Hoppa yfir valmynd

Ræður og greinar Kristjáns Þórs Júlíussonar

Áskriftir
Dags.Dags.TitillLeyfa leit
2016-09-30 00:00:0030. september 2016Málþing um líknarþjónustu á Norðurlandi

<p><b>Ávarp Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra</b></p><p>Komið þið sæl öll, gott er að sjá ykkur hér svona mörg – og eins er ánægjulegt fyrir mig að sjá hér mörg kunnugleg andlit.</p><p>Ég vil áður en lengra er haldið þakka þeim sem ákváðu að standa fyrir málþingi um þetta mikilvæga efni, þ.e. um líknarþjónustu á Norðurlandi, þróun hennar og framtíðarsýn. Öllum sem standa að þessum merku og góðu stofnunum og félögum færi ég mínar bestu þakkir fyrir frumkvæðið.</p><p>Ég vil nefna það strax að þótt yfirskrift málþingsins beri með sér að einungis sé til umfjöllunar líknarþjónusta á Norðurlandi, þá er hugsunin sú að taka umræðuna aðeins lengra. Þannig er horft til þess að skipuleggja líknandi meðferð og lífslokameðferð sem unnt verði að veita á Akureyri en nái einnig til starfssvæða heilbrigðisstofnana Norðurlands, Austurlands og Vestfjarða. – Akureyri yrði miðpunkturinn í krafti þess að hér er stórt og sérhæft sjúkrahús með mikilli fagþekkingu og þar sem hér er fyrir hendi kunnátta, reynsla og sérhæfð þekking innan vébanda Heimahlynningarinnar sem starfar í beinum og nánum tengslum við sjúkrahúsið.</p><p>Ég kem betur að þessu síðar í tölu minni, en fyrst ætla ég í svolitla söguskoðun til glöggvunar og upprifjunar.</p><p>Um áratugaskeið hefur verið unnið að eflingu líknandi meðferðar á Akureyri og nágrenni og hefur fjöldi fólks með brennandi áhuga og þekkingu á málefninu komið að þeirri vinnu. Þótt enn sé ekki starfrækt hér líknardeild, þá hafa störf, áhugi og metnaður þessarra einstaklinga skipt afar miklu máli og ég vil nota tækifæri hér til að þakka þeim alveg sérstaklega. </p><p>Lengst var þetta mál komið haustið 2007 þegar heilbrigðisráðuneytið veitti Hjúkrunarþjónustu Eyjafjarðar ehf. leyfi til reksturs líknardeildar – en fyrir þá sem ekki vita þá var fyrirtækið í eigu sjö hjúkrunarfræðinga sem stóðu að Heimahlynningu á Akureyri. Í byrjun árs 2008 var undirrituð viljayfirlýsing milli hjúkrunarþjónustunnar og sjúkrahússins á Akureyri um að þeirra á milli yrði gerður samningur um þjónustu og rekstur líknardeildar við sjúkrahúsið. Heilbrigðisráðuneytið fól um þetta leyti sjúkrahúsinu að undirbúa og hefja rekstur líknardeildar og Alþingi veitti í því skyni fjárveitingar á fjárlögum árin 2007 - 5 milljónir króna - og 2008 -10 milljónir króna.</p><p>Því miður varð ekki úr þessum áformum, þótt þau væru komin vel á veg, en eflaust hefur þó undirbúningsvinnan og umfjöllun um þessa þjónustu komið að einhverju gagni, hvað sem öðru líður.&nbsp; Þótt þetta mál og framvinda þess sé miklu lengri og flóknari en hér hefur verið rakið ætla ég samt að rífa mig upp úr forsögunni og snúa mér að sögu framtíðarinnar sem við ætlum nú að fara að skapa. Það er mikill ábyrgðarhluti og vandaverk, svo við skulum leggja okkur öll í verkið.</p><p>&nbsp;</p><p>Í júní í sumar barst mér bréf frá þeim Elísabetu Hjörleifsdóttur, sérfræðingi í krabbameins- og líknarhjúkrun hjá Heimahlynningunni og dósent við heilbrigðisvísindasviðs Háskólans á Akureyri og Ingvari Þóroddssyni, forstöðulækni endurhæfingar og öldrunarlækninga við Sjúkrahúsið á Akureyri, þar sem þau kynntu fyrir mér hugmyndinia um skipulagningu og framkvæmd líknarmeðferðarþjónustu sem tæki til starfssvæða heilbrigðisstofnananna á Austur, Norður og Vesturlandi með Akureyri sem miðpunkt.</p><p>Eftir því sem ég hef betur kynnt mér þessa hugmynd og sett mig inn í málið verð ég æ sannfærðari um að hér erum við með efni sem ástæða er til að vinna með og hrinda í framkvæmd. Það er mikilvægt að vanda til verka en þörfin fyrir þjónustu eins og hér um ræðir er svo sannarlega fyrir hendi. </p><p>Við tölum um það jafnan – og ég er þar einlægur talsmaður - að við verðum eftir megni að jafna aðgengi landsmanna að heilbrigðisþjónustunni um allt land. Þegar fólk er komið í mikla þörf fyrir líknarþjónustu og orðið mjög veikt er ekki hægt að reikna með því að ferðalög um langan veg til að sækja slíka þjónustu komi til greina. Við þurfum að gera þessa þjónustu færanlega og nýta alla möguleika sem eru fyrir hendi til að veita hana fólki í heimabyggð. Þetta er raunhæft og möguleikarnir eru alltaf að aukast, ekki síst fyrir tilstilli nýrrar tækni þar sem þróunin er ör á sviði fjarheilbrigðisþjónustu. Viðtöl og ráðgjöf sem veitt er á miðlægum grunni frá miðstöðinni hér á Akureyri með aðstoð tækninnar, í náinni samvinnu við heilbrigðisstarsfólk á hverjum stað er örugglega góður kostur sem við getum þróað með markvissu skipulagi og góðum undirbúningi.</p><p>Það er rétt að leggja áherslu á að líknandi meðferð er ekki einungis veitt sem meðferð við lok lífs og hún er ekki einungis fyrir krabbameinssjúka, líkt og oft má ráða af umræðunni. Hún nýtist mun fleirum og er mjög mjö mikilvæg leið til að bæta lífsgæði einstaklinga með lungnasjúkdóma, hjartasjúkdóma, taugasjúkdóma og aðra erfiða langvinna sjúkdóma. Með þetta í huga er ljóst að á jafnstóru þjónustusvæði og við erum að tala um hér er umtalsverður hópur fólks sem hefur mikla þörf fyrir svona meðferð og því væri um mikla þjónustubót að ræða ef af verður.</p><p>Mig langar að geta þess hér undir lokin, - af því að meðal margra er nokkuð rótgróinn ótti við einkarekstur í heilbrigðisþjónustu - að á sviði líknandi meðferðar, sem er svo sannarlega mjög viðkvæm þjónusta, þar hefur þjónusta einkaaðila reynst vel og getið sér mjög gott orð. Hér þekkir fólk Heimahlynninguna á Akureyri sem á sér orðið langa og góða sögu og á höfuðborgarsvæðinu hefur Karítas starfað um langt skeið. Þá ber að geta geta Heimahlynningar Krabbameinsfélagsins sem síðar rann inn í þjónustu Landspítalans, árið 2006 að mig minnir, eftir langa og farsæla starfsemi. Þessir aðilar hafa jafnan unnið í nánu samstarfi við opinbera heilbrigðiskerfið þar sem gagnkvæmur stuðningur og faglegt samstarf hefur verið lykill að velgengni í þágu góðrar og sveigjanlegarar þjónustu í þágu sjúklinganna.</p><p>Ég&nbsp; fer nú að ljúka máli mínu en vil að lokum segja frá því að ég hef ákveðið að skipa starfshóp til að gera tillögu að skipulagningu líknar- og lífslokameðferðar á Akureyri og á starfsvæði Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, Heilbrigðisstofnunar Norðurlands og Heilbrigðisstofnunar Austurlands. </p><p>Óskað hefur verið eftir tilnefningum í starfshópinn frá Heimahlynningunni ehf. á Akureyri,&nbsp; Sjúkrahúsinu á Akureyri, Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, Heilbrigðisstofnun Norðurlands og Heilbrigðisstofnun Austurlands. Sjálfur sem heilbrigðisráðherra mun ég síðan skipa tvo fulltrúa í hópinn, annan þeirra sem formann. Ég vonast til að geta tilkynnt um nöfn fulltrúa í starfshópnum fljótlega eftir helgi.</p><p>Hlutverk þessa hóps verður að taka saman yfirlit yfir þá þjónustu sem stendur sjúklingum, sem eru í þörf fyrir líknar- og lífslokameðferð og búa á starfsvæði umræddra stofnana, til boða -greina núverandi þörf fyrir líknar- og lífslokameðferð á starfssvæði umræddra stofnana - setja fram tillögur um skipulag og framkvæmd líknar- og lífslokameðferðar á svæðinu og loks að gera áætlun um kostnað við undirbúning og rekstur í samræmi við tillögurnar.&nbsp;</p><p>Eins og ég hef þegar rætt um liggur þegar fyrir mikil hugmyndafræðileg vinna sem mun nýtast vel í vinnu starfshópsins og þarna veit ég að verða einstaklingar með mikla þekkingu og sterka sýn á uppbyggingu þessarar þjónustu. Því tel ég víst að hópurinn geti mjög fljótlega skilað tillögum sínum, jafnvel í byrjun næsta árs.</p><p>Gott fólk. Það er ánægjulegt að undirbúningur að þessu mikilvæga verkefni geti nú hafist formlega og ég er viss um að við munum sjá góða hluti gerast í þessum efnum strax á næsta ári.</p><p><br></p>

2016-09-22 00:00:0022. september 2016Aðalfundur Læknafélags Íslands 2016

<p><b>Ávarp Kristjáns Þórs Júlíussonar, heilbrigðisráðherra á aðalfundi Læknafélags Íslands<br>22. september 2016</b></p> <p>Sæl verið þið öll ævinlega og takk fyrir gott boð um að eiga við ykkur stefnumót á aðalfundi Læknafélags Íslands.</p> <p>Það hefur mikið vatn til sjávar runnið frá því ég hitti ykkur fyrst sem heilbrigðisráðherra á aðalfundi Læknafélagsins 2013. Ég vísaði þar m.a. til viðtals sem Læknablaðið hafði átt við mig þar sem ég var m.a. spurður að því hvort mér þætti heilbrigðiskefið of dýrt. Eins og ég sagði þá finnst mér það ekki og sé ekki eftir sköttunum mínum í heilbrigðisþjónustuna. Ég sagði hins vegar að við gætum örugglega farið betur með fjármunina sem við leggjum til kerfisins með betra skipulagi og að ég vildi vinna að því. Á fundinum þá talaði ég m.a. um að efla heilsugæsluna sem grunnstoð kerfisins, að innleiða þjónustustýringu, vinna að uppbyggingu Landspítala, að gera tækjakaupaáætlun fyrir stóru sjúkrahúsin, bæta stöðu lyflækningasviðs Landspítalans sem var þá í óefni og síðast en ekki síst að koma á heildstæðu greiðsluþátttökukerfi í heilbrigðiskerfinu. Flest af þessu hefur gengið eftir að meira eða minna leyti og mörg önnur stór verkefni hafa tekið á sig mynd eða eru komin til framkvæmda.</p> <p>Ég hef nú setið á stóli heilbrigðisráðherra í rúm þrjú ár, framundan eru kosningar og þar með ákveðin tímamót. Mér finnst því liggja beint við að nota tíma minn hér til að líta yfir farinn veg, ræða svolítið um þær áherslur sem ég hef lagt og unnið eftir í embætti, hvað hefur áunnist, ásamt hugleiðingum um það á hverju við eigum helst að byggja til næstu ára.</p> <p>Góðir gestir.</p> <p>Í mínum huga leikur ekki nokkur vafi á því síðustu misserin hafa verið stigin stór skref til úrbóta og uppbyggingar heilbrigðisþjónustu í landinu. Mér fannst satt að segja þegar ég tók við sem heilbrigðisráðherra að verulega skorti á sýn og stefnu í heilbrigðismálum. Það var vissulega búið að vinna margvíslega greiningarvinnu um stöðu heilbrigðiskerfisins á mörgum sviðum og ýmsar tillögur til úrbóta höfðu verið lagðar fram. Það skorti ekki skýrslur og gögn, en það skorti sýn, það skorti forgangsröðun og það skorti úrvinnslu úr annars ágætu efni.</p> <p>Á þeim grunni sem fyrir lá, lét ég vinna áætlun og setja í farveg þau verkefni sem augljóslega voru brýnust til úrbóta, undir heildstæðri áætlun sem ég hef kennt við <b>Betri heilbrigðisþjónustu, </b>enda markmiðið með verkefnunum sem þar falla undir.</p> <p>Eitt fyrsta verkefnið var að koma stjórn heilbrigðismála í sama form í öllum sjö heilbrigðisumdæmum landsins með því að ljúka <b>sameiningu heilbrigðisstofnana.</b></p> <p>Svo má nefna <b>innleiðingu hreyfiseðla</b> sem gerir það að verkum að læknar um allt land geta nú ávísað hreyfingu í meðferðarskyni. Þótt verkefnið láti lítið yfir sér ber það engu að síður með sér mikilvæga áherslubreytingu sem felst m.a. í því að virkja fólk sjálft til ábyrgðar á eigin heilsu og að styðja það markvisst í þeirri viðleitni.</p> <p>Allt frá árinu 1996 hafa stjórnvöld haft þá stefnu að koma á fót <b>samtengdum upplýsingakerfum í heilbrigðisþjónustu</b> sem gerir m.a. heilbrigðisstarfsfólki kleift að skiptast á upplýsingum og vinna saman sem ein heild. Til að koma þessu máli í traustan farveg var Embætti landlæknis formlega falin ábyrgð á framkvæmd þess. Ég setti jafnframt aukið fé til verksins og með því að veita þessu mikilvæga og víðfeðma verkefni athygli, forgang og aukna fjármuni hefur margt áunnist og mikilvægir áfangar náðst. Til að mynda eru nú heilbrigðisstofnanir í öllum umdæmum landsins samtengdar með rafrænni sjúkraskrá, þótt enn sé verið að ganga frá ákveeðnum öryggisatriðum á stöku stað og jafnframt er kappkostað að því að tengja aðra veitendur heilbrigðisþónustu inn í kerfið.</p> <p><b>Frumvarp um nýtt greiðsluþátttökukerfi vegna heilbrigðisþjónustu varð að lögum frá Alþingi </b>í <b>júní í sumar. </b>Mótun og innleiðing á nýju greiðsluþátttökukerfi var eitt þeirra verkefna sem ég setti ofarlega á dagskrá undir formerkjum Betri heilbrigðisþjónustu í því skyni að skapa einfaldara og þar með skiljanlegra – og síðast en ekki síst réttlátara greiðsluþátttökukerfi sem ver sjúklinga fyrir óhóflegum kostnaði þegar þeir þurfa hvað mest á þjónustu heilbrigðiskerfisins að halda. Það var ánægjulegt að í meðförum Alþingis, sem fer með fjárveitingarvaldið, kom fram vilji þingmanna til að auka fé inn í greiðsluþátttökukerfið og lækka þannig greiðsluþátttöku sjúklinga í heildina frá því sem nú er.</p> <p>Nýtt greiðsluþátttökukerfi kemur til framkvæmda 1. febrúar á næsta ári. <b>Með því verða jafnframt innleiddar breytingar sem fela í sér þjónustustýringu í meira mæli en verið hefur</b>, <b>með áherslu á aukið hlutverk heilsugæslunnar.</b> Meðal annars þess vegna hef ég kappkostað að því að styrkja heilsugæsluna, t.d. með því að fjölga þar sálfræðingum og fjölga sérnámsstöðum í heimilislækningum og heilsugæsluhjúkrun. Það hefur lengi verið sterkur samhljómur um það að heilsugæslan eigi að vera fyrsti viðkomustaður fólks í heilbrigðiskerfinu en því miður hefur sú áhersla verið sterkari í orði en á borði. Nú erum við komin á veg með að raungera þennan vilja þannig að heilsugæslan standi undir nafni.</p> <p>Og það er fleira fréttnæmt úr heilsugæslunni.</p> <p>Í febrúar sl. kynnti ég áform um <b>breytt fyrirkomulag fjármögnunar heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.</b> Í grundvallaratriðum felur þetta í sér að fjármagn til rekstrar heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu mun endurspegla þann sjúklingahóp sem viðkomandi heilsugæslustöð þjónar. Fjármögnun allra heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu mun byggjast á sömu forsendum óháð rekstarformi, þannig að allir sitji við sama borð, hvort sem reksturinn er opinber eða á hendi einkaaðila. Stefnt er að því að sambærilegt fjármögnunarkerfi verði innleitt á landsvísu þegar frá líður.</p> <p>Samhliða vinnu að breyttri fjármögnun var <b>ákveðið að fjölga heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu</b> með útboði, enda ekki vanþörf á. Síðast var ný heilsugæslustöð tekin í notkun fyrir tíu árum, þ.e. stöðin í Glæsibæ árið 2006. Síðan þá hefur íbúum á þjónustusvæði Heilsugæslu höfuðborgarsvæðinu fjölgað um 26.000 manns. Í kjölfar útboðs hafa Sjúkratryggingar Íslands nú samið um rekstur tveggja nýrra stöðva sem verða á <b>Bíldshöfða í Reykjavík</b> –henni er ætlað að þjóna austurhluta Reykjavíkur - &nbsp;og í <b>Urðarhvarfi í Kópavogi</b> þar sem þjónustusvæðið miðast við efri byggðir í austurhluta Reykjavíkur og Kópavogi. Miðað er við að báðar þessar stöðvar taki til starfa 1. febrúar næstkomandi.</p> <p>Tíðindi urðu í júní þegar undirritaður var samningur um <b>innleiðingu framleiðslutengdrar fjármögnunar Landspítala sem byggist á alþjóðlega DRG flokkunarkerfinu</b>. Kostir og markmið framleiðslutengdrar fjármögnunar eru gensærri aðferðir við fjármögnun þar sem þjónustan er kostnaðargreind, skynsamlegri úthlutun fjármagns í heilbrigðiskerfinu og betri nýting fjármuna, aukin skilvirkni og bætt eftirlit með gæðum og hagkvæmni þjónustunnar og að skilið sé betur á milli hlutverka kaupanda og seljanda þjónustunnar.</p> <p><b>Það er mikill ábyrgðarhluti að annast kaup á heilbrigðisþjónustu</b> og þetta er vandasamt og flókið verkefni. Kaupandinn verður að vera fær um að skilgreina hvaða þjónustu hann vill kaupa og í hvaða magni, setja fram kröfur um gæði og skilgreina að hvaða árangri er stefnt. Ég tel að mikilvæg skref í þá átt að styrkja hlutverk ríkisins sem kaupanda heilbrigðisþjónustu hafi þegar verið stigin, bæði með þeim breytingum sem ég ræddi um áðan á fjármögnun heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu og eins með breyttri fjármögnun Landspítalans. Margt þarf þó enn að bæta og stór verkefni eru framundan hvað þetta varðar.</p> <p>Ég veit að sjálfstætt starfandi sérgreinalæknum var sumum brugðið um áramótin síðustu þegar tilkynnt var um <b>aðgerðir til að ná tökum á umfangi og kostnaði við samning sérgreinalækna</b> við ríkið. Þetta var því miður óhjákvæmilegt þar sem ekki hefur tekist að halda kostnaði við rammasamning Sjúkratrygginga og sérgreinalækna frá árinu 2013 innan tilgreinds einingafjölda og innan heimilda fjárlaga. Ákveðið var að stöðva skráningu nýrra sérgreinalækna inn á rammasamninginn frá 1. janúar síðastliðnum þar sem umfang hans væri yfir tilgreindum viðmiðum og hefur sá háttur verið hafður á að þegar umsóknir er þjónustuþörfin metin í hverju tilfelli.</p> <p>Gildandi rammasamningur við sérgreinalækna rennur út í lok árs 2018. Af minni hálfu er alveg ljóst að hann verður ekki endurnýjaður án verulegra breytinga. Eins og ég sagði áðan þá verður að vera ljóst og vel skilgreint af hálfu ríkisins sem kaupanda þjónustunnar hvaða á að kaupa, í hvaða magni, af hvaða gæðum o.s.frv.</p> <p>Það hefur verið hreyft við ákveðnum hugmyndum um breytt fyrirkomulag sem mér finnast áhugaverðar. Þar nefni ég sérstaklega þá leið <b>að bjóða út þá þjónustu sem talin er þörf fyrir hverju sinni</b>, í samræmi við 42. gr. laga um sjúkratryggingar. Þá væri ekki aðeins skilgreind þjónustan, magn og gæðakröfur, heldur einnig kröfur um húsnæði, starfsfólk og upplýsingakerfi og jafnframt yrði miðað við að allur kostnaður sem tengdist veittri þjónustu félli undir samninginn, þar með taldar rannsóknir.</p> <p>Góðir fundarmenn.</p> <p>Nýlega var kynnt <b>skýrsla ráðgjafarfyrirtækisins McKinsey</b>, sem að meginefni fjallaði um rekstrarhagkvæmni og stöðu Landspítalans, þótt óhjákvæmilega væri þar einnig snert á skipulagi og stórnun íslenska heilbrigðiskerfisins í víðara samhengi. Það er margt áhugavert í þessari skýrslu og af mörgu að taka. Enn og aftur fáum við staðfestingu á því að margt í okkar heilbrigðiskerfi er mjög gott í erlendum samanburði þannig að við getum borið höfuðið hátt. Engu að síður eru líka margar ábendingar um ágalla, meðal annars kerfislæga sem brýnt er að bæta úr til að bæta þjónustu og auka skilvirkni.</p> <p>Í skýrslu McKinsey er m.a. bent á að heimilislæknar á Íslandi eru hlutfallslega álíka margir hér og í Svíþjóð en bið eftir tíma í heilsugæslunni er samt umtalsvert lengri hér. Skýrsluhöfundar segja að heilsugæslan hér glími við vanda varðandi rekstrarskilvirkni. Eins benda þeir á – sem kemur ekki á óvart – að margir sjúklinga sem leita á bráðamóttöku Landspítalans ættu frekar að fá úrlausn í heilsugæslunni. Þótt margt í skýrslu McKinsey sé einungis staðfesting á því sem við vissum fyrir, eru þar ýmsar haldbærar ábendingar um úrbætur sem við eigum að vinna með til að nýta betur þá fjármuni sem við höfum í þágu sjúklinga.</p> <p>Áður en lenga er haldið vil ég nefna sérstakt <b>átak til að stytta bið eftir völdum aðgerðum </b>sem hófst snemma á þessu ári með undirritun samnings við fjórar heilbrigðisstofnanir. Ákveðið var að verja rúmum 1660 milljónum króna til verkefnisins á árunum 2016 – 2018, þar af um helmingi fjárins á þessu ári. Með þessum stígum við stórt skref sem miðar að því að bæta þjónustu við sjúklinga, auka lífsgæði fólks og styrkja heilbrigðiskerfið. Til lengri tíma litið er markmiðið að hámarksbið eftir aðgerð verði ekki lengri en 90 dagar.</p> <p>Mannauður og menntun er grundvöllur og forsenda góðrar heilbrigðisþjónustu. Mér fannst það því afar ánægjulegt þegar ég gat staðfest<b> reglugerð nr. 467/2015 um menntun, réttindi og skyldur lækna</b> og skilyrði til að hljóta lækningaleyfi og sérfræðileyfi hér á landi. Síðar staðfesti ég nýjar starfsreglur fyrir mats- og hæfnisnefnd sem aftur staðfesti <b>marklýsingu fyrir starfsnám læknakandídata</b>. Læknakandídatar sem útskrifuðust í vor eru þeir fyrstu til að stunda starfsnám á grundvelli nýju marklýsingarinnar.</p> <p>Til viðbótar þessu er svo gaman að nefna hina konungulegu vottun sem sérnám í lyflækningum hér á landi hefur nú fengið. Þá á ég við þegar <b>konunglega breska lyflæknafélagið (Royal College of Physicians í Bretlandi) vottaði sérnám í lyflækningum á Íslandi</b> fyrir skömmu.</p> <p>Góðir gestir.</p> <p>Ég gæti haldið áfram lengi, lengi. En það er kannski ekki vinsælt að ég taki allan tíma ykkar hér. Mig langar samt að geta um þá <b>áfanga sem teknir hafa verið við uppbyggingu Landspítalans</b> þar sem framkvæmdir eru nú í fullum gangi við byggingu sjúkrahótels og langtímafjármögnun frekari stórframkvæmda liggur fyrir. Þetta er mikilvægt því nú er ljóst að unnt verður að bjóða út framkvæmdir við meðferðarkjarna og rannsóknarhús árið 2018.</p> <p><b>Fjögurra ára áætlun sem gerð var um aukin framlög til tækjakaupa</b> á sjúkrahúsunum stóru hefur skilað þeim árangri að innkaup nýrra tækja og viðhald tækjabúnaðar er komið í viðunandi horf.</p> <p>Hvað sem líður fréttaflutningi um innleiðingu nýrra lyfja hér á landi, þá hefur orðið viðsnúningur í þeim efnum. Í upphafi þessa árs ákvað ég að flytja&nbsp; 100 milljónir króna af safnlið ráðuneytisins til að greiða fyrir innleiðingu nýrra lyfja og til viðbótar samþykkti ríkisstjórnin að leggja aukið fé til málaflokksins. Markmiðið var að gera kleift að innleiða öll þau lyf sem sett höfðu verið á forgangslista af hálfu Landspítalans. Eins og fram kom í tilkynningu sem lyfjagreiðslunefnd sendi frá sér í vikunni hafa <b>mikilvægir áfangar við innleiðingu nýrra lyfja náðst á árinu</b> og að mati hennar er staðan hér á landi um felst sambærileg við það sem gerist annars staðar á Norðurlöndunum.</p> <p>Svo skulum við ekki gleyma stórmerku <b>meðferðarátaki við lifrarbólgu C</b> með bestu fáanlegum lyfjum – meðferðarátak sem á sér vart fordæmi og væri trúlega ekki á nokkurrar þjóðar færi að standa undir ef greiða þyrfti lyfin fullu verði – en eins og þið munið leggur fyrirtækið Giliad okkur lyfin til í rannsóknarskyni.</p> <p>Þjóðin eldist hlutfallslega og nokkuð hratt. Eins og vonlegt er heyrast því áhyggjuraddir um stöðuna í málefnum sjúkra, einkum aldraðra, sem geta ekki búið heima, þrátt fyrir ýmsa aðstoð og þjónustu og verða því að komast á hjúkrunarheimili. Framboð hjúkrunarrýma er mismunandi eftir landshlutum en höfuðborgarsvæðið og Suðurland hafa staðið frekar illa hvað þetta varðar. Í þessum málum stendur margt til bóta. Eins og þið eflaust vitið kynnti ég fyrir nokkru <b>áætlun um byggingu fimm hjúkrunarheimila</b> á næstu árum þar sem þörfin er brýnust og þess er vænst að þau verði tilbúin til notkunar um áramótin 2018/2019. Þessi heimili munu rísa í Reykjavík, Kópavogi, á Seltjarnarnesi og í Hafnarfirði. Með þessum framkvæmdum og öðrum sem eru nú á framkvæmdastigi eða nýlokið sjáum við bætast við 400 ný hjúkrunarrými á landsvísu. Af þeim eru um 240 sem eru hrein viðbót við framboð rýma en tæplega 170 sem eru byggð til að mæta nauðsynlegri endurnýjun húsnæðis og kröfum um bættan aðbúnað. Ég tel mjög brýnt að sinna þessari uppbyggingu, en legg líka áherslu á að efla stuðning við aldraða í heimahúsum og hafa þjónustuna sem fjölbreyttasta þannig að hægt sé að laga hana sem best að þörfum hvers og eins.</p> <p>Áður en ég lýk máli mínu vil ég geta í stuttu máli um mikilvæga stefnumótun sem fram hefur farið í velferðarráðuneytinu í minni tíð. Fyrst vil ég telja <b>ályktun um stefnu og aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum</b> til fjögurra ára sem Alþingi samþykkti síðastliðið vor. Sjálfur samþykkti ég <b>lyfjastefnu til ársins 2020</b> í apríl síðastliðnum og lagði hana síðan fyrir Alþingi sem þingsályktunartillögu. Síðast en ekki síst birti ég nýlega til umsagnar <b>drög að heilbrigðisstefnu til ársins 2022</b> sem ætlað er að verða grunnur að aðgerðaáætlun sem varðar úrbætur í heilbrigðisþjónustu og skipulag hennar um allt land og undirstaða verkefna sem styðja við heilsu landsmanna.</p> <p>Gott fólk. Nú læt ég lokið máli mínu – en vil endilega svara spurningum ef þið hafið einhverjar og spjalla við ykkur um heilbrigðismál ef tími gefst til. Ef ekki, þakka ég gott hljóð og samfylgd í gegnum súrt og sætt á síðustu árum.</p> <p>&nbsp;</p>

2016-06-06 00:00:0006. júní 2016Kynningarfundur um lýðheilsuvísa Embættis landlæknis

<p><strong>Ávarp Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra</strong></p> <p>Ágæta samkoma, ég bíð ykkur öll velkomin til fundarins sem fjallar um áhugavert efni.</p> <p>„Til að taka stefnu frá einum punkti á annan er nóg að draga línu á milli þeirra og mæla hornið milli lengdarbaugs og hennar.“ Þetta er bein tilvitnun í fræðsluefni um áttavita. Þar segir enn fremur: „Það er þó gagnslaust að geta tekið stefnu á korti ef við getum ekki fært hana yfir í umhverfið...“</p> <p>Þetta er kannski ekki stórmerkilegur bókmenntatexti sem ég vísa hér til – en þetta er að mér finnst afskaplega viðeigandi miðað við efnið sem hér er til umfjöllunar.</p> <p>Í textanum er svo áfram fjallað um að taka stefnu í umhverfinu og hvernig finna skuli réttvísandi stefnu út frá misvísandi stefnu og svo framvegis. Síðan er svo réttilega varað við þumalputtareglum þar sem að baki þeim liggur enginn skilningur og því engin leið að vita hvort reglunni hafi verið snúið á haus: „Almennur ferðamaður getur vissulega rifjað slíkt upp fyrir hverja ferð, en björgunarmaður á einfaldlega að kunna þetta jafn vel og stafrófið“ - tilvitnun lýkur.</p> <p>Lýðheilsuvísar eru safn mælikvarða sem gefa vísbendingar um heilsu og líðan þjóðarinnar og áhrifaþætti þeirra. Eins og segir í upplýsingaefni frá Embætti landlæknis um lýðheilsuvísa þá eru þeir þættir fjölmargir sem hafa áhrif á heilsu og líðan. Við val á lýðheilsuvísum var sjónum beint að þeim áhrifaþáttum sem fela í sér tækifæri til heilsueflingar og forvarna. Einnig var leitast við að draga fram þætti í sjúkdómabyrði sem mikilvægt er að heilbrigðisþjónusta hvers umdæmis geri sér grein fyrir og bregðist við eftir föngum.</p> <p>Í raun má segja að lýðheilsuvísarnir feli annars vegar í sér ágætar þumalfingursreglur fyrir almenning, eða öllu heldur fyrir hinn almenna ferðamann samkvæmt áttavitatextanum. Margir vísanna geta hjálpað fólki að axla ábyrgð á eigin heilsu þar sem þeir leiðbeina um breytni og lífsstíl og hafa þannig mikilvægt forvarnargildi.</p> <p>Hins vegar er það hagnýting vísanna af hálfu fagfólks heilbrigðiskerfisins og raunar út fyrir það líka. Hér erum við í yfirfærðri merkingu að tala um hjálparsveitirnar. Vísarnir í höndum fagfólksins sem þekkja þá og kunna jafn vel og stafrófið, gera kleift að greina stöðuna í heilbrigðisumdæmum, finna styrkleika og veikleika og skilja þarfir íbúanna. Horft er til þess að heilbrigðiskerfið og sveitarfélögin geti á grundvelli þessara vísa unnið saman að því að bæta heilsu og líðan íbúanna.</p> <p>Fyrir heilbrigðisyfirvöld – og raunar fyrir stjórnvöld almennt eiga lýðheilsuvísarnir að geta nýst við stefnumótun og ákvarðanatöku í fjölmörgu samhengi, því eins og áður sagði eru þeir þættir sem hafa áhrif á heilsu og líðan margvíslegir. Lýðheilsuvísarnir eiga að veita okkur yfirsýn yfir lýðheilsu í hverju heilbrigðisumdæmi fyrir sig og í samanburði við landið í heild. Þeir eiga tvímælalaust eftir að verða að góðum notum.</p> <p>Góðir gestir.</p> <p>Munum - að það er gagnslaust að geta tekið stefnu á korti ef við getum ekki fært hana yfir í umhverfið.</p> <p>Því má við bæta að það er ómarkvisst að arka stefnulaust af stað því þá er algjörlega undir hælinn lagt og tilviljun háð hvar ferðin endar.</p> <p>Í viðamiklum og vandasömum málaflokkum er hvort öðru mikilvægara, stefnumótunin sjálf og framkvæmd stefnunnar. Hvorugur þátturinn getur án hins verið.</p> <p>Ég fagna útgáfu lýðheilsuvísa Embættis landlæknis og færi mínar bestu þakkir öllum þeim sem unnið hafa að gerð þeirra. Vonandi verður vegur vísanna sem mestur og vel farið með þá, jafnt í höndum hins almenna ferðamanns og hjálparsveitanna, svo ég ljúki þessu erindi mínu með því að vísa enn og aftur í fræðsluefni um áttavita.</p> <p>Og ég er - í ljósi þekkingar minnar á siglingafræðum - handviss um það að við erum á réttri leið og réttri siglingu.</p>

2016-05-26 00:00:0026. maí 2016Aðalfundur Almannaheilla 2016

<p><strong>Ávarp Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra</strong></p> <p>Sælir góðir aðalfundargestir Almannaheilla árið 2016.</p> <p>Takk fyrir að bjóða mér hingað til að segja nokkur orð. Raunar væri auðvelt fyrir mig að segja mörg orð og tala lengi. Efni standa vel til þess ef við hugsum um hvað frjáls félagasamtök sem vinna að almannaheill eru mörg og fjölbreytt og hvað þau eru mikilvæg í íslensku samfélagi –sennilega miklu mikilvægari en fólk flest gerir sér grein fyrir.</p> <p>Sem sveitarstjórnarmaður til margra ára og nú ráðherra í velferðarráðuneyti þekki ég orðið til fjölmargra almannaheillasamtaka, hvort sem þau nú eru aðilar að regnhlífarsamtökunum með því nafni eða ekki. Eðli málsins samkvæmt stendur starfsemi þessara félaga manni misjafnlega nærri eftir því að hvaða málum þau vinna – en ég held það megi fullyrða um þau öll, að þau eru samfélagslega mikilvæg í einhverjum skilningi.</p> <p>Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir að ríkisstjórnin leggi áherslu á samfélagslegt mikilvægi frjálsra félagasamtaka og sjálfboðastarfs og muni greiða götu slíkrar starfsemi. Þar segir einnig að æskilegt sé að stjórnvöld viðurkenni í auknum mæli í verki mikilvægi samtaka á borð við hjálparsveitir, ungmennafélög, íþróttafélög, forvarna- og hjálparsamtök og önnur frjáls félagasamtök sem efla og bæta íslenskt samfélag.</p> <p>Allt frá því að samtökin Almannaheill voru stofnuð árið 2008 hafa þau knúið á um að fá skýrari réttarstöðu og traustara rekstrarumhverfi með setningu heildarlöggjafar um almannaheillasamtök, réttindi þeirra og skyldur. Það er stundum sagt að góðir hlutir gerist hægt og það á trúlega við hér. Nú, átta árum frá stofnun samtakanna, er komið fram á Alþingi frumvarp um félagasamtök til almannaheilla sem iðnaðar- og viðskiptaráðherra lagði fram fyrir nokkrum dögum.</p> <p>Ég tel fyrirhugaða lagasetningu mikilvæga og er viss um að hún verði til gagns og góðs, jafnt fyrir almannaheillafélögin sjálf og alla þá sem njóta góðs af störfum þeirra. Þá horfi ég einkum til grundvallarþátta í starfseminni varðandi gagnsæi, góða stjórnarhætti og ábyrga meðferð fjármuna.</p> <p>Aftur á móti þarf að stíga varlega til jarðar þegar settar eru skorður við sjálfsprottinni grasrótarstarfsemi eins og hér um ræðir, umfram það sem kveðið er á um í almennum lögum. Það er mikilvægt að löggjöf um starfsemi almannaheillasamtaka sé ekki of íþyngjandi þannig að hún dragi ekki úr þeim sköpunarkrafti og hugsjónaanda sem er uppspretta og einkenni frjálsra félagasamtaka sem vinna að mikilvægum málefnum og verkefnum í þágu almennings og samfélagsins.</p> <p>Eins og ég sagði áðan, efast ég um að fólk geri sér almennt fulla grein fyrir því hvað störf frjálsra félagasamtaka eru mikilvæg í samfélagi okkar, hvað þau eru fjölbreytt og hvað rætur þeirra og áhrif liggja víða.</p> <p>Ég ætla ekki að fara mikið út í þá sálma hér í ykkar hóp, því það er óþarfi. Það er hins vegar full ástæða til að halda meira á lofti því góða starfi sem almannaheillasamtök sinna og hve áhrif þeirra eru í raun og veru mikil ef að er gáð á öllum sviðum samfélagsins.</p> <p>Ég ætla ekki að hafa orð mín mikið fleiri. Ég vil bara að þið vitið að ég met mikils starfsemi ykkar, - ég veit hvers þið eruð megnug - og ég vil svo sannarlega gera það sem í mínu valdi stendur til að efla starfsemi þriðja geirans eftir því sem efni standa til.</p> <p>Það hefur þokast áfram í baráttumálum samtaka Almannaheilla. Um áramótin samþykkti Alþingi mikilvægar breytingar á skattalögum sem gera fyrirtækjum kleift að styrkja félagasamtök sem starfa í almannaþágu um allt að 0,75% af heildarveltu og fá upphæðina dregna frá tekjuskatti. Einnig hefur erfðafjárskattur af gjöfum til almannaheillasamtaka verið felldur niður.</p> <p>Nú er að sjá hvernig Alþingi fer höndum um frumvarp iðnaðar- og viðskiptaráðherra sem ég nefndi áðan. Þar er ég heldur bjartsýnn, því ég þykist vita að þingmenn allir séu vel vitandi um hve mikilvægt málið er og muni sýna því bæði áhuga og velvild, hvar í flokki sem þeir standa.</p> <p>Bestu þakkir og megi hróður ykkar og gengi aukast með ári hverju, til heilla fyrir almenning og samfélagið allt.</p>

2016-05-24 00:00:0024. maí 2016Ávarp heilbrigðisráðherra á 69. þingi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í Genf, maí 2016

<p><b>Statement by H.E. Mr. Kristján Þór Júlíusson, Minister of Health<br>69<sup>th</sup> World Health Assembly, May 2016</b></p><p><i>Theme of discussion "Transforming our world: the 2030 Agenda for Sustainable Development"</i></p><p>Mr. President, Director General, Excellencies, Ladies and Gentlemen,</p><p>In September last year the 2030 Agenda for Sustainable Development was adopted.</p><p>This new agenda is very ambitions and seeks to complete what we did not achieve with our Millennium Development Goals. </p><p>The Sustainable Development Goals do not only see health as a goal in itself, but views health and its determinants as influencing and being influenced by other goals and targets - as an integral part of sustainable development.</p><p>Mr. President,</p><p>In the European Region, the WHO European policy “Health 2020” is an important regional framework for health and well-being. </p><p>Health 2020, like the Sustainable Development Goals, introduces a new way of thinking. &nbsp;It introduces new approaches to health like “Whole-of-Government” and “Whole-of-Society” approaches, where the idea is that a deliberate action is needed to influence governance in other policy arenas and other sectors to promote and protect health. </p><p>In this respect we see an opportunity for WHO to peruse a more active role and assist Member States in identifying effective ways in engaging other sectors than the health sector in promoting health.</p><p>Mr. President,</p><p>Iceland continues to promote gender equality and empowerment of women. In this regard Iceland has co-hosted with Suriname successful Barbershop conferences at the UN and the last one was held here in Geneva in mars this year. The aim has been to get men more actively involved in gender equality. </p><p>Mr. President,</p><p>The Sustainable Development Goals have a strong focus on equity where “no one will be left behind”.</p><p>In this regard I would like to bring to your attention the United Nations General Assembly Special Session (UNGASS) that was held in New York last month, where we discussed the world drug problem. </p><p>It is my believe that our current drug policies need to be refined and centered more on people, especially focusing on how to protect children and young people. Our current policies have many faults and are putting young people in a vicious circle for minor drug-related offences. We are also making it more difficult to reach addicts who need help and assistance. </p><p>The UNGASS underlined the importance and urgency of a shared global responsibility in addressing the complex drug related issues. It is clear that addressing the world drug problem needs to be a part of our efforts to promote healthy, peaceful and inclusive societies when realizing the 2030 Agenda for Sustainable Development.</p><p>Mr. President,</p><p>Iceland as other member states worked hard on achieving the balanced result of the Sustainable Development agenda. </p><p>One of Iceland emphasis in the discussion leading to the agreed agenda was to seek support for better knowledge on the central nervous system, its disorders and injuries.</p><p>Increased knowledge in this field would make pathways for great progress in treatment, rehabilitation and consequently less disability in the world, as no other system causes greater disablement than the nervous system.</p><p>The relation to traffic accidents is of particular concerns, given that half of all spinal cord injuries worldwide are due to traffic accidents.</p><p>Mr. President</p><p>The importance of reducing inequalities within and among countries has been explicitly recognized as a Goal in the Sustainable Development Agenda. In this regard ensuring universal health care coverage is of great importance.</p><p>In Iceland we have a Universal health care system and it is mainly run by the state and largely paid for by taxes or approximately 82.5% of the total cost the rest is “Out of pocket payment”. The latest development in Iceland has been on making out-of-pocket payments fairer, simpler and more transparent. </p><p>Mr. President,</p><p>The universal nature of the sustainable development goals requires member states to contribute – at the national, regional and global levels.</p><p>Iceland is committed to playing its part in reaching these ambitious goals. </p><p>Thank you for your attention!</p><p><br></p>

2016-05-11 00:00:0011. maí 2016Ávarp heilbrigðisráðherra á ársfundi Sjúkrahússins á Akureyri

<p><strong>Ávarp Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra<br /> Ársfundur SAk 11. maí 2016<br /> </strong></p> <p>Sæl verið þið, ársfundargestir. Það er ánægjulegt að sjá ykkur öll og hitta eins og ævinlega.</p> <p><strong>Tækifæri til betri heilbrigðisþjónustu </strong>er yfirskrift ársfundarins. Það líst mér vel á, enda er það er í góðum samhljómi við áherslur mínar sem heilbrigðisráðherra og þau verkefni sem ég hef haft á oddinum sl. þrjú ár. Tækifærin til að bæta heilbrigðiskerfið og þar með þjónustuna eru fyrir hendi. Við eigum að hafa vökult auga fyrir slíkum tækifærum og nýta sem best í þágu þeirra sem þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda.</p> <p>Það hefur blasað við lengi að <strong>við þurfum skýrari verkaskiptingu í heilbrigðiskerfinu</strong> til að gera kerfið notendavænna og skilvirkara. Í því skyni hef ég m.a. lagt áherslu á að <strong>innleiða þjónustustýringu í áföngum</strong> líkt og sést í frumvarpi um nýtt greiðsluþátttökukerfi sem er til umfjöllunar á Alþingi og ég vík nánar að hér á eftir.</p> <p>Ég fól Embætti landlæknis á sínum tíma ábyrgð á framgangi vinnu við <strong>samtengda rafræna sjúkraskrá </strong>og tryggði aukna fjármuni til þessa mikilvæga verkefnis. Þessari vinnu miðar nú vel og ávinningurinn er ótvíræður.</p> <p><strong>&gt;Breytt fjármögnun heilbrigðisþjónustunnar</strong> þar sem áhersla á skilvirkni, öryggi og gæði er byggð inn í fjármögnunarkerfið er verkefni sem mikið púður hefur verið sett í síðustu misserin. Velferðarráðuneytið hefur nú lokið gerð fjármögnunarkerfis að sænskri fyrirmynd sem á næstunni verður innleitt í heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, svokölluð <strong>fjármögnun eftir forskrift</strong>. Með því nýja kerfi verður fullt jafnræði með rekstrarformum og hagsmunir notenda varðir sérstaklega með tengingu fjármögnunarinnar við gæði þjónustunnar og ýmsa mælanlega árangursvísa. Þetta fjármögnunarlíkan sé ég fyrir mér að verði innleitt á landsvísu þegar fram líða stundir.</p> <p>Það segir sig sjálft að í litlu og fámennu landi eins og okkar er ekki hægt að tryggja sérhæfða heilbrigðisþjónustu á öllum sviðum í öllum landshlutum. Við höfum hvorki ráð né burði til að reka sérhæfð sjúkrahús víða um land. Aftur á móti þarf að vera alveg skýrt hvaða þjónustu fólk á að geta gengið að í héraði og sömuleiðis hvert á að vísa sjúklingum sem þarfnast sérhæfðrar þjónustu.</p> <p>Við búum við aðstæður sem krefjast þess að heilbrigðiskerfið virki sem samhæfð heild. Hver stofnun eða starfseining þarf að hafa skýrt hlutverk og sinna því sem hún gerir best og þarna á milli verður að vera náin samvinna og samráð.&nbsp; Ég hef lagt á þetta mikla áherslu frá upphafi ráðherratíðar minnar. Okkur miðar í rétta átt en það skortir þó enn töluvert á <strong>samvinnu milli stofnana heilbrigðiskerfisins</strong>. Mér finnst blasa við að huga þurfi betur að þessu gangverki og sjá til þess að tannhjólin snúist viðstöðulaust þannig að sjúklingarnir verði ekki fórnarlömb kerfislægra gangtruflana.</p> <p>Ennfremur þarf að vinna markvisst að því að tryggja öllum aðgang að nauðsynlegri sérfræðiþjónustu, hvort heldur er innan opinberra stofnana eða þjónustu á vegum einkaaðila sem uppfylla kröfur um aðgengi, öryggi&nbsp; og gæði þjónustunnar.</p> <p>Ég hef falið ráðuneyti mínu að hefja undirbúning að því að sérfræðiþjónusta hvers heilbrigðisumdæmis utan höfuðborgarsvæðisins&nbsp; verði endurskipulögð út frá þörfum íbúa. Í þeirri vinnu verði miðað við að skipulag og ábyrgð á þjónustu sérfræðinga verði í höndum stjórnenda hverrar heilbrigðisstofnunar.</p> <p>Í mínum huga eru vaxandi möguleikar til þess að nýta nýjustu tækni fjarlækninga við veitingu heilbrigðisþjónustu. Fyrr i dag tók ég við skýrslu starfshóps sem ég fól að móta stefnu og aðgerðaáætlun til eflingar fjarheilbrigðisþjónustu undir styrkri forystu Dr. Eyjólfs Guðmundssonar. Ég hlakka til að kynna mér í þaula tillögur hópsins og er sannfærður um að þær munu gefa okkur tækifæri til að efla til muna heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni, ekki síst í hinum dreifðari byggðum.</p> <p>En aftur að verkaskiptingu og samvinnu.</p> <p><strong>Embætti landlæknis lauk nýlega gerð könnunar á hlutverki, stefnumörkun og framsali valds</strong> á opinberum heilbrigðisstofnunum landsins þar sem stjórnendum þeirra um allt land voru sendar spurningar sem snúa að þessum þáttum. Niðurstöðurnar sýna að stjórnendur telja flestir að hlutverk stofnana sinna sé ekki nógu skýrt, hvorki í lögum né reglugerðum en aftur á móti hafa stofnanirnar sjálfar margar hverjar unnið vel að gerð eigin starfsáætlana og sett sér mælanleg markmið. Ég ætla ekki að fara í saumana á niðurstöðum þessarar könnunar hér enda verður hún kynnt af hálfu embættisins. Meginmálið er að þarna eru dregin fram atriði sem munu verða góður vegvísir til úrbóta og eins og Embætti landlæknis bendir á í skýrslu með niðurstöðum könnunarinnar eru ýmsar leiðir færar til úrbóta, án þess að þær kalli á lagabreytingar. Það er alveg öruggt að hér felast tækifæri til bættrar þjónustu ef vel er að verki staðið.</p> <p>Gott fólk.</p> <p>Það er alltaf af hinu góða, hvaða nafni sem starfsemin nefnist, að vinna skipulega, að hafa mælanleg markmið, skýra verkferla og staðla um gæði, öryggi og svo framvegis. Í flóknu starfsumhverfi sjúkrahúsa sem veitir viðkvæma þjónustu sem varðar líf og heilsu fólks er það algjörlega nauðsynlegt.</p> <p>Gott dæmi um vandaða vinnu af þessu tagi er Gæðingurinn ykkar, og það metnaðarfulla áform að Sjúkrahúsið á Akureyri verði<strong> fyrsta sjúkrahúsið hér á landi til að hljóta alþjóðlega vottun</strong> <strong>starfsemi </strong>sinnar. Ég hef fylgst með ferlinu og vinnu ykkar að þessu markmiði og styð ykkur heilshugar. Það var mér því mikil ánægja að geta um síðustu áramót veitt 25 milljónir króna til að styðja við þessa vinnu sem gengur eins vel og raun ber vitni. Öll snýst þessi vinna um að efla öryggi sjúklinga og auka gæði þjónustunnar, hvort sem litið er til þátta sem tengjast húsnæði, skipulagi gæðamála, þjálfun starfsmanna, yfirferð vinnuferla, gerð verklagsreglna eða gæðastaðla. Þið hafið nú þegar náð frábærum árangri og megið svo sannarlega vera stolt af störfum ykkar.</p> <p><strong>Sjúkrahúsið á Akureyri er önnur meginstoðin</strong> þegar kemur að sérhæfðri sjúkrahúsþjónustu við landsmenn á eftir Landspítalanum. Það veitir sérhæfða sjúkrahúsþjónustu, er varasjúkrahús fyrir Landspítala, miðstöð sjúkraflutninga fyrir landið er rekin hér og sömuleiðis Sjúkraflutningaskólinn sem skipuleggur og annast menntun allra sem starfa við sjúkraflutninga.</p> <p>Það er mikilvægt í öllu samhengi að byggja á sterkum stoðum og í ljósi þess hlutverks sem SAk hefur í heilbrigðisþjónustunni við landsmenn hér norðan heiða, allt austur á Neskaupsstað hef ég lagt mig fram um að efla sjúkrahúsið hér og einnig tiltekna þætti í starfsemi þess eins og Sjúkraflutningaskólann sem fer með mikilvægt hlutverk á landsvísu.</p> <p><strong>Starfsemi SAk hefur aukist umtalsvert á liðnum árum</strong> og þrátt fyrir niðurskurð fjárheimilda árin eftir hrun tókst samhliða aukinni starfsemi nokkuð vel að halda rekstrinum innan fjárheimilda. En nú hefur vörn verið snúið í sókn. Árið 2014 voru fjárveitingar til SAk auknar verulega og áfram hefur verið haldið árin 2015 og 2016, bæði með því að styrkja rekstrargrunn sjúkrahússins en einnig með framlögum til mikilvægra umbótaverkefna, til viðhalds fasteigna og til tækjakaupa.</p> <p>Þegar ég ræði hér um aukið fé til sjúkrahússins er vert að geta þess að þá eru undanskildar launa- og verðlagsbætur. Þar erum við að tala um háar fjárhæðir, ekki síst vegna kjarasamninga lækna og úrskurðar gerðardóms gagnvart hjúkrunarfræðingum og aðildarfélögum BHM.</p> <p><strong>Það var mjög alvarlegt ástand</strong> á sjúkrahúsum og heilbrigðisstofnunum <strong>vegna kjaradeilna</strong> á síðasta og þarsíðasta ári. Nú ríkir vinnufriður og ég trúi því að sú innspýting sem fólst verulegum kjarabótum skili sér í þeim <strong>mannauði sem er grundvöllur heilbrigðisþjónustunnar</strong> þar sem starfsfólkið er vonandi sáttara við sitt en áður.</p> <p>Verkföll heilbrigðisstarfsfólks í fyrravetur höfðu meðal annars þær afleiðingar að bið sjúklinga eftir aðgerðum lengdist. Á grundvelli upplýsinga frá Embætti landlæknis um fjölgun á biðlistum samþykkti ríkisstjórnin tilögur mína um áætlun um aðgerðir til úrbóta. Byggt var á tillögum landlæknis þar sem horft var til biðtíma og áhættu sem leiðir af bið eftir aðgerð. Niðurstaðan varð sú að ráðast í aðgerðir til að stytta bið eftir augasteinsaðgerðum, gerviliðaaðgerðum á hné og á mjöðm og hjartaþræðingu. Fyrr á þessu ári undirritaði ég því samninga við fjórar heilbirgðisstofnanir, þar á meðal Sjúkrahúsið á Akureyri, um styttingu biðlista. Sjúkrahúsið hér mun þar með fjölga liðskiptaaðgerðum um 120 á þessu ári og augasteinsaðgerðum um 100. Þetta er að mínu mati enn eitt stóra skrefið sem miðar að því að bæta þjónustu við sjúklinga, auka lífsgæði fólks og styrkja heilbrigðiskerfið.</p> <p>Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá ykkur, gott fólk, að tekið hafa gildi ný lög um opinber fjármál sem breyta töluvert vinnunni við fjárlagagerð hvers árs, og gera jafnframt auknar kröfur um stefnu á málefnasviðum til lengri tíma litið. Í tengslum við þetta hefur velferðarráðuneytið sett fram stefnu til næstu ára varðandi sjúkrahúsþjónustu í landinu. Liður í þeirri stefnu er <strong>undirbúingur að bættri aðstöðu við sjúkrahúsið á Akureyri. </strong>Þar eru fyrstu skrefin að hefja frumathugun og&nbsp; undirbúning hönnunar á nýrri legudeildarálmun.</p> <p>Góðir fundarmenn.</p> <p>Af því að ég legg áherslu á að stofnanir heilbrigðiskerfisins eiga að vinna saman og að góð og skilvirk heilbrigðisþjónusta veltur að miklu leyti á góðri samvinnu og flæði, ætla ég aðeins að nefna nokkur áhersluverkefni sem tengjast Heilbrigðisstofnun Noðurlands. Fjárframlög til hennar hafa verið aukin til muna – og við getum alveg treyst því að sterkari staða hennar til að sinna verkefnum sínum kemur SAk til góða. Ég nefni í þessu samhengi verulega aukin framlög til heimahjúkrunar, m.a. með auknum stöðugildum hér á Akureyri til að bæta þjónustu á kvöldin og um helgar. Jafnramt hefur þjónustan verið flutt í rúmbetra húsnæði og bílakostur verið endurnýjaður að mestu.</p> <p>Framlög hafa verið aukin til að efla sálfræðiþjónustu og til að fjölga heilsugæslulæknum, auk þess sem fjármunir hafa verið merktir sérstaklega sérnámsstöðum í heimilislækningum og námsstöðum í heilsugæsluhjúkrun.</p> <p>Eins og ég þreytist ekki á að ræða um, þá er samfellan í heilbrigðiskerfinu grundvallaratriði þess að veita sjúklingum sem allt á að snúast um góða þjónustu. En við skulum líka hafa það hugfast að stofnanir heilbrigðiskerfisins eru ekki hús eða tæki. Þær eru, númer eitt, tvö og þrjú fyrst og fremst fólkið sem starfar í húsunum og beitir þekkingu sinni og tækni. Góð og öflug heilbrigðisþjónusta stendur og fellur með mannskapnum sem þar starfar. Við erum að tala um liðsheildir sem saman standa af fólki með fjölbreytta menntun, þekkingu og reynslu sem vinna saman eins og einn maður að einu markmiði þar sem sjúklingurinn er í öndvegi.</p> <p>Ágætu ársfundargestir.</p> <p>Þar sem ég nefni hér sjúklinginn í öndvegi – sem á auðvitað alltaf að vera meginfókus allrar umræðu um heilbrigðismál, þá get ég ekki annað en vikið að því verkefni sem mér er hugstætt þessa dagana og snýr að breyttu greiðsluþátttökukerfi fyrir heilbrigðisþjónustu. Nýtt kerfi er enn til umfjöllunar hjá Alþingi en ég trúi því að þingið beri gæfu til að koma þessu mikilvæga hagsmunamáli sjúklinga í framkvæmd með lögum.</p> <p>Þeir sem fylgjast með fréttum hafa eflaust heyrt marga finna nýju greiðsluþátttökukerfi flest til foráttu og láta eins og verið sé að stórauka álögur á sjúklinga. Það er einfaldlega ekki rétt og ég held reyndar að margir gagnrýnendur tali gegn betri vitund. Árið 2013 var tekið í notkun skylt kerfi varðandi greiðsluþátttöku fólks í lyfjakostnaði. Markmiðið var nákvæmlega hið sama og varðandi heilbrigðisþjónustuna, þ.e. að setja þak á hámarkskostnað fólks til að verja þá veikustu fyrir miklum útgjöldum. Andstaða við þessi áform var mikil áður en þau komu til framkvæmda, en gagnrýnisraddirnar þögnuðu nær strax og kerfið var tekið í notkun og fólki urðu kostir þess ljósir.</p> <p>Þetta nýja kerfi varðandi heilbrigðisþjónustuna er ekki flókið ef fólk vill skilja það. Það er rétt að þeir sem lítið þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda geta þurft að greiða meira en áður. Aftur á móti munu þeir sem mestu skiptir að verja fyrir útgjöldum, af því að þeir eru veikir og þurfa mikið á þjónustunni að halda, hafa hag af breytingunni. Hér snýst málið líka um samfellu í kerfinu, þar sem haldið er heildstætt utan um útgjöld sjúklinga, hvert sem hann sækir sér heilbrigðisþjónustu og hann nýtur afsláttar um leið og samanlögð útgöld ná tiltekinni fjárhæð.</p> <p>Líkt og áður verða ekki innheimt komugjöld fyrir börn í heilsugæslunni. Það er aftur á móti nýmæli að sjúkratryggingar munu greiða að fullu fyrir þjónustu sjálfstætt starfandi sérfræðinga við börn að 18 ára aldri leiti þau þangað á grundvelli tilvísunar frá heilsugæslunni.</p> <p>Með þessu er stigið mikilvægt skref í þá átt að gera heilsugæsluna að þeim fyrsta viðkomustað í heilbrigðisþjónustunni sem alltaf hefur staðið til, þótt lítið hafi orðið úr efndum hvað það varðar. Og með þessum breytingum er um 40 þúsund barnafjölskyldum í landinu gert mögulegt að njóta gjaldfrjálsrar heilbrigðisþjónustu í þeim þáttum sem kerfisbreytingin tekur til.</p> <p>Ágæta samkoma.</p> <p>Nú líður að lokum þessarar tölu minnar. Ég vil þó áður en ég lýk máli mínu minnast Stefáns Gunnlaugssonar þess merkismanns, sem lést fyrr á þessu ári. Stefán var aðalhvatamaður að stofnun Hollvinasamtaka Sjúkrahússins á Akureyri í árslok 2013 og stjórnarmaður þeirra frá upphafi. Ekki síst fyrir hans tilstilli urðu Hollvinasamtökin fljótt að mikilvægum bakhjarli fyrir sjúkrahúsið, því honum tókst svo vel að fá fólk með sér og virkja það til góðra verka. Öflugir baráttumenn, bjartsýnismenn og framkvæmdamenn eru mikilvægir í hverju héraði. Við eigum á ýmsu slíku fólki að skipa hér um slóðir, bæði konum og körlum og því þarf ekki að kvíða framtíðinni hvað það varðar.</p> <p>Gott fólk.</p> <p>Okkur gengur allt í haginn og það er bjart framundan.</p> <p>Þakka ykkur fyrir.</p> <p>&nbsp;</p>

2016-04-25 00:00:0025. apríl 2016Ávarp heilbrigðisráðherra á ársfundi Landspítala 2016

<p><b>Ávarp Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra á ársfundi Landspítala 2016 <br></b></p> <p>Góðir gestir, forstjóri Landspítalans, ágæta starfsfólk og aðrir góðir gestir, það er ánægjulegt að vera með ykkur hér í dag á ársfundi Landspítalans.</p> <p>Þetta er í þriðja sinn sem ég sæki þennan fund sem heilbrigðisráðherra og þegar ég lít yfir farinn veg þá verð ég að segja að það hefur verið nokkuð stormasamt í kringum Landspítalann á þessum árum. Þrátt fyrir það hefur leiðin samt legið upp á við í kjölfar mögru áranna eftir hrun. Það hafa hins vegar fylgt ýmsir erfiðleikar sem ég held að megi líkja við vaxtaverki eftir að&nbsp; efnahagur landsins fór að hjarna við og væntingar fólks að aukast í samræmi við það.</p> <p>Á ársfundi Landspítalans vorið 2014 lýsti ég því yfir að Landspítalinn væri kominn fyrir vind, enda hafði Alþingi þá ákveðið með fjárlögum ársins að styrkja rekstrargrundvöll spítalans og stórauka fé til tækjakaupa á því ári og næstu ár samkvæmt sérstakri tækjakaupaáætlun. Áfram var haldið á þessari braut í fjárlögum 2015 og í fjárlögum þessa árs hafa framlög enn verið aukin verulega til Landspítalans og inn í heilbrigðiskerfið í heild sinni. Alls hafa fjárveitingar á fjárlögum áranna 2014, 2015 og 2016 aukist um 38,5 milljarða.</p> <p>Ég legg áherslu á að ræða um heilbrigðiskerfið sem eina heild.</p> <p>Gagnvart Landspítalanum er það mjög mikilvægt að grunnþjónustan, heilsugæslan, heilbrigðisstofnanirnar og sérfræðiþjónustan þjóni hlutverki sínu sem best og það skiptir líka miklu máli fyrir sjúklingana að fá þjónustu á viðeigandi þjónustustigi. Þetta hefur verið ein megináhersla mín sem heilbrigðisráðherra og hún endurspeglast í verkefnum sem ég setti í farveg og unnið hefur verið að sl. þrjú ár undir yfirskriftinni Betri heilbrigðisþjónusta.</p> <p>Þegar ég sagði Landspítalann kominn fyrir vind vorið 2014, óraði mig ekki fyrir því að framundan væru svo erfiðar kjaradeilur að rekstur spítalans myndi raskast verulega eins og raunin varð, þegar hvert verkfallið rak annað, fyrst verkfall lækna, síðan hjúkrunarfræðinga, þá annarra háskólamenntaðra stétta og loks verkföll sjúkraliða og starfsfólks í SFR. Það er óþarfi að rekja þetta í löngu máli, þið þekkið þá sögu manna best og hve þessi tími var erfiður.</p> <p>Góðir fundarmenn.</p> <p>Öll él styttir upp um síðir og þannig fór með kjaradeilurnar að þær leystust að lokum, þótt vissuleg hafi verið miður að gerðardómur þyrfti að úrskurða í deilu ríkisins og aðildarfélaga BHM og hjúkrunarfræðinga. En nú ríkir vinnufriður á Landspítala þar sem starfsfólkið er vonandi sáttara við sitt en áður.</p> <p>Nýir kjarasamningar fólu í sér mikla innspýtingu í heilbrigðiskerfið og þeir fjármunir trúi ég að skili sér í þeim mannauði sem er grundvöllur heilbrigðisþjónustunnar.</p> <p>Við sjáum þessu til dæmis stað í því að auðveldara reynist nú að manna sérfræðistöður lækna en áður og eitthvað er um að sérfræðingar sem starfað hafa erlendis hafa ákveðið að snúa heim. Samkeppnishæfnin varðandi laun hefur aukist.</p> <p>Ég nefni hér líka samstarfsverkefni Landspítalans og Sjúkrahússins á akureyri við Royal College of Physicians í London um eflingu framhaldsmenntunar í almennum lyflækningum. Þetta er mjög lofandi verkefni og hefur velferðarráðuneytið stutt við það fjárhagslega.</p> <p><b>Sjúklingurinn í öndvegi </b>er yfirskrift þessa ársfundar og það finnst mér góð og rétt nálgun í allri umræðu um heilbrigðisþjónustuna. Liður í því að tryggja sjúklingum þann sess er að geta mannað heilbrigðisþjónustuna með vel menntuðu og færu starfsfólki. Launin skipta miklu máli en fleira kemur til og þar á ég ekki síst við húsakost, tækjakost og starfsumhverfið almennt séð. Aðbúnaður og vinnuskilyrði hafa áhrif á störf fólks og getu þess til að leysa úr flóknum verkefnum og um mikilvægi þess að búa vel að fárveikum sjúklingum þarf ekki að ræða í löngu máli.</p> <p>Ég vil skjóta því að hér, að eins og vænta má heyri ég oft í fólki sem hefur þurft á þjónustu Landspítalans að halda og ég get sagt að nánast undantekningalaust lýsir það fólk yfir mikilli ánægju með þjónustuna sem þar er veitt.</p> <p>Fólk talar jafnan alveg sérstaklega um starfsfólkið, bæði fagmennsku þess og hæfni og ekki síður um hvað það leggur mikla alúð í störf sín þrátt fyrir oft á tíðum erfiðar aðstæður.</p> <p>Sjúklingarnir eru í öndvegi hjá því öndvegisfólki sem starfar á Landspítalanum og fyrir það ber að þakka. Starfsfólkið er auður spítalans og störf þess ráða mestu um hvernig til tekst, þótt auðvitað komi fleira til.</p> <p><b>Það dró til tíðinda í langþráðri uppbyggingu Landspítala við Hringbraut</b> þegar verkefnið komst á framkvæmdastig og hafist var handa við byggingu sjúkrahótelsins sem tekið verður í notkun á næsta ári. Það er stígandi í þessu máli.</p> <p>Í fjárlögum 2015 samþykkti Alþingi að veita einum milljarði króna til verksins. <b>Árið 2016 eru tæpir tveir milljarðar ætlaðir</b> <b>í Nýjan Landspítala</b> <b>og nú stefnir í stórtíðindi</b>, því fimm ára fjármálaáætlun ríkisins verður kynnt á næstu dögum og ég get sagt það strax að þar er <b>í fyrsta sinn áætlað fyrir milljarða framkvæmdum</b> við meðferðarkjarna nýs spítala sem rísa mun á lóð Landspítalans við Hringbraut í samræmi við áætlanir og ákvarðanir stjórnvalda og fyrirliggjandi skipulag. Í áætluninni er tryggt fjármagn sem gerir kleift að bjóða út framkvæmdir við nýjan meðferðarkjarna strax og hönnunarferlinu lýkur árið 2018.</p> <p>Góðir gestir. </p> <p>„Að vona, vilja og að stefna að“ er algengt orðalag í ræðum ráðherra og það er eðilegt til að byrja með, en þegar frá líður verður maður ef vel gengur þess aðnjótandi að sjá vonir rætast og áform verða að veruleika. Ég er svo heppinn að vera í þeim sporum núna og mér finnst afar gleðilegt að sjá hvert verkefnið á fætur öðru raungerast, ekki síst hér á Landspítalanum, eins og ég hef þegar getið um.</p> <p>Í janúar síðastliðnum var ég viðstaddur þegar tekin var formlega í notkun <b>ný flæðilína sjúkrahússins </b>vegna rannsókna sem unnið hefur verið að því að skipuleggja, þróa og setja upp um árabil. Í þessu verki fólst endurnýjun tækjabúnaðar og endurskipulagning húsnæðis þar sem ávinningurinn er bætt starfsumhverfi, aukin sjálfvirkni, aukin afköst, skjótari rannsóknarniðurstöður, bætt smitgát og aukin hagkvæmni í rekstri.</p> <p>Fleira markvert gerðist á Landspítalanum í janúar. Þá var til að mynda tekin <b>fyrsta skóflustunga að húsi undir jáeindaskanna</b>, sem er stórgjöf Íslenskrar erfðagreiningar til þjóðarinnar. Árum saman hefur verið rætt um nauðsyn þess að koma upp jáeindaskanna hér á landi en þeir fela í sér tækni sem hefur valdið byltingu í greiningu og meðferð sjúkdóma. Áætlað er að skanninn verði kominn í notkun um næstu áramót.</p> <p>Og við skulum áfram halda okkur við janúar, því þá hófst stórmerkilegt verkefni sem skapar okkur Íslendingum algjöra sérstöðu á heimsvísu.</p> <p>Hér á ég við samstarfsverkefni heilbrigðisyfirvalda og lyfjafyrirtækisins Gilead um <b>átak til að útrýma lifrarbólgu C á Íslandi</b> og stemma stigu við útbreiðslu sjúkdómsins. Þetta er meiriháttar forvarnar- og lýðheilsuverkefni þar sem öllum sem greinst hafa með veiruna er boðin besta fáanlega lyfjameðferð við þessum alvarlega sjúkdómi, auk fræðslu og eftirfylgni. Þetta verkefni felur í sér einstakt tækifæri sem verður ekki metið til fjár. Ég nota tækifærið hér til að færa þakkir því góða teymi fagfólks hér á Landspítala sem um skeið lagði nótt við dag til að vinna þessu verkefni framgang með samningi við Gilead, í góðu samstarfi við Embætti landlæknis, sóttvarnalækni og fulltrúa ráðuneytisins.</p> <p>Ég held að öllum hafi verið létt, jafnt innan Landspítala sem utan hans, þegar <b>upp var kveðinn sýknudómur yfir hjúkrunarfræðingi</b> í máli þar sem ákært var vegna alvarlegs atviks í starfsemi spítalans sem leiddi til dauðsfalls. Þetta var í fyrsta skipti í sögu spítalans sem kæra var lögð fram á hendur sjúkrahúsinu og starfsmanns hans á grundvelli hegningarlaga.</p> <p>Ég vona okkar allra vegna að þetta sé í fyrsta og jafnframt síðasta sinn sem kemur til málaferla af þessu tagi. Ef upp koma mál þar sem grunur leikur á mistökum eða vanrækslu við meðferð sjúklings þarf að vera fyrir hendi skýr farvegur um málsmeðferðina á öllum stigum.</p> <p>Það þarf að leiða í ljós hið rétta í málinu og það þarf að fyrirbyggja að eitthvað sambærilegt endurtaki sig.</p> <p>Með þetta að markmiði skipaði ég í byrjun síðsta árs starfshóp til að gera tillögur í þessum efnum. Ég fékk í hendur tillögur hans í september síðastliðnum og nú er unnið að því að koma þeim tillögum áfram og í framkvæmd. Mestu máli skiptir auðvitað að draga úr líkum á óvæntum atvikum í meðferð sjúklinga sem ógnað geta lífi og heilsu og ég veit að á Landspítala, líkt og á sambærilegum sjúkrahúsum eru gæða- og öryggismál meðal þeirra verkefna sem mikilvægust eru talin í rekstrinum.</p> <p>Gott fólk.</p> <p>Ég eins og svo margir aðrir byrja jafnan daginn á því að kveikja á útvarpinu, fletta blöðunum og jafnvel að skanna helstu fréttir vefmiðlanna. Ég neita því ekki að ég hef stundum undrast hvað <b>Landspítalinn er stöðug uppspretta frétta og fjölmiðlaumfjöllunar</b>. Fyrir þessu eru eflaust ýmsar ástæður, en kannski segir þetta mest um það hvað málefni sjúkrahússins snerta okkur öll og starfsemin skiptir alla landsmenn miklu máli.</p> <p>Til fróðleiks gerði ég smátilraun með hjálp Fjölmiðlavaktarinnar sem vaktar alla helstu fréttamiðla og kannaði hve margar fréttir hefðu birst síðastliðna 12 mánuði þar sem heiti Landspítala kemur fyrir. Þetta voru <b>samtals 1.530 fréttir</b>, eða að meðaltali 4,2 á dag.</p> <p>Ég lét mér nú ekki detta í hug að reyna að meta innihald fréttanna að neinu leyti en eins og vænta mátti var staðsetningarumræðan áberandi sem og biðlistar, mönnun, álag, fjármögnun og öll þau verkefni sem ég hef gert hér að umtalsefni komu líka við sögu ásamt mörgu öðru.</p> <p>Ég get ímyndað mér að það sé stundum erfitt fyrir starfsfólk og stjórnendur Landspítalans að vinnustaður þeirra sé sífellt til umfjöllunar opinberlega – og auðvitað hefur þetta áhrif á okkur öll, því Landspítalinn er mikilvægur í lífi okkar landsmanna allra einhvern tíma á lífsleiðinni auk þess að vera stærsti vinnustaður landsins þar sem viðfangsefnin eru flókin og varða líf og heilsu fólks.</p> <p>Það þykir ekki fréttnæmt þegar allt gengur sinn vana gang og því er það ekki frétt þótt á Landspítala sé mannslífum bjargað á hverjum degi og margvísleg kraftaverk unnin, bæði stór og smá. Það er samt ástæða til að halda á lofti öllu því góða starfi sem hér er unnið og koma því á framfæri, bæði innan spítalans og utan hans því það er af mörgu að taka og þar eigum við sem höfum tækifæri og aðstöðu til að gera hvað best við getum.</p> <p>Við eigum að hafa það hugfast að Landspítalinn stendur fyllilega fyrir sínu, hann hefur á að skipta vel menntuðu og öflugu starfsfólki og er á sumum sviðum í fremstu röð, þótt vissulega sé sitthvað sem betur má fara.</p> <p>Já, sitthvað má betur fara – og margt er verið að vinna sem til úrbóta horfir.</p> <p>Orðið <b>fráflæðisvandi</b> er þeirrar gerðar, bæði að efni og útliti, að okkur hlýtur öll að langa til að útrýma því úr tungumálinu. Það verður best gert með því að takast á við vandann sem því er ætlað að lýsa. Að þessu er unnið í góðu samstarfi spítalans og velferðarráðuneytisins.</p> <p>Liður í því er opnun útskriftardeildar á Landspítala, fjölgun endurhæfingarrýma, efling heimahjúkrunar á höfuðborgarsvæðinu og helgaropnun á Hjartagáttinni. Þessi vinna heldur áfram og þar mun einnig skipa máli til lengri tíma litið, áætlun sem ég kynnti í upphafi árs um byggingu 214 nýrra hjúkrunarrýma en tvö ný hjúkrunarheimili munu rísa á höfuðborgarsvæðinu og eitt í sveitarfélaginu Árborg.</p> <p>Annað stórt úrbótaverkefni er <b>skipulagt átak til að</b> <b>stytta bið sjúklinga eftir tilteknum brýnum aðgerðum</b> samkvæmt samningum sem ég undirritaði fyrir um mánuði síðan við fjórar heilbrigðisstofnanir þessa efnis. Áformað er að verja 1663 m.kr. til þessa verkefnis á árunum 2016 – 2018, þar af um helming fjárins á þessu ári. Markmiðið er að þegar frá líður verði hámarksbið sjúklinga sem bíða eftir aðgerð ekki lengri en 90 dagar.</p> <p>Á þessu ári eru það liðskiptaaðgerðir, hjartaþræðingar og augasteinsaðgerðir sem átakið tekur til. <b>Liðskiptaaðgerðir verða um 530 fleiri</b> en annars hefði verið, <b>augasteinsaðgerðir</b> á þessu ári verða <b>tæplega</b> <b>2.900</b> <b>fleiri en ella </b>og loks verða gerðar <b>um 50 fleiri hjartaþræðingar</b>. Að þessu er nú unnið hjá þeim stofnunum sem samið var við, en það eru Landspítalinn, Sjúkrahúsið á Akureyri, Heilbrigðisstofnun Vesturlands og fyrirtækið Sjónlag hf. </p> <p>Góðir gestir, ég fer nú að stytta mál mitt en vil þó ekki hætta öðru vísi en að nefna stöðuna á <b>innleiðingu framleiðslutengdrar fjármögnunar í bráðaþjónustu samkvæmt svokölluðu DRG kerfi</b> líkt og notað er í flestum nágrannalöndum okkar. Það hefur verið lögð í þetta mikil vinna en nú sjáum við til lands og ég reikna með að fljótlega verði gerður samningur sem kveður á um innleiðinguna. Til að byrja með verður kerfið prufukeyrt án rauntengingar við fjármögnunina en á næsta ári ætti þetta að verða virkt fjármögnunarkerfi á Landspítalanum.</p> <p>Ég get heldur ekki sleppt því að nefna nýtt fjármögnunarkerfi fyrir heilsugæsluna sem nú er tilbúið, byggt á aðferð sem þróuð hefur verið og notuð í Svíþjóð. Þetta varðar ekki Landspítalann beint – en ég bind miklar vonir við að <b>áform um úrbætur í heilsugæslunni</b> sem ég hef verið að kynna að&nbsp; undanförnu séu til þess fallin að styrkja þjónustu hennar til muna og að það muni m.a. draga úr álagi Landspítalanum.</p> <p>Enn eitt verkefni sem ég vil geta um hér í lokin er <b>nýtt greiðsluþátttökukerfi fyrir notendur heilbrigðisþjónustu</b> sem hefur þau markmið að skapa 1) einfaldara kerfi, 2) að verja þá sjúklinga sem mest þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda fyrir háum útgjöldum, 3) að draga úr útgjöldum barnafjölskyldna og 4) loks að styrkja hlutverk heilsugæslunnar sem fyrsta viðkomustað í heilbrigðiskerfinu. </p> <p>Til marks um núverandi flækjustig má nefna að kerfið er samsett úr mörgum tugum mismunandi greiðslukerfa sem enginn hefur yfirsýn yfir og veldur því að okkar veikasta fólk er illa og í sumum tilfellum alls ekki tryggt gagnvart óheyrilegum kostnaði vegna veikinda sinna.</p> <p>Frumvarp um nýja greiðsluþátttökukerfið liggur fyrir Alþingi og ég vona að þaðan verði það samþykkt sem lög áður en langt um líður.</p> <p>Ég eins og þið, ágæta starfsfólk Landspítala, legg áherslu á að þegar við fjöllum um heilbrigðismál og tökum ákvarðanir þá eiga þær alltaf að vera með hagsmuni sjúklinganna að leiðarljósi.</p> <p>Sjúklingurinn í öndvegi er góð yfirksrift þessa málþings og þannig á það að vera, í dag og alla aðra daga.</p> <p>Um leið og ég þakka ykkur áheyrnina óska ég ykkur allra heilla í ykkar vandasömu störfum.</p> <p>Þakka ykkur fyrir.</p>

2016-04-15 00:00:0015. apríl 2016Ávarp heilbrigðisráðherra á 16. þingi Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna

<p><b>Ávarp Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra</b></p><p> </p><p>Sæl öll sömul og takk fyrir að bjóða mér til þings ykkar slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna.</p><p> </p><p>Að vaða eld og reyk er ekki heiglum hent og ég ímynda mér að í hugum margra sé það sú mynd sem margir sjá fyrst og fremst fyrir sér þegar stétt ykkar ber á góma. Það er þó ekki minni ástæða til að bera virðingu fyrir hlutverki ykkar sem sjúkraflutningafólks sem er snar þáttur í starfi ykkar og getur skilið milli feigs og ófeigs hvernig að því er staðið.</p><p> </p><p>Sem heilbrigðisráðherra geri ég mér afar vel grein fyrir því hve miklu skiptir að hafa á að skipa vel menntuðu, þjálfuðu og færu fólki sem starfar við sjúkraflutninga. Það er í öllu samhengi mikilvægt – en þó er vert að geta sérstaklega um hve miklu það skiptir gagnvart strjálbýlinu þar sem vegalengdir eru miklar. </p><p> </p><p>Þið þekkið eflaust flest þá afstöðu mína að leggja beri áherslu á að efla menntun ykkar sem heilbrigðisstéttar og styrkja ykkur í starfi með ráðum og dáð sem hluta af þjónustu heilbrigðiskerfisins. Það er gott fyrir ykkur og það er mikilvægt fyrir heilbrigðiskerfið. Fyrir þessu hef ég beitt mér og því mun ég halda áfram.</p><p> </p><p>Markmiðið með öflugu og markvissu skipulagi sjúkraflutninga er að bráðaþjónusta sé tryggð og flutningur sjúkra og slasaðra sé sinnt með öruggum, faglegum og hagkvæmum hætti.</p><p> </p><p> </p><p>Tillaga til þingsályktunar um heilbrigðisstefnu til ársins 2022 liggur nær fullsköpuð á skrifborðinu mínu og ég stefni á að kynna hana almenningi innan skammst. Þar er að sjálfsögðu vikið að sjúkraflutningum. En megin atriðin eru eftirfarandi.</p><p> </p><p> </p><p>Skilgreina þarf þjónustuviðmið sjúkraflutninga í hverju umdæmi þannig að horft sé til þess hvers konar sjúkraflutningaþjónusta þurfi að vera til staðar á hverjum stað í ljósi fjölda íbúa, umfangs sjúkraflutninga, fjölda ferðamanna, heibrigðisstofnana og hvaða heilbrigðisstarfsmenn komi að þjónustunni. </p><p> </p><p> </p><p>Nauðsynlegt er að efla enn frekar vettvangsliða sem öflugan hluta af heilbrigðiskerfinu þar sem það á við og tryggja hlutverk þeirra í kerfi sjúkraflutninga. </p><p> </p><p> </p><p>Efla þarf samræmda rafræna skráningu í sjúkraflutningum og tryggja að upplýsingar á vettvangi skili sér í sjúkraskýrslu á heilbrigðisstofnun. Ég mun á næstunni fela Embætti Landlæknis að koma með tillögur í þessum efnum í samráði við fagráð sjúkraflutninga.</p><p> </p><p> </p><p>Jafnframt þarf að horfa til meiri notkunar fjarþjónustu í sjúkraflutningum með aukinni tækni og búnaði en slíkt getur leitt til þess að meðferð geti hafist fyrr og aukið batahorfur sjúklings. </p><p> </p><p> </p><p>Fleiri ætla ég ekki að hafa þessi orð hér í dag. Ég óska ykkur öllum alls hins besta, megi þingið verða ykkur ánægjulegt og gagnlegt.</p><p> </p><p>Góðar stundir.</p>

2016-04-14 00:00:0014. apríl 2016Ávarp heilbrigðisráðherra á vorþingi Landssambands heilbrigðisstofnana

<p><b>Ávarp Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra<br>Vorþing Landssambands heilbrigðisstofnana, <br>Reykjanesbæ 14. apríl 2016</b></p><p> </p><p>Heil og sæl öllsömul, það er gaman að hitta ykkur hér á vorfundi Landssambands heilbrigðisstofnana, á þeim skemmtilega tíma ársins þegar birtan tekur völdin, gróandinn er á næsta leiti og dagarnir verða allir skemmtilegri og menn og málefni sömuleiðis.</p><p> </p><p>Ég kom auðvitað ekki hér til að flytja ykkur náttúrustemmningu og vorljóð í eiginlegri merkingu – en aftur á móti finnst mér vel hægt að fara út í líkingamál og segja að nú sé vor, birta og gróandi í heilbrigðismálum okkar landsmanna. Ég tel það engar ýkjur þótt ég segi að það hafi verið tíðindamikið í heilbrigðismálunum á síðustu misserum – ýmsum verkum, stórum og smáum hefur verið komið í kring, önnur miklvæg verk hafa verið undirbúin og eru nú komin eða við það að komast á framkvæmdastig. Um þessi mál ætla ég að ræða hér. </p><p> </p><p>Ég ætla að gefa barlóminum og svartsýninni langt nef og benda á það sem fyrir liggur svart á hvítu sem til framfara horfir í heilbrigðismálum. Hér er öflugt fólk og mér hefur fundist afar gott að vinna með ykkur og er viss um að við munum eiga gott samstarf áfram .</p><p> </p><p>Fljótlega eftir að ég tók við embætti heilbrigðisráðherra kunngerði ég áform um úrbætur í heilbrigðisþjónustu sem ég kynnti undir yfirskriftinni Betri heilbrigðisþjónusta. </p><p> </p><p>Þau verkefni sem þar voru talin voru fæst ný af nálinni – heldur var um að ræða afar mikilvæg mál sem sum hver höfðu verið til skoðunar og umfjöllunar árum saman. Alltaf virtist eitthvað skorta á að ýta þeim áfram og koma þeim í verk. Með því að skapa þessum verkefnum ákveðið skipulag og fastmótaða umgjörð taldi ég meiri líkur á að vinna þeim fylgi og hrinda þeim í framkvæmd og ég leyfi mér að segja að það hefur að verulegu leyti gengið eftir.</p><p> </p><p>Eitt þessara verkefna var að ljúka sameiningu heilbrigðisstofnana í heilbrigðisumdæmum. Það tel ég hafa tekist vel. </p><p> </p><p>Af smærri verkefnum vil ég nefna innleiðingu hreyfiseðla sem meðferðarform í heilbrigðisþjónustunni. Þótt verkefnið sé ekki stórt er það mikilvægt og ég er viss um að því eigi eftir að vaxa fiskur um hrygg, því heilbrigðisþjónustan mun í vaxandi mæli snúast um að virkja fólk sjálft eins og kostur er til að taka ábyrgð á eigin heilsu. </p><p> </p><p>Embætti landlæknis var falin formleg ábyrgð á því að þróa og innleiða samtengda rafræna sjúkraskrá á landsvísu. Með aukinni áherslu á verkefnið og skilgreindum fjármunum til að vinna að því að krafti hefur náðst mikill árangur og mörg stór skref stigin í átt til nútímalegs umhverfis á þessu sviði. Enn er þó mikið verk að vinna.</p><p> </p><p>Það þarf ekki að fjölyrða í þennan hóp um ávinninginn af samtengdum sjúkraskrám þar sem heilbrigðisupplýsingar skila sér með öruggum hætti milli þeirra sem veita heilbrigðisþjónustu. Ávinningurinn er mikill og ykkur öllum ljós.</p><p> </p><p>Ég nefni líka heilsufarsupplýsingar fyrir notendur heilbrigðisþjónustunnar í rafrænu gáttinni Veru. Vera er þegar búin að sanna ágæti sitt, hún vex og dafnar vel og á tvímælalaust eftir að verða sjálfsagður förunautur allra notenda heilbrigðiskerfisins sem snjöll og þægileg leið til að fylgjast með eigin heilsufarsupplýsingum og eiga í samskiptum við heilbrigðiskerfið.</p><p> </p><p>Og meira um hagnýtingu tækninnar. Mönnun sérfræðinga í heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni hefur verið og er enn áhyggjuefni. Þar þarf að hugsa í nýju lausnum. Starfshópur á mínum vegum skilar innan skamms stefnu og aðgerðaáætlun til eflingar fjarheilbrigðisþjónustu svo bjóða megi landsmönnum hvar sem þeir eru í sveit settir fjölbreytta, skilvirka og örugga heilbrigðisþjónustu.</p><p> </p><p>Af stórum verkefnum undir yfirskrift Betri heilbrigðisþjónustu má nefna fjármögnun eftir forskrift, þjónustustýring með áherslu á heilsugæsluna sem fyrsta viðkomustað í heilbrigðiskerfinu og síðast en ekki síst nýtt og gjörbreytt greiðsluþátttökukerfi fyrir heilbrigðisþjónustu. </p><p> </p><p>Nýja greiðsluþátttökukerfið er nú fullsmíðað, það er kennt við hinn mikla tölfræðivölund Pétur heitinn Blöndal – blessuð sé minning hans - og ég kynnti frumvarp um nýja kerfið á Alþingi í vikunni. Leiðarljósið að baki er einföldun í þágu sjúklinga með áherslu á að verja þá sem mest þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda fyrir háum útgjöldum.</p><p> </p><p>Samkvæmt frumvarpinu verður tryggt að mánaðarlegar greiðslur fólks fari aldrei yfir tiltekið hámark og sett verður þak á árleg heildarútgjöld fólks fyrir þá heilbrigðisþjónustu sem fellur undir nýja greiðsluþátttökukerfið. Hámarksgreiðslur hjá öldruðum, öryrkjum og börnum verða lægri en hjá almennum notendum. Með nýja greiðsluþátttökukerfinu verður stigið mikilvægt skref í átt til þjónustustýringar með áherslu á heilsugæsluna sem fyrsta viðkomustað. Þetta skref felst í því að tryggja börnum að 18 ára aldri fulla greiðsluþátttöku hins opinbera fái þau tilvísun heilsugæslu vegna þjónustu sem þau þurfa að sækja til sjálfstætt starfandi sérfræðinga. Án tilvísunar þarf hins vegar að greiða fyrir þjónustuna. </p><p> </p><p>Ég vil nefna í beinu framhaldi af þessu – af því að sumir gagnrýna að ekki skuli hafa verið stigið það skref að taka sálfræðiþjónustu inn í nýja greiðsluþátttökukerfið – að ég hef lagt áherslu á að bæta aðgengi að þjónustu sálfræðinga á landsvísu og hef unnið að því markvisst. Ég hef kosið að gera það í gegnum heilsugæsluna og nýta þannig tækifærið til að styrkja þá grunnstoð opinbera heilbrigðiskerfisins. </p><p> </p><p>Ég held að flestir ef ekki allir telji verulegan akk í því að auka þverfaglega þjónustu heilsugæslunnar með aðkomu fleiri fagstétta og sálfræðingar geta gegnt afar mikilvægu hlutverki í þjónustu margra þeirra sem þangað sækja. Í fjárlögum þessa árs voru settar um 70 milljónir króna til að fjölga sálfræðingum innan heilsugæslunnar og það gerir kleift að bjóða sálfræðiþjónustu í heilsugæslu allra heilbrigðisumdæma landsins. </p><p> </p><p>Í tillögu til ályktunar sem liggur fyrir Alþingi um stefnu í geðheilbrigðismálum er sett fram áætlun um fjölgun sálfræðinga í heilsugæslu og er sú áætlun að breskri fyrirmynd. Ég tel rétt og sjálfsagt að vinna áfram í samræmi við þessa áætlun og styrkja þannig heilsugæsluna til að mæta betur þörfum þeirra sem þangað leita. </p><p> </p><p>Góðir gestir.</p><p> </p><p>Ég held áfram að tala um heilsugæsluna, því þar er svo margt nýtt að gerast. Nýtt fjármögnunarkerfi fyrir heilsugæsluna hefur verið smíðað og verður til að byrja með innleitt í heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, eins og nokkuð hefur verið rætt um opinberlega að undanförnu.</p><p> </p><p>Nýja fjármögnunarkerfið byggist á aðferð sem þróuð hefur verið og er vel þekkt í Svíþjóð. </p><p> </p><p>Í stuttu máli ráðast fjárframlög til reksturs heilsugæslustöðva af sjúklingunum sem stöðvarnar sinna. </p><p> </p><p>Unnin hefur verið kröfulýsing um rekstur heilsugæslunnar í nýju fjármögnunarkerfi. Þessi lýsing verður viðmið fyrir allan heilsugæslurekstur á höfuðborgarsvæðinu, hvort sem um ræðir stöðvar í opinberum rekstri eða einkareknar stöðvar. Í kröfulýsingunni er m.a. kveðið á um hámarksbið eftir þjónustu, kröfur til húsnæðisins, lækningatækja og annars búnaðar, skipulag lyfjamála, skráningu heilbrigðisupplýsinga, samtengingu sjúkraskráa og sérstaklega er kveðið á um gæði þjónustunnar sem mæld verður samkvæmt skilgreindum mælikvörðum. </p><p> </p><p>Það skiptir mjög miklu máli í nýju fjármögnunarkerfi að þar munu ólík rekstrarform sitja við sama borð, andstætt því sem nú er. Opinberar stöðvar og einkareknar geta því keppt um að veita sjúklingum gæðaþjónustu á jafnréttisgrundvelli og þar með verður samanburður á þjónustu, gæðum og afköstum heilsugæslustöðva raunhæfur og sanngjarn.</p><p> </p><p>Ég vil líka skjóta því að hér að unnið hefur verið að innleiðingu framleiðslutengdrar fjármögnunar í bráðaþjónustunni eftir svokölluðu DRG kerfi sem er notað í flestum okkar nágrannalöndum. Áformað er að taka kerfið í notkun í áföngum, fyrst á Landspítala árið 2017.</p><p> </p><p>Ég og aðrir þeir sem unnið hafa að undirbúningi þessara miklu breytinga væntum þess að breytt fyrirkomulag fjármögnunar í heilsugæslunni og aðrar þær breytingar sem hér hefur verið lýst feli í sér margvíslegan ávinning, jafnt faglegan og fjárhagslegan í þágu allra sem hagsmuna eiga að gæta, jafnt sjúklinga, starfsfólks, rekstraraðila og skattgreiðenda.</p><p>Það eru mörg jákvæð teikn á lofti í heilsugæslunni. Í fjárlögum þessa árs voru settar 220 milljónir króna til að fjölga námsstöðum í heimilislækningum og heilsugæsluhjúkrun og veita heilsugæslunni aukið fjármagn til að ráða í fleiri sérfræðingstöður í heimilislækningum eða aðrar stöður heilbrigðisstarfsfólks. Þetta er að skila árangri og við sjáum nú vaxandi áhuga fagfólks fyrir því að starfa í heilsugæslunni sem er mikið fagnaðarefni.</p><p> Góðir gestir.</p><p> </p><p>Ég kynnti fyrir skömmu tvö stór og mjög brýn verkefni í heilbrigðisþjónustunni þar sem tekist er á við erfiðan og uppsafnaðan vanda eftir mögur ár og ýmsa erfiðleika sem við höfum þurft að takast á við. Bið sjúklinga eftir aðgerðum lengdist verulega og því var algjörlega nauðsynlegt að ráðast til atlögu við það mál með sérstökum aðgerðum og til að byrja með að stytta bið eftir völdum aðgerðum. </p><p> Annað stórt verkefni sem ráðist hefur verið í og ég kynnti fyrir skömmu eru ný og aukin úrræði til að mæta útskriftarvanda Landspítalans. </p><p> </p><p>Í því skyni var opnuð 18 rúma útskriftardeild á Landspítala auk þess sem ákveðið var að fjölga endurhæfingarrýmum, efla heimahjúkrun á höfuðborgarsvæðinu og taka að nýju upp helgaropnun á Hjartagátt Landspítala, svo nokkuð sé nefnt.</p><p> Burtséð frá þessum verkefnum varðandi útskriftarvandann var áður ákveðið með fjárlögum að stórefla heimahjúkrun um land allt. Góð heimahjúkrun gerir fólki kleift að búa lengur heima en það þarf líka að huga að uppbyggingu fyrir þá sem þurfa meiri aðstoð og dvöl á hjúkrunarheimili. Í upphafi árs kynnti ég framkvæmdáætlun um byggingu 214 nýrra hjúkrunarrýma. Byggð verða tvö ný hjúkrunarheimili á höfuðborgarsvæðinu og verða fyrstu samningar þess efnis undirritaðir á næstu dögum. Einnig er gert ráð fyrir byggingu hjúkrunarheimilis á Árborgarsvæðinu og svo má geta um ákvörðun um byggingu hjúkrunarheimilis í Hafnarfirði á lóð Sólvangs.</p><p> </p><p>Góðir gestir.</p><p> </p><p>Margt hef ég sagt og tíundað af verkefnum sem til framfara og úrbóta horfa í heilbrigðisþjónustunni. Ég gæti þó haldið lengi áfram, því ég hef sleppt því að tala um átak gegn lifrabólgu C og einnig um þá miklu uppbyggingu sem hafin er á Landspítalanum við Hringbraut eftir langan aðdraganda og viðamikinn undirbúning. Þar munum við sjá drauminn um öflugt og nútímalegt þjóðarsjúkrahús rætast. </p><p> </p><p>Þetta er orðin býsna löng ræða og samt hefði ég svo gjarna viljað ræða aðeins við ykkur um tillögu til þingsályktunar um heilbrigðisstefnu til ársins 2022. Hún liggur nær fullsköpuð á skrifborðinu mínu og ég stefni á að kynna hana almenningi. Í stuttu máli eru þar sett fram það markmið að byggja upp og styðja við góða heilbrigðisþjónustu, efla lýðheilsu og stuðla að almennu heilbrigði og vellíðan landsmanna. Með heilbrigðisstefnunni verður lagður grunnur aðgerðaáætlana um uppbyggingu og úrbætur í heilbrigðisþjónustu og skipulagi hennar um allt land. </p><p> </p><p>Ég læt þetta verða lokaorðin og óska ykkur öllum alls hins besta, gæfu og gengis í mikilvægum störfum og ánægjuríks fundar hér í dag.</p><p><br></p>

2016-01-22 00:00:0022. janúar 2016Einstakt lýðheilsuátak - heilbrigðisráðherra skrifar um átak til að útrýma lifrarbólgu C

<div class="single-news__big-image"><figure><a href="/media/velferdarraduneyti-media/media/radherrar2013/Kristjan-Thor-Juliusson.JPG"><img src="/media/velferdarraduneyti-media/media/radherrar2013/Kristjan-Thor-Juliusson.JPG?proc=singleNewsItem" alt="Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra" class="media-object"></a><figcaption>Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra</figcaption></figure></div><p><strong>Grein eftir Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra<br /> Birtist í Fréttablaðinu 22. janúar 2016</strong><br /> </p> <p>Í dag er einstöku meðferðarátaki við lifrarbólgu C&#160; hleypt af stokkunum. Átakið felur í sér að að unnt verður að veita öllum þeim 800-1000 einstaklingum sem eru sjúkratryggðir á Íslandi og hafa greinst með lifrabólgu C bestu fáanlegu meðferð með nýjum lyfjum. Átak af þessari stærðargráðu, þar sem öllum býðst besta fáanlega meðferð, er fordæmalaus á heimsvísu.</p> <p>Lifrarbólga C er alvarlegur og í mörgum tilvikum lífshættulegur sjúkdómur þar sem þekktar afleiðingar eru skorpulifur, lifrarkrabbamein og lifrarbilun.</p> <p>Flestir sem sýkjast af lifrarbólgu fá langvinna sýkingu sem krefst meðferðar. Sú lyfjameðferð sem helst er beitt getur læknað fólk en dugir ekki alltaf. Meðferð tekur marga mánuði og aukaverkanir eru nokkuð algengar og geta reynst sjúklingum erfiðar.</p> <p>Á síðustu misserum hafa komið fram ný lyf við lifrarbólgu C sem kalla má byltingarkennd þar sem þau lækna á bilinu 95 til 100% sjúklinga sem eru meðhöndlaðir með þeim, auk þess að hafa mun minni aukaverkanir en eldri lyf. Sá hængur er á að þessi lyf eru mjög dýr sem gerir það að verkum að heilbrigðisyfirvöld í þeim löndum þar sem lyfin hafa á annað borð verið innleidd gera það með ströngum skilyrðum þar sem aðeins lítill hluti smitaðra fær slíka meðferð samkvæmt forgangsröðun sem byggist á faglegu mati lækna.</p> <p><strong>Ísland fær einstakt tækifæri</strong></p> <p>Með átakinu er stefnt að því að vinna bug á sjúkdómnum hér á landi og stemma stigu við frekari útbreiðslu hans. Forsenda þess að unnt er að ráðast í þetta risavaxna verkefni, er samstarf við lyfjafyrirtækið Gilead Sciences sem í faraldsfræðilegu rannsóknarskyni leggur til lyfið Harvoni fyrir alla þá sjúklinga sem smitaðir eru og þiggja meðferð. Samhliða meðferðarátakinu munu fara fram rannsóknir á árangri þess til lengri og skemmri tíma, m.a. á sjúkdómsbyrði og á langtímakostnað við heilbrigðisþjónustu.</p> <p>Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum 6. október sl. að veita árlega, næstu þjrú árin, 150 milljónir króna til átaksins sem varið verður til blóðrannsókna og annarrar þjónustu sem tengist meðferðinni. Jafnframt fól ríkisstjórnin mér að ganga frá samkomulagi íslenskra heilbrigðisyfirvalda og Gilead um verkefnið.&#160; Í dag staðfesti ég þennan samning Landspítala og Gilead.</p> <p>Ein af mikilvægustu forsendum þess að lýðheilsuátak eins og þetta sé raunhæft og framkvæmanlegt er sú að við erum fámenn eyþjóð auk þess sem við búum við gott heilbrigðiskerfi með trausta innviði.</p> <p><strong>Langur aðdragandi og vandaður undirbúningur</strong></p> <p>Undirbúningur að þessu verkefni hefur staðið á vel á annað ár. Hópur lækna á Landspítala hafði forystu um málið í samvinnu við fyrirtækið Gilead en á síðari stigum undirbúningsins komu að verkefninu breiður hópur fagfólks Landspítala, fulltrúar velferðarráðuneytisins, SÁÁ og fleiri aðila. Sóttvarnalæknir hefur átt afar mikilvæga aðkomu að verkefninu, enda fellur verkefnið að 5. gr. sóttvarnalaga nr. 19/1997. Landspítali mun leggja til starfsmenn, aðstöðu og nauðsynlegar greiningarannsóknir en yfirumsjón með verkefninu verður á hendi Sóttvarnalæknis.</p> <p>Ég vil að lokum lýsa þakklæti mínu í garð allra þeirra fjölmörgu aðila sem hafa um langt skeið lagt nótt við dag til að undirbúa og gera mögulegt þetta einstæða lýðheilsuverkefni. Fjöldi fólks sem glímir við erfiðan sjúkdóm eygir nú von um lækningu og betra líf. Eins og Haraldur Briem fyrrverandi sóttvarnalæknir hefur bent á má með þessu átaki binda vonir við að okkur takist að rjúfa þennan vítahring smits og bægja þessum landlæga og alvarlega sjúkdómi frá til framtíðar.</p> <p>Það er til mikils að vinna.</p> <p>Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra</p>

2016-01-21 00:00:0021. janúar 2016Nýr og öflugur tækjabúnaður tekinn í notkun á rannsóknakjarna Landspítala

<p></p> <p><strong>Ávarp Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra</strong></p> <p></p> <p>Sæl öll – og ég býð ykkur góðan dag, því þetta er virkilega góður dagur og einn af mörgum slíkum undanfarið hér á Landspítalanum við Hringbraut.</p> <p></p> <p>Eftir mögur ár er Landspítalinn að ná vopnum sínum og vörn hefur verið snúið í sókn. Erfiðar kjaradeilur eru að baki og kominn á vinnufriður þar sem starfsfólkið er vonandi sáttara við sitt en áður. Framlög til Landspítala hafa síðustu þrjú ár verið aukin umtalsvert, verulega hefur verið aukið við fé til tækjakaupa samkvæmt sérstakri tækjakaupaáætlun og síðast en ekki síst er nú markvisst unnið að því að hrinda í framkvæmd áformum um Nýjan Landspítala við Hringbraut. Stutt er síðan ég fékk þann heiður að taka fyrstu skóflustunguna að nýja sjúkrahótelinu sem rísa mun hér á Landspítalalóðinni. Samkvæmt fjárlögum verður ríflega 1.800 milljónum króna varið til uppbyggingar landspítala við Hringbraut á þessu ári, annars vegar vegna sjúkrahótelsins og hins vegar vegna fullnaðarhönnunar á meðferðarkjarna sjúkrahússins.</p> <p></p> <p>Önnur skóflustunga sem boðar bjartari tíma fyrir spítalann okkar allra var tekin fyrir skemmstu vegna byggingar húsnæðis fyrir nýjan jáeindaskanna sem Íslensk erfðagreining ákvað af miklum rausnarskap að færa þjóðinni. Þeir sem til þekkja segja að skanninn muni valda byltingu í greiningu og meðferð sjúkdóma, einkum krabbameina, og leiða til markvissari meðferðar og enn fremur fækka óþörfum skurðaðgerðum.</p> <p></p> <p>Og nú erum við hér saman komin til að taka formlega í notkun nýja flæðilínu sjúkrahússins sem unnið hefur verið að því að skipuleggja, þróa og setja upp um árabil. Í þessu felst endurnýjun tækjabúnaðar og endurskipulagning á húsnæði Rannsóknarkjarna Landspítalans þar sem markmiðið er að bæta starfsumhverfi starfsfólksins og flæði sýna til rannsókna. Miðað við það sem ég hef kynnt mér varðandi nýju flæðilínuna þá er hér um að ræða flókið verkefni, hvort sem horft er til tækjabúnaðar eða ferla við rannsóknir. Ég ætla öðrum fara út í þá sálma og útskýra í hverju þetta allt saman felst. Kjarni málsins er að nýja flæðilínan með tilheyrandi nýjum tækjabúnaði og aukinni sjálfvirkni leiðir til ávinnings sem mæla má í auknum afköstum, skjótari niðurstöðum úr rannsóknum, bættri smitgát og aukinni hagkvæmni í rekstri. Þessi atriði eru hvert öðru mikilvægara. Þarna fara saman hagsmunir sjúklinga, aukin gæði, betri þjónusta, aukin hagkvæmni og bætt starfsumhverfi þeirra sem vinna við rannsóknirnar sem hér fara fram.</p> <p>Ég óska okkur öllum innilega til hamingju með áfangann og daginn.</p>

2015-11-20 00:00:0020. nóvember 2015Málþing félags íslenskra hjúkrunarfræðinga: Heilbrigðisþjónustan: Þátttaka, þróun og framtíðarsýn

<p></p> <p><strong>Ávarp Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra á málþingi<br /> Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga</strong></p> <p></p> <p>Komið þið sæl öll sömul – og til hamingju með þetta málþing sem mér sýnist metnaðarfullt og áhugavert af dagskránni og viðfangsefninu að dæma.</p> <p></p> <p>Dagskráin fyrir hádegi ber yfirskriftina „Heilbrigðisþjónusta í nútíð og framtíð“ sem má segja að sé eimmitt viðfangsefni heilbrigðisráðherra í víðasta skilningi. Annars vegar snýst það um þær áskoranir sem blasa við í heilbrigðiskerfinu í dag þannig að unnt sé að veita landsmönnum heilbrigðisþjónustu í samræmi við lög og þá vísa ég til laga um heilbrigðisþjónustu um að allir landsmenn skuli eiga kost á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma eru tök á að veita. Hins vegar lít ég á það sem verkefni heilbrigðisráðherra að fjalla um þær áskoranir sem fyrirsjáanlegar eru í framtíðinni vegna margvíslegra breytinga og þróunar sem mögulega þarf að mæta með breyttum áherslum og skipulagi svo áfram verði unnt að veita öllum landsmönnum fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem tök eru á, líkt og segir í lögum. Og á það má jafnframt minna að það ríkir almenn samstaða um það hér á landi að allir landsmenn skuli eiga sama rétt til heilbrigðisþjónustu, óháð efnahag, búsetu eða öðrum félagslegum þáttum.</p> <p></p> <p>Heilbrigðismál og rekstur heilbrigðiskerfa eru með stærstu, viðamestu, flóknustu og útgjaldafrekustu viðfangsefnum hins opinbera á Vesturlöndum og margt veldur því að stöðugur þrýstingur er á hlutfallslega útgjaldaaukningu í heilbrigðiskerfum þjóða. Þetta veldur stöðugri glímu um fjármuni og kallar á látlausa endurskoðun einstakra viðfangsefna og heilbrigðiskerfisins í heild og þrotlausa leit að leiðum til að auka skilvirkni og hagkvæmni án þess að það bitni á þjónustunni eða gæðum hennar.</p> <p></p> <p>Aldurssamsetning þjóðarinnar breytist ört þar sem öldruðum fjölgar hratt sem hlutfalli af heildinni. Þetta er staðreynd sem verður að taka inn í allt skipulag og stefnumótun á sviði heilbrigðismála. Það er jákvætt að margvísleg framþróun undanfarinna áratuga hefur leitt til betri heilsu og lengra æviskeiðs, en ört stækkandi hópi aldraðra fylgir jafnframt vaxandi byrði vegna fjölþættra langvinnra sjúkdóma. Á sviði lýðheilsu sjáum við margvísleg alvarleg heilsufarsvandamál vegna heilsuspillandi lífsstíls sem birtast jafnvel eins og faraldrar, svo sem sjúkdómar tengdir offitu og hreyfingarleysi og sjúkdómar tengdir ofneyslu áfengis og annarra ávanabindandi fíkniefna.</p> <p></p> <p>Í heilbrigðisvísindum fleygir tækninni fram. Ný tæki og ný lyf hafa komið fram á sjónarsviðið sem valda jafnvel straumhvörfum og geta breytt miklu um greiningu og meðferð tiltekinna sjúkdóma og þar með möguleika sjúklinganna til betra lífs. Í sumum tilvikum fela þessar nýjungar í sér slíkan kostnað að við það verður ekki ráðið án þess að beita forgangsröðun og afar ströngum skilyrðum.</p> <p></p> <p>Ég lít á stefnumótun til framtíðar sem eitt af mikilvægustu viðfangsefnum mínum sem heilbrigðisráðherra. Stefnumótun sem tekur mið af þeim þáttum og þróun sem ég hef rakið hér og skapar okkur traustan grunn að standa á þegar taka þarf ákvarðanir um skipulag og uppbyggingu heilbrigðiskerfisins.</p> <p></p> <p>Ég segi það gjarna að í hverri áskorun sem á vegi manns verður felast tækifæri og fyrir því á maður að vera vakandi. Í heilbrigðiskerfinu höfum við Íslendingar áratugum saman státað réttilega af því að vera í fremstu röð – en mig grunar að þessi góði árangur hafi að einhverju leyti staðið í vegi fyrir því að ráðist hafi verið í ýmsar breytingar og úrbætur þar sem þess hefur þó verið þörf. Við getum gert betur og það er margt varðandi skipulag heilbrigðiskerfisins em þarf að bæta til að auka hagkvæmni, skilvirkni og gæði. Þess vegna legg ég áherslu á að móta skýrari framtíðarsýn og stefnu á mikilvægum málefnasviðum. Slík stefnumótunarvinna hefur verið sett á oddinn í velferðarráðuneytinu á síðustu misserum. Þar má nefna mótun heilbrigðisstefnu til ársins 2020 sem lögð verður fyrir Alþingi á næstunni, stefnu í geðheilbrigðismálum sem ég hef nýlega lagt fyrir Alþingi sem tillögu til þingsályktunar og stefnu í lyfjamálum sem brátt verður kynnt. Loks nefni ég úttekt á heilbrigðishluta öldrunarþjónustunnar með skýrari sýn að markmiði sem nú er unnið að á mínum vegum, að ógleymdri skýrslu ráðgjafahóps sem unnið hefur ýtarlegar tillögur að íslenskri krabbameinsáætlun.</p> <p></p> <p>Björn Zoega er formaður áætlunar um Betri heilbrigðisþjónustu sem ég ýtti úr vör fljótlega eftir að ég tók við ráðherrastóli. Hann mun kynna hvað í áætlunninni felst hér á eftir, en í raun er um að ræða nokkur stór verkefni sem unnið hefur verið að - sumum hverjum um margra ára skeið í einhverri mynd. Ég ákvað að skapa þessum verkefnum skýrari umgjörð og koma þeim í ákveðinn farveg, einfaldlega til skerpa sýnina og koma þeim hraðar áfram.</p> <p></p> <p>Eitt stórra verkefna sem þarna eru undir er þróun einnar samtengdrar rafrænnar sjúkraskrár á landsvísu sem unnið er að hjá Embætti landlæknis. Þar hafa verið stigin stór skref á síðustu misserum með samtengingum og nýjungum sem skipta miklu og stuðla að auknum gæðum og öryggi heilbrigðisþjónustunnar. Sameining heilbrigðisstofnana var liður í áætlun um Betri heilbrigðisþjónustu. Því verkefni er lokið þar sem í hverju heilbrigðisumdæmi er nú ein öflug heilbrigðisstofnun í stað margra smærri stofnana líkt og áður.</p> <p></p> <p>Efling heilsugæslunnar og innleiðing þjónustustýringar í heilbrigðiskerfinu er eitt af stærstu og mikilvægustu verkefnunum innan áætlunarinnar um Betri heilbrigiðsþjónustu. Við höfum rætt um það árum og raunar áratugum saman að heilsugæslan eigi að vera fyrsti viðkomustaður fólks í heilbrigðiskerfinu, en í raun hefur lítið verið gert til að styðja þann vilja í verki. Ég tel algjörlega nauðsynlegt að gera breytingar sem stuðla að því að heilsugæslan geti sinnt þessu hlutverki í raun og þar tel ég að innleiðing þjónustustýringar í heilbrigðiskerfinu sé mikilvægur þáttur. Við þurfum að bæta aðgengi fólks að heilsugæslunni og við þurfum að auka þverfaglegt samstarf innan hennar með áherslu á að nýta þekkingu einstakra fagstétta sem best. Þarna held ég að séu sóknarfæri og ég reikna með samvinnu við ykkur hjúkrunarfræðinga meðal annarra fagstétta við að þróa þessar hugmyndir frekar.</p> <p></p> <p>Góðir fundarmenn.</p> <p></p> <p>Við eigum að baki allmörg erfið ár í heilbrigðiskerfinu. Ár niðurskurðar, ár vinnudeilna og verkfalla og ár átaka af ýmsu tagi. Það hefur reynt á heilbrigðiskerfið, á starfsfólkið og á sjúklingana sem þangað þurfa að leita. Ég bind nú vonir við að við séum komin fyrir vind og horfum fram á betri tíma.</p> <p></p> <p>Síðustu ár hefur reynst mögulegt að auka framlög til heilbrigðiskerfisins og þar er nú hafin raunveruleg uppbygging á öllum sviðum. Á stóru sjúkrahúsunum er verið að endurnýja tækjakostinn með auknu fjármagni samkvæmt ákveðinni áætlun – og ekki má gleyma stórgjöf Íslenskrar erfðagreiningar sem gerir kleift að kaupa til Landspítala og setja upp svonefndan jáeindaskanna sem lengi hefur verið rætt um að sé mikil þörf fyrir og vaxandi í ljósi þeirra möguleika sem fylgja þeirri tækni.</p> <p></p> <p><span>Heilsugæslan verður efld til muna á næsta ári með auknu fé, líkt og fram kemur í fjárlagafrumvarpinu.</span> <span>Framlag til heilsugæslu og heimahjúkrunar verður aukið um tæpar 500 milljónir króna með áherslu á ýmis ný verkefni. Sérfræðingum í heimilislækningum verður fjölgað, stöðum sálfræðinga sömuleiðis og framlög aukin til að bæta við námsstöðum í heimilislækningum og heilsugæsluhjúkrun.</span></p> <p></p> <p>Uppbygging Landspítala við Hringbraut er hafin. Vilji og stefna stjórnvalda í því máli liggur fyrir og verkin tala nú sínu máli, því fyrsta skóflustunga að sjúkrahóteli við Landspítalann var tekin 11. þessa mánaðar og verkið því komið á framkvæmdastig.</p> <p></p> <p>Ég er bjartsýnn á framtíðina og sannfærður um að í heilbrigðismálum sé búið að snúa vörn í sókn. Auðvitað eru mörg verkefni sem þarf að leysa, margt sem þarf að bæta eða endurskipuleggja, verkefnin framundan eru óþrjótandi og að mörgu að hyggja. Íslenska heilbrigðiskerfið er gott af því að innan þess starfar öflugt og vel menntað fólk með mikinn metnað. Ég geri mér fulla grein fyrir því að heilbrigðisþjónustan stendur og fellur með starfsfólkinu og því þarf stöðugt að huga að því hvernig við getum haldið í það fólk sem við höfum, hvernig við getum laðað fleiri til starfa og hvernig við getum tryggt nauðsynlega nýliðun vel menntaðs heilbrigðisstarfsfólks.</p> <p></p> <p><span>Ég get ekki látið undir höfuð leggjast að nefna hér mál sem ég veit að liggur mjög þungt á hjúkrunarfræðingum – og raunar heilbrigðisstarfsfólki yfirleitt. Hér vísa ég til málaferla sem eru einstök hér á landi þar sem tiltekinn hjúkrunarfræðingur er sakaður um að hafa gert mistök sem leiddu til dauða sjúklings. Að sjálfsögðu legg ég ekkert mat á þetta tiltekna mál en lýsi samúð minni með öllum sem eiga um sárt að binda vegna þess. Ég vil minna hér á skýrslu starfshóps sem ég skipaði í byrjun þessa árs og fól að móta tillögur um verklag í tengslum við tilkynningar og rannsókn</span> <span>óvæntra dauðsfalla sem ætla má að rekja megi til mistaka, vanrækslu eða óhappatilviks við meðferð sjúklings. Þessi starfshópur skilaði mér afar vel unnum tillögum um leiðir sem jöfnum höndum hafa það markmið að stuðla að auknu öryggi sjúklinga og bættu starfsumhverfi heilbrigðisstarfsfólks. Ég held að þetta tvennt verði ekki sundur skilið ef vel á að vera og vil fullvissa ykkur hér um að ég mun gera allt sem í mínu valdi til að hrinda í framkvæmd tillögum hópsins til úrbóta.</span></p> <p></p> <p>Fleiri ætla ég ekki að hafa orð mín að þessu sinni. Gangi ykkur vel í störfum ykkar og njótið dagsins.</p> <p></p> <p>&#160;</p> <p></p> <p>&#160;</p> <p>&#160;</p>

2015-11-06 00:00:0006. nóvember 2015Haustfundur Sálfræðingafélags Íslands 2015

<p></p> <p><strong>Ávarp Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra</strong></p> <p></p> <p>Heilir og sælir sálfræðingar og þakka ykkur fyrir að bjóða mér til árlegs haustfundar ykkar.</p> <p></p> <p>Mér var sagt að aðalumfjöllunarefni fundarins væri aukið aðgengi að sálfræðiþjónustu – og ég í því sambandi get ég sagt strax að minn vilji stendur til þess að auka hlut sálfræðinga í heilbrigðisþjónustunni. Eins og þið vitið hef ég þegar tekið skref í þá átt þar sem gert er ráð fyrir að auka fé til heilsugæslunnar um nærri 70 milljónir króna á komandi ári, líkt og fram kemur í fjárlagafrumvarpinu, til að fjölga stöðugildum sálfræðinga.</p> <p></p> <p>Þessi áform um fjölgun sálfræðinga í heilsugæslunni tengjast áætlun sem ég ýtti úr vör í byrjun síðasta árs undir yfirskriftinni Betri heilbrigðisþjónustu og hefur það m.a. að markmiði að efla þjónustu heilsugæslunnar í landinu og bæta aðgengi að henni. Liður í því er að efla þverfaglegt samstarf innan heilsugæslunnar og stuðla með því að breiðari sérfræðiþekkingu í þágu sjúklinga.</p> <p></p> <p>Stefnt er að því að fjölga stöðugildum sálfræðinga í heilsugæslunni um átta á næsta ári og gangi það eftir verður þar með unnt að bjóða sálfræðiþjónustu í heilsugæslu í öllum heilbrigðisumdæmum landsins. Til lengri tíma litið er stefnt að því að fjölga stöðugildunum enn frekar. Horft er til breskrar fyrirmyndar um aukið aðgengi að sálfræðingum – að er áætlun sem kallast <em>Improving Access to Psychological Therapies</em> en samkvæmt henni er áætlað að eitt stöðugildi sálfræðings þurfi á hverja 9.000 íbúa. Ef þessar tölur eru yfirfærðar á Ísland þýðir þetta að þörf er fyrir 36,6 stöðugildi sálfræðinga í grunnþjónustu heilsugæslunnar.</p> <p></p> <p>Ég veit ekki hvort ykkur er öllum kunnugt um að nú er tilbúin tillaga til þingsályktunar um stefnu í geðheilbrigðismálum til fjögurra ára sem verður væntanlega birt á vef Alþingis strax eftir helgi. Stefnumótunarvinnan hefur staðið yfir í nefnd sem starfað hefur á mínum vegum um alllangt skeið og hefur að ég tel skilað mjög vandaðri vinnu. Í þeirri stefnumótun hefur einmitt verið gert ráð fyrir fjölgun sálfræðinga í heilsugæslu á sömu forsendum og ég hef nú greint frá hér.</p> <p></p> <p>Það skal tekið fram að Alþingi á eftir að fjalla um þingsályktunartillöguna, en ég get sagt það hér að inni í stefnunni sem þar er lögð fram er sett það markmið að í árslok 2017 verði aðgengi að gagnreyndri meðferð sálfræðinga við algengustu geðröskunum, svo sem þunglyndi, kvíðaröskunum og áfallastreitu á 50% heilsugæslustöðva og á 90% heilsugæslustöðva í lok árs 2019.</p> <p></p> <p>Góðir fundarmenn.</p> <p></p> <p>Fyrir um það bil hálfum mánuði kynnti ég ákvörðun mína um átak til að stytta bið eftir þjónustu hjá Þroska- og hegðunarstöðinni. Tilvísunum barna til stöðvarinnar hefur fjölgað verulega ár frá ári, en þangað er eins og&#160; þið vitið, vísað börnum til greiningar vegna ofvirkni og athyglisbrests, röskunar á einhverfurófi, hegðunarvanda, kvíða og &#160;depurðar. Árið 2013 voru tilvísanir til stöðvarinnar 405, árið 2014 voru þær 456 og á þessu ári stefnir í að þær verði yfir 500. Biðlistar hafa því lengst jafnt og þétt síðustu misserin og bíða nú hátt í fjögur hundruð börn sem fengið hafa tilvísun eftir þjónustu og meðferð.</p> <p></p> <p>Það er rétt að taka fram þessi mikla aukning tilvísana til Þroska- og hegðunarmiðstöðvarinnar endurspeglar alls ekki raunfjölgun tilvísana, heldur er að verulegu leyti um að ræða tilfærslur í kerfinu þar sem börnum sem áður var t.d. sinnt hjá Greiningar- og ráðgjafarstöðinni eða á BUGL er nú vísað þangað. Eitthvað af þessu er þó raunaukning. Það segir sig sjálft að við Þroska- og hegðunarstöðin getur ekki mætt svo auknu álagi án aðgerða og því ákvað ég að auka fjárveitingar þangað með það að markmiði að veita á þessu og næsta ári allt að 200 fleiri börnum þjónustu en ella hefði verið mögulegt.</p> <p></p> <p>Það er mikilvægt að ekki sé of langur biðtími eftir greiningum, enda er greining er jafnan forsenda fyrir meðferð og nauðsynlegum úrræðum.</p> <p></p> <p>Að þessu sögðu langar mig að viðra svolítið hugleiðingar sem ég er alls ekki kominn langt með, en það eru í raun spurningar um hvort við séum mögulega komin með vott af greiningaráráttu og of ríka þörf fyrir að hengja merkimiða á fólk, bæði börn og fullorðna og gera það að algjörri forsendu fyrir því að veita stuðning eða aðstoð. Er hugsanlegt að hægt sé að bregðast við vandamálum, t.d. hegðunarvanda skólabarna, í meira mæli en gert er og án mjög flókinna greininga, t.d. innan skólanna sjálfra? Mér finnst ástæða til að velta þessu upp og þætti áhugavert að heyra fagfólk velta þessu fyrir sér með opnum huga.</p> <p></p> <p>Eins og ég greindi frá um leið og ég kynnti ákvörðun um átak til að stytta bið eftir þjónustu Þroska- og hegðunarmiðstöðvarinnar þá hef ég ákveðið að setja á fót vinnuhóp til að skoða í víðu samhengi stöðu þeirrar þjónustu sem þar er veitt, í samvinnu við þá aðila sem málið varðar og er stefnt að því að ljúka þeirri vinnu fyrir lok næsta árs. Ég held að það sé nauðsynlegt að skoða samspil þeirra stofnana sem koma að málefnum barna, raunar hvaða nafni sem þær nefnast, kortleggja þau ferli sem fyrir eru þegar vandi steðjar að og ræða hvort hægt sé að breyta ferlum, samvinnu eða vinnulagi til að bæta þjónustu og auka skilvirkni þannig að sem fyrst sé hægt að grípa inn í vandamál og bæta aðstæður barna og fjölskyldna þegar þess er þörf.</p> <p></p> <p>Þið eigið sjálfsagt eftir að hafa spurnir að þessari vinnu þegar hún fer af stað – sálfræðingar munu eflaust eiga þar einhverja aðkomu með fleirum, því ég legg áherslu á að vinnan verði fagleg með aðkomu þeirra sem lagt geta af mörkum vegna þekkingar sinnar.</p> <p></p> <p>Ég ætla ekki að hafa orð mín fleiri að sinni, en óska ykkur góðs í störfum ykkar.</p> <p></p> <p>&#160;</p> <p></p> <p>&#160;</p> <p></p> <p>&#160;</p> <p></p> <p>&#160;</p> <p>&#160;</p>

2015-10-07 00:00:0007. október 2015Ávarp ráðherra á ráðstefnu Frumtaka: Hver er réttur minn til heilbrigðisþjónustu?

<p><strong>Ávarp Kristján Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra</strong></p> <p>Komið þið sælir góðir gestir og aðstandendur Frumtaka sem fagna tíu ára afmæli samtakanna með þessu málþingi sem ég vona að hafi verið áhugavert og uppbyggilegt, um leið og ég þakka fyrir að fá að eiga síðasta orðið hér í dag.</p> <p>Ég hjó alveg sérstaklega eftir kynningu málþingsins sem mér þótti góð. Samkvæmt henni hefur verið rætt um stórar spurningar í þessu samhengi, s.s: Hvort spurt sé um fjármuni þegar líf er annars vegar? Hvort draga eigi mörkin einhvers staðar og þá hvar? og loks hvort við getum og hvort við eigum að reka fullkomnasta heilbrigðiskerfið sem völ er á að veita?</p> <p>Ég tel eðlilegt að nálgast þessa umræðu á grundvelli laga um heilbrigðisþjónustu, í hverjum segir að markmið laganna sé „...að allir landsmenn eigi kost á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma eru tök á að veita.“</p> <p>Þetta er mjög mikilvægt og inntakið í grundvallaratriðum alveg skýrt. Það fjallar um <strong>jafnan rétt allra landsmanna</strong> til heilbrigðisþjónustu – það felur í sér <strong>metnað og kröfur varðandi innihald og gæði</strong> þjónustunnar – og loks er með orðalaginu „...sem á hverjum tíma eru tök á að veita“ sett nauðsynleg umgjörð um veitingu heilbrigðisþjónustu sem meðal annars færir hinu lýðræðislega kjörna Alþingi,</p> <p>sem fer með <strong>löggjafar- og fjárveitingarvaldið</strong>, <strong>mikilvæga ábyrgð</strong> og leggur því jafnframt <strong>ríkar skyldur</strong> á herðar.</p> <p>Þetta síðastnefnda má segja að hafi verið staðfest á afgerandi hátt í nýlega föllnum dómi héraðsdóms í Harvoni-málinu svokallaða, með vísan til stjórnarskrárinnar, að fjárstjórnarvaldið sé hjá Alþingi og að ekkert gjald megi greiða nema heimild sé til þess í fjárlögum eða fjáraukalögum. Þetta er geysilega mikilvægt.</p> <p>Það er hins vegar líka alveg skýrt að það má ekki mismuna sjúklingum á grundvelli þess að fjármunir séu ekki fyrir hendi. Ákvarðanir um veitingu heilbrigðisþjónustu verða alltaf að vera faglegar og málefnalegar og ef hópur sjúklinga er í sömu þörf fyrir sömu þjónustu, þá er útilokað að þjónusta hluta hópsins en neita svo hluta hans með vísan til fjárskorts. – Höfum svo hugfast að faglega matið sem liggur að baki ákvörðun um hver fær hvaða þjónustu, lyf eða hvað annað er og verður alltaf á hendi fagfólksins sem eru sérfræðingar á viðkomandi sviði. Slíkar ákvarðanir eru ekki teknar og má aldrei taka af öðrum en fagfólki. Það eru engar ýkjur þegar ég segi að ein stærsta áskorunin sem stjórnendur í&#160; heilbrigðismálum mæta – og af ört vaxandi þunga, jafnt hér á landi sem annars staðar, snúi að vaxandi framboði nýrra og afar dýrra líftæknilyfja.</p> <p>Forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, Dr. Margaret Chan, sagði til að mynda árið 2013 að af tólf krabbameinslyfjum sem komið höfðu ný á markað árið áður hefðu ellefu þeirra verið svo dýr að kostnaður við meðferð eins sjúklings á ársgrundvelli var yfir þrettán milljónir íslenskra króna.</p> <p>Hún sagði jafnframt að þetta verð væri óviðráðanlegt fyrir flesta sjúklinga, flest heilbrigðiskerfi og flest tryggingakerfi, jafnt hjá ríkum sem fátækjum þjóðum.</p> <p>Ég nefni annað nærtækt dæmi. Í Danmörku hefur því verið haldið fram að ef engin forgangsröðun og áætlanagerð væri viðhöfð um innleiðingu nýrra lyfja myndu allar fjárveitingar til sjúkrahúsa fara í dýr sjúkrahússlyf árið 2020.</p> <p>Nærtækt dæmi um kostnaðarsamt lyf er umtalaða lyfið Harvoni við lifrarbólgu C. Þótt auðvelt sé að nefna mörg miklu dýrari lyf þegar horft er til meðferðar hvers einstaklings þá er vandinn í þessu máli ekki síður sá að um er að ræða mjög svo fjölmennan hóp sjúklinga sem myndi gagnast lyfið. – Nú hefur þetta mál reyndar fengið farsælar lyktir, líkt og kynnt var opinberlega í morgun og það er stórkostlegt fagnaðarefni að nú sé unnt að bjóða þessum viðkvæma sjúklingahópi bestu mögulega meðferð – og þá öllum sjúklingum sem smitaðir eru af þessum alvarlega sjúkdómi.</p> <p>Ég ætla samt aðeins að varpa ljósi á umfangið og hverju heilbrigðisyfirvöld stóðu frammi fyrir varðandi það að veita þessa bestu fáanlega lyfjameðferð. Hér á landi kostar meðferð sjúklings með þessum nýju lyfjum á bilinu sjö til þrettán milljónir króna. Talið er að ef hér á landi séu um 800 – 1000 einstaklingar með virkt lifrarbólgusmit. Ef heilbrigðisyfirvöld hefðu ætlað sér að tryggja öllu þessu fólki bestu meðferð með þessum nýju lyfjum hefði kostnaðurinn vegna þess verið allt að tíu milljarðar króna.</p> <p>Ef við skoðum þetta í stóra samhenginu, þá má geta þess til samanburðar að heildarkostnaður allra S-merktra lyfja á þessu ári er samkvæmt fjárlögum áætlaður um 6,5 milljarður króna! Með öðrum orðum: Öll fjárheimildin sem ætluð er til S-merktra lyfja myndi ekki hrökkva til.</p> <p>Þótt þetta mál sé leyst standa eftir sambærileg mál og slíkum málum mun bara fjölga. Það verður alltaf nauðsynlegt að forgangsraða innan fjárheimilda og þá verður að láta þá njóta forgangs sem veikastir eru.</p> <p>Góðir hálsar.</p> <p>Ég vona að enginn hér taki það óstinnt upp þótt ég fari nokkrum orðum um lyfjaverð og leyfi mér að segja að stundum blöskrar mér hvernig lyfjafyrirtæki eiga það til að haga sinni verðlagningu. Auðvitað veit ég vel að það er langt og strangt ferli að þróa ný lyf og koma því á markað. Að baki liggur mikil vinna, oft margra ára og jafnvel áratuga langar rannsóknir og síðan langt ferli prófana og svo framvegis og svo framvegis. Allt kostar þetta stórkostlega fjármuni og að sjálfsögðu vilja fyrirtækin ná þeim til baka og gott betur.</p> <p>Það er eðlilegt, en við höfum því miður ýmis dæmi um verðlagningu sem er útilokað að kalla eðlilega, heldur er miklu nærtækara að kalla alvarlega misnotkun fyrirtækja á aðstöðu sinni. Ég ætla að nefna nokkur dæmi:</p> <p>Nýlega hækkaði lyfið Daraprim úr 13,5 dollurum í 750 dollara í kjölfar þess að ungur athafnamaður keypti einkaleyfi fyrir lyfinu.</p> <p>Söluverð lyfsins var þar með orðið þúsundfalt framleiðsluverð þess. Eftir mikla pólitíska umræðu og fjölmiðlaumfjöllun var hækkunin dregin til baka, a.m.k. að hluta til.</p> <p>Við höfum nýlegt dæmi hér á landi sem SÁÁ vakti athygli ráðuneytisins á, þegar fimm ampúllur af b-vítamín stungulyfi sem stofnunin hafði keypt árum saman á 525 krónur hækkuðu skyndilega í verði og fóru í rúmar 25.000 krónur vegna þess að nýtt sérlyf með markaðsleyfi var komið á markaðinn. Í nýjasta hefti Times eru dæmi af sama toga þar sem ný lyf sem komu í stað eldri lyfja með sömu verkun leiddu til 8.000% verðhækkunar.</p> <p>Ég hef ítrekað tekið upp við norræna samstarfsráðherra mína að við tökum höndum saman, Norðurlandaþjóðirnar, og efnum til samstarfs á sviði lyfjamála, ekki hvað síst með það í huga að ná niður útgjöldum. Nú er ljóst að það er vilji fyrir samstarfi af þessu tagi. Settur var á laggirnar stýrihópur til að móta samstarfið og fyrir mína hönd á þar sæti lyfjamálastjóri velferðarráðuneytisins.</p> <p>Ég legg áherslu á að nýta alla möguleika í þessu samstarfi og sé fyrir mér að þar verði hægt að fjalla um ákvarðanir um aðgengi að nýjum og kostnaðarsömum lyfjum, verðlagningu og samningum um verð, greiðsluþátttöku, lyfjainnkaup, útboð og fleira.</p> <p>Gera þarf ákveðna breytingu á lögum um opinber innkaup til að auðvelda þátttöku Íslands í sameiginlegum útboðum og innkaupum lyfja með öðrum EES löndum og ég bind vonir við að slík lagabreyting verði samþykkt á þessum þingvetri.</p> <p>Góðir gestir.</p> <p>Ég er búinn að tala lengi og á samt enn eftir að nefna nýja lyfjastefnu sem verið hefur í mótun að undanförnu og ég vonast til að geta staðfest og birt sem opinbera stefnu í þessum mikilvæga málaflokki á næstunni. Lyfjastefnunni er ætlað að verða leiðarhnoða okkar á komandi árum en hún fjallar um grundvallaratriði sem varða aðgengi að lyfjum og skynsamlega notkun þeirra innan þeirra fjárheimilda sem við höfum úr að spila á hverjum tíma. Stefnan miðar að því að efla þá ferla sem skapa þessum grundvallaratriðum umgjörð og sömuleiðis þær stofnanir sem sýsla með þessi vandasömu og mikilvægu úrlausnarefni. Auk þessa liggur fyrir ákvörðun um endurskoðun lyfjalaga og raunar er sú vinna komin vel á veg. Þar munu endurspeglast þær áherslur sem fram koma í lyfjastefnunni. Þetta er mér mikið metnaðarmál.</p> <p>Ég er líklega búinn að svindla á tímanum sem mér var gefinn og fer að nú að ljúka máli mínu. Vera kann að ykkur finnist ég hafa verið óþarflega harðorður í garð lyfjafyrirtækja í þessu erindi þar sem áður var búið að brýna fólk um að láta argaþrasið eiga sig.</p> <p>Ég vil því ljúka þessu á ljúfu nótunum og fagna því ágæta samstarfi sem náðst hefur við lyfjafyrirtækið Gilead um stórkostlegt átaksverkefni og merkilegt lýðheilsumál sem miðar að því að uppræta lifrarbólgu C hér á landi og veita öllum sjúklingum sem smitaðir eru aðgang að nýjustu og bestu lyfjameðferð við þessum alvarlega sjúkdómi.</p> <p>Eflaust er þetta nokkuð einstakt mál, en ég nefni þetta þó hér sem dæmi um það að þegar aðilar eru reiðubúnir að hugsa út fyrir boxið er allt mögulegt. Hver veit nema fleiri merk samstarfsverkefni geti orðið að veruleika þegar fram líða stundir þar sem samfélagsleg ábyrgð og ólíkir hagsmunir geta farið saman.</p>

2015-10-01 00:00:0001. október 2015Aðalfundur Læknafélags Íslands 2015

<p><b>Ávarp Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra<br> Sveinn Magnússon flutti ávarpið fyrir hönd ráðherra<br> 1. október 2015<br> </b></p> <p>Ég heilsa ykkur öllum og færi hingað í hús góða kveðju Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra sem hefði viljað vera á tveimur stöðum í dag. En tæknin leyfir víst ekki slíkt en sem komið er og hann nú staddur á öðrum fundi austur á landi. Ég mæli hér fyrir munn ráðherra.</p> <p>Síðustu misseri hafa verið róstursöm í heilbrigðiskerfinu þar sem gengið hefur á með alvarlegum vinnudeilum, verkföllum og uppsögnum heilbrigðisstarfsfólks í ákveðnum greinum. Það hefur verið hart tekist á um fjármögnun heilbrigðiskerfisins og áherslur í þeim efnum og deilur um uppbyggingu Landspítala, einkum varðandi staðsetningu hafa verið með ólíkindum. Það sem er einkennilegast varðandi umræðu um staðsetningu sjúkrahússins er að andstæðingar uppbyggingar við Hringbraut halda áfram að karpa, þrátt fyrir að skýr vilji og lögmætar ákvarðanir allra þar til bærra aðila liggi fyrir. Nú verður þessu að linna og þrautsegir andstæðingar að sæta fenginni niðurstöðu þar sem byggt hefur verið á faglegri vinnu og ákvörðun tekin samkvæmt leikreglum lýðræðisins af kjörnum fulltrúum almennings.</p> <p>Það er kunnara en frá þarf að segja að samningur um fullnaðarhönnun meðferðarkjarna nýs Landspítala við Hringbraut var undirritaður í byrjun september, í samræmi við fjárlög ársins 2015 og lög um skipan opinberra framkvæmda. Allar skipulagsáætlanir hafa verið samþykktar vegna verkefnisins, þ.e. svæðaskipulag, aðalskipulag og deiliskipulag lóðarinnar við Hringbraut.</p> <p>Nú stendur yfir útboð vegna framkvæmda við sjúkrahótelið sem verður hluti af nýjum Landspítala og verða tilboð opinuð 20. október næstkomandi. Áætluð verklok við byggingu sjúkrahótelsins eru áætluð í lok mars 2017.</p> <p>Í ræðu heilbrigðisráðherra á aðalfundi ykkar í fyrra fór hann yfir ýmsar helstu áherslur sínar í heilbrigðismálum og kynnti þá áætlun sína sem hefur yfirskriftina Betri heilbrigðisþjónusta og tekur til mjög stórra verkefna sem sett hafa verið í forgang. Þar vegur þyngst efling heilsugæslunnar, uppbygging rafrænnar sjúkraskrár á landsvísu og mótun og innleiðing á nýju samræmdu greiðsluþátttökukerfi sem tekur tillit til allra heilbrigðisútgjalda sjúklinga og setur hámark á kostnað þeirra. Þessar áherslur endurspegluðust í fjárlögum þessa árs og í fjárlagafrumvarpi næsta árs má enn sjá þessum áherslum stað.</p> <p>Gangi frumvarpið eftir verða heildarútgjöld til heilbrigðismála tæpir 162 milljarðar króna á næsta ári og nemur aukningin 10% eða 14,5 milljörðum króna þegar launa- og verðlagsbreytingar eru meðtaldar. Að raungildi nemur aukningin 4,4 milljörðum króna eða 3,0%. Framlag til heilsugæslu og heimahjúkrunar verður aukið um tæpar 500 milljónir króna með áherslu á ýmis ný verkefni. Sérfræðingum í heimilislækningum verður fjölgað, stöðum sálfræðinga verður fjölgað til muna og framlög verða aukin til að bæta við námsstöðum í heimilislækningum og heilsugæsluhjúkrun.</p> <p>Ríflega 1.800 milljónir króna eru í fjárlagafrumvarpinu eyrnamerktar uppbyggingu Landspítala við Hringbraut vegna fullnaðarhönnunar meðferðarkjarnans og framkvæmda við byggingu sjúkrahótelsins sem ég gat um áðan.</p> <p>Ég vil líka geta um það hér að stjórnvöld hafa ákveðið að setja um 1.260 milljónir króna í sérstakt átak til að vinna á biðlistum eftir tilteknum skurðaðgerðum til að mæta uppsöfnuðum í kjölfar verkfalla heilbrigðisstarfsfólks. Þetta er í samræmi við tillögu Embættis landlæknis um sértækar aðgerðir til að takast á við brýnasta vandann.</p> <p>Góðir gestir.</p> <p>Heilbrigðismál og rekstur heilbrigðiskerfa eru með stærstu, viðamestu, flóknustu og útgjaldafrekustu viðfangsefnum hins opinbera á Vesturlöndum og margt veldur því að stöðugur þrýstingur er á hlutfallslega útgjaldaaukningu í heilbrigðiskerfum þjóða. Þetta veldur stöðugri glímu um fjármuni og kallar á látlausa endurskoðun einstakra viðfangsefna og heilbrigðiskerfisins í heild og þrotlausa leit að leiðum til að auka skilvirkni og hagkvæmni án þess að það bitni á þjónustunni eða gæðum hennar.</p> <p>Íslenska heilbrigðiskerfið hefur árum saman verið í sterkri stöðu og komið vel út í alþjóðlegum samanburði og auðvitað viljum við halda sterkri stöðu okkar áfram. Eftir undanfarin mögur ár er nú búið að snúa vörn í sókn, eins og sést meðal annars á þeim verkefnum sem sett hafa verið í forgang og ég ræddi um áðan. Engu að síður blasa við okkur margar og stórar áskoranir sem við verðum að horfast í augu við strax og viðurkenna sem viðvarandi viðfangsefni. Ör breyting á aldurssamsetningu þjóðarinnar þar sem öldruðum fjölgar hratt sem hlutfalli af heildinni er staðreynd sem verður að taka inn í allt skipulag og stefnumótun á sviði heilbrigðismála. Það er jákvætt að margvísleg framþróun undanfarinna áratuga hefur leitt til betri heilsu og lengra æviskeiðs, en ört stækkandi hópi aldraðra fylgir jafnframt vaxandi byrði vegna fjölþættra langvinnra sjúkdóma. Á sviði lýðheilsu sjáum við margvísleg alvarleg heilsufarsvandamál vegna heilsuspillandi lífsstíls sem birtast jafnvel eins og faraldrar, svo sem sjúkdómar tengdir offitu og hreyfingarleysi og sjúkdómar tengdir ofneyslu áfengis og annarra ávanabindandi fíkniefna.</p> <p>Ör vöxtur útgjalda til lyfjamála er sérstakt mál og alvarlegt sem krefst sérstakrar umfjöllunar. Byltingarkennd þróun hefur átt sér stað í þróun svokallaðra líftæknilyfja á síðari árum og þau hafa svo sannarlega mörg hver leitt til mikilla framfara í meðferð margra sjúkdóma, aukið batahorfur og bætt lífsgæði sjúklinga. Vandinn er sá að verð sumra þessara lyfja er á þeim skala að jafnvel ríkistu þjóðir geta ekki staðið undir kostnaðinum sem fylgir notkun þeirra.</p> <p>Heilbrigðisyfirvöldum er mikill vandi á höndum að mæta þessari þróun og skapa einhvers konar sátt um leiðir til að ákveða hvenær og hvernig skuli innleiða ný lyf eins og hér um ræðir. Það liggur nú fyrir, staðfest með nýföllnum héraðsdómi í máli einstaklings sem höfðaði mál gegn ríkinu fyrir að synja sér um greiðsluþátttöku í lyfinu Harvoni, að lagaramminn sem unnið er eftir heldur og ekki síst að Alþingi ákveður útgjaldarammann í samræmi við þá meginreglu stjórnarskrár að Alþingi hefur fjárstjórnarvaldið. Niðurstaða dómsins er að þessu leyti mikilvæg en eftir stendur óleystur vandi sem við verðum að takast á við, þ.e. að tryggja greiðari aðgang að mikilvægum lyfjum sem skipt geta sköpum við meðferð alvarlegra sjúkdóma.</p> <p>Það er ekki á valdi smáþjóðar að berjast um betri verð við lyfjaframleiðendur. Heilbrigðisráðherra hefur því unnið að því að ná samstarfi við nágrannaþjóðir um leiðir til að lækka lyfjakostnað og þar er sérstaklega horft til möguleika á sameiginlegum útboðum, þótt fleiri fletir kunni að vera á samstarfi í þessu skyni.</p> <p>Góðir fundarmenn.</p> <p>Það felast tækifærið í hverri áskorun sem við eigum að vera vakandi fyrir. Eins megum við ekki láta góðan árangur íslenskra heilbrigðiskerfisins í alþjóðlegum samanburði letja okkur til að gera breytingar og úrbætur þar sem þeirra er þörf. Við getum gert betur og það er margt varðandi skipulag heilbrigðiskerfisins em þarf að bæta til að auka hagkvæmni, skilvirkni og gæði. Þetta er brýning heilbrigðisráðherra sem jafnframt leggur áherslu á að móta skýrari framtíðarsýn og stefnu á mikilvægum málefnasviðum. Slík stefnumótunarvinna hefur verið sett á oddinn í velferðarráðuneytinu á síðustu misserum. Þar má nefna mótun heilbrigðisstefnu til ársins 2020 sem lögð verður fyrir Alþingi á haustþingi, stefna í geðheilbrigðismálum sem einnig verður lögð fram á Alþingi á næstunni. Stefna í lyfjamálum lítur brátt dagsins ljós og nú er á vegum heilbrigðisráðherra unnið að úttekt á heilbrigðishluta öldrunarþjónustunnar með skýrari sýn að markmiði.</p> <p>Þótt verkefnin séu ærin frá degi til dags er mikilvægt að rétta úr sér af og til og horfa fram á veginn til að sjá hvað framundan er og rétta af kúrsinn. Það verða mín lokaorð hér um leið og ég ítreka kveðjur ráðherra til ykkar.</p>

2015-06-01 00:00:0001. júní 2015Ávarp heilbrigðisráðherra á 68. þingi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í Genf 18 - 26 maí 2015

<p></p> <p><strong>Sixty-eight World Health Assembly, Geneva, 18 – 26 May 2015<br /> </strong><strong>General Discussion in Plenary: “Building Resilient Health Systems”<br /> </strong><em>Address by Mr. Kristjan Thor Juliusson, Minister of Health in Iceland</em></p> <p></p> <p></p> <p>Mr/Mrs President, Director General, Regional Directors, Honourable Delegates,</p> <p></p> <p></p> <p>I want to begin by thanking Mrs Chan for her leadership and commitment and WHO as a whole for its support to member states.</p> <p></p> <p></p> <p>We can all agree that Health constitutes the basis for the wealth and well-being of nations.</p> <p></p> <p></p> <p>Our Health Systems main objectives are to - improve, maintain or restore health. But Health Systems can only be as effective as the services they provide. Without strong leadership and policies, Health Systems do not spontaneously provide effective services or balanced responses to challenges, nor do they make the most efficient use of their resources.</p> <p></p> <p></p> <p>Most of us, here in this room, are very familiar - maybe too familiar - with the constant debate on ways and solutions of how we can improve our current health services in the best interests of our citizens', how to best use our resources, and how to organize our Health Systems so they attract talented professionals.</p> <p></p> <p></p> <p>But this is not all - we not only need Health Systems that perform well, we also need Health Systems that can respond to unexpected or expected challenges that they might encounter.</p> <p></p> <p></p> <p>We need Resilient Health Systems that have the ability to adapt to, and sustain key operations in the face of a challenge.</p> <p></p> <p></p> <p>In Iceland - this became particularity relevant in the aftermath of the financial crisis we experienced last decade.</p> <p></p> <p></p> <p>The Icelandic Health System is supported by a strong legal and regulatory framework. Nonetheless, a legal and regulatory framework does not by itself ensure a good performance of health services.</p> <p></p> <p></p> <p>Expenditure cuts weakened the basic pillars of our healthcare system and signs thereof become visible. The pressure on the primary health care and hospitals, especially the University Hospital, increased at the same time as the recruitment of health professionals become difficult as a result of this pressure as well as equipment and premises becoming outdated.</p> <p></p> <p></p> <p>This showed us that if pressure on the Health services increases and the underlying pillars are being affected, the performance of the system is threatened.</p> <p></p> <p></p> <p>In response to this challenge we have had to focus on the basic pillars of our system and turning our ship – if you could say so – back on the right course. We have increased funding to the Health System but at the same time tried to make better use our available funding and other resources. We are currently working on strengthening our Primary Health Care with the possibility of introducing gatekeeping in our System. We have also put more focus on Healthy Communities and how to involve other sectors and governments in Health.&#160; While doing this we have also tried to safeguard the quality and safety of our Health system.</p> <p></p> <p></p> <p>Mr/Mrs President</p> <p></p> <p></p> <p>Resilient Health Systems are of great importance, and they have relevance beyond financial and economic crisis, as the recent Ebola epidemic outbreak showed us.&#160;</p> <p></p> <p></p> <p>Our Health Systems are constantly confronted with stress, shocks, crises and change of environment. We not only need to build Resilient Health Systems we also need to foster Resilient Communities. - Resilient Communities that are capable of recovering from adverse situations.</p> <p></p> <p></p> <p>We have so many tools and resources at hand to help us building Resilient Communities and Resilient Health Systems. But we need to harness these resources and knowledge as well as better understand what makes one Health Systems more resilient than another.</p> <p></p> <p></p> <p>Thank you for your attention.</p> <p></p> <p><br /> </p>

2015-05-13 00:00:0013. maí 2015Ársfundur Sjúkrahússins á Akureyri

<p><strong>Ávarp Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra</strong></p> <p>Komið þið blessuð og sæl öll, góðir gestir og starfsfólk Sjúkrahússins á Akureyri sem kennt er við höfuðstað Norðurlands en þjónar svæði sem nær allt frá Blönduósi að Neskaupsstað og telur um 35.000 íbúa.</p> <p>Ég buna út úr mér þessum stærðarstaðreyndum í upphafi máls míns, því þær segja svo mikið um nauðsyn þess að sjúkrahúsið hér sé öflugt og geti boðið upp á fjölbreytta og sérhæfða heilbrigðisþjónustu á öllum helstu sviðum lækninga.</p> <p>Sjúkrahúsið á Akureyri er einmitt slíkt sjúkrahús, það veitir sérhæfða sjúkrahúsþjónustu, það er kennslusjúkrahús og það er varasjúkrahús Landspítala. Hér er miðstöð sjúkraflutninga fyrir landið allt og hér er starfræktur Sjúkraflutningaskólinn sem skipuleggur og annast menntun allra sem starfa við sjúkraflutninga.</p> <p>Tölur um starfsemi <span>&#160;</span>segja meira en mörg orð. Hér er árlega sinnt um 5.800 legusjúklingum, um 4.800 dagsjúklingum og komur á slysa- og bráðamóttöku eru rúmlega 16.000 ár hvert. Öll þessi starfsemi er í höndum um 580 starfsmanna sem vinna eftir gildum sjúkrahússins sem snúast um ö<em>ryggi – samvinnu</em> og <em>framsækni.</em></p> <p>Því miður erum við mörg um þessar mundir sem óttumst þáttinn sem lýtur að öryggi sjúklinga og hvort unnt sé að tryggja öryggi þeirra í skugga verkfalls. Læknaverkfallið fyrir áramót hafði umtalsverð áhrif sem tekið hefur tíma að vinna úr – og um alvarleika verkfallanna núna þarf ekki að fjölyrða.</p> <p>Það er augljóst að þetta erfiða ástand reynir mjög á starfsfólk og stjórnendur – og því miður er óhjákvæmilegt að ástandið bitnar á sjúklingum og aðstandendum þeirra, sama þótt allir geri sitt besta að vinna vel úr erfiðri stöðu. Ég veit að þið leggið ykkur öll fram til að tryggja öryggi sjúklinga – og það ber að þakka – en ég verð að segja að sem ráðherra heilbrigðismála er ég orðinn mjög áhyggjufullur varðandi framhaldið ef ekki nást samningar sem allra, allra fyrst.</p> <p>Ég ætla ekki að dvelja við verkfallsumræðuna – en legg áherslu á að öryggi sjúklinga - það góða gildi sjúkrahússins verður að hafa í hávegum alltaf, líka við þessar erfiðu aðstæður.</p> <p>En áfram um gildin. <em>Framsækni</em> er annað mikilvægt gildi í starfsemi Sjúkrahússins á Akureyri sem endurspeglast í starfseminni. Hér er unnið að því hörðum höndum að sjúkrahúsið fái alþjóðlega ISO gæðavottun, fyrst íslenskra sjúkrahúsa. Þetta metnaðarfulla verkefni er komið vel af stað <span>&#160;</span>og forúttekt<span>&#160;</span> þegar lokið.</p> <p>Sjúkrahúsið á Akureyri hefur verið fulltrúi Íslands í <em>Norðurslóðasamstarfinu Nýráðningar og stöðugleiki heilbrigðisstarfsfólks í dreifbýli</em> (gengur unndir heitinu <em>Recruit and Retain</em>), þar sem saman vinna fulltrúar sjö Norðurslóðaþjóða að lausnum á viðvarandi erfiðleikum við að ráða og halda í gott heilbrigðisstarfsfólk í dreifbýli. Þátttaka í svona verkefnum er mikilvæg, þar sem þjóðir sem búa við sambærilegar aðstæður skiptast á þekkingu og vinna saman. Í slíkri samvinnu felst styrkur sem við eigum að nýta.</p> <p>Hér langar mig að bæta við nokkrum orðum um þriðja gildi Sjúkrahússins á Akureyri sem er <em>samvinna</em> en gildin <em>framsækni</em> og <em>samvinna</em> tel ég tvímælalaust að fari vel saman og styðji hvort við annað.</p> <p>Ég var á ársfundi Landspítalans fyrir skömmu og ræddi þar meðal annars hve mikilvægt er að sjúkrahúsin og heilbrigðisstofnanirnar í landinu vinni saman og starfi sem ein heild. Eftir að lokaáfanga við sameiningu heilbrigðisstofnana lauk á liðnu ári erum við með eina nokkuð öfluga stofnun í hverju heilbrigðisumdæmi og hver þeirra með nokkrar starfsstöðvar í umdæminu. Ég hef rætt það við forstöðumenn þessara stofnana að við eigum að veita heilbrigðisþjónustu eins og kostur er sem næst fólki, heima í héraði. Til þess að það sé unnt þurfa heilbrigðisstofnanir í öllum heilbrigðisumdæmum landsins þar með talið Sjúkrahúsið á Akureyri og Landspítalinn að vinna saman og virka eins og heild. Stóru sjúkrahúsin bera ríkar skyldur; Landspítalinn við alla landsmenn – Sjúkrahúsið hér á Akureyri við 35.000 íbúa á stórum hluta landsins og heilbrigðisstofnanirnar hafa hver um sig miklar skyldur við íbúa hver á sínu svæði. Hugsanlega er ástæða til að skilgreina þessar skyldur betur en nú er gert til að bæta samvinnu og nýtingu fjármuna.</p> <p>Þessi mál þurfum við að ræða á sameiginlegum vettvangi</p> <p>Heilbrigðismál og rekstur heilbrigðiskerfa eru&#160; stærstu, mikilvægustu, flóknustu og útgjaldafrekustu viðfangsefna stjórnvalda víða um heim.</p> <p>Það skiptir því miklu hvernig á málum er haldið þannig að<span>&#160;</span> takmarkaðir fjármunir séu nýttir sem best <span>&#160;</span>til að tryggja almenningi örugga og góða heilbrigðisþjónustu. Hluti vandans við að gera þetta vel felst einmitt í því að láta hina mörgu hluta gangverksins í heilbrigðiskerfinu vinna saman.</p> <p>Sjúkrahúsrekstur og sjúkrahússþjónusta stendur og fellur með starfsfólkinu, um það þarf vart að deila.</p> <p><span>Vel menntað og metnaðarfullt starfsfólk er lykillinn að góðum árangri og stöðugleiki í starfsmannahaldi skiptir miklu máli. Því er eins og ég sagði áðan mikilvægt að sinna þessum málum vel. Ég nefndi áðan Norðurslóðaverkefnið</span> <em>Recruit and Retain.</em> <span>Eins var fyrir skömmu hleypt af stokkunum metnaðarfullu átaki til að ráða í stöður sérfræðinga með áherslu á varanlegar ráðningar fyrir fólk sem vill setjast hér að. Ég veit að í allmörg ár hefur sjúkrahúsið gímt við undirmönnun í ýmsum sérgreinum og vonandi verður hægt að ráða bót á því til framtíðar með þessu átaki.</span></p> <p>Góðir gestir.</p> <p>Eftir margra ára undanhald vegna efnahagserfiðleika og<span>&#160;</span> erfiða varnarbaráttu hefur nú vörn verið snúið í sókn í heilbrigðisþjónustunni. Þessa er farið að gæta í öflugri starfseminni hér á Sjúkrahúsinu á Akureyri og ég held að við getum leyft okkur að vera bjartsýn, þrátt fyrir tímabundnar erfiðleika <span>&#160;</span>vegna verkfalla.</p> <p>Árið 2013 var fé til tækjakaupa aukið til sjúkrahússins með 50 milljóna króna tímabundinni fjárheimild. Sama ár var framlag til sjúkrahússins hækkað til að efla geðheilbrigðisþjónustu við börn og ungmenni.</p> <p>Þau mál voru í nokkru óefni en með útsjónasemi og vilja til að leysa vandann tókst það í góðri samvinnu við Landspítalann.</p> <p>Með fjárlögum ársins 2014 var enn aukið í rekstur sjúkrahússins. Samanlagt voru framlögin aukin um 667 milljónir króna.</p> <p>Þannig var rekstrargrundvöllur sjúkrahússins styrktur verulega um leið og ýmsum kostnaðarhækkunum var mætt.</p> <p>Auknum fjármunum var ætlað að bæta vaktafyrirkomulag, bæta mönnun í sjúkraflugi á vegum spítalans, efla fæðingarþjónustu og koma til móts við aukið álag vegna geðlæknisþjónustu og slysa- og bráðamóttöku á svæðinu.</p> <p>Á þessu ári var rekstrargrunnur Sjúkrahússins á Akureyri styrktur um 65 milljónir króna, auk þess sem fé til Sjúkraflutningaskólans var aukið um 12 milljónir til að styrkja rekstur hans.</p> <p>Framlög til tækjakaupa hafa verið aukin frá árinu 2013 í samræmi við opinbera tækjakaupaáætlun fyrir Sjúkrahúsið á Akureyri og Landspítalann og smám saman eru þau mál að komast í þokkalegt horf, en þar var staðan orðin mjög alvarleg. Árið 2014 fékk Sjúkrahúsið á Akureyri 200 milljóna króna viðbótarfjárveitingu til tækjakaupa í samræmi við áætlunina og á þessu ári eru til ráðstöfunar um 190 milljónir króna í tæki og búnað.</p> <p>Góðir gestir.</p> <p>Það er ekki hægt að nefna úrbætur í tækjamálum án þess að geta um Hollvinasamtök Sjúkrahússins á Akureyri sem hafa heldur betur verið haukur í horni og fært sjúkrahúsinu stórgjafir sem virkilega hefur munað um. Í mínum huga er það þó fleira en verðmæti gjafanna og notagildi þeirra sem skiptir máli. Þessar gjafir segja svo margt um stöðu sjúkrahússins á Akureyri í hugum íbúa, félagsamtaka og fyrirtækja á starfssvæði þess. Hlýhugur heitir það og slíkur hugur skapast ekki af sjálfu sér, heldur vegna þess að fólk ber traust til sjúkrahússins og fólksins sem hér starfar og vilja veg þess sem mestan.</p> <p>Eitt er það mál sem ég veit að er farið að brenna nokkuð heitt á fólki hér, en það er endurnýjun á húsakosti legudeildanna sem er kominn til ára sinna og verður fyrr en síðar að endurnýja. Þá er gott að vera undirbúinn þegar þar að kemur.</p> <p>Starfshópur á mínum vegum sem vinnur að málinu telur rétt að byggja á svipuðum hugmyndum og lagðar voru til árið 2004, um viðbyggingu til suðurs á þremur hæðum, fyrir legurými lyflækningadeildar, skurðdeildar og geðdeildar. – Við ráðumst ekki í neinar framkvæmdir fyrr en við höfum til þeirra fjármuni. Það er ekkert í hendi og ég tel ekki góða latínu að lofa fólki fuglum í skógi. Það er hins vegar gott að búa í haginn, þá getum við hafist handa án langs aðdraganda þegar færi gefst.</p> <p>Gott fólk.</p> <p>Sjúkrahúsið á Akureyri er öflugt og framsækið sjúkrahús og þið sem hér starfið getið verið stolt af starfseminni. Það er uppörfandi fyrir okkur sem störfum í argaþrasi stjórnmálanna að sjá <span>&#160;</span>hér þann mikla vilja <span>&#160;</span>til að gera betur og auka sífellt við þjónustuna, allt í þágu íbúanna sem sjúkrahúsið þjónar. Nýlega var tekin upp blóðskilun við sjúkrahúsið. Það er kannski ekki stórt mál í rekstrinum, en mjög mikilvægt fyrir þá sem þurfa á blóðskilun að halda. Þá hef ég hug á að koma til móts við Sjúkrahúsið hvað varðar stuðning við þjálfun myndgreiningalæknis til að áfram verði hægt að sinna hópskoðun, klínískum krabbameinsbrjóstaskoðunum og því sem því fylgir hér á Akureyri. Við eigum að þjóna íbúum sem mest í<span>&#160;</span> heimabyggð, <span>&#160;</span>eða sem næst fólki eftir því sem það er mögulegt. Við getum örugglega gert betur hvað það varðar – en hvert skref sem stigið er í rétta átt skiptir máli.</p> <p>Góðir gestir.</p> <p>Það er sameiginlegt markmið okkar allra að heilbrigðisþjónusta sé sem best úr garði gerð. Stundum greinir okkur á um leiðir að þessu markmiði en öll viljum við heilbrigðiskerfi sem stenst samanburð þar sem öryggi sjúklinga, þjónusta og gæði eru í hávegum höfð.</p> <p>Á undanförnum áratugum hefur skipulag heilbrigðisþjónustu tekið miklum breytingum með það að markmiði að gera hana betur í stakk búna til að bergðast við nýjum áskorunum og breyttu umhverfi.</p> <p>Hér sem annars staðar, mun hnattvæðing, lýðþróun og efnahaglegur óstöðugleiki auka álag á heilbrigðisþjónustuna.</p> <p>Af því leiðir að öll svið samfélagsins verða að takast sameiginlega á við þau viðfangsefni sem við blasa, okkur öllum til hagsbótar og velsældar.</p> <p>&#160;</p>

2015-04-29 00:00:0029. apríl 2015Ávarp heilbrigðisráðherra á ársfundi Landspítala 2015: Uppbygging í augsýn

<p><strong>Ávarp K</strong><strong>ristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra</strong></p> <p>Góðir gestir, stjórnendur og aðrir starfsmenn Landspítalans&#160; – Landspítalans sem er í senn nærspítali fyrir stóran hluta landsmanna, háskólasjúkrahús og þjóðarsjúkrahúsið sem landsmenn allir bera mikið traust til og vilja veg og vanda sem mestan.</p> <p>Landspítalinn h<img src="/media/velferdarraduneyti-media/media/frettatengt2015/large/Kristjan-Thor-a-arsfundi-Landspitala.JPG" alt="Kristján Þór heilbrigðisráðherra á ársfundi Landspítala" title="Kristján Þór heilbrigðisráðherra á ársfundi Landspítala" />efur ávallt reynst traustsins verður, þökk sé færum stjórnendum, vel menntuðu fagfólki og öflugu og reyndu starfsfólki sem vinnur störf sín af metnaði og trúmennsku. Á vinnustað eins og þessum &#160;skiptir hvert einasta handtak máli. Fólk veltir því kannski ekki mikið fyrir sér meðan allt leikur í lyndi, en nú höfum við því miður fengið að sjá og reyna hvernig hlutir geta farið úr skorðum.</p> <p>Verkfall lækna fyrir áramót var erfitt fyrir sjúklinga og starfsmenn og raskaði starfsemi Landspítalans þannig að enn er verið að vinna úr eftirköstum. <span>&#160;</span>Um alvarleika yfirstandandi verkfallsaðgerða ætla ég ekki að hafa mörg orð – ástandið er einfaldlega mjög alvarlegt og versnar auðvitað eftir því sem aðgerðirnar dragast á langinn. Það er erfitt upp á að horfa <span>&#160;</span>að<span>&#160;</span> viðkvæmur og mikilvægur rekstur, sem varðar líf og heilsu fólks, skuli ítrekað lenda <span>&#160;</span>í uppnámi vegna kjaradeilna. Verst er, að þeir gjalda mest fyrir sem síst skyldi, það eru sjúklingarnir sem við eigum og viljum lækna og líkna.</p> <p>Þetta eru erfiðir tímar – erfiðastir fyrir sjúklinga og þeirra nánustu - en líka erfiðir fyrir stjórnendur og starfsfólk. Við vitum að allir reyna að gera sitt besta við þessar aðstæður, en því miður er það ekki nóg. Sjúkrahúsið líður fyrir vandann, traust almennings og sjúklinga dvínar, öryggi og gæði þjónustunnar er ekki hið sama.</p> <p>Gott fólk.</p> <p>Heilbrigðisþjónusta er veitt víðar en á Landspítalanum, þótt hann þjóni vissulega landsmönnum öllum. Eftir að lokaáfanga við sameiningu heilbrigðisstofnana lauk á liðnu ári erum við með eina nokkuð öfluga stofnun í hverju heilbrigðisumdæmi og hver þeirra með nokkrar starfsstöðvar í umdæminu. Ég hef rætt það við forstöðumenn þessara stofnana að við eigum að veita heilbrigðisþjónustu eins og kostur er sem næst fólki, heima í héraði. Til þess að það sé unnt þurfa heilbrigðisstofnanir í öllum heilbrigðisumdæmum landsins þar með talið Landspítalinn að vinna saman og virka eins og heild.</p> <p>Landspítalinn ber ríkar skyldur sem spítali allra landsmanna – og heilbrigðisstofnanir í héraði hafa líka miklar skyldur við íbúa hver á sínu svæði. Hugsanlega er ástæða til að skilgreina þær betur en nú er gert. Þetta eru mál sem við ræðum á sameiginlegum vettvangi.</p> <p>Heilbrigðismál og rekstur heilbrigðiskerfa eru með stærstu, mikilvægustu, flóknustu og útgjaldafrekustu viðfangsefnum stjórnvalda víða um heim. Það skiptir því miklu hvernig á málum er haldið þannig að sem best sé spilað úr takmörkuðum fjármunum til að tryggja almenningi örugga og góða heilbrigðisþjónustu. Hluti vandans við að gera þetta vel felst einmitt í því að láta hina mörgu hluta gangverksins í heilbrigðiskerfinu vinna saman. - Ef einhver hluti þess virkar ekki sem skyldi hefur það keðjuverkandi áhrif alls staðar.</p> <p>Við erum flest eða öll sammála um að heilsugæslan eigi að vera fyrsti viðkomustaður fólks í heilbrigðiskerfinu. Fyrir þessu eru margvísleg rök sem fólk hér þekkir, þ.e. að reyna að leysa vanda fólks á viðeigandi þjónustustigi, tryggja samfellda þjónustu, tryggja utanumhald og eftirfylgni með sjúklingum og svo mætti áfram telja. Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu er ekki nógu burðug til að standa undir þessu og Landspítalinn geldur fyrir það, m.a. með verkefnum á bráðamóttöku sem heilsugæslan er betur fallin til að sinna. Úr þessu verður að bæta, hvoru tveggja með auknum fjármunum en ekki síður með breytingum á skipulagi þjónustunnar. Þar er brýnast að koma á þjónustustýringu, líkt og tíðkast í heilbrigðiskerfum flestra þjóða sem við berum okkur saman við. Að þessum verkefnum og fleiri er unnið undir formerkjum áætlunarinnar Betri heilbrigðisþjónustu. Nýlega skipaði ég verkefninu sérstaka stjórn <span>&#160;</span>– sem Björn Zoega, fyrrverandi forstjóri Landspítala, hefur tekið að sér að leiða að <span>&#160;</span>minni ósk.</p> <p>Þjónusta við aldraða, sem þurfa umönnun og hjúkrun, er mikilvægur hluti af gangverki heilbrigðiskerfisins og þar er mikið verk að vinna. Það er <span>&#160;</span>alltaf dapurt þegar í fréttum er fjallað um veikt gamalt fólk sem vandamál á Landspítala, líkt og gerist ansi oft. Engu að síður skil ég fyllilega umræðuna og þann vanda sem stjórnendur Landspítalans eru að benda á með þessari umræðu.<span>&#160;</span> Opnun hjúkrunardeildar á Vífilsstöðum var bráðabirgðaaðgerð til að mæta aðstæðum á Landspítalanum. Það var mikilvæg ráðstöfun en gerir þó ekki meira en að létta tímabundið á vandanum, ekki leysa hann.</p> <p>Öldruðum fjölgar ört og verða æ hærra hlutfall af þjóðinni. Þetta gerir auknar kröfur til heilbrigðiskerfisins og öldrunarþjónustu. Núna, árið 2015, telja þeir sem eru 67 ára og eldri um 38.000 manns. Árið 2020 verða þeir um 45.300 sem er tæplega 19% fjölgun á fimm árum. Á sama tímabili fjölgar landsmönnum sem yngri eru um tæp 4%. Tölurnar tala sínu máli – hlutfall aldraðra í þjóðfélaginu er að hækka - og við verðum að takast á við staðreyndirnar sem að baki liggja.&#160; Í grófum dráttum má gera ráð fyrir að á næstu 5 – 6 árum þurfi að bæta við um 500 nýjum hjúkrunarrýmum – þorra þeirra á höfuðborgarsvæðinu. Stofnkostnaður 500 nýrra hjúkrunarrýma er um 12- 15 milljarðar króna. Miðað við hefðbundna kostnaðarskiptingu bera sveitarfélögin 15% en ríkissjóður og Framkvæmdasjóður aldraðra 85%. Árlegur rekstrarkostnaður 500 hjúkrunarrýma er um 4,8 milljarðar króna. Þetta er hlutur sem við verðum að takast á við. Ég hef því látið vinna í ráðuneytinu drög að framkvæmdaáætlun um uppbyggingu hjúkrunarheimila á næstu árum sem ég vonast til að geta kynnt um mitt þetta ár.</p> <p>Umtalsverð fjölgun hjúkrunarrýma er óhjákvæmileg, það blasir við en uppbygging og úrbætur í öldrunarþjónustu þurfa jafnframt að hafa mun víðari skýrskotun. Leggja þarf áherslu á að efla þjónustu við fólk í heimahúsum, sinna forvörnum og endurhæfingu og takast þannig á við <span>&#160;</span>öldrunarmálin<span>&#160;</span> að við náum sem bestum árangri fyrir fólk og samfélag.</p> <p>Góðir ársfundargestir.</p> <p><span>Uppbygging í augsýn, er yfirskrift ársfundar Landspítalans árið 2015. Það er vel við hæfi, enda dvelur hugur fólks eðlilega við langþráða uppbyggingu á húsakosti spítalans. Ég vil þó halda því fram að uppbyggingin sé ekki aðeins í augsýn – heldur sé hún hafin og hafi byrjað þegar fjárlög ársins 2014 voru ákveðin með styrkingu á rekstrargrundvelli spítalans og stórauknu fé til tækjakaupa. Í fjárlögum þessa árs var haldið áfram á sömu braut. Fjárveitingar til heilbrigðismála voru auknar um rúma</span> <span>9,4 milljarða króna milli áranna 2014 og 2015 þar af var raunaukning 5,6 milljarða.kr. framlög til að styrkja rekstrargrunn heilbrigðisstofnana, framlög til tækjakaupa og til áætlunarinnar Betri heilbrigðisþjónustu, svo nokkur verkefni séu talin.</span></p> <p>En víkjum nú að byggingaframkvæmdum og þeirri uppbyggingu sem er í augsýn.</p> <p>Í fjárlögum þessa árs eru 945 milljónir króna ætlaðar í verkframkvæmdir sjúkrahótels og fullnaðarhönnun meðferðakjarnans sem auglýst var um liðna helgi. Í byrjun næsta mánaðar verður síðan birt önnur auglýsing vegna jarðvinnu til undirbúnings sjúkrahótelinu og framkvæmdir ættu að geta hafist seinni partinn í júní. Bygging sjúkrahótelsins verður svo boðin út vonandi í júlí og ættu þá framkvæmdir þar að geta hafist í haust. Áætlað er hótelið verði tilbúið til notkunar árið 2017. Framkvæmdir eru nú að fara á fullan skrið, kyrrstaðan hefur verið rofin.</p> <p>Ef einhver skyldi velkjast í vafa um hvar nýbyggingar Landspítala munu rísa get ég upplýst um það hér að í mínum huga er það ekki nokkur spurning, það verður við Hringbraut. Staðarvalið hefur verið skoðað og endurskoðað þrisvar sinnum. Árið 2002 skilaði fyrsta nefndin um framtíðarskipulag LSH áliti sínu og á grundvelli þess tóku stjórnvöld ákvörðun um byggingu nýs Landspítala við Hringbraut. Aftur var komist að sömu niðurstöðu árið 2004. Árið 2008 skilaði nefnd um fasteignir, nýbyggingar og aðstöðu heilbrigðisstofnana greinargerð til heilbrigðisráðherra eftir að hafa skoðað byggingastaði eins og Fossvog, Vífilsstaði og Hringbraut, auk nýs valkosts í landi Keldna. Enn á ný var niðurstaðan sú að Hringbraut væri besti kosturinn.</p> <p>Þá er rétt að árétta að með lögum nr 64/2010 samþykkti Alþingi samhljóða að standa bæri að uppbyggingu nýs Landspítala við Hringbraut. Með lögum nr 53/2013 samþykkti Alþingi samhljóða að um framkvæmdirnar við Hringbraut skyldu gilda lög um skipan opinberra framkvæmda nr. 84/2001 og í þingsályktun Alþingis sem samþykkt var samhljóða á 143. löggjafarþingi fyrir tæpu ári síðan eða þann 16. maí 2014 var tekið á þremur efnislegum þáttum. Í fyrsta lagi, staðsetning yrði við Hringbraut, í öðru lagi að ljúka ætti undirbúningi á endurnýjun og uppbyggingu Landspítala og í þriðja lagi að framkvæmdir hæfust þegar fjármögnun hefur verið tryggð.</p> <p>Ríkisstjórnin samþykkti nýlega&#160; þingsályktunartillögu um langtímaáætlun í ríkisfjármálum. Þar er gert ráð fyrir 5,1 milljarði króna í framkvæmdir við Landspítala á árunum 2016 – 2019 og fjármagni til byggingar sjúkrahótels og fullnaðarhönnunar meðferðarkjarna. Fyrirvari er um fjármögnun framkvæmda við meðferðarkjarnann, en rétt er að taka fram að þessi langtímaáætlun er endurskoðuð ár hvert og það er enn langt í að framkvæmdir við meðferðarkjarnann geti hafist, einfaldlega vegna þess að fullnaðarhönnun og allt ferlið í kringum hana er tímafrekt.</p> <p>Fyrir þessum ákvörðunum öllum liggja margvísleg rök. Hagkvæmni vegur þungt, því talið er að það yrði dýrara að byggja nýtt sjúkrahús frá grunni á öðrum stað en að byggja við Hringbraut og nýta áfram 56.000 fermetra af eldri byggingum. Nálægð við Háskóla Íslands og þekkingarsamfélagið í Vatnsmýrinni skiptir einnig miklu máli vegna rannsókna og kennslu þar sem vel á annað hundrað starfsmanna spítalans eru jafnframt starfsmenn Háskólans. Forhönnun og allar skipulagsáætlanir liggja fyrir og eru staðfestar. Vilji Alþingis liggur fyrir.</p> <p>Markmiðið er alveg skýrt og við hljótum að geta sameinast um það, þ.e. að byggja upp þjóðarsjúkrahúsið sem þörfnumst og viljum sjá, með sterka innviði, fagfólk í fremstu röð, vel tækjum búið og í húsnæði sem samræmist kröfum samtímans. Þetta er verkefnið &#160;og nú er það innan seilingar.</p> <p>Kæru starfsmenn Landspítala, góðir ársfundargestir.</p> <p>Það slær mig stundum í umræðum og opinberri umfjöllun um heilbrigðiskerfið og viðfangsefni heilbrigðisþjónustunnar hve gjarnan &#160;gleymist sú staðreynd að allt snýst þetta um fólk af holdi og blóði. Annars vegar eru sjúklingarnir, oft mikið og alvarlega veikir sem þurfa á geysilega sérhæfðri þjónustu að halda þar sem ekkert má út af bera. Hins vegar er starfsfólkið sem veitir þjónustuna – oft flókna og mjög sérhæða þjónustu þar sem fjölmargir koma að málum – þar sem hvert einasta handtak skiptir máli – þar sem hver einasta ákvörðun getur skipt sköpum um hvernig til tekst – þar sem örlítil yfirsjón í annríki dagsins getur verið afdrifarík.</p> <p><span>Ég held að það sé gott að rifja þetta upp reglulega. Ég veit að starfsfólk í heilbrigðisþjónustu er<span>&#160;</span> meðvitað um þetta - það vill enginn gera mistök við þessar aðstæður og þess vegna er mikið lagt upp úr verkferlum, gæðastjórnun og eftirliti og beitt margvíslegum stjórntækjum til að draga úr hættunni á mistökum. Það skiptir líka miklu máli að almenningi og notendum heilbrigðisþjónustu sé þetta ljóst, þ.e. að fólk skilji þessar aðstæður og viti jafnframt að gæða- og öryggismál eru meðal þeirra verkefna sem mikilvægust eru talin í rekstri sjúkrahúss eins og Landspítalans. Ég nefni í þessu samhengi starfshóp sem ég skipaði nýlega um alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu með<span>&#160;</span> fulltrúum innanríkisráðuneytis, Embættis landlæknis og tveimur fulltrúum Landspítalans. <span>&#160;</span>Verkefni hópsins er að gera tillögur að verklagi í tengslum við tilkynningar og rannsókn óvæntra</span> <span>dauðsfalla í heilbrigðisþjónustu sem ætla má að rekja megi til mistaka, vanrækslu eða óhappatilviks við meðferð sjúklings. Starfshópurinn er tekinn til starfa og ég er viss um að hann muni skila góðu verki í þágu vandaðrar umfjöllunar um erfið mál.</span></p> <p>Góðir ársfundargestir.</p> <p>Það er trú mín að þegar kemur að heilbrigðiskerfinu þá deilum við ekki um markmið. Okkur getur greint á um leiðir en markmiðin eru skýr. Við viljum heilbrigðiskerfi á heimsmælikvarða, þar sem öryggi sjúklinga og gæði þjónustunnar eru í hávegum og lýðheilsustarf með áherslu á forvarnir, heilsueflingu og meiri vellíðan, innvafið í alla þjónustu, sérstaklega heilsugæsluna.</p> <p>Árangur heilbrigðisþjónustunnar er metinn með því að mæla hvaða gæðum hún skilar til sjúklinga, hversu örugg hún er, aðgengileika þjónustunnar og hvað hún kostar. Margir öfunda okkur Íslendinga af okkar heilbrigðisþjónustu og það ætti að vera hvatning til að halda áfram að bæta okkur og efla á alla lund. Það er ekki aðeins áskorun heldur einnig skylda.</p> <p>Takk fyrir.</p> <p>&#160;</p> <p>&#160;</p>

2015-03-06 00:00:0006. mars 2015Ráðstefna Félags lýðheilsufræðinga

<p><span>Ávarp Kristjáns Þórs Júlíussonar, heilbrigðisráðherra, á ráðstefnu Félags lýðheilsufræðinga, 6. mars 2015.</span></p> <hr /> <p><span>Gott fólk. Kærar þakkir fyrir að leyfa mér að taka þátt í þessari ráðstefnu með ykkur hér í dag.</span><br /> </p> <p>Það verður seint ofmetið hversu miklu máli heilbrigður lífstíll skiptir bæði fyrir einstaklingana og samfélagið. Stjórnvöldum ber að skapa aðstæður til að auðvelda fólki að efla heilsu sína.</p> <p>Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar kemur fram að lýðheilsa og forvarnastarf er meðal forgangsverkefna. Þar kemur einnig fram að ríkisstjórnin hefur mikinn vilja til að auka almenn lífsgæði landsmanna með því að efla starf á sviði forvarna og lýðheilsu og draga þannig úr beinum og óbeinum kostnaði fyrir samfélagið allt til framtíðar. Með það í huga var sérstakri ráðherranefnd um lýðheilsumál komið á fót.</p> <p>Jafnframt var þriggja manna verkefnisstjórn sett af stað og einnig stofnaður opinn samráðshópur -lýðheilsunefnd sem skipuð er fulltrúum fjölmargra félaga og félagasamtaka sem hafa lengi unnið gott starf á þessu sviði.<br /> Meginhlutverkið er að vinna drög að heildstæðri lýðheilsustefnu og aðgerðaáætlun og skal því verki vera lokið eigi síðar en við árslok 2015.<br /> Fyrir mína hönd leiðir hópinn, Inga Dóra Sigfúsdóttir , prófessor við Háskólann í Reykjavík og Columbia sem einnig á sæti í ráðherranefndinni.</p> <p>Lýðheilsunefndin hefur þegar lagt fram metnaðarfull drög að umfangsmiklum tillögum sem ég veit að Inga Dóra mun kynna ykkur hér á eftir.</p> <p>Það skiptir miklu máli að virkja sem flesta til þátttöku og því ber að fagna framtaki eins og þeirri ráðstefnu sem hér er að hefjast.</p> <p>Meðal annars af þeirri ástæðu hef ég sett af stað vinnu til undirbúnings íslensku lýðheilsuverðlaununum á árinu 2015, eftir ábendingu frá stjórn félags lýðheilsufræðinga, enda samræmast slík verðlaun ágætlega áherslum ríkisstjórnarinnar í málaflokknum.</p> <p>Verðlaununum verður ætlað að styðja framtak stofnana, félagasamtaka eða fyrirtækja til að bæta lýðheilsu, svo sem með aukinni hreyfingu, bættu matarræði, eflingu geðheilbrigði, reykleysi, áfengis og vímuvörnum eða öðrum þáttum sem hafa áhrif á lífsstíl landsmanna.</p> <p>Það er fagnaðarefni að stöðugt fleiri láta sig þessi mál varða og það er hlutverk stjórnvalda að styðja við slíkt starf og stuðla að aukinni samvinnu þegar kemur að málum sem tengjast lýðheilsu.</p> <p>Að lokum vil ég óska ykkur allra heilla í þeirri mikilvægu vegferð sem framundan er.<br /> <br /> </p> <p>Takk fyrir.</p>

2015-03-06 00:00:0006. mars 2015Dagur sjúkraþjálfunar 2015

<p>Ávarp Kristjáns Þórs Júlíussonar, heilbrigðisráðherra, á Degi sjúkraþjálfunar, 6. mars 2015.<br /> </p> <hr /> <p>Ágætu sjúkraþjálfara.</p> <p>Ég vil byrja á því að óska ykkur innilega til hamingju með 75 ára afmælið. Mér reiknast til að félag sjúkraþjálfara sé eitt af elstu félögum heilbrigðisstarfsmanna á landinu. Ég verð að viðurkenna að það er ekki löng sagnfræðileg rannsókn að baki þessari ályktun en félagið ykkar er örugglega meðal þeirra elstu.</p> <p>Þetta skýrir að nokkru stöðuna sem sjúkraþjálfarar hafa haft innan íslenskrar heilbrigðisþjónustu og þann fjölda félagsmanna sem í félaginu er.</p> <p>Sjúkraþjálfarar starfa jöfnum höndum hjá hinu opinbera, á sjálfseignarstofnunum og í eigin rekstri. Sjúkraþjálfarar eru fagstétt sem hefur öðrum heilbrigðisstéttum fremur þekkingu á hreyfikerfi líkamans og því hversu mikilvægt er að fólk reyni hæfilega á líkamann til að viðhalda styrk og hreyfigetu sem allra lengst og geti&#160; lifað sjálfstæðu lífi þegar kemur fram á elliár. Á næstu árum er fyrirsjáanlegt að öldruðum muni fjölga, þar sem nú fara stórir árgangar að nálgast ellimörk. Því er mikilvægt að gera allt sem hægt er til að varðveita sjálfsbjörg meðal aldraðs fólks.</p> <p>Forsendan fyrir því að fólk geti dvalið heima í góðu yfirlæti er að það sé sæmilega sjálfbjarga.</p> <p>Þarna held ég að sjúkraþjálfarar gegni ákveðnu lykilhlutverki. Bæði að fyrirbyggja færnitap þegar aldurinn færist yfir og að þjálfa upp aftur styrk og getu eftir veikindi og áföll Svo ekki sé talað um almenna vellíðan og ánægju aldraðra.</p> <p>Ég heyrði af frétt í gærmorgun um að elsta manneskja í heimi, sem er kona, ætti 117 ára afmæli. Svo kom lýsing á ástandi hennar sem var eitthvað á þá leið að hún væri bærilega hress en orðin svifasein.&#160; Nú er kannski allt í lagi að maður sé orðinn eitthvað svifaseinn þegar maður er 117 ára og jafnvel fyrr. En það er alla vega fínt að geta hreyft sig. Það fylgdi ekki fréttinni hvort hún hefði fengið sjúkraþjálfun.</p> <p>Við höfum nýlega ýtt úr vör verkefninu um hreyfiseðla. Árið 2014 var lokið við að innleiða seðlana í heilsugæslunni og á öllum heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni. Innleiðingin hefur gengið vel, notkun seðlanna hefur aukist jafnt og þétt við innleiðinguna og árangurinn er góður.</p> <p>Það er engin launung að sjúkraþjálfarar hafa staðið í fylkingarbrjósti við að koma á hreyfiseðlum og þar gegna þeir líka lykilhlutverki. Ég er þessum aðilum afar þakklátur fyrir þeirra framlag og úthald við að koma þessu verkefni áfram og hef miklar væntingar um að það muni skila okkur heilsufarslegum ávinningi og sparnaði í heilbrigðisþjónustunni.</p> <p>Á síðasta hausti var námi í sjúkraþjálfun breytt þannig að sjúkraþjálfarar fá nú ekki löggildingu fyrr en eftir 5 ára nám í stað þess að þurfa að ljúka fjögurra ára BSc. námi. Þetta er í samræmi við þróun sem hefur verið í öðru háskólanámi og er í rauninni eðlileg í ljósi þess að þekkingu fleygir fram á þessu sviði sem öðrum.</p> <p>Stórir sjúkdómar, sem áður ollu dauða á tiltölulega skömmum tíma, svo sem krabbamein, eru nú oft orðnir að langvinnum sjúkómum. Fólk lendir í alvarlegum veikindatímabilum og missi færni og getu til að takast á við sitt daglega líf og þarf að koma sér í form aftur, í rauninni á sama hátt og varðandi aldraða. Við vitum öll að heilbrigðismálin er fjárfrekur málaflokkur og ef við ætlum að auka fjárframlög til endurhæfingar þurfum við að sjá fjárhagslegan sparnað annars staðar í kerfinu. Ég tel rétt að þetta sé kannað gaumgæfilega.</p> <p>Enn og aftur óska ég ykkur til hamingju með áfangann og vona að þið haldið áfram að styrkjast og leggja fram ykkar mikilvæga skerf til íslenskrar heilbrigðisþjónustu.</p>

Um ráðuneytið

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira