Hoppa yfir valmynd
23. september 2021 Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Mundu að hnerra í regnbogann: Bók um skólastarf og COVID-19

Heimsfaraldur COVID-19 hefur haft fjölþætt áhrif á skóla- og frístundastarf hér á landi. Í bókinni Mundu að hnerra í regnbogann, sem nú er komin út, er að finna persónulegar frásagnir skólafólks; kennara, nemenda, stjórnenda og annars starfsfólks skóla á öllum skólastigum, af viðburðaríkum en krefjandi tíma vegna COVID-19. Meginmarkmið verkefnisins var að safna saman þessum forvitnilegu frásögnum til að draga megi lærdóm af reynslu fólks og nýta til framtíðar, íslensku menntakerfi til gagns og heilla.

„Skólafólk á Íslandi hefur sannarlega unnið þrekvirki við að halda uppi námi og kennslu við mjög sérstakar aðstæður á undanförnum misserum – það sést vel í frásögnum þessarar merkilegu bókar. Hana er bæði fróðlegt og skemmtilegt að lesa og mig langar að þakka þeim fjölmörgu sem ýmist sendu inn sögur sínar eða tóku þátt í gerð hennar með öðrum hætti. Bókin ber vitni um seiglu og úrræðagæði sem fyllir mig bæði bjartsýni og stolti yfir skólastarfi hér á landi,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.

Frásagnirnar lýsa reynslu fólks á öllum aldri af skólastarfi í hringiðu heimsfaraldurs, en höfundar greina hér frá upplifun sinni, áskorunum, tilfinningum og skoðunum. Í bókinni er einnig fjallað stuttlega um ýmsar rannsóknir íslenskra fræðimanna um áhrif COVID-19 á skóla- og frístundastarf sem farnar eru af stað.

Ritstjóri bókarinnar er Svanhildur Kr. Sverrisdóttir. Mennta- og menningarmálaráðuneytið gefur bókina út og mun á næstunni senda öllum fræðsluskrifstofum, leikskólum, grunnskólum, framhaldsskólum, tónlistarskólum, framhaldsfræðsluaðilum, frístundaheimilum og háskólum eintök af bókinni

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira