Hoppa yfir valmynd
30. september 2019

Íslenski skólinn í París hefur göngu sína á ný!

Íslenski skólinn í París hefur göngu sína á ný laugardaginn 5. október 2019 kl. 10:30.  Í ár verða tveir barnahópar, sá yngri fyrir 3ja-5 ára og sá eldri fyrir 6-10 ára. Eins og áður verður kennt í tvær klukkustundir í senn, eða til 12:30.  Íslenski skólinn hefur verið starfræktur í París í yfir 30 ár.  Markmið skólans eru sem fyrr að gefa íslenskum börnum í París tækifæri til að eiga samskipti á íslensku og að kynnast íslenskri sögu og menningu.

Áætlaðir kennslutímar yfir skólaárið eru sem hér segir :  

2019
5. október
12. október
9. nóvember
23. nóvember
7. desember

2020
11. janúar
25. janúar
29. febrúar
14. mars
28. mars
25. apríl
9. maí
16. maí
6. júní

Kennslustaður er óbreyttur: Sænski skólinn, 9, rue Médéric, 75017 París, metró Courcelles.  Gengið er inn um innganginn hjá sænsku kirkjunni á hægri hönd og farið upp hringstigann (eða í lyftu).    
Skólagjöld eru óbreytt frá fyrra ári :  Fyrir eitt barn €140, fyrir tvö börn €200 og €270 fyrir 3 börn eða fleiri. Þeim sem óska eftir að tvískipta greiðslunni, stendur til boða að inna síðari greiðsluna af hendi  eftir áramót.

Vonumst til að sjá sem flesta!
Skólastjórnin

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum