Hoppa yfir valmynd
31. janúar 2020 Utanríkisráðuneytið

Úttekt á starfsemi aðalræðisskrifstofunnar í Winnipeg

Aðalræðisskrifstofa Íslands í Winnipeg - mynd
Í tilefni þess að 20 ár voru liðin frá stofnun aðalræðisskrifstofu Íslands í Manitoba í Kanada, með útsendum starfsmanni í utanríkisþjónustunni, ákvað Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í fyrra að fela Halldóri Árnasyni, fyrrverandi formanni Þjóðræknisfélagsins og Snorrasjóðs, að gera úttekt á starfseminni og tillögur um hvernig mætti bæta hana. Úttektin hefur verið kynnt í ríkisstjórn og utanríkismálanefnd verið upplýst.

Niðurstaða úttektarinnar er sú að íslensk stjórnvöld skuli áfram reka aðalræðisskrifstofu í Winnipeg. Þá eru lagðar fram tillögur um markvissari starfsemi ræðisskrifstofunnar. Meðal annars er lagt til að aðalræðismaður verði jafnframt sérstakur erindreki gagnvart fólki af íslenskum uppruna í Norður-Ameríku, að ekki verði skilyrt að aðalræðismaður hafi áður starfað í utanríkisþjónustunni og að leitað verði aukinnar hagræðingar í rekstri aðalræðisskrifstofunnar, t.d. í húsnæði og starfsmannahaldi. Utanríkisráðherra mun hafa tillögurnar til hliðsjónar við stefnumótun um fyrirsvar Íslands í Norður-Ameríku.

Aðalræðisskrifstofan var upphaflega sett á fót um síðustu aldamót til að styðja við hátíðarhöld í tilefni af þúsund árum frá landafundum norrænna manna í N-Ameríku. Helstu verkefni skrifstofunnar hafa verið stuðningur við viðhald þjóðræknis- og menningartengsla Íslendinga við fólk af íslenskum uppruna í Norður-Ameríku en fjölmennustu samfélögin eru enn í Manitoba-fylki í Kanada.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum