Hoppa yfir valmynd
23. maí 2019

Ráðherrafundur OECD

Ráðherrafundur OECD - mynd Photo: OECD/ Hervé Cortinat

Árlegum ráðherrafundi Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) lauk í París í dag. Á fundinum var rætt um áskoranir og tækifæri sem fólgin eru í stafrænu byltingunni og á hvaða hátt aðildarríkin gætu sem best búið sig undir þær breytingar sem framundan eru. OECD hefur að undanförnu unnið ötullega að greiningum og stefnumótun á áhrifum stafrænnar tækni á stöðugt fleiri sviðum, þ. á m. á friðhelgi einkalífs, viðskipti, skattlagningu, menntun og hæfni.

Á fundinum voru samþykkt nokkur ný tilmæli og stefnur, þ. á m.

  • stefna um gervigreind (e. Recommendation on Artificial Intelligence),
  • áætlun um hæfni (e. Skills strategy)
  • samþykktir um frelsi þjónustuviðskipta og fjármagnshreyfinga (e. Revision of the Codes of Liberalisation) og
  • yfirlýsing um nýsköpun í opinbera geiranum (e. Declaration on Public Sector Innovation).

Þá fór einnig fram sérstök umræða um hvernig OECD geti sjálft brugðist við stafrænum breytingum og lagði Ísland áherslu á að þverlæg verkefni gætu gefið nýja og skarpari sýn á þau flóknu álitaefni sem aðildarríkin standa frammi fyrir.

Sendinefnd Íslands skipuðu Kristján Andri Stefánsson fastafulltrúi Íslands gagnvart OECD, formaður, Jónas Haraldsson varafastafulltrúi Íslands gagnvart OECD, Sigurður H. Helgason skrifstofustjóri í fjármála- og efnahagsráðuneytinu og Páll Ásgeir Guðmundsson aðstoðarmaður fjármála- og efnahagsráðherra.

Kristján Andri Stefánsson, fastafulltrúi Íslands hjá OECD

Angel Gurría, Secretary-General, OECD Peter Pellegrini, Prime Minister, Slovak Republic

Ángel Gurría, aðalframkvæmdastjóri OECD og Peter Pellegrini, forsætisráðherra Slóvakíu við opnun ráðherrafundar OECD 22. maí 2019

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum