Hoppa yfir valmynd

Um deild tvíhliða málefna

Heimasendiherrar hafa starfað í utanríkisráðuneytinu í rúma fjóra áratugi en í kjölfar skýrslunnar Utanríkisþjónusta til framtíðar var ákveðið að styrkja þennan þátt starfseminnar. Í skýrslunni segir „…að um sé að ræða deild mönnuð sendiherrum með búsetu á Íslandi sem verði skráðir gagnvart sumum þeirra ríkja sem Ísland hefur stjórnmálasamband við en þar sem ekki eru íslenskar sendiskrifstofur“. Gefinn hefur verið út nýr forsetaúrskurður um umdæmi sendiráða og hefur fyrirsvar gagnvart mörgum ríkjum verið flutt til Íslands og sett í hendur reyndra sendiherra sem sinna munu þessum ríkjum frá Íslandi. Hleypt hefur verið nýju lífi í það fyrirkomulag að sendiherrar heima fyrir sinni einnig ákveðnum málaflokkum eða þemum og geti þannig myndað sterkari tengsl við íslenska hagsmunaaðila og atvinnulíf og eflt viðskiptatengsl, nýsköpun og ímynd landsins. Umdæmi sendiráðanna eru stór og ljóst að ekki næst að sinna ýmsum ríkjum nægilega vel og fyrir bragðið glatast þar tækifæri. Sex heimasendiherrar eru nú við störf í deildinni og sinna þeir fjölmörgum ríkjum, en auk þess mikilvægum málaflokkum, eins og afvopnunarmálum, jarðhitamálum og jafnréttismálum. 

Deild tvíhliða málefna

Rauðarárstíg 25,
105 Reykjavík

Sími: 545 9900

Netfang: utn[hjá]utn.is

NafnStarfsheitiNetfang
Benedikt Ásgeirssonsendiherra[email protected]
Kristín A. Árnadóttirsendiherra[email protected]
Sigríður Ásdís Snævarrsendiherra[email protected]
Stefán Lárus Stefánssonsendiherra[email protected]
Þórður Æ. Óskarssonsendiherra[email protected]
Þórir Ibsensendiherra[email protected]

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Veldu tungumál

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira