Hoppa yfir valmynd
27. apríl 2018

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna sveitarstjórnarkosninga hafin

Kosning utan kjörfundar erlendis vegna sveitarstjórnarkosninga  26. maí 2018 er hafin í sendiráði Íslands í París.

Tekið er á móti kjósendum í sendiráðinu í París alla virka daga frá 9:30-15:30. Kjósendur eru beðnir að framvísa persónuskilríkjum með mynd.  

Einnig er hægt að kjósa hjá ræðismönnum Íslands í umdæmi sendiráðsins. Kjósendur skulu hafa samband við viðkomandi ræðismann og bóka tíma eftir samkomulagi til að kjósa. Staðsetningar sendiskrifstofa og ræðismanna eru á vef ráðuneytisins.  

Sérstakir kjörfundir verða haldnir á eftirfarandi stöðum:

Torrevieja:
4. maí kl. 9:30-14:00 
La Chismosa
Calle del Gorríon 5
03189 Orihuela

Tenerife
14.-18. maí frá 9:00-13:00

Centro Internacional Politécnico
Seminario nuevo S/N
38207 San Cristóbal de la Laguna / Tenerife

Kosningarrétt eiga allir íslenskir ríkisborgarar sem náð hafa 18 ára aldri á kjördag, 26. maí 2018, og sem skráðir eru með lögheimili í viðkomandi sveitarfélagi þremur vikum fyrir kjördag, þ.e. 5. maí 2018.

Einnig eiga kosningarrétt danskir, finnskir, norskir og sænskir ríkisborgarar sem átt hafa lögheimili á Íslandi í þrjú ár samfellt fyrir kjördag og aðrir erlendir ríkisborgarar sem átt hafa lögheimili á landinu í fimm ár samfellt fyrir kjördag, enda fullnægi þeir að öðru leyti framangreindum skilyrðum.

Kjósendur erlendis bera sjálfir ábyrgð á því að koma atkvæðum sínum til skila á Íslandi. Atkvæði þarf að berast til sýslumanns eða kjörstjórnar í sveitarfélagi kjósanda fyrir kjördag.

Eftir að kjósandi hefur greitt atkvæði hjá kjörstjóra er atkvæðið sett í kjörseðilsumslag og það límt aftur. Kjörseðilsumslagið og útfyllt fylgibréf er því næst sett í sendiumslag ætlað viðkomandi sýslumanni eða kjörstjórn (á skrifstofu hlutaðeigandi sveitarfélags) og lokað fyrir. Á bakhlið þess eru upplýsingar um kjósanda sem hann verður að fylla út svo atkvæðið rati á réttan stað. Vilji kjósandi ekki að nafn hans, kennitala og lögheimili á Íslandi sé sýnilegt öðrum er honum heimilt að setja þetta umslag ofan í annað og merkja það viðkomandi sýslumanni eða kjörstjórn. Hægt er að senda utankjörfundaratkvæði með pósti eða koma því á einhvern annan hátt í hendur hlutaðeigandi kjörstjórnar.

Staðsetningar sýslumanna 

Á vefnum kosning.is er birt upplýsingaefni bæði á íslensku og ensku.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum