Hoppa yfir valmynd
10. júní 2013

Fundur ríkisstjórnarinnar 7. júní 2013

Eftirfarandi mál voru á dagskrá ríkisstjórnarinnar í dag:

Forsætisráðherra
1) Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar  -  142. löggjafarþing
2) Drög að þingsályktunartillögu um aðgerðir vegna skuldavanda íslenskra heimila

Fjármála- og efnahagsráðherra
 Frumvarp til laga um breytingu á lögum um ráðstafanir í ríkisfjármálum (tekjuöflunaraðgerðir, kjarasamningar, verðlagsbreytingar o.fl.), nr.  146/2012 (virðisaukaskattur á ferðaþjónustu)

Innanríkisráðherra
 Breyting á lögum um meðferð einkamála (flýtimeðferð)

Félags- og húsnæðismálaráðherra
 Minnisblað um breytingu á lögum um almannatryggingar og lögum um málefni aldraðra

Utanríkisráðherra
1) Fundur sameiginlegu EES-nefndarinnar 14. júní 2013.  Ákvarðanir sameiginlegu nefndarinnar nr. 102/2013-132/2013
2) Staðfesting breytinga á samningi um framtíðarsamvinnu ríkja varðandi fiskveiðar á Norðaustur-Atlantshafi

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra
 Aðgerðir til að einfalda regluverk á sviði iðnaðar- og viðskiptaráðherra

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
1) Ráðgjöf um heildarafla á næsta fiskveiðiári
2) Ákvörðun um sérstakt veiðigjald 2013/2014
3) Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, lögum nr. 37/1992, um sérstakt gjald vegna ólögmæts sjávarafla  og lögum nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, með síðari breytingum (stærðarmörk krókaaflamarksbáta o.fl.)

Mennta- og menningarmálaráðherra
 Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu, nr. 23/2013 (val stjórnarmanna)

Nánari upplýsingar veita hlutaðeigandi ráðuneyti.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum