Hoppa yfir valmynd

Ræður og greinar Óttars Proppé

Áskriftir
Dags.Dags.TitillLeyfa leit
2017-11-24 13:25:0024. nóvember 2017Fundur Landssambands heilbrigðisstofnana

<span></span> <p style="text-align: left;"><strong><span>Ávarp Óttars Proppé heilbrigðisráðherra</span></strong><strong>&nbsp;</strong></p> <p><span>Góðan dag ágætu gestir.</span></p> <p><span>Ég þakka ykkur fyrir að bjóða mér að ávarpa ykkur hér í upphafi þessa fundar.</span></p> <p><span>Líklega verður þetta síðasta ávarp mitt sem heilbrigðisráðherra, að minnsta kosti að sinni. </span></p> <p><span>Ég vil því áður en lengra er haldið þakka ykkur fyrir gott samstarf á þessum tíma sem ég hef notið þeirra forréttinda að fara með stjórn heilbrigðismála í velferðarráðuneytinu.</span></p> <p><span>Þetta hefur verið lærdómsríkur tími og ég leyfi mér að segja að ýmsum mikilvægum málum hafi verið hrundið í framkvæmd eða komið á rekspöl á þessum stutta tíma. </span></p> <p><span>Mér hefur þótt ánægjulegt og mikilsvert að sjá hve mikill mannauður er á heilbrigðisstofnunum landsins, hvort heldur er í þéttbýli eða í dreifbýli, á sjúkrahúsum, í heilsugæslunni eða á stofnunum fyrir aldraða.</span></p> <p><span>Ég hef líka orðið þess áskynja hversu mikill metnaður er hjá stjórnendum og fagfólki innan heilbrigðisþjónustunnar. </span></p> <p><span>Ég þori að fullyrða að allir leggja sig fram um að veita örugga þjónustu, af bestu mögulegu gæðum, við þær aðstæður sem uppi eru hverju sinni. </span></p> <p><span>Því miður er það þó svo að minna er um <em>lof en last</em> þegar kemur að opinberri umræðu um heilbrigðisþjónustuna, hvort heldur er í hefðbundnum fjölmiðlum eða samfélagsmiðlum. </span></p> <p><span>Um það þýðir ekki að fást, en við sem þekkjum líka það sem vel er gert eigum að gera okkar til að halda því á lofti og benda á staðreyndir í þeim efnum. </span></p> <p>&nbsp;</p> <p><span>Góðir gestir</span></p> <p><span>Mikil umræða hefur verið um heilbrigðiskerfið og heilbrigðisþjónustuna á síðustu vikum og mánuðum, ekki hvað síst í aðdraganda kosninganna og í stjórnarmyndunarviðræðunum.</span></p> <p><span>Ég fagna þessari umræðu enda heilbrigðisþjónustan grunnstoð í hverju samfélagi og við eigum öll að láta okkur varða skipulag hennar og gæði.</span></p> <p><span>Það var sérstök ánægja að eiga samtal við nokkur ykkar á fundi með forstöðumönnum opinberu heilbrigðsstofnana um miðjan ágúst síðastliðinn.</span></p> <p><span>Þar áttum við samtal um brýn mál heilbrigðisþjónustunnar með sérstakri áherslu á </span><span>samvinnu milli stofnana og teymisvinnu á stofnunum. Og settar voru fram tillögur um forgangsverkefni að mati fulltrúa stofnanna.</span></p> <p><span>Fram kom hversu einróma fundarmenn voru um mikilvægi þess að efla enn frekar formlega samvinnu stofnana bæði til að bæta gæði þjónustunnar og til að bæta aðstæður starfsfólks t.d. með tækifærum til þróunar í starfi í gegnum samvinnu, starfsmannaskipti og fleira slíkt.</span></p> <p><span>Fundurinn í dag er sömuleiðis merki um þennan eindregna vilja til samstarfs og það er von mín að þetta góða samstarf haldi áfram að eflast og þróast.</span></p> <p><span>Það var sérstök ánægja að meðal mikilvægustu verkefnanna sem fundurinn í ágúst gerði tillögu um var að efla fjarheilbrigðisþjónustu, samræma ferla og að efla starfsmannaskipti sem allt miðar að því að bæta gæði þjónustunnar og nýta sem allra best þau úrræði og þann mannafla sem heilbrigðisþjónustan býr yfir.</span></p> <p><span>Á fundinum var einnig sérstaklega rætt um mikilvægi þess að skapa enn betri tengingu stofnana um landið við stóru stofnanirnar á höfuðborgarsvæði og þar var einkum rætt um leiðandi hlutverk Landspítala og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.</span></p> <p><span>Í þessu ljósi er ánægjulegt að horfa til þess að bygging nýs Landspítala hefst á næsta ári og sömuleiðis tekur nýtt Sjúkrahótel við Landspítala til starfa á nýju ári.</span></p> <p><span>Einnig má líta á það sem þróun í þessa átt að nú hefur verið staðfest breyting á reglugerð um heilsugæslustöðvar sem felur í sér að Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins er falið að leiða faglega þróun innan heilsugæslu á landsvísu.</span></p> <p><span>Liður í því er að samræma verklag og samhæfingu milli fagfólks á heilsugæslustöðvum, annast gæðaþróun og stuðla að framþróun í heilsugæslu, í samráði við heilbrigðisstofnanir sem reka heilsugæslustöðvar.</span></p> <p><span>Allt er þetta liður í að styrkja og þróa heilbrigðisþjónustuna sem heild og að bæta gæði þjónustunnar.</span></p> <p><span>Framundan er að fylgja eftir ýmsum kerfisbreytingum sem gerðar hafa verið undanfarin misseri.</span></p> <p><span>Til dæmis að fylgja eftir hinu nýja greiðsluþátttökukerfi, rýna vel í reynsluna af því kerfi og halda áfram að þróa það í átt að markmiðinu um að allir hafi jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu óháð búsetu, félagslegri stöðu eða efnahag. </span></p> <p><span>Sömuleiðis er mikilvægt að fylgja eftir nýju fjármögnunarlíkani heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, sem hefur aukið mjög skilvirkni og bætt kostnaðargreiningu í kerfinu. </span></p> <p><span>Hér er mikilvægt að fylgjast vel með hversu vel gengur að kerfið nýtist til að tryggja gæði þjónustunnar og stuðla að aukinni samfellu í þjónustu við sjúklinga. </span></p> <p><span>Einnig er mikilvægt að kerfið styðji við þverfaglega þjónustu innan heilsugæslunnar. Ég trúi því og treysti að áfram verði unnið að því að styrkja heilsugæsluna og þjónustu hennar með aðkomu fleiri fagstétta, svo sem næringarráðgjafa, sjúkraþjálfara og félagsráðgjafa í takt við áætlanir þar um.</span></p> <p><span>Vel hefur gengið að fylgja eftir nýrri geðheilbrigðisáætlun, t.d. með fjölgun á stöðum sálfræðinga í heilsugæslunni. </span></p> <p><span>Mikilvægt er gera enn betur í eflingu geðheilbrigðisþjónustu bæði á vettvangi heilsugæslu og stofnana.</span></p> <p><span>Starf Landspítala styrkist við það að fá skýrari mynd af starfseminni með innleiðingu DRG fjármögnunarkerfisins. Okkur er öllum ljóst að að gera verður spítalnum betur kleift að einbeita sér að kjarnastarfsemi spítalans meðal annars með því að halda áfram að styrkja þjónustu við aldraða í samfélaginu, ekki síst með öflugri heimaþjónustu til aldraðra auk þess að fjölga hjúkrunarrýmum</span></p> <p><span>Það var ánægjulegt að geta fyrir skömmu kynnt breytingar á framkvæmdaáætlun um uppbyggingu hjúkrunarrýma sem nær til ársins 2022 og kveður á um byggingu 155 hjúkrunarrýma til viðbótar þeim 313 rýmum sem þegar eru á framkvæmdastigi samkvæmt eldri áætlun. </span></p> <p><span>Alls munu því verða byggð eða endurgerð 468 hjúkrunarrými á tímabilinu ýmist til fjölgunar rýma eða til að bæta aðbúnað þar sem aðstæður standast ekki kröfur samtímans.</span></p> <p><span>Í lok október gat ég einnig gert grein fyrir ákvörðun minni um að ráðstafa 250 milljónum króna af safnlið heilsugæslustöðva til að efla heimahjúkrun á höfuðborgarsvæðinu sem veitt er af hálfu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Heimaþjónustu Reykjavíkur sem borgin rekur. Þetta framlag skiptir meðal annars máli við að minnka álag á Landspítala og til að draga úr þörf aldraðra fyrir hjúkrunarrými sem skortir svo tilfinnanlega á höfuðborgarsvæðinu.</span></p> <p><span>Ágætu gestir.</span></p> <p><span>Þótt okkur miði áfram á leið að enn betri heilbrigðisþjónustu eru samt sem áður stór verkefni framundan. Það stærsta er líklega það verkefni sem við höfum kallað „Hver geri hvað“ í heilbrigðisþjónustunni, þ.e. að skýra enn betur hlutverk og skyldur hvers og eins innan kerfisins og tengja það við heildræna stefnu í heilbrigðismálum.</span></p> <p><span>Mér skilst að í dag ætlið þið meðal annars að lýsa ykkar viðhorfum, sem stjórnendur heilbrigðisstofnana, til þess hvert hlutverk ykkar stofnana á að vera og hvaða þjónustu á ekki að veita þar.</span></p> <p><span>Þetta eru grundvallar spurningar sem svara þarf til að unnt sé að tryggja </span><span>heildstæða, skilvirka og örugga þjónustu, sem veitt er á viðeigandi þjónustustigi miðað við þarfir hvers og eins – og til að þeim fjármunum sem varið er til heilbrigðisþjónustu sé varið skynsamlega. </span></p> <p><span>Þá þarf einnig að tryggja <strong>eins og kostur er</strong> að landsmenn hafi jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu, óháð efnahag, búsetu eða öðrum þáttum.</span></p> <p><span>Við verðum þó að horfast í augu við það, sem lítil þjóð í stóru landi, að sérhæfð þjónusta verði fyrst og fremst í boði í stærstu byggðarlögunum.</span></p> <p><span>Það þarf þó ekki að þýða að aðrir en þeir sem þar búa þurfi að fara um langan veg til að leita sér sjálfsagðrar heilbrigðisþjónustu.</span></p> <p><span>Við þurfum að hætta að líta á það sem sjálfsagðan hlut að sjúklingurinn ferðist alltaf til sérfræðingsins, sérfræðingurinn á ekki síður að ferðast til sjúklingsins, hvort heldur sem er í eiginlegri merkingu eða með notkun búnaðar til fjarheilbrigðisþjónustu.</span></p> <p><span>Notkun slíks búnaðar á ekki að vera eitthvert sérstakt verkefni, með upphaf og endi, heldur aðeins ein leið af mörgum til að veita sjúklingi heilbrigðisþjónustu, eða til að fagaðilar geti handleitt og leiðbeint hverjir öðrum í daglegum störfum.</span></p> <p><span>Ég vil líka nefna hér að samhliða því sem við breytum þjónustu á landsbyggðinni þarf að vera tryggt að íbúar þeirra svæða komist fljótt og örugglega í sérhæfða heilbrigðisþjónustu þegar á þarf að halda. </span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Góðir gestir.</span></p> <p><span>Það styttist í að ég standi upp úr stóli heilbrigðisráðherra og nýr ráðherra málaflokksins komi í minn stað.</span></p> <p><span>Ég vona innilega að arftaki minn í nýrri ríkisstjórn komi til starfa með einbeittan vilja og kraft til þess að efla íslenska heilbrigðiskerfið og halda áfram á þeirri braut sem mörkuð hefur verið.</span></p> <p><span>Þar horfi ég ekki síst til þess markmiðs að móta skýrari stefnu og sýn til framtíðar fyrir heilbrigðiskerfið, með áherslu á að skilgreina betur skipulag og markmið þjónustunnar og að skilgreina betur, – í góðri samvinnu við ykkur, <em>hver eigi að gera hvað </em>í þágu skilvirkrar heilbrigðisþjónustu þar sem öryggi hennar og gæði eru í hávegum höfð, fyrir alla landsmenn.</span></p> <p><span>Ég vil að lokum þakka ykkur fyrir góða viðkynningu og gott samstarf og óska ykkur velfarnaðar í vandasömum og mikilvægum störfum.</span></p>

2017-11-21 14:18:0021. nóvember 2017Lífsgæði aldraðra - 80 ára afmæli Sjómannadagsráðs

<p style="text-align: justify;">Ávarp Óttars Proppé heilbrigðisráðherra á ráðstefnu um lífsgæði aldraðra sem Sjómannadagsráð efndi til í tilefni af 80 ára afmæli ráðsins.</p> <p style="text-align: justify;">Herra forseti, Guðni Jóhannesson, virðulega Sjómannadagskráð góðir gestir, ungir og aldnir.</p> <p style="text-align: justify;">Það er svo sannarlega ástæða til að fagna merkum tímamótum. Sjómannadagsráð stendur á áttræðu, þessi stórmerkilegu samtök sem eiga sér stað í hjörtum svo margra landsmanna og eru í raun mikilvægur þráður í sögu þjóðarinnar – og verstöðvarinnar Íslands eins og eitt sinn var sagt.</p> <p style="text-align: justify;">Sjómannadagskráð var stofnað 25. nóvember árið 1937 og hefur frá árinu 1938 annast hátíðahöld Sjómannadagsins í Reykjavík. Árið 1939 ákvað ráðið að beita sér fyrir byggingu dvalarheimilis fyrir aldraðra sjómenn – það sem við þekkjum undir skammstöfuninni DAS, en happdrættið með því nafni sem við þekkjum öll var svo stofnað til fjáröflunar árið 1954. Þar spilar fólk til að vinna og ef við teljum alla þá sem dvalið hafa síðustu æviárin á heimilum Sjómannadagskráðs meðal vinningshafa, þá eru þeir orðnir býsna margir.</p> <p style="text-align: justify;">Góðir gestir.</p> <p style="text-align: justify;">Sem þjóð berum við saman ábyrgð á að búa þannig í haginn að aldraðir fái notið stuðnings og þjónustu eftir því sem aðstæður þeirra og heilsa krefst og þar skiptir máli að velferðarkerfið sé vel í stakk búið til að mæta ólíkum þörfum fólks og sem mest á einstaklingsgrundvelli.</p> <p style="text-align: justify;">Lífsgæði aldraðra er umfjöllunarefni þessarar áhugaverðu og glæsilegu ráðstefnu.</p> <p style="text-align: justify;">Ég vil þakka Sjómannadagsráði fyrir að efna til ráðstefnunnar og gera þannig hin merku tímamót að vettvangi faglegrar og mikilvægrar umræðu. Erindin á dagskránni hér á eftir eru hvert öðru áhugaverðara, ekki síst finnst mér spennandi umræðan um mat aldraðra á heilsu sinni og á lífsgæðum.</p> <p style="text-align: justify;">Í embætti heilbrigðisráðherra hef ég lagt áherslu á að halda áfram uppbyggingu þjónustu við aldraða, bæði þjónustu sem veitt er inni á stofnunum en ekki síður þjónustu sem veitt er utan stofnana, á vettvangi heilsugæslu og heimaþjónustu. </p> <p style="text-align: justify;">Með forvörnum og heilsueflingu aukast tækifærin til að njóta lífsgæða og góðrar heilsu fram á efri ár og það styður möguleika fólks til þess að búa lengur heima. Þetta eru mikilvæg markmið en á sama tíma þarf að tryggja aðgang að þjónustu eins og þörf er fyrir hverju sinni. </p> <p style="text-align: justify;">Mikilvægt er að efla enn frekar þjónustu hjúkrunarheimila og ekki síður að halda áfram að efla heilsugæslu aldraðra, heimahjúkrun og heimaþjónustu ásamt því að tryggja aðgang að dagdvöl. Góð samvinna og samfella í þjónustunni er lykilorð og gerir okkur kleift að gera enn betur og að nýta sem best þau úrræði sem eru til staðar.</p> <p style="text-align: justify;">Það er svolítið skemmtilegt að rifja það upp að eitt fyrsta opinbera verk mitt sem heilbrigðisráðherra var að flytja ávarp við opnun nýrrar hjúkrunardeildar við hjúkrunarheimilið Lund á Hellu, en það var í lok janúar á þessu ári. Með opnun deildarinnar heyra tvíbýli fyrir aldraða á Lundi sögunni til og jafnframt hefur verið sköpuð vönduð aðstaða fyrir heilabilaða íbúa heimilisins.</p> <p style="text-align: justify;">Til minna síðustu embættisverka sem heilbrigðisráðherra teljast einnig verkefni sem varða úrbætur í öldrunarþjónustu. Þann 17. október síðastliðinn kynnti ég nýja áætlun um uppbyggingu hjúkrunarrýma til ársins 2022. Þar þótti mér sérstaklega ánægjulegt að geta greint frá byggingu 155 hjúkrunarrýma til viðbótar þeim 313 rýmum sem þegar eru á framkvæmdastigi samkvæmt eldri framkvæmdaáætlun. </p> <p style="text-align: justify;">Nú liggur því fyrir að alls verða byggð eða endurgerð tæplega 470 hjúkrunarrými til ársins 2022, ýmist til fjölgunar rýma eða til að bæta aðbúnað. </p> <p style="text-align: justify;">Og þar sem ég nefndi áðan eitt mitt fyrsta embættisverk sem var opnun hjúkrunardeildarinnar við Lund á Hellu, þá er rétt að ég haldi mig við Suðurland og segi frá því að meðal síðustu verka minna var að vera þátttakandi í kynningu á niðurstöðum hönnunarsamkeppni um nýtt hjúkrunarheimili sem rísa mun á bökkum Ölfusár við Selfoss. </p> <p style="text-align: justify;">Við sama tækifæri glöddust Sunnlendingar yfir formlegri ákvörðun sem heimilar stækkun nýja hjúkrunarheimilisins um 10 rými umfram það sem upphaflega var ráðgert. Þörfin fyrir þessa aukningu var brýn og óumdeild og því einkar ánægjulegt að geta orðið við þessari ósk Sunnlendinga um stækkun heimilisins.</p> <p style="text-align: justify;">Fjölgun hjúkrunarrýma og endurbætur á eldri heimilum með bættan aðbúnað að markmiði er stórt mál og mikilvægt. En það er ekki síður mikilvægt að auka og efla þjónustu við aldraða sem gerir þeim kleift að búa sem lengst á eigin heimili við góðar aðstæður. </p> <p style="text-align: justify;">Því var það einkar ánægjulegt að geta ráðstafað 250 milljónum króna af safnlið heilsugæslustöðva til að efla heimahjúkrun og heimaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu, líkt og ég tilkynnti þann 26. október síðastliðinn. </p> <p style="text-align: justify;">Miðað er við að fjölga heilbrigðisstéttum sem koma að þjónustunni og verður auknum fjármunum varið til að ráða sjúkraþjálfara, iðjuþjálfa og aðrar heilbrigðisstéttir til að efla getu fólks og færni. </p> <p style="text-align: justify;">Fólk vill búa heima ef það mögulega getur og góð þjónusta við fólk í heimahúsum sem dregur úr þörf þess fyrir sjúkrahúsþjónustu eða varanlega dvöl á hjúkrunarheimili er ómetanleg fyrir þá sem eiga í hlut. Ráðstöfun fjármuna sem stuðlar að þessu er því bæði réttmæt og skynsamleg.</p> <p style="text-align: justify;">Fyrir skömmu kom út ný skýrsla OECD sem gefin er út árlega og heitir <em>Health at a Glance</em>, þar sem tíundaðir eru ýmsir þættir sem lúta að heilbrigðismálum aðildarríkja OECD, bæði varðandi heilsufar íbúanna og heilbrigðisþjónustu. Það er áhugavert að skoða þær tölur sem þar koma fram – og verulega gott að sjá hvað Ísland kemur þar vel út í mörgum efnum.</p> <p style="text-align: justify;">Þessi niðurstaða er í takt við grein sem birt í læknatímaritinu Lancet fyrr á árinu þar staða íslenskrar heilbrigðisþjónustu fær mjög góða einkunn í samanburði við önnur lönd.</p> <p style="text-align: justify;">Í skýrslu OECD kemur fram að þrír af hverjum fjórum fullorðinna á Íslandi, eða 76% töldu sig við góða eða mjög góða heilsu þegar um það var spurt árið 2015, samanborið við 68% fullorðinna í OECD löndunum að meðaltali. Lífslíkur karla hér eru 81,2 ár og erum við þar í efsta sætinu, en lífslíkur kvenna eru 83,8 ár sem skipar okkur í 15. sæti ríkjanna. </p> <p style="text-align: justify;">Þetta er góð niðurstaða og ef við horfum til þeirra áhrifaþátta heilsu sem stuðlað hafa að aukinni meðalævilengd á liðnum árum, er ekki óvarlegt að ætla að öldruðum við góða heilsu haldi áfram að fjölga hér á landi. </p> <p style="text-align: justify;">Hér er mikilvægt að standa vörð um góðan árangur, halda áfram að gera betur og huga að öllum þáttum sem hafa áhrif á heilsu og lífsgæði á efri árum.</p> <p style="text-align: justify;">Ánægjulegt er að forvarnir og heilsuefling aldraðra hefur fengið aukið vægi undanfarin ár, til dæmis á vettvangi sveitarfélaga og í tengslum við verkefnin um heilsueflandi samfélög.</p> <p style="text-align: justify;">Góðir gestir, um allt þetta og margt fleira gefst okkur kostur á að fræðast um á þessari ráðstefnu hér í dag svo ég ætla ekki að hafa orð mín fleiri, en óska ykkur öllum góðra stunda og afmælisbarninu, Sjómannadagsráði, óska ég gæfu og gjörvileika.</p>

2017-10-24 13:38:0024. október 2017Kynning á niðurstöðum dómnefndar í hönnunarsamkeppni um nýtt hjúkrunarheimili í Árborg

<p style="text-align: justify;"><strong>Ávarp Óttars Proppé heilbrigðisráðherra</strong><strong>&nbsp;</strong></p> <p style="text-align: justify;">Ágætu íbúar Árborgar, þátttakendur hönnunarsamkeppninar og aðrir góðir gestir</p> <p style="text-align: justify;">Mér er það sönn ánægja að vera með ykkur hér í dag, að fagna þessum tímamótum og taka þátt í að ýta úr vör svo mikilvægu verkefni sem undirbúningur og bygging nýs hjúkrunarheimilis er. </p> <p style="text-align: justify;">Aðdragandi þess að við erum hér á þessum tímamótum hefur einkennst af ríkum vilja margra og miklum metnaði til að búa sem best að því fólki sem þarf á langvarandi hjúkrun og umönnun að halda. </p> <p style="text-align: justify;">Í byrjun árs 2016 var kynnt framkvæmdaáætlun um byggingu hjúkrunarrýma. Þar var áætlun um að byggja 50 ný hjúkrunarrými á Árborgarsvæðinu. Myndu þau rými að hluta til leysa af hólmi eldri rými á svæðinu en 15 rýmanna áttu að vera hrein viðbót.&nbsp; Á haustdögum 2016 var undirritað samkomulag milli ríkisins og Sveitarfélagsins Árborgar um byggingu 50 rýma hjúkrunarheimilis og kostnaðarskiptingu þeirra á milli á verkinu (ríkið 84% og Árborg 16%). &nbsp;Hjúkrunarheimilið verður reist á lóð Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. </p> <p style="text-align: justify;">Undanfarna mánuði hafa forsvarsmenn, sveitarfélög og fleiri&nbsp; hér á Suðurlandi sótt mjög fast að hjúkrunarheimilið yrði stærra en þessi 50 rými sem hafði verið samið um. Ný fjármálaáætlun til næstu fimm ára sem Alþingi samþykkti skapaði svigrúm til aukinnar uppbyggingar hjúkrunarrýma. Vegna þess fjárhagslega svigrúms sem skapaðist og mat á því hvar þörfin er mest liggur nú fyrir ný áætlun þar sem gert er ráð fyrir að hjúkrunarrýmum í Árborg verði fjölgað um 10 rými til viðbótar þannig að nýja hjúkrunarheimilið geti verið alls 60 hjúkrunarrými í stað 50. </p> <p style="text-align: justify;">Ágætu gestir</p> <p style="text-align: justify;">Eins og ég sagði þá hafa margir lagt hér hönd á plóg af miklum metnaði – og við eigum líka að sýna metnað til að búa vel að öldurðum í okkar samfélagi. </p> <p style="text-align: justify;">Hjúkrunarheimilið sem hér mun rísa byggist á nútímahugmyndafræði um það hvernig slík heimili verði sem best úr garði gerð til að mæta þörfum íbúa og starfsmanna. Miðað við þann metnað sem einkennt hefur undirbúninginn verður mjög gaman að fylgjast með byggingunni rísa og sjá hvaða áhrif hún kemur til með að hafa inn í framtíðina á aðrar slíkar byggingar sem síðar munu rísa.</p> <p style="text-align: justify;">Að þessu sögðu get ég ekki annað en nefnt það að sú uppbygging sem hér mun eiga sér stað - bæði til að bæta aðbúnað og fjölga hjúkrunarrýmum á svæðinu - er í samræmi við þær áherslur sem ég sem heilbrigðisráðherra hef unnið eftir. Aukinn þungi hefur verið settur á uppbyggingu öldrunarþjónustu með sérstakri áherslu á heimaþjónustu og hjúkrunarheimili, fjölgun dagdvalarrýma og styttri bið eftir þjónustu. Þessi áhersla birtist einnig í fjármálaáætlun til næstu fimm ára – enda mikilvægt að uppbyggingin haldi áfram.&nbsp; </p> <p style="text-align: justify;">Gott fólk </p> <p style="text-align: justify;">Eins og fram hefur komið voru 17 tillögur sem kepptu í þessari hönnunarsamkeppni. Mikill fjöldi fagfólks lagði þar af mörkum til að tillögurnar væru sem bestar og til að mæta þörfum þeirra sem munu búa á nýja hjúkrunarheimilinu og skapa góðan vinnustað fyrir þá sem þar munu starfa. Ég veit að allir bíða spenntir eftir að komast yfir í salinn til að skoða tillögurnar nánar&nbsp; - ekki hvað síst vinningstillöguna.</p> <p style="text-align: justify;">Góðir gestir </p> <p style="text-align: justify;">Ég óska íbúum Áborgar og nágrennis til hamingju með þessi tímamót og hlakka til að fylgjast með nýja hjúkrunarheimili rísa og verða að veruleika sem nýtt og fallegt heimili einstaklinganna sem þar mun búa.</p> <p style="text-align: justify;"><strong>&nbsp;</strong></p>

2017-10-20 13:27:0020. október 2017Alþjóðlegur beinverndardagur og ráðstefna Beinverndar 20. október 2017

<span></span> <p style="text-align: left;"><span><strong>Ávarp heilbrigðisráðherra Óttars Proppé á ráðstefnu Beinverndar&nbsp;</strong></span><strong>á alþjóðlegum beinverndardegi og í tilefni 20 ára afmælis félagsins 20. október kl. 13 í Blásölum á Landspítalanum í Fossvogi.</strong></p> <p style="text-align: left;">Góðir gestir.</p> <p style="text-align: left;"><span>Beinþynning hefur fylgt mannkyninu frá upphafi. Fundist hafa egypskar múmíur sem eru meira en 4000 ára gamlar með ummerki um beinþynningu, t.d. herðakistil eða kryppu. Þökk sé nýrri þekkingu á sjúkdómnum, greiningu, meðferð og forvörnum að nú er hægt að bregðast við honum.</span></p> <p style="text-align: left;"><span>Þegar fjallað er um beinvernd koma í hug einkunnarorð fv. Landlæknis Ólafs Ólafssonar en hann sagði ávallt að betra væri heilt en vel gróið en það er einmitt kjarni beinverndarstarfsins.</span></p> <p style="text-align: left;"><span>Beinþynning er þögull sjúkdómur því hann er oft einkennalaus þar til bein brotnar en beinbrotin eru afleiðing beinþynningar. Það er ekki svo ýkja langt síðan að beinþynning var viðurkennd sem sjúkdómur en það var árið1984. Á áratugunum á undan jókst læknisfræðileg þekking og nákvæmari greiningartæki voru fundin upp.</span></p> <p style="text-align: left;"><span>Beinþynning er alvarlegur langvinnur sjúkdómur og mjög útbreiddur, milljónir manna um allan heim eru haldnir honum.</span></p> <p style="text-align: left;"><span>Talið er að fyrir fimmtugt sé þriðja hver kona og áttundi hver karl í hættu á að fá beinþynningu en eftir fimmtugt eykst áhættan til muna og þá er talað um að önnur hver kona og fimmti hver karl séu í áhættu.</span></p> <p style="text-align: left;"><span>Það gefur auga leið að mikilvægt er að auka vitund almennings, heilbrigðsstarfsfólks og heilbrigðisyfirvalda um sjúkdóminn. Landsamtökin Beinvernd hafa sinnt því verkefni í tuttugu ár. En það verður að halda vel á málum til að draga úr áhættu á sjúkdómnum og afleiðingum hans.</span></p> <p style="text-align: left;"><span>Fræðsla um áhættuþætti beinþynningar er fyrsta skrefið. Þjálfun heilbrigðisstarfsfólks sem sinnir þeim sem greinst hafa með beinþynningu og beinbrotnað af hennar völdum er einnig mikilvægt skref.</span></p> <p style="text-align: left;"><span>Verkefnið GRÍPUM BROTIN sem nú er farið af stað á Landspítalanum er þáttur í því og að bæta verkferla og eftirfylgd. Einnig skipir málið að aðgengi að beinþéttnimælingum sé gott fyrir alla landsmenn. Nú eru beinþéttnimælar, svokallaðir DEXA mælar, á Landspítalanum á Hringbraut og á sjúkrahúsinu á Akureyri.</span></p> <p style="text-align: left;"><span>Þáttur heilsugæslunnar er mikilvægur og vægi hennar mun í framtíðinni aukast því hún á að vera fyrsti viðkomustaður þegar leitað er lækninga.</span></p> <p style="text-align: left;"><span>Sem betur fer er hægt að greina beinþynningu og meðhöndla. Beinþéttnilyf draga sannanlega úr líkum á endurteknum beinbrotum auk þess sem líkamleg hreyfing og góð næring, sem felur í sér nægjanlegt kalk og D-vítamín eru lykilþættir í forvörnum gegn beinþynningu.</span></p> <p style="text-align: left;"><span>Landsamtökin Beinvernd gegna mikilvægu hlutverki til að efla beinvernd hér á landi og samtökin hafa tekið vikan þátt í alþjóðlegu samstarfi og fengið viðurkenningu frá alþjóða beinverndarsamtökunum IOF (International Osteoporosis Foundation) fyrir framsækið beinverndarstarf. Í tilefni 20 ára afmælis samtakanna færi ég þeim bestu hamingjuóskir og óska Beinvernd áframhaldandi velfarnaðar í mikilvægum verkefnum.</span></p>

2017-10-19 13:36:0019. október 2017Fundur Læknafélags Íslands

<p style="text-align: left;"><strong><span>Ávarp Óttars Proppé heilbrigðisráðherra</span></strong></p> <p><span>Sæl verið þið öll, félagar í Læknafélagi Íslands og takk fyrir að bjóða mér til fundar með ykkur.</span></p> <p><span>Það er lýðum ljóst að kosningar eru eftir nokkra daga og landslagið í pólitíkinni virðist hafa tekið umtalsverðum breytingum frá því að síðast var kosið til Alþingis, fyrir réttu ári.</span></p> <p><span>Þessi staðreynd hefur óhjákvæmilega áhrif á stöðu mína hér í dag, &nbsp;að ræða það sem ég vildi gera í heilbrigðismálum á komandi misserum – eins og ég hefði auðvitað helst kosið. En það sem ég get rætt, er annars vegar almennt um stöðuna í heilbrigðismálum eins og hún er í dag. Hins vegar get ég rætt um hvaða áherslur ég tel mikilvægastar í ljósi þeirrar innsýnar sem ég hef öðlast í starfi á liðnu ári og hvaða verkefni mér finnst að setja eigi í forgang.</span></p> <p><span>Fyrst af öllu vil ég minna bæði ykkur og sjálfan mig á að þrátt fyrir langvarandi og þunga umræðu um erfiða stöðu heilbrigðiskerfisins, þá eru einnig stór mál og jákvæð sem vert er að muna eftir og meta að verðleikum.</span></p> <p><span>Eitt mesta framfaraskref í íslenskri heilbrigðisþjónustu er <strong>bygging Nýs Landspítala</strong> sem hefst nú seinni hluta árs 2018 þegar hafist verður handa við byggingu meðferðarkjarna við Hringbraut. </span></p> <p><span>Með nýju sjúkrahúsi rætist sá draumur að sjúklingum og starfsfólki Landspítala verði búnar góðar aðstæður sem skapa enn betri grunn fyrir góða þjónustu og tækifæri fyrir starfsfólk að njóta sín í starfi á áhugaverðum vinnustað og öflugri vísindastofnun. </span></p> <p><strong><span>Átak til að stytta biðlista, sem hófst árið 2016, heldur áfram</span></strong><span> og ég treysti því að áfram verði haldið að styrkja innviði stofnana með áherslu á skilvirkari þjónustu þar sem sjúklingarnir eru í forgangi. </span></p> <p><span>Ég hef í starfi reynt að ýta markvisst undir aukna samvinnu heilbrigðisstofnana. Stjórnendur og starfsfólk hefur ríkan vilja til aukins samstarfs og það eru fyrir&nbsp; hendi tækifæri í því skyni, t.d. með því að efla miðlun þekkingar, auka stafsmannaskipti og bæta ferla og gæði þjónustunnar.</span></p> <p><span>Líkt og forveri minn á stóli heilbrigðisráðherra hef ég lagt áherslu <strong>á að efla heilsugæsluna, meðal annars með því að halda áfram að fjölga nýjum faghópum heilbrigðisstétta í framlínu þjónustunnar</strong>. Vel hefur gengið að bæta geðheilbrigðisþjónustu við börn með fjölgun sálfræðinga í heilsugæslu um land allt. &nbsp;<strong>Næsti áfangi er að bæta sálfræðiþjónustu við fullorðna</strong> og þar verður bætt verulega í á næstu misserum samkvæmt geðheilbrigðisáætlun og fjármálaáætlun. </span></p> <p><strong><span>Heilsugæslan á að vera fyrsti viðkomustaður sjúklinga. Sterkar vísbendingar eru um að þjónustan hafi styrkst í kjölfar nýs reiknilíkans og í kjölfar síðustu samninga við lækna. </span></strong><span>Læknisviðtölum og viðtölum við hjúkrunarfræðinga hefur fjölgað á milli ára. Fjölgun<strong> </strong>sálfræðinga á heilsugæslustöðvum um land allt hefur skilað árangri og almennri ánægju meðal fagfólks og skjólstæðinga. Stefnt er að því að fjölga geðheilsuteymum og frekari teymisvinna innleidd með aukinni áherslu á forvarnir og heildræna þjónustu á fleiri heilsugæslustöðvum.</span></p> <p><span>Til að bæta enn frekar þjónustu heilsugæslunnar liggur fyrir í fjármálaáætlun <strong>að fjölga næringarfræðingum og sjúkraþjálfurum</strong> til þess að mæta þörfum einstaklinga t.d. vegna lífsstílsvanda eða stoðkerfisvanda. Fyrsti áfanginn hér er þróunarverkefni um þjónustu næringarfræðinga á nokkrum heilsugæslustöðvum. </span></p> <p><span>Enn einn liður til að bæta upplýsingar og aðgengi að þjónusu heilsugæslunnar er ný gagnvirk heimasíða </span><a href="http://www.heilsuvera.is/"><span>www.heilsuvera.is</span></a><span> með upplýsingum um ýmis heilbrigðismál og ráðgjöf um þjónustuna sem í boði er. Síðan er síkvik og í stöðugri þróun og mun bæta verulega upplýsingaflæði til einstaklinga og ráðgjöf um kerfið sem mikið hefur verið kallað eftir undanfarið.</span></p> <p><span>Víða innan heilbrigðisþjónustunnar hér á landi, líkt og í nágrannalöndum, er hröð þróun <strong>fjarheilbrigðisþjónustu.</strong> Mörg verkefni á þessu sviði eru nú þegar hluti af heilbrigðisþjónustinni og í nýrri fjármálaáætlun eru áform um enn frekari þróun á þessu sviði. Það er mjög ánægjulegt að fylgjast með áhuga fagfólks og merkilegu frumkvæði lækna og hjúkrunarfræðinga t.d. um fjarheilbrigðisþjónustu á Suðurlandi.</span></p> <p><span>Ráðherrann sem hér stendur hefur lagt mikla áherslu <strong>á geðheilbrigðismál</strong>. Styrking geðheilbrigðisþjónustu við börn á Landspítala og fjölgun sálfræðinga á heilsugæslu eru mikilvægir þættir í að auka aðgengi sjúklinga að viðeigandi geðheilbrigðisþjónustu. Mikilvægur grunnur að þróun geðheilbrigðisþjónustu næstu árin er ný geðheilbrigðisáætlun. Það er ánægjulegt að vel gengur að fylgja áætluninni og brýnt að halda áfram að hrinda í framkvæmd áföngum áætlunarinnar</span><span>.</span></p> <p><strong><span>Þjónusta við aldraðra</span></strong><span> er þungamiðjan heilbrigðisþjónustunnar og mörg brýn verkefni framundan. Samvinna, samráð og sameiginleg ábyrgð allra sem koma að þjónustu við aldraða er lykilatriði til að tryggja öldruðum viðeigandi þjónustu á hverjum tíma. </span></p> <p><span>Nú liggur fyrir <strong><span>ný áætlun heilbrigðisráðherra um byggingu 155 hjúkrunarrýma til ársins 2022 til viðbótar þeim 313 rýmum sem þegar eru á framkvæmdastigi</span></strong> samkvæmt eldri framkvæmdaáætlun. Alls munu því verða byggð eða endurgerð 468 hjúkrunarrými á tímabilinu ýmist til fjölgunar rýma eða til að bæta aðbúnað.</span></p> <p><span>Með innleiðingu <strong>nýs greiðsluþátttökukerfis</strong> <strong>fyrir</strong> <strong>heilbrigðisþjónustu </strong>var stigið stórt framfaraskref í íslenskri heilbrigðisþjónustu. Áður var búið að gera sambærilega kerfisbreytingu til að setja skorður við lyfjakostnaði fólks. Þak á heilbrigðisútgjöld fólks er mikilvægt réttlætismál en mikilvægt er að halda áfram með þróun kerfisins og lækka greiðsluþátttöku vegna heilbrigðisþjónustu. </span></p> <p><span>Eitt meginverkefnið nú til að styrkja heilbrigðisþjónustuna er að setja fram <strong>heildstæða stefnu í heilbrigðismálum</strong>. Á vettvangi velferðarráðuneytisins er unnið að mótun slíkrar stefnu og byggt á vinnu undangenginna ára.</span></p> <p><span>Áfangar vinnunnar eru tveir, annars vegar að móta framtíðarsýn og hins vegar að gera framkvæmdaáætlun. Í vinnunni hefur verið lögð </span><span>áhersla </span><span>á forvarnir, lýðheilsu og heilsueflingu á sem flestum sviðum samfélagsins </span><span>og svo skipulag og framkvæmd heilbrigðisþjónustu. </span></p> <p><span>Við erum öll meðvituð um mikilvægi góðs starfsumhverfis í heilbrigðisþjónustunni og jafnframt fullnægjandi mönnunar til að tryggja öryggi og gæði þjónustunnar. Í þessu sambandi hef ég lagt áherslu á samvinnu og teymisvinnu á öllum sviðum heilbrigðisþjónustunnar og að fyrir liggi mannaflaspá á hverjum tíma. </span></p> <p><span>Í gerð stefnu um heilbrigðismál er miðað við heildræna nálgun miðað við 1) vellíðan þjóðar, 2) mannauð heilbrigðisþjónustunnar og 3) samþætta og skilvirka þjónustu þar sem hlutverk mismunandi þjónustuaðila í heilbrigðisþjónustunni er skýrt. </span></p> <p><span>Í því sambandi hefur meðal annars verið skipaður starfshópur sem samanstendur af forstjórum sjúkrahúsanna, heilbrigðisstofnanna og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hópnum hefur verið falið að greina þá sérgreinalæknaþjónustu sem þegar er veitt á heilbrigðisstofnununum, á hvaða formi þjónustan er veitt og hvernig samstarfi stofnananna er háttað. </span></p> <p><span>Markmiðið er að tryggja aðgengi sjúklinga að sérgreinalæknaþjónustu á viðeigandi þjónustustigi. Verkefnið er jafnframt liður í undirbúningi að nýjum samningum við sérgreinalækna, en núgildandi samningur rennur út í árslok 2018. Flestir hér þekkja þau vandkvæði sem upp hafa komið í tengslum við gildandi samning. Mikilvægt er að vanda til verka við næstu samningsgerð til að lenda ekki aftur í þeirri stöðu sem nú er komin upp.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Íslendingar búa við góða heilsu og langlífi. Það bendir til að heilbrigðisþjónustan hér skili góðu verki og flestir sem þurfa á heilbrigðisþjónustunni að halda eru ánægðir. Áskoranir innan þjónustunnar eru margar en með áframhaldandi góðri samvinnu finnum við leiðir til að leysa þau vandamál. </span></p> <p><span>Markmiðið hlýtur alltaf að vera að veita<strong> </strong>notendum heilbrigðisþjónustunnar<strong> </strong><strong>heildstæða, skilvirka og örugga þjónustu</strong> á viðeigandi þjónustustigi miðað við þarfir hvers og eins og að fjármunum sem varið er til heilbrigðisþjónustu sé varið skynsamlega og að þeir nýtist sem allra best.</span></p> <p><span>Um þetta hljótum við öll að vera sammála.</span></p> <p><span>Takk fyrir.</span></p>

2017-10-17 13:35:0017. október 2017Ráðstefna Geðhjálpar: Börnin okkar

Ávarp Óttars Proppé heilbrigðisráðherra<br /> <br /> Komiði sæl öll sömul og velkomin til þessarar ráðstefnu um Börnin okkar sem Geðhjálp ákvað að efna til – og sem ég er svo lánsamur að fá að opna með nokkrum orðum.<br /> <br /> Fyrst af öllu vil ég þakka Geðhjálp fyrir frumkvæðið að því að halda þessa ráðstefnu um geðheilbrigðisþjónustu þar sem börn og ungmenni eru í brennidepli. <br /> <br /> Dagskráin framundan er fjölbreytt og snertir á mjög mörgum þeirra þátta sem skipta miklu um velferð barna í uppvextinum og hvernig við högum stuðningi velferðarkerfisins og þá einkum heilbrigðiskerfisins við börn og fjölskyldur þeirra á þessum árum. <br /> <br /> Þekkingu á þeim þáttum sem móta okkur allt frá barnsaldri fleygir fram, - jafnt þeim þáttum sem hafa jákvæð og uppbyggileg áhrif og þeim sem skapa áhættu og jafnvel neikvæð áhrif. <br /> <br /> Við vitum til að mynda að börn sem upplifa ofbeldi eða vanrækslu eru í meiri hættu en önnur börn að þróa með sér geðræna erfiðleika, þroskaraskanir, ýmsa sjúkdóma og eiga á hættu að þróa með sér áfengis- og vímuefnavanda. <br /> En það er líka vitað að sumir einstaklingar dafna vel þrátt fyrir erfiðleika í æsku og þar virðist seigla skipta sköpum. <br /> <br /> Þekkingu okkar fleygir fram og í ljósi hennar höfum við aldrei verið betur í stakk búin en nú til að hlúa að okkar viðkvæmustu einstaklingum, börnunum, og skapa þeim bjarta framtíð. <br /> <br /> Margt í kerfi okkar er gott og margt gerum við vel. En það er mikilvægt að við séum stöðugt reiðubúin að bæta okkur, að kerfið sé tilbúið að bregðast við málefnalegri gagnrýni og gera úrbætur þar sem þeirra er þörf. <br /> <br /> Málefni barna eru viðkvæmur málaflokkur. Þótt á hverjum tíma sé áhersla lögð á að veita börnum og fjölskyldum þeirra stuðning og aðstoð eftir þörfum, þá breytast áherslur í takt við nýja þekkingu og reynslu. <br /> <br /> Eins og staðan er í dag er óhætt að segja að við höfum orðið góða þekkingu á forvörnum og hverju góðar forvarnir geta skilað. <br /> <br /> Við vitum hve snemmtæk íhlutun skiptir miklu máli, þ.e. að greina vanda skjótt og grípa inní aðstæður strax og vandinn er ljós..<br /> <br /> Við eigum gagnreyndar leiðir til að efla seiglu barna í áhættuhópum, við höfum raunprófaðar leiðir til þess að styðja við foreldra og efla færni þeirra sem uppalanda. <br /> <br /> Það er mikilvægt að greina þörf foreldra fyrir stuðning og veita viðeigandi ráðgjöf, jafnvel snemma á meðgöngu<br /> <br /> Mikilvægur grunnur að þróun geðheilbrigðisþjónustu næstu árin er ný geðheilbrigðisáætlun. Það er ánægjulegt að vel gengur að fylgja áætluninni og brýnt að halda áfram að hrinda í framkvæmd áföngum áætlunarinnar.<br /> <br /> Það er líka mikilvægt að skýra enn betur hlutverk hinna ýmsu aðila sem koma að geðheilbrigðisþjónustu barna. T.d. þarf að skýra enn betur sérstök hlutverk t.d. heilsugæslunnar, sjúkrahúsanna og meðferðaraðila sem starfa utan stofnana. <br /> <br /> Hér þarf að marka betur heildarstefnu, skýra betur hlutverk hvers aðila og setja vörður um samstarf allra aðila. Á vegum Velferðarráðuneytisins hefur verið undanfarna mánuði verið unnið að heildarstefnu í heilbrigðismálum.<br /> <br /> Góðir gestir.<br /> Ég þreytist ekki á því að ræða mikilvægi þess að efla heilsugæsluna sem fyrsta viðkomustað í heilbrigðiskerfinu og gera hana betur í stakk búna til þess að mæta margvíslegum þörfum notenda, meðal annars á sviði geðheilbrigðisþjónustu. <br /> <br /> Sú áhersla rímar við þá þekkingu sem ég nefndi áðan og færir sterk rök fyrir því að efla forvarnir og snemmtæka íhlutun. <br /> <br /> Ég hef lagt áherslu á að efla heilsugæsluna meðal annars með því að halda áfram að fjölga nýjum faghópum heilbrigðisstétta í framlínu þjónustunnar. <br /> <br /> Það hefur gengið vel að bæta geðheilbrigðisþjónustu við börn með fjölgun sálfræðinga í heilsugæslu um land allt. <br /> Næsti áfangi er að bæta sálfræðiþjónustu við fullorðna og þar verður bætt verulega í á næstu misserum samkvæmt geðheilbrigðisáætlun og fjármálaáætlun.<br /> Heilsugæslustöðvar hérlendis voru fyrst settar á um miðjan níunda áratuginn og fylgdu alþjóðlegri þróun um aukna áherslu á forvarnir, heilsugæslu og eflingu lýðheilsu. <br /> <br /> Ég hef lagt áherslu á að fylgja þessari þróun eftir með enn þá meiri áherslu á heildræna nálgun, þjónustu sem veitt er af þverfaglegu teymi, með því að nýta mun betur rafræna upplýsingamiðlun og margs konar möguleika fjarheilbrigðisþjónustu.<br /> <br /> Með aukinni áherslu á rafræn samskipti og nýtingu tækni til meðferðar og upplýsingamiðlunar má til dæmis bæta aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu í gegnum samskipti á vefnum og ráðgjöf til einstaklinga í heimahúsi. <br /> <br /> Mörg verkefni á þessu sviði eru nú þegar hluti af heilbrigðisþjónustunni og í nýrri fjármálaáætlun eru áform um enn frekari þróun á þessu sviði sem bætir gæði þjónustunnar og eflir möguleika einstaklinganna til heilsueflingar og bættra lífsgæða.<br /> Góðir gestir.<br /> Þegar við ræðum um geðheilbrigðisþjónustu við börn og ungmenni á Íslandi getum við ekki aðskilið þá umfjöllun mikilvægi þess að styðja við fjölskylduna í heild. <br /> <br /> Við vitum að góð foreldrafærni er lykilatriði varðandi velgengi barna í lífinu. Með því að nota gagnreyndar aðferðir til að styðja við fjölskylduna aukum við líkurnar á því að barnið dafni vel. <br /> <br /> Ég ítreka þakkir mínar til Geðhjálpar fyrir að efna til þessarar myndarlegu ráðstefnu um mikilvægt málefni og veit að umræðan í dag verður gott innlegg í þróun geðheilbrigðisþjónustunnar hér á landi.<br /> <br /> Takk fyrir.

2017-10-12 13:23:0012. október 2017Matvæladagurinn 2017: Næring og heilsa á Íslandi - rannsóknir og samfélag

<span></span> <p><span>Ágætu gestir,</span></p> <p><span>Það er mér sönn ánægja að vera hér með ykkur í dag á ráðstefnu Matvæla- og næringarfræðifélags Íslands, sem ber yfirskriftina: Næring og heilsa á Íslandi – rannsóknir og samfélag, þar sem ræða á viðfangsefni sem ég tel bæði mikilvægt og þarft. </span></p> <p><span>Ég fyllist bjartsýni við að sjá hópinn sem stendur fyrir þessari ráðstefnu sem hefur með fagmennsku og metnaði unnið að dagskrá ráðstefnunnar. </span></p> <p><span>Dagskráin er bæði fjölbreytt og endurspeglar það mikla rannsóknarstarf og heilsueflingu sem hefur verið í gangi á þessum vettvangi. Ég tel mikilvægt að nýta þá miklu þekkingu sem býr - bæði í þeim einstaklingum sem hér munu tala en einnig í þeim sem hér í salnum sitja og hafa áhuga og láta sér málið varða. </span></p> <p><span>Næring og heilsa eru óaðskiljanleg og samofin hugtök. &nbsp;Margir þættir hafa áhrif á heilsu okkar en tíminn leiðir ætíð betur og betur í ljós hve mikilvægur þáttur heilsusamleg næring er fyrir okkar heilsu, bæði líkamlega og andlega. </span></p> <p><span>Það er ánægjulegt að sjá að næring í tengslum við geðheilbrigði er hér á dagskrá, en geðheilbrigðismál hafa verið eitt af mínum áherslumálum og fellur vel að auknum áherslum á þátt næringarráðgjafar, t.d. í heilsugæslu.</span></p> <span> <br clear="all" /> </span> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Með Ísland í fararbroddi í heiminum í notkun hinna ýmsu lyfja getur maður ekki varist hugsuninni um það hvort hægt væri að draga úr lyfjaneyslu, með bættu mataræði, aukinni hreyfingu og betri lífsstíl.</span></p> <p><strong><span>En hvernig búum við til samfélag þar sem heilsa er forgangsatriði?</span></strong><span> <strong>Hvernig vekjum við áhuga fólks fyrir næringu og mikilvægi þess að taka ábyrgð á eigin heilsu? </strong></span></p> <p><span>Ég tel að snar þáttur í þeirri vinnu sé fræðsla og með þekkingu skapist vilji og metnaður fólks til að lifa heilbrigðara lífi í þágu bættrar heilsu. Dagskráin hér í dag er liður í slíkri fræðslu og vinna þess fagfólks sem hér kemur fram mikilvægur þáttur í að byggja upp heilbrigðara samfélag.</span></p> <p><span>Embætti landlæknis er faglegur ráðgjafi stjórnvalda um næringarmál og vinnur og gefur út fræðsluefni um næringu fyrir alla aldurshópa. Embættið leggur áherslu á að stjórnvöld skapi aðstæður fyrir heilbrigða lifnaðarhætti og hefur með höndum það hlutverk að stuðla að heilbrigði landsmanna, m.a. með því&nbsp; að efla og tryggja gæði heilbrigðisþjónustu og stuðla að því að lýðheilsustarf og heilbrigðisþjónusta byggist á bestu þekkingu og reynslu á hverjum tíma. </span></p> <p><span>Eitt af þeim verkefnum sem hefur verið unnið að síðustu ár hjá Embætti landlæknis eru verkefni um heilsueflandi samfélag og vöktun á mataræði, en því verður gerð nánari skil hér í dag. </span></p> <p><span>Ráðstefna í dag er mikilvægur þáttur í að varpa ljósi á bestu þekkingu og reynslu á hverjum tíma og ber dagskráin hér í dag þess merki að hér verði rætt um mikilvægar nýjungar á sviði næringar og heilsu. </span></p> <span> <br clear="all" /> </span> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><strong><span>En með hvaða hætti er hægt að tengja þá þekkingu sem hér kemur fram í auknum mæli inn í veitingu heilbrigðisþjónustu? </span></strong></p> <p><span>Þetta tel ég afar mikilvægt mál – en það snýst með öðrum orðum um þá spurningu hvernig við getum gert heilbrigðisþjónustu hér á landi heildrænni. </span></p> <p><span>Það er sannfæring mín að heilsugæslan, sem fyrsti viðkomustaður einstaklinga í heilbrigðiskerfinu, eigi að gegna lykilhlutverki í þessu samhengi. Af þeirri ástæðu tel ég mikilvægt að sem flestar heilbrigðisstéttir veiti þjónustu sína inni á heilsugæslustöðvum. </span></p> <p><span>Nú þegar hafa verið tekin mikilvæg skref í að auka þjónustu sálfræðinga í heilsugæslunni. Samkvæmt fjármálaáætlun er jafnframt gert ráð fyrir að á heilsugæslustöðvum verði ráðnir sjúkraþjálfarar og næringarfræðingar til að mæta enn betur þörf einstaklinga fyrir ráðgjöf t.d. varðandi lífstílsvanda.</span></p> <p><span>Tillögur að undirbúningsverkefni til að styðja við uppbyggingu þjónustu næringarfræðinga í Heilsugæslunni eru nú í burðarliðnum. Vonir standa til að verkefnið geti hafist á næstu mánuðum og verði mikilvægur liður í að undirbúa innleiðingu á þjónustu næringarfræðinga í heilsugæslu sem samkvæmt fjármálaáætlun mun hefjast árið 2019.</span></p> <span> <br clear="all" /> </span> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Nýverðlaunaði Nóbelsverðlaunahafinn Richard Thaler er þekktur fyrir kenningar sínar í atferlis-hagfræði. Kenningar hans fjalla um þætti sem hafa áhrif á ákvarðanatöku, - mikilvægi þess að einfalda og auðvelda fólki rétta ákvarðanatöku. </span></p> <p><span>Þannig telur hann að hægt sé að fá fólk til að taka góðar ákvarðanir. Þetta á jafnt við um börn, ungmenni og fullorðið fólk. Þess vegna er sérstaklega mikilvægt að yfirvöld vinni ötulum höndum að því að gera fólki auðvelt fyrir í að taka heilsusamlegar ákvarðanir. </span></p> <p><span>Með aukinni fræðslu og veitingu þjónustu, kröfum um merkingar, skattlagningu og öðrum aðgerðum geta yfirvöld lagt sitt af mörkum við að aðstoða einstaklinga við að taka góðar ákvarðanir um sitt mataræði og þar af leiðandi fyrir sína heilsu og framtíð.</span></p> <p><span>Ágætu gestir – ég vil að lokum þakka aðstandendum þessarar ráðstefnu fyrir tækifæri til að taka til máls hér í dag og tel að þessi ráðstefna muni færa okkur áfram í þeirri vegferð að bæta lýðheilsu og stuðla að heilbrigði landsmanna.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p>

2017-06-14 15:35:0014. júní 2017Norrænt þing heimilislækna í Hörpu í Reykjavík

<span></span> <p><strong>Ávarp Óttars Proppé heilbrigðisráðherra</strong></p> <p>Dear Nordic General Practitioners, dear all participants in the 20th Nordic Congress of General Practice.</p> <p>I am really impressed to see how many of you have taken time to attend the congress here in Iceland.</p> <p>It shows me how dedicated you all are in building and providing strong primary health care services in your countries and local regions.</p> <p>To me there is no question about the importance of primary health care and the role of general practitioners.</p> <p>To a very great extent it builds on the crucial and strong doctor–patient relationship that has been and remains a keystone of health care.</p> <p>The doctor–patient relationship determines the quality and completeness of care and it is critical, both for the patient as well as for the general practitioner.</p> <p>Dear guests.</p> <p>Teamwork in primary health care has been strongly encouraged and highlighted during the recent decade.</p> <p>A team approach in primary care has proven benefits in achieving better outcomes, reducing health care costs, satisfying patient needs, ensuring continuity of care and increasing job satisfaction among health providers.</p> <p>In Iceland, we have had this in mind in developing and improving our primary health care system.</p> <p>For this purpose multi-disciplinary team work at the Primary Health Care Centres have been strengthened and in coming years a larger number of psychologists, physiotherapists, nutritionist and other professionals will be appointed to better meet the needs of the individuals, for example, in relation to mental and lifestyle challenges.</p> <p>To further improve the quality of our services a new quality and payment system is being introduced and is expected to improve service efficiency and access to primary care as the first contact point into the health care system.</p> <p>Two new primary health care centres will be opened in the capital area in the coming weeks.</p> <p>We are convinced that these developments will be very important for the success of General Practice and the primary health care services here in Iceland.</p> <p>Dear participants.</p> <p>I am well aware of our need to increase the number of general practitioners in Iceland, as well as in most of our neighbouring countries.</p> <p>An increased focus has been put on the training positions for specialists in general practice and we have managed to increase the number of these positions and spread them around to the different health care centres in Iceland.</p> <p>In this context the Nordic collaboration has been crucial, as most of these trainees will go abroad to finish their training there.</p> <p>I know that this collaboration and exchange of trainees has shown to be of great value to all parts.</p> <p>I will do my utmost to increase further the training posts in Iceland.</p> <p>The very strong support and enthusiasm, shown by the Icelandic general practitioners through the years, has been of highest importance in building and strengthening the general practice training through the whole medical education, from the first year of medical studies to the last year of specialist training.</p> <p>A strong proof of this dedication, which I hope I remember correctly, is that after the fifth Nordic congress of General Practice, - the first being held in Iceland with a substantial voluntary input by the colleagues, - the Icelandic Association of General Practitioners donated and financed for three years the first professor position in General Practice to the University of Iceland.</p> <p>Dear participants.</p> <p>I sincerely hope that you will have a fruitful congress, that your scientific lectures and social gatherings will empower you all in your important roles in your different settings in your countries.</p> <p>Thank you again for giving me your attention.</p>

2017-06-09 14:47:0009. júní 2017Heilsueflandi samfélag í Bláskógabyggð

<span></span> <p><strong>Ávarp Óttars Proppé heilbrigðisráðherra<br /> Undirritun samnings Bláskógabyggðar og Embættis landlæknis um heilsueflandi samfélag.</strong></p> <p>&nbsp;</p> <p>Forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson og aðrir góðir gestir.</p> <p>Það fer vel á því að hefja formlegt starf um heilsueflandi samfélag í dag þegar fimmtán ára afmæli Bláskógabyggðar er fagnað.</p> <p>Heilsueflandi samfélag felur í sér mjög áhugaverð og mikilvæg tækifæri fyrir alla.</p> <p>Það er ánægjulegt að nú slæst Bláskógabyggð í hóp þeirra þrettán sveitarfélaga sem þegar hafa undirritað samning við Embætti landlæknis um heilsueflandi samfélag, og fimm önnur sveitarfélög munu nú undirbúa undirritun.</p> <p>Meginmarkmið Heilsueflandi samfélags er í stuttu máli að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lífsháttum, heilsu og vellíðan allra.</p> <p>Jafnframt að bjóða upp á jöfn tækifæri til að móta heilbrigðan lífsstíl og gera holla valið að auðvelda valinu.</p> <p>Í því skyni spila saman efnahagslegir þættir, stjórnsýsla, öryggismál, félagslegt umhverfi, fræðsla og hvatning til heilbrigðis.</p> <p>Í Heilsuseflandi samfélagi er lögð áhersla á að heilsa og líðan allra íbúa sé höfð í fyrirrúmi í allri stefnumótun og á öllum sviðum, og í starfinu kristallast meginstoðir sem tryggja árangur í lýðheilsu.</p> <p>Árangur heilsueflandi samfélags felst í því að tengja saman alla þætti samfélagsins á markvissan hátt og stefna að sama markmiði um vellíðan allra.</p> <p>Hér er til dæmis um að ræða stefnu og starf skóla, vinnustaða, heilsugæslu, sveitarstjórna, umhverfismála og menningar.</p> <p>Mér er það sönn ánægja að vera með ykkur hér í dag, að fagna þessum tímamótum og taka þátt í að ýta úr vör svo mikilvægu verkefni sem endurspeglar vel stefnu ríkisstjórnarinnar um lýðheilsu og heilsueflingu.</p> <p>Stefna ríkisstjórnarinnar kemur skýrt fram í nýrri fjármálaáætlun til fimm ára þar sem áhersla er lögð á að efla heilsugæsluna.</p> <p>Hlutverk heilsugæslunnar verður styrkt í sambandi við forvarnir og heilsueflingu, til dæmis með því að fjölga faghópum í framlínu þjónustunnar.</p> <p>Þannig geta einstaklingar fengið betri þjónustu í sambandi við heilsueflingu og forvarnir.</p> <p>Á næstu árum verða ráðnir inn á heilsugæslustöðvar fleiri næringarfræðingar og sjúkraþjálfarar bætast í teymi sálfræðinga, lækna og hjúkrunarfræðinga.</p> <p>Styrking heilsugæslunnar og þverfagleg þjónusta á þeim vettvangi er mikilvæg stoð heilsueflandi samfélags og liður í því að draga úr ójöfnuði og styrkja almennt vellíðan allra.</p> <p>Þverfagleg þjónusta, til dæmis í sambandi við lífsstíl, getur dregið úr tíðni og afleiðingum langvinnra sjúkdóma með margvíslegu forvarnar- og heilsueflingarstarfi.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Góðir gestir.</p> <p>Alls búa nú um 74% landsmanna í sveitarfélögum sem taka þátt í verkefninu um heilsueflandi samfélög.</p> <p>Það er óhætt að segja að hér hafi náðst góður árangur og markið er sett enn hærra og vonandi verða öll sveitarfélög heilsueflandi sveitarfélög innan fárra ára.</p> <p>Samfélög velja sér ólíkar leiðir til heilsueflingar og áherslurnar mótast af aðstæðum, þörfum og áhuga á hverjum stað.</p> <p>Það er ánægjulegt til þess að vita að í Bláskógabyggð er þegar búið að leggja drög að stefnumótun og setningu markmiða í anda heilsueflingar og framundan eru því mikilvæg skref þar sem starfið verður mótað að þörfum og áherslum hér.</p> <p>Það verður sérstaklega áhugavert að fylgjast með hvernig fram vindur og sjá verkefnin þróast og blómstra með samstöðu og tengingu marga þátta samfélagsins.</p> <p>Ég þakka fyrir að fá tækifæri til að vera með ykkur hér í dag og óska íbúum Bláskógarbyggðar til hamingju með að vera nú formlegir þátttakendur í heilsueflandi samfélagi.</p> <p>Megi gæfan fylgja ykkur.</p>

2017-05-24 14:46:0024. maí 2017Ávarp heilbrigðisráðherra á 70. þingi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar

<span></span> <h2 id="ART:Subtitle" prompt="Subtitle" collection="Article" maxlength="255">Building Better Systems for Health in the Age of Sustainable Development</h2> <span> <div id="ART:Article" prompt="Article" collection="Article" entrytype="html"> <p><strong>Statement by H.E. Mr. Óttarr Proppé Minister of Health<br /> 70<span>th</span>&nbsp;World Health Assembly&nbsp;<br /> May 2017</strong></p> <p><em><strong>Theme of discussion: "Building Better Systems for Health in the Age of Sustainable Development“</strong></em></p> <p>Mr. President, Director-General, Excellencies, Ladies and Gentlemen.</p> <p>I am honored to participate in this assembly for the first time as minister of health in Iceland.</p> <p>Since I took office, four months ago, I have realized the importance of WHO and its guidance for health and well-being in countries.</p> <p>The 2030 Agenda for Sustainable Development is a very ambitious one. We see the Agenda as supportive of the “Whole-of-Government” and the “Whole-of-Society” approach in promoting and protecting health, - as the agenda emphasizes engagement and cooperation of governance in all policy arenas and all sectors.</p> <p>Mr. President.</p> <p>The Agenda for Sustainable Development gives us therefore an incentive and an opportunity to build better systems for health and well-being.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Mr. President.</p> <p>The mission statement of the new government in Iceland emphasizes the need of health care strategy with focus on equal access, efficient and safe health care delivery and a vision of “Health in All Policies”.</p> <p>For this purpose the role and responsibility of different health care providers will be better defined and the collaboration between parties will be evaluated and refined.</p> <p>In Iceland we have, during the last years, emphasized on improving our primary health care system.</p> <p>A new quality and payment system is being introduced and is expected to improve quality as well as access to primary care as the first contact point into the health care system.</p> <p>To further improve service quality, multidisciplinary team work, of the Primary Health Care Centers, will be strengthened by larger numbers of psychologists, physiotherapists, nutritionist and other professionals to better meet the needs of the individuals, for example, in relation to mental and lifestyle challenges.</p> <p>In Iceland, as in other countries, special focus on mental health and the elderly is important at all levels. This is important, in particular, at the primary level where prevention plays a crucial role as well as the support of self-care and independent living.</p> <p>Furthermore, increased emphasis is on e-health to enhance both access to care and the quality of care provided. Here, the focus is on strengthening e-health in district areas and on supporting mental health care services by using e-health.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Mr. President.</p> <p>In Iceland we strive to promote and create healthy environments to facilitate healthier choices for example through “Health Promoting Community” projects that promote health throughout the lifecycle in cooperation with various partners within municipalities. “Health and well-being” is also one of six fundamental pillars of education in Iceland on which the curriculum guidelines are based.</p> <p>Mr. President.</p> <p>The importance of reducing inequalities within and among countries has been explicitly recognized as a Goal in the Sustainable Development Agenda. In Iceland we launched last year Public health indicators for every health district in Iceland with the aim to contribute to societal development that promotes public health and reduces inequalities in health.</p> <p>Iceland is also committed and continues to promote gender equality and inclusive societies when realizing the 2030 Agenda for Sustainable Development.</p> <p>Mr. President.</p> <p>I want to conclude by thanking Dr. Chan for her leadership and dedication to the WHO and congratulate</p> <p>Dr. Tedros Adhanom Ghebreyesus on his election as the new Director General.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Thank you for your attention!</p> </div> </span>

2017-05-18 14:45:0018. maí 2017Ávarp heilbrigðisráðherra við opnun Blóðskimunarseturs

<span></span> <h4>Ávarp Óttars Proppé heilbrigðisráðherra við opnun Blóðskimunarseturs<br /> Húsi Krabbameinsfélags Íslands, Skógarhlíð 8, 18. maí 2017</h4> <p>Góðir gestir</p> <p>Það hefur verið einkar ánægjulegt að fylgjast með Blóðskimun til bjargar – þjóðarátaki gegn mergæxlum.</p> <p>Þjóðarátakið dregur nefnilega saman nokkra af þeim þráðum sem eru svo mikilvægir fyrir okkur sem samfélag.</p> <p>Í fyrsta lagi er það vísindastarfið, hin sífellda leit að nýrri þekkingu sem með einhverjum hætti mun bæta líf okkar.</p> <p>Og markmið Blóðskimunar til bjargar er að leita leiða til að bæta lífsskilyrði, og helst finna lækningu fyrir, mergæxlissjúklinga.</p> <p>Í öðru lagi er það heilbrigðiskerfið okkar sem teygir sig um allt landið og tryggir að einstaklingarnir geti fengið bót sinna meina þegar þess gerist þörf.</p> <p>Heilbrigðiskerfið mun njóta góðs af þessari mikilvægu rannsókn þegar fram líða stundir og koma til með að nýta niðurstöður hennar til þess að veita betri heilbrigðisþjónustu.</p> <p>Hið víðfeðma net heilbrigðisþjónustunnar er líka mikilvægur þáttur í þjóðarátakinu því&nbsp; það skapar forsendur til þess að hægt sé framkvæma þessa mikilvægu rannsókn og þá umfangsmiklu söfnun blóðsýna sem hún kallar á.</p> <p>Í þriðja lagi er það menntakerfið okkar sem er auðvitað grunnurinn að vísindastarfinu og heilbirgðiskerfinu.</p> <p>Menntakerfið sér til þess að fólk hafi tækifæri til þess að sækja sér menntun á sviði heilbrigðisvísinda og skapar þannig jarðveg fyrir tvo fyrrnefndu þræðina til að dafna.</p> <p>Blóðskimun til bjargar veitir líka mörgum háskólanemum tækifæri til að taka þátt í vísindastarfi á heimsmælikvarða.</p> <p>Og síðast en ekki síst er það samtakamáttur okkar allra, sem byggjum þetta land, sem er svo tamt að sýna í verki þegar þörf er á.</p> <p>Það er í raun með algjörum ólíkindum hversu margir hafa skráð sig til þátttöku í Blóðskimun til bjargar en nú hafa um 75 þúsund manns af landinu skráð sig til þátttöku í áttakinu sem er meira en helmingur þeirra sem rannsóknin tekur til.</p> <p>Þetta sýnir auðvitað betur en margt annað hvað vísindi, heilbrigðismál og menntun skiptir fólk miklu máli og að fólk er tilbúið að leggja sitt af mörkum til þessara mála þegar eftir því er kallað.</p> <p>Í dag hefst nýr kafli hjá Blóðskimun til Bjargar með opnun móttökustöðvarinnar.</p> <p>Hér verður tekið á móti þeim sem greinast með forstig mergæxlis og með mergæxli og þeim veitt ráðgjöf og aðstoð við að takast á við það.</p> <p>Við vitum öll hversu erfitt það er að greinast með sjúkdóma og því skiptir sköpum að veita því fólki sem greinist góða og persónulega þjónustu.</p> <p>Miðað við hversu vel Sigurður Yngvi Kristinsson og hans fólk hefur staðið að öllu hingað til þá er ég ekki í vafa um að hér verður fólk í góðum höndum.</p> <p>Ég á því ekki annað eftir en að lýsa að móttökustöðin, Blóðskimunarsetrið, hefur nú formlega tekið til starfa.</p>

2017-05-18 14:43:0018. maí 2017Stefna í heilbrigðismálum – hver gerir hvað?

<span></span> <p><strong>Grein eftir Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra um stefnumótun í heilbrigðismálum.&nbsp;<br /> Greinin birtist í Viðskiptablaðinu 18. maí 2017.</strong></p> <p>Heilbrigðisþjónustan er í brennidepli um þessar mundir. Landsmenn vilja að heilbrigðismálin verði sett í for­gang, fólkið í landinu vill efla heil­brigðiskerfið með auknu fjármagni, það vill bæta heilbrigðisþjónustuna, byggja nýjan spítala, það vill minnka álögur á sjúklinga og auka fjárframframlög hins opinbera til að innleiða fleiri ný lyf.</p> <p>Ég er sammála þessum áherslum. Þess vegna sóttist ég eftir því að verða heilbrigðisráðherra í þeirri ríkisstjórn sem nú situr. Ég vil koma þessu til leiðar.</p> <p>Ég bið lesendur um að sýna því skilning þótt Róm verði ekki byggð á einum degi. Það hefur aldrei verið gert, enda er það ekki hægt og það væri ekki skynsamlegt að reyna það. Ekki frekar en að gleypa fíl í einum bita.</p> <p>Í stórum og óknum verkefnum verður að liggja fyrir stefna, mark­ mið og áætlun áður en ha st er handa. Annars er hætt við árekstr­ um og útafakstri með tilheyrandi slysum.</p> <p>Það er margt verið að gera til þess að styrkja heilbrigðiskerfið okkar. Uppbygging Landspítala stendur yfir, framkvæmdir eru í fullum gangi og unnið er samkvæmt mark­vissri uppbyggingaráætlun þar sem fjármögnunin liggur fyrir.</p> <p>Efling heilsugæslunnar er stað­reynd. Framlög til hennar hafa ver­ið aukin, námsstöðum fjölgað og ráðið í nýjar stöður sálfræðinga til að efla þverfaglega þjónustu. Fjár­mögnun heilsugæslu höfuðborg­ arsvæðisins hefur verið gjörbreytt, þannig að allir sitja nú við sama borð, óháð rekstrarformi.</p> <p>Óheimilt er að taka arð út úr rekstri heilsu­gæslunnar en stöðvarnar hafa fjárhagslegan hvata til þess að sinna sjúklingum sínum sem best samkvæmt mælanlegum mark­miðum nákvæmrar kröfulýsing­ar. Tvær nýjar heilsugæslustöðvar taka til starfa í Reykjavík á næstu mánuðum.</p> <p>Nýtt greiðsluþátttökukerfi &nbsp;fyrir heilbrigðisþjónustu tók gildi 1. maí síðastliðinn. Nýja kerfinu fylgja 1,5 milljarðar króna á ári í aukin framlög hins opinbera til að lækka greiðsluþátttöku sjúklinga. Eng­inn sjúklingur mun lengur geta búist við því að lenda í óyfirstígan­legum kostnaði vegna veikinda sinna, sama hve mikið hann þarf á heilbrigðisþjónustu að halda. Ein­hverjir munu greiða meira en áður, en þeir sem oft eru veikir eru mun betur settir en áður. Áhersla er lögð á að verja aldraða, öryrkja og barna­ fjölskyldur fyrir háum útgjöldum.</p> <p>Ný lyf hafa verið innleidd og &nbsp;fleiri ný lyf verða innleidd á þessu ári. Það stendur til að setja aukna fjármuni í þetta verkefni, en hvern­ig og hve mikið er verið að undirbúa í góðri samvinnu mín og fjármála­ og efnahagsráðherra með faglegri ráðgjöf þeirra stofnana sem að mál­ inu þurfa að koma.</p> <p>Eitt meginverkefnið framundan á vettvangi heilbrigðisráðuneytis er að setja fram heildstæða stefnu með skýrum markmiðum fyrir heilbrigðisþjónustuna og hald­ góðum skilgreiningum á því hverj­ir eigi að veita hvaða þjónustu og hvernig eigi að haga samvinnu milli veitenda heilbrigðisþjónust­unnar.</p> <p>Undirbúningur að þessu er hafinn. Mikið er til af vönduðum greiningum og stefnuplöggum sem sjálfsagt er að nýta við þessa vinnu. Það ríkir almenn sátt um að heilsugæslan eigi að vera fyrsti viðkomustaður fólks í heilbrigðis­ kerfinu og við þurfum að halda áfram að efla hana svo hún geti staðið undir því hlutverki.</p> <p>Það þarf að vera ljóst í hverju sérstaða Landspítalans á að fel­ast og hvernig við stöndum vörð um hlutverk hans sem sérhæfðs háskólasjúkrahús. Það verður að vera ljóst til hvers er ætlast af heilbrigðisstofnununum í öllum umdæmum landsins og hvaða kröfur er hægt að gera til þjónust­unnar. Það er algjörlega nauðsyn­legt að taka upplýsta ákvörðun um það hvaða heilbrigðisþjónustu við teljum rétt og skynsamlegt að fela einkaaðilum að annast á grund­ velli samninga.</p> <p>Allt þetta og meira til verður viðfangsefni þeirrar stefnumót­unar sem undirbúningur er haf­inn að í ráðuneytinu og ég mun kynna nánar á næstunni. Marg­ir þurfa að koma að því verki en í ljósi mikillar þekkingar og fyr­ irliggjandi gagna tel ég raunhæft að ljúka mótun nýrrar heilbrigðis­ stefnu á tiltölulega skömmum tíma. Þar með verðum við komin með gott veganesti til að efla og bæta heilbrigðiskerfið eins og við viljum öll.</p>

2017-05-11 14:42:0011. maí 2017Ársfundur SAk - Sjúkrahússins á Akureyri 2017

<span></span> <p><span><strong>Ávarp Óttars Proppé heilbrigðisráðherra á ársfundi SAk 10. maí 2017</strong></span></p> <p>Komið þið sæl öll, góðir gestir; stjórnendur, starfsfólk, vinir og velunnarar sjúkrahússins á Akureyri. Gaman að hitta ykkur hér svo mörg.</p> <p>Það er reyndar ekki mjög langt síðan ég var hér á ferðinni ásamt ráðuneytisstjóra og aðstoðarmanni mínum og fékk afar gagnlega yfirferð þar sem mér var kynnt sú mikilvæga starfsemi sem fram fer við sjúkrahúsið á Akureyri (SAk). Mér var þá gerð góð grein fyrir helstu áherslum og nýjungum í rekstrinum og síðast en ekki síst kynnt sýn stjórnenda á viðgang og vöxt sjúkrahússins til framtíðar.</p> <p>Það er mjög áberandi þegar maður kynnist aðeins rekstri SAk og þeim sem fara fyrir honum, að hér er mikil áhersla lögð á að hafa skýra sýn, að vinna eftir vel mótaðri og ígrundaðri stefnu og að hafa skilgreind og þekkt markmið að leiðarljósi.</p> <p>Vinna á þessum forsendum skilar árangri, skapar öfluga liðsheild og góðan anda meðal starfsfólksins og leiðir til metnaðarfullra og agaðra starfshátta. Þetta finnst mér ég sjá glögg í starfsemi Sjúkrahússins á Akureyri og mér finnst það til fyrirmyndar.</p> <p>Það eru ákveðin tímamót hér í dag. Framtíðarsýn og stefna sjúkrahússins sem mörkuð var og kynnt árið 2011 hefur nú runnið sitt skeið og ný framtíðarstefna verður kynnt hér á eftir.</p> <p>Stefnan sem unnið hefur verið eftir á liðnum árum hefur skilað eftirtekarverðum árangri og mikilvæg verkefni sem sett voru á oddinn hafa orðið að veruleika. Við tekur nýr kapítuli frekari uppbyggingar og þróunar sjúkrahússins, þar sem að sjálfsögðu verður byggt á þeim góða grunni sem fyrir er.</p> <p>Metnaður er mikilvægur og hann er augljóslega fyrir hendi við SAk. Alþjóðleg gæðavottun vinnulags og verkferla sem sjúkrahúsið hlaut fyrst íslenskra heilbrigðisstofnana er til marks um það og sú vinna sem vottuninni tengist er mikilvæg fyrir alla þætti í starfsemi sjúkrahússins og fyrir öryggi og gæði þjónustunnar.</p> <p>Nú veit ég að hugur ykkar stendur til þess að Sjúkrahúsið á Akureyri öðlist sess sem háskólasjúkrahús og þau áform eru hluti af nýrri framtíðarsýn til ársins 2021. – Ég geri mér ekki grein fyrir hversu raunhæft þetta markmið er miðað við inntak þess og tímamörk, en ég er viss um að þar sem þið hafið sett ykkur þetta sem leiðarljós, muni það efla rannsóknar- og vísindastarf við sjúkrahúsið á komandi árum, líkt og metnaður ykkar og vilji stendur til og það er svo sannarlega af hinu góða.</p> <p>Það er svolítið skemmtilegt í þessu samhengi að rifja upp þegar Háskólinn á Akureyri var stofnaður árið 1987 – og þótti víst mörgum nokkuð hátt seilst þegar sú hugmynd kom fyrst fram og ekki endilega víst að hún væri raunhæf. Fyrsta starfsárið var kennt í teimur deildum; heilbrigðis- og rekstrardeild, fastráðnir starfsenn voru fjórir og nemendurnir þrjátíu og einn. Metnaðarfullt markmið varð þannig að veruleika, þótt upphafið væri hógvært.</p> <p>Nú er háskólinn ómissandi máttarstoð í samfélaginu með yfir 1.500 nemendur víðsvegar af landinu, bæði í staðnámi og fjarnámi. Heilbrigðisvísindasvið skólans er öflugt með grunnnám í hjúkrunarfræðum og iðjuþjálfun og þverfaglegt framhaldsnám í heilbrigðisvísindum.</p> <p>Háskólinn á Akureyri og SAk tengjast sterkum böndum, m.a. með sameiginlegum vettvangi innan Heilbrigðisvísindastofnunar Háskólans sem hefur að markmiði að efla kennslu, þjálfun og rannsóknir í heilbrigðsivísindum og að miðla þekkingu og kynningu á rannsóknum starfsmanna. Þessar tvær stofnanir styðja og efla hvor aðra með samstarfi og samstarfssamningur þeirra á milli sem verður einmitt undirritaður hér á eftir er til marks um það.</p> <p>Sjúkrahúsið á Akureyri gegnir mikilvægu hlutverki í heilbrigðisþjónustunni sem sérhæft sjúkrahús og sem kennslusjúkrahús og staðsetning þess hér í höfuðstað Norðurlands vegur einnig þungt.</p> <p>Vegna stærðar sinnar og sérhæfingar sinnir SAk ýmsum stærri verkefnum miðlægt og tekur þátt í ýmis konar þróunarverkefnum sem eru mikilvæg fyrir landið allt. Miðstöð sjúkraflugs og rekstur sjúkraflutningaskólans eru dæmi um þetta. Þátttaka sjúkrahússins í átaki um styttingu biðlista eftir tilteknum aðgerðum fellur einnig hér undir. Eins vil ég geta hér um þá vinnu sem nú er í gangi um að nýta þá sérþekkingu og sérhæfingu í líknar- og lífslokameðferðar sem sem SAk býr yfir og það góða samstarf milli SAk og heimahlynningar á Akureyri til að styðja með markvissum hætti við við fagfólk á starfssvæði Heilbrigðisstofnananna á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austurlandi.</p> <p>------------------------------------------</p> <p>Góðir gestir.</p> <p>Ég hef talað um mikilvægi þess að vinna á grundvelli skýrrar stefnu og tel það algjöra lykilforsendu fyrir árangri, einkum þegar við er að eiga stór og vandasöm viðfangsefni þar sem mikið er í húfi.</p> <p>Ég lít á það sem eitt mikilvægasta verkefnið framundan hvað varðar embætti mitt sem heilbrigðisráðherra að móta heildstæða stefnu sem skýrir betur hver eigi að vera markmið heilbrigðisþjónustunnar, hvaða þjónusta skuli veitt, hvar og af hverjum og enn fremur hvernig skuli hátta samvinnu milli hinna ýmsu þjónustuveitenda. Undirbúningur að þessari stefnumótun er hafinn í ráðuneytinu.</p> <p>Með heildstæðri stefnumótun á ég við að allt er undir, jafnt grunnþjónustan í heilsugæslunni, sérfræðiþjónustan, opinbera stofnanaþónustan, sérhæfða sjúkrahúsþjónustan, endurhæfingarstarfsemin og heilbrigðisþjónusta fyrir aldraða.</p> <p>Það þarf að skerpa línur, skýra betur verkaskiptingu og skapa meiri sátt um heilbrigðiskerfið og skipulag þess. Góð samvinna sjúkrahúsa og heilbrigðisstofnana um landið styrkist með skýrari stefnumörkun og með nýtingu mismunandi úrræða svo sem fjarheilbrigðisþjónustu.</p> <p>Með skýrri stefnu og sýn erum við betur í stakk búin til að nýta á bestan hátt þá þekkingu og þau úrræði sem eru fyrir hendi á hverjum tíma. Þannig stuðlum við að markvissri nýtingu fjár á ábyrgan hátt í þágu þeirra sem þurfa á heilbrigðisþjónustunni að halda.</p> <p>Við þurfum að jafna aðgengi landsmanna að heilbrigðisþjónustu mun betur en nú er. Til þess eigum við að styðja heilbrigðisstofnanir um landið, m.a. með því að gera þeim kleift að taka að sér verkefni sem nýta sem best mannafla, tæki og húsnæði sem fyrir er á hverjum stað.</p> <p>Mikilvæg forsenda fyrir góðu samspili milli kerfa, samvinnu og samfelldri þjónustu eru samtengd upplýsingakerfi og þar með talin rafræn sjúkraskrá. Á þessu sviði er þróunin ör og ný tækifæri sífellt að opnast.</p> <p>Með aðgengilegum upplýsingum um þjónustu sem í boði er, t.d. hjá heilsugæslunni, og með upplýsingum í rauntíma um bið eftir aðgerðum og annarri þjónustu má bæta álagsstýringu, stytta biðtíma og auka skilvirkni heilbrigðisþjónustunnar á landsvísu sem er í allra þágu.</p> <p>-------------------------------------------</p> <p>Góðir gestir.</p> <p>Fjármögnun heilbrigðisþjónustunnar í landinu er viðvarandi umfjöllunarefni og þannig hefur það verið lengi. Það verða aldrei allir á eitt sáttir um það hvernig fjármununum er dreift og alltaf mun það verða svo að einhverjir telja sig bera skarðan hlut frá borði.</p> <p>Við verðum að skoða þessi mál í víðu samhengi og sætta okkur við það að það er ekki skynsamlegt að stórauka framlög til málaflokks af þessari stærðargráðu nema samkvæmt markvissri áætlun og skipulagi sem er í takt við efnahagsstjórn landsins. Heildarframlög hins opinbera til heilbrigðismála í ár eru um 200 milljarðar króna og það er um fjórðungur af heildarútgjöldum ríkisins!</p> <p>Í tillögu að fimm ára fjármálaáætlun stjórnvalda sem nú liggur fyrir Alþingi kemur fram að heilbrigðismálin verða í forgangi á komandi árum, líkt og kveðið er á um í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Það eru aðhaldsmarkmið í áætluninni fyrir næsta ár, en síðan er gert ráð fyrir raunaukningu ár hvert til loka gildistíma hennar.</p> <p>Landspítalinn er grunnstoð sjúkrahússþjónustunnar og allt kapp er lagt á að styðja við það hlutverk um leið og starf heilbrigðisstofnana um landið er styrkt.</p> <p>Sjúkrahúsinu hér er ætlað að eflast með byggingu nýrrar legudeildar samkvæmt framlagðri fimm ára fjármálaáætlun svo þar með má segja að langþráð verkefni sé komið í sjónmál.</p> <p>--------------------------------------------</p> <p>Um leið og við leggjum okkur fram um að efla og bæta heilbrigðisþjónustuna þarf líka að vinna skipulega að forvörnum og bættri lýðheilsu.</p> <p>Í stefnu ríkisstjórnarinnar er sérstök áhersla á forvarnir og lýðheilsu og í fjármálaáætlun til næstu fimm ára er gert ráð fyrir aðgerðum sem lúta sérstaklega að offitu og geðheilbrigði.</p> <p>Aðgerðirnar snúa til dæmis að því að styrkja starf heilsugæslunnar með aukinni áherslu á þverfaglega þjónustu sem snertir geðheilbrigði og heilbrigðan lífsstíl.</p> <p>Trúlega er fátt sem skilar meiri ávinningi fyrir heilbrigðiskerfið en árangursríkt forvarnar- og lýðheilsustarf. Um samfélagslegan ávinning þarf ekki að fjölyrða.</p> <p>Góðir gestir.</p> <p>Ég hef komið víða við enda af mörgu að taka þegar heilbrigðismál eru til umræðu.</p> <p>Eins og fram er komið er heildstæð stefnumótun í heilbrigðismálum mér hugleikin. Þar tel ég liggja ýmis tækifæri til að gera enn betur, þótt ég vilji líka taka skýrt fram að í stærstum dráttum er heilbrigðiskerfið okkar íslenska gott og ástæða til að lofa það mikla og góða starf sem unnið er á öllum stigum þjónustunnar um land allt.</p> <p>Ég hyggst ekki bylta því kerfi sem við höfum, hvorki varðandi skipulag né rekstrarform.</p> <p>Stefnumótunarvinnan verður ekki fyrst og fremst frumkvöðlastarf, heldur tel ég blasa við að nýta fyrirliggjandi greiningarskýrslur og tillögur nefnda og faglega skipaðra vinnuhópa sem fjallað hafa um mörg viðfangsefni heilbrigðisþjónustunnar. Við höfum á mörgu að byggja.</p> <p>Hér verður á eftir kynnt framtíðarsýn og stefna SAk. Það verður áhugavert og ég hlakka til að heyra hvernig þið hafið skipulagt vinnu ykkar við stefnumótunina.</p> <p>Mér hugnast vel yfirskrift hennar, þ.e.&nbsp;<strong>SAk fyrir samfélagið</strong>, því hún endurspeglar jöfnum höndum metnað, hógværð og viljann til að þjóna. Til þess erum við víst hér, það er rétt að hafa það hugfast.</p> <p>Þetta verða lokaorð mín hér að sinni.</p> <p>Þakka ykkur fyrir.</p>

2017-05-05 00:00:0005. maí 2017Ljósmæðradagurinn 2017

<p><strong>Ávarp Óttars Proppé á Ljósmæðradeginum 5. maí 2017</strong></p> <p>Góðan dag ágætu gestir.</p> <p><strong>„Tvö fallegustu hugtök veraldar sett í eitt“</strong> var lýsingin á orðinu ljósmóðir, sem kosið var fegursta orð íslenskrar tungu árið 2013. Þetta orð skipar án efa sérstakan sess í hugum landsmanna enda ljósmæður þátttakendur í stærstu stund hvers foreldris og fjölskyldu, þegar nýr einstaklingur kemur í heiminn.</p> <p>Mér er sagt að mæður, og vonandi feður líka, muni alla tíð nafn þeirrar ljósmóður sem tók á móti barni þeirra. Betri vitnisburð um mikilvægi þjónustu ykkar er vart hægt að finna.</p> <p>Ég þakka ykkur fyrir að bjóða mér að ávarpa ykkur hér í upphafi þessa Ljósmæðradags. Ég sé á dagskránni að þið ætlið meðal annars að ræða <strong>samskipti og stuðning</strong> við ykkar skjólstæðinga, hvoru tveggja grundvallaratriði í allri heilbrigðisþjónustu.</p> <p>------------------------------------</p> <p>Góðir gestir</p> <p>Mikil umræða hefur verið um heilbrigðiskerfið og heilbrigðisþjónustuna á síðustu vikum og mánuðum. Ég fagna þessari miklu umræðu enda heilbrigðisþjónustan grunnstoð í hverju samfélagi og við eigum öll að láta okkur varða skipulag hennar og gæði.</p> <p>Ég vil nota þetta tækifæri til að segja ykkur í örstuttu máli frá þeirri sýn og þeim áherslum sem ég hef varðandi heilbrigðisþjónustuna og þær fagstéttir sem veita þjónustuna.</p> <p>Fyrst af öllu vil ég leggja áherslu á að í stærstu dráttum er heilbrigðiskerfið okkar gott og ég þreytist ekki á að lofa það mikla og góða starf sem unnið er á öllum stigum þjónustunnar og um land allt.</p> <p>Um leið og við eigum að vera gagnrýnin á kerfið og þjónustuna, gagnrýnin í merkingunni „rýna til gagns“, megum við ekki gleyma því sem vel er gert.</p> <p>Ég tek það skýrt fram að ég hyggst ekki bylta því kerfi sem við höfum, hvorki varðandi skipulag né rekstrarform. Við þurfum engu að síður að horfast í augu við það að ýmsu má breyta til að laga þjónustuna betur að þörfum notenda.</p> <p>Fulltrúar Ljósmæðrafélags Íslands hafa þegar kynnt mér hugmyndir ykkar um slíkar umbætur á kerfinu, sem ég mun koma að síðar í þessu ávarpi.</p> <p>Þegar við horfum til þess að gera breytingar á heilbrigðiskerfinu höfum við gjarnan byrjað á því að skipa nefnd eða starfshóp, sem síðan skila af sér skýrslum og greinargerðum til ráðherra.</p> <p>Fyrir liggja margar slíkar greiningarskýrslur og tillögur nefnda og faglegra skipaðra vinnuhópa um efnið, sem ég tel ástæðu til að nýta, fremur en að skipa enn einn starfshópinn.</p> <p>Ég hef kallað þetta verkefni<strong> Upp úr skúffunum.</strong><strong><br clear="all" /> </strong></p> <p>Ég stefni að því að setja fram <strong>heildstæða stefnu í heilbrigðismálum</strong> þar sem allt er undir, jafnt grunnþjónustan í heilsugæslunni, sérfræðiþjónustan, opinbera stofnanaþjónustan, sérhæfða sjúkrahúsþjónustan, endurhæfingarstarfsemin og heilbrigðisþjónusta fyrir aldraða.</p> <p>Við viljum <strong>heildstæða, skilvirka og örugga þjónustu</strong>, sem veitt er á viðeigandi þjónustustigi miðað við þarfir hvers og eins – og við viljum að sjálfsögðu að þeim fjármunum sem varið er til heilbrigðisþjónustu sé varið skynsamlega og að þeir nýtist sem allra best.</p> <p>Það er einnig grundvallaratriði að tryggja eins og kostur er <strong>jafnt aðgengi landsmanna að heilbrigðisþjónustu</strong>, óháð efnahag, búsetu eða öðrum þáttum.</p> <p>--------------------</p> <p>Góðir gestir</p> <p>Ég er mikill talsmaður teymisvinnu í heilbrigðisþjónustu. Eitt af lykilatriðunum í því að gera okkar góða heilbrigðiskerfi enn betra, er að tryggja að þeir sem leita eftir þjónustu fái hana á réttum stað í kerfinu og hjá þeim fagaðila sem besta þekkingu hefur á viðfangsefninu.</p> <p>Óvíða, ef nokkurs staðar, eru ljósmæður með meiri menntun en hér á landi.</p> <p>Samkvæmt skilgreiningu Alþjóðasamtaka ljósmæðra frá 2005, felur þjónusta ljósmæðra í sér „fyrirbyggjandi aðgerðir, stuðning við eðlilegt ferli fæðingar, greiningu á frávikum hjá móður og barni, milligöngu um læknishjálp eða aðra viðeigandi meðferð og veitingu bráðahjálpar“.</p> <p>Þið veitið „nauðsynlegan stuðning, umönnun og ráðgjöf til kvenna á meðgöngu, í fæðingu og sængurlegu, stundið fæðingarhjálp á eigin ábyrgð og annist nýbura og ungbörn“.</p> <p>Ykkar þjónusta er ein af grunnstoðunum í hinu íslenska heilbrigðiskerfi og ljósmæður afar mikilvægur hlekkur í teymi heilbrigðisstarfsmanna, hvort sem er í heilsugæslunni, á opinberum stofnunum eða sem sjálfstætt starfandi þjónustuveitendur.</p> <p>Eins og ég nefndi hér fyrr hafa fulltrúar ykkar þegar komið á minn fund og lýst helstu áherslum ykkar varðandi breytingar á þætti ljósmæðra í teymi heilbrigðisstarfsmanna. Stóra málið á þeim fundi var ítrekun á fyrri erindum um heimild ljósmæðra til að ávísa ákveðnum lyfjum.</p> <p>Mér er vel kunnugt um að á nágrannalöndunum hefur ljósmæðrum og hjúkrunarfræðingum verið veittur takmarkaður réttur til ávísunar á ákveðnum lyfjum. Embætti landlæknis og ýmsir aðrir hafa ályktað að sams konar takmarkaðar heimilir til ávísunar lyfja ætti að taka upp hér á landi.</p> <p>Mér er ánægja að segja frá því hér að í tillögu til þingsályktunar um lyfjastefnu til 2022, sem ég hef lagt fram á Alþingi og er nú til umfjöllunar, segir að stefnt skuli að heimild til slíkra takmarkaðra ávísana á lyfjum.</p> <p>-------------</p> <p>Góðir gestir</p> <p>Ég get ekki látið hjá líða að nota þetta tækifæri til að bera lof á ykkur fyrir upplýsingavefinn ykkar <strong>ljosmodir.is</strong> </p> <p>Ég veit að þessi upplýsingaveita er mikið notuð og til mikillar fyrirmyndar fyrir aðrar heilbrigðisstéttir. Einn þáttur þeirrar heildstæðu stefnu í heilbrigðismálum sem ég hyggst setja fram, er einmitt aukin upplýsingagjöf til almennings, frá þeim fagaðilum sem best þekkja til mála.</p> <p>Með upplýsingagjöf og ráðleggingum fagaðila getum við aukið þekkingu og sjálfsábyrgð landsmanna á eigin heilsu.</p> <p>Að lokum vona ég að þessi Ljósmæðradagur verði fróðlegur en ekki síður skemmtilegur.</p> <p>Þá vona ég að við getum átt gott samstarf um þá mikilvægu þjónustu sem þið veitið og ykkar mikla sess í teymi heilbrigðisstarfsmanna.</p> <p>----------------------<br /> (Talað orð gildir)</p>

2017-05-04 00:00:0004. maí 2017Vísindi á vordögum - setningaávarp heilbrigðisráðherra

<p><strong>Ávarp Óttars Proppé heilbrigðisráðherra við setningu Vísinda á vordögum<br /> Hringsal Landspítalans 4. maí 2017</strong></p> <p>Kæru gestir.</p> <p>Mér er það mikil ánægja að setja þessa dagskrá hér í dag,sem Vísindaráð og Vísindadeild Landspítala halda og ber heitið VÍSINDI Á VORDÖGUM. Þetta mun vera eins konar uppskeruhátíð vísindafólks á Landspítalanum þar sem vísindamenn eru heiðraðir fyrir vinnu sína og styrkjum er úthlutað.</p> <p>„Vísindin efla alla dáð“ orti Jónas forðum daga og þau orð eiga ekki síður við í dag en þá, árið 1839.</p> <p>Rannsóknir á heilbrigðissviði skapa grunninn að sterku heilbrigðiskerfi.</p> <p>Þýðing vísindarannsókna fyrir heilbrigðiskerfið hefur sjaldan verið meiri en nú. Tækniframfarir eru örar og samfélagslegar og lýðfræðilegar breytingar eru miklar. Sjúkdómsbyrðin færist stöðugt frá bráðasjúkdómum og smitsjúkdómum yfir í þá langvinnari sem einstaklingar lifa með árum og áratugum saman. </p> <p>Vísindarannsóknir stuðla að framförum og leiða til þess að meðferð og heilbrigðisþjónusta uppfylla alþjóðlegar gæðakröfur og gefa möguleika á þróun nýrra meðferða og tæknilausna í klínískri vinnu.</p> <p>Vísindarannsóknir eru jafnframt undirstaða fyrir líftækni og tengdan iðnað.</p> <p>Þá eru vísindarannsóknir stór hluti af menntun heilbrigðisstarfsmanna og þátttaka í rannsóknum getur verið mikilvægur þáttur starfsþróun heilbrigðisstarfsfólks.</p> <p>Þróttmikið vísindastarf getur jafnframt verið mikilvægur þáttur í því að við getum haldið áfram að laða til okkar efnilega vísindamenn og efnilegt heilbrigðisstarfsfólk.</p> <p>Vísindarannsóknir á heilbrigðissviði eru þannig einn af grundvallarþáttum fyrir því að heilbrigðiskerfið sé skilvirkt, uppfylli hæstu gæðakröfur og geti staðist samanburð við önnur lönd.</p> <p>Heilbrigðisvísindarannsóknir á Íslandi hafa verið sterkar undanfarin ár og þar hefur Landspítalinn verið fremstur meðal jafningja með mjög öfluga vísindavinnu sem vakið hefur athygli hérlendis og erlendis. Mikilvægt er að stuðla að því að sú þróun haldi áfram og að góð skilyrði og umhverfi fyrir rannsóknarvinnu séu til staðar.</p> <p>Góðir gestir</p> <p>Tækifærin eru mörg og spennandi á sviði vísindarannsókna á heilbrigðissviði á Íslandi. Það munum við eflaust sjá og heyra meira af í dag í kynningum vísindafólksins sem hér flytur sín erindi.</p> <p>Hér í dag munu ungir vísindamenn kynna vinnu sína og styrkir verða veittir til að þeir hafi tækifæri til að sækja erlendar ráðstefnur og kynna þar niðurstöður vísindaverkefna sinna. Það er mér mikil ánægja að velferðarráðuneytið geti fjármagnað einn slíkan ferðastyrk.</p> <p>Það er ánægjulegt að sjá hve margt efnilegt fólk ákveður snemma á lífsleiðinni að helga sig heilbrigðisvísindum og gera vinna á þeim vettvangi að ævistarfi.</p> <p>Það starf sem unnið er á Landspítalanum við að mennta ungt fólk til vísindastarfa er ómetanlegt.</p> <p>Hér lærir ungt fólk vísindalega hugsun, þau læra að vera gagnrýnin og spyrjandi og það er það sem við þurfum til að byggja upp sterkar undirstöður fyrir íslenskt heilbrigðiskerfi okkur öllum til heilla.</p> <p>Ég óska Landspítalnum og hinu mikilvæga vísindastarfi hér allra heilla.</p> <p>---------------------------<br /> (Talað orð gildir)</p>

2017-04-25 00:00:0025. apríl 2017Þing Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands

<p><strong>Ávarp Óttars Proppé heilbrigðisráðherra á þingi Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands<br />25. apríl 2017</strong></p> <p>Sæl öll</p> <p>Það er sérstök ánægja að hitta ykkur hér á þingi Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands.</p> <p>Öflugt starf í heilbrigðisvísindum er mikilvæg stoð fyrir starf háskólans og ekki síður fyrir heilbrigðisþjónustuna sjálfa.</p> <p>Háskólinn er uppspretta þekkingar og vísinda sem heilbrigðisþjónustan nýtur góðs af með hagnýtingu þekkingarinnar.</p> <p>Háskólinn er líka mikilvæg menntastofnun fyrir þann fjölda heilbrigðisstarfsmanna sem þaðan ljúka fræðilegu námi og klínískri þjálfun.</p> <p>Og þá er háskólinn þýðingarmikill vinnustaður fyrir vísindamenn og ég veit að framlag vísindamanna á heilbrigðissviði hefur sýnt og sannað hversu framlag okkar í alþjóðlegu samhengi getur verið veigamikið.</p> <p>Frumkvöðlar í röðum heilbrigðisvísinda eru fyrirmyndir að framsæknu vísindastarfi.</p> <p>Þróttmikið vísindastarf getur verið mikilvægur þáttur í því að við getum haldið áfram að laða til okkar efnilega vísindamenn og efnilegt heilbrigðisstarfsfólk.</p> <p>Hagnýting þekkingar sem verður til á vettvangi Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands er án vafa einn af styrkleikum heilbrigðisþjónustunnar hér á landi.</p> <p>Þegar ég lít á heimasíðu sviðsins sé ég eitt af mörgum dæmum um rannsóknir sem munu án vafa nýtast fyrir heilbrigðisþjónustuna, til dæmis til að efla forvarnir og lýðheilsu.</p> <p>Rannsóknin sem ég vísa til er fjölþjóðlegt verkefni um næringu og heilsu og á heimsíðunni segir að ,,Markmið verkefnisins er að auka skilning á því hvort og þá með hvaða hætti næringarástand og fæðuvenjur tengjast offitu og þunglyndi“.</p> <p>Það er ánægjulegt að lesa um þróun þekkingar um þessi tvö brýnu viðfangsefni, þ.e. offitu og þunglyndi.</p> <p>Í stefnu nýrrar ríkisstjórnar er sérstök áhersla á forvarnir og lýðheilsu og í fjármálaáætlun til næstu fimm ára er gert ráð fyrir aðgerðum sem lúta sérstaklega að offitu og geðheilbrigði.</p> <p>Aðgerðirnar snúa til dæmis að því að styrkja starf heilsugæslunnar með aukinni áherslu á þverfaglega þjónustu sem snertir geðheilbrigði og heilbrigðan lífsstíl.</p> <p>Þar er gert ráð fyrir að fjölga faghópum í framlínu heilsugæslu og má hér nefna sálfræðinga, sjúkraþjálfara og næringarfræðinga.</p> <p>Hin nýja rannsókn sem ég nefni hér sem dæmi getur falið í sér mikilvæga hagnýtingu nýrrar þekkingar t.d. fyrir starf heilsugæslunnar á sviði forvarna og verið þannig merki um þann styrkleika sem fylgir samvinnu stofnana, bæði hér innan lands og ekki síður við stofnanir erlendis.</p> <p>Góðir gestir</p> <p>Samvinna og samráð eru lykilorð fyrir áframhaldandi árangur okkur í heilbrigðisþjónustunni.</p> <p>Eitt meginverkefnið framundan á vettvangi heilbrigðisráðuneytis er að setja fram heildstæða stefnu sem skýrir enn betur markmið fyrir heilbrigðisþjónustuna, hvaða þjónustu á að veita, hver veitir þjónustuna og hvernig samvinnu hinna ýmsu aðila sem veita heilbrigðisþjónustu verður háttað.</p> <p>Það er mjög brýnt að skerpa þessar línur og skýra mun betur verkaskiptingu og samvinnu innan heilbrigðisþjónustunnar. Með skýrari stefnu er leitast við að þekking og úrræði nýtist betur og fjármunir til þjónustunnar séu nýttir með markvissum og ábyrgum hætti fyrir velferð skjólstæðinganna.</p> <p>Tilurð Landspítala sem háskólasjúkrahús árið 2000 er dæmi um ávinning af samvinnu stofnana. Tenging Landspítala við háskólasamfélagið gerir spítalann enn öflugri og gerir spítalann að ennþá áhugaverðari vinnustað.</p> <p>Verkefnið framundan er að styrkja spítalann enn frekar þannig að hann blómstri sem eftirsóknarverður vinnustaður fyrir fagfólk og fyrir vísindafólk á heilbrigðissviði.</p> <p>Nú hillir undir Nýjan Landspítala. Í fimm ára fjármálaáætlun ríkisins er uppbygging Landspítalans við Hringbraut sett á oddinn og er gert ráð fyrir því að meðferðarkjarninn og rannsóknarkjarninn verði teknir í notkun árið 2023.</p> <p>Í haust lýkur fyrsta áfanga framtíðaruppbyggingar við Hringbraut þegar nýja sjúkrahótelið tekur til starfa í 4.300 fermetra vandaðri byggingu með aðstöðu fyrir 75 sjúklinga og aðstandendur þeirra.</p> <p>Það er sannarlega tilhlökkunarefni fyrir okkur öll að vinna á næstu árum að uppbyggingu Nýs Landspítala.</p> <p>Með því bætist til muna öll aðstaða fyrir sjúklinga og starfsfólk og gerir sjúkrahúsinu kleift að standast betur samanburð við erlend sjúkrahús sem áhugaverður vinnustaður og öflug vísindastofnun sem hefur bein áhrif á allt starf Heilbrigðisvísindasviðs háskólans.</p> <p>Eins og mörgum er eflaust kunnugt leggur ríkisstjórnin sérstaka áherslu á heilbrigðismál.</p> <p>Auk eflingar heilsugæslunnar og forvarna sem ég hef nefnt verður sérstaklega litið til eflingar þjónustu við aldraða og þá ekki síst að gera öldruðum kleift að búa sem lengst á eigin heimili með þeirri þjónustu sem til þarf.</p> <p>Geðheilbrigðismálin og bætt lýðheilsa fær sérstakan sess í stefnu ríkisstjórnarinnar.</p> <p>Landspítalinn er grunnstoð sjúkrahússþjónustunnar og allt kapp er lagt á að styðja við það hlutverk og um leið og starf heilbrigðisstofnana um landið er styrkt.</p> <p>Stofnanirnar um landið eru studdar meðal annars með því að gera þeim kleift að taka að sér ýmis verkefni og nýta þannig sem best mannafla, tæki og húsnæði sem fyrir er á hverjum stað.</p> <p>Góð samvinna sjúkrahúsa og heilbrigðisstofnana um landið styrkist með skýrari stefnumörkun og með nýtingu mismunandi úrræða, svo sem fjarheilbrigðisþjónustu.</p> <p>Þegar ég lít á þessi mikilvægu viðfangsefni framundan er það tilhlökkunarefni að geta leitað í smiðju vísindafólks á Heilbrigðisvísindasviði. Hér starfar fjöldi starfsmanna og nemenda og starfsemin snertir allar hliðar heilbrigðisþjónustunnar.</p> <p>Það er mikilvægt að eiga ráð háskólasamfélagsins um árangursríka uppbyggingu heilbrigðisþjónustunnar og nýta þannig bestu þekkingu hverju sinni til hagsbóta fyrir almenning og skjólstæðinga heilbrigðisþjónustunnar.</p> <p>Ég óska ykkur allra heilla og hlakka til samstarfs við ykkur.</p> <p>-------------------------------<br />(Talað orð gildir)</p>

2017-04-24 00:00:0024. apríl 2017Ársfundur Landspítala 2017

<p><b>Ávarp heilbrigðisráðherra, Óttars Proppé á ársfundi Landspítala<br>5. maí 2017</b></p> <p>Komið þið sælir góðir gestir á ársfundi Landspítala. Gaman að sjá ykkur og hitta hér við þetta tækifæri sem eðlilegt er að nýta jafnt til þess að líta yfir farinn veg á liðnu ári og horfa til framtíðar.</p> <p>Það er orðið nokkuð algengt í máli fólks þegar það ræðir um Landspítala að bæta einhverju við nafn sjúkrahússins eins og til að undirstrika að þetta er enginn venjulegur spítali í ónefndu landi. Þetta er Landspítali Íslands, þjóðarsjúkrahúsið, sjúkrahús allra landsmanna, háskólasjúkrahúsið okkar og þar fram eftir götunum.</p> <p>Í lögum heitir hann bara Landspítali – og ekki einu sinni með ákveðnum greini. Það held ég að flestum finnst of fátæklegt heiti á jafnmikilvægri stofnun í lífi okkar landsmanna og bæti því um betur á þennan máta til að gera veigamiklu hlutverki hans betri skil. Norðmenn eiga sér orðatiltækið ,,kært barn á sér mörg nöfn“ í lauslegri þýðingu, og það á held ég vel við um Landspítalann.</p> <p><b>Ýmsar stærðir í rekstri Landspítalans segja meira en mörg orð um það hvert vægi hans er í okkar litla samfélagi.</b> Þetta er einn stærsti vinnustaðurinn á landinu með um 5.500 starfsmenn sem allir gegna sínu mikilvæga hlutverki í gangverkinu, margir hverjir með mikla menntun, sérfræðiþekkingu og reynslu og bera þunga ábyrgð á heilsu og velferð sjúklinganna sem á Landspítalann leita. Um hundrað þúsund sjúklingar leituðu til Landspítalans á liðnu ári og fjárveitingar ríkisins til hans árið 2016 námu rúmum 56 milljörðum króna.</p> <p>Ef við lítum á fjárlög fyrir árið 2017 má sjá að:</p> <ul> <li> <p>Útgjöld ríkissjóðs nema um 750.000 milljörðum króna</p> </li> <li> <p>Heildarframlög til heilbrigðismála eru um 200.000 milljarðar króna - eða tæpur fjórðungur, 25%, af heildarútgjöldum ríkisins</p> </li> <li> <p>Fjárveitingar til Landspítala sem hlutfall af heildarútgjöldum ríkisins er um 8%.</p> </li> <li> <p>Hlutfall Landspítala af útgjöldum <u>til heilbrigðismála</u> er um 30%&nbsp;</p> </li> </ul> <p>Á Landspítalanum er veitt allra sérhæfðasta heilbrigðisþjónustan, til viðbótar almennri heilbrigðisþjónustu sem eðlilegt er að veita á umdæmissjúkrahúsi, því spítalinn gegnir líka því hlutverki gagnvart íbúum Reykjavíkur og nágrennis. Hér fer fram kennsla og þjálfun heilbrigðisstétta og vísindastörf og rannsóknir eru fyrirferðamikill þáttur í starfseminni.</p> <p>Það er því ekkert ofsagt að Landspítalinn sé engin venjuleg stofnun. Umfang rekstrarins skapar honum sérstöðu og eðli verkefnanna sömuleiðis. Síðast og ekki síst felst mikil sérstaða í hinum sterku tengslum við stóran hluta landsmanna á hverjum tíma, og nánast alla landsmenn einhvern tíma á lífsleiðinni.</p> <p>Það er óhjákvæmilegt að stofnun sem er svona mikilvæg og hefur svona afgerandi sérstöðu í mörgum efnum sé uppspretta margvíslegra umræðna, skoðanaskipta, deildra meininga og valdi stundum höfuðverk hjá þeim sem þurfa að axla ábyrgð og taka mikilvægar ákvarðanir, jafnt faglegar og fjárhagslegar ákvarðanir sem stundum eiga ekki fyllilega samleið.</p> <p><b>Framtíð Landspítalans </b>er yfirskrift þessa ársfundar og hvað hana varðar má margt ræða. Það er ekki svo að framtíðin sé algjörlega óskrifað blað. Það liggja fyrir stórar og mikilvægar ákvarðanir um framtíð Landspítalans.</p> <p>Í haust lýkur fyrsta áfanga framtíðaruppbyggingar við Hringbraut þegar nýja sjúkrahótelið tekur til starfa í 4.300 fermetra vandaðri byggingu með aðstöðu fyrir 75 sjúklinga og aðstandendur þeirra. Það verður kærkomið og mun hafa margvísleg jákvæð áhrif, fyrir notendur þjónustunnar og fyrir spítalann sjálfan.</p> <p>Í fimm ára fjármálaáætlun ríkisins er <b>uppbygging Landspítalans við Hringbraut sett á oddinn</b> og er gert ráð fyrir því að meðferðarkjarninn og rannsóknarkjarninn verði teknir í notkun árið 2023.</p> <p><b>Það kemur einnig glöggt fram í nýrri fimm ára fjármálaáætlun stórnvalda</b> <b>sem nú liggur fyrir Alþingi</b> að heilbrigðismálin verða í forgangi á komandi árum. Það eru vissulega aðhaldsmarkmið í áætluninni fyrir næsta ár, en krafan um aðhald er lægri á sjúkrahús og öldrunarstofnanir.</p> <p>Til lengri tíma litið eru aukin framlög til heilbrigðismála í forgangi samkvæmt áætluninni. Gert er ráð fyrir að framlög til heilbrigðismála verði aukin í skrefum.</p> <p>Milli áranna 2017 og 2018 er aukningin um 9%.</p> <p><b>Uppbygging Landspítalans er stærsta verkefnið framundan</b>, en einnig verður áfram unnið að <b>styttingu biðlista</b> eftir völdum aðgerðum, líkt og þið þekkið hér í tengslum við endurnýjaða samninga vegna átaks í þeim efnum.</p> <p>Um er að ræða þriggja ára átak sem hófst 2016 og í ár hefur verið leitað til Landspítala, Sjúkrahússins á Akureyri og Heilbrigðisstofnunar Vesturlands til að framkvæma aðgerðirnar auk fyrirtækja á sviði augnlækninga.</p> <p>Þá verður áhersla lögð á <b>uppbyggingu hjúkrunarrýma</b> og <b>geðheilbrigðsmálin fá meira vægi</b>.</p> <p>Loks vil ég nefna sérstaklega <b>nýtt greiðsluþátttökukerfi fyrir heilbrigðisþjónustu</b> með gildistöku 1. maí næstkomandi sem ég vil láta eftir mér að kalla þjóðþrifamál og stórt réttlætismál.</p> <p>Með nýja greiðsluþátttökukerfinu er sett hámark á útgjöld einstaklinga fyrir heilbrigðisþjónustu en það hefur svo sárlega vantað hingað til. Þeir sem eru oft eða mikið veikir munu þar með vita fyrir víst að heilbrigðisútgjöld þeirra fara ekki yfir tiltekin mörk, sama hve fólk þarf á mikilli þjónustu að halda, - til dæmis einstaklingar sem eru í meðferð vegna krabbameina.</p> <p>Uppbygging Landspítala við Hringbraut er nú loksins orðin meira en framtíðarsýn, hún er fjármögnuð áætlun um framkvæmdir á næstu árum og að hluta farin að raungerast, eins og við sjáum í sjúkrahótelbyggingunni sem brátt verður tekin í notkun.</p> <p>Góðir gestir.</p> <p><b>Margvíslegar áskoranir blasa við frá degi til dags í starfsemi Landspítalans </b>og ég geri mér vel grein fyrir því að róðurinn á spítalanum er oft þungur vegna álags, þar sem lítið má út af bregða til að ástandið verði alvarlegt og erfitt við að ráða.</p> <p><b>Fráflæðisvandinn</b> – <b>sem ég kýs frekar að kalla útskriftarvanda</b> – er sameiginlegt verkefni sem við verðum að leysa með sameiginlegri ábyrgð og skynsamlegum og skilvirkum leiðum.</p> <p>Stjórnendur spítalans og ráðuneytið hafa unnið saman að ýmsum leiðum til að bregaðst hér og nú við erfiðri stöðu hvað þetta varðar og orðið nokkuð ágengt.</p> <p>Má í því sambandi til dæmis nefna tímabundið verkefni um biðrými fyrir þá sem bíða eftir hjúkrunarrýmum og er unnið í samvinnu við Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi. Þessi nýju rými munun án vafa nýtast vel einkstaklingum sem lokið hafa meðferð á Landspítala. Stefnt er að því að þessi rými verði tekin til notkunar nú í maí.</p> <p>En við þurfum sömuleiðis framtíðarlausnir. Til lengri tíma litið liggja þær lausnir einkum í því að stórauka þann stuðning sem gerir fólki kleift að búa lengur heima hjá sér þrátt fyrir heilsubrest og skerta athafnagetu og mikilvægt er að fjölga hjúkrunarrýmum.</p> <p>Það er óviðunandi allra hluta vegna að fólk ílengist eftir að meðferð er lokið á Landspítala eins og nú er. Það er vont fyrir þessa einstaklinga, það er vont fyrir starfsemi sjúkrahússins, það er óskynsamlegt og ég leyfi mér að segja óverjandi.</p> <p>Við verðum að komast fyrir þennan vanda og við getum það með góðri samvinnu, útsjónasemi og réttri forgangsröðun. Þá þarf að sjálfsögðu að taka með í reikninginn hækkandi meðalaldur þjóðarinnar, enda ekkert sem á að koma okkur á óvart hvað það varðar.</p> <p><b>Landspítalinn og þjónustan sem þar er veitt stendur og fellur með fólkinu sem þar starfar.</b> Þetta veit ég, þetta vitið þið og þetta vita allir sem láta sig starfsemi sjúkrahússins varða.</p> <p>Það er því mikið alvörumál þegar erfiðlega gengur að laða fólk til starfa, þegar nýliðunin er ófullnægjandi og þegar reynt fagfólk hverfur frá störfum.</p> <p>Kaup og kjör, vinnuálag, aðstæður varðandi samræmingu vinnu og fjölskyldulífs, vinnuumhverfi og aðbúnaður eru allt þættir sem hafa áhrif á viðhorf fólks til vinnustaða. Sömuleiðis hafa samskipti, stjórnun og forysta afgerandi áhrif á hvernig starfsfólki líður í vinnunni.</p> <p>Það er alveg ljóst að mönnunin er orðin alvarlegt vandamál á Landspítalanum og þá sérstaklega þegar hjúkrunarfræðingar eiga í hlut. Hér er um að ræða flókinn vanda sem kallar á margþætta lausn.</p> <p>Leita þarf allra leiða og snúa vörn í sókn. Mér er kunnugt um að starfsfólk ráðuneytisins er í góðum samskiptum við stjórnendur spítalans um verkefnið.</p> <p>Við horfum nú fram á stórfellda uppbyggingu Landspítala hvað allan húsakost, tækjabúnað og aðra aðstöðu varðar. Ég trúi því og treysti að við séum að byggja upp Landspítala sem eigi alla möguleika á því að verða eftirsóttur og framúrskarandi vinnustaður ef við höldum rétt á málum.</p> <p><b>Gott fólk.</b></p> <p>Landspítalinn er þjóðinni kær, enda á hann sér marga vini og hauka í horni. Árlega eru honum færðar smærri og stærri gjafir frá einstaklingum og félagasamtökum. Þannig hefur það verið alla tíð og sum félög eiga orðið sögu sem er samofin sögu spítalans sjálfs. Liggur þá beint við að nefna Kvenfélagið Hringinn, að öðrum góðum félögum ólöstuðum.</p> <p>Ég ætla ekki að láta undir höfuð leggjast að nefna hér magnaða og merkilega gjöf sem Íslensk erfðagreining færði þjóðinni af fádæma rausnarskap og Landspítalinn er handhafi að. Hér á ég auðvitað við jáeindaskannann sem tekinn verður í notkun í haust ef fer sem horfir.</p> <p>Það mun ekki vera of sagt að hann muni á margan hátt valda straumhvörfum. Með tilkomu hans þarf ekki lengur að senda fólk í jáeindaskanna til Danmerkur líkt og gert hefur verið með tilheyrandi óhagræði fyrir sjúklingana og miklum tilkostnaði.</p> <p>Þetta hafa verið um 200 sjúklingar á ári. Nú mun þessi tækni jafnframt koma miklu fleirum að notum, eða allt að tvöþúsund sjúklingum á ári er mér sagt. Greiningar ýmissa sjúkdóma verða mun nákvæmari og betri en áður, meðferð þar með markvissari og horfur sjúklinga betri.</p> <p>Það munar um minni gjafir en þá sem hér var um rætt – en svo hefur líka sannarlega munað um þau auknu framlög til tækjakaupa sem fylgdu markvissri tækjakaupaáætlun sem gerð var í tíð forvera míns á stóli heilbrigðisráðherra. Gömul og úrelt tæki hafa verið endurnýjuð, ný tæki og ný tækni hefur opnað nýja möguleika á sviði meðferðar.</p> <p>Kæru vinir.</p> <p>Við skulum ekki gleyma því þótt við mætum mótbyr, að Landspítalinn er flaggskip í heilbrigðisþjónustu okkar. Við eigum að meta hann að verðleikum, því hann stendur undir þjónustu sem við getum verið stolt af.</p> <p>Landspítalinn hefur á að skipa vel menntuðu og færu fagfólki. Hér starfar öflug liðsheild og fyrir henni fara stjórnendur sem njóta traust og virðingar.</p> <p>Við erum hér saman komin ákveðin í að horfa til framtíðar. Ég fullyrði að Landspítalans bíður björt framtíð – við munum sjá hann eflast og dafna á komandi árum, sem hátæknisjúkrahús, háskólasjúkrahús, sem Landspítali Íslands og þjóðarsjúkrahúsið, eða hvaða öðrum viðeigandi og nöfnum við viljum nefna þessa merku stofnun sem er okkur landsmönnum svo kær.</p> <p>Takk fyrir.</p> <p>&nbsp;</p> <p>------------------------<br>(Talað orð gildir)</p>

2017-04-22 00:00:0022. apríl 2017Fjölumdæmisþing Lionshreyfingarinnar

<p><strong>Ávarp Óttars Proppé heilbrigðisráðherra á fjölumdæmisþinginu, 22. apríl 2017<br /></strong><br />Kæru Lions-meðlimir og aðrir góðir gestir.</p> <p>Þakka ykkur kærlega fyrir að bjóða mér að ávarpa ykkur í upphafi þessa fjölumdæmisþings.</p> <p>Allt frá stofnun Lions-hreyfingarinnar hér á landi hefur hún unnið sér jákvæðan sess í hugum og hjörtum landsmanna, ég er þar með talinn. Sama á við um stöðu og ímynd hreyfingarinnar um allan heim.</p> <p>Skýringin á þessari jákvæðu afstöðu meðborgaranna gagnvart ykkur er hinn djúpstæði mannkærleikur sem birtist í gjörðum samtakanna, sem hafa beitt kröftum sínum til að bæta mannlíf meðal þjóða heimsins.</p> <p>Mér er mjög í huga, hvernig Lions-hreyfingin hefur á fórnfúsan hátt beitt sér bæði hér á landi og á heimsvísu. Hún hefur staðið fyrir því að bæta kjör og aðstæður fólks á ýmsa vegu, allt frá því að berjast gegn hungri meðal fátækra þjóða með matargjöfum til þess að efla og bæta sjónvernd og sykursýkisvarnir, auk þess að beina kröftum sínum að umhverfisvernd.</p> <p>Hér á Íslandi er vart til sú heilbrigðisstofnun sem ekki hefur þegið rausnarlega gjöf frá Lions-klúbbi, jafnt sjúkrahús sem heilsugæslustöðvar, jafnt Landspítalinn, okkar stærsta heilbrigðisstofnun, sem minnstu einingar heilbrigðisþjónustunnar. Mér koma í hug tól og tæki af ýmsum toga, stór og lítil, sem hafa komið að miklum notum við heilbrigðisþjónustu á viðkomandi svæði. Á þennan hátt hafa íbúar notið gjafmildi og velvilja samtaka ykkar, sem hefur orðið byggðarlagi klúbbsins á svæðinu til góðs. Fyrir þetta verður aldrei nógsamlega þakkað. Vil ég sem heilbrigðisráðherra þakka þetta hér með enn og aftur.</p> <p>Heilbrigðisþjónusta telst í öllum löndum til eins helsta þáttar þeirrar samfélagsverkefna, sem við stöndum öll saman að, enginn veit hvenær hann þarf á þessari þjónustu að halda og því er sátt meðal flestra þjóða, að þjónusta við sjúka teljist til sameiginlegra verkefna, þar sem við öll saman styðjum við þann sem á henni þarf að halda. Þjónustan á Íslandi telst í alþjóðlegum samanburði vera góð, grundvallarþættir eins og ungbarna- og mæðradauði eru með því lægsta í heiminum og lífslíkur með þeim bestu í heiminum. Minnumst þess að fyrir þremur kynslóðum átti nýfætt barn á Íslandi ekki nema um 50% líkur á að verða 10 ára gamalt. Nú eru þessar líkur um 100%. Þannig er þessu ekki varið víða um lönd, vissulega er ungbarnadauði fallandi, að mati Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar deyja nú 19.000 færri börn daglega en 1990. 19.000 færri – daglega! Á síðasta ári létust um þrjár milljónir nýbura, flestir vegna vannæringar, 1990 létust um fimm milljónir nýbura árlega.</p> <p>Svo mikið hefur verið gert en alltaf má gera betur, mörg mikilvæg verkefni bíða og kalla eftir að úr þeim verði leyst. Í þessu samhengi er stuðningur samtaka eins og Lionshreyfingarinnar ómetanlegur. Ég þykist vita að á því verði engin breyting í komandi framtíð.</p> <p>Að baki þessarar ómældu góðvildar Lions-hreyfingarinnar býr hugarfar sem vonandi býr í sem flestum einstaklingum en til að leysa þessi jákvæðu öfl úr læðingi þarf samheldni og framtakssemi sem félagsskapurinn býður uppá, fjölbreytni, návist við góða félaga og vini, jákvæða upplifun af góðverkunum, viðurkenningu umhverfisins. Allt þetta tel ég Lions-hreyfinguna hafa öðlast með framlagi sínu til betra mannlífs víða um lönd.</p> <p>Ég sá það í kynningarefni samtakanna að frá stofnun fyrsta klúbbsins hér á landi 1951 eru þeir nú orðnir um 90 og meðlimir vel á þriðja þúsundið. Nýliðun er öllum félögum nauðsynleg og ég þykist vita að hreyfingin gætir vel að því að endurnýja sig og ná til sín ungu fólki.</p> <p>Hin öfluga starfsemi á Íslandi hefur vakið athygli um víða veröld og staða samtakanna hér viðurkennd. Ég þykist vita að þessi staðreynd hefur átt sinn þátt í því að nú er félagi ykkar, Guðrún Björt Yngvadóttir úr Garðabæ, annar varaforseti Alþjóðasamtaka Lions. Mun hún því fyrst kvenna veita forystu embætti alþjóðaforseta þessarar merku hreyfingar árin 2018-2019. Ég vil óska Guðrúnu og ykkur öllum til hamingju með þennan frama og viðurkenningu sem í þessu felst.</p> <p>Kæru Lions-félagar</p> <p>Ég við að endingu þakka aftur boð ykkar, ég vil einnig þakka aftur allan stuðning ykkar við íslenska heilbrigðisþjónustu og íslenskt samfélag á þeim 66 árum sem liðin eru frá stofnun Lions á Íslandi.</p> <p>Ég vil óska ykkur alls hins besta í störfum ykkar og veit að þau verða íslensku samfélagi til góðs um ókomna tíma.</p> <p>Þakka ykkur fyrir.</p> <p>------------------------<br />(Talað orð gildir)</p>

2017-04-11 00:00:0011. apríl 201760 ára afmæli umdæmissjúkrahúss Austurlands

<p><strong>Ávarp Óttars Proppé heilbrigðisráðherra</strong></p> <p>Komið þið sæl öll og til hamingju með daginn.</p> <p>Eða kannski öllu heldur, til hamingju gott fólk, með að eiga hér í Neskaupsstað glæsilegt umdæmissjúkrahús sem hefur þjónað Austfirðingum og sinnt heilsufarsvandamálum þeirra í stóru og smáu um sextíu ára skeið.</p> <p>Vígsludagur sjúkrahússins mun hafa verið 18. janúar 1957 og haldinn að viðstöddu fjölmenni við afar hátíðlega athöfn, eins og efni stóðu til. Höfðu þá framkvæmdir staðið yfir í nærri áratug, eða frá því að fyrsta skóflustungan var tekin í september 1948.</p> <p>Guðjón Hauksson, forstjóri hér, var svo vænn að láta mér í té bók Stefáns Þorleifssonar; Heilbrigðisþjónusta á Norðfirði 1913 til 1990 þar sem m.a. er fjallað um vígslu sjúkrahússins hér í máli og myndum. Mikið var um ræðuhöld og góðar gjafir voru gefnar.</p> <p>Ég gríp hér nokkrar línur úr bók Stefáns um þennan atburð þar sem segir: „Allar báru ræðurnar vott um aðdáun og hlýhug í garð stofnunarinnar og minntust menn með virðingu og þakklæti séra Guðmundar Helgasonar sem átti frumkvæði að þeirri stofnun, sem þarna var verið að fagna og vígja til starfrækslu. Einnig rómuðu menn mjög allan frágang og handbrað iðnaðarmanna og þá ekki síst hinn margbrotna og nýstárlega búnað sjúkrahússins, en fæstir af þeim sem þarna voru staddir höfðu áður séð búnað nýtísku sjúkrahúss“ – tilvitnun lýkur.</p> <p>Ljóst er að það sem þótti nýstárlegt af búnaði og tækjum á þessum tímamótum þætti harla fornfálegt í dag. Það sem hefur hins vegar ekki breyst er hlýhugur heimamanna í garð umdæmissjúkrahússins síns – og ég þykist vita að í dag komi ýmsir færandi hendi, rétt eins og við vígsluna á sínum tíma.</p> <p>Það er bæði rétt og skylt að nefna sérstaklega hvernig konur hafa jafnan verið öflugir bakhjarlar heilbrigðisstofnana, hvaða nafni sem þær nefnast. Í áður tilvitnaðri bók Stefáns segir til að mynda: „Strax frá byrjun, sem og nú, höfðu kvenfélögin í bænum sýnt þessari stofnun mesta ræktarsemi.“ Síðan eru taldar upp margvíslegar og raunsarlegar gjafir sem svo sannarlega hefur munað um. Hlutur kvenna í uppbyggingu heilbrigðisþjónustu á Íslandi er alveg sérstakur kapítuli sem ber að halda í heiðri og er ástæða til að minnast í svo mörgu samhengi – bæði fyrr og nú.</p> <p>Góðir gestir.</p> <p>Ég ætla ekki að halda hér langa ræðu. Fyrst og fremst erum við hér saman komin til að fagna tímamótum sjúkrahússins hér.</p> <p>Það hefur hins vegar verið afar kærkomið fyrir mig að fá þetta tækifæri til koma hingað austur, ræða við heimamenn og gefast kostur á að kynnast svolítið í návígi starfsemi Heilbrigðisstofnunar Austurlands og áherslum þeirra sem stýra og stjórna rekstrinum sem fer fram á mörgum starfsstöðum í þessu víðfeðma umdæmi, allt frá Bakkafirði til Álftafjarðar, inn til lands og niður á firði.</p> <p>Gott fólk. Ég ítreka góðar afmælisóskir og einnig óskir um bjarta framtíð og góða heilsu Umdæmissjúkrahússins í Neskaupsstað. Ástæða er til að ætla að þær óskir gangi eftir, þar sem framundan er grundvallarbreyting á aðstæðum öllum til góðs með opnun Norðfjarðarganga. Með göngunum batnar aðgengi Austfirðinga að sjúkrahúsinu hér – og margvísleg tækifæri opnast til samstarfs og samvinnu á sviði heilbrigðismála sem í öðrum mikilvægum málum.</p> <p>Framundan eru spennandi tímar og tækifæri. Njótum þess og njótum dagsins í dag.</p> <p>----------------------------<br />(Talað orð gildir)</p>

2017-04-07 00:00:0007. apríl 2017Alþjóðlegur heilbrigðisdagur gegn þunglyndi

<p><strong>Grein eftir Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra<br>Birtist í Fréttablaðinu 7. apríl 2017</strong></p><p><strong>„</strong>Þunglyndi! Tölum um það.“&nbsp; Þetta eru skilaboð Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) á alþjóðaheilbrigðisdeginum 7. apríl sem að þessu sinni er helgaður þunglyndi og hvernig við getum spornað við þunglyndi og bætt aðstæður þeirra sem við það glíma.</p> <p>Þunglyndi er ein af meginorsökum vanheilsu fólks og örorku um allan heim. WHO áætlar að yfir 300 milljónir manna eigi við þunglyndi að etja og að hlutfall þunglyndra hafi jafnframt hækkað um rúm 18% á árabilinu 2005 – 2015. Í ljósi þessarar alvarlegu stöðu hefur WHO ákveðið að efna til herferðar sem standa mun í heilt ár, undir yfirskriftinni: ,,Depression: let´s talk.“</p> <p>Ég mæli með því að við gerum eins og Alþjóðaheilbrigðisstofnunin leggur til. Tölum um þunglyndi, reynum að sporna við þunglyndi og styðjum þá sem þjást af því til að öðlast betra líf með viðeigandi úrræðum og þjónustu.</p> <p>Hér á landi hefur margt verið gert til að opna umræðuna um þennan illvíga sjúkdóm sem svo lengi var þolendum og aðstendendum þeirra mikið feimnismál. Það hefur átt sér stað vitundarvakning, sem gerir það að verkum að fólk hefur opnað sig og ræðir nú opinskátt um veikindi sín. Slík umræða eyðir fordómum og opnar jafnframt augu almennings og ráðamanna fyrir því hve mikilvægt er fyrir samfélagið allt að þessi mál séu tekin alvarlega.</p> <p>Eins og fram kemur í sáttmála ríkisstjórnarinnar og í nýrri fjármálaáætlun hennar er áhersla lögð á að bæta aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu, m.a. með fjölgun sálfræðinga í heilsugæslunni og með aðgerðum til að stytta bið eftir þjónustu göngudeildar Barna- og unglingageðdeildar Landspítalans.</p> <p>Við búum að því að eiga þingsályktun um stefnu og aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum til fjögurra ára sem samþykkt var á Alþingi á liðnu ári. Þar eru sett skýr markmið og áætlanir sem fylgja þarf fast eftir. Aukin vellíðan, betri geðheilsa landsmanna og virkari samfélagsþátttaka þeirra sem glíma við geðraskanir til skemmri eða lengri tíma, óháð búsetu er meginmarkmið þingsályktunarinnar. Að baki slíkri stefnu eigum við öll að geta staðið heilshugar.</p> <p><i>Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra</i></p> <p>&nbsp;</p>

2017-04-06 00:00:0006. apríl 2017Landsfundur Sjálfsbjargar

<p><strong>Ávarp Óttars Proppé heilbrigðisráðherra á landsfundi Sjálfsbjargar, 6. maí 2017</strong></p> <p>Ágætu gestir og fulltrúar á landsfundi Sjálfsbjargar 2017.</p> <p>Það er mér sérstök ánægja að fá tækifæri til að ávarpa ykkur við upphaf landsfundarins.</p> <p>Mér er ljóst að mörg verkefni eru á dagskrá ykkar í dag og alla daga, þar sem þið hafið í tæp 60 ár staðið vaktina varðandi stöðu og réttindi fatlaðs fólks.</p> <p>Á vef ykkar er áhugavert yfirlit um sögu samtakanna og ég rak þar augun í yfirlit um þau baráttumál sem tilgreind voru í ykkar fyrstu lögum. Þar eru meðal annars tilgreind áform um byggingu félagsheimilis. Það hafið þig gert og gott betur.</p> <p>Vinnu- og menntamál eru áhersluefni auk þess að koma upp þjálfunarstöðvum. Þar hefur líka mikið áunnist og ég held að óhætt sé að segja að staða fatlaðs fólks nú er allt önnur og betri en hún var á árinu 1959.</p> <p>Ekki er þó öllum markmiðum náð og í tímans rás verða til ný verkefni og tækifæri sem þarf að huga að og fylgja eftir þótt önnur komist í höfn.</p> <p>Einnig kemur fram á vef ykkar að aðgengismál í víðum skilningi hafa lengst af verið mikið áherslumál hjá samtökunum. Þá er ekki bara um að ræða ferlimál, sem var það sem var brýnast til að byrja með, heldur líka greiður aðgangur að fjölbreyttum hjálpartækjum bæði í vinnu og einkalífi.</p> <p>Þróun hjálpartækja á þessum tíma hefur skipt sköpum varðandi möguleika fólks með margs konar fötlun til að geta notið sín í námi og starfi.</p> <p>Þar hefur þróunin í tölvutækni verið einna mikilvægust á undanförnum árum og sú þróun er á fljúgandi ferð. Með nýrri tækni hefur fólk sem býr við mjög alvarlega fötlun allt önnur tækifæri en áður.</p> <p>Í vikunni var verið að kynna mér stöðu mála varðandi flókin hjálpartæki sem notuð eru til tjáskipta og umhverfisstjórnunar.</p> <p>Það er í rauninni alveg ótrúlegt að sjá möguleikana við að auðvelda fólki lífið.</p> <p>Hins vegar erum við stundum í vandræðum með að fylgja möguleikum tækninnar eftir og fullnýta því hún er oft mjög flókin.</p> <p>Við höfum eftir bestu getu reynt að fylgjast með þessari þróun en í þessu eins og mörgu öðru verða verkefnin enn um sinn óþrjótandi.</p> <p>-------------------------</p> <p>Ágætu fundarmenn.</p> <p>Ég vil nota þetta tækifæri til að segja ykkur í örstuttu máli frá þeirri sýn og þeim áherslum sem ég hef varðandi heilbrigðisþjónustuna.</p> <p>Fyrst af öllu vil ég leggja áherslu á að í stærstu dráttum er heilbrigðiskerfið okkar gott og ég þreytist ekki á að lofa það mikla og góða starf sem unnið er á öllum stigum þjónustunnar og um land allt.</p> <p>Um leið og við eigum að vera gagnrýnin á kerfið og þjónustuna, gagnrýnin í merkingunni „rýna til gagns“, megum við ekki gleyma því sem vel er gert.</p> <p>Ég tek það skýrt fram að ég hyggst ekki bylta því kerfi sem við höfum, hvorki varðandi skipulag né rekstrarform.</p> <p>Við þurfum engu að síður að horfast í augu við það að ýmsu má breyta til að laga þjónustuna betur að þörfum notenda.</p> <p>Nokkrir fulltrúar samtaka fatlaðs fólks hafa komið á minn fund og komið með góðar ábendingar.</p> <p>Mér finnst mikilvægt að fá að heyra frá fulltrúum þeirra sem þekkja vel til og sjónarhorn fatlaðra notenda heilbrigðisþjónustu er þar ekki undaskilið.</p> <p>Þegar við horfum til þess að gera breytingar á heilbrigðiskerfinu höfum við gjarnan byrjað á því að skipa nefnd eða starfshóp, sem síðan skila af sér skýrslum og greinargerðum til ráðherra.</p> <p>Fyrir liggja margar slíkar greiningarskýrslur og tillögur nefnda og faglegra skipaðra vinnuhópa um mörg viðfangsefni heilbrigðisþjónstunnar.</p> <p>Það er mikilvægt að nýta það sem fyrri liggur, fremur en að skipa enn einn starfshópinn.</p> <p>Ég legg áherslu á að nýta vandaða vinnu sem fyrir liggur, rýna í fyrirliggjandi gögn og skýrslur og nota efnið til að skerpa línur og stefnu.</p> <p>Þetta er verkefni okkar þessa dagana og okkar á milli köllum við verkefnið <strong>Upp úr skúffunum.</strong></p> <p>Ég stefni að því að setja fram <strong>heildstæða stefnu í heilbrigðismálum</strong> þar sem allt er undir, jafnt grunnþjónustan í heilsugæslunni, sérfræðiþjónustan, opinbera stofnanaþjónustan, sérhæfða sjúkrahúsþjónustan, endurhæfingarstarfsemin og heilbrigðisþjónusta fyrir aldraða.</p> <p>Við viljum <strong>heildstæða, skilvirka og örugga þjónustu</strong>, sem veitt er á viðeigandi þjónustustigi miðað við þarfir hvers og eins – og við viljum að sjálfsögðu að þeim fjármunum sem varið er til heilbrigðisþjónustu sé varið skynsamlega og að þeir nýtist sem allra best.</p> <p>Það er einnig grundvallaratriði að tryggja eins og kostur er <strong>jafnt aðgengi landsmanna að heilbrigðisþjónustu</strong>, óháð efnahag, búsetu eða öðrum þáttum svo sem fötlun.</p> <p>Þá vil ég nefna að 1. maí sl. tók <strong>gildi nýtt greiðsluþátttökukerfi heilbrigðisþjónustunnar</strong>.</p> <p>Kerfið markar tímamót og hefur það markmið að verja sjúkratryggða fyrir mjög háum greiðslum.</p> <p>Sett var þak á greiðslur sjúkratryggðra fyrir heilbrigðisþjónustu. Kerfið er í raun greiðslujöfnunarkerfi og mun kostnaður nú dreifast á sjúkratryggða með öðrum hætti en áður.</p> <p>Þeir sem sjaldan þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda greiða meira fyrir þjónustuna og þeir sem þurfa á mikilli þjónustu að halda greiða minna.</p> <p>Á þessu ári er ætlaður 1 milljarður króna í fjárlögum til að lækka greiðsluþátttöku sjúklinga á árinu 2017.</p> <p>Þá vil ég líka að það komi skýrt fram að það er <strong>stefna ríkisstjórarinnar að halda áfram að minnka greiðsluþátttöku einstaklinga í heilbrigðisþjónustu</strong> og það er gert ráð fyrir fjármunum í það verkefni í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2018 – 2020.</p> <p>Ekki er búið að útfæra framkvæmdina í einstökum atriðum, en markmiðið er skýrt, <strong>það á að lækka greiðsluþátttöku sjúklinga enn frekar.</strong></p> <p> </p> <p>Góðir fundarmenn.</p> <p>Ég hef hér drepið á nokkur mál sem mér fannst mikilvægt að koma á framfæri við ykkur hér í dag.</p> <p>Heilbrigðisþjónusta er ykkur mikilvæg eins og flestum landsmönnum og ég vil standa vörð um að hún verði áfram góð og batni enn frekar.</p> <p><strong>En ég vil líka nefna forvarnir, því betra er heilt en gróið. </strong></p> <p>Með stuðningi við fatlað fólk og eflingu þess á öllum sviðum er fólgið mikið forvarnarstarf bæði varðandi andlega og líkamlega heilsu. Þetta hefur Sjálfsbjörg gert í 60 ár. Hafið þökk fyrir.</p> <p>Að lokum vona ég að þið eigið hér árangursríkan fund í dag og óska ykkur velfarnaðar í öllu ykkar starfi.</p> <p>--------------------<br />(Talað orð gildir)</p>

2017-03-23 00:00:0023. mars 2017Vorfundur Landssambands heilbrigðisstofnana

<p><b>Ávarp Óttars Proppé, heilbrigðisráðherra<br>24. mars 2017</b></p> <p></p><p>Sæl öll.</p><p>Það er ánægjulegt að fyrir mig hitta ykkur hér, fólkið sem kalla má framverði heilbrigðisþjónustunnar, þar sem þið standið fremst meðal jafningja. </p><p>Hér í þessum sal er augljóslega fyrir hendi mikil þekking á breiðu sviði heilbrigðiskerfisins þar sem saman eru komnir fulltrúar sjúkrahúsa, heilbrigðisstofnana, heilsugæslu, hjúkrunarheimila, endurhæfingarstofnunu og velferðarráðuneytinu auk fyrirlesara úr háskólasamfélaginu, að ógleymdum landlækni. </p><p>Það hlýtur að koma eitthvað gott út úr fundi sem þessum, - takk fyrir að bjóða mér. </p><p>Fyrir mig sem ráðherra heilbrigðismála er nauðsynlegt að geta sótt í ykkar þekkingarbrunn þegar kemur að stefnumótun fyrir þennan risavaxna málaflokk. </p><p>Eins er það algjör forsenda fyrir mig að geta átt samráð og samstarf við ykkur varðandi alla framkvæmd stefnu á sviði heilbrigðismála, þar sem okkar sameiginlega markmið á að vera að efla og bæta heilbrigðisþjónustu í þágu þeirra sem hennar þurfa með.</p><p>Viðfangsefni þessa tveggja daga fundar eru stór og mikilvæg. Stefnumótun og framkvæmd stefnu í heilbrigðismálum er viðvarandi verkefni og um það verður fjallað hér.</p><p>Svo er það mönnun og menntun fagstétta sem skiptir ekki síður máli, því þjónustan og&nbsp; gæði þjónustunnar stendur og fellur með því að hægt sé að fullmanna heilbrigðiskerfið með vel menntuðu og færu fagfólki.</p><p>Hér á eftir fáum við að heyra um sýn á stefnu og skipulag heilbrigðisþjónustu frá sjónarhóli notenda annars vegar og hins vegar frá sjónarhóli veitenda þjónustunnar með aðgengið sem útgangspunkt. Hvoru tveggja mikilvægt og áhugavert.</p><p>Góðir gestir.</p><p>Ég ætla að nota tækifærið hér til að kynna þær áherslur sem mér sýnist augljóst að hafa að leiðarljósi í heilbrigðismálum á komandi misserum, eftir að hafa gert mitt besta til að kynna mér stöðuna frá því ég tók við embætti. </p><p>Þótt ég hafi fylgst grannt með og haft áhuga á heilbrigðismálum sem öðrum velferðarmálum lengi, bæði sem leikmaður og sem stjórnmálamaður, þá horfir allt nokkuð öðruvísi við úr stóli ráðherra yfir þessum víðfeðma og mikilvæga málaflokki. </p><p>Mér er vel ljóst að það tekur tíma að setja sig inn í skipulag heilbrigðiskerfisins og þar á ég margt ólært. Það er mikilvægt að átta sig á kostum þess og göllum, að finna veikleikana, meta styrkleikana og greina tækifærin. </p><p>Gleymum ekki því að við getum um margt verið stolt af heilbrigðiskerfinu okkar en við skulum líka muna í dagsins amstri að það eru alltaf tækifæri til að gera betur. Við þurfum því stundum að gefa okkur tíma til að hugsa hluti upp á nýtt, skoða mál í öðru samhengi en við erum vön, breyta um sjónarhorn og vera skapandi. </p><p>Til þess eru svona fundir – til þess er <b>samráð og samvinna</b> en þetta tvennt eru þættir sem ég vil leggja ríka áherslu á sem ráðherra.</p><p>Góðir gestir.</p><p>Nú ætla ég að víkja að þeirri sýn og þeim áherslum sem mig langar að koma á framfæri við ykkur hér í nokkrum orðum - en svo eigum við örugglega eftir að fá ýmis tækifæri til að ræða saman um heilbrigðismál í ýmsu samhengi á næstu misserum.</p><p>Fyrst af öllu vil ég gera það alveg skýrt hér að <b>ég hyggst ekki bylta því kerfi sem við höfum með róttækum breytingum, hvorki varðandi skipulag né rekstrarform</b>. Við höfum á að byggja ákveðnu grundvallarskipulagi sem er í meginatriðum gott og engin ástæða til að kollvarpa því, þótt ýmsu megi breyta til að laga þjónustuna betur að þörfum notenda.</p><p>Við höfum líka margt að byggja á varðandi mögulegar breytingar til að bæta heilbrigðiskerfið og þjónustu þess. Fyrir liggja margar greiningarskýrslur og tillögur nefnda og faglegra skipaðra vinnuhópa um slík efni sem er ástæða til að nýta. </p><p><b>Upp úr skúffunum </b>mun verða ríkur þáttur í þeirri stefnumótun sem ég vil vinna að – en ég hef hug á að sett verið fram <b>heildstæð stefna í heilbrigðismálum</b> þar sem allt er undir, jafnt grunnþjónustan í heilsugæslunni, sérfræðiþjónustan, opinbera stofnanaþjónustan, sérhæfða sjúkrahúsþjónustan, endurhæfingarstarfsemin og heilbrigðisþjónusta fyrir aldraða. Það verður að skoða þetta kerfi í heild, og allir þættir þess verða að vinna saman ef við ætlum að tryggja í verki samþætta þjónustu fyrir sjúklinga með þeirri heildarsýn sem liggur slíkri samþættingu til grundvallar.</p><p><b>Varðandi stefnumótunina, þá vitum við í meginatriðum hverju við viljum ná fram</b>: Við viljum heildstæða, skilvirka og örugga þjónustu, sem veitt er á viðeigandi þjónustustigi miðað við þarfir hvers og eins – og við viljum að sjálfsögðu að þeim fjármunum sem varið er til heilbrigðisþjónustu sé varið skynsamlega og að þeir nýtist sem allra best. </p><p>Það er einnig grundvallaratriði að tryggja eins og kostur er <b>jafnt aðgengi landsmanna að heilbrigðisþjónustu</b>, óháð efnahag, búsetu eða öðrum þáttum, eins og ég kem nánar að síðar. </p><p>Ég&nbsp; held að við getum öll verið nokkuð sammála um hvert við eigum að stefna – en <b>spurningin sem við þurfum einkum að glíma við er hvernig náum við best þessum markmiðum.</b> Um það tel ég að sú heildstæða stefnumótun sem ég vil að ráðist verði í eigi að snúast. Og þar höfum við – eins og ég sagði áðan – á mörgu að byggja. Heilsugæslan á tvímælalaust að vera fyrsti viðkomustaður fólks í heilbrigðiskerfinu. Ýmis skref hafa verið stigin á síðustu misserum til að efla&nbsp; hana og ég mun halda því starfi áfram. </p><p><b>Nýtt fjármögnunarkerfi sem hefur verið innleitt í heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu</b> <b>lofar góðu</b>. Betri þjónusta og aukin afköst eru markmiðið. Í þessu kerfi sitja veitendur þjónustunnar við sama borð, óháð rekstrarfyrirkomulagi og inn í kerfið eru byggðir hvatar sem umbuna þeim sem best sinna sínum sjúklingum. </p><p>Það er mjög mikilvægt að byggja inn í heilbrigðskerfið heilbrigða hvata á borð við þetta nýja fjármögnunarfyrirkomulag í heilsugæslunni og beita aðgangsstýringu í auknum mæli. </p><p>Það er í þágu sjúklinga að þeir fái þjónustuna á viðeigandi þjónustustigi og það er allra hagur að heilsugæslan geti sinnt sem flestum verkefnum. Til þess þarf að efla þverfaglegt samstarf innan heilsugæslunnar með fleiri fagstéttum, svo sem sálfræðingum, sjúkraþjálfurum og næringarfræðingum.</p><p>Efling heilsugæslunnar tengist bæði aukinni áherslu á lýðheilsumál og eins og ekki síður áherslu á bætta geðheilbrigðisþjónustu við landsmenn. Það er mjög mikilvægt að fólk geti innan heilsugæslunnar fengið meðferð og stuðning sálfræðinga og annarra þeirra sem þekkingu hafa á algengustu geðröskunum. Til að mæta þessu markmiði er áformað að ráða fleiri sálfræðinga með klíníska reynslu og þjálfun til heilsugæslunnar um allt land.</p><p>Varðandi Landspítalann þá þarf enginn að velkjast í vafa um hið mikla og afgerandi hlutverk sem hann hefur í heilbrigðiskerfi okkar landsmanna. Hann er <b>svæðissjúkrahús </b>fyrir þorra þjóðarinnar sem býr á Suðvesturhorni landsins og hann er <b>sérhæft sjúkrahús allra landsmanna</b> eins og nafnið bendir til. Síðast en ekki síst er hann <b>háskólasjúkrahús</b> með öllum þeim ríku skyldum sem fylgir því hlutverki, varðandi vísindarannsóknir, kennslu og þjálfun. </p><p><b>Ég legg áherslu á </b>að<b> uppbyggingu Landspítalans við Hringbraut</b> verði hraðað eins og kostur er og að byggingu meðferðarkjarna verði lokið árið 2023 og vil að það komi skýrt fram hér.</p><p>Góðir gestir.&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</p><p>Sem kunnugt er <b>stríðir Landspítalinn við útskriftarvanda</b> vegna sjúklinga sem þar hafa verið fullmeðhöndlaðir en þarfnast annarra úrræða sem ekki eru fyrir hendi og geta ekki útskrifast heim. Til að mæta þessu þarf að setja aukinn þunga í uppbyggingu margvíslegrar þjónustu, sérstaklega heimahjúkrunar, endurhæfingar og hjúkrunarheimila. Að þessu er stefnt, eins og fram kemur í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. </p><p>Aukið samráð milli Landspítalans, sjúkrahúsa og heilbrigðisstofnana um land allt og þéttara samstarf þeirra á milli er eitthvað sem ég vil hvetja til og tel að þannig megi mæta enn betur þörfum einstaklinga sem næst heimabyggð sé þess nokkur kostur.</p><p>Ég nefni betri nýtingu aðstöðu og mannafla. Við höfum gott og öflugt sjúkrahús á Akureyri og heilbrigðisstofnanir um land allt. Mikilvægt er að sú fjárfesting sem þar er fyrir hendi nýtist sem best, að ekki sé talað um mannauðinn, auk húsnæðis, tækja og búnaðar.</p><p>Ég nefni líka samvinnu og samráð við álagsstýringu í tengslum við álagstoppa, t.d. varðandi sumarlokanir og fleira. Eins velti ég fyrir mér hvort með aukinni samvinnu eða breyttum áherslum megi tryggja fleiri námsstöður og efla þannig nýliðun þar sem skortur á námsstöðum er ákveðinn flöskuháls hvað það varðar. </p><p>Mig langar að geta hér um biðlistaátakið sem kynnt var í vikunni, þar sem ákveðið hefur verið að semja við þrjár heilbrigðisstofnanir um þátttöku í átaki til að stytta bið sjúklinga eftir tilteknum völdum aðgerðum. </p><p>Stofnanirnar þrjár, sem eru Landspítalinn, Sjúkrahúsið á Akureyri og Heilbrigðisstofnun Vesturlands munu eiga þess kost að framkvæma aðgerðir sem falla undir átakið á öðrum opinberum heilbrigðisstofnunum ef það hentar og er mögulegt. </p><p>Þetta er liður í þeirri viðleitni að nýta betur mannafla og aðstöðu á heilbrigðisstofnunum utan höfuðborgarsvæðisins og gera fleiri íbúum utan höfuðborgarsvæðisins kleift að fá sérhæfða heilbrigðisþjónustu í eða nær sinni heimabyggð.</p><p>Í þessu sambandi hef ég í hyggju að boða á næstu vikum til samráðsfundar með fulltrúum sjúkrahúsa og heilbrigðisstofnana um land til þess að stilla enn betur saman strengi og ræða saman um leiðir til að bæta árangur á ýmsum sviðum.</p><p>Mikilvæg forsenda fyrir góðu samspili milli kerfa, samvinnu og samfelldri þjónustu eru <b>samtengd upplýsingakerfi </b>og þar með talin<b> rafræn sjúkraskrá</b>. Á þessu sviði er þróunin ör og ný tækifæri sífellt að opnast. </p><p>Embætti landlæknis hefur haldið vel utan um þessi mál og vinnur meðal annars að því að auka aðgengi notenda að upplýsingum sem varða þá sjálfa í heilbrigðiskerfinu í gegnum heilsugáttina Heilsuveru. </p><p>Við getum örugglega bætt þarna ýmsu við sem gagnast bæði notendum og veitendum heilbrigðisþjónustu. Til dæmis með <b>aðgengilegum upplýsingum um þjónustu sem í boði er, t.d. hjá heilsugæslunni, og upplýsingar í rauntíma um bið eftir aðgerðum og annarri þjónustu</b>. Með því móti má örugglega bæta álagsstýringu, stytta biðtíma og auka skilvirkni.</p><p>Gott fólk. </p><p>Við sjáum stöðugt hvernig nýjasta tækni á hverjum tíma opnar okkur nýjar víddir og gerir mögulegt eitthvað sem skömmu áður hefði þótt órum líkast. <b>Fjarheilbrigðisþjónusta</b> er tvímælalaust fyrirbæri þar sem við munum sjá ört vaxandi tækifæri á næstu árum. </p><p>Ég stóð ásamt fleiri þingmönnum að þverpólitískri þingsályktunartillögu um að mótuð yrði aðgerðaáætlun til að efla fjarheilbrigðisþjónustu svo bjóða megi landsmönnum, hvar sem þeir búa, upp á fjölbreytta, skilvirka og örugga heilbrigðisþjónustu. Tillagan var samþykkt og í framhaldinu fór fram ágæt vinna sem leiddi af sér tillögur um aðgerðir og verkefni í þessu skyni. </p><p>Ég býst við að geta fljótlega kynnt ákvarðanir um framkvæmd tilraunaverkefna á þessum grunni. Þið þekkið þetta eflaust vel mörg hér inni, enda sum hver fulltrúar stofnana sem hafa dregið vagninn varðandi þessa vinnu.</p><p>Efling heilsugæslunnar, samvinna sjúkrahúsa og heilbrigðisstofnana um allt land, aukin áhersla á fjarheilbrigðisþjónustu, - allt eru þetta verkefni og áherslur sem hafa mikla þýðingu í þeirri viðleitni að jafna aðgengi fólks að heilbrigðisþjónustu um allt land.</p><p>Ég er þess líka meðvitaður að við þurfum að tryggja jafnt aðgengi óháð efnahag. Nýtt greiðsluþátttökukerfi sem tekur gildi 1. maí næstkomandi miðar að þessu, því þar er áherslan lögð á að verja fólk fyrir miklum útgjöldum vegna heilbrigðisþjónustu. </p><p>Í núverandi kerfi er ekkert þak á útgjöldum fólks, aðeins afsláttur þegar ákveðnum mörkum er náð. Í nýju kerfi verður sett þak á útgjöldin, þannig að fólk greiðir ekki meira en nemur ákveðnu hámarki innan hvers 12 mánaða tímabils.</p><p>Góðir fundarmenn.</p><p>Ég vil ljúka máli mínu á jákvæðum nótum og minna okkur öll á að það er býsna margt vel gert í íslenska heilbrigðiskerfinu. </p><p>Við eigum auðvitað alltaf að hlusta á gagnrýni og leggja okkur fram um að gera betur, en við skulum líka stundum leyfa okkur að tala um það sem vel er gert og klappa svolítið fyrir okkur þegar við gerum vel og miðar í rétta átt. </p><p>Mín lokaorð eru eftirfarandi: Hlustum, tölum saman og vinnum saman. Þannig náum við árangri.</p><p></p>

2017-03-17 00:00:0017. mars 2017Hættu nú alveg - málþing um tóbaksvarnir

<p><b>Ávarp Óttars Proppé, heilbrigðisráðherra<br>Málþing&nbsp;í Hörpu um tóbaksvarnir 14. mars 2017 - <u><a href="https://www.krabb.is/radgjof-studningur/hvad-er-i-bodi/vidburdir/haettu-nu-alveg-malthing-um-tobaksvarnir/nr/1218">Dagskrá þingsins</a></u><br></b><br>Heil og sæl öll og velkomin til þessa málþings í Hörpu um tóbaksvarnir. </p><p>And to our foreign guests: Thank you for being with us today and for sharing your time and your knowledge. </p><p>Áður en lengra er haldið vil ég þakka Embætti landlæknis, Háskóla Íslands, Læknafélagi Íslands og Krabbameinsfélaginu fyrir að efna til þessa málþings. Það er þarft og tímabært, því þótt sannarlega sé hægt að gleðjast yfir góðum árangri í tóbaksvörnum hér á landi á liðnum árum og áratugum eru ýmis mikilvæg verkefni framundan.</p><p>Þótt stórlega hafi dregið úr reykingum hér á landi, líkt og víðast á vesturlöndum í áranna rás, taka þær þó enn mikinn toll þegar við horfum til lífs og heilsu fólks og þær leggja á samfélagið ýmsar byrðar og þá einkum á heilbrigðiskerfið.</p><p>Skoðum aðeins tölur sem birtar voru í tengslum við alþjóðlega reyklausa daginn í fyrra. Þá kom fram að meira en 37.000 Norðurlandabúar deyja ár hvert af völdum sjúkdóma sem rekja má til tóbaksnotkunar. Á heimsvísu er áætlað að um sex milljónir manna deyji árlega af þessum völdum. </p><p>Ef við skoðum nýjustu gögn um íslenskan veruleika, þá er áætlað að árið 2015 hafi um 370 einstaklingar látist af völdum beinna eða óbeinna reykinga. Það eru um 17% af öllum dauðsföllum þetta sama ár. </p><p>Þessar íslensku tölur eru úr óbirtum niðurstöðum könnunar sem Hagfræðistofnun Háskóla Íslands hefur unnið að undanfarið til að meta kostnað samfélagsins af völdum reykinga. Þar kemur líka fram að áætlaður kostnaður heilbrigðiskerfisins vegna reykinga árið 2015 er á bilinu 8 – 10 milljarðar króna. </p><p>Jónas Atli Gunnarsson mun hér á eftir fjalla um og skýra nánar frá þessum niðurstöðum og fleiri úr könnun Hagfræðistofnunar Háskólans. Ég vil nota tækifærið hér til að lýsa ánægju með að ráðist hafi verið í gerð þessarar könnunar en Embætti landlæknis á þann heiður. Eins vil ég þakka Hagfræðistofnun Háskólans fyrir að láta mér í té þær tölur sem ég hef nefnt hér og Jónas Atli fer í saumana á, á eftir.</p><p>Góðir gestir.</p><p>Það er margt hægt að segja um reykingar sem félagslegt fyrirbæri og ekki síst um viðhorf til reykinga og hvernig þau hafa breyst með tíð og tíma eftir því sem vitnesja um skaðsemi þeirra hefur komið betur og betur í ljós.</p><p>Þegar það fólk sem tilheyrir elstu kynslóðum samfélagsins var að byrja að reykja, fyrir svona sextíu árum eða svo, voru fyrstu sannanirnar um skaðsemi reykinga að koma í ljós. Langur tími leið áður en að vitneskja um skaðleg áhrif reykinga á heilsu fólks varð almenn og viðurkennd. Þekkingin varð heldur ekki til á einum degi. Allt til þessa dags hafa verið að koma fram nýjar upplýsingar um skaðsemi reykinga, bæði beinna og óbeinna en líklega velkist nú enginn lengur í vafa um að reykingar eru dauðans alvara. </p><p>Árum og áratugum saman fjölgaði reykingamönnum, þrátt fyrir að sannanir væru fyrir hendi um að reykingar væru skaðlegar heilsu fólks. Karlar reyktu mest framan af, síðar bættust konur í hópinn. Fólk reykti við allar hugsanlegar aðstæður; í vinnunni, í fjölskyldubílnum með börnin í aftursætinu, í flugvélum, rútum og lestum, í opinberum byggingum, á skemmtistöðum, matsölustöðum og jafnvel á sjúkrahúsum. </p><p>Með auknum upplýsingum og fræðslu, ásamt stuðningi og aðstoð við fólk til reykleysis, kom að því að það fór að draga úr reykingum. </p><p>Beinn kostnaður heilbrigðiskerfisins af völdum reykinga er enn verulegur, eins og ég nefndi áðan, eða á bilinu átta til tíu milljarðar króna á ári. Þá er langt í frá talinn allur samfélagslegur kostnaður sem fylgir reykingum. Ávinningur samfélagsins af því að útrýma reykingum er stórkostlegur og það er allra hagur.</p><p>Gott fólk.</p><p>Mikilvægur árangur hefur náðst hér á landi undanfarin ár.</p><p>Samkvæmt könnun Gallup fyrir Lýðheilsustöð reyktu 19% landsmanna daglega árið 2007. Árið 2014 var þetta hlutfall um 14% samkvæmt vöktun embættis Landlæknis og árið 2016 var hlutfallið komið niður í 10%. </p><p>Daglegar reykingar eru algengastar hjá fólki á aldrinum 40 – 49 ára, eða 16% í samanburði við aldurshópinn 18 – 29 ára þar sem hlutfallið er einungis 8%. Mest er um vert að koma í veg fyrir að fólk byrji að reykja. </p><p>Ánæjulegt er að sjá umtalsverða minnkun reykinga meðal ungs fólks.</p><p>Samkvæmt glænýjum upplýsingum Embættis landlæknis hafa 68% fólks á aldrinum 18 – 34 ára aldrei reykt, samanborið við 34% þeirra sem eru 55 ára og eldri. Tölur sýna því glöggt að stöðugt fjölgar í hópi ungs fólks sem lætur það alveg eiga sig að reykja og það er mikils virði. Ég nefni hér líka niðurstöður nýrrar könnunar Rannsókna og greiningar meðal framhaldsskólanema sem hafa verið kynntar – en ekki birtar. Þar kom m.a. fram að 5% þeirra sögðust árið 2016 reykja sígarettur daglega – en þegar þetta hlutfall var hæst árið 2000 voru reyktu 21% framhaldsskólanema daglega. </p><p>Framundan eru mikilvæg verkefni sem snúa að rafsígarettum, ekki síst í sambandi við ungt fólk.</p><p>Óbirt könnun Rannsókna og greiningar sem ég nefndi áðan leiðir í ljós að 52% stráka í framhaldsskólum höfðu árið 2016 prófað rafsígarettur einu sinni eða oftar um æfina og 45% stúlkna. – Um 12% stráka í framhaldsskólum höfðu reykt rafsígarettur daglega eða oftar og um 6% stúlkna. </p><p>Það sem er ekki síst alvarlegt er að rafsígaretturnar hjá þessum ungmennum koma ekki endilega í staðinn fyrir venjulegar sígarettur. Við sjáum til dæmis að 44% af þeim tíundu bekkingum sem sögðust hafa notað rafsígarettur höfðu aldrei reykt venjulegar sígarettur. Það er veruleg ástæða til að óttast að rafsígarettur geti orðið nýr faraldur þar sem ungt fólk ánetjast nikótíni.</p><p>Rafsígarettur geta tvímælalaust hjálpað einhverjum að hætta að reykja hefðbundnar sígarettur. Það er gott, því að rafsígarettur eru ekki taldar nærri eins skaðlegar og þær hefðbundnu. Nýtt frumvarpi um rafsígarettur verður lagt fram á Alþingi innan tíðar. Þar er ekkert sem hindrar notkun þeirra til að draga úr hefðbundnum reykingum því aðgengi að rafsígarettum verður alveg hið sama og er að venjulegum sígarettum. Möguleikar fólks til að nota rafsígarettur verða áfram þeir sömu en hins vegar snýr frumvarpið einkum að reglum varðandi sölu og markaðssetningu.</p><p>Varðandi skaðsemi rafsígaretta, þá eru þær ekki taldar skaðlausar. Í þeim er oftast nikótín sem er ávanabindandi og talið hafa ýmis skaðleg áhrif. Það eru líka vísbendingar um að fleiri efni í rafrettuvökvanum geti verið skaðleg heilsu. Við þekkjum ekki langtímaáhrif rafrettna á heilsu fólks og það eitt og út af fyrir sig segir mér að við verðum að fara varlega og sporna gegn því að rafrettunotkun verði almenn og viðurkennd sem lífsstíll eins og gerðist með sígaretturnar á sínum tíma. Við sjáum varhugaverða þróun hvað þetta varðar í framhaldsskólunum eins og ég nefndi áðan og það er áhyggjuefni.</p><p>Við getum nýtt okkur betur reynslu sem við höfum af tóbaksvörnum í gegnum tíðina. Þar vitum við að aðgengi og sýnileiki skiptir miklu máli auk þess að nýta almennar aðferðir forvarna og fræðslu.</p><p> Gott fólk.</p><p>Lýðheilsa og forvarnir eru sérstök áherslumál ríkisstjórnarinnar og tóbaksvarnir eru liður í þeim áherslum. Markvisst er stefnt að því að efla forvarnir og að styrkja einstaklinga til að lifa heilbrigðu lífi. Liður í þessari áætlun er að setja heildræna stefnu í heilbrigðismálum þar sem byggt verður á fyrirliggjandi stefnum og skýrslum, meðal annars því sem snýr að tóbaksvörnum. Heildræn nálgun er grundvöllur árangurs á sviði forvarna. </p><p>Árangur í forvörnum næst ekki hvað síst með markvissri samvinnu og samstilltu átaki bæði samvinnu þeirra sem vinna á sviði heilbrigðisþjónustu og ekki hvað síður með góðri samvinnu við skóla, vinnustaði, íþróttafélög og margra fleiri aðila. Hér getum við nýtt okkur enn frekar verkefni um heilsueflandi samfélög, heilsueflandi vinnustaði og heilsueflandi skóla. </p><p>Samvinna stofnana á sviði heilbrigðisþjónustu og forvarna skiptir líka miklu máli.</p><p>Ég vil að lokum ítreka þakkir mínar til þeirra sem standa fyrir þessu málþingi; Embætti landlæknis, Háskóla Íslands, Læknafélagi Íslands og Krabbameinsfélaginu og hlakka til áframhaldandi samstarfs til að efla enn frekar hið góða starf sem hér hefur verið unnið undanfarin ár.</p><p>Góðir gestir </p><p>Megi þingið verða okkur öllum til gagns og fróðleiks</p>

2017-02-28 00:00:0028. febrúar 2017Málþing Einstakra barna og Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins

<p><strong>Ávarp Óttars Proppé heilbrigðisráðherra á málþingi Einstakra barna og <br /> Greiningar- og ráðgjafarstöðvarinnar – 28. febrúar 2017</strong></p> <p>Herra forseti Íslands, góðir gestir.</p> <p>Alþjóðlegur dagur sjaldgæfra sjúkdóma hefur verið haldinn ár hvert frá árinu 2008. Til dagsins var stofnað til að vekja athygli á sjaldgæfum sjúkdómum.</p> <p>Tilgangurinn er m.a. að fræða almenning um þessi mál – en ekki síður að draga fram og efna til umræðu um stöðu þeirra sem greinst hafa með sjaldgæfa sjúkdóma og aðstandenda þeirra og hafa þannig áhrif á stefnu og ákvarðanir sem varða heilsu og líf þeirra sem í hlut eiga.</p> <p>Ég segi fyrir sjálfan mig að málþing sem þetta er kærkomið fyrir nýjan heilbrigðisráðherra. Auðvitað hef ég margt að læra og tek því fagnandi á móti upplýsingum og ábendingum frá þeim sem gerst þekkja til, jafnt fagfólks og þeirra sem sjálfir búa við sjaldgæfa sjúkdóma eða fatlanir eða eru aðstandendur fólks, - barna eða fullorðinna – sem eru í þeim sporum.</p> <p>Eftir því sem ég kemst næst er nokkuð á reiki hvernig „sjaldgæfir sjúkdómar“ eru skilgreindir þegar um málið er fjallað. Almennt er vísað til þess að um sé að ræða að langstærstum hluta meðfædda og erfðafræðilega flókna og alvarlega sjúkdóma – og í Evrópu hefur verið notað það viðmið að hann greinist hjá færri en einum einstaklingi á móti hverjum tvöþúsund.</p> <p>Samkvæmt þessari skilgreiningu eru yfir 7000 sjúkdómar í Evrópu sem teljast sjaldgæfir og er talið að yfir 30 milljón einstaklingar þjáist af sjaldgæfum sjúkdómum.</p> <p>Það er alveg ljóst að hjá fámennri þjóð eins og okkur er erfitt og í sumum tilvikum ómögulegt að byggja upp og viðhalda þekkingu og færni sem tryggir örugga greiningu sjaldgæfra sjúkdóma, meðhöndlun þeirra og endurhæfingu.</p> <p>Okkur er bráðnauðsynlegt að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi hvað þetta varðar og því hefur verið sinnt í vaxandi mæli á allra síðustu árum. Þar vísa ég til samráðsvettvangs Evrópuþjóða sem Ísland hóf þátttöku í árið 2011.</p> <p>Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins á þar áheyrnarfulltrúa og hefur þannig fengið aðgang að þeirri þekkingu og reynslu sem Evrópusambandi býr yfir á þessu sviði.</p> <p>Greiningar- og ráðgjafarstöðin hefur einnig tekið þátt í samstarfi á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar um sjaldgæfa sjúkdóma og allt er þetta okkur mikils virði.</p> <p>Málefni þeirra sem eru eru með sjaldgæfa sjúkdóma varða mörg svið og því mikilvægt að þeir sem bera formlega ábyrgð á einstökum þáttum vinni saman.</p> <p>Í velferðarráðuneytinu erum við tveir ráðherrar sem höfum hlutverkum að gegna. Ég með heilbrigðismálin á minni könnu og félags- og jafnréttismálaráðherra með þau svið sem snúa að félagslegum þáttum.</p> <p>Hlutur mennta- og menningarmálaráðuneytisins er síðan stór vegna skólamálanna og sömuleiðis sveitarfélaganna sem bera ábyrgð á rekstri og starfi leik- og grunnskóla</p> <p>Eins og fram kom í kynningu með dagskrá þessa þings er ætlunin að beina sjónum að skólamálum, m.a. að skóla án aðgreiningar og ræða um gráu svæðin í velferðarþjónustunni eins og þau snúa að börnum og ungmennum og foreldrum þeirra.</p> <p>Eftir því sem reynslan hefur kennt mér er svokölluðum gráum svæðum í þjónustu yfirleitt um að kenna óljósri ábyrgð, ónógri upplýsingagjöf og síðast en ekki síst skorti á samvinnu milli aðila sem hlutverki hafa að gegna, bæði á milli stofnana og einnig þvert á stjórnsýslustig, það er á milli ríkis og sveitarfélaga. Þess vegna legg ég mikla áherslu á að efla samvinnu og samráð.</p> <p>Við eigum að beina sjónum okkar að því að leysa þá hnúta sem þarf að leysa. Það gerum við með samvinnu og lagni – en alls ekki með átökum.</p> <p>Samband sveitarfélaga hefur kortlagt hin gráu svæði velferðarþjónustu í ágætri skýrslu sem gjarna er kölluð <strong>Grábók </strong>og dregur fram margar áhugaverðar hliðar á þessum vanda.</p> <p>Guðjón Bragason mun eflaust fjalla um þetta í erindi sínu hér á eftir en ég leyfi mér að hvetja ykkur sem ekki hafið þegar lesið skýrsluna til að gera það.</p> <p>Eitt er það sem blasir við og það er að gráu svæðin bitna einkum á hópum sem segja má að séu jaðarsettir. Yfirleitt eru þetta fámennir hópar með margþættan vanda sem krefst teymisvinnu og þverfaglegrar nálgunar.</p> <p>Annað sem líka blasir við er að þegar kerfin svokölluðu fara að benda hvert á annað í stað þess að vinna saman að lausn, þá bitnar það á þeim sem síst skyldi, þ.e. á þeim sem þarf á þjónustunni að halda.</p> <p>Kerfisflækjur af þessu tagi eru að öllu leyti óheppilegar. Þær geta seinkað mikilvægri þjónustu og skapað þannig stærri vanda en ef gripið væri inn í snemma – og oft gerist það að á endanum er gripið til dýrustu úrræðanna sem henta jafnvel ekki þörfum þess sem á í hlut.</p> <p>---------------------------------</p> <p>Góðir gestir.</p> <p>Ég vil að lokum beinum orðum mínum að skólamálum sem eru hér í brennidepli. Mér er vel ljóst að það eru oft - og þurfa að vera margvíslegir snertifletir milli skóla- og heilbrigðiskerfisins til að tryggja rétt barna með sjaldgæfa sjúkdóma til þeirra skólagöngu og menntunar sem þeim ber.</p> <p>Samþætting þjónustu og einstaklingsmiðuð þjónusta held ég að séu lykilorð í þessu samhengi.</p> <p>Við erum lítið samfélag og nógu fá til þess að það ætti að vera tiltölulega einfalt að tryggja yfirsýn yfir aðstæður þeirra einstaklinga sem þurfa á mikilli og þverfaglegri þjónustu að halda.</p> <p>Okkur ber að gera betur - við getum bætt okkur og við viljum það örugglega öll.</p> <p>-----------------------------------<br />(Talað orð gildir)</p>

2017-02-03 00:00:0003. febrúar 2017Landsbyggðarvinir - Framtíðin er núna

<p><strong>Ávarp heilbrigðisráðherra við afhendingu verðlauna Landsbyggarvina Framtíðin er núna – Unnsteinn Jóhannsson aðstoðarmaður flutti ávarpið fyrir hönd ráðherra</strong></p> <p>Góðir gestir – kæru landsbyggðarvinir.</p> <p>Unnsteinn Jóhannesson heiti ég og kem hér fyrir hönd Óttars Proppé heilbrigðisráðherra sem bað fyrir góðar kveðjur og hvatningaróskir til ykkar sem hér vinnið að góðum verkum með hugmyndaflug og góðan vilja að verkfæri.</p> <p>Þetta er gleðifundur og uppskeruhátíð þar sem kynntar verða og verðlaunaðar hugmyndir sem birtast í ritgerðum þátttakenda í verkefninu; <em>Sköpunargleði – Heimabyggðin mín, nýsköpun, heilbrigði og forvarnir.</em></p> <p>Það gefur auga leið að hugmyndavinna á þessu sviði vekur áhuga heilbrigðisráðherra og eflaust alla þá sem starfa á sviði forvarna og heilbrigðismála. Það sem er sérstaklega gott og mikilvægt við þetta verkefni er áherslan á heimabyggð, þ.e. hvað getur fólk gert á heimavelli, í nærumhverfi sínu til að efla heilbrigði, stuðla að heilsusamlegu líferni og sinna forvörnum.</p> <p>Í þessu samhengi er tvímælalaust gagnlegt að skoða nýlega lýðheilsuvísa sem Embætti landlæknis hefur unnið að norskri fyrirmynd og lagað að íslenskum aðstæðum. Íslensku lýðheilsuvísarnir voru fyrst kynntir í júní í fyrra. Þeim er ætlað að auðvelda sveitarfélögum og veitendum heilbrigðisþjónustu að greina stöðuna í sínu umdæmi, finna styrkleika og veikleika og skilja þarfir íbúanna þannig að þau geti unnið saman að þvi að bæta heilsu og líðan. Verkefni embættisins um heilsueflandi samfélög og heilsueflandi skóla miða að sama marki og beinast að nærumhverfi fólks.</p> <p>Gott fólk.</p> <p>Þetta er eins og ég sagði áðan gleðifundur og uppskeruhátíð, svo það er rétt að ég leggi ekki of langan tíma undir ræðuhöld. Gestir hér eru líka ugglaust orðnir spenntir að kynnast verðlaunahöfunum sem brátt fá afhent verðlaun sín og að heyra kynningar þeirra á hugmyndum sínum. Ég ætla því ekki að hafa orð mín fleiri, en ítreka góðar kveðjur heilbrigðisráðherra Óttars Proppé til ykkar.</p> <p>Takk fyrir.</p> <p>-------------------------<br />(Talað orð gildir)</p>

2017-01-29 00:00:0029. janúar 2017Opnun nýrrar hjúkrunardeildar við Lund á Hellu

<p><strong>Ávarp Óttars Proppé heilbrigðisráðherra</strong></p> <p>Heilir og sælir Rangæingar og aðrir góðir gestir sem hingað eru komnir til að fagna ánægjulegum áfanga í uppbyggingu öldrunarþjónustu hér á Suðurlandi.</p> <p>Forveri minn í embætti heilbrigðisráðherra, Kristján Þór Júlíusson, undirritaði með sveitarstjórum Rangárþings ytra og Ásahrepps samkomulag um byggingu þessarar nýju hjúkrunareiningar í september árið 2014 og þá var jafnframt tekin fyrsta skóflustunga framkvæmdarinnar. Nú kemur það í minn hlut sem heilbrigðisráðherra að taka þátt í formlegri opnun þessarar kærkomnu viðbótar við hjúkrunarheimilið Lund – og mér finnst það virkilega skemmtilegt verkefni.</p> <p>Það er metnaður að baki þessari framkvæmd og hér hefur verið byggt í anda nútíma-hugmyndafræði um litlar einingar og heimilislegar aðstæður. Með tilkomu viðbyggingarinnar, í hverri eru átta afar vel búnar hjúkrunaríbúðir, heyra tvíbýli á Lundi sögunni til og það sem meira er, með henni hefur verið sköpuð vönduð aðstaða fyrir heilabilaða íbúa heimilisins. Hjúkrunarrýmum fjölgar um tvö og síðast en ekki síst verður öll aðstaða betri en áður, fyrir þá sem búa hér eða starfa – og auðvitað líka þá sem koma hingað að heimsækja ættingja sína eða vini.</p> <p>Ágætu gestir.</p> <p>Eins og ég sagði þá hefur hér verið framkvæmt af metnaði – og við eigum líka að sýna metnað til þess að búa vel að öldruðum í samfélaginu, veita þeim góða þjónustu og stuðning sem þess þurfa með og mæta ólíkum þörfum fólks af skilningi og virðingu. Að þessu sögðu get ég ekki látið hjá líðast að vísa í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar þar sem fram kemur að aukinn þungi verði settur í uppbyggingu öldrunarþjónustu með sérstakri áherslu á heimahjúkrun og hjúkrunarheimili, fjölgun dagþjálfunarrýma og styttri bið eftir þjónustu. Það er mikil þörf á því að efla þessa þjónustuþætti og sú þörf eykst samhliða fjölgun aldraðra.</p> <p>Gott fólk.</p> <p>Ég ætla ekki að hafa þessa tölu langa. Fyrst og fremst vil ég óska heimamönnum til hamingju með þennan góða áfanga og færa þakkir öllum sem að verkinu hafa komið og leyst það vel af hendi. Velferðarráðuneytið, sveitarstjórnir Rangárþings og Ásahrepps og framkvæmdasjóður aldraðra hafa unnið vel saman, hjúkrunarforstjóri og annað starfsfólk Lundar hafa lagt sitt af mörkum og svo eru það auðvitað þeir sem komu að verklegum hluta framkvæmdarinnar, þ.e. hönnun og byggingu og þar getum við sagt að verkin sýni merkin. Hér mun fara vel um fólk.</p> <p>Til hamingju öll.</p>

2017-01-29 00:00:0029. janúar 2017Ávarp heilbrigðisráðherra við opnun nýrrar hjúkrunardeildar við Lund á Hellu

<p><b>Ávarp Óttars Proppé heilbrigðisráðherra</b></p><p>Heilir og sælir Rangæingar og aðrir góðir gestir sem hingað eru komnir til að fagna ánægjulegum áfanga í uppbyggingu öldrunarþjónustu hér á Suðurlandi.</p><p>Forveri minn í embætti heilbrigðisráðherra, Kristján Þór Júlíusson, undirritaði með sveitarstjórum Rangárþings ytra og Ásahrepps samkomulag um byggingu þessarar nýju hjúkrunareiningar í september árið 2014 og þá var jafnframt tekin fyrsta skóflustunga framkvæmdarinnar. Nú kemur það í minn hlut sem heilbrigðisráðherra að taka þátt í formlegri opnun þessarar kærkomnu viðbótar við hjúkrunarheimilið Lund – og mér finnst það virkilega skemmtilegt verkefni.</p><p>Það er metnaður að baki þessari framkvæmd og hér hefur verið byggt í anda nútíma-hugmyndafræði um litlar einingar og heimilislegar aðstæður. Með tilkomu viðbyggingarinnar, í hverri eru átta afar vel búnar hjúkrunaríbúðir, heyra tvíbýli á Lundi sögunni til og það sem meira er, með henni hefur verið sköpuð vönduð aðstaða fyrir heilabilaða&nbsp; íbúa heimilisins. Hjúkrunarrýmum fjölgar um tvö og síðast en ekki síst verður öll aðstaða betri en áður, fyrir þá sem búa hér eða starfa – og auðvitað líka þá sem koma hingað að heimsækja ættingja sína eða vini.</p><p>Ágætu gestir.</p><p>Eins og ég sagði þá hefur hér verið framkvæmt af metnaði – og við eigum líka að sýna metnað til þess að búa vel að öldruðum í samfélaginu, veita þeim góða þjónustu og stuðning sem þess þurfa með og mæta ólíkum þörfum fólks af skilningi og virðingu. Að þessu sögðu get ég ekki látið hjá líðast að vísa í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar þar sem fram kemur að aukinn þungi verði settur í uppbyggingu öldrunarþjónustu með sérstakri áherslu á heimahjúkrun og hjúkrunarheimili, fjölgun dagþjálfunarrýma og styttri bið eftir þjónustu. Það er mikil þörf á því að efla þessa þjónustuþætti og sú þörf eykst samhliða fjölgun aldraðra.</p><p>Gott fólk.</p><p>Ég ætla ekki að hafa þessa tölu langa. Fyrst og fremst vil ég óska heimamönnum til hamingju með þennan góða áfanga og færa þakkir öllum sem að verkinu hafa komið og leyst það vel af hendi. Velferðarráðuneytið, sveitarstjórnir Rangárþings og Ásahrepps og framkvæmdasjóður aldraðra hafa unnið vel saman, hjúkrunarforstjóri og annað starfsfólk Lundar hafa lagt sitt af mörkum og svo eru það auðvitað þeir sem komu að verklegum hluta framkvæmdarinnar, þ.e. hönnun og byggingu og þar getum við sagt að verkin sýni merkin. Hér mun fara vel um fólk.</p><p>Til&nbsp; hamingju öll. </p>

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira