Hoppa yfir valmynd

Ræður og greinar Sivjar Friðleifsdóttur

Áskriftir
Dags.Dags.TitillLeyfa leit
2007-05-22 00:00:0022. maí 2007Misnotkun í velferðakerfinu?

<p align="center"><strong><span>&ldquo;Ógnar misnotkun velferðarkerfinu?&rdquo;</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>Hótel Nordica, 22. maí 2007</span></strong></p> <p align="center"><span>Ávarp Sivjar Friðleifsdóttur, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, á alþjóðlegri ráðstefnu um bóta- og tryggingasvik</span></p> <p align="left"><span>Ágætu ráðstefnugestir.<br /> <br /> </span><span>Ég vil byrja á að þakka Tryggingastofnun ríkisins fyrir að standa fyrir þessari alþjóðlegu ráðstefnu um bóta- og tryggingasvik, sem er undir yfirskriftinni <em>&ldquo;Ógnar misnotkun velferðarkerfinu?&rdquo;.<br /> <br /> </em></span><span>Til vores nordiske venner fra Danmark, Finland, Norge og Sverige, velkommen til denne internationale konference i Island. <span><br /> <br /> </span></span><span>And distinguished guests from other countries than the Nordic countries, welcome to Iceland and welcome to this international conference.<br /> <br /> </span><span>Meginefni ráðstefnunnar er spurningin hvort misnotkun á almannatryggingakerfinu hafi þau áhrif að hún grafi undan velferðarkerfinu. Með misnotkun er átt við að einstaklingar fái bætur úr almannatryggingakerfinu án þess að eiga rétt á þeim og hafi fengið þær með saknæmum hætti. Einnig er með misnotkun átt við að heilbrigðisstarfsmenn fái greiðslur úr almannatryggingakerfinu án þess að eiga rétt á því samkvæmt samningum eða öðrum heimildum.<br /> <br /> </span><span>Ég tel að mikill fengur sé í því að fá fyrirlesara frá tryggingastofnunum í öðrum ríkjum og alþjóðastofnunum þar sem þeir lýsa reynslu af aðgerðum til að koma í veg fyrir svik í almannatryggingakerfum.<br /> <br /> </span><span>Erfitt er að fullyrða nokkuð um bótasvik og misferli hér á landi og ber ætíð að fara varlega í þessu sambandi. Til þess að sanna bótasvik og misferli þarf mikla rannsóknarvinnu. Við slíka rannsóknarvinnu verður að gæta að því að ganga ekki of langt og að hún bitni ekki á þeim sem síst skyldi. Nokkuð hefur verið rætt um hver eigi að hafa eftirlit með bóta- og tryggingasvikum og hvort það samræmist velferðarstofnun eins og Tryggingastofnun ríkisins að hafa slíkt hlutverk. Umræðan er náskyld umræðu um hlutverk Tryggingastofnunar ríkisins.<br /> <br /> </span><span>Önnur ríki hafa verið að styrkja eftirlit með greiðslum úr almannatryggingakerfum og hefur það einnig verið gert hér á landi. Hefur ákvæðum í lögum um almannatryggingar verið breytt nokkrum sinnum til að auka heimildir Tryggingastofnunar ríkisins til að hafa eftirlit með reikningsgerð á hendur stofnuninni og eftirlit með bótagreiðslum.<br /> <br /> </span><span>Sem dæmi um slíkar auknar heimildir eru lög frá árinu 2001 þar sem læknum og tannlæknum Tryggingastofnunar ríkisins var heimilað að skoða þann hluta sjúkraskrár sem reikningsgerð á hendur stofnuninni er byggð á. Í nefndaráliti heilbrigðis- og trygginganefndar Alþingis vegna þeirra laga var fjallað mjög ítarlega um eftirlitsheimildir Tryggingastofnunar ríkisins og tek ég undir þau sjónarmið sem þar koma fram. Tryggingastofnun ríkisins ber ríka eftirlitsskyldu með því að verk sem hún greiðir fyrir séu unnin. Til að sinna þessu eftirliti er stofnuninni nauðsynlegt að hafa aðgang að þeim upplýsingum sem reikningsgerð á hendur stofnuninni er byggð á.<br /> <br /> </span><span>Í öðru lagi má nefna lög frá árinu 2002 þar sem Tryggingastofnun ríkisins fékk heimildir til að afla nauðsynlegra upplýsinga um tekjur einstaklinga hjá skattyfirvöldum, lífeyrissjóðum og Vinnumálastofnun. Þar var Tryggingastofnun ríkisins einnig falið að framkvæma árlega uppgjör á bótagreiðslum.<span> </span> Með lögunum var verið að koma til móts við athugasemdir Ríkisendurskoðanda og að koma í veg fyrir of- eða vangreiðslur bóta.<br /> <br /> </span><span>Í þriðja lagi má nefna nýsamþykkt lög frá árinu 2006 þar sem sett voru ákvæði um eftirlit með bótagreiðslum innan bótagreiðsluársins. Með slíku eftirliti getur Tryggingastofnun ríkisins brugðist fyrr við röngum upplýsingum um tekjur og leiðrétt bótagreiðslur. Efling eftirlits af hálfu Tryggingastofnunar ríkisins er brýn nauðsyn þar sem með því móti getur stofnunin betur sinnt því grundvallarhlutverki sínu að greiða réttar bætur á réttum tíma.<br /> <br /> </span><span>Að lokum má benda á nýsamþykkt lög um embætti landlæknis en þar er gert ráð fyrir að ráðherra geti svipt heilbrigðisstarfsmann starfsleyfi ef hann brýtur alvarlega gegn starfsskyldum sínum, svo sem með því að gefa út röng og villandi vottorð, með því að veita umsagnir að órannsökuðu máli eða með því að gefa út ranga og villandi reikninga. Snertir þetta að sjálfsögðu almannatryggingar og Tryggingastofnun ríkisins.<br /> <br /> </span><span>Ég tel að efla megi ákvæði laga um viðurlög við bótasvikum og misferli heilbrigðisstarfsmanna. Það grefur undan velferðarkerfinu ef ekki er unnt að beita þá viðurlögum sem staðnir eru að bótasvikum eða misferli. Þó verður að hafa í huga hlutverk velferðarstofnunar eins og Tryggingastofnunar ríkisins og undirbúa lagabreytingar vandlega.<br /> <br /> </span><span>Ég vil í þessu sambandi taka fram að Tryggingastofnun ríkisins hefur á tímabilinu 2005 til 2007 fengið 125 milljónir króna á fjárlögum til að efla eftirlit með greiðslum stofnunarinnar, þar af eru 106 milljónir króna varanleg hækkun á rekstargrunni. Fjármagn þetta var m.a. ætlað til að efla eftirlit með lyfjagreiðslum, greiðslum samkvæmt samningum við sjúkraþjálfara og tekjutengdum bótum. Einnig var það ætlað til að efla tölvukerfi, greiningarstarf og vinnuferla Tryggingastofnunar ríkisins.<br /> <br /> </span><span>Góðir ráðstefnugestir.<br /> <br /> </span><span>Ég sé á dagskránni að efninu verða gerð góð skil og vænti ég þess að hægt sé að nýta efni ráðstefnunnar við frekari þróun mála hér á landi.<br /> <br /> </span><strong><span>Talað orð gildir.</span></strong><br /> </p>

2007-05-09 00:00:0009. maí 2007Ávarp heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra á ráðstefnunni „Gæðastjórnun er dauðans alvara! - Eflum sjúklingaöryggi í landinu“

<p><span>Ágætu ráðstefnugestir.<br /> <br /> </span><span>Ég vil byrja á að þakka skipuleggjendum ráðstefnunnar, Focal og Emilíusjóðnum, fyrir að standa fyrir þessari metnaðarfullu ráðstefnu, sem ber yfirskriftina „Gæðastjórnun er dauðans alvara! - Eflum sjúklingaöryggi í landinu“.<br /> <br /> </span><span>Eins og titillinn ber með sér er hér um afar mikilvægan þátt heilbrigðisþjónustunnar að ræða. Það er einnig ánægjulegt að sjá hversu margir hafa gefið sér tíma til að koma hér í dag, en það endurspeglar eflaust þá vakningu og þann áhuga sem er á öryggi og gæðum heilbrigðisþjónustunnar. Þessi vakning er reyndar ekki bundin við Ísland heldur hefur umræða um gæði og raunar enn frekar öryggi verið fyrirferðarmikil á Vesturlöndum síðastliðin ár. Þessir þættir eru auðvitað&nbsp; samtvinnaðir því það eru engin gæði án öryggis.<br /> <br /> </span><span>Það þekkja líklega flestir hér inni bandarísku skýrsluna <em>To err is human</em> sem kom út árið 1999 og&nbsp; hleypti af stað bylgju umræðna og, sem betur fer einnig, aðgerða til að auka öryggi sjúklinga í Bandaríkjunum og víðar.<br /> <br /> </span><span>Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur einnig&nbsp; um árabil unnið skipulega að stefnumótun og áætlanagerð á sviði öryggismála í heilbrigðisþjónustunni og hefur&nbsp; stofnunin sett á fót „Heimssamtök tengd öryggi sjúklinga“ undir forystu Sir Liam Donaldson, landlæknis Breta. Sir Liam kom hingað sem aðalfyrirlesari á málþingi Landlæknisembættisins um öryggi sjúklinga í febrúar sl. en hann hefur verið einn&nbsp; ötulasti baráttumaðurinn&nbsp; fyrir öryggi sjúklinga um allan heim.<br /> <br /> </span><span>Við það tækifæri undirritaði ég samkomulag um þátttöku Íslands í verkefninu „Hreinlæti og örugg heilbrigðisþjónusta haldast í hendur“ sem&nbsp; er hluti af víðtækri áætlun Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um&nbsp; eflingu&nbsp; sjúklingaöryggis.&nbsp; Verkefnið felur m.a. í sér ákveðna skuldbindingu um þátttöku í að vinna að fækkun sýkinga sem eiga upptök sín í heilbrigðisþjónustunni.&nbsp; Nú þegar hafa heilbrigðisráðherrar um 40 landa undirritað slíkt samkomulag þeirra á meðal Ástralía, Bretland og Finnland.&nbsp;<br /> <br /> </span><span>Ágætu gestir.<br /> <br /> </span><span>Heilbrigðisyfirvöld telja mikilvægt að á hverjum tíma liggi fyrir skýr stefna á sviði gæðamála. Gæðaáætlun heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins frá árinu 1999 hefur nú verið endurskoðuð og þann 25. apríl sl. kynntu heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið og Landlæknisembættið <em><a href="/gogn/rit-og-skyrslur/stakt-rit/2007/04/25/Stefnumorkun-heilbrigdisyfirvalda-i-gaedamalum-til-arsins-2010/">Stefnumörkun heilbrigðisyfirvalda í gæðamálum til ársins 2010</a>.</em>&nbsp;<br /> <br /> </span><span>Þessi gæðastefna styðst m.a. við markmið heilbrigðisáætlunar til ársins 2010 og viðmið Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um gæði í heilbrigðisþjónustunni.&nbsp; Jafnframt hefur verið litið til stefnu heilbrigðisyfirvalda í gæðamálum annars staðar á Norðurlöndum og víðar.&nbsp; Loks tekur stefnan mið af gæðaáætlun ráðuneytisins frá árinu 1999, lagafyrirmælum og annarri stefnumótun íslenskra stjórnvalda.<br /> <br /> </span><span>Megin tilgangur stefnunnar er að auka gæði og öryggi heilbrigðisþjónustunnar og stuðla að bættu heilbrigði þjóðarinnar. Stefnan endurspeglar sýn heilbrigðisyfirvalda, en stofnanir eru jafnframt hvattar til að gera eigin gæðaáætlanir sem ganga út frá hlutverki og viðfangsefnum þeirrar stofnunar sem í hlut á.<br /> <br /> </span><span>Í nýrri gæðastefnu eru lagðar fram megin áherslur sem unnið verður að til ársins 2010 og er þar að finna 34 markmið.&nbsp; Fyrsta áhersluatriðið sem fram kemur í&nbsp; gæðastefnunni snýr einmitt að öryggi sjúklinga, sem er grunnur að gæðum þjónustunnar eins og ég&nbsp; nefndi í upphafi.<br /> <br /> </span><span>Eins og flestir hér inni vita hafa rannsóknir sýnt að þar sem öryggi sjúklinga á heilbrigðisstofnunum er ábótavant er talið að orsakirnar liggi oftast í kerfum og vinnuferlum stofnana.&nbsp; Því er góð skráning og úrvinnsla upplýsinga veigamikill þáttur í auknu öryggi og umbótum.<br /> <br /> </span><span>Í stefnunni eru sett fram markmið um að efla skráningu atvika um leið og&nbsp; úrvinnsla upplýsinga úr atvikaskráningum verði gerð markvissari og sýnilegri. Jafnframt verður fljótlega skipaður starfshópur sem&nbsp; hefur það&nbsp; hlutverk að móta heildstæða stefnu á sviði sjúklingaöryggis og verður&nbsp; sú áætlun sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur sett fram um öryggi sjúklinga, höfð til hliðsjónar. Ég vil í þessu sambandi hvetja starfsmenn og&nbsp; notendur heilbrigðisþjónustunnar&nbsp; til aukins samstarfs&nbsp; með það í huga að&nbsp; tryggja öryggi&nbsp; en&nbsp; Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin&nbsp; leggur ríka áherslu á hlutverk&nbsp; notendanna sjálfra í því skyni.<br /> <br /> </span><span>Auk öryggis sjúklinga snúa markmið gæðastefnunnar m.a. að rafrænni skráningu, klínískum leiðbeiningum, gæðavísum, skilgreiningum á hlutverki og verkaskiptingu stofnana, gæðakröfum, árangursstjórnun og&nbsp; mönnun en&nbsp; á umliðnum árum hefur sjónum í vaxandi mæli verið beint að mikilvægi&nbsp; góðrar mönnunar og starfsumhverfi.<br /> <br /> </span><span>Ég vil sérstaklega nefna hér mikilvægi gæðamenningar eða gæðabrags sem fjallað er um í stefnunni.&nbsp; Gæðamenning endurspeglast m.a. í auknu samstarfi við sjúklinga og aðstandendur, beitingu nýjustu þekkingar og stöðugs náms. Skipulag starfseminnar og vinnuferlar beinast að því að mæta þörf sjúklings eða notanda fyrir þjónustu og tryggja um leið öryggi hans. Þar sem gæðamenning ríkir hafa starfsmenn skilið, viðurkennt og tileinkað sér gæðahugsun og hegðun sem felst m.a. í því að vilja sífellt gera betur.&nbsp;<br /> <br /> </span><span>Stefnu heilbrigðisyfirvalda er ætlað að ýta undir þróun gæðamenningar en ábyrgð á henni hvílir ekki einungis á einstökum stjórnendum eða starfsmönnum heldur einnig á stjórnum stofnana og rekstraraðilum.&nbsp;<br /> <br /> </span><span>Ágætu ráðstefnugestir<br /> <br /> </span><span>Mig langar að&nbsp; lokum að nefna hér að á síðasta vorþingi voru samþykkt ný lög um heilbrigðisþjónustu og lög um Landlæknisembættið sem taka gildi 1. september nk.&nbsp; Þar er kveðið á um mikilvæga þætti sem snúa að gæðum og öryggi heilbrigðisþjónustunnar. Í lögunum er m.a. gert ráð fyrir auknu hlutverki Landlæknisembættisins bæði á sviði gæðaeftirlits en einnig gæðaþróunar á&nbsp;&nbsp; landsvísu.<br /> <br /> </span><span>Annað sem nefna má er <em><span>Lyfjastefna til ársins 2012</span></em> sem var&nbsp; kynnt í mars sl. en þar eru öryggi og gæði veigamiklir þættir.&nbsp; Það væri sem sagt hægt að halda lengi áfram að tala hér um öryggi og gæði heilbrigðisþjónustunnar en ég læt hér staðar numið.<br /> <br /> </span><span>Ég sé á dagskránni að efninu verða gerð góð skil, af öflugu fólki, og svo verða umræður á eftir. Einnig verður opnuð hér&nbsp; ný heimasíða&nbsp; um sjúklingaöryggi. Ég vænti þess því að dagurinn í dag leiði okkur fram á veginn og stuðli að auknu öryggi og gæðum í íslenskri&nbsp; heilbrigðisþjónustu.<br /> <br /> </span><span>Ráðstefnan er sett.<br /> <br /> </span><strong><span>Talað orð gildir.</span></strong></p> <br />

2007-05-07 00:00:0007. maí 2007Fulltrúaþing Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga

<p><span>Ágætu hjúkrunarfræðingar!<br /> <br /> </span><span>Ég vil þakka fyrir tækifærið til að ávarpa fulltrúaþing ykkar hér í dag. En þetta er í fyrsta sinn sem ég ávarpa ykkur við þetta tilefni.<br /> <br /> </span><span>Fulltrúaþingið fer með æðsta vald í málefnum félagsins og því eru hér rædd málefni sem miklu varða fyrir heilbrigðisþjónustuna í landinu.<br /> <br /> </span><span>Hjúkrunarfræðingar hafa mikið vægi í íslensku heilbrigðiskerfi. Þeir eru fjölmennasta fagstéttin í heilbrigðisþjónustunni. Starfssvið þeirra er breitt, þar sem þeir starfa á öllum sviðum þjónustunnar. Ábyrgð þeirra er mikil, störfin krefjandi og verkefnin verða æ fjölbreyttari og flóknari.<br /> <br /> </span><span>Það verður ekki ofsagt að mikilvægasta auðlind heilbrigðisþjónustunnar er starfsfólkið. Því verður að gæta að hag starfsmanna og tryggja þeim góða starfsaðstöðu og starfsumhverfi sem mætir þörfum þeirra eftir fremsta megni.<br /> <br /> </span><span>Margar heilbrigðisstofnanir hafa þegar hafið aðgerðir sem miða að bættu starfsumhverfi og stuðla að meiri festu starfsmanna sinna. Þessar aðgerðir eru einnig ætlaðar til að auka starfsánægju en ánægja starfsfólks er forsenda fyrir góðum árangri. Hér er því jafnt um að ræða hagsmunamál starfsfólks, heilbrigðisstofnana og notenda þjónustunnar.<br /> <br /> </span><span>Mig langar í þessu samhengi að minnast á Alþjóðadag hjúkrunarfræðinga 12. maí n.k. sem mun haldinn undir yfirskriftinni <em>gott starfsumhverfi</em> en þar eru <em>fyrirmyndar vinnustaðir</em> sagðir stuðla að <em>góðri hjúkrun</em>. Þetta er því greinilega málefni sem hjúkrunarfræðingar víða um heim láta sig varða.<br /> <br /> </span><span>Ég er ekki ein um að hafa orðið vör við aukið álag á heilbrigðisstarfsmenn á síðustu misserum. Skýringarnar á auknu álagi tengjast breytingum í rekstri margra stofnana, en líka því að neytendur þjónustunnar eru veikari en áður, aldurssamsetningin er að breytast með fjölgun í hópi aldraðra og skortur eða aukin eftirspurn er á fagfólki til starfa, sérstaklega á hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum. Þessi eftirspurn er ekki bundin við Ísland heldur er þetta alþjóðlegt og sívaxandi vandamál og á svipuð þróun sér stað víða í Evrópu. Til dæmis má nefna að Norðurlandaþjóðirnar keppa um heilbrigðisstarfsfólk, ekki síst hjúkrunarfræðinga og lækna.<br /> <br /> </span><span>Skortur á heilbrigðisstarfsfólki</span> <span>er brýnt mál sem snýr ekki síst að stjórnvöldum. Einn þáttur í að koma á móts við þennan vanda er að tryggja að</span> <span>aðgangur að námi heilbrigðisstétta taki mið af mannaflaþörf heilbrigðisþjónustunnar.</span> <span>Í ljósi þessa beitti ég mér fyrir því á síðasta ári að fjárveitingar yrðu auknar og nemendum í hjúkrunarfræði fjölgað&nbsp; við Háskóla Íslands og Háskólann á&nbsp; Akureyri til að fullnægja aukinni eftirspurn.&nbsp; Fram til þessa hafa verið útskrifaðir um 109 hjúkrunarfræðingar árlega en nú eru samtals 157 nemendur á fyrsta ári í hjúkrunarfræði í báðum skólunum sem er yfir 30% aukning milli ára. Endurskoðun á hjúkrunarfræðináminu er einnig mikilvægur þáttur í þessu sambandi.<br /> <br /> </span><span>En til þess að hægt sé að taka mið af mannaflaþörf heilbrigðisþjónustunnar þarf að meta þörfina. Í því skyni kynnti ég, rétt fyrir síðustu áramót, nýja skýrslu sem unnin var fyrir ráðuneytið af Hagfræðistofnun um spá um þörf fyrir vinnuafl fjögurra stétta heilbrigðisstarfsfólks, það er lækna, hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og sjúkraþjálfara. Stuðst var við gögn frá Hagstofu Íslands, landlæknisembættinu, fagfélögum og sjúkrastofnunum.<br /> <br /> </span><span>Það er von mín að skýrslan geti orðið gagnlegt vinnuskjal fyrir ýmsa aðila, stofnanir og stjórnvöld. Einnig að hún geti orðið grundvöllur að frekara samstarfi. Ég fagna því þeim viðbrögðum sem skýrslan hefur fengið.<br /> <br /> </span><span>Eins og flestir vita gaf Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) nýverið út skýrslu um manneklu í hjúkrun sem gerir grein fyrir hvert stefnir fram til ársins 2015, verði ekkert að gert. <span>Sú skýrsla er</span></span> <span>byggð á aðeins öðrum forsendum en skýrslan sem Hagfræðistofnun HÍ vann fyrir ráðuneytið. Skýrsla Fíh sýnir að þrátt fyrir þann mikla og góða áfanga að fjölga hjúkrunarfræðinemum þá mun skorturinn halda áfram að aukast komi ekki fleira til.&nbsp;<br /> <br /> </span><span>Á síðasta ári kallaði landlæknisembættið saman hóp til að ræða hvaða leiðir væru færar til að takast á við mannekluvandann</span> <span>en hópurinn er skipaður <span>fulltrúum Háskóla Íslands, Háskólans á Akureyri, Landspítala- háskólasjúkrahúss, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Hópurinn</span></span> <span>hefur verið að kanna meðal annars hvort hægt sé að auka enn við námspláss fyrir nemendur í hjúkrunarfræði og jafnvel taka inn nemendur tvisvar á ári. Einnig er</span> <span>fyrirhuguð viðamikil rannsókn á hindrunum í starfi hjúkrunarfræðinga.<br /> <br /> </span><span>Eins og flestum er kunnugt þá eru kjarasamningar ekki á hendi heilbrigðisráðuneytisins, heldur á ábyrgð fjármálaráðuneytisins. En þegar rætt er um skort á heilbrigðisstarfsfólki er óhjákvæmilegt annað en að víkja að kaupum og kjörum. Mikil þensla og uppgangstímar hafa verið í efnahagslífinu. En það kallar á aukna starfsmannaveltu þar sem fólk sækir í betur launuð störf. Í kjarasamningum þarf því að leggja sérstaka áherslu á að lyfta umönnunarstörfum upp. Þessi störf hafa hingað til verið aðallega á hendi kvenna, en launamunur kynjanna er um 15-16% hér á landi eins og flestir vita.<br /> <br /> </span><span>Eins og sjá má þarf að leita fjölmargra leiða til að tryggja nægan mannafla í heilbrigðisþjónustunni, svo ná megi markmiðinu um bestu mögulegu heilbrigðisþjónustu á hverjum tíma. En við, og þá er ég að tala um heilbrigðisstofnanir, háskóla, starfsmenn, fagfélög og yfirvöld, verðum fyrst og fremst að vinna SAMAN að því að vinna bug á mannekluvandanum.<br /> <br /> </span><span>Ágætu þingfulltrúar!<br /> <br /> </span><span>Hjúkrunarfræðingar hafa alltaf tekið virkan þátt í gæðastarfi innan heilbrigðisþjónustunnar, en markvisst gæðastarf er</span> <span>mikilvæg forsenda þess að auka gæði og öryggi þjónustunnar og stuðla að bættu heilbrigði þjóðarinnar. Í síðasta mánuði kynnti ráðuneytið og Landlæknisembættið <em>Stefnumörkun heilbrigðisyfirvalda í gæðamálum til ársins 2010.<br /> <br /> </em></span><span>Stefnumörkunin tekur við af gæðaáætlun ráðuneytisins sem kom út árið 1999 en meginmarkmið hennar var meðal annars að stuðla að formlegu gæðaþróunarstarfi heilbrigðisstofnana. Margt af því sem þá var lögð áhersla á hefur gengið eftir og leitt til jákvæðra breytinga á starfsemi og skipulagi stofnana.<br /> <br /> </span><span>Í hinni nýju stefnumörkun er sjónum í ríkari mæli en áður beint að verkefnum sem eru á ábyrgðarsviði heilbrigðisyfirvalda og eru lagðar fram þær megináherslur sem unnið verður eftir til ársins 2010.<br /> <br /> </span><span>Ein megin áhersla endurskoðaðrar gæðastefnu snýr að öryggi sjúklinga sem hefur verið mikið til umræðu á síðustu misserum. Rannsóknir hafa sýnt að þar sem öryggi sjúklinga á heilbrigðisstofnunum er ábótavant liggja orsakirnar oftast í kerfum og vinnuferlum stofnananna. Góð skráning og úrvinnsla upplýsinga er því veigamikill þáttur í auknu öryggi og umbótum. Stefnt er að því að efla skráningu atvika og gera úrvinnslu atvikaupplýsinga markvissari og sýnilegri. Ég vil benda á að í lögum um heilbrigðisþjónustu og í lögum um landlæknisembættið sem samþykkt voru á nýafstöðnu þingi og taka gildi þann 1. september næst komandi er einnig kveðið á um aukna áherslu á öryggi sjúklinga og gæði þjónustunnar.<br /> <br /> </span><span>Í gæðastefnunni til ársins 2010 er einnig lögð áhersla á mikilvægi gæðamenningar sem m.a endurspeglast í auknu samstarfi við sjúklinga og aðstandendur, beitingu nýjustu þekkingar og stöðugs náms. Skilgreiningar á hlutverki og verkaskiptingu stofnana, gæðakröfur, gæðamælikvarðar, klínískar leiðbeiningar og rafræn skráning eru allt atriði sem lögð er áhersla á auk fjölmargra annarra þátta innan heilbrigðisþjónustunnar.<br /> <br /> </span><span>Sérstakt gæðaráð verður skipað til að fylgja gæðastefnunni eftir með fulltrúum heilbrigðisyfirvalda, stofnana, fagfólks og notenda.<br /> <br /> </span><span>Ég hvet því alla til að kynna sér</span> <em><span>gæðastefnuna</span></em> <span>sem er aðgengileg á heimasíðu ráðuneytisins</span><strong><span>.<br /> <br /> </span></strong><span>Að lokum langar mig að vekja athygli ykkar <em>á Endurskoðun meginmarkmiða heilbrigðisáætlunar til ársins 2010</em> sem kom út fyrr á árinu. Í henni er gerð grein fyrir hvernig gengið hefur að ná upphaflegum markmiðum og fjallað er um breytingar sem nauðsynlegt er að gera á áætluninni. Ennfremur hafa verið sett ný markmið er miða að því að draga úr offitu og ofþyngd, auk víðtækari markmiðssetningar í krabbameinsvörnum.<br /> <br /> </span><span>Í heild hefur heilbrigðisáætlunin staðið fyrir sínu og flest þau markmið, sem sett voru í upphafi, hafa reynst raunhæf.</span> <span>Markmiðin eru fjölþætt en ljóst er að þar eru mikil sóknarfæri fyrir hjúkrunarfræðinga.<br /> <br /> </span><span>Talandi um sóknarfæri fyrir hjúkrunarfræðinga þá er nú</span> <span>þegar í gildi samningur við ráðuneytið vegna hjúkrunar í heimahúsum. Einnig er að</span> <span>fara af stað vinna á vegum ráðuneytisins við að e</span><span>ndurskoða heildarskipulag þjónustu sjálfstætt starfandi hjúkrunarfræðinga.<br /> <br /> </span><span>Ágætu hjúkrunarfræðingar!<br /> <br /> </span><span>Framlag hjúkrunar verður ætíð sérstakt og mikilvægt.</span> <span>Ég vil þakka hjúkrunarfræðingum fyrir dugnað í krefjandi störfum sínum, störfum sem leggja grunnin að öflugu heilbrigðiskerfi okkar.<br /> <br /> </span><span>Nú er kjörtímabilið á enda og ég hef gegnt hlutverki heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra í rúmt ár. Ég vil þakka hjúkrunarfræðingum fyrir samstarfið á þessum tíma. Ég vil einnig þakka formanni ykkar Elsu B. Friðfinnsdóttur, og Höllu Grétarsdóttur í fjarveru hennar, fyrir samstarfið og óska félagsmönnum allra heilla í lífi og starfi.<br /> <br /> </span><span>Takk fyrir.</span><br /> <br /> <strong><span>Talað orð gildir.</span></strong></p> <br /> <br />

2007-05-04 00:00:0004. maí 2007Framvirkur samningur um kauptryggingu á inflúensubóluefni í heimsfaraldri inflúensu.

<p><span>Ávarp Sivjar Friðleifsdóttur heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra við undirritun samnings við GlaxoSmithKline um bóluefni gegn heimsfaraldri inflúensu þann 4. maí 2007.<br /> <br /> </span></p> <p><span>Reynsla undanfarinna alda sýnir að búast megi við heimsfaraldri inflúensu tvisvar til þrisvar á öld. Slíkir heimsfaraldrar eru að jafnaði mun skæðari en árstíðabundin inflúensa því þá er um nýjan stofn inflúensu að ræða og fólk hefur ekki mótefni gegn honum. Þegar slíkir heimsfaraldrar ríða yfir valda þeir oft alvarlegum sjúkdómseinkennum meðal manna og dánartíðnin er há. Undanfarin ár hefur nýr inflúensustofn gert vart við sig sem valdið hefur miklu tjóni í alifuglarækt víða um heim. Þessi fuglainflúensa berst af og til í menn og hefur hún valdið alvarlegum sjúkdómseinkennum og gerir enn. Smitleið manna á milli er enn sem komið er takmörkuð. Hugsanlegt er þó að þessi stofn taki breytingum þannig að smit berist greiðlega manna á milli. Gæti það verið upphaf alvarlegs heimsfaraldurs inflúensu. Hitt gæti einnig gerst að annar áður óþekktur stofn valdi næsta heimsfaraldri.<br /> <br /> </span><span>Eins og málum er háttað telur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin að við séum á svokölluðu viðbúnaðarstigi og hvetur hún því þjóðir heims til að huga að viðbúnaðar- og viðbragðsáætlunum við heimsfaraldri inflúensu. Stjórnvöld hér á landi hafa undanfarin ár unnið að slíkum viðbúnaði. Afar mikilvægur liður undirbúningsins er að tryggja landsmönnum bóluefni eins skjótt og auðið er. Vandamálið er að ekki er vitað fyrirfram hvaða inflúensustofn það er sem veldur næsta heimsfaraldri. Því mun taka 3-6 mánuði að framleiða slíkt bóluefni og nauðsynlegt er fyrir Íslendinga að tryggja sér aðgang að því ef á þarf að halda.<br /> <br /> </span><span>Það er mér því ánægjuefni að geta nú undirritað samning við lyfjafyrirtækið GlaxoSmithKline um að það tryggi Íslendingum 300.000 skammta af slíku bóluefni eins fljótt og auðið er eftir að framleiðsla hefst. Hér er um kauptryggingu að ræða sem gildir til ársins 2011. Kostnaður við hana er um 20 mkr. á þessu ári og 20 mkr. á því næsta. Samningur þessi er samhljóða samningi sem dönsk stjórnvöld hafa gert við fyrirtækið. Framkvæmd þessa samnings verður á höndum sóttvarnalæknis.<br /> <br /> </span><span>Þess má geta að gerðir hafa verið samningar um kaup á inflúensulyfjum, dreypilyfjum og hlífðarbúnaði vegna hugsanlegs heimsfaraldurs inflúensu. Einnig er unnið að því að tryggja nægar birgðir af nauðsynlegustu lyfjum í landinu til að standast alvarlegan heimsfaldur á borð við inflúensu.</span></p> <br /> <strong>Talað orð gildir.<br /> </strong>

2007-05-02 00:00:0002. maí 2007Úthlutun úr Forvarnasjóði

<p><span>Ágætu styrktaraðilar, forstjóri Lýðheilustöðvar og aðrir góðir gestir.<br /> <br /> </span> <span>Það er mér ánægja að vera hér í dag og úthluta styrkjum úr Forvarnasjóði, en einnig verða nýjustu niðurstöður um áfengis- og vímuefnaneyslu ungmenna í 10. bekk kynntar.<br /> <br /> </span> <span>Allir eru sammála því að forvarnir gegn áfengis- og vímuefnaneyslu eru mikilvægar og að aldrei megi slaka þar á. En þegar kemur að aðferðum og leiðum eru menn ekki alltaf sammála. Samstarf og samráð þeirra aðila sem að forvörnum vinna er því mjög mikilvægt og einungis á þann hátt getum við unnið á heildrænan hátt að forvörnum.<br /> <br /> </span> <span>Fjölmargir aðilar sinna mjög góðu og óeigingjörnu forvarnastarfi og verður starf þeirra ekki metið til fjár. Grasrótarsamtök eru mikilvægur hlekkur í þeirri forvarnakeðju sem mynda þarf um forvarnir. Fjölmörg samtök og stofnanir sinna á beinan eða óbeinan hátt forvörnum. Má þar nefna þá aðila og félög sem sinna skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. En forvarnir snúast ekki eingöngu um fræðslu um skaðsemi áfengis- og vímuefna heldur einnig um heilbrigða lífshætti og tækifæri til þess að standast það áreiti sem fylgir m.a. markaðssetningu áfengis og aðgengi.<br /> <br /> </span> <span>Það er nefnilega ekki síður mikilvægt að sporna við framboði og fækka þar með tækifærum og aðstæðum fyrir ungt fólk að verða sér út um áfengi og önnur vímuefni. Aðgengi að áfengi þ.e. fjöldi útsölustaða áfengis, sölutími og aldursmörk til áfengiskaupa hefur umtalsverð áhrif á þróun áfengisneyslu þjóða og eru ungmenni þar ekki undanskilin.<br /> <br /> </span> <span>Það þarf því hvorutveggja að fara saman, stefna og aðgerðir ríkisstjórna og það grasrótarstarf sem fer fram. Hvorutveggja þurfa svo að byggja á staðreyndum og reynslu annarra ásamt rannsóknum, ekki síst innlendum.<br /> <br /> </span> <span>Til þess að viðhalda og þróa áfram forvarnastarf á Íslandi var ákveðið árið 1995 að stofna Forvarnasjóð og var úthlutað úr honum fyrst árið 1996. Tilgangur sjóðsins er að stuðla að forvörnum gegn áfengis- og vímuefnaneyslu. Hlutverk sjóðsins er að styrkja verkefni á sviði áfengis- og vímuvarna í samræmi við stefnu og forgangsröðun ríkisstjórnarinnar í áfengis- og vímuvörnum hverju sinni. Styrkir eru veittir félögum, samtökum og opinberum aðilum.<br /> <br /> </span> <span>Undanfarin ár hefur mátt sjá jákvæða þróun hvað varðar neyslu áfengis og annarra vímuefna meðal 10. bekkinga og má það eflaust þakka m.a. þrotlausu starfi margra hagmunaaðila. Það er því áhugavert að sjá hvernig nýjustu niðurstöðurnar, sem kynntar verða hér á eftir, eru hvað varðar þennan aldurshóp. Það er engin einhlít skýring til á því hvað felst í ,,forvarnastarfi&rdquo;. Innihald og meining getur verið breytileg allt eftir því hvaða hefðir og grunnhugsanir eru lagðar til grundvallar starfinu. Um getur verið að ræða rannsóknar- og þróunarstarf eða framkvæmd af ákveðnum verkefnum og aðgerðum t.d. í skólum eða í samfélaginu. Forvarnir eru því margslungið hugtak á hugsunum og aðgerðum sem spanna allt frá tilraunum til að koma í veg fyrir eða útrýma óæskilegri þróun til aðgerða sem auka lífsgæði og stjórnun.<br /> <br /> </span> <span>Ég vil óska þeim fölmörgu aðilum sem fá nú úthlutað úr forvarnarsjóði alls hins besta. Það er von mín að styrkirnir nýtist sem best, í þágu öflugra og fjölbreyttra forvarna. Til hamingju, starf ykkar er mikilvægt og gangi ykkur vel! Bið ég forstjóra Lýðheilsustöðvar Önnu Elísabetu Ólafsdóttur að taka hér við og lýsa úthlutuninni.<br /> <br /> </span> <strong><span>Talað orð gildir.</span></strong></p> <br /> <br />

2007-04-30 00:00:0030. apríl 2007Opnun nýrrar heimasíðu Lyfjastofnunar

<p><span>Ágætu starfsmenn Lyfjastofnunar og aðrir gestir,<br /> <br /> </span><span>Það er mér sönn ánægja að opna hér í dag nýja heimasíðu Lyfjastofnunar.<br /> <br /> </span><span>Lyfjastofnun er, eins og þið vitið, sjálfstæð stofnun undir yfirstjórn heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins sem sinnir mikilvægum störfum við faglegt eftirlit með framleiðslu, innflutningi og dreifingu lyfja.<br /> <br /> </span> <span>Helsta hlutverk stofnunarinnar er að gefa út markaðsleyfi fyrir lyf á Íslandi í samvinnu við lyfjayfirvöld á Evrópska efnahagssvæðinu, hafa eftirlit með lyfjaiðnaðinum á Íslandi og tryggja faglega og hlutlausa upplýsingagjöf til heilbrigðisstarfsfólks og neytenda. Auk þess að sjá um veitingu markaðsleyfa og eftirlit með framleiðslu, dreifingu og sölu lyfja, heldur Lyfjastofnun m.a. utan um tilkynningar um aukaverkanir sem berast vegna lyfjanotkunar á Íslandi.</span> <span>Lyfjastofnun</span> <span>veitir einnig leyfi til klínískra lyfjarannsókna, hefur eftirlit með lyfjaauglýsingum og gefur út Sérlyfjaskrá o.fl.<br /> <br /> </span> <span>Á þeim stutta tíma sem ég hef verið ráðherra hef ég átt mjög gott samstarf við forstjóra og annað starfsfólk Lyfjastofnunar. Ég heimsótti stofnunina þann 6. október s.l. og fékk góðar upplýsingar um starfsemina og sannfærðist um að þar er unnið faglegt og gott starf. Starfsmenn ráðuneytisins hafa hrósað stofnuninni í mín eyru og hælt henni fyrir góð samskipti við ráðuneytið og faglega og skjóta umfjöllun um erindi sem stofnuninni séu send til afgreiðslu eða umsagnar. <span><br /> <br /> </span></span><span>Ég verð þó einnig að segja frá því að einstaka hagmunaaðlar sem komið hafa á minn fund hafa kvartað undan Lyfjastofnun. Ég er þeirrar skoðunar að í flestum tilfellum hafi slíkar umkvartanir verið á misskilningi byggðar og hef ég því tekið upp hanskann fyrir stofnunina þegar slíkar umkvartanir hafa borið á góma ekki síst eftir að ég kynnti mér sjálf starfsemina.<br /> <br /> </span> <span>Ég velti því hins vegar fyrir mér hvort hagsmunaaðilar og allur almenningur hafi verið nægilega upplýstur um starfsemi Lyfjastofnunar og það góða starf sem þar er unnið?<br /> <br /> </span><span>Nokkuð hefur skort á að upplýsingar um lyf og lyfjamál séu settar fram með aðgengilegum og skýrum hætti. Til marks um þetta má nefna að í Lyfjastefnunni fram til 2012 segir m.a. að</span></p> <p><span> </span><span>“<em>skýra þurfi verkaskiptingu Landlæknisembættis, Lyfjastofnunar og Trygginga­stofnunar og tryggja samstarf þessara stofnana hvað varðar upplýsingar um lyf og lyfjanotkun og gæði, öryggi og virkni lyfja.”</em></span></p> <p><span>Þá segir einnig að</span></p> <p><span><span> </span>“<em>ákveða þurfi hvaða upplýsingar eiga að liggja fyrir hjá stjórnvöldum mánaðarlega, ársfjórðungslega og árlega. Mikilvægt er að reglubundið, öflugt aðhald og eftirlit sé haft með þeim aðilum sem koma að lyfjamálum. Landlæknisembættið, Lyfjastofnun og Tryggingastofnun þurfa að nýta gagnagrunna sína til að veita almenningi og fagfólki hlutlausar og faglegar upplýsingar. Nauðsynlegt er að þessar stofnanir myndi með sér samstarf um upplýsingamál þannig að upplýsingar megi finna á einum stað á heimasíðu Lyfjastofnunar með beina tengingu við aðrar heilbrigðis- og stjórnsýslustofnanir.”<br /> <br /> </em></span><span>Þá segir í Lyfjastefnunni að m.a. til a bæta meðferðarheldni þurfi</span></p> <p><span> </span><em><span>“Lyfjastofnun, Tryggingastofnun ríkisins og Landlæknisembættið veita óháðar upplýsingar til heilbrigðisstarfsfólks og almennings um lyf og lyfjanotkun.”<br /> <br /> </span></em><span>Með opnun nýrrar heimasíðu Lyfjastofnunar hér í dag er stofnunin að bregðast við og bæta upplýsingagjöf sína til almennings í anda Lyfjastefnunnar.<br /> <br /> </span> <span>Ég fagna þessu framtaki og óska starfsfólki Lyfjastofnunar til hamingju með þennan áfanga.</span></p> <p><span> </span></p> <br /> <br />

2007-04-26 00:00:0026. apríl 2007Ávarp á ársfundi Landspítala - háskólasjúkrahúss

<p><span>Góðir ársfundargestir.</span></p> <p><span>Það er ánægjulegt að vera með ykkur hér í dag og fá tækifæri til að ávarpa ársfund LSH í annað sinn sem heilbrigðisráðherra.<br /> <br /> </span><span>Ársfundur Landspítalans er alltaf nokkur viðburður, því hér er um að ræða gríðarlega stóra stofnun með umfangsmikil verkefni. Ár í lífi slíkrar stofnunar er alltaf viðburðaríkt og þar skiptast jafnan á skin og skúrir.<br /> <br /> </span><span>Nýbirtar niðurstöður könnunar á viðhorfum almennings til sjúkrahússins, sem Capacent Gallup vann fyrir LSH, bera ótvírætt vitni um traust og jákvæða afstöðu almennings gagnvart sjúkrahúsinu og starfsfólki þess. Um og yfir 90% svarenda segjast bera mjög mikið eða frekar mikið traust til sjúkrahússins, álíka hátt hlutfall telur sjúkrahúsið veita mjög góða eða frekar góða þjónustu og yfir 90% telja að starfsfólk sjúkrahússins leggi mjög mikla eða frekar mikla áherslu á að leysa vel úr þeim málum sem lögð eru fyrir stofnunina.<br /> <br /> </span><span>Það er tæpast hægt að skora hærra. Við getum svo sannarlega verið stolt yfir þessum niðurstöðum. Niðurstöðurnar segja meira en mörg orð um sjúkrahúsið og starfsfólk þess.<br /> <br /> </span><span>En - eins og ég sagði þá skiptast á skin og skúrir í rekstri Landspítalans og því ætla ég að fara nokkrum orðum um það sem vel gengur ? og einnig um það sem betur mætti fara.<br /> <br /> </span><span>Það má öllum vera ljóst að mikilvægasta auðlind Landspítalans er starfsfólkið. Því verður að gæta að hag starfsmanna og tryggja þeim gott starfsumhverfi sem mætir þörfum þeirra eftir því sem unnt er.<br /> <br /> </span><span>Í nýlegri könnun á starfsumhverfi ríkisstarfsmanna kom fram að starfsmenn Landspítalans telja störf sín erfið og álag oft mikið, meðal annars vegna manneklu. Mat starfsfólks á starfsumhverfi sínu ræðst af mörgum þáttum og því ekki hægt að benda á eina leið til úrbóta. Á hinn bóginn er ljóst að forsenda þess að við getum bætt starfsumhverfið er að við gefum gaum að þeim vísbendingum og skilaboðum sem lesa má úr þessari og öðrum viðlíka könnunum. Ánægja fólks í starfi er forsenda fyrir góðum árangri, en fjölmargar kannanir hafa sýnt að ánægja í starfi eykur framleiðni og bætir árangur. Hér er því jafnt um að ræða hagsmunamál starfsfólksins, sjúkrahússins og þeirra sem þurfa á þjónustu þess að halda.<br /> <br /> </span><span>Landspítalinn hefur líkt og flestar aðrar heilbrigðisstofnanir glímt við mönnunarvanda sem hefur skapað stofnuninni margvíslega erfiðleika. Þær gríðarlegu breytingar sem orðið hafa á starfsemi sjúkrahússins kalla á aukna hjúkrun og þjónustu á fleiri sviðum.<br /> <br /> </span><span>Í ljósi þessa beitti ég mér fyrir því á síðasta ári <span>að fjárveitingar yrðu auknar og námsstöðum í hjúkrunarfræði fjölgað<span> </span> við Háskóla Íslands og Háskólann á<span> </span> Akureyri.<span> </span> Nú eru 157 nemendur<span> </span> á fyrsta ári í hjúkrunarfræði í báðum skólunum sem er yfir 30% aukning milli ára.<br /> <br /> </span></span><span>Það skortir einnig starfsfólk í öðrum stéttum og má þar meðal annars nefna sjúkraliða og annað starfsfólk í umönnun, auk annarra fámennari hópa.<br /> <br /> </span><span>Þegar rætt er um skort á starfsfólki verður ekki undan því vikist að nefna kaup og kjör, þ.e. opinbera kjarasamninga þótt launamálin séu ekki á minni hendi heldur á ábyrgð fjármálaráðuneytis og viðsemjenda þess. Það eru uppgangstímar og þensla í efnahagslífinu,<span> </span> fólk sækir í önnur störf séu þau betur launuð og það leiðir síðan til aukinnar starfsmannaveltu. Í kjarasamningum þarf að einbeita sér sérstaklega að því að lyfta umönnunarstörfum upp en þau hafa frá upphafi verið aðallega á hendi kvenna, en launamunur kynjanna er um 15-16% hér á landi eins og flestir vita. En starfsumhverfi skiptir líka máli.<br /> <br /> </span><span>Meðal minna fyrstu starfa sem ráðherra heilbrigðis- og tryggingamála var að fara á flestar deildir spítalans og ræða við starfsfólk um áformin um byggingu nýja spítalans. Þetta voru skemmtilegar heimsóknir og ég fann mikla jákvæðni í garð verkefnisins. Við höldum ágætlega tímaáætlun og áform standast. Vil ég þakka fyrir þann brennandi áhuga sem starfsmenn sýna verkinu og fyrir þann tíma sem þeir hafa varið og munu verja í undirbúning þess.<br /> <br /> </span><span>Á næstunni verður áfram mjög mikil umræða um byggingu spítalans. Stundum heyrast yfirlýsingar eins og ?til hvers að byggja nýtt hús ef ekki eru starfsmenn til að vinna í því? og ?væri ekki peningunum betur varið í eitthvað annað s.s. samgöngumál??<span> </span> Ég hvet alla starfsmenn til að leggja sitt af mörkum við að útskýra fyrir almenningi hve mikilvægt verkefnið er. Enginn veit betur en þið hve mikil þörf er á nýju húsnæði fyrir starfsemi spítalans.<br /> <br /> </span><span>Með nýjum spítala mun vinnuaðstaða batna og mun það væntanlega<span> </span> auðvelda störf fólks og gera spítalann að eftirsóknarverðari vinnustað. Á meðan við bíðum eftir nýju húsnæði veit ég að stjórnendur munu áfram leggja sig fram um að bæta vinnuaðstöðu á sjúkrahúsinu eftir því sem mögulegt er.<br /> <br /> </span><span>Á undanförum árum hefur mönnum orðið tíðrætt um forgangsröðun í heilbrigðiskerfinu hér á landi. Bilið á milli þess sem er tæknilega mögulegt og þess sem fjárhagur leyfir er nokkurt og fer vaxandi, því þarf að forgangsraða og hagræða.<br /> <br /> </span><span>Tölur OECD sýna að Íslendingar verja hlutfallslega mestu fé til heilbrigðisþjónustunnar af Norðurlandaþjóðunum, en árið 2004 voru útgjöld til heilbrigðisþjónustu hér á landi 10,2% af vergri þjóðarframleiðslu.</span> <span>OECD tölur sýna einnig að Ísland er meðal þeirra ríkja þar sem greiðsluþátttaka sjúklinga í heilbrigðisþjónustu er hvað lægst og hlutur hins opinbera hvað hæstur. Hlutur sjúklinga hér á landi er um 17%, líkt og víðast annars staðar á Norðurlöndunum, en að jafnaði er greiðsluþátttaka sjúklinga í OECD ríkjunum um 25%.<br /> <br /> </span><span>Nýleg landskönnun um heilbrigði og aðstæður Íslendinga leiddi í ljós að yfir 80% Íslendinga telja að hið opinbera eigi að leggja enn meira fé til heilbrigðisþjónustunnar en gert er í dag. Framfarir í heilbrigðisvísindum, ný tækni og ný lyf gera það að verkum að við verðum að hagræða í heilbrigðiskerfinu þótt við séum að leggja æ meira fé til þjónustunnar.<br /> <br /> </span><span>Eitt dæmi um hagræðingu er að nú er lögð áhersla á aukna<span> </span> göngudeildarþjónustu og að útskrifa sjúklinga sem fyrst þegar þeir eru færir um að fara af spítalanum. Þessi þróun er sú sama í öllum vestrænum ríkjum.<br /> <br /> </span><span>Annað dæmi er frá því í gær þegar gerður var samningur Landspítalans, Hjúkrunarheimilisins Eirar og heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins um endurhæfingarrými fyrir aldraða. Endurhæfingarrýmin á Eir verða mun ódýrari en rými á bráðadeildum sjúkrahússins, en munu án efa nýtast hinum öldruðu betur til endurhæfingar til að gera þeim kleift að snúa aftur heim.<span> </span> Bráðarýmin á LSH verða síðan til taks fyrir þá sem mest þurfa á þeim að halda.<span> </span> <span>Ég vil einnig nefna sérstaklega sjúkrahústengda heimahjúkrun fyrir aldraða frá LSH sem hefur skilað góðum árangri. Sjúklingarnir geta farið fyrr heim og bráðarými sjúkrahússins teppast síður.<br /> <br /> </span></span><span>Það er einnig ánægjulegt til þess að vita að betur hefur gengið að útskrifa aldraða af Landspítalanum inn á hjúkrunarheimili en áður. Árið 2006 voru 40% fleiri sjúklingar af sjúkrahúsinu sem fengu hjúkrunarheimilispláss en árið áður. Nú bíða um 60 aldraðir inni á LSH eftir hjúkrunarrými sem er veruleg fækkun, því þegar mest var voru þeir um 120 sem biðu. Hér hefur því náðst verulegur árangur.<br /> <br /> </span><span>Ég vil líka nefna ánægjulega þróun sem orðið hefur á biðlistum aldraðra í Reykjavík eftir hjúkrunarrými. Í mars í fyrra biðu 260 í mjög brýnni þörf eftir hjúkrunarrými en nú eru þeir um 220.<br /> <br /> </span><span>Óhætt er að segja að Landspítalinn beri mikla ábyrgð á gæðum heilbrigðisþjónustu bæði í nútíð og framtíð. Þar fer m.a. fram kennsla heilbrigðisstétta og rannsóknir eru snar þáttur í starfseminni.<br /> <br /> </span><span>Rannsóknir íslenskra vísindamanna hafa á liðnum árum vakið athygli á alþjóðavettvangi og þar hafa rannsóknir í heilbrigðisvísindum verið áberandi. Þegar framlög Íslendinga til vísindarannsókna eru skoðuð má sjá að stærstur hlutinn fer til heilbrigðisrannsókna sem að stórum hluta tengjast Landspítalanum.<br /> <br /> </span><span>Í stefnumótun Vísinda- og tækniráðs Íslands fyrir tímabilið 2006-2009 er lögð áhersla á að rannsóknir á heilbrigðissviði séu grunnur heilbrigðisþjónustunnar. Með endurskoðun metnaðarfullrar vísindastefnu Landspítalans nýlega var rennt enn styrkari stoðum undir fræðastarf á spítalanum og í kjölfar þeirrar samþykktar verður samstarf við háskólana aukið enn frekar.<br /> <br /> </span><span>Landspítalinn er sú stofnun sem veitir flestum nemum við Háskóla Íslands<span> </span> framhaldsmenntun, en hér fara í gegn um ellefu hundruð nemendur á hverju ári. Nýlega hefur Háskólinn sett sér það markmið að verða í hópi 100 bestu háskóla í heimi. Forsenda þess að það markmið náist er m.a. þróttmikið og gott faglegt starf heilbrigðisgreina Háskóla Íslands og Landspítalans.<br /> <br /> </span><span>Á vorþingi samþykkti Alþingi ný lög um heilbrigðisþjónustu sem taka gildi 1. september n.k. Með nýju lögunum er bætt úr brýnni þörf fyrir skýran lagaramma um grunnskipulag hins opinbera heilbrigðisþjónustukerfis og hlutverk Landspítalans skilgreint nákvæmlega, m.a. sem háskólasjúkrahús. Vil ég þakka öllum þeim sem komu að því að gera umsagnir um frumvarpið, áður en það varð að lögum, fyrir þeirra mikilvægu sjónarmið.<br /> <br /> </span><span>Fram til þessa hefur tekist að tryggja sjúklingum spítalans aðgang að öllum nauðsynlegum lyfjum þeim að kostnaðarlausu. Þetta er ekki sjálfgefið í öllum löndum, en þykir hins vegar sjálfsagt í því Norræna velferðarsamfélagi sem við erum hluti af og viljum halda áfram að tilheyra.<br /> <br /> </span><span>Þrátt fyrir að innlögnum og aðgerðum hafi fjölgað hefur á sama tíma tekist að hemja nokkuð lyfjakostnað með ýmsum aðgerðum, svo sem með útboðum á lyfjum, lyfjalistavinnu og með reglum um notkun nýrra og mjög dýrra lyfja.<br /> <br /> </span><span>Óhætt er að fullyrða að í dag er staðið mun faglegar en áður að ákvörðunum um val og notkun lyfja á Landspítalanum með skýrt skilgreindum vinnuferlum<span> </span> sem eru í samræmi við</span> <span>nýsamþykkta Lyfjastefnu til 2012. Það er bæði eðlilegt og bráðnauðsynlegt að slíkir vinnuferlar séu fyrir hendi.<span> </span> Góð samvinna hefur verið við ráðuneytið um þessa ábyrgu stefnu LSH sem hefur tryggt eðlilegan aðgang að nýjum og góðum lyfjum ýmist fyrr eða á svipuðum tíma og þau hafa verið tekin í notkun á bestu sjúkrahúsum Norðurlanda.<br /> <br /> </span><span>Heilbrigðisyfirvöld telja að markvisst gæðastarf sé mikilvæg forsenda þess að almenningur fái faglega og örugga heilbrigðisþjónustu og að hún sé veitt á hagkvæman hátt. Þess vegna er mikilvægt að á hverjum tíma sé fyrir hendi skýr gæðastefna.<br /> <br /> </span><span>Nú hefur gæðaáætlun ráðuneytisins frá árinu 1999 verið endurskoðuð og í gær kynntu heilbrigðis- og tryggingamálaráðneytið og Landlæknisembættið <em>Stefnumörkun heilbrigðisyfirvalda í gæðamálum til ársins 2010.</em> Bind ég góðar vonir við að nýja gæðastefnan fái góðan framgang.<br /> <br /> </span><span>Stjórnun og starfsmannamál eru stórmál í daglegum rekstri stofnunar sem er jafn stór, margþætt og sérhæfð og Landspítalinn. Varðar það bæði kaup og kjör, framgang í starfi og skiptingu ábyrgðar, hvort sem hún er fagleg eða fjárhagsleg. Það hefur gengið á ýmsu í þessum efnum og það er fullkomlega eðlilegt að stundum sé hart tekist á og sjónarmið séu ólík. Ég hef hingað til varast að blanda mér í deilur sem varða stjórnun sjúkrahússins þar sem ég lít svo á að afskipti ráðherra af innri málefnum undirstofnana geti verið vafasöm og vandratað meðalhófið í þeim efnum. Deilur sem varða starfssvið og verkefni sviðsstjóra og yfirlækna hafa farið hátt og reynt á alla sem að þeim hafa komið. Ég trúi því hins vegar og treysti að nú sjái fyrir endann á þessum deilum. Af hverju segi ég það? Jú, m.a. vegna þess að nýlega kom fram álit umboðsmanns Alþingis og ný lög um heilbrigðisþjónustu voru samþykkt, en bæði álit umboðsmanns og nýju lögin skýra og skerpa faglegt og fjárhagslegt vald og ábyrgð innan spítalans.<br /> <br /> </span><span>Forstjóri sjúkrahússins hefur einnig ásamt fjölda starfsmanna verið að vinna í að skilgreina sérgreinar sjúkrahússins og mun kynna á eftir stöðu þess máls. Að sjálfsögðu geta skoðanir verið skiptar um hvernig sérgreinar eigi að skiptast innan sjúkrahússins en vona ég að menn sameinist um góða niðurstöðu í því máli.<br /> <br /> </span><span>Ágætu gestir.<br /> <br /> </span><span>Nú er kjörtímabilið á enda og ég hef gegnt hlutverki heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra í rúmt ár. Ef til vill ávarpa ég ykkur að ári, etv. ekki. Ég vil þakka starfsfólki sjúkrahússins fyrir samstarfið á þessum tíma. Heimsóknir mínar á LSH vegna nýja sjúkrahússins hafa verið margar og góðar, ég hef komið oft á Barnaspítalann með gesti, átti til dæmis mjög skemmtilega stund á gamlaárskvöld á bráðavaktinni í Fossvogi þar sem ég leit við til að heilsa upp á starfsfólkið. Ég hef líka átt erfiða fundi vegna aðstæðna sem hafa komið upp í starfsemi spítalans eins og gefur að skilja að koma upp á stórum vinnustað sem er að sinna okkar veikasta fólki. Að öllu samanlögðu er ég þakklát fyrir samstarfið við ykkur og vil hvetja ykkur áfram á sömu góðu braut og þið eruð á. Ég vil þakka sérstakleg Magnúsi Péturssyni, Jóhannesi Gunnarssyni, Önnu Stefánsdóttur, Birnu Svavarsdóttur, Gyðu Baldursdóttur og Friðbirni Sigurðssyni en við þau öll hef ég haft náið og gott samstarf.<br /> <br /> </span><span>Ég er stolt af Landspítalanum.<span> </span> Það er rétt að við gleymum því ekki hvað við erum með mikilvæga og merkilega stofnun í höndum okkar. Ég hef lagt mig fram í störfum mínum við að styðja við bak sjúkrahússins. Tel ég að ágætlega hafi til tekist og lít því ánægð yfir farinn veg.<span> </span></span></p> <p><span> </span></p> <p><strong><span>Talað orð gildir.</span><br /> </strong><br /> </p>

2007-04-25 00:00:0025. apríl 2007Rannsóknastofnun um lyfjamál

<p><span>Ráðherra, rektor og ágætu gestir<br /> <br /> </span><span>Fyrir rúmum mánuði kynnti ég lyfjastefnu til ársins 2012. Í henni segir m.a. að til greina komi að setja á laggirnar rannsóknasetur við Háskóla Íslands þar sem aðilar á sviði lyfjamála vinni að rannsóknum og úttektum á einstökum atriðum lyfjastefnunnar í samstarfi við vísindamenn i lyfjafaraldsfræði, lyfjahagfræði og klínískri lyfjafræði.<br /> <br /> </span><span>Á ágætum og fjölmennum fundi með lyfjafræðingum síðast liðið haust ræddi ég um lyfjakostnað sem oft hefur farið úr böndum m.a. vegna þess að lyfjanotkun hefur verið með öðrum hætti hér á landi en í nágrannalöndunum. Slíkt ætti að vekja athygli fræðimanna.<br /> <br /> </span><span>Ég fagna því þarfa framtaki Háskóla Íslands að stofna til Rannsóknastofnunar um lyfjamál hér í dag sem kemur vel til móts við mínar væntingar og þær sem fram koma í lyfjastefnunni. Í drögum að starfsreglum stofnunarinnar segir að hún verði “hlutlaus og óháð rannsóknar- og fræðslustofnun starfrækt af Háskóla Íslands. Þá <span>sé</span> stofnuninni ætlað að verða víðtækur vettvangur rannsókna á sviði lyfjastefnu, einkum öllu því er lýtur að skynsamlegri lyfjanotkun, lyfjafaraldsfræði og lyfjahagfræði.”<br /> <br /> </span><span>Ég tel mikilvægt að stofnunin sé hlutlaus og óháð hagsmunaaðilum en stuðningsaðilar og þátttakendur í þessu framtaki Háskólans eru auk ráðuneytisins Landlæknisembættið, Lyfjastofnun, Landspítali-Háskólasjúkrahús og Lyfjafræðingafélag Íslands. Þetta <span>eru</span> einmitt burðarásar við gerð og framkvæmd lyfjastefnunnar og því ætti stofnunin að vera vel í stakk búin til að fylgja lyfjastefnunni eftir og styrkja stjórn lyfjamála.<br /> <br /> </span><span>Að mínu mati eru rannsóknir og úttektir nauðsynlegar til þess meðal annars</span></p> <ul> <li><span><span><span> </span></span></span> <span>að greina og skilja lyfjanotkun og lyfjakostnað,</span></li> <li><span><span><span> </span></span></span> <span>að meta gæði, skilvirkni og hagkvæmni lyfja og lyfjaþjónustu,</span></li> <li><span><span><span> </span></span></span> <span>að greina hættur á mistökum og benda á leiðir til að koma í veg fyrir þau.</span></li> </ul> <p><br /> <span>Hvers vegna nota Íslendingar meira af Rítalíni og skyldum lyfjum en nokkur önnur þjóð? Hvernig er best að sporna við of mikilli fjöllyfjanotkun?<span> </span> Hverning má bæta meðferðarheldni?<span> </span> Spurningarnar eru að sjálfsögðu miklu fleiri.<br /> <br /> </span><span>Það er nauðsynlegt að stuðla að skynsamlegri notkun lyfja til að tryggja gæði þjónustunnar og halda kostnaði í lágmarki. Það þarf að efla þekkingu á kostum og göllum lyfja og leita allra leiða til að tryggja rétta lyfjanotkun sem eykur velferð og lífsgæði sjúklinga og kemur þjóðfélaginu til góða.<br /> <br /> </span><span>Það er von mín að Rannsóknastofnun um lyfjamál muni sinna þessu og verða heilbrigðiskerfinu og öllum landsmönnum til gagns.<span> <br /> <br /> </span></span><span>Ég ætla ekki að hafa þessi orð fleiri en vil þakka rektor Háskóla Íslands og öðrum starfsmönnum háskólans sem að þessu máli hafa komið fyrir að láta verkin tala og óska okkur öllum innilega til hamingju með daginn.</span></p> <p> </p> <p><strong>Talað orð gildir.<br /> </strong><br /> </p>

2007-04-18 00:00:0018. apríl 2007Námsstefna um fjölþættar fatlanir ?Postural Management? 18. apríl 2007

<p><span>Ágætu námskeiðsþátttakendur.<br /> <br /> </span><span>Ég ætla að byrja á því að þakka fyrir að vera boðið að ávarpa ykkur hér í upphafi þessa námskeiðs.<br /> <br /> </span><span>Mrs. Pauline M. Pope, it is a pleasure to be able to come here and address the participants on this course who have come here to learn from your expertise. The problems that you will be addressing here are increasing in this country and the solutions and advice that you will be presenting here are very important. We must thank, Guðný Jónsdóttir, for bringing you here. For years she has been a tireless advocate for people with severe complex neurological disabilities here in</span> <span>Iceland</span><span>.<br /> <br /> </span><span>Í dag erum við að tala um hvernig búa megi að fólki með útbreidda taugaskaða og hreyfihömlun svo það fái notið sín sem best, þrátt fyrir alvarlega hreyfihömlun. Þetta er kannski einhver blanda af lækningu og líkn, einhvers konar þriðja leið. Þið eruð hingað komin til að læra að beita öðrum aðferðum og setja önnur markmið en nám ykkar miðaði kannski að í upphafi.<br /> <br /> </span><span>Ég hef kynnt mér viðfangsefni þessa námskeiðs svolítið og Guðný Jónsdóttir, sjúkraþjálfari hefur sagt mér heilmikið frá þeirri hugmyndafræði sem námskeiðið grundvallast á. Þessi nálgun ,,Postural management&rdquo;, sem ég veit ekki hvað er kallað á íslensku, (kannski ,,líkamsstöðu stjórnun&rdquo;) er tiltölulega ný af nálinni og í rauninni mjög ný hér á landi. Þar er höfuðáherslan lögð á að búa fólki með mikla hreyfihömlun vegna taugaskaða þær aðstæður, að það geti sem best notið þeirrar getu sem það býr yfir og jafnframt að koma í veg fyrir afleidda sjúkdóma og kvilla. Þetta er gert með því að fólk sé í alltaf í vel studdri líkamsstöðu sem veitir sem mest frelsi til athafna eða hvíldar og kemur í veg fyrir óþægindi og verki eftir því sem hægt er. Þá er rík áhersla lögð á að fólk fái notið allra þeirra hjálpar- og stuðningstækja sem létt geta þeim lífið.<span> </span> Við það að vera vel studd og í góðri líkamsstöðu getur fólk notað krafta sína til að gera eitthvað ánægjulegt og njóta þess sem þeim stendur til boða í umhverfinu í stað þess að beita allri sinni orku í að reyna að koma sér einhvern veginn, misjafnlega illa, fyrir.<span> </span> Þetta er ekki klukkutíma meðferð á dag, þetta er viðfangsefni allan sólarhringinn og allra þeirra sem koma að umönnun og þjónustu við hreyfihamlað fólk.<br /> <br /> </span><span>Þetta er afar mikilvægt. Sífellt fleiri lifa lengi með alvarlega hreyfihömlun. Þeim mun ekki fækka á næstu árum, þvert á móti mun þeim fjölga. Fólk með framsækna taugasjúkdóma, ekki síst vöðvarýrnunarsjúkdóma mun lifa lengur í framtíðinni en þeir hafa gert fram að þessu. Ákvörðun um að bjóða upp á langtíma öndunarvélastuðning mun m.a. hafa þau áhrif. Það fólk mun einnig njóta góðs af þeirri þekkingu sem hér verður fram borin, ekki aðeins þeir sem eru með alvarlega heilaskaða.<br /> <br /> </span><span>Þið sem eruð hér í dag vinnið væntanlega flest með börn og fullorðna með útbreidda taugaskaða. Það þarf bæði úthald og þrautseigju til að vinna það starf sem þið hafið kosið ykkur þar sem árangurinn mælist oft í mjög hægum framförum eða því að halda í horfinu og koma í veg fyrir að ástand versni. Og í sumum tilvikum versnar ástandið sama hvað gert er. En þið vitið líka hversu mikið gagn þið gerið, hvort sem ástandið batnar, versnar eða er óbreytt. Framlag ykkar allra til aukinna lífsgæða mikið fatlaðra einstaklinga er geysilega mikilvægt og þið eruð mjög mikilvægur stuðningur fyrir hina fötluðu og fjölskyldur þeirra.<br /> <br /> </span><span>Ég átti þess nýlega kost að heimsækja Guðnýju Jónsdóttur og hennar fólk í Endurhæfingu ehf. í Kópavogi. Þar fékk ég að sjá hversu miklu ,,postural management&rdquo; getur áorkað. Það var alveg frábært að sjá hversu greinilega tókst að auka lífsgæði fólksins sem þar var og þótt ekki væri hægt að lækna grunnvandamálið var svo sannarlega hægt að bæta heilmargt. Ég vil þakka Guðnýju Jónsdóttur fyrir að standa að námskeiðinu og fá Pauline M. Pope hingað til lands til að útbreiða þessa hugmyndafræði og þekkingu. Ég vona að námskeiðið verði ykkur og skjólstæðingum ykkar til mikils gagns og óska ykkur alls góðs í störfum ykkar í framtíðinni.<br /> <br /> </span><strong><span>Talað orð gildir.</span></strong></p> <br /> <br />

2007-04-07 00:00:0007. apríl 2007Fjárfesting í heilsu skilar öruggari framtíð fyrir alla

<p><span>Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur efnt til alþjóðaheilbrigðisdagsins 7. apríl ár hvert í rúma hálfa öld. Deginum er ætlað vekja athygli á mikilvægum heilbrigðismálum sem snerta þjóðir heims. Í ár er hann tileinkaður alþjóðlegu heilbrigðisöryggi og er markmið hans að hvetja stjórnvöld, stofnanir og fyrirtæki til að fjárfesta í heilbrigði og stefna þannig að öruggari framtíð.<br /> <br /> </span><span>Í tilefni dagsins hefur dr. Margaret Chan, nýr framkvæmdastjóri WHO, sent frá sér orðsendingu þar sem hún tekur fram að aukin ógn við almannaheill stafi af bráðalungnabólgu, fuglainflúensu, alnæmi og óvæntum áföllum sem geta haft í för með sér alvarlegar heilsufarslegar afleiðingar.</span></p> <h4><span>Heilsa og öryggi</span></h4> <p><span>Á tímum alþjóðavæðingar með aukinni umferð og viðskiptum um veröld alla standa þjóðir heims frammi fyrir nýjum og alvarlegum ógnum sem taka ekki tillit til landamæra og hafa því áhrif á öryggi allra þjóða heims. Gamlir og nýir sjúkdómar geta hæglega borist á milli landa og ógnað öryggi okkar allra.<br /> <br /> </span><span>Alnæmi er dæmi um hversu tengd hugtök heilsa og öryggi eru orðin. Alnæmi ógnar stöðugleika heilla heimshluta og leggst á fólkið sem heldur atvinnulífinu gangandi og elur börnin. Þótt til séu lyf sem halda sjúkdómnum í skefjum þá ná þau ekki til nema lítils hluta þeirra sem á þeim þurfa að halda og þá fyrst og fremst til einstaklinga í þróuðu löndunum. Bóluefni gegn alnæmi er ennþá fjarlægur draumur. Fordómar, ólæsi og kúgun kvenna standa víða í vegi fyrir árangursríkum forvarnaraðgerðum. Enn er því margt ógert sérstaklega í þróunarlöndunum. Þess má geta að á Íslandi er ástandið mun betra. Hér hafa tæplega 200 einstaklingar greinst með HIV smit frá upphafi og undanfarin ár hefur HIV smit greinst hjá 6 - 12 einstaklingum á ári og fá þeir bestu fáanlegu meðferð.</span></p> <h4><span>Þjóðir heims vinni saman</span></h4> <p><span>Ógnir við heilsu og öryggi eru margar og ólíkar. Þar á meðal skyndileg áföll sem hafa áhrif á heilsu og efnahag þjóða, s.s. nýir sjúkdómar, loftslagsbreytingar, sýkla-, eiturefna- og geislavopn og aðrar bráðar heilbrigðisógnir. Samvinna um auknar varnir og viðbrögð við þessum atburðum er brýn.<br /> <br /> </span><span>Með öflugu samstarfi allra ríkja þar sem aukin áhersla er lögð á upplýsingamiðlun, eflingu heilbrigðiskerfa og vöktun er hægt að hindra útbreiðslu þessara sjúkdóma. Síðar á árinu, eða 15. júní 2007, mun taka gildi endurskoðuð alþjóðaheilbrigðisreglugerð sem er ætlað að efla varnir og viðbrögð bæði í aðildarríkjum WHO og á alþjóðavísu. <span>Markmið hennar er að hindra alþjóðlega útbreiðslu smitsjúkdóma og sjúkdóma af völdum eiturefna og geislavirkra efna án þess að valda ónauðsynlegri röskun á alþjóðaumferð og viðskiptum.</span></span></p> <h4><span>Hvert land hugi að eigin viðbúnaði</span></h4> <p><span>Auk öflugs alþjóðlegs samstarfs þarf hvert og eitt land fyrir sig að fjárfesta í heilsu eigin þjóðar og auka getu sína til að koma í veg fyrir nýjar og áður þekktar ógnir með því að styrkja heilbrigðiskerfi sitt. Aðgerðir þurfa að taka mið af aðstæðum og brýnustu úrlausnarefnum á hverjum stað. Oft kallar þetta á mikla fjárfestingu í eftirliti sjúkdóma, forvarnarstarfi og fræðslu en stundum er einungis um einfaldar en árangursríkar aðgerðir að ræða.</span><span> </span></p> <h4><span>Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hvetur til samvinnu og samstarfs</span></h4> <p><span>Engin ein heilbrigðisstofnun eða ekkert eitt land getur ráðið við ýmsa fyrirsjáanlega og ófyrirsjáanlega atburði sem geta haft alvarlegar heilsufarslegar afleiðingar meðal þjóða heims. Þess vegna leggur WHO mikla áherslu á samvinnu og samstarf innan og milli landa um skráningu og tilkynningaskyldu smitsjúkdóma og hættu vegna eitur- eða geislavirkra efna og myndar þannig öryggisnet um heiminn.</span><span> </span></p> <h4><span>Breytingar á sóttvarnalögum</span></h4> <p><span>Að lokum langar mig að minnast á að Alþingi samþykkti á nýafstöðnu þingi breytingar á sóttvarnalögum í samræmi við nýju alþjóðaheilbrigðisreglugerðina. Gildissvið sóttvarna hefur verið rýmkað og tekur það nú til allra heilbrigðisógna sem geta haft áhrif á þjóðir heims. Lögin taka ekki einungis til hættulegra smitsjúkdóma heldur einnig til heilsufarslegra afleiðinga af völdum eiturefna og geislavirkra efna. Jafnframt taka þau til óvenjulegra og óvæntra atburða svo sem vegna náttúruhamfara sem geta haft alvarlegar heilsufarslegar afleiðingar. Með lögunum er kveðið á um að Ísland taki virkan þátt í alþjóðlegri baráttu við slíkar heilbrigðisógnir og þá ábyrgð þurfum við að axla af fullri alvöru.</span></p> <p> </p> <p><em><span>Siv Friðleifsdóttur, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra</span></em><br /> <br /> </p>

2007-03-31 00:00:0031. mars 200750 ára afmæli Skurðlæknafélags Íslands - Ávarp ráðherra

<p><span>Kæru meðlimir Skurðlæknafélags Íslands, aðrir góðir gestir, kæru afmælisbörn.<br /> <br /> </span><span>Ég vil byrja á því að þakka kærlega þann heiður að fá að ávarpa ykkur hérna í dag á þessum merka degi.<br /> <br /> </span><span>Á stórafmælum sem þessum vill hugurinn reika aftur í tímann en einnig <span></span> fram á veg.<span>&nbsp;</span> 50 ár í sögu skurðlækninga eru í raun ekki langur tími, þegar hafðar eru í huga sögur og sagnir af hinum ýmsu inngripum sem til töldust skurðlækninga á sínum tíma.<br /> <br /> </span><span>Allt frá landnámstíð má lesa um menn sem þóttu liðtækir í þessum efnum, voru lagnir &ldquo;að skera til meins&rdquo; eins og það var orðað.<span>&nbsp;<br /> <br /> </span></span><span>Án þess að fara mörgum orðum út í söguna, held ég að öllum megi vera ljósar þær feykilegu framfarir sem hafa orðið á þessu sviði á undanförnum árum og áratugum.<span>&nbsp;<br /> <br /> </span></span><span>Mér er nær að halda, að nánast allt sem stofnendur þessa félags gerðu af bestu þekkingu og getu fyrir 50 árum, myndi vart teljast boðlegt í dag.<span>&nbsp;<br /> <br /> </span></span><span>Fyrir nokkrum misserum fletti ég lækningabók Jónassen landlæknis, sem er nú rúmlega 100 ára gömul en þar er að finna ráðleggingar og fræðslu til almennings við hinum ýmsu kvillum og aðgerðum. Í fljótu bragði sýndist mér að það eina sem hefði staðist tímanns tönn, væru ráðleggingar hans um að meðhöndla bruna með köldu vatni.<span>&nbsp;</span> Annað í hans merku bók held ég að muni teljast úrelt túlkun á líffærakerfum og löngu úreltar ráðleggingar til lækninga.<br /> <br /> </span><span>Framfarir í skurðlækningum á þeim tíma sem ég hef tengst heilbrigðismálum hafa orðið óhemjulegar. Mér dettur sjálfri fyrst í hug að nefna breytingarnar, sem urðu þegar speglunaraðgerðir af ýmsum toga hófust. Ekki var lengur nauðsynlegt að opna kviðarholið eða aðra líkamshluta til að skurðlæknarnir kæmust að meininu en við það gjörbreyttist öll nálgun skurðaðgerðanna.<span>&nbsp;<br /> <br /> </span></span><span>Ég veit að ég er á hálum ís þegar ég fer að nefna eina aðgerð öðrum fremur, en ég nefni þetta sem dæmi til að sýna fram á stórstígar framfarir.<br /> <br /> </span><span>Mér er að sama skapi ljóst að það eru ekki eingöngu tækniframfarir, sem ég nefndi áðan, sem hafa gjörbreytt umhverfinu í skurðlækningum, heldur einnig framfarir í myndgreiningu, svæfingum, deyfingum sem allt eru óhjákvæmilegur hluti þessa þáttar læknisfræðinnar.<span>&nbsp;</span> Þá vil ég að sjálfsögðu nefna framfarir í hjúkrun, endurhæfingu og annarri umönnum. Allir þessir þættir hafa einnig tekið miklum framförum.<br /> <br /> </span><span>Þá hefur aukið samstarf stétta einnig stuðlað að breyttu viðhorfi til hópstarfs innan skurðlækninga. Nú gerir enginn neitt án aðstoðar og aðkomu annarra.<span>&nbsp;</span> Sá tími er liðinn að presturinn svæfði sjúklinginn á eldhúshurðinni á meðan læknirinn skar og er það vel. <span>&nbsp;</span>Nú er ekki skorið nema með flóknu samspili margra aðila.<br /> <br /> </span><span>Í þessum hugrenningum um liðna tíð er okkur skylt og hollt að horfa til framtíðar. Mér er ljóst að tækniframfarir munu halda áfram með svipuðum hraða hér eftir sem hingað til og þegar félag ykkar heldur aldarafmælið verður umhverfið orðið gjörbreytt. Framfarir bæði á sviði skurðlækninganna sjálfra sem og annarrar tækni sem þeim fylgir munu sjá til þess.<span>&nbsp;<br /> <br /> </span></span><span>Öll þessi fræði krefjast mikillar þjálfunar og viðhaldsmenntunar.<span>&nbsp;</span> Mér þótti afar forvitnilegt þegar ég las í blöðum fyrir skömmu um það sem mætti kalla skurðaðgerðaherma, þar sem ungir verðandi skurðlæknar og eldri og reyndari líka, geta æft sig í hermi við að gera flóknar aðgerðir aftur og aftur.<br /> <br /> </span><span>Allt þetta minnir á þær miklu gæðakröfur sem við teljum eðlilegt að gera til flugmanna, flugvéla og tengdrar þjónustu.<span>&nbsp;</span> Mér er líka ofarlega í huga nýleg heimsókn breska landlæknisins Sir Liam Donaldsson, á málþing sem haldið var hér á landi um öryggis- og gæðamál. Ég átti mjög gagnlegar viðræður við hann í tengslum við ráðstefnuna.<span>&nbsp;&nbsp;</span> Ég tel að þegar kemur að öryggi sjúklinga sé enn talsvert verk óunnið og veit að skurðlæknar munu eins og aðrir beita sér af alefli til að styrkja þennan þátt í takt við kröfur tímans.<br /> <br /> </span><span>Þær tækniframfarir sem orðið hafa á undanförum áratugum hafa átt sér stað bæði innan og utan sjúkrahúsanna.<span>&nbsp;</span> Möguleikar á að framkvæma aðgerðir utan spítala hafa aukist umtalsvert og er það fagnaðarefni.<span>&nbsp;</span> Samhliða þessu hafa margvíslegar og misstórar aðgerðir flust út af hefðbundnum spítalaskurðstofum og á skurðstofur utan sjúkrahúsa, sem flestar eru reknar af læknunum sjálfum.<span>&nbsp;<br /> <br /> </span></span><span>Ég tel að þessi þróun hafi verið í takt við tímann og að í flestum dráttum hafi þetta gengið vel.<span>&nbsp;<br /> <br /> </span></span><span>Samhliða þessari breytingu tel ég mikilvægt, eins og ég nefndi áðan, að fylgja vel eftir gæðamálunum utan spítalanna, þannig að sjúklingar geti verið fullvissir um að þeim bjóðist góð og vönduð meðferð utan spítala sem innan, hvort sem um er að ræða greiningu, meðferð og eftirmeðferð.<span>&nbsp;<br /> <br /> </span></span><span>Samhliða ber okkur að hugleiða þær breytingar sem þetta hefur á möguleika sjúkrahúsanna til kennslu. Ég tel eðlilegt, að samstarf milli kennslustofnanna, þ.e. Landspítala, læknadeildar Háskóla Íslands og læknastofa verði eflt þannig að verðandi læknar, hjúkrunarfræðingar og aðrir sem þurfa þjálfun í námi, njóti þeirrar kennslu og leiðsagnar sem í dag verður eingöngu sótt á stofur utan sjúkrahúsanna.<br /> <br /> </span><span>Kæru gestir.<br /> <br /> </span><span>Ég vil að lokum endurtaka hamingjuóskir mínar til félagsins og óska því alls góðs í framtíðinni. Ég vonast til þess að ég og eftirmenn mínir í embætti getum áfram átt farsælt samstarf við félagið og félagsmenn þess, jafnt á sviði fræða sem annarra þátta sem tengja okkur saman.<br /> <br /> </span><span>Takk fyrir.<br /> <br /> </span><strong><span>Talað orð gildir.</span></strong></p> <br /> <br />

2007-03-28 00:00:0028. mars 2007Samstarf um aukið framboð á hollum matvörum

<p><span>Ágætu fundargestir,</span></p> <p><span>Mig langar til að byrja á að bjóða ykkur velkomin hér í dag. Ég fagna því hversu margir hafa séð sér fært að mæta, því það undirstrikar hversu mikilvæg umræðan um aukið framboð á hollum matvörum er. Sérstaklega vil ég þakka Samtökum iðnaðarins og fyrirlesurum fyrir að koma og taka þátt í þessum morgunverðarfundi og þann áhuga sem þeir hafa sýnt málefninu.<br /> <br /> </span><span>Í starfi mínu sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hef ég lagt mig fram um að vinna markvisst og skipulega að forvörnum og heilsueflingu. Fyrr á árinu lagði ég fram megináherslur mínar á þessu sviði þar sem ákveðið var að kanna grundvöll fyrir samvinnu heilbrigðisyfirvalda, matvælaframleiðenda og framreiðenda til að auka framboð af hollum matvörum og hóflegum skammtastærðum. Í framhaldi af því var ákveðið að koma saman hér í dag og ræða markaðssetningu, vöruþróun og skammtastærðir matvara.<br /> <br /> </span><span>Hollt matarræði er einn af undirstöðuþáttum góðara heilsu. Rannsóknir víða um heim sýna að ofeldi, óhollt matarræði og hreyfingarleysi eru alvarleg ógn við heilsu og lífsgæði. Samkvæmt Evrópuskýrslu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar frá árinu 2005 raða þættir, sem varða næringu, holdarfar og hreyfingarleysi, sér í sex af tíu efstu sætum yfir þá þætti sem helst lækka lífaldur og minnka lífsgæði.<br /> <br /> </span><span>Niðurstöður rannsóknar sem fór fram hér á landi og birt var í Læknablaðinu á árinu 2004 benda til þess að helmingur fullorðinna Reykvíkinga sé of þungur. Rannsóknir hafa einnig leitt í ljós að börn hafa þyngst á undanförnum árum og aukning hefur orðið á tíðni tannskemmda og glerungseyðingur hjá börnum. Fleiri börn eru með líkamsþyngdarstuðul hærri en æskilegt er talið og þeim börnum sem glíma við offitu hefur líka fjölgað. Þetta er áhyggjuefni því takist ekki að snúa þessari þróun við mun það þýða mikið aukið álag á heilbrigðiskerfið eftir nokkur ár og áratugi.<br /> <br /> </span><span>Í heilbrigðisáætlun til ársins 2010 sem samþykkt var á Alþingi árið 2001 er lögð megináhersla á langtíma markmið og miðast þau við að bæta heilsufar þjóðarinnar. Ljóst er að ýmislegt hefur áunnist síðan heilbrigðisáætlunin var lögð fram en víða eru sóknarfæri til að ná markmiðum hennar.<span> </span> Á undanförnum misserum hefur farið fram endurskoðun á meginmarkmiðum áætlunarinnar og í gæt kynnti heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið skýrslu þess efnis á heimasíðu sinni.<span> </span> Þar hafa nú verið sett fram ný markmið er miða að því að draga úr offitu og ofþyngd t.d. að lækka hlutfall 9 ára barna, sem eru yfir kjörþyngd, niður fyrir 15% og þeirra, sem eru of feit, niður fyrir 3%.<span> </span> Jafnframt að dregið verði úr frekari aukningu í hlutfall fólks 20 ára og eldra sem er yfir kjörþyngd eða of feitt.<br /> <br /> </span><span>Öllum er ljóst að fólk þyngist aðallega vegna þess að það innbyrðir meiri orku en það nær að nýta. Aðgengi og vöruúrval skiptir miklu máli um það sem valið er hverju sinni. Meiri líkur eru á því að hollar vörur séu valdar ef þær eru áberandi, í miklu úrvali og á viðráðanlegu verði.<br /> <br /> </span><span>Markaðurinn hefur sífellt meiri áhrif á matarvenjur fólks og á undanförnum árum hefur framboð af orkuríkum mat og tilbúnum matvælum aukist mikið. Sem dæmi um góð áhrif má nefna Ávaxtabílinn og stefnu Leikskólans Urðarhóls í Kópavogi. Þá gegna fjölmiðlar veigamiklu hlutverki í að móta afstöðu fólks til næringar. Foreldrar eru einnig mikilvæg fyrirmynd og hafa áhrif á það hvað börn þeirra borða. En ekki má gleyma mikilvægi þess að hver og einn taki ábyrgð á eigin heilsu og velferð.<br /> <br /> </span><span>Vekja þarf samfélagið til umhugsunar um mikilvægi góðrar heilsu bæði fyrir einstaklinginn sjálfan og þó ekki síður samfélagið í heild. Það er trú mín að með samstarfi og samábyrgð stjórnvalda, félagasamtaka, atvinnulífs, verslunar og fólksins í landinu megi efla heilbrigða lífshætti landsmanna.<br /> <br /> </span><span>Ég á mér þann draum að hér á landi eigi sér stað alger viðhorfsbreyting um bætt mataræði á næstu árum og áratugum. Ég skora á okkur öll að vinna saman til að auðvelda fólki að velja holla matvöru. Samstarf um aukið framboð á hollum matvörum þarf að vera víðtækt. Stjórnvöld þurfa með lögum og reglugerðarumhverfi að koma að, iðnaðurinn með vöruþróun og markaðssetningu og framleiðendur með framboði og skammtastærðum. Ef allir leggjast á eitt hljótum við að ná þeim árangri sem stefnt er að.<br /> <br /> </span><span>Ég er þess fullviss að við munum eiga hér upplýsandi og gagnlegan fund og árangursríkt samstarf í framtíðinni.</span></p> <p><span>Takk fyrir.</span></p> <p align="right"> </p> <p align="left"><strong><span>Talað orð gildir.</span></strong></p> <br /> <br />

2007-02-20 00:00:0020. febrúar 2007Upphaf framkvæmda við BUGL – ávarp ráðherra

<p><span>Ágætu gestir.</span></p> <p><span>Mörg orð hafa fallið og mikið vatn til sjávar runnið. En nú er tími framkvæmda runninn upp og komið að því að munda stærri skóflur en ég gerði hér áðan við byggingu nýs húsnæðis fyrir göngudeild Barna- og unglingageðdeildar Landspítala-háskólasjúkrahúss.<br /> <br /> </span><span>Að mörgu þurfti að huga þegar ákvörðun var tekin um framtíðaruppbyggingu BUGL. Margir kostir voru skoðaðir og sterklega kom til greina að flytja starfsemina í annan stað. Niðurstaðan varð hins vegar sú að nýta og endurbæta húsnæðið hér við Dalbraut þannig að hýsa megi starfsemina á þessum stað um nokkurt skeið. Nú liggja fyrir áform um stækkun og endurbætur í fjórum áföngum. Vinna við fyrsta áfangann hefst nú, það er nýbygging göngudeildar. Næstu áfangar fela í sér nýbyggingu iðjuþjálfunar og skóla, - viðbyggingu og endurinnréttingar innlagnadeilda og loks endurinnréttingu sameiginlegs hluta göngu- og innlagnadeilda.<br /> <br /> </span><span>Húsakostur starfsemi BUGL hefur verið þröngur og brýnt að laga aðstæður. Nú sjáum við fram á betri tíma þegar nýtt og glæsilegt tólfhundruð fjörutíu og fjögurra fermetra húsnæði verður tekið í notkun í maí á næsta ári. Unnt verður að fjölga viðtals- og meðferðarherbergjum og öll aðstaða færist í annað og betra horf.<br /> <br /> </span><span>Það ræðst af áherslum í starfsemi BUGL og stefnu Landspítala-háskólasjúkrahúss að fyrsti áfangi uppbyggingarinnar er bygging húsnæðis fyrir göngudeildarþjónustu. Þegar þess er kostur er æskilegast að veita þjónustu án innlagnar og raska þannig sem minnst daglegu lífi þeirra sem þjónustunnar þurfa með. Göngudeildarþjónusta hefur verið ört vaxandi þáttur í starfsemi BUGL en á síðasta ári voru komur á göngudeildina nærri fimm þúsund. <span><br /> <br /> </span></span><span>Ég er sannfærð um að arkítektum þessa húss og öðrum sem unnu að undirbúningi þess hafi tekist vel til við að hanna hér rými sem mun búa vel að sjúklingum og starfsfólki BUGL og enginn þarf að efast um að aðstæður allar munu stórbatna. Ég er líka viss um að Framkvæmd efh. mun vinna sitt verk með sóma og hlakka til að sjá húsnæðið fullbúið í maí á næsta ári.<br /> <br /> </span><span>Barna- og unglingageðdeild BUGL nýtur mikillar velvildar í samfélaginu og á sér marga velunnara. Það hafa sýnt þeir fjölmörgu sem stutt hafa starfsemina í orði og verki og þau fjölmörgu félagasamtök sem styrkt hafa áform um uppbygginguna með myndarlegum gjöfum. Þau hafa sýnt vilja og dug sem er ómetanlegur og ég vil þakka þeim sérstaklega fyrir. Af þeim sem helst má nefna eru Kvenfélagið Hringurinn, Barnaheill, Thorvaldsenkonur, Kiwanismenn, Fjörgynsmenn-Lionsmenn og kvenfélagasamtök auk margra annarra).<br /> <br /> </span><span>Í fjárlagagerðinni á síðasta ári lagði ég mikla áherslu á að ljúka fjármögnun göngudeildarbyggingarinnar og það tókst.<br /> <br /> </span><span>Að lokum við ég þakka starfsfólki BUGL fyrir mikið og gott starf. Starfsemin hér er viðkvæm og vandasöm, en að sama skapi afar mikilvæg fyrir fjölskyldurnar í landinu.<br /> <br /> </span><span>Ég ætla ekki að hafa þessi orð fleiri en óska okkur öllum innilega til hamingju með daginn.</span></p> <p><span></span></p> <p><span>&nbsp;<strong>Talað orð gildir.</strong></span></p> <br /> <br />

2006-12-08 00:00:0008. desember 2006Tryggingastofnun 70 ára – ávarp ráðherra

<p>Ágætu gestir.</p> <p>Fáar íslenskar stofnanir eru eldri en sjálft lýðveldið Ísland &ndash; Tryggingastofnun ríkisins er ein þessara stofnana. Ef við lítum yfir söguna tel ég að við getum í stærstu dráttum verið stolt af því sem gert hefur verið í nafni stofnunarinnar fyrir hönd löggjafans.</p> <p>Þegar Tryggingastofnun ríkisins stóð á sextugu, 1. apríl 1996, lét einn fyrrverandi tryggingamálaráðherra svo um mælt að hann teldi vafasamt að Tryggingastofnun ríkisins yrði til eftir tíu ár. Spá hans gekk ekki eftir.</p> <p>Kannski var hann að vísa til þess að á sjötugs afmælinu væri komið að hefðbundnum starfslokum stofnunarinnar í skilningi verkloka embættismannsins, gerandi ráð fyrir að okkur tækist ekki að ná samkomulagi við aldraða um sveigjanleg starfslok, eins og við gerðum fyrr á þessu ári. Kannski hefur hann mislesið hið pólitíska landslag eða talið að breytingar yrðu á samfélagsháttum sem yllu því að TR væri ekki starfandi í dag, en slíkar breytingar hafa ekki orðið. Tryggingastofnun ríkisins verður starfandi enn um langa hríð og starfsemin og hlutverk stofnunarinnar munu breytast, rétt eins og þau hafa breyst í áranna rás.</p> <p>Tryggingastofnun ríkisins og hugmyndafræðin sem hún byggðist á í upphafi mótaðist og varð til á þeim árum þegar hér var við völd ríkisstjórnin sem kallaði sig &ldquo;stjórn hinna vinnandi stétta&rdquo;. Ríkisstjórn sem í sögulegu ljósi var ein sú merkasta á liðinni öld. Ríkisstjórn sem hafði skilning á mikilvægi atvinnuuppbyggingar og félagslegra umbóta, ríkisstjórn sem studdist við þingmeirihluta sem hafði næman skilning fyrir vondum afleiðingum félagslegs óöryggis og gerði sér grein fyrir því böli sem atvinnuleysi gat orðið fyrir þann sem missti atvinnuna. Í orðræðu hvunndagsins finnst mér stundum að við gætum í þessum efnum lært svolítið af áum okkar í pólitískum skilningi.</p> <p>Það varð á þessum tímum félagsumbylting í landinu með gildistöku laga um alþýðutryggingar á árinu 1936. Þá var hér komið á virku almannatryggingakerfi og allt frá þeim tíma hafa almannatryggingar og Tryggingastofnun ríkisins verið nátengd í hugum almennings. Tryggingastofnun ríkisins hefur verið hinn sýnilegi framkvæmdaaðili, stofnunin sem falið var að hrinda í framkvæmd því sem ákveðið var og er á Alþingi &ndash; og af framkvæmdavaldinu sem stofnunin heyrir undir.</p> <p>Um það leyti sem menn voru að venjast tilhugsuninni um íslenskt lýðveldi veltu hugsuðir á sviði almannatrygginga því fyrir sér hvort það væri ekki verðugt markmið fyrir hið nýfædda lýðveldi að taka upp eftir Roosevelt bandaríkjaforseta það sem hann hafði skilgreint sem eitt af fjórum frelsishugtökum mannkyns &ndash; The Freedom from Want &ndash; eða frelsi frá skorti. Og þeir spurðu: Er hægt að skapa félagslegt öryggi með almannatryggingum?</p> <p>Þessir menn sem voru djúpvitrir í skilningi almannatrygginga treystu sér ekki til að svara spurningunni játandi.</p> <p>Það er hins vegar afar athyglisvert að skoða hvað þeir töldu að til þyrfti svo skapa mætti það sem þeir skilgreindu sem félagslegt öryggi. Nálgun þess að vera frjáls frá skorti.</p> <p>Þeir skilgreindu félagslegt öryggi víðtækt. <em>Í fyrsta lagi</em> þyrfti að útrýma atvinnuleysinu að mestu leyti, <em>í öðru lagi</em> að gefa almenningi kost á að lifa sómasamlegu menningarlífi, <em>í þriðja lagi</em> að bægja frá skorti á brýnustu lífsnauðsynjum, og <em>í fjórða lagi</em> að tryggja almenningi góða almenna uppfræðslu.</p> <p>Þannig töldu þeir að nálgast mætti frelsi frá skorti.</p> <p>Ég vísa til þessa hér vegna þess að mér finnst á stundum eins og þessari hér í dag bæði áhugavert og nauðsynlegt að velta fyrir sér hvað það er sem við erum að reyna að tryggja og köllum velferð. Hvað við getum gert sameiginlega, hvað við eigum að gera sameiginlega og hvað af velferðinni verður ávallt í okkar eigin höndum.</p> <p>Ég sagði áðan að hlutverk Tryggingastofnunar ríkisins hefði breyst í tímans rás og ætti enn eftir að breytast. Stofnunin er nú fyrst og fremst þjónustustofnun við almenning og ég sé fyrir mér að stofnunin muni þróast enn frekar til þeirrar áttar. Stefna TR er enda sú að vera þjónustustofnun sem gegnir veigamiklu hlutverki í íslensku velferðarkerfi.</p> <p>Á heimasíðu Tryggingastofnunar kemur þessi stefna stofnunarinnar fram og þar skilgreinir hún sig, með réttu &ldquo;<em>sem eina af undirstoðum íslenska velferðarkerfisins</em>&rdquo;. Þar kemur líka fram að stofnunin lítur svo á að hún sé &ldquo;<em>frumkvæðisstofnun sem stendur vörð um íslenska velferðarkerfið&rdquo;</em> og hún hafi að stefnumiði að vera <em>&ldquo;öflug og traust stofnun, sem ákvarðar og greiðir réttar tryggingabætur, sem veitir gagnlegar upplýsingar og ráðgjöf til almennings, annast eftirlit með málefnum sem stofnuninni eru falin samkvæmt lögum á faglegan, öruggan og hagkvæman hátt.&rdquo;</em></p> <p>Það er stundum talað um að kerfi almannatrygginga sé flókið, illskiljanlegt og þunglamalegt. Að sumu leyti er þetta rétt og að sumu leyti ekki. Löggjafinn hefur kosið að skipa málum þannig, að í Tryggingastofnun ríkisins erum við að vinna eftir almennum lögum og reglum, að tryggja almennan rétt manna og hins vegar höfum við kosið að byggja inn í lög og regluverk takmarkanir og ívilnanir sem ákvarðast af félagslegum og einstaklingsbundnum þáttum. Af sjálfu leiðir að í slíku kerfi er hætt við að upp komi flókin dæmi og veruleiki sem oft getur verið erfitt að skilja við fyrstu sýn. Eðli málsins samkvæmt hlýtur slíkt kerfi að vera nokkuð flókið. Nálgunin er að líta til einstaklingsbundinna þátta eða hópa og þar af leiðandi hljóta að gilda mismunandi reglur um réttindi aðilanna.</p> <p>Það er hlutverk okkar að leitast við að gera þetta regluverk skiljanlegra gagnvart þeim sem við þjónum, en ég segi nú eins og ég hef áður sagt: Einföldun má ekki fela í sér að réttur einstaklinga eða hópa sé fyrir borð borinn.</p> <p>Hvernig á að nálgast óskina um einföldun á almannatryggingakerfinu sem <span></span> margir, þ.á.m. Öryrkjabandalag Íslands og Landamband eldri borgara, bera fram?</p> <p>Ég hef velt því fyrir mér hvort við ættum að fara að dæmi frænda okkar Dana og setja niður nefnd óháðra sérfræðinga sem hefði það að verkefni um nokkra hríð að skoða hvers konar velferðaþjónustu við viljum veita, hvers konar velferðaþjónustu við viljum veita til næstu 30 til 50 ára. Nefnd af þessu tagi hefði það hlutverk að horfa inn í framtíðina á grundvelli nútímans, og leggja fram hugmyndir og jafnvel beinar tillögur um velferðar-<span>&nbsp;</span> og þar með almannatryggingakerfi 21. aldarinnar.</p> <p>Það er afar óheppilegt að tjalda til einnar nætur í þessum mikilvæga málaflokki. Ákvarðanir sem við tökum í dag hafa nefnilega áhrif langt inn í framtíðina og það gæti verið kostur í okkar fámenna, en flókna samfélagi, að leiða saman færa óháða sérfræðinga sem upplýsa okkur um það hvernig hin hugsanlega framtíð gæti litið út. Slíkt nefndarstarf gæti verið forsenda þess að stjórnmálamenn og almenningur geti myndað sér skoðun og tekið ákvarðanir um almannatryggingakerfi næstu áratuganna.</p> <p>Fyrir ekki löngu síðan flutti Ásmundur Stefánsson, ríkissáttasemjari og fyrrverandi forseti Alþýðusambandsins, erindi á vettvangi Tryggingastofnunar ríkisins, en það fjallaði einmitt um hluta af þessari framtíð sem ég er að tala um. Orð Ásmundar vöktu að mínum dómi allt of litla athygli miðað við hvað greining hans og framsetning var merkileg. Í þessum anda teldi ég æskilegt að sérfræðingar opnuðu okkur sýn inn í framtíðina.</p> <p>Í þessum anda voru þeir raunar að fjalla um almannatryggingar fyrir sextíu árum sem ég vitnaði til hér að framan. Mennirnir sem voru uppteknir af frelsishugtökunum fjórum, sem Roosevelt bandaríkjaforseti hafði skilgreint.</p> <p>Góðir gestir.</p> <p>Hún Tryggingastofnun ríkisins er sjötug. Ég óska ykkur og þjóðinni allri til hamingju með það. Ég mun sem ráðherra áfram leggja mig fram um að tryggja rekstrargrundvöll TR af því ég veit að stofnunin er að sinna mikilvægu hlutverki sem krefst talsverðs mannafla og tækjabúnaðar.</p> <p>Þessi aldna frú, Tryggingastofnun ríkisins, eldist hægt og verður vonandi áfram öflug &ndash; öflug þjónustustofnun í þágu almennings. Besta afmælisgjöfin sem stofnunin getur gefið sér sjálf er að verða enn virkari og enn betri í þessu þjónustuhlutverki.</p> <p>Ég vil óska Karli Steinari Guðnasyni, forstjóra TR og starfsmönnum stofnunarinnar til hamingju með afmælið. Á þessum tímamótum vil ég þakka starfsmönnum öllum, bæði þeim sem hér eru og þeim sem voru hér á undan ykkur, fyrir vel unnin störf.</p> <p>&nbsp;</p> <p><strong>Talað orð gildir.</strong><br /> <br /> </p>

2006-11-23 00:00:0023. nóvember 2006Hvað vil ég að bíði mín á hjúkrunarheimili?

<p><span>Ágætu málþingsgestir.<br /> <br /> Komiði sæl og velkomin á málþing Stjórnvísi um öldrunarþjónustu. Ég vil byrja á að þakka þeim sem standa að málþinginu fyrir að veita mér tækifæri til að segja hér nokkur orð. Sömuleiðis lýsi ég ánægju minni með að þetta þing skuli haldið þar sem umræðan er þörf og ástæða til að ætla að við förum heim fróðari en við komum.<br /> <br /> </span><span>Hér á að ræða grundvallarspurningar sem varða þjónustu við aldraða á hjúkrunarheimilum, hvernig hún snýr að öldruðum og aðstandendum þeirra, hvernig henni er sinnt af hjúkrunarheimilunum og hvernig stjórnvöld setja stefnuna, móta þjónustuna og fylgja því eftir að hún sé veitt eins og lög gera ráð fyrir og markmið segja til um.<br /> <br /> </span><span>Þau eru orðin mörg, málþingin og ráðstefnurnar um öldrunarþjónustu sem ég hef tekið þátt í frá því að ég tók við embætti heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra. Raunar fleiri en ég kann að telja í fljótu bragði. Ég fullyrði að málefni aldraðra hafa aldrei verið ofar á baugi en nú. Umræðan er heit, á köflum tilfinningaþrungin, enda erum við flest að ræða um velferð og aðstæður okkar nánustu og jafnvel framtíð okkar sjálfra áður en langt um líður.<br /> <br /> </span><span>Hér er spurt: ,,Hvað vil ég að bíði mín á hjúkrunarheimili?&rdquo; Nálgun viðfangsefnisins getur ekki verið beinskeyttari og krefst heiðarlegra svara.<br /> <br /> </span><span>Ég hef sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra sett fram stefnu mína í málefnum aldraðra og tel að sýn mín sé skýr. Öldrunarþjónusta hér á landi er of stofnanamiðuð. Því vil ég breyta og hef þegar hrint af stað ýmsum verkefnum með það að markmiði að gera öldruðum kleift að búa lengur sjálfstæðri búsetu á eigin heimili með margvíslegum stuðningi. Ég er sannfærð um að við getum hæglega gert mun fleirum kleift að búa lengur heima þannig að lægra hlutfall aldraðra en nú þurfi á hjúkrunarheimilisvist að halda.<br /> <br /> </span><span>Hjúkrunarheimili eru umfjöllunarefnið hér í dag og því ætla ég að halda mig við þá umræðu, þótt margt mætti segja um þjónustu í heimahúsum og stuðningsúrræði eins og hvíldar- eða skammtímainnlagnir, dagvistun og endurhæfingu. Þessi úrræði þarf að efla og sömuleiðis þarf að tryggja gott framboð af fjölbreyttu húsnæði sem hentar öldruðum miðað við þarfir þeirra og aðstæður.<br /> <br /> </span><span>Við þurfum líka að draga úr forræðishyggju okkar gagnvart öldruðum og leggja okkur betur fram um að kynna okkur viðhorf þeirra og vilja, væntingar og þarfir. Ég geri ráð fyrir að margir hér kannist við könnun sem gerð var meðal aldraðra í Hafnarfirði sem metnir höfðu verið í þörf fyrir vistun á dvalar- eða hjúkrunarheimili. Meðal annars var spurt hvort viðkomandi teldi sig geta verið lengur heima nyti hann meiri þjónustu. Af 83 sem svöruðu spurningunni töldu 60 að þeir gætu með góðu móti búið áfram heima með meiri þjónustu en 23 töldu svo ekki vera.<br /> <br /> </span><span>Verið er að vinna úr sambærilegri könnun sem ég lét gera meðal aldraðra í bið eftir hjúkrunarrými í Reykjavík samkvæmt vistunarmati. Meðal annars er spurt um hvaða þjónustu fólkið fær og í hve miklum mæli og einnig er spurt um ýmsar aðstæður og ástæður fólks fyrir því að það sækir um hjúkrunarheimilisvist. Því miður liggja niðurstöður ekki fyrir, en ég bíð þeirra spennt, því með þessu móti fáum við nokkuð greinargóða mynd af aðstæðum aldraðra, þjónustunni sem þeir fá og þar með vísbendingar um hverju má breyta og hvað má bæta.<br /> <br /> </span><span>Enn hef ég vikið frá efninu, þ.e. hjúkrunarheimilum og þjónustunni sem þar er veitt. <span></span> Á málþinginu í dag verður meðal annars fjallað um hvernig hjúkrunarheimili vinna að markmiðasetningu og eftirfylgd með árangri. Sömuleiðis verður spurt hvað hið opinbera vilji fá fyrir fjármagnið sem það veitir til reksturs hjúkrunarheimila.<br /> <br /> </span><span>Að undanförnu hefur komið fram sú gagnrýni að stjórnvöld viti ekki hvernig þeim fjármunum sé varið sem veitt er til reksturs hjúkrunarheimila og hvaða þjónustu heimilin veiti íbúunum. Vísað hefur verið til stjórnsýsluúttektar Ríkisendurskoðunar um að skilgreina þurfi lágmarksþjónustu og gera þjónustusamninga við hjúkrunarheimilin.<br /> <br /> </span><span>Af umræðunni hefur mátt skilja að hjúkrunarheimili séu rekin eftirlitslítið,<span>&nbsp;</span> það sé fyrst og fremst ákvörðun stjórnenda þeirra hvernig þeir sinna íbúunum og að daggjöldin, þ.e. rekstrarféð, sé ekki í tengslum við þjónustuna sem veitt er.<br /> <br /> </span><span>Auðvitað vita heilbrigðisyfirvöld hvaða þjónustu þau kaupa af hjúkrunarheimilunum og í hvað rekstrarfénu er ráðstafað. Í lögum um málefni aldraðra kemur fram hvaða grundvallarkröfur eru gerðar til hjúkrunarheimila og hvaða þjónusta skuli veitt. Nánari skilgreiningar á þjónustu koma fram í reglugerð nr. 422/1992 um greiðslur öldrunarstofnana fyrir heilbrigðisþjónustu og í skilmálablöðum ráðuneytisins um rekstur og uppbyggingu hjúkrunarheimila aldraðra er fjallað ítarlega um kröfur varðandi aðbúnað og þjónustu. Loks höfum við RAI-mælingarnar sem fjallað er um í reglugerð nr. 546/1995 um mat á heilsufari og aðbúnaði íbúa á öldrunarstofnunum. RAI-kerfið er mjög mikilvægt tæki, jafnt til þess að setja markmið um gæði og til þess að sinna eftirliti með þjónustu öldrunarstofnana.<br /> <br /> </span><span>Eftirlit með RAI-mælingum á hjúkrunarheimilum er hjá landlæknisembættinu og embættið sinnir jafnframt eftirliti með heilbrigðisþjónustu sem þar er veitt. Niðurstöður RAI mælinga á hverju heimili gefa vísbendingar um gæði þjónustunnar og gera þannig mögulegt að fylgjast með árangri stofnananna. Ef niðurstöðurnar víkja frá meðaltölum eða gæðavísar benda til ófullnægjandi umönnunar er það skoðað sérstaklega. Þess skal jafnframt getið að fjárveitingar til hjúkrunarheimila eru tengdar við RAI-stuðul hverrar öldrunarstofnunar, þannig að aukið fé fylgir hærri RAI-stuðli.<br /> <br /> </span><span>Í fjölmiðlum<span>&nbsp;</span> hefur því verið haldið fram að Ríkisendurskoðun hafi í stjórnsýsluúttekt lagt til að heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið gerði þjónustusamninga við öldrunarstofnanir, en að ráðuneytið hafi hunsað þau tilmæli. Þetta er einfaldlega ekki rétt og kemur hvergi fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Aftur á móti segir í stjórnsýsluúttektinni að ,,telja verði að stjórnvöld ættu að setja fram kröfur um lágmarksþjónustu öldrunarheimila sem rekin eru fyrir opinber framlög, þ.e. magn og gæði þjónustu og aðbúnað íbúa.&rdquo;<br /> <br /> </span><span>Eins og ég hef áður sagt eru kröfur til þjónustu hjúkrunarheimila og aðbúnaðar íbúa þeirra skilgreindar nokkuð ítarlega í lögum og reglugerðum og skilmálablöðum um rekstur og uppbyggingu hjúkrunarheimila. Ég tel hins vegar að bæta megi eftirlit með hjúkrunarheimilum, bæði til að tryggja betur gæði þjónustu og aðbúnaðar og sömuleiðis til að styðja við gæðastarf á öldrunarstofnunum. Til þess höfum við ágæt tæki í höndunum sem ég tel að unnt sé að nýta betur en við gerum í dag.<br /> <br /> </span><span>Nú eru á lokastigi breytingar á forsendum fyrir útreikningi daggjalda sem leiða til þess að daggjöld stighækka samkvæmt veldisvísi eftir því sem RAI-stigafjöldinn er hærri. Þannig verður meira tillit tekið til hjúkrunarþyngdar en áður við ákvörðun daggjalda. Sömuleiðis eru sett ákveðin viðmið um mönnun í reiknilíkaninu og munu daggjaldagreiðslur taka mið af þeim. Ef mönnun hjúkrunarheimilis fer mikið undir þessi viðmið gefur það tilefni til að fara í saumana á mönnuninni hjá viðkomandi stofnun.<br /> <br /> </span><span>Við eigum tæki sem nýst geta jöfnum höndum við eftirlit, uppbyggingu þjónustu og gæðastarf og við þurfum að nota þau vel. Við þurfum að svara breyttum kröfum til aðstæðna og aðbúnaðar á hjúkrunarheimilum og vinna markvisst að breytingum. Að þessu er stefnt í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu og margvísleg verkefni eru hafin eða í undirbúningi sem munu hafa áhrif á framtíðaruppbyggingu hjúkrunarheimila og rekstur þeirra.<br /> <br /> </span><span>Vilborg Ingólfsdóttir, skrifstofustjóri öldrunarmála, sem tekur til máls nú á eftir mun fara nánar yfir þau verkefni sem unnið er að í ráðuneytinu á þessu sviði og þá framtíðarsýn sem við byggjum á.<br /> <br /> </span><span>Sjálf ætla ég ekki að hafa þessi orð fleiri og lýsi málþingið sett.</span></p> <br /> <strong>Talað orð gildir.</strong><br />

2006-11-17 00:00:0017. nóvember 200640 ára afmæli Sjúkraliðafélags Íslands – ávarp ráðherra

<p><span>Ágætu sjúkraliðar og aðrir ráðstefnugestir,<br /> <br /> </span><span>Ég vil byrja á að óska félagsmönnum Sjúkraliðafélags Íslands til hamingju með 40 ára afmæli fagfélags sjúkraliða. Afmælisins er minnst með ýmsum hætti, þar á meðal þessari áhugaverðu ráðstefnu sem haldin er hér í dag. <span></span> Á tímamótum sem þessum er við hæfi að líta um öxl, sjá hvað áunnist hefur um leið og horft er til framtíðar.<br /> <br /> </span><span>Fyrstu sjúkraliðarnir sem luku námi á Íslandi útskrifuðust frá Fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar árið 1966.<span>&nbsp;&nbsp;</span> Forstöðukona sjúkrahússins á þeim tíma var Ingibjörg R. Magnúsdóttir, síðar lengi starfsmaður heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins, en það var hún sem kom með sjúkraliða nafnið<span>&nbsp;</span> fyrir stéttina sem fylgt hefur henni æ síðan. Í aðdraganda námsins<span>&nbsp;</span> var notað orðið sjúkrahjálpari, sem er þýðing af<span>&nbsp;</span> danska orðinu sygehjælper.<span>&nbsp;</span> Fyrsta árið sem<span>&nbsp;</span> boðið var upp á sjúkraliðanám luku<span>&nbsp;</span> 60 sjúkraliðar námi frá flestum stærri sjúkrahúsum landsins. Í dag hafa 3.713 sjúkraliðar fengið starfsleyfi frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu.<span>&nbsp;</span> Þar af eru 88 karlmenn eða aðeins 2,4%.<br /> <br /> </span><span>Ingibjörg Magnúsdóttir, segir frá því í grein sem hún ritar í Sjúkraliðann í tilefni af 30 ára afmæli félagsins að á árunum fyrir norðan þegar hún sá um kennslu sjúkraliða hafi hún aðeins brautskráð einn karlmann, en það var Jóhann Konráðsson, söngvari, faðir Kristjáns óperusöngvara.<span>&nbsp;</span> Jóhann mun hafa annast sjúklinga á geðdeild sjúkrahússins á Akureyri í mörg ár ásamt konu sinni Fanneyju.<br /> <br /> </span><span>Þegar litið er yfir veg Sjúkraliðafélagsins eru fjölmargar vörður á leiðinni.<span>&nbsp;</span> Sjúkraliðaskóli Íslands hóf störf 1975, og sama ár var skrifað undir reglugerð um starfsréttindi sjúkraliða. Upp frá því þurftu sjúkraliðar að sækja um löggildingu hjá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu eins og aðrar heilbrigðisstéttir.<br /> <br /> </span><span>Sjúkraliðaskólinn starfaði til ársins 1990 eða í 15 ár samfleytt en þá var allt nám sjúkraliða flutt yfir í menntamálaráðuneytið og skólinn lagður niður.<span>&nbsp;</span> Á þeim tíma hafði skólinn mætt sívaxandi kröfum um aukið nám, bæði bóklegt og verklegt og brautskráði alls 1.074 sjúkraliða.<span>&nbsp;</span> Á þessu tímabili var sjúkraliðanámið einnig í fjölbrautarskólum, og var fyrsti fjölbrautarskólinn til að útskrifa sjúkraliða Fjölbrautarskólinn í Breiðholti, en það var árið 1976.<br /> <br /> </span><span>Ýmsar fleiri vörður á leiðinni mætti nefna, eins og framhaldsnám fyrir sjúkraliða, sem<span>&nbsp;</span> var merkur áfangi,<span>&nbsp;</span> og núna síðast sjúkraliðabrúna.<br /> <br /> </span><span>Mér er kunnugt um einhverjir sjúkraliðar hafa lýst yfir óánægju með sjúkraliðabrúna.<span>&nbsp;</span> Ég vona þó að umræðan um námið leiði til meiri sáttar um þá námsleið og að jafnframt verði tekið vel á móti þeim sem ljúka náminu,<span>&nbsp;</span> sem ég efast reyndar ekki um.<br /> <br /> </span><span>Ég geri mér grein fyrir að oft hafa blásið vindar um nám og störf sjúkraliða. En í heildina tel ég að mikill árangur hafi náðst í baráttu stéttarinnar fyrir aukinni menntun og bættri stöðu félagsmanna á þeim 40 árum sem liðin eru frá því að fagfélag sjúkraliða var stofnað.<br /> <br /> </span><span>Málefni sjúkraliða hafa gjarnan verið á borði heilbrigðisráðuneytisins meðal annars í gegnum ýmiss konar nefndarstörf. Nefni ég þar sem dæmi nefnd sem sett var á laggirnar árið 2000, undir formennsku Ragnheiðar<span>&nbsp;</span> Haraldsdóttur skrifstofustjóra í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu,<span>&nbsp;&nbsp;</span> sem skilaði tillögum um framhaldsnám sjúkraliða og viðbótarréttindi<span>&nbsp;</span> sem námið<span>&nbsp;</span> gæti veitt. Það var einmitt í framhaldi af þeirri vinnu sem framhaldsnám sjúkraliða<span>&nbsp;</span> í öldrunarhjúkrun var sett á stofn, en Sjúkraliðafélagið<span>&nbsp;</span> hafði<span>&nbsp;</span> lengi barist fyrir<span>&nbsp;</span> framhaldsnámi fyrir sína félagsmenn. Önnur nefnd sem starfaði samkvæmt bókun 6 í kjarasamningi sjúkraliðafélagsins og fjármálaráðherra frá 21. nóvember 2001 skilaði skýrslu á þessu ári sem kallast &ldquo; Skýrsla nefndar um framtíðarstöðu sjúkraliðastarfsins&rdquo;. Í skýrslunni eru reifaðar sjö tillögur<span>&nbsp;&nbsp;</span> um það<span>&nbsp;</span> hvernig unnt er að efla stéttina og leita leiða til að<span>&nbsp;</span> fjölga sjúkraliðum á komandi árum. Ég tel þetta allt mikilsverðar tillögur sem<span>&nbsp;</span> ýmist hafa verið teknar til<span>&nbsp;</span> athugunar eða verða skoðaðar á næstunni.<br /> <br /> </span><span>Sjúkraliðar eru jafnframt ein af fjórum stéttum sem ráðuneytið hefur látið skoða sérstaklega með tilliti til þarfar fyrir vinnuafl í heilbrigðisþjónustunni en það var árið 2004 sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið fól Hagfræðistofnun Háskóla Íslands að gera spá um þörf fyrir vinnuafl fjögurra stétta heilbrigðisstarfsfólks, þ.e.a.s. lækna, hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og sjúkraþjálfara.<span>&nbsp;</span> Er það í fyrsta skipti sem slíkar spár fyrir vinnuafl eru unnar og verður aðferðin sem beitt var væntanlega þróuð frekar og spár birtar reglulega á komandi árum.<br /> <br /> </span><span>Í skýrslu Hagfræðistofnunnar, sem fljótlega verður gefin út, kemur fram að skortur er mestur á hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum nú í dag og fyrirsjáanlega á næstu árum.<span>&nbsp;</span> Það út af fyrir sig er ekki alveg ný vitneskja en<span>&nbsp;</span> báðar stéttirnar hafa verið skoðaðar sérstaklega og gerðar kannanir á fjölda og nýliðun í stéttunum.<span>&nbsp;</span> Skýrsla og spá<span>&nbsp;</span> Hagfræðistofnunar er hins vegar mun ítarlegri en fyrri kannanir og spár og fleiri þættir teknir með í myndina. Má þar nefna ýmsa þætti sem hafa áhrif á framboð og eftirspurn eftir heilbrigðisstarfsfólki s.s. lýðfræðilega þætti eins og fæðingar- og dánartíðni, fólksfjölgun og breytingar á aldurssamsetningu þjóðarinnar.<span>&nbsp;</span> Tækniframfarir hafa einnig áhrif , breyttir lifnaðarhættir, menntun og almenn hagsæld í landinu.<span>&nbsp;</span> Allt<span>&nbsp;</span> þetta hefur mikil áhrif á eftirspurn eftir heilbrigðisþjónustu og þar af leiðandi á eftirspurn eftir heilbrigðisstarfsfólki. Í skýrslunni er jafnframt beitt meira en einu spálíkani og skoðað<span>&nbsp;</span> hver munurinn er á niðurstöðum úr þeim.<br /> <br /> </span><span>Ef horft er á þætti sem nefndir eru í skýrslunni að hafi áhrif á framboð heilbrigðisstarfsfólks má<span>&nbsp;</span> nefna breyttan vinnumarkað með aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu. Nú er auðveldara en áður fyrir einstaklinga að sækja sér grunnmenntun í öðrum löndum innan svæðisins og eins að fara til starfa á svæðinu (frjálst flæði vinnuafls milli aðildarríkja). Vinnutilskipun Evrópusambandsins, (sem kveður á um vikulegan hámarksvinnutíma 48 klukkustundir) hefur einnig áhrif svo og breyttur tíðarandi<span>&nbsp;</span> sem m.a. birtist í kröfum fólks um styttingu vinnutíma og meiri frítíma til að geta sinnt fjölskyldu og ýmsu er tengist áhugamálum.<span>&nbsp;</span> Hér vegur einnig breytt löggjöf um fæðingarorlof og breyting á eftirlaunaaldri þungt.<br /> <br /> </span><span>Ljóst er að meðalaldur sjúkraliðastéttarinnar er fremur hár og nýliðun of lítil.<span>&nbsp;</span> Í skýrslunni kemur fram að síðustu 10 árin hafi að jafnaði um 87 sjúkraliðaleyfi verið gefin út á ári.<span>&nbsp;&nbsp;</span> Sá fjöldi annar ekki eftirspurn innan heilbrigðisþjónustunnar<span>&nbsp;</span> og við vitum jafnframt að færri sjúkraliðar eru hér á landi en í öðrum Norðurlöndum. Í sameiginlegri skýrslu Norðurlandanna sem gefin er út af NOMESCO árið 2003 kemur fram að<span>&nbsp;</span> fleiri sjúkraliðar eru starfandi á hverja 100.000 íbúa innan heilbrigðis- og félagsþjónustunnar í Noregi, Svíþjóð og<span>&nbsp;</span> Finnlandi en á Íslandi. Líklega má segja það sama um Danmörku<span>&nbsp;</span> en skv. NOMESCO eru<span>&nbsp;</span> þó færri<span>&nbsp;</span> þar sem kallast sjúkraliðar. Aftur á móti eru<span>&nbsp;</span> fleiri stéttir í Danmörku<span>&nbsp;</span> sem<span>&nbsp;</span> starfa við umönnun en þetta sýnir að samanburður milli landa getur verið erfiður. Þetta segir okkur þó örugglega að<span>&nbsp;</span> fjölga þarf þeim sem ljúka sjúkraliðanámi á Íslandi.<span>&nbsp;<br /> <br /> </span></span><span>Í títtnefndri skýrslu Hagfræðistofnunar er<span>&nbsp;</span> áætlað að útskrifa þurfi á bilinu 120-140 sjúkraliða á ári.<span>&nbsp;</span> Það skal þó <span>&nbsp;</span>ítrekað að þegar spá skal um réttan fjölda heilbrigðisstarfsfólks eru margir óvissuþættir sem hafa áhrif. Ég hef þegar nefnt hér nýja tækni og meðferðarmöguleika, almennt efnahagsástand og ýmislegt fleira. Erfitt er að spá fyrir um þróun þessara þátta af nokkurri vissu.<span>&nbsp;</span> Það er þó von mín að þegar þessi skýrsla liggur fyrir geti hún orðið gagnlegt vinnuskjal<span>&nbsp;</span> fyrir ýmsa aðila, stofnanir og stjórnvöld<span>&nbsp;</span> þ.m.t.<span>&nbsp;</span> heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti og<span>&nbsp;</span> menntamálaráðuneyti. Þar gæti hún<span>&nbsp;</span> orðið grundvöllur að frekari vinnu og samstarfi með það að markmiði að efla áhuga á sjúkraliðanámi og fjölga þeim sem ljúka því,<span>&nbsp;&nbsp;</span> um leið og hugað væri<span>&nbsp;</span> vel að þeim<span>&nbsp;</span> sem þegar eru í starfi.<span>&nbsp;<br /> <br /> </span></span><span>Ágætu sjúkraliðar.</span></p> <p><span>Ég hef oft sagt að mikil sóknarfæri séu innan heilbrigðisþjónustunnar fyrir ykkar stétt.<span>&nbsp;</span> Tökum<span>&nbsp;</span> sem dæmi hjúkrun og umönnun í heimahúsi. Síðast liðið sumar setti ég fram<span>&nbsp;</span> nýja sýn og nýjar áherslur í öldrunarmálum þar sem lögð er áhersla á fjölgun valkosta fyrir aldraða og aukna þjónustu í heimahúsum. Þar tel<span>&nbsp;</span> ég að sjúkraliðar eigi að gegna veigamiklu hlutverki.<span>&nbsp;</span> Þessi sýn er einnig í samræmi við markmið heilbrigðisáætlunar til ársins 2010 en þar er einnig gert ráð fyrir aukinni heimaþjónustu fyrir aldraða. Ýmislegt fleira mætti nefna og vil ég leggja áherslu á að störf sjúkraliða á vettvangi heilbrigðisþjónustunnar eru afar mikilvæg og kann ég félagsmönnum bestu þakkir fyrir þeirra framlag.<br /> <br /> </span><span>Ég vil að lokum þakka formanni ykkar Kristínu Guðmundsdóttur, og framkvæmdastjóra félagsins, Gunnari Gunnarssyni fyrir gott samstarf<span>&nbsp;</span> á þeim tíma sem ég hef setið í heilbrigðis- og trygginamálaráðuneytinu.<br /> <br /> </span><span>Ég ítreka<span>&nbsp;</span> einnig árnaðaróskir mínar í tilefni af afmæli félagsins og<span>&nbsp;</span> óska félagsmönnum<span>&nbsp;</span> allra heilla í lífi og starfi.</span></p> <p>&nbsp;</p> <p><span><strong>Talað orð gildir.</strong></span></p> <p><span>&nbsp;</span></p>

2006-11-13 00:00:0013. nóvember 2006Eru veikir aldraðir afskiptir? Viljum við ekki lækna aldraða líka?

<p><span>Góðir gestir. Verið þið öll velkomin til þessa málþings um öldrunarlækningar og ég vil þakka þeim sem að því standa fyrir frumkvæðið. Jean-Claude Monfort and Anne-Marie Mathieu, welcome to Iceland, its a pleasure to have you here.<br /> <br /> </span><span>Yfirskrift málþingsins þar sem spurt er hvort veikir aldraðir séu afskiptir og hvort við viljum ekki lækna aldraða líka er athyglisverð. Ég velti því fyrir mér hvort við þyrftum raunverulega að spyrja okkur þessara spurninga og hvort við gengjum gruflandi að svörum við þeim.<br /> <br /> </span><span>Hvað fyrri spurninguna áhrærir - og að einhverju leyti einnig þá síðari - þá þurfum við fyrst og fremst að velta fyrir okkur viðhorfum samfélagsins til þeirra sem eru sjúkir og standa að einhverju leyti höllum fæti vegna heilsubrests af einhverju toga. Í fyrsta tölulið fyrstu greinar laga um heilbrigðisþjónustu segir að allir landsmenn skuli ,,eiga kost á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu, sem á hverjum tíma eru tök á að veita til verndar andlegri, líkamlegri og félagslegri heilbrigði." Í fyrstu grein laga um réttindi sjúklinga segir að óheimilt sé að mismuna sjúklingum á grundvelli kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti."<br /> <br /> </span><span>Þessi lagaákvæði tel ég vera lýsandi fyrir sameiginleg viðhorf þjóðarinnar til þess heilbrigðiskerfis sem við höfum byggt upp, erum stolt af og viljum því standa vörð um. Við viljum að allir njóti góðrar heilbrigðisþjónustu og líðum ekki mismunun af neinu tagi.<br /> <br /> </span><span>Við stöndum hins vegar frammi fyrir því að takmarkanir heilbrigðisþjónustu ráðast ekki eingöngu af því hvað er fræðilega og tæknilega hægt að gera þegar kemur að því að veita sjúkum meðferð til skemmri eða lengri tíma. Fjármagn til þjónustunnar og almenn skynsemi er einnig takmarkandi þáttur sem leiðir til þess að forgangsröðun er alltaf nauðsynleg.<br /> <br /> </span><span>Hér á landi starfar mikill fjöldi sjúklingafélaga og félaga aðstandenda sjúklingahópa. Þessi félög gegna mikilvægu hlutverki sem málsvarar sinna hópa og baráttuafl fyrir bættum hag þeirra. Þessi félög veita stjórnvöldum aðhald og knýja á um úrbætur í samræmi við þau málefni sem heitast brenna á hverjum tíma.<br /> <br /> </span><span>Það er staðreynd að sumir sjúkdómar fá meiri athygli en aðrir og sumir sjúklingahópar eiga dýpri samúð og skilning meðal almennings en aðrir. Það er t.d. rótgróið í okkur öll að okkur beri að hlúa vel að börnum. Okkur rennur til rifja þegar börn þurfa að takast á við alvarlega og lífshættulega sjúkdóma og samfélagið vill allt gera til að mæta þörfum þeirra sem best. Trúlega gerist það án markvissrar ákvarðanatöku að heilbrigðiskerfið sinnir veikum börnum mjög vel. Ég nefni þetta til að útskýra að viðhorf í samfélaginu geta haft áhrif inn í heilbrigðiskerfið án þess að meðvituð ákvörðun liggi þar endilega að baki.<br /> <br /> </span><span>Hérlendis sem erlendis hafa geðsjúkir átt undir högg að sækja í gegnum tíðina vegna fordóma í samfélaginu og þeir telja að þjónusta við þá hafi ekki verið sem skyldi vegna þess. Þetta held ég því miður að eigi við rök að styðjast - en sem betur fer hefur okkur orðið verulega ágengt í baráttunni gegn fordómum á síðustu árum og áratugum, og við höfum stórbætt þjónustuna við þennan hóp.<br /> <br /> </span><span>Í íslensku samfélagi er borin virðing fyrir öldruðum og við teljum það öll vera sjálfsagða ábyrgð okkar og skyldu að sinna öldruðum vel og tryggja þeim góða heilbrigðisþjónustu sem á henni þurfa að halda. Þegar spurt er hvort aldraðir séu afskiptir þá má vera að svo hafi verið hér áður fyrr. Þetta hefur hins vegar breyst, raddir aldraðra sjálfra heyrast orðið æ betur og aðstandendur sjúkra aldraðra gera kröfur fyrir þeirra hönd til þjónustu og aðbúnaðar. Þetta er af hinu góða enda er það nauðsynlegt fyrir stolt, sjálfsmynd og ímynd þjóðarinnar að sinna öldruðum vel.<br /> <br /> </span><span>Ég hef í embætti heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra sett málefni aldraðra sem eitt af forgangsmálum mínum og legg mikla áherslu á uppbyggingu málaflokksins. Í vor kynnti ég sýn mína og áherslur í þessum málaflokki sem er of langt mál að rekja hér en megininntakið er að styðja aldraða til að búa sem lengst heima með aukinni þjónustu og fleiri og fjölbreyttari úrræðum sem styðja þetta markmið. Þá vil ég efla öldrunarlækningar með því að koma á fót öldrunarlækningum og sérhæfðri sjúkrahúsþjónustu fyrir aldraða við sjúkrahús eða heilbrigðisstofnanir í öllum landshlutum en slík þjónusta getur falið í sér greiningu, mat, endurhæfingu og ráðgjöf og einnig líknandi meðferð við lok lífs.<br /> <br /> </span><span>Faghópur sem skipaður var til að koma með tillögur um geðheilbrigðisþjónustu við aldraða skilaði mér tillögum sínum í mars. Þær fela meðal annars í sér að komið verði á fót geðdeild fyrir aldraða á Landakoti og jafnframt að sett verði á fót ráðgjafarþjónustu á landsvísu fyrir heilsugæslu, spítaladeildir og hjúkrunarheimili til að tryggja öldruðum um allt land sérhæfða geðheilbrigðisþjónustu eftir þörfum. Þá liggur fyrir að sérhæfð hjúkrunardeild fyrir aldraða með geðsjúkdóma verður í nýju hjúkrunarheimili sem reist verður við Suðurlandsbraut. Tillögur faghópsins gerði ég að mínum og stefni að því að framkvæma þær á næsta ári.<br /> <br /> </span><span>Á málþinginu í dag er spurt hvort við viljum ekki lækna aldraða líka. Ég tel mig hafa reynt að svara þessari spurningu og niðurstaðan er sú að auðvitað viljum við það. Við verðum hins vegar að hafa það hugfast að sömu áherslur eiga ekki alltaf rétt á sér þegar kemur að meðferð, eftir því hvort í hlut á fólk á besta aldri eða gamalt fólk þar sem styttist í leiðarlokin. Það fara ekki alltaf saman lengd lífs og gæði. Þegar ávinningur af meðferð er lítill í tíma talið og dregur jafnframt úr lífsgæðum í samanburði við að meðferð sé sleppt þá er rétt að staldra við áður en meðferð er valin. Oflækningar eru ekki til góðs og hjá öldruðum getur verið betri kostur að leggja áherslu á meðferð sem bætir lífsgæðin þann tíma sem ólifaður er fremur en að lengja hann á kostnað gæðanna. Þessi umræða er auðvitað öll mjög viðkvæm, en þetta verðum við samt að hafa í huga þegar meðferð hjá öllum aldurshópum er valin.<br /> <br /> </span><span>Niðurstaða mín er að við erum að þjónusta eldra fólk með ágætum hætti, en getum á nokkrum sviðum gert betur. Að því erum við að stefna.<br /> <br /> </span><span>Ég hef þessi orð ekki fleiri en óska gestum góðrar uppskeru á málþinginu í dag sem ég lýsi hér með sett.</span></p> <p><span> </span></p> <p><strong><span>Talað orð gildir.</span></strong></p> <br /> <br />

2006-10-25 00:00:0025. október 2006„Áfall en ekki endirinn!“

<h4 align="center"><span>Ávarp ráðherra á ráðstefnu Heilaheilla</span></h4> <p><span>Ágætu ráðstefnugestir.</span></p> <p><span>Ég vil byrja á því að óska ykkur til hamingju með ykkar mikla starf. Það er mikilvægt fyrir svo stóran hóp að eiga sér félagsskap sem getur stuðlað að framförum í meðferð og stutt þá, sem verða fyrir slagi og fjölskyldur þeirra, við að takast á við það sem á eftir kemur. Þá er líka mikilvægt fyrir þá sem móta stefnu í heilbrigðismálum og fagfólk að geta leitað í smiðju þeirra sem hafa beina reynslu af þjónustunni.<br /> <br /> </span><span>Heilaheill hefur verið með öflugt starf. Heimasíða félagsins er glæsileg og greinilega uppfærð reglulega. Þá hefur félagið ásamt nokkrum öðrum félögum fólks með sjúkdóma í taugakerfi, m.a. gefið taugadeild LSH ýmsa góða gripi og það er sannarlega gott fyrir stofnanir og deildir að eiga slíka hauka í horni.<br /> <br /> </span><span>Um það bil 700 Íslendingar fá slag á hverju ári sem er jafnframt algengasta ástæða fötlunar hér á landi. Afleiðingar slags geta verið með ýmsu móti og fara eftir eðli og umfangi áfallsins. Allt frá því að vera mjög vægt með litlar sem engar afleiðingar í það af hafa í för með sér mjög mikla líkamlega og/eða andlega skerðingu eða jafnvel dauða. Slag er 3. algengasta dánarorsökin í hinum vestræna heimi.<br /> <br /> </span><span>Í Bandaríkjunum er talið að um 750.000 manns fái slag árlega sem miðað við höfðatölu eru nokkru fleiri en þeir 700 sem talað er um hér á landi. Þar er talið að yfir 4 milljónir manna séu á lífi sem hafa lifað af slag en það samsvarar um 4 þúsund manns hér á landi. Þetta svarar til um það bil 1,3% allra Íslendinga sem er ekki lítið. Þegar litið er til þess að meiri hluti þeirra sem verða fyrir slagi verður fyrir tímabundinni eða varanlegri færniskerðingu má álykta að fáir sjúkdómar hafi eins mikil áhrif á daglegt líf eins margra og slag.<br /> <br /> </span><span>Þekking á slagi hefur aukist á undanförnum árum. Áhættuþættir eru orðnir ljósari og þess vegna hefur tekist að vinna fyrirbyggjandi starf m.a. með því að meðhöndla háþrýsting og hjartsláttaróreglu. Einnig hafa orðið framfarir í bráðameðferð. Endurhæfing er afar mikilvæg þegar slag hefur í för með sér skerðingu á færni hvort sem er andlega eða líkamlega. Frumendurhæfing heilaáfallssjúklinga hefur að mestu farið fram á Landspítala-háskólasjúkrahúsi og á Kristnesi fyrir norðan en framhaldsendurhæfing hefur verið á Reykjalundi og í Hveragerði eftir atvikum. Þá hefur fólk einnig átt kost á framhaldsendurhæfingu á göngudeildum og oft er hægt að vinna með afmörkuð vandamál á stofum hjá talþjálfum, iðjuþjálfum eða sjúkraþjálfurum ef svo ber undir. Þess ber einnig að geta að meðferð og <span></span> endurhæfing fer líka fram á fleiri stöðum, bæði heilbrigðisstofnunum og hjúkrunarheimilum víða um land.<br /> <br /> </span><span>Afar mikilvægt er að fast verði tekið á þeim þáttum sem lúta að forvörnum. Þær forvarnir sem þarf að beita eru ekki allar sértækar til varnar slagi heldur virka einnig verndandi gagnvart ýmsum öðrum vandamálum. Það er með slag eins og svo margt annað, það þarf að fylgjast með blóðþrýstingi, þyngd og blóðfitu, það þarf að hreyfa sig, vera í eins góðu líkamlegu ásigkomulagi og nokkur kostur er. Og sama gildir eftir að áfall hefur dunið yfir. Þá þarf að vinna áfram með áhættuþætti, þjálfa sig og viðhalda þeirri færni sem náðst hefur.<br /> <br /> </span><span>Að mínu mati stöndum við vel að vígi í því sem lýtur að meðferð fólks eftir slag. Á sjúkrahúsum er starfandi afbragðs fagfólk og meðferð í bráðafasa er góð. Frumendurhæfing er almennt aðgengileg og á því stigi eru slagsjúklingar ekki látnir bíða eftir endurhæfingu, hvort sem hún fer fram á bráðadeild eða endurhæfingardeild. Ég held ég geti fullyrt að meðal fagfólks þyki eðlilegt að slagsjúklingar hafi forgang umfram ýmsa aðra hópa í endurhæfingu, því mikið er í húfi að fólk fái viðeigandi endurhæfingu sem fyrst þegar færniskerðing hefur orðið. Þá er almennur aðgangur að læknisþjónustu og annarri heilbrigðisþjónustu almennt góður og því ætti að vera hægt um vik að fylgja langtímameðferð eftir til að fyrirbyggja frekari áföll í framtíðinni.<br /> <br /> </span><span>Mér er ekki kunnugt um að það hafi verið rannsakað sérstaklega meðal fólks sem fengið hefur slag hvernig það metur aðgengi sitt að endurhæfingu en samkvæmt biðlistum á fjórar helstu endurhæfingarstofnanir landsins sl. vor þá voru mjög fáir sem biðu eftir endurhæfingu vegna langtímaafleiðinga slags. Ég vona að það sé vísbending um að þörfum hópsins sé vel sinnt hvað varðar endurhæfingu.<br /> <br /> </span><span>Eins og fram kom hér að framan er verið að vinna að því að draga úr áhættuþáttum. Tíðni slags hefur samt ekki dregist saman á undanförnum árum þrátt fyrir það, heldur aukist. Sú aukning stafar fyrst og fremst af því að þjóðin eldist því tíðnin eykst með hækkandi aldri. Ekki hefur verið lagt mat á það hvort tíðni hefur breyst, ef áhrif af aldri eru tekin út. Hins vegar virðast þessi áföll orðin mildari en þau voru áður. Eins og yfirskrift þessa málþings ber með sér, er áfall ekki endirinn og fjölmargir snúa aftur til sömu starfa, eða annarra þótt þeir hafi fengið slag.<br /> <br /> </span><span>Það er von mín, að enn takist að bæta og efla þær fyrirbyggjandi aðgerðir sem draga úr tíðni slags. Með öflugri heilsugæslu og almennri vitund manna um gildi heilbrigðra lífshátta ættum við að geta gert enn betur. Lýðheilsustöð leggur í starfi sínu mikla áherslu á heilsusamlegt mataræði og að auka hreyfingu meðal fólks, eins og ýmis átaksverkefni og fræðsla sem hún stendur fyrir sýnir. Báðir þessir þættir skipta máli við að draga úr tíðni slags eins og ýmissa annarra sjúkdóma. Í okkar litla samfélagi skiptir máli að allir leggi sitt af mörkum. Heilbrigðisstarfsfólk er í lykilhlutverki við að aðstoða þá sem hafa orðið fyrir slagi til að bæta lífsskilyrði þeirra, en samtök eins og Heilaheill hafa líka miklu hlutverki að gegna. Hlutverk við að upplýsa almenning, styðja þá sem hafa fengið slag og veita þeim sem halda um stjórnvölinn, aðhald og upplýsingar.<br /> <br /> </span><span>Ég óska hér með eftir góðu samstarfi við samtökin og óska ykkur alls góðs í störfum ykkar.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Takk fyrir.</span></p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p> <p><strong><span>(Talað orð gildir)</span></strong></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p>&nbsp;</p> <br /> <br />

2006-10-25 00:00:0025. október 2006Ávarp ráðherra á málþingi SÍBS

<p align="left"><span>Ágætu málþingsgestir.</span></p> <p align="left"><span>Það er mér sönn ánægja að fá að ávarpa þessa samkomu sem haldin er í tengslum við 35. þing SÍBS, Samband íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga.<br /> <br /> </span><span>Saga SÍBS er orðin samofin sögu íslensku þjóðarinnar á síðustu öld. Þegar sambandið var stofnað 1938 var það markmið sett að aðstoða berklasjúklinga til að fóta sig aftur í lífinu eftir að hafa dvalið langdvölum á heilsuhælum. Eins og allir vita hér, eru berklasjúklingar orðnir fremur fágætir og því hefur höfuðverkefni SÍBS útvíkkað mikið og er það nú að veita þjónustu fólki sem þarf á endurhæfingu að halda af margvíslegum ástæðum, en þjóna ekki eingöngu fólki með brjóstholssjúkdóma þótt nafnið gæti bent til annars.<br /> <br /> </span><span>Sú endurhæfing sem fram fer á Reykjalundi, bæði læknisfræðileg endurhæfing og atvinnuleg endurhæfing tengist mjög mikið hvers konar hreyfingu. Allt frá því að hreyfa sig í hjólastól allra sinna ferða og í að ganga um hæðir og dali, eins og hjartasjúklingar gera í endurhæfingu á Reykjalundi. Hluti af þessari starfsemi felur í sér beina endurhæfingu meðan annað er bæði endurhæfing og forvarnir til framtíðar.<br /> <br /> </span><span>Í dag er verið að fjalla um hreyfingu &ndash; lykil að betra lífi. Ég er hjartanlega sammála um að hreyfing er allra meina bót, eða að minnsta kosti ansi margra. Og það er mjög við hæfi að SÍBS, í ljósi sögu sinnar taki fyrir umræðu um hreyfingu sem er afar mikilvæg fyrir stóran hluta þess hóps sem sækir þjónustu á Reykjalundi.</span> <span><br /> <br /> </span><span>Á undanförnum árum hafa komið fram sífellt áreiðanlegri upplýsingar um gildi hreyfingar til að fyrirbyggja sjúkdóma og bæta líðan vegna fjölmargra sjúkdóma og kvilla. Í ljós hefur komið að hreyfing hefur góð áhrif á þunglyndi, hjarta og æðakerfi og stoðkerfissjúkdóma svo fátt eitt sé talið. Þá er óumdeilt að kyrrseta eykur hættu á offitu en offita er einmitt vaxandi vandamál í öllum vestrænum löndum og hefur verið talað um offitu sem faraldur 21. aldarinnar. Með offitu fylgir verulega aukin áhætta á sykursýki og ýmsum sjúkdómum í stoðkerfi og hjarta og æðakerfi.<br /> <br /> </span><span>Öllum er ljóst að fólk þyngist aðallega vegna þess að það innbyrðir meiri orku en það nær að nýta.</span> <span><br /> <br /> </span><span>Ég ætla ekki að tala um næringu hér, sem er auðvitað mjög mikilvæg þegar offita er annars vegar. Hreyfing er ekki síður mikilvægur þáttur til að fyrirbyggja offitu.<br /> <br /> </span><span>Niðurstöður rannsóknar sem fór fram hér á landi og birt var í Læknablaðinu á árinu 2004, benda til þess að fimmta hver kona og fjórði hver karlmaður stundi enga reglulega líkamsþjálfun á aldrinum 30 &ndash; 85 ára. Einnig benda niðurstöðurnar til þess að helmingur fullorðinna Reykvíkinga sé of þungur. Við getum líka sagt að það sé gott að 80% kvenna og 75% karla stundi reglulega líkamsþjálfun en það þarf líka að ná hinum á hreyfingu. Það þarf að auka hreyfingu meðal þjóðarinnar í heild, bæði meðal þeirra sem eiga í langvinnum sjúkdómum og þeirra sem ekki kenna sér neins meins - ennþá.</span> <span><br /> <br /> </span><span>Rannsóknir hafa leitt í ljós að börn hafa þyngst á undanförnum árum. Fleiri börn eru með líkamþyngdarstuðul hærri en æskilegt er talið og þeim börnum sem glíma við offitu hefur líka fjölgað. Þetta er áhyggjuefni því takist ekki að snúa þróuninni við mun þetta þýða mikið aukið álag á heilbrigðiskerfið eftir nokkra áratugi. Þá þarf ekki að tíunda persónulega líðan fólks vegna sjúkdóma sem tengjast offitu.Því þarf að huga að því hvernig hægt er að efla hreyfingu meðal barna, sem hreyfa sig minna nú en áður var. Ýmsar ástæður eru fyrir hreyfingarleysinu. Skóladagurinn hefur lengst, skólaárið hefur lengst og tími til frjálsra leikja er minni en áður. Þá hefur dægradvöl barna einnig breyst. Börn dunduðu sér áður við að lesa bækur í frítíma og það var kannski ekki margt annað sem þau gerðu í frítíma sínum sem hafði sambærilega kyrrsetu í för með sér. Nú hafa tölvur, sjónvörp og alls kyns myndmiðlar bæst við og keppa um tíma þeirra. Þessi tegund af dægradvöl hvetur ekki til hreyfingar og með minni frítíma er hætt við að enn dragi úr hreyfingu nema hreyfing verði verulega aukin innan þess tíma sem börn verja í skóla.<br /> <br /> </span><span>Landlæknisembættið hefur í mörg ár lagt mikla áherslu á gildi hreyfingar. Lýðheilsustöð hefur einnig lagt áherslu á að auka hreyfingu meðal almennings. Á árinu var ráðinn sérstakur verkefnisstjóri til að hafa yfirumsjón með verkefnum sem tengjast hreyfingu á Lýðheilsustöð og hreyfing hefur fengið aukið vægi innan stofnunarinnar, eins og lesa má í nýútkominni aðgerðaráætlun stöðvarinnar. Mig langar að minnast á örfá verkefni sem Lýðheilsustöð hefur unnið til að efla hreyfingu. Skemmst er að minnast átaksins ,,Hjólað í vinnuna&rdquo; sem stöðin hefur gengist fyrir ásamt fleiri aðilum. Einnig hefur verkefnið ,,Allt hefur áhrif, einkum við sjálf&rdquo; farið vel af stað með þátttöku fjölda sveitarfélaga. Þar er lögð áhersla á hreyfingu og næringu barna. Þá hefur Lýðheilsustöð gefið út fræðsluefni og stuðningsefni varðandi hreyfingu, bæði fyrir börn, aldraða og almenning. Þá er mér það mikil ánægja að minnast á tilrauna&shy;verkefnið,<span>&nbsp;</span> ,,Hreyfing fyrir alla&rdquo;<span>&nbsp;</span> sem verður unnið í samvinnu Heilbrigðis- og trygginga&shy;málaráðuneytisins, Lýðheilsustöðvar og ÍSÍ og fleiri aðila, og hefur það að markmiði að auka tilboð um hreyfingu fyrir almenning.<span>&nbsp;</span> Ég sé á dagskránni að gerð verður grein fyrir þessu verkefni síðar í dag svo ég mun ekki dvelja við það lengur. Þá þykir mér rétt að benda á tillögu að íþróttastefnu Íslands, sem var unnin af starfshópi menntamála&shy;ráðherra og birt á þessu ári. Þar er ekki aðeins lögð áhersla á íþróttaiðkun heldur á hreyfingu almennt. Ég nefni þessi verkefni sem dæmi um að ýmislegt er verið að gera til að vinna gegn hreyfingaleysi bæði almennings og barna. Ég gæti nefnt<span>&nbsp;</span> fleiri verkefni en læt þetta nægja.<br /> <br /> </span><span>Að mínu mati er mjög mikilvægt að samfélagið í heild stuðli að aukinni hreyfingu almennings einnig áður en veikindi steðja að, því betra er heilt en vel gróið.<span>&nbsp;</span> Því þarf að gera umhverfi fólks þannig úr garði að það hvetji til hreyfingar, til dæmis með því að skipuleggja samgöngu&shy;mannvirki svo<span>&nbsp;</span> auðvelt og öruggt sé að ferðast gangandi eða hjólandi milli staða. Hvati til hreyfingar felst í því að hafa góða göngustíga og hjólastíga sem víðast í og við þéttbýli, sem nýtast einstaklingum og fjölskyldum til útivistar í frítíma.<br /> <br /> </span><span>Heilbrigðisstarfsmenn þurfa allir að leggja sitt af mörkum til að auka meðvitund fólks um gildi hreyfingar. Þeir hafa samskipti við mikinn fjölda fólks sem til þeirra leita vegna ýmissa heilsufarsvandamála. Þeir eru því í lykilstöðu til að koma á framfæri upplýsingum og leiðbeiningum um gildi hreyfingar, við getum líka kallað það áróður. Almenningur tekur mark á læknum, sjúkraþjálfurum, hjúkrunarfræðingum og öðru heilbrigðsstarfsfólki. Í stað þess að veita eingöngu óvirka meðferð gefst þessum starfsmönnum tækifæri til að leiðbeina um heilbrigðan lífsstíl og möguleikana sem sá lífsstíll gefur fólki til betra og verkjaminna lífs. Ég tel að þessi tækifæri séu ekki nýtt til fullnustu. En ég skora á ykkur að velta því fyrir ykkur, hvar þið gætuð komið þessum boðskap á framfæri og hvernig. Við þurfum öll að vera fótgönguliðar í því verkefni að fá Íslendinga til að nota þann lífsins elexír, sem góð hreyfing sannarlega er.</span><span>&nbsp;</span></p> <p align="left"><br /> Takk fyrir.</p> <p align="left"><span>&nbsp;</span></p> <p align="left"><strong><span>Talað orð gildir.</span></strong></p> <p align="left"><br /> <br /> &nbsp;</p>

2006-10-20 00:00:0020. október 2006Ávarp á landsþingi slysavarnaráðs

<p>Ágætu fundarmenn.</p> <p>Þá er komið að sjöunda landsþingi slysavarnaráðs, en ráðið var stofnað með lögum frá Alþingi árið 1995. Tilgangur með stofnun þess var einfaldur og skýr; að stuðla að fækkun slysa. Slysavarnaráð heyrði upphaflega beint undir heilbrigðisráðherra en landlæknisembættið fór með daglega framkvæmdastjórn ráðsins. Með stofnun Lýðheilsustöðvar árið 2003 var slysavarnaráð gert að sérfræðiráði Lýðheilsustöðvar.</p> <p>Ég er ánægð með að slysavarnir aldraða skuli vera umfjöllunarefni landsþingsins nú. Málefni aldraðra eru stór málaflokkur sem þarf að taka mið af öllum þáttum í daglegri tilveru eldri borgara ef vel á að vera. Slysavarnir skipta þar miklu máli sem og önnur forvarnarstarfsemi þar sem áhersla er lögð á að viðhalda heilbrigði og líkamlegri færni og getu sem lengst. Þetta tvennt tengist mjög náið.</p> <p>Við munum í dag heyra fagfólk fjalla um tölfræði slysa meðal aldraðra, greiningar á slysum, orsökum þeirra og afleiðingum. Markvissar forvarnir byggjast einmitt á nákvæmri þekkingu á þessum atriðum. Árið 2002 hófst formleg skráning í Slysaskrá Íslands með það að markmiði að samræma skráningu slysa, veita yfirlit yfir fjölda, orsakir þeirra og afleiðingar, auk þess að skapa möguleika á ítarlegum rannsóknum. Gagnsemi slysaskrárinnar hefur þegar sannað sig og gert sýnilegar upplýsingar sem eru mikils virði við skipulagningu slysavarna.</p> <p>Í fyrra kom út skýrsla landlæknisembættisins <em>Slys á öldruðum.</em> Byggt var á upplýsingum úr slysaskránni um slys á fólki 65 ára og eldra sem leitað hafði til slysadeildar Landspítalans árið 2003. Niðurstöðurnar voru skýrar: Tíðni slysa eykst með hækkandi aldri og hún eykst meira hjá konum en körlum. Flest slys á öldruðum verða á eða við heimili þeirra, eða 66% - og fall er algengasta orsök áverka. Úttektin leiddi í ljós að hjá þriðjungi hópsins voru afleiðingarnar einhvers konar beinbrot. Í sjö prósentum tilvika var um að ræða mjaðmar- eða hryggbrot. Um 18 prósent hópsins sem leitaði til slysadeildarinnar þurfti á innlögn að halda. Alls voru 1835 manns 65 ára og eldri í hópnum sem úttektin náði til sem þýðir að um 330 þeirra hafi þurft að leggjast inn á sjúkrahús.</p> <p>Evrópudeild Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar hefur tekið saman upplýsingar um byltur aldraðra og ábendingar um forvarnir byggðar á gagnreyndum úrræðum. Þar kemur m.a. fram að á hverju ári verði um 30 prósent fólks eldra en 65 ára fyrir byltum og 50% þeirra sem eru yfir áttrætt. Hjá 20-30 prósentum þessa hóps eru afleiðingarnar það alvarlegar að þær draga úr hreyfigetu, skerða sjálfsbjargarmöguleika fólks og auka hættu á ótímabærum dauða.</p> <p>Til að forvarnir skili sem mestum árangri þarf að greina helstu áhættuþætti. Rannsóknir hafa þegar leitt margt í ljós sem hægt er að styðjast við. Það liggur fyrir að aldraður sem hefur lent í byltu er allt að þrisvar sinnum líklegri en aðrir til að detta aftur innan árs. Áhættan eykst með hækkandi aldri. Kynferði skiptir máli, því rannsóknir sýna að meðal aldraðra eykst hættan á byltum meira með hækkandi aldri hjá konum en körlum og jafnframt eru þær mun líklegri til að beinbrotna en karlarnir. Aldraðir sem búa einir eru í áhættuhópi því afleiðingar af byltum eru að jafnaði verri meðal þeirra en hjá þeim sem búa með öðrum. Af fleiri áhættuþáttum má nefna lyfjanotkun, tiltekna sjúkdóma, andlegt ástand, næringarástand, fótavandamál, slæma sjón og hættur í umhverfinu, s.s. lélega lýsingu, hálku og óhentugan skófatnað.</p> <p>Niðurstöður rannsókna bera allar að sama brunni og sýna að byltur hjá öldruðum og afleiðingar þeirra eru stórfellt heilsufarslegt vandamál sem krefst raunhæfra aðgerða. Forvarnirnar þurfa jafnt að beinast að hópnum öldruðum sem heild en einnig þarf að beina aðgerðum sérstaklega að áhættuhópum og einstaklingum innan <span></span> áhættuhópa miðað við þarfir hvers og eins. Slysin eru tíðust á og við heimili aldraðra og forvarnir þurfa að taka mið af því.</p> <p>Ekki er hægt að fjalla um þessi efni án þess að geta sérstaklega félagsins Beinverndar, landssamtaka áhugafólks um beinþynningu og þess mikilvæga starfs sem unnið hefur verið á vegum þess. Meðal markmiða félagsins er að vekja athygli stjórnvalda og almennings á beinþynningu sem heilsufarsvandamáli og standa fyrir fræðslu meðal almennings og heilbrigðisstétta sem byggist á bestu þekkingu á hverjum tíma um beinþynningu og varnir gegn henni.</p> <p>Á&nbsp;öldrunarsviði Landspítala - háskólasjúkrahúsi er starfrækt byltu- og beinverndarmóttaka þar sem þjónusta er veitt þeim sem orðið hafa fyrir byltum eða telja að þeir séu í slíkri hættu. Landlæknir hefur gefið út klínískar leiðbeiningar um greiningu og meðferð beinþynningar og einnig um forvarnir og meðferð mjaðmabrota hjá öldruðum þar sem meðal annars fjallað um byltuforvarnir. Gagnreyndar rannsóknir hafa einmitt sýnt fram á að sé farið vandlega yfir mál þeirra sem hljóta byltur má draga úr sjúkrahúsinnlögnum, fötlun og umfram allt bæta lífsgæði. Þessu til viðbótar má benda á að byltur innan sjúkrahúsa eru mikilvægt vandamál og til að bregðast við því hafa nú verið gerðar þverfaglegar klíniskar leiðbeiningar á Landspítalanum sem verða innleiddar á næstu mánuðum.</p> <p>Pálmi V. Jónsson, öldrunarlæknir hefur sagt að eina þekkta yngingarmeðalið sem til er sé líkamsrækt. Líkamsrækt fellur undir fyrsta stigs forvarnir sem eru að mestu á ábyrgð einstaklingsins sjálfs, en hlutverk heilbrigðisþjónustunnar er að upplýsa og hvetja fólk til dáða. Heilbrigðisráðuneytið, Lýðheilsustöð og Íþrótta- og Ólympíusamband Ísland undirbúa nú tilraunaverkefni sem kallast ,,Hreyfing fyrir alla." Markmiðið er að fjölga skipulögðum tilboðum um markvissa hreyfingu fyrir fullorðið og eldra fólk og skapa tækifæri til að sinna þeim sem skortir hvatningu og stuðning til að hreyfa sig en hafa ekki getu eða áhuga á að nýta sér þá þjónustu sem þegar er í boði. Ég bind vonir við þetta verkefni og vona að eldri borgarar muni hafa af því gagn og ánægju.</p> <p>Ég tel að hjá heilsugæslu og félagsþjónustu sveitarfélaganna séu miklir möguleikar til að sinna forvörnum meðal aldraðra, meðal annars til að draga úr byltum og afleiðingum þeirra. Heilsueflandi heimsóknir til aldraðra eru þjónusta sem ég hvet til að verði skipulögð um allt land en þannig gefst kostur á að kynnast aðstæðum fólks og meta þarfir einstaklinga fyrir þjónustu og stuðning. Ég hef ákveðið að fela heilsugæslunni að efla öldrunarþjónustu út frá sínum starfsvettvangi, m.a. með heilsueflandi heimsóknum og reglubundnum heimsóknum heimilislækna til aldraðra sem njóta heimahjúkrunar.</p> <p>Í fyrrnefndri úttekt landlæknisembættisins á slysum aldraðra segir: ,,Slys eru ekki náttúrulögmál. Með forvarnarstarfi er unnt að draga úr slysum. Aðgerðir sem fækka slysum eru án efa ein hagkvæmasta og fljótvirkasta fjárfesting sem nokkurt þjóðfélag getur lagt í." Ég vil taka undir þessi orð og vona að með samstilltum kröftum allra sem að þessum málum koma og geta komið, takist að draga úr slysatíðni einstaklingum og samfélaginu öllu til hagsbóta.</p> <p>Ég lýsi sjöunda landsþing slysavarnaráðs sett.</p> <p>&nbsp;</p> <p><strong><em>(Talað orð gildi)</em></strong></p> <br /> <br />

Um ráðuneytið

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira