Ræður og greinar ráðherra


Dags.Dags.TitillLeyfa leit
2017-11-16 15:28:1616. nóvember 2017Dagur íslenskrar tungu

Góðir hátíðargestir. <br /> <br /> Nú fögnum við degi íslenskrar tungu í tuttugasta og annað sinn. Í allan dag og fram á kvöld er efnt til fjölbreyttra viðburða í skólum og stofnunum um land allt. Með þeim hætti undirstrikum við mikilvægi þess að eiga eigið tungumál, tala eigið tungumál og nota íslensku til alls. <br /> <br /> Við minnumst jafnframt á þessum degi þjóðskáldsins Jónasar Hallgrímssonar sem á sérstakan sess í vitund og menningu landsmanna. Mennta- og menningarmálamálaráðuneyti hafði frumkvæði að því að gera fæðingardag Jónasar Hallgrímssonar, 16. nóvember, að degi íslenskrar tungu árið 1996 og hefur allar götur síðan beitt sér fyrir því að á þessum degi beini skólar, stofnanir, fjölmiðlar og almenningur athygli að stöðu tungunnar og gildi hennar fyrir þjóðarvitund og menningu almennt.<br /> <br /> Það var vel til fundið að velja fæðingardag Jónasar fyrir þennan hátíðisdag. Hann fæddist árið 1807 og dó einungis 37 ára. Þrátt fyrir það lifa ljóðin hans góðu lífi enn þann dag í dag sem og önnur skrif eins og um vísindi og náttúrufræði svo ekki sé minnst á mörg nýyrði sem hann smíðaði. Ef mér bregst ekki bogalistin þá eru nýyrðin um 190 sem eru skráð eftir hann og má þar nefna orðin sund, meðalhraði, hugsunarleysi, uppsprettulind og sólkerfi. Til gamans má geta þess að Jónas þýddi og skrifaði fyrstu kennslubókina í sundi árið 1820. Í formála bókarinnar segir að þegar Íslendingar voru 50.000, þá hafi einungis sex Íslendingar kunnað að synda. Sundlaugin á Þelamörk í Hörgársveit, heimasveit Jónasar, ber einmitt nafnið Jónasarlaug. <br /> <br /> Konráð Gíslason, vinur Jónasar, lýsti útliti hans á eftirfarandi hátt í eftirmælum sem birtust í tímaritinu Fjölni árið 1847:<br /> „Jónas var gildur meðalmaður á hæð, þrekvaxinn og limaður vel, en heldur feitlaginn á hinum seinni árum sakir vanheilsu, vel rjettur í göngu, herðamikill, baraxlaður, og nokkuð hálsstuttur, höfuðið heldur í stærra lagi, jarpur á hár, mjúkhærður, lítt skeggjaður og dökkbrýnn….“ <br /> Þetta nefni ég hér til að undirstrika fjölbreytileika og möguleika tungumálsins. Í textanum birtist ljóslifandi mynd af Jónasi án þess að notuð sé mynd af honum. Í þá daga voru mannlýsingar oft nákvæmar og ákveðnar en nú tíðkast ekki lengur að lýsa fólki með þessum hætti. Við eigum engu að síður mörg íslensk orð sem eru gegnsæ og myndræn. Orðið hugmynd er sérstaklega skýrt og skemmtilegt í því samhengi.<br /> <br /> En að allt öðru.<br /> Mig langar að minnast á verkefni sem nú er í gangi á Facebook eða fésbókinni sem nefnist Hreintungumánuðurinn og snýst um að sleppa öllum enskuslettum í nóvember. Þar eru þátttakendur hvattir til að taka þeirri áskorun að finna íslensk orð yfir allt sem við hugsum og sleppa „öllu beisikk og solid sjitt!“ svo dæmi séu tekin. Íslenskan á undir högg að sækja og það getur haft afgerandi áhrif á framtíð hennar hvort kennarar, foreldrar, læknar, fjölmiðlafólk eða íþróttaþjálfarar, svo dæmi séu tekin, tali vandað mál. Ef við notum ekki fjölbreytt íslenskt mál dags daglega þá er hætt við því að íslenskan endi með þeim hætti sem Þórarinn Eldjárn nefnir í kvæðinu Á íslensku en þar segir: <br /> <br /> „Ef íslensk tunga er aðeins spariflík, <br /> að endingu hún verður fagurt lík.“ <br /> <br /> Tölum íslensku rétt og vel en tölum líka erlend tungumál rétt og vel. Blöndum ekki ensku saman við íslenskuna að óþörfu. Ég held að engum detti í hug að blanda íslensku saman við ensku. <br /> <br /> Góðir hátíðargestir!<br /> Á degi íslenskrar tungu, 16. nóvember ár hvert, eru veitt Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar. Í reglum mennta- og menningarmálaráðuneytisins um verðlaunin segir að þau beri að veita einstaklingum er hafa með sérstökum hætti unnið íslenskri tungu gagn í ræðu eða riti, með skáldskap, fræðistörfum eða kennslu og stuðlað að eflingu hennar, framgangi eða miðlun til nýrrar kynslóðar. Ráðgjafarnefnd dags íslenskrar tungu gerir tillögu til mennta- og menningarmálaráðherra um verðlaunahafa og rökstyður val sitt. Ráðgjafarnefndin var að þessu sinni skipuð Baldri Hafstað, prófessor emerítus sem var formaður nefndarinnar, Guðrúnu Ingólfsdóttur íslenskufræðingi og Degi Hjartarsyni kennara og rithöfundi. Verðlaunahafi fær í verðlaun 700 þúsund krónur, Íslensku teiknibókina og skrautritað verðlaunaskjal. <br /> <br /> Ég hef með ánægju fallist á tillögu ráðgjafarnefndarinnar um að Vigdís Grímsdóttir rithöfundur hljóti Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar árið 2017. <br /> <br /> Í greinargerð nefndarinnar segir svo:<br /> „Vaknaðu Þyrnirós heitir ein af Tíu myndum úr lífi þínu, fyrstu bók Vigdísar Grímsdóttur frá árinu 1983, sem þá þegar hafði vakið athygli fyrir ljóð í ýmsum tímaritum. Vaknaðu Þyrnirós er smásaga sem hefst á ljóði með hvatningarorðum til sofandi konu, reyndar ekki þeirrar sömu Þyrnirósar og við lesum fyrir börnin okkar, því hún brosir, gömul og grett framan í prinsinn. <br /> Í textanum sem fylgir þessu skuggalega ævintýraljóði lætur íslensk yfirstéttarkona hugann reika og þar standa meðal annars þessi orð: <br /> „Ég roðna hvorki af stolti né ánægju þó að einhverjir sjái í mér falinn listamann. Ég er sannfærð um hæfileika mína og veit að hefði ég ekki gifst Páli fyrir 20 árum þá hefði ég orðið skáldkona. Þetta veit ég; en mér kemur aldrei til hugar að sjá eftir þeirri ákvörðun sem ég tók á sínum tíma.“<br /> Það er eins og Vigdís hafi í þessari sögu, Vaknaðu Þyrnirós, sögunni sem hún skrifaði fyrir aldarþriðjungi, slegið tón, ort stef sem hefur fylgt okkur allar götur síðan með óvæntum tilbrigðum og töfrandi myndum, jafnt í ljóðum sem óbundnu máli, skáldsögum og skáldaðri ævisögu en einnig í viðtalsbókum við kynsystur. Hún hefur vakið okkur, heillað okkur inn í sína töfrandi veröld sem hefur síðan orkað hvetjandi á leikstjóra og kvikmyndafólk til nýrrar sköpunar. <br /> Um eina af skáldsögum Vigdísar var sagt: „Hún lýkur upp dyrum spennandi og heillandi heims … en úr fjarska berst þungur dynur mikilla örlaga.“ <br /> Vigdís hefur haft mótandi áhrif á samtíð okkar og menningu. Með rödd sinni, stundum ögrandi og tilfinningaþrunginni, stundum mildri og sefjandi, hefur hún hrifið okkur með sér og fengið okkur til að takast á við krefjandi spurningar um manneskjuna og þá veröld sem við lifum og hrærumst í. Hún knýr okkur ekki síst til að líta í eigin barm eins og hún gerir sjálf, til dæmis í skáldævisögunni Dísusögu þar sem Dísa á gula kjólnum og Gríms í svarta sjalinu gera upp gömul vandamál og hlífa sér hvergi. <br /> Vigdís Grímsdóttir hefur, hvar sem hún er stödd: á Kleppsvegi, í Norðurfirði eða Trékyllisvík, hreyft við lesendum, ekki aðeins hér heima, heldur víða um lönd, með sínum seiðmagnaða frásagnarmáta.“<br /> <br /> Því er það að ráðgjafarnefndin telur Vigdísi Grímsdóttur verðskulda Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á degi íslenskrar tungu 2017 og bið ég hana að koma hingað og veita verðlaununum viðtöku. Innilega til hamingju.<br /> <br /> <br /> Góðir hátíðargestir!<br /> Í reglum mennta- og menningarmálaráðuneytis um verðlaun og viðurkenningar á degi íslenskrar tungu segir að auk Verðlauna Jónasar Hallgrímssonar sé heimilt að veita sérstakar viðurkenningar fyrir stuðning við íslenska tungu. Ég hef eftir tillögu ráðgjafarnefndar ákveðið að veita eina viðurkenningu á degi íslenskrar tungu og hlýtur hana Gunnar Helgason leikari og rithöfundur .<br /> <br /> Í greinargerð ráðgjafarnefndar segir:<br /> „Gunnar Helgason leikari og rithöfundur hefur nýtt listræna hæfileika sína í þágu barna og unglinga, m.a. með sjónvarpsþáttum og heimsóknum í skóla en umfram allt sem höfundur barna- og unglingabóka; hann hefur eignast sérstakan sess í hjörtum ungs fólks um allt land.<br /> Ungmennin hafa gleypt í sig bækur hans og þannig hefur hann auðveldað þeim leiðina að fleiri bókum og meiri lestri, vakið lestraráhuga sem enst getur ævilangt.<br /> Ein af aðferðum Gunnars í samskiptum við grunnskólanemendur er að hlusta á rödd þeirra sjálfra, láta þau hafa áhrif á væntanlegt efni og skapa þannig þá tilfinningu að þau séu þátttakendur í spennandi ferli. <br /> Af bókum Gunnars nægir að minna annars vegar á Vítaspyrnu í Vestmannaeyjum og aðrar sögur í flokknum af Jóni Jónssyni og félögum; þar eru rangstöðureglur stundum flóknar, jafnt í fótboltanum sem lífinu sjálfu. Og hins vegar á Mömmu klikk og pabba prófessor með hina einstöku Stellu í aðalhlutverki.<br /> „Mitt markmið í lífinu er að skemmta börnum og ég trúi því að heimurinn verði betri þegar börnin hlæja,“ segir Gunnar. En bak við glens og gaman býr sitthvað sem vekur til umhugsunar og hvetjandi umræðu. <br /> Gunnar Helgason er eldhugi sem vill auðga líf ungmenna, hver sem staða þeirra er í samfélagi okkar. Hann er óþreytandi baráttumaður fyrir málstað íslenskunnar. Hann og hans líkar skynja manna best mikilvægi þess að börnin ánetjist bókum á mikilvægasta þroskaskeiði sínu.“<br /> <br /> Bið ég nú Gunnar Helgason að koma fram og veita viðtöku viðurkenningu á degi íslenskrar tungu. Til hamingju.<br /> <br /> <br />

2017-11-11 11:52:1111. nóvember 2017Ávarp dómsmálaráðherra við setningu kirkjuþings 11. nóvember

<p><span>Kirkjuþing 2017 var sett í Vídalínskirkju laugardaginn 11. nóvember 2017. Við setninguna ávarpaði dómsmálaráðherra þingið. Kirkjuþing mun standa til miðvikudagsins 15. nóvember og fjalla um meðal annars frumvarp til nýrra þjóðkirkjulaga. Hægt er að fylgjast með þingfundum í beinni útsendingu á <a href="https://www.facebook.com/pg/kirkjan/videos/?ref=page_internal">Facebook síðu kirkjunnar</a>. Ávarp ráðherra er hér að neðan.&nbsp;</span>&nbsp;</p> <p><span>Biskupinn yfir Íslandi, frú Agnes Sigurðardóttir, aðrir biskupar, forseti kirkjuþings og aðrir kirkjuþingsfulltrúar.&nbsp;<br /> </span></p> <p><span>Það er mér sönn ánægja að fá tækifæri til þess að taka þátt í Kirkjuþingi í ár með því að ávarpa þingið við setningu þess. Þegar mér barst ósk um þátttöku mína hér leit ekki endilega út fyrir að ég myndi eiga þess kost að koma hingað í krafti þess embættis sem ég hef gegnt frá því í upphafi árs. Ástæðuna þekkið þið. Það er svo sannarlega ekki innhaldslaus frasi að „vika sé langur tími í pólitík“. Það eru orðið dagarnir sem geta skipt sköpum. Í tilfelli sumra stjórnmálamanna jafnvel næturnar. Við stjórnmálamenn höfum boðskap guðspjallamannsins Matteusar í hávegum og látum hverjum degi nægja sína þjáningu.&nbsp;<br /> </span></p> <p><span>Gallinn við þessa annars ágætu núvitund er að áætlanir til langs tíma eða fyrirheit geta fuðrað upp á augabragði. Það er ekki til velfarnaðar fallið í jafnvel einfaldasta fyrirtækjarestri. Í efnahagslífi þjóðar er það alveg afleitt. Öll erum við sífellt að taka ákvarðanir í leik og starfi, ákvarðanir sem taka mið af ákvörðunum annarra, af löggjöf, af samkomulagi sem við höfum gert við aðra o.s.frv. Í þessu sambandi verða menn að geta séð lengra fram í tímann en eina viku og menn verða að geta treyst því að ákvarðanir sem hafa verið teknar af þar til bærum aðilum standi, að lögum sé framfylgt og að samningar haldi. Íslenska þjóðkirkjan er hér ekki undanskilin. Hún eins og aðrar stofnanir sem þjóna þorra þjóðarinnar verður að geta séð lengra fram í tímann en sem nemur hinni pólitísku viku.&nbsp;&nbsp;<br /> </span></p> <p><span>Þegar ég tók við embætti dómsmálaráðherra og þar með málefnum kirkjunnar fékk ég í fangið það verkefni greiða úr áralöngum ágreiningi ríkis og kirkju um fjárveitingar ríkisins. Sem þingmaður í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis kannaðist ég vissulega við afstöðu kirkjunnar til lögbundinna sóknargjalda sem ekki hafa hækkað undanfarin ár. Kirkjujarðasamkomulagið og málavexti í tengslum við vanefndir ríkisins á því þekkti ég bara af afspurn. Það kom mér á óvart hversu víðtækt samkomulagið er og að mínu mati óþarflega flókið. Mér varð það hins vegar strax ljóst að ágreining ríkis og kirkju þyrfti að jafna hið fyrsta. Ég ætla í stuttu máli að gera grein fyrir þessum ágreiningi eins og hann blasir við mér.&nbsp;<br /> </span></p> <h3>Samningaviðræður um fjárframlög til þjóðkirkjunnar.&nbsp;</h3> <p><span>Kirkjujarðasamkomulagið frá 1997 og viðbótarsamningur frá 1998 marka skyldu ríkisins til að greiða til þjóðkirkjunnar fjárhæð sem samsvarar árslaunum ákveðins starfsmannahóps þjóðkirkjunnar. Samningarnir eru undirritaðir af fjármálaráðherra og dómsmálaráðherra og hefur skyldan til að efna þá auk þess verið lögfest með lögum nr. 78/1997. Í kirkjujarðasamkomulaginu er auk þess mælt fyrir um skyldu ríkisins til að greiða til Kristnisjóðs. Þau árlegu samningsbundnu framlög sem hér um ræðir eru samtals að fjárhæð um 2.400 milljónir Fram til ársins 2010 efndi ríkið þetta samkomulag að fullu en frá því ári hafa framlög ríkisins verið skorin niður með því að setja árlega bráðarbirgðarákvæði við áðurnefnd lög. Þessi skerðing var í upphafi í góðu samkomulagi við þjóðkirkjuna sem þannig tók þátt í þeim fjárhagslegu ráðstöfunum gripið var til í kjölfar efnahagslegra þrenginga árið 2008. Í kjölfar þeirra var ekki bara framlagið samkvæmt kirkjujarðasamningnum skert heldur voru sóknargjöld einnig skert, með bráðabirgðaákvæðum við fjárlög hverju sinni. Þessar skerðingar hafa haldið áfram fram á þennan dag.<br /> </span></p> <p><span>Hvorki í fjámálaáætlun fyrir árin 2018-2022 né fjárlögum þessa árs (eða 2018) er gert ráð fyrir þessum framlögum að fullu. Í tilviki kirkjujarðasamkomulagsins vantar um 550 milljónir króna til að ná fullum efndum og hvað sóknargjöldin varðar vantar ríflega 900 milljónir til að vega upp á móti skerðingum sem hafa átt sér stað frá 2008. Frá árinu 2015 hafa hins vegar verið samþykkt framlög í fjáraukalögum til að efna kirkjujarðasamkomulagið að fullu, bæði árið 2015 og 2016. Með því hefur ríkið í reynd viðurkennt efndaskyldu sína, og hefur enda aldrei haldið öðru fram. Í tillögum dómsmálaráðuneytisins vegna fjáraukalaga 2017 er svo gert ráð fyrir að enn einu sinni verði samþykkt framlag í fjáraukalögum til að unnt sé að efna samninginn að fullu. Ég bendi hins vegar á það sem öllum má vera ljóst að&nbsp; ekkert liggur fyrir um vilja þess Alþingis sem nú er nýkosið til að samþykkja þessa tillögu.<br /> </span></p> <p><span>Framlög ríkisins til kirkjunnar samkvæmt fjárlögum ársins 2017 eru ríflega 5 milljarðar króna, en næmu um 6,7 milljörðum ef öll lög- og samningsbundin framlög væru greidd út, án nokkurra skerðinga. Það er rétt að taka það skýrt fram að það sættu auðvitað fjölmörg önnur málefnasvið miklum niðurskurði í kjölfar efnahagslægðarinnar og mörg dæmi eru um málaflokka sem enn njóta lægri framlaga úr ríkissjóði en á árunum þar á undan.<br /> Í fimm ára fjármálaáætlun ríkisins er ekki gert ráð fyrir öðru en að framlög til kirkjunnar verði nálægt því 5 milljarða marki sem fjárlög 2017 miðuðu við. Eins og endurtekin afgreiðsla Alþingis á fjáraukalögum sýnir, virðist þó flestum ljóst að sú fjárhæð er ekki fyllilega raunhæf.<br /> </span></p> <p><span>Skipaðir hafa verið starfshópar til að fara yfir fjárhagsmálefni kirkjunnar og einstaka þætti þeirra. Ráðuneytisstjórar dómsmálaráðuneytis, fjármálaráðuneytis og forsætisráðuneytið hafa haft umboð, skv. samþykkt ríkisstjórnar frá 20. ágúst 2015 til að ganga til viðræðna við þjóðkirkjuna um framkvæmd og efndir kirkjujarðasamkomulagsins og önnur fjárhagsleg samskipti ríkis og kirkju. Þær viðræður hafa skilað drögum að einfölduðu samkomulagi, þar sem miðað væri við fastar fjárhæðir og að þjóðkirkjan hefði sem ríkast sjálfdæmi um hvernig hún ráðstafar þessum framlögum. Hins vegar hafa ráðuneytisstjórarnir ekki haft neitt umboð til að semja um neinar aðrar fjárhæðir en eru í fjármálaáætlun. Málið hefur því í raun og veru verið í pattstöðu.&nbsp;<br /> </span></p> <p><span>Eftir að mynduð var sú ríkisstjórn sem ég tók sæti í og dómsmálaráðuneytið sett á stofn á nýjan leik síðastliðið vor, hefur verið unnið að því að móta nýtt samningsumboð fyrir þennan ráðuneytisstjórahóp. Að minni ósk voru málefni þjóðkirkjunnar tekin fyrir í ráðherranefnd um ríkisfjármál í sumarbyrjun. Ég var orðin vongóð um að nauðsynleg pólitísk samstaða gæti náðst um ásættanlegan samningsgrundvöll þegar ákveðið var að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu nú á haustmánuðum.<br /> </span></p> <p><span>Það verður að ráðast á næstu vikum hvort ný ríkisstjórn ber gæfu til að móta samningsgrundvöll fyrir fjárhagsleg samskipti ríkis og kirkju til næstu ára. Afstaða mín til þessa er skýr. Bæði ríki og kirkja þurfa á því að halda að fjármálaætlun til fimm ára og fjárlög hvers árs endurspegli raunveruleg útgjöld ríkisins vegna kirkjunnar. Ég mun leggja áherslu á að kirkjujarðasamkomulagið verði einfaldað með nýjum viðbótarsamningi og fjárhæð sóknargjalda fest til lengri tíma.&nbsp;<br /> </span></p> <p><span>Góðir þingfulltrúar.<br /> </span></p> <p><span>Ég sé að á dagskrá þessa kirkjuþings verða þessi fjárhagsmálefni til umræðu en einnig mörg önnur, flest mun áhugaverðari reyndar og í það minnsta meira upplífgandi. Fyrir ykkur liggur að fjalla um til dæmis fyrirkomulag við prestskosningar, hlut kynjanna innan kirkjunnar og frumvarp til nýrrar löggjafar um þjóðkirkjunnar. Ég óska ykkur velfarnaðar í störfum á þessu kirkjuþingi. Biskupi og prestum öllum vil ég þakka ánægjuleg samskipti það sem af er mínum ferli í embætti dómsmálaráðherra. Kirkjunni óska ég allra heilla.&nbsp;</span></p>

2017-10-24 09:38:2424. október 2017Ávarp við kynningu á Nordic Innovation House

<p >RÆÐA GUÐLAUGS ÞÓRS ÞÓRÐARSONAR UTANRÍKISRÁÐHERRA <br /> KYNNING Á NORDIC INNOVATION HOUSE <br /> NORRÆNA HÚSIÐ, 24. OKTÓBER 2017</p> <p><br /> Kæru gestir </p> <p>Það er mér heiður og sönn ánægja að bjóða ykkur öll velkomin á kynningu á starfsemi Norræna fyrirtækjasetursins – Nordic Innovation House – í New York. <br /> <br /> And before I continue in Icelandic let me welcome a very special guest, the Director of the Nordic Innovation House, Silve Parviainen.</p> <p>Kæru gestir <br /> <br /> Ég ætla að beina orðum mínum beint til ykkar sem hér eruð. Lífskjarasókn Íslendinga á komandi árum og áratugum mun byggjast á ykkar framlagi. Ef við ætlum að halda þeim lífskjörum sem við búum við í dag munum við þurfa að auka útflutningstekjur okkar um sem nemur 1000 milljörðum á næstu 20 árum. Það eru 50 milljarðar á ári eða um milljarður í hverri einustu viku.</p> <p>Náttúruauðlindir okkar munu ekki einar og sér standa undir þessum vexti. Ferðaþjónustan mun ekki heldur gera það. Vissulega eru sóknarfæri til staðar í þessum hefðbundnu greinum, ekki síst ef okkur tekst að samtvinna þær enn frekari nýsköpun og hugviti en það er hér á þessum vettvangi sem hinir raunverulegu vaxtarmöguleikarnir eru.</p> <p>Verðmætasköpunin þarf að verða til í nýsköpun og byggja á hugviti, hátækni, sköpunarkrafti og þróaðri framleiðslu. <br /> <br /> Þið eruð núna fjöregg þjóðarinnar. Hvernig okkur mun farnast á næstu tuttugu árum, hvort okkur tekst að halda Íslandi í fremstu röð, hvort okkur tekst að viðhalda lífskjörum sem gera það eftirsóknarvert að búa hér – allt þetta er undir því komið hvernig ykkur tekst til.</p> <p>Stjórnamálamenn skapa ekki verðmæti, þótt sumir þeirra tali á þann veg eða telji að verðmætasköpun í samfélaginu sé sjálfgefin. Ekkert af þessu er sjálfgefið og líklega veit það enginn betur en þeir sem vinna við nýsköpun. <br /> <br /> Þess vegna ættum við stjórnamálamenn í fyrsta lagi að einbeita okkur að því að leggja ekki stein í götu þeirra sem vinna að verðmætasköpun.</p> <p>Og að svo miklu leyti sem við getum þá verðum við að greiða götuna, opna dyr. <br /> Það gerum við með því að létta af álögum, með því að forgangsraða í menntakerfinu í þágu skapandi greina en ekki síst gerum við það með því að efla fríverslun.</p> <p>Fyrir útflutningsdrifið hagkerfi, þar sem útflutningsfyrirtækin eru jafnframt háð innflutningi á margvíslegum vörum, er fríverslun ekki bara kostur, heldur alger forsenda framfara. </p> <p>Hagasaga Íslands er skólabókardæmi um kosti fríverslunar. Í upphafi síðustu aldar vorum við eitt fátækasta ríki Vestur-Evrópu. En eftir að við fengum forræði yfir okkar utanríkisviðskiptum og aðgang að erlendum mörkuðum þá breyttist allt.</p> <p>Það er á þessum grunni sem við eigum að horfa á fram á veginn. Og það er á þessum grunni sem við höfum verið að endurskipuleggja utanríkisþjónustu Íslands á þeim stutta tíma sem ég hef gegnt embætti utanríkisráðherra. <br /> <br /> Í skýrslu starfshóps um framtíð utanríkisþjónustunnar sem út kom um daginn eru settar fram 150 tillögur um hvernig við - utanríkisþjónustan - getum bætt okkur.</p> <p>Rauður þráður í skýrslunni er að efla samstarf allra þeirra sem vinna að viðskiptasókn Íslands; Samtökum atvinnulífs, samtökum iðnaðar stjórnsýslunnar, Íslandsstofu og fleiri aðila. </p> <p>Við viljum efla Íslandsstofu þannig að hún geti enn betur veitt fyrirtækjunum þá þjónustu sem þau þurfa.</p> <p>Þessar tillögur voru unnar í nánu samstarfi við atvinnulífið og þannig eigum við að nálgast þetta. </p> <p>Utanríkisþjónustan getur opnað dyr ef rétt er á málum haldið. En það er þýðingarlaust ef enginn ætlar sér að ganga í gegnum þær dyr, það er þýðingarlaust ef stjórnvöld og atvinnulífið ganga ekki í takt.</p> <p>Og þá erum við komin að Nordic Innovation House. Með því að sameina krafta okkar á hinum stóra heimsmarkaði aukum við möguleika okkar allra. Norðurlöndin hafa ákveðna ímynd, ekki síst þegar kemur að hugviti og nýsköpun. Í þessu tilliti eigum við ekki í innbyrðis samkeppni út á við heldur eigum við sameiginlega hagsmuni. Það sem veitir einu norrænu fyrirtæki samkeppnisforskot veitir þeim öllum samkeppnisforskot.</p> <p>Ég bind miklar vonir við þetta samstarf og þá vinnu sem nú er hafin í Nordic Innovation House vestan hafs. Ég er fullviss um að við getum notað það sem fyrirmynd annars staðar, ekki síst á þeim mörkuðum sem nú vaxa hraðast í heiminum, í Suðaustur-Asíu, Indlandi og jafnvel í Afríku.</p> <p>Kæru gestir <br /> <br /> Ég vil lokin hvetja ykkur til dáða. Og sú hvatning er ekki bara hefðbundið klapp á bakið. Við Íslendingar eigum svo ótrúlega mikið undir því að ykkur takist vel til. <br /> <br /> Fyrir hönd íslensku þjóðarinnar vona ég svo sannarlega að starf ykkar verði farsælt. <br /> Takk fyrir.</p>

2017-10-20 09:31:2020. október 2017Ávarp umhverfis- og auðlindaráðherra á Umhverfisþingi 2017

<span></span> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 15pt; font-family: Calibri;">Ágætu gestir,</span></p> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 15pt; font-family: Calibri;">Það er fátt sem skilur að sagnir og raunveruleikann. Mig langar því að byrja á að taka ykkur með mér í stutt ferðalag inn í heim ævintýranna.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 15pt; font-family: Calibri;">Ímyndið ykkur að við séum stödd í hjarta lands hinna 7 konungsdæma og horfum í suðurátt. Þar sem efnaðar ættir með rótgróna og langa valdasögu ráða ríkjum. Allar vilja þær vera ráðandi og berjast því stöðugt innbyrðis um völd. Leyndarhyggja, klækir og ráðabrugg um hvernig hægt sé að tryggja yfirráð einnar ættar, umfram annarrar, stjórnar allri hegðun þeirra sem ráða – og þeim sem ekki láta að stjórn er refsað grimmilega. Hagsmunir heildarinnar víkja fyrir eiginhagsmunum og valdaþrá. Ein ættin vill þó leiða breytingar til sameiningar og samvinnu en fær lítinn hljómgrunn framanaf.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 15pt; font-family: Calibri;">Á meðan allt logar í illdeilum í suðrinu vex dulda ógnin norðan ísveggjarins sem skilur að hið góða og hið illa. Hinum dauðu „the whitewalkers“ sem leynast langt í norðrinu fjölgar stöðugt. Ógnvænlegir grimmir uppvakningar dauðra manna og dýra færa sig hægt og bítandi í suðurátt og útrýma öllu lífi sem þeir komast í tæri við. Fáir hafa séð þá og enn færri trúa að þeir séu til. Uppvakningunum fjölgar ekki línulega heldur í veldisvexti. Ísveggurinn hélt þeim lengi vel í norðrinu en – svo brast ísinn.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 15pt; font-family: Calibri;">Loksins þegar ættirnar í suðri gera sér grein fyrir að ógnin í norðri er raunveruleg hefur hún vaxið svo gríðarlega að endanleg eyðilegging veruleikans sunnan veggjar blasir við – nema allir taki höndum saman og vinni á ógninni saman. Þetta er að sjálfsögðu söguþráður þáttanna Game of thrones sem eru sýndir á Stöð 2.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 15pt; font-family: Calibri;">Eða - er þetta smættuð mynd af raunveruleikanum?</span></p> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 15pt; font-family: Calibri;">Eins og uppvakningarnir í norðri sem voru fyrst aðeins sögusagnir í suðri, er loftslagsváin óáþreifanleg okkur í hversdeginum. Það er talsvert langt síðan við heyrðum af því að mælingar sýndu að styrkur koltvísýrings í andrúmslofti færi hratt vaxandi og orsakaði þannig vaxandi hlýnun jarðar. Við hlustuðum kannski með öðru eyranu en gerðum fátt í því.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 15pt; font-family: Calibri;">Með tímanum tóku æ fleiri raddir undir að þessi ógn væri raunveruleg og ef við færum ekki að breyta hegðun okkar og draga hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda og sóun náttúruauðlinda yrði heimur barna okkar ekki mjög lífvænlegur.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 15pt; font-family: Calibri;">Í dag stendur heimurinn frammi fyrir því að loftslagsbreytingar af mannavöldum eru orðnar sýnilegar – í gegnum aukin styrk fellibylja, öflugri og lengri hitabylgjur, hækkandi sjávaryfirborð og bráðnun jökla og heimskautaíss svo fátt eitt sé nefnt. &nbsp;Svo – líkt og ættirnar í Game of thrones verðum við einfaldlega að setja öll ágreiningsmál og valdabrölt til hliðar og sameinast um að bregðast af öllu afli við áhrifum loftslagsbreytinga.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 15pt; font-family: Calibri;">Það gerum við best með að ráðast að rótum vandans – við verðum að breyta hegðun okkar.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 15pt; font-family: Calibri;">Við þurfum engu að síður líka að horfast í augu við þegar framkomnar og fyrirséðar afleiðingar hlýnunarinnar og aðlaga samfélagið að breyttum veruleika framtíðarinnar.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 15pt; font-family: Calibri;">Góðir gestir,</span></p> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 15pt; font-family: Calibri;">Að þessu sögðu býð ég ykkur velkomin á Umhverfisþing, hið tíunda í röðinni.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 15pt; font-family: Calibri;">Umhverfisþing eru haldin á grunni ákvæðis í náttúruverndarlögum, þar sem segir að boðað skuli til þingsins að afloknum kosningum og aftur tveimur árum síðar. Þing af þessu tagi hafa verið haldin reglulega annað hvert ár í nú um tvo áratugi. Í samræmi við ákvæði laga boðaði ég til Umhverfisþings nú í vor og var dagsetningin 20. október sett niður fyrir þingið.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 15pt; font-family: Calibri;">Eins og þinggestir vita hafa orðið breytingar í stjórnmálum frá því að þingið var boðað og var fyrirhugaðri dagskrá þess breytt nokkuð með hliðsjón af því. Þó var ákveðið að halda sig við að þema þingsins yrði loftslagsmál. Við munum fara hér yfir stöðu mála í þeim efnum og heyra ýmsar raddir um hvernig við getum brugðist við.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 15pt; font-family: Calibri;">Eitt af mínum fyrstu verkum á ráðherrastóli var að hefja vinnu við gerð nýrrar aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum til að ná yfirsýn yfir möguleika Íslands á að draga úr losun og auka kolefnisbindingu til ársins 2030.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 15pt; font-family: Calibri;">Það er umfangsmikið verkefni og kallar á samstillt átak innan stjórnkerfisins og samvinnu stjórnvalda og atvinnulífs, félagasamtaka og síðast en ekki síst almennings. Ég fékk því forsætisráðherra til liðs við mig í að leiða gerð aðgerðaáætlunarinnar. Fjármálaráðherra, landbúnaðar- og sjávarútvegs-ráðherra, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra tóku einnig beinan þátt í gerð aðgerða- áætlunarinnar í gegnum verkefnisstjórn og faghópa þess.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 15pt; font-family: Calibri;">Við skipuðum samráðsvettvang sem í sátu 22 fulltrúar atvinnulífs, félagasamtaka, stjórnmálaflokka og sambands íslenskra sveitarfélaga. Vettvangurinn fundaði mánaðarlega með verkefnisstjórn og gat þannig komið tillögum og ábendingum um áætlaðar aðgerðir á framfæri beint til verkefnisstjórnar og faghópa. Þess til viðbótar var opnuð heimasíðan co2.is þar sem almenningi gafst kostur á að senda inn tillögur að aðgerðum til að draga úr losun.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 15pt; font-family: Calibri;">Vinnan gekk vonum framar og fyrstu drög að sýn um hvernig Ísland gæti dregið úr losun í takt við skuldbindingar lágu fyrir í byrjun hausts. Aðgerðaáætlunin var þó ekki tilbúin þar sem enn átti eftir að ræða nánar við alla hagaðila, ljúka við gerð allra kafla hennar, gera kostnaðarmat og fá samþykki allra ráðherranna, sem stóðu að baki áætluninni, við efni hennar.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 15pt; font-family: Calibri;">Við stjórnarslitin varð að setja gerð áætlunarinnar á ís. Mig langar að nota þetta tækifæri til að þakka samráðherrum mínum og öllum öðrum sem komu að vinnu við gerð aðgerðaáætlunarinnar kærlega fyrir samstarfið síðustu mánuðina; krafturinn og jákvæðnin sem hefur ríkt í kringum undirbúning og gerð áætlunarinnar sýnir berlega hversu mikill einhugur er á meðal okkar allra um að vinna saman að þessu mikilvæga verkefni.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 15pt; font-family: Calibri;">Sviðsmyndin um milljón tonn sem Sigurður Ingi Friðleifsson mun kynna hér á eftir byggir á megináherslum aðgerðaáætlunarinnar og vinnu faghópa en er þó aðeins ein sviðsmynd af mörgum sem hægt væri að setja fram til að ná markmiðinu um 35-40% minni losun 2030 en var árið 1990. Hún er hvatning til okkar allra um að við getum hæglega náð markmiðum okkar og ég bind miklar vonir við að næsta ríkisstjórn láti það verða eitt af sínum fyrstu verkum að taka upp þráðinn að nýju og ljúka gerð aðgerðaáætlunarinnar á komandi vetri eins og stóð til. </span></p> <p style="text-align: justify;">&nbsp;</p> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 15pt; font-family: Calibri;">Góðir gestir,</span></p> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 15pt; font-family: Calibri;">Það er fjölbreytt dagskrá framundan. Við fáum til að mynda að heyra hvaða áhrif loftslagsbreytingar munu hafa á Ísland. Við skyggnumst líka í hafið. Þar eru breytingar síður sýnilegar en á landi og í lofthjúpnum, en sannarlega ekki afdrifaminni. Súrnun hafsins kann að vera ein mesta ógn við lífríki hafsins sem við höfum séð. Það hlýtur vera sérstakt umhugsunarefni fyrir fiskveiðiþjóð. </span></p> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 15pt; font-family: Calibri;">Við fáum að heyra af nýrri úttekt á stöðu okkar gagnvart skuldbindingum í Kýótó-bókuninni, sem gilda til 2020. Þar er staðan verri en við höfðum vonast til. Ég vona að það verði okkur brýning til góðra verka, svo við getum staðið við skuldbindingar í Parísarsamningnum til 2030.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 15pt; font-family: Calibri;">Hér verður líka fjallað um hvernig árangur í loftslagsmálum getur farið saman við framfarir á öðrum sviðum. Við getum nýtt hreina innlenda orku í stað innflutts jarðefnaeldsneytis á bíla og skip. Við getum dregið úr loftmengun og bætt heilsu. Við getum endurheimt vistkerfi og aukið við nytjaskógrækt og bundið um leið kolefni úr andrúmslofti. Við getum virkjað kraft nýsköpunar í tækni og atvinnulífi og - við getum öll dregið úr sóun og beint neyslu okkar í ábyrgari farveg.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 15pt; font-family: Calibri;">En, er þetta samt ekki of dýru verði keypt? Svarið er nei, þvert á móti. Það er ágætt að horfa á erlend dæmi í þessu samhengi. Við horfum gjarnan til granna okkar á Norðurlöndunum og þar eru skýr dæmi um að strangar umhverfiskröfur fara vel saman við öflugt efnahagslíf og almenna velferð.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 15pt; font-family: Calibri;">Á þessu umhverfisþingi horfum við meira að segja miklu lengra. Heiðursgestur okkar, Monica Araya, er virt sem fræðimaður og baráttukona í umhverfismálum í sínu heimalandi, Kosta Ríka í Mið-Ameríku. Þar hafa stjórnvöld lengi haft þá sýn að gera umhverfisvernd hátt undir höfði – vernda regnskóga og aðrar náttúruperlur, sýna gætni í nýtingu auðlinda og metnað í umhverfismálum í alþjóðlegri umræðu.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 15pt; font-family: Calibri;">Kosta Ríka telst til þróunarríkja og er fátækara en ríki í Norður-Evrópu. Íbúar búa engu að síður við einhver mestu lífsgæði og velferð í sínum heimshluta, sem sést í tölum um efnahag, lífslíkur og fleiru. Það þarf ekki að koma upp mengandi stóriðju í hverri vík til að skapa vöxt og velferð.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 15pt; font-family: Calibri;">Kæru gestir,</span></p> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 15pt; font-family: Calibri;">Aldrei áður hafa loftslagsmálin verið tekin jafn föstum tökum og á jafn samhentan og þverpólitískan hátt og við höfum gert síðustu mánuðina. Aldrei áður hafa tækifærin til að koma Íslandi hratt áfram inn í græna og skapandi framtíð verið jafn mörg og nú.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 15pt; font-family: Calibri;">Loftslagsbreytingar af mannavöldum fela sannarlega í sér alvarlegar áskoranir en eru um leið okkar stærsta tækifæri til að skapa komandi kynslóðum sjálfbæra og bjarta framtíð. Og við eigum að nýta okkur það.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 15pt; font-family: Calibri;">Með þessum orðum er 10. Umhverfisþing sett og ég fel forseta þingsins, Lindu Blöndal að taka við stjórn þess.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 15pt; font-family: Calibri;">Takk fyrir</span></p>

2017-10-14 10:57:1414. október 2017Ræða á Hringborði norðurslóða, "The Arctic: A New Territory of Business"

<span> </span> <p><span style="font-size: 14pt;">Keynote Address, 14 Oct 2017</span><span style="font-size: 14pt;"><br /> </span><span style="font-size: 14pt;">The Arctic Circle Assembly</span></p> <p><strong><span style="font-size: 14pt;">&nbsp;</span></strong></p> <p><strong><span style="font-size: 14pt;">The Arctic: A New Territory of Business <br /> </span></strong><span style="font-size: 14pt;">by the Foreign Minister of Iceland, <br /> Mr. Guðlaugur Þór Þórðarson</span></p> <p><span style="font-size: 14pt;">&nbsp;</span></p> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 14pt;">Former President of Iceland, Mr. Ólafur Ragnar Grímsson, excellencies, ladies and gentlemen. </span></p> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 14pt;">It is an honour for me to be here today and address the Arctic Circle Assembly, which convenes here in Harpa in Reykjavik for the fifth time. </span></p> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 14pt;">Allow me, at the outset, to pay tribute to former President of Iceland, Mr. Ólafur Ragnar Grímsson, for his tireless effort in raising awareness of the tremendous changes occurring in the Arctic.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 14pt;">The Arctic Circle Assembly has – indeed – become one of the most significant venues globally for deliberation on Arctic issues; a venue where around two thousand participants from roughly fifty countries come together, exchanging knowledge and experience, creating new contacts, and “exploring common solutions” to cite the main theme of Finland’s chairmanship of the Arctic Council.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 14pt;">The Arctic is opening up, both in a literal and a figurative sense, so it is highly appropriate to discuss the Arctic as a new territory of business. New opportunities and challenges are emerging in trade, transport, tourism, investment, fishing, mining, research, services and social development to name but a few.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 14pt;">But before elaborating more on the Arctic as a business venue, let me make a few general remarks on the developments in the High North.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 14pt;">In recent years, the Arctic region has become an even bigger focus point in the international arena, attracting attention from all over the world – as the participation here at Arctic Circle clearly demonstrates. More states, agencies and organisations have turned their attention to the Arctic, developing and adopting policies in the area from their own points of interest. </span></p> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 14pt;">Most of the larger states in the northern hemisphere, in addition to the Arctic states themselves, have defined their interests and set out policies on Arctic issues. </span></p> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 14pt;">Also, the ever-growing number of observers in the Arctic Council clearly demonstrates increased international interest in the region. </span></p> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 14pt;">The cold Arctic has incontestably become one of the hottest spots on earth!</span></p> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 14pt;">The icecap in the Arctic has been melting dramatically over the last decades. Climate change is the evident and main driver of that development. </span></p> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 14pt;">In fact, the icecap is now only half the size it was 50 years ago, and these changes have been much more rapid than anticipated. </span></p> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 14pt;">All around the world we witness the consequences of climate change, but its impact is particularly revealing and drastic in the Arctic. </span></p> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 14pt;">Communities across the Arctic region are experiencing first-hand the challenges of dealing with a rapidly changing climate. </span></p> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 14pt;">The consequences are far-reaching and they have global ramifications, for example for island nations in the Pacific Ocean, some of which are participating in the Arctic Circle this week-end.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 14pt;">For the people who call the Arctic their home, adaptation and resilience are key factors in dealing with these consequences. </span></p> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 14pt;">All humans strive to improve their living conditions and the best way to do that is by trading and cooperating. To that end, it seems appropriate to regard the Circumpolar region as a new territory of business.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 14pt;">As a result of these developments in the Arctic, resources are becoming more accessible than ever and that can easily lead to a “scramble” for those resources and business opportunities. Such a development could also cause more tension and instability in the region. </span></p> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 14pt;">It is therefore of utmost importance that we tread responsibly the path forward, bearing in mind that <em>we do not inherit the earth from our ancestors; we borrow it from our children. </em></span></p> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 14pt;">And it is – ladies and gentlemen – very urgent that we manage this process, show leadership and take measures to secure a peaceful and sustainable development of the Arctic. This is an issue where patience is not a virtue!</span></p> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 14pt;">&nbsp;</span></p> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 14pt;">It is Iceland’s firm believe that the sustainable development of the Arctic region requires an extensive and broad cooperation within the Arctic Council and beyond. </span></p> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 14pt;">International collaboration over the next 15 years will have to take account of the implementation of the Paris Agreement, as well as the UN Agenda 2030 and the new Sustainable Development Goals.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 14pt;">Economic activities in the Arctic must not only be sustainable and considerate to the vulnerable ecosystem, they should also benefit the local populations, with improved infrastructure, health care, school system, communications and other aspects of modern society. </span></p> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 14pt;">&nbsp;</span></p> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 14pt;">Ladies and gentlemen.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 14pt;">It is against this background and in this setting, which I have now described, that the Arctic is truly transforming into a new territory of business. </span></p> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 14pt;">We have all heard the phrase that “what happens in the Arctic does not stay in the Arctic”. Reversely, we can also say that what happens outside the Arctic will have an impact on the conditions of the Arctic. </span></p> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 14pt;">In other words, the Arctic is interlinked with other regions in the world. We are immensely dependent on close collaboration across boundaries, because the Arctic has moved from being an isolated wilderness to becoming central to our future. </span></p> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 14pt;">Let’s not forget that we live in a world of opportunities where business cooperation and trade relations can thrive and flourish. The future is really in our hands.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 14pt;">As the polar icecap recedes and new sea routes open up, distances between Asia and Europe are cut considerably. </span></p> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 14pt;">For example, the distance from Northern Europe to China is approximately 40% shorter than via the Suez Canal and 60% shorter than via the Cape of Good Hope – saving time, money and energy – and benefitting the environment.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 14pt;">And yesterday, here at the Arctic Circle, some staggering figures were presented to us. Last year, some 7,6 million tonnes were transported along the North-Eastern Sea Route. </span></p> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 14pt;">In 2025, the volume is expected to be 35 million tonnes. Also, alternative transportation routes become ever more important as global patterns change and the economic power houses of East Asia continue to increase their footprint in world affairs.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 14pt;">Let us also bear in mind that the Arctic region itself inhabits&nbsp;&nbsp; over 4 million people and, with an annual economy of USD 230 billion, the Arctic region holds significant opportunities for economic growth, science, and innovation. </span></p> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 14pt;">It has the potential to ease the world’s growing need for energy, as well as hosting vast deposits of mineral resources and fish.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 14pt;">On the latter, the ongoing negotiations on the high seas fisheries in the Central Arctic Ocean are landmark negotiations. Never before have negotiations on fisheries taken place before the fish was actually there.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 14pt;">This is a prime example of how to manage a process and, pending final and successful conclusion, we can be very proud of it. </span></p> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 14pt;">However, and we all know this, the region is also faced with several critical deficiencies, for example when it comes to the development of infrastructure projects, logistical hubs and Arctic capable assets and services.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 14pt;">Moreover, the region remains vastly underserved by transportation, port and other vital infrastructure. With increased transport, including passenger cruise ships, the likelihood of an accident or shipwreck becomes greater. </span></p> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 14pt;">The Arctic Council binding agreement on search and rescue cooperation in the region is very important, but unfortunately, we still lack sufficient equipment and safety infrastructure. </span></p> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 14pt;">Here, we urgently need to improve our resources and my government has been looking into ideas and possibilities of establishing a search and rescue cluster in Iceland – making use of our strategic location, valuable expertise and good infrastructures.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 14pt;">So, yes, there are challenges, but there also enormous opportunities, which we need to seize and exploit in a sustainable manner.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 14pt;">In this regard, I would like to commend the Arctic Council for instigating the establishment of the Arctic Economic Council back in 2014. </span></p> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 14pt;">The Arctic Economic Council is an independent organisation that facilitates Arctic business-to-business activities and responsible economic development through the sharing of best practices, technological solutions, standards, and other information. </span></p> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 14pt;">It is a useful network instrument, which comprises a wide range of businesses operating in the Arctic – from mining and shipping companies, tourism and transport to reindeer herding and indigenous economic development corporations.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 14pt;">The vision of the Arctic Economic Council is to make the Arctic a favourable place to do business. Its mission is to facilitate sustainable Arctic economic and business development. </span></p> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 14pt;">The Arctic Economic Council also provides a business perspective to the discussions taking place at the Arctic Council, serving as a link between Arctic governments and the wider circumpolar business community. </span></p> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 14pt;">The Icelandic-Arctic Chamber of Commerce participates actively in the Arctic Economic Council and serves as this link. We very much value its important contribution and look forward to further strengthening our collaboration with the business sector.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 14pt;">For further economic growth and overall development to occur, both public and private actors must work together to boost investment on necessary projects, and for many reasons, large industrial projects must often be “trans-border”, involving several Arctic states and even consumer countries. </span></p> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 14pt;">Fortunately, this is exactly what we see happening in the Arctic region today. Arctic states, non-Arctic states and other actors alike are deeply engaged in industrial and infrastructure development on a scale never seen, in close cooperation with local and regional authorities and enterprises. </span></p> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 14pt;">The latter is of utmost importance, to ensure that the local communities will benefit from increased economic activities on their home turf.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 14pt;">As an example, in this regard, I would point at the excellent and longstanding cooperation between the Icelandic transportation company Eimskip with the State of Maine in the United States, and a more recent agreement that connects Greenland into Eimskip’s international sailing system. </span></p> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 14pt;">Other companies and enterprises across Iceland are also expanding their international cooperation in many other branches of industry. We see the same trend in other Arctic states.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 14pt;">Ladies and gentlemen.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 14pt;">I began my address by referring to the challenges we are faced with in the Arctic as a result of climate change. Let me conclude by connecting these challenges and the opportunities I have been discussing.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 14pt;">With the huge economic potentials that the Arctic possesses, comes a great responsibility in preserving the environment, and undertaking safe and sustainable development in ways that benefit businesses, local communities and the environment. </span></p> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 14pt;">Exploring and expanding current boundaries to commercial activities in the Arctic requires a thoughtful and cautious approach based on sound scientific, industrial and hard-won practical knowledge. But I reiterate that we are in a hurry, the future will not wait.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 14pt;">If we succeed in finding the golden middle road, I am confident that the future is bright for the Arctic, its nature, its business, and its people.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 14pt;">The Arctic is warming up for business but we still must keep a cool head. </span></p> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 14pt;">&nbsp;</span></p> <p style="text-align: justify;"><strong><span style="font-size: 14pt;">Thank you for your attention.</span></strong></p>

2017-10-12 09:46:1212. október 2017Ávarp umhverfis- og auðlindaráðherra á ráðstefnu LÍSU og GI Norden 2017

Dear guests,<br /> I bring you best greetings from the Minister for the Environment and Natural Resources, Björt Ólafsdóttir that unfortunately couldn’t be here with you today and asked me to address you on her behalf. <br /> <br /> So – to her words –<br /> <br /> Dear guests,<br /> We base our livelihood on natural resources. That´s one of the core reasons for why we need to manage their utilization in a sustainable way. We also want our resources to be maintained and kept in good condition for next generations. To do so we need to know as much as possible about for instance the location, size and condition of our natural resources. <br /> <br /> Utilization management of land and its resources is one of the most important issues in current times. We are constantly trying to find the balance between nature protection and, sometimes irreversible, exploitation or even over- exploitation of natural resources. <br /> <br /> Thanks to modern GIS technology and highly qualified experts in related disciplines we now have access to accurate and trustworthy spatial information concerning surface topography and can use them to analyze in detail for instance landscape structures, water catchment areas and watersheds, vegetation cover and vegetation types. <br /> <br /> By adding various layers including basic information on for instance land use practices and property rights we can get a holistic overview of the condition of our natural resources and how they are utilized. High quality remote sensing data are the premises for sustainable decision making in natural resource management. This is especially true in Iceland where the nature is very sensitive and dynamic.<br /> <br /> Even though we don‘t notices it in our every day, the topography of Iceland changes constantly due to crustal movements. We are also experiencing changes due to climate change. Our fast retreating glaciers are probably the most evident parameters for verifying that.<br /> In addition, there are other various natural changes that can occur with a short notice – that is, natural hazards such as earthquakes, volcanic eruptions and floods. <br /> <br /> Thus, we need to monitor our nature carefully to build up a strong risk assessment plan and to capable of ensuring public safety and organize responses as well and quickly as possible when we face a catastrophic situation. <br /> <br /> A big portion of new spatial data on Iceland is provided by satellites. The remote sense technology gets more advanced and more detailed by every year, providing better quality information at a spatial scale. There is also a rapid development in the fields of information technology and digital technology. That development already opened number of possibilities that were considered unthinkable only few years ago.<br /> <br /> We are fortunate to have several key institutes that provide, process, and share data on Iceland‘s nature and natural resources. These are institutes such as the Icelandic Institute of Natural History, Icelandic Met Office, National Land Survey of Iceland, Soil Conservation Service of Iceland, the Icelandic Forest Service and the Environment Agency of Iceland. <br /> <br /> Despite all the new technology, such as satellite images and GPS, it is ultimately the knowledge of the experts of these organizations and their partners that is most important when taking advantage of all the new opportunities the technology development brings. It is also important to emphasize that, in a small community like Iceland, a strong cooperation between the public institutes is the key to ensure viability and effective holistic database, accessible to the wider society.<br /> <br /> Dear guests,<br /> In Iceland and most of its neighboring countries, public spatial data is available free of charge. The use of this data has grown immensely; for instance, in the field of innovation. I find this an excellent development. In Iceland, to take an example, spatial data from the National Land Survey of Iceland were made free of charge at the beginning of 2013. It gave very good results as it brought in many new users and in general, positive responses. <br /> <br /> Another example comes from Denmark. There a recent report shows that the impact of making spatial data free of charge in Denmark are high and positive, both in terms of efficiency and increased use and innovation. The financial benefit of free spatial data in Denmark over the period of 2013-2016 is estimated to be around 3.5 billion Danish kroner and in the same period the number of users increased 75-fold and downloaded data quadrupled. <br /> <br /> This shows very clearly that it gives great benefits to the society to offer spatial data free of charge and accessible to all potential users<br /> <br /> Dear guests,<br /> I wish you a fruitful conference. <br /> <br /> Thank you<br />

2017-10-10 17:55:1010. október 2017Ávarp á friðarráðstefununni Imagine Forum: Looking Over the Horizon

<p>IMAGINE FORUM: LOOKING OVER THE HORIZON<br /> RÆÐA GUÐLAUGS ÞÓRS ÞÓRÐARSONAR UTANRÍKISRÁÐHERRA<br /> 10. OKTÓBER 2017<br /> <br /> President of Iceland,</p> <p>Dignitaries,</p> <p>Ladies and Gentlemen,</p> <p><br /> It is an honour to be invited to address you here today; to discuss Youth, Peace and Security. Although I may see myself as the same young person as I was when I graduated from this very University some years back, I do realise I no longer possess the authority to speak on behalf of youth.</p> <p>But I speak on behalf of a small democracy, some would say a young democracy. A country that possesses the energy and driving force of youth, which in my mind makes it as an agent of change and an agent for change.<br /> No matter how small or how large, we all bear the same responsibilities. To drive and to push for our full potential. We are judged by our actions and by the same token, our in-actions speak volumes.</p> <p>Iceland, in spite of its size, has a platform and a voice. I see us as an agent for change, using our voice and our platform to share our experience and future goals, for others to learn from and to contribute to strengthening the resolve to build a better world.</p> <p>This is what I want to touch upon today. And by doing so, I want to focus on three distinct areas: 1) Peace, 2) human rights and gender equality and lastly, 3) economic freedom.</p> <p>First, let me discuss briefly peace, stability and universal respect for one another. Peace is a multi-layered fabric. It is rich in colour, and it is only as strong as the efforts that are put into weaving it. If we want this fabric to last in the turbulent winds of world politics, it needs broad ownership from various segments of society; academia, civil society, media and not least citizens, no matter what their opinions or way of life may be.</p> <p>In a world of constant struggle between different interests, a world where inequality and conflict is a sad fact of too many lives, it is essential that we don’t lose sight of the values which we have built our societies on; respect for diversity, human rights and individual freedoms, representing charity, harmony and reverence.</p> <p>Good governance requires sound laws based on, and protecting human rights. Rights without the machinery to enforce them have very little value. Laws that are not grounded in human rights will never, in the long run, enjoy the support of the people. Laws divorced from human rights are more likely to foster injustice and derailing societies from within. Poor governance threatens peace and security within a country and it destabilizes whole regions.</p> <p>So, while we bear a responsibility to our own people to govern well, we also bear a responsibility to the global community. Each nation is sovereign indeed – but none of us is isolated from the world and world events.</p> <p>I think all of us agree on that inclusion is key in this respect. But this begs the question: how do we assure that international efforts to build peace are both meaningful and lasting? This is a complex question and there are no short answers.</p> <p>This leads me to my next point. To build lasting peace and stability we need to guarantee respect for basic human rights and more specifically, I want to specifically mention the need to ensure gender equality. This is an area where Iceland can contribute greatly to the world.</p> <p>Iceland has been lucky enough to be free of conflicts. That, however, does not mean we do not have a role to play in advancing peace and common prosperity. We do that, in part, by remaining a voice for gender equality and empowerment of women and girls.</p> <p>The challenge is not only to maintain the strong emphasis that we and our Nordic friends place on gender, but rather to push for new and innovative ways to support and further advance the work that is already under way.</p> <p>Equality is an essential part of sustainable development, clean economic growth, social justice, sustainable peace and security. Only through equality can a society, in general, be deemed successful.</p> <p>This brings me to my third and final point. To realise the full potential of both individuals and societies at large, we need freedom – Freedom to act and freedom to grow.</p> <p>Only a century ago, Iceland was the poorest nation of Europe. Today, we are among the wealthiest and most forward-looking nations on the planet. The key to this success is very simple: Trade. Nature has given us riches and we have been fortunate enough to be able to trade in a free and fair way and taken care not to upset our delicate balance with nature.</p> <p>This brings me back to my initial points. If the very essence of freedom is questioned by those who make up the complex fabric of societies it will only hit them back with a cold storm. And it will hit those in our societies that need growth and prosperity the most.</p> <p>And let’s keep in mind, that free trade is not only the exchange of goods or services for money for the benefit of both parties. </p> <p>Free trade is forming relationships, free trade is people interacting, travelling, understanding each other, regardless of race or religion. </p> <p>Free trade is therefore one of the most powerful tool to establish and maintaining peace.</p> <p>Dear guests <br /> <br /> Iceland, with its platform and its voice will continue to champion freedom. </p> <p>These are the values that make our communities sought after and a model, they are the fabric of a better, safer world. </p> <p>I hope our discussions here today will only strengthen our resolve to honour these values. <br /> <br /> Thank you.</p>

2017-10-09 17:54:0909. október 2017Ávarp á Charge ráðstefnu um endurnýjanlega orkugjafa

<p>CHARGE - ENERGY BRANDING CONFERENCE</p> <p>Guðlaugur Þór Guðlaugsson, Minister for Foreign Affairs<br /> Cities and Countries as Energy Brands<br /> <br /> Energy! Has anyone forgotten Eyja-fjalla-jökull? The infamous Icelandic volcano, with that difficult name, which shut down the whole world for a few days back in 2010. It branded itself in our memories and raised the awareness of Iceland in the world beyond anything we Icelanders could have done ourselves. <br /> <br /> The erruption served to remind us of how deeply integrated the world has become as the disruption of transportation across the Atlantic affected companies and individuals all over the globe. It also served to remind us of how fragile our human constructions are compared to nature. This is something that we live with every day in Iceland. Fear of uncontrolable consequences of climate change are now driving people all over the world to essentially the the same conclusions: We have to find ways of making our energy systems sustainable-renewable, and we have to find ways to do it together.<br /> <br /> Although Icelanders have always faced difficulties living so close to a wild and unpredictable nature, this is also our greatest blessing and the foundation of our modern economy. We have an abundance of clean and sustainable energy sources. We have unpoluted fishing grounds all around us. And our country has become a popular tourist destination. <br /> <br /> Iceland as well as many of our cities, industries and businesses built their branding work on the positive image associated with green energy, exotic nature, renewable fisheries, creative energy and female energy if you like, mostly referred to as gender equality. But it is not only about building a brand. It is also about real work, making a difference in the world. Our engineers and academics have been sharing practical knowledge and methods in the field of geothermal energy with our partners all over the world for a very long time and I encourage you to take a closer look at this particular sector. <br /> <br /> Tourism is our fastest growing industry in Iceland today. It is a huge challenge for us to cope with what is essentially an unbelievable success story but these are problems of privilege that we are thankful for. According to opinion pools we did last year in the US, 2 out of 3 consumers say that Iceland´s renewable energy increases their interest in Iceland as a tourist destination. Be it our volcanos, hot springs, our warm natural geothermal swimming pools, all this has created a huge opportunity for Iceland to show itself to the world. It tells us that strategic branding of our energy resources and utilization is highly important to our prospects. <br /> <br /> Reykjavík, our beautiful capital, which I hope you have been able to explore a bit, promotes itself through pure energy and a green footprint philosophy, but 80% of our total energy use comes from renewable energy resources. This even brought the prestigious Environmental and Nature Awards of the Nordic Council to Reykjavik in 2015.<br /> <br /> Dear conference guests and panelists. <br /> <br /> I look forward to a good and fruitful discussion today and remind you that you can also find creative energy pouring out of Iceland and Reykjavík. The creative brand is one of our most precious ones today. I encourage you to feel the energy, experience the power and enjoy local music, art and design during your stay in Iceland and here in Reykjavík. We have a lot to offer. <br /> <br /> Where ever you look – Iceland is full of energy. <br /> <br /> </p>

2017-10-06 08:43:0606. október 2017Ræða Þorgerðar Katrínar á "Our Ocean" ráðstefnunni á Möltu

<p style="text-align: justify;">Excellencies, ladies and gentlemen,</p> <p style="text-align: justify;">THE OCEAN GIVES AND THE OCEAN TAKES</p> <p style="text-align: justify;">The reality of this old saying is engraved in the minds and hearts of my forefathers living out their lives in the middle of the North Atlantic – an ocean that has claimed countless lives of Icelandic fisherfolk through the centuries. I say fisherfolk, because women also fished in Icelandic waters from early days.</p> <p style="text-align: justify;">But in the 20<sup>th</sup> centuries it was the fisheries that made the transformation Iceland from a Small Island Developing State to a modern welfare society possible.</p> <p style="text-align: justify;">Small Island communities like Iceland have always been fully aware of the importance of the oceans as the basis of their existence and the need for sustainable management of ocean resources – to secure what we now call BLUE GROWTH</p> <p style="text-align: justify;">Earlier this week a group of small island states met here in Malta to discuss Blue Growth</p> <p style="text-align: justify;">What quickly emerged was the common understanding that even though our islands are small in landmass and populations, they are Large Ocean Nations – and no one has more to gain or lose by the health of the oceans.</p> <p style="text-align: justify;">But we all know the challenges.</p> <p style="text-align: justify;">Climate change, sea level rise, extreme weather events – all have had devastating effects on small island communities.</p> <p style="text-align: justify;">Climate change has brought changes in distribution of fish stocks, but I firmly believe that responsible, robust and flexible fisheries management is able to cope with this challenge – and Iceland has a good track record in more than soccer, we also have one in sustainably managing our main fish stocks.</p> <p style="text-align: justify;">But fisheries management is deemed to fail unless we have healthy, clean oceans.&nbsp; Therefore ocean pollution, plastic particles and acidification of the oceans - due to uptake of carbon dioxide are deeply troubling.</p> <p style="text-align: justify;">We need all nations to <strong>acknowledge </strong>and <strong>address </strong>the causes of climate change and ocean pollution and have the political courage to take responsible decisions and actions based on the best available science.</p> <p style="text-align: justify;">Fake news and skewed viewpoints are not helpful when facing difficult and complex problems – nor overly pessimistic or optimistic presentation of facts or sometimes plain disregard of scientific findings. We have had more than enough of those flying around on both climate change and the state of fish stocks worldwide.&nbsp; To solve complex pressing problems we need sound science, innovative solutions. We need to support our scientific community and connect academia, private sector and innovators. We need to engage youth and women in the Blue Economy.</p> <p style="text-align: justify;">And not least we need to acknowledge that the worldwide community needs to work together and take responsibility for solving the problem.</p> <p style="text-align: justify;">Iceland´s commitment to this end is to:</p> <p style="text-align: justify;"><em>ensure that the country can meet its commitments under the Paris Agreement by reducing emissions from transport and fisheries by using low-carbon fuels and electricity and other means; using green taxes and incentives; reducing waste and better waste handling; carbon capture; and increase carbon uptake by restoring forests, vegetation and wetlands.&nbsp;</em></p> <p style="text-align: justify;"><em>Iceland has also committed to launch a ground-breaking 13-year effort to map the remaining 88% of its Icelandic Economic Exclusive Zone. All data that is made available from the project will be available for use free of charge for non-profit use.&nbsp; &nbsp;</em></p> <p style="text-align: justify;">Finally, Iceland has committed to adopt additional Fisheries Management Plans with long term precautionary Harvest Control Rules for commercially harvested fish stocks in Icelandic waters as well as Iceland commits to reduce marine litter in its waters over the next three years, focusing on plastic.</p> <p style="text-align: justify;">Dear friends,</p> <p style="text-align: justify;">As we all know the tasks ahead will not be achieved unless we all collaborate. </p> <p style="text-align: justify;">On behalf of small Island – Large Ocean Nations I hereby use the call of my forefathers when their survival was at stake – ALL HANDS ON DECK.</p>

2017-10-05 14:55:0505. október 2017Ræða Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur á Ferðamálaþingi 2017

<p style="text-align: justify;">Forseti Íslands, ferðamálastjóri, Taleb Rifai aðalritari ferðamálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, aðrir góðir gestir.</p> <p style="text-align: justify;">Það hafa verið forréttindi að starfa sem ráðherra ferðamála á spennandi, skemmtilegum og krefjandi tímum fyrir þessa mikilvægu atvinnugrein.</p> <p style="text-align: justify;">Á þeim tæplega níu mánuðum sem ég hef gegnt embætti hef ég fengið tækifæri til að ræða um stöðu ferðaþjónustunnar við fjölda fólks sem starfar við greinina, víðs vegar um landið.</p> <p style="text-align: justify;">Á einum af þessum fundum, fyrir norðan, barst talið að spurningunni: “Hvernig gerum við Ísland að besta ferðaþjónustulandi heims?”</p> <p style="text-align: justify;">Einn viðstaddra svaraði að bragði: “Erum við það ekki nú þegar?” - Enginn sem sat við borðið mótmælti þessu mati.</p> <p style="text-align: justify;">Ég skal játa að þetta var dálítið óvænt svar. Sú skoðun heyrist nefnilega líka, að við eigum langt í land og séum jafnvel aftarlega á merinni. Ég treysti mér ekki til að fullyrða hvor skoðunin er algengari meðal þeirra sem starfa í greininni, en sú síðari er vissulega meira áberandi í umræðunni.</p> <p style="text-align: justify;">Auðvitað á það að vera markmið okkar, að vera í fremstu röð í heiminum.</p> <p style="text-align: justify;">En hvaða land er næst því að verðskulda þann titil? Og hvað vantar upp á til að Ísland komist á þann stað?</p> <p style="text-align: justify;">Við þekkjum lykilmælikvarðana: Ánægðir gestgjafar, ánægðir gestir, arðbær fyrirtæki og óspjölluð náttúra.</p> <p style="text-align: justify;">Við höfum á þessu ári stigið markviss skref í rétta átt. Og við höfum líka hlaðið nokkrar vörður sem marka leiðina fyrir næstu skref.</p> <p style="text-align: justify;">Ég kem betur að því síðar. En fyrst er gagnlegt, upp á samhengi hlutanna, að gera sér grein fyrir því að allir glíma við sínar áskoranir. Jafnvel þau lönd og áfangastaðir sem almennt er álitið að kunni sitthvað fyrir sér þegar kemur að ferðaþjónustu.</p> <p style="text-align: justify;">Þjóðgarðar í Bandaríkjunum þykja í fremstu röð þegar kemur að skipulagi og móttöku ferðamanna. Í kynnisferð til Bandaríkjanna í síðasta mánuði heyrði ég frá fyrstu hendi að þeir eiga engu að síður fullt í fangi með að hafa hemil á ferðamönnum, sem fara sér margir að voða með gáleysi, allt of oft með skelfilegum afleiðingum. Þarna er líka misbrestur á fleiri þáttum: löggæsla er undirfjármögnuð; skrifræði er mikið og flækjustig hátt; ábyrgð á því sem gerist á landamærum þjóðgarða er óljós; og þannig mætti áfram telja.</p> <p style="text-align: justify;">Kosta Ríka er brautryðjandi í langtíma-stefnumörkun í ferðaþjónustu, og hefur afburðagott orðspor. Fyrr á árinu hitti ég ráðgjafa þaðan sem gjörþekkir aðstæður. Ein af þeim erfiðu áskorunum sem þar er verið að glíma við er vændi, sem oft er skæður fylgifiskur ferðamannastraums, ekki síst frá velmegandi löndum til fátækari samfélaga. Við hugsum kannski ekki út í slíkar áskoranir þegar við sjáum fyrir okkur þjóðgarðana, líffræðilega fjölbreytileikann og óspilltu skógana sem landið er þekkt fyrir.</p> <p style="text-align: justify;">Fyrir nokkrum mánuðum kom hingað til lands sérfræðingur frá Írlandi, sem sagði frá því hvernig vinsælar gönguleiðir þar í landi liggja víða undir skemmdum vegna ágangs. Hún sýndi líka myndir af misheppnuðum tilraunum til að byggja upp aðstöðu sem gerði í raun illt verra og varð lýti á umhverfinu. Þykja Írar þó engir aukvisar þegar kemur að skipulagi ferðaþjónustunnar.</p> <p style="text-align: justify;">Balí, sú mikla paradís í hugum flestra, hefur látið á sjá sem áfangastaður eftir að verð voru lækkuð, að sögn ráðgjafa aðalritara ferðamannastofnunarinnar, sem kom hingað til lands í síðustu viku og hélt hér erindi. Verðin voru lækkuð til að vinna á móti fækkun gesta eftir hryðjuverkaárásir fyrir fimmtán árum, en afleiðingin varð straumur af öðruvísi gestum, þannig að nú er stærra hlutfall gesta en áður fyrst og fremst að leita sér að fallegum stað til að drekka bjór.</p> <p style="text-align: justify;">Cinque Terre á Ítalíu er ein vinsælasta gönguleið Evrópu og þó víðar væri leitað. Þarna fara tvær til þrjár milljónir manna á hverju ári um lítið svæði með um fjögur þúsund íbúa. Vinsælasta hluta leiðarinnar var lokað eftir grjóthrun fyrir fimm árum. Hann hefur ekki ennþá verið opnaður, fimm árum síðar, vegna þess að fámennt samfélagið á staðnum hefur ekki efni á að gera leiðina örugga, og ríkið hefur ekki viljað borga. Samt eru gestir á þetta eina svæði hátt í þrjár milljónir á ári. Fjöldatakmarkanir og gjaldtaka hafa verið til umræðu þarna árum saman en eru ekki ennþá komnar til framkvæmda nema að litlu leyti. En ágangurinn er slíkur að einhver þorp á svæðinu hafa hreinlega lokað dyrum sínum.</p> <p style="text-align: justify;">Í nýlegri blaðagrein um ferðaþjónustu á Nýja-Sjálandi birtist sláandi mynd af lítilli kirkju sem er vinsæll ferðamannastaður. Það sem er sérstakt við myndina er að það sést varla í kirkjuna fyrir sæg af húsbílum sem búið er að leggja allt í kring um hana. Myndin er sögð lýsandi fyrir stjórnleysi og skort á skipulagi. Í greininni er líka fjallað um átroðning á náttúruna, deilur um gjaldtöku, skort á salernum og öðrum innviðum, öngþveiti á flugvöllum og umferðartafir á vegum. Allt þetta og meira til er mjög til umræðu á Nýja-Sjálandi um þessar mundir, og hljómar kunnuglega.</p> <p style="text-align: justify;">Það er ekki einfalt að finna besta ferðamannaland heims. Ég held því alls ekki fram að við séum á toppnum, en ég tel að við eigum ekki eins langt í land og sumir vilja meina.</p> <p style="text-align: justify;">Það er til að mynda með töluverðum ólíkindum að lesa dóma um upplifun ferðamanna af Íslandi á netsíðum á borð við Trip Advisor. Stundum er það náttúran sem á mestan heiður, en mjög oft eru það rekstraraðilar í ferðaþjónustunni sem fá þarna staðfest svart á hvítu hvílíka afburða-þjónustu þeir veita. Neytendur í dag hika ekki við að gefa slæma einkunn ef svo ber undir, en það virðist fremur sjaldan vera tilefni til þess þegar kemur að íslenskri ferðaþjónustu. Þvert á móti er ótrúlega hátt hlutfall umsagna ekki bara jákvæðar heldur glimrandi góðar. Fyrir það á greinin, á heildina litið, mikinn heiður skilið og er landi og þjóð til sóma.</p> <p style="text-align: justify;">Kæru gestir,</p> <p style="text-align: justify;">Frá fyrsta degi í embætti sagði ég að það væri ekki forgangsmál að fjölga ferðamönnum. Mikilvægara væri að verja þá eftirsóknarverðu stöðu sem við værum komin í og byggja á þeim grunni.</p> <p style="text-align: justify;">Tveimur mánuðum síðar, á aðalfundi Samtaka ferðaþjónustunnar, gekk ég skrefi lengra og nefndi, að mögulega væri hin hraða fjölgun beinlínis ógnun við stöðu okkar. Ég leyfði mér að spyrja hver væru þolmörk Íslands, ekki bara frá sjónarhóli náttúrunnar heldur ekki síður - og jafnvel enn frekar - frá sjónarhóli samfélagsins, meðal annars í ljósi þess að hlutfall ferðamanna á hvern íbúa er að nálgast það hæsta sem þekkist í heiminum.</p> <p style="text-align: justify;">Ég var ekki viss um hvernig gestir á aðalfundi Samtaka ferðaþjónustunnar myndu taka slíku tali af hálfu hins nýja ráðherra. Það var því ánægjulegt að heyra að Grímur Sæmundsen, formaður samtakanna, talaði á mjög áþekkum nótum á sama fundi og sagði raunar beinlínis, að það þyrfti að “koma böndum á ofurvöxt í fjölda ferðamanna og tryggja hóflegan vöxt” - og jafnvægi - svo ég vitni orðrétt í ræðu hans. Sýn okkar á stöðu mála fór svo vel saman að það var engu líkara en að við hefðum borið saman bækur okkar fyrirfram, sem við höfðum þó ekki gert.</p> <p style="text-align: justify;">Nú hefur verið ákveðið, á vettvangi Stjórnstöðvar ferðamála, að ráðast í faglega greiningu á því sem mætti kalla “jafnvægisástand” hvað varðar getu Íslands til að taka á móti ferðamönnum. Við munum áfangaskipta verkefninu, en lokaafurðin verður greining á helstu innviðum, mat á því hvar við erum komin að þolmörkum, og síðast en ekki síst: Mat á því hvað þurfi að gera til að auka getu okkar á viðkomandi sviði, til að hækka þolmörkin. Full eining var um þetta verkefni meðal allra sem eiga sæti í Stjórnstöðinni og niðurstaðan mun hjálpa okkur við stefnumótun og forgangsröðun verkefna.</p> <p style="text-align: justify;">Eins og ég nefndi áðan höfum við tekið mörg önnur mikilvæg skref á árinu.</p> <p style="text-align: justify;">Við stofnuðum skrifstofu ferðamála í ráðuneytinu, þannig að nú eru sex stöðugildi tileinkuð greininni, þar sem áður var aðeins eitt og hálft.</p> <p style="text-align: justify;">Við efldum fjárhagslegan styrk Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða og losuðum hann auk þess undan því hlutverki að fjármagna framkvæmdir á landi í ríkiseigu. Sjóðurinn er því miklu betur í stakk búinn en áður til að sinna öðrum hlutverkum, meðal annars að fjölga áfangastöðum ferðamanna, sem styður við markmið okkar um aukna dreifingu. Þetta hlutverk var til staðar fyrir lagabreytinguna en svigrúmið til að sinna því var mjög lítið vegna þess að ríkið var sjálft í samkeppni um úthlutanir.</p> <p style="text-align: justify;">Samhliða þessu gerir fjárlagafrumvarpið ráð fyrir 400 milljónum í Landsáætlun um uppbyggingu innviða, sem Umhverfisráðuneytið stýrir og beinist einkum að náttúruvernd á ferðamannastöðum í eigu ríkisins og stærri verkefnum sveitarfélaga. Því til viðbótar fá þjóðgarðarnir nokkur hundruð milljónir til framkvæmda, auk þess sem þeir hafa nú skýrari heimildir en áður til gjaldtöku, sem gera má ráð fyrir að auki enn svigrúm þeirra til að bjóða upp á viðunandi aðstöðu.</p> <p style="text-align: justify;">Við heimiluðum sveitarfélögum að innheimta gjald á bílastæðum, sem dregur úr þörfinni fyrir að nota skattfé almennings til slíkra verkefna, og losar þar með um svigrúm til annarra hluta.</p> <p style="text-align: justify;">Við komum nánast öllum forgangsverkefnum Stjórnstöðvar í framkvæmd fyrir sumarið. Meðal annars útvegaði ráðuneyti ferðamála næstum hundrað milljónir króna til að setja upp og þjónusta salerni á vel völdum áningarstöðum Vegagerðarinnar, sem átti vafalaust þátt í að árleg salernisumræða var með minnsta móti að þessu sinni.</p> <p style="text-align: justify;">Verulegum hluta af aukafjárveitingum ársins til vegagerðar var ráðstafað inn á ferðamannaleiðir, og aukið fé var sett í landvörslu á vegum Umhverfisráðuneytisins. Hvort tveggja er til marks um að Stjórnstöð ferðamála er að sinna því hlutverki sínu ágætlega að auka vægi ferðaþjónustunnar í ákvarðanatöku ólíkra ráðuneyta. Þetta er mjög dýrmætt og hagsmunaaðilar sjá hér töluverða breytingu til batnaðar. Ég var áður aðstoðarmaður ráðherra samgöngumála og get því vitnað um það frá fyrstu hendi að stofnun Stjórnstöðvar hefur leitt til þess að önnur ráðuneyti hafa skýrari sýn en áður á þarfir ferðaþjónustunnar. Segja má að Stjórnstöðin gegni tvenns konar hlutverki: annars vegar að vinna að áþreifanlegum verkefnum, og hins vegar að stuðla að samstarfi og skilningi innan allrar stjórnsýslunnar; aðstoða okkur við að brjóta niður veggi og múra, sem fólki finnst auðvitað að eigi ekki að vera til staðar en eru það oft engu að síður.</p> <p style="text-align: justify;">Örfáum vikum eftir að ég kom í ráðuneytið ákváðum við að rúmlega tvöfalda framlag ríkisins til SafeTravel-verkefnis Landsbjargar, enda höfum við viljað setja öryggismál í öndvegi.</p> <p style="text-align: justify;">Í sama anda var sú ráðstöfun okkar að útvega fjármagn til að láta Vegagerðina þróa ölduspákerfi fyrir Reynisfjöru.</p> <p style="text-align: justify;">Íslandsstofa hefur undanfarið unnið að markhópagreiningu fyrir Ísland, en fjármunir í þá vinnu komu í gegnum Stjórnstöð ferðamála. Niðurstaðan verður kynnt eftir helgi, samhliða nýjum áherslum í verkefninu Ísland allt árið.</p> <p style="text-align: justify;">Ferðamálastofa hefur leitt vinnu við landshlutabundnar áfangastaðáætlanir, eða DMP, í samstarfi við markaðsstofur landshlutanna. Miklar vonir eru bundnar við þetta verkefni enda er mikilvægt að hvert svæði skilgreini sína styrkleika og sína framtíðarsýn um þróun ferðaþjónustunnar á hverjum stað. Hér er um mjög stórt skref að ræða ef vel tekst til og ég vil þakka bæði Ferðamálastofu og markaðsstofunum fyrir metnaðarfulla vinnu.</p> <p style="text-align: justify;">Í sumar fól ég ferðamálaráði að gera tillögur að aðgerðum varðandi þrjár afmarkaðar áskoranir í greininni: heimagistingu, starfsemi erlendra aðila, og stöðu landsbyggðarinnar í ljósi verðhækkana í erlendri mynt. Ferðamálaráð skilaði á dögunum vönduðum tillögum um 20 aðgerðir, sem við kynntum með fréttatilkynningu. Ég vil þakka ferðamálaráði alveg sérstaklega fyrir vel unnið starf, og ég vænti þess að hver sem tekur við embætti ferðamálaráðherra að loknum kosningum taki við keflinu og nýti þessa vinnu til góðra verka.</p> <p style="text-align: justify;">Ein af tillögum ráðsins var að efla markaðsstofur landshlutanna. Sú stefna hafði þegar verið mörkuð í ráðuneytinu - þetta var raunar nefnt í fjárlagafrumvarpinu - og Ferðamálastofu hafði verið falið að endurskoða samninga sína við markaðsstofurnar með þetta að leiðarljósi. Það var því ánægjulegt að geta sagt frá því um leið og tillögur ferðamálráðs voru kynntar, að til stendur að auka framlög til markaðsstofanna um það bil þrefalt. Tilgangurinn er ekki síst að tryggja að DMP-vinnunni, sem ég nefndi áðan, verði fylgt vel eftir.</p> <p style="text-align: justify;">Ég hef ekki tíma hér til að reifa aðrar tillögur ferðamálaráðs en að mínu mati liggur beint við að hrinda flestum þeirra í framkvæmd.</p> <p style="text-align: justify;">Það er mér ánægja að tilkynna hér opinberlega um önnur tímamót. Samningur við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins liggur nú fyrir, tilbúinn til undirritunar, þar sem ráðuneyti ferðamála tryggir fjárhagslegan grundvöll Hæfnisseturs ferðaþjónustunnar til næstu þriggja ára. Samningurinn hljóðar upp á fimmtíu, fimmtíu og tvær og fimmtíu og fimm milljónir króna á næstu þremur árum, og verður undirritaður í vikunni. Hæfnissetrið lofar nú þegar mjög góðu, ekki síst vegna þess hve vel Samtök ferðaþjónustunnar hafa stutt við faglegan undirbúning. Þetta mikilvæga verkefni styður auðvitað vel við markmið Vegvísis um gæði í íslenskri ferðaþjónstu.</p> <p style="text-align: justify;">Annað verkefni sem verður kynnt á næstu dögum er svokallað “mælaborð ferðaþjónustunnar”, sem Stjórnstöð ferðamála hefur látið þróa. Hér er um að ræða vef-viðmót þar sem nálgast má helstu tölfræði-upplýsingar um íslenska ferðaþjónustu á aðgengilegan og skýran hátt. Þótt mælaborðið verði fljótlega gert aðgengilegt verður haldið áfram að þróa það á vettvangi Stjórnstöðvar og bæta við fleiri upplýsingum, en eftir að þróunartímabilinu lýkur sé ég fyrir mér að það verði hýst hjá Ferðamálastofu.</p> <p style="text-align: justify;">Það er því alveg ljóst, kæru gestir, að stjórnkerfið hefur ekki slegið slöku við á árinu: ráðuneytið, Ferðamálastofa, ferðamálaráð, Stjórnstöðin, Íslandsstofa; allir hafa verið að vinna ötullega í þágu greinarinnar, og í góðri samvinnu við SAF, markaðsstofurnar, ferðaklasann og aðra hagsmunaaðila.</p> <p style="text-align: justify;">En eins og þið vitið öll þarf ekki að líta lengi í kringum sig í þessum sal til að sjá fílinn í herberginu. Nánast allur tími minn í embætti hefur einkennst af ákveðinni spennu á milli stjórnvalda og greinarinnar, vegna áforma um að færa ferðaþjónustu í almennt þrep virðisaukaskatts, úr 11 prósentum í 22,5, eða mögulega 22 eins og tekið var fram í fjármálaáætlun að gæti allt eins orðið raunin.</p> <p style="text-align: justify;">Eins og ég hef margoft sagt varð sú hugmynd ekki til á mínu borði. Og hún var svo sannarlega engin draumatillaga frá mínum bæjardyrum séð. En þegar ríkisstjórn hefur á annað borð samþykkt mál fer auðvitað almennt best á því að ráðherrar styðji hvern annan og rífi ekki niður málstað og stefnumál kollega sinna.</p> <p style="text-align: justify;">Fjármálaráðuneytið reiknaði út að breytingin fæli það í sér frá sjónarhóli hins dæmigerða ferðmanns, að heildarkostnaður við heimsókn hans til Íslands myndi hækka um fjögur prósent. Sú hækkun er auðvitað lítil samanburði við gengishækkun krónunnar. Hún er lítil í samanburði við gengislækkun breska pundsins. Og hún er lítil í samanburði við verðskrárhækkanir íslenskra hótela og gistiheimila, sem nema hvorki meira né minna en tuttugu og tveimur prósentum á aðeins tveimur árum, sem er langt umfram verðlag.</p> <p style="text-align: justify;">En auðvitað liggur það fyrir, að kaldari svæði eru ekki eins vel í stakk búin til að velta öllu slíku út í verðlagið. Það er að sjálfsögðu helsti veikleiki þessara áforma.</p> <p style="text-align: justify;">En ég minni á að hagsmunasamtök fyrirtækjanna í landinu, Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð, hafa hvatt stjórnvöld alveg sérstaklega til að samræma virðisaukaskatt milli atvinnugreina. Þetta hefur verið krafa atvinnulífsins, og hún var raunar líka samþykkt með ályktun á síðasta landsfundi Sjálfstæðisflokksins, þótt annarri ályktun af þeim fundi hafi verið meira hampað í þessari umræðu.</p> <p style="text-align: justify;">Reiknað hefur verið út að eitt vask-þrep gæti orðið 18,6%. Viðskiptaráð nefndi þá tölu í sinni umsögn um fjármálaáætlun og mælti með þeirri leið. Viðskiptaráð var því beinlínis að mæla með því að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustu um 7,6 prósentustig, frekar en þau 11 sem nefnd eru í fjármálaáætlun.</p> <p style="text-align: justify;">Meira að segja Samtök ferðaþjónustunnar hafa fyrir sitt leyti verið jákvæð gagnvart einu vask-þrepi, að því gefnu að gefinn yrði góður fyrirvari og um væri að ræða raunverulega almenna aðgerð.</p> <p style="text-align: justify;">Kæru fundarmenn: Ég er ekki viss um að það geti staðist, að það sé í góðu lagi að fara í 18,6 en það sé tilræði við lífsafkomu greinarinnar að fara í 22. Það breytir því ekki að ég tel skynsamlegt að ráðast í betri greiningar á áhrifum þessa á afkomu fyrirtækjanna, sérstaklega á landsbyggðinni, og stjórnvöld taki síðan fullt tillit til niðurstöðu slíkra greininga.</p> <p style="text-align: justify;">Það er svo sannarlega ekki kappsmál mitt að standa í átökum við greinina því okkur hefur gengið vel að vinna saman að góðum málum. Þar á áhersla okkar að liggja: á samráð og gott samstarf, til að gera framtíðarsýn okkar um enn betri ferðaþjónustu að veruleika.</p> <p style="text-align: justify;">Kæru gestir</p> <p style="text-align: justify;">Nú í vetur stóð til að leggja fram frumvarp um breytta skipan ferðamála. Hlutar þess voru kynntir í vor, til að mynda auknar kröfur til ferðaskipuleggjenda um að setja sér öryggisáætlanir. Eðli málsins samkvæmt er frumvarpið ekki komið fram í endanlegri mynd, en við höfum gert ráð fyrir að bæta við hlutverkalýsingu Ferðamálastofu því verkefni að sinna bæði gagnaöflun og rannsóknum í ferðaþjónustu, sem er ekki hlutverk hennar samkvæmt núgildandi lögum. Hugsunin með þessu er á engan hátt að taka spón úr aski annarra aðila sem stunda rannsóknir og gagnaöflun. En ég tel skynsamlegt og eðlilegt að Ferðamálastofa hafi þarna formlegt hlutverk og ég sé raunar fyrir mér að hún gegni lykilhlutverki við að tryggja að stefna og aðgerðir stjórnvalda grundvallist á fullnægjandi rannsóknum og gögnum. Fjárlagafrumvarpið gefur töluvert svigrúm til að efla þessa mikilvægu þætti, sem er ekki vanþörf á.</p> <p style="text-align: justify;">Við getum öll verið sammála um að rétt og nákvæm gögn eru lykilatriði. Á fundi sem ég sat með ferðamálayfirvöldum innan OECD ríkjanna í París í vikunni lögðu ráðherrar ferðamála í öðrum löndum þunga áherslu á mikilvægi gagna, og ég tek heilshugar undir það, eins og líklega allir hér.</p> <p style="text-align: justify;">Mikið hefur verið fjallað um það undanfarið, að ferðamenn dvelji nú skemur á landinu en áður. Þær fréttir byggja á tölum um gistinætur, sem ná ekki utan um Airbnb. Nú liggja hins vegar fyrir upplýsingar sem sýna að gistinætur hjá Airbnb í Reykjavík meira en tvöfölduðust árið 2016 frá fyrra ári, og hefur svo enn fjölgað um 45% til viðbótar, það sem af er þessu ári. Augljóst er að útreikningar á dvalartíma, þar sem þessa Airbnb-sprengju vantar inn í fjölda gistinátta, eru verulegum annmörkum háðir. Það er því verðugt verkefni að endurreikna tölurnar með hliðsjón af þessum upplýsingum.</p> <p style="text-align: justify;">En aftur að frumvarpinu um skipan ferðamála. Í því stóð einnig til að afnema hið úrelta hlutverk ferðamálaráðs að gera áætlanir um markaðssetningu. Að öðru leyti hef ég ekki viljað hrófla við ferðamálaráði, og hef raunar fremur horft til þess að efla það, enda tel ég að það geti sinnt dýrmætu ráðgjafahlutverki, eins og sannaðist á góðri vinnu þess í sumar, sem ég nefndi áðan.</p> <p style="text-align: justify;">Frumvarpið felur ekki í sér hina endanlegu skipan ferðamála í landinu. Í stað þess að umbylta skipulaginu með einu skrefi finnst mér hyggilegra að hugsa stórt en byrja smátt og þróa svo hratt.</p> <p style="text-align: justify;">Við stofnun Stjórnstöðvar ferðamála var henni markaður líftími út árið 2020 og við öll sem stöndum að henni erum að sjálfsögðu byrjuð að hugsa og ræða hvað taki við.</p> <p style="text-align: justify;">Samvinna og samræming þvert á ráðuneyti er lykilatriði og í því sambandi mun hin nýja, sterka skrifstofa ferðamála í atvinnuvegaráðuneytinu hafa vaxandi hlutverki að gegna. Sumir vilja sjá sérstakt ferðamálaráðuneyti. Á fundi mínum með öðrum ferðamálaráðherrum innan OECD-ríkjanna, sem ég nefndi áðan, sagði einn kollegi minn, að eiginlega ættu öll ráðuneyti að hafa “ferðamál” í sínu heiti. Samgöngu- og ferðamálaráðuneyti. Umhverfis- og ferðamálaráðuneyti. Og svo framvegis. Þetta er mergurinn málsins; það þarf að tryggja að stjórnsýslan öll hafi ferðaþjónustuna í huga, því ferðaþjónustan fer um alla kima samfélagsins.</p> <p style="text-align: justify;">Góðir gestir</p> <p style="text-align: justify;">Eins mikið og við höfum sinnt aðkallandi verkefnum til skemmri tíma hef ég líka viljað setja skýra áherslu á langtímahugsun. Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar felur auðvitað í sér markmið og mælikvarða til nokkurra ára. Vegvísirinn okkar segir til um sjö megin-áhersluþætti fram til ársins 2020 og verkefni sem þeim tengast. Og gildandi þingsályktun um opinbera stefnu í ferðamálum gildir sömuleiðis til ársins 2020.</p> <p style="text-align: justify;">Þau tímamót urðu nýlega, að nú er formlega hafin í ráðuneytinu vinna að því að semja opinbera ferðamálastefnu fyrir tímabilið 2020 til 2025. Ég hef skipað verkefnisstjórn með fulltrúum sex ráðuneyta, sem mun að sjálfsögðu hafa gott samráð við alla helstu hagsmunaaðila í greininni. Afurð þessarar vinnu verður þingsályktunartillaga, sem stefnan er að leggja fyrir Alþingi haustið 2019.</p> <p style="text-align: justify;">Langtímastefnumótun er lykilatriði, og við þurfum að horfast í augu við að hún fer ekki endilega alltaf saman við þá sýn og hagsmuni sem sumir kunna að hafa til skemmri tíma.</p> <p style="text-align: justify;">Til að ná markmiði okkar um að verða ótvírætt í hópi bestu ferðaþjónustulanda heims þurfum við að hafa hugrekki til að gera kröfur og setja mörk sem hugnast ekki endilega öllum. Það er eðli þess að hafa eftirsótta, takmarkaða auðlind í höndunum.</p> <p style="text-align: justify;">Framtíð íslenskrar ferðaþjónustu er björt, ef við vöndum okkur við að verja þá eftirsóknarverðu stöðu sem við erum í, höldum áfram að stíga markviss rétt skref fram á við, eins og við höfum sannarlega verið að gera, og missum ekki sjónar á lokatakmarkinu.</p> <p style="text-align: justify;">Ég vil nota tækifærið til að þakka öllum hagsmunaaðilum í greininni fyrir samstarfið þann örskamma tíma sem ég hef gegnt embætti. Ég viðurkenni fúslega að ég er sorgmædd yfir því að fá hugsanlega ekki að fylgja fleiri verkum úr hlaði en hér hafa verið talin upp. En um leið er ég stolt af því sem hefur áunnist.</p> <p style="text-align: justify;">Á þessum degi, sem skipulagður er af Ferðamálastofu, vil ég þakka öllu starfsfólki stofnunarinnar fyrir þeirra mikilvægu störf, og alveg sérstaklega ferðamálastjóranum okkar, Ólöfu Ýrr, en við höfum átt góð kynni og gott samstarf.</p> <p style="text-align: justify;">Kæru vinir,</p> <p style="text-align: justify;">Saman höfum við á árinu skrifað nokkra góða kafla í ævintýrið; ævintýrið um íslensku ferðaþjónustuna. Sögunni er hvergi nærri lokið, og framundan eru áskoranir sem kalla á skýra sýn, árvekni og góðar ákvarðanir.</p> <p style="text-align: justify;">En ég tel að við séum kominn á þann stað í sögunni, þar sem lokatakmarkið nálgast jafnt og þétt, og er í raun innan seilingar.</p> <p style="text-align: justify;">Lokatakmarkið, þar sem vönduð gögn og rannsóknir byggja undir trausta stefnumótun og stýringu. Lokatakmarkið, þar sem langtímahagsmunir heildarinnar eru í forgrunni, með þeim auknu kröfum og stýringum sem það kallar á. Lokatakmarkið, þar sem metnaðarfullir einstaklingar fá áfram frelsi til athafna og gott svigrúm til að halda áfram að bjóða upp á þjónustu sem er á heimsmælikvarða. Lokatakmarkið, þar sem sviðsmyndin fræga um framtíð íslenskrar ferðaþjónustu, sem hefur verið kölluð “Niceland”, verður að veruleika, en ekki sviðsmyndin þar sem við förum fram af bjargbrúninni.</p> <p style="text-align: justify;">Við erum jafnt og þétt að höggva okkur leið í gegnum þyrnigerðið í þessu ævintýri. Við erum komin á sporið. Við erum á réttri leið.</p> <p style="text-align: justify;">Megi okkur auðnast að villast ekki af henni heldur halda ótrauð áfram þannig okkur takist að hámarka þau stórkostlegu gæði sem ábyrg og sjálfbær ferðaþjónusta getur fært gestum okkar - og okkur sjálfum.</p> <p style="text-align: justify;">Takk fyrir.</p>

2017-09-22 16:38:2222. september 2017Ávarp á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna

<p style="text-align: left;"><br /> The Permanent Mission of Iceland<br /> to the United Nations<br /> <br /> <br /> <br /> 72 United Nations General Assembly<br /> <br /> <br /> <br /> Statement by Iceland <br /> Gudlaugur Thor Thordarsson<br /> Minister of Foreign Affairs of Iceland<br /> 22 September, 2017<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> CHECK AGAINST DELIVERY <br /> <br /> <br /> <br /> Mr. President,<br /> <br /> We live in a world of opportunity: Never have we had such potential to end poverty and hunger, to end human rights violation, to focus on the people striving for a decent life. We can either succeed or we can fail. It is a choice, it is a decision. This is our responsibility, this is our task. This task is not just about numbers or statistics, this task is about real-life people. “There is purpose and worth to each and every life.” Let us not forget.<br /> <br /> Our task is not easy. But the most important things in life are never easy, the right path is always difficult. And for sure, we face difficulties. The consequences of climate change, bad governance, terrorism and conflict have made our world seem “more dangerous, less predictable, more chaotic” as our Secretary General put it. It is our common responsibility to protect the progress we have made since the establishment of this institution and make good on our promises of prosperity for all. <br /> <br /> Mr. President, <br /> <br /> The world’s economic and social progress has in large part been driven by science and rational action, based on evidence. We must hold firm to this approach: only policy grounded in facts and evidence, can help us deal with common threats like climate change and to create a world that truly reflects our values.<br /> <br /> The Paris Climate Agreement and Agenda 2030 provide the blueprints for our success. Now we must deliver. Droughts, sea-level rise, ocean acidification and other consequences of climate change have wide-ranging implications for all our communities. Climate change is nowhere as visible as in the Arctic with far-reaching consequences in the other parts of the world. The melting of the polar ice in the north causes higher sea levels in the south. What happens in the Arctic does not stay in the Arctic.<br /> <br /> In fulfilling our Paris Agreement obligations, collectively with other European countries, we aim to reduce emissions by 40% by 2030, compared to 1990. Iceland remains committed to this end. <br /> <br /> Mr. President,<br /> <br /> Since the establishment of this institution, a rule-based international order has been the foundation for peace and prosperity. The assault on the rule of law by certain governments undermines the stability of the international system. <br /> <br /> We condemn in the strongest terms the illegal actions of North Korean leaders and call on them to accept generous offers to return to the negotiating table. During the past weeks, we have at last seen a united Security Council act firmly but constructively; to push for dialogue and confidence-building measures while staying firm on strengthening sanctions in the face of continued provocation. <br /> <br /> The use of chemical weapons by the Syrian Government against its own people was a blatant violation of international and humanitarian laws and demanded a firm response by the international community. <br /> <br /> Complex internal conflicts have led to displacement and suffering on a massive scale, with famine looming in many areas, including Yemen. The issue of Western Sahara remains unresolved with tensions rising. The disregard for the sovereignty and territorial integrity of Ukraine is another serious assault on the international rule-based order.<br /> <br /> The Security Council bears primary responsibility for maintaining international peace and security. Along with several other countries, Iceland has encouraged the Security Council to include long-term perspectives in its mission mandates to lay the foundations for lasting peace.<br /> <br /> Mr. President, <br /> <br /> The modern era has also seen the rise of non-state actors – something our system did not plan for. Terrorists have sought to undermine trust and tolerance within and between our communities. Alongside improvements of the UN anti-terrorism mechanism, we must identify the drivers of violent extremism and terrorism. At the heart of conflict and violent extremism lies a failure of development. This is where Agenda 2030 must play a vital role.<br /> <br /> Agenda 2030 is, indeed, a remarkable achievement. It is grounded in the Universal Declaration of Human Rights as human rights, peace and development are inseparable and essential to successful implementation of the Agenda. I take very seriously the Secretary-General’s warning that “Disregard for human rights is a disease, and it is a disease that is spreading – north, south, east and west.”<br /> <br /> The violation of freedom of expression, of rights to free assembly, of the fundamental rights of women - all undermine Agenda 2030. Extra-judicial killings, repression of minorities and the denial of the right to legitimate opposition set back sustainable development, sometimes by generations. Here I would like to express deep concern at the completely unacceptable situation of the Rohingya population in Myanmar.<br /> <br /> Iceland knows first-hand the massive potential resting in gender equality. With UN Women as a key partner, Iceland is a dedicated proponent of women’s human rights. We actively work to engage men in the fight for gender equality and, indeed, our Prime Minister is a HeForShe IMPACT Champion. We support UNFPA and the She Decides initiative for sexual and reproductive health and rights, and continue to promote women’s participation in the peace and security agenda. <br /> <br /> I commend the Secretary-General for his commitment to gender equality within the UN and his determination in addressing the issue of sexual exploitation and abuse by peacekeepers and UN staff – a betrayal of the civilians under their care, and of the values of the UN. <br /> <br /> Mr. President,<br /> <br /> In the beginning of the 20th century, Iceland was one the poorest countries in western Europe. Now, we are one of the richest. Why? The answer to that question is the key for our approach to task at hand, to deliver for the people of this world who are striving for a decent life, to make sure that everyone can benefit from this world of ours, the world of opportunities.<br /> <br /> <br /> <br /> Iceland’s path from rags to riches is a text book example of the power of free trade. We gained access to large foreign markets where we could sell our products and by doing so we changed our fortune. Every year we gather here in the capital of free trade and talk about the importance of ending poverty in the world. We can talk the talk, but can we really walk the walk?<br /> <br /> We can really do something about this. We can open our markets. We can let the poorer countries trade freely with our consumers. Let’s trade.<br /> <br /> And let’s keep in mind, that free trade is not only the exchange of goods or services for money. Free trade is forming relationships, free trade is people interacting, travelling, understanding each other, regardless of colour or religion. Free trade is the most powerful tool to establish and maintaining peace.<br /> <br /> Mr. President,<br /> <br /> While the markets of richest countries in the world remain closed to the poorest countries, it is truly our obligation to provide development assistance. A large share of Iceland’s bilateral assistance goes to the Least Developed countries, mainly in sub-Saharan Africa. <br /> <br /> We focus on our areas of expertise, such as energy and fisheries, while at the same time ensuring a horizontal emphasis on human rights and gender equality. To share our knowledge and experience, Iceland hosts UNU programs on fisheries management, geothermal energy and land restoration, in addition to its UNU gender program.<br /> <br /> Through projects and partnerships with IRENA, SE4ALL and the World Bank, Iceland works actively to increase the utilization of sustainable geothermal energy and we support the work of the UNCCD and FAO to increase food security and mitigate climate change through land restoration. <br /> <br /> Continuing a tradition of leadership in oceans affairs, Iceland actively contributed to the UN Oceans Conference earlier this year. Our many commitments include reducing marine litter and plastics in the ocean – an issue on which governments, businesses and individuals must cooperate. Allow me to welcome the Secretary-General’s appointment of Mr. Peter Thomson as his special envoy for the ocean. We look forward to working with Mr. Thomson. <br /> <br /> Unlocking the transformative potential of people and the private sector is key to success. In financing for development, we must be clear that development cooperation, while vital, is only a small part of what is needed. Good governance, strong institutions, human rights and equal opportunity are essential to inclusive economic progress, which eventually depends on the political will of leaders. Creating an environment where doing business is easy and investment makes sense is key to growth.<br /> <br /> Iceland believes strongly in the potential of globalization and international trade as an engine for economic growth and poverty reduction. We must continue to promote a universal, rules-based, fair, multilateral trading system under the World Trade Organization (WTO). At the same time, we must be aware of measures necessary to enable the Least Developed Countries to participate on fair terms. If we are to achieve the SDGs, this is not the time to erect trade barriers. <br /> <br /> <br /> Mr. President,<br /> <br /> The dire situation of the sixty-five million people driven from their homes by conflict, economic hardship and climate change urgently requires a solution. How we, as an international community address migration will define us for future generations. The forthcoming process towards Global Compacts for Refugees and for Safe, Orderly and Regular Migration will give us the opportunity to establish new and comprehensive approaches to this challenge of our age. <br /> <br /> These approaches must be grounded in humanitarian law and respect for the human rights and fundamental freedoms of all migrants, especially children. As host communities, we should not forget the positive contribution migrants can make to growth and sustainable development. <br /> <br /> Iceland has received an ever-increasing number of refugees via UNHCR in addition to providing generous assistance to UN Agencies working in the neighbouring countries of Syria. We will continue to do our part. <br /> <br /> Mr. President,<br /> <br /> Our forefathers, scarred by the catastrophe of world war and economic depression, had the foresight to set up the United Nations and the Bretton Woods Institutions. <br /> <br /> Just as this great building was renovated so successfully a few years ago, so too must the UN be renovated and made fit for purpose in the modern era. We strongly support the work of the Secretary-General in management reform, development reform, and his sustaining peace agenda. <br /> <br /> Thank you, Mr. President.<br /> <br /> <br /> </p>

2017-09-21 15:32:2121. september 2017Rannsóknarþing 2017

<p>Góðir gestir<br /> Þann 12. júní síðastliðinn samþykkti Vísinda- og tækniráð nýja stefnu og aðgerðaáætlun fyrir árin 2017-2019. Vinnan við stefnuna fór fram í góðu samstarfi mennta- og menningarmálaráðuneytis, annarra ráðuneyta og undirnefnda ráðsins. Leiðarstef stefnunnar eru gæði og árangur – og miða aðgerðirnar að því að efla umhverfi þekkingarstarfsemi og auka samfélagslegan ávinning af rannsóknum og nýsköpun hér á landi til framtíðar.<br /> Leiðarljós í stefnunni er að fjárfesting í rannsóknum og þróun nái 3% af vergri landsframleiðslu fyrir árið 2024.</p> <p><br /> Yfirskrift þessa rannsóknaþings er „heimur örra breytinga“. Ljóst er að komandi kynslóðir munu þurfa að glíma við margar krefjandi spurningar sem snúa meðal annars að umhverfismálum, heilbrigði, tækni og samfélagsþróun. Um er að ræða flókin verkefni sem krefjast þess að við byggjum brýr milli fólks og fagsviða, þvert á hefðbundin mörk á milli greina og geira. Það er markmið Vísinda- og tækniráðs að stuðla að aukinni forgangsröðun í rannsóknum og nýsköpun, meðal annars með því að skilgreina hinar helstu áskoranir framtíðarinnar þar sem við viljum nýta rannsóknir og nýsköpun með markvissum hætti til að bæta lífsskilyrði og velferð og skila þannig samfélagslegum ávinningi.<br /> Skýrari forgangsröðun gefur okkur auk þess meiri slagkraft í alþjóðlegu samstarfi um rannsóknir og þróun og styður við markmið um eflingu rannsóknarinnviða. Forgangssviðin verða skilgreind í samráði við almenning og hagsmunaaðila. Markáætlun á sviði vísinda og tækni og Innviðasjóður verða nýtt til að fjármagna verkefni í samræmi við forgangssviðin. Við munum áfram standa vörð um opna fjármögnun án sérstakrar forgangsröðunar í gegnum Rannsóknasjóð.<br /> Meginvinna við að skilgreina forgangssviðin er ekki enn hafin, en í stefnunni fórum við þó þá leið að tilgreina strax eitt af þessum sviðum og er það tunga og tækni.<br /> Þegar kemur að framtíð íslenskrar tungu blasa við okkur fjölmargar áskoranir. Ljóst er að tækni skipar æ stærri sess í daglegu lífi og samskiptum fólks og búast má við að þessi þróun muni færast í aukana á næstu árum. Því er spáð að tungumálið verði sífellt meira notað í samskiptum við tæki og tækni, til að mynda með aukinni notkun þýðingarvéla og ýmiss samskiptahugbúnaðar og er gert ráð fyrir að í náinni framtíð komi á markað tölvur sem geti skilið og brugðist við flóknum fyrirskipunum.<br /> Á síðustu árum hefur íslenskan því miður dregist aftur úr á mörgum sviðum upplýsingatækninnar. Mikið af hugbúnaði sem notaður er dags daglega er eingöngu notaður á ensku eða öðrum erlendum tungumálum. Ég tel það skipta okkur afar miklu máli að tryggja að íslenskan verði fullgilt tungumál í hinum stafræna heimi, eigi hún að vera lífvænleg þjóðtunga til framtíðar. Því munum við, á næstu vikum, auglýsa sérstaka markáætlun um tungu og tækni sem hefur það markmið að efla stöðu íslenskunnar í tækni og efla nýliðun í rannsóknum á tungunni í okkar tæknivædda heimi. <br /> Öflugari forgangsröðun mun gera okkur kleift að ná meiri slagkrafti í fjárfestingu í rannsóknarinnviðum. Uppbygging og rekstur rannsóknarinnviða geta krafist töluverðrar fjárfestingar, til langs tíma. Það skiptir því miklu máli að við beinum kröftum okkar þangað þar sem líklegt er að við náum mestum árangri. Í samræmi við stefnuna er nú unnið að undirbúningi að gerð vegvísis um rannsóknarinnviði, þar sem við ætlum að efla alþjóðlegt samstarf á sviði innviða og markvissa innviðafjárfestingu. Munum við þar skipa okkur bekk með Evrópuþjóðum sem hafa nær allar unnið slíkan vegvísi um rannsóknarinnviði á síðastliðnum árum. <br /> Önnur aðgerð snýr einnig að innviðamálum en það er markmið um að vinna stefnu um opinn aðgang að gögnum. Á síðustu árum hefur magn þeirra gagna sem aflað er við rannsóknir aukist til muna og skilningur okkar á verðmæti slíkra gagnasafna hefur vaxið. Ég tel mikilvægt að samfélagið njóti sem best þeirra þekkingar <br /> Því markmiði má ná með því að gera kröfu um opinn aðgang að rannsóknargögnum. Þannig verður tryggð markviss nýting gagna sem aflað hefur verið fyrir opinbert fé og tenging gagnasafna getur orðið mikilvæg uppspretta nýrrar þekkingar og nýsköpunar. <br /> Stefna og aðgerðaáætlun Vísinda- og tækniráðs tekur einnig til fjármögnunar háskólanna en um hana hefur mikið verið rætt undanfarin misseri. Í stefnunni eru sett fram skýr markmið um fjármögnun háskólakerfisins á næstu árum. Ég tel að fram þurfi að fara samtal við háskólana um það hvernig unnt verði að ná settum markmiðum, samhliða því sem mótuð verður skýrari framtíðarsýn fyrir háskólakerfið allt, og leitað leiða til að efla það. Vinna við endurskoðun reiknilíkans háskóla hefur þegar hafist í ráðuneytinu og verður hún unnin í góðu samráði við hagsmunaaðila. Markmiðið með endurskoðuninni verður að tryggja að reiknilíkanið styðji betur við markmið okkar um aukin gæði. <br /> Í stefnunni er ennfremur getið um aukin gæði í stjórnsýslunni og í kerfinu öllu með áherslu á grundaða stefnumótun (e. evidence-based policy making). Þetta er í samræmi við markmið nýrra laga um opinber fjármál þar sem lögð er áhersla á gildi eins og sjálfbærni, festu og gagnsæi. Við viljum meta með markvissari hætti, en við erum kannski vön að gera, árangurinn af þeim aðgerðum sem gripið er til. T.d. er ætlunin í aðgerð 7 að gera úttekt á skattalegu umhverfi rannsókna og nýsköpunar hér á landi og leggja mat á áhrif nýlegra lagabreytinga. Með aðgerð 8 ætlum við að leggja mat á stuðningskerfi atvinnulífs og stofnanaumhverfi til að skoða hvernig við getum aukið árangur og bætt samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs. Í aðgerð 6 ætlar Vísinda- og tækniráð að fjalla um niðurstöður sérfræðingahóps um mannafla- og færnispár á íslenskum vinnumarkaði. Allt þetta miðar að auknum gæðum innan stjórnsýslunnar.<br /> Við viljum miðla árangri af vísinda- og nýsköpunarstarfi til almennings og skóla. Eitt af einkennum svokallaðs þekkingarsamfélagsins er að rannsóknir og nýsköpun eru samofin samfélaginu öllu. Það skiptir því verulegu máli að efla skilning á mikilvægi rannsóknar- og nýsköpunarstarfs. Aðgerð 3 fjallar um að gera áætlun um miðlun á vísindum og tækni til almennings, allra skólastiga og stjórnvalda og hrinda slíkri áætlun í framkvæmd.<br /> <br /> Góðir gestir<br /> Við stjórnarskiptin í vetur tók mennta- og menningarmálaráðherra við formennsku í Vísinda- og tækniráði af forsætisráðherra. Þótt ýmsir hafi gagnrýnt þessa breytingu, tel ég sterk rök fyrir henni. Frá því að ráðið var sett á stofn árið 2003 hefur aðkoma mennta- og menningarmálaráðuneytis að starfi ráðsins verið mikil, mun meiri en nokkurra annarra ráðuneyta, enda ber mennta- og menningarmálaráðherra ábyrgð á stefnu stjórnvalda í háskóla- og vísindamálum, a.m.k. að megninu til. Með breytingunni starf Vísinda- og tækniráðs fært nær þeim fagráðuneytum þar sem þekking á rannsóknum, háskólum og nýsköpun er mest. Það hefur verið markmið mitt sem formanns Vísinda- og tækniráðs að efla samtal starfsnefnda ráðsins við þau ráðuneyti sem að því koma, og vinna að því að stefna þess endurspeglist með skýrum hætti í fjármálaáætlun og fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Með þessu móti vil ég stuðla að því að Vísinda- og tækniráð nái þeim markmiðum sem það setur sér. <br /> Framundan er áhugaverð dagskrá. Líkt og fyrri ár verða hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs veitt þeim vísindamanni sem snemma á ferlinum þykir hafa skarað framúr á sínu sviði og er talin líklegur til afreka í rannsóknum og nýsköpun í íslensku samfélagi. Verðlaunin hafa verið veitt frá árinu 1987 og eru til þess ætluð að hvetja vísindamenn til dáða og vekja athygli almennings á gildi rannsókna og starfi vísindamanna.<br /> <br /> Með þessum orðum lýsi ég því að Rannsóknarþing 2017 er sett. Njótið dagsins.</p>

2017-09-21 11:31:2121. september 2017Viðskiptaráð Íslands 100 ára

Forseti, fulltrúar Viðskiptaráðs Íslands, góðir gestir. <br /> <br /> Það er einstaklega ánægjulegt að vera með ykkur hér í dag á 100 ára afmælishátíð Viðskiptaráðs Íslands. Það er merkur áfangi að ná aldarafmæli og gott tilefni til að líta yfir farinn veg, skoða hvað hefur áunnist og horfa til framtíðar.<br /> Líkt og Dominic Barton kom inn á hér áðan eru tímarnir að breytast – hraðar en nokkru sinni fyrr. Breyttri heimsmynd fylgja breyttar kröfur og huga þarf vandlega að uppbyggingu menntakerfisins svo það stigi í takt við kröfur nútíma samfélagins og sé í færum til að mæta síbreytilegum og fjölþættum þörfum samtímans og því sem við teljum á hverjum tíma búa í framtíð okkar. <br /> <br /> Við Íslendingar erum atorkusöm og bjartsýn þjóð, land okkar er ríkt af náttúruauðlinum og í háskólum landsins er að finna dýrmæta auðlind í formi þekkingar og frumkvöðlakrafts. Hér er öflugt rannsóknarstarf á mörgum sviðum, mikið hugvit og við erum svo lánsöm að búa að gjöfulu alþjóðlegu vísindasamstarfi. Samfélagslegur ávinningur af alþjóðlegu rannsóknarstarfi verður seint ofmetinn og mikilvægt að vel sé að því hlúð<br /> Íslenskir vísindamenn hafa náð afburðaárangri í alþjóðlegu rannsóknarsamstarfi sem við megum vera hreykin af og nú eru tveir af háskólum okkar á meðal þeirra 500 bestu í heimi, og vísa ég þar í nýjasta lista The Times Higher Education World University Rankings yfir bestu háskóla heims.<br /> Þetta er glæsilegur árangur sem ber að halda á lofti.<br /> <br /> Vísindaleg þekking og hagnýting hennar er samtvinnuð daglegu lífi okkar og samfélagsgerð. Samlegðaráhrifin sem skapast þegar við samnýtum krafta okkar, þekkingu og fjármagn eru mikilvæg og með auknu samstarfi getum við tryggt og viðhaldið hér sterkum innviðum, hagþróun og velferð til framtíðar. Sigurður Pálsson skáld lést í fyrradag 69 ára að aldri, blessuð sé minning hans. Hann hlaut verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á Degi íslenskrar tungu á síðasta ári og sagði m.a. við það tækifæri :<br /> Stundum heyrist kvartað yfir því að íslenskan sé hálfómerkilegt tungumál af því að það séu svo fáir sem nota það. Í raun er þetta mikil blessun eða getur verið það.<br /> Sá sem á sér móðurmál sem fáir skilja er í þeirri eftirsóknarverðu stöðu að neyðast til þess að læra önnur tungumál. Sú nauðung er bæði ljúf og gefandi.<br /> Að læra önnur tungumál skapar möguleika á fjölbreyttara viðhorfi til veraldarinnar og fjölbreytileiki vinnur gegn hvers kyns einsleitni.<br /> <br /> Með því að berjast fyrir hinni skáldlegu vídd tungumálsins þannig að fólk verði virkir notendur, skapandi lesendur og túlkendur tungunnar og jafnframt með því að læra önnur mál, með öllu þessu erum við ekki bara að berjast gegn hinni eitruðu einsleitni heldur í raun beinlínis að hjálpa til við að byggja upp lýðræðislegt samfélag.<br /> <br /> Fyrir fullvalda þjóð skiptir lykilmáli að standa vörð um þjóðtungu sína í samfélagi þjóðanna og sú ábyrgð og skylda hvílir á okkur núlifandi Íslendingum að tryggja að íslenskan verði fullgilt tungumál í hinum stafræna heimi. Sagan kennir okkur að þau tungumál sem ekki eru með í tæknibyltingunni eigi á hættu að deyja út. Því tel ég að leggja verði ríka áherslu á íslenska máltækni og að hún verði grunnþáttur í framkvæmd íslenskrar málstefnu næstu árin. Það er hlutverk okkar allra að búa svo um hnútana að móðurmál okkar lifi og dafni á komandi árum.<br /> Í sumar kom út skýrsla starfshóps um stöðu og framtíð menntunar á sviði máltækni, ásamt fjárhags- og verkáætlun til fimm ára, sem varða leiðina. Það er ánægjulegt hversu gott samstarf var í allri þessari vinnu en að henni komu stofnanir, háskóla og samtök atvinnulífsins.<br /> <br /> <strong>Bakhjarl menntunar</strong><br /> Frá stofnun hefur Viðskiptaráð Íslands verið bakhjarl menntunar með þátttöku í uppbyggingu íslensks menntakerfis. Má hér nefna aðkomu ráðsins að rekstri Verzlunarskóla Íslands og síðar uppbyggingu Háskólans í Reykjavík en báðir þessir skólar hafa verið eftirsóknaverðir valkostir og nemendur útskrifast þaðan með góða og hagnýta menntun á sviðum atvinnulífsins. Menntasjóður Viðskiptaráðs, sem gegnir því meginhlutverki að auka samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs, hefur styrkt íslenska nemendur sem leggja stund á framhaldsnám við erlenda háskóla og veitt styrki til fjölda rannsóknarverkefna sem tengjast framþróun menntunar og eflingu íslensks atvinnulífs.<br /> Það er fagnaðarefni að áhersla á menntun, rannsóknir og nýsköpun hefur verið rauður þráður í starfsemi Viðskiptaráðs frá upphafi. <br /> <br /> Ágætu gestir,<br /> Viðskiptaráð Íslands á sinn þátt í því hve vel hefur unnist í að tryggja áframhaldandi hagvöxt og uppbyggingu menntakerfisins hér á landi. Leiðin að aukinni hagsæld hefur verið mörkuð og þróun efnahagsmála undanfarin ár verið okkur í hag.<br /> Að þessu sögðu vil ég óska Viðskiptaráði Íslands allra heilla í tilefni dagsins og snúa mér að vísindamönnum framtíðarinnar.<br /> <br /> <strong>Hvernig verður Ísland tæknivæddasta þjóð í heimi árið 2030? </strong><br /> <br /> Í tilefni af 100 ára afmæli Viðskiptaráðs Íslands stóð ráðið fyrir verkkeppni (e. case competition) í fyrsta sinn. Keppnin gekk þannig fyrir sig að 4-5 manna lið fengu eina helgi til þess að móta hugmynd er snéri að spurningunni <span>„</span>Hvernig verður Ísland tæknivæddasta land í heimi árið 2030?”. <br /> Fyrri hluti dags fór í fyrirlestra um breytta framtíð, samkeppnishæfni Íslands og hvernig nálgast má flókin vandamál á skipulagðan hátt. Seinniparturinn var nýttur til hugmyndavinnu þar sem fjölmargir „leiðtogar“ úr atvinnulífinu litu við hjá hópunum til að aðstoða þá áfram í sinni vinnu. <br /> Með stuðningi háskólanna; HÍ, HR og LHÍ voru valin 11 lið með 50 þátttakendur til að taka þátt í keppninni. Yngsti keppandi var tvítugur og elsti á fertugsaldri! Keppendur komu úr 16 mismundandi sérfræðigreinum. Hugmyndirnar voru því jafn frumlegar og fjölbreyttar og liðin voru mörg.<br /> Hugmyndir sem fram komu voru allt frá rafvæðingu stjórnsýslunnar og byltingu í samgöngumálum með svokölluðum þythylkjum, til nútímalegrar íslenskukennslu með snjallsímaforriti og nútímavæðingu landbúnaðarkerfisins. Einnig komu fram hugmyndir um stofnunina Jaka sem eins konar orkuklasa fyrir nýsköpunarfyrirtæki, gagnavera “mekka“ með „Íslenska skýinu“,og notkun sýndarveruleika sem nálgun á samfélagslegar áskoranir. <br /> Hefur dómnefnd nú komist að niðurstöðu en áður en ég opna umslagið þar sem nafn sigurliðsins er að finna ber þess að geta að vinningurinn er ekki af lakara taginu – en það er ferð til Kísildalsins þar sem framsæknustu fyrirtæki heims verða heimsótt. Fyrirtæki á borð við Facebook, Google, NASA, Uber, Tesla og fleiri.<br /> <br /> Í dómnefnd sátu: <br /> • Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir Ferðamála, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra<br /> • Ari Kristinn Rektor Háskólans í Reykjavík<br /> • Steinunn Gestsdóttir Aðstoðarrektor kennslumála- og þróunar í Háskóla Íslands<br /> • Katrín Olga Jóhannesdóttir formaður Viðskiptaráðs Íslands<br /> • Stefán Sigurðsson forstjóri Vodafone á Íslandi<br /> Ég ætla hvorki að kvelja keppendur né tefja gesti lengur og vind mér í þetta. <br /> <br /> Sigurliðið er það lið sem lagði fram hugmynd um gjörbyltingu í heilbrigðiskerfinu með því að nýta gervigreind. Áhersla er lögð á að fyrirbyggja sjúkdóma í stað þess að meðhöndla þá eftir að þeir koma fram. Þessi hópur er skipaður læknanemum á 6. ári ásamt tölvunarverkfræðingi. Með hugmynd sinni um fyrirbyggjandi heilbrigðiskerfi sem aftrar því að fólk veikist af algengustu lífstílssjúkdómum heims á borð við sykursýki og fleiru eru þeir að stuðla að aukinni framleiðni í heilbrigðismálum. Í gegnum tækninýjungar á borð við snjall-úr og síma setja þeir fram sannfærandi hugmynd um það hvernig Ísland geti orðið að fyrirmynd í heiminum um hvernig nýta megi gervigreind og tækni til þess að halda landsmönnum heilbrigðum. Tóku þeir dæmi um hvernig erlend fyrirtæki hafi nú þegar nýtt sér Ísland sem reynslu markað þegar lifrarbólgu C var útrýmt hérlendis. Hafa þeir hug á að tengjast beint þeim tæknifyrirtækum sem standa hvað fremst í þessum efnum og eru þau einmitt mörg hver að finna í Kísildalnum. Ég vil kalla hingað upp á svið lið nr. 7: Þá Daníel Alexandersson, Viðar Róbertsson, Davíð Þór Jónsson, Alexander Jósep Blöndal og Vilhjálm Pálmason. <br /> Gefum þeim gott klapp!

2017-09-19 14:42:1919. september 2017Ávarp umhverfis- og auðlindaráðherra við vígslu ofanflóðavarna á Neskaupsstað

Ágætu Norðfirðingar og aðrir gestir,<br /> <br /> það er mér sönn ánægja að vera hér með ykkur á þessum tímamótum þegar lokið er frágangi ofanflóðavarna hér undir Tröllagiljum.<br /> <br /> Við Íslendingar þekkjum flestum betur hvernig er að búa við náttúruvá. Hér verða reglulega stórir jarðskjálftar, eldsumbrot verða með nokkurra ára millibili og aftakaveður koma hér af og til.<br /> <br /> Ofanflóð og þá einkum snjóflóð eru einnig hluti af þeirri náttúruvá sem við þekkjum mætavel. Í gegnum aldirnar höfum við misst mörg mannslíf í snjóflóðum og skriðuföllum, en það er á þessum stundum sem að samtakamáttur okkar Íslendinga birtist skýrt.<br /> <br /> Við munum öll eftir þeirri miklu samkennd sem myndaðist í þjóðfélaginu þegar snjóflóðin í Súðavík og á Flateyri féllu árið 1995 og það var einmitt í kjölfar þeirra að stjórnvöld ákváðu að hefja markvissar aðgerðir til þess að slíkir atburðir mundu ekki endurtaka sig hér á landi.<br /> <br /> Löggjöfinni var breytt og sveitarfélögum sem bjuggu við snjóflóðahættu var gert skylt að meta áhættu á byggðum hættusvæðum og hefja á þeim grunni uppbyggingu snjóflóðavarna.<br /> <br /> Landsmenn hafa þannig aðlagað sig þessum aðstæðum og umfangsmikið rannsóknar- og vöktunarstarf er unnið í því skyni að tryggja hér lífvænleg skilyrði til búsetu.<br /> <br /> Markmiðið með byggingu varnarmannvirkja er að tryggja sem allra best öryggi íbúa á hættusvæðum gagnvart snjóflóðum sem og öðrum ofanflóðum. Til þessara aðgerða hafa sveitarfélögin notið fjárhagsaðstoðar Ofanflóðasjóðs.<br /> <br /> Umhverfisráðuneytinu var falið að annast umsjón með framkvæmdinni af hálfu ríkisvaldsins og tók það formlega við verkefninu í ársbyrjun árið 1996. Jafnframt var starf Veðurstofu Íslands við hættumat og snjóflóðavarnir aukið umtalsvert, svo og vinna stofnunarinnar við vöktun vegna snjóflóða og annarra ofanflóða og rannsóknir á þessu sviði.<br /> <br /> Strax á árinu 1996 ákvað ráðuneytið að efla verulega rannsóknir á eðli snjóflóða og var komið á öflugu eftirliti með snjóflóðahættu og gerðar rýmingaráætlanir, sem styðjast skyldi við þar til lokið yrði gerð varnarvirkja. Þá var unnin yfirgripsmikil úttekt á öllum helstu snjóflóðahættusvæðum í byggð og metnir líklegir varnarkostir á hverjum stað.<br /> <br /> Rýming húsnæðis í þéttbýli vegna snjóflóðahættu á hins vegar að heyra til undantekninga eftir að varnarvirki hafa verið reist. <br /> <br /> Í framhaldi af áðurnefndri úttekt var ákveðið í samráði við viðkomandi sveitarfélög að ráðast í byggingu varanlegra snjóflóðavarna og tryggja þannig öryggi fólks í byggð. Um er að ræða stórt verkefni sem mun enn taka nokkur ár að ljúka að fullu, þó nú hafi verulega miðað og öryggi verið bætt á flestum þeim þéttbýlisstöðum sem búa við snjóflóðahættu. Mörg þessara varnarvirkja hafa þegar sannað gildi sitt.<br /> <br /> Í dag fögnum við verklokum við gerð og frágang ofanflóðavarna við Tröllagil hér í Neskaupstað. Þeir sem hér búa þekkja betur en flestir hættuna af ofanflóðum og því er það virkilega ánægjulegt að þessari framkvæmd sé nú lokið. <br /> <br /> Næst á dagskrá er að klára framkvæmdir við varnir undir Urðarbotnum og undir Nes- og Bakkagiljum. Mati á umhverfisáhrifum er lokið vegna beggja framkvæmdanna og hönnun varna undir Urðarbotnum er hafin. Þegar hönnun lýkur verður hún kynnt bæjaryfirvöldum og íbúum.<br /> <br /> Á næstu árum þarf einnig víða á landinu að huga að vörnum gegn aurskriðum og vatnsflóðum eins og flóð á Ísafirði, Siglufirði, Eskifirði og í Neskaupstað á síðustu árum og mánuðum hafa fært okkur heim sanninn um. Frárennsliskerfi, ræsi og ýmsir aðrir innviðir margra byggðarlaga hafa ekki verið byggðir til þess að takast á við aftakaúrkomu eins og hún verður mest hér á landi.<br /> <br /> Íbúar og atvinnulíf sætta sig síður við þá röskun og tjón sem hlýst af flóðum í ám og lækjum nú en áður var. Þarna þarf að koma til samstarf sveitarfélaga og annarra stjórnvalda við að ákveða hönnunarforsendur og endurbæta þá innviði sem fyrir eru þó hætta á mannskæðum slysum sé miklu minni en af völdum snjóflóða. <br /> <br /> Meðal annars þarf að huga að því að hugsanlegt er að aftakaúrkoma verði á næstu áratugum tíðari en verið hefur vegna áhrifa loftslagsbreytinga af mannavöldum sem valda nú margvíslegum breytingum á veðurfari hér á landi sem annars staðar.<br /> <br /> Varnargarðarnir undir Tröllagiljum eru eins og vel sést hluti af bæjarlandslaginu og því var strax í undirbúningi verksins lögð áhersla á útlit mannvirkisins, uppgræðslu og gerð göngustíga þannig að framkvæmdirnar féllu sem best að umhverfinu og stuðluðu um leið að bættri aðstöðu til útivistar. Það er því von mín að íbúar Neskaupstaðar og aðrir sem sækja bæinn heim muni njóta útivistar á svæðinu. <br /> <br /> Ég vil draga sérstaklega fram mikilvægi uppgræðslunnar og þá skoðun mína að við hér á Íslandi ættum að huga enn betur að notkun þeirra grænu innviðauppbyggingar sem felst í uppgræðslu og skógrækt. Þannig er til dæmis hægt að auka við græna innviðauppbyggingu og notast við náttúrulega geymslueiginleika gróðurs og þétts jarðvegs til að draga úr magni rigningarvatns sem annars safnast fyrir í berum og ótraustum jarðvegi. Annar ávinningur grænna innviða í því tilfelli gætu t.d. verið upptaka kolefnis sem hjálpar okkur í baráttu gegn loftlagsbreytingum, bætt loftgæði og fjölbreyttari útivistarsvæða eins og áður hefur verði nefnt.<br /> Þá hafa rannsóknir sýnt að lausnir grænnar innviða séu ódýrari en gráir innviðir. Það er ágætt að velta þessu fyrir sér og auka við þessa þróun hér á landi þó að við séum að sjálfsögðu öll meðvituð um þær takmarkanir sem græn inniviðir búa við hér á landi vegna veðurskilyrða og landslags á mörgum þeirra staða þar sem hætta er af ofanflóðum.<br /> <br /> Aðkoma ráðuneytisins að þessum framkvæmdum hér á Neskaupstað hefur fyrst og fremst verið í gegnum Ofanflóðasjóð sem styrkir sveitarfélög til framkvæmda á þessu sviði samkvæmt áætlun um uppbyggingu varnarvirkja. Það er mitt mat að framkvæmd þessi hafi tekist afar vel og er hún öllum þeim sem að henni koma til mikils sóma. Vil ég sérstaklega þakka ráðgjöfum, verktökum og eftirlitsaðilum þeirra störf.<br /> <br /> Ágætu Norðfirðingar, við erum hér í dag saman komin til þess að fagna því að gerð þessara varnarvirkja sé lokið og þau tilbúin til þess að takast á við það hlutverk sitt að tryggja íbúum bæjarins aukið öryggi gagnvart ofanflóðum.<br /> <br /> Ég vil því að lokum óska ykkur öllum til hamingju með þessi mannvirki og vona að þau verði íbúum Neskaupstaðar til farsældar um ókomna tíð.<br />

2017-09-17 13:46:1717. september 2017Uppreist æru - grein í Morgunblaðinu 17. september

<p><span>Mál á borði ráðherra í hvaða ráðuneyti sem er eru jafnan mörg en mismikil að vöxtum. Mörg eru einstök, eins og smíði lagafrumvarpa, en mörg eru hefðbundin í þeim skilningi að þau lúta að afgreiðslu erinda sem tilteknu ráðuneyti er falið að afgreiða. Dæmi um hið síðarnefnda er afgreiðsla umsókna einstaklinga um uppreist æru. Slíkar umsóknir berast ráðuneytinu árlega og að meðaltali 1-2 afgreiddar á ári síðustu 30 ár.<br /> </span></p> <p><span>Uppreist æra er ævafornt fyrirbæri þótt hún sé sjaldan í fréttum. Það er því skiljanlegt að ekki sé öllum ljóst hvað í henni felst og hvað í henni felst ekki. Í uppreist æru felst ekki að viðkomandi maður hafi ekki framið brot sitt. Í henni felst ekki að brotið hafi ekki verið alvarlegt. Í henni felst ekki einu sinni að brotið komi ekki lengur fram á sakavottorði. Í uppreist æru felst að dómur um refsingu sem hefur verið afplánuð eftir þeim reglum sem um það gilda hefur ekki sérstök réttaráhrif lengur. Hinn dómfelldi öðlast borgararéttindi sín að nýju. Hann er jafn sekur um brot sitt og hann var áður.<br /> </span></p> <h3>Vélræn afgreiðsla</h3> <p><span>Á vordögum fékk ég inn á mitt borð minnisblað frá sérfræðingum ráðuneytisins þar sem lagt var til við mig að leggja til við forseta að tilteknum einstaklingi yrði veitt uppreist æra. Fram kom í minnisblaðinu að umsækjandi hefði lokið afplánun dóms vegna kynferðisbrots gegn barni fyrir um áratug. Einnig kom fram að meginreglan hvað varðar tímafresti eins og hún hafði verið í framkvæmd undanfarna áratugi sé í 3. mgr. 85. gr., sem kveður á um 2 ár frá því að refsing er að fullu úttekin en ekki í 2. mgr. 85. gr. sem þó virðist vera meginregla að lögum og kveður á um 5 ára tímamark.<br /> </span></p> <p><span>Við skoðun mína á málinu komst ég að þeirri niðurstöðu að framkvæmd við veitingu uppreistar æru hefði ekki verið í samræmi við löggjafarviljann eins og hann var árið 1940 er lögleidd voru þau ákvæði um uppreist æru sem gilda í dag. Ég þekki hins vegar vel það sjónarmið stjórnsýslunnar að jafnræðis þurfi að gæta við afgreiðslu mála og að sambærileg mál fái sambærilega meðferð. Sjálfri fannst mér það einnig óeðlilegt að umsagnir manna, sem ráðuneytið óskar eftir til frekari staðfestingar á því að hegðun umsækjanda hafi verið góð á tímabilinu, hafi ekki verið sérstaklega sannreyndar með einhverjum hætti þótt ekki væri nema með einu símtali til umsagnaraðila.<br /> </span></p> <p><span>Ég var upplýst um það að síðustu tveir forverar mínir hafi gert athugasemdir við það að öllum umsækjendum hafi verið veitt uppreist æra óháð þeim brotum sem þeir höfðu verið dæmdir fyrir. Hafi farið fram að ósk ráðherranna ítarleg skoðun á þeim möguleika að synja erindum tiltekinna umsækjenda. Í ljósi jafnræðisreglu stjórnsýsluréttarins væri ráðuneytinu ekki stætt á öðru en að leggja til við ráðherra að öllum umsækjendum sem uppfylla lagaskilyrði yrði veitt uppreist æra.<br /> </span></p> <p><span>Á þessum tímapunkti í byrjun maí komst ég að þeirri niðurstöðu að áratugalöng framkvæmd við veitingu uppreistar æru hafi leitt til heldur vélrænnar afgreiðslu á umsóknum um uppreist æru, því miður með vísan til skráðra og óskráðra reglna stjórnsýsluréttarins. Að mínu mati hefur stjórnsýslan þannig borið löggjafann ofurliði. Ég féllst ekki á þessa framkvæmd og hef ekki veitt neinum uppreist æru.<br /> </span></p> <h3>Upplýsingar um gögn</h3> <p><span>Hinn 15. júní er kveðinn upp Hæstaréttardómur þar sem felld var niður svipting lögmannsréttinda Róberts Downey. Var í rökstuðningi dómsins vísað til þess meðal annars að Róbert hefði fengið uppreist æru 16. september 2016. Samdægurs hófst umfjöllun fjölmiðla um fyrirbærið uppreist æra og hvernig umsóknir um slíkt væru afgreiddar. Þrátt fyrir að ég hafi enga aðkomu átt að því máli veitti ég hins vegar viðtöl daginn eftir og sagði aðspurð að hefði málið komið inn á mitt borð hefði ég skoðað mál Róberts sérstaklega og vísaði um það til þeirra aðstæðna sem ég hafði verið í fyrr um vorið. Ég nefndi það líka að framkvæmdina þyrfti að endurskoða og þá færi best á því að Alþingi kæmi að því. Ég óskaði svo strax eftir því í ráðuneytinu að tekinn yrði saman listi yfir allar umsóknir um uppreist æru og afdrif þeirra síðustu áratugina en enginn tölfræði hafði áður verið tekin saman í þessum málaflokki. Afrakstur þeirrar vinnu, sem var tímafrek, var listi aftur til ársins 1995 sem var birtur samstundis á vefsíðu ráðuneytisins hinn 14. ágúst.<br /> </span></p> <p><span>Í kjölfar þessa dóms Hæstaréttar óskuðu fjölmiðlar eftir öllum gögnum í máli Róberts Downey. Hinn 22. júní 2017 tók ráðuneytið þá varfærnu afstöðu að hafna beiðni um afhendingu gagnanna með vísan til þess að í þeim væru upplýsingar sem ekki væri heimilt að veita aðgang að. Var um þetta vísað meðal annars til 9. gr. upplýsingalaga sem kveður á um að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari. Um leið var fjölmiðlum leiðbeint um þann möguleika að bera þessa ákvörðun ráðuneytisins undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Það gerði RÚV samstundis. Því miður lá úrskurður nefndarinnar ekki fyrir fyrr en tæpum þremur mánuðum síðar, hinn 11. september. Með úrskurðinum var kveðið á um skyldu ráðuneytisins til að afhenda gögnin en jafnframt staðfest sú afstaða ráðuneytisins að í gögnunum væru upplýsingar sem ekki væri rétt að afhenda. Það liggur því fyrir að hefði ráðuneytið afhent gögnin í samræmi við kröfu fjölmiðla hefði það brotið lög.<br /> </span></p> <p><span>Viðbrögð ráðuneytisins við úrskurði nefndarinnar voru þau að afhenda tafarlaust gögnin þeim fjölmiðlum sem óskað höfðu eftir. Rétt er að vekja athygli á því að ráðuneytið hefði getað óskað eftir því við nefndina að fresta réttaráhrifum úrskurðarins í þeim tilgangi að bera hann undir dómstóla innan sjö daga eins og lög heimila. Jafnvel þótt sitthvað í úrskurðinum hafi orkað tvímælis að mati ráðuneytisins, og ekki víst að dómstóll hefði komist að nákvæmlega sömu niðurstöðu og nefndin, var það ekki gert. Leyndarhyggjan var ekki meiri en svo.<br /> </span></p> <h3>Trúnaðarsamtal við forsætisráðherra</h3> <p><span>Allt þar til í síðustu viku hef ég ekki séð gögn í nokkru máli er lýtur að uppreist æru og afgreidd hafa verið í ráðuneytinu fyrir mína tíð, utan frumrits tillögu til forseta Íslands í máli Róberts Downey. Ég óskaði aldrei eftir því og hafði ekki nokkurn hug á að setja mig inn í einstakar embættisfærslur forvera minna. Hinn 21. júlí var ég hins vegar upplýst um það af ráðuneytisstjóra, án þess að hafa eftir því leitað, að við skoðun eldri gagna hefði komið í ljós að meðal umsagna í einu máli sem afgreitt hafði verið sama dag og umsókn Róberts, hafi verið umsögn föður forsætisráðherra. Vikurnar á undan, í tengslum við mál Róberts Downey, höfðu verið sagðar misvísandi fréttir af því að forsætisráðherra, sem þá var fjármálaráðherra, hafi á einhvern hátt haft aðkomu að afgreiðslu málsins. Ég hafði ekki látið þær fréttir mig nokkru varða enda fyrir mína tíð í embætti.</span></p> <p><span>Allt að einu, í ljósi þessara fjölskyldutengsla ráðherrans við einn umsagnaraðila taldi ég rétt að ræða þetta við forsætisráðherra. Hann kom af fjöllum. Síðar var það staðfest að forsætisráðherra hafði alls ekki gegnt stöðu innanríkisráðherra við afgreiðslu málsins í september 2016. Hann sat hins vegar ríkisstjórnarfundinn sem afgreiddi málið til forseta.<br /> </span></p> <p><span>Ákvörðun um uppreist æru fer frá ráðuneyti inn á borð ríkisstjórnar og þaðan til forseta. Allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar geta kynnt sér þau skjöl sem búa þar að baki. Efni þeirra skjala er því ekki trúnaðarmál fyrir þeim, hvað þá forsætisráðherranum sjálfum. Þegar af þeirri ástæðu getur það aldrei verið trúnaðarbrot að ræða slík mál við forsætisráðherrann sem hafði heimild til að kynna sér öll þau gögn á sínum tíma. Þar fyrir utan verða fagráðherrar að geta rætt við forsætisráðherra í trúnaði og án takmarkana. Annað væri fásinna. Forsætisráðherra er þá bundinn sama trúnaði og fagráðherrann í málinu. Allur áburður um trúnaðarbrot af minni hálfu stenst ekki skoðun.<br /> </span></p> <h3>Endurskoðun á lögum er löngu hafin</h3> <p><span>Frá því ég tók við embætti dómsmálaráðherra hefur engin umsókn um uppreist æru verið afgreidd. Þvert á móti gerði ég athugasemd við afgreiðslu þeirra mála eins og hún birtist mér við nánari skoðun. Ég hóf endurskoðun á framkvæmdinni nokkru áður en fjölmiðlaumfjöllun um þessi mál hófst í júní. Ég kynnti í ríkisstjórn 11. ágúst að ég myndi leggja fram í haust frumvarp til laga sem afnæmi alfarið heimild til þess að veita uppreist æru og um leið breyta nokkrum tuga lagaákvæða er kveða á um óflekkað mannorð sem skilyrði til ýmissa trúnaðarstarfa. Á opnum fundi Allsherjar- og menntamálanefndar í lok ágúst lýsti ég sýn minni á nýtt fyrirkomulag um endurheimt borgaralegra réttinda. Ég veit ekki til þess að nokkur annar þingmaður hafi gert það opinberlega og hef ég þó margáréttað við þingmenn sem hæst hafa látið að þeim er í lófa lagið að leggja fram frumvarp til laga um hvaðeina sem þeim dettur í hug. Ég hef einnig áréttað að mínar dyr í ráðuneytinu standi þeim ávallt opnar hafi menn ábendingar eða tillögur sem gætu nýst við lagabreytinguna. Ég hef ekki heyrt hvorki hósta né stunu frá öðrum þingmönnum að þessu leyti en ég hef þó ekki skynjað annað en að menn séu ánægðir með þá vinnu sem ég hóf í sumar. Þrátt fyrir sundrung í ríkisstjórninni mun ég beita mér fyrir því að sú vinna haldi áfram í dómsmálaráðuneytinu.<br /> </span></p> <h3>Aðgát skal höfð í nærveru sálar</h3> <p><span>Pólitískar ávirðingar tek ég ekki nærri mér. Stjórnmálamenn mega búast við nánast hverju sem er í þeim efnum. Hitt tek ég þó afar nærri mér og finnst sárt, að menn ætli til viðbótar við hefðbundin stjórnmálaátök að brigsla mér og öllum flokkssystkinum mínum um „gamaldags“ leyndarhyggju og yfirhylmingu með kynferðisbrotamönnum vegna þess eins að ráðuneyti mitt tók varfærna ákvörðun um birtingu viðkvæmra gagna. Höfum í huga að ef persónuvernd er rofin verður það ekki aftur tekið en alltaf má bæta úr því ef upplýsingagjöf er ekki nægileg.</span></p> <p><span>Ég er mjög hugsi yfir þeirri kröfu fjölmiðla að óska eftir gögnum í þessum málum. Ég er ekki í vafa um að birting þessara gagna mun ýfa upp sár og valda mörgu fólki sálarangist. Brotaþolar finna sig mögulega knúna til þess að endurmeta afstöðu sína til fólks sem þeir hafa aldrei átt neitt sökótt við. Fólks sem hefur ekkert annað til sakar unnið en að hafa viljað sýna velvilja í garð náungans sem felst í því að gefa jafnvel þeim sem hafa framið smánarlegustu glæpi færi á öðru tækifæri í lífinu.<br /> </span></p> <p><span>Aðstandendur, brotaþolar og umsagnaraðilar. Hinir dæmdu líka og aðstandendur þeirra. Hugur minn er hjá öllu þessu fólki nú. Ég vona að í opinberri umræðu um birtingu gagna um þetta fólk muni enginn fara offari og að þegar fram líða stundir verði hægt að rifja hana upp án þess að valda mönnum óþarfa þjáningum.</span></p> <p><span><strong>Í uppreist æru felst að dómur um refsingu sem hefur verið afplánuð eftir þeim reglum sem um það gilda hefur ekki sérstök réttaráhrif lengur. Hinn dómfelldi öðlast borgararéttindi sín að nýju. Hann er jafn sekur um brot sitt og hann var áður.</strong></span></p> Greinin birtist í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins 17. september

2017-09-15 14:31:1515. september 2017Ávarp umhverfis- og auðlindaráðherra á Skipulagsdeginum 2017

Ágætu fundargestir,<br /> <br /> Umhverfismál eru allt umlykjandi og tengjast öllum okkar athöfnum.<br /> <br /> Mikilvægur hluti umhverfismála er sá þáttur sem snýr að skipulagi. Ef við hugsum nánar út í það þá eru skipulagsmál líka allt umlykjandi. Það, hvernig við leysum úr áskorunum sem fylgja því að ákveða hvernig landi skuli ráðstafað, til dæmis fyrir íbúðarbyggð, verslun og landbúnað, eða hvernig skipuleggja skuli náttúruverndarsvæði getur allt haft mikil áhrif á lífsgæði okkar og velsæld samfélagsins. <br /> <br /> Þema skipulagsdagsins í ár er skipulag miðhálendisins og skipulag borgar og bæja. Um er að ræða tvö af fjórum viðfangsefnum Landsskipulagsstefnu 2015-2026 sem samþykkt var með þingsályktun á Alþingi 2016. <br /> <br /> Bæði málefnin eru mikilvæg þar sem tekist er á við framtíðarsýn stórra heilda. Annað þemað hefur þó verið nokkuð mikið í umræðunni upp á síðkastið, þar er ég að tala um friðlýsingu miðhálendisins sem meirihluti flokka á Alþingi er sammála um að sé mikilvægt verkefni.<br /> <br /> Við Íslendingar í okkar stóra og fallega landi ættum að nýta okkur betur friðlýsingar sem stjórntæki. Stjórntæki til skipulagningar á okkar náttúruperlum. Þetta á við um miðhálendisþjóðgarð en þar eigum við einmitt að horfa til heildræns skipulags fyrir svæðið með tilliti til verndar, sjálfbærrar nýtingar í formi veiða og beitar, þróun aðstöðu og þjónustu fyrir þá sem sækja svæðið heim, sem og markvissrar stýringar ferðamanna þar sem þess þarf. <br /> <br /> Nefnd hagaðila hefur á undaförnum mánuðum fjallað um forsendur fyrir stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu og skilaði áfangaskýrslu til umhverfis- og auðlindaráðherra síðastliðið vor. Skýrslan felur í sér greiningu á núverandi stöðu miðhálendisins auk kortlagningar svæðisins. Í henni er einnig tekið saman heildstætt yfirlit um miðhálendið, m.a. náttúru svæðisins, stefnumörkun, verndun, nýtingu og innviði innan miðhálendisins.<br /> <br /> Þessi sama nefnd er nú að leggja lokahönd á lokaskýrslu fyrir ráðuneytið um forsendur fyrir þjóðgarði á miðhálendinu. Vinnan þar hefur snúist um að greina þau tækifæri og áskoranir sem felast í hugmyndum um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. <br /> <br /> Sigríður Auður Arnardóttir, ráðuneytisstjóri umhverfis- og auðlindaráðuneytisins mun fara nánar yfir þá vinnu í erindi sem hún heldur hér á eftir. <br /> <br /> Kæru gestir,<br /> <br /> Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum er líka risastórt skipulagsmál þar sem við þurfum að horfa gagnrýnum augum á hvernig við ætlum með markvissum aðgerðum að skipuleggja heilt samfélag með tilliti til þeirra áskorana sem fylgja því að takast á við og draga úr áhrifum okkar á hlýnun jarðar. Þar er m.a. verið að horfa til rafvæðingar hafna, rafbílavæðingar, öflugri almenningssamgangna, tilheyrandi orkuskipta í samgöngum og hvernig við byggjum vistvænni byggingar.<br /> <br /> Í þessu sambandi má nefna að unnið er að því innan ráðuneytisins að sett verði í byggingarreglugerð bindandi ákvæði um að í nýbyggingum og við endurbyggingu húsnæðis skuli gert ráð fyrir tengibúnaði vegna hleðslu rafbíla. Mikil aukning hefur orðið í framboði og sölu rafbíla að undanförnu, og það þarf að búa svo um hnútana að skipulagið sé í stakk búið til að taka á móti væntanlegum breytingunum og tryggja aðgengi sem flestra landsmanna að loftslagsvænum samgöngumáta.<br /> <br /> Hér í dag verður einmitt fjallað um skipulagsáherslu við uppbyggingu þróunarsvæða meðfram fyrirhugaðri Borgarlínu á höfuðborgarsvæðinu. Með Borgarlínu verður hægt að mæta fyrirsjáanlegri fólksfjölgun án þess að auka bílaumferð í sama hlutfalli og án þess að brjóta óbyggt land í sama mæli og gert hefur verið undanfarna áratugi. Þar skiptir máli gott samstarf ríkisins og sveitarfélaga um allt land við uppbyggingu samgöngumannvirkja í samræmi við þarfir íbúa. <br /> <br /> Af öðrum stórum skipulagsmálum má nefna landgræðslu og skógrækt. Þarna komum við að mikilvægri tengingu skipulagsmála og loftlagsmála við okkar náttúrulegu innviði.<br /> <br /> Ísland stefnir á að draga verulega úr þeirri losun sem enn á sér stað frá rofnu landi og framræstu votlendi og stórauka bindingu kolefnis í jarðvegi og gróðri með fjölbreyttum leiðum.<br /> Þetta þýðir það að við þurfum að horfa vandlega til þess hvernig við ætlum að útfæra þessi atriði- skipuleggja þessi mál: Hvaða aðferðum ætlum við að beita til að græða upp landið, hvar ætlum við að rækta skóga, hvernig skóga ætlum við að rækta, o.s.frv. <br /> <br /> Kæru fundargestir,<br /> <br /> Ég hef stiklað á stóru og rætt hér ýmis mikilvæg skipulagsmál. Framundan er áhugaverð dagskrá, ég vona að Skipulagsdagurinn 2017 verði ykkur bæði fróðlegur og ánægjulegur. <br /> Takk fyrir. <br />

2017-09-14 14:30:1414. september 2017Ársfundur Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Góðir gestir, forstöðumaður og starfsmenn Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.<br /> <br /> Í mínum huga eru það bæði forréttindi og heiður að fá tækifæri til að sitja þennan ársfund Stofnunar Árna Magnússonar og heyra af viðamikilli og fjölbreyttri starfsemi sem hér er unnin af metnaði. Íslensk tunga og framtíð hennar eru mér afar hugleikin og mun ég leggja á það áherslu í starfi mínu sem ráðherra tungunnar að efla stöðu íslenskunnar á grundvelli íslenskrar málstefnu. Verkefnið nálgast ég af virðingu og auðmýkt.<br /> <br /> Þegar kemur að framtíð íslenskrar tungu blasa við okkur fjölmargar áskoranir. Ljóst er að tækni skipar æ stærri sess í daglegu lífi og samskiptum fólks á milli og mun þessi þróun að líkindum færast í aukana á næstu árum. Því er spáð að tungumálið verði sífellt meira notað í samskiptum við tæki og tækni, t.d. með aukinni notkun þýðingarvéla, talgervla og ýmiss samskiptahugbúnaðar. M.a. er gert er ráð fyrir að í náinni framtíð komi á markað tölvur sem geti skilið og brugðist við flóknum fyrirskipunum. <br /> <br /> Á síðustu árum hefur íslenskan því miður dregist aftur úr á mörgum sviðum upplýsingatækninnar og mikið af hugbúnaði sem notaður er dags daglega er eingöngu notaður á ensku eða öðrum erlendum tungumálum. Ég tel það skipta okkur afar miklu máli að tryggja að íslenskan verði fullgilt tungumál í hinum stafræna heimi, eigi hún að vera lífvænleg þjóðtunga til framtíðar. Efling íslenskrar máltækni verður því forgangsverkefni og grunnþáttur í framkvæmd íslenskrar málstefnu næstu 3-5 ár.<br /> <br /> Til að okkur takist það verðum við að taka höndum saman. Ábyrgðin er ekki bara hjá stjórnvöldum, hún liggur hjá okkur öllum: í fyrirtækjum, stofnunum og hjá einstaklingum. Ég veit af og skynja mikinn áhuga og vilja til þátttöku hér í Árnastofnun og þakka af alhug fyrir það.<br /> <br /> Eins og fram kom í máli Birnu Óskar hefur eitt mikilvægt skref þegar verið stigið nú í sumar með útgáfu skýrslna um máltækni sem unnar voru var á vegum ráðuneytisins. Er hér um að ræða fjárhags- og verkáætlun til fimm ára auk skýrslu starfshóps um stöðu og framtíð menntunar á sviði máltækni fyrir íslensku. Það ánægjuefni að sjá hversu gott samstarf hefur verið í þessari vinnu, en að henni koma stofnanir, háskólar auk Samtaka atvinnulífsins, sem sýnt hafa verkefninu mikinn áhuga. <br /> <br /> Ég mun leggja mitt lóð á vogarskálarnar svo hægt verði að vinna markvisst að því að fylgja máltækniverkefninu eftir og að verkáætlunin nái fram að ganga. Velvilja gætir í garð verkefnisins í samfélaginu almennt sem og innan Alþingis og ríkisstjórnar. Máltækniáætlunin var lögð fram fyrri hluta sumars þegar búið var að samþykkja fjármálaáætlun og vinna við fjárlög var langt komin. Því var vandkvæðum bundið að fjármagna verkefnið með afgerandi hætti á næsta ári. Unnið er að því hörðum höndum að vinna verkefninu brautargengi og ég er bjartsýnn á að þetta verkefni fari af stað af fullum krafti á nýju ári. Hér er ekki um enn eina skýrsluna að ræða sem lítið verður gert með.<br /> <br /> Íslensk tunga í heimi tækninnar er einnig eitt af áherslumálum Vísinda- og tækniráðs þar sem mér var falin formennska s.l. vor en ný stefna ráðsins var samþykkt í júní.<br /> Í Stefnu og aðgerðaáætlun Vísinda- og tækniráðs 2017-2019 undir markmiðinu « Öflug þátttaka í þekkingarsamfélaginu » fellur sú aðgerð að auglýst verði markáætlun til þriggja ára til að efla stöðu íslenskrar tungu í tölvum og tækni. Í stefnunni er þetta m.a. afmarkað nánar en þar segir:<br /> Til þess að tryggja sess íslensks máls og samræma tækni tungumáli okkar þarf að fjárfesta í rannsóknum á máltöku og íslensku, tengslum tæknivæðingar og málsins, máltækni og tengdum viðfangsefnum. Nauðsynlegt er að vinna markvisst að þróun aðferða til að gera möguleg og auðveld samskipti við nýja tækni á íslensku, þ.m.t. að framtíðartækni „skilji“ og „tjái sig“ á íslensku. Í þessu samhengi er mikilvægt að huga að þáttum eins og áhrifum tækni á máltöku og málvitund barna, þróun námsefnis í íslensku og áhrifum tækni á tungumálið. <br /> Það er ákvörðun Vísinda- og tækniráðs að markáætlun um tungu og tækni skuli skiptast í tvo hluta:<br /> 1. Rannsóknartengd máltækniverkefni eða uppbygging rannsóknarinnviða á sviði máltækni í samræmi við verkefnaáætlunina „Máltækni fyrir íslensku 2018-2022.“ <br /> Um er að ræða verkefni sem rúmast innan verkefnaáætlunarinnar „Máltækni fyrir íslensku 2018-2022“. <br /> Til rannsóknarinnviða teljast sérhæfður tækjabúnaður (eða tækjasamstæður), skjala- og gagnasöfn, rafrænir innviðir, samskiptanet og önnur tæki sem geta nýst til eflingar á rannsóknastarfi og einnig oft nýsköpunarstarfi. <br /> Gera skal kröfu um opinn aðgang að rannsóknarinnviðum sem hljóta styrk úr áætluninni. <br /> 2. Samstarfsverkefni um íslenska tungu í tæknivæddum heimi<br /> Þar er um að ræða rannsóknarverkefni um tengsl íslenskrar tungu og tækni daglegs lífs og er þá einkum átt við að hugað skuli að „áhrifum tækni á máltöku og málvitund barna, þróun námsefnis í íslensku og áhrifum tækni á tungumálið.“ <br /> <br /> Góðir gestir<br /> Eins og Halldóra Jónsdóttir fjallaði um hér áðan var vefgáttin málið.is opnuð í október árið 2016. Markmið vefsíðunnar er að auðvelda okkur – notendum íslenskunnar – að finna upplýsingar um tungumálið og málfar. Ég vil hrósa þeim sem komið hafa að þessu mikilvæga verkefni. Það skiptir miklu að gagnasöfn sem gerð eru fyrir opinbert fé séu í opnum aðgangi og nýtist þannig samfélaginu öllu. Þetta á ekki síst við um gagnasöfn í svo litlu málsamfélagi sem íslenskan er. Það er brýnt að Íslendingar og þeir sem stunda nám í íslensku geti nálgast upplýsingar um tungumálið og málfar á sem einfaldastan máta – eingöngu með því að grípa í símann eða spjaldtölvuna. Við verðum að reyna að hrinda úr vegi öllum hindrunum á þessu sviði og stefna að því að fjölga gagnasöfnum í opnum aðgangi. <br /> <br /> Eitt af stóru málunum í tengslum við Stofnun Árna Magnússonar á undanförnum árum hafa verið húsnæðismál stofnunarinnar. Það liggur nú fyrir að framkvæmdir við hús íslenskunnar hefjist innan skamms og er það mikið gleðiefni fyrir mig og vonandi alla sem hér eru. Uppbyggingin sem fer í hönd felur í sér margvísleg tækifæri og mun ekki síst renna styrkari stoðum undir hlutverk stofnunarinnar á sviði miðlunar á bókmennta- og sagnaarfi þjóðarinnar. Á undanförnum mánuðum hefur verið unnið að endurhönnun hússins með tilliti til þeirrar þróunar sem átt hefur sér stað frá því það var fyrst hannað. Nú í haust verður verkið boðið út og má þá gera ráð fyrir að framkvæmdir hefjist um eða upp úr áramótum. <br /> Einnig vil ég nefna við þetta tækifæri að fjárlagafrumvarp næsta árs í fjárlagatillögu ráðuneytisins til Alþingis fyrir árið 2018 er farið fram á auknar fjárheimildir til Árnastofnunar með það að markmiði að unnt verði að ráða í 2 lögbundnar stöður, kenndar við Sigurð Nordal og Árna Magnússon, sem því miður hefur ekki verið unnt að halda úti um nokkurt skeið. Að auki er gert ráð fyrir því að Stofnun Árna Magnússonar fái heimild til að ráða í eina stöðu í upplýsinga- og tæknideild m.a. til að styðja við hlutverk stofnunarinnar á sviði máltækni. <br /> <br /> Að endingu vil ég nota tækifærið til að þakka stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum fyrir langt og gott samstarf í tengslum við dag íslenskrar tungu en ráðuneytið hefur um árabil notið aðstoðar stofnunarinnar við undirbúning og framkvæmd viðburða í tengslum við daginn. Á grunni þess góða samstarfs er nú verið að kanna hvernig stofnunin getur aðstoðað ráðuneytið við innleiðingu á samningi UNESCO um menningarerfðir eða óáþreifanlegar menningarminjar.<br /> <br /> Bestu þakkir og óska ég ykkur heilla í verkefnum ykkar framundan. <br /> <br />

2017-09-13 20:00:1313. september 2017Stefnuræða forsætisráðherra 13. september 2017

<p>Hæstvirtur forseti, góðir landsmenn. </p> <p>I. </p> <p> Í kvöld munu þingmenn ræða komandi þingvetur. Við munum horfa á hlutina frá ólíkum sjónarhólum og leggja út af þeim á mismunandi hátt. </p> <p> Þetta er hluti af hinu pólitíska landslagi og hefur sennilega alltaf verið. Það væri líka til lítils unnið að stefna saman 63 þingmönnum í þennan sal sem væru sammála um alla hluti. Það er í raun eðli lýðræðisins og um leið tilgangur Alþingis, að mynda suðupott ólíkra skoðana og leiða fram málefnalega niðurstöðu. </p> <p> Ég mun meðal annars ræða heilbrigðismál, kjara- og skattamál, lífeyrismál og aldraða, efnahagsmál og veikleika á vinnumarkaði, sóknarfæri og framtíð ungra Íslendinga sem munu búa við allt annan veruleika í víðu samhengi en fyrri kynslóðir.</p> <p> Ég mun segja ykkur að við stöndum styrkum fótum og sennilega aldrei sterkar. Að við höfum gert margt vel en getum gert betur. Að það felist mikil ábyrgð í því að spila úr þessari góðu stöðu. </p> <p> II.</p> <p> Um þessar mundir eru staða og horfur í efnahagsmálum einstaklega góðar. </p> <p> Sterkir fiskistofnar og mikill fjöldi ferðamanna, betri viðskiptakjör á erlendum mörkuðum og farsæl lausn á slitabúum og aflandskrónuvandanum hefur styrkt efnahaginn og leyst mikinn kraft úr læðingi. Styrkur krónunnar hefur haldið verðlagi í skefjum þrátt fyrir miklar launahækkanir og skapað áður óþekktan kaupmátt launa. </p> <p> Það er þess vegna fyrst og fremst undir okkur sjálfum komið hvernig okkur tekst að viðhalda þeim mikla árangri sem við höfum náð. Við vitum að engin leið er að koma í veg fyrir sveiflur í náttúrunni. Við höfum upplifað það í gegnum tíðina. Eða óstöðugleika í alþjóðamálum, versnandi viðskiptakjör eða aðrar utanaðkomandi aðstæður. Við getum einungis þakkað fyrir að eins og sakir standa leggjast flestir þættir með okkur. </p> <p> Svigrúm í ríkisfjármálum síðustu árin hefur einkum verið nýtt til að greiða upp skuldir og auka útgjöld til velferðarmála. Skuldir ríkissjóðs hafa lækkað um 400 milljarða á síðustu þremur árum auk þess sem greitt hefur verið inn á lífeyrisskuldbindingar. </p> <p> Á sama tíma höfum við styrkt velferð í landinu. Síðustu þrjú árin hafa útgjöld til velferðarmála aukist um yfir 50 milljarða króna. Við munum halda áfram á þessari braut. Ríkisstjórnin starfar eftir þeirri skýru stefnu að efla félagslega innviði. </p> <p> Það verður hins vegar að hafa þolinmæði til að byggja innviðina upp og það þarf að gerast í samræmi við efni og aðstæður hverju sinni.</p> <p> Á síðasta ári náðist ágæt samstaða á þingi um verulega bætt kjör aldraðra. Bætur almannatrygginga hækkuðu mikið á yfirstandandi ári og um næstu áramót munu greiðslur til ellilífeyrisþega frá Tryggingastofnun ná 300 þúsund krónum á mánuði. Árið 2015 var þessi sama greiðsla 225 þúsund krónur. Á föstu verðlagi er þetta 25% hækkun á einungis þremur árum. </p> <p> Þetta er að sjálfsögðu veruleg kjarabót á skömmum tíma. Hún byggir á árangri í efnahagsmálum. Ev við vitum á sama tíma að enn er verk að vinna. Ríkisstjórnin hefur sett í forgang að lyfta skerðingarþakinu vegna atvinnutekna á kjörtímabilinu. </p> <p> III.</p> <p> Það er sérstakt gleðiefni að nú stefni loks í að á vormánuðum verði tekin fyrsta skóflustungan að meðferðarkjarna nýs Landspítala.</p> <p> Það er samt sem áður ljóst að þessi mikla fjárfesting dugir ekki ein til. Álag á sjúkrastofnanir mun ekki hverfa með þessari skóflustungu. </p> <p> Við þurfum að efla uppbyggingu á þjónustu við aldraða sem hafa lagt mikið til þess góða árangurs sem íslenskt samfélag hefur náð á liðnum áratugum. Við þurfum að efla þjónustu við kynslóðina sem lagði grunninn að því sem við tökum í dag sem sjálfsögðum hlut, samgöngu-, mennta- og heilbrigðiskerfi svo eitthvað sé nefnt. </p> <p> Við þurfum að gera gangskör að uppbyggingu hjúkrunarheimila. Slík fjárfesting mun að endingu ekki eingöngu gagnast öldruðum heldur einnig minnka álag á sjúkrastofnanir og greiða götu annarra sem þurfa á heilbrigðisþjónustu á Íslandi að halda. Góð heilbrigðisþjónusta og jafnt aðgengi allra landsmanna er leiðarljós þessarar ríkisstjórnar.</p> <p> IV.</p> <p> Þótt okkur Íslendingum hafi um margt gengið vel að stjórna málum á undanförnum áratugum og árangur náðst á mikilvægum sviðum, er það engu að síður svo að gamalgróið sundurlyndi á vinnumarkaði okkur fjötur um fót. Við stöndum þar nálægum þjóðum langt að baki. Vítin til að varast eru svo mörg að það er ótrúlegt að við skulum leyfa okkur að halda uppteknum hætti.</p> <p> Áttundi og níundi áratugurinn voru samfelld sorgarsaga víxlhækkana launa og verðlags. Þjóðarsáttarsamningarnir leiddu til betri vinnubragða og verðbólga var minni, en engu að síður hækkuðu laun og verðlag umtalsvert meira en hjá viðskiptaþjóðum okkar. Á síðustu árum hafa launahækkanir náð nýjum hæðum en samspil ýmissa þátta hefur enn sem komið er komið í veg fyrir að sá árangur tapaðist á verðbólgubáli.</p> <p> Þegar við leitum góðra fordæma í öðrum löndum sjáum við að það er grundvallaratriði kjaraviðræðna á að hefja samtalið á því að sammælast um hve mikið laun geta hækkað heilt yfir svo stutt sé við efnahagslegan stöðugleika. Enginn vísir er að slíku samkomulagi hér á landi eftir að það er orðin sérstök íþrótt að tala niður SALEK samkomulagið og lýsa yfir andláti þess.</p> <p> Í upphafi þeirra kjaraviðræðnalotu sem fram undan er hefur ríkisstjórnin óskað eftir samstöðu við opinber stéttarfélög um sterkan kaupmátt. Í því felst m.a. hvernig ríkið getur laðað til sín og haldið í hæft starfsfólk, t.d. með skoðun á vinnutilhögun og öðrum þáttum í vinnuumhverfi sem skipta launþega sífellt meira máli. Í þessu felast tækifæri til betri lífskjara.</p> <p> Framundan eru mikilvægir samningar á vinnumarkaði. Það gera sér allir grein fyrir þessu. Allir aðilar verða að rísa undir þeirri ábyrgð sem á þeim hvílir með sama hætti. Augljóst er að ábyrgð fylgir því að semja, en rétturinn til að semja ekki er líka mjög vandmeðfarinn. </p> <p> Þegar farið er út af sporinu í kjaraviðræðum á Íslandi með samningum sem þykja ekki samræmast stöðugleika hefst samkvæmisleikur sem við gætum kallað: Hver er sökudólgurinn? Hversu oft ætli við höfum tekið leikinn í þessum sal, að finna sökudólginn?</p> <p> En það er allt of mikil einföldun að skella skuldinni á kröfugerð launþega, einstaka atvinnurekendur, eða eftir atvikum ríkisstjórn eða sveitarfélög sem látið hafa undan þrýstingi um samninga, þegar aðferðafræðin við að leiða fram niðurstöðu er jafn gölluð og raun ber vitni. </p> <p> Leitin að sökudólgnum beinir sjónum frá aðalatriðinu, sem er að vinnumarkaðslíkanið er í raun ónýtt. Þetta eru stór orð. En hver getur mótmælt þessu þegar hver höndin er uppi á móti annarri, nær engin samvinna til staðar og skipulagið tilviljanakennt og breytilegt frá einum kjaraviðræðum til þeirra næstu. </p> <p> Það hvað okkur hefur lítið miðað síðustu árin við að bæta úr þessu er stærsti einstaki veikleiki íslenskra efnahagsmála um þessar mundir. </p> <p> Þar sem tekist hefur að halda verðbólgu í skefjum um langt skeið hafa allir launþegar notið góðs af launaþróun síðustu ára. Tölur sýna að langtímalaunaþróun hefur verið svipuð á milli einstakra hópa, en í höfrungahlaupinu kemur hvert stéttarfélag með sína útgáfu af stöðunni. </p> <p> Nú verðum við að ná meiri samstöðu um viðmiðunartímabil, bætta launatölfræði og umgjörð utan um kjarasamning. Við þurfum að koma betra skipulagi á kjaraviðræður þar sem samkeppnishæfni þjóðarbúsins er ráðandi um það svigrúm sem kjarasamningar byggjast á.</p> <p> V.</p> <p> Nýlega kom út skýrsla um skattbyrði launafólks frá því um aldamótin. Niðurstaða hennar var að skattbyrði hefði aukist, sér í lagi hjá þeim tekjulægstu. Þetta kann að vera rétt en breytir ekki því að annað sjónarhorn segir miklu meiri sögu. Við mælum framfarir og lífskjarasókn mun betur með því að horfa á þróun ráðstöfunartekna en skattbyrði. </p> <p> Frá árinu 1998 hafa ráðstöfunartekjur sambúðaraðila á lágmarkslaunum með tvö börn hækkað um um það bil þriðjung á föstu verðlagi. Það er sem sagt mun auðveldara að framfleyta sér í dag en árið 1998. Jafnvel þótt hægt sé að sýna fram á að skattbyrði einstakra tekjuhópa hafi breyst til hins verra. Ég leyfi mér að benda á þetta því það sem skiptir máli fyrir velferð launafólks er ekki fjárhæð bóta eða skattbyrðiprósentur - heldur þær krónur sem það hefur milli handanna. </p> <p> Krónunum hefur fjölgað. Kjörin hafa stórbatnað. Og þau hafa batnað með svipuðum hætti hjá öllum tekjuhópum. </p> <p> Klisjan um vaxandi ójöfnuð lifir góðu lífi í umræðunni. Staðreyndin er þó sú að engin þjóð mælist með meiri launajöfnuð en Ísland samkvæmt árlegri úttekt OECD á jöfnuði meðal þjóða. En því er engu að síður haldið fram að launaójöfnuður sé sjálfstætt vandamál og vaxandi. Sá málflutningur stenst enga skoðun eins og niðurstöður OECD bera skýrt með sér. </p> <p> Það væri nær að beina sjónum að tækifærum til aukinnar verðmætasköpunar og fjölgunar á störfum sem standa undir hærri launagreiðslum. Sterkari samkeppnishæfni landsins mun skila sér í betri kjörum allra, ekki síst launalægstu hópanna. </p> <p> VI.</p> <p> Á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar fyrir þetta þing eru vel á annað hundrað þingmál. Allt frá peningastefnu og heilbrigðismálum, til persónuverndar og sviðslista. Slíkur fjöldi getur gert torvelt að sjá skóginn fyrir trjánum. Stóra myndin er sú að samfélög standa frammi fyrir flóknum, hnattrænum áskorunum á sviði umhverfis, loftlags, heilsu, orku, fæðu, fólksflutninga og öryggis. </p> <p> Sökum örrar þróunar á rannsóknum og tækni er nú stundum talað um fjórðu iðnbyltinguna. Breytingarnar munu að öllum líkindum hafa grundvallaráhrif á lífshætti fólks, atvinnu, frístundir og hvernig fólk tengist hvert öðru. Það er okkur nauðsynlegt að hafa augun á þessari þróun og aðlaga samfélagið að þessum breytingum. Í því felast tækifæri okkar. </p> <p> Það er lykilatriði fyrir íslenskt samfélag að undirbúa þær kynslóðir sem nú eru að vaxa úr grasi til þess að takast á við breytt samfélag og vinnumarkað. Ljóst er að ríflega þriðjungur starfa á vinnumarkaði mun breytast mikið eða jafnvel hverfa. Það er jafnfram ljóst að í stað þeirra starfa munu ný störf verða til, störf sem munu krefjast annarrar kunnáttu sem mikilvægt er að við búum komandi kynslóðir undir. </p> <p> Framþróun og breytingar í menntamálum verða miklar á komandi árum. Hér skiptir öllu að Alþingi og stjórnvöld varði leiðina, sýni raunverulegt þor við að endurskoða menntakerfið og skapa með því nauðsynleg tækifæri fyrir komandi kynslóðir í nýjum veruleika. </p> <p> En þessar breytingar munu ekki einvörðungu snerta börnin okkar og framtíð þeirra. Það er ljóst að stærstu fyrirsjáanlegu breytingar næstu ára munu einnig koma við þá sem eru nú þegar á vinnumarkaðnum. Starfsfólk á ýmsum sviðum mun á komandi árum og áratugum þurfa að bæta við þekkingu og hæfni sína til að fylgja straumi nýrra tíma. </p> <p> Hér reynir mikið á stjórnvöld, atvinnulífið, verkalýðshreyfinguna og menntakerfið. Þessi þróun er og verður mikil áskorun, áskorun sem við verðum að rísa undir og leggja til tíma, kraft og fjármuni. </p> <p>&nbsp;</p> <p> VII.</p> <p> Einkunnarorð ríkisstjórnarinnar eru jafnvægi og framsýni. </p> <p> Ríkisstjórnin stundar ábyrg stjórnmál. Hún leggur áherslu á öfluga uppbyggingu innviða og velferðarmála, góðan rekstur ríkisins og að Ísland sé virkur og vel metinn þátttakandi í alþjóðasamfélaginu. </p> <p> Í augum umheimsins er Ísland fyrirmyndarsamfélag þar sem efnahagsleg velferð er mikil, gæðunum jafnar skipt en annars staðar og jafnrétti og umbyrðarlyndi ríkir.</p> <p> Ég hlakka til vetrarins og fjölbreyttra viðfangsefna sem bíða. Til samstarfs við fólkið í landinu, við vinnumarkaðinn, við stjórnmálaflokkana og þingmenn þeirra. </p> <p> Það er sameiginlegt verkefni okkar allra að verja þennan góða árangur sem við höfum náð. </p> <p> Á næsta ári fögnum við 100 ára fullveldisafmæli Íslands. Við ætlum að sækja fram og um leið búa í haginn fyrir framtíðina - grípa tækifærin sem hún ber í skauti sér, með viðlíka hætti og þeir sem í upphafi lögðu grunninn að fullveldi og sjálfstæði þjóðarinnar.</p> <p> Þannig tryggjum við bestu mögulegu lífskjör fyrir alla Íslendinga í bráð og lengd.</p> <p>&nbsp;</p> <ul> <li><span><a href="/default.aspx?PageID=19dd0c43-3869-11e6-80c7-005056bc217f">Þingmálaskrá 147. löggjafarþings 2017–2018</a>&nbsp;</span></li> </ul>

2017-09-13 15:30:1313. september 2017Menningarlandið 2017 - barnamenning

Kæru gestir, <br /> verið velkomin á Menningarlandið 2017, ráðstefnu um barnamenningu þar sem áhersla er á menningu fyrir börn og menningu með börnum. Það er virkilega gaman að sjá hvað það eru margir sem hafa áhuga á menningu barna og ég tala nú ekki um að koma í þennan fallega heimabæ minn í mynni Svarfaðardals.<br /> <br /> Frá árinu 2001 hefur mennta- og menningarmálaráðuneyti í samstarfi við ráðuneyti byggðamála, Samband íslenskra sveitarfélaga og menningarráð landsbyggðanna staðið fyrir Menningarlandi á ýmsum stöðum á landinu. <br /> <br /> Stefnumótun í menningarmálum á landsbyggðinni, mótun menningarstefnu ríkisins, menningarsamningar og tölfræði menningar eru meðal þeirra málefna sem rædd hafa verið á síðustu fimm ráðstefnum. Í ár er komið að því að ræða um barnamenningu. <br /> <br /> Aðalmarkmið þessarar ráðstefnu er að efla barnamenningu í landinu og stuðla að auknum tengslum milli þeirra sem vinna að menningu barna á mismunandi sviðum og út frá mismunandi forsendum. <br /> <br /> Því hefur verið fleygt að menning geymi sjálfsmynd þjóðar. Menning er síkvik framþróun sem fléttar saman fortíð, nútíð og framtíð. Seint verður því ítrekað nægilega mikilvægi þess að börn og ungmenni fái ríkuleg tækifæri til að kynnast menningu og listum því sannleika listarinnar þarf ekki að rökstyðja. Listin gagnrýnir og hvetur, hneykslar og hrífur. Þessu til viðbótar má vitna í orð Þorsteins Gylfasonar sem sagði að menning væri að vanda sig. Ef ekki er tilefni til að vanda sig þegar börn og menning eru til umfjöllunar þá veit ég ekki hvar það ætti að vera.<br /> Listina er oft erfitt að skilgreina því hún er síbreytileg og endurspeglar lífið í kringum okkur, tíðarandann, smekk og fagurfræðileg viðmið. Listin er þessi leit að fegurð, leit að eðli hlutanna, tilfinninga og hugmynda og sem slík er hún líka mikilvæg fyrir okkur, hvernig við skiljum og upplifum veröldina. <br /> <br /> Við erum farin að átta okkur á því að listir og menning eru mikilvægar burðarstoðir samfélagins, afl sem bindur okkur saman og því <br /> getum við verið sammála um að menningarlæsi og menningarþátttaka er mikilvægt í uppvexti barna og unglinga. <br /> <br /> Á mínum uppvaxtarárum hér í Svarfaðardal var mikið af menningarviðburðum í boði enda dalurinn þekktur fyrir að ala af sér afburða söngfugla. Sérstakir menningarviðburðir ætlaðir börnum er önnur saga fyrir utan auðvitað sögurnar af Gísla, Eiríki og Helga: <br /> <br /> Betur en viskan djúp og döpur <br /> dæmi flónsins oft er þegið. <br /> Gott er að eiga Bakkabræður <br /> bara til að geta hlegið.<br /> <br /> Hægt er að fullyrða að mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan fyrsta opinbera barnaleiksýningin var sett upp á Íslandi árið 1916. Fyrir áhugasama var það sænska leikritið Óli smaladrengur sem sýnt var í Iðnó. <br /> Barnamenning er víðtækt hugtak og ekki er alltaf ljóst hvað átt er við með því. Barnamenning er yfirleitt skilgreind á þrjá vegu:<br /> Menning <em>fyrir</em> börn, þar sem börn eru óvirkir þátttakendur og njóta listupplifunar sem búin er til fyrir börn s.s tónleikar og leikhús.<br /> Menning <em>með</em> börnum, þar sem barnið og hinn fullorðni upplifa menningu saman, s.s ýmis konar listasmiðjur. <br /> Menning <em>sköpuð af</em> börnum, sem er leikjamenning barna. <br /> <br /> Á síðustu árum hefur átt sér stað vitundarvakning í verkefnum tengdum barnamenningu. Lista- og menningarstofnanir hafa í auknum mæli sérstaka fræðsluáætlun fyrir börn og ungmenni. Barnamenningarhátíðum fjölgar um allt land en það eru einungis sjö ár síðan fyrsta hátíðin, Barnamenningarhátíð í Reykjavík, fór fram. <br /> <br /> Þátttaka ykkar hér sýnir áhuga og vilja til að efla menningarstarf fyrir börn um allt land. Eitt af meginmarkmiðum menningarstefnu stjórnvalda og aðgerða ríkisins á sviði menningar og lista er að auðvelda öllum landsmönnum, konum og körlum og auðvitað börnum að njóta menningar og lista og jafna og bæta aðstöðu til menningar- og listastarfsemi í landinu. Samþykkt hefur verið og hrint í framkvæmd aðgerðaráætlun um menningu barna og ungmenna 2014–2017, m.a. með barnamenningarverkefninu List fyrir alla sem þið fáið að heyra betur um hér á eftir. Ég vil þó segja að verkefnið á að tryggja öllum börnum og ungmennum á Íslandi aðgang að vönduðum menningarviðburðum óháð efnahag eða búsetu. Á tíu ára grunnskólagöngu er stefnt að því að nemendur kynnist fjölbreyttum listformum, en áherslan hvílir annars vegar á þverfagleika og samspili listgreina og hins vegar á viðtökum, upplifun og túlkun listar og menningar.<br /> <br /> Að lokum vil ég flytja ljóðið Rugludallur eftir Þórarinn Eldjárn, ekki til að rugla ykkur í ríminu, heldur til að ýta undir þessa litlu vöðva í kringum munnvikin sem kallast bros. Ég vona að samveran hér stuðli að auknum tengslum ykkar á milli og að þið eigið eftir að eiga góðar og skapandi samræður hér á Dalvík.<br /> <br /> Ljóðið hljóðar svona: <br /> <br /> Rugludallur ruglar allt<br /> ruglar mjólk og lími,<br /> kaffi saman við kók og malt<br /> og krakkana í rími.<br /> <br /> Ruglast á fólki og ruglar það<br /> með rugli veslings kallinn.<br /> Orðin hakkar öll í spað<br /> ofan í rugludallinn. <br /> <br /> Rugludallur það ert þú<br /> sem þylur mér í eyra.<br /> Rugludallur reyndu nú<br /> að rugla ekki meira!<br /> <br /> – Virðulega vitra frú,<br /> var það nokkuð fleira?<br /> <br /> Gangi ykkur vel.<br />

2017-09-13 15:15:1313. september 2017Ræða dómsmálaráðherra á Alþingi við umræðu um stefnuræðu forsætisráðherra

<p><span>Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra flutti ræðu við umræðu á Alþingi 13. september um stefnuræðu forsætisráðherra. Fer ræða hennar hér á eftir.</span></p> <p>Virðulegur forseti. Góðir áheyrendur. Hér áðan vék hæstv. forsætisráðherra að þeirri hagsæld sem við nú búum við, hagsæld sem er ekki sjálfgefin og sem þarf að nálgast af yfirvegun og skynsemi. Það ætlar ríkisstjórnin að gera með uppbyggingu og viðhaldi nauðsynlegra innviða en um leið með því að gera ráðstafanir til þess að fé skattgreiðenda til framtíðar verði einmitt notað í innviði fremur en í vaxtagreiðslur til kröfuhafa íslenska ríkisins vegna skuldasöfnunar.</p> <p>Hagsæld er ekki bara mæld í krónum og aurum. Það eru til að mynda mikil verðmæti fyrir hvert samfélag að reglur séu skýrar, gangi jafnt yfir alla. Þeir sem eru ósáttir geti fengið áheyrn og eftir atvikum bót sinna mála. Mikilvægur hluti af slíku réttarríki er til að mynda gott aðgengi almennings að stjórnsýslunni, dómstólum og Alþingi. Þessar þrjár grunnstoðir réttarríkis okkar eru ólíkar, hver með sitt hlutverk. Í samræmi við kenningar 18. aldar lögfræðingsins Montesquieu er þessum þremur stoðum haldið aðskildum í þágu valddreifingar og aðhalds með hverri stofnun fyrir sig. Þótt þessar grunnstoðir hvíli á gömlum og góðum grunni þá er hvorki hér á landi né annars staðar málum þannig háttað að ekki þurfi stundum að gera bragarbót á. Stofnun nýs millidómstigs hér á landi með Landsrétti sem tekur til starfa 1. janúar næstkomandi er dæmi um hvernig ein þessara stoða tekur breytingum í þágu grundvallarréttinda þeirra sem þurfa að sæta málsmeðferð fyrir dómi.</p> <p>Stjórnsýslan hefur líka tekið stórstígum framförum undanfarna áratugi, t.d. með stjórnsýslulögum sem settu vissulega á pappír þær reglur sem áður hafði verið unnið eftir, en einnig aðrar nýjar, flestar til bóta. Við sem höfum haft tækifæri til að sitja hér í þessum sal þekkjum svo hvernig Alþingi hefur þróast. Sitt sýnist reyndar hverjum um þær breytingar. En þingsköpum hefur verið breytt með það að markmiði að bæta störf þingsins. Það á sér þannig stað sífelld þróun á helstu stoðum réttarríkisins. Allar breytingar sem átt hafa sér stað taka hins vegar mið af hinum gamla og góða grunni sem var lagður með þrískiptingu ríkisvaldsins. Sumar breytingarnar hafa meira að segja verið í þeim tilgangi að skerpa einmitt á þessari skiptingu.</p> <p>Virðulegur forseti. Undanfarið hefur stjórnsýslan verið nokkuð til umfjöllunar vegna mála sem alla jafna vekja ekki endilega upp margar lögfræðilegar spurningar en því mun meiri tilfinningar. Í lögum er ævafornt ákvæði um heimild til þess að veita dæmdum sakamönnum sem hafa afplánað sinn dóm uppreist æru og að uppfylltum skilyrðum góða hegðun. Með uppreist æru öðlast dæmdir menn óflekkað mannorð, en óflekkað mannorð er skilyrði fyrir því að geta gegnt margháttuðum trúnaðarstörfum fyrir hið opinbera og jafnvel stundað tiltekna atvinnu. Uppreist æru felur hins vegar hvorki í sér að brotið hafi ekki verið framið eða það hafi verið léttvægt. Áratugalöng framkvæmd við veitingu uppreistar æru virðist hafa leitt til heldur vélrænnar afgreiðslu á umsóknum um uppreist æru, því miður með vísan til skráðra og óskráðra reglna stjórnsýsluréttarins. Þarna kann stjórnsýslan að hafa borið löggjafann ofurliði.</p> <p>Ég léði máls á því opinberlega í júní í tengslum við umfjöllun um eina tiltekna veitingu uppreistar æru að endurskoða lagaákvæðið um uppreist æru. Fyrr um vorið hafði ég hafið endurskoðun á þessari stjórnsýsluframkvæmd allri. Ég veit að forveri minn í starfi taldi mjög mikilvægt að þessi endurskoðun færi fram. Ég mun leggja til við þingið í vetur að horfið verði frá þeirri framkvæmd að veita uppreist æru, en um leið að tryggt verði að dæmdir menn öðlist aftur borgaraleg réttindi sem þeir missa við flekkun mannorðs í samræmi við eðli máls og mannréttindi sem við viljum að öllum séu tryggð.</p> <p>Ég vil að gefnu tilefni nefna það að dómsmálaráðuneytið hefur viljað veita allar upplýsingar sem því er heimilt að veita um afgreiðslur þessara mála. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tók undir sjónarmið ráðuneytisins í nýlegum úrskurði sínum um að slík upplýsingagjöf gæti þurft að sæta takmörkunum er lúta að viðkvæmum persónulegum upplýsingum. Nú þegar hafa gögn verið birt í samræmi við úrskurð nefndarinnar. Ráðuneytið hefur ekki annað í hyggju en að veita allar þær upplýsingar sem dýpkað geta umræðu um þessi mál sem önnur. Ég hef almennt ekki heyrt annað en menn fagni boðuðum lagabreytingum um þessi efni og vænti þess að eiga gott samstarf við þingið um þær þegar þar að kemur.</p> <p>Góðir áheyrendur. Um aldamótin voru erlendir ríkisborgarar innan við 3% landsmanna, nú eru þeir 9%. Á þetta benti hæstv. fjármálaráðherra áðan í ræðu sinni, talnaglöggur sem hann er. Við þetta má bæta að á hverju ári undanfarin ár hefur um eitt þúsund útlendingum verið veittur íslenskur ríkisborgararéttur. Íslendingar taka og vilja taka vel á móti útlendingum.</p> <p>Undir lok síðasta kjörtímabils voru samþykkt ný lög um útlendinga sem samin voru af þverpólitískri nefnd þingmanna, hópi þingmanna úr öllum flokkum. Þau kveða á um málsmeðferð sem er í samræmi við íslenskan stjórnsýslurétt og alþjóðlegar skuldbindingar Íslands á sviði mannréttinda. Þannig fá einstök mál öll sérstaka skoðun, fyrst hjá Útlendingastofnun og svo ef eftir því er leitað hjá kærunefnd útlendingamála. Í einstökum tilvikum fellst kærunefndin jafnvel líka á að endurupptaka eigin úrskurði. Hjá þessum stofnunum starfar fjöldi sérfræðinga á ýmsum sviðum, m.a. í málefnum barna. Nýju lögin voru mikil réttarbót fyrir bæði útlendinga sem hingað leita og stjórnsýsluna sem vissulega þarf skýran lagagrundvöll undir sín störf.</p> <p>Á Íslandi er að sjálfsögðu ríkur vilji til að hjálpa því fólki sem býr við stríð og ógnarstjórn í sínu landi. Á undanförnum árum höfum við meðal annars farið þá leið að bjóða hópum flóttamanna til landsins. Frá árinu 2015 hafa 109 flóttamenn komið hingað og ríkisstjórnin hefur kynnt áform um móttöku 50 flóttamanna á næsta ári. Við erum að öðlast mikla og dýrmæta reynslu á þessu sviði. Hingað kemur líka fólk af sjálfsdáðum og sækir um hæli. Fjöldi þeirra hefur margfaldast undanfarin ár. Í samræmi við lög og alþjóðlegar skuldbindingar er lagt mat á tilefni þessara umsókna í þeim tilgangi að forgangsraða með hliðsjón af atvikum öllum og raunverulegum möguleikum þessa fólks til að komast úr aðstæðum sem metnar eru hættulegar. Það sem af er þessu ári hefur 92 einstaklingum verið veitt hæli hér á landi, í fyrra 111 og árið þar á undan 82 einstaklingum.</p> <p>Það var viðbúið þegar við þingmenn samþykktum nýja útlendingalöggjöf að hún þyrfti fljótlega að sæta endurskoðun í ljósi reynslunnar. Lagabálkurinn er efnismikill. Við erum öll að kynnast nýjum úrlausnarefnum sem varða mikilsverð réttindi mjög margra. Stöðug vinna er í dómsmálaráðuneytinu um þetta. Ég hef lýst því við breytingar á útlendingalögum sem fyrirhugaðar eru á komandi þingi að tekið verði vel á móti öllum tillögum þingmanna hvað varðar lagabreytingu og sjónarmið þar að baki. Ég finn að það er mikill áhugi á þessum málaflokki á Alþingi. Ég hef því ákveðið að kalla til samráðsvettvang með fulltrúum allra þingflokka á Alþingi sem verður til samráðs við dómsmálaráðuneytið í þeirri vinnu sem fram undan er við breytingar á lögum um útlendinga og fylgja þeim lagabálki enn lengra úr hlaði. Þannig verður gætt að öllum sjónarmiðum sem uppi eru hvað varðar þennan málaflokk.</p> <p>Góðir landsmenn. Þessi tvö mál sem ég hef nefnt verða meðal fjölmargra framfaramála sem ríkisstjórnin leggur áherslu á á þessum þingvetri. Ég hlakka til samstarfsins við þingmenn úr öllum flokkum og samskipta við kjósendur nú sem endranær.</p>

2017-09-13 09:11:1313. september 2017Ávarp á World Seafood Congress - Heimsmarkmið 14

Address <br /> by H.E. Mr. Guðlaugur Þór Þórðarson, Minister for Foreign Affairs of Iceland at the Side-Event on the New Momentum for the Oceans Sustainable Development Goal 14 on the Oceans <br /> at the World Seafood Congress, 12 September 2017<br /> <br /> <br /> Ladies and Gentlemen. <br /> It is a great pleasure for Iceland to host the World Seafood Congress. I hope you have found the Congress interesting and fruitful and that you are enjoying your stay.<br /> I firmly believe that we have a New Momentum for the Oceans, especially provided by the Sustainable Development Goal 14 which calls for the conservation and sustainable use of the oceans, seas and marine resources for sustainable development. This goal, along with its targets, is an integral part of the most comprehensive effort the global community has launched in order to safeguard the future of humankind, - namely Agenda 2030. I am determined to make Icelandic foreign policy an effective instrument in successfully reaching our goals. <br /> One of the greatest challenge in our efforts is climate change. Recent news on extreme weather patterns in the Caribbean and in the United States is just one example of the disastrous consequences. It is therefore important to ensure, that fulfilling our commitments under the Paris Agreement are closely interwoven into our ocean policies. It is indeed a recognition of the significance of the oceans in the context of climate change that the Paris Agreement - highlights the importance of ensuring the integrity of all ecosystems, including oceans and the need to combat acidification and pollutants affecting the marine ecosystems. This is in line with Iceland’s interests in addressing the adverse effects of climate change which lie primarily in the impact they have on the sea and the marine ecosystem, worldwide. <br /> I have emphasized that the sustainable conservation and use of natural resources, especially the living resources of the oceans, is one of the key focus of Iceland´s foreign policy. It is fundamental to maintain balance between sustainable utilisation and the protection of marine resources, based on the best available scientific knowledge. The United Nations Convention on the Law of the Sea and the rights and responsibilities that it sets for coastal states, confirms this approach, including within the exclusive economic zone and on the continental shelf. <br /> This approach was highlighted in my Annual Report to the Parliament last spring and then reiterated two weeks ago in the new comprehensive report on the future of the Foreign Service. The aim of the report is to increase the effectiveness of the foreign service even more, and even though this is not a policy document in itself it confirms a strong emphasis on natural resources and the Arctic Region - not least the Arctic Ocean, and the considerable environmental, economic and social changes taking place there. <br /> To become more effective in this field it is recommended in the report that we should consult and harmonise representation and policy-making on a domestic level concerning global climate change, natural resources, Arctic affairs and matters relating to the sea, and for those affairs to be systemised more fully under the leadership of the Ministry for Foreign Affairs. Thereafter, the arrangements for participation in international work in these areas should be reviewed.<br /> This also applies to Iceland´s participation in international organizations on ocean affairs, including regional cooperation, the World Bank, UNU and the Food and Agriculture Organization of the United Nations.<br /> <br /> Ladies and gentlemen,<br /> As a part of Agenda 2030, the global community has committed itself to end hunger. The oceans, with their important living marine resources, are fundamental for the food security of millions, not least in the developing world. Without clean, healthy and productive oceans, this goal will be impossible to attain. Science-based sustainable harvesting of marine resources must become a universal practice and is key to our aims of fighting poverty and hunger, ensuring healthy lives and promoting sustained, inclusive and sustainable economic growth. <br /> The international community gave a great boost to the new momentum for the oceans at the Conference on the Oceans in New York last June, resulting in a 14-point Call to Action and more than 1300 voluntary commitments to support SDG 14. Iceland made four main voluntary commitments: <br /> Firstly, the adoption of fisheries management plans with long term precautionary Harvest Control Rules for commercially harvested fish stocks in Icelandic waters, based on the FAO Code of Conduct and the UN Fish Stocks Agreement. <br /> Secondly, an ambitious 13-year project by the Marine Research Institute on the mapping of the ocean floor for conservation and sustainable use.<br /> Thirdly, addressing acidification of the oceans in line with the Government´s new climate action plan, aimed at ensuring that Iceland can meet its commitments under the Paris Agreement. Iceland contributes to the Green Climate Fund and has pledged 1 million USD over a five-year period.<br /> Fourthly, a three-year plan with focus on the prevention of marine litter entering the ocean from land-based and sea-based sources. To this end we will work to enhance knowledge of microplastics and their effects on the marine environment and humans, and identify measures to reduce discharge to the marine environment.<br /> Ladies and gentlemen,<br /> Despite many recent achievements, there are enormous challenges ahead. Not least in the Arctic Region. Glaciers are retreating, sea-level is rising, and acidification of the ocean increasing, posing serious threat to the ecosystem and coastal communities. <br /> We know that changes in the Arctic will have wide-ranging global consequences. Iceland is therefore increasing its focus on Arctic matters even more and Iceland´s upcoming Chairmanship of the Arctic Council 2019 – 2021 will feature the ocean high on the agenda. <br /> This is underlined in the report on the future of the Foreign Service which calls for a strategy to be prepared on this issue, with the aim of increasing Iceland's visibility and importance in matters relating to climate change, Arctic affairs, and issues related to the sea.<br /> The sustainable use of living marine resources and aquaculture plays a vital role for sustainable development. The potential economic benefits are high, and the importance of fish to employment, food security, nutrition and income is enormous. In Iceland´s international development cooperation, the sustainable use of natural resources, including fisheries, is a key focus area. We have supported the World Bank in this initiative as the World Bank is well placed to support transformative change in the fisheries and aquaculture sectors in developing countries. Iceland has extensive knowledge and experience in this field and therefore we also find it important to work with the private sector. Furthermore, we are very proud to host the United Nations University Fisheries Training Programme, which has provided training to nearly 400 specialists from various countries. <br /> <br /> <br /> Gender equality is a core objective in Iceland´s development policy. When looking at the seafood industry as a whole, women represent half of the total working population worldwide. Women are essential contributors to this important food supplying industry and therefore critical agents for change. At the same, time their role and work is often invisible and not fully acknowledged. They are poorly represented in decision making processes and leadership roles in the fisheries sector. Women's activities, paid and unpaid, include the full range along the value chain, as well as pre- and post-harvest activities. Women in small-scale fisheries also play key roles in managing finances at the household level and managing marine resources at the community level. It is hence vital that we address this issue in all our programming in the field of fisheries, and that we recognize women´s role throughout the value-chain.<br /> Ladies and Gentlemen,<br /> Coming to the agenda of this Conference, I would like to use this opportunity to express my appreciation of the active engagement of FAO in the World Seafood Congress this week. Tomorrow we bring together, along with other partners, a High-level Meeting with Ministers and Directors for fisheries and maritime matters from Africa, Asia and Latin America, as well as from some neighbouring countries. We look forward to interesting discussion on Promoting the Blue Economy and Exploiting Ocean Opportunities.<br /> FAO has for many years been one of Iceland´s key partner in matters of the oceans. We are thankful for the leadership they have shown for example through its Blue Growth Initiative, Committee on Fisheries, FAO Port State Measures Agreement, Regional Fisheries Management Bodies and through other forums. Iceland has and will always be an active partner in this field.<br /> The World Seafood Congress has provided us with an excellent forum for an exchange of view and to sharpen our focus. I will now leave you in the hands of this distinguished panel. <br /> Thank you for your attention, and I wish you a constructive discussion. <br /> <br /> (END)<br /> <br /> <br />

2017-09-07 16:10:0707. september 2017Málþing um framhaldsfræðslu

Ágætu málsþingsgestir. <br /> <br /> Framhaldsfræðslu hefur vaxið fiskur um hrygg á undanförnum árum með öflugu starfi símenntunarstöðva víðs vegar um land og starfi Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins allt frá stofnun hennar árið 2002. Stjórnvöld hafa átt sinn þátt í að skapa skilyrði fyrir vexti þessa starfs með fjárframlögum og með því að marka því bás í hinu menntapólitíska samhengi. Þetta var staðfest með setningu laga um framhaldsfræðslu árið 2010. <br /> Frá því að frumvarp til laga um framhaldsfræðslu var fyrst lagt fram í desember 2008 hefur mikið vatn runnið til sjávar og ýmsar breytingar hafa átt sér stað í samfélaginu, á vinnumarkaði og í menntamálum. Við teljum því þarft að staldra við, líta yfir farinn veg og meta reynsluna af starfinu hingað til. <br /> <br /> Í mennta- og menningarmálaráðuneytinu stendur yfir vinna við undirbúning að endurskoðun laga um framhaldsfræðslu. Að störfum er verkefnishópur og með honum starfar ráðgjafi. <br /> Það er eðlilegt að þegar rætt er um endurskoðun gildandi laga leggi menn við hlustir og verði jafnvel varir um sig og ég legg áherslu á að ekki verður farið í þetta verkefni í neinum flýti. Við ætlum að taka okkur þann tíma sem þarf til þess að fara yfir lögin í samstarfi og samráði við hagsmunaaðila, og komast að skynsamlegri og viðunandi niðurstöðu. Skipaðir verða nokkrir samráðshópar með öllum helstu hagsmunaaðilum og settur verður upp samráðsvettvangur þar sem tækifæri mun gefast til að koma athugasemdum á framfæri. Strax á nýju ári mun ráðuneytið gera grein fyrir hvernig staðið verður að málum og kalla fólk að borðinu. Reiknað er með að vinnunni við endurskoðun laganna verði lokið á næsta ári.<br /> <br /> Meðal þess sem sjónir beinast að er markhópurinn og hvernig eðlilegt er að skilgreina hann. Við teljum tilefni til þess að taka til athugunar viðurkenningu fræðsluaðila og hvaða kröfur eru gerðar til þeirra, svo sem um umfang starfsemi og gæðakerfi. Þá hafa úthlutunarreglur og skilmálar Fræðslusjóðs borið á góma. Annað sem komið hefur til tals eru námskrár framhaldsfræðslu, aldursmörk markhópsins, eftirlitsskylda ráðuneytisins, hlutverk Menntamálastofnunar, íslenskukennsla fyrir innflytjendur og nám fyrir fatlað fólk. <br /> Við höfum jafnframt því sem ég hef nefnt velt fyrir okkur skilgreiningum lykilhugtaka svo sem fullorðinsfræðlsu og framhaldsfræðslu. <br /> <br /> Mér finnst gott að fá tækifæri til þess að ávarpa ykkur á þessu málþingi, sem fjallar einmitt um nýjar áskoranir í framhaldsfræðslu og um aukna starfshæfni á vinnumarkaði. Mikilvægt er að taka nýjar hugmyndir og ný úrlausnarefni inn í þá umræðu svo endurskoðun laganna endurspelgi sem best þróunina á þessum vettvangi. <br /> <br /> Ágætu málþingsgestir<br /> Ég þakka ykkur fyrir mikilvægt framlag til fræðslu fullorðinna. Ég óska ykkur alls hins besta í störfum ykkar hér í dag og vonast til að eiga við ykkur gott og farsælt samstarf.

2017-09-01 13:31:0101. september 2017Ræða ráðherra á fundi Vestnorræna ráðsins

<p style="text-align: justify;">Mr./Madame Chair, dear colleagues,</p> <p style="text-align: justify;"><br /> Let me start by thanking you for the opportunity to meet with the West Nordic Council here today. The topic of this meeting focuses on the West Nordic region in the Arctic and cooperation possibilities which I believe should allow us to engage in an interesting dialogue on current and important issues.</p> <p style="text-align: justify;">In the past years and decades, the world has turned its eye towards the Arctic - and for a good reason. The Arctic is blessed with numerous economic opportunities relating to shipping, logistics and tourism to mention only a few. The Arctic region also faces urgent challenges, not least related to the effects of climate change. This encourages us to cooperate in the international arena as we also seek to address those demanding issues domestically.</p> <p style="text-align: justify;">It is our collective responsibility to use this increased interest in the Arctic to highlight to the rest of the world how important the region is. At the same time, it is equally, or even more, important to make sure that our own citizens and decision-makers realize the potential that we have in the Arctic region. This includes us here in Iceland, Greenland and the Faroe Islands.</p> <p style="text-align: justify;">One of the points highlighted in Iceland´s Arctic policy from 2011 is strengthening and increasing the cooperation with the Faroe Islands and Greenland - with the aim of promoting the interests and political position of the three countries. This is an important point for Iceland as it is both logical and practical for us to increase cooperation with our most immediate and close neighbors to the east and west.</p> <p style="text-align: justify;">Important steps towards increasing our cooperation were taken by establishing the General Consulates in Tórshavn and Nuuk in 2005 and 2013 respectively. The role of these offices is to expand and strengthen our relations to the Faroe Islands and Greenland.</p> <p style="text-align: justify;">The possibilities for increased cooperation are numerous. Iceland, for example, has seen great increase in tourism in the past few year and numerous cooperation possibilities exist in marketing Iceland, Greenland and the Faroe Islands together as a tourist destination. We also see the recent cooperation agreement between the Icelandic shipping company Eimskip and Royal Arctic Line providing possibilities to increase the Greenlandic imports and exports in connection to the new container terminal in Nuuk. <br /> <br /> Dear colleagues,<br /> Approximately one year ago, the Foreign Ministers of our three countries agreed to establish a working group to draft a proposal for a cooperation agreement between the three countries. The working group has now presented its conclusions and a draft cooperation agreement between the West Nordic countries has been concluded on their basis. I am pleased to inform you that the aim is to sign this agreement at our Ministerial meeting later today.</p> <p style="text-align: justify;">The cooperation agreement foresees that the Foreign Ministers of the West Nordic countries engage in a political dialogue on an annual basis. Furthermore, a special working group will be set up to identify cooperation possibilities, work towards the removal of trade barriers between the three countries and follow up on political instructions for increased cooperation, such as recommendations by the West Nordic Council.</p> <p style="text-align: justify;">In addition, the working group addressed several interesting issues, which were considered to require further consultations. Amongst those I would like to mention the idea of a West Nordic Free Trade Agreement and a West Nordic Trade Council. These ideas are worth considering with open minds in the coming months. <br /> <br /> Dear friends,<br /> Within the Arctic Council cooperation, the Finnish two years Chairmanship began last spring. The Finns have outlined their chairmanship program with focus on environmental protection, communication in the Arctic and education and metrological cooperation between the Arctic states. This is a pragmatic and practical chairmanship program and we are confident that it will be successful and produce substantial outcomes for the Arctic Council. <br /> We look forward to working with the Faroe Islands and Greenland on these priorities as well as the ongoing eighty projects that the Arctic Council and its working groups are currently working on.</p> <p style="text-align: justify;">Iceland supported the application of the West Nordic Council for observer status in the Arctic Council. Our position has been that we should welcome observers into the Arctic Council that have a genuine interest and real stake in following developments in the Arctic.<br /> For us it is self-evident that the West Nordic Council is such an actor and I am pleased to welcome the West Nordic Council as an observer in the Arctic Council as decided by the Fairbanks Ministerial Meeting in Alaska last May. <br /> In spring 2019 Iceland will take over the chairmanship of the Arctic Council. We have already taken the first steps in the preparations by organizing a large workshop earlier this year, gathering some key actors and institutions that are working on Arctic issues here in Iceland.</p> <p style="text-align: justify;">Today, the Arctic Council agenda is both broader and deeper than before, comprising issues like culture, education, science, research, economic opportunities and search and rescue. Iceland, the Faroe Islands and Greenland already cooperate on many levels and our economies are closely connected.</p> <p style="text-align: justify;">We can do more to broaden and deepen cooperation in our region and I look forward to discussing this with you. I hope that this brief outline has given you some ideas of the importance my government puts on the Arctic and how significant it is for us to cooperate in the West Nordic region. </p> <p style="text-align: justify;"><br /> Thank you.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> </p>

2017-08-24 13:18:2424. ágúst 2017Málþing um menntun fyrir alla á Íslandi

<p>Ágætu málþingsgestir.</p> <p>Mér er það sönn ánægja að ávarpa ykkur hér í dag og ég lýsi einnig ánægju minni með hversu margir hafa tekið daginn frá til að eiga samtal um framkvæmd stefnu um menntun án aðgreiningar hér á landi sem grundvöll gæðastarfs fyrir alla nemendur.<br /> <br /> Eins og ykkur flestum er kunnugt fór fram umfangsmikil úttekt árið 2016 á framkvæmd stefnunnar um menntun án aðgreiningar á Íslandi á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi á vegum Evrópumiðstöðvar um nám án aðgreiningar og sérþarfir, eða European Agency for Inclusive Education and Special Needs, en Ísland hefur tekið virkan þátt í starfi miðstöðvarinnar frá stofnun hennar árið 1996. Ástæður þess að ráðist var í þessa úttekt má m.a. rekja til þess að þrátt fyrir að stefnan um menntun án aðgreiningar hafi verið leiðarljós í menntastefnu hér á landi allt frá þeim tíma hefur verið gagnrýnt að innleiðing stefnunnar í daglegt skólastarf hafi ekki verið fullnægjandi.<br /> <br /> Þegar niðurstöður úttektarinnar voru afhentar og kynntar hér á landi 2. mars síðastliðinn með vandaðri úttektarskýrslu og ítarlegum fylgigögnum var ánægjulegt að geta nýtt tækifærið til að undirrita samstarfsyfirlýsingu allra helstu hagsmunaaðila skólasamfélagsins um eftirfylgni með úttektinni. Það var stór stund þegar við náðum þeim áfanga en undir samstarfsyfirlýsinguna rituðu ásamt þeim sem hér talar ráðherrar velferðarráðuneytis, þeir Óttar Proppé heilbrigðisráðherra og Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra, Halldór Halldórsson formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, Aðalheiður Steingrímsdóttir varaformaður Kennarasambands Íslands, Steinn Jóhannsson formaður Skólameistarafélags Íslands og Anna Margrét Sigurðardóttir formaður Heimilis og skóla. Með undirritun slíkrar samstarfsyfirlýsingar hafa allir þessir aðilar í raun skuldbundið sig til samstarfs um eftirfylgni úttektarinnar undir forystu mennta- og menningarmálaráðuneytis og leitast jafnframt við að fylgja eftir því markmiði að styðja við langtímaþróun menntastefnu á Íslandi. Mér er til efs að slík samstarfsyfirlýsing hafi áður verið undirrituð með öllum þessum aðilum á sviði menntamála hér á landi. Ráðuneytið skipaði í kjölfarið stýrihóp með fulltrúum allra framangreindra samstarfsaðila til þess að fylgja úttektinni eftir. Stýrihópnum var ætlað að fara ítarlega yfir tillögur í úttektarskýrslunni og útbúa raunhæfa aðgerðaáætlun til lengri og skemmri tíma til að festa í sessi farsæla framkvæmd menntunar án aðgreiningar hér á landi. Stýrihópurinn hefur einnig undirbúið þetta mikilvæga málþing þar sem eitt af meginefnunum verður að leitast við að skapa sameiginlegan skilning á því hvað felst í hugtakinu menntun án aðgreingar eða menntun fyrir alla. Stefnt er að því að fylgja niðurstöðum þessa málþings eftir með ýmsum hætti og verður útbúið sérstakt kynningarefni sem mun nýtast öllum hagsmunaaðilum á þeirra vettvangi. Ég vil nota tækifærið og þakka kærlega fyrir vandaðan undirbúning stýrihópsins og annarra aðila sem komu að skipulagningu málþingsins. Sérstaklega vil ég þakka Auði Árnýju Stefánsdóttur fyrrverandi skrifstofustjóra á skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar fyrir hennar framlag við undirbúning þingsins sem sérstakur verkefnisstjóri.<br /> <br /> Stýrihópurinn gerði tillögur um aðgerðir sem þykir nauðsynlegt að ráðast í til að fylgja eftir niðurstöðum úttektarinnar og hvernig nýta megi þann samstarfsvettvang sem er fyrir hendi til að styrkja framkvæmd stefnunnar og áframhaldandi þróun skólakerfisins á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi. Þær tillögur eru nú aðgengilegar á heimasíðu ráðuneytisins en ég vil tæpa á helstu málefnum sem þar er að finna. <br /> <br /> - Helstu verkefni ríkis og sveitarfélaga verði greind nánar og gerðar tillögur um aukið samstarf þar sem það á við. <br /> - Stjórnendur og starfsfólk skóla verður stutt til að innleiða starfshætti lærdómssamfélags í öllum skólum. <br /> - Gerð verður úttekt á núverandi fjárveitingareglum á skólastigunum þremur og lagðar fram tillögur sem eiga að auka skilvirkni og jafnræði og miða að því að fjárveitingar styðji betur við framkvæmd stefnunnar. <br /> - Sett verða lágmarksviðmið um þjónustu og ekki síst þá verður kannað hvernig grunnmenntun kennara og fagleg starfsþróun þurfi að grundvallast á stefnunni svo allir geti tileinkað sér árangursríka starfshætti. <br /> - Tillögurnar eru tímasettar út árið 2019 en margar þeirra munu ná yfir lengra tímabil því hér er um langhlaup að ræða og gæta þarf að því að gefa sér nægilegan tíma til að ná sátt um útfærsluna.<br /> <br /> Jafnframt þarf að halda umræðunni lifandi í framhaldi þessa málþings. Ekki síst tel ég þörf á því að efna þarf til umræðu meðal kennara, nemenda og foreldra. Stýrihópurinn hefur það verkefni á sínu borði hvernig best verður staðið að því að ýta undir almenna umræðu um menntun án aðgreiningar meðal allra í skólasamfélaginu og þá sérstaklega til að koma á sameiginlegum skilningi um hvað stefnan felur í sér og hvaða starfshættir einkenna fyrirmyndar framkvæmd á henni.<br /> <br /> Að lokum við ég segja þetta. <br /> Ég tel að mennta- og menningarmálaráðuneytið hafi mikilvægt fjöregg í höndunum með allt það efni sem fyrir liggur í tengslum við niðurstöður úttektar Evrópumiðstöðvarinnar. Þó að verkstjórnin sé í höndum ráðuneytisins eru samstarfsaðilar margir og mikilvægir og framþróun í átt að gæða menntun án aðgreiningar fyrir alla á Íslandi getur einungis átt sér stað ef allir leggjast á árarnar. Mér finnst afar mikilvægt -nú þegar búið er að kortleggja ítarlega stöðuna hér á landi og setja fram tillögur til úrbóta til lengri og skemmri tíma - að allir leitist við að sjá tækifærin til umbóta í þágu menntunar æsku þessa lands og leiti lausna til að bæta menntakerfið enn frekar. Það er mín einlæga ósk að við öll sem viljum standa vörð um menntun án aðgreiningar tökum höndum saman og sýnum í verki að samtal, samstarf og sameiginlegur skilningur er ein mikilvægasta grunnstoðin sem byggja þarf á til að stefnan nái fram að ganga með farsælum hætti. <br /> <br /> Ég þakka áheyrnina og óska okkur öllum góðs gengis í dag sem og í framtíðinni.<br /> <br /> </p>

2017-08-22 16:36:2222. ágúst 2017Ársfundur Háskóla Íslands

<p>Góðir gestir, rektor, starfsfólk og nemendur Háskóla Íslands, það er ánægjulegt að vera með ykkur hér í dag á ársfundi skólans.</p> <p>Eitt af mínum fyrstu verkum eftir að ég settist í stól mennta- og menningarmálaráðherra nú í vetur var að heimsækja Háskóla Íslands. Móttökur voru höfðinglegar og átti ég hér, ásamt starfsfólki úr ráðuneytinu, ánægjulegan eftirmiðdag þar sem mér gafst færi á að hitta og ræða við fulltrúa nemenda, kennara og annars starfsfólks. <br /> Einkum þótti mér áhugavert að hlíða á vísindamenn af ýmsum fræðasviðum segja frá rannsóknum sínum og átti ég við þá gott samtal um stöðu rannsókna í skólanum. Það verður að segjast eins og er að hinn stórgóði árangur Háskólans í rannsóknum á síðustu árum er eftirtektarverður. Stjórnvöld og vísindasamfélagið hér á okkar litla landi – þar sem saga vísindastarfs er mun styttri en víðast hvar annars staðar - mega vera verulega hreykin af því að eiga háskóla á meðal þeirra 250 bestu í heimi, og vísa ég þar í nýjasta lista The Times Higher Education yfir bestu háskóla heims. Eftir því er tekið í erlendum úttektarskýrslum hversu mjög árangur rannsóknarstarfs hefur aukist hér á landi á síðustu árum í samanburði við nágrannaríkin og þeim afburðaárangri sem við Íslendingar höfum náð í alþjóðlegu rannsóknarsamstarfi. Þessa góðu stöðu má ekki síst þakka Háskóla Íslands og þeirri miklu elju og þrautseigju sem starfsmenn skólans hafa sýnt við rannsóknir. Fyrir þetta góða starf bera að þakka.</p> <p>Við stjórnarskiptin í vetur tók mennta- og menningarmálaráðherra við formennsku í Vísinda- og tækniráði af forsætisráðherra. Þótt ýmsir hafi gagnrýnt þessa breytingu, tel ég að sterk rök séu fyrir henni. Frá því að ráðið var sett á stofn árið 2003 hefur aðkoma mennta- og menningarmálaráðuneytis að starfi ráðsins verið mikil, mun meiri en nokkurra annarra ráðuneyta, enda ber mennta- og menningarmálaráðherra ábyrgð á stefnu stjórnvalda í háskóla- og vísindamálum, a.m.k. að megninu til. Með breytingunni færðum við ráðið nær þeim fagráðuneytum þar sem þekking á rannsóknum, háskólum og nýsköpun er mest. Það er markmið mitt sem formanns Vísinda- og tækniráðs að efla samtal starfsnefnda ráðsins við þau ráðuneyti sem að því koma, og vinna að því að stefna þess endurspeglist með skýrum hætti í fjármálaáætlun og fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Með þessu móti vil ég stuðla að því að Vísinda- og tækniráð nái þeim markmiðum sem það setur sér. <br /> Nú í júní sl. birti Vísinda- og tækniráð nýja stefnu og gildir hún fyrir árin 2017-2019. Vinnan við stefnuna fór fram í góðu samstarfi mennta- og menningarmálaráðuneytis, annarra ráðuneyta og undirnefnda ráðsins, en í þeim sitja meðal annars rektor Háskóla Íslands, aðstoðarrektorar og nokkrir aðrir starfsmenn hér við skólann. Vil ég þakka ykkur sem að vinnunni komu fyrir framlag ykkar og faglegt samstarf og er ég sannfærður um að í sameiningu eigum við eftir að ná góðum árangri við að hrinda stefnunni í framkvæmd.<br /> Gæði og árangur eru leiðarstef í stefnu Vísinda- og tækniráðs. Við viljum leggja aukna áherslu á forgangsröðun í rannsóknum og nýsköpun með því að skilgreina þær helstu áskoranir sem íslenskt samfélag stendur frammi fyrir á næstu árum og áratugum. Með því að beina sjónum okkar að samfélagslegum áskorunum getum við eflt þverfaglegt samstarf um þær og ýtt með markvissari hætti undir nýsköpun sem skilar samfélagslegum ávinningi. Skýrari forgangsröðun gefur okkur auk þess meiri slagkraft í alþjóðlegu samstarfi um rannsóknir og þróun og styður við markmið um eflingu rannsóknarinnviða. Forgangssviðin verða skilgreind í samráði við almenning og hagsmunaaðila og verða Markáætlun á sviði vísinda og tækni og Innviðasjóður nýtt til að fjármagna verkefni í samræmi við forgangssviðin. Við munum áfram standa vörð um opna fjármögnun án sérstakrar forgangsröðunar í gegnum Rannsóknasjóð. <br /> Stefna og aðgerðaáætlun Vísinda- og tækniráðs tekur einnig til fjármögnunar háskólanna en um hana hefur mikið verið rætt undanfarin misseri. Í stefnunni eru sett fram skýr markmið um fjármögnun háskólakerfisins á næstu árum og er það vilji minn að eiga samtal við háskólana um það hvernig unnt verði að ná settum markmiðum, samhliða því sem við mótum skýrari framtíðarsýn fyrir háskólakerfið allt, og leitum leiða til að efla það. <br /> <br /> Góðir gestir.<br /> Ég tek heilshugar undir yfirskrift þessa ársfundar: að rannsóknir eru undirstaða nýsköpunar og þekking drifkraftur framfara. Stundum er talað um samfélag nútímans sem þekkingarsamfélag ( - knowledge society). Í þekkingarsamfélaginu skipa rannsóknir, tækni og nýsköpun veigameira hlutverk sem aflvakar velsældar og hagþróunar en áður var. Við þurfum að halda áfram að styrkja stoðir þekkingarsamfélagsins Íslands. En ef við ætlum okkur að tala um framfarir í þessu samhengi, tel ég að það skipti líka miklu máli að huga að því hvernig við stöndum að því að færa Ísland inn í framtíðina. Það er mér hjartans mál að við höldum áfram að skapa þekkingu og nýta tækni á tungumálinu okkar, íslensku. <br /> Þótt við sem hér sitjum séum orðin allvön miklum tæknibreytingum í daglegu lífi á undanförnum árum, segja vísir menn mér að hraði slíkra breytinga fari síst minnkandi á næstu árum. Það er ljóst að í framtíðinni verður tungumálið sífellt meira notað í samskiptum við tæki og tækni t.d. með meiri notkun þýðingarvéla, talgervla og ýmiss samskiptahugbúnaðar. Ég tel að það skipti lykilmáli að tryggja að íslensk tunga sé þátttakandi í þessum breytingum og að hún verði fullgilt tungumál í hinum stafræna heimi. <br /> Til að okkur takist það verðum við að taka höndum saman. Ábyrgðin er ekki bara hjá stjórnvöldum, hún liggur hjá okkur öllum: í fyrirtækjum, stofnunum og hjá einstaklingum. Einnig hér hjá Háskóla Íslands sem er, ásamt Stofnun Árna Magnússonar, þungamiðja rannsókna á íslenskri tungu í heiminum. <br /> Á næstu vikum mun Rannís auglýsa markáætlun til að efla stöðu íslenskrar tungu í tölvu og tækni. Markmið hennar verður að efla þverfaglegar rannsóknir og nýsköpun til að stuðla að því að íslenska verði lifandi tungumál í samskiptum með atbeina tækni. Markáætlunin er eitt skref í áttina að markmiðinu, en ljóst er að mun meira þarf til ef við ætlum að ná árangri. Í júní var birt á vegum ráðuneytisins máltækniáætlun fyrir íslensku þar sem sett er fram verkáætlun fram til ársins 2022 og er mikilvægt að hún komist til framkvæmda. <br /> <br /> Góðir gestir.<br /> Haustið, þegar fólk snýr aftur til vinnu eftir sumarleyfi, er líflegur tími á flestum vinnustöðum, en sennilega hvergi jafn líflegur og hér í stærsta skóla landsins. Hér munu nú gangarnir brátt að fyllast af áhugasömum nemendum og starfsfólk vinnur að líkindum af fullu kappi af því að skipuleggja starfsemi vetrarins. Ég vil óska ykkur öllum velfarnaðar á komandi skólaári og vil undirstrika þá ósk mína að Háskólinn haldi áfram að eflast og styrkjast og verði áfram virkur þátttakandi í íslensku samfélagi og menningarlífi. <br /> Ég læt þetta verða lokaorðin og óska ykkur ánægjuríks fundar hér í dag.</p>

2017-08-18 15:17:1818. ágúst 2017Ræða Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur á Fjárfestadegi Reykjavík Startup, 18. ágúst 2017

<p>Dear guests,</p> <p>It is a privilege to address you on this occasion; the Investor Day at Reykjavík Startup, wrapping up the sixth accelerator program conducted as a partnership of Icelandic Startups and Arion Bank.</p> <p>As many of you know, the nine companies who will present their ideas today were chosen from a pool of some 150 applications. From these figures we can already draw two conclusions. First: that in order to make the cut as the top six or seven percent of all applicants, these companies are sure to offer interesting propositions with good potential. And second: the fact that there were 150 applications clearly points to a dynamic, active and vibrant startup scene here in Reykjavík.</p> <p>Just yesterday, we got news that Greenqloud, maker of hybrid cloud software, was sold to NetApp, a Fortune 500 company in the United States. The government, through NSA ventures, participated in that operation. Apart from that, investors – both Icelandic and international – as well as founders and employees, will benefit greatly from this, not to mention the tech and start-up community as a whole. As the minister of this sector, I’m of course proud and happy that the government was able to participate in that venture.</p> <p>The high number of applications also reflects the excellent work being done here at Icelandic Startups. Great credit goes to all of your employees, as well as the partners and sponsors.</p> <p>Of course, government likes to take part of the credit whenever things are moving in the right direction!</p> <p>Not too long ago, I was looking at a graph showing the government’s expenditure on innovation, specifically through the Technical Development Fund, which of course has a much broader role in supporting innovation than its name would suggest. The graph went back to the year 2004. The increase in annual government funding over that period turns out to be approximately <span style="text-decoration: underline;">ten-fold</span>.</p> <p>This is more than the increase in the number of tourists in the same period. So if we can talk about a boom in tourism, we can also say, that as far as the aforementioned government spending is concerned, there has certainly been an “innovation-boom”.</p> <p>Private investors have also stepped up, and greatly added to the resources available to start-ups; not only financial resources but also guidance and direction, as well as relationships and connections.</p> <p>Apart from increased funding, the government has also taken steps to ensure a competitive regulatory environment to start-ups and their investors. Of course we are always looking to improve. Our goal is to be world class.</p> <p>Icelanders are in many ways a start-up nation. Fishermen; always on the lookout for the next catch; forced to take risks; driven to innovate to maximize returns in tough conditions.</p> <p>We have also been fortunate to build a society which nurtures individual talent by providing true opportunity for the vast majority of the population.</p> <p>Progress is not only a product of genius individuals but also the social context in which they are able to grow and achieve their potential.</p> <p>I believe Iceland provides some of the best conditions for talent to emerge and grow. Our main challenge is therefore not to <span style="text-decoration: underline;">produce</span> it, but rather to <span style="text-decoration: underline;">keep</span> it; to <span style="text-decoration: underline;">hold on</span> to it, in the face of tough international competition.</p> <p>The Icelandic start-up and innovation scene has already produced several magnificent success stories. I firmly believe we are just beginning, and some of tomorrow’s success stories will probably be presented here today.</p> <p>In closing, I would like to extend my thanks again to all employees at Icelandic Startups, as well as the partners and sponsors.</p> <p>Last but not least, I congratulate all of today’s presenters, for the milestone that you have reached by coming this far.</p> <p>Thank you.</p>

2017-08-04 15:20:0404. ágúst 2017Unglingalandsmót UMFÍ

<p>Góðir gestir.<br /> Unglingalandsmót UMFÍ fer nú fram í 20. sinn. Fyrsta mótið var haldið á Dalvík að frumkvæði heimamanna undir forystu Jóns Sævars Þórðarsonar og hefur sannað sig síðustu ár sem ein umfangsmesta og best sótta hátíð unglinga á hverju ári.<br /> <br /> Það sem unglingalandsmótið hefur fram yfir margar aðrar hátíðir er samvera fjölskyldunnar og það sem mest er um vert þá fer hér fram vímulaus samvera unglinga og foreldra. Hjá mörgum fjölskyldum um land allt er landsmótið orðið að ómissandi viðburði á hverju ári og er það jákvætt því slík samvera treystir fjölskyldubönd og stuðlar jafnframt að því að framtíð unglinga byggi á traustum grunni. Sá árangur sem rannsóknir segja að náðst hafi í því að draga úr neyslu tóbaks og annarra vímuefna meðal unglinga hér á landi hefur vakið athygli á alþjóðavísu. Ég tel það engum vafa undirorpið að sú hugmyndafræði sem hér er unnið eftir vera einn af hornsteinunum sem sá árangur byggir á og vil hrósa Ungmennafélagi Íslands fyrir allt það starf sem það hefur staðið fyrir s.l. 110 ár.&nbsp;</p> <p>Líkt og flestir vita þá er Vilhjálmsvöllur nefndur eftir Vilhjálmi Einarssyni sem vann mikil afrek á frjálsíþróttavellinum á sínum tíma. Fyrir utan það að fá silfurverðlaun í þrístökki á Ólympíuleikunum í Melbourne árið 1956 þá setti hann Íslandsmet í greininni árið 1960 sem enn hefur ekki verið slegið en þá stökk hann 16,70 metra. Að því ég best veit þá er þetta elsta núgildandi Íslandsmet í grein sem enn er keppt í í frjálsum íþróttum. <br /> <br /> Íþróttastarf á Íslandi hefur hlotið verðskuldaða athygli á síðustu misserum. Ástæðuna má rekja til nokkurra samverkandi þátta og hefur Viðar Halldórsson, lektor við Háskóla Íslands, rannsakað hvað það er sem hugsanlega gæti skýrt þann góða árangur. Það gengur gegn líkindalögmálum að við náum jafn góðum árangri og raun ber vitni. Hér langar mig sérstaklega að vitna í niðurstöður Viðars og nefna þrennt sem þar kemur fram: Þáttur þjálfara vegur þungt en hér á landi starfa hlutfallslega margir menntaðir þjálfarar við þjálfun yngri barna á meðan margar aðrar þjóðir byggja þjálfun barna fyrst og fremst á framlagi foreldra. Í öðru lagi virðist sem sterk liðsheild og samkennd einkenni okkar afreksíþróttafólk og íþróttastarf almennt. Sú samkennd og samheldni á væntanlega rætur sínar að rekja til þess öfluga barna og unglingastarfs sem unnið er um allt land. Öflugt íþróttastarf meðal barna og unglinga byggir fyrst og fremst á sjálfboðaliðastarfi. Þrátt fyrir að þróun undanfarinna ára sýni að sífellt verði erfiðara að fá fólk til að leggja sitt af mörkum í starfi með börnum og unglingum þá er sá þáttur enn mjök sterkur og allt til þess vinnandi að viðhalda honum. Þriðji og síðasti þátturinn sem mig langar að nefna er þáttur foreldra. Við þurfum sífellt að hafa augun á því markmiði að með íþróttastarfi er verið að þjálfa og ala upp eiginleika sem skapa farsæld í lífi fólks.<br /> <br /> Íþróttir hafa verið og munu verða mikilvæg stoð í uppeldi barna og unglinga. Með íþróttaiðkun gefst tækifæri til að þroska með sér bæði líkamlega og andlega færni sem styrkir hvern einstakling á þroskabrautinni. Hin mikla þátttaka barna og ungmenna í íþróttum sýnir vel hug þjóðarinnar til þeirra. Stuðningur ríkis og sveitarfélaga og ekki síður fyrirtækjanna í landinu við uppbyggingu aðstöðu og grasrótarstarfs íþróttahreyfingarinnar mynda grundvöllinn að henni. <br /> <br /> Unglingalandsmótið er íþróttakeppni þar sem skemmtun er í fyrirrúmi en kappið og viljinn til að sigra er á sínum stað, þannig á það líka að vera. Ég fyllist bjartsýni á framtíðina þegar ég horfi yfir þennan fríða hóp keppenda. Ég vona að íþróttir verði stór partur í ykkar lífi til framtíðar og að þið gerið hreyfingu að viðvarandi þætti í ykkar lífi alla ævi. Mín hvatningarorð til ykkar eru: Keppið af ákafa og gleði en sýnið öðrum, keppendum og dómurum, tillitssemi og virðingu eða líkt og Friðrik Friðriksson stofnandi Knattspyrnufélagsins Vals sagði fyrir rúmum hundrað árum: „Látum ekki kappið bera fegurðina ofurliði.“ Friðrik sagði jafnframt við vígslu fyrsta Valsvallarins og áminnti alla „ um heiðarleika í leik og starfi og að friður, kærleikur, samheldni, fegurð og atorka ætti að ríkja í starfinu og aldrei ætti að þrífast neitt ósæmilegt og ljótt.“ <br /> <br /> Enn í dag eru þessi orð í fullu gildi og með þeim fylgja mínar bestu óskir ykkur til handa. Njótið samverunnar, keppninnar, gleðinnar sem fylgir því að taka þátt í Unglingalandsmóti UMFÍ árið 2017. <br /> Góða vímulausa skemmtun.</p>

2017-07-24 15:21:2424. júlí 2017Ávarp dómsmálaráðherra á Skálholtshátíð sunnudaginn 23. júlí 2017

<span></span> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 14pt;">Biskupinn yfir Íslandi frú Agnes Sigurðardóttir, sr. Karl Sigurbjörnsson biskup, frú Margot Kaasler biskup, vígslubiskupar, prestar, góðir gestir.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 14pt;">Það er ánægjulegt að koma hingað að Skálholti, einum merkasta og sögufrægasta stað á Íslandi. Ég kem héðan úr Reykjavík, beint úr póstnúmeri 101 sem í dag er vart nefnt á nafn án vísunar til kaffidrykkju og nánast letilífs. Stundum er fjallað um miðbæ Reykjavíkur þannig að ætla mætti að þar gangi lífið hægar en annars staðar, þar gerist nánast ekkert sem skipti máli. Samt er það svo, eða ef til vill er það vegna þess, að í miðborginni er nánast öll stjórnsýsla Íslands. Og við Austurvöll eru teknar ákvarðanir sem margar skipta máli þótt oft fari meira fyrir fréttum af þeirri þrætubók sem er vissulega stunduð þar af kappi. Þetta undirstrikar að Reykjavík er höfuðstaður Íslendinga og miðbærinn höfuðstaður stjórnsýslunnar. En þannig hefur þetta ekki alltaf verið. </span></p> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 14pt;">Það var einmitt hér að Skálholti sem Íslandssagan mótaðist. Hér hafa hið veraldlega og andlega yfirvald setið og ráðið ráðum sínum með margvíslegum afleiðingum fyrir land og þjóð, allt frá byrjun 11. aldar. Þegar kirkjan efldist á 12. og 13. öld óx Skálholtsstaður og varð sannkallaður höfuðstaður Íslands. Fornleifafræðingar og sagnfræðingar hafa upplýst okkur um að hér hafi verið fjölmennasta byggð landsins með kirkjubyggingum sem voru einstakar í evrópskri byggingasögu. Í kirknatali Páls Jónssonar biskups frá því um 1200 segir að Skálholt sé dýrlegastur bæja á Íslandi.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 14pt;">Það eru því hartnær þúsund ár liðin frá því að fyrsti biskupinn, Ísleifur Gissurarson, var vígður til Skálholts – en hann var jafnframt fyrsti biskupinn yfir Íslandi. Sonur Ísleifs, Gissur, varð næstur biskup og gaf hann kirkjunni Skálholt með þeim ummælum að meðan kristni og byggð héldist í landinu ætti Skálholt að vera biskupsstóll. &nbsp;</span></p> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 14pt;">Þau grið hafa þó ekki haldist alla tíð og glæst saga staðarins beið mikinn hnekki í Suðurlandsskálfta seinni hluta 18. aldar (1784). Bæjarhús hrundu og fólk hafðist ekki við á staðnum. Biskupsstóllinn var í kjölfarið fluttur til Reykjavíkur og Skálholtstaðurinn fór úr eigu þjóðkirkjunnar. 700 ára sögu Skálholts sem biskupsstóls lauk þar með. Í byrjun sjöunda áratugar síðustu aldar komst hann þó aftur í hendur þjóðkirkjunnar, nú sem gjöf frá þjóðinni.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 14pt;">Þrátt fyrir hnignunarskeiðið hefur margt færst til betri vegar. </span></p> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 14pt;">Þáttaskil urðu í sögu staðarins fyrir um 70 árum en þá var, að frumkvæði sr. Sigurbjörns Einarssonar, stofnað Skálholtsfélag. Markmið þess var að vinna að endurreisn staðarins og má segja að hún hafi byrjað með fornleifarannsóknum undir stjórn dr. Kristjáns Eldjárn. Hér var prestssetur endurreist og dómkirkja reis þar sem fyrri kirkjur höfðu áður staðið. Og nú hefur nýtt félag, Skálholtsfélag hið nýja, tekið við keflinu.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 14pt;">Þetta er Skálholt í dag, biskupssetur, sóknarkirkja, fræðasetur, sögustaður, minjastaður, tónleikasetur og nú einnig einn af fjölsóttustu ferðamannastöðum landsins. Það er full ástæða til þess að þakka öllum þeim sem hafa lagt hönd á plóg við að viðhalda stöðu staðarins, margir með ómældri sjálfboðavinnu en allir af einskærum áhuga og virðingu fyrir sögunni. </span></p> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 14pt;">Ég rifja þetta upp til að minna okkur á hvað það er mikilvægt að hlúa að menningarverðmætum þjóðarinnavr og sögunni. Sambúð þjóðar og kirkju hefur haldist frá kristnitöku og staðir eins og Skálholt og Hólar eru ekki bara saga kirkjunnar og kristinnar trúar á Íslandi heldur mikilvæg heimild og arfleifð Íslandssögunnar. Þessar heimildir eru enn tilefni til rannsókna og uppgötvana fræðimanna hvort sem er á sviði sögu, fornleifa eða guðfræði.</span></p> <p style="text-align: justify;"><strong><span style="font-size: 14pt;">Góðir áheyrendur</span></strong></p> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 14pt;">Í ár minnumst við þess að 500 ár eru liðin frá þeim atburði sem talinn er marka upphaf siðbótarinnar. Ég var þess heiðurs og ánægju aðnjótandi að taka þátt í prestastefnu sem í ár var af þessu tilefni haldin utan landsteinanna, nefnilega í Wittenberg í Þýskalandi. Í þeirri sögufrægu borg á siðbótin rætur sínar því þar festi Marteinn Lúther upp hið afdrifaríka skjal á dyr Hallarkirkjunnar og kom þar með á framfæri í 95 greinum kenningum sínum um kristna trú. Það var fróðlegt að heimsækja þessa litlu borg sem er ekki beint í alfaraleið en er í dag orðin vinsæll áningarstaður ferðamanna sem hafa áhuga á sögu kristninnar. Uppbygging í Wittenberg undanfarin ár og framkvæmdir þar við endurgerð og varðveislu sögufrægra bygginga sem tengjast siðbótinni, benda til þess að þeim fari mjög fjölgandi ferðamönnunum sem koma gagngert í þeim tilgangi að dýpka þekkingu sína á hinni lútersku kirkju. Mér var sagt í Wittenberg að þessi þróun ferðaþjónustunnar þar væri tiltölulega nýleg og það hefði í sjálfu sér komið heimamönnum á óvart sá áhugi sem ferðamenn sýndu hinum lútersku rótum þar í borg. Íbúar borgarinnar þekktu þær jafnvel ekki sjálfir. Mér fannst ég kannast of vel við lýsinguna á þessari þróun ferðaþjónustunnar; annars vegar heimamenn sem sjá ekki alltaf skóginn fyrir trjánum og hins vegar fjölgun ferðamanna sem knýr heimamenn til að leiða hugann að nauðsynlegri uppbyggingu en um leið varðveislu menningarverðmæta. </span></p> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 14pt;">Í sögulegu samhengi hefur mannkynið aldrei haft það betra. Vaxandi ferðaþjónusta um heim allan er til marks um það. Í þessu felast mikil tækifæri fyrir okkur Íslendinga sem öll látum okkur annt um menningararfinn. Í miðborg Reykjavíkur er einn vinsælasti áningarstaður ferðamanna Hallgrímskirkja. Þótt turninn trekki að þá held ég að óvarlegt sé að ætla að hann væri það aðdráttarafl sem hann er stæði hann einn og óstuddur. Það sama má segja um marga aðra ferðamannastaði. Það er gjarnan samspil hins sjónræna og sögunnar sem gefur áningarstöðum gildi. Við uppbyggingu í miðborg Reykjavíkur undanfarið hefur þessu ekki verið haldið nægilega til haga, að mínu mati. Ef nefna ætti dæmi um það mætti líta til framkvæmda og umhirðu á reit þar sem áður var Víkurkirkjugarður í Kvosinni, elsti kirkjugarður Reykjavíkur. Álitaefni sem þar hafa komið upp þekkja menn reyndar hér í Skálholti. </span></p> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 14pt;">Skálholtsstaður hefur að geyma verðmæta sögu í mörgu tilliti. Fyrir utan að hafa verið vettvangur stjórnsýslu í veraldlegum og geistlegum skilningi er Skálholt vel í sveit sett, &nbsp;í fallegri náttúru. Hingað hafa menn sótt innblástur í skáldverk og tónlist og enn eru hér órannsakaðar fornleifar enda talið að um 70 staðir í landi Skálholts hafi að geyma fornminjar.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 14pt;">&nbsp;</span></p> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 14pt;">&nbsp;</span></p> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 14pt;">&nbsp;</span></p> <p style="text-align: justify;"><strong><span style="font-size: 14pt;">Góðir áheyrendur</span></strong></p> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 14pt;">Segja má að sú endurreisn sem hófst hér í Skálholti fyrir um 70 árum standi enn yfir. Endurreisnarstarf er um þessar mundir óneitanlega í skugga af uppsafnaðri þörf fyrir viðhald, m.a. á steindum gluggum Gerðar Helgadóttur. Því miður er viðhaldsleysi Skálholts ekki einsdæmi í sögu eignarréttinda ríkisins. Menn hefðu kannski betur hugsað dæmið til enda árið 1547 að þessu leyti. Það er hins vegar löngu tímabært að eigendastefna ríkisins feli í sér fækkun fasteigna með það að markmiði að geta staðið skammlaust að viðhaldi og nauðsynlegri uppbyggingu menningarverðmæta á tilteknum stöðum. Skálholt er sannarlega einn þeirra staða sem á það skilið að staðinn sé vörður um.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 14pt;">Ég þakka fyrir boðið á Skálholtshátíð og óska fólkinu hér til hamingju með veglega hátíðardagskrá þessa helgi, enn eitt árið.&nbsp;</span></p>

2017-06-19 18:17:1919. júní 2017Ávarp forsætisráðherra við úthlutun styrkja Jafnréttissjóðs 19. júní 2017

<p>Innilega til hamingju með daginn!<br /> Í dag verður úthlutað styrkjum úr Jafnréttissjóði Íslands í annað sinn. Sjóðurinn var stofnaður með ákvörðun Alþingis 19. júní 2015 þegar 100 ár voru frá því að íslenskar konur hlutu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Þessum tímamótum var fagnað með myndarlegum hætti og ég vil nýta þetta tækifæri til að þakka Alþingi, nefnd um 100 ára kosningaréttarafmælið, kvennahreyfingunni og Háskóla Íslands fyrir þeirra framlag til afmælisársins. Við megum vera stolt af því hvernig til tókst.</p> <p>Konur 40 ára og eldri hlutu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis með stjórnarskrárbreytingu sem samþykkt var 19. júní 1915.&nbsp; Vegna þessa séríslenska aldursákvæðis í lögunum náði þessi réttur einungis til 59% kvenna. Jafnan kosningarétt á við karla fengu konur ekki fyrr en við stjórnarskrárbreytingarnar 1920, og þá að kröfu Dana. Ártölin 1915 og 1920 voru því mikilvægir áfangar í átt til jafnrar þátttöku kynjanna í lýðræðissamfélagi. Almennur kosningaréttur og jafnt kjörgengi er í dag sjálfsagður hluti af lýðræðisvitund þjóðarinnar því að í þeim felast þau grundvallarmannréttindi að geta haft áhrif.</p> <p>Það er mikilvægt að halda á lofti helstu vörðunum í jafnréttissögu landsins og styrkja rannsókna- og fræðsluverkefni sem miðla þekkingu á lýðræðisþróun og baráttunni fyrir auknum borgara- og stjórnmálaréttindum. Við eigum og þurfum að kortleggja þátttöku kvenna í stjórnmálum og greina þá áhrifaþætti sem skýrt geta þá kynjaskekkju sem hefur verið áberandi á vettvangi stjórnmálanna. Þekking er undirstaða þess að við getum skilgreint og framkvæmt þau nauðsynlegu verkefni sem miða að réttlátara samfélagi. Jafnréttissjóður Íslands þjónar meðal annars þeim tilgangi að tryggja uppsprettu nýrra hugmynda og miðlun þekkingar á sviði kynjarannsókna.&nbsp;</p> <p>Í dag er okkur ofarlega í huga að flytja öllum þeim sem hafa rutt brautina fyrir kynjajafnrétti þakkir og minnast verka þeirra í þágu þeirra miklu framfara sem við Íslendingar höfum upplifað á skömmum tíma. Framfarir sem við sem þjóð vinnum að í sameiningu og byggjast á dugnaði, þekkingu og hugviti og ekki síst því að einstaklingar og hópar eins og kvennahreyfingin hafi haft þann kjark sem þurfti til að byggja upp samfélag jafnréttis og lýðræðis.</p> <p>Það er líka ánægjulegt að sjá nýja kynslóð koma fram sem ætlar sér að halda merki jafnréttisbaráttunnar á lofti og gerir það með sínum eigin hætti. Sterkar og góðar fyrirmyndir skipta líka máli og mig langar sérstaklega til að nefna allar þær frábæru íþróttakonur sem við eigum og hafa á alþjóðavettvangi gert orðið dóttir að samheiti fyrir konur sem láta ekkert stöðva sig.</p> <p>Við eigum að setja okkur háleit markmið og vinna í sameiningu að framförum á sviði jafnréttismála, af þeirri augljósu ástæðu að jafnrétti er grundvöllur lýðræðis og mannréttinda,&nbsp; – en einnig vegna þess að við eigum að fjárfesta í mannauði kvenna og karla sem best við getum.</p> <p>Ríkisstjórnin leggur ríka áherslu á jafnréttismál og starfar samkvæmt stefnuyfirlýsingu sinni að jafnréttismálum í víðum skilningi á ólíkum sviðum. Þar segir meðal annars að Ísland eigi að vera eftirsóknarvert fyrir alla þá sem vilja taka þátt í að byggja upp íslenskt samfélag til framtíðar. Mannréttindi, jöfn tækifæri, fjölbreytni, frelsi og ábyrgð ásamt virðingu fyrir ólíkum lífsskoðunum mynda þar sterkan grunn. Til að mæta þessu markmiði er lögð rík áhersla á að frumvörp ríkisstjórnarinnar til laga um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna annars vegar og hins vegar um jafna meðferð á vinnumarkaði nái fram að ganga. Um er að ræða löggjöf sem byggist á mismununartilskipunum Evrópusambandsins enda er mikilvægt að Íslands fari að fordæmi annarra Norðurlandaþjóða og flestra Evrópuríkja og setji sérstök lög sem banni mismunun.&nbsp;</p> <p>Stjórnarsáttmálinn segir einnig að jafnrétti á vinnumarkaði vegi þungt og var lögð á það rík áhersla að Alþingi samþykkti stjórnarfrumvarp um breytingu á jafnréttislögum sem lögfesti jafnlaunavottun. Sá áfangi náðist á síðustu dögum vorþingsins.</p> <p>Þótt Ísland standi öðrum ríkjum framar um stöðu og þróun kynjajafnréttis hefur ekki náðst jafnrétti á öllum sviðum samfélagsins. Á það ekki síst við um vinnumarkaðinn, en fjöldi kannana og rannsókna sýnir fram á viðvarandi kynbundinn launamun, sem almennt er konum í óhag. Þrátt fyrir skýran vilja löggjafans allt frá setningu laga um launajöfnuð kynjanna frá 1961, almenn jafnréttislög sem fyrst voru sett 1976, skuldbindingar stjórnvalda á grundvelli alþjóðlegra sáttmála og margvíslegar aðgerðir stjórnvalda til að stuðla að jafnrétti hefur ekki tekist að útrýma kynbundnum launamun hér á landi.</p> <p>Þess vegna er það okkar mat að nauðsynlegt hafi verið að stuðla að launajafnrétti kynjanna með lagasetningu um jafnlaunavottun á grundvelli jafnlaunastaðalsins. Ekki verður séð að með lögfestingu skyldu til jafnlaunavottunar sé gengið lengra en nauðsynlegt er til að ná fram lögmætum markmiðum stjórnvalda. Sú staðreynd að enn hafi ekki tekist að útrýma þessum launamun er óþolandi og það er á ábyrgð okkar sem störfum á sviði stjórnmálanna að leita allra leiða til að ná þessu sjálfsagða markmiði.</p> <p>Barátta fyrir jafnrétti kemur körlum ekki síður við en konum, enda snýst hún um stöðu fjölskyldna, aðstæður foreldra til að samhæfa fjölskyldu- og atvinnulíf, verkaskiptingu á heimilum, uppeldi barna, kynjahlutverk og staðalmyndir. Sú staðreynd að enn hallar á konur hvað varðar völd, áhrifastöður og laun, hefur neikvæð áhrif á stöðu kvenna og karla.&nbsp;</p> <p>Kynjajafnrétti verður aðeins náð með aðgerðum sem eru jákvæð fyrir bæði kynin. Stefnumótun á sviði jafnréttismála hefur góð áhrif á bæði kynin en eitt nærtækasta dæmið hvað varðar stöðu karla eru áhrif fæðingarorlofslaganna. Enn tekur mikill meirihluti nýbakaðra feðra á innlendum vinnumarkaði fæðingarorlof og nýlegar rannsóknir sýna að hlutdeild feðra í umönnun ungra barna hefur aukist verulega frá því að lögin tóku gildi –&nbsp; lögin höfðu einnig mikil áhrif til að fá karla og konur til að átta sig betur á hve gjöfult og mikilvægt föðurhlutverkið er, hve brýnt það er að báðir foreldrar séu góðar fyrirmyndir fyrir börn sín og að þeir séu jafningjar í öllu tilliti. Þá sýna rannsóknir einnig að hugmyndir ungmenna um karlmennsku og kvenleika hafa tekið breytingum síðan lögin komu fyrst til framkvæmda.&nbsp;</p> <p>Það er mér mikill heiður að vera einn af tíu þjóðarleiðtogum sem leiða verkefni UN Women um HeforShe en verkefnið mun vonandi ekki síður hafa áhrif hér heima en utan landssteinanna. Skuldbindingar okkar beinast að því að sýna gott fordæmi þegar kemur að baráttunni fyrir launajafnrétti, auknu jafnrétti í fjölmiðlum og benda á leiðir sem fjölgað gætu þeim karlmönnum sem láta sig jafnréttismál varða. Þannig höfum við sett okkur það markmið að einn af hverjum fimm íslenskum karlmönnum gangi til liðs við átakið HeforShe. Stjórnvöld hafa staðið fyrir rakarastofuráðstefnum hjá alþjóðastofnunum með mjög góðum árangri og eru nokkrar ráðstefnur fyrirhugaðar á þessu ári og því næsta. Í mars síðastliðnum afhenti ég framkvæmdastjóra UN Women verkfærakistu sem þróuð var í utanríkisráðuneytinu og hefur að markmiði að aðstoða aðra við að skipuleggja jafnréttisviðburði sem ná til karla og drengja.</p> <p>Ég er sannfærður um að okkur miðar áfram en ég veit líka að það er mikilvægt að missa aldrei sjónar á markmiðinu. Við þurfum að vera vakandi fyrir því að það er ástæða fyrir því að orðasambandið „rótgróin viðhorf“ er til og gera okkar til að uppræta þau. Jöfn réttindi, jöfn tækifæri og jöfn staða kynjanna er það sem við viljum og munum ekki gefa neinn afslátt af.</p>

2017-06-18 13:47:1818. júní 2017Löggæsla á tímamótum - grein í Morgunblaðinu 18. júní​

<span></span> <p>Störf lögreglu hafa breyst mjög undanfarinn áratug. Sú sérstaða sem lögreglan hefur haft í störfum sínum í samanburði við lögreglu erlendis hefur smám saman verið að minnka. Verkefni sem fyrir nokkrum árum heyrði til undantekninga að rötuðu inn á borð lögreglu eru sum orðin hluti af daglegri löggæslu. Mest áberandi breytingin var án efa í kjölfar bankahrunsins þegar fjöldamótmæli kölluðu á löggæslu af öðru tagi en áður þekktist. Engum duldist að álag á almenna lögregluþjóna var mikið og að menn væru að fóta sig í nýjum aðstæðum. Lögreglu fór verkið vel úr hendi, hún las í aðstæður og átti að mínu mati stóran þátt í því að mótmælin leiddu ekki til upplausnar.</p> <p>En þau eru einnig mörg verkefnin sem ekki eru jafn áberandi og almenningur getur síður lagt mat á. Á heimilum og á götum úti þarf lögreglan oft að kljást við fólk í ástandi sem varla þekktist á árum áður. Lögreglan er einnig skuldbundin í margvíslegu alþjóðasamstarfi sem stjórnvöld hafa tekið ákvörðun um og leiðir til nákvæmari greininga á ógn og hættu sem steðjar að borgurunum. Þá hefur Ísland skyldum að gegna gagnvart erlendum ríkisborgurum sem hingað leita í ýmsum tilgangi, lögmætum og ólögmætum. Jafn ánægjuleg og fjölgun útlendinga getur verið hefur hún leitt til nýrra verkefna löggæslunnar og annarra vinnubragða en áður tíðkuðust.</p> <p>Þótt menn kunni að greina á um hlutverk ríkisins almennt þá er það óhjákvæmilega eitt af grunnhlutverkum stjórnvalda að tryggja öryggi almennings. Það er einfaldlega þáttur í mannréttindum sem land eins og Ísland stendur vörð um. Lögreglan hefur ekki annað að leiðarljósi í störfum sínum. Undanfarið hefur verið reynt að gera störf hennar tortryggileg í kjölfar þess að hluti lögreglunnar vopnum búinn hafi sést á almannafæri. Er það þá talið til marks um einfeldni að líta út fyrir heimahagann og vilja draga lærdóm af óförum annars staðar. Sömu gagnrýnisraddir segja að það að færa sérsveitina nær almenningi komi ekki í veg fyrir glæpi. Það kann að vera og síst hefur lögreglan haldið slíku fram heldur hinu að mikilvægt sé að vera sem best í stakk búinn til að bregðast við komi til áfalla.</p> <p>Ég hef nefnt að ógn af hryðjuverkum eða tilviljanakenndum árásum verður ekki mætt með einstökum aðgerðum heldur samstilltu átaki löggæslu og árvekni borgara. Hnökralaus almenn löggæsla skiptir mestu máli til lengri tíma. Enginn vilji er hjá lögreglu eða stjórnvöldum til þess að sú löggæsla verði vopnum búin. Mat á því hvenær ástæða er til að styrkja þá löggæslu með sértækum aðgerðum er og verður í höndum þeirra sem best til þekkja.</p> <p><em>Ég hef í nokkur ár ritað pistla á þessum vettvangi mér til ánægju. Ég læt nú af því, að minnsta kosti um sinn. Ég þakka blaðinu og lesendum samfylgdina, ekki síst þeim sem hafa verið svo vinsamlegir að senda mér nokkur orð í kjölfar pistla. </em></p> <p><strong>Eftir niðurskurð fjárheimilda til löggæslu eftir bankahrun hefur Sjálfstæðisflokkurinn beitt sér fyrir viðsnúningi. Það hefur verið gert með auknu fé frá árinu 2013 um ríflega 4,7 milljarða (34% aukning).</strong></p> <p>Greinin birtist í sunnudagsblaði Morgunblaðsins 18. júní 2017.</p>

2017-06-17 16:03:1717. júní 2017Þjóðhátíðarræða Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur á Hrafnseyri, 17. júní 2017

<p style="text-align: justify;">Kæru gestir, gleðilega þjóðhátíð!</p> <p style="text-align: justify;">Það er mér sannur heiður að fá að deila með ykkur fáeinum hugleiðingum á þessum gleðidegi, afmælisdegi lýðveldisins, á sjálfum fæðingarstað Jóns Sigurðssonar.</p> <p style="text-align: justify;">Staðurinn er undurfagur. Ég kom hingað síðast fyrir tæpu ári síðan með fyrsta þingmanni kjördæmisins, vini mínum Haraldi Benediktssyni, þegar við vorum á ferðinni um kjördæmið okkar. Þá var ég kasólétt af dóttur minni sem er átta mánaða í dag 17. júní og er hérna með mér ásamt bróður sínum og pabba. </p> <p style="text-align: justify;">Mínar rætur liggja allar hingað á Vestfirði. Móðurafi minn Ásgeir Hannesson var frá Ármúla í Ísafjarðardjúpi og amma Þórdís Katarínusardóttir frá Arnadal í Skutulsfirði. Föðurafi minn Guðmundur Helgi Ingólfsson var frá Hnífsdal og amma Jóna Valgerður Kristjánsdóttir frá Ísafirði, og faðir minn Gylfi Reynir uppalinn í Hnífsdal. Ég er því Vestfirðingur að upplagi og ákaflega stolt af því, ekki síður en af æskuslóðunum á Akranesi og því að vera Skagamaður.</p> <p style="text-align: justify;">Eins og mörg ykkar vita kannski byggðist þessi staður hér í upphafi vegna þess að Grelöðu eiginkonu Áns landnámsmanns fannst einhver óþefur í lofti á fyrri staðnum sem þau höfðu valið sér, þar sem þau bjuggu nú engu að síður um nokkra hríð. Það verður helst ráðið af sögunni að hún hafi ekki linnt látum fyrr en fundinn væri nýr staður. Þess er ekki getið hvort það hafi verið auðsótt mál af hálfu bóndans! En við getum rétt ímyndað okkur að það hafi orðið uppi fótur og fit þegar húsfreyjan krafðist þess að hætt yrði við fyrra landnámið og byrjað upp á nýtt á nýjum stað, hér á Eyri sem þá hét, þar sem henni þótti hunangsilmur úr grasi.</p> <p style="text-align: justify;">Ekki munu vera mörg skrásett dæmi um slíkt harðfylgi af hálfu landnámskvenna. Mér er því ljúft og skylt að halda hér til haga þessu ágæta dæmi um að konur á Íslandi hafa átt það til alveg frá upphafi, að sitja við sinn keip, og lifa samkvæmt kjörorði Jóns Sigurðssonar: „Eigi skal víkja.“&nbsp;</p> <p style="text-align: justify;">Þegar við hugleiðum þennan hátíðlega dag, og þennan sögufræga stað, kemur spurning upp í hugann sem kann að virðast einkennileg: Hverrar þjóðar var þetta fólk, landnámsfólkið sem settist hér að í upphafi?</p> <p style="text-align: justify;">Var það Íslendingar?</p> <p style="text-align: justify;">Hvað er það sem gerir okkur að þjóð?</p> <p style="text-align: justify;">Hvað er þetta fyrirbæri, Íslendingur?</p> <p style="text-align: justify;">Tómas Jónsson, söguhetja Guðbergs Bergssonar, segir í upphafi bókarinnar sem við hann er kennd: „Ég er afkomandi hraustra bláeygra víkinga. Ég á ætt að telja til hirðskálda og sigursælla konunga. Ég er Íslendingur.“</p> <p style="text-align: justify;">Tengsl við hetjur Íslendingasagna hafa löngum verið okkur eyjarskeggjum hugleikin. Og vafalaust hafa þau í gegnum tíðina verið nánast inngönguskilyrði í þjóðarklúbbinn í hugum æði margra. Íslenskur uppruni er vissulega ennþá skjótvirkasti aðgöngumiðinn að þessum hópi fólks sem við köllum Íslendinga, en fáir ef nokkrir eru þó þeirrar skoðunar að tiltekin genasamsetning skipti höfuðmáli. Leifarnar af þeirri afstöðu eru sem betur fer að verða sífellt ógreinilegri í sandinum með sérhverju nýju öldufalli tímans.</p> <p style="text-align: justify;">Annað, sem oft er talið einkenna þjóðir, er sameiginlegur arfur. Í því sambandi má spyrja: Hvaða sameiginlega arf áttu fyrstu Íslendingarnir, sem skildi þá frá fyrrverandi löndum sínum í gamla heimalandinu, nema þá einföldu staðreynd að þeir höfðu flust hingað? Það var ekki sameiginlegur <em>arfur,</em> heldur sameiginlegur <em>veruleiki</em>.</p> <p style="text-align: justify;">Fyrsti lögsögumaðurinn á Alþingi, Úlfljótur, var sjálfur landnámsmaður, en með stofnun Alþingis hefst þjóðveldisöld og því óhætt að segja að þjóðin hafi verið orðin til, þótt hún væri að miklu leyti skipuð fyrstu kynslóðar innflytjendum sem áttu sér lítinn sem engan sameiginlegan <em>arf eða sögu sem íslensk þjóð</em>.</p> <p style="text-align: justify;">Af þessu leiðir, að þótt tilfinning fyrir sameiginlegum arfi styrki með okkur samkennd sem þjóð geta „menningarsöguleg gen“ samt ekki talist ófrávíkjanleg skilyrði, ekki frekar en hin líffræðilegu gen. Þess vegna getum við hiklaust samþykkt fólk sem nýja Íslendinga þrátt fyrir að það eigi enga beina aðild að okkar sögulega arfi, þó að auðvitað sé rétt að það kunni skil á honum og beri virðingu fyrir honum.</p> <p style="text-align: justify;">Eins og við sjáum er hægara sagt en gert að skilgreina þjóð.</p> <p style="text-align: justify;">Er hugsanlegt, að þegar öllu er á botninn hvolft skipti <em>vilijnn</em> mestu? Það er að segja:</p> <p style="text-align: justify;">Viljinn til að <em>deila örlögum</em> með íslenskri þjóð.</p> <p style="text-align: justify;">Viljinn til að <em>telja sjálfan sig hluta</em> af íslenskri þjóð.</p> <p style="text-align: justify;">Viljinn til að sýna <em>óbilandi hollustu við hagsmuni íslenskrar þjóðar</em>, eins og hver og einn metur þá í einlægni og góðri trú.</p> <p style="text-align: justify;">Þarna erum við líklega að nálgast kjarna málsins. En þó er augljós galli á niðurstöðunni, því samkvæmt henni er þjóðernið undir hverjum og einum komið, og hver einstaklingur þeirrar þjóðar sem hann sjálfur kýs. Það getur tæpast gengið upp.</p> <p style="text-align: justify;">– Ekki nema við hugsum út fyrir rammann og veltum fyrir okkur þeim möguleika, að til séu <em>tvær víddir þjóðernis</em>: önnur lögformleg, hin huglæg.</p> <p style="text-align: justify;">Kannski er einmitt mjög gagnlegt að líta þannig á málið. Það leysir úr ýmsum mótsögnum sem við rekumst á þegar við reynum að skilgreina þjóðernið.</p> <p style="text-align: justify;">Hugmyndin um tvíþætt þjóðerni, annað lögformlegt og hitt huglægt, skerpir líka enn frekar á þeirri staðreynd, hvílík forréttindi það eru að geta haldið á íslensku vegabréfi þjóðerni okkar til sönnunar.</p> <p style="text-align: justify;">Við getum ekki veitt þau forréttindi öllum sem þess óska – það er hinn pólitíski, efnahagslegi og samfélagslegi veruleiki.</p> <p style="text-align: justify;">En margt mælir eindregið með því að við gerum okkar allra besta; bæði okkar eigin ávinningur – efnahagslegur og menningarlegur – sem og hin dýrmætu gildi okkar um náungakærleika og samhjálp.</p> <p style="text-align: justify;">Góðir gestir, </p> <p style="text-align: justify;">við sjáum það um þessar mundir að tortryggni gagnvart alþjóðlegu samstarfi og verslunarfrelsi – tortryggni sem á köflum jaðrar við einangrunarstefnu – virðist eiga aukinn hljómgrunn bæði vestan hafs og austan.</p> <p style="text-align: justify;">Þó að rétt sé að fara varlega í að reyna að geta sér til um það, hvaða afstöðu Jón Sigurðsson hefði haft til ýmissa álitamála í nútímanum, er óhætt að segja að hann gaf lítinn afslátt af verslunarfrelsinu.</p> <p style="text-align: justify;">Einokunarverslunin er svo fjarlæg okkur nútímafólki að það er beinlínis erfitt að gera sér hana í hugarlund. Árið 1679 var Páll Torfason, sýslumaður í Ísafjarðarsýslu, dæmdur á Alþingi til að missa ekki aðeins embætti sitt heldur einnig aleiguna, hvorki meira né minna, fyrir þá sök að hafa keypt fáein færi af enskum fiskimönnum í skiptum fyrir nokkra sokka og vettlinga, til þess að fiskibátar hans stæðu ekki óhreyfðir um mesta bjargræðistímann. Þótt mál hefðu eitthvað hreyfst til betri vegar á tímum Jóns Sigurðssonar var þó enn ærin barátta fyrir höndum áður en honum tókst að hrinda einokunarversluninni.</p> <p style="text-align: justify;">Jón nam fræði Adams Smiths um ósýnilegu höndina og líka hina bráðsnjöllu röksemdafærslu Davíðs Rícardós fyrir því, að það sé öllum til hagsbóta að alþjóðaviðskipti séu frjáls og óheft, vegna hlutfallslegra yfirburða þjóða til að framleiða sína vöruna hver með sem hagkvæmustum hætti. Þessa tímamótakenningu Rícardós kynnti hann raunar fyrir Íslendingum aðeins 28 ára gamall, og mun það vera í fyrsta sinn sem henni voru gerð skil á prenti á íslensku. Hann skildi því vel – líklega betur en margir gera enn þann dag í dag – ávinningin sem allir aðilar hafa af því að verslun á milli landa sé sem frjálsust. Sú meginregla gildir enn og ætti að vera okkur leiðarljós.</p> <p style="text-align: justify;">Það ber framsýni Jóns Sigurðssonar gott vitni, að helstu baráttumálin hans þrjú – verslunarfrelsi, sjálfstæði og menntun – hafa öll staðist tímans tönn og eru í fullu gildi.</p> <p style="text-align: justify;">Fullt sjálfstæði vannst að lokum, en ekki er þar með sagt að það sé horfið af listanum yfir mikilvægustu viðfangsefni okkar. Bæði er það, að sjálfstæðið kann að öðlast nýtt samhengi með breytingum í ytra umhverfi okkar, og eins hitt, að við skyldum aldrei ganga að því sem gefnum hlut, heldur ávallt halda vöku okkar.</p> <p style="text-align: justify;">Hvað verslunarfrelsið varðar hurfu Íslendingar því miður sjálfir frá þeirri frjálslyndu stefnu sem Jón Sigurðsson hafði boðað og tóku í staðinn upp alls kyns höft og tálmanir sem enn eimir eftir af. Við þurfum því enn að sýna fyllstu árvekni og freista þess að gera betur. Stutt er síðan risaskref var tekið í þessum efnum þegar almenn vörugjöld voru felld niður í ársbyrjun 2015, öllum almenningi til heilla.</p> <p style="text-align: justify;">Þriðja helsta baráttumál Jóns var menntun. Sagnaþjóðin á auðvitað djúpar rætur í menntun og hún er samofin sjálfsmynd okkar. Einar Már Guðmundsson rithöfundur hefur það raunar á einum stað eftir ónefndum spaugara, að uppruna Íslendinga megi skýra með þeim hætti, að þegar fyrstu skattalögin voru birt í Noregi hafi allir flúið til Íslands sem kunnu að lesa!</p> <p style="text-align: justify;">Menntun er eilífðarverkefni sem felur í sér sífelldar áskoranir í takt við auknar kröfur hvers tíma. Við stöndum ágætlega að vígi, með öflugar íslenskar menntastofnanir, samhliða langri hefð okkar fyrir því að sækja framhaldsmenntun erlendis, en ótvíræður styrkur felst í því að taka þannig við nýjustu straumum úr ólíkum áttum inn í okkar litla samfélag.</p> <p style="text-align: justify;">Ein mesta áskorun okkar í menntamálum er hve lágt hlutfall nemenda leggur stund á iðngreinar og tæknigreinar. Því hefur verið haldið fram í mín eyru að á liðnu ári hafi færri lært til múrara á Íslandi en voru í framboði til forseta! – Gamanlaust þurfum við virkilega að taka okkur á hvað þetta varðar og hefja menntun á þessum sviðum til þeirrar virðingar sem hún á skilið.</p> <p style="text-align: justify;">Þegar horft er til þess jarðvegs sem Jón Sigurðsson sprettur úr á Íslandi er sláandi hvílíkur reginmunur er á sjálfstrausti þjóðarinnar þá og nú. Við upphaf nítjándu aldar var almenn deyfð yfir landsmönnum og svartsýni á möguleika og framtíð landsins, hvað þá að við gætum staðið á eigin fótum eða átt roð í aðrar þjóðir í alþjóðlegri samkeppni. Landsmenn höfðu, með orðum Jóns sjálfs: "misst traustið á sjálfum sér […] og viljann til að hjálpa sér sjálfir; þeir hafa misst hinn alþjóðlega anda til allra framkvæmda, og orðið kotungar […]" - eins og segir í formála hans að <em>Lítilli varningsbók</em>.</p> <p style="text-align: justify;">Í dag er þessu þveröfugt farið. Við erum full sjálfstrausts og atorku. Virkni meðal frumkvöðla í atvinnulífi er mikil hér samanborið við önnur lönd og margir stefna ótrauðir á erlenda markaði þrátt fyrir harða alþjóðlega samkeppni. Við erum áræðin á nánast öllum sviðum og teljum okkur eiga fullt erindi á alþjóðavettvangi á hverju því sviði sem við kærum okkur um að stíga inn á, hvort sem það eru listir, íþróttir, vísindi, viðskipti eða önnur svið.</p> <p style="text-align: justify;">Ég þykist vita að þið skynjið að hér sé í aðsigi gamalkunnur samanburður við aðrar þjóðir og jafnvel vangaveltur um yfirburða-hæfileika okkar.</p> <p style="text-align: justify;">Í því sambandi er viðeigandi að vitna í upphafsorð fyrsta árgangs <em>Nýrra félagsrita</em> þar sem Jón Sigurðsson víkur að einkenni á þjóðarsálinni sem er ennþá áberandi, nefnilega, að Íslendingum hætti til þess, líkt og flestum eyjabúum, að gera annað hvort of mikið eða of lítið úr sjálfum sér. Með hans orðum: að þykjast annaðhvort vera "sælastir manna eða vesælastir, og á hinn bóginn meta allt hið útlenda annaðhvort of mikils eða of lítils".</p> <p style="text-align: justify;">Kannast einhver við lýsinguna? - Hún er enn jafn sönn, því þegar við berum okkur saman við aðrar þjóðir er það allt of oft ýmist í ökkla eða eyra. Við erum annað hvort best í heimi eða með allt niðrum okkur. – Mikið væri nú gott ef við gætum farið að ráði Jóns og reynt að temja okkur meira jafnvægi í mati á eigin stöðu.</p> <p style="text-align: justify;">Góður árangur okkar á mörgum sviðum er vissulega athyglisverður en hann byggist <em>ekki</em> á yfirnáttúrulegum hæfileikum. Hann byggist á því að okkur hefur auðnast að búa til samfélag þar sem langflestir hafa <em>raunverulegt</em> tækifæri til að þroska hæfileika sína og láta þá njóta sín til fulls. Tækifæri hins venjulega Íslendings eru ekki eins og lottómiði, þar sem vinningslíkurnar eru einn á móti milljón, heldur <em>raunveruleg </em>tækifæri. Íslenski draumurinn er ekki einn á móti milljón heldur innan seilingar fyrir langflesta. Fá lönd geta gert sterkara tilkall til þess að geta með réttu kallast "land tækifæranna" og það er eitt af okkar dýrmætustu sérkennum sem við verðum að standa vörð um.</p> <p style="text-align: justify;">Þess vegna er það, að þegar Íslandi tekst að standa jafnfætis eða jafnvel framar margfalt fjölmennari þjóðum á einhverjum sviðum, þá kemur ekki upp í hugann einhvers konar hugmynd um yfirnáttúrulega hæfileika okkar sjálfra, heldur stolt yfir samfélagi þar sem allir skipta máli og svo til allir eiga raunhæfa möguleika á að þroska hæfileika sína til fulls. Á sama tíma vakna spurningar um þá hæfileika sem kunna að fara til spillis meðal fjölmennari þjóða, sem hugsanlega ná ekki að hlúa eins vel að tækifærum hvers og eins.</p> <p style="text-align: justify;"><em>Fámennið</em> hefur áreiðanlega hjálpað okkur Íslendingum í tvennum skilningi við að nýta sem best hæfileika hvers og eins; annars vegar með því að gera það <em>nauðsynlegt</em>, og hins vegar með því að gera það <em>mögulegt</em>. Því telja má líklegt að það sé bæði <em>mikilvægara</em> og <em>auðveldara</em> fyrir lítil samfélög en stór að leyfa hverjum og einum að blómstra.</p> <p style="text-align: justify;">Á bókhaldsmáli getum við sagt að á Íslandi höfum við „lágt afskriftarhlutfall í mannauði“. Varla er hægt að ímynda sér nokkurn auð sem verra er að afskrifa en mannauðinn. Því segi ég aftur, að þetta er eitt af okkar dýrmætustu sérkennum, sem við <em>verðum</em> að varðveita.</p> <p style="text-align: justify;">Í beinu framhaldi af tækifærum <em>einstaklinganna</em> vakna spurningar um tækifæri <em>landshlutanna</em>. Eru þau nýtt til fulls? Vöxtur ferðaþjónustunnar hefur verið landsbyggðinni mikil lyftistöng, skapað umtalsverða atvinnu og líka grundvöll undir fjölbreytta þjónustu sem bætir byggðirnar og líf þeirra sem þar búa. En betur má ef duga skal og við þurfum meðal annars að tryggja að innviðir séu fyrir hendi til að fullnýta tækifærin.</p> <p style="text-align: justify;">Á þessum degi er mér ofarlega í huga nauðsyn þess að slá skjaldborg um tungumálið okkar. Íslenskan hefur löngum átt í varnarbaráttu en kannski aldrei sem nú, þegar börnin okkar setjast ekki aðeins við sjónvarpið á slaginu sex til að horfa á fáeinar mínútur af Tomma og Jenna eða Villa spætu, eins og árið sem ég fæddist, heldur hafa allt að því ótakmarkaðan aðgang að erlendu myndefni allan sólarhringinn, hvar og hvenær sem er.</p> <p style="text-align: justify;">Tæknibyltingin felur í sér mikla áskorun fyrir íslenskuna. Við reiðum okkur æ meira á tæknina í daglegu lífi og hún berst okkur nánast öll á ensku. Enginn kemur hér íslenskunni til aðstoðar nema við sjálf. Aðlögun tækninnar að íslenskunni er því risavaxið verkefni, bæði að umfangi og mikilvægi; verkefni sem við verðum að taka föstum tökum.</p> <p style="text-align: justify;">Við foreldrar verðum að rísa undir ábyrgð og leyfa ekki erlendum áhrifum að yfirgnæfa svo íslenskuna í umhverfi barna okkar að þau nái ekki að tileinka sér hana óbrenglaða. Við þurfum líka sjálf, hvert og eitt okkar, að kappkosta að tala gott mál og forðast slettur, sem ég viðurkenni að mér tekst því miður ekki alltaf. Ef við vöndum okkur ekki vitum við ekki fyrr til en við höfum glutrað niður tungumálinu, þessum þjóðarfjársjóði.</p> <p style="text-align: justify;">Árið 1876, þremur árum fyrir andlát Jóns Sigurðssonar, kom í fyrsta sinn út ljóðabók á íslensku eftir konu. Þetta var bókin <em>Stúlka</em> eftir Júlíönu Jónsdóttur, sem fædd var og uppalin í Hálsasveit í Borgarfirði.</p> <p style="text-align: justify;">Bókin hefst með þessum ljóðlínum:</p> <p style="margin-left: 40px; text-align: justify;"><em>Lítil mær heilsar</em></p> <p style="margin-left: 40px; text-align: justify;"><em>löndum sínum</em></p> <p style="margin-left: 40px; text-align: justify;"><em>ung og ófróð</em></p> <p style="margin-left: 40px; text-align: justify;"><em>en ekki feimin.</em></p> <p style="text-align: justify;">„Litla mærin“ mun hafa verið sjálf ljóðabókin, sem bankaði með þessum orðum kurteislega á dyr karlaveldis bókmenntaheimsins. Hún bankaði ... en það kom enginn til dyra, því hvergi mun hafa verið minnst á útgáfu bókarinnar í blöðum og enginn ritdómur birtist um hana. Skömmu síðar sagði skáldið Júlíana skilið við Ísland og sigldi til Vesturheims.</p> <p style="text-align: justify;">Jafnrétti kynjanna var ekki eitt af baráttumálum Jóns Sigurðssonar en mér finnst við hæfi að nefna það hér sem eitt af mikilvægustu verkefnunum sem við eigum ólokið.</p> <p style="text-align: justify;">Okkur finnst margt hafa áunnist, og það er alveg rétt. Okkur finnst við standa framarlega á heimsvísu, og það er staðreynd. En við eigum ennþá talsvert í land. Hlutgerving kvenna er áberandi í dægurmenningunni sem börnin okkar alast upp við. Konur eru aðeins þriðjungur viðmælenda í fréttum og þáttum Ríkisútvarpsins og 365 miðla. Konur eru í minnihluta meðal frumkvöðla og forsvarsmanna sprotafyrirtækja. Yfirgnæfandi meirihluti æðstu stjórnenda fjármálafyrirtækja, fjárfestingarsjóða og lífeyrissjóða eru karlar, sem þýðir að karlar stýra fjármagninu á Íslandi og fara því með þau gífurlegu völd sem því fylgja. Úrelt viðhorf til kynjanna eru víða og ganga í báðar áttir. Sem dæmi má nefna baráttu feðra þegar kemur að umgengni við börn sín.</p> <p style="text-align: justify;">Allt þetta stendur ennþá í vegi fyrir því að Ísland geti staðið fyllilega undir nafni sem land tækifæranna. Og rétt eins og landnámskonan forðum hér á þessum stað, eigum við ekki að sætta okkur við ágallana á umhverfi okkar heldur bæta úr þeim.</p> <p style="text-align: justify;">Góðir hátíðargestir, </p> <p style="text-align: justify;">Með því að standa áfram vörð um baráttumál afmælisbarnsins um sjálfstæði, verslunarfrelsi og menntun, og með því að leggja áfram rækt við hæfileika hvers og eins einstaklings, getum við leyst úr læðingi ótrúleg tækifæri til framtíðar.</p> <p style="text-align: justify;">Um leið og ég þakka fyrir þann heiður að fá að ávarpa ykkur hér í dag – og þakka jafnframt öllum þeim sem komið hafa að uppbyggingu og rekstri hér á Hrafnseyri fyrir sitt frábæra starf – leyfi ég mér að láta í ljós þá von að þjóðin okkar haldi áfram á réttri leið, njóti landsins gæða á sjálfbæran hátt, rækti mannauðinn, hlúi að frelsi og framtaki, efli umburðarlyndi og samstöðu, og veiti öllum tækifæri.</p> <p style="text-align: justify;">Takk.</p>

2017-06-17 00:46:1717. júní 2017Hátíðarræða forsætisráðherra á 17. júní

<p style="text-align: left;">Góðir landsmenn.&nbsp;Gleðilega hátíð.<br /> Fyrir 73 árum, í júnímánuði lýðveldisárið 1944, fæddust um 300 börn á Íslandi og var meðalævilengd Íslendinga á þeim tíma um 67 ár. Á lýðveldistímanum hefur meðalævi lengst um 15 ár, hvorki meira né minna. Það er undraverð breyting á svo skömmum tíma. Sama hvert litið er, framfarirnar eru meiri en nokkurn gat órað fyrir. Lífskjör, lífsgæði, velferð, heilsa, jafnrétti.&nbsp;</p> <p style="text-align: left;">Á undanförnum árum hafa nýir mælikvarðar fyrir velsæld verið þróaðir og er sífellt meira horft til þeirra í alþjóðlegum samanburði. &nbsp;Hefðbundið er að mæla efnahagslegar stærðir, eins og landsframleiðslu á mann eða hagvöxt. &nbsp;Nú beina vísindamenn í auknum mæli athyglinni að öðrum þáttum sem þykja geta sagt betur til um lífshamingju, öryggi og almenna velsæld. &nbsp;&nbsp;</p> <p style="text-align: left;">Niðurstaðan í nær öllum mælingum er sú að Ísland er í efstu tíu sætunum í heiminum þegar lífsgæði þjóða eru borin saman. &nbsp;&nbsp;</p> <p style="text-align: left;">Við erum í hópi hinna lánsömu Norðurlandaþjóða sem hefur tekist að búa til betri og réttlátari samfélög en dæmi eru til um í mannkynssögunni. Þeir Íslendingar sem voru viðstaddir þá sögulegu stund þegar lýst var yfir sjálfstæði landsins hljóta að vera stoltir af þeim árangri sem Ísland hefur náð.&nbsp;&nbsp;</p> <p style="text-align: left;">Lýðveldið Ísland er vel heppnað. Um það verður tæpast deilt.&nbsp;&nbsp;</p> <p style="text-align: left;">Meirihluti mannkyns hefur upplifað gjöfula tíma eftir seinni heimstyrjöldina. Meðalmanneskja á jörðinni hefur aflað sér meira en þrefaldra tekna eftirstríðsáranna, nærst á þriðjungi fleiri hitaeiningum, misst tveimur þriðjungum færri börn og getur búist við að lifa þriðjungi lengur. Ólíklegra er að hún látist af barnsförum, slysförum, í átökum, eða deyi sökum hungursneyðar eða veikinda. Á sama tíma hefur fólksfjöldi meira en tvöfaldast. Með öðrum orðum, lífið er sífellt að verða betra fyrir stærstan hluta mannkyns.&nbsp;</p> <p style="text-align: left;">Þrátt fyrir þetta er meginboðskapurinn í stjórnmálum um allan heim að heimurinn fari versnandi. Hvernig stendur á því? Jú, það er vissulega nóg af verkefnum, því samfara auknum framförum viljum við ná enn lengra. Við getum ekki sætt okkur við stríðsátök. Við getum ekki setið aðgerðarlaus hjá þegar umhverfisslys eru í uppsiglingu, náttúruhamfarir leggja stór svæði í rúst eða misvitrir leiðtogar misbeita valdi sínu og kalla yfir þjóðir sínar hungursneyð og örbirgð. Jafnvel þótt minna sé af slíku en áður. Við megum einfaldlega aldrei slaka á kröfunum um að gera betur.&nbsp;</p> <p style="text-align: left;">Við sjáum að hægt er að gera betur svo víða og við höfum dæmin fyrir framan okkur sem sanna það.&nbsp;&nbsp;</p> <p style="text-align: left;">Löngum höfum við borið okkur saman við aðrar Norðurlandaþjóðir. Eigum það sameiginlegt með þeim að leggja ríka áhersla á lýðræði, jafnrétti og jöfn tækifæri, mannréttindi og alþjóðleg viðskipti. Við frændþjóðirnar teljumst ríkar þjóðir á svo marga vegu, bæði hvað varðar efnahagslega og samfélagslega þætti.&nbsp;&nbsp;</p> <p style="text-align: left;">Við finnum það öll hve miklu það skiptir okkur að vera áfram opið og friðsælt samfélag þar sem allir fá að njóta krafta sinna. &nbsp;Þau samfélög leggja sig fram um að ná sífellt betri árangri þegar almenn velferð og félagsleg framþróun er mæld.&nbsp;</p> <p style="text-align: left;">Þessi lífssýn og sá árangur sem hún hefur skilað er eitt mikilvægasta framlag okkar til betri heims; að vera fyrirmynd fyrir önnur ríki í því að draga úr misskiptingu, auka velferð og skjóta þannig stoðum undir velmegun, farsæld og frið. &nbsp;&nbsp;</p> <p style="text-align: left;">Norðurlöndin hafa einnig einsett sér að láta ekki sitt eftir liggja þegar kemur að loftslagsmálum. Eftir áratuga rökræður var loksins undirritaður alþjóðasamningur í París um að grípa til aðgerða í loftslagsmálum. Þegar blikur voru á lofti um afdrif hans á vordögum sendu allir forsætisráðherrar Norðurlandanna frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem skorað var á Bandaríkjaforseta að fella ekki undirritun forvera síns úr gildi. Þrátt fyrir að við höfum ekki haft erindi sem erfiði tel ég það miklu máli skipta að taka höndum saman við skoðanasystkini okkar í því að halda á lofti markmiðum samningsins og vinna ótrauð að því að draga úr skaðlegum áhrifum okkar á jörðina.&nbsp;</p> <p style="text-align: left;">Ein af frumskyldum stjórnvalda er að tryggja öryggi og varnir lands og þjóðar – að tryggja þjóðaröryggi. Varnarsamstarf við vestrænar þjóðir er okkur því mikilvægt af þeim sökum, en einnig til að við getum á okkar hátt, herlaus þjóðin, lagt okkar af mörkum á alþjóðavettvangi.&nbsp;</p> <p style="text-align: left;">Heimurinn stendur frammi fyrir ógnum af ýmsu tagi. Þar ber einna hæst ótryggt ástand heimsmála, meðal annars vegna hryðjuverka. Á undanförnum mánuðum höfum við Íslendingar ítrekað sent samúðarkveðjur til nágrannaþjóða okkar vegna voðaverka sem þar hafa verið unnin. &nbsp;Hér á landi er hættustig metið í meðallagi – sem þýðir að ekki er hægt að útiloka hættu á hryðjuverkum vegna ástands innanlands eða í heimsmálunum. &nbsp;Við verðum að varast að hér skapist jarðvegur fyrir hryðjuverk. Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að tryggja að við getum áfram verið friðsöm þjóð.&nbsp;</p> <p style="text-align: left;">Það sem skiptir okkur öll mestu máli er að við búum áfram í öruggu umhverfi. &nbsp;Stjórnvöld munu gera það sem í þeirra valdi stendur til að tryggja öryggi landsmanna, bregðast við og meta aðstæður hverju sinni. Þessum verkefnum hefur lögreglan á Íslandi sinnt af ábyrgð og festu í samstarfi við alþjóðlegar stofnanir og er verð þess mikla trausts sem hún hefur ávallt notið. &nbsp;&nbsp;</p> <p style="text-align: left;">Góðir landsmenn.<br /> Það er jafnan svo að framtíðin er óráðin. Við teljum okkur samt sjá að mörg störf sem nú eru unnin af mönnum muni verða unnin sjálfvirkt innan tíðar. Því er haldið fram að stór hluti þeirra starfa sem börnin okkar munu sinna séu ekki enn orðin til.&nbsp;&nbsp;</p> <p style="text-align: left;">Hér er sennilega best að spá sem minnstu því hætt er við að slíkir spádómar þyki hlálegir þegar sagnfræðingar framtíðarinnar, verði þeir yfirhöfuð til, fara yfir ræðu forsætisráðherra frá þjóðhátíðardeginum á því herrans ári 2017. &nbsp;&nbsp;</p> <p style="text-align: left;">Þetta er samt sem áður áhugaverð framtíðarsýn þar sem ný tækni skapar ótal tækifæri og það reynir á okkur að nálgast þau með réttu viðhorfi. Fortíðin hefur verið okkur gjöful og það er engin ástæða til að hræðast. Við eigum að búa svo um hnútana að hagkerfið dafni á efnahagslegum forsendum þar sem frjáls viðskipti eru drifkraftur framfara eins og gefist hefur svo vel undanfarna öld eða svo, um leið og við höfum að leiðarljósi velferð og jöfn tækifæri fyrir alla. Lykillinn er eftir sem áður að trúa á framtakssemi einstaklinganna og að skapa skilyrði fyrir fleiri sem þora að fara ótroðnar slóðir og reyna á þolmörk hins hefðbundna.&nbsp;&nbsp;</p> <p style="text-align: left;">Það skiptir miklu máli þegar úrelt störf hverfa að undirbúa samfélagið og þá sem þurfa að leita á ný mið eins vel undir það og hægt er. Vinnumarkaðurinn er alltaf í þróun, störf hafa lagst af og önnur tekið við. Þegar ljóst varð fyrir fjörutíu árum að fiskurinn í kringum landið var ofveiddur og að draga yrði verulega úr sókninni ef ekki ætti illa að fara hófst leit að heppilegum aðferðum. Í kjölfarið hefur fylgt mikil endurskipulagning, fækkun starfa, hækkun launa og tæknivæðing sem leitt hefur til aukinna gæða og verðmæta. Þúsundir hafa farið til annarra starfa og skapað með því aukin verðmæti fyrir þjóðarbúið og lyft því á enn hærra plan. Svo vel hefur reyndar tekist til að styrkur okkar á alla helstu efnahagsmælikvarða hefur aldrei verið meiri. &nbsp;&nbsp;</p> <p style="text-align: left;">Við munum sjá umfangsmiklar breytingar á efnahagskerfi heimsins á næstu árum og áratugum. Hinn efnahagslegi ás er að færast austar, þar sem Asía rís og vægi Vesturlanda dalar. Með þessu blasir við ný heimsmynd og mikilvægt fyrir okkur að vera viðbúin því að standa frammi fyrir breyttum heimi.&nbsp;&nbsp;</p> <p style="text-align: left;">Næstu áratugir verða því að öllum líkindum mjög spennandi tímar. Mestu skiptir að hafa rétta hugarfarið og beisla nýja strauma og vinda til framfara og frekari sóknar lífskjara. Grundvöllur þess er öflugur stuðningur við vísindi, nýsköpun, rannsóknir og þróunarstarf á Íslandi. &nbsp;</p> <p>Góðir landsmenn.<br /> Íslendingum þykir vænt um tungumálið sitt. Í litla málsamfélaginu okkar er tungan mikils virði en jafnframt er hún mjög viðkvæm þar sem öll samskipti okkar við umheiminn eru á öðrum tungumálum. Á 18. öldinni var íslenskan orðin mjög dönskuskotin en þá hófst átak til að hreinsa málið og með stöðugri árvekni tókst það. Þegar herinn settist hér að óttuðust margir um tungumálið og áratugina á eftir voru ýmis áhrif dægurmenningar að utan talin geta orðið til þess að spilla tungunni. &nbsp;</p> <p>En nú eru enn blikur á lofti. Getur verið að hjálpleg rödd Siriar í farsímanum, örstutt myndbönd á YouTube og tölvuleikir hafi meiri áhrif en Kanasjónvarpið, Bítlarnir og myndbandabyltingin höfðu á sínum tíma?&nbsp;&nbsp;</p> <p>Tækni í sífelldri þróun, vítt og breitt, höfðar ekki síst til barna og unglinga og er fasttengd erlendu tungumáli. &nbsp;&nbsp;</p> <p>Enskan er orðin fagmál margra sérgreina og tengist þannig daglegum störfum fjölmargra. Við þurfum að finna leiðir til að lifa með þessari þróun.&nbsp;</p> <p>Ég tel að meðvitund um þessa hættu sé lykilatriði. Ekki hræðsla við erlendar tungur eða alþjóðleg áhrif, heldur meðvitund um að íslenskan er þetta eilífðar smáblóm sem þarf að hlúa vel að. Það er ekki sjálfsagt að hún lifi af án umhyggju og ræktarsemi.&nbsp;&nbsp;</p> <p>Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum var opnuð í vor, en frú Vigdís vakti meðal annars aðdáun landsmanna á sínum tíma fyrir það hversu auðveldlega hún brá fyrir sig erlendum tungumálum. Vigdís hefur ætíð lagt áherslu á mikilvægi grunnsins, þess að kunna vel sitt eigið móðurmál, eða eins og hún sagði í viðtali við Morgunblaðið fyrir tíu árum: „Tungan sem maður elst upp við gefur manni orð og sýn yfir heiminn, en það er alltaf takmarkað hvað maður kann í erlendum tungumálum.“&nbsp;&nbsp;</p> <p>Við þurfum að hugsa á íslensku. Við þurfum að taka þeirri áskorun að eiga okkar eigin tungu sem nær utan um öll okkar viðfangsefni og verðum ótrauð að búa til ný íslensk orð eða endurnýta önnur eldri til að skýra ný hugtök og nýja tækni. Íslenska verður að vera valkostur í tækniheiminum og við þurfum að byggja upp innviði og efla nýsköpun í máltækni, eins og segir í skýrslu og verkáætlun nefndar um máltækni sem mennta- og menningarmálaráðherra mun kynna í næstu viku. Skýrsluhöfundar leggja áherslu á að Í ljósi þeirrar byltingar sem á sér stað um þessar mundir á sviði gervigreindar og máltækni sé mikilvægt að máltækniáætlun fyrir íslensku komi til framkvæmda svo fljótt sem auðið er. Þannig getum við verið þátttakendur í þróuninni og fengið tækifæri til að nota okkar eigið tungumál, íslenskuna, í tækni framtíðarinnar.&nbsp;</p> <p>Á næsta ári, á aldarafmæli fullveldis Íslands, hefjast framkvæmdir við Hús íslenskunnar. Ég er þess fullviss að starfsemin þar verður mikil lyftistöng fyrir íslensk fræði og öflugur liðsauki í baráttunni fyrir að tryggja vöxt og viðgang íslenskunnar. &nbsp;</p> <p>En þetta starf, málræktin, fer þrátt fyrir góðan vilja stjórnvalda til að reisa hús og gera áætlanir fyrst og síðast fram í daglegum samskiptum. Þannig eigum við að njóta þess að eiga innihaldsrík samtöl við börnin okkar, með tungutaki sem bætir og auðgar orðaforða þeirra, og fá þau í lið með okkur við að viðhalda íslenskunni. Það er nefnilega á ábyrgð okkar, hvers og eins, að skila þessum arfi áfram til næstu kynslóða.&nbsp;&nbsp;</p> <p>Ég óska landsmönnum öllum gleðilegrar þjóðhátíðar.&nbsp;</p>

2017-06-15 14:31:1515. júní 2017Grein dómsmálaráðherra í Ferðafélagann - ferðahandbók Íþróttafélags lögreglumanna

<div> <p>Kæru ferðafélagar</p> <p>Þegar daga fer að lengja og sólin að skína bregst ekki að landsmenn grípur brennandi ferðalöngun. Hvort sem löngunin leiðir til stuttra dagsferða út fyrir bæjarmörkin eða í lengri bílferðir út á land með tjald í skottinu eða hjólhýsi í eftirdragi, eigum við það sammerkt að vilja upplifa og finna fyrir náttúrunni þegar birta tekur. Það er ekki bara bíllinn sem heillar því hjól, hestar eða tveir jafnfljótir leiða okkur á sama stað – frá amstri hversdagsins í endurnærandi náttúruna. Kannski er það langur og oft harkalegur veturinn sem kveikir þennan ferðaneista en hvaðan sem hann kemur ber að taka honum fagnandi og njóta útiveru, samveru og ósnortinnar náttúrunnar til hins ítrasta.</p> <p>En þegar fólk heldur á vit ævintýranna innan landsteinanna þarf að hafa eitt og annað í huga, svo sem tryggan áfangastað, föt og fæði, afþreyingarmöguleika en umfram allt þarf öryggið að vera með í för. Mikið álag á vegum landsins vegna aukins fjölda ferðamanna kallar enn frekar á sérstaka varúð við akstur því sameiginlegt markmið allra þeirra sem leggja af stað er að koma heilir heim. Það er því mikið traust sem við leggjum á samferðarfólk okkar í umferðinni þegar við setjumst undir stýri og traustið er gagnkvæmt. Það veltur á hverjum og einum að taka ábyrgð á sér og bregðast ekki traustinu sem þeim er falið í umferðinni, sýna árvekni, athygli og tryggja að upplifun allra verði góð.</p> <p>Lögreglulið landsins er aldrei langt undan og leggur sitt lóð á vogarskálarnar við að tryggja öryggi okkar í umferðinni sem og annars staðar. Sýnileg og trygg löggæsla skiptir oft sköpum og ýtir við þeim sem tekið hafa traustið sem lagt er á herðar þeirra í umferðinni af meiri léttúð. Hraðaeftirlitið spilar þar stórt hlutverk ásamt frekari eftirliti með bifreiðum og ökumönnum þeirra. Skjót viðbrögð lögreglunnar og annarra viðbragðsaðila þegar eitthvað bregður út af er einnig til eftirbreytni og ber að þakka.</p> <p>En umfram allt verðum við að hafa í huga þá ábyrgð sem við tökumst á hendur þegar við höldum út á land, hvort sem við keyrum á litlum fólksbifreiðum, stórum jeppabifreiðum, hjólum í kantinum eða þeysumst um veginn á mótorhjóli með vindinn í andlitið. Mannslífin eru í húfi og þau ber ekki að taka af léttúð. Bregðumst ekki trausti samferðafólksins og komum heil heim frá þessu ferðasumri sem nú fer í hönd.</p> <p>&nbsp;Góða ferð!</p> </div>

2017-06-14 15:35:1414. júní 2017Norrænt þing heimilislækna í Hörpu í Reykjavík

<span></span> <p><strong>Ávarp Óttars Proppé heilbrigðisráðherra</strong></p> <p>Dear Nordic General Practitioners, dear all participants in the 20th Nordic Congress of General Practice.</p> <p>I am really impressed to see how many of you have taken time to attend the congress here in Iceland.</p> <p>It shows me how dedicated you all are in building and providing strong primary health care services in your countries and local regions.</p> <p>To me there is no question about the importance of primary health care and the role of general practitioners.</p> <p>To a very great extent it builds on the crucial and strong doctor–patient relationship that has been and remains a keystone of health care.</p> <p>The doctor–patient relationship determines the quality and completeness of care and it is critical, both for the patient as well as for the general practitioner.</p> <p>Dear guests.</p> <p>Teamwork in primary health care has been strongly encouraged and highlighted during the recent decade.</p> <p>A team approach in primary care has proven benefits in achieving better outcomes, reducing health care costs, satisfying patient needs, ensuring continuity of care and increasing job satisfaction among health providers.</p> <p>In Iceland, we have had this in mind in developing and improving our primary health care system.</p> <p>For this purpose multi-disciplinary team work at the Primary Health Care Centres have been strengthened and in coming years a larger number of psychologists, physiotherapists, nutritionist and other professionals will be appointed to better meet the needs of the individuals, for example, in relation to mental and lifestyle challenges.</p> <p>To further improve the quality of our services a new quality and payment system is being introduced and is expected to improve service efficiency and access to primary care as the first contact point into the health care system.</p> <p>Two new primary health care centres will be opened in the capital area in the coming weeks.</p> <p>We are convinced that these developments will be very important for the success of General Practice and the primary health care services here in Iceland.</p> <p>Dear participants.</p> <p>I am well aware of our need to increase the number of general practitioners in Iceland, as well as in most of our neighbouring countries.</p> <p>An increased focus has been put on the training positions for specialists in general practice and we have managed to increase the number of these positions and spread them around to the different health care centres in Iceland.</p> <p>In this context the Nordic collaboration has been crucial, as most of these trainees will go abroad to finish their training there.</p> <p>I know that this collaboration and exchange of trainees has shown to be of great value to all parts.</p> <p>I will do my utmost to increase further the training posts in Iceland.</p> <p>The very strong support and enthusiasm, shown by the Icelandic general practitioners through the years, has been of highest importance in building and strengthening the general practice training through the whole medical education, from the first year of medical studies to the last year of specialist training.</p> <p>A strong proof of this dedication, which I hope I remember correctly, is that after the fifth Nordic congress of General Practice, - the first being held in Iceland with a substantial voluntary input by the colleagues, - the Icelandic Association of General Practitioners donated and financed for three years the first professor position in General Practice to the University of Iceland.</p> <p>Dear participants.</p> <p>I sincerely hope that you will have a fruitful congress, that your scientific lectures and social gatherings will empower you all in your important roles in your different settings in your countries.</p> <p>Thank you again for giving me your attention.</p>

2017-06-13 15:00:1313. júní 2017Ávarp ráðherra á 106. þingi Alþjóðavinnumálastofnunarinnar í Genf

<span></span> <p><strong>Ávarp Þorsteins Víglundssonar, félags- og jafnréttismálaráðherra, á 106. þingi Alþjóðavinnumálastofnunarinnar í Genf, 13. júní 2017.</strong></p> <p>Mr. President, vice-presidents, ladies and gentlemen.</p> <p>I want to express my satisfaction with the report of the Director General “The Green Initiative”. Given the recent developments I want to emphasise my Government´s full support for and devotion to the Paris agreement. My Government has recently adopted an action plan to fulfil our obligations in respect of the agreement.</p> <p>It is a great pleasure to address the 106<span>th</span>&nbsp;International Labour Conference. At a time when the global labour market is facing many grave challenges. With more people being displaced than ever before and seeking refuge across borders it is our duty not only to provide protection but also to assist and provide people with opportunities to live life with dignity. We must shift the focus from considering refugees a burden and see the opportunities and the skills that refugees offer our society. Iceland has the highest participation of immigrants on the labour market of the OECD countries and we do see similar trends with recently arrived refugees in Iceland. Participation in the labour market is a key element for a successful integration and wellbeing of families arriving as refugees in any society.&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</p> <p>Iceland has in the last two years, experienced increased influx of migrants moving to Iceland for work, which correlates to the increased demand for workers needed in the construction and tourism industries. At the same time, the Icelandic labour market is again facing issues regarding the protection of foreign nationals' rights in the labour market and primarily ensuring that companies and foreign nationals comply with Icelandic law and contractual obligations regarding pay and workers rights. My government has issued a chain of responsibility bill, placing the responsibility for all foreign workers with the main contractor. During this session of the ILC I have the pleasure to deliver for deposit to the Director-General a document confirming Iceland's ratification of the protocol to the Convention No. 29. This is an important instrument in order to tackle new forms of forced labour.</p> <p>One of the themes of this year's Conference is Women at Work. I want to ensure you of the emphasis my government places on gender equality not only at work but in every sphere of life. We have learned that shared power in politics and business allow us to better overcome systemic barriers to gender equality.</p> <p>Quality day care and generous&nbsp;<strong>parental leave for mothers and fathers</strong>&nbsp;have helped increase equality at home and in the labor market. We have implemented gender quotas for company boards and public committees; introduced gendered budgeting and taken specific steps to eliminate gender based violence. For the past eight years, Iceland has topped the World Economic Forum Gender Gap Index. The Economist recently named Iceland the&nbsp;<a href="http://www.economist.com/blogs/graphicdetail/2016/03/daily-chart-0"><span style="text-decoration: underline;">world's best place for working women</span></a>. The role as one of the world's leader in gender equality comes with great responsibilities. We must continuously strive for further improvements to ensure equality in every spere of life.</p> <p>Most recently, we chose to meet our responsibilities by initiating an effort to eliminate the gender pay gap by 2022. Our Government has passed a groundbreaking legislation that requires larger firms and state institutions to have their equal pay systems certified, based on the so-called Equal Pay Standard. Based on the principle of Equal Pay for Equal Work and Work of Equal Value.</p> <p>Active measures are also being taken to decrease gender segregated educational and professional choices. In addition women still shoulder a larger share of unpaid care work, leading to missed career opportunities and a tendency to opt for part-time work. Over a lifetime, this amounts to an income gap so big that twice as many women as men in Iceland rely solely on the welfare system for their pension.</p> <p>None of these challenges mentioned can be met without the support and cooperation of the social partners. Trilateral cooperation remains a pillar of Icelandic labor relations.</p> <p>One of the major event in the history of the International Labour Organization is its 100<span>th</span>&nbsp;anniversary in 2019. To mark this occasion the Nordic governments in close cooperation with the Nordic social partners have decided to arrange a series of conferences in 2016 – 2019 with the support of Nordic Council of Ministers. In April 2019, the last of those conferences will be held in Iceland.</p> <p>I thank you for your attention.</p>

2017-06-09 16:35:0909. júní 2017Ræða Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur við brautskráningu nemenda frá Háskólanum á Hólum, 9. júní 2017

<p style="text-align: justify;">Rektor, ágætu útskriftarnemar, aðrir góðir gestir&nbsp;</p> <p style="text-align: justify;">Til hamingju með daginn. Það er virkilega ánægjulegt fyrir mig að fá tækifæri til að ávarpa ykkur við þetta gleðilega tilefni. Útskriftarnemar: innilega til hamingju með þennan stóra áfanga og mínar bestu óskir um gæfu og gengi í framtíðinni, hvort sem leiðin liggur til frekara náms eða í annan farveg til móts við nýjar áskoranir í lífi og starfi.</p> <p style="text-align: justify;">Alþjóðavæðingin gerir heiminn sífellt minni og hún felur í sér að lönd keppa í æ ríkari mæli sín á milli um að bjóða þegnum sínum sem best lífsgæði. Öflugt og framsækið atvinnulíf, sem er í sátt við náttúru og samfélag, er ein mikilvægasta forsenda þeirra lífsgæða sem við ætlumst til að njóta. Á afrakstri atvinnulífsins hvílir velferðin sem er svo eftirsóknarverð og tryggir að börnin okkar vilji eiga sér framtíð hér.</p> <p style="text-align: justify;">Samkeppni um mannauð er hörð og það er alls ekki eins sjálfsagt og áður að barn sem fæðist á Íslandi kjósi að búa og starfa hér sem fullorðinn einstaklingur. Til þess að svo megi vera þarf umgjörð samfélagsins að skapa aðstæður og tækifæri fyrir unga kraftmikla einstaklinga, þannig að þeir hafi möguleika að láta drauma sína rætast.</p> <p style="text-align: justify;">Hlutverk háskóla er að göfga nemendur sína með því að miðla til þeirra þekkingu og færni, auka kunnáttu þeirra og skerpa skilning, en einnig að stunda rannsóknir þannig að til verði ný þekking og nýjar lausnir, ný tækifæri í atvinnulífi og aukinn skilningur á samhengi hlutanna.</p> <p style="text-align: justify;">Breytingar og framfarir verða sífellt hraðari þannig að við þurfum sífellt að búa okkur undir að tileinka okkur ný vinnubrögð, nýja þekkingu, nýja tækni og nýja siði.</p> <p style="text-align: justify;">Í þeim breytingum á atvinnuháttum sem orðið hafa á síðustu áratugum – sem spáð er að haldi áfram með verulega auknum hraða – hefur þörfin fyrir vel menntað starfsfólk aukist mikið. Sífellt fleiri störf færast úr frumframleiðslu yfir í þjónustu og þekkingargreinar. Þetta á bæði við um ný störf í framleiðslugreinum eins og sjávarútvegi, þar sem nýliðun hefur einkum átt sér stað í tæknifyrirtækjum sem sprottið hafa upp í kringum þennan rótgróna atvinnuveg.</p> <p style="text-align: justify;">Ein birtingarmyndin er í ferðaþjónustu. Í ferðaþjónustu starfa í dag um 27.000 manns hjá rúmlega 2.900 fyrirtækjum. Meira en tíundi hver starfsmaður á íslenskum vinnumarkaði starfar við ferðaþjónustu og hefur starfsfólki fjölgað um 13.000 frá árinu 2010.</p> <p style="text-align: justify;">Samfara örum vexti í ferðaþjónustu hefur nýsköpun og vöruþróun verið blómleg, allt frá tæknilausnum í tengslum við rafrænar bókanir til skapandi nálgunar og listsköpunar þar sem menningu og sögu þjóðarinnar eru gerð skil með leiðsögn og upplifun.</p> <p style="text-align: justify;">Þá hefur einnig verið gaman að fylgjast með hvernig hefðbundnar greinar landbúnaðar hafa getað nýtt sér vöxt ferðaþjónustunnar til að skapa sér sín eigin tækifæri. Þar á ég sérstaklega við aukna meðvitund um mat sem markaðsvöru í ferðaþjónustu. Ekki þarf heldur að fjölyrða um þá ferðaþjónustu sem byggst hefur upp í kringum íslenska hestinn, sem veitir íþróttafólki okkar og listafólki harða samkeppni þegar kemur að áhrifaríkum sendiherrum Íslands utan landsteinanna.</p> <p style="text-align: justify;">Efla þarf samkeppnishæfni landsbyggðarinnar, með fjölbreyttara atvinnulífi og sterkari innviðum. Að því er meðal annars unnið hér.</p> <p style="text-align: justify;">Rétt eins og dæmi úr landbúnaðinum sýna þurfum við með sama hætti að vera vakandi fyrir öllum þeim ótal tækifærum sem ferðaþjónustan gefur okkur til að styrkja það sem fyrir er í landinu, renna fjölbreyttari stoðum undir atvinnulíf á landsbyggðinni og bæta bæði lífs<em>kjör</em> og lífs<em>gæði</em>.</p> <p style="text-align: justify;">Góðir gestir</p> <p style="text-align: justify;">Í meira en níu aldir eða allt frá árinu 1106 hefur skólahald á Hólum gegnt veigamiklu hlutverki í menntun þjóðarinnar. Það ár stofnaði fyrsti Hólabiskupinn, Jón Ögmundsson, prestaskóla á staðnum og lagði þannig grunn að Hólaskóla, sem frá árinu 2007 er&nbsp;Háskólinn á Hólum, einn af fjórum opinberum háskólum á Íslandi.</p> <p style="text-align: justify;">Skólinn hefur oft á tíðum verið í fararbroddi þróunar náms sem tekið hefur mið af þörfum atvinnulífs á hverjum tíma. Sem ráðherra ferðamála er það mér sérstakt ánægjuefni að frá og með hausti komanda mun Háskólinn á Hólum bjóða upp á nýja BA-námslínu við ferðamáladeild sem snýr að stjórnun ferðaþjónustu og mótttöku gesta. Ekki er að efa að sú námslína verður lyftistöng fyrir gæði og fagmennsku í greininni og mun þannig stuðla að góðri upplifun ferðamanna, sem er algjört grundvallaratriði fyrir greinina. Ég fagna því þessari framþróun í starfi skólans. Hún endurspeglar metnaðinn sem einkennir starf skólans.</p> <p style="text-align: justify;">Kæru gestir</p> <p style="text-align: justify;">Í hinni þekktu og margumdræddu skýrslu McKinsey frá árinu 2012 kemur fram, að til þess að ná að viðhalda fjögurra prósenta hagvexti fram til ársins 2030 þurfum við Íslendingar að tvöfalda verðmæti útflutnings; fara úr um það bil eitt þúsund milljörðum á ári í um það bil tvö þúsund milljarða á ári. Eitt þúsund milljarðar króna vaxa ekki á trjánum og þaðan af síður verða þeir teknir upp af götunni. Þessu markmiði verður ekki náð nema með aukinni áherslu á menntun, skapandi hugvit og nýsköpun. Öflugt og framsækið skólastarf sem byggir á þverfaglegu samstarfi ólíkra greina skiptir afar miklu máli í þessu sambandi.</p> <p style="text-align: justify;">Þær greinar sem kenndar eru á Hólum fela allar í sér mikil tækifæri til að auka útflutningstekjur þjóðarinnar, ýmist með beinum eða óbeinum hætti. Hér er því án nokkurs vafa verið að leggja drög að því að við getum uppfyllt þau skilyrði áframhaldandi lífskjarasóknar sem ég nefndi hér að framan.</p> <p style="text-align: justify;">En þótt þjóðhagslegur ávinningur af störfum ykkar í framtíðinni sé auðvitað þýðingarmikill og ánægjulegur, kæru nemendur, þá eruð þið ekki hér í þegnskylduvinnu í þágu þjóðarinnar. Námið er fyrst og fremst fyrir ykkur sjálf. Það er í <em>ykkar</em> þágu, til að <em>ykkar</em> hæfileikar fái notið sín til fulls, og til að <em>ykkar</em> vonir og draumar geti orðið að veruleika. – Von mín er því fyrst og fremst sú, að hér hafið þið fengið þau tæki og tól í hendur sem gera ykkur þetta kleift.</p> <p style="text-align: justify;">Hitt er svo að því meira sem maður lærir og kannar – því fleiri spurningar vakna! En það er hollt og það er það sem kemur okkur áfram, þótt það kunni að virðast öfugsnúið.</p> <p style="text-align: justify;">Um leið og ég færi stjórnendum og starfsfólki skólans þakkir fyrir faglegt og metnaðarfullt starf ítreka ég hamingjuóskir mínar til ykkar útskriftarnema. Innilega til hamingju með daginn, og framtíðina.</p> <p style="text-align: justify;">Takk.</p>

2017-06-09 14:47:0909. júní 2017Heilsueflandi samfélag í Bláskógabyggð

<span></span> <p><strong>Ávarp Óttars Proppé heilbrigðisráðherra<br /> Undirritun samnings Bláskógabyggðar og Embættis landlæknis um heilsueflandi samfélag.</strong></p> <p>&nbsp;</p> <p>Forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson og aðrir góðir gestir.</p> <p>Það fer vel á því að hefja formlegt starf um heilsueflandi samfélag í dag þegar fimmtán ára afmæli Bláskógabyggðar er fagnað.</p> <p>Heilsueflandi samfélag felur í sér mjög áhugaverð og mikilvæg tækifæri fyrir alla.</p> <p>Það er ánægjulegt að nú slæst Bláskógabyggð í hóp þeirra þrettán sveitarfélaga sem þegar hafa undirritað samning við Embætti landlæknis um heilsueflandi samfélag, og fimm önnur sveitarfélög munu nú undirbúa undirritun.</p> <p>Meginmarkmið Heilsueflandi samfélags er í stuttu máli að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lífsháttum, heilsu og vellíðan allra.</p> <p>Jafnframt að bjóða upp á jöfn tækifæri til að móta heilbrigðan lífsstíl og gera holla valið að auðvelda valinu.</p> <p>Í því skyni spila saman efnahagslegir þættir, stjórnsýsla, öryggismál, félagslegt umhverfi, fræðsla og hvatning til heilbrigðis.</p> <p>Í Heilsuseflandi samfélagi er lögð áhersla á að heilsa og líðan allra íbúa sé höfð í fyrirrúmi í allri stefnumótun og á öllum sviðum, og í starfinu kristallast meginstoðir sem tryggja árangur í lýðheilsu.</p> <p>Árangur heilsueflandi samfélags felst í því að tengja saman alla þætti samfélagsins á markvissan hátt og stefna að sama markmiði um vellíðan allra.</p> <p>Hér er til dæmis um að ræða stefnu og starf skóla, vinnustaða, heilsugæslu, sveitarstjórna, umhverfismála og menningar.</p> <p>Mér er það sönn ánægja að vera með ykkur hér í dag, að fagna þessum tímamótum og taka þátt í að ýta úr vör svo mikilvægu verkefni sem endurspeglar vel stefnu ríkisstjórnarinnar um lýðheilsu og heilsueflingu.</p> <p>Stefna ríkisstjórnarinnar kemur skýrt fram í nýrri fjármálaáætlun til fimm ára þar sem áhersla er lögð á að efla heilsugæsluna.</p> <p>Hlutverk heilsugæslunnar verður styrkt í sambandi við forvarnir og heilsueflingu, til dæmis með því að fjölga faghópum í framlínu þjónustunnar.</p> <p>Þannig geta einstaklingar fengið betri þjónustu í sambandi við heilsueflingu og forvarnir.</p> <p>Á næstu árum verða ráðnir inn á heilsugæslustöðvar fleiri næringarfræðingar og sjúkraþjálfarar bætast í teymi sálfræðinga, lækna og hjúkrunarfræðinga.</p> <p>Styrking heilsugæslunnar og þverfagleg þjónusta á þeim vettvangi er mikilvæg stoð heilsueflandi samfélags og liður í því að draga úr ójöfnuði og styrkja almennt vellíðan allra.</p> <p>Þverfagleg þjónusta, til dæmis í sambandi við lífsstíl, getur dregið úr tíðni og afleiðingum langvinnra sjúkdóma með margvíslegu forvarnar- og heilsueflingarstarfi.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Góðir gestir.</p> <p>Alls búa nú um 74% landsmanna í sveitarfélögum sem taka þátt í verkefninu um heilsueflandi samfélög.</p> <p>Það er óhætt að segja að hér hafi náðst góður árangur og markið er sett enn hærra og vonandi verða öll sveitarfélög heilsueflandi sveitarfélög innan fárra ára.</p> <p>Samfélög velja sér ólíkar leiðir til heilsueflingar og áherslurnar mótast af aðstæðum, þörfum og áhuga á hverjum stað.</p> <p>Það er ánægjulegt til þess að vita að í Bláskógabyggð er þegar búið að leggja drög að stefnumótun og setningu markmiða í anda heilsueflingar og framundan eru því mikilvæg skref þar sem starfið verður mótað að þörfum og áherslum hér.</p> <p>Það verður sérstaklega áhugavert að fylgjast með hvernig fram vindur og sjá verkefnin þróast og blómstra með samstöðu og tengingu marga þátta samfélagsins.</p> <p>Ég þakka fyrir að fá tækifæri til að vera með ykkur hér í dag og óska íbúum Bláskógarbyggðar til hamingju með að vera nú formlegir þátttakendur í heilsueflandi samfélagi.</p> <p>Megi gæfan fylgja ykkur.</p>

2017-06-09 10:50:0909. júní 2017Ræða fjármála- og efnahagsráðherra á fundi með tæknifólki ríkisins

Það er mér sönn ánægja að vera hér í dag til þess að kynna átak til betri rekstrar í ríkiskerfinu, átak sem kallar á víðtæka þátttöku starfsmanna í öllum ráðuneytum og stofnununum, ekki síst tölvu- og tæknifólks. Verkefnin sem felast í þessari áætlun eru meðal þeirra mikilvægustu sem ríkisstjórnin leggur áherslu á á þessu kjörtímabili. Ekki vegna þess að það sé pólitískt baráttumáli, heldur þvert á móti vegna þess að ég tel að um það sé góð pólitísk sátt að nýta fjármagn ríkisins, sem er í raun og veru fjármagn almennings, eins vel og hægt er, þótt við deilum stundum um forgangsröðun verkefna. Ef vel tekst til getur þetta átak orðið til þess að skapa varanlegan árangur, árangur sem mun nýtast öllum almenningi í meiri og betri þjónustu fyrir sömu skatttekjur.<br /> <br /> Það er mikilvægt að skipulag starfsemi ríkisins stuðli að markvissri stjórnun, góðri nýtingu fjármuna og bættum árangri. Skipulagið þarf að vera straumlínulagað og sveigjanlegt svo það geti brugðist við breytingum á samfélaginu.<br /> <br /> Ríkið býr yfir miklum mannauði og veitir mikilvæga þjónustu sem sífellt þarf að bæta í samræmi við þarfir samfélagsins. Algengt er að tekist sé á við veikleika og nýjar þarfir með viðbótarfjármagni. En auknir fjármunir skila ekki sjálfkrafa meiri árangri ef markmið eru óljós og ekki er samhliða unnið að umbótum og lausn á kerfisvanda opinberrar starfsemi. Til að auka skilvirkni í rekstri ríkisins þurfa ráðuneyti og stofnanir að forgangsraða og endurmeta þjónustu, verkefni og verklag. Þá er einnig ýmislegt sem háir íslenska stofnanakerfinu í dag, s.s. óhagkvæmar minni stofnanir, skortur á samhæfingu og sveigjanleika, auk þess sem hlutverk og ábyrgð hafa ekki verið nægilega vel skilgreind.<br /> <br /> Þá eru innviðir rekstrar- og upplýsingatæknimála, megin umræðuefni þessa fundar, oft og tíðum veikir og tækifæri til samrekstrar ekki nýtt í nægjanlegum mæli. Í þessum efnum skiptir líka máli að eigum gott samstarf við önnur lönd og horfum þar til fyrirmynda. Við eigum nú þegar í talsverðu samstarfi við nágrannaþjóðirnar á ýmsum sviðum upplýsingatækninnar. Netglæpir eru því sem næst orðið að daglegum viðburðum og hryðjuverkaárásir líkar þeim sem Bretland hefur orðið fyrir nú á síðustu dögum eru skipulagðar á Internetinu. Í yfirlýsingu sem samgönguráðherra undirritaði fyrir Íslands hönd og samþykkt var á fundi í Ósló í apríl af öllum ríkjum á Norðurlöndum og baltísku ríkjunum þremur, heita ríkin því að efla samstarf sitt í rafrænni þjónustu og baráttunni gegn netglæpum.<br /> <h4>Bættur ríkisrekstur</h4> Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er lögð áhersla á að nauðsynlegt sé að sýna ráðdeild í opinberum fjármálum og viðhafa öguð og gagnsæ vinnubrögð í opinberri stefnumótun og stjórnsýslu. Lögð er áhersla á aðhald í rekstri, nýtingu sameiginlegra innkaupa og aukna framleiðni hjá hinu opinbera. Jafnframt er lögð áhersla á eflingu opinberrar þjónustu og uppbyggingu innviða. Í ný samþykktri fjármálaáætlun ríkisins til næstu fimm ára kemur fram skýr forgangsröðun í ríkisrekstri. Við náum sem fyrr segir ekki fram öllum markmiðum ríkisstjórnarinnar með auknum fjármunum heldur verður einnig að auka árangur með því að nýta fjármuni betur.<br /> <br /> Í apríl samþykkti ríkisstjórnin aðgerðaráætlun til að bæta ríkisreksturinn, auka hagkvæmni og tryggja bætta þjónustu við almenning. Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur lagt grunn að fjórum verkefnum sem öll miða að betri ríkisrekstri. Verkefnin verða unnin í fjórum teymum, en til að tryggja samhæfingu mun ráðuneytið tryggja eftirfylgni með framvindu verkefnanna í samstarfi við fagráðuneytin. Verkefnið er flokkað í fernt:<br /> <br /> 1. Átak til að bæta rekstur og þjónustu stofnana með aðkomu sérstaks teymis sem aðstoðar ráðuneyti og stofnanir við að greina tækifæri til úrbóta og hrinda þeim í framkvæmd.<br /> <br /> 2. Umbætur á þjónustu- og stjórnsýslukerfum til að auka gagnsæi, skilvirkni og árangur með bættri umgjörð, skipulagi, stýringu, samhæfingu og stjórnun opinberrar þjónustu.<br /> <br /> 3. Greiningu á framleiðniþróun og aðgerðir til að auka framleiðni.<br /> <br /> 4. Betri og hagkvæmari nýtingu upplýsingatækni til að efla og einfalda þjónustu og stjórnsýslu og draga úr rekstrarkostnaði.<br /> <br /> Teymi 1 - Átak til að bæta rekstur og þjónustu<br /> <br /> Fjölmörg tækifæri eru til að bæta árangur í rekstri stofnana. Mikill fjöldi og smæð stofnana gerir það að verkum að þær eru oft vanbúnar til að takast á við margvíslegar kröfur og sinna verkefnum sem liggja utan kjarnastarfsemi þeirra. Ekki er gefið að innan þeirra sé til staðar nauðsynleg þekking um hvernig auka megi hagkvæmni, bæta skipulag og ná fram auknum árangri í starfseminni.<br /> <br /> Í undirbúningi er stofnun sérstaks teymis til að aðstoða stofnanir við að auka skilvirkni í starfsemi sinni. Heildstæð greining verður gerð á fjármálum, ferlum, þjónustu og þekkingu (mannauði) stofnana og tækifæri til úrbóta greind. Meðal verkefna teymisins er að:<br /> <br /> • Greina rekstur og fjármál stofnana.<br /> <br /> • Kanna möguleika á auknum samrekstri stoðþjónustu.<br /> <br /> • Leggja mat á veitta þjónustu og meta hvort hún sé í samræmi við hlutverk.<br /> <br /> • Meta hagkvæmni þjónustunnar og kanna framleiðslukostnað.<br /> <br /> • Kanna fýsileika aukinnar útvistunar.<br /> <br /> • Kanna möguleika á samrekstri stofnana á sviði notendaþjónustu, t.d. skiptiborðs eða þjónustuvers.<br /> <br /> • Kanna sameiningar- og samstarfsmöguleika við aðrar stofnanir.<br /> <br /> <br /> <br /> Teymi 2 - Greining á framleiðniþróun og aðgerðir til að auka framleiðni<br /> <br /> Hægari vöxtur framleiðni er vaxandi áhyggjuefni á alþjóðavettvangi og OECD hefur lagt sérstaka áherslu á aukna framleiðni vegna tengsla framleiðni við hagvöxt og lífskjör. Ýmis OECD-ríki hafa brugðist við minnkandi framleiðni með því að skipa framleiðniráð.<br /> <br /> Skortur er á tölulegum upplýsingum um framleiðni í opinbera geiranum og hún hefur ekki verið mæld með fullnægjandi hætti. Unnið er að skipan framleiðninefndar sem m.a. fær það hlutverk að:<br /> <br /> • Gera athuganir og rannsóknir á framleiðni á Íslandi í samanburði við önnur lönd.<br /> <br /> • Taka saman tölfræðiupplýsingar um stöðu opinberra þjónustukerfa .<br /> <br /> • Gera tillögur um kerfisbreytingar og hagræðingu til að aukna framleiðni.<br /> <br /> • Veita ráðuneytum, sveitarfélögum, stofnunum og öðrum aðilum ráðgjöf og leiðbeiningar.<br /> <br /> <br /> <br /> Teymi 3 - Kerfisumbætur – tækifæri til að bæta árangur þjónustu og stjórnsýslukerfa<br /> <br /> Svo ná megi markmiðum um aukna framleiðni þarf stöðugt að vinna að kerfisbreytingum sem auka hagkvæmni í opinberum rekstri. Mikil tækifæri til að bæta skilvirkni og árangur í opinberri þjónustu með skýrri forgangsröðun og bættri umgjörð, skipulagi, stýringu og stjórnun opinberrar þjónustu. Meðal aðgerða sem grípa má til í þessu samhengi má nefna:<br /> <br /> • Styrkja stofnanir og fækka veikburða einingum.<br /> <br /> • Skilgreina þjónustuframboð með markvissum hætti.<br /> <br /> • Móta viðmið um aðgengi að þjónustu til að tryggja örugga og hagkvæma þjónustu.<br /> <br /> • Skýra og afmarka hlutverk ólíkra stofnana.<br /> <br /> • Auka sérhæfingu og skýra verkaskiptingu.<br /> <br /> Fjármála- og efnahagráðuneytið vill hefja formlegt samstarf allra ráðuneyta við að greina vanda þvert á ráðuneyti, þjónustu- og stjórnsýslukerfi. Sett verður á fót verkefnisstjórn með fulltrúum allra ráðuneyta sem hafi það hlutverk að greina vandann og þær umbótatillögur sem fram hafa komið og í framhaldi móta aðgerðaáætlun til næstu 3 ára. Gert er ráð fyrir að verkefnastjórnin ljúki störfum fyrir árslok 2017 og hægt sé að horfa til tillagna nefndarinnar við mótun forgangsröðunar við gerð fjármálaáætlunar 2019-2023.<br /> <br /> Teymi 4 - Betri og hagkvæmari nýting upplýsingatækni<br /> <br /> Upplýsingatækni er mikilvægt verkfæri til að auka skilvirkni og hagræðingu í opinberri stjórnsýslu auk þess að auka gagnsæi og bæta þjónustu til almennings. Til að ná fram ávinningi af notkun upplýsingatækni er mikilvægt að tryggja samhæfða stefnumótun, heildstætt skipulag og samvirkni upplýsingakerfa.<br /> <br /> Á samskonar fundi og þessum með tæknifólki ríkisins, þann í nóvember sl. kynnti fjármála- og efnahagsráðuneytið þá greiningu sem gerð hefur verið á upplýsingatæknimálum ríkisins. Þessi greining bendir til þess að ná megi allt að tveggja mia.kr. sparnaði með markvissum aðgerðum.<br /> <br /> Sett hefur verið á fót sérstakt teymi, sem mannað er starfsmönnum þvert á stjórnsýsluna til að vinna að framgangi þessara verkefna. Teymið mun vinna að verkefnum sem miða að aukinni nýtingu upplýsingatækni og bættu aðgengi að öruggri opinberri þjónustu með frekari samvirkni upplýsingakerfa sem m.a. hefur í för með sér að notendur þurfa ekki að veita sömu upplýsingar oftar en einu sinni til opinberra stofnana. Fyrirhuguð verkefni:<br /> <br /> • Skilgreina landsarkitektúr upplýsingakerfa.<br /> <br /> • Tryggja samvirkni opinberra upplýsingakerfa þannig að notendur þurfi ekki að veita sömu upplýsingar oftar en einu sinni.<br /> <br /> • Auka samrekstur upplýsingakerfa t.d. með samnýtingu á vélbúnaði og tölvuskýjum.<br /> <br /> • Einfalda og staðla tölvu- og hugbúnað.<br /> <br /> • Innleiða tæknibreytingar í heilbrigðisþjónustu m.a. fjarheilbrigðisþjónustu.<br /> <br /> • Auka möguleika á sjálfsafgreiðslu almennings.<br /> <br /> Með þeirri aðgerðaráætlun sem ég hef kynnt hér er það ætlun ríkisstjórnarinnar undir forystu fjármála- og efnahagsráðuneytisins að hefja breytingarferli sem mun skila raunverulegum árangri í rekstri ríkisins og bættri nýtingu opinbers fjármagns.<br /> <br /> Það er ánægjulegt að fá tækifæri til þess að fara yfir þessi mál með lykilfólki í starfsemi ríkisins hér í dag. Vinnum öll saman að því að gera góðan rekstur betri.

2017-06-07 16:26:0707. júní 2017Ræða Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur á málþingi um raforkumál á Norðurlandi 7. júní 2017

<p style="text-align: justify;">Kæru gestir</p> <p style="text-align: justify;">Ég vil byrja á að þakka Eyþingi fyrir að boða til þessa málþings um raforkumál á Norðurlandi í samstarfi við Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar og Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga.</p> <p style="text-align: justify;">Ég veit að það er ýmislegt sem brennur á ykkur þegar kemur að raforkumálum hér í þessum landshluta og því er það gagnlegt fyrir mig að fá að taka þátt í þessum umræðum og kynna mér málin frá fyrstu hendi.</p> <p style="text-align: justify;">Ég ætla ekki að útlista vandamálin og þá stöðu sem uppi er hér í ávarpi mínu. Þið þekkið þau jafnvel og ég, og líklega betur.</p> <p style="text-align: justify;">Ég ætla í ávarpi mínu frekar að fjalla aðeins um þau verkefni sem við erum að ýta úr vör í ráðuneytinu og sem ætlað er, meðal annars, að taka á þeirri stöðu sem uppi er í raforkumálum hér á Norðurlandi.</p> <p style="text-align: justify;"><strong>Í fyrsta lagi</strong> skipuðum við í síðasta mánuði starfshóp til að greina möguleika og gera tillögur um uppfærslur á raforkuflutningskerfi í dreifbýli, með áherslu á þrífösun rafmagns. Núverandi áætlanir um þetta ná allt til ársins 2034 og ljóst að þörfum heimila og fyrirtækja er ekki hægt að mæta með óbreyttri nálgun.</p> <p style="text-align: justify;">Uppfært dreifikerfi bætir afhendingaröryggi raforku og eflir t.d. möguleika á að víðar verði mögulegt að hefja raforkuframleiðslu með smávirkjunum. Styrking dreifikerfis mun einnig styðja við frekari áform um orkuskipti og rafvæðingu samgangna.</p> <p style="text-align: justify;">Í vinnu starfshópsins verður skoðað samspil áforma um þrífösun rafmagns við tekjumörk og gjaldskrár dreifiveitna, aðgerðir til úrbóta kostnaðarmetnar sem og hvaða áhrif þær kunna að hafa á viðskiptavini dreifiveitna. Samráð verður haft við hagsmunaaðila og m.a. leita til starfandi starfshópa Orkustofnunar um raforkuöryggi landsvæða sem búa við skert afhendingaröryggi.</p> <p style="text-align: justify;">Haraldur Benediktsson, alþingismaður, er formaður starfshópsins, en auk hans eru í honum Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir sem fulltrúi frá stjórnarandstöðunni, Hanna Dóra Hólm Másdóttir frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti, Sigurður H. Magnússon frá Orkustofnun og Sandra Brá Jóhannsdóttir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Jafnframt mun sérfræðingur frá RARIK og sérfræðingur frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu vinna með starfshópnum.</p> <p style="text-align: justify;">Ráðgert er að starfshópurinn skili skýrslu og tillögum til úrbóta fyrir 1. mars 2018.</p> <p style="text-align: justify;"><strong>Í öðru lagi</strong> verða á næstu dögum kynnt drög að tillögu til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku. Þar er um mikilvægt skjal að ræða sem er ætlað að bregðast við þeirri alvarlegu stöðu sem blasir við okkur í dag. Við vitum að flutningskerfi raforku er víða að þolmörkum komið, og við sjáum það hvað best hér á Norðurlandi.</p> <p style="text-align: justify;">Drögin að þessari þingsályktunartillögu verða kynnt á heimasíðu ráðuneytisins og sett í opið umsagnarferli í sumar, og að því ferli loknu er stefnt að því að leggja þau fram á Alþingi í haust.</p> <p style="text-align: justify;">Í stórum dráttum byggja fyrirliggjandi drög á þingsályktun frá 2015 um stefnu stjórnvalda um lagningu raflína, að viðbættum öðrum atriðum sem lúta með almennum hætti að flutningskerfi raforku og hvernig standa skuli að uppbyggingu þess til lengri tíma. Þar koma því í grunninn fram almenn áhersluatriði sem byggja á jafnvægi efnahagslegra, umhverfislegra og samfélagslegra sjónarmiða.</p> <p style="text-align: justify;">Markmið vinnunnar er í stórum dráttum að reyna að ná fram meiri sátt og samstöðu um mikilvægi þeirra sameiginlegu innviða sem felast í flutningskerfi raforku, á sama hátt og gildir með aðra grunn-innviði samfélagsins. Þar er vissulega hátt miðað en hjá því verður ekki komist, miðað við stöðu mála.</p> <p style="text-align: justify;"><strong>Í þriðja lagi</strong> vil ég nefna svokallaða Norðausturnefnd sem er að störfum, en henni var falið af ráðherra á sínum tíma að fjalla sérstaklega um raforkumál á Norðausturlandi. Orkumálastjóri leiðir nefndina en auk hans er nefndin skipuð bæði heimamönnum og fulltrúum orkufyrirtækja.</p> <p style="text-align: justify;">Greiningar nefndarinnar benda á að á stöðum eins og Raufarhöfn, Þórshöfn og Bakkafirði takmarkast vaxtarmöguleikar atvinnulífsins af annars vegar ótryggri tengingu rafmagns og hins vegar af mjög takmarkaðri flutningsgetu núverandi lína.</p> <p style="text-align: justify;">Það er ljóst að spurn eftir raforku til atvinnuuppbyggingar á svæðinu er meiri en núverandi flutningur á svæðið getur annað. Loðnubræðsla, frysting og fiskeldi eru dæmi um atvinnugreinar sem munu krefjast verulega aukinnar raforku. Hugmyndir um einhvers konar uppbyggingu stórskipahafnar við Finnafjörð myndu einnig kalla á aukna flutningsgetu ef af yrði.</p> <p style="text-align: justify;">Til þess að auka afhendingaröryggi raforku á Norðausturlandi hafa eftirfarandi ráðstafanir helst verið ræddar á vegum Norðausturnefndarinnar:</p> <ul> <li style="text-align: justify;">Öflugri tengingar byggðanna við flutningsnet raforku. Landsnet og Rarik vinna sem stendur að valkostagreiningu sem verður lögð fyrir nefndina.</li> <li style="text-align: justify;">Ein leið til þess að auka framboð og afhendingaröryggi á svæðinu er að efla raforkuframleiðslu á svæðinu. Framleiðsla umfram svæðisbundna þörf gæti líka rennt stoðum undir öflugri tengingu við meginflutningskerfið. Nokkrar hugmyndir um minni virkjanir á svæðinu hafa verið kannaðar. Áframhaldandi könnun þeirra tengist sérstöku verkefni sem ráðuneytið hefur falið Orkustofnun og beinist að því að aðstoða sveitarfélög og aðra við að skilgreina ákjósanlega minni virkjankosti til áframhaldandi umfjöllunar, þ.e. smávirkjanir sem eru minni en 10 MW.</li> <li style="text-align: justify;">Hafralónsá er eina vatnsfallið á svæðinu sem býður upp á stærri virkjanakosti. Þar eru hins vegar fyrir hendi hagsmunir náttúruverndar og fiskveiða sem vegast á við hagsmuni raforkunotenda. Virkjanakostir í Hafralalónsá voru lagðir fram í þriðja áfanga Rammaáætlunar en fengu ekki umfjöllun. Uppi eru hugmyndir um minni virkjanaáfanga í ánni sem hugsanlega þyrftu ekki umfjöllun Rammaáætlunar.</li> <li style="text-align: justify;">Nokkrir staðir á svæðinu geta verið heppilegir til þess að reisa vindorkugarða. Almennt er talið að slíkar virkjanir séu nú á mörkum þess að vera hagkvæmar sérstaklega í samrekstri með vatnsaflsvikjunum með umtalsverða miðlunargetu. Forsenda stærri verkefna er hins vegar öflugri tenging við meginflutningskerfið.</li> </ul> <p style="text-align: justify;">Norðausturnefndin stefnir að því að halda fund fljótlega þar sem ræddir verða valkostir vegna mögulegra öflugri tenginga byggðana við flutningskerfið, samanber það sem hér hefur verið nefnt.</p> <p style="text-align: justify;"><strong>Í fjórða lagi</strong> vil ég nefna að í undirbúningi er starfshópur um smávirkjanir. Það verkefni er að finna í 5 ára fjármálaáætlun sem samþykkt var á Alþingi fyrir nokkrum dögum og einnig í tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun 2017–2023. Gert er ráð fyrir að Orkustofnun leiði þetta verkefni í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga, Byggðastofnun og Nýsköpunarmiðstöð, og að þetta verði samstarfsverkefni til 5 ára.</p> <p style="text-align: justify;">Verkefni starfshópsins er að kanna möguleika á staðbundnum lausnum í orkumálum með því að kortleggja mögulega smærri virkjunarkosti á landsbyggðinni, þ.e. undir 10 megawöttum, hvort sem er í vatnsafli, jarðvarma eða vindi.</p> <p style="text-align: justify;">Starfshópurinn skal greina starfsumhverfi smáframleiðenda á raforku og gera tillögur til úrbóta sem leiði til eflingar á uppbyggingu smávirkjana.</p> <p style="text-align: justify;">Er þetta gott dæmi um staðbundnar lausnir á sviði orkumála og er möguleika í þá veru víða að finna, m.a. hér á Norðurlandi.</p> <p style="text-align: justify;">Kæru fundargestir,</p> <p style="text-align: justify;">Í víðara samhengi er uppbygging byggðalínunnar og tenging milli landshluta nauðsynleg til þess að skapa þann styrk og sveigjanleika sem þarf til þess að atvinnufyrirtæki á öllu Norðurlandi geti búið við sama öryggi og fyrirtæki í öðrum landshlutum.</p> <p style="text-align: justify;">Umræðan um línur eða ekki línur – það er að segja lífæðar samfélagsins alls – verður að grundvallast á meira jafnvægi á milli efnahagslegra, umhverfislegra og samfélagslegra þátta. Gæta þarf þess að stilla ekki ólíkum atvinnugreinum upp hverri gegn annarri og efla frekari greiningar á þessu sviði, til dæmis um það hver séu áhrif viðvarandi þrenginga í raforkuafhendingu og lélegrar nýtingar þeirrar raforkuframleiðslu sem þegar er fyrir hendi. Það virðist skorta skilning á því hver séu neikvæð áhrif þessara þátta á samfélagslega þróun á svæðinu.</p> <p style="text-align: justify;">Við verðum að komast upp úr þeim hjólförum sem við erum í. Við verðum að horfa á þá þjóðhagslega mikilvægu hagsmuni sem felast í flutningskerfiskerfi raforku og traustum raforkuflutningi á milli landshluta. Við verðum að horfa á stóru myndina en ekki eingöngu á afmarkaða þrönga hagsmuni innan hennar.</p> <p style="text-align: justify;">Flutningskerfi raforku er ein af lífæðum samfélagsins. Það er vegakerfið líka, fjarskiptakerfið og samgöngur almennt. Miklu mun meiri sátt og friður virðist almennt ríkja um þessar síðarnefndu lífæðar okkar og uppbyggingu þeirra en um raforkukerfið. Af hverju skyldi það vera? Jú, við finnum meira fyrir þeim sjálf. Við keyrum jú á vegunum. Þeir standa okkur því nærri og við skiljum út á hvað þeir ganga. Við gerum hins vegar ráð fyrir raforkunni, kannski án þess að hugleiða hvað þarf til að við getum notið hennar.</p> <p style="text-align: justify;">Ég hlakka til að hlýða á þau ávörp sem hér verða flutt um stöðu raforkumála á Norðurlandi. Það er víða verk að vinna á þessu sviði og ég lýsi mig reiðubúna að taka þátt í þeim verkefnum með ykkur þannig að við sjáum raunverulegar úrbætur á stöðu raforkumála í þessum landshluta, áður en um of langt líður.</p> <p style="text-align: justify;">Takk fyrir.</p>

2017-06-07 11:42:0707. júní 2017Hryðjuverk eru raunveruleg ógn

<p>Hryðjuverk eru raunveruleg ógn</p> <p><span>Eftir Guðlaug Þór Þórðarson</span><br /> <br /> Í tvígang með skömmu millibili hefur hryðjuverkaógnin höggvið nærri okkur í tíma og rúmi. Hugur okkar Íslendinga er hjá bresku þjóðinni og ég hef komið á framfæri fordæmingu stjórnvalda gagnvart hryðjuverkunum í Manchester og Lundúnum, sem beindust ekki síst að ungu fólki í blóma lífsins. Það hefur sömuleiðis verið aðdáunarvert að fylgjast með viðbrögðum bresku þjóðarinnar, hversu sameinuð hún stendur og staðráðin í því að láta ekki huglausa morðingja og hryðjuverkamenn hafa áhrif á líf sitt og gildi, sem byggja meðal annars á frelsi, mannúð og umburðarlyndi. <br /> Árásirnar í Manchester og Lundúnum, og aðrar í Stokkhólmi, Brussel og París, svo einungis kunnuglegir áfangastaðir fjölmargra Íslendinga séu nefndir, eru hins vegar atlaga að okkur öllum sem aðhyllast þessa sömu lífsskoðun - þessi sömu gildi sem okkur er svo annt um og viljum í engu breyta. <br /> Við getum hins vegar ekki horft framhjá þessum atburðum og þeirri breyttu mynd sem okkur birtist í öryggis- og varnarmálum. Baráttan gegn hryðjuverkum er háð á mörgum stigum. Það þarf að ráðast að rótum vandans og Ísland leggur þar sitt að mörkum í þróunar- og mannúðarstarfi, meðal annars í stríðshrjáðum ríkjum eins og Sýrlandi. Við tökum ennfremur þátt í alþjóðasamstarfi, meðal annars á vegum Atlantshafsbandalagsins og löggæslustofnana, í því augnamiði að stemma stigu við hryðjuverkum. Baráttan gegn hryðjuverkum er barátta gegn illvirkjum. <br /> Þá verðum við að gæta þess að hér heima sé til staðar sá viðbúnaður sem með þarf ef á reynir. Embætti ríkislögreglustjóra gefur reglubundið út mat á hættu af hryðjuverkum – hið síðasta frá upphafi þessa árs. Samkvæmt mati embættisins er hættustig í meðallagi, sem þýðir að hætta af hryðjuverkum hér á landi er ekki útilokuð. Hættumatið að baki nýsamþykktrar þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland er á sömu lund hvað hryðjuverkaógnina varðar. <br /> Á vegum Atlantshafsbandalagsins er nú unnið að endurskoðun viðbragðs- og varnaráætlana sem lúta að hinu breytta umhverfi öryggis- og varnarmála í Evrópu og á norðanverðu Atlantshafi, og taka sérfræðingar okkar fullan þátt í þeirri vinnu. Samhliða þessari vinnu er unnið að sérstakri viðbragðs- og varnaráætlun fyrir Ísland sem tekur mið af slíkum áætlunum og heimfærir upp á íslenskar aðstæður, þ.m.t. hugsanlegri ógn af hermdar- og hryðjuverkamönnum. Áætlunin er unnin í samvinnu við hlutaðeigandi ráðuneyti og stofnanir og geri ég ráð fyrir að vinnu við gerð hennar ljúki á haustdögum. Ennfremur verður fyllsta samráðs við þjóðaröryggisráð og utanríkismálanefnd Alþingis gætt. <br /> Við Íslendingar erum lánsöm þjóð og sem betur fer steðjar ekki bráð hætta af hryðjuverkum hér á landi. Slík hætta er hins vegar ekki útilokuð og nýlegir atburðir í Bretlandi eru okkur áminning um að sýna fyllstu árvekni og huga að okkar eigin viðbúnaði – um leið og við höldum áfram að styðja við baráttuna gegn hryðjuverkum á alþjóðavísu. <br /> Við þurfum að standa vörð um gildin okkar. </p> Höfundur er utanríkisráðherra.

2017-06-06 15:52:0606. júní 2017Ræða Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur á vorfundi Tækniþróunarsjóðs 6. júní 2017

<p><span style="font-size: 14pt; font-family: 'Times New Roman', serif;">Kæru gestir</span></p> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 14pt; font-family: 'Times New Roman', serif;">Við Íslendingar kunnum þá list ágætlega að gagnrýna, og liggjum ekki á skoðunum okkar ef okkur mislíkar, en við erum gjarnan sparari á hrósið. Ég hef þó tekið eftir því að umfjöllun um Tækniþróunarsjóð er veigamikil undantekning frá þessu. Á þeim stutta tíma sem ég hef gegnt ráðherraembætti virðist mér sem sjóðurinn uppskeri almennt mjög jákvæð ummæli. Margir hafa látið þau orð falla að án hans hefði fyrirtæki þeirra ekki komist á legg heldur dagað uppi fjárvana í nýsköpunargjánni, ef svo má segja. Þetta á t.d. við um nokkur af okkar öflugustu nýsköpunarfyrirtækjum sem enginn vill nú vera án og lifðu að þeirra eigin sögn af vegna stuðnings Tækniþróunarsjóðs. Nýsköpun krefst nefnilega ekki aðeins úthalds og þolinmæði heldur líka fjármagns til þróunar.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 14pt; font-family: 'Times New Roman', serif;">Skilningur stjórnvalda á mikilvægi Tækniþróunarsjóðs hefur vaxið og árangur hans, sem og jákvætt umtal um þann árangur, á vafalítið talsverðan þátt í því. Sjóðurinn hefur eflst mikið á síðustu árum og ráðstöfunarfé hans er nú um 2,3 milljarðar á ári. Beidd í framboði styrkja hefur á sama tíma aukist og samræmist nú betur en áður þörfum frumkvöðla sem og fyrirtækja sem lengra eru komin. Styrkjaflokkarnir eru nú orðnir fimm. Fremst í virðiskeðjunni, eins og þið þekkið, er Fræ, sem er ætlaður frumkvöðlum sem eru að stíga sín fyrstu skref. Þá koma Sproti, Vöxtur, Sprettur og Markaðsstyrkur - en heitin lýsa vel hlutverki og markmiðum hvers flokks um sig. Þetta finnst mér góð þróun og hún hefur stuðlað að því að viðskiptahópur sjóðsins hefur breikkað og meiri samfella hefur náðst í starfið en áður var.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 14pt; font-family: 'Times New Roman', serif;">Samhliða þessum breytingum og góðum árangri sjóðsins hafa fleiri en áður sýnt honum áhuga. Stjórn sjóðsins hefur reynt að mæta þeim væntingum með því að opna upp matskerfið, sem margir telja að hafi um of verið bundið við óljósar væntingar um framtíðar sölutekjur. Ég vil nefna það sérstaklega að skapandi greinar og ferðaþjónusta eiga, eins og allar aðrar atvinnugreinar, möguleika á að njóta styrkja úr Tækniþróunarsjóði. Starfsreglur sjóðsins verða aldrei greyptar í stein. Þær þurfa að geta tekið mið af samfélagsþróuninni til að svara þeim hröðu breytingum sem við stöndum frammi fyrir. Þannig mætti segja að þetta væri umbreytingasjóður fyrir atvinnulífið.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 14pt; font-family: 'Times New Roman', serif;">Til lengri tíma litið hlýtur metnaður okkar að standa til þess að auka fjármagn til rannsókna og þróunar. Hlutur fyrirtækja af heildarútgjöldum til rannsókna og þróunar er nú tæpir tveir þriðju hlutar en rúmur þriðjungur eru framlög ríkisins, meðal annars til háskóla. Hlutur fyrirtækja er í samræmi við þörf þeirra fyrir&nbsp; aukið rannsókna- og þróunarfé, sem tengist umbótum og nýsköpun í eigin starfsemi til að standast alþjóðlega samkeppni. Við vitum að ríkisvaldið hefur hlutverki að gegna í stuðningi við frumkvöðla og sprotafyrirtæki og það hlutverk þurfum við að rækja og rækta.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 14pt; font-family: 'Times New Roman', serif;">Í stefnu Vísinda- og tækniráðs, sem tekin verður til afgreiðslu á fundi ráðsins í næstu viku, er leiðarljós að fjárfesting í rannsóknum og þróun nái þremur prósentum af vergri landsframleiðslu fyrir árið 2024. Þetta er metnaðarfullt takmark sem ekki næst af sjálfu sér - og felur í sér talsverða aukningu frá þeim tveimur komma tveimur prósentum sem varið var til rannsókna og þróunar árið 2015. Þótt bilið hafi eitthvað minnkað frá þeim tíma er enn langt í land. Það er mikil áskorun að ná þessu takmarki en það er engu að síður skynsamlegt í ljósi þeirra hröðu tækniframfara og samfélagsbreytinga sem við stöndum frammi fyrir.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 14pt; font-family: 'Times New Roman', serif;">Tækniþróunarsjóður er framvörður þessara breytinga og á honum hvílir mikil ábyrgð. Honum er falið að ráðstafa miklum fjárhæðum til vel valinna verkefna sem falla að stefnu stjórnvalda eins og hún birtist í stefnu Vísinda- og tækniráðs. Ég er þakklát starfsfólki og stjórn sjóðsins fyrir þeirra góða starf, og öll erum við þakklát og stolt af þeim frábæru frumkvöðlum sem hafa lagt allt undir til að láta hugmyndir sínar verða að veruleika.</span></p>

2017-06-06 15:31:0606. júní 2017Ávarp umhverfis- og auðlindaráðherra á hafráðstefnu S.þ. í New York

<strong>The Ocean Conference, Partnership Dialogue 3: Minimizing and addressing ocean acidification</strong><br /> <br /> Dear guests,<br /> <br /> The acidification of our oceans due to uptake of carbon dioxide is, as we know, directly linked to human activities. For an island state like Iceland where sustainable fisheries is a backbone for the society, this is obviously very alarming.<br /> <br /> The solution for keeping our oceans healthy and sustainable is to acknowledge and address the urgent matter of reducing carbon emissions from human based activities all over the world. - And also in increasing carbon stock in soil and vegetation, for instance by restoring degraded terrestrial ecosystems.<br /> <br /> I am pleased to inform you that Iceland aims on building a low carbon economy in the near future and in the manifesto of the current Icelandic government it is clearly stated that the State will not give any further incentives to polluting heavy industries.<br /> <br /> This is the largest future climate friendly decision already made by the government and will contribute greatly- to limit further carbon emissions from Iceland.<br /> <br /> Iceland has ratified the Paris agreement and plans to reach its climate commitments in joint fulfilment with the European Union and Norway. <br /> <br /> I must say that I find the US decision to pull out of the Paris agreement deeply disappointing. However I celebrate that states and cities in the US are still standing strong in fulfilling their goals thereof.<br /> <br /> Togeather the people of the world will make this happen for our collective future.<br /> <br /> In Iceland, nearly all energy production comes from renewables. Therefore our options for fulfilling the Paris agreement mostly lie in other sectors such as in transport and fisheries.<br /> <br /> However we have set up a plan to reduce emissions in all sectors of our society, and registered a voluntary commitment to this end, related to our work on a new climate mitigation action plan.<br /> <br /> But we do face challenges. In Iceland we have cold climate and harsh conditions for the local flora<br /> <br /> We had severe land erosion in the earlier centuries, but- it gives us the opportunity to offset emissions via for instance, land restoration and reforestation.<br /> <br /> We must have our efforts in reducing emissions from eroded land taken into account when fulfilling the Paris agreement. It would be reasonable to get full carbon credits for these additional climate friendly efforts.<br /> <br /> Keep in mind that Iceland already produces its energy from 100% renewables.<br /> <br /> And, speaking of the marine environment, these restoration efforts would contribute to reduce further acidification of the oceans due to uptake of carbon and reduction af CO2 emissions.<br /> <br /> We must address and minimize ocean acidification and we must apply all available climate friendly solutions to react on it.<br /> <br /> Thank you.

2017-06-06 14:14:0606. júní 2017Ávarp dómsmálaráðherra á prestastefnu í Wittemberg 6. júní

<div> <p>Biskupinn yfir Íslandi frú Agnes Sigurðardóttir, Regionalbischof dr. Johann Schneider, vígslubiskupar, prestar, góðir gestir.</p> <p>Það er ánægjulegt að fá að taka þátt í setningu prestastefnu, sem nú er haldin utan Íslands. Það leiðir af sjálfu sér, að ekki er ráðist í að flytja prestastefnu úr landi nema af verulegu tilefni. Og tilefnið er ærið, á því ári þegar þess er minnst að 500 ár eru liðin frá þeim atburði sem talinn er marka upphaf siðbótarinnar. Það er ekki nema sjálfsagt að íslensk kirkja og íslenskir prestar hugsi til siðbótarinnar, svo miklu máli sem hún skiptir í þeim grunni sem kirkjan stendur á og getur ekki án verið.</p> <p>Hér í þessari fallegu og sögufrægu borg Wittenberg á siðbótin rætur sínar. Hér festi Marteinn Lúther upp hið afdrifaríka skjal á dyr Hallarkirkjunnar og kom þar með á framfæri í 95 greinum kenningum sínum um kristna trú. En hér á þessum slóðum rifjum við líka upp upphaf prentlistarinnar í Evrópu sem leiddi af starfi Gutenbergs. Þar var lagður annar grundvöllur sem varð til þess að við Íslendingar fengum aðgang að bókum og ritum og þar átti kirkjan – biskupar, prestar og forráðamenn hennar – ekki minnstan hlut með forgöngu sinni um að fá prentiðnina til Íslands. Hér á þessum slóðum fléttast þannig saman ævistarf tveggja frumkvöðla sem leiddi af sér breytingar sem höfðu áhrif á kirkjusöguna, iðnsöguna, Evrópusöguna og mannkynssöguna þegar við horfum á þessa þróun í stóru samhengi og ekki síður áhrif á einstaklinga sem lifðu þessa byltingu sjálfir fyrir 500 árum og kynslóðanna sem á eftir komu.</p> <p>Um siðbótina hefur æði mikið verið sagt og ritað, svo sem nærri má geta þegar horft er til þýðingar hennar í sögunni. Á þeim tímum þar sem einfaldar skýringar eru í hávegum hafðar, ekki síst ef þær eru bornar fram með alvörusvip og hæfilegum þótta, er auðvelt að skýra siðbótina með því að benda á spillingu innan kaþólsku kirkjunnar og deilur innan hennar um auð og embætti. En sú einfalda skýring nægir ekki þeim sem vill skilja siðbótina, sér til gagns. Þar skiptir fleira miklu máli.</p> <p>Ástand kirkjunnar, þegar leið að siðbót, var á margan hátt dæmi um það sem gerist þegar kirkja verður viðskila við mikilvæg atriði í grunni sínum og rótum. Þannig hefur ástandi kirkjunnar í upphafi sextándu aldar verið lýst þannig, að það hafi einfaldlega verið alvarlegt einkenni þess sjúkdóms kirkjunnar sem falist hafi í fráhvarfi frá þeim grundvallarhugmyndum sem gera kristindóminn ólíkan öllum öðrum trúarbrögðum, og í því að kirkjan hafi gleymt fyrir hvað hún stóð og hvað í raun felist í kristindóminum.</p> <p>Kristinn maður er frjálsastur allra, en jafnframt bundnastur allra, er haft eftir Lúther. Einstaklingnum stendur til boða þetta algera frelsi að standa einn og milliliðalaust gagnvart Guði, en er jafnframt bundin gagnvart kærleikanum, fagnaðarerindinu og öðrum mönnum, meðbræðrum sínum.</p> <p>Hér kann að vera kjarninn í frjálslyndisstefnu lúterstrúar – og um leið hinnar evangelisku lútersku kirkju sem hefur verið í fararbroddi fyrir margvíslegum umbótum allar götur síðar. Kirkju sem hefur sem slík verið í forgöngu fyrir margvíslegar umbætur í mannréttindamálum. Frjáls en jafnframt bundin – kærleikanum og manngildinu.</p> <p>Samkvæmt Lúther var Guðsorðið fagnaðarerindi, en ekki lögmál eða regluverk sem færa á sjálfkrafa vald til stofnana, hópa eða einstaklinga. Einstaklingarnir saman eru samfélagið – kirkjan.</p> <p>Lúther var mótmælandi, mótmælti stöðnuðu og íhaldssömu kerfi en þurfti að gjalda fyrir það. Eðlilega snerist kaþólska kirkjan til varnar. Hún vildi ekki að neinn drægi í efa vald hennar, áhrifamátt eða óskeikulleika. Kirkjan og páfinn höfðu valdið og máttinn sín megin og það var háskalegt að hreyfa við þessum grunni.</p> <p>En hreyfingin var farin af stað – það var ekki aftur snúið og stuðningur breiddist út. Fyrir það erum við, sem hér erum saman komin í dag, þakklát. Við fögnum í vöggu siðbótarinnar og hér er sagan sem lætur engan ósnortinn.</p> <p>Þetta er sú hugmyndafærði sem vestræn samfélög byggja á – lýðræðisleg þjóðfélög þar sem borin er rík virðing fyrir frelsi einstaklingsins en um leið skyldur hans gagnvart náunganum - mannréttindum. Það er notalegt að tilheyra þeirri hugmyndafræði sem var mörkuð hér í Wittenberg fyrir 500 árum. </p> <p>Góðir áheyrendur.</p> <p>Einhverjum kann að þykja undarlegt að dómsmálaráðherra fái orðið við setningu prestastefnu. En dómsmál og kirkjumál hafa lengi fylgst að innan íslenska stjórnarráðsins, þótt kirkjumálin hafi í tilefni af bankahruni horfið úr nafni ráðuneytisins. En mörg eru þau hugtökin sem við þekkjum bæði af vettvangi dómssalanna og kirkjunnar. Réttlætið er eitt. Margir treysta á dómskerfið til að ná fram réttlæti, og ef ekki réttlæti þá að minnsta kosti maklegum málagjöldum þeirra sem þau eigi skilið. En þegar réttarkerfið útdeilir maklegum málagjöldum hugsar það fyrst og fremst um gjörðir hvers og eins. Ef ég man refsiréttinn minn rétt þá má hugur manns vera fullur af glæpsamlegu ráðabruggi daginn út og inn, en það er honum refsilaust svo lengi sem hann kemur engu í verk. Í lögfræðinni hefur sá maður réttinn sín megin sem fylgir reglunum, og iðulega því frekar sem nákvæmnin og smásmyglin í breytninni er meiri. En kristindómurinn horfir aðeins öðruvísi á málin. Þar er líka horft til sálarinnar, sem enn hefur ekki orðið lögpersóna. Sé sálin ekki á réttu róli kemur fyrir lítið þótt athafnir mannsins séu lofsamlegar í augum annarra. „Réttlættir af trú, höfum við því frið við Guð, sakir Drottins vors Jesú Krists“, skrifar Páll postuli í Rómverjabréfinu. Marteinn Lúther lagði áherslu á að hver maður yrði sinn eigin prestur og bæri ábyrgð á eigin trúarlífi og er þar kominn þýðingarmikill hluti siðbótarinnar sem hafði í för með sér endurskilgreiningu á hlutverki kirkjunnar og jók mjög þýðingu samvisku hvers og eins manns.</p> <p>Ég nefndi hugtakið réttlæti, sem þekkist vel í bæði dómsmálum og kirkjumálum. Annað sem miklu getur skipt á báðum sviðum, eru játningar. Í sakamáli er ómetanlegt að fá góða játningu. Játning, sem gefin er af fúsum og frjálsum vilja og kemur heim og saman við öll sönnunargögn, leysir yfirleitt sakamálið. Að fenginni játningunni kemur niðurstaðan eins og af sjálfri sér. Það er hægt að leysa málið án játningarinnar og er oft gert, en það er torsóttara og grundvöllurinn verður aldrei alveg sá sami. Í kirkjunni skipta játningarnar ekki minna máli. Það skiptir kirkju öllu máli hvað það er sem hún játar og hvað það er sem hún játar ekki. Án játninganna verður undirstaðan á reiki og undirstaða sem er á reiki veldur sjóveiki á landi. Auðvitað eru þeir til sem telja játningar tómt stagl sem enginn eigi að eyða tíma sínum í. Presturinn geti auðveldlega orðið vel metinn félagsfræðingur þótt hann hafi fyrir löngu gleymt öllum játningum. En þær eru samt undirstaðan sem engin kristin kirkja getur án verið. Ég þarf ekki að segja neinum hér inni hver það var sem tók fram, að kenning hans væri ekki hans eigin, heldur þess sem sendi hann. Kristin kirkja lítur svo á að hún sé send til að flytja boðskap, sem ekki er hennar eigin.</p> <p>Góðir áheyrendur.</p> <p>Í stjórnarskrá íslenska lýðveldisins segir að hin evangeliska lúterska kirkja skuli vera þjóðkirkja á Íslandi. Þegar minnst er þess að hálft árþúsund sé liðið frá upphafi siðbótarinnar, sem svo oft er kennd við Martein Lúther, koma þessi orð upp í hugann. Þau ákveða ekki aðeins að kristin kirkja skuli vera þjóðkirkja á Íslandi, heldur einnig að sú kristna kirkja skuli vera evangelisk lútersk. Þess er sjálfsagt að minnast á afmælisári siðbótar Marteins Lúthers. En ekki aðeins á því ári, heldur á öllum árum, svo lengi sem stjórnarskrárákvæðið stendur á sínum stað. </p> <p>Góðir áheyrendur.</p> <p>Ég þakka fyrir að fá það tækifæri til að fá að taka þennan litla þátt í prestastefnu, nú þegar íslenskir prestar minnast hins merka atburðar sem varð hér í Wittenberg fyrir fimm hundruð árum. Ég vona að prestastefnan verði hinni evangelisku lútersku kirkju til gagns og blessunar og þeim, sem hana sækja, til hvatningar og uppörvunar.</p> </div>

2017-06-04 13:53:0404. júní 2017Hlutverk Alþingis - grein í Morgunblaðinu 4. júní

<span></span> <p>Alþingi lauk störfum á fimmtudag með atkvæðagreiðslu um tillögu þeirrar sem þetta skrifar um skipan í embætti dómara við Landsrétt. Atkvæðagreiðslan var söguleg. Aldrei áður hefur Alþingi komið að skipun dómara og aldrei hafa verið skipaðir jafnmargir dómarar í einu.</p> <p>Fyrirkomulag við skipan dómara hefur verið með ýmsum hætti fram til þessa og mismunandi eftir því hvort við á Hæstarétt eða héraðsdómstól. Dómsmálaráðherra skipaði áður fyrr hæstaréttardómara eftir umsögn Hæstaréttar en 3 manna dómnefnd fjallaði um umsækjendur héraðsdóma áður en ráðherra tók ákvörðun um skipun. Árið 2010 var sett á laggirnar 5 manna dómnefnd sem hefur síðan fjallað um umsækjendur um bæði stöður héraðsdómara og hæstaréttardómara. Um leið var vægi nefndarinnar aukið þannig að ráðherra hefur verið bundinn við niðurstöðu hennar. Þó er það ekki fortakslaust því sérstaklega er kveðið á um að ráðherra geti vikið frá mati nefndarinnar en þá verður hann bera það undir Alþingi. Í greinargerð með frumvarpi með þessari breytingu er sérstaklega áréttað að veitingarvaldið sé hjá ráðherra. Það sé enda eðlilegt að valdið liggi hjá stjórnvaldi sem ber ábyrgð á gerðum sínum gagnvart þinginu. Með lögum um Landsrétt var svo kveðið á um að við skipun dómara í fyrsta sinn yrði ráðherra að bera tillögu sína upp við Alþingi, hvort sem ráðherra gerði tillögu um að skipa dómara alfarið í samræmi við niðurstöðu dómnefndar eða ekki.</p> <p>Nú hefur þingið í fyrsta sinn fengið tækifæri til þess að axla þá ábyrgð sem það kallaði eftir árið 2010. Ráðherra varð það strax ljóst, eftir viðræður við forystumenn flokkanna, að niðurstaða dómnefndar um skipan dómara við Landsrétt myndi ekki hljóta brautargengi á Alþingi. Rökstuðningur ráðherra hefði þar engu breytt. Sjálfum fannst ráðherra niðurstaða nefndarinnar of einstrengingsleg. Að virtum öllum sjónarmiðum sem máli skipta gerði ráðherra tillögu til Alþingis um tiltekna 15 einstaklinga úr hópi þeirra 24 sem hann hafði metið hæfasta. Virtist mikil og góð sátt um tillögu ráðherra í upphafi. Það breyttist hvað stjórnarandstöðuflokkana varðaði. Það kann að vera að vonbrigði þeirra sem höfðu verið á lista dómnefndar en ráðherra gerði ekki tillögu um, og þeim tengdra, hafi haft þar áhrif. Þá verður ekki fram hjá því litið að umræða í fjölmiðlum getur ært óstöðugan. Þessi reynsla gefur tilefni til þess að velta því fyrir sér hvort þingið sé í stakk búið til þess að axla þessa ábyrgð, hvort það sé yfirleitt sanngjarnt að ætlast til þess af því með tilliti til hlutverks þess. Dómsmálaráðherra getur í öllu falli fullyrt, nú í ljósi reynslu sinnar, að endurskoða þarf reglur og fyrirkomulag við veitingu dómaraembætta.</p> <p><strong>Ráðherra varð það strax ljóst, eftir viðræður við forystumenn flokkanna, að niðurstaða dómnefndar um skipan dómara við Landsrétt myndi ekki hljóta brautargengi á Alþingi.</strong></p> <p>Greinin birtist áður í sunnudagsblaði Morgunblaðsins 4. júní 2017.&nbsp;</p>

2017-06-02 15:48:0202. júní 2017Ræða Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur við útskrift úr Stóriðjuskóla ISAL 2. júní 2017

<p style="text-align: justify;">Kæru útskriftarnemendur, aðrir góðir gestir</p> <p style="text-align: justify;">Innilega til hamingju með áfangann, þið sem útskrifist hér í dag.</p> <p style="text-align: justify;">Þið sem vinnið hér í Straumsvík eruð ábyggilega orðin vön því að reglulega sé útskrifað úr Stóriðjuskólanum. Eins og með svo margt annað sem á sér stað aftur og aftur, árum saman, er þessi útskriftarathöfn kannski orðinn hálfgerður vani; fastur hluti af tilverunni í næstum 20 ár í þessu fyrirtæki.</p> <p style="text-align: justify;">Mig langar þess vegna til að nota tækifærið til að leggja áherslu á hvað Stóriðjuskólinn er óvenjulegur; hvað hann felur í sér mikið frumkvöðlastarf og hvað hann ber vott um mikinn metnað.</p> <p style="text-align: justify;">Hversu margir þeirra sem keyra fram hjá þessu fyrirtæki á hverjum degi myndu geta giskað á að hér væri rekinn skóli – sem þegar allt er talið, bæði grunnnám og framhaldsstigið, er metinn til eininga á við hálft stúdentspróf?</p> <p style="text-align: justify;">Hversu mörg önnur fyrirtæki reka skóla sem jafnast á við hálfan framhaldsskóla?</p> <p style="text-align: justify;">Þetta er ansi mögnuð staðreynd og ber vott um feikilegan metnað hjá fyrirtækinu. Það er því engin tilviljun að ISAL hlaut Starfsmenntaverðlaunin í tvígang, fyrst árið 2000 og svo aftur árið 2006.</p> <p style="text-align: justify;">Ekki er metnaðurinn síðri hjá ykkur nemendum – og verðlaun ykkar dýrmætari en nokkurt viðurkenningarskjal, það er að segja: þekkingin sem þið öðlist, og stoltið sem þið berið nú í brjósti, sem er svo verðskuldað.</p> <p style="text-align: justify;">Stóriðjuskólinn hér í Straumsvík er eitt dæmi af mörgum um brautryðjendastarf stóriðjunnar í atvinnumálum á Íslandi. Þið stundið útflutning á vörum, en á sama tíma má segja að þið hafið í gegnum tíðina stundað innflutning á nýjum og góðum siðum í atvinnurekstri, sem síðan hafa gjarnan smitað út frá sér til annarra atvinnugreina og fyrirtækja.</p> <p style="text-align: justify;">Öryggismálin eru þar líklega efst á blaði en fleira mætti nefna, til dæmis gæðamál, enda var ISAL ýmist fyrsta fyrirtækið á Íslandi eða með þeim fyrstu til að innleiða helstu alþjóðlegu staðla í gæða-, öryggis- og umhverfismálum.</p> <p style="text-align: justify;">Það er meira en að segja það að vera fyrstur til að innleiða slík nýmæli í landi þar sem þetta var framandi á sínum tíma og af mörgum talið óþarfa fyrirhöfn. Slíkar breytingar kalla á sterka forystu, sem þið hafið borið gæfu til að njóta.</p> <p style="text-align: justify;">Oft hefur vafalaust verið styrkur í því að eiga öflugan, alþjóðlegan bakhjarl. Íslendingum hættir til að vantreysta erlendum aðilum en ekki má gleyma því að þeir geta oft verið tenging við ferska strauma og nýmæli á alþjóðavettvangi sem eru til bóta og eftirbreytni.</p> <p style="text-align: justify;">Fyrst og fremst er þó um að ræða framsýni og forystu stjórnendanna hér heima, og samheldni og metnað alls hópsins, sem góð forysta glæðir og eflir. –&nbsp; Stóriðjuskólinn er eitt besta dæmið um það, enda kom frumkvæðið að honum algerlega héðan og á sér fáar ef nokkrar hliðstæður erlendis, og fjölmörg verðlaun og viðurkenningar fyrirtækisins á undanförnum árum vitna einnig um þetta sama.</p> <p style="text-align: justify;">Kæru nemendur og aðrir gestir, mig langar til að minna ykkur á áhugaverða staðreynd. Fyrir fáeinum árum gaf McKinsey út hina frægu skýrslu um hvernig tryggja mætti heilbrigðan vöxt í íslensku efnahagslífi. Í skýrslunni kom fram að framleiðni vinnuafls í orkugeiranum og í málmframleiðslu var á þeim tíma tvisvar sinnum meiri en í sjávarútvegi og fjármálastarfsemi – og fimm sinnum meiri en í flestum öðrum atvinnugreinum.</p> <p style="text-align: justify;">Þetta þýðir að í orkuiðnaði og stóriðju skapar hver vinnandi hönd að jafnaði mun meiri verðmæti en í nánast öllum öðrum atvinnugreinum.</p> <p style="text-align: justify;">Þetta helgast að sjálfsögðu að miklu leyti af því, að þessi iðnaður kallar á mjög mikla fjárfestingu samanborið við vinnuafl. Með öðrum orðum: Hér er ekki bara <em>fólk</em> að vinna; hér eru líka <em>peningar</em> að vinna; milljarðarnir sem eigendur fyrirtækisins settu í að byggja verksmiðjuna, halda henni við og bæta hana á undanförnum fimmtíu árum – nú síðast með 60 milljarða fjárfestingu í nýjum steypuskála, straumhækkun og fleiri breytingum.</p> <p style="text-align: justify;">Hið mikla fé sem eigendur hafa lagt í reksturinn hjálpar hverri vinnandi hönd, sem hér starfar, að skapa meiri verðmæti – en það breytir ekki því að það er ástæða fyrir ykkur að hugsa til þess með stolti, að ykkar handtök skila almennt séð mjög miklum afköstum og verðmætum.</p> <p style="text-align: justify;">Vitaskuld er síðan breytilegt hvernig markaðsaðstæður eru hverju sinni. Ég þarf ekki að segja ykkur að ISAL hefur búið við erfið ytri skilyrði hin síðustu ár. En það er einmitt við slíkar aðstæður sem fjárfesting fyrirtækisins í hæfu og vel menntuðu starfsfólki skiptir sköpum.</p> <p style="text-align: justify;">Hér hafið þið starfað í um það bil hálfa öld, alveg ofan í hálsmálinu á höfuðborgarsvæðinu, í beinni útsendingu gagnvart tugum þúsunda nágranna og vegfarenda, almennt í mjög góðri sátt. Við sjáum það í skýrslum fyrirtækisins að kvartanir frá samfélaginu á ársgrundvelli eru iðulega teljandi á fingrum annarrar handar, og stundum engar. Það er vel af sér vikið og alls ekki sjálfsagður árangur, þegar haft er í huga hversu starfsemin hér er viðamikil.</p> <p style="text-align: justify;">Framlag ykkar til þess að bæta lífskjör á Íslandi – með störfum, miklum fjárfestingum, efnahagslegum umsvifum sem fela í sér viðskipti við hundruð fyrirtækja, að ógleymdri þeirri uppbyggingu raforkukerfisins sem starfsemin gerði mögulega á sínum tíma – er mikið. Og það er líka jákvætt að nýta græna orku til að framleiða þennan létta málm, sem í notkunar-fasanum dregur mjög úr losun gróðurhúsalofttegunda, með því að ryðja öðrum og þyngri málmum úr vegi.</p> <p style="text-align: justify;">Góðir gestir,</p> <p style="text-align: justify;">Eftir tvö ár verða fimmtíu ár liðin frá því að eiginleg álframleiðsla hófst á Íslandi, í fyrsta kerskálanum hér í Straumsvík. Öll rök hníga að því að uppbygging á þessari starfsemi hafi verið heillaspor fyrir Íslendinga. Það staðfesta meðal annars flestar ef ekki allar hagfræðilegar athuganir sem gerðar hafa verið á því.</p> <p style="text-align: justify;">Ekki er heldur neinn vafi á því að það var heillaspor fyrir umhverfismálin á heimsvísu, að skrúfa í raun fyrir stórfellda losun gróðurhúsalofttegunda, með því að framleiða þennan hluta heimsframleiðslunnar hér á landi með grænni orku, frekar en að gera það annars staðar með gasi eða kolum.</p> <p style="text-align: justify;">Þar við bætist sú græna hlið álsins sem ég kom inná áðan, sem felst í bæði léttleika þess og endurnýtanleika þess, en langstærstur hluti þess áls sem þið eruð að framleiða hér í dag mun eiga sér framhaldslíf um alla fyrirsjáanlega framtíð í gegnum sífellda endurvinnslu og þannig nýtast komandi kynslóðum. – Sú staðreynd hlýtur að vera ykkur starfsmönnum mikil hvatning í ykkar störfum.</p> <p style="text-align: justify;">Ég tel að íslenskur áliðnaður eigi tækifæri á næstu árum til að gera sér mat úr þeirri staðreynd að álið sem kemur frá Íslandi er framleitt með hreinni orku. Ef neytendur í heiminum krefjast þess í auknum mæli að álið í vörunum sem þeir kaupa hafi verið framleitt á sem umhverfisvænastan hátt, þá gefur augaleið að samkeppnisstaða álveranna á Íslandi styrkist til muna.</p> <p style="text-align: justify;">Þetta gefur okkur tilefni til að ætla að framtíðin geti verið björt fyrir íslenskan áliðnað. – En í dag fögnum við einkum bjartri framtíð ykkar útskriftarnemendanna úr Stóriðjuskólanum. Ég ítreka hamingjuóskir mínar til ykkar á þessum góðu tímamótum, og ég óska ykkur, og öllu samstarfsfólki ykkar hér hjá ISAL, alls hins besta í framtíðinni.</p> <p style="text-align: justify;">Takk.</p> <p style="text-align: justify;">&nbsp;</p> <p style="text-align: justify;">&nbsp;</p> <p style="text-align: justify;">&nbsp;</p> <p style="text-align: justify;">&nbsp;</p>

2017-06-01 01:06:0101. júní 2017Ræða á fundi Varðbergs - Þjóðaröryggi í nýju ljósi

<em>-talað orð gildir</em>-<br /> <br /> Varðberg – Samtök um vestræna samvinnu og alþjóðamál<br /> Ræða Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra<br /> Þjóðminjahúsinu, 1. júní 2017 kl. 12<br /> Þjóðaröryggi í nýju ljósi<br /> <br /> Ágætu fundarmenn,<br /> <br /> Ég vil byrja á því að þakka Varðbergi fyrir að standa fyrir þessum fundi um öryggis- og varnarmál. Ég hef lagt töluverða áherslu á þennan málaflokk í störfum mínum sem utanríkisráðherra og tel að við stöndum á ákveðnum tímamótum. Það er enn fremur mikilvægt að ræða um öryggis- og varnarmál án upphrópana og vil ég sérstaklega þakka Birni Bjarnasyni fyrir sín skrif og sitt framlag í þeim efnum í áranna rás. <br /> <br /> Fyrir tíu dögum urðu söguleg tímamót þegar þjóðaröryggisráð Íslands kom saman í fyrsta skipti á grundvelli þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland sem samþykkt var á Alþingi á síðasta ári. Í fyrsta skipti lýðveldissögunni erum við með tæki í höndunum þar sem horft er með heildstæðum hætti á öryggismál og þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir. <br /> <br /> Þannig tekur þjóðaröryggisstefnan jafnt til virkrar utanríkisstefnu, varnarstefnu og almannaöryggis sem er nauðsynlegt þar sem ógnir og áhættuþættir samtímans kalla á samvinnu og samspil þvert á hefðbundnari skilgreiningar innra og ytra öryggis. Ég bind miklar vonir við starf þjóðaröryggisráðs og framkvæmd þjóðaröryggisstefnunnar.<br /> <br /> Hvað varnarstefnuna varðar, sem ég mun gera að megin umræðuefni í máli mínu hér í dag, tilgreinir þjóðaröryggisstefnan aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu og varnarsamninginn við Bandaríkin frá 1951 áfram lykilstoðir í vörnum Íslands. Varnarmál þjóðarinnar hvíla því þar á traustum grunni og skýrum skuldbindingum. Þar hefur engin breyting orðið þótt forsendur kalda stríðsins séu löngu horfnar og rúmur áratugur liðinn frá því er varnarlið Bandaríkjanna fór af landi brott. <br /> <br /> Þjóðaröryggisstefnan tilgreinir jafnframt hættuna af hryðjuverkum sem höggva orðið nærri okkur í tíma og rúmi – nú síðast í Manchester þar sem á þriðja tug manns lét lífið, mestmegnis ungmenni, að ógleymdri mannskæðri árás í Kabúl. Þá er til staðar ógn við tölvu og netöryggi eða frá blönduðum hernaði sem snýr að beinum eða óbeinum hernaðaraðgerðum ásamt undirróðri og áróðri af ýmsu tagi. Er þá ótalin ógnin af gereyðingarvopnum og öll fylgjumst við með stöðu mála á Kóreuskaga þessi misserin. Þá tilgreinir þjóðaröryggisstefnan norrænt varnarsamstarf sem hefur farið mjög vaxandi á umliðnum árum og fyrr á þessu ári undirritaði ég sameiginlega yfirlýsingu með varnarmálaráðherra Noregs um aukna samvinnu landanna á sviði varnarmála. Einnig kemur þjóðaröryggisstefnan inn á áhættuþætti eins og náttúruhamfarir og umhverfisslys á norðurslóðum sem gætu haft verulegar afleiðingar. <br /> <br /> Ísland er vitanlega hluti af hinu breytta og flókna öryggisumhverfi. Það er lítið skjól í landfræðilegum fjarlægðum á því herrans ári 2017. Hvað samskiptin við Rússland varðar urðu þáttaskil í marsmánuði 2014 þegar landamærum í Úkraínu var breytt með hervaldi – atburður sem ekki á sér hliðstæðu í sögu Evrópu frá stríðslokum. Með framferði sínu í Úkraínu, og raunar víðar, hafa stjórnvöld í Rússlandi sýnt vilja til að ná pólitískum markmiðum með valdbeitingu og hótunum um hana – og grafið undan öryggi og stöðugleika í Evrópu. <br /> <br /> Þessi vandi og erfið samskipti Vesturlanda við Rússland lúta ekki síst að þeirri stefnu Rússlandsstjórnar að fyrrum lýðveldi Sovétríkjanna séu á rússnesku áhrifasvæði. Það liggur í hlutarins eðli að stefna um áhrifasvæði virðir hvorki alþjóðalög né samninga þegar svo ber undir. Ríki sem er gert að beygja sig undir slíka stefnu fá ekki notið fullveldisréttar síns. Þeim leyfist ekki, frá sjónarhóli Kremlverja, að hegða sér með einhverjum þeim hætti sem stangast á við hagsmuni Rússlands að þeirra mati – þar á meðal að hafa náin tengsl við ríki eða stofnanir utan svæðisins. Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið eru þar efst á blaði. <br /> <br /> Það þarf ekki að hafa mörg orð um hvernig stefna sem þessi misbýður okkur Íslendingum og bandamönnum okkar, og öllum sem er annt um frelsið. Slík stefna grefur auðvitað undan markmiðinu um sameinaða, frjálsa og friðsama Evrópu sem menn töldu sig eygja möguleika á eftir kalda stríðið. Enda er talað skýrt af okkar hálfu og Atlantshafsbandalagsins þegar kemur að stuðningi við fullveldi ríkja og að þau skuli njóta sjálfstæðis í utanríkis- og öryggismálum.<br /> <br /> Auk framferðis Rússlands í Úkraínu og Georgíu og víðar hafa skyndiheræfingar og önnur hernaðarumsvif átt sér stað nálægt landamærum NATO ríkja, þar á meðal á Eystrasaltssvæðinu, Svartahafssvæðinu og austanverðu Miðjarðarhafi. Einnig hefur rússneskum herflugvélum verið flogið glannalega nálægt herskipum bandalagsríkja og inn fyrir lögsögu þeirra. Hér heima verðum við sömuleiðis vör við aukin hernaðarumsvif á norðanverðu Atlantshafi, ekki síst umferð rússneskra kafbáta og flugi langdrægra sprengjuflugvéla. Hernaðaríhlutun Rússa í Sýrlandi og stuðningur við Assad Sýrlandsforseta hefur auðvitað einnig haft neikvæð áhrif á samskipti Vesturlanda og Rússlands og aukið enn á erfiðleika í samskiptunum. <br /> <br /> En þrátt fyrir mjög versnandi samskipti í kjölfar innlimunar Rússa á Krímskaga og íhlutunar þeirra í Úkraínu hafa leiðtogar Vesturlanda forðast að kalla Rússland óvinaríki. Og þótt Atlantshafsbandalagið hafi að mestu fryst samskipti við Rússland eru bandalagsríkin reiðubúin til samtals. Bandalagið vill ekki nýtt kalt stríð eða nýtt vígbúnaðarkapphlaup í Evrópu og er eindregið þeirrar skoðunar að það eigi að ræða við Rússland, en af festu, enda séu gagnkvæmir hagsmunir að minnka spennu í samskiptunum og tryggja betri sambúð. Þetta hefur komið skýrt fram á fundum mínum með utanríkisráðherrum og varnarmálaráðherrum Atlantshafsbandalagsins, og var enn áréttað á leiðtogafundinum í síðustu viku. Og sjálfur hef ég átt samtöl við utanríkisráðherra og forseta Rússlands í þessa veru.<br /> <br /> Framferði Rússlandsstjórnar og vilji til að ná fram pólitískum markmiðum með valdbeitingu og hótunum felur á hinn bóginn í sér alvarlega áskorun fyrir Atlantshafsbandalagið sem það verður að bregðast við. Það hefur verið gert með því að sýna með staðföstum og yfirveguðum hætti fælingar- og varnarmátt gagnvart Rússlandi þar sem við á og einkum hefur þessi stefna birst á Eystrasaltssvæðinu þar sem viðbragðssveitir bandalagsins hafa verið settar á fót. Þótt Eystrasaltsríkin séu fyrrum Sovétlýðveldi eru þau ekki á áhrifasvæði Rússa, enda aðildarríki Atlantshafsbandalagsins. Það urðu þau árið 2004 þrátt fyrir andóf og óánægju rússneskra stjórnvalda og vegna eindregins stuðnings og baráttu ýmissa NATO ríkja fyrir aðild Eystrasaltsríkjanna. Ísland skipaði sér að sjálfsögðu í sveit með þeim bandalagsríkjum sem þar voru í fararbroddi. Enda var Ísland eitt fárra ríkja sem aldrei viðurkenndi hernám Eystrasaltsríkjanna og innlimun í Sovétríkin á sínum tíma og varð fyrst til að viðurkenna endurheimt frelsis þeirra og sjálfstæðis eins og öllum er kunnugt. <br /> <br /> Kæru fundarmenn,<br /> <br /> Líkt og fram kemur í greinargerð með þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland er, sem betur fer, ólíklegt að hernaðarógn steðji að Íslandi. Byggir það mat meðal annars á greiningum Atlantshafsbandalagsins. Hins vegar, eins og sömuleiðis kemur fram í greinargerðinni, er hernaðarógn af þeim toga að fullveldi og sjálfstæði þjóðar er stefnt í hættu og því þarf að gera nauðsynlegar ráðstafanir. Sem herlaus þjóð gerum við það best með samningum við önnur ríki – í okkar tilviki með tvíhliða varnarsamningi við Bandaríkin og aðild að Atlantshafsbandalaginu, auk þess sem við verðum að gæta þess að innlendur viðbúnaður, líkt og stuðningur við erlenda heri, sé fyrir hendi. Þá þarf ávallt að meta stöðu og horfur í öryggis- og varnarmálum með reglubundnum hætti og kveða lögin um þjóðaröryggisráð á um hlutverk ráðsins í þeim efnum. Ég tel að sýna þurfi ítrustu árvekni við mat á hernaðarógn og teldi rétt að þjóðaröryggisráð léti leggja nýtt mat á hana og aðra áhættuþætti. <br /> <br /> Skiljanlega er aðallega horft til suðurs og austurs í þeim efnum en einnig hafa sjónir beinst að Norður Atlantshafi á nýjan leik. Í yfirlýsingu leiðtogafundar Atlantshafsbandalagsins í fyrra er tekið fram að þar verði bandalagið tilbúið til að beita fælingar- og varnarmætti gegn hvers kyns hugsanlegri ógn, þar á meðal á siglingaleiðum og hafsvæðum í nágrenni NATO-ríkja. Í þessu samhengi muni bandalagsríkin styrkja flota sína enn frekar sem og árvekni, eftirlit og greiningu á stöðu mála á norðanverðu Atlantshafi.<br /> <br /> Rússneski flotinn hefur í auknum mæli verið á kreiki á Norður Atlantshafi á síðustu árum - reyndar eftir langt tímabil þar sem hann var lítt eða ekki á ferð, hvorki herskip hans né kafbátar. Í endurnýjunaráætlun fyrir rússneska Norðurflotann hefur fengið forgang smíði kjarnorkuknúinna kafbáta sem bera eldflaugar með kjarnaodda sem draga heimsálfa á milli. Í þessum kafbátum Norðurflotans, sem haldið er úti í Barentshafi, er geymdur stór hluti kjarnorkuherafla Rússlands. Þannig hefur verið um langa hríð og norðurhöf tengjast áfram grundvallar öryggishagsmunum Rússlands. Auk þess að tryggja þetta vígi kafbátanna hefur einnig verið forgangshlutverk Norðurflotans að geta varið bækistöðvar hans á landi og flugvelli rússneska flughersins á Kolaskaga. Afl flotans í þessum efnum er vaxandi með tilkomu mun langdrægari stýriflauga en áður, sem skjóta má frá kafbátum, herskipum og flugvélum á skotmörk á sjó og landi.<br /> <br /> Búast verður við að í stefnu Rússa sé miðað við að framvarnir eldflaugakafbáta í norðurhöfum geti náð suður í GIUK hliðið svonefnda. Það er herfræðilegt hugtak sem nær yfir hafsvæðin milli Grænlands og Íslands, Íslands og Færeyja og Færeyja og Bretlands. Eigi að senda kafbáta lengra út á Atlantshaf þurfa þeir auðvitað að fara um þetta hlið. Með aukinni umferð rússneskra kafbáta er nú horft til þess að geta, með kafbátaleitarflugvélum Bandaríkjanna og annarra NATO ríkja, í auknum mæli sinnt eftirliti á Norður Atlantshafi, þar á meðal í nágrenni Íslands yfir GIUK hliðinu og norðan við það.<br /> <br /> Af þessum sökum hefur Bandaríkjafloti áhuga á takmarkaðri og tímabundinni viðveru kafbátaleitarflugvéla á Keflavíkurflugvelli og á síðasta ári undirritaði forveri minn í starfi sameiginlega yfirlýsingu með varavarnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Þar er tekið mið af aukinni en tímabundinni viðveru Bandaríkjahers hér á landi, hvort heldur sem er í nafni loftrýmisgæslu eða kafbátaleit, auk þess sem gagnkvæmar skuldbindingar í samstarfi ríkjanna á sviði öryggis- og varnarmála eru áréttaðar á grundvelli varnarsamningsins. Vegna þessara auknu umsvifa eru fyrirhugaðar framkvæmdir á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli sem lúta meðal annars að breytingum á flugskýli og bættri aðstöðu fyrir kafbátarleitarvélar. Norður Atlantshaf og Ísland hefur öðlast aukið strategískt vægi á nýjan leik.<br /> <br /> Kæru félagar,<br /> <br /> En hvernig leggur Ísland sitt að mörkum í þágu eigin og sameiginlegra varna? Við augljóslega erum og verðum a herlaus þjóð – það er ein af grundvallarforsendum þjóðaröryggisstefnunnar. Það breytir ekki því að við höfum margt fram að færa og ber skylda til að leggja okkar að mörkum. <br /> <br /> Á undanliðnum árum hafa framlög til öryggis- og varnarmála farið vaxandi og í aðdraganda leiðtogafundar Atlantshafsbandalagsins í síðustu viku ákvað ríkisstjórnin að bæta enn frekar í, eða framlagi sem nemur rúmum 200 milljónum króna. Ekki er ætlast til að Ísland verji 2% af sinni vergri landsframleiðslu í þágu varnarmála (sem næmi um 48 milljörðum króna), enda höldum við ekki úti her sem bróðurpartur slíkra fjármuna rennur til í öðrum aðildarríkjum. Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins var skýr í þessa veru þegar við funduðum til hliðar við varnarmálaráðherrafund bandalagsins í febrúar sl. En krafan um aukin framlög fer vaxandi og nær ekki einungis til ríkja Atlantshafsbandalagsins. Þannig hafa til dæmis nágrannar okkar í Finnlandi og Svíþjóð verið að stórauka framlög sín til varnarmála og verja þeir síðarnefndu, sem kenna sig þó við hlutleysisstefnu, tæpum 6 milljörðum Bandaríkjadala. Og fara framlögin hækkandi.<br /> <br /> Þetta er veruleikinn sem blasir og við Íslendingar skorumst vitanlega ekki undan ábyrgð. Við tökum þátt í samstöðuaðgerðum bandalagsins í Evrópu sem stofnað var til eftir atburðina í Úkraínu og leggjum þar til borgaralega sérfræðinga – og stefnum að því að fjölga þeim. Við leggjum sömuleiðis til fjármagn í sjóði á vegum bandalagsins sem nýtast meðal annars til jafnréttismála og þjálfunar í eyðingu sprengja. Í þessum málaflokkum höfum við umtalsverða sérfræðiþekkingu fram að færa sem nýst hefur bandalaginu vel. Við leggjum sömuleiðis til baráttunnar gegn hryðjuverkum þar sem Atlantshafsbandalagið hefur nú auknu hlutverki að gegna, ekki síst með miðlun upplýsinga og þjálfun. Einnig leggur Ísland til fjölþjóðaliðsins gegn hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki, einkum með framlögum til mannúðarmála. <br /> <br /> Þá skiptir stuðningur við bandalagsríki okkar sem hafa viðkomu á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli miklu máli og nauðsynlegt að til staðar sé sérþekking á umhverfi varnarmála hér á landi. Atlantshafsbandalagið heldur úti loftrýmisgæslu við Ísland þrisvar sinnum á ári og hafa alls 9 bandalagsríki staðið nærri 30 loftrýmisgæsluvaktir frá árinu 2008. Nú um stundir eru Kanadamenn við loftrýmisgæslu. Það er mikilvægt að bandalagið sýni flaggið hér í Norður-Atlantshafi með tímabundinni viðveru orustuflugvéla sem flogið geta í veg fyrir ókunn loftför og auðkennt ef þörf krefur. Þessi viðvera er einnig mikilvægt tækifæri fyrir okkur Íslendinga að æfa móttöku erlends liðsafla til landsins og tryggja að sú vél sé vel smurð. <br /> <br /> Varnaræfingum hér við land fer einnig fjölgandi. Umfangsmikil kafbátaleitaræfing sem ber nafnið „Dynamic Mongoose“ mun fara fram á hafsvæðinu milli Íslands og Færeyja frá 23. júní nk. og þá er hafin skipulagning að þátttöku Íslands í viðamikilli varnaræfingu Atlantshafsbandalagsins sem fram fer í Noregi og á Norður- Atlantshafi haustið 2018 og ber nafnið „Trident Juncture 2018“. Hin árlega æfing gegn hryðjuverkum „Northern Challenge“ sem haldin hefur verið hér á landi í um 15 ár samfleytt verður svo á sínum stað í haust.<br /> <br /> Ég vil einnig geta þess að á vegum Atlantshafsbandalagsins er unnið að endurskoðun viðbragðs- og varnaráætlana er lúta að Norður- Atlantshafi og þær uppfærðar í samræmi við ríkjandi hættumat. Gagnsemi slíkra áætlana er augljós og rennir styrkari stoðum undir varnir landsins. Samhliða þessari vinnu mun ég beita mér fyrir því að gerð verði sérstök viðbragðs- og varnaráætlun fyrir Ísland sem tekur mið af þessum áætlunum með það að markmiði að framkvæmd varna á hættu- eða ófriðartímum fyrir Ísland verði skilvirk og markviss hvað varðar samskipti við erlendan herafla, stjórn og umfang. Mikilvægur þáttur í íslensku viðbragðs- og varnaráætluninni verður einnig að samræma aðkomu og hlutverk annarra ráðuneyta og stofnana er málið varðar við framkvæmd landvarna, svo og samskipti við þjóðaröryggisráð og utanríkismálanefnd Alþingis.<br /> <br /> Þá vil ég nefna að nú stendur yfir endurskoðun á herstjórnarskipulagi bandalagsins í ljósi nýrra aðstæðna og hef ég lagt ríka áherslu á nauðsyn þess að ný sjóherstjórn Atlantshafsbandalagsins sé í stakk búin til að takast á við þau verkefni sem við blasa, en eins og sumir hér inni muna var sérstök sjóhersstjórn fyrir Atlantshafið (SACLANT) lögð niður árið 2003.<br /> <br /> Góðir fundarmenn,<br /> <br /> Við brottför varnarliðsins árið 2006 stóðu íslensk stjórnvöld andspænis mikilli áskorun. Sem herlaus þjóð höfum við vanist því í gegnum áratugi að aðrir sáu um framkvæmd landvarna og varnartengdra verkefna hér á landi. Í einni svipan þurftum við að taka að okkur rekstur á loftvarnarkerfi Atlantshafsbandalagsins hér á landi og tryggja áframhaldandi rekstur mikilvægra varnarmannvirkja í landinu.<br /> <br /> Það tókst meðal annars vegna þess að íslenskir starfsmenn voru þjálfaðir til starfa hjá Ratsjárstofnun sem þá hét og sinnti rekstri loftvarnarkerfisins fyrir hönd varnarliðsins. Í dag er þessi starfsemi í höndum Landhelgisgæslu Íslands og gengur mjög vel. Ég nefni þetta sérstaklega vegna þess að það undirstrikar nauðsyn þess að við Íslendingar höfum ætíð á að skipa sérhæfðu starfsfólki sem hefur hæfni og getu til að taka þátt vörnum landsins. <br /> <br /> Það er og verður brýnt að efla innviði stjórnkerfisins á sviði öryggis- og varnarmála. Við Íslendingar þurfum að hafa innan okkar raða sérþjálfaða einstaklinga sem hafa þekkingu og hæfni til að meta varnarhagsmuni þjóðarinnar út frá íslensku sjónarhorni og geta átt samskipti við erlenda hernaðarsérfræðinga þannig að málstaður og hagsmunir Íslands komast til skila á sannfærandi hátt. Innan utanríkisráðuneytisins er nú að störfum stýrihópur um framtíð utanríkisþjónustunnar sem hefur það meðal annars til skoðunar hvernig efla megi fyrirsvar Íslands að þessu leytinu til. Tillagna stýrihópsins er að vænta í sumarlok. <br /> <br /> Sem fyrr segir fer Landhelgisgæsla Íslands með framkvæmd varnartengdra verkefna á Íslandi í umboði utanríkisráðherra og samkvæmt sérstöku samkomulagi frá árinu 2014 við innanríkisráðuneytið, nú dómsmálaráðuneytið. Þetta samstarf hefur verið farsælt og skilað þeim árangri að í dag er rekstur varnartengdra verkefna á öryggissvæði Keflavíkurflugvallar og ratsjárstöðva úti á landi til mikillar fyrirmyndar. Vel hefur gengið að sækja stuðning til mannvirkjasjóðs Atlantshafsbandalagsins í mikilvægar framkvæmdir á öryggissvæðinu en innan mannvirkjasjóðsins fer fram mikil hagsmunagæsla allra aðildarríkja. Hér áður sinntu Bandaríkin þessari hagsmunagæslu fyrir Íslands hönd en með brottför varnarliðsins tók Ísland yfir þessar ábyrgðir – og hefur axlað þær. <br /> <br /> Ágætu fundarmenn,<br /> <br /> Ég hef reynt að draga hér upp þjóðaröryggi okkar í nýju ljósi - mynd af stöðu Íslands á ákveðnum óvissutímum í öryggis- og varnarmálum. Þjóðaröryggisstefnan horfir heildstætt á öryggishugtakið og þjóðaröryggisráðið verður okkur mikilvægur vettvangur til að samræma og samhæfa áherslur okkar og aðgerðir, og eins til að stuðla að aukinni vitund og umræðu um málefni er lúta að þjóðaröryggi.<br /> <br /> Það er kallað eftir auknum framlögum til öryggis- og varnarmála og þátttöku og ábyrgð íslenskra stjórnvalda á eigin og sameiginlegum vörnum Atlantshafsbandalagsins. Ég tel að íslensk stjórnvöld séu að svara þessu kalli og það munum við áfram gera. Þakka ykkur fyrir.<br /> <br />

2017-05-31 10:43:3131. maí 2017Ávarp í upphafi þings um samkeppnishæfi Íslands

Ágæta samkoma,<br /> það er gaman að fá að vera hér þegar Viðskiptaráð Íslands og Íslandsbanki kynna niðurstöður á könnun á samkeppnishæfni Íslands fyrir árið í ár.<br /> <br /> Þema fundarins í ár er menntun og samkeppnishæfni mannauðs. Í aðdraganda kosninganna töluðum við í Viðreisn sérstaklega um samkeppnishæf lífskjör. Sú hugtakanotkun var svo sannarlega ekki tilviljun heldur þrungin merkingu.<br /> <br /> Með því að tala um samkeppnishæf lífskjör er verið að blanda saman hugtakanotkun úr tveimur heimum; viðskiptalífinu annars vegar og venjulega lífinu hins vegar. Tungutak viðskiptalífsins er notað út fyrir sitt hefðbundna gildissvið.<br /> <br /> Viðskiptalífið hefur enda mikil áhrif á hag almennings.<br /> Frumframleiðslan fer fram í einkageiranum, þaðan koma skatttekjurnar til að standa undir velferðinni, þaðan koma launin fyrir fólk til að kaupa mat og húsaskjól.<br /> <br /> En á sama hátt og fyrirtæki geta keypt vörurnar sínar hvaðanæva úr heiminum eða staðsett sig hvar sem er í heiminum, geta fjölskyldur búið hvar sem er. Það er ekkert náttúrulögmál að Íslendingar búi allir á Íslandi. Eins og við sáum á tímum vesturfaranna og eins og við sáum í hruninu geta Íslendingar flutt utan ef Ísland býður ekki upp á<br /> samkeppnishæf lífskjör.<br /> <br /> Það er gagnlegt að líta á lífskjör út frá sjónarhóli samkeppni. Í stað þess að ganga út frá því að allir sem fæðist á Íslandi muni um ókomna tíð búa hér, hugsum við okkur fólk á ferð og flugi. Íslendingar flytja til útlanda og útlendingar flytja til Íslands, í lengri eða skemmri tíma. Við hugsum þá um raunlaun, kaupmátt, styrk opinberra fjármála, gæði velferðarkerfisins, skilvirkni opinberrar þjónustu, stöðu jafnréttis og marga slíka þætti. Við komumst ekki upp með að vera værukær, heldur þurfum við áfram að vinna að því að bæta það sem aflaga fer. Nágrannalöndin bjóða frábær lífskjör, og við verðum bara að gera betur en þau. Ef Ísland er ekki samkeppnishæft þá töpum við.<br /> <br /> Einungis þannig höldum við mannauðnum okkar hér á landi og löðum að hæft fólk að utan.<br /> <br /> Hér á landi er samkeppnishæfni lífskjara mikil. Laun eru góð, velferðin mikil, réttindi trygg og heilbrigðisþjónusta á heimsmælikvarða.<br /> Grunnmenntun er ókeypis og góð.<br /> <br /> Það mjög gagnlegt að meta samkeppnishæfni landa. Sá mælikvarði sem hér er til grundvallar er byggður á fjölbreyttum gögnum sem dregin eru saman til að setja í eina tölu—og bera saman—samkeppnishæfni á alþjóðavísu. Stór hluti af verkefninu felst raunar ekki í niðurstöðu úttektanna, heldur í því að koma sér saman um þokkalega óumdeilda þætti sem saman geta lýst samkeppnishæfni: Hvað er gott fyrir viðskiptalífið og hvað hamlar uppbyggingu þess?<br /> <br /> Slíkan lista geta stjórnvöld notað til að forgangsraða verkefnum. Og listann geta svo samtök eins og Viðskiptaráð notað til að halda stjórnvöldum við efnið, svo ég tali nú ekki um minni hluta á þingi sem hefur beinlínis það hlutverk að stuðla að því að meiri hlutinn gangi til góðs.<br /> <br /> Sitjandi ríkisstjórn getur að vísu lítið hreykt sér af þeim niðurstöðum sem hér verða birtar á eftir, enda frekar nýtekin við. En við höfum unnið með það að markmiði að samkeppnishæfni Íslands geti aukist og vonum að þess muni sjást merki á komandi árum.<br /> <br /> Við stigum þó stórt skref þegar við afléttum fjármagnshöftum að fullu af íslenskum almenningi, lífeyrissjóðum og fyrirtækjum. Við höfum stigið fyrstu skref til að einfalda skattkerfið. Við setjum fram markvissa innviðauppbyggingu, traust velferðarkerfi og stuðlum að agaðri hagstjórn svo hagvöxtur geti verið mikill og jafn. Við höfum borgað niður skuldir ríkisins um meira en 10% á skömmum ferli okkar og hyggjumst halda áfram að lækka þær markvisst á komandi árum. Lánshæfismat ríkisins hefur batnað og það nýtist íslenskum fyrirtækjum.<br /> <br /> Við aðhyllumst alþjóðahyggju og þó ýmsar bragðtegundir séu til af þeirri stefnu er fullkominn samhljómur um að regluverk sem auðveldi fyrirtækjum að flytja hingað eða stofna hér starfsstöðvar og íslenskum fyrirtækjum að hasla sér völl erlendis. <br /> <br /> Eins og vikið verður að hér betur á eftir, er stór þáttur samkeppnishæfni Íslands undirorpinn gengi íslensku krónunnar. Eftir því sem krónan styrkist verður vinnuafl hér hlutfallslega dýrara. Ástæðan er vitanlega sú að samkeppnisstaðan hefur verið svo góð síðustu misseri; Ísland hefur svo góða vöru að bjóða fyrir ásættanlegt verð svo ferðafólk flykkist<br /> hingað til lands. Þetta hefur svo þau áhrif að samkeppnishæfni annarra greina versnar sem því nemur. Það er mikið áhyggjuefni og meðal þeirra stóru verkefna sem stjórnvöld hafa verið að huga að og munu gera næstu mánuði og misseri.

2017-05-24 15:30:2424. maí 2017Ávarp umhverfis- og auðlindaráðherra á ársfundi NÍ 2017

Forstjóri og starfsmenn Náttúrufræðistofnunar Íslands og góðir gestir,<br /> <br /> Það er sönn ánægja að vera með ykkur hér í dag í tilefni af ársfundi Náttúrufræðistofnunar Íslands.<br /> <br /> Ég vil byrja á að nefna það hér, í ljósi þess að við erum á ársfundi þessarar mikilvægu stofnunar sem sér m.a. um skipulega heimildasöfnun um náttúru Íslands og stundar undirstöðurannsóknir á náttúru landsins, að ég hef lagt mikla áherslu á það og nálgast embættið með það efst í huga að þetta er embætti umhverfis- OG auðlindamála.<br /> <br /> Það sem ég á við er, að náttúran okkar er auðlind og þekking á henni er grunnurinn að okkar auðlindanýtingu, hvort sem hún á sér stað í landbúnaði, sjávarútvegi, orkuvinnslu eða ferðaþjónustu. Þekking okkar á náttúrunni er stærsta forsendan til að átta sig á mikilvægi þess að varðveita náttúruna. Varðveita þessa auðlind með sjálfbærni í huga.<br /> <br /> Ég veit að þið eruð vel meðvituð um þetta, en mér finnst mikilvægt að það komi fram hér að ég er það líka, og að ég met ykkar starf við að viðhalda og bæta í þekkingarbrunn okkar um náttúruauðlindir landsins mikils.<br /> <br /> Hér framundan er áhugaverður fundur,<br /> <br /> í dag er kynnt skýrsla um ástand fuglastofna og dreifingu fugla og helstu fuglasvæða landsins.<br /> <br /> Þessi skýrsla er annað "þrekvirkið", ef svo má að orði komast, sem stofnunin lýkur við á þessum fyrstu fimm mánuðum ársins.<br /> <br /> Hún er hluti af verkefninu Natura Ísland, og er kærkomin viðbót við nýlega útgefna skýrslu um greiningu vistgerða á Íslandi og skýrsluna um vistgerðir á hálendi Íslands.<br /> <br /> Ég óska ykkur innilega til hamingju með þennan góða árangur.<br /> <br /> Það má vissulega segja að við séum á ákveðnum tímamótum hvað varðar vitneskju um náttúru landsins, vinnu við verndun hennar og varðveislu líffræðilegrar fjölbreytni. Nú höfum við í fyrsta skipti í sögunni aðgang að skipulagðri framsetningu á gögnum um náttúru landsins til þess að meta ástand náttúrunnar á heildstæðan hátt.<br /> <br /> Og í þeirri vitundarvakningu sem ég held að við öll finnum fyrir varðandi umgengni um náttúru landsins, og almennt í umhverfismálum, er ómetanlegt að búa yfir þessum gögnum.<br /> <br /> Því tengt, þá hafa nýju náttúruverndarlögin verið töluvert til umræðu. Þau setja Náttúrufræðistofnun Íslands fjölmörg ný verkefni á herðar, einkum með nýjum áherslum sem felast í 2. og 3. grein laganna. Umræddar áherslur snúast um verndarmarkmið fyrir vistgerðir, vistkerfi og tegundir til verndar líffræðilegri fjölbreytni. Einnig um verndarmarkmið fyrir jarðminjar, vatnasvæði, landslag og víðerni.<br /> <br /> Vinna við gerð fimm ára framkvæmdaáætlunar náttúruminjaskrár er nýlega hafin en í samræmi við lögin á umhverfis- og auðlindaráðherra að leggja fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um framkvæmdahluta skrárinnar á þessu ári.<br /> <br /> Til þess að það megi takast þurfum við að halda vel á spöðunum, meðal annars vegna þess að þegar tillögurnar liggja fyrir tekur við a.m.k. átta vikna kynningar og umsagnarferli sem Umhverfisstofnun annast áður en hægt verður að leggja málið fram á Alþingi. Það er því ljóst að tillögurnar þurfa að liggja fyrir í ágúst til þess að þetta gangi upp.<br /> <br /> Við undirbúning og vinnslu fyrstu framkvæmdaáætlunarinnar legg ég áherslu á að reynt verði eftir fremsta megni að ná inn svæðum og tegundum í samræmi við áherslur náttúruverndarlaganna sbr. 2. og 3. grein laganna sem ég nefndi hér áðan.<br /> <br /> Að mínu mati er mikilvægt í þessu tilliti að það komi skýrt fram í þessari vinnu framundan að náttúruverndarlögin taka til allrar efnahagslögsögu Íslands og, að auk vistgerða á landi og fuglasvæða, verði litið til vistgerða í fjöru og ferskvatni svo og mikilvægra strand- og hafsvæða.<br /> <br /> Góðir gestir,<br /> <br /> Nýju náttúruverndarlögin mörkuðu tímamót fyrir náttúruvernd hérlendis. Sem betur fer er athygli okkar og fjölmargra annarra þjóða farin að beinast í æ ríkari mæli að mikilvægi umhverfis- og náttúruverndar. Enda veitir ekki af; það er ekki eins og við höfum gengið um náttúruna í gegnum árin af þeirri virðingu sem þarf. Loftslagsbreytingar af mannavöldum eru eitt skýrasta dæmið um það.<br /> <br /> Við, eins og aðrar þjóðir heimsins munum sýna ábyrgð í verki og stefnum á að draga stórlega úr losun gróðurhúsalofttegunda til 2030 í samræmi við skuldbindingar okkar í Parísarsamningnum. Svo það sé einnig sagt þá munum við líka leggja mikla áherslu á að binda kolefni í jarðvegi og gróðri, burtséð frá því hvort við fáum að telja þær bindieiningar með í kolefnisbókhaldi okkar. Þær aðgerðir munu alltaf koma andrúmsloftinu og vistkerfinu öllu til góða.<br /> <br /> Vinna við gerð aðgerðaáætlunar til 2030 er komin af stað. Áætlunin verður unnin í víðtæku samráði og ég vona að sem flestir leggi þeirri vinnu lið. Í lok þessa árs stefnum við svo á að hafa í höndunum áætlun með tímasettum og mælanlegum markmiðum fyrir þær loftsaðgerðir sem við ætlum að ráðast í. Þetta er bratt, ég veit það, en ég veit líka að þetta er allt hægt – með góðu skipulagi og samstöðu.<br /> <br /> Í stjórnkerfinu er einnig verið að vinna sérstaklega með heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Í þeirri vinnu er meðal annars fjallað um verndun líffræðilegrar fjölbreytni og sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda. Þar er stefnt á að setja mælikvarða á öll undirmarkmið heimsmarkmiðanna sem eiga við hérlendis og nýta þau til að meta hvort við séum að ná settum áföngum.<br /> <br /> Í því samhengi má benda á að umfjöllun um tillögur rammaáætlunar er í gangi og undirbúningur að hefjast fyrir fjórða áfanga rammaáætlunar. Ég hef sagt að það liggi á að vernda meira og þar komum við aftur að mikilvægi þess fyrir vinnu rammaáætlunar, að til séu góð gögn sem draga fram mikilvægi þess að varðveita þessa auðlind okkar, náttúru landsins.<br /> <br /> Loks má nefna að unnið er að því að finna leiðir til þess að afmarka mikilvæg svæði í hafinu umhverfis landið sem ástæða væri til þess að friða vegna lífríkisins og líffræðilegrar fjölbreytni.<br /> <br /> Í allri vinnu sem tengist vernd og nýtingu náttúruauðlinda þarf að gæta þess að markmið stangist ekki á við hvort annað. Um leið og ein ákvörðun er tekin verður að taka tillit til annarra skuldbindinga og haga vinnu, stefnumótun og aðgerðum þannig að við njótum samlegðaráhrifa og uppfyllum þannig skuldbindingar þeirra alþjóðasamninga tengdri umhverfis- og náttúruvernd sem við höfum skrifað upp á.<br /> <br /> Ég legg þannig mikla áherslu á að öll landnýting og landbætur taki mið af náttúruvernd og vernd líffræðilegs fjölbreytileika. Það er alveg skýrt í mínum huga að þessi viðmið eiga líka að vera höfð í forgrunni við allar loftlagsaðgerðir sem tengjast kolefnisbindingu í jarðvegi og gróðri. Fyrst horfum við til heildarmyndarinnar, svo metum við kolefnisbindinguna sérstaklega – ekki á hinn veginn.<br /> <br /> Talandi um náttúruvernd. Það þarf engum að dyljast að ríkisstjórnin hefur lagt áherslu á að miðhálendið verði verndað og þar hef ég talað fyrir miðhálendisþjóðgarði. Í ráðuneytinu hefur verið settur aukinn kraftur í þá vinnu svo hægt séð að kanna og fara yfir þá kosti sem í því felast. Hérna má aftur benda á mikilvægi þeirrar vinnu sem Náttúrufræðistofnun sér um og þá er ég að vísa í vinnu við gerð náttúruminjaskrár. En þar er meðal annars unnið að framkvæmdaáætlun til næstu fimm ára, að þær náttúruminjar sem Alþingi hefur ályktað að setja í forgang um friðlýsingu eða friðun á næstu fimm árum og einnig er unnið að skrá yfir aðrar náttúruminjar sem ástæða þykir til að friðlýsa eða friða. Þessi vinna mun nýtast vel í því verkefni að auka vernd miðhálendisins.<br /> <br /> Kæru gestir,<br /> <br /> Að lokum vil ég minnast á og beina orðum mínum til forstöðumanna og starfsmanna stofnana ráðuneytisins. Það hefur borið á því að stofnanir eru ekki sammála um stöðu umhverfismála og hvernig heppilegast sé að bæta úr þeim málum sem afvega hafa farið. Í þeirri umræðu kemur oft fram að samstarf eða samtal milli stofnana er ábótavant og jafnvel að fólk kjósi frekar að tjá sig í fjölmiðlum en að tala saman og reyna að finna samstarfsgrundvöll eða sameiginlega lausn á þessum málum.<br /> <br /> Ég er ekki að segja að málefnalegur ágreiningur geti ekki verið milli stofnana en ég vil hvetja starfsmenn stofnana ráðuneytisins til þess að vinna saman að þeim málefnum sem okkur hafa verið falin og leita allra ráða til þess að vinna saman að lausn þeirra. Í fjármálaáætluninni til næstu fimm ára er sett fram heildstæð og skýr sýn fyrir málefnasviðið umhverfismál og alla málaflokka þess. Svona heildstæð stefnumörkun fyrir alla málaflokka umhverfis- og auðlindaráðuneytisins boðar ný og markvissari vinnubrögð af hálfu ráðuneytisins og á að auðvelda okkur öllum, þ.e. ráðherra, ráðuneytinu og stofnunum þess að stilla saman strengi út frá langtímasýn málaflokkanna og megináherslum sem settar eru fram í áætluninni.<br /> <br /> Ég treysti því á að stofnanir UAR sem hafa með náttúruverndarmál að gera seti sér samþætta stefnu til næstu ára, í takt við aðferðafræði og megináherslur ráðuneytisins og í góðri samvinnu við hlutaðeigandi starfsmenn þess. Þannig hefur það líklega verið hingað til en ég vil engu að síður nefna þetta sérstaklega því mér finnst þetta eitt af lykilatriðum til hámarksárangurs, við erum jú öll í sama teyminu.<br /> <br /> Takk fyrir.

2017-05-24 15:29:2424. maí 2017Ávarp umhverfis- og auðlindaráðherra á ráðstefnunni "Úrgangur í dag - auðlind á morgun"

Kæru gestir,<br /> <br /> Þessi ráðstefna er lokaliður í formennskuáætlun Íslands í Norrænu ráðherranefndinni um Norræna lífhagkerfið (NordBio). Markmið áætluninnar var að gera Norðurlöndin leiðandi í sjálfbærri framleiðslu og nýtingu lífauðlinda í því skyni að draga úr sóun og efla nýsköpun, grænt atvinnulíf og byggðaþróun.<br /> <br /> Og þá spyr ég – lífhagkerfi – hvað í ósköpunum er það eiginlega? Svo ég svari nú sjálfri mér þá er það hagkerfi sem byggir á nýtingu lifandi auðlinda á landi og í sjó, þar sem leitast er við að hámarka ávinning nýtingarinnar án þess að ganga á auðlindirnar.<br /> <br /> Í tengslum við yfirstandandi gerð aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum verður okkur líka tíðrætt um lágkolefnishagkerfi. Og hvað er það þá? Jú, eins og nafnið ber með sér er það hagkerfi þar sem losun gróðurhúsa-lofttegunda af mannavöldum frá öllum ferlum samfélagsins er haldið í lágmarki<br /> <br /> Eiga þá lágkolefnis- og lífhagkerfi eitthvað sameiginlegt? Jú, þau eru bæði hluti af stærri heild; svokölluðu hringrásarhagkerfi. Megináhersla þess er að lágmarka auðlindasóun og fullnýta allar afurðir í stað þess að endalaust henda og urða. Enda er lítið sem ekkert af því sem við hendum raunverulegur úrgangur heldur auðlindir sem við meðhöndlum á rangan og ósjálfbæran hátt.<br /> <br /> Samkvæmt skilgreiningu á heimasíðu Umhverfisstofnunar er úrgangur reyndar bara afgangshráefni, eitthvað sem við getum ekki eða teljum okkur ekki geta nýtt, eða sem við kjósum að nota ekki.<br /> <br /> Í því samhengi er það verulega umhugsunarvert að Íslendingar urða árlega 176 þúsund tonn af úrgangi – afgangshráefni sem við teljum okkur ekki hafa nein not fyrir. Þar af eru um 97 þúsund tonn af lífrænum uppruna. Þó Reykjavíkurborg og eflaust mörg fleiri sveitarfélög hafi sett sér markmið um að hætta allri urðun lífræns úrgangs fyrir árið 2020 þá er þetta staðan í dag.<br /> <br /> Ef þessi næstum 100 þúsund tonn af lífbrjótanlegu efni væru meðhöndluð á annan hátt væru þau ekki lengur skilgreind sem úrgangur heldur sem verðmætaskapandi auðlind. Er þá ekki rétt að spyrja – hvernig í ósköpunum stendur á því að við erum enn, árið 2017, að urða verðmætt lífrænt hráefni í stað þess að fullnýta það? Um 10% af lífbrjótanlega efninu sem við urðum árlega er slátur- og fiskúrgangur en um 50% eru matvæli.<br /> <br /> Hugsið ykkur – um helmingur þessa lífræna úrgangs sem urðaður er árlega eru matvæli sem við hendum, ýmist vegna þess að við kaupum of mikið inn, eldum of stóra skammta eða vegna þess að matvöruverslanir henda vöru sem er komin fram á síðasta söludag en er samt enn í góðu lagi – hvaða rugl er það?<br /> <br /> Það bætir svo ekki úr skák að með því að urða allt þetta lífbrjótanlega efni aukum við á losun gróðurhúsalofttegunda. Í dag kemur um 8% af losun frá Íslandi frá meðhöndlun úrgangs. Þessu þurfum við að breyta og það hratt.<br /> <br /> Þó matarsóunin sé enn alltof mikil þá hefur síðustu misserin, heilmikið unnist á þeim vettvangi, til dæmis í gegnum fræðsluverkefni á vegum samtakanna Vakandi, Landverndar og kvenfélagasambands Íslands.<br /> <br /> Þannig eru æ fleiri matvöruverslanir farnar að bjóða okkur neytendum upp á að kaupa, á lækkuðu verði, vörur sem eru að komast á síðasta söludag eða grænmeti og ávexti sem farið er að sjá á, í stað þess að henda þessu beint í gáminn.<br /> <br /> Ég býst við að flestir hér inni þekki líka vefinn: matarsoun.is. Það er frábær vefur sem þarf að gera enn sýnilegri neytendum, við erum nefnilega svo fljót að gleyma! Minni matarsóun þarf að verða inngreypt í kauphegðun okkar, ekki bara átak sem við tökum þátt í um stund, rétt áður en við leggjum af stað í næsta verslunarleiðangur.<br /> <br /> Endurvinnsla og endurnýting þarf líka að verða hluti af menningu okkar – það er töff að sóa minna. Það er töff að safna afgangsolíu úr eldhúsinu og skila henni inn til endurvinnslu þar sem hún er endurnýtt sem íblöndun í eldsneyti. Það er töff að fara með margnota bollann sinn á kaffihúsið eða Boostbarinn. Það er yfirhöfuð töff að vera meðvitaður neytandi.<br /> <br /> Kæru gestir,<br /> <br /> Þrátt fyrir að við getum gert miklu betur þá má ekki gera lítið úr því sem þegar hefur verið gert vel. Síðustu árin höfum við nefnilega bætt verulega hlutfallslega nýtingu á lífrænum aukaafurðum. Sem dæmi má nefna að við höfum nú þegar náð miklum árangri í nýtingu fiskafurða sem áður var hent án umhugsunar.<br /> <br /> Verðmætasköpun þessara afurða er í flestum tilfellum mjög mikil. Í nokkrum tilfellum er meira að segja hægt að velta því upp hvort sumar þessara svokölluðu aukaafurða eins og til að mynda ensím og kollagen úr fiskroði séu farnar að skila meiri framlegð en aðalafurðin? Þetta er verulega jákvæð þróun og ekkert sem kemur í veg fyrir að við yfirfærum það sem við höfum lært varðandi nýtingu lífrænna aukaafurða í sjávarútvegi yfir á aðra geira og reynum að gera enn betur.<br /> <br /> Landbúnaðurinn er komin af stað í þessa átt og ég þykist þess viss að þróunin í nýtingu lífrænna aukaafurða í þeim geira verður ekki síður spennandi en hún er í sjávarútvegnum.<br /> <br /> Það er nokkuð ljóst að það þarf að ýta lengur og meira undir þessa þróun til að festa hana betur í sessi. Stjórnvöld verða að hlúa áfram að nýsköpun og sprotafyrirtækjum sem verða til á þessum vettvangi. Það er líka nauðsynlegt að efla umræðuna um bætta nýtingu á afurðum lífauðlinda og gera umræðuna almennari og aðgengilegri. Minni sóun og bætt auðlindanýting af öllu tagi á auðvitað að vera grunnstefið – og þangað þurfum við að koma umræðunni – og hegðun okkar í kjölfarið.<br /> <br /> Við þurfum að auka samtal og efla samstarf á milli þeirra sem aukaafurðirnar verða til hjá og þeirra sem gætu hugsanlega nýtt sér þær. Við þurfum líka að virkja frumkvöðla og gera þeim auðveldara fyrir að koma hugmyndum sínum í framkvæmd.<br /> <br /> Kæru gestir,<br /> <br /> Það liggja ófá tækifæri til nýsköpunar í bættri nýtingu á lífrænum aukaafurðum eins og við munum heyra um og sjá á þessari ráðstefnu. Við höfum aðgang að fjölmörgum og verðmætum lífauðlindum. Þar má nefna fiskistofna í hafi og ferskvatni, fjölbreytta þörungaflóru, búfénað, plöntur og annar gróður.<br /> <br /> Sumar þessara auðlinda höfum við ekki enn þekkingu til að nýta eða nýtum að litlu leyti. Við nýtum hráefni frá mörgum þeirra að einhverju eða talsverðu leyti en það eru ekki mörg dæmi þess að við fullnýtum hráefnið sem við tökum til afnota – enda myndum við þá heldur ekki vera að urða 97 þúsund tonn af afurðum lífauðlinda árlega.<br /> <br /> Þessi sóun getur ekki viðgengist lengur. Við þurfum að temja okkur að fullnýta allt lífrænt hráefni sem við fáum frá lífauðlindunum. Það er hreinlega órökrétt að gera það ekki, bæði af umhverfislegum en ekki síður efnahagslegum ástæðum.<br /> <br /> Við þurfum að koma hagkerfi okkar úr línulegu hugsuninni þar sem allt byggist á neyslu og meiri sóun yfir í hringlaga hugsun þar sem allt byggist á nýtni og minni sóun. Það er framtíðin en ætti líka að vera nútíðin.<br /> <br /> Ég vil sjá urðun lífrænna hráefna heyra sögunni til sem fyrst og mun beita mér fyrir að það verði að veruleika á næstu árum. Öll dæmin um bætta nýtingu lífrænna aukaafurða sem eru kynnt til sögunnar hér á eftir sýna hvað hægt er að gera þegar þekking, áræðni og framsýni leiða þróun og nýsköpun. Þangað eigum við að beina kröftum og fjármagni, ekki í urðun.<br /> <br /> Takk fyrir.

2017-05-24 14:46:2424. maí 2017Ávarp heilbrigðisráðherra á 70. þingi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar

<span></span> <h2 id="ART:Subtitle" prompt="Subtitle" collection="Article" maxlength="255">Building Better Systems for Health in the Age of Sustainable Development</h2> <span> <div id="ART:Article" prompt="Article" collection="Article" entrytype="html"> <p><strong>Statement by H.E. Mr. Óttarr Proppé Minister of Health<br /> 70<span>th</span>&nbsp;World Health Assembly&nbsp;<br /> May 2017</strong></p> <p><em><strong>Theme of discussion: "Building Better Systems for Health in the Age of Sustainable Development“</strong></em></p> <p>Mr. President, Director-General, Excellencies, Ladies and Gentlemen.</p> <p>I am honored to participate in this assembly for the first time as minister of health in Iceland.</p> <p>Since I took office, four months ago, I have realized the importance of WHO and its guidance for health and well-being in countries.</p> <p>The 2030 Agenda for Sustainable Development is a very ambitious one. We see the Agenda as supportive of the “Whole-of-Government” and the “Whole-of-Society” approach in promoting and protecting health, - as the agenda emphasizes engagement and cooperation of governance in all policy arenas and all sectors.</p> <p>Mr. President.</p> <p>The Agenda for Sustainable Development gives us therefore an incentive and an opportunity to build better systems for health and well-being.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Mr. President.</p> <p>The mission statement of the new government in Iceland emphasizes the need of health care strategy with focus on equal access, efficient and safe health care delivery and a vision of “Health in All Policies”.</p> <p>For this purpose the role and responsibility of different health care providers will be better defined and the collaboration between parties will be evaluated and refined.</p> <p>In Iceland we have, during the last years, emphasized on improving our primary health care system.</p> <p>A new quality and payment system is being introduced and is expected to improve quality as well as access to primary care as the first contact point into the health care system.</p> <p>To further improve service quality, multidisciplinary team work, of the Primary Health Care Centers, will be strengthened by larger numbers of psychologists, physiotherapists, nutritionist and other professionals to better meet the needs of the individuals, for example, in relation to mental and lifestyle challenges.</p> <p>In Iceland, as in other countries, special focus on mental health and the elderly is important at all levels. This is important, in particular, at the primary level where prevention plays a crucial role as well as the support of self-care and independent living.</p> <p>Furthermore, increased emphasis is on e-health to enhance both access to care and the quality of care provided. Here, the focus is on strengthening e-health in district areas and on supporting mental health care services by using e-health.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Mr. President.</p> <p>In Iceland we strive to promote and create healthy environments to facilitate healthier choices for example through “Health Promoting Community” projects that promote health throughout the lifecycle in cooperation with various partners within municipalities. “Health and well-being” is also one of six fundamental pillars of education in Iceland on which the curriculum guidelines are based.</p> <p>Mr. President.</p> <p>The importance of reducing inequalities within and among countries has been explicitly recognized as a Goal in the Sustainable Development Agenda. In Iceland we launched last year Public health indicators for every health district in Iceland with the aim to contribute to societal development that promotes public health and reduces inequalities in health.</p> <p>Iceland is also committed and continues to promote gender equality and inclusive societies when realizing the 2030 Agenda for Sustainable Development.</p> <p>Mr. President.</p> <p>I want to conclude by thanking Dr. Chan for her leadership and dedication to the WHO and congratulate</p> <p>Dr. Tedros Adhanom Ghebreyesus on his election as the new Director General.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Thank you for your attention!</p> </div> </span>

2017-05-24 10:51:2424. maí 2017Ávarp fjármála- og efnahagsráðherra á vorráðstefnu Fjársýslu ríkisins

Ávarp fjármála- og efnahagsráðherra 24. maí 2017 á Vorráðstefnu Fjársýslu ríkisins – Hilton Reykjavík Nordica<br /> <br /> Ágætu fundarmenn!<br /> <br /> Ég þakka kærlega fyrir það tækifæri að fá að koma hingað á ráðstefnu Fjársýslu ríkisins um innleiðingu laga um opinber fjármál og áhrif þeirra á reikningshald ríkisstofnana. Áhrif þeirra breytinga sem felast í nýjum lögum um opinber fjármál teygja anga sína víða, sem endurspeglast m.a. á dagskránni hér í dag.<br /> <br /> Með innleiðingu á lögum um opinber fjármál er lögð sérstök áhersla á langtímahugsun, stöðugleika, aga við framkvæmd fjárlaga og bætt reikningsskil. Fjársýsla ríkisins er lykilaðili í að vel takist til og ég legg mikla áherslu á að þessum atriðum verði fylgt eftir.<br /> <br /> Með lögum um opinber fjármál innleiðum við IPSAS, alþjóðlega reikningsskilastaða fyrir opinbera aðila. Ávinningurinn af því að taka upp alþjóðlegan opinberan reikningsskilastaðal fyrir ríkissjóð í heild felst einkunn í því að þar með falla reikningsskilin að viðurkenndum skilgreiningum sem uppfylla alþjóðakröfur sem almenningur og fagaðilar geta treyst. Það ætti að gera ríkissjóði auðveldara að afla sér lánsfjár á alþjóðlegum fjármálamörkuðum.<br /> <br /> Lög um opinber fjármál tilgreina breytingar um reikningsskil og utanumhald um eignir ríkisins. Varanlega rekstrarfjármuni skal eignfæra og afskrifa á löngum tíma, en ekki gjaldfæra strax eins og verið hefur. Þetta þýðir að efnahagsreikningur ríkissjóðs, sem hingað til hefur aðeins sýnt peningalegar eignir og skuldbindingar, mun frá og með næsta ári sýna einnig fasteignir. Þá mun ríkið nánast eignafæra allt nema norðurljósin!; náttúruauðlindir, þjóðgarða, hálendið, listverk og fornmuni. Á næstu árum verða fasteignir og jarðir, skip og flugvélar og vegakerfið eignfærð.<br /> <br /> Unnið er að uppsetningu á miðlægðri eignaumsýslu allra fasteigna ríkisins. Í framhaldinu verður tekinn upp markaðasleiga og tilgangurinn er að sýna raunkostnað rekstrareininga og gera kostnaðarfærslu af húsnæði gegnsærri.<br /> <br /> Miklu skiptir að upplýsingar um rekstur ríkisins séu skýrar og aðgengilegar. Að undanförnu hefur ráðuneytið unnið að birtingu reikninga og fylgiskjala úr bókhaldi ráðuneyta og ríkisstofnana á netinu. Slík birting er bæði sjálfsögð upplýsingadreifing og jafnframt veitir hún eðlilegt aðhald.<br /> <br /> Jafnframt leggi ég mikla áherslu á birtingu tölulegra gagna sem endurspegla starfsemina og sýna fram á árangur við að ná skilgreindum markmiðum. Ég hlakka til að sjá þessa mikilvægu viðbót við upplýsingaflæði frá ríkinu verða að veruleika og vona að það ferli gangi vel fyrir sig með á milli Fjársýslunnar og stofnana.<br /> <br /> Nú stendur yfir útboð á áætlanakerfi fyrir ríkisaðila. Tilboð verða opnuð í dag 24. maí og er stefnt að því að innleiðing hefjist í september. Um 20% stofnana munu vinna sína rekstraráætlun í nýju kerfi í haust og munu aðrir koma inn í kerfið ári seinna. Tilgangur með innleiðingu áætlanakerfis er fyrst og fremst að auka gagnsæi, skilvirkni, yfirsýn og bætt vinnubrögð. Einnig er markmið með innleiðingu kerfisins að samræma verklag og efla eftirlit með allri áætlanagerð.<br /> <br /> Ríkisreksturinn er umfangsmikill og viðfangsefnin breytileg.<br /> <br /> Starfsemi ríkisins hefur margvíslega styrkleika, er sveigjanleg, býr yfir miklum mannauði og veitir samfélaginu góða og mikilvæga þjónustu. Þrátt fyrir styrkleika opinberrar þjónustu stendur Ísland frammi fyrir fjölmörgum áskorunum. Samfélagsbreytingar og staða efnahagsmála kalla á aukna hagkvæmni í rekstri ríkisins.<br /> <br /> Krafa er um aukið fjármagn í þjónustukerfi ríkisins en minni áhersla hefur verið lögð á að nýta betur fjármagnið sem nú þegar er til. Auknir fjármunir skila ekki sjálfkrafa auknum árangri ef markmið eru óljós og ekki er samhliða unnið að umbótum. Það verða líka ekki alltaf til meiri peningar hjá því opinbera.<br /> <br /> Fjölmörg tækifæri eru til þess að auka árangur í rekstri stofnana. Fjöldi og stærð stofnana gerir það að verkum að þær eru oft vanbúnar til að takast á við margvíslegar kröfur og sinna oft verkefnum sem liggja utan kjarnastarfsemi þeirra. Þá eru innviðir rekstrar- og upplýsingatæknimála oft á tíðum veikir og tækifæri til samreksturs ekki nýtt í nægjanlegum mæli.<br /> <br /> Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur lagt grunn að fjórum verkefnum sem öll miða að betri ríkisrekstri. Verkefnin snúa að átaki til að (a) bæta rekstur og þjónustu stofnana, (b) nýta upplýsingatækni með hagkvæmari hættir, (c) greina framleiðni í rekstri hins opinberra og (d) umbótum á þjónustu- og stjórnsýslukerfum til að auka skilvirkni og stjórnun opinberrar þjónustu.<br /> <br /> Til þess að bæta rekstur og þjónustu stofnana hefur verið ákveðið að setja upp teymi til að aðstoða stofnanir við að auka skilvirkni í starfsemi sinni. Heildstæð greining verður gerð á fjármálum, ferlum, þjónustu og mannauði stofnanna og tækifæri til úrbóta greind.<br /> <br /> Niðurstöður greininga og tillögur verða kynntar fagráðuneytum og stofnunum og í framhaldi tekin sameiginleg ákvörðun um næstu skref.<br /> <br /> Valdar verða stofnanir til þátttöku í verkefninu sem talið er að geti náð fram töluverðum ávinningi af bættum rekstri, m.a. auknu svigrúmi til að leggja meiri áherslu á kjarnaverkefni sín.<br /> <br /> En ávinningur af vinnu teymisins er ekki aðeins fyrir þær stofnanir sem taka þátt í verkefninu heldur mun vinnan skila af sér ýmsum yfirlitum, lykiltölum og viðmiðum sem mun gagnast öðrum stofnunum meðal annars við áætlanagerð og skipulagningu.<br /> <br /> Auk þess verður til verkfærakista með hugmyndum sem stofnanir geta nýtt til endurskipulagningar á sinni starfsemi.<br /> <br /> Upplýsingatækni er mikilvægt verkfæri til að auka skilvirkni í opinberri stjórnsýslu auk þess að auka gagnsæi og bæta þjónustu til almennings. Til að ná fram ávinningi af notkun upplýsingatækni er mikilvægt að tryggja samhæfða stefnumótun, heildstætt skipulag og samvirkni upplýsingakerfa.<br /> <br /> Fjármála- og efnahagsráðu­neytið hefur að undanförnu unnið að greiningu á nýtingu upplýsingatækni og fyrir­komu­lagi á rekstri. Þessi greining leiðir í ljós að ná má fram allt að tveggja mia.kr. sparnaði með markvissum aðgerðum. Ákveðið hefur verið að vinna að framgangi þessara aðgerða með sambærilegum hætti og í samstarfið við fyrrgreint rekstrarteymi.<br /> <br /> Þannig er verið að setja á laggirnar teymi sem mun vinna að framgangi verkefna er snúa að auknum samrekstri upplýsingakerfa t.d. með samnýtingu stofnana á vélbúnaði og tölvuskýjum. Jafnframt mun teymið vinna að verkefnum sem miða að aukinni nýtingu upplýsingatækni og bættu aðgengi að öruggri opinberri þjónustu með frekari samvirkni upplýsingakerfa sem m.a. hefur í för með sér að notendur þurfa ekki að veita sömu upplýsingar oftar en einu sinni til opinberra stofnana.<br /> <br /> Góðir fundarmenn!<br /> <br /> Fjársýsla ríkisins er lykilaðili í að vel takist til við innleiðingu á LOF og ég legg mikla áherslu á að anda laganna verði fylgt eftir.<br /> <br /> Ráðuneytið hefur einnig lagt grunn að fjórum verkefnum sem öll miða að betri ríkisrekstri, einnig hefur verið ákveðið aðstoða stofnanir við að auka skilvirkni í starfsemi sinni, að lokum er vinna í ráðuneytinu sem snýr að greiningu á nýtingu upplýsingatækni og fyrirkomulagi á rekstri.<br /> <br /> Trú mín er sú að með þessari aðgerð getum við náð fram miklum sparnaði sem er auðvitað ánægjuefni. Ég legg samt áherslu á að sparnaður er ekki aðalatriðið, þó að ég slái ekki hendinni á móti honum, heldur að við nýtum fjármagn sem allra best. Það er nefnilega sameiginlegt hlutverk okkar vinna þau verkefni sem okkur eru falin af almenningi eins vel og takmarkað fjármagn leyfir okkur.

2017-05-24 10:28:2424. maí 2017Ræða Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur á ársfundi Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins 24. maí 2017

<p>Ágætu fundarmenn&nbsp;</p> <p>Nýsköpunarsjóður stendur nú á vissum tímamótum, sem mótast af því að á nærri tuttugu ára starfstíma sjóðsins hefur umhverfi framtaksfárfestinga þróast miki. Með tilkomu nýrra fjárfestingafélaga og samlagssjóða er framboðið allt annað og meira en áður var.</p> <p>Frá því að Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins tók til starfa í janúar 1998 hefur hann gegnt veigamiklu hlutverki í fjármögnun sprota- og nýsköpunarfyrirtækja. Hann hefur oft verið fyrstur fjárfesta til að kaupa hluti í ungum og efnilegum sprotafyrirtækjum og þannig brúað það bil sem oft hefur skapast frá því að stuðningi samkeppnissjóða lýkur og þar til almennir fjárfestar eru tilbúnir að koma að fjármögnun.</p> <p>Þannig hefur sjóðurinn einatt reynt að bregðast við alvarlegum markaðsbresti í fjármögnun nýsköpunar, en verulegur skortur hefur lengst af verið á framboði fjármagns til fjárfestinga í sprotafyrirtækjum. Sjóðurinn hefur því gegnt lykilhlutverki við að umbreyta vísindalegum rannsóknum, hverskonar tæknilegum lausnum og annarri nýrri þekkingu í arðvænleg fyrirtæki.&nbsp;</p> <p>Þetta hlutverk sjóðsins er ein helsta forsenda tilvistar hans. Því hlutverki hefur auðvitað fylgt talsverð áhætta með eðlilegum afleiðingum á báða vegu. Þegar Nýsköpunarsjóður hóf göngu sína var til dæmis mikill uppgangur fyrirtækja í upplýsingatækni og því eðlilegt að veita þeim brautargengi með framtaksfé. Það var þó skammgóður vermir því þegar internet-bólan sprakk um mitt ár 2000 varð sjóðurinn fyrir þungum búsifjum eins og aðrir framtakssjóðir sem þá voru starfandi. Með viðbótarframlagi náðist þó að rétta sjóðinn við og hefur hann síðan verið viss kjölfesta í nýsköpunarstefnu stjórnvalda. Einna gleggst sýndi hann mikilvægi sitt á árunum í kjölfar hrunsins 2008, þegar hann var oft eini virki nýfjárfestirinn í sprotafyrirtækjum.</p> <p>Nýsköpunarsjóður er hluti af stærri heild, en hann er veigamikill þáttur í stuðningskerfi atvinnulífsins. Hann er hluti af heildstæðri keðju sem einnig tengist til dæmis starfsemi Tækniþróunarsjóðs, skattaafslætti vegna rannsókna og þróunar, og starfsemi Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, svo að nokkur dæmi séu nefnd. Allir þessir hlekkir í keðjunni hafa tekið mið af heildstæðri stefnumótun ráðuneytisins, Vísinda- og tækniráðs og einnig áherslum atvinnulífsins um nýsköpun og atvinnuþróun. Grunnstefið hefur verið að samfella sé á milli Nýsköpunarsjóðs og annarra stuðnings- og fjármögnunaraðila. Þannig hefur Nýsköpunarsjóður reynt að tryggja samfellu við starfsemi Tækniþróunarsjóðs, sem veitir styrki til þróunar nýsköpunarverkefna, og unnið með öðrum framtaksfjárfestum, til dæmis um einstakar fjárfestingar og rekstur samlagssjóða.</p> <p>Þátttaka lífeyrissjóða, aukinn áhugi einkafjárfesta og meiri gagnkvæm þekking frumkvöðla og fjárfesta hin síðari ár hefur gjörbreytt umhverfinu. Árangur kröftugra sprotafyrirtækja hefur aukist til samræmis. Þegar litið er um öxl sést glögglega að árangur Nýsköpunarsjóðs er mjög góður. Sjóðurinn hefur fjárfest í yfir 150 fyrirtækjum og eigið fé hans er yfir 5 milljarðar króna. Í eignasafninu eru 31 fyrirtæki og þrír sjóðir.</p> <p>Ég nefndi hér að framan að Nýsköpunarsjóður stæði nú á vissum tímamótum. Frábær árangur leynir sér ekki en fram hjá því verður ekki litið að útganga – það er að segja: sala eigna sjóðsins – hefur gengið hægt. Þetta hefur leitt til þess að nýfjárfestingar hafa verið litlar og markmiðum með rekstri sjóðsins hefur ekki verið náð að öllu leyti á síðustu misserum.</p> <p>Framtíðarfyrirkomulag Nýsköpunarsjóðs hefur því verið til athugunar frá síðastliðnu hausti í samvinnu við stjórn og starfsmenn sjóðsins. Aðdragandinn er þó lengri því frá árinu 2012 hefur stjórn og stjórnendum sjóðsins verið ljóst að breytinga væri þörf, þar sem fjármunir sjóðsins dygðu tæplega til að tryggja áframhaldandi fjárfestingar í nýsköpunarfyrirtækjum eins og þörf var fyrir. Þrátt fyrir að Nýsköpunarsjóður eigi að vera sívirkur eða sígrænn fjárfestingasjóður hefur sala á eignarhlutum sjóðsins ekki dugað til að tryggja áframhaldandi hringrás nýfjárfestinga.</p> <p>Með aðkomu ráðuneytisins varð úr að ráðgjafafyrirtækið Strategía var fengið til að meta þá kosti sem helst kæmu til greina varðandi framtíðarfyrirkomulag sjóðsins. Í greinargerð Strategíu kemur fram að almennt eru þeir sem spurðir voru sammála um að viðhalda og efla umhverfi sem styður við frumstig nýsköpunar og getur tryggt áframhaldandi hagvöxt. Umhverfi nýsköpunar hefur þó breyst mikið frá stofnun sjóðsins eins og ég vék stuttlega að áðan. Breytingin felst einkum í því að samkeppnissjóðir, eins og Tækniþróunarsjóður og Rannsóknasjóður, sem veita styrki til rannsókna og nýsköpunar, hafa vaxið, og einnig hafa nýir framtaksfjárfestar komið til sögunnar, sem í sjálfu sér gefur tækifæri til breytinga.</p> <p>Lagaumhverfi sjóðsins er það rúmt að innan þess má innleiða ýmsar breytingar. Sjóðnum er til dæmis heimilt að taka þátt í samlagssjóðum og samlagshlutafélögum sem stunda fjárfestingar í sprota- og nýsköpunar-fyrirtækjum, enda sé sá eignarhlutur minni en 50%.</p> <p>Þótt einhverjar breytingar yrðu á vörslu og rekstri eignasafns Nýsköpunarsjóðs er í mínum huga ljóst að standa þarf vörð um upprunalegt og núverandi hlutverk hans, þar sem áherslan er á frumstig fjárfestinga í sprotafyrirtækjum. Tilvist Nýsköpunarsjóðs hverfist um þessa grunnástæðu, vegna þess að almennir fjárfestar hafa fram til þessa verið tregir til að leggja fjármagn í ný sprotafyrirtæki sem ekki hafa náð traustri rekstrarlegri fótfestu með sölu afurða á alþjóðlegum markaði. Segja má að þarna fremst í virðiskeðjunni hafi verið gjá sem stjórnvöld urðu að brúa. Það verður þó að segjast eins og er að svo virðist sem skilningur og áhugi fjárfesta á þessu frumstigi nýsköpunar sé að vaxa, sem er mikið gleðiefni sem léttir vissri pressu af stjórnvöldum.</p> <p>Í viðræðum um framtíð Nýsköpunarsjóðs hafa forsvarsmenn hans m.a. bent á að hagkvæmt gæti verið að leita samstarfs við einkaaðila um rekstur samlagssjóðs eða annað rekstrarform sem skili jákvæðum árangri. Hefur þá verið vísað til vel heppnaðra erlendra fyrirmynda á Norðurlöndum. Af slíku samstarfi gæti skapast gagnkvæmur ávinningur sem gæti aukið fjármagn til fjárfestinga, aukið verðmæti núverandi eignasafns og lækkað rekstrarkostnað.</p> <p>Þessa kosti og fleiri vill ráðuneytið skoða betur. Í þeim tilgangi hef ég ákveðið að skipa fjögurra manna starfshóp til að fara yfir og greina núverandi stöðu og koma með beinar og vel rökstuddar tillögur til mín um framtíðarfyrirkomulag Nýsköpunarsjóðs og ráðstöfun eignasafns hans. Starfshópinn munu skipa fulltrúar úr ráðuneyti mínu, fjármálaráðuneyti, Samtökum atvinnulífsins og óháður aðili með staðgóða þekkingu af framtaksfjárfestingum og rekstri frumkvöðlafyrirtækja.</p> <p>Ég vil að lokum þakka stjórn og starfsfólki sjóðsins fyrir vel unnin störf og ég hlakka til samstarf við ykkur um næstu skref.</p>

2017-05-24 10:26:2424. maí 2017Ræða Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur á aðalfundi Almannaheilla 24. maí 2017

<p>Kæru aðstandendur Almannaheilla og allra þeirra fjölmörgu félaga sem eiga aðild að samtökunum.</p> <p>Takk fyrir að bjóða mér að vera með ykkur hér í dag. Þegar ég skoða listann yfir aðildarfélögin að samtökunum er ekki laust við að ég fyllist auðmýkt; auðmýkt gagnvart því ómetanlega og göfuga starfi sem þið sinnið fyrir land og þjóð.</p> <p>Frjáls félagasamtök gegna stóru hlutverki í samfélaginu og það er ákaflega mikilvægt að hlúa vel að þessum sterka og ómissandi þræði í samfélagsgerðinni.</p> <p>Ríkið getur gert margt ágætlega, en grasrótin verður að fá að dafna; hún er nær málefnunum og því fólki sem um ræðir; þar er þekkingin og þar er brennandi áhuginn og drifkrafturinn. Þetta eru auðlindir. Við getum kallað þær „auðlindir hins besta í mannlegu fari“ og við eigum að hlúa að þessum auðlindum og virkja þær.&nbsp;</p> <p>Þess má geta að fyrstu peningarnir sem ég ráðstafaði sem nýr ráðherra voru til Landsbjargar, sem fékk aukna fjármuni til að sinna slysavörnum ferðamanna. Ég veit að Landsbjörg er ekki aðili að ykkar samtökum en samt af sama meiði, og þar er auðvitað á ferðinni gott dæmi um ómissandi hlutverk frjálsra félagasamtaka.</p> <p>Þegar ég kom í ráðuneytið í janúar beið mín listi yfir lagafrumvörp sem hafa verið í vinnslu. Eins og þið vitið er frumvarp um félagasamtök til almannaheilla þar á meðal. Rætur þessa frumvarps má rekja að minnsta kosti aftur til ársins 2010, þegar félagsmálaráðherra fékk skýrslu frá starfshópi um heildarlöggjöf um frjáls félagasamtök. Sjálft frumvarpið sem nú liggur fyrir varð síðan til fyrir um tveimur árum.</p> <p>Ríkisstjórnin tók sem kunnugt er við á mjög óvenjulegum tíma, í janúar. Á fyrstu dögunum þurfti að taka afstöðu til þess hvaða lagafrumvörp skyldu fá meðferð á vorþinginu og mín niðurstaða varð sú að önnur mál væru brýnni; ég þyrfti meiri tíma til að vega og meta kosti þessa tiltekna máls. Það átti sinn þátt í þeirri ákvörðun að í umsögnum sem ráðuneytið fékk við frumvarpið, eftir að það var birt á vefnum til kynningar, voru ábendingar sem ástæða var til að skoða nánar.</p> <p>Ég hef síðan átt gott samtal við forsvarsmenn Almannaheilla og það er alveg ljóst að frumvarpið hefur ýmsa kosti. Við munum áfram eiga samtal um þetta og við erum fullkomlega sammála um markmiðið, sem er að tryggja sem besta umgjörð um starfsemi félagasamtaka af þessum toga. Hinn gullni meðalvegur felst í því að setja skýran ramma – sem eflir traust – á sama tíma og þess er gætt að leggja ekki óþarfa hindranir í veginn.</p> <p>Rétt er að minna á – og leggja áherslu á – að tvær af helstu ráðleggingum nefndarinnar sem samdi frumvarpið hafa nú þegar orðið að lögum. Alþingi samþykkti fyrir rúmu ári breytingar á skattalögum sem fela það í sér að nú geta fyrirtæki styrkt almannaheillasamtök um allt að 0,75% af heildarveltu sinni og dregið þá fjárhæð frá tekjuskattsstofni. Þetta hlutfall var áður 0,5% og hækkaði því umtalsvert með þessari lagabreytingu, rétt eins og nefndin hafði lagt til. Í öðru lagi var erfðafjárskattur af gjöfum til almannaheillasamtaka felldur niður, sem einnig var tillaga frá nefndinni. Þetta eru mikilvæg framfaraskref sem skipta máli.</p> <p>Kæru fundarmenn, þriðji geirinn er á ensku stundum kallaður „non governmental organisations“. Það hugtak mun hafa orðið til árið 1945 þegar Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar og stóðu frammi fyrir því að fleiri aðilar gætu átt lögmætt erindi að þeirra borði heldur en eingöngu ríkisstjórnir.</p> <p>Við eigum ekki beina íslenska þýðingu á hugtakinu „non governmental“. Ein hugmynd, meira í gamni en alvöru, gæti verið AND-RÍKI … en það er að vísu frátekið skilst mér. Sem er ágætt, því almennt fer jú betur á því að skilgreina hluti út frá því hvað þeir ERU heldur en út frá því hvað þeir eru EKKI.</p> <p>Hér tölum við um þriðja geirann. Og það má einmitt segja að þriðji geirinn gefi samfélaginu þriðju víddina, sem er sambærileg við að byrja að sjá hlutina í þrívídd fremur en bara í tvívídd. Og eins og við vitum er þriðja víddin á DÝPTINA. Það er ykkar framlag; að gefa samfélaginu þá dýpt sem er nauðsynleg. Án þrívíddar göngum við á veggi, rekum okkur á í sífellu, getum varla gripið bolta sem kastað er til okkar. Án þrívíddar sjáum við samfélagið einfaldlega sem áhorfendur, líkt og kvikmynd á tjaldi. Það er þriðja víddin – þriðji <em>geirinn</em> – sem breytir okkur úr <em>áhorfendum</em> og gerir okkur að <em>þátttakendum</em>.</p> <p>Ég ítreka að það er mér kappsmál að styrkja þennan lífsnauðsynlega þráð samfélagsins. Ég hlakka til að eiga samstarf við ykkur um það, og ítreka að lokum þakkir til aðstandenda Almannaheilla og ykkar allra sem eigið aðild að félögunum sem saman mynda þessi samtök.</p> <p>Takk.</p>

2017-05-23 14:48:2323. maí 2017Ræða ráðherra á fundi SFS um tæknibreytingar í sjávarútvegi, 23. maí 2017

<p>Kæru gestir&nbsp;</p> <p>Takk fyrir að bjóða mér, sem ráðherra iðnaðar og nýsköpunar, að ávarpa þennan mjög svo áhugaverða fund, þar sem fjallað er um þær áskoranir og tækifæri sem sífellt örari tæknibreytingar hafa í för með sér fyrir sjávarútveginn. Ég held að það sé óhætt að segja að það hafi verið vel til fundið hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi að fá ráðgjafafyrirtæki á borð við Aton til að gera skýrslu um þetta efni, draga saman hvað gerst hefur á undanförnum árum og teikna upp líklega framtíðarþróun og helstu verkefni sem sú framtíð kallar á að við ráðumst í.</p> <p>Þetta er auðvitað ekki í fyrsta sinn sem hagsmunaaðilar í sjávarútvegi standa frammi fyrir svipuðu verkefni. Ég þurfti ekki að leita lengi í atvinnuvegaráðuneytinu að sögulegri hliðstæðu. Hér er ég með merkilega skýrslu frá „Rannsóknarráði ríkisins“ sem ber titilinn: „Tæknibreytingar í fiskiðnaði – knýjandi nauðsyn fyrir fiskvinnsluna, tækifæri fyrir íslenskan iðnað.“</p> <p>Þessi skýrsla var gefin út árið 1987. Árið sem ég fæddist.</p> <p>Í skýrslunni er lýst miklum breytingum sem orðið höfðu á skipulagi og starfsháttum í sjávarútvegi á þeim tíma. Hæst bar auðvitað kvótakerfið, en einnig hafði vinnsla um borð orðið algengari með tilkomu frysti- og verksmiðjutogara, og eftirspurn eftir ferskum fiski hafi aukist mjög erlendis sem olli því að afli kom síður að landi hér.</p> <p>Allt þetta – bæði sjálft kvótakerfið og þær ytri aðstæður sem grófu undan vinnslu í landi – kallaði á sérstakt átak í að auka nýtingu og samkeppnishæfni, ekki síst með tækninýjungum.</p> <p>Ein megintillaga skýrslunnar var að leggja þyrfti aukna áherslu á sjálfvirkni í fiskvinnslu, sem þá var ekki sérlega langt á veg komin. Svo vitnað sé orðrétt í plaggið eru þarna nefnd tæki sem geti skynjað ástand hráefnis, legu og lögun fisks, orma og beina á svipaðan hátt og mannsaugað, sjálfvirk flokkunar- og skurðarkerfi, sjálfvirk snyrting og hreinsun flaka … og marg&nbsp; fleira í þessum dúr.</p> <p>Fjórum árum fyrr höfðu tuttugu og tveir aðilar, meðal annars mörg fiskvinnslufyrirtæki, sameinast um að stofna fyrirtækið Marel.</p> <p>Allir hér þekkja hvílík bylting hefur orðið í sjálfvirkni og bættri nýtingu afurða í sjávarútvegi á þeim þrjátíu árum sem liðin eru frá því að skýrsla Rannsóknarráðs ríkisins kom út.</p> <p>Byltinguna má draga saman í sex orð: Miklu minni afli – miklu meiri verðmæti.</p> <p>Það er óhætt að segja að Íslendingar hafi gripið tækifærin sem bent var á í skýrslunni … og gott betur.</p> <p>Sumpart voru þetta hrein viðbrögð við kvótakerfinu, sem breytti sjávarútvegi úr því sem hefur stundum verið kallað „ólympískar veiðar“, þar sem allt var mælt í hraða og magni, yfir í fágaðri viðleitni til að hámarka <span style="text-decoration: underline;">nýtingu</span>, <span style="text-decoration: underline;">gæði</span> og <span style="text-decoration: underline;">virðisauka</span>.</p> <p>Við Íslendingar erum nú nánast alveg sér á báti á heimsvísu hvað varðar arðbærar og <span style="text-decoration: underline;">sjálfbærar</span> veiðar. Við megum vera ákaflega stolt af því og við eigum að halda áfram vinnu á alþjóðavettvangi við að auka vitund um þessa staðreynd og viðurkenningu á henni.</p> <p>Á sama tíma státum við einnig af glæsilegum íslenskum þekkingar- og hugvitsiðnaði sem hefur drifið áfram tæknibyltinguna í greininni, eins og til dæmis Skagann 3X sem við heyrum meira um hér á eftir. Sjávarklasinn hefur áætlað að veltan í tæknigeiranum í sjávarútvegi sé á bilinu 60 til 65 milljarðar króna á ári, og að vöxtur tæknifyrirtækja innan sjávarklasans hafi verið um 10-15% á ári undanfarin fjögur til fimm ár.</p> <p>Ég vil ekki tala af neinni léttúð um að vera á heimsmælikvarða en það er svo sannarlega raunhæft markmið fyrir okkur að ná þeim stað hvað varðar nýsköpun sem tengist sjávarútvegi, séum við ekki hreinlega komin þangað nú þegar.</p> <p>Á stjórnvöldum hvílir sú skylda að horfa fram á veginn og reyna að tryggja forsendur fyrir áframhaldandi bættum lífskjörum í landinu fyrir komandi kynslóðir. Í því sambandi skiptir miklu að hlúa vel að umhverfi nýsköpunar og sprotafyrirtækja. Margt hefur áunnist, ekki síst á liðnu kjörtímabili með breyttum nýsköpunarlögum og stórauknum framlögum í Tækniþróunarsjóð, svo að aðeins séu nefnd tvö dæmi. En við getum enn gert betur, meðal annars þegar kemur að því að koma sprotafyrirtækjum út af fæðingardeildinni og inn á leikskóla. Við höfum líka verið hvött til að hækka þakið á endurgreiðslum fyrir rannsóknar- og þróunarkostnað og hljótum að skoða það alvarlega þegar við forgangsröðum verkefnum, sem eru óneitanlega mörg.</p> <p>Ýmsir hafa einnig ráðlagt okkur að leggja skýra áherslu á tiltekin svið atvinnulífsins í rannsóknum, þróun og nýsköpun, og að nærtækt sé í þeim efnum að horfa tilundirstöðuatvinnuvega þar sem Íslendingar hafa með einhverjum hætti samkeppnisforskot á aðrar þjóðir. Þetta eru jafnframt atvinnuvegir af þeirri stærðargráðu að þeir hafa náð krítískum massa sem styður við klasamyndun. Um þetta munum við eiga samtal við þá sem gerst þekkja.</p> <p>Ég verð að fá að nefna það í lokin hversu mikil forréttindi það eru fyrir nýjan ráðherra að fá tækifæri til að eiga þátt í því að gera Ísland enn betra. Á Iðnþingi fyrr á árinu sýndi Almar Guðmundsson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins áhrifamikla ljósmynd þar sem við sjáum aftan á unga stúlku sem horfir upplitsdjörf fram á veginn. Ég tek undir þau orð Almars að okkar starf verður að vera unnið í þágu þessarar ungu stúlku. Verkefnið er að tryggja að hæfileikar allra nýtist til fulls. Við stöndum okkur býsna vel hvað það varðar. Ef hægt væri að reikna „nýtta hæfileika“ sem hlutfall af heildar-hæfileikum í samfélaginu held ég að fá lönd fengju út hærri prósentu en Ísland. Og það er aðal-ástæðan fyrir því að við náum oft ótrúlegum árangri á alþjóðavettvangi, hvort sem er í tónlist, íþróttum eða nýsköpun. Íslenski draumurinn er ekki „einn á móti milljón“ heldur innan seilingar fyrir langflesta, líka þá sem dreymir um að taka þeim tækifærum sem felast í fjórðu iðnbyltingunni opnum örmum og nýta þau til að skapa nýja þekkingu, nýjar lausnir, ný verðmæti.</p> <p>Markmiðið er að eftir þrjátíu ár getum við rifjað upp þá skýrslu sem kynnt er hér í dag og sagt: Já, við gripum tækifærið … og gott betur.</p> <p>Takk.</p>

2017-05-23 11:14:2323. maí 2017Ávarp á Rakarastofuráðstefnu á vegum formennsku Íslands í Eystrasaltsráðinu og Norrænu ráðherranefndarinnar

Rakararáðstefna <br /> á vegum formennsku Íslands í Eystrasaltsráðinu <br /> og Norrænu ráðherranefndarinnar<br /> Norræna húsinu<br /> 23. maí 2017<br /> <br /> Dear guests,<br /> We are all here because we want to contribute to a more gender equal world and we want to be proactive in the fight against gender-based violence in its many forms. <br /> Gender equality is one of the corner stones of Icelandic foreign policy and a priority in our Presidency of the Council of Baltic Sea States. Gender equality in and the engagement of men and boys is likewise a priority in the work of the Nordic Council of Ministers, and we are pleased to be working together with them in organizing a series of Barbershops in the Nordic region.<br /> But what is the purpose of a Barbershop event? Why is it important to encourage men to attend and to engage in this discussion? <br /> Let’s be very clear that it is not about excluding women – it is about including men. <br /> The Barbershop concept was developed jointly by the Governments of Iceland and Suriname, to get men involved and committed as partners in promoting gender equality. Women have been leading the movement for gender equality for decades, and it is essential that men and boys get involved in ways that support existing efforts and leadership.<br /> Currently, men at all levels of society are largely missing from this dialogue. I think one of the reasons is that we, men, sometimes feel out of our comfort zone; gender equality has been the domain of women for so long. <br /> It is easy to assume that there are enough people already addressing the issue but the reality is that if we choose to remain on the sidelines, progress will be slow or worse; we may regress. It takes all of us to change social norms. At the current pace, we will only reach gender equality in 2133 – we cannot wait this long, each and every one of us will need to contribute so that we can accelerate progress.<br /> Over the past few decades, increased respect for women’s human rights and their active economic and political participation has raised wellbeing and prosperity in Iceland. I believe that the Icelandic experience can be of value for others, which is why we are organizing Barbershops in many of the international fora available to us. The entire UN membership has collectively agreed to aim for a gender equal world through our work towards the Sustainable Development Goals. By contributing internationally and sharing our story, we believe that we can nudge other countries to adopt gender-responsive policies so we reach the goals we have set ourselves globally.<br /> While we usually approach women‘s rights from a human rights perspective, the economic case can easily be made:<br /> Recent studies in Norway revealed that the growth in women’s employment has contributed significantly to the nation’s wealth. They found that if women‘s participation in the labour market had not changed in the time period 1972–2013, the accumulated GDP loss would have been roughly EUR 350 billion. On the other hand, if women had worked as many hours as men for the entire period (1972–2013), the gain in GDP would have been almost EUR 250 billion. On a global scale, women could increase their income by up to 76 per cent if the employment participation gap and the wage gap between women and men were closed. This is calculated to have a global value of USD 17 trillion.<br /> <br /> Gender equality is not about creating a society that gives equal opportunities to women – by definition, it is about equal opportunity for men and women. <br /> Iceland was a pioneer when it introduced exclusive paternity leave in 2000. It has changed norms and behaviour in a meaningful way to enable men to fully participate in their children‘s lives. The generations before us could not be seen pushing a stroller – it wasn‘t manly enough. <br /> Those same men were told not to cry, to man up and be strong. But we now know that this is right out harmful; we cannot live by some predetermined masculinities, we should all be free of stereotyping and discrimination. <br /> These social norms, the ideas about what it means to be a man affect boys and men throughout their lifetime: men are less likely to see a doctor, they are less likely to talk about their feelings and more likely to commit suicide. <br /> Harmful masculinities also affect women, as global estimates indicate that 1 in 3 women experience physical or sexual violence in their lifetime, mostly perpetrated by men and the majority of cases being intimate partner violence.<br /> And this is the topic of our discussions today. We have a distinguished panel of high-ranking officials, experts and activists in the panel who every day work on violence prevention and promotion of gender equality. Unfortunately, I cannot stay as I am traveling abroad, but I will be briefed on the discussions later so that we can build on it in our ongoing work, both internationally and in Iceland.<br /> We can change the discourse among men to be more respectful towards women and actually, towards ourselves. We now know that being a man means taking a responsibility; responsibility for our health, for our children, for addressing our own unconscious bias and prejudice, and for calling out discrimination when we see it.<br /> All of us have so much to gain from equality, both personally and as a society. I sincerely hope that the discussions here today will be informative in a way that will help us spread the message and, little by little, contribute to a less violent and more respectful society.<br /> <br />

2017-05-21 13:58:2121. maí 2017Frelsi til að tjá sig - grein í Morgunblaðinu 21. maí​

<span></span> <p>Ég var spurð að því í vikunni á alþingi hver afstaða mín væri til þess að breyta ákvæðum hegningarlaga er lúta að ærumeiðingum. Í dag er kveðið á um sektir eða fangelsi allt að 1-2 árum vegna ærumeiðinga, móðgana eða aðdróttana hvers konar. Flest ærumeiðingabrot njóta þeirrar sérstöðu umfram önnur hegningarlagabrot að ekki verður ákært í þeim nema sá sem telur brotið á sér óski sérstaklega eftir því. Meiðyrðamál eru þannig einkarefsimál. Sérstaða þessara mála er þó einnig önnur og veigameiri. Mat á því hvort brotið hafi verið gegn æru manns er snúnara heldur en mat á því til dæmis hvort maður hafi orðið fyrir líkamsárás.</p> <p>Það er alveg ljóst að æra manna nýtur réttarverndar og hefur gert frá fornu fari. Bæði stjórnarskrá og mannréttindasáttmálar sem Ísland hefur skuldbundið sig til að fylgja mæla svo fyrir. Mannorð manns er hluti af sjálfsmynd og persónuleika sem vissulega er hluti af því einkalífi sem hver maður á rétt á. En í hverju felst æra manns? Er ekki mannorð manns í raun bara álit annarra á viðkomandi manni? Á maður rétt á að menn hafi tiltekna skoðun á viðkomandi? Nei. Menn mega sem betur fer hafa þær skoðanir á mönnum og málefnum sem þeir vilja. Hugsanalögreglan hefur ekki (enn) verið stofnuð. En þegar kemur að því að segja hug sinn þá eru mönnum nokkur takmörk sett með áðurnefndum ákvæðum laga. Á þau mörk hefur einkum reynt við umfjöllun fjölmiðla um þjóðþekkta einstaklinga og aðra sem gegna stöðum sem fjölmiðlar hafa metið að varði almenning einhverju.</p> <p>Þeir sem sakaðir eru um ærumeiðingar tefla fram tjáningarfrelsinu sem líkt og mannorðið er einnig varið af stjórnarskrá og mannréttindasáttmálum. Það má þó segja að tjáningarfrelsið sé skör lægra sett því í stjórnarskrá er gert ráð fyrir þeim möguleika að tjáningarfrelsi eins sé skert með lögum vegna mannorðs annars. En þá þarf slík skerðing að samrýmast lýðræðishefðum og vera nauðsynleg. Meðalhófið vegur þungt hér eins og svo oft. Nokkrir dómar hafa fallið hér á landi sem hafa skert tjáningarfrelsi með vísan til æru manna. Sektir eða fangelsi heyra þó sögunni til enda fáheyrt að dómkrafa sé um um slíkt. Undanfarið hefur Mannréttindadómstóll Evrópu gert athugasemdir við þessa dóma og vísað til þess að meðalhófs hafi ekki verið gætt við túlkun lagaákvæða um ærumeiðingar. Undir það má taka. En það er líka ástæða til þess að endurskoða lagaákvæðin þótt dómar hafi ekki fundið að þeim. Það kann hins vegar að vera ofmat á lögum að ætla þeim að tryggja háttvísi í orðræðu.</p> <p><strong>Það er full ástæða til standa vörð um tjáningarfrelsið án þess þó að missa sjónar á friðhelgi einkalífsins sem felst í mannorðinu en minnug þess að tjáningarfrelsið nær til viðtekinna skoðanna sem annarra.</strong></p> <p>Greinin birtist í sunnudagsblaði Morgunblaðsins 21. maí 2017.</p> <p>&nbsp;</p>

2017-05-18 17:19:1818. maí 2017Ávarp fjármála- og efnahagsráðherra á stofnfundi sérfræðihóps um kynjaða fjárlagagerð

Experts‘ Meeting on Gender Budgeting<br /> <br /> Reykjavík, Iceland 18-19 May, 2017<br /> <br /> Keynote Address Benedikt Jóhannesson, Minister of Finance and Economic Affairs, Iceland<br /> <br /> <br /> <br /> Dear friends!<br /> <br /> It is a true honor and pleasure for us to host this meeting. I welcome all of you to Iceland and I hope you will enjoy your stay as much as we enjoy having you.<br /> <br /> Iceland is an island and for centuries we were isolated in many ways; still we did pick up a lot of the cultural streams from Europe. Nowadays we still live on the same island, and even though we are only about a third of a million people, we certainly don't suffer from an inferiority complex. Some might even say that on the contrary we suffer from a superiority complex.<br /> <br /> Be that as it may, there surely is no such thing as an equality complex. Equality is something we should all aim for and be proud of.<br /> <br /> It is my experience that if something begins well it usually ends well. For example, I have noticed that if I wake up in a good mood in the morning, I usually live the whole day. Let's hope this day follows that pattern and that you not only survive the days in Iceland, but that together we learn a lot from one another.<br /> <br /> I must tell you that when I first heard about gender budgeting I thought this was an example of political correctness gone much too far. It therefore came as a pleasant surprise when I was introduced to the methods and principles of this discipline. Gender budgeting is certainly no fad. The methods have been implemented in various ways in various countries for more than 30 years. Important steps have been taken with guidance from academics, experts and civil society. When I understood what it is about, I felt like this is in a way a new beginning.<br /> <br /> We live in an unbalanced world and over these 30 years it has probably never been as important to adapt and implement a tool that will support the goal of fairness as it is now.<br /> <br /> Most of us can agree that we should have gender equality. The question is how we reach that end. We have tried, we have failed and we have succeeded. That is what we should discuss here today; our failures and our successes.<br /> <br /> We need to share experiences, be honest, and admit our mistakes and boast of our successes. If we are not willing to learn from our experiences, we can't move on in the right direction.<br /> <br /> Like I said in the beginning we Icelanders are small nation and our smallness has been a crucial factor when it comes to gender equality.<br /> <br /> In the World Economic Forum's Global Gender Gap Report from 2016, Iceland is ranked number one as it did in previous years.<br /> <br /> Even so we still have gender pay gap which has many causes and takes many forms. Typical male dominated areas are better paid off than typical female dominated areas. In other words, the labor market is gendered. But we also have pay inequality that cannot be corrected for with observable variables.<br /> <br /> In 1960 our parliament passed a law stating that it was unlawful to pay women less than men for the same work. Still, after more than half a century, women are paid less, even when we have accounted for years of experience, education and age.<br /> <br /> To tackle that part of the problem — the pay difference not accounted for — my colleague and party member, the minister for gender equality, has put forward in Alþingi, our parliament, a legislative bill that, when it becomes law, mandates an equal pay standard for all workplaces above a certain size. This will eliminate gender pay differences within companies. That is a major step in the right direction.<br /> <br /> I am the leader of one of the three coalition parties, my party, the Reform party, was formed almost exactly twelve months ago. We managed to get 10.5% of the vote in the election last fall.<br /> <br /> The current government was formed in January this year following an unusual parliamentary election last autumn. My tenure as a minister of finance and economic affairs has only been four months.<br /> <br /> The Reform party is a pro-western, free enterprise party and some may be surprised at our emphasis on gender equality. In our minds equality is the only true liberty. We can´t accept a society in which some are more equal than others.<br /> <br /> I am proud that our party ran a slate of 126 candidates, 63 women and 63 men, alternating on the list of candidates.<br /> <br /> I am proud that our government emphasizes equal rights for men and women.<br /> <br /> I am proud that within a month of my tenure in the ministry I presented a memo in government about the importance of gender budgeting.<br /> <br /> And I am proud that we are proposing a bill of law demanding full pay equality regardless of gender within all companies of 25 employees or more.<br /> <br /> We believe gender equality needs to be an integrated part of all decisions.<br /> <br /> The implementation of gender budgeting in Iceland begun in 2009. At the time, a leftist government was in place, trying to help Iceland recover from the banking crash. So, although the economy was in ruins, gender budgeting still was important enough to implement.<br /> <br /> Gender budgeting, which has sometimes garnered a few negative comments, has solidly outlived all the governments since then, showing its broad political support.<br /> <br /> The guiding light is that gender budgeting is where justice and fairness go hand in hand with economic wellbeing. We work on gender budgeting both because it is the right thing to do and because our economic wellbeing depends on equality.<br /> <br /> Our experience so far is in alignment with what we can see in the literature about gender budgeting.<br /> <br /> The emphasis during the first years was on information gathering and planning. We did not have any know-how on how to do gender budgeting so we had to start from scratch. It was decided that the best way to move forward was to emphasize learning by doing, to get some hands-on experience. Hence, pilot projects were started with the participation of all ministries. A total of 17 projects were completed and their results were presented in the 2012 Budget Proposal.<br /> <br /> The emphasis of the next phase was on longer projects. Each ministry was asked to choose one area to work on for three years.<br /> <br /> Some of those projects have led to changes. Others have unfortunately not. That is okay. The only way to make no mistakes is by doing nothing.<br /> <br /> Today we are at a crucial point. We have gained knowledge within the system, and managed to change the mindset of many. We have systematically built up knowledge and responsibility of gender budgeting within our system and have conditions that include clear conceptual framework for gender budgeting, engaged actors, political will, positive institutional arrangements and strategy for continuity. We have a steering committee responsible for the implementation. And each ministry has their own steering group responsible for gender budgeting with one official responsible for gender disaggregated data, one for gender perspective, one for impact assessment and a strong ownership usually led by each director general.<br /> <br /> Our capital city; Reykjavík is working on gender budgeting, as is The University of Iceland and the cooperation between all these parties has been very fruitful.<br /> <br /> In the beginning of 2016; a new organic budget law was passed and with it gender budgeting was legally binding.<br /> <br /> In the 18th article it states that: The Minister [of Finance], in consultation with the minister responsible for gender equality, leads the formulation of a gender budgeting program, which shall be considered in the drafting of the Budget Bill. The Budget Bill shall outline its effects on gender equality targets.<br /> <br /> The new law changes the environment of our budget process. Today we work with 34 expenditure areas and we can finally state that we are working towards performance budgeting and gender budgeting fits well in that environment.<br /> <br /> The goal behind the implementation and gender budgeting has transformed into a more goal-oriented work. The goal is to ensure that the gender perspective is considered before decisions are made, instead of doing the analysis afterwards. We do this step by step with a goal of full integration.<br /> <br /> This year we are analyzing the gender effects of budget proposals and doing a gender impact assessment of new law proposals. We have also continued with short-term projects and emphasized education and co-operation with others who are doing gender budgeting.<br /> <br /> We are still struggling with the routine availability of gender- disaggregated data and statistics and in that matter all external help would be of great use. During my visits to all of the institutions under my supervision, I have always asked them to publish and statistical information on their websites, in particular broken down by gender and civil status. I was quite pleased that the tax authorities did that almost right away.<br /> <br /> However, to be able to deliver gender equality outcomes it is not enough to have gender disaggregated data. You need to have the knowledge and understanding about the structure of society and the gender perspective to see what is fair and what is not. Otherwise, you can't ensure gender equality.<br /> <br /> Let me give you a short example: One might think that a road tunnel would offset its high cost by benefitting everyone in the vicinity. That is something we have often concluded in Iceland. So, in some areas we have built road tunnels through mountains to link towns and communities together. Before decisions are made, cost- and benefit analysis would be necessary. The question is: Is the benefit equally distributed?<br /> <br /> Let's begin our analysis by using gender disaggregated data. You might find although there are some differences, expanding the commuting area should benefit both genders similarly.<br /> <br /> But if you look more deeply at the social situation, a different picture emerges. This happened when it was decided to build new road tunnel between two small towns in the northern part of Iceland. It was not until it was decided to look at the needs and preferences of both women and men that we could be able to make the correct conclusion. It turned out that women are not as keen as men about tunnel making. Due to different social conditions, they are in general more afraid to lose basic service out of the community, and their work area does not seem to grow as much as the men's. This is in part due to women's domestic responsibilities; women need to work close to home to be able to send their children off to school and be there for them after school. So, in fact, tunnel-making in this example does not support the goal of gender equality. It suits men better than women, and men were already in a better position.<br /> <br /> This is a reminder of the importance of gender disaggregated data, but that the data needs to be paired with social insights. We might have to consider that we need some counter measures to improve the lot of women.<br /> <br /> Gender budgeting has proven that it is relevant and it is important tool to enhance gender equality. We have only recently begun our journey in incorporating gender budgeting into our day to day operations but every year counts.<br /> <br /> We in Iceland might not be very many, but just as we learn immensely from the cooperation within the OECD, we hope that our experiences, successes and failures, can help other countries to make the world economy stronger, cleaner and fairer.<br /> <br /> I hope that a good start of this conference leads us to successful work on the important subject of gender equality. Let us always remember that without equality we shall never have true liberty.

2017-05-18 15:28:1818. maí 2017Ávarp umhverfis- og auðlindaráðherra á málþingi um landnotkun og loftslagsmál

Kæru gestir,<br /> <br /> Ég vil byrja á því að lýsa sérstakri ánægju minni með frumkvæði Landbúnaðarháskóla Íslands að halda fræðsluráðstefnu fyrir almenning um tengsl landnotkunar og loftslagsmála – loftslagsmálin eiga að vera skiljanleg okkur öllum, ekki bara vísindamönnum. Við þurfum öll að hafa góða innsýn inn í hvað liggur að baki loftslagsbreytingum af mannavöldum og hvernig við getum brugðist við þeim.<br /> <br /> Þegar kemur að umfangsmiklum málum eins og ástæðum loftslagabreytinga, áhrifum þeirra og af hverju við hreinlega verðum að sporna við af meiri þunga en hingað til – þá reynir mikið á að vísindaheimurinn nái að miðla upplýsingum til okkar allra, skýrt og skilmerkilega.<br /> <br /> Mér finnst reyndar kominn tími á að orðræðan um loftslagsmál snúist úr: „þetta eru flókin mál sem bæði er erfitt að útskýra og skilja“ yfir í eitthvað eins og: „loftslagsmálin eru margbrotin – en í grunninn eru þau einföld – loftslagsbreytingar af mannavöldum eiga sér stað vegna þess að við höfum raskað jafnvægi jarðarinnar.<br /> <br /> Við þekkjum að þegar líkami okkar eða hugur virkar ekki sem skyldi þá er eitthvað úr jafnvægi og við leitumst við að laga það með öllu tiltækum ráðum. Það sama á við um náttúruna. Allir ferlar hennar byggja á að viðhalda jafnvægi. Hringrásir kolefnis, niturs og vatns innan vistkerfa þurfa að haldast heilar og nýting þeirra má aldrei verða svo ágeng að kerfin nái ekki að viðhalda sér og jafnvel hrynji.<br /> <br /> Því miður hefur maðurinn ekki unnið mikið með þessum grunnstaðreyndum í gegnum tíðina og frá upphafi iðnbyltingarinnar höfum við raskað jafnvægi jarðarinnar freklega. Með gríðarlegri vinnslu og notkun á jarðefnaeldsneyti höfum við til dæmis aukið útstreymi gróðurhúsalofttegunda langt umfram það sem vistkerfi jarðar gátu tekið upp á móti.<br /> <br /> Því til viðbótar höfum við umbreytt allt að 50% af landvistkerfum jarðar; við höfum rutt skóga, grafið skurði og tekið frjósöm svæði til þaulræktar með tilheyrandi notkun á tilbúnum áburði og plöntu- og skordýraeitri, ofnýtt beitilönd og malbikað og steypt yfir restina – svo ekki sé minnst á meðferð okkar á ferskvatni og endalausum áveitum til að rækta vatnsfrekar plöntur á þurrum svæðum sem þeim er ekki eðlislægt að þrífast á.<br /> <br /> Eyðilegging Aralvatns í mið-Asíu er þannig eitt af verri dæmum nútímans af stórkarlalegum áveituframkvæmdum sem eyðilagði vatnsbúskap á stóru svæði og þurrkaði að mestu upp vatnið sem fjöldi manns lifði á að veiða fisk úr. Dæmin eru víða – og Ísland þar engin undantekning. Um 50% af vistkerfum landisins okkar eru eydd eða alvarlega röskuð vegna ósjálfbærrar nýtingar í gegnum aldirnar. Erum við fyllilega meðvituð um það? Ég held ekki.<br /> <br /> Sem sagt – samhliða því að auka útstreymi gróðurhúsalofttegunda um 40% frá upphafi iðnbyltingar hafa jarðarbúar dregið verulega úr möguleikum vistkerfa á að binda og geyma kolefni – gleymum ekki heldur að eyðing jarðvegs og gróðurs hefur losað gríðarlegt magn af koldíoxíð aftur í andrúmsloftið og haft neikvæð áhrif á ástand hafsins.<br /> <br /> Talandi um hafið, þá er ástæða að minna á að aukin hlýnun og súrnun sjávar af völdum loftslagsbreytinga er beintengd ástandi vistkerfa á landi enda kerfi jarðar öll tengd innbyrðis. Það er til dæmis ekki sérstök kolefnishringrás fyrir hafið annars vegar og fyrir landið hinsvegar.<br /> <br /> Hafið er stærsta vistkerfi og kolefnisforðabúr jarðar og því augljóst að við þurfum að vernda það með öllum tiltækum ráðum. Það vill hins vegar allt of oft gleymast að jarðvegurinn er næst stærsta kolefnisforðabúrið og löngu komin tími á að við förum að vernda moldina og lífríki hennar – Ef vatnið er bláa gullið þá er moldin brúna gullið!<br /> <br /> Hafið og landið eru þar að auki matarkistur jarðar og með ólíkindum að við skulum ekki hugsa betur um þessar auðlindir sem við byggjum alla okkar afkomu á. Þess frjósamari sem moldin er – þess hærra er kolefnisinnihald hennar – er það ekki „win – win“ útkoma sem ætti að stefna á að ná sem víðast?<br /> <br /> Kæru gestir,<br /> <br /> Í grunninn er þetta einfalt. Við í þessum sal erum líklega öll meðvituð um að án súrefnis lifum við aðeins í örfáar mínútur, við getum verið án vatns í nokkra daga og, ef við höfum súrefni og vatn, getum við verið án matar í mánuð eða tvo. Þökk sé vistkerfum jarðar, þá höfum við í flestum tilfellum aðgengi að þessum lífsnauðsynlegum auðlindum. Þau framleiða fæðuna, sjá til þess að súrefni sé til staðar í andrúmsloftinu og miðla heilnæmu drykkjarvatni.<br /> <br /> Heilbrigð og virk vistkerfi taka upp og binda, bæði í jarðvegi og gróðri, gríðarlegt magn kolefnis úr andrúmslofti – Þar liggja mörg tækifæri til að bregðast við loftlagsvánni; ekki síst fyrir land eins og Ísland sem er mjög ríkt af illa förnu og röskuðu landi.<br /> <br /> Gildir einu hvort um er að ræða aðgerð eins og endurheimt framræsts votlendis, endurheimt birkiskóga og annarra eyddra gróðurlenda eða aukna útbreiðslu ræktaðra skóga. Bætt meðferð beitilands á hálendi og láglendi er annar þáttur sem þarf að taka á í samhengi við verndun og nýtingu lands og ég vona að það verði til umfjöllunar hér í dag.<br /> <br /> Ég vil að lokum nota tækifærið og nefna að eins og þið vitið kannski mörg nú þegar, eru loftslagsmálin forgangsmál á mínu borði. Það er alveg ljóst að við þurfum að halda vel á spöðunum til að standast skuldbindingar Íslands í Parísarsamningnum til 2030.<br /> <br /> Ég hef fylgt þessum málum fast eftir frá því ég tók við embætti í janúar síðastliðnum og það var því mjög ánægjulegt þegar ég og fimm aðrir ráðherrar ríkisstjórnarinnar skrifuðum nýverið undir samstarfsyfirlýsingu um gerð nýrrar aðgerðaáætlunar til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og auka kolefnisbindingu.<br /> <br /> Áætlunin verður unnin undir forystu forsætisráðuneytisins og umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, en fjármála- og efnahagsráðuneytið, samgönguráðuneytið og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið munu einnig taka fullan þátt í gerð hennar ásamt fjölskipuðum samráðsvettvangi.<br /> <br /> Áætlunin á að miða að því að Ísland standi við skuldbindingar sínar í loftslagsmálum til 2030 og varða veginn að róttækri minnkun losunar til lengri tíma í samræmi við leiðsögn fræðasamfélagsins um hvernig hægt sé að ná markmiðum um að halda hlýnun andrúmsloftsins vel innan við 2°C.<br /> <br /> Það er samt ekki nóg að stjórnkerfið ætli sér stóra hluti. Samfélagið allt þarf að taka fullan þátt í að móta loftslagsvæna og græna framtíð Íslands og fær til þess tækifæri í gegnum opna vinnufundi og heimasíðu aðgerðaáætlunarinnar sem mun verða opnuð fljótlega.<br /> <br /> Gerð áætlunarinnar er aðeins fyrsta skref af mörgum – við þurfum öll að vera tilbúin að breyta siðum okkar og venjum svo aðgerðir hennar verði árangursríkar. Það eru reyndar ekki neinar stórkostlegar breytingar sem við þurfum að leggja á okkur til að ná því. Við þurfum bara að tileinka okkur grænni lífstíl, hætta þessari gengdarlausu auðlindasóun og fara að ganga um náttúruna með virðingu hún er jú það sem tilvist okkar byggir á.<br /> <br /> Takk fyrir

2017-05-18 14:45:1818. maí 2017Ávarp heilbrigðisráðherra við opnun Blóðskimunarseturs

<span></span> <h4>Ávarp Óttars Proppé heilbrigðisráðherra við opnun Blóðskimunarseturs<br /> Húsi Krabbameinsfélags Íslands, Skógarhlíð 8, 18. maí 2017</h4> <p>Góðir gestir</p> <p>Það hefur verið einkar ánægjulegt að fylgjast með Blóðskimun til bjargar – þjóðarátaki gegn mergæxlum.</p> <p>Þjóðarátakið dregur nefnilega saman nokkra af þeim þráðum sem eru svo mikilvægir fyrir okkur sem samfélag.</p> <p>Í fyrsta lagi er það vísindastarfið, hin sífellda leit að nýrri þekkingu sem með einhverjum hætti mun bæta líf okkar.</p> <p>Og markmið Blóðskimunar til bjargar er að leita leiða til að bæta lífsskilyrði, og helst finna lækningu fyrir, mergæxlissjúklinga.</p> <p>Í öðru lagi er það heilbrigðiskerfið okkar sem teygir sig um allt landið og tryggir að einstaklingarnir geti fengið bót sinna meina þegar þess gerist þörf.</p> <p>Heilbrigðiskerfið mun njóta góðs af þessari mikilvægu rannsókn þegar fram líða stundir og koma til með að nýta niðurstöður hennar til þess að veita betri heilbrigðisþjónustu.</p> <p>Hið víðfeðma net heilbrigðisþjónustunnar er líka mikilvægur þáttur í þjóðarátakinu því&nbsp; það skapar forsendur til þess að hægt sé framkvæma þessa mikilvægu rannsókn og þá umfangsmiklu söfnun blóðsýna sem hún kallar á.</p> <p>Í þriðja lagi er það menntakerfið okkar sem er auðvitað grunnurinn að vísindastarfinu og heilbirgðiskerfinu.</p> <p>Menntakerfið sér til þess að fólk hafi tækifæri til þess að sækja sér menntun á sviði heilbrigðisvísinda og skapar þannig jarðveg fyrir tvo fyrrnefndu þræðina til að dafna.</p> <p>Blóðskimun til bjargar veitir líka mörgum háskólanemum tækifæri til að taka þátt í vísindastarfi á heimsmælikvarða.</p> <p>Og síðast en ekki síst er það samtakamáttur okkar allra, sem byggjum þetta land, sem er svo tamt að sýna í verki þegar þörf er á.</p> <p>Það er í raun með algjörum ólíkindum hversu margir hafa skráð sig til þátttöku í Blóðskimun til bjargar en nú hafa um 75 þúsund manns af landinu skráð sig til þátttöku í áttakinu sem er meira en helmingur þeirra sem rannsóknin tekur til.</p> <p>Þetta sýnir auðvitað betur en margt annað hvað vísindi, heilbrigðismál og menntun skiptir fólk miklu máli og að fólk er tilbúið að leggja sitt af mörkum til þessara mála þegar eftir því er kallað.</p> <p>Í dag hefst nýr kafli hjá Blóðskimun til Bjargar með opnun móttökustöðvarinnar.</p> <p>Hér verður tekið á móti þeim sem greinast með forstig mergæxlis og með mergæxli og þeim veitt ráðgjöf og aðstoð við að takast á við það.</p> <p>Við vitum öll hversu erfitt það er að greinast með sjúkdóma og því skiptir sköpum að veita því fólki sem greinist góða og persónulega þjónustu.</p> <p>Miðað við hversu vel Sigurður Yngvi Kristinsson og hans fólk hefur staðið að öllu hingað til þá er ég ekki í vafa um að hér verður fólk í góðum höndum.</p> <p>Ég á því ekki annað eftir en að lýsa að móttökustöðin, Blóðskimunarsetrið, hefur nú formlega tekið til starfa.</p>

2017-05-18 14:43:1818. maí 2017Stefna í heilbrigðismálum – hver gerir hvað?

<span></span> <p><strong>Grein eftir Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra um stefnumótun í heilbrigðismálum.&nbsp;<br /> Greinin birtist í Viðskiptablaðinu 18. maí 2017.</strong></p> <p>Heilbrigðisþjónustan er í brennidepli um þessar mundir. Landsmenn vilja að heilbrigðismálin verði sett í for­gang, fólkið í landinu vill efla heil­brigðiskerfið með auknu fjármagni, það vill bæta heilbrigðisþjónustuna, byggja nýjan spítala, það vill minnka álögur á sjúklinga og auka fjárframframlög hins opinbera til að innleiða fleiri ný lyf.</p> <p>Ég er sammála þessum áherslum. Þess vegna sóttist ég eftir því að verða heilbrigðisráðherra í þeirri ríkisstjórn sem nú situr. Ég vil koma þessu til leiðar.</p> <p>Ég bið lesendur um að sýna því skilning þótt Róm verði ekki byggð á einum degi. Það hefur aldrei verið gert, enda er það ekki hægt og það væri ekki skynsamlegt að reyna það. Ekki frekar en að gleypa fíl í einum bita.</p> <p>Í stórum og óknum verkefnum verður að liggja fyrir stefna, mark­ mið og áætlun áður en ha st er handa. Annars er hætt við árekstr­ um og útafakstri með tilheyrandi slysum.</p> <p>Það er margt verið að gera til þess að styrkja heilbrigðiskerfið okkar. Uppbygging Landspítala stendur yfir, framkvæmdir eru í fullum gangi og unnið er samkvæmt mark­vissri uppbyggingaráætlun þar sem fjármögnunin liggur fyrir.</p> <p>Efling heilsugæslunnar er stað­reynd. Framlög til hennar hafa ver­ið aukin, námsstöðum fjölgað og ráðið í nýjar stöður sálfræðinga til að efla þverfaglega þjónustu. Fjár­mögnun heilsugæslu höfuðborg­ arsvæðisins hefur verið gjörbreytt, þannig að allir sitja nú við sama borð, óháð rekstrarformi.</p> <p>Óheimilt er að taka arð út úr rekstri heilsu­gæslunnar en stöðvarnar hafa fjárhagslegan hvata til þess að sinna sjúklingum sínum sem best samkvæmt mælanlegum mark­miðum nákvæmrar kröfulýsing­ar. Tvær nýjar heilsugæslustöðvar taka til starfa í Reykjavík á næstu mánuðum.</p> <p>Nýtt greiðsluþátttökukerfi &nbsp;fyrir heilbrigðisþjónustu tók gildi 1. maí síðastliðinn. Nýja kerfinu fylgja 1,5 milljarðar króna á ári í aukin framlög hins opinbera til að lækka greiðsluþátttöku sjúklinga. Eng­inn sjúklingur mun lengur geta búist við því að lenda í óyfirstígan­legum kostnaði vegna veikinda sinna, sama hve mikið hann þarf á heilbrigðisþjónustu að halda. Ein­hverjir munu greiða meira en áður, en þeir sem oft eru veikir eru mun betur settir en áður. Áhersla er lögð á að verja aldraða, öryrkja og barna­ fjölskyldur fyrir háum útgjöldum.</p> <p>Ný lyf hafa verið innleidd og &nbsp;fleiri ný lyf verða innleidd á þessu ári. Það stendur til að setja aukna fjármuni í þetta verkefni, en hvern­ig og hve mikið er verið að undirbúa í góðri samvinnu mín og fjármála­ og efnahagsráðherra með faglegri ráðgjöf þeirra stofnana sem að mál­ inu þurfa að koma.</p> <p>Eitt meginverkefnið framundan á vettvangi heilbrigðisráðuneytis er að setja fram heildstæða stefnu með skýrum markmiðum fyrir heilbrigðisþjónustuna og hald­ góðum skilgreiningum á því hverj­ir eigi að veita hvaða þjónustu og hvernig eigi að haga samvinnu milli veitenda heilbrigðisþjónust­unnar.</p> <p>Undirbúningur að þessu er hafinn. Mikið er til af vönduðum greiningum og stefnuplöggum sem sjálfsagt er að nýta við þessa vinnu. Það ríkir almenn sátt um að heilsugæslan eigi að vera fyrsti viðkomustaður fólks í heilbrigðis­ kerfinu og við þurfum að halda áfram að efla hana svo hún geti staðið undir því hlutverki.</p> <p>Það þarf að vera ljóst í hverju sérstaða Landspítalans á að fel­ast og hvernig við stöndum vörð um hlutverk hans sem sérhæfðs háskólasjúkrahús. Það verður að vera ljóst til hvers er ætlast af heilbrigðisstofnununum í öllum umdæmum landsins og hvaða kröfur er hægt að gera til þjónust­unnar. Það er algjörlega nauðsyn­legt að taka upplýsta ákvörðun um það hvaða heilbrigðisþjónustu við teljum rétt og skynsamlegt að fela einkaaðilum að annast á grund­ velli samninga.</p> <p>Allt þetta og meira til verður viðfangsefni þeirrar stefnumót­unar sem undirbúningur er haf­inn að í ráðuneytinu og ég mun kynna nánar á næstunni. Marg­ir þurfa að koma að því verki en í ljósi mikillar þekkingar og fyr­ irliggjandi gagna tel ég raunhæft að ljúka mótun nýrrar heilbrigðis­ stefnu á tiltölulega skömmum tíma. Þar með verðum við komin með gott veganesti til að efla og bæta heilbrigðiskerfið eins og við viljum öll.</p>

2017-05-17 15:27:1717. maí 2017Ávarp umhverfis- og auðlindaráðherra á málþingi um skipulag haf- og strandsvæða

Ágætu fundargestir!<br /> <br /> Það er mér sönn ánægja að ávarpa þennan góða hóp sem hér er mættur á málþing um skipulag haf- og strandsvæða sem Samband sveitarfélaga á Austurlandi og Samtök sjávarútvegssveitarfélaga standa fyrir. <br /> <br /> Skipulag á haf- og strandsvæðum hefur talsvert verið í deiglunni undanfarin ár og hefur jafnframt verið áherslumál af minni hálfu sem umhverfis- og auðlindaráðherra í ljósi þess að um er að ræða nýtt og mjög brýnt viðfangsefni í skipulagsmálum á Íslandi.<br /> <br /> Alþingi hefur einnig lagt mikla áherslu á þetta málefni, en í gildandi landsskipulagsstefnu, sem samþykkt var á Alþingi vorið 2016, er stefna um skipulagsmál á haf- og strandsvæðum ein af fjórum megináherslum stefnunnar og þar gert ráð fyrir framlagningu frumvarps af hálfu umhverfis- og auðlindaráðherra um málefnið.<br /> <br /> Eins og fram kemur í greinargerð Skipulagsstofnunar um stöðu haf- og strandsvæða frá 2012 hafa ýmis lönd verið að vinna að því að þróa hentug skipulagstæki og skipulagsferla til að koma böndum á stjórnsýslu hafsvæða og tryggja vernd og viðhald náttúruauðlinda í hafinu. Markmiðið hefur verið að hafa vistkerfið í forgrunni og stuðla að skynsamlegri nýtingu auðlinda hafsins með sjálfbæra þróun að leiðarljósi.<br /> <br /> Það sem hefur rekið lönd eins og t.d. Kanada, Ástralíu, Noreg, Þýskaland og Belgíu til að vinna hafskipulag eru vaxandi árekstrar milli mismunandi notenda og ekki síst hættan sem getur stafað af auknu álagi. Nýjar hugmyndir og þarfir hafa einnig verið að koma fram, eins og hugmyndir um ölduvirkjanir.<br /> <br /> Í greinargerð Skipulagsstofnunar um stöðu haf- og strandsvæðaskipulags frá 2012 er dregið saman heildaryfirlit yfir lífríki, notkun og vernd fyrir hafsvæði umhverfis Ísland og bent á hagsmunaárekstra milli notkunar og verndar. Í greinargerðinni kemur skýrt fram að knýjandi þörf er á að skipuleggja haf- og strandsvæði næst landi til að tryggja að verðmæt hrygningarsvæði og önnur verðmæt náttúrufyrirbæri skaðist ekki vegna vaxandi álags af athöfnum og aðgerðum og til að draga úr árekstrum á milli mismunandi notenda. Í skýrslu nefndar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra frá 2011 um úttekt á gildandi lögum og reglum um framkvæmdir og athafnir með ströndum landsins og í efnahagslögsögunni kemur einnig fram að æskilegt sé að sett verði sérstök lög um skipulag haf- og strandsvæða.<br /> <br /> Í ljósi alls þessa hóf umhverfis- og auðlindaráðuneytið vinnu við að greina nánar stöðu þessara mála og árin 2013 og 2014 vann Skipulagsstofnun í því skyni, greinargerð um skipulag á haf- og strandsvæðum. Í kjölfarið var farið í opið kynningarferli á málinu og samráð haft við ráðuneyti, stofnanir, Samband íslenskra sveitarfélaga o.fl. aðila. Á samráðsfundum kom fram samhljómur um þörf fyrir lagasetningu um skipulag haf- og strandsvæða og því var vinna við gerð frumvarps sett af stað. Í ljósi mikilvægra hagsmuna sveitarfélaga sat fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga í þeim starfshópi sem skipaður var til að vinna frumvarpið. <br /> <br /> Frumvarp um skipulag haf- og strandsvæða sem nú hefur verið lagt fram á Alþingi er afurð vinnu þessa starfshóps og það er mikilvægt á þessum vettvangi að taka fram að fulltrúar ríkis og sveitarfélaga voru sammála um efni þess. Fyrir lá að umfjöllunarefni frumvarpsins yrði hafsvæði á forræði ríkisins sem er utan umdæma sveitarfélaganna þar sem gildandi skipulagslög mæla eingöngu fyrir um skipulag innan sveitarfélagamarka.<br /> <br /> Starfshópurinn lagði til að ákvarðanataka við gerð strandsvæðisskipulag yrði í höndum svæðisráða sem í væru fulltrúar viðkomandi ráðherra auk fulltrúa sveitarfélaga og Sambands íslenskra sveitarfélaga, en hingað til hefur sveitarfélögin skort aðkomu að þessum málum. Í frumvarpinu er því lögð til aðkoma sveitarfélaganna að ákvarðanatöku um nýtingu strandsvæða, enda eiga þau þar hagsmuna að gæta.<br /> <br /> Í frumvarpinu er einnig lögð mikil áhersla á að gætt sé samræmis við skipulagsáætlanir sveitarfélaga og að auk setu sveitarfélaga í svæðisráði sé viðhaft sérstakt samráð við þau við skipulagsgerðina. Í því sambandi er afar mikilvægt að hafa í huga að við gerð skipulagsins ber að afla allra nauðsynlegra upplýsinga, m.a. frá fagstofnunum, um viðkomandi svæði og starfsemi sem fyrir er á svæðinu og á nærsvæði og að fara beri að markmiðsákvæðum laganna og gæta vel að allri kynningu og athugasemdaferli. <br /> <br /> Eins og þið kannski heyrið þá hef ég mikinn skilning á hagsmunum sveitarfélaga vegna skipulagsgerðar á strandsvæðum. Hins vegar er það ljóst að vernd og nýting auðlinda haf- og strandsvæða varðar ekki eingöngu hagsmuni sveitarfélaga heldur í reynd hagsmuni okkar allra, sem lúta m.a. að því að auðlindir þjóðarinnar í hafi verði nýttar á hagkvæman og sjálfbæran hátt. <br /> <br /> Ein af megin ástæðum þess að skipulag á haf- og strandsvæðum hefur verið í umræðunni er aukinn áhugi á fiskeldi við strendur landsins og hinn hraði vöxtur þessarar greinar. Mikilvægt er að fiskeldi byggist upp sem sterk og öflug atvinnugrein í sátt við umhverfið, en það þarf að stíga mjög varlega til jarðar og tryggja að varúðarregla umhverfisréttarins sé höfð að leiðarljósi.<br /> <br /> Þetta er í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar þar sem kveðið er á um að framleiða skuli heilnæmar innlendar afurðir á umhverfisvænan og samkeppnishæfan hátt og að komandi kynslóðir njóti sömu gæða og þær sem nú byggja landið.<br /> <br /> Fiskeldi sem og önnur starfsemi sem valdið getur mengun þarf að uppfylla skilyrði um mengunarvarnir sem tryggja að náttúran verði ekki fyrir tjóni. Til þess höfum við starfsleyfi sem er ákvörðun stjórnvalds í formi útgefins leyfis þar sem tilteknum rekstraraðila er heimilað að starfrækja atvinnurekstur að því tilskyldu að hann uppfylli ákvæði laga og reglugerða, skilyrði starfsleyfisins og taki á umhverfistengdum þáttum og mengunarvörnum.<br /> <br /> Í kjölfar útgáfu starfsleyfis fara stjórnvöld með umhverfiseftirlit með starfseminni. Og það er gríðarlega mikilvægt að eftirlitið sé virkt, bæði innra eftirlit fyrirtækja sem og opinbert eftirlit. Að því sögðu tel ég rétt að viðbrögð við frávikum verði hert og að viðurlögum verði beitt ef sleppingar verða þegar við á auk þess sem leggja þarf mikla áhersla á að rekstraraðilar tilkynni án tafar um fisk sem sleppur og þau frávik frá kröfum í leyfi sem upp koma.<br /> <br /> Nú er unnið er að stefnumótun stjórnvalda í fiskeldi og er gert ráð fyrir að starfshópur skili tillögum til sjávar- og landbúnaðarráðherra í sumar. Veigamestu umhverfisþættir sem fjallað er um í mati á umhverfisáhrifum fiskeldis í sjókvíum varða lífræna mengun, smitsjúkdóma og sníkjudýr frá eldinu og, í tilfelli laxeldis, hættu á að erfðaefni framandi eldisstofns blandist villtum laxastofnum.<br /> <br /> Því tel ég mikilvægt að sett verði viðmið fyrir vöktun og viðbragðsáætlanir til að fylgjast með og bregðast við þessum þáttum. Það er á ábyrgð rekstraraðila að tryggja með reglulegu innra eftirliti að fiskeldi skapi ekki hættu fyrir lífríki utan eldisins vegna þessara þátta. En það er líka á ábyrgð stjórnsýslunnar að tryggja að opinbert eftirlit með þessari starfsemi sé fullnægjandi. <br /> <br /> Komi upp vandamál er mikilvægt að viðbragðsáætlun sé til staðar sem gerir ráð fyrir markvissum aðgerðum í samræmi við niðurstöður vöktunar. Setja þarf viðmið um hættuástand fyrir lífríki sem miða skuli við í viðbragðsáætlunum. Gera á ráð fyrir aðgerðum sem á hverju tíma verði í samræmi við þau frávik frá náttúrulegu ástandi sem vöktun leiðir í ljós. <br /> <br /> Þá er einnig mikilvægt að skilgreina viðmiðanir/umhverfismarkmið fyrir heimilað lífrænt álag undir og við eldiskvíar og viðbrögð við frávikum. Umhverfisstofnun mun vinna að þessu í samræmi við ákvæði laga um stjórn vatnamála og setja þannig viðmiðanir um heimilað lífrænt álag í vatnshlotum og álagsgreiningu.<br /> <br /> Ágætu gestir!<br /> <br /> Það er skýrt í mínum huga að mikil þörf er á sérstakri löggjöf um skipulag haf- og strandsvæða. Í kjölfar lagasetningar verður hægt að vinna að skipulagi þessa mikilvæga svæðis, sem mun veita góða heildarsýn yfir vernd, notkun og nýtingu haf- og strandsvæða við Ísland. Hægt verður að nota slíka áætlun til að taka ákvarðanir sem leiði til sjálfbærrar nýtingar á vistkerfum íslenska hafsvæðisins. Þannig verði tryggt að haf- og strandsvæðum verði stjórnað á þann hátt að verðmæti þeirra og auðlindir haldist, öllum til hagsbóta.<br /> <br /> Ég vil að lokum segja að ég fagna því að hér í dag verði rætt nánar um þetta mikilvæga málefni sem varðar okkur öll. Ég veit að dagurinn verði okkur öllum fróðlegur og ánægjulegur. <br /> <br /> Takk fyrir

2017-05-17 14:58:1717. maí 2017OECD Rountable on Better Governance for Gender Equality

<span></span> <p><strong>OECD Rountable on Better Governance for Gender Equality<br /> Reykjavík, Iceland May 17-18, 2017<br /> Mr. Þorsteinn Víglundsson, Minister of Social Affairs and Equality<br /> </strong></p> <h2><strong>Gender Equality and and Equal Pay in Iceland – the Success of good governance and tripartite cooperation.</strong></h2> <p>Dear guests,</p> <p>Let me begin by stating what an honour and a genuine pleasure it is for me to be here with you today and to be a part of your discussions about successes and challanges in our common work for gender equality and better governance with a whole-of-society approach.&nbsp;</p> <p>Iceland has repeatedly been internationally recognized for having come closest to breaking the glass ceiling and bridging the gender gap. Our progress is the result of conscious efforts, mostly of remarkable women, during a period of more than one hundred and fifty years.</p> <p>What has changed over the decades in our small society is that gender equality is not only a women‘s topic or only on the political agenda – gender equality is widely discussed as an issue that benifits the whole-of-society. And sometimes, it even seems to be on everyone's agenda – there is a lively discussion both in mainstream media as well as in social media on the status of girls in sports, in music,&nbsp; in the film sector, in the fishing industry, and the persistent lack of men teachers in pre-schools through secondary schools,&nbsp; just to give you a few examples of a very lively social debate in the past few weeks. This awareness of the general public is probably the best critical support for an issue any government can ask for.</p> <p>Specific measures such as affordable quality day care and generous parental leave for mothers and fathers have increased equality in all spheres of society. We have further implemented gender quotas for company boards and public committees; required gender mainstreaming in all policy and decisionmaking and introduced gendered budgeting.</p> <p>Possibly the most important specific measure in Iceland is the&nbsp;<strong>paternity leave</strong>, implemented in the year 2000. This was an effort made by public authorities to influence the traditional roles of men in the home and particularly regarding child care – eventually affecting the labor market. The law does not only give fathers the possibility to take parental leave – it expects them to do so – as they cannot write the period over to the mother.</p> <p>After the implementation of the exclusive paternity leave in 2000, studies&nbsp;</p> <p>The relationship between fathers and their children is significantly better than in countries where there is no paternity leave.</p> <p>Fathers generally make use of their rights and it is socially acceptable for them to be at home with their children – 90% of fathers have used their entitlements of paternity leave (82 days on average)</p> <p>Father's usage of the leave is initiating or supporting other changes such as more equal division of household tasks and the labor market participation of men and women.</p> <p>The law has contributed to a more equal standing of men and women in the labor market.</p> <p>The law has changed ideas about masculinities among young people. Even though the changes in masculinity roles had begun much earlier, they really took off with the legislative changes in 2000.</p> <p>Experiences from Iceland and some of the other Nordic countries seem to indicate that prior to the introduction of the paternity leave, the relatively limited participation&nbsp; of men in the care of their own children may have been due to the lack of social opportunities, rather than the lack of interest or abilities.</p> <h2><strong>Leadership</strong></h2> <p>Since women broke the male political dominance in the early 80s, we have learned that shared power in politics and business allows us to overcome systemic barriers to gender equality in all spheres of life.</p> <p>A whole generation grew up watching women political leaders in the media and now Iceland has one of the most gender equal Parliament in the world for countries not using electoral gender quotas. Political parties have taken different paths to increase women‘s participation all have discovered that there is no shortage of qualified women leaders. We must continue to improve. When it is no longer news that we have a woman in a leading position - then and only then will we have reached parity.</p> <p>A&nbsp;<strong>gender quota</strong>&nbsp;for government committees and larger companies is a part of a wider plan to improve the participation of women at all levels.</p> <p>In 2010 amendments to the Acts on Public Limited Companies and Private Limited Companies, required companies with more than 50 employees to have both women and men on their company boards and if the board members are more than three, the percentage can´t be under 40%.</p> <p>We have seen a great increase in the number of women on company boards, but women are still a minority of 25-40% depending on the size of the companies. However, the quota legislation has neither had the intended effect on the number of women as board chairmen nor in executive managerial positions – only 6% of CEOs of listed companies are women.</p> <h3><strong><em>Other positive effects have been documented to be:</em></strong><strong>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</strong></h3> <p>&nbsp;</p> <ul> <li>More age distribution in the board rooms; younger women entering the board rooms</li> <li>More varied background of board members - women with education in sociology, human resources as well as business and law</li> <li>Attitudes towards gender quota have become more positive according to research, especially among older men and women</li> <li>Pension Funds have begun advertising open board member positions</li> </ul> <p>&nbsp;</p> <h2><strong>Labour Market – tripartite cooperation</strong></h2> <p>The Icelandic Government has set its mind on closing the gender pay gap by 2022 and has submitted a legislative proposal to require, through special measures, larger firms and state institutions to have their equal pay systems certified on the basis of the Equal Pay Standard.</p> <p>In a close cooperation from 2008 with the labor unions and employers the government developed the Equal Pay Standard following the principle of Equal Pay for Work of Equal Value. The Standard was published by Iceland Standards in 2012.</p> <p>The standard is a Management Requirement Standard and has been run in a pilot project that is now coming to an end. It was developed in accordance with international ISO standards for possible adoption elsewhere and its implementation will fulfill the demands of international agreements such as the ILO convention, the Bejing Platform of Action, and CEDAW.</p> <p>The implementation of the Equal Pay Standard creates a system that could confirm that women and men, working for the same employer, were paid equal wages and enjoyed equal terms of employment for the same jobs or jobs of equal value.</p> <p>Our plan to enact legislation to close the pay gap has been somewhat disputed in Iceland. We see this as a sign of a healthy democracy and it actually brings the gender equality debate to mainstream media, politics and policy making.</p> <p>Some of the criticism has been that it may eliminate the possibilities of rewarding individual traits or that it may proof too costly for companies. The Equal Pay Standard does not stifle opportunities for rewarding good performance. On the contrary, it will allow companies to better assess their human resources.</p> <p>We are certain that we have found common ground with our social partners and will implement a law that strikes a balance between the cost and benefits of such an action.</p> <p>Most special measures that have been implemented in the past have initially been met with some resistance, only to be proven successful for all involved. Moreover, we have seen it time and again that good intentions can only take us so far; requiring companies to truly implement their equal pay policies will be instrumental in eliminating the pay gap.</p> <p>The legislative proposal, the Equal Pay Standard and the Certification thereof will be discussed later here today in more detail.</p> <p><strong>I wish you all very fruitful discussions during this important meeting.</strong></p>

2017-05-12 15:26:1212. maí 2017Ávarp umhverfis- og auðlindaráðherra á ársfundi Umhverfisstofnunar 2017

Góðir gestir, <br /> <br /> Það er ánægjulegt að fá að ávarpa fund hjá Umhverfisstofnun, og sérstök ánægja að ávarpa fund sem helgaður er loftslagsbreytingum og aðgerðum gegn þeim. Fyrir réttri viku síðan undirritaði ég ásamt fimm öðrum ráðherrum í ríkisstjórn Íslands samstarfsyfirlýsingu um gerð aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum. Ég hef lagt á það mikla áherslu og verið í forystu varðandi það að við ráðherrar í ríkisstjórninni gæfum því vigt og sýndum samstöðu. Enda er þetta í fyrsta sinn hér á landi sem að forsætisráðherra og helmingur ríkisstjórnar skrifar undir slíka yfirlýsingu varðandi umhverfismál. Það sýnir að loftslagsmálin eru stórt viðfangsefni hjá ríkisstjórninni og mér sýnist líka að þau séu kyrfilega komin á dagskrá í fjölmiðlum, stjórnmálum og samfélagsumræðunni, sem var ekki raunin fyrir bara örfáum misserum.<br /> <br /> Svarið við spurningunni sem er kastað fram í yfirskrift fundarins er einfalt.<br /> <br /> Er runnin upp ögurstund í loftslagsmálum? Já!<br /> <br /> Glæný skýrsla á vegum Norðurskautsráðsins hefur vakið mikla athygli á alþjóðavísu. Þar segir í stuttu máli að Norðurslóðir eins og við þekkjum þær muni brátt heyra sögunni til. Þar er hlýnun tvöföld á við meðaltal á heimsvísu. Jafnvel þótt við stöndum við tveggja-gráðu markmið Parísarsamningsins er næsta víst að Norður-Íshafið verður að mestu íslaust á sumrum innan þriggja áratuga. Ásýnd og lífríki Norðurslóða mun gjörbreytast.<br /> <br /> Erum við þá þegar of sein að bregðast við? Nei við erum það ekki.<br /> <br /> Við munum ekki afstýra öllum breytingum, en við þurfum að tryggja að verstu sviðsmyndir verði ekki að möguleika. Þá gæti hafist óstöðvandi bráðnun Grænlandsjökuls, sem ein og sér gætti hækkað sjávarborð um sjö metra. Eyðimerkur munu breiðast út þar sem nú eru landbúnaðarlönd. Súrnun sjávar getur valdið mesta fjöldadauða tegunda í höfunum í yfir 50 milljón ár.<br /> <br /> Það er vá fyrir dyrum, þótt hún komi kannski ekki fram af fullum þunga fyrr en í tíð barna okkar og barnabarna. Aðgerðirnar til að stöðva þá vá þurfa hins vegar að koma núna.<br /> <br /> Þar þurfa allir að leggjast á árar. Ekki bara umhverfis- og auðlindaráðherra. Ekki bara þeir sex ráðherrar sem skrifuðu upp á samstarfsyfirlýsingu fyrir viku síðan. Stjórnvöld þurfa að stilla saman strengi og taka höndum saman við atvinnulíf, félagasamtök, vísindasamfélagið og almenning.<br /> <br /> Það verður ánægjulegt að heyra raddir margra hér á þessum fundi sem þurfa að leggja málinu lið og eru að leggja málinu lið. Landnotkun og landbúnaður skiptir meira máli hér en víðast annars staðar og þar þarf að fá bændur og aðra vörslumenn landsins með. Við þurfum að endurheimta jarðveg og rækta skóg og tryggja að nýting lands sé sjálfbær og haldist í hendur við loftslagsmarkmið. Við þurfum að endurheimta votlendi og horfa þar fyrst til framræsts lands sem ekki er nýtt. Nóg er af því.<br /> <br /> Kæru gestir,<br /> <br /> Hér bíða ykkar fjölmörg áhugaverð erindi um loftlagsmál<br /> <br /> Þá verður áhugavert að heyra rödd áliðnaðarins á þessum fundi. Ég get því miður ekki setið og hlustað á það þar sem ég þarf að fara á ríkisstjórnarfund. En ég vil þó taka skýrt fram að ég skrifa ekki upp á að það sé sérstakt framlag Íslands í loftslagsmálum að laða frekari mengandi stóriðju hingað til lands. Það hefur lengi verið lagt ofurkapp á slíkt, en kannski stundum vantað aðeins upp á forsjána. Ísland er 11. mesti álframleiðandi heims og á auðvitað heimsmet miðað við höfðatölu. Samt hafa menn ekki talið það nóg, eins og hálfbyggð grind álvers í Helguvík og samningar um enn fleiri ver og stækkanir bera vitni um. Í viðbót við það höfum við viljað kísilver – ekki eitt, heldur fjögur. Það munar um minna – og einhver gæti spurt hvort við höldum að orkulindir Íslands séu komnar á síðasta söludag.<br /> <br /> Íslenskur áliðnaður hefur stært sig af því að vera einn sá umhverfisvænsti í heimi og ef dæmið er sett upp á þennan hátt, og allar aðrar breytur teknar út en vatnsafl á Íslandi eða kol í Kína, þá væri þetta einfalt mál. En þetta er mjög einföld og hagsmunagæsluvæn nálgun. Hingað til lands þarf að flytja inn hundruðir þúsundir tonna af súráli m.a. frá Suður-Ameríku á hverju ári til að framleiða svo álið. Leiðin sem flutn­inga­skipin sigla, með­ til­heyr­andi olíu­notk­un, er 6.000–9.000 km eftir fram­leiðslu­landi. Ef menn hafa virkilega umhyggju fyrir umhverfinu þá ætti ef til vill áróðurinn frekar að vera fyrir því að skárri kostur væri að stað­setja áliðnaðinn í Mið- og Suð­ur­-Am­er­ík­u en á Íslandi; fyrr nefndu land­svæðin eru nefnilega einnig rík af vatns­orku.<br /> <br /> En það munuð þið ekki heyra mig gera.<br /> <br /> Ástæðan er sú að ein helsta undirstaða þess að loftlagsmálin fari til betri vegar er áhersla á hringrásarhagkerfið og úrgangsforvarnir. Þangað eigum við að stefna. Það er ekki fasti að við þurfum alltaf að vera að framleiða meira og meira af hlutunum, endurnýting skiptir öllu máli ef við ætlum ekki að fylla jörðina af drasli og við getum svo sannarlega gert betur hvað það varðar.<br /> <br /> En ég vil þó taka fram, að þó ég deili ekki sömu draumum og sumir um frekari stóriðju á Íslandi þá má hrósa þeim áliðnaði sem fyrir er í landinu fyrir að hafa náð góðum árangri við að minnka losun flúorkolefna, sem eru öflugar gróðurhúsalofttegundir. Fyrir það ber að þakka.<br /> <br /> En það er staðreynd að stóriðja losar mikið og mörg verin brenna kolum í sínum iðnferlum. Spár segja að losun geti aukist um 50% og jafnvel nær tvöfaldast til 2030. Stóriðjan greiðir fyrir losunarheimildir, en það hlýtur að vekja spurningar þegar við kynnum okkur sem loftslagsvæna þjóð að við stefnum í met í aukningu losunar hvað þróuð ríki varðar.<br /> <br /> Og þá má líka spyrja sig Hver vilja menn að stefnan sé? Að fullvirkja Ísland: allar ár og öll háhitasvæði til að bjóða erlendum stórfyrirtækjum upp á ódýrt rafmagn? Nú þegar er búin að virkja til rafmagnsframleiðslu um mjög stóran hluta þeirrar orku hér á landi sem er nýtanlega samkvæmt skýrslu um orkustefnu fyrir Ísland sem lögð var fyrir Alþingi 2011. Rafmagn sem hingað til hefur að langstærstum hluta verið notað í stóriðju. Er það virkilega vilji okkar að Ísland fari frá því að vera hreina landið í norðri yfir í það að vera geymsla fyrir erlend iðnaðarfyrirtæki? Það er alla vega ekki stefna mín og ekki heldur meirihluta landsmanna. En meira en 60% þeirra eru andvíg frekari stóriðju hér á landi skv. Skoðanakönnunum.<br /> <br /> Ég held að við heyrum öll raddir íbúa Reykjanesbæjar þegar þeir kvarta undan skertum lífsgæðum vegna starfsemi United Silicon.<br /> <br /> Á því máli hef ég haft sterka skoðun og hana hef ég látið í ljós enda var ég kosin til minna starfa vegna skoðana minna. Ég hef hins vegar líka stutt Umhverfisstofnun í því hvernig stofnunin hefur tekið á því máli og hrósað henni fyrir sín viðbrögð.<br /> <br /> Í heimsókn minni til stofnunarinnar á fyrstu dögum mínum í embætti hvatti ég starfsmenn til að hafa alltaf heilsu almennings og góð náttúrugæði í huga við úrlausnir allra verkefna og sagði að ég myndi styðja við bakið á stofnuninni í öllum þeim málum þar sem beita þarf ítrustu varúðarráðstöfunum. Við það stend ég.<br /> <br /> Og ég vil hrósa Umhverfisstofnun aftur hér í dag, mér finnst þið hafa staðið ykkur vel í þessu máli þar sem álagið hefur verið mikið.<br /> <br /> Góðir gestir,<br /> <br /> Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er kveðið á um að ekki verði gerðir ívilnandi samningar við mengandi stóriðju. Ég tel það rétta stefnu og heillaskref. Loftslagsvæna orkan okkar nýtist ekki bara til iðjuvera. Við þurfum hana fyrir orkuskipti í samgöngum og sjávarútvegi. Við getum nýtt hana til gagnavera. Eins ég hef líka nefnt þá er orkan heldur ekki ótakmörkuð – við þurfum að vernda náttúruna og fylgja leiðsögn Rammaáætlunar um skynsamlega nýtingu auðlinda okkar.<br /> <br /> Og í þessu samhengi hef ég heyrt því fleygt að náttúruvernd og loftlagsmál fari ekki alveg saman. Að annað þurfi að víkja fyrir hinu. En um hvað snúast loftlagsmál í grunninn? Snúast þau ekki um að fara betur með þá orku sem er nýtt, að sóa minna og draga úr neyslu? Þ.e.a.s. snúast þau ekki um að bera hag náttúrunnar fyrir brjósti og nýta skynsamlega svo að tilvist okkar sé ekki ógnað. Um það snýst náttúruverndin einmitt líka.<br /> <br /> Og við Íslendingar getum verið innblástur fyrir önnur ríki þegar kemur að því að verja loftgæði og náttúru landsins, með alla okkar stórkostlegu náttúru og okkar tæra loft. Þetta getum við verndað, grætt upp og hlúð að. Það er ekki síður hvetjandi fyrir önnur ríki í umhverfismálum.<br /> <br /> Í því samhengi er einstaklega ánægjulegt að geta notað tækifærið og sagt frá því að ríkisstjórnin hefur ákveðið að auka fjármagn til landvörslu um 160 milljónir. En þetta þýðir um 70 % aukningu í skammtímaráðningum landvarða.<br /> <br /> Og ég fullyrði að ef við hefðum tekið bara brot af þeim upphæðum sem settar hafa verið í ívilnanir til mengandi stóriðju og sett þá afslætti í verkefni til orkuskipta og loftslagsverkefna, þá stæðum við mun betur en raun er. Þar er auðvitað ekki við stóriðjufyrirtækin að sakast, heldur þá stefnu sem hefur verið uppi. Ég vil þakka það sem fyrirtækin hafa gert vel og ég vil vinna með fyrirtækjum í stóriðju eins og öðrum greinum við að ná enn frekari árangri í að draga úr losun. En rauða dreglinum stjórnvalda fyrir nýja stóriðju hefur verið rúllað upp.<br /> <br /> En honum verður ýtt út aftur fyrir aðgerðir í loftlagsmálum.<br /> <br /> Það er ánægjulegt að sjá fulltrúa neytenda ræða loftslagsmál hér. Eins og ég kom inn á þá stafar loftslagsvandinn eins og mörg önnur umhverfisógn ekki síst af gegndarlausri neyslu og ágangi á auðlindir jarðar. Við þurfum að kunna okkur hóf. Loftslagsvæn tækni, eins og rafbílar og vindmyllur, munu skila okkur miklu. En við þurfum líka að finna til ábyrgðar okkar sem neytendur.<br /> <br /> Nýta betur, sóa minna. Neyta minna, njóta meira.<br /> <br /> Loftslagsmálin eiga erindi við almenning, ekki síður en stjórnvöld og atvinnulífið. Þau eru ekki bara uppi á borðum á ráðstefnum í París og undirskriftarviðburðum í Ráðherrabústaðnum, heldur í öllu okkar daglega lífi.<br /> <br /> Góðir gestir,<br /> <br /> Verkefnið framundan er stórt. Það er að leggja sitt af mörkum til að leysa eitt brýnasta úrlausnarefni mannkyns. Við getum ekki lokað kolaorkuverum, eins og mörg önnur ríki. Skógrækt og landgræðsla binda kolefni úr andrúmsloftinu, en það hefur verið takmörkunum háð hversu mikið megi telja fram ávinning af slíku og öðrum loftslagsaðgerðum varðandi landnotkun. <br /> <br /> Ég er samt bjartsýn. Skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands sýnir okkur að mörg tækifæri eru til minnkunar losunar sem eru ódýr og geta jafnvel borgað sig. Margt annað skilar ávinningi til samfélagsins í viðbót við loftslagsávinninginn. Ég skynja mikinn áhuga og vilja í samfélaginu. Við eigum að vera í fararbroddi, Íslendingar. Við getum það. Við þurfum rafbíla, metanólskip, landgræðslu og skógrækt, kolefnisgjöld, hjólað í vinnuna og átak gegn matarsóun. Hreinni tækni og grænni lífstíl. Jarðhitavæðingin var góð og er mörgum ríkjum fyrirmynd. Ég tel víst að ný sókn til loftslagsvænni framtíðar muni einnig á endanum skila okkur meiri ávinningi en kostnaði, þótt hún kunni að kosta okkur nokkuð í byrjun.<br /> <br /> Ég vil þakka Umhverfisstofnun fyrir dagskrá þessa ársfundar og fyrir sitt góða starf að loftslagsmálum. Hryggjarstykkið í loftslagsmálum er gott bókhald um losun og bindingu. Það er mikið verk. Því verkefni skilar Umhverfisstofnun með sóma, eins og ítarlegar úttektir Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna bera vitni um. Mér þætti ekkert verra að loftslagsmálin yrðu enn sýnilegri í starfi stofnunarinnar og tel víst að þessi ársfundur sýni vilja og áform um slíkt.<br /> <br /> Takk fyrir,

2017-05-11 14:57:1111. maí 2017Vorráðstefna Greiningar- og ráðgjafarstöðvarinnar 2017

<span></span> <p><strong>Ávarp félags- og jafnréttismálaráðherra á vorráðstefnu Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins 11.05.2017<br /> Ellý Alda Þorsteinsdóttir skrifstofustjóri&nbsp;talaði fyrir hönd ráðherra.</strong></p> <p>Komið þið sæl öll, góðir gestir á árlegri vorráðstefnu Greiningar- og ráðgjafarstöðvarinnar. Það er ánægjulegt að vera með ykkur og fá að setja ráðstefnunna, sem ég geri fyrir hönd Þorsteins Víglundssonar félags- og jafnréttismálaráðherra. Hann átti því miður ekki kost á að vera hér í dag en bað mig fyrir góðar kveðjur til ykkar.</p> <p>Það má líta á vorráðstefnuna sem nokkurs konar faglega árshátíð allra þeirra fjölmörgu sem á einhvern hátt koma að þjónustu við fötluð og langveik börn eða velferð þeirra á einhvern máta. Fólk hlakkar til þessarar ráðstefnu – hún er jafnan mjög vegleg í faglegum skilningi, vel undirbúin og fróðleg, jafnt fyrir lærða og leika. Ég leyfi mér því að segja til hamingju með daginn og er þess fullviss að ráðstefnugestir muni njóta þeirra tveggja ráðstefnudaga sem nú fara í hönd.</p> <p>Ráðherra er meðvitaður um hvað þjónusta við fötluð börn og ungmenni er vandasamt viðfangsefni. Hann veit hve mikið er í húfi að þessum málaflokki sé vel sinnt og hvað það er mikilvægt að þeir mörgu aðilar sem koma að málefnum þessa fjölþætta hóps samhæfi sig og vinni saman. Honum er einnig vel ljóst hve mikilvægt er að hafa stefnu og sýn í jafn viðamiklum málaflokki. Ráðherra átti fund með Soffíu Lárusdóttur, forstjóra Greiningar- og ráðgjafarstöðvarinnar fljótlega eftir að hann tók við embætti og fékk þá góða kynningu á starfsemi stöðvarinnar, helstu verkefnum og faglegum áherslum – og auðvitað líka hvar það er helst sem skórinn kreppir.</p> <p>Varðandi stefnu í þessum málum, þá er&nbsp;<strong>ánægjulegt að geta kynnt hér í dag drög að tillögu til þingsályktunar að framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks</strong>&nbsp;fyrir árin 2017 – 2021, en sú kynning er á dagskrá ráðstefnunnar á morgun. Í tengslum við gerð áætlunarinnar var vitanlega haft samráð við Greiningar- og ráðgjafarstöðina um áherslur inn í áætlunina sem gæti orðið til þess að styrkja og styðja við þjónustuhlutverk stofnunarinnar.</p> <p><strong>Biðlistar, rík krafa um greiningar og grá svæði</strong>&nbsp;þar sem ábyrgð þjónustuaðila og verkaskipting þeirra reynist ekki nógu skýr eru sígild umfjöllunarefni í þessum málaflokki og ekkert þeirra verður leyst í eitt skipti fyrir öll.</p> <p>Hvað varðar gráu svæðin þá eru þau ofarlega á baugi í&nbsp;<strong>skýrslu&nbsp;</strong>Ríkisendurskoðunar um geðheilbrigðisþjónustu við börn og unglinga sem birt var í fyrra – og þau eru sérstakt viðfangsefni svonefndar&nbsp;<strong>Grábókar Sambands sveitarfélaga</strong>&nbsp;sem var sérstaklega skrifuð um grá svæði á sviði velferðarþjónustu fyrir fáeinum árum. Umfjöllun af þessu tagi er mikilvæg og ýtir undir úrbætur og breytingar. Það er alltaf hægt að bæta úr því sem áfátt er og engin verkefni eru svo flókin að ekki megi leysa þau.</p> <p>Í fyrrnefndri framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs er gert ráð fyrir&nbsp;<strong>stofnun landshlutateyma</strong>&nbsp;til að auka samfellu í þjónustu, efla þjónustu og stuðning í nærumhverfi hlutaðeigandi barna og síðast en ekki síst að styrkja þjónust við landsbyggðinna. Þetta er mikilvægt.</p> <p>Einnig er lagt til að sett verði&nbsp;<strong>viðmið um biðlista fyrir greiningar</strong>&nbsp;hjá börnum og markmið um hámarksbið eftir þjónustu, ásamt aðgerðaáætlun til að ná því markmiði. Þá er gert ráð fyrir að hlutverk Greiningar- og ráðgjafarstöðvarinnar á sviði ráðgjafar og fræðslu&nbsp;<strong>nái til ungs fólks á aldrinum 18 – 24 ára.</strong></p> <p>Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins er og á að vera&nbsp;<strong>þriðja stigs þjónustustofnun</strong>. Hún er helsta þekkingarstofnun okkar á þessu sviði. Þar á að sinna þeim sem þurfa á þeirri sérhæfðu fagþekkingu sem er fyrir hendi á stofnuninni. Þjónusta við þau börn sem ekki þurfa eins sérhæfðrar þjónustu við á að veita annars staðar á viðeigandi þjónustustigi. Þetta skiptir mjög miklu máli.</p> <p>Til að þetta gangi betur eftir þarf&nbsp;<strong>að efla fyrsta- og annars stigs þjónustuna</strong>&nbsp;og Greiningar- og ráðgjafarstöðin getur komið að því verki með ráðgjöf og fræðslu.</p> <p>Þetta fellur vel að&nbsp;<strong>stefnu stjórnvalda</strong>&nbsp;um að auka aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu, meðal annars með sálfræðiþjónustu í heilsugæslu og í framhaldsskólum, jafnframt því að stuðningur verði aukinn við börn foreldra með geðvanda og sálfræðiþjónusta felld undir tryggingakerfi í áföngum.</p> <p>Allir eru sammála um hvað&nbsp;<strong>snemmtæk íhlutun</strong>&nbsp;er mikilvæg og mikils virði og getur skipt sköpum um hvernig mál þróast hjá hlutaðeigandi barni og fjölskyldu þess. Til að styðja við þessa áherslu var tekið upp&nbsp;<strong>nýtt verklag</strong>&nbsp;í samstarfi Greiningar- og ráðgjafarstöðvarinnar og Reykjavíkurborgar sem felst í því að greina reglubundið biðlista hjá stofnuninni, kanna aðstæður barnanna sem bíða greiningar og skoða hvort og hvaða þjónustu sé mögulegt að veita þeim á fyrsta og öðru þjónustustigi. Þá erum við að tala um skólana, félagsþjónustu sveitarfélaganna og heilsugæsluna á fyrsta stigi&nbsp; - og þjónustu Þroska- og hegðunarstövðarinnar, sérfræðiþjónustu sveitarfélaga, þjónustu barnadeilda sjúkrahúsa og sjálfstætt starfandi sérfræðinga á öðru þjónustustigi.&nbsp;<strong>Þetta er gott dæmi um aðgerð sem styður við snemmtæka íhlutun og mætir að nokkru leyti þeim vanda sem langir biðlistar sannarlega eru.</strong></p> <p>Félags- og jafnréttismálaráðherra ræddi fyrir skömmu um biðlista og greiningar í fyrirspurnartíma á Alþingi. Þar koma fram skýrar áherslur ráðherra sem snúast einmitt um að efla 1. og 2. stigs þjónustuna, stuðla að snemmtækri íhlutun eins og kostur er og vinna markvisst gegn kerfisvanda sem skapast ef þriðja stigs þjónustan þarf að takast á við verkefni sem eiga heima neðar í þjónustukeðjunni.</p> <p>Ráðherra vísaði til nýlegrar skýrslu um úttekt á menntun fyrir alla, án aðgreiningar og vakti athygli á að þar er bent á kerfisvanda af þessum toga. Þá vísaði hann til þess þegar börn þurfi á tiltölulega einfaldri aðstoð að halda en aðstoðin sé bundin við að greining hafi átt sér stað þar sem sveitarfélögin veiti ekki fjármagn nema að formleg greining liggi fyrir.</p> <p>Ráðherra leggur áherslu á að þetta skapi einmitt umræddan vanda. Fyrsta þjónustustiginu virðist ekki treyst fyrir greiningum sem það er þó í stakk búið til að sinna, of mikil áhersla sé lögð á formlegar greiningar og með þessu verði biðlistarnir lengri en efni standa til.</p> <p>Ráðherra var í fyrirspurnartímanum á Alþingi spurður hvort stjórnvöld hyggist beita sér fyrir átaki til að stytta bið eftir greiningum hjá Greiningar- og ráðgjafarstöðinni og Þroska- og hegðunarstöðinni.</p> <p>Fundarstjóri, góðir fundarmenn, ég leyfi mér hér að vitna beint í svör ráðherra fyrir þessari fyrirspurn þar sem svar hans var eftirfarandi:</p> <p>„Já, við hyggjumst gera það. Ég held að það sé nauðsynlegt. Þetta er algjörlega óásættanlegur biðtími sem við horfum upp á. Hér bíða hundruð barna eftir greiningu á hverjum tíma en ég held að mjög stór hluti þess vanda liggi í kerfisvandanum, þ.e. að í samstarfi við sveitarfélögin breytum við þessari nálgun þannig að menntakerfinu sjálfu verði treyst betur til að sinna fyrsta stigs greiningu og að við einbeitum okkur þegar kemur að Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins og Þroska- og hegðunarstöð að þeim börnum sem þurfa á víðtækari úrræðum að halda og getum þá sinnt þeim betur. Fjárveiting sveitarfélaganna ætti ekki að vera skilyrt formlegri greiningu heldur lagður metnaður í að grípa strax inn í, veita börnunum strax þá aðstoð sem þau þurfa á að halda. Hvort sem það er síðan mat að á endanum þurfi barnið á formlegri greiningu að halda eða frekari úrræðum á það ekki að tefja fyrstu viðbrögð menntakerfisins.“</p> <p>Þetta er skýr afstaða af hálfu ráðherrans sem leggur áherslu á að það verði skoðað í samstarfi við sveitarfélögin hvernig megi breyta þessu til betri vegar. Samstarf Greiningar- og ráðgjafarstöðvarinnar og Reykjavíkurborgar sem ég nefndi áðan fellur vel að þessu.</p> <p>Það er ánægjuleg staðreynd að leik- og grunnskólar hér á landi eru faglega öflugir með vel menntuðu og hæfu starfsfólki. Þar er mikil þekking fyrir hendi og hana má styrkja enn frekar í því skyni að draga úr tilvísunum hjá mjög sérhæfðri stofnun eins og Greiningar- og ráðgjafarstöðinni. Samstarf við sveitarfélögin hvað þetta varðar þarf líka að snúast um að sveitarfélögin tryggi skólunum fjármagn til að grípa strax til viðeigandi úrræða þegar nemendur þurfa þeirra með og að ekki þurfi að bíða eftir formlegri greiningu.</p> <p>Góðir gestir.</p> <p>Ég fer brátt að ljúka máli mínu. Framundan er mikil dagksrá sem má segja að lýsi því vel hvað málefni þess hóps barna og ungmenna sem hér um ræðir eru umfangsmikil og fjölþætt. Það er ekki að ástæðulausu að rík áhersla er jafnan lögð á að veita heildstæða þjónustu, að þjónusta sé samþætt og að þjónusta taki mið af einstaklingbundnum þörfum þeirra barna sem hennar þurfa með. Þetta gerir miklar kröfur til þjónustukerfanna; til skólakerfisins, félagslega kerfisins og heilbrigðiskerfisins – kröfur um sveigjanleika og samstarfsvilja milli ólíkra stjórnsýslustiga og stjórnunareininga.</p> <p>Ég gæti haldið lengi áfram, því möguleg umræðuefni eru mörg og þau verða seint tæmd. Mannréttindi í víðu samhengi, rétturinn til sjálfstæðs lífs, atvinnumál, búsetumál, gæði og eftirlit með þjónustu við fatlað fólk, allt þetta og margt margt fleira er mikilvægt og þarfnast stöðugrar umfjöllunar og eftirfylgni þannig að okkur miði í rétta átt.</p> <p>Það er margt vel gert á sviði þjónustu við fötluð börn og ungmenni og fjölskyldur þeirra. Við skulum meta það sem vel er gert, en vera jafnframt opin fyrir gagnrýni og ávallt reiðubúin til að endurskoða hugmyndafræði okkar, viðhorf og vinnubrögð.</p> <p>Ég vil að lokum ítreka góðar kveðjur Þorsteins Víglundssonar, félags- og jafnréttismálaráðherra til ykkar og óska öllum sem hér eru fróðlegra og ánægjulegra ráðstefnudaga.</p> <p>Takk fyrir.</p>

2017-05-11 14:42:1111. maí 2017Ársfundur SAk - Sjúkrahússins á Akureyri 2017

<span></span> <p><span><strong>Ávarp Óttars Proppé heilbrigðisráðherra á ársfundi SAk 10. maí 2017</strong></span></p> <p>Komið þið sæl öll, góðir gestir; stjórnendur, starfsfólk, vinir og velunnarar sjúkrahússins á Akureyri. Gaman að hitta ykkur hér svo mörg.</p> <p>Það er reyndar ekki mjög langt síðan ég var hér á ferðinni ásamt ráðuneytisstjóra og aðstoðarmanni mínum og fékk afar gagnlega yfirferð þar sem mér var kynnt sú mikilvæga starfsemi sem fram fer við sjúkrahúsið á Akureyri (SAk). Mér var þá gerð góð grein fyrir helstu áherslum og nýjungum í rekstrinum og síðast en ekki síst kynnt sýn stjórnenda á viðgang og vöxt sjúkrahússins til framtíðar.</p> <p>Það er mjög áberandi þegar maður kynnist aðeins rekstri SAk og þeim sem fara fyrir honum, að hér er mikil áhersla lögð á að hafa skýra sýn, að vinna eftir vel mótaðri og ígrundaðri stefnu og að hafa skilgreind og þekkt markmið að leiðarljósi.</p> <p>Vinna á þessum forsendum skilar árangri, skapar öfluga liðsheild og góðan anda meðal starfsfólksins og leiðir til metnaðarfullra og agaðra starfshátta. Þetta finnst mér ég sjá glögg í starfsemi Sjúkrahússins á Akureyri og mér finnst það til fyrirmyndar.</p> <p>Það eru ákveðin tímamót hér í dag. Framtíðarsýn og stefna sjúkrahússins sem mörkuð var og kynnt árið 2011 hefur nú runnið sitt skeið og ný framtíðarstefna verður kynnt hér á eftir.</p> <p>Stefnan sem unnið hefur verið eftir á liðnum árum hefur skilað eftirtekarverðum árangri og mikilvæg verkefni sem sett voru á oddinn hafa orðið að veruleika. Við tekur nýr kapítuli frekari uppbyggingar og þróunar sjúkrahússins, þar sem að sjálfsögðu verður byggt á þeim góða grunni sem fyrir er.</p> <p>Metnaður er mikilvægur og hann er augljóslega fyrir hendi við SAk. Alþjóðleg gæðavottun vinnulags og verkferla sem sjúkrahúsið hlaut fyrst íslenskra heilbrigðisstofnana er til marks um það og sú vinna sem vottuninni tengist er mikilvæg fyrir alla þætti í starfsemi sjúkrahússins og fyrir öryggi og gæði þjónustunnar.</p> <p>Nú veit ég að hugur ykkar stendur til þess að Sjúkrahúsið á Akureyri öðlist sess sem háskólasjúkrahús og þau áform eru hluti af nýrri framtíðarsýn til ársins 2021. – Ég geri mér ekki grein fyrir hversu raunhæft þetta markmið er miðað við inntak þess og tímamörk, en ég er viss um að þar sem þið hafið sett ykkur þetta sem leiðarljós, muni það efla rannsóknar- og vísindastarf við sjúkrahúsið á komandi árum, líkt og metnaður ykkar og vilji stendur til og það er svo sannarlega af hinu góða.</p> <p>Það er svolítið skemmtilegt í þessu samhengi að rifja upp þegar Háskólinn á Akureyri var stofnaður árið 1987 – og þótti víst mörgum nokkuð hátt seilst þegar sú hugmynd kom fyrst fram og ekki endilega víst að hún væri raunhæf. Fyrsta starfsárið var kennt í teimur deildum; heilbrigðis- og rekstrardeild, fastráðnir starfsenn voru fjórir og nemendurnir þrjátíu og einn. Metnaðarfullt markmið varð þannig að veruleika, þótt upphafið væri hógvært.</p> <p>Nú er háskólinn ómissandi máttarstoð í samfélaginu með yfir 1.500 nemendur víðsvegar af landinu, bæði í staðnámi og fjarnámi. Heilbrigðisvísindasvið skólans er öflugt með grunnnám í hjúkrunarfræðum og iðjuþjálfun og þverfaglegt framhaldsnám í heilbrigðisvísindum.</p> <p>Háskólinn á Akureyri og SAk tengjast sterkum böndum, m.a. með sameiginlegum vettvangi innan Heilbrigðisvísindastofnunar Háskólans sem hefur að markmiði að efla kennslu, þjálfun og rannsóknir í heilbrigðsivísindum og að miðla þekkingu og kynningu á rannsóknum starfsmanna. Þessar tvær stofnanir styðja og efla hvor aðra með samstarfi og samstarfssamningur þeirra á milli sem verður einmitt undirritaður hér á eftir er til marks um það.</p> <p>Sjúkrahúsið á Akureyri gegnir mikilvægu hlutverki í heilbrigðisþjónustunni sem sérhæft sjúkrahús og sem kennslusjúkrahús og staðsetning þess hér í höfuðstað Norðurlands vegur einnig þungt.</p> <p>Vegna stærðar sinnar og sérhæfingar sinnir SAk ýmsum stærri verkefnum miðlægt og tekur þátt í ýmis konar þróunarverkefnum sem eru mikilvæg fyrir landið allt. Miðstöð sjúkraflugs og rekstur sjúkraflutningaskólans eru dæmi um þetta. Þátttaka sjúkrahússins í átaki um styttingu biðlista eftir tilteknum aðgerðum fellur einnig hér undir. Eins vil ég geta hér um þá vinnu sem nú er í gangi um að nýta þá sérþekkingu og sérhæfingu í líknar- og lífslokameðferðar sem sem SAk býr yfir og það góða samstarf milli SAk og heimahlynningar á Akureyri til að styðja með markvissum hætti við við fagfólk á starfssvæði Heilbrigðisstofnananna á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austurlandi.</p> <p>------------------------------------------</p> <p>Góðir gestir.</p> <p>Ég hef talað um mikilvægi þess að vinna á grundvelli skýrrar stefnu og tel það algjöra lykilforsendu fyrir árangri, einkum þegar við er að eiga stór og vandasöm viðfangsefni þar sem mikið er í húfi.</p> <p>Ég lít á það sem eitt mikilvægasta verkefnið framundan hvað varðar embætti mitt sem heilbrigðisráðherra að móta heildstæða stefnu sem skýrir betur hver eigi að vera markmið heilbrigðisþjónustunnar, hvaða þjónusta skuli veitt, hvar og af hverjum og enn fremur hvernig skuli hátta samvinnu milli hinna ýmsu þjónustuveitenda. Undirbúningur að þessari stefnumótun er hafinn í ráðuneytinu.</p> <p>Með heildstæðri stefnumótun á ég við að allt er undir, jafnt grunnþjónustan í heilsugæslunni, sérfræðiþjónustan, opinbera stofnanaþónustan, sérhæfða sjúkrahúsþjónustan, endurhæfingarstarfsemin og heilbrigðisþjónusta fyrir aldraða.</p> <p>Það þarf að skerpa línur, skýra betur verkaskiptingu og skapa meiri sátt um heilbrigðiskerfið og skipulag þess. Góð samvinna sjúkrahúsa og heilbrigðisstofnana um landið styrkist með skýrari stefnumörkun og með nýtingu mismunandi úrræða svo sem fjarheilbrigðisþjónustu.</p> <p>Með skýrri stefnu og sýn erum við betur í stakk búin til að nýta á bestan hátt þá þekkingu og þau úrræði sem eru fyrir hendi á hverjum tíma. Þannig stuðlum við að markvissri nýtingu fjár á ábyrgan hátt í þágu þeirra sem þurfa á heilbrigðisþjónustunni að halda.</p> <p>Við þurfum að jafna aðgengi landsmanna að heilbrigðisþjónustu mun betur en nú er. Til þess eigum við að styðja heilbrigðisstofnanir um landið, m.a. með því að gera þeim kleift að taka að sér verkefni sem nýta sem best mannafla, tæki og húsnæði sem fyrir er á hverjum stað.</p> <p>Mikilvæg forsenda fyrir góðu samspili milli kerfa, samvinnu og samfelldri þjónustu eru samtengd upplýsingakerfi og þar með talin rafræn sjúkraskrá. Á þessu sviði er þróunin ör og ný tækifæri sífellt að opnast.</p> <p>Með aðgengilegum upplýsingum um þjónustu sem í boði er, t.d. hjá heilsugæslunni, og með upplýsingum í rauntíma um bið eftir aðgerðum og annarri þjónustu má bæta álagsstýringu, stytta biðtíma og auka skilvirkni heilbrigðisþjónustunnar á landsvísu sem er í allra þágu.</p> <p>-------------------------------------------</p> <p>Góðir gestir.</p> <p>Fjármögnun heilbrigðisþjónustunnar í landinu er viðvarandi umfjöllunarefni og þannig hefur það verið lengi. Það verða aldrei allir á eitt sáttir um það hvernig fjármununum er dreift og alltaf mun það verða svo að einhverjir telja sig bera skarðan hlut frá borði.</p> <p>Við verðum að skoða þessi mál í víðu samhengi og sætta okkur við það að það er ekki skynsamlegt að stórauka framlög til málaflokks af þessari stærðargráðu nema samkvæmt markvissri áætlun og skipulagi sem er í takt við efnahagsstjórn landsins. Heildarframlög hins opinbera til heilbrigðismála í ár eru um 200 milljarðar króna og það er um fjórðungur af heildarútgjöldum ríkisins!</p> <p>Í tillögu að fimm ára fjármálaáætlun stjórnvalda sem nú liggur fyrir Alþingi kemur fram að heilbrigðismálin verða í forgangi á komandi árum, líkt og kveðið er á um í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Það eru aðhaldsmarkmið í áætluninni fyrir næsta ár, en síðan er gert ráð fyrir raunaukningu ár hvert til loka gildistíma hennar.</p> <p>Landspítalinn er grunnstoð sjúkrahússþjónustunnar og allt kapp er lagt á að styðja við það hlutverk um leið og starf heilbrigðisstofnana um landið er styrkt.</p> <p>Sjúkrahúsinu hér er ætlað að eflast með byggingu nýrrar legudeildar samkvæmt framlagðri fimm ára fjármálaáætlun svo þar með má segja að langþráð verkefni sé komið í sjónmál.</p> <p>--------------------------------------------</p> <p>Um leið og við leggjum okkur fram um að efla og bæta heilbrigðisþjónustuna þarf líka að vinna skipulega að forvörnum og bættri lýðheilsu.</p> <p>Í stefnu ríkisstjórnarinnar er sérstök áhersla á forvarnir og lýðheilsu og í fjármálaáætlun til næstu fimm ára er gert ráð fyrir aðgerðum sem lúta sérstaklega að offitu og geðheilbrigði.</p> <p>Aðgerðirnar snúa til dæmis að því að styrkja starf heilsugæslunnar með aukinni áherslu á þverfaglega þjónustu sem snertir geðheilbrigði og heilbrigðan lífsstíl.</p> <p>Trúlega er fátt sem skilar meiri ávinningi fyrir heilbrigðiskerfið en árangursríkt forvarnar- og lýðheilsustarf. Um samfélagslegan ávinning þarf ekki að fjölyrða.</p> <p>Góðir gestir.</p> <p>Ég hef komið víða við enda af mörgu að taka þegar heilbrigðismál eru til umræðu.</p> <p>Eins og fram er komið er heildstæð stefnumótun í heilbrigðismálum mér hugleikin. Þar tel ég liggja ýmis tækifæri til að gera enn betur, þótt ég vilji líka taka skýrt fram að í stærstum dráttum er heilbrigðiskerfið okkar íslenska gott og ástæða til að lofa það mikla og góða starf sem unnið er á öllum stigum þjónustunnar um land allt.</p> <p>Ég hyggst ekki bylta því kerfi sem við höfum, hvorki varðandi skipulag né rekstrarform.</p> <p>Stefnumótunarvinnan verður ekki fyrst og fremst frumkvöðlastarf, heldur tel ég blasa við að nýta fyrirliggjandi greiningarskýrslur og tillögur nefnda og faglega skipaðra vinnuhópa sem fjallað hafa um mörg viðfangsefni heilbrigðisþjónustunnar. Við höfum á mörgu að byggja.</p> <p>Hér verður á eftir kynnt framtíðarsýn og stefna SAk. Það verður áhugavert og ég hlakka til að heyra hvernig þið hafið skipulagt vinnu ykkar við stefnumótunina.</p> <p>Mér hugnast vel yfirskrift hennar, þ.e.&nbsp;<strong>SAk fyrir samfélagið</strong>, því hún endurspeglar jöfnum höndum metnað, hógværð og viljann til að þjóna. Til þess erum við víst hér, það er rétt að hafa það hugfast.</p> <p>Þetta verða lokaorð mín hér að sinni.</p> <p>Þakka ykkur fyrir.</p>

2017-05-11 14:06:1111. maí 2017Ræða á ráðherrafundi Norðurskautsráðsins

<p>Arctic Council Ministerial Meeting<br /> Fairbanks 11 May 2017<br /> Statement by Iceland</p> <p>Distinguished Ministers, Permanent Participants, other members of the Arctic Council and&nbsp;observers. It is a privilege to visit Fairbanks and experience Alaska first-hand as we conclude<br /> the US Chairmanship.</p> <p>Mr. Chair,<br /> As we look back on the progress and our accomplishments, we can proudly rejoice over our&nbsp;achievements here today. The US Chairmanship Program has been both ambitious and<br /> pragmatic. Under the theme “One Arctic: Shared Opportunities, Challenges and&nbsp;Responsibilities” the focus has been on work to protect the marine environment, conserve<br /> Arctic biodiversity, improve conditions in Arctic communities, and address the rapidly&nbsp;changing climate in the Arctic.</p> <p>It goes without saying that all these issues are crucial for the people of the Arctic and the&nbsp;Circumpolar region as a whole. In this important work, the Chairmanship has been able to draw<br /> on the expertise of the Council’s capable working groups, coupled with the staunch support of&nbsp;the Secretariat.</p> <p>The Paris Agreement was a landmark achievement that Iceland is proud to be a party to. For&nbsp;the first time, we have a legally-binding agreement that commits all parties to take action and<br /> address climate change. Iceland was among the countries pushing for an ambitious agreement.&nbsp;We are also determined to maintain that ambition when it comes to implementation. So much<br /> is at stake, especially for the Arctic states, given the negative effects of increased greenhouse&nbsp;gas emissions and its consequences for the region and its environment.</p> <p>In Iceland, the Arctic has become a key foreign policy priority and it matters a lot for the&nbsp;Icelandic people, who in its entirety live in the Arctic region. Our interests in the Arctic are<br /> manifold. They relate to protection of the region’s vulnerable environment, sustainable&nbsp;economic development and utilization of natural resources. Further, we place strong emphasis<br /> on security and safety, infrastructure and, of course, cooperation with all involved stakeholders,&nbsp;including the indigenous peoples of the Arctic, as well as the observers. At this Ministerial we<br /> especially welcome seven new observers, with whom we look forward to cooperating.</p> <p>Iceland has participated actively in the work of the Arctic Council during the US chairmanship.&nbsp;For instance, we co-led the Task Force on Arctic Marine Cooperation along with the US and<br /> Norway. It has been increasingly evident in recent years that climate change is impacting the&nbsp;marine ecosystem, and for a country like Iceland, which bases its livelihood to a substantial<br /> extent on the resources of the ocean, this development is of great concern.</p> <p>Our accomplishments, documented in the Fairbanks Declaration are only the top of the iceberg&nbsp;with respect to the extensive work done by the Council’s subsidiary bodies. I would like to<br /> thank all those participating in this important work for their commitment and contribution. I&nbsp;also want to express our appreciation to the Secretariat for their valuable support and<br /> professional work.</p> <p>The eight Arctic states all share a common responsibility and a mutual interest in the protection&nbsp;and sustainability of the Arctic. In our effort to live up to this responsibility, our work has<br /> included environmental protection, sustainable economic development and utilization of&nbsp;natural resources, security and safety, infrastructure and connectivity. It is safe to say that the<br /> theme of the Finnish Chairmanship, – “Exploring Common Solutions” – captures well these&nbsp;diverse issues.</p> <p>Iceland is fully committed to continue its active and constructive participation in our joint work&nbsp;during the Finnish Chairmanship. In two years’ time Iceland will follow in Finland’s footsteps<br /> and take over the chairmanship. Our preparations have already begun and we look forward to&nbsp;shouldering this responsibility, which we take very seriously.</p> <p>As I conclude my remarks, I would like to commend the United States government at the&nbsp;conclusion of their chairmanship. The engagement and effort the United States has put into their<br /> Chairmanship program has been instrumental in focusing international attention on the Arctic,&nbsp;and in particular on the Arctic Council and its important work.</p> <p > Let me conclude by thanking Secretary Tillerson and his team for all the demanding work&nbsp;during the last two years and wishing the incoming chair, Minister Soini and his team, all the<br /> best during Finland’s Chairmanship.</p> <p > Thank you.</p>

2017-05-11 09:18:1111. maí 2017Ræða Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur á ársfundi Samáls 11. maí 2017

<p>Formaður og aðrir aðstandendur Samáls, kæru gestir.</p> <p>Það er ánægjulegt að fá að ávarpa ársfund samtaka álframleiðenda í fyrsta sinn. Það var að vísu á mörkunum að það næðist, því að ég flaug til landsins frá Washington í nótt og lenti bara rétt áðan, en ég hefði alls ekki viljað missa af því að vera með ykkur. Því miður get ég ekki setið fundinn áfram því ég á persónulegt erindi með syni mínum sem ég ætla að leyfa mér að setja í forgang eftir nokkurra daga fjarveru frá fjölskyldunni, en kollegar mínir sitja áfram og ég hlakka til að fá samantekt frá þeim.</p> <p>En talandi um Washington: Ég veit ekki hvort allir hér vita að sú borg hefur merkilega tengingu við álið. Allir þekkja Washington minnismerkið, sem var um skeið hæsta bygging veraldar, þar til Eifell-turninn sló henni við. Toppurinn á þessu minnismerki er lítill píramídi úr áli. Hann er ekki nema rúmlega tvö kíló og aðeins 20 sentímetra hár, en á þessum tíma, árið 1884, var þetta stærsti hluturinn sem hafði verið steyptur úr áli. Og þetta var í fyrsta sinn sem ál var notað í byggingu.</p> <p>Verkfræðingarnir sem stýrðu byggingu minnismerkisins vildu setja málmhlut á toppinn, bæði til skrauts og sem eldingavara. Þeir báðu um hlut úr bronsi eða kopar, en fyrir hreina tilviljun leituðu þeir til aðila sem hafði stofnað fyrstu álsmiðjuna í Bandaríkjunum. Og sá maður stakk upp á þessu nýja efni, áli, sem var að vísu fokdýrt og kostaði álíka mikið og silfur.</p> <p>Nú hugsa kannski einhverjir hér inni: Bara ef það kostaði svo mikið í dag! – En þegar betur er að gáð er líklega ágætt að svo er ekki, því þá væri það líklega ekki mikið notað.</p> <p>Kæru gestir,</p> <p>Fyrsta heimsókn mín sem ráðherra var til Nýsköpunarmiðstöðvar. Skömmu síðar var ISAL eitt fyrsta fyrirtækið sem ég heimsótti sem ráðherra. Ég nefni þetta vegna þess að margir sjá lítil tengsl þarna á milli. Á milli nýsköpunar og stóriðju. En þau eru svo sannarlega mikil. Fyrirtækin sjálf eru sífellt að leita leiða til að bæta sinn rekstur með ýmsu sem má vel flokka sem nýsköpun. </p> <p>Ímyndum okkur að einhverju nýstofnuðu fyrirtæki hefði verið falið það verkefni að finna leiðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í álverum um 75% á hvert tonn með umbótum í rekstri. Ef þetta nýstofnaða fyrirtæki hefði tekið þetta verkefni að sér og tekist að leysa það, þá hefði það ábyggilega átt mjög góða möguleika á að hljóta einhvers konar nýsköpunarverðlaun og líklega einnig umhverfisverðlaun. En þetta hefur einmitt álverunum tekist að gera, á þann hátt að jafnvel systurfyrirtæki þeirra annars staðar í heiminum hafa leitað hingað eftir leiðbeiningu og leiðsögn til að freista þess að ná sama árangri.</p> <p>En það er ekki bara innan fyrirtækjanna sjálfra sem nýsköpun á sér stað. Hún er fer ekki síður fram hjá þeim aðilum sem veita álverunum þjónustu. Stærsta dæmið er ábyggilega Stímir, nú hluti af VHE, sem var stofnað af starfsmönnum álvers sem höfðu hugmyndir um nýjan búnað sem gæti&nbsp; bætt reksturinn. Í dag selur VHE eigin hönnun og framleiðslu til álvera um allan heim.</p> <p>Fleiri dæmi mætti nefna, til dæmis tilraunir til að hanna sjálfkeyrandi róbot til að sjá um hitamælingar og rannsóknir og tilraunir um hvernig nýta megi kerbrot sem hráefni í framleiðslu á öðrum afurðum. Allt er þetta nýsköpun, rannsóknir og þróun. Ástæða er til að fagna nýju námi í efnisfræði sem farið er af stað í Háskólanum í Reykjavík; það mun án efa styrkja grundvöll fyrir enn meiri nýsköpun á þessu sviði.</p> <p>Síðast en ekki síst mætti nefna tengda eða afleidda nýsköpun og þróun, fyrst og fremst í orkugeiranum, sem byggir jú að mjög miklu leyti á viðskiptum við stóriðju.</p> <p>Álverin hafa líka verið brautryðjendur við að innleiða ýmislegt nýtt á Íslandi þótt það teljist ekki nýsköpun í hefðbundnum skilningi. Öryggismál eru þar efst á blaði, en einnig mætti nefna gæðamál, vottanir samkvæmt alþjóðlegum stöðlum, og ýmis verkefni og áherslur sem varða starfsmenntun, jafnréttismál, umhverfismál og samfélagslega ábyrgð.</p> <p>Það er alls ekki sjálfgefið að stórar og afkastamiklar verksmiðjur séu reknar án sífelldra vandræða. Heilt yfir hafa álverin sýnt metnað til að stunda góðan rekstur, fara að kröfum og reglum, og bæta úr því sem bent er á að megi bæta.</p> <p>Góðir fundarmenn,</p> <p>Fyrir fáeinum árum gaf McKinsey út hina frægu skýrslu um hvernig tryggja mætti heilbrigðan vöxt í íslensku efnahagslífi. Í skýrslunni kom fram að framleiðni vinnuafls í orkugeiranum og í málmframleiðslu var á þeim tíma tvisvar sinnum meiri en í sjávarútvegii og fjármálastarfsemi og fimm sinnum meiri en í flestum öðrum atvinnugreinum.</p> <p>Vissulega eru orkugeirinn og málmframleiðsla fyrst og fremst fjármagnsfrekar greinar en ekki sérlega vinnuaflsfrekar. En þetta þýðir engu að síður að það er skynsamleg ráðstöfun á vinnuafli að setja það til verka í þessum atvinnugreinum. Hver vinnandi hönd skapar þarna mun meiri verðmæti en í nánast öllum öðrum atvinnugreinum.</p> <br clear="all" /> <p>&nbsp;</p> <p>Þessi verðmæti þurfa auðvitað að skila sér með eðlilegum hætti til þeirra sem hlut eiga að máli, til eigenda, til starfsfólks, til samfélagsins og til viðskiptavina. Allir þurfa sinn réttláta skerf til að sátt sé um starfsemina.</p> <p>Í því sambandi skiptir verulegu máli að Landsvirkjun sér fram á að geta greitt eiganda sínum, ríkinu, verulegan arð innan fárra ára. Hin síðustu ár hefur fyrirtækið notað verðmætin sem það hefur skapað til að greiða niður skuldir og fjármagna framkvæmdir. Það er því ekki nýtt að fjármunamyndun sé nokkuð sterk hjá Landsvirkjun, en það er ekki fyrr en nú sem svigrúm er að myndast til að beina þessum fjármunum í auknum mæli til eigandans í formi arðs. Þetta er til þess fallið að skapa aukna sátt um stóriðjuna. Arðurinn af viðskiptum við hana verður þarna sýnilegri en hann hefur verið til þessa.</p> <p>Rétt er að hafa í huga að orkuframleiðendur eru í allt annarri samningsstöðu þegar sest er niður með áratugagömlu fyrirtæki til að endurnýja eldri samninga sem eru að renna út,&nbsp; heldur en þegar verið er að semja í upphafi, um hvort nýtt fyrirtæki verði byggt hérna eða ekki. Þetta gefur augaleið. Að öllu öðru óbreyttu er því líklegt að verð hækki fremur en lækki eftir því sem tíminn líður og fleiri samningar eru endurnýjaðir, að því gefnu auðvitað að samningar takist.</p> <p>Núna tala orkuframleiðendur um að mögulega geti komið upp sú staða að enginn framleiðandi hafi áhuga á að selja almenningi og minni fyrirtækjum rafmagnið. Það hlýtur að fela í sér að nýjustu verð til stóriðju, eða þau verð sem sé raunhæft að ná á næstunni, séu orðin það há að það borgi sig frekar að selja þangað heldur en til almennings og minni fyrirtækja. Þetta hefði einhvern tímann þótt saga til næsta bæjar.</p> <p>Hvað álfyrirtækin sjálf varðar má ætla að þau hafi ýmis tækifæri til að halda áfram að styrkja sína stöðu. Við þekkjum að áform eru til skoðunar um að auka hlutfall af verðmætara áli í framleiðslunni, með tilheyrandi fjárfestingum sem þarf til að gera það mögulegt.</p> <p>Þá má telja líklegt að fyrirtækin hafi mikil tækifæri á næstu árum til að gera sér mat úr þeirri staðreynd að álið sem kemur frá Íslandi er framleitt með hreinni orku. Í ljósi þess hve mikið rafmagn þarf til að framleiða ál er líklegt að það verði sífellt mikilvægara í hugum neytenda hvernig allt þetta rafmagn er búið til. Ef neytendur krefjast þess hreinlega í einhverjum tilvikum að álið hafi verið framleitt með grænni orku gefur augaleið að samkeppnisstaða álveranna á Íslandi styrkist til muna.</p> <p>Kæru gestir</p> <p>Eftir tvö ár verða fimmtíu ár liðin frá því að eiginleg álframleiðsla hófst á Íslandi. Öll rök hníga að því að uppbygging á þessari starfsemi hafi verið heillaspor fyrir Íslendinga. Það staðfesta meðal annars flestar ef ekki allar hagfræðilegar athuganir sem gerðar hafa verið á því.</p> <p>Ekki er heldur neinn vafi á því að það var heillaspor fyrir umhverfismálin á heimsvísu, að skrúfa í raun fyrir stórfellda losun gróðurhúsalofttegunda, með því að framleiða þennan hluta heimsframleiðslunnar hér á landi með grænni orku, frekar en að gera það annars staðar með gasi eða kolum.</p> <p>Þar við bætist sú græna hlið álsins sem felst í bæði léttleika þess og endurnýtanleika þess, og verður meðal annars til umfjöllunar hér síðar á fundinum. Langstærstur hluti þess áls sem framleitt er í dag mun eiga sér framhaldslíf um alla fyrirsjáanlega framtíð í gegnum sífellda endurvinnslu og nýtast komandi kynslóðum. Það rímar vel við áherslur okkar um sjálfbærni og því vænti ég þess að við megum áfram eiga gott samstarf við áliðnaðinn á grundvelli metnaðar, fagmennsku, og virðingar fyrir hagsmunum hvers annars og samfélagsins í kringum okkur.</p> <p>Takk.</p>

2017-05-09 09:12:0909. maí 2017Ræða Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur á ráðstefnu Amerísk-íslenska viðskiptaráðsins 9. maí 2017

<span></span> <p><span style="font-size: 14pt; font-family: 'Times New Roman', serif;">Chairmen of the American Icelandic and Icelandic American Chambers of Commerce, distinguished speakers, honored guests.</span></p> <p><span style="font-size: 14pt; font-family: 'Times New Roman', serif;">The question being considered today is whether America is at a crossroads.</span></p> <p><span style="font-size: 14pt; font-family: 'Times New Roman', serif;">If we were to consider the last two or three centuries in our Western part of the world, we would probably find that there is hardly a single period in which academics, politicians and commentators have not proposed that their society was at some sort of crossroad.</span></p> <p><span style="font-size: 14pt; font-family: 'Times New Roman', serif;">Therefore, by analyzing contemporary discussions of each period, we might conclude that our society is more or less constantly at a crossroad – or more precisely, that it is moving across a never-ending series of new crossroads.</span></p> <p><span style="font-size: 14pt; font-family: 'Times New Roman', serif;">This may be technically true, since we are always making choices and taking decisions that might have a significant impact on our future.</span></p> <p><span style="font-size: 14pt; font-family: 'Times New Roman', serif;">But do we really know how to identify such moments in time?</span></p> <p><span style="font-size: 14pt; font-family: 'Times New Roman', serif;">I would suggest that we have a less than perfect ability to correctly identify a true turning point, a major crossroad, where our future will be defined.</span></p> <p><span style="font-size: 14pt; font-family: 'Times New Roman', serif;">As a theory worth considering, I would instead propose that we tend to overestimate our ability to predict what is going to happen, by peering into the fog and mist that is the future, and that at the same time we tend to underestimate the significance of what is actually happening in plain sight all around us.</span></p> <p><span style="font-size: 14pt; font-family: 'Times New Roman', serif;">Consider the fact, that one of the most popular books in America at the beginning of the 20<sup>th</sup> century was called: “The Simple Life”. It predicted that society was at a crossroad, and that people would soon leave the cities and return to the countryside. – This is one of many examples of popular predictions which didn’t come true. Hindsight is easy, to be sure, but this was a bestseller which influenced even the president of the United States.</span></p> <p><span style="font-size: 14pt; font-family: 'Times New Roman', serif;">As for the tendency to underestimate the significance of what is actually happening, the most famous example is probably the way that several senior players in the digital revolution downplayed the potential of the personal computer and its relevance and usefulness for ordinary people. Even some of the persons most closely involved in that revolution did not even realize that it was happening.</span></p> <p><span style="font-size: 14pt; font-family: 'Times New Roman', serif;">There are probably some lessons to be learned here, when we try to analyze our own times.</span></p> <p><span style="font-size: 14pt; font-family: 'Times New Roman', serif;">Another thing to consider is that different generations have different perspectives.</span></p> <p><span style="font-size: 14pt; font-family: 'Times New Roman', serif;">I suspect that most of the audience clearly remembers when the gates of the Berlin Wall were thrown wide open. This was five days after my second birthday! I was five months away from being born when President Reagan called for that wall to be torn down. I’m sorry if this makes you feel old, but that’s life!</span></p> <p><span style="font-size: 14pt; font-family: 'Times New Roman', serif;">This means that thankfully I was not raised in fear of a nuclear war destroying humanity, like the generation before me. But nevertheless, I was very much aware of the crucial part that America had played in promoting security and freedom around the world, including in my own part of the world.</span></p> <p><span style="font-size: 14pt; font-family: 'Times New Roman', serif;">Just as importantly, I realized that the history of America is proof that there is no greater engine for progress and the improvement of living standards than for the people to enjoy the right to life, liberty and the pursuit of happiness.</span></p> <p><span style="font-size: 14pt; font-family: 'Times New Roman', serif;">The European model – and particularly the Scandinavian model – honors these same values, but with a little less emphasis on the right to “<span style="text-decoration: underline;">pursue</span>” happiness. To pursue is hard work. – So why not simply state that people have the right to life, liberty and happiness? No pursuing required! I am of course over-simplifying, but striking the ideal balance of what can be provided and what must be pursued is a constant challenge, and our Scandinavian approach clearly puts more emphasis on providing than the American approach does.</span></p> <p><span style="font-size: 14pt; font-family: 'Times New Roman', serif;">However, the common foundation for all of our endeavors is the creation of new value, and this will always rest on free enterprise. And in this respect, few countries, if any, offer more valuable lessons than the United States.</span></p> <p><span style="font-size: 14pt; font-family: 'Times New Roman', serif;">Iceland has been fortunate enough to enjoy a good relationship with the United States on many fronts, including culture, national defense, and trade.</span></p> <p><span style="font-size: 14pt; font-family: 'Times New Roman', serif;">Exports from Iceland to the US have increased steadily in recent years, measured in Icelandic krona. This is in large part due to increased exports of fresh fish, which has, in turn, partly been enabled by the increase in direct flights between our two countries.</span></p> <p><span style="font-size: 14pt; font-family: 'Times New Roman', serif;">Consumer studies show significantly increased awareness and interest in Icelandic goods among American consumers. Almost 60% say they are interested in seafood from Iceland, compared with 30% in the year 2000.</span></p> <p><span style="font-size: 14pt; font-family: 'Times New Roman', serif;">It is interesting to see that “water” comes second after seafood as the Icelandic product which U.S. consumers are most interested in, which seems to indicate opportunities for growth. And indeed, exports of water saw strong growth last year, although they are still a fairly modest part of the total.</span></p> <p><span style="font-size: 14pt; font-family: 'Times New Roman', serif;">Perhaps most importantly, these consumer studies show that the image of Iceland itself is changing dramatically, as a result of increased awareness and knowledge. Fifteen years ago, when asked what came to mind at the mention of Iceland, the overwhelming majority of Americans simply answered: Ice, snow, or cold.</span></p> <p><span style="font-size: 14pt; font-family: 'Times New Roman', serif;">This means that we were hardly on the map at all. Today, only about 40% give this answer and it is being replaced with answers such as “nature”, “pure”, “clean”, “green”, “volcanoes”, and “seafood”.</span></p> <p><span style="font-size: 14pt; font-family: 'Times New Roman', serif;">Iceland’s strong record on sustainability is clearly a competitive advantage, with our world-class management of fishing grounds, and the unique fact that all of our electricity is produced with renewable sources. This must be our selling point going forward.</span></p> <p><span style="font-size: 14pt; font-family: 'Times New Roman', serif;">More and more Americans visit Iceland, and in fact, it is Americans who have in large part driven the Icelandic tourist boom. Ten years ago, 55 thousand Americans travelled to Iceland. Last year, they were over <em>four hundred</em> thousand. – This March alone they were 43 thousand, or close to what recently used to be the norm during the course of a whole year.</span></p> <p><span style="font-size: 14pt; font-family: 'Times New Roman', serif;">All of the positive changes I have mentioned have been influenced by the hard work, foresight and professionalism of our Foreign Service teams, including personnel at the Embassy and Promote Iceland, as well as our business people and entrepreneurs. A healthy proportion of this group is present here today so I would like to take the opportunity to thank you for good work!</span></p> <p><span style="font-size: 14pt; font-family: 'Times New Roman', serif;">It is my sincere wish that we continue to build on the increasing trade with America. That we will strengthen the presence of our traditional exports and also that we will add new products and services through innovation.</span></p> <p><span style="font-size: 14pt; font-family: 'Times New Roman', serif;">Dear guests,</span></p> <p><span style="font-size: 14pt; font-family: 'Times New Roman', serif;">As the title of this seminar suggests, these are times of some uncertainty, but also of potential and opportunity. America is in so many ways a magnificent country, not least in the way it was founded, on principles of freedom and opportunity. It has long been an example for other nations to follow, and it is important that we continue to benefit from its leadership.</span></p> <p><span style="font-size: 14pt; font-family: 'Times New Roman', serif;">I am very interested to hear whether our speakers today feel that America is indeed at a crossroad. Whatever the case may be, I would hope that the path forward is one of increased trade and international cooperation. It is certainly one of the priorities of the government of Iceland to strengthen the relationship with the United States.</span></p> <p><span style="font-size: 14pt; font-family: 'Times New Roman', serif;">Thank you to the Icelandic American Chamber of Commerce for organizing this visit, and to the American Icelandic Chamber for organizing this seminar.</span></p> <p><span style="font-size: 14pt; font-family: 'Times New Roman', serif;">Thank you.</span></p>

2017-05-08 17:21:0808. maí 2017Virðisaukinn í ferðaþjónustu - grein fjármála- og efnahagsráðherra

<p>Grein Benedikts Jóhannessonar fjármála- og efnahagsráherra um afnám undanþágu ferðaþjónustu frá almennu virðisaukaskattsþrepi. Birtist í Kjarnanum 6.maí 2017.<br /> <br /> Í lok mars lagði ég fram fjár­mála­á­ætlun til næstu fimm ára, þar sem meðal ann­ars kemur fram sú stefnu­breyt­ing að afnema und­an­þágu ferða­þjón­ustu frá almennu þrepi virð­is­auka­skatts. Í kjöl­farið er ráð­gert að lækka almennt þrep virð­is­auka­skatts um 1,5% svo það verði 22,5% frá 1. jan­úar 2019. <br /> <br /> Ferða­þjón­usta hefur vaxið mikið á und­an­förnum árum. Hún hefur á þró­un­ar­skeiði sínu notið þess að vera í lægra skatt­þrepi virð­is­auka­skatts. Skatta­hag­ræði vegna þessa hefur verið metið um 16 millj­arðar króna ef litið er á gist­ingu, fólks­flutn­inga og afþr­ey­ingu, en auk þess milli fimm og sex millj­arðar króna í veit­inga­rekstri. Nú þegar greinin er orðin stærsta gjald­eyr­is­aflandi grein lands­ins og vex um tugi pró­senta á hverju ári er eðli­legt að virð­is­auka­skattur sé sá sami í grein­inni og í öðrum geir­um. <br /> <br /> Hér á eftir geri ég grein fyrir efna­hags­legum bak­grunni aðgerð­anna, skatta­legum rökum og þeim grein­ingum sem gerðar hafa verið á áhrifum breyt­ing­anna. Í grein­inni er að stórum hluta byggt á grein­ingum sem unnar hafa verið í fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu.<br /> <br /> 1. Stöðugt efna­hags­líf<br /> Ferða­þjón­usta var lengi fremur lítil atvinnu­grein hér á landi, en er nú orðin ein af þeim veiga­mestu í land­inu. Sam­setn­ing lands­fram­leiðsl­unnar hefur breyst með til­færslu á vinnu­afli og öðrum fram­leiðslu­þátt­um. Fjölgun ferða­manna hefur raunar farið vax­andi en hún var á bil­inu 18-24% á árunum 2011-2014, milli áranna 2014 og 2015 var fjölg­unin nærri 30% og ferða­mönnum fjölg­aði ennþá meira árið 2016, eða um 40%. Sam­kvæmt spám grein­ing­ar­að­ila er gert ráð fyrir að fjölg­unin verði nálægt 30% til árs­ins 2017 og að ferða­menn verði þar með orðnir yfir 2,3 millj­ónir tals­ins. Þurfi frek­ari vitn­anna við, þá flugu árið 2002 tvö flug­fé­lög til lands­ins. Í fyrra voru þau 26 tals­ins, þar af 11 með flug allt árið. <br /> <br /> Vægi ferða­þjón­ust­unnar í vergri lands­fram­leiðslu (VLF) er orðið mjög hátt í sam­an­burði við önnur lönd. Greinin stóð með beinum hætti fyrir 8,1% af VLF árið 2015 og með óbeinum og afleiddum áhrifum hækkar talan upp í um 27%.</p> <p><img alt="" src="/lisalib/getfile.aspx?itemid=74f5c148-3f13-11e7-9410-005056bc4d74&amp;proc=MediumImage" style="vertical-align: middle;" /></p> <p>Nýt­ing á gisti­rými og fólks­flutn­inga­bílum hefur stór­batnað og því eðli­legt að afkoma fyr­ir­tækja í grein­inni hafi færst betra horf. Nýt­ingin er orðin betri en víð­ast hvar í nágranna­lönd­um. Á það hefur rétti­lega verið bent að gengi krón­unnar hafi styrkst mikið og það geti valdið erf­ið­leikum í rekstri þeirra sem hafi selt þjón­ustu sína með löngum fyr­ir­vara. Verð­mæl­ingar Hag­stof­unnar sýna að verð á ferða­þjón­ustu hafi hækkað í íslenskum krónum um 11% árið 2016 og greinin virð­ist því hafa getað brugð­ist við auk­inni eft­ir­spurn með verð­hækk­un­um. Benda má á að verð hót­elgist­ingar í Reykja­vík hefur hækkað um 40% á síð­ustu þremur árum.</p> <p><img alt="" src="/lisalib/getfile.aspx?itemid=a708471b-3f13-11e7-9410-005056bc4d74&amp;proc=MediumImage" style="vertical-align: middle;" /></p> <p>Vöxtur ferða­þjón­ustu átti sér stað á heppi­legum tíma fyrir Ísland eftir banka­hrunið haustið 2008. Atvinnu­leysi er nú afar lít­ið. Hag­vöxtur síð­ustu ára hefur verið drif­inn áfram af ferða­þjón­ustu og hún er nú grunn­stoð undir hag­kerfið sem of fábreytt fyr­ir. Þá er ljóst að Íslend­ingar fagna fleiri kaffi­húsum og veit­inga­húsum og betri flug­sam­göngum við útlönd sem allt eru beinar afleið­ingar af vext­in­um. <br /> <br /> Blikur á lofti<br /> Nú er svo komið að vöxtur í ferða­þjón­ust­unni er orð­inn mjög mik­ill og far­inn að hafa nei­kvæðar afleið­ing­ar. Nær allir grein­endur og stefnusmiðir sem fjallað hafa um ferða­mennsku vara við því að svo ör vöxtur geti leitt til efna­hags­legs og umhverf­is­legs ófarn­að­ar.<br /> <br /> Stór þáttur er stór­hækkun á raun­gengi krón­unn­ar. Hún hefur aftur í för með sér að sam­keppn­is­staða ann­arra greina versnar sem því nem­ur. Nefna má sjáv­ar­út­veg og ýmis þekk­ing­ar­fyr­ir­tæki í fram­leiðslu, hönnun og hug­bún­aði. En áhrifin eru víð­tækari, því þau ná einnig til fyr­ir­tækja sem keppa við inn­fluttan varn­ing, fyr­ir­tækja eins og inn­rétt­inga­smiði og mat­væla­vinnsl­ur. <br /> <br /> Gjald­eyr­is­forða­söfnun Seðla­bank­ans er dýr og getur ekki gengið enda­laust. Sam­keppni um vinnu­afl og fjár­magn harðn­ar. Inn­viðir ýmsir eru þand­ir, og margir þeirra þarfn­ast fram­laga rík­is­ins til við­halds og fram­kvæmda. Hús­næð­is­mark­að­ur­inn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu er þan­inn. <br /> <br /> Helstu hag­stjórn­ar­tæki rík­is­ins eru ann­ars vegar vaxta­á­kvarð­anir Seðla­bank­ans og hins vegar afgangur á rík­is­fjár­mál­um. Spenna í efna­hags­kerf­inu veldur því að skila þarf auknum afgangi af rík­is­sjóð­i. <br /> <br /> Fram­kvæmdir verða dýr­ari þegar verk­takar hafa um mörg verk­efni að velja. Þetta ger­ist á sama tíma og krafa er uppi um aukin útgjöld til inn­viða­upp­bygg­ingar og vel­ferð­ar­mála. Við bæt­ast margra millj­arða fram­úr­keyrslur á fjár­lögum ófjár­magn­aðar og sam­göngu­á­ætl­un, að hluta ófjár­mögn­uð. <br /> <br /> Á sama tíma nýtur þjón­usta við ferða­menn skatta­legrar íviln­unar gagn­vart öðrum atvinnu­grein­um. Obb­inn af þjón­ustu sem ferða­menn kaupa er í lægra virð­is­auka­skatts­þrep­inu, þrep­inu sem almennt hefur verið notað fyrir brýn­ustu nauð­synjar og hluti sem sér­stök ástæða telst til að njóti sér­kjara, eins og mat­ur, menn­ing­ar­starf­semi, smokkar og bleyj­ur. Áætlað hefur verið að þessi ívilnun jafn­gildi um 22 millj­örðum króna árlega. Skattaí­viln­unin er hlut­falls­lega mikil og kostn­að­ar­söm sam­an­borið við önnur lönd sökum þess hversu þungt greinin vegur í lands­fram­leiðsl­unni. Þessi meg­in­grein atvinnu­lífs­ins, grein sem er yfir 8% af hag­kerf­inu, skil­aði árið 2016 um 3% af tekjum rík­is­ins af virð­is­auka­skatt­i. <br /> <br /> Staðan er því snú­in. Stjórn­völdum ber skylda til að bregð­ast við efna­hags­legum áhrifum af stig­vaxt­andi vexti ferða­þjón­ust­unnar og afla tekna til að fjár­magna inn­viða­fjár­fest­ingar og aðra þjón­ustu rík­is­ins. <br /> <br /> 2. Ein­faldir skattar<br /> Ein mót­væg­is­ráð­stöfun sem stjórn­völd hafa nú afráðið í þessu skyni er að færa sölu á þjón­ustu við ferða­menn í almennt þrep virð­is­auka­skatts­kerfs­ins úr lægra þrep­inu. Áfram verði þó veit­inga­sala í neðra þrepi, til sam­ræmis við aðra mat­vöru. Grein­arnar sem fær­ast á milli skatt­þrepa eru gist­ing, fólks­flutn­ingar í afþrey­ing­ar­skyni, þjón­usta ferða­skrif­stofa, ferða­skipu­leggj­enda og ferða­fé­laga, ferða­leið­sögn og bað­að­staða og heilsu­lind­ir. <br /> <br /> Fimm flugur<br /> Breyt­ingin hefur marg­þættan til­gang. Í fyrsta lagi leit­ast hún við að hægja á vexti ferða­þjón­ust­unnar og draga þannig úr þrýst­ingi til hækk­unar á gengi krón­unn­ar. Hátt gengi krón­unnar skerðir við­gang ann­arra útflutn­ings­greina. Eins og grein­ingar okkar sýna (sjá neð­ar) mun vöxt­ur­inn halda áfram að vera rösk­ur. Að því marki sem þetta hefur áhrif á til fækk­unar veldur það minni þrýst­ingi á geng­is­styrk­ing­u. <br /> <br /> Í öðru lagi jafnar aðgerðin rekstr­ar­grund­völl atvinnu­greina í land­inu og horfið er frá því að sér­stök skatta­leg ívilnun bjagi afkomu og sam­keppni um vinnu­afl og fjár­magn. Þetta felur í sér að aðgerðin stuðlar að hag­kvæm­ari nýt­ingu fram­leiðslu­þátta til hags­bóta fyrir þjóð­ar­búið með sam­ræmdri skatt­á­lagn­ing­u. <br /> <br /> Í þriðja lagi gerir aðgerðin það að verkum að einn af höf­uða­tvinnu­veg­unum skilar ekki til­tölu­lega litlum tekjum til að standa undir bæði kostn­aði hins opin­bera við hana og almennri sam­neyslu heldur tekur sama þátt í því og aðrar grein­ar. <br /> <br /> Í fjórða lagi gerir aðgerðin skatt­kerfið skil­virkara og ein­fald­ara með því að fækka und­an­þág­um. Íslenskt skatt­kerfi hefur raunar legið undir ámæli fyrir að vera óskil­virkt að þessu leyti, meðal ann­ars í skýrslum OECD.<br /> <br /> Í fimmta og síð­asta lagi aflar aðgerðin rík­inu tekna. Til að byrja með, frá 1. júlí 2018, munu þær tekjur renna í rík­is­sjóð, en hálfu ári seinna, þegar gert er ráð fyrir að byrjað sé að slakna á spenn­unni í hag­kerf­inu, verður almennt þrep virð­is­auka­skatts lækkað um 1,5% niður í 22,5%. Bilið milli þrepanna tveggja þreng­ist þar með úr 13% í 11,5%. Með lækkun almenna þreps­ins verður þörf fyrir verð­hækk­anir í ferða­þjón­ust­unni vegna til­færslu starf­sem­innar á milli virð­is­auka­skatts­þrepa minni en ella hefði orð­ið. Útgangs­punkt­ur­inn er að skatt­stig sé að mestu óbreytt, en að stefna að skil­virkni í skatt­heimtu.<br /> <br /> Dreif­ing ferða­manna enn úrlausn­ar­efni<br /> Ákvörð­unin er ekki tekin úr lausu lofti heldur byggir hún meðal ann­ars á vinnu sem fram fór meðal ann­ars á vegum sam­ráðs­vett­vangs um aukna hag­sæld og sam­kvæmt ráð­legg­ingum AGS og OECD. Þær hug­myndir gengu raunar út á að fella allan virð­is­auka­skatt undir eitt þrep sem þá gæti verið 19,7%, en það er ekki ætl­unin í bili meðal ann­ars vegna áhrifa á kostnað við mat­ar­inn­kaup. Þar liggur þó ástæðan fyrir því að ekki hefur verið talið fært að setja ferða­þjón­ust­una í milli­þrep eins og hug­myndir hafa verið um; þegar mark­miðið er öðrum þræði ein­földun skatt­kerfis er úr ekki skyn­sam­legt að bæta þriðja þrep­inu við.<br /> <br /> Þessi ákvörðun er til­kynnt með 15 og 21 mán­aða fyr­ir­vara. Hún markar stóru lín­urn­ar. Fram að þeim tíma gefst færi til að taka ákvarð­anir um önnur tengd atriði. Þannig er nauð­syn­legt að efla með ráðum og dáð eft­ir­lit í ferða­þjón­ustu, svo sem skatt­skilum og upp­lýs­inga­skrán­ingu. Breyt­ingar á skatt­kerf­inu verða að auð­velda fyr­ir­tækjum að skila skatti. Þá er það ljóst að aðgerðin felur ekki beina stýr­ingu eða dreif­ingu ferða­manna, hvorki innan árs eða milli lands­hluta. Til þess þarf önnur verk­færi sem áfram verður að skoða vel. <br /> <br /> Stundum hefur því verið haldið fram að þetta sé í ósam­ræmi við aðrar útflutn­ings­greinar eins og sjáv­ar­út­veg og áliðn­að, sem ekki greiða virð­is­auka­skatt af seldri vöru en geta fengið skatt­inn end­ur­greiddan af öllum aðföng­um. Þetta byggir á þeim mis­skiln­ingi að almenna reglan er að virð­is­auka­skattur greið­ist þar sem vara eða þjón­usta er not­uð. Á sama hátt og inn­fluttar vörur borga virð­is­auka­skatt til íslenska rík­is­ins þegar þær lenda á Sunda­bakka, borga útfluttar vörur virð­is­auka­skatt þegar þær koma á áfanga­stað.</p> <p>3. Lík­leg áhrif aðgerða<br /> Í aðdrag­anda fram­lagn­ingar fjár­mála­á­ætl­unar var unnið tölu­vert starf innan bæði fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins og atvinnu- og nýsköp­una­ráðu­neyt­is­ins til að kort­leggja ferða­þjón­ust­una og skatt­greiðslur henn­ar, hvaða skatta­breyt­ingar skyn­sam­legt væri að fara út í og að greina hvaða lík­legu áhrif þær gætu haft. <a href="/lisalib/getfile.aspx?itemid=f0854813-8823-11e7-9419-005056bc4d74">Nið­ur­stöður grein­ing­ar­innar má meðal ann­ars sjá á vef fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins</a>. </p> <p>Í stuttu máli er nið­ur­staðan sú, að afnám skatta­legrar íviln­unar grein­ar­innar hafi fremur lítil áhrif á kostnað við með­al­ferð til Íslands og muni því ein og sér ekki hafa veru­leg áhrif á fjölda eða fjölgun þeirra. Að því marki sem breyt­ingin hefur áhrif, er það til að hægja á örum breyt­ingum í hag­kerf­inu með mik­illi geng­is­styrk­ing­u. <br /> <br /> Allar spár um fram­tíð­ina eru erf­iðar í þessu sam­hengi, enda hafa breyt­ing­arnar á gengi, fjölda ferða­manna og öðrum þáttum verið á fleygi­ferð síð­ustu ár. Ein stór for­senda sem skoða þarf í þessu sam­hengi er að hversu miklu leyti ferða­menn bera skatt­inn og hversu mikið fyr­ir­tækin gera það sjálf. Senni­leg­ast er að neyt­endur beri bróð­ur­part­inn. Önnur for­senda sem er óljós er verð­teygni, sem er mæli­kvarði á það hvernig neysla breyt­ist þegar verð hækkar eða lækk­ar. <br /> <br /> Sé miðað við að breyt­ing­unni verði velt að fullu út í verð­lagn­ingu ferða­þjón­ust­unnar þá er ljóst að hækk­unin verður ekki umtals­verð. Útreikn­ingar sýna að um 40% af neyslu ferða­manna er í þeim flokkum sem munu falla undir hærra skatt­þrep. Að með­al­tali væri þá um að ræða tæp­lega 5% hækkun á heild­ar­kostn­aði við Íslands­ferð.<br /> <br /> Þegar þetta er sett í sam­hengi við verð­teygni sést að áhrif á fjölda ferða­manna eru fremur lít­il. Í sviðs­mynd sem gerði ráð fyrir að með­al­tals­vöxtur ferða­manna síðan 1980 héld­ist áfram (7,7% á ári) verði vöxt­ur­inn þess í stað 5,9% á ári, og með vöxt síð­ustu fimm ára (26% á ári) yrði hann 23,7%, að gef­inni verð­teygni upp á -0,4. Nýleg grein­ing Arion banka bendir til þess að fyrri talan sé senni­lega nær lagi (enda aukn­ing upp á tugi pró­senta ekki sjálf­bær), en að <a href="https://www.arionbanki.is/markadir/greiningardeild/greiningardeild-allar-frettir/2017/04/07/Thess-vegna-spaum-vid-ad-ferdamonnum-fjolgi-haegar/" target="_blank">vöxt­ur­inn muni halda áfram</a>.</p> <p><img alt="" src="/lisalib/getfile.aspx?itemid=496e3010-3f14-11e7-9410-005056bc4d74&amp;proc=MediumImage" style="vertical-align: middle;" /></p> <p>Á sama tíma hefur breyt­ingin hverf­andi áhrif á kostnað við neyslu lands­manna þar sem vísi­tala neyslu­verðs mundi ein­ungis hækka um 0,06%. Þau áhrif drukkna í áhrif­unum af lækkun almenna þreps­ins niður í 22,5% en þau eru áætluð 0,46% til lækk­un­ar. Sam­tals er gert ráð fyrir að verð­lag lækki um 0,4%. <br /> <br /> Föt og far­símar, lyf og leikja­tölv­ur, bílar og bók­halds­þjón­usta; allt er þetta í almennu þrepi virð­is­auka­skatts og lækkar um 1,5% í jan­úar 2019. <br /> <br /> Breyt­ingin hefur þau áhrif þá, að tíma­bundnir gestir greiða hærri skatt, almenn­ingur á Íslandi lægri. Meg­in­n­eysla beggja hópa verður í sama skatt­þrepi, en útlend­ing­arnir njóta ekki lægri skatt­greiðslna en Íslend­ing­ar. Rétt er að benda á að mikil áhersla hefur verið lögð á gildi þess fyrir Ísland að byggja ekki upp ferða­þjón­ustu á fjöld­anum heldur leggja áherslu á þá sem til­búnir eru að eyða meira fé. Lík­legt er að þessi aðgerð stuðli einmitt að því að svo miklu leyti sem hún hefur áhrif á ákvörðun um kaup á ferð­um.<br /> <br /> Styttri dval­ar­tími<br /> Rætt hefur verið um að dval­ar­tími ferða­manna hafi styst á Íslandi eftir að gengi krón­unnar hækk­aði. Þar er nefnt að með­al­lengd dval­ar­tím­ans hafi styst úr 4,5 nóttum í 3,8. Það er vissu­lega ekki frá­leitt að ætla að dval­ar­lengdin hafi styst þegar verð hækk­ar. Hér kann þó fleira að koma til. Und­an­farin ár hefur nýt­ing hót­ela verið með allra hæsta móti, sér­stak­lega á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og sér­stak­lega yfir sum­ar­tím­ann.<br /> <br /> Nýt­ing hót­el­her­bergja í Reykja­vík og nágrenni var. 94,3% í júlí 2016 sam­an­borið við 90,4% árið áður. Á sama tíma­bili fjölg­aði ferða­mönnum um 31% en gistin­óttum aðeins um 7%. Því virð­ist blasa við að styttri dval­ar­lengd erlendra ferða­manna megi að stórum hluta rekja til styttri dval­ar­tíma yfir sum­ar­tím­ann, þegar skortur á fram­boði hót­el­her­bergja gerir það að verkum að ekki er hægt að dvelja jafn­lengi. Einnig hefur sú til­gáta verið studd rökum að umfang óskráðra gist­inga hafi auk­ist.<br /> <br /> Einnig má benda á að hlut­fall þeirra sem koma að vetr­ar­lagi hefur stór­aukist, en ferða­menn dvelj­ast að jafn­aði skemur á Íslandi á vet­urna en sumr­in. <br /> <br /> Nokkrar grein­ingar voru gerðar árið 2012 í tengslum við fyr­ir­hug­aðar breyt­ingar þá, meðal ann­ars af Hag­fræði­stofnun Háskóla Íslands. Þá voru að vísu uppi að nokkru leyti aðrar for­send­ur, einkum þegar litið er til þess hve ör vöxt­ur­inn hefur verið síð­an. Í grein­ingu Seðla­bank­ans í Fjár­mála­stöð­ug­leika í októ­ber 2016 er birt áfalla­sviðs­mynd þar sem metin eru áhrif þess að erlendum ferða­mönnum fækk­aði og yrðu jafn­margir og árið 2012. Við slíkar aðstæður er metið að verg lands­fram­leiðsla drag­ist saman um 3,9% fyrsta árið og 1,3% á öðru ári.</p> <p>Aðeins um gisti­þjón­ustu í Dan­mörku<br /> Aðilar í ferða­þjón­ustu hafa und­an­farið gagn­rýnt áform stjórn­valda um hækkun virð­is­auka­skatts á ferða­þjón­ustu, þá sér­stak­lega gist­ingu. Bent hefur verið á að Danir hafi hækkað vask á gist­ingu og fjölda gistin­átta fækkað veru­lega í kjöl­far­ið.<br /> <br /> Virð­is­auka­skatt­ur­inn var hækk­aður í Dan­mörku árið 1992 og hækk­unin var úr 22% í 25%. Spyrja má hvort það komi ekki á óvart að slík hækkun hafi jafn geig­væn­leg áhrif á ferða­þjón­ustu í Dan­mörku og sumir hafa látið í veðri vaka. Þegar nánar er litið á málið kemur í ljós að hnignun danskrar ferða­þjón­ustu á sér ekki stað fyrr en um 1997-1998. Árið 1992 voru 69% gistin­átta erlendra ferða­manna til komin vegna Þjóð­verja. Eftir því sem Evr­ópa opn­að­ist á tíunda ára­tug síð­ustu aldar fór Þjóð­verjum að bjóð­ast aðrir val­mögu­leikar um áfanga­staði. Færri fóru þá til Dan­merk­ur. Í ljósi þess hve hlut­deild Þjóð­verja var mikil í danskri ferða­þjón­ustu náði aukn­ing ferða­manna ann­ars staðar frá ekki að vega upp á móti þeim sam­drætti.<br /> <br /> Grein­ing AGS: Vöxtur heldur áfram<br /> Eins og áður sagði er erfitt að nota fyrri ár sem grund­völl á spá um fram­tíð­ina, enda margar for­sendur á fleygi­ferð. Því var sér­stak­lega litið til rann­sóknar Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins sem birt var 2014 og fjall­aði meðal ann­ars um afdrif ferða­þjón­ustu í löndum þar sem gengi hafði stór­breyst eða <a href="https://www.imf.org/external/pubs/ft/wp/2014/wp1482.pdf">fjöldi ferða­manna auk­ist mjög mikið</a>.</p> <p>Meg­in­nið­ur­stöð­urnar sem við eiga hér á landi eru helstar tvær. Ann­ars vegar er það svo að í löndum þar sem fjöldi erlendra ferða­manna hefur auk­ist meira en 200% á 5 árum (217% á Íslandi) helst vöxt­ur­inn yfir­leitt áfram kröft­ug­ur, eða 100 – 200% næstu 5 ár, í sam­an­burði við önnur lönd - þótt það hægi eitt­hvað á vext­in­um.<br /> <br /> Í öðru lagi: Í löndum þar sem raun­gengi hefur styrkst meira en 20% á tveimur árum (svipað og á Íslandi) jókst fjöldi ferða­manna að jafn­aði um 20% næstu tvö árin eftir sam­an­borið við 35% tvö ár á und­an. Sá þáttur sem hefur mest áhrif á fjölda ferða­manna í smærri ríkjum og eyjum frekar en breyt­ingar á raun­gengi er tíðni og kostn­aður flug­ferða til stað­ar­ins.<br /> <br /> Í skýrslu sinni frá því fyrr í mán­uð­inum sagði Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn raunar að ferða­menn væru ekki síld; ekki væru ástæður til að halda að hrun í <a href="https://www.imf.org/en/News/Articles/2017/03/28/mcs032817-iceland-staff-concluding-statement-of-the-2017-article-iv-mission" target="_blank">komum ferða­manna væri í kort­unum</a>.</p> <p>Ytri aðstæð­ur <br /> Sam­kvæmt tölum Alþjóða ferða­mála­stofn­un­ar­inn­ar, UNWTO, ferð­uð­ust um 1,2 millj­arðar manna yfir landa­mæri í heim­inum árið 2015. Þar af ferð­uð­ust 608 millj­ónir yfir landa­mæri í Evr­ópu sem er 5% meira en árið áður. Þar af var námu ferða­menn í Norður Evr­ópu 76 millj­ónum sem gerir 6,4% mark­aðs­hlut­deild. Hlut­deild Íslands í ferða­manna­straumnum í Evr­ópu er þannig um 0,4%.<br /> <br /> Eftir mörg ár efna­hags­þreng­inga og lít­ils hag­vaxtar á Vest­ur­löndum í kjöl­far fjár­málakrepp­unnar sem hófst árið 2008 er útlit fyrir að hag­vöxtur í Evr­ópu og Banda­ríkj­unum glæð­ist á næstu miss­er­um. Rann­sóknir sýna að ferða­mennska eykst jafnan í takt við auk­inn hag­vöxt og kaup­mátt og má því búast við að þessi jákvæða efna­hags­þróun í helstu mark­aðs­löndum ferða­þjón­ust­unnar hér á landi muni stuðla að auk­inni eft­ir­spurn og vega á móti áhrifum af kostn­að­ar­hækk­un­um.<br /> <br /> Er nóg gert?<br /> Þannig eru ýmsar for­sendur til þess að áfram muni ferða­þjón­ustan vaxa hratt. Verði áhrifin af hærri virð­is­auka­skatt­á­lagn­ingu á ferða­menn fremur lít­il, eins og ýmis­legt bendir til, þannig að vöxtur atvinnu­grein­ar­innar heldur áfram að mæl­ast í tveggja stafa tölu, og raun­gengi krón­unnar heldur áfram að stíga, munu stjórn­völd þurfa að taka til skoð­unar fleiri úrræði til að hægja á þró­un­inni og varna ójafn­vægi í hag­kerf­inu.<br /> <br /> Gangi þetta í hina átt­ina, og ferða­þjón­ustan dregst saman vegna skatt­kerf­is­breyt­ing­anna, má benda á að þær eru aft­ur­kræf­ar. Skatt­inum er hægt að breyta aftur eða fara í aðrar aðgerðir til að styðja grein­ina. Verð­breyt­ingar árið 2016 benda ekki til þess að verð­teygni sé mik­il, eða að á móti nei­kvæðum áhrifum af hækkun inn­lends verð­lags og styrk­ingu krón­unnar vegi gott orð­spor Íslands, mark­aðs­starf og mikil aukn­ing á flug­þjón­ustu til lands­ins. <br /> <br /> Áhrifin á lands­byggð­ina<br /> Á það hefur verið bent að áhrif skatt­breyt­ing­anna gætu verið verri á lands­byggð­inni en á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Það má til sanns vegar færa að á lands­byggð­inni eru fyr­ir­tæki minni og meira veik­burða en þau eru á suð­vest­ur­horn­in­u. <br /> <br /> Meðal ann­ars vegna þessa höfum við Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dóttir ráð­herra ferða­mála og nýsköp­unar rætt um að sér­stak­lega þurfi að skoða mark­aðsá­tak fyrir lands­byggð­ina og beina kröftum opin­berra aðila meira í þá átt. Þar hefur margt verið vel gert en áfram þarf að halda á þeirri braut. <br /> <br /> Ferða­þjón­usta er ekki eina greinin á lands­byggð­inni. Þar eru útgerð­ar­fyr­ir­tæki sem berj­ast við hækk­andi krónu og fyr­ir­tæki sem selja vörur sínar í almennu þrepi virð­is­auka­skatts. Þau njóta góðs af breyt­ing­unum nái þær til­gangi sínum að sporna við styrk­ingu krón­unn­ar. <br /> <br /> Þá er mik­il­vægt að tala um flug­leið­ir, en fram­boð flugs er einn af stóru áhrifa­þátt­unum í dreif­ingu ferða­manna. Nú er beint flug milli Kefla­víkur og Akur­eyrar í boði og er það mikil bót. Til­raunin hefur gengið vel fyrstu mán­uð­ina, en hug­myndin er að á vet­urna verði flug fimm daga í viku og stuðla þannig að meiri dreif­ingu ferða­manna um land­ið. Miklir pen­ingar sem fara í Flug­þró­un­ar­sjóð þurfa að nýt­ast betur til að ná þeim mark­miðum sem honum eru ætl­uð. <br /> <br /> Kjarni máls­ins <br /> En fjár­mála­á­ætl­unin og virð­is­auka­skattur er ekki upp­haf og endir alls. Þannig er unnið að því að auka stöð­ug­leika gengis íslensku krón­unnar til skemmri og lengri tíma. Spár benda til þess að þessar aðgerðir hafi fjöl­þætt jákvæð áhrif, en þegar hið óvænta kemur upp, verða stjórn­völd að vera á tánum á sama hátt og fyr­ir­tækin í land­inu verða að aðlaga sig að breyttum ytri aðstæð­u­m. <br /> <br /> Virð­is­auk­inn í ferða­þjón­ustu er afar mik­ill. Það er gleði­legt. Því er eðli­legt að hún sé í sama skattaum­hverfi og aðrar grein­ar. <br /> <br /> Helstu nið­ur­stöður<br /> Að öllu þessu sögðu eru helstu nið­ur­stöð­urnar þess­ar: <br /> <br /> 1. Efna­hags­legar aðstæður þjóð­ar­bús­ins og vöxtur ferða­þjón­ust­unnar gera það saman að verkum að ekki er lengur ástæða fyrir skatta­lega ívilnun til grein­ar­inn­ar. <br /> <br /> 2. Grein­ingar benda til þess að áfram muni vöxtur ferða­þjón­ustu verða kröft­ug­ur.<br /> <br /> 3. Ein­fald­ara skatt­kerfi og færri und­an­þágur bæta skil­virkni tekju­öfl­unar rík­is­ins. <br /> <br /> 4. Lækkun almenns þreps kemur neyt­endum og atvinnu­líf­inu til góða. <br /> <br /> </p> <p>&nbsp;</p>

2017-05-05 13:33:0505. maí 201773. Íþróttaþing Íþrótta- og ólympíusambands Íslands

Forseti Íþrótta- og olympíusambands Íslands, góðir gestir<br /> <br /> Staða íþrótta hér á landi er í miklum blóma um þessar mundir og margt bendir til þess að landsmenn láti sér þær varða og það kemur meðal annars fram í því hve íþróttaiðkun er almenn og hvað hugðarefnin eru fjölbreytt þegar kemur að þessum þætti í lífi hvers og eins. Undanfarin ár hefur iðkun almenningsíþrótta aukist til muna og augljóst að þar hefur átt sér stað vitundarvakning sem skilar sér í því að flestir hreyfa sig reglulega. Við sjáum að sífellt fleiri stunda skokk, göngur, hjólreiðar, skíði, golf og ýmiss konar útivist auk hreyfingar í hefðbundnum líkamsræktarstöðvum. Ýmis verkefni íþróttahreyfingarinnar, sem laða að tugþúsundir þátttakenda ár hvert, hafa vakið mikla athygli og eru augljós merki þess að Íslendingar hafa áhuga á þessum málum.<br /> <br /> Ef horft er á heildina hefur afreksfólk okkar náð betri árangri undanfarin ár en lengi þar á undan. Bæði í einstaklingsíþróttum og hópíþróttum hafa verið unnin afrek sem meta má á heimsmælikvarða. Þau eru mikilvæg fyrir okkur sem þjóð og mynda samstöðu meðal þjóðarinnar. Einnig er afreksfólk okkar mikilvægar fyrirmyndir fyrir unga fólkið en ekki síður fyrir þjóðina almennt. Við getum verið stolt af þessu og á sama tíma er mikilvægt að við höldum utan um þekkingu á því hvað liggur þar að baki.<br /> <br /> Þetta leiðir einnig hugann að því hvernig stutt er við bakið á börnum og ungmennum sem velja að sækja í íþróttastarfið. Það er engin tilviljun að svo mikil áhersla er lögð á íþróttaiðkun barna og unglinga en að sama skapi er ef til vill ekki sjálfgefið að íþróttastarfsemin sé skipulögð með þeim hætti. Okkur hefur hins vegar borið gæfa til að meta samfélagslegt gildi skipulagðs íþróttastarfs fyrir alla aldurshópa og við þekkjum niðurstöðu rannsókna sem sýna fram á gildi þess, ekki síst fyrir yngri kynslóðirnar. En í þessu efni má ekki slá slöku við vegna þess að því verkefni lýkur aldrei að vera vakandi yfir því hvernig íþróttastarfsemin er skipulögð til að hún skili hámarks árangri fyrir afreksfólkið, unga fólkið og okkur hin sem þurfum á hvatningu að halda til að stunda hreyfingu og útivist. Íþróttahreyfingin gegnir mikilvægu hlutverki í samfélagi okkar og á sama tíma og ég þakka hreyfingunni fyrir ötult, gefandi og árangursríkt starf vil ég einnig hvetja til þess að ávallt sé hugað að þessum þáttum.<br /> <br /> Mig langar að nefna nokkur atriði sem ég veit að skipta íþróttahreyfinguna máli í nútíð og framtíð, og sem meðal annars marka nú þegar vinnuna innan ráðuneytisins á þessu sviði.<br /> Í lok árs árið 2015 voru samþykkt ný lög um opinber fjármál. Þessi nýju lög hafa það meðal annars að markmiði að auka aga og skilvirkni þegar kemur að undirbúningi og framkvæmd fjárlaga og efnahagsmála auk þess að bæta stjórnarhætti almennt. Nú er birt fjármálaáætlun til 5 ára í senn og þurfa stofnanir ríkisins að skila þriggja ára áætlunum til viðkomandi ráðuneytis á grundvelli hennar. Einnig hefur ráðuneytið ákveðið að fjárveitingar, sem eru til lengri tíma um verkefni sem eru viðvarandi, eins og þau verkefni íþróttahreyfingarinnar sem ráðuneytið styður, verði ákveðnar í þriggja ára samningstímabilum með þeim skyldum sem hvíla einnig á ríkisaðilum. Með þeim samningum sem gerðir verða við ÍSÍ og aðra verður markmiðið að sjálfsögðu að stuðla að góðum stjórnarháttum, samhliða því að styðja góð verkefni eftir því sem kostur er. Unnið hefur verið að því að kynna forystufólki íþróttahreyfingarinnar þetta ferli, en það mun væntnalega taka einhvern tíma að slípa þetta fyrirkomulag til þannig að allir séu sáttir við það. Ég vil koma á framfæri þökkum til ykkar fyrir góða samvinnu og skilning á því að þetta ferli kunni að taka einhvern tíma. <br /> <br /> Á síðasta ári var gerður veigamikill samningur milli ríkisvaldsins og íþróttahreyfingarinnar til þriggja ára um að efla fjárframlög til afreksstarfs, þannig að á þessu ári er framlag ríkisins í sjóðinn 200 m.kr., en verður á næsta ári 300 m.kr. og loks 400 m.kr. árið 2019. Þessi mikla aukning framlaga í afrekssjóðinn kallar eðlilega á nokkra endurskoðun á starfsemi hans. Vinna starfshóps við endurskoðun á reglum afrekssjóðs er góð og faglega unnin og sýnist mér að tillögur hans geti skapað góðan umræðugrundvöll um þessi mál hér á þessu þingi. Komið hefur fram að mikilvægt sé að forsendur stuðnings og kröfur til þeirra sem fá stuðning þurfi að vera vel skilgreindar sem og rökstuðningur og gegnsæi við úthlutun. Þetta þarf að vinna saman með það að markmiði að framlög úr sjóðnum geti orðið til þess að Íslendingar geti náð enn betri árangri í íþróttum á alþjóðavísu.<br /> <br /> Reglugerð um þjóðarleikvanga hefur nú um nokkurn tíma verið í vinnslu í ráðuneytinu, en byggt er á stefnumörkun starfshóps sem tókst á við þetta efni. Það er mikilvægt að íþróttahreyfingin átti sig á að með slíkri reglugerð er hvorki ætlunin að búa til loforð um stórfellda uppbyggingu mannvirkja á þessu sviði né heldur að breyta inntaki í verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga þegar kemur að ábyrgð á uppbyggingu íþróttamannvirkja. Hér er fyrst og fremst um að ræða setningu reglugerðar sem fæli í sér að hægt verði að votta mannvirki sem geta hýst alþjóðlega viðburði íþróttagreina, sem standa framarlega í sinni grein á heimsvísu, og að þörf sé á því að mannvirki, sem standast alþjóðlegar kröfur, séu til staðar. Í dag er hægt að halda alþjóðleg mót þrátt fyrir að slík vottun sé ekki til staðar, enda íþróttamannvirki hér á Íslandi mjög góð og hafa sveitarfélögin staðið vel að þeirri uppbyggingu. Hins vegar er ekki verið að útiloka aðkomu stjórnvalda að uppbyggingu mannvirkja sem þjóna þeim tilgangi að vera þjóðarleikvangar eins og þeir hafa verið skilgreindir. Hér þarf að fara varlega og taka yfirveguð skref en stefna samt að því að hægt sé að standa hér á landi fyrir alþjóðlegum íþróttakappleikjum eða mótum sem skipta máli í alþjóðlegu samhengi.<br /> <br /> Á síðustu misserum hefur málum sem tengjast ólöglegri lyfjanotkun, veðmálasvindli og almennri spillingu fjölgað í tengslum við afreksíþróttir í víða um heim, sérstaklega í þeim íþróttagreinum þar sem miklir peningar eru í spilinu. Rússlandsmálið sem og fjölgun mála sem tengjast hagræðingu úrslita í íþróttakeppnum gera að verkum að spurningar hafa vaknað um trúverðugleika íþrótta yfirleitt og þá sérstaklega alþjóðlegra íþróttasambanda. Þetta hefur svo áhrif á allar íþróttahreyfingar. Barátta þeirra sem vinna að lyfjaeftirliti og gegn hagræðingu úrslita í íþróttakeppnum miðar að því að vernda hreina íþróttamenn og viðhalda heiðarleika í íþróttum og er mikilvægur hluti af því að stuðla að góðu siðferði og góðum stjórnarháttum. Íþróttahreyfingin verður að taka alvarlega þau teikn sem nú eru á lofti og brynja sig gegn þeim neikvæðu áhrifum sem þessi mál hafa haft á orðstír íþróttanna. Því er mikilvægt að íþróttahreyfingin sjálf hafi frumkvæði og sýni að hún sé fær um að taka á slíkum málum. Ráðuneytið fylgir eftir alþjóðasamningum um lyfjaeftirlit í samstarfi við ÍSÍ og unnið er að því að greina alþjóðasamning um hagræðingu úrslita í íþróttakappleikjum og vinnulag og samstarf í tengslum við hann, en eigi að síður skipta viðbrögð hreyfingarinnar sjálfrar mestu í þessu samhengi. <br /> <br /> Nú er unnið að endurskoðun stefnumótunar stjórnvalda í íþróttamálum í samstarfi við íþróttanefnd, en fyrirliggjandi stefna rann út í árslok 2015. Samkvæmt mínum upplýsingum virðist þeirri stefnu hafa verið vel tekið og að ýmislegt hafi áunnist á þessum tíma, en auðvitað má alltaf gera enn betur og er mikilvægt að stefna að því. Ég hef gefið nefndinni grænt ljós á að þessi vinna verði unnin á þessu ári og hef rætt við formann íþróttanefndar og starfsmenn mína í ráðuneytinu um að svo verði. Ég vænti þess að þegar þessu starfi verður lokið verði hægt að kynna nýja íþróttastefnu stjórnvalda sem allir aðilar á íþróttasviði í landinu geti sameinast um. <br /> <br /> Góðir gestir,<br /> Það eru fjölmargir snertifletir milli verkefna innan mennta- og menningarmálaráðuneytis og hugðarefna íþróttahreyfingarinnar, og samvinna hefur verið aðalsmerki í samskiptum aðila til að þoka málum áfram. Ég hef hér fjallað um nokkur af þessum verkefnum, en þau eru vissulega fleiri, eins og dagskrá þessa íþróttaþings ber með sér. Ég vil hins vegar ekki tefja ykkur frekar frá því að taka til starfa, og leyfi mér því að lokum að óska ykkur alls velfarnaðar í ykkar verkefnum á þessu þingi og í framtíðinni.<br /> Takk fyrir.<br />

2017-05-04 15:24:0404. maí 2017Ávarp umhverfis- og auðlindaráðherra á Samorkuþingi 2017

<p>Góðir gestir,<br /> <br /> Ég hugsa stundum um það hvernig það hafi verið að búa á Íslandi áður en við virkjuðum jarðvarmann til að hita íverustaði okkar og áður en við virkjuðum fallvötnin til að rafvæða. Breytingin hlýtur að hafa verið alveg gríðarleg fyrir þær kynslóðir sem upplifðu orkuskiptin úr kolum og olíu yfir í endurnýjanlega orkugjafa. Ég velti einnig stundum fyrir mér hvort við tökum þessar auðlindir okkar og gnótt þeirra sem svo sjálfsögðum hlut að við vanrækjum að umgangast þær af virðingu og með varúð?<br /> <br /> Við eigum mikið af auðlindum. Dýrmætasta auðlind hverrar þjóðar er líklega ferskvatn. Ég leyfi mér að efast um að margir Íslendingar velti því mikið fyrir sér hversu marga vatnslítra þeir nota daglega né hversu mikil lífsgæði það eru að hafa aðgang að ómeðhöndluðu grunnvatni til drykkjar.<br /> <br /> Það er skiljanlegt. Við erum vön gæðum. En þau eru ekki sjálfsögð. Jafnvel ekki á Íslandi. Við vitum að við þurfum að vernda vatnsbólin. Vatn sem einu sinni var jafnvel partur af iðandi straumi gruggugrar jökulár, hreinsast með tíð og tíma gegn um jarðlög og berg og endar sem ferskasta vatn sem um getur.<br /> <br /> Já það þarf að vernda meira en stórfengleg náttúruundur á Íslandi einmitt til að við höldum áfram að lifa við gæði eins og hreint vatn til framtíðar.<br /> <br /> Góðir gestir,<br /> <br /> Orkumál eru eitt af mikilvægustu málum sem við sem þjóð stöndum fyrir á hverjum tíma. Ykkar aðgerðir hafa mikil áhrif á samfélagið. Orkuskipti úr olíu og kolum fyrir jarðhita er gott dæmi þar sem sparnaður fyrir samfélagið og umhverfisvernd fóru hönd í hönd. Svo líður tíminn og Ísland sækir fram fyrir tilstilli margra þátta. Þjóðin verður menntaðari, innviðir byggjast upp og blómlegt atvinnulíf líka. Þar eiga orkumál stóran sess, sem og aðrir samverkandi þættir.<br /> <br /> En nú er ný kynslóð að taka við á Íslandi. Þessi kynslóð er alþjóðavædd, menntuð, (og kokhraust myndi kannski einhver segja, en kynslóð sem veit sem betur fer að vatnið mun ekki renna sjálfkrafa hreint út krananum algjörlega óháð því sem við annars gerum.<br /> <br /> Það er áhersla á að byggja á sjálfbærni svo að við getum sannarlega byggt til framtíðar hér á Íslandi. Umhyggja fyrir framtíðarhagsmunum er ekki ný af nálinni, líklega einhverskonar Darwinsimi í ungu fólki á hverjum tíma. Það er þetta með að vilja koma DNA-inu sínu áfram og búa í haginn svo að afkomendurnir spjari sig líka og lifi góðu lífi. Þetta breytist ekki milli kynslóða. Mannkynið vex hratt, álag á jörðina eykst, og vandamálin - til dæmis er varða loftslag verða stærri- en þekking á því hvernig við getum brugðist við hefur sem betur fer líka aukist.<br /> <br /> Hér í þessum sal er nóg af fólki sem hafði þau áhrif, áræðni og þekkingu sem þurfti til þess að skapa mér og mínum börnum græna og góða framtíð – í gegnum þrotlausa vinnu og hugkvæmni á sviði orkumála. Má þar nefna Jónas Matthíasson, Þorkell Erlingsson, Ólaf G. Flóvenz, Kristján Sæmundson, Albert Albertson, Guðna Axelsson, Guðmund Hagalín, Stefán Arnórsson - listinn er langur.<br /> <br /> En hvert er næsta skref í raforku og atvinnumálum Íslendinga og á hvaða forsendum á að taka það skref. Í mínum huga er það einungis einn þáttur sem ræður því.<br /> <br /> Sjálfbærni,<br /> <br /> Hringrásin stóra sem er undirstaða alls lífs á jörðinni verður að fá að virka náttúrlega og af yfirvegun. Þetta eru okkar stærstu virkjunaráform gott fólk. Virkjunin sem felst í sjálfbæru hringrásarhagkerfi sem tekur til sín orku nýtir auðlindir, þó aldrei meira en þarf hverju sinni og skilar svo líka tilbaka. Hring eftir hring gengur það.<br /> <br /> Já sjálfbærni. Þetta er kannski orðið hálf froðukennt og e.t.v. of háfleyt orð í allri þessari umræðu um umhverfi og samfélag.<br /> <br /> Leyfið mér að þýða það yfir á orkugeirann.</p> <ul> <li>Til að vera sannarlega græn og sjálfbær , þá á raforkusala á Íslandi að fókusera á endakaupendur. Orkufyrirtækin verða að velja að selja fyrirtækjum sem uppfylla kröfur okkar um framleiðslu á grænum vörum og að fyrirtækin geti boðið samfélaginu upp á fjölbreytt og góð störf.</li> <li>Sjálfbærni samfélagsins snýst líka um það að áhætta orkuverkefna sé metin raunsætt og að við ræðum um þjóðhagsleg áhrif þeirra opið. Það kemur almenningi við ef að tekin eru erlend lán fyrir 200 megawatta virkjun á Íslandi. Það einfaldlega hefur áhrif á efnhagsreikninga víðar en í bókhaldi viðkomandi fyrirtækis. Skuldir orkufyritækja koma okkur við sem og arðsemi.</li> <li>En stærsta málið varðar sjálfbærni orkugeirans á Íslandi er auðvitað að við verðum alfarið sjálfbjarga um okkar eigin orku og að bílar, skip og önnur farartæki geti gengið fyrir orku sem framleidd er innanlands.</li> </ul> <p>Horfandi yfir sviðið þá er hægt að byggja á mörgu. Þar lít ég sérstaklega til tveggja fyrirtækja sem mér finnst hafa gert vel á undanförnum árum. Fyrst vil ég nefna HS orku:<br /> <br /> Ef mér reiknast rétt þá er HS orka að komast á það stig að vera nánast skuldlaus. Þeirra sýn sem hefur verið bein nýting jarðhitans hefur gert það að verkum að þeir hafa ekki einungis bara búið til orku fyrir notendur sýnar heldur hafa þeir hjálpað fyrirtækjum að búa til þekkingarstörf sem skila miklu fyrir samfélagið. Störf í ylrækt, fiskeldi, ferðaþjónustu og metanolframleiðslu svo eitthvað sé nefnt. Þetta módel hefur sannað sig. Þarna er á ferðinni fyrirtæki sem skilar til samfélagsins hugsun sem snýr að sjálfbærni. Þeir stóðu í lappirnar þegar átti að knýja þá til afleiddra samninga og í dag höfum við til umráða orku sem annars hefði farið til verkefnis þar sem fleiri egg hefðu enn og aftur farið í sömu körfuna.<br /> <br /> Næst vil ég nefna Orkuveitu Reykjavíkur:<br /> <br /> Undir stjórn Bjarna Bjarnasonar hefur fyrirtækið tekið stakkaskiptum. Fyrirtækið sat uppi með stóra virkjun þar sem komið hefur í ljós að orkuöflunin var of hröð og uppi voru rekstarerfileikar. Fyrirtækið hefur unnið á þessu til að skapa sér sjálfstæði frá lánadrottnum sínum en hefur á sama tíma unnið vel að því að virða óskir nærumhverfisins þegar kemur að loftgæðum, uppgræðslu á landi og endurheimt raskaðra vistkerfa svo eitthvað sé nefnt. Skýr sýn þeirra við lagninu lagnar frá Hverahlíð til Hellisheiðar gefur skarpa mynd af því þegar stjórnendateymi tekur tillit til áhættu og rekstraröryggis í stað þess að hugsa bara um að bora.<br /> <br /> Það á að tala um það sem vel er gert og íslensk orkufyrirtæki eru svo sannarlega að gera það.<br /> <br /> Góðir gestir, það sagði einhver um daginn, við eitthvað tilefni sem ég er nú bara alveg búin að gleyma,að ráðherrar ættu að hætta að hafa skoðun eftir að þeir tækju við embætti. Þið heyrið kannski að þið eruð ekki alveg svo heppin. <br /> <br /> Eins og þið heyrið þá tel ég að við þurfum að umgangast auðlindir okkar af meiri virðingu og átta okkur á því að um takmörkuð gæði getur verið að ræða, ekki bara hvað magn varðar, heldur hvað varðar aðgengi og notkunarrétt að þeim.<br /> <br /> Ég tel að orkufyrirtæki eigi að greiða sanngjarnt verð fyrir afnot af sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar. Ég stefni því á, í samráði við önnur hlutaðeigandi ráðuneyti, að láta leggja mat á þann möguleika að taka upp auðlindagjöld. Það verður þó ekki gert á einni nóttu. Fyrst þarf til að mynda að greina hvernig réttindum til nýtingar náttúruauðlinda er háttað og tryggja gagnsæi í úthlutun réttinda og sjálfbærni nýtingarinnar m.a. í samhengi við ákvæði um auðlindamál í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar.<br /> <br /> En þá að léttara hjali – yfir í loftlagsmálin. <br /> <br /> Þau eru sannarlega mál málanna þessi misserin. Við stöndum frammi fyrir mikilli áskorun. Við þurfum að gera víðtækar, langtímabreytingar á samfélaginu okkar til að draga með stórfelldum hætti úr losun gróðurhúsalofttegunda. Það er því verulega gott að finna þessa mánuðina hvernig meðbyr með breytingum í átt að loftslagsvænni framtíð kemur alls staðar frá.<br /> <br /> Segja má að skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, sem út kom í febrúar síðastliðnum, hafi hreyft duglega við umræðunni. Í skýrslunni er m.a. birt spá sem sýnir fram á mikla aukningu á losun gróðurhúsalofttegunda hérlendis á næstu árum. Þar kemur einnig fram að ef við brettum ekki upp ermar og grípum í taumana sé ólíklegt að Ísland muni ná að standa við skuldbindingar sínar gagnvart alþjóðlegum samningum árin 2020 og 2030.<br /> <br /> Í síðustu viku sótti ég fund evrópskra umhverfisráðherra þar sem við ræddum m.a. loftslagsmál, en viðbrögð og aðlögun að loftslagsbreytingum eru nú skilgreind sem mikilvægasta umhverfismál heimsins í dag.<br /> <br /> Á fundinum kom skýrt fram að allar þjóðir Evrópu búa sig undir aðgerðir til að koma í veg fyrir frekari hlýnun jarðar. Það var einróma samhljómur um að óumflýjanlegt væri að grípa til umfangsmikilla aðgerða vegna loftslagsbreytinga, ekki síst þar sem reiknað hefur verið út að kostnaður við aðgerðaleysi er mun meiri en kostnaður við aðgerðir. Þá var undirstrikað mikilvægi þess að horfa til aðgerða sem líka geta falið í sér efnahagslega hvata.<br /> <br /> Möguleikar Íslands til að draga úr losun eru miklir og við þurfum einfaldlega að taka höndum saman og vinna að sameiginlegum markmiðum í átt að loftslagsvænni framtíð. Samhliða þurfum við að aðlaga samfélagið okkar að breyttum forsendum til framtíðar – til dæmis mun hækkandi sjávarstaða hafa áhrif á byggð við strendur, bráðnun jökla mun hafa áhrif á raforkuframleiðslu, hlýnun sjávar mun hafa áhrif á fiskistofna okkar og svo framvegis. Við verðum að ganga bjartsýn til verks en þó raunsæ um leið. Með það að markmiði erum við komin af stað með gerð aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum sem miðar að því að Ísland nái að standast skuldbindingar sínar undir hatti Parísarsamningsins.<br /> <br /> Helstu tækifæri landsins til að draga enn frekar úr losun liggja í samgöngum, sjávarútvegi, landbúnaði og landnotkun. Það þarf að ráðast í aðgerðir sem eru hagkvæmastar, út frá til að mynda greiningu HHÍ á möguleikum til samdráttar í losun, en skila þar að auki fjölþættum ávinningi, s.s. minni loftmengun, endurheimt jarðvegs og gróðurs, aukinni nýsköpun og jákvæðri ímynd atvinnugreina og Íslands. Við gerð áætlunarinar verður lögð sérstök áhersla á að skoða hvar hægt er að beita grænum hvötum og umhverfissköttum til að ýta undir þróun íslensks samfélags í átt að lágkolefnishagkerfi.<br /> <br /> Þetta kallar á samstillt átak innan stjórnkerfisins og samvinnu stjórnvalda og atvinnulífs, félagasamtaka og almennings. Samfélagið allt þarf að taka fullan þátt í gerð áætluninarinnar og setja sér markmið um að fylgja innihaldi hennar.<br /> <br /> Það verður samt ekki nóg að setja markmið um samdrátt frá einstökum geirum eða um bindingu koltvísýrings í bergi eins og gert er á Hellisheiði, eins frábært og Carbfix verkefnið er. Við þurfum líka að setja okkur langtímasýn í átt að mun minni auðlindasóun og uppbyggingu og þróun lágkolefnishagkerfis.<br /> <br /> Hlutverk orkugeirans í þessari framtíðarsýn er gríðarlega mikilvægt – græna orkan okkar er gullegg sem þarf að fara vel með. Hvernig höldum við áfram að nýta auðlindirnar okkar án þess að ganga á þær eða skerða önnur náttúrugæði tengd þeim? Sjálfbærni er þar lykilinn og ég treysti ykkur til að leiða geirann áfram inn á þær brautir við allt skipulag og framtíðarnýtingu auðlindanna.<br /> <br /> Takk fyrir</p>

2017-05-04 14:23:0404. maí 2017Ávarp dómsmálaráðherra á fundi Varðbergs 4. maí

<ul> <li><span><a href="/lisalib/getfile.aspx?itemid=146269d1-75fc-11e7-941c-005056bc530c">Ávarp dómsmálaráðherra á fundi Varðbergs 4. maí</a></span></li> </ul>

2017-05-04 14:02:0404. maí 2017Ávarp fjármála- og efnahagsráðherra á ársfundi Fjármálaeftirlitsins

Talað orð gildir<br /> <br /> Stjórnarformaður, forstjóri og aðrir fundarmenn,<br /> <br /> það er gleðilegt að fá að ávarpa ársfund Fjármálaeftirlitisins í fyrsta skipti. Ég hef á liðnum árum átt margvísleg samskipti við eftirlitið og er mikill áhugamaður um starfsemi þess. Stjórnarformaður nefndi það áðan að eftirlitið væri á tímamótum og það er oft á tímamótum. Fjármálaheimurinn er síbreytilegur og viðfangsefni og viðhorf breytast oft.<br /> <br /> Frá því að ég kom inn í fjármálaráðuneytið hefur stór hluti þeirra verkefna sem ég hef fengist við tengst Fjármálaeftirlitinu og þeirri löggjöf sem það vinnur eftir. Sífellt er verið að innleiða evrópska löggjöf og eftirlit hér á landi vinnur eftir sömu reglum og eftirlit annars staðar í Evrópu. Ríkisstjórnin er sér vel meðvituð um að helsta verkefni hennar er að varðveita stöðugleikann. Nú er stjórnin orðin rétt liðlega hundrað og ellefu daga gömul og margt hefur á dagana drifið.<br /> <br /> Tolstoj skrifaði á sínum tíma: „Allar hamingjusamar fjölskyldur eru hamingjusamar á sama hátt en þær óhamingjusömu óhamingjusamar hver á sinn hátt.“<br /> <br /> Ég hef á mínum stutta ferli sem atvinnustjórnmálamaður mikið talað um heilbrigði fjármálakerfisins. Og eins og með fjölskyldurnar eru óheilbrigð fjármálakerfi óheilbrigð hver á sinn hátt. Fátt er nútíma þjóðfélagi jafnnauðsynlegt og heilbrigt fjármálakerfi, en eins og í daglegu lífi áttum við okkur oft ekki á gildi heilbrigðisins fyrr en heilsan bilar. Fjármálakerfið á Íslandi stendur samt að mörgu leyti mjög vel. Eiginfjárhlutfall bankanna er hátt og staða þeirra styrk Við fylgjumst sífellt með því að innviðir bankakerfisins veikist ekki. Þó er rétt að hafa í huga að við erum sífellt að koma í veg fyrir að síðasta hrun endurtaki sig, en erum við nægilega vel á verði gagnvart nýjum hættum? Gleymum því ekki að tortryggni er mikil í samfélaginu, ekki síst í garð fjármálastofnana. Íslendingar eru langt komnir með að rétta við úr efnahagshruninu, en ekki er búið að byggja upp aftur úr rústum siðferðishrunsins.<br /> <br /> Það er í mörg horn að líta og að mörgu að hyggja fyrir Fjármálaeftirlitið. Mikilvægt er að stofnunin fái starfað sjálfstætt að sínum verkefnum, óháð beinni pólitískri íhlutun og að henni sé tryggður sá umbúnaður sem sjálfstæðri og jafn mikilvægri stofnun sæmir.<br /> <br /> Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn var í heimsókn í vetur og skilaði ábendingum sínum í lok mars. Sjóðurinn tók út efnahag landsins á sinni reglubundnu yfirreið, en þegar sjóðinn bar að garði var nýbúið að losa höft og hagtölur allar iðagrænar.<br /> <br /> Í áliti sjóðsins sagði meðal annars að helsta viðfangsefnið yrði að vera styrking á eftirliti með fjármálageiranum. Sjóðurinn taldi aðgerða þörf til að veita bankaeftirlitsaðilum sterkar heimildir og sjálfstæði. Ein lausn gæti verið að sameina alla yfirsýn með öryggi og styrkleika bankanna undir stjórn Seðlabankans og fela öðrum aðila yfirumsjón með viðskiptaháttum og regluverki varðandi önnur fjármálafyrirtæki en banka. Ég hef ekki tekið undir þetta sjónarmið AGS.<br /> <br /> Enn fremur sagði í áliti sjóðsins að Fjármálaeftirlitið væri ekki nógu einangrað frá stjórnmálum, og skipting ákveðinna þátta bankaeftirlits á milli þess og Seðlabankans gæti hugsanlega leitt til árekstra, auk yfirsjónar- og samhæfingarvanda. Í samtölum við forráðamenn eftirlitsins hef ég ekki fengið dæmi um nein tilvik þar sem stjórnmálamenn hafa sagt Fjármálaeftirlitinu fyrir verkum.<br /> <br /> Það er þó eðlilegt að hlusta þegar svona er sagt af ábyrgum aðilum með mikla reynslu. Meðal annars höfum við í þessu skyni óskað eftir nánari útlistun sjóðsins á því hvernig þessu gæti verið háttað og hvaða lönd hann teldi heppilegast að líta til. Stundum er sagt að glöggt sé gests augað, en fullyrðingar sem ekki eru studdar dæmum eru ekki mikils virði.<br /> <br /> Það sem er þó tímabært að endurskoða lög um Fjármálaeftirlitið. Núgildandi lög eru að stofni til frá árinu 1998 og þrátt fyrir að hafa staðist tímans tönn að mörgu leyti, er þeim ljóst sem til málanna þekkja að nauðsynlegt er að taka þau upp hvað varðar nokkur meginmál. Síðan 1998 hefur heimshagkerfið gengið í gegnum tvær kreppur, þó þá seinni sýnu verri. Þó að Íslendingar hafi rétt úr kútnum fjárhagslega sitja mörg lönd enn í súpunni, þó að víða séu nú loks batamerki.<br /> <br /> Í kjölfarið hefur alþjóðlegu regluverki verið breytt svo það er að mörgu leyti afar ólíkt því sem fyrir var. Ísland hefur verið að innleiða evrópskar tilskipanir eins hratt og mögulegt er, og fyrirsjáanlegt er að breytingar verða örar.<br /> <br /> Því er það verkefni næstu mánaða og missera að í góðu tómi endurskoða lögin, hvernig FME tengist öðrum kvistum á stofnanatré ríkisins og hvaða tengsl Fjármálaeftirlitið hefur við þing og framkvæmdavald.<br /> <br /> * * *<br /> Það eru góðar ástæður fyrir því að skynsamlegt er að taka fyrir pólitísk ítök í fjármálaeftirlitið. Fjármála- og efnahagsráðherra hlýtur þó, eðli málsins samkvæmt, að hafa skoðanir á ýmsum málum sem snerta fjármálakerfið, þó að hann hafi ekki og eigi ekki að hafa boðvald yfir Fjármálaeftirlitinu.<br /> <br /> Í Arionbankamálinu, sem er ekki lokið, taldi ég réttast að beina spurningum til Fjármálaeftirlitsins til að fá upplýsingar um nokkur atriði. Svörin hugðist ég birta strax og hægt væri, enda var á þeim tíma mikill þrýstingur á frekari upplýsingar um hvaða kaupendur væru að baki, af hverju þeir hefðu haldið sig rétt fyrir neðan mörk um virkan eignarhlut, og hvað þeir ætluðu sér fyrir með kaupunum.<br /> <br /> Eftir því sem uppgjöri Kaupþings á eign sinni í Arion banka vindur fram veit ég að frekari upplýsingar koma fram, upplýsingar sem eiga sannarlega erindi við almenning. Ég er þeirrar skoðunar að orðspor eigenda sé einn mikilvægasti áhættuþáttur í fjármálakerfinu, bæði hvað varðar banka, vátryggingafélög og aðrar fjármálastofnanir. Það er mjög mikilvægt að eignarhald á fjármálafyrirtækjum sé gegnsætt og að eigendur átti sig á því að þeir bera bæði rekstrarlega og samfélagslega ábyrgð.<br /> <br /> Það er afar mikilvægt að þannig sé staðið að upplýsingagjöf að tortryggni almennings í garð fjármálakerfisins minnki. Upplýsingar sem komið hafa fram vegna einkavæðingar bankakerfisins á sínum tíma gefa líka fullt tilefni til tortryggni. Ábyrgð eftilitsaðila er mikil og það er ábyrgð ráðherra líka.<br /> <br /> Hvernig sem verkaskiptingin er, er það á endanum ráðherra sem ber pólitíska ábyrgð á því að á fjármálakerfið sé traust. Sú ábyrgð nær ekki eingöngu til fjármálamarkaðarins sem slíks. Það er nefnilega svo að ég tel að ríkið sé ekki heppilegur langtímaeigandi fjármálafyrirtækja, og ég tel að vaxtagreiðslur ríkisins af lánum séu allt, allt of háar. Því hef ég talið varfærna og faglega sölu ríkisbankana vera skynsamlegt langtímamarkmið. En svo sátt geti skapast um það verður traust að ríkja til fjármálamarkaða, einkum viðskiptabankana.<br /> <br /> Ágætu fundarmenn.<br /> <br /> Það er annar liður í þessari vinnu við að auka traust og sátt um fjármálamarkaðinn að skoða hvort og hvernig fjárfestingabankastarfsemi og venjuleg viðskiptabankastarfsemi geta lifað saman.<br /> <br /> Á vegum ráðuneytisins er að störfum starfshópur, sem meðal annars Fjármálaeftirlitið á aðkomu að, sem er ætlað að skoða þetta málefni. Hópurinn mun skila af sér skýrslu á næstu dögum og verður fróðlegt að sjá niðurstöðu hópsins. Ég hyggst birta skýrsluna opinberlega í því augnamiði að um málið fáist djúp og málefnaleg umræða. Í framhaldinu hyggst ég skipa pólitíska nefnd sem taki á þessum málum, nefnd sem bæði meiri- og minni hluti á þingi skipi fulltrúa í.<br /> <br /> * * *<br /> Ég nefndi hér áðan stuttlega allar þær gerðir og alþjóðlegt regluverk sem tekið hefur breytingum og innleitt hefur verið í íslenskan rétt. Hér eru áfram mikil verkefni framundan til að tryggja að íslenskur fjármálamarkaður sé sambærilegum þeim í nágrannalöndunum, og að frelsi sé sem mest fyrir neytendur að nýta þjónustu ytra og erlendra fyrirtækja að koma til landsins.<br /> <br /> Að þessu sögðu, er alþjóðlegt samstarf ekki eingöngu bundið við lög og reglugerðir. Það á sér einnig mikilvægan vettvang í samstarfi stofnana þvert á landamæri. Þekkingarskipti milli landa eru lyftistöng fyrir alla.<br /> <br /> Ég vona að okkur Íslendingum muni áfram lánast að læra af grannþjóðum okkar, eins og ég vona að áföll okkar geti orðið til þess að mistökin sem hér voru gerð á síðustu áratugum endurtaki sig ekki annarsstaðar.<br /> <br /> Ég þakka stjórnendum FME gott samstarf og starfsmönnum þakka ég fyrir vel unnin störf á liðnu ári.<br /> <br />

2017-05-02 14:52:0202. maí 2017Aldarfjórðungur frá undirritun EES - Hornsteinn utanríkisviðskipta Íslands

<p>Í dag eru liðin 25 ár&nbsp;frá því að samningurinn&nbsp;um Evrópska&nbsp;efnahagssvæðið var&nbsp;undirritaður í borginni&nbsp;Óportó í Portúgal.&nbsp;EES-samningurinn&nbsp;hefur frá upphafi&nbsp;þjónað því hlutverki&nbsp;að vera brú Íslands og&nbsp;hinna EFTA-ríkjanna&nbsp;innan EES yfir á innri&nbsp;markað Evrópusambandsins.&nbsp;Samningurinn hefur&nbsp;þjónað þessu hlutverki sínu vel&nbsp;fram til þess og engin ástæða er til&nbsp;að ætla að svo verði ekki áfram.&nbsp;Mikilvægi EES-samningsins er&nbsp;áréttað í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar&nbsp;Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar þar&nbsp;sem segir, að ríkisstjórnin muni&nbsp;byggja samstarf við Evrópusambandið&nbsp;á samningnum um Evrópska efnahagssvæðið.</p> <p>EES-samningurinn er án efa áhrifamesti viðskiptasamningur sem Ísland hefur gert. Samningurinn tryggir ekki aðeins aðgang íslenskra fyrirtækja að mörkuðum í ríkjum Evrópusambandsins og gerir íslenskum ríkisborgurum kleift að leita sér atvinnu og menntunar innan alls Evrópska efnahagssvæðisins, heldur kallar einnig á að Ísland virði þær reglur sem teknar eru upp í EESsamninginn.</p> <p>Það er þessi síðarnefndi þáttur sem felur í sér stærstu áskorunina í EES-samstarfinu. Upptaka regluverks innri markaðarins í EESsamninginn kallar á stöðuga árverkni af hálfu íslenskra stjórnvalda. Hér þurfa allir að taka höndum saman til að tryggja að staðinn sé vörður um íslenska hagsmuni af fullri einurð: utanríkisþjónustan, ráðuneytin, Alþingi, fyrirtækin í landinu, sveitarfélögin og aðrir hagsmunaaðilar. Samkvæmt EES-samningnum hefur Ísland,&nbsp;líkt og öll EFTA-ríkin innan EES, rétt til þess að taka þátt í mótun reglna innri markaðarins. Það er einfaldlega skylda okkar að nýta þessi tækifæri til fulls og verja hagsmuni okkar í EES-samstarfinu eins og frekast er kostur. </p> <p>Ég hef því ákveðið að öflugri hagsmunagæsla í EES-samstarfinu verði eitt helsta forgangsverkefni utanríkisþjónustunnar. Í þeim efnum er að ýmsu að huga. Í fyrsta lagi er mikilvægt að auka miðlun upplýsinga um hvað sé á döfinni þegar kemur að mótun nýrra EESreglna. Í öðru lagi þarf að styrkja samráð stjórnvalda við Alþingi og hagsmunaaðila um það sem er efst á baugi innan EES og móta í nánu samstarfi við alla hlutaðeigandi aðila afstöðu Íslands til nýmæla í EES-regluverkinu. Í þriðja lagi þarf að tryggja að sjónarmiðum Ískrossgötum. lands sé rækilega komið á framfæri við Evrópusambandið og aðildarríki þess. </p> <p>EES-samningurinn hefur tryggt íslensku atvinnulífi aðgang að mikilvægum útflutningsmörkuðum og það er stefna ríkisstjórnarinnar að halda áfram að byggja samskiptin við Evrópusambandið á EES, eins og að framan greinir. Kostur EESsamningsins fyrir okkur Íslendinga felst ekki síst í því að samningurinn tekur til þess kjarna í samstarfi Evrópusambandsríkjanna sem lýtur að frjálsum viðskiptum með vörur, þjónustu og fjármagn, sem og frjálsri för fólks, en bindur ekki hendur okkar þegar kemur að öðrum samstarfssviðum ESB. Hér er ekki aðeins rétt að nefna stefnu ESB í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum, heldur einnig, og ekki síður, hina sameiginlegu viðskiptastefnu ESB. Sú staðreynd að Ísland stendur utan hennar þýðir að við getum sjálf mótað okkar eigin utanríkisviðskiptastefnu og þannig samið sjálf við önnur ríki um fríverslun og önnur viðskiptakjör. Þegar EES-samningurinn var undirritaður stóð Evrópa á krossgötum. </p> <p>En sú er líka reyndin í dag, enda hefur Evrópusambandið aldrei áður staðið fyrir álíka áskorun og nú, þegar viðræður munu senn hefjast um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Fyrir framtíð- arhagsmuni Evrópu - sem og íslenska hagsmuni - skiptir það gríðarlega miklu að útganga Bretlands úr Evrópusambandinu leiði ekki til þess að nýir tollmúrar eða viðskiptahindranir rísi í Evrópu. En Brexit sýnir enn og aftur mikilvægi þess að Ísland geti mótað sína eigin utanríkisviðskiptastefnu. Enn er margt á huldu um hvernig Evrópusambandið muni þróast á næstu árum. </p> <p>Í dag býr Ísland hins vegar yfir þeirri ákjósanlegu stöðu að í krafti EES-samningsins eigum við áfram greiðan aðgang að innri markaði ESB en getum um leið tekið okkar eigin ákvarðanir um hvernig við viljum móta samskipti okkar við þau ríki sem standa utan þess.</p> <p><em>Höfundur er utanríkisráðherra.</em></p>

2017-05-02 13:44:0202. maí 2017Afhending Foreldraverðlauna Heimilis og skóla

Ágætu hátíðargestir.<br /> <br /> Í dag veita Heimili og skóli – landssamtök foreldra, foreldraverðlaun samtakanna í 22. sinn við hátíðlega athöfn hér í Safnahúsinu. Það er afar mikilvægt að fá tækifæri til að varpa ljósi á það sem vel er gert í skólasamfélaginu í stórum sem smáum sprotaverkefnum og fyrir það framtak ber að þakka landssamtökunum Heimili og skóla. Markmiðið með viðurkenningunum er að veita frumkvöðlum og eldhugum viðurkenningu og hvatningu fyrir óeigingjarnt brautryðjendastarf. Eitt er að vera brautryðjandi og annað er að vinna að því að slík verkefni nái að festast í sessi í skólasamfélaginu, nemendum og fjölskyldum þeirra til hagsbóta. Á hvort tveggja er litið þegar kallað er eftir tilnefningum til þessara verðlauna og viðurkenninga.<br /> <br /> Verkefnin sem tilnefnd voru í ár sýna, eins og svo oft áður, mikla breidd í starfsemi skóla, foreldra og nærsamfélags og gefa okkur innsýn í það mikilvæga grasrótarstarf sem unnið er til að bæta menntun, auðga mannlíf og stuðla að velferð, vellíðan og öryggi nemenda. Börn eiga að fá tækifæri til að njóta skólagöngu sinnar sem best og með samstilltu átaki þeirra sem að börnunum standa má lyfta Grettistaki.<br /> Ég vil nota tækifærið og að þakka ykkur öllum sem hafið verið tilnefnd til hér í dag fyrir framlag ykkar til bættrar menntunar og aukinnar velferðar nemenda.<br /> <br /> Þá vil ég endurtaka þakkir mínar til Heimilis og skóla fyrir að vekja athygli á þeim mörgu verkefnum sem stuðla að því að efla það mikilvæga og fjölþætta starf sem fram fer innan leik,- grunn- og framhaldsskóla með öflugu og jákvæðu samstarfi heimila, skóla og nærsamfélags að leiðarljósi. Það er full ástæða til að vinna áfram í því að auka virkni foreldra á öllum skólastigum til þátttöku í námi barna sinna í víðu samhengi. Foreldrastarf allt frá upphafi leikskóla til loka framhaldsskóla getur leyst úr læðingi afl sem stuðlar að enn betri menntun og velferð og um leið betra og jákvæðara samfélagi. Heimili og skóli er líka og á að vera, sjálfstæður málsvari foreldra gagnvart stjórnvöldum. Samtökin mega því og eiga, að vera óhrædd að gagnrýna það sem miður fer og benda á atriði sem þarfnast úrbóta. Samtalið milli aðila er fyrsta skrefið í átt að auknum lífsgæðum barna og fjölskyldna þeirra og rýni til gagns þarf að vera á báða bóga.<br /> <br /> Samstarf ráðuneytisins og samtakanna grundvallast í dag á sérstökum styrktarsamningum þar sem leitast er við að gera stuðning ráðuneytisins markvissan. Sú breyting hefur orðið á skipan mála að allur opinber stuðningur við samtökin kemur frá ráðuneytinu, en áður kom opinber stuðningur bæði frá Alþingi og ráðuneyti. Með þessari breytingu er auðveldara fyrir stjórnvöld að gera samning við Heimili og skóla um þá þætti sem taldir eru skipta mestu máli fyrir menntun í landinu og starfsemi samtakanna, m.a. við að styðja við foreldrastarf, miðlun og öflun upplýsinga og þátttöku samtakanna í mótun menntastefnu og innleiðingu hennar. <br /> <br /> Samstarf ráðuneytisins og Heimilis og skóla er gríðarlega mikilvægt í menntalegu samhengi og hafa samtökin reynst eflingu menntunar kröftugur bandamaður. <br /> <br /> Ég vil að lokum óska þeim sem hlýtur Foreldraverðlaun Heimilis og skóla og aðrar viðurkenningar hér í dag, hjartanlega til hamingju og öllum öðrum viðstöddum til hamingju með daginn.<br />

2017-04-28 14:10:2828. apríl 2017Ávarp utanríkisráðherra á ársfundi Íslandsstofu föstudaginn 28. apríl 2017

<p>Ágætu fundarmenn,</p> <p>Ég held ég geti fullyrt að við öll í þessum sal höfum það að aðalstarfi – með&nbsp;einum eða öðrum hætti – að gæta hagsmuna Íslands og Íslendinga á erlendri&nbsp;grundu. Þetta er ærinn starfi og þetta er brýnt starf. Aldrei áður í&nbsp;heimssögunni hafa viðskipti landa á milli verið eins ör og djúp og aldrei&nbsp;áður í veraldarsögunni hefur óheft framrás milliríkjaviðskipta verið eins&nbsp;mikilvæg og nú.</p> <p>Ísland hefur þannig aldrei áður verið í eins mikilli kjörstöðu til að nema ný&nbsp;lönd og nýja markaði fyrir útflutningsatvinnuvegina og aldrei áður höfum&nbsp;við séð viðlíka áhuga á landinu okkar. Það er verkefni okkar sem í þessum&nbsp;sal erum að spila sem allra best úr þeim kortum sem okkur hafa verið gefin.&nbsp;Til þess að svo megi verða verðum við brýna þau tæki og tól sem okkur<br /> standa til boða. Tækifærin eru allt í kringum okkur, áskorarnirnar&nbsp;sömuleiðis. Það er hagur þjóðarbúsins sem er endanlegur mælikvarði á&nbsp;hvernig við höfum staðið okkur.</p> <p>Í utanríkisráðuneytinu í dag vinnum við samkvæmt þremur kjörorðum:&nbsp;hagsmunagæsla, hagsmunagæsla og hagsmunagæsla! Ég vík síðar í þessu&nbsp;erindi að þeirri vinnu sem er í gangi hjá okkur í ráðuneytinu og hvernig við&nbsp;hyggjumst laga okkur frekar og mun betur að þeim þörfum sem atvinnulífið&nbsp;kallar eftir.</p> <p>En fyrst aðeins að þessu: Heimurinn er að undirgangast gríðarlegar&nbsp;breytingar. Sumar þeirra eru yfirstaðnar, aðrar eru handan við hornið.&nbsp;Hvernig sem litið er á hlutina þá er þróunin ör og í sumum tilfellum eru það&nbsp;íslenskir aðilar sem stjórna för en í miklu fleiri tilfellum erum við að laga&nbsp;okkur að ytri þróun.</p> <p>Ég held ég geti fullyrt að við stöndum okkur býsna vel í því að laga okkur&nbsp;að slíkum breytingum. Smæðin, sveigjanleikinn og pragmatísk hugsun&nbsp;ræður þar miklu um. Hins vegar er ég handviss um það að við getum gert&nbsp;miklu betur, ekki síst þegar kemur að því hvernig við skipuleggjum okkur&nbsp;og hvernig við beitum þeim tækjum og tólum sem okkur standa til boða.</p> <p>Ég ætla að freistast hér til að nota knattspyrnusamlíkingu. Í grunninn þá eru&nbsp;það sömu þættir sem gilda hjá okkur og íslenska landsliðinu í knattspyrnu&nbsp;sem gerði okkur öll svo stolt síðasta sumar. Samlíkingin er þessi: Það&nbsp;skiptir nákvæmlega engu máli hvar og með hvaða félagsliðum&nbsp;leikmennirnir leika, í hvaða deildum, hvort þeir séu í mikilli innbyrðis&nbsp;keppni um stöður eða hvort þeim sé bara illa við hvorn annan! Málið er það&nbsp;að þegar þeir eru inni á vellinum að leika fyrir Íslands hönd þá eru þeir eitt&nbsp;lið sem stefnir að sama markmiðinu. Að sigra.</p> <p>Hér er ég ekki að segja að árangur Íslands við hagsmunagæslu á erlendri&nbsp;grundu sé í líkingu við árangur strákanna í Frakklandi síðasta sumar. Hins&nbsp;vegar er ég að segja að þegar við erum inni á vellinum þá verðum við að&nbsp;geta stefnt betur að sama marki, með skýrri aðferðafræði. Hlutverk&nbsp;atvinnulífsins er að auka vöxt sinn og veg. Hlutverk mitt sem&nbsp;utanríkisráðherra er að tryggja umgjörð, tengsl, sveigjanleika og snerpu&nbsp;þannig að við séum yfir höfuð á vellinum. Engir sigrar verða unnir úr&nbsp;stúkunni.</p> <p>Lítum aðeins á heimskortið og þá stóru krafta alþjóðahagkerfisins sem leika&nbsp;um okkur. Ef við tökum einn einstakan þátt út úr þróun alþjóðamála á&nbsp;síðustu áratugum er það gríðarlegur vöxtur millistétta í heiminum, hvort&nbsp;sem við horfum austur til Asíu, Suður-Ameríku og ekki síst Afríku. Allir&nbsp;hagvísar bera að sama brunni. Millistéttin í Kína er orðin fjölmennari en&nbsp;allir íbúar Bandaríkjanna. Samkvæmt alþjóðlegum samanburðartölum frá&nbsp;OECD (Alternative Worlds) er því spáð að neysla (og þar með kaupmáttur)&nbsp;millistéttarinnar á Indlandi muni aukast fjórfalt á næstu þrjátíu árum og hafa&nbsp;þá farið fram úr Kína.</p> <p>Samanlagt mun neysla millistéttar í þessum tveimur fjölmennustu ríkjum&nbsp;veraldar verða meiri en sambærileg neysla í Bandaríkjunum, Evrópu,&nbsp;restinni af Asíu, Afríku og Suður-Ameríku. Tölur um aldurssamsetningu&nbsp;álfanna segir sömu sögu og beinir sjónum að því hvenær ríki standa frammi&nbsp;fyrir mestum tækifærum til að stuðla að hagvexti. Í flestum af okkar&nbsp;hefðbundnu mörkuðum hafa þeir „opnu gluggar tækifæra“, sem svo kallast,&nbsp;þegar lokast eða eru við það að lokast á meðan aðrir gluggar standa galopnir, og á það einkum við Indland, Kína og stóru ríkin í Suður Ameríku.<br /> <br /> Tölur um auðsöfnun styðja við sömu sviðsmynd og sýna fram á hægfara&nbsp;lækkandi hlutfall auðs í Bandaríkjunum og Evrópu á meðan Kína og&nbsp;nýmarkaðsríkin fylla skörðin. Þetta eru staðreyndir sem íslensk fyrirtæki&nbsp;eru þegar farin að vinna eftir og þessum staðreyndum verður&nbsp;viðskiptastefna stjórnvalda að taka mið af á næstu árum og áratugum.&nbsp;Landsliðið sem mér var tíðrætt um áðan þarf að hafa þetta hugfast.</p> <p>Þegar grannt er skoðað erum við Íslendingar í kjörstöðu. Í fyrsta lagi: Ísland&nbsp;er útflutningsdrifið hagkerfi og fyrir okkur eru frjáls viðskipti lífsspursmál.&nbsp;Í öðru lagi hefur þungamiðja fríverslunar færst til. Það er sannfæring mín&nbsp;að milliríkjaviðskipti munu taka örum breytingum á næstu tveimur&nbsp;áratugum. Og í þriðja lagi nefni ég að nýmarkaðsríki eru hin nýju orkubú&nbsp;og ört vaxandi millistéttir munu drífa hagvöxt framtíðarinnar. </p> <p>En hvar erum við stödd? Við erum í raun í fararbroddi fríverslunar í&nbsp;heiminum. Í EFTA-samhengi erum við 99% laus við þær rauðu línur sem&nbsp;hamla vinum okkar í Noregi og Sviss. Það eru fáir sem átta sig á þessari&nbsp;staðreynd en ég hef verið og mun vera óþreytandi við að halda þessum&nbsp;mikilvægu staðreyndum til haga hér heima og meðal viðmælenda minna&nbsp;erlendis. Þar eru ógrynni tækifæri því sannast sagna þá er enginn evrópskur&nbsp;ráðamaður að boða fríverslun í dag. Við erum hins vegar þar. Og vinir&nbsp;okkar Bretar eru þar. Tækifærin eru sem sagt til staðar og það er<br /> sameiginlegt hagsmunamál okkar að þau séu gripin.</p> <p>Horfum á staðreyndirnar: Íslensk tollskrá inniheldur 8601 tollnúmer. Frá&nbsp;upphafi þessa árs var tollfrelsi á 7700 númerum sem þýðir í raun að það ríki&nbsp;90% tollfrelsi á landinu. Þar til viðbótar eru tollfrelsi á vissum&nbsp;landbúnaðarvörum skv. fríverslunarsamningum.</p> <p>Það er varla hægt að tala um tollamúra í samhengi við viðskiptastefnu&nbsp;Íslands heldur er hér opið og hindrunarlaust hagkerfi. Það sem eftir stendur&nbsp;eru einstakar tegundir af landbúnaðarvörum. Þessar staðreyndir tala sínu&nbsp;máli: Það stendur ekki á okkur þegar kemur að hindrunarlausum&nbsp;heimsviðskiptum.</p> <p > Ágætu fundarmenn,</p> <p>Það eru vissulega áskoranir uppi. Ég nefni þá erfiðleika sem hafa verið á&nbsp;nokkrum lykilmörkuðum Íslands. Útflutningur til Rússlands og Nígeríu&nbsp;hefur hrapað um tugi milljarða króna undanfarin ár. </p> <p>Dræmur hagvöxtur hefur verið á evrusvæðinu í lengri tíma. Semja þarf að&nbsp;nýju um framtíðar viðskiptasamband við Bretland, einn stærsta&nbsp;útflutningsmarkað Íslands.</p> <p>Álframleiðendur finna fyrir aukinni samkeppni frá Kína, og íslenskir&nbsp;flugrekendur þurfa einnig að kljást við stóraukna samkeppni.</p> <p>Styrking á gengi krónunnar dregur úr samkeppnishæfni íslenskrar&nbsp;framleiðslu og hugvits sem og Íslands sem áfangastaðar fyrir erlenda&nbsp;ferðamenn.</p> <p>En þegar við drögum upp framtíðarsýn verðum við að geta horft fram á&nbsp;veginn og séð skóginn fyrir trjánum. Okkur skortir ekki tækifærin.</p> <p>Bresk stjórnvöld hafa lýst því yfir að þau hyggist verða málsvarar&nbsp;fríverslunar og einfaldra viðskiptahátta eftir útgöngu landsins úr ESB. Þetta&nbsp;markmið samræmist vel íslenskum hagsmunum og vekur væntingar um að&nbsp;semja megi um enn betri markaðsaðgang fyrir íslenskan útflutning við&nbsp;Bretland, einkum fyrir sjávarafurðir. Ég er enn sannfærðari um þetta en&nbsp;áður eftir fundi mína með ráðherrum bresku ríkisstjórnarinnar í London í&nbsp;síðustu viku.</p> <p>Ég tel einnig að það liggi tækifæri í þeim gríðarlegu tæknibreytingum og&nbsp;efnahagslega uppgangi í heiminum sem spáð er. Stafræna hagkerfið, og&nbsp;einnig hin svokölluðu grænu og bláu hagkerfi hafa skapað okkur mörg ný&nbsp;tækifæri sem fólkið í landinu okkar hikar ekki við að stökkva á.</p> <p>Útflutningur á ýmis konar þjónustu sem krefst háskólamenntunar er að slá&nbsp;samanlögðum vöruútflutningi til Bandaríkjanna og Bretlands við.</p> <p>Íslenska hagkerfið er opnara en nokkru sinni fyrr og hagvöxtur er drifinn&nbsp;áfram af útflutningi. </p> <p>Fundarmenn,</p> <p>Þessi heimssýn sem ég hef dregið hér upp og þau tækifæri sem íslenskt&nbsp;atvinnulíf stendur frammi eru grundvallarforsendur fyrir þeirri&nbsp;yfirgripsmiklu vinnu sem ég hef ýtt úr vör í utanríkisráðuneytinu.&nbsp;Stýrihópur á vegum ráðuneytisins er þessa dagana að leita fanga víða úti í&nbsp;samfélaginu, ekki síst meðal fulltrúa atvinnulífsins, og skoðar með&nbsp;heildrænum hætti hagsmunagæslu okkar til framtíðar. Í þessu ferli, sem&nbsp;lýkur með skýrslu og tillögum í lok sumars, er verið að velta við öllum&nbsp;steinum og sjá hvernig utanríkisþjónustan geti nýtt betur tæki sín og tól til&nbsp;að gæta hagsmuna þjóðarinnar og atvinnulífsins.</p> <p>Í raun er verið að skoða hvernig utanríkisþjónustu við myndum skipuleggja&nbsp;ef engin væri til staðar fyrir. Og hvernig við getum aðlagað okkur að&nbsp;kröfum og þörfum atvinnulífsins og þannig bætt okkar tæki og tól til að&nbsp;gæta íslenskra hagsmuna. Markaðsstarf okkar erlendis og þjónusta við&nbsp;atvinnulífið er snar þáttur í þessari vinnu.</p> <p>Þetta er mikilvægt starf sem mun marka leiðina fram á við og eitt er víst að&nbsp;engar breytingar munu verða gerðar breytinganna vegna. Þær munu verða&nbsp;til í samtali og samráði við atvinnulífið vegna þess að í þeirri alþjóðlegu&nbsp;samkeppni sem Ísland á í verður liðið að fínstilla sig. Slíkri fínstillingu er&nbsp;ekki hægt að ná í tómarúmi.</p> <p>Og eins og ég horfi á hlutina þá verðum við að gera betur.</p> <p>Ágætu fundargestir,</p> <p>Markaðssókn á erlendum vettvangi er langtímahlaup. Þar spilar atvinnulífið&nbsp;sjálft langstærsta hlutverkið en stjórnvöld þurfa að styðja við bakið á því. </p> <p>Það er afar mikilvægt að atvinnulífið sé inni í allri stefnumótun um hvað&nbsp;stjórnvöld geti gert til að styðja við alþjóðlega og árangursríka&nbsp;markaðssókn íslenskra fyrirtækja á erlendri grundu. Horfa þarf til framtíðar&nbsp;og skipuleggja starfsemina með langtímasýn og -markmið að leiðarljósi.</p> <p>Starfshópur forvera míns sem skilaði þeirri ágætu skýrslu „Áfram Ísland“&nbsp;fyrir þó nokkru síðan (janúar 2015) lagði til að stofnað yrði útflutnings- og&nbsp;markaðsráð með breiðri aðkomu stjórnvalda og atvinnulífsins.</p> <p>Hlutverk þess væri að marka langtímastefnu að því er varðar&nbsp;útflutningsþjónustu og markaðsstarf og væri yfirmarkmið starfseminnar að&nbsp;tvöfalda útflutningstekjur á milli áranna 2012 og 2030 (reiknað á föstu&nbsp;verðlagi ársins 2012).</p> <p>Þetta upplegg á ennþá fyllilega við. Samsetning útflutningstekna hefur&nbsp;breyst mikið og á kostað vöruútflutnings. Og það er áhyggjuefni að&nbsp;vöxturinn skuli ekki vaxa á þeim hraða sem þarf til að ná þessu markmiði.</p> <p>Markaðssókn á erlendum vettvangi er einnig fjárfesting.</p> <p>Eins og gildir um allar fjárfestingar, þarf að vega og meta álitlegustu kostina&nbsp;og huga að því hvernig mannauði og fjármunum sé best varið.</p> <p>Hér skiptir raunsæi, faglegt mat og víðsýni miklu máli. Stundum er&nbsp;nefnilega nauðsynlegt að fara út úr þægindarammanum og viðjum vanans&nbsp;og vera tilbúinn til að endurskoða skipan mála, ef aðstæður kalla á það.</p> <p>Markaðsstarf á erlendum vettvangi krefst áætlana, aðgerða og viðveru á&nbsp;erlendum vettvangi. Markmið með stuðningi stjórnvalda við atvinnulífið,&nbsp;hlýtur að ganga út á það þegar upp er staðið, að afla aukinna gjaldeyristekna&nbsp;í formi sölu á vöru og þjónustu og aukinna erlendra fjárfestinga.</p> <p>Við höfum ýmis tæki til þess.Við þurfum að tryggja sem bestan&nbsp;markaðsaðgang, t.d. í formi fríverslunarsamninga og annarra&nbsp;viðskiptasamninga við erlend ríki. Ég tel reyndar að við getum í mun meira&nbsp;mæli nýtt okkur þau tækifæri sem felast í núverandi samningum og væri&nbsp;það reyndar tilefni til sérstaks kynningarfundar með atvinnulífinu.</p> <p>Við sinnum kynningar-, orðspors- og ímyndarmálum, m.a. með því að&nbsp;vekja athygli á okkar frábæru listamönnum. Íslandsstofa hefur sinnt slíku&nbsp;markaðsstarfi af myndarbrag.</p> <p>Við sinnum samskiptum við erlend stjórnvöld og alþjóðastofnanir, ekki&nbsp;bara þegar vandamál koma upp heldur einnig með reglulegum hætti.</p> <p>Við þurfum að geta veitt einstökum fyrirtækjum og atvinnugreinum sem&nbsp;þess óska, viðeigandi aðstoð á erlendum vettvangi og skipuleggja&nbsp;viðskiptahvetjandi viðburði þar sem tækifærin liggja.</p> <p>Við þurfum líka að vera duglegri í að fara í sölumannshlutverkið og virkja&nbsp;hin mannlegu samskipti gagnvart viðskiptavinum okkar. Það skilar bestum&nbsp;árangri í viðskiptum.</p> <p>Þessir viðskiptavinir sem við viljum ná til, eru ekki hérna á Íslandi.</p> <p>Sendiskrifstofur okkar hafa afl og getu til að opna dyr víða, það höfum við&nbsp;margoft upplifað, ekki síst á fjarlægum mörkuðum þar sem aðkoma&nbsp;ríkisvaldsins er oft lykillinn að því að opna dyr. En það er til einskis ef&nbsp;atvinnulífið fylgir ekki eftir.</p> <p>Ég er sannfærður um að við getum nýtt mun betur þá aðstöðu, tengslanet&nbsp;og þekkingu sem við höfum byggt upp og fjárfest í erlendis, í þágu&nbsp;atvinnulífsins. Við þurfum að efla getuna til að veita meiri&nbsp;útflutningsþjónustu á þessum starfstöðvum og það mun skila sér margfalt til baka. Við opnum ekki dyr að nýjum mörkuðum frá Reykjavík&nbsp;einvörðungu. Við verðum að geta beitt okkur á staðnum.</p> <p>Þetta skilja öll ríki sem við viljum bera okkur saman við og er mér í raun&nbsp;óskiljanlegt hvers vegna við höfum ekki gengið lengra í þeim efnum.&nbsp;Stýrihópur utanríkisráðuneytisins mun rýna fast í þessa hluti á næstu vikum&nbsp;og gera tillögur til úrbóta sem munu taka á samspili utanríkisþjónustunnar&nbsp;og Íslandsstofu. Minnugur knattspyrnulíkingarinnar áðan þá vænti ég<br /> mikils af því starfi.</p> <p>Kæru gestir,<br /> Við höfum verk að vinna og við þurfum að gefa í.</p>

2017-04-28 11:57:2828. apríl 2017Ávarp umhverfis- og auðlindaráðherra á hátíðarathöfn í tilefni Dags umhverfisins 2017

<br /> Góðir gestir, ég vil þakka ykkur öllum fyrir að mæta hér í dag þar sem við fögnum degi umhverfisins. Degi umhverfisins er reyndar alltaf fagnað formlega 25. apríl ár hvert, en þar sem ég var stödd erlendis á fundi umhverfisráðherra Evrópuríkja fögnum við honum aftur í dag.<br /> <br /> Og það er ýmsu sem má fagna þegar horft er til umhverfismála á Íslandi.<br /> <br /> En ef við byrjum á að horfa aðeins tilbaka þá mætti líkja ferli Íslands í umhverfismálum við feril margra barnastjarnanna sem stíga fram í sviðsljósið í poppmenningu heimsins og heilla alla í kring um sig með sjarma sínum og hæfileikum.<br /> <br /> Hitaveituvæðing Íslands er oft nefnd sem dæmi um framsækni landsins í loftlagsmálum. Þessi framsækna aðferð við að nýta jarðhitann sem við erum svo lánsöm að búa yfir heillaði umheiminn. Þar nýtti þjóðin, sem rétt var að slíta barnsskónum sem fullvalda ríki, sér auðlindir sínar til aukinnar hagsældar og dró úr brennslu innflutts eldsneytis.<br /> <br /> Og það er mikilvægt að halda þessu á lofti, við getum verið stolt af þessum árangri.<br /> <br /> En eins og með margar barnastjörnur sem láta glamúrlífið og hrós annarra blinda sér sýn og verða værukærar, má segja að Ísland hafi villst af leið í ýmsum brýnum umhverfismálum.<br /> <br /> Vistspor er mælikvarði á hversu mikið af gæðum jarðar fólk nýtir til eigin neyslu og hversu miklum úrgangi eða mengun það skilar frá sér. Því meiri neysla, úrgangur og mengun….. því stærra vistspor.<br /> <br /> Og staðan er sú að vistspor Íslendinga hefur stækkað stöðugt undanfarin ár og er með því stærsta sem gerist í heiminum.<br /> <br /> Og í mikilvægasta umhverfismálinu, loftlagsmálunum, vöknuðu margir nýverið upp við vondan draum þegar við fengum þær fréttir að útblástur gróðurhúsalofttegunda hér á landi gæti tvöfaldast á næstu árum á sama tíma og þær þjóðir sem við berum okkur saman við eru að draga úr útblæstri.<br /> <br /> Barnastjarnan er ekki lengur í efsta sæti vinsældalistans.<br /> <br /> En kæru gestir,<br /> <br /> alveg eins og með margar barnastjörnurnar sem þroskast, taka sig á og koma sterkari tilbaka hefur Ísland gríðarleg tækifæri til að standa sig betur í umhverfismálum og sýna gott fordæmi. Og það hefur margt jákvætt gerst í þessum málaflokki undanfarin ár.<br /> <br /> Það sem er ánægjulegt varðandi umhverfismálin í dag er sú mikla vitundarvakning sem nú er í þjóðfélaginu um þessi brýnustu mál samtímans; loftlagsbreytingarnar, mengunina og sóunina sem ógna tilvist okkar hér á jörðinni. Sífellt fleiri átta sig á því að við getum ekki haldið áfram á þeirri vegferð og vilja leggja sitt af mörkum til þess að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif og hámarka jákvæð áhrif. Og það er svo sannarlega hægt.<br /> <br /> Þessi vitundarvakning endurspeglast meðal annars í mikilli grósku í umhverfismálum sem nú er innan margra fyrirtækja og stofnana landsins. Tilnefningar til umhverfisverðlauna eins og Kuðungsins sýna einmitt að mörg fyrirtæki vilja ganga lengra í því að hafa jákvæð áhrif á umhverfið en reglur segja til um. Því ber að fagna.<br /> <br /> Og þá ber líka að nefna hið sterka grasrótarstarf innan frjálsra félagasamtaka sem vinna að náttúruvernd. Samtökum sem tala máli náttúruverndar hefur fjölgað og sífelld aukning félagsmanna sýnir að fólk lætur sig umhverfisvernd varða.<br /> <br /> En það sem er ánægjulegast er sá mikli áhugi á umhverfismálum sem ég finn á meðal ungs fólks og barna. Til mín og í ráðuneytið berast reglulega fyrirspurnir frá ungu fólki og nemendum sem hafa áhuga á að ræða um og kynna sér umhverfismál. Umhverfisverkefni nemenda, eins og þeirra sem hljóta viðurkenninguna Varðliðar umhverfisins hér á eftir, eru annað dæmi um þessa grósku meðal unga fólksins.<br /> <br /> Að vita af þessum ungmennum og áhuga þeirra á þessu mikilvæga málefni veitir mér innblástur. Það ýtir enn frekar undir þann metnað og vilja sem ég sem umhverfis- og auðlindaráðherra hef til að vinna að framförum í umhverfismálum á Íslandi. Við þá vinnu hófst ég handa um leið og ég tók við embætti umhverfis- og auðlindaráðherra.<br /> <br /> Þar vega loftlagsmálin þyngst. Aukinn kraftur hefur verið settur í þau mál í ráðuneytinu og jafnframt hefur verið lögð áhersla á vinnu við aðgerðaáætlun í loftslagsmálum í víðtækri samvinnu ráðuneyta, atvinnulífs, sveitarfélaga, frjálsra félagasamtaka og annarra. Síðar á þessu ári mun svo liggja fyrir tímasett og markmiðabundin aðgerðaáætlun í loftlagsmálum fyrir Ísland.<br /> <br /> Ég hef einnig talað fyrir því að mikilvægt sé að beita grænum hvötum og sköttum og sem dæmi má nefna að kolefnisgjald mun hækka um 100% frá og með 1. janúar 2018.<br /> <br /> Þá hefur það varla farið framhjá þeim sem fylgjast með umræðum um umhverfismál að ég er ekki hrifin af mengandi stóriðju og tel að ekki eigi að veita ívilnanir til þess konar starfsemi.<br /> <br /> Enda var stigið stórt skref í umhverfismálum hér á landi þegar tekið var sérstaklega fram í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar að ekki verði efnt til nýrra ívilnandi fjárfestingarsamninga vegna uppbyggingar mengandi stóriðju.<br /> <br /> Það er mér einnig sérstök ánægja að nefna að í ráðuneytinu er nú unnið að heildstæðri áætlun um vernd miðhálendisins og stefnan er sett á stofnun Hálendisþjóðgarðs. Það þarf að gera í samtali og sátt við ýmsa aðila og er sú vinna í góðum farvegi.<br /> <br /> Kæru gestir,<br /> <br /> Ísland hefur það í hendi sér að heilla þjóðir heims enn á ný þegar kemur að umhverfismálum. En til þess þarf samstillt átak okkar allra. Þau mál sem unnið er að í mínu ráðuneyti og ég hef rakið hér eru mikilvægur þáttur í því átaki. Ef við vinnum að þeim saman og nýtum okkur kraft þeirrar vakningar í umhverfismálum sem nú er hér á landi þá lít ég bjartsýn fram á veginn.<br /> <br /> Takk fyrir.

2017-04-27 14:00:2727. apríl 2017Ávarp fjármála- og efnahagsráðherra á 30 ára afmæli flugstöðvar Leifs Eiríkssonar

<p style="text-align: right;">Talað orð gildir<br /> <br /> </p> <p>Góðir gestir!<br /> <br /> Það er mér mikið ánægjuefni að koma hér í 30 ára afmæli flugstöðvarinnar. Það rifjaðist upp fyrir mér núna atvik sem ég var búinn að gleyma. Á árunum 1980-81 var ég fréttaritari Ríkisútvarpsins í Bandaríkjunum. Þá náði ég að miklu „skúbbi“ þegar ég sagði frá því að Bandaríkjastjórn hefði samþykkt að greiða fyrir byggingu nýrra flugstöðvar á Íslandi, 20 milljónir dollara, ef ég man rétt. Frá flugstöðinni fyrirhuguðu hafði aldrei áður verið sagt í fjölmiðlum á Íslandi og þótti að vonum stórfrétt.<br /> <br /> Næsta minning mín um flugstöðina var þegar hún var vígð í apríl 1987, en þá var miklu fjölmenni boðið til veislunnar og húsið var þéttskipað. Svo merkilegur þótti atburðurinn að honum var sjónvarpað beint. Ég var í hópi þeirra sem horfði á í andakt. Nú sýnist mér að í þessari góðu afmælisveislu séu miklu færri en við vígsluhátíðina, en kannski virðist það bara vera svo vegna þess að stöðin er svo miklu stærri núna.<br /> <br /> Vígsludagurinn var gleðidagur. Í Morgunblaðinu sagði: „Gamla flugstöðin var fráhrindandi andlit, sem fól auk þess í sér hættur, bæði fyrir farþega og starfsfólk. Flughöfn Leifs Eiríkssonar er aðlaðandi andlit, sem býður viðkomendum traust og öryggi. Engu að síður vóru skoðanir mjög skiptar um þessa flugstöð á árum undirbúnings og uppbyggingar, þó nú vilji flestir Lilju kveðið hafa.“<br /> <br /> Umsagnir stjórnmálamanna þegar rætt var um að reisa flugstöðina voru ekki allar á þá lund að byggingin væri nauðsynleg þó að meirihlutinn væri á þeirri skoðun.<br /> <br /> Rifjum upp nokkur ummæli stjórnmálamanna frá þeim tíma. Ég hirði ekki um að nefna nöfn flestra þeirra, enda má gera ráð fyrir að þeir hafi nú flestir skipt um skoðun:<br /> <br /> Einn sagði: „Ég vil lýsa eindreginni andstöðu minni við þau fjárfestingarafglöp sem hér eiga sér stað“,<br /> <br /> Annar skrifaði grein um „monthöll“, en svo nefndi hann flugstöð Leifs Eiríkssonar (DV í júlí 1983).<br /> <br /> Og enn einn sagði í þingræðu að hér væri verið að „reisa alltof stóra flugstöð - „flugstöð sem jafnvel hæstvirtur forsætisráðherra [Steingrímur Hermannsson] viðurkennir að sé of stór miðað við þarfir þjóðarinnar“.<br /> <br /> Arkitektinn, Garðar Halldórsson, sagði að við hönnunina hafði hann hugsað sér líkingu við gróðurhús sem væru dæmigerð fyrir Ísland. Þessi myndlíking varð tilefni til þessara orða á Alþingi:<br /> <br /> „Gróðurhús eru tiltölulega einföld mannvirki ein og sér til síns brúks. Sömuleiðis geta flugstöðvar verið tiltölulega einföld mannvirki ef þær eru reistar einar sér og til síns brúks. En það er alveg greinilegt, herra forseti, að þegar þessu tvennu er blandað saman verður útkoman úr því hroðalegur bastarður. Ég vil sem sagt enn og aftur endurtaka andstöðu mína við þetta mál, þennan minnisvarða forheimskunar og niðurlægingar, sem á að fara að reisa suður á Keflavíkurflugvelli“.<br /> <br /> Einhverjir óttuðust að flugstöðin yrði nýtt sem hernaðarmannvirki ef þurfa þætti.<br /> <br /> Fleiri vísuðu í gróðurhúsakenninguna: „Flugstöðin verður óhagkvæm, enda hönnuð með hliðsjón af „gróðurhúsinu, tákni orkulinda landsins. Ef menn hafa áhuga á að byggja grasasafn er hægt að gera það einhversstaðar annarsstaðar nær fleiri skólum og rannsóknarstofnunum landsins en Miðnesheiði er.“<br /> <br /> Geir Hallgrímsson, þáverandi utanríkisráðherra, svaraði gagnrýni um stærð og kostnað m.a. með þessum orðum: „Ég vil að gefnu tilefni undirstrika að áætlanir og teikningar af flugstöð á Keflavíkurflugvelli hafa verið endurskoðaðar í ljósi nýrra staðreynda og nýrra spásagna um farþegaumferð um flugvöllinn — og flugstöðin, eins og hún nú liggur fyrir, hefur einnig verið minnkuð þrisvar til að mæta þeirri gagnrýni að við værum að byggja of stóra flugstöð.<br /> <br /> Það er sannfæring mín að svo er ekki. Það er sannfæring mín að hér sé fremur um lágmarksstærð nýrrar flugstöðvar að ræða. Og reynslan á vonandi eftir að sýna að við hlið þessarar flugstöðvar rísi aðrar byggingar um leið og sú starfsemi, sem fram fer í flugstöðinni, krefst meira húsrýmis.“<br /> <br /> Geir reyndist sannspár. Við sjáum að stöðin vex og dafnar stöðugt. Margir óskuðu þess eflaust eftirá að hún hefði ekki verið minnkuð þrisvar á hönnunarstigi.<br /> <br /> Góðir gestir!<br /> <br /> Flugstöðin er staður gleði og kannski stundum sorga. Hér höfum við fagnað mörgum glæstum afrekum þegar íslenskt afreksfólk hefur unnið glæsta sigra á erlendum vettvangi, heimsmeistaratitlum, verðlaunum og öðrum vegsaukum. Í dag fögnum við 30 ára afmæli flugstöðvarinnar og þá er sannarlega ástæða til þess að gleðjast.<br /> <br /> Til hamingju með daginn!</p>

2017-04-26 13:57:2626. apríl 2017Ávarp fjármála- og efnahagsráðherra á ársfundi Landsvirkjunar 2017

<p style="text-align: right;">Talað orð gildir<br /> <br /> </p> <p>Góðir fundarmenn,<br /> <br /> það er ánægjuefni að ávarpa þessa samkomu í fyrsta sinn. Landsvirkjun er burðarstoð í innviðum ríkisins, vel rekið fyrirtæki sem nýtir verðmætar auðlindir landsins til hagsbóta fyrir landsmenn alla.<br /> <br /> Myndbandið sem við sáum rétt í þessu var fallegt og áhugavert. Efni þess má túlka á ýmsa lund. Það má til dæmis sjá í myndbandinu þá náttúrufegurð sem Ísland býr yfir og er ástæðan fyrir því að obbi þeirra ferðamanna sem sækja landið heim nefnir náttúruskoðun sem eina meginástæðuna fyrir heimsókn sinni. Þetta ýtir undir mikilvægi þess að Landsvirkjun vinni í góðri sátt við landsmenn þar sem jafnvægi er á milli virkjunar og verndar. Ósnortin náttúra er líka auðlind.<br /> <br /> Í sjávarútvegi höfum við um árabil rekið stefnu sem stuðlar að því að við skilum fiskimiðunum jafngóðum eða betri til komandi kynslóða. Þessari stefnu eigum við líka að framfylgja á öðrum sviðum. Ferðaþjónustan nýtir sér líka sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar og þar þarf að gæta að því að við ofbjóðum ekki náttúrunni með ágangi. Vanda þarf til umgjarðar ferðamannastaða þannig að ferðamenn fari sér ekki á voða og spilli ekki gæðum náttúrunnar.<br /> <br /> Það sama gildir auðvitað um orkufyrirtæki. Virkjun er inngrip í náttúruna, en miklu skiptir að frágangur mannvirkja sé með þeim hætti að sem minnstum skaða valdi. Þar hafa íslensk orkufyrirtæki nær alltaf verið til fyrirmyndar, einkum í frágangi virkjunarmannvirkja og umhverfi þeirra. Því verður aftur á móti ekki á móti mælt að rafmagnslínur geta verið alvarleg sjónmengun. Mér er það vel ljóst að jarðstrengir eru enn sem komið er mun dýrari en loftlínur, en þá kemur aftur að orðum mínum áðan: Ósnortin náttúra er líka auðlind.<br /> <br /> Ég mun hér fara nokkrum orðum um stefnu ríkisstjórnarinnar í raforkumálum, hugmyndir um þjóðarsjóð og að síðustu segja nokkur orð um rammaáætlun.<br /> <br /> Kæru fundarmenn,<br /> <br /> ríkisstjórnin ætlar að hverfa frá þeirri stefnu að orkuauðlindir landsins eigi fyrst og fremst að nýta til þess að laða að stóriðju og í staðinn mun hún auka fjölbreytni atvinnulífsins, skapa jákvæðar aðstæður fyrir græna atvinnustarfsemi og umhverfisvæna tækniþróun og framleiðslu og grænar samgöngur.<br /> <br /> Unnið er að því innan umhverfisráðuneytisins með aðkomu annarra ráðuneyta að skapa stefnu sem bit er í gegn loftslagsbreytingum. Þar þarf að horfa á ýmsa þætti og það sem fellur undir fjármálaráðherrann sem hér stendur er að búa svo um hnúta að hagrænir hvatar séu til þess að vernda náttúruna. Þar er skattkerfið skilvirkt tæki, en sjónarhornið þarf þó alltaf að vera breitt. <br /> <br /> Stóraukin rafvæðing samgangna er afleiðing af alþjóðlegum skuldbindingum ríkisins í loftslagsmálum og samhliða svar við kalli nútímans. Íslendingar hafa allar forsendur til að vera í fararbroddi og við eigum að setja markið hátt. <br /> <br /> Í ráðuneytinu er unnið er að uppfærslu á almennri eigandastefnu ríkisins fyrir hluta- og sameignarfélög, þar með talda Landsvirkjun. Við stefnum að því að drög verði kynnt til umsagnar innan skamms.<br /> <br /> Samhliða er unnið að gerð viðauka við almennu stefnuna sem fjallar sérstaklega um málefni orkugeirans. Drögin að þeim viðauka verða birt til umsagnar á haustmánuðum. Án þess að fjalla sérstaklega um innihald þeirrar stefnu áður en vinnunni lýkur get ég þó sagt að ekki er stefnt að því að breyta eignarhaldi ríkisins á Landsvirkjun.<br /> <br /> Orkugeirinn á Íslandi er ein af grunnstoðum atvinnulífs og góðra lífskjara á Íslandi. Fyrst var virkjað vatnsafl á Íslandi við upphaf 20. aldar og Íslendingar eru ein orkuríkasta þjóð heims á hvern íbúa í mörgum skilningi. Auk þess að fullnægja orkuþörf heimila, hefur orka Íslands verið öflugt tæki til iðnvæðingar, atvinnuuppbyggingar og til þess að laða að erlent fjármagn til stóriðjuframkvæmda. <br /> <br /> Mikilvægt að ríkið tryggi að eðlileg og viðunandi arðsemi náttúrulegra raforkuauðlinda landsins skili sér til almennings í einhverju formi. Þá kem ég að næsta máli.<br /> <br /> Kæru fundarmenn,<br /> <br /> á ársfundum undanfarin tvö ár, hefur forveri minn í Arnarhvoli talað um þjóðhagsvarúðarsjóð. Talsverð vinna hefur þegar verið unnin í ráðuneytinu til undirbúnings stofnunar slíks sjóðs. Nú hefur nýr vinnuhópur verið skipaður og hann er að störfum.<br /> <br /> Eins og kom fram í myndbandinu hér að framan eru nokkur ár í að Landsvirkjun geti með góðu móti farið að greiða umtalsverðar fjárhæðir í arðgreiðslur. Spurningin hefur verið hvað gera eigi við þessar arðgreiðslur.<br /> <br /> Freistingin er að láta þær renna inn í ríkissjóð og fara þar í hefðbundinn rekstur ríkisins. Ég er aftur á móti þeirrar skoðunar að heppilegra sé að búið verði svo um hnúta að þessar sérstöku greiðslur fari í sjóð til sérstakra nota.<br /> <br /> Þessi not gætu verið margvísleg: Sveiflujöfnun í hagkerfinu, trygging gegn alvarlegri náttúruvá, kynslóðajöfnun eða stuðningur við nýsköpun og þróun. Allt eru þetta eru dæmi um not sem hægt er að hugsa sér, sum geta gengið saman en með önnur markmið geta þau stangast á.<br /> <br /> Ég er þeirrar skoðunar að trygging gegn stóráföllum sé einna efst á blaði. Slík stóráföll geta verið Kötlugos, skæður sjúkdómsfaraldur sem núverandi lyf vinna ekki á eða vistkerfisbrestur á fiskimiðum. Þá gæti slíkur sjóður lagst á árarnar þegar fara þarf í stórfelldar fjárfestingar sem fjárfestingasvigrúm reglulegs rekstrar ríkisins ræður ekki við. Allt að einu er nú unnið að mótun tillagna og þar litið til reynslu annarra þjóða.<br /> <br /> Ég tel að eðlilegt sé að sjóður af þessari tegund fjárfesti aðeins utan Íslands, þannig að staðbundin áföll hér á landi skapi ekki hættu á því að eignir sjóðsins rýrni þegar til hans á að grípa.<br /> <br /> Eftir stendur spurningin um hvaða peningar verða til umráða. Gengið hefur verið út frá því að Landsvirkjun muni draga vagninn við fjármögnun sjóðsins og það finnst mér skynsamlegast eins og sakir standa. En hver ákveður hversu mikill arður er greiddur út og hvenær? Er það Landsvirkjunar, sjóðsins eða fjármálaráðherra?<br /> <br /> Miðað við sviðsmyndir sem upp hafa verið dregnar gæti sjóðurinn stækkað býsna hratt, þannig að í hann bættust á hverju ári arðgreiðslur sem gætu numið milli 0,5 og 0,8% af VLF eða milli 10 og 20 milljarðar króna á ári. Með þessu móti gæti sjóðurinn á tíu árum hafa vaxið í nærri 7% af VLF og á 20 árum upp í um 20% af VLF, ef miðað er við hóflega ávöxtun og 15 milljarða framlag á ári.<br /> <br /> Ljóst er að mörgum spurningum verðum við að svara á næstu misserum.<br /> <br /> Kæru fundarmenn,<br /> <br /> fyrir Alþingi liggur nú rammáaætlun um vernd og nýtingu virkjanakosta. Hún var lögð fram að nýju af nýjum umhverfisráðherra og er samhljóða tillögu fyrri ráðherra, sem sáttagjörð og málamiðlun milli þeirra fjölmörgu sjónarmiða sem togast á.<br /> <br /> Ekki er ljóst hvernig málinu mun reiða af í þinginu. Mögulegt er að annað skipti í röð muni ekki nást samstaða um þá áætlun sem liggur fyrir.<br /> <br /> Það væri afleit niðurstaða. Ef ferlið—rammaáætlun sem rammaáætlun—nær ekki samstöðu í þinginu er pólitískur kostnaðurinn af því mikill. Niðurstaðan yrði að horfið yrði til gamla fyrirkomulagsins þar sem sérlög voru um hverja virkjun, heildarsamhengi hlutanna tapast og einstakar virkjanir verða meira undirorpnar skammtímasjónarmiðum heldur en langtímasjónarmiðum. <br /> <br /> En pólitísku afleiðingarnar yrðu víðtækari; þær sýndu að samræður þvert á flokkslínur, faglegar úttektir og heildarsýn væru til viðbótar við að vera seinlegri og alls ekkert líklegri til að brúa bil milli stjórnmálaflokka og þjóðfélagshópa. Þetta yrði tilraun sem hefði mistekist, og letur okkur til að reyna þegar kemur að öðrum snúnum spurningum og viðfangsefnum.<br /> <br /> Þvert á móti, ef okkur lánast að tala saman um rammaáætlun og virða ferlið og samfélagssáttmálann sem felst í verklaginu, er það vísbending um að það sé svo sannarlega hægt að sætta ólík sjónarmið ef rétt er farið að málum.<br /> <br /> Rætt hefur verið um rafstreng til Englands sem flytti orku frá Íslandi til Bretlands. Ljóst er að sú framkvæmd yrði afar dýr og ef af henni yrði er ekki vænlegt eða æskilegt að íslensk stjórnvöld komi að henni með beinum hætti. Ljóst er að áður en til slíks kæmi þarf að ljúka umræðu um það hér á landi hvort við teljum æskilegt að flytja orku út á þennan hátt. Auðvitað flytjum við út orku nú þegar í álstöngum og fleiri afurðum, þannig að hér yrði ekki um grundvallarbreytingu að ræða þó að formið væri með öðrum hætti. Á Íslandi hafa stjórnmálamenn oft einblínt á að skapa störf en ekki horft nægilega á arðsemi þeirrar starfsemi sem hingað hefur flutt, til dæmis fyrir Landsvirkjun. Umræða um þetta mál er alls ekki orðin nægilega þroskuð til þess að hægt sé að ganga frá samningum um slíkan streng.<br /> <br /> Góðir fundarmenn!<br /> <br /> Ég óska að lokum stjórnendum og starfsfólki Landsvirkjunar til hamingju með góðan árangur og þakka vel unnin störf á liðnu ári. Ég hlakka til þess að sjá hvernig fyrirtækið getur skapað meiri arð úr auðlindum Íslands í sátt við umhverfið, landsmönnum öllum til heilla.</p>

2017-04-24 11:29:2424. apríl 2017Ræða Þórdísar Kolbrúnar á ráðstefnu um samfélagsleg áhrif ferðaþjónustu á Kosta Ríka, 24. apríl 2017

<p>Dear guests, it is a true honour and pleasure to be with you here today. The What Works conference is a powerful forum to discuss challenges, opportunities and initiatives concerning social progress and sustainable development, not only in Iceland, but in a global context.</p> <p>The discussion on tourism at this pre-summit event is furthermore a welcome addition that I would like to thank the organisers for especially.</p> <p>I am also grateful that Mr Roberto Artavia Loria, the Vice-Chair of the Social Progress Imperative, was able to come all this way to tell us about Costa Rica's pioneering and award-winning work on applying the Social Progress Index to tourism destinations.</p> <p>We all know how important it is to be able to learn from each other, and sharing best practices in tourism governance and policy is of particular value for countries that have seen large increases in the numbers of visitors. Sustainability is a key subject for us to focus on. We have the United Nations' Sustainable Development Goals before us. We have signed the Paris agreement. The United Nations World Tourism Organisation has declared this year the year of sustainable tourism for development.</p> <p>The message from the international community is clear: Progress needs to serve our societies first and foremost, and in order to do so, gains need to be optimised in a balanced way, taking the environment and society into consideration as well as the economy. That applies no less to tourism than it does to any other industry.</p> <p>I believe tourism is primarily a force for good. A force for increased cultural understanding and improved quality of life in destinations. But for it to be that kind of force, like any other industry, it needs to be managed. And for it to be managed, its effects need to be measured. Best practices need to be learned, and those learnings applied. But even that is not enough. We need to show initiative in order to truly progress. New and alternative tools need to be developed and shared in order to make better decisions. With its work on applying the Social Progress Index to tourism, Costa Rica goes forward as a shining example in this regard.</p> <p>Costa Rica and Iceland may seem like two very different destinations at first. One is a tropical Central American country teeming with colourful wildlife, the other a cold, windswept island in the North Atlantic Ocean. But the similarities are surprising. Both are small countries, considered exotic in their own way, with rugged, volcanic landscapes that are well suited to adventurous activities. Both boast an incredible, but fragile, natural landscape. In Costa Rica: dense rainforests and an extraordinary variety of flora and fauna. In Iceland: large expanses of rugged wilderness, bubbling geothermal sites and glaciers. No wonder that the majority of tourists visit our two countries to enjoy nature, although cultural heritage also plays an important role.</p> <p>Costa Rica and Iceland have both experienced a tourism boom in recent times, with tourism surpassing the more established and traditional industries of each country in terms of foreign exchange earnings. Last year, Costa Rica received a record 2.9 million international tourists. Iceland received a record 1.8 million - and will this year receive around 2.3 million. Of course, a tourism boom like this tends to magnify the many benefits and at the same time the many challenges of the industry's development, as I believe our friends from Costa Rica will be able to confirm.</p> <p>In Iceland, the recent growth in tourism has not only helped to pull the country out of a deep economic crisis; it has changed our society, on the whole for the better, I think most would agree. With flights to more destinations at lower prices, we Icelanders, traditionally an isolated nation, can travel abroad more than ever. We also have a much wider variety of services to choose from - restaurants, shops and leisure activities. Tourism has also given us a sense of pride and made us recognise even more the value of preserving our nature and cultural heritage.</p> <p>On the other hand, we are also starting to see signs of negative effects of tourism - economic, environmental and social. Popular natural attractions are under pressure from the tourist footprint. Short-term rentals are putting pressure on the housing market. We hear some complaints about overcrowding and lack of infrastructure at certain sites.</p> <p>When things develop at such a pace it can be all too easy to get carried away – until all of a sudden it is too late. I believe such a situation can be prevented if we never lose sight of the overall goal of tourism, which in my mind is to improve the quality of life for residents. And by doing that, we improve the visitor experience as well - and a virtuous cycle is created. A great destination should also be a great place to live, and vice-versa.</p> <p>Here in Iceland we are taking important steps to better involve the local community in tourism decisions, for example through the development and implementation of regional Destination Management Plans. We also have tools in place to encourage wider distribution of tourists around the country, for example a flight development fund in order to encourage direct flights to North and East Iceland. I have proposed changes to the Tourist Site Construction Fund which will encourage investment in new attractions in lesser visited areas. Our award-winning marketing campaign, “Inspired by Iceland”, has successfully involved local people in highlighting the attractiveness of each region and our cultural attractions such as Icelandic history, food and music, to a greater degree than before.</p> <p>We are on the right track but nonetheless we need to step up our game. I would like to see Iceland move towards a high value, low impact tourism model. Take active steps to make tourism in Iceland more inclusive and sustainable for our environment and communities. To do this, we need both bottom-up as well as top-down planning, effective cooperation - and improved data about the economic, social and environmental effects of tourism, both positive and negative. If these are not systematically measured they do not get enough attention and we risk being left with an unclear idea about the true contribution of tourism to our quality of life, and what needs to be improved.</p> <p>With its work on SPI and tourism, Costa Rica, with its already progressive environmental policies, is now at the forefront of developing a more socially sensitive tourism model. Costa Rica's initiative in this regard is admirable and something I think we can learn a lot from here in Iceland.</p> <p>Dear guests, I look forward to hearing more about the meaning of SPI for the development of Costa Rica's tourism and sustainable development in general. I would like to thank the organisers, and our distinguished guests, for contributing to the important discussion about sustainable tourism development in Iceland and around the world. Thank you.</p>

2017-04-21 16:17:2121. apríl 2017Opnun skrifstofu Alþjóðlegu Norðurskautsvísindanefndarinnar á Akureyri

Ágæta samkoma, kæru gestir,<br /> Það er mér mikil ánægja og heiður að vera með ykkur hér í dag við formlega opnun skrifstofu Norðurskautsvísindanefndarinnar á Akureyri. <br /> Eins og þið vitið flutti skrifstofa IASC til Íslands frá Potsdam í Þýskalandi í ársbyrjun 2017 (í kjölfar ákvörðunar ríkisstjórnar Íslands) og verður með starfsaðstöðu hér að Borgum næstu fimm árin (eða til 2021).<br /> Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur falið Rannsóknamiðstöð Íslands (Rannís) umsýslu með rekstri skrifstofunnar en Rannís hefur átt aðild að IASC fyrir hönd Íslands frá upphafi. Þegar hafa verið ráðnir tveir starfsmenn til starfa á skrifstofu IASC. Dr. Allen Pope, framkvæmdastjóri og Gunnar Gunnarsson skrifstofustjóri. <br /> Norðurslóðir hafa skipað stóran sess í utanríkisstefnu Íslands á síðustu árum þar sem hornsteinn stefnumótunarinnar er þingályktun Alþingis frá árinu 2011. Þá mun Ísland taka við formennsku í Norðurskautsráðinu árið 2019 til 2021. Það er því mikill styrkur fyrir íslenskt norðurslóðastarf að hafa skrifstofu Norðurskautsvísindanefndarinnar hér meðan á formennskunni stendur. <br /> Það er mér gleðiefni að Akureyri sé að verða eins konar miðja norðurslóðarannsókna ekki bara hér heima heldur einnig á alþjóðavettvangi. Hér fer fram mikil rannsóknarvinna jafnt innan Háskólans á Akureyri, sem Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar og annarra rannsóknarstofnanna sem hér eru staðsettar. Þá eru tvær skrifstofur Norðurskautsráðsins (PAME (Protection of the Arctic Marine Environment) og CAFF (Conservation of Arctic Fauna and Flora)) þegar staðsettar hér fyrir norðan, og Norðurslóðanet Íslands Jafnréttisstofa og Fiskistofa gegna einnig lykilhlutverkum í störfum okkar á norðurslóðum. <br /> Sem hluti af formennskunni Íslands í Norðurskautsráðinu er stefnt að því að halda vísindaviku norðurslóða á Akureyri vorið 2020. Norðurslóðamál verða því ofarlega á baugi Akureyringa og Íslendinga alla næstu árin og vonandi um langa framtíð.<br /> Málefni norðurslóða snerta marga og krefjast víðtæks samráðs ráðuneyta, rannsóknastofna og hagsmunaaðila þvert á landamæri. Reynslan af samstarf í þessum mikilvæga málaflokki, innan lands sem utan, hefur verið afar góð og stuðlað að samvinnu um rannsóknir og vöktun á norðurslóðum og veitt stjórnvöldum aðildarríkjanna ráðgjöf í öllum þeim mörgu málaflokkum sem fjalla um norðurslóðamál.<br /> Alþjóðastarf er að mínu mati ein af höfuð forsendum öflugrar framþróunar í rannsóknum, nýsköpun, menntun og menningu og er gríðarlega mikilvægt fyrir allt samfélagið og lykilatriði til að takast á við hnattrænar áskoranir nútíðar og framtíðar.<br /> Ágætu gestir,<br /> Megi starfsemi IASC halda áfram að dafna á Íslandi og stuðla að framförum á norðurslóðum á komandi árum. <br />

2017-04-20 09:47:2020. apríl 2017Ávarp umhverfis- og auðlindaráðherra við afhendingu umhverfisverðlauna Ölfuss

Kæru gestir,<br /> <br /> Mig langar að byrja á að óska nemendum og starfsfólki Garðyrkjuskóla LBHÍ hér á Reykjum til hamingju með daginn. Hér hefur Sumardeginum fyrsta verið fagnað árlega í áratugi og fyrir marga er heimsókn hingað þennan dag hluti af vorkomunni. Enda liggur vorið í loftinu hér.<br /> <br /> Sveitarfélagið Ölfus veitir á hverju ári verðlaun þeim sem sýnt hefur einstakt framtak á sviði umhverfismála. Við valið er horft til þeirra fyrirtækja, stofnana eða einstaklinga sem láta sig umhverfismál varða, hafa mótað sér umhverfisstefnu eða á annan hátt verið til fyrirmyndar hvað varðar umhverfismál. Verðlaunin verða nú afhent í sjötta sinn.<br /> <br /> Það er mér sönn ánægja að að veita Magneu Magnúsdóttur umhverfis- og landgræðslustjóra Orku náttúrunnar, umhverfisverðlaun Ölfuss 2017 fyrir hönd sveitarfélagsins. Magnea er með meistaragráðu í landgræðsluvistfræði frá LBHÍ og hefur síðustu árin unnið að umhverfismálum hjá Orku náttúrunnar.<br /> <br /> Í sínu starfi hefur hún lagt mikla áherslu á að vinna með náttúrunni og gæta þess að allt rask vegna framkvæmda valdi sem minnstum varanlegum skemmdum á jarðvegi og gróðri. Meginmarkmið landgræðslustarfsins hjá Orku náttúrunnar er að endurheimta náttúrulegan staðargróður á virkjanasvæðum fyrirtækisins – með mjög góðum árangri.<br /> <br /> Við allar framkvæmdir á vegum Orku náttúrunnar er gróðurþekju svæða sem er raskað haldið til haga og hún síðan nýtt til að endurheimta náttúrulegan gróður að loknum framkvæmdum. Magnea Magnúsdóttir innleiddi þessi vinnubrögð þegar hún hóf störf hjá Orkuveitu Reykjavíkur fyrir fimm árum og lét setja þau sem skilyrði í öllum útboðsgögnum.<br /> <br /> Síðan þá hefur verið unnið eftir þessari aðferðafræði. Staðargróður er tekinn upp með gröfum og geymdur á nálægu svæði þar til framkvæmdum lýkur. Þá er hann lagður aftur yfir raskaða svæðið sem á að endurheimta. Gróður sem ekki nýtist í framkvæmdunum er nýttur til að ganga frá eldri svæðum.<br /> <br /> Á Hellisheiði eru jafnframt notaðar ýmsar aðrar uppgræðsluaðferðir sem sumar hverjar eru fremur nýstárlegar.<br /> <br /> Á framkvæmdasvæðum þar sem mosi er ríkjandi er verið að prófa mismunandi aðferðir til að endurheimta hann. Til dæmis var mosa safnað af framkvæmdasvæðum við Hellisheiðarvirkjun og geymdur í frystigámi í tvö ár á meðan á framkvæmdum við Hverahlíðarlögn stóð.<br /> <br /> Hann hefur svo meðal annars verið notaður til að blanda svokallaðan mosahræring úr mosa, vatni og súrmjólk. Blöndunni hefur verið dreift á viðkvæm, áður mosagróin svæði og viti menn, mosinn fer að vaxa á ný!<br /> <br /> Í öðrum tilfellum hefur mosanum verið dreift beint yfir röskuð svæði þar sem hann festir sig og grær saman í samfellda mosaþembu. Þetta eru allt vistheimtaraðferðir sem Magnea hefur þróað útfrá tilraunum sem hún gerði í meistaranámi sínu.<br /> <br /> Dæmi um fleiri vistheimtaraðferðir sem notaðar eru á Hellisheiði eru; söfnun og dreifing fræslægju, söfnun og gróðursetning víðigræðlinga og dreifing íslenskra grasfræja sem ræktuð eru hjá Landgræðslu ríkisins.<br /> <br /> Árangurinn á Hellisheiði sýnir hvað aðferðafræðin við að endurheimta náttúrulegan staðargróður virkar vel. Fréttir af þessum góða árangri hafa breiðst út og fleiri fyrirtæki eru farin að nýta sér sumar af þessum aðferðum. Það er umhverfinu í hag að þeim sé beitt sem víðast og þannig stuðlað að því að viðhalda líffræðilegum fjölbreytileika íslensku flórunnar.<br /> <br /> Kæra Magnea, innilega til hamingju með umhverfisverðlaunin og þann árangur sem náðst hefur við endurheimt náttúrulegs staðargróðurs á virkjanasvæðum á Hellisheiði. Það er mín von að sem flestir sem vinna að endurheimt raskaðra vistkerfa nái að tileinka sér þessa aðferðafræði – það er jú alltaf betra að vinna með náttúrunni.<br /> <br /> Að lokum vil ég nefna að þessi fallegi verðlaunagripur sem Magneu áskotnast er unninn af handverkskonunni Dagnýju Magnúsdóttur í Þorlákshöfn.

2017-04-05 15:04:0505. apríl 2017Ávarp dómsmálaráðherra á ráðstefnu um leit og björgun í Norðurhöfum

Honoured guests. <p>&nbsp;</p> <p>I would like to extend my warmest welcome to all of you. This is the second time that the Icelandic Coast Guard and the Association of Arctic Expedition Cruise Operators have held a conference and joint search-and-rescue workshop so as to bolster cooperation and trust between rescue teams and cruise ship companies. It is my great pleasure to address you here today, in view of the enormous importance of collaboration between these two bodies with the increase in cruise ship traffic to and from Iceland. The last conference, held in April 2016, showed that these two groups need to talk together and enhance their awareness of each other’s capacities and plans. It is therefore vital that this conversation continue on a regular basis.</p> <p>Cruise ship traffic to and from Iceland has increased markedly in recent years, and each summer nearly 500 ships dock at harbours around the country: a total of 10 harbours serving over 100,000 passengers. Because of passengers’ keen interest in the Arctic region, many of them disembark at the port of call. This stimulates demand for all kinds of tourism services, including wilderness tours, as well as other trade. The ships that come here are of all sizes, and their numbers are projected to increase even further in coming years. This requires that the necessary search-and-rescue arrangements be in place.</p> <p>The Association of Arctic Expedition Cruise Operators emphasises the responsibility associated with sea travel in the Arctic region. Its ships usually run specialised tours and are therefore not as large as conventional cruise ships. The Association’s policy lays down the following objectives, among others: </p> <p>To ensure that expedition cruises and tourism in the Arctic is carried out with the utmost consideration for the vulnerable, natural environment, local cultures and cultural remains, as well as the challenging safety hazards at sea and on land.</p> <p>The Association also encourages professionalism, cooperation, and education about the Arctic and its unique natural environment, culture, and communities.</p> <p>Treating our natural environment with respect and care is essential in the Arctic, as the area is highly vulnerable, not only to all types of natural changes but also, and perhaps even more important, to human activity. Therefore, we bear a great deal of responsibility, and in a number of areas:</p> <p>We need to work together:</p> <p style="margin-left: 40px;">The Coast Guard and AECO have already joined forces, as I mentioned just now, in order to foster cooperation and trust in this area. We must also cooperate with neighbouring countries so as to map the extent of this marine traffic, as well as studying how countries in the Arctic can maximise the security of the region and the safety of those travelling here.</p> <p>We need oversight and administration:</p> <p style="margin-left: 40px;">We must ensure that, insofar as is appropriate, the necessary regulatory framework is in place for marine traffic in the Arctic. And there must be effective monitoring.</p> <p>We need to educate ourselves:</p> <p style="margin-left: 40px;">We must acquire and share the necessary knowledge about the activities of ship operators, as well as optimising our preparedness measures and those of our partners.</p> <p>We need to stay trained:</p> <p style="margin-left: 40px;">At workshops like this one today, we present scenarios for potential events that test SAR personnel, how a ship’s location in the region may be involved, and how the control stations in the different countries work together to organise response measures. All parties involved need to put their capacities to the test and must be prepared to initiate rescue measures and take other action if anything should go wrong. It is also important to ensure the participation of cruise ships and SAR teams from other countries. Iceland has therefore emphasised the importance of conducting workshops with Danish and Norwegian naval personnel, as well as rescue stations in Norway and Greenland.</p> <p>Honoured guests.</p> <p>Travel by sea has been the lifeblood of Icelanders since the island was first discovered. Our links to the rest of the world are based largely on marine travel, and in recent years passenger transport by ship has been growing steadily. The Icelandic authorities consider the safety of both crew and passengers on these ships extremely important, and it is therefore crucial that the authorities, SAR teams, and ship operators cooperate closely and effectively. Travelling by sea in the Arctic can be difficult, and it demands experience and expertise. It is essential to know how ruthless nature can be, to be aware that weather can change in a split second, and to recognise the risks that this brings. The Arctic region covers challenging open seas, and the distances to the nearest shoreline or settlement can be great. This increases the need for good cooperation among the parties concerned – cooperation that often begins or is cemented at a workshop like this one, where participants can compare notes, identify successes and challenges, enhance passengers’ and ship operators’ confidence in the contingency system, and communicate the message that safety and security are best protected through close collaboration, vigilance, and professionalism.</p> <p>I wish you all the best of luck and success in your work.</p> <p>Thank you.</p>

2017-04-05 14:23:0505. apríl 2017Ávarp á ráðstefnu um Sýrland

<p>Speech at Syria Conference in Brussels 4 April 2017<br /> Mr. President, Ladies and Gentlemen</p> <p>Six years of senseless violence in Syria have devastated the lives of millions of Syrians.</p> <p>The latest casualties are the victims of the horrendous attack on the town of Khan Sheikhoun yesterday.</p> <p>Iceland strongly condemns all use of chemical weapons and those who are responsible must be held<br /> accountable. I strongly urge the Security Council to take immediate actions against these atrocities [and I<br /> urge all participants to support Liechtenstien’s initiative “Accountability Mechanism for Syria”].</p> <p>Although we can investigate, seek justice and punish the guilty, we cannot bring back those innocents<br /> who perished in Khan Sheikhoun yesterday - rather than the hundreds of thousands of victims of this<br /> terrible war. But we are here today to help the survivors and help more to survive. Let us not hesitate, let<br /> us not fail that important and historic duty.</p> <p>Ladies and Gentlemen</p> <p>The war in Syria has become a major threat to regional and global stability, and a breeding ground for<br /> terrorism. The neighboring countries have borne the brunt of the refugee situation. Host communities have<br /> been under immense pressure and shown incredible generosity and resilience in accommodating almost<br /> five million Syrian refugees.</p> <p>The UN and its special envoy, Staffan de Mistura, are doing brave work in helping the parties to find a<br /> political solution. But only the parties to the conflict can make peace. They need to be strongly<br /> encouraged along this path and here, the role of the UN Security Council is essential. In the meantime, all<br /> parties must adhere to international law and must allow unhindered humanitarian access.</p> <p>Iceland has honored its commitments put forward at last year’s conference in London. In the last eighteen<br /> months, Iceland has already contributed in total almost 8 million dollars to the humanitarian response.<br /> During the same period, Iceland also allocated 10 million dollars to welcoming the largest number of<br /> refugees to the country since the war in former Yugoslavia.</p> <p>Between this year and 2020, Iceland will have contributed a minimum of 7 million dollars for Syria and the<br /> region and another 4.5 million dollars by welcoming more Syrian refugees to Iceland.</p> <p>In addition to this, Iceland has now concluded four new agreements with UN agencies worth 4.5 million<br /> dollars, committing ourselves to predictable multi-year humanitarian funding and I urge more donors to do<br /> so.<br /> Thank you.</p>

2017-03-31 00:00:3131. mars 2017Ræða forsætisráðherra á ársfundi Seðlabankans 30. mars 2017

<p>Ágætu ársfundargestir.</p> <p>Ég ávarpa ykkur nú í fyrsta sinn sem forsætisráðherra en síðustu þrjá ársfundi hef ég staðið hér í þessum sporum sem fjármála- og efnahagsráðherra. Við stjórnarmyndun voru málefni Seðlabanka Íslands færð til forsætisráðuneytisins. Náin tengsl verða engu að síður áfram á milli fjármála- og efnahagsráðuneytisins og Seðlabankans á ýmsum sviðum. Þar má nefna fjárhagsleg samskipti Seðlabanka og ríkissjóðs, gengismál og losun fjármagnshafta, samskipti um efnahagsmál og samskipti við lánshæfismatsfyrirtæki og alþjóðastofnanir.</p> <p>Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar segir að forsendur peninga- og gjaldmiðilsstefnu Íslands verði endurmetnar, meðal annars í ljósi breytinga sem orðið hafa á efnahagsmálum þjóðarinnar með stórsókn ferðaþjónustunnar og ört vaxandi gjaldeyrisforða. Þetta starf er þegar komið af stað með þriggja manna verkefnisstjórn, en víðtækt samráð verður við innlenda og erlenda sérfræðinga, þingflokka, aðila vinnumarkaðarins og háskólasamfélagið. Markmið endurskoðunarinnar er að finna þann ramma peninga- og gengisstefnu sem til lengri tíma litið er heppilegastur til að styðja við efnahagslegan og fjármálalegan stöðugleika. Endurskoðunin gengur út frá þeirri forsendu að krónan verði í næstu framtíð gjaldmiðill Íslendinga. Miðað verður við að fjármagnshreyfingar til og frá landinu verði eins frjálsar og kostur er og í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar.</p> <p>Það er tímabært að fara í þessa vinnu nú. Langt er síðan heildstæð umræða var tekin um valkosti Íslendinga í peninga- og gengismálum. Verðbólgumarkmiðið var tekið upp árið 2001 með yfirlýsingu forsætisráðherra og Seðlabankans og lögum um Seðlabankann var breytt. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og hagkerfið gengið í gegnum óvenjulegar hæðir og lægðir. Lítill tími hefur gefist í endurreisninni eftir hrun til að gaumgæfa peningastefnu til lengri tíma ef frá er talin viðamikil skýrsla Seðlabankans frá 2012 um valkosti okkar í peninga- og gengismálum. Nú eru höftin að baki og ytri aðstæður þjóðarbúsins með eindæmum hagstæðar. Þetta er því rétti tímapunkturinn til að taka góða og opna umræðu um kosti og galla ólíkra valkosta.</p> <p>Það er engin töfraformúla til sem jafnar sveiflur og viðheldur stöðugleika. Mögulegar lausnir á hluta vandans skapa nýjar áskoranir og ógnir á öðrum sviðum. Hlutverk krónunnar í endurreisninni hefur verið ótvírætt og er alþjóðlega viðurkennt. Fall krónunnar við hrunið leiddi til betri samkeppnishæfni útflutningsatvinnuvega og bjó til kjöraðstæður til að gera Ísland að eftirsóknarverðum ferðamannastað. Búhnykkir, eins og betri viðskiptakjör á erlendum mörkuðum og farsæl lausn á greiðslujafnaðarvanda þjóðarbúsins, hafa einnig hjálpað til við að styrkja efnahaginn.</p> <p>Krónan hefur því leikið stórt hlutverk í þjóðarbúskapnum. Styrkur hennar hefur átt stóran þátt í að skapa stöðugt verðlag í þrjú ár og betri kaupmátt almennings en dæmi eru um. Kaupmáttur Íslendinga hvort sem er í innlendri eða erlendri mynt hefur ekki áður verið meiri. Þegar meðallaun Íslendinga eru flutt yfir í evrur og borin saman við nálægar þjóðar á þeim grundvelli sést sterk staða Íslands glöggt. </p> <p>Við útflutningsatvinnugreinum blasir önnur mynd. Þær sjá ekki stöðugleikann í rekstrarumhverfi sínu. Þær taka á sig fjórðungshækkun launa og lífeyrisgreiðslna á stuttum tíma auk mikillar gengisstyrkingar. Framlegð ferðaþjónustufyrirtækja, sjávarútvegsfyrirtækja, nýsköpunarfyrirtækja og iðnfyrirtækja á alþjóðlegum mörkuðum fer því hratt minnkandi og samkeppnisstaða þeirra versnar. </p> <p>Allt lýtur þetta lögmálum hagfræðinnar. Krónan styrkist vegna sterkari stöðu Íslands. Hver einasta viðbótarkróna sem kemur inn í þjóðarbúið</p> <p>&nbsp;</p> <ul> <li>vegna ferðamanns sem lætur drauminn um Íslandsferð rætast,</li> <li>vegna betra verðs sem fæst fyrir sjávarafurðir á erlendum mörkuðum,</li> <li>vegna stöðugleikaframlaga sem slitabú bankanna leggja til ríkisins,</li> </ul> <p>&nbsp;</p> <p>gerir Ísland sterkara og kemur fram í sterkara gengi. </p> <p>Áskoranir okkar eru því af jákvæðum toga. Frá því að forseti Alþingis lýsti yfir stofnun lýðveldisins á Þingvöllum fyrir rúmum sjö áratugum síðan höfum við aldrei staðið betur efnahagslega. Það er vissulega sterk staðhæfing að fullyrða að lýðveldið hafi aldrei staðið betur í efnahagslegu tilliti en lengri tíma samanburður á helstu hagtölum, mælikvörðum á hagsæld og alþjóðlegum rannsóknum, renna styrkum stoðum undir hana. Við erum í hópi hinna lánsömu Norðurlandaþjóða sem hefur tekist að búa til betri og jafnari samfélög en dæmi eru til um í mannkynssögunni að mati tímaritsins The Economist. Í augum alþjóðasamfélagsins erum við fyrirmyndarsamfélag þar sem efnahagsleg velferð er mikil, gæðunum jafnar skipt en annars staðar og jafnrétti og umburðarlyndi ríkir. </p> <p>Efnahagur okkar stendur því á traustari grunni en fyrr og hagsæld okkar er mikil. En getum við misst fótanna í efnahagsmálum? Já, svo sannarlega. Vísasta leiðin til þess er sundurlyndi og óhóf. Að við nýtum ekki góða stöðu okkur til framdráttar. Að við kunnum ekki fótum okkar forráð. </p> <p>Hagsveiflur hafa fylgt samfélögum frá alda öðli. Það skiptast á skin og skúrir - mögur ár og góð ár. Fyrr á tímum voru sveiflurnar bundnar við náttúruleg skilyrði. Síðustu aldir hafa verið þróuð hagfræðileg stjórntæki til að minnka þessar sveiflur. Þau hafa haft áhrif í átt til sveiflujöfnunar en því fer fjarri að tekist hafi að útrýma sveiflum. Staða þjóða er einnig síbreytileg, sumar standa standa sig betur en aðrar til lengri eða skemmri tíma, byggja á samstöðu, finna nýjar auðlindir eða nýta nýja tækni - aðrar missa fótanna eða verða fyrir þungum búsifjum af náttúrunnar eða manna völdum. Þetta er lífsins gangur. </p> <p>Sveiflujöfnun og stöðugleiki er eftirsóknarverður. Allar ríkisstjórnir á Íslandi setja stöðugleika í efnahagsmálum á oddinn í stjórnarsáttmála. Óðurinn til stöðugleikans er settur fram þó vitað sé að lítil þjóð sem byggir á útflutningi náttúruauðlinda hlýtur, eðli málsins samkvæmt, að búa við meiri náttúrulegar sveiflur en stórar þjóðir sem byggja á stöðugri iðnaðarframleiðslu. En ákvæði um stöðugleika er sett fram í því skyni að ná nauðsynlegri samstöðu um að beita hagstjórnartækjum til að minnka sveiflur fremur en magna þær. </p> <p>Við getum gert betur í að minnka sveiflur. Það er stór kostur við íslenska þjóð að hún er harðdugleg til verka, fljót að laga sig að breyttum aðstæðum og einnig fljót að breyta aðstæðum. En í þessum kosti felst einnig löstur – óþolinmæði. Við sættum okkur ekki við hægar breytingar – við þurfum að laga allt strax og helst í gær. Breytingar upp á 3% á ríkisframlögum, launum eða öðrum efnahagsstærðum, sem þykja eðlilegar í öðrum löndum, eru hér á landi ekki taldar vera upp í nös á ketti því þörfin sé tíföld. Við setjum okkur ekki stefnur til lengri tíma heldur viljum beita þunga okkar, vilja og dugnaði til að laga allt óréttlæti og ósanngirni. Núna. Og taka svo til við næsta. Og svo koll af kolli. </p> <p>Þessi aðferð er því miður ekki líkleg til að skila árangri. Hún magnar sveiflurnar. Stjórnvöld finna mjög fyrir þessum þrýstingi við gerð fimm ára fjármálaáætlunar en hún verður kynnt á morgun. Það er sama hvar borið er niður, alls staðar er þörf fyrir mikið viðbótarfjármagn. Í flestum tilfellum er unnt að færa sterk rök fyrir þjóðhagslegri hagkvæmni þess að auka verulega við fjárveitingar í viðkomandi verkefni. Vandinn er sá að þó þjóðhagsleg hagkvæmni sé fólgin í hverju verkefni fyrir sig er hið sama ekki hægt að segja um verkefnin þegar þau eru lögð saman. Þá kemur að hinum beiska efnahagslega veruleika. </p> <p>Í fjármálaáætlun fyrir 2018–2022 verður skýr forgangsröðun sem byggist á stjórnarsáttmálanum. Ríkisstjórnin mun nýta það efnahagslega svigrúm, sem skapast með góðri stöðu þjóðarbúsins og lækkun skulda, til að forgangsraða sérstaklega í þágu heilbrigðisþjónustunnar. Ríkisstjórnin leggur þannig fram stefnur til fimm ára á öllum málefnasviðum ríkisins og tengir saman stefnur og fjármagn. </p> <p>Þá leggur ríkisstjórnin fram áætlun í skattamálum sem gengur út á að minnka álögur á almenning á kjörtímabilinu en auka álögur á ferðaþjónustuna. Þetta er rétti tímapunkturinn til að halda áfram með kerfisbreytingar í virðisaukaskattskerfinu. Það er ekki sama ástæða og áður var til að ívilna ferðaþjónustunni með því að hafa hana í lægra þrepinu. Þess utan er það mikilvægt frá hagstjórnarlegu sjónarhorni að bregðast við gríðarlegri aukningu ferðamanna til landsins. </p> <p>Sú samfélagsbylting sem átt hefur sér stað á síðustu árum með stórauknum ferðamannastraumi hefur haft gríðarleg áhrif á mörgum sviðum. Sem dæmi má nefna efnahagsleg áhrif til góðs og ills á aðrar atvinnugreinar, áhrif á umhverfisvernd og áhrif á húsnæðismarkað. </p> <p>Áhrifin á umhverfisvernd eru umtalsverð og ber að rannsaka betur. Ég gluggaði um daginn í 30 ára gamla skýrslu framtíðarnefndar sem Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi forsætisráðherra, setti á laggirnar. Þá voru erlendir ferðamenn innan við 100 þúsund talsins á ári en engu að síður hafði verið verulegur vöxtur í langan tíma. Í skýrslunni segir að flest bendi til að sókn á helstu ferðamannastaði á hálendinu sé komin yfir þolmörk náttúrunnar á þessum stöðum og að í mikið óefni verði komið ef ferðamönnum haldi áfram að fjölga um 10% á ári þannig að þeir verði komnir í um 800 þúsund árið 2010. Margt athyglisvert er hægt að setja fram um ferðamannastrauminn, til dæmis það að á þessu og næstu tveimur árum muni að líkindum vera fleiri á landinu, Íslendingar sem útlendingar, heldur en voru hér samtals á fyrstu 1100 árum Íslandsbyggðar. </p> <p>Ástæða er til að hafa áhyggjur af húsnæðismarkaði en ljóst er að áhrif ferðaþjónustunnar á markaðinn eru mikil. Þörf fyrir nýtt húsnæði er mikil, bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Það er jákvætt að byrjað er að byggja nýtt húsnæði víða á landsbyggðinni eftir áratugahlé en vandinn felst í lágu húsnæðisverði í samanburði við byggingarkostnað. Á höfuðborgarsvæðinu hefur lóðaframboð engan veginn fullnægt eftirspurn. Stjórnvöld hafa takmarkað vald á framboðshliðinni en hafa þó lagt sitt á vogarskálarnar, t.d. með einföldun á byggingarreglugerð til að gera kleift að byggja ódýrari og hagkvæmari íbúðir og með því að setja lög og fjármagn í stofnstyrki félagslegs húsnæðis. Á eftirspurnarhliðinni hafa stjórnvöld hækkað húsnæðisbætur og lagt grunninn að tíu ára skattahagræði fyrir ungt fólk sem vill nýta séreignarsparnað til að draga úr húsnæðiskostnaði. Þetta er mikilvægt en eftir stendur að mikið vantar upp á framboðshliðina. Hér verður sérstaklega Reykjavíkurborg að gyrða sig í brók en furðulegt er að sjá að á síðustu fimm árum hefur íbúum Kópavogs fjölgað meira en í Reykjavík þó höfuðborgin sé þrisvar sinnum fjölmennari. Í húsnæðismálum þarf Reykjavík einfaldlega að gera miklu betur.</p> <p>Góðir gestir.</p> <p>Til þess að við náum settu marki verður opinber hagstjórn og vinnumarkaður að stilla saman strengi sína. Að beiðni aðila vinnumarkaðarins settu ríkisstjórn, sveitarfélög, Seðlabankinn og Samtök atvinnulífsins Þjóðhagsráð á laggirnar á síðasta ári til að fjalla um samspil opinberrar hagstjórnar og vinnumarkaðar. Launþegahreyfingin kaus á síðustu stundu að vera ekki með í Þjóðhagsráði. Næsti fundur verður ráðsins verður í næstu viku. </p> <p>Vinnumarkaðurinn er Akkilesarhæll íslenskrar hagstjórnar um þessar mundir. Það er hver höndin upp á móti annarri á vinnumarkaði eins og glöggt má heyra þegar forystumenn samtaka á almennum og opinberum vinnumarkaði greina frá áherslum sínum. Það er engin samstaða um það að hækka sérstaklega lægstu laun eða taka sérstaklega tillit til menntunar. Það er einfaldlega engin samstaða um það að hækka laun einstakra starfsstétta umfram aðrar. Þá er engin samstaða um viðmiðunartímabil launa sem nota skal til samanburðar. Í þessu efni erum við komin mjög skammt á veg í samanburði við Norðurlandaþjóðirnar. </p> <p>Það eru engir aðrir kostir í stöðunni en að fylgja því rammasamkomulagi sem helstu aðilar á vinnumarkaði hafa undirritað. Stjórnvöld hafa undirgengist það samkomulag og við það verður miðað í þeim kjaraviðræðum sem framundan eru. Það er mikils um vert að varðveita þann mikla árangur sem náðst hefur. Laun hafa hækkað um 250 milljarða króna á tveimur árum og meðalheildarlaun fullvinnandi um u.þ.b.125 þúsund á mánuði. Á sama tíma hefur verðbólga verið um og innan við 2%. Það er ekki sjálfgefið að það takist að varðveita þennan árangur. Engin peningastefna eða ríkisfjármálastefna megnar að varðveita stöðugleika í höfrungahlaupi. </p> <p>Besta tækifæri sem við höfum til kjarabóta við núverandi aðstæður er lækkun vaxta. Vextir munu þó vart lækka að ráði nema Seðlabankinn og fjármálamarkaðurinn trúi því að böndum verði komið á höfrungahlaup á vinnumarkaði og ríkisútgjöld. Margt er þó jákvætt í spilunum. Betra lánshæfismat ríkisins gefur ríkinu og öðrum markaðsaðilum færi á betri vaxtakjörum. Þá hafa væntingar markaðsaðila til langtíma verðbólgu verið í samræmi við verðbólgumarkmið að undanförnu sem er skýr vísbending þeirra um traust á kjölfestu peningastefnunnar. </p> <p>Lækkun vaxta er mikið hagsmunamál fyrir heimili, fyrirtæki og ríkissjóð. Í grófum dráttum eru heimili að borga um 100 milljarða á ári í vaxtagjöld, fyrirtæki önnur en fjármálafyrirtæki yfir 200 milljarða og ríkissjóður um 80 milljarða. Lækkun vaxta um eitt prósentustig gæti lækkað vaxtagjöld skuldsettra heimila um 20 milljarða á ári og fyrirtækja og ríkissjóðs um samtals 70 milljarða. Lægri vaxtagjöld ríkissjóðs auka útgjaldasvigrúm hans og lægri vaxtagjöld fyrirtækja auka getu þeirra til lækkunar verðs á vöru og þjónustu svo fremi sem samkeppni sé næg.</p> <p>Góðir gestir.</p> <p>Að lokum vil ég lýsa yfir mikilli gleði og ánægju með losun hafta og þakklæti til allra þeirra sem að því verki stóðu. </p> <p>Það eru ekki nema um tvö ár síðan talið var að greiðslujafnaðarvandi þjóðarbúsins væri allt að því óleysanlegur vegna þeirra miklu eigna sem erlendir aðilar ættu hér. Vandinn vegna innlendra eigna slitabúa föllnu bankanna var um mitt ár 2015 metinn á 900 milljarða króna og 1200 milljarðar króna ef aðrar eignir erlendra aðila í íslenskum skuldabréfum og innstæðum væru teknar með. Til samanburðar var landsframleiðslan þá um 2000 milljarðar króna. </p> <p>Meginstefið í vinnu stjórnvalda var að leysa greiðslujafnaðarvanda Íslands þannig að unnt væri að aflétta fjármagnshöftum án ótilhlýðilegrar áhættu hvað varðaði þjóðhags- og fjármálastöðugleika. Lausnin varð að tryggja að gengi krónunnar félli ekki, að aðgengi íslenskra fyrirtækja að erlendum mörkuðum yrði ekki lakara, að alþjóðlegar skuldbindingar væru virtar og áhætta í ríkisfjármálum væri takmörkuð.</p> <p>Farið var yfir hverja eign í hverju slitabúi fyrir sig og greiðslujafnaðarvandinn við hverja eign metinn og mótvægi fundið. Eignir slitabúanna voru ólíkar og því var lausnin margþætt. Sumar eignir var unnt að framselja beint til ríkisins á meðan aðrar eignir kröfðust annarrar meðhöndlunar. </p> <p>Þetta tókst afar vel eins og haftaafnámsferlið í heild sinni. Það er ástæða til að gleðjast yfir afnámi hafta og hvernig til hefur tekist í endurreisninni. Mér finnst að íslenskir stjórnmálaflokkar, embættismenn og aðrir hlutaðeigandi megi berja sér á brjóst fyrir góðan árangur í endurreisn eftir bankahrunið. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar setti neyðarlögin, ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna fór í miklar aðhaldsaðgerðir, ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks leysti greiðslujafnaðarvandann og ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar rak smiðshöggið á verkið. </p> <p>Nú eru höftin að baki og endurreisninni lokið. Við taka nýjar áskoranir. </p> <p>Það hefur oft verið sagt að það sé erfiðara að stjórna á Íslandi þegar vel árar en þegar þrengir að. Ég tel að það sé mikill sannleikur í þessu. Um leið og við gleðjumst yfir þeim ánægjulegu tímamótum sem verða við haftalosunina og þeim árangri sem náðst hefur, skulum við því muna að þetta var, samkvæmt kenningunni, auðveldi tíminn. Nú tekur erfiða tímabilið við, í hagstjórnarlegu tilliti. </p> <p>Það hafði svo sem enginn lofað því að þetta yrði auðvelt.</p> <p>Takk fyrir.</p>

2017-03-29 16:01:2929. mars 2017Ráðstefnan ungt fólk og fjármálalæsi

Góðir gestir<br /> Það er vel við hæfi að nýta alþjóðlega fjármálalæsisviku að þessu sinni til að beina sjónum að fjármálalæsi ungs fólks sem skiptir miklu máli fyrir samfélagið og velgengni og afkomu einstaklinga bæði til skemmri og lengri tíma litið. Ég vil nota tækifærið og þakka Samtökum fjármálafyrirtækja og Stofnun um fjármálalæsi að standa að þessum viðburði sem m.a. er ætlað að ná til skólasamfélagsins hér á landi, kennaramenntunar, fjármálafyrirtækja og stofnana.<br /> <br /> Í vinnu stýrihóps skipuðum af mennta- og menningarmálaráðherra árið 2011 um þriggja ára tilraunaverkefni til að efla fjármálafræðslu í grunn- og framhaldsskólum kom m.a. fram að nauðsynlegt væri að fjármálalæsi yrði eflt í grunn- og framhaldsskólum og skilaði sú áhersla sér inn í síðustu endurskoðun á aðalnámskrár skólastiganna sem lauk árið 2013 með útgáfu aðalnámskrár grunnskóla í einstökum greinasviðum. <br /> Mennta- og menningarmálaráðuneyti ákvað síðan árið 2015 að láta gera stöðugreiningu meðal allra grunn- og framhaldsskóla á fjármálalæsi. Markmiðið með könnuninni var að kanna stöðu fjármálafræðslu hjá öllum grunn- og framhaldsskólum, með hvaða hætti skólar vinna að hæfniviðmiðum aðalnámskrár grunn- og framhaldsskóla á sviði fjármálafræðslu og hvaða námsgögn eru notuð við kennsluna. Var Stofnun um fjármálalæsi ehf falin framkvæmd könnunarinnar sem gerð var á vorönn 2016. <br /> Helstu niðurstöður könnunarinnar eru að fjármálalæsi er kennt í flestum skólum eins og aðalnámskrár gera ráð fyrir eða í 87% grunnskóla og 90% framhaldsskóla og oftast sem hluti af námssviðum en ekki sem sérstök námsgrein. Í grunnskólum er algengast að fjármálalæsi sé kennt sem hluti af stærðfræði en í framhaldsskólum er algengast að fjármálalæsi sé hluti af lífsleikni. Þá er langalgengast að kennarar útbúi námsefni sjálfir, en ein helsta hindrunin í vegi fyrir kennslu í fjármálalæsi er talin vera skortur á námsefni. Rúmur þriðjungur svarenda kemur á framfæri athugasemdum eða tillögum til úrbóta um kennslu í fjármálalæsi sem flokka má í þrjá meginflokka: ákall um frekara námsefni, rýmri kennslutíma og athugasemdir er varða stefnumótun. Meðal annars er kallað eftir samráðsvettvangi um kennslu í fjármálalæsi og nokkurs konar vísindagarði þangað sem sækja megi skemmtun og fræðslu.<br /> <br /> Skólakerfið gegnir mikilvægu hlutverki í að efla fjármálalæsi ungmenna og aðalnámskrár leik-, grunn- og framhaldsskóla gefa skólum ýmis tækifæri til að efla þennan þátt menntunar, m.a. í útfærslu á grunnþáttum menntunar, t.d. læsi og sjálfbærni. Það er einkar mikilvægt að ýmsir aðilar í samfélaginu eru reiðubúnir til að leggja sitt af mörkum til að stuðla að fjármálalæsi hjá ungu fólki. Það er t.d. sérstaklega ánægjulegt að Samtök fjármálafyrirtækja hafa nýtt mannauðinn í fyrirtækjum til að heimsækja langflesta 10. bekki grunnskóla með verkefni sem heitir Fjármálavit og Stofnun um fjármálalæsi hefur einnig lagt sitt af mörkum til eflingar fjármálalæsis ungs fólks með margvíslegum hætti. Skólasamfélagið tekur fagnandi stuðningi af þessu tagi, þ.e. að því gefnu að ekki sé verið að auglýsa sérstaklega þjónustu tiltekinna fyrirtækja en slíkt á ekki erindi inn í skólastarfið.<br /> <br /> Ég vil að lokum ítreka þakklæti til þeirra sem standa að fjármálalæsisvikunni og vona að hægt verði að nýta hana markvisst í framtíðinni til að beina sjónum að fjármálalæsi ungs fólks og að samfélagið sem heild leggi sitt af mörkum til að efla þennan mikilvæga þátt læsis meðal fólks á öllum aldri.<br />

2017-03-29 14:25:2929. mars 2017Ávarp á International Arctic Forum í Arkhangelsk

<p>Arkhangelsk, 29 March 2017<br /> The International Arctic Forum:</p> <p> Arctic: Territory of Dialogue<br /> Address&nbsp;by the Minister for Foreign Affairs of Iceland,<br /> H.E. Mr. Guðlaugur Þór Þórðarson</p> <p>Mr. Deputy Prime Minister, distinguished colleagues, ladies and gentlemen.</p> <p> It gives me great pleasure to be here with you this morning to discuss the Arctic as a territory&nbsp;of dialogue, a highly appropriate description because it underlines the significance of cooperation<br /> and inclusiveness in our Arctic stewardship.</p> <p>Arkhangelsk has, as it happens, not always been so peaceful. According to the Icelandic&nbsp;historian and poet Snorri Sturluson, more than thousand years ago, the Vikings raided this area,<br /> which then was called Bjarmaland or the Land of Glow. Later, Arkhangelsk played a crucial role&nbsp;as a destination of the Arctic Convoys, assisting the Russian people to survive two World Wars.</p> <p>So, this is truly a historic place.</p> <p>In recent years, the Arctic has received ever-increasing attention in the international arena.&nbsp;More states, agencies and organisations have turned their attention to the North, adopting strategies<br /> or working on policy in the area from the point of view of their own interests. Most of the larger&nbsp;states in the northern hemisphere, in addition to the Arctic states themselves, have defined their<br /> interests and set out strategies on Arctic issues. In addition, the ever-growing number of observers&nbsp;in the Arctic Council, clearly demonstrates increased international interest in the region. The cold&nbsp;Arctic has become one of the hottest spots on earth!</p> <p>As a result of global warming, we have witnessed considerable changes in the Arctic, and&nbsp;these changes have been much more rapid than anticipated. Moreover, they affect our societies in<br /> many different ways. All around the world we witness the consequences of climate change, but its&nbsp;impact is particularly revealing and drastic in the Arctic. </p> <p>In Iceland, the Arctic has become a key foreign policy priority. Iceland’s interests in the&nbsp;Arctic are manifold. They pertain to protection of the region’s vulnerable environment, sustainable<br /> economic development and utilisation of the natural resources. Further, we place strong emphasis&nbsp;on security and safety, infrastructure and, of course, cooperation with all involved stakeholders,&nbsp;including the indigenous peoples of the Arctic.</p> <p>For Iceland, ocean affairs are crucial and I am confident that they will be high on the Arctic&nbsp;agenda in coming years. For example, Russia and Iceland, along with our neighbouring countries,<br /> share valuable living marine resources in the Atlantic Ocean. We have therefore a common interest&nbsp;and responsibility in safeguarding the marine environment through cooperation.</p> <p>The Arctic Council is the most significant forum for international cooperation on Arctic&nbsp;issues. Iceland takes over the chairmanship of the Council in 2019 and we will endeavour to lead<br /> this important forum in a cooperative and forward-looking fashion.</p> <p>It is also encouraging to witness the vast number of Arctic-related conferences and&nbsp;meetings, which offer an excellent opportunity to network, exchange views, provide information,<br /> and in general to cooperate on an immensely important topic. The Arctic Circle Assembly, initiated&nbsp;by Iceland’s former President and held annually in Reykjavik, and the current International Arctic&nbsp;Forum here in Russia, are cases in point.</p> <p>It is often said that “what happens in the Arctic does not stay in the Arctic”, and reversely&nbsp;we can also say that “what happens outside the Arctic will have an impact on the conditions of the<br /> Arctic”. In other words, the Arctic is interlinked with other regions. We are immensely dependent&nbsp;on close collaboration across boundaries, because the Arctic has moved from being peripheral to&nbsp;becoming central to our future.</p> <p>Ladies and gentlemen.</p> <p>Unfortunately, we have in recent years seen unfavourable developments in many regions&nbsp;of the world. But in spite of tension and divergence in international politics, this high-level event<br /> clearly demonstrates that the Arctic actually offers an opportunity for the states concerned to&nbsp;cooperate actively in a constructive manner. The Arctic region can still be seen as a venue for the<br /> Arctic states to set an example how responsible actors on the international stage should interact. </p> <p>That is our obligation towards generations to come and I am confident that we in the Arctic will&nbsp;rise to the occasion.</p> <p>Many thanks to our Russian hosts for initiating this conference, and thank you for your&nbsp;attention.</p>

2017-03-23 15:09:2323. mars 2017Öflugir bandamenn á Norður-Atlantshafi

<p><span><strong>Öflugir bandamenn á Norður-Atlantshafi</strong></span></p> <p><span><em>Eftir Guðlaug Þór Þórðarson og Ine Søreide Eriksen&nbsp;</em></span></p> <p>Ísland og Noregur, samstarfsríki&nbsp;og bandamenn&nbsp;til margra ára, hafa sameiginlega&nbsp;hagsmuni af því&nbsp;að verja og bæta hagsæld&nbsp;og öryggi á nærsvæði okkar.&nbsp;Á síðustu árum hafa&nbsp;nýjar öryggisáskoranir&nbsp;birst sem ógna og grafa&nbsp;undan alþjóðakerfinu.&nbsp;Þessi þróun kallar á virkara&nbsp;milliríkjasamstarf og&nbsp;aðgerðir til að efla viðnámsþol ríkja&nbsp;og alþjóðasamvinnu á sviði öryggis og&nbsp;varnarmála.</p> <p>Sem aðildarríki Atlantshafsbandalagsins&nbsp;styðja Ísland og Noregur&nbsp;heilshugar aðlögun bandalagsins&nbsp;að þessum áskorunum. Atlantshafsbandalagið&nbsp;og ríki þess hafa unnið&nbsp;markvisst að því að styrkja sameiginlegar&nbsp;varnir og fælingarmátt í Evrópu ásamt því að vinna að stöðugleika&nbsp;í nágrannaríkjum bandalagsins. Ísland&nbsp;og Noregur leggja sitt af mörkum&nbsp;til þessara sameiginlegu verkefna.</p> <p>Heima fyrir erum við að endurskoða&nbsp;stefnumótun og fjárframlög til&nbsp;öryggis- og varnarmála. Noregur er&nbsp;að ráðast í umtalsverðar fjárfestingar&nbsp;til að auka getu til aðgerða á hafi,&nbsp;meðal annars í kafbátum, skipum og&nbsp;eftirlitsflugvélum. Ísland hefur aukið&nbsp;framlög til varnartengdra verkefna og&nbsp;mun tryggja stuðning við bandalagsríki&nbsp;vegna verkefna á NorðurAtlantshafi.&nbsp;</p> <p>Framlög okkar eru órjúfanlegur&nbsp;hluti af sameiginlegu eftirliti og vörnum&nbsp;Atlantshafsbandalagsins á Norður-Atlantshafi, svæði sem hefur aukið&nbsp;öryggispólitískt vægi fyrir Evrópu og&nbsp;Norður-Ameríku. Við munum halda&nbsp;áfram að vinna með bandamönnum&nbsp;okkar að því að styrkja sjóvarnir og&nbsp;viðbragðsgetu bandalagsins.</p> <p>Varnarsamvinna Íslands og Noregs,&nbsp;sem er byggð á aðildinni að Atlantshafsbandalaginu,&nbsp;norrænu varnarsamstarfi&nbsp;á vettvangi NORDEFCO&nbsp;og tvíhliða samkomulagi um öryggismál,&nbsp;varnarmál og borgaralegan viðbúnað, heldur áfram að þróast og laga&nbsp;sig að nýjum áskorunum.</p> <p>Við höfum þess vegna undirritað&nbsp;sameiginlega yfirlýsingu um öryggis og varnarmál sem staðfestir skuldbindingar okkar og áhuga á að kanna frekari tækifæri til að auka samvinnu&nbsp;<br /> ríkjanna.</p> <p>Ísland og Noregur eru og verða öflugir&nbsp;bandamenn á Norður-Atlantshafi,&nbsp;og við erum einhuga um að efla&nbsp;öryggi í okkar heimshluta. </p> <p><em>Guðlaugur er utanríkisráðherra&nbsp;Íslands. </em></p> <p><em>Ine Søreide er&nbsp;varnarmálaráðherra Noregs.</em></p>

2017-03-15 14:59:1515. mars 2017Viðtal við dómsmálaráðherra í Frjálsri verslun í mars

<span></span> <h3>Gert ráð fyrir 3,5 milljörðum króna í ár</h3> <p>„Kostnaðurinn er því miður ekki að minnka í bráð. Við vonumst hins vegar til þess að hægt verði að afgreiða þessar tilhæfulausu umsóknir miklu hraðar en verið hefur og draga þannig úr kostnaði þegar til lengri tíma er litið. Við verðum að gera það því við getum ekki þjónustað mörg hundruð hælisleitendur í kerfinu á framfæri íslenska ríkisins ár eftir ár. Við höfum ekki fé í það,“ segir Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra.</p> <p>Ný ríkisstjórn Íslands lýsti því yfir á fyrstu dögum ríkisstjórnarsamstarfs að vilji stæði til þess að taka á móti fleiri flóttamönnum hér á landi sem flýðu raunverulega hættu í heimalandi sínu og þeim auðveldað að verða fullgildir og virkir þátttakendur í íslensku samfélagi. „Við höfum svigrúm til að aðstoða flóttafólk og við viljum gera það vel. Við viljum hjálpa þeim til sjálfshjálpar sem fyrst. Ég held að mér sé óhætt að segja að það sé vel haldið utan um flóttamenn sem hingað koma,“ segir Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra. Á liðnu ári hafi þó borist fordæmalaus fjöldi umsókna um alþjóðlega vernd sem reyndust að mestu tilhæfulausar frá ríkisborgurum öruggra ríkja, þar sem ekkert ógnarástand er við lýði. Þessi fjöldi umsókna hafi sett íslenska hæliskerfið úr skorðum hvað varðar málsmeðferðartíma og kostnað en alls sóttu 1.132 einstaklingar um hæli hér á landi sem er þreföldun frá árinu áður.</p> <p>„Kerfið var ekki undir það búið og í raun ekki hugsað til þess að mæta hinum mikla fjölda tilhæfulausra hælisumsókna frá Makedónum og Albönum á síðasta ári.Við höfum því þurft að leggja nokkuð meira fé í kerfið til þess að geta mætt fjölguninni og til þess að að forða því að málsmeðferðartími hælisumsókna lengist.” Útgjöld til málaflokksins aukast um 2 milljarða árið 2017 frá fjárlögum síðasta árs en Sigríður tekur fram að verið sé að bregðast við ófyrirséðum aðstæðum sem sköpuðust árið 2016 og markmið nýrrar ríkisstjórnar sé að stemma stigu við fjölgun tilhæfulausra hælisumsókna svo ekki sé gengið með þessum hætti á velvild Íslendinga gagnvart stríðshrjáðu fólki.</p> <h3>Keyra kerfið í kaf</h3> <p>„Við erum að setja mikla fjármuni í að tryggja að kerfið sé sem hraðvirkast og að umsóknir um hæli verði afgreiddar á sem skemmstum tíma. Þannig verði kostnaði við þjónustu og framfærslu hælisleitenda sem bíða afgreiðslu haldið í lágmarki. Ég bind miklar vonir við að það skili svo þeim árangri að við sjáum ekki aftur þennan rosalega umsóknarfjölda frá ríkisborgurum öruggra landa,“ segir Sigríður og bætir við að stundum borgi sig að setja meiri peninga en minni í málaflokk á ákveðnum álagspunkti til þess að koma í veg fyrir meiri kostnað í málaflokknum á síðari stigum. „Markmið okkar er að reyna að takmarka þann tíma sem fólk er hér á landi og þá sérstaklega þegar um er að ræða tilhæfulausar hælisumsóknir frá fólki frá öruggum löndum. Það eru þær umsóknir sem eru að keyra allt kerfið í kaf og mynda hér tappa og meirihlutann af þessum kostnaði.“</p> <p>Það er því forgangsmál hennar að tilhæfulausar umsóknir um alþjóðlega vernd verði afgreiddar mun hraðar en verið hefur en það gefi skýr skilaboð út í heim að ekki sé hægt að sækja tímabundna framfærslu til Íslands með því að sækja um hæli „Við verðum að gera þetta því við getum ekki þjónustað mörg hundruð hælisleitendur á framfæri íslenska ríkisins ár eftir ár. Við höfum ekki fé í það.“</p> <h3>Fordæmalaus fjölgun kostar</h3> <p>Kostnaði vegna útlendingamála, sem heyra undir dómsmálaráðuneytið, er skipt í þrennt, þ.e. Útlendingastofnun, kærunefnd útlendingamála og hælisliðinn en undir hann fellur sérstakur kostnaður sem kemur til vegna umsókna um alþjóðlega vernd. Útlendingastofnun sinnir margvíslegum verkefnum sem varða ekki einungis hælisleitendur heldur alla útlendinga sem sækjast eftir dvöl á Íslandi til lengri eða skemmri tíma. Áætlaður kostnaður við Útlendingastofnun fyrir árið 2017 er 546 milljónir króna, þar af telur launakostnaður um 432 m.kr., húsnæði um 33 m.kr., þjónustusamningar, túlkaþjónusta, öryggisgæsla og tölvukerfi um 44 m.kr. og um 37 m.kr. fara í annan rekstrarkostnað.</p> <p>Hælisliðurinn er áætlaður um 2,6 milljarðar króna á þessu ári en stór hluti þess kostnaðar féll til á síðasta ári með fordæmalausri fjölgun hælisumsókna sem ekki náðist að afgreiða fyrir árslok. Undir hælisliðinn heyra einnig samningar ríkisins við sveitarfélög og Rauða krossinn um þjónustu við hælisleitendur sem bíða eftir afgreiðslu hælisumsókna en samkvæmt þeim sjá sveitarfélögin hælisleitendum fyrir húsnæði og fæði ásamt því að sinna skólagöngu barna eftir atvikum. Í þeim tilvikum sem ekki hefur tekist að semja við sveitarfélög um áðurnefnda þjónustu þarf Útlendingastofnun að útvega hælisleitendum fæði, húsnæði og almenna framfærslu. Kostnaður við heilbrigðisþjónustu hælisleitenda fellur einnig undir hælisliðinn ásamt nauðsynlegri heilsufarsskoðun við komu og brottflutning þeirra sem fá synjun um hæli hér á landi. Um 590 einstaklingar njóta þjónustu Útlendingastofnunar og sveitarfélaga um þessar mundir.</p> <p>Þá er kostnaður við kærunefnd útlendingamála áætlaður um 300 milljónir króna árið 2017 sem er töluvert meiri en í fyrra vegna fjölgunar hælisumsókna.</p> <h3>Fæðispeningur hvetjandi</h3> <p>Umsækjendur um alþjóðlega vernd árið 2016 komu flestir frá Makedóníu og Albaníu sem teljst til öruggra ríkja, eða um 60%. Íslensk stjórnvöld hafa í kjölfarið átt samskipti bæði við yfirvöld í Makedóníu og Albaníu vegna ásóknar landa þeirra til Íslands í leit a hæli. „Þau eru mjög áhugasöm um að fylgjast með þessari þróun en þetta er ekki heldur gleðiefni fyrir yfirvöld í þessum löndum. Yfirvöld þar hafa til dæmis sagt að það virki hvetjandi þegar hælisleitendur hér fá fæðispening á meðan unnið er úr umsóknum þeirra. Framkvæmdinni var reyndar breytt nýlega þannig að nú er lögð áhersla á að fólk fái húsnæði og mat en ekki húsnæði og matarpening. Við höfum óskað eftir því við yfirvöld í viðkomandi löndum að þau kynni fyrir landsmönnum að það séu engir tekjumöguleikar fólgnir í því að leita hælis á Íslandi og því ekki fýsilegt að leggja upp í það tímafreka umsóknarferli.“</p> <p>Á fyrstu tveimur mánuðum ársins 2017 hafa helmingi fleiri sótt um hæli en á sama tíma í fyrra en flestar umsóknirnar koma nú frá Albaníu og Írak.</p> <h3>Nauðsynlegar lagabreytingar</h3> <p>Ný útlendingalög tók gildi um síðustu áramót en þar má finna ýmsar breytingar varðandi hælisleitendur. Sigríður telur breytingarnar hafa verið brýnar. „Það var nauðsynlegt að skýra betur ákvæði er lúta að stjórnsýslunni. Helst má nefna ákvæði um að kæra fresti ekki réttaráhrifum ákvörðunar Útlendingastofnunar um að umsækjandi um alþjóðlega vernd skuli yfirgefa landið í þeim tilvikum þegar stofnunin metur umsókn hans bersýnilega tilhæfulausa og hann kemur frá öruggu landi. Þetta ákvæði hefur verið til bráðabirgða en stendur nú til að festa varanlega í sessi í nýjum lögum.“ Það sé þó ekki von á öðru en að nýju útlendingalögin þurfi einhverrar endurskoðunar við á komandi misserum. „Við erum að fóta okkur í þessum nýju aðstæðum með þennan mikla fjölda hælisumsókna. Lagaumhverfið þarf að taka mið af því á hverjum tíma.”</p> <p>Eigi raunverulegan möguleika</p> <p>„Ég óska þess að allir þeir sem hingað vilja koma, og sem ekki eru sannanlega flóttamenn, ættu raunverulega möguleika á að öðlast dvalar- og atvinnuleyfi hér á landi,“ segir Sigríður en Ísland eigi, að hennar mati, að vera tiltölulega opið land fyrir fólk sem vill búa hér og vinna. Á það hefur þó verið bent að fólk utan EES eigi litla möguleika til þess að öðlast dvalar- og atvinnuleyfi í raun nema það hafi yfir að búa verulegri sérfræðiþekkingu. Ríkisstjórnin hefur þegar lýst yfir vilja sínum til að einfalda veitingu atvinnuleyfa fyrir fólk utan Evrópska efnahagssvæðisins.</p> <p>„Ef það ætti að breyta þessu þyrfti að ræða við fleiri heldur en bara stjórnvöld. Löggjafinn hefur til að mynda veitt vinnumarkaðnum nokkur völd í þessum efnum en aðilar vinnumarkaðarins koma að veitingu atvinnuleyfa. Mér finnst vel koma til greina að endurskoða það fyrirkomulag að einhverju marki þannig að þeir sem búa í löndum utan EES og vilja koma hingað og eru ekki endilega sérfræðimenntaðir heldur ófaglært fólk sem er að leita að vinnu eigi einhvern raunverulegan möguleika á að búa hér og vinna.“</p> <p>Viðtalið birtist í 2. tölublaði tímaritsins Frjáls verslun í apríl 2017.</p>

2017-03-15 14:55:1515. mars 2017Ávarp félags- og jafnréttismálaráðherra á 61. fundi kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna

<h4 style="text-align: left;">61th Session of the Commission on the Status of Women <br /> Statement by H.E. Mr. Thorsteinn Víglundsson,</h4> <h4 style="text-align: left;">Minister of Social Affairs and Equality, Iceland</h4> <h4 style="text-align: left;">March 2017<br /> <br /> </h4> <p>Mr. Chairman,</p> <p>First, let me assure you of Iceland‘s full support in the important work ahead.</p> <p>Agenda 2030 provides us with a road map to a safe and prosperous future for all. Ensuring women‘s empowerment for Planet 50:50 by 2030 will be key to our success in eliminating hunger and poverty and restoring the health of our land and oceans.</p> <p>Iceland has repeatedly been internationally recognized for having come closest to breaking the glass ceiling and bridging the gender gap. Our progress is the result of conscious efforts.</p> <p>Since women broke the male political dominance in the early 80s, we have learned that shared power in politics and business allows us to overcome systemic barriers to gender equality in all spheres of life.</p> <p>Specific measures like affordable quality day care and generous parental leave for mothers and fathers have increased equality in all spheres of society. We have further implemented gender quotas for company boards and public committees; introduced gendered budgeting and taken steps towards the elimination of gender based violence.</p> <p>We have set our minds on closing the gender pay gap by 2022. In a longstanding cooperation with the labor unions and employers, the Government has developed the Equal Pay Standard following the principle of Equal Pay for Work of Equal Value. The standard was developed in accordance with international ISO standards for possible adoption elsewhere and its implementation will fulfill the demands of international agreements such as the ILO convention, the Bejing Platform of Action and CEDAW.</p> <p>Later this month, the Government will introduce a groundbreaking legislation to require larger firms and state institutions to have their equal pay systems certified, based on the standard.</p> <p>We are also taking action to break the gender segregation in the labour market, improve the opportunities of carrier development for women and increase the number of women working full time.</p> <p>In addition to persisting gender segregated educational and professional choices, women still shoulder a larger share of unpaid carework, leading to missed career opportunities and a tendency to opt for part-time work. Over a lifetime, this amounts to an income gap so big that twice as many women as men in Iceland rely solely on the welfare system for their pension.</p> <p>Removing barriers for women increases every country‘s pool of talent and economic prosperity. Women‘s empowerment is therefore a key theme in Iceland‘s development cooperation. Through the United Nations University Gender Equality Studies and Training Program, Icelandic knowledge and experience is transferred to developing states. UN Women is a key partner institution and we have now tripled our contribution to UNFPA to support its important work for sexual and reproductive health and rights, a key to ensuring women‘s educational and economic opportunities.</p> <p>Mr. Chair,</p> <p>The Prime Minister of Iceland is among the HeForShe Impact Champions and, as the Minister of Social Affairs and Equality, I am determined to promote gender equality as a top priority, which concerns all of us, men and women everywhere.</p> <p>To give men and boys a platform for dialogue on gender equality, Iceland has organized so-called Barbershop events in the various international fora. As one of our HeForShe commitments, a toolbox to enable others to organize Barbershop events is now up and running on the HeForShe website.</p> <p>The hardfought progress on gender equality can easily be reversed if we don‘t keep our vigilance. All of us, men and women, must foster respect for human rights. We must carry on the work of those who have fought to grant us the freedom to reach our full potential, without stereotyping or discrimination. We cannot afford to wait any longer: Planet 50:50 is within reach if we all put our minds together.</p> <p>Thank you.</p>

2017-03-14 10:27:1414. mars 2017Vígsla nýs verknámshúss við Fjölbrautaskóla Suðurlands

Ágæta samkoma,<br /> það er mér mikil ánægja að koma hér og vígja þetta glæsilega verknámshús, Hamar, sem nú er risinn á grunni gamla Hamars sem þjónaði skólanum frá stofnun hans en þótti vera kominn að fótum fram undir það síðasta.<br /> Í ytri úttekt ráðuneytisins á starfsemi Fjölbrautaskóla Suðurlands sem fram fór vorið 2015 segir eftirfarandi í samantekt: <br /> <br /> „Fjölbrautaskóli Suðurlands hefur upptökusvæði frá Kirkjubæjarklaustri í austri að Þorlákshöfn í vestri auk uppsveita Suðurlands. Yfir 90% nemenda koma af svæðinu. Góð aðsókn er að skólanum og nýtur hann velvildar og virðingar í umhverfi sínu. Húsnæði til bóklegrar kennslu og íþróttakennslu er gott og rúmar vel þá starfsemi sem þar fer fram og þann nemendafjölda sem í skólanum er. Framundan er nýbygging verknámshúss.“<br /> …og nú er húsið tilbúið til notkunar um tveimur árum síðar. <br /> <br /> Tilkoma þessa húsnæðis rímar sannarlega vel við áherslur þær og markmið sem mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur sett fram um eflingu starfsnáms í framhaldsskólunum. Hér verður lagt lóð á þá vogarstöng og aðstaða til kennslu verklegra greina við skólann breytist mjög til batnaðar. Tækifærum nemenda á Suðurlandi til starfsnáms fjölgar verulega þar sem skólinn getur nú boðið heildstætt nám í greinum þar sem áður var eingöngu aðstaða til að bjóða grunnnám, svo sem í vélvirkjun og rafvirkjun. Þá mun fjölga þeim greinum sem skólinn býður í starfsnámi og má þar nefna grunnnám í háriðnum, auk þess sem aukin áhersla verður á tölvuteikningu og tölvuhönnun. Þá er að sögn skólameistara komin aðstaða til að bjóða grunnskólanemendum að stunda verklegar valgreinar hér og þar með kynna þeim nemendahópi þá kosti sem bjóðast í starfsnámi sem getur, ef vel tekst til, leitt til aukinnar aðsóknar í hinar ýmsu verknámsgreinar.<br /> <br /> Fjölbrautaskóli Suðurlands er gott dæmi um þá fjölbreytni sem nú ríkir í framhaldsskólum og hefur skólinn sannarlega staðið við þau ákvæði laga og námskrár sem lúta að menntun fyrir alla. <br /> Námsframboð skólans sýnir, svo ekki verður um villst, að allir sem innritast eiga að finna nám við hæfi og þar að auki hefur skólinn um árabil vakið athygli fyrir kennslu og námsráðgjöf á Litla Hrauni og öðrum fangelsum. Svo aftur sé vitnað í úttektina þar sem segir: <br /> <br /> Skólinn tekur alvarlega ákvæði laga um fræðsluskyldu með áherslu á að mæta ólíkum þörfum nemenda með fjölbreyttu námstilboði og framhaldsskólafræðslu fyrir fanga á Litla-Hrauni og í Fangelsinu Sogni. <br /> <br /> Skólinn hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir fjölbreytt menntunarstarf og nemendur hans bera einnig hróður skólans víða. Það er til dæmis lítill vafi á að mikils vænst af þeim næst komandi föstudag í átta liða úrslitum Gettu betur í sjónvarpinu þar sem þeir etja kappi við minn gamla skóla MA.<br /> <br /> Þess er einnig skemmst að minnast að nemendur FSU fengu sérstaka viðurkenningu í Boxinu, framkvæmdakeppni framhaldsskólanna fyrir vel unnið verk og góðan liðsanda og samvinnu. Það er líklega sérstakt gleðiefni fyrir ykkur sem berið ábyrgð á menntun og þroska nemenda að fá slíka viðurkenningu, því góður liðsandi verður ekki til af sjálfu sér. Það er nú orðið almennt viðhorf að á flestum vinnustöðum, ekki síður en í íþróttaliðum, sé góður liðsandi lykillinn að árangri og heilbrigðri menningu. Okkur er öllum í fersku minni frammistaða íslenska knattspyrnulandsliðsins á EM sl. sumar sem var afar skýrt dæmi um lið sem vann saman, þar sem einstaklingarnir léku fyrir liðið sem varð um leið sterkara en vænta mátti. Eins er með vinnustaði, hvort sem um skóla eða aðrar stofnanir er að ræða, bæði heildin og einstaklingarnir eflast við góðan liðsanda. <br /> <br /> Það má í raun segja að sú viðurkenning sem nemendur skólans fengu fyrir liðsanda og góða samvinnu sé um leið vísbending um að hér í skólanum ykkar sé góður liðsandi og heilbrigð vinnustaðamenning.<br /> <br /> Eins og fyrrnefnd úttekt leiddi í ljós nýtur skólinn virðingar í umhverfi sínu og það leynir sér ekki að hann leggur sig fram um að vera í góðu sambandi við sitt nærumhverfi. Það birtist til dæmis í Starfamessu Suðurlands sem stendur hér yfir og hefur það að markmiði að kynna fyrir grunn- og framhaldsskólanemendum þau störf sem um 30 sunnlensk fyrirtæki þurfa fyrir starfsemi sína. <br /> <br /> Að sögn skólameistara er hið nýja verknámshús ágætlega fallið til að efla tengsl við samfélagið, m.a. með möguleikum á FAB LAB kennslu fyrir nemendur jafnt sem almenning.<br /> <br /> Ágætu tilheyrendur<br /> Það er stór dagur í dag, tilkoma nýs verknámshúss skapar aukin tækifæri til að bæta enn frekar skólastarfið, ný sóknarfæri verða til í starfsnámi og skólinn getur sinnt samfélagslegum skyldum sínum meir en áður. <br /> Að því sögðu óska ég Fjölbrautaskóla Suðurlands til hamingju með þessa glæsilegu byggingu. Megi hún nýtast skólanum til eflingar á sínu góða starfi! <br />

2017-03-12 14:31:1212. mars 2017Opnun 5. samningafundar um fiskveiðistjórnun á N-Íshafi

<p>Opnun 5. samningafundar um fiskveiðistjórnun á N-Íshafi<br /> Safnahúsinu, Reykjavík 15. mars 2017<br /> Ræða Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra</p> <p>Good morning ladies and gentlemen, and welcome to Iceland. I&nbsp;am pleased to address you before you start your meetings.</p> <p>First, a few words on this house where we are gathered, called&nbsp;„Safnahúsið“. It was constructed in 1908 as a National Library and was,&nbsp;at the time, one of the largest and finest buildingsin Iceland. The Danish&nbsp;architect had foreseen using dolerite - basically a rock like you see in&nbsp;the House of Parliament and a shining copper roof. In those days,<br /> however, it was considered more prudent and economical to opt for&nbsp;concrete and iron. The outcome is no less impressive in my view.</p> <p>We use this house sparely and only for good visitors and important&nbsp;meetings. When you entered the building this morning, you may have&nbsp;noticed the coat of arms above the entrance, a white falcon on a blue&nbsp;shield and a crown. This was our coat of arms at the time when Iceland&nbsp;was still under the Danish Crown. Later it was replaced with coat of&nbsp;arms more similar to what we have now - a shield with the Icelandic&nbsp;flag, carried by no less than the four guardian spirits of Iceland, which&nbsp;are described in Heimskringla: a dragon, a vulture, a bull and a giant –<br /> one for each corner of the country. One bird was clearly not considered&nbsp;enough for a country, which was on its way to independence.</p> <p>Distinguished negotiators,</p> <p>You have an important task ahead in the coming days. Hardly a&nbsp;day goes by without news about the consequences of climate change in&nbsp;the Arctic. It is really not that long ago that we would imagine the Arctic&nbsp;as a tranquil vast area, covered with thick sheet of ice, healthy&nbsp;ecosystem, unaccessable, dark in the winter and light in the summer.</p> <p>This picture is rapidly changing. Climate change in the Arctic is&nbsp;real and occurring at a rapid pace and the effects of climate change, I&nbsp;think we all agree, is one of the greatest threats to the ocean today.&nbsp;Scientists tell us that the Arctic sea ice was the lowest for the month of&nbsp;February in records going back almost half a century. In fact, we might&nbsp;see an ice-free summer in the Arctic around the middle of this century.&nbsp;Increased acidification of the ocean is also a great concern. Our&nbsp;scientistists have measured the ocean north of Iceland for the last 30&nbsp;years and note a considerable difference. The ice sheet in the Arctic is&nbsp;melting fast. Vast oceans that have been covered with ice for the last&nbsp;100.000 years at least, are becoming ice free.</p> <p>What will this entail? So far, we don´t know for sure. We know&nbsp;that we have to cut greenhouse gas emission. But there is more that&nbsp;needs to be done. We have to ensure that we build up adequate&nbsp;knowledge of the Arctic, and base all our decisions on science. </p> <p>As for the subject of these negotiations, fisheries, although no commercial fisheries is possible for the moment in the Arctic high seas, there is already strong evidence that changes are, indeed, taking place in fish stocks and distribution due to warming of the sea. I can mention here the mackerel as an example of a fish, which has markedly changed its migration patterns towards colder waters in north. Some 1.5 million tonnes of mackerel have regularly visited our exclusive economic zone in recent years.</p> <p>Ladies and Gentlemen,</p> <p>Iceland is a coastal state and for the last century or so fishing has been the backbone of our economy. The fishing industry has been the foundation of the country’s progress and economic growth, and healthy marine ecosystem has always been a top priority for Iceland. Our life and well-being depends on it. The key words in our resource management are: science-based and sustainable.</p> <p>This approach has served us for decades and therefore we can only fully support cooperation in the Arctic High Seas on building knowledge through science before any decisions are made on fisheries. What is quite remarkable for these negotiations is the fact that they revolve around a scenario, which we hope will never occur, namely an ice-free Arctic. The countries gathered here are demonstrating high degree of leadership and responsibility. </p> <p>Finally, I am greatly encouraged to see all these parties gathered here, committed to cooperate and to take measures to prevent unregulated commercial high seas fishing in the central Arctic Ocean. </p> <p>I wish you productive, successful and enjoyable days ahead. And despite your busy schedule, which I understand extends until Saturday, I hope that you will also have the chance to enjoy some parts of Iceland or, at least, the vibrant city of Reykjavík.</p> <p>I wish you all the best. Thank you.</p>

2017-02-27 15:26:2727. febrúar 2017Ávarp við kynningu í febrúar á skýrslu um aðlögun flóttafólks og innflytjenda

<p>Fyrir hönd ráðherra vil ég byrja á að þakka háttvirtum rektor og þeim sérfræðingum sem komu að gerð skýrslunnar um gæði aðlögunar flóttafólks og innflytjenda að íslensku samfélagi sem kynnt var hér í dag. Niðurstöðurnar, vísbendingarnar og framlagðar tillögur eru um margt áhugaverðar og gott innlegg inn í áframhaldandi vinnu á þessu sviði á vettvangi dómsmálaráðuneytisins.</p> <p>Svo ég rétt minnist á forsögu þess að við stöndum hér í dag þá samþykkti ríkisstjórn Íslands í júní 2016 að ráðast í rannsókn á greiningu og mati á gæðum aðlögunar innflytjenda og flóttfólks að íslensku samfélagi. Meginmarkmiðin voru mörkuð í kjölfarð þar sem meta þurfti þörf á umbótum til að tryggja farsæla móttöku innflytjenda hér á landi og hvort tryggja þyrfti samhentari og skilvirkari stjórnsýslu og betri þjónustu í því sambandi. Þá þyrfti að greina áskoranir sem stofnanir og þjónustukerfi stæðu frammi fyrir vegna aukins fjölda innflytjenda. Kannað yrði einnig hvernig staðið væri að rannsókn og öflun upplýsinga um hvernig innflytjendum reiddi af í íslensku samfélagi. </p> <p>Vert er að vekja athygli fundarmanna á því að skýrslan kveður á um að almenn jákvæðni sé í garð Útlendingastofnunar og Lögreglunnar af hálfu innflytjenda og flóttafólks. Er það til marks um hið góða starf sem þar er unnið en mikið álag hefur verið að undanförnu hjá Útlendingastofnun vegna fordæmalausrar fjölgunar hælisumsókna sem starfsmenn hafa brugðist við með útsjónarsemi, hæfni og skipulagi. </p> <p>Þá er einnig ástæða til að kanna hvers vegna svarhlutfall í skoðunarkönnun á meðal flóttafólks sem fengið hefur dvalarleyfi á Íslandi síðustu 12 ár hafi verið jafn lágt og raun ber vitni og erfiðleikum háð að ná ná tali að fólkinu varðandi upplifun þess. </p> <p>Það er vilji ríkisstjórnarinnar og dómsmálaráðherra að innflytjendum verði auðveldað að verða fullgildir og virkir þátttakendur í íslensku samfélagi og að virkni nýrra útlendingalaga sé tyggð gagnvart viðeigandi stofnunum og þjónustu. Mannúðarsjónarmið skulu jafnframt höfð að leiðarljósi við afgreiðslu umsókna um alþjóðlega vernd og afgreiðslutími styttur eins og hægt er án þess að það bitni á vandaðri málsmeðferð. Dómsmalaráðherra hefur þegar stigið skref til að tryggja markmið nýrrar ríkisstjórnar og stemma stigu við tilhæfulausum umsóknum um hæli frá öruggum ríkjum. Til að Íslendingar geti aðstoðað þá sem eru í neyð verður að tryggja að ekki sé gengið á þá velvild án ástæðu. Á síðasta ári sóttu alls 1.132 einstaklingar um hæli hér á landi sem er þreföldun frá árinu áður en langflestir þeirra komu frá öruggum ríkjum - þar sem engin neyð ríkir. </p> <p>Niðurstöður skýrslunnar munu koma að gagni við áframhaldandi vinnu á þessu sviði ásamt frummatsskýrslu varðandi umbótatækifæri í tengslum við stofnanauppbyggingu og verkaskiptingu á sviði útlendingamála sem unnin var fyrir innanríkisráðuneytið í ágúst 2016.</p> <p>Fyrir hönd dómsmálaráðherra Sigríðar Á. Andersen vil ég enn og aftur þakka Háskóla Íslands fyrir vandaða rannsókn og þarft innlegg í málaflokk sem er í stöðugri þróun. Sigríður sendir kærar kveðjur en hún er stödd í Færeyjum á fundi Vestnorræna ráðsins – en þess má til gamans geta í ljósi efni fundarins hér í dag að fyrir um einu og hálfu ári tók Lögþing Færeyinga ákvörðun um að taka yfir stjórn útlendingamála frá Dönum. Þeir munu því að öllum líkindum standa frammi fyrir sambærilegum áskorunum á þessu sviði og líta til reynslu okkar hér á Íslandi. Skýrslan sem kynnt var hér í dag getur þannig nýst fleirum en okkur. </p> <p>Það er fyrirséð að við þurfum að halda vel utan um innflytjenda- og útlendingamálin á næstu árum og vanda til verka. Eins og við var að búast kallar þessi skýrsla á frekari vinnu í dómsmálaráðuneyti jafnt sem velferðarráðuneyti og fleirum sem að þessum málaflokki koma og við hlökkum til að taka virkan þátt í því samstarfi. </p> <p><em>Aðstoðarmaður ráðherra, Laufey Rún Ketilsdóttir, flutti fyrir hönd ráðherra.&nbsp;</em></p>

2017-02-27 14:36:2727. febrúar 2017Ræða í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna

<p>Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna<br /> Ræða Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra<br /> Genf, 27. febrúar 2017</p> <p> Mr. President,<br /> High Commissioner,<br /> Excellencies,<br /> Ladies and Gentlemen,</p> <p>Eleanor Roosevelt, who after years of ruinous world wars,&nbsp;actively fought for the first Universal Declaration of Human Rights in&nbsp;1948, once pondered the question of where human rights begin. Mrs.&nbsp;Roosevelt believed that they begin with each and every one of us&nbsp;making a commitment to treat our neighbors with respect, with basic&nbsp;tolerance and fairness.</p> <p>“Human rights begin in small places,” she said, “close to home –&nbsp;so close and so small that they cannot be seen on any maps of the world.&nbsp;[…] Equal justice, equal opportunity, equal dignity without&nbsp;discrimination – unless these rights have meaning at home, they have&nbsp;little meaning anywhere. Without concerned citizen action to uphold&nbsp;human rights close to home, we shall look in vain for progress in the&nbsp;larger world.”</p> <p>With this in mind, it was a great privilege for Iceland to present&nbsp;its second report before this Council during the Universal Periodic&nbsp;Review session last autumn. We are grateful to all the sixty-six member&nbsp;states that made the effort to provide us with guidance. Even though we&nbsp;pride ourselves on our culture and heritage of democracy and human<br /> rights, Iceland has benefitted from the UPR, by taking the opportunity&nbsp;to look critically at our own performance.</p> <p>Since the establishment of the Human Rights Council, the&nbsp;Universal Periodic Review (UPR) has proven a valuable tool as it&nbsp;allows each member state – even those that may think they are beyond&nbsp;reproach – to listen to the comments and questions of others, to receive&nbsp;criticism and recommendations to improve their human rights record.</p> <p>Mr. President,</p> <p>The simple, yet profound, insight of Mrs. Roosevelt must also&nbsp;extend to our obligations as States – to uphold the principle of universal&nbsp;and indivisible human rights; to foster cooperation in our constant&nbsp;struggle to fulfill those fundamental goals; and to speak out against any&nbsp;human rights violations, near or far. My Government, for its part, will&nbsp;continue to lend its voice to those who speak out when States disregard&nbsp;their human rights obligations, and work towards improvement&nbsp;wherever possible.</p> <p>Iceland is committed to strengthening the universality of human&nbsp;rights and to protecting the plurality of voices in civil society who speak&nbsp;up for those rights. The human rights system ensures that all States, big&nbsp;or small, are bound by the same rules and obligations. We must&nbsp;continue to safeguard this system, for we must remember that it was&nbsp;borne out of need, and over time, from the ashes of the League of&nbsp;Nations and of World War II.</p> <p>We will continue to condemn gross violations of human rights by&nbsp;regimes such as North Korea, and the extrajudicial killings in the&nbsp;Philippines. We will also continue to speak out against the disregard for&nbsp;civilian casualties in conflict zones such as Yemen and Syria, the&nbsp;systematic discrimination of women in Saudi Arabia, of religious or&nbsp;ethnic minorities in Myanmar, and of LGBTQ persons that continue to&nbsp;face discriminatory laws in more than 75 UN Member States. We will&nbsp;also argue for the humane treatment of migrants and refugees, the&nbsp;people who are only seeking to flee war and destruction.</p> <p>We need to speak honestly to each other with compassion and respect, and hold each other accountable when we fall short of&nbsp;promoting and protecting human rights – and aim to do better. That,<br /> after all, is one of the main purposes of this Body.</p> <p>Mr. President,</p> <p>Iceland continues to be alarmed by the war in Syria and the&nbsp;scourge of terror, made worse by ISIL and other terrorist groupings. We&nbsp;strongly condemn the continued abuses and violations of human rights&nbsp;committed by all sides and urge that those responsible be held to&nbsp;account. Iceland is also concerned about the situation in eastern&nbsp;Ukraine and the frequently reported violation of Tatar human rights in&nbsp;Crimea, the illegal annexation of which we continue to condemn. </p> <p>We express our sympathies to the Turkish people who have suffered greatly this past year from repeated terrorist attacks and condemn the attempted coup d’état of July last year. It is of paramount importance that due process and respect for the rule of law and human rights is ensured going forward, including safeguarding the independence of the judiciary and the freedom of the media. </p> <p>Mr. President,</p> <p>Human rights, equal opportunity for all, respect for diversity and freedom, are key concepts that Icelanders hold dear, with emphasis on women’s rights, the rights of the child and the rights of LGBTQ individuals. Iceland contributes actively to the promotion and protection of human rights, including sexual and reproductive health and rights. We commend the Netherlands, Belgium, Sweden and Denmark for their “She decides” initiative.</p> <p>Iceland has also focused on engaging men and boys for gender equality by organizing Barbershop conferences and discussions across the world. We have partnered with UN Women to make available through the HeforShe campaign a Barbershop toolbox that will allow others to do the same. We also do our part by advocating for and supporting the human rights treaty body system, our strongest common commitment to human rights we have made.</p> <p>Mr. President,</p> <p>Iceland is grateful to all who champion human rights around the world – including brave human rights defenders across the globe who often risk life and limb to fight for our common rights. Allow me also to pay tribute to the work of the High Commissioner, who has proven fearless in casting light on abuses regardless of where they occur and has given a voice to the voiceless. Rest assured that my Government reaffirms its full support to the work and independence of the High Commissioner, and we urge all States to cooperate with his Office and the mechanisms and instruments mandated by this Body.</p> <p>We will continue to do our part, including with our Nordic family. We are therefore proud to support the candidature of Denmark to the Human Rights Council for the period 2019-2021.</p> <p>Finally, Mr President</p> <p>Today, we are facing challenges and threats for which borders no longer exist. Many of these challenges require global solutions and, here, the Human Rights Council, and its member states, must remain accountable and fit for purpose. Sustainable development, peace and security cannot be achieved without the promotion and protection of human rights.</p> <p>We must safeguard these human rights in the global context, in places far away from our own shores, but let us not forget that they begin in small places, close to home, as Mrs. Roosevelt reminded us. </p> <p>Thank you.</p>

2017-02-25 15:17:2525. febrúar 2017Ávarp dómsmálaráðherra á fundi Vestnorræna ráðsins í Færeyjum í febrúar

<p>Gode færøske venner, kollegaer og gæster. </p> <p>Det er mig en stor glæde og ære at være blandt jer her i dag for at drøfte et vigtigt emne, nemlig ligestilling og mænds udfordringer hvad dette angår. </p> <p>Ligestillingsspørgsmål gælder for alle, men de har over en lang periode først og fremmest handlet om kvinder og deres synsvinkler. Ligestilling og ligebehandling af individer går ud på at at indvider af begge køn står juridisk set lige stillet over for de muligheder som er tilgængelige. Ligestillingsbekæmpelsen består i at udrydde usaglig diskriminering på grund af køn, men denne rettighed ligger forankret i den islandske grundlov. I henhold til dette ligger uforklaret lønforskel på det islandske arbejdsmarked på ca 5% og det fremgik af en analyse som velfærdsministeriet foretog i året 2015, at denne forskel kan ikke henføres til køn. </p> <p>Ligestilling berører såvel mænd som kvinder. Mænd har måttet tåle udfordringer i denne sagskategori igennem tiderne, som har også krævet ændringer i lovgivningen såvel som i holdninger. Fædreorlov og mere ligedeling af ansvaret i hjemmet har gjort det muligt for mænd at påtage sig større del af opdragelsen af børnene og undersøgelser har påvist at dette har ført til bedre forhold mellem fædrene og deres børn. Ideologien hos den islandske ungdom om macho-forbillede har også ændret sig efter at mænd begyndte at tage lige del og lige ansvar for opdragelsen af børn og det huslige arbejde. </p> <p>Ethvert samfund nyder godt af hvis alles kræfter kan udfolde sig på de områder hvor personernes interesser ligger. Det er f. eks. meget væsentligt at folk ikke kommer til at sidde fast i lænkerne som stereotyper i kønnenes rolle når de vælger sig uddannelse eller arbejdsområde, og dette gælder begge for begge kønnene. Det samme gælder om familieansvarligheden og den lykke som det indebærer at forsørge og tage sig af sine børn. På dette område lige som på andre områder bør kønnene nyde lige stilling og lige ansvar, så vidt de ønsker. Ligestilling er ikke bare et spørgsmål om retfærdighed, ligestilling er en økonomisk nødvendighed. </p> <p>Faktisk har liggestillingskampen hos mænd ikke mindst drejet sig om deres ret til at deltage i forsørgelsen og opdragelsen af deres børn efter skilsmisse eller samlivsophør. Den gamle tanke om kernefamilie er forlængst ude af billedet med en ny virkelighed og nye indstillinger, og det islandske samfund anerkender og respekterer forskellige familiemønstre. Ved udviklingen af den islandske børneret har der været lagt stor vægt på børnenes ret til at kende og nyde samvær med begge forældrene og at forældrene i fællesskab tager ansvar for forsørgelsen og opdragelsen af deres børn. Fælles forældremyndighed efter skilsmisse eller samlivsophør er i dag blevet hovedreglen ifølge loven, men til trods herfor har langt den største del af børnene deres faste bopæl registreret hos moderen efter skilsmissen eller 91% i året 2015. </p> <p>Islandske myndigheder har den målsætning at åbne muligheden for at børnenes bopæl kan fordeles mellem forældrene efter forældrenes skilsmisse, på nærmere angivne vilkår, ud fra hensynet til barnets bedste. Forslaget om fordeling af bopælen indebærer at det medfører forskellige retsvirkninger, men hovedprincippet bliver, når bopælden fordeles, at forældrene skal i fællesskab træffe beslutninger om barnets anliggender og de bliver ansvarlige i fællesskab for dets forsørgelse, hvilket medfører at bidragsydelser ophører og offentlige bistandsydelser til barnet fordeles lige mellem begge hjem. </p> <p>Et andet eksempel er uddannelsessystemet og i hvilken retning det har udviklet sig i de seneste år. Det er meget som tyder på at drenge har sværere med at klare sig end piger. Når man ser på dette længere henne i skolegangen falder langt flere af drengene bort fra skolen end pigerne, og oppe på universitetsniveauet er kønsforskellen blevet slående. </p> <p><strong>Eksempel</strong>: I året 1987 var antallet af kvindelige studenter som blev indregistreret i Islands Universitet for første gang større end antallet af mandlige studenter og siden dengang har kvinderne udgjort den største del af de studerende. Den 18. februar i år blev 460 studerende dimitteret fra Islands Universitet. Af disse var 330 kvinder og 130 mænd. Dette er meget tankevækkende. </p> <p>Gode gæster. </p> <p>I året 2015 formulerede verdens statsledere i FN´s regi en række mål, som skulle være nogen slags udviklingsmålsætninger for velfærden hos de kommende generationer. Det blev understreget kraftigt at der skulle tilstræbes bevidst mod øget ligestilling og magtindflydelse hos kvinder som en forudsætning for at de opstillede målsætninger kunne opnås. Det blev endvidere fremhævet at uden deltagelse fra halvdelen af verdens beboere, kunne hverken fattigdom eller sult udryddes, og at globens og havenes bæredygtighed ville udsættes for stor risiko. </p> <p>Kvinder har derimod haft god fremgang i de seneste år og årtier og de har søgt ind på områder som tidligere var domineret af mænd. Dette gælder for utallige fagområder såvel som for kvinders deltagelse i politik og i erhvervslivet generelt. Kvinders stilling i erhvervslivet ændrer sig raskt nu for tiden eftersom flere yngre generationer kommer fra universiteterne ind på arbejdsmarkedet og søger topstillinger i samfundet. </p> <p>Voksende respekt for kvinders menneskerettigheder og deltagelse i erhvervslivet har bidraget til øget velstand og økonomiske fremskridt. I den internationale sammenligning har Island opnået et godt resultat på området – ligestilling mellem kønnene – men der er alligevel en lang vej forude. I den sidste rapport fra World Economic Forum fra året 2016 blev det fremhævet at lige stilling mellem kønnene ingen steder var bedre end i Island, for det ottende år i rækkefølge. </p> <p>Island har påtaget sig den opgave at lede på Nordisk Ministerråds vegne et projekt om mænd og ligestilling. Målet med projektet er at stå for såkaldte „Frisørmøder“ (Barber Shops) på det nordiske samarbejdsplan, med henblik på at aktivere mænd i bekæmpelsen for lige stilling mellen kønnene. Island har tidligere stået i spidsen for sådanne Barber Shops i FN´s hovedkvarter i New York og i Genf og hos NATO. Det er faktisk et mål hos islandske myndigheder at sådanne bliver holdt i alle internationale organisationer som Island er medlem af. I møderne deltager mænd og kvinder i magtfulde positioner som kan påvirke omfattende beslutninger på internationalt plan. Island deltager aktivt i projektet <strong>HeForShe</strong> som FN-enheden UN Women står for. Islands statsminister erklærer at at han som en af de 10 statsledere som står for projektet, vil opfordre mænd overalt til at deltage i diskussioner og drøftelser og holdningsændringer for at fremme kønnenes ligestilling og henlede opmærksomheden på det gode resultat som man har opnået i Island, til fordel for hele samfundet. Island kan blive et forbillede for andre lande og opmuntring til gode gerninger. Islands regering er den første regering i verden hvor alle ministrene er deltagere. </p> <p>De islandske myndigheder har også forpligtet sig overfor UN Women at udrydde kønsmæssig løndiskrimination inden året 2022, at gøre kvindernes deltagelse i massemedierne lige inden året 2020 og øge mændenes deltagelse i diskussionen om ligestilling. Udenrigsministeren er i gang med - sammen med landsforeningen UN Women i Island – at finde platform for Barber Shop sammenkomster. Hjemstedet for denne bliver UN Women´s hjemmeside, som bliver åbnet på FN‘s kvindeforsamling i marts måned. Som jeg nævnte indledningsvis er kønnenes ligestilling en sag som berører alle, kvinder og mænd, såvel her i landet som i udlandet. Vi må tage os godt af drengene og pigerne og styrke dem som samfundets pæle, hvor de bliver frit stillet til at udnytte deres evner og færdigheder og finde lykken på egen præmisser, fri for vold, stereotyper og diskrimination, til fremme for os alle. </p> <p>Tak.&nbsp;</p>

2017-02-20 13:49:2020. febrúar 2017Ræða fjármála- og efnahagsráðherra á fundi með sveitarfélögum um fjármálastefnu, fjármálaáætlun og fjármálareglur

<p style="text-align: right;">Talað orð gildir</p> <p style="text-align: left;">&nbsp;</p> <p style="text-align: left;">Ræða Benedikts Jóhannessonar, fjarmála- og efnahagsráðherra, á umræðufundi með sveitarfélögum 20. febrúar 2017 um fjármálastefnu, fjármálaáætlun og fjármálareglur.<br /> Ágætu sveitarstjórnarmenn<br /> <br /> Ég þakka fyrir tækifærið til að hitta ykkur að máli. Tilefnið er mikilvægt: Ríki og sveitarfélög þurfa að sammælast um hvernig þau haga samstarfi sínu á grundvelli laga um opinber fjámál, sem tóku gildi í byrjun síðasta árs.<br /> <br /> Þegar frumvarpið um opinber fjármál var lagt fram á sínum tíma kom fram að eitt að eitt af helstu markmiðunum með lagasetningunni væri að bæta hagstjórnina hér á landi, sem lengi hefur legið fyrir að hefur að mörgu leyti verið ábótavant. Lögunum er ætlað að tryggja að stjórnvöld hafi betri heildarsýn yfir opinber fjármál, en fram að því að þau tóku gildi horfði ríkisvaldið nánast eingöngu til eigin verkefna og áætlana og sveitarfélögin sömuleiðis einungis á sinn rekstur. Hið sama gilti um opinber fyrirtæki sem sum hver eru all umsvifamikil í hagkerfinu. Í sögulegu tilliti hefur lítið farið fyrir samræmingu á fjármálastefnu opinberra aðila og lítill vafi er á því að það hversu ósamstíga ríki sveitarfélög og félög í þeirra eigu voru í aðdraganda hruns fjármálakerfisins 2008 átti sinn þátt í að skapa óstöðugleika í efnahags- og fjármálakerfi landsins og að ráðstafanir í opinberum fjármálum, s.s. skattalækkanir og miklar framkvæmdir, mögnuðu upp þenslu í hagkerfinu sem þó var ærin fyrir. <br /> <br /> Við viljum ekki endurtaka þann leik.<br /> <br /> Þeim vinnuaðferðum og áætlunum sem lög um opinber fjármál fela í sér er ætlað að gera stjórnvöldum mögulegt að fá betri heildaryfirsýn og stjórnarhætti yfir þá þætti í starfsemi hins opinbera í heild sem þau hafa áhrif á með beinum ákvörðunum eða eigandastefnu. Þannig er ætlunin að hægt verði að hafa markvissari áhrif á virkni og áhrif hins opinbera í hagkerfinu, draga úr óvissu og áhættu.<br /> <br /> Stjórnvöld styðja við hagvöxt og tryggja stöðugleika með tilstuðlan peningastefnu annars vegar og stefnu í opinberum fjármálum hins vegar. Seðlabankinn fer sjálfstætt með fyrrnefnda hlutverkið eins og kunnugt er með höfuðáherslu á að halda verðbólgu innan marka og stuðla að stöðugleika á fjármálamarkaði. Stefna í opinberum fjármálum er aftur á móti á ábyrgð ríkisvaldsins og í lögunum um opinber fjármál er settur rammi um það með hvaða hætti samráði við sveitarfélögin skuli háttað þannig að þátttaka þeirra og aðkoma að hagstjórninni sé virk.<br /> <br /> Sjónarmið hagstjórnar í þessum efnum er að tryggja að heildarumsvif opinberra aðila og einstakir þættir í starfseminni á borð við launaþróun og fjárfestingar styðji við efnahagsstefnu stjórnvalda á hverjum tíma. Vitanlega liggur það fyrir að stór hluti samneyslunnar þyrfti að geta farið fram því sem næst óháður hagsveiflum og að svigrúm til fyrirvaralítilla breytinga í rekstri hins opinbera, þar með talið sveitarfélaganna, er takmarkað: Kenna þarf börnum og unglingum, annast þjónustu við sjúka og fatlaða og svo framvegis. Það þýðir samt ekki að sveitarfélögin, hvert fyrir sig og í heildina tekið, geti ákvarðað umsvif í rekstri og fjárfestingum án tillits til efnahagsástandsins. Ein helsta hagstjórnaráhættan hjá hinu opinbera felst í því að þegar tekjur vaxa í uppsveiflu verði þjónusta aukin, sem ekki verði hægt að draga úr þegar tekjur dragast saman, og einnig að ráðist verði í fjárfestingar sem auka eftirspurn í hagkerfinu ofan í mikla eftirspurn sem fyrir er og kalla á aukna samneyslu þegar þær eru komnar í notkun. <br /> <br /> Með því að setja markmið um heildarafkomu og skuldaþróun hins opinberra er stuðlað að því að opinberir aðilar vinni gegn þenslu þegar hagvöxtur er mikill en örvi hagkerfið á samdráttartímum. Auk heildarafkomu getur verið nauðsynlegt að líta til fleiri þátta og þá sérstaklega að því að laga umfang fjárfestinga opinberra aðila að æskilegu fjárfestingastigi í hagkerfinu. Ljóst er t.a.m. að auknar fjárfestingar opinberra aðila við þær aðstæður sem nú eru hafa bein þensluverkandi áhrif og stuðla þannig að óstöðugleika í verðlagi og hækkandi framkvæmdakostnaði.<br /> <br /> Samhæfing fjármálastefnu ríkis og sveitarfélaga<br /> <br /> Fjármála- og efnahagsráðuneytið átti afar gott samstarf við samtök sveitarfélaga í aðdraganda þess að lög um opinber fjármál voru sett og óhætt er að segja að sveitarfélögin eigi sinn hlut í þeirri lagasetningu. Lögin fjalla enda um það hvernig ríki og sveitarfélög móta og undirgangast sameiginleg markmið hvað varðar fjármálastefnuna og henni er aftur ætlað að styðja við sett hagstjórnarmarkmið.<br /> <br /> Samkvæmt lögunum eru þessi markmið römmuð inn: Í fyrsta lagi í opinberri fjármálastefnu, sem ríkisstjórn setur fram í byrjun kjörtímabils og nær til fimm ára og í öðru lagi í fjármálaáætlun sem ríkisstjórn leggur fyrir Alþingi á ári hverju.<br /> <br /> Í 11. gr. laganna er sérstaklega kveðið á um samstarf ríkis og sveitarfélaga, sem miði að því að samhæfa fjármálastefnuna og treysta grundvöll bæði fjármálastefnu og fjármálaáætlunar. Liður í því, afar mikilvægur liður, er gerð árlegs samnings ríkis og sveitarfélaga sem kveður á um eftirfarandi:</p> <ul> <li style="text-align: left;">í fyrsta lagi, markmið um afkomu og efnahag sveitarfélaga til fimm ára í senn,</li> <li style="text-align: left;">í öðru lagi, um ráðstafanir til að sett markmið náist,</li> <li style="text-align: left;">í þriðja lagi, um fjármögnun opinberrar þjónustu og tekjur sveitarfálaga, og</li> <li style="text-align: left;">í fjórða lagi, um verkaskiptingarmál.</li> </ul> <p style="text-align: left;"> <br /> <br /> Fyrsti samningurinn á grundvelli nýju laganna var gerður sl. vetur. Þá sömdu ríki og sveitarfélög m.a. um að heildarafkoma sveitafélaga árin 2017-21 skyldi vera í jafnvægi, mælt á reikningshaldskvarða þjóðhagsgrunns, út samningstímann, en þá lá jafnframt fyrir að þau markmið kæmu til endurskoðunar eftir Alþingiskosningar og með hliðsjón af fjármálastefnu nýrrar ríkisstjórnar.<br /> <br /> Í ljós hefur komið að sveitarfélögunum í heild mun reynast erfitt að mæta því markmiði að vera hallalaus í ár. Skýringin er meðal annars sú að hvorki sveitarfélögin né ríkið áttuðu sig á því hvað fælist í reglunum. Við þurfum því ef til vill að hyggja að því að sveitarfélögin geri í ársreikningum sínum sérstakt uppgjör á þeim grunni sem fjármálastefnan byggir á.<br /> <br /> Fjármálastefna fyrir árin 2017-2022 hefur verið lögð fram á Alþingi og hún er þar nú til meðferðar. Við undirbúning fjármálastefnu nýrrar ríkisstjórnar var talið nauðsynlegt, m.a. í ljósi aukinna tekna sveitarfélaga og batnandi skuldastöðu, að sveitarfélögin myndu skila lítils háttar afgangi næstu árin þannig að heildarafkoma þeirra yrði jákvæð um sem næmi 0,1% af VLF árið 2018 og 0,2% árin 2019-22. Jafnframt var ákveðið á svipuðum forsendum að ríkið þyrfti að auka afgang á afkomunni í sínum rekstri umtalsvert, eða um 0,5% af VLF þegar á næsta ári, sem myndi síðan geta lækkað um 0,1% á ári til loka áætlunartímabilsins.<br /> <br /> Við skulum hafa það hugfast að hér er sameiginlegt verkefni opinberra aðila; afgangur sveitarfélaga upp á 0,1-0,2% af VLF svarar til um 2,5-5,0 ma.kr. á ári, af heildarveltu A-hluta sveitarfélaganna sem er vel á fjórða hundrað milljarða króna.<br /> <br /> Fjárhagsáætlanir sveitarfélaga voru samþykktar fáum mánuðum eftir að samkomulag ríkis og sveitarfélaga var undirritað í fyrra. Í þeim kom fram sú stefnubreyting að sveitarfélögin fyrirhuguðu að auka fjárfestingar sínum um 10 milljarða króna á yfirstandandi ári umfram samkomulagið sem gert var í fyrra. Það er mjög mikil aukning í fjárfestingum þeirra frá fyrri stefnumörkun. Sveitarfélögin vísa til þess að fjárfestingar þeirra hafi um langt árabil verið of litlar og nú verði þau að gera átak í þessum málum. Það er að sönnu rétt að sem hlutfall af landsframleiðslu eru fjárfestingarútgjöld sveitarfélaganna ekki ýkja há en engu að síður gera áætlanir ráð fyrir því að hlutfall þeirra af landsframleiðslu hækki úr 0,6% í 0,9% í ár frá fyrra ári. Svipað á við hjá ríkinu, að fjárfestingarstigið hefur verið í sögulegri lægð allar götur frá falli viðskiptabankanna haustið 2008, en í stefnumörkun í þeim efnum hefur engu að síður verið gert ráð fyrir að það haldist óbreytt sem hlutfall af landsframleiðslu á meðan efnahagsuppsveiflan stendur sem hæst og hækki síðan lítillega ár frá ári frá og með árinu 2019.<br /> <br /> Sem áður segir er samkvæmt lögunum fjármála- og efnahagsráðherra falið að leita samkomulags við Samband íslenskra sveitarfélaga fyrir hönd sveitarfélaganna í landinu. Í samkomulaginu skal meðal annars fjalla um markmið um afkomu og efnahag sveitarfélaga til fimm ára og um ráðstafanir til að tryggja að markmið um afkomu sveitarfélaga náist. Miklu varðar fyrir hagstjórnina að það verði eitthvert hald í slíkum samningum.<br /> <br /> Því miður verður að segjast að miðað við þær fjárhagsáætlanir sem nýlega hafa verið lagðar fram að sveitarfélögin í heild virðast ekki munu uppfylla hagstjórnarmarkmiðin sem gert var sl. vor og stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga virðist ekki telja sig í stöðu til að beita sér í málinu. Í lögum um opinber fjármál eru engin ákvæði sem fjalla um það með hvaða hætti eigi að tryggja að einstök sveitarfélög hagi fjármálastjórn sinni í samræmi við samkomulagið og þaðan af síður einhver viðurlög ef út af er brugðið. Í því sambandi er fyrst og fremst gengið út frá því að ríki og sveitarfélög eigi gott samráð um sameiginlega hagsmuni af traustri hagstjórn og standi við þau markmið sem í því felast.<br /> <br /> Við undirbúning fjármálastefnu og fjármálaáætlunar nú í vetur hefur komið fram að erfitt gæti orðið að ná fram markmiðum um samhæfingu opinberra fjármála þar sem umsvif sveitarfélaga og opinberra félaga vaxa hratt við aðstæður sem kalla á aukið aðhald. Í þessu ljósi þarf að skoða hvaða möguleika ríkið hefur til að hafa bein áhrif á ákvörðunartöku þessara aðila, þannig að þeir uppfylli sínar skyldur gagnvart lögum um opinber fjármál á sviði stefnumótunar og fjármálaáætlana þannig að umsvif og afkoma sveitarfélaga stýrist af almennum hagstjórnarlegum markmiðum.<br /> <br /> Það þarf að vera hægt að tryggja að hvert einasta sveitarfélag í landinu virði skyldur sínar í því tilliti og við þurfum að ræða hvernig það markmið næst.<br /> <br /> Fjármálastefna hins opinbera má ekki kynda undir efnahagslegum óstöðugleika með of miklum umsvifum og fjárfestingum. Í því samhengi vegast á þörfin fyrir samhæfingu opinberra fjármála annars vegar og sjálfstæði sveitarfélaga og rekstrarlegt sjálfstæði opinberra félaga hins vegar.<br /> <br /> Ríkisvaldið þarf að sjálfsögðu að líta í eigin barm í þessum efnum enda hafa sum fyrirtæki í opinberri eigu fjárfestingaráform á næstu misserum sem víkja frá þeirri stefnu sem skynsamlegt telst að fylgja við þær aðstæður sem ríkja í þjóðarbúskapnum. Verið er að stíga skref í átt til þess að treysta aðkomu stjórnvalda að stefnumörkun slíkra fyrirtækja með því að samþykkja eigandastefnu sem á að stuðla að því að aðilar verði meira samstiga í hagstjórninni. Eigandastefnan er nú í endurskoðun og er stefnt að því að leggja hana fyrir ráðherranefnd í ríkisfjármálum í marsmánuði.<br /> <br /> En hvað er til ráða í því verkefni sem hér er til umræðu? Það er eitthvað sem ríki og sveitarfélög þurfa að ræða í mikilli alvöru sín í milli, en nokkur úrræði koma til greina:<br /> <br /> Í fyrsta lagi mætti spyrja: Kemur til greina að breyta fjármálareglum sveitarfélaganna sem voru settar áður en vinna hófst við lagafrumvarpið um opinber fjármál þannig að þær samræmist lögunum betur? Í reynd er þar um að ræða að afkomureglan eigi við heildarafkomu.</p> <p style="text-align: left;">Í öðru lagi mætti spyrja: Á að endurskoða skuldareglu sveitarstjórnarlaga sem í upphafi var takmarkandi fyrir mörg sveitarfélög og lækka skuldaþakið úr 150 % af tekjum í t.d. 50%, svo tala sé nefnd, á einhverjum tíma í ljósi þess að aðstæður hafa sem betur fer breyst mikið?</p> <p style="text-align: left;">Í þriðja lagi: Gæti komið til álita að setja reglu um vöxt útgjalda sem takmarkaði svigrúm sveitarfélaga þegar tekjur vaxa mikið eins og nú er og einnig að takmarka möguleika til lántöku?</p> <p style="text-align: left;">Í fjórða lagi er spurning hvort það mætti gera millifærslukerfið milli ríkis og sveitarfélaga, sem fer um Jöfnunarsjóð, að virkara stýritæki. Þarna koma ýmsir möguleikar til greina svo sem að framlögin fylgi ekki sveiflum í tekjum ríkissjóðs eins og nú er heldur verði það hluti af fjármálaáætlun og árlegum samningum ríkis og sveitarfélaga. Víða í nágrannalöndunum eru millifærslur milli ríkis og sveitarfélaga stór hluti tekna þeirra en augljóslega væri upptaka á slíku fyrirkomulagi hér á landi töluvert mikil breyting á fjármögnun sveitarfélaga. Því skal þó haldið til haga að sum fámennari sveitarfélög fá stærstan hluta tekna sinna frá Jöfnunarsjóði.<br /> <br /> Breytingar af þessum toga væru til þess fallnar að stuðla að því að fjárhagsáætlanir sveitarfélaga miði að festu og stöðugleika og sameiginlegri leitni að hagstjórnarmarkmiðum sem eru okkur í heild til hagsbóta. Reglurnar væru ekki tæki ríkisins gagnvart sveitarfélögum heldur úrræði sem ríki og sveitarfélög gætu í sameiningu beitt til að tryggja að öll sveitarfélög vinni að sameiginlegum markmiðum ríkis og sveitarfélaga.<br /> <br /> Ég legg áherslu á að það þarf að fara fram hreinskiptin umræða um það hvernig hægt verði að tryggja að sveitarfélögin í landinu, sem heild, styðji við opinbera fjármálastefnu og lögbundin markmið um sjálfbærni, varfærni, stöðugleika, festu og gagnsæi. Það getur enginn haft frítt spil í þeim efnum. Í anda þess er það stefnan í ríkisfjármálaum, að þeim verði beitt til að að tryggja aðhald, stöðugleika og til að sporna gegn þenslu á næstu misserum.<br /> <br /> Aðhaldið er til þess að auka stöðugleika, draga úr verðbólgu og lækka vaxtastig í landinu. Það eru sameiginlegir hagsmunir ríkis, sveitarfélaga, einstaklinga og fyrirtækja að drag megi úr vaxtakostnaði því lægri vextir leiða til meira fjár til rekstrar og framkvæmda.<br /> <br /> Það verða sveitarfélögin einnig að gera, hvert fyrir sig og sameiginlega. Það þurfa allir að sýna ábyrgð, líka á kosningaárum. Við þær efnahagsaðstæður sem nú eru uppi þurfa bæði ríki og sveitarfélög að sporna við þenslu en ekki að kasta olíu á eldinn.<br /> <br /> <br /> </p>

2017-02-15 15:34:1515. febrúar 2017Grein dómsmálaráðherra í hátíðarriti Orators í febrúar

<p> <strong>Ástæðulaus aðkoma ríkisvaldsins</strong></p> <p>Í ár er þess minnst að 500 ár eru liðin frá því að Marteinn Lúther hengdi upp 95 greinar gegn aflátssölu rómversk-kaþólsku kirkjunnar á dyr hallarkirkjunnar í Wittenberg í Þýskalandi en atvikið markaði upphaf siðbótar kirkjunnar. Samtíða Marteini fóru einnig konur sem fetuðu ótroðnar slóðir og lögðu sitt að mörkum til siðbótarinnar. Það var því við hæfi að hefja siðbótarafmælið hér á landi í lok janúar með því að beina kastljósinu að þeirra þætti í sögunni. Ein kvennanna vildi til að mynda fá að predika í kirkju sinni en þurfti að sætta sig við að koma boðskap sínum á framfæri í sálmi sem hún orti rétt eftir árið 1520. Á Íslandi var kona svo ekki vígð til prests fyrr en árið 1974 sem er til marks um að góðir hlutir gerist oft hægt.</p> <p>Lög um um rétt kvenna til embættisnáms, námsstyrks og embætta voru sett árið 1911 en konum fjölgaði þó afar hægt í háskólanámi. Það var ekki fyrr en um hálfri öld síðar að konur hófu að setjast í lagadeild Háskóla Íslands í einhverjum mæli og ekki eru mörg ár síðan konur urðu um helmingur laganema. Það er lítill ágreiningur um að rekstur kvenna á heimilum og uppeldi barna eigi stóran þátt í því að þær komu hægar út á það sem kallað hefur verið vinnumarkaður. Já, hér er heimilishaldið nefnt rekstur því þótt heimili séu ekki skráð með kennitölu í fyrirtækjaskrá eru þau merkustu félögin í hverju þjóðfélagi og rekstur þeirra skiptir verulegu máli. En um leið og rætt er um þessa staðreynd sem dragbít fyrir konur og hlutskipti þeirra sem fórnarlambs eru menn þó sammála um að dýrmætustu stundirnar í lífi fólks séu almennt með börnum sínum. Þeir sem fylgst hafa með hjalandi hvítvoðungi verða að kátum krakka mótmæla því varla. Þó er í þessu samhengi sjaldnast minnst á fjarvistir feðra frá börnum sínum á meðan þeir sinna erfiðisvinnu í námum, smiðjum eða á hafi úti.</p> <p>Það er óhætt að fullyrða að hvergi halli lengur á konur í íslenskum lögum. Konur mæta hvergi formlegum hindrunum, þær geta bæði samið sálma og predikað yfir söfnuðum ásamt öllu hinu sem þeim kemur til hugar og hrinda í framkvæmd. Það kann að vera ofmælt en gæti ekki verið að aldrei áður í veraldarsögunni hafi verið uppi hópur með bjartari framtíð en ungar konur á Íslandi, nú í upphafi nýs árþúsunds? Þeim virðast allir vegir færir með sína góðu menntun, almenna heilsuhreysti og ágætu atvinnuhorfur í þjóðfélagi sem á flesta mælikvarða telst eitt af þeim bestu. Auðvitað vitum við ekki hvað verður úr þeim hagstæðu aðstæðum sem nú eru uppi en það er full ástæða til bjartsýni. </p> <p>Engu að síður mætti ætla af umræðunni að langt sé í land í „jafnréttismálum“. Hvernig stendur á því? Enginn vafi leikur á því að umræðan um hin alræmda launamun kynjanna á þar drýgstan þátt. Reglulega eru fluttar fréttir af því að með sömu hægu þróuninni muni laun karla og kvenna ekki verða jöfn fyrr en eftir 70 eða jafnvel 150 ár. Það er rétt að karlar afla almenntmeiri tekna en það skýrist af meiri vinnu þeirra utan heimilis. Vafalaust er ástæðan meðal annars sú að konur eiga enn fleiri dýrmætar stundir með börnum sínum en karlar. Hvernig fólk kýs að haga þeim málum hverju sinni er eitthvað sem foreldrar ákveða innan fjölskyldunnar og sú ákvörðun á skilið fulla virðingu. </p> <p>Í þeim launakönnunum sem gerðar eru til að kanna í hverju launamunur kynjanna felst er jafnan reynt að leiðrétta fyrir ýmsum þáttum á borð við vinnutíma, mannaforráðum, menntun og reynslu. Þegar leiðrétt er fyrir þessum mælanlegu þáttum stendur hins vegar enn eftir um 5% tölfræðilega marktækur munur á kynjunum, körlum í vil. En þessi marktæki munur finnst aðeins í takmörkuðu umhverfi launalíkansins. Utan þess eru margir huglægir og ómælanlegir þættir sem erfitt er að fella inn í líkön af þessu tagi. Tveir starfsmenn geta litið eins út á pappír, með sömu reynslu og menntun, en annar þeirra hefur minni áhuga á starfinu, hefur ekki frumkvæði að nýjum verkefnum og sinnir viðskiptavinum af hálfum hug. Svo getur annar starfsmannanna alltaf verið til í að vinna yfirvinnu á meðan hinn neitar slíku. Þetta veit aðeins vinnuveitandinn og launar í samræmi við það. Um þessa þætti hafa líkönin sem mæla launamuninn enga hugmynd. Við bætist að á vinnumarkaði er enn talsverð kynjaskipting, þ.e. svonefnd kvennastörf og karlastörf, sem þvælist fyrir raunhæfum samanburði á launum kynjanna. </p> <p>Það má því segja að þótt kannanir mæli enn um 5% „kynbundinn“ launamun þá er hann of lítill til að hægt sé að fullyrða nokkuð um kynbundið misrétti á launamarkaði. Til þess eru kannanirnar of takmarkaðar ásamt því að mannleg samskipti verða aldrei felld að fullu í töflureikni. Þær munu því seint geta metið hina huglægu þætti sem skipta svo miklu máli í sambandi vinnuveitanda og starfsmanns. Í skýrslunni Launamunur karla og kvenna sem velferðarráðuneytið lét vinna árið 2015 segir: „Ómálefnalegan, óskýrðan launamun má skilgreina sem launamun sem eingöngu er vegna kynferðis. Um er að ræða þann mun sem eftir stendur þegar tillit hefur verið tekið til allra þeirra þátta sem áhrif hafa á launamyndun. Í reynd er í besta falli hægt að nálgast þennan mun. Launamyndun byggist oft á þáttum sem tölfræðin veitir ekki svar við. Við getum því ekki með vissu ályktað að sá óskýrði launamunur sem hér hefur verið metinn sé eingöngu vegna kynferðis.“ Það leikur ekki nokkur vafi á því að þrýstingur á opinberar aðgerðir í jafnréttismálum, til dæmis kynjakvóta og jafnlaunavottanir, myndi minnka ef þessu væru gerð betri skil í opinberri umræðu.</p> <p><em>Greinin birtist í Hátíðarriti Orators í febrúar 2017.</em></p>

2017-02-13 00:00:1313. febrúar 2017Þjóðaröryggisráð – ný viðhorf í utanríkismálum

<p>Ávarp Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra á fundi Varðbergs, Norræna Húsinu 9. febrúar 2017.</p> <p align="right">Talað orð gildir</p> <p>Fundarstjóri, fundargestir, <br />Ég þakka fyrir að vera boðið að vera hér með ykkur í dag. Það er ánægjulegt að koma hér í dag til að ræða við ykkur um þjóðaröryggisráðsmál, þar sem segja má að við stöndum nú á ákveðnum tímamótum. </p> <p>Í fyrsta í sögu lýðveldisins er til staðar þjóðaröryggisstefna og þjóðaröryggisráð. Við erum í fyrsta skipti með tæki í höndunum þar sem horft er með heildstæðum hætti á öryggismál og þær margbreytilegu áskoranir sem við stöndum frammi fyrir. Þá eru uppi áhugaverðir tímar í alþjóðamálum, vissulega að einhverju leyti óvissutímar – sem fela í sér bæði tækifæri og áskoranir. </p> <p>Á sama tíma og við fjöllum um nýtt þjóðaröryggisráð er gott að tæpa á öryggis- og varnarmálum, hvað Ísland snertir og umgjörðina sem við búum við – og þannig ætla ég að byggja upp mína innkomu hér í dag. </p> <p>Ég mun fyrst stikla á hinni stóru mynd öryggis- og varnarumhverfis okkar Íslendinga, sem leiðir mig að umfjöllun um þjóðaröryggisstefnu og þjóðaröryggisráði. Að endingu mun ég tæpa á stöðu mála beggja vegna Atlantshafsins. </p> <p>Ágætu fundargestir, <br />Ekki þarf að fjölyrða um það hér að landfræðileg lega Íslands er lykilþáttur þegar öryggis- og varnarmál á Norður-Atlantshafi eru til umfjöllunar. Sem betur fer erum við Íslendingar svo heppin að búa í heimshluta þar sem ríkir stöðugleiki, öryggi og friður. Þessi staða er langt því frá sjálfgefin. Við þurfum að halda vöku okkar og gera ráðstafanir til að tryggja framhald verði á slíkri stöðu. </p> <p>Í stjórnarsáttmála hinnar rétt tæplega mánaðar gömlu ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar, er lögð áhersla á grunnstoðir utanríkisstefnu Íslands: sem eru samstarf vestrænna ríkja, evrópskt og norrænt samstarf, aðild að Sameinuðu þjóðunum og NATO, varnarsamningurinn og friðar‐ og öryggissamstarf, samanber nýsamþykkta þjóðaröryggisstefnu. </p> <p>Ein af frumskyldum stjórnvalda er að tryggja öryggi og varnir lands og þjóðar – að tryggja þjóðaröryggi. Með þjóðaröryggi er átt við öryggi fyrir ógnum sem kunna að valda borgurum, stjórnkerfi og grunnvirkjum samfélagsins stórfelldum skaða, hvort sem um er að ræða innri eða ytri ógnir, af mannavöldum eða vegna náttúruhamfara. </p> <p>Eyþjóðin Ísland sem hvorki hefur burði né vilja til að ráða yfir her - tryggir öryggi sitt og varnir með virkri samvinnu við önnur ríki og innan alþjóðastofnana. </p> <p>Íslandi er afar mikilvægt að eiga traust samstarf við helstu bandamenn okkar um öryggi og varnir landsins. Aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu (NATO) og varnarsamningurinn við Bandaríkin frá árinu 1951 eru þannig með mikilvægustu stoðunum í öryggis- og varnarviðbúnaði Íslands, nú sem aldrei fyrr. </p> <p>Brotthvarf varnarliðsins árið 2006 og þar með aukin ábyrgð íslenskra stjórnvalda á öryggis- og varnarmálum kallaði eðlilega á virkari þátttöku og hagsmunagæslu á vettvangi NATO, vegna sértækra hagsmunamála Íslands, m.a. vegna loftrýmiseftirlits, öryggis hafsvæða, varnaræfinga, mannvirkjamála og vaxandi vægis norðurslóða. </p> <p>Samvinna Íslands og Bandaríkjanna á sviði varnar- og öryggismála hefur styrkst á umliðnum árum, meðal annars í ljósi versnandi horfa í öryggisumhverfi Evrópu og aukinna umsvifa á norðanverðu Atlantshafi. Þannig hafa Bandaríkin, frá árinu 2008, annast loftrýmisgæslu á Íslandi á vegum Atlantshafsbandalagsins einu sinni á ári og undanfarin rúm tvö ár hafa bandarískar kafbátaleitarvélar haft hér tímabundna viðveru. </p> <p>Við leggjum áherslu á gegnsæi og þess vegna var ákveðið árið 2016 að formfesta það samstarf, sem hefur verið að þróast undanfarin ár og er stigsbreyting á samstarfi þjóðanna. Þannig var gerð sameiginleg yfirlýsing ríkjanna í júní 2016, sem er viðbót við samkomulag sem undirritað var við bandarísk stjórnvöld haustið 2006 við brottför, og rúmast innan tvíhliða varnarsamnings Íslands og Bandaríkjanna frá árinu 1951. </p> <p>Yfirlýsingin felur meðal annars í sér áframhaldandi stuðning Bandaríkjanna við loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins hér á landi og tímabundna viðveru kafbátarleitarvéla, náið samráð um öryggis- og varnarmál, viðhald og rekstur varnarmannvirkja, upplýsingaskipti og hagnýtt samstarf, meðal annars á sviði æfinga, leitar og björgunar og neyðaraðstoðar. </p> <p>Ágætu fundargestir, <br />Þróunin í Úkraínu og uppgangur hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við Ríki Íslams vakti evrópska ráðamenn til vitundar um þörfina á því að gefa öryggismálum álfunnar betri gaum. Við þurfum að standa föst á grundvallargildum um virðingu fyrir alþjóðalögum og réttarríkinu, lýðræðisþróun, málfrelsi og mannréttindum. </p> <p>Í Úkraínu var landamærum landsins breytt með vopnavaldi, alþjóðalög voru þverbrotin og samningar sniðgengnir. Það kemur því fæstum á óvart að þessir atburðir marka vatnaskil í samskiptum Evrópuríkja og Rússlands. Fyrir Ísland snýst málið fyrst og síðast um að alþjóðalög séu virt og að aflsmunur ráði ekki för í samskiptum ríkja. </p> <p>Þannig hefur Atlantshafsbandalagið styrkt varnir sínar og viðveru í Evrópu eins og áréttað var á leiðtogafundi bandalagsins í júlí á síðasta ári. Eru það einkum varnir og viðvera í austanverðri Evrópu af ástæðum sem ég tæpti á hér framar og eru okkur öllum kunnar, en bandalagið horfir sömuleiðis í auknum mæli til Norður Atlantshafsins. Reglubundin loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins á Íslandi er liður í þeirri þróun. Þá vegur einnig þungt uppgangur og aðgerðir öfgamanna sem hefur og ýtt undir öldu alþjóðlegra hryðjuverka. </p> <p>Hryðjuverkaógnin hefur undanfarin misseri verið viðvarandi hjá nágrannaþjóðum okkar, hvort sem litið er til Norðurlandanna eða meginlands Evrópu og kemur ekki síst fram í nýrri skýrslu Ríkislögreglustjóra frá því í lok janúar sl. og fjallar um mat á hættu á hryðjuverkum á Íslandi. Niðurstaða Ríkislögreglustjóra er óbreytt frá fyrra mati frá árinu 2015 þegar hættustig var hækkað um eitt stig: hættustig á Íslandi er metið í meðallagi – sem þýðir á mannamáli að almennt er talið að ekki sé hægt að útiloka hættu á hryðjuverkum vegna ástands innanlands eða í heimsmálum. </p> <p>Þá er rétt að nefna mikilvægi norðurslóða, sem hefur aukist á síðastliðnum árum og má búast við að sú þróun halda áfram. Norðurslóðir eru víðfeðmt svæði í vistfræðilegum, efnahagslegum, pólitískum og öryggistengdum skilningi og því ber að skoða málefni svæðisins frá víðu sjónarhorni. </p> <p>Opnun áður lokaðra hafsvæða hefur leitt til aukinnar umferðar og um leið umgengni manna á svæðinu. Fjölgun skipaferða á norðurslóðum, bæði kaupskipa og skemmtiferðaskipa, sem og umferð í tengslum við olíu- og gasvinnslu og vinnslu annarra jarðefna kallar á árvekni íslenskra stjórnvalda gagnvart nýjum öryggisáskorunum. </p> <p>Þá hefur ógnum er snúa að netöryggi, tölvutengdum glæpum vaxið fiskur um hrygg á undanförnum árum – en þetta eru ógnir sem virða hvorki landamæri né landfræðilegar hindranir, þær herja á innviði samfélagsins og geta valdið ómældum skaða. </p> <p>Í breyttum heimi og breyttri heimsmynd er nauðsynlegt að við Íslendingar hugum að því að hafa umgjörðina um okkar eigið þjóðaröryggi – öryggi borgaranna og varnir landsins – á föstum grunni. </p> <p>Ágætu fundargestir, <br />Stofnun þjóðaröryggisráðs á sér nokkurn aðdraganda. Þrjár ríkisstjórnir hafa komið að þeirri vinnu með góðri leiðsögn þingsins á hverjum tíma. Með samþykkt laga um þjóðaröryggisráð nr 98/2016 er tryggt að til staðar er ráð sem tryggir virka framfylgd þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland eins og hún er á hverjum tíma, að stefnan sé endurskoðuð reglulega og að viðeigandi samráð stjórnsýsluaðila innbyrðis og við Alþingi eigi sér farveg og fari reglulega fram. </p> <p>Með stofnun þjóðaröryggisráðs er stigið skref í þá átt að styrkja samhæfingu og, sé þjóðaröryggi ógnað, að tryggja samræmd viðbrögð hlutaðeigandi viðbragðsaðila. </p> <p>Ég get nefnt nokkrar vörður á leiðinni við gerð stefnunnar og stofnunar ráðsins:</p> <p> </p> <ul> <li>Áhættumatsskýrslu skilað árið 2009</li> <li>þingmannanefnd skipuð 2011 skilaði tillögum að þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland í ársbyrjun 2014</li> <li>í apríl 2016 samþykkir Aþingi þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland, á grundvelli tillagna frá fyrrnefndri þingmannanefnd</li> <li>í september 2016 samþykkir Alþingi lög um stofnun þjóðaröryggisráð. </li> </ul> <p> </p> <p>Breið pólitísk samstaða var um gerð stefnunnar og stofnun ráðsins, sem er mikilvægt þegar um slíkt grundvallarmál er að ræða. </p> <p>Engin ákvæði er að finna í stjórnarskrá lýðveldisins Íslands um landvarnir eða þjóðaröryggi. Þjóðaröryggisstefnan byggist á og tekur mið af stöðu Íslands sem sjálfstæðs ríkis, tví- og marghliða samningum við önnur ríki á sviði öryggis- og varnarmála, þátttöku Íslands í alþjóðlegum stofnunum á þessu sviði, sem og öðrum alþjóðlegum skuldbindingum Íslands. </p> <p>Stefnan tekur til hnattrænna, samfélagslegra og hernaðarlegra áhættuþátta og felst í virkri utanríkisstefnu, almannaöryggi og varnarsamstarfi við önnur ríki. Hún kveður á um að þjóðaröryggi Íslands skuli hvíla áfram á þeim styrku stoðum sem hafa tryggt öryggi- og varnir Íslands nærfellt alla lýðveldissöguna, aðildinni að Atlantshafsbandalaginu og varnarsamningnum við Bandaríkin. </p> <p>Öryggishagsmunir Íslands á norðurslóðum er undirstrikaðir sérstaklega, bæði er lítur að alþjóðasamvinnu og innlendum viðbúnaði. </p> <p>Um aðildina að Atlantshafsbandalaginu segir að hún verði áfram lykilstoð í vörnum Íslands og meginvettvangur vestrænnar samvinnu sem Ísland tekur þátt í á borgaralegum forsendum til að efla eigið öryggi og annarra bandalagsríkja. </p> <p>Og um varnarsamninginn segir að hann tryggi áfram varnir Íslands og áfram verði unnið að þróun samstarfsins á grundvelli hans þar sem tekið verði mið af hernaðarlegum ógnum, sem og öðrum áhættuþáttum þar sem gagnkvæmir varnar- og öryggishagsmunir eru ríkir. </p> <p>Enn fremur leggur stefnan áherslu á að efla og þróa enn frekar norræna samvinnu og annað grannríkjasamstarf sem lítur að svæðisbundnum hagsmunum og þátttöku í alþjóðasamstarfi á því sviði. </p> <p>Um varnarviðbúnað segir að tryggja þurfi að í landinu séu til staðar varnarmannvirki, búnaður, geta og sérfræðiþekking til að mæta þeim áskorunum sem Ísland stendur frammi fyrir og til að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar okkar. </p> <p>Stefnan taki ekki eingöngu til varnarstefnu, heldur einnig til almannaöryggis og virkrar utanríkisstefnu, og er skýrt kveðið á um að stefna stjórnvalda í almannavarna – og öryggismálum, sem mótuð er af almannavarna– og öryggismálaráði, sé hluti af þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland. </p> <p>Netöryggismálum eru gerð skil þar sem segir að stuðla beri að auknu netöryggi með áframhaldandi uppbyggingu á getu Íslands og í samstarfi við önnur ríki. </p> <p>Um virka utanríkisstefnu segir að tryggja beri víðtæka öryggishagsmuni Íslands með virku alþjóðasamstarfi á grundvelli alþjóðalaga og með friðsamlega lausn deilumála, afvopnun, virðingu fyrir mannréttindum og réttarríkinu, jafnrétti kynjanna og baráttu gegn ójöfnuði, hungri og fátækt að leiðarljósi. </p> <p>Þjóðaröryggisráði er meðal annars ætlað að hafa eftirlit með framkvæmd þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland sem Alþingi samþykkti í apríl 2016 og vera samráðsvettvangur um þjóðaröryggismál. Ráðinu er ætlað að meta ástand og horfur í öryggis- og varnarmálum og fjalla um önnur málefni sem varða þjóðaröryggi. Þá gera lögin ráð fyrir því að þjóðaröryggisráð, í samvinnu við háskólasamfélagið, hugveitur og fjölmiðla, beiti sér fyrir opinni og lýðræðislegri umræðu um þjóðaröryggismál. </p> <p>Ráðið skal á ári hverju upplýsa Alþingi um framkvæmd þjóðaröryggisstefnunnar og upplýsa utanríkismálanefnd þingins um hver þau mál sem líkleg eru til að hafa áhrif á þjóðaröryggisstefnuna og framkvæmd hennar. Þá skal ráðið stuðla að endurskoðun þjóðaröryggisstefnunnar eigi sjaldnar en á 5 ára fresti. </p> <p>Til viðbótar vil ég nefna að samvinna þjóðaröryggisráðs og almannavarnaog öryggismálaráðs er afskaplega mikilvæg, þar sem störf þessara ráða skarast í mörgum tilvikum. Því er sú skylda lögð á þjóðaröryggisráð að eiga samráð við almannavarna- og öryggismálaráð. Góðu fréttirnar eru þær að það ætti að auðvelda samvinnu þessara tveggja ráða að þau eru að hluta til skipuð sömu fulltrúum! Nauðsynlegt er að tryggja samræmi og samhæfingu milli þessara tveggja ráða. </p> <p>Fullskipað þjóðaröryggisráð telur 11 aðila. Forsætisráðherra er formaður ráðsins og stýrir fundum þess. Þá eiga sæti utanríkisráðherra, innanríkisráðherra og ráðuneytisstjórar ráðuneytanna þriggja. Enn fremur eiga fast sæti í ráðinu tveir þingmenn, annar úr þingflokki sem skipar meirihluta á þingi en hinn úr þingflokki minnihluta. Þá sitja í ráðinu forstjóri Landhelgisgæslunnar, Ríkislögreglustjóri og fulltrúi Landsbjargar. Einnig getur þjóðaröryggisráðið kallað til aðila til tímabundinnar setu í ráðinu vegna einstakra mála. </p> <p>Unnið er að því í forsætisráðuneytinu að hægt verði að kalla þjóðaröryggisráð saman sem fyrst. Óska þarf tilnefninga til setu í ráðinu að hluta: einn frá minnihluta Alþingis, einn frá meirihluta á Alþings, svo og einn frá Landsbjörg. Tilnefninga hefur þegar verið óskað og vona ég að þær berist sem fyrst. </p> <p>Þegar allar tilnefningarnar hafa borist og aðilar skipaðir á grundvelli þeirra, verður þjóðaröryggisráð kallað saman. </p> <p>Ég tel rétt að formfresta umgjörð og starfshætti ráðsins, auk þess sem lögin kveða á um að forsætisráðherra tilnefni ritara þjóðaröryggisráðs. Í forsætisráðuneytinu er þannig í vinnslu skrif reglugerðar sem kveður á um starfshætti ráðsins og um störf ritara þess. </p> <p>Þá stefni ég að því að tilnefna ritara þjóðaröryggisráðs á fyrsta fundi ráðsins. </p> <p>Verkefni þjóðaröryggisráðs eru viðamikil – bind ég miklar vonir við störf þess. Alveg klárt að verkefnum þess undir minni forystu verður sinnt af ábyrgð og festu. </p> <p>Gróft á litið má segja að innanríkisráðuneyti og undirstofnanir og utanríkisráðuneyti muni, í krafti reynslu og þekkingar þar innandyra, gegna lykilhlutverki í framkvæmd þjóðaröryggisstefnunnar. Verkefnin eru fjölmörg og ég sé fyrir mér í tengslum við hlutverk þjóðaröryggisráðs þá felast tækifæri til að skerpa boðleiðir, skilgreina verkaskiptingu enn betur og gera samstarf enn skilvirkara – sem er mjög til bóta fyrir alla framkvæmd. </p> <p>Ágætu fundargestir, <br />Það er mikil gerjun í alþjóðastjórnmálum og alþjóðamálum almennt um þessar mundir. </p> <p>Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslu í Bretlandi um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu (Brexit) og sigur Donalds Trump í forsetakosningum Bandaríkjunum var á skjön við marga álitsgjafa og margar skoðanakannanir. Um það er ekki deilt. </p> <p>Sumir hafa haldið því fram að atburðir á borð við Brexit og kjör Trumps í embætti forseta Bandaríkjanna marki einhvers konar frávik frá norminu. Við því myndi ég segja þetta: hvoru tveggja er hins vegar lýðræðisleg niðurstaða kjósenda. </p> <p>Þá velta margir eðlilega fyrir sér ástæðum þess að Bretar ákváðu í þjóðaratkvæðagreiðslu á sl. ári að segja sig úr Evrópusambandinu. Því hefur verið haldið fram að Evrópusambandið hafi horfið um of frá upprunalegum markmiðum – umbreyst í ólýðræðislegt skriffinnskubákn, með of miklum samruna og of litlum sveigjanleika – og hafi ekki tekið nægjanlegt tillit til þarfa einstakra aðildarríkja. </p> <p>Bretum, sem eiga að miklu leyti heiðurinn af lýðræðshugsjóninni, var nóg boðið og þeir ákváðu að taka sjálfstjórnina aftur í eigin hendur. Ég held að það sé nokkuð til í þessari lýsingu. Augu margra hafa upp á síðkastið beinst að Bandaríkjunum og fyrstu vikum Donalds Trump forseta Bandaríkjanna í embætti. </p> <p>Það virðist sem Trump hafi í kosningabaráttunni vestanhafs, tekist að höfða til vinnandi fólks í Bandaríkjunum, sem margir hverjir voru óánægðir með stefnu þáverandi valdhafa í Washington í tileknum málum, auk þess sem talsvert hefur verið alið á óvissu og ótta, bæði um efnahagsleg kjör, en einnig stöðu Bandaríkjanna og samkeppni við önnur lönd. </p> <p>Það er talsverð áskorun sem bíður Trump forseta að standa við kosningaloforð sín – en að sama skapi er óhætt að segja að hann hafi látið verkin tala frá degi eitt í embætti til samræmis við loforð sín. </p> <p>Ég hef látið hafa eftir mér að nýr forseti sé á margan hátt óvenjulegur forseti. Hann kemur úr annarri átt, á ekki langan stjórnmálaferil að baki – ég er ekki sammála honum í öllum málum, en tel hins vegar of snemmt að fella stóra dóma yfir forsetatíð hans. </p> <p>Það skiptir máli hvernig samskipti Íslands og Bandaríkjanna þróast. Ég hef enga ástæðu til að ætla annað en að samskipti þessara tveggja vinaþjóða haldi áfram að blómstra á sem flestum sviðum. Að því munum við vinna áfram.</p> <p>Samskipti Íslands og Bandaríkjanna byggja á traustum grunni, eru víðtæk og skiptir þar afar miklu samstarf ríkjanna á sviði varnar- og öryggismála. Mikilvægt er fyrir báðar þjóðir að viðhalda varnarskuldbindingum ríkjanna. Það hefur valdið áhyggjum meðal bandalagsríkja hvernig Trump Bandaríkjaforseti hefur talað um NATO og sameiginlega varnarskuldbindingu bandalagsins – en ég get ekki séð að tilefni sé til að ætla að breyting verði á grundvallarstefnu Bandaríkjanna til NATO. Trump Bandaríkjaforseti og Stoltenberg framkvæmdastjóri NATO áttu samtal fyrir stuttu og stefnir í að leiðtogar NATO ríkja fundi í maí nk. </p> <p>Ágætu fundargestir, <br />Theresa May forsætisráðherra Bretlands kynnti þann 17. janúar sl. áætlun ríkisstjórnar Bretlands um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, í formi tólf markmiða, í komandi samningaviðræðum, sem má segja að myndi rammann um væntanlegar viðræður um útgöngu Bretlands úr ESB. Bretland sækist eftir nýjum samningi á jafnréttisgrundvelli – á milli sjálfstæðs alþjóðlegs Bretlands við vini og samherja í ESB, eins og sagði í ræðu hennar. </p> <p>Áréttað er að Bretland verður ekki aðili að ESB að hluta, ekki verði gengið inni í fyrirkomulag/samninga sem þegar eru fyrir hendi - ekki verði slegið af varðandi útgönguna, hún verði alger. </p> <p>Ræðan var afdráttarlaus. Bretland er ekki að segja sig frá Evrópu – Bretland er á leið úr ESB og verkefnið er að ná góðum samningi fyrir Bretland í þeirri vegferð. Í síðastliðinni viku lagði svo ríkisstjórn Bretlands fram svokallaða Hvítbók sem skýrir enn frekar fyrrnefnd tólf meginmarkmið. </p> <p>Hið raunverulega útgönguferli hefst eftir virkjun 50. gr. Lissabon sáttmálans – sem verður virkjuð í síðasta lagi fyrir lok marsmánaðar næstkomandi. Ræða May var algerlega í anda þess sem hún hafði áður sagt – Bretar verði í forystu frjálsra viðskipta á heimsvísu. </p> <p>Ekki þarf að fjölyrða um mikilvægi Bretlands sem markaðs fyrir íslenskar vörur, en um 11 prósent útflutnings fer á Bretlandsmarkað – og þegar kemur að sjávarafurðum er hlutfallið heldur hærra eða um 18 prósent heildarverðmætis sjávarafurða, um 48 milljarðar íslenskra króna. </p> <p>Það gefur augaleið að það er forgangsmál okkar í þeim samningum sem framundan eru við Breta að tryggja áfram markaðsaðgengi fyrir og vörur og þjónustu frá Íslandi inn á Bretlandsmarkað. </p> <p>Strax og niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar lá fyrir um útgöngu Bretlands úr ESB, voru gerðar ráðstafanir af okkar hálfu. Meðal annars stofnaði fyrrverandi utanríkisráðherra svokallað Brexit teymi sem heldur utan um okkar vinnu í þessu máli.</p> <p>Ágætu fundarmenn, <br />Ég hef eytt drjúgum tíma í að ræða við ykkur meðal annars um umgjörð öryggis og varnarmála á Íslandi tengt uppsetningu þjóðaröryggisráðs. </p> <p>Þannig er að stundum stöndum við andspænis hraðri og stundum ófyrirsjáanlegri þróun eða aðstæðum og þurfum þá að vera í stakk búin að geta brugðist hratt við með skipulögðum hætti. </p> <p>Frumskylda stjórnvalda er að búa svo um hnútana að öryggi og varnir Íslands séu tryggðar og viðbúnaður taki mið af hugsanlegum ógnum. Ég hef tæpt hér á þeirri mikilvægu vinnu, sem við höfum innt af hendi að undanförnu og unnið er að til að tryggja að svo sé. Samþykkt laga um stofnun þjóðaröryggisráð er sannarlega mikilvægur áfangi.</p> <p>Það er einnig skylda lýðræðisríkja að fylkja liði um þau grundvallargildi sem skilgreina okkur sem þjóð. Þetta er þungamiðja okkar utanríkisstefnu sem við framfylgjum meðal annars með þátttöku í vestrænni samvinnu og með því að styðja öflug Atlantshafstengsl. </p> <p>Þjóðaröryggi Íslands mun hvíla áfram á þeim styrku stoðum sem hafa tryggt öryggi- og varnir Íslands nærfellt alla lýðveldissöguna, aðildinni að Atlantshafsbandalaginu og varnarsamningnum við Bandaríkin. </p> <p>Takk fyrir.</p>

2017-02-11 15:09:1111. febrúar 2017Ávarp dómsmálaráðherra á 1-1-2 deginum

<p>Góðir gestir,</p> <p>ég býð ykkur velkomin hingað í Hörpu á einn-einn-tveir daginn sem nú er haldinn í þrettánda sinn. Margt er að sjá hér í dag, bæði tæki og neyðarbúnað, sem kemur að gagni þegar bregðast þarf við á neyðarstundu. Auk þess má nefna varðskipin okkar, björgunarskip Landsbjargar og þyrlurnar en allt eru þetta tól sem notuð eru við krefjandi og erfiðar aðstæður björgunar.</p> <p>Þegar hætta steðjar að og hringja þarf á hjálp skiptir sköpum að til staðar sé eitt og einfalt símanúmer sem auðvelt er að muna á ögurstundu og þar höfum við 112, sem gildir líka fyrir alla Evrópu. Fyrr á tímum voru það hins vegar 146 símanúmer sem þurfti að muna ef kalla þurfti á hjálp í neyð, eftir því hvers eðlis hún var. Við sjáum í hendi okkar að það gengi illa að útskýra það fyrir þeim fjölda ferðamanna sem hingað sækja orðið ár hvert.</p> <p>Samband okkar við Neyðarlínuna 112 er í raun líflína. Þar hefur fólk svarað af yfirvegun og hjálpsemi í rúma tvo áratugi og kallað á augabragði út sérhæft lið í sérhvert verkefni, leiðbeint um fyrstu viðbrögð og haldið sambandi við þann sem hringir þar til hjálpin berst.</p> <p>Það er varla það mannsbarn sem ekki þekkir neyðarnúmerið 112 hér á landi eins og kom glögglega í ljós í nýrri könnun um ímynd Neyðarlínunnar 2016 þar sem yfir 97% svarenda vissu að til að leita aðstoðar lögreglu, slökkviliðs, sjúkraflutninga eða annarra viðbragðsaðila þyrfti að hringja í 112. Helst það nær óbreytt milli ára en tæplega þúsund manns eru spurðir á hverjum tíma. Þess má einnig geta að yfir 93% voru jákvæðir gagnvart þjónustunni og yfir 83% voru ánægðir með hvernig leyst var úr erindi þeirra.</p> <p>Þetta er vægast sagt árángur til eftirbreytni og óska ég ykkur öllum til hamingju með vel unnin störf í þágu þjóðar. Það er full ástæða til að minna líka á það sérstaklega hve umfangsmikið starf sjálfboðaliðar inna af hendi á þessu sviði. Þeir eru boðnir og búnir að fara til leitar- og björgunarstarfa þegar kallið berst og eiga mikla og góða samvinnu við alla þá sem sinna leit og björgun, svo sem Landhelgisgæslu og lögreglu ásamt sérfræðingum heilbrigðiskerfisins þegar kemur að því að veita slösuðum aðstoð. Okkur hefur því hér á Íslandi tekist að byggja upp öflugt net launaðra sem ólaunaðra sérfræðinga og reynslumikilla einstaklinga sem hafa ítrekað sannað fyrir okkur hvers þeir eru megnugir.</p> <p>Í lokin er vert að leggja áherslu á tækniþróunina sem orðið hefur á símkerfi okkar síðustu árin en samhliða því hafa tæknimálin verið í sífelldri þróun hjá Neyðarlínunni og orðið hafa stórstíga framfarir í öllu fjarskiptasambandi um landið; við náum nú lengra og með meira öryggi. Á öllum, sviðum leitar, björgunar og neyðarviðbragða gerum við okkar besta til að nýta ávalt fullkomnustu tækni og búnað.</p> <p>Takk fyrir.</p>

2017-01-24 00:00:2424. janúar 2017Stefnuræða Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra á 146. löggjafarþingi

<p style="text-align: right;"><em>Talað orð gildir</em></p> <p>Virðulegur forseti, góðir landsmenn.</p> <p style="text-align: center;"><strong>I</strong></p> <p>Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar tók við á Bessastöðum þann 11. janúar síðastliðinn. Hin nýfædda ríkisstjórn fær góðar ytri aðstæður í arf. Þannig er staða efnahagsmála sterk og góðar horfur til framtíðar. Ný ríkisstjórn tekur með sér frá alþingiskosningum sterka kröfu um uppbyggingu grunnþjónustu og samfélagslegra innviða. </p> <p>Stjórnarsáttmálinn fjallar um innviðauppbyggingu og stöðugleika. Innviðauppbyggingin er kjarninn í sáttmálanum, sama hvort litið er til heilbrigðismála, menntamála, almannatrygginga, fjölskyldumála, samgöngumála eða nýsköpunar. Jafnframt vill ríkisstjórnin byggja upp áframhaldandi jafnvægi í efnahagsmálum. </p> <p>Með hliðsjón af þessu eru leiðarstef, eða gildi, ríkisstjórnarinnar tvö; jafnvægi og framsýni. Jafnvægi skapar nauðsynlega festu og aga – sígandi lukka er best. Framsýni veitir kraftinn til að byggja upp, komast lengra, gera betur.</p> <p style="text-align: center;"><strong>II</strong></p> <p>Beinum fyrst sjónum að jafnvægi. Jafnvægi er flókið hugtak, enda felur það í sér jafnvægi í ólíkum aðstæðum og ólíkum verkefnum. Við sækjumst eftir framförum en um leið viljum við að þær færi okkur nýtt jafnvægi – og aðlögun að bættri útkomu. </p> <p>Þjóðfélagið er safn þeirra einstaklinga sem það byggja, einstaklinga með ólíka sýn, hæfileika og skaphöfn.</p> <p>&nbsp;<em>„En þó eru sumir sem láta sér lynda það, að lifa úti í horni, óáreittir og spakir”“</em> segir í ljóði Tómasar Guðmundssonar. <em>„Því það er svo misjafnt sem mennirnir leita að, og misjafn tilgangurinn sem fyrir þeim vakir.“ </em></p> <p>Jafnvægi í þjóðfélaginu snýst ekki eingöngu um ytri gæði. Það snýst einnig um það hvernig við nýtum þau til að rækta það sem býr innra með okkur. Vísbendingar streyma inn sem benda til að við getum gert miklu betur, bæði sem þjóð og einstaklingar, til að láta okkur líða vel. Of margir upplifa vanlíðan, kvíði og þunglyndi þjaka marga og því miður ekki síst unga fólkið okkar.Það er ekki léttvægt í huga unglings, ef hann finnur til depurðar vegna þess að viðbrögð við því sem hann setur inn á samfélagsmiðil standa ekki undir væntingum. Þetta er nýr veruleiki sem við þurfum að hjálpa börnunum okkar að fóta sig í.</p> <p>Ríkisstjórnin stýrir ekki hamingju einstaklinga en aðgerðir ríkisstjórnar hafa vissulega áhrif á siglingu þjóðarskútunnar, hvert hún stefnir, hvort á henni sé slagsíða og hvernig búið er að áhöfninni. Svo má leiða líkur að því að umræðan á Alþingi geti einnig haft áhrif á sálarlíf þjóðarinnar. </p> <p>Jafnvægið í þjóðfélagsgerðinni kemur nefnilega bæði að ofan og að neðan. Það kemur ekki af sjálfu sér – það þarf að vinna í því. Það er margt sem hefur þar áhrif. Sterkar vísbendingar eru um að niðurskurður eftir hrun hafi kallað fram þau hughrif hjá stórum hluta þjóðarinnar að samfélagssáttmáli um tryggt aðgengi að heilbrigðisþjónustu hafi brostið. Aukin útgjöld til heilbrigðismála á síðustu árum hafa ekki náð að lækna þessi hughrif. </p> <p>Ríkisstjórnin hefur með stefnuyfirlýsingu sinni gert heilbrigðismál að forgangsverkefni. Hluti af því verkefni er að móta skýrari stefnu um hvernig við stýrum síaukinni eftirspurn og hvert skútan skuli sigla. Þjóðin eldist og tækninni fleygir fram. Verðmætasköpun þjóðarbúsins, sem standa verður undir heilbrigðisútgjöldum, eykst hægar en getan til að vinna á sjúkdómum. Áskoranir í heilbrigðisþjónustu eru margar. Við leysum þær ekki allar með nýju fjármagni. Til þess er fjármagnið af of skornum skammti. </p> <p>Góð efnahagslega staða Íslands og gott lífeyriskerfi gera okkur samt sem áður betur í stakk búin en flestar aðrar þjóðir til að takast á við þennan vanda. Framleiðsla á hvern Íslending, leiðrétt fyrir kaupmætti, var ein sú hæsta í heimi árið 2015, um fjórðungi hærri en að meðaltali í Evrópusambandinu. Þetta þýðir að við getum gert kröfu um að lífsgæði hér á landi endurspegli þessa sterku stöðu. </p> <p>Jafnvægi felst einnig í að styðja þá til sjálfshjálpar sem aðstoðar þurfa við. Ríkisstjórnin hyggst taka upp starfsgetumat og gera örorkulífeyriskerfið sveigjanlegra til að ýta undir þátttöku á vinnumarkaði. Einnig mun hún leitast við að fólk með fötlun geti stýrt þjónustunni sem það fær sjálft. Markmiðið er að auka lífsgæði og samfélagslega virkni. </p> <p>Ísland er fjölmenningarsamfélag, ríkt af mannauði sem verður að fá að njóta sín. Ríkisstjórnin ætlar að auðvelda innflytjendum að verða fullgildir og virkir þátttakendur í íslensku samfélagi. </p> <p>Góðir landsmenn,<br /> Hér má enn taka dæmi af því hversu miklu jafnvægið getur skipt fyrir samfélagsgerðina.&nbsp; Ein helsta áskorunin í flóknum heimi íslenskra fjölskyldna er jafnvægið á milli vinnu og einkalífs. Þar skipta aðgerðir í jafnréttis- og fjölskyldumálum miklu máli. Svo vitnað sé til Bríetar Bjarnhéðinsdóttur: „Vér heilsum glaðar framtíðinni, þar sem karlar og konur vinna í bróðerni saman að öllum landsmálum, bæði á heimilunum og á Alþingi.“ Þessi aldargamla draumsýn Bríetar er nær því að verða að veruleika nú en nokkru sinni áður og kannski nær því í okkar samfélagi en nokkru öðru. Ríkisstjórnin mun gera sitt til að stuðla að því.</p> <p>Síðast en ekki síst snýst jafnvægi um efnahagsmál. Það er mikil áskorun fyrir ríkisstjórn að taka við góðu búi í efnahagsmálum. Það er ekki sjálfgefið að því sé hægt að viðhalda og aldrei gefi á bátinn. Hér hefur ríkt góður hagvöxtur í mörg ár og hagsagan kennir að magrari ár kunni að vera handan við hornið. Við þurfum að leita leiða til að auka jafnvægi og minnka sveiflur, t.d. með betri samstillingu peningastefnu, fjármálastefnu hins opinbera og vinnumarkaðar, með endurskoðun ramma peningastefnu Seðlabankans, með nýju vinnumarkaðslíkani að norrænni fyrirmynd og með nýjum stöðugleikasjóði sem haldi utan um arð af orkuauðlindum. </p> <p>Fjárlög ársins 2017 voru samþykkt í góðri sátt á Alþingi í desember. Í þeim er kveðið á um rúmlega 50 milljarða króna útgjaldaaukningu frá árinu 2016, eða um 8% af útgjöldum ríkisins. Þessi hækkun er fyrst og fremst til velferðarmála og er fordæmalaus. Hækkunin er tilkomin vegna skýrra krafna samfélagsins um aukin útgjöld til grunnþjónustu og innviða. Aukin útgjöld ríkisins á tímum mikils hagvaxtar eru almennt gagnrýnd af hagfræðingum því hagkerfið þurfi ekki á innspýtingu að halda við slíkar aðstæður. Mikilvægt er þó að hafa í huga að þessi innspýting í grunnþjónustu er svar við ákalli samfélags sem gekk í gegnum sársaukafullan niðurskurð eftirhrunsáranna. </p> <p>Tekist hefur vel að lækka skuldir ríkisins, sérstaklega með stöðugleikaframlögum, en vaxtagjöld eru þó enn alltof há. Í fjárlögum er gert ráð fyrir að við greiðum um 70 milljarða króna í vexti á árinu.&nbsp; &nbsp;Það er 10 milljörðum minna en fyrir tveimur árum en við erum samt með hæstu vaxtagjöld í Evrópu sem hlutfall af landsframleiðslu. Það er því áfram brýnt verkefni að lækka skuldir og þar með vaxtagjöld ríkisins. Og það leiðir af sjálfu sér að það er stórt velferðarmál að lækka skuldir því þannig eykst svigrúm til að gera betur á öllum sviðum.&nbsp; </p> <p>Jafnvægið á milli aukinna útgjalda í grunnþjónustu og efnahagslegs stöðugleika er stærsta verkefni þessarar ríkisstjórnar eins og margra annarra ríkisstjórna á undan henni. Verkefnið krefst ögunar og samstillts átaks. Ríkisstjórnin kemur ekki ein að þessu verkefni. Samstilling hagstjórnar er á margra höndum.&nbsp;</p> <p style="text-align: center;"><strong>III</strong></p> <p>Góðir landsmenn,<br /> Víkjum þessu næst að hinu leiðarstefi stjórnarsáttmálans, framsýni.</p> <p>„Framtíðin er ekki eins og hún var hér áður fyrr“ segir hnyttið spakmæli sem mörgum er eignað. Spakmælið lýsir síbreytilegum heimi, framtíðin á morgun verður örugglega öðruvísi en framtíðin í gær. </p> <p>Einstaklingar búa sig undir óræða framtíð með framsýni. Þeir reyna iðulega að gera það sem þeir telja að muni koma sér og sínum að gagni. Mennta sig, leggja fyrir, koma sér upp þaki yfir höfuðið og koma börnum sínum sómasamlega til manns. </p> <p>Sama á við um þjóðfélög. Þau eiga að setja sér markmið á grunni bestu fáanlegu upplýsinga og rannsókna. Vinna síðan af krafti að því að ná settum markmiðum. </p> <p>Eitt þessara markmiða er um bætta lýðheilsu. Nýjar rannsóknir sýna að við Íslendingar erum eftirbátar annarra Norðurlandaþjóða þegar kemur að mataræði og hreyfingu. Við sem ríkisstjórn höfum sett okkur það verkefni að móta heilbrigðisstefnu þar sem haft verður að leiðarljósi að veita góða þjónustu þegar eitthvað bjátar á, en gera jafnframt forvörnum og lýðheilsumarkmiðum hátt undir höfði. Þannig horfum við til framtíðar í þeim tilgangi að bæta heilsu landsmanna og draga úr álagi á heilbrigðiskerfið vegna lífstílstengdra sjúkdóma. </p> <p>Tökum annað dæmi úr allt annarri átt. Í upphafi tíunda áratugarins var mikil umræða um einhæfan útflutning. Við fluttum fyrst og fremst út fisk. Eggin voru öll í sömu körfunni. Talað var um að við þyrftum að stórauka útflutning til að lífskjör okkar gætu staðist samanburð við nálægar þjóðir. Við þyrftum jafnframt að auka fjölbreytni útflutnings. Aðgerðir okkar þyrftu að beinast að þessu. </p> <p>Nú aldarfjórðungi síðar hefur verðmæti útflutnings á föstu verðlagi þrefaldast. Okkur hefur tekist að halda uppi góðum lífsgæðum á nær alla mælikvarða sem máli skipta.&nbsp; Það sem meira er, okkur hefur tekist að skjóta fleiri og &nbsp;sterkari stoðum undir útflutning. Við sýndum framsýni og það skilaði góðum árangri.&nbsp; </p> <p>En við verðum að halda áfram og standa okkur í samkeppni þjóðanna. Við þurfum að tvöfalda verðmæti útflutnings á næstu 15 árum. Hvernig gerum við það? Varasamt er að treysta á að okkur takist það með því einu að auka magn útfluttrar vöru, svo sem sjávarfangs eða málma.&nbsp; Nær er að leggja áherslu á aukna verðmætasköpun úr því sem við höfum úr að spila.&nbsp;&nbsp; Og við verðum að byggja á hugviti til að framleiða vörur og þjónustu í alþjóðlegri samkeppni. Þar liggja sóknarfæri okkar til aukins útflutnings til framtíðar. Nýsköpun og þróun eru lykilorðin. Ríkisstjórnin hyggst styðja myndarlega við rannsóknir og þróun og hlutverk samkeppnissjóða verður víkkað út til rannsókna á sviði skapandi greina. </p> <p>Til að ná þessum árangri og bæta samkeppnishæfni Íslands þurfum við að bæta menntun. Menntun er lykillinn að framtíðinni. Hún gerir okkur kleift að skapa það hugvit sem útflutningur okkar byggist á. Menntun gerir börnin okkar betur fær að standast alþjóðlega samkeppni en setur jafnframt þá pressu á okkur að bjóða ungu kynslóðinni samkeppnishæf lífskjör í alþjóðavæddum heimi. Menntun gerir okkur líka betur í stakk búin að takast á við tæknibreytingar. Ný bylting í atvinnuháttum er framundan en við vitum ekki hvaða áhrif hún mun hafa á einstakar atvinnugreinar. Eitt dæmi er sjálfakandi bílar. Við vitum ekki hvort þeir muni leiða til fjölgunar eða fækkunar bíla. Menntun hjálpar okkur að takast á við hið óvænta og óþekkta þótt óljóst sé hvernig hún verði að lokum nýtt. Ríkisstjórnin mun því beita sér fyrir því að öll skólastig verði efld. Það er framsýni.</p> <p>Ein stærsta ógn samtímans er hlýnun jarðar af völdum gróðurhúsalofttegunda. Við þurfum að axla ábyrgð í samfélagi þjóðanna. Svo aftur sé vitnað í Tómas: „En mörgum finnst hún dýr þessi hóteldvöl, þó deilt sé um hvort hótelið sjálft muni græða. En við sem ferðumst eigum ei annars völ. Það er ekki um fleiri gististaði að ræða.“ Í aðgerðaráætlun í tengslum við Parísarsamkomulagið hyggst ríkisstjórnin setja græna hvata og hvetja til skógræktar, landgræðslu og orkuskipta í samgöngum. Í stjórnarsáttmálanum er kveðið á um að ekki verði efnt til nýrra ívilnandi fjárfestingarsamninga vegna mengandi stóriðju. </p> <p>Ljóð Tómasar á einnig vel við um ferðaþjónustuna, hinn nýja burðarás gjaldeyristekna í íslenskum þjóðarbúskap og helstu ástæðu ört vaxandi gjaldeyrisforða. Velgengni þessarar atvinnugreinar byggist á þrotlausri vinnu og öflugu markaðsstarfi. Við þurfum hins vegar að fara að öllu með gát. Við þurfum að hugsa fram á veginn og ekki glutra niður einstæðu tækifæri til langtímahagsældar með skammtímasjónarmiðum og einskiptisgróða. Jafnframt er nauðsynlegt að öðlast betri skilning á áhrifum ferðaþjónustunnar á aðrar atvinnugreinar, ekki hvað síst á sprotafyrirtæki í alþjóðlegri samkeppni.</p> <p style="text-align: center;"><strong>IV</strong></p> <p>Ég get ekki látið hjá líða að minnast með miklu þakklæti á þrotlaust starf lögreglu, björgunarsveita og landhelgisgæslu undanfarna daga við leit og rannsókn á máli Birnu Brjánsdóttur. Með hjálp fjölmiðla höfum fylgst með þrautþjálfuðu fólki leggja nótt við dag til að upplýsa þetta átakanlega mál sem hefur hreyft við okkur öllum. Í sorginni yfir að sjá svo sviplega á bak ungri konu í blóma lífsins hefur verið huggun í þeim samhug og samstöðu sem þjóðin hefur sýnt, í viðbrögðum almennings sem &nbsp;hefur leitað Birnu, veitt upplýsingar og sýnt foreldrum hennar og ástvinum hlýju og stuðning. </p> <p>Ég votta fjölskyldu Birnu og aðstandendum innilega samúð mína.</p> <p style="text-align: center;"><strong>V</strong></p> <p>Hæstvirtur forseti, góðir landsmenn.<strong><br /> </strong>Ríkisstjórnin er að hefja nýtt kjörtímabil, nýja vegferð sem stendur fram á þriðja áratug þessarar aldar. Á kjörtímabilinu minnumst við 100 ára fullveldis Íslands og 75 ára afmælis lýðveldisins. Við getum verið stolt af forfeðrum okkar og -mæðrum, baráttuþreki þeirra og framtíðarsýn. Þau tóku við þröngu búi en með vilja og framsýni tókst að bæta kjör þjóðarinnar.</p> <p>Við getum einnig verið stolt af því hvernig við, kynslóðirnar sem á eftir fylgdu, höfum byggt upp velferðarsamfélag í fremstu röð. Við getum verið stolt af landinu okkar. </p> <p>Við eigum að halda þessu góða starfi áfram og hlúa vel að umhverfi okkar sem er í sífelldri þróun. Ríkisstjórnin setur sér þannig það markmið að Ísland verði eftirsóknarvert fyrir alla þá sem vilja taka þátt í að byggja upp íslenskt samfélag til framtíðar. Samfélag þar sem mannréttindi, jöfn tækifæri, fjölbreytni, frelsi og ábyrgð ásamt virðingu fyrir ólíkum lífsskoðunum mynda sterkan grunn.</p>

2017-01-23 14:43:2323. janúar 2017Ávarp á Arctic Frontiers í Tromsö

<p>Ávarp Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra<br /> Arctic Frontiers í Tromsö, 23. janúar 2017</p> <p>Madame Prime Minister, Ministers, Excellencies, Ladies&nbsp;and Gentlemen.</p> <p>I am delighted to be here in Tromsö this morning at the&nbsp;Arctic Frontiers conference with the title “White Space – Blue&nbsp;Future”.</p> <p>As it happens, this is my first engagement outside Iceland&nbsp;since I took office as Foreign Minister less than two weeks ago.&nbsp;And what is more natural for a new Icelandic Foreign Minister<br /> than to start with Arctic issues, here in the Arctic capital of our&nbsp;neighbouring Norway? I mention this to make the point that&nbsp;much of our heritage, customs and traditions were once shared<br /> by Iceland and Norway. More than thousand years later, this&nbsp;common experience fosters mutual understanding and respect,&nbsp;an important asset to have - both in a Nordic and Arctic context.<br /> Given our common geography and dependence on natural&nbsp;resources, it is by working together that we are able to achieve&nbsp;more than we would otherwise. It is through close cooperation <br /> we ensure that future development is managed in a responsible&nbsp;way.</p> <p>Developments in the Arctic and Iceland’s role in both managing and protecting it enjoys a broad political consensus and has been identified as one of the top priorities of our foreign policy.</p> <p>Iceland’s interests in the Arctic are manifold and pertain to protection of the region’s vulnerable environment, sustainable economic development and utilisation of the natural resources, respect for international law, security and safety, infrastructure and connectivity, and, of course, cooperation with all involved stakeholders, including the indigenous people.</p> <p>The significance of the Arctic on the international stage has increased substantially in recent years, by virtue of climate change and the subsequent debate on the exploitation of natural resources, territorial claims, social changes, new shipping routes, and so forth. We welcome the increased attention the Arctic is gaining and look forward to enhanced cooperation with Arctic and non-Arctic stakeholders alike, but at the same time we acknowledge that it is first and foremost the responsibility of the Arctic states to pave the way for a favourable and sustainable development of the region.</p> <p>Iceland and Norway, by and large, share common interests in Arctic Affairs in general and in ocean and maritime issues in particular. And even if we do not always agree on everything, our collaboration is close, meaningful and neighbourly. </p> <p>Protection and sustainable use of the ocean has received greater attention in recent years. Iceland particularly welcomes that the oceans have received special emphasis in the recently approved Sustainable Development Goals, as the oceans are, indeed, essential for global sustainable development. In Iceland, we had to put this into practice decades ago – as we largely rely on fisheries for our livelihood.</p> <p>Climate change is one of the greatest threats to the ocean today. Increase of temperature and ocean acidification will put the entire marine ecosystem at risk. The only way to turn this around is by cutting greenhouse gas emission and Iceland has decided to take part in collective delivery with the European Union and Norway of 40% reduction of greenhouse gas emission by 2030.</p> <p>Within the Arctic Council, the ocean affairs have also been high on the agenda, particularly under the current US Chairmanship of the Council. Iceland welcomes this emphasis and has contributed meaningfully to the ongoing discussion and work in this regard. We are also committed to continue this work during the upcoming Finnish chairmanship. When Iceland assumes the chairmanship in 2019 we will presumably focus on issues close to our heart, such as seeking ways forward to maintain healthy, sustainable and productive oceans.</p> <p>Ladies and gentlemen.</p> <p>A conference like the Arctic Frontiers is an excellent venue for dialogue and collaboration. It is important that we continue this constructive cooperation for the benefit of our societies and peoples, and for the cause of a sustainable and viable development of the fragile and vulnerable Arctic. For centuries an inaccessible wasteland that is gradually opening up for increased human activities. Which may entail opportunities but it is also our responsibility to preserve this jewel for generations to come.</p> <p>Thank you for your attention.</p>

2017-01-12 14:48:1212. janúar 2017Samráðsfundur vegna formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu

<p>Hugarflugsfundur um formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu<br /> Hörpu, 12. janúar 2017 kl. 10<br /> Ávarp Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra</p> <p>Kæru gestir,</p> <p>Það er mér sönn ánægja að bjóða ykkur velkomin á þennan hugarflæðisfund um formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu 2019-2021. Þetta er, eins og ykkur öllum er ljóst, fyrsta verk mitt í embætti utanríkisráðherra og það er að mörgu leyti mjög vel við hæfi að byrja ferilinn á þessum mikilvæga málaflokki, enda eru málefni norðurslóða forgangsmál í íslenskri utanríkisstefnu og snerta næstum allar hliðar íslensks samfélags. Ljóst er að fá ríki hafa jafn mikilla hagsmuna að gæta í hagfelldri þróun svæðisins og Ísland, enda telst landið allt og stór hluti landhelginnar innan marka norðurslóða. Þetta er einstakt meðal ríkja Norðurskautsráðsins.</p> <p>Það hefur verið breið samstaða í stjórnmálum og samfélaginu öllu þegar kemur að málefnum norðurslóða og mikilvægt er að viðhalda henni. Stefna Íslands á sér stoð í þingsályktun sem samþykkt var samhljóða á Alþingi árið 2011 og tekur til tólf meginþátta sem lúta meðal annars að stöðu Íslands innan svæðisins, mikilvægi Norðurskautsráðsins og Hafréttarsamnings Sameinuðu þjóðanna, loftslagsmálum og sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda og öryggis- og viðskiptahagsmunum. </p> <p>Í haust kynnti sérstök ráðherranefnd um málefni norðurslóða skýrslu um hagsmuni Íslands á svæðinu. Þar er lögð áhersla á að nýta þau tækifæri sem gefast á ábyrgan og sjálfbæran hátt og að geta brugðist hratt við ef hættu ber að höndum. Þessi skýrsla er mikilvægt innlegg í vinnuna sem nú er að hefjast vegna formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu. Ég geri ráð fyrir að vinna við aðgerðaáætlun til að fylgja skýrslunni eftir og tryggja mikilvæga hagsmuni Íslands á norðurslóðum hefjist fljótlega, samhliða undirbúningi formennskunnar.</p> <p>Nýr stjórnarsáttmáli ríkisstjórnarinnar, sem kynntur var á þriðjudag, tilgreinir áfram mikilvægi norðurslóða í utanríkisstefnunni og nefnir Norðurskautsráðið sérstaklega. Ráðið hefur fest sig í sessi sem mikilvægasti samráðsvettvangurinn um málefni norðurslóða. Ljóst er að staða Íslands, sem eitt af átta aðildarríkjum ráðsins, er sterk. Að sitja við sama borð og þjóðir eins og Bandaríkin og Rússland gefur Íslandi tækifæri til þess að láta rödd sína heyrast og hafa áhrif á þróun svæðisins. Á árunum 2019 til 2021 munum við, sem formennskuríki, stýra starfi ráðsins og móta áherslur þess. Mikilvægt er að nýta þetta tækifæri sem allra best. Við Íslendingar höfum margt fram að færa, ekki síst í tengslum við málefni hafsins, endurnýjanlega orku, jafnréttismál og sjálfbæra nýtingu auðlinda. Þetta munum við meðal annars hafa í huga við mótun áherslna okkar.</p> <p>Einnig þarf að hafa hugfast að allt alþjóðasamstarf næstu árin mun taka mið af Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og Parísarsamningnum um loftslagsmál.</p> <p>Heimsmarkmiðin gilda nú fyrir öll ríki heims, ekki aðeins þróunarríki eins og þúsaldarmarkmiðin gerðu áður, og hafa mörg þeirra snertifleti við norðurslóðir og starf Norðurskautsráðsins. Parísarsamningurinn, sem Ísland fullgilti í september og gekk svo í gildi í nóvember, er einnig gríðarlega mikilvægur fyrir íbúa norðurslóða vegna þeirra áhrifa sem hlýnun jarðar hefur á lífríki og loftslag á svæðinu. Allt starf Norðurskautsráðsins á næstu árum mun taka mið af þessum alþjóðlegu forgangsmálum.</p> <p>Frá því að Ísland gegndi síðast formennsku í Norðurskautsráðinu 2002-2004, hefur starfsemi og þýðing ráðsins á alþjóðavísu vaxið mikið. Tengist þetta meðal annars áhrifum loftslagsbreytinga á viðkvæmt vistkerfi norðurslóða, opnun sigingaleiða og aukinni eftirspurn eftir hrávöru og auðlindum á svæðinu. Aukið vægi ráðsins birtist meðal annars í fjölda áheyrnaraðila sem nú eru alls 32 – 12 ríki, 9 fjölþjóðlegar stofnanir og 11 frjáls félagasamtök. Fyrir ráðinu liggja nú 20 nýjar umsóknir sem verða til umræðu á utanríkisráðherrafundi í Alaska í maí. </p> <p>Komandi formennska Íslands verður meðal stærstu verkefna sem Ísland hefur tekið að sér á alþjóðavettvangi. Til þess að vel megi takast er mikilvægt að nýta þá miklu reynslu og þekkingu á norðurslóðum sem til staðar er í íslensku samfélagi og styrkja enn frekar innlent samstarf og samráð. </p> <p>Með þetta í huga var ákveðið að boða til þessa hugarflæðisfundar þá fjölmörgu aðila sem sinna norðurslóðamálum hér á landi á einn eða annan hátt og ég vil nota þetta tækifæri til að þakka forvera mínum fyrir þann undirbúning sem farið hefur fram á hennar vakt í ráðuneytinu.</p> <p>Áhuginn á þessum fundi og mætingin í dag fer fram úr okkar björtustu vonum. Við erum afar þakklát fyrir að þið skulið hafa gefið ykkur tíma til að vera hér í dag og leggja þannig ykkar lóð á vogarskálarnar. Verkefnið nú er að virkja þá miklu þekkingu sem samankomin er í þessum sal.</p> <p>Ég hvet ykkur til að hugsa stórt og kasta fram hugmyndum þó að þær séu ekki fullmótaðar. Í framhaldinu munum við vinna úr niðurstöðunum og skoða hvað er framkvæmanlegt, meðal annars með tilliti til áherslna samstarfsþjóða okkar og frumbyggjasamtaka innan Norðurskautsráðsins. Við vonumst til þess að geta áfram leitað til ykkar á næstu árum, bæði við undirbúning og framkvæmd formennskunnar.</p> <p>Ég óska ykkur góðs gengis í dag og hlakka til að sjá afraksturinn.</p>

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn