Hoppa yfir valmynd

Ræður og greinar Magnúsar Stefánssonar


Dags.Dags.TitillLeyfa leit
2007-05-07 00:00:0007. maí 2007Ný viðbygging Fjöliðjunnar á Akranesi

<p><span>Ágætu tilheyrendur.</span></p> <p><span>Það er mér sönn ánægja að vera með ykkur hér í dag við kynningu á væntanlegri viðbyggingu við Fjöliðjuna hér á Akranesi. Það eru reyndar ekki nema nokkrir mánuðir síðan ég heimsótti ykkur síðast. Það var nánar tiltekið 9. nóvember 2006, fyrir nánast réttu hálfu ári. Þá þótti mér við hæfi að nota þennan vettvang hér í Fjöliðjunni til þess að kynna ný drög að stefnu í málefnum fatlaðra barna og fullorðinna. Það var einkar ánægjuleg morgunstund sem ég átti með ykkur þá um það mikilvæga mál.</span></p> <p><span>Í ávarpi mínu í nóvember nefndi ég að á stað eins og þessum verði okkur ljóst hve þátttaka og virkni fatlaðra í samfélaginu getur borið mikinn og ríkulegan ávöxt, ekki einungis fyrir þá sem hér starfa heldur ekki síður fyrir aðra þegna landsins. Þátttaka og virkni fatlaðs fólks í samfélaginu eru einmitt lykilorð í þeirri framtíðarsýn sem hin nýja stefna félagsmálaráðuneytisins felur í sér. Þar er lögð áhersla á að sérhver einstaklingur hafi mikilvægu hlutverki að gegna og að hann eða hún skuli eiga kost á slíku hlutverki.</span> <span>Þátttaka og virkni allra þegna í lífi og starfi samfélagsins styrkir forsendur þess til þess að það geti borið rík einkenni mannúðar, skilnings, virðingar og réttlætis.</span></p> <p><span>Ég vil árétta í þessu sambandi að ný og breytt viðhorf til fötlunar gera sig gildandi í hinni nýju stefnu ráðuneytisins. Þar er um að ræða að fötlun felst ekki einungis í þeirri skerðingu á færni eða sjúkdómi sem einstaklingur kann að búa við. Við verðum einnig að hafa það hugfast að fyrir því eru einnig félagslegar ástæður að fólk með skerta færni eigi þess ekki kost að taka fullan þátt í samfélaginu til jafns við aðra.</span></p> <p><span>Ef gerðar væru kröfur um að allir sem stunda atvinnu hefðu fulla og óskerta starfsorku er hætt við að fækka myndi á vinnumarkaðnum. Þá myndu margir sitja heima, verklausir og harla ósáttir við hlutskipti sitt. Og margar dýrmætar vinnustundir myndu fara forgörðum. Þess vegna er það svo mikilvægt að til séu fjölbreytilegir vinnustaðir sem bjóða verkfúsum höndum og huga að njóta sín við hin margvíslegustu verkefni. Það á við um fjölda vinnustaða &ndash; ekki einungis þá sem ætlaðir eru fötluðu fólki. Það á einnig við um þá þar sem skilningur ríkir á því að vinnufærni felst ekki einungis í fullu starfsþreki í hefðbundinni merkingu. Vinnufærni og starfsþrek felst einnig í þeim viðhorfum sem fólk hefur til þeirra verka sem því eru falin: Ég nefni sem dæmi áhuga, kapp, ástundun, dugnað og djörfung til þess að tileinka sér ný verkefni. Ég veit að allir þessir eiginleikar eru meðal annars til staðar hér í Fjöliðjunni.</span> <span>Þessi sýn er meðal þess sem ég tel afar mikilvægt að sé til staðar í íslensku þjóðfélagi: Vinnustaðir við hæfi allra þegna landsins, hvernig sem starfsfærni þeirra kann að vera háttað.</span></p> <p><span>Atvinna er meginþáttur í lífi sérhvers manns. Hún er hluti af sjálfsmynd hans og ímynd hans gagnvart öðrum, vettvangur fyrir sköpunar- og athafnaþörf og þátttöku í samfélaginu á borð við aðra. Atvinna felur þannig í sér annað og meira en fjárhagslegan ávinning. Hún er grundvöllur félagslegrar stöðu og sjálfstæðs lífs, eins konar lífæð við samfélagið.</span></p> <p><span>Þessi viðbygging mun sérstaklega auka rými fyrir þá hæfingu sem hér er stunduð og gefa möguleika á því að tengja hana betur við þau almennu vinnuverkefni sem unnið er að hér í Fjöliðjunni. Þeir sem hér eru í hæfingu munu því í auknum mæli fá tækifæri til þess að reyna sig í fjölbreytilegri verkefnum sem væntanlega mun auka við og styrkja almenna vinnufærni þeirra. Jafnframt mun viðbyggingin auka möguleika Fjöliðjunnar til þess að bjóða nýjum starfsmönnum verndaða vinnu.</span></p> <p><span>Tíu til fimmtán geðfatlaðir einstaklingar gætu hugsanlega nýtt aðstöðuna hér til vinnutengdra verkefna af ýmsum toga. Loks verður möguleiki á því að bjóða öryrkjum hér á svæðinu sem ekki hafa haft atvinnu upp á ýmis vinnutengd verkefni. Segja má að þessi viðbygging muni því gjörbreyta þjónustu við þá sem þurfa á hæfingu eða verndaðri vinnu að halda. Viðbyggingin mun verða jafnmikil breyting og varð þegar flutt var í þetta húsnæði á sínum tíma.</span></p> <p><span>Ég vil því óska okkur öllum til hamingju með það skref sem stigið er hér í dag.</span> <span></span></p> <br /> <br />

2007-04-30 00:00:0030. apríl 2007Ávarp við undirritun þjónustusamnings um geðfatlaða á Egilsstöðum

<p><span>Góðir gestir.</span></p> <p><span>Við erum hér saman komin í dag til að undirrita samkomulag um aukna þjónustu við fólk sem býr við geðfötlun. Það er táknrænt og ánægjulegt að fá þetta tækifæri nú þegar vorið fer í hönd, daginn lengir og birtir í hug og hjarta.</span></p> <p><span>Aðstæður og réttindamál geðfatlaðs fólks hafa verið í brennidepli undanfarin misseri. Þörf er fyrir fjölbreyttari þjónustuúrræði er auka lífsgæði fólksins og mikilvægt að efla áhrif notenda sjálfra á þjónustuna. Sjónarmið er varða félagsleg áhrif á eðli, framvindu og umfang geðfötlunar hafa verið viðurkennd og hugmyndum um að færa beri þjónustu við fólk með geðraskanir út í samfélagið &ndash; frá hefðbundnum sjúkrastofnunum &ndash; vex fylgi. Þannig megi rjúfa einangrun, efla sjálfstæði fólksins og virkja reynslu þeirra og þekkingu til batahvetjandi viðfangsefna.</span> <span>&nbsp;</span></p> <p><span>Í ljósi þessa hef ég sem félagsmálaráðherra í samstarfi við heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið tekið frumkvæði til að tryggja fjármuni til átaks í uppbyggingu þjónustu við geðfatlað fólk. Þeim fjármunum verður varið á grundvelli stefnu og framkvæmdaáætlunar 2006&ndash;2010 vegna átaks í þjónustu við geðfatlað fólk sem ráðuneytið hefur mótað í samstarfi við notendur þjónustunnar, aðstandendur og hagsmunafélög geðfatlaðs fólks, sérfræðinga og fagfólk starfandi við málaflokkinn.</span></p> <h3><span>Þríþætt samkomulag</span></h3> <p><span>Samkomulagið sem við undirritum í dag er í þremur liðum. Ég nefni fyrst uppbyggingu búsetu sem er ígildi fjögurra leiguíbúða ásamt starfsmannaaðstöðu. Búsetuúrræðið verður hluti af húsnæðiskosti fyrir fatlaða á svæðinu öllu og nýtt í samstarfi við svæðisskrifstofuna. Þannig er unnt að tryggja sveigjanleika í búsetutilboðum sem er afar mikilvægt á víðfeðmu þjónustusvæði eins og Austurland er.&nbsp;</span><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Þá er samið um stuðning við þróunarverkefni til að koma á fót félags- og vinnuaðstöðu fyrir fólk með geðraskanir og geðfötlun. Við þróun og mótun þjónustunnar verður lögð áhersla á þátttöku og virkni notenda og aðstandenda þeirra. Ég vil sérstaklega fagna þeirri miklu samstöðu og þeim lifandi áhuga sem þetta verkefni nýtur í austfirsku samfélagi. Samstarfsaðilar í þróunarverkefninu eru Félagsþjónusta Fljótsdalshéraðs, Félagsþjónusta Fjarðabyggðar, Heilbrigðisstofnun Austurlands, deild Geðhjálpar á Austurlandi og Austurlandsdeild Rauða kross Íslands. Það er dýrmætt fyrir eitt samfélag að búa yfir svo ríkri samkennd sem birtist í þessu samstarfi. Ég óska ykkur til hamingju með það.&nbsp;</span><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Einnig er í samkomulaginu stuðningur til að auka frekari liðveislu í búsetu við fólk sem býr við geðfötlun. Þetta framlag átaksverkefnisins gerir Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Austurlandi kleift að ráða fleira fagfólk til starfa.</span></p> <h3><span>Þekkingarsetur á Egilsstöðum</span></h3> <p><span>Góðir tilheyrendur. Á þessari hátíðarstundu langar mig til að nota tækifærið og fagna stofnun Þekkingarseturs á Egilsstöðum en samningar um stofnun þess voru undirritaðir síðastliðinn laugardag.</span></p> <p><span>&nbsp;</span><span>Hér er á ferðinni mikilvægt átak til að efla vísinda- og rannsóknastarfsemi á Austurlandi sem getur lagt grunn að staðbundnu háskólanámi á svæðinu. <span>&nbsp;</span>Þekkingarsetrið mun stuðla að aukinni nýsköpun í atvinnulífinu og skapa skilyrði fyrir frekari þróun þekkingarsamfélags á Austurlandi.</span></p> <p><span>Það er sérstakt ánægjuefni að Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Austurlandi skuli vera þátttakandi í þessu mikilvæga verkefni. Á svæðisskrifstofunni er mikill brunnur þekkingar hvað varðar félagslega þjónustu sem ausa má af. Einnig veitir samstarfið starfsfólki skrifstofunnar aðgang að þekkingu sem aðrar stofnanir á öðrum sviðum búa yfir. Þannig sameinast kraftar margra til að styrkja enn frekar samfélag á Austurlandi.</span></p> <p><span>Góðir tilheyrendur.</span></p> <p><span>Ég ítreka að það er afar ánægjulegt að vera með ykkur hér í dag og fá tækifæri til að undirrita þetta samkomulag um eflingu þjónustu við fólk sem býr við geðfötlun. Ég óska þess að sumarið sem nú fer í hönd verði ykkur öllum sólríkt og sú þjónusta sem hér er skotið stoðum undir vermi og efli þá sem hennar njóta og þá sem hana veita.</span></p> <p><span>Góðar stundir.</span></p> <br /> <br />

2007-04-30 00:00:0030. apríl 2007Ávarp ráðherra við undirritun þjónustusamnings við Norðurþing

<p><span>Góðir gestir.</span></p> <p><span>Mér er það mikið ánægjuefni að staðfesta hér í dag endurnýjun þjónustusamnings um þjónustu við fatlaða milli félagsmálaráðuneytisins og Norðurþings auk þess sem ég mun staðfesta samkomulag varðandi búsetu- og stoðþjónustu fyrir fólk sem býr við geðfötlun í Þingeyjarsýslum.</span></p> <p><span>Það er liðinn rúmur áratugur frá því að Húsavíkurkaupstaður og skömmu síðar Héraðsnefndin urðu meðal fyrstu sveitarfélaga til þess að gera þjónustusamning við ráðuneytið. Norðurþing mun samkvæmt samningi þessum taka að sér að veita þá þjónustu sem Héraðsnefndin sinnti áður.</span></p> <h3><span>Nýr samingur byggist á góðri reynslu</span></h3> <p><span>Þessi nýi samningur gildir til þriggja ára eða til ársloka 2009. Samningurinn <span></span>er til marks um þá jákvæðu reynslu sem er að baki og það gagnkvæma traust og trúnað sem skapast hefur með farsælu og gjöfulu samstarfi. Það má raunar einnig hafa til marks um þau viðhorf sem stöðugt vex fylgi að þjónusta við fatlaða sé best komin í heimabyggð fólks, hjá sveitarfélögunum eða samlagi þeirra. Með því móti gefst tækifæri til þess að samþætta þjónustu við fötluð börn og fullorðna annarri félagslegri þjónustu, færa hana nær notendunum og auðvelda þannig aðgang að henni. Ég er þess fullviss að sú tilhögun er til þess fallin að auka skilvirkni, bæta nýtingu fjármuna og auka þjónustugæði.<span>&nbsp;&nbsp;</span></span></p> <p><span>Þessi nýi samningur felur í sér ýmis nýmæli sem vert er að nefna hér. Í honum er gerð grein fyrir framtíðarsýn, grundvallarsjónarmiðum og markmiðum sem fram koma í hinni nýju stefnu ráðuneytisins í málefnum þeirra sem búa við fötlun, enda er gert ráð fyrir að tekið skuli mið af þeim atriðum við framkvæmd samningsins. Þá er þar að finna, í samræmi við hina nýju stefnu, ákvæði um svonefndan notendagrunn. Það er rafrænn gagnagrunnur, sem ráðuneytið mun leggja til þar sem verður að finna samræmdar upplýsingar um þjónustuþarfir allra notenda þjónustunnar.</span></p> <p><span>Hvað börn varðar skulu þar liggja fyrir þarfir fyrir skammtímaþjónustu, stuðningsfjölskyldur, viðeigandi ráðgjöf, þjálfunaráætlanir, eftirfylgd, endurmat og önnur stuðningsúrræði. Um fullorðna skal liggja fyrir mat á þörfum fyrir stuðning til búsetu og atvinnu auk stoðþjónustu af öðru tagi. Notendagrunnurinn verður notaður jafnt til þess að meta þarfir einstaklinga sem til almennra starfsáætlana.</span></p> <p><span>Gert er ráð fyrir að á þessu ári og því næsta verði þarfir allra notenda metnar, bæði þeirra er þegar njóta þjónustu og nýrra notenda. Það verður gert með nýju bandarísku þjónustumatskerfi sem ráðuneytið hefur látið þýða og leggur þjónustuaðilum til. Því er ætlað að leiða í ljós þjónustuþarfir fatlaðs fólks, bæði hvers konar þjónustu er þörf og í hve miklum mæli.</span></p> <p><span>Þá eru í samningnum ákvæði um gæðaeftirlit, bæði hvað varðar stjórnskipulag og gæði þjónustunnar og reglulegt mat á árangri. Jafnframt er gert ráð fyrir að sett séu fram árlega staðbundin stefnumið í samræmi við hina nýju stefnu ráðuneytisins og áherslur félagsmálaráðherra á hverjum tíma. Það verður gert í samstarfi við ráðuneytið.</span></p> <p><span>Óhætt er að fullyrða að þessi nýi þjónustusamningur sé fyllri og vandaðri en sá sem fyrir er og fyllilega í takti við nýjustu áherslur og viðmið í gæðamálum og vönduðum stjórnsýsluháttum.</span></p> <h3>Aukin þjónusta við geðfatlaða</h3> <p><span>Eins og ég nefndi í inngangi hefur samkoma okkar tvíþættan tilgang. Vík ég nú máli mínu að samkomulagi um aukna þjónustu við fólk sem býr við geðfötlun.</span></p> <p><span>Aðstæður og réttindamál geðfatlaðs fólks hafa verið í brennidepli undanfarin misseri. Þörf er fyrir fjölbreyttari þjónustuúrræði sem auka lífsgæði fólksins og mikilvægt er að efla áhrif notenda sjálfra á þjónustuna. Sjónarmið er varða félagsleg áhrif á eðli, framvindu og umfang geðfötlunar hafa verið viðurkennd og hugmyndum um að færa beri þjónustu við fólk með geðraskanir út í samfélagið, frá hefðbundnum sjúkrastofnunum, vex fylgi.<span>&nbsp;</span> Þannig megi rjúfa einangrun, efla sjálfstæði fólksins og virkja reynslu þeirra og þekkingu til batahvetjandi viðfangsefna.</span></p> <p><span>Í ljósi þessa hef ég sem félagsmálaráðherra í samstarfi við heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið tekið frumkvæði til þess að tryggja fjármuni til átaks í uppbyggingu þjónustu við geðfatlað fólk. Þeim fjármunum verður varið á grundvelli<span>&nbsp;</span> stefnu og framkvæmdaáætlunar 2006-2010 vegna átaks í þjónustu við geðfatlað fólk sem ráðuneytið hefur mótað í samstarfi við notendur þjónustunnar, aðstandendur og hagsmunafélög geðfatlaðs fólks, sérfræðinga og fagfólk starfandi við málaflokkinn.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Samkomulagið er í þremur liðum.</span></p> <p><span>Ég nefni fyrst verkefni til að koma á fót og reka endurhæfingu og dagþjónustu (geðræktarmiðstöð) í Þingeyjarsýslum undir heitinu Setrið. Starfsemi Setursins byggir á samþættingu á félagslegri þjónustu, þjónustu við fatlaða, heilbrigðisþjónustu á geðsviði og samfélagsþjónustu. Ég vil sérstaklega fagna þeirri miklu samstöðu og þeim lifandi áhuga sem þetta verkefni nýtur í þingeysku samfélagi en samstarfsaðilar við framkvæmd verkefnisins eru Húsavíkurdeild Rauða kross Íslands og Heilbrigðisstofnun Þingeyinga auk fyrirtækja, félagasamtaka og einstaklinga. Fyrir þetta vil ég sérstaklega þakka.</span></p> <p><span>Þá er samið um uppbyggingu búsetu í einstaklingsíbúðum fyrir þrjá einstaklinga.<span>&nbsp;</span> Framkvæmdahópur mun undirbúa og stýra verkefninu. Húsnæðið verður tekið í notkun eigi síðar en á árinu 2009.</span></p> <p><span>Einnig gerir samkomulagið ráð fyrir stuðningi til að efla frekari liðveislu (sértæka þjónustu) í þremur leiguíbúðum fyrir einstaklinga sem búa við geðfötlun.</span></p> <p><span>Heildarfjármunir sem átaksverkefnið leggur fram á samningstímanum eru 54,7 milljónir. Við það mun síðan bætast stofnframlag vegna búsetu sem samið verður um á grundvelli tillagna framkvæmdahópsins sem ég nefndi áðan.</span></p> <h3><span>Samstarf um velferð</span></h3> <p><span>Góðir tilheyrendur.</span></p> <p><span>Það er mikilvægt fyrir fólkið í landinu að ríki og sveitarfélög geti unnið vel saman að velferðarverkefnum. Ég vil þakka Norðurþingi fyrir afar ánægjulegt og gott samstarf við undirbúning þeirra samninga sem hér hafa verið staðfestir. Ég ítreka að það er afar ánægjulegt að vera með ykkur í dag og fá tækifæri til að undirrita þessa samninga sem ég tel að marki ákveðin tímamót í þjónustu við fatlað fólk hér á svæðinu. Ég óska þess að sumarið sem nú fer í hönd verði ykkur öllum sólríkt og sú þjónusta sem hér er skotið stoðum undir vermi og efli þá sem hennar njóta og þá sem hana veita.</span></p> <p><span>Góðar stundir.</span></p> <br /> <br />

2007-04-30 00:00:0030. apríl 2007Samningur við Sveitarfélagið Hornafjörð um þjónustu við fatlaða

<p><span>Góðir gestir,</span></p> <p><span>Mér er það mikið ánægjuefni að staðfesta hér í dag endurnýjun þjónustusamnings um þjónustu við fatlaða milli félagsmálaráðuneytisins og sveitarfélagsins Hornafjarðar. Það er liðinn rúmur áratugur frá því að Hornafjörður varð meðal fyrstu sveitarfélaga til þess að gera slíkan samning við ráðuneytið. Með honum tók Hornafjörður að sér að veita fötluðum börnum og fullorðnum á starfssvæði sínu þá þjónustu sem er á ábyrgð ríkisins samkvæmt lögum um málefni fatlaðra.</span></p> <p><span>Þessi nýi samningur gildir til sex ára, allt til ársins 2012. Það er til marks um þá jákvæðu reynslu sem er að baki og það gagnkvæma traust og trúnað sem skapast hefur með farsælu og gjöfulu samstarfi. Það má raunar einnig hafa til marks um þau viðhorf sem stöðugt vex fylgi að þjónusta við fatlaða sé best komin í heimabyggð fólks, hjá sveitarfélögunum eða samlögum þeirra. Með því móti gefst tækifæri til þess að samþætta þjónustu við fötluð börn og fullorðna annarri félagslegri þjónustu, færa hana nær notendunum og auðvelda þannig aðgang að henni. Ég er þess fullviss að sú tilhögun er til þess fallin að auka skilvirkni, bæta nýtingu fjármuna og auka þjónustugæði. <span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Þessi nýi samningur felur í sér ýmis nýmæli sem vert er að nefna hér. Í honum er gerð grein fyrir framtíðarsýn, grundvallarsjónarmiðum og markmiðum sem fram koma í hinni nýju stefnu ráðuneytisins í málefnum þeirra sem búa við fötlun, enda er gert ráð fyrir að tekið skuli mið af þeim atriðum við framkvæmd samningsins. Þá er þar að finna, í samræmi við hina nýju stefnu, ákvæði um svonefndan notendagrunn. Það er rafrænn gagnagrunnur, sem ráðuneytið mun leggja til, þar sem verður að finna samræmdar upplýsingar um þjónustuþarfir allra notenda þjónustunnar. Hvað börn varðar skulu þar liggja fyrir þarfir fyrir skammtímaþjónustu, stuðningsfjölskyldur, viðeigandi ráðgjöf, þjálfunaráætlanir, eftirfylgd, endurmat og önnur stuðningsúrræði. Um fullorðna skal liggja fyrir mat á þörfum fyrir stuðning til búsetu og atvinnu, auk stoðþjónustu af öðru tagi. Notendagrunnurinn verður notaður jafnt til þess að meta þarfir einstaklinga sem til almennra starfsáætlana.</span></p> <p><span>Gert er ráð fyrir að á þessu ári og því næsta verði þarfir allra notenda metnar, bæði þeirra er þegar njóta þjónustu og nýrra notenda. Það verður gert með nýju bandarísku þjónustumatskerfi sem ráðuneytið hefur látið þýða og leggur þjónustuaðilum til. Því er ætlað að leiða í ljós þjónustuþarfir fatlaðs fólks, bæði hvers konar þjónustu er þörf og í hve miklum mæli.</span></p> <p><span>Þá eru í samningnum ákvæði um gæðaeftirlit, bæði hvað varðar stjórnskipulag og gæði þjónustunnar og reglulegt mat á árangri. Jafnframt er gert ráð fyrir að sett séu fram árlega staðbundin stefnumið í samræmi við hina nýju stefnu ráðuneytisins og áherslur félagsmálaráðherra á hverjum tíma. Það verður gert í samstarfi við ráðuneytið.</span></p> <p><span>Ég tel að lokum óhætt að fullyrða að þessi nýi þjónustusamningur sé fyllri og vandaðri en sá sem fyrir er og fyllilega í takti við nýjustu áherslur og viðmið í gæðamálum og vönduðum stjórnsýsluháttum. Ég er þess jafnframt fullviss að hann muni stuðla að áframhaldandi farsælu samstarfi sveitarfélagsins Hornafjarðar og ráðuneytisins á þessu málasviði.</span></p> <br /> <br />

2007-04-25 00:00:0025. apríl 2007Styrkir veittir úr starfsmenntasjóði

<p><span>Það er ljóst að sí- og endurmenntun gegna lykilhlutverki bæði hvað varðar möguleika fyrirtækja og einstaklinga á vinnumarkaðnum til framþróunar.</span></p> <p><span>Í dag kynnum við úthlutun úr starfsmenntasjóði. Sjóðurinn á sér fimmtán ára sögu en er jafnmikilvægur í dag og þegar hann var stofnaður með lagasetningu á Alþingi vorið 1992 um starfsmenntun í atvinnulífinu. Setning laganna átti sér nokkurn aðdraganda. Á árunum 1984 og 1985 var starfandi nefnd á vegum félagsmálaráðuneytisins sem hafði það hlutverk að gera úttekt á áhrifum nýrrar tækni á atvinnulífið. Nefndin skilaði af sér áliti um það hvernig skyldi bregðast við tæknibreytingum og lagði megináherslu á að fjölga kostum til endurmenntunar og endurþjálfunar.</span></p> <h3><span>Starfsmenntaráð</span></h3> <p><span>Með lögum um starfsmenntun í atvinnulífinu var stofnað starfsmenntaráð skipað sjö fulltrúum, þremur fulltrúum samtaka atvinnurekanda og þremur fulltrúum samtaka launafólks. Félagsmálaráðherra skipar sjöunda fulltrúann. Aðilar skiptast á að gegna formennsku þannig að eitt árið gegnir fulltrúi félagsmálaráðherra formennsku, næsta fulltrúi atvinnurekenda og þriðja árið fulltrúi launafólks. Þetta er gert til að undirstrika að um sameiginlegt viðfangsefni þessara þriggja aðila sé að ræða.</span></p> <p><span>Markmið laganna er fyrst og fremst að hvetja til aukinnar starfsmenntunar í atvinnulífinu, meðal annars í þeim tilgangi að auka framleiðni, greiða fyrir tækninýjungum, bæta verkkunnáttu og auka hæfni starfsmanna til að mæta nýjum kröfum og breyttum aðstæðum. Með lögunum var farin nokkuð önnur leið en flest nágrannalönd okkar höfðu farið. Í stað þess að leggja áherslu á miðstýrðar starfsmenntunar- og starfsþjálfunarmiðstöðvar var mörkuð sú stefna að hvetja samtök atvinnurekenda og launafólks til að taka þessi mál í sínar hendur.</span></p> <p><span>Á þeim rúma áratug sem liðinn er frá því lögin um starfsmenntun í atvinnulífinu voru sett hafa miklar breytingar orðið á því umhverfi sem starfsmenntaráð starfar í. Þróun atvinnulífsins hefur einkennst af stórstígum tækniframförum, breytingum á skipulagi starfsemi fyrirtækja og stofnana og þeim störfum sem þar eru unnin. Sama gildir um starfsumhverfið sem einkennist í ríkari mæli af alþjóðlegum samanburði, samstarfi og samkeppni.</span></p> <p><span>Samhliða hefur einnig orðið mikil breyting á uppbyggingu og framboði á starfsmenntun hér á landi. Fræðslustofnanir atvinnulífsins hafa eflst mjög á síðustu árum og gegna stöðugt mikilvægara hlutverki á sviði sí- og endurmenntunar. Árið 2000 gerðu Samtök atvinnulífsins samninga við Flóabandalagið, Starfsgreinasambandið og verslunarmannafélögin um stofnun sérstakra fræðslusjóða á almennum vinnumarkaði til að sinna starfsfræðsluþörfum ófaglærðs starfsfólks á vinnumarkaði. Áður höfðu verið gerðir sambærilegir samningar við iðnaðarmannafélögin. Árið 2002 gerðu Samtök atvinnulífsins og Landssamband íslenskra útvegsmanna samkomulag við Sjómannasamband Íslands um stofnun fræðslusjóðs sjómanna.</span></p> <p><span>Því má segja að lögin hafi þjónað vel því markmiði sem þeim var sett.</span></p> <h3><span>Styrkir til starfsmenntunar</span></h3> <p><span>Starfsmenntaráð auglýsti í febrúar síðastliðnum eftir umsóknum um styrki til starfsmenntunar í atvinnulífinu. Að þessu sinni var lögð áhersla á þrjá málaflokka:</span></p> <p><span><em>1. Starfsþróun á vinnustað og nýliðaþjálfun</em></span></p> <p><span>Störf breytast í samræmi við nýjar hugmyndir um verklag. Lögð var áhersla á starfsþjálfun á vinnustöðum sem auðveldar fólki að tileinka sér nýjungar. Sérstaklega var litið til nýrra leiða fyrir starfsmenn sem hafa litla skólagöngu.</span></p> <p><span><em>2. Kennslu í íslensku fyrir útlendinga í vinnustaðatengdu námi</em></span></p> <p><span>Fólk af erlendum uppruna sem vill læra íslensku á oft erfitt með að finna tíma til að sinna námi utan vinnudags. Lögð var áhersla á verkefni sem auka tækifæri og hvetja til vinnustaðatengds íslenskunáms í þeim tilgangi að auka færni einstaklinga á vinnumarkaði.</span></p> <p><span><em>3. Kennslu í verslunar- og ferðaþjónustugeiranum</em></span></p> <p><span>Ferðaþjónusta hefur vaxið hratt og útlit er fyrir að svo verði áfram. Mikil starfsmannavelta hefur einkennt verslun síðastliðin ár. Lögð var áhersla á verkefni sem fólu í sér gæði þjónustu, fagmennsku og öryggi.</span></p> <p><span>Að venju var ráðið jafnframt reiðubúið að meta umsóknir um mikilvæg verkefni sem féllu utan áherslna ráðsins og gátu umsækjendur sótt um í opinn flokk.</span></p> <p><span>Samtals bárust 109 umsóknir frá 57 aðilum. Samtals var sótt um styrki fyrir meira en 180 milljónir króna.</span></p> <p><span>Að tillögu Starfsmenntaráðs var ákveðið að styrkja 45 verkefni frá 25 aðilum. Að þessu sinni var úthlutað rúmlega 48 milljónum króna úr starfsmenntasjóði.</span></p> <p><span>Ég vil sérstaklega nefna styrk til Eflingar &ndash; stéttarfélags þar sem verkefnið er að þróa og undirbúa námsframboð fyrir öryggisverði.</span></p> <p><span>Veittur er styrkur til Menntasviðs Reykjavíkurborgar sem býður stuðningsfulltrúum og skólaliðum í grunnskólum upp á dreifnámsfyrirkomulag þannig að fólk geti stundað það nám samhliða starfi.</span></p> <p><span>Einnig ber að nefna styrki til ferðaþjónustuaðila. Ef vel tekst til getur þetta verkefni skapað störf, ekki síst í dreifbýlinu og stutt við uppbyggingu ferðaþjónustu. Loks má nefna að nokkur verkefni sem hafa innflytjendur sem markhóp fá stuðning við þessa úthlutun.</span></p> <p><span>Okkur fannst vel við hæfi að tilnefna að þessu sinni verkefni Rauða kross Íslands &bdquo;Mentor er málið! &ndash; félagsvinakerfi&ldquo; sem áhugavert sýnishorn þeirra verkefna sem borist hafa Starfsmenntaráði þetta árið. Markmið verkefnisins er að stofna net mentora, stuðningsnet íslenskra kvenna og kvenna af erlendum uppruna, þar sem sambandið byggist á gagnkvæmri virðingu og jafningjagrundvelli. Markmiðið er að styrkja konur af erlendum uppruna sem eru þegar á íslenskum vinnumarkaði, efla þær og rjúfa félagslega einangrun. Styrkurinn nemur 2,5 milljónum króna.</span></p> <p><span>Fulltrúum þessara aðila sem hér eru vil ég óska innilega til hamingju.</span></p> <br /> <br />

2007-04-25 00:00:0025. apríl 2007Evrópuár jafnra tækifæra 2007

<p><span>Ágætu ráðstefnugestir.</span></p> <p><span>&bdquo;</span><span>Vits er þörf<br /> þeim er víða ratar.<br /> Dælt er heima hvað.<br /> Að augabragði verður<br /> sá er ekki kann<br /> og með snotrum situr.&ldquo;</span></p> <p><span>&nbsp; &nbsp;</span></p> <p><span>Ég leyfi mér í upphafi máls míns að vitna í Hávamál, sem mörg ykkar þekkið vel. Þessi orð hafa staðist tímans tönn og eiga ekki minna erindi við okkur í dag en þau áttu á árunum 700 til 900 þegar þau eru talin hafa verið samin. Þau segja okkur meðal annars a</span><span>ð víðförull maður þarf að vera skynsamur en að heima eru hlutirnir auðveldir. Mér finnst þessi orð eiga vel við nú þegar við Íslendingar mótum stefnu okkar í innflytjendamálum. Stefnu sem að mínu mati á fyrst og fremst að byggjast á mannauðssjónarmiðum. Hún á að byggja á þeim sjónarmiðum að þeir sem til okkar koma og við sem fyrir erum verðum auðugri af samskiptum okkar og samvinnu. Við getum lært hvert af öðru og styrkt hvert annað og framlag okkar allra skiptir samfélagið í heild miklu máli.</span></p> <p><span>Það er sérstaklega ánægjulegt fyrir mig sem félagsmálaráðherra að fá tækifæri til þess að setja, hér í dag formlega Evrópuár jafnra tækifæra 2007 hér á landi.</span></p> <p><span>Markmið með árinu er að vekja athygli á því að allir eiga að hafa jöfn tækifæri óháð kynþætti, uppruna, trúarbrögðum og lífskoðun, aldri, kynhneigð eða fötlun.</span></p> <p><span>Samkvæmt nýlegum rannsóknum telja 64% Evrópubúa að einstaklingum sé mismunað vegna kynþáttar. Þegar spurt var hvort það væri ókostur að vera fatlaður þá töldu 79% svarenda að svo væri. Sömu sögu er að segja um fleiri hópa, hvort sem spurt er um trúarskoðun, aldur eða kynhneigð. Mjög hátt hlutfall taldi að það teldist einstaklingum ekki til tekna að tilheyra minnihlutahópi í samfélaginu.</span></p> <p><span>Af þessu má draga þá ályktun að ákvæði í stjórnarskrám eða almennum lögum nægi ekki, heldur sé þörf á átaki í samfélögum okkar. Evrópuár jafnra tækifæra tekur til allra aðildarríkja Evrópusambandsins og Ísland tekur sem aðildarríki EES-samningsins fullan þátt í árinu.</span></p> <p><span>Á árinu er lögð áhersla á vitundarvakningu meðal almennings um rétt allra til jafnra tækifæra í samfélaginu. Það er hagur samfélagsins í heild sinni að hver einstaklingur fái að dafna og taka virkan þátt í samfélaginu án þess að búa við staðalímyndir eða fordóma. Fordómar og misrétti hafa afdrifarík áhrif á þolendur og einnig fyrir samfélagið því það missir með þeim þann frumkraft sem fylgir fjölbreytileikanum.</span></p> <p><span>Evrópuári jafnra tækifæra er ætlað að vekja athygli á þeim meginsviðum er bann við mismunun borgara beinist að í löndum Evrópusambandsins. Eins og áður sagði er um að ræða bann við mismunun er rekja má til kynferðis, kynþáttar, trúarbragða, fötlunar, aldurs eða kynhneigðar.</span></p> <p><span>Hér á Íslandi hafa mörg mikilvæg skref þegar verið stigin, svo sem með setningu löggjafar sem tryggir réttarstöðu samkynhneigðra. En betur má ef duga skal. Stefnumótun félagsmálaráðuneytisins í málefnum fatlaðra og uppbygging í þágu geðfatlaðra eru mikilvæg verkefni.</span></p> <p><span>Ég vil einnig vekja athygli á mikilvægi þátttöku eldra fólks og fatlaðra á vinnumarkaði og að mismunun sé alltaf ólögmæt vegna kynþáttar, kyns eða trúar. Ég treysti því að á ári jafnra tækifæra og verkefnum sem því tengjast verði lögð áhersla á mikilvægi þess að allir upplifi í reynd sömu tækifæri í samfélaginu okkar. Við eigum einnig að skapa þær aðstæður að börn af ólíkum uppruna geti búið saman og njóti jafnra tækifæra í lífinu. Þar gegnir menntun barna einkar mikilvægu hlutverki.</span></p> <p><span>Með Evrópuári jafnra tækifæra árið 2007 eigum við að tryggja enn frekar að þær aðstæður skapist í samfélagi okkar að bæði kynin njóti jafnræðis á vinnumarkaði og þátttöku í fjölskyldulífi. Ég tel að fyrirkomulag á fæðingarorlofi hafi skipt sköpum hvað þetta varðar. Vísa ég þá einkum til þriggja mánaða feðraorlofs. Við höfum með fæðingarorlofi gefið börnum okkar tækifæri til að njóta umönnunar beggja forelda fyrstu mánuðina. Norrænar rannsóknir benda til þess að íslenskir feður skeri sig úr í þeim málum.</span> <span>Þátttaka beggja foreldra í fjölskyldulífi tel ég að hvetji konur til að sækjast eftir stjórnunarstöðum í auknum mæli<span>. Við þurfum hins vegar að lengja fæðingarorlof í tólf mánuði til þess að tryggja enn frekar jafnrétti á vinnumarkaði og jafnrétti til frambúðar.</span></span></p> <p><span>Það er mín ósk að loknu Evrópuári jafnra tækifæra verði fólk í íslensku samfélagi betur upplýst um mikilvægi fjölbreytileika, en í fjölbreytileikanum búa nánast ótakmörkuð tækifæri.</span></p> <p><span>Við eigum að líta á þann margbreytileika sem hefur orðið til í samfélagi okkar, með fjölgun innflytjenda, sem tækifæri. Rétt eins og við eigum að líta á það sem tækifæri að við búum við góðar aðstæður og að fólk lifir lengur og við betri heilsu á eldri árum en áður þekktist. Í þeirri umræðu eigum við stjórnmálamenn að spyrja okkur hvers vegna fólk eldra en 50 ára telur erfiðara að fá vinnu en yngri hópar. Í okkar samfélagi eigum við ekki að láta viðgangast að gengið sé fram hjá hæfileikum nokkurs manns. Félagsmálaráðuneytið hefur unnið að verkefnum á þessu sviði og nú nýlega styrkt gerð rannsóknar sem sýnir fram á þjóðhagslegan hag af atvinnuþátttöku eldri borgara og öryrkja. Við eigum að nýta okkur þær upplýsingar.</span></p> <p><span>Evrópuár jafnra tækifæra gefur okkur einnig möguleika til að takast á við fordóma er kunna að ríkja í samfélagi okkar, gagnvart kynþætti eða trúarbrögðum samborgara okkar. Einnig vonast ég til þess að árið varpi ljósi á hvernig íslensk lög og reglugerðir leggja bann við mismunun. Starfshópur á vegum félagsmálaráðuneytisins vinnur nú að gerð tillagna</span> <span>um hvernig endurspegla megi efni tilskipana Evrópusambandsins um bann við mismunun í reglum er gilda á innlendum vinnumarkaði.&nbsp;</span></p> <p><span>Í starfshópnum eiga sæti fulltrúar aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda og vonast ég til að hann ljúki störfum á þessu ári. (Fæðingarorlof formannsins og starfsmannsins hafa óneitanlega tafið vinnu starfshópsins og eru orsakir tafanna vissulega jákvæðar þegar litið er til þess.) Málefnið er mikilvægt og ég legg áherslu á að verkinu ljúki sem fyrst.</span></p> <p><span>En eins og ég sagði hér fyrr er ljóst að ákvæði í stjórnarskrá og lögum nægja ekki ef við viljum ná fram raunverulegum viðhorfsbreytingum. Við þurfum að varpa ljósi á ábyrgð okkar allra í samfélaginu og eigum ekki að draga fólk í dilka. Hér tala ég ekki síður til stjórnmálamanna og okkar þingmanna. Orð og viðhorf skipta alltaf máli ef við viljum skapa samfélag er byggir á jöfnum tækifærum. Við eigum að vera framsýn og hvetja til þess og skapa þær aðstæður að í samfélagi okkar sé fjölbreytileiki eftirsóknarverður.</span></p> <p><span>Þegar hefur verið ákveðið að vinna fjölmörg verkefni á árinu sem verða kynnt hér á eftir. Við í félagsmálaráðuneytinu höfum fengið til liðs við okkur ýmis félagasamtök og háskóla til að taka þátt í árinu með okkur. Ég nefni þar sérstaklega Styrktarfélag vangefinna, Samtökin &rsquo;78, Jafnréttisstofu. Fjölmenningarsetrið, Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík og Öryrkjabandalag Íslands.</span></p> <p><span>Ég hef jafnframt ákveðið að settur verði á fót sérstakur sjóður sem veitir styrki til annarra verkefna sem tengjast meginmarkmiðum Evrópuárs jafnra tækifæra 2007. Ríkisstjórnin samþykkti í gær að veita tveimur milljónum króna í sjóðinn. Auglýst verður eftir umsóknum og mun stýrihópur Evrópuárs jafnra tækifæra fjalla um þær.</span></p> <p><span>Heildarfjárhæðir til verkefna frá íslenskum stjórnvöldum, þátttakendum í verkefnum og Evrópusambandinu í tengslum við Evrópuár jafnra tækifæra nema um 23 milljónum króna.</span></p> <p><span>Margt fleira mætti hér nefna. Á árinu verður efnt til ljósmyndasamkeppni í takt við árið þar sem áhersla er lögð á fjölbreytileika mannlífsins og að allir búi við jöfn tækifæri.</span></p> <p><span>Markmið okkar er að ná til sem flestra á árinu og að hrinda af stað vitundarvakningu með íbúum þessa lands.</span></p> <p><span>Ég vil leggja áherslu á að þetta er ekki tímabundið verkefni sem stendur í eitt ár, árið 2007, heldur framtíðarverkefni sem við verðum öll að vinna að.</span></p> <p><span>Í dag stígum við eitt af fyrstu skrefunum og ég hlakka til að heyra það sem menn og konur hafa fram að færa í dag. Ég vil þakka öllum sem hafa lagt hér hönd á plóg fyrir þeirra framlag.</span></p> <p><span>Heimasíða átaksins er lifandi vettvangur þeirra sem taka þátt í verkefninu. Með því að hafa samband við Lindu Rós Alfreðsdóttur verkefnisstjóra geta þeir kynnt verkefni og atburði undir merkjum Árs jafnra tækifæra á heimasíðunni. Þannig fyllist síðan smám saman af áhugaverðu efni. Á síðunni verður bæði kynningar- og fréttaefni og þar er meðal annars að finna dagatal sem gefur upplýsingar um viðburði tengda árinu. Til dæmis verður gjörningur nú á laugardag.</span></p> <p><span>Ég lýsi Evrópuár jafnra tækifæra á Íslandi sett.</span></p> <br /> <br />

2007-04-17 00:00:0017. apríl 2007Ávarp á málþingi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi um málefni innflytjenda

<p><span>Ágætu gestir.</span></p> <p><span>Mér er sönn ánægja að fá tækifæri til að ávarpa þetta málþing Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi um stefnumótun í málefnum innflytjenda. Hér er spurt <span></span>hvort við tökum nógu vel á móti þeim öfluga mannauði sem felst í nýjum Íslendingum.</span></p> <p><span>Nálgunin ber víðsýni og mannúð vitni. Spurt er eðlilegra spurninga. Ákvarðanir og aðgerðir eiga að byggjast á upplýstri umræðu og fræðslu.</span></p> <p><span>Yfirskrift málþingsins er <em>nýir Íslendingar &ndash; öflugur mannauður</em>. Með auknum fjölda innflytjenda á undanförnum árum hefur mannauður á Íslandi sannarlega aukist. Samkvæmt tölum Hagstofunnar var hlutfall erlendra ríkisborgara hér á landi um 3,6% árið 2004 en 6% árið 2006. Hér á svæði Sambands sveitarfélaga á Vesturlandi er hlutfallið svipað eða um 5,4%. Á bak við þessar hlutfallstölur eru margar vinnufúsar hendur sem framkvæmdagleði og bjartsýni íslenskra atvinnurekenda hafa kallað hingað til lands. Það er sjálfsagt að taka vel á móti þeim og velta því fyrir sér hvernig best sé að því staðið.</span></p> <p><span>Frjáls för launafólks innan evrópska efnahagssvæðisins fylgir grunnlögmálum markaðarins. Þangað flytur vinnuaflið sem atvinnu er að fá. Um þessar mundir er atvinnuþátttaka erlendra ríkisborgara meiri á Íslandi en víða annars staðar. Í ársbyrjun 2007 er áætlað að um 10% fólks á innlendum vinnumarkaði séu erlendir ríkisborgarar. Nokkur hluti þeirra sem hingað koma kýs að setjast hér að til frambúðar ásamt fjölskyldum sínum. Þess vegna verðum við að búa svo um hnútana að þessir einstaklingar aðlagist samfélaginu til að koma í veg fyrir fordóma og mismunun. Við þurfum einnig að huga að aðlögun íbúa þessa lands að fjölmenningarlegu samfélagi.</span></p> <p><span>Gagnkvæm virðing er lykillinn að aðlögun þeirra sem hingað koma og okkar hinna sem hér erum fyrir. Ég hitti í gær fulltrúa Kanadamanna sem hafa getið sér gott orð fyrir innflytjendastefnu sína. Þeir tjáðu okkur að þeirra innflytjendastefna byggðist fyrst og fremst á mannauðssjónarmiðum. Þegar talað sé um aðlögun innflytjenda að samfélaginu í Kanada eigi það bæði við um innflytjendurna sjálfa og Kanadamenn. Báðir aðilar vinni að því að nýta sér mannauðinn sem felst í okkur öllum. Það finnst mér skynsamleg nálgun. Þá var okkur jafnframt tjáð að þeir innflytjendur sem hefðu aðlagast best væru þeir sem hefðu í senn hlúð að eigin rótum og lagt áherslu á að aðlagast kanadísku samfélagi.</span></p> <h3><span>Greining Fjölmiðlavaktarinnar</span></h3> <p><span>Umræðan um málefni innflytjenda hér á landi hefur að langmestu leyti verið á skynsamlegum nótum. Greining sem ég fól Fjölmiðlavaktinni að gera á umfjöllun fjölmiðla um innflytjendamál og erlent launafólk á árinu 2006 sýnir að opinber umræða er alla jafna hófstillt og málefnaleg. Slík umræða um viðkvæm málefni sem varðar heill og hamingju fjölskyldna í landinu er eftirsóknarverð. En á þessu voru því miður undantekningar.</span></p> <p><span>Stjórnvöld voru sökuð um að opna landið um of fyrir erlendu verkafólki og fullyrt var að það hefði skelfilegar afleiðingar. Greining Fjölmiðlavaktarinnar sýnir hve ómarkviss þessi umræða hefur verið. Hún fjallaði um innflytjendur almennt fremur en erlent verkafólk og málefni þess. Auk þess var hún til þess fallin að skapa neikvætt viðhorf gagnvart innflytjendum og nokkuð bar á kynþáttafordómum. Þótt jákvæð umræða hafi mælst jafnmikil neikvæðri umræðu í þessari pólitísku orrahríð sýnir samantekt Fjölmiðlavaktarinnar svart á hvítu hve mikilvægt það er að gæta orða sinna í þessu sambandi og fara rétt með staðreyndir.</span></p> <p><span>Á vettvangi eins og þessum hér í dag gefst tækifæri til að leiðrétta ranghugmyndir um að mál sem varða innflytjendur og aðbúnað þeirra, íslenskt velferðarkerfi og vinnumarkaðinn lúti hvorki skipulagi né séu tekin föstum tökum. Málefnaleg og upplýsandi umræða er til þess fallin að eyða tortryggni og koma réttum skilaboðum og staðreyndum á framfæri.</span></p> <p><span>Ný skoðanakönnun gefur vísbendingar um að rúmlega helmingur landsmanna vilji strangari reglur um búsetu útlendinga hér á landi. Þessi niðurstaða færir okkur heim sanninn um að enn sé verk óunnið við að upplýsa almenning um þau lög og reglur sem eru í gildi. Fyrr á kjörtímabilinu sættu stjórnarflokkarnir harðri gagnrýni á Alþingi fyrir að setja of ströng skilyrði fyrir innflytjendur, hér væru að ósekju meiri takmarkanir en hjá nágrannaþjóðum okkar.</span></p> <p><span>Með aðild að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið hafa íslensk stjórnvöld meðal annars skuldbundið sig til að skapa skilyrði fyrir fulla atvinnu, bætt lífskjör og bætt starfsskilyrði innan Evrópska efnahagssvæðisins. Þetta hefur meðal annars þá þýðingu að sérhver ríkisborgari annars aðildarríkis nýtur þeirra réttinda að ráða sig til starfa á yfirráðasvæði annars aðildarríkis með sama forgangsrétti og ríkisborgarar þess ríkis. Íslensk stjórnvöld hafa áréttað þessar skuldbindingar um forgang ríkisborgara ríkja innan Evrópska efnahagssvæðisins. Það var meðal annars gert með sameiginlegri yfirlýsingu félagsmálaráðherra og dómsmálaráðherra þegar í september 2005. Það var líka gert samhliða lagabreytingum 1. maí 2006 þar sem ríkisborgurum þeirra tíu ríkja sem gerðust aðilar að samningunum um Evrópska efnahagssvæðið var veitt aukið aðgengi að innlendum vinnumarkaði.</span></p> <p><span>Þessi skýra stefna íslenskra stjórnvalda um forgang ríkisborgara ríkja innan Evrópska efnahagssvæðisins að innlendum vinnumarkaði hefur leitt til þess að frá september 2005 hefur útgefnum dvalar- og atvinnuleyfum til ríkisborgara ríkja utan svæðisins fækkað verulega.</span></p> <h3><span>Ekki skilyrði til takmörkunar</span></h3> <p><span>Þess misskilnings gætir að unnt sé að grípa til neyðarúrræðis í samningnum um Evrópska efnahagssvæðið til að hefta frjálsa för launafólks til landsins. Vissulega er til staðar ákveðin heimild í samningnum um Evrópska efnahagssvæðið sem heimilar aðildarríkjum að grípa til ákveðinna ráðstafana ef viss skilyrði eru fyrir hendi. Þau felast meðal annars í neikvæðum afleiðingum frjálsrar farar launafólks á vinnumarkað viðkomandi ríkis. Engin slík skilyrði eru hins vegar fyrir hendi hér á landi nú.<span>&nbsp;</span> Auk þess er vert að hafa í huga að ef gripið yrði til þessa neyðarúrræðis myndu Íslendingar glata dýrmætum réttindum sínum samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið þar sem samningurinn felur ekki bara í sér skyldur fyrir okkur Íslendinga heldur einnig mikil réttindi. Við verðum að horfa á heildarmyndina.</span></p> <p><span>Jafnframt hef ég orðið var við það í kosningabaráttunni að farið sé fram á að Alþingi setji lög til að tryggja að ekki verði grafið undan íslenskum vinnumarkaði og kjarasamningar brotnir. Ég vil benda á að í desember síðastliðnum lagði ég fram á Alþingi frumvarp til nýrra laga í þeim tilgangi að styrkja innviði vinnumarkaðarins og stöðu erlends launafólks hér á landi. Með því er tryggt að erlent launafólk sem sent er tímabundið til Íslands í tengslum við veitingu þjónustu njóti sambærilegra kjara og réttinda og íslenskt launafólk. Frumvarp þetta var síðan samþykkt sem lög frá Alþingi á síðustu dögum þingsins nú í vor. Þessi lög ganga langt í þessu efni og í þeim felast ýmis mikilvægi nýmæli.</span></p> <p><span>Enn fremur þótti nauðsynlegt að samhæfa aðgerðir stjórnvalda í málefnum innflytjenda. Við því var brugðist í ráðuneytinu með skipun á sérstöku ráði, innflytjendaráði, til að vera stjórnvöldum innan handar. Ráðið samdi drög að stefnu um aðlögun innflytjenda að íslensku samfélagi sem ríkisstjórnin samþykkti. Þetta er í fyrsta sinn sem ríkisstjórnin markar sér stefnu í þessum efnum.</span></p> <p><span>Í stefnunni er fjallað um íslenskunám fyrir fullorðna, miðlun og öflun upplýsinga, atvinnumál og atvinnuþátttöku, menntamál, heilbrigðisþjónustu og hlutverk sveitarfélaga. Sett eru fram markmið og skilgreindar leiðir til að ná þeim.</span></p> <p><span>Sveitarfélög huga í auknum mæli að stefnumótun á þessu sviði og njóta þar dyggrar aðstoðar Fjölmenningarsetursins sem er starfrækt á Ísafirði og Alþjóðahússins í Reykjavík. Þessar stofnanir vinna gott og þarft starf í því að efla þjónustu við fólk af erlendum uppruna og greiða götu þess í ýmsum skilningi.</span></p> <p><span>Ég vil nefna í framhaldi af þessu að félagsmálaráðuneytið hefur hlotið afar jákvæð viðbrögð gagnvart aðlögun flóttamanna hér á landi. Þau verkefni hafa verið unnin í góðri samvinnu við Rauða krossinn og þau sveitarfélög sem tekið hafa á móti flóttamönnum hverju sinni. Alþjóðaflóttamannastofnunin hefur óskað eftir því að fá að nýta sem fyrirmynd &bdquo;hið íslenska módel&ldquo; sem var þróað á Ísafirði. Það felst meðal annars í því að hver flóttamannafjölskylda fái íslenska stuðningsfjölskyldu úr sínu nánasta umhverfi. Þetta undirstrikar að mínu mati þýðingu góðrar samvinnu milli ríkis og sveitarfélaga hvað varðar móttöku flóttamanna og innflytjenda. Jafnframt undirstrikar þetta mikilvægi góðrar samvinnu innflytjenda og þeirra sem fyrir eru við aðlögun beggja.</span></p> <h3><span>Ný verkefni</span></h3> <p><span>Ég sé fyrir mér að vinnubrögð okkar hvað varðar móttöku flóttamanna verði yfirfærð á aðlögun innflytjenda almennt. Ég hef því ákveðið að styðja sérstök aðlögunarverkefni á tveimur stöðum á landinu í tilraunaskyni árin 2007 og 2008.<span>&nbsp;</span> Þau eru annars vegar í Bolungarvík fyrir Vestfirði og í Fjarðabyggð fyrir Austurland.</span></p> <p><span>Verkefnin felast í því að tryggja að nýir Íslendingar finni að þeir séu velkomnir og að þeir fái sömu tækifæri og aðrir til að búa sér og sínum fjölskyldum farsæla framtíð. Þannig hvetjum við nýja Íslendinga best til að læra að meta menningu okkar og siði og til að leggja sig fram um að taka fullan þátt í samfélaginu.</span></p> <p><span>Þessi tvö verkefni eru meðal fjölmargra verkefna sem við munum vinna að á næstunni. Við þurfum öll að leggja hér hönd á plóg. Við munum uppskera eins og við sáum.</span></p> <br /> <br />

2007-04-16 00:00:0016. apríl 2007Tímamót

<p><span>Heimildarmyndin &bdquo;Tímamót&ldquo;, sem er sýnd í Háskólabíói sunnudaginn 15. apríl, lýsir tímamótum í lífi Guðjóns Árnasonar, Sigurbjörns Guðmundssonar og Steinþórs Edvardssonar sem bjuggu saman á vistheimilinu Tjaldanesi í Mosfellsdal um áratugaskeið uns því var lokað og þeir komu sér fyrir á nýjum stað og aðlöguðust nýju lífi.</span></p> <p><span>Kvikmyndagerðarmennirnir fylgdu þeim eftir á þriggja ára tímabili og fylgdust með breytingum á lífi þeirra og högum.</span></p> <p><span>Heimildarmyndin lýsir öðrum þræði tímamótum í opinberri þjónustu. Hún sýnir vegferð fatlaðra einstaklinga frá búsetu á svokallaðri &bdquo;altækri&ldquo; stofnun utan skipulagðrar íbúðarbyggðar til búsetu í almennu íbúðarhverfi þar sem fatlaðir og ófatlaðir eiga samleið í fjölbreytileika daglegs lífs.</span></p> <p><span>Í byrjun þótti einhverjum sá kostur óhugsandi að þessir menn, sem búsettir voru á Tjaldanesi, ættu einhverja möguleika á því að flytjast þaðan. Fötlun þeirra væri mikil og það þyrfti að vernda þá frá áreiti umhverfisins og umhverfið fyrir þeim.</span></p> <p><span>Þeir sem vildu breytingar á þessari stöðu þurftu að berjast við viðhorf sem áttu sér langa sögu og voru rótgróin í samfélagsvitundinni.</span></p> <p><span>Með tilkomu nýrra hugmynda á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar var þó farið að hreyfa þeim spurningum hvort ekki væri eðlilegt og rétt að þeir sem byggju við aðstæður eins og þær sem voru á Tjaldanesi gætu átt þess kost að flytja þaðan og velja aðra búsetu við hæfi. Um aldamótin komst skriður á málið. Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Reykjanesi tók þar öflugt frumkvæði í góðu samstarfi við þá sem bjuggu á Tjaldanesi, foreldra þeirra, aðstandendur og starfsfólk og réðst í það verkefni sem myndin &bdquo;Tímamót&ldquo; lýsir.</span></p> <p><span>Á þremur til fjórum árum var Tjaldanesheimilið selt, íbúum þess boðið upp á nýja valkosti í búsetu og atvinnu og hverjum og einum gefið tækifæri til að takast á við lífið á eigin forsendum. Kjarni málsins er að allir, fatlaðir sem ófatlaðir, eigi þess kost að eiga verðugt líf. Ég vil þakka öllum þeim sem komu að þessu verkefni fyrir framlag þeirra og þá sérstaklega starfsfólki Svæðisskrifstofu Reykjaness.</span></p> <p><span>Guðjóni, Sigurbirni og Steinþóri óska ég alls góðs, bæði í daglegu lífi og á hvíta tjaldinu.</span></p> <ul> <li><span><a href="http://www.youtube.com/watch?v=0LqBQXwvhYI ">Stikla fyrir heimildarmyndina</a></span></li> <li><span><a href="http://www.youtube.com/watch?v=l7POY-vTw8o">Brot úr heimildarmyndinni</a></span></li> </ul>

2007-04-12 00:00:0012. apríl 2007Ávarp á ársfundi Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna

<p><span>Góðir ársfundargestir.</span></p> <p><span>Það er sérstakt ánægjuefni að fá að ávarpa ykkur aðstandendur og velunnara Ráðgjafarstofunnar hér í dag þegar farið er yfir starfið á liðnu ári og horft til framtíðar.</span></p> <p><span>Ráðgjafarstofan er um margt sérstök. Hún starfar sem óháður aðili og tengir saman 15 aðila í farsælu ráðgjafar- og leiðbeiningarstarfi sem varað hefur í rúm 11 ár. Ég held að hvergi í víðri veröld sé að finna samsvarandi samstarf ríkisins við lánastofnanir, kirkjuna, launaþegasamtök, sveitarfélög og fleiri um að aðstoða fólk sem lent hefur í greiðsluvandræðum.</span></p> <p><span>Ráðgjafarstofan hefur unnið brautryðjendastarf á mörgum sviðum og komið með tillögur til úrbóta til stjórnvalda líkt gert er í dag í ársskýrslunni. <span></span>Fjárhagsráðgjöf byggð á viðmiðunarneyslu var algjör nýlunda fyrir rúmum 11 árum þegar Ráðgjafarstofan lagði það til grundvallar ráðgjöf ásamt heildaryfirliti yfir skuldirnar.<span>&nbsp;</span>Fjölmargir aðilar bæði á vegum ríkisins sem og almennar lánastofnanir hafa byggt mat á framfærsluþörf og greiðslugetu á grunni sem Ráðgjafarstofan lagði á sínum tíma.</span></p> <p><span>Nefnd sem Valgerður Sverrisdóttir, þáverandi viðskiptaráðherra, skipaði til að kanna hvort framkvæmanlegt væri að semja neysluviðmið fyrir Ísland svipað og gert hefur verið á Norðurlöndunum skilaði niðurstöðum í október í fyrra.<span>&nbsp;</span>Skýrslan er mjög mikilvæg fyrir þróun aðgerða og úrbóta í málum skuldsettra á Íslandi.<span>&nbsp;</span>Niðurstaðan er að gerð neysluviðmiðunar fyrir Ísland sé framkvæmanleg. Á ársfundi Ráðgjafarstofunnar 2005 var íslensk neysluviðmiðun aðalviðfangsefnið.</span></p> <h3><span>Þörf fyrir ný úrræði</span></h3> <p><span>Í starfsemi Ráðgjafarstofu hefur komið í ljós þörf fyrir ný úrræði vegna lausnar á greiðsluerfiðleikum einstaklinga til frambúðar. Því má ekki gleyma að greiðsluerfiðleikar hjá fjölskyldum eru mikið alvörumál í þjóðfélaginu sem kosta alla aðila mikið, þ.e. einstaklinginn, kröfuhafann og samfélagið í heild. Það er því til mikils að vinna að finna úrræði sem gefur einstaklingum annað tækifæri og til að sanna að það sé hægt að vinna sig út úr þessum erfiðleikum.<span>&nbsp;</span>En hvar þrengir að? Ráðgjafarstofan hefur meðal annars vakið athygli á fjölgun viðskiptavina undanfarin ár meðal ungs fólks. Einnig á stöðu einstæðra mæðra sem hafa verið fjölmennasti hópur viðskiptavina frá upphafi starfs Ráðgjafarstofu og stöðu einhleypra karla með háar skatta- og meðlagsskuldir, en fjöldi þeirra meðal viðskiptavina hefur farið stigvaxandi milli ára.</span></p> <p><span>Ég tel að skoða eigi kosti þess að setja sérstaka löggjöf<span>&nbsp;</span>um úrræði vegna greiðsluerfiðleika svipað og frændur okkar á Norðurlöndunum eru með langa reynslu af.<span>&nbsp;</span>Mikilvægt er að mínu viti að tryggja skuldara viss réttindi meðan unnið er að greiðslu skulda samkvæmt sérstöku samkomulagi.<span>&nbsp;</span>Nauðsynlegt er að tryggja skuldurum samningsrétt, rétt til að halda eftir ákveðnu lágmarki tekna til að geta séð sér farborða og heimilisrétt sem tryggir húsnæði sem uppfyllir lágmarkskröfur. Hugmyndir þessa efnis hef ég rætt við viðskiptaráðherra sem skipaði nefnd þann 5. mars síðastliðinn til að vinna drög að frumvarpi til sérstakra laga um greiðsluaðlögun einstaklinga. Samkvæmt skipunarbréfi á nefndin að hafa hliðsjón af norrænni löggjöf og reynslu af lagaframkvæmd um sambærileg úrræði.</span></p> <p><span>Það er því mikið fagnaðarefni að Ráðgjafarstofan hefur kosið að ræða þessi mál í dag og gefa okkur kost á að skyggnast inn um gluggann hjá Norðmönnum og heyra hvernig þeir standa að málum.<span>&nbsp;</span>Löggjöfin um skuldaaðlögun á Norðurlöndunum hefur marga kosti&nbsp;í för með sér bæði fyrir skuldarann og kröfuhafa en ekki síst fyrir samfélagið í heild. Það sem er jákvætt við þetta úrræði er að skuldaranum er gert kleift að standa í skilum og hjálpað til við að komast úr erfiðleikunum, oftast án þess að til gjaldþrots komi. Fyrir einstaklinginn og fjölskyldu hans skiptir þó mestu máli að skuldaaðlögun getur komið í veg fyrir upplausn heimilanna og þá óhamingju sem því fylgir. Fyrir lánardrottna aukast líkur á því að þeir fái að minnsta kosti hluta skuldanna greiddan. Í raun er þetta því beggja hagur. Samfélagið hagnast einnig þar sem með því að opna einstaklingum leið út úr verulegum greiðsluerfiðleikum má spara útgjöld fyrir ríkið og sveitarfélögin.</span></p> <p><span>Hér á landi var farin sú leið að setja lög um sérstaka réttaraðstoð, lög um einstaklinga sem leita nauðasamninga, nr. 65/1996.<span>&nbsp;</span>Hér á eftir verður fjallað um reynsluna af þessum lögum.<span>&nbsp;</span>Ég tel fulla ástæðu til að meta árangur þessa úrræðis og kanna kosti þess að setja sérstaka löggjöf um skuldaaðlögun svipaða og á Norðurlöndunum.</span></p> <h3><span>Aukin greiðslugeta, minni vanskil</span></h3> <p><span>Jafnvægi milli skulda og eigna heimilanna er meira í dag en þegar Ráðgjafarstofan hóf starfsemi sína fyrir rúmum 11 árum. Stórlega hefur dregið úr vanskilum og greiðslugeta aukist. Í árdaga Ráðgjafarstofunnar annaði hún engan veginn eftirspurn enda voru erfiðleikar meiri og erfiðari.<span>&nbsp;</span>Til að gefa vísbendingu um breytta stöðu heimilanna má nefna að 1. janúar 1996 voru 11,8% lántakenda hjá forvera Íbúðalánasjóðs, Húsnæðisstofnun, með vanskil sem voru þriggja mánaða og eldri. Samsvarandi hlutfall þann 1. janúar síðastliðinn var 1,1%.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Það er mikið ánægjuefni að sjá að lækkun matarskattsins er farin að skila sér í pyngju almennings og mun án efa nýtast vel þeim hópi sem þarf að kljást við greiðsluerfiðleika. Aðilar vinnumarkaðarins og Neytendasamtökin hafa lagt þung lóð á vogarskálarnar í þessu sambandi með hertu verðlagseftirliti.</span></p> <p><span>Þrátt fyrir bættan hag þjóðarinnar hefur Ráðgjafarstofan enn mikilvægu hlutverki að gegna sem sterkur bakhjarl þeirra sem lenda í greiðsluvandræðum af ýmsum orsökum.<span>&nbsp;</span>Breyttar forsendur í lífinu vegna veikinda eða skilnaða eða tekjumissis eru algengustu orsakir greiðsluerfiðleika þeirra sem hafa leitað til Ráðgjafarstofunnar. Við eigum í nútímavelferðarþjóðfélagi að efla aðgerðir og úrræði fyrir þá sem verða fyrir skakkaföllum í lífinu.</span></p> <h3><span>Framhald á starfsemi Ráðgjafarstofu</span></h3> <p><span>Núgildandi þriggja ára samningur rennur út í upphafi næsta árs.<span>&nbsp;</span>Ég hef lýst því yfir að ég vilji beita mér fyrir áframhaldandi starfsemi og skilst mér að afstaða aðila að samningum sé jákvæð um framhald.<span>&nbsp;</span>Framundan er að endurskoða samkomulagið og móta starfsemina næstu árin. Með hliðsjón af því að yngra fólk hefur leitað í meira mæli til stofunnar og þeim fjölgar sem nefna vankunnáttu í fjármálum sem ástæðu vanda tel ég einboðið að freista þess að nýta Ráðgjafarstofuna meira til fræðslu og fyrirbyggjandi aðgerða.<span>&nbsp;</span>Einnig er mikilvægt að mínu mati að kanna hvort auka megi þjónustu Ráðgjafarstofunnar við sveitarfélög utan höfuðborgarsvæðisins.</span></p> <p><span>Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka framkvæmdastjórn Ráðgjafarstofunnar fyrir gott starf og sérstaklega vil ég þakka starfsfólki Ráðgjafarstofunnar sem hefur unnið<span>&nbsp;</span>erfitt og árangursríkt starf.</span></p> <p><span>Megi Ráðgjafarstofan starfa áfram til heilla fyrir okkur öll.</span></p> <br /> <br />

2007-04-05 00:00:0005. apríl 2007Frjálslyndar tölur og staðreyndir

<p>Auglýsing Frjálslynda flokksins gegn erlendu launafólki á ekki að koma neinum á óvart. Þingmenn flokksins gáfu tóninn svo eftir var tekið í haust og þeir eru enn við sama heygarðshornið.</p> <p>Málflutningur þeirra kyndir undir fordómum, ýtir undir ótta og spillir fyrir velferð innflytjenda og flóttafólks hér á landi. En kjósendur vita þó að minnsta kosti fyrir hvað Frjálslyndi flokkurinn stendur.</p> <p>Í auglýsingunni er með stríðsletri spurt hvort við &bdquo;viljum sitja uppi með sömu vandamál og aðrar þjóðir sem hafa leyft óhindraðan innflutning vinnuafls&ldquo;. Spurningin er út í bláinn því Íslendingar leyfa ekki óhindraðan innflutning vinnuafls. Árið 2004 býsnaðist Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, mest yfir því á þingi að ríkisstjórnin hindraði innflutning um of. En nú kveður við nýjan og heldur ógæfulegan tón.</p> <p>Frjálslyndi flokkurinn vill beita neyðarúrræði EES-samningsins til að undanþiggja Ísland frjálsri för launafólks. Engin slík skilyrði eru fyrir hendi. Íslandi yrði tafarlaust refsað fyrir einhliða aðgerð af þessu tagi sem ekki byggist á neyðarrétti. Mótvægisaðgerðir annarra aðildarríkja myndu beinast að öllum stoðum fjórfrelsisins, þ.e. frjálsum flutningi fólks, fjármagns, vöru og þjónustu. Við gætum eins sagt upp samningnum um Evrópska efnahagssvæðið og gengið til sjálfsþurftarbúskapar að nýju. Það yrði afleiðing stefnu þessara manna.</p> <p>Auðvitað hefur erlendum starfsmönnum hér á landi fjölgað verulega undanfarin misseri. Atvinnulífið hefur þurft á því að halda. Erlendar ráðningar hafa breytt þenslu í hagvöxt. Innflytjendur hér á landi eru ekki atvinnulausir. Þeir eru ekki byrði á íslensku velferðarkerfi. Þvert á móti. Erlendir ríkisborgarar greiddu samtals 6.253 milljónir króna í skatta og útsvar hér á landi í fyrra og langflestir þiggja lítið frá samfélaginu á móti.</p> <p>Í auglýsingu Frjálslynda flokksins segir réttilega að um 11 þúsund erlendir starfsmenn hafi komið til landsins árið 2006. Þetta er tekið úr skýrslu frá Vinnumálastofnun. En frjálslyndir setja punkt þar sem Vinnumálastofnun setur kommu. Ábendingu um að ekki séu &bdquo;svo margir starfandi á hverjum tímapunkti&ldquo; er sleppt.</p> <p>Stjórnarflokkarnir hafa nú þegar brugðist við ágöllum sem Frjálslyndi flokkurinn auglýsir að séu enn vandamál. Í sömu andrá og hann varar ranglega við kollsteypu velferðarkerfisins vegna innflytjenda bendir hann á að þrettán hundruð manns búi í óíbúðarhæfu atvinnuhúsnæði. Í fyrsta lagi eru þetta ekki allt útlendingar. Í öðru lagi er húsnæðið engan veginn allt óíbúðarhæft þótt það sé ósamþykkt. Í þriðja lagi voru sett lög á síðasta degi þingsins til að bæta úr þessum vanda.</p> <p>Enn fremur hefur verið brugðist við vísbendingum um að erlent launafólk njóti ekki réttinda samkvæmt kjarasamningum og lögum. Félagsmálaráðuneytið hefur haft forgöngu um lög um starfsmannaleigur, atvinnuréttindi útlendinga og útsenda starfsmenn. Eftirlit hefur verið hert með að þeir hafi viðunandi búsetu og kjarasamningar séu virtir í hvívetna.</p> <p>Íslenskri þjóð stendur ekki ógn af innflytjendum. Þeir sem bera hag af því að halda öðru fram eru á atkvæðaveiðum í gruggugu vatni.</p> <br /> <br />

2007-04-04 00:00:0004. apríl 2007Mótum bjarta framtíð

<p><span>ÁTTATÍU og ein þjóð auk Evrópusambandsins undirritaði alþjóðasamning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra á föstudag. Aldrei fyrr hafa svo margar þjóðir sameinast um einn sáttmála á aðeins einum degi.</span></p> <p><span>Fjölmenni á ráðstefnu félagsmálaráðuneytisins og fleiri aðila um strauma og stefnur í félagslegri þjónustu, sem haldin var á Nordica hóteli, fylgdist með beinni sjónvarpsútsendingu frá New York þegar Harald Aspelund, varafastafulltrúi Íslands gagnvart Sameinuðu þjóðunum, undirritaði samninginn og viðbótarbókun hans fyrir Íslands hönd. Betri endi á vel heppnaðri og óvenjulega fjölsóttri ráðstefnu er ekki hægt að hugsa sér.</span></p> <h3><span>Verndar réttindi milljóna</span></h3> <p><span>Samningurinn er afrakstur fimm ára viðræðna með virkri þátttöku hagsmunasamtaka fatlaðra og geðfatlaðra. Honum er ætlað að tryggja og vernda réttindi um 650 milljóna fatlaðra einstaklinga um heim allan. Með undirritun Íslands tekur íslenska þjóðin þátt í að breiða út þann boðskap að fatlaðir og aðrir skuli standa jöfnum fótum. Manngildi þeirra sé hið sama. Óheimilt sé að mismuna fötluðum og geðfötluðum. Eyða skuli fordómum og líta til færni fatlaðra einstaklinga og möguleika þeirra til þátttöku á öllum sviðum þjóðlífsins, svo sem hvað snertir atvinnu, menntun, heilbrigðisþjónustu, samgöngur og aðgang að réttaraðstoð.</span></p> <p><span>Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, óttast að 90% fatlaðra barna í þróunarlöndunum njóti ekki skólagöngu. Alþjóða þróunarstofnunin í Bretlandi telur að barnadauði meðal fatlaðra sé í sumum löndum ferfalt meiri en annarra en það gæti bent til útburðar. Fæstar þjóðir búa við löggjöf eins og Íslendingar sem tryggir réttindi fatlaðra. Innan við 50 þjóðþing hafa sett slík lög. Þess vegna markar samningurinn svo sannarlega tímamót. Hann er bindandi fyrir þær þjóðir sem samþykkja hann.</span> <span>&nbsp;</span></p> <p><span>Til viðbótar samningnum undirrituðum við ásamt 43 öðrum þjóðum valfrjálsan viðauka sem veitir málskotsrétt til sérfræðinefndar á sviði réttinda fatlaðra þegar önnur úrræði í viðkomandi landi hafa verið tæmd.&nbsp;</span><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Undirritun Íslands á föstudaginn staðfestir að við höldum áfram á þeirri braut sem við höfum markað okkur og ætlumst til að mannréttindi fatlaðra um heim allan séu virt.&nbsp;</span><span>&nbsp;</span></p> <p><span><strong>Verkaskipting ríkis og sveitarfélaga</strong></span></p> <p><span>Framundan er umfangsmikið samvinnuverki ríkis og sveitarfélaga þar sem fjallað er um flutning málefna fatlaðra og málefna aldraðra til sveitarfélaga. Ítrekað hefur verið fjallað um mikilvægi þess að nærþjónusta verði flutt til sveitarfélaganna. Kannanir sýna að fyrir því er almennur stuðningur. Skýr afstaða kemur jafnframt fram í skorinorðri ályktun frá landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga.</span></p> <p><span>Ríkt hefur ánægja með verkefni sem byggjast á samþættingu félagslegrar þjónustu á þessum sviðum og heilbrigðisþjónustu sem veitt er af hálfu ríkisins. Þeir sem við eigum að þjóna hverju sinni spyrja ekki hver veitir þjónustuna heldur hvort hún sé fyrir hendi og hve góð hún er.&nbsp;</span><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Almenn samstaða er um að öldruðu fólki sé gert kleift að halda eigið heimili eins lengi og kostur er, einnig þótt það þarfnist aðstoðar með heimaþjónustu og heimahjúkrun. Sama gildir um fatlað fólk. Að það eigi kost á sjálfstæðu heimilishaldi með því einkarými sem stenst kröfur um friðhelgi einkalífsins, hvernig sem fötlun þess er háttað. Krafa dagsins í þessum efnum snýst því ekki síst um sjálfræði, mannlega reisn og friðhelgi. Mannréttindi sem við teljum öll sjálfsögð.&nbsp;</span><span>&nbsp;</span></p> <h3><span>Stefna í mótun</span></h3> <p><span>Þessi viðhorf endurspeglast í stefnumótun félagsmálaráðuneytisins í málefnum fatlaðra barna og fullorðinna til ársins 2016. Grunnáföngum hennar er lokið, síðustu umsagnirnar að berast og á ráðstefnunni Mótum framtíð, sem upp undir 700 manns sóttu, komu fram ýmsar gagnlegar ábendingar sem farið verður yfir í ráðuneytinu. Stefnumótun af þessu tagi er sífellt breytingum undirorpin og verður að taka mið af aðstæðum hverju sinni. Ætlunin er að endurskoða ýmis atriði hennar á hverju ári.</span></p> <p><span>Ég vil draga fram þrjú almenn markmið:&nbsp;</span><span>&nbsp;</span></p> <ul> <li><span>Fyrir árið 2016 njóti allt fatlað fólk á Íslandi sambærilegra lífskjara og lífsgæða og aðrir þegnar þjóðfélagsins.</span></li> <li><span>Fyrir árið 2016 verði fagleg þekking og færni starfsfólks á við það sem best gerist í Evrópu.&nbsp;</span><span>&nbsp;</span></li> <li><span>Fyrir árið 2016 verði verklag og gæði þjónustunnar á við það sem best gerist í Evrópu.</span></li> </ul> <p><span>Í þessum háleitu markmiðum felst mikil áskorun fyrir okkur öll, stjórnvöld, hagsmunasamtök og síðast en ekki síst einstaklingana sjálfa. Ég er þó ekki í nokkrum vafa um að við náum þeim með sameiginlegu átaki og höldum áfram að vera í fararbroddi í alþjóðlegum samanburði.</span></p> <br /> <br />

2007-03-29 00:00:0029. mars 2007Mótum framtíð - ávarp við setningu ráðstefnu um félagsþjónustu

<p><span>Ágætu ráðstefnugestir, Dear guests from Scotland and Scandinavia.</span></p> <p><span>Það er afar ánægjulegt hve margir hafa ákveðið að verja tíma til þess að fjalla um framtíð félagslegrar þjónustu hér á landi á þessari viðamiklu og glæsilegu ráðstefnu. Ég vil þakka þeim fjölmörgu sem hafa lagt hönd á plóg og gert hana að veruleika.</span></p> <p><span>Ég tel brýnt að efna til slíkrar ráðstefnu einmitt nú þegar blásið hefur verið á ný auknu lífi í umræðuna um félagslega þjónustu hér á landi, skipulag hennar og innviði. Það á við um velferðarþjónustuna almennt. Áhugi á þessum málaflokki fer greinilega vaxandi. Hann er til marks um að við Íslendingar kjósum sem fyrr samfélagsgerð sem byggist á samhjálp og jöfnuði.</span></p> <p><span>Framundan er umfangsmikið samvinnuverki ríkis og sveitarfélaga þar sem rætt er um hugsanlegan flutning málefna fatlaðra og málefna aldraðra til sveitarfélaga. Ítrekað hefur verið fjallað um mikilvægi þess að nærþjónusta verði flutt til sveitarfélaganna. Kannanir sýna að fyrir því er almennur stuðningur. Skýr afstaða kemur jafnframt fram í skorinorðri ályktun frá landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga í síðastliðinni viku.</span></p> <p><span>Ríkt hefur ánægja með verkefni sem byggja á samþættingu félagslegrar þjónustu á þessum sviðum og heilbrigðisþjónustu sem veitt er af hálfu ríkisins. Þeir sem við eigum að þjóna hverju sinni spyrja ekki hver veitir þjónustuna heldur hvort hún sé fyrir hendi og hve góð hún er.</span></p> <h3><span>Þjónustuna nær fólki</span></h3> <p><span>Við eigum að færa þjónustuna nær fólki, færa hana frá stofnunum inn á heimili fólks eins og kostur er. Almenn samstaða er um að öldruðu fólki sé gert kleift að halda eigið heimili eins lengi og kostur er, einnig þótt það þarfnist aðstoðar með heimaþjónustu og heimahjúkrun.</span></p> <p><span>Sama gildir um fatlað fólk. Að það eigi kost á sjálfstæðu heimilishaldi með því einkarými sem stenst kröfur um friðhelgi einkalífsins, hvernig sem fötlun þess er háttað. Krafa dagsins í þessum efnum snýst því ekki síst um sjálfræði, mannlega reisn og friðhelgi. Mannréttindi sem við teljum öll sjálfsögð.</span></p> <p><span>Þessi viðhorf endurspeglast vel í nýrri stefnu félagsmálaráðuneytisins í málefnum fatlaðra barna og fullorðinna, sem frekar verður fjallað um hér á ráðstefnunni. Hið sama á við um stefnu og framkvæmdaáætlun um að bæta verulega þjónustu við geðfatlað fólk. Þau sjónarmið sem ég hef nefnt kalla að sjálfsögðu líka á samþættingu félagsþjónustu, heilbrigðisþjónustu og í mörgum tilvikum einnig skólakerfis þar sem mörkin milli þessara þjónustukerfa eru einatt óljós. Sú samþætting er eitt meginþema þessarar ráðstefnu og því vil ég fagna.</span></p> <p><span>Mér er fullkunnugt um að sveitarfélögin veita þegar margvíslega félagsþjónustu af djörfung og dug en ættum við ef til vill að stíga skrefið til fulls í þeim efnum: Fela sveitarfélögunum slíka þjónustu að fullu og samþætta hana heilbrigðisþjónustu eins og verða má? Ég tel að það sé skynsamlegt, svo fremi að um það náist samkomulag milli þeirra aðila er í hlut eiga.</span></p> <h3><span>Umtalsverðar breytingar</span></h3> <p><span>Umtalsverðar breytingar hafa orðið á fjölskyldumynstri og heimilishaldi sem gera auknar kröfur um samfélagslega þjónustu. Áður hefðbundið hlutverk kvenna við umönnun barna, eldra fólks og þeirra sem búa við veikindi er á hröðu undanhaldi. Æ fleiri konur taka eðlilega virkan þátt í atvinnulífinu og mennta sig til þess ekki síður en karlar. Það hefur aukið kröfur um að umönnunin sé hluti af ábyrgð samfélagsins. Við því þarf að bregðast, meðal annars með aukinni samþættingu félags- og heilbrigðisþjónustu.</span></p> <ul type="disc"> <li><span>Fámenni og strjálbýli kalla á sameiningu krafta þeirra sem veita félagslega þjónustu og heilsugæslu. Verkefni í félagslegri þjónustu eru sums staðar orðin fleiri og flóknari en svo að lítil þjónustukerfi ráði við þau svo vel sé. Aukin samþætting yrði styrkur í því tilliti.</span></li> </ul> <ul type="disc"> <li><span>Lýðfræðilegar breytingar eiga sér stað meðal þjóðarinnar og enn frekari breytingar eru fyrirsjáanlegar. Þær felast einkum í breyttri aldurssamsetningu &ndash; hlutfallslegri fjölgun eldra fólks &ndash; en einnig því að innflytjendum hefur fjölgað mjög.</span></li> </ul> <ul type="disc"> <li><span>Þess er að vænta að Ísland verði fjölmenningarþjóðfélag í æ ríkari mæli. Allt þetta mun auka kröfur um sveigjanleika og fjölbreytni velferðarþjónustu. Í því efni má telja að staðbundin og samþætt þekking og reynsla muni nýtast best.</span></li> </ul> <ul type="disc"> <li><span>Einsýnt er að því heildstæðari sem þjónustan er þeim mun meiri líkur eru á að hún verði skilvirk og hagkvæm og árangur í samræmi við það. Það tel ég að verði best gert með heildstæðri félagsþjónustu í heimabyggð, samþættri við heilbrigðisþjónustu eins og unnt er. Þörf er á staðbundinni og aðgengilegri nærþjónustu sem tekur mið af einstaklingsbundnum þörfum. Þeir sem eru staðkunnugir eru líklegastir til að finna hentugustu úrræðin. Það eru raunar helstu rökin fyrir því að almenn félagsþjónusta er viðfangsefni sveitarfélaga en ekki ríkis.</span></li> </ul> <p><span>Í nokkrum tilvikum hafa sveitarfélög eða samtök þeirra tekið alfarið að sér þjónustu við fatlaða innan sinna vébanda með sérstökum samningi við félagsmálaráðuneytið og samþætt hana við aðra félagslega þjónustu við íbúa sína. Það er mat margra sveitarstjórnamanna að í meginatriðum hafi sú tilhögun tekist vel og sé röksemd fyrir frekari þróun í þá veru.</span></p> <p><span>Eru þá engir ókostir við þá samþættingu sem ég hef hér fjallað um? Því verður að svara játandi. Einkum hefur verið bent á tvennt í því sambandi:</span></p> <ul> <li><span>Eins og skipan sveitarfélaga er nú eru mörg hinna minni bæði fjárhagslega og faglega vanburðug til þess að veita þjónustu á borð við þá sem fatlað fólk og aldrað þarfnast. Forsenda fyrir breytingu þar á er að umtalsverð sameining minni sveitarfélaga eigi sér stað. Óvíst er hvort svo verði í bráð í nægjanlegum mæli. Samlög sveitarfélaga hafa verið mynduð í þessu skyni en bent hefur verið á að stjórnsýsluleg staða þeirra sé óljós og að einstök sveitarfélög hafi ekki áhrif í samræmi við stærð sína.</span></li> <li><span>Fram hefur komið að á móti kostum nærþjónustu vegi sá ókostur að sumu fólki sé óljúft að sækja þjónustu vegna fötlunar sinnar til sveitarfélags síns, einkum hinna fámennu, einmitt vegna nálægðarinnar. Því þyki erfiðara að sækja slíka aðstoð í svo þröngu samfélagi, kostnaðurinn við hvern einstakling sé greinanlegri, og þá geti orðið stutt í að farið sé að líta á viðkomandi sem byrði á samfélaginu. Meðan greiðslur koma úr sameiginlegum sjóði landsmanna væri þessi hætta síður fyrir hendi.</span></li> </ul> <p><span>Niðurstaða mín er sú að kostirnir við að færa þjónustu við fatlað fólk og aldrað að mestu leyti til sveitarfélaganna séu ókostunum yfirsterkari og að samþætta eigi hana heilbrigðisþjónustunni eins og verða má.</span></p> <p><span>Breytingar í þessa veru varða alla aðila málsins: Notendur fengju betri þjónustu, veitendum þjónustunnar yrði gert auðveldara fyrir við störf sín og greiðendur &ndash; stjórnvöld og skattborgarar &ndash; <span></span> myndu sjá skattfé betur varið.</span></p> <p><span>Ég mun vissulega leggja mitt af mörkum til þess að sú geti orðið raunin enda hefur sú stefna verið mörkuð með afgerandi hætti hvað varðar fatlaða í hinni nýju stefnu ráðuneytisins í málefnum þeirra.<span>&nbsp;</span></span></p> <h3><span>Verkaskipting ríkis og sveitarfélaga</span></h3> <p><span>Eins og ég gat um í upphafi samþykkti landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga ályktun í fyrri viku sem styður eindregið yfirfærslu þjónustu við fatlaða og aldraða til sveitarfélaganna hið fyrsta. Á árlegum samráðsfundi ríkis og sveitarfélaga sem haldinn var 16. febrúar síðastliðinn var ákveðið að hefja formlegar viðræður um að sveitarfélög taki að sér verkefni sem ríkið hefur á sinni könnu. Var einkum rætt um málefni fatlaðra og aldraðra. Ég vil upplýsa hér í því sambandi að ég skipaði í fyrri viku verkefnisstjórn sem hefur það að meginverkefni að fjalla um breytingar á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga á sviði velferðarmála. Hún lýtur forystu Ragnhildar Arnljótsdóttur, ráðuneytisstjóra.</span></p> <p><span>Þessi verkefnisstjórn mun einnig stýra vinnu tveggja nefnda sem fjalla eiga um verkaskiptingu á sviði málefna fatlaðra annars vegar og hins vegar á sviði þjónustu við aldraða. Ég hef þegar skipað í nefndina sem fjallar um breytingar á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga á sviði málefna fatlaðra og mun Þór G. Þórarinsson, skrifstofustjóri í félagsmálaráðuneytinu, stýra starfi hennar.</span></p> <p><span>Þessir hópar munu taka til starfa nú þegar þannig að það er augljós gróska í þeim málefnum sem ég hef hér verið að fjalla um og eru meginþema þessarar ráðstefnu. Vonandi munu frekari tillögur í þessum efnum líta dagsins ljós sem fyrst.</span></p> <h3><span>Nýr samningur Sameinuðu þjóðanna&nbsp;um réttindi fatlaðra</span></h3> <p><span>Ágætu ráðstefnugestir.</span></p> <p><span>Svo vill til að morgundagurinn er afar markverður í réttindabaráttu fatlaðra á alþjóðavísu. Þá hefst undirritun ríkja að nýjum samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.</span></p> <p><span>Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna ákvað á árinu 2001 að samin yrðu drög að samningi um að vernda og efla réttindi og virðingu þeirra sem búa við fötlun. Unnið var að því verki næstu árin af hálfu fulltrúa aðildarríkjanna, mannréttindasamtaka, alþjóðlegra félaga og hagsmunasamtaka fatlaðra. Félagsmálaráðuneytið fylgdist vel með þessu starfi og tók þátt í því.</span></p> <p><span>Í ágúst 2006 náðist samkomulag um drög að samningi í þessa veru og ákváðu yfir 100 þátttökulönd að leggja samningsdrögin fyrir allsherjarþingið til samþykktar.</span></p> <p><span>Þessi alþjóðlegi réttindasamningur mun auka rétt og frelsi fatlaðra einstaklinga í öllum heimsálfum, en í meirihluta ríkjanna er ekki fyrir hendi sérstök löggjöf um málefni fatlaðra.</span></p> <p><span>Ég tel að samningur þessi kveði á um raunverulegar réttarbætur þar sem hann skýrir réttarstöðu fatlaðra og kveður skýrt á um rétt þeirra til að standa jöfnum fæti við aðra í samfélaginu. Til þess þarf að tryggja aðgang allra að samningnum með því að þýða hann á íslensku. Þannig geta allir sem áhuga hafa kynnt sér hann og veitt með honum það aðhald sem ætlast er til. Unnið er að þýðingunni.</span></p> <p><span>Samningurinn var samþykktur af allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna þann 13. desember 2006. Á morgun, 30. mars, verður opnað fyrir undirritun hans í höfuðstöðum Sameinuðu þjóðanna í New York. Þar með geta aðildarríkin staðfest sáttmálann með undirritun sinni. Honum er ætlað að öðlast gildi 30 dögum eftir að ríkin sem hafa staðfest hann eru orðin að minnsta kosti 20 talsins. Með samningnum er einnig sérstök viðbótarbókun sem staðfesta þarf sérstaklega. Félagsmálaráðuneytið óskaði eftir því við utanríkisráðuneytið að það undirritaði hinn nýja samning og viðbótarbókunina fyrir hönd Íslands.</span></p> <p><span>Félagsmálaráðuneytið leggur ríka áherslu á að samningur Sameinuðu þjóðanna um rétt þeirra sem búa við fötlun fái þá mikilvægu viðurkenningu sem honum ber. Því er brýnt að undirrita hann af Íslands hálfu nú þegar.</span></p> <p><span>Ég mun leggja áherslu á að heildarsamtök fatlaðra, þ.e. Öryrkjabandalag Íslands og Landssamtökin Þroskahjálp, muni bæði koma að því eftirliti og aðhaldi hér á landi sem gert er ráð fyrir í samningnum. Fjallað verður nánar um fyrirkomulag þess í tengslum við fullgildingu eða lögfestingu samningins.</span></p> <p><span>Í mörgum löndum hefur verið horft til fatlaðra sem einstaklinga sem þarfnist einkum félagslegrar verndar og samúðar fremur en virðingar. Þessi nýi samningur er mikilvægt skref í þá átt að breyta eldri og úreltum viðhorfum til fatlaðs fólks í þeim efnum og tryggja því félagslega viðurkenningu og fjölbreytt tækifæri.</span></p> <p><span>Þau aðildarríki sem undirrita samninginn skuldbinda til sig til þess að innleiða mælikvarða sem efla mannréttindi fatlaðra og koma í veg fyrir hvers kyns mismunun. Þær skyldur kveða á um löggjöf í þeim efnum. Auk þess er rík áhersla lögð á samráð við hagsmunasamtök fatlaðra þegar stefnumiðum eða verkefnum er breytt. Enn fremur er fjallað um mikilvægi aðgengis fatlaðra að fjölmiðlum og fjarskiptatækni.</span></p> <p><span>Mikill ávinningur kann að hljótast af aðild að þessum nýja samningi og ákvæðum hans. Þótt verðmæti mannréttinda og virðingar gagnvart þeim sem búa við fötlun verði ekki metin á hlutlægan mælikvarða er ljóst að umtalsverð verðmæti felast í því að eiga þess kost að geta lifað samkvæmt væntingum sínum um verðugt líf og fullgilt hlutverk í samfélaginu. Þeir fái þannig tækifæri til þess að vera jafnt starfsmenn, neytendur og skattgreiðendur, rétt eins og aðrir þegnar samfélagsins.</span></p> <h3><span>Stefnumótun ráðuneytisins á lokastigi</span></h3> <p><span>Góðir ráðstefnugestir.</span></p> <p><span>Ég verð að stytta mál mitt því hátt í hundrað aðrir þurfa að komast að! Áður en ég lýk máli mínu vil ég geta þess að undanfarið hefur verið unnið að því að leggja lokahönd á nýja stefnu félagsmálaráðuneytisins í málefnum fatlaðra barna og fullorðinna. Þetta hefur verið mjög viðamikið verk sem hefur verið í mótun allt frá haustdögum 2004.</span></p> <p><span>Undanfarna mánuði hafa drög að stefnunni verið til kynningar á vefsíðu ráðuneytisins og leitað var með tölvupósti til hundruða aðila sem beðnir voru að segja álit sitt á henni. Jafnframt hafa þau á undanförnum mánuðum verið kynnt sveitarfélögum og samtökum þeirra og meðal annars leitað formlegrar umsagnar Sambands íslenskra sveitarfélaga. En það er jafnframt mikilvægt að ríkisvaldið móti sér stefnu í þessum efnum til þess að skýra af sinni hálfu hvert það telur að stefna beri og hver markmið þess séu þegar kemur að samningum við sveitarfélög landsins um framkvæmdaþáttinn. Þessi stefnumótun mun reynast góður grunnur í þeirri umfjöllun sem framundan er um flutning verkefna frá ríki til sveitarfélaga.</span></p> <p><span>Þessi nýja stefna verður kynnt sérstaklega síðar í dag auk þess sem ég vil vísa til hennar á vefsíðu ráðuneytisins.</span></p> <p><span>Ég vil að lokum þakka farsælt samstarf við þá sem standa að þessari ráðstefnu ásamt félagsmálaráðuneytinu: Norrænu ráðherranefndina, Velferðarssvið Reykjavíkurborgar, Rannsóknarsetur í barna- og fjölskylduvernd við Félagsvísindadeild Háskóla Íslands, Rauða kross Íslands, Samtökin Ís-Forsa og fjölmargra hagsmunaaðila sem láta sig varða félagslega þjónustu.</span></p> <p><span>Þakka ykkur fyrir og gangi ykkur vel í áhugaverðum verkefnum í dag og á morgun.</span></p> <br /> <br />

2007-03-27 00:00:0027. mars 2007Ávarp félagsmálaráðherra á íbúaþingi á Ísafirði

<p><span>Ágætu þátttakendur!</span></p> <p><span>Ég vil byrja á því að fagna þessu framtaki, þessu glæsilega íbúaþingi og þakka þeim sem hafa undirbúið það. Fjölmenningarsetrið og starfsmenn þess hafa borið hitann og þungann af skipulagningu og framkvæmd bæði þessa þings og ráðstefnu um innflytjenda- og byggðamál sem hefur verið til fyrirmyndar. Starfsemi Fjölmenningarseturs einkennist af dugnaði og krafti. Héðan frá Ísafirði hefur það þjónað landinu öllu, verið sveitarfélögum á Austurlandi innan handar við stefnumótun í innflytjendamálum og lagt til mikilvægar upplýsingar fyrir innflytjendur á þjónustuveitunni Ísland.is svo að fátt eitt sé nefnt.</span></p> <p><span>Ég vil einnig þakka Háskólasetri Vestfjarða fyrir framlag þess til ráðstefnunnar og þessa íbúaþings.</span></p> <h3><span>Af ýmsum rótum</span></h3> <p><span>Umræður um innflytjendamál og aðlögun innflytjenda vekja vissulega margar spurningar.</span></p> <p><span>Hvaðan komum við Íslendingar? Hvert eigum við rætur okkar að rekja? Vísindarannsóknir benda til þess að meiri hluti íslenskra karlmanna eigi rætur sínar að rekja til Noregs, en meiri hluti kvenna sæki þær til Írlands. Hvað segir þetta okkur?</span></p> <p><span>Jú, að minnsta kosti það að rætur okkar séu að einhverju leyti ólíkar. Hver skyldi til dæmis uppruni þeirra sem byggðu upp Skandinavíu hafa verið? Hverjir settust upprunalega að á Írlandi?</span></p> <p><span>Ég hef spurt mig þessara spurninga og margra fleiri þegar innflytjendamál eru annars vegar. Ég hef velt því fyrir mér af hverju Norður-Ameríka og New York eru svo sterk og áhugaverð svæði sem raun ber vitni. Þar sem ólíkir menningarheimar frá öllum heimsálfum koma saman.</span></p> <p><span>Það hvarflar ekki að mér að segja að blöndun og sambýli ólíkra menningarheima, heimsálfa, þjóða og trúarbragða sé einfalt mál. Þvert á móti.</span></p> <p><span>Ég tel hins vegar grundvallaratriði að við lítum á jákvæðu hliðar þeirrar staðreyndar að samfélög manna um allan heim eru að verða fjölmenningarleg. Við eigum að líta á styrkleikana en ekki veikleikana. Í heiminum eru yfir fimm þúsund mismunandi menningar- og trúarsamfélög.</span></p> <p><span>Tækni, ódýr fargjöld og alþjóðavæðing gerir það að verkum að fólk ferðast um allan heim. Þessi þróun hefur vissulega lengi verið fyrir hendi en er nú sýnilegri og hraðari en nokkru sinni fyrr.</span></p> <h3><span>Jákvæð viðbrögð</span></h3> <p><span>Ég las nýlega áhugaverða úttekt í Time undir yfirskriftinni: &bdquo;Getting along. The many faces of Europe.&ldquo; Þar eru dregnar upp myndir af fjölmenningarlegum samfélögum í fyrrverandi nýlenduríkjunum Frakklandi og Bretlandi. Þar er einnig fjallað um Nyamko Sabuni sem nú er ráðherra innflytjenda-, aðlögunar- og jafnréttismála í ríkisstjórn Svíþjóðar. Hún kom til Svíþjóðar frá Kongó 12 ára að aldri þar sem faðir hennar sótti um pólitískt hæli. Nú, 26 árum seinna, er hún orðin ráðherra í Svíþjóð.</span></p> <p><span>Ég get tekið undir þau orð í greininni að Sabuni sé dæmi um vel heppnaða aðlögun. Ég átti þess kost að hitta hana að máli á fundi kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna sem nýlega var haldinn í New York. Það var áhrifamikið að hlusta á hana flytja mál sitt af mikilli innlifun. Hún heldur því fram að jafnréttismál og launamunur kynjanna séu léttvæg í samanburði við vandamál tengd aðlögun í sænsku samfélagi og árekstra sem eiga sér stað vegna ólíkra hefða.</span></p> <p><span>Ég vil nefna í þessu samhengi að félagsmálaráðuneytið hefur hlotið afar jákvæð viðbrögð gagnvart aðlögun flóttamanna hér á landi. Þau verkefni hafa verið unnin í góðri samvinnu við Rauða krossinn og þau sveitarfélög sem tekið hafa á móti flóttamönnum hverju sinni.</span></p> <p><span>Alþjóðaflóttamannastofnunin hefur rætt um &bdquo;hið íslenska módel&ldquo; og óskað eftir því að fá að nýta sér það sem fyrirmynd. Þetta undirstrikar að mínu mati að góð samvinna á milli ríkis og sveitarfélaga er grundvallaratriði þegar móttaka flóttamanna og innflytjenda er annars vegar. Það er sérlega ánægjulegt fyrir mig að nefna það hér að það var einmitt á Ísafirði sem byrjað var að þróa þá fyrirmynd að hver fjölskylda flóttafólks fengi stuðningsfjölskyldu. Það hefur sannarlega gengið vel upp.</span></p> <h3><span>Aðlögunarverkefni í tilraunaskyni</span></h3> <p><span>Ég sé fyrir mér að vinnubrögð við móttöku flóttamanna verði yfirfærð á aðlögun innflytjenda almennt. Ég hef því ákveðið að styðja aðlögunarverkefni á tveimur stöðum á landinu í tilraunaskyni árin 2007 og 2008.</span></p> <p><span>Um er að ræða verkefni í Fjarðabyggð og í Bolungarvík. Félagsmálaráðuneytið mun styrkja slík verkefni en þau eru byggð á tillögum Sambands sveitarfélaga á Austurlandi og sveitarfélaganna Fjarðabyggðar og Bolungarvíkur. Gert er ráð fyrir að verkefnin verði unnin í náinni samvinnu við Fjölmenningarsetrið. Þau byggjast á þeirri meginforsendu að sérstakur verkefnisstjóri á hverjum stað nálgist innflytjendur, myndi við þá tengsl og upplýsi um margvíslega starfsemi og þjónustu af hálfu hins opinbera. Með því sköpum við samfélag sem býður nýja þegna sína velkomna.</span></p> <h3><span>Starfsemi Fjölmenningarseturs og Alþjóðahúss efld</span></h3> <p><span>Ég tel jafnframt afar mikilvægt að styrkja starfsemi Alþjóðahúss. Ég hef því ákveðið að styrkja sérstaklega ráðgjafarþjónustu á vegum Alþjóðahúss sem ég vænti að geti meðal annars nýst í lögfræðiþjónustunni sem er veitt á landsvísu.</span></p> <p><span>Einnig vil ég nota tækifærið hér til að upplýsa að ég hef ákveðið að efla enn frekar starfsemi Fjölmenningarsetursins með því að þangað verði ráðinn sérstakur upplýsingafulltrúi. Sú staða verður auglýst innan skamms og ég vænti þess að upplýsingafulltrúinn geti hafið störf eigi síðar en um mitt þetta ár. Upplýsingamálin eru grundvallarþáttur í nútímasamfélagi og þau verðum við að efla.</span></p> <h3><span>Þróunarsjóður stofnaður</span></h3> <p><span>Ég hef jafnframt ákveðið að árlega verði veittar 10 milljónir króna úr sérstökum þróunarsjóði á sviði innflytjendamála. Gert er ráð fyrir að Innflytjendaráð úthluti árlega úr honum á grundvelli sérstakra reglna og umsókna frá landinu öllu. Háskólasetur Vestfjarða hefur góðfúslega fallist á að annast umsýslu hans. Margir vinna þegar gott verk á þessum vettvangi, en segja má að þetta sé frumkvöðlastarf hér á landi og það vil ég styrkja. Við eigum að byggja á því sem vel hefur verið gert og því hugviti sem skapast hefur.</span></p> <p><span>Ágætu ráðstefnugestir. Ég hef þessi inngangsorð mín ekki fleiri að sinni. Nú skulum við hefja umræður um þessi mál.</span></p> <br /> <br />

2007-03-20 00:00:0020. mars 2007Ný skammtímavistun fyrir fötluð börn og ungmenni á Suðurnesjum

<p><span>Góðir gestir.</span></p> <p><span>Mér er það fagnaðarefni að fá tækifæri til þess að taka þátt í þeirri ánægjustund sem við eigum nú hér í Heiðarholtinu við formlega opnun nýrrar skammtímavistunar á Suðurnesjum. Hér erum við stödd í glæsilegu húsnæði og það hefur augljóslega verið vandað vel til verka og búnaður og tæki eru eins og best verður á kosið.</span></p> <p><span>Tilkoma þessa nýja húsnæðis og gjörbreytt aðstaða hentar mun betur fyrir þá þjónustu sem veitt er í skammtímavistun og eykur möguleika á að mæta ólíkum þjónustuþörfum. Hingað hefur nú verið flutt sú skammtímaþjónusta sem áður var í Lyngseli í Sandgerði og aukið duglega við hana. Það er mér því mikið ánægjuefni að geta lýst því yfir að frá og með næstu mánaðamótum verður hér í boði skammtímaþjónusta allan sólarhringinn, allt árið. Það er vissulega mikilsverð lyftistöng og stórt skref fram á við í þjónustu við fatlaða á Suðurnesjum. Framboð á þjónustu mun við þetta aukast úr eitt þúsund dvalarsólarhringum á ári, í um það bil sextán hundruð og fimmtíu sem er 65% aukning.</span></p> <h3><span>Byltingarkenndar breytingar</span></h3> <p><span>Skammtímaþjónusta af því tagi sem fram fer hér í Heiðarholti var fyrst kynnt til sögunnar hérlendis í lögum um aðstoð við þroskahefta sem tóku gildi í ársbyrjun 1980. Hún er því rúmlega aldarfjórðungs gömul. Óhætt er að fullyrða að þessi þjónusta hafi fallið í frjóan jarðveg því hún hefur verið fjölskyldum fatlaðra barna og ungmenna &ndash; og reyndar fullorðinna líka &ndash; afar mikilvæg stoð allar götur síðan. Markmið hennar er að með tímabundinni dvöl sé álagi létt af fjölskyldunum og þeim börnum og ungmennum sem í hlut eiga veitt tilbreyting frá daglegu lífi. Þetta var hluti af þeim mörgu nýmælum sem lög um aðstoð við þroskahefta fólu í sér og var ætlað að styðja við þá stefnu að þeir sem búa við fötlun geti dvalið í foreldrahúsum á uppvaxtarárum sínum í stað þess að vera vistaðir á stofnun eins og reyndin var einatt fyrir setningu laganna. Skammtímaþjónustan er því ein af þeim mikilvægu stoðum í þjónustu við fatlaða sem hafa gert það að verkum að líkja má breytingum á þessu sviði undangenginn aldarfjórðung við byltingu.</span></p> <h3><span>Máttarstólpi í þjónustu við fatlaða</span></h3> <p><span>En það voru ekki einungis ný lög sem komu þessari byltingu af stað. Hún er einnig verk margra framsýnna og fórnfúsra manna og kvenna sem börðust fyrir nýjum viðhorfum og bættri þjónustu og lögðu sitt af mörkum til þess að koma þeirri þjónustu á laggirnar. Í því sambandi er vert að nefna Þroskahjálp á Suðurnesjum sem snemma lét sig varða málefni þeirra sem búa við fötlun og fagnar raunar 30 ára afmæli á þessu ári. Þetta félag var og er einn af máttarstólpum Landssamtakanna Þroskahjálpar sem segja má að hafi með ötulli baráttu sinni lagt grunninn að setningu laga um aðstoð við þroskahefta á sínum tíma. Ekki nóg með það: Þroskahjálp á Suðurnesjum hefur um langt árabil einnig verið máttarstólpi í þjónustu við fatlaða hér á svæðinu, rekið dagvist og leikfangasafn og staðið fyrir sjúkraþjálfun svo fátt eitt sé nefnt um starfsemi félagsins. Fyrir það er vert að þakka.</span></p> <p><span>Starfsemi Þroskahjálpar á Suðurnesjum hefur farið fram í góðri samvinnu við Svæðisskrifstofu Reykjaness. Starfsfólk hennar hefur fyrr og síðar sýnt metnað og dugnað svo eftir hefur verið tekið, meðal annars unnið til verðlauna á landsvísu fyrir fyrirmyndarrekstur og gæðaþjónustu. Ég er þess því fullviss að sú starfsemi sem fara mun fram hér í Heiðarholti hvílir á traustum grunni og er í góðum höndum.</span></p> <p><span>Þá er vert að þakka fyrir gott og farsælt samstarf félagsmálaráðuneytisins við sveitarfélögin hér á Suðurnesjum; ráðuneytið hefur ávallt getað treyst á þau sem öfluga samherja til þess að bæta þjónustu við þá sem búa við fötlun.</span></p> <h3><span>Ný stefna í málefnum fatlaðra</span></h3> <p><span>Sú aukning skammtímaþjónustu sem nú fer í hönd hér á Suðurnesjum er í fullu samræmi við nýja stefnu félagsmálaráðuneytisins í málefnum fatlaðra barna og fullorðinna sem unnið hefur verið að undanfarin misseri og er nú á lokastigi. Þar segir að skammtímaþjónusta skuli verða rýmri kostur en verið hefur. Hér er stigið skref í þá átt.</span></p> <p><span>Að svo mæltu vil ég þakka öllum þeim sem hafa átt hlut að máli við að koma þessari nýju skammtímavistun hér í Heiðarholtinu á laggirnar, þeir eru fleiri en svo að ég nefni þá alla. Ég vil þó nefna þá sem stundum gleymast í upptalningunni: Iðnaðarmennina sem hafa lagt alúð og vandvirkni í vinnubrögð sín við þetta verk eins og glöggt má sjá af öllum frágangi og prýða þetta fallega hús.</span></p> <p><span>Þakka ykkur fyrir og til hamingju með daginn.</span> <span></span></p> <br /> <br />

2007-03-01 00:00:0001. mars 2007Ávarp ráðherra á kvennanefndarfundi SÞ um ofbeldi gegn stúlkum

<p>Madame Chair,</p> <p>Allow me at the outset to express my thanks and appreciation for the excellent organization of this meeting of the Commission on the Status of Women. You may be assured of our full support and co-operation.</p> <p>At the fiftieth session of the Commission we agreed on new working methods, focusing our attention on one priority theme and devoting more time to the practical implementation of our earlier commitments made in this forum. We firmly believe that these improvements will make our work more effective during this session.</p> <p>Iceland strongly supports the Beijing Declaration and the Platform for Action and the Outcome Document of the twenty third session of the General Assembly. We are fully committed to the full and effective implementation of these documents. It is clear that the UN Millennium Development goals will not be reached unless gender equality strategies are incorporated into our work at national and international level.</p> <p>Madame Chair,</p> <p>Let me now turn to the important theme that we have chosen for this meeting of the Commission, the elimination of all discrimination and violence against the girl child, which is of high importance to Iceland. Violence against all children is an abhorrent offence against human rights. The Government of Iceland remains fully committed to implement the Convention on the Rights of the Child and its two optional Protocols, which Iceland has already ratified. These tools are the underpinnings of our efforts to combat violence against children.</p> <p>Discrimination and violence against the girl child continues to persist in all parts of the world, in many cases caused by armed conflict, poverty, lack of education and insufficient protection. The study submitted to the General Assembly by Mr. Paulo Sergio Pinheiro, the independent expert of the UN on violence against children, noted that girls are at greater risk than boys of early marriage, genital mutilation and sexual violence. The report of the Secretary General prepared for this meeting on discrimination and violence against the girl child further demonstrates the scope and grave seriousness of this problem. Findings of the report underline the need to address special attention to the situation of girls. We agree with the report in recognizing state responsibility for prevention of violence against girls and urge all Member states to take the necessary measures to ensure the rights of the girl child. The recommendations of the report constitute a clear strategy for Member states and the UN system to make further progress in this regard.</p> <p>In this context, I would also like to mention briefly the fight against trafficking in human beings, with its victims being mostly women and girls. This burning issue deserves to be high on our agenda. Iceland has emphasized the important role of regional organizations to combat this evil, which is sadly on the rise.</p> <p>Iceland is especially concerned about the severe impact armed conflict has on children. The Minister for Foreign Affairs of Iceland has recently announced a financial contribution to a project of the International Federation of the Red Cross and the Red Crescent Societies in Sierra Leone, to reintegrate child soldiers and children affected by war into their society.</p> <p>Madame Chair,</p> <p>The Icelandic Government has during these last years taken a number of steps forward to protect the rights of the girl child. Here I would like to mention an action plan to combat domestic and sexual violence, which was recently developed through the cooperation of various ministries and NGOs in Iceland. The action plan is twofold, focusing on the violence against women on one hand, and violence against children on the other. The plan emphasizes the prevention of domestic and sexual violence and the treatment of both victims and perpetrators of violence. Education of health care professionals, social workers, teachers and the police is also prioritized, along with general education of the public concerning domestic and sexual violence.</p> <p>Icelandic children are fortunate enough to live in peace and security, enjoying good health care and education by international standards. Over 90% of all 16 year olds begin secondary education and there is a female majority both in secondary schools and universities in Iceland, which means that women are now 65% of those who complete a university degree.</p> <p>In recent years, various projects have been initiated in order to increase equality in Icelandic schools and decrease the gender separation in the labour market. The Ministry of Social Affairs has contributed to this development by translating and publishing material aimed at students, teachers and parents, intended to encourage young people to choose their occupation regardless of gender.</p> <p>During the 50th session, we discussed the success of the Icelandic legislation on parental leave. Iceland has one of the most generous paternity leave schemes in the world, which gives mothers and fathers equal rights to paid parental leave. This means that almost 90% of new fathers spend three months at home with their newborn children, and nearly 18% of fathers use more than their basic right to three months leave. The legislation on parental leave is intended to increase men&rsquo;s participation in childbearing and caring for their young children, and it continues to be very successful.</p> <p>In order to combat violence against girls and women, it is important to use education to raise awareness about domestic and sexual violence. It is especially important to involve men and boys in the struggle against violence, since men are most often the perpetrators of violence against girls and women. To break the cycle of violence, it is also necessary to provide perpetrators of violence with appropriate treatment. Last year, the Ministry of Social Affairs decided to support a project which provides treatment for men who have been the perpetrators of domestic violence. In the action plan against domestic and sexual violence, this project is strengthened further. According to the plan, it will also be examined whether the methods used can help the perpetrators of sexual violence.</p> <p>Madame Chair,</p> <p>Violence against children is never acceptable and must be prevented. The international community has made many commitments to protect children&rsquo;s rights, including the girl child&rsquo;s. The success of our work is however absolutely dependent on the political will of the Member states to fulfill the commitments they have undertaken. We must do so without further delay. Let us hope that the Agreed conclusions on the girl child from this session of the Commission will be put to practice by all of us at the national and international level.</p> <p>Thank you Madame Chair.</p> <br /> <br />

2007-02-19 00:00:0019. febrúar 2007Ávarp á Þjóðahátíð Austurlands 2007

<div class="single-news__big-image"><figure><a href="/media/velferdarraduneyti-media/media/myndir/Tjodahatid_MS.JPG"><img src="/media/velferdarraduneyti-media/media/myndir/Tjodahatid_MS.JPG?proc=singleNewsItem" alt="Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra ávarpar Þjóðahátíð á Fáskrúðsfirði" class="media-object"></a><figcaption>Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra ávarpar Þjóðahátíð á Fáskrúðsfirði</figcaption></figure></div><p><span>Dear guests,</span></p> <p><span>It is an honour and pleasure for me to get the opportunity to address you all here at this International Festival on the East Fjords.</span></p> <p><span>I specially wish to thank for the important work that has been done by the Municipalities here on the East Fjords concerning immigrants. I look forward to studying this report.</span></p> <p><span>This study concerns people that have moved to Iceland, often from far away, mainly to participate in one of the largest construction work in the world, Kárahnjúkar Hydroelectric Project, and also in other construction projects here on the East Fjords.</span></p> <p><span>We are indeed grateful for your participation. Because of your participation we now experience an economic growth in our society rather then inflationary pressure.</span></p> <p><span>I would like to take this opportunity to tell you about a new policy that was recently passed by the Icelandic Government concerning integration of immigrants.</span></p> <p><span>With this new policy our aim is to ensure that all citizens experience equal rights in our society and have the same possibilities of participation in our day to day life.</span></p> <p><span>Goals are set forth in the policy that concern for example:</span></p> <ul> <li><span>Icelandic language studies for foreigners</span></li> <li><span>The delivery of information</span></li> <li><span>Employment and educational matters and</span></li> <li><span>Matters concerning health- and social services</span></li> </ul> <p><span><img alt="Mikið var um dýrðir á Þjóðahátíð Austurlands 2007" src="/media/velferdarraduneyti-media/media/myndir/medium/Thjodahatid_2.JPG" />In the new policy there is also a discussion on the role of non-governmental organisation and welfare institutions in protecting the quality of life for all citizens.</span></p> <p><span>The policy deals with how these goals should be met ? or should I say how our journey to equal opportunities for all in our society should be.</span></p> <p><span>Here I can also mention that this year Iceland will participate in the European Year 2007 ? Equal Opportunities for All.</span></p> <p><span>We have planned activities that we hope will raise awareness among the general public and among groups at risk of discrimination on resolving acts of discrimination in every-day situations. My hope is that participation in the European Year will have a positive impact in promoting equal rights for all in Iceland.</span></p> <p><span>I thank you for your kind attention and wish all of you a joyful Festival.</span></p> <p><span><a href="/media/velferdarraduneyti-media/media/acrobat-skjol/Svona_gerum_vid_-_skyrsla_um_innflytjendamal.pdf"><img title="Acrobat Reader" alt="Skjal fyrir Acrobat Reader" src="/media/velferdarraduneyti-media/media/Bullets/acrobat.gif" />Svona gerum við - skýrsla um innflytjendamál</a></span></p> <br /> <br />

2007-02-09 00:00:0009. febrúar 2007Jafnréttislög í 30 ár

<p><span>Kæru samherjar!</span></p> <p><span>Ég vil þakka fyrir að fá tækifæri til þess að ávarpa þetta mikilvæga málþing hér í dag. Já, ég segi að&nbsp;málþingið sé mikilvægt og meina það svo sannarlega. Ég hef fundið það þann tíma sem ég hef verið í félagsmálaráðuneytinu hve þessi málaflokkur snertir mörg svið og verkefni sem unnið er að á vegum hins opinbera. Jafnréttismálin&nbsp;eru vissulega mannréttindamál sem snerta allar hliðar mannlegs samfélags og ég vil undirstrika að jafnréttismál eru mál sem varða bæði konur og karla.</span></p> <p><span><img alt="Málþing um jafnréttislög í 30 ár" src="/media/velferdarraduneyti-media/media/myndir/medium/20070209_1841.JPG" />Ég gæti fjallað hér ítarlega í allan dag um ýmis áhugaverð verkefni því af nógu er að taka en fyrir mig sem stjórnmálamann er áhugaverðast að velta því fyrir mér hvort það sem við stjórnmálamennirnir gerum skipti einhverju máli og þá hvaða máli. Höfum við raunveruleg áhrif og þá með hvaða hætti?</span></p> <p><span>Þetta eru auðvitað spurningar sem við sem störfum á vettvangi stjórnmálanna eigum að spyrja okkur á hverjum degi en mér finnst þessar spurningar sérstaklega áhugaverðar þegar jafnréttismálin eru annars vegar.</span></p> <p><span>Hvar liggja áhrifavaldarnir? Liggja þeir í sögunni og samfélagsgerðinni? Liggja þeir í gærdeginum og deginum í dag? Liggja þeir í okkur sjálfum konum og körlum? Liggja þeir í mæðrum okkar og feðrum og dætrum okkar og sonum? Liggja þeir hjá vinnuveitendum okkar og vinum og kunningjum? Liggja þeir í forgangsröðuninni og efnishyggjunni?</span></p> <p><span>Ég vildi að ég hefði svör við þessum spurningum og gæti brett upp ermar og breytt því sem þarf að breyta. En því miður vitið þið það best sem hér sitjið í dag að svo einfalt er þetta ekki. Og við erum óþolinmóð og það er fullkomlega eðlilegt.</span></p> <p><span>Þessi álitaefni og staða mála gera jafnréttismálin í senn erfitt, áhugavert og flókið viðfangsefni.</span></p> <p><span>Upplifum við stöðnun, sjáum við jákvæð teikn til dæmis í breyttum viðhorfum í könnun Capacent Gallup á launamun kynjanna? Gæti verið að áhugaverðasta niðurstaðan liggi einmitt þar, í komandi kynslóðum? Gæti verið að við séum að upplifa mestu breytingar í afar langan tíma með fæðingarorlofi feðra? Um 90% íslenskra feðra nýta rétt sinn og þeir taka að meðaltali 97 daga orlof. Þetta er&nbsp;meira en í nokkru öðru landi og líklega eru nú fleiri íslenskir feður virkir við umönnun ungra barna en nokkru sinni áður. Vísbendingar eru um að þetta sé farið að hafa jafnandi áhrif á stöðu karla og kvenna á íslenskum vinnumarkaði þótt enn skorti nokkuð á jafna stöðu. Það er meðal annars sökum þess að fæðingarorlofið er of stutt og það er ennþá þannig að líklegra er að konur brúi tímabilið milli loka orlofs og leikskóla með því að hverfa af vinnumarkaði eða minnka starfshlutfall. En ég leyfi mér að fullyrða að þróunin er í átt til jöfnunar umhyggjuábyrgðar innan fjölskyldunnar. Er það ef til vill eitt af mikilvægustu skrefum sem við getum tekið í jafnréttisátt?</span></p> <p><span>Ég rakst nýlega á grein í fylgiblaði með danska viðskiptablaðinu Börsen þar sem fjallað er um það að smábörn geti haft jákvæð áhrif á starfsframa karlmanna. Þar eru viðtöl við danska feður og greinarhöfundur kemst að þeirri niðurstöðu að nútíma karlmenn krefjist þess að fá föðurhlutverkið til baka, eins og það er orðað. Sú reynsla sem þeir öðlist með umönnun&nbsp;lítilla barna&nbsp;og jafnvel vökunætur geti haft jákvæð áhrif á starfsframann. Ég tók líka eftir því í fréttum í vikunni að þekktur fréttamaður hafi sagt starfi sínu lausu til þess að annast barnið sitt. Ég man ekki eftir því að hafa áður séð slíka frétt með mynd af stoltum föður með barn sitt í fanginu. Ég vona að þetta sé tímanna tákn, ekki einungis á Íslandi heldur einnig annars staðar á Norðurlöndum, í þeim löndum sem við berum okkur einkum saman við.</span></p> <p><span>Hvað varðar stjórnmálaþátttöku kvenna þurfum við að vera mjög vel vakandi.</span></p> <p><span>Á síðasta kjörtímabili var skipting kjörinna fulltrúa í sveitarstjórnum þannig að 68,3% voru karlar og 31,7% konur. Að afloknum sveitarstjórnarkosningum í maí síðastliðnum voru karlar 64,1% af kjörnum fulltrúum og konur 35,9%. Hlutur kvenna í sveitarstjórnum hefur því aukist um 4,2% milli kjörtímabila sem er afar jákvætt og hlutfallið nálgast nú 40%. Vissulega hefði ég viljað sjá sömu teikn á lofti í aðdraganda Alþingiskosninganna í vor en því miður gefur undirbúningurinn ekki tilefni til bjartsýni. Ef við lítum enn frekar til sveitarstjórnarstigsins eru hins vegar jákvæð teikn á lofti. Árið 2006 eru 75% sveitarfélaga með jafnréttisnefnd eða aðra nefnd ábyrga fyrir jafnréttismálum en árið 2001 voru þau 30%. Þessi tala hefur því meira en tvöfaldast. 96% landsmanna búa núna í sveitarfélagi þar sem sérstök jafnréttisnefnd er starfandi.</span></p> <p><span>Jafnréttisáætlanir liggja fyrir hjá 43% sveitarfélaga en 23% til viðbótar eru að vinna slíka áætlun þannig að þær munu þá liggja fyrir í hátt í 70% sveitarfélaga. Ég er þess fullviss að vinna við gerð slíkrar áætlunar og framkvæmd hennar og eftirfylgni hefur áhrif í þeim mikilvægu nærsamfélögum sem sveitarfélög um land allt eru.</span></p> <p><span>Í dag erum við hér samankomin til þess að fjalla um jafnréttislöggjöfina í 30 ár. Eins og ykkur er kunnugt er þverpólitísk nefnd að ljúka störfum nú í febrúar og mun skila mér tillögu að frumvarpi til breytinga á jafnréttislögum. Nefndin hefur þegar unnið mjög gott verk og ég bind vonir við frumvarpið sem hún hefur í smíðum. Hún hefur kallað á fund sinn fjölda fulltrúa og leitað eftir umsögnum sem reynast mikilvægt innlegg í störf nefndarinnar.</span></p> <p><span>En hvar stöndum við nú? Og hver verður staðan eftir önnur 30 ár?</span></p> <p><span>Staðan er að ýmsu leyti jákvæð en að vissu leyti fullkomlega óviðunandi. Þá á ég fyrst og fremst við kynbundinn launamun. Ég hef nú boðað til gerðar yfirlýsingar með fulltrúum aðila vinnumarkaðarins þar sem við munum sameiginlega lýsa því yfir að við vinnum að því að draga úr kynbundnum launamun með markvissum hætti m.a. við gerð kjarasamninga. Við verðum einfaldlega að nýta öll tæki og mér finnst lykilatriði að fá vinnuveitendur og þá sem raunverulega ákvarða launin til liðs við mig. Það mun ég gera.</span></p> <p><span>Mér finnst líka óviðunandi að sá mannauður og kraftur sem býr í konum skuli ekki nýttur sem skyldi í stjórnum fyrirtækja og æðstu stöðum. Hvaða rök búa þar að baki? Þau eru vandfundin.</span></p> <p><span>Ég vil að lokum segja það að mér finnst mannauðurinn sem býr í drengjum og körlum vannýttur þegar kemur að jafnréttisbaráttunni. Hér í dag mun tala maður sem hefur beitt sér mjög í jafnréttisbaráttunni og slíkum röddum þarf að fjölga á öllum stigum samfélagsins. Ég hef sem félagsmálaráðherra ítrekað setið fundi um jafnréttismál og verið þar á meðal afar fárra karla. Það er ekki eðlilegt og því verðum við að breyta.</span></p> <p><span>Það skiptir máli að allar raddir fái að heyrast á öllum sviðum. Þannig höfum við mest áhrif og þannig höfðu þær kvenréttindakonur sem voru frumkvöðlar í upphafi síðastliðinnar aldar mest áhrif.</span></p> <p><span>Ég mun á næstunni leggja fram á Alþingi ítarlega skýrslu um stöðu jafnréttismála hér á landi og tillögu til þingsályktunar um breytingu á framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum frá 2004&ndash;2008. Ég vænti þess að skýrslan muni vekja athygli. Í henni kemur fram að mjög margt hefur verið vel gert og nokkuð áunnist en betur má ef duga skal.</span></p> <p><span>Ég hvet ykkur öll til áframhaldandi dáða og vona að við munum sjá raunverulegar breytingar á næstu 30 árum. Ég heiti því að stuðla að því og mér sýnist að ýmis jákvæð teikn séu á lofti bæði með fæðingarorlofi feðra og viðhorfum þeirra kynslóða sem nú eru að hasla sér völl á vinnumarkaði. Því vil ég trúa.</span></p> <p><span>Gangi ykkur vel í dag. Ég hlakka til þess að hlýða á erindin hér á eftir.</span></p> <br /> <br />

2007-01-24 00:00:0024. janúar 2007Ávarp um vinnuvernd á ráðstefnu Vinnueftirlits ríkisins

<p><span>Ágætu ráðstefnugestir.</span></p> <p><span>Fréttir af alvarlegum vinnuslysum síðustu misserin valda áhyggjum. Samkvæmt tölum Vinnueftirlitsins hafði þróunin verið í rétta átt. Alvarlegum vinnuslysum, það er dauðaslysum, fór fækkandi. Á fimm ára tímabilinu frá 2001 til 2005 urðu að meðaltali tvö dauðaslys á ári við vinnu. Við vorum þar með komin í hóp þeirra þjóða sem best standa sig í vinnuverndarstarfinu. Á síðasta ári bregður hins vegar svo við að dauðaslysin voru orðin sjö. Ekki er vafi í mínum huga að þessi tala gefur tilefni til þess að allir aðilar haldi vöku sinni. Þess vegna skiptir svo miklu máli að vinnuverndarmálin séu til umræðu, það sé rætt um forvarnir gegn slysum og starfsmenn hafi vakandi auga með hugsanlegum slysagildrum, efnum og aðstæðum á vinnustaðnum sem geta haft heilsuspillandi áhrif.</span></p> <p><span>Það er því sérstaklega þakkarvert þegar Vinnueftirlit ríkisins á frumkvæði að því að stofna til ráðstefnu eins og þeirrar sem er að hefjast hér í dag. Það er bæði rétt og skylt að taka fram að Vinnueftirlitið hefur á umliðnum árum haldið fjölmargar ráðstefnur og kynningarfundi um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum svo að vísað sé til heitis laganna sem í daglegu tali eru nefnd vinnuverndarlögin. Þeir sem til þekkja vita að Vinnueftirlitið hefur haldið út öflugu fræðslu- og kynningarstarfi sem mér finnst ástæða til að halda á lofti.</span></p> <p><span>Viðfangsefni þessarar ráðstefnu er að kynna nýja reglugerð, nr. 920/2006, um skipulag og framkvæmd vinnuverndarstarfs. Reglugerðin styðst við róttækar breytingar sem voru gerðar á lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Með þeim voru tiltekin ákvæði laganna samræmd ákvæðum í tilskipun Evrópusambandsins um lögleiðingu ráðstafana er stuðla að bættu öryggi og heilsu starfsmanna á vinnustöðum.</span></p> <p><span>Kjarni breytinganna á vinnuverndarlögunum og jafnframt efni nýju reglugerðarinnar felst í því að ábyrgð atvinnurekanda er aukin á vinnuvernd sem taki til alls vinnustaðarins. Það er með öðrum orðum verið að koma á kerfisbundnu vinnuverndarstarfi á vinnustöðum sem hefur að meginmarkmiði að greina áhættuþætti þannig að koma megi í veg fyrir slys og vinnutengda sjúkdóma.</span></p> <p><span>Mikilvægasta tækið í þessu sambandi er skrifleg áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað. Þessa áætlun skal semja í samráði við öryggisverði eða öryggistrúnaðarmenn eða aðra fulltrúa starfsmanna. Með henni verður markvisst unnið að stöðugum umbótum á vinnustaðnum undir stjórn og á ábyrgð atvinnurekandans. Hugsunin er sú að vinnuverndin verði eðlilegur þáttur í starfi fyrirtækisins sem hafi að leiðarljósi að starfsmenn geti verið í þjónustu þess árum saman, jafnvel alla starfsævina, án þess að andlegt eða líkamlegt atgervi verði fyrir skaða.</span></p> <p><span>Síðasta áratuginn hafa orðið miklar umbætur á vinnuverndarstarfinu á Íslandi og hafa verið gerðar nokkrar breytingar á stjórnsýslunni. Það sem skiptir hins vegar miklu er að rannsóknir hafa leitt í ljós að það eru mun fleiri þættir en menn gerðu sér grein fyrir sem hafa mikil áhrif á það hvernig fólki líður í vinnunni. Vinnueftirlitið hefur verið mjög vakandi fyrir framvindunni. Nefna má sem dæmi fræðslu og aðrar fyrirbyggjandi aðgerðir gegn einelti á vinnustað. Það er gaman að geta þess að það var fyrir frumkvæði Svía og Íslendinga að ákvæði um einelti var á sínum tíma tekið upp í fyrsta skipti í alþjóðasamning á sviði vinnuverndar. Það gerðist við endurskoðun á félagsmálasáttmála Evrópu fyrir rúmum áratug síðan. Vinnueftirlitið hefur einnig reynt að vekja stjórnendur og starfsmenn til umhugsunar um streituvaldandi þætti í vinnuumhverfinu. Síðast en ekki síst má nefna í þessu samhengi sýnatöku úr starfsmönnum þar sem vegast á persónuvernd og vinnuvernd. Þegar að er gáð eru fjölmörg atriði sem koma til athugunar og álita þegar vinnuverndin er annars vegar.</span></p> <p><span>Það er ljóst að á síðustu árum hefur íslensk löggjöf og reglugerðir á sviði vinnuverndar tekið mið af skuldbindingum okkar samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Þær raddir hafa heyrst sem hafa gagnrýnt reglugerðaflóðið frá Brussel á þessu sviði sem og öðrum. Ég tel hins vegar vert að benda á ýmis svið þar sem segja má að þróunin hafi orðið til góðs. Takmörkun á vinnutíma lengir þann tíma sem fjölskyldan getur verið saman. Þreyttur starfsmaður getur verið mjög hættulegur samstarfsmönnum og samferðamönnum, til dæmis&nbsp;ef um er að ræða vansvefta bifreiðastjóra. Takmörkun á vinnu barna er spurning um að þau ofgeri sér ekki við vinnu sem meðal annars getur komið niður á námi sem síðar takmarkar kosti varðandi val á starfi. Vinnuslys og atvinnusjúkdómar geta orðið þungur baggi á samfélaginu ef slælega er staðið að vinnuverndarmálum. Þannig má benda á fjölmörg atriði sem öll hníga í sömu átt. Vinnuverndin á að vera forgangsmál í atvinnulífinu. Allar rannsóknir sýna að öruggir vinnustaðir og ánægt starfsfólk er forsenda þess að fyrirtæki nái árangri. Fjárfesting í vinnuvernd er þannig góð fjárfesting.</span></p> <p><span>Þótt Evrópusambandið hafi látið vinnuverndarmálin mjög til sín taka eru fleiri aðilar mikilvægir á þessu sviði. Í nóvember var lögð fyrir Alþingi skýrsla félagsmálaráðherra um 93. og 94. þing Alþjóðavinnumálastofnunarinnar, Alþjóðavinnumálaþingið. Í skýrslunni er birt einhver viðamesta vinnuverndarsamþykkt sem vinnumálaþingið hefur afgreitt til þessa. Þetta er ný alþjóðasamþykkt um vinnuskilyrði farmanna. Í skýrslu um 95. Alþjóðavinnumálaþingið sem haldið var í sumar og verður lögð fyrir Alþingi í febrúar er birt<span>&nbsp;</span> rammasamþykkt sem hefur að geyma leiðbeinandi reglur um skipan vinnuverndarmála. Á komandi Alþjóðavinnumálaþingi sem verður haldið í júní í sumar er gert ráð fyrir afgreiðslu alþjóðasamþykktar um vinnuskilyrði fiskimanna. Með afgreiðslu hennar hefur Alþjóðavinnumálastofnunin lokið endurskoðun á öllum eldri alþjóðasamþykktum um vinnuaðstæður farmanna og fiskimanna og fært þær til nútímahorfs.</span></p> <p><span>Ágætu ráðstefnugestir.</span></p> <p><span>Ég vil ljúka máli mínu með því að leggja áherslu á að þótt lög og reglugerðir séu mikilvægur grunnur skiptir framkvæmdin höfuðmáli. Það hefur takmarkaða þýðingu að setja lög og gefa út reglugerðir ef skilningurinn á þörfinni er takmarkaður. Þess vegna tel ég mjög mikilvægt að vinnuverndarmálin séu sameiginlegt viðfangsefni stjórnvalda, atvinnurekenda og launafólks. Upplýsingar, fræðsla og greið skoðanaskipti eru lykilatriði. Þess vegna er ráðstefna eins og&nbsp;sú sem er að hefjast hér í dag svo mikilvæg.</span></p> <br /> <br />

2007-01-12 00:00:0012. janúar 2007Formleg opnun skrifstofu Fæðingarorlofssjóðs á Hvammstanga

<p><span>Ágætu gestir.</span></p> <p><span>Samþykkt á lögum um Fæðingar- og foreldraorlof fyrir sex árum verður þegar frá líður minnst sem merkilegra tímamóta í þágu jafnréttis- og fjölskyldumála. Með lögunum fengu feður sjálfstæðan rétt til fæðingar- og foreldraorlofs. Frá árinu 2003 hefur hann verið þrír mánuðir. Mæður hafa frá gildistöku laganna sama rétt og þar að auki hafa foreldrarnir þrjá mánuði sem þeir geta skipt með sér. Foreldrum eru tryggð 80% af meðaltali heildarlauna áður en þau fóru í fæðingarorlof og það má nýta í allt að 18 mánuði frá fæðingu, frumættleiðingu eða þess að barn var tekið í fóstur. Þeir sem ekki eru á vinnumarkaði eða vinna minna en 25% fá greiddan fæðingarstyrk.</span></p> <p><span>Á grundvelli laganna var stofnaður sérstakur sjóður til að annast greiðslur til foreldra í fæðingarorlofi, Fæðingarorlofssjóður. Tekjur sjóðsins eru ákveðinn hundraðshluti af tryggingagjaldi sem atvinnurekendur greiða af útborguðum launum. Rekstur sjóðsins hefur verið á vegum Tryggingastofnunar ríkisins. Á því varð breyting við þessi áramót.</span></p> <p><span>Á sínum tíma var samstaða um að vista þetta málefni í félagsmálaráðuneytinu. Annar kostur hefði getað verið heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið sem hefur frá árinu 1969 farið með almannatryggingar. Ástæðan fyrir því að félagsmálaráðuneytinu var falið að fara með forræði þessa málefnis byggist á jafnréttis- og vinnumálasjónarmiðum sem eru málaflokkar ráðuneytisins. Markmið laganna um fæðingar- og foreldraorlof er að jafna ábyrgð foreldra á börnum og gera þá jafnsetta að því er varðar þátttöku í atvinnulífinu. Tengingin við vinnumarkaðinn hefur frá upphafi verið öllum ljós. Þess vegna var það tímabundin lausn að fela Tryggingastofnun ríkisins rekstur Fæðingarorlofssjóðsins.</span></p> <p><span>Vinnumálastofnun varð til við setningu laga um vinnumarkaðsaðgerðir árið 1997. Hún er því ung að árum og hefur á skömmum tíma þurft að takast á við margvísleg verkefni. Á fyrstu starfsárunum var það forgangsverkefni hjá stofnuninni að bregðast við óvenjumiklu atvinnuleysi sem hafði verið vandamál allt frá árinu 1992. Þetta var gert með átaksverkefnum, oft í samvinnu við sveitarfélög, og með margvíslegum aðgerðum til að liðsinna atvinnulausu fólki með því að styrkja stöðu þess á vinnumarkaðnum, t.d. með endurþjálfun og starfsmenntun.</span></p> <p><span>Með markvissri atvinnustefnu ríkisstjórnarinnar dró úr atvinnuleysinu og er nú svo komið að það er hverfandi þegar á heildina er litið. <span></span> Þessi gleðilega breyting hefur gert það að verkum að Vinnumálastofnun hefur betra svigrúm en áður að bæta við sig verkefnum. Þar af leiðandi þótti tímabært að hrinda í framkvæmd upphaflegu markmiði um að tengja starfsemi Fæðingarorlofssjóðsins<span>&nbsp;</span> við vinnumálin og færa hann til Vinnumálastofnunar.<span>&nbsp;</span> Þessu markmiði hefur nú verið náð.</span></p> <p><span>Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka forstjóra Tryggingastofnunar ríkisins, Karli Steinari Guðnasyni, og starfsfólki hans, fyrir rekstur Fæðingarorlofssjóðsins sl. rúmlega fimm ár. Samstarf og samvinna við Tryggingastofnun hefur á þessum tíma verið eins og best er á kosið.</span></p> <p><span>Um allt land er með marvíslegum aðgerðum hlúð að atvinnulífinu og ekki síst smáiðnaði og ýmiss konar þjónustu. Liður í þessari stefnu er sú ákvörðun Vinnumálastofnunar að setja starfsemi Fæðingar- og foreldraorlofssjóðs niður hér á Hvammstanga.</span></p> <p><span>Með starfsemi Fæðingarorlofssjóðs skapast störf fyrir níu manns. Þetta skiptir máli fyrir sveitarfélag eins og Húnaþing vestra og auk þess eru afleidd áhrif þó nokkur. Huglægu áhrifin eru heldur ekki óveruleg. Í stað þess að þurfa að horfa á bak störfum er verið að snúa þróuninni við. Þetta gefur fólki trú á framtíðina og eykur því hugrekki til að leita nýrra tækifæra.</span></p> <p><span>Þær raddir hafa heyrst að við flutninginn muni þjónusta sjóðsins verða lakari en áður. Hér er vert að hafa í huga að á vegum Vinnumálastofnunar eru starfræktar átta svæðisskrifstofur í öllum landshlutum. Með flutningi Fæðingarorlofssjóðs til Vinnumálasstofnunar fá þjónustuskrifstofur hennar á landsbyggðinni aukið hlutverk. Þær annast þjónustu fyrir Fæðingarorlofssjóð með sama hætti og þær annast aðra starfsemi á vegum Vinnumálastofnunar. Sem dæmi má nefna að þjónustuskrifstofan á Engjateigi í Reykjavík&nbsp;svarar í síma fyrir sjóðinn. Þannig er hægt að koma við samstarfi og samnýtingu starfsmanna með tilheyrandi samlegðaráhrifum.</span></p> <p><span>Þetta er einungis fyrsta skrefið af mörgum. Þegar hefur verið ákveðið að færa hluta af starfsemi Atvinnuleysistryggingasjóðs til Skagastrandar. Um er að ræða útreikninga á atvinnuleysisbótum. Starfssemin á Skagaströnd nýtist þjónustuskrifstofum Vinnumálastofnunar<span>&nbsp;</span> um allt land.<span>&nbsp;</span> Með henni færist umsýsla atvinnuleysisbóta á einn stað og ætti afgreiðslan að verða enn skilvirkari og eftirlit auðveldara. Með þessu skapast nokkur störf á Skagaströnd.</span></p> <p><span>Mér finnst ástæða til að minna á að forsenda fyrir uppbyggingu starfsemi af þessu tagi eru góðar samgöngur og greið fjarskipti. Hér skiptir auðvitað miklu máli sú stefna sem mörkuð hefur verið um uppbyggingu háhraðanetsins um land allt. Hún skapar ný tækifæri fyrir hinar dreifðu byggðir landsins. Opnun starfsemi Fæðingarorlofssjóðs hér á Hvammstanga er gott dæmi um þetta.</span></p> <p><span>Það er ljóst að flutningur sem þessi gerist ekki af sjálfu sér. Það þarf að finna húsnæði og ráða starfsfólk og gera fjölda annarra hluta. Ég vil færa stjórn Vinnumálastofnunar, Gissuri Péturssyni forstjóra og öllu starfsfólki stofnunarinnar sérstakar þakkir fyrir það hvernig hefur verið haldið á málum. Ég fæ ekki betur séð en að niðurstaðan sé eins og best verður á kosið. Einnig vil ég færa Sigurði P. Sigmundssyni sérstakar þakkir en hann var í forystu fyrir starfshópi sem hafði umsjón með flutningnum.</span></p> <p><span>Þá vil ég þakka heimafólki hér gott samstarf við undirbúning og hve jákvæð viðhorf eru hér gagnvart þessu máli.</span></p> <p><span>Ég vil einnig óska Leó Erni Þorleifssyni, nýjum forstöðumanni Fæðingarorlofssjóðs, og hans starfsfólki allra heilla í störfum sínum fyrir sjóðinn.</span></p> <p><span>Ég ber þá von í brjósti að þessi ráðstöfun efli atvinnu- og menningarlíf ekki eingöngu hér á Hvammstanga heldur einnig í öllum fjórðungnum.</span></p> <p><span>Með þeim orðum lýsi ég því formlega yfir að skrifstofa Fæðingarorlofssjóðs á Hvammstanga hefur verið opnuð.</span><br /> <br /> </p>

2006-12-20 00:00:0020. desember 2006Ávarp við undirritun samnings um þjónustu við fatlaða á Norðurlandi vestra

<p>Góðir gestir.</p> <p>Mér er það mikil ánægja að undirrita hér í dag samning um þjónustu við fatlaða sem gerður hefur verið milli félagsmálaráðuneytisins og <a href="http://www.ssnv.is/">Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra</a>.</p> <p>Þótt dimmt sé yfir á þessum skammdegisdögum er bjart yfir þessum samningi því hann byggir á gagnkvæmu trausti og trúnaði. Það helgast af þeirri reynslu sem er að baki, en nú eru liðin rúm sjö ár síðan fyrsti samningurinn af þessu tagi var undirritaður við sveitarfélögin á þessu landsvæði. Og það er til marks um þá reynslu og það traust sem hefur skapast á milli aðila að hann gildir nú til sex ára, allt til ársins 2012. Það má raunar einnig hafa til marks um þau viðhorf sem stöðugt vex fylgi að þjónusta við fatlaða sé best komin í heimabyggð fólks, hjá sveitarfélögunum eða samlögum þeirra.</p> <p>Með samningnum taka Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra að sér að veita fötluðum börnum og fullorðnum á starfssvæði sínu þá þjónustu sem er á ábyrgð ríkisins samkvæmt lögum um málefni fatlaðra. Ég lít svo á að samningurinn sé afar mikilvægur fyrir þjónustu við fatlaða á svæðinu því meginmarkmið hans er að samþætta þjónustu við fötluð börn og fullorðna í heimabyggð og fella hana eins og framast er unnt að starfsemi annarra þjónustuaðila; færa þjónustuna nær notendum og auðvelda þannig aðgang að henni. Þetta er gert með meiri skilvirkni, betri nýtingu fjármuna og aukin þjónustugæði að leiðarljósi.</p> <p>Það er meðal nýmæla í þessum samningi að hann grundvallast meðal annars á nýrri stefnu félagsmálaráðuneytisins um þjónustu við fötluð börn og fullorðna sem nú er í burðarliðnum og verður kynnt stuttlega hér á eftir. Drög að þeirri stefnu er nú að finna á vefsíðu ráðuneytisins – ég segi drög vegna þess að þau eru þar til umsagnar allra þeirra sem láta sig málefni fatlaðra varða. Ég vil nota þetta tækifæri til þess að hvetja fólk til þess að kynna sér þessi drög og setja fram ábendingar sínar og athugasemdir við þau eins og gefinn er kostur á á vefsíðunni.</p> <p>Að lokum vil ég lýsa því yfir að samstarfið við samtök sveitarfélaga hér á svæðinu í þessum efnum hefur verið einkar farsælt og gjöfult og ég er þess fullviss að svo muni verða áfram.</p> <p>&nbsp;</p> <br /> <br />

Um ráðuneytið

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira