsvísu í þágu barna sem byggð verði á mati áætlunarinnar fyrir árin 2007–2011. Nefndin beinir því einnig til okkar að veittar verði tilteknar fjárheimildir til framkvæmda, eftirfylgni verði formleg og skipulögð og jafnframt að fram fari reglulegt mat á árangri. Þetta er þörf ábending, við þurfum að halda áfram því starfi sem var hrundið úr vör með aðgerðaáætluninni sem nú er að renna sitt skeið, þótt vissulega sé hún áfram mikilvægur vegvísir fyrir stjórnvöld þar til ný áætlun hefur verið gerð.</p> <p>Í öllum málaflokkum skiptir máli að hafa skýra sýn og stefnu til lengri tíma. Það þarf að setja markmið sem byggjast á bestu upplýsingum á hverjum tíma, faglegri þekkingu og greiningu á aðstæðum. Stefna má aldrei vera dautt plagg, hún á að vera lifandi, grundvöllur umræðu, þróunar og úrbóta. Ég held að þetta hafi að mörgu leyti tekist varðandi aðgerðaáætlunina til að styrkja stöðu barna og ungmenna. Hún hefur haft áhrif inn í heilbrigðiskerfið, velferðarþjónustuna, stofnanaþjónustu og ekki síst inn í skólana.</p> <p>Áherslan hefur farið vaxandi á einstaklingsmiðaða nálgun í allri þjónustu og þegar börn eiga í hlut á að veita þeim sem mest stuðning í nærumhverfi sínu í samráði við foreldra og forráðamenn. Í skólunum hefur áhersla á samvinnu og samráð við foreldra farið sívaxandi sem ég tel algjöra forsendu fyrir velheppnuðu skólastarfi. Unnið hefur verið að því að byggja upp úrræði fyrir börn þegar vandi steðjar að með áherslu á að hún sé veitt sem mest inni á heimilum barnanna eins og til dæmis er gert í fjölkerfameðferðinni sem verið hefur í þróun hjá Barnaverndarstofu undanfarin ár.</p> <p>Árið 2009 var gerður samstarfssamningur þriggja ráðuneyta og Sambands íslenskra sveitarfélaga um verkefni til að efla stuðnings- og nærþjónustu við langveik börn og börn með ofvirkni og athyglisbrest. Auglýst er eftir styrkjum til verkefna sem sveitarfélög geta sótt um til verkefna á eigin vegum eða sem unnin eru í samstarfi við einstaklinga eða félagasamtök og verður styrkjum úthlutað í þriðja sinn eftir áramótin. Í þessi verkefni hefur verið varið 80 milljónum króna árlega í þrjú ár. Frá upphafi hafa sveitarfélögin sýnt þessu mjög mikinn áhuga og til hafa orðið afar gagnleg og mikilvæg verkefni í þágu barna og fjölskyldna í heimabyggð.</p> <p>Góðir gestir.</p> <p>Það er hvorki einfalt að vera barn né uppalandi í flóknu samfélagi nútímans. Hlutverk uppalenda er afar vandasamt langtímaverkefni þar sem hvert aldursskeið barnsins færir okkur nýjar áskoranir. Hver dagur skiptir máli og þessi mikilvægu mótunarár leggja grunninn að framtíð barnanna sem fullorðinna einstaklinga. Hætturnar leynast víða og oft er erfitt að kunna fótum sínum forráð, jafnt fyrir börnin og foreldrana.</p> <p>Einelti er eitt þeirra samfélagsmeina sem orðið hefur mörgum dýrkeypt á lífsleiðinni, jafnt gerendum sem þolendum. Þetta er meðal þess sem við verðum að taka höndum saman um að uppræta.</p> <p>Barátta gegn áfengis- og vímuefnaneyslu er eilífðarverkefni þar sem ekki má slaka á eitt andartak og þar skiptir miklu máli hvaða fyrirmyndir við erum börnunum okkar.</p> <p>Foreldrarnir eru þungamiðjan og valda mestu um það hvernig til tekst. Ábyrgð skólanna og þeirra sem þar starfa er engu að síður mjög mikil. Þar veltur á miklu að vera vakandi yfir líðan barnanna, að grípa inn í ef grunur vaknar um að eitthvað sé að. Ég fagna nýrri reglugerð um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunnskólum. Reglugerðin hefur meðal annars það markmið að nemendur geti notið bernsku sinnar í skólastarfi, notið tækifæra sinna og séu öruggir í öllu starfi á vegum skólans eins og segir í grunnskólalögum. Þarna er áherslan á jákvæðan skólabrag og samskipti og sjónum beint að starfsfólki skólanna, nemendum og foreldrum í senn. Það getur verið mjög erfitt að grípa inn í mál barna þegar aðstæður eru erfiðar heima fyrir. Að takast á við grunsemdir um heimilisofbeldi, vanrækslu eða kynferðislega misnotkun er hluti af vandasömum verkefnum sem upp koma innan skólanna. Undan þeim má aldrei víkja þótt erfið séu. Börn eiga alltaf að njóta vafans og sem betur fer hefur tekist að byggja upp öflugt barnaverndarstarf með barnaverndarnefndum og fagfólki sem er fært um að fást við þessi erfiðu mál þegar upp koma. Tilkynningarskylda í barnaverndarmálum er rík og það má aldrei hunsa hana.</p> <p>Ég hef ekki minnst orði á erfitt efnahagsástand og kreppu í þessu erindi. Undan því verður ekki vikist, því auðvitað setur þetta ástand mark sitt á aðstæður vegna aðhalds og niðurskurðar, líka í velferðarmálum þótt reynt hafi verið að hlífa málaflokkum eins og kostur er. Margar fjölskyldur eiga líka erfitt vegna fjárhagserfiðleika og óhjákvæmilega hefur það áhrif innan veggja heimilanna þar sem erfiðleikar eru miklir. Velferðarvaktin fylgist grannt með aðstæðum fjölskyldna, sérstaklega barnafjölskyldna, og veitir stjórnvöldum mikilvægt aðhald með upplýsingum um aðstæður tiltekinna hópa og ábendingum um það sem betur má fara.</p> <p>Það hefur vakið athygli að kannanir sem gerðar hafa verið á líðan barna benda til þess að þrátt fyrir kreppu og erfiðleika henni tengdri virðast börnin upp til hópa ekki líða fyrir ástandið, jafnvel þvert á móti. Margt bendir til þess að foreldrar og börn verji meiri tíma saman en áður og að börnin kunni virkilega að meta það og líði betur en ella fyrir vikið.</p> <p>Hins vegar hefur velferðarvaktin lagt áherslu á að tryggja betur en nú er gert velferð og afkomu efnalítilla barnafjölskyldna, sérstaklega einstæðra foreldra og barna þeirra. Einnig er mikilvægt að hugað sé sérstaklega að velferð barna af erlendum uppruna.</p> <p>Ég held að það sé ágætt að láta staðar numið hér. Kannski er samvera barna og foreldra það sem mestu máli skiptir þegar á heildina er litið. Það er líklega sú staðreynd sem við eigum að gera hátt undir höfði og vinna með þegar við mótun okkur stefnu í málefnum barna og fjölskyldna til næstu ára.</p> <p>- - - - - - - - - - - - - - - -<br /> (Talað orð gildir)</p> <p>&#160;</p> <p><strong>&#160;</strong></p>

2011-11-16 00:00:0016. nóvember 2011Ársfundur Vinnumálastofnunar 2011

<p><strong>Ávarp Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra á ársufundi Vinnumálastofnunar<br /> 16. nóvember 2011</strong></p> <p>Góðir gestir.</p> <p>Mikið vatn er til sjávar runnið frá því að forveri minn, þá í sæti félagsmálaráðherra, sagði á ársfundi Vinnumálastofnunar árið 2009 að skera þyrfti upp herör gegn atvinnuleysi og efna til þjóðarátaks gegn langtímaatvinnuleysi. Atvinnuleysi var á þessum tíma um 7,6% miðað við 1,9% á sama tíma árið á undan en þess má geta að nú er það um 6,8% að meðaltali sem þýðir að um 10.900 manns eru án atvinnu.&#160;</p> <p>Við glímum enn við mikið atvinnuleysi og munum gera áfram um sinn. Langtímaatvinnuleysi er því miður orðinn bitur raunveruleiki hjá hópi fólks. Í liðnum mánuði höfðu um 6.670 einstaklingar verið án atvinnu lengur en í sex mánuði og þeir sem verið höfðu án atvinnu lengur en í heilt ár voru um 4.500.</p> <p>Atvinnuleysi er eins og jafnan meira meðal ungs fólks en fullorðinna. Alls voru 1.884 ungmenni án atvinnu í lok október sem er um 16% af heildafjölda atvinnulausra.</p> <p>Ég þarf ekki að fjölyrða um tölulegar staðreyndir atvinnuástandsins á þessum fundi. Stjórnendur og annað starfsfólk Vinnumálastofnunar þekkir þessar upplýsingar betur en allir aðrir og það sem meira er um vert, aðstæður fólksins að baki tölunum.</p> <p>Stundum er sagt að engum sé bót í annars böli og það má til sanns vegar færa. Það verður þó ekki hjá því litið að atvinnuleysi í löndum Evrópu er víðast meira en hér, efnahagsástandið í heiminum er erfitt og fyrir það þurfum við öll að gjalda.</p> <p>Þrátt fyrir alla erfiðleika tel ég að við getum verð stolt af því hvernig við höfum tekist á við erfitt ástand, ekki síst til að mæta aðstæðum atvinnuleitenda og það hefur raunverulega tekist að hrinda í framkvæmd því þjóðarátaki sem forveri minn boðaði haustið 2009. Starfsfólk Vinnumálastofnunar hefur borið hitann og þungann af skipulagi og framkvæmd þeirra fjölmörgu verkefna sem byggð hafa verið upp til að skapa atvinnulausu fólki raunhæf og verðug verkefni til þess að nýta krafta sína, viðhalda virkni og byggja sig upp með aukinni reynslu og þekkingu þegar betur fer að ára. Fjölbreytt vinnumarkaðsúrræði og átaksverkefni fyrir atvinnuleitendur hafa skipt sköpum fyrir fjölda fólks.</p> <p><span><strong>Átakið ungt fólk til athafna</strong></span> <span>sem hófst í ársbyrjun 2010 er gott dæmi um flott verkefni sem hefur gert fjölda ungra atvinnuleitenda kleift að vera virkur með þátttöku í námi, starfsþjálfun, ýmsum störfum, þar með töldum sjálfboðaliðastörfum og atvinnutengdri endurhæfingu. Úttekt Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands á verkefninu sýnir að það hefur tekist afar vel og er gott og raunhæft svar við atvinnuleysi meðal ungs fólks.</span></p> <p><span><strong>Átakið ÞOR – þekking og reynsla</strong></span> <span>sem hófst um mitt síðasta ár beinist að aldurshópnum 29–70 ára og er markmiðið að virkja þann hóp einstaklinga sem hafa verið án atvinnu í þrjá mánuði eða lengur. Við framkvæmd verkefnisins hefur verið leitað samstarfs við fjölda fræðsluaðila, fyrirtækja, stofnana og félagasamtaka um virkniúrræði auk þess sem Vinnumálastofnunin hefur leitað til símenntunardeilda háskólanna um möguleika þess að nýta krafta þeirra í þágu atvinnuleitenda.</span></p> <p>Verkefnið <strong>Nám er vinnandi vegur</strong> tel ég vera algjört tímamótaverkefni. Rúmlega 1.100 atvinnuleitendur hófu nám í haust á grundvelli átaksins og rúmlega 1.000 ungmenni yngri en 25 ára skráðu sig í framhaldsskóla í tengslum við það. Að samningnum standa stjórnvöld, framhaldsskólar og háskólar og gildir hann fyrir árin 2011–2014. Áætluð útgjöld ríkissjóðs og Atvinnuleysistryggingasjóðs á þessu tímabili nema tæpum 7 milljörðum króna.</p> <p>Í farvatninu er mikilvægt samstarfsverkefni Vinnumálastofnunar og sveitarfélaga um sérstök <strong>atvinnutorg</strong> þar sem markmiðið er að ná til ungs fólks sem er hvorki í vinnu né námi. Hefur velferðarvaktin meðal annars bent á að þessi hópur sé sérstaklega berskjaldaður gagnvart afleiðingum kreppunnar. Í upphafi er áætlað að atvinnutorgum verði komið á fót í Reykjavíkurborg, Hafnarfjarðarkaupstað, Kópavogsbæ og á Suðurnesjum og er áætlað að verkefnið nái til rúmlega 400 einstaklinga í þessum sveitarfélögum. Tilgangur verkefnisins er meðal annars að auka samstarf og samfellu í þjónustu Vinnumálastofnunar og sveitarfélaga við ungt fólk án atvinnu án tillits til réttinda þess innan atvinnuleysistryggingakerfisins.</p> <p>Enn fremur er verið að vinna að nýju átaki um hvernig fjölga megi starfsþjálfunarúrræðum og þá einkum fyrir langtímaatvinnulausa því reynslan hefur kennt okkur að starfstengd vinnumarkaðsúrræði skila atvinnuleitendum best að markmiðum sínum um að fá aftur starf við hæfi. Vænti ég þess að þetta átak líti dagsins ljóss þegar í upphafi næsta árs.</p> <p>Verkefnin sem ég hef nefnt hér hafa öll krafist samstarfs fjölmargra aðila og það er augljóst að margir hafa viljað leggjast á árarnar. Samstarf hefur verið þvert á ráðuneyti, milli stjórnsýslustiga, sveitarfélögin hafa verið virk, stéttarfélög, atvinnurekendur, félagasamtök, og skólar, einkaskólar og opinberir skólar, framhaldsskólar og háskólar. Þetta kalla ég þjóðarátak.</p> <p>Samstarf ólíkra samstarfsaðila hefur yfirleitt gengið mjög vel og leitt af sér ýmis konar þróunarstarf sem við munum búa að í framtíðinni.&#160;</p> <p>&#160;</p> <p>Góðir fundarmenn.</p> <p>Í tengslum við gerð kjarasamninga í vor var gefin út yfirlýsing stjórnvalda þar sem þau skuldbundu sig til að vinna með aðilum vinnumarkaðarins að endurskoðun laga um atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir. Þar var jafnframt kveðið á um að ráðist yrði í sérstakt tilraunaverkefni þar sem stéttarfélögin yrðu helstu veitendur þjónustunnar með það að markmiði að bæta þjónustu við atvinnuleitendur hvað varðar vinnumiðlun og vinnumarkaðsúrræði.</p> <p>Það eru einkum Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands sem hafa sótt þetta fast og telja sig geta gert betur en hið opinbera fær áorkað með sínu skipulagi og starfi. Ég ætla ekki að leggja dóm á það hér að óreyndu. Þátttaka þeirra í starfi sem miðar að aukinni þjónustu við atvinnuleitendur tel ég þó að sé af hinu góða en er þeirrar skoðunar að hið opinbera eigi undir öllum kringumstæðum að annast framkvæmd atvinnuleysistrygginga og alla stjórnsýslu málaflokksins og utanumhald. Eins og ég hef áður sagt tel ég að Vinnumálastofnun og allt starfsfólk hér hafi staðið sig geysilega vel við ótrúlega erfiðar aðstæður þegar atvinnuleysið rauk hér upp haustið 2008 og hefur síðan verið viðvarandi. Það er mikilvægt að hafa hugfast að vinnumarkaðsmál eru mikilvægur þáttur velferðarkerfisins þar sem stjórnvöldum ber að hafa skýra sýn og stefnu og vera fær um að hrinda henni í framkvæmd.</p> <p>Í tengslum við kjarasamningana í vor voru atvinnuleitendum tryggðar hækkanir samsvarandi hækkunum á almennum vinnumarkaði. Grunnatvinnuleysisbætur voru hækkaðar um 12.000 krónur og í júní var greidd 50.000 króna eingreiðsla til atvinnuleitenda sem voru að fullu tryggðir innan atvinnuleysistryggingakerfisins á tilteknu tímabili. Aðrir fengu hlutfallslega uppbót. Loks var ákveðið að tryggja atvinnuleitendum desemberuppbót, 30% af grunnatvinnuleysisbótum, auk 15.000 króna álags í samræmi við álag á desemberuppbót launafólks á almennum vinnumarkaði. Desemberuppbótin í næsta mánuði verður því 63.457 krónur.</p> <p>Ég hef ekki enn minnst á hvað gert verður varðandi bráðabirgðaákvæði um hlutabætur og lengingu bótatímabils samkvæmt lögum um atvinnuleysisbætur en gildistími þessara ákvæða rennur út um áramótin.</p> <p><span>Vinnuhópur þar sem í eiga sæti meðal annars fulltrúar samtaka aðila vinnumarkaðarins hafa verið að skoða þessi atriði og má vænta niðurstöðu á næstu dögum. Enn fremur liggja fyrir drög að tillögum hópsins að eins konar aðgerðapakka sem ætlað er að tryggja aukna virkni atvinnuleitenda og um leið auka líkur þeirra á að fá störf við hæfi. Þar er ekki hvað síst lögð áhersla á einstaklingsmiðaða þjónustu við þá atvinnuleitendur sem lengst hafa verið án atvinnu, lengri tími í starfstengd úrræði og tímabundnir ferðastyrkir.</span></p> <p>&#160;</p> <p>Gott fólk.</p> <p>Ég veit að mikið mæðir á ykkur, verkefnin eru óþrjótandi, þau eru vandasöm og örugglega eru störf ykkar ekki alltaf þökkuð sem skyldi. Ég geri mér grein fyrir að þau verkefni sem ég taldi hér upp áðan hefðu sem dæmi ekki verið unnin hefði ekki komið til jákvæðni ykkar og dugnaður við að bregðast við svo koma mætti verkefnum í framkvæmd og þá oftar en ekki með skömmum fyrirvara. Ég vil því nota tækifærið og koma þakklæti mínu á framfæri við ykkur sem hér eruð samankomin. Vinnumálastofnun er öflug og vel rekin velferðarstofnun sem mikilvægt er að hlúa vel að þannig að hún geti veitt þá mikilvægu þjónustu í samfélaginu sem henni er ætluð.</p> <p>Merkisáfangi varð í lífi stofnunarinnar í vor þegar starfsstöðvar og starfsfólk stofnunarinnar á höfuðborgarsvæðinu sameinuðust undir einu þaki hér í Kringlunni. Það er augljóst að hér fer vel um starfsfólk og þá sem hingað leita og það er að sjálfsögðu mikilvægt. Án efa hefur sameining starfseminnar á einum stað margvíslega kosti sem eflir og bætir stofnunina sem heild og þar með starfsemina sjálfa.</p> <p>Ég óska þess að ársfundurinn verði góður og fróðlegur og að hér gefist gott tóm til að líta yfir farinn veg og einnig að horfa til framtíðar.</p> <p>- - - - - - - - - - - - -<br /> <strong>Talað orð gildir</strong></p> <p>&#160;</p>

2011-11-08 00:00:0008. nóvember 2011Undirritun þjóðarsáttmála um baráttu gegn einelti

<p align="left"><strong>Dagur gegn einelti 8. nóvember.<br /> Undirritun&#160;þjóðarsáttmála gegn einelti.<br /> Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra</strong></p> <p>Gott fólk.</p> <p>Við höldum nú dag gegn einelti sem er 8. nóvember. Ég vona þessi dagur hljóti verðskuldaða athygli og veki fólk til umhugsunar. Þetta er þó ekki eins dags málefni heldur mál sem við þurfum öll að vera vakandi fyrir alla daga, alltaf. Einelti getur haft skelfilegar afleiðingar, það er niðurbrjótandi og skemmandi og má aldrei líðast í samfélaginu. Einelti er dauðans alvara.</p> <p>Einelti birtist í ýmsum myndum og því miður alls staðar í samfélaginu. Það er sérstaklega alvarlegt þegar börn standa frammi fyrir slíku og skólarnir þurfa að vinna markvisst gegn því að það skjóti rótum í samskiptum nemenda. Ekki aðeins með því að vernda þau börn sem verða fyrir einelti heldur með aðgerðum sem miða að því uppræta slíka hegðun hjá gerendunum. Við þurfum að skapa það umhverfi sem styður jákvæð samskipti byggð á gagkvæmri virðingu, trausti, umhyggju og nærgætni.</p> <p>Einelti þarf ákveðinn jarðveg til að þrífast. Í hópi þar sem því er beitt eru jafnan einhverjir viðhlægjendur þótt þeir taki ekki beinan þátt, aðrir horfa fram hjá því og samþykkja það þannig á vissan hátt með þögninni eða afskiptaleysinu. Þessu þurfum við að breyta og það er vel hægt því allt snýst þetta um viðhorf. Við eigum að ræða þessi mál opinskátt þannig að öllum verði ljóst hver dauðans alvara einelti er og að þar berum við öll ábyrgð.</p> <p>Ég vona að sem allra flestir skrifi undir þjóðarsáttmálann um baráttu gegn einelti, velti þessum málum fyrir sér, hugleiði ábyrgð sína og hvað þeir geti lagt af mörkum til þess að stuðla að jákvæðum og uppbyggilegum samskiptum þar sem einelti fær ekki þrifist.</p> <p>Við viljum litríkan heim, fjölbreyttan en ekki svartan og hvítan.</p> <p>Tökum höndum saman í baráttunni gegn einelti.</p> <p>Þjóðarsáttmáli gegn einelti gefur skýr skilaboð.</p>

2011-11-04 00:00:0004. nóvember 2011Brjótum múra. Fjölmenningarráðstefna á Akranesi

<p><strong>Ráðstefnan „Brjótum múra“ um fjölmenningu<br /> Haldin á Akranesi 4. nóvember 2011<br /> </strong><strong>Ávarp Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra</strong></p> <hr id="null" /> <p><a href="/media/velferdarraduneyti-media/media/radherra/xlarge/GudbjarturHannessonOkt2010.jpg"><img title="Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra" alt="Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra" src="/media/velferdarraduneyti-media/media/radherra/small/GudbjarturHannessonOkt2010.jpg" /></a>Góðir gestir. Verið þið öll velkomin á Akranes.&#160;</p> <p><span>Það er mér ánægja og heiður að fá tækifæri til að setja þessa ráðstefnu og segja nokkur orð í upphafi hennar. Ég vil líka bjóða s</span><span>érstaklega velkominn gestafyrirlesara ráðstefnunnar sem kemur hingað frá Kanada; Doctor Anna Kirova, professor at the University of Alberta, i</span><span>t's a great pleasure for us to have you here, and we all look forward to learning more about your work on global migration and the development of learning programs for immigrant and refugee children.</span><strong>&#160;</strong></p> <p>Ráðstefnan er haldin með tilstyrk Progress; jafnréttis- og vinnumálaáætlunar Evrópusambandsins sem hefur það meginmarkmið að veita fé til verkefna sem stuðla að markmiðum sambandsins á sviði jafnréttis-, félags- og vinnumála með áherslu á réttindi minnihlutahópa og samfélag án aðgreiningar. Ísland á fulla aðild að Progress sem hefur veitt okkur tækifæri til að hrinda í framkvæmd mikilvægum verkefnum með þessi markmið að leiðarljósi.</p> <p><strong>Brjótum múra</strong> <span>er yfirskrift ráðstefnunnar; myndlíking sem segir meira en mörg orð um viðfangsefnið. Hér verður meðal annars rætt hvernig við stöndum að verki, hvaða aðferðir eru líklegar til að skila árangri og hvaða verkfærum sé hægt að beita. Rétt er að hafa í huga að við brjótum ekki þá múra sem hér eru til umfjöllunar með hörkunni. Þvert á móti snýst verkefnið um sveigjanleika, gagnkvæman skilning, virðingu fyrir fólki og virðingu fyrir mannréttindum sem hornsteinn hvers samfélags.</span></p> <p>Saga innflytjenda á Íslandi í einhverjum mæli er afar stutt. Fram undir lok 20. aldarinnar voru langflestir innflytjendur hér á landi frá hinum Norðurlandaþjóðunum en fátítt var að fólk af öðrum þjóðernum flytti hingað. Það var ekki fyrr en í byrjun tíunda áratugarins að innflytjendum frá öðrum löndum tók að fjölga að ráði. Árið 1996 voru innflytjendur á Íslandi tæplega 5.400 eða um 2% landsmanna. Þann 1. janúar 2008 voru þeir hins vegar orðnir rúmlega 25.000 eða um 8,6% mannfjöldans en árið 2010 hafði hlutfallið lækkað í 6,8%.</p> <p><span>Þetta eru gífurlegar breytingar á skömmum tíma. Hlutfall innflytjenda er nú álíka hátt hér á landi og í Noregi og Danmörku. Aftur á móti er hlutfall annarrar kynslóðar innflytjenda mun lægra hér á landi. Samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar tilheyrðu einungis 0,1%</span> <span>landsmanna annarri kynslóð innflytjenda árið 1996 en árið 2008 var hlutfallið 0,5%.</span></p> <p>Fólki frá löndum Austur-Evrópu hefur fjölgað mest hér á landi og var hlutfall þeirra um 85% allra innflytjenda árið 2009.</p> <p>Þess ber að geta að töluverður fjöldi fólks sem hingað flytur sækir um íslenskt ríkisfang. Á árunum 2000–2009 fengu um 6.000 einstaklingar íslenskan ríkisborgararétt eða tæplega 700 einstaklingar að jafnaði á ári.</p> <p>Góðir gestir.</p> <p>Þetta er heilmikið talnaflóð sem ég hef farið með hér. Tölur eru ágætar og upplýsandi eins langt og þær ná. Þær segja hins vegar ekkert um fólkið á bak við þær. Hvaða fólk er þetta, hvers vegna kom það hingað og hvað er það að gera? Hver er bakgrunnur þess, hvernig er kynjaskiptingin, aldurssamsetningin, búsetudreifingin, hver er líðan fólksins hér á landi, hverjar eru væntingar þess og hvernig er þeim mætt? Allt þetta og svo margt fleira er mikilvægt að vita og vinna með ef við viljum búa í fjölmenningarsamfélagi sem stendur undir nafni.</p> <p>Rannsóknir eru mikilvægar til að veita svör við spurningum sem þessum. Ýmsar slíkar hafa verið gerðar og ég nefni hér þrjá sérstaklega. Í fyrsta lagi rannsókn sem Háskóli Íslands vann fyrir flóttamannaráð árið 2005 og snerist um reynslu og viðhorf flóttamanna sem hingað hafa komið frá upphafi. Þar komu fram áhugaverðar og gagnlegar niðurstöður um hvað vel hefur tekist og hvað betur má fara við móttöku og aðlögun flóttafólks. Sveitarfélögin gegna lykilhlutverki við móttöku flóttafólks og hafa þar staðið sig afar vel með heildstæðri velferðarþjónustu og ráðgjöf, ekki síst gagnvart börnunum. Eins vil ég nefna þátttöku Rauða krossins í skipulagningu og eftirfylgni vegna móttöku flóttafólks sem hefur reynst ómetanleg, jafnt fyrir stjórnvöld og hlutaðeigandi sveitarfélög, að ekki sé talað um fólkið sjálft sem hingað hefur komið.</p> <p>Árið 2009 voru birtar niðurstöður úr rannsókn MIRRU: Miðstöðvar innflytjendarannsókna Reykjavíkurakademíunnar og Rauða kross Íslands. Rannsóknin heitir <em>Staða innflytjenda á erfiðleikatímum – raddir og viðhorf</em> og fór fram fyrri hluta árs 2009 þegar kreppan var sannarlega farin að bíta. Þetta var rýnihóparannsókn þar sem rætt við 57 manns með uppruna í 25 þjóðlöndum. Loks nefni ég viðtalsrannsóknina Pólóníu Reykjavík 2010 sem MIRRA gerði einnig en þar var rætt við tæplega 500 Pólverja á höfuðborgarsvæðinu. Því miður gefst ekki tími hér til að ræða um niðurstöður þessara rannsókna en ég hvet fólk til að kynna sér þær, enda margt áhugavert sem þar er dregið fram.</p> <p>Fjölskyldu- og félagsþjónusta Reykjanesbæjar gerði viðhorfskönnun um áhrif efnahagshrunsins á pólska íbúa sveitarfélagsins árið 2010 og var könnunin styrkt af þróunarsjóði innflytjendamála. Þessi könnun er smærri í sniðum en rannsóknir MIRRU en gefur gagnlegar upplýsingar. Hinar neikvæðu afleiðingar eru meðal annars aukið atvinnuleysi, samdráttur í útgjöldum og afkomuótti, en öllu jákvæðari áhrif eru vísbendingar um fjölskyldusameiningar í Reykjanesbæ, aukna áherslu á íslenskunám og aðlögun í samfélaginu, sem meðal annars kemur fram í nýtingu á stoð- og þjónustukerfi samfélagsins.</p> <p>Engum þarf að koma á óvart að mjög hátt hlutfall innflytjenda sem hingað hafa komið á liðnum árum sóttist eftir atvinnu sem hér var næg í boði og betri kjörum en í heimalandinu. Í Pólóníu Reykjavík svaraði rúmlega þriðjungur þátttakenda því játandi þegar spurt var hvort þeir hefðu hugleitt í kjölfar kreppunnar að flytjast aftur til Póllands. Meiri hluti aðspurðra sagðist hins vegar vilja vera áfram á Íslandi, því ástandið væri betra hér en annars staðar og þeir sem eftir stóðu höfðu trú á því að ástandið hér stæði til bóta. Rétt er að geta þess að atvinnuleysi var nánast óþekkt meðal Pólverja, sem og meðal annarra erlendra ríkisborgara, hér á landi fyrir efnahagskreppu en hefur verið hvað mest meðal þeirra eftir hrunið.</p> <p>Sýn samfélagsins á innflytjendur eins og hún var þau ár sem langflestir komu hingað til lands er umhugsunarefni. Á tímum stórframkvæmda og óhóflegrar þenslu var þörf fyrir utanaðkomandi vinnuafl, íslenskt samfélag þurfti á því að halda. Umræðan markaðist af þessu: Við þurftum fleiri iðnaðarmenn í ýmsum greinum og einnig ófaglært fólk í byggingariðnaðinn og fiskvinnslu svo eitthvað sé nefnt. Það virtist hins vegar gleymast að hverjar tvær vinnandi hendur tilheyrðu einstaklingi sem af einhverjum ástæðum hafði rifið sig upp frá heimalandinu og sett stefnuna á Ísland, ekki endilega til þess eins að vinna og hverfa svo aftur heim, heldur allt eins með von um bjarta framtíð í nýju landi. Að baki hverjum einstaklingi er iðulega fjölskylda, maki og börn sem einnig eiga væntingar um betri tíma. Það var lítið rætt um fólkið sem hingað kom sem þátttakendur í samfélaginu í víðum skilningi, aðstæður þess hér, bakgrunn þess í heimalandinu eða framtíð þess á Íslandi.</p> <p>Við erum skuldbundin öllu því fólki sem hingað hefur komið og lagt mikið af mörkum til íslensks samfélags og gert það ríkara í margvíslegum skilningi. Við eigum að styðja við það fólk sem vill skjóta hér rótum og vera þátttakendur í íslensku samfélagi. Við eigum að stuðla að gagnkvæmri aðlögun, vinna gegn fordómum og efla víðsýni í samfélaginu, það er í okkar allra þágu.</p> <p>Eins og ég sagði hér áðan eiga innflytjendur sér ekki langa sögu á Íslandi. Til marks um þetta er að opinber stefna stjórnvalda í málefnum innflytjenda var fyrst sett hér á landi árið 2007. Áður hafði starfshópur sem félagsmálaráðherra skipaði árið 2003 fjallað um þjónustu við innflytjendur á Íslandi, skipulag hennar og fyrirkomulag og sett fram þá megintillögu að þjónusta við innflytjendur skyldi samræmd í einni miðstöð sem næði til alls landsins. Öðrum hópi var farið að útfæra þetta nánar og árið 2005 skilaði hann skýrslu um aðlögun innflytjenda að íslensku samfélagi. Ýmsum tillögum sem þar komu fram var fljótlega hrint í framkvæmd, svo sem með stofnun innflytjendaráðs, samræmingu og eflingu upplýsingamiðlunar til innflytjenda og eflingu rannsókna á högum þeirra ásamt þróunarstarfi um aðlögun.</p> <p>Þróunarsjóður innflytjendamála var stofnaður í þessu skyni árið 2007. Ég vil nota tækifærið og segja frá því að innflytjendaráð auglýsti nýlega eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum og rennur umsóknarfrestur út 25. nóvember. Að þessu sinni er áhersla lögð á þróunarverkefni sem unnin eru í sveitarfélögum og miðast að því að auka aðgengi innflytjenda að samfélaginu – og þróunarverkefni og rannsóknir sem vinna gegn fordómum, auka fjölmenningarlega færni og hvetja til virkrar þátttöku innflytjenda í samfélaginu.</p> <p>Það er mikilvægt að hið opinbera hafi skýra stefnu í málefnum innflytjenda og endurskoði hana reglulega í samræmi við samfélagsbreytingar og þróun þessara mála. Rannsóknir skipta í þessu sambandi mjög miklu máli, ekki einungis á aðstæðum innflytjenda heldur einnig flóttafólks sem tekið hefur verið á móti hér á landi frá árinu 1956, þótt ekki sé það í miklum mæli.</p> <p>Í samstarfsyfirlýsingu núverandi ríkisstjórnar er áhersla lögð á að tryggja rétt og þátttöku fólks af erlendum uppruna í samfélaginu og tekið fram að sett verði ný lög um málefni innflytjenda.</p> <p>Það er ánægjulegt að segja frá því hér að smíði frumvarps um málefni innflytjenda er langt komin í velferðarráðuneytinu og stefnt að því að leggja það fram fyrir áramót. Í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er markmiðið að stuðla að samfélagi þar sem allir geta verið virkir þátttakendur óháð þjóðerni og uppruna. Þetta verður fyrsta heildstæða löggjöfin um málefni innflytjenda þar sem mælt er fyrir um á skýran hátt hvernig stjórnsýslu málaflokksins skuli háttað og verði frumvarpið að lögum tekst með því að festa í sessi ákveðið starfsumhverfi sem mótast hefur á grundvelli reynslu undanfarinna ára.</p> <p>Góðir gestir.</p> <p>Það er ánægjulegt að segja frá því að í dag undirritaði ég og fulltrúi Mannréttindaskrifstofu Íslands samning um lögfræðiráðgjöf við innflytjendur. Með samningnum er innflytjendum gert kleift að sækja sér slíka ráðgjöf óháð búsetu, sér að kostnaðarlausu.</p> <p><a id="_GoBack" name="_GoBack"></a><span>Ég get ekki á mér setið að nefna tímamót sem urðu í gær þegar sæti tók á Alþingi fyrsta konan af erlendum uppruna, Amal Tamimi sem kemur inn sem varamaður í þingflokki Samfylkingarinnar. Amal kom til Íslands frá Palestínu fyrir 16 árum ásamt börnum sínum og varð íslenskur ríkisborgari árið 2002.</span></p> <p>Þetta eru svo sannarlega tímamót og hvatning til þess fólks sem sest hefur að á Íslandi í gegnum tíðina og vill svo gjarna hafa áhrif á samfélagið og þróun þess.</p> <p>Það er um margt að ræða hér í dag. Ég vil þakka Rauða krossinum og Akranesbæ sérstaklega fyrir frumkvæðið að því að halda þessa ráðstefnu, öllum þeim sem stóðu að skipulagningu hennar sem og þátttakendum og gestum. Þar með set ég ráðstefnuna með ósk til okkar allra um góða og gefandi daga í þágu mikilvægs málefnis.</p> <p>&#160;</p>

2011-10-26 00:00:0026. október 2011Aðstæður fatlaðs fólks, aðbúnaður, þjónusta, viðhorf, líðan og sjálfræði

<p><strong>Ráðstefna í Hörpu 26. október 2011<br /> Ávarp sem Anna Lilja Gunnarsdóttir, ráðuneytisstjóri í velferðarráðuneytinu flutti fyrir hönd Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra.</strong></p> <hr id="null" /> <p>Góðir gestir.</p> <p>Það stóð til að Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra yrði hér í dag. Því miður gat ekki orðið af því. Ég flyt ykkur því kveðju hans og fæ sjálf þá ánægju að segja hér nokkur orð.&nbsp;</p> <p>Efni þessarar ráðstefnu er merkilegt og mikilvægt. Tilefnið er tilfærsla ábyrgðar á þjónustu við fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga um síðustu áramót. Þetta er risavaxið verkefni sem á sér langa forsögu. Segja má að fyrst&nbsp; hafi verið rætt um tilfærsluna af alvöru þegar Landssamtökin Þroskahjálp gerðu samþykkt um málið á landsþingi árið 1992 og síðar ályktaði Samband íslenskra sveitarfélaga um yfirtöku á málefnum fatlaðra á landsþingi sínu haustið 1994.</p> <p>Tæpum tuttugu árum síðar er þessi mikla stjórnkerfisbreyting orðin að veruleika. Nú er mikilvægt að við fylgjum henni vel eftir, fylgjumst með framkvæmdinni og drögum lærdóm af þeirri reynslu sem þegar er fyrir hendi hjá sveitarfélögum sem sinnt hafa málefnum fatlaðs fólks sem reynslusveitarfélög eða á grundvelli þjónustusamninga.</p> <p>Ég tel okkur geta verið stolt af þeirri viðamiklu rannsókn sem gerð var á stöðu og þjónustu við fatlað fólk sem gerð var við flutning málefna fatlaðs fólks til sveitarfélaganna og Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands framkvæmdi. Rannsóknin tók jafnt til notenda þjónustunnar, aðstandenda og starfsfólks og það er athyglisvert hvað það tókst að ná góðri þátttöku í rannsókninni. Niðurstöðurnar veita okkur mikilvægar upplýsingar um það sem betur má fara í þjónustu við fatlað fólk og munu sömuleiðis verða okkur ómetanlegar við mat á árangri af flutningi málaflokksins til sveitarfélaga.</p> <p>Eitt af meginmarkmiðum breytinganna er að bæta þjónustu við fatlað fólk og auka möguleika á því að laga hana að þörfum notenda með hliðsjón af ólíkum aðstæðum. Ég hef fulla trú á því að þetta takist, sérstaklega ef stjórnvöld standa vel að því að skapa þjónustunni viðeigandi umgjörð með áherslu á að tryggja réttindi fatlaðs fólks. Að þessu er nú unnið.</p> <p><span>Í velferðarráðuneytinu stendur yfir undirbúningur að tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks, líkt og kveðið var á um þegar gerðar voru breytingar á lögum um síðustu áramót vegna tilfærslu málaflokksins til sveitarfélaga. Í framkvæmdaáætluninni verður sett fram</span> <span>stefna í málaflokknum, skýr forgangsröðun verkefna, markiss aðgerðaáætlun og skilgreindir árangursmælikvarðar. Eins verða þar settar fram tímasettar aðgerðir vegna lögfestingar samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, vegna aðgengismála, biðlista eftir þjónustu, atvinnumála fatlaðs fólks og samræmds mats á þjónustu.</span></p> <p>Af öðrum verkefnum sem þegar hefur verið hrint í framkvæmd eða eru í vinnslu nefni ég:</p> <ul> <li>Setningu tveggja reglugerða, annars vegar um þjónustu við fatlað fólk á heimilum þess og reglugerð um trúnaðarmenn sem voru skipaðir síðsumars og eru átta talsins og starfa um allt land.</li> <li>Ný og mikilvæg lög um réttindagæslu fyrir fatlað fólk voru samþykkt frá Alþingi í vor.</li> <li>Í velferðarráðuneytinu er á lokastigi gerð frumvarps um aðgerðir gegn beitingu nauðungar við fatlað fólk og er stefnt að því að leggja það fram á Alþingi á næstu vikum.</li> <li>Starfshópur um framtíðarskipulag atvinnumála fatlaðs fólks er að störfum og er stefnt að því að sá hópur ljúki störfum fyrir næstu áramót.</li> <li>Lokið hefur verið við gerð þriggja svokallaðra leiðbeinandi reglna sem ráðherra er heimilt að setja, í fyrsta lagi reglur um stuðningsfjölskyldur, í öðru lagi reglur vegna náms- og tækjakaupa og loks reglur um ferðaþjónustu.</li> <li>Verkefnisstjórn um notendastýrða persónulega aðstoð stefnir að því að leggja fram stöðuskýrslu í næsta mánuði ásamt leiðbeiningum til sveitarfélaga um meðferð umsókna um þessa þjónustu.</li> <li>Fulltrúar fimm ráðuneyta hafa unnið að verkefnum sem tengjast fullgildingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og er áætlað að þeirri vinnu ljúki næsta vor.&nbsp;</li> <li>Loks nefni ég vinnu við svokallað SIS-kerfi sem felur í sér vandað mat á þörfum fatlaðs fólks fyrir stuðning og þjónustu. Án efa mun SIS-matskerfið verða mikilvægur liður í gæðastjórnun þjónustu við fatlað fólk, með því verður hægt að útdeila fjármunum til þjónustunnar á faglegum forsendum auk margvíslegs annars ávinnings af kerfinu.</li> </ul> <p>Góðir gestir.</p> <p>Það er spennandi dagskrá framundan. Fyrst kynna þær Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, frá Félagsvísindastofnun, og Rannveig Traustadóttir, prófessor í fötlunarfræðum, helstu niðurstöður rannsóknarinnar. Í framhaldi af því verður fjallað um þann lærdóm sem sveitarfélögin telja hægt að draga af niðurstöðunum, við fáum að heyra af reynslu Reykjavíkurborgar sem tók við málaflokknum um síðustu áramót, reynslu Akureyrarbæjar af því að sinna þjónustu við fatlað fólk til lengri tíma og eins verður fjallað um þessar breytingar frá sjónarhóli notenda og starfsfólks sem sinnir þjónustu við fatlað fólk.</p> <p>Ég er viss um að þessi ráðstefna verður okkur öllum til gagns og ánægju og vil að lokum þakka öllum þeim sem stóðu að undirbúningi hennar og þeim fyrirlesurum sem hér munu deila okkur af reynslu sinni og þekkingu.</p>

2011-10-26 00:00:0026. október 2011Vinnuvernd og ábyrgð atvinnurekenda

<p><strong>Grein Guðbjarts Hannessonar um vinnuvernd í tilefni evrópsku vinnuverndarvikunnar 24.-28. október. Greinin birtist í Fréttablaðinu 26. október.</strong></p> <hr id="null" /> <p>Ísland hefur tekið virkan þátt í evrópskri vinnuverndarviku sem Evrópusambandið hefur staðið fyrir árlega frá árinu 2000. Viðfangsefni vinnuverndarvikunnar í ár snýst um viðhald og viðgerðir véla og tækja og öryggi þeirra sem sinna viðhaldsvinnu, oft við erfiðar aðstæður og undir miklu álagi.&#160;</p> <p>Samkvæmt upplýsingum Vinnuverndarstofnunar Evrópu er talið að 15–20% allra vinnuslysa tengist viðhaldsvinnu og um 10–15% allra banaslysa. Hér er því mikið í húfi og mikill ávinningur fólginn í öflugu forvarnarstarfi.&#160;</p> <p>Vinnueftirlit ríkisins er miðstöð vinnuverndarstarfs í landinu og sinnir fjölbreyttum verkefnum á því sviði. Stofnunin ber ábyrgð á framkvæmd laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum og gegnir því ríku eftirlitshlutverki samhliða því að sinna fræðslu um vinnuvernd og vinna að rannsóknum á þessu sviði.</p> <p>Eftirlitshlutverk Vinnueftirlitsins er mikilvægt og stofnunin hefur ýmis úrræði sem hún getur gripið til ef öryggi á vinnustöðum er áfátt. Fræðsluhlutverk stofnunarinnar vegur þó ef til vill þyngst, því árangur á sviði vinnuverndar veltur á því að stjórnendur og starfsfólk vinnustaða sé vel upplýst og meðvitað um þær hættur sem eru fyrir hendi í vinnuumhverfinu, hvernig megi forðast þær og hvaða aðgerðir og úrræði stuðla að öryggi á vinnustað. Enn eitt mikilvægt hlutverk Vinnueftirlitsins felst í því að fylgja eftir skráningu upplýsinga um vinnuslys sem atvinnurekendum er skylt að tilkynna til stofnunarinnar samkvæmt lögum.</p> <p>Vinnuvernd spannar vítt svið og er í eðli sínu flókin. Þetta segir sig sjálft þegar maður leiðir hugann að fjölbreytni atvinnulífsins þar sem fólk starfar við flókin tæki og vélbúnað, notar margvísleg verkfæri, stýrir þungavinnuvélum, vinnur í mikilli hæð, meðhöndlar hættuleg efni og svo mætti lengi telja. Mikill fjöldi reglna og reglugerða heyra undir vinnuverndarlöggjöfina sem brýnt er að farið sé eftir undir öllum kringumstæðum.</p> <p>Skyndilegar bilanir véla og tækja geta skapað hættuástand á vinnustað. Oft er mikið í húfi þegar bilun veldur því að stöðva þarf framleiðslu eða gera hlé á framkvæmdum. Þessar aðstæður geta skapað mikinn þrýsting á þá sem sinna viðhaldi og viðgerðum, að finna orsökina sem fyrst og koma hlutunum í lag. Miklu skiptir að álag af þessum völdum leiði ekki til þess að nauðsynlegum öryggisráðstöfunum sé ýtt til hliðar, því þá er voðinn vís. Kerfisbundið eftirlit og viðhald er ein mikilvægasta leiðin til að fyrirbyggja óvæntar bilanir og óvissuástand sem af því getur hlotist.&#160;&#160;</p> <p>Áhersla evrópsku vinnuverndarvikunnar er á þessa þætti og hefur Vinnueftirlitið sett upp metnaðarfulla dagskrá í tilefni hennar. Áhersla er lögð á heimsóknir í fyrirtæki þar sem þessi mál eru kynnt stjórnendum og fulltrúum starfsmanna auk ýmissa annarra leiða til að koma á framfæri fræðslu og upplýsingum um örugga viðhaldsvinnu. Vinnueftirlitið vekur einnig athygli á því sem vel er gert með því að veita viðurkenningu þeim fyrirtækjum sem skarað hafa fram úr á þessu sviði.</p> <p>Frá því að lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum voru sett hér á landi og tóku gildi árið 1981 hefur verið lyft grettistaki á sviði vinnuverndar. Vinnuvernd er forvarnarstarf sem fæstir leiða hugann að dags daglega þegar lífið gengur sinn vanagang. Þau slys sem tekst að fyrirbyggja með öflugu vinnuverndarstarfi vekja skiljanlega enga athygli og komast ekki í fréttir. Það er hins vegar mikilvægt að atvinnurekendur eigi reglulegt og gott samstarf við Vinnueftirlitið, sæki þangað ráðgjöf og leiðbeiningar eftir þörfum, hlíti fyrirmælum stofnunarinnar og sýni jafnframt frumkvæði í því að auka öryggi á vinnustað. Í þessum málum gildir að engar fréttir eru góðar fréttir.</p> <p><em>Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra</em></p> <p>&#160;</p> <p>&#160;</p> <p>&#160;</p>

2011-10-23 00:00:0023. október 2011Launajafnrétti kynjanna – barátta í hálfa öld

<p>&#160;</p> <p><strong>Grein Guðbjarts Hannessonar um launajafnrétti kynja.<br /> Birt í Fréttablaðinu 22. október 2011</strong></p> <hr id="null" /> <p>Barátta fyrir launajafnrétti kynjanna á sér langa sögu, oft þyrnum stráða. Ég fer þó ekki lengra aftur í tímann en hálfa öld, til að rifja upp þegar Alþingi samþykkti árið 1961 lög um launajöfnuð kvenna og karla. Laun kvenna skyldu hækka í áföngum til jafns við laun karla fyrir sömu störf í almennri verkakvennavinnu, verksmiðjuvinnu og verslunar- og skrifstofuvinnu, fyrst með hækkun um 1/6 hluta launamismunarins og síðan árlega þar til fullum launajöfnuði væri náð árið 1967.</p> <p>Frumvarpshöfundar voru ómyrkir í máli og skrifuðu í greinargerð að barátta fyrir launajafnrétti kynja væri barátta fyrir fullkomlega jöfnum mannréttindum: „<em>Þegar endanlegur sigur hefur unnizt í þessari baráttu, er jafnréttisbaráttunni lokið, því að á öðrum sviðum mannréttinda hafa konur fyrir löngu öðlazt sama rétt og karlar.</em>“&#160;</p> <p>Óhætt er að segja að sínum augum lítur hver silfrið. Í greinargerðinni var vísað til fullgildingar Íslands á jafnlaunasamþykkt Alþjóðavinnumálastofnunarinnar sem fól í sér regluna um jöfn laun karla og kvenna fyrir <strong>jafnverðmæt</strong> störf. Var þetta sagt allt of flókið því sífellt þyrfti að leggja mat á verðmæti margbreytilegra starfa karla og kvenna og um það myndu eflaust rísa deilur: „<em>Þetta frumvarp grundvallast því á reglunni um sömu laun fyrir sams konar störf<strong>,</strong> en hafnar að leysa málið á hinum flókna og ófullnægjandi grundvelli reglunnar um sömu laun karla og kvenna fyrir jafnverðmæt störf</em>.“&#160;&#160;</p> <p>Með setningu jafnréttislaga 1976 var loks kveðið á um sömu laun og sömu kjör kvenna og karla fyrir <strong>jafnverðmæt</strong> <strong>og sambærileg</strong> störf. Samt er launamisrétti enn staðreynd. <span>&#160;</span>Nýleg könnun VR sýnir 15,3% mun á heildarlaunum karla og kvenna og kynbundinn launamun sem nemur 10,6%, þ.e. sá munur sem ekki á sér aðra skýringu en kynferði launamanns. Könnun SFR árið 2011 sýnir að heildarlaun kvenna í fullu starfi eru 24% lægri en hjá körlum og kynbundinn launamunur í félaginu mælist 13,2%.&#160;</p> <h3>Margt býr í þokunni</h3> <p>Það er almennt viðurkennt að launajafnrétti kynja sé eitt brýnasta jafnréttismál samfélagsins. Lagalegri fyrirstöðu hefur fyrir löngu verið útrýmt en augljóslega þarf margt fleira að koma til. Viðhorf skipta miklu máli um árangur, jafnt viðhorf karla og kvenna. Viðhorfum er erfitt að breyta en hægt er að styðja við og flýta fyrir viðhorfsbreytingum með ýmsum aðgerðum.</p> <p>Miklu skiptir að varpa ljósi á misréttið sem er fyrir hendi með reglulegri upplýsingagjöf. Þetta er gert varðandi kynbundinn launamun, hlutföll kynja í nefndum, ráðum, stjórnum og stjórnunarstöðum, þátttöku kynja í stjórnmálum o.fl.</p> <p>Hægt er að beita stjórnvaldsaðgerðum þar sem augljóst er að annað kynið ber skarðan hlut frá borði. Þetta hefur til dæmis verið gert með lagasetningu um hlutfall kynja í nefndum, ráðum og stjórnum hins opinbera og nýlegri löggjöf um kynjahlutföll í stjórnum hlutafélaga.</p> <p>Launaákvarðanir þurfa að vera réttlátar, gegnsæjar og málefnalegar. Með nýjum jafnréttislögum árið 2008 var lögfest ákvæði um að starfsfólki sé alltaf heimilt að skýra frá launakjörum sínum ef það kýs svo. Þar með er launagreiðendum óheimilt að gera ráðningarsamninga sem kveða á um launaleynd. Þetta skiptir máli, því margt býr í þokunni og þar hefur kynbundinn launamunur þrifist vel í gegnum tíðina.</p> <p>Ráðherranefnd um jafnrétti kynja hefur lýst áhyggjum sínum af því hve treglega gengur að vinna bug á launamun kynja. Nefndin samþykkti því fyrir skömmu að gerð verði áætlun með tímasettum aðgerðum til að draga úr launamisrétti kynja og á hún að liggja fyrir um næstu áramót. Framkvæmdanefnd hefur verið falið að vinna verkið undir formennsku velferðarráðuneytisins ásamt fulltrúum forsætis-, fjármála- og innanríkisráðuneytis og Jafnréttisstofu. Eðli málsins samkvæmt ber henni að hafa samráð við aðila vinnumarkaðarins auk þess sem henni er heimilt að kalla sérfræðinga til aðstoðar eftir þörfum.&#160;</p> <h3>Við náum árangri</h3> <p>Jafnréttisbaráttunni verður seint lokið að fullu, þrátt fyrir bjartsýni þeirra sem settu lögin um launajöfnuð árið 1961. Okkur miðar þó áfram, hægt en örugglega. Fjölmargir þættir vinna saman, hvort sem litið er til menntunar kvenna, aukinnar þátttöku þeirra í stjórnmálum, atvinnulífi og ýmsum áhrifastöðum í samfélaginu. Með einbeittum vilja stjórnvalda og virkri&#160; þátttöku aðila vinnumarkaðarins jafnt sem almennings náum við árangri þar sem jafnrétti kynjanna á öllum sviðum samfélagsins verður körlum og konum eðlilegt og sjálfsagt, jafnt í fjölskyldulífi, atvinnulífi sem öllum öðrum sviðum mannlífsins.&#160;</p> <p><em>Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra</em></p> <p>&#160;</p> <p>&#160;</p> <p>&#160;</p>

2011-10-22 00:00:0022. október 2011Aðalfundur Öryrkjabandalags Íslands 2011

<p><strong>Ávarp Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra<br /> Aðalfundur Öryrkjabandalags Íslands<br /> 22. október 2011</strong></p> <hr id="null" /> <p>Góðir gestir.</p> <p>Þakka ykkur fyrir að bjóða mér til aðalfundar ykkar. Það er gott og nauðsynlegt fyrir mig að hitta ykkur hér. Öryrkjabandalagið er gríðarstórt félag, heildarsamtök fatlaðs fólks og tvímælalaust sterkt og mikilvægt afl í samfélaginu.</p> <p>Ég veit að ykkur brennur margt á hjarta og mörg málefni sem eru ykkur ofarlega í huga, ekki síður en mér.</p> <p>Síðustu ár hafa verið mörgum erfið í samfélaginu margra hluta vegna. Margir hafa barist í bökkum fjárhagslega og átt erfitt með að ná endum saman. Kjaramál almennings hafa verið áberandi í umræðunni, einkum þeirra sem þurfa að mestu eða öllu leyti að treysta á velferðarkerfið um afkomu sína, hvort sem það er í gegnum bætur almannatrygginga eða atvinnuleysisbætur eins og því miður hefur orðið hlutskipti margra vegna erfiðs atvinnuástands.</p> <p>Ég ætla ekki að fegra stöðu mála eða segja fólki sem hefur áhyggjur af afkomu sinni að það hafi það gott. Aftur á móti vil ég koma því á framfæri að ríkisstjórnin hefur staðið við það að verja stöðu þeirra tekjulægstu, þar með talinna lífeyrisþega. Ég ætla að nefna dæmi þessi til staðfestingar.</p> <p>Um mitt ár 2007 voru lágmarksbætur lífeyrisþega rúmar 126.000 krónur. Síðar var sett reglugerð um lágmarksframfærslutryggingu sem hefur gagnast verulega þeim sem engar tekjur hafa aðrar en bætur. Í ársbyrjun 2012 verða lágmarksbætur lífeyrisþega komnar í 203.000 krónur vegna árlegra vísitöluhækkana og hækkana sem ákveðnar voru samhliða kjarasamningum síðastliðið vor. Alls hafa þar með lágmarksbætur lífeyrisþega hækkað um 61% frá árinu 2007.</p> <p>Ef horft er til útgjalda almannatrygginga sem hlutfalls af tekjum ríkissjóðs frá árinu 2006 kemur í ljós að hlutfallið hefur hækkað ár frá ári, úr 9,5% árið 2006 í 13,1% árið 2012 miðað við fyrirliggjandi fjárlagafrumvarp.</p> <p><span>Mikilvægt mál var lögfest á Alþingi nú í haust þegar samþykkt voru lög sem koma í veg fyrir gagnkvæmar skerðingar örorkulífeyris úr lífeyrissjóðum og örorkulífeyris frá almannatryggingum.</span> <span>Með lagabreytingunni er eytt þeirri víxlverkun sem verið hefur um árabil í samspili þessara tveggja meginstoða almannatryggingakerfisins og örorkulífeyrisþegar munu nú sjálfir njóta að fullu þeirra hækkana sem verða á greiðslum almannatrygginga eða örorkulífeyri lífeyrissjóðanna.<strong>&#160;</strong></span></p> <p>Í þrengingum okkar frá hruni hafa stjórnvöld alltaf lagt áherslu á að útfærslur aðhaldsaðgerða og niðurskurðar útgjalda hins opinbera bitni sem allra minns á hag heimilanna og velferðarþjónustu, einkum í félags- og heilbrigðismálum og að félagslegt öryggi allra sé tryggt. Grunnþjónustan hefur verið varin eins og kostur er og þau verkefni sem samstaða er um að ríkið sinni í þágu samfélagsins.</p> <p>Það hefur líka sýnt sig að aðgerðir stjórnvalda í skattamálum og þær breytingar sem gerðar hafa verið á skattkerfinu hafa dregið úr álögum á þá tekjulægstu en fært skattbyrðina í auknum mæli á herðar þeim sem hærri tekjur hafa.</p> <p>En það er fleira sem hefur áhrif á afkomu fólks en bótafjárhæðir. Sérstakar vaxtabætur voru teknar upp sem hafa hjálpað verulega þeim sem búa við þunga greiðslubyrði húsnæðislána. Húsnæðismál almennt eru til skoðunar og vinnslu í velferðarráðuneytinu. Það er vilji til þess að skapa aðstæður sem gera leigumarkaðinn að raunverulegum valkosti fólks í húsnæðismálum og sömuleiðis að skapa jafnræði varðandi bætur hvort sem fólk er í eigin húsnæði eða á leigumarkaði. Þannig er stefnt að því að taka upp húsnæðisbætur í stað vaxtabóta og húsaleigubóta.</p> <p>Vinna við endurskoðun almannatryggingakerfisins er komin vel á veg í velferðarráðuneytinu. Verkið er í höndum starfshóps sem ég skipaði í vor og er honum ætlað að skila drögum að frumvarpi að nýjum lögum um lífeyristryggingar fyrir árslok. Áður en hópurinn var skipaður hafði farið fram ítarleg greining á almannatryggingakerfinu sem hópurinn hefur nýtt sér og mótaður rammi um helstu efnisþætti þess frumvarps sem unnið er að. Þar er gert ráð fyrir að nánar verði kveðið á um elli- og örorkulífeyri almannatrygginga, sérstakar greiðslur til að mæta þörfum eða útgjöldum í ákveðnum tilvikum eða til varnar fátækt og um stuðning við barnafjölskyldur.</p> <p>Áhersla er lögð á að í nýrri löggjöf verði kveðið skýrt á um markmið og tilgang tryggingakerfisins, um réttindi og skyldur hinna tryggðu, málsmeðferð, stjórnsýslu og kæruleiðir. Einnig verði uppbygging laganna gerð skýrari, löggjöfin einfölduð og framsetningu breytt frá því sem nú er. Gengið er út frá því að sett verði sérlög um slysatryggingar sem nú er kveðið á um í almannatryggingalögunum.</p> <p>Ég vil einnig geta hér um þær breytingar sem fyrirhugaðar eru á greiðsluþátttöku sjúkratrygginga í lyfjakostnaði. Meginmarkmiðið er að auka jöfnuð sjúklinga og draga úr heildarútgjöldum þeirra sem mest þurfa á lyfjum að halda. Frumvarp um málið var lagt fram á síðasta þingi og var það tekið til umfjöllunar í félags- og trygginganefnd. Ýmsar athugasemdir og ábendingar komu fram hjá umsagnaraðilum sem nauðsynlegt þótti að fara betur yfir. Ég mun á næstunni leggja frumvarpið aftur fram á Alþingi en á því hafa verið gerðar nokkrar breytingar þar sem komið er til móts við athugasemdir eftir því sem efni þóttu standa til.</p> <p>Ég vonast til þess að þetta frumvarp fái brautargengi og að góð sátt náist um efni þess í samfélaginu. Þetta er stórt mál og þetta er mikið réttlætismál þar sem fyrirhugaðar breytingar munu fela í sér verulega kjarabót fyrir fjölda fólks sem nú glímir við há útgjöld vegna lyfjakostnaðar. Breytingin mun auka jöfnuð og styðja betur við bakið á þeim sem nú bera mest útgjöld vegna heilsufarsvanda. Kostnaður þeirra sem nota hvað minnst af lyfjum eykst þar sem þeir greiða lyf sín að fullu þar til heildarútgjöld þeirra á tólf mánaða tímabili hafa náð ákveðnu hámarki. Aftur á móti lækkar kostnaður þeirra sem nú greiða mest og þar getur verið um háar fjárhæðir að ræða.</p> <p>Ég er sannfærður um að fólk muni fljótt sjá að þetta kerfi er bæði einfaldara og réttlátara en það sem við búum við núna, af því að það mismunar ekki sjúklingum eftir því hvers eðlils veikindi þeirra eru og af því að það er byggt upp til þess að draga úr kostnaði hjá þeim sem mest þurfa á lyfjum að halda vegna veikinda sinna. Sambærilegar breytingar tel ég nauðsynlegt að gera varðandi greiðsluþátttöku fólks fyrir þjónustu í heilbrigðiskerfinu öllu, einfaldlega af því að gildandi kerfi styður ekki nógu vel við bakið á þeim sem helst þurfa á því að halda.</p> <p>Góðir gestir.</p> <p>Ég get ekki látið undir höfuð leggjast að minnast á það stóra mál sem varð að veruleika um síðustu áramót með tilfærslu ábyrgðar á þjónustu við fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga.</p> <p>Þetta er gríðarstórt mál sem lengi hefur verið í undirbúningi. Flutningurinn um áramótin tókst vel en samhliða honum var ákveðið að ráðast í mörg og mikilvæg verkefni sem snúa að bættri stöðu fatlaðs fólks, ekki síst á sviði réttindamála. Við lagabreytingar vegna tilfærslunnar voru lögfest bráðabirðaákvæði þar sem meðal annars var kveðið á um að velferðarráðherra skuli leggja fyrir Alþingi tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks þar sem sett verði fram stefna í málaflokknum, skýr forgangsröðun verkefna, markviss aðgerðaáætlun og skilgreindir árangursmælikvarðar. Var jafnframt kveðið á um að þar skuli tímasetja aðgerðir vegna lögfestingar samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, vegna aðgengismála, biðlista eftir þjónustu, atvinnumála fatlaðs fólks og samræmds mats á þjónustu.</p> <p>Vinna við gerð þessarar framkvæmdaáætlunar stendur nú sem hæst í velferðarráðuneytinu.</p> <p>Lagabreytingin um síðustu áramót fól einnig í sér fjórtán önnur stór verkefni sem hrinda þarf í framkvæmd á þessu ári eða ljúka að fullu. Ég ætla að nefna þau helstu hér á eftir:</p> <ul> <li>Settar hafa verið tvær reglugerðir, annars vegar um þjónustu við fatlað fólk á heimilum þess og hins vegar reglugerð um trúnaðarmenn sem voru skipaðir síðsumars sem eru átta talsins og starfa um allt land.</li> <li>Alþingi samþykkti í vor ný og mikilvæg lög um réttindagæslu fyrir fatlað fólk.</li> <li>Nú er á lokastigi í velferðarráðuneytinu gerð frumvarps um aðgerðir gegn beitingu nauðungar við fatlað fólk og er stefnt að því að leggja það fram á Alþingi á næstu vikum.</li> <li>Að störfum er starfshópur um framtíðarskipulag atvinnumála fatlaðs fólks og er stefnt að því að sá hópur ljúki störfum fyrir næstu áramót.</li> <li>Lokið hefur verið við gerð þriggja svokallaðra leiðbeinandi reglna sem ráðherra er heimilt að setja, í fyrsta lagi reglur um stuðningsfjölskyldur, í öðru lagi reglur vegna náms- og tækjakaupa og loks reglur um ferðaþjónustu. Þessar reglur eru nú í umsagnarferli en vonandi fæ ég þær til staðfestingar fljótlega.</li> <li>Verkefnisstjórn um notendastýrða persónulega aðstoð hefur verið að störfum frá því í maí á þessu ári og stefnir að því að leggja fram stöðuskýrslu í næsta mánuði ásamt leiðbeiningum til sveitarfélaga um meðferð umsókna um þessa þjónustu.</li> <li>Fulltrúar fimm ráðuneyta hafa unnið að verkefnum sem tengjast fullgildingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og er áætlað að þeirri vinnu ljúki næsta vor.</li> <li>Ég nefni einnig hér vinnu við svokallað SIS-kerfi um mat á þjónustuþörf fatlaðs fólks. Í því felst að gera vandað mat á þörfum fatlaðs fólks fyrir stuðning og þjónustu og ég tel ótvírætt að SIS-matskerfið muni verða mikilvægur liður í gæðastjórnun þjónustu við fatlað fólk samhliða margvíslegum öðrum ávinningi af kerfinu.</li> </ul> <p>Ágætu tilheyrendur.</p> <p>Ég hef stiklað á stóru og langt í frá náð að fjalla um öll þau mál sem gott væri að ræða við ykkur sem hér sitjið. Ég legg mikla áherslu á samráð og samstarf við öll þau félög sem vinna að hagsmunamálum fatlaðra og tel mikinn styrk í því að geta sem oftast rætt við þau ykkar sem eruð í forystunni fyrir brýnum hagsmunamálum lífeyrisþega, öryrkja og fatlaðs fólks.</p> <p>Auðvitað erum við ekki alltaf sammála um alla hluti og eins verður að segjast sem er að sú staða getur verið mjög erfitt að fara með stjórn velferðarmála þar sem viljinn stendur til aðgerða og úrbóta en stakkurinn til útgjalda er þröngt skorin og krafan snýst um aðhald í ríksfjármálum. Ég er hins vegar þakklátur góðu samstarfi við Öryrkjabandalag Íslands og þau fjölmörgu aðildarfélög bandalagsins sem ég hef átt samskipti við. Þið eruð sá vinur sem til vamms segir, veitið stjórnvöldum aðhald og eruð virkir og mikilvægir þátttakendur í umræðum um velferðarmál sem eru þegar allt kemur til alls einhver brýnustu málefni samfélagsins.&#160;</p> <p>- - - - - - - - - - - - -<br /> (Talað orð gildir)</p>

2011-10-21 00:00:0021. október 2011Landsþing Þroskahjálpar 2011

<p><strong>Ávarp Guðbjarts Hannessonar við setningu landsþings Þroskahjálpar 2011.<br /> 21. október 2011</strong></p> <hr id="null" /> <p>Ágætu gestir og fullrúar á landsþingi Þroskahjálpar.</p> <p>Að breyta fjalli er heiti á þekktri bók eftir Stefán Jónsson sem kom út árið 1987 og segir frá bernskuminningum hans á Djúpavogi um 1930. Þetta er merkilegur titill og tilurð hans skýrist við lesturinn í magnaðri frásögn Stefáns af fjallgöngu með föður sínum á Búlandstind. Sú ganga reynist aldeilis ekki auðveld en upp komast þó báðir tveir. Ég ætla hins vegar ekki að taka ánægjuna af þeim sem ekki hafa lesið bókina um það hvað felst í því að breyta fjalli, eins og faðir Stefáns vissulega gerði.</p> <p>Fjallgöngur reyna á og það er vissulega ekkert áhlaupaverk að breyta fjalli. En svo er sagt að trúin flytji fjöll og í því er fólginn mikill sannleikur.</p> <p>Ég segi þetta vegna þess hve ríkur þáttur í starfi Þroskahjálpar í gegnum tíðina hefur verið að fást við viðhorf í samfélaginu gagnvart fötlun og fötluðu fólki, að auka sýnileika og breyta ímynd, líkt og fjallað verður um á ráðstefnu Þroskahjálpar á morgun.&#160;Rétt eins og að breyta fjalli er hægara sagt en gert að breyta viðhorfum. Í þessum efnum hefur Þroskahjálp hins vegar orðið mikið ágengt með starfi sínu og án efa átt stóran þátt í þeim breytingum hvað þetta varðar sem orðið hafa í samfélaginu á liðnum áratugum. Þetta krefst þrotlausrar vinnu, en dropinn holar steininn, það höfum við séð.</p> <p><span>Af einstökum verkefnum langar mig að nefna sérstaklega verkefnið</span> <span>„</span><span>List án landamæra“ sem hefur vaxið og dafnað ár frá ári og fengið afar miklar og góðar viðtökur. Eins þóttu mér sjónvarpsþættirnir „Með okkar augum“ einstaklega vel heppnaðir og vona að sem flestir hafi séð þá.</span></p> <p>Þroskahjálp hefur ekki aðeins unnið mikilvægt starf í því að breyta viðhorfum. Félagið hefur einnig verið brautryðjandi í innleiðingu nýjunga og veitt stjórnvöldum mikilvægt aðhald og innblástur.</p> <p>Um síðustu áramót urðu mikil tímamót þegar ábyrgð á þjónustu við fatlað fólk var flutt frá ríki til sveitarfélaga. Þessi tilfærsla á sér langan aðdraganda, því söguna má rekja allt aftur til ársins 1992 þegar Landssamtökin Þroskahjálp gerðu um þetta samþykkt á landsþingi sínu og síðan kom fram fyrsta ályktun Sambands íslenskra sveitarfélaga um yfirtöku á málefnum fatlaðra, á landsþingi sambandsins haustið 1994.</p> <p>Yfirfærslan um áramótin gekk vel en samhliða henni var tekin ákvörðun um framkvæmd margvíslegra verkefna sem tengjast málaflokknum og var kveðið á um þau með bráðabirgðaákvæðum í tengslum við lagabreytingar vegna flutningsins.</p> <p>Með breytingu á lögum um málefni fatlaðra um síðustu áramót – sem við endurskoðun laganna fengu heitið lög um málefni fatlaðs fólks – var meðal annars kveðið á um að velferðarráðherra skuli leggja fyrir Alþingi tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks þar sem sett verði fram stefna í málaflokknum, skýr forgangsröðun verkefna, markiss aðgerðaáætlun og skilgreindir árangursmælikvarðar. Var jafnframt kveðið á um að þar skuli tímasetja aðgerðir vegna lögfestingar samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, vegna aðgengismála, biðlista eftir þjónustu, atvinnumála fatlaðs fólks og samræmds mats á þjónustu.</p> <p>Vinna við gerð þessarar framkvæmdaáætlunar stendur nú sem hæst í velferðarráðuneytinu.</p> <p>Lagabreytingin um síðustu áramót fól einnig í sér fjórtán önnur stór verkefni sem hrinda þarf í framkvæmd á þessu ári eða ljúka að fullu. Ég ætla að nefna þau helstu hér á eftir:</p> <ul> <li>Settar hafa verið tvær reglugerðir, annars vegar um þjónustu við fatlað fólk á heimilum þess og reglugerð um trúnaðarmenn sem voru skipaðir síðsumars og eru átta talsins og starfa um allt land.</li> <li>Alþingi samþykkti í vor ný og mikilvæg lög um réttindagæslu fyrir fatlað fólk.</li> <li>Nú er á lokastigi í velferðarráðuneytinu gerð frumvarps um aðgerðir gegn beitingu nauðungar við fatlað fólk og er stefnt að því að leggja það fram á Alþingi á næstu vikum.</li> <li>Að störfum er starfshópur um framtíðarskipulag atvinnumála fatlaðs fólks og er stefnt að því að sá hópur ljúki störfum fyrir næstu áramót.</li> <li>Lokið hefur verið við gerð þriggja svokallaðra leiðbeinandi reglna sem ráðherra er heimilt að setja, í fyrsta lagi reglur um stuðningsfjölskyldur, í öðru lagi reglur vegna náms- og tækjakaupa og loks reglur um ferðaþjónustu. Þessar reglur eru nú í umsagnarferli en vonandi fæ ég þær til staðfestingar fljótlega.</li> <li>Verkefnisstjórn um notendastýrða persónulega aðstoð hefur verið að störfum frá því í maí á þessu ári og stefnir að því að leggja fram stöðuskýrslu í næsta mánuði ásamt leiðbeiningum til sveitarfélaga um meðferð umsókna um þessa þjónustu.</li> <li>Fulltrúar fimm ráðuneyta hafa unnið að verkefnum sem tengjast fullgildingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og er áætlað að þeirri vinnu ljúki næsta vor.&#160;</li> <li>Ég nefni einnig hér vinnu við svokallað SIS-kerfi vegna mats á þjónustuþörf fatlaðs fólks. Í því felst að gera vandað mat á þörfum fatlaðs fólks fyrir stuðning og þjónustu og ég tel ótvírætt að SIS-matskerfið muni verða mikilvægur liður í gæðastjórnun þjónustu við fatlað fólk samhliða margvíslegum öðrum ávinningi af kerfinu.</li> </ul> <p>Að lokum minni ég á opna ráðstefnu um aðstæður fatlaðs fólks, aðbúnað, þjónustu, viðhorf, líðan og sjálfræði sem haldin verður í Hörpu 26. október næstkomandi. Þar verða kynntar niðurstöður viðamikillar rannsóknar sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands vann fyrir velferðarráðuneytið í því skyni að afla upplýsinga um stöðu málefna fatlaðs fólks svo unnt sé að meta faglegan ávinning af flutningi hans frá ríki til sveitarfélaga. Ég hvet ykkur öll til að mæta.</p> <p>Góðir gestir.</p> <p>Ég ætla ekki að hafa þessi orð fleiri en óska ykkur góðs þings og áhugaverðrar ráðstefnu á morgun.</p> <p>- - - - - - - - - - - - -<br /> (Talað orð gildir)</p>

2011-10-21 00:00:0021. október 2011Fjölskyldan og barnið 2011

<p><strong>Ráðstefna kvenna- og barnasviðs Landspítala um fjölskylduna og barnið.<br /> Haldin í Hörpu, 21.10.2011<br /> </strong><strong>Setningarávarp Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra</strong></p> <hr id="null" /> <p>Góðir ráðstefnugestir.</p> <p>Það er mér sönn ánægja að fá tækifæri til að segja nokkur orð við upphaf ráðstefnunnar Fjölskyldan og barnið 2011.</p> <p>Hér mætist þekking og sýn fólks úr ýmsum fagstéttum velferðarþjónustunnar sem starfar á mismunandi vettvangi en á það sameiginlegt að koma að málefnum barna og fjölskyldna á einn eða annan hátt.</p> <p>Ég tel mig geta fullyrt að fólk tekst vart á herðar vandasamara verkefni en að fæða í heiminn barn og ala það upp þar til það er fært um að standa á eigin fótum og takast á við lífið og tilveruna með öllu sem því fylgir. Þetta er langur vegur og verkefnin á leiðinni margbreytileg í gegnum ólík þroskaskeið sem hvert og eitt krefst mikils af foreldrunum, jafnvel þótt barnið sé heilbrigt og ekkert stórvægilegt beri út af.</p> <p>Fjölskylda er heild sem þýðir að aðstæður og líðan hvers og eins hafa áhrif á hina fjölskyldumeðlimina. Í þessu sambandi má vísa til skilgreiningar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar á heilbrigði sem er: <em>fullkomin líkamleg, andleg og félagsleg velferð en ekki einungis firrð sjúkdóma og vanheilinda.</em></p> <p>Umfjöllunarefni þessarar ráðstefnu varpa ljósi á samspil þessara þátta og gefa glögga mynd af því á hve margt getur reynt í uppvexti barns og að hve mörgu er að hyggja. Þörfin fyrir sérhæft og vel menntað starfsfólk velferðarkerfisins er augljós og mikilvægi þverfaglegs samstarfs sömuleiðis.</p> <p>Á liðnum árum hefur þekking fólks á áhrifum efnahagslegra og félagslegra aðstæðna á heilbrigði aukist og nú er raunar litið svo á að félagslegur ójöfnuður sé ein helsta áskorun þjóða í lýðheilsumálum og eru Evrópuþjóðir þar ekki undanskildar. Þetta er ein ástæða þess að víða hefur verið ráðist í gerð yfirgripsmikilla áætlana sem krefjast þverfaglegs samstarfs á mörgum sviðum þjóðfélagsins svo unnt sé að draga úr ójöfnuði.</p> <p>Árið 1991 samþykktu íslensk stjórnvöld heilbrigðisáætlun í fyrsta sinn hér á landi og gilti hún til ársins 2001. Síðan þá hefur áætlanagerð og stefnumótun í heilbrigðismálum fest sig æ betur í sessi og skilningur fyrir mikilvægi þess að stjórnvöld hafi stefnu og skýra sýn í þessum viðamikla málaflokki farið vaxandi.</p> <p>Í velferðarráðuneytinu er nú unnið að gerð nýrrar heilbrigðisáætlunar til ársins 2020 sem stefnt er að því að leggja fyrir Alþingi í vor. Ég hef lagt áherslu á að breikka svið hennar enn frekar frá því sem verið hefur, með áherslu á að áætlunin taki til heilbrigðismála í víðum skilningi og félagslegum þáttum verði því gert hærra undir höfði en áður.</p> <p>Í fyrirliggjandi drögum eru skilgreindir áhersluþættir í lýðheilsumálum þar sem þeir helstu eru: <u>jöfnuður í heilsu og lífsgæðum</u> – <u>lífsstílstengdir áhrifaþættir</u> – <u>geðheilbrigði</u> – <u>sóttvarnir</u> – <u>langvinnir sjúkdómar</u> – <u>kynheilbrigði</u> og <u>varnir gegn ofbeldi og slysum</u>.</p> <p>Í áætluninni verður sérstaklega fjallað um málefni barna og fjölskyldna, auk umfjöllunar um ýmsa sértæka þætti velferðarþjónustu sem varða alla aldurshópa. Ég vil einnig geta hér nýtúkominnar skýrslu ráðuneytisins um bætta heilbrigðisþjónustu og heilbrigði ungs fólks á aldrinum 14–23 ára. Skýrslan var unnin í því ljósi að huga þurfi sérstaklega að þessu æviskeiði til að tryggja ungmennum góða, aðgengilega og samfellda heilbrigðisþjónustu, jafnframt því að vera vakandi fyrir áhættuþáttum og áhættuhópum með áherslu á forvarnir. Á þessum aldri mótast lífsstíll fólks fyrir ævina. Því skiptir miklu að hafa áhrif á þætti sem geta dregið úr slysum og lífsstílstengdum sjúkdómum eins og offitu, sykursýki og hjartasjúkdómum síðar á ævinni, auk þess sem huga þarf að misnotkun áfengis og annarra vímuefna, kynferðislegri misnotkun, kynheilbrigði og kynsjúkdómum.</p> <p>Góðir gestir.</p> <p>Framundan er áhugaverð dagskrá. Ég þakka kvenna- og barnasviði Landspítalans fyrir að standa fyrir þessari ráðstefnu sem án efa mun reynast mikilvægt innlegg í umfjöllun um velferð barna og fjölskyldna og bætt heilbrigði í víðum skilningi. Með þeim orðum og ósk um árangursríkan og fróðlegan dag set ég ráðstefnuna.</p> <p>- - - - - - - - - - - -<br /> (Talað orð gildir)</p>

2011-10-21 00:00:0021. október 2011Málþing - TAIEX um stefnumótun og stefnuvinnu í málefnum fatlaðs fólks

<p>Distinguished guests.</p> <p><span>It is a pleasure to have you</span> <span>here today and we all look forward to hear from your experience in strategic planning and promoting policies and programs for and with disabled persons in the UK, Spain and Northern Ireland.</span></p> <p>Góðir gestir, verið öll velkomin á þetta málþing um stefnumótun og stefnuvinnu í málefnum fatlaðs fólks sem er liður í undirbúningi samningaviðræðna Íslands og Evrópusambandsins. Þingið er haldið á grundvelli TAIEX sem stendur fyrir Technical Assistance and Information Exchange Instrument sem felur í sér tæknilega aðstoð við umsóknarríki að Evrópusambandinu og á að undirbúa þau fyrir þær skuldbindingar sem hugsanleg aðild að sambandinu felur í sér.</p> <p>Það er framkvæmdastjórn Evrópusambandsins í samvinnu við velferðarráðuneytið sem stendur að málþinginu en markmiðið er að auðvelda starfsfólki ríkis og sveitarfélaga að tileinka sér nýja starfshætti og sinna skyldum sínum á sem árangursríkastan hátt.</p> <p>Fyrirlesararnir sem hingað eru komnir munu segja frá reynslu af verkefnum sem þeir hafa komið að í sínum heimalöndum í tengslum við Evrópusambandið. Þeir hafa án efa margs að miðla og þetta gefur okkur færi á að máta okkur við það sem vel er gert annars staðar og orðið okkur sjálfum hvatning í okkar vinnu og til þess að gera enn betur. Það er von mín að sá stuðningur sem felst í TAIEX geti stuðlað að því:</p> <ul> <li>að auka samhæfingu þjónustu við fatlaða og gera hana skilvirkari,</li> <li>að veita íslenskum stjórnvöldum kost á því að draga lærdóm af aðferðafræði annarra Evrópuþjóða við gerð framkvæmdaáætlana þegar mótuð er þjónusta við fatlað fólk til framtíðar,</li> <li>að kveikja nýjar hugmyndir við áætlanagerð og þróun þjónustu við fatlað fólk,</li> <li>að þróa aðferðir við samráð og samvinnu við hagsmunaaðila</li> <li>og síðast en ekki síst að tengja samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks við þær framkvæmdaáætlanir sem unnið er að.</li> </ul> <p>Áður en ég set málþingið ætla ég að fara nokkrum orðum um þau verkefni sem hæst ber í málefnum fatlaðs fólks&#160;nú um stundir. Verkefnin eru mörg og viðamikil og tengjast flest á einhvern hátt þeim tímamótum sem urðu um síðustu áramót með flutningi málefna fatlaðs fólks frá ríki til sveitarfélaga.</p> <p>Með breytingu á lögum um málefni fatlaðra um síðustu áramót, sem við endurskoðun laganna fengu heitið lög um málefni fatlaðs fólks, var meðal annars kveðið á um að velferðarráðherra skuli leggja fyrir Alþingi tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks þar sem sett verði fram stefna í málaflokknum, skýr forgangsröðun verkefna, markviss aðgerðaáætlun og skilgreindir árangursmælikvarðar. Var jafnframt kveðið á um að þar skuli tímasetja aðgerðir vegna lögfestingar samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, vegna aðgengismála, biðlista eftir þjónustu, atvinnumála fatlaðs fólks og samræmds mats á þjónustu.</p> <p>Vinna við gerð þessarar framkvæmdaáætlunar stendur nú sem hæst í velferðarráðuneytinu.</p> <p>Lagabreytingin um síðustu áramót fól einnig í sér fjórtán önnur stór verkefni sem hrinda þarf í framkvæmd á þessu ári eða ljúka að fullu. Ég ætla að nefna þau helstu hér á eftir:</p> <ul> <li>Settar hafa verið tvær reglugerðir, annars vegar um þjónustu við fatlað fólk á heimilum þess og hins vegar reglugerð um trúnaðarmenn sem voru skipaðir síðsumars sem eru átta talsins og starfa um allt land.</li> <li>Alþingi samþykkti í vor ný og mikilvæg lög um réttindagæslu fyrir fatlað fólk.</li> <li>Nú er á lokastigi í velferðarráðuneytinu gerð frumvarps um aðgerðir gegn beitingu nauðungar við fatlað fólk og er stefnt að því að leggja það fram á Alþingi á næstu vikum.</li> <li>Að störfum er starfshópur um framtíðarskipulag atvinnumála fatlaðs fólks og er stefnt að því að sá hópur ljúki störfum fyrir næstu áramót.</li> <li>Lokið hefur verið við gerð þriggja svokallaðra leiðbeinandi reglna sem ráðherra er heimilt að setja, í fyrsta lagi reglur um stuðningsfjölskyldur, í öðru lagi reglur vegna náms- og tækjakaupa og loks reglur um ferðaþjónustu. Þessar reglur eru nú í umsagnarferli en vonandi fæ ég þær til staðfestingar fljótlega.</li> <li>Verkefnisstjórn um notendastýrða persónulega aðstoð hefur verið að störfum frá því í maí á þessu ári og stefnir að því að leggja fram stöðuskýrslu í næsta mánuði ásamt leiðbeiningum til sveitarfélaga um meðferð umsókna um þessa þjónustu.</li> <li>Fulltrúar fimm ráðuneyta hafa unnið að verkefnum sem tengjast fullgildingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og er áætlað að þeirri vinnu ljúki næsta vor.</li> </ul> <p>Ég nefni einnig hér vinnu við svokallað SIS-mat á þjónustuþörf fatlaðs fólks. Í því felst að gera vandað mat á þörfum fatlaðs fólks fyrir stuðning og þjónustu og ég tel ótvírætt að SIS-matskerfið muni verða mikilvægur liður í gæðastjórnun þjónustu við fatlað fólk samhliða margvíslegum öðrum ávinningi af kerfinu.</p> <p>Að lokum minni ég á opna ráðstefnu um aðstæður fatlaðs fólks, aðbúnað, þjónustu, viðhorf, líðan og sjálfræði sem haldin verður í Hörpu 26. október næstkomandi. Þar verða kynntar niðurstöður viðamikillar rannsóknar sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands vann fyrir velferðarráðuneytið í því skyni að afla upplýsinga um stöðu málefna fatlaðs fólks svo unnt sé að meta faglegan ávinning af flutningi hans frá ríki til sveitarfélaga. Ég hvet ykkur öll til að mæta.</p> <p>Góðir gestir.</p> <p>Ég ætla nú að hleypa að okkar góðu erlendu gestum. Vonandi verður málþingið lærdómsríkt og til gagns og ánægju fyrir alla sem hér eru samankomnir.</p>

2011-10-14 00:00:0014. október 2011Þing Starfsgreinasambandsins 2011: Horft til framtíðar

<p><strong>Þing Starfsgreinasambandsins 2011: Horft til framtíðar<br /> Ávarp Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra.</strong></p> <p><strong>&#160;*Athygli er vakin á því að ráðherra vék nokkuð frá skrifuðum texta í ávarpi sínu.</strong>&#160;</p> <hr id="null" /> <p>Góðir gestir.</p> <p>Kjara- og atvinnumál eru skiljanlega meginumfjöllunarefni þessa þings fyrir utan verkefni sem varða skipulagsmál sambandsins.</p> <p>Erfiðum kjarasamningsviðræðum Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins lauk í vor með samningi eftir fimm mánaða samningsleysi. Í viðræðunum höfðu Samtök atvinnulífsins sett fram kröfu um að málefni sjávarútvegsins yrðu til lykta leidd – áður yrði ekki samið á almennum vinnumarkaði. Þar var heldur betur skotið yfir markið, enda guggnuðu Samtök atvinnulífsins á því að halda þeirri kröfu til streitu. Engu að síður verður að leiða þetta mikla ágreiningsmál til lykta með sem víðtækastri sátt við þjóðina. Árangur mun hins vegar hvorki nást með þvingunum né hótunum og umræðan verður að fara fram á réttum vettvangi.</p> <p>Kjarasamningsviðræður eru alvarlegt mál, þá er mikið í húfi fyrir marga og ekki síst krefjast slíkar viðræður yfirvegunar þegar atvinnu- og efnahagsástand er jafn erfitt og viðkvæmt og við höfum nú búið við um skeið. Mér finnst Starfsgreinasambandið hafa sýnt þessu skilning og verið málefnalegt og ábyrgt í baráttunni fyrir félagsmenn sína við gerð kjarasamninga.</p> <p>Auk almennra hækkana var samið sérstaklega um auknar kjarabætur fyrir þá lægst launuðu með krónutöluhækkunum. Við ríkjandi aðstæður er algjörlega nauðsynlegt að huga sérstaklega að lægst launuðu hópunum, líkt og stjórnvöld hafa reynt að gera gagnvart því fólki í bótakerfinu sem minnst hefur milli handanna. Líkt og kveðið var á um í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í tengslum við kjarasamninga í vor hafa bætur almannatrygginga verið endurskoðaðar með hliðsjón af kjarabótum á almennum vinnumarkaði.</p> <p>Launajafnrétti kynja er einnig stórt mál þar sem við eigum enn töluvert langt í land, jafnt á opinberum og almennum vinnumarkaði. Við verðum að ná betri árangri þar og þar skiptir miklu máli hvernig staðið er að gerð kjarasamninga og framkvæmd þeirra. Ábyrgðin er hvoru tveggja hjá stéttarfélögum og atvinnurekendum.</p> <p>Það hefur reynt verulega á velferðarkerfið að undanförnu og við sjáum vel hve miklu máli skiptir að stoðir þess séu sterkar. Það kostar sitt að standa undir öflugu velferðarkerfi en er svo sannarlega þess virði, það held ég að við getum öll verið sammála um.</p> <p>Það verður að segjast sem er að þau tíðkast mjög hin breiðu spjót í samfélaginu nú um stundir. Ég skil vel reiði fólks vegna erfiðra aðstæðna þar sem margir eiga um sárt að binda. Við megum hins vegar ekki leyfa reiðinni að sundra samfélaginu og mér finnst lítilmótlegt þegar hagsmunaaðilar kynda undir sundrung og óánægju í von um að ná þannig sínu fram eða klekkja á meintum andstæðingum. Það er máttur samvinnu og samstöðu sem við þurfum helst að virkja til að bæta stöðu okkar.</p> <p>Stjórnvöldum er núið um nasir aðgerðaleysi og almennu dáðleysi. Að hindra atvinnuuppbyggingu, vera á móti fjárfestingum og vilja fátt til málanna leggja annað en auknar álögur og skattpíningu margvíslega með lævíslegum lúabrögðum. Þessu og þvílíku neita ég en langar til að fara yfir nokkrar staðreyndir um samhengi hlutanna.</p> <p>Frá hruni hafa tekjur ríkissjóðs dregist saman um 10–15%. Þetta er mikil blóðtaka en þar með er ekki öll sagan sögð. Vegna gífurlegrar skuldsetningar hins opinbera í kjölfar hrunsins jukust vaxtagjöld ríkissjóðs frá því að vera tiltölulega hófleg í rúma 84 milljarða króna árið 2009. Árið 2012 eru vaxtagjöldin áætluð rúmlega 78 milljarðar króna eða um 14,4% af áætluðum heildarútgjöldum ríkissjóðs.</p> <p>Til marks um hvers konar fjárhæðir ég er að tala um get ég nefnt að vaxtagjöld næsta árs gætu staðið undir tveimur þriðju af öllum kostnaði við heilbrigðiskerfið á Íslandi – eða um 80% af rekstrarútgjöldum allra stofnana velferðarráðuneytisins. Að mæta þessu samhliða tekjusamdrætti ríkisins getur einfaldlega ekki verið sársaukalaust. Af þessum ástæðum hefur hið opinbera ekki átt annarra kosta völ en að spara, hagræða og skera niður útgjöld. Við verðum að ná niður vaxtagjöldunum eins hratt og við getum og loka þessari hít svo við getum nýtt þessa fjármuni til uppbyggingar í þágu samfélagsins.</p> <h3>Atvinnuástand</h3> <p>Mikið atvinnuleysi frá hruni er alvarlegt mál og þótt verulega hafi dregið úr því er það engu að síður miklu meira en Íslendingar hafa alla jafna átt að venjast. Skráð atvinnuleysi í ágúst síðastliðnum var 6,7% og voru að meðaltali tæplega 11.300 skráðir án atvinnu í ágúst. Á sama tíma fyrir ári var atvinnuleysið 7,7%.</p> <p>Það er sérstaklega alvarlegt þegar fólk er atvinnulaust til langs tíma. Afleiðingarnar geta verið miklar, ekki aðeins vegna skertrar afkomu fólks og fjárhagserfiðleika heldur fylgir atvinnuleysi mikið andlegt álag, það er niðurbrjótandi og eftir því sem það varir lengur minnka möguleikar fólks á því að komast aftur inn á vinnumarkaðinn.</p> <p>Fjölbreytt og áhugaverð vinnumarkaðsúrræði eru algjör nauðsyn fyrir atvinnuleitendur og starfsendurhæfing sömuleiðis.</p> <h3>Vinnumarkaðsúrræði og starfsendurhæfing</h3> <p>Velferðarráðuneytið og fjármálaráðuneytið hafa að undanförnum átt gott samstarf við samtök aðila vinnumarkaðarins um þróun starfsendurhæfingar og standa vonir til þess að hægt verði að kynna tillögur þar að lútandi í næsta mánuði. Þetta er í samræmi við yfirlýsingu stjórnvalda vegna kjarasamninganna í vor.</p> <p>Til að stuðla að virkni fólks sem er án atvinnu hefur verið ráðist í fjölmörg átaksverkefni á vegum Vinnumálastofnunar í samstarfi við fleiri aðila. Sjónum hefur verið beint sérstaklega að ungu fólki og einnig að útlendingum sem vegna tungumálaörðugleika geta þurft á stuðningi að halda umfram aðra.</p> <p>Haustið 2008 setti Vinnumálastofnun upp sérstaka <strong>starfseiningu til að liðsinna útlendingum</strong>, halda kynningarfundi, veita ráðgjöf, sinna vinnumiðlun og bjóða virkniúrræði við hæfi. Þetta hefur gefist vel sem sést til dæmis á því að á tímabilinu janúar til júní á þessu ári voru tæplega 3.300 útlendingar á atvinnuleysisskrá og rúmlega 1.400 þeirra þátttakendur í einhverjum úrræðum Vinnumálastofnunar eða um 44% þeirra.</p> <p>Markmið Vinnumálastofnunar er að aldrei líði meira en þrír mánuðir frá því að atvinnuleitandi skráir sig án atvinnu þar til honum er boðið starf, námstækifæri, starfsþjálfun eða þátttaka í öðrum verðugum verkefnum. Hlutfallsleg þátttaka Íslendinga í vinnumarkaðsúrræðum á tímabilinu janúar til júní á þessu ári var um 31% þeirra sem skráðir voru án atvinnu, samtals um 5.740 manns.</p> <p>Átakið <strong>Ungt fólk til athafna</strong> hófst í byrjun árs 2010 og hefur skapað fjölda ungs fólks tækifæri til að viðhalda virkni sinni og byggja sig upp til þátttöku á vinnumarkaði.</p> <p>Síðastliðið vor hófst átakið <strong>Nám er vinnandi vegur</strong> með það að markmiði að auka námstækifæri fyrir allt að eitt þúsund atvinnuleitendur haustið 2011 og næstu tvö skólaár þar á eftir í framhaldsskólum, <span>frumgreinadeildum, háskólum og framhaldsfræðslu.</span></p> <p>Í september lá fyrir að rúmlega 1.100 atvinnuleitendur myndu hefja nám í haust á grundvelli átaksins og eins höfðu 1.040 ungmenni yngri en 25 ára skráð sig í framhaldsskóla á grundvelli þess.</p> <p>Átakið Nám er vinnandi vegur byggist á stefnumörkun sóknaráætlunarinnar Íslands 20/20 – sókn fyrir atvinnulíf og samfélag. Stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins tryggja sameiginlega fjármögnun verkefnisins. Áætluð útgjöld ríkissjóðs og Atvinnuleysistryggingasjóðs vegna verkefnisins nema tæpum 7 milljörðum króna á árunum 2011–2014.</p> <p>Unnið er að því að tryggja framfærslu þeirra sem hefja nám á grundvelli átaksins þegar námið er ekki lánshæft samkvæmt reglum Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Tillögur um þetta liggja fyrir og er þá miðað við að viðkomandi geti sótt um námsstyrk úr Atvinnuleysistryggingasjóði samkvæmt ákveðnum skilyrðum. Ég nefni einnig hér að fyrir dyrum stendur vinna við stefnumótun með áherslu á að tryggja fullorðnu fólki með litla formlega menntun aðgang að lána- eða styrkjakerfi hyggi það á verk- eða starfsnám á framhaldsskólastigi.</p> <p><span>Verkefnið <strong>ÞOR – þekking og reynsla</strong> hefur gefið góða raun en markmiðið þar er að virkja þann hóp einstaklinga eldri en 30 ára sem hafa verið atvinnulausir í þrjá mánuði eða lengur til þátttöku í fjölbreytilegum vinnumarkaðsúrræðum.</span> <span>Leitað hefur verið samstarfs við fjölda fræðsluaðila, fyrirtækja, stofnana og félagasamtaka um virkniúrræði og þá hefur stofnunin átt í viðræðum við símenntunardeildir háskólanna en kraftar þeirra hafa til þessa lítið verið nýttir atvinnuleitendum til hagsbóta. Um 70 úrræði standa atvinnulausum nú til boða, mismunandi eftir menntun og starfsreynslu hvers og eins.&#160;&#160;</span></p> <p>Til viðbótar þessum verkefnum er nú í undirbúningi átak til að fjölga starfsþjálfunarúrræðum í fyrirtækjum landsins í samstarfi velferðar­ráðuneytisins, Vinnumálastofnunar og samtaka aðila á vinnumarkaði.</p> <h3>Breyttar reglur um starfstengd vinnumarkaðsúrræði og atvinnuleysisbætur</h3> <p>Í byrjun september síðastliðnum samþykkti Alþingi breytingu á lögum um starfstengd vinnumarkaðsúrræði sem felur í sér að þau ganga ekki á rétt fólks til atvinnuleysisbóta. Bótarétturinn er þannig frystur meðan á þátttöku stendur í vinnumarkaðsúrræðinu. Þetta er mikilvæg breyting sem ætti að fela í sér hvata til þátttöku í vinnumarkaðsúrræðum og er auk þess sanngirnismál að mínu mati.</p> <h3>Bætt réttarstaða fólks við aðilaskipti</h3> <p><span>Ég nefni einnig að gerð hefur verið breyting á lögum um aðilaskipti sem bætir réttarstöðu starfsfólks</span> <span>þegar fyrirtæki sem þeir starfa hjá eru tekin til gjaldþrotaskipta og þrotabúið síðar selt. Samkvæmt lagabreytingunni ber að virða þau launakjör og starfsskilyrði sem giltu hjá fyrri vinnuveitanda á þeim degi sem úrskurður um gjaldþrot var kveðinn upp. Komi til uppsagna við endurskipulagningu á rekstri þrotabús er réttur starfsfólks varinn með ákvæði um að komi til endurráðningar innan þriggja mánaða frá aðilaskiptunum skuli virða launakjör og starfsskilyrði þess eins og þau voru við gjaldþrot fyrirtækisins. Þessi lagabreyting er í samræmi við yfirlýsingu stjórnvalda vegna kjarasamninga síðastliðið vor.</span></p> <h3>Uppbót á atvinnuleysisbætur</h3> <p>Færð hefur verið í lög heimild til þess að ákveða í reglugerð að greidd sé uppbót á atvinnuleysisbætur í desember ár hvert. Höfð verður hliðsjón af þeim reglum sem gilda almennt um desemberuppbót í almennum kjarasamningum. Atvinnuleitandi getur ekki fengið fulla uppbót samtímis frá Atvinnuleysistryggingasjóði og vinnuveitanda heldur verða greiddar hlutfallslegar bætur í samræmi við atvinnuþátttöku eða tímabil á atvinnuleysisskrá eftir því sem það á við.</p> <h3>Bráðabirgðaákvæði um hlutabætur og fjögurra ára bótarétt</h3> <p>Ákvæði í lögum sem kveða á um rétt fólks til hlutabóta á móti skertu starfshlutfalli og ákvæði um fjögurra ára bótatímabil í atvinnuleysistryggingakerfinu renna út um áramótin. Eins og þið kannist eflaust flest við hefur verið rætt um að framlengja ákvæðið um fjögurra ára bótarétt en þá er miðað við að á fjórða árinu komi þriggja mánaða hlé þar sem atvinnuleitendur fá ekki bætur. Ég veit að þessi hugmynd er umdeild. Hún er engu að síður til skoðunar og viðræður eiga sér stað um þetta í óformlegri viðræðunefnd ráðuneytisins og aðila vinnumarkaðarins. Sama máli gegnir um hlutabótaákvæðið sem rennur út um áramótin.</p> <p>Ég er sannfærður um að hlutabæturnar eru úrræði sem skipt hafa miklu máli og nýst mörgum vel. Við verðum hins vegar að hafa hugfast hver tilgangurinn er. Þetta er vinnumarkaðsúrræði ætlað til þess að viðhalda vinnusambandi fólks og atvinnurekenda þegar óhjákvæmilegt er að minnka starfshlutfall tímabundið. Þetta er hins vegar ekki ætlað sem leið atvinnurekenda til að hagræða í rekstri og afar mikilvægt að úrræðið sé ekki misnotað.</p> <h3>Verkefni um vinnumiðlun fyrir atvinnuleitendur</h3> <p>Eins og kveðið var á um í yfirlýsingu stjórnvalda við gerð kjarasamninga verður ráðist í tilraunaverkefni um þjónustu við atvinnuleitendur í því skyni að stuðla að virkari vinnumiðlun fyrir atvinnuleitendur. Miðað er við að stéttarfélög verði helstu veitendur þjónustunnar sem nái til um fjórðungs atvinnuleitenda en Vinnumálastofnun mun skipuleggja verkefnið með hliðsjón af hugmyndum aðila vinnumarkaðarins. Árangur verkefnisins verður metinn reglubundið og mun væntanlega nýtast við endurskoðun laga um atvinnuleysistryggingar í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins.</p> <h3>Húsnæðismál</h3> <p>Meðal margvíslegra aðgerða til þess að rétta af skuldastöðu heimila hefur verið lögfest sérstök vaxtaniðurgreiðsla sem greidd var í ár og aftur næsta ár, samtals um 12 milljarðar króna. Í framhaldi af skýrslu nefndar um húsnæðisstefnu eru nú að störfum vinnuhópar um útfærslu tillagna sem þar komu fram, meðal annars um fjölbreyttari valkosti í húsnæðismálum og samræmingu stuðnings við leigjendur og eigendur íbúðarhúsnæðis. Unnið er að því að móta nýtt húsnæðisbótakerfi en með greiðslu húsnæðisbóta yrðu greiðslur samræmdar, hvort sem fólk á húsnæðið sem það býr í eða leigir það. Þessar aðgerðir eru einnig í samræmi við yfirlýsingu stjórnvalda vegna kjarasamninga.</p> <h3>Opinberar framkvæmdir</h3> <p>Mikið kapp hefur verið lagt á að bæta og byggja upp ný vinnumarkaðsúrræði, stuðla að endur- og símenntun og auka möguleika fólks til þess að fara í nám, samhliða ýmsum öðrum aðgerðum til þess að styrkja stöðu atvinnuleitenda og efla þá til þátttöku á vinnumarkaði þegar úr rætist. Allt skiptir þetta miklu máli en mestu varðar auðvitað að fjölga störfum og ná þannig niður atvinnuleysinu.</p> <p>Það er hvorki á valdi stjórnvalda né hlutverk þeirra að skapa störf til framtíðar með beinum aðgerðum. Forsendurnar fyrir uppbyggingu efnahags- og atvinnulífs eru hins vegar á þeirra ábyrgð. Engu að síður geta stjórnvöld lagt lóð á vogarskálarnar með opinberum framkvæmdum sem leiða af sér tímabundin störf, slá á atvinnuleysið og blása byr í seglin.</p> <p>Nú liggja fyrir ákvarðanir um miklar og mikilvægar framkvæmdir sem varða verkefni velferðarráðuneytisins. Samningar hafa verið gerðir um uppbyggingu nýrra hjúkrunarheimila víðs vegar um landið fyrir 7–9 milljarða króna og eru framkvæmdir hafnar á nokkrum stöðum. Undirbúningur að framkvæmdum við nýjan Landspítala eru á fullum skriði. Verkefnið verður boðið út eins fljótt og auðið er en framkvæmdir hefjast ekki fyrr en Alþingi hefur heimilað þær með lögum.</p> <p>Auk þessa ættu fljótlega að geta hafist framkvæmdir við byggingu stúdentagarða með 280 íbúðum í Vatnsmýrinni en ríkisstjórnin samþykkti síðsumars fjárheimildir fyrir Íbúðalánasjóð sem tryggja fjármögnun framkvæmdanna. Heildarkostnaður er áætlaður um 4 milljarðar króna og mun Íbúðalánasjóður veita lán fyrir 90% kostnaðarins. Ársverk vegna þessa verkefnis eru áætluð um 300.</p> <p>Þessar framkvæmdir skipta máli, því verkefnin eru nauðsynleg vegna uppbyggingar til framtíðar og tímabundin áhrif á atvinnulífið verða umtalsverð.</p> <p>Góðir gestir.</p> <p>Ég hef komið víða við og mál að linni en óska þess að lokum að þingið verði ykkur gott og gagnlegt.</p> <p><strong>-------------------<br /> Talað orð gildir</strong></p> <p>&#160;</p> <p>&#160;</p>

2011-10-12 00:00:0012. október 2011Frá ráðstefnu um niðurskurð í velferðarþjónustu

<p>Áætluð vaxtagjöld ríkissjóðs árið 2012 gætu staðið undir tveimur þriðju af öllum kostnaði við heilbrigðiskerfið á Íslandi,&#160; eða 80% af rekstrarútgjöldum allra stofnana velferðarráðuneytisins. Guðbjartur Hannesson kynnti ýmsar stærðir í rekstri heilbrigðiskerfisins og ræddi um stefnu og aðgerðir í velferðarmálum á ráðstefnu um niðurskurð í heilbrigðisþjónustu sem haldin var í Reykjavík í dag.</p> <p>Samtök fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu, Landssamband heilbrigðisstofnana og Félag forstöðumanna sjúkrahúsa stóðu að ráðstefnunni sem haldin var undir yfirskriftinni Niðurskurður í velferðarþjónustu, hvað er hægt að gera?</p> <ul> <li><a href="/media/velferdarraduneyti-media/media/RadstefnurFEL/Radstefna---nidurskurdur-i-velferdarthjonustu.pdf">Glærur velferðarráðherra á ráðstefnunni</a></li> </ul> <p>&#160;</p>

2011-10-06 00:00:0006. október 2011Sókn gegn krabbameinum

<div class="single-news__big-image"><figure><a href="/media/velferdarraduneyti-media/media/frettir2011/Bleika-slaufan-2011.png"><img src="/media/velferdarraduneyti-media/media/frettir2011/Bleika-slaufan-2011.png?proc=singleNewsItem" alt="Bleika-slaufan-2011" class="media-object"></a><figcaption>Bleika slaufan</figcaption></figure></div><strong>Grein velferðarráðherra sem birtist í Bleikri slaufu, blaði Krabbameinsfélags Íslands 6. október í tilefni af árlegu árvekni- og fjáröflunarátaki Krabbameinsfélagsins.</strong> <hr id="null" /> <p>Margir tengja októbermánuð við bleiku slaufuna, árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélags Íslands. Með átakinu hefur skapast hefð í íslensku samfélagi þar sem fjölmargar byggingar eru baðaðar bleikum ljóma og þorri manna ber bleiku slaufuna eða skartar bleikum klæðnaði.</p> <p>Um leið og átakið lífgar upp á tilveruna minnir það okkur á alvöruna sem liggur að baki en á hverju ári greinast á Íslandi hátt í sjö hundrað konur með krabbamein. Flestar greinast með brjóstakrabbamein eða vel á annað hundrað og þar á eftir kemur lungnakrabbamein sem er nú mannskæðasta krabbameinið bæði hjá konum og körlum hér á landi.</p> <p>Margt hefur áunnist í baráttunni gegn krabbameinum á þeim sextíu árum sem liðin eru frá stofnun Krabbameinsfélagsins og hafa lífshorfur sjúklinga batnað til muna og lífsgæði aukist. Þá hefur meðferð fleygt fram og forvarnir skilað árangri. Viss tímamót verða nú í haust þegar bólusetning gegn leghálskrabbameini hefst og verður hún hér eftir hluti af almennri bólusetningu barna.</p> <p>Í tilefni af alþjóðakrabbameinsdeginum 4. febrúar síðastliðinn lagði ég áherslu á að ekkert yrði gefið eftir í baráttunni við þennan vágest og greindi frá þeirri ákvörðun að ráðast í gerð sérstakrar áætlunar um aðgerðir og markmið í baráttunni við krabbamein, líkt og margar aðrar þjóðir hafa gert. Nú í sumar hófst undirbúningsvinna að verkinu í velferðarráðuneytinu. Stefnumörkuninni er ætlað að standa vörð um þá góðu þjónustu sem hefur verið í boði og um leið gera enn betur í forvörnum, meðferð og stuðningi við sjúklinga og aðstandendur.</p> <p>Unnið verður áfram að áætluninni í velferðarráðuneytinu á næstu mánuðum í náinni samvinnu við heilbrigðisstarfsfólk, sjúklingasamtök, vísindamenn og aðra þá sem láta sig málið varða. Vonir eru bundnar við að með þessu móti sé hægt að draga fram mikilvægustu viðfangsefnin á þessu sviði og skila okkur áfram í sókn okkar gegn krabbameini.</p> <p><em>Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra</em></p>

2011-09-30 00:00:0030. september 2011Tóbaksvarnaþing Læknafélags Íslands 2011

<p><strong>Ávarp velferðarráðherra á þingi Læknafélags Íslands um tóbaksvarnir 2011.<br /> Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður ráðherra, flutti ávarpið fyrir hans hönd.</strong></p> <p>Góðir gestir.</p> <p>Velferðarráðherra bað mig fyrir góðar kveðjur til ykkar allra en hann gat því miður ekki verið hér í dag og því stend ég hér og mæli fyrir munn hans.</p> <p>Ráðherra vill þakka læknafélaginu sérstaklega fyrir að standa fyrir þessu þingi. Sambærilegt þing árið 2009 vakti mikla athygli og umræður sem ótvírætt hafa ýtt undir frekari aðgerðir af hálfu stjórnvalda til að stemma stigu við notkun tóbaks, hvaða nafni sem það nefnist.</p> <p>Við höfum margt að vinna takist okkur áfram að draga úr tóbaksnotkun landsmanna. Um skaðsemina þarf ekki að fjölyrða. Sameinuðu þjóðirnar héldu fyrr í þessum mánuði fund með fulltrúum æðstu stjórnvalda aðildarríkjanna þar sem til umfjöllunar voru svokallaðir ósmitnæmir sjúkdómar eða langvinnir sjúkdómar. Vaxandi athygli beinist að langvinnum sjúkdómum sem vaxandi heilsufarsvanda enda er nú fjallað um þá sem faraldur vegna þess hve mjög þeir eru í sókn og herja á þjóðir heims eins og faraldur.</p> <p>Reykingar og önnur tóbaksnotkun á ríkan þátt í mikilli og ört vaxandi útbreiðslu langvinnra sjúkdóma um allan heim, á borð við hjarta- og æðasjúkdóma, lungna- og öndunarfærasjúkdóma og krabbamein. Um þetta er fjallað í yfirlýsingu sem samþykkt var á fundi Sameinuðu þjóðanna sem ég nefndi áðan og er rík ástæða til að halda á lofti sem áminningu, aðvörun og leiðbeiningum til þjóða heims um að berjast gegn þessu risavaxna vandamáli.</p> <p>Hér á landi hefur náðst mjög góður árangur í tóbaksvörnum, einkum við að draga úr reykingum. Árið 2004 reyktu tæp 20% Íslendinga á aldrinum 18–69 ára en hlutfallið var komið niður í 14,2% árið 2010.</p> <p>Árið 2004 fullgilti Ísland rammasamning Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um tóbaksvarnir. Nú hefur verið ákveðið að ráðast í gerð opinberrar stefnu í tóbaksvörnum hér á landi, líkt og mörg önnur lönd sem Ísland ber sig saman við hafa gert og er undirbúningur þegar hafinn í velferðarráðuneytinu.</p> <p>Velferðarráðherra mun á komandi þingi leggja fram frumvarp til breytinga á lögum um tóbaksvarnir þar sem áformað er að setja enn frekari skorður við notkun og markaðssetningu tóbaks.</p> <p>Á síðasta þingi lagði velferðarráðherra fram frumvarp til laga um afnám undanþágu á innflutningi, framleiðslu og sölu á skrotóbaki, auk þess sem lagt var til bann við því að flytja inn, framleiða og selja allt bragð- og lyktarblandað reyklaust tóbak. Alþingi lauk ekki umfjöllun um frumvarpið en það verður lagt fram aftur á komandi þingi.</p> <p>Velferðarráðherra setti nýverið ákvæði í reglugerð sem kveður á um notkun ljósmynda í lit sem vara við skaðsemi tóbaks, til viðbótar þeim viðvörunum sem þegar eru fyrir hendi. Lagabreytingu þurfti til þess að tryggja þessu ákvæði stoð í lögum og var slíkt ákvæði lögfest með breytingu á lögum um tóbaksvarnir árið 2009.</p> <p>Nýjar vörur á þessu sviði bætast sífellt við. Svokallaðar rafsígarettur hafa nú stungið upp kolli á markaði hérlendis. Slíkar sígarettur eru víða seldar erlendis og þá með eða án nikótíns. Velferðarráðuneytið, Lyfjastofnun og embætti landlæknis eru um þessar mundir að skoða frekar þessar vörur.</p> <p>Margt í þeim aðgerðum sem ráðist hefur verið í eða eru í undirbúningi samræmast tillögum sem fram koma í þingsályktunartillögu um aðgerðaáætlun um tóbaksvarnir sem lögð var fyrir Alþingi 30. maí síðastliðinn, daginn fyrir tóbakslausa daginn. Tillagan var ekki afgreidd frá Alþingi en engu að síður hefur hún haft sín áhrif eins og öll umræða þar sem byggt er á vandaðri vinnu og faglegum upplýsingum.</p> <p>Eitt af því sem skiptir miklu er að beina forvörnum og aðgerðum á markvissan hátt að ungmennum. Nýleg rannsókn á heilsu og líðan Íslendinga sýnir að byrji fólk ekki að reykja fyrir tvítugt eru yfirgnæfandi líkur á því að það byrji aldrei, miðað við reynslu 18–79 ára Íslendinga. Þetta skiptir miklu máli.</p> <p>Það hefur sýnt sig að með fjölbreyttum tóbaksvörnum og markvissum aðgerðum næst árangur. Fræðsla og áróður duga ekki ein sér, heldur þarf líka að setja sem mestar skorður við notkun tóbaks og markaðssetningu þess og eins að veita fólki hjálp til þess að venja sig af tóbaki. Síðast en ekki síst hefur verðlagning mikil áhrif og sömuleiðis aðgengi að tóbaki og sýnileiki þess.</p> <p>Stjórnvöld hafa beitt aðgerðum á öllum þeim sviðum sem ég nefndi og munu halda ótrauð áfram á þeirri braut. Það er allra hagur.</p> <p><span>Ég þakka læknafélaginu fyrir að efna til þessa þings og sömuleiðis öllum þeim sem hér koma fram og leggja sitt af mörkum í baráttunni gegn tóbaksnotkun og skaðlegum afleiðingum þeirra fyrir einstaklinga og samfélag.</span> <span>&#160;</span></p>

2011-09-28 00:00:0028. september 2011Málþing ADHD samtakanna, Nýjar lausnir – ný sýn

<p><strong>Málþing ADHD samtakanna, Nýjar lausnir – ný sýn 23. september 2011</strong></p> <p>Guðbjartur Hannesson ávarpaði málþing <a href="http://www.adhd.is/">ADHD samtakanna</a> Nýjar lausnir – ný sýn sem haldið var 23. september í tilefni evrópskrar ADHD vitundarviku. Markmið vitundarvikunnar er að auka þekkingu almennings á ADHD, eyða fordómum, auka skilning og efla stuðning við fólk sem glímir við þessa taugaþroskaröskun – sem á íslensku er kölluð athyglisbrestur með ofvirkni.</p> <p>„Það er vel þekkt að sjúkdómar eða raskanir sem hafa áhrif á hegðun fólks mæta víða fordómum, miklu frekar en þegar einkenni eru líkamleg, sýnileg og öllum ljós. Fordómar eiga rætur sínar í þekkingarskorti og hræðslu eða óöryggi gagnvart því sem fólk ekki skilur.</p> <p>Í gegnum tíðina hefur samfélagið skapað sér ramma og norm sem ætlast er til að fólk falli inní, jafnt börn og fullorðnir. Þegar ramminn er of þröngur og skilningur fyrir frávikum af skornum skammti getur verið stutt í uppgjöf gagnvart þeim sem ekki passa inn í kerfið.&#160;&#160;&#160;</p> <p>Sem betur fer höfum við sem komin erum með uppsafnaða reynslu áranna í farteskið séð mörg vígi falla þegar kemur að fordómum í samfélaginu. Með aukinni þekkingu, rannsóknum og fagmennsku hafa augu okkar opnast og skilningur vaxið fyrir fjölbreytileikanum í mannlífsflórunni. Við vitum og skiljum að fólk er ólíkt&#160; og að fyrir því geta verið margvíslegar ástæður.“</p> <p>Ráðherra minnti á að þarfir fólks eru mismunandi, geta fólks liggur á ólíkum sviðum, hæfileikar geta legið djúpt og leiðirnar til þess að draga fram það besta hjá hverjum og einum þurfa að taka mið af því: &#160;„Skilningur á þessu fer vaxandi og því er í æ meira mæli lögð áhersla á einstaklingsmiðaða nálgun, hvort sem er í skólakerfinu, heilbrigðiskerfinu eða félagslega kerfinu.</p> <p>Í stað þess að gefast upp á þeim sem falla ekki inn í kerfið þurfum við að laga kerfið að einstaklingunum, byggja upp þann stuðning sem þarf og veita hann í samræmi við ólíkar þarfir hvers og eins. Þetta vitum við og ég tel að okkur miði stöðugt í rétta átt hvað þetta varðar.“&#160;</p> <p>Ráðherra sagði frá samstarfssamningi frá árinu 2009 sem gerður var milli félagsmálaráðuneytisins, heilbrigðisráðuneytisins, menntamálaráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga um tilraunaverkefni til styrktar langveikum börnum og börnum með ADHD. Áhersla var lögð á verkefni til að efla þjónustu í heimabyggð. Í samningnum var gert ráð fyrir að veita styrki til verkefna af þessum toga árlega í þrjú ár og hafa úthlutanir farið fram tvisvar, 80 milljónir í hvort sinn.&#160;&#160;Á ráðstefnunni voru kynnt dæmi um nokkur árangursrík verkefni sem gætu orðið til eftirbreytni.</p> <p><span>Markmið samstarfssamnings ráðuneytanna og sveitarfélaganna var að stuðla að framkvæmd verkefna þar sem þjónusta er veitt</span> <span>í samræmi við þarfir barnanna og fjölskyldna þeirra, óháð því hvar þjónustan er flokkuð í stjórnkerfinu: „Þegar samningurinn var gerður voru þrjú ráðuneyti sem höfðu að gera með málefni þessara barna, auk sveitarfélaganna. Mikilvæg breyting og tvímælalaust til góðs var sameining tveggja þeirra með stofnun velferðarráðuneytisins sem veitir margvísleg tækifæri til að samþætta og bæta þjónustuna“ sagði velferðarráðhera meðal annars í ávarpi sínu.</span></p> <p>Ráðherra gerði að umtalsefni sívaxandi notkun lyfja gegn athyglisbresti og ofvirkni og þann vanda sem stafaði af misnotkun þeirra. Þetta eru einkum lyf sem innihalda metýlfenidat eins og ritalín en aukningin hefur einkum verið meðal fullorðinna, eldri en 20 ára og eru þeir rúm 40% allra sem fá lyfið. Benti hann á að Alþjóðafíkniefnaráð Sameinuðu þjóðanna hefði séð ástæðu til að vara íslensk heilbrigðisyfirvöld við mikilli notkun þessara lyfja hér á landi og þeirri staðreynd að notkun metýlfenidats er hvergi í heiminum meiri en á Íslandi. Þegar hefði verið brugðist við til þess að taka á vandanum með breyttum reglum um ávísanir þessara lyfja og aukið eftirlit með þeim.</p> <p>„Ég veit að umræða um mikla notkun metýlfenidatlyfja er viðkvæm. Þess vegna vil ég nota tækifærið hér til að undirstrika að spjótin beinast ekki að þeim sem þurfa sannarlega á þessum lyfjum að halda. Við verðum hins vegar að geta rætt þessi mál æsingalaust og á faglegum nótum til þess að finna raunhæfa skýringu á þeirri staðreynd að Íslendingar slá heimsmet í notkun þessara lyfja sem getur ekki talist eðlilegt.“</p> <p><span>Ráðherra sagði að lokum að enn væri margt í sambandi við</span> <span>ADHD, greiningu og meðferð þar sem skorti meiri þekkingu. „Varðandi stuðning við fólk með ADHD þurfum við að feta okkur áfram, skoða nýjar aðferðir og leiðir með opnum huga en jafnframt gæta að því að meta árangur á faglegan hátt, vera gagnrýnin og stöðugt reiðubúin til endurskoðunar.“</span></p> <p>&#160;</p>

2011-09-23 00:00:0023. september 2011Svanni, lánatryggingasjóður kvenna tekur til starfa

<h3>Stofnun Svanna – lánatryggingasjóðs kvenna<br /> Ávarp Guðbjarts Hannessonar velferðarráðhera á fundi í sjóminjasafninu Víkinni<br /> 23. september 2011.</h3> <hr id="null" /> <p>Góðir gestir.</p> <p>Þá er komið að því. Nýr lánasjóður kvenna tekur formlega til starfa og hefur hlotið hið viðeigandi nafn Svanni sem er úr skáldamáli og merkir kona.</p> <p>Sjóðurinn er reistur á grunni gamla lánatryggingasjóðs kvenna sem starfræktur var á árunum 1998-2003. Markmiðið er hið sama og áður, að efla atvinnulíf og hvetja til nýsköpunar.</p> <p>Svanni er í eigu velferðarráðuneytisins, iðnaðarráðuneytisins og Reykjavíkurborgar og var samningur um stofnun hans undirritaður hér í Víkinni í fyrr á þessu ári.</p> <p>Um leið og það er ánægjulegt að lýsa yfir formlega að sjóðurinn taki nú til starfa verð ég líka að segja að það er miður að hans skuli vera þörf. Sýnt hefur verið fram á að konur sitja ekki við sama borð og karlar varðandi aðgang að fjármagni, hvorki lánsfé né styrkjum. Byggðastofnun gerði rannsókn sem sýndi að 80% styrkja renna til karla, konur fá 20% og fleiri rannsóknir leiða í ljós svipaðar niðurstöður.</p> <p>Það hefur líka sýnt sig að konur eru síður reiðubúnar að veðsetja eigur sínar en karlar og að það hefur oft staðið verkefnum þeirra fyrir þrifum. Þetta segi ég ekki konum til hnjóðs. Ég met meira varfærni í fjármálum en hina rómuðu áhættusækni sem helst hefur verið kennd körlum og við aldeilis fengið að súpa seyðið af á síðustu árum. Þar hefðu betur verið gengið fram af meiri forsjá en kappi.</p> <p>En þá að hlutverki Svanna og markmiðum sem eru;</p> <ul> <li>að styðja við bakið á konum sem eiga og reka smærri fyrirtæki</li> <li>að stuðla að auknum hlut kvenna sem eigendur og stjórnendur fyrirtækja</li> <li>að auka aðgengi kvenna að fjármagni til fyrirtækjareksturs</li> <li>að fjölga störfum og stuðla að nýnæmi í atvinnulífi</li> <li>að veita ráðgjöf og stuðnin við þær konur sem fá lán og gefa þeim kost á handleiðslu og stuðningi.</li> </ul> <p>Veittar verða lánatryggingar til kvenna með góðar viðskiptahugmyndir og hér á eftir verður undirritaður samstarfssamningur við Landsbankann um lánafyrirgreiðslu.</p> <p>Eignir sjóðsins nema rúmum 70 milljónum króna <strong>og er í áætlunum gert ráð fyrir að samtals verði unnt að veita ábyrgðir fyrir um 170 milljónum króna.</strong></p> <p>Hægt verður að sækja um lánatryggingu vegna stofnkostnaðar, markaðskostnaðar, vöruþróunar og nýrra leiða í framleiðslu eða framsetningu vöru eða þjónustu.</p> <p>Ábyrgð skal ekki vera undir 1 milljón króna og ekki fara yfir 10 milljónir króna sem þýðir að lánsfjárhæð getur verið á bilinu 2 milljónir til 20 milljóna.</p> <p>Eingöngu verkefni/fyrirtæki sem eru í eigu konu/kvenna geta sótt um tryggingu og gerð er sú krafa að í verkefninu felist nýnæmi eða nýsköpun af einhverju marki. Einnig er gerð krafa um að verkefnið leiði til aukinnar atvinnusköpunar kvenna.</p> <p>Mikilvægur þáttur í verkefni endurvakins Lánatryggingasjóðs kvenna er ráðgjöf og handleiðsla lántakenda. Þegar trygging er afgreidd fer af stað ferli þar sem viðkomandi fær ráðgjöf sem sniðin er að þörfum hvers og eins. Leitað hefur verið eftir samvinnu við atvinnuþróunarfélög á landsbyggðinni og Nýsköpunarmiðstöð Íslands varðandi ráðgjafar- og handleiðsluþáttinn og munu lánþegar geta leitað þangað.</p> <p><span>Umsóknir eru rafrænar á heimasíðu verkefnisins</span> <a href="http://www.svanni.is">www.svanni.is</a> <span>en þar verður einnig að finna ýmsar upplýsingar og fréttir sem snúa að konum og atvinnurekstri.</span></p> <p>Gerður hefur verið samningur&#160; við Vinnumálastofnun um umsýslu Lánatryggingasjóðs og er verkefnið vistað hjá starfsmanni stofnunarinnar á Sauðárkróki.</p> <p>Það er von eigenda sjóðsins að hann muni efla konur til dáða og auka fjölbreytni í atvinnulífi og skapa fleiri störf.</p> <p>Góðir gestir. Ég óska okkur öllum hér til hamingju með daginn og vona að Svanni verði sá áburður til að efla vöxt í atvinnulífi kvenna sem að er stefnt.</p>

2011-09-20 00:00:0020. september 2011Ómetanlegt forvarnastarf

<p><strong>Grein Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra um störf samtakanna Vímulausrar æsku.<br /> Greinin birtist í Fréttablaðinu 20. september.</strong></p> <hr id="null" /> <h2>Ómetanlegt forvarnastarf</h2> <p>Vímulaus æska hefur í aldarfjórðung starfað að forvörnum og fræðslu til að vinna gegn áfengis- og vímuefnaneyslu barna og unglinga.</p> <p>Samtökin starfa um allt land, standa fyrir fræðslu og fyrirlestrum í samstarfi við foreldrafélög og sveitarfélög, reka foreldrasímann 581 1799 sem er opinn allan sólarhringinn og Foreldrahús þar sem veitt er fjölskylduráðgjöf, stuðningsmeðferð og margvísleg fræðsla.</p> <p>Framan af beindist áherslan að vímuefnavanda ungmenna en síðari ár hefur starfsemin og þjónustan orðið víðtækari og beinist einnig að fleiri vandamálum eins og einelti, félagslegum erfiðleikum og hegðunarvanda. Þetta tel ég skynsamlega og æskilega þróun því þessir erfiðleikar eru oft nátengdir og ekki augljóst hvað er orsök og hvað afleiðing.</p> <p>Fjöldi félagasamtaka starfar að forvörnum gegn áfengis- og vímuefnaneyslu og eðli málsins samkvæmt beinist þungi starfsins jafnan að ungu fólki. Það er verðugt markmið að draga úr neyslu áfengis og sporna við ofneyslu en árangursríkast er að koma í veg fyrir að ungt fólk hefji neyslu áfengis og annarra vímuefna.</p> <p>Því miður þekkjum við öll átakanlegar sögur um ungt fólk sem hefur misst fótanna, jafnvel á barnsaldri og ánetjast vímuefnum. Þegar skaðinn er skeður getur reynst erfitt að grípa í taumana. Þá er stutt leiðin inn í myrkviði hins harða heims sem er okkur flestum óskiljanlegur, þar sem tilveran snýst fyrst og fremst um að verða sér úti um næsta skammt sama hvað það kostar, þar sem þrífst misnotkun og margvíslegir annars konar glæpir. Í þessum heimi stefnir allt niður á við og því yngra sem fólk ratar þarna inn, þeim mun meiri hætta er því búin.</p> <p>Foreldrar barna sem lenda á þessari háskalegu braut þurfa á miklum stuðningi og leiðsögn að halda, ekki síður en börnin sjálf sem þurfa fjölþætt úrræði. Foreldrahús og önnur þjónusta Vímulausrar æsku hefur verið mörgum foreldrum haldreipi sem skipt hefur sköpum í erfiðri baráttu við að ná aftur til barnanna og hjálpa þeim til betra lífs.</p> <p>Nýlega undirritaði ég samstarfssamning við Samstarfsráð um forvarnir sem annast mun ýmis verkefni á sviði forvarna gegn áfengis- og vímuefnaneyslu. Samkvæmt samningnum leggur hið opinbera 7,5 milljónir króna til verkefnisins en á móti kemur jafn hátt framlag af hálfu samstarfsráðsins í formi sjálfboðaliðavinnu og framlaga frá öðrum aðilum. Á þennan hátt er reynt að undirstrika hve mikil verðmæti liggja í öllu því sjálfboðna starfi sem fjöldi fólks sinnir í þágu samfélagsins. Það verður seint metið að fullu til fjár en ég tel mikilvægt að viðurkenningin sé fyrir hendi.</p> <p>Kraftar frjálsra félagasamtaka á þessum vettvangi eru ómetanlegir. Þau veita hvatningu og aðhald og skipta sköpum við framkvæmd opinberra stefnumiða. Það skiptir miklu um árangur að fá sem flesta að starfinu, þannig berast skilaboðin best út í samfélagið.</p> <p>Forvarnastarfið heldur áfram. Þetta er þrotlaust starf þar sem aldrei má slaka á eða sleppa tökum. Ég óska Vímulausri æsku til hamingju með farsælt starf í 25 ár og treysti á áframhaldandi gott og árangursríkt samstarf við samtökin í framtíðinni.</p> <p><em>Guðbjartur Hannesson<br /> velferðarráðherra</em></p> <p>&#160;</p> <p>&#160;</p>

2011-09-13 00:00:0013. september 2011Sanngjarnari reglur og aukin yfirsýn yfir lyfjanotkun í þágu sjúklinga

<p><strong>Grein Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra um fyrirhugaðar breytingar á greiðsluþátttöku sjúklinga í lyfjakostnaði sem birtist í Fréttablaðinu 13. september 2011.</strong></p> <hr id="null" /> <p>Fyrirhugaðar eru breytingar á greiðsluþátttöku sjúklinga í lyfjakostnaði í samræmi við frumvarp sem lagt var fyrir Alþingi síðastliðið vor. Markmiðið er ekki að draga úr útgjöldum ríkisins heldur að taka upp kerfi sem er einfaldara og réttlátara en nú gildir, kerfi sem eykur jöfnuð, mismunar ekki sjúklingum eftir því hvaða sjúkdóma þeir glíma við og ver þá sem mest þurfa á lyfjum að halda gegn háum kostnaði.&#160;</p> <p>Gangi áformaðar breytingar eftir munu flestir verða varir við þær en ekki á sama hátt. Þeir sem oft eru veikir, nota lyf að staðaldri eða þurfa tímabundið á mjög dýrum lyfjum að halda munu greiða minna fyrir lyfin en áður. Þeir sem alla jafna þurfa lítið á lyfjum að halda munu greiða meira en þeir hafa gert hingað til.</p> <p>Nefna má raunverulegt dæmi um útgjöld öryrkja sem nú greiðir um 170.000 krónur á ári í lyfjakostnað. Útgjöld hans myndu lækka um 125.000 krónur, niður í 45.000 krónur á ári fyrir sömu lyfjanotkun.</p> <h3>Gildandi kerfi</h3> <p>Í gildandi kerfi greiðir fólk ákveðið hlutfall af verði þess lyfs sem ávísað er hverju sinni. Ekkert þak er á heildarlyfjakostnaði einstaklings sem getur því orðið mjög hár hjá þeim sem þurfa mikið á lyfjum að halda. Kerfið er flókið að því leyti að greiðsluþátttaka sjúkratrygginga er mismikil eftir lyfjaflokkum og kostnaðurinn leggst því misþungt á fólk eftir sjúkdómum.</p> <h3>Áformaðar breytingar</h3> <p>Gert er ráð fyrir að sjúkratryggðir greiði lyfjakostnað að fullu upp að ákveðnu hámarki á tólf mánaða tímabili. Þá taka við stighækkandi greiðslur sjúkratrygginga og kostnaður einstaklingsins lækkar að sama skapi. Heimilt verður að ákveða með reglugerð lægri greiðsluþátttöku fyrir aldraða, börn, atvinnulausa og öryrkja og einnig að lyf vegna tiltekinna alvarlegra sjúkdóma verði undanþegin gjaldi. Miðað er við að öll lyf sem sjúkratryggingar taka þátt í að greiða verði felld inn í einn flokk og þannig stuðlað að jafnræði milli sjúklingahópa. Sýklalyfjum verður bætt inn í greiðsluþátttökukerfið en í núgildandi kerfi þurfa notendur sýklalyfja að greiða fyrir þau að fullu. Einnig er gert ráð fyrir að S-merkt lyf sem notuð eru utan sjúkrahúsa og á göngudeildum sjúkrahúsa falli undir greiðsluþátttökukerfið.</p> <p>Sett verður þak á hámarksútgjöld einstaklings fyrir lyf á 12 mánaða tímabili. Í drögum að reglugerð er miðað við að almennt hámark verði um 64.000 krónur en um 45.000 krónur fyrir aldraða, öryrkja, atvinnulausa og börn. Nái útgjöldin hámarkinu áður en 12 mánaða tímabilið er liðið er sótt um lyfjaskírteini og greiða sjúkratryggingar þá að fullu fyrir lyf viðkomandi það sem eftir er tímabilsins.</p> <h3>Spornað við fjöllyfjanotkun</h3> <p>Fjöllyfjanotkun er mikil hér á landi. Þetta kom skýrt fram í upplýsingum sem fengust úr lyfjagagnagrunni landlæknis við könnun á notkun lyfja seinni hluta árs 2009 og fyrri hluta árs 2010. Verstu dæmin sýndu einstaklinga sem notuðu á þessu tímabili 48 mismunandi lyf, 1.650 manns höfðu notað 20 lyf eða fleiri og um 6.500 höfðu notað 10 lyf eða fleiri.</p> <p>Með frumvarpinu er áformað að taka á þessu. Því verða lyfjaskírteini ekki gefin út sjálfkrafa þegar greiðsluhámarki er náð heldur miðað við að læknir sæki um það fyrir hönd sjúklings. Þar með gefst tækifæri til að fara yfir lyfjanotkunina, hafa samband við viðkomandi lækna og óska eftir leiðréttingum ef ástæða er til.</p> <p>Ávinningur af því að sporna við óhóflegri fjöllyfjanotkun er ekki síður læknisfræðilegur en fjárhagslegur því vitað er að möguleikar á mistökum og milliverkunum vegna lyfja aukast í réttu hlutfalli við fjölda þeirra lyfja sem tekin eru.</p> <h3>Áhersla lögð á sátt um málið</h3> <p>Áformaðar breytingar á greiðsluþátttöku sjúklinga hafa verið lengi í undirbúningi og markmið þeirra eru skýr. Áhersla hefur verið lögð á að kynna þær vel fyrir hagsmunaaðilum og hlusta á sjónarmið þeirra. Öryrkjabandalagið hefur lýst því yfir að það sé hlynnt boðaðri kerfisbreytingu og að hún sé réttlætismál þótt vissulega geri það ýmsar athugasemdir við frumvarpið í vandaðri umsögn til heilbrigðisnefndar Alþingis. Fleiri hafa skilað umsögnum sem mikilvægt er að skoða ofan í kjölinn. Ákveðið hefur verið að sú vinna fari fram í velferðarráðuneytinu með hliðsjón af ábendingum heilbrigðisnefndar og umsögnum sem henni bárust. Stefnt er að því að leggja endurskoðað frumvarp fyrir Alþingi á haustþingi með von um að það geti orðið að lögum fyrir áramót.</p> <p>Eins og ég sagði í upphafi munu flestir finna fyrir breytingunum verði frumvarpið að lögum. Lyfjakostnaður lækkar hjá þeim sem mest þurfa á lyfjum að halda og hafa hingað til borið mestan kostnað. Hinir þurfa að greiða meira en áður.</p> <p>Þetta er róttæk breyting og ég legg mikið upp úr því að um hana náist góð sátt og samstaða. Vel getur verið að einhverjar breytingar þurfi að gera á frumvarpinu frá því sem lagt var fyrir Alþingi í vor. Verkefni ráðuneytisins er að fara yfir það á næstu vikum. Þetta mál verður ekki keyrt fram af hörku í andstöðu við sjúklinga. Markmiðið er að búa til réttlátara kerfi að norrænni fyrirmynd sem er einfalt, mismunar ekki sjúklingum og ver þá fyrir háum útgjöldum sem nú þurfa að greiða mest vegna viðvarandi heilsuleysis eða erfiðra sjúkdóma.</p> <p><em>Guðbjartur Hannesson<br /> velferðarráðherra</em></p> <p>&#160;</p>

2011-09-04 00:00:0004. september 201120 ár frá stofnun Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna

<p>&#160;</p> <p><strong>20 ár frá stofnun Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna<br /> </strong><strong>Ávarp Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra</strong></p> <p>Forseti Íslands, frumkvöðlar og stjórnendur Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna, góðir gestir og velunnarar félagsins.</p> <p>Hann líður hratt, tíminn. Þeim sem til þekkja finnst sjálfsagt mörgum að vart séu liðin nema nokkur ár frá því að Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna var formlega stofnað árið 1991.</p> <p><span>Sagan er þó mun lengri og hófst stofnun félagsins 9. febrúar árið 1983 þegar</span> <span>foreldrar sjö krabbameinssjúkra barna komu saman á heimili Helgu Karlsdóttur, hjúkrunarfræðings á Barnaspítala Hringsins, ásamt Guðmundi Jónmundssyni lækni og Hertu W. Jónsdóttur hjúkrunarframkvæmdastjóra og stofnuðu óformlega Félag foreldra barna með illkynja sjúkdóma. Félagið tók síðar upp nafnið Samhjálp foreldra þegar það gekk í Krabbameinsfélag Íslands árið 1986. Tilgangur félagsins var að gefa foreldrum kost á að kynnast svo að þeir gætu leitað til annarra foreldra og fengið stuðning og upplýsingar um sjúkdóm barna sinna. Frá þessu öllu er sagt í áhugaverðri Sögu Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna eftir Benedikt Axelsson.</span></p> <p>Styrktarfélagið hefur alla tíð haft að markmiði að létta líf krabbameinssjúkra barna og fjölskyldna þeirra, vera þeim stoð og styrkur, jafnt félagslega og fjárhagslega. Óhætt er að segja að félagið hafi staðið vel að baki þessum markmiðum og staðið fyrir fjölbreyttum verkefnum í þessu skyni. Það yrði langur listi ef telja ætti þau öll upp hér.</p> <p>Ég vil þó geta sérstaklega um merkilegan áfanga sem varð snemmsumars þegar hvíldarheimilið Hetjulundur var vígður formlega. Heimilið er griðastaður fyrir börn sem greinst hafa með krabbamein og fjölskyldur þeirra meðan á veikindum stendur. Góðgerðafélagið <em>Á allra vörum</em> gerði þennan draum að veruleika með átaki sem fékk stóran hluta landsmanna til að ganga um með glansandi bros eftir að hafa lagt málefninu lið með kaupum á glossi. Margir fleiri styrktu framkvæmdina með fé og vinnu og lóðina fékk félagið að gjöf en húsið er í landi Ketilsstaða í Holta- og Landsveit.</p> <p>Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna er merkileg stærð í samfélaginu. Það hefur mikið að gefa sem gerir það að verkum að svo margir vilja færa því gjafir. Fólk, félög og fyrirtæki vilja koma að þeim góðu málefnum sem styrktarfélagið stendur fyrir og leggja þannig sitt af mörkum. Allt starf félagsins einkennist af samstöðu félagsmanna, sterkum vilja og yfirbragði sem tryggir gott samstarf við þá fjölmörgu sem félagið vinnur með, eins og starfsfólk Barnaspítala Hringsins og fjölda annarra, fagaðila og ýmissa velgjörðarmanna.</p> <p>Það er stórt áfall að greinast með krabbamein og þegar börn eiga í hlut er það mikið reiðarslag fyrir alla fjölskylduna, vini og ættingja. Meðferðin er krefjandi og reynir auðvitað mest á börnin sjálf, en líka á foreldra og systkini. Fjölskyldan þarf öll á stuðningi að halda og í þeim efnum er starf Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna ómetanlegt.</p> <p>Miklar framfarir hafa orðið í meðferð krabbameina á síðustu árum og batahorfur eru í mörgum tilvikum mjög góðar. Það breytir þó ekki því að þessi sjúkdómsgreining er alltaf alvarleg og þess vegna skiptir miklu að veita þeim sem í hlut eiga sem mestan mögulegan stuðning. Heilbrigðisþjónustan, skólakerfið og almannatryggingakerfið skipta hér miklu máli. Það þarf samt meira að koma til og ég veit að ef styrktarfélagið væri ekki með öll sín góðu verk myndi blasa við stórt skarð í þjónustunni og tómarúm sem erfitt væri að fylla.</p> <p>Störf almannaheillasamtaka; frjálsra félagasamtaka, styrktarfélaga og aðstandendafélaga, eru ómetanleg í íslensku samfélagi. Að baki þeim stendur mikill fjöldi fólks sem er drifinn er áfram af hugsjónum og vilja til þess að hafa áhrif og vinna öðrum gagn. Þau veita stjórnvöldum og opinberum aðilum einnig sterkt aðhald og oft eiga þau frumkvæðið að því að efna til verkefna og þjónustu sem síðar meir verður sjálfsagður þáttur í verkefnum hins opinbera.</p> <p>Góðir gestir.</p> <p>„Þegar maður á lífsblóm byggir maður hús“ sagði sá hrjúfi maður Bjartur í Sumarhúsum í Sjálfstæðu fólki. Þar var mikið sagt miðað við hver átti í hlut enda gekk hann trúlega aldrei jafn langt í því að láta tilfinningar sínar í ljós.</p> <p>Þessi orð eiga kannski vel við um störf Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna, en þá ekki síður í óeiginlegri merkingu en eiginlegri.</p> <p>Ég óska ykkur öllum til hamingju með daginn og velfarnaðar í framtíðinni.</p> <p>&#160;</p>

2011-09-03 00:00:0003. september 2011Fjórðungsþing Vestfirðinga

<strong>Ávarp velferðarráðherra á Fjórðungsþingi Vestfirðinga</strong> <p><strong>Bolungarvík 2.–3. september 2011</strong></p> <p>Góðir gestir á Fjórðungsþingi Vestfirðinga.</p> <p>Þakka ykkur fyrir að bjóða mér til Fjórðungsþings Vestfirðinga. Það er mikils virði fyrir mig að hitta ykkur sveitarstjórnarmenn á heimavelli, ásamt öllum öðrum góðum gestum þingsins. Án efa eru mörg mál sem brenna heitt á mönnum hér, þar sem sæti eiga fulltrúar tíu sveitarfélaga í þessum víðfeðma og stórbrotna en tiltölulega fámenna og dreifbýla landshluta.</p> <p>Samkvæmt dagskrá er mikið lagt undir í umræðunni. Annars vegar stoðkerfi atvinnulífsins, þjónusta gagnvart notendum, hvort og hvernig sé hægt að bæta hana, auka skilvirkni og samvinnu og fleira. Svo er það sóknaráætlunin: Ísland 20/20 og tillögur ykkar Vestfirðinga um forgangsröðun verkefna í tengslum við fjárlagagerðina. Allt þetta er til umræðu á Fjórðungsþinginu og varðar stefnumótun svæðisins til framtíðar.</p> <p>Fyrir skömmu var haldinn samráðsfundur fulltrúa sveitarfélaga á Vestfjörðum, ráðuneyta og stofnana, þar sem sóknaráætlunin var til umfjöllunar og verkefni sem snúa að eflingu byggðar og atvinnusköpunar hér í samræmi við samþykkt ríkisstjórnarinnar frá 5. apríl síðastliðnum. Áður en lengra er haldið vil ég biðjast velvirðingar á því að velferðarráðuneytið átti ekki fulltrúa á þessum fundi. Ég harma að þannig skyldi fara, því það var síður en svo ásetningur ráðuneytisins að sniðganga fundinn. Annar samráðsfundur var 30. ágúst og þangað mætti fulltrúi ráðuneytisins eins og vera ber.</p> <p>Eins og fram kom í kjölfar fundar ríkisstjórnarinnar hér fyrir vestan í vor skal fylgja verkefnunum eftir með samráði stjórnvalda og sveitarfélaganna með það að markmiði að ábyrgð þeirra færist í auknum mæli heim í hérað. Þessi áform og aðgerðir standa í fullu gildi, og ég lýsi heilshugar vilja mínum til þess að vinna áfram að framkvæmd þeirra verkefna sem snúa að velferðarráðuneytinu í samstarfi við ykkur heimamenn.</p> <p>Góðir gestir.</p> <p>Það er verulegt áhyggjuefni hve fólksfækkun hefur verið mikil og viðvarandi um langt skeið í mörgum sveitarfélögum á Vestfjörðum. Okkur verður að takast að snúa þessari þróun við með markvissum og raunhæfum aðgerðum. Ég trúi því að hér geti náðst jafnvægi; sjálfbær byggð með öflugu og fjölbreyttu atvinnulífi sem rennir styrkum stoðum undir alla þá þætti sem gera búsetu á svæðinu eftirsóknarverða. Þær aðgerðir á Vestfjörðum sem ríkisstjórnin samþykkti í vor að ráðast í hafa að markmiði að stuðla að þessu. Þær snúa að því að bregðast við samdrætti með forgangsröðun verklegra framkvæmda hins opinbera, bregðast við alvarlegu atvinnuástandi á Flateyri, jöfnun búsetuskilyrða, aðgerðum í velferðarmálum og eflingu menntunar, rannsókna og opinberrar starfsemi.</p> <p>Heildarfjárhæð til þessara aðgerða er metin um 5,4 milljarðar króna. Um 4,3 milljarðar renna til samgönguverkefna á árunum 2011–2013, um 1 milljarður til ofanflóðaverkefna árin 2012 og 2013 og um 100 milljónir króna dreifast á tólf verkefni á sviði velferðar-, mennta- og byggðamála.</p> <p>Af verkefnum sem varða ráðuneyti mitt var ráðist í átaksverkefni um tímabundin störf, einkum fyrir íbúa Flateyrar. Sett voru á fót átta mismunandi verkefni í þessu skyni og störfuðu við þau 29 manns. Búið er að verja samtals 20 milljónum króna í þetta verkefni. Átta milljónir hafa komið frá velferðarráðuneytinu, 11 milljónir frá Vinnumálastofnun og 2 milljónir frá Ísafjarðarbæ. Ég vil einnig segja frá því að í bígerð er að stofna til eins til tveggja annarra atvinnuskapandi verkefna þannig að fjárveitingin nýtist að fullu.&#160;</p> <p>Atvinnuástand er nokkuð mismunandi eftir byggðarlögum hér fyrir vestan. Ég vil hins vegar halda því til haga að sé horft til atvinnuástands í einstökum landshlutum sést að staðan á Vestfjörðum er með því betra sem gerist. Í júlí í fyrra mældist atvinnuleysið 3,1%. Það er nú um 2,6% á móti 6,6% atvinnuleysi á landinu öllu að meðaltali.</p> <p>Í samræmi við ákvörðun ríkisstjórnarinnar var ákveðið að ráðast í samstarfsverkefni um öldrunarþjónustu sem snýr einkum að efldri heimahjúkrun á Flateyri með samþættingu við félagsþjónustu þar. Velferðarráðuneytið hefur tryggt 20 milljónir króna til þessa verkefnis. Það er mikilvægt að þið heimamenn vinnið í sameiningu að útfærslu varðandi framkvæmdina og hvernig þið getið best nýtt þessa fjármuni í þágu íbúanna. Æskilegt væri að ráðuneytið fengi frá ykkur beinar tillögur um þetta.</p> <p>Ég nefni einnig að starfsemi hjúkrunarheimilanna í Barmahlíð og Reykhólasveit hefur verið varin og rýmum ekki fækkað, líkt og víðast annars staðar.</p> <p>Af stærri verkefnum á sviði velferðarmála er samstarfsverkefni stjórnvalda og sveitarstjórna vegna áforma um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði og endurbyggingu hjúkrunarheimilisins hér í Bolungarvík. Hér þarf að fara vel yfir mögulega kosti varðandi uppbygginguna, fjármögnun framkvæmda og allt fyrirkomulag miðað við hvað er hagfelldast fyrir sveitarfélögin, íbúana og einkum þá sem munu njóta þjónustunnar. Ég legg áherslu á að við lendum þessum málum sem fyrst og helst fyrir áramót.</p> <p>Fjölmenningarsetur hefur starfað í tíu ár og hefur að mínu mati gefist afar vel. Þetta er geysilega mikilvæg upplýsingaveita sem heldur úti vef með fjölbreyttum, aðgengilegum og hagnýtum leiðbeiningum og upplýsingum um íslenskt samfélag fyrir þá sem stíga hér fyrstu skrefin. Þessar upplýsingar eru á mörgum tungumálum og sömuleiðis símaþjónusta sem er snar þáttur í starfseminni og afar mikilvæg þar sem fólk getur hringt og rætt, á sínu móðurmáli, við fólk með mikla þekkingu sem getur aðstoðað og vísað veg í kerfinu. Það er augljóst að Fjölmenningarsetur getur verið mjög mikilvægur bakhjarl fyrir sveitarfélögin í landinu varðandi málefni útlendinga, en ég legg áherslu á að þjónusta við innflytjendur er og á að vera á hendi sveitarfélaga á hverjum stað.</p> <p><span>Ríkisstjórnin hefur lýst vilja sínum til að tryggja starfsemi Fjölmenningarseturs með lögum. Í samræmi við það er nú unnið að undirbúningi frumvarps um innflytjendur í velferðarráðuneytinu og ég stefni að því að það verði lagt fram á haustþingi.</span></p> <p>- - - -</p> <p>Góðir gestir.</p> <p>Eitt af markmiðum ríkisstjórnarinnar er að efla sveitarstjórnarstigið og fela sveitarfélögum ábyrgð á framkvæmd fleiri verkefna. Stór áfangi í þessa átt varð með tilfærslu ábyrgðar á þjónustu við fatlað fólk til sveitarfélaganna um síðustu áramót.</p> <p>Enn er stefnt að því að öll þjónusta við aldraðra færist einnig á hendur sveitarfélaganna og hef ég miðað við að það náist í byrjun árs 2014. Við þurfum þó að skoða þetta í stærra samhengi, ekki síst út frá stöðu heilbrigðisstofnana úti um land og verkefna þeirra og aðstæðum sveitarfélaga á hverjum stað. Ég tel jafnframt fulla ástæðu til að skoða möguleika þess að sveitarfélögin taki að sér ábyrgð á heilsugæsluþjónustu, líkt og reifað er í drögum að heilbrigðisáætlun til ársins 2020. Ég tel mikilvægt að sveitarfélög og ríki vinni saman að því að koma upp þjónustustofnunum sem víðast, þar sem öll almenn þjónusta við íbúana verður, bæði félags- og heilbrigðisþjónusta auk annarrar þjónustu. Saman geti þessi tvö stjórnsýslustig boðið upp á enn betri þjónustu en nú er veitt.</p> <p>Öll tel ég að öldrunarmál og heilbrigðismál spili vel saman, enda í mörgum atriðum nátengd. Þau snúast fyrst og fremst um grunnþjónustu eða svokallaða fyrsta stigs þjónustu. Þau eru í eðli sínu nærþjónusta sem mikilvægt er að veita sem næst íbúunum á hverjum stað og að mínum dómi skiptir miklu að heimamenn og notendur þjónustunnar fái sem mestu ráðið um fyrirkomulag hennar, skipulag og þróun.</p> <p>Góðir gestir.</p> <p>Ég ætla að víkja aðeins nánar að sóknaráætlun til ársins 2020, því þar er unnið út frá þeirri hugsun að efla aðkomu sveitarfélaga og landshlutasamtaka þeirra að ráðstöfun ríkisfjár.</p> <p>Mikilvægir þættir í þessari vinnu er gerð sóknaráætlana fyrir landshluta, gerð fjárfestingaráætlunar og vinna við einföldun og samþættingu á opinberum stefnum og áætlunum.</p> <p>Landshlutasamtök sveitarfélaga vinna nú að því að taka saman og forgangsraða verkefnum á sínu svæði inn í áætlunina ásamt verklýsingum og eiga að skila niðurstöðum sínum til fjármálaráðuneytisins fyrri hluta septembermánaðar. Verkefnin eiga að samræmast þeim áherslum sem lýst er í Ísland 20/20 og skulu rúmast innan þess ramma sem ráðuneytum er markaður í fjárlögum.</p> <p>Sóknaráætlunin er nýjung sem byggist eins og ég sagði á þeirri hugsun að efla aðkomu sveitarfélaga og heimafólks við stefnumótun, þróun og uppbyggingu landssvæða. Í þessu felst veruleg aukin valdreifing með breiðari aðkomu en áður að ákvarðanatöku um forgangsröðun verkefna í hverjum landshluta. Ég tel þetta algjörlega nauðsynlegt og falla vel að stefnu um eflingu sveitarfélaga og yfirfærslu verkefna á þeirra hendur samhliða aukinni ábyrgð sem þar með fylgir.</p> <p>Fjárlagagerð fyrir næsta ár er nú á lokastigi. Fulltrúar velferðarráðuneytisins hafa að undanförnu fundað með stjórnendum stofnana ráðuneytisins til að ræða um rekstrarstöðu og fagleg málefni í tengslum fjárlagavinnuna. Þessir fundir eru afar mikilvægir fyrir ráðuneytið og stofnanirnar. Við þurfum enn að hagræða og draga úr útgjöldum og þar náum við ekki árangri nema með góðu samráði og samstarfi.</p> <p>Það hvílir þung ábyrgð og skylda á okkur öllum að ná jafnvægi í rekstri hins opinbera en tryggja samt að almenningur hafi aðgang að allri nauðsynlegri þjónustu sem rétt er og skylt að veita í velferðarsamfélagi sem stendur undir nafni.</p> <p>- - - - - -</p> <p>Talað orð gildir</p> <p>&#160;</p>

2011-09-02 00:00:0002. september 2011Ávarp velferðarráðherra á ráðstefnu um heilsueflandi skóla

<strong>Ávarp velferðarráðherra á ráðstefnu embættis landlæknis um heilsueflandi skóla</strong> <p><strong>Grand hótel 2. september 2011</strong></p> <p>Ágætu ráðstefnugestir, góðir félagar</p> <p>Síðastliðinn vetur fékk ég í heimsókn í Alþingishúsið hóp gamalla nemenda minna sem var að kynna sér starfsemi og hlutverk Alþingis.<span>&#160;</span>Kennararnir spurðu krakkana hvort þau vissu hvað ég gerði í dag.<span>&#160;</span>Einn svaraði strax játandi og sagði; hann er „vellíðunarráðherra“.<span>&#160;</span> Mér fannst svarið gott og kannski mjög lýsandi fyrir hlutverk velferðarráðuneytis, þ.e. að vinna að því að öllum líði vel í okkar landi.</p> <p>Árið 1993 hófst samstarfsverkefni milli landlæknisembættisins og heilbrigðisráðuneytisins undir yfirskriftinni <em>Heilsuefling hefst hjá þér.</em> Markmiðið var að efla heilsu og vellíðan landsmanna. Byggt var á íslensku heilbrigðisáætluninni og tekið mið af markmiðum Alþjóðaheilbrigðismála­stofnunarinnar í þessum efnum.</p> <p>Undir hatti þessa verkefnis var sett af stað þróunarverkefnið <em>Heilsuefling í skólum</em> sem hófst árið 1994 á vegum embættisins og tók til skóla á öllum skólastigum. Verkefnið byggðist á hugmyndafræði heilsuskóla í Evrópu. Þetta verkefni fékk svo aukinn byr undir vængi þegar samstarf milli landlæknisembættisins, heilbrigðisráðuneytisins og menntamálaráðuneytisins hófst árið 1999 um <em>heilsueflandi skóla</em>.</p> <p>Fjórir skólar tóku þátt hér á landi og var afrakstur þess viðmið fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla þar sem fram komu markmið heilsueflingar í skólum. Þessi<span>&#160;&#160;</span> hugmyndafræði<span>&#160;</span> hefur verið í<span>&#160;</span> sífelldri þróun hérlendis<span>&#160;</span> og hefur<span>&#160;</span> Lýðheilsustöð, sem<span>&#160;</span> nú hefur sameinast<span>&#160;</span> landlæknisembættinu,<span>&#160;</span> unnið<span>&#160;</span> mikið<span>&#160;</span> starf<span>&#160;</span> á þessu<span>&#160;</span> sviði.<span>&#160;</span> Þetta<span>&#160;</span> þekkja eflaust margir hér inni,<span>&#160;</span> bæði í gegnum verkefnið<span>&#160;</span> <em>Allt hefur áhrif</em> og<span>&#160;</span> svo<span>&#160;</span> <em>Heilsueflandi&#160; grunnskóla</em><span>&#160;</span> og <em>Heilsueflandi&#160; framhaldsskóla</em> sem þessi<span>&#160;</span> ráðstefna snýst um. Það er ánægjulegt hversu<span>&#160;</span> vel<span>&#160;</span> skólasamfélagið<span>&#160;</span> hefur tekið þessari<span>&#160;</span> hugmyndafræði<span>&#160;</span> en<span>&#160;</span> mér skilst að nú séu 31 af 32 framhaldsskólum<span>&#160;&#160;</span> þátttakendur og<span>&#160;</span> 28 grunnskólar og margir þar á leiðinni.<span>&#160;</span> Þá má minnast á öflugt starf félags heilsuleikskóla, en margir leikskólar eru reknir sem slíkir.</p> <p><span>Slagorðið <em>Heilsuefling hefst hjá þér</em> hlýtur að hitta flesta fyrir og vekja til umhugsunar um eigin ábyrgð á heilsu sinni og vellíðan. Við getum hvenær sem er á ævinni hafið heilsueflingu með því að breyta venjum okkar og taka upp betri siði en við höfum ástundað í gegnum tíðina. Það er hins vegar auðveldara að beygja líkamann en viljann, sérstaklega þegar við erum farin að festast í viðjum vanans eins og gerist með aldrinum.</span></p> <p>Við getum á öllum aldri tekið ákvörðun um að ráðast gegn aukakílóunum, hætta að reykja, hætta að drekka, byrja að hreyfa okkur reglulega og huga að geðheilsunni svo eitthvað sé nefnt. Allt getur þetta hins vegar kostað mikið átak og erfiði, - hatramma glímu milli viljans og vanans þar sem oft er tvísýnt um úrslitin.</p> <p>Best er að tileinka sér heilbrigða lífshætti frá fyrstu tíð og gera þá sjálfsagða í daglegu lífi. Þannig má sleppa við erfiðar rimmur gegn vondum vana síðar meir.</p> <p>Á þessu byggist hugmyndin um heilsueflandi skóla. Að sjálfsögðu gegna foreldrar alltaf meginhlutverki í uppeldi og mótun barna sinna sem nánasta fyrirmynd þeirra. Skólinn getur hins vegar verið mikilvægur stuðningur og viðbót í þessum efnum með því að sinna þessum þáttum á markvissan hátt og viðvarandi í öllu skólastarfi.</p> <p>Hugtakið heilsuefling snýst um miklu víðara svið en forvarnir og heilbrigðisþjónustu. Heilsuefling snýst ekki um tímabundin átaksverkefni heldur felst hún í því að því að efla möguleika og getu einstaklinga til þess að taka þær ákvarðanir sem leiða til heilbrigðis og vellíðunar. Til þess þarf stuðning og hvatningu í samfélaginu, alls staðar sem því verður við komið og mikilvægt er að móta umhverfi og aðstæður með möguleika fólks til heilsueflingar að leiðarljósi. Skipulagsmál má nefna sem einn þátt af mörgum sem geta ýtt undir heilsueflingu eða unnið gegn henni, allt eftir því hvernig á málum er haldið.</p> <p>Breiður hópur fagstétta gegnir hér lykilhlutverki, jafnt í skólakerfinu, félagslega kerfinu og heilbrigðiskerfinu. Þverfaglegt samstarf er ein af forsendum árangurs og stjórnvöld bera jafnframt mikla ábyrgð með því að sinna stefnumótun og taka ákvarðanir sem styðja við heilsueflingu. En jafnframt verðum við ávallt að hafa í huga mikilvægi góðs samstarfs við unga fólkið, nemendurna, sem verið er að móta og kenna heilbrigðan lífsstíl.<span>&#160;</span> Á má aldrei gleymast að starfsfólk skóla, ekki hvað síst kennarar, eru fyrirmyndir barnanna og þarf skólinn í heild, ALLIR, að taka þátt.<span>&#160;</span> Það er löngu kunnugt að hreyfinga og heilbrigt líferni hjálpar til að skila betri árangri í lífi og starfi.</p> <p>Ég ætla ekki að fjölyrða ávinninginn, jafnt fyrir samfélagið og einstaklingana, sem felst í almennri ástundun heilsueflingar fólks á öllum aldri. Því fyrr á lífsleiðinni sem við tileinkum okkur hana, því betra. Einmitt þess vegna er heilsuefling í skólum verkefni sem við eigum að leggja við mikla rækt og flétta inn í allt skólastarf á öllum skólastigum.</p> <p>Það eru mörg áhugaverð efni til umfjöllunar hér framundan og án efa verður þetta fróðlegur og skemmtilegur dagur hjá ykkur öllum.&#160;</p> <p>Megiði eiga skemmtilegan og árangursríkan dag, þar sem skipst er á reynslu og skoðunum, miðlað og aflað þekkingar og leitað upplýsinga.&#160; Megi ráðstefnan þjóna þeim tilgangi að verða ykkur sjálfum, börnum okkar og unglingum og raunar samfélaginu öllu til heilla.</p> <p><span>Gleymum aldrei að heilsueflandi skóli, byggir ekki hvað síst á</span> <span>góðu <em>umhverfi, sem býður upp á góðan starfsanda, veitir öruggi, byggir á sjálfstæði og frumkvæði,<span>&#160;</span> <strong>jákvæðni,</strong> vinsemd og virðingu.</em></span></p>

2011-08-29 00:00:0029. ágúst 2011Ársþing Sambands sveitarfélaga á Norðurlandi vestra

<div class="single-news__big-image"><figure><a href="/media/velferdarraduneyti-media/media/logos/SSNV.JPG"><img src="/media/velferdarraduneyti-media/media/logos/SSNV.JPG?proc=singleNewsItem" alt="SSNV" class="media-object"></a><figcaption>Samband sveitarfélaga á Norðurlandi vestra</figcaption></figure></div><p>Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra ávarpaði ársþing Sambands sveitarfélaga á Norðurlandi vestra sem haldið var á Reykjum í Hrútafirði dagana 26. – 27. ágúst.&#160;</p> <p>Ráðherra gerði að umtalsefni þær breytingar sem þjóðin er að ganga í gegnum á ýmsum sviðum í kjölfar efnahagshrunsins en sagði augljóst að við myndum rétta úr kútnum, nýta þau fjölmörgu tækifæri sem þjóðin hefur; auðlindir og mannauð til að endurreisa samfélagið og gera það sterkara en áður.</p> <p>„Við höfum sannanlega glímt við erfiðleika í þessu landi síðustu ár en nú fer ekki á milli mála að okkur hefur tekist að snúa vörn í sókn og ef vel tekst til þá verður samfélagið sterkara. Við höfum vonandi styrk til að hverfa frá þeirri vaxandi misskiptingu og því óréttlæti sem ríkti í okkar samfélagi á „froðutímanum“ fyrir hrun og fá þess í stað betra og réttlátara samfélag með meiri jöfnuði“ sagði ráðherra.&#160;</p> <p>„Í mörgum efnum höfum við þurft að meta stöðu okkar upp á nýtt. Við þurfum að endurmeta margt og þá ekki hvað síst hvað það er sem gefur lífinu gildi. Við höfum þurft að sníða okkur nýjan stakk sem hæfir vexti og erum enn að glíma við að ná tökum á þeim ofvexti sem einkenndi samfélagið fyrir hrun.“</p> <p>Ráðherra gerði grein fyrir helstu stærðum efnahagshrunsins þar sem um fimmtungur ríkistekna tapaðist á einni viku vegna tekjusamdráttar og vaxtakostnaðar. Hann sagðist ítrekað hafa bent á að öll úrræðin sem íslenska ríkið átti að eiga á samdráttartímum, voru notuð til að kynda þensluna á árunum fyrir hrun.</p> <p>„Á sama tíma og höfuðborgarsvæðið, Akureyrarsvæðið og Austurland bjuggu við bullandi þenslu voru aukna lánveitingar til húsnæðiskaupa og skattar lækkaðir.<span>&#160;</span> Afleiðingarnar þekkjum við.<span>&#160;</span> Endurreisn Seðlabankans og viðskiptabankanna, halli á fjárlögum o.fl. þýða að á næsta ári verða vaxtagjöld ríkisins u.þ.b. 15% útgjalda ríkissjóðs. Verkefnið er að breyta eins hratt og skynsamlegt er þessum vöxtum í velferð. Þar hægðum við þó á með gerð kjarasamninga, sem reyna á þolmörkin en ýta jafnframt undir neyslu og aukin umsvif og létta á hjá heimilum landsins. Það hefur einnig verið gert með ótal aðgerðum til að koma til móts við þá sem verst fóru út úr hruninu.“</p> <p>Ráðherra ræddi um fall íslensku krónunnar sem áður hefði birst í gengisfellingum og verðbólgu og lenti sem kostnaður á heimilum með hærri útgjöldum og minnkandi kaupmætti. „Erfitt ætlar að reynast að vega og meta kostnaðinn og ávinninginn af þessum veika gjaldmiðli sem fjárfestar geta leikið sér með, sem kostar hærra verðlag, hærri vaxtargjöld, hærri útgjöld í heild. Við þurfum að taka afstöðu um hvort við sættum okkur við kollsteypur á um það bil 10 ára fresti.“</p> <p>Ráðherra verkefni ríkis og sveitarfélaga að takast á við breyttar aðstæður og vinna úr þeim á skynsamlegan hátt. Þetta væri og yrði áfram stór áskorun. Það lægi fyrir hver verkefnin væru en sum þeirra þyrfti að endurskipuleggja, hugsa upp á nýtt og finna nýjar, hagkvæmari og skilvirkari leiðir við framkvæmd þeirra. Sameining stofnana og ráðuneyta væri liður í þessu. Megin markmiðið væri að koma þjónustunni sem best til þeirra sem hún er ætluð en minnka stjórnunarkostnað og milliliði.&#160;</p> <p>Eitt af markmiðum ríkisstjórnarinnar er að efla sveitarstjórnarstigið og fela þeim ábyrgð á framkvæmd fleiri verkefna. Stór áfangi í þessa átt varð með tilfærslu ábyrgðar á þjónustu við fatlað fólk til sveitarfélaganna um síðustu áramót, sagði velferðarráðherra. Þá væri enn stefnt að því að flytja alla þjónustu við aldraða á hendur sveitarfélaganna en það þyrfti að skoða í stærra samhengi, ekki síst út frá stöðu heilbrigðisstofnana úti um land og verkefna þeirra og aðstæðum sveitarfélaga á hverjum stað.</p> <p>Ráðherra sagði jafnframt fulla ástæðu til að skoða möguleika þess að sveitarfélögin taki að sér ábyrgð á heilsugæsluþjónustu, líkt og reifað sé í drögum að heilbrigðisáætlun til ársins 2020. Sveitarfélög og ríki þurfi að vinna saman að því að koma upp þjónustustofnunum sem víðast, þar sem öll almenn þjónusta við íbúana verður, bæði félags- og heilbrigðisþjónusta auk annarrar þjónustu. Saman geti þessi tvö stjórnsýslustig boðið upp á enn betri þjónustu en nú er veitt.</p> <p>Sameining heilbrigðisráðuneytisins og félags- og tryggingamálaráðuneytisins í nýtt velferðarráðuneyti um síðustu áramót er að mörgu leyti sprottin af breyttum áherslum og hugsunarhætti í velferðarmálum sagði velferðarráðherra í ávarpi sínu: „Velferð fólks ræðst af ótalmörgum þáttum og þar eru heilbrigðismál aðeins einn af mörgum þótt mikilvægur sé. Aðrir veigamiklir þættir eru vinnumál og endurhæfing, húsnæðismál, almannatryggingar og jafnréttismál svo fátt eitt sé talið. Allt þetta þarf að skoða í samhengi og hafa í huga við skipulag og uppbyggingu grunnþjónustunnar. Við þurfum að brjóta niður múra milli verkefna, faggreina, stofnana og stjórsýslustiga og stuðla að aukinni samvinnu og samþættingu alls staðar þar sem það er líklegt til árangurs.“</p> <p>Ráðherra sagði frá vinnu við gerð nýrrar heilbrigðisáætlunar til ársins 2020 en fyrri áætlun rann sitt skeið árið 2010. Ný áætlun verður lögð fyrir Alþingi sem tillaga til þingsáætlunar á komandi vetri. Ráðherra sagði fyrstu drög liggja fyrir en nú væri unnið að því að auka við hana og færa þar inn aukna áherslu á aðra þætti sem lúta að velferðarmálum í víðara samhengi. Auk þessa stæði nú yfir vinna við endurskoðun almannatryggingalaganna og ættu tillögur að birtast í lok þessa árs. Þá væru húsnæðismálin einnig til skoðunar þar sem meðal annars væri fjallað um leiðir til að bæta stöðu leigjenda á húsnæðismarkaði og jafna stöðu leigjenda og eigenda húsnæðis: „Hugmyndir eru um að taka upp húsnæðisbætur í stað vaxta- og húsaleigubóta, vinna vandaðri upplýsingar um húsnæðismál og stöðu þeirra mála á hverjum tíma og gera áætlanir sem taka mið af þörfum fólks um leið og efnahagslegir þættir verði jafnframt hafðir í huga.“</p> <p>Það þarf að tryggja framtíðarskipulag Íbúðalánasjóðs, sem grundvallarstoðar og stjórntæki stjórnvalda á húsnæðismarkaði, veigamiklum þætti í okkar velferðarkerfi, sagði velferðarráðherra. Þá væru atvinnumálin og það að nýta vinnufúsar hendur eitt mikilvægasta verkefnið í velferðarmálum og um leið að hindra að stór hópur heillar kynslóðar venjist á að lifa af atvinnuleysistekjum einum saman.</p> <p>Ráðherra fór yfir þá vinnu sem nú stendur yfir varðandi <em>sóknaráætlun til ársins 2020</em> en stórir þættir í þeirri vinnu er gerð sóknaráætlana fyrir landshluta, gerð fjárfestingaráætlunar og vinna við einföldun og samþættingu á opinberum stefnum og áætlunum.</p> <p>Landshlutasamtök sveitarfélaga vinna nú að því að taka saman og forgangsraða verkefnum á sínu svæði inn í áætlunina ásamt verklýsingum og eiga að skila niðurstöðum sínum til fjármálaráðuneytisins fyrri hluta septembermánaðar. Verkefnin eiga að samræmast þeim áherslum sem lýst er í Ísland 20/20 og skulu rúmast innan þess ramma sem ráðuneytum er markaður í fjárlögum.</p> <p>„Sóknaráætlunin er nýjung sem byggist ekki síst á þeirri hugsun að efla aðkomu sveitarfélaga og heimafólks við stefnumótun, þróun og uppbyggingu landssvæða. Í þessu felst veruleg aukin valdreifing með breiðari aðkomu en áður að ákvarðanatöku um forgangsröðun verkefna í hverjum landshluta. Ég tel þetta algjörlega nauðsynlegt og falla vel að stefnu um eflingu sveitarfélaga og yfirfærslu verkefna á þeirra hendur samhliða aukinni ábyrgð sem þar með fylgir.“</p> <p>Ráðherra gerði að umtalsefni nýlega skýrslu um skipulag heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi sem unnin var að frumkvæði heimamanna af stjórnendum og fagfólki heilbrigðisstofnana í heilbrigðisumdæmi Norðurlands. Ráðherra sagðist fagna þessu frumkvæði, enda væru í skýrslunni margvíslegar upplýsingar sem muni koma að góðu gagni við frekari umfjöllun og ákvarðanatöku um skipan þessara mála. Þetta mál sagði ráðherra að þurfi að vinna áfram í sameiningu; ráðuneytið, stofnanirnar og heimamenn í héraði og án efa muni sú samvinna skila skynsamlegri niðurstöðu.</p> <p>Fjárlagagerð fyrir næsta ár er nú á lokastigi og sagði ráðherra frá því að fulltrúar velferðarráðuneytisins hafa að undanförnu fundað með stjórnendum stofnana ráðuneytisins til að ræða um rekstrarstöðu og fagleg málefni í tengslum fjárlagavinnuna. Þessir fundir væru afar mikilvægir fyrir ráðuneytið og stofnanirnar. Enn þurfi að hagræða og draga úr útgjöldum og þar náist ekki árangur nema með góðu samráði og samstarfi.</p> <p>„Það hvílir þung ábyrgð og skylda á okkur öllum að ná jafnvægi í rekstri hins opinbera en tryggja samt að almenningur hafi aðgang að allri nauðsynlegri þjónustu sem rétt er og skylt að veita í velferðarsamfélagi sem stendur undir nafni.“</p>

2011-08-18 00:00:0018. ágúst 2011Fyrsta skóflustungan tekin að nýju hjúkrunarheimili á Eskifirði

<p>&#160;</p> <p><strong>Ávarp Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra<br /> </strong><strong>Fyrsta skóflustungan tekin að nýju hjúkrunarheimili á Eskifirði, 18. ágúst 2011</strong></p> <p>Góðir fjarðarbúar og aðrir gestir.</p> <p>Upp er runnin langþráð stund og einstaklega ánægjulegt að nú geti hafist framkvæmdir við byggingu nýs hjúkrunarheimilis hér á Eskifirði sem þjóna mun íbúum hér á svæðinu.</p> <p>Dagurinn sem var valinn til þess að taka fyrstu skóflustunguna að nýja heimilinu er enginn venjulegur dagur. Í fyrsta lagi er 18. ágúst afmælisdagur Eskifjarðarkaupstaðar sem sameinaðist Fjarðabyggð árið 1998 og þennan sama dag fyrir 22 árum var hjúkrunarheimilið Hulduhlíð tekið í notkun.</p> <p>Eins og ég sagði þá er þetta langþráð stund. Ég ætla hins vegar ekki að nota tímann hér til þess að rekja þá sögu sem að baki er vegna undirbúnings að byggingu nýs hjúkrunarheimilis og svo margir hér þekkja. Við skulum miklu heldur horfa fram á veginn og gleðjast yfir því að á teikniborðinu er tilbúið fullhannað, glæsilegt og vel skipulagt hjúkrunarheimili. Nú er ekkert því til fyrirstöðu að bjóða út verkið og hefjast handa við byggingu heimilisins.</p> <p>Nýja hjúkrunarheimilið mun leysa af hólmi Hulduhlíð sem hefur þjónað mörgu fólki vel á sinni tíð. Ég ætli síst að lasta það ágæta heimili en tel þó ekki ofsagt að þörfin sé orðin brýn fyrir nýtt húsnæði í samræmi við þær kröfur sem eðlilegt er að gera til hjúkrunarheimila samtímans.</p> <p><span>Ráðuneytið setti fyrir nokkrum árum viðmið um skipulag hjúkrunarheimila. Þar er lagt til</span> <span>grundvallar að hjúkrunarheimilum sé ætlað að vera heimili fólks sem heilsu sinnar vegna er ekki lengur fært um að búa á eigin vegum og þurfi á umönnun og hjúkrun að halda. Áhersla er lögð á að hjúkrunarheimili líkist eins og kostur er húsnæði, skipulagi og aðstæðum á venjulegum einkaheimilum fólks en mæti engu að síður þörfum þeirra sem hafa skerta getu til athafna daglegs lífs.</span></p> <p>Í viðmiðunum eru settar fram helstu kröfur sem húsnæði þarf að uppfylla til að mæta þessum áherslum í samræmi við þarfir fólks á hjúkrunarheimilum.</p> <p><span>Áhersla er lögð á litlar hjúkrunareiningar með rúmgóðu einkarými fyrir hvern og einn auk sameiginlegs rýmis fyrir íbúa og starfsfólk hverrar einingar með eldunaraðstöðu, borðstofu og dagstofu.</span></p> <p>Nýja heimilið sem hér mun rísa er að öllu leyti hannað og skipulagt í samræmi við viðmið ráðuneytisins. Byggingin verður á einni hæð, hjúkrunarrými verða 20 í þremur einingum með sameiginlegri aðkomu og stoðrýmum. Sérstök eining er fyrir heilabilaða ætluð sex íbúum.</p> <p>Áætlaður heildarkostnaður við byggingu heimilisins er 640 milljónir króna. Fjarðabyggð leggur fram 15% kostnaðarins en 85% koma úr ríkissjóði.</p> <p>Góðir gestir.</p> <p>Ég hef skoðað teikningar að nýja hjúkrunarheimilinu og er þess fullviss að það muni falla vel inn í bæjarmyndina og verða jafnt til gagns og prýði.</p> <p>Mér er sagt að Fjörugrjót úr Vattarnesskriðum verði notað til skreytinga og þannig sköpuð tengsl við náttúru og umhverfi staðarins.</p> <p>Ánægjuleg viðbót, sem segja má að sé utan dagskrár, verður garðskálinn sem ákveðið hefur verið að byggja við við hjúkrunarheimilið en hann verður reistur fyrir fé úr gjafasjóði Thors Klausen.</p> <p>Fyrsta skóflustungan gefur fyrirheit um það sem koma skal. Vonandi munu framkvæmdir ganga vel en gert er ráð fyrir að heimilið verði tilbúið að sumarlagi 2013. Hver veit nema 18. ágúst geti enn á ný komið við sögu sem hátíðisdagur í lífi heimamanna hér.</p> <p>&#160;</p>

2011-08-11 00:00:0011. ágúst 2011Welfare and professionalism in Turbulent Times

<h4>Ávarp Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra á norrænni ráðstefnu um velferðarmál og fagmennsku:</h4> <h4>„Welfare and professionalism in Turbulent Times“</h4> <p><strong>Grand Hótel, 11 ágúst 2011</strong></p> <p>Góðir gestir.</p> <p>Það er mér sönn ánægja að bjóða ykkur öll velkomin til þessarar norrænu ráðstefnu um velferðarmál sem hér er að hefjast. Sérstaklega býð ég ykkur, erlendu gestir, hjartanlega velkomna hingað til Íslands. Það er mikilvægt fyrir okkur grannþjóðirnar að vinna saman á sem flestum sviðum, að skiptast á skoðunum og deila allri þeirri þekkingu, reynslu og kunnáttu sem við búum yfir sameiginlega. Samstarf, samráð og samkennd þjóðanna gerir okkur sterkari.</p> <p>Margt er líkt með velferðarkerfum Norðurlandaþjóðanna. Þau byggja á svipuðum grunni og hugmyndafræðin að baki þeim er að mestu sú sama þótt við förum ekki alltaf sömu leiðir að markmiðunum. Nýlega var haldin ráðstefna, þar sem rætt var um Norræna velferðarmódelið og hlutverk þess í hnattvæðingunni.<span>&#160;&#160;</span>&#160;</p> <p>Okkur verður æ betur ljóst að það felast ákveðin gildi í okkar norrænu leið í félags- og heilbrigðismálum. Leið sem hefur í daglegu tali verið kölluð Norræna velferðarmódelið.<span>&#160;</span> En eigum við einhverja eina skilgreiningu á sérkennum þess?<span>&#160;</span> Hver eru þau og hvað einkennir þetta módel?<span>&#160;</span> Hverjir eru megin styrkleikarnir?<span>&#160;</span> Eigum við lausnir og leiðir í velferðarmálum sem gætu hentað öðrum þjóðum?<span>&#160;</span> Getum við kennt Evrópusambandinu eitthvað? Eigum við að varðveita þau gildi og markmið sem hafa um margt sameinað okkur Norðurlandaþjóðirnar?</p> <p>Sumir segja að Norræna módelið skiptist í þrjá megin þætti: 1)<span>&#160;</span> „félagslegt réttlæti, þar sem lögð er áhersla á jöfnuð, rétt einstaklingsins, samneyslu og ríkisrekstur á heilbrigðis og menntamálum og sérhæfðri þjónustu við þá sem þurfa á henni að halda vegna fötlunar, sjúkdóma, fátæktar eða annarra atriða.<span>&#160;</span> Þjónusta er veitt óháð efnhag og búsetu og því gjarna tekjutengd.<span>&#160;</span></p> <p>Annar þátturinn snýr að hlutverki ríkisins sem hefur mikilvægu hlutverki að gegna, meðal annars til að tryggja lýðræði og mannréttindi. Þetta hlutverk krefst þess að krefst þess að almenningur treysti opinberum aðilum.&#160; Forsenda trausts er að stjórnvöld séu óspillt og stundi heiðarlega og gagmsæa stjórnsýslu.</p> <p>Þriðji þátturinn sem segja má að einkenni Norræna velferðarmódelið er afstaða til rekstrar og ríkisfjármála þar sem hagkerfið er frjáls og opið en skattar háir og opinber útgjöld sömuleiðis. Þá er verkalýðshreyfingin sterk, rekin er virk vinnumarkaðspólitík og kjarasamningar eru samræmdir.</p> <p>Fleiri mætti nefna hér - og kannski eru ekki allir sáttir við þessa upptalningu. Það er hins vegar mikilvægt reyna að skilgreina hvað við eigum við þegar við tölum um Norrænt velferðarmódel.</p> <p>Höfum samt hugfast að ekkert módel er óumbreytanlegt og sífellt verður að leita nýrra leiða, nýta rannsóknir og reynslu til að bæta þjónustuna á hverju tíma og bregðast við nýjum og breyttum aðstæðum.</p> <p>Þannig er það í dag. Við frændþjóðirnar stöndum frammi fyrir svipuðum áskorununum við rekstur velferðarkerfa okkar. Stór og mikilvæg verkefni á sviði heilbrigðis- og félagsmála eru að mestu þau sömu og lýðfræðleg þróun stefnir í sömu átt. Nú um stundir tökumst við á við erfiða tíma vegna víðtækra efnahagsþrenginga og þótt þjóðirnar séu ekki allar jafn hart keyrðar af þeirra völdum fer engin þeirra varhluta af vandanum.</p> <p>Norðurlöndin gengu í gegnum efnahagserfiðleika í kringum 1990. Þjóðirnar drógu margvíslegan lærdóm af þeirri reynslu. Viðbrögðin fólust meðal annars í því að stokka upp þjónustu, löggjöf á ýmsum sviðum var endurskoðuð og ekki síst voru settar nýjar reglur varðandi réttindi einstaklinga og lántakenda gagnvart fjármagnseigendum.</p> <p>Ísland slapp fremur vel í þessum þrengingum en fór þeim mun verr í bankahruninu í október 2008. Þetta var í raun hrun efnahagskerfis sem þróast hafði í stjórnmálaumhverfi sem átt sér þann draum að gera Ísland að fjármálamiðstöð heimsins. Á þeim tíma var frelsi á öllum sviðum aukið og hlutverk ríkisins veikt.&#160;</p> <p>Íslendingar fjárfestu um allan heim, tóku fé að láni og velta íslenskra banka og einstaklinga náði að verða 10-12 föld landsframleiðsla (VLF).<span>&#160;</span> Á einnig viku töpuðum við fimmtungi af ríkistekjum, þ.e. tekjur drógust saman og vaxtakostnaður át upp um 15% af tekjum. Þessi raunveruleiki hefur kallað á harða aðlögun íslenska ríkissjóðsins. Við verðum að hætta að lifa umfram efni og aðlaga ríkisútgjöld rauntekjum. Þetta hefur sett mark sitt á íslenska velferðarkerfið síðastliðin þrjú ár og verkinu er ekki lokið.<span>&#160;</span> Ég veit að þið fáið tækifæri hér á þessari ráðstefnu til að skoða þessi mál, ræða áhrif niðurskurðar og aðhalds en um leið að velta vöngum yfir nýjum tækifærum við nýjar aðstæður.</p> <p>Hlutverk okkar allra, okkar Norræna velferðarsamfélags, er að gæta þeirra sem eiga undir högg að sækja, gæta barna, ýmissa jaðarhópa (marginalized groups) og berjast gegn fátækt.<span>&#160;</span> Samhliða uppstokkun og endurskoðun ríkisútgjalda verðum við að huga að því fólki sem er hrætt og óöruggt vegna ástandsins í heiminum, óvissu um afkomu sína, hvernig þeim og börnum þeirra reiðir af í nýju aðstæðum.<span>&#160;</span> Óeirðir og ofbeldi eykur á þetta óöryggi og við höfum nýlega verið minnt illilega á hvað öfgaskoðanir og sérhyggja geta leitt af sér. Við verðum að hafa hag heildarinnar í huga, óháð efnahag, litarhætti, búsetu, trúarbrögðum eða annarra sérkenna sem gera samfélög okkar svo litrík, fjölbreytt og skemmtileg.</p> <p>Sjálfur tók ég við tveimur ráðuneytum, félags- og tryggingarmála annars vegar og heilbrigðismála hins vegar, og hef leitt sameiningu þessara ráðuneyta í eitt öflugt velferðarráðuneyti.<span>&#160;</span> Tilgangurinn var hagræðing en ekki síður að styrkja ráðuneytið og stjórnsýsluna og gera okkur betur kleift að takast á við krefjandi verkefni.<span>&#160;</span></p> <p>Við stöndum öll frammi fyrir brennandi spurningum um það hvernig við getum áfram rekið öflugt og gott velferðarkerfi sem mætir fjölbreyttum þörfum fólks við ólíkar aðstæður og stuðlar að jöfnuði á sama tíma og við þurfum að spara fé og jafnvel skera niður.</p> <p>Auðvitað er það ábyrgð okkar á öllum tímum að fara vel með almannafé og að veita sem mesta og besta velferðarþjónustu í samræmi við þarfir fólks á sem hagkvæmastan hátt. Þessi ábyrgð er þó meira knýjandi nú en nokkru sinni.<span>&#160;</span> Við þurfum að endurmeta hvaða þjónusta er nauðsynleg og hver á að veita hana og greiða fyrir hana.<span>&#160;</span> Við verðum að vera óhrædd að ræða ný tækifæri, skoða hvað betur má gera, nýta okkur rannsóknir, reynslu og þekkingu, vera gagnrýnin og leita nýrra leiða.</p> <p>Þessi ráðstefna verður sérstaklega áhugaverð þar sem hér er leitt saman fagfólk og sérfræðingar af ólíkum sviðum sem starfar á sviði rannsókna og stefnumótunar eða kemur beint að störfum í þágu notenda velferðarþjónustunnar. Þetta er einmitt einkar mikilvægt nú þegar þrengir að. Við þurfum að vera skapandi, hugsa út fyrir hefðbundinn ramma og vera óhrædd við að skoða nýjar leiðir að markmiðum okkar í velferðarþjónustu við almenning. Þetta gerum við best með þverfaglegu samstarfi, með því að brjóta niður múra milli fagstétta og fá að borðinu alla sem málið varðar, fagfólkið, rannsóknarsamfélagið, stjórnmálamenn og stefnumótendur og síðast en ekki síst notendurna sjálfa – fólkið sem þjónustan á alltaf að snúast um.</p> <p>Andstreymið afhjúpar snilldina sem velgengnin dylur sagði rómverska skáldið og heimspekingurinn <a id="Tölvuorðabókin_5_3" name="Tölvuorðabókin_5_3">Hóratíus</a> fyrir um það bil tvö þúsund árum.&#160;Þessi orð tel ég gott veganesti við upphaf ráðstefnunnar sem hér er að hefjast. Enn á ný býð ég ykkur, góðir gestir, velkomna til leiks og óska ykkur ánægjulegra og uppskeruríkra ráðstefnudaga og segi þar með ráðstefnuna setta.</p>

2011-07-08 00:00:0008. júlí 2011Ekki missa af þessu!

<p><strong>Grein Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra í Fréttablaðinu 8. júlí 2011.</strong></p> <p><strong>Með okkar augum</strong><span>, fyrsti þáttur af sex, hóf göngu sína á Ríkissjónvarpinu síðastliðinn mánudag. Ég fylgdist spenntur með enda nýmæli á ferð í íslenskri dagskrárgerð. Við stjórnvölinn er fólk með þroskahömlun sem fjallar um málefni líðandi stundar með sínum augum og opnar þar sýn sem alla jafna stendur sjónvarpsáhorfendum ekki til boða.</span>&#160;</p> <p>Efnistök fyrsta þáttar voru í sjálfu sér ekki framandi. Saman fóru stuttar fréttaskýringar í bland við léttara efni og framsetningin kunnugleg úr hefðbundnum magasínþáttum. Til umfjöllunar voru málefni sem miklu varða í lífi fólks með fötlun en einnig atriði sem eru jafnt á áhugasviði fatlaðs fólks sem ófatlaðs og varða okkur öll í stóru og smáu.</p> <p>Umfjöllun um Fjölmennt var áhugaverð og augljóst hvað miklu skiptir að fólki með fötlun gefist kostur á að mennta sig og þjálfa færni sína svo það fái notið sín sem best í samfélaginu. Réttur til náms þarf að vera öllum tryggður og ávinningur er ávallt fyrir hendi hver sem á í hlut sé áhuginn er fyrir hendi.&#160;</p> <p>Blindur faðir sem rætt var við lýsti stöðu sinni miðað við sjáandi feður og sagðist hlusta á son sinn vaxa úr grasi. Þótt auðvitað væri sitthvað honum erfiðara að annast í uppeldinu hefði hann margt annað að gefa syni sínum sem væri ekki síður mikils virði.</p> <p>Umfjöllunarefni þáttarins áttu sammerkt að umsjónarmennirnir drógu fram á einfaldan en skýran hátt að öll erum við að fást við það sama þegar allt kemur til alls, þótt áherslur séu mismunandi eftir einstaklingum, aðstæðum þeirra og lífsreynslu.</p> <p>Umsjónarmennirnir sinntu verkefnum sínum vel, jafnt tæknifólkið á bak við tjöldin og fólkið fyrir framan myndavélarnar. Áhugi spyrla á viðfangsefnunum leyndi sér ekki, spurningum var vel fylgt eftir en þó fór saman einbeiting og afslappað og þægilegt viðmót.</p> <p>Ég hef ekki mikinn áhuga á tísku en þótti sannfærandi umfjöllun um klæðaburð sumarsins hjá þeim sem vilja fylgjast með og matreiðsluhornið fékk mig til að sleikja út um.&#160;&#160;</p> <p><strong>Með okkar augum</strong> <span>er tímamótaþáttur í íslensku sjónvarpi og vonandi er með honum sleginn tónn sem fær að hljóma áfram. Það er svo mikilvægt að undirstrika fjölbreytileika samfélagsins og sýna hve það er miklu ríkara einmitt vegna hans. Ég nota líka tækifærið og rifja upp slagorð fatlaðs fólks: <em>Ekkert um okkur án okkar!</em> nokkuð sem allir ættu að hafa hugfast sem á einhvern hátt fjalla um tilhögun mála sem varða fatlaða.&#160;</span>&#160;</p> <p>Ég þakka öllum þeim sem gerðu mögulega framleiðslu þessara þátta sem enginn ætti að missa af í Ríkissjónvarpinu á mánudögum kl. 18.30. Ég hvet fólk líka til að heimsækja þáttinn á fésbók: facebook.com/medokkaraugum&#160;</p> <p align="center"><em>Guðbjartur Hannesson<br /> velferðarráðherra</em></p> <p>&#160;</p>

2011-06-24 00:00:0024. júní 2011Ávarp á fundi norrænna velferðarráðherra í Finnlandi 20. - 21. júní

<h4>Ávarp Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra á fundi norrænna ráðherra heilbrigðis- og félagsmálasem haldinn var&#160;í Vasa í Finnlandi 20. - 21. júní.</h4> <p>&#160;</p> <p>Fru Jakab, kære kolleger</p> <p>Jeg vil gerne begynde med at ønske Dem, Zsuzsanna Jakab, til lykke med Deres arbejde som regional direktør for WHO/Europa. Vi har bemærket et omslag i ledelsen af regionalkontoret for Europa og glæder os over Deres entusiasme for beskyttelse og fremme af sundheden i den europæiske region.</p> <h3>WHO-kampagnen Sundhed 2020</h3> <p>Som følge af finanskrisen i 2008 har vi oplevet voksende pres på vores økonomiske resurser og derfor et voksende behov for evidensbaserede indsatser der skaber et mere effektivt sundhedsvæsen – kort sagt mere udbytte for pengene. Derfor støtter vi den fælles samlede ramme for sundhedsstrategi der er under udarbejdelse i WHO's regionalkontor for Europa.</p> <p>I Island er vi nu ved at udarbejde vores nationale Sundhedsplan til 2020. Vi har således nøje fulgt udviklingen af strategien i den europæiske „Health 2020“, og vi ser frem til det 62. møde i Den Regionale Komite i 2012 hvor strategien fremlægges til godkendelse af medlemsstaterne i den europæiske region.</p> <p>Vi vil sandsynligvis være forud for WHO/Europa-kontoret og iværksætte vores nationale Sundhedsplan i begyndelsen af næste år.</p> <h3>Ikke-smitsomme sygdomme</h3> <p>I år rangerer ikke-smitsomme sygdomme højt på den internationale agenda hvilket ikke kan overraske eftersom disse sygdomme udgør en betragtelig og stigende udfordring for den globale sundhed. Vi holdt den første globale ministerkonference om sunde livsstilsformer og kontrol med ikke-smitsomme sygdomme i Moskva i april i år, temaet for dette års WHO-plenarforsamlings drøftelse var ikke-smitsomme sygdomme, og nu til efteråret under FN's generalforsamling vil der blive holdt et topmøde for stats- og regeringschefer om ikke-smitsomme sygdomme.</p> <p>Yderligere vil udkastet til en handlingsplan for ikke-smitsomme sygdomme blive gennemgået af den regionale komite i år.</p> <p>Fire ikke-smitsomme sygdomme er årsag til 60% af dødsfaldene globalt, nemlig hjerte-kar-sygdomme, sukkersyge, kroniske åndedrætssygdomme og cancer. I Island følger vi lige i hælene på andre europæiske lande og forbereder vores første landsdækkende cancerplan. Planen er udformet så den sigter mod både at nedbringe antallet af cancertilfælde og dødeligheden, og at forbedre pleje- og livskvaliteten for cancerpatienter.</p> <p>Mange af risikofaktorerne ved ikke-smitsomme sygdomme er velkendte. To af de største risikofaktorer er mangel på fysisk aktivitet og usund kost. I de seneste årtier har ændringer i livs- og arbejdsforholdene og fritidsaktiviteter ført til mindre fysisk aktivitet og mindre fysisk arbejde. Samtidig har vi set en stigning i udbredelsen af modsvarende biologiske risikofaktorer som overvægt og fedme. I Europa er udbredelsen af fedme mere end fordoblet i de fleste lande over de sidste 20 år hvor mere end halvdelen af den samlede voksne befolkning nu lider af overvægt eller fedme, og Island er ingen undtagelse. Det er årsag til stor bekymring socialmedicinsk, og det kan medføre større sygdomsbyrder og større udgifter for sundhedsvæsenet i fremtiden.</p> <h3>Forebyggelse af vold og kvæstelser</h3> <p>Sidste måned lød startskuddet til FN's Trafiksikkerheds-årti hvor landene har forpligtet sig til at træffe flere foranstaltningerfor at nedbringe trafikulykker. Trafikulykker er en af hovedårsagerne til kvæstelser, især blandt unge. Forebyggelse kan spille en stor rolle i at redde liv og nedbringe invaliditet i denne aldersgruppe.</p> <p>Islands regering har planlagt adskillige indsatser i forbindelse med årtiet. En af dem er at støtte Islands Institut for Rygmarvsskader (ISCI). Næsten halvdelen af tilfældene af rygmarvsskader skyldes trafikulykker. Island har også fremsat et forslag til Nordisk Ministerråd om at oprette en arbejdsgruppe til at undersøge udgivet materiale omkring forskning i disse skader.</p> <h3>Alkoholkontrol</h3> <p>Kære kolleger</p> <p>Alkohol er også en velkendt risikofaktor for mange ikke-smitsomme sygdomme, inklusive forebyggelse af vold og kvæstelser, kredsløbslidelser og psykisk sundhed.</p> <p>Europa har traditionelt været den ledende region i WHO i alkoholkontrol, og med god grund da alkoholforbruget i regionen er det højeste i verden.</p> <p>Resultatet af en stor undersøgelse i Europa i 2009 af alkoholforbruget hos ældre afslørede at dødsfald blandt ældre på grund af alkohol er steget forholds­mæssigt gennem de sidste ti år. Island indgik ikke i undersøgelsen, men den måler en ændring i alkoholforbruget i de nordiske lande i de seneste år, især i de ældres forbrug idet de drikker tiere end før. Den samme tendens ses i Island. For eksempel drak 9,5% af mænd mellem 56 og 60 alkohol en gang om ugen eller oftere i 1984. I 2007 var dette tal steget fra 9,5% til 46% for denne aldersgruppe. Der er en tilsvarende tendens hos kvinder.</p> <p>En anden gruppe der bekymrer mig, er de unge mellem 16 og 20, især dem der holder op i skole og derfor er sværere at nå ud til. Efter bankkrakket har arbejds­løsheden været relativt høj i denne aldersgruppe, og disse unge trives generelt betydelig dårligere end dem der fortsætter med deres uddannelse. Deltagelse i uddannelse ser således ud til at have positiv indvirkning på unges trivsel og til at være et vigtigt forebyggende element.</p> <p>Europa er stadig den førende region i forebyggelse af alkoholrelaterede skader, og jeg glæder mig over den europæiske handlingsplan om alkohol som vores eksperter i sidste måned nåede til enighed om i Zürich, og som vil blive behandlet af den regionale komite i Baku i Aserbajdsjan i september i år.</p> <h3>Tobak</h3> <p>I denne forbindelse vil jeg kort nævne tobak selv om den ikke er på programmet for vores rundbordsdebat.</p> <p>I Island dør omkring 300 ud af en befolkning på 300.000 hvert år som følge af de større tobaksrelaterede sygdomme: hjertesygdomme, lungesygdomme og cancer, for ikke at nævne forskellige andre tobaksrelaterede sygdomme. Hvert år bliver hundredevis af unge i Island afhængige af tobak, og mange af dem risikerer at dø for tidligt på grund af tobaksrelaterede sygdomme.</p> <p>Forholdende ændrer sig, og der opstår nye udfordringer. I Island er vi meget bekymrede over det voksende forbrug af mundtobak, især blandt unge mænd. Undersøgelser viser at hver femte unge mand i alderen 16-23 bruger mund­tobak, og produktet er tilsyneladende stærkt vanedannende.</p> <p>I lyset af denne udvikling har jeg for nylig fremsat et lovforslag i Islands Alting om et tillæg til loven om tilsyn med tobak der skal nedbringe brugen af mund­tobak i Island. Yderligere vil vi i de kommende måneder indlede arbejdet på en samlet national indsats for kontrol med tobak.</p> <h3>Psykisk sundhed</h3> <p>Vores program i dag omfatter også psykisk sundhed.</p> <p>Nordisk Ministerråd for Social- og Helsepolitik havde nedsat en ekspertgruppe om psykisk sundhed for perioden 2009-2010. Ekspertgruppens anbefalinger blev fremlagt i fjor, og resultatet af det arbejde var enighed om seks nordiske prioriteringer for udveksling, nemlig: psykisk sundhed hos børn og unge; arbejdslivet og psykisk sundhed; psykisk sundhed hos ældre; psykisk sundhedspleje i den primære sundhedspleje; styrkelse af bruger-plejer-relationen; og nedbringelse af brug<a id="_GoBack" name="_GoBack"></a> af tvang i den psykiske sundhedspleje.</p> <p>Disse prioriteringer passer tilsyneladende godt sammen med de fire prioriteringer for psykisk sundhedsstrategi som WHO/Europa tilstræber for vores region, og som vil blive forelagt for den regionale komite til næste år.</p> <p>Psykiske lidelser udgør op mod 20% af sygdomsbyrden i WHO's europæiske region, og problemer med psykisk sundhed rammer hvert fjerde menneske på et eller andet tidspunkt i løbet af livet. Ni ud af ti lande med den højeste selvmordsprocent i verden ligger i den europæiske region.</p> <p>Vi har samlet viden om hvad der virker til fremme af psykisk sundhed, forebyggelse, pleje og behandling. Indsatser og praksis afspejler ikke altid denne viden.– Udfordringen består nu i at anvende den.</p> <p>Kolleger</p> <p>Jeg vil gerne slutte med at sige tak for denne lejlighed til at drøfte forhold omkring WHO/Europa med den regionale direktør og andre kolleger her i dag, og jeg ser frem til et udfordrende sundhedsprogram fremover i regionen.</p> <p>Tak.</p> <p>&#160;</p>

2011-06-19 00:00:0019. júní 2011Jafnrétti og mannréttindi í allra þágu

<p><strong>Grein Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra um jafnréttismál.<br /> Birtist í Fréttablaðinu 18. júní 2011.<br /> </strong></p> <hr id="null" /> <p>Hefð er fyrir því að helga 19. júní umræðu um jafnrétti kynjanna. Þann dag fyrir 96 árum öðluðust konur á Íslandi kosningarrétt en reyndar með þeim fráleitu takmörkunum að rétturinn tók aðeins til kvenna sem voru fjörutíu ára og eldri.</p> <p>Þótt lagaleg staða karla og kvenna sé fyrir löngu orðin söm er enn margt sem þarf að færa til betri vegar svo jafnrétti ríki jafnt í orði sem á borði.</p> <p>Þann 19. maí síðastliðinn var samþykkt á Alþingi þingsályktun sem felur í sér áætlun stjórnvalda í jafnréttismálum til fjögurra ára. Aðgerðir og verkefni til að styrkja stöðu jafnréttismála eru þar skilgreind og tilgreint hverjir skuli ábyrgir fyrir framkvæmd þeirra.</p> <p>Af einstökum verkefnum má nefna gerð framkvæmdaáætlunar um aðgerðir gegn launamisrétti kynjanna, aðgerðir gegn kynbundnu ofbeldi, verkefni sem snúa að menntun og jafnrétti og innleiðingu kynjaðrar fjárlagagerðar. Einnig verður ráðist í könnun til að greina stöðu kvenna sem búa við fötlun en vitað er að þær búa við hættu umfram aðra á því að verða fyrir ofbeldi, misnotkun og misneytingu. Á grundvelli niðurstöðunnar verður skoðað hvort og hvaða aðgerða þarf að grípa til svo tryggja megi konum með fötlun mannréttindi og mannfrelsi til jafns við aðra.</p> <p>Stórt skref var stigið í réttindamálum fatlaðs fólks með nýsamþykktum lögum um réttindagæslu þar sem meðal annars er kveðið á um persónulega talsmenn þeirra sem erfitt eiga með að gæta hagsmuna sinna vegna fötlunar.</p> <p>Ríkisstjórnin leggur áherslu á aðgerðir til að sporna við heimilisofbeldi og ofbeldi í nánum samböndum og hefur unnið markvisst að framkvæmd verkefna samkvæmt aðgerðaáætlun frá árinu 2006 til að berjast gegn því. Í vor lagði ég fyrir Alþingi skýrslu þar sem gerð er grein fyrir framkvæmd verkefna samkvæmt áætluninni og lagðar fram tillögur um frekari aðgerðir til þess að fyrirbyggja ofbeldi gegn konum, styrkja úrræði fyrir konur sem eru beittar ofbeldi og börn þeirra og hjálpa körlum til að binda endi á ofbeldishegðun.</p> <p>Nýsamþykkt lög um nálgunarbann og brottvísun af heimili munu bæta verulega réttarstöðu fólks sem sætir ofbeldi, ekki síst þegar um er að ræða heimilisofbeldi.</p> <p>Ég nefni einnig nýgerðar breytingar á almennum hegningarlögum þar sem refsing fyrir mansal er hækkuð úr átta ára fangelsi í tólf ár og kveðið á um að mansalsbrot tæmi ekki sök gagnvart öðrum mjög alvarlegum frelsissviptingarbrotum líkt og verið hefur.</p> <p>Í maí síðastliðnum undirritaði Ísland ásamt tólf öðrum aðildarríkjum Evrópuráðsins samning um að koma í veg fyrir og berjast gegn ofbeldi gagnvart konum og heimilisofbeldi. Þetta er fyrsti bindandi alþjóðasamningurinn af þessu tagi.</p> <h4>Fjölþætt mismunun</h4> <p>Í velferðarráðuneytinu er unnið að innleiðingu Evróputilskipunar um bann við mismunun á vinnumarkaði á grundvelli kynþáttar eða þjóðernisuppruna, trúar eða lífsskoðunar, fötlunar, aldurs og kynhneigðar. Önnur tilskipun sem unnið er að því að innleiða fjallar um bann við mismunun á grundvelli kynþáttar og þjóðernisuppruna á öllum sviðum samfélagsins. Þessar tilskipanir hafa leitt umræðuna að svokallaðri <em>fjölþættri mismunun</em> þegar fólk sætir mismunun vegna fleiri þátta samtímis, til dæmis vegna aldurs, fötlunar og þjóðernis.</p> <p>Mikilvægt er að huga að fjölþættri mismunun í baráttunni fyrir jafnrétti kynja. Tilteknir hópar eru í sérstakri hættu, til dæmis fatlaðar konur og konur af erlendum uppruna. Það er sérstakt áhyggjuefni hve hátt hlutfall erlendra kvenna leitar til Kvennaathvarfsins en þær voru 36% af öllum sem þangað sóttu skjól árið 2010.</p> <p>Lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla taka einungis á mismunun á grundvelli kynferðis. Úrræði sem lögin bjóða, svo sem kæruleið til kærunefndar jafnréttismála, taka ekki á málum þar sem fjölþætt mismunun liggur að baki og því kann að vera nauðsynlegt að skoða aðrar leiðir í þeim efnum.</p> <p>Í áætlun stjórnvalda í jafnréttismálum er að einhverju leyti hugað að verkefnum til að varpa ljósi á fjölþætta mismunun og afleiðingar hennar. Ég tel augljóst að við þurfum að beina sjónum að þessum vanda í auknum mæli, vera vakandi fyrir allri mismunun sem oft á tíðum getur verið mjög dulin og tryggja með öllum ráðum að mannréttindi séu ekki brotin á fólki undir neinum kringumstæðum.</p> <p>Við getum verið stolt af miklum árangri í jafnréttis- og mannréttindamálum en megum aldrei slaka á kröfum í baráttunni fyrir fullu jafnrétti og mannréttindum.</p> <p><em>Guðbjartur Hannesson,<br /> velferðarráðherra</em></p> <p>&#160;</p> <p>&#160;</p>

2011-06-14 00:00:0014. júní 2011Átta milljarðar til hækkunar lífeyris og bóta í velferðarkerfinu

<p>&#160;</p> <hr id="null" /> <strong>Grein Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra sem birtist í<br /> Fréttablaðinu 12. júní 2011.</strong> <hr id="null" /> <p>Stjórnvöld hafa ákveðið að verja rúmum átta milljörðum króna á þessu ári til að hækka bætur almannatrygginga og atvinnuleysisbætur. Þetta er í samræmi við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um að lífeyrisþegar og atvinnuleitendur skuli njóta hliðstæðra kjarabóta og samið hefur verið um á almennum vinnumarkaði.</p> <p>Fyrir átta milljarða króna er unnt að bæta umtalsvert kjör þeirra sem minnst hafa og draga úr fátækt. Það er markmiðið með þessum aðgerðum stjórnvalda þar sem hækkanir verða mestar hjá þeim tekjulægstu í hópi lífeyris- og bótaþega.</p> <h3>12.000 króna hækkun atvinnuleysisbóta og lágmarkstryggingar lífeyrisþega</h3> <p>Grunnlífeyrir, aldurstengd örorkuuppbót, tekjutrygging og heimilisuppbót hækka um 8,1% frá 1. júní 2011. Með þessu móti hækkar lágmarkstrygging þeirra sem hafa engar tekjur aðrar en bætur almannatrygginga um 12.000 krónur. Eftir hækkunina er lífeyrisþega sem býr einn tryggðar 196.000 krónur á mánuði en sá sem býr með öðrum fær 169.000 krónur á mánuði. Grunnatvinnuleysisbætur hækka einnig um 12.000 krónur í tæpar 162.000 krónur á mánuði.</p> <p>Auk framantalinna bótaflokka hækkar endurhæfingarlífeyrir, barnalífeyrir, uppbót á lífeyri og sérstök uppbót til framfærslu, vasapeningar og örorkustyrkur um 8,1%. Sama máli gegnir um mæðra- og feðralaun, umönnunargreiðslur, maka- og umönnunarbætur, barnalífeyri vegna menntunar, dánarbætur, foreldragreiðslur, fæðingarstyrk og ættleiðingarstyrk.</p> <h3>50.000 króna eingreiðsla í júní og uppbót í desember</h3> <p>Lífeyrisþegar sem fengu greiddan lífeyri einhvern tíma á tímabilinu 1. mars til 31. maí 2011 fá 50.000 króna eingreiðslu í júní. Sama gildir um atvinnuleitendur sem eru að fullu tryggðir í atvinnuleysisbótakerfinu og hafa staðfest atvinnuleit á tímabilinu 20. febrúar til 19. maí síðastliðinn. Hafi atvinnuleitendur ekki fullan bótarétt er eingreiðslan reiknuð í hlutfalli við það en verður þó aldrei lægri en 12.500 krónur. Eingreiðslurnar svara til eingreiðslu til launafólks samkvæmt kjarasamningum.</p> <p>Desemberuppbót elli- og örorkulífeyrisþega hækkar úr 30% í 42% af tekjutryggingu og heimilisuppbót. Hækkunin nemur rúmum 15.000 krónum og verður desemberuppbótin um 52.500 krónur hjá lífeyrisþegum.</p> <p>Atvinnuleitendum var í fyrsta sinn greidd desemberuppbót á liðnu ári. Hún hefur nú verið bundin í lög og verður í desember 2011 rúmar 63.000 krónur að meðtalinni 15.000 króna eingreiðslu.</p> <h3>Orlofsuppbót lífeyrisþega</h3> <p>Orlofsuppbót til elli- og örorkulífeyrisþega hækkar úr 20% í 28,3% af tekjutryggingu og heimilisuppbót eða sem svarar 10.000 krónum og verður rúmar 34.000 krónur. Hjá þeim sem eru ekki með heimilisuppbót hækkar orlofsuppbótin að hámarki um 7.700 krónur.</p> <h3>Bensínstyrkur hækkar og skerðir ekki lágmarkstryggingu lífeyrisþega</h3> <p>Uppbót vegna reksturs á bíl (bensínstyrkur) hækkar um 8,1%. Til þessa hefur uppbótin dregist frá þeirri upphæð sem lögð er til grundvallar lágmarkstryggingu lífeyrisþega. Með breytingunum nú hættir hún að skerða lágmarkstrygginguna líkt og gildir um aðrar uppbætur sem greiddar eru fólki til að mæta kostnaði, til dæmis vegna sjúkra- og lyfjakostnaðar.</p> <h3>Staða hinna tekjulægstu varin</h3> <p><a href="/media/velferdarraduneyti-media/media/frettir2011/xlarge/LagmarkstryggingLifeyris_2002-2010.png"><img class="right" title="Lágmarkstrygging lífeyris 2000-2010. Smellið til að stækka myndina" alt="Lágmarkstrygging lífeyris 2000-2010" src="/media/velferdarraduneyti-media/media/frettir2011/medium/LagmarkstryggingLifeyris_2002-2010.png" /></a>Haustið 2008 setti forveri minn, Jóhanna Sigurðardóttir þáverandi félagsmálaráðherra, reglugerð sem tryggði lágmarkstryggingu á lífeyrisgreiðslur sem var þá 150.000 krónur á mánuði hjá einstaklingum. Með þessu varð grundvallarbreyting á stöðu tekjulægstu lífeyrisþeganna í samanburði við lægstu laun á vinnumarkaði og var lágmarkslífeyrir nú orðinn hærri í hlutfalli af lægstu launum en hann hafði verið í þrettán ár.</p> <p>Stjórnvöld hafa síðustu misseri lagt sérstaka áherslu á að verja stöðu þeirra tekjulægstu í hópi lífeyrisþega. Lágmarkstrygging lífeyris var hækkuð um 20% í janúar 2009 sem fór þá í 180.000 krónur, aftur varð hækkun um 2,3% 1. janúar 2010 og með hækkununum nú fer hún í rúmar 196.000 krónur á mánuði hjá einstaklingum sem búa einir.</p> <p>Á myndinni sést hvernig lágmarkstrygging einhleypra lífeyrisþega hefur þróast sem hlutfall af lægstu launum síðastliðin tíu ár. Þáttaskil urðu í ársbyrjun 2009 þegar hlutfall þessara greiðslna fór í 115% miðað við lægstu laun og hafði þá aldrei verið hærra. Með þeim breytingum sem nú eru gerðar á lífeyrisgreiðslum helst hlutfall þeirra enn vel yfir lágmarkslaunum á almennum vinnumarkaði.</p> <p>Elli- og örorkulífeyrisþegar eru stór hópur landsmanna, rúmlega 40.000 manns. Aðstæður innan hópsins eru mismunandi. Margir eru ágætlega settir en hluti hópsins stendur verr og á erfitt með að ná endum saman. Stefna stjórnvalda hefur verið sú að styðja sérstaklega við þá sem lökust hafa kjörin og verður haldið áfram á þeirri braut, enda brýnt á þessum tímum þegar minna er til skiptanna en áður og mikilvægt að auka jöfnuð í samfélaginu.</p> <p><em>Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra</em></p> <p><em>&#160;</em></p> <p>&#160;</p>

2011-05-31 00:00:0031. maí 2011Tóbakslausi dagurinn 2011

<p>Þriðjudagurinn 31. maí er árlegur alþjóðadagur án tóbaks. Á Íslandi var í fyrsta sinn haldinn reyklaus dagur 23. janúar árið 1979 og öðru sinni árið 1982. Árið 1987 ákvað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin að 31. maí ár hvert skyldi helgaður baráttu gegn reykingum og hefur Reyklausi dagurinn verið haldinn ár hvert hér á landi síðan þá, líkt og svo víða annars staðar.</p> <p>Árið 2006 var heiti dagsins á Íslandi breytt og kallast nú Tóbakslausi dagurinn sem samræmist enska heitinu World no tobacco day. Neysla reyklauss tóbaks hefur vaxið undanfarin ár og því nauðsynlegt að beina spjótum að allri tóbaksnotkun.</p> <p>Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hvetur þjóðir heims til þess að nýta þennan dag til að vekja athygli á skaðsemi tóbaksnotkunar. Að þessu sinni beinir stofnunin sjónum að rammasamningi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um tóbaksvarnir sem tók gildi árið 2005. Yfir 170 ríki eiga aðild að honum og er Ísland þeirra á meðal. Þetta er fyrsti alþjóðasamningurinn á sviði lýðheilsu sem veitir heildstæðan ramma um tóbaksvarnir um allan heim. Samningurinn nær til allra þátta tóbaksvarna, þ. á m. auglýsinga, viðvörunarmiða, verð- og skattamála, ólöglegra viðskipta (smygls) og verkefna sem miða að því að fólk hætti að reykja.</p> <p>Samkvæmt upplýsingum&#160; Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar er áætlað að á þessu ári muni yfir fimm milljónir manna deyja af völdum reykinga; vegna hjartaáfalls, heilablóðfalls, krabbameins, lungnasjúkdóma eða annarra sjúkdóma. Að auki er ætlað að rúmlega 600.000 manns muni deyja af völdum óbeinna reykinga, um fjórðungurinn börn. Á 20. öldinni varð tóbakið 100 milljónum manna að bana, á þeirri 21. gæti það valdið dauða eins milljarðs manna takist ekki að snúa þróuninni við.</p> <p>Rammasamningur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar fjallar um skyldur ríkjanna sem eiga aðild að samningnum sem felast meðal annars í því að:</p> <ul> <li>Hindra að hagsmunir tóbaksiðnaðarins hafi áhrif á stefnumótun í lýðheilsumálum.</li> <li>Haga verðlagningu og sköttum þannig að dragi úr eftirspurn eftir tóbaki.</li> <li>Hlífa fólki við tóbaksreyk annarra.</li> <li>Samræma reglur um leyfileg efni í tóbaksvörum.</li> <li>Samræma reglur um upplýsingagjöf á tóbaksvörum.</li> <li>Samræma pakkningar og merkingar á tóbaksvörum.</li> <li>Vara fólk við hættum sem tóbaki fylgja.</li> <li>Bjóða fólki aðstoð við að binda enda á tóbaksfíkn sína.</li> </ul> <p>Ísland framfylgir samningnum eins og frekast er kostur til að vernda þjóðina og komandi kynslóðir fyrir alvarlegum afleiðingum tóbaksnotkunar og óbeinum reykingum á heilsu, samfélag, umhverfi og efnahagslíf. Í<span>&#160;</span> þessu skyni hef ég ákveðið að ráðist verði <span>&#160;</span>í opinbera stefnumótun á sviði tóbaksvarna og verða fyrstu skrefin væntanlega stigin á næstu<span>&#160;</span> mánuðum.</p> <p>Á Íslandi hefur orðið mikill árangur af tóbaksvarnastarfi sem lýsir sér best í því að nú mælast daglegar reykingar fullorðinna með því lægsta sem gerist í Evrópu. Í fyrra reyktu um 14,2% Íslendinga á aldrinum 15-89 ára daglega á móti tæpum 30% árið 1991. Margt hefur stuðlað að þessum árangri, s.s. öflugt forvarnarstarf og þrengdar skorður við reykingum með lagasetningu. Viðhorf fólks til reykinga hafa breyst og eru flestir sammála um skaðsemi tóbaksnotkunar og nauðsyn þess að sporna við því að ungt fólk hefji neyslu tóbaks og verði háð neyslu þess.</p> <p>Það er hins vegar mikið áhyggjuefni hvað neysla munntóbaks, einkum meðal ungra karlmanna, hefur aukist mikið hér á landi síðustu ár. Kannanir sýna að um fimmti hver piltur á aldrinum 16-23 ára segist nota tóbak í vör. Þessi neysla er augljóslega mjög ávanabindandi því flestir þeirra segjast taka í vörina daglega.</p> <p>Það er nauðsynlegt að ráðast í aðgerðir og hvetja alla til samvinnu gegn þessari óheillaþróun. Ungt fólk byrjar neyslu tóbaks einkum fyrir tilstuðlan hópþrýstings og fyrirmynda. Landlæknisembættið ásamt fleiri hagsmunaaðilum mun í sumar efna til vitundarvakningar í baráttunni gegn munntóbaksneyslu og er sjónum einkum beint að þeirri ábyrgð sem fyrirmyndir hafa gagnvart börnum og unglingum.</p> <p>Í dag, í tilefni af Tóbakslausa deginum, beinum við sjónum okkar að þessari neyslu og því verkefni sem er framundan að vinna gegn tóbaksneyslu ungs fólks, hvaða nafni sem hún nefnist.</p> <p><em>Guðbjartur Hannesson<br /> velferðarráðherra</em></p>

2011-05-31 00:00:0031. maí 2011Ávarp ráðherra á morgunverðafundi á vegum landlæknisembættisins

<p>Ágætu gestir.</p> <p>Ég vil byrja á að þakka fyrir að fá tækifæri til að hitta ykkur öll og ávarpa á þessum morgunverðarfundi sem haldinn er í tilefni af árlegum degi án tóbaks. Öll deilum við áhuga og vilja til að leggja okkar af mörkum til að stemma stigu við tóbaksnotkun í hvaða mynd sem hún er.</p> <p>Eins og ykkur er sjálfsagt flestum kunnugt um ákvað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin árið 1987 að 31. maí ár hvert skyldi helgaður baráttunni gegn reykingum og hefur reyklausi dagurinn verið haldinn ár hvert hér á landi síðan þá, líkt og svo víða annars staðar. Það er skemmtilegt að rifja upp að Íslendingar voru fyrri til og héldu fyrsta reyklausa daginn 23. janúar árið 1979 og öðru sinni árið 1982. En árið 2006 var heiti dagsins á Íslandi breytt og kallast nú tóbakslausi dagurinn eða dagur án tóbaks sem samræmist enska heitinu <em>World No Tobacco Day</em>. Neysla reyklauss tóbaks hefur vaxið undanfarin ár og því nauðsynlegt að beina spjótum að allri tóbaksnotkun.</p> <p>Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hvetur þjóðir heims til þess að nýta 31. maí til að vekja athygli á skaðsemi tóbaksnotkunar. Að þessu sinni beinir stofnunin sjónum að rammasamningi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um tóbaksvarnir (FCTC) sem tók gildi árið 2005. Þar er áréttað að allt fólk eigi rétt á sem bestri heilsu og í honum eru gefnar ráðleggingar um samvinnu á sviði tóbaksvarna. Ísland undirritaði samninginn 16. júní 2003 og var hann síðan fullgiltur 14. júní 2004. Yfir 170 ríki eiga aðild að samningnum.</p> <p>Samkvæmt upplýsingum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar er áætlað að á þessu ári muni yfir fimm milljónir manna deyja af völdum reykinga; vegna hjartaáfalls, heilablóðfalls, krabbameins, lungnasjúkdóma eða annarra sjúkdóma. Að auki er áætlað að rúmlega 600.000 manns muni deyja af völdum óbeinna reykinga, um fjórðungurinn börn. Á 20. öldinni varð tóbakið 100 milljónum manna að bana, á þeirri 21. gæti það valdið dauða eins milljarðs manna takist ekki að snúa þróuninni við. Þetta eru ógnvænlegar tölur.</p> <p>Ef við víkjum aftur að rammasamningi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar þá fjallar hann um skyldur ríkjanna sem eiga aðild að samningnum sem felast meðal annars í eftirfarandi:</p> <ul> <li>Hindra að hagsmunir tóbaksiðnaðarins hafi áhrif á stefnumótun í lýðheilsumálum.</li> <li>Haga verðlagningu og sköttum þannig að dragi úr eftirspurn eftir tóbaki.</li> <li>Hlífa fólki við tóbaksreyk annarra.</li> <li>Samræma reglur um leyfileg efni í tóbaksvörum.</li> <li>Samræma reglur um upplýsingagjöf á tóbaksvörum.</li> <li>Samræma pakkningar og merkingar á tóbaksvörum.</li> <li>Vara fólk við hættum sem fylgja tóbaki.</li> <li>Bjóða fólki aðstoð við að binda enda á tóbaksfíkn sína.</li> </ul> <p>Það er ljóst að á umliðnum árum hefur Ísland leitast við að framfylgja samningnum eins og frekast er kostur til að vernda þjóðina og komandi kynslóðir fyrir alvarlegum afleiðingum tóbaksnotkunar og óbeinum reykingum á heilsu, samfélag, umhverfi og efnahagslíf.</p> <p>Við vitum einnig að á Íslandi hefur orðið mikill árangur af tóbaksvarnastarfi sem lýsir sér best í því að nú mælast daglegar reykingar fullorðinna með því lægsta sem gerist í Evrópu. Í fyrra reyktu um 14,2% Íslendinga á aldrinum 15–89 ára daglega á móti tæpum 30% árið 1991. Við höfum því náð því markmiði sem sett var fram í heilbrigðisáætlun til ársins 2010 sem Alþingi samþykkti árið 2001 en þar var miðað við 15%. Það markmið var svo endurskoðað árið 2007 í ljósi góðs árangurs og markið sett við 12%.</p> <p>Margt hefur stuðlað að þessum árangri, svo sem öflugt forvarnastarf og þrengdar skorður við reykingum með lagasetningu. Viðhorf fólks til reykinga hefur breyst og eru flestir sammála um skaðsemi tóbaksnotkunar og nauðsyn þess að sporna við því að ungt fólk hefji neyslu tóbaks og verði háð neyslu þess.</p> <p>Það er hins vegar mikið áhyggjuefni hvað neysla munntóbaks, einkum meðal ungra karlmanna, hefur aukist mikið hér á landi síðustu ár. Kannanir sýna að um fimmti hver piltur á aldrinum 16–23 ára segist nota tóbak í vör. Þessi neysla er augljóslega mjög ávanabindandi því flestir þeirra segjast taka í vörina daglega.</p> <p>Í þessu ljósi meðal annars lagði ég nýverið fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á lögum um tóbaksvarnir, nr. 6/2002, með síðari breytingum (skrotóbak), en markmið þess er einmitt að draga úr neyslu á reyklausu tóbaki og því heilsutjóni sem slík neysla veldur.</p> <p>Það er nauðsynlegt að ráðast í aðgerðir og hvetja alla til samvinnu gegn þessari óheillaþróun. Ungt fólk byrjar neyslu tóbaks meðal annars fyrir tilstuðlan hópþrýstings og fyrirmynda. Landlæknisembættið ásamt fleiri hagsmunaaðilum mun í sumar efna til vitundarvakningar í baráttunni gegn munntóbaksneyslu og er sjónum einkum beint að þeirri ábyrgð sem fyrirmyndir hafa gagnvart börnum og unglingum.</p> <p>En þrátt fyrir mikla vinnu og árangur á sviði tóbaksvarna hérlendis eru reykingar enn alvarlegur og kostnaðarsamur heilbrigðisvandi hér á landi eins og víða erlendis. Bandaríski landlæknirinn hefur sagt að ... <em>sú meðferð innan heilbrigðisþjónustunnar sem hefur í för með sér mesta kostnaðarlega ávinninginn sé að styðja fólk við að hætta að reykja</em> ... („Smoking cessation is one of the most cost-effective of all health care treatments“ US Surgeon General).</p> <p>Hér á landi er talið að um 300 einstaklingar látist á ári hverju vegna helstu tóbakstengdu sjúkdómanna, þ.e. hjarta- og æðasjúkdóma, lungnasjúkdóma og krabbameina. Þá eru ekki taldir ýmsir aðrir sjúkdómar sem tengjast tóbaksnotkun. Jafnframt hefur komið fram að mörg hundruð ungmenni ánetjast tóbaksnotkun árlega og má stór hluti þeirra reikna með að látast fyrir aldur fram vegna tóbakstengdra sjúkdóma takist þeim ekki að hætta. Það er því enn mikið verk að vinna.</p> <p>Jafnframt er ljóst að ný viðfangsefni koma fram og aðstæður breytast svo það má alls ekki sofna á verðinum og sífellt þarf að gera betur. Í þessu skyni er fróðlegt að líta til annarra landa sem sum hver hafa á umliðnum árum hert baráttuna verulega gegn tóbaksnotkun, til dæmis í Finnlandi þar sem að sala á tóbaki til barna undir 18 ára aldri getur varðað margra mánaða fangelsisvist samkvæmt nýjum lögum þar.</p> <p>Ég hef því tekið þá ákvörðun að ráðist verði í heildræna opinbera stefnumótun á sviði tóbaksvarna og verða fyrstu skrefin væntanlega stigin á næstu mánuðum. Fræðin segja okkur að þeir þættir sem helst hafi áhrif á notkun tóbaks séu meðal annars verð, aðgengi, lög og reglur, fræðsla og forvarnir. Heildræn nálgun á við hér eins og í öðru forvarnastarfi. Að slíkri vinnu þurfa því að koma fjölmargir aðilar auk ráðuneytisins og nefni ég sem dæmi ýmis félagasamtök, fagfélög og sérfræðinga, stofnanir, sveitarfélög og önnur ráðuneyti. Ekki má gleyma hlutverki Alþingis sem fer með löggjafarvaldið því líklegt er að í einhverjum tilvikum þurfi að breyta lögum. Ég vonast til að þeir sem ráðuneytið leitar til í þessari vinnu bregðist vel við en eflaust eru margir hér inni í þeim hópi.</p> <p>Að lokum vil ég þakka landlæknisembættinu fyrir að standa fyrir þessum morgunverðarfundi. Ég er sannfærður um að við Íslendingar getum gert enn betur á sviði tóbaksvarna og mun leggja mitt af mörkum til að svo verði.</p> <p>Megið þið eiga góðan fund.</p>

2011-05-21 00:00:0021. maí 2011Ávarp velferðarráðherra á málþingi Heilaheilla 21. maí 2011

<p>Ágætu ráðstefnugestir.<br /> Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra bað mig að flytja ykkur kveðju sína. Til stóð að hann yrði með ykkur hér í dag en því miður gat ekki orðið af því og ég hleyp því í skarðið.</p> <p>Félagið Heilaheill er fyrir löngu orðið þekkt stærð í samfélaginu og gegnir mikilvægu hlutverki með öflugu fræðslustarfi og stuðningi við þá sem fengið hafa slag og glíma við afleiðingar þess og aðstandendur þeirra. Þá eru ófáar gjafirnar sem félagið hefur ásamt fleiri félögum fært taugadeild Landspítala. Skemmst er að minnast hágæslubúnaðar sem Heilaheill, MND-félagið, Parkinsonsamtökin og MG-félagið færðu taugalækningadeild Landspítalans í Fossvogi sem er afar mikils virði fyrir starfsemi deildarinnar.</p> <p>Það hefur margsinnis sýnt sig hvað starfsemi grasrótarsamtaka skiptir miklu máli í margvíslegum velferðarmálum og hve mikil áhrif þau geta haft séu þau skipulögð og starfi faglega. Ein staðfesting á þessu var það formlega samstarf sem efnt var til milli Landspítala og félaga taugasjúklinga fyrir allmörgum árum sem án nokkurs vafa hefur verið öllum til góðs.</p> <p>Í tilefni málþings ykkar hér í dag kynnti ég mér upphafið að stofnun félagsins sem upphaflega hét Félag heilablóðfallsskaðaðra og var stofnað árið 1994. Í grein eftir Helga Seljan segir hann frá því þegar hann dvaldi á Reykjalundi sér til heilsubótar og komst þá í kynni við þá Eyjólf K. Sigurjónsson og Hjalta Ragnarsson sem báðu hann um að taka þátt í því að koma á laggirnar hagsmunasamtökum þeirra sem orðið höfðu fyrir sömu reynslu og þeir.</p> <p>Í grein Helga segir: „Það var ekki volið né vílið í þeim félögum, heldur beittur baráttuandi og fullvissa þess að félagsskapur af þessu tagi gæti haft verulega jákvæð áhrif, gæti beitt sér fyrir fræðslu um áföllin, möguleikana eftir það svo sem þið segið í dag: Þetta er ekki búið. Ekki sízt töldu þeir að félagið yrði vettvangur sameiginlegrar reynslu fólks, vekjandi samkennd og aukinn skilning, en máske umfram allt að vera málsvari út á við, vekja samfélagið til vitundar um vandann og úrlausnir sem allra beztar.“</p> <p>Allt hefur þetta gengið eftir og félagið sem nú heitir Heilaheill hefur tvímælalaust orðið sá vettvangur sem að var stefnt.<br /> Það á við um alla starfsemi, en ekki síst störf grasrótarsamtaka, að geta þeirra og árangur ræðst af einstaklingunum sem helga sig starfinu. Það þarf eldhuga til að sinna störfum sem að mestu eða öllu leyti eru sjálfboðin og borin uppi af áhuga og vilja en litlu fjármagni en sem betur fer er margt fólk reiðubúið að leggja góðum málefnum lið. Einn slíkra manna var Ingólfur Margeirsson sem minnst er hér í dag og var um árabil ötull liðsmaður Heilaheilla. Hann hafði margt að bjóða, var gjöfull á hæfileika sína, hugmyndaríkur og áhugasamur um allt sem hann tók sér fyrir hendur. Hann var árum saman í stjórn SÁÁ þar sem hann hjálpaði mörgum til betra lífs. Síðustu ár kynnti hann sér hugmyndafræði notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar, var í hópi stofnenda Samtaka um sjálfstætt líf og eins var hann virkur félagi í Hollvinum Grensásdeildar.</p> <p>Ef tölur frá Bandaríkjunum eru heimfærðar á Íslenskt samfélag er áætlað að hér á landi séu yfir 4.000 manns á lífi sem hafa lifað af slag. Þetta svarar til um 1,3% allra Íslendinga. Meiri hluti þeirra sem verða fyrir slagi verður fyrir tímabundinni eða varanlegri færniskerðingu og því má álykta að fáir sjúkdómar hafi eins mikil áhrif á daglegt líf margra.</p> <p>Þekking á slagi hefur aukist á undanförnum árum og sömuleiðis verulega á áhættuþáttum. Þetta hefur gert fyrirbyggjandi starf mun markvissara en áður, til dæmis með meðhöndlun háþrýstings og hjartsláttaróreglu.</p> <p>Það verður aldrei sagt að fólk hafi heilsu sína í eigin höndum. Ábyrgð hvers og eins er þó mikil og við getum að ýmsu leyti haft áhrif. Því skiptir miklu að taka fast á þeim þáttum sem lúta að forvörnum. Forvarnir eru ekki endilega sértækar til varnar slagi, heldur geta haft víðtækari áhrif til góðs fyrir heilsu fólks. Hár blóðþrýstingur, há blóðfita og reykingar eru stærstu áhættuþættir slags en aðrir áhættuþættir eru sykursýki, offita, kyrrseta, streita, mikil áfengisneysla auk óbreytanlegra þátta sem eru kynferði og aldur. Sumir þessara áhættuþátta eru háðir hver öðrum eins og til dæmis offita og sykursýki og því má draga verulega úr áhættunni með hollu mataræði og reglubundinni hreyfingu. Þekking fólks á einkennum slags getur einnig skipt sköpum því rannsóknir sýna að því fyrr sem einstaklingur fær rétta meðferð dregur úr líkum á varanlegum skaða.</p> <p>Endurhæfing er afar mikilvæg þegar slag hefur í för með sér skerðingu á færni hvort sem er andlega eða líkamlega. Frumendurhæfing heilaáfallssjúklinga hefur að mestu farið fram á Landspítala og á Kristnesi fyrir norðan en framhaldsendurhæfing hefur verið á Reykjalundi og Hveragerði eftir atvikum. Þá hefur fólk einnig átt kost á framhaldsendurhæfingu á göngudeildum og oft er hægt að vinna með afmörkuð vandamál á stofum hjá talþjálfum, iðjuþjálfum eða sjúkraþjálfurum ef svo ber undir. Þess ber einnig að geta að meðferð og endurhæfing fer líka fram á fleiri stöðum, bæði heilbrigðisstofnunum og hjúkrunarheimilum víða um land.</p> <p>Að mínu mati stöndum við vel að vígi í því sem lýtur að meðferð fólks eftir slag. Á sjúkrahúsum er starfandi afbragðs fagfólk og ég tel mig geta fullyrt að meðferð í bráðafasa er góð. Frumendurhæfing er almennt aðgengileg og á því stigi eru slagsjúklingar ekki látnir bíða eftir endurhæfingu, hvort sem hún fer fram á bráðadeild eða endurhæfingardeild. Ég held ég geti fullyrt að meðal fagfólks þyki eðlilegt að slagsjúklingar hafi forgang umfram ýmsa aðra hópa í endurhæfingu, því mikið er í húfi að fólk fái viðeigandi endurhæfingu sem fyrst þegar færniskerðing hefur orðið. Þá er almennur aðgangur að læknisþjónustu og annarri heilbrigðisþjónustu almennt góður og því ætti að vera hægt um vik að fylgja langtímameðferð eftir til að fyrirbyggja frekari áföll í framtíðinni.</p> <p>Stöðugt er unnið að því að draga úr áhættuþáttum með ýmsum forvörnum og áróðri fyrir bættum lífsstíl og meðferð fleygir fram.</p> <p>Það er von mín að enn takist að bæta og efla þær fyrirbyggjandi aðgerðir sem draga úr tíðni slags. Með öflugri heilsugæslu og almennri vitund manna um gildi heilbrigðra lífshátta ættum við að geta gert enn betur. Fyrrum Lýðheilsustöð – nú Landlæknisembættið – hefur lagt í starfi sínu mikla áherslu á heilsusamlegt mataræði, að auka hreyfingu meðal fólks, að draga úr reykingum og ofneyslu áfengis. Mikið hefur áunnist í reykingavörnum og sífellt fækkar þeim sem reykja. Forvarnir á öllum þessum sviðum eru afar mikilvægar og ekki bara vegna slags heldur líka vegna ýmissa annarra sjúkdóma eins og ég nefndi hér áðan. Markviss meðhöndlun háþrýstings og hjartsláttartruflana hefur aukist og stuðlar að því að draga úr hættu á blóðtappa í heila. Í okkar litla samfélagi skiptir máli að allir leggi sitt af mörkum. Heilbrigðisþjónustan er í lykilhlutverki þegar kemur að því að draga úr ákveðnum áhættuþáttum slags og tryggja góða meðferð. Samtök eins og Heilaheill hafa líka miklu hlutverki að gegna. Hlutverki við að upplýsa almenning, styðja þá sem hafa fengið slag og fjölskyldur þeirra og veita þeim sem halda um stjórnvölinn aðhald og upplýsingar.</p> <p>Ég óska hér með eftir góðu samstarfi við samtökin og óska ykkur alls góðs í störfum ykkar.<br /> </p>

2011-05-19 00:00:0019. maí 2011Ársfundur Tryggingastofnunar ríkisins 2011

<div class="single-news__big-image"><figure><a href="/media/velferdarraduneyti-media/media/logos/LogoTryggingastofnun.gif"><img src="/media/velferdarraduneyti-media/media/logos/LogoTryggingastofnun.gif?proc=singleNewsItem" alt="Tryggingastofnun" class="media-object"></a><figcaption>Tryggingastofnun ríkisins</figcaption></figure></div><p>&#160;</p> <p><strong>Ávarp Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra á ársfundi Tryggingastofnunar ríkisins 19. maí 2011</strong></p> <hr id="null" /> <p>Góðir fundargestir.</p> <p>Í dag er staður og stund til þess að líta yfir farinn veg liðins starfsárs, hrósa smáum og stórum sigrum, gleðjast yfir því sem vel hefur tekist og ræða hvað betur má fara. Þetta er einnig vettvangur til þess að taka pólhæðina og stilla kúrsinn fyrir næsta ár. Verkefni stofnunar eins og Tryggingastofnunar ríkisins eru óþrjótandi, hún þarf að ganga snurðulaust eins og vel smurð vél og veita sínum fjölmörgu viðskiptavinum óskeikula þjónustu frá degi til dags.</p> <p>Fáar stofnanir ef nokkur hafa jafn mikinn snertiflöt við landsmenn og Tryggingastofnun. Langflestir njóta þjónustu hennar einhvern tíma á ævinni. Árlega eru um 120.000 einstaklingar 18 ára og eldri sem stofnunin þjónustar og mánaðarlega annast hún greiðslur úr almannatryggingakerfinu til um 70.000 einstaklinga. Árlegar greiðslur frá stofnuninni til viðskiptavina nema rúmlega 100 milljörðum króna. Það er því ekki ofsagt að þetta sé ein mikilvægasta stofnun landsins og miðstöð velferðarkerfisins á Íslandi.</p> <p>Örugg framkvæmd almannatryggingalöggjafarinnar hvílir á stjórnendum og starfsfólki hér og ábyrgðin því gríðarlega mikil. Þetta er flókið kerfi, hvort sem horft er á það frá sjónarhóli þeirra sem sjá um framkvæmdina eða með augum notenda.</p> <p>Ég er afar ánægður með hve Tryggingastofnun sinnir vel upplýsingagjöf um réttindi almennings og notar fjölbreyttar leiðir til þess að upplýsa og fræða fólk um almannatryggingakerfið. Stofnunin er í fremstu röð á sviði rafrænnar þjónustu með þjónustuvefnum Trygg sem er í stöðugri þróun, heimasíða stofnunarinnar er öflug en jafnframt er lögð áhersla á persónulega þjónustu gagnvart þeim sem ekki nota tölvur, net og rafræn samskipti.</p> <p>Ég átti þess kost í byrjun árs að sækja þjóðfund um framtíðarsýn Tryggingastofnunar ríkisins. Fyrir fundinn kynnti ég mér ýmis gögn um stefnu hennar og markmið og það fyrsta sem blasti við mér voru gildin: – <strong>Traust</strong> – <strong>Samvinna</strong> og <strong>Metnaður.</strong> Ef ég man rétt nefndi ég á fundinum að ekki væri nóg að eiga sér gildi og markmið. Stóra kúnstin væri að innleiða þau og samþætta inn í alla starfsemina – gera að einhvers konar lífsviðhorfi vinnustaðarins – þar sem starfsfólk allt er meðvitað um þau, tileinkar sér inntak þeirra og hefur að leiðarljósi í daglegu starfi.</p> <p>Þetta tel ég hafa tekist vel hjá Tryggingastofnun ríkisins. Eins tel ég til fyrirmyndar afrakstur Þjóðfundarins sem meðal annars birtist í bæklingnum Framtíðarsýn 2015. Þar birtist framsýni, metnaður og vilji til að ná árangri og miklu skiptir að boðskapurinn kemur ekki einhliða að ofan heldur er þetta sýn sem jafnt stjórnendur sem aðrir starfsmenn hafa tekið þátt í að móta.</p> <p>Ykkur er mögulega kunnugt um að í nýju velferðarráðuneyti er nú unnið að því að setja starfseminni gildi og móta framtíðarsýn. Þetta verk er komið vel á veg en ég tel augljóst að ráðuneytið getur nýtt sér aðferðafræði Tryggingastofnunar í þessari vinnu.</p> <p>Eins og ég nefndi áðan er almannatryggingakerfið afar flókið, enda eru aðstæður og þarfir fólks ólíkar og bótaflokkar margir. Ég bind miklar vonir við að bráðlega sjáum við fyrir endann á vinnu við endurskoðun almannatryggingakerfisins og að um næstu áramót líti dagsins ljós frumvarp til nýrra laga um almannatryggingar. Áhersla er lögð á að í nýrri löggjöf verði kveðið skýrt á um markmið og tilgang tryggingakerfisins, um réttindi og skyldur hinna tryggðu, málsmeðferð, stjórnsýslu og kæruleiðir. Einnig verði uppbygging laganna gerð skýrari, löggjöfin einfölduð og framsetningu breytt frá því sem nú er. Gengið er út frá því að sett verði sérlög um slysatryggingar sem nú er kveðið á um í almannatryggingalögunum.</p> <p>Endurskoðun almannatryggingakerfisins er ekki létt verk en nauðsynlegt. Tryggingastofnun á fulltrúa sem situr fundi nefndar um endurskoðunina og það er alveg ljóst að mikið mun mæða á stofnuninni varðandi upplýsingagjöf og ýmsa útreikninga í þessu sambandi.</p> <p>Þetta er þó ekkert nýmæli hjá ykkur. Mikil samskipti og samráð er milli ráðuneytisins og TR. Stofnunin býr yfir gríðarlega miklu magni upplýsinga sem eru stjórnvöldum nauðsynlegar, til dæmis núna í tengslum við útfærslu hækkana á bótum og eingreiðslum til lífeyrisþega vegna kjarasamninga. Ráðuneytið þarf margt að sækja í ykkar smiðju og er afar háð greinargóðum upplýsingum og oft tafarlausum svörum við flóknum fyrirspurnum. Þetta gengur jafnan afar greiðlega fyrir sig og er sérstaklega til þess tekið af mínu fólki í ráðuneytinu.</p> <p>Eins vil ég geta um vandaða tölfræði um þróun útgjalda sem TR gerir reglulega grein fyrir í Tölutíðindum sem birtast á vefnum og í árlegum Staðtölum sem er afar upplýsandi fyrir hvern þann sem vill fylgjast með og kynna sér stöðu og þróun þessara mála.</p> <p>Ýmsar sviptingar og breytingar hafa orðið síðustu ár sem varða starfsemi TR og hafa örugglega stundum reynt verulega á starfsfólk. Margvísleg umskipti fylgdu í kjölfar aðskilnaðar verkefna með stofnun Sjúkratrygginga Íslands. Þetta verkefni var ekki einfalt og trúlega voru of margir lausir endar þegar það kom til framkvæmda sem bitnaði á samskiptum stofnananna tveggja. Ég vona að við sjáum fyrir endann á þessum vandamálum sem hafa verið til skoðunar og úrlausnar hjá ráðuneytinu eins og ykkur er eflaust mörgum kunnugt um.</p> <p>Sameining tveggja ráðuneyta á sviði velferðarþjónustu og stofnun velferðarráðuneytisins á þeirra grunni gefur færi á ýmsum breytingum varðandi framkvæmd verkefna og skipulag stofnana sem undir það heyra. Ég tek fram að ekki verður rasað um ráð fram í þeim efnum og ekkert gert án samráðs við stofnanirnar sjálfar. Ég nefni þetta hér fyrst og fremst vegna verkefnis sem ég hyggst láta vinna þar sem skoðaðir verða möguleikar þess að sameina alla greiðsluþjónustu við almenning á einum stað. Þar sé ég fyrir mér að Tryggingastofnun ríkisins gæti verið miðstöð þeirrar þjónustu í ljósi allrar þeirrar þekkingar og reynslu sem hér býr í þessum efnum.</p> <p>Góðir gestir.</p> <p>Ýmis stór verkefni eru framundan sem munu hafa áhrif á starfsemina hér og vega þar þungt fyrirhugaðar breytingar á almannatryggingakerfinu. Miklu skiptir að innviðir stofnunarinnar séu traustir og hún í stakk búin til þess að takast á við breytingar, laga sig að aðstæðum og sýna frumkvæði sem nútímaleg þjónustustofnun í almannaþágu.</p> <p>Mér finnst að Tryggingastofnun ríkisins hafi sýnt getu sína í þessum efnum á liðnum árum. Hún er 75 ára gömul í ár en hefur tekist einstaklega vel að halda sér ungri, mæta kröfum samtímans og byggja sig upp til að takast á við framtíðina. Ég ber mikið traust til TR og ykkar starfsfólksins og veit að þið standið vel undir miklum væntingum.</p> <p>Ég þakka ykkur öllum fyrir mikið og gott starf á þessu ári og hlakka til þess að starfa með ykkur áfram að uppbyggingu trausts og öflugs velferðarkerfis til framtíðar.</p> <p>&#160;</p> <p>&#160;</p> <p>&#160;</p>

2011-05-19 00:00:0019. maí 2011Aðalfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga

<div class="single-news__big-image"><figure><a href="/media/velferdarraduneyti-media/media/logos/Felag-islenskra-hjukrunarfraedinga.gif"><img src="/media/velferdarraduneyti-media/media/logos/Felag-islenskra-hjukrunarfraedinga.gif?proc=singleNewsItem" alt="Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga" class="media-object"></a><figcaption>Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga</figcaption></figure></div><p><strong>Ávarp Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra á aðalfundi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga,<br /> Grand Hótel Reykjavík, 19. maí 2011</strong></p> <hr id="null" /> <p>Góðir fundarmenn.</p> <p>Mér var bæði ljúft og skylt að verða við ósk formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga um að segja nokkur orð í upphafi aðalfundar ykkar. Þetta er líka kærkomið tækifæri fyrir mig. Hér get ég talað beint til fjölmennrar heilbrigðisstéttar sem starfar á öllum sviðum heilbrigðiskerfisins og er því fátt óviðkomandi í þessum stóra málaflokki.</p> <p>Það var sérstaklega óskað eftir því að ég fjallaði um þær breytingar sem framundan eru á heilbrigðisþjónustunni og um framtíðarsýn mína í þessum efnum. Það ætla ég að gera eftir bestu getu og því sem tíminn leyfir.</p> <p>Heilbrigðiskerfið og heilbrigðisþjónustan eru ekki föst stærð heldur eiga sér sífellt stað einhverjar breytingar í takt við breytta tíma og nýjar áherslur, þótt í mismiklum mæli sé. Síðustu misserin hafa breytingar þó verið meiri en við eigum að venjast. Erfiðar efnahagsaðstæður hafa gert okkur óhjákvæmilegt að fara ofan í saumana á öllum rekstri og endurskoða skipulag til þess að hagræða án þess að skerða þjónustu til baga eða tefla gæðum og öryggi þjónustu við sjúklinga í tvísýnu.</p> <p>Með sameiningu ráðuneyta og stofnun nýs velferðarráðuneytis um síðustu áramót var lagður grunnur að ýmsum viðameiri breytingum á skipulagi velferðarmála til framtíðar. Heilbrigðiskerfið, félagslega kerfið og almannatryggingakerfið eru að mínu áliti grunnstoðir velferðarkerfisins sem verður að skoða og skipuleggja í nánum tengslum hver við aðra. Á þetta hefur skort og skýr heildarsýn ekki verið fyrir hendi. Í stað samvinnu hefur ríkt togstreita, deilt hefur verið um verkaskiptingu milli þjónustukerfa og verkefni ýmist skarast eða hlekki vantað í keðjuna.</p> <p>Málefni aldraðra eru augljóst dæmi um mikilvægan málaflokk sem um langt skeið hefur goldið fyrir skort á heildarsýn og togstreitu af þessu tagi. Verkefnaflutningar frá heilbrigðisráðuneyti til félags- og tryggingamálaráðuneytis árið 2008 áttu að bæta úr þessum vanda en sú varð ekki raunin. Áfram var deilt um ábyrgð og verkaskiptingu og þegar verulega reyndi á aðhald við ráðstöfun fjármuna og sparnaðaraðgerðir var augljóst að kerfin unnu ekki saman sem skyldi. Þessu erum við að breyta í nýju ráðuneyti.</p> <p>Ef vel er á málum haldið tel ég að stofnun velferðarráðuneytisins geti orðið grunnur að miklu öflugra og skilvirkara þjónustukerfi fyrir alla notendur velferðarþjónustunnar. Við þurfum að nálgast skipulag þjónustunnar meira út frá þörfum notendanna í stað þess flokka notendur og ráðstafa þeim inn í skipulag og þarfir kerfisins.</p> <p>Ég nefni í tengslum við þetta breytingar sem fyrirhugaðar eru á greiðsluþátttöku fólks í lyfjakostnaði samkvæmt frumvarpi sem ég mælti fyrir á Alþingi í vikunni. Í gildandi kerfi hafa niðurgreiðslur hins opinbera tekið mið af einstökum lyfjum og lyfjaávísunum. Einstaklingurinn greiðir ákveðið hlutfall af kostnaði lyfs á móti sjúkratryggingum. Einu gildir hvort hann þarf aðeins á einu lyfi að halda í skamman tíma eða mörgum lyfjum að staðaldri, jafnan skal hann greiða af hverju lyfi samkvæmt fyrirframákveðnu hlutfalli. Kostnaður þeirra sem mest þurfa á lyfjum að halda getur því orðið mjög hár. Í nýja kerfinu verður dæminu snúið við og greiðsluþátttakan ákveðin með hliðsjón af heildarútgjöldum sjúklingsins á tilteknu tímabili sem fer stiglækkandi og fellur niður þegar ákveðnu þaki er náð. Með þessu er stefnt að auknum jöfnuði þar sem betur verður stutt við bak þeirra sem bera mest útgjöld vegna heilsufarsvanda en á móti eykst kostnaður þeirra sem þurfa lítið eða sjaldan á lyfjum að halda.</p> <p>Heilbrigðisþjónusta á Íslandi er ekki ókeypis en það ríkir fullkomin eining um að tryggja beri öllum heilbrigðisþjónustu óháð efnahag eða öðrum aðstæðum. Í grundvallaratriðum er þetta tryggt en sitthvað þarf þó að bæta til að auka jöfnuð og réttlæti í þessum efnum. Áformuð breyting á greiðsluþátttöku í lyfjakostnaði er skref í þessa átt en ég sé fyrir mér mun víðtækari breytingar af sama meiði sem taka til heilbrigðisþjónustunnar í heild. Ég nefni einnig heildarendurskoðun almannatryggingakerfisins í þessu sambandi sem lengi hefur verið í undirbúningi en er nú komin í þann farveg að telja má raunhæft að um næstu áramót líti dagsins ljós frumvarp til nýrra laga um almannatryggingar.</p> <p>Góðir fundarmenn.</p> <p>Ég ætla að telja hér nokkrar megináherslur mínar í velferðarmálum til að draga upp mynd af framtíðarsýn minni í þessum efnum.</p> <p>Ég legg áherslu á heildstæða stefnumörkun á sviði velferðarmála og tel nauðsynlegt að efla starf á þessu sviði, ekki síst með aukinni öflun og úrvinnslu gagna. Mikilvægar ákvarðanir á þessu sviði verður að byggja á glöggum upplýsingum og staðreyndum.</p> <p>Heilsugæslan á að vera í öndvegi sem fyrsti viðkomustaður fólks í heilbrigðiskerfinu og ég tel nauðsynlegt að efla starfsemi heilsugæslunnar í þessu skyni. Nýleg skýrsla með tillögum um eflingu heilsugæslunnar hefur verið til umsagnar um skeið og er til frekari skoðunar í ráðuneytinu.</p> <p>Heilbrigðisþjónusta á að vera aðgengileg fólki á viðeigandi þjónustustigi, óháð efnahag og búsetu. Í þessum efnum er nauðsynlegt að skilgreina á faglegan hátt hvaða þjónustustigi er mögulegt og skynsamlegt að halda úti í einstökum landshlutum og heilbrigðisumdæmum, eftir því hvort um er að ræða heilsugæslu, almenna sjúkrahúsþjónustu og hjúkrunarrými aldraðra, sérhæfðari sjúkrahúsþjónustu eða þjónustu sem einungis er á færi Landspítala að veita. Þessi skipting byggist á stigskiptingu heilbrigðisþjónustu eftir sérhæfingu annars vegar og hins vegar á svæðaskiptingu líkt og kveðið er á um í reglugerð um skiptingu landsins í heilbrigðisumdæmi.</p> <p>Ég er hlynntur fjölbreyttu rekstrarformi í heilbrigðiskerfinu en í framkvæmd verður að tryggja að útvistun verkefna og ólík rekstrarform ógni á engan hátt öryggi sjúklinga. Gerð samninga og framkvæmd þeirra verður að taka mið af þessu og það þarf að vera öruggt að rekstraraðilar geti aldrei gengið frá samningi með litlum fyrirvara og skilið þjónustuna og notendur hennar eftir í uppnámi.</p> <p>Öflugri nærþjónusta með flutningi verkefna til sveitarfélaga er meðal þess sem unnið er að. Málefni fatlaðra færðust á þeirra hendur um síðustu áramót og framundan er undirbúningur að flutningi málefna aldraðra til sveitarfélaganna.&#160;</p> <p>Skipa þarf forvarnar- og lýðheilsustarfi traustan sess og samþætta áherslur þess efnis inn í alla velferðarþjónustu. Miklu skiptir að setja skýr og mælanleg markmið eftir því sem kostur er og beina fjármagni í þau verkefni sem brýnust eru hverju sinni. Þann 1. maí síðastliðinn tóku gildi lög þar sem Lýðheilsustöð sameinaðist embætti landlæknis. Þetta gamla embætti hefur því öðlast nýtt og mun víðtækara hlutverk en áður sem ég legg áherslu á að hljóti veg og vanda í réttu samræmi við mikilvægi lýðheilsustarfs fyrir heilsu og velferð landsmanna.</p> <p>Eins og ég sagði í upphafi hafa breytingar á heilbrigðiskerfinu og heilbrigðisþjónustunni síðustu misserin einkennst af því hve mjög hefur þrengt að fjárhag hins opinbera. Grípa hefur þurft til aðgerða sem eru erfiðar og sársaukafullar og ég geri mér fulla grein fyrir því að við þessar aðstæður hefur mikið verið lagt á heilbrigðisstarfsfólk. Atvinnuöryggi er ekki hið sama og áður, vinnuálag hefur víða aukist mjög samhliða því sem fólk hefur þurft að leggja á sig margvíslega vinnu við að hrinda í framkvæmd ýmsum skipulagsbreytingum.</p> <p>Þrátt fyrir þetta tel ég að ótrúlega vel hafi tekist til að gera vandasamar en nauðsynlegar breytingar vegna aðhaldsaðgerða án þess að skerða gæði og öryggi heilbrigðisþjónustunnar. Erfiðasti hjallinn er að baki og fyrr en varir liggur leiðin upp á við á ný. Þegar upp er staðið hef ég trú á því að sá hreinsunareldur sem við höfum gengið í gegnum muni skila okkur öflugu og vel skipulögðu heilbrigðiskerfi með traustum undirstöðum að byggja á til framtíðar.</p> <p>&#160;</p>

2011-05-19 00:00:0019. maí 2011TAIEX – Ráðstefna um stefnumótun í vinnumálum

<p><strong>Ávarp Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra á TAIEX – ráðstefnu</strong> <strong>um stefnumótun í vinnumálum<br /> Reykjavík 19. maí 2011.</strong></p> <hr id="null" /> <p>Góðir gestir.</p> <p>Það er velferðarráðuneytinu mikilvægt að halda þessa ráðstefnu um stefnumótun í vinnumálum sem er liður í undirbúningi samningaviðræðna Íslands og Evrópusambandsins. Hingað eru komnir góðir erlendir gestir sem er mikils virði fyrir okkur að fræðast af og eiga við skoðanaskipti. Markmiðið er að fá kynningu á aðferðafræði Evrópusambandsins og aðildarríkja þess við mótun stefnu í vinnumálum, hvernig slíkri stefnu er hrundið í framkvæmd og árangur metinn.</p> <p>Um alla Evrópu glíma þjóðir við umtalsvert atvinnuleysi. Hver um sig reynir að takast á við vandann sem því fylgir. Efling atvinnulífs og fjölgun starfa er auðvitað lykilatriði. Svo lengi sem atvinnuleysi er staðreynd er það hins vegar skylda stjórnvalda, aðila vinnumarkaðarins og annarra sem að málum geta komið að grípa til aðgerða til að fyrirbyggja að atvinnuleysi skaði einstaklinga og valdi samfélaginu tjóni.</p> <p>Evrópusambandið leggur áherslu á virka vinnumálastefnu og munu gestir hér fá að fræðast nánar um hvað í því felst hér á eftir. Hér á landi sáum við atvinnuleysi fara úr því að vera vart mælanlegt í hæðir sem við höfðum ekki áður séð á ótrúlega skömmum tíma. Þetta ástand var okkur framandi en urðum að bregðast hratt við. Það má segja að við höfum lært af reynslunni og áttað okkur fljótt á því að svona ástand krefst fjölbreyttra aðgerða, fyrirhyggju og framsýni.</p> <p>Sleitulaust er unnið að verkefnum til að bregðast við miklu atvinnuleysi og sporna við alvarlegum afleiðingum þess til langtíma. Sett voru í lög ákvæði um rétt fólks til atvinnuleysisbóta á móti skertu starfshlutfalli sem auðveldar atvinnurekendum að bregðast við samdrætti með því að minnka starfshlutfall fólks í stað uppsagna. Með sérstökum átaksverkefnum hefur fólki í atvinnuleit verið gefinn kostur á störfum þar sem atvinnuleysisbætur eru nýttar til að greiða hluta launakostnaðar á móti framlagi atvinnurekanda. Sami háttur hefur verið hafður á til að skapa sumarstörf fyrir námsmenn og atvinnuleitendur. Ríki og sveitarfélög hafa tekið virkan þátt í þessu.</p> <p>Atvinnuleysi er langmest meðal ungs fólks og yfir 70% ungra atvinnuleitenda eru eiga að baki skamma eða enga skólagöngu umfram grunnskólanám. Yfir 30% fólks sem hefur verið án atvinnu í sex mánuði eða lengur eru undir þrítugu. Stjórnvöld hafa mótað langtímastefnu um uppbyggingu samfélagsins þar sem helstu tækifæri til sóknar hafa verið greind. Sett er það markmið að árið 2020 verði 90% Íslendinga á vinnualdri með formlega framhaldsmenntun en núna er þetta hlutfall um 70%. Áhersla verður lögð á aðgang fólks að menntun við hæfi með fjölbreyttu námsframboði í samræmi við þarfir einstaklinga, samfélags og atvinnulífs.</p> <p>Nú hefur verið ákveðið að opna framhaldsskólana fyrir fólk yngra en 25 ára frá og með næsta hausti, samhliða átaki til að tryggja atvinnuleitendum stóraukinn aðgang að námsúrræðum við hæfi með sérstakri áherslu á starfsmenntun. Stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins standa sameiginlega að átakinu og munu á næstu þremur árum verja til þess um 7 milljörðum króna sem er um þriðjungur áætlaðra útgjalda til atvinnuleysisbóta árið 2011.</p> <p>Það skiptir miklu að aðgerðir á sviði vinnumarkaðsmála byggist á uppbyggilegri sýn og stefnu til framtíðar. Við eigum ekki aðeins að fást við vanda dagsins í dag heldur þurfum við að snúa vörn í sókn og byggja markvisst upp til framtíðar. Við getum látið erfiðleikana nú verða að okkar gæfu til framtíðar ef við tökum rétt á málum. Ríkari áhersla á menntun og þjálfun með nýjum tækifærum fyrir breiðari hóp fólks en hingað til eykur ekki aðeins sveigjanleika vinnumarkaðarins og auðveldar fólki að finna sér störf. Það mun einnig ýta undir fjölbreytni með aukinni þekkingu, kunnáttu og færni fólks sem sjálft mun skapa sér ný tækifæri og ný störf.</p> <p>Ég ætla ekki að hafa þessi orð fleiri heldur hleypa að góðum gestum ráðstefnunnar sem munu miðla af þekkingu sinni og reynslu.</p> <p>&#160;</p>

2011-05-12 00:00:0012. maí 2011Vorráðstefna Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins

<div class="single-news__big-image"><figure><a href="/media/velferdarraduneyti-media/media/logos/LogoGreiningarstod.gif"><img src="/media/velferdarraduneyti-media/media/logos/LogoGreiningarstod.gif?proc=singleNewsItem" alt="Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins" class="media-object"></a><figcaption>Greiningar- og ráðgjarfastöð ríkisins</figcaption></figure></div><p><strong>Ávarp Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra á vorráðstefnu</strong> <strong>Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins, 12. maí 2011</strong></p> <p>Góðir gestir.</p> <p>Enn er komið að árlegri vorráðstefnu Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins sem nú er haldin í 26. sinn. Ráðstefnan hefur fyrir löngu fest sig í sessi og er afar mikilvægur vettvangur foreldra og fagfólks sem kemur að málefnum barna með alvarleg frávik í þroska og færni til að fræðast, deila reynslu sinni og miðla þekkingu.</p> <p>Áður en lengra er haldið er rétt að geta þess að Greiningar- og ráðgjafarstöðin er 25 ára á þessu ári og ég óska viðstöddum til hamingju með það. Forveri hennar var athugunar- og greiningardeildin í Kjarvalshúsi sem var formlega stofnuð árið 1975 en Greiningar- og ráðgjafarstöðin var sett á fót árið 1986 í kjölfar gildistöku laga um málefni fatlaðra og með stoð í þeim.</p> <p>Starfsemi og þjónusta á vettvangi Greiningarstöðvarinnar hefur vitanlega tekið ýmsum breytingum á aldarfjórðungi, enda hefur þekkingu á þessu sviði fleygt fram, viðhorf hafa breyst og réttmætar kröfur um bætta og aukna þjónustu við börn með sérþarfir og foreldra þeirra hafa fengið vaxandi hljómgrunn og aukinn skilning í samfélaginu. Þekking fagfólks á starfssviði stofnunarinnar hefur einnig aukist verulega á þessum tíma.</p> <p>Tímamót urðu um síðustu áramót við tilfærslu ábyrgðar á þjónustu við fatlaða frá ríki til sveitarfélaga. Breytingin byggist á þeirri sýn að veita skuli þjónustu í sem mestum mæli í nærumhverfi þeirra sem á henni þurfa að halda. Þessi hugmyndafræði hefur átt vaxandi fylgi að fagna á flestum sviðum velferðarþjónustu síðustu ár og áratugi og þróunin hefur öll verið í þá átt. Vægi stofnanatengdra úrræða hefur minnkað. Reynt er að veita fólki þjónustu, meðferð og stuðning í sínu umhverfi eins og kostur er í stað þess að slíta það úr tengslum við daglegan veruleika með innlögn á stofnun.</p> <p>Þessar áherslubreytingar og flutningur málefna fatlaðra til sveitarfélaga tel ég líklegt að muni leiða til ákveðinna breytinga hjá Greiningar- og ráðgjafarstöðinni einkum með auknum kröfum til hennar á sviði ráðgjafar og fræðslu og vegna samstarfs við tilvísendur og þjónustuaðila í nærumhverfi barna og fjölskyldna sem þurfa á þjónustu og stuðningi að halda.</p> <p>Greiningar- og ráðgjafarstöðin er miðlæg þjónustustofnun á landsvísu sem gegnir afar sérhæfðum verkefnum, einkum á sviði þriðja stigs þjónustu. Forvarnar- og ráðgjafarhlutverkið nær þó til fyrsta stigs þjónustu vegna fræðslu, forvarnarstarfs og ráðgjafar og til annars stigsins þegar kemur að sértækum úrlausnarefnum vegna leiðbeininga til félagsþjónustu sveitarfélaga og annarra þjónustuaðila.</p> <p><span>Ég tel afar mikilvægt í velferðarþjónustunni að skerpa línur milli fyrsta, annars og þriðja stigs þjónustu og tryggja þannig að þjónusta við einstaklinga sé veitt á réttum forsendum á réttum tíma og réttum stað og flæði milli þessara þriggja þjónustustiga sé tryggt. Fagfólk á hverjum stað á að fást við þau verkefni sem það kann best og gerir best í ljósi sérþekkingar sinnar og reynslu.</span> <span>Þannig tryggjum við best hagsmuni notenda og stuðlum jafnframt að markvissri uppbyggingu þekkingar og reynslu þar sem hún nýtist best. Uppbygging á sérhæfðri miðlægri þjónustu byggist á þessari hugsun og þar með áherslan á heilsugæslu og félagsþjónustu sveitarfélaga sem fyrsta viðkomustað þeirra sem þurfa á aðstoð að halda. Þaðan er fólki síðan vísað í sérhæfðari þjónustu eftir þörfum.&#160;</span>&#160;</p> <p>Umræða um biðtíma eftir greiningu hefur verið áberandi og í því sambandi er rétt að hvetja stofnanir sveitarfélaga að hefja strax stuðningsaðgerðir þegar frumgreining sérfræðinga liggur fyrir. Í tengslum við þessa umræðu er líka ástæða til að vekja athygli á sérstöku tveggja ára átaki sem ráðist var í að frumkvæði ríkisstjórnarinnar haustið 2007 sem leysti vanda tvö hundruð barna og ungmenna sem höfðu beðið óheyrilega lengi. Þetta verkefni skilaði þannig miklum árangri og var afar mikilvægt.</p> <p>Greiningarstöðin hefur verið að styrkja sig í sessi sem þriðja stigs þjónustustofnun, meðal annars með endurskoðun tilvísana þar sem börnum hefur verið í auknum mæli vísað frá þegar fært er talið að veita þeim þjónustu í nærumhverfi sínu án íhlutunar Greiningarstöðvarinnar.</p> <p>Auk þessa hefur verið unnið að áherslubreytingum í tengslum við greiningar þar sem vaxandi áhersla er lögð á að meta stuðningsþörf barna, getu þeirra og færni, frekar en að flokka vandann. Hluti af þessari þróun felst í innleiðingu alþjóðlega SIS-matskerfisins fyrir fullorðið fólk með fötlun sem fyrirhugað er að þýða og staðfæra einnig til mats á stuðningsþörf barna með sérþarfir.</p> <p>Góðir gestir.</p> <p>Efnahagsþrengingar í kjölfar bankahrunsins haustið 2008 hafa sett mark sitt á öll svið þjóðlífsins. Þótt reynt hafi verið að hlífa velferðarþjónustunni eftir megni hefur hún þó ekki farið varhluta af breyttum aðstæðum og efnahagserfiðleikarnir hafa gert kröfu um margvíslega endurskoðun og skipulagsbreytingar þar eins og annars staðar.</p> <p>Vissulega er þetta erfitt og krefst mikils af þeim sem bera ábyrgð á að halda uppi mikilvægri þjónustu sem verður að tryggja notendum þrátt fyrir aðhaldsaðgerðir og kröfur um sparnað. Þetta hefur þó tekist ótrúlega vel og ég er ákaflega þakklátur stjórnendum og öðru starfsfólki stofnana velferðarráðuneytisins fyrir allt sem það hefur lagt á sig til þess að gera þetta mögulegt.</p> <p>Um síðustu áramót sameinuðust heilbrigðisráðuneytið og félags- og tryggingamálaráðuneytið í nýtt ráðuneyti velferðarmála. Það tel ég hafa verið heillaskref og vel til þess fallið að brjóta niður múra milli fagfólks og stofnana, efla samvinnu og stuðla að aukinni samfellu í þjónustu við notendur. Ég er sannfærður um að við eigum eftir að sjá jákvæðan árangur þessara breytinga í vaxandi mæli næstu misserin.</p> <p>Góðir gestir.</p> <p>Þótt erfiðasti tími kreppunnar sé að baki og við stefnum hægt en örugglega upp á við er fjárhag ríkisins enn þröngt sniðinn stakkur. Árið 2010 voru gerð fjárlög sem gerðu ráð fyrir tapi á hverjum einasta degi upp á 250 milljónir króna. Í ár er áætlað tap á hverjum einasta degi um 100 milljónir króna og þetta eru aðstæður sem við búum við meðan við erum enn að greiða niður vexti. Ráðuneytin eru auðvitað bundin af fjárlögum hvers árs sem þýðir einfaldlega að ákveði ég að auka útgjöld á einum stað verð ég að draga úr kostnaði einhvers staðar annars staðar. Þetta er hinn blákaldi veruleiki og í viðkvæmri velferðarþjónustu eru yfirleitt allir kostir slæmir í þessum efnum.</p> <p>Þrátt fyrir erfiðleika höldum við ótrauð áfram – og vegna þessara aðstæðna verðum við að sýna meiri útsjónarsemi en áður, vera reiðubúin að endurskoða skipulag, verklag og vinnubrögð og síðast en ekki síst skiptir samráð og samvinna miklu máli.</p> <p>Andstreymið afhjúpar snilldina sem velgengnin dylur sagði rómverska skáldið og heimspekingurinn Hóratíus fyrir um það bil tvö þúsund árum. Mér finnst sannleikurinn í þessum orðum hafa sýnt sig margsinnis í okkar andstreymi og er viss um að fyrr en varir munum við standa sterkari en við gerðum á árum áður.</p> <p>Við verðum að horfa til framtíðar. Lausnir sem hentuðu í gær eru ekki endilega góðar í dag. Stöðug endurskoðun með opnum huga er af hinu góða þar sem tekið er mið af þróun þekkingar og þeim breytingum sem verða á þörfum og kröfum samfélagsins.</p> <p>Góðir gestir.</p> <p>Ég ætla ekki að hafa þessi orð fleiri og segi ráðstefnuna setta.</p> <p>&#160;</p> <p>&#160;</p>

2011-05-06 00:00:0006. maí 2011Ávarp velferðarráðherra á málþingi geðsviðs Landspítala

<div class="single-news__big-image"><figure><a href="/media/velferdarraduneyti-media/media/radherra/GudbjarturHannessonOkt2010.jpg"><img src="/media/velferdarraduneyti-media/media/radherra/GudbjarturHannessonOkt2010.jpg?proc=singleNewsItem" alt="Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra" class="media-object"></a><figcaption>Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra</figcaption></figure></div><p><strong>Ávarp Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra á málþingi geðsviðs Landspítala 6. maí 2011<br /> </strong><strong>„Á leið inn í samfélagið – breytingar í geðþjónustunni.“</strong><strong>&#160;</strong></p> <p>Góðir gestir.</p> <p>Andstreymið afhjúpar snilldina sem velgengnin dylur sagði rómverska skáldið og heimspekingurinn <a id="Tölvuorðabókin_5_3" name="Tölvuorðabókin_5_3">Hóratíus</a> fyrir um það bil tvö þúsund árum.</p> <p>Nú megið þið ekki halda að ég ætli að rómantísera þrengingar kreppunnar sem hafa markað alla þætti þjóðlífsins síðustu ár og verið afar erfið vegna aðhalds og niðurskurðar á öllum sviðum eins og starfsfólk Landspítala þekkir vel. Þessar erfiðu aðstæður hafa krafist mikils af stjórnendum og öðru starfsfólki sem hefur staðið frammi fyrir þeirri áskorun að veita sjúklingum áfram góða og faglega þjónustu fyrir umtalsvert minni fjármuni en áður. Árangrinum er vel lýst í ársskýrslu Landspítala sem kynnt var í gær og hann sýnir svo ekki verður um villst að hér hefur verið unnið þrekvirki – eða öllu heldur, hér eru unnin þrekvirki á hverjum degi.</p> <p>Eins og forstjóri Landspítalans bendir á í formálsorðum ársskýrslunnar tókst að mæta miklum niðurskurði með því að breyta spítalanum en þó ekki þjónustunni meira en svo að sjúkrahúsið er talið með betri þjónustufyrirtækjum landsins samkvæmt mælingum Samtaka verslunar og þjónustu. Hér finnst mér snilldin hafa afhjúpast.</p> <p>Miklar breytingar voru gerðar á geðsviði Landspítala í maí 2009 sem í stuttu máli höfðu það markmið að einfalda stjórnskipulag og skýra betur ábyrgð. Mér er kunnugt um þá gagngeru endurskoðun á hlutverki og þjónustu sviðsins sem ráðist var í í kjölfarið og varð grunnur að nýrri stefnu sem þegar hefur leitt til mikilla og markverðra breytinga á þjónustu geðsviðsins.</p> <p>Það er ástæðulaust að ég fari að rekja breytingar á skipulagi sem þið þekkið manna best eða stefnumótunarvinnuna sem hvíldi á ykkar herðum. Ég vil hins vegar koma því á framfæri hve vel mér sýnist hafa verið staðið að þessum málum og hvað öll þessi vinna er mikilvæg.</p> <p>Það er ekki rík hefð fyrir því í íslensku samfélagi að hlusta á grasrótina. Sérfræðingar, embættismenn og stjórnmálamenn hafa verið því marki brenndir að telja sig vita best og betur en þeir sem málin varða helst. Þetta er vonandi að breytast.</p> <p>Starfsdagur um stefnumótun geðsviðs sumarið 2009 var tímamótafundur þar sem leitað var svara við því hvert skuli vera hlutverk megingeðheilbrigðisstofnunar landsins. Meirihluti fundarmanna var utanaðkomandi þar sem boðið var til fundarins fulltrúum notendasamtaka, félagsþjónustu, heilsugæslu og ráðuneytum, auk starfsfólks.</p> <p>Þetta starf og stefnumótunin byggð á því hefur leitt til nýrrar nálgunar með áherslu á að draga úr stofnanaþjónustu, færa þjónustuna í auknum mæli út í samfélagið, laga hana betur að þörfum notenda og samfélags, efla þverfaglegt starf og auka eftirfylgni meðferðar og stuðnings með aukinni samvinnu við velferðarsvið sveitarfélaga, heilsugæslu og hagsmunasamtök notenda.</p> <p>Meðal þess sem bent var á í niðurstöðum starfsdagsins um stefnumótun geðsviðs var að nálgun sem byggist á virðingu fyrir notendum þjónustunnar og er tilbúin til að laga sig í sífellu að nýjum þörfum er miklu líklegri til að ná því markmiði að vera sannkölluð almannaþjónusta. Þessi orð sjást nú í verki og ég held að árangurinn sé ótvíræður.</p> <p>Ég veit að starf ykkar er erfitt og það hlýtur að vera mikið álag að ganga í gegnum róttækar skipulags- og áherslubreytingar samhliða kröfum um sparnað og niðurskurð. Eflaust er orðið stutt í ystu þolmörk þar sem lengra verður ekki gengið öðruvísi en að þjónustan bíði hnekki. Ég er vongóður um að á það muni ekki reyna og að leiðin liggi senn upp á við.</p> <p>Kreppan hefur hvassar tennur og bítur fast en hún hefur líka leitt til mikilvægrar endurskoðunar og orðið okkur hvati að ýmsum breytingum í samfélaginu sem munu aðeins leiða til góðs þegar fram í sækir.</p> <p>Í velferðarkerfinu er unnið að sameiningu stofnana og tilflutningi verkefna til þess að nýta betur þekkingu og mannafla, fyrirbyggja skörun verkefna og auka samfellu í þjónustu. Unnið er að gagngerri endurskoðun almannatryggingakerfisins, fyrir dyrum standa umfangsmiklar breytingar á fyrirkomulagi greiðsluþátttöku hins opinbera í lyfjakostnaði og skömmu fyrir áramót skilaði starfshópur mér skýrslu með tillögum um eflingu heilsugæslu í landinu sem verið er að vinna frekar með í ráðuneytinu.</p> <p>Það er geysilega mikilvægt að öll þjónusta við einstaklinga sé veitt á réttum forsendum á réttum tíma og réttum stað. Fagfólk á hverjum stað á að fást við þau verkefni sem það kann best og gerir best í ljósi sérþekkingar sinnar og menntunar. Þannig tryggjum við best hagsmuni notenda og stuðlum jafnframt að markvissri uppbyggingu þekkingar og reynslu þar sem hún nýtist best. Uppbygging þriggja stiga þjónustukerfis byggist á þessari hugsun og þar með áherslan á heilsugæsluna sem fyrsta viðkomustað fólks í heilbrigðiskerfinu þaðan sem fólki er vísað í sérhæfðari þjónustu eftir þörfum. Þetta gerir miklar kröfur til heilsugæslunnar um breiðan þekkingargrunn og getu til þess að greina og fást við fjölbreytt vandamál einstaklinga.</p> <p>Góðir gestir.</p> <p>Geðsvið Landspítala er í örri þróun og það er ánægjulegt og áhugavert að sjá hve vel gengur að raungera nýjar og breyttar áherslur sviðsins í þjónustu við notendur. Allt er hægt ef fyrir hendi er sterkur vilji, skýr stefna og skilgreind markmið. Það hafið þið sýnt og ég vil þakka ykkur fyrir ómetanlegt starf.</p> <p>Og þar sem ég vitnaði í Hóratíus í upphafi er vel við hæfi að grípa aftur til fleygra orða hans „carpe diem“, þ.e. nýttu daginn, því það veit ég að þið gerið, jafnt á málþinginu í dag sem aðra daga.&#160;</p> <p>&#160;</p>

2011-05-05 00:00:0005. maí 2011Ávarp velferðarráðherra á ársfundi Landspítala 2011

<p><strong>Ávarp Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra á ársfundi Landspítala, 5. maí 2011.</strong></p> <p>Góðir gestir.</p> <p>Það er ánægjulegt að vera með ykkur hér í dag á ársfundi Landspítala 2011.</p> <p>Efnahagserfiðleikar hafa markað alla þætti þjóðlífsins síðustu ár sem hafa verið afar erfið vegna aðhalds og niðurskurðar á öllum sviðum. Við þessar aðstæður hefur ríkisstjórnin gert sitt besta til þess að verja velferðarkerfið. Niðurskurður ríkisútgjalda hjá stofnunum og málaflokkum velferðarþjónustu, þ.e. heilbrigðis-, félags- og menntakerfis, hafa verið lægri en í öðrum málaflokkum.&#160;&#160;</p> <p>Stjórnendur og annað starfsfólk Landspítala hafa unnið þrekvirki á erfiðum tímum þar sem tekist hefur að halda rekstri sjúkrahússins innan þröngs ramma fjárlaga og veita samt góða og örugga sjúkrahúsþjónustu. Ég veit að þetta hefur hvorki verið einfalt né sársaukalaust. Árið 2010 þurfti spítalinn að spara í rekstri sínum um 3,2 milljarða króna. Með ótrúlega samhentu átaki ykkar allra tókst það og gott betur.</p> <p>Þrátt fyrir ríkar sparnaðarkröfur vil ég þó taka fram að í ár hafa stóru sjúkrahúsin tvö, þ.e. Landspítali og Sjúkrahúsið á Akureyri, sætt hlutfallslega minni niðurskurði en heilbrigðisstofnanir úti um landið, enda óhjákvæmilegt að líta til sérstöðu þeirra í heilbrigðisþjónustu hér á landi. Landspítali hefur í raun fimmþætt hlutverk, sem almenningssjúkrahús, svæðissjúkrahús fyrir suðvesturhornið, sem sérhæfðasta sjúkrahús landsins og síðast en ekki síst sem háskólasjúkrahús og vísindasetur. Áætlun sjúkrahússins um aðgerðir til að mæta hagræðingarkröfu ársins lá fyrir í upphafi ársins og eftir henni er unnið. Starfsfólk sjúkrahússins veit ég að hefur ekki aðeins sýnt þessum erfiðu aðstæðum skilning og þolinmæði heldur hefur hver og einn lagt mikið af mörkum við að draga úr kostnaði víðs vegar í rekstri sjúkrahússins í sínu nánasta vinnuumhverfi.</p> <p>Það er aðdáunarvert hve vel hefur tekist til hjá Landspítala með umfangsmiklar breytingar á stjórnskipulagi sjúkrahússins samhliða krefjandi verkefnum á erfiðum tímum. Með tilfærslu frá sólarhringsþjónustu í dag- og göngudeildarþjónustu hefur verið dregið umtalsvert úr yfirvinnu, notkun klínískra leiðbeininga hefur dregið úr lyfja- og rannsóknarkostnaði og sparnaður hefur náðst við innkaup.</p> <p>Það er svo sannarlega í mörg horn að líta. Vinna við forhönnun byggingar nýs Landspítala er á áætlun. Fólk í um 30 stöðugildum starfar beint við verkefnið, auk vinnuhópa starfsfólks hér sem koma að málinu í notendahópum og rýna teikningar. Útboð verða í sex verkhlutum. Áformað er að útboðsgögn vegna framkvæmda á lóð og alútboðsgögn annars vegar vegna byggingar sjúkrahótels og hins vegar bílastæðahúss verði tilbúin í september 2011. Þá er áformað að alútboðsgögn annars vegar vegna meðferðarkjarna sem meðal annars á að hýsa legudeildir, bráða- og skurðstofur, og hins vegar vegna rannsóknarhúss verði tilbúin í byrjun febrúar 2012. Á sama tíma verða einnig tilbúin útboðsgögn vegna 7.500 fermetra byggingar fyrir heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands. Eins og þið vitið skal leita samþykkis Alþingis fyrir undirritun samninga fyrir framkvæmd að loknum útboðum en við væntum þess auðvitað öll að þetta gangi nú allt eftir þannig að framkvæmdir geti hafist sem fyrst við þetta risavaxna verkefni.</p> <p>Í erlendum samanburði hefur íslenska heilbrigðiskerfið um langt skeið fengið góða útkomu og skorað hátt á mörgum mikilvægum kvörðum sem meta skilvirkni, þjónustu og gæði hennar. Miklu skiptir að svo verði áfram og þar gegnir Landspítalinn og starfsfólk hans mikilvægu forystuhlutverki.</p> <p>Eins og ljóst er var um síðustu áramót stofnað nýtt ráðuneyti velferðarmála með sameiningu heilbrigðisráðuneytis og félags- og tryggingamálaráðuneytis. Verkefni þessa nýja ráðuneytis eru mörg og umfangsmikil og ábyrgð þess í réttu hlutfalli við það. Undir velferðarráðuneytið heyra rúmlega 20 stofnanir sem sumar hverjar sinna verkefnum sem eiga margt sameiginlegt og skarast jafnvel að einhverju leyti. Það er nokkuð víst að með aukinni samvinnu stofnana og í einhverjum tilvikum sameiningu þeirra verði unnt að auka skilvirkni, bæta þjónustu og ná fram hagræðingu og sparnaði. Allt er þetta til skoðunar og sumt er lengra komið líkt og sameining landlæknis og Lýðheilsustöðvar sem tók gildi 1. maí samkvæmt lögum frá Alþingi. Eins skal nefnd sú breyting sem snýr beint að ykkur með sameiningu St. Jósefsspítala í Hafnarfirði og Landspítala 1. febrúar síðastliðinn, undir nafni þess síðarnefnda.</p> <p>Velferðarráðuneytið leggur áherslu á samráð og samvinnu við stjórnendur stofnana sinna. Það er alltaf mikilvægt en alveg sérstaklega á tímum eins og nú þegar taka þarf stórar og erfiðar ákvarðanir sem geta haft afdrifaríkar afleiðingar ef ekki er rétt að þeim staðið. Það er skylda stjórnvalda að byggja ákvarðanir sínar á hverjum tíma á bestu fáanlegum upplýsingum og faglegu mati þeirra sem gerst þekkja til. Ráðuneytið hefur því margt að sækja í smiðju ykkar og fundar einmitt reglulega með stjórnendum sjúkrahússins sem er ákaflega mikilvægt fyrir samskiptin og jákvætt á báða bóga.</p> <p>Síðustu misseri hefur mikið verið rætt um möguleg tækifæri sem kunna að felast í lækningum yfir landamæri þar sem sjúklingar kæmu hingað til lands til að sækja sér sérhæfða heilbrigðisþjónustu á tilteknum sviðum. Eins og ykkur er eflaust mörgum kunnugt er væntanleg á næstunni úttekt og álit nefndar sem hefur skoðað þessi mál. Það er vel hugsanlegt að í þessu geti falist ákveðin sóknarfæri fyrir Landspítala, en hér skulum við þó hafa hugfast hið fornkveðna að Róm var ekki byggð á einum degi.</p> <p>Margir þættir eru til skoðunar sem snúa að skipulagi heilbrigðisþjónustu í landinu. Ég nefni hér skýrslu sem kom út nokkru fyrir áramót með tillögum til mín um eflingu heilsugæslunnar og einnig nýlega skýrslu með tillögum um nýtt heildarskipulag á sérfræðiþjónustu lækna. Þar er meðal annars farið yfir hlutverk og stöðu sjálfstætt starfandi sérfræðinga innan heilbrigðiskerfisins og hvernig kraftar þeirra verði best nýttir í þágu heilbrigðisþjónustu á landinu öllu. Efni og tillögur þessara þriggja skýrslna verða til skoðunar á næstunni og sömuleiðis ábendingar sem borist hafa um efni þeirra. Allt þarf þetta að skoðast í samhengi því heilbrigðiskerfið er flókið og viðkvæmt og ákvarðanir um afmarkaða þætti geta haft víðtæk áhrif og afleiðingar sem mikilvægt er að sjá fyrir.</p> <p>Eitt stórra mála sem nú eru í undirbúningi eru breytingar á lögum um sjúkratryggingar sem ætlað er að draga verulega úr lyfjakostnaði þeirra sjúklinga sem mest greiða samkvæmt gildandi kerfi. Frumvarp um þetta verður lagt fyrir Alþingi á næstu dögum en fyrirsjáanlega verður það ekki afgreitt frá Alþingi fyrr en í lok þessa árs.</p> <p>Gert er ráð fyrir að sjúkratryggðir greiði lyfjakostnað að fullu upp að ákveðnu hámarki á tólf mánaða tímabili en þá taki við stighækkandi greiðslur sjúkratrygginga og kostnaður sjúklingsins lækkar að sama skapi. Miðað er við að öll lyf sem sjúkratryggingar taka þátt í að greiða verði felld inn í einn flokk og þannig stuðlað að jafnræði milli sjúklingahópa. Þá er gert ráð fyrir að sýklalyfjum verði bætt inn í greiðsluþátttökukerfið. Sjúkratryggingar Íslands munu áfram gefa út lyfjaskírteini og í sérstökum tilvikum afgreiða skírteini sem veita sjúkratryggðum rétt á lyfjum þeim að kostnaðarlausu.&#160;</p> <p>Af fleiri stórum verkefnum er óhjákvæmilegt að nefna heildarendurskoðun almannatryggingakerfisins sem lengi hefur verið í undirbúningi en er nú komin í þann farveg að telja má raunhæft að um næstu áramót líti dagsins ljós frumvarp til nýrra laga um almannatryggingar.</p> <p>Þótt breytingar á greiðsluþátttöku sjúklinga í lyfjakostnaði eða endurskoðun almannatrygginga snerti ekki sjúkrahússtarfsemi á beinan hátt snúa þessir þættir engu að síður að grundvallaratriði íslenska heilbrigðiskerfisins um jafnan aðgang allra að heilbrigðisþjónustu. Við megum ekki missa sjónar á þessu markmiði, því aðgangur fólks að heilbrigðisþjónustu má aldrei verða háður efnahag.</p> <p>Hvort sem við lifum á hagsældar- eða krepputímum eru útgjöld til heilbrigðismála viðvarandi viðfangsefni flestra þjóða. Þau vega hvað þyngst af einstökum þáttum í rekstri velferðarríkja og því ekki að furða þótt þau séu sífellt til skoðunar. Í nýrri skýrslu OECD sem fjallar um umbætur á efnahagsstefnu eru heilbrigðismál meðal annars til umfjöllunar. Þar segir einfaldlega að ekki sé nein ein tegund heilbrigðiskerfa sem skili ávallt hagkvæmustu útkomunni. Svo virðist sem stjórnunin skipti jafnvel meira máli um útkomuna en kerfið sjálft. Því kunni að skila bestum árangri að við stefnumótun sé leitast við að taka upp þær aðferðir og venjur sem mestu hafa skilað í ólíkum kerfum og laga þær að eigin aðstæðum.</p> <p>Góðir gestir og starfsfólk Landspítala.</p> <p>Það er hart tekist á í samfélaginu þessi misserin og víða deilt um margvísleg málefni, jafnt stór og smá. Þó er sitthvað í samfélagsgerð okkar sem samstaða ríkir um í grundvallaratriðum, þótt skiptar skoðanir séu um áherslur og aðferðir. Þetta held ég að eigi við um velferðarkerfið í heild sinni og ekki síst um heilbrigðisþjónustuna. Ég held að það sé einróma skoðun og sannfæring landsmanna að nauðsynleg heilbrigðisþjónusta skuli ávallt tryggð hverjum þeim sem á henni þarf að halda og að mismunun verði ekki liðin undir neinum kringumstæðum.</p> <p>Landspítali er einn stærsti vinnustaður landsins með hátt í 5.000 starfsmenn. Störfin eru margvísleg og sum hver afar sérhæfð – en störf allra eiga sammerkt ákveðin markmið þar sem árangurinn felst í órofa keðju sem aldrei verður sterkari en veikasti hlekkurinn. Það er vandasamt að skapa og viðhalda sameiginlegum áhuga og metnaði fólks á svo stórum vinnustað en ég tel verkin sýna að starfsfólk Landspítala lifir upp í gildi vinnustaðarins þar sem umhyggja, fagmennska, öryggi og framþróun eru í öndvegi.</p> <p>Ég ætla að láta hér staðar numið en ítreka að lokum að öll sú mikla og erfiða vinna sem starfsfólk Landspítala hefur lagt á sig síðustu misseri og sá árangur sem þið hafið náð er mikils metinn og starf ykkar verður seint fullþakkað.&#160;&#160;</p>

2011-05-02 00:00:0002. maí 2011Ávarp ráðherra á fundi félagsmálaráðherra OECD-ríkjanna í París 2. - 3. maí 2011

<p><strong>Opening address of Icelandic Minister of Welfare,&#160;</strong> <strong>Mr. Guðbjartur Hannesson,</strong> <strong>at the meeting of the OECD ministers of social welfare</strong> <strong>in Paris, May 2nd and 3rd 2011</strong></p> <p><img title="GudbjarturHannessonOkt2010" alt="GudbjarturHannessonOkt2010" src="/media/velferdarraduneyti-media/media/radherra/small/GudbjarturHannessonOkt2010.jpg" />Madame President, dear colleagues.</p> <p>Let me first say that I find our meeting today and tomorrow most timely. Many of our nations are still suffering from the deepest recession since the Great Depression of the nineteen-thirties. At present, however, things are moving in the right direction but the recovery is slow and its impact on unemployment so far is too small.</p> <p>For us, the ministers of social welfare, the main task is to look after the well-being of individuals and families that have suffered most from the recession. Our worries are particularly directed at the longer-term social consequences of the recession and determine what measures are most appropriate to minimise the damage. In my opinion, the most pressing tasks at hand are the preservation and strengthening of the welfare system, namely:</p> <ul> <li><span>To counter long-term unemployment and its adverse effects.</span></li> <li><span>To provide secure housing in spite of difficult financial circumstances.</span></li> <li><span>To fight poverty.</span></li> <li><span>To reduce inequality.</span></li> </ul> <p>Let me now turn to the Icelandic case. The bank collapse in Iceland in 2008 has no equal and the consequences were profound for society as a whole. Let me mention a few facts to illustrate this:</p> <p><span>The bank collapse in October 2008 was followed by a wave of company bankruptcies. Inflation soared, peaking at 19%, and public debt tripled – from close to 30% to nearly 100% of GDP. Unemployment increased rapidly, from nearly nothing to 9% at its peak in 2009.</span></p> <p><span>Prior to the bank collapse and in its wake the exchange rate fell by about 50%, despite strict foreign exchange restrictions, without which the fall would have been far greater.</span></p> <p><span>Iceland</span> <span>has pursued an owner-occupied housing policy for many years with more than 84% of the population being home-owners. The bank collapse had inevitably a profound effect on home-owners. The principal of outstanding loans rose rapidly due to sharp inflation, and individuals with debts in foreign currencies saw them double at the same time as purchasing power deteriorated and many people lost their jobs</span><span>.</span> <span>In these difficult circumstances, the Government has taken special care to protect the social welfare system. This is reflected in the fact that cuts in government expenditures on health, education and welfare have averaged 3-5% whereas other government spending has been cut by 9-10%.</span></p> <p>Let me now briefly outline the main social welfare measures and points of emphasis of the Icelandic authorities after the economic collapse. <strong>First,</strong> let me comment on the restructuring of household debt, <strong>second,</strong> measures taken to counter unemployment, and <strong>third</strong> measures to reduce poverty.</p> <h3>The restructuring of household debt</h3> <p>The first task after the collapse was to restructure household debt. An act on payment distribution was passed to adjust the payment burden to the people's ability to pay. A second measure was passed into law covering the restructuring of personal debt. The debtor was assured of a minimum level of income, while any surplus in excess thereof would go to the creditor who in turn would downsize its claims to a certain extent. Measures were negotiated with creditors on the resolution for over-mortgaged households, reducing mortgages to 110% of assessed property value. These measures were followed by setting up an office of an Ombudsman for debtors who acts as a spokesman for individuals in financial distress, provides advice and protects their interests. These measures have helped a large number of persons to avoid bankruptcy.</p> <p>A new housing policy is being formulated for the future. Instead of the previous emphasis on owner-occupied housing, a wider variety of choices will be offered through an effective rental market and an increased supply of long-term tenancy housing. The public support for housing will be reviewed with regard to the goals of social welfare.</p> <h3>Measures to reduce unemployment</h3> <p>Measures to reduce unemployment are constantly being implemented in order to counter the serious effects of long-term unemployment. An act of law was passed that ensured the right of workers that were being reduced to part-time work to receive unemployment compensation. This made it easier for employers to respond to a downturn by placing workers on a part-time basis rather than firing them altogether. Special measures have been implemented where unemployment benefits have been used to pay a part of the wage cost of workers against a counter-payment of employers. The same method has been used to create summer jobs for students and other persons looking for work. The state and local governments have actively participated in this effort.</p> <p>Unemployment is highest amongst young people; more than 70 per cent of young people looking for work have little or no education beyond compulsory school. More than 30 per cent of people without work for six months are below the age of thirty. The authorities have developed a long-term policy on the structure of society where the main opportunities for advancement have been analysed. Our goal is that by year 2020 more than 90 per cent of Icelanders of working age will have a formal secondary education, as against 70 per cent today. An emphasis will be placed on the access of people to an appropriate education with a wide range of educational opportunities that suit the needs of individuals, the community and the economy.</p> <p>Furthermore, the Government has decided to open the secondary schools for people under the age of 25 years as of next autumn, along with a special effort to greatly increase access of people looking for work to educational opportunities, with a special emphasis on work skills. The Government and the labour market partners are jointly engaged in this special effort and will over the next three years spend 7 billion Icelandic krónur on this project, equivalent to about a third of estimated total unemployment benefits in 2011.</p> <h3>Measures to reduce poverty</h3> <p>The Icelandic system of social welfare is quite strong, based on two principal foundations, the pension fund system – where workers pay premiums into pension funds and accumulate pension rights – and the social security system, financed out of taxes, which provides a minimum income for those who have accumulated limited or no rights in pension funds.</p> <p>Although Iceland is among those countries where poverty is lowest, we aim to reduce poverty even further. In Iceland like in other countries, the minimum subsistence amounts are subject to constant controversy and this applies also to the minimum wage, unemployment benefits and the welfare assistance of local governments. Last year, the Ministry of Welfare developed benchmark consumption standards for Icelandic households that recently have been published. They threw light upon the consumption patterns of typical Icelandic families and also set standards on the minimum needs of people to survive. These standards will prove useful for people that are organising their finances and they will also be used by the authorities and the partners of the labour market to determine wages and minimum social benefits. Also, the Icelandic social security system is being reviewed with an emphasis upon ensuring the position of those with the lowest incomes. Let me also mention that Iceland actively participated in the European year against poverty and social isolation in 2010. I think it is important for society to recognise poverty as a fact so as to be able to fight and hopefully eliminate it altogether.</p> <h3>Conclusion</h3> <p>Madame President. Dear colleagues.</p> <p><span>As I mentioned at the beginning, this ministerial meeting is both timely and necessary in light of the present circumstances.</span> <span>I welcome that the attention is drawn to the importance of public housing policies which have always been an important part of social protection. It has become even more important today to find ways to support households affected by unemployment and income losses and prevent social exclusion.&#160; I strongly support that we we call on the OECD to start new work to assess the effectiveness and efficiency of different approaches to social housing, including the impact of housing policies on labour market mobility and the integration and co-location of service delivery combining housing and other social policy supports.</span></p> <p>I have great hopes that our meeting will be fruitful and I am certain that it will yield important lessons for our nations.</p> <p>&#160;</p>

2011-04-29 00:00:0029. apríl 201130 milljónum úthlutað til atvinnumála kvenna

<p><strong>Grein Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra um úthlutun atvinnustyrkja kvenna.<br /> Greinin birtist í Fréttablaðinu 29. apríl 2011.</strong></p> <p>Árið 1991 var í fyrsta sinn úthlutað sérstökum styrkjum til atvinnumála kvenna að frumkvæði Jóhönnu Sigurðardóttur þáverandi félagsmálaráðherra. Síðan þá hafa þessir styrkir verið veittir árlega af hálfu félagsmálaráðuneytisins, nú velferðarráðuneytisins.</p> <p>Upphaflega var markmið styrkveitinganna að draga úr atvinnuleysi í röðum kvenna sem þá var töluvert, jafnframt því að efla nýsköpun í atvinnulífinu. Þessi markmið eiga við enn í dag. Sú staðreynd blasir við að konur eiga einungis fjórðung fyrirtækja í landinu og því er styrkjunum einnig ætlað að auka hlut þeirra í fyrirtækjarekstri. Enn fremur hafa rannsóknir sýnt að konur fá aðeins fimmtung styrkja sem í boði eru og því er nauðsynlegt að vega upp á móti þeim mun með sértækum styrkveitingum sem þessum.</p> <p>Styrkir til atvinnumála kvenna eru ætlaðir konum sem vinna að góðum viðskiptahugmyndum og verkefnum. Skilyrði styrkveitinga eru þau að verkefnin séu í eigu kvenna og feli í sér nýnæmi eða nýsköpun. Ekki er nauðsynlegt að vera með starfandi fyrirtæki til að sækja um styrk og því er heimilt að sækja um vegna verkefna á byrjunarstigi en einnig geta þær konur sótt um styrk sem eru að þróa nýjungar í starfandi fyrirtækjum. Unnt er að sækja um styrki til gerðar viðskiptaáætlunar, vegna markaðssetningar, vöruþróunar og hönnunar en ekki eru veittir styrkir til framkvæmda eða vegna stofnkostnaðar.</p> <p>Verkefni sem hlotið hafa styrki í gegnum tíðina eru afar fjölbreytt á sviði framleiðslu, hönnunar og þjónustu af ýmsu tagi. Sem dæmi um styrkveitingar síðustu ára má nefna styrki til þróunar á morgunkorni, barnamat og heilsusamlegum birkisafa, markaðssetningar á blásturshljóðfæraviðgerðum, vöruþróunar á heimagerðum ís, baðhúss í Stykkishólmi auk verkefna á sviði hönnunar af ýmsu tagi. Af þessari upptalningu má sjá að fjölbreytnin er mikil enda kraftur í nýsköpun kvenna um þessar mundir.</p> <p>Í þarfagreiningu sem gerð var í fyrra meðal styrkhafa síðustu ára voru konurnar beðnar um að meta þýðingu styrkjanna fyrir sig. Fyrir utan þann augljósa ávinning að fá fjármuni til að koma verkefnum sínum áfram bar öllum saman um að viðurkenningin sem fólst í styrkveitingu væri þeim afar mikilvæg og hvatning til að halda áfram og vinna enn harðari höndum að því að gera verkefnin að veruleika.</p> <p>Með styrkjum sem þessum er tvímælalaust stuðlað að aukinni fjölbreytni í atvinnulífinu. Ný fyrirtæki hafa litið dagsins ljós sem skapa störf, samfélaginu til hagsbóta.</p> <p>Í ár bárust 338 umsóknir hvaðanæva af landinu og hafa aldrei borist fleiri. 30 milljónir króna eru til úthlutunar og hefur ráðgjafarnefnd metið umsóknir á undanförnum vikum. Að þessu sinni hljóta 42 konur styrki og mun afhendingin fara fram í Víkinni – Sjóminjasafninu í Reykjavík kl. 13.00 í dag.</p> <p>Listi yfir styrkhafa er á heimasíðu verkefnisins <a href="http://www.atvinnumalkvenna.is">www.atvinnumalkvenna.is</a></p> <p>&#160;</p> <p><em>Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra</em></p>

2011-04-14 00:00:0014. apríl 2011Þing heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands

<p><strong>Ávarp Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra á þingi heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands<br /> </strong><strong>14. apríl 2011</strong>&#160;</p> <p>Góðir gestir.</p> <p><a href="/media/velferdarraduneyti-media/media/frettir2011/xlarge/Gudbjartur-Hannesson.JPG"><img class="right" title="Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra" alt="Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra" src="/media/velferdarraduneyti-media/media/frettir2011/medium/Gudbjartur-Hannesson.JPG" /></a>Það er ánægjulegt að sjá ykkur öll og fá tækifæri til að segja fáein orð við upphaf þings heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands.</p> <p>Þið kannist auðvitað öll við orðin „Vísindin efla alla dáð“ en kannski færri ykkar við framhaldið... „orkuna styrkja, viljann hvessa, vonina glæða, hugann hressa, farsældum vefja lýð og láð.“ Vísuorðin eru hluti erindis úr þekktu kvæði Jónasar Hallgrímssonar sem stóð um tíma, allt erindið, fyrir ofan dyrnar að hátíðasal háskólans. Mér skilst hins vegar að vegna umferðatafa af völdum seinlæsra gesta salarins hafi það fljólega verið fellt brott, allt nema fyrsta ljóðlínan. Hvað um það, inntakið stendur gott og gilt og kannski verður það ykkur innblástur við umræður um stefnumótun heilbrigðisvísindasviðs hér á eftir.</p> <p>Traust og gott heilbrigðiskerfi er einn af hornsteinum velferðar hverrar þjóðar. Til að byggja upp og viðhalda slíku kerfi þarf vel menntað starfsfólk í öllum heilbrigðisstéttum sem er hæft til að sinna meginþáttum heilbrigðiskerfisins sem í grundvallaratriðum eru þjónusta við veikt fólk, rannsóknir, kennsla og mikilvægir þættir sem snúa að heilsuvernd og lýðheilsu.</p> <p>Heilbrigðisvísindi verða æ flóknari viðfangs eftir því sem samfélagið þróast, kröfur þess breytast og tækni og rannsóknum fleygir fram. Í lögum um heilbrigðisþjónustu er skýrt það markmið að allir landsmenn skuli eiga kost á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma eru tök á að veita. Þetta markmið felur í sér ákveðinn sveigjanleika en krefst jafnframt stöðugst mats á því hvað er raunhæft og rétt í þessum efnum, hvernig á að forgangsraða við veitingu þjónustunnar og hverjar eiga að vera megináherslurnar í heilbrigðiskerfinu og þróun þess.</p> <p>Þegar kemur að útgjöldum til heilbrigðismála þurfum við á hverjum tíma að sníða okkur stakk eftir vexti. Í því felast ákveðnar takmarkanir gagnvart þjónustunni og sú staðreynd leggur okkur ríkar skyldur á herðar um að spila sem best úr þeim fjármunum sem eru til ráðstöfunar. Við ákvarðanir sem þessu tengjast skiptir sköpum að hagnýta þá þekkingu sem best er fyrir hendi á sviði heilbrigðisvísinda. Þá á ég ekki aðeins við að hún sé hagnýtt innan heilbrigðiskerfisins við ákvarðanir frá degi til dags heldur vísa ég ekki síður til þess að stjórnvöldum ber að móta stefnu sína í heilbrigðismálum með öflugu samstarfi og samráði við vísinda- og fræðasamfélag háskólanna. Á þetta legg ég áherslu sem velferðarráðherra enda treysti ég á vandaða aðkomu ykkar að umræðum um stefnumótun og lausnir á sviði heilbrigðismála.</p> <p>Siðferðilegum spurningum fjölgar stöðugt eftir því sem vísindin og tæknin opna okkur nýjar dyr. Margt er mögulegt nú sem fyrir fáum árum eða áratugum var óhugsandi. Siðferðileg álitamál krefjast yfirvegaðrar og faglegrar umræðu og mikilvægt er að við leyfum afstöðu okkar aldrei að ráðast af tilfinningum augnabliksins.</p> <p>Framfarir í heilbrigðisvísindum verða seint ofmetnar og því verður á öllum tímum að hlúa að rannsóknum og kennslu eins og kostur er. Ég tel líka að við eigum að beina auknum kröftum að forvarnar- og lýðheilsustarfi og treysta þekkingu okkar á því sviði, því við þekkjum svo mörg augljós dæmi um þætti sem varða lýðheilsu og geta haft afgerandi áhrif á hana til góðs eða ills. Ég nefni áhrif reykinga og offitu á heilsufar og vitneskju okkar um hve mikið getur áunnist með því að hafa áhrif á lífshætti fólks og hegðun í þessum efnum.</p> <p>Alþjóðaheilbrigðismálastofnuin helgaði alþjóðaheilbrigðisdaginn 7. apríl síðastliðinn aðgerðum til að berjast gegn útbreiðslu sýklalyfjaónæmis. Þetta er ört vaxandi vandamál sem getur stefnt í hættu virkni lífsnauðsynlegra lyfja fyrir komandi kynslóðir. Þetta er vandamál sem við verðum að taka mjög alvarlega.</p> <p>Ég nefni hér að nú eru að hefjast reglulegar bólusetningar ungbarna við pneumókokkum samhliða öðrum ungbarnabólusetningum. Þess er vænst að með bólusetningu muni draga stórlega úr alvarlegum afleiðingum sýkinga af þeirra völdum hjá börnum og síðast en ekki síst er þess vænst að árleg sýklalyfjanotkun barna muni minnka um allt að fjórðung. Þá er stefnt að því að hefja innan tíðar bólusetningu gegn leghálskrabbameini með HPV-bólusetning 12 ára stúlkna.</p> <p>Góðir gestir.<br /> Við lifum á einstökum tímum. Þá er ég ekki aðeins að tala um Íslendinga sem þjóð, því um víða veröld eru margvíslegar sviptingar sem geta haft mikil áhrif á framtíð og lífsskilyrði fólks. Þá er ég einkum að vísa til skiptingar á takmörkuðum gæðum milli þjóða og heimshluta, um ósjálfbæra nýtingu auðlinda, sívaxandi eftirspurn eftir þverrandi orkugjöfum og áhrifa loftslagsbreytinga á umhverfið.</p> <p>Við mannfólkið höfum mikla aðlögunarhæfileika og ótrúlega getu til þess að bregðast við breyttum aðstæðum. Við getum látið okkur nægja hér að fjalla um breyttar aðstæður á Íslandi í kjölfar þeirrar djúpu kreppu sem við erum að vinna okkur útúr. Hún hefur svo sannarlega haft áhrif á líf okkar og lífsgæði og hún hefur þrengt að getu þjóðarbúsins til þess að standa straum af útgjöldum til mikilvægra málaflokka á öllum sviðum og þar er heilbrigðiskerfið ekki undanskilið.</p> <p>Þessar aðstæður hafa kallað á ýmsar breytingar en ég er sannfærður um að við munum snúa aðstæðum okkur í hag og verða sterkari en áður þegar upp verður staðið. Ég tel að nýtt velferðarráðuneyti sem stofnað var um áramótin með sameiningu heilbrigðisráðuneytis og félags- og tryggingamálaráðuneytis muni ótvírætt styrkja stöðu velferðarmála í landinu. Lög hafa verið samþykkt um sameiningu landlæknisembættisins og Lýðheilsustöðvar og fyrir dyrum stendur endurskoðun á verkefnum þeirra stofnana sem heyra undir velferðarráðuneytið með bætt skipulag, aukna skilvirkni og betri þjónustu við notendur að leiðarljósi.</p> <p>Góðir gestir. Það eru stór verkefni framundan á sviði heilbrigðismála. Við þurfum að vera hagsýn, útsjónasöm og framsýn en við þurfum einnig að vera vakandi fyrir aðstæðum dagsins og mögulegum áhrifum þeirra á heilsufar þjóðarinnar til skemmri og lengri tíma. Um allt þetta skulum við eiga samræður og samvinnu, stjórnvöld og vísinda- og fræðasamfélagið.</p>

2011-04-08 00:00:0008. apríl 2011Alþjóðaheilbrigðisdagurinn helgaður baráttu gegn sýklalyfjaónæmi

<p><strong>Grein Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra&#160;í tilefni af alþjóðaheilbrigðisdeginum 7. apríl 2011.<br /> Greinin birtist í Fréttablaðinu 7. apríl.</strong></p> <p>Þann sjöunda apríl hvert ár heldur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) stofndag sinn hátíðlegan með því að vekja athygli á tilteknu þýðingarmiklu heilbrigðismáli. Með þessu móti er þjóðum heims boðið að taka sameiginlega þátt í að vekja athygli á máli sem eflir heilsu okkar.&#160;</p> <p><span>Að þessu sinni hvetur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin til aðgerða gegn útbreiðslu sýklalyfjaónæmis. Þótt sýklalyfjaónæmi sé ekki nýtt vandamál er það að verða varasamara en áður. Íslendingar, eins og margar aðrar þjóðir, hafa gripið til aðgerða að undanförnu til að sporna við þessu vandamáli. Slíkar aðgerðir eru nauðsynlegar til þess að við stöndum ekki í sömu sporum og við gerðum fyrir daga sýklalyfja. Allir þurfa að taka þátt í þessu átaki: Stjórnvöld, almenningur, sjúklingar, læknar sem ávísa sýklalyfjum og aðrir heilbrigðisstarfsmenn, svo sem lyfjafræðingar og lyfjaiðnaðurinn.</span> <span>Veigamest af öllu er að reyna að koma í veg fyrir smit og að hefta dreifingu smitsjúkdóma. Því skiptir&#160; þekking almennings á smitvörnum miklu máli og einföld ráð eins og góður handþvottur hafa verulega þýðingu.</span></p> <p>Ein skýring á útbreiðslu ónæmisins er mikil notkun sýklalyfja. Þótt notkun sýklalyfja tengist útbreiðslu ónæmis er enn margt á huldu um ástæður útbreiðslunnar. Mikilvægt er að koma þekkingu til skila með réttum skilaboðum og viðbrögðum því sýklalyf gegna mikilvægu hlutverki í meðhöndlun alvarlegra sýkinga. Því er mikilvægt að þau séu notuð á ábyrgan hátt og á réttum forsendum. Enginn dregur í efa gildi þeirra þegar þeirra er þörf. Aðgerðartengdar sýkingar í heilbrigðisþjónustunni eru sérstakt vandamál sem tengist sjúkrahúsum, heilsugæslu og læknastofum. Séu slíkar sýkingar af völdum fjölónæmra sýkla eykur það enn á vandann og ógnar heilsu sjúklinga með auknum kostnaði vegna dýrra sýklalyfja og lengri dvalartíma á sjúkrastofnunum.</p> <p>Á Íslandi er hvatt til þess að sýklalyf séu notuð með ábyrgum hætti. Lögð er áhersla á sýkingavarnir á heilbrigðisstofnunum og fylgst er með tíðni sýkinga sem tengjast heilbrigðisþjónustunni. Einnig er fylgst með notkun sýklalyfja innan stofnana og utan í því skyni að greina þróunina og hvernig hún tengist myndun sýklalyfjaónæmis. Upplýsingar um notkun sýklalyfja og sýklalyfjaónæmi geta gagnast læknum sem ávísa þessum lyfjum. Á undanförnum árum hefur nokkur árangur náðst við að beina notkun sýklalyfja meðal barna og ungmenna á betri veg.</p> <p>Unnt er að bólusetja gegn mörgum bakteríu- og veirusýkingum sem leiðir til fækkunar sjúkdómstilvika og minnkandi notkunar sýklalyfja. Þess er vænst að bólusetning ungbarna gegn sýkingum af völdum pneumókokka, svo sem eyrnabólgu, sem hefst í þessum mánuði, dragi úr notkun sýklalyfja og þar með líkum á útbreiðslu fjölónæmra sýkla.</p> <p><em>Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra</em></p> <p>&#160;</p> <p>&#160;</p>

2011-03-24 00:00:0024. mars 2011Fíkn á efri árum. Ávarp velferðarráðherra á námsstefnu Öldrunarfræðafélags Íslands og Öldrunarráðs

<p><strong>Fíkn á efri árum<br /> </strong><strong>Námsstefna Öldrunarfræðafélags Íslands og Öldrunarráðs, 24. mars 2011.<br /> Ávarp Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra.</strong></p> <p>Góðir gestir.<br /> Hvers vegna drekkur Jeppi? Um þetta spyrja Danir gjarna og vísa þá til þekktrar persónu úr leikriti Ludvigs Holberg frá árinu 1772 um Jeppa á Fjalli.</p> <p>Enn í dag er glímt við spurningar um það hvers vegna fólk misnotar áfengi eða önnur fíkniefni. Svörin höfum við ekki í hendi. Við vitum aðeins að ástæðurnar geta verið margvíslegar og við vitum að afleiðingarnar geta verið miklar og alvarlegar fyrir viðkomandi og samfélagið í heild. Það nægir ekki að leita skýringanna fyrst og fremst hjá einstaklingnum, því margt í samfélaginu sjálfu og menningu þess skiptir einnig máli.</p> <p>Í stórri rannsókn sem gerð var í Evrópu árið 2009 um áfengisneyslu eldra fólks kom fram að dauðsföll af völdum áfengis hafa aukist hlutfallslega á síðustu tíu árum. Ísland var ekki með í rannsókninni en fram kom að hjá hinum Norðurlandaþjóðunum hafa orðið miklar breytingar á áfengisnotkun á síðustu árum, ekki síst hjá eldra fólki sem drekkur mun oftar en áður. Sama þróun sést hér á landi. Til dæmis drukku 9,5% karla á aldrinum 56–60 ára áfengi vikulega eða oftar árið 1984. Árið 2007 var þetta hlutfall komið í 46%. Þróunin hefur verið í sömu átt hjá konum á þessum aldri. Afleiðingarnar birtast þegar frá líður og ég geri ráð fyrir að Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, muni lýsa því hér á eftir hvernig þetta hefur haft áhrif á meðferð og innlagnir þar á seinni árum.</p> <p>Viðhorf fólks til áfengis hafa breyst og neyslan aukist. Fólk virðist hvorki gera sér grein fyrir skaðsemi áfengis á líkamann né átta sig á því að dagdrykkja getur orðið vandamál þótt ekki sé mikið drukkið í hvert sinn. Það er engin ástæða til að ætla að fólk sem er orðið háð áfengi losni undan vandanum þegar árin færast yfir. Aftur á móti virðist drykkjumynstrið breytast og kannski er vandinn duldari fyrir vikið. Í þessum efnum tel ég þörf á aukinni fræðslu um áhrif og skaðsemi drykkju.&#160;</p> <p>En það er ekki einungis áfengisneysla sem hefur breyst og aukist hjá eldra fólki. Notkun kvíðastillandi lyfja og svefnlyfja er mikil og vaxandi hjá fólki á efri árum. Notkunin hefur lengi verið meiri hér en annars staðar á Norðurlöndunum og hér heldur hún áfram að aukast meðan heldur dregur úr henni hjá grannþjóðunum.</p> <p>Mörg þessara lyfja eru mjög ávanabindandi og notkun þeirra samhliða áfengisneyslu er yfirleitt óheppileg og jafnvel skaðleg. Lyfjunum fylgja oft ýmsar aukaverkanir eins og þreyta, minnistruflanir, sljóleiki, máttleysi og jafnvægistruflanir. Þetta kallar á byltur og beinbrot með tilheyrandi alvarlegum afleiðingum. Veruleg hætta er á því að fólk leiðist inn í vítahring lyfjaneyslu, virkni fólks og geta til að takast á við vandann minnkar, andleg og líkamleg heilsa versnar og þá er eins víst að vandanum sé mætt með enn meiri lyfjanotkun. Þá hefur einnig verið bent á að ýmis þessara einkenna eru síðan ranglega heimfærð upp á versnandi heilsu vegna eðlilegrar öldrunar.</p> <p>Í lok þessa áratugar er fyrirsjáanlegt að meira en fjórðungur Evrópubúa verði á aldrinum 65 ára og eldri. Í ljósi þróunarinnar sem ég hef áður lýst mun rosknu fólki sem á í vanda vegna ávanabindandi lyfja eða þarfnast meðferðar af völdum þeirra fjölga verulega. Þetta er raunverulegt og alvarlegt vandamál sem við verðum að takast á við í fullri alvöru. Vandinn snýr að einstaklingunum sjálfum og samfélaginu í heild.</p> <p>Enn má spyrja: Hvers vegna drekkur Jeppi? – og í nútímanum má bæta við spurningu um það hvers vegna notkun kvíðastillandi lyfja og svefnlyfja er orðin eins mikil og raun ber vitni hjá eldra fólki?</p> <p>Notkun kvíðastillandi lyfja og svefnlyfja er um tvöfalt meiri hér á landi en í Danmörku og um þriðjungi meiri en í Finnlandi. Í rannsókn á algengi geðlyfjanotkunar eldri Íslendinga utan stofnana frá árinu 2006 kom í ljós að einstaklingar 70 ára og eldri leystu út þriðjung allra lyfjaávísana á Íslandi og þar af var fjórðungur geðlyf. Notkun kvíðastillandi lyfja og svefnlyfja var algengust og töluvert meiri hjá konum en körlum.</p> <p>Rannsóknir hafa sýnt að allt að þriðjung svefntruflana meðal aldraðra má rekja til þunglyndis auk þess sem kvíðaeinkenni fylgja oft þunglyndi hjá þessum hópi. Því hefur verið bent á að með aukinni notkun þunglyndislyfja á seinni árum hefði mátt ætla að draga myndi úr notkun kvíðastillandi lyfja og svefnlyfja en það hefur ekki verið raunin.</p> <p>Vitað er að vanda margra sem ánetjast ávanabindandi lyfjum og vímugjöfum á seinni hluta ævinnar má oft rekja til þess að þeir hafa orðið fyrir áföllum, gengið í gegnum skilnað, misst maka eða upplifað félagslega einangrun og einmanaleika, til dæmis í kjölfar þess að hætta þátttöku á vinnumarkaði.</p> <p>Ástæður fyrir ofneyslu áfengis, fíkniefna og ávanabindandi lyfja geta verið margvíslegar. Meðalhófið er vandratað í þessu sem öðru. Það er auðvitað mikilvægt að veita fólki nauðsynlega meðferð við þunglyndi og rétt meðferð getur bætt lífsgæði fólks verulega. Sama máli gegnir um svefntruflanir en hins vegar vitum við að langvarandi notkun svefnlyfja er mjög varasöm og getur valdið fólki miklum erfiðleikum vegna þess hve þau eru ávanabindandi og vegna aukaverkana.</p> <p>Góðir gestir.</p> <p>Við vitum öll að áfengis- og vímuefnaneysla er vandamál hér á landi en kannski er skaðleg neysla áfengis meðal aldraðra þáttur sem við höfum ekki gert okkur nógu ljósa grein fyrir hingað til.</p> <p>Okkur hefur hins vegar lengi verið kunnugt um mikla notkun geðlyfja og notkun róandi lyfja og svefnlyfja hér á landi og hve notkunin eykst ört með hækkandi aldri. Við getum ekki haldið áfram á þessari braut og verðum að taka lyfjastefnu okkar og framkvæmd hennar til gagngerrar endurskoðunar hvað þetta varðar.</p> <p>Vera kann að við höfum oftrú á lyfjum og gagnsemi þeirra og lítum á þau sem þægilega og einfalda lausn til að afgreiða vandamál hratt og örugglega. Spyrja má hvort okkur sé orðið tamt að deyfa sorg, einmanaleika og leiða með lyfjum eða áfengi. Ef sú er raunin held ég að við getum öll verið sammála um að það er ekki rétta leiðin.</p> <p>Ég hef ekki enn nefnt niðurstöður úr doktorsverkefni Ingibjargar Hjaltadóttur sem nokkuð hefur verið rætt um í fjölmiðlum að undanförnu og verða birtar á næstunni, en rannsókn hennar beindist að gæðum umönnunar og heilsufari íbúa á íslenskum hjúkrunarheimilum. Þar er meðal annars fjallað um lyfjanotkun sem reynist það mikil að nauðsynlegt er að skoða það sérstaklega. Eins kemur fram að einkenni þunglyndis meðal heimilisfólks á hjúkrunarheimilum er yfir gæðaviðmiðum sem hópur sérfræðinga setti í tengslum við rannsóknina og eru leiddar líkur að því að það megi tengja því að fólkið hafi við lítið að vera og afþreying sé af skornum skammti. Nú vill svo til að ég á fund með Ingibjörgu síðar í dag þar sem hún mun kynna mér niðurstöður rannsóknarinnar sem ég veit að getur orðið mikilvægt innlegg í framhald þeirrar umræðu sem efnt var til hér í dag.</p> <p><span>Ég vil að lokum þakka Öldrunarfræðafélagi Íslands og Öldrunarráði fyrir að halda námsstefnu um þessi mikilvægu mál til að vekja athygli á þörfum hópsins sem um ræðir og eins og segir í fundarboði, til að fá góðar hugmyndir og ræða um lausnir.</span></p>

2011-03-09 00:00:0009. mars 2011Ávarp ráðherra á fundinum „Bifröst á rauðum sokkum“ 8. mars 2011

<p>&#160;</p> <hr id="null" /> <p><strong>Ávarp Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra á fundi sem haldinn var á Bifröst í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna, 8. mars 2011.&#160;<br /> </strong></p> <hr id="null" /> <p>Góðir gestir.<br /> Það er vel við hæfi að Bifröst bregði sér í rauða sokka í dag í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna.</p> <p>Dagur sem þessi er mikilvægur til að minna á mikilvæg málefni, hvetja til umræðu og draga fram helstu baráttumálin. Við skulum hins vegar hafa hugfast að vinna að jafnrétti kynja er ekkert áhlaupaverk, heldur viðfangsefni sem við eigum að fást við alla daga ársins í öllu sem við tökum okkur fyrir hendur. Í yfirfærðri merkingu má því segja að við ættum öll að ganga í rauðum sokkum dag hvern.</p> <p>Á fundinum hér í dag var ég beðinn um að fara yfir stöðu og þróun í jafnréttismálum og helstu verkefnin framundan. Af mörgu er að taka og ég gæti hæglega verið hér í allan dag ef ég ætlaði að gera þessu góð skil. Ég lofaði hins vegar stuttri yfirferð og reyni að standa við það.</p> <p>Á jafnréttisþingi 4. febrúar síðastliðinn lagði ég fram skýrslu mína um stöðu og þróun jafnréttismála og gerði grein fyrir helstu áhersluatriðum þingsályktunar um áætlun í jafnréttismálum sem nú er til umfjöllunar á Alþingi. Ég hvet ykkur öll til að kynna ykkur áætlunina og sömuleiðis skýrsluna um stöðu og þróun þessara mála þar sem meðal annars er fjallað um jafnrétti kynjanna í tölum.</p> <p>Þingsályktunartillagan er byggð upp með nokkru öðru sniði en áður. Í stað þess að telja upp verkefni eftir hverju ráðuneyti er henni skipt í átta kafla eftir áherslusviðum ríkisstjórnarinnar. Þessir kaflar varða stjórnsýsluna, vinnumarkað og kynbundinn launamun, kyn og völd, kynbundið ofbeldi, menntir og jafnrétti, karla og jafnrétti, alþjóðastarf og loks eftirfylgni og endurskoðun verkefna á þessum sviðum.</p> <p>Undir hverjum kafla eru talin upp þau verkefni sem unnið verður að, þau tímasett, ábyrgðaraðilar tilgreindir og kostnaður vegna þeirra áætlaður. Verkefnin eru samtals 38 og er gerð grein fyrir hverju þeirra í þingsályktunartillögunni. Í samræmi við samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar til 2009, um að styrkja stöðu jafnréttismála í stjórnkerfinu, var sett á fót ráðherranefnd um jafnrétti kynja og er hlutverk hennar að leiða og samhæfa jafnréttisstarf stjórnvalda. Ráðherranefndin gegnir virku hlutverki við að fylgja framkvæmdaáætluninni eftir.</p> <p>Sem dæmi um mikilvæg verkefni nefni ég:</p> <ul> <li>Samþættingu kynjasjónarmiða við stefnumörkun, áætlanagerð og ákvarðanatöku.</li> <li>Kynjaða fjárlagagerð sem innleidd verður í áföngum.</li> <li>Gerð nýrrar áætlunar um aðgerðir gegn kynbundnu ofbeldi.</li> <li>Endurskoðun jafnréttisáætlana ráðuneytanna.</li> <li>Kynbundið starfsval og aðgerðir til breytinga.</li> <li>Eflda jafnréttisfræðslu á öllum skólastigum.</li> <li>Lok vinnu við gerð jafnréttisstaðla.</li> <li>Innleiðingu vegvísis um launajafnrétti.</li> <li>Útgáfu leiðbeiningabæklings um túlkun ákvæða um launajafnrétti.</li> <li>Loks gerð gátlista fyrir forstöðumenn við endurskoðun launa með launajafnrétti að markmiði.</li> </ul> <p>&#160;Ég legg áherslu á að jafnréttismál eru hvorki gæluverkefni né eitthvað sem gripið er til í hjáverkum ef tími vinnst til. Þótt við stöndum frammi fyrir því að þurfa að spara og gæta aðhalds á öllum sviðum þá þarf að vera alveg ljóst að það má aldrei líta á þennan málaflokk sem afgangsstærð. Við spörum ekki í vinnu að jafnréttismálum umfram önnur mikilvæg verkefni, enda tel ég að slíkur sparnaður væri allt of dýru verði keyptur þegar horft er til þeirra hagsmuna sem eru í húfi.</p> <p>Þótt hægt miði í mörgum málum jafnréttis eru þó ýmsir sigrar sem ástæða er til að fagna. Eftir síðustu alþingiskosningar voru konur tæp 43% þingmanna og hefur hlutur kvenna á þingi aldrei verið meiri. Konur voru 40% sveitarstjórnarfulltrúa eftir síðustu kosningar, fyrsta konan hér á landi varð forsætisráðherra 1. febrúar 2009 og framan af starfstíma ríkisstjórnarinnar var hlutur kynjanna jafn.</p> <p>Alþjóðaefnahagsráðið leggur reglulega mat á stöðu jafnréttis kynja meðal þjóða. Samkvæmt nýjustu mælingum skipa Norðurlöndin efstu sætin og það er sérstaklega ánægjulegt að Ísland vermir efsta sætið. Við skorum hátt vegna þátta sem varða stjórnmálaþátttöku, menntun, atvinnuþátttöku og heilbrigði og getum verið stolt af því. Kynbundinn launamunur og rýr hlutur kvenna í stjórnunarstöðum er okkur hins vegar Þrándur í Götu og þar verðum við að gera betur.</p> <p>Rannsóknum á kynbundnum launamun ber ekki fyllilega saman en við vitum að munurinn er fyrir hendi og það getum við ekki sætt okkur við. Samkvæmt gögnum Hagstofu Íslands árið 2010 er munurinn 7,3% en 10,1% samkvæmt könnun VR frá 2009. Ég ætla líka að hlaupa á nokkrum staðreyndum um hlut kvenna í ábyrgðarstöðum, hjá hinu opinbera annars vegar og hjá íslenskum fyrirtækjum hins vegar:</p> <p><strong>Hið opinbera</strong></p> <ul> <li>Forstöðumenn ríkisstofnana = 70% karlar – 30% konur (2010)</li> <li>Jafnt hlutfall kynja í embættum ráðuneytisstjóra (2011)</li> <li>Sýslumenn = 75% karlar – 25% konur (2011)</li> <li>Héraðsdómarar = 65% karlar – 35% konur (nóvember 2010)</li> <li>Hæstaréttardómarar = 8 karlar – 1 kona (2011)</li> <li>Sendiherrar = 73,5% karlar – 26,5% konur (2011)</li> </ul> <p><strong>Stjórnunarstöður hjá íslenskum fyrirtækjum (2009)</strong></p> <ul> <li>Framkvæmdastjórar = Karlar 81% – konur 19%</li> <li>Stjórnarformenn = Karlar 77% – Konur 23%</li> <li>Stjórnarmenn = Karlar 77% – Konur 23%</li> </ul> <p>&#160;Þessar tölur segja meira en mörg orð og við eigum að nota þær sem brýningu til þess að gera betur.</p> <p>Ýmsar leiðir eru færar til að ná árangri í jafnréttismálum. Annars vegar eru beinar aðgerðir sem fela í sér lagasetningu, reglur, breytt vinnulag og skýrar aðgerðaáætlanir. Hins vegar eru óbeinar aðgerðir sem fela í sér fræðslu og áróður til að ná fram viðhorfsbreytingum, auka skilning á jafnréttishugtakinu, efla samfélagslega ábyrgð og virðingu fyrir mannréttindum.</p> <p>Ég ætla að nefna nokkur dæmi um beinar aðgerðir í stórum og mikilvægum málum. Í fyrsta lagi nefni ég aðgerðaáætlun til fjögurra ára frá árinu 2006 til að sporna gegn kynbundnu ofbeldi, þar sem áhersla hefur verið lögð á rannsóknir, kortlagningu vandans og fræðslu fyrir fólk sem þarf að takast á við kynbundið ofbeldi og afleiðingar þess í starfi. Á næstunni verður lögð skýrsla fyrir Alþingi með tillögum um frekari aðgerðir þar sem byggt er á þessari vinnu. Þá er unnið er að gerð nýrrar aðgerðaáætlunar til fjögurra ára þar sem áhersla verður lögð á áhersla lögð á að skoða samhengi kynbundinna ofbeldisbrota, saksóknar vegna þeirra og meðferðar í dómskerfinu.</p> <p>Í mars 2009 var samþykkt aðgerðaáætlun gegn mansali sem gildir til ársloka 2012. Í tengslum við það var skipað sérfræði- og samhæfingarteymi um mansal til að tryggja yfirsýn og þekkingu á mansalsmálum, fylgja vísbendingum um mansal, bera kennsl á fórnarlömb, tryggja þeim vernd og aðstoð, auk þess að sinna skráningu ætlaðra mansalsmála, veita fræðslu, hafa eftirlit með framkvæmd aðgerðaáætlunarinnar og vera stjórnvöldum til ráðgjafar í mansalsmálum.</p> <p>Með breytingu á almennum hegningarlögum voru kaup á vændi gerð ólögleg – mál sem mikið hefur verið deilt um en ég er sannfærður um að hafi verið afar þýðingarmikil ákvörðun. Sama máli gegnir um bann við nektarsýningum með breytingu sem gerð var á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald.</p> <p>Aðgerðir til að eyða kynbundnum launamun eru mér mjög ofarlega í huga og sömuleiðis nauðsyn þess að auka hlut kvenna í stjórnum stofnana og fyrirtækja. Fyrir nokkru var samþykkt á Alþingi lagabreyting sem felur í sér ákvæði um kynjakvóta í stjórnum opinberra hlutafélaga og einkahlutafélaga. Kveðið er á um 40% hlut hvors kyns að lágmarki og tekur ákvæðið gildi í september 2013. Að mati stjórnvalda var lagasetning óhjákvæmileg í ljósi þess að lítið sem ekkert hefur gengið að jafna stöðuna.</p> <p>Það er mikilvægt að fyrirtæki uppfylli lagaskyldu þegar ákvæðið tekur gildi og augljóslega þarf að vinna hratt. Velferðarráðuneytið og efnahags- og viðskiptaráðuneytið hafa ákveðið að ýta úr vör sameiginlegu átaki til að vinna að þessu máli og ég vonast eftir góðu samstarfi við Samtök atvinnulífsins með skjótan árangur að markmiði.</p> <p>Góðir fundarmenn.</p> <p>Árið 1997 var settur á fót lánatryggingasjóður kvenna sem starfræktur var um árabil í þeim tilgangi að styðja konur til þátttöku og nýsköpunar í atvinnulífinu. Starfsemi sjóðsins hefur legið niðri í nokkur ár en nú hefur verið ákveðið að endurvekja hann – og gott betur því skömmu fyrir hádegi í dag komum við saman, iðnaðarráðherra, borgarstjórinn í Reykjavík og ég og undirrituðum nýtt samkomulag um starfsemi sjóðsins sem gildir til ársloka 2014. Í sjóðnum eru rúmar 70 milljónir króna. Veittar verða ábyrgðir á lánum samkvæmt samþykktum og lánareglum sjóðsins og einnig er kveðið á um ráðgjöf og handleiðslu í tengslum við veitingu ábyrgða. Ég bendi ykkur á heimasíðu velferðarráðuneytisins til að kynna ykkur nánar samkomulagið sem undirritað var í dag.&#160;</p> <p>Ég hef stiklað á stóru um aðgerðir til að stuðla að jafnrétti kynja en læt ekki staðar numið án þess að nefna aðkomu karla að jafnréttisstarfi. Það vill svo til að kynin eru tvö og málefnið varðar þau bæði. Í byrjun árs setti ég á fót starfshóp um karla og jafnrétti sem gera á tillögur um hvernig auka megi þátttöku karla í umræðum um jafnrétti kynja og jafnréttisstarfi. Hann á einnig að skoða hvernig breikka megi náms- og starfsval karla og vinna gegn kynskiptum vinnumarkað og skoða áhrif staðalmynda kynjanna á stöðu karla í samfélaginu, hlutverkaval og þátttöku þeirra í verkefnum fjölskyldunnar.</p> <p>Enn á ég óreifað stórt mál sem við verðum að taka til umræðu og skoðunar í ljósi aðstæðna. Hér á ég við mismunandi áhrif efnahagskreppunnar á kynin, hvar hann kemur helst fram, hvernig og hverjar eru mögulegar afleiðingar til lengri og skemmri tíma og hvað við getum gert til að fyrirbyggja neikvæð áhrif kreppunnar á jafnrétti kynja.</p> <p>Velferðarvaktin og Jafnréttisráð hafa látið vinna samantekt á opinberum tölulegum gögnum sem varpa ljósi á þessi mál og er skýrsla um þetta væntanleg innan skamms. Þar er meðal annars fjallað um stöðu foreldra ungra barna, einstæðar mæður, fjárhagsvanda heimilanna, áhrif kynbundins vinnumarkaðar á atvinnu og atvinnuleysi, um heimilisofbeldi, kynferðisbrot, barnaverndarmál, frjósemi og lyfjaneyslu, svo eitthvað sé nefnt.&#160;</p> <p>Góðir gestir.</p> <p>Ég ætla að láta hér staðar numið, þótt margt sé ótalið af mikilvægum verkefnum til að vinna að jafnri stöðu og jöfnum rétti karla og kvenna. Að lokum vil ég minna á að þótt stjórnvöld hafi ríkum skyldum að gegna í starfi að jafnréttismálum og geti haft mikil áhrif á framvinduna þá veltur árangurinn fyrst og fremst á virkri þátttöku almennings og sterkri samfélagsvitund þar sem réttlæti og virðing fyrir mannréttindum eru höfð að leiðarljósi.</p> <p>&#160;</p> <p>&#160;</p>

2011-03-08 00:00:0008. mars 2011Um jafnrétti, kyn og völd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna

<p>Grein Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra sem birtist í Fréttablaðinu 8. mars, alþjóðlegum baráttudegi kvenna.</p> <hr id="null" /> <p><strong>Grein Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra sem birtist í Fréttablaðinu 8. mars, alþjóðlegum baráttudegi kvenna.</strong></p> <hr id="null" /> <p>Ég óska konum og körlum til hamingju með daginn, 8. mars, sem er alþjóðlegur baráttudagur kvenna.</p> <p>Baráttan fyrir jafnri stöðu og jöfnum rétti kvenna og karla heldur áfram og enn eru mörg stór mál sem við þurfum að setja á oddinn.</p> <p>Staða Íslands á sviði jafnréttismála samkvæmt nýjustu úttekt Alþjóðaefnahags­ráðsins er vissulega ánægjuleg þar sem jafnrétti kynjanna er hvergi talið meira; Ísland í fyrsta sæti, Noregur í öðru sæti og Finnland í því þriðja. Okkur til framdráttar er staðan í menntamálum og heilbrigðismálum og styrkur kvenna á pólitískum vettvangi. Akkilesarhæll okkar er hins vegar vinnumarkaðurinn, einkum launamunur kynjanna og veik staða kvenna í stjórnum stofnana og fyrirtækja og sem stjórnendur og eigendur fyrirtækja. Það er alvarlegt hve hægt miðar í þessum efnum því við þekkjum öll þann drifkraft sem fólginn er í efnahagslegum völdum og áhrif þeirra á mótun samfélagsins.</p> <p>Þann 24. október síðastliðinn voru 35 ár liðin frá því að íslenskar konur lögðu niður vinnu og fjölmenntu í miðbæ Reykjavíkur til að vekja athygli á mikilvægi vinnuframlags kvenna. Tíðindin vöktu heimsathygli og jafnréttisbaráttan náði nýjum hæðum. Nú eru 50 ár frá því að Alþingi setti lög um jöfn laun karla og kvenna og var stefnt að því að markmiðum þeirra skyldi náð fyrir árið 1972. Síðan eru liðin 39 ár og samt er launamunur kynjanna enn umtalsverður. Þetta undirstrikuðu konur þegar þær lögðu niður störf 25. október síðastliðinn kl. 14.25 til marks um að vinnudegi þeirra væri þá lokið ef laun þeirra væru jöfn launum karla.</p> <p>Fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar á launamun kynjanna sem ekki er unnt að skýra með öðrum breytum en beinni kynbundinni mismunun. Nýjustu rannsóknir sýna mun á bilinu 7,3–10,1%. Það er ótrúlegt að þetta hróplega misrétti viðgengst enn, við getum ekki sætt okkur við það og verðum að grípa til aðgerða sem duga. Áfram verður unnið að gerð jafnlaunastaðals og í tillögu til þingsályktunar um áætlun í jafnréttismálum er lögð fram áætlun um aðgerðir til að vinna gegn kynbundnum launamun.&#160;</p> <p>Alþingi samþykkti í fyrra lög um kynjakvóta í stjórnum opinberra hlutafélaga og einkahlutafélaga sem kveða á um 40% hlut hvors kyns að lágmarki. Lögin taka gildi í september 2013. Árið 2009 voru konur 19% framkvæmdastjóra hjá íslenskum fyrirtækjum, 23% kvenna voru stjórnarformenn og 23% stjórnarmenn. Hér þarf að breyta hugarfari til að rétta hlut kvenna og forsvarsmenn stofnana og fyrirtækja þurfa að vinna hratt til að uppfylla lagaskyldu árið 2013. Velferðarráðuneytið og efnahags- og viðskiptaráðuneytið hafa ákveðið að ýta úr vör sameiginlegu átaki til að vinna að þessu máli og ég vonast eftir góðu samstarfi við Samtök atvinnulífsins með skjótan árangur að markmiði.</p> <p>Það er ástæðulaust að líta á lagaákvæði um kynjakvóta sem íþyngjandi. Vissulega er leitt að ekki skyldi nást árangur án lagasetningar en rannsóknir sýna að uppfylling markmiða þeirra mun skila stofnunum og fyrirtækjum margvíslegum ávinningi.</p> <p>Sýnt hefur verið fram á að rekstur fyrirtækja gengur betur þegar konur koma einnig að stjórnun þeirra. Norðmenn tóku upp kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja fyrir nokkrum árum og nú hefur sýnt sig að fyrirtæki hafa stórbætt ímynd sína í kjölfarið. Þeir sem gagnrýndu lögin í Noregi á sínum tíma viðurkenna nú að þau hafi verið til góðs. Það er því til mikils að vinna. Ég er einnig sannfærður um að með því að jafna hlut kynjanna í forystu stofnana og fyrirtækja muni hratt draga úr kynbundnum launamun, einfaldlega af því að æðstu stjórnendur ráða mestu um launastefnuna í sínum ranni.</p> <p>Eins og ég sagði í upphafi eru enn mörg mál sem berjast þarf fyrir til að ná markmiðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Þeim verða ekki gerð skil í stuttri grein en ég hvet fólk til að sækja fundi og ráðstefnur sem fram fara í dag í tilefni alþjóðlega baráttudagsins þar sem lærðir og leikir munu fjalla um stöðu jafnréttismála, brýnustu baráttumálin og verkefnin framundan.</p> <p>Kynbundin mismunun og kúgun, hvaða nafni sem hún nefnist, er grafalvarlegt mál sem kemur okkur öllum við. Það er ábyrgðarhlutur að verða vitni að mismunun og aðhafast ekkert. Þetta á við um okkur öll. Það þýðir ekki að ætla öðrum að berjast gegn mannréttindabrotum og bíða eftir réttlátari heimi með hendur í vösum. Við þurfum öll að axla ábyrgð og leggja okkar af mörkum í baráttunni fyrir mannréttindum öllum til handa.</p> <p><em>Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra</em></p>

2011-03-04 00:00:0004. mars 2011Opnun átaks Krabbameinsfélags Íslands: Mottumars

<div> <hr size="2" /> </div> <p><strong>Opnun átaks Krabbameinsfélags Íslands: Mottumars<br /> Skautahöllinni 28. febrúar 2011 kl. 13:55<br /> Ávarp Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra</strong></p> <div> <hr size="2" /> </div> <p>Góðir gestir.</p> <p>Það er ánægjulegt að vera með ykkur hér í dag við upphaf Mottumars, átaks Krabbameinsfélags Íslands.</p> <p><span>Þetta er annað árið í röð sem efnt er til Mottumars og</span> <span>ég tel að við getum verið sammála um að átakið tókst ákaflega vel í fyrra, ekki síst fyrir þá vitundarvakningu sem orðið hefur í samfélaginu fyrir krabbameini hjá körlum.</span></p> <p>Átakið vakti svo sannarlega athygli og skilaði árangri sem merkja má meðal annars á því að hlutfall karla eldri en 18 ára sem safnaði yfirvaraskeggi í tengslum við átakið var 35%, eða um 38.000 karlar. Þá lagði stór hluti þjóðarinnar Krabbameinsfélaginu lið með margvíslegum hætti og gerði félaginu þannig kleift að sinna forvörnum, fræðslu, ráðgjöf og rannsóknum á krabbameinum karla.</p> <p>Góðir gestir.</p> <p>Árlega greinast á Íslandi yfir 700 karlar með krabbamein og árlega deyja um 250 karlar af völdum krabbameins, en lífslíkur þeirra eru lakari en hjá íslenskum konum. Karlar virðast bregðast seinna við einkennum en konur og því eru krabbamein hjá körlum oft lengra gengin við greiningu en hjá konum.</p> <p>Það eru gömul sannindi og ný að því fyrr sem meðferð hefst þeim mun betri eru batahorfurnar. Þess vegna er mikilvægt að karlar þekki helstu einkenni krabbameins og leiti sér aðstoðar verði þeir varir við þau.</p> <p>Krabbamein er sjúkdómur sem snertir allar fjölskyldur landsins fyrr eða síðar með einhverjum hætti. Nauðsynlegt er að gera allt sem hægt er til að koma í veg fyrir sjúkdóminn, greina hann snemma og veita bestu fáanlegu meðferð. Eins er mjög mikilvægt að styðja sjúklinga og aðstandendur þeirra til að takast á við breyttar aðstæður.</p> <p>Í blaðagrein sem ég skrifaði í tilefni af alþjóðakrabbameinsdeginum 4. febrúar síðastliðinn lagði ég áherslu á að ekkert yrði gefið eftir í baráttunni við þennan vágest. Þar greindi ég frá þeirri ákvörðun minni að ráðast í sérstaka áætlun um aðgerðir og markmið í baráttunni við krabbamein, líkt og margar aðrar þjóðir hafa gert. Ég tel þetta skynsamlegt enda mikið í húfi og hef því ákveðið að ráðast í þetta verkefni, á þessu ári, þegar Krabbameinsfélag Íslands fagnar sextíu ára afmæli sínu.</p> <p>Góðir gestir.</p> <p><span>Ég hvet alla landsmenn til að huga að heilbrigðu lífi, vera vakandi fyrir einkennum krabbameins og hika ekki við að leita læknis ef minnsti grunur vaknar. Við höfum staðið okkur vel í</span> <span>forvörnum, greiningu og meðferð krabbameina og í vísindarannsóknum tengdum krabbameinum. Í þ</span><span>essum málaflokki ætlum við áfram að vera í fremstu röð.</span></p> <p>Með Mottumars virðist sem Krabbameinsfélag Íslands sé komið vel á veg með að skapa árlega hefð hér í samfélaginu og hvet ég alla þá sem sprettur grön að vera með í átakinu og vekja þannig athygli á málstaðnum.</p> <p>Ég vil að lokum óska bæði lögreglu- og slökkviliðsmönnum góðs gengis í leiknum hér á eftir.</p> <p>Takk fyrir!<a id="_GoBack" name="_GoBack"></a></p>

2011-02-16 00:00:0016. febrúar 2011Neysluviðmið fyrir íslensk heimili - Mikilvægur leiðarvísir

<p>&#160;</p> <hr id="null" /> <p><strong>Neysluviðmið mikilvægur leiðarvísir<br /> Grein Guðbjarts Hannessonar velferðarráðhera um neysluviðmið.<br /> </strong><strong>Fréttablaðinu 15. febrúar 2011.</strong></p> <hr id="null" /> <p>Neysluviðmið fyrir íslensk heimili hafa verið kynnt ásamt skýrslu sérfræðinga um verkefnið. Skýrslan og viðmiðin marka tímamót enda hafa margir beðið þess lengi að stjórnvöld legðu fram slíkar upplýsingar sem varpa ljósi á neyslumynstur íslenskra heimila og útgjaldaþörf.&#160;</p> <p>Við kynningu neysluviðmiðanna fyrir hagsmunaaðilum og stofnunum sem varða þessi mál voru viðbrögð á ýmsa lund en samhljómur um að í þeim felist mikilvægar upplýsingar sem gagnast muni heimilunum, opinberum aðilum og öðrum sem fjalla um fjármál fólks. Ég fékk að heyra að með birtingu viðmiðanna sýndu stjórnvöld mikinn kjark, jafnvel fífldirfsku, því með þessu kölluðu þau yfir sig kröfur um betri kjör sem erfitt væri að standa undir. Öðrum þótti of skammt gengið, það vantaði viðmið sem birti svo ekki yrði um villst hvað fólk þyrfti að lágmarki sér til framfærslu. Einn aðili í þessum hópi sagði þetta þó skref í rétta átt og komst svo að orði að mjór væri mikils vísir.</p> <p>Það er mikill sannleikur í þessum orðum. Tilgangurinn með neysluviðmiðunum er að veita heimilum aðgang að upplýsingum sem nýtast við áætlun eigin útgjalda en þau geta einnig komið að notum við fjárhagsráðgjöf og verið til hliðsjónar þegar teknar eru ákvarðanir um fjárhæðir sem tengjast framfærslu. Þau eru hins vegar hvorki endanlegur mælikvarði á hvað telst hæfileg neysla einstakra heimila né lokadómur um hvað fjölskyldur þurfa að lágmarki til að framfleyta sér.</p> <p>Neysluviðmiðin eru þrenns konar: <em>Dæmigert neysluviðmið</em> er lýsandi fyrir neyslu íslenskra heimila, byggt á raunverulegum útgjöldum þeirra til mismunandi neysluflokka samkvæmt neyslukönnunum Hagstofunnar. Tekið er miðgildi af útgjöldunum og þannig lýsir viðmiðið staðreyndum um öll útgjöld við rekstur dæmigerðra heimila að staðaldri en er hvorki lúxusviðmið né lágmarksviðmið. <em>Skammtímaviðmið</em> er reiknað á sömu forsendum en gert ráð fyrir að fólk geti dregið úr neyslu og frestað útgjaldaliðum til skemmri tíma eða í allt að níu mánuði. <em>Grunnviðmið</em> á að gefa vísbendingu um hver geti verið lágmarksútgjöld heimila að jafnaði. Þegar gefnar eru upp fjárhæðir grunnviðmiðs er kostnaður vegna húsnæðis og bifreiðar undanskilinn. Það er hins vegar ekki horft framhjá þessum þætti heldur miðað við að þeim kostnaði sé bætt við hjá hverjum og einum vegna þess hve breytilegur hann er eftir aðstæðum fólks.</p> <h3>Neysluviðmið verða alltaf umdeilanleg</h3> <p>Það má öllum vera ljóst að vart er unnt að birta í einni tölu viðmið sem segir hvað fólk þarf að lágmarki sér til framfærslu. Ýmsir hafa lýst vonbrigðum yfir því að slík tala hafi ekki verið birt en sömu aðilar hafa einnig sagt að slík nálgun sé illmöguleg þar sem slíkt feli í sér mikla forræðishyggju þar sem fólki er sagt nákvæmlega hvað það þarf til útgjalda vegna ólíkra kostnaðarliða. Eins skiptir miklu að aðstæður einstaklinga og heimila eru ólíkar og þarfir og væntingar sömuleiðis. Það sem einum finnst nauðsyn telur annar óþarfa. Mat á þörfum breytist frá einum tíma til annars og væntingar fólks ráðast að töluverðu leyti af umhverfinu sem það hrærist í og efnahagsástandinu á hverjum tíma.</p> <p>Eins og rakið er í ítarlegri skýrslu sérfræðinganna liggur fyrir töluverð reynsla af notkun neysluviðmiða erlendis. Hvergi hafa þau verið bundin í lög eða beintengd launaákvörðunum, misjafnt er hvernig viðmiðin eru samsett og allur gangur er á því hvernig þau eru uppfærð og þeim viðhaldið. Þrátt fyrir þetta hefur þótt mikill akkur í því að hafa þessi viðmið og þau hafa verið nýtt á ýmsa lund, hvort sem er af hálfu einstaklinga, opinberra aðila, hagsmunasamtaka og þrýstihópa.</p> <p>Ég hef lagt áherslu á að neysluviðmiðin eru lögð fram til frekari umfjöllunar og gagnrýni. Markmiðið er að þróa þau áfram svo þau gagnist enn betur í málefnalegri umræðu og við endurskoðun á fjárhæðum bóta, greiðslumat, framfærslugrunn sveitarfélaga og setningu lágmarkslauna.</p> <p>Skýrsla sérfræðinganna sem unnu að smíði neysluviðmiða með aðkomu breiðs hóps hagsmunaaðila að verkefninu er tímamótaverk og mikilvæg tilraun til að styrkja umræðu sem byggist á vönduðum upplýsingum. Skýrslan er afrakstur umfangsmikillar vinnu þar sem byggt er á viðamiklum gögnum Hagstofunnar um raunverulega neyslu íslenskra heimila, auk áhugaverðra upplýsinga sem í henni birtast um notkun neysluviðmiða hjá öðrum þjóðum.</p> <p>Ég hvet fólk til að kynna sér skýrsluna og nýta sér reiknivél þar sem fólk getur mátað sig að viðmiðunum í samræmi við eigin aðstæður. Skýrslan og reiknivélin er aðgengileg á heimasíðu ráðuneytisins (vel.is) og þar gefst fólki kostur á að senda ráðuneytinu athugasemdir og ábendingar.</p> <p><em>Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra</em></p> <p>&#160;</p>

2011-02-14 00:00:0014. febrúar 2011Ávarp ráðherra: málstofa um almannaheillasamtök og setningu heildarlöggjafar um starfsemi þeirra

<p><strong>&#160;</strong></p> <hr /> <p><strong>Málstofa Fræðaseturs þriðja geirans og Almannaheilla:&#160;Heildarlöggjöf um starfsemi almannaheillasamtaka<br /> Háskóla Íslands 14. febrúar 2011.<br /> Ávarp Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra</strong></p> <hr id="null" /> <p>Góðir gestir.</p> <p>Samtökin Almannaheill óskuðu eftir því við þáverandi félags- og tryggingamálaráðherra í desember 2008 að kanna forsendur þess að lagt yrði fram frumvarp til heildarlaga um starfsemi frjálsra félagasamtaka og sjálfseignarstofnana. Nokkru síðar skipaði ráðherra nefnd til að skoða hvort þörf væri fyrir slíka lagasetningu og þá hverjir væru kostir þess og gallar. Formaður nefndarinnar var Ómar Kristmundsson og hefur hún skilað tillögum sínum í ágætri skýrslu til ráðuneytisins.</p> <p>Strax við upphaf nefndarstarfsins komu fram athugasemdir um að viðfangsefni hennar ætti betur heima undir efnahags- og viðskiptaráðuneytinu sem fer með mál félaga- og sjálfseignarstofnana í atvinnurekstri í samræmi við reglugerð um Stjórnarráð Íslands. Engu að síður var þess óskað að nefndin héldi áfram starfi sínu undir félags- og tryggingamálaráðuneytinu þar sem mikil reynsla af samstarfi við félagasamtök væri til staðar. Það gerði nefndin og er það mat hennar að setja þurfi sérstök lög um þessa starfsemi. Byggt er á því að félagasamtök og sjálfseignarstofnanir í atvinnurekstri sinni í ákveðnum tilfellum opinberri þjónustu samkvæmt samningum við ríki og sveitarfélög. Bent er á auknar kröfur um formfestu í viðskiptum hins opinbera og einkaaðila og telur nefndin að skýrar reglur séu mikilvæg forsenda fyrir áframhaldandi viðskiptum þessara aðila.</p> <p>Nefndin leggur til að samin verði löggjöf um félagasamtök og leggur áherslu á að samhæfa þurfi hana núgildandi löggjöf um sjálfseignarstofnanir. Tvær meginleiðir telur nefndin koma til álita. Annars vegar verði lög um sjálfseignarstofnanir í atvinnurekstri endurskoðuð þannig að þau nái einnig til félagasamtaka í atvinnurekstri. Jafnframt verði skoðað hvort fella beri lög um sjálfseignarstofnanir og -sjóði sem ekki eru í atvinnurekstri undir sömu löggjöf. Hins vegar telur nefndin koma til álita að samin verði ný heildarlöggjöf um félagasamtök og sjálfseignarstofnanir þar sem reglur um þessi félagaform verði samhæfðar og lög um sjálfseignarstofnanir verði felld úr gildi.</p> <p>Loks leggur nefndin til að efnahags- og viðskiptaráðherra verði falið að undirbúa löggjöf í samræmi við þetta og er áhersla lögð á að gott samráð verði við önnur ráðuneyti og hagsmunaaðila, svo sem Almannaheill – samtök þriðja geirans.</p> <p>Góðir gestir.</p> <p>Þegar skýrsla nefndarinnar er skoðuð kemur glöggt í ljós hvað flóra félagasamtaka og sjálfseignarstofnana hér á landi er fjölbreytt, verkefnin margvísleg og tilgangur og markmið starfsemi þeirra af ólíkum toga. Hugtakið <em>félagasamtök</em> kemur fram í ýmsum lögum en er hvergi skilgreint sérstaklega. Þessi lög varða ekki sjálft félagsformið heldur þá málaflokka sem starf þeirra beinist að. Skýrsluhöfundar benda á að rekstrarform félagasamtaka og sjálfseignarstofnana séu oft felld undir það sem kallað er <em>þriðji geirinn</em> og lýsir hugtakið starfsemi sem liggur á milli hefðbundins einkareksturs og hins opinbera. Starfsemin beinist þá að ófjárhagslegum markmiðum í þágu almannaheilla.</p> <p>Ég fellst fyllilega á rökin fyrir því að undirbúningur löggjafar um starfsemi frjálsra félagasamtaka og sjálfseignarstofnana eigi best heima í efnahags- og viðskiptaráðuneytinu. Ég legg hins vegar mjög mikla áherslu á aðkomu velferðarráðuneytisins að þeim undirbúningi vegna þess hve frjáls félagasamtök og sjálfseignarstofnanir sinna umfangsmiklum verkefnum á sviði velferðarmála, oft mjög viðkvæmri þjónustu þar sem þörf er fyrir sterkan faglegan grundvöll og skýra umgjörð hvað það varðar, ekki síður en í því sem snýr að rekstrarumhverfi, fjárreiðum og fjárhagslegum skuldbindingum.</p> <p>Félagafrelsi er varið í stjórnarskrá og það er líkleg skýring þess að ekki hefur verið sett löggjöf um starfsemi félagasamtaka hér á landi, þar sem ekki ber að setja þeim skorður um stofnun og skipulag nema brýna nauðsyn beri til. Auðvitað verður að standa vörð um félagafrelsið og því skiptir miklu hvernig staðið er að lagasetningu í þessum efnum eins og höfundar skýrslunnar um þetta efni benda á. Aftur á móti er það mat þeirra að með heildarlöggjöf um félagasamtök megi stuðla enn frekar að því að trausti sé viðhaldið sem almennt ríkir gagnvart félagasamtökum. Slík lagasetning sé einnig rökrétt viðbrögð við málum sem upp hafa komið vegna fjármálaóreiðu aðila sem störfuðu í almannaþágu og líta megi á setningu heildarlöggjafar sem mikilsvert hagsmunamál félagasamtaka. Það hefur líka sýnt sig í því að það voru frjáls félagasamtök sem tóku frumkvæði og fóru þess á leit við félags- og tryggingamálaráðuneytið að þetta mál yrði skoðað.</p> <p>Starfsemi félaga og samtaka sem hér um ræðir er íslensku samfélagi mikilvæg. Oft er þetta starfsemi sem ber ekki mikið á og fer ekki mikið fyrir í opinberri umræðu en myndi rýra lífsgæði velferðarsamfélagsins ef hennar nyti skyndilega ekki lengur við.</p> <p><span>Núverandi forsætisráðherra og þáverandi félagsmálaráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, talaði á málþingi Samtaka um almannaheill í nóvember 2008 þar sem þessi mál voru til umræðu. Þar lagði hún áherslu á að ekki megi</span> <span>kæfa með regluverki starfsemi sem sprettur upp úr grasrótinni af hugsjónum og eldmóði einstaklinga sem hafa mikið fram að færa og vilja leyfa öðrum að njóta þess. Hið opinbera megi ekki taka ráðin af félögum sem starfa í þágu almennings, reyna að stýra starfi þeirra eða ætlast til þess að þau sinni verkefnum sem með réttu eiga að vera á hendi hins opinbera og firra sjálft sig ábyrgð. Undir þetta tek ég heilshugar og sömuleiðis að ekki megi viðgangast að hið opinbera veiti félagasamtökum fé til að sinna viðkvæmum verkefnum í velferðarþjónustu án skuldbindinga, skýrra reglna og eftirlits. Við höfum brennt okkur á slíku og enginn vill að það gerist aftur.</span></p> <p>Ég held við getum öll verið sammála um að stjórnvöld þurfi að finna leið til þess að virða, meta og viðurkenna í verki allt það mikilvæga starf í almannaþágu sem frjáls félagasamtök inna af hendi, án þess að hefta þau eða kæfa. Það þarf að efla slíka starfsemi með umgjörð sem hvetur en ekki letur og sem styður en stjórnar ekki.</p> <p>Þetta er ég viss um að okkur muni takast og raunar tel ég verkefnið komið vel á veg með þeirri skýrslu sem nú liggur fyrir, ásamt greinargóðri álitsgerð Hrafns Bragasonar sem fylgir skýrslunni, um heildarlöggjöf frjálsra félagasamtaka í nágrannalöndunum og um íslensk lög og reglur sem gilda á þessu sviði.</p> <p>Ágætu fundarmenn. Allt krefst þetta vandaðs undirbúnings og góðrar samvinnu þeirra sem hlut eiga að máli en eins og ég segi sýnist mér þetta mál komið í góðan farveg.</p> <p>&#160;</p> <p><strong>&#160;</strong></p> <p><br /> &#160;</p>

2011-02-07 00:00:0007. febrúar 2011Blaðagrein velferðarráðherra í tilefni af alþjóðlegum krabbameinsdegi

<hr id="null" /> <h3>Krabbamein snertir allar fjölskyldur</h3> <p><strong>Grein Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra sem birtist í Fréttablaðinu 4. febrúar í tilefni af alþjóðlegum krabbameinsdegi</strong></p> <hr id="null" /> <p>Dag hvern greinast þrír eða fjórir Íslendingar að jafnaði með krabbamein. Þetta er sjúkdómur sem snertir allar fjölskyldur landsins fyrr eða síðar með einhverjum hætti. Mikilvægt er að gera allt sem hægt er til að koma í veg fyrir sjúkdóminn, greina hann snemma og veita bestu fáanlegu meðferð. Eins er mikils virði að styðja sjúklinga og aðstandendur þeirra til að takast á við breyttar aðstæður.</p> <p>Íslendingar standa mjög framarlega í öllum samanburði milli landa á þessu sviði. Sem dæmi má nefna að leit að krabbameini í leghálsi og brjóstum er á heimsmælikvarða, bið sjúklinga eftir að komast í viðeigandi meðferð er óvíða styttri en hér, meðferðin er markviss og lífshorfur sjúklinga með því besta sem þekkist.</p> <p>Í tilefni af alþjóðlegum krabbameinsdegi, 4. febrúar, legg ég áherslu á að ekkert verður gefið eftir í baráttunni við þennan vágest. Til marks um það má nefna ályktun Alþingis um bólusetningu gegn leghálskrabbameini sem fyrirhugað er að hefjist á þessu ári. Þá er ástæða til að fagna sérstaklega þeim mikla árangri sem náðst hefur í tóbaksvörnum. Nýjustu kannanir sýna að einungis sjöundi hver fullorðinn Íslendingur reykir daglega sem er veruleg breyting frá því sem var fyrir örfáum áratugum. Þessi árangur ætti að vera okkur hvatning á öðrum sviðum forvarna þar sem víða er verk að vinna.</p> <h3>Áætlun um aðgerðir og markmið í baráttunni við krabbamein</h3> <p>Skýr stefna og skilgreind og mælanleg markmið eru mikilvæg forsenda fyrir árangri. Íslensk heilbrigðisáætlun er leiðarvísir fyrir heilbrigðiskerfið og nú er unnið að endurskoðun hennar. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hvetur þjóðir til að setja sér sérstaka áætlun um aðgerðir og markmið í baráttunni við krabbamein og margar þjóðir hafa gert það. Ég tel þetta skynsamlegt enda mikið í húfi og hef því ákveðið að ráðast í þetta verkefni. Það er við hæfi að tilkynna þessa ákvörðun á alþjóðlegum krabbameinsdegi og jafnframt að unnið verði að málinu á þessu ári, þegar Krabbameinsfélag Íslands fagnar sextíu ára afmæli.</p> <p>Ég hvet landsmenn til að huga að heilbrigðu lífi á allan hátt, vera vakandi fyrir einkennum krabbameins og hika ekki við að leita læknis ef minnsti grunur vaknar. Við höfum staðið okkur vel í þessum málaflokki og ætlum að vera áfram í fremstu röð í heiminum.</p> <p><em>Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra</em></p>

2011-02-04 00:00:0004. febrúar 2011Jafnréttisþing 2011, ávarp Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra

<p>&#160;</p> <hr id="null" /> <p><strong>Jafnréttisþing 2011</strong></p> <p><strong>Hilton Reykjavik Nordica, 4. febrúar 2011</strong></p> <p><a id="OLE_LINK2" name="OLE_LINK2"></a><a id="OLE_LINK1" name="OLE_LINK1"><strong>Skýrsla Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra um stöðu og þróun í jafnréttismálum og tillaga að nýrri framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum</strong></a></p> <hr id="null" /> <p>Góðir gestir.</p> <p>Ég býð ykkur öll velkomin til jafnréttisþings 2011 sem efnt er til samkvæmt ákvæðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.</p> <h3>Umfjöllunarefni</h3> <p>Umfjöllunarefni þingsins eru mörg og varða stór verkefni sem eru mikilvæg og vandasöm. Jafnréttisþing er mikilvægur vettvangur fólks til að hafa áhrif á stefnu stjórnvalda í jafnréttismálum. Því er mér eins og öllum þeim sem að þinginu standa mjög í mun að það takist sem best og að sú umfjöllun sem hér fer fram nái út fyrir þessa veggi, út í samfélagið og verði sá þungi straumur sem markar jafnréttismálum farveg til framtíðar í þágu betra samfélags.</p> <p>Hlutverk mitt hér sem ráðherra jafnréttismála er að leggja fram skýrslu um málaflokkinn sem ætlað er að gefa yfirlit yfir stöðu og þróun jafnréttis kynja á helstu sviðum samfélagsins. Í henni er meðal annars fjallað um þróun kynbundins launamunar, atvinnuþátttöku kvenna og karla, þátttöku kynjanna í stjórnmálum og hlutfall kynja í opinberum nefndum, ráðum og stjórnum.</p> <p>Jafnréttisþing var síðast haldið í janúar 2009. Síðan þá hefur verið unnin tillaga til þingsályktunar um nýja áætlun stjórnvalda í jafnréttismálum til fjögurra ára. Hana lagði ég fyrir Alþingi í nóvember síðastliðnum þar sem hún er til umfjöllunar og lauk fyrri umræðu þingsins um hana 20. janúar.</p> <p>Ég mun á eftir gera grein fyrir helstu áhersluatriðum þingsályktunar um áætlun í jafnréttismálum en byrja á því að fara yfir stöðu og þróun á þessu sviði, hvað hefur áunnist og hvaða verkefni eru brýnust til að jafna stöðu og rétt kvenna og karla.</p> <h3>Leiðir til árangurs</h3> <p>Margt hefur áunnist á liðnum árum í jafnréttismálum og fært okkur í rétta átt. Í sumum tilvikum má þakka árangurinn beinum aðgerðum en oft er ekki augljóst hvað nákvæmlega hefur orðið til þess að bæta stöðuna. Vinna að jafnréttismálum snýst að verulegu leyti um að breyta viðhorfum, stuðla að auknum skilningi fólks á jafnréttishugtakinu, samfélagslegri ábyrgð og virðingu fyrir mannréttindum. Allt þetta starf skilar árangri og því mikilvægt að stjórnvöld leggi við það rækt og gæti jafnréttis í öllum sínum athöfnum.</p> <p>Í stjórnmálum hefur hlutur kvenna aukist verulega á Alþingi og í sveitarstjórnum landsins og kona leiðir ríkisstjórnina. Þá hefur hlutur kvenna í nefndum og ráðum hins opinbera farið ört vaxandi í kjölfar lagasetningar 2008 þar sem kveðið er á um hlutfall kynja í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum ríkis og sveitarfélaga. Í stjórnum fyrirtækja og í atvinnulífinu hefur lítið miðað í þessum efnum og því var samþykkt lagabreyting sem ætlað er að tryggja áhrif kvenna í stjórnum fyrirtækja og í atvinnulífinu. Einnig hafa verið gerðar lagabreytingar til að styrkja baráttuna gegn kynbundnu ofbeldi, vændi og mansali.</p> <h3>Staða og þróun – alþjóðlegur samanburður</h3> <p>Alþjóðaefnahagsráðið (World Economic Forum) gaf út skýrslu í október 2010 þar sem mat er lagt á rétt og stöðu kynjanna hjá einstökum þjóðum þar sem horft er til stöðu karla og kvenna í stjórnmálum, á sviði menntunar og atvinnu og út frá heilbrigði. Norðurlandaþjóðir skipuðu sér í efstu sætin á lista þeirra þjóða sem best þóttu standa sig á sviði jafnréttismála. Ísland var í efsta sæti, þá Noregur og Finnland í þriðja sæti.</p> <p>Ísland skipaði efsta sætið þegar horft var til stjórnmálaþátttöku og aðgengis að menntun og einnig skipti atvinnuþátttaka kvenna miklu fyrir heildarniðurstöðu landsins.</p> <p>Það skyggir hins vegar mjög á ánægjuna yfir þessari niðurstöðu sú staðreynd sem skýrsluhöfundar benda á að launamunur karla og kvenna á Íslandi er enn mjög mikill og eins að konur standa höllum fæti þegar horft er til hlutfalls kynjanna í stjórnunarstöðum. Aftur á móti var bent á setningu laganna sem ég nefndi áðan sem skylda fyrirtæki með fleiri en 50 starfsmenn að tryggja jafnt hlutfall kynja í stjórnum. Ákvæði þessa efnis tekur gildi árið 2013.</p> <h3>Staða og þróun – vinnumarkaður</h3> <p>Mikil og almenn atvinnuþátttaka, löng starfsævi og atvinnuþátttaka kvenna hefur löngum skapað Íslandi algjöra sérstöðu í samanburði við aðrar þjóðir. Atvinnuleysi vegna efnahagsþrenginga hefur vissulega sett strik í reikninginn en engu að síður er hún enn mikil, þótt hún sé minni en þegar hún var mest árið 2007. Það ár var hlutfallsleg atvinnuþátttaka karla 87,5% og hjá konum 78,6% samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Árið 2010 hafði atvinnuþátttaka karla dregist saman um 3% hjá körlum, var þá 84,5% en um 1% hjá konum og var þá 77,6%.</p> <p>Erfitt atvinnuástand getur haft margháttuð áhrif á stöðu kynjanna og því mikilvægt að fylgjast vel með þróuninni. Fyrst eftir efnahagsáfallið jókst atvinnuleysi langmest meðal karla en síðustu misseri hefur verulega dregið saman með kynjunum og í desember síðastliðnum var það 7,3% hjá konum en 8,5% hjá körlum. Við þurfum að vera sérstaklega vel á verði gagnvart launaþróun, frekari breytingum á atvinnuþátttöku kynjanna, lengd vinnutíma, breyttri nýtingu kynja á rétti til fæðingar- og foreldraorlofs og hvort og þá hvernig breyttar aðstæður á vinnumarkaði kunna að hafa áhrif á það hvernig karlar og konur deila með sér verkum og axla ábyrgð gagnvart fjölskyldunni.</p> <p>Ég á von á áhugaverðu erindi hér á eftir sem tengist þessu efni frá Ingólfi V. Gíslasyni þar sem hann veltir fyrir sér þeirri spurningu hvort kynjajafnrétti og velferð barna séu ósættanlegar andstæður. Þar verður byggt á nýrri samanburðarrannsókn á fæðingarorlofi og umönnunarstefnu Norðurlandaþjóðanna. Rannsóknin hófst árið 2009 að frumkvæði Íslands sem það ár fór með formennsku í Norrænu ráðherranefndinni og eru niðurstöðurnar nýkomnar út í bók norrænna fræðimanna um efnið sem Ingólfur og Guðný Björk Eydal ritstýrðu.</p> <p>Ég bendi hér einnig á niðurstöður rannsóknarinnar <em>Ánægja með fjölskyldulíf á Íslandi í kjölfar bankahruns</em> sem Þóra Kristín Þórsdóttir og Kolbeinn Stefánsson unnu árið 2010. Rannsóknin er byggð á könnun <em>International Social Survey Programme</em> frá árinu 2002 á fjölskyldulífi og breytingum á kynhlutverkum sem og tveimur hliðstæðum könnunum sem framkvæmdar voru hér á landi af Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands en jafnframt styrkti Jafnréttisráð framkvæmd kannananna.</p> <p>Kynbundinn launamunur er svartur blettur á íslensku samfélagi og óþolandi hve illa gengur að leiðrétta þetta hróplega misrétti. Ég ætla ekki að rekja í löngu máli niðurstöður rannsókna á þessu sviði þótt áhugavert sé að skoða hvernig munurinn birtist eftir búsetu, aldri, menntun og fleiri þáttum. Það er líka fróðlegt að skoða hvernig þessu misrétti er pakkað inn í ýmsar umbúðir, svo sem í formi ógreiddrar yfirvinnu, þóknana, aksturspeninga og þar fram eftir götum. Meginmálið er að kynbundinn launamunur er staðreynd og til skammar í hvaða búningi sem er. Könnun Hagstofunnar sem birtist í febrúar 2010 fyrir árin 2000–2007 sýndi 7,3% kynbundinn launamun og launakönnun VR árið 2009 sýndi 10,1% launamun sem einungis var hægt að skýra með kynferði.</p> <p>Samkvæmt bráðabirgðaákvæði í lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla skyldi félags- og tryggingamálaráðherra í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins sjá til þess að þróað yrði fyrir 1. janúar 2010 sérstakt vottunarkerfi á framkvæmd stefnu um launajafnrétti og framkvæmd stefnu um jafnrétti við ráðningar og uppsagnir. Um þetta var einnig fjallað í sérstakri bókun með kjarasamningi milli Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins í febrúar 2008. Sama ár gáfu ráðuneytið, Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífisins út viljayfirlýsingu um gerð staðals sem gæti nýst sem undirstaða vottunar um jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði hvað varðar laun, ráðningar og uppsagnir og var samið við Staðlaráð Íslands um að hafa yfirumsjón með gerð staðalsins.</p> <p>Svokölluð tækninefnd sem komið var á fót um gerð staðalsins vinnur að þessu verkefni sem hefur því miður reynst tímafrekara en upphaflega var áætlað og liggur ekki fyrir hvenær því lýkur.</p> <p>Það er alveg ljóst að hér verðum við að taka okkur verulega á; stjórnvöld, atvinnurekendur og stéttarfélög og gildir það jafnt um almennan vinnumarkað og opinbera geirann. Um þetta er fjallað í tillögu til þingsályktunar í jafnréttismálum og lagðar til aðgerðir sem ég kem betur að hér á eftir.</p> <h3>Konur í stjórnmálum</h3> <p>Við erum sannarlega á réttri leið hvað varðar hlut kvenna í stjórnmálum. Tölurnar tala sínu máli, hvort sem horft er til kvenna í sveitarstjórnum, á Alþingi eða í ríkisstjórn og eins og allir vita varð núverandi forsætisráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, fyrst kvenna til að leiða ríkisstjórn hér á landi og brjóta þannig glerhvolfið sem verið hefur yfir íslenskum stjórnmálum frá upphafi.</p> <h3>Konur í ýmsum áhrifastöðum</h3> <p>Tölur um hlut kvenna í ýmsum áhrifastöðum sýna vel að enn er langt í land á mörgum sviðum, þótt á mörgum þeirra þokist í rétta átt. Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands rannsakaði hlut kvenna hjá einkafyrirtækjum og opinberum fyrirtækjum á árunum 1999–2009. Fram kom að hlutur kvenna í stjórnum opinberra fyrirtækja í lok tímabilsins var orðið nokkuð jafnt en hlutfall kvenna af stjórnarmönnum og æðstu stjórnenda hafði lítið aukist. Í stjórnum einkafyrirtækja hafði fátt breyst konum í hag en athyglisvert var að sú aukning sem þó hafði orðið var tilkomin vegna nýrra fyrirtækja.</p> <p>Þegar breytingar eru jafnhægfara og þessar tölur sýna er óhjákvæmilegt fyrir stjórnvöld að grípa til aðgerða eins og gert var með breytingu á lögum um hlutafélög og lögum um einkahlutafélög þar sem kveðið er á um kynjakvóta í stjórnum. Þessi lagasetning mun skila árangri og mikilvægt að fyrirtæki hefji þegar aðlögun í sínum ranni til að uppfylla ákvæði laganna við gildistöku þeirra.</p> <p>Stjórnvöld þurfa að líta í eigin barm í öllum sínum gjörðum. Ég nefni hér ákvæði jafnréttislaga um skipan í ráð og nefndir sem kveða á um kynjahlutfallið 40/60 þegar skipað er í nefndir, ráð og stjórnir á vegum ríkis og sveitarfélaga. Það liggur fyrir að í heildina hafa ráðuneytin náð þessu markmiði en þegar hlutföllin eru greind hjá hverju ráðuneyti fyrir sig er staðan nokkuð misjöfn. Mörg þeirra hafa náð settu marki en þó ekki öll og þurfa því að taka sig á.</p> <h3>Fjölbreytt verkefni á sviði jafnréttismála</h3> <p>Verkefni sem unnið er að á sviði jafnréttismála eru fjölmörg og spanna vítt svið. Ég nefni hér aðgerðaáætlun gegn kynbundnu ofbeldi fyrir árin 2006-2010 þar sem mikið starf hefur verið unnið til að takast á við þetta skelfilega vandamál. Gefin hafa verið út fræðslurit fyrir fagfólk sem helst þarf að takast á við þessi mál í starfi og af viðtökum að dæma var þetta kærkomið efni sem nýtist vel. Viðamiklar rannsóknir hafa verið gerðar á umfangi vandans og hvernig samfélagið er í stakk búið til að bregðast við, liðsinna þolendum þess og koma í veg fyrir ofbeldi. Á næstunni verður lögð skýrsla fyrir Alþingi með tillögum um frekari aðgerðir þar sem byggt er á þeim rannsóknum sem gerðar hafa verið. Unnið er að gerð nýrrar aðgerðaáætlunar til fjögurra ára þar sem áhersla verður lögð á áhersla lögð á að skoða samhengi kynbundinna ofbeldisbrota, saksóknar vegna þeirra og meðferðar í dómskerfinu. Einnig verður mótuð afstaða til meðferðar nýs s áttmála Evrópuráðsins í málaflokknum og verkefni endurskilgreind með hliðsjón af honum.</p> <p>Ég stikla á stóru en vil einnig geta hér um fleiri mikilvæg verkefni og aðgerðir á sviði jafnréttismála, svo sem verkefnið <em>Karlar til ábyrgðar</em> sem felst í sérhæfðri meðferð fyrir karla sem beita maka sinn ofbeldi og á annað hundrað karla hafa nýtt sér frá því verkefnið var endurvakið árið 2006.</p> <p>Í mars 2009 var samþykkt aðgerðaáætlun gegn mansali sem gildir til ársloka 2012. Í tengslum við það var skipað sérfræði- og samhæfingarteymi um mansal til að tryggja yfirsýn og þekkingu á mansalsmálum, fylgja vísbendingum um mansal, bera kennsl á fórnarlömb, tryggja þeim vernd og aðstoð, auk þess að sinna skráningu ætlaðra mansalsmála, veita fræðslu, hafa eftirlit með framkvæmd aðgerðaáætlunarinnar og vera stjórnvöldum til ráðgjafar í mansalsmálum.</p> <p>Með breytingu á almennum hegningarlögum voru kaup á vændi gerð ólögleg – mál sem mikið hefur verið deilt um en ég er sannfærður um að hafi verið afar þýðingarmikil ákvörðun. Sama máli gegnir um bann við nektarsýningum með breytingu sem gerð var á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald.</p> <p>Ég nefni loks þátttöku Íslands í tveimur áætlunum Evrópusambandsins, Daphne III og Progress, en í gegnum þessar áætlanir höfum við sótt styrki til ýmissa góðra verkefna tengdum jafnrétti kynja og aðgerðum gegn ofbeldi og mismunun.&#160;</p> <p>Góðir gestir.</p> <p>Ríkisstjórnin leggur þunga áherslu á jafnrétti kynjanna og er mjög meðvituð um að árangur næst aðeins með þrotlausu starfi og markvissum aðgerðum. Jafnréttismál eru ekki gæluverkefni og ekki eitthvað sem gripið er til í hjáverkum ef tími vinnst til. Þótt við stöndum frammi fyrir því að þurfa að spara og gæta aðhalds á öllum sviðum þá þarf að vera alveg ljóst að það má aldrei líta á þennan málaflokk sem afgangsstærð. Við spörum ekki í vinnu að jafnréttismálum umfram önnur mikilvæg verkefni.</p> <p>Með þetta að leiðarljósi hefur nú verið lögð fram á Alþingi tillaga til þingsályktunar um áætlun í jafnréttismálum til fjögurra ára. Ég ætla að nú að rekja helstu áhersluatriði hennar og einnig lýsa því hvernig hún er uppbyggð þar sem áætlunin er með nokkuð öðru sniði en verið hefur.</p> <h3>Þingsályktunartillaga um áætlun í jafnréttismálum</h3> <p>Í stað þess að telja upp verkefni eftir hverju ráðuneyti er henni skipt í átta kafla eftir áherslusviðum ríkisstjórnarinnar. Þessir kaflar eru:</p> <ul> <li> <div> Stjórnsýslan </div> </li> <li> <div> Vinnumarkaður – kynbundinn launamunur </div> </li> <li> <div> Kyn og völd </div> </li> <li> <div> Kynbundið ofbeldi </div> </li> <li> <div> Menntir og jafnrétti </div> </li> <li> <div> Karlar og jafnrétti </div> </li> <li> <div> Alþjóðastarf </div> </li> <li> <div> Eftirfylgni og endurskoðun </div> </li> </ul> <p>&#160;Undir hverjum þessara kafla jafnréttisáætlunarinnar eru talin upp þau verkefni sem unnið verður að, þau tímasett, ábyrgðaraðilar tilgreindir og kostnaður vegna þeirra áætlaður.</p> <p>&#160;Verkefnin eru samtals 38 og er gerð grein fyrir hverju þeirra í þingsályktunartillögunni. Miklu skiptir að fylgja áætluninni eftir sem og framgangi verkefnanna.&#160;&#160;</p> <h3>Helstu verkefni</h3> <p>Í samræmi við samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar til 2009, um að styrkja stöðu jafnréttismála í stjórnkerfinu, var sett á fót ráðherranefnd um jafnrétti kynja og er hlutverk hennar að leiða og samhæfa jafnréttisstarf stjórnvalda. Ráðherranefndin gegnir virku hlutverki við að fylgja framkvæmdaáætluninni eftir.</p> <p>Sá kafli þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum sem snýr að stjórnsýslunni lýtur að því að tryggja að stjórnsýslan viðhafi vinnubrögð sem eru til þess fallin að auka jafnrétti kynja í samfélaginu. Í því felst <a id="OLE_LINK4" name="OLE_LINK4"></a><a id="OLE_LINK3" name="OLE_LINK3">samþætting kynjasjónarmiða inn í alla stefnumörkun, áætlanagerð og ákvarðanatöku</a>. Því er rík áhersla lögð á að ráðuneytin nái markmiðinu 40/60 við skipun í nefndir, ráð og stjórnir. Síðast en ekki síst snýr þetta að því að kynjasamþættingu sé beitt í öllu vinnuferli við gerð fjárlaga og er miðað við að kynjuð fjárlagagerð verði innleidd í áföngum á næstu árunum. 2011</p> <p>Baráttan gegn kynbundnu ofbeldi heldur áfram og ríkisstjórnin leggur þunga áherslu á að ná árangri. Unnið er að gerð nýrrar áætlunar um aðgerðir gegn kynbundnu ofbeldi eins og ég gat um áðan.</p> <p>Kveðið er á um endurskoðun gildandi jafnréttisáætlunar allra ráðuneyta. Þetta er nauðsynlegur þáttur í því að stuðla að og viðhalda jafnrétti kynja á málefnasviðum þeirra. Einnig er kveðið á um að styrkja stöðu jafnréttisfulltrúa ráðuneytanna. Unnið verður að samþættingu jafnréttissjónarmiða í stjórnsýslunni. Sem dæmi um verkefni þar sem kynjasamþættingu verður beitt eru aðgerðir til að vinna gegn kynbundnu starfsvali karla og kvenna við vinnumiðlun og skipulag virkra vinnumarkaðsúrræða þar sem tryggt verði að öll störf standi jafnt konum sem körlum til boða. Enn fremur verði gætt að jafnræði kynja við sértækar aðgerðir stjórnvalda sem ætlað er að stuðla að fjölgun starfa og nýsköpun. Á sviði menntamála verði gert átak í jafnréttisfræðslu á öllum skólastigum.</p> <p>Áfram verður unnið að innleiðingu kynjaðrar hagstjórnar sem felur í sér að kynjasamþættingu verði beitt í öllu fjárlagaferlinu. Þannig verði metið hver séu líkleg áhrif fjárlaga á aðstæður kynjanna og er markmiðið að endurskipuleggja bæði tekju- og gjaldahlið fjárlaga á grundvelli jafnréttissjónarmiða. Fjármálaráðuneytið hefur gefið út handbók um kynjaða fjárlagagerð sem sérfræðingar innan Stjórnarráðsins geta nýtt sér við framkvæmd verkefnisins um kynjaða fjárlagagerð í þessari aðgerðaáætlun.</p> <p>Eins og ég nefndi áðan mælist kynbundinn launamunur enn verulegur þótt mælingum beri ekki að öllu leyti saman vegna mismunandi aðferða við nálgun viðfangsefnisins. Í áætluninni eru lagðar til sjö aðgerðir í þessu skyni sem ráðist verður í á gildistíma áætlunarinnar, meðal annars að lokið verði við gerð jafnréttisstaðla eða -staðals og að launaumsjónarkerfi ríkisins verði endurbætt svo unnt verði að gera reglulegar úttektir á launum karla og kvenna í ráðuneytum og