Hoppa yfir valmynd

Hlutverk ráðuneytisins

Ráðuneytið starfar samkvæmt lögum nr. 115/2011, um Stjórnarráð Íslands. Verkefni þess eru skilgreind í 8.gr. Forsetaúrskurðar nr. 71/2013  um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

Stefna velferðarráðuneytisins til 2020: VELFERÐ ALLRA

HLUTVERK

Við stuðlum að bættu samfélagi, heilbrigði og velferð allra

Móta stefnur með áherslur ráðherra að leiðarljósi. Fylgja ákvörðunum eftir og vera skilvirk í allri framkvæmd.

FRAMTÍÐARSÝN

Velferðarþjónusta í fremstu röð sem stuðlar að heilbrigði og félagslegri velferð landsmanna

Framúrskarandi og árangursrík þjónusta sem er til fyrirmyndar í alþjóðlegum samanburði.

GILDI

Virðing - Fagmennska - Framsýni - Árangur

HELSTU ÁHERSLUR

Skilvirkni í starfi og stjórnun

 • Veiting góðrar þjónustu
 • Víðtækt samstarf
 • Forgangsröðun og eftirfylgni

Mannauður

 • Hæft, ánægt og framsækið starfsfólk
 • Aukin samvinna og frumkvæði
 • Fræðsla og símenntun

Skýr stefnumörkun

 • Skýr fjárhagsleg ábyrgð
 • Mælanleg markmið málefnasviða og málaflokka

Stöðugar umbætur

 • Leitað verði leiða til að nýta tækni betur
 • Viðurkenndum aðferðum beitt til að gera sífellt betur

UNDIRSTÖÐUR SEM ÞURFA AÐ VERA TIL STAÐAR

 • Traustar upplýsingar
 • Þekking og framsýni
 • Skilvirk fjármálastjórnun
 • Stjórnun sem stuðlar að liðsheild
 • Góð vinnuskilyrði
 • Samvinna, hjálpsemi og gagnkvæm virðing

Gildin eru grundvöllur alls okkar starfs starfsmanna

Virðing

Við berum virðingu fyrir öðrum með því að hlusta, sýna sanngirni, vera heiðarleg og leggja áherslu á jafnræði

Fagmennska

Vinnubrögð okkar einkennast af áreiðanleika, forgangsröðun, skilvirkni, samráði, veitingu góðrar þjónustu og hagkvæmni

Framsýni

Framsýni okkar byggist á áreiðanlegum upplýsingum, öflugum greiningum og vönduðum áætlunum

Árangur

Við náum árangri með dugnaði, metnaði, nákvæmni og samviskusemi í þágu velferðar

Samskiptagildi

Heiðarleiki

Við treystum hvert öðru, berum virðingu fyrir ólíkri hæfni og rýnum til gagns. Við líðum ekki illt umtal og komum hreint fram.

Jákvæðni

Við tökumst á við viðfangsefnin með jákvæðu viðhorfi og opnum huga, hlustum á samstarfsfólk og erum glaðvær.

Samheldni

Við erum í sama liði. Við stöndum saman og tölum einum rómi út á við. Við vinnum saman að lausn mála.

Markmið og aðgerðir

Árlega eru sett markmið og aðgerðir sem styðja framtíðarsýn velferðarráðuneytisins og gera hana að veruleika.
Allir starfsmenn ráðuneytisins eru ábyrgir fyrir innleiðingu stefnu velferðarráðuneytisins.

Um ráðuneytið

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira