Hoppa yfir valmynd
21. nóvember 2018

Velheppnaðri tónleikaferð Sinfóníuhljómsveitar Íslands um Japan lokið

Sinfóníuhljómsveit Íslands er nú komin heim út velheppnaðri tónleikaferð um Japan. Hljómsveitin ferðaðist vítt og breytt um landið og hélt 12 tónleika í öllum helstu borgum Japan, m.a. í Tókýó, Osaka, Sapporo og Hamamatsu. Með í för voru Vladimir Ashkenazy, aðalheiðursstjórnanda Sinfóníuhljómsveitar Íslands, og japanski píanistanum Nobuyuki Tsujii. Uppselt var á alla tónleika ferðarinnar og samtals lék hljómsveitin fyrir um 25.000 tónleikagesti. Viðtökurnar voru frábærar og var hljómsveitin undantekningalaust klöppuð upp af áheyrendum að tónleikum loknum.

„Ferðin hefur gengið að óskum og alveg einstakt að fá að upplifa móttökur japanskra áheyrenda sem alls staðar hafa tekið hljómsveitinni fagnandi. Það er líka dásamlegt að fá að koma í þessar ólíku tónleikahallir og kynnast japanskri tónleikamenningu. Þessi þjóð hefur tekið svo fallega á móti okkur og japanski tónleikahaldarinn Avex International Classics hefur lagt sig fram um að skipuleggja ferðina sem best svo að álagið hefur verið viðráðanlegt fyrir hljóðfæraleikarana. Það er magnað að finna þessa djúpu virðingu fyrir hljómsveitinni. Við erum full þakklætis og gleði yfir að hafa fengið að upplifa þessa ferð og þess fullviss að við höfum lagt okkar lóð á vogarskálarnar til að kynna land og þjóð fyrir Japönum sem muni skila sér þegar fram í sækir.” Sagði Arna Kristín Einarsdóttir, framkvæmdarstjóri hljómsveitarinnar.

Á efnisskrá hljómsveitarinnar í Japan voru flutt Jökulljóð eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Karelía-svítan eftir Sibelius, píanókonsertar nr. 2 eftir Rakhmaínov og Chopin, og sinfóníur nr. 2 eftir Sibelius og Rakhmanínov. 

 

 

  • Velheppnaðri tónleikaferð Sinfóníuhljómsveitar Íslands um Japan lokið - mynd úr myndasafni númer 1
  • Velheppnaðri tónleikaferð Sinfóníuhljómsveitar Íslands um Japan lokið - mynd úr myndasafni númer 2
  • Velheppnaðri tónleikaferð Sinfóníuhljómsveitar Íslands um Japan lokið - mynd úr myndasafni númer 3

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum