Hoppa yfir valmynd

Sigríður Ásdís Snævarr

Umdæmisríki: Ástralía, Malasía, Singapúr og Páfastól (Vatikanborgríkið).

Þema: Nýir markaðir fyrir íslenskan útflutning með áherslu á nýsköpunar- og tæknigeirann.

Sigríður Ásdís Snævarr er heimasendiherra í hálfu starfi, búsett á Íslandi. Hún fer með forsvarið gagnvart þremur ríkjum. Hún er sendiherra Íslands gagnvart Páfastóli, Vatican City State og afhenti Francis l páfa trúnaðarbréfið 13. desember 2018.

Hún hefur afhent afrit af trúnaðarbréfi sínu sem sendiherra Íslands í Singapúr og mun afhenda forseta Singapúr, frú Halimah Yacob, trúnaðarbréf sitt í maí n.k
Loks hefur Sigríður fengið samþykki ástralskra stjórnvalda sem verðandi sendiherra Íslands gagnvart Ástralíu og er gert ráð fyrir því að hún afhenda trúnaðarbréfið undir lok ársins 2019.

Þverlæg þemu Sigríðar eru nýsköpun og nýmarkaðir. Nýsköpun fellur vel að Nordic Innovation House í Singapúr sem opnað verður með viðhöfn í febrúar 2019, en fulltrúi Íslands í stjórn þess er Halldór Elís Ólafsson viðskiptafulltrúi Íslands í Tókýo. Samskipti Íslands og Ástralíu hafa ávallt verið góð en ástralski markaðurinn er nýmarkaður í mörgu tilliti.

Ferilskrá (á ensku).

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Veldu tungumál

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira