Hoppa yfir valmynd
13. júní 2019

Öryggissamvinnuvettvangurinn (FSC) ræðir ályktun 1325 um konur, frið og öryggi.

Fastafulltrúi hvatti til samþættingar ákvæða ályktunar öryggisráðs SÞ nr. 1325 um konur frið og öryggi í starf ÖSE á fundi Öryggissamvinnuvettvangsins (FSC) miðvikudaginn 5. júní 2019. Fastafulltrúi lagði áherslu á kynjasjónarmið og valdeflingu kvenna í eftirlitsstarfi stofnunarinnar á vettvangi. Sagt var frá þriðju aðgerðaráætlun Íslands um framfylgd ályktunarinnar, og aðildarríki ÖSE hvött, til að gera slíkar aðgerðaáætlanir, enda væru þær mikilvægt tæki til að framfylgja ákvæðum ályktunarinnar. Einnig var hvatt til þess, að 20 ára afmæli ályktunarinnar 2020 yrði nýtt til að vega og meta það, sem áunnist hefur og hvað mætti gera betur í starfi ÖSE hvað þetta varðaði.

Ræða

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira