Skipting starfa ráðherra
Félags- og jafnréttismálaráðherra
Félags- og jafnréttismálaráðherra fer með eftirfarandi stjórnarmálefni samkvæmt forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands, og forsetaúrskurði um skiptingu starfa ráðherra:
Félags- og fjölskyldumál, þar á meðal:
- Barnavernd.
- Barnaverndarstofu.
- Kærunefnd barnaverndarmála.
- Málefni fatlaðs fólks.
- Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga.
- Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins.
- Málefni aldraðra að frátöldum q. - t. liðum 4. töluliðar.
- Málefni innflytjenda og flóttafólks.
- Fjölmenningarsetur.
- Félagslega aðstoð.
- Greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna.
- Félagsþjónustu sveitarfélaga.
- Úrskurðarnefnd félagsþjónustu og húsnæðismála.
- Ráðgjöf og úrræði vegna fjármála heimilanna, þ.m.t. greiðsluaðlögun einstaklinga.
- Umboðsmann skuldara.
- Kærunefnd greiðsluaðlögunarmála.
- Ættleiðingastyrki.
- Orlof húsmæðra.
Almannatryggingar, þar á meðal:
- Lífeyristryggingar og eftirlaun aldraðra.
- Tryggingastofnun ríkisins.
- Úrskurðarnefnd almannatrygginga.
- Fjárhagsaðstoð við lifandi líffæragjafa.
Húsnæðismál, þar á meðal:
- Húsnæðislán.
- Greiðslujöfnun fasteignaveðlána til einstaklinga.
- Greiðsluaðlögun fasteignaveðkrafna á íbúðarhúsnæði.
- Íbúðalánasjóð.
- Húsaleigumál.
- Húsaleigubætur.
- Húsnæðissamvinnufélög og byggingarsamvinnufélög.
- Fjöleignarhús.
- Frístundabyggð.
- Kærunefnd húsamála.
Vinnumál, þar á meðal:
- Réttindi og skyldur á vinnumarkaði.
- Starfsmannaleigur.
- Aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum.
- Vinnueftirlit ríkisins.
- Vinnustaðaskírteini og eftirlit á vinnustöðum.
- Félagsdóm.
- Vinnumarkaðsaðgerðir.
- Sáttastörf í vinnudeilum.
- Ríkissáttasemjara.
- Atvinnuleysistryggingar.
- Úrskurðarnefnd atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða.
- Atvinnutengda starfsendurhæfingu.
- Atvinnuréttindi útlendinga.
- Ábyrgð á launum við gjaldþrot.
- Fæðingar- og foreldraorlof.
- Úrskurðarnefnd um fæðingar- og foreldraorlofsmál.
- Vinnumálstofnun.
- Félagsmálaskóla alþýðu.
Jafnréttismál, þar á meðal:
- Jafnrétti kynjanna.
- Jafnréttisstofu.
- Kærunefnd jafnréttismála.
- Jafnrétti á vinnumarkaði.
Heilbrigðisráðherra
Heilbrigðisráðherra fer með eftirfarandi stjórnarmálefni samkvæmt forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands, og forsetaúrskurði nr. 85/2017 um skiptingu starfa ráðherra:
Skipulag velferðarráðuneytisins og starfsmannahald.
Almannatryggingar, þar á meðal:
- Sjúkratryggingar.
- Sjúklingatryggingu.
- Slysatryggingar.
- Sjúkratryggingastofnun.
Heilbrigðisþjónustu, þar á meðal:
- Heilsugæslu.
- Sjúkrahús.
- Heilbrigðisstofnanir.
- Sérhæfða heilbrigðisþjónustu utan stofnana.
- Endurhæfingarstarfsemi og meðferðarstofnanir.
- Lyf.
- Ávana- og fíkniefni.
- Lækningatæki.
- Lyfjastofnun.
- Lyfjagreiðslunefnd.
- Tæknifrjóvgun.
- Sjúkraskrár og gagnasöfn á heilbrigðissviði.
- Réttindi sjúklinga.
- Starfsréttindi í heilbrigðisþjónustu.
- Embætti landlæknis.
- Heyrnar- og talmeinastöð.
- Hjúkrunarheimili.
- Dvalarheimilil.
- Dagdvöl aldraðra.
- Framkvæmdasjóð aldraðra.
Lýðheilsu og forvarnir, þar á meðal:
- Heilsueflingu.
- Áfengis- og vímuvarnir.
- Slysavarnir.
- Sóttvarnir.
- Tóbaksvarnir.
- Geislavarnir.
- Geislavarnir ríkisins.
Lífvísindi og lífsiðfræði, þar á meðal:
- Vísindarannsóknir á heilbrigðissviði.
- Vísindasiðanefnd.
- Lífsýnasöfn.
- Líffæragjafir og líffæraígræðslu.
- Ákvörðun dauða, dánarvottorð og krufningar.
Annað, þar á meðal:
- Græðara.
- Kynáttunarvanda.
- Fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir.
- Úrskurðarnefnd um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir.
Um ráðuneytið
Takk fyrir
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.