Hoppa yfir valmynd

Frétt

14. mars 2018 Sendiráð Íslands í London

Breytingar á fyrirsvari sendiráðsins

Samkvæmt forsetaúrskurði nr. 8/2018 frá 9. febrúar sl.  heyra eftirfarandi ríki undir umdæmi sendiráðs Íslands í London: Bretland, Írland, Jórdanía, Katar og Malta. Auk þess gegnir sendiráðið hlutverki fastanefndar gagnvart Alþjóðasiglingamálstofnuninni (IMO). Eftirfarandi ríki heyra því ekki lengur undir umdæmi sendiráðsins: Nígería, Portúgal og Sameinuðu arabísku furstadæmin.

Sendiráð Íslands í París verður ábyrgt vegna samskipta við Portúgal og utanríkisráðuneyti Íslands sinnir nú beint samskiptum við Nígeríu og Sameinuðu arabísku furstadæmin.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira