Hoppa yfir valmynd

Ræður og greinar Ingibjargar Pálmadóttur


Dags.Dags.TitillLeyfa leit
2002-02-11 00:00:0011. febrúar 2002Aðgerðir á sjúkrahúsum og utan þeirra

2001-04-14 00:00:0014. apríl 2001Þingræður heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra

<p><br /> Þingræður Ingibjargar Pálmadóttur heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra frá 119. til og með 125. löggjafarþingi.<br /> ATH. hér er tengt á vef Alþingis<br /> </p> <ul> <li><a target="_blank" href="http://www.althingi.is/altext/126/ry1802492659.html">Þingræður 126. löggjafarþings</a><br /> </li> <li><a target="_blank" href="http://www.althingi.is/altext/125/ry1802492659.html">Þingræður 125. löggjafarþings</a><br /> </li> <li><a target="_blank" href="http://www.althingi.is/altext/124/ry1802492659.html">Þingræður 124. löggjafarþings</a><br /> </li> <li><a target="_blank" href="http://www.althingi.is/altext/123/ry1802492659.html">Þingræður 123. löggjafarþings</a><br /> </li> <li><a target="_blank" href="http://www.althingi.is/altext/122/ry1802492659.html">Þingræður 122. löggjafarþings</a><br /> </li> <li><a target="_blank" href="http://www.althingi.is/altext/121/ry1802492659.html">Þingræður 121. löggjafarþings</a><br /> </li> <li><a target="_blank" href="http://www.althingi.is/altext/120/ry1802492659.html">Þingræður 120. löggjafarþings</a><br /> </li> <li><a target="_blank" href="http://www.althingi.is/altext/119/ry1802492659.html">Þingræður 119. löggjafarþings</a><br /> </li> </ul> <br /> <br />

2000-10-13 00:00:0013. október 2000Ræða á ársfundi Tryggingastofnunar ríkisins

<br /> <br /> <strong>Ræða heilbrigðis-og tryggingamálaráðherra á ársfundi Tryggingastofnunar ríkisins<br /> 13. október 2000<br /> </strong><br /> <p>Ágætu ársfundargestir - ágætu starfsmenn Tryggingastofnunar ríkisins. Það er vel við hæfi að stjórnendur TR skuli setja lyf, lyfjakostnað og <u>atvinnusjúkdóma</u> efst á dagskrá þessa fundar.<br /> <br /> Ég fagna sérstaklega þessari umræðu. Rannsóknir á atvinnusjúkdómum, slysaskráning, heilsufar tiltekinna starfs-og þjóðfélagshópa, allt eru þetta fyrirbæri sem við vitum minna um en aðrar þjóðir, sem nú leggja megin áherslu á lýðheilsurannsóknir og forvarnir til að koma í veg fyrir að fólk veikist. Þessa leið eigum við líka að fara.<br /> <br /> Markmiðið er í fyrsta lagi heilbrigði fyrir alla - <u>helst alla ævina</u>, og ekki síður, að draga úr útgjaldavextinum í heilbrigðiskerfinu.<br /> <br /> Þjóð sem er við góða heilsu fram á efri ár hún dregur verulega úr útgjöldum til heilbrigðismála. Þannig eigum við að draga úr útgjöldum framtíðarinnar.<br /> <br /> Við höfum skiljanlega einblínt lækningarnar, enda stöndum við okkur býsna vel á því sviði, en á nýrri öld snýst heilbrigðisþjónusta ekki aðeins um <u>að lækna og líkna fljótt og vel.</u><br /> <br /> Heilbrigðisþjónusta framtíðarinnar mun í vaxandi mæli snúast um, <u>að koma í veg fyrir að einstaklingarnir veikist og reyna tryggja að þeir séu heilsuhraustir langt fram á efri ár</u>.<br /> <br /> Það er hagur einstaklinganna, það er hagur atvinnufyrirtækjanna og hagur alls samfélagsins. Fyrir svo sem eins og þremur áratugum komust atvinnurekendur og vekalýðshreyfing að gagnmerku samkomulagi í lífeyristryggingamálum, en til þess má rekja uppbyggingu lífeyrissjóðanna, sem verður mikilvægari eftir því sem árin líða og mun að öllum líkindum verða til þess, að íslenska velferðarkerfið stendur, þegar önnur sligast.<br /> <br /> Ég held að einmitt nú sé bæði tímabært og afar mikilvægt að faghópar, samtök atvinnurekenda og hin almenna verkalýðshreyfing reyni í samráði við heilbrigðisyfirvöld, að ná sátt um þróun heilbrigðisþjónustunnar til langrar framtíðar, líkt og gert var á tryggingasviðinu fyrir þremur áratugum. Og ég er reiðubúin að leggja mitt af mörkum til að kanna, hvort áhugi er á slíku samstarfi.<br /> <br /> Góð heilbrigðisþjónusta er kjaramál og svo snar þáttur í samfélagsþróuninni og samkeppnishæfni í alþjóðlegum umhverfi, að um hana þarf að ríkja sátt. Til þess að svo megi verða áfram þurfa við að hlusta á öll sjónarmið.<br /> <br /> Ágætu ársfundargestir.<br /> Flest þekkjum við nokkuð til rithöfundarins, Isabellu Allénde. Fyrir skemmstu sá ég hana í sjónvarpi segja frá sorginni, sem helltist yfir hana þegar hún missti dóttur sína unga. Henni leið svo illa við <u>að hún gat ekki skrifað</u> og var að gefast upp. Hún leitaði sér aðstoðar sálfræðinga og hún hámaði í sig geðdeyfðarlyf, en allt kom fyrir ekki. Harmurinn minnkaði ekki við það.<br /> <br /> Hún sagði svo frá því, að móðir hennar hefði fylgst með sér: "Og þegar sorgin var alveg að ganga frá mér þá benti móðir mín mér á það", sagði Ísabella í sjónvarpinu, að sorgin væri eins og gleðin, hluti af lífinu.<br /> <br /> Móðir hennar bætti svo við: Við læknum ekki sorgin með lyfjum Ísabella. Við verðum að takast á við hana, og hún mun ætíð fylgja okkur, en við getum unnið úr henni.<br /> <br /> Það var þetta sem bjargaði mér, sagði þessi stórkostlegi rithöfundur.<br /> <br /> Ég nefni þetta hér til að undirstrika, að það eru margar hliðar á lyfjanotkuninni, sem hér er sett efst á dagskrá.<br /> <br /> Lyf hafa reynst afar vel í heilbrigðisþjónustunni og eru oftar en ekki virkasta læknisaðgerðin. Lyf eru lífsnauðsynleg í heilbrigðisþjónustunni. Við megum aldrei gleyma því.<br /> <br /> En læknar verða að sýna fulla klíniska ábyrgð þegar þeir ávísa á lyfin og við, almenningur, við verðum líka að átta okkur á, að lyf leysa ekki allan heimsins vanda. Hér er ég fyrst og fremst að tala um hin svokölluðu "lífsstíls-lyf". Við verðum við að læra að greina á milli markaðssetningar og þess sem við þurfum á að halda.<br /> <br /> Í þessu sambandi dreg ég það til dæmis mjög í efa, að tiltekið stinningarlyf sé allra meina bót hjá öllum þeim körlum sem telja sig vera farna að slakna eitthvað.<br /> <br /> Verða menn ekki bara að taka því eins og hverju öðru hundsbiti, að andlegur og líkamlegur styrkur fer ekki alltaf saman alveg fram í andlátið?<br /> <br /> Stundum þurfum við, og stundum getum við nefnilega sigrast á erfiðleikum okkar ein og óstudd - án lyfja. Einmitt á þeim sviðum megum við ekki halda að lyf bjargi öllu.<br /> <br /> Lyfin eru til að lækna sjúkdóma og bæta líðan á þann hátt sem við getum ekki sjálf.<br /> <br /> Í þessu sambandi bið ég menn að íhuga, að eftir því sem kröfurnar um almenna greiðsluþátttöku í <u>öllum</u> lyfjum, verða háværari og eftir því sem heilbrigðisyfirvöld samþykkja að taka þátt í greiðslu fleiri tískulyfja, þeim mun minna höfum við úr að spila til að greiða niður lyfin fyrir þá sem mest þurfa á þeim að halda. Hér verða allir að leggjast á eitt: Læknar, almenningur og heilbrigðisyfirvöld.<br /> <br /> <br /> <br /> Ágætu ársfundarfulltrúar.<br /> Lyfjanotkun á Íslandi hefur aukist um 36 af hundraði á áratug og söluverðmæti allra lyfja hefur rúmlega tvöfaldast á sama árabili á verðlagi hvers árs. Miðað við hámarksverð notuðum við ríflega níu milljarða í lyf á liðnu ári og kostnaður Tryggingastofnunar er hátt á fimmta milljarða á ári vegna lyfjanna einna.<br /> <br /> Tölurnar segja að vísu ekki nema hálfan sannleikanna í þessu sambandi vegna þess að við erum annars vegar að bera saman <u>raunveruleg útgjöld Tryggingastofnunar</u> og hins vegar <u>uppreiknað hámarksverð út úr apóteki þar sem ekki er tekið tillit til þess afsláttar sem apótekin veita neytendum.</u> En þetta eru engu að síður mikil útgjöld, sem halda verður í skefjum.<br /> <br /> <br /> Fjórðungur lyfjaútgjaldanna er vegna tauga-og geðlyfja og um helmingurinn af þeirri notkun er vegna geðdeyfðarlyfjanna, sem svo mjög er rætt um nú.<br /> <br /> Engin Norðurlandaþjóðanna notar eins mikið af þessum lyfjum og Íslendingar. Samt sem áður fækkar til að mynda <u>ekki komum á geðdeildir, þeim fjölgar</u>, <u>það fækkar ekki komum til sérfræðinga</u>, og það dregur til að mynda ekki úr sjálfsvígum - þeim fjölgar líka. Og þegar ég spyr af hverju við skerum okkur úr að þessu leyti, þá vefst sérfræðingum tunga um tönn. Læknar ávísa hér meira á nýju dýru geðdeyfðarlyfin, enda þótt ódýrari lyf séu af sérfræðingum talin jafn góð, en það skýrir ekki nema hluta af dæminu.<br /> <br /> Hér er, eins og víða annars staðar, rannsókna þörf. Við rekum ágæta heilbrigðisþjónustu Íslendingar, en þegar við þurfum að skýra og skilgreina ýmislegt sem er að gerast á þessu sviði, þá vantar okkur oft áreiðanleg svör.<br /> <br /> En það er ekki nóg að rannsaka, það þarf líka að spyrja réttu spurninganna til að fá svör, sem gagnast okkur í heilbrigðisþjónustunni, sem gera hana og tryggingakerfið betra.<br /> <br /> Hvervetna í Evrópu eru menn nú að rannsaka heilsufar þjóðfélagshópa, starfsstétta og heilsufar einstaklinga í tilteknum atvinnugreinum, en þá erum við komin að hinu þema þessa ársfundar; það er að segja atvinnusjúkdómunum.<br /> <br /> Ástæðan fyrir því evrópuþjóðir beina nú sjónum sínum í þessa átt er fyrst og fremst sú, að rannsóknir sýna að atvinna og þjóðfélagsstaða hafa veruleg áhrif á heilsufar þjóðfélagsþegnanna. Menn viðurkenna með öðrum orðum að það er munur á Jóni og séra Jóni þegar heilbrigði er annars vegar.<br /> <br /> Hér á landi eru heilbrigðisrannsóknir af þessu tagi hvorki fugl né fiskur borið saman við það sem gerist í nálægum löndum. Það er ekki hefð fyrir rannsóknum af þessu tagi hér, en það er hins vegar afar mikilvægt að nýta aðferðafræði og reynslu félagsvísinda á þessu sviði.<br /> <br /> Meðal þjóðanna sem við berum okkur jafnan saman við beina heilbrigðisyfirvöld öllum kröftum sínum að því að ná til og breyta aðstæðum þjóðfélagshópanna sem eru í mestri hættu á að verða sjúkir.<br /> <br /> Spánverjar fara þessa leið og hafa náð góðum árangri, Frakkar, Bretar leggja mikla áherslu á þetta, og nú síðast Svíar og Danir af fullum krafti. Til grundvallar liggja rannsóknir og athuganir og markmiðið er, að kortleggja aðstæður fólks til að hjálpa því að öðlast heilsusamlegra líf.<br /> <br /> Ágætu ársfundargestir.<br /> <br /> Ég mun á næstunni taka ákvörðun um, hvort nú sé ekki tímabært að setja undir einn hatt allar nefndir og öll ráð, sem hafa forvarnir á sinni könnu til að samræma og nýta betur það mikla fé, sem veitt er til málaflokksins <u>í heild</u>.<br /> <br /> Með því mætti samræma forvarnir, beina sjónum okkar að þeim hópum sem við þurfum að ná til, og síðast en ekki síst sýnist mér að á þennan hátt gætu skapast möguleikar á því að stórefla forvarnarannsóknir.<br /> <br /> Á alþjóðavísu standa Íslendingar almennt vel bæði þegar litið er til heilbrigðismála og tryggingamála. Ég held hins vegar að margir hafi hrokkið í kút, þegar Alþjóða heilbrigðismálastofnunin, á liðnu sumri, skipaði okkur í fimmtánda sæti yfir þær þjóðir sem bestum árangri hafa náð í heilbrigðisþjónustunni í heild.<br /> <br /> Það er gagnlegt fyrir okkur sem þjóð, það er gagnlegt fyrir fagfólk og það er gagnlegt fyrir heilbrigðis-og fjármálayfirvöld að átta sig á þessari stöðu.<br /> <br /> Við eigum að setja okkur það markmið að komast í fremstu röð þjóða á þessum lista og ekki að sætta okkur við annað. Vísasti vegurinn til þess er að fara þá forvarnaleið, sem ég hér hef gert að umtalsefni. Forvarnaleið sem hlýtur að byggjast á þverfaglegum rannsóknum á heilsufari starfsstétta og þjóðfélagshópa.<br /> <br /> Ég ætla að taka lítið dæmií þessu sambandi: Í vor bárust okkur upplýsingar um að íslensk börn væru orðin þau þyngstu í hinum vestræna heimi.<br /> <br /> Fyrst getum við spurt okkur: Af hverju? Jú, það er hreyfingaleysi og mataræði sem veldur. Eigum við að láta gott heita og horfa aðgerðalaus á? Nei, það megum við ekki. Hér eiga forvarnirnar við.<br /> <br /> Gefum okkur að börnin vaxi úr grasi og haldi áfram að vera svona þung. Hvaða vandamál erum við þá að búa til?<br /> Jú, við gætum verið að búa til hjartasjúklinga framtíðarinnar með öllum þeim og óþægindum sem sjúkdómurinn hefur í för með sér. Fyrir einstaklinginn, fyrir vinnuveitanda, fyrir tryggingakerfið og fyrir samfélagið allt.<br /> <br /> Og það er alveg öruggt, að við erum að auka hættuna á því að börnin okkar fái sykursýki, ef við reynum ekki að breyta þessu.<br /> <br /> <br /> Það kann að kosta milljónatugi að fara í ýmis konar forvarnaverkefni af þessu tagi, en það þarf ekki Nóbelsverðlaunahafa í heilsuhagfræði til að sjá, að sú fjárfesting skilar sér þótt síðar verði.<br /> <br /> Áherslubreyting af því tagi sem ég er hér að nefna er ekkert sem verður töfrað fram í skyndingu. Og það eru vafalaust skiptar skoðanir um gildi forvarna ekki síst vegna þess að árangurinn er ekki áþreifanlegur hér og nú.<br /> <br /> Með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi vil ég láta á það reyna á næstunni, hvort samtök launafólks og vinnuveitenda hafa áhuga á, að taka þátt í sameiginlegum umræðum um heilbrigðisþjónustu framtíðarinnar á grundvelli þeirra sjónarmiða sem hér hafa verið sett fram.<br /> <br /> Í mínum huga skiptir það miklu máli fyrir okkur sem samfélag, að sátt verði áfram um heilbrigðisþjónustuna. Víðtæk sátt um heilbrigðis-og tryggingmál á nýrri öld þarf að taka mið af þeim stórhug sem einkenndu leiðtoga launþega og atvinnurekenda fyrir þremur áratugum þegar þeir settust saman og bjuggu til lífeyriskerfi til framtíðar.<br /> <br /> Hærra, ofar, lengra.<br /> <br /> Við eigum að setja okkur þessi markmið á öllum sviðum. Líka í heilbrigðis- og tryggingamálum, en til þess þurfa allir að vera með.<br /> <br /> [Talað orð gildir]<br /> <br /> <br /> </p>

2000-04-10 00:00:0010. apríl 2000Frumvarp til laga um lífsýnasöfn - flutningsræða

<p><strong>Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra:</strong><br /> </p> <div align="right"> <br /> <strong>Flutt á 125. löggjafarþingi</strong><br /> <strong>10. apríl 2000</strong> </div> <br /> <p>Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir frv. til laga um lífsýnasöfn. Frv. um sama efni var lagt fram á 123. löggjafarþingi en var ekki afgreitt.</p> <p>Upphaf þessa frv. má rekja til vinnu siðaráðs landlæknis á árunum 1996--1997, en ráðið kynnti sér þar starfsemi lífsýnasafna og taldi nauðsynlegt að sett yrðu lög um þessa starfsemi. Siðaráðið sendi síðan ráðuneytinu drög að frv. Í framhaldi af því var skipaður vinnuhópur til að yfirfara drögin og semja frv. Vinnuhópurinn fékk á sinn fund ýmsa sérfræðinga á sviði læknisfræði, siðfræði, rannsókna og öryggis persónuupplýsinga. Þannig átti vinnuhópurinn m.a. fundi með forsvarsmönnum stærstu lífsýnasafnanna hér á landi.</p> <p>Vinnuhópurinn kynnti sér ýmsar þjóðréttarreglur og skuldbindingar á þessu sviði þar sem tekið er á atriðum eins og friðhelgi einkalífsins, umgjörð vísindarannsókna, verndun persónuupplýsinga, banni við misnotkun erfðaupplýsinga og almennum öryggissjónarmiðum við geymslu heilsufarsgagna á upplýsingaöld svo að nokkur dæmi sé nefnd.</p> <p>Frv. sem samið var af fyrrgreindum vinnuhópi var síðan eins og áður sagði lagt fram á 123. þingi en hlaut ekki afgreiðslu. Starfsmenn ráðuneytisins hafa nú yfirfarið frv. með tilliti til þeirra umsagna sem bárust hv. heilbr.- og trn. þegar frv. var til meðferðar í nefndinni. Umsagnirnar voru almennt jákvæðar en fram komu ýmsar gagnlegar athugasemdir sem tekið hefur verið tillit til í því frv. sem ég mæli nú fyrir.</p> <p>Meginmarkmið löggjafar á þessu sviði er að styrkja starfsemi þeirra lífsýnasafna sem eru til hér á landi og hvetja til vísindarannsókna. Í frv. er lögð áhersla á að tryggja að varsla, meðferð og nýting lífsýna úr mönnum verði með þeim hætti að virðing og réttindi þegnanna séu tryggð og nýting lífsýnanna þjóni vísindalegum og læknisfræðilegum tilgangi og stuðli að almannaheill.</p> <p>Hér á landi eru nokkur mjög verðmæt söfn lífsýna. Þau eru sum hver árangur af marga áratuga vinnu heilbrigðisstarfsmanna. Lífsýnasöfnin eru ekki hvað síst verðmæt í ljósi vísindalegra, heilsufarslegra og læknisfræðilegra sjónarmiða. Lífsýnasöfnin hafa m.a. skapað grunn að sívaxandi vísindasamfélagi hér á landi síðustu áratugina. Í mörgum tilvikum hefur verðmætt safn lífsýna ýtt undir áhuga erlendra aðila, vísindastofnana og rannsóknasjóða á ýmiss konar samstarfsverkefnum íslenskra og erlendra vísindamanna. Því er nauðsynlegt að löggjafinn skapi umgjörð um lífsýni almenningi, sjúklingum og vísindasamfélaginu til heilla. Með frv. er leitast við að hlúa að rekstri þeirra lífsýnasafna sem nú þegar eru til í landinu, jafnframt því að skapa umgjörð um ný lífsýnasöfn. Gerð er grein fyrir réttindum og skyldum leyfishafa er tengjast vörslu á lífsýnum. Þá er reynt að tryggja aðgengi vísindamanna á grundvelli starfsreglna og þeirra venja er tíðkast hafa í vísindaheiminum um margra áratuga skeið með góðum árangri.</p> <p>Jafnframt eru settar reglur um eftirlit opinberra aðila, svo sem heilbrrh., landlæknis, tölvunefndar og vísindasiðanefndar með lífsýnasöfnun.Víða um lönd hafa verið sett lög um líffæra- og lífsýnabanka í tengslum við flutninga líffæra og vefefna milli manna. Lagasetning um lífsýnasöfn, þar sem söfnin þjóna fyrst og fremst vísindalegum tilgangi, er hins vegar á frumstigi.</p> <p>Virðulegi forseti. Ég tel rétt að vekja sérstaka athygli á þremur helstu álitamálunum sem til umræðu komu við gerð frv. en þau eru:</p> <p>Í fyrsta lagi eignarréttur á lífsýnum, í öðru lagi fyrirkomulag samþykkis lífsýnagjafa og í þriðja lagi vernd persónuupplýsinga.</p> <p>Við umfjöllun um lífsýnasöfn verður ekki hjá því komist að taka afstöðu til þess hvort leyfishafi verði eigandi þeirra lífsýna sem vistuð eru í lífsýnasafni hans. Í hefðbundinni skilgreiningu eignarréttarins felst að eigandinn einn hefur heimild til umráða og ráðstöfunar verðmæta, oftast fjárhagslegra. Þá er það einkenni eignarréttinda að aðilaskipti geta orðið að þeim og að þau verða metin til fjár á peningalegan mælikvarða.</p> <p>Vegna eðlis lífsýna og þess hvernig til lífsýnasafna er stofnað geta þau hvorki né mega lúta lögmálum eignarréttar í venjulegum skilningi. Leyfishafi lífsýnasafns telst því ekki eigandi lífsýnanna en hefur ákveðinn umráða- og ráðstöfunarrétt yfir þeim, eins og nánar er kveðið á um í frv. Við endurskoðun frv. voru tekin af tvímæli um það að leyfishafa er ekki heimilt að selja lífsýni en er heimilt að taka gjald sem nemur kostnaði við öflun og vörslu lífsýnanna og veitingu aðgangs að þeim.</p> <p>Samkvæmt frv. verður lífsýni einvörðungu vistað í lífsýnasafni með samþykki lífsýnisgjafa. Samþykki getur annaðhvort verið ætlað eða upplýst, óþvingað samþykki. Gert er ráð fyrir að einstaklingar séu almennt ekki mótfallnir því að lífsýni sem tekin eru við venjubundna meðferð og rannsóknir í heilbrigðisstofnunum verði vistuð á lífsýnasafni eins og tíðkast hefur. Í frv. er því gert ráð fyrir ætluðu samþykki fyrir vistun slíkra sýna á lífsýnasafni hafi lífsýnagjafi ekki lýst sig mótfallinn því og skriflegar upplýsingar um það verið aðgengilegar. Sé lífsýna hins vegar aflað til vörslu í lífsýnasafni ber að leita eftir upplýstu óþvinguðu samþykki lífsýnagjafa. Það sama gildir um öflun lífsýna til notkunar í tilgreindri vísindarannsókn og vistun þess á lífsýnasafni.</p> <p>Í frv. er lögð sú skylda á stjórnvöld að kynna efni þess rækilega fyrir almenningi, m.a. hvað felist í samþykki lífsýnagjafa og rétti einstaklinga til þess að hafna því að lífsýni sem tekið er við þjónusturannsókn verði varðveitt í lífsýnasafni til notkunar í vísindarannsókn samkvæmt frv. Við endurskoðun frv. var bætt við ákvæðum um rétt lífsýnagjafa til að draga samþykki sitt til baka. Þegar um er að ræða lífsýni sem aflað var til vörslu í lífsýnasafni skal lífsýni eytt ef lífsýnagjafi dregur samþykki sitt til baka.</p> <p>Þegar um er að ræða lífsýni sem tekið var vegna þjónusturannsóknar og vistað á lífsýnasafni til notkunar í vísindarannsóknum getur lífsýnagjafi hvenær sem er lýst því yfir að hann sé mótfallinn því og skal lífsýnið þá einungis notað í þágu lífsýnagjafa. Við endurskoðun frv. var bætt við bráðabirgðaákvæði um meðferð lífsýna sem aflað hefur verið fyrir gildistöku laganna. Þar kemur fram að heimilt sé að vista þau á lífsýnasafni nema lífsýnagjafi lýsi sig mótfallinn. Þá er tekið fram að gengið skuli út frá ætluðu samþykki sé lífsýnagjafi látinn.</p> <p>Áhætta af starfrækslu lífsýnasafna felst aðallega í hugsanlegri misnotkun á upplýsingum eða niðurstöðum rannsókna á lífsýnum. Því er í frv. lögð rík áhersla á að tryggja öryggi persónuupplýsinga í íslenskum lífsýnasöfnum.</p> <p>Starfræksla lífsýnasafna um margra áratuga skeið og almenn varðveisla heilsufarsupplýsinga hefur hvorki orðið tilefni til tortryggni meðal almennings í garð heilbrigðisstétta né hafa komið í ljós tilvik misnotkunar eða vanrækslu. Þrátt fyrir það er sjálfsagt að tryggja í frv. að öryggis persónuupplýsinga í lífsýnasöfnum sé gætt. Þess vegna er það m.a. sett sem skilyrði leyfis til reksturs lífsýnasafns að umsögn tölvunefndar liggi fyrir. Þá hafa leyfishafar lífsýnasafna upplýsingaskyldu gagnvart tölvunefnd, sbr. 6. gr. frv.</p> <p>Frv. til laga um lífsýnasöfn skiptist í sex kafla.</p> <p>Í I. kafla er að finna almenn ákvæði um markmið, gildissvið og skilgreiningar. Kveðið er á um að markmið laganna sé að heimila söfnun, vörslu, meðferð og nýtingu lífsýna þannig að persónuvernd sé tryggð, gætt sé hagsmuna lífsýnagjafa og að lífsýni verði eingöngu nýtt í vísindalegum og læknisfræðilegum tilgangi.</p> <p>Í II. kafla er fjallað um stofnun og starfrækslu lífsýnasafna. Þar er m.a. gert ráð fyrir að einungis þeir sem fengið hafa til þess heimild ráðherra geti rekið lífsýnasafn. Ráðherra skal afla umsaga landlæknis, vísindasiðanefndar og tölvunefndar áður en leyfið er veitt. Jafnframt eru sett ýmiss skilyrði fyrir leyfisveitingu, svo að skýr markmið með starfrækslunni liggi fyrir, starfsreglur hafi verið settar og tilnefnd hafi verið safnstjórn og ábyrgðarmaður sem uppfylli tiltekin skilyrði.</p> <p>Í III. kafla er fjallað um söfnun, meðferð og aðgang að lífsýnum. Þar er m.a. fjallað um ætlað og upplýst samþykki eins og lýst var hér á undan. Þá er að finna ákvæði þess efnis að vernd persónuupplýsinga skuli vera í samræmi við staðla sem tölvunefnd ákveður.</p> <p>Ákvæði 9. gr. fjalla um aðgang að lífsýnasafni til vísindarannsókna, frekari greiningu sjúkdóma, kennslu og gæðaeftirlits. Þar segir að sýni skuli að jafnaði ekki notuð í öðrum tilgangi en þeim var ætlað í upphafi, en undantekningar frá því eru mögulegar með samþykki vísindasiðanefndar.</p> <p>Aðgang vegna vísindarannsókna getur safnstjórn ekki heimilað nema að fengnu samþykki tölvunefndar og að fyrir liggi rannsóknaráætlun samþykkt af vísindasiðanefnd eða siðanefnd viðkomandi heilbrigðisstofnunar. Safnstjórn getur að fengnu samþykki tölvunefndar og vísindasiðanefndar heimilað notkun lífsýna í öðrum tilgangi en hinum upphaflega, að uppfylltum skilyrðum sem lýst er í greininni. Slíkt gæti m.a. verið vegna erfðamála eða annarrar laganauðsynjar.</p> <p>Í IV. kafla er fjallað um eftirlit og upplýsingaskyldu. Landlæknir skal samkvæmt frv. árlega gefa út skrá um lífsýnasöfn sem aðgengileg sé fyrir almenning. Í kaflanum er ítrekuð sú skylda heilbrigðisyfirvalda að kynna almenningi rekstur lífsýnasafna, rétt einstaklinga og hvað felst í ætluðu samþykki. Almenningi verður að verður að vera ljóst að við þjónusturannsóknir verður að taka það sérstaklega fram óski viðkomandi ekki eftir því að lífsýni hans verði vistað á lífsýnasafni og hvernig hann geti komið slíkri ósk á framfæri.</p> <p>Í V. kafla er fjallað um refsingar og viðurlög. Þar er kveðið á um heimild ráðherra til að afturkalla leyfi ef brotið er gegn ákvæðum laganna eða skilyrðum leyfis er ekki fullnægt.</p> <p>Loks er í frv. ákvæði til bráðabirgða þar sem landlæknisembættinu er falið að sjá um ítarlega kynningu meðal almennings á starfsemi lífsýnasafna. Einnig er þar ákvæði um meðferð lífsýna sem aflað var fyrir gildistöku laganna og lífsýna úr látnum.</p> <p>Virðulegi forseti. Ég hef nú gert grein fyrir helstu ákvæðum frv. til laga um lífsýnasöfn og lýst þeim álitaefnum sem til skoðunar komu við frumvarpssmíðina. Framfarir í vísindum hafa orðið til þess að lífsýni verða sífellt mikilvægari í vísindarannsóknum og möguleikar á nýtingu þeirra hafa aukist. Því er mikilvægt að tryggja bæði hagsmuni lífsýnagjafa og hagsmuni almennings af framförum í vísindum og læknisfræði. Ég tel að með samþykki þessa frv. væri stigið mikilvægt skref til að tryggja þessa hagsmuni. Með því mundum við skipa okkur í fremstu röð á sviði löggjafar á þessu sviði.</p> <p>Virðulegi forseti. Ég leyfi mér að leggja til að að lokinni þessari umræðu verði málinu vísað til hv. heilbr.- og trn. og 2. umr.<br /> </p>

2000-04-07 00:00:0007. apríl 2000Frumvarp til laga um sjúklingatryggingu - flutningsræða

<p><strong>Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðisráðherra:</strong><br /> </p> <div align="right"> <strong>Flutt á 125. löggjafarþingi</strong><br /> <strong>7. apríl 2000</strong> </div> <br /> <p>Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir frv. til laga um sjúklingatryggingu, en frv. gerir ráð fyrir að sjúklingar verði tryggðir með sérstakri sjúklingatryggingu ef þeir verða fyrir heilsutjóni í tengslum við læknismeðferð eða aðra heilbrigðisþjónustu.</p> <p>Sjúklingatrygging felur í sér víðtækari rétt sjúklings til bóta en hann á eftir almennum skaðabótareglum og núgildandi reglum samkvæmt lögum um almannatryggingar. Slíkar sjúklingatryggingar hafa verið teknar upp annars staðar á Norðurlöndum og hafa gefið góða raun. Hér á landi hefur frá árinu 1989 verið vísir að sjúklingatryggingu í slysatryggingakafla almannatryggingalaganna. Var um að ræða bráðabirgðaúrræði þangað til ný lög um sjúklingatryggingu yrðu samþykkt.</p> <p>Með frv. þessu er stefnt að því að gera íslenskar reglur um sjúklingatryggingu í aðalatriðum svipaðar öðrum norrænum reglum. Á þann hátt er verið að auka bótarétt sjúklinga sem bíða heilsutjón vegna áfalla í tengslum við læknismeðferð.</p> <p>Frv. til laga um sjúklingatryggingu var lagt fyrir Alþingi á 113. löggjafarþingi, en náði ekki fram að ganga. Það frv. sem nú er lagt fram byggir á því frv.</p> <p>Fjölmargir aðilar hafa fengið frv. til umsagnar og voru umsagnirnar mjög jákvæðar og gagnlegar. Á meðal þeirra sem fengu frv. til umsagnar voru stóru sjúkrahúsin í Reykjavík, Landssamband sjúkrahúsa, landlæknir, Neytendasamtökin, Tryggingastofnun ríkisins, Lögmannafélag Íslands, Samband íslenskra tryggingafélaga, dóms- og kirkjumrn. og Örykjabandalagið. Umsagnaraðilar fögnuðu því að sett yrðu lög um sérstaka sjúklingatryggingu.</p> <p>Sjúklingur sem verður fyrir heilsutjóni af völdum læknismeðferðar eða í tengslum við hana á yfirleitt ekki rétt á bótum eftir almennum skaðabótareglum nema hann geti sannað að tjónið verði rakið til sakar annars manns. Sjúklingur getur orðið fyrir heilsutjóni af ýmiss konar skakkaföllum í tengslum við læknismeðferð, rannsókn eða slíkt án þess að skilyrði bótaréttar eftir almennum skaðabótareglum séu fyrir hendi. Oft er sök augljóslega ekki orsök tjóns en í öðrum tilvikum benda líkur til sakar þótt ekki takist að sanna að svo sé. Ýmis dæmi eru um að varanleg örorka hljótist af meðferð sjúklinga, einkum á sjúkrahúsum þar sem stærri aðgerðir eru gerðar. Í sumum tilvikum hefur örorka mjög afdrifaríkar afleiðingar fyrir sjúklinginn.</p> <p>Skaðabótaregur veita samkvæmt þessu ekki nærri alltaf bótarétt vegna heilsutjóns sem hlýst af læknisaðgerð eða annarri meðferð innan heilbrigðiskerfisins.</p> <p>Frv. gerir ráð fyrir að fjárhæð bóta fari eftir skaðabótalögum. Bætur skulu greiddar ef virt tjón nemur 50 þús. kr. eða hærri fjárhæð, hámark bótafjárhæðar vegna hvers einstaks tjónatilviks skal þó vera 5 millj. kr. Rétt er að benda á að hér er um að ræða bætur sem greiddar eru án tillits til sakar. Réttur sem sjúklingur kann að eiga vegna mistaka eða vanrækslu skerðist ekki, þannig að sjúklingur sem verður fyrir tjóni sem nemur hærri fjárhæð en 5 millj. kr. og er bótaskylt samkvæmt almennum skaðabótareglum getur eftir sem áður gert kröfu um það sem á kann að vanta og fer þá um hana samkvæmt almennum reglum.</p> <p>Eins og áður sagði er tilgangurinn með frv. að tryggja sjúklingi sem verður fyrir heilsutjóni vegna læknismeðferðar víðtækari rétt til bóta en hann á eftir almennum skaðabótareglum og núgildandi reglum um almannatryggingar. Einnig er verið að gera honum auðveldara að ná rétti sínum.</p> <p>Helstu rök fyrir sjúklingatryggingu er að sönnunarvandkvæði í þessum málaflokki eru oft meiri en á öðrum sviðum, bæði vegna læknisfræðilegra álitamála og vegna þess að oft eru ekki aðrir til frásagnar en þeir sem eiga hendur sínar að verja þegar sjúklingur heldur því fram að mistök hafi orðið. Einnig er kostnaður við rekstur skaðabótamála oft mikill, einkum þegar mikill vafi leikur á um sönnun gáleysis eða orsakatengsla.</p> <p>Það eru einnig rök fyrir sjúklingatryggingu að æskilegt er að sem víðtækust vitneskja fáist um það sem betur má fara í heilbrigðiskerfinu. Slík vitneskja er nauðsynleg ef gera á úrbætur. Skaðabótamál eru fallin til að skapa tortryggni og geta spillt eðlilegu og nauðsynlegu sambandi sjúklings og þess sem þjónustuna veitir. Dómsmál eru því ekki til þess fallin að auðvelda öflun almennra upplýsinga um það sem miður fer. Bótaréttur úr sjúklingatryggingu er hins vegar ekki háður því að unnt sé að sýna fram á persónulega ábyrgð læknis eða annars starfsmanns.</p> <p>Að lokum ætti víðtækur bótaréttur að draga úr neikvæðum afleiðingum hjá sjúklingi vegna afdrifaríkra fylgikvilla eða óvenjulegra eftirkasta læknismeðferðar. Frv. nær til allrar heilbrigðisþjónustunnar og þeir sem eiga rétt á bótum eru sjúklingar sem verða hér á landi fyrir líkamlegu eða geðrænu tjóni í tengslum við rannsókn eða sjúkdómsmeðferð á sjúkrahúsi, heilsugæslustöð eða á annarri heilbrigðisstofnun, í sjúkraflutningum eða hjá heilbrigðisstarfsmanni sem starfar sjálfstætt og hefur hlotið löggildingu heilbr.- og trmrh.</p> <p>Einnig nær sjúklingatrygging til sjúklinga sem svokölluð siglinganefnd Tryggingastofnunar ríkisins heimilar að senda til læknismeðferðar á sjúkrahúsi eða heilbrigðisstofnun erlendis í þeim tilvikum þar sem ekki er unnt að veita læknismeðferð hér á landi.</p> <p>Menn sem gangast undir læknisfræðilega tilraun sem ekki er liður í sjúkdómsgreiningu eða meðferð á sjúkdómi þess er í hlut á eiga sama rétt og sjúklingar samkvæmt frv. nema annars sé getið sérstaklega. Sama á við um þá sem gefa vef, líffæri, blóð eða annan líkamsvökva.</p> <p>Samkvæmt frv. skal greiða bætur vegna allra tjóna sem rakin verða til þess að eitthvað fer úrskeiðis hjá lækni eða öðrum starfsmanni eða til bilunar eða galla í tæki. Við mat á því hvort eitthvað hafi farið úrskeiðis hjá lækni eða öðrum heilbrigðisstarfsmanni er ekki notaður mælikvarði hinnar almennu sakarreglu skaðabótaréttar, heldur er miðað við hvað gerst hefði ef rannsókn eða meðferð hefði verið hagað eins vel og hægt var. Þá skal greiða bætur vegna allra tjóna sem ljóst er að komast hefði mátt hjá með því að beita annarri aðferð eða annarri tækni sem völ var á. Bætur greiðast þrátt fyrir að tjón hafi verið óhjákvæmilegt og þó því aðeins að tjón sé meira en sanngjarnt er að sjúklingur beri. Sjúklingatrygging tekur ekki til tjóns sem einvörðungu verður rakið til eiginleika lyfs. Slíkt tjón fellur undir lög um skaðsemisábyrgð.</p> <p>Í frv. er lagt til að allir sem veita heilbrigðisþjónustu innan stofnunar sem utan beri bótaábyrgð. Þegar um sjúklinga, sem brýn nauðsyn er að vista á heilbrigðisstofnun erlendis, er að ræða ber Tryggingastofnun ríkisins bótaábyrgð. Þó eru dregnar frá bætur sem kunna að vera greiddar í hinu erlenda ríki vegna tjónsins.</p> <p>Gert er ráð fyrir að bótaskyldir aðilar kaupi sjúklingatryggingu hjá vátryggingafélagi, heilsugæslustöðvum, sjúkrahúsum og öðrum heilbrigðisstofnunum sem ríkið á eða er eignaraðili að og Tryggingastofnun ríkisins er þá heimilt að bera bótaábyrgð á eigin áhættu.</p> <p>Gert er ráð fyrir að kröfur um bætur vegna tjóns á öðrum en þeim sem bera bótaábyrgð í eigin áhættu verði beint að vátryggingafélagi. Kröfu um bætur vegna tjóns hjá þeim sem bera bótaábyrgðina í eigin áhættu verður hins vegar beint að Tryggingastofnun ríkisins.</p> <p>Í frv. er gert ráð fyrir að ákvæði almannatryggingalaga um sjúklingatryggingu falli brott. Þó er gert ráð fyrir að þeir sem eru með bætur frá Tryggingastofnun ríkisins haldi þeim bótum sem þeir hafa áunnið sér, t.d. örorkubótum sem greiddar eru mánaðarlega, þar til einstaklingur hefur náð ellilífeyrisaldri. Enn fremur er gert ráð fyrir að kröfur eða tilkynningar fyrir gildistöku laganna verði afgreiddar samkvæmt almannatryggingalögum.</p> <p>Virðulegi forseti. Ef frv. til laga um sjúklingatryggingu verður að lögum er það geysilega mikið framfaraspor í heilbrigðisþjónustunni. Það er mikil réttarbót fyrir sjúkling að geta leitað eftir bótum vegna heilsutjóns á einfaldan og skilvirkan hátt. Það er einnig ávinningur fyrir starfsmenn heilbrigðisþjónustunnar að sjúklingatryggingu verði komið á, þar sem ekki er verið að leita að sök við mat á því hvort sjúklingur eigi rétt á bótum eða ekki. Ég tel að sjúklingatryggingin muni leiða til aukinna gæða í heilbrigðisþjónustu.</p> <p>Virðulegi forseti. Ég leyfi mér að leggja til að frv. verði vísað til hv. heilbr.- og trn. og til 2. umr. að þessari umræðu lokinni.<br /> </p>

2000-04-04 00:00:0004. apríl 2000Frumvarp til laga um breytingu á lögum um almannatryggingar - flutningsræða

<p><strong>Ingibjörg Pálmadóttir,<br /> heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra</strong><br /> <br /> </p> <div> <strong>Flutt á 125. löggjafarþingi</strong><br /> <strong>4. apríl 2000</strong> </div> <br /> <p>Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir frv. til laga um breytingu á lögum um almannatryggingar. Aðdragandi að gerð frv. er sá að hinn 2. júní 1998 var samþykkt á Alþingi þingsályktun um stefnumótun í málefnum langveikra barna. Í árslok 1998 skipaði ég nefnd sem vinna skyldi tillögur um stefnumótun í málefnum langveikra barna og skilaði sú nefnd skýrslu í júní 1999.</p> <p>Í framhaldi af því samþykkti ríkisstjórnin að tillögu minni að skipuð yrði nefnd skipuð fulltrúum heilbrrn., félmrn., menntmrn. og fjmrn. sem gera skyldi drög að stefnu ríkisstjórnarinnar í málefnum langveikra barna og var sú stefna samþykkt á fundi ríkisstjórnarinnar nú fyrir skömmu og hún hefur þegar verið kynnt hagsmunahópum sem málinu tengjast.</p> <p>Í stefnumótun ríkisstjórnarinnar er að finna ítarlegar tillögur til úrbóta í málefnum langveikra barna í heilbrigðis-, félags- og menntamálum. Ein af tillögum nefndarinnar er sú að lagt yrði fram það frv. sem hér er nú flutt.</p> <p>Í frv. er lagt til að gerð verði sú breyting á 36. gr. laga um almannatryggingar að Tryggingastofnun ríkisins verði heimilað að greiða óhjákvæmilegan dvalarkostnað annars foreldris vegna sjúkrahússinnlagnar barns fjarri heimili sem er yngra en 18 ára. Ef um er að ræða erfiða sjúkdómsmeðferð vegna lífshættulegs sjúkdóms er heimilt að slík greiðsla nái til beggja foreldra barns að 18 ára aldri. Með þessari breytingu er komið til móts við foreldra veikra og langveikra barna um greiðslu dvalarkostnaðar hér innan lands fjarri heimili þegar barn þarf að leggjast inn á sjúkrahús. Í frv. er gert ráð fyrir að tryggingaráð setji nánari reglur um dvalarkostnaðinn.</p> <p>Hér er um að ræða mikla réttarbót fyrir foreldra veikra barna þar sem ekki er gert ráð fyrir því í núgildandi lögum um almannatryggingar að dvalarkostnaður foreldra sé greiddur hér innan lands heldur aðeins ef um er að ræða dvalarkostnað foreldra veikra barna ef sjúkrahúsvist er erlendis.</p> <p>Breyting sú er hér er lögð til mun eðli sínu samkvæmt aðallega nýtast foreldrum barna utan af landi sem þurfa að leggjast á sjúkrahús í Reykjavík eða á Akureyri.</p> <p>Auk þess sem þetta frv. er hér lagt fram hefur þegar verið breytt reglugerðum um fjárhagslega aðstoð við framfærendur fatlaðra og langveikra barna þar sem, með leyfi forseta:</p> <p>1. Aldursákvæðum reglugerðarinnar er breytt þannig að almenn aldursviðmið umönnunargreiðslna séu hækkuð úr 16 í 18 ár og heimilaðar eru umönnunargreiðslur að 20 ára aldri vegna barna með lífshættulega sjúkdóma eða alvarlega fjölfötlun.</p> <p>2. Heimilt verði að greiða umönnunargreiðslur í allt að sex mánuði eftir andlát langveiks barns en þær falli ekki niður strax eftir andlát svo sem nú er.</p> <p>Virðulegi forseti. Ég hef farið yfir aðdraganda þess að ég legg fram þetta frv. til laga um breytingu á lögum um almannatryggingar. Frv. er samið sem hluti af stefnumótun ríkisstjórnarinnar í málefnum langveikra barna og í samvinnu við Umhyggju, félag til stuðnings langveikum börnum. Ég tel afar brýnt að frv. þetta nái fram að ganga á þessu þingi og leyfi mér því, virðulegi forseti, að leggja til að frv. verði vísað til heilbr.- og trn. og til 2. umr.<br /> </p>

2000-03-30 00:00:0030. mars 2000Ráðstefna um gæði og árangur í heilbrigðisþjónustu

<p><strong>Setningarræða Ingibjargar Pálmadóttur,<br /> heilbrigðis-og tryggingamálaráðherra<br /> Ráðstefna um gæði og árangur í heilbrigðisþjónustu,</strong><br /> <br /> </p> <p>Ágætu ráðstefnugestir, veriði velkomnir.<br /> Það er óhætt að segja að við lifum einhverjar mestu breytingar, sem orðið hafa á heilbrigðisþjónustu og heilbrigðisvísindum í sögu þjóðarinnar og sumir myndu segja í sögu þjóðanna. Fagfólk býr yfir meiri tæknilegri kunnáttu en áður og stóraukin fjárframlög til vísinda, ekki hvað síst heilbrigðisvísinda, hafa skilað okkur mikilli þekkingu.<br /> <br /> Flest bendir til þess að Íslendingar hafi aldrei haft á að skipa jafn mörgum og hæfum heilbrigðisstarfsmönnum og sennilega hefur sú fullyrðing, að við rekum hér heilbrigðisþjónustu á heimsvísu, aldrei verið jafn sönn og rétt og nú. Svo ör er þróunin á vísindasviðinu að orðatiltækið: Við stöndum nú á tímamótum, hefur jafnvel glatað merkingu sinni.<br /> <br /> Þrátt fyrir þessar öru breytingar er sumt sem ekki breytist. Gæði og árangur ræðst af miklu leyti <u>af trúmennskunni</u> sem starfsmenn leggja í starf sitt, við erum enn að <u>veita þjónustu</u> og við erum til fyrir sjúklinginn og ekki öfugt. Þetta breytist ekki þótt byltingarkenndar framfarir verði í meðferð og heilbrigðistækni. Og af því ég minnist á heilbrigðistækni og vísindi þá er það afskaplega mikilvægt fyrir heilbrigðisþjónustuna og íslenskan vísindaheim, að hér skuli hafa risið upp öflug fyrirtæki á þessu sviði. Ég nefni til dæmis Íslenska erfðagreiningu og Urði, Verðandi og Skuld, Flögu, Stoð, Delta og Össur. Ég undirstrika að ég nefni þessi fyrirtæki aðeins sem dæmi. Starfsemi fyrirtækja á þessu sviði þýðir að við tökum virkan þátt í alþjóðlegri þekkingarbyltingu og við skulum í þessu sambandi ekki gleyma því, að þessi starfsemi byggist hérlendis á þeirri reynslu, sem orðin er til í íslensku heilbrigðisþjónustunni. Sá reynslu og þekkingarbrunnur er ein af forsendunum fyrir því að við getum lagt okkar af mörkum til þróunarstarfs af sama og stundum meiri krafti en fjölmennari þjóðir.<br /> <br /> Ný fyrirtæki af því tagi sem ég nefni hér munu stuðla að stórstígum framförum í þróun lyfja og lækningaaðferða á næstu árum. Atvinnustarfsemin, vísindarannsóknir og menntun samþættast í þessum fyrirtækjum og munu stuðla að betri þjónustu og meiri árangri í heilbrigðisþjónustunni. En við megum aldrei gleyma því að þótt framfarir séu miklar þá er sumt sem breytist ekki eins og ég gat um áðan, eða breytist hægt, og við megum ekki tapa okkur í framtíðardraumum. Við megum ekki láta tækni-eða vísindahyggjuna villa okkur sýn. Við verðum líka að huga að siðferðilegum málum og reyna að leggja gæði og árangur á mælistiku siðfræðinnar. Það er ekki endilega víst að það sem við getum tæknilega, sé það sem æskilegast er fyrir einstaklingana. Það er afar brýnt, ekki síst á sviði heilbrigðisþjónustunnar, að menn gefi þessum þáttum gaum.<br /> <br /> Það liggur í tímanum, eins og sagt er, <u>að allt sé leyfilegt sem er mögulegt</u>. Hér verða menn að staldra við og hugsa. Vega hlutina og meta, og það er kannske einkum í þessu sambandi, sem menn mega ekki forðast það að spyrja einfaldra spurninga, eins og til dæmis: Mun þetta gagnast sjúklingunum? Hverra erinda erum við að ganga? Við verðum að líka hafa hugfast að það þarf að ríkja sátt um grundvallarhugsunina í heilbrigðiskerfinu, einkum og sér í lagi þau siðfræðilegu viðmið sem við störfum eftir. Það var einmitt þess vegna sem ég skipaði nefnd árið 1996 til að gera tillögur um það, hvernig væri unnt að forgangsraða í heilbrigðiskerfinu. Þær vönduðu tillögur taka ekki aðeins til skipulags-eða fjármála, heldur líka siðfræðlegra þátta. Og það er einmitt þetta sem ég vil leggja áherslu á og hvetja til, að þið eflið umræðuna um forgangsröðun og siðfræðileg málefni tengd heilbrigðisþjónustunni því þar er ekki síst að leita mælikvarða á gæði og árangur á þessu sviði.<br /> <br /> Forystumenn breska Verkamannaflokksins með Tony Blair í broddi fylkingar eru að velta því fyrir sér, hvort þeir eigi að fara að stjörnumerkja heilbrigðisstofnanir. Koma á fót nefnd manna, sem gæfi heilbrigðisstofnunum stjörnur líkt og gert er um hótel,- veitinga-, og skemmtistaði. Þessi hugmynd er annað hvort búin til á auglýsingastofu, sem áttar sig ekki á að samband sjúkra og heilbrigðisstarfsmanna er ekki eins og sambandið sem verður til þegar viðskiptavinur fer í fiskbúð að ná sér í soðið. Eða þá, að heilbrigðiskerfið breska er rjúkandi rúst eftir langa stjórnarsetu íhaldsmanna, nema Verkamannaflokknum hafi tekist að klúðra málum á stuttum valdatíma sínum. Ég nefni þetta af því að heilbrigðismálin eru alltaf rædd á pólitískum grunni. Það næst enginn árangur með svona stjörnubrellum, hvorki þar né hér.<br /> <br /> Til að tryggja gæði og árangur í heilbrigðisþjónustu höfum við meðal annars sameinað stóru spítalana í Reykjavík. Við höfum sameinað tugi heilbrigðisstofnana úti um land og sett þær stjórnunarlega undir einn hatt – á Austurlandi, á Norðurlandi-eystra, á Vestfjörðum, á Suðurlandi og víðar. Hugmyndin er að veita sambærilega, og jafn góða þjónustu, eins víða og hægt er. Hugmyndin er líka með þessu að hugsa til lengri framtíðar því hvað sjáum við fyrir?<br /> <br /> Hvað þýðir upplýsinga-og þekkingarbylting?<br /> Hvað þýðir það þegar menn segja að heimurinn sé alltaf að minnka?<br /> Í heilbrigðisþjónustunni þýðir það, að við erum í harðri samkeppni um fagfólk á alþjóðlegum markaði. Ef við getum ekki boðið <u>faglega fullnægjandi umhverfi</u>, ef við getum ekki boðið almenn kjör á borð við það sem er í boði annars staðar, þá missum við þetta fólk úr landi – svo einfalt er það. Það er þannig sem heimurinn er að minnka í heilbrigðisþjónustunni.<br /> <br /> Liður í því að bjóða upp á faglega fullnægjandi umhverfi er sameining stóru spítalanna í Reykjavík. Okkur ber skylda til þess að reka hér eitt öflugt hátæknisjúkrahús, sem er í nánum tengslum við Háskóla Íslands. Þeir sem efast um sameininguna færðu fram þau rök að skortur á samkeppni myndi leiða til lakari þjónustu og óheppilegra kerfis. Jónas Magnússon, prófessor, var einmitt spurður um samkeppnina fyrir skemmstu og svaraði svona:<br /> <br /> <em>"Við höfum samkeppni og samanburð við útlönd. Sjúkrahús Reykjavíkur og Landspítalinn eiga ekki að bera sig saman, slík eining á að bera sig saman við Karolinska sjúkrahúsið í Stokkhólmi sem við gerum reyndar nú þegar eða John Hopkins í Bandaríkjunum. Við eigum að setja markið hátt, fólk ætlast til þess af okkur og við eigum að gera eins vel og aðrir, ef ekki betur. Ég bendi líka á að læknar bera sig saman innbyrðis og það ríkir faglegur metnaður innan hverrar deildar og menn eru stoltir af verkum sínum."</em><br /> <br /> Þetta er kjarni málsins, þetta svarar spurningum efasemdarmannanna og skýrir af hverju okkur er nauðsynlegt að leggja vaxandi áherslu á gæði og árangur. Samanburðurinn við önnur lönd verður gerður á þessum grundvelli – það er á þessum velli sem samkeppni framtíðarinnar fer fram.<br /> <br /> Ég hef alltaf verið sannfærð um, að þegar horft er til gæða, árangurs og hagsmuna sjúklingsins, þá hefði það verið fullkomlega óverjandi vegna hagsmuna sjúkra í bráð og lengd að fresta sameiningu spítalanna í Reykjavík, eða láta þá þróast hvorn með sínu sniði. Sameiningin er lykillinn að frekari verkaskiptingu í heilbrigðisþjónustu hér á landi, hún gerir okkur kleift að miða okkur við og keppa við erlendar sjúkrastofnanir í gæðum og árangri og hún mun tryggja það sem ég veit að við viljum öll geta sagt, en það er að við rekum hér <u>heilbrigðisþjónustu á heimsvísu.</u><br /> <br /> Ágætu ráðstefnugestir.<br /> Það sagði í leiðara dagblaðs ekki alls fyrir löngu, að einu raunverulegu rökin sem færð væru fram gegn einkarekstri sjúkrahúsa væru af siðferðilegum toga sprottin. Eða eins og sagði orðrétt: <em>"Þar takast á sjónarmið um það, hvort fullkominn jöfnuður eigi að ríkja um aðgengi að heilbrigðisþjónustu eða hvort þeir sem vilja eiga að hafa rétt til þess að greiða fyrir þá þjónustu."</em> Þetta er laukrétt athugasemd þess sem skrifar nákvæmlega þarna liggja hinar pólitísku átakalínur í heilbrigðismálunum.<br /> <br /> Ég <u>vil ekki</u> að þeir sem hafa efni á því hafi sérstakt aðgengi að heilbrigðisþjónustu. <u>Ég vil</u> að stefnan verði áfram fullkominn jöfnuður, og <u>ég veit</u> að yfirgnæfandi meirihluti fólks er sömu skoðunar.<br /> <br /> Að lokum þetta: Það er afar mikilvægt að ræða gæðamál og árangur í heilbrigðisþjónustunni eins og við gerum hér í dag, og þá er ég ekki fyrst og fremst að tala um okkur sem hér erum, heldur þá sem við veitum þjónustuna.<br /> <br /> Gæðamál, eða gæðastjórnun, eru tæki, ekki takmark. Höfum það hugfast.<br /> <br /> </p> <p><strong>[Talað orð gildir]</strong><br /> </p>

2000-03-23 00:00:0023. mars 2000Frumvarp til laga um breytingu á sóttvarnarlögum - flutningsræða

<p><strong>Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra:</strong><br /> <br /> </p> <div align="right"> <strong>Flutt á 125. löggjafarþingi</strong><br /> <strong>23. mars 2000</strong> </div> <br /> <p>Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir frv. til laga um breytingu á sóttvarnalögum, nr. 19/1997.</p> <p>Campylobacter-sýkingar hafa lengst af verið tiltölulega fátíðar hér á landi. Á þessu varð breyting árið 1998. Sýklafræðideild Landspítalans tilkynnti sóttvarnalækni í ársbyrjun 1999 um aukinn fjölda innlendra tilfella á árinu 1998. Þegar ljóst var að aukningin virtist halda áfram árið 1999 boðaði sóttvarnaráð fulltrúa yfirdýralæknis og Hollustuverndar ríkisins til fundar þar sem vandinn var ræddur og lagt var á ráðin um aðgerðir.</p> <p>Samkvæmt þeim upplýsingum sem þá lágu fyrir var líklegast talið að campylobacter-sýkingarnar stöfuðu af menguðum kjúklingum en mikilvægt þótti að kanna aðra möguleika einnig. Beindust aðgerðir að því að kynna fyrir almenningi hættuna sem stafar af ófullnægjandi meðferð matvæla, einkum kjúklinga. Jafnframt voru lögð drög að umfangsmiklum aðgerðum til rannsóknar á útbreiðslu campylobacter-mengunar í matvælum og umhverfi.</p> <p>Ríkisstjórnin veitti sumarið 1999 fjármuni til þess að flýta rannsóknum á útbreiðslu campylobacter-mengunar í dýrum, matvælum og umhverfi. Í kjölfarið var birt skýrsla um könnun á útbreiðslu campylobacter og orsökum sýkinga í mönnum ásamt tillögum um aðgerðir.</p> <p>Var skipuð nefnd um framkvæmd mála vegna útbreiðslu campylobacter. Nefndin taldi boðleiðir til að uppræta smit ekki nægilega skýrar og þar af leiðandi erfitt að samræma aðgerðir um landið allt. Þegar hætta væri á útbreiðslu smitnæmra sjúkdóma sem ógnað gætu heilsu manna þyrfti að veita tilteknum aðilum heimild til að afla nauðsynlegra gagna og hafa yfirumsjón með aðgerðum til að meta og uppræta smithættu. Lagði nefndin til að sérstök samstarfsnefnd tæki að sér þetta hlutverk.</p> <p>Í frv. er gert ráð fyrir að heilbr.- og trmrh. skipi sérstaka samstarfsnefnd, þegar þörf skapast, sem hafi það hlutverk að afla nauðsynlegra gagna og hafa yfirumsjón með aðgerðum til að meta og uppræta smit. Gert er ráð fyrir að nefndin verði skipuð þremur mönnum, sóttvarnalækni, sem jafnframt er formaður nefndarinnar, einum manni tilnefndum af Hollustuvernd ríkisins og öðrum af yfirdýralækni.</p> <p>Frv. gerir ráð fyrir að nefndin hafi aðgang að nauðsynlegum gögnum og öllum stöðum sem hún telur nauðsynlegt að skoða og geti fengið til þess aðstoð lögreglu ef með þarf. Þegar nefndin telur þörf á gefur hún öllum þeim sem hafa eftirlit með dýrum, matvælum og umhverfi fyrirmæli um að grípa án tafar til allra nauðsynlegra aðgerða til að uppræta smit.</p> <p>Frv. gerir ráð fyrir að sóttvarnalæknir geri faraldsfræðilega rannsókn á uppruna smits ef hópsýking eða farsótt sem ógnar heilsu manna brýst út. Hefur sóttvarnalæknir í slíkum tilvikum sama rétt til að fá upplýsingar og til skoðunar og samstarfsnefndin.</p> <p>Reynslan sýnir að oft eru það sýkingar í mönnum sem verða fyrstar til að gefa vísbendingar um uppruna smits. Því er sífelld vöktun og greining á orsökum alvarlegra sýkinga forsenda þess að hægt sé að grípa snemma til aðgerða áður en hópsýking eða farsótt fer úr böndum. Slíkar aðgerðir eru eitt megináhersluatriði sóttvarnalaganna.</p> <p>Með frv. er einnig lagt til að heimilt verði að setja ákvæði í reglugerð um læknisrannsóknir á fólki ef tilmæli berast um það frá sóttvarnalækni. Er með því verið að bregðast við tilmælum sóttvarnalæknis en hann telur mikilvægt að hafa slíka heimild í lögum þegar talin er hætta á að næmar sóttir sem ógnað geti almenningsheill berist til landsins.</p> <p>Útlendingar sem EES-samningurinn tekur ekki til og sækja um dvalarleyfi og/eða atvinnuleyfi þurfa að kröfu Útlendingaeftirlitsins að framvísa heilbrigðisvottorði áður en umsókn þeirra er yfirfarin. Hafa þessar aðgerðir stuðst við tilmæli og dreifibréf landlæknis fram að þessu. Hér er því verið að setja slíka heimild í lög en þó með vissum takmörkunum.</p> <p>Loks eru í frv. ákvæði sem kveða skýrar á um ábyrgð sóttvarnalæknis, kostnað vegna framkvæmda laganna og um greiðsluhlutdeild sjúklinga. Sama gildir um heimild til að veita undanþágu frá greiðsluhlutdeild sjúklinga. Slík undanþáguheimild verður að vera fyrir hendi þegar sjúklingar leita til göngudeildar smitsjúkdóma vegna greiningar og meðferðar tilkynningarskyldra smitsjúkdóma, þegar sjúklingar eru kvaddir til rannsókna til að leita að smiti og þegar fólki er gert að sæta læknisrannsókn.</p> <p>Virðulegi forseti. Í ræðu minni hef ég lauslega farið yfir aðdraganda þess að ég legg fram frv. til laga um breytingu á sóttvarnalögum. Aðalástæða breytinganna er að nauðsynlegt er að hafa einfaldar og skýrar reglur í sóttvarnalögum um það hvernig skuli bregðast við hópsýkingum og farsóttum. Einnig er mikilvægt að hafa í lögum heimild til að krefjast þess að fólk sem kemur til landsins frá svæðum þar sem smitsjúkdómar eru landlægir fari í læknisrannsókn ef það vill dvelja hér á landi.</p> <p>Ég tel mikilvægt að frv. þetta nái fram að ganga á þessu þingi og leyfi mér því, virðulegi forseti, að leggja til að frv. verði vísað til hv. heilbr.- og trn. og til 2. umr.<br /> </p>

2000-03-09 00:00:0009. mars 2000Breyting á lyfjalögum og lögum um almannatryggingar - flutningsræða

<p><strong>Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra:</strong><br /> </p> <div align="right"> <br /> <strong>Flutt á 125. löggjafarþingi</strong><br /> <strong>9. mars 2000</strong> </div> <br /> <p>Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir frv. til laga um breytingu á lyfjalögum og lögum um almannatryggingar.</p> <p>Frv. til laga um breytingu á lyfjalögum var upphaflega lagt fram á 122. löggjafarþingi en hlaut ekki afgreiðslu. Það frv. hefur verið endurskoðað og í framhaldi af því tekið nokkrum breytingum. Þannig hafa ákvæði er varða lækningatæki verið felld brott og sérstakt frv. verið samið um þau.</p> <p>Samhliða breytingu á 41. gr. lyfjalaga er gerð breyting á 36. gr. laga um almannatryggingar en þau ákvæði frv. kveða á um að sérstök nefnd taki ákvörðun um þátttöku sjúkratrygginga í kostnaði vegna nýrra lyfja. Nefndin skal skipuð fimm mönnum og skulu fjórir þeirra vera tilnefndir af Tryggingastofnun ríkisins, fjmrn., landlækni og læknadeild Háskóla Íslands. Formaður skal skipaður af heilbr.- og trmrh. án tilnefningar. Skulu nefndarmenn vera fagmenn á sviði læknisfræði, lyfjafræði og fjármála. Hlutverk nefndarinar skal vera að ákveða greiðsluþátttöku sjúkratrygginga í greiðslu á nýjum lyfjum sem veitt hefur verið markaðsleyfi og innihalda virk efni sem eru ekki á markaði hér á landi. Skipun nefndarinnar ætti að tryggja að fagleg og fjárhagsleg sjónarmið ráði ferðinni og að samræmis sé gætt í ákvörðunum um greiðsluþátttöku.</p> <p>Með frv. er ráðgert að starfsemi Lyfjaeftirlits ríkisins og lyfjanefndar ríkisins verði sameinuð í eina stofnun, Lyfjamálastofnun. Það er gert til að ná fram meiri samhæfingu við opinbera stjórn og framkvæmd lyfjamála og í samræmi við þá þróun sem orðið hefur í aðildarlöndum hins Evrópska efnahagssvæðis. Þannig má samnýta í einni stofnun þá krafta og sérþekkingu sem þessar tvær stofnanir búa yfir. Hinni nýju stofnun er auk þess ætluð ný verkefni; umsjón með skráningu og eftirliti með aukaverkunum lyfja í samræmi við reglur sem teknar hafa verið inn í EES-samninginn.</p> <p>Í frv. er kveðið skýrar á um gjaldtöku en gert er í núgildandi lyfjalögum. Ákvæðin í lögunum hafa um áraraðir verið talin fullnægjandi lagaheimild til innheimtu eftirlitsgjalda. Stjórnarskráin gerir nú meiri kröfur til slíkra lagaheimilda og taldi Hæstiréttur í nýlegum dómi sínum gjaldtökuna ekki fullnægja kröfum 40. og 77. gr. hennar. Var álagning lyfjaeftirlitsgjalda dæmd ólögmæt af þeim sökum. Eðlilegt verður hins vegar að telja að lyfjaiðnaðurinn greiði gjald vegna eftirlitsskyldrar starfsemi sinnar.</p> <p>Í frv. er í fyrsta lagi kveðið skýrar á um að svokölluð þjónustugjöld vegna skráningar lyfja, útgáfu markaðsleyfa og fleira skuli standa undir kostnaði við þjónustu og framkvæmd þeirra verkefna stofnunarinnar.</p> <p>Í öðru lagi er reglum um álagningu lyfjaeftirlitsgjalda breytt þannig að það er nú í fomri skattlagningar en ekki í formi þjónustugjalda eins og er samkvæmt núgildandi lyfjalögum. Hér er því ekki um grundvallarbreytingu að ræða heldur formbreytingu á fjármögnuninni. Kveðið er á um að eignarhlutdeild starfandi lækna, tannlækna og dýralækna, maka þeirra og barna undir 18 ára aldri í lyfjaframleiðslu eða lyfjaheildsölu megi ekki vera svo stór að það hafi teljandi áhrif á fjárhagsafkomu þeirra. Í núgildandi lögum er slík eignarhlutdeild lækna, tannlækna og dýralækna ekki heimil en ekki er fyrir hendi skýrt ákvæði sem tekur til eignaraðilda maka þeirra eða ófjárráða barna. Vegna breyttra aðstæðna, svo sem stofnunar hlutafélags um rekstur lyfjabúða og starfrækslu verðbréfasjóða, þykir eðlilegt að breyta lögunum með þessum hætti. Hlutur slíkra aðila má þó ekki vera svo stór að hætta sé á hagsmunaárekstrum.</p> <p>Þá má nefna að í frv. er lagt bann við auglýsingum um lækningamátt vara sem hafa ekki hlotið viðurkenningu sem lyf. Í sérstökum tilvikum er þó heimilt að veita undanþágu frá því banni. Á undanförnum árum hefur verið vaxandi tilhneiging til að koma að í auglýsingum fullyrðingum um lækningamátt vara sem hafa ekki hlotið viðurkenningu sem lyf. Lyfjanefnd taldi mjög mikilvægt að í lögum væri skýrt bann við því. Jafnframt er talið eðlilegt, m.a. samkvæmt fyrirmynd frá Noregi, að í sérstökum tilvikum væri heimilt að veita undanþágu frá banninu. Ljóst er að slík undanþáguheimild verði alltaf skýrð þröngt.</p> <p>Frá setningu lyfjalaga, nr. 93/1994, hafa komið fram ábendingar um atriði sem kveða þarf á um í lyfjalögum, m.a. vegna gildistöku tilskipana Evrópusambandsins. Jafnframt þykir að fenginni reynslu af framkvæmd laganna og á grundvelli umsagna er bárust frá umsagnaraðilum og þátttöku í störfum Lyfjamálastofnunar Evrópu nauðsynlegt að gera nokkrar breytingar. Sem dæmi má nefna breytingu á lyfjahugtakinu en það er fært til samræmis við tilskipanir Evrópusambandsins sem hafa verið teknar inn í EES-samninginn. Einnig er kveðið skýrar á um meðferð umsókna um markaðsleyfi og meðferð umsókna hjá lyfjaverðsnefnd.</p> <p>Virðulegi forseti. Þær breytingar sem liggja fyrir á lyfjalögum og lögum um almannatryggingar eru mikilvægar skipulagsbreytingar sem einfalda framkvæmdina og bæta þjónustuna. Jafnframt er með breytingunum verið að setja ákvæði í lögin til samræmis við skyldur samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið.</p> <p>Að lokum er með frv. verið að tryggja að gjaldtaka vegna lyfja fullnægi kröfum stjórnarskrárinnar.</p> <p>Ég leyfi mér því, virðulegi forseti, að leggja til að frv. verði vísað til hv. heilbr.- og trn. og til 2. umr.<br /> </p>

1999-11-22 00:00:0022. nóvember 1999Frumvarp til laga um málefni aldraðra - flutningsræða

<p><strong>Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra:</strong><br /> <br /> </p> <div align="right"> <strong>Flutt á 125. löggjafarþingi</strong><br /> <strong>22. nóvember 1999</strong> </div> <br /> <p>Virðulegi forseti. Ég mæli hér fyrir frv. til laga um málefni aldraðra.</p> <p>Frv. er samið í samræmi við ákvæði í núgildandi lögum um málefni aldraðra, nr. 82/1989, sem kveður á um að lögin skuli endurskoða innan fimm ára frá gildistöku þeirra. Samstarfsnefnd um málefni aldraðra hóf endurskoðun á lögunum og lagði fram drög að frv. Drögin voru send ýmsum samtökum aldraðra til umsagnar, fagfélögum og stjórnvöldum sem fara með málefni aldraðra. Bárust umsagnir frá 19 aðilum. Skipuð var nefnd embættismanna og sérfræðinga til að fara yfir umsagnirnar og endurskoða frv. Í framhaldi af því lagði ég fram frv. í febrúar sl., en það náði ekki fram að ganga.</p> <p>Frumvarpið hefur enn verið endurskoðað og hafa nokkrar breytingar verið gerðar á textanum. Aðalbreytingin er að ákvæði um að heilbr.- og trmrh. skuli eiga fulltrúa í stjórn stofnana fyrir aldraða hefur verið fellt út. Aðrar breytingar eru smávægilegar lagfæringar á orðalagi.</p> <p>Í frv. er gert ráð fyrir breyttri framsetningu laganna, markmið gerð einföld og skýr og tiltekin hugtök skilgreind. Sem dæmi má nefna að orðið aldraður er skilgreint í frv. sem einstaklingur sem er orðinn 67 ára gamall. Hugtak þetta er ekki skilgreint í núgildandi lögum og hefur það leitt til óskýrleika í framkvæmd. Er stuðst við aldursmark ákvæða almannatryggingalaga um ellilífeyri. Í frv. er einnig skilgreint hugtakið öldrunarmál, en það eru þau mál sem varða aldraða og heyra undir yfirstjórn heilbr.- og trmrh. Lögð er mikil áhersla á þátttöku aldraðra í ákvörðun um eigin málefni og reynt að einfalda ákvarðanatöku og framkvæmd.</p> <p>Ein mikilvægasta breytingin frá núgildandi lögum er að gert er ráð fyrir fjölgun fulltrúa í samstarfsnefnd um málefni aldraðra og að skipun nefndarmanna fari fram að loknum alþingiskosningum en ekki sveitarstjórnarkosningum. Samkvæmt núgildandi lögum sitja þrír fulltrúar í nefndinni skipaðir af heilbr.- og trmrh., einn tilnefndur af Öldrunarráði Íslands, annar tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga og sá þriðji án tilnefningar. Tveir fulltrúar bætast við samkvæmt frv., einn tilnefndur af Landssambandi eldri borgara og annar án tilnefningar. Fulltrúar án tilnefningar verða því tveir og skal annar þeirra hafa fagþekkingu á málefnum aldraðra.</p> <p>Rökin fyrir því að stækka samstarfsnefndina eru fyrst og fremst mikilvægi hennar. Nefndin fer með stjórn Framkvæmdasjóðs aldraðra en árlegt ráðstöfunarfé hans er um hálfur milljarður króna. Nefndin ber því mikla ábyrgð og þótti rétt að dreifa henni á fleiri hendur. Það er einnig í samræmi við nútímastjórnsýsluhætti að hafa fulltrúa sérhópa með í ráðum þegar hlutast er til um mál varðandi þá. Samkvæmt núgildandi lögum sjá þrír aðilar um þjónustu við aldraða, þ.e. öldrunarnefndir, öldrunarmálaráð og þjónustuhópar aldraðra. Það gefur augaleið að slíkt fyrirkomulag er ekki hagkvæmt, sérstaklega í fámennum byggðarlögum.</p> <p>Frv. gerir ráð fyrir því að öldrunarnefndir og öldrunarmálaráð verði lögð niður og að þjónustuhópar aldraðra verði styrktir. Þjónustuhópar aldraðra hafa verið virkastir af þeim hópum sem starfa samkvæmt núgildandi lögum og með því að efla þá er verið að taka mið af reynslu og einnig er það til hagræðis og einföldunar.</p> <p>Frv. gerir ráð fyrir að þjónustuhópar aldraðra verði skipaðir með formlegri hætti en nú er, að fjölgað verði úr fjórum í fimm fulltrúa og að þjónustuhópur verði í hverju heilsugæsluumdæmi. Sveitarstjórnir í umdæmi heilsugæslustöðva skipa fulltrúa í þjónustuhópa aldraðra, en samkvæmt núgildandi lögum er það öldrunarnefnd sem kveður menn til starfa í þjónustuhóp. Það er óbreytt að í hópum sitji læknir og hjúkrunarfræðingur, en nýmæli að þau séu tilnefnd af héraðslækni. Tveir fulltrúar í þjónustuhópi eru án tilnefningar og einn fulltrúi tilnefndur af samtökum eldri borgara á svæðinu. Skipun fulltrúa sem tilnefndur er af samtökum eldri borgara er nýmæli og því enn verið að leggja áherslu á þátttöku aldraðra í ákvörðunum um eigin málefni. Mjög mikilvægt er að skýrar reglur gildi um skipun og verkefni þjónustuhópa aldraðra þar sem þeir gegna afar þýðingarmiklu starfi. Þeir eiga á starfssvæði sínu að fylgjast með heilsufari og félagslegri velferð aldraðra og samhæfa þjónustu. Þeir eiga jafnframt að gera tillögur um öldrunarþjónustu á starfssvæðinu og leitast við að tryggja að aldraðir fái þá þjónustu sem þeir þarfnast og kynna þeim þá kosti sem í boði eru. Þeir hafa einnig það mikilvæga starf að meta þörf aldraðra fyrir vistun á stofnunum.</p> <p>Framkvæmdasjóður aldraðra mun áfram hafa það hlutverk sem hann hefur samkvæmt núgildandi lögum, þ.e. hann á að stuðla að uppbyggingu og efla öldrunarþjónustu um land allt. Í því felst að sjóðurinn fjármagnar byggingu þjónustumiðstöðva, dagvista og stofnana fyrir aldraða. Einnig fjármagnar sjóðurinn rekstur og stofnanaþjónustu fyrir aldraða í sérstökum tilvikum. Þess má sérstaklega geta að endurbætur á stofnunum teljast vera hluti af rekstri þeirra. Ákvæði í núgildandi lögum um tekjur sjóðsins eru óbreytt í frv.</p> <p>Nauðsynlegt er að bæta þekkingu á öldrunarmálum í þjóðfélaginu þar sem öldruðum á eftir að fjölga verulega næstu áratugina. Það þarf að kynna málefni aldraðra fyrir almenningi til að auka skilning á aðstæðum þeirra og aðbúnaði. Í frv. er það nýmæli að Framkvæmdasjóður aldraðra veitir fjármagn til að styrkja kennslu og kynningu á öldrunarmálum. Þá er heimilt að styrkja minni háttar rannsóknir og kannanir sem koma öldruðum til góða. Einnig styrkir sjóðurinn starf þeirra nefnda í ráðuneytinu sem vinna lögum og reglugerðum samkvæmt að framgangi öldrunarmála.</p> <p>Virðulegi forseti. Málefni aldraðra hafa verið mjög til umræðu að undanförnu og m.a. verið bent á að endurskoðun á lögum um málefni aldraðra sé bæði tímabær og mikilvæg. Því er það fagnaðarefni að þessari endurskoðun er lokið. Frv. einfaldar og skýrir lögin og síðast en ekki síst eykur það verulega þátttöku aldraðra í ákvörðunum um eigin málefni. Slík þátttaka er mikilvæg þar sem meiri hluti eftirlaunafólks er við góða heilsu og getur tekið ákvarðanir um eigin málefni. Aldraðir eru ekki einsleitur hópur heldur hópur þjóðfélagsþegna með ólíkar þarfir og lífssýn.</p> <p>Ég tel mikilvægt að á því ári sem Sameinuðu þjóðirnar hafa tileinkað öldruðum takist að afgreiða frv. frá hinu háa Alþingi. Ár aldraðra hefur orðið til þess að fólk, aldraðir og ungir, hefur velt fyrir sér á nýjan hátt heilbrigðis-, félags- og fjármálum aldraðra hér á landi, enda hefur öflugt starf verið unnið á vegum nefnda. Dagur aldraðra er einmitt setningardagur þingsins, 1. október, svo það er mjög við hæfi að mál aldraðra fái brautargengi á þessu þingi.</p> <p>Ég leyfi mér því, virðulegi forseti, að leggja til að frv. verði vísað til hv. heilbr.- og trn. og til 2. umr.<br /> </p>

1999-10-08 00:00:0008. október 1999Fundur Læknafélags Íslands

<div style="margin-left: 2em;"> <p><strong>Ræða á fundi Læknafélags Íslands</strong><br /> Ingibjörg Pálmadóttir<br /> heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra<br /> <br /> <br /> <br /> Ágætu fundargestir.<br /> Ég þakka fyrir þann heiður sem mér er sýndur með því að fá að ávarpa fulltrúafund Læknafélags Íslands, sem nú er á níræðis aldri.<br /> <br /> Seinni tíma saga læknasamtaka á Íslandi hófst fyrir rúmum eitt hundrað árum, en þá mistókst að koma á fót Hinu íslenska læknafélagi sem lognaðist út af.<br /> <br /> 18. október 1909, fyrir réttum níutíu árum, var Læknafélag Reykjavíkur stofnað, nokkrum mánuðum eftir að lög um Háskóla Íslands voru samþykkt. Læknafélag Íslands var svo stofnað á fullveldisárinu 1918. Ég nefni þetta til að minna ykkur á söguna og óska ykkur fyrirfram til hamingju.<br /> <br /> Pólitískur veruleiki einkennist af breytingum og sviptivindum. Einstaklingar tapa, eða sigra í pólitískri baráttu, en þegar allt kemur til alls eru það ekki þessir sigrar, eða töp, sem skipta öllu. Mestu varðar það lýðræðislega stjórnmálastarf sem samfélag okkar byggist á. Rétturinn til að hafa skoðun og berjast fyrir henni.<br /> Stjórnmálin eru átök og barátta og í stjórnmálalífinu skiptir miklu að <u>menn séu virkir, og ekki síst að menn séu virtir.</u><br /> <br /> Til þess að svo verði þurfa menn að temja sér heiðarleg vinnubrögð. Íslenskir læknar eru virtir fyrir störf sín og hafa ávalt verið það. Samtök ykkar hafa verið virt og margir tekið þau sér til fyrirmyndar.<br /> <br /> Ég vona að svo verði áfram og að afstaða meirihluta stjórnar í einu tilteknu máli eyðileggi ekki fyrir ykkur í augum þeirra sem þið þjónið.<br /> <br /> Sumir þeirra, sem tjáð sig hafa fyrir hönd óskilgreinds hóps lækna hafa verið í forystu þeirra sem haldið hafa uppi látlausri gagnrýni á mig sem heilbrigðisráðherra, á ríkisstjórn og Alþingi fyrir að samþykkja lögin um gagnagrunn á heilbrigðissviði. Þetta hefur verið gert innan lands og utan, á vettvangi fjölþjóðlegra stéttarfélaga lækna, á ráðstefnum og í fjölmiðlum. Mér finnst sumir hafa misst sjónar á, að frumvarpið var lögfest á Alþingi í desember síðast liðnum.<br /> <br /> <br /> Það hefur komið mér á óvart, að menn skuli í röksemdum sínum lenda á valdi tilfinninganna, og hirða minna um staðreyndir.<br /> <br /> Heilbrigðisráðuneytið neitaði í morgun, að taka þátt í enn einni uppákomunni um gagnagrunnsmálið, þegar ráðuneytinu var boðið að taka þátt í fundi um lögin, sem haldinn var með fyrirframgefnum niðurstöðum.<br /> <br /> Og ég vil segja ykkur það strax: að heilbrigðis-og tryggingamálaráðherra tók þessa ákvörðun, <u>en talar fyrir hönd ríkisstjórnarinnar.</u><br /> <br /> Efnislega er afstaðan ráðuneytisins rökstudd í bréfi til stjórnar Læknafélagsins í dag og því þarf ekki að hafa um hana fleiri orð. Bréfinu hefur vafalaust verið <u>dreift á borð ykkar.</u><br /> <br /> Ég sagðist undrast að vísindalegt uppeldi margra þeirra sem gagnrýna gagnagrunnsmálið hvað harðast skuli gufa upp eins og döggin á fögrum sumarmorgni þegar lögin eru annars vegar.<br /> <br /> Nú er ég ekki læknir eins og þið vitið, heldur heilbrigðisráðherra, en samt þykir mér þetta miður vegna þess að ég lýsti eftir opinni, upplýstri og gagnrýnni umræðu um málið fyrir hálfu öðru ári. Andstæðingar málsins sáu til þess að svo varð ekki. Og ekki vildi Læknafélagið þekkjast boð mitt um sameiginlega kynningarfundi um málið um land allt. Það var mjög miður, en ég vona að þessum leiðindakafla í samskiptum okkar sé lokið.<br /> <br /> En frá fortíð til framtíðar.<br /> <br /> Menn hafa spurt mig síðustu daga, hvernig bæri að skilja þau orð mín fyrr í vikunni, að haldið yrði áfram á þeirri braut sem mörkuð var í málefnum stóru spítalanna þegar ráðinn var einn forstjóri. Svarið er einfalt: <strong>Í kjölfar eins forstjóra kemur ein stjórn.</strong><br /> <br /> Hvert sem litið er eru fyrirtæki og stofnanir að sameinast. Röksemdirnar fyrir breytingunum eru augljósar. Margar þeirra eiga ekki hvað síst við í heilbrigðisþjónustunni.<br /> <br /> Menn hafa líka spurt: Af hverju ekki einn stóran hátæknispítala á Höfuðborgarsvæðinu?<br /> <br /> Spurningin á fullan rétt á sér. Persónulega fyndist mér vel við eigandi að einmitt þessi ríkisstjórn sem nú situr og hefur á margan hátt markað þáttaskil í íslensku þjóðlífi, að einmitt hún markaði stefnu um slíka framkvæmd við árþúsundamót. Það væri glæsileg framtíðarsýn.<br /> <br /> Ágætu fulltrúar.<br /> <br /> Heilbrigðisráðherra er mikið í mun að vinna með læknum og samtökum þeirra. Ráðuneytið hefur átt gott samstarf við fjölmennan hóp lækna sem kemur að mörgum málum í daglegum störfum ráðuneytisins og vill stuðla að því að þannig megi það verða áfram.<br /> <br /> Sú sem hér stendur vill ekki einungis eiga gott samstarf við einstaka lækna heldur líka eiga gott samstarf við samtök þeirra sem byggir á trúnaðartrausti, sjúklingum og samfélaginu öllu til farsældar.<br /> <br /> Ég þakka gott hljóð.<br /> <strong>(08.10 1999/Talað orð gildir)</strong></p> </div>

1999-10-06 00:00:0006. október 1999Utan dagskrár umræður - 30 sjúkraskrár

<p>Ingibjargar Pálmadóttur<br /> heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra<br /> 6. október 1999</p> <p><strong>Umræður á Alþingi utan dagskrár</strong><br /> 30 sjúkraskrár<br /> <br /> Virðulegur forseti.<br /> <br /> Ég vil strax taka fram að ég held að 13. þingmanni Reykjavíkur gangi gott eitt til, að taka þetta mál upp utan dagskrár. Persónuverndin heyrir að vísu undir Tölvunefnd og dómsmálaráðuneyti, en að öðru leyti get ég sagt þetta:<br /> Í ráðuneytinu er unnið að undirbúningi leyfis til rekstrar gagnagrunns á heilbrigðissviði á gundvelli laga númer 139/1998.<br /> Skipuð var nefnd til að gera tillögu til ráðherra um veitingu rekstrarleyfis og efni þess. Nefndin er skipuð Davíð Á. Gunnarssyni, ráðuneytisstjóra, Sigurði Þórðarsyni, ríkisendurskoðanda, og Jóni Sveinssyni, hæstaréttarlögmanni.<br /> Þessi nefnd leitað fyrir skemmstu eftir því við Tölvunefnd, að fulltrúar Íslenskrar erfðagreiningar og Sjúkrahúss Reykjavíkur fengju leyfi til að athuga 30 sjúkraskrár til að geta áttað sig á hvaða upplýsingar væru skráðar.<br /> Tölvunefnd veitti heimildin tafarlaust að settum skilyrðum, sem viðkomandi sættu sig fyllilega við.<br /> Heilbrigðisráðuneytið hefur ekki með beinum hætti komið að málinu, en þar sem Tölvunefnd tryggir persónuvernd borgaranna í þessu landi þótti þriggja manna nefndinni rétt að fara fram á heimild frá henni.<br /> Ég vil taka sérstaklega fram, að færustu sérfræðingar hafa komið að málinu. Ég treysti fullkomlega mati sérfræðinganna sem kunnir eru fyrir ábyrgð í störfum sínum til að fara með þetta mál samkvæmt ströngustu kröfum. Tölvunefnd hefur hingað til verið fullkommlega treystandi þegar persónuvernd er annars vegar. Skilyrði hennar nú sýna að hún er traustsins verð. Rekstrarleyfisnefndin er í viðræðum við Íslenska erfðagreiningu um gagnagrunninn. Það sem hér er spurt um er liður í þeim undirbúningi.<br /> Að öðru leyti tel ég mér ekki fært að svara fyrir jafn ágæta nefnd og Tölvunefnd. Ég veit að þingmaðurinn skilur það.<br /> <br /> Virðulegi forseti.<br /> <br /> Málflutningur 13. þingmanns Reykjavíkur staðfestir harða andstöðu hans við lög um gagnagrunn á heilbrigðissviði. Aðalatriði málsins eru, að Tölvunefnd hefur tryggt persónuvernd borgaranna í skilyrðum sínum. Samtökin Mannvernd hafa gert athugasemd við málið, Landlæknir hefur ritað Sjúkrahúsi Reykjavíkur og nú hefur stjórn Læknafélagsins slegist í þennan hóp.<br /> Ég geri ekki kröfur til stjórnar Læknafélagsins í þessu máli, en ég fer framá að alþingismenn fari eftir leikreglum í málinu, en hræri ekki öllu saman í einn graut til þess eins að koma á framfæri gagnrýni á lög sem Alþingi hefur samþykkt. Það stendur ekki til að flytja neinar upplýsingar í gagnagrunn úr sjúkraskránum 30.<br /> Tölvunefnd setur ströng skilyrði um vinnulag og mótmælin, burtséð frá því hvort þau koma frá Mannvernd, Læknafélaginu, Landlækni, eða Vinstri grænum, verða menn að senda á rétt heimilisfang, ef það er persónuverndin sem menn hafa áhyggjur af. Ég endurtek: Ef það er persónuverndin, sem menn hafa áhyggjur af.<br /> <br /> <strong>(06.10 1999/Talað orð gildir)</strong><br /> </p>

1999-10-04 00:00:0004. október 1999Umræður um stefnuræðu forsætisráðherra, 4. október 1999

<p><strong>Ingibjörg Pálmadóttir<br /> heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra</strong><br /> <strong>Umræður um stefnuræðu forsætisráðherra</strong><br /> <br /> <br /> Virðulegi forseti – ágætu áheyrendur.<br /> <br /> Fyrir skömmu spurði mig blaðakona, hvort ég væri ekki stundum þreytt á endalausum spurningum um fjárhagsvandann í heilbrigðiskerfinu. Ég var tímabundin og svaraði að bragði, að málið snérist ekki bara um hallarekstur.<br /> <br /> Um helgina fór ég að hugsa um spurninguna og komst að því, sem ég auðvitað vissi, eins og þú hlustandi góður, að hallarekstur er sú hlið þjónustunnar, sem við ræðum bara þegar við þurfum <strong>ekki</strong> sjálf á henni að halda.<br /> <br /> Um síðustu helgi var mér boðið að taka þátt í Degi heyrnarlausra, sem var tileinkaður börnum. Mörg ykkar sáu litla fimm ára stúlku tjá sig á táknmáli í sjónvarpinu um byltinguna, sem varð í lífi hennar þegar hún fékk tölvu með textasíma.<br /> Tilfinningar telpunnar létu engan ósnortinn.<br /> Þetta eru heilbrigðismál – ekki hallarekstur.<br /> <br /> Fyrir skömmum kynntu læknar á Landsspítalanum nýtt sneiðmyndatæki. Það er fullkomið og fljótvirkt, en það sem mér finnst dýrmætast að ekki þarf lengur að svæfa öll börn sem fara í flóknar rannsóknir. Tækið kostar nær eitt hundrað milljónir króna, sem er há upphæð, en þegar við ákváðum að kaupa það vorum við að forgangsraða.<br /> Þetta eru heilbrigðismál – ekki hallarekstur. Það er þetta sem skiptir máli.<br /> <br /> Og í fjárlagafrumvarpinu sem liggur á borðum þingmanna kemur fram að útgjöldin til heilbrigðismála aukast um 13 af hundraði á næsta ári. Þetta er staðfesting á stefnu Framsóknarflokksins, að setja fólk í fyrirrúm.<br /> <br /> En það væri ómaklegt að eigna bara öðrum flokknum þetta. Það er ríkisstjórnin sem er að auka útgjöldin með þessum hætti. Þetta er pólitísk stefna hennar og ég get sagt það af því þeir segja það ekki sjálfir:<br /> <br /> Fjármálaráðherra, og ekki síst Davíð Oddsson, forsætisráðherra, hafa ávallt staðið með heilbrigðisráðherranum þegar á hefur reynt, bæði í stóru og smáu.<br /> <br /> Það er ekki sjálfsagt að tveir ólíkir flokkar nái samkomulagi um að setja rúma sjötíu milljarða í heilbrigðis-og tryggingamál, eða bæta við miljarði á einu ári til velferðamála. Það eru miklir peningar, en þetta er velferðarstefna, sem ég er stolt af fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Ekki síst vegna þess, að við höfum í ásherslum okkar tekið mið af því sem segir í stefnuyfirlýsingunni:<br /> <br /> <strong><u>Ráðist verði í aðgerðir til að bæta þjónustu við sjúk börn og ungmenni.</u></strong><br /> <br /> Virðulegi forseti.<br /> Ég veit að þegar störf ríkisstjórnarinnar verða metin í framtíðinni, þá verður henni ekki aðeins talið til tekna efnahagsstefnan, sem hún fylgir.<br /> Það verður ekki bara einkavæðing sem menn staldra helst við, eða sala á bönkum. Þetta eru menn að gera um allan hinn vestræna heim.<br /> <br /> Störf ríkistjórnarinnar verða metin af áherslunum sem hún hefur í velferðarmálum.<br /> <br /> Ríkisstjórnin hefur <strong>ekki gert</strong> það sem ýmsar vinstri stjórnir gera í nálægum löndum, að skipuleggja tvenns konar heilbrigðisþjónustu.<br /> <br /> Aðra fyrir efnamenn og hina fyrir efnaminni.<br /> <br /> Ætli þessar áherslur séu ekki einmitt tonnatakið, sem hefur haldið ríkisstjórninni <strong><u>svo þétt</u></strong> saman? Ætli þessar áherslur muni ekki standa uppúr, þegar ríkisstjórnin verður metin á nýju árþúsundi.<br /> <br /> Hæstvirtur forseti.<br /> Gott ástand heilbrigðismála nú er ekki trygging fyrir því að það verði gott eftir tíu eða tuttugu ár.<br /> <br /> Það er afar brýnt, að koma böndum á rekstur heilbrigðisþjónustunnar og stöðva útgjaldaaukninguna. Undanfarin fimm ár hefur jöfnun höndum verið gripið til skammtímaaðgerða og langtímaaðgerða í þessu skyni.<br /> <br /> Allt til að draga úr kostnaðaraukningu og bæta um leið þjónustuna.<br /> Ég hef stundum sagt til einföldunar að til að ná niður halla í heilbrigðisþjónustunni höfum við fjórar megin leiðir.<br /> <br /> · Við getum fækkað læknisverkum<br /> · Við getum lækkað laun starfsfólks<br /> · Við getum látið sjúklingana greiða meira, og<br /> · Við getum sameinað dýrustu einingarnar og náð fram mjög mikilli fjárhagslegri hagræðingu.<br /> <br /> Og ég hef stundum spurt til einföldunar: Vill einhver<br /> · fækka læknisverkum<br /> · lækka laun heilbrigðisstarfsmanna?<br /> · eða krefjast þess að sjúkir greiði læknisverk að fullu?<br /> <br /> Svörin eru yfirleitt neitandi!<br /> <br /> <br /> · Ný lyf verða stöðugt betri<strong>, og dýrari</strong>.<br /> · Ný tækni verður æ betri, <strong>og dýrari</strong>.<br /> · Heilbrigðisþjónustan fullkomnari <strong>og dýrari</strong>.<br /> · Íslendingar fleiri, <strong>og eldri</strong>.<br /> <br /> Þetta þýðir bara eitt.<br /> Annað hvort látum við heilbrigðisþjónustuna þróast óbreytta eða við skipuleggjum hana upp á nýtt.<br /> Við lögðum grunn að nýrri framtíðarstefnu þegar ráðinn var einn forstjóri yfir stóru sjúkrahúsin í Reykjavík. Sú ráðstöfun tókst vel og við höldum ótrauð áfram á sömu braut.<br /> <br /> Þetta er að mínum dómi sú leið sem við þurfum að fara til að geta boðið upp á sömu þjónustu á Íslandi og boðið verður upp á meðal milljónaþjóða í næstu framtíð.<br /> <br /> Fjárhagslega verður ekki sátt um að verja miklu meira fé til heilbrigðismála en við gerum nú. Til að varðveita allt það góða sem við bjóðum <strong>öllum</strong> upp á verðum við að fara þessa leið.<br /> <br /> Virðulegi forseti – ágætu áheyrendur.<br /> <br /> Það er önnur leið sem getur í framtíðinni dregið úr kostnaði við heilbrigðiskerfið og skattheimtu ríkisins, þótt hún kosti átök og tímabundnar kvalir þeirra sem í hlut eiga.<br /> Það er að hætta að reykja, eða að gera það sem er ennþá betra: Að byrja aldrei.<br /> <br /> Þessi leið skilar sér beint í veski viðkomandi.<br /> <br /> Ég nefni þetta í tilefni Evrópskrar viku gegn reykingum ungmenna sem hófst í dag og ég nefni þetta vegna þess að reykingar eru mesta heilbrigðisvandamálið sem við stöndum frammi fyrir.<br /> <br /> Góðar stundir.<br /> <strong><br /> (04.10 1999/Talað orð gildir)</strong><br /> </p>

1999-10-01 00:00:0001. október 1999Dagur aldraðra, 1. október 1999

<div style="margin-left: 2em;"> <strong>Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra</strong><br /> <p><strong>Hátíðardagskrá í tilefni af ári aldraðra</strong></p> </div> <div style="margin-left: 2em;"> <br /> <p>Ágætu hátíðargestir.<br /> Til hamingju með daginn.<br /> Það er mér ánægja að ávarpa ykkur í lok glæsilegrar hátíðardagskrár á ykkar degi. Þessi glæsilega samkoma ber svo sannarlega öldruðum á Íslandi gott vitni.<br /> Frá því að Kópavogsfundurinn var haldinn fyrir nákvæmlega ári, hefur margt gerst. Vinnan á ári aldraðra hefur nýst vel og á eftir að skila árangri til langrar framtíðar.<br /> Þegar við hófum ár aldraðra fyrir réttu ári síðan sagði ég á þá leið að til að ná árangri í málefnum aldraðra yrðum við bæði að horfa til nútíðar og framtíðar. Málefni aldraðra mega aldrei verða einkamál þröngs aldurshóps í þjóðfélaginu, þau eru og eiga að vera málefni okkar allra.<br /> Þið sem komin eru á efri ár og við sem yngri erum eigum það nefnilega sameiginlegt að við vonumst til að lifa lengi og umfram allt að lifa vel. Því má auðvitað segja að við séum að vinna að þessum málaflokki af einskæru hagsmunapoti því við viljum hafa það gott á öllum aldursskeiðum.<br /> Þarfir okkar eru alltaf að breytast. Það verða mér eftirminnileg orð gamals bónda sem fæddur er í upphafi aldarinnar þegar hann lýsti þeim breytingum sem hann hefði lifað og sagðist vera með annan fótinn í steinöld en hinn á atómöld. Því verða þarfir þeirra sem ekki muna tímana tvenna, trúlega ennþá meiri en þær þarfir sem við stöndum frammi fyrir í dag.<br /> Það er svo ótrúlega stutt síðan það voru ekki til í íslensku máli orðin dvalarheimili eða hjúkrunarheimili sem er svo ríkur þáttur í okkar þjónustu í dag.<br /> Í sumar var ég á fundi norrænu heilbrigðisráðherranna í Noregi. Einn dagskrárliðurinn var að gera grein fyrir því að hvaða verkefnum væri unnið í tilefni árs aldraðra.<br /> Fyrirfram var mér innanbrjósts þannig að líklega væru allir að gera það gott nema við en þegar farið var yfir stöðuna var það íslenska skýrslan sem vakti lang mesta athygli. Fyrst og fremst fyrir það hve fjölbreytt verkefnin eru, til dæmis vakti ljósmyndasamkeppnin mikla athygli sem og tölvunámið en það sem þeir öfunduðu okkur mest af var danslagasamkeppnin. Og þeir spurðu hverjum datt þetta eiginlega í hug. Það hlýtur að vera minn fjölhæfi starfsmaður og tónlistarmaður Hrafn Pálsson.<br /> En auðvitað er það málið að það hafa svo margir lagt sitt lóð á vogarskálarnar til að gera starfsemina alla innihaldsríka og fjölbreytta. Jón Helgason hefur auðvitað af festu stýrt nefnd sem hefur lagt sig alla fram og það hefur ekki verið ónýtt að hafa alla þá reyndu aðila með sér, eins og verkalýðsforingjann Bendedikt Davíðsson, þó að við séum langt frá því að vera alltaf sammála, þá virðum við skoðanir hvors annars. Það er alveg sama hvert við höfum leitað, hvort sem er til unga fólksins eða hinna öldruðu; allir eru tilbúnir að vera með.<br /> Og það er nú best þegar öllu er blandað saman því eins og Óskar Wilde sagði: Þeir gömlu trúa öllu, þeir miðaldra tortryggja allt, þeir ungu vita allt. Þegar þessu er öllu blandað saman verður útkoman góð.<br /> Ég sagði áðan að við ætlum að nýta okkur þá vinnu sem lagt var í á þessu ári. Það munum við gera með stefnumótunarvinnu sem á að beinast sérstaklega að næstu fimmtán árum. Að þeirri vinnu munu koma nokkur ráðuneyti, hagsmunahópar aldraðra, sveitarélögin, lífeyrissjóðirnir og fulltrúar atvinnulífsins.<br /> Það eru mörg baráttumál í deiglunni. Þau verða ekki öll leyst í einu vetfangi frekar en Róm var byggð á einum degi en með stöðugri vinnu og samstarfi þeirra sem að málefnum aldraðra þurfa að koma, höfum við náð árangri og við munum halda áfram á þeirri braut.<br /> Ég þakka ykkur öllum sem leggið á ykkur mikla vinnu fyrir málstaðinn, óska ykkur aftur til hamingju með daginn og að lokum langar mig að ávarpa heiðursgestinn, Kristínu Petreu Sveinsdóttur sem er elsti Íslendingurinn, 105 ára gömul. Hún missti móður sína Pálínu Tómasdóttur, sem ættuð var úr Nesi í Grunnavík fyrir síðustu aldamót. Hún missti mann sinn Bergsvein og flutti til Reykjavíkur áður en ég sleit barnsskónum, eða 1952.<br /> <br /> Hún starfaði í frystihúsinu á Kirkjusandi þar til hún varð áttræð, en hefur búið á Hrafnistu frá 1986.<br /> Líf Kristínar er merkilegra en orð fá lýst. Sennilega hafa fáir íbúar á norðurhveli jarðar lifað jafn miklar breytingar og þessi virðulega kona. Hún hefur í stuttu máli lifað tímana tvenna og þrenna. Reynslu hennar verður ekki með orðum lýst.<br /> Mig langar til að fara til hennar og færa henni blómvönd í tilefni dagsins og mig langar að biðja ykkur að standa upp og klappa vel fyrir Kristínu.<br /> </p> <p><strong>(01.10 1999/Talað orð gildir)</strong></p> </div>

1997-11-14 00:00:0014. nóvember 1997Alþjóðlegur dagur sykursjúkra

<p><strong>Ingibjörg Pálmadóttir<br /> heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra</strong></p> <br /> <p>Á degi sykursjúkra koma í hug orð Vilmundar Jónssonar fyrrum landlæknis sem sagði árið 1938 að sykursýki væri mjög sjaldgæfur sjúkdómur á Íslandi og að það væri alveg sérstakt fyrir lækni að rekast á sjúkling með þann sjúkdóm. Ekki er þessi sjúkdómur þó sjaldgæfari en svo að nú eru um 500 Íslendingar sem þurfa daglega að sprauta sig með insúlíni og árlega eru 4000 komur á sykursýkisgöngudeild fullorðinna á Landspíalanum.<br /> <br /> Sykursýki er dæmi um sjúkdóm þar sem einkennum hefur verið ítarlega lýst og meingerð rækilega rannsökuð. Sú vinna hefur vísað veginn og verið undirstaða markvissrar meðferðar til þess að bæta einstaklingnum skort hans á insúlíni, með insúlínsprautum eða öðrum sykursýkislyfjum. Jafnframt hefur þróast umhverfi sem byggir á stöðugu eftirliti og teymisvinnu er miðar að því að mæta þörfum sjúklingsins um ýmsa fræðslu s.s. um næringu og matarræði og aðstoð við að mæta því álagi sem langvinnur og vandasamur sjúkdómur er. Árangur þessa teymis hvílir mikið á því að vel takist að virkja sjúklinginn sjálfan og aðstandendur<br /> þegar um barn er að ræða.<br /> <br /> Nýgengi sjúkdómsins hérlendis er með því lægsta sem gerist. Þannig er nýgengi meðal barna á hinum Norðurlöndunum á bilinu 23 - 43/ 100.000 meðan íslensk rannsókn frá 1991 sýnir að talan hér er 9,4. Talið er að umhverfisþættir eigi hér hlut að máli þótt ekki sé vitað nákvæmlega hverjir þeir eru.<br /> <br /> Það má gleðjast yfir því að nýgengi skuli hér vera svo lágt en það er ástæða til að vera hreykin af því hversu fagfólki hérlendis hefur tekist vel við meðferð og eftirlit. Rannsóknir víða um heim hafa sýnt, svo ekki verður um villst, að árangur sem næst í því að fyrirbyggja alvarlegan skaða s.s. í augum, nýrum og taugakerfi tengist gæðum eftirlits og meðferðar.<br /> <br /> Eftirlit og meðferð sykursýki er talandi dæmi um það sem við gerum vel í íslenska heilbrigðiskerfinu. Þar byggir á færu og áhugasömu fagfólki og góðu samstarfi þeirra er annast sjúklingana og hafa sérhæft sig á þessu sviði. Þannig eru nú veitt skipulögð greiningar- og göngudeildaþjónusta fyrir sykursjúk börn á Sjúkrahúsi Reykjavíkur og göngudeild fyrir fullorðna á Landspítalanum. Eftir greiningu tekur við margvísleg fræðsla og síðan eftirlit á göngudeild. Þar er fylgst með blóðsykri og lagt á ráðin með insúlíngjafir eða önnur sykursýkislyf en jafnframt fylgst með því hvort fram komi líffæraskemmdir s.s. í augum, nýrum eða æðakerfi.<br /> <br /> Sá árangur sem hér hefur náðst hefur vakið eftirtekt. Þannig er tíðni blindu meðal sykursjúkra hérlendis með því lægsta sem gerist í heiminum. Tíðni blindu í þessum sjúklingahópi er minni en 1% hér á landi en víða er hún allt að tíu sinnum hærri. Sama gildir um tíðni nýrnasjúkdóma, en mjög sjaldgæft er að grípa þurfi til nýrnavélar til blóðskilunar hérlendis vegna afleiðinga sykursýki. Þriðji þátturinn sem gjarnan er litið til hvað varðar meðferð sykursjúkra er hvernig til tekst með meðgöngu og fæðingu hjá sykursjúkum konum.<br /> Á árunum 1970-1975 var burðarmálsdauði hjá þessum hóp um 10%. Hér hefur orðið breyting á og á árunum 1980-1990 var hann kominn niður í rúm 2%. Frá 1983 hefur ekki orðið dauðsfall barns er rekja mætti til sykursýki móður á meðgöngu. Hér hefur sem sagt náðst það markmið að ekki er munur á hvort konan er sykursjúk eður ei.<br /> <br /> Þótt ástandið hérlendis sé betra en víðast annars staðar má alltaf gera betur. Þannig er nú verið að stækka aðstöðu göngudeildarinnar á Landspítala og bæta þarf aðstöðu göngudeildarinnar á Sjúkrahúsi Reykjavíkur.<br /> <br /> Hver dagur hins sykursjúka er sykursýkisdagur. Alþjóðasykursýkisdagurinn minnir hina á að gæta að heilsunni og undirstrikar mikilvægi þess að sykursýki sé leitað vegna þess hve mikilvæg rétt viðbrögð eru. Hann á að minna einstaklinginn á að sinna kilaboðum líkamans og láta ekki dragast að leita læknis ef grunur vaknar um sykursýki. Alþjóðasykursýkisdagurinn er síðast en ekki síst hvatning til okkrar að gera enn betur til að auðvelda sykursjúkum að lifa sem eðlilegustu lífi þrátt fyrir erfiðan sjúkdóm.<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong><em>Ingibjörg Pálmadóttir</em></strong><br /> <strong>Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra</strong><br /> </div>

1996-10-23 00:00:0023. október 1996Réttindi sjúklinga betur tryggð

<div> <p><strong>Grein eftir Ingibjörgu Pálmadóttur<br /> heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra<br /> </strong></p> </div> <div style="margin-left: 4em;"> <br /> Á undanförnum árum hefur orðið mikil þróun í heiminum á sviði mannréttinda. Mikil áhersla er lögð á að tryggja betur grundvallar- mannréttindi og réttindi borgaranna gagnvart ríkisvaldinu og hafa þessi réttindi verið skýrð rýmra en áður. Hér á landi sér þessa stað á ýmsum sviðum, svo sem í stjórnsýslulögum, lögum um kerfisbundna skráningu persónuupplýsinga (tölvulög) og fleiri sviðum sem öll miða að því að tryggja persónufrelsi, mannréttindi og mannhelgi.<br /> &#160; &#160; &#160; &#160;Mikilvægur hluti af mannréttindum eru réttindi þeirra sem þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda. Brýnt er að skýrt sé kveðið á um hvaða réttinda þeir njóta og að þeir hafi tryggingu fyrir því að ekki sé gengið á þau, enda eiga sjúklingar oft erfitt með að gæta eigin hagsmuna þegar veikindi steðja að. Reynir þar oft á starfsfólk heilbrigðisstofnana sem hefur axlað þetta hlutverk með mikilli prýði. Til þess að tryggja enn betur réttindi sjúklinga var nefnd falið að hefja vinnu að samningu frumvarps um þetta málefni. Nefndin var skipuð fulltrúum Landlæknis, Læknafélags Íslands, Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, Samtaka heilbrigðisstétta, Neytendasamtakanna og heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins og vann nefndin mjög vel að gerð þessa frumvarps. Kallaði nefndin til sín fjölmarga aðila úr heilbrigðiskerfinu og fulltrúa 45 sjúklingahópa og aðstandenda sjúklinga til að fá ábendingar um þau vandamál sem þeir stæðu andspænis og atriði sem þeir teldu mikilvægt að tekið yrði á í frumvarpinu.<br /> &#160;&#160; &#160; &#160; &#160;Markmiðið með samningu frumvarpsins var að auka og tryggja réttindi sjúklinga og kveða skýrt á um þau í lagatexta, þannig að á þeim leiki enginn vafi fyrir sjúklinga, aðstandendur þeirra né starfsfólk heilbrigðisþjónustunnar.<br /> &#160;&#160; &#160; &#160; &#160;Frumvarp til laga um réttindi sjúklinga var lagt fram á Alþingi síðastliðinn vetur og hefur hlotið mikla umræðu og umfjöllun fjölmargra umsagnaraðila. Viðbrögð hafa yfirleitt verið jákvæð og flestir umsagnaraðilar telja mikilvægt að meginreglur í þessu efni verði lögfestar. Ýmsar efnislegar athugasemdir hafa komið fram og er starfsfólk ráðuneytisins nú að vinna úr þeim og mun endurskoðað frumvarp verða lagt fyrir Alþingi í haust.<br /> &#160;&#160; &#160; &#160; &#160;Nokkurs misskilnings hefur gætt í umfjölluninni um þetta mikilvæga mál. Því hefur verið haldið fram að með frumvarpinu sé verið að forgangsraða, þannig að aldraðir séu settir aftar í forgangsröðun, en það er alvarlegur misskilningur. Í frumvarpinu er kveðið á um að m.a. eigi að taka tillit til aldurs sjúklinga við meðferð og aðhlynningu. Verulega hefur áunnist í þeim efnum hvað varðar aldraða og heldur uppbygging á aðstöðu fyrir þá áfram af fullum krafti. Þessu ákvæð er fyrst og fremst ætlað að tryggja að allir fái þjónustu og aðbúnað sem hæfi aldri þeirra ekki síst börn og unglingar. Við núverandi aðstæður fullnægjum við ekki nægilega vel ýmsum aldursbundnum þörfum þeirra. Þeim verður ekki fullnægt nema með nýrri aðstöðu sem er sérhönnuð með þarfir þeirra fyrir augum. Þá hefur sú staðreynd sem orðuð er í frumvarpinu, að heilbrigðisþjónustan býr við fjárhagsramma innan hvers árs verið misskilin sem ný þrenging á þjónustu við sjúklinga. Þessi ákvæði hafa verið misskilin á þann hátt að með þeim sé verið að draga úr rétti sjúklinga. Það er alls ekki tilgangur frumvarpsins og því hef ég ákveðið að breyta nokkrum ákvæðum þess áður en það verður lagt fyrir Alþingi að nýju í haust, þannig að ekki sé hætta á misskilningi og mistúlkun.<br /> &#160;&#160; &#160; &#160; &#160;Með þessu frumvarpi er tekið á mörgum mikilvægum þáttum sem tímabært er að lögfesta. Þar á meðal á að tryggja að sjúklingar fái upplýsingar um sjúkdóm, meðferð og batahorfur. Lögð er áhersla á rétt hans til ákvarðanatöku um meðferð. Einnig eru ákvæði um kæru og kvartanaleiðir sjúklinga, auk ákvæða sem tryggja eiga gæði og samfelldari í þjónustu.<br /> &#160;&#160; &#160; &#160; &#160;Ég tel nauðsynlegt að þetta mikilvæga mál fái ítarlega umræðu á Alþingi og ekki síður meðal almennings. Frumvarp til laga um réttindi sjúklinga er framfaraspor og vænti ég þess að góð samstaða náist um að lögfesta í vetur þau grundvallarréttindi sem frumvarpið kveður á um að sjúklingar í okkar þjóðfélagi eigi að njóta.<strong><br /> <br /> </strong> <div align="center"> <strong>Ingibjörg Pálmadóttir,heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra</strong> </div> </div>

1996-10-10 00:00:0010. október 1996Alþjóðlegur geðheilbrigðisdagur

<p><strong>Ingibjörg Pálmadóttir<br /> heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra</strong></p> <div style="margin-left: 4em;"> <br /> &#160; &#160; &#160;Alþjóðasamband um geðheilbrigði, með stuðningi frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni hefur undanfarin ár gengist fyrir því að heilbrigðisyfirvöld í hverju landi gerðu 10. október að alþjóðlegum geðheilbrigðisdegi. Fyrir ári síðan staðfesti ég að 10. október ár hvert yrði tileinkaður geðheilbrigðismálum hér á landi. Í tilefni þessa dags hef ég beint þeim tilmælum til Landlæknisembættisins, Sálfræðingafélags Íslands, Geðlæknafélags Íslands, Geðhjálpar, Geðverndarfélags Íslands og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga að minnast þessa dags með því að vekja athygli á málefnum geðsjúkra.<br /> &#160;&#160; &#160; &#160; &#160;Í dag stendur samstarfshópur um 10 október, aðilar frá nokkrum félagasamtökum um málefni geðsjúkra, fyrir umfangsmikilli dagskrá undir yfirskriftinni " Ræðum geðsjúkdóma, þekking hjálpar". Þessi áhersla er tímabær þar sem þekking er grunnur að árangri og skilningi á högum geðsjúka.<br /> &#160;&#160; &#160; &#160; &#160;Við hér á landi getum verið stolt af því starfi sem unnið er á sviði geðheilbrigðismála. Hér á landi eru reknar öflugar og vel búnar geðdeildir með vel menntuðu starfsfólki og starfandi eru öflug samtök geðsjúkra og aðstandenda þeirra.<br /> &#160;&#160; &#160; &#160; &#160;Markmiðið er að veita sem besta þjónustu við þá sem eiga við geðsjúkdóma að stríða og aðstandendur þeirra. Við þurfum stundum að horfa upp á ýmis vandamál á tímum aðhalds í útgjöldum, en ég hef ætíð reynt að koma í veg fyrir að það bitni á þeim sem minnst mega sín. Nú í ár hefur þjónusta við geðsjúka verið bætt. Lokanir deilda og fækkun legurýma hefur verið minni í ár miðað við síðustu ár, og reynt hefur verið að sinna fleirum með dagdeildarúrræðum. Tryggt hefur verið varanlegt fjármagn fyrir stöðu barnageðlæknis á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Þá hef ég á þessu ári beitt mér fyrir sérstakri fjárveitingu til Barna- og unglingageðdeildar. Fjárveitingu til að efla starf deildarinnar og að koma á fót upplýsingamiðstöð fyrir aðstandendur ungra vímuefnaneytenda, í samvinnu við aðra þá aðila, er vinna að málaflokknum. Þegar á heildina er litið er þjónusta við geðsjúka hér á landi að mörgu leyti til fyrirmyndar og fordómar gagnvart geðsjúkum eru minni en víðast hvar annarsstaðar.<br /> &#160;&#160; &#160; &#160; &#160;Ég vil einnig minna á ýmis félagasamtök og fyrirtæki sem hafa stutt ötullega við þjónustu geðfatlaðra. Það er mikilvægt í lýðræðisþjóðfélagi að einstaklingar séu virkir þátttakendur og veiti okkur stjórnmálamönnum aðhald og sýni frumkvæði.<br /> &#160;&#160; &#160; &#160; &#160;Ég hef í undirbúningi að standa fyrir öflugu fræðsluátaki fyrir starfsfólk heilsugæslunnar sem varðar greiningu, viðbrögð og móttöku á einstaklingum með geðræn vandamál. Tilgangurinn með fræðsluátakinu er að efla heilsugæsluna og gera hana hæfari til að sinna sínu hlutverki. Hluti þeirra sem sækja heilsugæsluna eiga við geðræn vandamál að stríða. Starfsfólk heilsugæslustöðva hefur bent á að viðfangsefni þeirra sé í vaxandi mæli að greina og veita ráðgjöf á þessu sviði. Því er mikilvægt að læknum og hjúkrunarfræðingum sé gert kleift að sinna þessum hluta starfsins vel. Þessi leið að efla frumheilsugæslu við geðsjúka hefur verið reynd í nágrannalöndunum, nú síðustu ár með ágætum árangri.<br /> &#160;&#160; &#160; &#160; &#160; Þjóðfélagið í dag breytist hratt, unglingar verða vímuefnum að bráð og í flóknari samfélagsskipan er erfiðara að fóta sig. Við verðum að fylgjast vel með og vera fljót að tileinka okkur nýjustu þekkingu og meðferðarúrræði á sviði geðheilbrigðismála. Til að tryggja að við höldum stöðu okkar í farabroddi hvað varðar baráttu við geðsjúkdóma hef ég um nokkurt skeið haft í undirbúningi að setja á fót starfshóp um stefnumótun í málefnum þeirra sem eiga við geðsjúkdóma að stríða. Sá hópur samanstendur af fagfólki og aðilum frá áhugamanna- og félagsamtökum. Hlutverk þessa starfshóps verður m.a. fólgið í að gera tillögur um áherslur í geðheilbrigðisþjónustu á komandi árum.<br /> &#160;&#160; &#160; &#160; &#160; Nýtum daginn vel og minnumst þeirra sem eiga við geðsjúkdóma að stríða og aðstandenda þeirra.<br /> <br /> <div align="center"> <strong>Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra</strong> </div> </div>

Um ráðuneytið

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira