Hoppa yfir valmynd

Ræður og greinar Guðlaugs Þórs Þórðarsonar


Dags.Dags.TitillLeyfa leit
2009-01-22 00:00:0022. janúar 2009Stofnun ungliðadeildar Sjúkraliðafélags Íslands

<p><strong><span>Guðlaugur Þór Þórðarson</span></strong></p> <p><strong><span>heilbrigðisráðherra</span></strong></p> <p><strong><span></span></strong></p> <p><strong><span>&nbsp;</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>Stofnun ungliðadeildar Sjúkraliðafélags Íslands</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>Fimmtudaginn 22. janúar 2009</span></strong></p> <p><span>Það er mér sönn ánægja að vera með ykkur hér í kvöld. Stofnun ungliðadeildar Sjúkraliðafélags Íslands er fagnaðarefni. Ungliðadeild sem þessi er mikilvægt bakland fyrir sjúkraliðanema og þá sjúkraliða sem eru að stíga sín fyrstu skref innan heilbrigðisþjónustunnar.<br /> <br /> </span><span>Í hinum vestræna heimi hefur hækkandi meðalaldur umönnunarstétta og hækkandi meðalaldur þjóða verið áhyggjuefni. Í Mannaflaspá heilbrigðisráðuneytisins frá 2006 er því spáð að til þess að mæta þörf fyrir starfskrafta sjúkraliða þurfi að mennta á bilinu 120 &ndash; 140 sjúkraliða á ári. Stofnun ungliðadeildar gefur okkur vísbendingu um þann mannauð sem býr í sjúkraliðum framtíðarinnar.<br /> <br /> </span> <span>Eins og áður segir fjölgar í aldurshópnum 70 ára og eldri. Þetta eru þeir einstaklingar sem þurfa jafnan á meiri heilbrigðisþjónustu að halda en þeir sem yngri eru. Langvinn veikindi eru megin ástæða þess að aldraðir þurfa á víðtækri heilbrigðisþjónustu að halda. Þær þjóðfélagslegu breytingar sem fjölgun aldraðra hefur í för með sér kalla á breytingar í störfum umönnunarstétta.<br /> <br /> </span> <span>Þegar horft er til framtíðar er mikilvægt að byggja upp heilbrigðisþjónustu sem er einstaklingsmiðuð, samhæfð, þverfagleg, rétt mönnuð og gerir ráð fyrir virkri þátttöku sjúklinga í eigin meðferð. Þetta þýðir að heilbrigðisstarfsfólk með mismunandi faglega bakgrunn vinnur náið saman og veitir sjúklingum og aðstandendum fræðslu og þjálfun.<br /> <br /> </span> <span>Ég legg áherslu á að efla heimahjúkrun og heimaþjónustu og var undirritun samnings á milli heilbrigðisráðuneytisins og Reykjavíkurborgar þar að lútandi í desember síðastliðin því sérstakt fagnaðarefni. Öflug heimahjúkrun byggist á starfsfólkinu sem sinnir henni og ég er sannfærður um að einmitt á grundvelli þessa samnings við Reykjavíkurborg felast gríðarleg sóknarfæri fyrir alla þá sem starfa á þessum vettvangi, ekki síst fyrir sjúkraliða framtíðarinnar. Byggja þarf upp þjónustu sem felur í sér að þeir sem þurfa á henni að halda yfir langan tíma, jafnvel árum saman, geti lifað sjálfstæðu lífi við sem eðlilegastar aðstæður og við sem mest lífsgæði.<br /> <br /> </span><span>Það er fagnaðarefni að í dag bjóðast sjúkraliðum auknir möguleikar á viðbótarnámi. Sérhæfing heilbrigðisstarfsfólks er mikilvæg til þess að efla öryggi sjúklinga og auka gæði þeirrar heilbrigðisþjónustu sem veitt er.<br /> <br /> </span> <span>Kæru stofnfélagar</span></p> <p><span>Ég þakka fyrir að vera boðin til þessa stofnfundar og óska ykkur alls hins besta í störfum ykkar í framtíðinni.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><strong><span>(Talað orð gildir)</span></strong></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <br /> <br />

2009-01-15 00:00:0015. janúar 2009Geðheilbrigðisþjónusta nær og fjær

<p><strong><span>Margrét Björnsdóttir skrifstofustjóri,</span></strong></p> <p><strong><span>flutti ávarpið fyrir hönd</span></strong></p> <p><strong><span>Guðlaugs Þórs Þórðarsonar,</span></strong></p> <p><strong><span>heilbrigðisráðherra</span></strong></p> <p><span> </span></p> <h2 align="center"><span>Geðheilbrigðisþjónusta nær og fjær</span></h2> <p align="center"><strong><span>Ávarp flutt fyrir hönd heilbrigðisráðherra á ráðstefnu</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>um geðheilbrigðismál barna sem haldin var dagana</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>15. og 16. janúar 2009 á Hótel Loftleiðum í Reykjavík</span></strong></p> <p><span><span> </span></span></p> <p><span>Góðir ráðstefnugestir, það er gott að sjá ykkur öll hér saman komin til að ræða geðheilbrigðismál barna og unglinga. Ég vil byrja á að bera ykkur kveðju ráðherra sem því miður gat ekki verið með okkur í dag.<br /> <br /> </span><span>Börn okkar og unglingar eru það dýrmætasta sem við höfum umsjón með. Þau eru í senn samtíð okkar og framtíð. Okkur ber skylda að sýna þeim alúð, nærgætni og kærleik því að slíkar gjafir fáum við sem samfélag ríkulega endurgoldnar er börnin vaxa úr grasi. Þau eru grunnurinn að samfélagi morgundagsins.<br /> <br /> </span><span>Það er athyglisvert að hér í dag og á morgun á að fjalla um geðheilbrigðisþjónustu barna og unglinga í víðu samhengi. Kynningar á legudeildum og göngudeildum, umræða um einstaka raskanir og geðheilbrigði barna og ungmenna á tímum efnahagsþrenginga eru mál sem koma mér ekki á óvart að séu á dagskrá. Það vekur hins vegar athygli og ánægju að þjónusta fyrir börn og unglinga með geðheilsuvanda sé komin í nærumhverfi þeirra og kerfið okkar orðið sveiganlegra og farið að starfa í auknu mæli á forsendum notenda þess. Á þessu þarf að verða aukning. Við viljum kappkosta það að íhlutun í nærumhverfi standi notendum í geðheilbrigðisþjónustunni til boða svo frekast það sé unnt. Ráðuneytið hefur síðustu tvö ár m.a. styrkt verkefnið Lífslistina sem vinnur með unglingum í áhættuhópum utan stofnanna og hafa erlendar rannsóknir sýnt að slík þjónusta utan stofnanna skilar hliðstæðum árangri og er ódýrari. Það verður því athyglisvert að fá að heyra um árangur af starfrækslu vettvangsteymis BUGL hér seinna í dag.<br /> <br /> </span><span>Annað verkefni sem fjallað hér um í dag og mér finnst hugmyndafræði og fyrirkomulag til fyrirmyndar er verkefnið &bdquo;brúum bilið &ndash; Egilsstaðaverkefnið&ldquo;. Verkefnið snýst um tilfærslu<span> </span> þekkingar og reynslu frá sérfræðingum BUGL til starfsfólks heilsugæslustöðvarinnar á Egilsstöðum. <span> </span><span> </span>Verkefnið mun hafa gefið góða raun og er það annað dæmi um vel heppnaða &bdquo;þekkingarútrás&ldquo; geðheilbrigðiskerfisins. Má segja að markvisst sé verið að færa þjónustu okkar frá stofnun út í samfélagið. Í því ferli þarf hvort að lagast að öðru á farsælan hátt, aðkoma fagfólks stofnananna og mótækileiki samfélagsins. Liggur beint við að skoða hvort aðrar heilsugæslustöðvar geti ekki nýtt sér sömu fræðslu og þjónustu frá BUGL og þeir á Egilsstöðum. Slík verkefni þar sem sérfræðingar þjálfa aðra sérfræðinga og þekking er flutt í nærumhverfi notenda þar sem hún var ekki áður hafa óumdeilanleg forvarnaáhrif, auk þess að efla þekkingar- og þjónustustig sveitarfélaga. Almennt fellur slík hugsun þar sem þjónusta og þekking er flutt út af stofnunum og til fólksins vel að hugmyndum okkar í ráðuneytinu um áherslur í geðheilbrigðismálum.<br /> <br /> </span><span>Ágætu ráðstefnugestir, nú í síðustu viku var fumsýnd heimildamynd eftir Friðrik Þór Friðriksson, Sólskinsdrengurinn. Án efa eru mörg ykkar búin að sjá myndina. Myndin fjallar um drenginn Kela sem er með einhverfu á hæsta stigi og viðleitni fjölskyldu hans til að ná sambandi við hann. Myndin er mjög fræðandi og snertir mann á einhvern sérstakan hátt. Þarna er falleg mannvera sem virðist vera mikið úr takt við umhverfi sitt. Skynfærin ofvirk og úrvinnsla þeirra skilar ekki alveg sömu upplifun af raunveruleika og við upplifum. Í fljótu bragði virtist nær ómögulegt að ná sambandi við Kela, en svo með hjálp indversks þerapista tekst að ná til hans og Keli tjáir sig upp að vissu marki í fyrsta sinn.<br /> <br /> </span><span>Boðskapur myndarinnar er ef til vill tvíþættur er kemur að meðferð og umgengni við börn og ungmenni með geð- og þroskaraskanir. Annars vegar sá að allt er hægt ef viljinn og þrautsegjan er fyrir hendi og hins vegar sá hvað fjölskylda og stuðningsnet einstaklinga hefur gríðarlega mikið að segja er kemur að því að ná árangri í meðferð. <span> <br /> <br /> </span></span><span>Með þessi orð að leiðarljósi vil ég óska ykkur öllum góðrar ráðstefnu og þakka ykkur fyrir hönd heilbrigðisráðherra fyrir góð störf í þágu geðheilbrigðis íslenskrar æsku undanfarin misseri.<span> </span></span></p> <p><span> </span></p> <p><strong><span>(Talað orð gildir)</span></strong></p> <p><span> </span></p> <br /> <br />

2008-12-05 00:00:0005. desember 200820 ára afmæli Alnæmissamtakanna HIV - Ísland

<p><strong><span>Guðlaugur Þór Þórðarson<br /> heilbrigðisráðherra</span></strong></p> <p align="center"><strong><span></span></strong><strong><span>&nbsp;</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>Ávarp heilbrigðisráðherra, á afmælisfundi</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>Alnæmissamtakanna HIV - Ísland</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>þann 5. desember 2008 í Þjóðmenningarhúsinu</span></strong></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span><span>Góðir fundarmenn<br /> <br /> </span><span>Ég vil þakka fyrir þann heiður að fá ávarpa ykkur í tilefni 20 ára afmælis Alnæmissamtakanna og opna nýja vefsíðu HIV-Íslands sem er hið nýja nafn samtakanna.<br /> <br /> </span><span>Það dylst engum að stofnun Alnæmissamtakanna á þessum degi fyrir 20 árum hefur reynst mikið gæfuspor, fyrst og fremst fyrir okkur sem þjóð.<br /> <br /> </span><span>Meginverkefni Alnæmissamtakanna hefur ávallt verið að styðja HIV-smitaða, alnæmissjúka og aðstandendur þeirra. Mér er kunnugt um það persónulega, að einmitt þetta hefur skipt gríðarlegu máli fyrir þá sem í hlut eiga.<br /> <br /> </span><span>Samtökin hafa staðið fyrir umtalsverðri fræðslu og forvörnum um HIV og alnæmi. Í þessu sambandi vil ég taka sérstaklega fram fræðslu- og forvarnarverkefni Alnæmissamtakanna fyrir nemendur í 9. og 10. bekkjum grunnskóla landsins.<br /> <br /> </span><span>Þetta er afar merkilegt framtak fyrir þá sök að þeir sem séð hafa um fræðsluna eru HIV-smitaðir og í sumum tilfellum aðstandendur þeirra, sem fengið hafa alnæmi.<br /> <br /> </span><span>Á því er enginn vafi að fræðsla til ungs fólks frá þeim sem þekkja sjúkdóminn af eigin reynslu er áhrifarík.<br /> <br /> </span> <span>Í viðræðum við fulltrúa annarra þjóða á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem ég sótti í sumar gerði ég grein fyrir þessari nálgun samtakanna og vakti hún mikla athygli, en mjög víða hafa menn ekki treyst sér til að fara þessa leið, kannski vegna fordóma, eða einhvers annars sem við hér á Íslandi eigum erfitt með að skilja.<br /> <br /> </span><span>Ég vil trúa því að verulegur árangur hafi náðst hér á landi við að draga úr fordómum gegn HIV-smiti og það er áreiðanlegt að Alnæmissamtökin, HIV-Ísland, hafa átt drjúgan þátt í að draga úr þeim.<br /> <br /> </span><span>Ég nefndi að ég sat allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í sumar sem leið. Þetta var með fyrstu opinberu skyldum mínum á erlendri grundu sem heilbrigðisráðherra.<br /> <br /> </span><span>Þingið var sérstaklega helgað alnæmisvandanum í heiminum. Þar kom fram að þótt töluverður árangur hafi náðst í baráttunni við alnæmi á síðustu tveimur árum á heimsvísu, þá á það ekki alls staðar við.</span> <span>Víða fer fjöldi HIV-smitaðra vaxandi og forvarnir, meðferðarúrræði, hjúkrun og stuðningur við þá smituðu dugar ekki til að hafa hemil á faraldrinum.<br /> <br /> </span> <span>Á allsherjarþinginu stjórnaði ég sérstökum þingfundi, sem fjallaði um tækifæri og takmarkanir í baráttunni gegn HIV-alnæmi.</span> <span>Þar kom fram að ef svo fer fram sem horfir þyrftu 10 milljónir manna á lyfjameðferð að halda árið 2010, en einungis 5 milljónir munu fá hana. Kostnaður við að tryggja þeim meðferð, sem þurfa á henni að halda á árinu 2010 er um 40 milljarðar dollara, en miðað við núverandi horfur verða einungis 16 milljarðar dollara til reiðu á því ári.<br /> <br /> </span><span>Það sér hver maður að við svo búið má ekki standa, og það er brýnt nú á þessum fjárhagslegu óvissutímum, að menn missi ekki sjónar á þessum staðreyndum.<br /> <br /> </span><span>Á Íslandi hefur okkur farnast betur en gengur og gerist í heiminum.<br /> <br /> </span> <span>En þótt HIV-smituðum fjölgi ekki hér frá ári til árs, þá er þessi vágestur aldrei langt undan og við megum því ekki sofna á verðinum.<br /> <br /> </span><span>Alnæmissamtökin eða HIV-Ísland hafa gegnt lykilhlutverki í baráttunni gegn HIV-alnæmi og munu halda áfram að gera það af þeim metnaði sem einkennt hefur allt ykkar starf.<br /> <br /> </span><span>Um leið og ég færi samtökunum mínar bestu árnaðaróskir vil ég þakka alveg sérstaklega það góða samband sem ríkt hefur milli samtakanna og heilbrigðisyfirvalda alla tíð.<br /> <br /> </span><span>Minn vilji stendur til að svo verði áfram.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><strong><span>(Talað orð gildir)</span></strong></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><br /> <br /> &nbsp;</p> <br /> <br />

2008-12-01 00:00:0001. desember 2008Vígsla heilsuleikskólans Kór

<p><strong><span>Guðlaugur Þór Þórðarson<br /> heilbrigðisráðherra</span></strong></p> <p align="center"><strong><span></span></strong></p> <p align="center"><strong><span>Ávarp ráðherra</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>Leikskólinn Kór í Kópavogi vígður sem heilsuleikskóli.</span></strong></p> <p align="center"><strong><span><span>1.<span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span></span></span></strong> <strong><span>desember 2008.</span></strong></p> <p><span>Ágætu tilheyrendur.</span></p> <p><span>Það er mér mikil ánægja að vera hér í dag þegar leikskólinn Kór í Kópavogi fær víglsu sem ,,heilsuleikskóli&rdquo;. Kór er tíundi leikskólinn á landinu sem fær slíka vígslu. Sú þróun sem endurspeglast í þessu er afar ánægjuleg svo ekki sé meira sagt.<br /> <br /> </span> <span>Eins og einhver ykkar hafa vonandi orðið vör við þá kynnti ég heilsustefnu þann 18. nóvember síðast liðinn og hugmyndafræði heilsuleikskólans passar alveg inn í þá hugsun og hugmyndir sem við erum að leggja fram í heilsustefnunni.<br /> <br /> </span><span>Lengi býr að fyrstu gerð. Ég held að við eigum að hafa þessi orð í huga í öllum samskiptum okkar við börn. Það er lykilatriði fyrir okkur sem samfélag að hlúa að börnunum og ef við sleppum því tækifæri að ala þau upp við góðar og heilsusamlegar venjur þá koma vandamálin margföld til baka þegar fram líða stundir. Flest börn á Íslandi eiga þess kost að vera á leikskóla og því eru leikskólar í ákveðnu lykilhlutverki þegar kemur að því að gera börnin okkar að heilbrigðum og sterkum einstaklingum. Með þeirri heilsueflingu sem fram fer innan heilsuleikskóla er stuðlað enn frekar að því að ná þessu markmiði.<br /> <br /> </span> <span>Í rauninni má segja að engin fjárfesting sé betri en sú að tryggja börnum öruggt og gott umhverfi &ndash; umhverfi sem styður þroska þeirra sem einstaklinga. Þannig stuðlum við ekki aðeins að hamingju barnanna heldur drögum við verulega úr þeirri hættu að þau þrói með sér ýmsa sjúkdóma síðar á lífsleiðinni. Þessir sjúkdómar eru fjölmargir, ég ætla að nefna hjarta- og æðasjúkdóma og geðræna sjúkdóma. Þá er ofþyngd vaxandi hér á landi og henni fylgja margir sjúkdómar sem hægt er að koma í veg fyrir með heilsusamlegu líferni.<br /> <br /> </span> <span>Í fyrsta hluta heilsustefnunnar, sem ég nefndi hér áðan, er lögð mikil áhersla á börn. Þar sem heilsustefnan er unnin í heilbrigðisráðuneytinu er horft til heilsugæslunnar og hennar hlutverks í að stuðla að velferð barna. Samvinna heilsugæslunnar og leikskóla er líka mikilvæg og það er ánægjulegt að samstarf milli þessara tveggja aðila er, held ég megi segja almennt með ágætum.<br /> <br /> </span><span>Heilsuleikskólar eru ekki alveg nýir af nálinni og mér er kunnugt um að þegar frumkvöðullinn Unnur Stefánsdóttir var að byrja þá vinnu sem nú hefur borið mikinn ávöxt þá fékk hún afnot af litlum sal í kjallara við hliðina á sundlaug Landspítalans í Kópavogi. Þangað komu börnin í skipulagða hreyfingu. Það er gaman að því að heilbrigðiskerfið hafi þannig komið að málinu frá upphafi.<br /> <br /> </span><span>En mig langar til að hrósa Unni og þakka henni sérstaklega fyrir þá framsýni sem hún hefur sýnt og þá miklu vinnu sem hún hefur lagt fram til að gera hugmyndina að heilsuleikskóla að veruleika. Þótt Kór sé tíundi skólinn sem fær vígslu eru sex skólar til viðbótar að búa sig undir að verða heilsuleikskólar og það er góður árangur.<br /> <br /> </span><span>Ég óska öllum aðstandendum leikskólans til hamingju með daginn og óska ykkur alls hins besta í starfi ykkar í framtíðinni.</span></p> <p><strong><span><br /> (Talað orð gildir)<br /> </span></strong></p> <br /> <br />

2008-11-18 00:00:0018. nóvember 2008Heilsustefna heilbrigðisráðherra

<p><strong><span>Guðlaugur Þór Þórðarson<br /> </span><span>heilbrigðisráðherra</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>Ávarp heilbrigðisráðherra á</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>kynningu á heilsustefnu íslensku þjóðarinnar</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>18. nóvember 2008, á Hilton Hóteli í Reykjavík.</span></strong></p> <p><span> </span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Ágætu gestir.</span></p> <p><span><br /> Ég vil byrja á því að þakka ykkur öllum fyrir að mæta hérna í dag. Það er sérstakt ánægjuefni að þið skulið öll vilja fylgja heilsustefnunni úr hlaði.<span> <br /> <br /> </span></span><span>Við höfum að undanförnu unnið að stefnu til að stemma stigu við þróun sem hefur átt sér stað á síðastliðnum árum og ógnar heilsufari íslensku þjóðarinnar. Ýmsir langvinnir sjúkdómar hafa rutt sér til rúms, sjúkdómar sem tengjast að talsverðu leyti lífsháttum okkar. Meðal annars er um að ræða ýmsa geðræna sjúkdóma, svo og sjúkdóma í stoðkerfi, en þessir sjúkdómar eru þeir sem vega þyngst þegar orsakir örorku eru skoðaðar. Þá hefur íslenska þjóðin þyngst jafnt og þétt á undanförnum árum og áratugum en ofþyngd fylgja margskonar sjúkdómar sem hafa mikil áhrif á lífsgæði fólks og eru eins og aðrir sjúkdómar afar kostnaðarsamir. Það er talið að afleiðingar offitu geti kostað þjóðfélagið 2 - 6 milljarða á ári og eru þá ótalin áhrif þeirra á lífsgæði viðkomandi einstaklinga.<br /> <br /> </span><span>En - LÍFSHÁTTUM ER HÆGT AÐ BREYTA - og það er markmið okkar með heilsustefnunni að hafa áhrif á lífshætti fólks til að draga úr hættu á ákveðnum langvinnum lífsstílstengdum sjúkdómum og afleiðingum þeirra.<br /> <br /> </span><span>Vinna við mótun heilsustefnunnar hefur tekið rúmt ár og það sem hér er kynnt er fyrsti hluti aðgerðaráætlunar sem tekur til þriggja ára. Ég vil taka það fram að þessi aðgerðaráætlun er ekki greypt í stein. Aðstæður geta breyst og við þurfum að geta brugðist við því.<br /> <br /> </span><span>Í heilsustefnunni er lögð sérstök áhersla á geðrækt, matarræði og hreyfingu og taka flestar aðgerðirnar mið af þessari áherslu.<br /> <br /> </span><span>Ég tel víst að fólk muni sakna hér einhverra aðgerða, en Róm var ekki byggð á einum degi og þetta er einungis fyrsta skrefið sem við erum að stíga.<span> </span> Í framhaldinu munum við kynna fleiri aðgerðir og margar þeirra verða sértækari en þær sem nú eru kynntar. Við munum einnig halda áfram að leita til ykkar eftir hugmyndum að frekari aðgerðum.<span> </span> Og í raun má segja að í heilsustefnunni felist áskorun til ykkar að leita hugmynda að aðgerðum og hrinda þeim í framkvæmd.<br /> <br /> </span><span>Við veltum því fyrir okkur hvort kynning á fyrstu aðgerðum Heilsustefnunnar væri heppileg á þessum erfiða tíma sem þjóðin gengur nú í gegnum. Framtíðin er óviss og erfitt að gera áætlanir fram í tímann. En við höfum mörg tæki og heilsustefnan getur sparað mikið fé til framtíðar því aðgerðir sem efla lýðheilsu eru fjárfesting fremur en kostnaður. Það var niðurstaða okkar að þrátt fyrir þá þröngu fjárhagsstöðu sem við stöndum frammi fyrir væri ástæðulaust að bíða með að kynna þá hugmyndafræði og aðgerðir sem er niðurstaða þeirrar vinnu sem unnin hefur verið.<br /> <br /> </span><span>Því við höfum á miklu að byggja. Við eigum traustar stofnanir og sterk félagasamtök og við getum gert margt með samtakamættinum. Ég tel að á þessum tímapunkti sé ekki síður mikilvægt að auka vægi aðgerða sem stuðla að bættri lýðheilsu og vellíðan. Mjög margt er að gerast í samfélaginu nú sem mun hafa afar slæm áhrif á líðan fólks. Óvissa, eins og ég nefndi áðan, er einn þáttur og kaupmáttur allra mun rýrna. Hafi einhvern tíma verið þörf á að vekja athygli á leiðum til að auka vellíðan er það núna. Við þurfum að rækta og nýta það góða sem við höfum og aðgerðir þurfa ekki að vera kostnaðarsamar til að skila árangri.<br /> <br /> </span><span>Mótun heilsustefnunnar og framkvæmd hennar er samvinnuverkefni</span> <span>þ</span><span>ar sem fullt tillit er teki</span><span>ð</span> <span>til</span> <span>þ</span><span>eirrar vinnu sem</span> <span>þ</span><span>egar hefur fari</span><span>ð</span> <span>fram á vettvangi heilbrigðisgeirans, sveitarfélaga, opinberra a</span><span>ð</span><span>ila, meðal félagasamtaka, fyrirtækja og einstaklinga.<br /> <br /> </span><span>Við undirbúning heilsustefnunnar var leitað til</span> <span>þ</span><span>eirra fjölmörgu a</span><span>ð</span><span>ila sem hafa unnið að forvörnum og heilsueflingu til að njóta þeirrar reynslu sem þeir búa yfir. Þeirra framlag hefur reynst okkur afar mikilvægt. Til</span> <span>þ</span><span>ess a</span><span>ð</span> <span>heilsustefnan standi undir nafni er afar brýnt a</span><span>ð</span> <span>sem flestir komi a</span><span>ð</span> <span>mótun hennar og framkvæmd.<br /> <br /> </span><span>Ég hef lagt mig fram um að veita sem flestum hlutdeild í heilsustefnunni.<br /> <br /> </span><span>Meðal annars sendi ég grein í Morgunblaðið fyrr á árinu þar sem ég fór</span> <span>þ</span><span>ess á leit vi</span><span>ð</span> <span>þ</span><span>á landsmenn sem vildu leggja eitthva</span><span>ð</span> <span>fram við mótun eða framkvæmd heilsustefnunnar a</span><span>ð</span> <span>þ</span><span>eir settu sig í samband vi</span><span>ð</span> <span>rá</span><span>ð</span><span>uneyti</span><span>ð. Með þessu vildi ég</span> <span>veita þeim sem þess óskuðu hlutdeild í heilsustefnunni. Fjölmargir settu sig í samband við ráðuneytið og kann ég þeim bestu þakkir fyrir.<br /> <br /> </span><span>Við héldum fundi með fjölmörgum aðilum við mótun heilsustefnunnar. Mögulega hefðu enn fleiri átt erindi á þá fundi og allt orkar tvímælis þá gert er. Telji einhver félagasamtök eða stofnanir sig hafa orðið útundan er hér með beðist velvirðingar á því.<br /> <br /> </span><span>Ég held að við getum öll verið sammála um að eitt mikilvægasta hlutverk hvers samfélags er að búa börnum sem best uppvaxtarskilyrði. Börn þurfa ástúð og umfram allt öryggi til sálar og líkama svo þau öðlist sterka sjálfsmynd og verði sjálfstæðir og öruggir einstaklingar. Á þeim óvissa tíma sem nú fer í hönd þurfum við sérstaklega að huga að velferð barnanna. Ábyrgð foreldra er mikil en við búum svo vel að eiga stofnanir sem styðja foreldra í uppeldishlutverki sínu. Þessar stofnanir þurfum við að nýta til fullnustu.<br /> <br /> </span><span>Heilsugæslan sér um heilsuvernd ung- og smábarna og í raun má segja að hún nái jafnvel fyrr til barna í gegnum mæðraverndina Öll börn koma reglulega á heilsugæslustöð á fyrstu árum ævinnar. Þar er fylgst með þroska þeirra og heilbrigði og veitt alhliða heilsuvernd. Þar hitta foreldrar fagfólk sem er í einstakri aðstöðu til að greina vandamál og veita foreldrum stuðning í hinu mikilvæga uppeldishlutverki. Auk þessa hafa heilsugæslustöðvar boðið uppá uppeldisnámskeið fyrir foreldra. Það eru tækifæri til að gera enn betur.<br /> <br /> </span><span>Flest börn eru á leikskólum frá unga aldri. Í leikskólum starfar líka fagfólk sem getur veitt foreldrum mikilvægan stuðning auk þess að stuðla að góðum aðbúnaði barna. Hið sama gildir um grunnskóla og framhaldsskóla.<br /> <br /> </span><span>Með því að búa börnun góð uppvaxtarskilyrði búum við til betri framtíð fyrir alla og færri heilsufarsvandamál. Þess vegna er sérstök áhersla á aðgerðir sem beinast að börnum í þessum fyrsta hluta aðgerðaráætlunarinnar.<br /> <br /> </span><span>En við viljum líka ná í þá sem eldri eru því það er aldrei of seint að breyta um lífsstíl.<br /> <br /> </span><span>Við Íslendingar búum við afar góða heilbrigðisþjónustu en með hækkandi aldri þjóðarinnar eru allar líkur á að kostnaður við hana muni verða okkur um megn ef fram fer sem horfir. Því verðum við að spyrna við fótum og reyna að draga úr þróun langvinnra sjúkdóma eins og hægt er. Heilsustefnan er tilraun til að gera einmitt það.<br /> <br /> </span><span>Við þurfum viðhorfsbreytingu<span> </span> -<span> </span> við þurfum þjóðarvakningu!<br /> <br /> </span><span>Ég treysti því að það takist að skapa samstöðu um markmið og aðgerðir, enda ræður heilbrigðisþjónustan ekki ein við þetta stóra og mikilvæga verkefni. Einhvers staðar segir að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Við þurfum í raun enduruppeldi og við þurfum öll að leggjast á árarnar. Því óska ég eftir samvinnu og stuðningi svo við getum breytt heilsufari þjóðarinnar til hins betra okkur öllum til hagsbóta.</span></p> <p><span><br /> <strong>(Talað orð gildir)</strong></span></p> <p><span> </span></p> <br /> <br />

2008-11-12 00:00:0012. nóvember 2008Tónleikar til styrktar „Þú getur!“

<p><strong><span>Guðlaugur Þór Þórðarson<br /> heilbrigðisráðherra</span></strong></p> <p align="center"><strong><span></span></strong></p> <p align="center"><strong><span>Forvarna- og fræðslusjóðurinn ÞÚ GETUR!</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>Tónleikar í Háskólabíó</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>miðvikudagskvöldið 12. nóvember 2008.</span></strong></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ágætu tónleikagestir og stofnendur forvarna og fræðslusjóðsins Þú getur!<br /> <br /> </span><span>Það er mér sönn ánægja að vera með ykkur hér í kvöld. Hér finn ég, svo ekki verður um villst, að þrátt fyrir yfirstandandi erfiðleika í íslensku samfélagi eru góð málefni að fá meðbyr. Verkefni eins og stofnun forvarna-og fræðslusjóðsins Þú getur, verður að veruleika fyrir tilstuðlan öflugra einstaklinga sem vilja auka forvarnir og heilsueflingu á sviði geðheilsu.<br /> <br /> </span><span>Í Helsinkiyfirlýsingunni, sem er Evrópuyfirlýsing um geðheilbrigðismál og samþykkt var af heilbrigðisráðherrum aðildarríkja Evrópudeildar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í janúar 2005 er lögð áhersla á að stuðla að bættu geðheilbrigði fyrir alla og efla skilning á mikilvægi góðrar geðheilsu. Þar að auki er talið brýnt að unnið sé gegn fordómum, mismunun og ójafnræði.<br /> <br /> </span><span>Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er þetta meðal annars gert með því að leggja áherslu á aukinn stuðning við langveik börn, börn með hegðunarvandamál, geðraskanir og þroskafrávik. Fyrir réttu ári voru 150 milljónir króna veittar í verkefni á þessu sviði og hefur þjónustan við börn og ungmenni aukist þannig að verulega hefur dregið úr biðtíma eftir þjónustu. Einnig er í stefnuyfirlýsingunni lögð áhersla á að efla starfsendurhæfingu. Gerðir hafa verið samningar við fjölmarga aðila um atvinnutengda endurhæfingu sem miðast að því að auka þátttöku einstaklinga sem átt hafa við veikindi að stríða á vinnumarkaði.<br /> <br /> </span><span>Frá því að ég tók við embætti heilbrigðisráðherra hefur mér orðið tíðrætt um gildi forvarna og heilsueflingar. Heilsuefling er í allra þágu. Ég legg hins vegar áherslu á að forvörnum skuli ávallt beint að skilgreindum hópi þar sem markmiðin eru skýr og aðgerðir raunhæfar. Ég tel að leggja beri enn meiri áherslu en gert hefur verið á forvarnir á sviði&nbsp; geðheilbrigðis. Í þessu sambandi vil ég nefna að á næstu dögum verður kynnt sérstök heilsustefna heilbrigðisráðherra þar sem meðal annars eru settar fram aðgerðir sem snúa að heilsueflingu og forvörnum á sviði geðheilbrigðismála.</span></p> <p><span><br /> </span><span>Ágætu gestir<br /> <br /> </span><span>Það er hverju þjóðfélagi mikilvægt að geta boðið upp á fjölbreytt úrræði þegar kemur að stuðningi við einstaklinga sem hafa greinst með geðræn veikindi og því fagna ég sérstaklega stofnun þessa sjóðs sem ætlað er að styðja þá til náms sem hafa átt við geðræn veikindi að stríða, efla nýsköpun á sviði geðheilbrigðismála, efla fræðslu og forvarnir og standa fyrir aðgerðum sem draga úr fordómum í samfélaginu.<br /> <br /> </span><span>Ég þakka öllum þeim sem hér eiga hlut að máli og óska ykkur alls hins besta í starfi ykkar í framtíðinni.</span></p> <p><span><br /> </span><strong><span>(Talað orð gildir)</span></strong></p> <br /> <br />

2008-10-18 00:00:0018. október 2008Heimilislæknaþing 2008

<p><span><strong>Guðlaugur Þór Þórðarson</strong></span></p> <p><span><strong>Heilbrigðisráðherra</strong></span></p> <p><span></span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p align="center"><span><strong>Ávarp heilbrigðisráðherra á Heimilislæknaþingi</strong></span></p> <p align="center"><span><strong>á Grand Hótel í Reykjavík</strong></span></p> <p align="center"><span><strong>laugardaginn 18. október 2008</strong></span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Góðir heimilislæknar, aðrir góðir gestir,<br /> <br /> </span><span>Ég vil byrja á því að óska Félagi íslenskra heimilislækna innilega til hamingju með 30 ára afmæli sitt. Mér þykir óneitanlega viss mótsögn í að halda þrítugsafmæli yfir svo gamalgróinni stétt sem heimilislæknar eru. Í mínum huga og flestra annarra landsmanna hefur stétt heimilislækna verið grunnur heilbrigðisþjónustunnar frá örófi alda allt fram á þennan dag. Það er fyrst á síðustu öld að til kemur aukin sérhæfing og aðrar stéttir lækna fara að verða sýnilegar. Heilsugæsla og heimilislækningar áttu sér stað öldum saman, sinntu veikindum þjóðarinnar í blíðu og stríðu áður en fyrsti sjúkrahússlæknirinn tók til starfa. Heimilislæknastéttin hefur því í mínum huga og flestra annarra mjög rótgróna og trygga stöðu, sem er órjúfanlega tengd því öryggi sem búseta á hverjum stað krefst.<br /> <br /> </span><span>Það falla ánægjulega saman 30 ára afmæli Félags íslenskra heimilislækna og 30 ára afmæli hinnar mjög frægu ályktunar WHO um heilsugæslu, sem kennd er við borgina Alma Ata í Kasakstan.<span>&nbsp;<br /> <br /> </span></span> <span>Einmitt þessa vikuna hefur verið haldið upp á þessa mjög merkilegu ályktun, sem að hluta til hefur verið leiðarvísir í þróun heilsugæslu víða um heim, þótt margt sé ógert í þeim málum víða um heim. Í ræðu Dr. Margarethu Chan, framkvæmdastjóra WHO, sem hún hélt nú í vikunni af þessu tilefni, getur hún ýmissa þátta sem að fram koma í nýjustu ársskýrslu WHO, sem að stórum hluta er helguð heilsugæslu.<span>&nbsp;<br /> <br /> </span></span> <span>Meðal annars kemur fram að heilbrigði þjóðanna hefur batnað verulega á þessum 30 árum. Meðalaldur fólks í heiminum er núna 7 árum lengri en hann var 1978 en mismunurinn milli landa er verulegur og nánast óásættanlegur. Sem dæmi má nefna að 40 ára munur er á ævilengd milli ríkustu og fátækustu þjóða heimsins, svo ótrúlegt sem það hljómar.<span>&nbsp;</span> 40 ár !!<br /> <br /> </span> <span>Útgjöld til heilbrigðismála á hvern íbúa landa heimsins eru frá 20 dollurum í 6.000 dollara. Aldrei hefur mannheimur verið jafn vel búinn tólum, tækjum og tækni til að takast á við sjúkdóma og lengja líf, en samt látast nærri 10 milljónir ungra barna og þungaðra kvenna af ástæðum sem auðveldlega hefði mátt fyrirbyggja.<br /> <br /> </span><span>Það er ekki undarlegt með tilliti til þessara merku tímamóta og 30 ára afmælis alþjóðastefnu í heilsugæslu að sjónum manna sé sérstaklega beint að henni, eins og WHO gerir nú. Þjóðir heims eru sammála um að skipulögð heilsugæsla skuli vera grunnurinn að heilbrigðisþjónustu landanna. Hún sé sú nálgun sem sé áhrifamest, dreifi gæðum best og sé líklegust til að þjóna þjóðunum á sem hagkvæmastan hátt, þótt rekstrarform og rekstraraðilar geti verið margir og mismunandi. Allar þjóðir vilja heilbrigðisþjónustu sem er aðgengileg, af góðum gæðum, sanngjörn og viðráðanleg í verði. Eins er með okkur Íslendinga.<br /> <br /> </span><span>Framundan gætu verið erfiðir tímar, ólgusjór og brimskaflar og vafalaust verður veturinn harður hjá mörgum, þótt ég efist ekki eitt andartak um að við komumst í gegnum það sem við blasir. Að mínu mati má á þessum tímamótum alls ekki slá á mikilvægi heilsugæslunnar, mikilvægi þess að vernda heilsuna er sjaldan meira. Af ástæðum sem ég veit að allir hér skilja, þá þarf í ljósi breytts efnahagsástands að endurmeta allar framkvæmdaáætlanir hins opinbera og þessi vinna er vart farin af stað. Ég get því ekki á þessari stundu greint nánar frá því hvernig framkvæmdum og uppbyggingu verður háttað á næstu misserum en ég mun gera mitt besta til að tryggja áframhaldandi góða heilsugæslu. Heilbrigði er undirstaða velferðar og framleiðslu meðal þjóðanna, því er mikilvægt að við stöndum vörð um heilsu okkar meir en nokkru sinni. Ég ætla ekki að fara nánar út í þessa þætti, það eru margir óljósir þættir framundan, sem verða þungir fyrir marga, bæði einstaklinga, félög og þjóðina í heild sinni. Í gegnum þetta munum við sameiginlega ganga. Á þessum tímum mun heilsugæslan þurfa að axla þunga ábyrgð og sinna mikilvægum verkefnum, ekki síst vegna eðlilegrar nálægðar sinnar við íbúa alls landsins. Til hennar munu margir leita. Í mínum huga er enginn vafi á því að heilsugæslan mun sinna þessu verkefni af myndarskap eins og hingað til.<br /> <br /> </span><span>Það má gera ráð fyrir að verkefnin sem tengjast ástandinu nú lendi fremur á þeim sem starfa á vettvangi Heilsugæslu höfuðborgarsvæðins, en hinum sem starfa annars staðar á landinu. Ég sendi út tilmæli til allra heilbrigðisstofnana fyrir skemmstu þar sem ég bað um að heilbrigðisstarfsmenn og læknar, sem eru þrautþjálfaðir í að sjá og skilja þarfir og ástand sjúklinga, sem til ykkar leita, hefðu vakandi auga á skjólstæðingum ykkar. Ég vil þakka fyrir það sérstaklega, að um klukkustund síðar lá fyrir hvernig Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins ætlaði að bregðast við. Í þessu felst það sem ég raunar vissi að heilsugæslulæknar, hvar sem þeir eru staðsettir á landinu, eru sér mjög meðvitaðir um ábyrgð sína gagnvart skjólstæðingum sínum.<br /> </span><span><span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Góðir fundarmenn,<br /> </span><span>Ég endurtek hamingjuóskir í tilefni af 30 ára afmælinu. Ég óska félaginu alls hins besta á komandi árum, heilsugæslan mun gegna mjög mikilvægu hlutverki áframtíðinni eins og hún hefur gert hingað til. Það mun reyna á þekktan áhuga og þjóðfélagslega meðvitund meðlima félagsins gagnvart íbúum landsins og ég veit að þeir og félagið mun standa undir þessum væntingum.<br /> <br /> </span><span>Takk fyrir</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><strong><span>(Talað orð gildir)</span></strong></p> <br /> <br />

2008-10-09 00:00:0009. október 2008Ársfundur European Society for Social Paediatrics and Child Health

<p><span><strong>Guðlaugur Þór Þórðarson<br /> </strong></span><span><strong>Heilbrigðisráðherra</strong></span></p> <p><strong><span> </span></strong></p> <p align="center"><strong><span>Ávarp ráðherra á ESSOP ráðstefnu</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>9.okt. 2008 kl 9:00 á Grand hótel í Reykjavík</span></strong></p> <p align="center"> </p> <p><span> </span></p> <p><span>Honoured Conference Guests from far and near,<br /> <br /> </span><span>On behalf of the Government of Iceland, it is a pleasure for me to wish you all welcome to Iceland. I understand from the list of participants that you come from diverse places around the globe. This is an illustration of the importance of the issues you are about to address during this two-day conference, dedicated to the health of school-age children. Few tasks are more crucial for each society than how we take care of our children and families.<br /> <br /> </span><span>Primary health care services are one of the backbones of the Icelandic health care system. It is in the neighbourhood health centre that people have access to both curative and preventive services. Health centres are found all over the country and the services for children are free of charge. They are easily accessible and staffed with competent health professionals.<br /> <br /> </span><span>The essence of the current preventive child health services in Iceland was developed in the early 20<sup>th</sup> century when infant mortality and malnutrition were high on the agenda. Now, with infant mortality at less than 3 per 1000 live births, and a great majority of children attending day-care centres and compulsory schools, preventive child health services face new challenges.<br /> <br /> </span> <span>In a recent survey of about 30.000 school age children 6-15 years of age, one fifth was identified to suffer from chronic illnesses. The most important problem areas were mental health and childhood obesity. If we are to be successful in curbing the prevalence of these diseases, preventive actions need to be implemented from an early age. The question is what actions should be taken and are known to be effective. The role of a group like yours and other experts to explore such issues is of crucial importance.<br /> <br /> </span> <span>In response to the new health problem panorama and through governmental policy the work force within preventive child health services in Iceland has gradually become more multi-disciplinary. Today it includes, for example, nurses, medical practitioners, midwives, paediatricians, psychologists, and occupational therapists. <span> </span>They work both at the health centres and referral levels. And in the day-care centre, specially trained pre-school teachers work in increasing numbers, and collaboration with the health services is gradually being strengthened. This is important in our efforts to continuously improve our services for children to identify potential problems at an early age.<br /> <br /> </span> <span>I think I can say that health promotion permeates all our services to children and families, and in the compulsory school setting it has been transformed to better suit current key health threats of children, including nutrition, mental health and life-style issues.<br /> <br /> </span><span>It is the policy of the Government to offer first class health services to the Icelandic people. I, as a minister, put great emphasis on preventive actions and health promotion and it is evidenced in a new Health Policy which is to be officially launched at the end of this month. The new Health Policy is the result of collaborative efforts of professionals and community groups that all have contributed in different ways. I am proud to say that this was one of the first projects that I started as a Minister of Health last year.<br /> <br /> </span><span>Firstly, the new Health Policy emphasizes health promotion for children with the aim to support healthy environment for them to grow in and develop. This includes, for example, each school setting should elaborate and implement their own health policy and improve collaboration with the health services.<br /> <br /> </span> <span>Secondly, the new Health Policy emphasizes physical activity for children, for example through regular activity within the different school settings. Health promotion in this respect within the health services is also to be strengthened still further at all levels.<br /> <br /> </span><span>Thirdly, the new Health Policy emphasizes appropriate nutrition through general health promotion within the maternity care, preventive child health services and in schools and also through improved and balanced meals in the different school settings.<br /> <br /> </span><span>Fourthly, the new Health Policy emphasizes mental wellbeing, for example by introducing parental training for upbringing and improved services for those in need.<br /> <br /> </span><span>Finally, the new Health Policy puts emphasis on appropriate research in collaboration with the universities in Iceland.<br /> <br /> </span><span>Dear conference guests<br /> <br /> </span><span>The focus of this conference on the health of school age children is timely and appropriate, and fits well with the new Health Policy. Its theme is also in line with the priority of the Government of Iceland to support families and children to attain the best possible health at any given time. I wish you all productive discussions and that your efforts will result in improved services to children and families, wherever you are heading after the conference.</span></p> <p><span> </span></p> <p><strong><span>(Talað orð gildir)</span></strong></p> <br /> <br />

2008-10-08 00:00:0008. október 2008Kynning á rannsókn á sóun lyfja á Íslandi - Málþing RUL

<p><strong><span>Guðlaugur Þór Þórðarson<br /> heilbrigðisráðherra</span></strong></p> <p><strong><span></span></strong></p> <p><strong><span>&nbsp;</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>Ávarp ráðherra:<br /> </span></strong><strong><span>Morgunverðarfundur RUL &ndash;<br /> </span></strong> <strong><span>kynning á niðurstöðum<br /> </span></strong> <strong><span>rannsóknar á sóun lyfja á Íslandi<br /> </span></strong><strong><span>8. október 2008 í ráðstefnusal Þjóðminjasafnsins</span></strong></p> <p><span>&#65279;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Góðan daginn góðir fundarmenn,<br /> <br /> </span><span>Ég vil byrja á því að þakka Rannsóknastofnun um lyfjamál fyrir að efna hér í dag til fundar þar sem kynntar verða niðurstöður rannsóknar um sóun lyfja.<br /> <br /> </span> <span>Þetta er augljóslega brýnt málefni og aldrei brýnna en nú. Mikilvægt er nú sem aldrei fyrr að koma í veg fyrir sóun hvort sem það er á lyfjum eða öðrum hlutum. Ég hlýt að fagna því að nú liggur fyrir rannsókn sem kynnt verður hér á eftir á umfangi og ástæðum þess að lyf koma ekki að notum og þeim sé fleygt.<br /> <br /> </span> <span>Hér er um stóran kostnaðarlið að ræða bæði fyrir almenning og hið opinbera en heildarkostnaður þjóðarinnar vegna lyfja nam á síðasta ári um 16 milljörðum króna á smásöluverði.<br /> <br /> </span> <span>Bent hefur verið á að greiðsluþátttökukerfi lyfja og fyrirkomulag afslátta séu<span>&nbsp;</span> e.t.v. helstu ástæður lyfjasóunar hér á landi. Greiðsluþátttökukerfið geti leitt til óhagræðis og ógagnsæis í lyfjaverði. Það hvetji ekki til að ávísað sé á minni skammta og ódýr lyf. Í apótekunum hafi sjúklingar fengið hærri afslátt fyrir stóra og/eða dýra lyfjaskammta en læknar hafa viðurkennt að afsláttur auki líkur á að strax sé ávísað á stóra lyfjaskammta.<span>&nbsp;<br /> <br /> </span></span> <span>Ég hef talið þessa gagnrýni á greiðsluþátttökukerfi lyfja og fyrirkomulag afslátta vera réttmæta.<br /> <br /> </span> <span>Meðal annars vegna þessarar gagnrýni lagði ég fram frumvarp sem nú er orðið að lögum þar sem tekið er á afsláttarmálunum og nú er verið að vinna að nýju greiðsluþátttökukerfi fyrir lyf og aðra heilbrigðisþjónustu í svokallaðri &bdquo;Pétursnefnd&ldquo; sem skipuð var fyrir um ári síðan.<br /> <br /> </span><span>Ég vonast til að þessar aðgerðir verði til að draga úr óþarfa sóun lyfja en eflaust má gera betur og vonandi verða fleiri leiðir ræddar hér á fundinum í dag.<br /> <br /> </span> <span>Sem innlegg í þá umræðu vil ég nefna mikilvægi forvarna.</span> <span>Með forvörnum má koma í veg fyrir og draga úr líkum á sjúkdómum og þannig minnka lyfjanotkun og kostnað vegna lyfjanotkunar.<br /> <br /> </span> <span>Þegar um veikindi er að ræða er hins vegar mikilvægt að rétt greining sjúkdóms fáist sem fyrst og í framhaldi af því hafin markviss meðferð með góðum og öruggum lyfjum.<br /> <br /> </span> <span>Til eru góð lyf gegn sjúkdómum, þ.á m. gegn þeim langvinnu sjúkdómum sem vega þungt hér á landi. Aðgengi að góðum lyfjum, sem rétt eru notuð og á ásættanlegu verði, eru því einnig mikilvæg forvörn og til þess fallin að bæta lífsgæði einstaklinga og auka líkur á langlífi.<br /> <br /> </span> <span>Fátt hefur jafnmikil áhrif á lyfjakostnað og val lyfja. Því er mikilvægt að ódýrari en jafngóðum úrræðum sé beitt við val lyfja, bæði innan heilbrigðisstofnana og utan.<br /> <br /> </span> <span>Þar gegna læknar lykilhlutverki en til þess að þeir geti gegnt því lykilhlutverki verður að tryggja þeim val á ódýrari samheitalyfjum og efla samkeppni á markaðinum. Að því hef ég unnið með margvíslegum aðgerðum, m.a. með þeim breytingum á lyfjalögum sem tóku gildi þann 1. október s.l.<br /> <br /> </span> <span>Jafnframt er nauðsynlegt að efla þátt sjúklinga í eigin meðferð. Hvetja þarf til aukinnar ábyrgðartilfinningar þeirra gagnvart eigin lyfjameðferð, í því skyni að bæta meðferðarheldni. Því er mikilvægt að efla upplýsingagjöf til almennings og nauðsynlegt er að læknar séu virkir þátttakendur í því starfi.<br /> <br /> </span><span>Ljóst er að lyf eru gríðarlega mikilvæg fyrir heilbrigðisþjónustuna og heilsu þjóðarinnar. Lyf eru notuð við margvíslegum sjúkdómum. Þau geta dregið úr tíðni sjúkdóma, linað þjáningar og bætt lífslíkur fólks og lífsgæði.<br /> <br /> </span><span>Lyf hafa svo sannanlega bætt líf fólks, dregið úr þörf á skurðaðgerðum og innlögnum á sjúkrahús og bjargað mörgum mannslífum.<span>&nbsp;<br /> <br /> </span></span> <span>Hins vegar er það svo, að ekki er sama hvernig lyf eru notuð og lyfjanotkun fylgja ýmsir slæmir fylgikvillar sem nauðsynlegt er að huga að. Röng notkun lyfja getur skapað hættu fyrir sjúkling og haft í för með sér sóun og mikinn kostnað.<br /> <br /> </span> <span>Rétt og skynsamleg notkun lyfja getur lækkað annan kostnað í heilbrigðiskerfinu með færri innlögnum á sjúkrahús, styttri legutíma og færri veikindadögum.<br /> <br /> </span> <span>Markviss og skynsamleg notkun lyfja hlýtur að vera sameiginlegt hagsmunamál lækna, lyfjafræðinga, heilbrigðisyfirvalda og ekki síst sjúklinga.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><strong><span>(Talað orð gildir)</span></strong></p> <br /> <br />

2008-10-07 00:00:0007. október 2008Að sjálfsögðu kaupi ég slaufu

<p><span>Þegar vel gengur hættir mönnum til að gleyma því að velgengnin kemur ekki af sjálfu sér. <span><br /> <br /> </span></span><span>Það var engan veginn sjálfgefið á sínum tíma að íslenskar konur sem greindust með brjóstakrabbamein árið 2008 gætu átt von á einni bestu meðferð og mestu lífslíkum sem vænta má í öllum heiminum. Þessi árangur kom ekki af sjálfu sér.<span> </span> Hann má þakka eljusemi frumkvöðlanna, óbilandi dugnaði og baráttuþreki sem fljótlega leiddi til stofnunar Krabbameinsfélagsins, sem tók baráttuna gegn krabbameini alvarlega. Þessi barátta var leidd áfram af djúpri þekkingu og miklum eldmóði sem smitaði frá sér um allt land.<span> <br /> <br /> </span></span> <span>Að sjálfsögðu má að hluta til rekja þessi áhrif til þess að alvarleiki sjúkdómsins og grimm örlög margra kvenna og fjölskyldna þeirra voru öllum ljós og því voru margir reiðubúnir til að styðja við starfsemina. Góður árangur af starfi Leitarstöðvarinnar hefur vakið athygli víða um heim. Með sama hætti hefur starfsemi krabbameinsskrárinnar vakið heimsathygli vegna vandaðrar vinnu sem hefur skapað grundvöll að frekari þróun.<span> <br /> <br /> </span></span> <span>Dugnaður og kraftur krabbameinsfélaganna sjálfra er ekki síður athyglisverður en mörg og stór skref í þessari þróun hafa byggst á elju og frumkvæði krabbameinsfélaganna. Nú er verið að stíga enn eitt skrefið sem mun gagnast öllum konum á Íslandi.<span> </span> Enn á ný er leitað til þjóðarinnar um stuðning með sölu á bleiku slaufunni.<span> </span> Ágóðinn verður notaður til að taka í notkun stafræna myndgreiningu við leit að brjóstakrabbameini, en það er tækni sem nú er verið að taka í notkun víða um heim. Þetta mun gjörbreyta og bæta möguleika til leitar og þar með auka möguleika íslenskra kvenna til að njóta áfram einhverrar bestu umönnunar sem þekkist í heiminum ef upp kemur grunur eða staðfesting á brjóstakrabba.<br /> <br /> </span> <span>Um leið og ég fagna þessu átaki og þakka frumkvæði Krabbameinsfélagsins hvet ég alla til að styðja við þetta átak með því að kaupa bleiku slaufuna.<span> </span> Að sjálfsögðu mun ég kaupa slaufu.<br /> <br /> </span><span>Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra.</span></p> <br /> <br />

2008-10-07 00:00:0007. október 2008Opnun upplýsingavefsins Umhuga.is

<p><strong><span>Guðlaugur Þór Þórðarson<br /> heilbrigðisráðherra</span></strong></p> <p><strong><span></span></strong></p> <p align="center"><strong><span>&nbsp;</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>Ávarp ráðherra</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>við opnun upplýsingavefsins Umhuga.is,</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>þriðjudaginn 7. október 2008 kl 12:00 í Landlæknisembættinu</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>&nbsp;</span></strong></p> <p><span>Landlæknir, ágætu starfsmenn og aðrir gestir.<br /> <br /> Þrátt fyrir þær sviptingar sem gengið hafa yfir þjóðfélag okkar undanfarnar vikur og sem hafa krafist allrar okkar einbeitingar að lausnum þá er það mikilvægt að halda í sýn til lengri tíma, framtíðarsýn, sem styrkir samfélagið enn frekar til að búa yngstu þegnum landsins sem best þroskaskilyrði.<br /> <br /> </span><span>Það er mér<span>&nbsp;</span> því sérstök ánægja að<span>&nbsp;</span> koma hingað í dag og taka þátt í að hleypa af stokkunum verkefni sem ber heitið Umhuga.is og er samstarfsverkefni Landlæknisembættisins, Lýðheilsustöðvar, Miðstöðvar heilsuverndar barna, Barnaverndarstofu, Barna- og unglingageðdeildar Landspítala, Stuðla og Barnaverndar Reykjavíkur.<br /> <br /> </span> <span>Verkefni þetta beinist að fræðslu um áhættuþætti þunglyndis og sjálfsskaðandi hegðunar á barns- og unglingsárum. En það sem er enn mikilvægara, áherslan verður ekki síður á<span>&nbsp;</span> þá þætti í fjölskyldu og samfélagi sem stuðla að því að unga fólkið vaxi upp og nái að þroska hæfileika sína sem mest og best.&nbsp;<span>&nbsp;<br /> <br /> </span></span><span>Þetta er í góðu samræmi við þá heilsustefnu sem ég hef<span>&nbsp;</span> látið vinna að í heilbrigðisráðuneytinu á síðustu misserum og verður kynnt innan tíðar.<br /> <br /> </span><span>Mig langar til þess að nota hér tækifærið og þakka aðstandendum verkefnisins <em>Þjóð gegn þunglyndi</em> <span>&nbsp;</span>fyrir þeirra vinnu<span>&nbsp;</span> þau fimm ár sem verkefnið hefur verið rekið. Þar hefur verið lögð áhersla á<span>&nbsp;</span> að efla varnir gegn afleiðingum þunglyndis fyrir einstaklinga og samfélagið. Og það er sérstaklega ánægjulegt fyrir okkur í ráðuneyti heilbrigðismála að hafa hjálpað til við að ýta verkefninu úr vör árið 2003.<br /> <br /> </span> <span>Aðferðirnar sem beitt hefur verið hafa skilað víðtækum árangri, sem sagt verður frá hér á eftir. Til marks um þetta hefur það Evrópusamstarf, sem <em>Þjóð gegn þunglyndi</em> er aðili að, <strong>European Association Against Depression</strong>, hlotið tvívegis forvarnarstyrk Evrópuráðsins, og auk þess fyrstu<span>&nbsp;</span> viðurkenningu, sem<span>&nbsp;</span> <strong>European Health Forum</strong> veitir. Og voru margir um hituna.<br /> <br /> </span><span>En snúum okkur aftur að Umhuga.is. Markmiðið með því verkefni er að gera foreldra, og almenning allan meðvitaðri um það sem gerir börn að sterkum einstaklingum, og sömuleiðis, hvað í uppeldi kann að vinna gegn því.<br /> <br /> </span> <span>Jafnframt verður fagfólki í heilsugæslu, skólakerfi, félagsþjónustu, í tómstundastarfi barna og innan kirkjunnar boðin fræðsla og þjálfun til að geta sinnt þessum þáttum enn betur en áður.<em>&nbsp;</em><span>&nbsp;<br /> <br /> </span></span><span>Nafnið á verkefninu lýsir hvoru tveggja í senn, umfjöllun um huga okkar, og hinu að það endurspeglar umhyggju okkar fyrir geðheilsu barna og ungmenna <span>&nbsp;</span>landsins.<br /> <br /> </span> <span>Fyrsti þátturinn í "sjósetningunni" er þessi vefsíða sem ég mun opna núna og ég lýsi því jafnframt yfir að Umhuga.is er lögð af stað!</span></p> <p><strong><span><br /> (Talað orð gildir)</span></strong></p> <br /> <br />

2008-10-02 00:00:0002. október 2008Framtíð lýðheilsu

<p><strong><span>Guðlaugur Þór Þórðarson<br /> </span></strong><strong><span>heilbrigðisráðherra</span></strong></p> <p align="center"><strong><span> </span></strong></p> <p align="center"><strong><span>Ávarp heilbrigðisráðherra á málþingi</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>Félags lýðheilsufræðinga</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>Grand Hotel Reykjavik 2. okt. 2008</span></strong></p> <p><span> </span></p> <p><span> </span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Ágætu gestir.<br /> <br /> </span><span>Það er mér sönn ánægja að ávarpa hér fyrsta málþing Félags lýðheilsufræðinga.<span> </span> Þetta unga félag er vettvangur þeirra sem aflað hafa sér formlegrar menntunar í lýðheilsufræðum og er þar með nýjasti sprotinn á meiði lýðheilsustarfs á Íslandi sem hefur verið að eflast og vaxa undanfarin ár. <span> <br /> <br /> </span></span><span>Fyrir um 8-10 árum var lýðheilsa nær óþekkt fræðigrein hér á landi, en nú hefur lýðheilsa svo sannarlega komist á kortið á Íslandi. Fyrsta stóra skrefið var stigið árið 2001 þegar stofnað var Félag um lýðheilsu sem hefur starfað af krafti æ síðan og átt þátt í að vekja athygli á málefnum lýðheilsu og þörf fyrir menntun í faginu á Íslandi. Næsta skref var stofnun Lýðheilsustöðvar árið 2003 og var þá formgert það starf sem unnið hafði verið á þessum vettvangi áður og nýjar áherslur kynntar til sögunnar. <span> </span>Síðan hófst meistaranámið í lýðheilsufræðum við Háskólann í Reykjavík <span> </span>haustið 2005 og nú síðast við Háskóla Íslands haustið 2007. Ég fagna fjölgun lýðheilsufræðinga og tel það nauðsynlegt að því fólki fjölgi sem hefur menntun og kunnáttu til að starfa við þetta málefni hér á landi enda er það stefna stjórnvalda að auka veg lýðheilsustarfs í landinu og þessi liðsauki er því sérstaklega ánægjulegur.<br /> <br /> </span> <span>Ég geri mér fulla grein fyrir mikilvægi þess að samræmd stefna í lýðheilsu sé fyrir hendi og að lýðheilsa er ekki aðeins heilbrigðismál í þröngum skilningi heldur að margir þættir hafa áhrif á heilsufar okkar. Þessir áhrifaþættir snerta líkamlegt og andlegt atgervi og félagslega þætti eins og samfélagsgerð og efnahag sem og skipulag og umhverfi.<span> </span> Allar stórar ákvarðanir sem teknar eru og hafa áhrif á umhverfi okkar, stöðu og aðbúnað, hafa jafnframt áhrif á heilsu.<br /> <br /> </span> <span>Vísindalegri þekkingu <span> </span>á orsökum margra illvígra sjúkdóma hefur fleygt fram á síðustu áratugum, en því miður eru líka margir sjúkdómar sem við vitum ekki enn hvað orsakar og getum þar af leiðandi ekki læknað eða fyrirbyggt. Þó vitum við að lífsstíll hefur áhrif á heilsu fólks og þá sérstaklega að reykingar og hreyfingarleysi eru áhættuþættir fyrir m.a. hjartasjúkdóma og krabbamein sem valda flestum dauðsföllum. Samt er stærsta sjúkdómsbyrðin af völdum sjúkdóma sem eru ekki beint lífshættulegir í þeim skilningi eins og til dæmis bak- og gigtarsjúkdómar, en þar hefur lífsstíll einnig þýðingu, bæði sem forvörn og í sambandi við lífsgæði þeirra sem lifa með sjúkdóminn.<br /> <br /> </span> <span>Ég geri þetta að umtalsefni vegna þess að ég legg mikla áherslu á það að við stuðlum að því að fyrirbyggja sjúkdóma og auka hreysti almennings. Til þess þurfum við að fara réttar leiðir.<span> <br /> <br /> </span></span> <span>Hinn frægi breski faraldsfræðingur Geoffrey Rose<span> </span> lýsir í bók sinni<span> </span> &bdquo;The Strategy of Preventive Medicine&ldquo; frá 1992, <span> </span>þjóðfélagslegri nálgun við forvarnir sjúkdóma (population strategy). Kenning Rose gekk út á það að jafnvel litlar breytingar á lífsstíl gætu haft gífurleg áhrif á heilsufar almennings ef þær væru nógu útbreiddar. <span> </span>Þó kenning Rose sé ekki álitin gallalaus frekar en aðrar kenningar hefur hún haft mikil áhrif víða um lönd og þessi þjóðfélagslega nálgun hefur lagt grunn að mörgum forvarnaráætlunum.<span> </span> Rose var einnig þeirrar skoðunar að þar sem helstu áhrifavaldar sjúkdóma væru félagslegir og efnahagslegir yrði að ráðast gegn þeim með sömu meðulum, þ.e.a.s. félagslegum og efnahagslegum. Þegar um lýðheilsu væri að ræða væri semsagt ekki hægt að aðskilja<span> </span> ábyrgð stjórnmálanna og læknisfræðinnar.<br /> <br /> </span> <span>Ég álít að við hér á Íslandi eigum að nýta okkur það sem best er vitað, og við þekkjum vel samhengið milli umhverfis og heilsu einstaklingsins.<span> </span> En ég lít ekki fram hjá því að forvarnir þurfa bæði að vera á breiðum grunni og ná til margra um leið og leita þarf uppi þá sem eru í sérstakri áhættu með sértækum aðgerðum og meðferð.<span> </span> Þannig er mikilvægt að allar aðgerðir til að hafa áhrif á heilsufar fólks séu vel studdar með þekkingu sem byggir bæði á læknisfræðilegum og faraldsfræðilegum rannsóknum.<span> <br /> <br /> </span></span> <span>Svokallað heilsumat eða það sem á ensku kallast Health Impact Assessment er þekkt og útbreidd tækni við að setja hlutina þannig í samhengi. Slíkt mat er nokkurs konar umhverfismat á heilsufari. Við metum áhrif stórra aðgerða á náttúruna með umhverfismati og því ætti þá ekki að gera slíkt hið sama um áhrif á heilsufar?<span> <br /> <br /> </span></span> <span>Þetta tæki, heilsumatið, sem Alþjóða heilbrigðismálastofnunin mælir með, beitir ýmsum aðferðum til að meta hvaða áhrif stefnumótandi verkefni eða aðgerðir geta haft á heilsufar landsmanna í heild eða á mismunandi hópa þeirra. Heilbrigðisyfirvöld þurfa að geta fengið yfirsýn yfir þróun, dreifingu og alvarleika sjúkdóma og nýtt sér þar <span>upplýsingar frá heilbrigðiskerfinu, félagslega kerfinu og víðar. Slík yfirsýn til viðbótar við sértækt mat eins og heilsumatið geta verið ómetanleg til þess að stefna og ákvarðanir hvíli á upplýstum grunni. <span> <br /> <br /> </span></span></span><span>Undanfarið ár hefur farið fram vinna á vegum heilbrigðisráðuneytisins við að móta einmitt slíka stefnu í lýðheilsumálum þjóðarinnar.<span> </span> Á næstu vikum<span> </span> verður afrakstur vinnunnar kynntur og íslensk heilsustefna ásamt aðgerðaráætlun til næstu ára lítur dagsins ljós.<span> <br /> <br /> </span></span> <span>Stefnumörkunarvinnan og vinnan við aðgerðaráætlunina <span> </span>hefur farið fram með víðtæku samráði við marga aðila, sveitarfélög, opinbera aðila, hagsmunasamtök og almenna borgara. Markmiðið hefur fyrst og fremst verið að marka stefnu sem hvílir á vitneskju okkar um eðli og orsakir sjúkdóma ásamt reynslu og þekkingu í forvarnarstarfi sem eru samtvinnuð í skynsamlegar og áhrifamiklar aðgerðir til að bæta heilsu almennings.<span> <br /> <br /> </span></span> <span>Þetta málþing gefur góð fyrirheit um öflugt starf ykkar unga félags í framtíðinni og ég óska eftir góðu samstarfi við ykkur.<br /> <br /> </span> <span>Takk fyrir</span></p> <p><span><br /> </span><strong><span>(Talað orð gildir)</span></strong></p> <br /> <br />

2008-10-02 00:00:0002. október 2008Eitt kerfi fyrir alla?

<p><strong><span>Guðlaugur Þór Þórðarson,<br /> heilbrigðisráðherra</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>EITT KERFI FYRIR ALLA?</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>Málþing um greiðsluþátttöku almennings í heilbrigðiskerfinu</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>Haldið 2. október kl. 15-18,</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>í Sal A á Hilton Hótel Nordica, Reykjavík</span></strong></p> <p><span></span></p> <p><strong><span>&nbsp;</span></strong></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Góðir fundarmenn<br /> <br /> </span><span>Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að stefnt skuli að einföldun á reglum almannatrygginga.<br /> <br /> </span><span>Ástæða þess að ríkisstjórnin setti þetta mál á dagskrá er ljós öllum sem hér eru.<br /> <br /> </span><span>Þær reglur sem gilda um greiðslur almannatrygginga fyrir heilbrigðisþjónustu eru flóknar og í mörgum tilfellum ógagnsæjar, torskildar venjulegu fólki og jafnvel sérfræðingum í regluverkinu.<br /> <br /> </span><span>Í sumum tilfellum hvetja reglurnar til aukinnar eða óþarfa neyslu eins og á t.d. að nokkru við um greiðsluþátttökukerfi lyfja.<br /> <br /> </span><span>Í sumum tilfellum skilur enginn eða getur með trúverðugum hætti útskýrt af hverju sjúklingar þurfa að borga eða ekki að borga. Ekki er sama hvar sjúklingar fá meðhöndlun og sjúklingum virðist mismunað hvað greiðslur varðar eftir sjúkdómum.<br /> <br /> </span><span>Alvarlegast er þó að í sumum tilfellum geta greiðslur einstakra sjúklinga eða fjölskylda farið úr böndum og þeir verið að greiða umtalsverðar fjárhæðir, jafnvel hundruð þúsunda á ári fyrir heilbrigðisþjónustu.<br /> <br /> </span><span>Með öðrum orðum sjúklingar eru illa varðir gegn háum heildargreiðslum vegna heilbrigðisþjónustu.<br /> <br /> </span><span>Margir hagsmunahópar hafa bent á að endurskoða þurfi og einfalda reglur um niðurgreiðslu almannatrygginga vegna heilbrigðisþjónustu. Það sama hafa ýmsir sérfræðingar og starfsmenn í heilbrigðisþjónustunni gert, t.d. sérfræðingar hjá Tryggingastofnun ríkisins.<br /> <br /> </span><span>Á undanförnum árum hefur oft komið til tals að breyta þurfi greiðsluþátttökukerfinu þannig að það takmarkaða fé sem fæst til niðurgreiðslna nýtist betur þeim sjúklingum sem veikastir eru og mest þurfa á greiðsluþátttöku að halda. Í því sambandi hefur gjarnan verið litið til þess fyrirkomulags sem ríkir á hinum Norðurlöndunum, en mér er sagt að hér hafi málið tafist af tæknilegum, fagpólitískum og pólitískum ástæðum.<br /> <br /> </span><span>Af þessu er ljóst að löngu var orðið tímabært að taka greiðsluþátttöku almannatrygginga til endurskoðunar svo að vægt sé til orða tekið.&nbsp;<span>&nbsp;<br /> <br /> </span></span><span>Eitt af mínu fyrstu verkum sem heilbrigðisráðherra var því að skoða hvað hægt væri að gera í þessum málum og fyrir um ári síðan skipaði ég nefnd sem fékk það hlutverk að fara yfir málið og gera tillögu að breyttu, einföldu og gagnsæju greiðslufyrirkomulagi lyfja og annarrar heilbrigðisþjónustu.&nbsp;<span>&nbsp;<br /> <br /> </span></span><span>Í nefndina voru skipaðir fulltrúar stjórnarflokkana og stjórnarandstöðu auk fulltrúa félagsmálaráðuneytis, fjármálaráðuneytis, Félags eldri borgara, heilbrigðisráðuneytis, landlæknis, Lyfjagreiðslunefndar, Tryggingastofnunar, Lyfjafræðingafélags Íslands, Læknafélags Íslands og Öryggjabandalagsins.&nbsp;<span>&nbsp;<br /> <br /> </span></span><span>Ég fékk dr. Pétur H. Blöndal<span>&nbsp;</span> og Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur til að stýra starfinu, Pétur sem formann nefndarinnar og Ástu sem varaformann. Þeim til aðstoðar var skipuð framkvæmdanefnd sem í eiga sæti auk Ástu og Péturs þau Einar Magnússon skrifstofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu, Hallgrímur Guðmundsson sem þá starfaði sem sérfræðingur í fjármálaráðuneytinu en er nú orðinn sviðstjóri í heilbrigðisráðuneytinu og Rúna Hauksdóttir formaður Lyfjagreiðslunefndar sem jafnframt var ráðin í 30% starf sem starfsmaður nefndarinnar. Með nefndinni hefur Ingunn Björnsdóttir doktor í lyfjafræði unnið tímabundið að einstökum verkefnum en hún hefur m.a. unnið að skipulagningu þessa málþings með Öryrkjabandalaginu.<br /> <br /> </span><span>Í skipunarbréfi nefndarinnar segir að henni &bdquo;sé falið að gera tillögu að réttlátari, einfaldari og gagnsærri þátttöku einstaklinga í kostnaði vegna lyfja og annarar heilbrigðisþjónustu með það að leiðarljósi að verja einstaklinga gegn of háum kostnaði&ldquo;.<br /> <br /> </span><span>Nefndinni er falið &bdquo;að kanna hvort og þá með hvaða hætti er hægt að fella læknis-, lyfja-, rannsóknar-, sjúkraþjálfunar- og annan heilbrigðiskostnað undir eitt niðurgreiðslu- og afsláttarfyrirkomulag þannig að þátttaka borgarans í heilbrigðiskostnaði verði takmörkuð hvort sem kostnaðurinn fellur til utan eða innan heilbrigðisstofnana og hver sem þörf hans fyrir heilbrigðisþjónustu er&ldquo;.<br /> <br /> </span><span>Nefndin var skipuð í nóvember í fyrra og hélt sinn fyrsta fund þann 28. nóvember. Ég hef fylgst með störfum nefndarinnar, fengið áfangaskýrslur um störf hennar frá Pétri Blöndal og rætt við hann og fleiri nefndarmenn um störfin.<br /> <br /> </span><span>Mér er ljóst að störf nefndarinnar hafa tekið lengri tíma en bjartsýnustu menn, þar á meðal formaður nefndarinnar, vonuðu. Ég hef hins vegar ekki tekið eftir öðru en nefndin hafi unnið hörðum höndum að þessu verkefni.<br /> <br /> </span><span>Það hefur tekið tíma að safna upplýsingum um greiðslur sjúklinga í heilbrigðiskerfinu, málið er stórt og flókið og ég tel að það hafi því eðlilega tekið nokkurn tíma m.a. vegna persónuverndarsjónarmiða.<br /> <br /> </span><span>Stefnt var að því að nýtt kerfi gæti tekið gildi 1. október í ár en því markmiði hefur nú verið breytt í 1. janúar næst komandi.<br /> <br /> </span><span>Ekki er aðalatriðið hvenær nákvæmlega nýtt kerfi kemst á. Í mínum huga er mikilvægast að málið verði ekki pólitískt bitbein heldur að vandað sé til verka og góð sátt náist um nýtt kerfi sem sé einfalt, gagnsætt, veiti meiri jöfnuð og þjóni sjúklingum betur en núverandi kerfi.<br /> <br /> </span><span>Til þess að svo megi verða er mikilvægt að hagsmunasamtök eins og Öryrkjabandalagið komi að verkinu eins og raunin er.&nbsp;<span>&nbsp;<br /> <br /> </span></span><span>Öryrkjabandalagið á öflugan fulltrúa í nefndinni, sem er Sigríður Jóhannsdóttir formaður Samtaka sykursjúkra. Að nefndarstarfinu hafa auk þess komið fjöldi annarra hagsmunahópa og einstaklinga sem hafa nú þegar lagt margt gott til mála.<br /> <br /> </span><span>Ég vil að lokum nota tækifærið til að hvetja Öryrkjabandalagið, samtök sjúklinga og almenning til að kynna sér málið vel og taka virkan þátt í umræðu og gerð nýs greiðsluþátttökukerfis fyrir heilbrigðisþjónustu.<br /> <br /> </span><span>Þetta er hagsmunamál okkar allra.<br /> <br /> </span><span><strong>(Talað orð gildir)</strong></span></p> <br /> <a href="mms://ikarus.unak.is/teikn_hbr_021008" target="_blank">Málþingið má sjá í heild á vef Háskólans á Akureyri</a> <p>&nbsp;(opnast í Windows Media Player)<br /> </p>

2008-09-18 00:00:0018. september 2008Heil og sæl í vinnunni

<p style="text-align: left;"><span><strong>Guðlaugur Þór Þórðarson</strong></span></p> <p style="text-align: center;">&nbsp;</p> <p style="text-align: center;"><span><strong>Heilsuefling á vinnustöðum</strong></span></p> <p style="text-align: center;"><span><strong>18. sept. 2008 kl. 8.30</strong></span></p> <p style="text-align: center;"><span><strong>Háskólanum í Reykjavík, Ofanleiti 2.</strong></span></p> <p>&nbsp;</p> <p><span>Distinguished guests, ágætu áheyrendur.</span></p> <p><span>It is with great pleasure that I am here today when you are taking the pulse on, and emphasizing health promotion in the work place. The topic, Healthy together, that you will be focusing on today, is of great interest to me and I would have liked to be able to be present in the sharing of information and experiences that I know will take place here.<br /> <br /> </span><span>I believe it is save to state that we enjoy a good health status here in Iceland. We live long, infant mortality is the lowest in the world, we work hard and according to some happiness measurements we are also very happy. I don’t know how reliable that is however.<br /> <br /> </span><span>So is there a reason for us to be concerned?<br /> <br /> </span><span>Actually I think there is. Even if we do enjoy a status of health that most nations find enviable there are some indicators that we need to acknowledge. Our health care expenditure is growing steadily and if we don’t intervene, we will se a number as high as 15% of GDP in the year 2050 according to the OECD. This is of course not acceptable.<br /> <br /> </span><span>Today, the largest share of our health care cost is related to chronic disorders. Some of these disorders can be prevented while others can often be influenced for the better with healthy living.<br /> <br /> </span><span>Three days ago BBC World broadcasted news about results of a pilot project where healthy diet, moderate exercise and rest with meditation, seemed to enhance the production of enzymes that counteract cancer cells. This is only a pilot study but all the same, it supports what we already know, that it is of the utmost importance that we promote healthy living.<br /> <br /> </span><span>In some respect we are on the right track. Nutritional value of food has improved, we eat more vegetables and fruit, smoking has declined, less than 20 % of Icelanders smoke, and substance use is declining.<br /> <br /> </span><span>But there is another side to this as well.<br /> <br /> </span><span>The Icelandic nation holds a world record in consumption of sugar per capita, obesity is increasing, especially among children, and increase in comorbidity will follow. Number of people with disabilities has gone up and most of the people receiving disability pension does so because of psychological or muscular-skeletal problems. The severity of these disordes can be influenced by the way we live and conduct our behavior.<br /> <br /> </span><span>Having realized this, as Minister of Health, I have made it my priority to do what is in my power to promote healthy living here in Iceland.<br /> <br /> </span><span>In October 2007 we started to shape a national public health policy, the nation’s first comprehensive, and causal based public health policy. The work is directed by the Ministry of Health in co-operation with the Public Health Institute and the Directorate of Health.&nbsp;<br /> <br /> </span><span>In the policy analysis phase of the development of the Public Health Policy in Iceland, we looked at policies on health promotion and public health in general in our neighboring countries.<br /> <br /> </span><span>During this work, our main focus has been on health promotion, rather than development of the health service system. We have approached the work on our Policy and Action Plan as a cooperation program that provides a broad framework for health promotion in various components areas of society. It reaches across different sectors of administration, since public health is largely determined by factors outside health care: lifestyles, living environment, quality of products, factors promoting and factors endangering community health.</span></p> <p><span>An extract from the Policy as well as an Action Plan for the year of 2009 will be presented now in October. The main chapters in the Action Plan are Nutrition, Physical Activity, Mental Health Promotion and General Health Promotive Actions as well as Prevention against Certain Types of Cancer.</span></p> <p><span>Every action in the Action Plan is based on the objectives and goals of the Policy Paper and is connected to measurable benchmarks.</span></p> <p><span>This new national Public Health Policy is planned as a template for both the actors directly under the government realm as well as a guiding document for municipalities and actors within the civil society and the market.</span></p> <p><span>A horizontal approach was applied in the development of the Policy and the Action Plan where top-down and bottom-up approaches have been mixed. In order to establish a broad ownership of the Action Plan a number of meetings were organized with professionals, academics, civil society and other stakeholders.</span> <span>We also opened a channel into the Ministry where people could send their thoughts on the subject. In short, we aimed to cover all the angles, - because we realise that this has to be a joint effort that reaches into all corners of society. We are dealing with behaviour and it is hard to change old habits.<br /> <br /> </span><span>Due to the fact that most of our adult population spends the majority of their waking time at work, workplaces are crucial when it comes to health promotion for adults. Workplace health promotion is collaboration between employers, employees and the whole society to improve the health and well being of people at work. The direct benefits from health promotion in the workplace are reduction in sickness related costs and an increase in productivity. It is a win-win action which will be beneficial to all participants as we will hear more of from the specialists talking here today.<br /> <br /> </span><span>It is assumed that work-related stress reduces GDP in Europe around 5-10%</span><span>[1]</span><span>.</span> <span>In Iceland, studies has shown that 27% of the workforce consider themselves experiencing too much stress at work and 42% report that they have too much to do at work</span><span>[2]</span><span>.<br /> <br /> </span><span>The project “Healthy Together”, which we will hear more about later today, is a good example of great collaboration between specialists in the field of workplace health promotion from Iceland, Ireland and Italy. The aim of the project is also in harmony with our national health policy. The development and execution of e-learning courses for trainers and professionals in rural communities where they learn the skills needed to promote workplace health and safety in their own communities is a very interesting approach. The horizontal approach, which I mentioned earlier, has been emphasized and the students have been trained in using local resources and services to plan and initiate workplace health promotion programs, coordinate risk assessments, and provide consultation to employees in the following subject areas: nutrition, exercise and mental health promotion.<br /> <br /> </span><span>Climbing the highest peak of Iceland, Hvannadalshnjúk, has become ever more popular among Icelanders. Hundreds, even a couple of thousands, climb all the 2000 meters every year – in one day. Many people come together in groups that are organised in their workplaces. Climbing Hvannadalshnjúkur requires preparation; you don’t just jump from your chair all the way up. This means that people exercise for several months, walking, running and climbing. This is in my opinion a fine example of how a common goal is set in the work place, a goal that requires commitment. And I believe that many of those that start this way, continue to climb other mountains or enjoy some other outdoor activities which we have an excellent opportunity to do here in Iceland. I realize that to climb the highest mountain is certainly not a goal that fits all. It is important that each person sets goals that fit his or her state and the goals must of course be revised regularly in accordance with health, age and personal situations.<br /> <br /> </span><span>Finally, I will say this: The time for health promotion is now! We have done a very good job in acute care here in Iceland but we can do better yet in prevention and health promotion in our society. Workplace health promotion is especially important se there is likely to be a positive spill-over effect to the children at home.<br /> <br /> </span><span>The importance of workplace health promotion for employees, employers and the society as a whole is unquestionable. That is why we state in our Action Plan that all institutes of the Ministry of Health will have become health promoting workplaces by the end of year 2009.<br /> <br /> </span><span>Our goal is to create an environment here in Iceland, that enables people to live healthy lives and make healthy choices.<br /> <br /> </span><span>Takk.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span><strong>(Talað orð gildir)</strong></span></p> <div> <br clear="all" /> <hr align="left" width="33%" size="1" /> <div id="ftn1"> <p><span>[1]</span> <span>Evrópska vinnuverndarstofnunin (2002)</span></p> </div> <div id="ftn2"> <p><span>[2]</span> <span>IMG</span> <span>Gallup</span> <span>(2001)</span></p> </div> </div> <br /> <br />

2008-09-18 00:00:0018. september 2008Glímutök geðsjúkdóma á aðstandendum

<p><strong><span>Guðlaugur Þór Þórðarson</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>Ávarp ráðherra á fundi Geðhjálpar,</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>Geðsviðs Landspítalans og Astra Zeneca</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>um aðstæður og upplifun aðstandenda geðsjúkra á Íslandi</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>18. september 2008</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>Grand Hótel kl. 19:00-21:00.</span></strong></p> <p><span></span></p> <p><span>Ágætu fundargestir!<br /> <br /> </span><span>Ég vil byrja á að þakka Geðhjálp og Geðsviði Landspítalans fyrir að standa að þessum fundi um málefni aðstandenda geðsjúkra. Yfirskrift fundarins er &bdquo;Glímutök geðsjúkdóma á aðstandendum&ldquo;. Umræðuefnið er þarft, því margir hafa upplifað að náinn ættingi hafi greinst með geðsjúkdóm. Á þessum fundi verða kynntar tvær bækur um aðstandendur og geðsjúkdóma. Þær bækur eiga það sammerkt að fjalla um geðsjúkdóma og aðstandendur, sem er þarft viðfangsefni að fjalla um á breiðan og fordómalausan hátt. Ég fagna útgáfu þessara bóka. Þessi fundur og þessar bækur eru innlegg í þá þróun að gera umræðu um geðsjúkdóma og birtingarmyndir þeirra fordómalausa og eðlilega.<br /> <br /> </span><span>Ég vil upplifa samfélag þar sem enginn líður fyrir veikindi sín eða ættingja sinna. Þessi fundur og útgáfa þessara bóka er því þarft framtak til að stuðla að auknu umburðarlyndi hjá öllum í samfélaginu.<br /> <br /> </span><span>Í þessu samhengi er áhugavert að greina frá athyglisverðu þróunarverkefni sem fram fer á geðsviði Landspítalans og kallast &bdquo;Fjölskyldubrú&ldquo;. &bdquo;Fjölskyldubrúin&ldquo; er nýtt meðferðarúrræði í þróun á geðsviði LSH.<span>&nbsp;</span> Um er að ræða fjölskyldustuðning við foreldra sem glíma við geðræn vandamál sem veittur er af sérþjálfuðu fagfólki. Nauðsynlegt er að foreldrið sem glímir við geðsjúkdóminn sé í eftirfylgd hjá meðferðaraðila á geðsviði á sama tíma og fjölskyldustuðningur fer fram. Á geðsviði Landspítala hafa rúmlega 30 fjölskyldur fengið fjölskyldustuðninginn. Fjölskyldurnar hafa tekið þessum stuðningi fagnandi og talað um að hann sé tákn fyrir ný viðhorf í meðferðarnálgun sem þau hafi ekki fengið áður í veikindum sínum.<br /> <br /> </span><span>Annað verkefni sem ég vil nefna er að Framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala hefur ákveðið að innleiða fjölskylduhjúkrun samkvæmt kanadísku fjölskylduhjúkrunarlíkani á allar deildir LSH á næstu misserum (2008-2010). Hjúkrunarfræðingar eru þjálfaðir til að eiga markviss, tillitssöm og batahvetjandi samskipti við aðstandendur og sjúklinga sem sækja þjónustu til spítalans. Í tengslum við þessa innleiðingu er umfangsmikil doktorsrannsókn í gangi á bráðageðdeildum LSH þar sem verið er að rannsaka árangur slíks stuðnings fyrir notendur og aðstandendur þeirra. Niðurstöður þeirrar rannsóknar verða kynntar á næsta ári.<br /> <br /> </span><span>Fyrir um þremur áratugum síðan, eða árið 1979 var félagið Geðhjálp stofnað. Tilgangur félagsins er að bæta hag þeirra sem eiga við geðræn vandamál að stríða svo og aðstandenda þeirra.&nbsp;<br /> <br /> </span><span>Geðhjálp er félag sem byggir á samhjálp og hefur starfsemi þess vakið verðskuldaða athygli. Geðhjálp hefur frá stofnun barist fyrir auknum réttindum þeirra sem hafa geðsjúkdóm og viðurkenningu sjúkdómsins í samfélaginu. Félagið hefur í gegnum tíðina stuðlað að aukinni þekkingu, umræðu og skilningi annarra í þjóðfélaginu á geðsjúkdómum og að geðfötluðum sé sýnd virðing og umburðarlyndi. Félag á borð við Geðhjálp eru afar mikilvægt fyrir þá sem eru geðfatlaðir, aðstandendur þeirra sem og samfélagið allt.<span>&nbsp;<br /> <br /> </span></span><span>Frá því að ég settist í stól heilbrigðisráðherra hefur mér orðið tíðrætt um gildi forvarna og heilsueflingar. Heilsuefling er í allra þágu. Ég legg hins vegar áherslu á að forvörnum skuli ávallt beint að skilgreindum hópi þar sem markmiðin eru skýr og aðgerðir raunhæfar. Ég tel að leggja beri enn meiri áherslu en gert hefur verið á forvarnir á sviði&nbsp; geðheilbrigðis.<br /> <br /> </span><span>Við lifum í hröðum og síbreytilegum heimi þar sem við stöndum frammi fyrir ógnunum við heilsufar og lýðheilsu. Breyttu þjóðfélagi fylgja aukin lífsgæði, fleiri tækifæri og betri lífskjör, en jafnframt verðum við að horfast í augu við og taka á þeim fylgikvillum sem fylgja breytingunum. Þar má m.a. nefna aukna kyrrsetu, aukið áreiti, breytt mataræði, aukna félagslega einangrun og aukna vímuefnaneyslu sem nokkra orsakaþætti sem m.a. hafa leitt af sér offitu og tengda sjúkdóma og aukna tíðni geðraskana. Því er mótun Heilsustefnu og aðgerðir tengdar orsakaþáttum heilbrigðis í kjölfarið málefni sem færist ört framar á forgangslista heilbrigðisyfirvalda á Vesturlöndum. Þetta sést glöggt þegar litið er á hvernig forgangsmál Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) hafa þróast á síðustu árum. Í þessu sambandi vil ég nefna að á næstu vikum verður kynnt sérstök heilsustefna heilbrigðisráðherra sem tekur mark á ofangreindum atriðum, þar á meðal eru atriði sem stuðla að meiri geðrækt.<br /> <br /> </span><span>Til að ná árangri þarf að hvetja fólk til jákvæðrar breytni og atlætis, gefa fólki tækifæri til að breyta sjálft og umbuna fyrir jákvæða breytingu á lífsháttum. Þannig getum við náð árangri í því að efla heilbrigði þjóðarinnar, með samvinnu og frumkvæði á sviði heilsueflingar. Það þarf að efla starf grasrótarinnar, hinna frjálsu félagasamtaka og treysta þarf samstarf þeirra við fulltrúa heilbrigðisráðuneytisins og stofnana þess auk þess sem treysta þarf samstarf ólíkra fræðigreina.<br /> <br /> </span><span>Að mínu mati vex vitund okkar um geðsjúkdóma og afleiðingar þeirra mest með fordómalausri og hreinskiptinni umræðu, uppbyggilegri gagnrýni og virðingu fyrir sjónarmiðum þeirra sem eitthvað hafa til málanna að leggja. Við þurfum að halda áfram baráttu gegn fordómum og við þurfum að leggja ríka áherslu á forvarnir. Talið er að um fjórðungur fólks þjáist einhvern tímann á ævinni af geðrænum vandamálum. Okkur er því öllum málið skylt. Við þurfum að gera fólki sem auðveldast fyrir að leita sér aðstoðar þegar hennar er þörf og vinna þannig gegn vandanum áður en hann verður djúpstæður og erfiður viðureignar. Ég fagna því að fordómar gagnvart þeim sem eiga við geðraskanir að stríða hafa farið minnkandi hin seinni ár.<br /> <br /> </span><span>Í þessu ljósi er vert að geta að alþjóða<strong>geð</strong>heilbrigðisdagurinn verður 10. október nk.. Þema alþjóða geðheilbrigðisdagsins í ár er að auka þekkingu og meðvitund um geðsjúkdóma í samfélaginu. Alþjóða<strong>geð</strong>heilbrigðisdeginum er ætlað að auka umræðu um geðsjúkdóma, forvarnir og meðferð við honum.<br /> </span></p> <p><span>Ágætu gestir!<br /> <br /> </span><span>Mér sem heilbrigðisráðherra er efst í huga á þessari stundu þakkir til Geðhjálpar fyrir það óeigingjarna starf sem félagar þess hafa unnið til að auka skilning og þekkingu á geðsjúkdómum í þjóðfélaginu. Á bak við Geðhjálp standa einstaklingar sem hafa unnið gríðarlegt hugsjónastarf. Vil ég þakka þessum aðilum og öllum þeim sem hafa lagt hönd á plóg að auka þekkingu og skilning á geðsjúkdómum í þjóðfélaginu og um leið hjálpað þeim einstaklingum sem hafa greinst með geðsjúkdóm að lifa sem mest eðlilegu lífi með sjúkdómi sínum.<br /> <br /> </span><strong><span>(Talað orð gildir)</span></strong></p> <br /> <br />

2008-09-12 00:00:0012. september 2008Afhending leiðsöguhunda fyrir blinda

<p><span><strong>Guðlaugur Þór Þórðarson</strong></span></p> <p align="center"><strong><span></span></strong></p> <p align="center"><span><strong>Ávarp heilbrigðisráðherra við afhendingu fjögurra</strong></span></p> <p align="center"><span><strong><span>&nbsp;</span>leiðsöguhunda til notenda</strong></span></p> <p align="center"><span><strong>12. sepember 2008 kl 14.00</strong></span></p> <p align="center"><span><strong>húsi Blindrafélags Íslands, Hamrahlíð 17.</strong></span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ágætu gestir.</span></p> <p><span>- ég ætti kannski að segja bæði tvífætlingar og fjórfætlingar.<br /> <br /> </span><span>Á síðasta ári var gert samkomulag til sex ára milli heilbrigðisráðuneytisins og Blindrafélagsins um að hingað til lands yrðu fluttir fimm leiðsöguhundar frá Noregi til notkunar fyrir jafnmarga blinda Íslendinga. Blindrafélagið hefur lagt fram fé til verksins og Lionshreyfingin hefur líka styrkt verkefnið af myndarbrag. Þetta er gott dæmi um samvinnu frjálsra félagasamtaka og hins opinbera.<br /> <br /> </span><span>Allmörg ár eru síðan Friðgeir Jóhannsson fékk sinn fyrsta hund og hefur að eigin sögn haft mikið gagn af honum, hundurinn hefur aukið frelsi hans til ferða og athafna. Í dag er komið að því að Friðgeir fái sinn annan hund og þrír einstaklingar fá sinn fyrsta hund í dag.<br /> <br /> </span> <span>Þetta er mikilvægur áfangi í verkefninu og við í heilbrigðisráðuneytinu ætlum að fylgjast vel með hvernig til tekst.<span>&nbsp;</span> Það er dýrt að þjálfa upp leiðsöguhund og til að fara í dýr verkefni verðum við, sem berum ábyrgð á að ráðstafa sameiginlegum sjóðum okkar landsmanna, að vera alveg viss um að ekki sé hægt að ná fram sama árangri á hagkvæmari hátt. Ég er reyndar ekki í vafa um að ekki er hægt að ná sama árangri með öðru móti.<br /> <br /> </span><span>Ég hyggst setja á fót starfshóp til að fara yfir reynsluna af notkun leiðsöguhunda hér á landi til að meta hvort ástæða sé til að hafa framhald af þessu verkefni. <span>&nbsp;</span>Enn er ekki búið að ráðstafa fimmta hundinum en mér er kunnugt um að fjórir einstaklingar til viðbótar hafa óskað eftir að fá leiðsöguhunda.<br /> <br /> </span> <span>Ég vil þakka Blindrafélaginu fyrir þeirra frumkvæði í málinu og gott samstarf. Ykkur, sem hér fáið leiðsöguhunda, óska ég til hamingju vona að augu og vit þessara fallegu hunda auki ykkur frelsi og ánægju. Ég <span>&nbsp;</span>veit að góður hundur er líka góður félagsskapur, og tala þar af eigin reynslu.<br /> <br /> </span><span>Það er ósk mín að verkefnið í heild sinni muni ganga vel og að fimmti hundurinn komi einnig til með að nýtast fyrr en síðar.<br /> <br /> <strong>(</strong></span><span><strong>Talað orð gildir)</strong></span></p> <br /> <br />

2008-09-12 00:00:0012. september 2008Samkeppni og lyfjastefna í ljósi Evrópskrar löggjafar - vandi lítilla markaðssvæða

<p><span><strong>Mr. Guðlaugur Þór Þórðarson<br /> </strong></span><span><strong>Minister of Health &ndash; Iceland</strong></span></p> <p><strong><span> </span></strong></p> <p align="center"><strong><span> </span></strong></p> <p align="center"><strong><span>INTERNATIONAL CONFERENCE</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>&ldquo;COMPETITION AND PHARMACEUTICAL POLICY IN EUROPEAN LAW</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>THE CHALLENGES FOR SMALL EUROPEAN MARKETS&ldquo;</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>Organized by</span></strong><strong><span> </span></strong></p> <p align="center"><strong><span>UNIVERSITY</span></strong><strong><span>OF ICELAND</span></strong><strong><span>- FACULTY OF LAW - MINISTRY OF HEALTH</span></strong></p> <p align="center"><strong><span> </span></strong><strong><span>12 SEPTEMBER 2008</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>Conference Room of the National Museum of Iceland</span></strong></p> <p><span> </span></p> <p><span> </span></p> <p><span> </span></p> <p><strong><span>&bdquo;A new public pharmaceutical policy for Iceland: future challenges in the framework of the European Economic Area and the Nordic Area&ldquo;</span></strong></p> <p><span> </span></p> <p><span>Dear conference guests, ladies and gentlemen,<br /> <br /> </span><span>I welcome you all here today.<br /> <br /> </span> <span>In particular I want to welcome foreign guests and speakers for visiting our country in order to participate in the conference. I hope during your stay you will also have opportunity to do something else and see something else here in Iceland than this conference hall.<br /> <br /> </span><span>It is a great pleasure for me to address this international conference on competition and pharmaceutical policy in European law with special focus on challenges for small European markets.<br /> <br /> </span><span>I want to thank the University of Iceland, the Faculty of law, for taking the initiative and for organizing this conference in cooperation with the ministry. I also want to use this opportunity to congratulate the Faculty on its 100 years anniversary which I understand is the main reason for this initiative.<br /> <br /> I am quite pleased that <span>challenges facing the small pharmaceutical markets of Europe</span> have been chosen as a topic for the conference. During my first year as Health Minister I have particularly been interested in this topic and in pharmaceutical policy in general and I am therefore pleased that this conference has been realized.<br /> <br /> </span><span>But why should we be interested in organizing a conference on this topic?<br /> <br /> </span><span>Like other small countries in Europe, Iceland is facing some difficulties in the pharmaceutical field. These difficulties are related to high price of medicines, lack of availability of generics and low volume medicines and lack of competition on the market.<br /> <br /> </span> <span>The use and cost of medicines in Iceland is high compared to other European countries but in spite of high price level we have also experienced lack of some essential medicines on the market.<br /> <br /> </span><span>Some medicinal products are not always made available in small countries like Iceland. It doesn&rsquo;t seem to be profitable for the industry to apply for market authorization in small markets, especially when it comes to products of low volume, low price and specialized products intended to treat severe or rare diseases.<br /> <br /> </span><span>Access to medicines is one of the corner stone of the Icelandic Medicine Policy and in my opinion the choice of whether products are placed on the market of individual Member States should not be solely a matter of business viability, public health needs should also be considered.<br /> <br /> </span> <span>We are also facing certain language problem as the translation cost is relatively higher for smaller markets like Iceland. The pharmaceutical industry has complained about this during discussion on how to approach common principles on pricing.<br /> <br /> </span><span>We have been pushing for a pragmatic solution of this problem, which is to permit pharmacies to print out leaflets in Icelandic text which are available at our Medicine Agencies website.<br /> <br /> </span><span>We are aware of our obligations to the EEA treaty and we have in Iceland been trying to apply all directives of the European Union in a very strict manner. <span> </span>These directives may fit nicely to bigger markets of Europe but the problem is however that they do not fit as well to smaller markets.<br /> <br /> </span> <span>I can say this more clearly with other words: The EEC legislators have failed to consider the interest of smaller markets. <span> </span>The market is not working for pharmaceuticals like for other products in the European Economic Area. There is no free flow of medicines in Europe.<br /> <br /> </span> <span>Obviously we need more pragmatic solutions and rules for market mechanism on small markets to work in order to make essential medicines available and affordable for our patients and health institutions.<br /> <br /> </span><span>One of my first tasks when I became Health Minister was to meet two commissars of the European Union in Brussels, Mr. Verhaugen and Mr. Kyprino and discuss with them these specific and common issues for small markets. <span> <br /> <br /> </span></span><span>I got very positive response from the two commissars and they told me that they would establish a working group under the Pharmaceutical Forum with the task to</span> <span>address the unavailability of many medicines to small markets. Iceland was invited to participate in this working group together with Cyprus, Estonia, Malta and Slovenia. I assume that the results and recommendations of the working group that were put forward to the Pharmaceutical Forum this summer will be taken up and discussed here today at the conference.<br /> <br /> </span><span>As an input for the discussion I want to mention our cooperation with the Nordic countries concerning these issues. At the Nordic Council meeting in Oslo on the 1<sup>st</sup> of November last year I put forward for discussion among my colleagues my ideas concerning common Nordic market for medicinal products and other health services.<br /> <br /> </span><span>One of my ideas was to encourage the Nordic Council to establish an expert committee with representatives from all the Nordic countries with the task to investigate the possibility of closer Nordic cooperation concerning marketing authorizations of medicinal products with the purpose to overcome technical barriers to trade with medicines between the countries and open up the pharmaceutical market.<br /> <br /> </span> <span>The Nordic Council accepted this proposal and put up an expert committee with the task to investigate the possibility of a common Nordic market for medicinal products.<br /> <br /> </span><span>Through this Nordic cooperation we have already started a pilot project on co-operation between Iceland and Sweden concerning marketing authorization of medicinal products, in particular those marketed by Mutual Recognition and Decentralized Procedures.<br /> <br /> </span> <span>With full respect to national competences, through this cooperation an approved request for authorization in Sweden, will automatically lead to authorization in Iceland if the manufacturer agrees to let the application also apply to Iceland. It is clear to me that such cooperation reduces administrative processes and related costs for the companies, while ensuring access to safe and qualitative medicines.<br /> <br /> </span><span>It is our belief that this is the way to go and we would very much like to see more countries join this cooperation in the future. We hope this cooperation will lead to common marketing authorizations, to a more flexible and open pharmaceutical market for all the Nordic countries at first and later on for other European countries.<br /> <br /> </span><span>I will also use this opportunity to mention another cooperation we have started with Sweden concerning pricing and reimbursement of medicines and</span> <span>our cooperation with the Faeroe Islands in the field of health services and in particular pharmaceuticals<span>.<span> <br /> <br /> </span></span></span> <span>On Tuesday this week we organized the first</span> <span>meeting of Nordic cooperation on tendering and purchasing of medicinal products for public health institutions.<br /> <br /> </span><span>So far so good, but where do we go from here?<br /> <br /> </span><span>I am very pleased that we have a speaker from Malta with us here today. I believe that Malta and some other small countries of Europe have had the same experience as we in Iceland with lack of competition, lack of some essential medicines on the market and too high pricelevel compared to bigger markets.<br /> <br /> </span><span>I hope and believe that small countries with this experience will manage to cooperate and together open the eyes of the legislators in Brussels so that special interests of small markets will be taken into account.<br /> <br /> </span><span>Our purpose with the cooperation we have worked for and in fact also the purpose with this conference is to try to get common understanding for the need of a more open and flexible pharmaceutical market with more competition, better access and lower price of medicines to the benefit of our patients.<span> <br /> <br /> </span></span> <span>I hope your work will be successful here today.<br /> <br /> </span><strong><span>(Talað orð gildir)</span></strong></p> <br /> <br />

2008-09-09 00:00:0009. september 2008Nýtt göngudeildarhús við BUGL tekið í notkun

<p><strong><span>Guðlaugur Þór Þórðarson<br /> </span></strong><strong><span>heilbrigðisráðherra</span></strong></p> <p align="center"><strong><span></span></strong></p> <p align="center"><strong><span>Ávarp heilbrigðisráðherra þegar göngudeildarhús</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>barna- og unglingageðdeildar Landspítala var tekið í notkun</span></strong></p> <p align="center"><strong><span><span>&nbsp;</span><span>&nbsp;</span>9. september 2008 kl 14:00</span></strong></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Forseti Íslands, starfsfólk<span>&nbsp;</span> barna- og unglingageðdeildar Landspítala, ágætu gestir<br /> <br /> </span><span>Í dag er langþráðum áfanga í geðheilbrigðisþjónustu barna og unglinga á Íslandi náð. Hér er risið nýtt hús sem kemur m.a. til með að hýsa göngudeild barna- og unglingageðdeildar Landspítala. Efnt var til þjóðarátaks vegna fyrirhugaðra endurbóta á BUGL og var fyrsta skóflustungan að byggingu nýs húsnæðis tekin í febrúar 2007. Auk<span>&nbsp;</span> framlags ríkisins hafa fjölmargir lagt lóð á vogaskálarnar og gefið fé til nýbyggingarinnar, s.s. Hringurinn, Thorvaldsenskonur, Kiwainismenn, Lionsmenn, kvenfélagasamtök auk fjölda annarra félagasamtaka, fyrirtækja og einstaklinga. Ég vil nota tækifærið og þakka þeim öllum fyrir framlag þeirra. Einnig vil ég þakka fagfólki BUGL sem hefur lagt sitt af mörkum til þess að gera þessa byggingu sem best úr garði og ekki síður til að ná þeim markmiðum sem sett voru fram í aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar á liðnu ári.<br /> <br /> </span> <span>Eins og kunnugt er hefur göngudeildarstarfsemi færst í vöxt hér á landi sem erlendis. Sú þróun endurspeglast í starfsemi BUGL þar sem göngudeildar- og vettvangsþjónusta við börn og unglinga hefur vaxið á síðastliðnum árum. Slík starfsemi gerir þjónustuna hagkvæmari með því að færa hana frá almennum legudeildum. Þetta hefur í för með sér færri legudaga og fleiri komur á dag- og göngudeildir.<br /> <br /> </span> <span>Í Helsinkiyfirlýsingunni, sem er Evrópuyfirlýsing um geðheilbrigðismál og samþykkt var af heilbrigðisráðherrum aðildarríkja Evrópudeildar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í janúar 2005 er lögð áhersla á að börn og unglingar séu forgangshópur sem hlúa þarf að sérstaklega.<br /> <br /> </span><span>Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er það gert með því að leggja áherslu á aukinn stuðning við langveik börn, börn með hegðunarvandamál, geðraskanir og þroskafrávik. Þetta gerðum við fyrir réttu ári og hefur þjónustan við börn og ungmenni aukist verulega þannig að dregið hefur úr biðtíma eftir þjónustu svo sem stefnt var að þegar aðgerðirnar voru kynntar á þessum stað í fyrra.<br /> <br /> </span><span>Þá var ákveðið að veita 150 milljónir króna á næstu 18 mánuðum til að stórauka þjónustu við börn og ungmenni með hegðunar- og geðraskanir. Gert var ráð fyrir að fjölmargir legðu hönd á plóg og ynnu saman, bæði stjórnvöld, stofnanir, fagfólk og foreldrar.<br /> <br /> </span><span>Með samstiltu átaki hefur tekist að:</span></p> <ul type="disc"> <li><span>ná niður biðlistum á BUGL og taka á uppsöfnuðum vanda. Á rúmu hálfu ári hefur tekist að fækka um rúmlega þriðjung (35%) á biðlista BUGL.</span></li> <li><span>fjölga starfsfólki á BUGL og</span></li> <li><span>auka samstarf við fyrsta og annars stigs þjónustuaðila sem sinna börnum með hegðunarvanda og geðraskanir og þannig efla ráðgjafa og fræðsluhlutverk BUGL.</span></li> </ul> <p><span>Í heilbrigðisráðuneytinu legg ég ríka áherslu á mikilvægi stefnumótunar. Því er ánægjulegt að sjá að á barna- og unglingageðdeild Landspítala er unnið ötullega að stefnumótun til framtíðar. Í kjölfar hennar hefur verið unnið að margvíslegum gæða- og þróunarverkefnum sem ætlað er að bæta þjónustu við börn og unglinga og aðstandendur þeirra.<br /> <br /> </span> <span>Ýmsar nýjungar s.s. þverfagleg samvinna hefur verið aukin með tilraunaverkefnum. M.a. hefur formlegu samstarfi verið komið á við tvær heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu, hafið hefur verið samstarf við Heilbrigðisstofnun Austurlands, haldnir eru reglulegir samstarfsfundir með starfsmönnum þjónustumið&shy;stöðva höfuðborgarsvæðisins auk þess sem starfsfólk BUGL annast handleiðslu og fræðslu fyrir starfsfólk Miðstöðvar heilsuverndar barna. Markmið þessa er að gera þjónustuaðilum utan BUGL mögulegt að sinna og ljúka málum sem annars hefði verið vísað til BUGL og einnig að auka hæfni þeirra til að taka við málum til eftirfylgdar eftir greiningu/meðferð á BUGL.<br /> <br /> </span><span>Ágætu gestir</span></p> <p><span>Byggingar geta orðið tákn um þjónustu. Í þeim felst oftar en ekki metnaðurinn sem menn vilja leggja í viðfangsefnið sem byggingin á að þjóna. Hér er risin glæsileg bygging sem á eftir að valda straumhvörfum í geðheilbrigðisþjónustu við börn og ungmenni.<br /> <br /> </span> <span>Ég þakka öllum þeim sem eiga hér hlut að máli. Ég þakka þeim öfluga hópi fagfólks sem starfar hér á BUGL og óska ykkur til hamingju með að geta veitt ennþá betri þjónustu. Ég óska ykkur alls hins besta í störfum ykkar í framtíðinni.<br /> <br /> </span><span>En fyrst og fremst óska ég skjólstæðingum BUGL til hamingju. Þeir og aðstandendur þeirra eiga skilið þær bestu aðstæður sem nú verður boðið upp á.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <br /> <br />

2008-08-30 00:00:0030. ágúst 2008Útskrift meistaraprófsnema í lýðheilsufræðum frá HR

<p><strong><span>Guðlaugur Þór Þórðarson<br /> heilbrigðisráðherra</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>Ávarp við útskrift meistaraprófsnema í lýðheilsufræðum í HR</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>30. ágúst 2008.</span></strong></p> <p align="center"><span> </span></p> <p><span>Ágætu útskriftarnemendur, rektor, góðir gestir.<br /> <br /> </span><span>Það er mér mikil ánægja að fá að ávarpa ykkur hér á þessum merka áfanga í lífi ykkar, þegar þið útskrifist með meistarapróf frá kennslufræði- og lýðheilsudeild Háskólans í Reykjavík.<br /> <br /> </span> <span>Ég hef fylgst með störfum Háskólans í Reykjavík og veit að hér ríkir mikill metnaður og jákvæð orka. Þá veit ég að deildin ykkar hefur staðið sig gríðarlega vel í uppbyggingarstarfi sínu, - farið nýjar leiðir með samstarfi við virta erlenda háskóla, og lagt alúð við markmið sín um að standa framarlega á alþjóðavettvangi í rannsókum og kennslu &ndash; og ekki síst þegar náð verulegum árangri í að hafa áhrif á menntun og heilsu þjóðarinnar.<br /> <br /> </span> <span>Ég veit að þeir kennarar sem útskrifast héðan koma til með að bæta íslenskt skólakerfi &ndash; ekki síst koma þeir til með að hafa jákvæð áhrif á kennslu í stærðfræði.<br /> <br /> </span> <span>Það er þó ekki launungarmál að áhugi minn á deildinni byggir ekki síst á því að hér var farið af stað með nám í lýðheilsufræðum í fyrsta sinn á Íslandi, - en lýðheilsa og efling hennar eru mér mjög hugleikin og ég hef í starfi mínu sem heilbrigðisráðherra lagt sérstaka áherslu á þennan þátt heilbrigðismála.<br /> <br /> </span> <span>Áherslur heilbrigðisþjónustunnar hafa í gegnum tíðina beinst mest að því að meðhöndla bráðasjúkdóma og koma í veg fyrir hættulega smitsjúkdóma. Það er að mörgu leyti eðlilegt þar sem afleiðingar þeirra eru oftast mjög alvarlegar ef ekkert er að gert. Það eru ekki mjög margir áratugir síðan fólk á Íslandi dó úr skorti og einföldum sýkingum. Á þessu hefur tekist að ráða bót. <span> </span>Nú er það ekki skortur heldur fremur ofgnótt sem herjar <span> </span>á heilsu landsmanna. Og satt að segja gengur okkur ekki nógu vel að ráða við afleiðingarnar.<br /> <br /> </span> <span>Meiri hluti heilbrigðisútgjalda nú fer í meðferð langvinnra sjúkdóma. Og þótt við þekkjum ekki aðferðir til að fyrirbyggja þá alla, vitum við þó að með réttum lifnaðarháttum getum við fyrirbyggt hluta þeirra og dregið verulega úr afleiðingum margra annarra. Þetta þarf ekki að segja þeim sem hér eru.<br /> <br /> </span> <span>Hjá nágrönnum okkar í Bandaríkjum Norður Ameríku hefur aukning í offitu og afleiddum sjúkdómum verið gríðarleg á undanförnum árum. Hér á landi hefur þróunin verið í sömu átt þótt hún sé ekki komin á sama stig og vestra. Sem heilbrigðisráðherra hlýt ég að gera allt sem í mínu valdi stendur til að stöðva þessa þróun <u>og</u> snúa henni við. Annað væri ábyrgðarleysi og ávísun á gríðarlegan vöxt heilbrigðisútgjalda innan fáeinna áratuga.<br /> <br /> </span> <span>Markmið ykkar um að hafa áhrif á menntun og heilsu fólks er skýrt og til eftirbreytni. Ekki síst hefur frumkvæði ykkar með því að bjóða upp á nám fyrir grunnskólanemendur í stærðfræði mælst vel fyrir. Eins hefur forvarnarstarf á ykkar vegum í þágu ungmenna, - bæði hér á landi og erlendis, vakið mikla athygli.<br /> <br /> </span> <span>Mest áhrif komið þið þó eflaust til með að hafa í gegnum nemendur ykkar. <span> </span>Boðskapur og þekking skólans hríslast út í samfélagið, með sérhverjum nemanda sem frá honum fer.<br /> <br /> </span><span>Okkur veitir sannarlega ekki af því að sú þekking sem þið, ágætu útskriftarnemendur, hafið aflað ykkur í námi hafi áhrif á samfélagið allt; bæði á sviði mennta &ndash; en ekki síður á sviði heilbrigðismála.<br /> <br /> </span><span>Ég óska ykkur öllum innilega til hamingju með þennan stóra áfanga og óska ykkur velfarnaðar í leik og starfi.<br /> </span><span> </span></p> <p><span><strong>(Talað orð gildir)</strong></span></p> <br /> <br />

2008-08-12 00:00:0012. ágúst 2008Árangur á einu ári

<p><span>Frá því að ég tók við starfi heilbrigðisráðherra vorið 2007 hef ég lagt áherslu á að hlutverk heilbrigðisráðuneytisins eigi að vera fólgið í stefnumótun samhliða nauðsynlegum stjórnvaldsaðgerðum og eftirliti. Samhliða því hefur hlutverk ráðuneytisins í stefnumótun heilbrigðismála verið eflt.<br /> <br /> </span><span>Annað mikilvægt viðfangsefni, sem unnið var að sleitulaust frá því ég tók við og fram eftir síðasta vetri var skipting verkefna á milli heilbrigðisráðuneytis og félagsmála- og tryggingaráðuneytis.<br /> <br /> </span><span>Framangreindar breytingar á hlutverkum ráðuneytisins, voru viðamiklar en nauðsynlegur undanfari þeirrar vinnu sem undanfarnar vikur og mánuði hefur verið að skila árangri sem vert er að tilgreina hér. Rýmisins vegna er þó eingöngu hægt að stikla á stóru og margt því miður undanskilið í þessari yfirferð.</span></p> <h3><span>Lyfjasparnaður upp á milljarð</span></h3> <p><span>Þegar litið er yfir sviðið blasir við að kostnaður vegna lyfjamála vegur mjög þungt í útgjöldum til heilbrigðismála. Þess vegna lagði ég frá upphafi áherslu á þau mál. Vorið 2007 biðu mín þær fréttir að áætlaður lyfjakostnaður ríkisins stefndi í að verða 16% hærri en hann var árið áður. Þegar var hafist handa við að stemma stigu við þessari þróun og þegar upp var staðið reyndist hækkunin á milli áranna 2006 og 2007 verða 5%. Í krónum talið jukust þannig lyfjaútgjöld ríkisins um 350 milljónir á milli ára í stað 1.100 mkr. Meirihluta þessa sparnaðar upp á 750 mkr., eða um 400 mkr., má rekja til margvíslegra aðgerða heilbrigðisráðuneytis, lyfjagreiðslunefndar og lyfjafyrirtækja og 300 mkr. til hagstæðrar gengisþróunar á seinni hluta síðasta árs.<br /> <br /> </span><span>Í vor lækkaði Actavis verð á 20 samheitalyfjum hér á landi og vísaði talsmaður fyrirtækisins til nýrra lyfjalaga við það tækifæri, en þeim er einmitt ætlað að skapa skilyrði til að draga úr auknum lyfjaútgjöldum ríksins og lyfjakostnaði almennings með því að efla samkeppni og bæta þjónustu við neytendur. Áhrifin af þessari verðlækkun Actavis nema 120 milljónum króna og í kjölfarið lækkaði GlaxoSmithKline á Íslandi verð á fjórum tegundum frumlyfja.<br /> <br /> </span><span>Þegar með eru talin áhrif lyfjaútboðs 8 heilbrigðisstofnana frá því í vetur nemur sparnaður vegna lækkunar á lyfjakostnaði einum milljarði. Það munar um minna og við erum hvergi nærri hætt.</span></p> <h3><span>Sterkara BUGL</span></h3> <p><span>Annað mál sem að mínu mati þoldi enga bið var sú staða sem blasti við í málefnum barna og ungmenna með geðraskanir. Fyrir ári síðan samþykkti ríkisstjórnin tillögu mína um aukið fjármagn, 150 mkr., til styrktar starfsemi Barna- og unglingageðdeildar (BUGL). Áður hafði ég leitað eftir því að stjórnendur og starfsfólk BUGL kæmu með tillögur um aðgerðir í því skyni að efla starfsemi deildarinnar. Nú þegar hefur margt af því sem lagt var til í þessari aðgerðaáætlun gengið eftir og starfsemi BUGL eflst að sama skapi og mun fleiri fengið þjónustu en áður.</span></p> <h3><span>Bylting í augnsteinsaðgerðum</span></h3> <p><span>Í vor var gerður samningur um fjölgun augnsteinsaðgerða og almenningi gert auðveldar um vik um að komast í slíkar aðgerðir. Ekki eru mörg ár síðan að augnsteinsaðgerð tók yfir klukkutíma og kallaði á þriggja daga innlögn á sjúkahúsi, en í dag tekur hver aðgerð aðeins 10-15 mínútur og krefst ekki innlagnar sjúklinga. Í samræmi við þessa þróun sömdu heilbrigðisyfirvöld í maí sl. við augnlæknastofurnar Sjónlag hf. og LaserSjón ehf. í kjölfar útboðs um samtals 1.600 augnsteinsaðgerðir næstu 2 árin. Fram að því höfðu þessar aðgerðir eingöngu verið framkvæmdar á sjúkrahúsum hér á landi.<br /> <br /> </span><span>Sjúkrahúsin hafa ekki annað eftirspurn eftir augnsteinsaðgerðum undanfarin misseri, en með framangreindum samningum verður aðgerðum fjölgað um rúmlega 44%. Strax á næsta ári ætti því biðlisti eftir augnsteinsaðgerðum að heyra sögunni til.<br /> <br /> </span><span>Umsamið heildarverð fyrir hverja aðgerð er 77.800 kr sem er töluvert lægra en kostnaður LSH var vegna þessara aðgerða á síðasta ári. Þá er rétt að taka fram að kostnaðarhlutdeild sjúklinga er óháð því hver veitir þjónustuna og hvar &ndash; svo lengi sem viðkomandi þjónustuaðili er með samning við heilbrigðisyfirvöld.<br /> <br /> </span><span>Þetta er skólabókardæmi um þann árangur sem ég vil ná fram með því að skapa svigrúm til fjölbreytilegri rekstrarforma í heilbrigðisþjónustunni. Styttri bið og greiðari aðgangur að þjónustunni. Aukið val hinna sjúkratryggðu. Aukið aðhald að þeim sem veita þjónustuna. Lægri kostnaður hins opinbera. Aukið val fagfólks í heilbrigðisþjónustu varðandi starfsvettfang.Tækifæri sjúkrahúsanna til að nýta aðstöðu sína og mannafla til að efla frekar þá þjónustu sem þau ein geta veitt.</span></p> <h3><span>Öldrunarbiðlistum eytt</span></h3> <p><span>Annað mál sem brýnt var að taka strax á var að leysa vanda þeirra sjúklinga sem lent hafa á biðlistum þrátt fyrir brýna þörf fyrir vist á viðeigandi sjúkrastofnunum. Um árabil hefur Landspítalanum reynst erfitt að vinna á svokölluðum öldrunarbiðlistum, en þar er um að ræða inniliggjandi sjúklinga á spítalanum sem hafa fengið vistunarmat en bíða varanlegrar vistunar á hjúkrunarheimilum. Þetta hefur svo valdið því að sjúklingar sem þurfa á þjónustu spítalans að halda, hafa ekki komist að. Í febrúar sl. var tekið upp nýtt samræmt vistunarmatskerfi þar sem þeir sjúklingar sem eru í brýnni þörf og hafa beðið lengi ganga fyrir. Fréttamaður RÚV spurði Hildi Helgadóttur, innlagnastjóra Landspítalans, spurningar sem brann á mörgum við þessar fréttir: Af hverju var þetta kerfi ekki tekið upp fyrir löngu? Hildur svaraði því til að skoðun sín væru sú að það hefði fram að þessu ekki verið vilji til að stíga þetta skref og fagfólkið hefði ekki komist lönd né strönd.<br /> <br /> </span><span>Vandræði vegna öldrunarbiðlista heyra nú sögunni til. <span></span> Nýja matið spilar þar stórt hlutverk sem og ,,Grundardeildin&rdquo; sem tók til starfa á Landakoti um miðjan maí í kjölfar útboðs um rekstur á 18 rúma öldrunardeild. Samhliða þessu hafa auknir fjármunir verið lagðir í heimaþjónustu til að gera eldri borgurum kleift að vera eins lengi heima hjá sér og mögulegt er. Þá hefur frá því í mars sl. verið í gildi samningur á milli heilbrigðisyfirvalda og Heilsuverndarstöðvarinnar ehf um rekstur 20 skammtíma hvíldarrýma annars vegar og 30 dagvistarrýma með áherslu á endurhæfingu hins vegar. Um er að ræða tilraunaverkefni til sex mánaða og í ljósi góðrar reynslu af verkefninu er nú unnið að því að bjóða reksturinn út.</span></p> <h3><span>Raunverulegt bráðasjúkrahús</span></h3> <p><span>Áhersla heilbrigðisyfirvalda og stjórnenda Landspítala á að eyða biðlistum á öldrunardeildum hefur styrkt spítalann í sessi sem raunverulegt bráðasjúkrahús Íslendinga. Landspítalinn býr nú yfir nauðsynlegum sveigjanleika eftir að biðsjúklingar eftir varanlegri vistun eru ekki lengur stór hluti inniliggjandi sjúklinga. Þessi staðreynd varð heilbrigðisyfirvöldum ljós þegar Suðurlandsskjálftinn gekk yfir 29. maí sl. Ef þá hefði skapast neyðarástand hefði Landspítalinn verið í stakk búinn til að taka við rúmlega 50 sjúklingum frá jarðskjálftasvæðinu. Hefði slíkt neyðarástand komið upp í maí 2007 hefði Landspítalinn líklega ekki getað tekið við mikið fleiri en 10 sjúklingum með góðu móti.&nbsp;</span></p> <h3><span>Að lokum</span></h3> <p><span>Ég er verulega stoltur af þeim árangri sem heilbrigðisyfirvöld og heilbrigðisstarfsfólk hafa náð á þeim tíma sem liðinn er frá því að Sjálfstæðisflokkurinn tók við lyklavöldum í heilbrigðisráðuneytinu. Ég hlakka líka til áframhaldandi vinnu við framgang þeirra markmiða sem tiltekin eru í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Þar má m.a. nefna aukið svigrúm til að nýta útboð og vel skilgreinda þjónustusamninga til að bæta þjónustu við skjólstæðinga heilbrigðisþjónustunnar, bæta aðgengi og ná fram betri nýtingu fjármagns í heilbrigðisþjónustu og fjölga þannig þeim dæmum sem ég hef rakið hér að framan.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><em><span>Guðlaugur Þór Þórðarson,</span></em><em><span>&nbsp;heilbrigðisráðherra</span></em></p> <br /> <br />

Um ráðuneytið

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira