Hoppa yfir valmynd
25. september 2019

Evrópski tungumáladagurinn 26. september 2019

Fulltrúar frá sendiráði Íslands kenndu nemendum íslensku - myndEB

Sendiráð Íslands í Stokkhólmi er hluti af tengslanetinu Tungumáladagurinn, sem samanstendur af ýmsum tungumálastofnunum og samtökum. Saman skipuleggjum við tungumálakaffi í Stokkhólmi til að halda evrópska tungumáladaginn hátíðlegan, auk þess að standa fyrir keppni fyrir tungumálanemendur á landsvísu. Tungumálakaffið var haldið þann 24. september. Rúmlega 600 börn tóku þátt. Viðburðurinn bauð börnunum upp á að heyra og reyna að tala á yfir 20 mismunandi tungumálum! Að sjálfsögðu voru fulltrúar frá sendiráði Íslands á staðnum og kenndu börnunum íslenska stafrófið og útskýrðu íslenskar nafnahefðir. Loksins fengu nemendurnir að vita af hverju nöfn allra strákanna í íslenska herralandsliðinu í fótbolta enda á „son“! 

Í tungumálakeppninni á landsvísu áttu nemendur að búa til „meme“ um tungumál. Sigurvegarinn var valinn af dómnefnd og verðlaunin voru tungumálaferð að verðmæti 20 000 SEK.

Tillgangur þessa dags er að sýna fram á mikilvægi þess að læra tungumál og gefa nemendunum tækifæri á að kynnast öðrum tungumálum en þeim sem þau heyra á hverjum degi. Tengslanetið leggur sig líka fram við að vekja athygli á evrópska tungumáladeginum á landsvísu í Svíþjóð og fá alla til að leggja sig fram við að læra tungumál!

  • Nemendur gátu heyrt yfir 20 ólík tungumál á tungumáladeginum, t.d. þýsku.  - mynd
  • Fulltrúar frá sendiráði Tékklands voru á staðnum.   - mynd

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum