Hoppa yfir valmynd

Ræður og greinar Jóhönnu Sigurðardóttur


Dags.Dags.TitillLeyfa leit
2009-01-16 00:00:0016. janúar 2009Jafnréttisþing 2009

<p><span>Ágætu þinggestir.</span></p> <p><span>Jafnréttisþing er nú haldið í fyrsta sinn samkvæmt nýjum lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla sem samþykkt voru á Alþingi í febrúar síðastliðnum.</span></p> <p><strong><span>&nbsp;</span></strong></p> <p><strong><span><img alt="Ráðherra ávarpar jafnréttisþing" src="/media/velferdarraduneyti-media/media/Jafnrettisthing09/medium/Radherra_avarpar_jafnrettisting.JPG" />Hlutverk jafnréttisþings</span></strong></p> <p><span>Hlutverk þess samkvæmt jafnréttislögum er þríþætt. Í fyrsta lagi ber mér sem ráðherra jafnréttismála að leggja fyrir jafnréttisþing skýrslu um stöðu og þróun í jafnréttismálum á nýliðnum árum. Þar er jafnframt farið yfir efndir og árangur verkefna í fyrri framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum sem rann sitt skeið á enda á síðasta ári. Skýrslan hefur verið afhent ykkur með öðrum gögnum þingsins.</span></p> <p><span>Í öðru lagi þá er það hlutverk þingsins að skila inn ábendingum og hugmyndum sem geta nýst mér og ráðuneyti mínu við gerð þingsályktunartillögu um næstu framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum sem gilda á til ársins 2012. Þess vegna er gert ráð fyrir því í jafnréttislögunum að framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar verði ekki fullunnin fyrr en að loknu jafnréttisþingi. Þetta er einmitt ástæða þess að ég hef ekki lagt fram tillögu um nýja framkvæmdaáætlun á Alþingi heldur mun gera það á vorþinginu sem hefst í næstu viku.</span></p> <p><span>Ég hvet ykkur til að hafa þennan tilgang þingsins í huga í málstofunum þar sem tími gefst til umræðna og lýsi eftir framsýnum hugmyndum sem geta orðið grundvöllur markvissra aðgerða í jafnréttismálum. Jafnréttisráð ber ábyrgð á að taka saman umræður þingsins og því munu ábendingar ykkar rata rétta leið inn í vinnuna að nýrri framkvæmdaáætlun. Til að styðja við umræðurnar legg ég fyrir ykkur vinnuskjal sem ég kalla umræðugrundvöll vegna nýrrar áætlunar. Þar er lýst þeim gildum og markmiðum sem verða leiðarljós nýrrar áætlunar og nokkrum verkefnum sem ég vil setja í forgang.</span></p> <p><span>Í þriðja lagi þá er jafnréttisþingi ætlað að vera virkur samræðuvettvangur um jafnréttismál. Hingað er stefnt almenningi, alþingis- og sveitarstjórnarmönnum, fulltrúum stofnana, fyrirtækja, aðila vinnumarkaðar og frjálsra félagasamtaka sem láta sig jafnréttismál varða til að taka stöðuna á jafnréttisbaráttunni, líta yfir farinn veg og horfa til framtíðar &ndash; til opinnar umræðu um eitt af dýrmætustu gildum samfélags okkar, jafnrétti, jafngildi og jafnræði kynjanna.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><strong><span>Nýtum krafta kvenna</span></strong></p> <p><span>Það er lífsspursmál fyrir okkur sem þjóð að menntun, reynsla og þekking allra, kvenna og karla, séu nýtt til fulls og metin að verðleikum. Við höfum einfaldlega ekki efni á því að mismuna kynjunum. Kynbundin mismunun, hvort sem er í launum, við ráðningar í störf eða skipanir í stjórnir og embætti, felur í sér að mannauður samfélags okkar er ekki nýttur sem skyldi. Pólitískar ráðningar sem verða til þess að hæfileikaríkasta fólkið er sniðgengið bitnar á okkur öllum. Slíkt framferði hefur reynst samfélaginu dýrkeypt.</span></p> <p><span>Konur hafa ekki krafist þess að þeim sé hyglað, að þeim veitist framgangur án verðleika. Þær hafa einungis krafist þess að sanngjörn og málefnaleg sjónarmið ráði för. Ég er viss um að staða samfélagsins væri önnur og betri hefðu konur átt þann sess sem þeim ber í atvinnulífinu, í fjármálastofnunum, í stjórnmálum og almennt í stofnunum samfélagsins.</span></p> <p><strong><span>&nbsp;</span></strong></p> <p><strong><span>Frestun jafnréttisþingsins</span></strong></p> <p><span>Í haust ákvað ég að fresta jafnréttisþinginu um tvo mánuði og vakti það eðlilega blendin viðbrögð. Sumum þótti sannast að jafnréttismál væru gæluverkefni og ekki tiltökumál að ýta þeim til hliðar vegna annarra mála sem talin væru brýnni. Undir þessi sjónarmið mun ég aldrei taka enda er ég þess fullviss að ákvörðun um frestun þingsins var rétt og nauðsynleg á þeim tíma. Ástæðan var einkum sú að allar aðstæður í þjóðfélaginu gjörbreyttust eins og hendi væri veifað við hrun bankanna. Ég taldi mikilvægt að breyta dagskránni sem þá lá fyrir þar sem óhjákvæmilegt er að umræður þingsins taki mið af þessum nýju aðstæðum.</span></p> <p><span>Jafn miklar breytingar á efnahagslífinu og nú blasa við, samdráttur í atvinnulífi, vaxandi atvinnuleysi, niðurskurður í opinberum rekstri, fjárhagserfiðleikar heimila og fyrirtækja, allt eru þetta þættir sem munu hafa mikil og að einhverju leyti ólík áhrif á stöðu kvenna og karla.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><strong><span>Helstu umfjöllunarefni</span></strong></p> <p><span>Ég ætla mér hér á eftir að stikla á stóru um stöðu og þróun jafnréttismála og helstu verkefni á því sviði sem unnið hefur verið á síðustu misserum. Ýmis verkefni eiga rætur í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Þar er kveðið á um gerð áætlunar til að draga úr óútskýrðum launamun hjá ríkinu um allt að helming fyrir lok kjörtímabilsins og um endurmat á störfum kvenna hjá því opinbera, sérstaklega í stéttum þar sem konur eru í miklum meiri hluta.</span></p> <p><span>Samkvæmt stefnu ríkisstjórnarinnar skal koma á samvinnu aðila vinnumarkaðarins og hins opinbera til þess að finna leiðir til þess að eyða kynbundnum launamun á almennum vinnumarkaði. Þá skal stefnt að því að tryggja jafna stöðu kvenna og karla í nefndum og stjórnunarstöðum á vegum ríkisins og loks tryggja rétt launafólks til að skýra frá launakjörum sínum ef það svo kýs.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><strong><span>Reynsla af nýjum jafnréttislögum</span></strong></p> <p><span>Í nýjum jafnréttislögum eru nokkur merk nýmæli. Eftirlitsheimildir Jafnréttisstofu með framkvæmd laganna eru efldar auk þess sem Jafnréttisstofu er nú heimilt að fylgja þeim eftir með dagsektum í vissum tilvikum, til dæmis ef fyrirtæki eða stofnanir gera ekki lögbundna jafnréttisáætlun eða sinna ekki upplýsingaskyldu sinni við stofuna.</span></p> <p><span>Þegar hefur reynt á þessar nýju heimildir Jafnréttisstofu. Eftir stofnun ríkisbankanna óskaði hún eftir upplýsingum um ráðningar í stjórnunarstöður. Aðeins einn banki veitti Jafnréttisstofu upplýsingar innan tilskilins frests. Í kjölfarið var hinum bönkunum tveimur veittur viðbótarfrestur og jafnframt upplýst að dagsektum yrði beitt, kæmu upplýsingarnar ekki innan frestsins. Til þess kom þó ekki þar sem umbeðnar upplýsingar bárust Jafnréttisstofu á tilteknum tíma.</span></p> <p><span>Í samræmi við ríkisstjórnarsáttmálann var sett inn í jafnréttislög ákvæði um að starfsmönnum skyldi alltaf heimilt að upplýsa um launakjör sín ef þeir kjósa svo. Þetta er stórt skref í rétta átt, en það er eðlileg krafa til atvinnurekenda að launakerfin séu gagnsæ og byggð á málefnalegum sjónarmiðum sem starfsmenn eru upplýstir um.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><strong><span>Kærunefnd jafnréttismála</span></strong></p> <p><span>Annað mikilvægt nýmæli varðar kærunefnd jafnréttismála, en í stað þess að gefa frá sér álit eins og áður var eru úrskurðir hennar nú bindandi. Reynslan af þessari breytingu á eftir að koma í ljós, en það er alveg ljóst að hugsunin á bak við hana var að styrkja kærunefndina og þá réttarvernd gegn kynbundinni mismunun sem lögin eiga að veita brotaþola.</span></p> <p><span>Þegar litið er til álita kærunefndar jafnréttismála á síðastliðnum árum kemur fram að álitum þar sem nefndin telur að jafnréttislögin hafi verið brotin við stöðuveitingar hefur fækkað hlutfallslega allt frá árinu 2004 og það verulega. Hefur kærunefndin meðal annars vísað til þess svigrúms sem atvinnurekendur eru taldir hafa við val á umsækjendum um störf.</span></p> <p><span>Þetta er sannarlega umhugsunarvert sjónarmið sem ástæða er til að ætla að geti haft óæskileg áhrif á þróun jafnréttis í landinu. Enn er ekki farið að reyna á hin nýju lög að því er þetta varðar. Ég veit að margir eru hugsi yfir þessari þróun og spyrja hvað valdi og með þessu verður grannt fylgst.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><strong><span>Kynbundinn launamunur</span></strong></p> <p><span>Það er óþolandi staða hve illa gengur að uppræta kynbundinn launamun sem enn viðgengst hér á landi. Virðist stöðnun ríkja í þeim efnum. Á fyrri hluta síðasta árs fól ég Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands að gera könnun á launum karla og kvenna á vinnumarkaðnum í heild. Frumkvæðið kom frá ráðgjafarhópi um launajafnrétti og var tilgangur hennar meðal annars að mynda viðmiðunargrundvöll fyrir síðari kannanir þar sem reynt verði að meta árangur væntanlegra aðgerða gegn kynbundum launamun. Í þessari könnun koma fram mjög athyglisverðar niðurstöður sem ræddar verða í málstofu á þessu þingi.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><strong><span>Þrír starfshópar um launajafnrétti kynja</span></strong></p> <p><span>Í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar voru árið 2007 skipaðir þrír starfshópar til að vinna að launajafnrétti. Tvo þeirra skipaði ég sem félagsmálaráðherra, annan til að vinna tillögur um leiðir að launajafnrétti á almennum vinnumarkaði og jafna stöðu kvenna og karla í nefndum og við stjórnun stofnana og fyrirtækja, en hinum var falið að vera mér til ráðgjafar og fylgjast með árangri þeirra aðgerða sem gripið yrði til. Fjármálaráðherra skipaði síðan hóp um leiðir til launajafnréttis hjá því opinbera. Ég hafði gert mér vonir um að raunhæfar tillögur lægju fyrir í haust um opinbera markaðinn, en það er skemmst frá því að segja efnahagsþrengingar og ástandið í samfélaginu hafa meðal annars tafið þá vinnu.</span></p> <p><span>Nú þegar liggur þó fyrir að nefndin mun leggja til aukið eftirlit og eftirfylgni með launaákvörðunum hjá hinu opinbera og að innleitt verði reglubundið skoðunarkerfi í þeim tilgangi.</span></p> <p><span>Að mati nefndarinnar, ekki síst í ljósi niðurstaðna könnunar sem nefndin lét vinna meðal forstöðumanna ríkisstofnana, og greint verður betur frá í málstofu síðar í dag, má leiða að því líkur að með slíku skoðunartæki yrði spornað mjög gegn kynbundnu launamisrétti hjá hinu opinbera.</span></p> <p><span>Vonir standa síðan til að endurmat og endurskilgreining á kjörum í hefðbundnum kvennastéttum hjá hinu opinbera og tillögur í þeim efnum liggi fyrir nú í vor.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><strong><span><img class="right" alt="Þingfulltrúar á jafnréttisþingi" src="/media/velferdarraduneyti-media/media/Jafnrettisthing09/medium/Tingfulltruar_a_jafnrettistingi.JPG" />Ábyrgð forstöðumanna opinberra stofnana</span></strong></p> <p><span>Ég ætla að víkja að ábyrgð forstöðumanna opinberra stofnana á framkvæmd launastefnu og þar með á launajafnrétti kynja. Með starfsmannalögunum frá 1996 var forstöðumönnum veitt heimild til að greiða einstökum starfsmönnum viðbótarlaun vegna hæfni, álags eða árangurs í starfi. Kveðið var á um að fjármálaráðherra setti um þetta reglur, en þær litu fyrst dagsins ljós ellefu árum síðar. Þrátt fyrir skort á reglum hafa forstöðumenn lengi nýtt sér heimildina. Að minni beiðni skoðaði Ríkisendurskoðun hvernig að greiðslunum var staðið og birti um það skýrslu árið 2004.</span></p> <p><span>Viðbótargreiðslur komu einkum fram í yfirvinnugreiðslum þar sem ekki var krafist vinnuframlags á móti, en einnig notuðu nokkrar stofnanir þóknanir í þessu skyni. Eins taldi Ríkisendurskoðun að akstursgreiðslur væru að einhverju leyti í raun viðbótarlaun. Kom fram sláandi munur milli kynja konum í óhag sem reyndust fá um 56% af þeim greiðslum sem karlar fengu. Þetta er óviðunandi og sýnir að þeim sem koma að launaákvörðunum er ekki ljós sú ábyrgð sem þeir bera.</span></p> <p><span>Þegar fjármálaráðuneytið setti almennar reglur um greiðslur viðbótarlauna árið 2007, ellefu árum eftir gildistöku starfsmannalaganna, var kveðið á um að forstöðumönnum bæri að setja nánari reglur um útfærslu þeirra innan hverrar stofnunar og kynna þær starfsmönnum sínum.</span></p> <p><span>Ég tel bráðnauðsynlegt að skoða hvernig þessum málum er háttað nú, hvort forstöðumenn hafi sett þær reglur sem þeim ber og hvort kynjunum sé enn mismunað eins og skýrsla Ríkisendurskoðunar leiddi í ljós á sínum tíma. Ég skora á forstöðumenn opinberra stofnana að sýna ábyrgð í verki og endurskoða vinnubrögð sín með jafnrétti kynjanna að leiðarljósi, hafi þeir ekki þegar gert það.</span></p> <p><span>Ég veit að á þessu verður tekið í þeim tillögum sem starfshópur fjármálaráðuneytisins um leiðir að launajafnrétti mun skila af sér því þetta þolir ekki bið.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><strong><span>Starfshópur um launamun á almennum vinnumarkaði</span></strong></p> <p><span>Starfshópur, sem ég fól að finna leiðir til að eyða kynbundnum launamun á almennum vinnumarkaði, skilaði tillögum sínum í október síðastliðnum. Hópurinn telur þrjár leiðir helst færar. Þær eru starfsmat, eins og hefur verið við lýði á sveitarstjórnarstiginu um nokkurra ára bil, jafnréttisstaðallinn og vegvísir um jafnlaunaúttektir í fyrirtækjum og stofnunum sem er nokkurs konar hliðarafurð af vinnu starfshópsins.</span></p> <p><span>Vegvísirinn er ígildi handbókar sem byggð er á hugmyndum mannauðsstjóra nokkurra stærstu fyrirtækja landsins sem telja vísinn vera leið að launajafnrétti og ekki fela í sér það fé og fyrirhöfn sem fylgir starfsmatskerfi eða staðlagerð. Tæplega fimmtíu fyrirtæki, með um fimmtán þúsund starfsmönnum, hafa lýst sig reiðubúin til að fylgja honum. Ég hef þegar sett mig í samband við hvert og eitt þessara fyrirtækja og fagnað áhuga þeirra. Um leið vil ég hvetja þau til að taka út laun kvenna og karla í fyrirtækinu fyrir og eftir innleiðingu vegvísisins, en það gefur tækifæri til að meta árangur af notkun hans og það er tækifæri sem ekki má láta ónotað.</span></p> <p><strong><span>&nbsp;</span></strong></p> <p><strong><span>Jafnréttisstaðall</span></strong></p> <p><span>Í bráðabirgðaákvæði með nýjum jafnréttislögum var mér falið að láta þróa vottunarkerfi <a id="B3M1" name="B3M1">á framkvæmd stefnu um launajafnrétti og framkvæmd stefnu um jafnrétti við ráðningar og uppsagnir í samvinnu við samtök aðila vinnumarkaðarins</a>.</span></p> <p><span>Við gerð kjarasamninga í febrúar 2008 var einnig gerð bókun um setningu staðals fyrir vottun á framkvæmd jafnréttisstefnu fyrirtækja. Samtök atvinnulífsins, Alþýðusamband Íslands og ráðuneyti mitt gerðu með sér samkomulag á ársfundi Alþýðusambandsins á kvennafrídaginn 24. október síðastliðinn, um að ráðast sameiginlega í þetta verk og fela Staðlaráði Íslands að hafa umsjón með því. Staðlaráð hefur skipað svokallaða tækninefnd til að stýra vinnunni og er jafnréttisfulltrúi ráðuneytisins formaður hennar. Samkvæmt metnaðarfullum tímaramma í ákvæðum laganna á verkinu að ljúka nú fyrir árslok. Vonir mínar standa til þess að atvinnurekendur muni sjá ávinning í því að fela óháðum vottunaraðilum úttekt á launa- og starfsmannastefnu sinni því þannig verði hafið yfir allan vafa að þeir virði jafnrétti kvenna og karla.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><strong><span>Staða kvenna í nefndum og ráðum</span></strong></p> <p><span>Ágætu þingfulltrúar.</span></p> <p><span>Í nýjum jafnréttislögum segir að þess skuli gætt við skipun í nefndir, ráð og stjórnir á vegum ríkis og sveitarfélaga að hlutur hvors kyns sé ekki minni en 40% þegar um fleiri en þrjá fulltrúa er að ræða. Þetta á einnig við um stjórnir hlutafélaga og fyrirtækja sem ríki eða sveitarfélag eru aðaleigandi að. Kveðið er á um að tilnefna skuli bæði karl og konu nema hlutlægar ástæður geri það ekki mögulegt og þarf þá að rökstyðja að svo sé.</span></p> <p><span>Hlutur kvenna í nefndum innan Stjórnarráðsins hefur aukist hægum skrefum og var orðinn 36% fyrir ári. Þrjú ráðuneyti, heilbrigðisráðuneytið, félags- og tryggingamálaráðuneytið og menntamálaráðuneytið, hafa náð markmiði laganna. Við nýskipanir í nefndir eftir síðustu ríkisstjórnarskipti var hlutur kvenna 39% &ndash; það stefnir í rétta átt þótt okkur miði of hægt að mínu mati.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><strong><span>Áhrifastöður og stjórnmál</span></strong></p> <p><span>Skipting kynjanna meðal forstöðumanna ríkisstofnana var í janúar 2007 þannig að 77% þeirra voru karlar en konur 23%. Hér hefur lítið sem ekkert dregið saman með kynjunum síðustu ár.</span></p> <p><span>Á Alþingi sitja konur í 37% þingsæta, konur eru þriðjungur ráðherra, þriðjungur af formönnum í fastanefndum þingsins og þriðjungur ráðuneytisstjórar. Hlutfallið er lægra konum í óhag meðal skrifstofustjóra og deildarstjóra í ráðuneytunum. Af þessum upplýsingum að dæma þurfa ráðuneytin verulega að taka sig á.</span></p> <p><span>Eftir sveitarstjórnarkosningarnar 2006 var hlutur kvenna í sveitarstjórnum tæp 36% sem var 4,8% aukning frá kosningunum 2002. Í september síðastliðnum voru konur rétt rúmur fjórðungur starfandi bæjarstjóra eða sveitarstjóra.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><strong><span>Glerþak og krítískur massi</span></strong></p> <p><span>Þessar tölur eru í skýrslunni sem ég nefndi í upphafi, en ég vil draga þetta saman. Tölurnar hlaupa fram og til baka um nokkur prósent, flestar í kringum hlutfallið 70 á móti 30. Ég veit að hér inni eru margir sem þekkja til hugtaksins <em>glerþaksins</em>, sem komst inn í jafnréttisumræðuna fyrir nokkrum árum. Hér eru einnig örugglega margir sem þekkja til kenningarinnar um hinn <em>krítíska massa</em>.</span></p> <p><span>Í stuttu máli lýtur hún að því að meiri hlutinn, hin ráðandi öfl, geti þolað minni hluta og varnað honum raunveruleg áhrif meðan honum er haldið innan um það bil þriðjungs hlutar í sætunum og stöðunum.</span></p> <p><span>Við getum spurt hversu lengi þess er að bíða að konur, sem eru minnihlutahópur sé litið til valda og áhrifa í íslensku samfélagi, reki höfuðið upp í gegnum glerþakið, rjúfi fjötra minnihlutahópsins, og komist til meirihluta áhrifa, sem sannarlega væri fróðlegt að sjá hvaða áhrif hefði á mótun samfélags.</span></p> <p><strong><span>&nbsp;</span></strong></p> <p><strong><span>Einkamarkaður til vansa</span></strong></p> <p><span>Konur eru þó ekki minnihlutahópur þegar kemur að því að leggja til samfélagsins vinnukraft sinn, metnað og hugvit. Hlutur kvenna á íslenskum vinnumarkaði var tæplega 46% árið 2007 sem þýðir að atvinnuþátttaka íslenskra kvenna er með því mesta sem gerist á byggðu bóli. Við vitum að þær eru líka í fararbroddi sé litið til menntunar. En! Af framkvæmdastjórum fyrirtækja voru 19% þeirra konur á móti um 80% karla. Árið 2005 var þetta hlutfall 18% svo lítið hefur breyst. Upplýsingar um stjórnir félaga í úrvalsvísitölu Kauphallar Íslands árið 2007 eru sláandi. Af 83 stjórnarmönnum hjá fimmtán félögum voru þrjár konur á móti 80 körlum.</span></p> <p><span>Sama ár var hlutfall kvenna í hópi framkvæmdastjóra hjá fyrirtækjum með 100 starfsmenn eða fleiri aðeins 9% samkvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands. Það er furðulegt að atvinnulífið skuli ekki átta sig á sóuninni sem felst í því að útiloka helming mannauðsins frá virkri þátttöku við uppbyggingu, rekstur og stjórnun fyrirtækja. Raunverulega er það forkastanlegt og ólíðandi.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><strong><span>Konur reka fyrirtækin betur.</span></strong></p> <p><strong><span>Lítum á dæmi.</span></strong></p> <p><span>Rannsókn sem unnin var á vegum finnsku atvinnulífsnefndarinnar sýndi að fyrirtæki undir stjórn kvenna skila 10% meiri arði en fyrirtæki undir stjórn karla. Rannsóknin náði til allra finnskra fyrirtækja með tíu starfsmenn eða fleiri.</span></p> <p><span>Rannsóknir sýna líka að konur eru varfærnari í fjármálum en karlar. Þær eru hagsýnni, stofna síður til skulda og leggja minna upp úr yfirbyggingu í rekstri. Þá hafa rannsóknir sýnt að minni líkur eru á að fyrirtæki þar sem konur eru í stjórn lendi í alvarlegum vanskilum og jafnframt að fyrirtæki eru alltaf líklegri til að lenda í vanskilum þar sem engar konur eru í stjórn.</span></p> <p><span>Ég get ekki varist þeirri hugsun, hvort við hefðum farið eins illa út úr fjármálakreppunni eins og raun ber vitni, ef konur hefðu verið virkari þátttakendur í stjórnun þeirra atvinnu- og fjármálafyrirtækja og eftirlitsstofnana sem mestu réðu um að svo fór sem fór. Ég hef sannarlega mínar efasemdir í þeim efnum.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><strong><span>Efling kvenna í atvinnulífi</span></strong></p> <p><span>Góðir þingfulltrúar.</span></p> <p><span>Stjórnvöld hafa sitthvað gert til að efla hlut kvenna í atvinnurekstri og má þar nefna sérhæft nám í frumkvöðlafræðum og ráðgjöf af ýmsu tagi til að virkja konur með nýjar viðskiptahugmyndir og hvetja þær til fjárfestinga í atvinnulífinu. Þá hafa verið veittir styrkir til atvinnuuppbyggingar kvenna og ég nefni í því sambandi árlega styrki félags- og tryggingamálaráðuneytisins. Þótt þessar aðgerðir séu aðeins dropi í hafið, þá sjáum við samt árangur. Konur eru í æ ríkari mæli að hasla sér völl á eigin forsendum og einmitt í einni málstofunni á eftir gefst tækifæri til að kynnast konum sem eru sannkallaðir leiðtogar á sínu sviði.</span></p> <p><span>Þessar tölur um stöðu kvenna í stjórnunarstöðum hjá því opinbera og í atvinnurekstri og stjórnun fyrirtækja sýna að okkur miðar einfaldlega of hægt. Því tel ég nauðsynlegt að skoða af mikilli alvöru hvort stjórnvöld geti tekið fastar á málum en hingað til og beitt róttækari aðgerðum.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><strong><span>Kynjakvótann ber að skoða</span></strong></p> <p><span>Ég hallast æ meir að notkun kynjakvóta til þess að uppfylla ákvæði stjórnarskrárinnar um jafnan rétt kvenna og karla og vil ég að við hugleiðum alvarlega slíka lagasetningu. Það er óumdeilanlega hlutverk löggjafans og stjórnvalda, með setningu laga og reglna, að sníða samfélaginu þann stakk og leikreglur sem hæfa markmiðum okkar um sanngirni, réttlæti og siðlegt samfélag með grundvallargildi lýðræðis og jafnrétti að leiðarljósi.</span></p> <p><span>Það má gera því skóna að stjórnvöld og löggjafinn hafa á undanförnum árum átt í vök að verjast hvað þetta hlutverk varðar gagnvart þeim sem engum leikreglum vilja lúta, gagnvart þeim sem hafa viljað segja sig úr lögum hvað ábyrgð þeirra gagnvart samfélaginu í heild varðar, og með því slíta sig úr siðferðilegu sambandi við þjóðina. Konur hafa sannanlega hlutverki að gegna í að snúa við þessari öfugþróun.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><strong><span>Reynsla Norðmanna</span></strong></p> <p><span>Á síðasta ári færðust Norðmenn upp í fyrsta sæti á lista <em>World Economic Forum</em> yfir þær þjóðir sem virða jafnrétti kynjanna hvað best. Meginástæðan er að lögin um jafnrétti í stjórnum stórra fyrirtækja sem skráð eru á markaði eru að fullu gengin í gildi.</span></p> <p><span>Árið 2003 samþykkti norska þingið lög sem kváðu á um 40% lágmarkskvennakvóta í stjórnum fyrirtækja sem skráð voru í norsku kauphöllina, hvort sem þau voru í einkaeign, hlutafélög eða í eigu ríkisins. Gefinn var tveggja ára aðlögunartími fyrir ríkisfyrirtæki en önnur fengu fjögurra ára frest eða til 2007. Viðurlögin voru að leysa mætti stjórnir fyrirtækja upp að loknum aðlögunartíma hefðu þau ekki náð tilsettum árangri.</span></p> <p><span><span>&nbsp;</span><br /> <strong>Samtök norskra atvinnurekenda leggjast á sveif með lögunum</strong></span></p> <p><span>Í fyrstu mættu lögin nokkurri andstöðu af hálfu atvinnurekenda en síðar ákváðu samtök þeirra að söðla um og ýta úr vör eigin áætlun til að efla konur í stjórnum og stjórnunarstöðum. Það heitir á ensku <em>Female Future</em> eða Framtíð með konum og gengur meðal annars út á leiðtoga- og stjórnendaþjálfun fyrir konur og gagnabanka þar sem fyrirtæki geta leitað að hæfum konum til stjórnarsetu. Það er mat manna að aðgerðir atvinnurekenda hafi tekist afar vel og veitt fyrirtækjum verulegan stuðning við að uppfylla lagaskilyrðin. Í fyrstu var því borið við að erfitt yrði að finna konur til setu í stjórnum en raunin hefur orðið önnur og hefur verkefni norsku atvinnurekendasamtakanna átt þar mikinn þátt.</span></p> <p><span>Þar er skemmst frá því að segja að áður en lögin gengu í gildi voru konur 7% stjórnarmanna í stærri fyrirtækjum í Noregi. Í júlí 2008 var talan komin upp í 39%. Hafa rannsóknir sýnt að þau fyrirtæki sem tefla fram konum í jafn ríkum mæli og körlum njóta aukins velvilja og virðingar jafnt á markaði sem og meðal viðskiptavina.</span></p> <p><span>Nú er til umræðu að víkka lögin út þannig að þau nái til fyrirtækja í eigu sveitarfélaga og meðalstórra fyrirtækja. Víða um lönd er fylgst náið með fordæmi Norðmanna og hafa Spánverjar fetað í fótspor þeirra.</span></p> <p><span><span>&nbsp;</span></span></p> <p><strong><span><strong><span><img class="right" alt="Fulltrúar á jafnréttisþingi" src="/media/velferdarraduneyti-media/media/Jafnrettisthing09/medium/Fulltruar_a_jafnrettistingi.JPG" /></span></strong>Kynbundið ofbeldi</span></strong></p> <p><span>Ágætu þinggestir.</span></p> <p><span>Kynbundið ofbeldi, kynferðisleg misnotkun og vændi eru meðal þess skelfilegasta sem viðgengst í samfélaginu. Að hluta til eru þetta afbrot sem framin eru innan veggja heimilanna sem gerir erfiðara en ella að upplýsa þau og ná til þolenda með aðstoð. Í félags- og tryggingamálaráðuneytinu er unnið af fullum krafti í samræmi við áætlun ríkisstjórnarinnar um aðgerðir til að vinna gegn ofbeldi á heimilum og kynferðislegu ofbeldi undir stjórn samráðsnefndar um aðgerðir gegn ofbeldi gegn konum.</span></p> <p><span>Fyrir nokkrum dögum voru gefin út fimm fræðslurit um ofbeldi í nánum samböndum og eru fjögur þeirra eru skrifuð fyrir starfshópa sem framar öðrum komast í tengsl við þolendur ofbeldis. Því getur hæfni þeirra til að greina einkenni ráðið úrslitum um að þolendum sé veitt viðeigandi aðstoð og réttarvernd. Þessi rit liggja til kynningar hér í forsalnum og einnig er hægt að nálgast þau á vef ráðuneytisins.</span></p> <p><span>Þá hef ég falið Rannsóknasetri í barna- og fjölskylduvernd við Háskóla Íslands að annast viðamikla rannsókn á umfangi og eðli kynbundins ofbeldis hér á landi.</span> <span>Fyrstu niðurstöður ættu að liggja fyrir í vor. Niðurstöður hennar verða samanburðarhæfar við erlendar rannsóknir sem gerðar hafa verið að tilstuðlan Sameinuðu þjóðanna og þannig gefst okkur færi á að meta hvernig okkar þjóðfélag er að þessu leyti miðað við önnur.</span></p> <p><span>Verkefnið Karlar til ábyrgðar var endurvakið en u</span><span>m er að ræða sérhæft meðferðartilboð fyrir karla sem beita ofbeldi á heimilum. Reynslan af slíku meðferðarstarfi er góð bæði hérlendis og erlendis og stendur metnaður okkar til þess að finna leiðir til að auðvelda körlum utan höfuðborgarsvæðisins að nýta sér þessa meðferð.</span></p> <p><span>Ég er sannfærð um að með aðgerðaáætlun vegna ofbeldis á heimilum og kynferðislegs ofbeldis tökum við stórt skref fram á við í baráttunni gegn þessari meinsemd. Félags- og tryggingamálaráðuneytið hefur þegar veitt verulega auknu fjármagni til að sporna gegn kynferðislegu ofbeldi sem mun skila okkur öllum betra samfélagi. Það sama gildir um það góða samstarf sem stjórnvöld eiga við ýmis frjáls félagasamtök í þessari baráttu.</span></p> <p><span><span>&nbsp;</span></span></p> <p><strong><span>Mansal</span></strong></p> <p><span>Ég get ekki skilið við ofbeldismálin án þess að fara nokkrum orðum um einn viðurstyggilegasta vágestinn sem alþjóðasamfélagið glímir við í dag og líkur benda til að hafi sett okkar litla land á sitt kort.</span></p> <p><span>Ég á við mansal sem hjá okkur virðist einkum taka það form að konur eru þvingaðar til kynlífsþjónustu. Við höfum verið vanbúin til að takast á við þessi mál.</span></p> <p><span>Fyrir tæpu ári skipaði ég starfshóp sem skyldi semja aðgerðaáætlun gegn mansali. Í starfi sínu hefur hópurinn undirbúið að Ísland geti fullgilt samning Sameinuðu þjóðanna gegn alþjóðlegri og skipulagðri glæpastarfsemi og viðauka hans um mansal og jafnframt samning Evrópuráðsins um aðgerðir gegn mansali.</span></p> <p><span>Í þessari vinnu þarf að líta í mörg horn &ndash; til útlendingalaga og laga um félagsþjónustu og barnavernd, til rannsóknaraðferða og heimilda lögreglu, til úrræða um heilbrigðisþjónustu, aðstoð, vernd og endurhæfingu fórnarlamba, til alþjóðlegra tengsla og samstarfs til að unnt sé að tryggja fórnarlömbum endurkomu til heimalandsins án þess að þeim sé stefnt beint aftur í gin þeirra sem seldu þau og til fræðslu þeirra starfsstétta sem gætu verið í aðstöðu til að greina möguleg fórnarlömb.</span></p> <p><span>Nú er verið að leggja lokahönd á þessa vinnu og mun ég leggja fram tillögu að aðgerðaáætlunin á vorþingi. Með henni munum við rísa undir skyldum sem við höfum gengist undir í samfélagi þjóðanna.</span></p> <p><strong><span>&nbsp;</span></strong></p> <p><strong><span>Umræðugrundvöllur um framkvæmdaáætlun</span></strong></p> <p><span>Góðir þinggestir.</span></p> <p><span>Í lokin vil ég minna ykkur á vinnuskjalið sem ég ætla að geti orðið umræðugrundvöllur vegna nýrrar framkvæmdaáætlunar ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum. Gerð framkvæmdaáætlunarinnar var fest í jafnréttislög árið 1985 og var fyrsta áætlunin lögð fram ári síðar. Form hennar hefur tekið litlum breytingum á þessum tíma, en í henni hafa verið talin upp margvísleg verkefni, stór og smá, og listuð upp undir einstaka ráðuneytum. Sum þeirra hafa verið sjálfsögð verkefni stjórnsýslunnar sem ættu að vera liður í reglulegri starfsemi hennar. Skýrslan sem hér liggur fyrir hefur síðan fylgt áætluninni að allri uppbyggingu.</span></p> <p><span>Hvorki framkvæmdaáætlunin sjálf né skýrslan um efndir og árangur hennar hefur borið með sér svo skýrt sé hver er hin eiginlega forgangsröðun stjórnvalda í jafnréttismálum, hver eru hin pólitísku markmið um jafnrétti kvenna og karla sem við viljum leggja mesta áherslu á hverju sinni.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><strong><span>Framkvæmdaáætlun með breyttu sniði</span></strong></p> <p><span>Þessu hyggst ég breyta. Næsta framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum mun því verða með skýrari sýn og skarpari markmiðssetningum en verið hefur í fyrri framkvæmdaáætlunum. Það er brýn nauðsyn að við gerð hennar verði tekið sérstakt mið af þeim breyttu aðstæðum sem nú eru í samfélaginu. Með því vonast ég til að áætlunin verði okkur öflugra verkfæri til að hraða allri þróun í átt til aukins jafnréttis og tryggja það í uppbyggingu samfélagsins til framtíðar. Við þurfum að flétta kynja- og jafnréttissjónarmið inn í endurreisn Íslands og konur verða á komandi mánuðum, misserum og árum að gegna lykilhlutverkum í endurreisn samfélagsins við að skapa hér ný gildi og verðmætamat í samfélaginu. Það gæti ráðið úrslitum um að vel til takist.</span></p> <p><span>Við þurfum því að greina hvernig ríkisvaldið getur beitt stjórntækjum sínum til að tryggja fullan þátt kvenna í uppbyggingarstarfinu. Við þurfum á hagsýni þeirra að halda í ábyrgðarstöðum í atvinnulífinu og stjórnmálum þannig að samfélagið fái notið krafta þeirra til fulls. Takist okkur að láta hin lýðræðislegu gildi um jafnræði, jafngildi og jafnrétti kvenna og karla lýsa okkur leið inn í framtíðina, þá munum við rata rétta leið. Þá mun endurreisnin verða farsælli fyrir þjóðina.</span></p> <p><span>Ég óska okkur öllum til hamingju með þetta fyrsta jafnréttisþing og bind miklar vonir við að umræður hér í dag verði fræðandi, hvetjandi og skapandi. Að við setjum markmið enn hærra og eflum samtakamátt okkar allra til að ná þeim markmiðum.</span></p> <br /> <br />

2008-11-24 00:00:0024. nóvember 2008Styrkir til atvinnumála kvenna

<p><span><img class="right" alt="Ráðherra afhendir styrki til atvinnumála kvenna" src="/media/velferdarraduneyti-media/media/08frettir/medium/Radherra_afhendir_styrki_til_atvinnumala_kvenna_2.jpg" />Góðir gestir.</span></p> <p><span>Í september síðastliðnum fékk ég tækifæri til að segja nokkur orð þegar opnuð var ný heimasíða um atvinnustyrki kvenna. Eins og ég rifjaði upp þá var upphaflega stofnað til verkefnisins árið 1991 sem var í fyrri ráðherratíð minni í félagsmálaráðuneytinu. Á þeim tíma var atvinnuleysi töluvert meðal kvenna og voru styrkirnir ætlaðir sem mótvægisaðgerðir og tækifæri fyrir konur til að hrinda í framkvæmd viðskiptahugmyndum með því að bæta aðgang þeirra að fjármunum.</span></p> <p><span>Atvinnuleysi hefur ekki verið vandamál hér á landi um alllangt skeið en nú hefur orðið breyting á því. Sem betur fer hefur gott atvinnuástand liðinna ára ekki orðið til þess að draga úr áhuganum á þessu verkefni. Það hefur sýnt sig að konur sjá í þessu tækifæri til að láta viðskiptahugmyndir rætast og ég veit að mörg snjöll verkefni hafa orðið að raunveruleika vegna atvinnustyrkjanna, samfélaginu öllu til góðs. Í ljósi þessa lagði ég mikla áherslu á fé í sjóðinn til atvinnustyrkja kvenna yrði stóraukið á þessu ári. Undanfarin ár hafa verið til ráðstöfunar á ári hverju á bilinu 15&ndash;20 milljónir króna en á þessu ári eru veittir styrkir fyrir samtals 50 milljónir króna.</span></p> <p><span>Nú bregður svo við að uppgangstími síðustu ára er að baki. Nánast í einu vetfangi stöndum við frammi fyrir miklu og vaxandi atvinnuleysi við aðstæður sem við sjáum ekki fyrir endann á. Við stöndum á tímamótum og það mun krefjast mikils átaks að byggja upp blómlegt og gott atvinnulíf á nýjan leik. Kannski eigum við eftir að sjá ný tækifæri og aðrar áherslur en verið hafa síðustu ár í atvinnulífinu, með aukinni áherslu á hugvit, nýsköpun og fjölbreytni.</span></p> <p><span>Neyðin kennir naktri konu að spinna hefur oft verið sagt og það er jafnan svo með gömul og góð orðatiltæki að á bak við þau liggur raunhæf speki, byggð á reynslu. Þetta er ég sannfærð um að verði raunin með íslenskt samfélag. Þjóðin er vel menntuð, vel upplýst og hér er mikill fjöldi fólks sem hefur aflað sér reynslu, þekkingar og sambanda á sviði rekstrar, vöruþróunar og margvíslegra viðskipta, bæði hérlendis og erlendis. Við höfum því allt til að bera sem gerir samfélaginu kleift að rétta fljótt úr kútnum ef við spilum vel úr því sem við höfum á hendi.</span></p> <p><span>Ég hef nefnt það áður og vísað til rannsókna í því samhengi að konur eru varfærnari í fjármálum en karlar. Það hefur sýnt sig að konur stofna síður til skulda, þær fara rólegar af stað í upphafi viðskipta, leggja minna upp úr yfirbyggingu í rekstri og sýna oft meiri hagsýni en karlar. Þá hafa niðurstöður rannsókna sýnt að minni líkur eru á að fyrirtæki þar sem konur eru í stjórn lendi í alvarlegum vanskilum og jafnframt að fyrirtæki eru alltaf líklegri til að lenda í vanskilum þar sem engar konur eru í stjórn. Loks nefni ég rannsókn sem unnin var á vegum Finnsku atvinnulífsnefndarinnar og sýndi að fyrirtæki undir stjórn kvenna skila 10% meiri arði en fyrirtæki undir stjórn karla. Rannsóknin náði til 14.000 fyrirtækja sem öll voru með fleiri en 10 starfsmenn. Allt eru þetta mikilvægar upplýsingar sem ég tel vert að vinna með. Þetta sýnir að samfélaginu er mjög mikilvægt að nýta krafta kvenna mun betur í atvinnulífinu en hingað til hefur verið gert.</span></p> <p><span><span></span></span></p> <p><span>Góðir gestir.</span></p> <p><span>Mér er það sönn ánægja að vera hér í dag við afhendingu styrkja til atvinnusköpunar kvenna. Tæplega 250 umsóknir bárust um styrki að þessu sinni til fjölbreyttra verkefna og ég veit að ráðgjafarhópnum sem fór yfir umsóknirnar hefur verið vandi á höndum að meta þær, velja og hafna. Ákveðin skilyrði liggja til grundvallar styrkveitingu. Verkefnið þarf að vera hið minnsta að helmingi til í eigu konu eða kvenna. Það þarf að vera nýnæmi að verkefninu og það þarf að vera atvinnuskapandi til framtíðar. Þá má verkefnið ekki vera í beinni samkeppni við annan fyrirtækjarekstur, en við mat á því er meðal annars litið til aðstæðna á því svæði þar sem reksturinn er fyrirhugaður.</span></p> <p><span>Við úthlutun styrkja í ár hljóta tíu verkefni tvær milljónir króna hvert um sig, sem er hæsta styrkveitingin til einstakra verkefna, en alls eru 56 verkefni sem hljóta styrk að þessu sinni. Tæplega helmingur styrkjanna rennur til verkefna á höfuðborgarsvæðinu en rúmur helmingur til verkefna vítt og breitt um landið. Eins og ævinlega er mikil fjölbreytni í þeim verkefnum sem hljóta styrk. Hér er um að ræða verkefni á sviði velferðarþjónustu, matvælaframleiðslu með íslensku menningarívafi, híbýlaprýði, ég nefni íslenskt búháttasafn og fræðslusetur og áfram mætti telja verkefni sem bera umsækjendum vitni um frjóan hug og sýna hvað tækifærin liggja alls staðar, það þarf bara einhver að koma auga á þau.</span></p> <p><span>Ég þakka ráðgjafarnefndinni fyrir hennar störf og sömuleiðis öflugum starfsmanni verkefnisins fyrir hennar framlag, en það er mjög mikilvægt að verkefnið skuli nú vera með starfsmann og geti þannig sinnt ráðgjöf og fræðslu og aðstoðað konur sem eru að stíga sín fyrstu skref inn í viðskiptalífið.</span></p> <p><span>Fyrst og fremst þakka ég öllum þeim konum sem sóttu um styrk að þessu sinni og óska til hamingju þeim konum sem hlutu styrk. Ég vona að ykkur eigi eftir að vegna vel í því að byggja upp traustan rekstur til framtíðar, með hæfilega dirfsku en þó einkum skynsemi og útsjónarsemi að leiðarljósi. Við þurfum aldrei eins og nú á að halda nýjum hugmyndum, hugviti og þekkingu til nýsköpunar og þróunar til að efla atvinnulífið. Þessi verkefni sem hér fá viðurkenningu í dag eru sannarlega veigamikill þáttur í þeirri endurreisn atvinnulífsins sem nú er framundan.</span></p> <br /> <br />

2008-11-06 00:00:0006. nóvember 2008Málþing Samtaka um almannaheill

<p><span>Góðir gestir.</span></p> <p><span>Samtökin Almannaheill efna til málþings þegar yfir samfélaginu hvílir skuggi alvarlegustu efnahagskreppu sem þjóðin hefur nokkru sinni staðið frammi fyrir. Þessi erfiða staða er raunar tilefni málþingsins þar sem spurt er hvernig íslensk samtök sem starfa í almannaþágu geti brugðist við afleiðingum fjármálakreppunnar og átt þátt í því að byggja upp nýtt og betra samfélag. Ég þakka þeim fyrir sem efna til umræðunnar og vekja um leið athygli á þeim krafti sem býr í almannaheillasamtökum á Íslandi.</span></p> <p><span>Fjölbreytt samtök stóðu að stofnun Almannaheilla í júní í sumar. Stór og smá samtök sem vinna að margvíslegum og ólíkum málefnum, svo sem neytendamálum, heilbrigðismálum, náttúruvernd, hjálparstarfi, æskulýðsstarfi og fleira.</span></p> <p><span>Það sem almannaheillasamtök eiga sameiginlegt er að mikið af því starfi sem sinnt er á þeirra vegum er unnið í sjálfboðavinnu fyrir frjáls framlög almennings. Ég nefni einnig sjálfseignarstofnanir sem reknar eru án hagnaðarsjónarmiða og hafa orðið til vegna áhuga á því að veita þjónustu á tilteknum sviðum velferðarmála sem þótt hefur vanta. Stundum hafa félagasamtök komið á fót þjónustustarfsemi sem ríkið hefur síðar tekið yfir en eins eru sjálfseignastofnanir sem sinna rekstri slíkrar þjónustu en fá greitt rekstrarfé frá ríkinu. Nærtæk dæmi um slíkt eru margar öldrunarstofnanir víða um land.</span></p> <p><span>Það er eðli almannaheillasamtaka að sinna brautryðjendastarfi og ég nefni sérstaklega að mörg félagasamtök hafa lyft grettistaki í baráttu fyrir ýmsum réttindamálum minnihlutahópa.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Góðir gestir.</span></p> <p><span>Ég geri mér vel ljóst að starfsemi félaga og samtaka sem hér um ræðir er gífurlega mikilvæg í íslensku samfélagi. Trúlega mun mikilvægari en fólk gerir sér almennt grein fyrir. Oft er þetta starfsemi sem ber ekki mikið á og fer ekki mikið fyrir í opinberri umræðu en myndi rýra lífsgæði velferðarsamfélagsins ef hennar nyti skyndilega ekki lengur við.</span></p> <p><span>Samtökin Almannaheill hafa bent á að samtök og stofnanir í þriðja geiranum svokallaða hafi oft umfangsmikinn rekstur með höndum sem geri nauðsynlegt að setja þeim skýrari ramma með heildstæðri löggjöf um starfsemi frjálsra félagasamtaka og sjálfseignarstofnana, réttindi þeirra og skyldur.</span></p> <p><span>Ég tel það skiljanlega og skynsamlega kröfu Almannaheilla að sett verði heildstæð en almenn löggjöf um starfsemi frjálsra félagasamtaka og sjálfseignarstofnana og um réttindi þeirra og skyldur. Þetta er ég reiðubúin að taka til skoðunar með hliðsjón af reynslu annarra þjóða af slíkri lagasetningu. Það þarf hins vegar að stíga gætilega til jarðar.</span></p> <p><span>Það má ekki kæfa með regluverki starfsemi sem sprettur upp úr grasrótinni af hugsjónum og eldmóði einstaklinga sem hafa mikið fram að færa og vilja leyfa öðrum að njóta þess. Hið opinbera má ekki taka ráðin af félögum sem starfa í þágu almennings, reyna að stýra starfi þeirra eða ætlast til þess að þau sinni verkefnum sem með réttu eiga að vera á hendi hins opinbera og firra sjálft sig ábyrgð.</span></p> <p><span>Þá má heldur ekki viðgangast að hið opinbera veiti félagasamtökum fé til að sinna viðkvæmum verkefnum í velferðarþjónustu án skuldbindinga, skýrra reglna og eftirlits. Við höfum brennt okkur á slíku og enginn vill að það gerist aftur.</span></p> <p><span>Stjórnvöld þurfa að finna leið til þess að virða, meta og viðurkenna í verki allt það mikilvæga starf í almannaþágu sem frjáls félagasamtök inna af hendi, án þess að hefta þau eða kæfa. Það þarf að efla slíka starfsemi með umgjörð sem hvetur en ekki letur og sem styður en stjórnar ekki.</span></p> <p><span>Það leikur enginn vafi á því að mikilvægi þeirrar starfsemi sem þegar er sinnt í ríkum mæli í samfélaginu af hálfu frjálsra félagasamtaka á eftir að aukast verulega á næstunni vegna erfiðra aðstæðna í samfélaginu. Því er ég þakklát Almannaheillum fyrir að efna til þessa málþings til að ræða hvernig samtök sem vinna að velferð í samfélaginu geti tekið þátt í því að byggja upp nýtt og betra samfélag.</span></p> <p><span>Mikilvægt er að stjórnvöld sýni því skilning að ekki má draga úr framlögum eða styrkjum til almannasamtaka á þessum erfiðu tímum, ekki síst þegar hætt er við að draga muni úr frjálsum framlögum einstaklinga og fyrirtækja. Starfsemi þeirra er mikilvægari nú en nokkru sinni og þau munu gegna stóru hlutverki í því endurreisnarstarfi sem framundan er.</span></p> <p><span>Samfélagið þarf á öllum tiltækum kröftum að halda og það er mikilvægt að virkja allt það afl sem býr í samfélaginu til góðra verka. Það er einnig von mín að á tímum vaxandi atvinnuleysis muni margir finna kröftum sínum farveg og ganga til liðs við samtök á þessum vettvangi. Það verður nóg að starfa fyrir vinnufúsar hendur, fólk sem vill og getur lagt mikið af mörkum í því uppbyggingarstarfi sem framundan er.</span></p> <p><span>Lokaorð mín við upphaf þessa málþings eru þau að eitt af brýnustu verkefnum samfélagsins nú er að standa vörð um velferðina, ekki síst velferð þeirra sem standa höllum fæti. Félags- og tryggingamálaráðuneytið er í raun velferðarráðuneyti sem fjallar um málefni er varða velferð fólks frá vöggu til grafar.</span></p> <p><span>Þótt ég telji íslenska velferðarkerfið að mörgu leyti afar gott viðurkenni ég fúslega að án starfsemi almannaheillasamtaka væri mikils misst og margir verr settir en ella. Við skulum öll taka höndum saman, sjáum til þess að á Íslandi verði ávallt til traust velferðarkerfi og tryggja með öllum ráðum að þótt erfiðir tímar séu framundan þurfi enginn sem þarfnast aðstoðar að koma að lokuðum dyrum.</span></p> <br /> <br />

2008-11-03 00:00:0003. nóvember 2008Tíu ára afmæli Barnahúss

<p><span>Góðir gestir.</span></p> <p><span>Það er ánægjuleg stund milli stríða að vera boðið í afmæli og það hjá svo myndarlegu afmælisbarni sem hér um ræðir.</span></p> <p><span>Barnahús er tíu ára í dag og ég verð að segja að það hefur þroskast ótrúlega vel á svo skömmum tíma.</span></p> <p><span>Húsið var stofnað að frumkvæði Barnaverndarstofu í því skyni að tryggja barnvænlegt umhverfi við rannsókn kynferðisbrota gegn börnum, tryggja börnunum fjölþætta og sérhæfða meðferð og foreldrum þeirra viðeigandi stuðning. Fyrirmyndin að Barnahúsi var sótt til Bandaríkjanna en starfsemin byggist á þverfaglegu samstarfi þeirra sem koma að málum af þessu tagi með hagsmuni barna að leiðarljósi. Og þannig var lagt upp með stofnun Barnahúss fyrir tíu árum með aðkomu embættis ríkissaksóknara, ríkislögreglustjóra, Landspítala, Lögreglunnar í Reykjavík, Barnaverndar Reykjavíkur, Samtaka félagsmálastjóra á Íslandi auk Barnaverndarstofu.</span></p> <p><span>Það eru alvarleg mál sem koma til kasta Barnahúss, einhver þau alvarlegustu sem um ræðir á sviði barnaverndar. Mikið er í húfi þegar grunur vaknar um að kynferðisbrot hafi verið framið gegn barni að vel sé staðið að rannsókn þess og að álag á barnið sem slíkri rannsókn fylgir sé takmarkað eins og nokkur kostur er. Þetta eru meginmarkmiðin með starfsemi Barnahúss og því fylgir að byggja upp sérfræðiþekkingu og skilning á meðferð þessara mála. Rannsókn kynferðisbrota gegn börnum er erfið fyrir margra hluta sakir. Minnstu hnökrar á framkvæmd hennar geta skaðað mál verulega og orðið til þess að hið sanna kemur aldrei í ljós. Ég ætla ekki að fjölyrða um afleiðingarnar. Allir hér vita hve mikið er í húfi og hve mikils virði það er þess vegna að allir sem koma að þessum málum hafi til að bera haldgóða þekkingu og færni.</span></p> <p><span>Eins og vænta má með starfsemi sem krefst samstarfs ólíkra kerfa eins og um ræðir í Barnahúsi hefur ekki verið komist hjá deilum eða öllu heldur ákveðinni togstreitu og á ég þar við fyrirkomulag við skýrslutökur fyrir dómi. Ég ligg ekki á þeirri skoðun minni að skýrslutökur af börnum eiga að fara fram í Barnahúsi, ekki í dómshúsi. Þar eru fyrir hendi allar bestu aðstæður og sérfræðiþekking til að leysa skýrslutöku vel af hendi og uppfylla jafnframt öll skilyrði dómsathafnar að öðru leyti.</span></p> <p><span>&nbsp;&nbsp;</span></p> <p><span>Góðir gestir.</span></p> <p><span>Barnahús hefur svo sannarlega sannað gildi sitt á þeim tíu árum sem það hefur starfað. Ég tel ótvírætt að verulegur árangur hafi náðst við rannsókn og meðferð þessara alvarlegu mála. Fagleg umræða hefur aukist og faglegar kröfur sömuleiðis. Starfsemi Barnahúss hefur átt ríkan þátt í því að draga umræðu um þessi alvarlegu mál upp á yfirborðið. Eins er hafið yfir vafa að með þessu úrræði hafa fleiri þolendur og aðstandendur þolenda séð leið til þess að stíga út úr myrkrinu og leita sér aðstoðar en ella hefðu gert.</span></p> <p><span>Starfsemi Barnahúss á Íslandi vakti fljótt athygli út fyrir landsteinana og hróður þess barst víða. Um það vitna ýmsar viðurkenningar sem Barnahúsi hafa hlotnast erlendis, fjöldi erlendra gesta sem þar hefur komið til að kynna sér starfsemina og síðast en ekki síst stofnun Barnahúsa í Svíþjóð og Noregi með íslenska Barnahúsið að beinni fyrirmynd.</span></p> <p><span>Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, var óþreytandi á sínum tíma í baráttu sinni fyrir stofnun Barnahúss. Hann var sannfærður um að með því yrði stigið stórt framfaraskref í barnavernd á Íslandi og ég er viss um að flestir sem til þekkja deili þeirri skoðun með honum í dag. Um leið og ég þakka honum fyrir þrautseigjuna vil ég líka þakka fyrir góð störf Vigdísi Erlendsdóttur sem var forstöðumaður Barnahúss í níu ár, allt frá upphafi þar til í fyrra og stýrði þannig þróun og uppbyggingu starfseminnar í samvinnu við annað fagfólk og starfsfólk hússins. Forstöðumaður nú er Ólöf Ásta Farestveit sem réðist fyrst sem sérfræðingur til hússins á sínum tíma. Hún þekkti því vel til starfseminnar þegar hún tók við starfi forstöðumanns sem hún gegnir með sóma.</span></p> <p><span>Einn mikilvægra þátta í starfsemi Barnahúss eru læknisskoðanir sem þar fara fram í sérútbúinni aðstöðu sem þar er fyrir hendi, því öll umgjörð hússins miðast við að hægt sé að leysa á einum stað þau verkefni sem vinna þarf við meðferð mála til að draga eins og kostur er úr álagi þolendanna. Jón R. Kristinsson, barnalæknir á Landspítala, hefur sinnt læknisskoðunum við húsið frá upphafi til þessa dags og eins hefur Kristín Einarsdóttir hjúkrunarfræðingur starfað við skoðanir frá upphafi. Það er ómetanlegt fyrir starfsemina að hafa notið sérfræðiþekkingar þeirra tveggja svo lengi. Þá er ekki síður mikilvægur sá áhugi og sú velvild sem þau hafa sýnt velgengni hússins og sama máli gegnir um fleira gott fólk Landspítala, lækna og hjúkrunarfræðinga, sem komið hefur að starfinu til lengri eða skemmri tíma.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Góðir gestir.</span></p> <p><span>Afmæli eru hátíðir og tilefni til að fagna tímamótum. Við skulum því njóta þess í dag að vera stolt af Barnahúsi og starfsemi þess. Starfsfólk Barnahúss og aðrir sérfræðingar sem hér eru og koma að þessum málum vona ég að njóti stundarinnar í dag alveg sérstaklega og gleymi amstri dagsins stutta stund. Það segir sig sjálft að því hlýtur að fylgja gífurlega mikið andlegt álag að helga sig starfi þar sem fengist er við jafn vandasöm og átakanleg mál og hér um ræðir.</span></p> <p><span>Ég óska starfsmönnum Barnahúss og öllum sem með þeim starfa að vandasömum verkefnum Barnahúss til hamingju með daginn og óska þeim og starfseminni velfarnaðar.</span></p> <br /> <br />

2008-10-31 00:00:0031. október 2008Ársfundur Vinnumálastofnunar 2008

<p><span>Góðir gestir.</span></p> <p><span>Þessi ársfundur Vinnumálastofnunar 2008 er haldinn við aðstæður sem eru með slíkum ólíkindum að ekkert okkar hefði getað látið slíkt sér til hugar koma fyrir fáeinum vikum, hvað þá fyrir ári síðan.</span></p> <p><span>Til margra ára hefur atvinnuástand hér á landi verið með því besta sem þekkist. Atvinnuleysi hefur verið lítið sem ekkert. Í ýmsum atvinnugreinum hefur verið skortur á starfsfólki og þurft að leita út fyrir landsteinana eftir vinnuafli. Mikill fjöldi erlends verkafólks hefur komið hingað til starfa, einkum við virkjanaframkvæmdir og í byggingariðnaði en einnig í fleiri greinum. Nú er öldin önnur.</span></p> <p><span>Ég ætla hér á eftir að draga upp mynd af stöðunni á vinnumarkaði eins og hún blasir við okkur núna. Síðan mun ég ræða um mögulegar aðgerðir til að bregðast við vandanum og helstu áherslur mínar framundan í ljósi aðstæðna.</span></p> <p><span>Í janúar 2008 var skráð atvinnuleysi 1% að meðaltali, eða um 1.500 manns. Í lok september voru um 2.500 manns skráðir atvinnulausir. Við lokun hjá Vinnumálastofnun í gær voru 4.140 skráðir án atvinnu, um það bil 2.240 karlar og 1.890 konur. Þetta þýðir 2,3% atvinnuleysi í landinu. Og það fjölgar hratt á atvinnuleysisskránni. Á síðustu vikum hafa 50-70 einstaklingar skráð sig atvinnulausa á degi hverjum hjá skrifstofu Vinnumálastofnunar á höfuðborgarsvæðinu. Á öðrum skrifstofum stofnunarinnar er samanlagður fjöldi nýskráninga á bilinu 30-40 á dag.</span></p> <p><span>Hópuppsagnir gefa vísbendingu um versnandi atvinnuástand. Til loka september hafði um 1.500 manns verið sagt upp með hópuppsögnum, flestum í byggingariðnaði, flugrekstri og svo verslun og þjónustu. Nú allra síðustu daga hefur Vinnumálastofnun borist mikil hrina hópuppsagna sem ná til yfir 2.000 einstaklinga sem hætta munu störfum eftir einn til þrjá mánuði í flestum tilvikum. Einkum er um að ræða fyrirtæki í byggingariðnaði og fjármálastarfsemi, en nokkur úr öðrum atvinnugreinum. Samtals hefur verið tilkynnt um hópuppsagnir sem taka til 3.500 manna á árinu og síðasti dagur mánaðarins er enn ekki liðinn. Ég held fast í þá von að þessar uppsagnir þurfi ekki allar að koma til framkvæmda.</span></p> <p><span>Vinnumálastofnun telur að ástand á vinnumarkaði muni versna mjög hratt næstu vikur, ekki síst miðað við upplýsingar um fjölda hópuppsagna. Einnig er vitað um fjölda annarra uppsagna sem koma til framkvæmda á næstunni en falla ekki undir hópuppsagnir. Þá er ljóst að gjaldþrotum fyrirtækja mun fjölga.</span></p> <p><span>Vegna ört versnandi ástands spáir Vinnumálastofnun enn meira atvinnuleysi en hún gerði fyrr í þessum mánuði og telur líkur á að það verði um eða yfir 7% í lok janúar, eða um 13-14 þúsund manns. Tekið skal fram að erfitt er að spá við þessar aðstæður og rétt að hafa fyrirvara á þessum tölum.</span></p> <p><span>Stofnunin áætlar að um 4.000 manns flytjist af landinu á næstu þremur mánuðum, að stærstum hluta útlendingar sem starfa í byggingariðnaði og fleiri iðngreinum en einnig íslenskir iðnaðarmenn í vaxandi mæli ásamt fólki sem starfað hefur í bankakerfinu og þjónustustörfum af ýmsu tagi, svo sem hjá arkitekta- og auglýsingastofum. Þá er gert ráð fyrir að yfir 1.000 manns muni ekki sækja um atvinnuleysisbætur heldur fara í skóla en taki að sér tímabundin verkefni.</span></p> <p><span>Þeir sem eru að missa vinnu þessa dagana og skrá sig atvinnulausa koma flestir úr byggingariðnaði og flutningastarfsemi þar sem fjöldauppsagnir tengdar flugrekstri fyrr á árinu vega þungt. Einnig hefur fjölgað fólki á atvinnuleysisskrá úr ýmsum þjónustu- og verslunargreinum og raunar úr flestum starfsgreinum. Þetta á þó ekki við um opinbera starfsmenn. Þeir sem bætast í hóp atvinnulausra hafa fjölbreytta menntun að baki þó flestir séu með litla menntun. Fjölgunin hefur þó verið mest meðal fólks með stúdentspróf og meðal iðnaðarmanna.</span></p> <p><span>Atvinnuleysi mun aukast heldur meira meðal karla en kvenna, enda samdrátturinn meiri í þeim greinum þar sem karlar eru í meirihluta, svo sem byggingariðnaði, flutningastarfsemi, ýmsum iðnaði og fjármálaþjónustu. Gert er ráð fyrir að atvinnuleysi aukist einkum á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum næstu tvo mánuði. Einnig má búast við aukningu á Suðurlandi og Norðurlandi eystra strax á næstu mánuðum. Í öðrum landshlutum er gert ráð fyrir að atvinnuleysi aukist lítið næstu daga og vikur en byrji að aukast í desember og þó einkum í janúar.</span></p> <p><span>Ætlað er að fjöldi erlends verkafólks hafi náð hámarki seinni part árs 2007, var þá rúmlega 17.000 manns eða 9%. Töluverð fækkun varð um síðustu áramót en svo fjölgaði erlendu verkafólki aftur í sumar. Í haust tók að fækka í hópi þess og síðustu tvo mánuði hefur erlent verkafólk streymt af landi brott samfara snörpum samdrætti í byggingariðnaði og fleiri greinum þar sem þeir það hefur starfað í miklum mæli. Erfitt er að fá tölur um fjölda útlendinga sem hverfa af vinnumarkaði, en Vinnumálastofnun gerir þó ráð fyrir að útlendingum á vinnumarkaði fækki niður undir 10.000 fyrir árslok og verði þá um 5-6% af vinnuaflinu. Af þeim sem nú eru skráðir atvinnulausir eru útlendingar um 16% af heildarfjölda, eða um 600 manns.</span></p> <p><span>Það lá alltaf fyrir að fjöldi erlends verkafólks kom til að starfa tímabundið hér á landi en hugðist ekki setjast að. Því má hins vegar ekki gleyma að stór hópur hefur fest hér rætur, býr í eigin húsnæði eða er með bindandi leigusamning, hefur stofnað fjölskyldu, er með börn í skóla og annað sem fylgir fastri búsetu. Mikilvægt er að stofnanir samfélagsins geti sinnt fólki úr þessum hópi sem misst hefur vinnuna en þarf sérstaka aðstoð vegna tungumálaörðugleika eða af því það skortir þekkingu á íslensku samfélagi og stofnunum þess.</span></p> <p><span>Þótt mjög hafi dregið úr ráðningum fyrir milligöngu Vinnumálastofnunar er samt töluvert enn um slíkar ráðningar. Í október voru þær nálægt fimm ráðningum á dag að meðaltali í margs konar störf, svo sem í umönnunar- og gæslustörfum og í stöku iðngreinum eins og málmiðnaði. Þá veitir stofnunin fólki aðstoð við að finna sér störf erlendis, einkum í gegnum evrópska vinnumiðlunarkerfið EURES og hefur það skilað töluverðum árangri.</span></p> <span><br clear="all" /> </span> <p><span>Góðir fundarmenn.</span></p> <p><span>Það sækir að manni kuldahrollur við það eitt að nefna þær tölur sem hér hafa komið fram um atvinnuástandið, þróun þess síðustu daga og fyrirsjáanlega versnandi ástand á næstunni. Á bak við þessar svörtu tölur eru einstaklingar, konur og karlar, mæður og feður, fólk á öllum aldri sem sér fram á atvinnuleysi til lengri tíma. Fólk sem hefur nú þungar áhyggjur af framfærslu sinni og fjölskyldu sinnar frá degi til dags, afborgunum af lánum og öðrum fjárhagslegum skuldbindingum. Á bak við þessar tölur eru stór og smá fyrirtæki sem við venjulegar aðstæður áttu mörg hver góða framtíð fyrir sér en hafa nú misst rekstrargrundvöll sinn og fara jafnvel í þrot.</span></p> <p><span>Nú ríður á að missa ekki kjarkinn. Ég sem ráðherra vinnumála, Vinnumálastofnun, samtök atvinnurekenda og launþega, við þurfum að vinna þétt saman. Ákvarðanir um aðgerðir þarf að taka hratt en þó af yfirvegun.</span></p> <p><span>Eins og ég sagði áðan er skriða hópuppsagna farin af stað og hafa Vinnumálastofnun borist upplýsingar um hópuppsagnir síðustu daga sem ná til um 2.000 einstaklinga sem hætta störfum á næstu einum til þremur mánuðum. Við verðum með öllum ráðum að stemma stigu við þessu eins og nokkur kostur er.</span></p> <p><span>Nú er grundvallaratriði að við nýtum öll tækifæri og hlustum á reyndustu menn hér á landi og í alþjóðasamfélaginu dag frá degi og bregðumst hratt við til þess að tryggja virk úrræði vinnandi fólki og fyrirtækjunum til handa.</span></p> <p><span>Félags- og tryggingamálaráðuneytið hefur átt frábært samstarf við aðila vinnumarkaðarins undanfarna daga, sem ég er afar þakklát fyrir, og mótaðar hafa verið tillögur sem þessir aðilar eru sannfærðir um að muni skipta máli.</span></p> <p><span>Samráðshópur félags- og tryggingamálaráðuneytisins, Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins kynnti nýlega tillögur um leiðir til að sporna við vaxandi atvinnuleysi sem fela í sér hvatningu til fyrirtækja um að lækka frekar starfshlutfall starfsfólks en að grípa til hópuppsagna sé það mögulegt.</span></p> <p><span>Á fundi ríkisstjórnar í morgun var samþykkt að senda frumvarp um hlutabætur Atvinnuleysistryggingasjóðs til þingflokka. Endanlegt kostnaðarmat mun liggja fyrir eftir helgi en ég bind vonir við að það fái skjóta meðferð á Alþingi og æskilegt er að það komi til framkvæmda sem allra fyrst.</span></p> <p><span>Í frumvarpinu felst í fyrsta lagi að sá tími sem heimilt er að greiða fólki tekjutengdar atvinnuleysisbætur verður lengdur hlutfallslega í samræmi við lækkað starfshlutfall.</span></p> <p><span>Í öðru lagi verður skerðing atvinnuleysisbóta vegna launagreiðslna fyrir hlutastarf felld niður.</span></p> <p><span>Í þriðja lagi verður komið í veg fyrir að réttindi sem launafólk hefur áunnið sér skerðist.</span></p> <p><span>Frumvarpið gengur í raun út á það að í stað þess að segja starfsfólki upp eða lækka við það launin yrði samið um lækkað starfshlutfall og á móti myndi Atvinnuleysistryggingasjóður greiða tekjutengdar atvinnuleysisbætur vegna þess starfshlutfalls sem sagt yrði upp.</span></p> <p><span>Í samanburði við algert atvinnuleysi myndi þessi leið draga mjög úr lífskjaraskerðingu láglaunafólks og fólks með millitekjur og gagnvart þeim sem hafa tekjur undir 315.000 fyrir fullt starf gæti dæmið litið svona út:</span></p> <p><span>Ef starfshlutfallið yrði lækkað úr 100% í 50% myndi launþeginn halda 85% af fyrri launum í allt að sex mánuði.</span></p> <p><span>Auk þess er rétt að undirstrika að launafólk sem nýta sér þessa leið halda að fullu réttindum sínum í Ábyrgðarsjóði launa, Fæðingarorlofssjóði og réttindi foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna.</span></p> <p><span>Ég hvet stjórnendur stofnana og fyrirtækja að semja við starfsfólk um lægra starfshlutfall fremur en að beita hópuppsögnum eða segja upp starfsfólki ef þess er nokkur kostur. Verði frumvarpið að lögum vona ég að það verði atvinnurekendum aukin hvatning til að fara þessa leið. Ég vil jafnframt nota tækifærið og biðja ykkur sem hér eruð að koma þessum skilaboðum á framfæri sem víðast og kynna þær aðgerðir sem felast í frumvarpinu sem ég vona að geti orðið að lögum fljótlega.</span></p> <p><span>Fyrir utan þessar tillögur vil ég nefna samstarf félags- og tryggingamálaráðuneytisins og iðnaðarráðuneytisins um tillögur um að Atvinnuleysistryggingasjóður styrki nýsköpunarstörf. Hugsunin er sú að hluti þeirra sem nú sjá fram á að missa vinnu sína geti þegar hafið störf við nýsköpunarverkefni.</span></p> <p><span>Mikilvægt er að virkja þá krafta sem liggja í sprotafyrirtækjum og fjölda hugmyndaríks fólks sem hefur haft samband við stjórnvöld undanfarna daga. Við verðum að hlusta á fólkið og við verðum að virkja fólkið. Þannig, og einungis þannig, munum við efla samfélagið og fá hjólin til þess að snúast með eðlilegum hætti.</span></p> <p><span>Ég vil jafnframt nefna hér að stjórnvöld munu nú leggja áherslu á að virkja starfsmenntaúrræði í ljósi þeirra aðstæðna sem nú eru uppi. Þannig hafa aðilar vinnumarkaðarins unnið með stjórnvöldum í útfærslu tillagna sem afar mikilvægt er að þeir sem sjá fram á atvinnuleysi geti nýtt sér.</span> <span>Ég vil að mótaðar verði skýrari og sveigjanlegar reglur um möguleika fólks í atvinnuleit og á atvinnuleysisbótum til að sækja nám eða námskeið samhliða greiðslu atvinnuleysisbóta. Slíkar reglur/leiðbeiningar væru að mínu viti mikilvægar fyrir ráðgjafa Vinnumálastofnunar og ættu í leiðinni að tryggja aukið gagnsæi og jafnræði í þessum efnum.</span></p> <p><span>Starfsfólk Vinnumálastofnunar hefur staðið sig mjög vel á síðustu mánuðum. Því hafði verið spáð fyrir hrunið mikla nú í október að atvinnuleysi myndi aukast töluvert á næstu mánuðum. Stofnunin hefur sinnt vel undirbúningi til að mæta aukningunni, þótt auðvitað hafi hún ekki búið sig undir neitt í líkingu við þessar aðstæður. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, flytur skýrslu ársins 2007 á eftir en mun einnig segja frá helstu verkefnum sem unnið hefur verið að af hálfu stofnunarinnar á árinu en ýmislegt hefur verið gert til að mæta aðstæðum atvinnulausra og þróa slík úrræði í samvinnu við ýmsa aðila.</span></p> <p><span>Má þar nefna aukna áherslu á ráðgjöf, ekki síst fyrir þá sem taldir eru í mestri hættu á langtímaatvinnuleysi, ýmis konar námskeiðahald og uppbyggingu símenntunarmiðstöðvar.</span></p> <p><span>&nbsp;&nbsp;</span></p> <p><span>Góðir gestir.</span></p> <p><span>Ég tel ótvírætt að efla þurfi starfsemi Vinnumálastofnunar á næstunni til að mæta því gríðarlega álagi sem þar er. Mér er fullkunnugt um mikið álag á starfsfólk stofnunarinnar og ég vil að það komi skýrt fram að ég met mikils þá miklu og erfiðu vinnu sem þið hafið axlað að undanförnu.</span></p> <p><span>Því má heldur ekki gleyma að bráðum bætast við ný verkefni þegar atvinnumál fatlaðra færast frá svæðisskrifstofum málefna fatlaðra til stofnunarinnar um næstu áramót. Það er verkefni sem ég tel rétt og eðlilegt að Vinnumálastofnun sinni, en auðvitað þarf að styrkja hana sérstaklega til að mæta því. Þessi tilfærsla endurspeglar nýja og breytta sýn á aðstæður fatlaðra. Við verðum að standa vörð um stöðu fatlaðra og annarra hópa sem hafa staðið veikum grunni og nú verðum við að gæta sérstaklega að unga fólkinu.</span></p> <p><span>Um helmingur fólks á aldrinum 18-24 ára hefur hugleitt að flytjast af landi brott ef marka má niðurstöður könnunar Capacent Gallup sem birtust á forsíðu Morgunblaðsins í dag. Tæpur þriðjungur allra svarenda sögðust hafa hugleitt möguleikann, en hlutfallið fór lækkandi með hærri aldri svarenda. Þetta eru skelfileg tíðindi sem við verðum að taka mjög alvarlega. Við þurfum að koma í veg fyrir atgervisflótta og grípa til allra mögulegra ráða í því skyni. Við sem hér erum í dag þurfum því líka að skoða allar leiðir sem við teljum færar til að huga að þessum hópi.</span></p> <span><br clear="all" /> </span> <p><span>Ágætu ársfundargestir.</span></p> <p><span>Ég hef nú farið yfir margvísleg atriði og verkefnin framundan í ljósi þeirrar stöðu sem uppi er.</span></p> <p><span>Það er grundvallaratriði að hjól atvinnulífsins snúist áfram og að fólki bjóðist hér atvinna. Án hennar og án starfsemi fyrirtækjanna verður erfitt að standa vörð um velferðarkerfið.</span></p> <p><span>Atvinnumálin eiga að vera í algjörum forgangi og stjórnvöld eiga að taka höndum saman með aðilum vinnumarkaðarins til þess að tryggja það. Meginviðfangsefnið framundan er endurreisn atvinnulífsins og að standa vör um heimilin. Um það verðum við öll að standa saman um. Þannig vinnum við okkur út úr vandanum og gefum fólkinu trú á betri framtíð.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ágætu ársfundargestir.</span></p> <p><span>Ég óska ykkur alls góðs í ykkar mikilvægu störfum í dag og á næstu mánuðum og misserum og heiti ykkur fullum stuðningi mínum.</span></p> <br /> <br />

2008-10-30 00:00:0030. október 2008Félag stjórnenda í öldrunarþjónustu

<p><span>Ágætu fundarmenn.</span></p> <p><span>Ég ber ykkur öllum góða kveðju Jóhönnu Sigurðardóttur, félags- og tryggingamálaráðherra, sem því miður komst ekki á fundinn eins og hún hafði ætlað sér. Ég mæli því fyrir munn ráðherra hér á eftir.</span></p> <p><span>Fyrir tæpu ári hitti ég ykkur stjórnendur í öldrunarþjónustu á fundi sem þið buðuð félagsmálaráðherra til í ljósi breytinga sem voru að ganga í garð um skipulag öldrunarþjónustu í landinu. Mánuði síðar varð breytingin að veruleika og heildarábyrgð á málefnum aldraðra fluttist frá heilbrigðisráðuneyti til félagsmálaráðuneytis ásamt ábyrgð á lífeyrishluta almannatrygginga.</span></p> <p><span>Á fundinum þá sagði ég að flutningur málaflokksins markaði tímamót sem myndu fela í sér umtalsverðar breytingar og jafnframt ný tækifæri. Um þetta er ég jafnsannfærð nú og ég var þá. Það verður auðvitað að segjast eins og er að það stórkostlega áfall sem þjóðin hefur orðið í efnahagsmálum og viðblasandi kreppa mun setja strik í reikninginn varðandi ýmsar fyrirhugaðar framkvæmdir og úrbætur í öldrunarþjónustu. Ég mun hins vegar berjast fyrir því með oddi og egg að hagsmunir aldraðra verði ekki fyrir borð bornir og að áfram verði unnið að framförum í málaflokknum eins og nokkur kostur er.</span></p> <p><span>Nokkru fyrir áramót, þegar línur voru farnar að skýrast um fyrirkomulag breyttrar verkaskiptingar ráðuneytanna, setti ég á fót ráðgjafarhóp til að gera tillögur um helstu áherslur sem leggja bæri til grundvallar við mótun stefnu í málefnum aldraðra til næstu ára. Í hópnum sat fólk sem ég ber mikið traust til og gjörþekkir til málefna aldraðra frá ýmsum sjónarhornum, og er þekkt fyrir þekkingu sína og einlægan áhuga á velferðarmálum.</span></p> <p><span>Megináherslur hópsins voru skýrar og tillögur hans sömuleiðis. Samstarfsnefnd um málefni aldraðra sem fékk þær til umsagnar tók undir tillögur hópsins og markmiðin að baki þeirra um bætta þjónustu og aukna uppbyggingu í þágu aldraðra. Á grundvelli þessarar vinnu og stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar setti ég fram helstu áhersluatriði sem unnið skal að í félags- og tryggingamálaráðuneytinu á næstu misserum. Af þeim nefni ég hér aukna áherslu á stuðning við aldraða í heimahúsum, að virða rétt aldraðra til sjálfstæðrar búsetu og sjálfsforræðis, einföldun almannatryggingakerfisins og betur skilgreind réttindi aldraðra, breytt fyrirkomulag greiðsluþátttöku aldraðra á dvalar- og hjúkrunarheimilum, fjölgun dagvistar- og hvíldarrýma, fjölgun hjúkrunarrýma og aflagningu fjölbýla. Síðast en ekki síst var sett markmið um flutning öldrunarþjónustu til sveitarfélaga árið 2012.</span></p> <p><span>Eitt fyrsta verkefnið í samræmi við þetta var að hrinda af stað vinnu við gerð áætlunar um endurbætur á öldrunarstofnunum, einkum til að eyða fjölbýlum, og jafnframt um fjölgun hjúkrunarrýma til að mæta þörf miðað við núverandi aðstæður og fyrirsjáanlega fjölgun aldraðra á næstu árum. Um mitt sumar gat ég kynnt tímasetta áætlun til fjögurra ára um að koma á fót 780 hjúkrunarrýmum þar sem 380 rýmum er ætlað að mæta fækkun. Í áætluninni er jafnframt gert ráð fyrir umtalsverðri fjölgun hvíldarrýma.</span></p> <p><span>Eins og þið þekkið flest var í þessari áætlun meðal annars gert ráð fyrir nýrri leið við fjármögnun uppbyggingar nýrra hjúkrunarheimila með því að fara svokallaða leiguleið. Þá er miðað við að samið sé við sveitarfélög um greiðslu húsaleigu í stað stofnkostnaðar. Breytingin felst í því að framlög Framkvæmdasjóðs eru greidd út á löngum tíma sem húsaleiga. Nú þegar liggur fyrir að einhver sveitarfélög sem eru inni á áætlun ráðuneytisins hafa af því áhyggjur að geta ef til vill ekki lagt út fé við núverandi aðstæður í byggingu nýrra hjúkrunarheimila og önnur fjármögnun er eins og við er að búast í uppnámi. Við þurfum því að staldra við og sjá hvaða aðrir kostir eru í stöðunni.</span></p> <p><span>Töluvert hefur verið byggt upp af íbúðum fyrir aldraða í allmörgum sveitarfélögum á síðustu misserum, oft í tengslum við kjarna þar sem veitt er þjónusta fyrir aldraða. Þegar er komið á daginn að margir aldraðir sem höfðu ætlað sér að skipta um húsnæði og flytja í slíkar íbúðir verða frá að hverfa þar sem þeir geta ekki selt núverandi húsnæði sitt. Þetta er slæmt ástand en við verðum að sjá hvort hægt sé að snúa því á einhvern hátt til góðs. Ég mun því skoða möguleika þess að breyta íbúðarhúsnæði fyrir aldraða sem annars myndi standa autt í hjúkrunar- eða hvíldarrými til að mæta þörf þar sem hún er brýn í samræmi við framkvæmdaáætlun um fjölgun hjúkrunarrýma og fækkun fjölbýla sem ég kynnti í ágúst síðastliðnum. Ég tek fram að enn er þetta aðeins hugmynd sem eftir er að vinna úr, en ég viðra hana hér og mun setja í gang vinnu við að skoða þetta í ráðuneytinu í samvinnu við sveitarfélögin og aðra sem þurfa að koma að málinu.</span></p> <p><span>Fjölgun dagvistar- og hvíldarrýma, þar með talin sérstök úrræði fyrir heilabilaða, eru meðal mikilvægra verkefna á dagskrá ráðuneytisins. Ég tel mig hafa tryggt fjármuni í þetta verkefni og reikna með því að geta á næstu dögum tilkynnt um heimild til nokkurra sveitarfélaga um fjölgun þessara úrræða í samræmi við mat á þörf. Þar sem þetta er ekki fyllilega fast í hendi er hins vegar of snemmt að lýsa einhverju yfir núna.</span></p> <p><span>Vinna við einföldun almannatryggingakerfisins hefur staðið yfir um nokkurn tíma og ýmsar breytingar hafa þegar verið gerðar sem stefna að því marki. Þetta er verkefni sem ég legg áherslu á að verði unnið áfram af kappi, enda hefur síður en svo dregið úr mikilvægi þess við þær aðstæður sem upp eru komnar. Breytt fyrirkomulag vegna greiðsluþátttöku aldraðra á dvalar- og hjúkrunarheimilum er einnig mál sem ég mun ekki hvika frá. Ég segi sem fyrr, burt með vasapeningafyrirkomulagið, við þurfum annað fyrirkomulag þar sem er ljóst og skýrt hvað fólk er að greiða fyrir og jafnframt að fólk fari sjálft með forræði yfir sínu eigin fé.</span></p> <p><span>Flutningur málefna aldraðra til sveitarfélaganna er verkefni sem hefur verið unnið að í félags- og tryggingamálaráðuneytinu af krafti síðustu misseri og þeirri vinnu verður haldið áfram. Þessi þjónusta er í eðli sínu nærþjónusta og á best heima hjá sveitarfélögunum. Það þori ég að fullyrða að þjóni best hagsmunum aldraðra og sömuleiðis er ég viss um að þannig fáist betri nýting fjármuna, hægt sé að veita meiri og betri þjónustu fyrir hverja krónu.</span></p> <p><span>Akureyringar veit ég að hafa mjög sterka skoðun á þessu máli þar sem þeir hafa borið ábyrgð á þjónustu við aldraða til margra ára. Reynsla þeirra hefur verið góð, þrátt fyrir að ýmsir vankantar séu á samningsfyrirkomulagi sveitarfélagsins og ríkisins um þetta efni. Þar á ég einkum við að daggjöld vegna dvalar- og hjúkrunarrýma byggjast á sama fyrirkomulagi og annars staðar. Daggjöld eru greidd í samræmi við nýtingu á hverju rými. Takist sveitarfélaginu að veita góða heimaþjónustu og draga þannig úr þörf fyrir dvalar- og hjúkrunarheimilisvist nýtur það ekki ávinningsins. Þannig vantar í raun fjárhagslegan hvata til sveitarfélagsins til að styrkja og bæta þjónustu við aldraða í heimahúsum. Ég tek fram að í þessum orðum mínum felst ekki gagnrýni á öldrunarþjónustu bæjarfélagsins sem ég tel að hafi staðið vel undir ábyrgð sinni.</span></p> <p><span>Þegar áætlunin um uppbyggingu hjúkrunarrýma var kynnt í sumar lagði ríkisstjórnin einnig fram yfirlýsingu um fleiri verkefni á sviði öldrunarþjónustu sem unnið yrði að samhliða uppbyggingunni. Þar kom meðal annars fram að á gildistíma áætlunarinnar yrði unnið að því að efla þjónustu við aldraða í heimahúsum til að gera fólki kleift að búa sem lengst í eigin húsnæði. Heilbrigðisráðuneytinu var falið að vinna, í samvinnu við félags- og tryggingamálaráðuneytið, að vinna áætlun um uppbyggingu samþættrar heimahjúkrunar og félagslegrar heimaþjónustu um allt land. Ég held að flestir eða allir séu sammála um að sá aðskilnaður sem verið hefur á þjónustu við aldraða heima, þar sem ábyrgð á heimaþjónustu er hjá sveitarfélögunum en ábyrgð á heimahjúkrun hjá ríkinu, sé fráleitur. Stjórnendur og starfsfólk heimahjúkrunar og heimaþjónustu hafa víða gert mjög vel í því að vinna saman til að draga úr ókostum gildandi fyrirkomulags. Samvinnan er af hinu góða en hún getur ekki komið í staðinn fyrir sameiginlegan rekstur þessara þátta. Mikilvægt skref í rétta átt var tekið fyrr í þessum mánuði þegar undirrituð var viljayfirlýsing heilbrigðisráðuneytis og Reykjavíkurborgar um sameiginlega stjórnun heimahjúkrunar og félagslegrar heimaþjónustu undir stjórn borgarinnar frá næstu áramótum. Þetta er það sem koma skal með flutningi ábyrgðar á málefnum aldraðra frá ríki til sveitarfélaga.</span></p> <p><span></span></p> <p><span>Góðir gestir.</span></p> <p><span>Í sumar fékk ég tækifæri til að skrifa grein í fréttabréf ykkar um mannauð og menntun í öldrunarþjónustu. Þegar það var skrifað var veruleiki okkar annar en nú blasir við. Áhyggjur ykkar og áhyggjur mínar snérust meðal annars um viðvarandi manneklu í öldrunarþjónustu, hvort sem var hjúkrun og aðhlynningu í heimahúsum á hjúkrunarheimilum eða annarri öldrunarþjónustu. Dæmi voru um að hjúkrunarrými stæðu auð og engum að gagni þrátt fyrir knýjandi þörf vegna manneklu.</span></p> <p><span>Það er ábyggilegt að mönnun öldrunarþjónustunnar verður ekki vandamál á næstu misserum þar sem atvinnuleysi er nú þegar orðið verulegt vandamál. Við megum samt ekki láta þessa staðreynd slá ryki í augun á okkur. Mönnunarvandi öldrunarþjónustunnar mun leysast tímabundið vegna aðstæðna. Þann tíma ber okkur að nýta til þess að byggja upp öflugan og vel menntaðan hóp starfsfólks sem verður viljugt og reiðubúið til að halda áfram störfum þegar betri tíð gengur aftur í garð. Því vil ég eftir sem áður endurskoða launakjör fólks í umönnunarstörfum með hliðsjón af öðrum hópum og tryggja til framtíðar að störf í öldrunarþjónustu verði eftirsóknarverður kostur fyrir fólk sem hefur áhuga á að vinna með fólki og fyrir fólk.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ágætu stjórnendur í öldrunarþjónustu.</span></p> <p><span>Það hefði verið ánægjulegra að hitta ykkur við aðrar og betri aðstæður og geta þá rætt af sannfæringarkrafti um mikla uppbyggingu öldrunarþjónustu í landinu. Rekstur stofnana og fyrirtækja mun ekki fara varhluta af þeirri djúpu kreppu sem steðjar að og er þegar farin að setja mark sitt á mörgum sviðum þjóðlífsins.</span></p> <p><span>Það er ljóst að við eigum á brattann að sækja framundan, hvort sem um ræðir rekstur öldrunarþjónustu eða annarra málaflokka. Við megum samt ekki leggja árar í bát og gefast upp fyrir mótbyrnum. Nú reynir á fyrirhyggju og útsjónarsemi til að sinna verkefnum sem best á eins hagkvæman hátt og kostur er. Þá er mér ekki efst í huga aðhaldssemi í rekstri á öldrunarstofnunum því ég veit að stjórnendur þeirra hafa gert flest sem í þeirra valdi stendur til að hagræða í rekstri sínum. Hér er ég fyrst og fremst að vísa til breytinga á skipulagi öldrunarþjónustunnar í heild til að tryggja betur notkun úrræða í samræmi við þarfir notendanna.</span></p> <br /> <br />

2008-10-27 00:00:0027. október 2008Málþing um fjölskyldumál á Íslandi

<p><span>Góðir fundarmenn.</span></p> <p><span>Höfum við hagsmuni barna að leiðarljósi er spurning þessa málþings. Svörin eru trúlega á ýmsa vegu því aðstæður barna og fjölskyldna þeirra eru margvíslegar og ólíkar. Um það verður líka fjallað í dag. En við getum öll verið sammála um að nú sem aldrei fyrr verðum við að gæta vel að hagsmunum barna.</span></p> <p><span>Við lifum á vályndum tímum. Í einu vetfangi höfum við misst fótanna meðal þeirra þjóða sem best eru settar í veröldinni. Ein ríkasta þjóð í heimi berst nú í bökkum og hvert einasta mannsbarn á Íslandi lifir í óvissu um hvað framtíðin muni bera í skauti sér.</span></p> <p><span>Raunveruleikinn blasir auðvitað ekki eins við öllum og staða fólks er misjafnlega erfið. En það þarf ekki að ganga að því gruflandi að ekki síst barnafjölskyldur eiga nú margar um sárt að binda þar sem fyrirvinnur hafa tapað atvinnunni og fjárhagsskuldbindingar vaxa fólki yfir höfuð.</span></p> <p><span>Börn eru jafnan næm á umhverfi sitt og skynja áhyggjur annarra og erfiðleika jafnvel betur en fullorðið fólk. Þau hafa hins vegar hvorki þroska né forsendur til að skilja eðli vandamála eða mögulegar afleiðingar þeirra. Hættan er sú að þau upplifi öryggisleysi og kvíða vegna aðstæðna sem þau óttast en skilja ekki.</span></p> <p><span>Áttunda október síðastliðinn sendu ráðuneyti félags- og tryggingamála, menntamála og heilbrigðismála út yfirlýsingu undir yfirskriftinni <strong>Hugum að velferð barna</strong> vegna þeirra erfiðu tíma sem nú eru. Að yfirlýsingunni stóðu einnig Barnaverndarstofa, Landlæknir, Lýðheilsustöð, Umboðsmaður barna, Barna- og unglingageðdeild Landspítala og Vinnueftirlitið.</span></p> <p><span>Ég nota tækifærið hér til að rifja upp meginefni þessarar yfirlýsingar. Áhersla er lögð á jákvæðar samverustundir barna með fjölskyldunni, að viðhalda venjum og festu í daglegu lífi fjölskyldunnar, að veita börnum jákvæða athygli og hlýju, skýra fyrir þeim að erfiðleikarnir séu tímabundnir og að þeirra nánustu séu ekki í hættu. Þetta skiptir mjög miklu máli og mikilvægt er að taka þessar ábendingar alvarlega.</span></p> <p><span>Góðir fundarmenn.</span></p> <p><span>Samsetning fjölskyldna og fjölskylduform hefur tekið miklum breytingum á síðustu áratugum. Við þekkjum fráskilda foreldra með sameiginlega eða skipta forsjá barna sinna, flókið fjölskyldumynstur þar sem hjón með börn eiga bæði annað hjónaband að baki og börn frá fyrra hjónabandi, stjúpforeldra, einstæða foreldra, forsjárlausa foreldra og áfram má telja.</span></p> <p><span>Áherslur þessa málþings beinast að aðstæðum barna eftir mismunandi fjölskyldugerðum, út frá félagslegri, fjárhagslegri og lagalegri stöðu. Í samræmi við aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar til að styrkja stöðu barna og ungmenna skipaði ég nefnd til að fjalla um stöðu einstæðra og forsjárlausra foreldra og réttarstöðu barna þeirra. Nefndin var skipuð á þeim forsendum að skoða þyrfti hvort löggjöf og stofnanir samfélagsins hefðu ekki tekið breytingum sem skyldi í samræmi við fjölbreyttara fjölskylduform en áður.</span></p> <p><span>Í samfélaginu togast á viljinn til að jafna stöðu foreldra í uppeldishlutverkinu og sú staðreynd að foreldrar búa í æ ríkari mæli hvorir í sínu lagi. Því þarf að skoða hvort næg áhersla sé lögð á hagsmuni barnsins samhliða áherslu á jafnrétti foreldranna við þessar breyttu aðstæður. Skoða þarf hvort ákvæði barnalaga um lausn ágreiningsmála og um forsjá og umgengni mæti þörfum og hagsmunum barna og foreldra. Við þurfum að vita hvaða áhrif sameiginleg forsjá foreldra hefur á líðan barna og stöðu þeirra að öðru leyti. Þetta eru stórar spurningar sem við verðum að leitast við að svara þannig að lögin byggi á þeim veruleika sem við búum við.</span></p> <p><span>Ágúst Ólafur Ágústsson er formaður nefndar um einstæða og forsjárlausra foreldra og stjúpforeldra og réttarstöðu þeirra og mun fjalla um störf hennar hér á eftir. Þar hefur hann stýrt góðu starfi. Nefndin mun halda áfram á sömu braut og ég býst við vönduðum tillögum nefndarinnar til úrbóta. Svo kann að fara að vegna efnahagsástandsins verði þungt fyrir fæti að hrinda þeim öllum í framkvæmd eins fljótt og við helst myndum vilja. Ég undirstrika samt að áfram verður unnið og eins má ætla að ýmsar úrbætur sé hægt að gera án þess að kosta þurfi til miklu fé.</span></p> <p><span>Málefni fjölskyldunnar og málefni barna voru sett í öndvegi við upphaf samstarfs ríkisstjórnarflokkanna. Alþingi samþykkti þá aðgerðaáætlun til fjögurra ára til að styrkja stöðu barna og ungmenna í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Verkefnin spanna vítt svið og heyra undir ábyrgð félags- og tryggingamálaráðuneytis, heilbrigðisráðuneytis, dómsmálaráðuneytis og menntamálaráðuneytis sem vinna að þeim í sameiningu.</span></p> <p><span>Vegna verkefna sem heyra undir félags- og tryggingamálaráðuneytið nemur raunaukning fjár til málaflokksins um 45% frá því að ríkisstjórnin tók við, sem svarar um 500 milljónum króna. Þá hafa barnabætur verið hækkaðar en aukin útgjöld vegna þess eru utan við þessa fjárhæð.</span></p> <p><span>Í þingsályktun frá síðastliðnu vori um framkvæmdaáætlun í barnaverndarmálum er kveðið á um fjölmörg verkefni á sviði barnaverndarmála, þau tímasett og kostnaðarmetin. Að öllum þessum verkefnum er unnið. Meðal mikilvægra verkefna nefni ég endurskoðun barnaverndarlaga en starfshópur sem ég skipaði í vor vinnur nú að og á að skila tillögum sínum í lok þessa árs. Hópnum er ætlað að meta reynslu gildandi laga, fjalla um hverju þurfi að breyta í barnaverndarstarfi án lagabreytinga og eins hvaða breytingar þurfi að gera á gildandi barnaverndarlögum. Hópurinn hefur til sérstakrar skoðunar hvernig staðið er að vistun barna utan heimilis og hvort þar þurfi einhverju að breyta.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Góðir fundarmenn.</span></p> <p><span>Óhófleg neysla áfengis og annarra vímuefna helst iðulega í hendur við önnur félagsleg vandamál, þótt erfitt geti verið að greina hvað er orsök og hvað afleiðing. Samráðsnefnd um aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í málefnum barna var falið að móta forvarnaáætlun til að sporna gegn vímuefnaneyslu og í fjárlögum hefur verið gert ráð fyrir allnokkru fé til slíkra verkefna.</span></p> <p><span>Ég tel nauðsynlegt að staldra sérstaklega við þetta efni í ljósi gjörbreyttra aðstæðna í samfélaginu sem nú blasa við. Ótti, vanmáttur og öryggisleysi býður hættunni heim. Jafnframt því að tryggja eins og kostur er meðferðarúrræði fyrir börn og fjölskyldur í vanda er mikilvægara en nokkru sinni að sinna markvissum forvörnum til að sporna við misnotkun áfengis og annarra vímuefna.</span></p> <p><span>Það má ekki gleymast í yfirstandandi þrengingum að fjölskyldan í sínum fjölbreyttu myndum er ein helsta grundvallarstoð samfélagsins. Stjórnvöldum er skylt að huga að velferð hennar og ég mun gera mitt til að halda þeirri áherslu á lofti.</span></p> <p><span>Mikilvægar breytingar voru gerðar í sumar á lögum um fæðingar- og foreldraorlof. Aðalmarkmið breytinganna var að tryggja að tekjur sem liggja til grundvallar orlofsgreiðslum endurspegli sem best tekjur foreldra við upphaf fæðingarorlofs og eyða þeirri mismunun sem fólst í eldri lögum þar sem verulega gat munað á fjárhæðum greiðslna til foreldra eftir því hvort barn þeirra fæddist 31. desember eða 1. janúar. Þá var forsjárlausum foreldrum í fyrsta skipti veittur réttur til fæðingarstyrks. Einnig voru heimildir foreldra til að flytja réttindi til fæðingarorlofs og fæðingarstyrks sín á milli rýmkaðar.</span></p> <p><span>Lög um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega barna tóku mikilvægum breytingum í fyrra til að koma betur til móts við þennan hóp fjárhagslega. Foreldrum sem höfðu verið á vinnumarkaði áður en barn greindist voru tryggðar tekjutengdar greiðslur í allt að sex mánuði, en svo hafði ekki verið áður. Þá var tryggt að allir foreldrar langveikra eða fatlaðra barna öðluðust rétt til bóta vegna verulegrar umönnunar barna sinna, óháð fyrri atvinnuþátttöku. Síðast en ekki síst var eytt þeirri mismunun sem áður hafði verið þar sem réttur til greiðslna tók mið af því hvenær barn greindist.</span></p> <p><span>Möguleikar fólks til að afla sér húsnæðis vega þungt og eins skiptir miklu hvernig bótakerfið er nýtt til að styðja við bakið á barnafjölskyldum. Með þetta í huga voru barnabætur hækkaðar og nemur hækkunin á þessu ári að meðaltali um 8% á hverja fjölskyldu miðað við árið 2007.</span></p> <p><span>Húsaleigubætur voru hækkaðar umtalsvert í vor en þær höfðu þá ekki hækkað neitt í sjö ár. Þessi hækkun, ásamt hækkun sérstakra húsaleigubóta og aðkomu ríkisins að þeim, var sérstaklega hugsuð til að bæta stöðu lágtekjufólks á leigumarkaði. Vitað er að einstæðir foreldrar eru fjölmennir í þeim hópi.</span></p> <p><span>Ákvörðun um afnám brunabótaviðmiðs vegna húsnæðislána var ætluð til að auðvelda ungum barnafjölskyldum að koma sér þaki yfir höfuðið, ekki síst á höfuðborgarsvæðinu. Sama máli gegnir um afnám stimpilgjalda við kaup á fyrstu íbúð. Þá var ákveðið að fjölga félagslegum leiguíbúðum um 3.000 á fjórum árum en þær íbúðir eru með niðurgreiddum vöxtum sem munar miklu fyrir fólk með litla greiðslugetu.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Góðir gestir.</span></p> <p><span>Á liðnu ári hefur verið hrint í framkvæmd margvíslegum aðgerðum til að bæta stöðu barna og barnafjölskyldna og ýmsar ákvarðanir hafa verið teknar um frekari úrbætur sem ekki eru komnar til framkvæmda.</span></p> <p><span>Á síðustu misserum hefur verið sótt fram af krafti til að efla og bæta velferðarkerfið og styrkja stöðu þeirra sem verst hafa verið settir. Gjörbreyttar aðstæður vegna efnahagshrunsins neyða okkur úr sókn í vörn. Verkefnin framundan munu snúast um að standa vörð um þær úrbætur sem hafa náðst, jafnframt því að grípa til sérstakra úrræða til að verja heimilin og fjölskyldurnar í landinu, líkt og ég kynnti á þingi Alþýðusambands Íslands fyrir helgi.</span></p> <p><span>Ýmis gildi sem hafa verið í hávegum höfð í samfélaginu síðustu ár þurfa endurskoðunar við. Við þurfum öll að skoða hug okkar og velta því alvarlega fyrir okkur hvaða gildi eru okkur og samfélaginu mikilvægust til framtíðar. Þar tel ég óumdeilanlegt að samhjálp, velferð fjölskyldna og hagsmunir barna skuli vega þungt.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Góðir fundarmenn.</span></p> <p><span>Sjaldan er jafnbrýnt og nú að foreldrar standi saman að velferð barna sinna. Hver svo sem fjölskyldugerðin er þá er það þekkt staðreynd að gott samkomulag foreldra er eitt af aðalatriðum þess að barni líði vel og búi við þroskavænleg uppeldisskilyrði. Það er rík skylda foreldra og uppalenda að láta ekki deilur og ósamkomulag bitna á börnum. Því er mikilsvert að skapa aðstæður og lagalegt umhverfi sem setur hagsmuni barna ávallt í forgang þótt breytingar verði á fjölskylduhögum, til dæmis vegna skilnaðar foreldra eða af öðrum ástæðum.</span></p> <p><span>Ég þakka að lokum skipuleggjendum málþingsins fyrir sína vinnu og er fullviss um að það verði til gagns. Við skulum halda ótrauð áfram vinnu að velferðarmálum og sjá til þess að ekki verði stöðnun í málaflokkum eins og þeim sem hér er til umræðu. Staða fjölskyldunnar í öllum sínum fjölbreyttu myndum varðar mikilvæga hagsmuni þar sem við verðum að gæta réttlætis og jafnræðis fjölskyldna, börnum og fjölskyldum þeirra til handa.</span></p> <br /> <br />

2008-10-24 00:00:0024. október 2008Afhending viðurkenningar Jafnréttisráðs 2008

<p><span>Góðir gestir.</span></p> <p><span>Ég vil byrja á því að óska styrkþegum Jafnréttissjóðs til hamingju með styrkina og rannsóknarverkefnin þeirra sem nú geta orðið að veruleika.</span></p> <p><span>Sömuleiðis vil ég fagna þeirri nýju þekkingu á sviði jafnréttismála sem okkur var kynnt hér í dag. Stefnumótun og starf að jafnrétti kvenna og karla þarf að byggjast á haldgóðri þekkingu á stöðu kynjanna og þess vegna er starf Jafnréttissjóðsins einkar mikilvægt fyrir jafnréttisbaráttuna í landinu.</span></p> <p><span>Jafnréttisráð hefur veitt viðurkenningar árlega frá árinu 1992.</span> <span>Viðurkenningu geta hlotið einstaklingar, hópar, fyrirtæki eða félagasamtök sem á einn eða annan hátt hafa skarað fram úr eða markað spor á sviði jafnréttismála. Tilgangurinn er að verðlauna fyrir vel unnin störf í þágu jafnréttis kvenna og karla og hvetja um leið til frekari dáða.</span></p> <p><span>Á þessum 16 árum hafa margvíslegir aðilar hlotið viðurkenninguna. Fjórum sinnum hafa þau verið veitt félagasamtökum, tvisvar sinnum sveitarfélögum, þrisvar sinnum menntastofnunum, tvisvar sinnum hefur viðurkenningin verið veitt einstaklingum, einu sinni opinberu fyrirtæki og fjórum sinnum fyrirtækjum á almennum markaði. Hafa sumir þessara viðurkenningarhafa verið umdeildir, en ekki fyrir árangur sinn í jafnréttismálum.</span></p> <p><span>Ég vil beina sjónum mínum að jafnréttislögunum sjálfum. Meginmarkmið þeirra er að tryggja konur og karla gegn því að vera mismunað á grundvelli kynferðis.</span></p> <p><span>Helstu réttindin sem þau kveða á um snúa að vinnumarkaðnum, það er réttinum til launajafnréttis, til endurmenntunar, símenntunar og starfsþjálfunar á vinnustöðum og til starfa þannig að störfum sé ekki skipt í kvenna- og karlastörf.</span></p> <p><span>Jafnréttislögin kveða einnig á um að atvinnurekendur geri starfsfólki sínu kleift að samræma starfsskyldur sínar og ábyrgð gagnvart fjölskyldu og þeir eiga einnig að gera ráðstafanir til að fólk sæti ekki kynferðislegri áreitni á vinnustöðum sínum.</span></p> <p><span>Lögin leggja líka atvinnurekendum þá skyldu á herðar að vinna markvisst að því að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Í stuttu máli, þá eiga jafnréttislög að tryggja öllu launafólki, konum og körlum, jafnrétti hvar svo sem það starfar. Við vitum að víða hallar á konur og að það þarf markvissa stefnumótun og ötult starf til að ná árangri á sviðum þar sem við ævagamlar hefðir og rótgrónar venjur er að etja. Þess vegna fögnum við ávallt þegar árangur næst.</span></p> <p><span>Í ár fellur viðurkenning Jafnréttisráðs í skaut <a href="http://www.alcoa.com/iceland/ic/home.asp">Alcoa Fjarðaáls</a>.</span></p> <p><span>Stefna Alcoa Fjarðaáls um að ráða að jöfnu konur og karla til starfa í fyrirtækinu hefur verið áberandi frá upphafi starfsemi þess. Þeirri stefnu var framfylgt af krafti með markvissum atvinnuauglýsingum og kynningarfundum sem konum var boðið sérstaklega til, en þeir voru haldnir í öllum byggðakjörnum á Austurlandi, auk þess sem almennir íbúafundir voru haldnir til að kynna ráðningarstefnu fyrirtækisins.</span></p> <p><span>Árangur þessarar stefnu er að 28% af 450 starfsmönnum Alcoa Fjarðaáls eru konur, 34% í framleiðslustörfum og 27% í framkvæmdastjórn. Þetta er besti árangur í jafnréttismálum sem náðst hefur innan Alcoa samsteypunnar og líkur til að um heimsmet í áliðnaðinum sé að ræða.</span></p> <p><span>Alcoa Fjarðaál vinnur eftir nýrri jafnréttisáætlun sem tekur mið af nýsamþykktum jafnréttislögum nr. 10/2008. Með henni fylgir metnaðarfull framkvæmdaáætlun sem leggur áherslu á áframhaldandi jöfnun kynjahlutfalls starfsmanna á öllum sviðum, áætlun um að tryggja launajafnrétti og samræmingu atvinnu- og fjölskyldulífs.</span></p> <p><span>Athygli vekja áætlanir um að hvetja og styrkja konur til iðnmenntunar og áhersla á að bæði kynin noti rétt sinn til fæðingarorlofs og veikindadaga barna. Þá tekur Alcoa Fjarðaál árlega þátt í launakönnun Intellecta sem nær til þeirra starfsmanna sem semja sjálfir um laun sín og hafa konur verið hækkaðar í launum í kjölfar þessara kannana.</span></p> <p><span>Jafnréttisráð telur árangur Alcoa Fjarðaáls í því að vinna gegn kynbundnu starfsvali og kynjaskiptingu vinnumarkaðar til fyrirmyndar, en alkunna er að á Íslandi hefur reynst erfitt að brjóta upp hefðbundið náms- og starfsval kynjanna. Kynskipting vinnumarkaðar á þátt í að viðhalda kynbundnum launamun og því hafa aðgerðir sem eru til þess fallnar að draga úr henni jákvæð áhrif á launamun kynjanna.</span></p> <p><span>Þessi árangur Alcoa Fjarðaáls er ekki síst mikilvægur í ljósi þess að kannanir benda til að launamunur kynjanna sé meiri á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Það er von mín að árangur Alcoa megi verða öðrum fyrirtækjum í öllum atvinnugreinum hér á landi hvatning til dáða.</span></p> <p><span>Viðurkenningargripur ársins 2008 er postulínsstytta eftir Guðrúnu Indriðadóttur myndlistarmann sem ber heitið Snúum bökum saman.</span></p> <p><span>Mig langar að bjóða Tómasi Má Sigurðssyni, forstjóra Alcoa á Íslandi, að koma hingað og taka við viðurkenningu Jafnréttisráðs 2008.</span></p> <br /> <br />

2008-10-23 00:00:0023. október 2008Ársfundur Alþýðusambands Íslands 2008

<p><span>Forseti ASÍ, ágætu ársfundarfulltrúar.</span></p> <p><span>Við komum saman á þessum ársfundi ASÍ í skugga fjármálakreppu um heim allan og á örlagaríkustu tímum í sögu íslensku þjóðarinnar frá því lýðveldið var stofnað. Raunar þarf að fara enn lengra aftur til að finna einhverja hliðstæðu.</span></p> <p><span>Stjórnvöld, ríki og sveitarfélög, aðilar vinnumarkaðarins og forsvarsmenn lífeyrissjóðanna róa nú lífróður við að bjarga verðmætum og verja heimili og fyrirtæki og velferðarkerfið fyrir þeim hremmingum sem þjóðin gengur nú í gegnum.</span></p> <p><span>Við finnum öll fyrir óvissunni. Fjöldi landsmanna er sleginn kvíða og fólk óttast um framtíðina. Við verðum að svara þessum réttmætu tilfinningum fólks og vísa veginn fram á við. Verkefnin næstu misserin eru alveg skýr í mínum huga. Að koma á stöðugleika, forða fjöldagjaldþrotum og stórauknu atvinnuleysi og tryggja að heimili fólks verði varin eins og kostur er. Við þurfum að sýna öguð og fumlaus vinnubrögð og gefa landsmönnum trú á að við vinnum okkur út úr þessum erfiðleikum. Það skal okkur takast.</span></p> <p><span>Við þurfum einnig að gera okkur grein fyrir því að mikill sársauki, vantrú og reiði bærist með fólki, ekki síst vegna þeirra fjárhagslegu áfalla sem það hefur orðið fyrir. Fjármálakerfið er rúið trausti.</span></p> <p><span>Það verður mikið og erfitt verkefni að græða sár undangenginna vikna og endurreisa traust fólks á bankakerfinu og yfir höfuð, sparnaði í landinu.</span></p> <p><span>Fólk sem séð hefur sparnað sinn brenna upp nánast á einni nóttu lætur ekki segja sér að nú sé allt breytt, öðruvísi, en að allt breytist í raun. Við þurfum nýjar leikreglur, nýja stjórnendur og nýtt verklag og hugmyndafræði í allri þjónustu fjármálakerfisins gagnvart fólkinu í landinu.</span></p> <p><span></span></p> <p><span><img alt="Jóhanna ávarpar ársfund ASÍ 2008" src="/media/velferdarraduneyti-media/media/08frettir/medium/Johanna_avarpar_arsfund_ASI_2008.jpg" />Góðir ársfundarfulltrúar.</span></p> <p><span>Í félags- og tryggingamálaráðuneytinu höfum við af kappi reynt að undirbúa okkur vel undir það sem framundan er.</span></p> <p><span>Á sviði vinnumarkaðsmála þurfum við að berjast við atvinnuleysið og koma með markvissar tillögur bæði til varnar og sóknar. Þegar hefur samráðsnefnd félags- og tryggingamálaráðuneytisins og aðilar vinnumarkaðarins mótað athyglisverðar tillögur til að koma til móts við breyttar aðstæður á vinnumarkaði. Þessar tillögur eru í samræmi við þau skilaboð forystu atvinnulífsins um að atvinnurekendur skoði að lækka starfshlutfall starfsmanna sinna fremur en að grípa til uppsagna.</span></p> <p><span>Hugmyndin er að bæta launafólki betur en áður þá launaskerðingu sem það kann að verða fyrir þegar atvinnurekandi óskar eftir breytingum á ráðningakjörum í formi lægra starfshlutfalls. Tillögurnar felast meðal annars í að tímabilið sem tekjutengdar atvinnuleysisbætur eru greiddar fyrir geti lengst hlutfallslega þegar launafólk sækir um atvinnuleysisbætur samhliða minnkuðu starfshlutfalli.</span></p> <p><span>Jafnframt fela þessar tillögur í sér að þær tekjur sem launamaður heldur fyrir hlutastarf sitt kemur ekki til með að skerða atvinnuleysisbæturnar eins og verið hefur.</span></p> <p><span>Tillögurnar geta því haft þau áhrif að starfsmaður í fullu starfi geti minnkað starfshlutfall sitt um allt að 50% vegna samdráttar í fyrirtæki sem hann vinnur hjá og þegið í allt að sex mánuði 50% tekjutengdar atvinnuleysisbætur að hámarki um 110 þúsund krónur án þess að laun hans komi til skerðingar þeirrar fjárhæðar. Gert er ráð fyrir að þessar tillögur, verði þær að lögum, verði endurskoðaðar fyrir 1. maí næstkomandi.</span></p> <p><span>Enn fremur liggja fyrir tillögur um að draga úr þeim áhrifum sem ákvarðanir vinnuveitenda um skerðingu á starfshlutfalli kunni að hafa áhrif á tekjutengdar bætur í velferðarkerfinu, svo sem greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði og Ábyrgðarsjóði launa.</span></p> <p><span>Ég mun kynna þessar hugmyndir á fundi ríkisstjórnar á morgun, en þær eru til þess fallnar að hvetja fyrirtæki sem sjá fram á tímabundinn samdrátt í starfsemi sinni til að hagræða án uppsagna þannig að fólk geti áfram verið virkt á vinnumarkaðnum, þrátt fyrir miklar þrengingar í rekstrarumhverfi fyrirtækja.</span></p> <p><span>Vinnumálastofnun er einnig með markvissum hætti að vinna að því að treysta stoðir ýmissa vinnumarkaðsaðgerða og kortleggja umfang vandans sem við er að glíma. Í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins er mikilvægt að efla starfsmenntamálin og starfsendurhæfingarúrræði og þar hefur ASÍ haft mikið til málanna að leggja.</span></p> <p><span>Mikilvægt er að tryggja að þær aðstæður sem nú eru uppi leiði ekki til mismununar á vinnumarkaði og að slegin sé skjaldborg utan um þá sem höllustum fæti standa á vinnumarkaðnum og atvinnuleysi getur bitnað harðast á.</span></p> <p><span>Þetta á til dæmis við um eldra fólk, starfsmenn með skerta starfsgetu og erlenda starfsmenn. Í þessum efnum hefur verkalýðshreyfingin svo sannarlega staðið vaktina með stjórnvöldum &ndash; og þar þurfum við sannarlega að taka höndum saman.</span></p> <p><span>Í húsnæðismálum hafa þegar verið kynntar margvíslegar aðgerðir, bæði fyrir fólk sem komið er í vanskila- eða nauðungarsöluferli og ýmsar forvarnaraðgerðir fyrir þá sem eru lentir í greiðsluerfiðleikum.</span></p> <p><span>Þar skiptir miklu máli frysting innlendra og erlendra lána og niðurfelling stimpilgjalda af skuldbreytingarlánum. Áfram vinnum við síðan að frekari lausnum til að vernda betur fjölskyldur landsins.</span></p> <p><span>Ég geri mér grein fyrir að margir hafa áhyggjur af verðtryggðu lánunum og hef ég í dag skipað fimm manna sérfræðingahóp sem falið verður að skoða hvort og þá hvaða leiðir eru færar í því efni. Ábyrgðarlaust er að kasta fram einhverjum fullyrðingum um að það sé hægt. Það mál er mjög vandmeðfarið og fyrirfram er ekki hægt að gefa sér hvort við komust niður á raunhæfa lausn í því máli.</span></p> <p><span>Ég get aðeins fullvissað ykkur um eitt &ndash; allt verður skoðað. Þegar hefur þó verið innleitt að heimilt er vegna greiðsluerfiðleika að greiða einungis vexti og verðbætur af vöxtum en ekki höfuðstól í tiltekinn tíma. Það getur auðveldað mönnum að komast í gegnum erfiða tíma, þó ekki dragi það úr vexti lánsins til langframa.</span></p> <p><span>Þá er hópur á mínum vegum að kanna hvort mögulegt verði, í samráði við sveitarfélög, að leigja fólki íbúðir sem það kann að missa vegna atvinnuleysis og of hárrar greiðslubyrði. Markmiðið er að koma í veg fyrir að fjölskyldur sem verða fyrir fjárhagslegu áfalli þurfi að yfirgefa heimili sín ef þess er nokkur kostur.</span></p> <p><span>Ýmsar aðrar aðgerðir eru einnig í skoðun, til dæmis að heimildir til að skuldajafna vaxtabótum og barnabótum á móti opinberum gjöldum og meðlagsskuldum verði felldar niður tímabundið. Jafnframt eru aðgerðir í skoðun til að milda innheimtuferli hjá innheimtumönnum ríkissjóðs, auk aðgerða til að bregðast við vanda námsmanna.</span></p> <p><span>Í síðustu viku beindi ríkisstjórnin þeim tilmælum til ríkisbankanna þriggja að heimila frystingar erlendra lána og beita sömu úrræðum og Íbúðalánasjóður vegna þeirra sem eru með bankalán og eiga í greiðsluerfiðleikum.</span></p> <p><span>Ekki verður liðið að stjórnendur bankanna hunsi þessi fyrirmæli ríkisstjórnarinnar eins og fréttir síðustu daga gætu bent til. Viðskiptaráðherra hefur nú þegar áréttað mikilvægi þessa gagnvart stjórnum og stjórnendum bankanna. Í mínum huga er þetta fyrsta prófraun nýju bankanna á breytt viðhorf og breytt vinnubrögð.</span></p> <p><span>Mikilvægt er líka að sem fyrst verði farið í að flytja íbúðarlán bankanna til Íbúðalánasjóðs og hefja undirbúning að nýju framtíðarskipulagi húsnæðismála á Íslandi. Þar þurfum við meðal annars að velta fyrir okkur hvernig aðkomu eða umsýslu nýju bankanna að húsnæðiskerfi landsmanna verði háttað. Þar getur reynsla undanfarinna ára kennt okkur ýmislegt.</span></p> <p><span><span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Góðir ársfundarfulltrúar.</span></p> <p><span>Ég geri mér fulla grein fyrir að lífeyrissjóðirnir eins og aðrir lenda í skakkaföllum vegna þessara hremminga og forsvarsmenn lífeyrissjóðanna reyna nú allt hvað þeir geta til að lágmarka þann skaða sem lífeyrissjóðirnir verða fyrir.</span></p> <p><span>Skellurinn lendir vissulega mismunandi á lífeyrissjóðunum en þrátt fyrir skakkaföllin verður að telja að þeir standi áfram traustir.</span></p> <p><span>Ég vil árétta hér að aldrei eins og nú þurfa lífeyrisþegar á því að halda að samhjálpargildi lífeyrissjóðanna séu virk. Aldrei eins og nú er mikilvægt að við setjum okkur áætlun um uppbyggingu á traustu almannatrygginga- og lífeyriskerfi og komum í veg fyrir ósanngjarnar víxlverkanir milli lífeyrissjóðanna og almannatrygginga.</span></p> <p><span>Það er skylda bæði stjórnvalda og forsvarsmanna lífeyrissjóðanna að lágmarka eins og kostur er þann kvíða og ótta sem nú er hjá lífeyrisþegum.</span></p> <p><span>Ég heiti á okkur öll að finna saman leiðir til að verja eins og kostur er kjör lífeyrisþega, ekki síst þeirra sem höllum fæti standa.</span></p> <p><span>Það er einnig ástæða til að nefna á þessari stundu að það er líka skylda stjórnvalda að svara því kalli þjóðarinnar að ná fram meira jafnræði í lífeyrisgreiðslum landsmanna.</span></p> <p><span>Aldrei eins og nú hefur verið brýnna að afnema þau forréttindi ráðamanna að geta haldið bæði háum lífeyrisgreiðslum á sama tíma og þeir halda fullum launum á kostnað skattgreiðenda.</span></p> <p><span>Það er auðvitað hrein ósvífni við núverandi aðstæður að halda þessu áfram.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Góðir ársfundarfulltrúar.</span></p> <p><span>Það er ekki bara nýfrjálshyggjan sem beðið hefur skipbrot, það er ekki bara peningastefnan sem beðið hefur skipbrot, siðferðisvitund alltof margra hefur blindast vegna græðgisvæðingar.</span></p> <p><span>Ákall þjóðarinnar við þessar aðstæður hlýtur að vera á breytt gildismat, endurreisn á grunn- og siðferðisgildum í samfélaginu, nýtt verðmætamat á störfum fólks á vinnumarkaði á auðvitað að vera þáttur í enduruppbyggingu á íslensku samfélagi.</span></p> <p><span>Það er að minnsta kosti von mín að þessi hrikalega dýrkeypta reynsla verði lærdómur um það að hverfa frá því einstaklingshyggjusjónarmiði að hver sé sjálfum sér næstur, að stærra hús, stærri bíll, snekkjur og einkaþotur séu ekki þau verðmæti sem mestu máli skipta.</span></p> <p><span>Með stjarnfræðilegum ofurkjörum slitu menn sig í raun úr siðferðilegu sambandi við þjóðina og með ótrúlegum kaupréttarsamningum fóru stjórnendur bankanna fram í útrásinni af alltof miklum glannaskap, þar sem spilað var djarft með almannafé.</span></p> <p><span>Af þessu verða allir að læra, og þar skiptir máli að hóflega sé farið í kjörum stjórnenda nýju bankanna, þannig að þjóðinni misbjóði ekki. Mín skoðun er sú að of langt hafi verið gengið við ákvörðun um kjör nýrra bankastjóra og ekki síst þegar kjararýrnun er framundan. Ég hefði viljað sjá að þar hefði verið farið varlegar af stað en raun ber vitni nú þegar við þurfum að gæta hófs og vinna okkur saman út úr erfiðleikunum.</span></p> <p><span>Fólk vill breytingar á samfélaginu. Ég spyr því, eiga skilaboðin nú til þjóðarinnar að vera þau að hæstu launagreiðslur í öllu stjórnkerfinu eigi að vera laun bankastjóra?</span></p> <p><span>Nei, auðvitað ekki, þessu verður að breyta.</span></p> <p><span><span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Ágætu ársfundargestir.</span></p> <p><span>Ég óska ykkur velfarnaðar í mikilvægum störfum ykkar á erfiðum tímum og heiti ykkur stuðningi míns ráðuneytis í öllu því sem framundan er til að vinna okkur út úr erfiðleikunum.</span></p> <p><span>Grétar Þorsteinsson lýkur nú tólf ára farsælum ferli sínum sem forseti ASÍ. Ég vil þakka Grétari einstaklega gott samstarf fyrr og síðar. Það hefur verið ánægjulegt að takast á við erfið úrlausnarefni með hann í forystu ASÍ.</span></p> <p><span><span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Í lokin þetta.</span></p> <p><span>Við þær aðstæður sem nú eru uppi verðum við að vera sterk saman og þá munum við sem þjóð koma sterkari út úr þessum hremmingum.</span></p> <p><span>Við eigum hvorki að láta vonleysi eða doða ná yfirhöndinni. Við verðum að trúa ákveðið á að við getum breytt stöðunni okkur öllum í hag. Og það mun okkur takast.</span></p> <p><span>Við verðum öll sem eitt að tryggja stoðir velferðarkerfisins og atvinnulífsins í því björgunar- og endurreisnarstarfi sem nú er framundan.</span></p> <p><span>Það skuldum við afkomendum okkar og komandi kynslóðum.</span></p> <br /> <br />

2008-10-21 00:00:0021. október 2008Vinnuverndarvikan 2008

<p><span>Ágætu ráðstefnugestir.</span></p> <p><span>Gildistaka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið í ársbyrjun 1994 markaði upphafið að skipulögðu samstarfi íslenskra stjórnvalda við ýmsar stofnanir Evrópusambandsins. Þeirra á meðal er Evrópska vinnuverndarstofnunin. EES-samningurinn er umgjörðin um þetta samstarf.</span></p> <p><span>Tilskipanir Evrópusambandsins á sviði vinnuverndarmála hafa haft mikil og afgerandi áhrif á það hvernig vinnuverndarstarfið hefur þróast hér á landi. Áhersla og nálgun hefur breyst.</span></p> <p><span>Lykilorð í þessu sambandi er áhættumat. Í því felst skylda og ábyrgð á því að fram fari mat á áhættuþáttum í vinnuumhverfinu sem kunna hafa áhrif á heilsu starfsmanna eða stofna lífi þeirra og limum í hættu.</span></p> <p><span>Þótt ábyrgðin á gerð áhættumats hvíli á herðum atvinnurekenda á þetta að vera sameiginlegt viðfangsefni þeirra og samtaka launafólks.</span></p> <p><span>Sumir hafa miklað fyrir sér gerð áhættumats og tala um að það sé íþyngjandi einkum fyrir smá og meðalstór fyrirtæki. Þetta þarf alls ekki að vera rétt.</span></p> <p><span>Í flestum tilvikum nægir að fylgja einföldum leiðbeiningum við matið: Að farið sé yfir starfsemi fyrirtækisins og áhættuþættir greindir; að lagt sé mat á líkur á slysi eða heilsuskaða; að tekin sé ákvörðun um fyrirbyggjandi aðgerðir; að aðgerðum sé hrundið í framkvæmd og áhættumat endurskoðað í ljósi reynslunnar.</span></p> <p><span>Með þessari ráðstefnu hefst árleg vinnuverndarvika sem Vinnueftirlit ríkisins stendur fyrir í samvinnu við fjölmarga aðila, meðal annars samtök atvinnurekenda og heildarsamtök launafólks.</span></p> <p><span>Hún er hluti af fjölbreytilegu samstarfi Vinnueftirlitsins við Vinnuverndarstofnun Evrópu og er liður í evrópskri vinnuverndarviku sem stofnað er til á öllu Evrópska efnahagssvæðinu. Að þessu sinni er yfirskrift vinnuverndarvikunnar <em>bætt vinnuumhverfi &ndash; betra líf</em> og undirskriftin er <em>áhættumat og forvarnir eru leiðin</em>.</span></p> <p><span>Markmið vinnuverndarvikunnar er sem sé það að draga fram gildi áhættumatsins sem leið til að koma í veg fyrir heilsutjón og slys á vinnustöðum.</span></p> <p><span>Í kynningarefni sem Evrópska vinnuverndarstofnunin hefur tekið saman fyrir vinnuverndarvikuna kemur meðal annars fram að á hverju ári deyja 167 þúsund manns í aðildarríkjum Evrópusambandsins í vinnuslysum eða af sjúkdómum sem rekja má til aðstæðna í vinnuumhverfinu.</span></p> <p><span>Árlega eru meira en sjö milljónir manna í ríkjum Evrópusambandsins frá vinnu í þrjá daga eða lengur sökum vinnuslysa.</span></p> <p><span>Á árinu 2007 voru skráð vinnuslys á Íslandi tæplega 1.500 en þau eru í reynd mun fleiri. Sú slæma þróun hefur einnig orðið að dauðaslysum við vinnu hefur fjölgað á ný og fórnarlömb þeirra eru að stórum hluta útlendingar.</span></p> <p><span>Það liggur í augum uppi að gífurlegir samfélagslegir hagsmunir felast í því að draga úr mannlegri þjáningu sem og fjarvistum frá vinnu vegna slysa eða atvinnusjúkdóma.</span></p> <p><span>Einn þáttur vinnuverndarstarfsins felst í aðgerðum sem stefna að þessu markmiði.</span></p> <p><span>Annar þáttur, sem er ekki síður mikilvægur, er að búa starfsmönnum umhverfi sem eykur vinnugleði, glæðir sköpunargáfu og kallar fram frumkvæði. Þessir þættir skipta miklu um það hvort fyrirtæki lifir eða deyr í heimi hnattvæðingar og aukinnar samkeppni.</span></p> <p><span>Ég get ekki látið hjá líða að geta þess í ljósi þess áfalls sem þjóðin hefur orðið fyrir á síðustu vikum að ef til vill er enn ríkari nauðsyn en oft áður að hyggja sérstaklega vel að vinnuverndarstarfinu.</span></p> <p><span>Þjóðin er áhyggjufull &ndash; framtíðin er óljós og margir eru í sárum.</span></p> <p><span>Þegar hefur fjölmörgum verið sagt upp vinnunni og því miður má gera ráð fyrir að fleiri bætist í þann hóp. Ég beini þeim eindregnu tilmælum til atvinnurekenda að þeir sýni starfsmönnum mikla tillitssemi við þessar aðstæður og við þurfum öll að sýna hverju öðru tillitssemi og hlýju.</span></p> <p><span>Ég veit að Vinnueftirlitið hefur hugað sérstaklega að þeim þáttum í vinnuumhverfinu sem gott væri að hlúa að í ástandi sem þessu og ég veit að starfsmenn þess eru til þjónustu reiðubúnir með leiðsögn og ráðgjöf sé þess óskað.</span></p> <p><span>&nbsp;&nbsp;</span></p> <p><span>Góðir ráðstefnugestir.</span></p> <p><span>Á þeirri vinnuverndarviku sem hefst með þessari ráðstefnu heimsækja starfsmenn Vinnueftirlitsins valda vinnustaði og eiga skoðanaskipti við atvinnurekendur og starfsmenn um gildi áhættumats.</span></p> <p><span>Hvatt verður til þess að á öðrum vinnustöðum verði vikan notuð sem tilefni til að ræða aðbúnað á vinnustað og hvort ekki sé þörf á endurbótum.</span></p> <p><span>Notum þetta tækifæri til að fleyta okkur fram á veginn í leit að ráðum til að draga úr vinnuslysum, bæta vinnuumhverfið og gera fyrirtækin okkar öflugri.</span></p> <p><span>Oft hefur verið þörf en nú er þjóðarnauðsyn.</span></p> <p><span>Ég segi ráðstefnuna setta.</span></p> <br /> <br />

2008-10-03 00:00:0003. október 2008Ræða félags- og tryggingamálaráðherra á Alþingi 2. október 2008

<p><span>Herra forseti, góðir landsmenn.</span></p> <p><span>Eins og alþjóð og þingheimi er kunnugt hefur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra tekist á við óvænt veikindi síðustu tíu daga. Það er mér gleðiefni að geta flutt ykkur öllum kveðjur hennar, henni heilsast vel og allt hefur gengið að óskum.</span></p> <p><span>Utanríkisráðherra er nú í daglegu sambandi við okkur, fylgist með og veitir leiðsögn í erfiðum viðfangsefnum hér heima.</span></p> <p><span>Ég veit að það hefur verið Ingibjörgu Sólrúnu mikill styrkur að finna þann hlýhug og góðu bataóskir sem til hennar streyma úr öllum áttum.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Góðir landsmenn.</span></p> <p><span>Áhrif hinnar alþjóðlegu lánsfjárkreppu munu ráða miklu um framvindu efnahagsmála hjá okkur Íslendingum á næstu misserum en miklu máli skiptir hvernig okkur sem þjóð tekst að spila úr spilunum sem á hendi eru.</span></p> <p><span>Við lifum á tímum þar sem ábyrgð og sveigjanleiki við efnahagsstjórn þarf að vera fyrir hendi um leið og samheldni og samstaða í samfélaginu skiptir okkur máli.</span></p> <p><span>Nú reynir á samfélagslega innviði og samfélagslegan styrk eins og ávallt þegar kreppir að. Það er við aðstæður sem þessar sem grunngildi jafnaðarmanna verða haldreipi og bjargráð þeirra samfélaga sem best vegnar. Því miður hættir mönnum til að gleyma þessum mikilvægu gildum þegar allt leikur í lyndi.</span></p> <p><span>Á slíkum stundum þurfa allir að snúa bökum saman til að vinna okkur út úr erfiðleikunum, ná hér niður verðbólgu og tryggja efnahagslegan stöðugleika og þar með verja stöðu heimila og fyrirtækja. Ég óska eftir stuðningi almennings við þessi viðhorf, ég óska eftir ábyrgu aðhaldi stjórnarandstöðu. Allra síst nú þurfum við á að halda óábyrgum upphrópunum eða úrtölum sem grafa undan efnahagslegum eða pólitískum stöðugleika.</span></p> <p><span>Leit að sökudólgi sem einkennir málflutning ýmissa um þessar mundir skilar engum árangri. Það er einfaldlega rangt að reyna að stimpla það inn hjá þjóðinni að ríkisstjórnin sé ekkert að gera. Gripið hefur verið til margvíslegra aðgerða til að treysta fjármálastöðugleikann. Sömuleiðis hefur verið farið í margvíslegar aðgerðir til að treysta betur velferðarkerfið og stöðu fyrirtækja og heimila í landinu.</span></p> <p><span>Nú þegar við glímum við erfiðar efnahagsaðstæður og óstöðugleika á fjármálamörkuðum heimsins, sem vonandi eru tímabundnar, er mikilvægt að við byggjum á styrkleikum okkar og nálgumst viðfangsefnið með jákvæðum hætti.</span></p> <p><span>Innviðir samfélagsins eru almennt sterkir, ríkissjóður er skuldlaus og því betur í stakk búinn til að taka á vandanum. Við eigum gífurleg verðmæti í náttúruauðlindum og mikinn mannauð í vel menntuðu vinnuafli og öfluga lífeyrissjóði sem í raun eru okkar olíusjóðir. Allt þetta gerir okkur betur kleift að takast á við þann mikla efnahagsvanda sem við búum við um stund eins og öll hagkerfi heimsins.</span></p> <p><span>Takist stjórnvöldum bæði ríki og sveitarfélögum með aðilum vinnumarkaðarins<span> </span> og fjármálamarkaðnum að snúa bökum saman og sýna samstöðu á erfiðum tímum, sem hefur og verður alltaf stærsti styrkleiki þjóðarinnar þegar á móti blæs, þá munum við vinna okkur út úr erfiðleikunum. Verkefnið er að koma á stöðugleika, forða fjöldagjaldþrotum og stórauknu atvinnuleysi.</span></p> <p><span>Við verðum að fara að sjá vaxtalækkunarferlið hefjast til að verja fjárhag og velferð heimila og fyrirtækja þessa lands og berjast fyrir hag þeirra sem höllustum fæti standa. Þar duga hvorki kreddur frjálshyggjunnar eða ríkiskapítalismi Sovétríkjanna sálugu. Þar dugar best að nýta markaðskerfið í þágu almannahagsmuna en ekki sérhagsmuna og standa vörð um öflugt velferðarkerfi.</span></p> <p><span>Útrás fjármálafyrirtækja virðist hafa einkennst meira af kappi en forsjá og kaupréttarsamningar hafa vafalaust átt sinn þátt í því að gera stjórnendur of áhættusækna - græðgin réð því miður för og með ofurkjörunum slitu menn sig úr siðferðilegu sambandi við þjóðina. Af því verða þeir að læra.</span></p> <p><span>Atburðir síðustu daga kalla á endurskoðun á leikreglum fjármálakerfisins, svo sem á krosseignartengslum, eignarhaldi fjármálastofnana í óskyldum rekstri og réttmæti kaupréttarsamninga og ofurlauna í fjármálageiranum.</span></p> <p><span>Fjármálastofnunum ber einnig skylda til að koma mjög sterkt inn í þann björgunarleiðangur sem gæti verið<span> </span> framundan til að bjarga heimilunum og fyrirtækjum. Björgunarleiðangrar eiga ekki bara að snúa að bönkunum í þeim efnahagsþrengingum sem þjóðin stendur nú í. Þeir eiga fyrst og fremst að snúa að fólkinu í landinu.</span></p> <p><span>Það er mikilvægt að allir lánadrottnar, hvort sem það eru bankar eða opinberir aðilar, setjist yfir það hvernig hægt sé að auðvelda skuldugum heimilum lausn sinna mála. Heimilum sem lenda nú tímabundið í vanskilum eða miklum greiðsluerfiðleikum. Það er ekki boðlegt eins og haft var eftir einum bankastjóranna að segja að nú sé hver sinnar gæfu smiður.</span></p> <p><span>Nú verða allir að standa saman og sýna ábyrgð og samhjálp. Ég hef þegar falið Íbúðalánasjóði að skoða hvort hægt sé, að minnsta kosti tímabundið, að rýmka þær heimildir sem sjóðurinn hefur yfir að ráða fyrir fólk í greiðsluerfiðleikum.</span></p> <p><span>Það er einnig mikið áhyggjuefni ef það verður að veruleika að einhverjar bankastofnanir nýti endurskoðunarákvæði í núverandi lánasamningum til að hækka vexti verulega og kollvarpa þannig fjárhag margra heimila.</span></p> <p><span>Í núverandi ástandi má jafna því við einokunarþvingun, enda hvergi í annað skjól fyrir lántakendur að leita þar sem allir bankar hafa nú nánast lokað á húsnæðislán. Í slíku ástandi hlýtur að koma til greina að Íbúðalánasjóður verði það skjól sem lántakendur þurfa á að halda og opni þeim dyr til endurfjármögnunar, ætli bankarnir að gera alvöru úr þeim möguleika að margfalda vaxtabyrðina hjá lántakendum.</span></p> <p><span>Fjárlagafrumvarpið ber merki þeirra þrenginga sem við erum að ganga í gegnum. Mikilvægt er að fjárlögin fyrir næsta ár dýpki ekki enn meira þann samdrátt sem efnahagslífið er að ganga í gegnum og að við spornum gegn atvinnuleysi og verjum heimilin og fyrirtækin í landinu eins og kostur er. Það á því ekki að koma á óvart að þrátt fyrir samdráttinn mun ríkisstjórnin halda áfram í uppbyggingu velferðarkerfisins.</span></p> <p><span>Þessi ríkisstjórn var ekki síst mynduð til að styrkja velferðarkerfið. Þar höfum við þegar stigið mörg og markviss skref og er mér til efs að nokkurn tímann hafi jafn mikið verið gert á sviði velferðarmála eins og á því tæpa eina og hálfa ári sem þessi ríkisstjórn hefur starfað. Að því munum við nú búa á meðan við erum að ganga í gegnum þessa efnahagserfiðleika, en aðgerðirnar hafa ekki síst snúið að því að bæta stöðu lífeyrisþega, barna og ungmenna og barnafjölskyldna almennt.</span></p> <p><span>Unnið er af fullum krafti að því að styrkja hag og velferð barna og fjölskyldna þeirra í samræmi við aðgerðaáætlun ríkisins og mörg mála á þeim vettvangi hafa þegar komist í höfn.</span></p> <p><span>Í félags- og tryggingamálaráðuneytinu einu og sér er raunaukning fjármagns til málefna barna og barnafjölskyldna um 500 milljónir króna á ári og jafngildir það um það bil 45% aukningu til málaflokksins.</span></p> <p><span>Auk þess munu barnabætur hækka svo nemur milljörðum króna á næstu árum. Allt þetta eru skýr dæmi um að verkin eru látin tala og loforð efnd um að setja málefni barna og ungmenna í forgang.</span></p> <p><span>Kjör lífeyrisþega hafa verið bætt og þau verða varin. Ákvarðanir hafa þegar verið teknar um kjarabætur sem jafngilda 18% hækkun á heilu ári, auk verulegs hvata til aukinnar virkni á vinnumarkaði með hækkun frítekjumarka atvinnutekna og afnámi makatenginga í bótakerfinu.</span></p> <p><span>Með setningu lágmarksframfærsluviðmiðs var tryggt að tekjur þeirra sem verst hafa staðið munu um næstu áramót hafa hækkað um allt að 30% frá upphafi til loka þessa árs. Tekjur þessa hóps hafa ekki verið hærri í 13 ár.</span></p> <p><span>En umbreytingum á almannatryggingum er ekki lokið. Um áramótin mun séreignarsparnaður lífeyrisþega verða undanþegin öllum skerðingum og þá verða einnig komnar í ljós tillögur endurskoðunarnefndar sem starfar á mínum vegum, um einfaldara og skilvirkara almannatryggingakerfi.</span></p> <p><span>Þar vænti ég þess að böndum verði komið á víxlverkanir almannatryggingagreiðslna og lífeyrissjóðstekna sem leitt hafa til óviðunandi skerðingar á kjörum lífeyrisþega.<span> </span> Því verður að breyta.</span></p> <p><span>Kjör lífeyrisþega hafa verið bætt meira í tíð þessara ríkisstjórnar en dæmi eru um á svo skömmum tíma og um þessar kjarabætur verður staðið vörð. Ólíkt því sem áður hefur tíðkast verða lífeyrisþegar ekki látnir dragast aftur úr þegar harðnar á dalnum.</span></p> <p><span>En það þarf einnig að stórefla þjónustu og búsetuúrræði aldraðs fólks. Þegar hefur verið kynnt ítarleg framkvæmdaáætlun um uppbyggingu 400 nýrra hjúkrunarrýma sem ætti að eyða biðlistum eftir þessari mikilvægu þjónustu og stórauka framboð á hvíldarrýmum og aðstöðu fyrir heilabilaða. Auk þess gerir áætlunin ráð fyrir 380 rýmum til viðbótar til að breyta fjölbýlum í einbýli en í dag deila um 850 aldraðir einstaklingar herbergi með öðrum.</span></p> <p><span>Þá hefur raunaukning til málefna fatlaðra aukist að raungildi um 1.250 milljónir króna á þessu og næsta ári. Skattleysismörkin sem sérstaklega bæta hag þeirra sem höllustum fæti standa hækka úr 95 þúsundum í 113 þúsund krónur á mánuði á næsta ári og 2011 verða þau komin í 139 þúsund krónur.</span></p> <p><span>Ríkisstjórnin hefur gripið til margvíslegra aðgerða til að styrkja stöðu heimilanna á húsnæðismarkaði. Afnumið var viðmið lána Íbúðalánasjóðs við brunabótamat, hámarksfjárhæðin hækkuð og stimpilgjald á fyrstu eign afnumið. Þessar aðgerðir bættu verulega stöðu fasteignakaupenda.</span></p> <p><span>Húsaleigubætur hafa jafnframt verið hækkaðar verulega, en þær höfðu ekki hækkað í sjö ár og á næstu fjórum árum verða veitt niðurgreidd lán til uppbyggingar 3.000 félagslegra íbúða sem stórefla leigumarkaðinn. Þá er unnið að breytingum á Íbúðalánasjóði.</span></p> <p><span>Ekki eru mörg misseri síðan þær raddir voru háværar að koma ætti Íbúðalánasjóði út af markaðnum. Þær raddir hafa hljóðnað enda hefur sjóðurinn sannað gildi sitt svo um munar, en hann einn ásamt lífeyrissjóðunum halda nú uppi fasteignaviðskiptum.</span></p> <p><span>Allt skiptir þetta máli í þeim þrengingum sem nú eru á fasteignamarkaði. Ég vil að við mótum húsnæðisstefnu til framtíðar sem byggir á fjölbreyttum úrræðum og meðal annars á öflugum almennum leigumarkaði og búsetufyrirkomulagi eins og þekkist víða í öðrum löndum. Traustur húsnæðismarkaður og öruggt húsaskjól eru meðal hornsteina þessa velferðarsamfélags sem við ætlum að tryggja.</span></p> <p><span>Framangreind atriði bera því glöggt vitni að sú ríkisstjórn sem nú situr var ekki síst mynduð um velferðarmál. Sú staðreynd að fjölmörgum verkefnum á stefnuskrá ríkisstjórnarinnar hefur nú þegar verið hrint í framkvæmd mun reynast almenningi í landinu styrkur í þeim þrengingum sem við göngum nú í gegnum.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Ágætu landsmenn.</span></p> <p><span>Ég geri mér fyllilega grein fyrir því að mörg ykkar horfast nú í augu við mikla fjárhagslega erfiðleika. Samhent getur íslenska þjóðin undir forystu þessarar ríkisstjórnar og með sveitarfélögum og aðilum vinnumarkaðarins siglt örugg í gegnum þann ólgusjó sem við erum í ásamt ótal öðrum þjóðum um allan heim.</span></p> <p><span>Stoðir okkar eru styrkar og sóknarfærin mörg.<span> </span> Þetta eru tímar samstöðu - samstöðu um grundvallargildi velferðar og jafnaðarstefnu, jafnvægis milli nýsköpunar og kröftugrar uppbyggingar annars vegar og velferðar fólksins í landinu hins vegar.</span></p> <p><span>Þá vakt mun Samfylkingin og ríkisstjórnin standa af einurð og trúfestu.</span></p> <p><span>Góðar stundir.</span></p>

2008-09-30 00:00:0030. september 2008Notendastýrð þjónusta

<p><span>Ágætu ráðstefnugestir. <span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span></span></p> <p><span>Ég vil þakka fyrir að fá að vera með ykkur hér á þessum morgni. Hér sé ég að er saman kominn hópur fólks með mikla þekkingu og reynslu sem hefur unnið mikið brautryðjendastarf.</span></p> <p><span>Notendastýrð þjónusta, sem er hér til umfjöllunar í dag, er mjög gott dæmi um það hvernig brautryðjendur þróa þjónustu við fatlaða einstaklinga. Ég vil þakka þeim sem standa að þessari ráðstefnu fyrir það frumkvæði að efna til umræðu um notendastýrða þjónustu sem segja má að við séum að byrja að móta hér á landi.</span></p> <p><span>Ráðstefnan hér í dag ber yfirskriftina</span> <span>&bdquo;</span><span>Að vita sjálfur hvar skórinn kreppir</span><span>&ldquo;</span> <span>er virðingarvert framlag til umræðunnar um stefnur og strauma í velferðar&shy;þjónustunni. Í dag fáum við tækifæri til þess að skoða frá ýmsum sjónarhornum hvað notendastýrð þjónusta er og leiðir sem hægt er að nota við framkvæmd hennar.</span></p> <p><span>Það er vissulega mikilvægt að notendur sjálfir, hagsmunasamtök og fulltrúar þeirra séu sífellt vakandi yfir því hvernig hægt sé að styrkja og styðja við þá þjónustu sem er í boði á hverjum tíma og það eiga stjórnvöld ekki síður að vera. Í ljósi þróunar og reynslu eigum við að bjóða upp á nýja valkosti sem veita notendum þjónustunnar og aðstandendum þeirra innihaldsríkara líf. Við eigum að hlusta á þá sem vita sjálfir hvar skórinn kreppir, notendur þjónustunnar.</span></p> <p><span>Á undanförnum árum hafa sjónir manna beinst í æ ríkari mæli að þjónustu utan stofnana þar sem svonefnd notendastýrð þjónusta er einn þeirra valkosta sem horft hefur verið til.</span></p> <p><span>Segja má að hugmyndin um notendastýrða þjónustu sé ekki ný af nálinni. Með lagasetningu fyrri ára voru settir upp vegvísar með skýrum markmiðum um að auka og styrkja samfélagsþátttöku fólks með fötlun.</span></p> <p><span>Hugmyndin að baki frekari liðveislu er grein af þessum sama meiði. Jafna má frekari liðveislu við notendastýrða þjónustu að því leyti að sá sem hennar nýtur á að hafa mikil áhrif á fyrirkomulag hennar. Notandinn á að geta sett fram óskir sínar um það hvernig aðstoð og stuðningi við hann sé háttað.</span></p> <p><span>Rannsóknir hafa sýnt að notendastýrð þjónusta eykur sjálfræði, sjálfstæði, styrkir sjálfsmynd og styður við sjálfseflingu þeirra sem hennar njóta.</span></p> <p><span>Ekki þarf að fara mörgum orðum um þau áhrif sem það hefur á aðstæður og andlega líðan einstaklinga með fötlun að geta stjórnað eigin lífi og búið heima með fjölskyldu sinni, farið um og tekið virkan þátt í samfélaginu og jafnvel stundað vinnu. Með því móti eru áhrif skerðingar á færni milduð umtalsvert og að sama skapi dregið úr fötlun þess er í hlut á.</span></p> <p><span>Undanfarin ár hefur verið fjallað um notendastýrða þjónustu á vettvangi félags- og tryggingamálaráðuneytisins og heilbrigðisráðuneytisins með það að markmiði að búa formlega umgjörð um hana hér á landi. Víða hefur verið leitað fanga og ráðgjöf meðal annars sótt í smiðju Dana, Svía og Norðmanna.</span></p> <p><span>Tilhögun þjónustunnar á Norðurlöndunum er nokkuð mismunandi. Í Danmörku hefur þjónustan fyrst og fremst náð til tiltölulega þröngs hóps alvarlega hreyfihamlaðs fólks, og er víðtæk og sveigjanleg hvað þann hóp varðar. Ekki virðist horft í það hve miklum tíma er varið til þjónustu við hvern og einn en ákvörðun um það byggist á sameiginlegu mati notanda og þjónustuaðila.</span></p> <p><span>Í Noregi og Svíþjóð nær þjónustan til allra fatlaðra barna og fullorðinna, að minnsta kosti ef fötlun er umtalsverð. Í Noregi stendur þjónustan einnig þeim til boða sem metnir eru í þörf fyrir hana vegna sjúkdóms, aldurs eða annarra aðstæðna. Reglur um umfang þjónustu sem hverjum einstaklingi er veitt í tímum talið er mismunandi á milli landanna.</span></p> <p><span>Það er nauðsynlegt fyrir okkur að skoða reynslu nágrannaþjóðanna þegar við þróum íslensku leiðina í notendastýrðri þjónustu, hvað hefur gengið vel og hvað síður.</span></p> <p><span>Í mínum huga er nauðsynlegt að við ræðum opinskátt um kosti og galla notendastýrðrar þjónustu þannig að okkur farnist sem best við útfærsluna. Markmið okkar á alltaf að vera það að sníða þjónustuna sífellt betur að þörfum notandans eða fjölskyldunnar, auka sveigjanleika þjónustunnar og bæta skilvirkni. Mikilvægt er að við töpum aldrei sjónum af því.</span></p> <p><span>Notendastýrð þjónusta getur til dæmis farið fram á heimili notanda og vinnustað, við frístundaiðju eða sem aðstoð við að sækja aðra þjónustu í samfélaginu.</span></p> <p><span>Notendastýrð þjónusta er að ýmsu leyti vandasamt úrlausnarefni og hana verður að skoða í stóru samhengi við aðra velferðarþjónustu sem í dag er veitt.</span></p> <p><span>Ég vil að við skoðum þjónustuna meðal annars út frá því að þjónusta við fatlaða verði flutt frá ríki til sveitarfélaga. Ég tel að þau sveitarfélög sem hafa undanfarið tekið að sér þjónustu við fatlaða hafi sýnt mikið frumkvæði í þróun þjónustunnar og sýnt fram á það hve miklu sveigjanleiki í þjónustu fær áorkað í þágu notenda hennar. Við erum öll ólík með ólíkar þarfir frá einum tíma til annars. Hvorki þjónustan né starfsfólkið sem veitir hana á að byggjast á forsendum kerfis sem ekki má hrófla við. Þjónustan á að snúast um sá sem hennar njóta. Því megum við aldrei gleyma.</span></p> <p><span>Ég vil að þið sem hér eruð í dag og aðrir fulltrúar notenda, aðstandenda og hagsmunahópa hafið áhrif á þá þróun sem mun eiga sér stað á sviði notendastýrðrar þjónustu og ég tel að það muni gerast best samhliða flutningi þjónustu við fatlaða frá ríki til sveitarfélaga. Við höfum markað vissa fjármuni í þessa þjónustu og okkur ber skylda til að tryggja að þeir nýtist notendum og fjölskyldum þeirra.</span></p> <p><span>Ég hef átt þess kost að hitta þá sem njóta þessarar þjónustu og heyra hve vel þeim líkar að geta stjórnað því hvar létt er undir og hvaða verk eru unnin í hverju tilviki fyrir sig. Þjónusta af þessu tagi er ef vel tekst til eitt besta dæmi um sveigjanlega nærþjónustu sem við getum hugsað okkur.</span></p> <p><span>Í félags- og tryggingamálaráðuneytinu er nú unnið af fullum krafti við undirbúning tilfærslu þjónustu frá ríki til sveitarfélaga. Markmið með tilfærslu þjónustunnar eru eins og ykkur öllum er sjálfsagt kunnugt að meðal annars:</span></p> <ul> <li><span>Bæta þjónustu við fatlaða og auka möguleika til að laga hana að þörfum hvers og eins.</span></li> <li><span>Stuðla að samþættingu nærþjónustu við íbúa sveitarfélaga.</span></li> <li><span>Efla félagsþjónustu sveitarfélaga.</span></li> <li><span>Styrkja sveitarstjórnarstigið.</span></li> <li><span>Einfalda verkaskipan ríkis og sveitarfélaga.</span></li> </ul> <p><span>Yfirfærsla ábyrgðar á þjónustu við fatlaða frá ríki til sveitarfélaga yrði því rökrétt framhald á þróun þeirra hugmynda og framkvæmdar sem átt hefur sér stað innan félagsþjónustu á Íslandi og í nágrannalöndunum.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ágætu ráðstefnugestir.</span></p> <p><span>Í félags- og tryggingamálaráðuneytinu er verið að vinna að fjölmörgum verkefnum sem hafa það markmið að styrkja stöðu þeirra sem búa við þroskahömlun. Ég vil nota þetta tækifæri til að fara yfir það helsta sem á döfinni er.</span></p> <p><span>Í febrúar síðastliðnum var skipaður starfshópur sem skyldi kanna hvort lög og reglugerðir hér á landi uppfylla kröfur sem lagðar eru á þau ríki sem fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fólks með fötlun. Sérstakur sérfræðingur hefur verið fenginn til þess að vinna greinargerð um það efni.</span></p> <p><span>Gert er ráð fyrir því að starfshópurinn muni innan tíðar skila lokatillögum sínum til mín um hvernig standa megi að innleiðingu á Íslandi og munu þær tillögur meðal annars byggjast á greinargerð sérfræðingsins. Jafnframt er afar mikilvægt að vel verði staðið að almennri kynningu á samningnum þannig að samfélagið allt þekki innihald hans og þau markmið sem hann byggir á.</span></p> <p><span>Þá mun nefnd á vegum félags- og tryggingamálaráðuneytisins á næstunni skila tillögum sínum um réttindagæslu fatlaðra og um persónulega talsmenn. Nefndin skoðaði einnig þvingun og valdbeitingu gagnvart einstaklingum með fötlun. Tillögurnar eru nú í ráðuneytinu til skoðunar.</span></p> <p><span>Einnig er starfandi í ráðuneytinu starfshópur sem vinnur að nýrri reglugerð um búsetumál fatlaðra.</span></p> <p><span>Loks vil ég nefna hér að á vettvangi ráðuneytisins er nú unnið að því að færa umsjón með vinnumálum fatlaðra, sem rekin hefur verið af svæðisskrifstofum og öðrum þjónustuaðilum, til Vinnumálastofnunar. Gert er ráð fyrir því að þessi breyting geti átt sér stað um næstu áramót. Er þetta gert í samræmi við þær meginhugmyndir sem fram koma í lögum um vinnumarkaðsaðgerðir. Jafnframt tengist verkefnið áformum stjórnvalda um að stórefla starfsendurhæfingu og efla þannig tækifæri fatlaðra, geðfatlaðra og þroskaheftra til virkrar þátttöku í samfélaginu, jafnt á vinnumarkaði sem á öðrum vettvangi. Ég vil jafnframt að þær áherslur endurspeglist í yfirstandandi endurskoðun og einföldun á almannatryggingakerfinu. Að það kerfi verði sveigjanlegt og byggist á mati á hæfni, aðstæðum og markmiðum hvers einstaklings. Við lítum ekki síst til Norðurlandanna í þeirri vinnu og lítum á tækifæri bæði í menntun og atvinnulífi. Ég tel afar mikilvægt að samhliða verði mótuð markviss og heildstæð stefna í starfsendurhæfingu, starfsmenntun og allri almennri hæfingu.</span></p> <p><span>Margir hafa verið og eru að vinna frábært starf á þessum sviðum og við þurfum að nýta það sem best hefur verið gert enn betur. Við þekkjum það öll að við þurfum að hafa mismunandi úrræði í boði eftir þörfum og óskum hvers og eins en á sama tíma þurfum við að tryggja glögga yfirsýn yfir þau úrræði sem í boði eru og þau þurfa að spila vel með greiðslukerfi almannatrygginga.</span></p> <p><span>Ég leyfi mér að fullyrða að öll þau verkefni sem ég hef rakið hér að framan séu í raun í órofa tengslum við notendastýrða þjónustu þar sem einstaklingsbundnar þarfir eru í forgrunni.</span></p> <p><span>Málefni fatlaðra eru meðal allra mikilvægustu mála sem unnið er að í samfélagi okkar. Það vil ég undirstrika hér með ykkur í dag.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ágætu ráðstefnugestir.</span></p> <p><span>Ég vona að ráðstefnan í dag verði dýrmætt framlag í frekari þróun þjónustunnar.</span></p> <p><span>Ég óska ykkur alls góðs í störfum ykkar.</span></p> <br /> <br />

2008-09-26 00:00:0026. september 2008Ráðstefna fyrir starfsfólk Hjallastefnunnar

<p><span>Góðir gestir, starfsmenn Hjallastefnunnar.</span></p> <p><span>Það er ótrúlegt til þess að hugsa að Hjallastefnan skuli ekki vera eldri en raun ber vitni, fyrirtækið stofnað árið 2000 vegna reksturs eins leikskóla, Hjalla í Hafnarfirði, en starfsemi hans hófst tveimur árum áður. Átta árum síðar eru leikskólar stefnurnar orðnir átta og þrír skólar á grunnskólastigi. Sá fjöldi fólks sem hér er samankominn segir meira en mörg orð um það hve starfsemin hefur vaxið og dafnað.</span></p> <p><span>Það er afar ánægjulegt og uppörvandi að slík gróska og kraftur sé til staðar í starfsemi sem lýtur að uppeldi og menntun barna og ekki gleður mig minna sú staðreynd að kröftug starfsemi Hjallastefnunnar er borin uppi og leidd af kröftugum konum, þó ekki eigi það að koma nokkrum á óvart að forysta kvenna sé til farsældar fallin.</span></p> <p><span>Strax frá upphafi fannst mér áhugaverð hugmyndafræði Hjallastefnunnar sem frumkvöðull hennar, Margrét Pála, hefur verið óþreytandi að kynna á liðnum árum. Sýn hennar á skólastarf, áherslur og hugmyndafræðin að baki hafa hrifið fleiri en mig eins og dæmin sanna.</span></p> <p><span>Það eru án efa áherslur á jafnréttisuppeldi Hjallastefnunnar sem vakið hafa hvað mesta athygli og það er sá þáttur sem mér er efst í huga. Engu að síður veit ég að margt annað í fyrirkomulagi skólastarfsins er óhefðbundið og stefnan í heild sinni hefur vakið mikla athygli, ekki síður erlendis en hér á landi.</span></p> <p><span>Vinátta, virðing og ábyrgð eru meðal mikilvægra forsendna jafnréttis. Þá á ég ekki aðeins við kynbundið jafnrétti heldur jafnrétti í víðum skilningi. Þetta eru þættir sem ég veit að Hjallastefnan leggur mikla rækt við og beitir ákveðnum og markvissum aðferðum til að stuðla að, jafnt í orði og verki.</span></p> <p><span>Aðferðir í leikskólauppeldi Hjallastefnunnar voru umdeildar til að byrja með og þá einkum kynjaskipting í skólastarfinu. Það er óþarfi að rekja í löngu máli deilurnar sem stóðu um tíma vegna þessa og rötuðu meira að segja fyrir jafnréttisráð. Hér sannaðist eins og oft áður að það getur reynst erfitt að vera spámaður í sínu föðurlandi. Þessi tími er að mestu að baki og nú veit ég að margir vildu Lilju kveðið hafa.</span></p> <p><span>Ný lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla tóku gildi í vor. Þar er meðal annars kveðið á um að nemendur á öllum skólastigum skuli hljóta fræðslu um jafnréttismál þar sem meðal annars sé lögð áhersla á að búa bæði kynin undir jafna þátttöku á öllum sviðum samfélagsins.</span></p> <p><span>Þróunarverkefni sem nýlega var hrint af stokkunum um jafnréttisfræðslu í leik- og grunnskólum er í anda laganna, en það nær til skóla og leikskóla í fimm stórum sveitarfélögum. Verkefnið á sér heimasíðu á slóðinni jafnrettiigrunnskolum.is sem ég hvet ykkur til að skoða.</span></p> <p><span>Ég hvet ykkur jafnframt til að leggja verkefninu lið með beinum hætti, með því að miðla af mikilvægri reynslu ykkar og þekkingu. Verkefnið stendur öllum opið að þessu leyti og framlag ykkar myndi skipta miklu máli.</span></p> <p><span>Ég hef margsinnis sagt það í umræðum um jafnréttismál að árangursríkasta leiðin að jafnrétti sé að vera börnum góð fyrirmynd og innræta þeim jafnrétti í orði og verki frá blautu barnsbeini. Það eru gömul sannindi og ný að það læra börnin sem fyrir þeim er haft og því veltur jafnrétti framtíðarinnar ekki síst á uppeldi þeirra sem eru börn í dag.</span></p> <p><span>Á næsta ári fer Ísland með formennsku í Norrænu ráðherranefndinni og verður jafnréttisfræðsla í skólum eitt af fimm meginþemum um jafnrétti það árið. Í kjölfarið verður haldin ráðstefna um jafnréttisfræðslu hér á landi þar sem fyrirmyndarverkefni Norðurlandanna verða kynnt haustið 2009.</span></p> <p><span>Ég bind miklar vonir við þróunarverkefnið sem ég nefndi og tel að með markvissri fræðslu og umræðu frá upphafi skólagöngu færum við ungu fólki tækifæri til að taka ákvarðanir varðandi framtíð sína á eigin forsendum, óháð staðalmyndum kynjanna og hefðbundnu starfsvali. Það mun nýtast þessum einstaklingum auk þess sem hæfileikar þeirra munu gagnast samfélaginu í heild.</span></p> <p><span>Margrét Pála, frumkvöðull Hjallastefnunnar, hefur séð það fyrr en margir aðrir hve miklu skiptir að börn fái notið jafnréttisuppeldis í skólum og jafnframt að jafnrétti verður aldrei kennt eins og námsgrein heldur þarf að iðka það í öllum orðum og athöfnum daglegs lífs.</span></p> <p><span>Ég þakka Margréti Pálu og ykkur öllum, starfsmönnum Hjallastefnunnar, fyrir gott starf fyrr og síðar. Framlag ykkar til jafnréttismála er og hefur verið afar mikilvægt.</span></p> <br /> <br />

2008-09-25 00:00:0025. september 2008Málþing verkefnisstjórnar 50+ á Akureyri

<p><span>Góðir málþingsgestir.</span></p> <p><span>Mér finnst stutt síðan ég flutti ávarp á einum þriggja afar fróðlegra morgunfunda verkefnisstjórnar 50+ sem haldnir voru í fyrra. Þetta var í október svo síðan eru liðnir ellefu mánuðir. Víst er þetta ekki langur tími. Samt höfum við á þessum mánuðum fengið að sjá hvað aðstæður í atvinnulífinu geta breyst hratt með afdrifaríkum afleiðingum á aðstæður fólks og fyrirtækja.</span></p> <p><span>Ég man að á fundinum í fyrra bar ég fram þá spurningu til umhugsunar hvort þörf væri á verkefni eins 50+ þegar fyrir lægi að atvinnuþátttaka miðaldra og eldra fólks á Íslandi væri svo mikil að um algjöra sérstöðu væri að ræða í vestrænum samanburði, og eins væri hér mikil þensla á vinnumarkaði og eftirspurn eftir vinnuafli.</span></p> <p><span>Ég svaraði þessu raunar fyrir mitt leyti og lagði áherslu á mikilvægi þess að stjórnvöld sýndu ábyrgð með því að horfa til framtíðar og sinna stefnumótunarstarfi í stað þess að stunda fyrst og fremst slökkvistarf og aðhafast því ekki fyrr en eldur væri kviknaður.</span></p> <p><span>Það sýnir sig nú hve miklu skiptir að vera vakandi og horfa fram fyrir sig. Að greina aðstæður á hverjum tíma og reyna að hafa áhrif á framvindu mála í stað þess að bregðast við þegar í óefni er komið.</span></p> <p><span>Árið 2007 var atvinnuþátttaka hér á landi um 73% meðal fólks á aldrinum 50&ndash;74 ára. Ef aðeins var horft á aldurshópinn 67&ndash;74 ára var atvinnuþátttakan rúm 24%. Við vitum að atvinnuleysi meðal miðaldra og eldra fólks hér á landi er ekki meira en annarra aldurshópa og þeir virðast síður missa vinnuna en þeir sem yngri eru.</span></p> <p><span>Það er hins vegar einkennandi að missi þeir sem eldri eru vinnuna á annað borð gengur þeim verr en öðrum að fá vinnu aftur og á það sérstaklega við um þá sem eru 60 ára og eldri.</span></p> <p><span>Þetta er mikið áhyggjuefni, ekki síst nú þegar harðnað hefur á dalnum í atvinnulífinu. Við þurfum því að leita allra ráða til að vinna gegn langtímaatvinnuleysi og beina sjónum okkar sérstaklega að þeim sem eru komnir yfir miðjan aldur.</span></p> <p><span>Öll mismunun fólks er óheimil og það er því alveg ljóst að ekki má mismuna fólki á vinnumarkaði eftir aldri, kyni eða öðrum þáttum. Þetta er þó ekki einungis mannréttindamál. Það er einnig bráðnauðsynlegt fyrir framtíð atvinnulífsins og samfélagsins að glata ekki reynslu og verkþekkingu þeirra sem eldri eru.</span></p> <p><span>Of mikil einsleitni er líka óæskileg. Rétt eins og það hefur sýnt sig að aukin þátttaka kvenna í stjórnum fyrirtækja styrkir stöðu þeirra tel ég ástæðu til að ætla að breið aldurssamsetning starfsfólks á vinnustöðum sé yfirleitt miklu fremur til þess fallin að styrkja þau en veikja. Það var mér mikið gleðiefni að heyra í vikunni að í þessum efnum virðist nýr formaður Samtaka atvinnulífsins, Þór Sigfússon, vera mér sammála.</span></p> <p><span>Þegar horft er til framtíðar verðum við einnig að hafa breytta aldurssamsetningu þjóðarinnar í huga. Hlutfallslega mun fólki á vinnualdri fækka eins og annars staðar í hinum vestræna heimi og þá er ein af forsendum velferðar okkar að allir sem geta og vilja fái nýtt krafta sína á vinnumarkaði, því þeirra verður örugglega þörf. Í raun er þetta eitt af mikilvægustu verkefnum vestrænna hagkerfa um þessar mundir.</span></p> <p><span>Við höfum hins vegar vísbendingar um að hátt hlutfall atvinnuþátttöku Íslendinga muni minnka verði ekkert að gert, ekki aðeins vegna breyttrar aldurssamsetningar heldur einnig vegna aukinnar velmegunar, aukinna lífeyrisréttinda fólks, jafnt í almennum lífeyrissjóðum og í séreignarlífeyrissparnaði. Þessi þróun hefur þegar átt sér stað víðast hvar í löndunum í kringum okkur.</span></p> <p><span>Enn sem komið er hafa Íslendingar þó sérstöðu í þessum efnum. Margar þjóðir hafa rennt öfundaraugum til Íslendinga vegna þess hve atvinnuþátttaka hér er mikil og hve fólk er lengi virkt á vinnumarkaði, en þátttaka eldri starfsmanna á vinnumarkaði er hvergi meiri í heiminum.</span></p> <p><span>Á sjöunda áratugnum tóku mörg ríki að leyfa snemmtöku lífeyris til að mæta miklu atvinnuleysi. Eftirlaunaaldur hefur farið stöðugt lækkandi í Evrópu á síðustu áratugum sem bendir til þess að eftirlaun séu sífellt að hækka og að eldri starfsmönnum sé ýtt í ríkara mæli út af vinnumarkaðinum en áður.</span></p> <p><span>Þetta er mjög alvarleg þróun, en ástæðurnar að baki henni eru eflaust margþættar. Afleiðingarnar eru þekktar. Eftir því sem fjölgar í hópi þeirra sem fara snemma á eftirlaun minnka skattstofnar ríkisins, þungi á lífeyriskerfin eykst og framleiðni minnkar. Okkur Íslendingum ber að skoða dæmin sem hræða, læra af þeim og gera hvað við getum til að halda í þá sérstöðu sem við höfum haft í þessum efnum.</span></p> <p><span>Viðhorfskönnun meðal fólks á aldrinum 65&ndash;71 árs sem gerð var í fyrra af Rannsóknamiðstöð Háskólans á Bifröst sýndi að 53,4% eftirlaunaþega sem ekki eru í vinnu hefðu áhuga á atvinnuþátttöku ef það myndi ekki skerða lífeyri þeirra. Fleiri kannanir hafa leitt það sama í ljós og mér finnst sjálfsagt að taka slíkt alvarlega.</span></p> <p><span>Við höfum tekið þetta alvarlega. Í sumar var frítekjumark vegna atvinnutekna lífeyrisþega hækkað í 100.000 krónur á mánuði. Þetta var markviss aðgerð af hálfu ríkisstjórnarinnar til þess að stuðla að atvinnuþátttöku þeirra sem komnir eru á lífeyrisaldur en vilja gjarna halda áfram þátttöku á vinnumarkaði.</span></p> <p><span>Góðir ráðstefnugestir.</span></p> <p><span>Vinnumarkaðurinn krefst sífellt meiri þekkingar. Tækniþróun er enn hröð og kröfur til endur- og símenntunar eru því miklar til að viðhalda færni á vinnumarkaði. Kannanir hafa aftur á móti sýnt að upp úr fimmtugu dregur mjög úr þátttöku fólks í sí- og endurmenntun, þótt einhverjar vísbendingar séu um að þetta sé að breytast.</span></p> <p><span>Allt þetta krefst frekari skoðunar. Er það svo að fólk sækist síður eftir tækifærum til sí- og endurmenntunar þegar komið er yfir miðjan aldur, eða liggur skýringin í því að því stendur það síður til boða en því sem yngri er?</span></p> <p><span>Við þurfum einnig skýringar á því hvers vegna þeim eldri gengur verr en þeim yngri að fá nýja vinnu eftir atvinnumissi. Liggur skýringin helst í viðhorfum atvinnurekenda sem sækjast fremur eftir yngra fólki eða er skýringin að einhverju leyti sú að fólk sé af einhverjum ástæðum ekki nægilega virkt í atvinnuleit sinni?</span></p> <p><span>Við þurfum einnig að spyrja hvort aðstæður á vinnumarkaði séu á einhvern hátt andsnúnar þeim sem eldri eru, jafnt viðhorf og vinnustaðamenning, vinnuálag og starfskröfur. Getur verið að þjóðarsálin sé svo nýjungagjörn að mikilvæg reynsla og þekking sem eldri starfsmenn hafa aflað sér á vinnumarkaði sé ekki metin að verðleikum? Gleymum því ekki að þótt menntun sé mikilvæg kemur hún ekki í staðinn fyrir reynslu fólks.</span></p> <p><span>Ýmsar rannsóknir hafa verið gerðar hérlendis sem erlendis sem veita svör við þessum spurningum að einhverju leyti og geta nýst við mótun stefnu og aðgerða til að styrkja stöðu eldra fólks á vinnumarkaði.</span></p> <p><span>Verkefnisstjórn 50+ veit ég að hefur í störfum sínum í fyrra og á þessu ári einbeitt sér helst að aðstæðum þeirra sem eru að ljúka starfsævinni og hvaða aðgerðir séu líklegar til að bæta stöðu þess hóps.</span></p> <p><span>Áhersla hefur verið lögð á sveigjanleika eins og möguleika fólks til að lækka starfshlutfall sitt fremur en að fara alveg af vinnumarkaði og að breyta um starf á vinnustað til að draga úr ábyrgð og álagi.</span></p> <p><span>Vinnan er mjög stór hluti af lífi okkar flestra. Framan af aldri ver fólk tíma sínum og kröftum í að afla sér menntunar, kunnáttu og færni til að búa sig undir starfsævina og tryggja sér aðgang að starfi í samræmi við það sem hugur þess stendur til. Þegar á vinnumarkaðinn kemur verður það keppikefli flestra að takast á við æ stærri verkefni og aukna ábyrgð.</span></p> <p><span>Vinnustaðurinn sjálfur skiptir fólk jafnan miklu máli, ekki aðeins starfsins vegna heldur líka félagslega. Það er þekkt að starfið sem fólk gegnir er stór hluti af sjálfsmynd hvers og eins. Með allt þetta í huga segir það sig sjálft hve mikið reiðarslag það er að missa starf, ekki síst þegar fólk hefur gegnt því lengi og afleiðingarnar fyrir einstaklinginn geta verið mjög þungbærar.</span></p> <p><span>Það er allra hluta vegna mikilvægt að styrkja stöðu eldra fólks á vinnumarkaði. Því tel ég ótvírætt að mikil þörf sé fyrir verkefnið 50+ og legg áherslu á að verkefnisstjórnin starfi af krafti áfram líkt og hingað til.</span></p> <p><span>Eitt stórra mála sem eru til skoðunar í félags- og tryggingamálaráðuneytinu er að komið verði á fót sérstakri velferðarstofnun þar sem sameinuð yrðu á einum stað verkefni Vinnumálastofnunar og Tryggingastofnunar ríkisins. Mörg verkefni þessara stofnana eru nátengd og hafa áhrif hvert á annað. Ég nefni sem dæmi áhrif tekna á ýmsar bætur almannatrygginga.</span></p> <p><span>Þegar hefur verið ráðist í aðgerðir á þessu sviði eins og afnám skerðinga bóta vegna tekna maka og hækkun frítekjumarks vegna atvinnutekna lífeyrisþega og fjármagnstekna.</span></p> <p><span>Það er ótækt að uppbygging almannatryggingakerfisins og samspil þess við atvinnutekjur fólks geti leitt til þess að fæla af vinnumarkaði fólk sem vill og getur unnið.</span></p> <p><span>Örorkumat og skipulag starfsendurhæfingar er annað mál sem varðar verksvið þessara tveggja stofnana. Ég tel æskilegt og eðlilegt að velferðarþjónusta á sviði vinnumála og tryggingamála sé skoðuð og mótuð í samhengi með það að leiðarljósi að flétta saman alla þræði sem eflt geta einstaklinga og tryggt framlag þeirra til samfélagsins.</span></p> <p><span>Við þurfum að nálgast þessi mál á jákvæðan og uppbyggilegan hátt þannig að geta hvers og eins sé útgangspunkturinn sem unnið er með og þá horft til þess hvernig við getum eflt hana. Þetta á við um aldraða ekki síður en aðra.</span></p> <p><span>Vinnumálastofnun og Tryggingastofnun ríkisins eru þjónustustofnanir sem sinna öllum landsmönnum. Mikilvægt er að þjónustan sem þær veita sé aðgengileg, að forsendur þjónustunnar séu skiljanlegar og að markmiðin með veittri þjónustu séu uppbyggileg.</span></p> <p><span>Ég sé fyrir mér eina öfluga velferðarstofnun sem veitir þjónustu sem næst íbúunum með öflugum þjónustuverum um land allt. Með þessu móti tel ég unnt að auka og bæta þjónustu, tryggja betri yfirsýn, efla faglega framkvæmd og ráðgjöf við almenning.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Góðir gestir.</span></p> <p><span>Ég þakka verkefnisstjórn 50+ fyrir störf hennar til þessa og vona að þau verði áfram farsæl. Við þurfum á eldra fólki að halda á vinnumarkaði. Ég er viss um að eldra starfsfólk geti eimmitt verið lykillinn að velferð vinnustaða ef rétt er á málum haldið, og ég er sannfærð um að þátttaka eldra fólks á vinnumarkaði sé og verði áfram lykillinn að velferð samfélagsins.</span></p> <br /> <br />

2008-09-25 00:00:0025. september 2008Tuttugu ára afmæli ADHD samtakanna

<p><span>Góðir gestir og skipuleggjendur þessarar ráðstefnu.</span></p> <p><span>Nú eru 20 eru liðin frá stofnun ADHD samtakanna sem upphaflega hétu því ágæta og rammíslenska nafni Foreldrafélag misþroska barna. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar.</span></p> <p><span>Þekkingu á vanda barna og fullorðinna sem glíma við athyglisbrest og ofvirkni hefur fleygt fram og þekkingu á orsökum og umfangi vandans sömuleiðis.</span></p> <p><span>ADHD er alþjóðlega viðurkennd röskun á taugaþroska sem kemur fram sem frávik í athygli, virkni og sjálfsstjórn sem eru það mikil að þau valda einstaklingnum sjálfum, fjölskyldu hans og umhverfi víðtækum og langvinnum vanda.</span></p> <p><span>Ég veit að aðrir hér eru betur til þess fallnir en ég að fara út í fræðilega umfjöllun um ADHD. Skipulag þjónustu við þá sem eru með ADHD og stefnumótun á því sviði er hins vegar á mínu borði, en reyndar einnig á borðum menntamálaráðuneytis og heilbrigðisráðuneytis og hjá sveitarfélögunum eins og ég kem að síðar.</span></p> <p><span>Mér er fyllilega ljóst að þjónustu við börn og unglinga með athyglisbrest og ofvirkni er að ýmsu leyti áfátt. Fyrir því eru ýmsar ástæður, en þó virðist mér helst sem stærsti vandinn liggi í dag í óskýrum mörkum milli stjórnvalda og óljósri verkaskiptingu.</span></p> <p><span>Leik- eða grunnskóli er oft fyrsti staðurinn þar sem grunur vaknar um ADHD. Heilbrigðiskerfið þarf í sumum tilvikum að koma að málum, skólarnir hafa skyldum að gegna til að mæta sérþörfum nemenda með ADHD, félags- og tryggingamálaráðuneytið sinnir málefnum fatlaðra og málefnum langveikra barna og gegnir því einnig veigamiklum skyldum gagnvart þessum hópi.</span></p> <p><span>Í upplýsingabæklingi ADHD samtakanna segir meðal annars að ADHD sé ekki sjúkdómur en ýmsar vel þekktar leiðir séu til að draga úr einkennum og halda þeim í skefjum. Til þess þurfi meðferð að byggjast á læknisfræðilegri, sálfræðilegri og uppeldis- og kennslufræðilegri íhlutun ásamt hegðunarmótandi aðferðum. Þessi tilvitnun lýsir því í hnotskurn hvað ábyrgðin liggur víða og hve samvinna og samábyrgð er nauðsynleg.</span></p> <p><span>Eitt minna fyrstu verka sem félags- og tryggingamálaráðherra var að skipa nefnd til að fjalla um hvernig bæta megi þjónustu við börn og unglinga með athyglisbrest og ofvirkni, ADHD og aðrar skyldar raskanir og koma með tillögur til úrbóta.</span></p> <p><span>Fulltrúi félags- og tryggingamálaráðuneytisins leiddi starf nefndarinnar en í henni áttu einnig sæti fulltrúar menntamálaráðuneytis, heilbrigðisráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Barna- og unglingageðdeildar Landspítala, Greiningar- og ráðgjafastöðvar ríkisins og ADHD samtakanna.</span></p> <p><span>Nefndin hefur skilað mér skýrslu með tillögum til úrbóta og dregur þar fram verkefni sem hún telur brýnust þegar horft er til næstu þriggja ára.</span></p> <p><span>Ég tel mig vita að margir hafi fengið sig fullsadda af skýrslugerð og tillögum þegar kemur að málefnum barna og unglinga með ADHD. Allmargar skýrslur hafa verið unnar um málið, ekki síst af hálfu heilbrigðisyfirvalda, með tillögum til bættrar þjónustu sem sumar hverjar hafa komið til framkvæmda en aðrar ekki.</span></p> <p><span>Hvað sem líður skýrsluleiða skulum við samt halda okkur í þá staðreynd að orð eru til alls fyrst. Fagleg umfjöllun stuðlar líka að útbreiðslu þekkingar og frekari umfjöllun sem eykur almenna vitneskju um ADHD vinnur gegn fordómum og stuðlar að viðhorfsbreytingum í samfélaginu.</span></p> <p><span>Ég er mjög ánægð með fyrrnefnda skýrslu nefndarinnar sem ég skipaði til að fjalla um þetta efni. Mér finnst ekki síst mikilvægt að niðurstöður hennar byggjast á sameiginlegum niðurstöðum fagfólks og sérfræðinga þriggja ráðuneyta, fulltrúa sveitarfélaga og ADHD samtakanna.</span></p> <p><span>Þá skiptir miklu að í tillögum hennar er að vissu leyti tekið á þeim vanda sem stafar af óljósri verkaskiptingu eins og ég nefndi áðan. Verkefni eru tilgreind, ábyrgðaraðili skilgreindur, samstarfsaðilar tíundaðir og jafnframt er hverju verkefni settur tímarammi og það kostnaðarmetið.</span></p> <p><span>Í samstarfi ráðuneytanna er nú unnið hörðum höndum að því að koma skipulagi á þjónustuna í samræmi við niðurstöður nefndarinnar og tryggja þannig að deilur um keisarans skegg standi ekki í vegi fyrir þjónustu. Þegar upp er staðið er hér um að ræða nýtingu á fé skattgreiðenda í þágu samfélagsins og því ótækt að láta deilur um það úr hvaða vasa fjármunirnir eru teknir standa þjónustunni fyrir þrifum.</span></p> <p><span>Þetta verkefni er meðal annarra einnig á könnu samráðsnefndar sem ég skipaði í fyrra til að fylgja eftir aðgerðaáætlun til fjögurra ára til að styrkja stöðu barna og ungmenna. Án þess að ég fari ítarlega í einstök verkefni aðgerðaáætlunarinnar þá snúa þau meðal annars að bættri þjónustu við börn og ungmenni með ADHD.</span></p> <p><span>Í samráðsnefndinni eiga sæti fulltrúar félags- og tryggingamálaráðuneytis, heilbrigðisráðuneytis, menntamálaráðuneytis, dómsmálaráðuneytis og fjármálaráðuneytis. Þetta er því kjörinn vettvangur til að skilgreina og skýra verkaskiptingu vegna þjónustu við þann hóp sem hér er til umfjöllunar í dag.</span></p> <p><span>Ég ætla ekki að fjalla mikið um efni skýrslunnar um bætta þjónustu við börn og unglinga með ADHD eða tillögurnar sem þar koma fram. Eins og sést á dagskránni mun Þór G Þórarinsson, starfsmaður ráðuneytisins, kynna hana ítarlega hér á eftir.</span></p> <p><span>Eitt atriði vil ég þó nefna sérstaklega sem fram kemur í skýrslunni, en þar segir að sennilega sé enginn einn þáttur jafn öflugur til forvarna og tímanleg greining á ADHD og í framhaldi af því rétt meðferð og stuðningur við einstaklinginn á öllum sviðum daglegs lífs.</span></p> <p><span>Varðandi greiningar- og ráðgjafarþáttinn hefur mikið verið gert til úrbóta að undanförnu og á síðustu árum. Sálfræðingar hafa verið ráðnir til starfa á mörgum heilsugæslustöðvum og sums staðar hefur tekist náin samvinna heilsugæslu og ráðgjafarþjónustu sveitarfélaga í þjónustu við börn með ADHD. Einnig hefur greiningarteymi hjá Miðstöð heilsuverndar barna verið eflt.</span></p> <p><span>Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins gegnir veigamiklu hlutverki við greiningu fatlaðra barna að 18 ára aldri en algengt er að ADHD sé hluti af vanda barna sem þangað koma til greiningar.</span></p> <p><span>Eins og flestum hér er kunnugt var komið í algjört óefni vegna þess hve bið eftir greiningu þar var löng. Eitt af mínum fyrstu verkefnum sem ráðherra var að setja aukið fé til stöðvarinnar til að bregðast við þessu og með samstilltu átaki og góðu framlagi starfsfólks stöðvarinnar hefur tekist að bæta verulega úr þessum vanda. Í þessu sambandi nefni ég einnig stóraukið fé sem heilbrigðisráðherra veitti til Barna- og unglingageðdeildar Landspítala þar sem sami vandi var uppi á teningnum.</span></p> <p><span>Það segir sig sjálft að greining dugir ekki ein og sér. Greining á að vera ávísun á þjónustu og þá þurfa úrræðin að vera til staðar. Mér virðist að hægt sé að grípa til ýmissa úrræða til að bæta þjónustu vegna ADHD án þess að kostnaður þurfi að vera svo ýkja mikill.</span></p> <p><span>Fyrst og fremst þarf að ryðja úr vegi hindrunum sem stafa af óljósri ábyrgð og verkaskiptingu og valda því að verkefni lenda á gráu svæði og enginn vill axla ábyrgðina. Þetta er eitthvað sem er hægt að leysa og stjórnvöldum ber að gera það hið fyrsta.</span></p> <p><span>Mér er mikið kappsmál að greiða úr þeim kerfisflækjum sem hingað til hafa verið þjónustunni fjötur um fót. Ég vil leggja mitt af mörkum í þeim efnum og lít á það sem eitt af forgangsverkefnunum í mínu ráðuneyti og eins og ég sagði áðan trúi ég því að bráðlega sjáum við lands í þessum efnum.</span></p> <p><span></span></p> <p><span>Góðir ráðstefnugestir.</span></p> <p><span>Ég tel að flestum sé orðið ljóst hve mikilvægt er að börn með ofvirkni og athyglisbrest og aðrar skyldar raskanir fái tímanlega greiningu og að þeim sé tryggð meðferð, stuðningur og úrræði við hæfi.</span></p> <p><span>Ef svo er ekki vitum við að afleiðingarnar geta verið mjög alvarlegar, fyrir einstaklinginn sjálfan, fjölskyldu hans og raunar samfélagið allt. Í versta falli er hætta á að börn og ungmenni leiðist út í hegðun sem er skaðleg þeim sjálfum og umhverfinu.</span></p> <p><span>Ég nefni einnig að í þjónustu við börn með ADHD er ákaflega mikilvægur stuðningur við foreldra og samvinna þeirra og greiningar- og meðferðaraðila sem skiptir afar miklu til að árangur náist.</span></p> <p><span>Ég tel ótvírætt að við eigum ADHD samtökunum mikið að þakka í þessum efnum. Á tuttugu ára starfsferli sínum hefur þeim tekist að opna augu samfélagsins fyrir þeirri staðreynd að ADHD er raunverulegt, það er unnt að greina og meðhöndla með góðum árangri.</span></p> <p><span>Samtökin hafa unnið gegn fordómum, stundað markvissa fræðslu og breitt út þekkingu á aðstæðum barna og ungmenna með ADHD og fjölskyldum þeirra. Þau hafa staðið fyrir námskeiðum fyrir foreldra um uppeldi barna með ADHD og einnig haldið námskeið fyrir fagfólk.</span></p> <p><span>Þá hafa samtökin verið leiðandi í greiningu á ADHD, bæði hjá börnum og ekki síður hjá fullorðnum og hafa ráðið til sín sérstaka starfsmenn til að sinna þeim greiningum. Áhersla samtakanna á vanda fullorðinna með ADHD er einnig lofsverð, en fullorðið fólk með ADHD virðist mér að enn frekar en börnin þurfi að glíma við fordóma og þekkingarleysi um þessar mundir.</span></p> <p><span>Stöðu þeirra hefur ekki verið gefinn mikill gaumur og þar tel ég að þurfi að bæta úr. Líklega höfum við efni í aðra ráðstefnu um þau mál.</span></p> <p><span>Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka ADHD samtökunum og burðarásum þess fyrir allt þeirra mikilvæga og óeigingjarna starf á undanförnum árum. Forystuhlutverk samtakanna í málefnum einstaklinga með ADHD hefur þegar gjörbreytt aðstæðum þúsunda Íslendinga til hins betra og á næstu árum tekst okkur vonandi að stíga enn frekari framfaraskref á þeirri vegferð framfara sem samtökin hafa leitt.</span></p> <p><span>Ráðstefnan hér í dag mun væntanlega verða vegvísir á þeirri leið.</span></p> <p><span>Til hamingju með daginn og gangi ykkur vel!</span></p> <br /> <br />

2008-09-23 00:00:0023. september 2008Opnun heimasíðu um styrki til atvinnumála kvenna

<p><span>Góðir gestir.</span></p> <p><span>Það gleður mig mikið að vera hér í dag í tengslum við gamalt verkefni sem ég ýtti úr vör í fyrri ráðherratíð minni sem félagsmálaráðherra árið 1991. Þetta verkefni var þarft í upphafi og enn er það í góðu gildi eins og sést af öllum þeim fjölda styrkumsókna sem berast árlega.</span></p> <p><span>Í upphafi þegar til þessa var stofnað var atvinnuleysi töluvert meðal kvenna og voru styrkirnir ætlaðir sem mótvægisaðgerð og tækifæri fyrir konur til að stunda viðskipti með því að bæta aðgang þeirra að fjármunum.</span></p> <p><span>Það má þó kannski segja að ánægjan með þetta sé tvíbent. Það sýnir sig að konur njóta ekki almennra styrkja til atvinnusköpunar til jafns við karla. Skipting slíkra styrkja skilst mér vera sú að karlar fái um 70&ndash;80% þeirra en konur 20&ndash;30%. Konur sækja ekki um þá í sama mæli og karlar af einhverjum ástæðum og þær virðast heldur ekki sækja fé jafn greiðlega til lánastofnana og karlar.</span></p> <p><span>Ég held að það sé óhætt að segja að konur séu varfærnari í fjármálum en karlar. Þær veigri sér frekar við að stofna til skulda, fari rólegar af stað í upphafi viðskipta og leggi fremur áherslu á rekstur lítilla fyrirtækja en stórra. Þær leggja líka minna upp úr yfirbyggingu í rekstrinum og sýna oft meiri hagsýni en karlar.</span></p> <p><span>Nýlegar niðurstöður sem Creditinfo á Íslandi kynntu staðfesta þetta einnig, en þar kom fram að <span>minni líkur eru á að þau fyrirtæki þar sem konur eru í stjórn lendi í alvarlegum vanskilum og jafnframt að fyrirtæki eru alltaf líklegri til að lenda í vanskilum þar sem engar konur eru í stjórn.</span></span></p> <p><span>Fjölbreytni í atvinnulífinu er af hinu góða og ég tel smárekstur nokkuð sem ber að rækta. Frá árinu 1991 hafa tæplega 330 konur fengið styrki úr þessu verkefni um atvinnumál kvenna, samtals 160 milljónir, og er þá ekki um að ræða framreiknaða upphæð.</span></p> <p><span>Mikil ásókn er í styrkina og fyrir ráðgjafarnefndina sem úthlutar styrkjunum hlýtur þetta að vera mikill höfuðverkur í hvert sinn að velja og hafna. Ýmis konar hönnun, menningartengd ferðaþjónusta, matvælaframleiðsla, snyrtivöruframleiðsla, allt eru þetta dæmi um verkefni sem fengið hafa styrki með góðum árangri.</span></p> <p><span>Hugmyndaríki og útsjónarsemi í því að nýta sér staðbundnar aðstæður eru meðal einkenna á mörgum umsóknum, en þess má geta að um helmingur styrkja hefur runnið til kvenna á landsbyggðinni og um helmingur til kvenna á höfuðborgarsvæðinu.</span></p> <p><span>Opnun heimasíðunnar hér í dag er til þess fallin að vekja betur athygli á þessu verkefni og sömuleiðis getur síðan verið ágæt leið til að koma á framfæri upplýsingum og fræðslu. Ráðgjöf og fræðsla fær nú aukinn sess, enda hefur öflugur starfsmaður verið ráðinn til að halda utan um verkefnið. Ráðgjöf og fræðsla er ekki einungis ætluð styrkþegum heldur einnig konum með viðskiptahugmyndir sem vilja gjarna ráðgjöf og kennslu til að útfæra þær.</span></p> <p><span>Ég veit að verkefnið er ekki eyland, heldur er gott samstarf við atvinnuþróunarfélög um allt land og eins við Impru sem líka stuðlar að uppbyggingu atvinnureksturs kvenna. Allt slíkt samstarf er af hinu góða því hér gildir eins og oftast áður að saman erum við sterkari.</span></p> <p><span>Það hefur sýnt sig að stuðningur við konur í atvinnulífinu skilar árangri og góðum verkefnum. Hingað til hefur árlega verið úthlutað um 15&ndash;20 milljónum króna en ég lagði áherslu á að stórauka upphæðina og eru 50 milljónir króna til ráðstöfunar á þessu ári.</span></p> <p><span>Það er ánægjulegt að verkefnið hafi eignast heimasíðu. Vonandi mun hún koma að góðum notum og efla verkefnið enn frekar til stuðnings atvinnulífinu og aukinnar fjölbreytni.</span></p> <br /> <br />

2008-09-23 00:00:0023. september 2008Ráðstefna velferðarnefndar Alþýðusambands Íslands

<p><span>Góðir ráðstefnugestir.</span></p> <p><span>Ég vil fyrst af öllu þakka velferðarnefnd ASÍ fyrir að efna til þessarar ráðstefnu um málefni barna og sýna þannig í verki áhuga sinn og vilja til að hafa áhrif og leggja gott til þessara mála.</span></p> <p><span>Þegar rætt er um málefni barna eru strax tiltekin mál sem okkur detta fyrst í hug og tengjast börnum á mjög beinan hátt. Engu að síður eru málefni barna svo margt ef út í það er farið. Skipulagsmál, heilbrigðisþjónusta, atvinnuástand og jafnrétti kynja &ndash; þetta eru allt málefni sem snerta hag og velferð barna, ekki síður en fullorðinna. Velferð barna ræðst að svo miklu leyti af almennri velferð í samfélaginu, ríkjandi gildismati, áherslum og viðhorfum. Fjölskyldan í öllum sínum birtingarmyndum er hornsteinn samfélagsins og ef velferð hennar er ógnað með of þungum byrðum eða skeytingarleysi er samfélaginu hætta búin.</span></p> <p><span>Á vorþinginu fyrir rúmu árið síðan lagði ég fyrir Alþingi aðgerðaáætlun til fjögurra ára til að styrkja stöðu barna og ungmenna, í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Áætlunin var samþykkt af þinginu og í framhaldi af því skipaði ég samráðsnefnd sem falið var að vinna að framgangi hennar og stuðla að samræmi aðgerða innan Stjórnarráðsins. Verkefni áætlunarinnar spanna vítt svið og heyra undir ábyrgð félags- og tryggingamálaráðuneytis, heilbrigðisráðuneytis, dómsmálaráðuneytis og menntamálaráðuneytis sem eiga öll fulltrúa í samráðsnefndinni auk fulltrúa fjármálaráðuneytisins.</span></p> <p><span><span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Ég ætla að rekja hér stuttlega helstu verkefni áætlunarinnar og framgang þeirra, jafnframt því að fjalla á almennari nótum um sýn mína og áherslur í málefnum barna og barnafjölskyldna og fleiri verkefni sem unnið er að um þessar mundir.</span></p> <p><span>Fyrsti kafli áætlunarinnar fjallar um almennar aðgerðir. Hann snýr meðal annars að því að yfirfara tilmæli barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna frá árinu 2003 um framkvæmd barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. Samráðsnefndinni var falið að gera tillögur í þessum efnum.</span></p> <p><span>Henni var einnig falið að gera tillögur um viðbrögð við tilmælum ráðherranefndar Evrópuráðsins frá 2006 til aðildarríkjanna um að móta stefnu til að efla foreldrahæfni og sömuleiðis að gera tillögur um hvernig skuli stuðla að vernd barna gegn kynferðislegri misbeitingu og kynferðisofbeldi í samræmi við samning Evrópuráðsins um þetta efni. Að þessu öllu er unnið, þótt mál séu mislangt á veg komin.</span></p> <p><span>Í áætluninni er gert ráð fyrir að í samráði ríkis, aðila vinnumarkaðarins og sveitarfélaganna verði mótaðar tillögur um aðgerðir til að samræma vinnu og fjölskylduábyrgð og þjónustu við barnafjölskyldur. Einkum skal litið til þess hvernig tryggja megi að fyrirtæki setji sér fjölskyldustefnu, stytti vinnutíma og geri vinnutíma sveigjanlegri og einnig hvernig unnt sé að tryggja að foreldrar geti betur sinnt börnum sínum, til dæmis vegna veikinda og fötlunar.</span></p> <p><span>Í öðrum kafla er fjallað um aðgerðir til að bæta afkomu barnafjölskyldna. Þriðji kaflinn snýr að aðgerðum í þágu barna, ungmenna og foreldra og stuðningi í uppeldisstarfi og sá fjórði um almennar forvarnaaðgerðir. Fimmti kaflinn er um aðgerðir í þágu barna og ungmenna með geðraskanir og þroskafrávik og langveikra barna.</span></p> <p><span>Sjötti kaflinn er um aðgerðir í þágu barna og ungmenna með hegðunarerfiðleika og í vímuefnavanda. Sjöundi kaflinn snýst um aðgerðir til verndar börnum og ungmennum gegn kynferðisbrotum og áttundi kaflinn um aðgerðir í þágu barna innflytjenda. Mörg verkefni hafa verið unnin eða hrint af stað í samræmi við þetta, þótt vissulega sé sitthvað ógert enn.</span></p> <p><span>Það er jafnan forsenda fyrir framkvæmd verkefna að þeim fylgi fjármunir. Því hef ég lagt mikið upp úr því að tryggja fé til þeirra aðgerða sem í áætluninni eru, ekki síst þeirra sem heyra undir félags- og tryggingamálaráðuneytið.</span></p> <p><span>Til verkefna sem heyra undir félags- og tryggingamálaráðuneytið og varða málefni barna með beinum hætti hefur nú þegar verið ákveðið að verja um 500 milljónum krónum meira en gert var í tíð síðustu ríkisstjórnar og er raunaukning fjár til málaflokksins tæp 45% frá því að ný ríkisstjórn tók við um mitt ár 2007.</span></p> <p><span>Af auknu fé til einstakra verkefna má nefna aðgerðir til að stytta biðlista hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, aukinn stuðning við langveik börn, fjölbreyttari úrræði fyrir börn og ungmenni með hegðunar- og vímuefnavanda með áherslu á meðferð utan stofnana, auknar greiðslur til foreldra langveikra og alvarlega fatlaðra barna og aukið fé til að sinna vímuvörnum. Rétt er að taka fram að aukin útgjöld vegna hækkunar barnabóta eru ekki reiknuð sem hluti af þeirri 500 milljóna króna aukningu sem ég hef rætt um hér.</span></p> <p><span>Ég ítreka að nú hef ég einungis talað um fjármuni sem ráðstafað er af félags- og tryggingamálaráðuneytinu. Önnur ráðuneyti hafa einnig sett fé til verkefna sem heyra undir aðgerðaáætlunina, svo sem til mennta- og heilbrigðismála. Nefni ég þar sérstaklega aukið fé til að stytta biðlista hjá Barna- og unglingageðdeild Landspítalans, niðurfellingu komugjalda barna á heilsugæslustöðvum og auknar barnabætur. Það er því óhætt að fullyrða að aldrei hefur meira fé verið varið til málefna barna en nú.</span></p> <p><strong><span>&nbsp;</span></strong></p> <p><strong><span>Styttur biðtími vegna greiningar barna</span></strong></p> <p><span>Eitt af fyrstu verkum mínum í ráðuneytinu var að hrinda í framkvæmd aðgerðaáætlun til að stytta biðlista og biðtíma eftir greiningu barna hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins þar sem komið var í óefni. Með samstilltu átaki ráðuneytisins og starfsfólks stöðvarinnar hefur tekist að stytta bið verulega og gengur vinna við verkefnið eftir áætlun.</span></p> <p><span>Greining er nauðsynleg og forsenda þjónustu en þá þarf líka að tryggja framhaldið þannig að nauðsynleg meðferð og önnur úrræði séu til staðar þegar greining liggur fyrir, jafnt í heilbrigðiskerfinu, félagslega kerfinu og skólakerfinu. Með efldri greiningu hefur skortur á úrræðum komið betur í ljós og ekki síður sá vandi sem stafar af því hve úrræðin eru á margra hendi og ábyrgð og verkaskipting oft óljós.</span></p> <p><span>Að þessum málum þurfa að koma félags- og tryggingamálaráðuneytið, menntamálaráðuneytið, heilbrigðisráðuneytið og síðast en ekki síst sveitarfélögin. Sumar aðgerðir sem grípa þarf til eru á gráu svæði og stundum skapast togstreita milli ráðuneyta eða ríkis og sveitarfélaga þegar tekist er á um hver á að framkvæmda hlutina og hver á að borga fyrir meðferð og úrræði. Á meðan líða börnin og foreldrar þeirra og raunar fagfólkið líka sem horfir upp á brýna þörf fyrir þjónustu en getur ekki aðhafst þar sem kostnaðurinn er orðinn að bitbeini þessara aðila.</span></p> <p><span>Fyrir nokkru skilaði nefnd um þjónustuþörf fyrir langveik börn mjög vandaðri skýrslu með tillögum um bætta þjónustu við þennan hóp. Þar er meðal annars fjallað um mögulegar aðgerðir og skýrð verkaskipting vegna þjónustu við langveik börn þannig að þjónusta við þau sé tryggð þótt margir þurfi að koma að málum.</span></p> <p><span>Ég nefni einnig aðra vel unna skýrslu nefndar um aðgerðir til að mæta þörfum ört vaxandi hóps barna með ofvirkni og hegðunarraskanir eða ADHD eins og það einnig nefnt. Þar er verkefnum skipt upp í fjóra áhersluflokka og gerðar tillögur um hvernig eigi að standa að verkefnum innan hvers þeirra til að bæta þjónustu við þennan hóp. Tilgreint er hvaða aðili skuli bera ábyrgð á framkvæmd einstakra verkefna og hverjir skuli koma að samstarfi vegna þeirra.</span></p> <p><span>Þessar tvær skýrslur gefa skýra mynd af því hvar skórinn kreppir helst vegna óljósrar ábyrgðar og verkaskiptingar ráðuneyta og sveitarfélaga. Í mörgum tilvikum er hægt að bæta þjónustu verulega án umtalsverðs kostnaðar ef menn láta ekki framkvæmdirnar stranda á deilum um ábyrgð og kostnað.</span></p> <p><span>Við vinnum nú hörðum höndum að því að koma skipulagi á þjónustu við þessa hópa í fastar skorður í samræmi við niðurstöður nefndanna og tryggja þannig að deilur um keisarans skegg standi ekki í vegi fyrir þjónustu. Þegar upp er staðið er hér um að ræða nýtingu á fé skattgreiðenda í þágu samfélagsins og því ótækt að láta deilur um það úr hvaða vasa fjármunirnir eru teknir standa þjónustunni fyrir þrifum.</span></p> <p><strong><span>&nbsp;</span></strong></p> <p><strong><span>Framkvæmdaáætlun í barnaverndarmálum</span></strong></p> <p><span>Ég get ekki látið undir höfuð leggjast að minnast á þingsályktun sem ég lagði fram um framkvæmdaáætlun í barnaverndarmálum til næstu sveitarstjórnarkosninga og samþykkt var á Alþingi í maí á þessu ári. Með framlagningu hennar var brotið í blað, því þótt lög kveði á um annað er þetta í fyrsta sinn sem lögð er fram heildstæð framkvæmdaáætlun í þessum mikilvæga málaflokki.</span></p> <p><span>Í áætluninni er kveðið á um fjölmörg verkefni á sviði barnaverndarmála, þau tímasett og kostnaðarmetin. Framkvæmdaáætlunin byggist á ákvæðum barnaverndarlaga um ábyrgð og skyldur ríkisins í barnaverndarmálum. Markmið hennar og aðgerðaáætlunar ríkisstjórnarinnar eru að mörgu leyti þau sömu, þótt framkvæmdaáætlunin taki vissulega til sértækari aðgerða.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><strong><span>Endurskoðun barnaverndarlaga</span></strong></p> <p><span>Ég vil einnig geta þess að endurskoðun barnaverndarlaga er hafin hjá starfshópi sem ég skipaði í sumar. Metið verður hvernig lögin hafa reynst frá gildistöku 1. júní 2002, hvaða lagabreytingar kunni að vera nauðsynlegar til að styrkja barnavernd í landinu og einnig hvaða breytingar megi gera á framkvæmd barnaverndarstarfs án lagabreytinga. Þá mun hópurinn skoða sérstaklega ákvæði laganna sem varða vistun barna utan eigin heimilis og framkvæmd þeirra, þ.e. ákvæði um ráðstöfun barns í fóstur eða vistun á heimili eða stofnun.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><strong><span>Hlutverk sveitarfélaga á sviði barnaverndar</span></strong></p> <p><span>Hlutverk sveitarfélaga á sviði barnaverndar er stórt og verkefnin viðamikil. Í lögum um barnavernd er kveðið á um að sveitarstjórnir marki sér stefnu og geri framkvæmdaáætlun fyrir hvert kjörtímabil á sviði barnaverndar innan sveitarfélagsins.</span></p> <p><span>Ég bind miklar vonir við að framkvæmdaáætlun ríkisins í barnaverndarmálum sem ég nefndi áðan verði sveitarstjórnum hvatning og stuðningur við gerð slíkra áætlana og mun jafnframt ganga eftir því að þau uppfylli framangreint skilyrði laganna.</span></p> <p><span>Barnavernd er stór og mikilvægur málaflokkur sem snýst um vandasöm og viðkvæm mál. Mikilvægi þess að vandað sé til verka verður því aldrei ofmetið. Í barnavernd er fjallað um hagsmuni, velferð og framtíð barna og fjölskyldna þeirra. Barnaverndarlög leggja ríkar skyldur á þá sem vinna að barnaverndarmálum og það sem stendur ávallt efst í barnaverndarstarfi er sú fortakslausa krafa að hagsmunir barns séu ávallt hafðir í fyrirrúmi og gilda þar engar undantekningar. Eðli þessara mála er slíkt að þau krefjast mikils af þeim sem að þeim vinna og því er fagleg þekking þeirra, menntun, kunnátta og færni, hornsteinninn að farsælu starfi.</span></p> <p><span>Hlutverk Barnaverndarstofu gagnvart sveitarfélögunum á sviði barnaverndarmála er viðamikið samkvæmt 7. gr. barnaverndarlaga. Ég legg því ríka áherslu á að Barnaverndarstofa og ráðuneytið munu nú og um næstu framtíð beina sjónum sínum að því að innleiða og þróa ný úrræði í barnaverndarmálum, meta árangur úrræða í barnavernd og efla barnavernd á vegum sveitarfélaganna.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><strong><span>Fjölþáttameðferð hjá Barnaverndarstofu</span></strong></p> <p><span>Hjá Barnaverndarstofu hefur nú verið komið á fót nýju meðferðarúrræði, svokallaðri fjölþáttameðferð sem er þjónusta við fjölskyldur barna á aldrinum 12&ndash;18 ára sem stríða við fjölþættan hegðunarvanda. Með þessu er fjölbreytni meðferðarúrræða aukin og er markmiðið að veita þjónustu á heimavelli eftir því sem unnt er og veita þannig stuðning jafnt barninu sjálfu og fjölskyldu þess.</span></p> <p><span>Barnaverndarstofa hefur ráðið fólk til að sinna þessu verkefni og sett á fót meðferðarteymi sem tekur til starfa í nóvember. Ætla má að þessi þjónusta dragi úr þörf á stofnanavist, en erlendar rannsóknir af árangri fjölþáttameðferðar hafa sýnt umtalsvert betri langtímaárangur en hefðbundin stofnanameðferð. Átta ár eru síðan Norðmenn ákváðu að innleiða þetta meðferðarform á landsvísu og Svíar og Danir hafa siglt í kjölfarið.</span></p> <p><strong><span>&nbsp;</span></strong></p> <p><strong><span>Barnahús</span></strong></p> <p><span>Kynferðisleg misnotkun á börnum er meðal skelfilegustu meina sem nokkurt samfélag glímir við. Allt of lengi hafa glæpir af þessu tagi legið í þagnargildi. Allt of lengi hafa börn sem orðið hafa fyrir kynferðislegri misnotkun upplifað sig sjálf sem brotamenn og mætt tómlæti, vantrú eða algjörri höfnun þegar þau hafa reynt að segja frá aðstæðum sínum.</span></p> <p><span>Með stofnun Barnahúss opnaðist leið fyrir börn sem sætt hafa kynferðislegri misnotkun til að segja frá og fá viðeigandi stuðning og meðferð hjá fagfólki. Barnahús hefur sannað gildi sitt, enda hafa nágrannaþjóðir okkar tekið sér það til fyrirmyndar í ljósi góðrar reynslu hér á landi af þessu úrræði.</span></p> <p><span>Þegar starfsemi Barnahúss hófst hér á landi lágu fyrir áætlanir um umfang starfseminnar í ljósi fyrirliggjandi upplýsinga um fjölda mála sem vörðuðu kynferðislega misnotkun barna. Fljótlega eftir að Barnahús tók til starfa sýndi það sig að þörfin hafði verið vanmetin, trúlega vegna þess að hér var komið úrræði sem fólk treysti og var reiðubúið að nýta sér auk þess sem stóraukin umræða og fræðslustarf, meðal annars vegna samtaka á borð við Blátt áfram, hafa auðveldað fórnarlömbunum að tjá sig um brotin.</span></p> <p><span>Skýrslutökum í Barnahúsi hefur frá upphafi fjölgað frá ári til árs. Á fyrstu fimm mánuðum þessa árs bárust 145 mál til Barnahúss á móti 115 málum árið áður sem er um 26% aukning. Á þessum fimm mánuðum voru teknar 54 skýrslur fyrir dómi á móti 56 skýrslum allt árið 2007. Barnahús hefur sannað gildi sitt og augljóst að efla þarf starfsemi þess svo það geti rækt hlutverk sitt sem skyldi. Ákvörðun liggur þegar fyrir um að svo verði gert og má vænta þess að fé til starfseminnar verði aukið á næsta ári.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><strong><span>Forvarnir gegn vímuefnaneyslu</span></strong></p> <p><span>Óhófleg neysla áfengis og annarra vímuefna helst oft í hendur við önnur félagsleg vandamál, þótt oft sé erfitt að greina hvað er orsök og hvað afleiðing. Afleiðingar vímuefnaneyslu þarf hins vegar ekki að fjölyrða um og því ekki heldur af þeim ávinningi sem samfélagið nýtur af því að fyrirbyggja vanda af því tagi. Meðal verkefna sem unnið er að af hálfu samráðsnefndar um aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í málefnum barna er að móta forvarnaáætlun til að sporna gegn vímuefnaneyslu og hafa nokkrir fjármunir verið tryggðir til að sinna verkefnum á þessu sviði.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><strong><span>Fátækt</span></strong></p> <p><span>Góðir fundarmenn.</span></p> <p><span>Mér finnst þungbært að ég skuli tilneydd að ræða hér þá staðreynd að á Íslandi skuli töluverður fjöldi fólks búa við fátækt. Árið 2004 bentu niðurstöður samanburðarrannsóknar innan Evrópusambandsins til þess að 27.000 manns 16 ára og eldri hér á landi byggju við fátækt.</span></p> <p><span>Önnur rannsókn hefur sýnt að um 5.000 börn á Íslandi búi við fátækt. Börn sem lifa við fátækt njóta ekki jafnræðis. Þau hafa minni möguleika til tómstunda og íþróttastarfs en önnur börn og einangra sig oft frá jafnöldrum sínum. Þetta er nokkuð sem á ekki að líðast og við verðum að tryggja að laun fólks og lífeyrir og aðstæður barnafjölskylda séu þannig tryggðar að börn þurfi ekki að líða fyrir fátæktar sakir.</span></p> <p><span>Í þessu samhengi vil ég nefna aðstæður forsjárlausra foreldra sem hafa verið töluvert til umræðu síðustu misseri. Undir lok síðasta árs skipaði ég nefnd til að kanna fjárhagslega og félagslega stöðu einstæðra og forsjárlausra foreldra og stjúpforeldra, fara yfir réttarreglur sem varða þessa hópa og gera tillögur um úrbætur á grundvelli löggjafar eða með öðrum aðgerðum. Nefndin skilar tillögum sínum í síðasta lagi í desember næstkomandi.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><strong><span>Greiðslur til foreldra langveikra barna</span></strong></p> <p><span>Mikilvægar breytingar voru gerðar á lögum um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna árið 2007 til þess að koma betur til móts við þennan hóp foreldra fjárhagslega. Lögð var áhersla á að tryggja sem minnstu röskun á tekjum fjölskyldna meðan þær væru að laga sig að breyttum aðstæðum.</span></p> <p><span>Foreldrum sem höfðu verið á vinnumarkaði áður en barn greindist voru tryggðar tekjutengdar greiðslur í allt að sex mánuði, en svo hafði ekki verið áður. Til viðbótar var tryggt með lögunum að allir foreldrar langveikra eða fatlaðra barna öðluðust rétt til bóta vegna verulegrar umönnunar barna sinna, óháð fyrri atvinnuþátttöku. Þessar greiðslur eru ekki tímabundnar og foreldrar njóta þeirra svo lengi sem börnin þurfa verulega umönnun þeirra.</span></p> <p><span>Síðast en ekki síst var með lagabreytingunni eytt þeirri mismunun sem áður hafði verið þar sem réttur til greiðslna tók mið af því hvenær barn greindist. Samkvæmt fyrri lögum var því iðulega verið að mismuna foreldrum sem voru nánast í sömu erfiðu aðstöðunni.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><strong><span>Breytingar á lögum um fæðingar- og foreldraorlof</span></strong></p> <p><span>Í júní í sumar tóku gildi breytingar sem gerðar voru á lögum um fæðingar- og foreldraorlof til að koma betur til móts við nýbakaða foreldra. Aðalmarkmið breytinganna var að tryggja að viðmiðunartekjur, þ.e. þær tekjur sem liggja til grundvallar orlofsgreiðslum, endurspegli sem best tekjur foreldra við upphaf fæðingarorlofs. Því var viðmiðunartímabilið stytt úr 24 mánuðum í 12 og upphaf viðmiðunartímabilsins hjá launþegum miðað við fæðingu en ekki tekjuár. Í fyrri lögum gat munað verulegum fjárhæðum hvort barn fæddist 31. desember eða 1. janúar, daginn eftir. Þeirri mismunun hefur nú verið eytt hjá launþegum.</span></p> <p><span>Með lagabreytingunni var forsjárlausum foreldrum í fyrsta skipti veittur réttur til fæðingarstyrks. Einnig voru heimildir foreldra til að flytja réttindi til fæðingarorlofs og fæðingarstyrks sín á milli rýmkaðar frá því sem áður hafði verið. Ljóst er að aðstæður foreldra geta verið mjög mismunandi þegar kemur að töku fæðingarorlofs og því kann að reynast erfitt að setja reglur sem falla vel að aðstæðum allra hverju sinni. Engu að síður er víst að þessi breyting hafi verið til bóta fyrir fjölmarga foreldra.</span></p> <p><strong><span>&nbsp;</span></strong></p> <p><strong><span>Málefni innflytjenda</span></strong></p> <p><span>Eins og ég sagði áðan er í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar til að styrkja stöðu barna og ungmenna gert ráð fyrir ákveðnum aðgerðum í þágu barna innflytjenda. Í maí síðastliðnum var samþykkt þingsályktun sem ég lagði fram í málefnum innflytjenda og í þingsályktunartillögunni sjálfri er gerð grein fyrir fjölbreyttum verkefnum á flestum sviðum þjóðlífsins sem hafa það markmið að taka betur á móti erlendu fólki sem flyst til landsins og auðvelda því að verða virkir þátttakendur í íslensku samfélagi og rækta menningu sína.</span></p> <p><span>Mörg þessara atriða snúa beint eða óbeint að því að styrkja stöðu barna innflytjenda og stuðla að velferð þeirra. Nú er verið að leggja lokahönd á frumvarp til laga um innflytjendur sem verður þá fyrsta löggjöfin um innflytjendur á Íslandi. Frumvarpið verður lagt fyrir á þinginu sem nú er að hefjast.</span></p> <p><strong><span>&nbsp;</span></strong></p> <p><strong><span>Barnabætur, húsnæðismál, húsaleigubætur</span></strong></p> <p><span>Eins og ég sagði í upphafi ræðst velferð barna af mörgum þáttum og aðstæðum í samfélaginu almennt. Möguleikar fólks til að afla sér húsnæðis vega þungt og eins skiptir miklu hvernig bótakerfið er nýtt til að styðja við bakið á barnafjölskyldum. Meðal mikilvægra aðgerða á þessu sviði til að styrkja stöðu barna og barnafjölskyldna nefni ég hækkun barnabóta á þessu og næsta ári. Hækkun þessa árs nemur að meðaltali um 8% á hverja fjölskyldu miðað við árið 2007.</span></p> <p><span>Húsaleigubætur voru hækkaðar umtalsvert í vor en þær höfðu þá ekki hækkað neitt í sjö ár. Ákvörðun sem tekin var um afnám brunabótaviðmiðs vegna húsnæðislána veit ég að hefur auðveldað ungum barnafjölskyldum að koma sér þaki yfir höfuðið, ekki síst á höfuðborgarsvæðinu og sama máli gegnir um afnám stimpilgjalda vegna kaupa á fyrstu íbúð. Þá var ákveðið að fjölga félagslegum leiguíbúðum um 3.000 á fjórum árum en þær íbúðir eru með niðurgreiddum vöxtum sem munar miklu fyrir fólk með litla greiðslugetu.</span></p> <p><strong><span>&nbsp;</span></strong></p> <p><strong><span>Íslenska feðraorlofið</span></strong></p> <p><span>Fæðingar- og foreldraorlof og fyrirkomulag þess hefur mikil áhrif á aðstæður fjölskyldna og möguleika fólks til að samþætta vinnu og fjölskyldulíf og enn fremur getur það verið mikilvægt tæki til að stuðla að auknu jafnrétti kynja. Sú hefur orðið raunin með okkar löggjöf í þessum efnum frá því að karlar fengu sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs árið 1998 sem hefur lengst smám saman og varð þrír mánuðir árið 2003.</span></p> <p><span>Um 90% karla nýta sér þennan rétt og eru hvergi meðal annarra þjóða dæmi um að karlar taki sér fæðingarorlof í viðlíka mæli. Nefna má Svíþjóð sem dæmi, þar sem fæðingarorlof er 12 mánuðir en samt nýta karlar sér aðeins um 10% af því.</span></p> <p><span>Aðrar þjóðir hafa sýnt íslensku leiðinni mikinn áhuga. Nú í haust mun félags- og tryggingamálaráðuneytið standa fyrir sérfræðingafundi með fulltrúum 15 aðildarríkja Evrópusambandsins að beiðni framkvæmdastjórnar þess þar sem meðal annars verður fjallað um íslensku fæðingarorlofslöggjöfina og þátttöku íslenskra feðra í feðraorlofi.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Góðir gestir.</span></p> <p><span>Ég vona að þessi yfirferð mín gefi einhverja mynd af þeim verkefnum sem unnið er að til að styrkja stöðu barna og ungmenna. Yfirferðin er að sjálfsögðu ekki tæmandi og hefur að mestu snúist að verkefnum á sviði félags- og tryggingamálaráðuneytisins. Í öðrum ráðuneytum er hins vegar einnig unnið ötullega að markmiðum áætlunarinnar eins og komið hefur fram.</span></p> <p><span>Öll vitum við síðan að verkefnum á þessu sviði lýkur aldrei en það er nauðsynlegt að hafa á hverjum tíma skýr markmið að vinna eftir og reyna stöðugt að gera betur. Þannig er það hjá þeirri ríkisstjórn sem nú starfar.</span></p> <br /> <br />

2008-09-19 00:00:0019. september 2008Tuttugasti og fimmti landsfundur jafnréttisnefnda

<p><span>Góðir landsfundargestir.</span></p> <p><span>Það er mér bæði heiður og ánægja að fá að ávarpa ykkur sem eins konar hlutgervingur félags- og tryggingamálaráðherra. Jóhanna Sigurðardóttir er því miður upptekin á ríkisráðsfundi. Hún hefði svo gjarnan viljað deila þessari stund með ykkur hér í dag en ég færi ykkur í staðinn hennar bestu kveðjur og þakkir fyrir starf ykkar að jafnréttismálum vítt og breitt um landið.</span></p> <p><span>Mér telst svo til að landsfundur jafnréttisnefnda sveitarfélaga sé nú haldinn í 25. sinn, en slíkur fundur var fyrst haldinn á Akureyri árið 1983 og hefur verið árlegur viðburður síðan.</span></p> <p><span>Á fundum sem þessum er rætt um stöðu jafnréttismála, hvað hefur áunnist og hvað er framundan.</span></p> <p><span>Sjálfur sat ég sem borgarfulltrúi og fulltrúi í jafnréttisnefnd Reykjavíkurborgar eftirminnilegan fund jafnréttisnefnda fyrir einum sex eða sjö árum síðan, en sá fundur var einmitt haldin á Akureyri einnig. Þar man ég að heitasta umræðuefnið var hvort jafnréttisnefndir væru ef til vill að verða óþarfar og í staðin myndu koma eins konar mannréttindanefndir. Sú umræða er enn lifandi tek ég eftir þó eflaust séum við öll sammála um að brýna nauðsyn beri til að halda jafnréttismálunum á lofti á vettvangi sveitarfélaganna, hvort sem það er gert á vettvangi mannréttindanefnda eða hreinræktaðra jafnréttisnefnda.</span></p> <p><span>Því er ekki að neita að ýmsar blákaldar tölulegar staðreyndir um stöðu jafnréttismála valda áhyggjum. Það á til dæmis við um hlut kvenna í sveitarstjórnum, á Alþingi, í stjórnum fyrirtækja og forstjórastólum fyrirtækja.</span></p> <p><span>Það á ekki síður við um launamál kynja eins og sýndi sig í niðurstöðum nýlegrar launakönnunar SFR þar sem óútskýrður launamunur kynja hafði aukist úr 14,3% í fyrra í 17,2% í ár. Til samanburðar hefur kynbundinn launamunur innan VR nánast staðið í stað og er um 12%.</span></p> <p><span>Við getum ekki sætt okkur við þessa þróun. Það er gjörsamlega ólíðandi að launamunur kynja aukist hjá því opinbera, sem að sjálfsögðu á einmitt að ganga á undan öðrum með góðu fordæmi í því að eyða kynbundnum launamun.</span></p> <p><span>Launamunur kynja er í raun tvenns konar. Annars vegar launamunur sem liggur í því að hefðbundin kvennastörf eru lægra metin en hefðbundin karlastörf og munurinn birtist þá oft á milli karlavinnustaða og kvennavinnustaða.</span></p> <p><span>Hins vegar er launamunur kynja innan sömu stofnunar þar sem konur í svipuðum störfum og karlar fá lægri laun. Formaður SFR telur launamuninn mestan þar sem skýringin liggur í lágu mati á hefðbundnum kvennastörfum. Þá telur hann jafnframt að launamunurinn verði oftsinnis til í ákvörðunum forstöðumanna á þann hátt að karlar fái meira út úr aukagreiðslum, fastri yfirvinnu og öðrum aukagreiðslum. Launamunurinn sé þannig ekki fólginn í kjarasamningum nema að litlum hluta, heldur gerist hann í persónulegum viðbótum þar sem konur beri minna úr býtum en karlar.</span></p> <p><span>Ég óttast að þetta sé rétt og tel nauðsynlegt að skoða vandlega hvernig staðið er að launasetningu hjá hinu opinbera. Ég mæli ekki gegn því að fólki sé að hluta til greidd laun á grundvelli frammistöðu og annarra einstaklingsbundinna þátta sem nýtast í starfi. Slíkar ákvarðanir þurfa hins vegar að byggjast á skýrum og rökréttum forsendum en ekki á geðþóttaákvörðunum.</span></p> <p><span>Jafnrétti kynja snýst númer eitt, tvö og þrjú um viðhorf. Á fyrstu árum og áratugum jafnréttisbaráttunnar hér á landi var meginviðfangsefnið að ryðja úr vegi lagalegum hindrunum fyrir þátttöku kvenna í samfélaginu til jafns við karla. Vitanlega snérist baráttan þá einnig um að breyta viðhorfum. Nú er breyting viðhorfa hins vegar meginviðfangsefni jafnréttisbaráttunnar og þar virðist þyngst fyrir fæti.</span></p> <p><span>Við höfum ýmis tæki til að vinna að jafnrétti kynjanna og við eigum að nýta þau vel. Lög um jafnan rétt og jafna stöðu kvenna og karla eru slíkt verkfæri og ég bind miklar vonir við að nýja löggjöfin sem samþykkt var í lok síðasta vorþings muni skila okkur auknum árangri. Það er hins vegar umhugsunarefni hvort ástæða sé til að ganga enn lengra og koma á kynjakvótum til að auka hlut kvenna í valdastöðum, líkt og Norðmenn hafa gert. Ég veit að ráðherra vill að sá möguleiki verði skoðaður vandlega.</span></p> <p><span>Fyrir ekki margt löngu gerði fyrirtækið Creditinfo Ísland athuganir sem birtu meðal annars upplýsingar um tengsl vanskila fyrirtækja og samsetningar kynja í stjórnum þeirra. Niðurstöður leiddu í ljós að minni líkur eru á að þau fyrirtæki þar sem konur eru í stjórn lendi í alvarlegum vanskilum og jafnframt að fyrirtæki eru alltaf líklegri til að lenda í vanskilum þar sem engar konur eru í stjórn. Í stuttu máli bentu niðurstöðurnar til þess að fyrirtækjum kæmi best að hafa jafnt konur og karla við stjórnvölinn.</span></p> <p><span>Þetta er nokkuð sem ætti ekki að koma á óvart en virðist þó ganga erfiðlega að hjá mörgum að skilja miðað við stöðu þessara mála.</span></p> <p><span>Hér á landi höfum við líka sérstöðu varðandi fæðingarorlof karla en þar var löggjöfinni beitt til að stuðla að aukinni ábyrgð og auknum möguleikum karla til að axla foreldraábyrgð. Um 90% feðra nýta sér í dag rétt til fæðingarorlofs og taka að meðaltali 97 daga. Það er því óhætt að fullyrða að aldrei áður hafa íslenskir karlmenn verið jafn virkir í umgengni, umönnun og uppeldi ungra barna sinna.</span></p> <p><span>Slík grundvallarbreyting á hlutverkaskipan kynjanna hlýtur að færa okkur á nýjan stað í jafnréttisbaráttunni, í því felst að minnsta kosti gullið tækifæri sem við þurfum að nýta vel til frekari sigra.</span></p> <p><span>Við þurfum einnig að ala börnin okkar upp í anda jafnréttis og byggja þar á gömlum sannindum á borð við þau að það læra börnin sem fyrir þeim er haft og eins að lengi býr að fyrstu gerð.</span></p> <p><span>Þetta kann að hljóma klisjukennt en það liggur í augum uppi að gagnvart börnum skipta fyrirmyndirnar mestu máli á mótunarárum þeirra og því er trúlega ekkert eins árangursríkt til lengri tíma litið en að ala börnin okkar upp í umhverfi þar sem jafnrétti er ástundað jafnt í orði og verki.</span></p> <p><span>Um þetta snýst tilraunaverkefni sem miðar að því að auka og efla jafnréttis- og kynjasjónarmið í leikskólum og grunnskólum. Verkefninu var ýtt úr vör í maí síðastliðnum með samstarfssamningi félags- og tryggingamálaráðu&shy;neytisins, Jafnréttisstofu, Reykjavíkurborgar, Hafnarfjarðarbæjar, Akureyrar&shy;bæjar, Mosfellsbæjar og Kópavogsbæjar. Fyrr í þessari viku opnaði verkefnið heimasíðu á slóðinni jafnrettiiskolum.is þar sem finna má ýmis gögn og fróðleik sem vonandi nýtist vel í jafnréttisstarfi víða um land.</span></p> <p><span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span></p> <p><span>Góðir gestir.</span></p> <p><span>Hér á eftir verður undirritaður Evrópusáttmáli um jafna stöðu kvenna og karla í sveitarfélögum. Með undirritun hans skuldbinda sveitarfélög sig til þess að virða grundvallarregluna um jafnrétti kvenna og karla og innleiða skuldbindingar sáttmálans.</span></p> <p><span>Ég trúi því og treysti að undirritun sáttmálans verði sveitarfélögum hvatning til að standa sig og gera enn betur í jafnréttismálum og ég hvet til þess að sveitarstjórnir kynni sáttmálann fyrir íbúum á markvissan hátt og geri þeim grein fyrir þeirri ábyrgð sem í honum felst.</span></p> <p><span>Nálægð sveitarstjórna við íbúa sína veitir þeim mikla möguleika til að hafa áhrif og móta samfélagið þannig að raunverulegt jafnrétti sé iðkað á öllum sviðum sem eðlilegur og sjálfsagður hluti af daglegu lífi.</span></p> <p><span>Jafnréttismál eiga ekki að vera einangrað fyrirbrigði sem unnið er að af og til þegar tími gefst til.</span></p> <p><span>Jafnréttismál eiga ekki að vera átaksverkefni sem spretta upp hér og þar, af og til, en liggja dauð þess á milli.</span></p> <p><span>Jafnrétti skal ástundað allan sólarhringinn, alla daga ársins, alls staðar.</span></p> <p><span>Þá verður það með tíð og tíma jafn sjálfsagt og að draga andann.</span></p> <br /> <br />

2008-08-28 00:00:0028. ágúst 2008Þjónustusamningur við Reykjavíkurborg um þjónustu við geðfatlaða

<p>Ávarp félags- og tryggingamálaráðherra við undirritun yfirlýsingar og þjónustusamnings við Reykjavíkurborg um þjónustu við geðfatlaða</p> <p><br /> Borgarstjóri og aðrir góðir gestir.</p> <p>Það er ástæða til að gleðjast í dag og fagna merkum áfanga í þjónustu við geðfatlaða í Reykjavík. Að undanförnu hefur verið unnið ötullega að því að skapa trausta umgjörð um þá ákvörðun að flytja þjónustu við geðfatlaða frá ríki til borgar.</p> <p>Afraksturinn lýtur hér dagsins ljós þar sem fyrir liggur þjónustusamningur ráðuneytisins við borgina um að hún taki nú þegar að sér mikilvæg verkefni í þjónustu við geðfatlaða.</p> <p>Jafnframt liggur fyrir yfirlýsing þess efnis að borgin taki að sér framkvæmd allrar þjónustu við geðfatlaða á næsta ári. Félags- og tryggingamálaráðuneytið mun á samningstímanum verja 850 milljónum króna í stofnkostnað og rekstur vegna þeirra verkefna sem borgin tekur að sér samkvæmt þjónustusamningnum.</p> <p>Þetta er viðamesta verkefni sem ríkið flytur yfir til sveitarfélaga á sviði þjónustu við geðfatlaða.</p> <p>Stóra spurningin sem mestu varðar snýst auðvitað um það hvað þetta þýðir fyrir þá sem þurfa á þjónustunni að halda?</p> <p>Svarið er þetta: Borgin tekur nú þegar að sér uppbyggingu þjónustu- og búsetuúrræða sem hingað til hefur verið sinnt á vegum Straumhvarfa sem er átaksverkefni á þessu sviði á vegum ríkisins. Framkvæmdum í Reykjavík verður flýtt og lýkur þegar á næsta ári í stað ársins 2010. Með þessu leysist vandi 44 geðfatlaðra einstaklinga sem hingað til hafa ýmist búið á stofnunum, hjá aðstandendum eða í óviðunandi húsnæði vegna skorts á búsetuúrræðum með viðeigandi þjónustu.</p> <p>Yfirlýsing ráðuneytisins og borgarinnar snýr að því að borgin taki að sér framkvæmd allrar þjónustu við geðfatlaða um næstu áramót en nú þegar hefur 61 geðfatlaður einstaklingur í Reykjavík fengið búsetuúrræði við hæfi, meðal annars vegna tilstuðlan Straumhvarfa. Þegar þetta verkefni er að fullu komið til framkvæmda hefur Velferðarsvið Reykjavíkurborgar tekið að sér þjónustu við 105 geðfatlaða einstaklinga og ég fullyrði að eftir þessar breytingar munu þeir njóta heilsteyptari og betri þjónustu en áður.</p> <p>Það sem mestu skiptir er að þjónustan verður á einni hendi, samþætt og þar með aðgengilegri fyrir notendur. Að baki þessum breytingum liggur sú hugmyndafræði sem mótuð hefur verið hjá Straumhvörfum í samvinnu við hagsmunasamtök geðfatlaðra að færa beri þjónustu við fólk með geðraskanir eftir því sem kostur er út í samfélagið frá hefðbundnum sjúkrastofnunum. Þannig sé unnt að rjúfa einangrun, efla sjálfstæði fólksins og virkja reynslu þeirra og þekkingu til batahvetjandi viðfangsefna.</p> <p>Átaksverkefnið Straumhvörf nær til 160 íbúa á landinu öllu sem útvega átti búsetuúrræði ásamt sérhæfðum stuðningi og stoðþjónustu sem lýtur að atvinnu, menntun, endurhæfingu og annarri dagþjónustu. Verkefnistími Straumhvarfa er nú hálfnaður og þegar er búið að taka í notkun eða semja um kaup á húsnæði fyrir 136 einstaklinga á landinu öllu. Til þeirra verkefna hefur verið ráðstafað um 2 milljörðum króna í stofnkostnað og rekstur.</p> <p>Ég trúi því og veit að Reykjavíkurborg mun axla þá ábyrgð sem hér um ræðir af metnaði og standa undir væntingum okkar allra um að með þessu sé stigið stórt skref fram á við í þjónustu við gefðfatlaða í borginni.</p> <p>Það er ekki nokkur vafi á því að í náinni framtíð verður málefnum fatlaðra í heild sinni sinnt af sveitarfélögum. Sú er stefna ríkisstjórnarinnar og að henni er unnið af krafti. Áfanginn sem við fögnum hér í dag er mikilvægt skref í þessa átt. Hér er um eðlilega nærþjónustu að ræða sem á best heima hjá sveitarfélögunum, rétt eins og félagsþjónustan er á þeirra ábyrgð.</p> <p>Þannig eyðum við þeirri óvissu sem notendum stafar af skiptri ábyrgð og óljósri verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Þannig byggjum við upp gott og heildstætt þjónustunet fyrir fatlaða sem ófatlaða og hættum að aðgreina þjónustu við fólk. Með því stuðlum við að blönduðu samfélagi þar sem fólk nýtur þjónustu í samræmi við einstaklingsbundnar þarfir sínar og aðstæður og þannig vinnum gegn fordómum.</p> <p>Þjónustusamningurinn og yfirlýsingin sem eru til undirritunar hér í dag eru mikilvægt skref í þá átt að flytja ábyrgð á málefnum fatlaðra til sveitarfélaganna, færa þannig þjónustuna nær íbúunum og efla sveitarstjórnarstigið.</p> <p>Ég vil nota tækifærið og þakka öllum þeim sem unnið hafa að undirbúningi og gerð þjónustusamningsins sem og yfirlýsingunni. Ég veit að ómæld vinna liggur að baki. Borginni óska ég velfarnaðar á vegferð sinni með nýjum og mikilvægum verkefnum sem ég veit að hún mun sinna með sóma. Síðast en ekki síst vil ég þakka forsvarsmönnum samtaka og hagsmunafélaga geðfatlaðra fyrir þátttöku og mikilvæga aðkomu við gerð stefnumótunar og mótun hugmyndafræði varðandi málefni geðfatlaðra og þjónustu við þá.</p> <p>Á grundvelli þessarar hugmyndafræði var ráðist í Straumhvarfaverkefnið á sínum tíma og vegna þess erum við stödd á þessum mikilvægu tímamótum hér í dag.</p> <p>Ég óska ykkur öllum hjartanlega til hamingju.</p> <br /> <br />

2008-08-26 00:00:0026. ágúst 2008Tryggur, nýr þjónustuvefur Tryggingastofnunar ríkisins, tekinn í notkun

<p><span>Góðir gestir, stjórnendur og annað starfsfólk Tryggingastofnunar ríkisins.</span></p> <p><span>Tryggingastofnun ríkisins siglir nú hraðbyri inn í upplýsingaöldina, tæknivæðist og gerist æ nútímalegri. Hér er verið að taka í notkun nýjan þjónustuvef stofnunarinnar með það markmið að leiðarljósi að stórbæta þjónustu við viðskiptavini, efla hana og gera aðgengilegri.</span></p> <p><span>Tryggur er gott heiti á þjónustuvefnum og ég er viss um að hann á eftir að verða dyggur þjónn viðskiptavina stofnunarinnar. Dómnefnd sem valdi besta nafnið úr tillögum starfsmanna mun hafa sagt um vinningstillöguna að Tryggur vekti öryggistilfinningu hjá fólki, nafnið væri sígilt og vinalegt nafn á íslenskum fjárhundi, traustum vini eiganda síns sem væri boðinn og búinn til að hjálpa til, gæta fjár eiganda síns og smala því saman eftir þörfum. Þetta fellur vel að tilgangi þjónustuvefjarins og því vel til fundið.</span></p> <p><span>Tölvunotkun meðal Íslendinga er með því mesta sem gerist í heiminum. Þeim fjölgar stöðugt sem nýta sér kosti rafrænnar þjónustu og ná á því góðum tökum og mér skilst að hér á landi sé eftirspurn eftir rafrænni þjónustu hins opinbera mun meiri en framboðið. Rafræn skil á skattframtölum sýna þetta betur en nokkuð annað, en skilin hafa farið langt umfram það sem áætlanir gerðu ráð fyrir. Ég tel víst að enginn myndi vilja hverfa frá því fyrirkomulagi til fyrra horfs.</span></p> <p><span>Fyrstu skref Tryggs verða að halda utan um greiðsluyfirlit og tekjuáætlanir og gera bráðabirgðaútreikninga á greiðslum til viðskiptavina Tryggingastofnunar. Fyrir viðskiptavini verður það gífurleg framför að geta fengið tafarlausan bráðabirgðaútreikning og áttað sig þannig á stöðu sinni hverju sinni. Smám saman mun þjónusta Tryggs aukast og er stefnt að því að nær öll þjónusta verði í boði á þjónustuvefnum eftir fáein ár. Þeir sem ekki sjá sér fært að nota þjónustuvefinn munu auðvitað getað gengið að þjónustu starfsmanna Tryggingastofnunar vísri eftir sem áður, þannig að áhersla verður lögð á að veita öllum greiðan aðgang að þjónustu, hvort sem þeir nota vefinn, símann eða mæta í eigin persónu.</span></p> <p><span>Tryggingastofnun ríkisins hefur stundum sætt ámæli fyrir að vera þunglamaleg og að erfitt sé að nálgast þjónustu hennar. Þjónustuvefurinn Tryggur trúi ég að muni leiða til verulega bættrar þjónustu stofnunarinnar við viðskiptavini og styrkja innra starf hennar.</span></p> <p><span>Annað mál er það að Tryggur getur auðvitað ekki einfaldað almannatryggingakerfið og þær flóknu reglur um samspil margvíslegra þátta sem liggja til grundvallar greiðslum almannatrygginga. Einföldun þess kerfis er hins vegar brýn nauðsyn og að því er unnið af verkefnisstjórn sem ég skipaði til að skila tillögum um nýskipan almannatrygginga. Tillögur hennar eru væntanlegar undir lok þessa árs.</span></p> <p><span>Ég óska starfsmönnum Tryggingastofnunar og viðskiptavinum hennar til hamingju með nýja þjónustuvefinn, um leið og ég þakka þeim sem ég veit að hafa unnið hörðum höndum að því að þróa vefinn og koma hugmyndinni í framkvæmd.</span></p> <br /> <br />

Um ráðuneytið

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira